Býr til hátískufatnað úr súrri kúamjólk! Lægra hlutfall útgjalda á Íslandi fer til matvörukaupa en í ESB

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Býr til hátískufatnað úr súrri kúamjólk! Lægra hlutfall útgjalda á Íslandi fer til matvörukaupa en í ESB"

Transkript

1 Dagur sauðkindarinnar Þar er íslenska kýrin í öndvegi Bærinn okkar Kolugil 19. tölublað 2011 Fimmtudagur 27. október Blað nr árg. Upplag Þúsundir súpuskammta runnu út á kjötsúpudegi - sala á súpukjöti mældist í tonnavís Fyrsti vetrardagur var sannkallaður kjötsúpudagur en fleiri þúsund manns þáðu þennan þjóðarrétt víða um land á laugardaginn var. Í Reykjavík var mikill mannfjöldi á Skólavörðustíg og hermdu fregnir þaðan að um 4 þúsund manns hafi bragðað á súpunni sem var afgreidd á sex stöðum. Biðraðir mynduðust við súpupottana og var haft eftir Úlfari Eysteinssyni veitingamanni í fjölmiðlum að 250 lítrar hjá honum einum hefðu klárast á 45 mínútum. Stórverslanir virðast nú hafa tekið þennan sið upp en margar þeirra auglýstu kjötsúpu á boðstólum, m.a Hagkaup, Krónan og Nóatún. Í Krónunni voru gefnir skammtar eða 600 lítrar, í Hagkaupum voru lagaðir 650 lítrar og útdeilt í skömmtum. Í Nóatúni fengu viðskiptavinir líka að smakka á herlegheitunum. Aðrar verslanir eins og Bónus og Nettó auglýstu hráefni til kjötsúpugerðar af miklum myndarskap. Ekki er óvarlegt að álykta að á bilinu þúsund manns hafi bragðað á ókeypis súpu á fyrsta vetrardag samkvæmt úttekt Bændablaðsins. Salan þrefaldaðist Í samtali við Ólaf Júlíusson, innkaupastjóra hjá Kaupási, seldust nokkur tonn af súpukjöti í kringum fyrsta vetrardag. Við greindum þetta mjög vel á sölunni og það er hægt að segja að salan á súpukjöti hafi þrefaldast þessa viku. Þetta framtak er samstarf bæði söluaðila, bænda og framleiðenda og tengir okkur betur saman. Því fögnum við. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði að greinileg söluaukning hefði verið í verslunum þeirra yfir helgina. Það var almenn ánægja með súpuna og viðskiptavinir tóku þessu uppátæki afar vel. Upplifunin var í heild jákvæð, sagði Gunnar Ingi. /TB Á hverjum einasta degi allt árið um kring fara um 700 kúabændur til gegninga í fjósum landsins. Guðmundur Davíðsson, bóndi í Miðdal í Kjós, er þar engin undantekning en á bænum er líka búið með sauðfé og hross auk þess að rækta fjárhunda af Border Collie kyni. Guðmundur og Svanborg Magnúsdóttir kona hans eru mörgum þéttbýlisbúum á höfuðborgarsvæðinu að góðu kunn því að á ári hverju taka þau á móti þúsundum gesta og kynna sveitastör n, mest leikskólabörnum og yngstu grunnskólanemendum ásamt foreldrum þeirra. Bændurnir í Miðdal eru þátttakendur í Opnum landbúnaði sem er hópur um 35 búa um allt land sem bjóða gestum að skoða búskapinn. Mynd / Helgi Olgeirsson Lægra hlutfall útgjalda á Íslandi fer til matvörukaupa en í ESB - samkvæmt tölum Eurostat munar mestu um lægri útgjöld Íslendinga til kjötkaupa Samkvæmt vísitölu neysluverðs í september 2011 verja íslendingar 13,08% af útgjöldum sínum til kaupa á matvöru. Til viðbótar fara síðan 1,59% í drykkjarvörur eða alls 14,67% útgjalda í mat- og drykkjarvörur. Þegar Ísland er lagt á mælistiku Evrópsks samanburðar kemur í ljós að neytendur hér á landi verja nú lægra hlutfalli útgjalda sinna til kaupa á mat- og drykkjarvörum en nemur meðaltali ESB landanna 27, samkvæmt upplýsingum Eurostat. Minna til kjötkaupa á Íslandi Að meðaltali verja neytendur í ESB löndunum 15,6% útgjalda sinna til kaupa á mat og drykkjarvörum en íslenskir neytendur 15,1%. Mestu munar á kjötvörum. Til kaupa á þeim verja íslenskir neytendur 2,7% útgjalda en meðaltalið innan ESB 3,6%. Tekið skal fram að hlutfallstölur eru aðrar hjá Eurostat en hjá Hagstofu Íslands þar sem ekki eru allir útgjaldaliðir metnir með sambærilegu hætti. Þegar rýnt er í skiptingu útgjalda á Íslandi kemur í ljós að 15,16% útgjalda fara í ferðir og flutninga, þ.e. kaup og rekstur bifreiða, almenningssamgöngur o.s.frv. Þar af er eldsneytið á einkabílinn 5,88%, meira en samanlögð útgjöld til kaupa á kjöti, mjólk, osti og eggjum sem nema 5,26% af heildarútgjöldum. /EB - Sjá nánar bls. 30 Anke Domaske með hráefnið, mjólk og mysu, ásamt og hespu af bandi og silkimjúkan efnisbút á borðendanum sem úr því er unnið. Býr til hátískufatnað úr súrri kúamjólk! Anke Domaske er fatahönnuður af þýskum og rússneskum ættum sem hefur farið heldur óhefðbundna leið í efnisvali fyrir nýjustu fatalínu sína. Hún hefur fundið upp aðferð til að búa til trefjaþræði úr mjólk sem hún notar í hátískufatnað. Nýja fatalínan heitir einfaldlega Qmilch. Bændablað kemur nú út í 64 þúsund eintökum eins og síðast. Auk hefðbundinnar dreifingar í sveitir og byggðir landsins í 24 Anke notar þurrkað prótínduft sem unnið er úr mysu mjólkur sem farin er að súrna. Duftið er síðan sett í sérstaka vél og útkoman er trefjaþráður sem einna helst mætti líkja við silki, svo mjúkur er hann viðkomu. /ehg -Sjá fréttaviðtal á bls. 12 Bændablaðið aftur í 64 þúsund eintökum! þúsund eintökum, þá er blaðinu einnig dreift með helgarútgáfu Morgunblaðsins í 40 þúsund eintökum til viðbótar.

2 2 Fréttir Fræðslufundur MAST: Ný matvælalöggjöf og áhrif á bændur Matvælastofnun heldur fræðslufund um nýja matvælalöggjöf og áhrif hennar á bændur þriðjudaginn 1. nóvember 2011 kl. 15:30-16:30. Fundurinn verður í Ársal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri (Ásgarði). Á fundinum verður fjallað um nýja löggjöf um framleiðslu búfjárafurða sem tekur gildi 1. nóvember n.k. Jafnframt verður fjallað um breytingar á umdæmum héraðsdýralækna og dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Ný matvælalöggjöf um hollustuhætti og eftirlit á Evrópska efnahagssvæðinu tók gildi á Íslandi 1. mars 2010 fyrir fóður- og matvælafyrirtæki nema fyrirtæki sem vinna afurðir úr búfjárafurðum. Sá hluti löggjafarinnar sem snýr að búfjárafurðum kemur til framkvæmda 1. nóvember n.k. Á sama tíma verður umdæmisskrifstofum Matvælastofnunar fækkað úr 14 í 6. Breytingar verða gerðar á opinberu eftirliti héraðsdýralækna og dýralæknaþjónustu til að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra. Það verður gert með því að skilja opinbert eftirlit héraðsdýralækna frá almennri dýralæknaþjónustu. Þessar lagabreytingar munu hafa áhrif á þá sem rækta fóður og framleiða og/eða dreifa dýraafurðum. Lögin ná til bænda sem ala dýr og þeirra sem rækta, nota eða dreifa grænmeti til manneldis eða korni og grasi til fóðurgerðar. Markmið löggjafarinnar eru meðal annars að tryggja rekjanleika matvæla og fóðurs og að afurðir á markaði uppfylli gæðaog heilnæmiskröfur. Henni er ætlað að ná yfir alla matvælaframleiðslu frá haga til maga með nauðsynlegum skráningum og varúðarráðstöfunum á öllum stigum framleiðslunnar. Á fræðslufundinum verður farið yfir það hvað þessar breytingar þýða fyrir bændur sem ala dýr, rækta fóður og/eða rækta grænmeti. Fjallað verður um kröfur löggjafarinnar um skráningar, merkingar og hollustuhætti, ásamt breytingu á umdæmisskipan héraðsdýralæknaþjónustu og nýútgefna reglugerð um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsendingu á vef MAST undir Útgáfa - Fræðslufundir. Þar verður einnig birt upptaka að fræðslufundi loknum. Heimsins græna gull Sl. laugardag var skógræktarráðstefnan Heimsins græna gull haldin í Hörpu. Ráðstefnan var haldin í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 og var hún með fjölþjóðlegu yfirbragði. Var ráðstefnan vel sótt og þótti takast prýðilega. Fyrst á mælendaskrá var Mette Wilkie Løyche, frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem ræddi um stöðu skógarmála á heimsvísu. Jan Heino var fenginn til að veita yfirlit um stöðu mála í Evrópu og svo fylgdu tvö erindi frá nágrannalöndum okkar. Monika Stridsman, skógræktarstjóri Svíþjóðar, hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni Frelsi með ábyrgð í sænska skógræktar geiranum. Aine Ni Dhubháin frá Írlandi talaði um öran vöxt írskra skóga. Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri Þjóðskóganna, flutti svo síðasta erindið og fjallaði mest um þá miklu möguleika sem Ísland ætti varðandi framtíð í skógrækt. Áhugaverð stuttmynd frá Sameinuðu þjóðunum, sem heitir Skógar og menn, var sýnd á ráðstefnuninni og verður hún sýnd á RÚV eftir Silfur Egils, nk. sunnudag. Ráðstefnan var hljóðrituð og verða upptökur frá henni aðgengilegar á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is, innan tíðar. /smh Á matvæladegi Matvæla- og næringarfræðingafélags Íslands, sem haldinn var í síðustu viku, hélt Rósa Jónsdóttir, fagstjóri á líftækni- og lífefnasviði Matís, áhugavert erindi um mikilvægi lífvirkra efna í hafinu til verðmætasköpunar undir yfirskriftinni Þörungar, þang og heilsa. Rósa hefur ásamt Þóru Valsdóttur, verkefnisstjóra á nýsköpunar- og neytendasviði Matís og dr. Herði G. Kristinssyni, rannsóknarstjóra hjá sama fyrirtæki, kannað um nokkurn tíma möguleikana á að nýta þörunga og þang til manneldis. Segja má að nýting matþörunga hérlendis sé enn óplægður akur og mættum við gjarna taka Asíuþjóðir okkur til fyrirmyndar við nýtingu á þessu hráefni, sem sannað hefur verið að sé mjög heilsusamlegt. Ég flutti erindið en við þrjú skrifuðum þetta saman, útskýrir Rósa. Við Hörður erum á sama sviði og höfum meira verið að skoða lífvirku efnin og einangra þau efni sem geta haft jákvæða virkni í líkamanum, jafnvel til að bæta út í matvæli. Þóra er aftur á móti meira að hugsa út í nýtingu á þörungum beint til matargerðar og við vöruþróun en hún hefur til dæmis skoðað söl og efnasamsetningu þeirra. Öflug andoxunarefni þörunga Í dag eru þörungar helst seldir í heilsubúðum, enda eru þeir auðugir af ýmsum mikilvægum efnum fyrir okkur mannfólkið. Þörungar eru mjög vítamínríkir, með mikið af málmum og söltum og með joð, sem er mikilvægt fyrir virkni skjaldkirtilsins. En við höfum líka viljað horfa á lífvirku efnin, sem hafa margþætt jákvæð áhrif á mannslíkamann. Þar má nefna prótín og þörungarnir eru fitulitlir, en fitan sem þeir innihalda er með hátt magn af Omega 3 fitusýrum og fjölsykrum, segir Rósa og bætir við: Við höfum skoðað fjölfenóla, sem eru öflug andoxunarefni. Brúnþörungar innihalda mikið af þeim, en andoxunarvirkni þeirra er í raun mun öflugri en landplantna. Þessar niðurstöður eru mjög spennandi og efnin geta haft mjög jákvæð áhrif á heilsu fólks. Andoxun vinnur gegn álagi og getur fyrirbyggt ýmsa kvilla af völdum álags. Þessi fjölfenól úr brúnþörungum hafa auk þess mælst með hugsanlega krabbameinshamlandi virkni, að geta dregið úr bólgum, blóðþrýstingslækkandi virkni og virkni gegn sykursýki. Með þessum rannsóknum má sjá að lífvirku efnin hafa jákvæð áhrif á mannslíkamann og því tími til kominn að fara að nýta þessa auðlind betur en við höfum gert hingað til. Vörur með lífvirk efni senn á markað Rósa og félagar hennar hjá Matís eru í samstarfi við háskóla og aðrar rannsóknarstofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum varðandi rannsóknir á lífvirku efnunum. Einnig horfa þau til vöruþróunar fyrir Asíumarkað. Það hefur furðu lítið verið gert til að nýta þörunga og þang hérlendis. Söl hafa verið nýtt mjög lengi en ekkert miðað við það sem var hér áður. Það er erfitt að útskýra af hverju svo er, kannski hefur þetta hráefni haft neikvæða ímynd og fólk hefur sennilega ekki séð möguleikana í því. En nú er meiri áhugi á því sem er íslenskt og við finnum greinilega fyrir auknum áhuga á að nýta þetta hráefni, segir Rósa. Um 300 tegundir af botnþörungum finnast við Ísland en tveir þriðju eru of smáir til að vera nýtanlegir til manneldis. Við getum nýtt þessa auðlind mun betur en við höfum gert. Það er aukin eftirspurn eftir lífvirkum efnum úr náttúrunni og við höfum góða hreinleikaímynd, svo ég sé mikil tækifæri í markaðssetningu erlendis á þessu hráefni. Við stefnum á að koma vöru á markað í samvinnu við sprota- og markaðsfyrirtæki á næsta ári. Núna erum við að þróa andoxunarefni til að nota í matvæli, í fæðubótarefni og einnig í snyrtivörur. Það er draumur okkar Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Hermann Ingi er Ungi bóndi ársins 2011 Samtök ungra bænda stóðu fyrir hinni árlegu keppni um unga bónda ársins laugardaginn 15. október síðastliðinn í Borgarnesi en keppnin var að þessu sinni haldin samhliða Sauðmessu þeirra Borgfirðinga. Er þetta í þriðja sinn sem keppnin er haldin en hún hefur verið haldin árlega frá stofnun samtakanna. Keppt var í fjórum þrautum, sviðaáti, liðléttingafimi, fjárragi og sláturgerð. Bæði var keppt í liðakeppni, sem og einstaklingskeppni og sendu öll landshlutafélög Samtaka ungra bænda lið til keppni. Hermann Ingi sigurvegari Lið Austurlands stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar en í einstaklingskeppninni varð Hermann Ingi Gunnarsson frá Klauf í Eyjafjarðarsveit hlutskarpastur. Samtök ungra bænda vilja þakka styrktaraðilum keppninnar sérstaklega en þeir voru Kaupfélag Borgnesinga, Ísbú, Vélfang, Icelandair hótel Kirkjubæjarklaustri og Bændasamtök Íslands. /fr. Guðrún Eik Skúladóttir frá annstaðabakka í Hrúta rði einbeitt í liðléttingakeppni. Sigurvegararnir, lið Austurlands. F.v. Dagrún Drótt Valgarðsdóttir, Víðivöllum-Fremri, Fljótsdalshreppi, Guðný Harðardóttir, Fljótsbakka, Eiðaþinghá, Halldór Örn Árnason, Skriðufelli, Jökulsárhlíð og Þórarinn Páll Andrésson, Fljótsbakka, Eiðaþinghá. Á myndinni er einnig Elín Eyjólfsdóttir sem sá um skipulagningu keppninnar fyrir hönd Félags ungra bænda á Vesturlandi. Myndir/Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir. Sigurvegarar í einstaklingskeppni. F.v. Geir Gíslason, Stóru-Reykjum sem hreppti þriðja sætið, Hermann Ingi Gunnarsson, Klauf sem sigraði og Höskuld-ur Kolbeinsson, Stóra-Ási sem landaði öðru sætinu. Möguleikar til verðmætasköpunar með þangi og þörungum Rósa Jónsdóttir, fagstjóri á líftækni- og lífefnasviði, Þóra Valsdóttir, verkefnisstjóri á nýsköpunar- og neytendasviði og dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknarstjóri, öll hjá Matís, hafa unnið að rannsóknum og vöruþróun sem miða að því að nýta þörunga og þang til manneldis. Mynd / ehg Irek Klonowski, starfsmaður Matís, við sölvatekju. að koma með eitthvað á markað á næsta ári og ég hef fulla trú á að það geti orðið að veruleika, segir Rósa að lokum. /ehg

3 Bændablaðið fimmtudagur 27. október HAUSTFUNDUR SAMBANDS GARÐYRKJUBÆNDA Hótel Flúðir nóvember 2011 Dagskrá: Ávarp og setning Fundurinn stendur á milli kl. 13:00-17:00 Quality and economy in Icelandic potatogrowth how do you as farmer prepare for the future? Can the economy in farming be improved by buying supplies together? Gæði og ábati í kartöfluræktun hvernig undirbúa bændur sig til framtíðar? Er hægt að auka hagkvæmni með sameiginlegum innkaupum? Benny Jensen, BJ-Agro, Danmörku Ný reglugerð og tilskipun um plöntuvarnarefni Björn Gunnlaugsson, Umhverfisstofnun Hvernig bætum við hagrænar upplýsingar úr garðyrkju? Jóhanna Lind Elíasdóttir, Bændasamtök Íslands The use of LED-lights on vegetable growing - Better lettuce, more tomatoes withless vegetative growth? LED lýsing (díóðu lýsing) í grænmetisframleiðslu Betra salat, meiri tómataframleiðsla með minni grænvexti? Mona-Anitta Riihimäki., HAMK Finnlandi Árshátíð garðyrkjunnar! Félagsheimili Hrunamanna Flúðum 18. nóvember 2011 Í tengslum við árlegan haustfund Sambands garðyrkjubænda verður haldin árshátíð garðyrkjunnar í Félagsheimili Hrunamanna! Boðið verður upp á fordrykk frá kl. 19:00 en borðhald hefst kl. 20:00 og verður boðið upp á hlaðborð með fjórum forréttum, lambalæri í aðalrétt og tveimur eftirréttum! Eftir borðhald verður síðan slegið upp ærlegu sveitaballi en hljómsveitinni Blek og byttur leika fyrir dansi fram eftir nóttu! Gisting er í boði á Hótel Flúðum þannig að hægt er að slaka á og njóta helgarinnar á staðnum! Fyrirtæki í garðyrkju eru sérstaklega hvött til þess að bjóða starfsfólki sínu á árshátíðina. Verð á mann aðeins kr. Gisting á Hótel Flúðum 1 manns herbergi kr. 2 manna herbergi kr. Pantanir á mat og gistingu sendist á netfangið bjarni@gardyrkja.is í síðasta lagi mánudaginn 14. nóvember. Greiðsla fyrir mat þarf að berast inn á reikning SG til staðfestingar á pöntun. Nánari upplýsingar um greiðslu verða veittar við pöntun. Gestir borga sjálfir fyrir gistingu á staðnum! Staða garðyrkjunnar Magnús Á. Ágústsson, ráðunautur í garðyrkju, Bændasamtök íslands

4 4 Fréttir Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Aðalfundur Samtaka Selabænda Aðalfundur Samtaka selabænda verður haldinn í bókasafni Bændasamtakanna laugardaginn 12 nóvembr n.k. klukkan 1600 Hin árlega selaveisla verður haldin í Haukahúsinu sama dag, húsið opnar kl Miðar verða seldir í Laugaási við Laugarásveg laugardaginn 5. Nóv. Kl til 1600 og fimmtudaginn 10. Nóv til 2100, Hallbjörn Bergmann mun að venju sjá um miðana, sími Meðal annars verður boðið upp á eftirfarandi: Villijurtagrafinn lax með sólberjajógúrtsósu. Trönuberjagrafinn Heiðargæs Hvalur Sushi með engifer og soyja Súrsuð selshreifasulta Súrt hvala-rengi Reyktur selur frá Eirík á Stað Heitir réttir Grillaðar selapiparsteiktur Grillaðar hvalapiparsteikur Saltaður soðinn selur Síginn fiskur með vestfirðing og söltuðu selspiki Glóðasteikt lambalæri Allt tilheyrandi meðlæti fylgir Allur selur sem notaður er í selaveisluna er af Útselskópum Lífland endurtekur fundaherferð fimmta árið í röð: Hélt fræðslufundi fyrir kúabændur á fimm stöðum á landinu í síðustu viku Lífland hélt fræðslufundi fyrir kúabændur á fimm stöðum á landinu í síðustu viku. Þetta er fimmta árið í röð sem Lífland heldur fræðslufundi af þessu tagi. Fundirnir eru haldnir í samstarfi við hollenska fyrirtækið Trouw Nutriton. Dagskrárefni að þessu sinni var Umbreyting fóðurpróteins í mjólkurprótein hvaða áhrif hafa gæði gróffóðursins?. Auk þess var fjallað um niðurstöður heysýna, sem tekin hafa verið í ár af Líflandi og greind af rannsóknarstofunni BLGG í Hollandi. Fyrirlestrarnir voru fluttir af Gerton Huisman og Henry T. Weijlen sérfræðingum á sviði fóðurfræði Síðan Jón Trausti Kárason verkfræðinemi, Kjartan Trauner vöruhönnuður, Jökull Vilhjálmsson næringarfræðinemi og Andri Freyr Þórðarson viðskiptafræðinemi leiddu saman hesta sína fyrr á þessu ári hefur vörutegundin þaraskyr með bláberjum og hunangi litið dagsins ljós og allt útlit er fyrir að þessi alíslenska vara komi senn í verslanir. Við höfum haft aðstöðu til þróunarinnar hjá Matís og verið í samstarfi við Biobú, sem hafa framleitt hreint skyr fyrir okkur sem við höfum útbúið vöruna okkar úr. Nú er hinsvegar útlit fyrir að varan fari í framleiðslu og á markað innan tíðar, segir Jón Trausti Kárason, verkfræðinemi og starfsmaður á sviði nýsköpunar og neytenda hjá Matís. Stærsta matvælasýning Evrópu Þegar Bændablaðið náði tali af Jóni Trausta var hann nýkominn heim frá stórri matvælasýningu í Köln í Þýskalandi þar sem þaraskyrið fékk góða kynningu og vakti mikla athygli. Þetta var svona stúdentakeppni þar sem nýsköpun í matvælum er kynnt og er hluti af stærstu matvælasýningu sem haldin er í Evrópu, sem heitir Anuga. Það gekk mjög vel og þetta var verulega áhugavert. Nýsköpunarmiðstöð Íslands var að leita eftir nemendum sem hefðu áhuga á að taka þátt í vöruþróun með matvæli, því Ísland var í fyrsta sinn hluti af samtökunum Europe INNOVA. Úr varð þessi hópur og fengum við nýsköpunarstyrk námsmanna til að halda áfram með hugmyndina, útskýrir Jón Trausti. Svæðisbundið hráefni og sjálfbærni Jón Trausti, sem er að ljúka meistararitgerð sinni í verkfræði, hélt utan um verkefnið í heild. Tveir af okkur höfðu heimsótt fyrirtækið Íslensk bláskel fyrir jórturdýra hjá Trouw Nutrition. Fundirnir voru haldnir á Akureyri, Blönduósi, Borgarnesi, Flúðum og Hvolsvelli. Að þessu sinni var kafað nokkuð dýpra í leyndardóma fóðurfræðinnar, heldur en gert hefur verið á fyrri fundum. Var fundarmönnum m.a. sýnt fram á mikilvægi þess að mælieiningingarnar AAT og PBV væru í jafnvægi við samsetningu gróffóðurs og kjarnfóðurs fyrir mjólkurkýr. Þá lögðu fyrirlesararnir áherslu á mikilvægi þess að hvert býli láti greina heysýni og afli sér þannig upplýsinga sem leggja megi til grundvallar frekari ákvörðunum um fóðursamsetningu. Þaraskyr með bláberjum fer brátt á markað vestan. Þeir fá mikið af þara upp með veiðarfærum hjá sér og eru að leita leiða til að nýta hann og þróa vörur með þessari hliðarafurð. Breiðafjörðurinn er eitt hreinasta hafsvæði jarðarinnar og því tilvalið að nýta afurðirnar úr honum. Í framhaldi af þessari ferð var ákveðið að þróa vöru með þara og síðan fórum við á mikið hugarflug með þetta, en við vildum þó alltaf ganga út frá svæðisbundnu hráefni og sjálfbærni, segir Jón Trausti og bætir við: Skyrið er eitthvað sem við Íslendingar erum stolt af og það hefur verið að fá byr erlendis. Við renndum blint í sjóinn með þarann og skyrið og leituðum leiða til að bragðbæta vöruna. Við prófuðum okkur áfram með ber en Guðríður Ragnarsdóttir, sem hefur staðið í vöruþróun með íslensk bláber, aðstoðaði okkur. Síðan þurftum við að sæta vöruna, höfðum spurnir af að býflugnarækt væri vaxandi hér á landi og fengum hunang hjá einum bónda. Þetta kom mjög vel út, eiginlega framar vonum. Við vorum með ákveðna hugmyndafræði í forgrunni en merkið okkar ber heitið Aurora Nordic Delight, þar sem norðurljósin eru í bakgrunni. Þar vísum við í einfaldleika og sjálfbærni og að láta náttúrulegan eiginleika hráefnanna njóta sín sem best, en okkur sýnist við hafa náð því fram. /ehg Frá kornuppskeru á Lambavatni. Bygg og hveiti ræktað á Rauðasandi Bændur á Lambavatni á Rauðasandi, utarlega við norðanverðan Breiðafjörð, unnu í byrjun október að kornslætti, þreskingu og flutningi í geymslur fyrir veturinn. Um er að ræða bæði sex raða og tveggja raða bygg sem notað verður sem kúafóður. Eyjólfur Tryggvason frá Lambavatni segir að sýru verði að blanda saman við kornið áður en það er sekkjað. Súrverkunin sé viðhöfð þar sem þeir hafi ekki yfir þurrkara að ráða. Þá eru þeir Lambvetningar núna í fyrsta skipti að prófa ræktun á hveiti til matargerðar. Sú uppskera er þokkaleg. Eyjólfur segir óvenju Segja má að Indriði Aðalsteinsson, sauðfjárbóndi við Ísafjarðardjúp, hafi orðið hálf kindarlegur á svip að morgni laugardagsins 15. október þegar hann fór að athuga hvort einhverjar kindur væru hugsanlega afvelta við bæinn. Blasti þá við honum sjón sem kom mjög á óvart. Úti á túni mætti honum áin Arnsvört, afar stolt, með tvö nýborin októberlömb. Það þýðir væntanlega að Arnsvört hefur verið að laumast til að slá sér upp með einhverjum hrútnum á bænum í lok maí án þess að Indriði tæki eftir því og var uppátækið því aldrei fært til bókar. Kristbjörg Lóa Árnadóttir, eiginkona Indriða, sendi Bændablaðinu mynd af hinni lukkulegu Arnsvörtu og sagði að með þessu uppátæki sínu hefði hún bjargað sér frá því að vera send í sláturhús nú í haust. /HKr Eyjólfur Tryggvason með korn í höndum. kalt vor hafa komið í veg fyrir góðan þroska kornsins. Ef vorið hefði verið eins og undanfarin ár hefði kornið Myndir / Magnús Ólafs Hansson væntanlega náð betri þroska að þessu sinni.. /MÓH. Áin Arnsvört á bænum Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp: Bjargaði sér með klókindum frá sláturhúsför -sló sér upp í laumi í vor og bar tveim hraustum októberlömbum Arnsvört stolt með haustlömbin sín og lífgjafa. Mynd / KLÁ

5 Bændablaðið fimmtudagur 27. október Jarðarbúar 7 milljarðar Jarðarbúar munu ná 7 milljarða markinu á sunnudaginn 31. október samkvæmt útlistun Sameinuðu þjóðanna. Af því tilefni setti UNFPT (United Nations Population Fund) af stað niðurtalningu á netinu. Sjá má nánar um þetta á unfpa.org/public og com/7billionactions Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í þeim stærðum og gerðum sem henta þér. Bændur, sveitarfélög, sumarhúsaeigendur Borum fyrir heitu og köldu vatni. Áratuga reynsla. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf Sími NEW HOLLAND T5000 línan Kynntu þér hvað T5000 línan hefur upp á að bjóða. Einn ódýrasti kosturinn í nýjum dráttarvélum í dag. T hestafla T hestafla T hestafla T hestafla Dalvegi Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is HÚSAFRIÐUNARNEFND Styrkir úr Húsafriðunarsjóði 2012 Húsafriðunarnefnd auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2012 Húsafriðunarnefnd úthlutar styrkjum úr sjóðnum til: a. ráðgjafar og áætlunargerðar vegna endurbóta á friðuðum byggingum, b. endurbóta á friðuðum byggingum. Húsafriðunarnefnd er einnig heimilt að veita styrki til: c. ráðgjafar og áætlunargerðar vegna endurbóta á öðrum byggingum en friðuðum sem að dómi nefndarinnar hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi, d. endurbóta á öðrum byggingum en friðuðum sem að dómi Húsafriðunarnefndar hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi, e. gerð byggða- og húsakannana, f. útgáfu byggða- og húsakannana, g. byggingarsögulegra rannsóknarverkefna og útgáfu rita um þær. Styrkveitingin er háð því að við framkvæmdir sé þeim áætlunum, upplýsingum og umsóknum fylgt sem Húsafriðunarnefnd samþykkir. Umsóknarfrestur er frá 15. október til 1. desember Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar husafridun.is eða í síma Í þessu samhengi skal sérstaklega bent á leiðbeiningarit Húsafriðunarnefndar og Húsverndarstofu um viðhald og viðgerðir eldri húsa í Minjasafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. Húsafriðunarnefnd, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík EINS ÖFLUG OG VINNAN ER ERFIÐ Keðjusög 321el Keðjusög rna 445e/450e 340 / 345e Husqvarna Keðjusög XPG / 357 XP Kjarrsög 345Fx Kjarrsög rna 265RX 365 RX Blásari 150BT In our world there are no amateurs Akralind K ópavogur Sím i Fa x www. mhg. is

6 6 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN LEIÐARINN Bændablaðið málgagn tækifæranna Bændablaðið er gefið út af Bændasamtökum Íslands og er málgagn þeirra. Bændablaðið flytur lesendum sínum fréttir og fróðleik af starfi í sveitum og byggðum landsins en það birtir líka fagefni sem er á þrengsta sviði búskapar. Sagt er frá nýsköpun í búskap, rannsóknum og fjölbreyttum viðfangsefnum bænda um allt land. Þetta tölublað er það þriðja í röð sem dreift er til stærri lesendahóps en venjulega. Hefðbundin dreifing er eintök en er nú eintök. Síðustu fjöldreifingarblöð hafa haft mjög jákvæð áhrif á umræðu um íslenskan landbúnað. Eindregnar áskoranir eru um frekari útbreiðslu sem eru jákvæð skilaboð til útgefandans. Ummæli fólks um nauðsyn þess að fá innsýn í málefni landbúnaðar með þessum hætti eru Bændasamtökunum hvatning til að huga að frekari útbreiðslu. Bændablaðið hefur aldrei dulið það að vera málgagn BÍ og þar er að finna afstöðu samtaka bænda til margra mála. Bændum gengur oft illa að fá aðgang að öðrum fjölmiðlum til að svara ávirðingum og rangfærslum um landbúnað sem bornar eru á borð. Markviss neikvæð umfjöllun um eina starfsgrein er til þess fallin að skapa henni neikvæða stöðu í hugum fólks. Þannig ber ekki síst að skoða umræðu um landbúnað frá miðju sumri þar sem markvisst var engu skeytt um heiður eða skömm. Svar við slíkri umræðu sem hér er getið er aðeins ein; meiri umfjöllun, meiri miðlun upplýsinga. Því eru góðar viðtökur við Bændablaðinu fagnaðarefni. Bændablaðið hefur vilja til þess að standa fyrir öflugri upplýsingamiðlun um starf bænda og hagsmuni þeirra. Flestir Íslendingar eiga rætur í sveitum og því er ákaflega stutt í kviku sveitamannsins. Bændum er mikið í mun að önnur og betri umræða um landbúnað sé ástunduð en oftar en ekki birtist í fullyrðingum um hátt matarverð vegna tolla, úrelt landbúnaðarkerfi eða öðrum gamaldags viðhorfum sem enn er reynt að halda að fólki. Miklu minna hefur farið fyrir fréttaflutningi af fjölgun starfa í landbúnaði og tengdum greinum frá hruni. Að innlend búvara sé ekki nema rétt um Í mars síðastliðnum lögðu þrír þingmenn Samfylkingarinnar fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að gerðar yrðu breytingar á reglum um innflutning gæludýra, á þann veg að framvegis muni ekki þurfa að einangra gæludýr sem flutt eru til landsins, hafi þau svokallað gæludýravegabréf. Frumvarpið var ekki afgreitt á síðasta þingi en nú hyggjast þingmennirnir leggja það fram að nýju. Innleiðing á ESB reglum Gæludýravegabréf eru notuð í aðildarríkjum Evrópusambandsins og með frumvarpinu er lagt til að reglur um innflutning gæludýra til landsins verði færðar til samræmis við reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, EC/998/2003. Augljóslega er um að ræða enn eina tilraunina til þess að aðlaga íslenskan rétt að löggjöf Evrópusambandsins án þess að Íslandi beri nokkur skylda Ástralski ritstjórinn og fyrirlesarinn Julian Cribb lýsti á áhrifamikinn hátt þeim tækifærum sem felast í íslenskum landbúnaði og annarri matvælaframleiðslu vegna vaxandi eftirspurnar eftir fæðu í heiminum. Sunnudaginn 30. október verður mannfjöldinn á jörðinni kominn í 7 milljarða. Segir Cribb að þjóðir heims verði að bregðast strax við ef takast eigi að fæða ört vaxandi mannfjölda. Mynd / HKr. helmingur af matarkörfunni og hafi hækkað mun minna í verði en innfluttur matur. Að ferskleiki og heilnæmi íslenskra búvara séu almannagæði. Heilnæmi matvæla, uppruni þeirra og gæði er mikið alvörumál. Sóknarmöguleikar sveitanna Það var ánægjulegt að sjá hve mikla athygli fyrirlestur og koma Julian Cribb til landsins fékk á dögunum en hann hélt erindi fyrir fullu húsi um fæðuöryggi og matvælaframleiðslu framtíðarinnar. Vert er að benda á að upptaka af fyrirlestri hans er aðgengileg á vef Bændasamtakanna, is. Cribb setti sannarlega á dagskrá umræðuna um breytta heimsmynd matvælaframleiðslunnar og fæðuframboðs. Það er virkilegt alvöruverkefni til þess. Á sama tíma og fulltrúar Íslands á rýnifundum í Brussel gera grein fyrir þörf fyrir varanlega undanþágu frá löggjöf ESB, þess efnis að viðhalda banni við innflutningi á lifandi dýrum, er þetta frumvarp lagt fram á Alþingi af þremur þingmönnum ríkisstjórnarinnar. Það er ekki til þess fallið að styðja málatilbúnað Íslands um þá hættu sem fylgir því að flytja hingað til lands lifandi dýr, nema síður sé. Á meðan fulltrúar Íslands gera grein fyrir vandkvæðum við að innleiða löggjöf ESB um viðskipti með lifandi dýr í viðræðum við Evrópusambandið eru þær tilraunir lítilsvirtar með þessum hætti. Ábyrgðaleysi Frumvarpið ber vott um ábyrgðarleysi þingmannanna en mjög gild rök eru fyrir því að gæludýr eru einangruð við komu til landsins. Færð hafa verið fyrir því vísindaleg rök að bann við innflutningi á lifandi dýrum sé nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir að hingað til lands berist áður óþekktir smitsjúkdómar sem geta fyrir þjóðir að takast á við en til þess þurfa þær sterkan landbúnað. Ástæða er til að halda markvisst áfram á þeirri braut. Julian Cribb var ekki síður hvetjandi um leið og hann lýsti alvarlegum horfum í fæðumálum heimsins. Í stuttu máli má segja að hann hvatti til fjárfestinga í landbúnaði. Landbúnaður er langtíma atvinnugrein. Ákvarðanir sem teknar eru í dag geta verið allt að heilan áratug að koma fram af fullum þunga. Það er kannski framandi fyrir marga nýja lesendur Bændablaðsins að átta sig á að sóknarmöguleikar íslensks landbúnaðar eru verulegir. Taka þarf föstum tökum þá þætti sem augljóst er að skapa mikla möguleika. Bændablaðið er tilbúið til að færa þér fróðleik um öll þau tækifæri. /HB eðli máls samkvæmt valdið gífurlegum skaða vegna sérstöðu íslensks búfjár og einangrunar. Gæludýr eru einangruð við komu til landsins af sömu ástæðum og ekki hefur verið sýnt fram á að þær séu ekki lengur fyrir hendi. Gæludýr geta borið til landsins smitsjúkdóma, ýmist þá sem eru þekktir hér á landi eða óþekktir, þrátt fyrir hið svokallaða gæludýravegabréf. Engin trygging Heilbrigðisvottorð og vegabréf geta aldrei veitt fullkomna vernd gegn því að hingað berist smitsjúkdómar. Þessu til staðfestingar má nefna að þrátt fyrir plöntuheilbrigðisvottorð frá útflutningslöndum liggur fyrir að til landsins berast á ári hverju sjúkdómar og meindýr, sem jafnvel hafa takmarkaða útbreiðslu innan ESB. Þetta gerist þrátt fyrir að vottorð um heilbrigði plantnanna liggi fyrir við innflutning. Engin ástæða er LOKAORÐIN Lýðræðið ekki í hávegum Evrópusambandið, ESB, á við þann vanda að etja að þar skortir lýðræðislega stjórnarhætti. Vandamálið snýst um það að gjaldmiðillinn, evran, var innleidd án þess að jafnframt væri komið á fót nauðsynlegri yfirþjóðlegri stjórn, þ.e. fjármálaráðuneyti Evrópu", sem gegndi því hlutverki að samhæfa stjórn efnahagsmála í sambandinu. Þetta eru orð Trygve Slagsvold Vedum varaformanns norska Miðflokksins í norska bændablaðinu Nationen þann 18. okt Frá upphafi var augljóst að slík yfirþjóðleg stjórn var óhjákvæmileg til að stilla saman hagstjórn evrulandanna. Það sem þar gerðist var í upphafi að meirihlutafylgi var ekki meðal ríkja ESB fyrir því að láta af hendi yfirstjórn efnahagsmála þjóðanna og leggja hana í hendur yfirstjórnar sambandsins. Í kjölfar þess skapaðist óvissa um þau stjórntæki sem nauðsynleg voru og vörðuðu vinnumarkaðinn og eftirlaunin og þar með afkomu almennings. Afleiðingin blasir nú við víða um Evrópu. Í ESB er hið pólitíska vald ekki lengur sótt til kjósenda. Kerfið stjórnar sér sjálft í þeim skilningi, að það krefst sífellt meiri miðstýringar í höfuðstöðvunum í Brussel. Efnahagskreppan kallar á þessa miðstýringu á sama tíma og aðildarlöndin streitast gegn því að gefa frá sér stjórn eigin mála. Þar með er eina lausn á efnahagsstjórn ESB sú að yfirstjórnin taki ákvarðanir sem varða afkomu fólks án þess að hafa umboð þess til þess. Svo mörg voru þau orð en felst ekki ansi mikill sannleikur í þessum orðum hvað svo sem pólitískum bakgrunni höfundar líður. Það sem meira er, kerfisskekkjan í grunni ESB og reyndar efnahagskerfum flestra ríkja heims er með þeim hætti að upplausn virðist óumflýjanleg. Jafnvel í rótgrónustu ríkjum kapítalismans eins og Bandaríkjunum. Misskipting lífsgæða er orðin hrópandi. Almenningi er misboðið og hefur að undanförnu verið að mynda öfluga mótmælabylgju. Ef kerfisskekkja, sem m.a. byggir á veldisvaxandi vaxtakerfi þar sem þeir ríku verða stöðugt ríkari á kostnað almennings, verður ekki leiðrétt, munu kjörin stjórnvöld missa tökin á þróuninni. Fólk vill alvöru lýðræði og réttlátara þjóðfélagsform. Pólitíkusum verður ekki liðið að hunsa það endalaust. /HKr. Aftur með frumvarp um gæludýravegabréf: Ber vott um ábyrgðarleysi þingmanna Smitsjúkdómar geta eðli máls samkvæmt valdið gífurlegum skaða vegna sérstöðu íslensks búfjár. til að ætla annað en að slík áhætta sé sömuleiðis tekin ef leyfa á frjálsa för gæludýra á grundvelli heilbrigðisvottorða. Innflutningur gæludýra, með þeim hætti sem lagður er til, mun leiða til fjölgunar tilfella dýrasjúkdóma sem munu kosta ríkið og dýraeigendur mikla fjármuni. Ísland er eyja fjarri öðrum löndum þar sem landlægir smitsjúkdómar í dýrum eru miklu færri en á meginlandi Evrópu. Bústofnar okkar komu hingað á landnámsöld, hafa lítið blandast öðrum stofnum síðan og eru mjög viðkvæmir fyrir innfluttum smitsjúkdómum, enda ekkert ónæmi til staðar gegn sjúkdómum sem íslenskt búfé hefur ekki haft kynni af. Vert er að vara við þeim afleiðingum sem samþykkt frumvarpsins getur haft í för með sér. Hníga til þess öll rök að leyfa ekki frjálsan innflutning á dýrum til Íslands. Elías Blöndal, lögfræðingur BÍ

7 Bændablaðið fimmtudagur 27. október Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Í síðasta þætti birtum við sex erindi úr rímu eftir Sveinbjörn Beinteinsson frá Draghálsi. Vegna plássleysis var ekki hægt að birta allan braginn en hér kemur framhaldið. Efni bragsins er úr Heiðarrímu, sem ort er undir miklum dýrleika, langhenduháttur, bæði hringhendur og þráhendur. Skammvinnt gjald þess heillum horfna hrammur kaldur að sér dró; rammur galdur fólks til forna fram í aldir lifði þó. Förguðust hljóðar helgistundir, hörgur ljóða auður stóð; björguðu þjóðar móðurmundir mörgum óði af tímans glóð. Gleymdist,sendur sviknum vonum, seimur brenndur glaums og táls; heimakenndur hraustum sonum hreimur endist fagurmáls. Ræktunarbú ársins 2010 var valið sauðfjárbúið Kaldbakur á Rangárvöllum hjá þeim Viðari Steinari og Sigríði H. Heiðmundsdóttur, en hér eru þau að fagna útnefningunni með sigurverðlaunin. Þau áttu líka afurðahæstu 5 vetra ána, Hæ-Krumpu. Í umsögn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu segir: Framfarir í ræktunarstar nu hafa verið gríðarmiklar undanfarin ár á búinu og þá sérstaklega í kjötmatinu. Í samantekt sem gerð var í tengslum við ráðstefnu LS um sauðfjárrækt vorið 2009 af Jóni Viðari Jónmundssyni skipaði Kaldbakur langefsta sæti í framförum allra eiginleika sem BLUP-matið nær til. Afurðir búsins eru góðar og frjósemi mjög góð. Haustið 2007 var Kaldi frá Kaldbak valinn inn á Sauðfjársæðingastöð og frá búinu hefur verið allnokkur sala á lambhrútum til kynbóta um langt árabil. Bændurnir á Kaldbak eru því verðugir handhafar þessara verðlauna. Mynd/ Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sauðfjárræktarfélag Rangárvallasýslu: Dagur sauðkindarinnar - Haldinn 15. október 2011 í Skeiðvangi við Hvolsvöll Háðir aldrei heimskra skorðum, hrjáðu þá kaldrar tíðar mein; náðu valdi á æðri orðum áður en skvaldrið við þeim gein. Margir bundu ástir allar arg og stundarglamur við, þvarg til fundar fólkið kallar, farga mundi ljóðaklið. Betur naut ég ljóðsins löngum, lét ei þrautir marka skeið; vetrarbraut úr sólarsöngum setja hlaut á þeirri leið. Hlaðinn mátti að hljómum falla hraður þáttur óskabrags; kvað í sátt við allt og alla aðalháttu frelsisdags. Héðan rekin hvarf af tungu hreðan brekótt margan dag, meðan ég lék við orðin ungu eða vék þeim til í brag. Harpa Rún Kristjánsdóttir á Hólum heldur í arnhöfðóttu gimbrina sína sem vann litakeppnina. Mynd / Sigríður Heiðmundsdóttir.. Jón Benediktsson í Austvaðsholti með Barða, veturgamlan hrút, sem var í fyrsta sæti í þeim okki með 88 stig. Mynd / MHH Rollubingóið vakti sérstaka athygli í Skeiðvangi en þá var hægt að veðja á þá tölu inni í gerðinu sem rollan myndi míga eða skíta á. Sá heppni fékk þá vinning. Mynd / MHH Bændurnir Lovísa Herborg Ragnarsdóttir og Vignir Siggeirsson í Hemlu með stigahæstu gimbrina á sýningunni. Mynd / Sigríður Heiðmundsdóttir.. Jón Örn Árnason í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð með efsta lambhrútinn, sem fékk 90 stig hjá dómurunum. Annar dagur engum líkur annaðist hagur stefjatök; sannur bragur birturíkur brann um fagurhugsuð rök. Okkur bæði ljóðið leiddi, lokkuðu fræðin dul og há, rokkið næði nóttin breiddi nokkrar kvæðastundir á. Nú skal brátt til betri daga búast sáttaveginn á; snúin úr þáttum bjartra braga brúin hátt þar rís að sjá. Streymir um heiðar hljómalestin, hreimurinn seiðir máttug völd, dreymir heiðinn hríðargestinn heim á leið til þín í kvöld. Floginn til Vínar Þegar hér er komið sögu hef ég hlaupist frá ættlandinu ásamt konu minni, og dveljum við næsta árið úti í Vín í Austurríki. Margir urðu til að óska okkur góðrar ferðar, þó enginn af jafnmikilli mildi og Pétur Pétursson læknir minn og ljóðavinur: Þótt utanför sé ekkert grin, er afar fátt sem bagar, því ykkar bíða úti í Vín yndislegir dagar. Eins og gefur að skilja, er þáttarstjórnanda nauðsynlegt sem aldrei fyrr, að smala saman vísum til birtingar meðan útrásin varir. Því heiti ég á lesendur Bændablaðsins að amla til mín efni, bæði gömlu og nýju. Um 200 manns mættu á daginn og fengu gestir að þukla á hrútunum og skoða vaxtarlagið og lögunina eftir að dómararnir höfðu skoðað þá ítarlega. Mynd/ Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mynd/ Magnús Hlynur Hreiðarsson. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is

8 8 Fréttir Landbúnaðarháskóli Íslands: Ótrúlega fjölbreytt nám sem nýtist víða Nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýtt þekkingu sína til margvíslegra starfa víða um land. Úr Grænni skógum í meistaranám í skógfræði Lilja Magnúsdóttir stundaði nám í Grænni skógum á Vestfjörðum árið Hún býr á Tálknafirði og er skógarbóndi á Kvígindisfelli í Tálknafirði ásamt foreldrum sínum. Námið virkaði svo vel á Lilju að það kveikti áhuga hennar á frekara námi og haustið 2007 hóf hún nám í skógfræði við Lbhí á Hvanneyri og útskrifaðist með BS gráðu í skógfræði vorið Lilja stundar nú MSc nám í skógfræði á Hvanneyri. Grænni skóga námið er afar vel heppnað og mjög gott nám, jafnt fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í skógrækt og þá sem hafa einhverja þekkingu því námið er fjölbreytt og tekur á mörgum þáttum sem snúa að skógrækt sem atvinnugrein. Mín reynsla er sú að það gagnast skógarbændum mjög vel, er raunhæft og miðað við þeirra þarfir en jafnframt fræðandi um skóga almennt og allt sem hafa þarf í huga við ræktun þeirra, segir Lilja. mjög vel. Bekkurinn minn var mjög samheldinn og allir náðu mjög vel saman innan sem utan skóla. Þetta er nám sem ég mæli hiklaust með við hvern sem er. Námið í búvísindadeildinni var síðan afskaplega góður grunnur fyrir framhaldsnámið í Noregi og nýttist mér vel í þeim áföngum sem ég tók þar ytra, sagði Eyjólfur Ingvi. Meistaranám í landgræðslufræði Inga Vala Gísladóttir lauk BS námi í náttúru- og umhverfisfræði vorið Þá þegar hóf hún meistaranám í landgræðslufræði hjá LbhÍ undir leiðsögn Ásu L. Aradóttur prófessors. Ég ákvað að taka hluta af náminu við UMB (Universitetet for miljø- og biovitenskap) á Ási í Noregi og dvaldi þar veturinn Bæði LbhÍ og UMB eru hluti af svokölluðu NOVA neti sem er samstarf norrænna umhverfis- og landbúnaðarháskóla sem auðveldar flæði nemenda milli þessara stofnanna, sagði Inga Vala sem er um það bil hálfnuð með meistaranámið og er núna að vinna að lokaverkefninu sem fjallar um áhrif lúpínu á endurheimt birkivistkerfa. Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Ólafur trúss: Ólafur Jónsson trússari með traktorinn og vagnana fyrir aftan sig. Dagur hans númer 600 á fjalli var nú í haust við Arnarfell í leit á Gnúpverjaafrétti, en hann hefur haldið gott bókhald y r fjallferðir sínar síðastliðin 40 ár. Þá má ekki gleyma því að Ólafur eldar ofan í mannskapinn í fjallferðunum og sér um aðdrætti. Mynd / MHH Ólafur Jónsson í Eystra-Geldingaholti: Hefur farið 85 fjallferðir á 40 árum Þrátt fyrir að Ólafur Jónsson í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi sé ekki nema 58 ára gamall hefur hann farið 85 ferðir í fjárleitir á fjall, langoftast sem trússari fjallmanna. Ólafur hefur farið 75 ferðir á Gnúpverjaafrétt og 10 ferðir á afrétt Flóa- og Skeiðamanna. Hann fór sína fyrstu fjallferð fyrir 40 árum, þá sem smali en fljótlega upp úr því gerðist hann trússari. Hann er á öflugri dráttarvél með tveimur stórum kerrum, annars vegar matarvagni sem hann smíðaði sjálfur og hins vegar birgðarvagni, þar sem heyið er m.a. geymt. Ólafur er í 6 til 9 daga í hverri fjallferð og líkar starfið mjög vel, enda segir hann fátt skemmtilegra en að vera á fjöllum í góðra vina hópi. Ólafur er fæddur og uppalinn í Eystra- Geldingaholti og þar hefur alltaf verið blandaður búskapur, kýr og um 300 vetrarfóðraðar kindur. /MHH Námið í búvísindadeild var gróður grunnur Eyjólfur Ingvi Bjarnason lauk BS 90 í búvísindum við auðlindadeild vorið Þá lá leiðin í náttúruvísindaháskóla Noregs (UMB) að Ási í Noregi, þar sem hann lauk mastersprófi í erfða- og kynbótafræði sumarið Áður nam hann í bændadeild og útskrifaðist sem búfræðingur vorið En hvers vegna fór Eyjólfur Ingvi í búfræðinám? Ætli það sé ekki tengingin við sveitina. Ég er úr sveit og vildi fá það tækifæri að komast í verknám og sjá hvernig bændur vinna í öðrum sveitum. Það er öllum hollt að víkka sjóndeildarhringinn og kynna sér starfshætti í öðrum sveitum en þeir eru uppaldir í, sagði Eyjólfur Ingvi, sem var formaður nemendafélags LbhÍ á sínum tíma og bætir því við að búfræðinámið henti ekki síður þéttbýlingum. Mér líkaði námið í búfræðinni JCB Eigum fyrirliggjandi og útvegum varahluti og síur í JCB vinnuvélar og tæki Sími: Netfang: jotunn@jotunn.is Nám landslagsarkitektúr í Bretlandi Heiða Aðalsteinsdóttir lauk námi í umhverfisskipulagi við LbhÍ. Að loknu námi við LbhÍ sótti ég um framhaldsnám í Osló, Kaupmannahöfn, Hollandi og Bretlandi. Þar sem ég hafði áður búið í Skandinavíu vildi ég víkka út sjóndeildarhringinn og valdi að lokum að taka framhaldsnám mitt við University of Gloucestershire í Bretlandi. Þar er að finna elsta viðurkennda nám í landslagsarkitektúr í Bretlandi, en í náminu er lögð rík áhersla á leikni manns til að vinna á stórum skala sem og smáum og sjálfbærar hönnunarlausnir eru í fyrirrúmi. Námið byggðist fyrst og fremst upp á raunhæfum verkefnum og stúdíó tímum og var verulega góð viðbót við námið í Landbúnaðarháskólanum. Stuttu áður en Heiða skilaði MA verkefni sínu bauðst henni vinna hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta þar sem hún starfar í dag sem ráðgjafi í skipulags- og umhverfismálum. Starfið er mjög fjölbreytt en mitt verksvið hingað til hefur mestmegnis verið við gerð deiliskipulaga. Þar að auki hef ég komið að kennslu í Landbúnaðarháskólanum í Umhverfisskipulagi I sem heldur manni algjörlega á tánum hvað manns eigin þekkingu varðar. Þess skal getið að áður en Heiða hóf nám við Landbúnaðarháskóla Íslands hafði hún tekið B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Bændablaðið Smáauglýsingar Unnið við nýja húsið í Kirkjuhvammi. Íbúðarhús í byggingu á Rauðasandi Einnig búið að gera upp Ungmennafélagshúsið og fleiri byggingar Í Kirkjuhvammi á Rauðasandi er verið að byggja íbúðarhús, ætlað fyrir starfsfólk Franska kaffihússins á staðnum. Þetta mun vera eina nýja íbúðarhúsið sem byggt er á suðursvæði Vestfjarða á þessu ári en verið er að gera upp nokkur gömul og merkileg hús. Að sögn Einars Jónssonar, staðarhaldara í Kirkjuhvammi, er húsið í eigu Skipholts ehf. Félagið hefur þegar gert upp gamla íbúðarhúsið í Kirkjuhvammi, sem breytt var í kaffihús, auk íbúðarhúss og útihúsa í Saurbæ á Rauðasandi og Ungmennafélagshússins, sem var áður samkomuhús, skóli og bókasafn, byggt árið Laugardagskvöldið 8. október var endurvígsludansleikur í Ungmennafélagshúsinu þar sem tríóið Gin og tónik lék fyrir dansi. Myndir / Magnús Ólafs Hansson Þetta líkist ugvélarsprengju en er tundurdu aslæðari úr seinni heimsstyrjöld, sem rak á fjöru á Rauðasandi árið Nú hefur hann verið sóttur og er til sýnis í Kirkjuhvammi. Við boðun á dansleikinn var gamall háttur viðhafður: hringt var á alla bæi á svæðinu.

9 9 Bændablaðið Smáauglýsingar: Erum með umboð fyrir eftirfarandi vöruflokka: FG Wilson og Mase rafstöðvar. Vermeer trjákurlara og önnur jarðvinnslutæki. Tsurumi Pump sökkvanlegar dælur fyrir verktaka og fráveitukerfi. Linser gúmmí og stálbelti fyrir flestar gerðir vinnuvéla. Yanmar beltavagnar og gröfur. Yanmar-Socomec vökvafleygar kg. eigin þyngd. Kaeser loftpressur. Kuli kranar og spil í verksmiðjuhús. Debe Pumpar borholudælur. Plumett blásursvélar fyrir ljósleiðara. Smiðjuvegur 28, 200 Kópavogur Sími: Heimasíða:

10 10 Fréttir Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Uppskeruhátíð vestfirskrar ferðaþjónustu á Núpi: Snjóflóð á Hrafnseyrarheiði setti strik í reikninginn Uppskeruhátíð vestfirskrar ferðaþjónustu var haldin í fyrsta sinn að Núpi í Dýrafirði þann 15. október síðastliðinn. Snjóflóð á Hrafnseyrarheiði setti þó strik í reikninginn og vantaði því nokkra af sunnanverðum Vestfjörðum sem höfðu boðað komu sína. Samstarfsvettvangurinn, Ferðamálasamtök Vestfjarða, hefur starfað vel á þriðja áratug en þetta er í fyrsta sinn sem uppskeruhátíðin er haldin. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu mættu á hátíðina ásamt starfsfólki sínu og voru um fimmtíu manns á hátíðarkvöldverðinum. Uppskeruhátíðin er afrakstur stefnumótunarfunda sem haldnir voru um allan fjórðunginn fyrir nokkrum misserum og markmið hennar eru að efla samstarf ferðaþjóna og þekkingu þeirra á starfi annarra í greininni, auk þess að koma saman og fagna góðri uppskeru. Hópurinn byrjaði laugardaginn á því að fara saman í skoðunarferð um Dýrafjörð þar sem meðal annars var litið inn á veitinga- og gististaði á Þingeyri. Einnig var farið í ferð á slóðir Gísla Súrssonar, undir skemmtilegri leiðsögn Dýrfirðingsins Þóris Arnar Guðmundssonar. Þá var áð í gömlu samkomuhúsi í Haukadal sem gengur nú undir nafninu Gíslastaðir. Hátíðinni lauk með veglegum kvöldverði á Hótel Núpi, sem rekið er af bræðrunum Guðmundi Helga Helgasyni og Sigurði Arnfjörð. Maturinn var að sjálfsögðu allur úr heimabyggð, enda hafa þeir bræður sérhæft sig í matreiðslu hráefnis úr héraði og er staðurinn rómaður fyrir gómsætan mat og góða þjónustu. Laugardaginn 5. nóvember kl.19:30 ætla gamlir slátrarar hjá SS á Hellu á Rangárvöllum, sem ennþá eru ungir í anda, að hittast ásamt mökum, vinum og velunnurum í Árhúsum á Hellu til að minnast liðinna gleðistunda í starfi og leik fyrir rúmum 50 árum. Þar verður sameiginlegt borðhald, rifjað verður upp sitthvað frá þeim gömlu góðu dögum og sungið og dansað fram á nótt. Í tilkynningu frá aðstandendum þessarar hátíðar segir að hver og einn borgi sinn mat og drykk, en líklega verði seldur aðgangur á lágmarksverði til að standa straum af harmónikuleik og pappír. Allir sem unnu við sauðfjárslátrun á Hellu ættu að koma, segir í tilkynningunni. Ekki er seinna vænna, þar eð nú taka menn senn að gamlast. Samt munum við ennþá svo ótal margt. Þegar líða tók á haust, fóru þeir að finna fyrir tilhlökkun, sem unnið höfðu við sláturhúsið á Hellu. Menn hlökkuðu til félagsskaparins og til ánægjulegrar samveru í hópi gáskafullra og lífsglaðra félaga, sem voru ósparir á alls konar uppátæki til að lífga samverustundirnar. Svo sakaði ekki fyrir þá, sem voru óbundnir, að þeir gátu svipast um eftir maka í slíku úrvali, sem safnaðist að sláturhúsinu hvert haust. Stór hluti starfsmannanna bjó í svefnskála,,,bragganum svokallaða, þótt ekkert braggalag væri á honum og þar var oft kátt í koti, pilsaþytur og píkuskrækir. Við minnumst margra góðra félaga okkar, lifandi og dauðra, sem lýstu upp umhverfi sitt. Síðastur féll Sigurður Antonsson, Siggi á Glæsistöðum. Enginn gleymir honum. Hann var traustur sem bjarg og hraustur, óáleitinn bæði við karla og konur. Þess vegna var hann Afhending hvatningarverðlaunanna. Sigurður Atlason ásamt Rögnu Magnúsdóttur og Vigdísi Esradóttur, sem voru í dómnefnd fyrir verðlaunin. Myndir / KSE Elías Oddsson, Heimir Hansson, Hafsteinn Ingólfsson og Helga Hausner í Vélsmiðjunni á Þingeyri. Á uppskeruhátíðinni voru hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum afhent í fyrsta sinn. Hvorki meira né minna en 19 tilnefningar bárust og þar gaf að líta ferðaþjóna sem allir höfðu unnið þrekvirki hver á sínu sviði í þágu ferðaþjónustunnar. Hlaut Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða og framkvæmdastjóri Galdrasýningarinnar á Ströndum verðlaunin að þessu sinni. Það varð samróma niðurstaða dómnefndar, sem skipuð var fulltrúum af öllum Vestfjörðum, að Sigurður væri þar fremstur meðal jafningja og fær hann því hvatningarverðlaun fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum. /KSE Gamlir slátrarar SS hittast á ný eftir hálfa öld makalaus alla tíð, en málrómurinn, hláturinn og hreyfingar líkamans voru þannig að athygli vakti. Hann var félagslyndur og glaðsinna og þótti gaman að dansa. Danssporin hans voru óhefðbundin og sérkennandi fyrir hann og fólust oftast í hálfhring til vinstri og hálfhring til hægri, aftur og aftur. Konur, sem vöndust danssporum nafna míns, féllu fyrir þeim. Ekki verða fleiri taldir að sinni. Í hópi eins og þessum, samverkafólki með jákvætt viðhorf til lífsins, spilandi af lífsgleði og krafti, myndaðist vinátta, sem hefur enst ótrúlega vel. Þótt aflögð sé sauðfjárslátrun á Hellu eru slátrarar enn að mætast eftir meira en hálfa öld og rifja upp skemmtilega atburði frá dvölinni, ekki síst í Bragganum á Hellu. Síðast hittist þessi hópur haustið 2005 og þar áður fyrir 10 árum. Þá var þátttakan mikil og góð og gleðin fullkomlega eftir gömlu nótunum. Látum svo verða nú á ný. Velkomnir eru allir sem vilja meðan húsrúm leyfir, en eru samt beðnir að skrá sig til sjálfskipaðrar nefndar fyrir 31. okt / Sig. Sig." Eftirfarandi taka á móti skráningum: Siggi frá Hemlu og Anna frá Hvammi Lóa frá Árbæ og Tommi í Hamrahóli og Guðmar í Meiri-Tungu og Siggi frá Seli og Albert frá Úlfsstöðum og Sigga frá Núpi og Ólafur Ívarsson framleiðslustjóri og Tómas Agnarsson vélamaður við eina af vélum Glófa. Prjónaverksmiðja Glófa á Akureyri stækkuð í kjölfar bruna - Skapar ný tækifæri og möguleika til endurnýjunar á vélbúnaði Ullarvörufyrirtækið Glófi hefur formlega tekið í notkun prjónaverksmiðju og saumastofu á Akureyri, í nýuppgerðu og talsvert stærra húsnæði en fyrirtækið hafði yfir að ráða áður. Í maí árið 2010 varð bruni í eldra húsnæði verksmiðjunnar. Í kjölfarið stöðvaðist framleiðslan á Akureyri um tíma, var síðan í bráðabirgðahúsnæði en hefur nú verið komið fyrir í rösklega 850 fermetra framtíðarhúsnæði við Austursíðu. Forsvarsmenn Glófa segja að með stærra húsnæði og endurnýjun vélbúnaðar stefni í aukna framleiðslu á Akureyri, en þar er fyrst og fremst framleiðsla á sokkum, húfum, vettlingum, treflum og mokkavörum. Fyrirtækið framleiðir vörur undir merkinu Varma og er það stærsti framleiðandi á ullarvörum úr íslensku vélprjónabandi. Fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 1982 af systkinunum Eðvarð og Margréti Jónsbörnum. Í fyrstu framleiddi fyrirtækið eingöngu prjónaða vettlinga, en síðar hófst framleiðsla á sokkum og annarri smávöru. Starfsstöðvar á þremur stöðum Á liðnum árum hefur starfsemi fyrirtækisins vaxið mikið og er það nú með starfsstöðvar á þremur stöðum á landinu; prjónaverksmiðjur og saumastofur á Akureyri, Hvolsvelli og í Kópavogi og markaðs- og söludeild og yfirstjórn í Kópavogi. Í heild eru starfsmenn um 45. Logi A. Guðjónsson og Páll Kr. Pálsson keyptu félagið um mitt ár 2005 og er Páll stjórnarformaður og Logi framkvæmdastjóri. Í lok sama árs keypti Glófi fyrirtækið M.A. Eiríksson, sem sérhæfir sig í markaðssetningu og sölu á ýmiss konar ullarvörum, sem framleiddar eru hér á landi undir vörumerkinu Floss, og innflutningi á minjagripum. Undir lok árs 2006 keypti Glófi síðan prjónastofuna Janus og saumastofuna Tinnu í Kópavogi og í byrjun árs 2007 var fyrirtækið Prjónaver á Hvolsvelli keypt. Hefur öll þessi starfsemi nú verið sameinuð undir nafni Glófa ehf. Eigum talsverða möguleika ónýtta Logi A. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Glófa, segir að þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir við brunann á Akureyri árið 2010 hafi tekist að koma framleiðslunni fljótlega í gang á nýjan leik í bráðabirgðaaðstöðu. Með framtíðaraðstöðu sem fyrirtækið hefur nú tekið í notkun sé stigið skref í átt að vexti á Akureyri. Nýja verksmiðjuhúsnæðið við Austursíðu er hátt í 200 fermetrum stærra en við höfðum áður. Það skapar okkur ýmis sóknartækifæri og möguleika til endurnýjunar á vélbúnaði, sem að hluta hefur þegar verið ráðist í og er í farvatninu. Við teljum okkur eiga talsverða möguleika ónýtta til vaxtar. Bæði í þeim vörum sem við höfum framleitt á Akureyri og einnig nýjum og tengdum vörum. Það má segja að framleiðslan á Akureyri hafi verið seld nokkurn veginn til helminga til Íslendinga og útflutnings en við höfum notið góðs af auknum straumi ferðamanna hingað til lands. Enn öflugri verksmiðja á Akureyri er því ánægjuefni fyrir okkur, segir Logi. Stefnt að auknum umsvifum á næstu árum Íslenskur ulllariðnaður átti verulega undir högg að sækja á árunum 1998 til 2008 og fækkaði fyrirtækjum í greininni mikið á þessum tímabili. Meginástæður þessarar þróunar eru breytt viðhorf neytenda til vörunnar, skortur á nýjungum í vöruþróun og Myndir / MÞÞ Gló, sem hefur undanfarin misseri framleitt vörur úr íslensku mokkaskinni, hefur áform um að þróa nýja vörulínu úr því og auka þannig þá framleiðslu. Rekstur félagsins hefur á síðustu tveimur árum verið e dur með vöruþróun og markaðssókn. Allar hefðbundnar afurðir fyrirtækisins hefa verið endurhannaðar. hönnun og samkeppni við ódýrt vinnuafl í láglaunalöndum. Þá hafði hátt gengi krónunnar frá 2005 til 2008 einnig veruleg áhrif. Þessi staða hafði bæði kosti og galla í för með sér fyrir Glófa, en allra leiða var leitað til að hagræða í rekstri, sem leiddi til þess að framleiðslukostnaður lækkaði og hagstæðara verð náðist hjá birgjum. Nú stefna eigendur Glófa að umtalsverðri aukningu á umsvifum fyrirtækisins á næstu árum. Reksturinn hefur á síðustu tveimur árum verið efldur með vöruþróun og markaðssókn, en allar hefðbundnar afurðir fyrirtækisins hafa verið endurhannaðar. Þá hefur fyrirtækið nýverið stigið markvisst skref inn á tískuvörumarkaðinn með vörulínunni Blik. Á síðustu misserum hefur fyrirtækið verið að þróa nýjar tegundir af sokkum. Þá er fyrirtækið einnig að framleiða úr íslensku mokkaskinni, hefur áform um að þróa nýja vörulínu úr því og auka þannig þá framleiðslu. /MÞÞ

11 Bændablaðið fimmtudagur 27. október Aðalfundur: Geitfjárræktarfélag Íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn í Búgarði (Óseyri 2) á Akureyri laugardaginn 5. nóvember klukkan 14:00. Efni fundar: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Anna María Lind verður með erindi. Minnst verður 20 ára afmælis félagsins. Önnur mál. Kaffiveitingar. Nýir félagsmenn velkomnir. Mætum öll. Stjórnin. Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir styrki til nýsköpunar atvinnu á bújörðum, samstarfsverkefna bænda og annarar eflingu atvinnu til sveita. Umsóknarfrestur er til 5. desember n.k (póststimpill gildir) Umsóknum skal skilað til skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublöð er einnig að finna á heimasíðu sjóðsins, Veffang: Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Sími / netfang fl@fl.is TOP N+... betra gler Gasfyllt gler, aukin einangrun. Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella - spennandi framtíðarstörf í góðu starfsumhverfi Réttingamenn Viljum ráða vana réttingamenn á verkstæði okkar á Akureyri. Í starfinu felst vinna við allar almennar bílaréttingar. Menntunar- og hæfniskröfur Nemi í bifreiðasmíði Viljum ráða nema til að starfa með og við hlið vanra réttingamanna við almennar bílaréttingar. Hæfniskröfur. Vinnuþjarkur GRIZZLY fjórhjól skilar góðu dagsverki - því getur þú treyst! Grizzly er létt, kraftmikið og öruggt. Á því verður vinnan hrein ánægja, þökk sé EPS rafmagnsstýri og einstakri hönnun sem hefur þægindi notandans að leiðarljósi. Kletthálsi Reykjavík sími ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! Dynjandi hefur úrval af vönduðum kulda fatnaði fyrir alla, börn og fullorðna. Komdu og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! Öllum þykir okkur mikilvægt að finna til öryggis í lífinu. Dynjandi hefur verið leiðandi á sviði öryggisvara síðan Dynjandi örugglega fyrir þig! KULDAGALLAR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Skeifunni 3 - Sími: dynjandi.is

12 12 Fréttaviðtal Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Býr til hátískufatnað úr mjólk! Anke Domaske er fatahönnuður af þýskum og rússneskum ættum sem hefur farið heldur óhefðbundna leið í efnisvali fyrir nýjustu fatalínu sína. Hún býr og starfar í Þýskalandi og eftir nám í örverufræðum ákvað hún að tvinna þekkingu þaðan saman við áhugamálið sitt, sem er að hanna föt, og hefur nú fundið upp aðferð til að búa til trefjaþræði úr mjólk sem hún notar í hátískufatnað. Nýja fatalínan heitir einfaldlega Qmilch. Þegar ég var 19 ára gömul bjó ég í Japan í hálft ár en þegar ég kom aftur til Þýskalands var það mjög í tísku að vera í stuttermabolum með japönskum myndasögumyndum. Ég saumaði nokkra boli þegar ég var í Japan með gömlum teikningum af amerískum nælumerkjum og hugsaði með mér að þetta gæti orðið nýjasta tíska. Aðeins nokkrum vikum síðar tók ég þátt í minni fyrstu sýningu í Japan og þetta var valið sem heil fatalína hjá fyrirtæki í Tókíó. Ég var aðeins 19 ára gömul og var óviss um hvort það myndi ganga eftir hjá mér að hafa lifibrauð af því að vera fatahönnuður, svo ég fór í háskóla í Þýskalandi og nam örverufræði. Það var samt alltaf í huga mér að ég yrði að velja annaðhvort, fatahönnunina eða örverufræðina. Þegar ég útskrifaðist árið 2009 ákvað ég að velja fatahönnunina. Á þessum tíma var ég byrjuð að gera rannsóknir á mjólk og trefjaþráðum. Sérhæfing mín hjálpaði til við að hanna þessa nýbreytni. Þannig að upprunalega hugmyndin að Qmilch kom upp árið 2009, það er algjörlega mín uppfinning og hefur gengið framar vonum, segir Anke. Hvað heillaði þig við tískubransann? Amma mín er fatahönnuður og því hefur saumaskapur á fatnaði Anke Domaske býr og starfar í Þýskalandi þar sem hún tvinnar saman áhugamál sitt, fatahönnun og menntun sína í örverufræði og hefur nú tekist að búa til trefjaþráð úr mjólk sem hún notar í hátískufatnað. alltaf haldist í fjölskyldunni. Allt annað sem viðkemur fatahönnun hef ég lært af sjálfsdáðum. Ég fæddist í Moskvu en ólst upp í Austur- Þýskalandi og þar þurfti maður að sauma sín föt sjálfur ef mann langaði í eitthvað sérstakt. Ég hef verið í faginu í níu ár. Það er mjög skemmtilegt að vera skapandi, en það sem ég hef þó mest gaman af er að starfa sem viðskiptakona. Þegar maður er með hönnunarfyrirtæki myndi ég segja að aðeins 8% vinnunnar séu hönnun, fyrir hin 92% þarf maður að hafa menntun í lögfræði, hagfræði og markaðssetningu ásamt fleiru. Hvað er Qmilch og hvernig er textílefnið búið til? Núna framleiðum við trefjaþræðina í Bremen, því Trefjaþráðastofnunin í Bremen er samstarfsaðili minn í þessu verkefni. En bráðum mun ég byggja upp eigin verksmiðju svo ég geti framleitt þetta sjálf. Núna framleiðum við tvö kíló á klukkustund í Bremen en á næsta ári mun ég framleiða 70 kíló á klukkustund í eigin verksmiðju með öflugri tækjabúnaði. Ef maður ímyndar sér mjólk sem súrnar, þá sest mysa á botninn og hvíta prótínið, sem nefnist casein, er efst. Mysan er skilin frá og út úr því fæst ystingur. Hann er þurrkaður og úr verður prótínduft sem er til dæmis notað í prótíndrykki. Það er þetta prótínduft sem ég fæ frá birginum okkar og vinn síðan áfram með. Duftið er sett í vél sem vinnur eins og kjötexi. Inni í henni eru tvær skrúfur, þar er duftið hitað upp og þrýst í gegnum stóra spunavél. Það er í þessu ferli sem trefjaþráðurinn verður til. Við erum mjög lánsöm með það að við þurfum ekki að nota nein eiturefni eða meindýraeitur. Við erum aðeins með náttúruleg efni. Ferlið er mjög orkusparandi, því við þurfum aðeins klukkutíma í framleiðslu og í mesta lagi tvo lítra af vatni til að búa til trefjaþráðinn. Önnur ferli í samskonar iðnaði þurfa um 60 klukkustundir, eiturefni og skolunarvatn til að fjarlægja eiturefnin aftur úr. - Hefur þú gert mikið af fatnaði úr efninu? Já, í nýjustu línunni minni eru föt Allt sem til þarf er mysa úr mjólk sem farin er að súrna. Anke notar þurrkað prótínduft sem unnið er úr mysu mjólkur sem farin er að súrna. Duftið er síðan sett í sérstaka vél og útkoman er trefjaþráður sem einna helst mætti líkja við silki, svo mjúkur er hann viðkomu. Silkimjúkar hátísku íkur upprunnar úr fjósum bænda.

13 Bændablaðið fimmtudagur 27. október úr Qmilch. Ég er reyndar ekki með allan fatnaðinn úr Qmilch en mun stefna á það í framtíðinni. Ég átti ekki von á að fá svona mikla svörun við þessari nýjung, viðtökurnar hafa verið framar vonum, þannig að ég ætla nú að einblína á að gera fatnað úr Qmilch. - Hvernig er að nota efnið í fatnað, er til dæmis í lagi að þvo fötin í þvottavél eins og annan fatnað? Efnið er mjög mjúkt og það mætti líkja viðkomu þess við silki. Það má þvo það á venjulegan hátt í þvottavélum eins og önnur fataefni. - Hefur þessi nýja aðferð vakið mikla athygli? Já, ég hef fengið svakalega mikla athygli, mér finnst þetta eiginlega ótrúlegt! Ég fæ viðbrögð allsstaðar að úr heiminum, sem er mjög ánægjulegt. Ég hugsa að með hamförum eins og gerðust í Fukushima í Japan á þessu ári, þá breytist hugarfar fólks. Fólk fer meira að hugsa um hvað það borðar og hverju það klæðist. Ég held að þessi breytti hugsunarháttur, sem reyndar má sjá um allan heim eftir heimskreppuna, útskýri að sumu leyti þessa miklu athygli sem ég er að fá fyrir Qmilch. /ehg Óska eftir að kaupa allar tegundir dráttarvéla, diesel lyftara og jarðtætara af öllum stærðum. Uppl. í síma traktor408@gmail.com Tilboð óskast Tilboð óskast í garðyrkjustöðina Skrúðvang við Laugarbakka í Húnaþingi Vestra sem er með lífræna grænmetisvottun. ATH annað húsið er með úreldingu sem fellur niður þann Hægt er skoða eignina inná skrifa Skrúðvangur. Allar upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni sími Anke notar þurrkað prótínduft sem unnið er úr mysu mjólkur sem farin er að súrna. Duftið er síðan sett í sérstaka vél og útkoman er trefjaþráður sem einna helst mætti líkja við silki, svo mjúkur er hann viðkomu. Loðskinn á Sauðárkróki: Mun salta 300 þúsund gærur Blaðamaður Bændablaðsins fór í vikunni í heimsókn í Loðskinn á Sauðárkróki þar sem liðið var á seinni hluta söltunar á gærum þetta haustið. Þegar yfir lýkur í lok október hafa um 300 þúsund gærur verið saltaðar og til þess notað um 400 tonn af salti. Afurðin er að mestu seld til Kína og Tyrklands þar sem hráefnið er mikils metið, enda er lögð áhersla á að viðhalda náttúrulegum eiginleikum skinnanna í vinnslunni. Á myndinni má sjá gærur á færibandi undir saltdreifaranum og starfsmaður Loðskinns að störfum við að stafla gærunum upp á þar til gerð bretti sem síðan eru keyrð inn á stóran kæli. /ehg Gróðurlampar og Flúor ræktunarperur Haltu plöntunum þínum ferskum allt árið Fluor ræktunarperur Frá 36W - 250W Forræktun og fullrækt Vélavit útvegar varahluti í allar gerðir traktora td. New Holland, CASE, John Deere, Fiat, Zetor, McCormik, Deutz, Landini, Valtra o.fl.! Ford og New Holland síur á lager! Góð verð - Persónuleg þjónusta InniGarðar ehf. - Sími: Nánari upplýsingar á Gróðurlampar Fyrir HPS og MH perur Stærðir 400w, 600w og 1000W Hafið samband og látið okkur aðstoða við að útvega réttu varahlutina Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is

14 14 Fréttaskýring Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Innleiðing matvælalöggjafar EES á Íslandi: Matís áformar að fjárfesta fyrir um 300 milljónir króna vegna eftirlits skima á fyrir 300 varnarefnum í stað um 60 í dag Í árslok 2011 rennur út undanþáguákvæði sem Íslendingar hafa frá reglugerð í matvælalöggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Undanþágan snýr að mælingum á leifum varnarefna, s.s. skordýraeitri og illgresiseyðum, í grænmeti og ávöxtum. Í dag er einungis skimað fyrir um 60 varnarefnum, en samkvæmt EES-reglum er í dag gerð krafa um mælingu á um 300 efnum. Reglurnar tóku gildi á síðasta ári og eru hluti samræmdrar eftirlitsáætlunar Evrópusambandsins (ESB) til að tryggja að farið sé að ákvæðum um hámarksgildi varnarefnaleifa í og á matvælum. Ný matvælalöggjöf tók gildi á Íslandi 1. mars Hún hefur víðtæk áhrif á opinbert eftirlit með framleiðslu matvæla og fóðurs. Þann 1. nóvember nk. munu öll helstu ákvæði laganna eiga að vera innleidd, m.a. ákvæði er varða eftirlit með búfjárafurðum auk víðtækari ákvæða um eftirlit og mælingar á varnarefnum. Hluti af matvælalöggjöfinni felur í sér útnefningu opinberra greiningaraðila á alls 21 skilgreindu sviði matvælaöryggis. Matvælastofnun leggur fram tillögur og veitir umsögn til ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála um það hvaða aðili er best til þess fallinn að sinna slíku. Það er síðan í höndum ráðherrans að útnefna opinberu greiningaraðilana. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segir að fyrirtækið hafi þá sérfræðiþekkingu sem þarf til að sinna þeim mælingum sem falla undir 13 af þessum sviðum, en nauðsynleg rannsóknartæki vanti miðað við kröfur reglugerðanna. Undanþáguákvæðið varðandi varnarefnin byggist á því að þessar mælingar verði gerðar hér á landi í framhaldinu, segir Sveinn. Við áformum að verða okkur úti um nauðsynlegan tækjabúnað til að geta sinnt þeim og jafnframt að veita mælinga- og rannsóknaþjónustu vegna eftirlits með merkingum erfðabreyttra matvæla, greiningu þungmálma og annarra hættulegra mengunarefna auk þörungaeiturs í skelfiski. Neytendavernd tengd matvælum hér á landi mun í kjölfarið aukast. Við höfum sótt um styrk til ESB til að standa straum af kostnaði vegna tækjanna. Hollustuhættir og eftirlit Matvælalöggjöfin fjallar um hollustuhætti og eftirlit í matvæla- og fóðurframleiðslu, með það að markmiði að vernda líf og heilsu manna og tryggja frjálst flæði vöru á EESsvæðinu. Lögboðið er að mæla varnarefni og önnur óæskileg efni, jafnt í innfluttum matvælum sem og matvælum af innlendum uppruna. Matvæli sem eiga uppruna sinn að rekja til EES-svæðisins eru þó almennt ekki skoðuð nema sérstök ástæða sé til þess, enda er meginreglan að matvælaeftirlit innan EESsvæðisins fari fram í upprunalandi. Þó er rétt að geta þess að allnokkur hluti þeirra sýna sem varnarefni eru mæld í hér á landi kemur úr vörum frá EES- svæðinu. Uppbygging á tækjakosti Varðandi uppbygginguna á tækjakostinum segir Sveinn að um nokkur rannsóknartæki sé að ræða. Gerð var ábatagreining til að greina hvaða rannsóknartæki og mæliaðferðir væri hagkvæmt að setja upp hérlendis. Styrkurinn sem sótt er um nemur um 300 milljónum króna og er ekki einvörðungu til tækjakaupa, hluti af þeim stuðningi fælist í að setja tækin upp hjá Matís, faggilda aðferðir og þjálfa starfsfólk. Tækjabúnaður vegur um tvo þriðju af heildarkostnaði við verkefnið, samkvæmt áætlunum. Komi til þess að verkefnið verði að veruleika, mun fara fram útboð á tækjunum á EES-svæðinu. Sveinn segir að það sé hægt að semja við erlenda rannsóknaraðila um að taka að sér að vera opinberir greiningaraðilar fyrir Ísland. Þá yrðu öll sýni send úr landi. Slíkt fyrirkomulag verði líklega niðurstaðan ef tækjabúnaður verður ekki byggður upp á Íslandi og rekstur hans tryggður. Það er ljóst að það myndi hafa marga ókosti í för með sér, segir hann og nefnir nokkur atriði. Biðtími eftir niðurstöðum mælinga Evrópsk löggjöf í íslensku ljósi Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður hjá MAST, segir ástæðu þess að innleiðingu matvælalöggjafar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) á Íslandi sé skipt upp í tvo hluta eiga sér nokkra forsögu. Ísland hafði tímabundna undanþágu varðandi EES-löggjöf um búfjárafurðir og Ísland hefur því haft eigin landsreglur á því sviði. Þegar samningurinn um EES var endurskoðaður árið 2007 varð niðurstaðan sú, að kröfu Evrópusambandsins (ESB) og með samþykki Íslands, að fella niður þessa undanþágu Íslands. Löggjöf ESB á þessu sviði hafði gilt hér á landi varðandi fóður, fiskvinnslur og almenn matvælafyrirtæki og þess vegna voru fiskafurðir í frjálsu flæði innan EES. Í ESB tók ný löggjöf um opinbert eftirlit og hollustuhætti matvæla og fóðurs gildi þann 1. janúar 2006, en ekki hér á landi þar sem samningurinn um EES var til endurskoðunar. Þegar til lengdar lét hafði þetta óheppileg áhrif á sölu á fiskafurðum vegna þess að hér á landi var ekki unnið samkvæmt sömu hollustuháttalöggjöf og annars staðar innan EES. Þegar breytingin á samningnum um EES var samþykkt á Alþingi síðla árs 2009 var af þessum sökum ákveðið að nýja löggjöfin skyldi taka gildi 1. mars 2010 varðandi fóður, fisk og almenn matvæli, þar sem eldri Evrópulöggjöf hafði gilt til margra ára, en 18 mánuðum síðar, 1. nóvember 2011 fyrir búfjárafurðir, þar sem landsreglur voru í gildi. Þessi tími var nauðsynlegur til aðlögunar og innleiðingar nýrrar löggjafar; fyrir fyrirtæki til að koma á nauðsynlegum úrbótum og fyrir opinbera aðila til að tryggja hlutlaust eftirlit, uppfæra eftirlitsáætlanir og eftirlitshandbækur, koma á áhættumati og endurnýja gagna- og eftirlitsskráningar, svo nokkur atriði séu nefnd. Sigurður segir að þó að grunni til sé verið að innleiða nýjar reglur um hollustuhætti og opinbert eftirlit, þá fylgi einnig umfangsmikil löggjöf um ýmsa aðra sérhæfða þætti. Í því sambandi mætti nefna t.a.m. landamæraeftirlit, örverufræðileg viðmið, súnur (sjúkdómar og/eða sýkingar sem smitast náttúrulega á milli dýra og manna), salmonellu, tríkínur (þráðormar í spendýrum), aðskotaefni, lyfjaleifar ofl. Þessu fylgja um leið auknar kröfur um sýnatökur og greiningar af hálfu opinberra aðila og kröfur á matvæla- og fóðurfyrirtæki, sem bera ábyrgð á að löggjöfin sé uppfyllt. kynni að verða langur, en þekkt eru dæmi um biðtíma allt að þremur vikum. Því ferli mætti flýta með kaupum á forgangsþjónustu í flutningum og hjá mæliaðilum erlendis, en kostnaður eykst þá verulega. Sóun matvæla kynni jafnframt að verða meiri þar sem fersk matvara eins og ávextir og fiskur getur eyðilagst hjá matvælaframleiðendum og birgjum meðan beðið er eftir niðurstöðum mælinga erlendis frá. Einnig hefur komið fyrir að sýni hafi eyðilagst, mengast og týnst í flutningum frá Íslandi til erlendra rannsóknaraðila. Flutningafyrirtæki eiga í erfiðleikum með að tryggja að sýni berist óskemmd á áfangastað ef um er að ræða viðkvæm sýni og langan flutningstíma. Ef sýni skemmast, er kostnaðarsamt að senda ný sýni, auk þess sem það lengir enn frekar biðtíma eftir niðurstöðum mælinga. Á þeim tíma eru neytendur útsettir fyrir mögulegri hættu og ef varan reynist óhæf til neyslu getur reynst kostnaðarsamt að innkalla hana, auk Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís. þess sem neytendur kunna að hafa neytt vöru sem í raun var óhæf til neyslu. Flutningar til og frá landinu, sér í lagi loftflutningar, geta rofnað t.d. vegna náttúruhamfara eða stríðsástands. Mikilvægt er að hafa aðgang að búnaði til mælinga sem kannar öryggi matvælanna hér á landi, komi slík staða upp. Þá er vert að nefna að samfara uppbyggingu tækjabúnaðarins byggist upp og viðhelst þekking á áhættumati á sviði matvælaöryggis, sem auðveldar áhættustjórnun við núverandi eða aðsteðjandi vá vegna þess að þekking og aðstaða er til í landinu. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður hjá MAST. Opinberir greiningaraðilar ekki enn verið tilnefndir Eins og fram kemur í viðtalinu við Svein Margeirsson hefur Matís þá sérfræðiþekkingu sem þarf til að sinna mælingum á 13 af 21 skilgreindu sviði matvælaöryggis hér á landi. Sigurður segir að MAST hafi viðurkennt nokkra aðila sem opinberar rannsóknarstofur. Ekki hafi þó verið gengið frá neinum tilnefningum fyrir svokallaðar tilvísunarrannsóknarstofur, en stefnt sé að því að ljúka því á næstunni. Matís og fleiri rannsóknarstofur hafi þá sérfræðiþekkingu sem til þurfi til að vera tilnefndar á allnokkrum sviðum. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum mun líkast til taka að sér það sem er á þeirra sérsviði í tengslum við fóður, matvæli og dýraheilbrigði. Á þeim sviðum þar sem ekki eru starfandi íslenskar rannsóknarstofur erum við tilneydd að tilnefna erlendar og þau eru nokkur. Þar er um að ræða dýrar mælingar og sérhæfðar og rekstrargrundvöllur er erfiður hér á landi fyrir slíkar mælingar. Þessi svið eru Mjólk og mjólkurafurðir, Greiningar á dýrapróteinum í fóðri, Lyfjaleifar og aðskotaefni í dýraafurðum, Aukefni í dýrafóðri, Erfðabreyttar lífverur, Efni og hlutir sem ætlað er að snerta matvæli, Sveppaeitur, PAH (Poly Aromatic Hydrocarbons), Díoxín og PCB. Sumum sviðum er skipt upp og þar kemur íslensk rannsóknastofa til greina fyrir hluta sviðsins, en ekki allt. Sýni úr eftirliti hafa lengi verið send til erlendra rannsóknastofa til að tryggja öryggi íslenskra matvæla og mun það verða gert áfram, nema uppbygging verði á rannsóknastofum hér á landi, segir Sigurður. Ef mælingarnar verða framkvæmdar erlendis mun það hafa í för með sér hærri kostnað á hvert sýni sem mælt er. Slíkt mun svo aftur hafa í för með sér að færri sýni verða mæld, nema til komi aukin útgjöld. Yrði þetta raunin myndi vöktun matvæla í raun ekki vera nægileg. Þetta gæti stofnað orðspori íslenskrar matvælaframleiðslu í hættu. Um leið myndi það hamla því að íslenskir sérfræðingar Eftirlit með varnarefnaleifum í ávöxtum og grænmeti á Íslandi Varnarefni eru efni sem notuð eru við framleiðslu og vinnslu matvæla. Helstu flokkar eru illgresiseyðar, sveppalyf, skordýraeitur og stýriefni (efni sem stjórna vexti plantna). Notkun þessara efna miðast við að koma í veg fyrir að uppskera skerðist eða matvæli skaðist t.d. af völdum skordýra eða myglusveppa. Á Íslandi hefur verið skimað eftir leifum varnarefna í um 275 sýnum ár hvert. Þetta samsvarar yfr 90 sýnum fyrir hverja íbúa, sem eru hlutfallslega mun fleiri sýni en á Norðurlöndunum Að sögn Ingibjargar Jónsdóttir, sérfræðings hjá MAST, sýna niðurstöður þessa eftirlits með varnarefnaleifum að ekki greinist mikið af þessum efnum hérlendis. Árið 2010 var skimað fyrir 60 varnarefnum í 275 sýnum af innfluttu og innlendu grænmeti og ávöxtum. Af þeim voru 179 (65%) sýni án varnarefnaleifa, 94 (34 %) með leifar varnarefna við eða undir hámarksgildum og 3 (1%) sýnanna með leifar af varnarefnum yfir hámarksgildum. Alls voru tekin 63 sýni af íslensku grænmeti árið 2010 og ekkert þeirra innihélt leifar þeirra varnarefna sem skimað var fyrir. Alls voru tekin 210 sýni af innfluttum ávöxtum og grænmeti. Í 116 (55%) erlendum sýnum mældust engar varnarefnaleifar, í 91 (43%) sýni mældust varnarefnaleifar við eða undir hámarksgildum og í 3 (1,5%) sýnum mældust varnarefnaleifar yfir hámarksgildum. 2 sýni voru tekin til að fylgja eftir sýni sem innihélt varnarefnaleifar yfir hámarksgildi. Varnarefnaleifar geta verið utan á vörunni, í berki/hýði, í steinum eða kjarna auk þess að vera í holdinu. Þegar sýnin eru búin undir mælingar eru þau því hvorki þvegin né afhýdd. Fjöldi sýna eftir uppruna árið 2011 Með þessu er verið að greina efnin í öllu sýninu en ekki aðeins æta hlutanum. Mælingarnar eru gerðar á þennan hátt til að fá heildarmynd af notkun efna, frekar en bara innihaldi í ætum hluta. Leifar varnarefna sem finnast í ávöxtum eru að stórum hluta í ysta lagi, þ.e. hýði eða berki. Það er því góð regla að skola ávexti og grænmeti vel fyrir neyslu og fjarlægja ysta lag þar sem við á. og vísindamenn gætu tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi sem snýr að matvælaöryggi. Það hefði svo í för með sér að erfitt yrði að tryggja að sjónarmið Íslands kæmu fram, en slíkt stuðlar að því að styrkja hagsmuni okkar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Matís hefur er styrkumsóknin í ferli hjá þeim stofnunum innan Evrópusambandsins sem hafa með hana að gera. Á þessum tímapunkti er of snemmt að segja til um niðurstöðu málsins, segir Sveinn. Uppbygging búnaðarins er mikilvæg fyrir hagsmuni matvælaframleiðenda og neytenda á Íslandi, en frá mínum sjónarhóli er mikilvægt að grundvöllur sé fyrir rekstri tækjanna. Verulegur niðurskurður hefur verið á opinberu fé til rannsókna og þróunar á sviði matvælaframleiðslu síðustu ár. Gildir það jafnt á sviði nýsköpunar og varðandi matvælaöryggi. Á sama tíma hefur kostnaður hækkað, m.a. vegna dýrari aðfanga. Matís hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að hér sé til staðar öflugur tækjabúnaður og vel þjálfað starfsfólk sem tryggt getur aðgang innflutningsfyrirtækja sem og matvælaframleiðenda á Íslandi að hagkvæmri, öruggri og fljótvirkri þjónustu á sviði lögbundinna mælinga. Með það í huga var ákveðið að leggja vinnu í styrkumsóknina á sínum tíma. Hinsvegar á eftir að greina frekar áhrifaþætti á rekstrarlíkan tækjanna, s.s. fjármagn til mælinga og vöktunar, en ekki kemur til greina frá minni hendi að ráðist verði í uppbyggingu tækjabúnaðar og þjálfunar starfsfólks innan Matís nema rekstrarforsendur séu fyrir hendi. Mikilvæg störf í húfi Ef styrkurinn fæst ekki, mun Matís ekki byggja upp þjónustu sem opinber greiningaraðili með sama hætti og fyrirhugað hefur verið. Ef til þess kemur mun sennilega verða vandkvæðum bundið að sinna lögbundnum mælingum á Íslandi m.t.t. innleiðingar síðari hluta matvælalöggjafarinnar þann 1. nóvember nk., segir Sveinn. Komi sú staða upp er veruleg hætta á að mikilvæg störf sem krefjst sérþekkingar hverfi úr landi, þar sem kaupa þarf þjónustuna að stórum hluta erlendis, að líkindum í Evrópu, en þar er að finna nokkra aðila sem hafa getu til að starfa sem opinberir greiningaraðilar. Sveinn segir að við ábatagreininguna hafi verið tekið tillit til þess hvaða rannsóknartæki og mæliaðferðir væri hagkvæmt að setja upp hérlendis; hvaða þætti á sviði matvælaöryggis sé hagkvæmt að reka hérlendis miðað við að kaupa þjónustu erlendis frá. Í því sambandi var litið til fjárfestingarkostnaðar, uppsetningar á rannsóknarstofu, almenns rekstrarkostnaðar, þjálfunar starfsfólks og uppbyggingar sérfræðiþekkingar. Ekki var tekið tillit til hagsmuna matvælaframleiðenda, sem eru verulegir eins og áður segir. Niðurstaðan var sú að áformað er að byggja upp forgangsrannsóknartæki sem talin eru nauðsynleg til að sinna þeim sviðum sem hagkvæmara er að reka á Íslandi en kaupa þjónustuna erlendis frá. /smh

15 Bændablaðið fimmtudagur 27. október Ný kynslóð - meiri þægindi Ekki aðeins akstur, heldur upplifun! A 93 Sisu Díesel 101 hestafl með common rail eldsneytisinnspýtingu Vökvavendigír - Upphengd fótstig - Vökva aflúrtakskúpling Rafstýrt beisli *Verð kr. án vsk. með ámoksturstækjum. N Línan hestöfl *Verð frá kr. án vsk. með ámoksturstækjum. Valtra dráttarvélar hafa verið framleiddar frá því árið 1951 og hafa getið sér orðspor um áreiðanleika, fjölhæfni og mikla endingu. Þær eru hannaðar í samræmi við mismunandi þarfir notenda og framleiddar til að standast ströngustu kröfur við erfiðar aðstæður. Það eru þessar staðreyndir sem aðskilja Valtra frá öðrum dráttarvélum. *Verð miðast við gengi 160 Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: Netfang: jotunn@jotunn.is - Heimasíða: Husqvarna Construction Products STEINSAGIR, KJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR. Akralind Kópavagur Simi Fax mhg@mhg.is

16 16 Fréttaskýring Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Græðgi byggð á veldisáhrifum vaxta á lánsfé fjármálastofnana sögð vera eyðileggingarvél alþjóðlegs hagkerfis: Bullandi óánægja með stórgölluð hagkerfi heimsins - Bent á vaxtalaust fjármálakerfi að hætti sænskra bænda sem mögulega lausn á vandanum á að kerfi sem byggi á veldisvexti vaxta geti ekki gengið upp og sé dæmt til að hrynja annað veifið. Reynslan sýnir að stöðugt styttist á milli hrunsveiflnanna í kerfinu vegna sífellt aukinnar veldisvaxtarskekkju sem innbyggð er í efnahagskerfið. Eignatilfærslur frá almenningi til þeirra ríku eru nýttar til að búa til raunverðmæti á bak við innistæðulausu vextina. Er það þegar farið að leiða til upplausnar, eins og vísbending er nú um t.d. í Bandaríkjunum, Evrópu, á Íslandi og víðar um heim. Frá mótmælum í Bandaríkjunum. Þjóðir heims standa frammi fyrir tveim risavöxnum áskorunum sem verður að bregðast við með einhverjum hætti til að tryggja íbúum jarðar lífvænleg skilyrði. Annað varðar fæðuöryggi og hvernig eigi að tryggja vaxandi fólksfjölda næringu til langrar framtíðar. Hitt stóra málið varðar efnahagskerfi heimsins, sem greinilega fær ekki staðist að óbreyttum forsendum. Nú berjast yfirvöld um allan heim við að reyna að bjarga efnahagsmálum sínum á forsendum peninga- og vaxtakerfis sem gengur út á veldisvöxt fjármagns sem engin raunveruleg verðmæti eru á bak við. Á sama tíma rísa upp ört vaxandi mótmælabylgjur almennings víða um lönd og er nú meira að segja mótmælt dag eftir dag í hundruðum borga í Bandaríkjunum, í höfuðvígi kapítalismans. Fólk mótmælir botnlausri misskiptingu lífsgæða þar sem lang stærsti hluti eigna er kominn í hendur örfárra einstaklinga, sumir segja 1% íbúa í mörgum vestrænum ríkjum. Við erum 99 prósentin," segja mótmælendur. Hæstiréttur úrskurðar um ólögmæti lána Frá efnahagshruninu á Íslandi hefur þessi óánægja með misskiptingu veraldlegra auðæfa einnig verið mjög sterk. Ekki bæta þar úr skák aðgerðir fjármálastofnana til að plástra yfir athæfi sem Hæstiréttur Íslands hefur í hverjum dómnum af öðrum dæmt ólöglegt og varðar gengistryggð lán. Nýjasti dómurinn varðar ólöglegt gengistryggt lán sem Glitnir banki hf., nú Íslandsbanki, veitti Kraftvélaleigunni ehf. og reyndi að fela á bak við gjörning sem kallaður var fjármögnunarleigusamningur. Um þetta segir Hæstiréttur m.a. í reifun sinni á málinu: Þegar framangreind atriði eru virt í heild verður að telja að þótt umræddur samningur 16. ágúst 2007 sé nefndur fjármögnunarleigusamningur sé það heiti nafnið tómt. Verður að líta svo á að í raun hafi Glitnir banki hf. veitt Kraftvélaleigunni ehf. lán til kaupa á vinnuvél, sem bankinn kaus að klæða í búning leigusamnings. Getur varðað þúsundir lána Fjármálafyrirtækin hafa verið með þúsundir lánasamninga af þessum toga sem hart hefur verið gengið fram í að innheimta eftir. Vinnuvélar, bílar og tæki hafa verið tekin af verktökum, einstaklingum, bændum og útgerðarmönnum og í mörgum tilvikum seld úr landi. Lántakendur hafa í mörgum tilfellum staðið eftir eignalausir með eintómar skuldir á bakinu og oftar en ekki endað í gjaldþroti. Með nýjasta dómi Hæstaréttar um þessi mál má ætla að allur þessi fjöldi lántakenda sem skilgreindir hafa verið með fjármögnunarleigusamninga eigi nú endurkröfurétt á fjármálafyrirtækin. Ekki bara vegna tækjanna sjálfra heldur eigi þeir líka mögulega skaðabótarétt vegna þess tjóns sem rekstur þeirra hefur orðið fyrir. Samt telur Lýsing sig ekki þurfa að una dómi Hæstaréttar í Glitnis og Kraftvélamálinu! Leiða má líkur að því að það tjón hafi orðið miklu mun meira en þurft hefði ef fjármálafyrirtækin hefðu ekki farið út í að hártoga fyrstu dómana um ólögmæti gengistryggðu lánanna. Ekki nóg með það. Hugsanlega getur ríkissjóður þurft að endurgreiða milljarða króna vegna virðisaukaskatts sem innheimtur hefur verið af lántakendum á ólöglegum forsendum. Afturvirkur vaxtareikningur bíður dóms Enn einn stór baggi er svo að veltast í dómskerfinu en hann varðar meintan ólöglegan afturvirkan vaxtareikning samkvæmt útlistun Árna Páls Árnasonar efnahags- og viðskiptaráðherra um endurreikning ólöglegu gengislánanna. Slíka útreikninga hafa ýmsir sérfræðingar talið ólögmæta og einnig að þeir standist ekki þá alþjóðlegu samninga um lánaviðskipti sem Ísland hafi undirgengist. Miðað við þann forsendubrest sem varð við hrunið og staðfestingu Hæstaréttar á lögum frá 2001 um ólögmæti gengistryggingar lána má ætla að stór skaðabótamál kunni að vera í uppsiglingu gegn fjármálastofnunum til viðbótar vegna afturvirkra vaxtaútreikninga. Grunnvandinn liggur í kerfinu sjálfu Undirrót allra þeirra vandræða sem hafadunið á efnahagskerfi heimsins er augljóslega óhófleg græðgi sem þrifist hefur á því vaxtakerfi sem notað hefur verið. Ýmsir hafa bent Þörf á uppstokkun, segir þýskur prófessor Helstu svokallaðir efnahagssérfræðingar heims hafa ekki viljað viðurkenna að þetta sé raunin og byggja visku sína á hagfræðikenningum sem minni spámenn líkja gjarnan við trúarbrögð en ekki raunvísindi. Það var því afar athyglisvert að hlusta á viðtal sem Egill Helgason átti við prófessorinn Margit Kennedy um þessi mál í þættinum Silfri Egils í Sjónvarpinu þann 25. september sl., sem hefur þó fengið undarlega litla umfjöllun. Margit er þýsk að uppruna, fædd Margit Kennedy. í Chemnitz árið Hún er arkitekt að mennt, með doktorsgráðu í almennings- og alþjóðasamskiptum frá Pittsburghháskóla í Bandaríkjunum og prófessor í vistvænni byggingatækni við arkitektadeild í Hannoverháskóla. Hún er líka umhverfissinni, rithöfundur og áhugamanneskja um vaxtalaust og verðbólgufrítt hagkerfi. Þegar hún vann að vistfræðilegu arkitektúrverkefni árið 1982 komst hún að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gera grundvallarbreytingar á fjármálakerfinu til að það stæðist vistfræðileg gildi. Hún ritaði bók um þessi mál sem notið hefur mikilla vinsælda og ber þann langa titil Interest and Inflation- Free Money: Creating an Exchange Medium that works for Everybody and Protects the Earth". Bókin var upphaflega gefin út árið 1987 og hefur síðan verið endurútgefin margsinnis og komið út á 22 tungumálum. Meinið er veldisvöxtur vaxta Margit lýsti því á mannamáli í Silfri Egils hvernig peningakerfið vinnur og þau vaxtakerfi sem ríki og fjármálastofnanir hafa kosið að nota. Veldisvöxtur peninga umfram raunverðmæti sem ekkert stendur á bak við nema ímynduð verðmæti eða loft getur samkvæmt hennar skilgreiningu ekki gengið upp. Sagði hún að erfitt Mótmælaspjald frá Bretlandi sem segir m.a.: Bankarnir eiga þig. Ríkisstjórnin er með ótakmarkaða heimild á kretitkortinu, þú ert tryggingin Frá mótmælum í Ástralíu - Þú getur ekki étið peninga. Svona lítur lýðræðið út. - Ein jörð, eitt mannkyn, ein ást." væri að skilja slíkan stjarnfræðilegan vöxt peninga sem hefðu engin raunverðmæti á bak við sig. Sem ýkt dæmi um veldisvaxtaráhrifin nefndi hún að ef menn fengju eitt bandarískt sent sem tvöfaldaðist í hverri viku (100% vikuleg ávöxtun), þá stæðu þeir eftir 52 vikur uppi með 45 milljarða dollara, sem er trúlega álíka og ársframleiðsla allra jarðarbúa. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að á þessu eina ári hefði í raun ekkert breyst nema álagning vaxta með veldisútreikningi. Það mætti líka setja þetta í annað samhengi. Þau verðmæti sem sentið var upphaflega ávísun á gætu hugsanlega hafa verið karamella. Karamellan væri áfram sama karamellan eftir eitt ár og þegar ávísunin á hana var gefin út í formi myntar. Mismunurinn upp á 45 milljarða dollara mínus eitt sent væri því bara ávísun á loft, eða ekkert sem hægt væri að festa hendur á. Með öðrum orðum eignabóla sem fær ekki staðist. Eyðileggingarvél okkar alþjóðlega hagkerfis Sagði Margit þessa veldishækkun vera ástæðu þess að fólk skildi ekki eðli vaxta. Þetta væri ástæðan fyrir því að menn hefðu farið að búa til allskonar peningaafleiður, vafninga og gervieignir sem engin raunveruleg verðmæti væru á bakvið. Þetta er eyðileggingarvél okkar alþjóðlega hagkerfis. Segir hún að gallinn liggi í því peningakerfi sem við notumst við og byggist á kröfu um vexti. Þar sjáum við veldisvöxt, segir Margit. "Á 1% vöxtum tvöfaldast peningar á 72 árum. Á 3% vöxtum tvöfaldast þeir á 24 árum. Á 6% vöxtum tvöfaldast þeir á 12 árum og á 12% vöxtum tvöfaldast peningar á 6 árum. Við sjáum því að því hærri sem vextirnir eru, því hraðari verður vöxturinn. Peningar halda áfram að vaxa þar til kúrfan sker raunhagkerfiskúrfuna. Þá getur raunhagkerfið ekki lengur skapað þann hagnað sem vaxtakerfið gerir kröfur um. Gæti leið sænskra bænda verið lausnin? Margit Kennedy segir að menn verði að skoða nýjar lausnir á þessum vanda. Snjallasta lausnin sem hún hafi séð í 30 ára rannsóknum sínum hafi verið fundin upp af sænskum bændum og heitir JAK Medlemsbank (Jord Arbete Kapital Medlemsbank). Bændur skilji vel að veldisvöxtur er ekki mögulegur í náttúrunni og gangi ekki heldur upp til lengdar í fjármálakerfinu. Bankinn er einskonar samlagsbanki þeirra sem leggja þar inn og byggir afkomu sína og lánastarfsemi ekki á vöxtum, heldur framlagi félaga sinna. Því myndast ekki eignabóla í slíkum banka vegna veldisáhrifa vaxta sem engin raunveruleg verðmæti eru á bak við. Lánveitingar bankans eru því ekki verðbólguhvetjandi. Röng efnahagsstjórnun? Ef horft er til íslensks veruleika er dæmið enn ýktara í samanburði við orð Margit. Hér hefur verið notast við mjög hátt vaxtastig í bankakerfinu og mun hærra en þekkist víðast erlendis. Vöxtur peningakerfisins fer því hraðar upp úr raunhagkerfinu en víðast erlendis og efnahagsáföll og hrun verða sífellt tíðari. Til að búa til verðmæti á bak við vextina er verðlag skrúfað upp í fyrirbæri sem nefnt er verðbólga, sem er í raun eignatilfærsla úr vösum almennings til fjármagnseigenda. Slík fölsk eignamyndun fær heldur ekki staðist til lengdar og því verður á endanum hrun í kerfinu, samkvæmt skilgreiningu Margit. Þetta hafa Íslendingar hafa þrá-

17 Bændablaðið fimmtudagur 27. október Vaxtalausi sænski JAK bankinn JAK Medlemsbank (JAK stendur fyrir Jord Arbete Kapital eða land, vinna og fjármagn) sem Margit ræddi um er einskonar samvinnufélag þeirra sem sækja um aðild að bankanum (sjá Grunnurinn að bankanum var lagður árið 1965 með fyrirbæri sem hét Jord Arbete kapital Riksförening för ekonomisk upplysning, síðar kallað JAK Riksförening. Hugmyndin var sótt í danskt líknarfélag sem stofnað var 1931 og gekk út á að vextir væru skaðlegir fyrir samfélagið og að með samvinnu væri hægt að lána fé án þess að heimta vexti af lántakendum. Fyrsta lán bankans var síðan veitt árið JAK fékk þó ekki starfsleyfi sem banki fyrr en Hver einasti meðlimur bankans hefur eitt atkvæði við stjórnarkjör. Lánsféð kemur frá aðildarfélögum Starfsemi bankans gengur út á að aðildarfélagar JAK leggja peninga inn í bankann án þess að krefja hann um vexti og ávinna sér á móti rétt til lántöku í bankanum. Bankinn getur síðan lánað meðlimum sínum þessa peninga aftur án þess að krefja lántakandann um vexti en krefur hann aðeins um ákveðinn kostnað vegna umsýslu við lánveitinguna, sem samsvarar um 2,5% samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bankans. Bankinn lánar aðeins þá peninga sem meðlimir hans hafa lagt inn í bankann en tekur enga vaxtaberandi peninga að láni á fjármálamarkaði til endurútlána. Kostnaðurinn við kerfið verður því í algjöru lágmarki og starfsemin er sjálfbær í rekstri svo lengi sem meðlimir vilja halda áfram að leggja honum til fjármagn. Þar sem bankinn tekur hvorki né greiðir út vexti, þá er hann að segja má vistvænn í hagkerfinu þar sem hann er ekki verðbólguhvetjandi, þ.e. vöxtum er ekki velt út í verðlag. Markaðssetning bankans fer einungis fram í gegnum meðlimi bankans, þ.e. í gegnum afspurn og með kynningum sjálfboðaliða. Á árinu 2008 nam sparnaður meðlima JAK-bankans um 97 milljónum evra og voru 86 milljónir í útlánum til meðlimanna. Lántaki getur fengið lán á móti því sem hann hefur áður lagt inn í bankann (svokallað fyrirframsparnaðarlán). Lántaki á líka möguleika á að fá lán umfram fyrirframsparnað og greiðir þá í sparnað á móti láninu við hverja afborgun (eftirásparnaðarlán), með öðrum orðum, þegar greitt er af lánunum er um leið greitt inn á sparisjóðsbók. Þessi banki er þó alls ekki óumdeildur í Svíþjóð en helstu gagnrýnendurnir koma einmitt úr hefðbundna bankageiranum. Á árinu 2008 voru meðlimir eða aðildarfélagar í bankanum komnir yfir og hefur fjölgað um 5% að meðaltali undanfarin ár. Safnað á móti endurgreiðslu Ef teknar er t.d sænskar krónur í lán hjá bankanum til 10 ára, þá nema mánaðarlegar afborganir sænskum krónum eða sambærilegri afborgun og í venjulegum banka. Af þessum afborgunum fara 833 krónur í afborgun höfuðstóls og aðrar 833 krónur eru lagðar inn á reikning skuldara. Síðan greiðir skuldari 108 krónur í umsjónargjald. Hafi skuldari safnað krónum inn á bók í 48 mánuði áður en hann tók lánið, þá verður afborgun lánsins á mánuði krónur. Af því fara 833 krónur til endurgreiðslu höfuðstóls, 108 krónur í kostnað og 590 krónur fara inn á söfnunarreikning skuldarans. Þegar lánið er uppgreitt að tíu árum liðnum á skuldari sem var búinn að safna fyrir lántökuna jafnvirði lánsins, krónur, inni á bók sem hann getur tekið út. Hafi hann ekki verið búinn að safna fyrir lántökuna á hann samt krónur inni á bók, að því er fram kemur á heimasíðu JAK Medlemsbank. Í venjulegum banka með c.a. 8% vöxtum væri skuldari með sambærilegt lán búinn að leggja fram svipaða upphæð á tíu árum í afborganir. Munurinn er sá að þegar lánstíma í hefðbundna bankanum lýkur fær skuldarinn einugis kvittun fyrir uppgreiðslu lánsins en á enga uppsafnaða innistæðu. Mismuninn á upphaflega láninu og endanlegri greiðslu tekur bankinn til sín aðallega í formi vaxta. JAK-kerfið sagt geta stórlækkað framfærslukostnað Þýski prófessorinn Margit Kennedy hefur bent á að ef JAK-kerfið væri almennt notað þá liti heimilishald almennings allt öðruvísi út. Innbyggðir vextir sem nú eru í öllum neysluvörum og nema 40% hyrfu. Kostnaður við heimilishaldið myndi því að mati Margit lækka um þrjá fjórðu. Ef við notuðum alla þá milljarða dollara sem farið hafa í að bjarga bankakerfinu í Þýskalandi og settum þá í að innleiða JAKkerfið, þá gætum við öll fengið vaxtalaus lán, segir Margit Kennedy. Heyvinnuvélar Vélar í hæsta gæðaflokki á lágmarks verði Diskaslátturvélar Múgavélar Heyþyrlur 10% Haustafsláttur faldlega fundið á eigin skinni í óðaverðbólgu liðinna áratuga.stjórnvöld hérlendis og erlendis reyna nú að bjarga sér út úr hruninu að því er virðist á röngum forsendum, sem Samtök atvinnulífsins (SA) og margir fleiri hafa bent á. Í stað þess að auka raunverulega verðmætasköpun, t.d. í sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði og öðrum greinum til að ná inn fjármagni fyrir vaxtaskekkjunni og skuldum, er gripið til þess ráðs að hækka skatta og skera niður stofnanir og ýmislegt annað. Í því er falin mikil eignatilfærsla. Þannig eru raunverðmæti flutt frá almenningi úr undirstöðum þjóðfélagsins og sett upp á þak efnahagsbyggingarinnar. Við þetta eykst yfirbyggingin í efnahagskerfinu stöðugt og undirstaðan veikist. Slíkt getur samkvæmt orðum Margit Kennedy aldrei endað á annan veg en þann að undirstaðan gefur sig og byggingin hrynur. Á þetta hafa áhrifamenn í hinum ýmsu alþjóðastofnunum (m.a. hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum) verið að benda að undanförnu og vara við hættu á enn verra hruni en áður. Ekki er þó minnst á í þeim aðvörunum að orsök vandans kunni að vera að finna í grunninum sjálfum, nefnilega í veldisvaxandi vaxtakerfi. Vextir ósýnilegt eyðingarafl Í ritum sínum og fyrirlestrum segir Margit Kennedy að mikil þversögn sé fólgin í þeirri fullyrðingu að vextir séu nauðsynlegir. Fólk verði að skilja að vextir séu ósýnilegt eyðingarafl heimsins. Hún segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að útilokað sé að halda uppi virku lýðræði um leið og slíkt peningakerfi fái að þrífast. Virðist sem það sé líka skoðun þeirrar grasrótar sem nú stendur upp og mótmælir víða um heim því óréttlæti sem peningahyggjan hefur skapað. /HKr. 10% Haustafsláttur af öllum vélum á lager. Dalvegi Kópavogur Sími

18 18 Dagana október sl. héldu alþjóðasamtökin Rare Breeds International, sem vinna að verndun erfðafjölbreytileika búfjár, ráðstefnu í Háskólanum í Tekirdag í Tyrklandi. Samtökin hafa starfað um tveggja áratuga skeið og var þetta 8. heimsráðstefnan sem þau halda. RBI eiga góða samvinnu við ERFP (Samstarfshóp um verndun búfjárkynja í Evrópu), EAAP (Búfjárræktarsamband Evrópu) og FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna). Svo sem áður hefur komið fram hér í blaðinu, síðast í 16. tbl., 15. september sl. bls. 28 og 30, hefur sá sem þetta ritar tekið virkan þátt í þessu verndunarstarfi um áratuga skeið og flutti að þessu sinni erindi um vernd og nýtingu landnámskynjanna með tilliti til sjálfbærra búskaparhátta og fæðuöryggis þjóðarinnar. Háskóli við Marmarahaf Ráðstefnan var haldin í Namik Kemal -háskólanum í borginni Tekirdag við Marmarahaf í Evrópuhluta Tyrklands, nánar tiltekið í Þrakíu, um tveggja tíma akstur frá Istanbúl, og skammt frá landamærunum við Grikkland. Heitir háskólinn eftir einu þekktasta skáldi Tyrkja sem uppi var á 19. öld. Búvísindakennslan hófst þar árið 1982 og sá starfsfólk og hópur nemenda búfjárræktardeildar að mestu um undirbúning og framkvæmd ráðstefnuhaldsins af mikilli prýði undir traustri stjórn dr. Ihsan Soysal prófessors, en hann er mér að góðu kunnur úr ERFP-samstarfinu. Nutu þau góðs stuðnings nokkurra annarra tyrkneskra háskóla, Landbúnaðarráðuneytis Tyrklands í Ankara og borgarstjórnar Tekirdag. Þátttakendur voru um 200 frá 38 þjóðum og var allt efni erinda og veggspjalda gefið út á bók, auk þess að vera aðgengilegt á veraldarvefnum ( edu.tr/kongre_sunular). Þess má geta að búvísindanám stunda 400 af nemendum Háskólans í Tekirdag, sem er í landbúnaðarhéraði þar sem fjölþætt búfjárrækt og akuryrkja eru stundaðar, en meðal veigamestu atvinnugreina í borginni eru margvísleg þjónusta og vinnsla landbúnaðarafurða svo og ferðaþjónusta. Einnig vegur háskólinn þungt í borg sem telur um íbúa. Móttökurnar voru með afbrigðum góðar enda Tyrkir þekktir fyrir gestrisni. Gróska er í vísinda- og rannsóknarstarfsemi, en minna ber á Tyrkjum í samfélagi búvísindafólks en vert væri vegna tungumálaörðugleika. Reynt er að bæta úr, svo sem með enskunámskeiðum fyrir háskólafólk. Í Tyrklandi er fjöldi búfjárkynja og mikill áhugi á að vernda þau, nýta landsins gæði og treysta fæðuöryggið í ljósi hækkandi matvælaverðs í heiminum. Þess má geta að þar um slóðir, og í löndunum austurundan, var vagga ræktunar búfjár fyrir þúsundum ára. Fagleg og markviss umræða Mikið var fjallað um búfjárkyn og erfðaeiginleika sem eiga í vök að verjast og eru í útrýmingarhættu. Nú þegar hefur mikið tapast og mörg þeirra kynja sem fjallað var um telja aðeins nokkur hundruð gripi, líkt og íslenska geitfjárkynið. Þá fékkst þarna prýðilegt yfirlit yfir þá erfðatækni sem beitt er við rannsóknir á uppruna og eiginleikum búfjárkynja og stofna, þar sem byggt er á sameindalíffræði og erfðafræði. Víða eru komnar upp rannsóknarstofur með fullkominn tækjabúnað, bæði á vegum háskóla og líftæknifyrirtækja. Enn er merkingu og skrásetningu búfjár víða ábótavant, hjarðir eru ekki alltaf staðbundnar og víða herja búfjársjúkdómar sem torvelda verndunarstarfið. Þá taka stríðsátök og náttúruhamfarir sinn toll. Margar leiðir eru farnar, allt frá söfnun sæðis og fósturvísa til djúpfrystingar í genabönkum, yfir í þróun og markaðssetningu afurða til að renna styrkari stoðum undir efnahag bænda sem t.d. halda búfé í útrýmingarhættu. Þar koma einnig Slow Food samtökin mjög við sögu. Þá skipta styrkir verulegu máli og má geta þess að slíkur stuðningur hófst, eftir því sem næst verður komist, fyrst hér á landi með stofnverndarframlagi fyrir skýrslufærðar geitur árið Þá voru þær aðeins 165 en eru nú orðnar 729 að tölu. Hefur framlagið tvímælalaust haft jákvæð áhrif en meira þarf að koma til, þ.e.a.s. nýting geitafurða til tekjumyndunar. Best er að verndun, ræktun og nýting fari saman, þannig varðveitum við gömlu kynin best. Er ánægjulegt að geta sagt frá því á erlendum vettvangi hve áratuga kynbótastarf í hrossarækt, nautgriparækt og sauðfjárrækt hefur skilað miklum árangri hér á landi. Og það án íblöndunar við aðflutt búfjárkyn, sem víða um lönd hefur veikt stöðu heimakynjanna eða útrýmt þeim, og stuðlað að umfangsmiklum, ósjálfbærum verksmiðjubúskap. Er þróunin sjálfbær? Skipuleggjendur ráðstefnunnar vörpuðu fram þeirri áleitnu spurningu hvort alheimsvæðingin í búfjárræktinni, þar sem verið er að nota tiltölulega fá kyn, sé í raun sjálfbær. Væri það ekki mótsagnakennt að halda uppi stefnu, sem leiðir til minnkandi erfðafjölbreytni á sama tíma og verið er að berjast fyrir verndun? Ég var á meðal þeirra frummælenda sem gengu hreint til verka og drógu ályktanir af því sem hefur verið og er að gerast víða um heim. Tengslin eru reyndar augljós á milli eyðingar erfðaefnis (e. genetic erosion) annars vegar, og hins vegar hnattvæðingar þar sem viðskiptahagsmunir og nýfrjálshyggja ráða ríkjum. Með öðrum orðum, málið er stórpólitískt hvað sem öllum vísindum líður, og það varðar líka fæðuöryggi, aðgerðir gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda, sjálfbæra þróun og margt fleira. Mér hefur oft fundist meira rætt um afleiðingar en orsakir hnignunar eða eyðingar erfðaefnis búfjár, að sumir vísindamenn vilji ekki ræða um slíkt undir yfirskini hlutleysis. Þarna í Tekirdag urðu að mínum dómi þáttaskil. Umræðan var markvissari og opinskárri en áður og æ fleiri eru að átta sig á því að hamslaus markaðshyggja er veigamikill orsakavaldur þeirrar óheillaþróunar sem herjar á líffræðilega fjölbreytni, fæðuöryggi, umhverfi og byggðaþróun um allan heim. Mér finnst ýmislegt benda til þess að hugmyndafræði græns hagvaxtar fari að vaxa ásmegin. Fjárbú heimsótt Eitt það ánægjulegasta við slíkar ráðstefnu- og fundaferðir er heimsóknir til bænda þar sem m.a. gefur að líta staðbundin búfjárkyn sem flestum eru ókunnug. Um 25 km austur af Tekirdag fengum við að heimsækja fjárbú með um 500 sauðfjár af Kivircik-kyni og 50 geitur af Saanen- og Kilis-kynjum. Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Verndun búfjárkynja stuðlar að fæðuöryggi Tímamótaráðstefna í Tyrklandi Kilis og Saanen geitur á Kilisli búinu skammt frá Tekirdag. Kivirick ær og hrútur. Anddyri ráðstefnuhallar Namik Kemal Háskóla i Tekirdag. Mynd IS Starfsfólk Tyrkneska Ríkissjónvarpsins tók viðtöl við skipuleggjendur ráðstefnunnar og bóndann á "Kilisli" búinu fyrir búnaðarþáttinn sem er fastur dagskrárliður. Lawrence Alderson forseti RBI stendur lengst t.v. og Ihsan Soysal prófessor í Tekirdag er að tala í hljóðnemann. Aðallega er um kjötframleiðslu að ræða en einnig er nokkur mjólkurframleiðsla. Búið, sem ber heitið Kilisli, er einnig með nokkra alifuglarækt og eigandinn sýndi okkur stoltur 25 vetra gamlan veðhlaupahest sem hann á. Um tíu ára skeið hefur eigandi þessa bús einnig rekið veitingastað í Istanbúl sem heitir líka Kilisli og þangað fer allt kjötið. Taldi hann sig hafa sögulegar heimildir fyrir því að Tyrkjasoldánar (Ottómanar) hafi helst viljað hafa kjöt af Kivircik-fé á borðum sínum. Hann sagði gesti sína spyrja um náttúruafurðir, helst með lífræna vottun, og stefndi hann sem mest inn á þá braut. Skrokkarnir eru með um 15 kg meðalfallþunga. Flest er féð hvítt, ærnar kollóttar og hrútarnir hyrndir. Verndunarstyrkir Evrópusambandsins Síðasta morguninn fundaði svokallaður SUBSIBREED-hópur undir stjórn Drago Kompan frá Slóveníu. Hópurinn er að draga saman upplýsingar um stofnverndarstyrki í Evrópulöndum og verður væntanlega gefin út bók um efnið að sumri. Þar sem ég hef svarað spurningakönnunum hópsins sem tengiliður Íslands, nú síðast í haust, var mér boðið að vera með á fundinum og varð margs vísari um þá styrki sem þeir bændur njóta sem vilja taka þátt í verndun búfjárkynja, bæði í Evrópusambandinu og utan þess. Þar með var rædd sú hugmyndafræði og þær reglur sem lagðar eru til grundvallar við slíkar styrkveitingar. Þetta gæti skipt máli í viðræðum vegna umsóknar Ríkisstjórnar Íslands um ESB-aðild. Hef ég undir höndum ýmsar upplýsingar sem að gagni gætu komið. Frumkvöðlar heiðraðir Tveir frumkvöðlar að stofnun RBI voru heiðraðir í lok ráðstefnunnar, þeir Keith Ramsay frá Suður-Afríku, fyrrverandi forseti, og Lawrence Alderson frá Bretlandi, núverandi forseti. Hafa þeir báðir unnið mikið og gott starf í þágu verndunar erfðaefnis búfjár, sem hófst með björgun kynja í útrýmingarhættu en nær nú til allra búfjárkynja um allan heim. Lawrence þekki ég frá fyrri tíð en þarna sá ég Keith í fyrsta skipti og varð margs vísari í viðræðum við hann. Höfundurinn, Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, er landsráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, stofnfélagi í Geitfjárræktarfélagi Íslands, Eigenda- og ræktendafélagi landnámshænsna og Forystufjárræktarfélagi Íslands, og formaður þess síðastnefnda. Nánari upplýsingar ord@bondi.is

19 Bændablaðið fimmtudagur 27. október SKÓMARKAÐUR Augl. Stapaprent Nocria Arctic 14 Öflug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Fujitsu er allt að 30% ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Heldur jöfnum hita allt niður í -30 C Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! Símar: / ára ábyrgð! Varmadælur frá Fujitsu, Panasonic, Mitsubishi og Toshiba Bjóðum upp á VISA og Mastercard raðgreiðslur hö hö Verð kr Loðfóðruð stígvél stærðir Opið virka daga laugardag Grensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími JEPPADEKK M+S M+S2 ST Stærð Neglanleg vetrardekk Verð með vsk. 205/70R15 Cooper M+s2 96t /75R15 Cooper M+s2 109t x10.50R15 Cooper M+s 109q /70R16 Cooper M+s2 91t /70R16 Cooper M+s2 103t /75R16 Cooper M+s 104s /70R16 Cooper M+s 106s /70R16 Cooper M+s2 107t /75R16 Cooper M+s 111s /65R16 Cooper M+s 109s /70R16 Cooper M+s2 111s /70R16 Cooper M+s2 112t /75R16 Cooper M+s 116s /65R17 Cooper M+s2 108h /65R17 Cooper M+s 107s /70R17 Cooper M+s 110s /60R17 Cooper M+s 106s /70R17 Cooper M+s 112s /65R17 Cooper M+s2 112t /60R17 Cooper M+s 110s /70R17 Cooper M+s 114q /60R18 Cooper M+s2 107t /55R18 Cooper M+s 109s /70R18 Cooper M+s 113s /70R18 Cooper M+s 125s /55R20 Cooper M+s 117s /60R20 Cooper M+s 110s Massey Ferguson x4, 100 hestafla dráttarvél. Með ámoksturstækjum Verð: vsk*. Massey Ferguson x hestafla dráttarvél. Með ámoksturstækjum. Verð: vsk*. Staðalbúnaður (á við báðar vélarnar) -Sparneytnar 4ra strokka Perkings dieselvélar -Hitari á mótor -Vökvavendigír með stillanlegu átaki og útslætti á keyrslu -Dyna-4 gírkassi 16F/16R (hægt er að skipta vökvaþrepum bæði í gírhandfangi og eins með vendigírnum) -2 tvívirkar vökvaspólur/vagnbremsuventill -4 aflúrtakshraðar (hraðabreytir í ökumannshúsi) -Opnir beislisendar/lyftudráttarkrókur -Loftpúðasæti/farþegasæti -Fullkomin vinnuljósabúnaður -Rafstýrt beisli -Verkfærakassi -Flotmikil dekk 440/65R24 -Og 540/65R34 að aftan -Niðursveigð vélarhlíf (lágnefja) -Vökvadæla 100 L -130 L olíutankur -Lyftigeta út á beislisendum 5000 kg *Verð miðast við gengi 160 EUR. Hafðu samband við sölumenn okkar til að fá nánari upplýsingar. Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: STT ATR SXT Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir Vesturland/Vestfirðir Norðurland Vélav. Hjartar Eiríkss. N1 Akranesi Hvammst Kjalfell Blönduósi Bílabær Borgarnesi Bílaverkstæði Óla Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi Blönduósi Vélav. Skagastrandar Skagaströnd KM. Þjónustan Búardal Pardus Hofsósi G. Hansen Dekkjaþ. Snæfellsb Hjólbarðaþ. Óskars KB Bílaverkstæði Grundarfirði Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki Dekk og smur Stykkishólmi B.H.S. Árskógsströnd Vélaverkst. Sveins Borðeyri Bílaþjónustan Húsavík Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði Græðir sf. Varmadal, Flateyri Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri Framrás Vík Austurland Gunnar Vilmundar Laugarvatni Vélaverkstæðið Iðu Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík Hjólbarðaþjón. Magnúsar Vélsmiðja Hornafjarðar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Bíley Reyðarfirði Bílaþjónustan Hellu Réttingav. Sveins Neskaupsstað Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási Bifreiðav. Sigursteins Breiðd.vík ,Hellu Hvolsdekk Hvolsvelli / SÍMI Stærð tommu jeppadekk Verð með vsk. 32x11.50R15 Maxxis Ma x11.50R15 Cooper Stt 113q x12.50R15 Cooper St 108q x12.50R15 Cooper Stt 108q x12.50R15 Dean M Terrain Sxt 108q x12.50R15 Cooper St 113q x12.50R15 Cooper Stt 113q x12.50R15 Dean M Terrain Sxt /70R16 Cooper Atr 118r /70R16 Cooper St 118r /70R16 Dean Wildcat At /75R16 Cooper Atr 121r /75R16 Cooper St 121r /75R16 Dean Wildcat At x12.50R16.5 Super Swamper Trexus MT /70R17 Cooper Atr 121r /70R17 Cooper St 121q (33") /70R17 Cooper Atr 121r /70R17 Falken Wild Peak x12.50R17 Cooper St 114q x12.50R17 Cooper Stt 114q x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 114q x12.50R17 Cooper St 119q x12.50R17 Cooper Stt 119q x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 119q x12.50R18 Cooper Stt 123q Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ N1 Réttarhálsi N1 Fellsmúla N1 Reykjavíkurvegi N1 Ægissíðu N1 Bíldshöfða Suðurnes N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði Meira í leiðinni

20 20 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Kýrin Baula nr. 703 á Stóra Ármóti er næstnythæsta kýr landsins. Hún hefur ge ð mest y r 11 þúsund lítra af mjólk á meðan meðalkýrin á Íslandi gefur um lítra. Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir og tilraunastjóri, sem er með Baulu á myndinni, segir að hún sé ótrúlega mjólkurlagin. Myndir / HKr. Opið hús verður á tilraunabúinu Stóra Ármóti í Árnessýslu 11. nóvember: Þar er íslenska kýrin í öndvegi Opið hús verður á tilraunabúinu á Stóra Ármóti á Ölfusárbökkum í Árnessýslu föstudaginn 11. nóvember. Þá verður bændum og þéttbýlisbúum boðið í heimsókn en opið verður frá 13:30 til 17:00. Þar eru Höskuldur Gunnarsson og Hilda Pálmadóttir bústjórar og hafa verið þar frá Tilraunastjóri búsins er svo Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir. Stóra Ármót dregur nafn sitt af ármótum Hvítár og Sogsins, sem renna saman í eitt í Ölfusá vestan við bæinn. Jörðin er í eigu Búnaðarsambands Suðurlands (BSSL) og er um 650 hektarar að stærð, sem þykir nokkuð stórt á íslenska vísu. Í landi jarðarinnar var fyrir nokkrum árum borað eftir heitu vatni og út úr því kom ein afkastamestu borholu landsins. Er holan nú nýtt til húshitunar á Selfossi en Stóra Ármót fær heitt vatn frá lítilli hitaveitu á Oddgeirshólum eins og flestir sveitabæir á þessu svæði. Mjólkurkvóti búsins eru rúmir 263 þúsund lítrar og mjólkurkýrnar eru um 50 talsins. Framleiðsla búsins hefur verið um 10% umfram kvóta. Annar bústofn eru kvígur í uppeldi og kálfar sem telja annað eins og kýrnar, þannig að um 110 gripir eru í fjósinu. Um 60 vetrarfóðraðar kindur eru á búinu auk hrossa starfsfólks. Með hagstætt efnainnihald mjólkur Á árinu 2010 voru afurðir tæp 7 þúsund kg eftir árskúna og þrátt fyrir hátt afurðastig er Búið hefur komið vel út í mælingum og efnainnihald mjólkurinnar með ágætum. Toppnum var náð árið 2006 sem skýrist m.a. af mikilli kjarnfóðurgjöf. Verulega hefur verið dregið úr henni síðan með hækkandi verðlagi á innfluttu fóðri um og eftir efnahagshrunið Efnahlutfallið í mjólkinni frá Stóra Ármóti er eigi að síður mjög gott. Próteinhlutfallið á verðlagsárinu frá september 2009 til ágústloka 2010 var 3,47% og fituinnihald 4,12%. Á verðlagsárinu 2010 til 2011 var próteinhlutfallið 3,46% og fituhlutfallið 4,23%. Á fyrra verðlagsárinu var meðalpróteinhlutfallið í innveginni mjólk hjá MS á Selfossi 3,32% og fituhlutfallið 4,08%. Á verðlagsárinu 2010 til 2011 var meðalbúið á svæði MS á Selfossi með 3,31% próteininnihald og 4,06% fituinnihald. Staðan það sem af er hausti virðist vera á svipuðu róli og í fyrra. Þetta skiptir miklu máli hvað tekjur af mjólkurframleiðslunni varðar. Vegna góðs efnainnihalds var búið á Stóra Ármóti að fá um 800 þúsund krónum meira miðað við 260 þúsund lítra af mjólk en meðalbúið á síðasta verðlagsári. Gáfu Búnaðarsambandinu Stóra Ármót Árið 1979 gáfu systkinin Ingileif, Jón og Sigríður Árnabörn Búnaðarsambandi Suðurlands jörðina Stóra Ármót í Hraungerðishreppi til tilraunastarfsemi. Frá árinu 1952 hafði Búnaðarsambandið þá leigt Laugardæli í sömu sveit og rekið þar tilraunabú. Búnaðarsambandið tók strax við fjárstofninum sem var á Stóra Ármóti 1979 en það var ekki fyrr en 8 árum síðar sem starfsemi tengd nautgripunum fluttist að staðnum. Á þeim árum og fram til þessa hefur uppbygging verið umfangsmikil á Stóra Ármóti. Nýtt land hefur verið brotið, lagfæring eldri mannvirkja og nýbyggingar hafa litið dagsins ljós. Með flutningi nautgripa og tilraunastarfsemi tengdri þeim frá Laugardælum á árinu 1987 lauk 35 ára tilraunasögu Búnaðarsambandsins þar. Tilraunabúið starfar á grunni sérstakra laga frá árinu 1981 um tilraunastöð Búnaðarsambands Suðurlands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, nú Landbúnaðarháskóla Íslands. Samkvæmt þeim lögum er landbúnaðarráðherra heimilt að semja við stjórn Búnaðarsambandsins um sameiginlegan rekstur tilraunastöðvar að Stóra Ármóti. Þar kemur einnig fram að við tilraunastöðina skuli starfa sérfræðingur í fóðurfræði og rannsóknamaður, ráðnir af Landbúnaðarháskóla Íslands, en launaðir af ríkissjóði. Samkvæmt samningi við ráðherra ber Búnaðarsamband Suðurlands, sem á jörðina, fjárhagslega ábyrgð á búinu. Tilraunastöðin starfar undir yfirstjórn þriggja manna, sem skipuð er einum af Búnaðarsambandi Suðurlands, einum starfandi bónda á búnaðarsambandssvæðinu skipuðum af ráðherra, og einum tilnefndum af Landbúnaðarháskóla Íslands. Auk þess kemur stjórn Búnaðarsambands Suðurlands, sem jafnframt er stjórn Stóra Ármóts ehf., ásamt framkvæmdastjóra þess, sem jafnframt er rekstrarstjóri búsins, að málum staðarins. Fóðrun aðalviðfangsefnið Grétar Hrafn segir að rannsóknirnar á búinu snúist fyrst og fremst um fóðrun og meðferð mjólkurkúa. Aðvitað er margt sem við getum yfirfært beint frá útlöndum en hér er fjölbreytnin þó ekki eins mikil í fóðri og erlendis og verður fóðurgjöfin því um margt öðruvísi. Hér byggjum við mikið á vallarfoxgrasi. Þá getum við ekki ræktað maís hér á landi, sem er mjög stór hluti af fóðri í Evrópu. Við erum þó aftur á móti farnir að framleiða bygg hér á Íslandi sem kemur þá inn sem aðal kolvetnagjafinn í fóðrinu. Hér á Stóra Ármóti erum við með 20 hektara undir byggrækt. Í heild er verið að framleiða um tonn hér á landi sem að mestu fer í kýrfóður. Það má ætla að um tonn af byggi og maís fari í heildina í fóður kúa hér á landi.

21 Bændablaðið fimmtudagur 27. október Íslenskir bændur eru því að nálgast það að framleiða sjálfir um helminginn af heildarþörfinni á kolvetnisríku fóðri. Það sparar auðvitað heilmikið í gjaldeyri. Íslenska kýrin hefur sérstöðu Umræða um að skipta um mjólkurkúakyn hér á landi hefur komið upp annað veifið en engin alvöru tilraun hefur þó verið gerð í þá veru. Hafa menn þar aðallega horft til norska kúastofnsins, sem er reyndar ættaður frá Skotlandi. Mjög skiptar skoðanir eru um hvort slíkt sé verjandi í ljósi sérstöðu íslenska stofnsins og um leið sérstakrar efnasamsetningar íslensku mjólkurinnar. Rannsóknir sýna m.a. að mjólk íslensku kúnna hefur hagstæða próteinsamsetningu og er rík af efnum sem vinna gegn áunninni sykursýki. Grétar bendir einnig á að efnasamsetning íslensku kúamjólkurinnar henti sérlega vel til ostagerðar. Mjólk úr norskum kúm hentar aftur á móti mjög illa til slíkrar framleiðslu þar sem erfitt er að hleypa hana. Mjólk íslensku kúnna ber reyndar af hvað þessa eiginleika varðar í samanburði við mjólk úr kúm af þeim kúastofnum sem menn hafa helst verið að skoða til samanburðar. Ýmsa slíka þætti yrðu menn að vega og meta ef ætlunin væri að skipta um kúastofn á Íslandi. Ekki er þó talið útilokað að með innflutningi á sérvöldu erfðaefni mætti hugsanlega bæta íslenska kúastofninn að einhverju leyti en engin samstaða hefur þó náðst um slíka framkvæmd. Hægt að auka mjólkurafköst íslensku kúnna mikið Óneitanlega eru norsku kýrnar þó mjög afkastamiklar sem mjólkurkýr og á það hafa margir verið að horfa. Hvernig er íslenska kýrin í þeim samanburði? Íslenska kýrin er í sjálfu sér nokkuð mjólkurlagin. Hún hefur erfðafræðilega getu til að mjólka mun meira en meðalbúið á Íslandi er að gefa. Þar eru því mikil sóknarfæri og við eigum mjög mikið inni. Með aukinni byggrækt ætti að vera hægt að auka framleiðsluna talsvert. Þetta liggur í fóðrun, meðferð og svo auðvitað kynbótum. Ég álít að um þriðjungur aukningarinnar ætti að nást með kynbótum en um tveir þriðju í gegnum fóðrun. Mest hafa íslenskar kýr gefið rúmlega 13 þúsund lítra á ári og dæmi eru um að æviafurðir einstakra gripa hafi farið yfir 100 þúsund lítra. Ekki sjálfgefið að aukin nyt gefi meira í aðra hönd Eins og Grétar nefnir varðandi getu íslensku kýrinnar í dag þá hafa mest verið að fást um lítrar úr einstökum kúm á ári á meðan meðal nyt liggur kannski á bilinu lítrar. Augljóst ætti því að vera að bætt fóðrun og kynbætur gætu gefið talsvert af sér í auknum framleiðsluverðmætum. Samt er það ekki alveg svo einfalt, að sögn Grétars. Auknar afurðir kalla á sterkari fóðrun og meira álag á gripinn. Og með aukinni nyt geta að hluta tapast ákveðnir eiginleikar. Mjólkin verður þynnri, þ.e. bæði prótein- og fituminni og því hlutfallslega verðminni í mati hjá mjólkurstöðvunum. Aukin fóðurgjöf kostar líka peninga. Ekki er því endilega víst að aukin mjólkurframleiðsla kúnna skili nægum tekjum til að vega upp kostnaðaraukann á bak við þá framleiðslu. Þar kemur einmitt til kasta tilraunabúsins á Stóra Ármóti við að reyna að finna hinn gullna meðalveg í fóðurgjöf og fóðursamsetningu. Hugsanlega gætu kynbætur einnig haft þarna veruleg áhrif. Grétar segir að ýmislegt fleira en fóðurtilraunir sé stundað á Stóra Ármóti. Þannig hafi hann verið með samanburðartilraun sem farið hefur fram á sjö bæjum og lýtur að notkun bóluefnis gegn júgurbólgu. Niðurstöður þess verkefnis eigi að liggja fyrir um næstu áramót. /HKr. Af vettvangi tilraunabúsins Stóra Ármóts: Ársnytin er um 1500 kg meiri á árskú en á meðalbúi - Um 97% framleiðslunnar hafa flokkast sem úrvalsmjólk og búið skilaði hagnaði 2010 Á Stóra Ármóti er ársnytin um 1500 kg meiri á árskú en á meðalbúi. Það skilar auknum tekjum upp á tæpar 5 milljónir króna á ári m.v. 42 árskýr. Þá hafa 97% af 211 þúsund lítra framleiðslu flokkast sem úrvalsmjólk. Hagnaður ársins 2010 á rekstri búsins var 3,7 milljónir króna. Hvað jarðrækt og heyskap á Stóra Ármóti varðar hófst sláttur nokkru seinna í ár en undanfarin ár eða 26. júní. Mun minna var á og skýrist það að hluta af árferði og nýræktum sem ekki eru komnar í full afköst, en ekki síður af auknum ágangi álfta og gæsa í túnin, sjá 1. töflu. Í byrjun september átti t.d. eftir að slá 13,5 hektara af nýrækt sem áætlað var að gæfu 70 rúllur af heyi. Fyrstu niðurstöður heyefnagreininga gefa til kynna að um einsleitan og góðan heyfeng sé að ræða og betri en reiknað var með. Sáð var korni í um 17 ha. Kornið er greinilega seinna í ár en við höfum mátt venjast og því nokkur óvissa um uppskeru þegar þetta er skrifað. Meiri ársnyt en á meðalbúi Vel hefur gengið í fjósinu undanfarið ár. Afurðir eftir árskú liggja í um kg og efnahlutfall hefur verið gott bæði hvað varðar fitu og prótein, sjá 2. töflu. Ársnytin er um 1500 kg meiri á árskú á Stóra Ármóti en á meðalbúi, sem skilar auknum tekjum upp á tæpar 5 milljónir á ári m.v. 42 árskýr. Afurðastöðvarverð miðast við efnainnihald og eru tekjur Stóra Ármóts vegna þess um 850 þúsund krónur á ári umfram bú með sömu framleiðslu en með efnainnihald skv. meðaltali samlags. 97% mjólkurinnar í úrvalsflokk Flokkun mjólkur innar hefur einnig verið mjög góð fyrstu 8 mánuði ársins. Þar hafa 205 þúsund lítrar af 211 þúsund lítra framleiðslu, eða 97%, flokkast í úrvalsflokk. Því gætu tekjur vegna góðrar flokkunar numið um 350 þúsund krónum á ári. Samtals nema umframgreiðslur því um þúsund krónum eða um 100 þúsund krónum á mánuði. Þessi góði árangur skilar sér einnig í góðri framlegð og bættri afkomu búsins, en hagnaður ársins 2010 var 3,7 milljónir króna. Fóðrun á Stóra Ármóti hefur miðast við að mæta þörfum gripanna á hverjum tíma, að teknu tilliti til langtímaáhrifa fóðrunar og skýrir það að mestu þennan góða árangur. Efnainnihald og afurðir á landsvísu hafa aftur á móti farið lækkandi undanfarin ár og er skýringuna að finna í almennt lakari fóðrun, en samkvæmt skýrsluhaldi hefur fóðurbætisgjöf minnkað um 30% á síðustu fimm árum. Rannsóknir: Á Stóra Ármóti hefur ætíð verið lögð áhersla á hagnýtar rannsóknir og jafnan valin viðfangsefni sem tengjast vandamálum eða verkefnum nautgriparæktarinnar hverju sinni. Síðasta áratuginn má m.a. nefna verkefni tengd efnainnihaldi mjólkur, efnaskiptasjúkdómum og fóðrun um burð, fóðrun með miklu byggi og uppeldisrannsóknir. Grétar Hrafn Harðarson tilraunastjóri og Höskuldur Gunnarsson bústjóri við básana í fjósinu á Stóra Ármóti. Tilraunabúið á Stóra Ármóti. Rýgresi á í vök að verjast Jarðræktarrannsóknir hafa einnig jafnan skipað veglegan sess í starfi Stóra Ármóts. Ríkharð Brynjólfsson hefur unnið að rannsóknum á nýtingu búfjáráburðar undanfarin ár og Guðni Þorvaldsson hefur gert umfangsmiklar samanburðarrannsóknir á lífsþrótti hinna ýmsu grastegunda og yrkja. Það markverðasta úr rannsóknunum 2011 er að öll yrki vallarfoxgrass, sem voru skoðuð, þrífast vel á Stóra Ármóti á meðan fjölært rýgresi á mjög í vök að verjast. Júgurbólgan kostnaðarsöm Í búfjárræktinni eru um þessar mundir í gangi verkefni sem tengjast júgurheilbrigði, dauðfæddum kálfum og uppeldi kvígukálfa, allt mjög hagnýt og mikilvæg viðfangsefni. Júgurbólga er mjög kostnaðarsöm og því miður hefur okkur á Íslandi ekki gengið sem skyldi að ná árangri í baráttunni gegn henni. Nú er komið bóluefnið Startvac, sem hefur fengið viðurkenningu Evrópusambandsins. Síðastliðið ár hefur verið unnið að rannsóknum á áhrifum þessa bóluefnis á frumutölu, tíðni júgurbólgu og tíðni sýktra spena á sjö kúabúum á Suður- og Vesturlandi. Lokasýnataka í þessu verkefni fór fram í september og er vonast til að niðurstöður geti birst fyrir áramót. Könnun á þroska og holdafari Í vetur verður gerð könnun á þroska og holdafari fyrsta kálfs kvígna með tilliti til dauðfæddra kálfa, en í fyrra verkefni um þetta efni komu fram vísbendingar um að burðarerfiðleikar eigi drjúgan þátt í orsökum þessa vandamáls. Leitað verður eftir samstarfi við bændur á Suðurlandi við gagnaöflun. Sýrð mjólk áhugaverður kostur við kálfauppeldi Frjáls aðgangur kálfa að sýrðri mjólk er áhugaverður kostur við uppeldi kálfa. Nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að áhrif fóðrunar fyrstu 8 vikurnar eru umtalsverð á afurðir. Ástæður þessa eru ekki ljósar en talið er líklegt að mikilvægir þættir í þroskaferli júgursins eigi sér stað fyrstu 8 vikurnar og séu háðir næringarástandi gripsins. Jafnframt hafa rannsóknirnar í Bandaríkjunum sýnt að yngri kvígur mjólki ekki bara betur heldur séu einnig endingarbetri en jafnþroskaðar eldri kvígur. Markmið rannsóknanna á Stóra Ármóti er að þróa ódýra aðferð við mjólkurgjöfina sem uppfyllir markmið um mikinn vöxt og þroska fyrstu vikur uppeldisins. /Grétar Hrafn Harðarson. 2. tafla. Frumutala, líftala og efnainnihald mjólkur Fita Prótein Frumut. Þvagefni Líftala Fr.f.s. Kasein Stóra Ármót Sept ág Sept ág Meðaltal samlags Sept ág Sept ág. 2011

22 22 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Héraðssýning á lambhrútum á Snæfellsnesi hausið 2011: Besta lamb Snæfellinga er frá Syðri-Haukatungu II mikið djásn, með langan, breiðan og sívalan bol og frábæra vöðvafyllingu í baki, mölum og lærum Um nokkurt árabil hefur, að aflokinni mælingu og stigun lamba hjá fjárbændum á Snæfellsnesi, verið efnt til héraðssýningar á allra bestu lambhrútunum. Þetta eru mjög vel sóttar og áhugaverðar samkomur fyrir áhugafólk um sauðfjárrækt. Það eru fjárræktarfélögin á svæðinu sem að sýningunni standa, með þátttöku félags sauðfjárbænda á svæðinu. Vegna þess að sýningarsvæðið fellur á tvö sauðfjárveikivarnarhólf verður að skipta sýningunni. Að þessu sinni var sýningunni skipt á tvo daga til að auðvelda sýningargestum að sjá gripi á báðum sýningarstöðunum. Heppnaðist það með ágætum. Fyrri sýningin, austan girðingar, var að Haukatungu syðri II að kvöldi föstudagsins 14. október, þar sem komið var með 22 lambhrúta til sýningar, en vestan girðingar var sýningin í Bjarnarhöfn á laugardeginum 15. október. Þar voru 57 lambhrútar mættir til leiks. Samtals voru því sýningargripir 79, sem er nánast sami fjöldi og undangengin tvö ár. Sýningaraðstaða öll var sérstaklega góð. Mjög þroskamikil lömb Lömbin sem þarna voru mætt til leiks voru öll mjög þroskamikil og vel gerð. Eins og áður voru áhrif sæðingahrúta þarna mikil þegar ætterni lambanna var skoðað. Vel yfir helmingur eða 42 þeirra átti sæðingahrút að föður og hjá nánast öllum öðrum lömbum voru slíkir gripir í fyrstu ættliðum. Nokkrir allstórir hálfbræðrahópar voru því þarna og áttu þeir Sokki og Borði þar sjö syni hvor, synir Hriflonar voru sex, en fimm undan Frosta og þá átti Bogi fjóra syni og er hann sá eini af þessum hrútum sem er kollóttur. Hlutfall lamba úr sæðingum var mun minna á meðal kollóttu hvítu hrútanna en í hinum aðalflokkum sýningarinnar. Ástæða er til að geta þess að undan öllum þeim þrem hrútum sem skipuðu efsta sæti í hverjum aðalflokki sýningarinnar haustið 2010 voru mætt lömb Frá hrútasýningunni í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi en fyrri hluti sýningarinnar fór fram að Haukatungu Syðri II. Jón Viðar Jónmundsson sauðfjárræktarráðunautur messar y r áhugasömum sauðfjárbændum og öðrum gestum hátíðarinnar. Eiríkur Helgason útvegsbóndi í Stykkishólmi var aftur á móti aðal driffjöðrin á bak við héraðssýninguna. Besta lambið í okki hyrndu hvítu hrútanna var lamb 1053 frá Syðri-Haukatungu II. Mikið djásn að allri gerð. Efsta sæti í okki mislitu lambhrútanna skipaði lamb númer 130 á Hraunhálsi en faðir þess er Lumbri til sýningar, samtals átta lömb, sem bendir til að þeir hrútar hafi til að bera mikla eðliskosti. Sýningargripirnir flokkaðir í þrjá hópa Hefð er fyrir því að flokka sýningargripina í þrjá hópa; hvíta kollótta, hvíta hyrnda og mislita hrúta. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir hverjum af flokkunum og efstu gripunum þrem sem þar var raðað í verðlaunasæti í hverjum flokki. Eins og síðustu ár var hópur hvítu kollóttu hrútanna fáliðaðastur en hann taldi samtals 14 gripi. Efsta sætið þar skipaði lamb 913 frá Hjarðarfelli, en það er úr kjarna ræktunar kollótta fjárins þar á búinu; faðirinn Snær ( sem var sem lamb á síðasta ári efstur í þessum flokki á sýningunni) en móðurfaðir hans Magni er þekktasti hrúturinn í ræktun kollótta fjárins á Nesinu síðustu árin og er þetta lamb skyldleikaræktaður afkomandi hans. Lambið er hreinhvítt, ákaflega vel vöðvafyllt og fágað að allri gerð. Í öðru sæti var síðan lamb 690 sem einnig er frá Hjarðarfelli. Þetta var einn af sonum Boga sem þarna var, en móðurfaðir er Bútur Þessi hrútur er einnig hreinhvítur, þroskamikill, mjög bollangur með prýðisgóða vöðvafyllingu. Þriðja sæti skipaði svo lamb 538 í Bjarnarhöfn. Faðir þess lambs er Frosti en hann er sonur Magna á Hjarðarfelli sem áður er nefndur, en móðurfaðir hér er Bogi Þannig er augljós mikill skyldleiki þessara hrúta í efstu sætunum. Þessi hrútur var áberandi þéttholda og vel gerður einstaklingur. Mestu breytingarnar í mislita flokknum Flokkurinn, sem tekið hefur langsamlega mestum breytingum að gæðum á síðustu árum, er mislitu hrútarnir. Þessi hópur, sem nú taldi 20 lömb, var skipaður úrvalslömbum að öllu leyti en á sýningunum fyrir fáum árum var flokkur þessara lamba mjög breytilegur. Stærsti þáttur mikilla umskipta hér er, að á stöðvunum hafa allra síðustu árin verið nokkrir hrútar sem hafa skilað miklu af mislitum úrvalslömbum. Efsta sæti hér skipaði lamb 130 á Hraunhálsi en faðir þess er Lumbri , sem er sonur Mána , en móðurfaðir þess var Yggur , sem var undan Frakkssyni Þetta lamb er svartkollótt að lit, einstakt djásn að allri gerð með ákaflega mikil lærahold. Í öðru sæti var lamb 1596 í Haukatungu syðri II en það er sonur Bikars frá Hesti, sem er undan Grábotna , en móðurfaðir lambsins er Goli Þetta er mjög þéttvaxið, föngulegt og vel gert lamb, svartbotnótt að lit. Í þriðja sætinu í þessum flokki var lamb 54 á Hofsstöðum, en faðir þess er Sokki og var móðurfaðirinn, , hrútur undan Virka Þetta er svartur hrútur að lit, klettþungur með ákaflega mikla vöðvafyllingu og fágaða gerð. Lamb frá Syðri-Haukatungu II mikið djásn Hyrndu hvítu hrútarnir voru eins og áður sá flokkurinn sem taldi flesta einstaklinga, eða 45 að þessu sinni. Þessi flokkur var fádæma sterkur á sýningunni haustið 2010 en ég held að við dómararnir teljum að sem heild hafi hópurinn að þessu sinni slegið það út. Þetta voru frábær lömb að vöðvafyllingu og gerð. Besta lambið í þessum hópi dæmdist vera lamb 1053 í Syðri- Haukatungu II en þetta er sonur Gosa og enn meira ættaður frá Ytri-Skógum, þar sem Ljúfur er móðurfaðir hans. Þetta lamb var mikið djásn að gerð, með langan, breiðan og sívalan bol og frábæra vöðvafyllingu í baki, mölum og lærum. Annað sæti skipaði lamb 23 frá Gaul en það er sonur Hriflonar og er móðurfaðir lambsins Dropi Þetta lamb hefur mjög mikla bollengd, vöðvafylling á baki og mölum er gríðarlega mikil og við ómmælingar fyrr í haust mældist þykkt bakvöðvans 39 mm, sem mun það mesta á svæðinu á þessu hausti. Þriðja sætið féll síðan í hlut lambs 677 á Hjarðarfelli en það er sonur Frosta og dóttursonur Lása Þetta er ákaflega vel gert lamb, með mjög mikla vöðvafyllingu á verðmestu hlutum skrokksins, mjög harðholda og mælist og virðist mjög fitulítið. Eins og áður segir var ákaflega mikið lambaval í þessum flokki og væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að telja einhverja af þeim glæsilegu einstaklingum en sleppa öðrum. Meðal þeirra allra bestu bar mikið á sonum Hriflonar , Frosta og Borða auk tveggja frábærlega vel gerðra hrúta frá Gaul undan Mundasyni , en hann stóð sem skjaldarhafi á sýningunni haustið 2010, þá lamb. Ær líka verðlaunaðar Félag sauðfjárbænda í héraðinu tók upp þá nýbreytni að verðlauna þær ær á svæðinu sem standa með hæst heildar BLUP-mat úr þeim árgangi sem síðast kom með allar eigin upplýsinga til þeirra útreikninga, en það eru ærnar Ásbjörn Pálsson, í Syðri-Haukatungu II, með glæsilegan farandgrip sem Búnaðarsamtök Vesturlands veita. Verðlaunaskjöldurinn er mikið listaverk og var útskorinn af Ríkharði Jónssyni árið fæddar árið Efsta sætið skipaði með afgerandi hætti ærin Skrá í Mýrdal, sem er dóttir Lása Þessi ær hefur verið frábær að frjósemi og skilað mjög vænum lömbum og þau sem í sláturhús hafa farið hafa sýnt mikil kjötgæði. Slík verðlaunaveiting fyrir bestu ærnar var tekin upp á hliðstæðum sýningum í Dalasýslu fyrir nokkrum árum að frumkvæði Eyjólfs Bjarnasonar í Ásgarði og er mjög vel til fundið til að minna á að gæði ærstofnsins skipta enn meira máli fyrir framleiðsluárangur, þó að eðli hlutanna samkvæmt verði áhrif einstakra einstaklinga hjá hrútunum alltaf meiri en frá einstökum ám. Glæsilegur farandgripur Lokapunktur sýningarinnar var úthlutun hins glæsilega farandgrips sem Búnaðarsamtök Vesturlands veita, en það er listaverk mikið, verðlaunaskjöldur útskorinn af Ríkharði Jónssyni árið Hann varðveitir því næsta árið Ásbjörn Pálsson í Syðri-Haukatungu II fyrir lamb Til gamans má geta þess að fyrstu tvo áratugina hafði farandgripurinn búsetu austan girðingar en síðustu fjóra áratugina hefur hann dvalið vestan girðingar, þar til nú. Góð aðsókn Eins og áður var þetta sýningarhald mjög vel sótt af sauðfjárbændum úr héraði og einnig af öðrum svæðum, sérstaklega var aðsókn mun meiri en áður austan girðingar og átti breyttur sýningartími þar vafalítið sinn þátt eins og áður er nefnt. Sýningin bar eins og áður frábæru ræktunarstarfi fjárbænda á Snæfellsnesi glöggt vitni. Framkvæmd sýningarhaldsins var einnig mjög til fyrirmyndar á báðum sýningarstöðum. Slíkt sýningarhald er fyrst og fremst félagslegs eðlis og má aldrei vanmeta að því leyti. Sérlega ánægjulegt var samt að þessu sinni að sjá einnig greinileg ræktunarleg áhrif bestu einstaklinganna frá síðustu sýningu (og fyrri sýningum). /JVJ

23 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Haldið upp á 30 ára afmæli Grenivíkurskóla Áhersla lögð á að allir geti nýtt hæfileika sína til fulls - Skólanum afhentur grænfáninn í þriðja sinn Íbúar í Grýtubakkahreppi héldu upp á 30 ára afmæli Grenivíkurskóla þann 13. október og var mikið um dýrðir, en því var fagnað að þrír áratugir væru liðnir frá því að flutt var í nýtt og glæsilegt húsnæði. Áður hafði skólinn verið í húsnæði sem byggt var árið 1925 og var það löngu orðið of lítið. Skólinn er nú starfandi í 620 fermetra húsnæði og er það á tveimur hæðum, sundlaug sem byggð var árið 1990 er við skólann og íþróttahús var reist fjórum árum síðar. Nýbygging við íþróttamiðstöð var vígð haustið Nemendur og starfsfólk hófu afmælisdaginn á samverustund og mældu trefil sem þau höfðu í sameiningu prjónað. Takmarkið var að prjóna 30 metra trefil, en hann reyndist heldur lengri eða 43 metrar. Fengu fótboltaspil og Skólahreystigræjur Hátíðardagskrá var í íþróttahúsinu síðdegis þar sem flutt voru ávörp, núverandi skólastjóri, Ásta F. Flosadóttir ávarpaði samkomuna og tveir fyrrverandi skólastjórar Samtök ungra bænda vilja minna á ljósmyndakeppnina fyrir dagatal samtakanna fyrir árið Síðasti dagur til að senda inn myndir til þátttöku er 1. nóvember og sendast á ungurbondi@gmail.com (300dpi). einnig, þeir Björn Ingólfsson og Valdimar Víðisson. Nemendur sungu Næturljóð úr Fjörðum, Gunnar Örn Arnórsson, fyrrverandi nemandi, lék á gítar og söng og annar slíkur, Ingólfur Ásgeirsson, rifjaði upp gamlar minningar úr skólanum. Séra Bolli Pétur Bollason flutti einnig ávarp. Þá var sýning á gömlum tækjum í eigu skólans og eins gátu gestir kíkt inn í opinn spilatíma á vegum tónlistarskóla Eyjafjarðar. Skólanum bárust fjölmargar gjafir í tilefni dagsins en má þar nefna að Sænes ehf. gaf skólanum fótboltaspil og Kvenfélagið Hlín og Karlfélagið Hallsteinn færðu skólanum Skólahreystigræjur. Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja 31" 33" 35" 38" á lager 10% aukaafsláttur. Verðdæmi: Traktorsdekk 540/65 R30 kr m/vsk Vagnadekk 600/50-22,5 kr m/vsk 16.9/14-30 kr m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson Íbúar í Grýtubakkahreppi héldu upp á 30 ára afmæli Grenivíkurskóla þann 13. október og var mikið um dýrðir. Þrír áratugir voru þá liðnir frá því að utt var í nýtt og glæsilegt húsnæði. Grenivíkurskóli fékk Grænfánann afhentan á hátíðarsamkomunni og nú í þriðja sinn. Fer vel á því þar sem skólinn hefur það að markmiði að auka umhver svitund nemenda, starfsfólks og samfélagsins alls. Það voru nemendur 4. og 5. bekkja sem tóku við fánanum og sýndu gestum. Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Dagskráin endaði á því að skólinn fékk Grænfánann formlega afhentan í þriðja sinn. Að lokum fengu allir kökur sem nemendur skólans höfðu bakað í tilefni dagsins. Hugur, hönd og heimabyggð Nemendur í Grenivíkurskóla eru 61 talsins í vetur. Ásta Fönn Flosadóttir skólastjóri segir að flestir hafi þeir verið rúmlega 90 um miðjan 9. áratuginn en fækkað á fimmtán árum alveg niður í 43. Nemendafjöldi hefur nú verið um 60 í nokkur ár. Ásta Fönn segir að samkennsla sé í bekkjum og er kennt í 6 námshópum í vetur. 23 Við leggjum mikla áherslu á umhverfismennt í skólanum og eru nemendur í bekk í útiskóla einu sinni í viku. Starf skólans byggir á leiðarljósum, skólastefnu Grýtubakkahrepps; Hugur, hönd og heimabyggð, segir hún. Skólaheit Grenivíkurskóla er: Ég kem í skólann til að læra og gera mitt besta. Í skólaheitinu felst að skólinn leitast við að haga skólastarfinu í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Áhersla er lögð á að nýta námstímann vel og að allir geti nýtt hæfileika sína til fulls, segir Ásta Fönn. /MÞÞ. Þessir vilja ólmir komast í sveitina! TILBOÐSVERÐ! Kr TILBOÐSVERÐ! Kr TILBOÐSVERÐ! Kr TILBOÐSVERÐ! Kr TILBOÐSVERÐ! Kr Kynntu þér úrval notaðra bíla á Kia Sorento EX 4x4 árg. 2008, ekinn 72 þús. km 2500cc, dísel, sjálfsk. Álfelgur 3,5 tonna dráttargeta Verð kr Nissan Navara 4x4 árg. 2006, ekinn 93 þús. km 2500cc, dísel, sjálfsk. Dráttarkrókur Stigbretti Verð kr Ford Escape 4x4 árg. 2005, ekinn 120 þús. km 2966cc, bensín, sjálfsk. Álfelgur Skyggðar rúður Verð kr Toyota Land Cruiser GX 4x4 árg. 2008, ekinn 81 þús. km 3000cc, dísel, sjálfsk. Sóllúga Kastaragrind, húddhlíf Verð kr Toyota Nissan Pathfinder Land Cruiser 4x4 GX 4x4 árg. 2008, 2007, ekinn þús. km 3000cc, 2488cc, dísel, sjálfsk. Sóllúga Álfelgur Kastaragrind, Skyggðar rúður húddhlíf TILBOÐSVERÐ! Kr Verð kr Mitsubishi L200 Instyle 4x4 árg. 2006, ekinn 111 þús. km 2477cc, dísel, beinsk. Pallhús Dráttarkrókur Framleiðum margar stærðir af mykjudreifurum og mykjudælum fyrir húsdýraáburð. Sími TILBOÐSVERÐ! Kr Opið virka daga frá 9-18 Laugardaga frá Verð kr Nissan Qashqai SE 4x4 árg. 2009, ekinn 41 þús. km 2000cc, bensín, sjálfsk. Álfelgur Skyggðar rúður Verð kr Krókhálsi Reykjavík Sími askja.is

24 24 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Utan úr heimi Bjartsýnin sem hvarf Átökin um skuldaþak Bandaríkjanna og aukna skatta á þjóðina voru áberandi í fréttum snemma í ágúst sl. Ríkisstjórn landsins fékk leyfi til að auka skuldirnar en repúblikanar komu í veg fyrir hækkun skattanna. Í framhaldinu lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor's lánshæfi Bandaríkjanna, en hagkerfi þeirra er hið stærsta í heimi. Afleiðing þessa varð gríðarleg aukning á viðskiptum með verðbréf um allan heim vegna ótta um verðhrun þeirra. Það er nýlunda að mat eins fjármálafyrirtækis á stöðu verðbréfamarkaðarins hafi slík áhrif um allan heim. Nýlega komst bandarískur dómstóll að þeirri niðurstöðu að fjármálamatsfyrirtæki verði ekki kölluð til ábyrgðar á matsgjörðum sínum, þar sem þær falli undir lög um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá landsins. Það er m.ö.o. ekki ástæða til að óttast um bandarísk ríkisskuldabréf eða hagkerfi Bandaríkjanna. En bandarískir sparifjáreigendur og fjárfestar bregðast aftur frekar við af ótta en rökhyggju. Ef framundan er fjármálakreppa getur ástæðan verið vantrú almennings á að yfirvöld valdi því að takast á við fjármálakreppu. Þar standa bæði bandarísk stjórnvöld og ríkisstjórnir Evrópulanda illa að vígi hvað trúverðugleika varðar, vegna veikari stöðu hagkerfa sinna. Þetta er alvarlegt mál fyrir vestræn lýðræðisríki. Árið 1991 hrundi áætlunarbúskapur Sovétríkjanna til grunna þegar ríkið leystist upp. Upplausnin kom af stað mikilli bjartsýni í Bandaríkjunum og Evrópu. Vestræn ríki fögnuðu henni og botnlaus græðgi þeirra tók við, með uppkaupum á fyrirtækjum og eignum í fyrrum Sovétríkjunum á lágu verði. Í framhaldinu varð evran til sem gjaldmiðill og hún fékk það hlutverk að hindra spákaupmennsku sem unnt var að stunda með hjálp gengismunar og vaxtabreytinga. Áratug síðar er hagkerfi Vesturlanda skuldum vafið. Skuldirnar eru mesta efnahagsvandamál bæði Evrópu og Bandaríkjanna. Pólitísk átök um hámarks skuldaþak Bandaríkjanna á þingi þeirra hefur skapað þar óvissu sem síðan hefur birst í hiki við ákvarðanatöku um lausn á skuldavanda ríkja ESB. Sömu smásparendur, eftirlaunasjóðir og alþjóðlegir fjárfestar og öðluðust 48 fullt frelsi um ávöxtun eigna sinna eftir fall kommúnismans treysta því ekki lengur að vestrænn kapítalismi ráði við það verkefni að reka heilbrigt fjármálakerfi. Af þeim ástæðum er sú ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor's að lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna söguleg auðmýking fyrir stórveldi sem skömmu áður var í fremstu röð á alþjóðavettvangi, bæði um pólitíska stefnumótun, hernaðarmátt og efnahag. Bandaríkin ráða ekki við að stjórna efnahagsmálum sínum, þrátt fyrir að bandarísk ríkisskuldabréf séu talin traust eign. Vandamálið er að Bandaríkin hafa ekki náð sér upp úr þeirri niðursveiflu hagkerfisins sem átti sér stað við mikil áföll stórra, bandarískra fjármálastofnana né náð að skapa ný störf. Þjóðin verður að taka meiri lán til að borga skuldir sínar og til að halda uppi lífskjörum hinna efnameiri, sem eins og fyrr er hlíft við hærri sköttum við þessi tímamót í sögu Bandaríkjanna. En leiðtogar Evrópu hafa fátt til að hreykja sér af. Aðgerðir til að bjarga Grikklandi, Írlandi og Portúgal frá gjaldþroti hafa ekki dugað og í kjölfar þeirra koma Ítalía og Spánn. Nýlega þurfti Evrópski seðlabankinn (ECB) að koma Ítalíu og Spáni til bjargar með því að kaupa ríkisskuldabréf þeirra og marga fjárfesta dreymir einnig um að losa sig við þessi bréf og kaupa í staðinn þýsk ríkisskuldabréf. Í raun og veru á vantrú almennings í Evrópu sér aðrar ástæður. Kjósendur og fjárfestar trúa því ekki að Vesturlönd séu fær um að auka hagvöxt við núverandi aðstæður. Viðhorf þeirra hafa birst í götuóeirðum og vantrú á verðbréfamörkuðum. Almenningur víða um heim vill fá leiðtoga sem bjóða upp á hagvöxt og fleiri störf. Á sama tíma og Vesturlönd eru komin á hnén er almenningur í löndum, þar sem nú á sér stað uppbygging og hagvöxtur, svo sem í Kína, Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, furðu lostinn yfir þessari þróun, þar sem nú eiga sér sýnilega stað djúpstæð hlutverkaskipti í hagkerfum heimsins. (Nationen, 13. ágúst 2011, Ivan Kristoffersen.) Stórfelldir sauðaþjófnaðir færast í vöxt í Bretlandi: kindum rænt að næturlagi Í breskum fjölmiðlum hefur mjög verið fjallað um stórfellda sauðaþjófnaði í sumar. Þar er greinilega ekki um útlaga á borð við Fjalla- Eyvind og Höllu að ræða heldur stórtæka atvinnuþjófa. Eyvindur og Halla nældu sér í eina og eina kind til að halda í sér líftórunni en í Bretlandi hafa menn verið að ræna heilu hjörðunum með hundruðum fjár. Þurft hefur allt að fimm fjárflutningabíla og talsverðan mannskap og fjárhunda til að framkvæma suma þjófnaðina. Tugir breskra bændabýla urðu fyrir barðinu á slíkum sauðaþjófum á síðasta ári kindum rænt að næturlagi Í breska blaðinu The Sunday Times 18. september sl. var greint frá stórfelldum sauðaþjófnaði í Lincolnskíri í vikunni á undan. Þar hafi kindum verið smalað saman í beitarhólfi að næturlagi og er þetta talinn stærsti einstaki sauðaþjófnaður sem vitað er um á síðari tímum. Þjófnaðurinn átti sér stað á býlinu Stenigot nærri Louth og er talið að tjón bænda vegna þjófnaðarins nemi um pundum, eða sem nemur um 18,3 milljónum króna. Kom umfang þessa stórfellda sauðaþjófnaðar bæði stafsliði tryggingarfélaga og lögreglu mjög á óvart. Talsmaður tryggingafélagsins NFU Mutual sagði að til að gera þennan þjófnað mögulegan um hánótt hafi þjófarnir þurft að hafa góða fjárhunda, um fimm stóra fjárflutningabíla og að minnsta kosti þrjá menn á hverjum bíl. Það hlýtur að hafa verið mikið um flaut og köll á hundana og þetta er í raun ótrúlegur árangur. Sagði talsmaðurinn að jafnvel um hábjartan dag gæti þrælvönum smölum reynst erfitt að ná saman svo mörgu fé á minna en þrem klukkutímum. Fulltrúi tryggingafélagsins áætlar að kostnaður vegna sauðaþjófnaða hafi fimmfaldast á undanförnu ári. Nú væri orðið algengt að sjá þjófnaði á 100 til 200 fjár í einu. Frá því í mars hafi borist 142 kröfur vegna sauðaþjófnaða samanborið við 156 kröfur allt árið á undan. Rekja menn ástæðuna fyrir auknum sauðaþjófnuðum til hækkandi verðs á lambakjöti, sem hafi hækkað um nærri 40% á síðustu þrem árum. Verðið hefur stigið jafnt og þétt allt frá því að gin- og klaufaveikifaraldurinn kom upp árið 2001 og sauðfé fækkaði verulega í Bretlandi. The Sunday Times greinir frá fleiri sauðaþjófnuðum. Þannig hafi t.d. 300 kindum verið rænt frá bæ nærri Hungerford í Berksskíri og 200 kinda hjörð í Dartmoor í Devonhéraði. Svipuðum fjölda hafi einig verið rænt í Cockburnspath í Berwickskíri. 330 kindum stolið í Ramsbottom Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi t.d. frá því í maí sl. að 330 kindum að verðmæti pund hafi verið stolið af beitarlandi við bæinn Higher Bold Venture í Ramsbottom. Um var að ræða fé af Texel-kyni og er hver kind metin á allt að 90 pund. Lögreglan sagði þjófa hafa smalað hjörðinni saman og hlytu að hafa notast við fjárflutningabíla til að koma Sviðsett mynd. því í burtu. Landssamtök bænda, The National Farmers Uninon (NFU), sögðu umfang þessa þjófnaðar hafa verið óvenju mikið og að hækkandi verð á lambakjöti kynni að vera kveikja þjófnaðarins. Talið er erfitt að selja stolin lömb á fæti á opinberum uppboðum vegna strangs skráningakerfis og eyrnamerkinga á fénu. Öðru máli getur gegnt með kjöt á svörtum markaði. Bent er á að lambakjöt hafi hækkað í verði frá 2,70 pundum á kílóið árið 2009 í 4,40 pund 2010 (ótilgreint hvaða skrokkhlutar) og hafi síðan haldið áfram að hækka. Vegna gengisbreytinga á evrunni gagnvart breska pundinu er kindakjöt nú ekki lengur flutt inn til Bretlands. Það hefur leitt til þess að verð á kindakjöti hefur rokið upp í landinu. Talið er líklegt að einhver sláturhús séu í vitorði með þjófunum, eða að þeir hafi yfir sláturaðstöðu að ráða. Bóndinn William Holden, sem er 50 ára að aldri, sagði í samtali við BBC eftir þjófnað sem átti sér stað 13. maí, að tilfinningin væri eins og sparkað hefði verið í hann. Hann erfði búskapinn á Higher Bold Venture býlinu frá móður sinni og hefur rekið það ásamt tveim sonum sínum. Holden undraðist þekkingu þjófanna á hvernig ætti að meðhöndla féð. Það er ekki hægt að smala þessum fjölda saman og ná kindunum upp á bíl nema að menn viti hvað þeir eru að gera Vönduð stálgrindarhús Vítt og breitt um landið hefur Landstólpi reist stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum; iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, hesthús, reiðhallir, fjós og fjárhús. Auk húsa til annarra nota. Með öflugum tækjakosti og traustum starfsmönnum önnumst við verkið frá hugmynd til uppsetningar og frágangs. Landstólpi ehf. Gunnbjarnarholti Sími: Fax: landstolpi@landstolpi.is landstolpi.is Mótorhjólagengi rænir fé af flutningabílum Sauðaþjófnaður er þó með ýmsum blæbrigðum. Þannig greindi fréttastofa NBC News frá því 15. nóvember 2010 að tyrkneska lögreglan hefði brotið upp hring glæpamanna sem stunduðu það að ræna fé af fjárflutningabílum á fullri ferð á þjóðvegunum. Óku þeir þá flutningabílana uppi á mótorhjólum, komu manni upp á bílinn og hann rétti síðan kindurnar yfir grindverkið til þeirra sem óku á eftir á mótorhjólum með hliðarvögnum. Við húsleit á 15 stöðum hafði lögreglan upp á 279 kindum sem stolið hafði verið með þessum hætti. Að sögn lögreglu hafði fénu verið stolið til að nota á Eid al-ddha trúarhátíð múslíma. Þar var lifandi fé slátrað við fórnarathöfn og kjötið gefið ástvinum hinna gjafmildu slátrara.

25 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Umhirða kálfafóstra Notkun á sjálfvirkum kálfafóstrum við mjólkurgjöf hefur farið vaxandi á liðnum árum en tæknin er vel þekkt og kom frumgerð hennar fyrst fram á sjónarsviðið árið 1960 í Evrópu, en upp úr 1990 komu fram kálfafóstrur sem eru meira í líkingu við það sem þekkist í dag. Kálfafóstrur geta sparað vinnu við smákálfana en afar mikilvægt er þó að spara ekki vinnu við þrif og viðhald fóstranna. Spara vinnu Kálfafóstrur eru notaðar í dag á fjölmörgum kúabúum og eru til nokkrar gerðir fóstra hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt fram á ýmsa kosti þeirra umfram hefðbundar aðferðir við mjólkurfóðrun s.s. öryggi við gjafir, tíðar gjafir, jafnt hitastig mjólkur, minni samkeppni á milli kálfa og söfnun upplýsinga um gjafalag sem geta t.d. tryggt sjúkdómaeftirlit og vinnusparnað. Þess má þó geta að sambærilegum árangri við mjólkurfóðrun má ná með annars konar hætti, en ætla má að það kalli á aukna vinnu. Geta verið hagkvæmar Hvort kaup á kálfafóstru borgi sig fyrir kúabú fer að sjálfsögðu eftir þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar. Niðurstöður hérlendrar rannsóknar frá því fyrr á þessu ári leiddu t.d. í ljós að hreinn sparnaður hlýst af notkun á kálfafóstru, miðað við gefnar forsendur rannsóknarinnar, á búum þar sem settir eru á geta þó einnig haft ávinning af notkun á kálfafóstru vegna framangreindra kosta við mjólkurfóðrunina sjálfa. 50 ára reynsla Þrátt fyrir að hér á landi séu margir aðilar sem selja kálfafóstrur af ólíkum gerðum, þá má fullyrða að allar gerðirnar séu tiltölulega einfaldar að gerð, auðveldar í notkun og ingin á þessu felst í þeirri staðreynd að tæknin á sér langa rannsóknarog þróunarsögu og auk þess virðast framleiðendur kálfafóstra fara mikið í smiðju hvers annars. Raunar er það svo að einn stór framleiðandi á kálfafóstrum framleiðir nokkrar fóstrur undir mismunandi merkjum þekktra söluaðila og er því sami vélbúnaður á bak við mismunandi lit og hugsanlegt útlit fóstranna. Öruggar og tíðar gjafir Tæknin er eins og áður segir tiltölulega einföld og samanstendur af blandara, sem blandar saman mjólkurdufti og heitu vatni, og dælu sem dælir að drykkjarstöð þar sem kálfarnir geta drukkið mjólkina úr túttum nokkrum sinnum á dag. Flestar kálfafóstrur geta en einnig eru til kálfafóstrur sem eingöngu gefa ferska mjólk og eru því án blöndunarbúnaðar. Flestar kálfafóstrur sem framleiddar eru í heiminum eru einnig með all góðum þvottakerfum sem sjá oftar Þó svo að hugbúnaður fóstranna sé nokkuð breytilegur má fullyrða að allar gerðir bjóði upp á einstaklingsmiðaða mjólkurfóðrun eftir aldri og hugsanlega þunga kálfanna, sem hver og einn bóndi getur breytt all nokkuð eftir þörfum. Þá er mjólk eftir lyst hvers og eins, í litlum skömmtum þó. Umhverfið þarf að vera í lagi Þar sem kálfafóstrur eru, þarf að hugsa vel um nærumhverfi kálfanna og þar þarf að vera vel loftræst og undirlag kálfanna að vera mjúkt og þurrt. Það gerir kálfunum að Kálfafóstrur mega ekki frjósa en mörg af nýrri fjósum landsins eru þannig frágengin að í þeim getur hitastigið mögulega farið niður fyrir frostmark. Hér má sjá einfalda lausn á þessu úr dönsku fjósi og það sem meira er, þessi kálfafóstruskúr er færanlegur og því getur bóndinn utt kálfafóstruna til innan fjóssins eða jafnvel út á tún. Myndirnar eru fengnar frá Helge Kromann, fagráðunaut hjá VFL Kvæg. sjálfsögðu gott og auðveldar allt eftirlit með þeim. Í hópstíum þarf að vera gott pláss fyrir kálfana og gott viðmið í því sambandi er 1,8 m 2 Kröfur kálfafóstranna sjálfra til umhverfis eru almennt séð ekki miklar en þær þurfa þó að vera í frostlausu rými með aðgengi að bæði rafmagni og vatni. Til viðbótar þarf að gera ráð fyrir geymslu á mjólkurdufti og hugsanlega kálfafóðurblöndu, sem oft gleymist við hönnun fjósa, auk þess sem mikill kostur er að hafa vask með heitu vatni nálægt fóstrunum vegna daglegra þrifa á þáttum sem kerfisþvottur ræður ekki við. Frá kálfafóstrunni þarf einnig að vera gott frárennsli vegna skolvatns frá þvottakerfinu en sömuleiðis þarf að vera gott frárennsli þaðan sem kálfunum er gefin mjólkin, þar sem þeir sulla alltaf eitthvað á því svæði, auk þess sem það þarf að þrífa reglulega. Haldið flugunum frá Á sumrin og þegar heitt er skapast teríur við kálfafóstrur og í kálfastíum með hálmi. Fyrir þessu þurfa bændur að vera sérstaklega vakandi og halda mögulegum vexti baktería niðri með hreinlæti og öðrum þek- eðlilega mikið í mjólkina og ef kálfafóstran er ekki útbúin með staði sem eru hugsanlega aðgengi- einnig opna staði gegn óhreinindum, svo vörnin er í raun tvíþætt. Dagleg þrif nauðsynleg Það er mjög mikilvægt að hafa þrif á kálfafóstrunni inni í daglegri vinnureglu á búinu en þrífa þarf fóstruna utanverða og gjafabásinn einu sinni til tvisvar á dag. Allir þekkja að gjafafötur kálfa á að þrífa daglega og það sama gildir um kálfafóstruna, utanverða einn- oftar en ekki sjálfvirkur en mælt er með því að hann sé stilltur á þvott tvisvar á dag á sumrin. Á veturna, ef kálfafóstran er eingöngu að gefa mjólk úr mjólkurdufti, er nóg að á dag. Það er nokkuð breytilegt eftir tegundum kálfafóstranna hve lan- venjulega tekur hann mínútur í hvert skipti og notar í kringum 5 lítra af vatni. Hitastig þvottavatnsins er hinsvegar oft lágt eða í um til þess þvottaefnis sem er notað, enda þarf það að geta unnið við sjálfsögðu brugðist og því þarf að fari fram. Túttan þarf að vera í lagi Túttan sjálf er sá hlutur sem oftast þarf að skipta um á kálfafóstrum og er afar einfalt að skipta um tútturnar. Því ættu kálfar alltaf að hafa aðgengi að óslitnum og heilum túttum. Til þess að tryggja þetta er ráðlegt að meta ástand þeirra daglega. Þrif á túttum verða í raun oft á dag, þar í gegnum slönguna sem fæðir túttuna í lok hvers mjólkurskammts og sýgur kálfurinn því hreint vatn ur fer fram sjá sumar kálfafóstrur, ekki allar, um slönguþvott með sk. ur blásið lofti út í gegnum túttuna eftir þvott til þess að tryggja enn mestu skiptir að vera með daglegt eftirlit með fóstrunni og fylgjast með því að allir hlutar hennar virki rétt og séu hreinir að bæði utan sem innan. Rétt skammtastærð Það hefur sýnt sig að það er einnig mikilvægt að fylgjast með skammtastærðum frá kálfafóstrunum en ekki er sjálfgefið að þær skammti alltaf rétt magn frá sér, né noti rétt magn mjólkurdufts. Munur getur verið á mjólkurdufti að uppbyggingu og rúmþyngd sem getur haft áhrif á þetta, auk þess sem magnmæling mjólkurblöndunnar getur breyst. Þá hefur reynslan sýnt að rennan, sem mjólkurduftið rennur um niður í blöndunarkarið, á það til að teppast þar sem raki þéttist stundum við op hennar og þar klessist mjólkurduft fyrir. Þegar þetta gerist byrjar fóstran að stúturinn sem blandaða mjólkin rennur um til túttunnar átt það til að teppast af svipuðum orsökum. Vegna þessa þarf að fylgjast vel með skömmtuninni og er ráðlegt að gera það að lágmarki mánaðarlega. Með natni og góðri umhirðu, s.s. við þrif, eftirlit og viðhald fóstranna, er hægt að ná afar góðum sér í góðu heilbrigði þeirra og örum vexti, enda hefur þetta fóðrunarkerfi verið lagað að líffræðilegum þörfum kálfa á síðustu fimm áratugum með því að sjá til þess að kálfarnir fái alltaf rétt magn mjólkur, með réttu hitastigi og sama efnainnihaldi eftir því sem kostur er. Snorri Sigurðsson auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands Heimildir: Snorri Sigurðsson, Athugun á tækni við mjólkurfóðrun kálfa. Fræðaþing 2011: Snorri Sigurdsson, Pas på renholdelsen af mælkefodringsautomaterne. Bovilogisk 25 (6): Frum Bleikjuseiði til sölu Fjallableikja ehf. að Hallkelshólumí Grímsnesi hefur til sölu bleikjuseiði. Upplýsingar: Jónas og Guðmundur eða fjallableikja2010@gmail.com Luktir - vinnuljós - kastarar Fjölbreytt úrval allskonar ljósa frá á mjög hagstæðu verði! VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími velfang@velfang.is 25

26 26 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Líf og starf Fjóstíran Nokkur atriði um blendingsrækt Landssamband kúabænda birti nú nýverið stefnumörkun samtakanna fyrir íslenska nautgriparækt í samstarfi við Auðhumlu svf. sem gilda á til ársins Í þeim kafla sem fjallar um mjólkurframleiðslu er lagt til að gera úttekt á kostum þess og göllum að taka upp skipulagða blendingsrækt í íslenska kúastofninum og að þeirri úttekt verði lokið fyrir aðalfund LK árið Blendingsrækt er þekkt og mikið notuð ræktunaraðferð og algeng í svínakjöts- og nautakjötsframleiðslu en einnig í kjúklingaframleiðslu, m.a. hér á landi. Þessi ræktunaðferð hefur hins vegar ekki verið almennt notuð í mjólkurframleiðslu. Í mjólkurframleiðslunni hefur verið unnið eftir hefðbundnu kynbótaskipulagi þar sem valið er úr öllum erfðahópnum á hverjum tíma og allir koma til greina sem foreldrar næstu kynslóðar. Á síðari árum hefur kviknað áhugi á að nýta þessa aðferð í mjólkurframleiðslu og þegar er hún útbreidd á Nýja-Sjálandi og nokkuð í Bandaríkjunum. Í flestum mjólkurframleiðslulöndum er einhver hluti stofnsins blendingar milli þeirra búfjárkynja sem þar eru megin framleiðslukyn. Blendingsrækt sem ræktunaraðferð er annars vegar framkvæmd með þeim hætti að erfðahópnum er skipt upp í ræktunarlínur með mismunandi kynbótamarkmið, þannig að í hverri línu er lögð höfuðáhersla á að bæta fáa eiginleika sem eru innan heildar ræktunarmarkmiðs sem unnið er eftir í viðkomandi búfjárstofni, eða hins vegar að í stað ræktunarlína innan erfðahópsins er blendingsræktin stunduð með tveim eða fleiri erfðahópum sem hafa sambærileg ræktunarmarkmið. Þessum línum/erfðahópum er svo æxlað saman í því skyni að nýta hugsanlegan blendingsþrótt þeirra eiginleika sem kynbættir eru í línunum/erfðahópunum. Blendingsþróttur kemur fram vegna samspilsáhrifa erfðavísa, þ.e. áhrif erfðavísanna eru ekki samleggjandi. Þetta samsvarar því að eiginleikar sem valið er fyrir hafa lágt arfgengi. Þar af leiðir að blendingsrækt hefur mest áhrif á s.k. hæfniseiginleika (e. fitness), s.s. frjósemi, lífsþrótt og þroska. Algengast er því að blendingsrækt sé æxlun mjög skyldleikaræktaðra lína í þeim tilgangi að nýta blendingsþrótt þann sem skapast af arfblendni afkvæmanna fyrir þá eiginleika sem kynbótastarfið spannar á hverjum tíma. Kostur línuræktunar er fyrst og fremst sá að með henni er unnt að fækka þeim eiginleikum sem úrvalið snýst um og þar með ná meiri kynbótaframförum en ef úrvalið tekur til margra eiginleika. Ókosturinn er hins vegar að hætta á skyldleikarækt verður yfirleitt meiri og að sjálfsögðu skal vænta skyldleikahnignunar fyrir þá eiginleika sem ætla má að sýni blendingsþrótt. Rannsóknir þær sem gerðar hafa verið í því skyni að meta hugsanlegan blendingsþrótt í mjólkurframleiðslu hafa sýnt að gera má ráð fyrir um það bil 10% blendingsþrótti, sem í megin atriðum skýrist af betri endingu og bættum hæfniseiginleikum. Blendingsþróttur er eðli máls samkvæmt mestur í fyrsta ættlið blöndunar en hverfur síðan smám saman. Til þess að viðhalda blendingsþrótti lengur er gripið til þess að nýta fleiri en tvær línur/ erfðahópa í ræktunarskipulagið. Ef reglubundin blendingsrækt er byggð á tveim línum/erfðahópum er langtíma árangur um 67% hámarks blendingsþróttur en um 86% ef línurnar/erfðahóparinir eru þrír. Þó skipulögð blendingsrækt sé hluti af ræktunarskipulaginu verður áfram að stunda hefðbundið ræktunarstarf í þeim búfjárstofnum sem blendingsræktin byggir á. Mikilvæg forsenda þess að blendingsrækt sé ábatasöm er að ekki verði hnignun í erfðaframför þeirra lína/erfðahópa sem eru notaðir í ræktunarskipulagið. Í Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir Ráðunautur í nautgriparækt stærri erfðahópum er gjarnan miðað við að svo fremi að innan við 50% kúnna séu blendingar og unnt sé að nýta upplýsingar um blendinga í afkvæmarannsóknum hreinu kynjanna, þá sé ekki hætta á því að erfðaframfarir þeirra bíði hnekki. Hvort skynsamlegt er að taka upp blendingsrækt til eflingar íslenskri nautgriparækt, og hvernig unnt verður þá aðlaga þessa ræktunaraðferð að íslenskum aðstæðum, verður ekki svarað á þessari stundu. Magnús B. Jónsson Ráðunautur í nautgriparækt Til þess þarf að gera ítarlega úttekt á þeim þáttum sem hér hafa verið nefndir. Það er þó augljóst að til þess að hugsanlegur blendingsþróttur nýtist til fulls þarf mjög skilvirkt og virkt skýrsluhaldskerfi, svo ræktunarstarfið fari ekki úr böndunum og niðurstaðan verði skipulagslaus blöndun sem ekkert hefur í för með sér annað en óskilgreindan hóp gripa sem engum erfðahópi tilheyrir og allt kynbótastarf þar með unnið fyrir gýg. Ritfregn Anna Rósa grasalæknir gefur út bók: Íslenskar lækningajurtir, notkun þeirra, tínsla og rannsóknir Notkun lækningajurta á Íslandi á sér aldalanga hefð og raunar munu slíkar nytjar hafa fylgt mannkyninu alla tíð. Með iðnvæðingu í matvæla- og lyfjaframleiðslu féll þessi arfur að einhverju leyti í gleymskunnar dá. Með aukinni tíðni ýmissa svokallaðra menningar- og lífsstílssjúkdóma á Vesturlöndum virðist vera að fólk hverfi í meira mæli aftur til róta grasnytjanna til að vinna bug á meinsemdum sínum og stuðla þannig að eigin heilbrigði. Nú á haustdögum var bókin Anna Rósa grasalæknir og íslenskar lækningajurtir gefin út hér á landi og bætist hún í hóp fárra frambærilegra rita um þetta efni. Höfundurinn er Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir og gefur hún bókina sjálf út. Um er að ræða yfirgripsmikla bók; 295 blaðsíðna sem prýddar eru fjölda ljósmynda. Í bókinni er í fyrsta skipti á prenti samantekt á þeim vísindalegu rannsóknum sem gerðar hafa verið á íslenskum lækningajurtum. Þá fylgir umfjöllun um flestar plönturnar, fróðlegar umsagnir og heilræði þeirra Odds Jónssonar Hjaltalín (úr Íslenskri grasafræði, árið 1830) og Björns Halldórssonar (úr Grasnytjum, árið 1783) um notkun viðkomandi plöntu fyrr á öldum. Ég hef orðið vör við mikinn áhuga til sveita á því að nýta íslenskar lækningajurtir og ég merki það m.a. á fyrirspurnum á Facebook-síðu minni. Þar hafa um einstaklingar lýst ánægju sinni með mitt framtak og þar af mjög margir af landsbyggðinni, segir Anna Rósa um það hvort bókin eigi sérstakt erindi til dreifbýlinga. Mér finnst reyndar full ástæða til þess að allur almenningur nýti sér betur það sem vex í túnfætinum. Bæði er hægt að nýta sumar af lækningajurtunum um til matar og svo er mjög auðvelt að nálgast margar af helstu lækningajurtunum. Sumar hverjar eru flokkaðar sem illgresi og eru mjög algengar. Má þar nefna jurtir eins og túnfífil, haugarfa, njóla og klóelftingu. Þetta á kannski sér í lagi við um bændur og aðra sem búa í dreifbýli því þar er aðgangur að jurtunum auðvitað alveg sérstaklega auðveldur. Anna Rósa lauk fjögurra ára námi í grasalækningum frá The College of Phytotherapy í Englandi fyrir hartnær 20 árum og hefur starfað sem grasalæknir við ráðgjöf á eigin stofu nánast óslitið síðan. Hún segir eina aðalástæðu þess að hún tók til við að skrifa þessa bók hafa verið þörf til að læra meira, en hún telur símenntun alltaf af hinu góða. Mér fannst líka vanta bók með ítarlegum upplýsingum um íslenskar lækningajurtir þar sem bæði sögu þeirra, notkun og rannsóknum er gert hátt undir höfði. Ég hef unnið við skriftirnar síðastliðin þrjú ár og á þeim tíma lesið ógrynni heimilda um lækningajurtir frá öllum heimshornum og skoðað þúsundir rannsókna. Í bókinni er samantekt á bæði íslenskum og erlendum rannsóknum á íslenskum lækningajurtum en slík samantekt hefur ekki komið út í íslensku riti áður. Skýr og góð framsetning Myndir í bókinni eru skýrar og framsetning á efni aðgengileg. Við vorum mjög meðvituð um að við vildum leggja mikinn metnað í uppsetningu á bókinni. Það hefur ekki áður komið út bók um íslenskar lækningajurtir með heilsíðumyndum af jurtum en mjög mikil vinna var lögð í að taka myndir sem myndu auðvelda lesanda að þekkja jurtirnar og greina. Heiðurinn af flestum ljósmyndum á Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, en ég get seint fullþakkað honum hans mikla vinnuframlag, segir Anna Rósa. Hún nefnir fyrst túnfífil þegar hún er beðin um að nefna 2-3 jurtir sem auðvelt er að nálgast og greina og eru notadrjúgar fyrir fólk sem er að byrja að þreifa sig áfram. Túnfífill er ein af mínum uppáhaldslækningajurtum, enda er það ekki tilviljun að hann var valinn á forsíðu bókarinnar. Túnfífillinn Efni bókarinnar er sett fram á skýran og aðgengilegan hátt. Í bókinni eru heilsíðumyndir af plöntunum sem auðveldar fólki að greina plöntur úti í náttúruni. Hér má sjá opnu um beitilyng. Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir vann í þrjú ár að ritun bókarinnar. vex um allt land og flestir þekkja hann. Löng hefð er fyrir því í flestum löndum að nota hann sem lækningajurt en blöðin þykja mjög vatnslosandi og eins góð í salöt og annan mat. Blómin eru ekki notuð til lækninga en þykja góð í ýmisskonar matargerð og rótin var bæði notuð til matar áður fyrr og eins mikið til lækninga. Túnfíflarótin hefur örvandi áhrif á starfsemi lifrar og gallblöðru og má m.a. nota hana við harðlífi, uppþembu, vindgangi, gigt og húðsjúkdómum. Mjaðjurt er jurt sem auðvelt er að finna, sérstaklega á suðurlandsundirlendinu en þar vex hún eins og illgresi. Hún er m.a. góð við magabólgum og brjóstsviða og er eins mikið notuð gegn gigtarsjúkdómum. Vallhumall er hinsvegar algengari á Norðurlandi en hann er ákaflega fjölhæf lækningajurt og þykir t.d. gagnast vel við kvefi og flensum, gigtarsjúkdómum og til að stöðva blæðingar og græða sár. Allar ofangreindar lækningajurtir búa yfir fjölbreyttum lækningamætti en til eru ævagamlar heimildir frá mörgum löndum um lækningamátt þeirra. /smh

27 Bændablaðið fimmtudagur 27. október Bílskúrs- og iðnaðarhurðir fyrir íslenskar aðstæður Perkins Eigum fyrirliggjandi og útvegum varahluti og síur í Perkins vélar. Sími: Netfang: jotunn@jotunn.is Bændablaðið Smáauglýsingar REFLECTIX Einangrun fyrir gripahús, skemmur og fleira VANDAÐAR OG ENDINGARGÓÐAR BYKO býður nú upp á endingargóðar bílskúrs og iðnaðarhurðir úr galvanhúðuðu stáli sem hafa fyrir löngu sannað sig í rysjóttu íslensku veðurfari. Hurðarnar eru með þykkri einangrun og þola því verulegt vindálag og kulda. Vandaður umbúnaður og traustur frágangur tryggja síðan viðhaldsfría endingu árum saman. Grunnlitur hurðanna er hvítur RAL-9016 en síðan er hægt að sérpanta þær í öllum litum RAL litakortsins. Ennfremur er hægt að fá hurðirnar með ýmsum viðaráferðum sem og gluggum og gönguhurðum. Öflugt brautarkerfi hefur margsannað sig við íslenskar aðstæður og renna hurðarflekarnir á braut sem fer upp fyrir efstu brún dyropsins þannig að hæð dyrops nýtist að fullu. Öflugir gúmmílistar tryggja þétta lokun og þol gegn vatni og vindi. Að neðan er gúmmílisti með þrefaldri lokun, þ.e. niður, út og inn. Auðvelt er að opna hurðirnar með handafli og einnig er hægt að tengja bílskúrshurðaopnara við þær. Bílskúrshurðirnar eru með klemmivörn og koma allar með fallvarnarbúnaði sem tryggir að þær falli ekki þó svo að vír slitni eða gormur brotni. BYKO býður alla þjónustu við hurðarnar og getum bent á þaulvana aðila til að annast uppsetningu þeirra. Nánari upplýsingar um mælingar, áferðir og úrval á Nánari upplýsingar á byko.is, eða sendið fyrirspurnir á gluggar@byko.is - Sími Reflectix lofta- og veggjaeinangrun fæst í 8 og 4 mm þykktum og er með tvöfaldri áleinangrun sem endurvarpar 97% hitans. 8 mm Reflectix jafngildir 4 steinull í einangrunargildi* og er því frábær valkostur. Leitið tilboða. Við sendum um allt land. Hafðu samband við söluráðgjafa Reflectix í síma *Miðað við einangrun í loft Byggingavöruverslun Þ. Þorgrímsson & Co. Stofnað 1942 Ármúla 29, 108 Reykjavík S:

28 28 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Tól og tækni Upplýsingatækni og fjarskipti Háhraðaverkefni lokið með góðum árangri: Ísland í fararbroddi í gagnaflutningum - segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans Nú þegar öll landsbyggðin hefur aðgang að háhraðaneti og öllum verkáföngum er lokið í háhraðanetsverkefni Símans og Fjarskiptasjóðs er gott að fara yfir verkefnið í heild sinni, segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hann segir að Síminn hafi síðustu misseri unnið ötullega að uppsetningu á netsambandi á um 1100 stöðum um allt land. Tæplega 1800 staðir séu innan verkefnisins en ekki hafi allir þegið þessa þjónustu. Yfir 150 starfsmenn frá 36 deildum hafa komið að verkefninu á einhverjum tímapunkti og Síminn hefur nýtt krafta Mílu, Radíómiðunar og verktaka um land allt til þess að verkefnið yrði sem best úr garði gert. Verklok voru áætluð í mars 2011 en með samstilltu átaki var verkefninu lokið í október 2010, segir Sævar Freyr. Samningur Símans við Fjarskiptasjóð gildir til ársins 2014 og er með framlengingarákvæði upp á 2 ár. Sævar Freyr segir starfsmenn Símans hafa haft gaman af verkefninu, lent í spennandi áskorunum og lært ýmislegt, ekki bara um tæknina heldur líka um land og þjóð. Þetta hafi því verið afar lærdómsríkt. Kapp lagt á að leysa vandamálin Hvaða tækni var notuð í uppbyggingu háharaðanetsins? Síminn ákvað strax frá byrjun að notast m.a. við núverandi dreifikerfi sín til þess að uppfylla kröfur verkefnisins og samhliða stækka bæði dreifikerfi og netsambönd. Á stöku stað hefur verið notast við ýmsar sérlausnir eins og WiFi, endurvaka og endurvarpa, en uppleggið er það stóra og örugga dreifikerfi sem Síminn hefur lagt metnað í að byggja upp á síðustu árum, segir Sævar Freyr. Hann bætir því við að að einhverju leyti hafi fyrirtækið þó verið að takast á við nýjungar í tækninni því þótt góð reynsla hafi verið komin á 3G-kerfi Símans áður en þetta verkefni hafi komið til, þá hafi 3G verið notað gagngert fyrir netumferð í háhraðanetsverkefninu og það hafi verið nýtt fyrir Símanum. Þótt Síminn hafi í einhverjum tilfellum staðið frammi fyrir hindrunum voru þær yfirstíganlegar og við lögðum allt kapp á að leysa vandamálin fljótt og örugglega, segir Sævar Freyr. Sumir bæir þurftu sérlausnir Sævar Freyr segir að sumir bæir hafi þarfnast sérlausna, sem byggjast m.a. á nettengingu um gervihnött. Samkvæmt útboði og samningi geti allt að 10% tenginga byggt á sérlausnum og eru þá minni kröfur gerðar til gagnaflutningshraða. Ástæður sérlausna í útboðsgögnum voru af fjárhagslegum toga enda hefðu landfræðilegar aðstæður á sumum stöðum innan verkefnis Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. kallað á lausnir sem hefðu kostað milljónir króna fyrir staka bæi. Sævar Freyr leggur áherslu á að Síminn hafi nýtt sérlausnir í sem fæstum tilfellum. Rétt tæplega 3% af þeim 1100 Háhraðaverkefnið í höfn Háhraðaverkefni Fjarskiptasjóðs á nú að hafa tryggt öllum landsmönnum aðgang að viðunandi tengingu við Internetið. Um staðir voru á staðarlista Fjarskiptasjóðs, staðir sem Fjarskiptasjóður fékk upplýsingar um frá fjarskiptafyrirtækjum og sveitarfélögum að markaðsbrestur væri fyrir hendi. Samningur var gerður við Símann í kjölfar útboðs um að tengja íbúa allra staða á staðarlista sem þess óskuðu. Í viðtali við Sævar Frey Þráinsson, forstjóra Símans, hér í dálkinum kemur fram að Síminn hefur lagt metnað í verkefnið, sem hefur tekist í flesta staði með ágætum þrátt fyrir erfiðar efnahagslegar aðstæður. Árgjöld fyrir HUPPU og FJARVIS Dálkahöfundur hefur sent öllum notendum HUPPU og FJARVIS.IS tölvupóst í gegnum skilaboðaskjóðu Bændatorgsins þar hann gerir grein fyrir ástæðum fyrir upptöku árgjalds fyrir fyrrgreind forrit. Þar kemur m.a. fram:,,bændasamtök Íslands hafa þróað vefforrit í flestum búgreinum á undanförnum árum. Markmiðið með forritunum er að auka aðgengi bænda að skýrsluhaldsgögnum en ekki síður að þróa hjálpartæki fyrir bændur í ræktunarstarfi og bústjórn. Forritin eru jafnframt verkfæri fyrir stöðum, sem þáðu nettengingu, eru nú tengdir í gegnum gervihnött. Gæði nettenginga um gervihnetti eru því miður lakari en almennt gerist og ástæðan er m.a. sú að sendingar fara um þúsundir kílómetra til og frá gervihnöttum sem eru á sporbaug um jörðu. Síminn og Fjarskiptasjóður munu halda áfram að reyna að bæta sambönd á þessum stöðum eins og kostur er innan ramma verkefnisins, segir Sævar Freyr. Hver hafa viðbrögð íbúa verið við þjónustunni? Það var Símanum mikið hjartans mál að leysa þetta verkefni vel af hendi og mikilvægt að heyra í viðskiptavinum. Haft var samband við viðskiptavini háhraðanetsverkefnisins í nóvember á síðasta ári þar sem spurt var um upplifun þeirra á öllu því sem að verkefninu snéri, segir Sævar Freyr. Hann segir niðurstöðuna hafa verið Símanum gleðiefni, ráðunauta til þess að þeir geti betur veitt alhliða og sértæka ráðgjöf fyrir bændur. Bændasamtökin hafa lagt höfuðáherslu á að bændum bjóðist sérhæfður hugbúnaður á hagkvæmum kjörum. Nú liggur fyrir ákvörðun stjórnar Bændasamtakanna að taka þarf upp árgjald fyrir notkun á HUPPU og FJARVIS.IS í ljósi skertra framlaga til starfseminnar og mikils niðurskurðar í fjárhagsáætlun Bændasamtakanna til upplýsingatæknisviðs. Árgjald Upplýsingatækni og fjarskipti Jón Baldur Lorange sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is þar sem langflestir eða 80% viðskiptavina hafi svarað því til að þeir væru ánægðir eða mjög ánægðir með nettenginguna. Hvar standa Íslendingar nú í samanburði við aðrar þjóðir varðandi netvæðingu? Almennt er staða okkar í bandbreiðum netsamböndum mjög góð. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu World Economic Forum, WEF, The Global Competitiveness Report , þá er Ísland í fyrsta sæti þegar horft er til fjölda netnotenda á hverja 100 íbúa. Ísland er í fimmta sæti í fjölda bandbreiðra sítenginga á hverja 100 íbúa og í öðru sæti hvað varða flutningsgetu. Hér verður varla betur gert. Sævar Freyr bendir á að þegar skoðað er hvernig strjálbýli í hverju landi kemur út, þá sé minna um svör og samanburður verði erfiðari. Ekkert sé um það getið í skýrslu WEF, en reynt sé að gera þessu skil í International Telecommunication Union, ITU, Yearbook of Statistics Telecommunication/ICT Indicators Því miður eru ekki tölur frá Íslandi um þessa skiptingu en ef horft er til nágrannaþjóða okkar er ólíklegt að nokkur þjóð búi betur en Íslendingar varðandi bandbreiða nettengingu við strjálbýla byggð. Þetta er sagt í ljósi þess að þegar háhraðanetsverkefninu lauk voru lögheimili allra Íslendinga komin með aðgang að 2Mbs eða meira. Til samanburðar má geta þess að Svíar, sem ekki eru taldir aukvisar í breiðbandsmálum, hafa nýverið ákveðið að koma öllum lögbýlum í Svíþjóð í 1Mbs. Varðandi Finna þá er skemmst frá því að segja að þeir eru mun uppteknari af farsímasamböndum og eiga langt í land með að ná Íslendingum, þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, en finnska samgönguráðuneytið lýsti því yfir árið 2009 að stjórnvöld ætluðu að koma öllum í 100Mbs samand árið Finnar eru þó ennþá aðeins hálfdrættingar á við Íslendinga í bandbreiðum samböndum, fullyrðir Sævar Freyr og segir enn fremur að Íslendingar séu tvímælalaust í forystu á Norðulöndunum, þrátt fyrir að öllum ljósleiðaratengingum Íslendinga sé sleppt í samanburðinum. Háhraðatenging við internetið er orðin hluti af þeim lífsgæðum sem íbúar í nútímaþjóðfélagi gera kröfu um og sýna viðbrögð viðskiptavina við stórbættum skilyrðum í dreifðari byggðum landsins að háhraðanetsverkefni Fjarskiptasjóðs og Símans hafi verið stórt framfaraskref, segir Sævar Freyr að lokum. hvors forrits verður kr. án vsk. Tekjur af árgjöldum verða notuð til að taka þátt í kostnaði við rekstur og nauðsynlega þróun vefforritanna í þágu notenda þeirra. Árgjaldið mun tryggja ákveðinn stöðugleika í þróun forritanna, sem er nauðsynlegur enda hugbúnaðarþróun langhlaup. Vonandi sýna bændur þessu skilning en þeir sem hafa athugasemdir við árgjaldið vinsamlegast hafi samband við dálkahöfund.

29 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Vilja veg yfir Öxi Opnuð hefur verið heimasíða til stuðning vegi yfir Öxi á slóðinni, en síðan var opnuð formlega á sameiningum fundi sveitarstjórna Djúpavogshrepps og bæjarráðs Fljótsdalshéraðs á Gistihúsinu á Egilsstöðum. Unnið hefur verið að gerð þessarar heimasíðu á undanförnum vikum, en vettvangurinn er fyrst og síðast til þess ætlaður til að koma á framfæri í samanteknu efni og upplýsingum um mikilvægt baráttumál í samgöngum á Austurlandi. Allar helstu niðurstöður varðandi hina fyrirhuguðu framkvæmd um Öxi sem eru inn á síðunni eru teknar úr matskýrslum Vegagerðarinnar og eru upplýsingarnar gerðar aðgengilegri fyrir lesendur með því að birta meginmál og niðurstöðu úr einstökum köflum. Til að gera síðuna enn meira lesenda- og viðmótavænni eru samhliða birtar greinar um Öxi að fornu og nýju, myndir og ýmislegt annað efni sem hæfa þykir þessum nýja vettvangi. Efni á heimasíðuna, bæði í formi texta og mynda er vel þegið hafi menn slíkt undir höndum Þegar hafa verið birtar á síðunni úrklippur úr gömlum blaðagreinum um fyrstu skref vegagerðar á Öxi, happadrætti vegna framkvæmda og fleira. Það er sannarlega von þeirra er standa að þessari heimasíðu að hún verði til þess að beina þeim er vilja leita sér réttra upplýsinga um málið inn á vettvang þennan og er þess því að vænta að heimasíðan geti sparað mörgum frekari skrif þar sem nóg er að vísa á linkinn þar sem helstu staðreynda er að leita um málefnið, segir í frétt á vef Djúpavogshrepps þar sem greint var frá opnun heimasíðunnar. Á fundi sveitarfélagana var einnig lögð fram sérstök ályktun þar sem segir að sameiginlegur fundur fundur bæjarráðs Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórnar Djúpavogshrepps leggi áherslu á að framkvæmdir vegna jarðgangnagerðar á Austurlandi komi ekki í veg fyrir eðlilegar samgöngubætur á svæðinu. Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi þess að framkvæmdir við veg yfir Öxi fari inn á samgönguáætlun og að fjármunum verði ráðstafað til þess verkefnis þannig að framkvæmdum megi ljúka fyrir lok árs /MÞÞ OFN engum öðrum líkur! Er snöggur Ekki þörf á loftræstingu Eldar góðan mat Tekur lítið pláss Alltaf tilbúinn til eldunar Einfaldur í notkun Ódýr í rekstri Borgar sig fljótt upp S: Gerðu heimilið öruggara Öryggisskápar á frábæru verði Byssuskápur, 3 byssur kr. Verð áður: kr Vnr Skápur fyrir 3 byssur. 3 mm vegg þykkt. 5 cm þykkt í hurð. Utanmál: 1250x240x200 mm. Verðmætaskápur kr. Verð áður: kr Vnr Byssuskápur Fyrir 5 byssur. 3 mm vegg þykkt. Læst skotfærageymsla, 5 cm þykkt í hurð. Utanmál: 1455x355x305 mm kr. Vnr Byssuskápur Fyrir 8 byssur. 3 mm veggþykkt. Læst skotfærageymsla, 5 cm þykkt í hurð. Utanmál: 1450x350x300 mm kr. Vnr Byssuskápur Fyrir 12 byssur. 3 mm veggþykkt. Læst skotfærageymsla, 5 cm þykkt í hurð. Utanmál: 1500x470x350 mm kr. 29 STEYR Eigum fyrirliggjandi og útvegum varahluti og síur í Steyr dráttarvélar Sími: Netfang: jotunn@jotunn.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/ eða myndabrengl. Vnr x310x200 cm. Verðmætaskápur kr. Verð áður: kr Vnr x405x335 cm.

30 30 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Á markaði Stuðningur við landbúnað sem hlutfall af tekjum í nokkrum löndum árið % Stuðningur við landbúnað hefur aldrei verið jafn lágur Í september kom út skýrsla OECD sem fjallar um stuðning við landbúnað í heiminum. Samkvæmt henni hefur stuðningur við landbúnað minnkað og að meðaltali teljast 18% af tekjum landbúnaðar vera af stuðningi við hann árið Það er einkum hátt heimsmarkaðsverð á búvörum sem veldur þessu. OECD leggur til í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir mat, hærra verði, sveiflukenndum markaði og vaxandi samkeppni um mikilvægar auðlindir, að ríkisstjórnir hugsi til framtíðar. Þær vinni að því að auka framleiðni í landbúnaði, úthald og samkeppnishæfni en auki ekki á markaðstruflandi stuðning. Þó að stuðningur hafa aldrei mælst jafn lágur er enn þörf aðgerða að mati OECD. Stuðningur við landbúnað er mjög breytilegur milli landa. Lægstur mælist hann 1% á Nýja Sjálandi en hæstur í Noregi, rúm 60%. Athygli vekur stuðningur við landbúnað í nýjum vaxandi hagkerfum eins og Kína, Brasílíu og fleiri löndum. Stuðningur við landbúnað í Kína hefur t.d. aukist úr 3% árið 2008 í 17% árið 2010 og nálgast þannig meðaltal OECD landa. Stuðningur við landbúnað í þessu löndum byggist einkum á hefðbundnum aðgerðum eins og verðstuðningi og niðurgreiðslu á aðföngum. Þetta kann að valda breyttri stöðu í viðræðum innan WTO um stuðning við landbúnað og tolla. /EB Námskeið fyrir notendur HUPPA.IS Á næstu vikum verður efnt til þriggja eins dags námskeiða, sem eru sniðin að þörfum þeirra kúabænda sem vilja auka færni sína í notkun nautgriparæktarkerfisins Huppa.is og hagnýta möguleika kerfisins betur í sínum búrekstri. Boðin verða þrjú námskeið fyrir jól á eftirtöldum stöðum og síðan er stefnt að fleiri námskeiðum síðar í vetur: Dagur: Miðvikudagur 23. nóvember Laugardagur, 26. nóvember Fimmtudagur 1. desember Staður: Skagafjörður, Farskóli NV Faxatorgi 1, Sauðárkróki Austurland, Þekkingarnet Austurlands Tjarnarbraut 39 (Vonarlandi) Egilsstöðum Vesturland, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri Námskeiðin hefjast kl. 10:00 og standa til kl. 17:00. Þau fara fram í tölvuverum þannig að þau eru að hluta til verkleg og þáttakendur geta unnið með eigin bú á námskeiðinu. Tekið er á móti skráningum á námskeiðin hjá Auði á skiptiborði Bændasamtanna í síma ( ) eða með tölvupósti (bella@bondi.is). Einnig er hægt að skrá sig í gegnum búnaðarsamband á viðkomandi svæði. Miðað verður við að lágmarksþátttaka sé 8-10 og hámarksfjöldi á námskeið sé 20. Verði aðsókn umfram hámark verður boðið upp á fleiri námskeið eftir áramót. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu en þeir þurfa aðeins að greiða fyrir mat og kaffi. Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík Hlutfall útgjalda til matvörukaupa er lægra á Íslandi en í ESB Pólland Malta Noregur Evrópska efnahagssvæðið ESB 27 Finnland Svíþjóð Ísland Holland Danmörk Bretland Samkvæmt vísitölu neysluverðs í september 2011 verja Íslendingar 13,08% af útgjöldum sínum til kaupa á matvöru. Til viðbótar fara síðan 1,59% í drykkjarvörur eða alls 14,67% útgjalda í mat- og drykkjarvörur. Til samanburðar má geta að 15,16% útgjalda fara í ferðir og flutninga, þ.e. kaup og rekstur bifreiða, almenningssamgöngur o.s.frv. Þar af er eldsneytið á einkabílinn 5,88%, meira en samanlögð útgjöld til kaupa á kjöti, mjólk, osti og eggjum sem nema 5,26% af heildarútgjöldum. Þegar Ísland er lagt á mælistiku Evrópsks samanburðar kemur í ljós að neytendur hér á landi verja nú lægra hlutfalli útgjalda sinna til kaupa á mat- og drykkjarvörum en Hlutfall útgjalda til kaupa á mat- og drykkjarvörum í nokkrum löndum Framleiðsla og sala búvara í september* Heildarframleiðsla á kjöti í september var 2% meiri en í sama mánuði í fyrra. Framleiðsla alifuglakjöts var 15,1% meiri en í september í fyrra. Tölur um framleiðslu kindakjöts í september eru bráðabirgðatölur en benda engu að síður til aukinnar framleiðslu. Útgjöld til matvörukaupa Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is nemur meðaltali ESB landanna 27, samkvæmt upplýsingum Eurostat (hlutfallstölur eru þar aðrar en hjá Hagstofu Íslands þar sem ekki eru allir útgjaldaliðir metnir með sambærilegum hætti hjá Eurostat). Munurinn mestur á kjötvörum Að meðaltali verja neytendur í ESB löndunum 15,6% útgjalda sinna til kaupa á mat og drykkjarvörum en íslenskir neytendur 15,1%. Mestu munar á kjötvörum en til kaupa á þeim verja íslenskir neytendur 2,7% útgjalda en meðaltalið í ESB er 3,6%. /EB Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % sept júlí okt Framleiðsla 2011 sept sept sept. '10 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,1 18,8-1,1 25,9% Hrossakjöt ,1 37,7-1,2 3,1% Nautakjöt ,7-0,7-2,0 14,0% Kindakjöt ,5 4,0 2,8 34,6% Svínakjöt ,4-7,7-2,3 22,4% Samtals kjöt ,0 4,5-0,2 Sala innanlands Alifuglakjöt ,2 0,5-4,9 29,9% Hrossakjöt ,3-11,9-13,7 2,2% Nautakjöt ,3-1,2-2,0 16,3% Kindakjöt * * ,9-10,3-3,5 25,8% Svínakjöt ,4-4,2-1,3 25,7% Samtals kjöt ,1-4,4-3,4 * Bráðabirgðatölur ** Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana Hlutfall útgjalda, % Sala á kjöti var 3,1% minni í september en í sama mánuði í fyrra. Sala jókst þó bæði á alifugla- og kindakjöti en dróst saman á öðrum tegundum. Síðastliðna 12 mánuði hefur kjötsala dregist saman um 3,4% og var tonn. /EB Innflutt kjöt Árið 2011 Árið 2010 Tímabil janúar - ágúst Alifuglakjöt Nautakjöt Svínakjöt Aðrar kjötvörur af áðurtöldu Samtals

31 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Kvótamarkaður haldinn í þriðja sinn 1. nóvember Stórsekkir Uppboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur, svokallaður kvótamarkaður, verður haldinn 1. nóvember næstkomandi. Er það í þriðja sinn sem slíkur kvótamarkaður er haldinn en sá fyrsti var haldinn 1. júní á síðasta ári. Samkvæmt reglugerð sem sett var 24. febrúar síðastliðin munu viðskipti með greiðslumark eftirleiðis eiga sér stað 1. apríl og 1. nóvember ár hvert. Frestur til að skila inn gögnum vegna kaup- eða sölutilboða rann út 25. október síðastliðinn. Á síðustu tveimur kvótamörkuðum náðist svokallað jafnvægisverð, þ.e. verð sem er meðalgildi þeirra tilboða um sölu og kaup sem bárust. Á síðasta markaði var eftirspurn eftir kvóta ríflega 1,6 milljónir lítra, til sölu voru boðnir ríflega 400 þúsund lítrar en jafnvægisverð náðist aðeins á tæplega 230 þúsundum lítra. Jafnvægisverð 1. apríl síðastliðnum var 285 krónur á lítra. Athyglisvert verður að sjá hvað gerist á komandi markaði en miðað við niðurstöðu síðasta markaðar má gera ráð fyrir verulegri uppsafnaðri þörf á viðskiptum. Er gæðaolía á þinni vél?? Þegar mest á reynir... Sími Í meira en 150 ár Bændablaðið á netinu... Hentugir fyrir korn. Ýmsar stærðir. Hellas ehf Skútuvogi 10F Símar og Netfang: MTZ Vinsæla jeppadekkið Söluaðili: mtdekk.is Eigum fyrirliggjandi og útvegum varahluti og síur í Terex/Fermec vinnuvélar Sími: Netfang: jotunn@jotunn.is Úrval yfirhafna kvenna sem henta öllum veðrum og tækifærum. 50% afsl. af völdum dún -og vattkápum Einnig hattar, húfur og hanskar kvenna í úrvali. Mörkinni 6, sími , Opið virka daga kl , laugardaga Næg bílastæði Námskeið fyrir þig! Ostagerð Kennari mjólkurverkfræðingur Haldið 18. nóvember á Flúðum og Eyjafjöllum Ísgerð Kennari: mjólkurfræðingur og ísáhugamaður Haldið 31. október í Reykjavík, ber á Húsavík Sjúkra- og jafnvægisjárningar Kennari meistari frá Kentucy í Bandaríkjunum Haldið 28. október á Hvanneyri Fræðsluþing um járningar Kennari meistari, Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari, Gestur Júlíusson dýralæknir og Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari Haldið 29. október á Hvanneyri Skipulagslögfræði og Stjórnsýsluramminn - 6 ECTS Kennari: Hjalti Steinþórsson hrl. úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála Hefst 31. október í Reykjavík Jarðrækt - grunnur að áætlanagerð Kennari prófessor við LbhÍ Haldið 3. nóvember í Tjarnarlundi í Dölum Rúningur II Kennari verktaki Haldið 8. nóvember í Borgarfirði Rúningur I Kennari verkefnastjóri Hefst 10. nóvember í Borgarfirði Húsgagnagerð úr skógarefni Kennari fulltrúi Skógræktar ríkisins Hefst 4. nóvember í Vaglaskógi Húsgagnagerð úr skógarefni Kennarar fulltrúi Skógræktar ríkisins og Ólafur G. E. Sæmundsen skógtæknir Hefst 11. nóvember og 20. janúar Ull er gull Kennarar: Kristín Gunnarsdóttir og Rita Freyja Bach handverkskonur hjá Ullarselinu Hefst 11. nóvember á Hvanneyri Aðventuskreytingar Kennari brautarstjóri LbhÍ Haldið 19. nóvember og Jarðræktarforritið Jörð.is Kennari: Borgar Páll Bragason ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands Hefst 24. nóvember á Akureyri og Járningar og hófhirða Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari Hefst 10. desember í Borgarfirði Frumtamning - lengi býr að fyrstu gerð Kennarar: Reynir Aðalsteinsson tamningameistari og Gunnar Reynisson verkefnisstjóri hjá LbhÍ Hefst 13. janúar í Borgarfirði Betri vellir - námskeiðsröð Hefst í lok október Allar nánari upplýsingar má finna á Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid

32 32 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Tól og tækni Vetnisprófun niðurstöður eftir km akstur: Mælingar Tékklands sýna jákvæða niðurstöðu Í síðasta blaði var vetnisbúnaðurinn kominn í jepplinginn og ég byrjaður að prufukeyra búnaðinn. Í stuttri lýsingu frá Sveini Hrafnssyni má vel sjá hvernig vetni virkar og hvað það gerir: Vetnisbúnaðurinn í bílnum tekur venjulegt kranavatn og umbreytir því með rafmagni í vetni og súrefni, sem fer inn á vélina á milli lofthreinsara og innspýtingar og blandast þannig bensíninu (er ekki ósvipað og sápufroða, en er mjög eldfimt). Bensín og vetni eiga að gefa betri bruna í vélina og fullnýta bensínið í brunahólfunum í henni. Sló á efasemdir Í fyrstu fann ég lítinn mun og var fullur efasemda um að þessi búnaður gerði nokkurt gagn, en fljótlega fór ég að finna mun á snúningshraðanum frá 1800 upp í 2500 snúninga á mínútu. Bíllinn virkaði léttari í akstri á lágum snúningi og virtist toga betur á þessum snúningi. Sérstaklega hef ég tekið eftir því hvað bíllinn er að toga betur upp brekkur og missir mun síður niður hraða í brekkum. Betra er að skipta um gír, því ekki þarf að gefa eins mikið í þegar kúplingunni er sleppt þegar bíllinn er gíraður upp. Bíllinn er greinilega að ganga betur á þessum lága snúningi, en ég Borum eftir heitu og köldu vatni ásamt öðrum borverkum um allt land. Liprir og sanngjarnir í samvinnu og samningum. Hagstætt verð. Mæling á útblæstri frá vetnisbúnaði. CO 0,381 er mengun, 41 er óbrunnið bensín og 0,05 er súrefni í púströri. hef ekki fundið neinn mun á hærri snúningi en 3000 snúningum. Jákvæðar mælingar Eftir tæplega 2000 km. akstur með vetnisbúnaðinn var kominn tími til að renna aftur í Tékkland og mæla aftur útblásturinn. Aftur var mælt í hægagangi og á 2000 snúningum og munurinn var töluverður á mælingunni fyrir og eftir. Sérstaklega var munurinn mikill í hægagangi, en allar tölur þar voru vetnisbúnaðinum í hag. Bændur - sumarhúsaeigendur Upplýsingar gefur Júlíus Guðnason í síma Vélaprófanir Hjörtur L. Jónssonson hlj@bondi.is Mæling eftir km með vetnisbúnað og mælinging er búnaðinum í hag. CO2 mengun hefur minnkað úr 0,161. Óbrunnið bensín er minna en 0,23 og 0,00 þýðir að ekkert súrefni er í pústi. Fyrirfram mótaðar skoðanir sérfræðinga Vopnaður myndum af þessum mælingum fór ég á stúfana og leitaði svara. Þar sem ég er hvorki menntaður í vélfræðum né efnafræði leitaði ég til vélfræðimenntaðra manna til að spyrja út í mælingarnar og niðurstöðurnar út frá myndunum. Ég var hissa á að nokkrir þeirra sem ég talaði við vildu ekki láta hafa neitt eftir sér og vildu ekki koma fram undir nafni, vegna þess að þeir höfðu ekki neina trú á þessum búnaði, en svör þeirra voru m.a.: Það þarf orku til að búa til orku og þess vegna á ekki að vera hægt að spara bensín með því að framleiða vetni, bíllinn notar svo mikið rafmagn við vetnisframleiðsluna að hann eyðir meiru fyrir vikið. Þegar þessum fræðimönnum voru sýndar myndirnar af mælingunni fyrir og eftir búnað voru svörin undarleg og jafnvel vandræðaleg: Vitlaus mæling. Biluð mælitæki. Getur ekki staðist. Ég vil geta þess að enginn þessara manna hefur prufað svona búnað af eigin raun. Ég hafði samband við Jóhannes Hilmarsson, sem er með búnaðinn í fjórhjóli og gömlum Bens (ummæli hans má lesa í síðustu grein), en ég spurði hann hvort hann hefði fengið þessa sömu tilfinningu og ég, að bíllinn verði alltaf betri og betri með hverjum eknum kílómetra? Hann svaraði: Bensinn varð alltaf betri og betri og var ég að finna mun alveg upp að um km, en síðan hefur hann verið stöðugur. Þessa tæpu 2000 reynsluaksturskílómetra var bíllinn að eyða 10,1 lítra á hundraðið, en í sumar áður en búnaðurinn var settur í var eyðslan 12,2 á hundraðið á um 3000 km. tímabili. Sáttur við útkomuna, en menn kynni sér málið vel Mér er sama hvað fræðimenn segja um vetnisbúnað, en eitt er víst að ég er sáttur og finn mikla breytingu á mínum bíl þó svo að ég hefði viljað fá meiri bensínsparnað út úr þessu. Jákvæðu punktarnir eru fleiri en þeir neikvæðu í mínum bíl og það nægir mér. Ef einhver lesandi hefur hug á að setja svona búnað í bílinn (dísil eða bensínbíl) eða traktorinn sinn þá mæli ég með því að viðkomandi kynni sér málið vel og hafi samband við þá hjá Thor Energy Zolutions ( www. tezpower.com ). Búnaðurinn frá Thor Energy Zolutions kostar á bilinu (fer eftir því í hvaða vélar er verið að setja) og er ódýrasti búnaðurinn í fjórhjólin, en sá dýrasti í bíla sem eru með kvarðakút.

33 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Lesendabásinn Skortur á tíma til rannsókna Þórólfur prófessor Matthíasson er harðskeyttur gagnrýnandi íslensks landbúnaðar. Það má hver hafa sína skoðun á landbúnaði eins og öðrum málum en ekki verður hjá því komist að gera verulegar athugasemdir við ýmislegt í málflutningi hans. Í grein í Bændablaðinu 29. september fór undirritaður með rökstuddum hætti yfir skrif Þórólfs í sama blaði 1. september síðastliðinn. Þórólfur fullyrti að ekki væri hægt að bera útflutningsverð kindakjöts saman við heilskrokkaverð til bænda. Þetta er rangt hjá honum, eins og útflutningsskýrslur sýna. Þórólfur fullyrti að afurðastöðvum sé ekki lengur heimilt að verðfella kjöt til útflutnings. Þetta er rangt hjá honum. Afurðaverð er frjálst og þar með einnig hvað greitt er fyrir útflutning. Þórólfur fullyrti að innanlandsmarkaður hefði gleypt við öllu því magni sem flutt var út ef verð hefði verið lækkað um 10-20%. Þetta er rangt hjá honum, eins og dæmi um verðteygni kjöts á innanlandsmarkaði sýnir. Í svargrein í Fréttablaðinu hinn 8. október síðastliðinn kýs Þórólfur að svara engu af þessu, enda getur hann það ekki. Þórólfur byrjar á því að gagnrýna að undirritaður hafi notað tölur Hagstofunnar en ekki gögn SS um útflutning og spyr hvers vegna ekki sé upplýst um útflutningsverð SS á ærkjöti í heilum skrokkum. Væntanlega á Þórólfur við útflutningsverð SS á kindakjöti en ekki ærkjöti, því þær tölur sem vitnað var til voru um kindakjöt og kindakjötsafurðir. Kindakjöt er samheiti um dilkakjöt og ærkjöt en þessi ónákvæmni er skiljanleg og minniháttar. Það er auðvelt að upplýsa um tölur frá SS en hvernig er hægt að byggja umræðu á gögnum sem einn hefur aðgang að en aðrir ekki? Að sjálfsögðu verður umræðan að byggjast á gögnum sem eru öllum aðgengileg, enda snúast þessi skoðanaskipti ekki um SS heldur um landbúnaðinn og útflutning kindakjöts í heild sinni. Þórólfur heldur áfram og spyr hvort hugsanlegt sé að SS sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi. Það má setja sig í heimspekilegar stellingar og segja að æði margt sé hugsanlegt. En í grein undirritaðs í Bændablaðinu var upplýst að undanfarin tvö ár hafi SS fengið hærra verð fyrir útflutt kindakjöt en það sem selt hefur verið innanlands. Og miðað við útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að viðunandi framlegð var af þessu viðbótarmagni og það ekki selt með tapi. Áfram heldur Þórólfur með furðulega staðhæfingu um að neytendur eigi rétt á upplýsingum um útflutningsverð SS því SS gæti verið að halda kjöti frá innanlandsmarkaði til að hækka verð innanlands. Það hefur líklega farið alveg framhjá Þórólfi að í umræðu um meintan kjötskort seinni hluta síðasta sumars sendi SS oftar en einu sinni frá sér upplýsingar um að félagið ætti nóg af kjöti og hefði gætt þess að takmarka útflutning Steinþór Skúlason. til að sinna innanlandsmarkaði. Í þessu samhengi er einnig gott fyrir Þórólf að hafa í huga að SS er með innan við 20% af sauðfjárslátrun landsins og hvorki með vilja né getu til að spila með markaðinn, eins og hann telur mögulegt að SS geri. Þessi rökleiðsla Þórólfs, sem hefst á því hvort eitthvað sé hugsanlegt og endar svo með staðhæfingu um mögulegt kolólegt athæfi, er æft og útsmogið áróðursbragð. Þórólfur mótmælir tölum um framlegð sem sóttar voru í búreikninga og telur að þar séu vantaldir margir kostnaðarliðir sem geri að breytilegur kostnaður sé allur annar og meiri en búreikningar segi og þess vegna sé stórfellt tap á útflutningi kindakjöts. Það má til sanns vegar færa að hluti af þeim kostnaðarliðum sem Þórólfur telur vantalda séu breytilegir eða hálfbreytilegir kostnaðarliðir, þó þeir hafi ekki verið taldir breytilegir í útreikningi á framlegð í búreikningum. Ákvörðun hvers bónda um að framleiða aukalega til útflutnings eða ekki byggir ekki á hagfræðiskilgreiningum heldur þeirri gullnu reglu að ef ákvörðun hefur ekki áhrif á kostnaðarlið, þá á kostnaðarliður ekki að hafa áhrif á ákvörðun. Með öðrum orðum verður hver og einn bóndi að meta hvaða kostnaðarliðir breytast og hverjir ekki, ef hann tekur ákvörðun um að framleiða meira magn sem leiðir til útflutnings. Einu tekjur bóndans af útflutningi eru afurðastöðvaverðið, þar sem stuðningur ríkisins er fastur og ótengdur magni og þvi verður það verð sem bóndinn fær frá afurðastöðinni fyrir útflutning að vera hærra en breytilegur kostnaður bóndans við útflutninginn til að framleiðslan borgi sig. En málið er svo flóknara en þetta vegna þess að við slátrun verða eigendaskipti Fjórhjól til sölu Til sölu Sandstorm HX500L árg. 2009, keyrt 5000 km. Mjög vel með farið og reglulegt viðhald. Ásett verð kr. 690 þús. m.vsk. Staðgreiðsluverð 590 þús m.vsk. Upplýsingar í síma , Helgi. á kjötinu, sem eftir það er í eigu og á ábyrgð sláturleyfishafa sem reyna væntanlega hver fyrir sig að hámarka það skilaverð sem þeir geta fengið og flytja út eða ekki eftir því sem hver telur hagkvæmast. Miðað við tölur um útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að sláturleyfishafar hafa ávinning af þeirri framlegð sem aukin framleiðsla skilar þeim, sem hjálpar þeim svo aftur að greiða bændum hærra verð. Það verður einnig að álykta að bændur hafi ávinning af útflutningi og þær tekjur séu meiri en breytileg gjöld því annars myndu þeir draga úr framleiðslu. Hins vegar er rétt og viðurkennd sú niðurstaða Þórólfs að sauðfjárframleiðsla á Íslandi stendur ekki undir sér án ríkisstuðnings, en mörg góð rök eru fyrir þeim stuðningi. Þórólfur fer víða með málflutning sinn og í 31. tbl. Vísbendingar 9. september síðastliðinn fer hann mörgum orðum um áætlunarbúskap Sovétríkjanna sálugu og heimfærir hann svo upp á hluta íslensks landbúnaðar. Það er þekkt áróðursbragð að draga fram neikvæða fyrirmynd sem lesendur þekkja og heimfæra hana á það sem gagnrýna skal til að móta neikvæða afstöðu lesenda. Þessi sovétski áætlunarbúskapur er hvergi til í íslenskri kjötframleiðslu. Öll framleiðsla á kjöti er frjáls. Verðlagning á öllu kjöti er frjáls og engar nefndir eru til staðar sem hafa nokkurt vald í þessum efnum. Það er því rangt hjá Þórólfi að halda því fram að áætlunarbúskapur sé í íslenskri sauðfjárframleiðslu. Þórólfur seilist langt í að sverta stöðu sauðfjárræktar og leggur reiknaðan kostnað við afréttarbeit við framleiðslukostnað. Þessi reiknaði kostnaður er tilbúningur Þórólfs og á sér enga stoð enda hafa bændur notað afréttina frá upphafi Íslandsbyggðar og ekki hægt að byggja umræðu á slíku. Í sömu grein fer Þórólfur enn og aftur með rangt mál er hann fullyrðir að samkeppni við óhefðbundnar greinar á borð við svín og kjúkling sé takmörkuð með því að leggja skatt á fóður fyrir þær greinar, en aðföng fyrir mjólkurog sauðfjárframleiðendur séu niðurgreidd. Samkvæmt reglugerð 431/1996 með síðari breytingum er gjald sem lagt er á hráefni til fóðurgerðar endurgreitt að fullu sem og gjald sem lagt er á innfluttar fóðurblöndur sem fluttar eru inn frá löndum EES. Því er engin raunveruleg gjaldtaka af kjarnfóðri til staðar. Þórólfur heldur því einnig fram að aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðendur séu niðurgreidd. Þetta er einnig rangt hjá honum, nema hann búi yfir upplýsingum sem aðrir hafa ekki. Í þessum greinum Þórólfs sem nefndar hafa verið eru sex til sjö rangar fullyrðingar og tvö ómálefnaleg áróðursbrögð. Það hvarflar ekki að nokkrum manni að Þórólfur sé viljandi að afvegaleiða lesendur heldur hlýtur skýringin að liggja í skorti á tíma til rannsókna. Steinþór Skúlason, forstjóri SS Bændablaðið Smáauglýsingar Kirsuberjaviður, þvermál 150 cm, snúningsplata og 8 stólar. Til sýnis í Listanum virka daga frá kl og á n is/husgogn.htm Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni. JEPPADEKK fyrir estar stærðir jeppa g jepplinga Hjá Arctic Trucks færðu vönduðu heilsársdekkin frá Dick Cepek - slitsterk - neglanleg - má míkróskera - frábært veggrip Gott verð! GOTT VERÐ! Hringborðstofusett LISTINN Bjóðum alla almenna dekkjaþjónustu Skjót og góð þjónusta! Arctic Trucks Kletthálsi Reykjavík Sími Verkefni sjóðsins eru: Að veita fé til þróunarverkefna í hrossarækt sem nýtast til styrktar íslenska hrossastofninum. Að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum ef sannað þykir að þeir verði fluttir úr landi að öðrum kosti. Hér væri um að ræða gripi sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreytileika í stofninum s.s. litafjölbreytni, eða byggju yfir einstæðu kynbótagildi í þeim eiginleikum sem prýða íslenskan hest. Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. desember 2011 og skal umsóknum skilað til Fagráðs í hrossarækt, Bændahöllinni v/hagatorg, 107 Reykjavík. Reykjavík 27. október 2011 Fagráð í hrossarækt

34 34 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Vignir og Inga hófu búskap árið 2006 með því að fylla fjósið af fyrsta kálfs kvígum, og byrjuðu á því að leggja inn hjá Mjólku, en það ævintýri stóð nú ekki yfir nema í 2 ár. Þau seldu því kýrnar korter í kreppu og fóru þær allar á mjög góðan stað. Þeim fannst húsin ansi tómleg með einungis nautum í og því keyptu þau um 2oo lömb ári seinna og hafa bætt í eitthvað síðan. Í byrjun leigðu þau jörðina en svo árið 2010 gengu þau frá kaupum á henni. Býli? Kolugil. Staðsett í sveit? Húnaþingi Vestra. Ábúendur? Vignir, Inga, Svava Rán, 3 ára, og Benedikt Logi 1 árs. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Ásamt okkur fjórum er tíkin Kúra á bænum sem er Border Collie. Stærð jarðar? Um 600 hektarar þar af 33 hektarar ræktað land. Tegund býlis? Sauðfjár- og nautgriparækt, auk verktöku. Fjöldi búfjár og tegundir? Rúmlega 300 fjár og eitthvað á milli 70 og 80 nautgripir og svo átta hross. Nú er komin út matreiðslubókin Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu og því var tilvalið fyrir uppskriftahorn Bændablaðsins að fá að rýna í herlegheitin. Bókin er vegleg í alla staði, í henni er rætt við bændur og settar eru upp tæplega 200 uppskriftir þar sem einfaldleikinn ræður för, en aðeins er stuðst við fimm hráefni í hverri uppskrift. Bjarni Gunnar Kristinsson, matreiðslumeistari og meðlimur kokkalandsliðsins, á veg og vanda af því að bókin verður senn að veruleika. Þetta voru eiginlega tvær góðar hugmyndir sem urðu að einni. Eftir gott samstarf við bændur með Eldum íslenskt -matreiðsluþáttunum á ÍNN og útkomu kokkalandsliðsbókarinnar í fyrra, þá var þetta rökrétt framhald. Sú bók seldist mjög vel, þar sem fólk sá kokkana í nýju ljósi, að elda einfaldan mat heima hjá sér úr fjórum hráefnum, útskýrir Bjarni. Klassískir íslenskir réttir Í bókinni er notast við fimm hráefni í uppskriftunum og taka meðlimir kokkalandsliðsins fyrr og nú þátt í gerð bókarinnar. Það eru nokkrar kynslóðir kokka sem mætast í þessari bók en það fannst okkur nauðsynlegt, þar sem við erum að fjalla um þennan gamla, góða íslenska mat. Einnig er spjallað við bændur um hráefnið og upprunann og klassískir íslenskir réttir eru nútímavæddir. Sums staðar leyfum við okkur að skera af örlitla fitu og annars staðar eru sett ný krydd með. Aðalatriðið er að við höfum frábært íslenskt hráefni og í sumar uppskriftanna setjum við nútímakrydd sem þekktist til dæmis ekki hérlendis fyrir 100 árum, útskýrir Bjarni og segir jafnframt: Við förum yfir alla flóruna í hráefnavali sem kemur frá öllum búgreinafélögunum, úr bakstursiðnaði ásamt íslenskum mjólkurvörum og því sem vex í íslenskum görðum og einnig því sem fellur til á haustin. Bókin er tímalaus að því leyti að flatkökur og rúgbrauð detta aldrei úr tísku, en þetta eru kannski réttir sem unga fólkið kann ekki í dag. Við vonum að bókin nýtist til að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat, þá er markmiði okkar náð. Hrossalundir með kartöflumús 800 g hrossalund Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fer eftir árstíð. Deginum lýkur þó jafnan með ferð í útihúsin. Yfir veturinn er hugsað um skepnurnar og svo er reynt að vinna upp það sem situr á hakanum þegar bóndinn er að heiman, sem eru um 5 mánuði á ári, en þeir fara í að rúlla fyrir aðra bændur og svo að keyra sauðfé á haustin. MATARKRÓKURINN 200 g kartöflur 100 ml rjómi Í eldhúsinu: ögn af mjólk 50 g smjör salt og pipar Aðferð: Hreinsið lundina með því að fjarlægja alla aukafitu og þunna sin sem liggur yfir kjötinu. Hitið pönnu, brúnið kjötið á öllum hliðum og kryddið með salti og pipar. Setjið í ofn í nokkrar mínútur. Sjóðið kartöflur og merjið í gegnum sigti svo kartöflumúsin verði kekkjalaus. Bætið við rjóma og smjöri, þynnið út með mjólk. Alvörunautasteik 1 nautalund, lítil 2 greinar garðablóðberg 1 hvítlauksgeiri Í eldhúsinu: 15 ml olía 30 g smjör salt og pipar Aðferð: Nautalundin er hreinsuð, söltuð og pipruð. Hún er síðan steikt á mjög heitri pönnu með olíu og smjöri. Passið að steikja vel á öllum hliðum (1-2 mín. á hverri hlið). Síðan er lundin sett í ofnskúffu með garðablóðbergi, olíu og hvítlauk og inn í ofn við 160 C í 8-10 mín. Takið svo lundina út úr ofninum og látið hvíla í 10 mín. Skerið í þykkar sneiðar og stráið salti í sárin. Lambahamborgari með rósmaríni og hvítlauk 400 g lambahakk 2 msk. hakkaður skalottlaukur 2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 1-2 msk. saxað ferskt rósmarín brauð að eigin vali (t.d. hamborgarabrauð) Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru vorverkin, t.d. sauðburður, kornsáning og önnur jarðvinnsla. Leiðinlegustu verkin eru að tína grjót en sem betur fer er ekkert um það hér á bæ. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðum hætti en stefnt er á að stækka búið meira með hverju árinu. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál bænda hér á svæðinu eru í það minnsta í góðum málum og nokkuð góð samstaða er á milli bæja. Í eldhúsinu: salt og pipar Aðferð: Setjið lambahakk, skalottlauk, hvítlauk og rósmarín í skál. Hrærið varlega þar til allt er blandað saman. Besta leiðin til að gera þetta er með höndunum. Formið borgara, steikið á heitri pönnu í um fimm mínútur og kryddið með salti og pipar. Setjið á milli brauðsneiða og berið fram. Bóndadóttir með berjablæju 200 g rúgbrauð 60 g súkkulaði 250 ml rjómi 60 g berjasulta (eða eplamauk eins og var gert upprunalega) ber til skrauts Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Eigum við ekki að vona bara að honum eigi eftir að vegna vel. Það þarf að stuðla að nýliðun því það er erfitt að búa ef það býr bara einn í hverri sveit. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það vantar alvöru markaðssetningu á öllum búfjárafurðum. Væri ekki hægt að nota einhvern af útrásarvíkingunum, þeir náðu í það minnsta nokkuð langt með sitt. Í eldhúsinu: 75 g sykur 75 g smjör Kolugil Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, egg og mjólk. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hakkabuff, með kartöflumús, sósu og rauðkáli. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er af svo mörgu að taka, t.d. þegar við byrjuðum með kýrnar og svo sauðfé. Ekki má svo gleyma mörgum mjög eftirminnilegum eltingaleikjum við holdakýr sem vildu flakka um allar sveitir. Boðar fagnaðarerindið um íslenskan mat Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu er ný uppskriftabók sem unnin er í samvinnu við bændur. Hér má sjá forsíðu bókarinnar þar sem meðlimir kokkalandsliðsins klæddu sig upp og Þórdís Claessen, grafískur hönnuður, skreytti umhver ð í bakgrunni að íslenskum sið. Fjóla Kjartansdóttir kúabóndi í Birtingaholti IV í Hrunamannahreppi Búskapur: Mjólkurframleiðsla og jarðrækt Til þess að fá góðar afurðir skiptir fóðrið og aðbúnaður kúnna mestu máli. Við framleiðum mest af kúafóðrinu hér á búinu. Heyið er að sjálfsögðu uppistaðan í fóðruninni en við blöndum líka okkar eigið kjarnfóður úr heimaræktuðu byggi ásamt iskimjöli og steinefnablöndu. Kýrnar í Birtingaholti ganga lausar í jósinu og fá mikla hrey ingu auk þess að fara út á sumrin. Það er mín skoðun að gott atlæti við gripina skili sér í betri og meiri afurðum. Við leggjum mikla áherslu á að kúnum líði vel. Mjaltaþjónar hafa gjörbreytt vinnulagi kúabænda á síðustu árum. Nú eru kýrnar ekki eingöngu mjólkaðar kvölds og morgna eins og tíðkaðist. Kýrnar ráða því sjálfar hvenær þær fara og láta mjólka sig en um leið og það er gert fá þær kjarnfóður sem þær eru sólgnar í. Starf bóndans felst ekki síður í að sinna eftirliti í ósinu og vinna úr þeim u lýsingum sem koma frá mjaltaþjóninum. iðvera bóndans í ósinu er því engu minni en áður þótt star ð s sveigjanlegra. 176 Sýnishorn af innliti til bónda, sem er veigamikill þáttur bókarinnar. Hér er rætt við Fjólu Kjartansdóttur, kúabónda í Birtingaholti IV í Hrunamannahreppi. Bóndadóttir með berjablæju. Aðferð: Skorpan er skorin af brauðinu og það rifið í sundur með járni eða mulið milli handanna þannig að það verði að fínni mylsnu. Sykurinn og smjörið er brúnað ljósbrúnt ásamt brauðinu. Á meðan þarf að hræra stöðugt í og líka á meðan það er að kólna, svo það renni ekki saman og brauðið verði smátt. Súkkulaðið er skafið niður. Síðan er látið eitt lag af brúnuðu brauðinu í glerskál og annað af súkkulaði, en það á að vera miklu þynnra. Skálin er fyllt með nokkrum lögum af súkkulaði og brúnaða brauðinu (á víxl). Inn á milli laganna má dreifa berjasultu. Rjóminn er stífþeyttur og látinn ofan á og skreyttur með berjum. /ehg

35 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Reynir að gera alla hluti skemmtilega Unnar Steinn Ingvarsson er 11 ára gamall nemandi í Álftamýrarskóla í Reykjavík. Hann stefnir á að verða atvinnumaður í knattspyrnu og hefur nokkur markmið fyrir veturinn, sem eru að bæta sig í handbolta og fótbolta, og að sjálfsögðu í skólanum! Nafn: Unnar Steinn Ingvarsson. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Reykjavík. Skóli: Álftamýrarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Apar. Uppáhaldsmatur: Lasagne. Uppáhaldshljómsveit: LMFAO. Uppáhaldskvikmynd: Stepbrothers. Fyrsta minningin þín? Einhversstaðar í boltaleik með pabba. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta, handbolta og golf. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að vera á Facebook. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fótbolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég klippti sjálfur af mér toppinn þegar ég var lítill. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Ég reyni að gera alla hluti skemmtilega. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Bæta mig í handbolta og fótbolta og í skólanum. /ehg PRJÓNAHORNIÐ Hlý þríhyrna Þessa uppskrift fengum við frá Drops. Nú er gott að eiga eitthvað hlýtt og mjúkt um hálsinn. Lengd: Um 150 cm. Efni: Drops Eskimo 250 g, litur nr. 1. Prjónar: Nr. 8. Aðferð: Fyrsta lykkjan er alltaf tekin óprjónuð til að kanturinn verði fallegur. Sláið upp 3 lykkjur á prjón nr. 8. Prjónið slétt (slétt á réttunni, brugðið á röngunni) og aukið út sitthvoru Unnar Steinn var nýverið kosinn herra 6. bekkur í Álftamýrarskóla og á uppskeruhátíð 5. okks Fram í fótbolta fékk hann viðurkenningu fyrir mestu framfarir. megin við hverja umferð á réttunni aukið út með því að slá upp á prjóninn fyrir innan kantlykkju, prjónið svo uppáslegnu lykkjuna snúið (prjónið aftan í hana í staðinn fyrir framan í hana) í næstu umferð til að ekki myndist göt. Passið upp á prjónfestuna! Þegar stykkið mælist 75 cm er þríhyrnan hálfnuð. Prjónið 2 umferðir án útaukningar. Takið nú úr í staðinn fyrir að auka út með því að prjóna fyrstu 3 lykkjurnar þannig: takið fyrstu L óprjónaða (kantlykkja), takið næstu lykkju óprjónaða, prj 1L, setjið þá óprjónuðu yfir. Haldið svona áfram þangað til að 3 lykkjur eru eftir. Fellið af. Íbúðarhús til leigu - í blómlegri sveit Til leigu rúmlega 150 m2 íbúðarhús í Bláskógarbyggð. Húsið sem er gamalt en töluvert uppgert. Húsið skiptist í: - kjallara sem er innangengur úr garði, þar er baðherbergi og geymsla. - aðalhæð þar er lítil snyrting, eldhús rúmgóðar stofur mögulegt er að ganga út úr aðalstofu út í garð. Á aðalhæð er einnig hjónaherbergi. - ris. Í risi eru tvö rúmgóð herbergi og hol. Húsið getur leigst með eða án húsmuna til lengri eða skemmri tíma. Húsið stendur á landi þar sem er gnægð af heitu vatni sem gefur ýmsa möguleika. Á árum áður var rekið blómlegt garðyrkjubýli á staðnum. Áætlað leiguverð fer eftir hvort húsið er leigt með eða án húsmuna. Áhugasamir hafi samband í gsm: / Auk þess er möguleiki að senda póst á póstfang: magnus@fmeignir.is - Aðeins reglusamur traustur leigjandi kemur til greina - ER EKKI KOMINN TÍMI Á ÞÍNA HUGMYND? Uppskeruhátíð Hin árlega Uppskeruhátíð verður haldin á Hótel Smyrlabjörgum Laugardaginn 5 nóvember. Veislustjórar verða þær Rauðabergssystur. Húsið opnar kl og borðhald kl Hljómsveitin Berg og Málmkvist sjá um fjörið ásamt þeim systrum. Miðaverð kr á mann. Gott tilboð í gistingu. Borðapantanir í síma Til sölu Jörðin Haukaberg í Vesturbyggð Óskað er eftir tilboðum í jörðina Haukaberg í Vesturbyggð. Heildarstærð jarðarinnar er óvíst en jörðin á sameiginlegt land með nágrannajörðinni Brekkuvöllum auk þess sem nokkurt séreignaland fylgir Haukabergi. Heildarstærð beggja jarðanna er talin um ha. Óvissa er um eignahlutföll hvorrar jarðar í heildarflatarmáli sameignlegs lands jarðanna. Á Haukabergi stendur 101,5 ferm. íbúðarhús byggt 1956, fjárhús byggt 1946 og hlaða byggð Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð sendist: Helgi Jóhannesson, hrl. LEX ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík helgi@lex.is 35 Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar hugmynd verður að vel heppnuðum veruleika eins og sést á þessari mynd frá Fjarkastokk, Þykkvabæ. Ef þú skoðar heimasíðuna okkar, undir Frá hugmynd að veruleika sérðu myndir og teikningar af nokkrum húsum frá okkur sem þjóna sem fjárhús, fjós, reiðhallir, hesthús, bílskúrar, iðnaðarhúsnæði o.s.frv. Láttu okkur vita hvaða hugmynd þú hefur og saman gerum við hana að veruleika. HÝSI-MERKÚR ehf. - Völuteigur 7, Mosfellsbæ Sími hysi@hysi.is / Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

36 36 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Lesendabásinn Byggðavandinn og meinloka Stjórnlagaráðs Sem yfirlýstu landsbyggðarmálgagni, líklega því eina um þessar mundir í landinu, á grein sú, sem hér fer á eftir, hvergi eins vel heima og í Bændablaðinu og ekki spillir að bændastéttin er í raun veigamikill meiður af þeim stofni. Í framhaldi af opnum fundi, sem Framfarafélag Fljótsdalshéraðs hélt í Valaskjálf á Egilsstöðum 14. júní s.l. undir yfirskriftinni,, Stefnumót við Stjórnlagaráð Landsbyggðin og stjórnsýslan, ritaði sá hinn sami og hér skrifar, grein á bls 33 í 13. tbl. Bændablaðsins 2011, sem hann nefndi:,,stefnumót við Stjórnlagaráð á Egisstöðum - Vitnisburður, um skort á áhuga eða baráttuþreki aðila sveitarstjórnarstigsins og deyfð þorra landsbyggðafólks fyrir eigin málefnum hrópar á vakningu. Með þessu var að sjálfsögðu meiningin að brýna þetta ágæta fólk til að láta í sér heyra, en það reyndist vera einber óskhyggja. Algjör þöggun hefur verið niðurstaðan, svipuð þeirri, sem ríkt hefur um nokkurt skeið um kjarna þess málefnis, sem greinin kemur til að snúast um. Lengi skal þó manninn reyna og bætist nú við brýning til þeirra 25-menninga, sem skipuðu sjálft Stjórnlagaráðið og skiluðu af sér frumvarpi um nýja stjórnarskrá í byrjun ágúst í sumar. Höfuðástæða þess er hversu gjörsamlega Ráðinu tókst að sniðganga það vopn, sem nánast allar lýðræðisþjóðir beita til að sporna við miðstýringu og byggðaröskun, sem kallast millistig (eitt eða fleiri) í stjórnsýslu og hélt maður þó að ekki hefði veitt af slíku hér á landi, þar sem þessir annmarkar eru að verða meira þjóðarböl á Íslandi, en víðast annars staðar. Millistig í stjórnsýslu hvetur til valddreifingar Að sönnu er erfitt að nefna land, sem er hliðstætt Íslandi, hvað stærð, legu og fólksfjölda snertir, en að öðru jöfnu má telja að þörfin fyrir millistig í stjórnsýslunni vaxi eftir því, Lögheimili kjörinna þingfulltrúa Ísland í vetrarbúningi. Vacuum pökkunarvélar Hráefnið geymist allt að 6-7 sinnum lengur í lofttæmdum umbúðum. Reykofnar og fylgihlutir. Nákvæmnisvogir Digital skífumál Heyrnarhlífar m/umhverfishljóðnema Flotveiðivesti Gleraugu fyrir skotveiðimenn Furminator, kambar fyrir gæludýrið sem löndin eru stærri og dreifbýlið víðáttumeira. Lítum t.d. á fyrirkomulagið að þessi leyti í Luxemburg, landi, sem er Þórarinn Lárusson. tæplega 40 sinnum minna að flatarmáli en Ísland með rúmlega hálfa milljón íbúa á móti 320 þúsund á Íslandi. Samkvæmt ofansögðu ætti Luxemburg því ekki að þarfnast margra stjórnsýslustiga. Samt eru þau fjögur, þ.e. tvö millistig á milli ríkis og lægsta stigsins, sem við getum kallað hreppa og eru alls 116 talsins. Millistigin tvö samanstanda af þrem héruðum (districs), sem aftur skiptast samanlagt niður í 12 landshluta eða kantónur (cantons). Flatarmál hvers hrepps er samkvæmt þessu einungis rúmir 22 km 2, sem er líklega á stærð við þokkalega stóra bújörð hér á landi. Ef hér er kannski nokkuð mikið í lagt, má þó fyrr vera þegar þeir sem einna lengst vilja ganga í sameiningu sveitarfélaga hér á landi, stefna á fækkun í 10 hreppa og Ert þú að vista börn? Fóstur- og vistforeldrar á Íslandi, halda fyrst aðalfund sameinaðs félags, Félags fósturforeldra, laugardaginn 5. nóvember kl. 11:00 á Barnaverndarstofu, Borgartúni 21. Á dagskrá er m.a.: -Hefðbundin aðalfundarstörf -Niðurstöður vinnuhóps um réttinda- og Stjórn FFF Visa / MasterCard / Greiðsludreifing / Póstkröfur Landið eitt kjördæmi" Niðurstaða kosninga til stjórnlagaþings Mynd / NASA hver þeirra því að meðaltali rúmir 10 þúsund km 2 að flatarmáli, sumir minni, en sumir miklu stærri. Um 1950 voru hrepparnir 229, árið 2010 eru þeir aðeins 76 og margar jaðarbyggðir þegar byrjaðar að fara halloka. Hvernig halda menn að hlutur jaðarbyggðanna verði, þegar og ef að 10 hreppa markið næði fram að ganga? Nú er svo komið að sumir skynsamari sameiningarpostular eru farnir að átta sig á að í ógöngur stefnir í þessu efni og eru í alvöru farnir að láta sér detta í hug að endurvekja gömlu hreppana a.m.k. að einhverju leyti, einmitt til að forða því að jaðarbyggðirnar nánast detti út úr samfélaginu. Um 1990 var víða hart tekist á um hvort ætti að fara út í þriðja stjórnsýslustigið eða að sameina sveitarfélögin. Með ómældum þrýstingi miðstýringaraflanna á fyrirgreiðslupólitíkusa og aðila sveitastjórnarstigsins (og þurfti kannski ekki svo mikið til) og fleiri, sem gjarna óttuðust að missa eitthvað, völd eða þjóðfélagsstöðu, varð síðarnefnda leiðin, illu heilli, ofan á. Öfl þessi með þáverandi byggðamálaráðherra í broddi fylkingar, létu síðan kné fylgja kviði og sáu til þess að hugtakið, þriðja stjórnsýslustigið, sem þá var á hvers manns vörum, yrði vandlega þaggað í hel. Það tókst svo rækilega að allur þorri landsmanna veit varla hvað hugtakið merkir lengur, jafnvel þótt dreifbýlisfólk sé, kvartandi og kveinandi yfir því hve hlutur þess er fyrir borð borinn. Síbyljan um það, hversu dýrt millistigið yrði, hefur lengi verið notuð í áróðrinum gegn hugmyndinni, sem auðvitað er hreinn fyrirsláttur. Má í þessu sambandi benda á skrifstofur og embættismenn landshlutasamtakanna, alls átta talsins, sem hafa lengi verið til staðar, en algjörlega fjársvelt og valdalaus og árangurinn eftir því. Yrðu þessi héruð uppistaða stórra og skipulegra sjálfsstjórnarsvæða með markaða tekjustofna, má telja að fjármunum væri betur varið, ekki síst ef sveitarstjórnarstigið fengi að þróast eðlilega eftir ástæðum og vilja íbúanna innan hvers svæðis og hætt yrði verðlaunaveitingum í nauðungarsameiningar miðstýringarvaldsins. Um hina ömurlegu sögu stjórnskipunarmála í landinu og stöðu þeirra nú, væri sannarlega áhugavert að fá hæft og hlutlaust fólk til að taka saman skýrslu, hliðstæða Rannsóknarskýrslu alþingis um aðdraganda, orsakir og afleiðingar hrunsins haustið Niðurstaða slíkrar rannsóknar kynni að hreyfa við fólki og kalla á aukna valddreifingu í stjórnskipun landsins, sem er í samræmi við eina aðaláherslu í frumvarpi Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Meinloka Stjórnlagaráðs Þar brást að langmestu leyti annars að margra dómi góð vinna Stjórnlagaráðs, sem eðlilega má rekja til þess að Ráðið var skipað 88% af fólki úr Reykjavík og nágrenni og aðeins í rauninni einum manni (4%), sem lögheimili átti í raunverulegu dreifbýli. Þetta fáránlega hlutfall fékkst nákvæmlega eins og til var stofnað eða með múgsefjunartillögu þjóðfundarins,,,landið eitt kjördæmi, án fyrirvara um jafnsjálfsagðan hlut og jafnræði milli þéttbýlis og dreifbýlis, enda áttu, sem fyrr, raunverulegir dreifbýlisfulltrúar þar einnig litla aðkomu. Ætli undirritaður sé ekki á svipuðum aldri og orðtakið,,jafnvægi í byggð landsins, sem honum var sagt að hafi fyrst komið opinberlega fram hjá Norður-Þingeyingnum Gísla heitnum Guðmundssyni, alþingismanni. Þótt margur góður maðurinn hafi reynt að vinna eftir þessu alla tíð síðan, hefur jafnt og þétt hallað á landsbyggðina, einkum dreifbýlið. Með sama áframhaldi sýnist hreint tímaspursmál hvenær jafnvel heilu landshlutarnir leggjast nánast af, eins og Vestfirðir að stórum hluta, ásamt ýmsum eyja-, strand- og afskekktari fjallabyggðum, nema að rækilega verði spyrnt við fótum. Hugsið ykkur sóunina í slíkri öfugþróun og mótsögnina við hugtakið sjálfbærni, - það að búa að sínu, - sem nú heyrist hvað oftast til bjargar heiminum, - en það gengur illa upp þegar fólk er hrakið frá náttúruauðlindunum og aðstæðum, sem það þekkir best. Eitt af þeim hugtökum, sem stjórnlagaráð setti inn í frumvarp sitt og stærði sig verðskuldað af er svonefnd nálægðarregla, sem er þannig útfærð (nokkuð útþynnt frá fyrri umræðu a.m.k. sumra ráðsmanna) í 106. grein frumvarpsins:,,á hendi sveitarfélaga, eða samtaka í umboði þeirra, eru þeir þættir opinberrar þjónustu sem best þykir fyrir komið í héraði svo sem nánar skal kveðið á um í lögum. Ekkert af þessu mun ná fram að ganga með vokandi ofurvald miðstýringarkerfisins yfir veikburða, sundurþykkum og ráðþrota sveitarfélögum. Stofnun öflugs millistigs, eins eða fleiri, í stjórnsýslunni, er ekki bara valkostur, - það er lífsspursmál, ekki aðeins fyrir hinar dreifðu byggðir heldur einnig og ekki síður fyrir fyrir þéttbýlið, þegar fram líða stundir. Líkt og á öðrum vettvangi í þjóðfélaginu, ríkir algjör þögn um millistigshugmyndina í frumvarpi Ráðsins hvað svo sem rætt hefur verið á einstaka nefndarfundum. Stingur það óneitanlegta í stúf við það, sem Ráðið hefur hvað eftir annað einnig stært sig af, þ.e. að vera óhrætt við að leita í smiðju til stjórnarskráa annarra þjóða. Hér í upphafi greinarinnar er vitnað til stjórnskipunarfyrirkomulagins í Luxemburg, með sín fjögur stjórnsýslustig, en þrjú eða fleiri slík munu vera við lýði í ýmsum útfærslum í nánast öllum lýðræðisríkjum heims. Þessi þögn hins upplýsta Stjórnlagaráðs um millistigið er mjög undarleg, ekki síst eftir að þrjú úr forystuliði ráðsins, fengu áskoranir um að skoða einmitt þetta mál á opnum og málefnalegum fundi á Egilsstöðum 14. júní í sumar og getið er um í upphafi greinarinnar. Þetta gerist einnig þrátt fyrir það að í þau tvö skipti, sem tillögur um stjórnlagaþing hafa verið bornar fram á Alþingi í sögu lýðveldisins, var upptaka þriðja stjórnsýslustigs uppistaðan í þeim báðum. Nú, árið 2011, þegar,,jafnvægi í byggð landsins hefur aldrei verið minna og fer dvínandi, er ekki minnst á slíkt millistig, frekar en að það sé hvergi til, þó svo að aukin valddreifing væri yfirlýst eitt af aðalviðfangsefnum Ráðsins. Náði valddreifingarhugtakið kannski aldrei huga meirihluta þess nema í einhvern þröngan geira út frá Stór- Reykjavíkursvæðinu og/eða voru krumlur miðstýringarvaldsins farnar að banka á hjá ráðinu? Eins upplýstir, óflokkspólitískir, menntaðir og guð veit hvað, sem meðlimir stjórnlagaráðsins voru, er merkilegt, að eftir störf 25 slíkra aðila í heila fjóra mánuði (og rúmlega það í löngum aðdraganda), þar sem einmitt valddreifing var eitt helsta áhersluatriðið, er óskiljanlegt með öllu, hve hlutur millistigs í stjórnsýslunni, er algjörlega hundsaður, þótt hér í landi sé eitt mesta misvægi milli þéttbýlis og dreifbýlis. Er ekki þarna einhver meinloka? Þetta hugtak var reyndar á allra vörum fyrir um tuttugu árum. Frá stríðslokum hafa a.m.k. tvenn samtök og heill stjórnmálaflokkur verið stofnuð um málefnið (sbr. framboð Þjóðarflokksins 1987). Það er því engin afsökun fyrir þögn ráðsins um millistigið þótt þjóðfundurinn hafi ekki á það minnst, né komist inn í skýrslu stjórnlaganefndar. Í þessu sambandi er skylt að geta um ágæta grein eftir stjórnmálafræðinginn, Hauk Arnþórsson, sem birtist í Morgunblaðinu 9. júlí 2011, undir yfirskriftinni:,,auglýst eftir millistigi í stjórnsýslu. Ekki verður öðru trúað en að stjórnlagaráðsfólk hafi sinnt skyldum sínum og lesið og rætt greinina og röksemdir hennar, sem eru ærnar fyrir fólk sem er að semja nýja stjórnarskrá í anda valddreifingar. Þessi þöggun (eða hvað á annað að kalla þessa þögn um eitt grundvallarráð gegn miðstýringu), er svo sannarlega verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnsýslufræðinga. Undir lok þessa sundurlausa pistils má spyrja: Halda menn t.d. að nokkrum manni í Luxemburg, eða öðrum lýðræðisríkjum yfirleitt, detti í hug að æða til og sameina sveitarfélög og fækka millistigum í stjórnskipuninni og gera íbúana afskipta í þeirri trú að verið sé að spara einhvern pening. - Ég held ekki - og þykist vita að stjórnlagaráðsfulltrúarnir sjái í hendi sér að slíkt fari illa saman við fallega mannréttindakaflann sinn. Kannski ærir það engan, því hver saknar þess, sem hann hefur aldrei notið? Millistigsmálið er eitt af því fáa, sem alþingi getur betrumbætt í frumvarpi stjórnlagaráðs, og það þýðingarmesta. Miðað við fyrri andstöðu, er ólíklegt að það gerist án öflugs þrýstings þegnanna. Horfum til framtíðar og látum ekki skynsemina víkja fyrir valdinu. Skorað er á sem flesta og ekki síst hið mæta Ráðsfólk að sýna kjark og raunsæi til að berjast fyrir því, að millistigshugmyndin fái inni í endanlegri stjórnarskrá, svo eftirfarandi úr aðfaraorðum frumvarps Stjórnlagaráðsins standi undir nafni:,,við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum...og úr orðum mannréttindakaflans:,,öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu,... Leggjum öll hönd á plóg til að gefa okkur og óbornum stjórnarskrá án undanbragða í anda nefndra tilvitnana. Egilsstöðum 5.október 2011 Þórarinn Lárusson.

37 Bændablaðið fimmtudagur 27. október Smáauglýsingar Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 16:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. Fylgihlutir fyrir MultiOne. Mikið úrval fylgihluta fyrir MultiOne fjölnotavélar. DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Belarus Verð vsk. f. bændur. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c. 201 Kópavogur. S: Nánari uppl. á Weckman sturtuvagnar 5,0-17 tonna. 12 tonn. Verð kr með vsk. H. Hauksson ehf., Sími Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði. Ekki láta þitt tún brenna aftur næsta sumar. Útvegum allt til vökvunar í mörgum útfærslum. Vatnsúðarar, slöngur með kúplingum, slöngukefli, sjálfsogandi dælubúnaður. Hákonarson ehf. Sími hak@hak.is og Nýr Multione. Multione S620. Til afgreiðslu strax. Tilvalin vél fyrir bændur. Lyftigeta 750 kg. Lyftihæð 2,8 m, breidd 98 cm, hæð 192 cm. Öflug vél á góðu verði. Hliðgrindur. Hliðgrindur stækkanlegar allt að 1 mtr. Upplagðar líka í gripahúsin. Brimco ehf. s www. brimco.is Úrval af girðingarefni til sölu. Tungnet er frá kr./ 9.990,- /stk. ÍsBú, Síðumúla 31, 108 Reykjavík, Sími isbu@isbutrade.com Umboð á Austurlandi: Austurvegur 20, Reyðarfjörður, Símar og Til sölu Toyota Hilux x cab árg. 01, ekinn 157. þús. km. Dísel Turbo Intercooler. Gott lakk, ekkert ryð, pallur kvoðaður. Sumar- og vetrardekk á felgum. Beisli. Óvenjugott eintak. Uppl. í símum og Toyota notaðir rafmagnslyftarar. Úrval notaðra Toyota rafmagnslyftara. Lyftigeta 1-2,5 tonn. Gámagengir. Gott verð. Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. sími , www. brimco.is, opið frá kl :30. Til sölu steypubíll. Uppl. í síma RYÐFRÍIR HITAKÚTAR Mynd er minning. Einstaklings- og fjölskyldumyndatökur við allra hæfi. Sláðu á þráðinn og ræðum málin. ljósmyndari. Uppl. í síma Frábær 3ja hesta kerra með segltoppi. Skilrúm á milli hrossa, gúmmí á gólfum, varadekk. Lækkaður toppur. Verð aðeins m.vsk. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið Polaris Sportsman, 6x6. Árg. 06, ekið km., bensín, sjálfskipt. Verð kr Rnr Bílakaup (Korputorg. Sími Til sölu Hitachi Zaxis smágrafa 1,8 tonn, árg. 04 dísel, 2000 vst. Ný vökvadæla, nýtt belti, skóflustærðir 30 og 70 cm. Verð kr Uppl. í síma Orkel kerrurnar sem eru brotnar saman eftir notkun 95 Hestafla dráttarvélar á frábæru verði Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. s is Til sölu Dynapac hátíðnisteyputitrari. Verð kr. 80 þús. Power (W) 400 Frequency 720,000 Hz. Túbulengd 320 mm. Hosulengd 5 m. Kaplalengd 15 m. Uppl. í síma , Siggi. Eigum til afgreiðslu strax 2 notaðar (ca 260 vst) GOLDONI STAR 100 4x4 dráttarvélar Báðar vélarnar eru með frambeisli og önnur að auki með aflúttaki að framan Frekari upplýsingar í síma og á Hulco,,Verktakakerrur. Lengd 5 og 6 m. H. Hauksson ehf., sími LED Sturtuhaus. Lýstu upp lífið í sturtu. Við seljum sturtuhausa sem lýsa upp vatnið við ákveðið hitastig. Engar rafhlöður. Tengist beint á sturtubarka, sjá eða í síma Tilvalin jólagjöf. Eigum til gott úrval af vörum og varahlutum í flestar gerðir dráttarog vinnuvélar. T.d. Zetor, Ford, New Holland, MF, Fiat, Case IH, Steyr, Krone o.fl. Vélaborg-Landbúnaður. Sími: Reykjavík , Akureyri , Tveggja hesta kerra með hörðum toppi. Skilrúm á milli hrossa, gúmmí á gólfum, varadekk. Lækkaður toppur. Verð kr m.vsk. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið frá Weckman flatvagnar. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf., sími Úrval af vörum fyrir baðherbergi. T.d. hornklefar frá kr ,- stk. Nánari uppl. í síma ÍsBú - Síðumúla 31, 108 Reykjavík - isbu@ isbutrade.com - Lincoln Mark LT, árg. 06. Einn með öllu. Verð kr kr. Er á Selfossi. Frekari uppl. í síma

38 38 Bændablaðið fimmtudagur 27. október 2011 Cemtec sænskar skeifur. Frábærar skeifur og verðin gerast ekki betri. Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8. Mos. Sími , opið frá kl Til sölu Nissan Navara Double Cab AT SE, dökkgrár, árg. 06, ssk., ekinn 107 þús km. 35" breyting, 35x12,5x17 heilsársdekk, pallhús, dráttarkúla, þjónustubók. Uppl. í síma , Ólafur. Til sölu Nissan Terrano slx., bensín, árg. '94, 33" breyttur, ekinn 257 þús. km. Góður bíll, gott verð. Uppl. í símum og Snjóblásari. Passar á Avant 220. Vinnslubr. er 1100 mm. Vökvastýring á blásturstúðu. Þyngd 235 kg. Öflugur og sterkur blásari. VB Landbúnaður. Sími: Til sölu Land og Fólk. Land og fólk byggðasaga Norður-Þingeyinga seld á lækkuðu verði. Upplögð jólagjöf. Eldri útgáfan kr ,- Yngri bókin kr ,- Bækurnar eru sendar hvert á land sem er og fást á nokkrum stöðum hjá umboðsaðilum. Uppl. í síma Til sölu ónotaður veggkælir fyrir veitingahús eða ferðaþjónustu. Málin eru: L. 200 cm, B 55, H. Skápur 90, heildarhæð með kælieiningu 127 cm. Verð kr. 300 þús. Uppl. gefur Pétur í síma Til sölu Subaru Legacy Station, ljósblár, ssk, árg. '06. Ekinn 121 þ. km. Dráttarkrókur. Gott eintak. Áhvl. kr Ásett verð kr Lækkað verð kr Engin skipti. Uppl. í síma Til sölu fjölnota lokuð kerra með bremsubúnaði og á númerum. Stærð. B 230cm, L 400cm, H 140cm. Verðhugm. kr með vsk. Uppl. í síma eða á ghamar@eyjar.is Til sölu hestakerra fyrir 4 hross á kr kr. Sérsmíðuð 1995 (tveir eigendur), rafmagnsbremsubúnaður. Skoðuð Álklæðning. Veltuás, 2x1500 kg. Leyfð heildarþyngd 2200 kg. Nýleg dekk (R15) og gólf. Staðsett á Hvanneyri. Engin skipti. Ragnar Frank, uppl. í síma eða á ragnarf@lbhi.is Til sölu. Dekkjavél, COATS Í fínu lagi, Verð aðeins kr Er í Reykjavík. Uppl. í síma Til sölu Dodge Ram 2500, dísel, beinsk. árg. 96. Ekinn 350 þús. Er á góðum nagladekkjum. Verð kr. 850 þús. Skoða skipti á stationbíl eða Suzuki Grand Vitara. Uppl. í síma Kerra til sölu, lítið notuð stærð: 3,30 x 1,70 x 60, galvanhúðað járn og olíusoðinn krossviður. Verð kr Uppl. í síma Klaufsnyrtir. Nú þarf maður ekki lengur að bogra við að klaufsnyrta. Eigum til eitt stk. á lager. VB Landbúnaður. Sími: A-rammar. Eigum til á lager nokkra A-ramma fyrir frambúnað. Gott verð. VB Landbúnaður. Sími: Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu er á tilboði til bænda til 15. nóv. Íslenskar búvörur í öndvegi, frábærar uppskriftir og einfaldleikinn í fyrirrúmi. Aðeins 5 hráefni í hverjum rétti. Tryggið ykkur eintak á kr með sendingarkostnaði. Pantanir í síma eða á vefsíðunni HRFÍ Siberian Husky hvolpar til sölu! Tilbúnir til afhendingar um miðjan nóv. Uppl. í síma og á www. facebook.com/miaandcasper Til sölu trésmiðavélar. Afréttari, þykktarhefill (10 tommu, 25 cm), borðsög, bútsög, loftpressa tveggja hausa, loftverkfæri, byssur o.fl. Uppl. í síma Til sölu MF 165, lítur mjög vel út á Einnig rifill cal. 22 Meg, sem nýr á kr , tifsög, lítið notuð á kr Uppl. í síma á milli kl virka daga. Til sölu Suzuki KingQuad 750axi, 4x4, götuskráð, árg. 08, ekið 4900 km. Handahlífar og hörð taska. Dekk framan , aftan Verð kr þús. Mjög gott eintak. Uppl. í síma Til sölu er bifreiðin TO-607 Nissan King CAB, 4x4 bensín, skráningarár 2005, litur grár. Ekin 79 þús. km., skoðuð Negld vetrardekk fylgja. VSK-bifreið. Skipti möguleg, helst á nýlegum, hóflega eknum Skoda Oktavia, dísel. Nánari uppl. í síma Til sölu VOLVO FL 10, árg. 92 með 8 m. flutningakassa og lyftu. Skoðun til okt Til greina kemur að taka hestakerru eða fjórhjól upp í greiðslu. Uppl. í síma Drenmottur. Eigum til örfáar drenmottur 1 x 1m 6cm þykkar. VB Landbúnaður. Sími: www. vbl.is Háfur til sölu, stærð um 3x1,5m. Hentar vel fyrir veislueldhús og bakarí. Verð kr. 200 þús. Uppl. í síma Tjakkar. Eigum tjakka af ýmsum stærðum fyrir ámoksturstæki. VB Landbúnaður. Sími: www. vbl.is Til sölu JydeLand gjafavagn í ágætisstandi. Uppl. í síma Til sölu Land Cruiser 90, árg. 99. Beinsk. Ekinn 293 þ. km. Allt nýtt í bremsum fr/aft, þjónustubók, góð dekk. Góður bíll sem hefur fengið gott viðhald. Uppl. í síma Til sölu innréttingar í 8 hesta hesthús. Jötur, skilrúm, hlið, 7 stk. brynningarskálar, krossviður 12 mm., mjög öflug vifta, lampar og hitastýringartæki. Selst ódýrt. Uppl. í síma Til sölu Ford Ranger, árg. 91, ekinn 130 þ.km. Næsta skoðun Fæst á góðu staðgreiðsluverði. Uppl. í síma Til sölu upphækkunarskjólborð á Junkkari sturtuvagna. Tilboðsverð kr vsk. VB Landbúnaður. Sími: Sæti. Mikið úrval af dráttavélasætum. Sjá nánar á vefverslun okkar, www. vbl.is. VB Landbúnaður. Sími: Tveir ofnar til sölu. Sveba Dahlen, fyrir einn stykka 50x70 cm. Ásett verð hjá umboði er 1.3 millj. Skoðum öll tilboð. Dahlen, fyrir einn stykka. Verð kr. 400 þús. Báðir ofnar í toppstandi. Uppl. í síma Til sölu Polaris Magnum 500 fjórhjól, árg. 02. Hjólið er í mjög góðu standi og lítur mjög vel út. Lítið notað og alltaf verið geymt inni. Uppl. í síma Til sölu Hyster 2,5 tonna lyftari, þarfnast lagfæringar, varahlutir fylgja. Uppl. í síma Hsun 700 utv side by side Götuskráð, árg. 08, ekið km. Pallur m sturtu, læst drif, 4x4, snjótönn. Ný dekk, spil, krókur, cd og miðstöð. Hörkugræja, N1 umboðsaðili. Uppl. í síma eða á info@ bus4u.is Bova Futura 71 farþega. 15 metra lítið ekinn góður bíll, vel endurnýjaður. Uppl. í síma eða á info@bus4u.is Hestaklippur. Eigum til hestaklippur frá Lister með og án snúru. Frábærar klippur. Sjá nánar á vefverslun okkar, VB Landbúnaður. Sími: Reykjavík og Akureyri Hydromann 1500S snjóblásari. Vökvaknúinn. Vinnslubreidd: 1,5 mtr. Árg. 08. Vinnustundir: c.a. 40. Þyngd: 190 kg. Tækið er nánast ónotað. Verð kr vsk. VB Landbúnaður. Sími: Til sölu yndisleigir HRFI labrador fæddir eru 8 labrador hvolpar, 3 tíkur og 5 rakkar undan retriever.is/aettbok.asp?pedid=3519 og Skugga aettbok.asp?pedid= frábærir hundar á ferð hafa staðið sig frábærlega á sýningum, verð 170 þús. Ættbók frá HRFÍ, verða tilbúnir í kringum 9 des. Uppl. á bjonsdottir@ simnet.is Skuggi hefur fengið 2 einkunn á veiðiprófi og Salka lofar mjög góðu eins og ég segi sjón er sögu ríkari. Yndislega barnvænir hvolpar og mannelskir eru inni á heimilinu og alast upp við börn og aðra hunda og önnur heimilishljóð. Sjá á bjonsdottir.123.

39 Bændablaðið fimmtudagur 27. október Til sölu Íslensk framleiðsla úr endurunnu plasti: Rafgirðingastaurar, reiðvellir, hófbotnar. Durinn ehf. Sími Ódýr dekk fyrir alla. Kíkið á www. dekkverk.is til að sjá verð á dekkjum eða hringið í okkur í Kveðja, Gummi og Gunni í Dekkverk. Hef til sölu mikið magn af heyrúllum. Upplýsingar í síma Blekhylki.is 50-70% ódýrari blekhylki og tóner í prentara fyrir bændur. Tveggja ára reynsla, is Fjarðargötu 11, 2 hæð, Hafnarfirði, sími Timbur 28 x 70 mm. kr. 175 lm 32 x 100 mm kr. 250 lm 50 x 150 mm kr. 530 lm 50 x 175 mm kr. 618 lm H. Hauksson ehf. Sími Þak- og veggstál frá Weckman Steel Afgreiðslufrestur 4-6 vikur H. Hauksson ehf. Sími Þanvír kr rl.með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Plastrimlagólf. Eigum á lager plastprófíl í vinsælu sauðfjárplastrimlagólfin. Allar nánari uppl. í síma Ísbú búrekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Rvk - Til sölu 6 folöld litförótt. 4 hross 4. v. skjótt. 5 hross 6 v. tamin í tvo mánuði. 7 v. hestur. Fallegur töltari. 3. v. stóðhestur og 5 v. Stóðhestur, litföróttur, til leigu að vori. Uppl. í síma eða Til sölu 12 tonna Veckman sturtuvagn. Lítið notaður og vel með farinn. Uppl. í síma Bleikjuseiði til sölu. Fjallableikja ehf. að Hallkelshólum í Grímsnesi hefur til sölu bleikjuseiði. Uppl. veitir Jónas í síma og Guðmundur í síma eða á netfanginu fjallableikja2010@gmail.com Til sölu ein til tvær notaðar gjafagrindur fyrir stórgripi. Eru í Kjós. Verð kr stk. Uppl. í síma Til sölu Polaris Sportsman x2, 800 Twin, árg Ekið km. Ásett verð kr. 1,4 millj. Uppl. í netfangið heimir328@gmail.com og í síma Tvær flekahurðir til sölu. Iðnaðarhurðir, timburflekar, breidd 4,3 m, hæð 4,42 m. Önnur að breidd 3,0 m og hæð 2,67 m. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma Til sölu Suzuki Grand Vitara, árg Bílinn er ekinn 195 þúsund km. Beinskiptur. Toppbíll í toppstandi sem hefur góða þjónustubók. Ásett verð er kr. 650 þúsund. Tilboð kr kr. Staðgreitt. Sími , Chris. Til sölu Land Rover Discovery TDI, árg. 06. Einnig stálgrind 10 x 30m. Varahlutir í MF-362. Einnig kemur til greina að kaupa bilaða vél. Ford 3000 með tækjum, gamall. Nýr tveggja hásinga kerru-undirvagn. Uppl. í síma eða starri@borgarafl.is Til sölu gólfbitar fyrir nautgripi. Stærð: 4 x 56 x 17. Verð kr stk. án vsk. Uppl. gefur Óli í síma Til sölu kerra 3,50 x 1,50 m. Er á kg flexitorum. Opnanlegir gaflar. Verð kr Uppl. í síma Til Sölu Juki iðnaðarsaumavél í borði. Lítið notuð. Uppl. í síma Til sölu Opel Zafira Comfort, 7 manna. Gott eintak, árg. 01. Sjálfsk. Ekinn 122 þús. Góð sumar-/vetrardekk á álfelgum. Nýr krókur og tengi. Mjög vel með farinn. Ragnar, sími Jeep Cherokee Laredo til sölu, árg. 1991, 190 hö. S.sk, keyrður 120 þús. km. Skoðaður 2012 á nýjum 31" dekkjum. Boddý heilt, 4x4 part time og full time læstur allan hringinn. Hátt og lágt drif. Góð umhirða, 3 eigendur. Staðgr. kr. 370 þús. Skipti möguleg á ódýrari. Uppl. í síma Til sölu. 4 stk. negld dekk á felgum 33 x 12,5 x 15. Uppl. í síma Til sölu lítið notaður Suzuki 4. hö. utanborðsmótor. Selst á hálfvirði. Uppl. í síma eða Til sölu hreinræktaðir Border Collie hvolpar. Brúnir/hvítir og svartir/hvítir. Nánari uppl. á audbrekka.1@simnet. is eða Suzuki Grand Vitara, árg. 06. Góður og vel með farinn. Bensín. Sjálfskiptur. Ekinn Nýleg dekk og álfelgur. Ljósgrár. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Yamaha 350cc, árg. 2006, þafnast lagfæringar. Tilboð óskast. Uppl. í síma eða netfang: arnarfr14@gmail.com Til sölu jeppadekk, 15" vetrardekk með nöglum, mjög lítið notuð. Stærð 31/105/R15. Selst á hálfvirði kr Uppl. í síma og hefdirehf@simnet.is Passap-prjónavél til sölu, kambur fylgir með. Verð kr. 15 þús. Uppl. í síma Til sölu Can-Am Outlander XT-800 fjórhjól, árg Ekið km. Hiti í stýri, loftdæla, töskur, krókur og spil. Einnig Toyota Hiace, árg. 2002, ekin 150 þús. Óska eftir nýrri Hiace. Sími Til sölu Suzuki Vitara, árg. 1997, vél 96,6 hö, 1,6 lítra, bensín. Ekinn þúsund km. Tjónaður eftir útafakstur. Óskað er eftir tilboði. Bíllinn stendur við Vesturbraut 20, Búðardal (KM þjónusta - Bílaverkstæði). Uppl. í síma Til sölu fjórhjólakerra fyrir tvö fjórhjól, kerran er 4,04 m á lengd og getur tekið tvö fjórhjól. Uppl. í síma Gott úrval jólagjafa fyrir vélsleða- og útivistarfólk. Húfur, vettlingar, buff, hjálmmyndavélar, Garmin GPS, bakpokar o.fl. Skoðið netverslun okkar Motul á Íslandi, sími Til sölu. Bílalyftur 4 og 5 tonna. Vökvadrifnar og öflugar bílalyftur, góð reynsla. Rafstöðvar, varaafl, 30 kw, rafalar o.fl. Verkstæðið Holti, Vegamótum, Sími Til sölu Strangko mjaltabás, 2x5, árg Uppl. í síma Til sölu Weckman 10 tonna sturtuvagn með bogna grind eftir tjón. Uppl. í síma Til sölu mjög efnilegir Border Collie hvolpar, fæddir 12. júní. Ekki ættbókarfærðir. Eru undan góðum smalahundum. Tilbúnir til afhendingar. Uppl. í síma eða Til afgreiðslu strax: Haugsugur, rúllugreipar, tveggja hjóla fóðurhjólbörur. Ódýr þurrkublaðagúmmí fyrir flestar gerðir ökutækja. Uppl. í síma og Á hagstæðu verði: Ný Same dráttarvél 87 hö. með ámoksturstækjum, rúllugreipar, hnífatætarar cm. Pinnatætarar 300 cm. Uppl. í síma og Til afgreiðslu strax: Reck mykjuhrærur með cm turbo skrúfuspaða fyrir hö. traktor pto, Lágmarkar eldneytiseyðslu í hræringu. Uppl. í síma og Til sölu. Alö stæðuskeri á ámoksturstæki, 110 cm breiður. Uppl. í síma Til sölu rafmagnsofnar, 2 stk. 400W og 4 stk W. Einnig 100 lítra hitakútur. Uppl. í síma Border / Labrador blendingar. Mjög vel ættaðir og yndislegir. Óska eftir góðum heimilum. Uppl. í síma , Helgi S. Til sölu er greiðslumark í sauðfé, samtals 240 ærgildi. Tilboð í greiðslumarkið sendist til Elíasar Blöndal Guðjónssonar lögfr., bréfleiðis í Bændahöllina við Hagatorg eða í tölvupósti á elias@bondi.is, eigi síðar en 7. nóvember nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Isuzu D-Max pallbíll til sölu, árg. 2007, ekinn 33 þúsund km, blár að lit. Heithúðaður pallur. Ásett verð kr Er með mynd á Netinu hjá mér. Uppl. í síma Nissan Patrol, Elegance, einn með öllu. Sjálfskiptur, leður, lúga o.fl. 33" dekk. Brún-sanseraður að lit. Dráttarkúla. Mynd á Netinu hjá mér. Uppl. í síma aligæsir til sölu. Eru á Suðurlandi. Uppl. í síma Til sölu fislétt haglabyssa nr. 20 Bettensoli. Undir/yfir tvíhleypa. Ónotuð. Glæsilegur gripur. Get sent myndir í tölvupósti. Uppl. í síma Tilboð óskast í Rafha suðupott úr stáli á fótum. U.þ.b l. Mjög lítið notaður. Sem nýr. Einnig gömul mynt. Er á Akureyri. Uppl. í síma Til sölu Honda 420 fjórhjól, árg. 07. Ekið 2000 km. Uppl. í síma eða Til sölu Case 580G traktorsgrafa, 4x4, árg. 87. Ágæt dekk og nýlega upptekin skipting. Verð kr án vsk. Uppl. í síma eða Þrír jeppar til sölu. Ford Explorer, árg. 96. Chevrolet Blazer, árg. 96, Cherokee 5,2 lítra, árg. 95. Uppl. í síma Til sölu Nissan Patrol, 35" dekk, árg. 98, ekinn 188 þ. km. Vel með farinn og vel viðhaldið. Ásett verð kr. 1,1 milljón. Uppl. í síma , Sigurður. Til sölu 8 manna Land Cruiser 90, árg. 2000, ekinn km. 50 lítra rafmagnshitakútur. Afgasrúlla með sogi. Dekkjaglennari og 18 eininga skrifstofuskilrúm. Uppl. í síma Til sölu MF-135, árg. 73, með tækjum. Ljótur. Er í Borgarnesi. Uppl. í síma Dekk af ýmsum gerðum. 195/80x14 sendibíladekk, heilsársmunstur. 195/50x13 burðardekk fyrir kerrur. 400/70x20 dekk fyrir skotbómulyftara. VB Landbúnaður, sími / Fjórhjóladekk. Dekk undir fjórhjól 22x VB Landbúnaður, sími / Nú er farið að kólna. Einangrunarhólkar fyrir rör 26 x 13, talsvert magn og frábært verð. VB Landbúnaður. Sími / Hráolíusíur. Nú er rétti tíminn til að skipta um hráolíusíuna fyrir veturinn. Eigum mikið úrval af hráolíusíum í flestar gerðir dráttavéla. VB Landbúnaður. Sími: Reykjavík / Akureyri / www. vbl.is Aliendur til sölu. Einnig gömul MF ámoksturstæki. Uppl. í síma Til sölu hálmur og sýrt korn, valsað í sekkjum. Einnig efnisskófla, upphreinsunarskófla og ripper fyrir tonna gröfu og lítið notað 3 m hnífaherfi. Uppl. í síma og ulfsstadir@emax.is. Folöld til sölu. Er með folöld til sölu, fjölbreytt litaval. Uppl. í síma Óska eftir Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega vantar íslenskar 45 snúninga. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á olisigur@gmail.com Óska eftir að kaupa framhásingu í MF-690 með drifi. Uppl. í síma eftir kl. 17. Óska eftir mislitri kvenkanínu. Uppl. í síma Fjórhjól til niðurrifs. Polaris ATP 500 vantar til niðurrifs eða blöndungur í samskonar hjól. Uppl. í síma eða Óska eftir afturfelgu af IMT 565 dráttarvél. Felgan er af stærðinni 16,9 x 28. Vinsamlegast hafið samband við Ingólf í síma Stór dráttarvél. Óska eftir að kaupa hestafla dráttarvél með frambúnaði. Uppl. í síma eða ragnar@fludir.is Óska eftir gömlu Suzuki QuatRunner fjórhjóli (oft kallaður minkur). Uppl í síma , Elli. Óska eftir Krone lauskjarna bindivél í góðu ástandi. Kaupi einnig ógangfærar vélar af sömu tegund. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa dráttarvél með tækjum helst 4x4 á verðbilinu kr Uppl. í síma Óska eftir þremur aligæsum. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa jarðtætara 80" eða u.þ.b. 2 m. Má þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma eða , Ólafur. Fjórhjól. Óska eftir að kaupa 4x4 fjórhjól. Má þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma Erum nýliðar í sauðfjárbúskap og óskum eftir fjárvog og rúningsklippum. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa ha. af skjólgóðu, veðursælu og sólríku beitilandi með nægu drykkjarvatni innan við 100 km frá Rvk. Uppl. í síma Atvinna Vinna á sveitabýli. 20 ára líkamlega sterkur maður, útskrifast úr FSU í maí, er í leit að vinnu á sveitabýli. Uppl. í síma Óskum eftir að ráða starfskraft til að temja og þjálfa hross í vetur. Erum í Borgarfirði. Nánari uppl. í síma eða oddsstadir@oddsstadir.is Framtíðarstarf. Leiðbeiningamiðstöðin ehf. óskar eftir að ráða starfsmann í almenna bókhaldsþjónustu, þ.e. færslu bókhalds, í uppgjör, framtalsgerð, launaútreikninga o.fl. Þessu til viðbótar kemur til greina að viðkomandi vinni rekstraráætlanir fyrir bændur í samvinnu við fagráðunauta. Reynsla af bókhaldsstörfum er nauðsynleg. Nánari uppl. veita Eiríkur Loftsson og Sigríður Magnúsdóttir í síma Umsóknum skal skilað á skrifstofu Leiðbeiningamiðstöðvarinnar, Aðalgötu Sauðárkróki, fyrir 14. nóvember nk. Gefins Fjósinnrétting. Gömul fjósinnrétting (26 básar) fæst gefins gegn því að hún sé tekin niður. Er í Borgarfirði. Á sama stað til sölu 18 notaðar básamottur 100x130 cm. Uppl. í síma Gisting Hausttungl í Skagafirði. Frábært helgartilboð. Sjá: jeppaferdir Gistihúsið Himnasvalir, Egilsá, Skagafirði. Sími Orlofsíbúð á Akureyri. Ódýr gisting á Akureyri. Lítið stúdíó með sérinngangi, eldhúsaðstaða, snyrting með sturtu, tvíbreitt rúm og koja. Leigusalinn sér um þrif. Sigrún, sími Skammtímaleiga. Fullbúin íbúð í hjarta Reykjavíkur til leigu. Uppábúin rúm fyrir allt að fjóra, íbúðin leigist ekki skemur en tvær nætur. Íbúðin er falleg og snyrtileg. Myndir og nánari uppl. á hlemmurapartments.com Uppl. í síma Hagaganga Tek hross og folöld í hagabeit. Er í Borgarbyggð. Uppl. í síma Þjónusta Múrari. Tek að mér alla múrvinnu, allt frá steiningu niður í smáviðgerðir. Ábyrg og vönduð vinnubrögð þar sem fagmennskan er höfð í fyrirrúmi. Fjöldi ánægðra viðskiptavina. Vertu í sambandi í síma eða á husvidgerdir@gmail.com ef þú vilt fá sanngjarnt tilboð í þitt verk og frábæra þjónustu. Allir hlutir eru framkvæmanlegir. Amerísk gæðavara 12 kg Þvottavél Tekur heitt vatn > sparneytin Stórt op > auðvelt að hlaða Þvotta og orkuklassi A Engin kol í mótor DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI BAGGASPJÓT 125 CM 110 CM 98 CM 82 CM Vélaval-Varmahlíð hf. sími: MTZ Vinsæla jeppadekkið Söluaðili: mtdekk.is

40

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf.

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. Miðvikudagur, 9. maí 2018 Ákvörðun nr. 14/2018 Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Samkeppniseftirlitinu barst bréf þann 27. mars 2018 þar sem tilkynnt var um kaup Basko ehf.

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Er fjárkláðinn úr sögunni?

Er fjárkláðinn úr sögunni? 8 Skógrækt þyrfti að þrefalda að mati Arnórs Snorrasonar 12 Er fjárkláðinn úr sögunni? 16 Viðtal við Ólaf M. Magnússon í Mjólku 10. tölublað 2007 Þriðjudagur 29. maí Blað nr. 261 Upplag 16.300 Alhvítt

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 5. júní 2018 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga,

Detaljer

Auglýsir eftir bændum til að veiða ál

Auglýsir eftir bændum til að veiða ál Næsta blað kemur út 26. október Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Vaxandi áhugi fyrir veiðiminjasafni 2 Þráðlaust breiðband í Borgarfirði 4 Gulrætur 18 Rafrænt bókhald 10 Blað nr. 204

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. og 10. febrúar 2011. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Dagskrá ráðstefnunnar Miðvikudagur 9. febrúar: Heilbrigði og afföll í matfiskeldi. Seiðagæði. Eldisþorskur:

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni 978-9935-9275-1-4 2018 Rannsóknin var

Detaljer

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. Í vinnslu 15. febrúar 2016 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs

Detaljer

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST 17. FEBRÚAR 2012 STJÖRNUSMINKA GERIR ÞAÐ GOTT Í DUBAI FLOTTAR FYRIRMYNDIR YFIR FERTUGU SJÓNVARPSKOKKUR OG NÝBÖKUÐ MAMMA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST Á LEIÐINNI Í MARAÞON GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda. 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag

Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda. 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag 4 Sauðfjárbændur bíða eftir kjötverði í sláturtíðinni 6-7 12-13 Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda Hamingjan er þar sem maður er, segir Jón Eiríksson 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27.

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Frumframleiðsla og annað dýrahald

Frumframleiðsla og annað dýrahald Áhættu- og frammistöðuflokkun Frumframleiðsla og annað dýrahald Mat á eftirlitsþörf með frumframleiðslu og öðru dýrahaldi Útgáfa: 12.1.2018 0 STAÐFESTING Á GILDISTÖKU Frumframleiðsla og annað dýrahald

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Skíma. Málgagn móðurmálskennara

Skíma. Málgagn móðurmálskennara Skíma Málgagn móðurmálskennara 1. tbl. 33. árgangur 2010 Viðtal við Heimi Pálsson Norsk sjónvarpsþáttaröð um kennara og skólastarf Íslenska á alþjóðavettvangi Norrænt samstarf Kynning á norrænum tímaritum

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir Sjáðu hvað ég fann Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól Kolbrun Vigfúsdóttir 2014 Sjáðu hvað ég fann: Þróun málörvunar og íslenskukennslu í útinámi Reykjavík í júlí 2014 Kolbrún Vigfúsdóttir 2 Sjáðu

Detaljer

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS YFIRLIT UM HÁLFRAR ALDAR STARF Samið hefir GUÐNI JÓNSSON prófessor REYKJAVÍK HÁSKÓLI ÍSLANDS PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR 1961 Efnisyfirlit Formáli..........................................

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ Leikskólinn Pálmholt Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts 2016 2017 unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ 1 Inngangur Námskrá leikskóla leggur línur um inntak, starfshætti

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1107 679. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). (Lagt fyrir Alþingi

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir Lokaverkefni til B.A. -prófs Upplýsingatækni Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum Soffía Lárusdóttir 110360 2829 Kennaraháskóli Íslands Þroskaþjálfabraut Maí 2008 Ágrip Í þessu

Detaljer

Öryrkjabandalags Íslands

Öryrkjabandalags Íslands Öryrkjabandalags Íslands Efnisyfirlit Afmæliskveðja frá forseta Íslands 3 Ávarp formanns Öryrkjabandalags Íslands 4 Það er klár vilji minn að vel verði búið að öryrkjum Viðtal við Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra

Detaljer

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð Bók þessi er gefin út í 300 eintökum. Matthías Johannessen Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð ÁRVAKUR HF. Umdir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Q E SAMTOKFJARMALAFYRIRTÆKJA lcelandic Financial Serviccs Association ms a m tö k fy rirtæ k ja SA Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík,

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið, b.t. Vals Þráinssonar, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Reykjavík 11. mars 2016. Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

Ábúðarjarðir í ríkiseigu

Ábúðarjarðir í ríkiseigu Skýrsla nr. C17:03 Ábúðarjarðir í ríkiseigu júlí 2017 1 HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-5284 Heimasíða: www.hhi.hi.is Tölvufang: ioes@hi.is Skýrsla

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut.

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut. Brennu-Njáls saga Brennu-Njáls saga 1. kafli Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun Vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísun Greinargerð um landfræðilegar merkingar á vegum Samtaka mjólkur - og kjötframleiðenda og Samtaka iðnaðarins Júní 2012 - Samantekt: Einar Karl Haraldsson Efnisyfirlit

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

Góð þjónusta Hagstætt verð PANTAÐU Á. Hafðu bankann með þér. OPIÐ allan sólarhringinn á Eiðistorgi AUG L S INGA SÍMI

Góð þjónusta Hagstætt verð PANTAÐU Á. Hafðu bankann með þér. OPIÐ allan sólarhringinn á Eiðistorgi AUG L S INGA SÍMI SEPTEMBER 2014 9. TBL. 27. ÁRG. AUG L S INGA SÍMI 511 1188 Vesturbæjarútibú við Hagatorg PANTAÐU Á Ægisíða 121 Sími 551 1717 Opið alla virka daga frá kl. 10 17.30. DOMINO S APP SÍMI 58 12345 OPIÐ allan

Detaljer

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar Sproti 1a v e r k e f n a h e f t i t i l l j ó s r i t u n a r EFNISYFIRLIT 1 Húfur og bakpokar 2 Flokkaðu myndirnar 3 Mynstur 1 4 Mynstur 2 5 Mynstur 3 6 Fylgdu mynstrinu 1 7 Fylgdu mynstrinu 2 8 Finndu

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Albert K. Imsland, Akvaplan-niva, Strandbúnaðarþing 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars Yfirlit erindis Lífsferill laxalúsar Hitastig og laxalús Laxalús

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman Skýrslukorn um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi 6. 12. júní 2001 Rúnar Sigþórsson tók saman Efnisyfirlit Inngangur... 3 Josterdal skule... 4 Fresvik skule... 5 Høgskulen

Detaljer

Á R ÁR SRIT SRIT 2 SKÓGRÆ KTARINNAR

Á R ÁR SRIT SRIT 2 SKÓGRÆ KTARINNAR ÁRSRIT SKÓGRÆKTARINNAR 2016 Gefið út í júní 2017 Útgefandi Skógræktin Ritstjórn Pétur Halldórsson Ábyrgðarmaður Þröstur Eysteinsson Hönnun og umbrot Þrúður Óskarsdóttir Prentun Ísafoldarprentsmiðja ISSN

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag júlímánaðar, var hið 17. löggjafarþing, en hið 3. aukaþing sett í Reykjavík. Fyrat söfnuðust alþingismenn, ásamt landshöfðingja Magnúsi Stephensen, saman í alþingishúsinu,

Detaljer

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Kristján G. Jóhannsson SKIPSNAFNIÐ JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Í HÁLFA ÖLD Mars 2017 Ljósmynd á forsíðu: Júlíus Geirmundsson ÍS 270 (I) nýkominn til landsins í mars 1967. Ljósmynd: Jón A. Bjarnason Skipsnafnið

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

Vill verða fyrstur til að heimsækja alla firði fjórðungsins syndandi

Vill verða fyrstur til að heimsækja alla firði fjórðungsins syndandi Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 20. júlí 2005 29. tbl. 22. árg. 250 manns við varðeld í Naustahvilft Nær 250 manns gengu upp í Naustahvilft í

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to)

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to) Viðauki Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs. 182 4to) Jóhannes B. Sigtryggsson, 2011 1 2 1 Hjartans elskulegu dætur mínar, Sigríður, Jórunn, Guðný, Katrín og Helga, ykkur, ykkar elskendum og afkomendum,

Detaljer

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga Persónukjör í sveitarstjórnarkosningum tjó i í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga FINNLAND Kosningarréttur - kjörgengi Kosningarréttur sambærilegur

Detaljer

Alltaf sami Grallarinn?

Alltaf sami Grallarinn? Tónlistardeild Hljóðfæraleikur Alltaf sami Grallarinn? Samantekt á efni allra 19 útgáfna Grallarans Ritgerð til BMus-prófs í hljóðfæraleik Kristín Þóra Pétursdóttir Haustönn 2016 Tónlistardeild Hljóðfæraleikur

Detaljer

Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta

Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta 2/2000 Tímarit Tæknifélags mjólkuriðnaðarins 24. árgangur 1943 Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta Ruben Rausing, stofnandi Tetra Pak. Tetra 1952 Classic 1961 Tetra Therm Aseptic VTIS Tetra 1961 Classic

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer