Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda. 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda. 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag"

Transkript

1 4 Sauðfjárbændur bíða eftir kjötverði í sláturtíðinni Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda Hamingjan er þar sem maður er, segir Jón Eiríksson 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag Þessa dagana er landselurinn að fara úr hárum eftir kæpingartímann og þá er hann í ýmsum fögrum litum á meðan. Myndina tók Pétur Jónsson á Heggstaðanesi framan við Hvammstanga á Vatnsnesi fyrir stuttu. Hann segir að selaskoðun á Vatnsnesi hafi aldrei verið eins mikil og í sumar og endurspeglast það í aðsókn gesta á Selasetur Íslands á Hvammstanga en þar hefur verið mikið að gera í sumar. Uppskerubrestur í Þykkvabæ Þyngstu búsifjar á seinni tímum Eftir tvær frostanætur í sumar, aðfaranætur 24. og 25. júlí, er talið að kartöflubændur í Þykkvæbæ verði að þola þyngstu búsifjar sem nokkur búgrein hefur orðið fyrir á seinni tímum. Þeir kartöflubændur sem urðu fyrir þessu tjóni eru um 15 talsins og framleiða nálægt 70% af landsframleiðslunni á um 360 hektörum lands. Næturfrost á þessum árstíma hefur ekki mælst í Þykkvabæ frá því að mælingar hófust árið Uppskeran dugar í útsæði Í fyrstu var talið að bjarga mætti um helmingi uppskerunnar. Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, segir að síðan hafi kom ið í ljós að áfallið var mun meira. Við gerðum okkur vonir um að það myndi rætast betur úr þessu en nú er það ljóst að uppskeran dugar í útsæði fyrir næsta vor en ekki mikið meira en það. Hann segir að frostið hafi komið á þeim tíma þegar plantan hefur lokið við yfirvöxtinn og krafturinn beinist að því að stækka kartöflurnar. Kartöflugras er viðkvæmt fyrir frosti, þannig að ef sól nær að skína á það frosið þá sviðnar grasið. Nái það að þiðna áður en sólin kemur upp, gerist ekki neitt. Þegar kartöflugrösin féllu í frostinu drapst plantan í sumum tilfellum en í öðrum tilfellum, þar sem líf var í plöntunni, setti plantan út ný blöð og byrjaði upp á nýtt. Kartöflurnar sem fyrir voru stækkuðu því ekkert en krafturinn fór í það að mynda nýtt kartöflugras. Tjónið of mikið fyrir einhverja bændur Eins og gefur að skilja er tekjutap kartöflubænda í Þykkvabænum mikið vegna þessa áfalls. Til viðbótar er svo auðvitað kostnaður og vinna sem fer forgörðum frá því í vor. Sigurbjartur segir að ótímabært sé að nefna tölur varðandi tjónið en það sé áreiðanlega það alvarlegasta sem nokkur búgrein hafi orðið fyrir hér á landi í seinni tíð. Ég stend við það sem ég hef sagt, að í það minnsta hluti bændanna muni ekki getað risið undir því að byrja nánast á byrjunarreit næsta vor. Það er verið að kanna möguleikana á aðstoð við þá, m.a. hjá Bjargráðasjóði. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að mikilvægt sé að allir standi saman frammi fyrir þessum erfiðleikum. Fyrst þurfum við að meta tjónið og síðan látum við einskis ófreistað í því að bregðast við því með einhverjum hætti. -smh Kornskurður er hafinn Tíðarfar misjafnt Kornskurður er hafinn undir Eyjafjöllum og ef til vill víðar, segir Jónatan Her manns son, tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu. Hann segir að í fyrra hafi korn verið skorið af hekturum og að innflytjendur sáðkorns hafi í vor talað um aukna sölu jafnvel 10-20% frá fyrra ári. Við getum því vonast til að nú í haust verði korn skorið af nærri því hekturum. Jónatan segir að á Suðurlandi sjáist þurrkskemmdir á sandökrum. Ég hef þó ekki heyrt mikið af þeim látið. Ég veit heldur ekki til þess, að frostskemmdir hafi komið þar fram. Þær óttuðust menn þó eftir frostin í júlí. Sunnanlands og vestan var þurrkatíð í sumar. Þurrkurinn hentar vel fyrir korn á mýri, en illa fyrir korn á söndum og melum. Sunnanlands gerði víða hitaskúrir sem vökvuðu, en vestanlands var þurrkurinn óslitinn frá því um Jónsmessu og að minnsta kosti til 6. ágúst sums staðar lengur. Það kom sér afar vel fyrir korn á framræstum mýrum og korn hefur víst sjaldan litið eins vel út á Vesturlandi, segir Jónatan. Hann segir að norð anlands hafi kornið litið mjög vel út í júlílok. Síðustu fjórar vikur hefur tíð þar þó verið svöl og framfarir ekki eins örar og vonast var til. Uppskera þar gæti þó orðið mikil að vöxtum, einkum ef bregður til sunnanáttar og hlýinda núna fljótlega. Austanlands hefur tíðin sennilega verið hvað lökust. Þurrkur var í vor þegar kornið þurfti á raka að halda, og svo vætutíð síðsumars. En það gæti staðið til bóta, eins og norðanlands. -smh Blaðauki Heimssýnar um Evrópusambandið Sjá miðsíður Inflúensa.is Bændasamtökin benda bændum á að fylgjast með upplýsingum frá Sóttvarnalækni um þróun inflúensufaraldursins á vefsíðunni inflúensa. is. Samtökin eru í sambandi við hlutaðeigandi yfirvöld og munu miðla til bænda upplýsingum eftir því sem þörf er á.

2 2 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Fréttir Verðbreytingar á mjólk og mjólkurvörum Þann 1. ágúst sl. tóku gildi breytingar á verði á ýmsum mjólkurafurðum sem verðlagsnefnd búvöru gerði þann 10. júlí sl. Í töflu hér að neðan má sjá hvernig verð hefur breyst frá því í nóvember á síðasta ári. Hækkar heildsöluverð allra vörutegunda nema rjóma í hálfs lítra fernum; hann lækkar um 2,65 kr. Hækkunin er minnst á mjólk í lausu máli, eða rúmar sex krónur, en mest hækkar undarennuduft til iðnaðar; um rúmar 61 krónu. Mjólkurverð til bænda breytist ekki nú en það er 71,13 kr/ltr. Heildsöluverðlagning annarra mjólkurafurða er frjáls, sem og smásöluverðlagning allra mjólkurvara. Upplýsingar um verðbreytingarnar og eftirfarandi tafla er fengið af vef Landssambands kúabænda, Vörutegund Heildsöluverð án vsk Heildsöluverð án vsk Breyting Mjólk í lausu máli, kr/ltr 79,72 85,82 6,10 Mjólk í 1 ltr fernum 91,47 99,68 8,21 Rjómi í 1/2 lítra fernum 362,81 360,16-2,65 Undanrenna í 1 ltr fernum 91,99 95,18 3,19 Skyr, pakkað eða ópakkað, kg 232,37 240,44 8,07 1. flokks mjólkurbússmjör, kg 497,62 514,90 17,28 Ostur 45%, kg 962,75 996,18 33,43 Ostur 30%, kg 901,93 933,24 31,31 Nýmjólkurduft, kg 1.085, ,85 84,64 Nýmjólkurduft til iðnaðar*, kg 469,63 532,90 63,27 Undanrennuduft, kg 561,89 626,92 65,03 Undanrennuduft til iðnaðar*, kg 455,22 516,55 61,33 *Verð til annarra iðnfyrirtækja en þeirra sem framleiða mjólkurvörur Fulltrúar bænda í verðlagsnefnd búvöru eru Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda og Haraldur Benediktsson, formað ur Bændasamtaka Íslands. Fulltrúar mjólkuriðnaðarins eru Magnús Ólafsson, forstjóri Auðhumlu og Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS. Fulltrúi ASÍ er Björn Snæbjörnsson, fulltrúi BSRB er Elín Björg Jónsdóttir. Formaður nefndarinnar er Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Telja íslenska geitastofninn upprunalegastan í Evrópu Um nokkurt skeið hafa dvalið á Háafelli í Borgarfirði breskir áhuga- og rannsóknarmenn um geitur, geitastofna og hreinleika þeirra. Þeir telja íslenska geitastofninn þann upprunalegasta í Evrópu. Hjónin Shirley og Les Goddyer eru hluti af hópi sem kallar sig British Feral Goat Research Group. Þau hafa í 12 ár stundað rannsóknir á hreinleika geitastofna í Evrópu, í sjálfboðavinnu. Til þess að skera úr um tegundina og hreinleika hennar nota þau meðal annars mælingar á eyrum geitanna, þar sem lengd, breidd, þykkt og lögun eru skoðuð. Á dögunum rættist draumur þeirra til margra ára um að koma til Íslands og rannsaka geitastofninn hér á landi sem talinn er sá ómengaðasti í Evrópu. Þau hafa dvalið á bænum Háafelli í Borgarfirði þar sem Jóhanna Þorvaldsdóttir bóndi hefur góðfúslega aðstoðað þau við rannsóknir á geitunum hennar. Að sögn þeirra hjóna hafa geitur fylgt manninum frá ómunatíð og haldið lífi í mannskepnunni, frekar en kindur, alla vega framan af. Það var með geitur eins og hundinn. Þær voru alltaf fyrir augunum á fólki, þóttu sjálfsagðar og enginn saknaði þeirra fyrr en þær voru farnar. En staðreyndin er sú að þær nýttust ekki síður fyrir manninn en sauðkindin. Allir áttu geitur, hvar sem menn stóðu í þjóðfélagsstiganum, en kindur áttu aðeins þeir sem meira máttu sín. Þar gæti verið komin skýringin á því af hverju ekkert er skráð um geiturnar þótt örnefni víða um lönd gefi til kynna Bændablaðið kemur næst út 10. september Íslenski geitastofninn er talinn vera sá ómengaðasti í Evrópu og hefur að líkindum haldist svo vegna einangrunar landsins. að þær hafi alls staðar verið. Saga geita er samofin menningu og sögu flestra landa í Evrópu. Varðandi íslenska geitastofninn er dapurlegt hversu fáir einstaklingar eru til hér á landi. Að líkindum eruð þið með hreinasta og upprunalegasta stofninn í Evrópu, vegna þess hve landið var einangrað, og þjóðin væri í raun að tapa hluta af menningu sinni ef þær hyrfu af sjónarsviðinu. Þið gerið ykkur kannski ekki grein fyrir því hversu mikil verðmæti þið eruð með í höndunum. Margar þjóðir vildu gefa töluvert til að hafa þessa sérstöðu á tímum þar sem verið er að reyna að bjarga dýrum í útrýmingarhættu með sértækum aðgerðum til að þau tapist ekki úr fánunni. Því miður er ekki nógu mikill skilningur meðal stjórnvalda Evrópulanda. Eftir því sem við vitum best eru það einungis Hollendingar sem greiða fyrir rannsóknir og verndun á sínum geitastofnum. Aðrar þjóðir mættu sannarlega taka sér þá til fyrirmyndar, segja Shirley og Les Goddyer. Nánara viðtal birtist við þau hjón í næsta Bændablaði. Birna Óvænt atvik Mánudaginn 10. ágúst síðastliðinn brá heimilisfólkið í Fremri-Gufudal í Reykhólahreppi sér í bíltúr fram í dal. Þar rákust þau á ær sem lá afvelta með lamb í burðarliðnum. Ærin virtist hafa legið afvelta í nokkra Við hvetjum menn til að stíga varlega til jarðar, segir Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri Blönduósbæjar en miklar líkur er nú taldar á að þar rísi gríðarstórt gagnaver Greenstone ehf. Arnar Þór bendir á að eigi er sopið kálið þó í ausuna sé komið, ekki sé því vert að fagna fyrr en útséð er um hver endalok málsins verða. Greenstone sem er í eigu íslenskra, hollenskra og bandarískra aðila hefur undanfarin misseri skoðað sveitarfélög víða um land með það í huga að reisa stórt gagnaver, byggingar þess verða um 160 þúsund fermetrar og þurfa um 128 ha lands. Ef af verður mun byggingin rísa í landi Blönduóss, sunnan bæjarins, meðfram Svínvetningabraut eða á milli brautarinnar og Blöndu. Vitanlega yrði það mjög þýðingarmikið fyrir byggðalagið hér, Blönduósbæ og nærliggjandi sveitar, Norðurland vestra og landið allt ef af þessari framkvæmd yrði. Hún er líka af þeirri stærðargráðu að hún hefði góð áhrif á endurreisn Íslands, þetta er það umfangsmikið verkefni og miklar fjárfestingar að þær skipta miklu máli fyrir fjárhag þjóðarinnar, segir Arnar Þór. Forsvarsmenn Greenstone skoðuð fjölmörg sveitarfélög með hugsanlegt gagnaver í huga, en kostir Blönduóss umfram önnur eru m.a. góður og greiður aðgangur að rafmagni frá Blönduvirkjun, góðar nettengingar, fremur kalt loftslag fyrir opnu hafi og þá er ekki hætta Hér standa þau Daníel, Hafrós, Tómas, Halldór og Arna Lea yfir kindinni sem að gefnu tilefni heitir Móðir Jörð og lambinu, sem að sjálfsögðu heitir Ágústína. tíma, tófan var búin að narta í hana og ljóst að hún hefði ekki lifað lengi í viðbót. Mannaferðir um dalinn eru sjaldgæfar og alger tilviljun að fólkið var þarna á ferð. Börnin úr þéttbýlinu, sem voru með í för, höfðu mjög gaman af að sjá lamb fæðast þótt ekki væri sauðburður. Eftir ómskoðun í vetur voru sex geldar ær settar hjá hrút. Þær gengu allar innan viku. Önnur ær sást í dalnum sama dag með tvö nýborin lömb. Líkur á að gríðarstórt gagnaver rísi við Blönduós Þarf um 128 ha lands undir byggingarnar Þann 21. ágúst sl. sendi fjarskiptasjóður frá sér tilkynningu um að sala á háhraðanettenginum, í tengslum við háhraðanetvæðingu Símans á landsbyggðinni, væri að hefjast (24. ágúst) í Skagafirði og Akrahreppi á fyrsta markaðssvæði. Sem kunnugt er samdi fjarskiptasjóður þann 25. febrúar á þessu ári við Símann hf. um uppbyggingu á háhraðanettengingum á tilteknum stöðum um allt land. Uppbyggingu kerfa er nú lokið á fyrsta markaðssvæði verkefnisins og við tekur sala, uppsetning og þjónusta. Í tilkynningu frá fjarskiptasjóði kemur fram að Síminn notar mismunandi tækni til þess að tengja hvern stað. Hraði tengingar er aðallega háður tækni og fjarlægð heimilis frá sendistöð. Tengingar í boði yfir 3G kerfi Símans verða 1Mb og 2Mb þar til eftir að uppbyggingu heildarverkefnisins lýkur. Eftir það verður boðið upp á pakka með meiri hraða. Hraði á ADSL tengingum fylgir þeim pökkum sem almennt eru í boði hjá Símanum á samningstímanum, með ofangreindum fyrirvara. Gervihnatta- og WiFi tengingar verða notaðar í undantekningartilvikum. Háhraðanetvæðing Símans á markaðssvæði 1 Uppsetning, búnaður og þjónusta Innifalið í uppsetningu er allur tengibúnaður hjá áskrifanda, þ.m.t. loftnet ef við á, lögn að húskassa eða tengibúnaði inni og viðtökubúnaður tilbúinn til notkunar. Síminn leggur þó ekki til búnað og uppsetningu fyrir söluaðila ADSL í heildsölu. Nokkrar vikur geta liðið frá því að pöntun er lögð inn og þar til uppsetning er framkvæmd. Önnur vinna og efni er ekki innifalið í þessu verkefni og þurfa notendur að greiða sérstaklega fyrir slíkt. Í tilkynningunni kemur fram að tengingin geti orðið fyrir einhverjum truflunum í fyrstu. Slíkt sé eðlilegt þegar um ný gagnaflutningskerfi sé að ræða. Gert er ráð fyrir sama uppitíma og á öðrum aðgangsnetum Símans, en þjónustan er sítengt og ótímamælt internetsamband. Innlent niðurhal er gjaldfrjálst og er innifalið erlent niðurhal háð áskriftarleið. Önnur þjónusta er háð söluaðilum. Pöntun á þjónustu og gjöld Fjarskiptasjóður hefur ekki milligöngu um sölu né samskipti notenda við sölu- eða þjónustuaðila. Símanum, sem verktaka fjarskiptasjóðs, ber að bjóða íbúum á náttúruhamförum á svæðinu, eins og t.d. eldgosum eða jarðskjálftum. Arnar Þór segir að menn bíði nú eftir að endanleg ákvörðun verði tekin en hennar megi vænta síðar í haust, innan nokkurra vikna. Gagnaverin munu verða í tveimur byggingum og verða lagðar kæliveitur í tveimur rösklega metrabreiðum risarörum. Arnar Þór segir vaxandi þörf og markað í heiminum fyrir gagnaver af þessu tagi, en verið sem um er rætt yrði búið öllum nýjustu tækjum og tólum. Á annað þúsund manns munu taka þátt í að reisa gagnaverið, en áætlanir gera svo ráð fyrir að um 120 varanleg störf verði til eftir að gagnaverið tæki til starfa. MÞÞ Sala á háhraðanettengingum hafin í Skagafirði og Akrahreppi þjónustu. Símanúmer söluvers Símans er Vænst er þess að aðrir söluaðilar netþjónustu bjóði íbúum þjónustu enda stendur það öllum söluaðilum til boða. Þeir sem panta tengingu innan fjögurra vikna frá upphafi sölu greiða ekki tengigjald. Símanum er heimilt að innheimta allt að kr. m/vsk. í tengigjald að þeim tíma liðnum. Söluaðilum er ennfremur heimilt að skuldbinda notendur í þjónustu í allt að 6 mánuði. Áskriftargjald Símans fylgir ADSL verðskrá fyrirtækisins hverju sinni fyrir sambærilega þjónustu óháð því hvaða tækni er notuð. Almennir notkunar- og viðskiptaskilmálar söluaðila mega gilda í þessu verkefni. Í tilkynningu frá fjarskiptasjóði segir að tímaáætlun getur breyst á verktímanum og verður stöðugt unnið að endurbótum á staðalistanum. Nánari upplýsingar um áætlun í uppbyggingu á einstökum stöðum má sjá á vef fjarskiptasjóðs, is. Tekið er við fyrirspurnum og ábendingum í netfangið fjarskiptasjodur@fjarskiptasjodur.is, en einnig má senda skrifleg erindi á samgönguráðuneytið merkt Fjarskiptasjóður. -smh

3 3 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Sýnishorn á stærðum frá BKT í landbúnaðardekkjum. Pitstop hefur hafið innflutning á dekkjum frá indverska framleiðandanum BKT. BKT er einn stærsti framleiðandi hjólbarða fyrir traktora, vinnu og iðnaðarvélar í heimi. BKT hefur einnig haslað sér völl í framleiðslu á dekkjum fyrir hjólaskóflur og stóra vörubíla (Búkollur). BKT framleiðir vörur sínar í samræmi við gæðavottun ISO 9000:2001 & ISO BKT TR135 BKT AS2001 BKT Agrimax 657 BKT Agrimax 765 BKT AS504 BKT MP600 BKT RT747 BKT EM936 BKT MP567 BKT TR459 BKT AW705 BKT TR882 BKT FLOT558 BKT FLOT648 Myndirnar hér að ofan sýna einungis lítið sýnishorn af þeim munstrum sem BKT hefur uppá að bjóða. PITSTOP útvegar þér öll dekk sem þig vantar hvort sem það er í búskapinn, á fólksbílinn, jeppann, vörubílinn eða önnur farartæki og vinnuvélar. Aðalsölunúmer og upplýsingar eru í símum , og er pitstop@pitstop.is / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /65 R /65 R / / / / / /85 R /85 R /85 R /85 R / / / /65 R /65 R /70 R /70 R /70 R /70 R /85 R /85 R /85 R /85 R / / / /85 R /65 R /70 R /70 R /85 R /85 R /85 R /85 R /85 R /70 R /70 R /70 R /70 R /70 R /85 R /85 R /85 R /85 R /80 R /85 R /80 R /90 R 46 Landbúnaðardekk Hjólaskófludekk Lyftaradekk Slöngur

4 4 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Norðurlandi Stærsta tromlujarðgerðarstöð í Evrópu tekur til starfa í Eyjafirði Jarðgerðarstöð Moltu ehf. í Eyjafirði hefur formlega tekið til starfa en stöðinni er ætlað að taka á móti lífrænum úrgangi af Eyjafjarðarsvæðinu og úr Þingeyjarsýslu. Stöðin er staðsett á Þveráreyrum í Eyjafjarðarsveit og er hún í meirihlutaeigu sveitarfélaganna í Eyjafirði, auk matvælafyrirtækja á svæðinu og fleiri aðila. Tilkoma stöðvarinnar er lykilskref í því að sorpurðun verði hætt á Glerárdal og þannig er með stöðinni stigið stórt og langþráð skref í Steingrímur J. Sigfússon ræsir vélarnar í jarðgerðarstöðinni í gegnum tölvustjórnbúnað. Jarðgerðarstöð Moltu ehf. á Þveráreyrum. Tilkoma stöðvarinnar er lykilskref í því að sorpurðun verði hætt á Glerárdal og þannig er með stöðinni stigið stórt og langþráð skref í umhverfismálum svæðisins. Hvenær kemur kjötverðið? Sunnlenskir sauðfjárbændur reyndu að draga kjötverð á komandi slátur- sama tíma og salan dregst saman. Þarf að losna við tonn af markaði Sauðfjárbændur bíða nú spenntir eftir því að sláturleyfishafar auglýsi verðskrá sína á þessu hausti. Landssamtök sauðfjárbænda hafa að vanda gefið út viðmiðunarverð þar sem gert er ráð fyrir því að vegið meðalverð hækki um 11% frá síðasta ári. Sláturleyfishafar bregðast svo við með því að auglýsa sitt verð í upphafi sláturtíðar. Þegar Bændablaðið fór í prentun var Fjallalamb á Kópaskeri eina fyrirtækið sem birt hafði verðtöflu sína. Verðskráin sem Fjallalamb birti var reyndar sú sama og í fyrra, að því frábrugðnu að nú er ekki gefið út neitt sérstakt útflutningsverð. Skýringin á því er sú að útflutningsskyldan hefur verið afnumin. Það þýðir að fyrir allt kjöt verður greitt svonefnt innanlandsverð sem er nokkru hærra en útflutningsverð. Við það hækkar heildarverðið sem bændur fá fyrir kjöt sitt. Það er hins vegar talsverður munur á verðskrá Fjallalambs og því viðmiðunarverði sem LS gáfu út. Herðið ykkur við skýrsluhaldið! Í kjölfar ákvörðunar um viðmiðunarverð héldu forystumenn í snögga fundaferð um landið. Haldnir voru fjórir fundir með sauðfjárbændum dagana 17. og 18. ágúst, fyrri daginn í Dalabúð og í Eyjafirði en seinni daginn á Egilsstöðum og í Heimalandi undir Eyjafjöllum. Tíðindamaður Bændablaðsins sótti síðastnefnda fundinn og fylgdist með líflegum umræðum um málefni sauðfjárræktarinnar fram eftir kvöldi. Alls sóttu tæplega 50 manns fundinn og var það talið til tíðinda að meðal fundarmanna voru tveir fulltrúar sláturleyfishafa. Fundarstjóri var Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri en fyrsti framsögumaður fundarins var Einar Ófeigur Björnsson úr Kelduhverfi sem greindi frá vinnu sem nú er í gangi við að koma upp kostnaðargrunni fyrir sauðfjárbú. Þar er byggt á gögnum sem bændur skila til Hagþjónustu landbúnaðarins og fleiri tölum, en gallinn við tölurnar er að bændur sem skila inn gögnum eru ekki nógu margir, auk þess sem oft vantar magntölur inn í þær. Þannig er oft ekki vitað hversu mörg kíló eru að baki tilteknum tölum. Fyrir vikið er erfitt að bera býlin saman. Hvöttu frummælendur eindregið til þess að bændur bættu sig hvað þetta varðar og sendu inn góð og fullnægjandi gögn. Tungnamenn lögðu á sig ferð austur undir Eyjafjöll til að ræða það sem brennur á sauðfjárbændum. Ljósið í myrkrinu: útflutningurinn Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður LS sté næstur í pontu og lýsti ánægju sinni með þessa fundaröð, hún gæfi forystunni gott tækifæri til að hitta sauðfjárbændur og það væri alltaf skemmtilegt. Það eru hins vegar ýmsar blikur á lofti í starfsumhverfi sauðfjárbænda. Þannig hefur framleiðslan verið að aukast og er nú komin í tæplega níu þúsund tonn á ári. Hins vegar segja sölutölurnar að sala dilkakjöts hafi dregist saman um 22% síðustu þrjá mánuði. Það sem helst veldur þessu er kaupmáttarrýrnun hjá almenningi og aukið framboð á svínakjöti. Ljóst er að neytendur hafa dregið úr lambakjötsneyslu og þá einkum látið dýrari hluta lambsins vera. Stuttur en snarpur sölukippur sem varð á lambakjöti skömmu eftir hrunið síðasta haust reyndist mýrarljós. Menn töldu að þá hefðu neytendur verið að nota tækifærið og fylla frystikistur sínar, en svo var ekki, þetta voru fyrst og fremst tilfærslur á milli aðila í sölukerfinu. Þetta sést líka á því að birgðir hafa aukist og eru komnar í tæplega tonn sem er 13% meira en á sama tíma í fyrra. Ljósi punkturinn í sölumálunum er hins vegar útflutningurinn. Hann hefur aukist um 150 prósent frá því í fyrra. Skýringin á þessu er að sjálfsögðu þróun gengis íslensku krónunnar enda hefur skilaverð til afurðastöðvar hækkað umtalsvert, eða úr 306 kr./kg á fob-verði árið 2007 í 582 krónur á fyrra helmingi þessa árs. Þetta er meðalverð fyrir alla hluta skepnunnar. Sigurgeir Sindri útskýrir framleiðslutölur. Hryggir og læri hlaðast upp Sindri skýrði síðan út aðferðirnar sem stjórn LS notaði við að ákvarða viðmiðunarverð en eins og áður sagði hækkar vegið meðalverð um 11%, úr 428 kr./kg í 475 kr. Innanlandsverðið hækkar ekki svo mjög, eða um 2,4%, en mestu munar um að útflutningsverðið hækkar um 41% frá því fyrra. Þá hækkar kjöt af fullorðnu um sömu prósentu og lambakjötið. Sindri sagði að því miður væru horfur á frekari útflutningi ekki sérlega góðar. Þar skipti mestu að verulegur samdráttur hefur orðið í innflutningi dilkakjöts til Noregs sem verið hefur besti markaðurinn fyrir íslenskt lambakjöt undanfarin ár. Í fyrra nam innflutningur Norðmanna á lambakjöti um tonnum en í ár er ekki búist við að hann verði meira en tonn. Á móti kemur að útflutningur Nýsjálendinga og Ástrala á lambakjöti hefur dregist mikið saman og við það hlýtur að opnast gat á markaði fyrr eða síðar. Að loknu erindi Sindra og stuttu ávarpi Sigurðar Eyþórssonar framkvæmdastjóra LS var mælendaskrá opnuð og urðu líflegar umræður sem snerust að verulegu leyti um það hvernig hægt væri að auka sölu á lambakjöti. Töluvert var spurt út í markaðsmál innanlands, hvort kjötinu væri nógu vel haldið að neytendum. Fram kom að talsverður hluti þeirra birgða sem nú hlaðast upp eru hryggir, læri og aðrir dýrir hlutar lambsskrokksins. Nokkrar umræður urðu um það hvort það væri sauðfjárræktinni til góðs að útflutningsskyldan var lögð niður og sýndist sitt hverjum. Sindri sagðist alltaf hafa umhverfismálum svæðisins. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, ræsti stöðina formlega. Jarðgerðarstöð Moltu er um margt áhugaverð, en hún er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu og getur annað um þúsund tonnum á ársgrundvelli. Stærð stöðvarinnar markast af því að geta afkastað háönn í úrgangi á svæðinu, þ.e. á haustin þegar sláturtíð gengur yfir. Stöðin er þannig uppbyggð að mjög einfalt er að bæta við tromlum og auka afköst hennar. Hugmyndir um byggingu jarðgerðarstöðvar má rekja til starfs innan matvælahóps Vaxtarsamnings Eyjafjarðar árið 2006 en í lok þess árs var haldinn kynningarfundur með fulltrúum sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Í kjölfarið hófust formlegar athuganir og undirbúningsferli sem leiddi til stofnunar Moltu ehf. Framkvæmdir við stöðina sjálfa hófust í ágúst 2008 og í júní sl. hófst reynslukeyrsla stöðvarinnar. Strax í næsta mánuði mun svo verða full nýting á stöðinni í sláturtíðinni. Vinnslan í stöðinni fer þannig fram að saman við lífræna úrganginn, sem að stærstum hluta er fisk- og sláturúrgangur, er í byrjun blandað stoðefnum, þ.e. pappír, timbri, grasi og garðaúrgangi. Með því fæst nauðsynlegt kolefni í jarðgerðina. Þessi blanda fer síðan í sex stórar tromlur þar sem jarðgerðarblandan hitnar og fer upp í að minnsta kosti 70 C. Þegar stöðin er á fullum afköstum eru um 250 tonn samtímis í tromlunum sex. Að umfangi getur jarðgerðarblandan rýrnað um sem næst 40% í þessu niðurbrotsferli. Út úr ferlinu kemur molta, sem þarf að fullverkast í um þrjá mánuði í mönum utan við stöðina og er hún þá tilbúin í frekari vinnslu. Moltan er verðmætt áburðarefni og nú þegar jarðgerðin er orðin að veruleika mun fyrirtækið einbeita sér að þróun á framhaldsvinnslu moltunnar. Í þeim þætti eru taldir ýmsir möguleikar sem skilað gætu fyrirtækinu frekari tekjum og skapað ný störf, en við moltugerðina eru um tvö störf á ársgrundvelli. Tækjabúnaður í jarðgerðarstöðinni er frá finnska fyrirtækinu Preseco og samanstendur m.a. af jarðgerðartromlunum og tilheyrandi móttökubúnaði, þ.e. hakkavélum, færiböndum og sniglum. Verkfræðifyrirtækið Mannvit á Akureyri kom að undirbúningi að stofnsetningu stöðvarinnar, bæði hvað varðar ráðgjöf um tæknilega útfærslu og hönnun húss. Byggingarframkvæmdir annaðist fyrirtækið Virkni ehf. Kostnaður við verkefnið í heild nemur rúmum 500 milljónum króna. MÞÞ Steinþór Skúlason í SS varðist fimlega. Sunnlenskir sauðfjárbændur fylgjast með umræðum. Til hægri má sjá Halldór í Holti punkta hjá sér en hann lagði til að hafin yrði á ný sauðasala til Bretlands. talið óréttlátt að sauðfjárræktin ein tæki að sér að tappa af markaðnum meðan aðrar greinar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því. Steinþór Skúlason forstjóri SS var hins vegar á því að útflutningsskyldan væri nauðsynleg til þess að hægt væri að hafa einhverja stjórn á markaðnum. Nú blasti til dæmis við að það þyrfti að losna við tonn af lambakjöti út af íslenskum kjötmarkaði, að öðrum kosti væri hætta á að allt færi í bál og brand með tilheyrandi kjötstríði og verðhruni. Halldór Gunnarsson í Holti stakk upp á því að málið yrði leyst með því að hefja að nýju sölu á sauðfé á fæti til Bretlands. Það fékk frekar dræmar undirtektir. Í lokin var nokkuð saumað að sláturleyfishöfum að þeir sýndu á spilin og segðu hvaða verð þeir hyggðust bjóða bændum fyrir lambakjöt í komandi sláturtíð. Þeir vörðust allra fregna og gera það raunar enn, að Fjallalambi undanteknu. ÞH

5 5 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Bændablaðið á netinu...

6 6 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Matthías Eggertsson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN Ræktarlandið okkar er auðlind BÚNAÐARÞING 2009 samþykkti ályktun sem vekur athygli á mikilvægi landbún- miklu máli fyrir fæðuöryggi, leggur grunn að fjölmörgum störfum um allt land og er efnahagslega mikilvægur, ekki síst á tímum þrenginga og gjaldeyrisskorts. Þingið hvatti landsmenn til þess að slá skjaldborg um landbúnaðinn til framtíðar og skoraði á stjórnvöld að taka afdráttarlausa afstöðu með íslenskum landbúnaði. Búnaðarþing 2008 skoraði á sjávarútvegs- sem fengi það hlutverk að finna leiðir til þess að tryggja varðveislu góðs rækarlands - jarða- og ábúðarlög. Það er m.a. markmiðið að stuðla að skynsamlegri landnýtingu með tilliti til fæðuöryggis þjóðarinnar og til eflingar búsetu í sveitum. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir að útfærsla á þessu kann að vera umdeild meðal bænda. Á nýafstöðnu þingi samtaka norrænna bændasamtaka, NBC, var samþykkt ályktun um loftslagsmál sem ágætlega er gerð skil hér í blaðinu. Bændur víða um heim munu gegna lykilhlutverki við lausn þessa vanda. Þörf er á að máta þessa heimsmynd við okkar landbúnað. Hér á landi höfum LEIÐARINN við sérstöðu að því leyti að nægilegt ræktarland er til staðar. Tryggja þarf að það nýtist sem best til framtíðar. Margir hafa gagnrýnt að nú sé gott kornræktarland úti í heimi tekið undir framleiðslu á lífdísel og öðrum orkugjöfum, það raski matvælaframleiðslunni. En hér á landi er nægt ræktarland, þannig að nýjar tegundir í fyrir er. Þróun í loftslagsmálum er alvarleg, en hún gæti gert það að verkum að við þurfum að auka ræktun hér á landi. Staða Íslands varðandi ræktunarland er gjörólík stöðunni annarsstaðar í nágrannalöndum, hvað þá því sem gerist í ESB. Það er jafnvel undirgangast reglur ESB um landbúnað að meira eða minna leyti, þó ekki væri nema af þessum ástæðum. Reglur þurfa hins vegar að vera til staðar sem tryggja að við Íslendingar njótum góðs af þeirri auðlind sem ræktunar- og beitarland er og það á að vera rými fyrir þær reglur ásamt sterkri hefð eignarréttar. Í flestum iðnvæddum löndum er einnig markviss stefna í landbúnaðarmálum. Markmiðin eru m.a. að tryggja fæðu- og framboði, auka fjárfestingu í langtíma framleiðsluferlum og mynda landfræðileg- Þannig næst að viðhalda samfélagslegu Íslendingar við þá þróun að þessi stýring verði eftirlátin stórfyrirtækjum innan ESB. Í núverandi stöðu bændastéttarinnar ógn af hugsanlegri ESB-aðild verða allir bændur að taka sér stöðu og verja sinn hag og stéttarinnar. Bændur verða að láta til sín taka í umræðum á héraðs- og landsvísu, skýra okkar málstað og leiða mönnum fyrir sjónir að standa þarf vörð um íslenskan landbúnað. EBL LOKAORÐIN Ekkert þunglyndi á dagskrá! Jæja, þá er sumarið farið að sýna á sér fararsnið. Við erum búin að njóta þess vel, enda veðrið hið ágætasta, í það minnsta fyrir okkur þéttbýlisbúa. Við þurfum náttúrlega ekki að mæla rakastigið á kornökrunum eða frostið látið okkur nægja að sleikja sólina og af henni hefur verið nóg í sumar, í það minnsta hér í höfuðborginni. löngum og ströngum fundum þar sem fjallað var um leiðindamál sem allri þjóðinni er meinilla við. Í stað þess að hitta kjósendur sína og njóta með þeim blíðunnar hefur sumarið farið í að binda kjósendum bagga um langa framtíð. Þeir bölsýnustu segja að Icesave-samningarnir stuðli að eyjum á síðasta áratug. Þá hvarf æskublóminn úr landi og kaus en baslið í Þórshöfn. Við hin sem ekki vorum bund- getum leyft okkur þá bjartsýni, eftir allt sólskinið, að aftur komi betri tíð með blóm í haga. Máli okkar til stuðnings getum við vísað til kannana Lýðheilsustöðvar þar sem ekki hafa fundist nein alvarleg teikn um almennt þjóðarþunglyndi, þrátt fyrir ítrekaða leit. Teymið sem sett var á laggirnar eftir hrunið og átti að ekkert að gera og var sent heim. Þannig hefur þessi þjóð alltaf tekið áföllum. Við erum vön því an ruggist dálítið. Þá fyrst færi nú um okkur ef okkur gengi allt í haginn. ÞH Bændur gegna lykilhlutverki í lausn loftslagsvandans Helsta umræðuefnið á fundi norrænu bændasamtakanna, NBC, sem haldinn var í Bændahöllinni dagana ágúst sl., voru loftslagsmálin. Það var engin tilviljun því Alþjóðasamtök búvöruframleiðenda, IFAP, hafa lagt mikla áherslu á að bændur fái sæti við samningaborðið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember á þessu ári. Það er mikil hreyfing á þessum málum í heiminum, ekki síst eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frum varp um þennan málaflokk í vor og rauf þar með þrúgandi þögn stærsta sökudólgsins sem staðið hafði í hartnær áratug. Svo einkennilega sem það hljóm ar var landbúnaði heimsins alveg haldið utan við Kýótó-bókun ina á sínum tíma. Samt blasir það við að bændur heimsins hafa mikið fram að færa við lausn á bar ist fyrir því að þetta breytist í gengur eftir, Sameinuðu þjóðirnar hafa fallist á að fulltrúar bænda fái sæti við samningaborðið. Lausnin liggur í landbúnaðinum Á fundi NBC var gengið frá drögum að ályktun sem stjórninni er falið að koma í endanlegt horf áður en hún verður afhent Ráðherraráði Norðurlanda með ósk um að þeir geri sjónarmið bænda að sínum á Mikil vinna hefur verið lögð í þetta á vettvangi norrænu bændasamtakanna og hafa Danir verið leiðandi í þeirri vinnu. Jan Laustsen frá dönsku bændasamtökunum skýrði frá um ræðum sem urðu á fundi sem haldinn mannahöfn í lok maí á þessu ári. Þar settu samtökin fram stefnu í loftslagsmálum undir yfirskriftinni Farmers Solutions Lausnir bænda. Þar var bent á að vandinn sem bændur heimsins standa frammi fyrir um þessar mundir er krafa að bændur taki þátt í því að leysa loftslagsvandann með því að draga úr losun eða koma með mótvægi við hana, en á sama tíma hvetja Sameinuðu þjóðirnar þá til að auka matvælaframleiðsluna um helming á næstu tveimur áratugum. Laustsen sagði að í umræðunum hefði komið fram að loftslagsvandinn byggi bæði til sigurvegara væntanlega birtast þannig að auknir þurrkar og vatnsskortur dregur úr framleiðslunni í sunnanverðri álfunni, en aukin hlýindi geta styrkt Norðurlönd sem þar að auki standa flest hver vel hvað varðar aðgang að vatni. Það væru því bæði ógnanir en ekki síður sóknarfæri fyrir bændur í stöðunni. Engar lausnir án bænda Hvað loftslagsvandann áhrærir þá sjá menn fyrir sér að bændur geti gegnt lykilhlutverki við lausn hans, eins og margir ræðumenn á fundi NBC bentu á. Þar er fyrst til að taka að öll framleiðsla á lífeldsneyti, hverju nafni sem það nefnist, byggist á framtaki bænda, hvort sem um etanól úr sykri, timbur úr skógum til brennslu, vindmyllur sem rísa á

7 7 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Í umræðunni Rúmlega 100 manns tóku þátt í fundi NBC en hér er hópurinn saman kominn á tröppunum við kirkjuna í Reykholti. Gestirnir voru frá öllum Norðurlöndunum, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi. Norrænir bændur á Íslandi Dagana ágúst sl. héldu samtök norrænna bænda, NBC, aðalfund sinn í Reykjavík. Að því tilefni komu hingað til lands rúmlega 100 gestir sem nýttu tímann vel til fundahalda en einnig til þess að skoða landið. Samtökin héldu upp á 75 ára afmæli sitt hér á landi og setti það hátíðlegan brag á fundinn að þessu sinni. Fyrsti dagurinn var að verulegu leyti miðaður við áhrif efnahagskreppu og loftslagsbreytinga í heiminum á bændur og landbúnaðarstefnu. Roger Johnson, formaður National Farmers Union í Bandaríkjunum, var gestur fundarins og hélt erindi um loftslagsbreytingar sem fjallað er um hér á opnunni. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra talaði um efnahagskreppuna og áhrif hennar hér á landi og allir formenn norrænu bændasamtakanna tóku til máls og greindu frá stöðunni í sínu heimalandi. Um kvöldið var hópnum boðið í móttöku á Bessastaði þar sem Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti hópnum. Síðar um kvöldið var hátíðarkvöldverður á Hótel Sögu þar sem Jóni Eiríkssyni bónda á Búrfelli voru veitt menningarverðlaun NBC en á bls. 12 er viðtal við verðlaunahafann. Á öðrum degi var farið í skoðunarferð um Borgar fjörðinn þar sem» Unnsteinn Snorri Snorrason starfsmaður BÍ að leiðbeindi helstu forvígismönnum dansks landbúnaðar um sviðaát á Hesti. Í þrautakóngi sem Unnsteinn stjórnaði kepptu Norðurlandaþjóðirnar m.a. í sviða- og hákarlsáti, neftóbaksfimi, girðingarvinnu og sönglistum. Jón Eiríksson tók við menningarverðlaunum NBC úr hendi Haraldar Benediktssonar í hátíðarkvöldverði sem haldinn var að tilefni 75 ára afmælis samtakanna. Í þakkarræðu Jóns sagði hann að mikil líkindi væru með starfi listamannsins og bóndans - bæði störfin fælu í sér mikla vinnu en lítið kaup!» Það var þröng á þingi í móttöku sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt á Bessastöðum fyrir fundargesti. Erna Bjarnadóttir og Haraldur Benediktsson stjórnuðu fundi NBC en sl. tvö ár hefur Ísland farið með formennsku í samtökunum. gesti m.a. heimsóttu Landnámssetrið í Borgarnesi, Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri, Reykholt, Barnafossa, hrossaræktarbúið Skáney og fjárræktarbúið á Hesti. Þriðja og síðasta daginn var m.a. greint frá starfi vinnuhópa og gengið frá stjórnarskiptum í samtökunum. Haraldur Benediktsson, formaður BÍ lét, af starfi forseta NBC en við keflinu tóku Svíar sem fara með formennsku næstu tvö árin. /TB MÆLT AF MUNNI FRAM Mikill bjöllukonsert hljómaði frá Alþingi fyrr í sumar. Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, mátti hafa sig alla við í stjórn á Framsóknarforystunni. Þetta minnti á talsvert uppnám forðum daga þegar fyrrum forseti þingsins, Halldór Blöndal, mundi ekki glöggt nafn eins þingmannsins. Eftir allnokkra umhugsun nefndi hann þingmanninn Ragnheiði Ástu Stefánsdóttur. Nokkuð fjarri réttu lagi að vísu, en vissu þó allir við hvern var átt. Nú á dögunum orti Pétur Stefánsson um nýjasta bjöllukonsertinn: Við Austurvöll er Alþingshöll, þar óma köll um hauður. Stjórnar öllu inni snjöll, Ásta bjöllusauður. Það var einnig í júlímánuði að við, prestar og kirkjuverðir Dómkirkjunnar, sátum fyrir dyrum úti í blíðskaparveðri. Útför var afstaðin og undirbúningur næsta dags framundan. Þar sem við sátum í blíðunni og leyndum ekki vellíðan okkar ók upp að ráðherrabíll. Þar var fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, fölur nokkuð en allhress að vanda sínum. Enn væri brekka eftir í þingstörfum og ekki þýddi annað en halda sig við efnið svo lengi sem þurfa þætti. Að loknu nokkru spjalli kvaddi Steingrímur J. með vísu: Leikur sól við laufið grænt sem ljúft í blænum kliðar. Sumrinu öllu af mér rænt, utan nokkurs friðar. Magnús Sigurðsson á Gilsbakka lést fyrr á þessu sumri. Hann var bændahöfðingi, hann var glöggur og víðlesinn maður sem stóð föstum fótum á íslenskri jörð og í mennt og menningu þjóðarinnar. Magnús var einnig góður hagyrðingur. Hann orti t.d. er hann var gestur þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, og Margrétar konu hans, í Jórutúni á Ölfusárbökkum. Þar var hann ásamt borgfirskum sauðfjárbændum og skildi vísu eftir í gestabók heimilisins: löndum bænda eða aðrar virkjanir til framleiðslu á orku. Megnið af þeim endurnýjanlegu orkulindum sem gætu leyst olíu og kol af hólmi eru í höndum bænda. Í öðru lagi geta bændur lagt fram ýmiss konar mótvægisaðgerðir gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Þar hefur verið bent á aukna skógrækt, breytta landnotkun, landgræðslu og endurheimt votlendis. Í þriðja lagi geta bændur breytt búskaparháttum sínum að einhverju leyti til þess að draga úr þeirri losun sem landbúnaðurinn veldur. Reiknað hefur verið út að sú losun sé allt að 12% heildarlosun ar gróðurhúsalofttegunda. Þar eru þó ákveðnir hnökrar á því stór hluti losunarinnar á sér upptök í lífrænum ferlum, svo sem gasmyndun í iðrum búfjár, sem erfitt getur reynst að breyta svo nokkru nemi. En vissulega má laga ýmislegt, svo sem fóður- og áburðarnotkun, ræktunaraðferðir og fleira. Í því samhengi er athyglis vert að skoða hver niðurstaðan varð í meðförum fulltrúadeildar Banda ríkjaþings á áðurnefndu lagafrumvarpi um loftslagsmál. Roger Johnson for seti National Farmers Union greindi fundarmönnum NBC frá því að náðst hefði samkomulag um að sú losun sem verður í bandarískum landbúnaði, um 7% heildarlosunarinnar, verði ekki talin með þegar kröfur um samdrátt losunar verða hertar. Ástæðan fyrir því er sú, að sögn Johnson, að búrekstur er dreifður um allt land og rekstrareiningar iðulega smáar. Þess vegna yrði eftirlit með því hver raunveruleg losun væri mjög erfið í framkvæmd. Eðlilegt rekstrarumhverfi Á hinn bóginn er gert ráð fyrir því að bændur séu virkir þátttakendur á markaði fyrir losunarheimildir, það sem í Bandaríkjunum er kallað Cap and Trade. Þá geta þeir sem ekki eiga hægt með að draga úr losun keypt sér losunarheimildir í formi mótvægisaðgerða, svo sem skógrækt eða framleiðslu lífeldsneytis. Hingað til hefur vafist fyrir mönnum að koma upp slíku kerfi sem nær til alls heimsins. Evrópusambandið hefur sett upp eitt kerfi og Bandaríkin annað, en eins og Jan Laustsen nefndi á NBCfundinum er mikilvægt að koma sem fyrst upp alþjóðlegu kerfi sem byggist á því að sama verð sé á losunarheimildum um allan heim. Slíkt kerfi er í raun forsendan fyrir því að bændur geti tekið þátt í viðskiptum með losunarheimildir og mótvægisaðgerðir. Sumir hafa túlkað þetta á þann veg að þarna sé bændum rétt lýst, þeir séu bara að koma sér upp enn einum ríkisspenanum. Viðbrögð danska matvæla ráðherrans við fundi IFAP í vor voru einmitt á þessa lund en Michael Brockenhuus-Schack, forseti dönsku bændasamtakanna, er þessu ekki sammála. Í viðtali við Bænda blaðið svaraði hann þessu: Það er eftirspurn eftir því að draga úr losun, en það kallar á framkvæmdir og aðgerðir sem einhver verður að borga fyrir, hvort sem það er aukin framleiðsla á lífeldsneyti eða öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum eða skógrækt. Þetta geta bændur boðið fram en að sjálfsögðu þarf einhver að greiða fyrir það. Þess vegna þarf að búa til eðlilegt rekstrarumhverfi utan um þessar viðskipti. Á þann hátt er hægt að virkja hugmyndaauðgi og framtak einstaklinganna til þess að setja fram hugmyndir að nýjum lausnum. Við megum ekki líta á hlutina einangrað heldur verðum við alltaf að hafa heildamyndina í huga. Við búum ekki bara til tækni sem leysir loftslagsvandann, hún þarf einnig að takast á við allt hitt, auka matvælaframleiðsluna og tryggja nægt framboð á hollum mat sem framleiddur er í anda dýraheilbrigði og umhverfisverndar. Þetta er mjög flókið verkefni og verður ekki leyst nema í samstarfi við bændur. Það er ekki verið að búa til nýtt styrkjakerfi fyrir bændur. Þeir eru hluti af lausninni og ef við ætlum að ná árangri verður að komast á gott samstarf bænda og stjórnmálamanna. Danir metnaðarfullir Af þessum umræðum má draga þá ályktun að afskipti bænda af loftslagsmálum séu rétt að hefjast. Brockenhuus-Schack sagði að nú væri brýnt að samtök bænda um allan þrýstu á ríkisstjórnir sínar til þess að hleypa bændum að samningaborðinu í Kaupmannahöfn. Bændur verði að vera hluti af þeirri lausn sem þar verður reynt að ná. Greinilegt er að Danir taka þessa ráðstefnu mjög alvarlega og leggja metnað sinn í að hún skili raunverulegum og áþreifanlegum árangri í baráttunni við hlýnun andrúmsloftsins. Í máli Jan Laustsen kom fram að auðvitað myndi koma upp ágreiningur, bæði við samningaborðið og ekki síður þegar nýr sáttmáli kemur til framkvæmda. Menn muni deila um hver eigi að axla hvaða byrðar, hvaða land eigi að nota til matvælaframleiðslu og hvað skuli tekið til annarra hluta. Í Kaupmannahöfn verður hins vegar reynt að ná undirskrift sem allra flestra þjóða undir sáttmála semleysir Kýótó-bókunina af hólmi. Þar verður hlutur landbúnaðarins eflaust mikill og bændur þurfa að vera undir það búnir að bretta upp ermarnar á þessu sviði þegar fram í sækir. ÞH Á Selfossi gerði ég stuttan stans, stirndi á ánni í sólarglans. Nú hef ég komið mér til manns og migið í klósett ráðherrans. Og kominn á slóðir Guðna og Margrétar hlýðir til að rifja upp vísu Péturs Ingva Péturssonar læknis frá Höllustöðum. Norðanmenn riðu suður undir forystu Guðmundar Birkis Þorkelssonar frá Laugarvatni. Guðni tók á móti þeim. Guðni er bæði prestlega og spámannlega vaxinn. Hann skenkti ferðalöngum viskístaup og kvaðst fyrirgefa þeim syndir fyrir sitt leyti. Pétur læknir mælti þá þessa vísu af munni fram: Indæl gerist ævin mín er ég fullur loksins. Skenkir okkur skíra vín skásti maður flokksins. Mál að linni. Umsjón: Hjálmar Jónsson hjalmar@domkirkjan.is

8 8 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Lopapeysan er Íslendingsins tákn Handverkshátíðin í Hrafnagili er árviss viðburður og fór að þessu sinni fram dagana ágúst. Það var í 17. sinn sem hátíðin er haldin og að sögn aðstandenda tókst hún ákaflega vel, aðsókn góð og um 100 einstaklingar og félög tóku þátt. Að vanda var fenginn maður úr öðrum landsfjórðungi til að setja hátíðina og að þessu sinni var það Guðni Ágústsson fyrrum landbúnaðarráðherra sem hlaut hnossið. Hér á eftir fer hluti af opnunarræðu Guðna. Enn á það við sem segir í Hávamálum að maður er manns gaman. Nú helgum við þessa hátíð sérstaklega sauðkindinni og öllu því sem henni tengist. Þessari undraskepnu sem var Íslendingum haldreipi og lífgjöf í gegnum aldirnar. Íslenska sauðkindin er engri annarri sauðkind lík. Lambið fæðist útí guðsgræna náttúruna á vorin. Það fylgir móður sinni til fjalla, drekkur móðurmjólkina, teygar tært vatn úr lækjum og lindum, bítur gras sem vex undir sól og regni allt upp að jökulröndinni. Smalinn fer uppí fjöllin þegar haustar, ríðandi á fangreistum gæðingi með hund sinn og mal að sækja féð. Einstakt ævintýri sem færir hvert mannsbarn að hjarta landsins. Íslenskt ævintýri sem heimsborgarinn vill eiga hlutdeild í með okkur. Það fylgir haustinu gleði smalans, söngur hans og þjóðin öll verður að brosandi sveitamönnum, réttarstemmningin á ekki sinn líka hún er íslensk en í senn alþjóðleg af því hún er sprottin frá hjartanu. Það er eitthvað svo gott og gefandi við hana, þessi gleði brýst fram í sakleysi sínu, hún er án allrar tilgerðar, hreykir sér ekki. Hvað er nú listrænna en íslenska lopapeysan? Hún prýðir barm fallegu stúlkunnar í heimsborginni eða unga knattspyrnumannsins, hún fer heimshorna á milli peysan okkar. Er prýði og heldur utan um allar kynslóðir, afann og ömmuna, pabbann og mömmuna, táninginn og barnið litla. Lopapeysan brúar í raun kynslóðabilið. Lopapeysan er afurð íslensku sauðkindarinnar og íslensku listakonunnar sem lærði barn að aldri að prjóna við skörina hjá henni ömmu. Nú í skugga kreppu útrásardólganna sem gömbluðu með fjármuni okkar og fé er þjóðinni kalt við hjartað. Þá grípur hún til lopans til að orna sálinni og gleyma raunum hversdagsins, nú hefur sala á lopa fjórfaldast. Að ofan má sjá verðlaunagripi úr opnum flokki samkeppninnar Þráður til fortíðar sem Sigurlína Jónsdóttir hlaut. Til hægri er svo Handverks maður ársins 2009: Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir. Sauðkindin var það heillin Sauðkindin var okkur allt í gegnum aldirnar. Landið var fallegt þar sem beitin var góð fyrir sauðfé. Afurðir hennar voru verkefni baðstofunnar að spinna ull og kemba. Fólkið kvað rímur og söng. Aðrir skáru skínandi myndir í askinn sinn. Sauðasalan opnaði leiðina til viðskipta og ungt fólk sveitanna og landsins komst til mennta. Allir okkar peningar eru tengdir fé og fjármunum. Af því þessi hátíð er tengd sauðkindinni ætla ég að gamni mínu að fara í orðaleiki til að sýna ykkur hvað blessuð sauðkindin auðgar málið okkar undurfríða. Allt snerist um sauðfé. Bjartur í Sumarhúsum sem er hinn sanni Íslendingur lét sauðkindina ráða og ganga fyrir öllu. Við erum sauðþrá þjóð bæði sá ærlegi og hinn hrútleiðinlegi eiga það sameiginlegt með þeim sauðheimska að vera sauðspakir Íslendingar. Hugsið ykkur það í Júdeu forðum og á Betlehemsvöllum þá voru það sauðahirðar sem fyrstir fengu fregnina um jesúsbarnið svo var það lagt í jötu sauðkindarinnar í fjárhúsinu, guð hafði velþóknun á fjárhirðunum. Icesaverollan er pestarfé Steingrímur okkar joð fjármálaráðherra tengt er ráðherranafnið fé Póló á Íslandi!? Margt gott kemur með kreppunni. Bráðum gengur Ísland í Evrópusambandið og þá geta loksins tæka tíð að undirstrika mikilvægi þess að ekki megi stefna framtíð þessa hrossastofns í hættu, hinir og þessir athafnamenn að það beri að vernda hann sem látið gamla drauma rætast. Þá verður loksins hægt að flytja inn t.d. póló-hesta eða arabíska gæðinga! Heilaga kýrin í ESB-stefnu og þjóðar- og menningarverðmæti og að innflutningur annarra hrossakynja eða heimflutningur útfluttra hrossa komi ekki til greina. Álit lögum er nefnilega hið óhindraða, sérfræðinga í smitsjúkdómum frjálsa flæði á vörum og þjónustu. Fullyrt er að nánast EKKERT geti stöðvað eða breytt ákvæðum um þetta flæði og það verði bara hlegið að íslensku sendinefndinni ef hún færi að nefna að Íslendingar vilji banna innflutning á hrossum. Í þýska vikuritinu Die Zeit birtist fyrir nokkru átta blaðsíðna grein undir yfirskriftinni Dans á eldfjallinu. Þar var m.a. varpað fram spurningunni: Íslensku hestarnir tilheyra þeir bara fortíðinni eða líka framtíð landsins? Framtíð ÍSLENSKA Íslandshestsins er einungis tryggð ef íslenska samninganefndin gerir sér grein fyrir gífurlegu verðmæti hrossa stofnsins. Nefndin verður í hrossa (þeir eru til og örugglega til taks hjá FEIF) þurfa að liggja fyrir strax á fyrstu stigum samninganna. Menn sem þekkja til siða og samningaferla hjá Evrópusambandinu vara eindregið við því að bíða og huga að slíkum smámálum á seinni stigum. Víti til varnaðar er staðan sem þýskir hrossaræktendur og hestahöndlarar komu sér í óvart vegna þess að hjá Þýska landssambandinu FN, sem er stórt og mikið bákn, var ekki nægilega fylgst með samningum um landbúnaðarmál og m.a. hrossaverslun. Þjóðverjar sitja uppi með hreint og klárt geggjuð lög þess efnis að sá sem kaupir hest getur látið kaupin ganga til baka allt að TVEIMUR hann á tvo kosti í icesavemálinu, hætta að vera svona kindarlegur og gerast ærlegur og hafna nauðasamningi Bretanna. Ærlegir menn semja ekki við þjóð sem hefur lýst Ísland gjaldþrota og beitt sauðsvartan almúgann hryðjuverkalögum. Við gjöldum slíkum mönnum rauðan belg í staðinn fyrir gráan. Berjumst með hrútshornum til sigurs. Steingrímur á að líta í fjárbók þeirra Gunnarsstaðamanna þar eru orð sem kunna að leiða hann á rétta braut. Hann má ekki draga icesaverolluna í okkar dilk, hún er óreiðufé kolsvört og kollótt í tveimur reifunum. Icesaverollan er pestarfé sauðsvartra fjárplógs eða fjártökumanna. Icesaverollan er breskur fjárstofn með hala en ekki dindil. Icesaverollan fer á uppboð réttastjórans eða hreppstjórans í Evrópusambandinu. Hér má ég auðvitað ekki flytja langa rollu né neina lofrollu um ykkur Eyfirðingana. Faðir minn Ágúst á Brúnastöðum flutti hinsvegar stundum langarollu þegar hann skammaði íhaldið, ég nefni nú íhaldið af því að á þeim árum ÁRUM eftir að kaupin hafa farið fram. Er nokkur furða þótt allt sé logandi í málaferlum? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og vonandi bera Íslendingar gæfu til að velja menn til Brüsselfarar sem skilja að sumt er og verður aldrei til sölu og að samningamenn hafi fullan stuðning ráðamanna. Karola Schmeil (Höfundur er þýskur lögfræðingur og hestamaður) Þýðing: Petar Behrens Guðni Ágústsson setur hátíðina. þurfti ekki að eyða púðri á kratana, þeir voru jafn sjaldgæfir til sveita og fjórlemd ær var í þá daga. Sauðkindin fór hinsvegar á íslenska peningaseðilinn 1936, það var fjárrekstur við Gaukshöfða í Þjórsárdal og Jón Sigurðsson forseti hinumegin Aftur kom fjárrekstur á peningaseðil 1961 með Heklu í baksýn og Tryggva Gunnarsson hinumegin. Þeir fóru líka á peningaseðla Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. En engum hefur dottið í hug að setja Ólaf Ragnar Grímsson forseta á peningaseðil með sauðfé enda er hann enginn sauður einsog við vitum. Forystuærin vitrari en prófessorarnir Sveitafólkið klæddist ullarnærfötum árið um kring klæddi af sér hita og kulda. Þegar ungi maðurinn hélt í verið kom gamla konan með ullarflóka og sagði. Hafðu hann um lífið og átti við brjóstið til að forðast lungnabólguna sem margan lagði af velli. Ullarfötin bjarga lífi enn bæði í eldvoða og á sjó og fjöllum. Á sama tíma er þessi afurð sauðkindarinnar tískuvara um heim allan. Svo er það forystuærin með mannsvitið sem leiðir hjörðina í gegnum hríð og sorta og veit allt og kann allt. Íslenska sauðkindin er í Bandaríkjunum bændurnir þar sögðu mér að forystuærin væri vitrari en allir prófessorar landsins til samans. Hún kæmi nefnilega heim með alla hjörðina úr skóginum þegar úlfurinn nálgaðist. Samt eru smalamennskur vandamál víða á Íslandi. Þegar Íslendingar smala sauðfé eða lenda í steypuvinnu verður allt sjóðandi vitlaust. Smalamennskunni fylgir það að oft verður bóndinn og hundurinn vitlausir úr bræði og féð fer útum allt. Á sunnlenskum bæ hótaði bóndinn að skipta um fjárstofn af þessum sökum féð varð alltaf snarvitlaust. Þá greip húsfreyjan í taumana í næstu smalamennsku sendi hún bónda sinn af bæ og lokaði smalahundinn inni. Einsog við manninn mælt, allt féð rann til réttar. Íslenska lambið er svo auðvitað guðslambið sjálft og dásamlegt er það, við étum það upp til agna. Svo getum við spurt hvaðan kom þetta fólk með þetta fé og þennan hest. Margt bendir til að við séum minna skyldir Norðmönnum en talið var. Komum við að austan, vorum við víkingastofn sem vel ríðandi og vel búandi, vel skrifandi og vel meinandi í lögum og réttlæti fór Evrópu þvera og endilanga? Ég vil svo óska Eyfirðingum til hamingju með hina árlegu handverksýningu. Skáldið Halldór Laxness var heimsborgari en Íslend ingur söguþjóðarinnar sem alltaf var höfðingjadjarfur og lagði þetta til málanna: Ég ætla að tala við kónginn í Kína og kannski við páfann í róm og hvort sem það verður til falls eða frægðar þá fer ég á íslenskum skóm. Já við förum það á íslenskum skóm, þannig höfum við séð og sigrað. Handverksýningin 2009 er sett. Gleðilega hátíð! Bann við innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti í nýju matvælafrumvarpi Hið svonefnda matvælafrumvarp var lagt fyrir Alþingi í þriðja sinn 8. júlí síðastliðinn. Eins og kunnugt er mætti það mikilli andstöðu bænda þegar það var lagt fram í upphafi. Einkum og sér í lagi voru bændur andsnúnir því að leyft yrði að flytja inn til landsins hrátt eða lítt saltað ófrosið kjöt. Bentu bændur á að slíkur innflutningur myndi stofna íslenskum búfjárstofnum í stórhættu ef hingað til lands bærist sýkt kjöt. Í frumvarpinu nú er tekið fyrir slíkan innflutning. Í frumvarpinu segir að 10. grein laganna skuli orðast svo: Til að hindra að dýrasjúkdómar berist til landsins er óheimilt að flytja til landsins eftirtaldar vörutegundir: hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, bæði unnar og óunnar, alidýraáburð og rotmassa blandaðan alidýraáburði. Með þessari grein má telja að tekið sé fullt tillit til athugasemda Bændasamtaka Íslands þar sem lagst var gegn því að innflutningur á hráu, ófrosnu kjöti yrði leyfður. Í umsögn með frumvarpinu segir að innflutningsbanni sé viðhaldið með það að markmiði að tryggja núverandi stöðu sjúkdómavarna vegna dýra og manna, og er þá ekki síst höfð í huga langvarandi einangrun búfjárstofna okkar sem reynslan hefur sýnt að geta verið sérlega næmir fyrir sjúkdómum sem litlum skaða valda í öðrum löndum. Þá er einnig tiltekið í umsögn með frumvarpinu að beita eigi 13. grein EES-samningsins þar sem fram kemur að leggja megi á innflutning, útflutning eða umflutning vara bönn eða höft sem réttlætast af vernd lífs og heilsu manna eða dýra eða gróðurvernd þrátt fyrir að magntakmarkanir eða samsvarandi ráðstafanir á innflutningi séu almennt bannaðar skv. 11. gr. EESsamningsins. Bændasamtökin kölluðu eftir að fjallað yrði um vilja stjórnvalda til að beita þessum ákvæðum og er það nú gert í frumvarpinu. Má því segja að í mjög viðamiklum atriðum sé komið til móts við kröfur bænda um lagfæringar á frumvarpinu frá síðustu gerð þess. Litlar líkur til að frumvarpið verði afgreitt á yfirstandandi þingi Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpinu 23. júlí síðastliðinn. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Nefndin hefur kallað eftir umsögnum hagsmunaaðila og Bændasamtakanna þar á meðal og er frestur til að skila umsögninni til 17. september næstkomandi. Að sögn Eiríks Blöndals framkvæmdastjóra Bændasamtakanna verður farið ítarlega yfir frumvarpið á nýjan leik. Ljóst sé að komið hafi verið verulega til móts við athugasemdir Bændasamtakanna en enn eigi eftir að sníða af einhverja agnúa. Meðal þeirra séu breytingar á embættum héraðsdýra lækna en tryggja þurfi að dýr um og þeim sem halda búfé sé tryggð örugg dýralæknaþjónusta óháð búsetu. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins eru litlar sem engar líkur á að frumvarpið verði afgreitt á yfirstandandi þingi. Væntanlega mun ráðherra því þurfa að mæla fyrir því á nýjan leik á haustþingi og fer frumvarpið þá aftur í nefnd. Hins vegar má ætla að ekki verði talið nauðsynlegt að kalla eftir umsögnum hagsmunaaðila að nýju. fr

9 9 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Hér með er auglýst öðru sinni eftir umsóknum um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt skv. ákvæðum núgildandi sauðfjársamnings. Reglur um úthlutun og umsóknareyðublöð er að finna á en skila ber umsóknum til BÍ fyrir 1. október næstkomandi. Remfló ehf. er stöðugt að leyta leiða fyrir bændur og nú höfum við hafið innflutning á vörum frá hollenska framleiðandanum BEEREPOOT - allt fyrir mjaltir - Um er að ræða mjög vandaða vörulínu sem við erum stoltir af að bjóða bændum til nýframkvæmda og endurbóta Innréttingar í fjós og legudýnur í bása Gúmmidúkur í biðpláss og undir flórsköfur Renalux mænisopnun í gripahús Drykkjarker í gripahús Remfló ehf. - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: Netfang: sala@remflo.is - Veffang:

10 10 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Miklar umræður hafnar um loftslagsmálin í Bandaríkjunum Roger Johnson forseti National Farmers Union ávarpaði fund norrænna bænda í Bændahöllinni Meðal gesta á fundi NBC í Bændahöllinni á dögunum var áhrifamaður úr röðum bandarískra bænda, Roger Johnson formaður National Farmers Union. Þau samtök voru stofnuð árið 1902 og telja um félagsmenn sem búa einkum á fjölskyldubýlum og smærri búgörðum. Eins og fleiri samtök í Bandaríkjunum um þessar mundir eru bændasamtökin þar ákaflega upptekin af loftslagsmálunum og um það fjallaði ræða Rogers Johnson á fundi NBC. Johnson er frá fylkinu Norður- Dakota og greindi frá því að þar byggju margir af norrænum uppruna, meðal annarra hann sjálfur sem á sænska ömmu og norskan afa í föðurætt. Hann hefði því tekið fagnandi boði um að ávarpa fund norrænna bænda hér á landi. Norrænir bændur tóku virkan þátt í því þegar bandaríska bændastéttin fór að skipuleggja sig í samvinnufélögum í upphafi liðinnar aldar. Á þessum tímum var nútímatækni að ryðja sér til rúms og bændur fengu þau skilaboð frá hinum frjálsa markaði að það borgaði sig engan veginn að leggja til þeirra rafmagn og síma eða skaffa þeim önnur nútíma þægindi. Þeir urðu því að taka höndum saman og stofna samvinnufélög um þessar nauðsynjar. Það sama gilti um markaðsmálin, það var erfitt fyrir bændur á strjálbýlli svæðum að koma vörum sínum á markað og umboðsmenn tóku mikið fyrir sinn snúð. Þá var það samvinnan sem skilaði árangri. Stefnubreyting að verða Roger Johnson er þriðji ættliðurinn sem yrkir jörðina í Turtle Lake í Norður-Dakóta. Hann hefur lengi starfað að félagsmálum bænda og gegndi um árabil embætti yfirmanns landbúnaðarmála í fylkinu áður en hann tók við núverandi embætti forseta NFU fyrr á þessu ári. Hann átti meðal annars mikinn þátt í endurskoðun laga um starfsumhverfi bænda, svonefndan Farm Bill, sem samþykkt voru í fyrra. Það var fróðlegt að heyra Johnson segja frá umræðum sem orðið hafa í bandarísku samfélagi að undanförnu um loftslagsmál, en eins og kunnugt er voru þau ekki ofarlega á dagskrá fyrrverandi forseta, George W. Bush. Nú er að verða alger stefnubreyting þar á, Obama forseti hefur lagt mikla áherslu á að ný lög um loftslagsmál verði samþykkt og hefur honum orðið töluvert ágengt í því. Lögin hafa hlotið samþykki Fulltrúadeildarinnar, að vísu með naumum meirihluta, en þau eiga eftir að fara í gegnum Öldungadeildina. Samtökin sem Roger Johnson veitir forystu, National Farmers Union, hafa tekið fullan þátt í þessu starfi og veitt lögunum brautargengi. Johnson sagði að í sjálfu sér væru samtökin ekki flokksbundin, en það er hefð fyrir því að þau halli sér frekar að Demókrataflokknum. Sjálfur er Johnson demókrati og segist vera kosinn sem slíkur. Staðreyndir eða falsvísindi? Það á þó alls ekki við um öll samtök bænda því til eru önnur samtök og mun fjölmennari, American Farm Bureau Federation, og þau eru töluvert lengra til hægri en NFU og fylgja Repúblikanaflokknum að málum. Þegar talið berst að loftslagsmálum hafna þessi samtök því að maðurinn eigi þar nokkra sök, breytingar á veðurlagi stafi fyrst og fremst af sólblettum. Ef hægt er að kenna umsvifum mannsins um eitthvað í þessum efnum er það svo sáralítið að það tekur því varla að nefna það, hvað þá að leggja í einhvern kostnað við að breyta þeirri hegðun sem gæti ýtt undir hlýnunina. Þessi samtök hafa tekið höndum saman við Repúblikanaflokkinn og hægrimenn í Bandaríkjunum í baráttu gegn áðurnefndu lagafrumvarpi og skipulögðu meðal annars hringingar í þingmenn og létu rigna yfir þá tölvupóstum þar sem varað var við því að samþykkja lögin. Johnson segir að vissulega megi menn hafa mismunandi skoðanir á hlutunum, en það ætti þó að vera hægt að gera þá kröfu til manna að þeir byggi málflutning sinn á sömu staðreyndunum. En því er ekki að heilsa því jafnt bændur sem þingmenn hafni niðurstöðum vísindamanna sem rannsakað hafa gróðurhúsaáhrifin og segja þá stunda falsvísindi. National Farmers Union eru hins vegar á þeirri skoðun að bændur geti gegnt lykilhlutverki í loftslagsmálunum, bæði í því að framleiða nýja og umhverfisvænni orkugjafa og með því að sinna mótvægisaðgerðum í skógrækt og breyttri landnotkun. Um þetta þurfi hins vegar að setja efnahagslegan ramma þar sem viðskipti með losunarheimildir, svonefnt Cap and Trade kerfi, myndi grunninn. ÞH Varaformaður sænsku bændasamtakanna, Elisabeth Gauffin var einn þátttakenda í NBC þinginu á dögunum. Blaðamaður Bændablaðsins spjallaði við Gauffin og spurði hana fyrst hversu mikilvægt hún teldi norrænt samstarf bænda. Það er mjög mikilvægt að bændur vinni saman um heim allan en svo má líka segja að það er ýmislegt sem tengir norræna bændur sérstaklega. Við getum áorkað svo miklu meira ef við vinnum saman, til að mynda varðandi loftslagmálin. Hver eru hlestu áherslumálin í sænskum landbúnaði? Það er ljóst að til þess að sænskur landbúnaður geti vaxið þarf að auka tekjur bænda og það verður ekki gert öðru vísi en með því að auka hagkvæmni og fjárfestingu í landbúnaði. Framleiðsla í sænskum landbúnaði hefur minnkað undanfarin ár og það er þróun sem við viljum snúa við. Sömuleiðis hafa umhverfismál, einkum loftslagmál verið afar mikilvæg og verða áfram. Nils Bjørke er nýr formaður norsku bændasamtakanna, Norg es Bondelag. Bjørke var einn þáttakenda á NBC fundinum sem haldinn var í Reykjavík dagana 12. til 14 ágúst síðastliðinn. Blaðamaður Bændablaðsins settist niður með Bjørke og spurði hann um framtíð norsks landbúnaðar, norræna samvinnu og afstöðu hans til ESB. Blaðamaður byrjaði á að spyrja Bjørke hvaða breytingar hann teldi að möguleg aðild Íslands að ESB hefði í för með sér fyrir Noreg og norskan landbúnað. Það mun að mínu mati hafa þau áhrif að þeir sem að aðhyllast norska aðild að sambandinu reyni að nota aðild Íslands til að auka pólitískan þrýsting á umsókn. Ég hef hins vegar ekki trú á að það skili miklum árangri, andstaða við aðild er sterk í Noregi. Ég veit líka að hér á Íslandi er mikil andstaða við aðild og ég vonast til að Ísland muni hafna Evrópusambandsaðild þegar allt kemur til alls. Ég hef trú á því en það verður vissulega athyglisvert að sjá hvernig samning Íslandi býðst. Ég er þó viss um að íslenskur landbúnaður standi betur utan sambandsins heldur en innan þess. Ef horft er til Danmerkur og Svíþjóðar, sem bæði eru aðilar að ESB, þá sjáum við mikinn mun á landbúnaði þar og á Íslandi og í Noregi. Í Danmörku og Svíþjóð er um að ræða verksmiðjulandbúnað í mun meira mæli en á Íslandi og í Noregi og það er ekki þróun sem er heillavænleg að mínu mati. En getur maður ekki sagt að Finnlandi, sem líka er aðili að ESB, hafi tekist að halda í fjölskyldubúskap? Eru möguleikar á því að fylgja í fótspor þeirra? Finnum tókst að halda uppi vörnum fyrir finnskan landbúnað í aðildarviðræðum sínum við Evrópusambandið. Það má hins vegar ekki gleyma því að það urðu gríðarlegar breytingar í finnskum landbúnaði við aðildina. Tollvernd féll niður og tekjur finnskra bænda féllu gríðarlega auk þess sem þeim fækkaði. Aðildin varð finnskum landbúnaði áfall sem þeir glíma enn við. Langflestir norskir bændur andvígir ESB Norskir bændur börðust mjög harkalega gegn Evrópu sam bandsaðild á sínum tíma. Hver er afstaða þeirra í dag? Mikilvægt að konur taki þátt í bændapólitík Þátttaka er meðvituð ákvörðun til að styrkja stöðu kvenna Hvaða áhrif hafði ESB- aðild á sænskan landbúnað? Það má segja að sænskur landbúnaður hafi verið í nokkuð ann arri stöðu en t.a.m. finnskur og norskur. Á tíunda áratugnum var dregið verulega úr stuðningi við sænskan landbúnað. Afleiðingin var mjög mikið högg fyrir sænskan landbúnað. Aðild að ESB veitti sænskum bændum bæði stöðugleika varðandi sitt rekstrarumhverfi og einnig aðgang að styrkjum, í stað þeirra sem við höfðum misst. Hver er þín skoðun á mögulegri ESB-aðild Íslands? Ég á erfitt með að tjá mig sérstaklega um það en ég skil þó vel að íslenskir bændur séu mótfallnir aðild. Ef til aðildar kæmi þyrfti að leggja mikla áherslu á að verja stöðu íslensks landbúnaðar. Ég tel hins vegar að það myndi styrkja stöðu norræns landbúnaðar innan ESB ef Noregur og Ísland gengju í sambandið og ég myndi fagna því. Það eru ekki margar konur sem gegna ábyrgðarstöðum í bændahreyfingunni. Þú ert varaformaður sænsku bændasamtakanna Nils T. Björke formaður Norges bondelag er hér í góðum félagsskap Ólafs Ragnars Grímssonar og Haraldar Benediktssonar í móttöku sem forsetinn hélt á Bessastöðum í tengslum við fund NBC. Vonast til að Ísland hafni Evrópusambandsaðild Þjóðir eiga að vera sjálfum sér nægar um matvæli, segir Nils Bjørke formaður Norges Bondelag Langflestir eru á móti aðild, líklega yfir níutíu prósent. Það hefur ekkert breyst. Sömuleiðis er stöðug andstaða gegn Evrópusambandsaðild hjá norsku þjóðinni. Áttatíu prósent norsku þjóðarinnar vilja halda landbúnaði á því stigi sem hann er í dag og það telur fólk, með réttu, að verði ógerlegt ef Noregur gengur í Evrópusambandið. En eru einhverjir möguleikar sem felast í aðild fyrir norskan landbúnað, ef af henni yrði? Ég trúi því að stjórnmálamenn muni gera sitt besta til að verja norskan landbúnað ef að til þess kæmi að Noregur sækti um aðild. Það er hins vegar alveg ljóst að norskum bændum myndi fækka og tekjur þeirra rýrna verulega ef af aðild yrði. Ég tel að hið sama eigi við um Ísland. Þó er möguleiki á að Ísland yrði í aðeins annarri stöðu vegna þess að Ísland er eyja. Ég held hins vegar að Svíar og einkum þó Danir myndu kaupa upp landbúnað í Noregi og á Íslandi ef að löndin myndu ganga í Evrópusambandið. Við sáum þetta gerast að hluta til í Finnlandi og (LRF) og sömuleiðis varaformaður Alþjóðasamtaka búvöruframleiðenda (IFAP). Hvað kom til að tókst á hendur þessar ábyrgðarstöður? Það þróaðist þannig að ég var meðvituð um þessa stöðu. Ég var hluti af hópi kvenna sem vildi auka aðkomu okkar í mjólkuriðnaðinum og fyrst var ég kosin í stjórn eins af dótturfélögum gamla Arla og síðar í stjórn Arla. Árið 2004 var ég svo kosin í stjórn LRF. Þetta þróaðist sem sagt svona en það má vissulega segja að það hafi verið meðvitað að auka áhrif kvenna í landbúnaðarpólitíkinni. Við í LRF höfum síðan verið mjög virk í IFAP og það var því ekki óeðlilegt að ég tæki sæti sem varaformaður þar. Það er afar mikilvægt að konur taki þátt í félagsmálum bænda. Ef þær vilja taka þátt er þeim tekið fagnandi og ég vonast til að hlutur kvenna á þessum vettvangi aukist á komandi árum. fr það eru þegar þreifingar í þessa átt hvað varðar Noreg. Auka þarf tekjur bænda Hvað telur þú að sé mikilvægast að leggja áherslu á í norrænum landbúnaði? Ég tel mikilvægast að menn taki á loftslagsmálunum og leggi jafnframt áherslu á fæðuöryggi þjóðanna, að þær verði sjálfum sér nægar varðandi matvælaframleiðslu í sem mestu mæli. Telur þú að það sé samstaða um þessa skoðun þína meðal norrænna bænda? Fólk hallast í átt að þessari skoðun en mér finnst að munurinn liggi í því að Danir og Svíar leggja meiri áherslu á vöxt í landbúnaði og útflutning. Danskur og sænskur landbúnaður er líklega sá framleiðslumiðaðasti í Evrópu og menn leggja þar ofuráherslu á hagkvæmni. Það hefur áhrif í Noregi vegna nálægðarinnar. Ég hef samt trú á því að þetta verði til umræðu á komandi árum. Hvað er hámarks hagkvæmni? Er það að reka eins stór bú og mögulegt er með sem minnstum tækjakosti eða er það kannski að reka búin með sem minnstum orkukostnaði? Kannski má búast við breytingum hvað þetta varðar en það mun taka tíma. Eru framundan einhverjar róttækar breytingar í norskum landbúnaði? Þú ert nýr formaður Norges Bondelag, hvaða stefnu vilt þú taka á komandi árum? Það er vissulega þörf á breytingum. Tekjur bænda eru of lágar og það er þörf á uppbyggingu í norskum landbúnaði, ekki síst í mjólkurframleiðslu. Það er veruleg þörf á fjármagni til uppbyggingar og við höfum þrýst á stjórnvöld að koma á einhvern hátt til móts við þá þörf svo að norskur landbúnaður geti vaxið án þess að verða að verksmiðjubúskap. Hvernig er nýliðun í norskum landbúnaði? Hún er of lítil og of hæg, þrátt fyrir að norskir bændur séu þeir yngstu á Norðurlöndum að meðaltali. Það er auðvitað mismunandi eftir landsvæðum. Bændur og fólk úr sveitum er líka eftirsótt vinnuafl, ekki síst í olíuiðnaðinum enda geta bændur gegnið í flest störf þar. Það sem verður að gerast er að tekjur bænda verða að aukast til að nýliðunin aukist. Sérðu breytingar í þá átt í farvatninu? Ég tel að það séu möguleikar til þess, sérstaklega ef menn verða sammála um mikilvægi landbúnaðar í loftslagsmálum og varðandi fæðuöryggi þjóðarinnar. En gengur það nógu hratt fyrir sig? Nei, það gengur of hægt. Það er Sjá næstu síðu

11 11 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Hef þá trú að nýja skipulagið muni gagnast bændum vel segir Michael Brockenhuus-Schack, nýkjörinn formaður nýrra heildarsamtaka danskra bænda Dönsku bændasamtökin gerðu í sumar töluverðar breytingar á uppbyggingu sinni eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu. Á fundi NBC á dögunum lýsti nýkjörinn formaður samtakanna Landbrug og fødevarer eins og þau heita nú þessum breytingum fyrir blaðamanni Bændablaðsins. Um hvað snerust þessar breytingar, Michael Brockenhuus- Schack? Í grófum dráttum snerust þær um það að bændasamtökin hafa að undanförnu verið að skoða skipulag samtakanna, bæði þeirra sem snúa að framleiðsluhliðinni og hinni sem snýr að úrvinnslu og sölu. Við töldum okkur merkja að það væri komin ákveðin samkeppni eða rígur milli samtakanna sem skaðaði hæfni þeirra til að standa vörð um hagsmuni landbúnaðarins. Um þetta var svo samin skýrsla sem sýndi að best væri að halda saman allri fæðukeðjunni, þ.e. frá haga í maga, undir einum hatti. Eftir umræður í samtökunum Vonast til Framhald af bls. 10 okkar hlutverk í Norges Bondelag að koma þeim málum á veg, að koma mikilvægi landbúnaðar í umræðuna hjá stjórnmálamönnum og norsku þjóðinni. Í fyrra stóðum við frammi fyrir alþjóðlegri efnahagslegri krísu og þá vöknuðu menn upp og sögðu sem svo að nú þyrfti að tryggja matvælaframleiðslu í Noregi. Síðan liðu tveir mánuðir og það dró úr áhrifum kreppunar. Þá gleymdist þetta aftur en það er samt í raun ekkert breytt. Það eru ennþá jafn margir sem svelta í heiminum nú eins og þá var. Hvernig hefur efnahagsniðursveiflan í heiminum komið niður á norskum bændum? Það er ekki hægt að segja að hún hafi komið hart niður á norskum bændum. Það sem við finnum mest fyrir er að heimsmarkaðsverð á afurðum hefur lækkað og verð á aðföngum hefur hækkað. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að kreppan muni valda norskum landbúnaði miklum skaða. Ef að Noregur stendur áfram utan Evrópusambandsins og norskir stjórnmálamenn átta sig á mikilvægi landbúnaðar þá er bjart framundan. Ég held að það sama eigi við um Ísland. Þið munuð vinna ykkur út úr efnahagserfiðleikunum og landbúnaður mun gegna stóru hlutverki þar. Ef að tekst að sannfæra íslenska stjórnmálamenn um mikilvægi þess að verja landbúnað þá er framtíð ykkar björt. fr varð niðurstaðan sú að stofna ný samtök sem heita Landbrug og Fødevarer, landbúnaður og matvæli, þar sem fimm aðilar koma saman: Dansk landbrug, hliðstæð Bændasamtökum Íslands, Dansk svineproduktion, þar sem svínakjötsframleiðendur eru, Danske slagterier, samtök sláturleyfishafa, Landbrugsrådet, samtök samvinnufélaga bænda, og Mejeriforeningen, samtök mjólkurstöðva. Með þessu móti teljum við okkur best búin til að verja hagsmuni allra sem starfa í landbúnaði, en að sjálfsögðu sáum við líka möguleika á hagræðingu. Það skiptir máli fyrir bændur í þeirri erfiðu stöðu sem nú er í greininni að hægt sé að draga úr kostnaði við rekstur samtakanna. Bros - Gjafaver ehf. Norðlingabraut 14 Sími sala@bros.is Öflugur útflutningur Í raun er skipulagið þannig að samtökin starfa í tveimur deildum, önnur annast málefni frumframleiðslunnar, bændanna, en í hinni starfa afurða- og sölufyrirtækin. Yfir þessu er sex manna stjórn, þrír frá hvorri deild, sem á að tryggja samræmi í starfsemi samtakanna. Ég hlaut svo þann heiður að verða kjörinn formaður yfir allt saman. Mér líst vel á þetta skipulag og held að það muni reynast vel. Reynsla okkar af fyrra skipulagi var sú að þar færi of mikill tími í að ræða hluti sem í raun og veru skiptu aðeins helming viðstaddra einhverju máli. Nú vonum við að þessi sex manna stjórn geti tengt saman starfið og samræmt sjónarmið þeirra ólíku hópa sem mynda samtökin. Byrjunin lofar góðu, en þetta gerir þær kröfur til okkar að við leggjum höfuðáhersluna á samstöðuna, að við ætlum okkur að starfa saman. Með þessum breytingum er búið að sameina alla bændur og langstærstan hluta afurðastöðvanna í einum samtökum, auk þess sem fjölmörg fyrirtæki og framleiðendur vélbúnaðar fyrir landbúnaðinn eiga aðild. Þetta eru stór samtök atvinnugreinar með um starfsmenn sem flytja út vörur að verðmæti milljarða íslenskra króna ár hvert. Ég tek við formennskunni af auðmýkt, sannfærður um að þetta er heillaskref fyrir atvinnugrein sem á í töluverðum erfiðleikum en býr yfir miklum möguleikum í framtíðinni, segir Michael Brockenhuus-Schack sem auk þess að vera formaður Landbrug og Fødevarer ber greifatitil og er óðalsbóndi á Sjálandi, auk þess að vera menntaður landbúnaðarhagfræðingur. ÞH Glæsilegar fánastangir Höfum til sölu vandaðar 6 metra fellanlegar fánastangir úr glassfiber og með gylltum hún. Þær henta einstaklega vel fyrir framan einbýlishúsið eða sumarbústaðinn. kr ,- RAFSUÐUVÉLAR Úrval rafsuðuvéla á frábæru verði frá Tékkneska fyrirtækinu Kuhtreiber Gastec býður einnig mikið úrval af: Rafsuðuvír Slípivörum Öryggisvörum Búnaði til logsuðu og logskurðar frá AGA og Harris Gæði í gegn Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík Sími: Þekking og þjónusta

12 12 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Hamingjan er þar sem maður er Hann er handhafi menningarverðlauna Norrænu bændasamtakanna, NBC, á þessu ári en sjálfur er hann afar hógvær um verk sín þó að málverkin og ljósmyndirnar standist verkum margra fagmanna snúning. Jón Eiríksson, bóndi á Búrfelli í Miðfirði í Húnaþingi vestra, ræðir hér meðal annars um hunda myndir, heimspeki og hamingjuna. Jón tekur á móti blaðamanni Bændablaðsins á hlaðinu í Búrfelli, við gamla vélaskemmu sem hafin er mikil tiltekt í því þar hyggst Jón gera sér vinnuaðstöðu og opna gallerí fyrir myndir sínar í nánustu framtíð. Það verður mikil umbylting fyrir Jón því að herbergið sem hann málar í nú er um átta fermetrar að stærð, staðsett í fjósinu og ætlað varahlutum, en sjálft aðalvinnurýmið sem hann hefur er ekki nema um fjórir fermetrar að stærð. Þetta er því sennilega með minnstu vinnustofum landsins. Eitt sinn sagði við mig maður í gríni að ég þyrfti nú að fara að koma út úr skápnum. Jafnframt sagði útlendingur, sem kom hér eitt sinn, að taka þyrfti vinnuherbergið og varðveita það eins og það er því það væri sjálft listaverkið! Annars skissa ég inni í íbúðarhúsi og á auðvelt með að fá hugmyndir. Ég fyllti til að mynda tvær skissubækur á dögunum af hundum og ætlaði upphaflega að gera 101 mynd en það breyttist þó fljótt. Það er svo margt eitthvað 101, eins og 101 Reykjavík og 101 dalmatíuhundur svo mér fannst það of klisjukennt, segir Jón brosandi en hann stefnir á að selja allar hundamyndirnar sem eina heild, eitt stórt listaverk. Heldur manni á jörðinni Jón er fæddur og uppalinn í nágrenni Nóbelsskáldsins, að Selholti í Mosfellssveit, en móðuramma hans og afi voru í næsta nágrenni á bænum Seljabrekku. Hann var á sjöunda ári þegar hann kom að Búrfelli. Ættfólk mitt hefur búið lengi Þemað hjá Jóni um þessar mundir er hundar í alls kyns líki en hann hefur nú málað yfir 100 slíkar. Jón í fjögurra fermetra athafnarými sínu á vinnustofunni sem staðsett er í varahlutaherbergi í fjósinu. Jón og barnabarn hans, Rúnar, fara yfir eina af fjölmörgu skissubókum listamannsins. hérna og ég er fjórði ættliður í föðurætt sem býr hér. Ég stundaði reyndar ýmis störf eftir háskólanám; var handlangari um tíma, vann í fiski, var ráðunautur og kennari en síðan skellti ég mér í búskapinn. Fyrstu árin rak ég hér félagsbú með foreldrum mínum sem eru nú látin. Það er mjög skemmtilegt að vera bóndi þótt kaupið sé lágt, það er að segja tímakaupið. Þetta heldur manni á jörðinni og tengdum við árstíðir og taktinn í lífinu; það fæðist lamb einn daginn en þann næsta þarf maður kannski að fella hest. Þetta er vinna með skepnur og landsins gæði sem er alltaf fjölbreytt. Maður þarf oft að reyna á sig og kemur þreyttur heim á kvöldin. Líf mannsins er svo stutt að það skiptir ekki máli hvað hann gerir í stóru samhengi. Það háir manninum hvað hann hugsar stutt. Síðan heldur maður að maður sé smá Bjartur í Sumarhúsum og að maður ráði alveg yfir sér þó að kerfið fylgist með manni vökulum augum, segir Jón glottandi. En ertu svolítill heimspekingur í þér? Ég held að það sé heimspeki í mörgum bændum en ég er í listinni líka og þetta tengist. Það er ágætt að hafa örlitla sýniþörf en á móti er ég rólegur þó að myndirnar mínar seljist ekki. Hin hliðin á mér er að ég hef alltaf verið mjög pólitískur. Mér finnst að maður eigi að tala um samfélagið, rækta lýðræðið og hafa skoðanir á því sem gerist í því á hverjum tíma. Á haug af skissubókum Jón býr myndarbúi að Búrfelli með konu sinni, Sigurbjörgu Geirsdóttur, þremur börnum þeirra og einu barnabarni. Þau eru með um 100 nautgripi í mjólkur- og kjötframleiðslu, um 250 fjár á vetrarfóðrum og slatta af hrossum og þótt búskapurinn taki mikinn tíma hjá Jóni, getur hann alltaf gefið sér tíma til að sinna listinni. Ég gekk í gegnum barna- og héraðsskóla en þar er aldrei neitt kennt um myndlist, ekki einu sinni að nota blýant til teikningar. Litirnir eru eitthvert prógramm í hausnum á mér og þjálfun. Þetta byggist á ástríðunni að gera hluti og framkvæma, það er eins og með allt í lífinu, það snýst um hvað maður gerir, ekki hvað maður ætlar að gera. Þetta er mikið hugmyndir tengdar orðum hjá mér. Ég á haug af skissubókum um allt mögulegt svo að ef það slokknar einhvern tíma á hugmyndabankanum þá er nóg til. Ég hef átt ýmis tímabil í myndlistinni eins og fuglatímabil og svo kúatímabil og sem dæmi gerði ég eitt sinn portrettmynd af Halldóri Laxness sem ég gæti verið búinn að selja nokkrum sinnum, útskýrir Jón. Jón hefur aldrei lært myndlist en að eigin sögn ætlaði hann að verða vísindamaður og tók BS-próf til búfræðikandídatsgráðu á Hvanneyri. Hann var þar í fimm ár og kláraði árið 1977 en byrjaði að mála fyrir alvöru sex árum síðar. Ég er afar þakklátur og glaður yfir því að Norrænu bændasamtökin taki eftir mínum störfum og að ég hljóti menningarverðlaun þeirra að þessu sinni. Það er mér mikil hvatning til áframhaldandi myndlistar- og ljósmyndastarfs. Ég hef haldið sýningar hér og þar og oft hér í kringum mig, í Staðarskála og á Akureyri. Eitt sinn er ég sýndi landslagsmyndir teiknaðar með pastel á Akureyri fékk ég ritdóm í vikublaðinu Degi sem er mér minnisstæður en fyrirsögnin var Djassað með pensli. Það sem rís þó hæst á ferlinum var árið 2004 þegar Landsvirkjun keypti af mér 365 kúamyndir og setti upp sýningu í Blöndustöð. Það var heljarmikil vinna sem Landsvirkjun sá að mestu um, ég þurfti ekki að gera annað en að mæta á opnunina og drekka kampavín. Hefur lært í gegnum bækur Jón málaði ekkert sem krakki, heldur hafði hann meiri áhuga á búskap, sérstaklega hestum, og í dag finnst honum fátt betra en ferðalag á hrossum úti í náttúrunni í góðra vina hópi og þá er myndavélin gjarna með í för. Ég hef haft áhuga á ljósmyndun frá því að ég var ungur maður og hef alltaf haft áhuga á myndlist þótt ég hafi ekki ræktað hana fyrr en ég var orðinn fullorðinn. Ég hef lært mikið í gegnum bækur og gott finnst mér að liggja uppi í rúmi og mála, það er ákveðin slökun í því. Ég ferðaðist mikið hér áður og hafði gaman af því en komst svo að því að hamingjan er þar sem maður er. Ég sótti oft í söfn á ferðalögum, sem flestum finnst nú leiðinlegt, held ég. Ég man eitt sinn þegar ég var á listasafni á Spáni og sá myndir eftir Salvador Dalí og Goya, þá var ég alveg gáttaður. Á þeim tíma var ég sjálfur ekki byrjaður að teikna. Eftir að ég uppgötvaði þessa æð var ég að hugsa um á tímabili að fara í myndlistarskóla. Ég hefði örugglega fengið góða þjálfun í skóla í módelteikningu og alls kyns myndlistartækni sem hefði eflaust komið sér vel en varð ekki úr, segir Jón og bætir jafnframt við: En þetta tengist allt og viðfangsefni mín í myndheiminum tengjast náttúrlega bústörfunum; ef ég væri ekki bóndi hefði ég ekki gert þetta. Ég hefði örugglega ekki farið út í kúa- og hundamyndir ef ég væri búinn að sitja í Amsterdam og drekka rauðvín og marínerast þar um árabil. Mér finnst búskapurinn skemmtilegur og ætli ég sé ekki vinnufíkill eins og flestir bændur. Þeir sem læra sjálfir myndlist eru ekki metnir og litið á þá sem amatöra og ég hef lítillega fundið fyrir því. Ég hef ekki beint orðið fyrir fordómum en það er greinileg goggunarröð í listaheiminum og þeir sem hafa ekki lært lenda á botninum. Í tónlist er þessu ekki svona farið; það sem er gott er gott og látið þar við sitja, og eins er því farið í ljósmyndun. Góð mynd er góð mynd Jón lætur sér ekki myndlistina nægja líkt og áður er sagt heldur er hann iðinn við ljósmyndun og þar verða dýrin oftast fyrir valinu. Myndavélin er ávallt með í för, allt árið, og Jón hefur selt margar myndir sínar í ýmis verkefni.

13 13 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Ég hef selt margar mynda minna af hrossum í almanök og bæklinga og bækur um hross. Ég fer hér í kring og mynda og þegar ég einblíni á hesta finnst mér ég oft ná góðum augnablikum í graðhestahólfum. Ég er með nokkrar myndavélar og er alltaf með eina í traktornum með mér ef tveir hestar skyldu nú prjóna og bera við himin í fallegu sólarlagi. Þetta snýst allt um rétta árstíð og birtu; sem dæmi er hreint sauðfé sem er bústið og fallegt eftir sumarið nær öruggt og gott myndefni. En ég er ekki enn orðinn stafrænn og það helgast nú helst af því að hér er ekki almennilegt tölvusamband og það yrði mér líka dýrt að fara yfir í stafræna tækni varðandi tækjakost, þá þyrfti ég að fá mér almennilega tölvu og dýra myndavél svo ég læt mér nægja það sem ég hef, segir Jón sem fékk brautargengi fyrir myndir sínar í Búnaðarblaðinu Frey: Góð mynd er góð mynd og ég geri þetta af ástríðu. Ég byrjaði að selja myndir eftir að ég sendi inn nokkrar myndir í Búnaðarblaðið Frey og svo í dýraveggspjöldin sem Bændasamtökin gefa út. Það er kostur fyrir mig að ég veit hvernig á að umgangast dýrin og get stokkið út á hlað þegar góð er birtan og tekið myndir við ákjósanlegar aðstæður. Það hjálpar mér en það er þónokkur vinna að taka góðar myndir af húsdýrum og eins getur það tekið mikinn tíma að taka fallegar sólarlagsmyndir. Stundum hef ég farið út kvöld eftir kvöld til að ná rétta sólarlagsaugnablikinu. Það er ákveðinn veiðiáhugi í þessari ástríðu, held ég, en veiðimenn og bændur eru miklir náttúruverndarsinnar. Komumst yfir þessi vandræði Um tíma var Jón virkur í félagsstörfum bænda, var í forsvari fyrir kúabændur í sínu héraði (V-Hún.), sat í nautgriparæktarnefnd og stjórn RALA í um tíu ár, en þá fannst honum nóg komið og sagði skilið við þátttöku sína í félagsstörfum. Ljósmyndir Jóns Eiríkssonar eru lesendum Bændablaðsins vel kunnar en Bændasamtökin varðveita myndasafn hans. Gott næmi fyrir myndefni, hárréttar tímasetningar og haganlegt samspil ljóss og skugga eru meðal einkenna ljósmyndarans. Mynd: Jón Eiríksson. Mér fannst það mjög spennandi að mörgu leyti að vera í stjórn stofnunar og ég styð alla þá sem fara í félagsstörfin, það gefur manni aðra sýn. En ég var einhvern veginn allt í einu búinn að fá nóg og nennti ekki lengur að sitja inni við á fundum tímunum saman, útskýrir Jón og talið berst að Evrópusambandinu og þeirri vinnu sem fram undan er í átt til þess hvort Ísland fái inngöngu í Brussel eður ei: Það er mikið bull í gangi varðandi Evrópusambandsumræðuna og kreppuna. Ég öfunda þá ekki sem eru í hreinsunarstarfinu varðandi það. Íslendingar munu lifa á fiski, landbúnaði, orku og ferðamennsku en það þarf að sannfæra mig um það að ESB hjálpi þessum atvinnugreinum. Ég hef ekki áhyggjur til langs tíma, það er allt til hér sem við þurfum að lifa á og ég hef trú á því að við komumst yfir þessi vandræði. Ég trúi ekki fyrr en búið er að sannfæra mig um að við getum lifað á einhverjum ESB-pakka að þessi aðild borgi sig. Ég, sem er með blandaðan búskap, sé ekki hamingjuna núna í því að fara þarna inn en ég útiloka heldur ekki neitt. Ef við komumst inn spyr ég mig hvað þetta bandalag eigi að verða stórt og hver þróun þess verður um ókomna tíð en það er sennilega ekki hægt að svara því. Þessi myntvandi stillir okkur sem þjóð því miður rækilega upp við vegg. Skuldlausir sofa ágætlega Líkt og áður sagði er Jón pólitískur maður að eðlisfari og hefur skoðanir á þjóðmálunum og skautar þar ekki fram hjá efnahagskreppunni sem nú ríður yfir. Það var verið að ræna sparisjóðina innan frá og mér ofbauð þetta svo að ég setti mig í samband við Fjármálaeftirlitið, umboðsmann Alþingis og fjölmiðla þegar sparisjóðurinn á Hvammstanga (þáverandi viðskiptabanki minn) varð fyrir græðgisvæðingunni. Það er skemmst frá því að segja að viðbrögðin voru algjört sinnuleysi. Jú, ég gæti fengið mér lögfræðing en þetta væri alls staðar svona á hinu frjálsa markaðstorgi nútímans, ég væri með gamaldags hugsun um réttlæti og félagslega sameign. Þegar húsið er brunnið er nefnilega of seint að hringja í slökkviliðið. Fyrir kosningarnar síðast sagði ég stjórnmálamönnum hér að við þyrftum gott vegakerfi, nútíma tölvusamband, aðgang að heiðarlegu, þolinmóðu fjármagni með kristilegum vöxtum og láta okkur svo í friði. Ég veit ekki hvort þetta náði eyrum einhverra þeirra en ég vona það. Hér áður fyrr var hægt að fara í sparisjóðinn, kaupfélagið eða Stofnlánadeild landbúnaðarins til að fá lán en nú er enginn af þessum möguleikum fyrir hendi, segir Jón og bætir við: Það finna allir fyrir þessari kreppu sem reka bú í dag, verðlagið hefur hækkað mikið en afkoman að sama skapi ekki á móti. Eitt kjánaprik (innfluttur girðingarstaur) kostar til dæmis orðið fast að 500 krónum stykkið! Það hægir á öllu, maður finnur fyrir því. En ég er svo gamaldags að ég hlustaði ekki á ráðgjafa sem rómuðu myntkörfulánin og við sem skuldum ekki sofum ágætlega í þessu ástandi. Það er merkilegt með þetta hrun að allt gáfaðasta fólkið í viðskiptaheiminum hafði búið til þetta vestræna frjálshyggjumódel en svo hrundi það. Ég er viss um að skúringakonan í Seðlabankanum hefði fattað hrunið löngu áður en það kom og gert eitthvað í því ef hún hefði verið sett inn í þau mál. Lífið snýst um vinnu Af ofansögðu fer ekki milli mála að þjóðmálin eru Jóni hugleikin og talar hann um þau af álíka mikilli ástríðu og listina. En honum er einnig hugleikið að heimurinn starfi saman sem ein heild til betrumbóta í umhverfisfræðilegu sjónarmiði. Varðandi umhverfismálin þarf heimsbyggðin að vakna og heimurinn sem heild verður að bera ábyrgð. Hvaða vit er í því að flytja salatblað frá Kaliforníu með júmbóþotu til Evrópu og þaðan til Keflavíkur þar sem það er flutt með flutningabíl í verslun og neytandinn hendir því svo kannski á endanum í ruslið á meðan íslenskir garðyrkjubændur borga of hátt verð fyrir raforkuna í þessu mikla og ríka orkulandi? Hvað kostar það fyrir umhverfið að æða með vöru fram og til baka? Það hefur að minnsta kosti ekkert með frjáls viðskipti að gera og þessu verður að breyta nú þegar, segir Jón ábúðarfullur á svip. Listamaðurinn og bóndinn Jón Eiríksson nær að samhæfa marga ólíka þætti sem fáir geta leikið eftir og aðspurður um mikilvægi vinnu sinnar kemst hann, sem áður, afar vel að orði: Mér finnst allt sem maður gerir jafn merkilegt og mikilvægt, hvort sem það er að moka skít eða mála fallegt portrett af hundi. Vinna er það sem lífið snýst um, svo kemst maður í langa fríið, það vitum við jú öll. ehg

14 14 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Íhaldsmennirnir tilbúnir í slaginn og hrútarnir líka. Sverrir Guðbrandsson fremst á myndinni. Meistaramót í hrútaþukli Að vanda var fjölmenni á Íslandsmeistaramótinu í Hrútaþukli sem fram fór við Sauðfjár setr ið í Sævangi á Ströndum um síðustu helgi. Keppendur voru frá öllum landhlutum, alls 50 talsins, auk þess sem rúmlega tvöhundruð áhorfend ur voru á staðnum. Keppt var í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara og veitt vegleg verðlaun sem Bændasamtökin og Sauðfjársetrið gáfu. Sigurvegarinn í flokki vanra hrúta þuklara, Guðbrandur Björnsson Smáhömrum, hlaut að launum farandgripinn Horft til him ins sem Búnaðarsamband Húna þings og Stranda gaf fyrir nokkr um árum til minningar um Brynjólf Sæmundsson ráðunaut og smíðaður var af Valgeiri Benediktssyni í Árnesi. Í öðru sæti í flokki vanra hrútaþuklara varð Halldór Olgeirsson á Bjarn arstöðum við Öxarfjörð og Gunnar Steingrímsson í Stóra-Holti í Fljótum varð í þriðja sæti. Í flokki óvanra sigraði Barabara Ósk Guðbjartsdóttir í Miðhúsum í Kollafirði, Steinar Baldursson frá Odda í Bjarnarfirði hreppti annað sætið og Alda Ýr Ingadóttir Kaldrananesi það þriðja. Vegleg verðlaun voru í boði, m.a. skammtar af hrútasæði og áðurnefndur verðlaunagripur, prjónavörur, gjafabréf á kaffihlaðborð og fleira. Auk hrútaþuklsins var ýmislegt annað til afþreyingar, svo sem leiktæki, hestaferðir, ferðir á vagni aftan í dráttarvél. Þá léku börnin við heimalningana og landnámshænurnar sem hafa verið í Sævangi Dómnefndarmenn skeggræða. í allt sumar. Hrútaþukl er vitanlega ekki framkvæmanlegt án hrúta og það voru þeir Sólon, Hvínur og Freri frá Broddanesi og Guddi frá Miðdalsgröf sem biðu þolinmóðir hjá íhaldsmönnunum meðan um hundrað hendur þukluðu þá í bak og fyrir. Dómnefndina skipuðu eins og jafnan áður þau Jón Viðar Jónmundsson, Lárus Birgisson og Svanborg Einarsdóttir. Að sögn Arnars S. Jóns sonar Sigurvegararnir, óvanir hér að ofan en vanir til hægri. framkvæmdastjóra Sauðfjárseturs ins hefur verið metaðsókn að Sauðfjársetrinu í sumar. Aðsóknina þakkar hann góðu ferðasumri hvað varðar innlenda ferðamenn. Auk þess virðist sem þetta fyrirbæri sé búið að stimpla sig inn, sagði Arnar að lokum. kse Mikael Árni Jónsson við svokallaðan Saurbæ. Bæina smíðar Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík og eru þeir notaður yfir rotþrær. Fréttir úr búrekstri LbhÍ Ingibjörg Benediktsdóttir kom á svæðið á dráttarvél með áletruninni Fiðruð gæs. Tilefnið var síðbúið gæsa partý en hún var löngu búin að gifta sig þegar það fór fram. Á stærri myndinni er Ingibjörg einbeitt við þuklið. Nýir vendir sópa best Nú í byrjun sumars var Sigtryggur Veigar Herbertsson ráðinn sem verkefnisstjóri yfir búrekstri skólans um leið og undirritaður fór að huga að nýju starfi við verkefnið Sprota á sviði nýsköpunar og tækniþróunar. Sigtryggur Veigar útskrifaðist með meistaragráðu héðan frá skólanum nú í vor og er að sjálfsögðu boðinn hjartanlega velkominn til starfa. Meira hey eftir fyrri slátt Hjá okkur, eins og öðrum hér í Borgarfirði og víðar, hefur heyskapur gengið vonum framar. Uppskeran eftir fyrri slátt svotil meiri en heildaruppskeran í fyrra, en á móti kemur að háin er ekki eins mikil. Allt útlit er fyrir mikil og góð fóðurgæði. Skotland, magnað! Í lok júní fóru útskriftarnemendur Bændadeildar í ferðalag til Skotlands og var undirritaður fararstjóri í þeirri ferð. Ferðin gekk einstaklega vel og voru móttökur skosku bændanna sem heimsóttir voru alveg með ólíkindum. Ferðin endaði á því að farið var á landbúnaðarsýninguna í Edinborg. Nánari grein fyrir ferðinni verður gerð hér á síðum blaðsins síðar. Ný rakstrarvél Á liðnu vori buðum við út kaup á nýrri rakstrarvél, en óskir okkar stóðu til þess að fá vél sem gæti rakað í bæði einn og tvo múga. Fjölmörg tilboð bárust en hagstæðasta boðinu var að sjálfsögðu tekið, sem að þessu sinni kom frá Jötun Vélum á Selfossi. Hingað kom svo sk. halarófuvél frá Pöttinger um mitt sumar en vegna framleiðslugalla á henni hefur ekki verið hægt að nota hana verulega mikið í sumar. Þetta olli auðvitað vonbrigðum en þeir sómamenn sem vinna hjá Jötni Vélum hafa gert allt sem þeir gátu til þess að leysa okkar vandamál og því höfum við nú fengið aðra vél sömu gerðar í staðinn fyrir þá sem var gölluð. Hafi þeir þökk fyrir. Vélaver í þrot Eins og allir vita sem þetta lesa fór Vélaver í þrot og eðlilega fór aðeins um þá sem eru með DeLaval mjaltaþjóna enda þeir háðir því að geta fengið sérhæfða þjónustu með skömmum fyrirvara. Sem betur fer hefur gjaldþrot fyrirtækisins ekki bitnað með nokkrum hætti á þjónustunni og ber að þakka það. Agrómek í 12. sinn! Já þetta hljómar etv. eins og grín en það er það ekki. Það var sem sagt ákveðið að athuga hvort bændur og aðrir hefðu enn hug á því að fara á landbúnaðarsýninguna Agromek sem nú er haldin í lok nóvember. Til þess að halda verðinu nokkuð hefðbundnu hefur ferðaskipulagið þó verið stytt um tvær nætur. Um skráningu í ferðina sér Áslaug hjá Bændaferðum í síma Grillið sló í gegn Við greindum frá því í síðasta blaði að bændur, ÍNN, mbl.is og Krónan buðu til þriggja grillveislna um miðjan júlí. Tilefnið var að kynna matreiðsluþættina Eldum íslenskt sem sýndir eru á mánudagskvöldum á ÍNN og á vefnum mbl.is. Skemmst er frá því að segja að viðtökurnar voru með eindæmum góðar. Alls voru gefnir um matarskammtar af nauta-, svína- og lambakjöti og grænmeti þessa þrjá daga og að sögn rekstraraðila Krónunnar jókst aðsókn og sala umtalsvert í verslunum á meðan. Tiltækið fékk mikla athygli en þegar biðröðin var sem lengst voru um 60 manns í röðinni. Og heim heldur féð Það er vissulega komin tilhlökkun í hóp starfsmanna vegna væntanlegrar heimkomu fjárins af fjalli. Það er alltaf ákveðin spenna í loftinu áður en lömbin fara að hlaðast inn í dilkana í réttinni og vænleiki þeirra sést. Við væntum að sjálfsögðu góðra dilka í ár, eins og ávalt en vera má að þurrkatíðin hafi truflað vöxtinn eitthvað í sumar. Reiðvega- og stígagerð Í sumar sem leið var unnið að gerð á reiðvegi hér á Hvanneyri sem tengdi sk. veiðihúsaveg við vegslóða suður í landi. Fyrir þá fjölmörgu sem þekkja til á Hvanneyri tengir þessi nýji vegur s.s. saman þessa jarðarparta sem áður var ómögulegt. Nýja leiðin hefur verið mikið notuð bæði af reiðmönnum en ekki síður af útivistarfólki og er kærkomin viðbót við annars fínar göngu- og reiðleiðir á Hvanneyri. Bútæknihúsi LbhÍ Snorri Sigurðsson

15 Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Landbúnaður og sjávar útvegur í mestri hættu Með aðild að ESB yrðu tveir atvinnuvegir landsmanna í mestri hættu, þ. e. landbúnaður og sjávarútvegur.,,bændur myndu strax finna fyrir því á eigin skinni þegar óheftur innflutningur á tollfrjálsum erlendum búvörum flæddi inn í landið en áhrifin kæmu ekki síður fram í stórauknu atvinnuleysi í þéttbýlisstöðum sem byggja afkomu sína á úrvinnslu búvara. Lengri tími myndi líða þar til áhrifin á sjávarútveg og fiskvinnslu kæmu í ljós en þau gætu þó orðið enn þungbærari fyrir þjóðarbúið. Þessar staðreyndir blasa við okkur út frá þeim meginreglum sem ESB fylgir og minna okkur á að ESB-aðild yrði einkum þungt högg fyrir hinar dreifðu byggðir landsins, segir Ragnar Arnalds formaður Heimssýnar. Bent hefur verið á að í nær öllum skoðanakönnunum á þessu ári hafi meiri hluti þjóðarinnar lýst sig andvígan aðild og því sé þess að vænta að landsmenn hafni aðildarsamningi í þjóðaratkvæði þegar á reynir. Ragnar segir að valt sé að treysta á niðurstöður skoðanakannana. Öll dagblöðin reka áróður fyrir ESB-aðild og fréttaflutningur og fræðsluþættir í útvarpi og sjónvarpi mótast mjög af málflutningi ESBsinna. Dæmi um þessa hlutdrægni mátti heyra nú í ágústmánuði í fréttum af afstöðu finnskra bænda til ESB-aðildar. Óspart var gefið í skyn að þeir væru ánægðir með sinn hlut. En jafnframt var sagt frá því nánast í framhjáhlaupi að mjög mikil fækkun starfa hefði átt sér stað í finnskum landbúnaði í kjölfar ESB-aðildar. Hlutskipti tugþúsunda manna sem hröktust frá búskap skipti minnstu máli í þessum fréttum en hitt var gert að aðalatriði að þeir sem eftir sætu með allan búreksturinn í sínum höndum væru taldir fremur ánægðir með sitt enda gætu þeir selt afurðir sínar til Rússlands sem ekki er í ESB, segir Ragnar. Staðreyndin er sú að víðast hvar hefur áróðursvél ESB-sinna megnað í krafti auðmagns og með ESB að bakhjarli að mola niður þá miklu andstöðu sem víða hefur verið í ríkjum sem sótt hafa um aðild. Að þessu leyti eru Norðmenn alger undantekning því að þeir hafa tvívegis hafnað ESB-aðild á seinustu stundu, segir Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar. Hann minnir á að framkvæmdastjórn ESB eyðir mjög miklum fjárhæðum árlega til að hafa áhrif á almenningsálitið í aðildarríkjum, svo og í ríkjum sem sækja um aðild. Bent hefur verið á að áróðurskostnaður ESB nemi hærri fjárhæðum árlega en Coca Cola ver til auglýsingastarfsemi víðs vegar um heim, en það fyrirtæki rekur stífari áróður fyrir fram- Meirihluti Íslendinga andvígur aðild að Evrópusambandinu Samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir útgáfufélagið Andríki eru 48,5% Íslendinga andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 34,7% henni hlynnt. 16,9% sögðust ekki hafa tekið afstöðu til málsins. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu eru 58,3% andsnúin inngöngu en 41,7% henni fylgjandi. Síðast voru birtar niðurstöður sambærilegrar könnunar í byrjun maí sl. þegar Capacent Gallup kannaði afstöðu landsmanna fyrir Ríkisútvarpið. Þá voru 38,7% á móti inngöngu en 39% studdu hana. Samkvæmt því hefur stuðningur við inngöngu dregist saman um rúm 4% en andstaðan hefur að sama skapi aukist um tæp 10%. Einnig var spurt að þessu sinni um afstöðu til þjóðaratkvæðis vegna umsóknar um inngöngu í Evrópusambandið og sögðust 60,9% vilja slíka atkvæðagreiðslu en 29,2% voru því andvíg. 9,9% tóku ekki afstöðu. Þetta er í samræmi við fyrri kannanir um sama efni. Mikill meirihluti vill slíka atkvæðagreiðslu þó ríkisstjórnin hafi hafnað því. Skoðanakönnunin var gerð dagana 16. til 27. júlí sl., úrtakið var 1273 manns og svarhlutfallið 56,3%. Ríkisstjórnin ákvað með naumum meirihluta á Alþingi þann 16. júlí að sækja um inngöngu. leiðslu sinni en flest önnur. Það verði því á brattan að sækja þegar að því kemur að Íslendingum gefst kostur á því á lokastigi að stöðva það inngönguferli sem nú er að hefjast með því að ýta á neyðarhnappinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðreyndin er sú að víðast hvar hefur áróðursvél ESB-sinna megnað í krafti auðmagns og með ESB að bakhjarli að mola niður þá miklu andstöðu sem víða hefur verið í ríkjum sem sótt hafa um aðild. Að þessu leyti eru Norðmenn alger undantekning því að þeir hafa tvívegis hafnað ESB-aðild á seinustu stundu. Hvernig tókst þeim að standa af sér þann gríðarlega þrýsting sem á þá var lagður? Þar eins og hér voru fjölmiðlar mjög hlutdrægir í þágu ESB-sinna og við ramman reip var að draga því að forystuliðið í alþýðusambandi og vinnuveitendasamtökum tók einnig fullan þátt í að syngja ESB-aðild lof og dýrð. En það sem gerðist var að fólkið í landbúnaði og sjávarútvegi, bændur, launafólk og atvinnurekendur í hinum dreifðu byggðum landsins, lét ekki beygja sig heldur fylkti sér gegn aðild með svo yfirgnæfandi meirihluta að þótt höfuðborgarsvæðið væri fremur hallt undir aðild dugði það ekki til. Þeir sem lögðu áherslu á að verja stöðu landbúnaðar og sjávarútvegs réðu úrslitum, segir Ragnar. Ekki er ólíklegt að hliðstæð staða gæti komið upp hér á landi. Ef nógu margir sem gera sér fulla grein fyrir mikilvægi landbúnaðar og sjávarútvegs gerast þátttakendur í þeirri baráttu sem nú er framundan með yfirlýstum stuðningi og fjárframlögum og þá ekki síður á þann hátt að sem flestir kynni sér rækilega meginrök málsins og taki virkan þátt í umræðum á mannamótum þar sem ESB-aðild ber á góma, þá gæti það ráðið úrslitum.,,hér gildir sem oftar að margt smátt gerir eitt stórt. Rökin gegn aðild eru sannfærandi og sterk og duga vel ef fólk á þess kost að átta sig á þeim í því áróðursmoldviðri fyrir ESB sem nú gengur yfir, segir Ragnar Arnalds formaður Heimssýnar. Völd litlu ríkjanna fara minnkandi Það þarf engan snilling til að sjá að 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðinu vigta ekki mikið í ESB. Ísland fengi 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðum þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar eru teknar - og 5 atkvæði af 750 á ESB þinginu í Brussel. Því minni sem þjóðin er, því meiri er skerðing sjálfstæðis. Ísland yrði líklega eins og hreppur á jaðri stórríkisins. Brynja Björg Halldórsdóttir, formaður UVG á höfuðborgarsvæðinu. Ertu sammála? Skráðu þig á heimssyn.is Heimssýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum

16 SEPTEMBER 2009 Útgefandi: Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Vilhjálmsson. Prentun: Landsprent Ísland og Evrópusambandið Í stjórnmálasögu lýðveldisins er aðeins eitt mál sem kemst í hálfkvisti við umræðuna um aðild landsins að Evrópusambandinu og það er herstöðvarmálið og innganga Íslands í Nato um miðbik síðustu aldar. Það er ábyrgðarhluti að efna til innanlandsófriðar um utanríkismál og smáþjóð er það sérlega hættulegt. Það liggur í hlutarins eðli að sjálfstæði og fullveldi er smáþjóðum viðkvæmara en stórþjóðum. Grundvallarbreytingar í utanríkismálum þjóða, hvort heldur stórra eða smárra, gerast einkum með tvennum hætti. Í fyrsta lagi með átökum, stríði eða annars konar hagsmunabaráttu, og í öðru lagi með hægfara langtímaþróun. Afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu verður að meta út frá seinna sjónarhorninu, hægfara langtímaþróun. Sjálfstæðisbaráttan er samofin stjórnmálum og varðveislu íslenskrar menningar síðustu 150 árin. Markmið sjálfstæðisbaráttunnar var fullt forræði Íslendinga í eigin málum. Í áföngum tókst að ná markmiðinu og nærtækt að líta svo á að síðasti stóri áfanginn hafi verið útfærsla landhelginnar í 200 mílur á áttunda áratugnum. Á meðan Íslendingar sóttust eftir sjálfsforræði varð til málamiðlun á meginlandi Evrópu um að framselja forræði í lykilmálum þjóðríkja til yfirþjóðlegs valds. Tvær heimsstyrjaldir, báðar með upptök í Evrópu, leiddu stórþjóðirnar Frakka og Þjóðverja að þessari niðurstöðu og nágrannaþjóðir létu til leiðast. Kola- og stálbandalagið var undanfari Evrópusambandsins en kol og stál voru ein mikilvægustu hráefni stríðsrekstrar. Með sameiginlegu forræði yfir auðlindum ætluðu meginlandsríkin að draga úr innbyrðis átökum. Evrópusambandið er málamiðlun meginlandsþjóða álfunnar. Sambandið er einnig orðið valdamiðstöð þangað sem þjóðir leita skjóls frá voldugum nágrönnum, Írar gagnvart Bretum og Finnar frá Rússum. Þjóðir sem liggja ekki nærri átak asvæðum álfunnar eru með margvíslega fyrirvara á samstarfinu. Bretar hafa ekki tekið upp evru, Írar felldu Lissabonsáttmálann, Svíar og Danir höfnuðu gjaldmiðlasamstarfi og svo má áfram telja. Jaðarþjóðir Evrópu eru af sögulegum og landfræðilegum ástæðum tregar til málamiðlana sem kjarnaþjóðirnar hafa talið nauðsynlegar. Ísland er bæði hvað sögu og landafræði varðar á annarri siglingu en Evrópa meginlandsins. Ef við nánast upp úr þurru gerbreytum utanríkis stefnu okkar til að ganga í Evrópusambandið köstum við hugsunarlaust fyrir róða stefnumiðum sem hafa dugað öldum saman. Nær allir bændur í Noregi eru mótfallnir inngöngu. Þeir vita sem er að Norðmenn myndu fá tvö prósent atkvæðanna í ráðherraráðinu og 13 þingmenn af 745 í Evrópuþinginu, segir Berit Hundåla stjórnarmaður í norsku bændasamtökunum, Noregs Bondelag sem nýlega heimsótti Ísland. Hér er hún við Barnafossa. Maðurinn í gulu peysunni í bakgrunninum er Lars Göran formaður sænsku bændasamtakanna. ESB aðild myndi eyðileggja landsbyggðina Ef Noregur yrði aðili að Evrópu sambandinu myndu niður greiddar matvörur frá meginlandi Evrópu fljót lega eyðileggja búsetuskilyrðin á landsbyggðinni. Þetta segir Berit Hundåla stjórnarmaður í norsku bænda sam tökunum, Noregs Bondelag. Berit er sauðfjárbóndi og stundar jafnframt skógar nytjar.,,landbúnaðarstefna ESB miðar að stærri búum og viðskiptum án landamæra. Um 80 prósent af landbúnaðarstyrkjum ESB fer til fimmtungs bænda í Evrópusambandslöndunum, segir Berit. Í Noregi er landbúnaðarstefnan samþættuð byggðamálum. Mark miðið er að tryggja fjölbreytileika í byggðum landsins. Í gildi eru jafnframt stífar reglur um innflutning á kjöti, til að verjast dýrasjúkdómum. Við inngöngu, segir Berit, myndi tollvernd hverfa jafnframt því sem samevrópskar reglur um stuðning við landbúnað myndu ryðja úr vegi innlendum reglum.,,það yrði ómögulegt að viðhalda landbúnaði í núverandi mynd, ef við færum inn í Evrópusambandið, segir Berit.,,Nær allir bændur í Noregi eru mótfallnir inngöngu. Þeir vita sem er að Norðmenn myndu fá tvö prósent atkvæðanna í ráðherraráðinu og 13 þingmenn af 745 í Evrópuþinginu, segir hún. Þingkosningar eru í Noregi í haust. Berit telur nánast útilokað að umræða um aðild komist á dagskrá næsta kjörtímabil. Núverandi vinstri stjórn mun ekki sækja um og stærsti flokkurinn á hægri vængnum, Fram faraflokkurinn, er mjög gagnrýninn á aðild. Heimssýn þakkar eftirtöldum stuðninginn: Búnaðarsamband Austurlands Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu Búnaðarsamband Eyjafjarðar Búnaðarsamband Kjalarnesþings Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Búnaðarsamband Skagfirðinga Búnaðarsamband Suðurlands Búnaðarsamband S-Þingeyinga Búnaðarsamband N-Þingeyinga Búnaðarsamband Vestfjarða Búnaðarsamtök Vesturlands Tillagan og atkvæðin Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um að ild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðar atkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undir búning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar. Atkvæðagreiðsla á Alþingi 16. júlí Alls greiddu 33 atkvæði með tillögunni, 28 greiddu atkvæði gegn og 2 þingmenn sátu hjá. Já sögðu: Samfylkingin Jóhanna Sigurðardóttir, Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Orri Schram, Björgvin G. Sigurðsson, Oddný Guðbjörg Harðardóttir, Róbert Marshall, Kristján Möller, Guðbjartur Hannesson, Ólína Þorvarðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jónína Rós Guð mundsdóttir. Vinstri græn Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Lilja Mós es dóttir, Ögmundur Jónasson, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Gunnarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir. Sjálfstæðisflokkur Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Framsóknarflokkur Siv Friðleifsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson. Borgarahreyfingin Þráinn Bertelsson. Nei sögðu: Sjálfstæðisflokkur Illugi Gunnarsson, Pétur H. Blöndal, Ólöf Nordal, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Árni Johnsen, Unnur Brá Konráðsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Tryggvi Þór Herbertsson, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Vinstri græn Atli Gíslason, Þuríður Backman, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Jón Bjarnason. Framsóknarflokkur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Vigdís Hauksdóttir, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigurður Ingi Jóhanns son. Borgarahreyfingin Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir. Sátu hjá: Sjálfstæðisflokkur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vinstri græn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

17 Verðum að virkja sem flesta í baráttunni,,starf Heimssýnar væri ekki mögulegt án þátttöku sjálfboðaliða og fjárstyrkja frá einstaklingum og fyrirtækjum. Styrkirnir hafa verið nýttir til að standa straum af birtingu auglýsinga, prentun á kynningarefni, rekstur skrifstofu og gerð skoðanakannana, segir Frosti Sigurjónsson framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Dohop ehf. en hann fer fyrir sérstökum stuðningshópi Heimssýnar. Frosti kom til liðs við Heimssýn fyrr á árinu.,,ég bjó í sjö ár í Evrópu, bæði Englandi og Frakklandi, og hef því kynnst sambandinu ágætlega. Aðstæður á Íslandi eru mjög ólíkar aðstæðum Evrópuþjóða almennt. Ég er sannfærður um að framtíð landsins sé best borgið utan ESB. Hann segir Heimssýn hafa höfðað til sín sem þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Heimssýn var stofnuð þann 27. júní 2002 og hefur síðan tekið virkan þátt í málefnalegri umræðu um Evrópu- og alþjóðasamstarf. Áhersla hefur verið lögð á að kynna kosti þess að horfa til alls heimsins eftir frjálsum og friðsamlegum samskiptum, viðskiptum og samvinnu á jafnréttisgrundvelli í stað þess að einblína á afmarkaðan hluta hans. Mikilvægur hluti af starfseminni felst í því að miðla upplýsingum og fréttum um Evrópusambandið og kynna sjónarmið samtakana meðal almennings og stjórnvalda. Vefsíða okkar er og þar má finna mikið úrval af greinum, bæklingum, fróðleik og fréttum sem tengjast ESB en Heimssýn heldur líka úti vefsíðum á Smettiskruddu (Facebook) og á heimssyn.blog.is. Gallup framkvæmdi skoðanakannanir fyrir Heimssýn í júní sem sýndu fram á almenna og vaxandi andstöðu við inngöngu í ESB. Einnig kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti vildi að aðildarviðræður yrðu ekki hafnar án þjóðaratkvæðagreiðslu. Niðurstöðurnar voru kynntar í fjölmiðlum, alþingismönnum og utanríkismálanefnd Alþingis. Gefinn var út bæklingur um 12 ástæður til að ganga ekki í ESB og sent var bréf til þingmanna um hvers vegna væri ekki skynsamlegt að ganga til aðildarviðræðna. Einnig var lagt í auglýsingaherferð þar sem einstaklingar komu fram og báru fram málefnalegar röksemdir gegn aðildarumsókn að ESB. Heimssýn hefur verið í sambandi við erlend Skráning í Heimssýn er opin öllum sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Engar skyldur eru lagðar á félagsmenn, fjárhagslegar né aðrar. Framlög eru og verða valfrjáls, segir Frosti Sigurjónsson framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Dohop ehf en hann fer fyrir sérstökum stuðningshópi Heimssýnar. samtök sem berjast fyrir auknu sjálfstæði Evrópuþjóða. Í maí komu gestir frá norsku,,nei til EU samtökunum í heimsókn. Haldinn var opinn fundur þar sem Norðmennirnir sögðu frá reynslu þeirra af aðildarviðræðum við ESB og svöruðu spurningum þátttakenda. Í júní komu svo gestir frá skosku sjómannasamtökunum á opinn fund og vöruðu eindregið við þeirri hættu sem íslenskum sjávarútvegi er búin verði Ísland aðili að ESB. Erlendar fréttastofur hafa einnig leitað umsagnar hjá Heimssýn í ESB málum.,,núna er eitt mikilvægasta verkefni Heimssýnar er að afla fleiri félagsmanna. Því fleiri sem við erum því meira tillit verður tekið til okkar sjónarmiða auk þess sem fleiri hendur vinna létt verk. Félögum hefur varið fjölgandi undanfarið og eru þeir nú orðnir rúmlega eitt þúsund. Skráning í Heimssýn er opin öllum sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Engar skyldur eru lagðar á félagsmenn, fjárhagslegar né aðrar. Framlög eru og verða valfrjáls. Hægt er að skrá sig á vefsíðunni www. heimssyn.is og ég hvet alla til að skrá sig sem fyrst, segir Frosti. Skiptir matvælaöryggi máli? Orðið matvælaöryggi er í íslensku máli notað yfir tvennt, ekki óskylt þó: Annars vegar yfir þá viðleitni að tryggja að matvæli séu örugg til neyslu og hins vegar að þjóðir eða einstök svæði eigi jafnan möguleika á að brauðfæða sig, einnig á erfiðleika- og stríðstímum. Síðarnefnda merkingin er sú sem hér er til umfjöllunar. Fyrir októbermánuð 2008 hafa líklegast fáir af yngri kynslóð Íslendinga leitt hugann að gildi þess að eiga í landinu nægar matarbirgðir handa þjóðinni. Vöruskorturinn sem örlaði á í þeim mánuði og hinum næsta var því þörf lexía og æ síðan hefur verið nokkur skilningur á þessum gleymda sannleika. Kynslóðir sem muna skort og skömmtun þurfti ekki að minna á þennan veruleika. Þessar hörðu haustvikur í fyrra vorum við eftirminnilega minnt á að án greiðs aðgangs að gjaldeyri og mörkuðum er varasamt að treysta á innflutning matvæla að minnsta kosti ekki í sama mæli og gert hefur verið seinustu áratugina. Eftir þessa stuttu kennslustund hefur sjálfsbjargarviðleitni fólks aukist og skilningur á því að skortur á matvælum er ekki aðeins hlutskipti fátækra þjóða heldur einnig ríkra, útskúfaðra og skuldugra þjóða. Umræða um íslensk matvæli og landbúnað hefur verið meiri en mig rekur minni til og margir hafa lýst því yfir að þeir vilji styðja íslenska landbúnaðarframleiðslu. Einnig hefur áhugi á matjurtaræktun stóraukist. Því skýtur skökku við að vera á sama tíma að sækja um aðild að Evrópusambandinu, því enginn vafi leikur á því að yrði aðild samþykkt myndi það leika íslenskan landbúnað grátt og þar með gera Ísland enn háðara innflutningi á matvöru en nú er. Maðkað mjöl eða gæsalifur og franskir ostar Það er að vísu mjög,,2007 að vilja helst hafa á borðum sínum fasana, franska osta og gæsalifrarkæfu. Þó eru ekki mörg misseri síðan aðgangur að fokdýrri munaðarvöru var talinn til sjálfsagðra mannréttinda, sem voru að vísu aðeins réttindi hinna ríku. Á sama tíma og enn frekar nú þegar kreppir að á að leysa vanda heimilanna með því að bjóða upp á ódýrt innflutt kjöt, pakkavöru og pítsur. Unnendur ESB-aðildar láta sér í léttu rúmi liggja þótt heilu búgreinarnar leggist af verði aðild að Evrópusambandinu að veruleika. Fáir velkjast í vafa um að búgreinar á borð við svínarækt myndi leggjast af á Íslandi við aðild og margir óttast að sama máli gæti gegnt um sauðfjárbúskap og fleiri búgreinar sem eru hornsteinn íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Ef við yrðum á skömmum tíma algerlega upp á aðra komin um öflun innflutning matvöru eins og vel er mögulegt þyrftum við kannski að átta okkur á því sem sagan kennir okkar: Það hafa verið flutt inn fleiri matvæli frá Evrópu en gæsalifur og ódýrar pítsur einokun seljanda hefur líka fært okkur Íslendingum maðkað mjöl til matar. Í nútímaútfærslu yrði,,maðkaða mjölið sennilega frekar matvara með óæskilegum aukefnum og óholl iðnaðarvara. Einokun getur byggst upp með margvíslegum hætti og ekki bundin við Hörmangara fortíðarinnar. Einokun stórra, sterkra fjölþjóðlegra verslunarkeðja sem kæfa alla smærri samkeppnisaðila er síst betri en einokun fyrri alda. hreyfing í heiminum sem hvetur til þess að fólk neyti í vaxandi mæli fæðu sem framleidd er nálægt heimili þess. Þessu ráða í og með heilsufarssjónarmið. Það þykir ákjósanlegt að hafa aðgang að sem ferskastri fæðu. En ekki síður ráða hér umhverfissjónarmið. Hver ekinn, sigldur og floginn kílómetri með matvöru fram og til baka eins og nú viðgengst gengur á eldsneytisbirgðir heimsins, mengar andrúmsloftið og eykur magn gróðurhúsalofttegunda. Sjálfbær þróun, eins og hún var kynnt í Brundtland-skýrslunni 1987, tekur ekki síst til matvælaframleiðslu og hvetur til þess að neyta fæðu úr nánasta umhverfi í sem allra ríkustum mæli. Við Íslendingar erum svo lánsamir að hafa ennþá aðgang að ferskum fiski, kjöti og garðávöxtum úr okkar nærumhverfi. Ef við glötuðum yfirráðum yfir fiskimiðunum og leyfðum ofstyrktum Evrópusambandslandbúnaði að kæfa okkar eigin landbúnað, myndum við stíga risastórt skref aftur á bak í umhverfismálum, heilsufarsmálum og sjálfstæðismálum. Ábyrgð gagnvart umhverfinu Með vaxandi vitund um umhverfismál hefur verið öflug Ef við glötuðum yfirráðum yfir fiskimiðunum og leyfðum ofstyrktum Evrópusambands landbúnaði að kæfa okkar eigin landbúnað, myndum við stíga risastórt skref aftur á bak í umhverfismálum, heilsufarsmálum og sjálfstæðismálum. Anna Ólafsdóttir Björnsson.

18 Skráning er á vefsíðunni www. heimssyn.is 1 Fullveldisframsal Með aðild að ESB færist vald yfir veigamiklum þáttum fullveldis okkar til Brussel. Dæmi: 1) yfirráðin yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu; 2) rétturinn til að gera fiskveiðisamninga við önnur ríki; 3) rétturinn til að gera viðskiptasamninga við önnur ríki; 4) rétturinn til að afnema tolla eða leggja á tolla; 5) æðsta dómsvald til ESB-dómstólsins o.s.frv. ESB-aðild er þess eðlis að hún útheimtir breytingu á stjórnarskrá Íslands í grundvallaratriðum. Það væru mikil afglöp gagnvart komandi kynslóðum ef við afsöluðum fullveldisréttindum þjóðarinnar í hendur öðru ríki eða ríkjasambandi. Ákvörðun um ESBaðild má því ekki taka út frá skammtímasjónarmiðum, svo sem aðsteðjandi kreppu eða vandamálum tengdum gengi krónunnar, heldur verður að horfa áratugi fram í tímann og minnast þess að einmitt í krafti sjálfstæðis bætti þjóðin lífskjör sín frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í það að verða ein sú ríkasta. 2 Nýtt stórríki Seinustu sex áratugi hefur ESB þróast hratt og fengið öll helstu einkenni nýs stórríkis sem stjórnað er af forseta og ríkisstjórn, þingi og æðsta dómstól og hefur sameiginlega utanríkisstefnu og fiskveiðilögsögu, landamæraeftirlit, stjórnarskrá, fána og þjóðsöng og stefnir að einum gjaldmiðli. Ekkert bendir til þess að þessi þróun sé á enda runnin. Meginmarkmiðið með framsali aðildarríkjanna á mikilvægustu þáttum fullveldis síns til miðstjórnarvaldsins í Brussel er að byggja upp nýtt risaveldi sem þjónar innri þörfum Sambandsins, þ.e. þeirra hagsmuna og viðmiða sem þar eru ríkjandi. Réttarstaða aðildarríkjanna verður hliðstæð fylkjunum í Bandaríkjum N-Ameríku sem hafa sjálfstjórn í vissum málaflokkum en búa við skert sjálfstæði og sterkt alríkisvald. 3 Völd litlu ríkjanna fara minnkandi Völd lítilla ríkja í ESB fara smám saman minnkandi en völd hinna stóru vaxandi. Stefnt er að meiri hlutaákvörðunum í stórauknum mæli með hliðsjón af íbúafjölda aðildarríkjanna. Ísland fengi 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðum, þar sem mikilvægustu ákvarðanir eru teknar, og 5 atkvæði af 750 á ESB-þinginu. Sjálfstæð rödd Íslands myndi að mestu þagna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Því fámennara og áhrifaminna sem aðildarríki eru þeim mun meiri er skerðing sjálfstæðisins og hvergi yrði sú skerðing jafn tilfinnanleg og hér, m.a. vegna þess hve sjávarútvegur vegur þungt í efnahagslífi okkar og orkuauðlindirnar eru miklar og vannýttar. Hætt er við að Ísland verði eins og hreppur á jaðri risaríkis þegar fram líða stundir. 4 Samþjöppun valds í ESB er ólýðræðisleg Í ESB hefur mikið vald færst til embættismanna í Brussel og til ráðherra sem taka veigamestu ákvarðanir. Þingið hefur fyrst og fremst staðfestingar- og eftirlitsvald. Almennir þegnar í aðildarlöndunum hafa því lítil áhrif á þróun mála og afar dræm kosningaþátttaka til þings ESB sýnir hve framandi og fjarlægt Brusselvaldið er þeim. Lýðræðishallinn í ESB er ein og sér næg ástæða til að hafna ESB-aðild. Valddreifing er tímans kall en sívaxandi valdasamþjöppun í miðstýrðum stofnunum ESB sem að litlu leyti lúta eftirlitsvaldi kjósenda er tilræði við þróun lýðræðis í Evrópu. Á Íslandi geta kjósendur fellt ríkisstjórn sem þeim líkar ekki við en í ESB hefðu þeir engin áhrif á hverjir yrðu hinir nýju yfirboðarar landsmanna. 5 Valdamiðstöðin er fjarlæg Fjarlægð Íslands frá valdamiðstöðvum ESB og þekkingarleysi embættismanna þar á íslenskum aðstæðum minnir okkur á hve fráleitt er að Íslandi sé stjórnað úr 2000 km fjarlægð. Hætt er við að brýnar ákvarðanir sem varða okkur Íslendinga miklu velkist oft lengi í kerfinu í Brussel og það gæti orðið okkur til mikils skaða, t.d. í sjávarútvegsmálum og á öðrum sviðum auðlindanýtingar. Margar ESB-reglur henta Íslendingum alls ekki vegna smæðar íslensks samfélags og ólíkra aðstæðna í fámennu landi. Skemmst er að minnast ESB/EES-reglnanna um bankakerfið og ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á glórulausum rekstri einkabanka á erlendri grund. Það reyndist baneitrað regluverk fyrir smáþjóð eins og Íslendinga. Við þurfum að geta sniðið okkur stakk eftir vexti og valið það sem okkur hæfir best. 6 Atvinnuleysið er eitt helsta einkenni ESB Stórfellt atvinnuleysi er eitt helsta einkenni á atvinnulífi ESB og fylgifiskur aðildar vegna þess hve vinnumarkaður í ESB er þunglamalegur og hefur lítinn sveigjanleika. Atvinnuleysið sem skollið hefur á hér á landi hefur verið daglegt brauð í mörgum ESB-ríkjum undanfarna áratugi. Einnig hafa mikilvægir þættir vinnuréttar flust frá aðildarríkjum til ESB upp á síðkastið samkvæmt dómum ESB-dómstólsins. 7 Óhagkvæmt myntsvæði fyrir Ísland Óhagræðið af sameiginlegri vaxta- og peningastefnu á evrusvæðinu þrátt fyrir mismunandi efnahagsaðstæður í aðildarlöndum ýtir enn frekar undir atvinnuleysi í jaðarríkjunum. Ýmislegt bendir til þess að ESB sé í raun ekki hagkvæmt myntsvæði, hvað þá að svæðið sé hagkvæmt myntsvæði fyrir Ísland. Án þeirrar aðlögunar sem fæst í gegnum gengi krónunnar er víst að Íslendingar yrðu mun lengur að ganga í gegnum hagsveiflur, ekki hvað síst jafn miklar og við búum nú við. Auk þess mun líða langur tími, jafnvel áratugur þar til við uppfyllum Maastrichtskilyrðin og gætum tekið upp evru, ekki síst vegna mikillar skuldsetningar ríkissjóðs eftir að ESB þvingaði okkur til að samþykkja ICESAVE-kostnaðinn. 8 Úrslitavald yfir auðlindum Það er grundvallarregla hjá ESB að stofnanir þess hafa úrslitavald um varðveislu lífríkis sjávarauðlinda í samræmi við sameiginlegu fiskveiðistefnuna. Allt tal um að Íslendingar geti fengið varanlega undanþágu frá þessari meginreglu er ábyrgðarlaus áróður. Mörg aðildarríki hafa sótt það fast en ekkert þeirra fengið annað en tímabundna aðlögun. Lögsaga Íslendinga yfir auðlindum sjávar umhverfis landið er sjö sinnum stærri en landið sjálft. ESB fengi úrslitavald um hámarksafla sem leyfður yrði, veiðitegundir, veiðisvæði og veiðitíma. Reglum um hlutfallslegan stöðugleika (hliðsjón af veiðireynslu) getur meirihluti ráðherraráðsins breytt þegar henta þykir og er það einmitt nú til umræðu. Rétti komandi kynslóða til fiskimiðanna yrði stefnt í mikla hættu. ESB er að breytast mjög hratt og sú þróun stöðvast ekki þó að Ísland gangi inn. Líklegt er talið að reglur um sjávar- og orkuauðlindir eigi eftir að breytast. 9 Hernaðarveldi í uppsiglingu Í Lissabonsáttmálanum, sem verður ígildi stjórnarskrár ESB, eru heimildir fyrir Evrópusambandsher. ESB gerir ráð fyrir að í framtíðinni þurfi Sambandið að efla hernaðarmátt sinn og áskilnaður er í grein 42. í Sambandssáttmálanum (The Treaty on European Union, TEU) að stofnaður verði her til að gæta hagsmuna ESB, bæði í Evrópu og annars staðar. 10 Kvótalaust sjávarþorp? ESB-aðild útheimtir að opnað sé fyrir fjárfestingu erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslensk útgerð er mjög skuldum vafin og í erfiðu árferði gætu veiðiheimildir auðveldlega safnast á hendur erlendra auðfélaga og arðurinn (virðisaukinn) þannig flust úr landi. Ísland gæti því breyst í kvótalaust sjávarþorp, eins og nýlega var bent á. 11 Samningsrétturinn glatast Um þriðjungur af verðmæti sjávaraflans fæst úr svonefndum deilistofnum sem flakka úr einni lögsögu í aðra. Hingað til höfum við Íslendingar haft samningsrétt við önnur ríki, svo og ESB, um veiðar úr þessum stofnum. Við ESB-aðild myndum við framselja það vald til yfirstjórnar ESB. Nýjar tegundir bætast við lífríkið í lögsögu Íslendinga með hækkandi hitastigi sjávar, t.d. nú seinast makríll. Ef við hefðum afhent ráðamönnum ESB samningsréttinn og hlýtt boðum þeirra og bönnum væri nær ekkert veitt hér af þessum tegundum, t.d. kolmunna sem skilað hefur tugmilljarða króna virði í þjóðarbúið á hverju ári. 12 Þungt högg fyrir landbúnaðinn Íslenskur landbúnaður veitir okkur öryggi í fæðuframleiðslu af miklum gæðum auk þess sem hann styrkir jöfnuð okkar í viðskiptum við aðrar þjóðir og heldur uppi atvinnu og byggð í landinu. ESB-aðild yrði þungt högg fyrir landbúnaðinn sem sviptur yrði tollvernd. Samdráttur í búvöruframleiðsu myndi valda auknu atvinnuleysi víðs vegar um land í sveitum og þéttbýli sem byggir afkomu sína á framleiðslu landbúnaðarafurða. Eftir hrun fjármálalífsins er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að spara gjaldeyri og draga úr atvinnuleysi í stað þess að auka innflutning á kostnað innlendrar framleiðslu og hækka heildargreiðslu til atvinnuleysisbóta.w Heimssýn um allt land Í sumar hafa fjögur aðildarfélög Heimssýnar verið stofnuð og stefnt er á áframhald í því starfi nú á komandi vetri. Með félagsdeildum má tryggja aukna virkni og baráttu um allt land. Nú eftir að ríkisstjórnin hefur lagt fram umsókn um aðild ríður á að sem flestir leggist á árar í baráttu fyrir fullveldi og sjálfstæði landsins. Tuttugu til fimmtíu manns mættu á hvern stofnfund en þeir voru haldnir í júnímánuði. Eftirtaldar deildir hafa verið stofnaðar. Skagafjarðardeild með fundi í Varmahlíð 9. júní. Þar voru kjörnir í bráðabirgðastjórn Ingi Björn Árnason, Marbæli, formaður, Þórarinn Magnússon, Frostastöðum og Ágúst Guðmundsson, Sauðárkróki. Til vara þeir Gísli Árnason, Sauðárkróki, Árni Gunnarsson, Sauðárkróki og Agnar Gunnarsson, Miklabæ. Árnessýsludeild með fundi á Þingborg í Hraungerðishreppi 9. júní. Þar voru kjörin í stjórn Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri í Árborg, Guðni Ágústsson, fv. ráðherra, Selfossi, Þór Hagalín, framkvæmdastjóri, Eyrarbakka, Sigurlaug B. Gröndal, skrifstofumaður, Þorlákshöfn og Axel Þór Kolbeinsson, tölvumaður, Hveragerði. Eyjafjarðardeild með fundi á Akureyri 13. júní. Þar voru kjörin í stjórn Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður, Ólafur Þ. Jónsson, fv. vitavörður og Baldvin Halldór Sigurðsson, bæjarfulltrúi og veitingamaður. Borgarfjarðardeild með fundi á Bifröst 13. júní. Þar voru kjörin í stjórn Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi, Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka, Magnús Þór Hafsteinsson, Akranesi, Ingibjörg Konráðsdóttir, Hýrumel og Guðbrandur Brynjúlfsson á Brúarlandi. Borgarfjarðarstjórn Heimssýnar, f.v. Óðinn, Þórólfur, Magnús Þór og Ingibjörg en á myndina vantar Guðbrand Brynjúlfsson.

19 15 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Bændur hafa setið eftir varðandi brunavarnir Gísli Níls Einarsson forvarnarfulltrúi hjá fyrirtækjasviði VÍS hefur setið í samstarfsnefnd VÍS og Bændasamtaka Íslands um forvarnarverkefni tengt brunavörnum hjá bændum sem að kynnt verður nú á næstu dögum. Blaðamaður settist niður með Gísla og spurði hann út í verkefnið, forsögu þess og stöðu brunavarna í sveitum. Árið 2008 endurnýjaði VÍS samning sinn við Bændasamtökin um vátrygginga við bændur. Samningurinn er til sex ára og nær til hefðbundins búrekstrar. Í samningnum var kveðið sérstaklega á um forvarnarsamstarf milli VÍS og Bændasamtakanna, og þá einkum á sviði brunavarna. Við höfum hitt fulltrúa Bændasamtakanna reglulega síðan og saman höfum við þróað forvarnarflokka fyrir bændur sem kveða á um ákveðinn lágmarks brunavarnarbúnað hjá bændum auk annarra skilyrða. Uppfylli bændur þessi skilyrði fá þeir afslátt af tryggingaiðgjöld sínum. Hversu mikil þörf er á að fara í verkefni af þessu tagi? Síðustu ár hafa orðið nokkuð stórir brunar í útihúsum, og í mörgum tilfellum hefur verið um að ræða tiltölulega nýlegar byggingar. Það vekur vissulega VÍS og Bændasamtökin endurnýjuðu á síðasta ári samning um víðtæka vátryggingavernd fyrir bændur, sérstakt forvarnarákvæði var sett inn í samninginn um að samningsaðilar myndu vinna að forvarnarverkefnum með bændum á samningstímanum. Forvarnir eru sameiginlegt hagsmunamál VÍS og bænda sem tryggja hjá félaginu, meira öryggi fyrir bændur og færi skapast fyrir lægri iðgjöldum. Í samningnum er tilgreint að bændur fái ákveðinn afslátt af iðgjöldum ef fullkominn forvarnarbúnaður sé til staðar á bóndabýlum. VÍS hefur í samráði við Bændasamtökin skilgreint forvarnarbúnað hjá bændum og skipt spurningar um hvernig málum er háttað. Auk þess má nefna að árið 2002 var gerð rannsókn hjá Rafmagnsöryggisdeild löggildingarstofu þar sem tekin voru út 332 býli á landinu öllu. Þar voru skoðaðar bæði nýlegar byggingar sem og eldri útihús og þar kemur í ljós að ástand raflagna og rafmagnstafla sé í heildina litið fremur slæmt. Af þeim sökum sé til staðar ákveðin brunahætta. Þegar þetta er vegið saman þá er viss forsenda fyrir því að gert sé átak í þessum málum. Hafa eldvarnir í sveitum setið eftir miðað viða aðrar atvinnugreinar síðustu ár? Samkvæmt mínum heimildum, meðal annars frá Vinnueftirlitinu, þá hafa bændur setið svolítið eftir í þeim uppgangi sem varð í samfélaginu síðustu ár hvað þetta varðar. Einblínt var á stórar mannvirkjagerðir og eftirlit með þeim og bændur fengu ekki þær stofnanir sem við áttu til að sinna sínum málum. Vinnueftirlitið ætlar til að mynda að fara í sérstakt átak á næsta ári og fara yfir með bændum hvort búið sé að uppfylla vinnuverndarlöggjöfina, til að mynda varðandi áhættumat fyrir býlin. Síðan virðist staðreyndin vera sú að eldvarnareftirlit sveitarfélaga hafa ekki verið að sinna brunavörnum bænda nægilega á landinu öllu. Mörg býli í góðum málum Nú liggur ábyrgðin auðvitað hjá bændum sjálfum. Hafa þeir að þínu mati flotið sofandi áfram varðandi brunavarnir? Það eru mikil tækifæri til staðar hjá bændum til að taka til í sínum ranni og þeir geta sýnt frumkvæði í að efla sínar brunavarnir. Ég hef von um að vegna þess hvernig hægst hefur á hjólum atvinnulífsins eigi bændur meiri möguleika nú en var á því að fá til sín þessa eftirlitsaðila og að þeir muni sinna bændum betur en verið hefur. En nú er fjöldi bænda í erfiðri fjárhagslegri stöðu. Umbætur í brunavörnum eru kostnaðarsamar. Áttu von á að bændur hafi hreinlega tök á að gera átak í sínum málum, ráða þeir við það fjárhagslega? Við lögðum þetta þannig upp hjá VÍS að búa til þrjá flokka sem að gefa stigvaxandi afslátt af tryggingaiðgjöldum. Í fyrsta flokknum er gert ráð fyrir því að bændur komi upp lágmarks brunavörnum, þ.e.a.s. slökkvitæki og slökkvibúnað inni í rafmagnstöflum. Þetta er búnaður sem kostar ekki háar fjárhæðir. Við leggjum 1. forvarnarflokkur 2. forvarnarflokkur 3. forvarnarflokkur VÍS Fullkominn forvarnarbúnaður 15% afsláttur 10% afsláttur 5% afsláttur Lögbundið áhættumat: Fullklárað áhættumat samkvæmt Vinnuverndarlögum nr. 46/1980 Slökkvitæki á eftirfarandi stöðum: Heimilishúsnæði: Léttvatnsslökkvitæki Vélageymsla: Léttvagnsslökkvitæki, ef gas er í geymslunni skal setja duftslökkvitæki í staðinn Gripahús: Léttvagnsslökkvitæki sé staðsett við aðalinngang Tæknirými: Léttvagnsslökkvitæki vegna tölvubúnaðar Annað landbúnaðarhúsnæði: Léttvagnsslökkvitæki sé staðsett við aðalinngang Yfirfarin slökkvitæki séu á tilgreindum stöðum Viðurkenndur aðili annist árlegt eftirlit með slökkvitækjum Slökkvibúnaður við rafmagnstöflu: Í öllum rafmagnstöflum í gripahúsi, gróðurhúsi, vélageymslu og útihúsi Umgengni: Að umgengni á býlinu uppfylli kröfur samkvæmt gátlista um stöðumat forvarna hjá bændum Athugasemd frá opinberum aðilum: Engar athugasemdir vegna eldvarna (Lögbundið eldvarnaeftirlit á 3ja ára fresti) Engar athugasemdir vegna bygginga Bændur uppfylli reglugerð nr. 116 um brunahólf og hvaða efni eigi að vera í milliveggjum í gripahúsum Brunaviðvörunarkerfi: Reyksogskerfi eða sambærilegt brunaviðvörunarkerfi Kerfi er tengt farsíma bónda eða vaktmiðstöðvar hjá viðurkenndum aðila Forvarnarsamstarf VÍS og Bændasamtakanna honum í þrjá flokka. Allir forvarnarflokkarnir gera ráð fyrir að búið sé að gera lögbundið áhættumat starfa samkvæmt vinnuverndarlögunum nr. 46/1980 og að lágmarks brunavarnabúnaður sé til staðar hjá bændum, þ.e. að slökkvitækjum sé komið fyrir á ákveðnum svæðum á bóndabýlum, slökkvibúnaður sé í rafmagnstöflum og allur slökkvibúnaður sé yfirfarinn árlega af viðurkenndum þjónustuaðila. Sömuleiðis gera allir flokkarnir kröfu um að umgengni og þrif innan og utan húss séu í góðu lagi. Fyrstu tveir forvarnarflokkarnir gera kröfu um að engar athugasemdir séu frá opinberum aðilum vegna brunavarna og bygginga og að reyksogs brunaviðvörunarkerfi sé í gripahúsum. Forvarnarflokkarnir eru tilgreindir í töflunni hér að nofan. Bændafulltrúar VÍS munu heimsækja bændur og taka út forvarnarbúnað í býlum þeirra með því að fara yfir staðlaðan forvarnargátlista stöðumat bænda til að meta hvort bændur uppfylli skilyrðin í viðkomandi forvarnarflokki. Áður en bændur eru heimsóttir þurfa þeir að senda bændafulltrúum viðeigandi gögn, s.s. fullklárað áhættumat starfa, staðfestingu frá þjónustuaðila að árlegu eftirliti slökkvitækja sé lokið og önnur viðbótargögn eftir því hvaða forvarnarflokki bændur telja sig tilheyra. Þannig er tryggt að bændur fái sem bestu leiðbeiningar og þjónustu varðandi skilyrði forvarnarflokka VÍS. BÍ og VÍS telja að með þessum þremur forvarnarflokkum sé búið að skapa tækifæri fyrir alla bændur að efla brunavarnir á býlum sínum og um leið njóta góðs af því með lækkun iðgjalda. VÍS leggur mikla áherslur á að bændur finni að þeir séu í viðskiptum við tryggingarfélag sem lætur sig forvarnir miklu skipta í þjónustu sinni. Gísli Níls Einarsson telur að mikil sóknarfæri séu hjá bændum í því að efla brunavarnir á býlum sínum. líka áherslu á góða umgegni og slíkt kostar ekki mikla peninga. Í þeim uppgangi sem verið hefur undanfarin ár hefur mikið verið byggt af nýjum byggingum og þar eru auðvitað mörg býli sem eru í góðum málum hvað þetta varðar. Munið þið á einhvern hátt koma enn frekar til móts við bændur sem að vilja taka þátt í verkefninu,? Við höfum verið í viðræðum við m.a. Öryggismiðstöðina og fleiri aðila. Í kjölfarið á þessu átaki mun Öryggismiðstöðin bjóða upp á tilboðspakka til bænda til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru hjá VÍS. Hefur VÍS ekki ýtt nægilega eftir því að bændur sem tryggja hjá ykkur sinni sínum brunavörnum? Þetta forvarnarsamstarf VÍS og Bændasamtaka Íslands er auðvitað liður í að koma þessum málum í betra horf og það er engin spurning að efldar brunavarnir hjá bændum er ávinningur fyrir báða aðila. Sömuleiðis er VÍS að taka upp nýja forvarnarstefnu þar sem tryggingafélagið leggur enn meiri áherslu á forvarnir í sinni þjónustu og þess sér stað í þessu verkefni meðal annars. Við vonumst til þess að þetta verkefni verði þess valdandi að bændur fari að huga betur að þessum málum og við erum að veita þeim ákveðið tækifæri og verkfæri til þess. fr

20 16 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Utan úr heimi Hvað gerist hjá Alþjóða viðskiptastofnuninni, WTO? Ýmislegt er nú í gangi í samningum um alþjóðaviðskipti á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO. Fyrir liggur að haldinn verður ráðherrafundur aðildarríkjanna í Genf 30. nóvember til 2. desember nk. Það er sjöundi ráðherrafundur samtakanna og hinn fyrsti eftir fundinn í Hong Kong árið Þó að lögð sé áhersla á að hér sé fyrst og fremst um reglubundinn fund að ræða, en ráðherrafundi á að Bóndinn eða verslanakeðjurnar? Í júnímánuði sl. efndu franskir bændur til mótmæla gegn milliliðum í viðskiptum með búvörur. Að nafninu til eru fyrirtæki, sem þar koma við sögu, í samkeppni. Í raun eiga hins vegar innflutningsfyrirtæki, heildsölur, smásölur og flutningafyrirtæki í nánu samstarfi þannig að ógerlegt er fyrir almenning að fylgjast með því sem þar fer fram, né hver stjórnar þeim. Sölu- og dreifingarkerfið er byggt upp af skrautlegri flóru fyrirtækja sem bera undarleg nöfn og eru hvert í eigu annars. Út á við stunda þau frjálsa samkeppni, en... Nú er svo komið að rekstrargrundvöllur í almennum búskap er ekki lengur fyrir hendi í Frakklandi, að sögn blaðsins L'Heraull du Jour, hinn 12. júní sl. Blaðið vitnar þar í formann samtaka ungra bænda í Frakklandi. Hann telur að vísu að það sé of mikil einföldun að halda því fram að matvælakeðjurnar misnoti vald sitt, nær væri að segja að þær nýti sér viðskiptareglur heimsins. Í sama blaði var einnig frétt um það að Sarkozy, forseti Frakklands, sem er hægrimaður, og forseti Brasilíu, Lula da Silva, sem er vinstri sósíalisti, hafi snúið bökum saman til að koma á alþjóðlegu eftirlit með fjármálastarfsemi sem hafi losnað úr böndunum. Þessar fregnir ríma við það að ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis Frakklands hefur lýst því yfir að Frakkland þurfi á sterkari samtökum bænda að halda, sem í raun merkir sterkari samvinnufélögum þeirra til að halda milliliðunum í skefjum. Hann upplýsir jafnframt að í þessum efnum njóti hann stuðnings stærstu samtaka franskra neytenda. Það er athyglisvert að í hinni þröngu stöðu franskra bænda um þessar mundir njóta þeir verulegs pólitísks stuðnings þéttbýlisbúa, einkum þeirra sem eiga sér frístundabústaði í dreifbýli. Þetta fólk sér með eigin augum að bændur eru í verulegum mæli að bregða búi og búsetan og hið félagslega umhverfi, sem aðkomufólkið hefur heillast af, er að rakna. Jafnframt blasir það við aðkomufólkinu að sífellt lægra framleiðendaverð skilar sér ekki í lægra verði í verslunum. Þeirri staðreynd er auðveldara fyrir það að koma á framfæri við þéttbýlisbúa en bændurnir sjálfir geta. Bændur í Evrópu eru orðnir það fáir að þeir þurfa sannarlega á samherjum að halda. Franska dagblaðið Midi-Libre greindi frá því 14. júní sl. að franskir bændur hefðu fengið loforð frá ríkinu um að stjórnvöld myndu veita upplýsingar um hagnað matvælakeðjanna. Bændur hafa tekið þessum loforðum jákvætt en með varúð. Standi stjórnvöld ekki við loforðin eru þeir viðbúnir því að láta til sín taka með eftirminnilegum hætti. Bondevennen/Röyne Kyllingstad, stytt halda annað hvert ár, þá verður án efa reynt að ljúka þar samningalotunni sem hófst í Doha árið Það er því full ástæða til að fylgjast vel með gangi mála þó að fátt bendi til að samkomulag sé í fæðingu um helstu ágreiningsefnin, sem aftur og aftur hafa leitt til þess að upp úr samningum hefur slitnað. Nær samkomulagi Yfirlýsingar frá alþjóðlegum fundum og þjóðarleiðtogum að undanförnu sýna ljóslega vonir og óskir um fljóta og farsæla lausn á WTO-samningunum. Ný ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur einnig lýst yfir eindregnari vilja til að ljúka samningagerðinni heldur en margir andstæðingar fríverslunar höfðu búist við. Innan WTO er samtímis í gangi vinna við marga fleiri samninga en um viðskipti með búvörur. Þar má m.a. nefna GATS-samningana um þjónustuviðskipti. Innan hvers samnings er síðan fjöldi mála þar sem eru mjög öndverðar skoðanir á ferð sem valda mikilli togsteitu en fella þarf undir einn samning. Þar á meðal eru: Réttur þróunarlanda til að beita tollvernd til að verja mikilvægar framleiðsluvörur sínar fyrir innflutningi. Þar er um að ræða vöruflokka sem eru þessum löndum mikilvægir, hvað varðar fæðuöryggi, lífskjör og búsetu. Sérstakar öryggisráðstafanir sem þróunarlönd geta gripið til ef það kemur til stóraukins innflutnings á búvörum á kostnað innlendrar búvöruframleiðslu. Það var á þessu atriði sem braut og leiddi til samningsslita sumarið Hversu mikið verða ríku löndin að skera niður innflutningstolla Jarðarbúum, sem fá ekki fylli sína, mun fjölga á komandi árum. Jafnframt minnkar ræktunarland á mann. Efnuð fyrirtæki og ríki fjárfesta í ræktunarlandi og aðgangi að vatni. En hvað gerist þegar sveltandi fólki fjölgar? Árið 1960 var ræktanlegt land að meðaltali 1,1 hektari á jarðarbúa. Árið 2000 var það komið niður í 0,6 ha og SÞ spá því að það verði komið niður í 0,5 ha árið Fólksfjöldi á jörðinni er áætlaður 9 milljarðar árið 2050, en er nú 6,7 milljarðar og af þeim fær um einn milljarður manna ekki fylli sína. Að auki skortir víða vatn, sem einnig dregur úr fæðuframboði. Þrír milljarðar manna hafa aðeins um andvirði 2,5 dollara til að lifa af á dag. Tilvera þeirra ógnar bæði lýðræði og friði. Joachim von Braun, framkvæmdastjóri Alþjóðlegu matvælaáætlunarinnar, telur að tvöfalda þurfi matvælaframleiðslu á jörðinni fram til 2050 til að fullnægja þörfinni. Takmarkað landrými og aðgangur að vatni veldur þar vandamálum. Meiri íburður í mataræði Kínverja og Indverja, m.a. með meiri kjötneyslu, eykur á vandann. Þá veldur vaxandi framleiðsla á lífeldsneyti aukinni samkeppni um uppskeru jarðargróðurs. Verðhækkun á matvælum á árunum leiddi til þess að verð á hveiti þrefaldaðist og fimmfaldaðist á hrísgrjónum. Við það fjölgaði fátæklingum um 75 milljónir. Joachim von Braun hefur vakið athygli á að matvælaframleiðsla hafi aðeins aukist um 1% á ári undanfarin ár. Breytingar með hlýnandi veðurfari og auknum vatnsskorti munu draga úr uppskeru víða um heim. Þegar alþjóða fjármálakreppan sína og hvert verður fyrirkomulag á þeim niðurskurði? Í því sambandi kemur til álita niðurgreiðsla Bandaríkjanna á baðmullarútflutningi sínum, sem hefur bitnað illilega á fátækum baðmullarbændum í Afríku. Aðgangur fátækra þróunarlanda að matvælamörkuðum ríkra landa. Réttur iðnríkja til að vernda ákveðnar viðkvæmar afurðir sínar, sem stæðu illa að vígi við lækkun innflutningstolla á þeim. Krafa iðnríkja um að fá aðgang að þjónustugreinum þróunarlanda. Gagnkrafa Bólivíu um að hvert land hafi rétt til að sjá sjálft um undirstöðu þjónustugreinar sínar, svo sem vatnsveitur, orkuveitur, heilbrigðisþjónustu og menntamál. skall á árið 2007 og efnahagshrunið varð árið 2008 birtist það m.a. í verðhækkun á matvælum, sem nam 78% (Economist index). Hækkun á matvælaverði varð vatn á myllu fjármálaspekúlanta. Áður var bílasala mest spennandi en við tók spákaupmennska með matvæli. Olíuríkin við Persaflóa leggja nú mikið fé í kaup á ræktunarlandi í þróunarlöndunum, þar sem fátækt er mikil en ræktunarskilyrði góð. Kína og Indland eru einnig á höttunum eftir ræktunarlandi í öðrum löndum. Kína hefur keypt 2,8 milljónir hektara lands í Kongó með framleiðslu á lífeldsneyti í huga. Bifreiðum í Kína fjölgar um 200 þúsund á mánuði og jafnframt vilja margir Kínverjar skipta yfir í lífeldsneyti m.t.t. hlýnunar veðurfarsins. Þá vilja þeir tryggja sér ræktunarland í Sambíu með eggjaframleiðslu í huga. Nú þegar er ein milljón kínverskra bænda í Afríku. Frá árinu 2006 hafa Kínverjar keypt upp 20 milljónir hektara ræktunarlands í þróunarlöndum sem svarar til alls ræktunarlands í Frakklandi. Verðið er sem svarar milljörðum n. kr. ( milljarðar ísl. kr.), eða fimmtánfalt árlegt framlag Bandaríkjanna til stuðnings við matvælaöryggi í heiminum. Sífellt fleiri ríki leita eftir ræktunarlandi í fátækum löndum en þar er spilling jafnframt vandamál. Suður-Kórea hefur haslað sér völl í Súdan þar sem landið hefur undirritað samning um kaup á 600 þúsund hektörum lands. Talsmaður stjórnvalda í landinu hefur upplýst að 20% af ræktuðu landi í Súdan hafi verið selt arabískum ríkisstjórnum. Líbýa leigir 100 þúsund hektara af hrísgrjónaökrum í Malí. Þegar Sovétríkin liðu undir lok Endurtekin slit á samningaviðræðum Samningaviðræður WTO strönduðu fyrst í Seattle árið Þær hófust aftur í Doha árið 2001 en þá var beitt miklum þrýstingi til að knýja þjóðir til að láta undan kröfum voldugustu ríkjanna eftir hryðjuverkin í New York 11. september það ár. Samningaviðræðunum, sem hófust í Doha, átti að ljúka tveimur árum síðar í Cancun í Mexíkó en þær slitnuðu áður. Frá þeim tíma hafa verið tekin nokkur skref fram og aftur en án niðurstöðu, hið síðasta í júlí á sl. ári (2008). Samningsslitin stafa ekki af lélegum samningamönnum, heldur því að samningarnir byggjast fyrst og fremst á því að þóknast þeim sem eru sterkastir fyrir. Þá er samningarnir sífellt meira á skjön við umhverfisog orkumál í heiminum. Óhugsandi væri að þeir samningar, sem gerðir voru á vegum WTO á árabilinu , næðust nú fram. Kreppur og samningar Yfirstandandi fjármála- og matvæla kreppa í heiminum hafa beint augum margra ríkisstjórna að því að þær þurfa að vernda betur og styrkja eigið efnahagslíf. Margar ákvarðanir, sem teknar hafa verið í þeim efnum, hafa alveg brotið í bága við þá stefnu viðskiptafrelsis sem WTO berst fyrir. Jafnframt hafa einstök lönd gagnrýnt harðlega þá ákvörðun nokkurra landa, sem þau tóku í maí 2008, að þrengja að útflutningi matvæla. Sú ákvörðun varðar ekki samningsgerð Dohaviðræðnanna, en hefur verið rædd þar. Það getur bent til þess að sjónarmið aðilanna séu ekki að nálgast. Það er góðs viti vegna þess að útlit er fyrir að yfirstandandi samningsgerð leiði til enn verri stöðu hinna fátæku, fyrir umhverfið, fyrir lágmarks velferð fólks og fyrir sjálfbæra þróun, bæði í fátækum og ríkum löndum. Því miður eru engin teikn á lofti um að vænta megi róttækra breytinga á alþjóðlegum viðskiptaháttum, sem brýnt er að nú eigi sér stað. Samningagerð eftir tveimur farvegum Mörg lönd reyna nú að leysa ágreining milli landa innan WTO í tveimur farvegum samtímis til að komast fram hjá þeim vandamálum sem hafa aftur og aftur siglt samningaviðræðum í strand. Kanada hefur tekið forystu um að lönd taki á sig skyldur um að lækka tolla áður en eining næst um lokasamninginn. Framkvæmdastjóri WTO, Pascal Lamy, hefur nýlega hvatt Bandaríkin og Indland til að leysa Hörð barátta um ræktunarlandið árið 1991 komu erlendir fjárfestar fljótt til skjalanna til að tryggja sér sovésk samyrkjubú. Í seinni tíð hafa einkaaðilar haft sig mjög í frammi um að afla sér réttinda til að stunda búskap í Rússlandi. Sænska fyrirtækið Alpcat Agro hefur þegar fest þar kaup á 128 þúsundum hektara lands. Bílaverksmiðjan Hyundai sækir á í Síberíu. Rússneska kornfyrirtækið Pava er reiðubúið að selja 40% af ræktunarlandi sínu til efnaðra Arabalanda. Úkraína, sem glímir við erfið efnahagsvandamál, var áður eitt af kornforðabúrum heimsins. Þegar efnahagur þess hrundi gerði landið þau mistök að selja 40 þúsund hektara lands til bankans Morgan Stanley. Hið ríkasta allra olíuríkja, Saudi-Arabía, hefur verið á höttun um eftir ræktunarlandi í fjölda landa, svo sem í Ástralíu, Brasilíu, Egyptalandi, Kasakstan, Filippseyjum, Suður-Afríku, Súdan, Tyrklandi, Úkraínu og Vietnam. Hið nýja í því sambandi er að umrædd ríki vilja frekar eiga viðskipti við opinber stjórnvöld en einkafyrirtæki, m.ö.o. kjósa þau að vera í eins konar nýlendusambandi við ríku löndin. Það gefur olíuríkjunum forskot vegna þess að matur er að verða sífellt meira átakamál um allan heim. Baráttan um kornið getur endað með stríði þegar skorturinn kemur í ljós. Kína hefur gert sér grein fyrir því að nokkur hundruð milljónir fátækra og sveltandi borgara geta ógnað öryggi ríkisins. Þeir hafa því samið öryggisáætlun með fjárhagsramma upp á milljarða n. kr. (eða milljarða ísl. kr.). Innviðir dreifbýlisins í Kína eru einnig mikilvægt verkefni og þar beinist athyglin ágreining landanna, þannig að þau geti staðið saman um einstaka málaflokka. Tillögur um tvíhliða viðskiptasamninga innan WTO og að lönd taki á sig skuldbindingar, áður en heildarsamningur liggur fyrir, mæta hins vegar mikilli mótstöðu og tortryggni, einkum af hálfu þróunarlandanna. Brýnt að fylgjast vel með gangi mála Því minni umræða sem fram fer um samningaviðræðurnar innan WTO og því minna sem samtök launþega, bænda og önnur frjáls félagasamtök vara við hinum frjálsu markaðsöflum, því meiri líkur eru á að nýr samningur verði óhagstæður öllum almenningi, bæði í iðnríkjunum og í þróunarlöndunum. Mikilvægt er að leggja fram nýjar hugmyndir við samningaborðið. Hin alþjóðlega efnahagskreppa, veðurfarsógnin og hungur í heiminum, sem og brýn nauðsyn þess að draga úr notkun á orkugjöfum úr jörðu, ætti að vera nægilegt tilefni til að endurskoða stefnu WTO. Fyrrverandi formaður Miðflokksins (Senterpartiet) í Noregi, Åslaug Haga, skrifaði nýlega (4. júní) grein í Dagsavisen sem gefur vonir um breytta stefnu í alþjóðamálum af hálfu Noregs. Hún skrifar m.a.: Skynsamleg hnattræn stefna um matvælaöflun leiðir til kúvendingar á stefnu WTO í málaflokknum. Forsenda nýrrar stefnu hlýtur að vera sú að öll lönd hafi bæði rétt og skyldu til að brauðfæða þjóðir sínar. Til að tryggja það verður að setja reglur um alþjóðaviðskipti sem greini á milli matvælaframleiðslu landa til útflutnings og til eigin þarfa. Fyrsta skrefið að nýjum viðskiptasamningi innan WTO með þetta að markmiði er að ná saman löndum sem styðja þessa hugmynd til að ræða framgang hennar. Bonde og Småbruker/Aksel Nærstad, ráðgjafi Utviklingsfondet, stytt að nýjum möguleikum á nýtingu ræktunarlands og uppbyggingu nýrra byggðarlaga. Þess má vænta að mótleikur Evrópu við því verði aukin ríkisvæðing í landbúnaði. Vatnsskortur er samt stærra vandamál en ræktunarlandið. Að baki margra kaupsamninga um land liggur einnig aðgangur að vatni. Viðskiptin varða ekki fyrst og fremst land, heldur vatn, sagði stjórnarformaður viðskiptarisans Nestlé, Peter Brabeck- Letmathe, við The Economist 23/2 2009, vegna þess að með landinu fylgja einnig vatnsréttindin og þau eru mikilvægasti hluti samningsins. Landbúnaður var ekki framsækinn í Afríku á árunum og tekjur bænda í álfunni jukust aðeins um eitt prósent á ári á tímabilinu en um þrjú prósent á sama tíma í Austur-Asíu og Mið- Austurlöndum. Á tímabilinu munu fjárfestingar tífaldast í Súdan vegna fjárstreymis frá arabískum ríkjum, eða úr 700 milljónum dollara í 7,5 milljarða dollara á ári. Kína hefur komið á fót 11 rannsóknarstofnunum í löndum Afríku á þessu tímabili. Jacques Diouf, framkvæmdastjóri FAO, nefnir þessa þróun hina nýju nýlendustefnu. Kína hefur frá árinu 2007 undirritað 30 kaup- og leigusamninga erlendis sem varða tvær milljónir hektara af ræktunarlandi. Ýmiss konar spenna og óvissa tengist slíkum samningum. Verða báðir samningsaðilar ánægðir? Hvað gerist ef alvarlegur matarskortur kemur upp í þessum nýju nýlendum á sama tíma og fjárfestarnir hirða uppskeruna. Spennan vex í heimi þar sem fólki finnst tilveru sinni ógnað. Allir hafa þörf fyrir mat, vatn, klæði og þak yfir höfuðið. Bondebladet/John Gustavsen, stytt

21 17 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Landbúnaðarstefna ESB (CAP), markmið og þróun Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópusambandsins (Common Agricultural Policy CAP) er einn af hornsteinun um sem lagður var við stofnun Evrópusambandsins (ESB) árið Í 33. grein Rómarsáttmálans (samsvarandi grein í Lissa bon sáttmálanum er nr. 39) eru fimm markmið sett um hverju eigi að ná fram með hinni sameiginlegri landbúnaðarstefnu aðildar ríkj anna og hafa þau haldist nær óbreytt frá upphafi. Þannig eru engar grundvallarbreytingar gerðar á CAP í nýjasta sáttmála ESB Lissabonsáttmálanum. a) Að auka framleiðni í landbúnaði. b) Að tryggja sanngjörn lífskjör í landbúnaði með hækkun tekna. c) Að tryggja stöðugleika á mörkuðum. d) Að tryggja nægt framboð landbúnaðarvara. e) Að tryggja neytendum sanngjarnt verð. Neil Nugent, höfundur bókarinnar The Government and Politics of the European Union, lýsir helstu markmiðum CAP þannig: Landbúnaðarvörum er ætlað að flæða frjálst á milli innri landamæra ESB, án viðskiptahindrana og án markaðsinngripa svo sem styrkja eða regluverks stjórnvalda sem trufla eða takmarka samkeppni. Hins vegar er þetta ekki frjálst viðskiptakerfi, byggt á hreinum markaðslögmálum, þar sem verðverndar- og/eða tekjuverndarkerfi er fyrir hendi fyrir flestar landbúnaðarafurðir. Landbúnaður var þannig hluti af innri markaði ESB með ákveðnum takmörkunum. Eðli innri markaðar ESB er frjálst vöruflæði á milli aðildarlandanna án viðskiptahindrana, svo sem tolla. Ytri landamæri eru varin með tollamúr. Í utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins, var skipaður vinnuhópur sérfræðinga og hagsmunasamtaka, sem ætlað var m.a. það verkefni að meta óvissuþætti varðandi stöðu íslensks landbúnaðar andspænis ESB. Í skýrslu hópsins er greinargott yfirlit yfir CAP og þróun hennar. Að mati vinnuhópsins hefur tekist að uppfylla flest upphafleg markmið hennar en með óæskilegum hliðarverkunum eins og það er orðið í skýrslu hópsins. Nugent leggur líka mat á hvernig til hefur tekist að ná markmiðum CAP frá stofnun ESB. Óumdeilt sé að framleiðni hafi aukist gífurlega og tekur hann sem dæmi að starfsfólki við landbúnaðarframleiðslu hafi fækkað meira en 60% að meðaltali í EU-12 ríkjunum á sama tíma og heildarframleiðsla hafi aukist um 1,3% árlega að meðaltali frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Í annan stað hafa tekjur af landbúnaði aukist sambærilega og í öðrum atvinnugreinum en stærri bú hafi komið betur út en smærri bú. Þá hefur hagur framleiðenda Jón Baldur Lorange stjórnmálafræðingur og forstöðumaður tölvudeildar BÍ á norðlægum slóðum vænkast meira en framleiðenda syðst í álfunni. Stöðugleiki hefur verið á mörkuðum og nægt framboð hefur verið tryggt. Nugent telur að ekki hafi eins vel tekist að ná síðasta markmiðinu. Neytendur hafi borið skarðan hlut frá borði en þeir, sem hafi hagnast mest á CAP, séu stór afurðasölufyrirtæki í landbúnaði og bændur með stór bú. Brotið blað í sögu CAP Til að vinna bug á þessum svokölluðu hliðarverkunum hafa á síðustu 16 árum þrisvar sinnum verið gerðar veigamiklar breytingar á CAP. Fyrsta endurskoðun var gerð árið 1992 með MacSharry áætluninni, önnur árið 1999 með Dagskrá 2000 (e. Agenda 2000) og þriðja árið 2003 með Fischler II endurbótunum. Nauðsynlegt er að taka saman innihald þessara breytinga sem í raun hafa lagt grunninn að nýrri stefnu ESB í landbúnaðarmálum. Yfirlýstur tilgangur endurbótanna var að draga úr svimandi háum útgjöldum ESB til landbúnaðar, koma í veg fyrir offramleiðslu, auka stuðning við byggðaþróun, koma til móts við neytendur um matvælaöryggi og hollustu matvæla, gera framleiðsluna umhverfisvænni og síðast en ekki síst að markaðsvæða landbúnaðarframleiðsluna, m.a. vegna yfirstandandi viðræðna á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO. Með þessum endurbótum var CAP breytt í grundvallaratriðum. Með endurbótunum var horfið að mestu frá markaðsíhlutunum, svo sem í formi íhlutunarverðs (e. intervention price), þröskuldsverðs (e. threshold price), útflutningsbóta o.fl. Isabelle Garzon gerir ýtarlega grein fyrir þessari umbyltingu í bók sinni Reforming the common agricultural policy History of a Paradigm Change þar sem hún nefnir að ólíkir áhrifaþættirnir hafi verið að verki, þ.e. aukin alþjóðleg viðskipti, Evrópusamruninn og mismunandi stefnuáherslur ríkja innan ESB. Hún greinir ástæður fyrir þessari umbyltingu á CAP, sem sé athyglisverð þegar haft er í huga að stefnan hafði haldist næstum óbreytt í 30 ár frá stofnun ESB, fyrir þennan umbreytingartíma. Hingað til lands kom Ítalinn Luca Montanarella, frá framkvæmdastjórn ESB, og gerði grein fyrir þessum breytingum í erindi á Fræðaþingi landbúnaðarins, sem haldið var í febrúar Þar kom kom fram m.a.: Á síðustu 15 árum hafa orðið Lífseigt íslenskt birki Íslenska birkið er sérlega lífseigt. Það hefur sannast á Þingvöllum en um mánuði eftir mik inn eldsvoða þar, þegar hið sögu fræga hús Hótel Valhöll brann til kaldra kola, er birkið að koma til. Vakti það athygli skógræktarmanna. Mikill hiti var í nágrenni eldsins og brunnu og sviðnuðu nokkur tré í nágrenni rústanna. Um mánuði síðar hafa rústir hótelsins verið rifnar og tyrft yfir. Það sem helst vekur athygli skógræktarmanna á brunastaðnum er hversu lífseigt íslenska birkið er. Sviðin tré sem standa í næsta nágrenni við rústirnar og hafa orðið fyrir gífurlegum hita af eldinum eru byrjuð að skjóta upp rótarskotum. Má gera ráð fyrir að þótt nokkuð sé liðið á sumarið ættu þessi tré að geta myndað dvalarbrum og lifnað aftur næsta vor. Líklegt má telja að birkið gæti á sama hátt spírað og skotið upp öngum í kjölfar skógarelda, en sem betur fer eru slíkar hörmungar afar sjaldgæfar hér á landi, segir í frétt á vef Skógræktar ríkisins. Vitað var að íslenska birkið þolir kulda en ekki að það þyldi þann miklar hita sem verður í eldsvoða. róttækar breytingar á CAP til að mæta þrýstingi frá evrópsku þjóðfélagi og efnahagskerfi þess. Endurbæturnar 2003/2004 marka þáttaskil í þessari þróun þar sem komu til sögunnar eingreiðslur óháðar framleiðslu með eingreiðslukerfi (e. Single Payment Scheme SPS) í flestum geirum í fyrri stoð CAP og styrkingu á byggðaþróunarstefnunni, sem seinni stoðar Framleiðslustuðningur er nú að mestu leyti óháður ákvörðunum um framleiðslu sem gefur bændum innan ESB færi á að taka ákvarðanir til að svara markaðnum, til að treysta á möguleika eigin búrekstrar og séróska þegar brugðist er við breytingum á efnahagsumhverfinu og til að leggja sitt af mörkum við að auka samkeppnishæfni landbúnaðarins. Í skýrslu vinnuhóps utanríkisráðuneytisins er samkomulaginu, sem náðist fram í ráðherraráði ESB aðfaranótt 26. júní 2003, þannig lýst: Með samkomulaginu er brotið blað í sögu sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar en breytingin er talin sú mesta í rúma fjóra áratugi. Hún er þannig í megindráttum að í stað þess að styðja landbúnað ríkjanna með framleiðslutengdum styrkjum, s.s. framlögum á hektara eftir uppskerumagni eða framlögum á hvern grip eða aðrar framleiðslu- eða afurðaeiningar, skulu styrkir veittir án nokkurra tengsla við framleiðslu, s.s. vegna umhverfisþátta, dýraverndar og heilbrigði dýra og afurða. Óhætt er að segja að endurskoðunin, sem var samþykkt í júní árið 2003, hafi verið sú róttækasta sem gerð hefur verið á CAP í marga áratugi. Yfirlýst markmið þessarar endurskoðunar í upphafi var þó aðallega að leggja mat á breytingarnar sem hrint var í framkvæmd með endurskoðuninni Dagskrá 2000 (Mid-term review MTR). Það, sem kallaði síðan á veigameiri breytingar á CAP, var undirbúningur fyrir WTO ráðstefnuna í Cancun árið 2003 í Doha viðræðulotunni, fyrirhuguð stækkun ESB til austurs, krafa um meiri félagslegan jöfnuð í stuðningi til bænda og nauðsyn þess að endurheimta traust neytenda á matvælaöryggi, m.a. vegna kúariðufaraldursins. Áherslubreytingin, sem varð að veruleika árið 2003, fólst í nýrri pólitískri sýn ESB um sjálfbæran landbúnað og fjölþætt samfélagslegt hlutverki hans, m.a. til að bæta stöðu fjölskyldubúskapar. Þáttur framkvæmdastjórnar ESB var verulegur í þessari endurskoðun sem undirstrikar mikilvægi hennar í mótun og framkvæmd landbúnaðarstefnunnar. Nýja kerfið frá 2003 byggist á eingreiðslukerfi, eins og kom fram hjá Montanarella hér að framan. Um var að ræða einföldun á fyrra greiðslukerfi þar sem eldri framleiðslutengdar stuðningsgreiðslur til bænda fyrir mismunandi afurðir voru sameinaðar í árlega eingreiðslu á býli. Hér var um að ræða aftengingu (e. de-coupling) styrkja við framleiðslu sem átti að tryggja stöðugleika í afkomu bænda og framleiðslumagn upp í markaðsþörf hverju sinni. Þá má nefna að tekið var upp gæðastýringarkerfi (crosscompliance) í endurskoðuninni árið Það þýðir að styrkir eru skilyrtir við kröfur um að bændur uppfylli ákvæði í reglugerðum ESB um umhverfisvernd, fæðuöryggi, dýravelferð og góða búskaparhætti. Jafnframt var þak sett á heildargreiðslur býlis til að bæta stöðu smærri framleiðenda á kostnað stærri búa. Eftirfarandi lýsing Franz Fischlers, þáverandi landbúnaðarstjóra framkvæmdastjórnar ESB, sem endurskoðunin 2003 er oftast kennd við, varpar ljósi á hvað vakti fyrir framkvæmdastjórninni með nýju kerfi: Í framtíðinni mun bændum ekki vera greitt fyrir offramleiðslu heldur fyrir að bregðast við þörfum fólksins með öruggari matvælum, hágæðaframleiðslu, dýravelferð og heilbrigðu umhverfi. Á sama tíma og bændum er tryggður stöðugleiki í afkomu mun nýja kerfið losa þá úr spennutreyjunni, sem fólst í að miða framleiðslu við styrki. Þeim er gert mögulegt að framleiða þær afurðir sem færa þeim bestu markaðstækifærin en ekki hæstu styrkina. Mikilvægt skref í þessu endurskoðunarferli innan ESB var þó stigið nokkru fyrr eða árið 1999 með Agenda 2000 en þá var bætt við annarri stoðinni (e. second pillar) undir CAP. Fyrri stoðin fjallar um stuðningskerfið við markaðsaðgerðir og eingreiðslur til framleiðenda. Seinni stoðin snýr að stuðningi við dýravernd, umhverfisvernd og byggðaþróun, m.a. til að auka samkeppnishæfni hinna dreifðu byggða. Á síðustu árum hefur þessi seinni stoð CAP dregið til sín aukna fjármuni. Þannig eru landbúnaður og byggðaþróun samofin í styrkjakerfi CAP. Með MacSharry endurbótunum árið 1992 var róttæk stefnubreyting tekin í þessa átt. Greinin byggir á BA-ritgerð höfundar frá febrúar 2009 í stjórnmálafræði við HÍ. Heimildir Garzon, Isabelle (2006). Reforming the Common Agricultural Policy: History of a Paradigm Change. New York: Palgrave Macmillan. Greer, Alan (2005). Agricultural Policy in Europe. Manchester: Manchester Univer sity Press. Montanarella, Luca (2008). Agriculture and Enviroment: Towards an Health Check of the Common Agricultural Policy. Fræðaþing landbúnaðarins Reykjavík: Bændasamtök Íslands. Nugent, Neill. (2006). The Government and Politics of the European Union. 6th. Edition. New York: Palgrave Macmillan. Vinnuhópur utanríkisráðuneytisins (2003, nóvember). Íslenskur landbúnaður í alþjóðlegu umhverfi. Áfangaskýrsla. Reykjavík: Utanríkisráðuneytið. Nýjar og notaðar vélar Hydrema 1400C Hjólagrafa Verð 15 milljónir + vsk Verð kr vsk Venieri traktorsgrafa 2006 Fjórhjólastýrð 400 vinnustundir Verð vsk Case 100 Maxum vinnustundir Verð vsk Mc Cormick CX 105 Árgerð vinnusundir Verð vsk

22 18 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Á markaði Breytingar á kjötmarkaði Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar breytingar á framboði og sölu helstu kjöttegunda á innanlandsmarkaði. Í lok júlí hafði sala á kjöti dregist saman um 9,6% á þriggja mánaða tímabili, miðað við sama tíma árið Mestur er samdrátturinn í sölu kindakjöts, 27,1%. Sala á alifuglakjöti minnkaði um 7,9% og 2,5% á svínakjöti. Nokkur aukning hefur orðið í sölu á hrossakjöti og nautakjöti. Á 12 mánaða tímabili hefur framleiðsluaukning í svínakjöti verið 7,6%. Samkvæmt yfirliti Bændasamtaka Íslands yfir framleiðslu og sölu helstu búvara virðist sú aukning hafa selst að mestu jafnóðum og hún hefur komið fram. Á síðustu árum hefur verið fjárfest mikið í byggingum og búnaði fyrir svínarækt. Á sama tíma hafa aðstæður á markaði m.a. þróast þannig að heimilaður hefur verið innflutningur á óunnu svínakjöti sem ekki hefur upprunamerkingar í verslunum. Innlendum framleiðendum hefur ekki verið heimilaður útflutningur til ESB-ríkja með sama hætti. Þegar markaðurinn er lítill og möguleikar á útflutningi nær útilokaðir, þarf lítið magn kjöts til að hafa áhrif á verð til bænda og neytenda. Gildir það reyndar bæði þegar um er að ræða offrameiðslu og þegar skortur er á kjöti. Nú þegar framboð svínakjöts er með því mesta sem hér hefur þekkst hefur verð til bænda lækkað um 20 af hundraði á síðustu 12 mánuðum. Þetta gerist á sama tíma og verulegar hækkanir hafa orðið á flestum rekstrarliðum. Í umræðunni um áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands að ESB hefur Hagfræðistofnun Háskóla Íslands spáð fyrir um verulega lækkun á verði svínakjöts til bænda miðað við verð eins og það var á árinu Það er því fróðlegt að bera saman verð á svínakjöti til bænda hér á landi og í nokkrum ESB löndum, eins og það er í dag. Munurinn á milli Íslands og þeirra ESB-landa sem hér eru borin saman sýnir í hnotskurn afleiðingar þess þegar ráðist er í fjárfestingar sem gefa af sér framleiðslu langt umfram það sem markaðurinn er reiðubúinn að greiða fyrir í afurðaverði. Ávinningur neytenda til skamms tíma kann að vera Framleiðsla og sala á kjöti í júlí Framleiðsla á kjöti í júlí nam tonnum, 11,2% minna en í sama mánuði í fyrra. Þyngst vegur 22,2% samdráttur í framleiðslu alifuglakjöts en einnig var 10,2% samdráttur í framleiðslu svínakjöts. Síðustu 12 mánuði hefur verið samdráttur í kjötsölu, alls 3,5%. Sölusamdrátturinn hefur farið vaxandi eftir því sem liðið hefur á árið og í júlímánuði nam hann 13,5%. Samdráttur var í sölu allra kjöttegunda í júlí, nema nautgripakjöts. Mestur samdráttur varð á sölu kindkjöts, 24,5% og voru birgðir kindakjöts í lok júlí tonn, 13,3% meiri en á sama tíma í fyrra. Sala á svínakjöti dróst saman um 13,2% og alifuglakjöt um 8,7%. Svínakjöt skaust upp í annað sæti kjöttegunda í heildarsölu, í maí sl. Kindkjöt er því komið í þriðja sæti en alifuglakjöt er söluhæsta kjöttegundin. Innflutt kjöt Tímabil janúar - júní Árið 2009 Árið 2008 Alifuglakjöt Nautakjöt Kindakjöt 60 0 Svínakjöt Aðrar kjötvörur af áðurtöldu Samtals Nýjar loftæmivélar með rúllu + hníf Þú skerð poka í hæfilega lengd fyrir það sem þú ert að pakka. Plast, miðar og tæki Krókhálsi Rvk s Verð til bænda á svínakjöti í nokkrum Evrópulöndum Land Vika Verð í DKK Verð í isl. kr Danmörk 33 9, Þýskaland 33 10, Frakkland 32 9, England 31 12, Holland 32 10, Svíðþjóð 32 10, Spánn 30 12, Ísland 35 10, Gengi dkk : 24,585 Verð á Íslandi er samkvæmt verðskrá Sláturfélags Suðurlands og er miðað við hliðstætt uppgjörsform og gildir hjá Danish Crown í Danmörku. Verð í öðrum löndum er fengið úr Landbrugs Avisen 14. ágúst góður. Framleiðsluaukning eins og hér hefur verið gerð grein fyrir mun að óbreyttu verða þess valdandi að búum mun fækka frá því sem nú Svínakjöt 27% Lambakjöt 26% er. Það er því umhugsunarvert hver þróun verðlags til neytenda verður ef framleiðslan færist á enn færri hendur. Alifuglakjöt 29% Nautakjöt 15% Hrossakjöt 3% Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir júlí 2009 júlí 09 maí 09 ágúst 08 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2009 júlí 09 júlí 09 júlí 08 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,5-15,7-13,0 25,1% Hrossakjöt ,3 26,6 9,9 3,9% Nautakjöt ,5 9,2-2,8 13,5% Sauðfé ,0-42,2 2,9 32,8% Svínakjöt ,2-0,5 7,6 24,7% Samtals kjöt ,2-4,7-1,1 Sala innanlands Alifuglakjöt ,7-7,9-9,6 28,6% Hrossakjöt ,4 7,1 8,5 2,8% Nautakjöt ,1 6,7-2,8 15,0% Sauðfé * ,5-27,1-7,8 26,3% Svínakjöt ,2-2,5 7,1 27,3% Samtals kjöt ,7-9,6-3,5 * Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. Í Noregi eru aðstæður að því leyti líkar að landið er að mestu lokað fyrir innflutningi óunninna kjötvara auk þess sem útflutningur til ESB er óverulegur. Norðmenn hafa skilgreint með samningum hlutverk búvöruframleiðslunnar og sett henni lagalega umgjörð sem unnið er eftir. Þegar sú umgjörð er borin saman við þann lagaramma (búvörulög) sem unnið er eftir hér á landi, koma fram ýmsar brotalamir sem taka þarf á. Í grunninn hefur takmörkuð skilgreining á hlutverki og skyldum einstakra búgreina við samfélagið verið sett fram og bundin í lög. Hér þarf að fara saman stefnumótun stjórnvalda og vilji fjármálastofnana til að greina á faglegan hátt þarfir fyrir fjárfestingar. Sé það ekki gert má áfram búast við afskriftum vegna illa ígrundaðra fjárfestinga. Hörður Harðarson Nýtt verðlagsár hjá mjólkurframleiðendum Nýtt verðlagsár hefst hjá mjólkurframleiðendum þann 1. september n.k. Þetta verðlagsár verður óvenjulegt þar sem það nær yfir 16 mánuði eða til 31. desember Heildargreiðslumark verður 155 milljónir lítra og skiptist það hlutfallslega milli lögbýla á sama hátt og greiðslumark til framleiðslu mjólkur á verðlagsárinu Þannig fær bú sem hafði lítra greiðslumark á verðlagsárinu 2008/2009, lítra í greiðslumark á verðlagsárinu sem hefst núna þann 1. september. Bændur fá senda skriflega tilkynningu um greiðslumark sitt eins og verið hefur undanfarin ár. Greiðslur í júlí og ágúst falla út, þar sem þeir mánuðir eru komnir inn á mitt verðlagsárið. Einnig lækkar hlutfall c-greiðslna í janúar og febrúar. Í staðinn verður hlutfall c-greiðslna í nóvember og desember 2010 aukið. Markmiðið með þessu er að jafna framleiðslu eftir mánuðum, svo sem best samræmi sé milli framleiðslu og sölu mjólkur. Þannig má lágmarka þörf iðnaðarins fyrir sveiflujöfnum með duftvinnslu. Þá verður ráðstöfun á óframleiðslutengdum og/eða minna markaðstruflandi stuðningi sem hér segir: a) Til kynbótaverkefna, þ.e. afurðaskýrsluhalds og mjólkursýnatöku úr einstökum kúm skal varið 58 milljónum kr. b) Til jarðræktarverkefna, grasog kornræktar, skal varið 82 milljónum. c) Til rannsókna- og þróunarverkefna í nautgriparækt skal varið 20,8 milljónum kr./eb Dreifing C-greiðslna Ár Janúar 7,5% Febrúar 7,5% Mars 0% Apríl 0% Maí 0% Júní 0% Júlí 0% Ágúst 0% September 10,0% 7,5% Október 5,0% 12,5% Nóvember 10,0% 15,0% Desember 10,0% 15,0%

23 19 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Ágætis sumar hjá Ferðaþjónustu bænda Sumarið hefur gengið vel hjá Ferðaþjónustu bænda í sumar og er ljóst að erlendir jafnt sem innlendir gestir kunna vel að meta þá þjónustu sem ferðaþjónustubændur hafa upp á að bjóða. Það sem gerir Ferðaþjónustu bænda sem félagasamtök einstaka er tengingin við sveitina, gott aðgengi um allt land og fjölbreytnin innan samtakanna. Félagar í Ferðaþjónustu bænda bjóða upp á fjölbreytta gistimöguleika; heimagistingu, gistihús bænda, sveitahótel og sumarhús, auk þess sem margir bjóða upp á veitingar og ýmiss konar afþreyingarmöguleika, t.d. gönguferðir, hestaferðir, veiði, golf og fjölskylduvæna afþreyingu. Þá skipar matur mikilvægari sess í ferðaþjónustu en áður og leggja ferðaþjónustubændur víða áherslu á heimilislegan mat og mat úr héraði. Ferðaþjónusta bænda er með eigið gæðakerfi og flokkunarkerfi á gistingu og hefur sú vinna skipt miklu máli hvað varðar bættan aðbúnað og þjónustu við gesti. Ferðaskrifstofan Ferðaþjónusta bænda Bændaferðir, sem er í eigu bænda, sér um markaðsog kynningarmál allra félaga í Ferðaþjónustu bænda. Með því að gerast aðili að Félagi ferðaþjónustubænda (hagsmunafélaginu) fer viðkomandi inn í allt kynningarefni sem gefið er út af ferðaskrifstofunni og má þar nefna www. sveit.is, og upplýsingabæklinga á ensku og íslenska bæklinginn Upp í sveit. Kynningar- og markaðsstarfið nær víða um heim auk þess sem Ferðaþjónusta bænda hefur sett upp bókunarvef sem veitir viðskiptavinum tækifæri til að bóka gistingu beint í gegnum netið. Undirbúningur fyrir árið 2010 er hafinn og vill Ferðaþjónusta bænda veita ferðaþjónustuaðilum sem stunda ferðaþjónustu á lögbýlum en eru ekki félagsmenn tækifæri til að sækja um aðild. Mikilvægt er að starfsemin hafi öll tilskilin leyfi og að ferðaþjónusta hafi verið starfandi í sumar. Umsóknareyðublöð er að finna á en auk þess veitir Berglind gæðastjóri nánari upplýsingar um málið (netfang: sími: ). beinn Frá Eyvindará II. Ljósm. Joshua Contreras. Viltu gerast félagi að Ferðaþjónustu bænda? Umsóknarfrestur fyrir árið 2010 er til 7. september 2009 Nánari upplýsingar er að finna á og hjá Berglindi gæðastjóra, netfang: beinn sími: GÓÐ KAUP SP-902B, stærð 107x107 sm. sturtuklefi - margar gerðir Sp-302C, 90x90 sm. og 96x96 sm. MX-390 slöngubátur m/álgólfi, stærð 390x173 sm Starfsemi Murr í Súðavík komin í fullan gang Aðgangur að gæðahráefni skiptir sköpum Það er óhætt að segja að þetta hafi gengið vel hjá okkur, bæði þróunarvinnan og framleiðslan, og viðtökur hafa verið einkar góðar, langflestir kettir eru ánægðir með vöruna, segir Þorleifur Ágústsson, framkvæmdastjóri Murrs ehf. í Súðavík og einn eigenda fyrirtækisins. Hann er dýralífeðlisfræðingur að mennt og hefur allt frá árinu 2003 velt fyrir sér hugmyndinni um að þróa gæða katta- og hundamat þar sem áhersla er lögð á rétta samsetningu fóðursins frá næringarsjónarmiði og nýta til þess íslenskt hráefni í háum gæðaflokki. Nú er framleiðslan komin í gang og fyrirtækinu hefur verið valinn staður í Súðavík þar sem fyrir hendi er gott húsnæði og frábært starfsfólk, en fyrirtækið skapar fimm ný störf á staðnum sambærilegt við manna vinnustað í Reykjavík, svo gripið sé til klassískra höfðatölureikninga! Murr framleiðir nú heilfóður, Murr kattamat, sem unnið er úr samsettu hráefni úr sauðfé, nautum og svínum, en Þorleifur segir að aðeins sé unnið úr þeim vefjum sem uppfylla ströngustu reglur um heilbrigði og ekkert notað annað en það sem tíðkast að nota til manneldis. Um þessar mundir er svo að bætast við ný vara, Murr lúxus lamb, sem einungis er framleidd úr lambaafurðum og eins er að koma á markað Urr smáhundamatur. Þorleifur segir hann henta fyrir alla hunda, þó svo að leiðbeiningar miðist við hunda að 8 kílóum að þyngd. Þorleifur segir að vissulega hafi eitt og annað komið upp á undirbúningstíma, enda um að ræða flókna framleiðslulínu. En þau mál hafa ævinlega verið leyst og við höfum góðan aðgang að sérfræðingum á Ísafirði sem reynst hafa okkur afar vel, segir Þorleifur og nefnir m.a. Vélsmiðju Ísafjarðar, Vélsmiðjuna Þrist og þá hafi þekking manna á svæðinu á frystitækni komið sér vel; þannig hafi Guðmundur Þór Kristjánsson vélstjóri reynst félaginu vel. Ekki auðvelt að keppa við þekkt innflutt merki Það er auðvitað ekki auðvelt að keppa við öll þessi þekktu innfluttu merki og það hefur líka borið á því að fólk trúi í blindni því sem sagt er í flottum og dýrum auglýsingum um innfluttan gæludýramat, en staðreyndin er sú að við hjá Murr nýtum okkar fagþekkingu og vinnum okkar vöru úr besta fáanlega hráefni sem völ er á, því geta okkar kaupendur treyst, segir Þorleifur. Dr. Bragi Líndal Ólafsson fóðurfræðingur er framleiðslustjóri Murrs, en hann býr yfir gríðarlegri þekkingu á sviði fóðurfræði og hefur áratuga reynslu á því sviði. Ég fullyrði að það stendur honum enginn framar í fóðurfræðinni, segir Þorleifur. Hann nefnir að aðgengi að Þorleifur bar hugmynd sína um framleiðslu á gæludýrafóðri undir föður sinn og systur, þau Ágúst Þorleifsson, fyrrverandi héraðsdýralækni á Akureyri, og Elfu, dýralækni á Akureyri, en hér eru þau saman á góðri stund í Grunnavík í Jökulfjörðum. Sparaður gjaldeyrir, betri nýting, minni úrgangur og ný störf. Allt er þetta ávinningur af því að félagið Murr hóf framleiðslu á gæludýrafóðri vestur í Súðavík nú nýverið. Þar hefur félagið til umráða góða aðstöðu, en myndin er einmitt tekin af Þorleifi þar innandyra. úrvals hráefni skipti sköpum. Þannig hafi bæði Norðlenska sláturhúsið og SHA-afurðir tekið virkan þátt í þróunarvinnunni. Við flytjum allt hráefni hingað vestur og vissulega er flutningskostnaður mikill, en á móti þeim stóra bita má nefna að við fengum frábæra aðstöðu til afnota í Súðavík og starfsfólkið er eins gott og hægt er að hugsa sér, segir Þorleifur. Framleiðslugetan hjá okkur er mikil, en hún miðast við sölu hverju sinni. Við höfum þessa fínu vinnsluaðstöðu og því getum við breytt framleiðsluhraða og magni mjög auðveldlega. Okkar markmið er að ná góðri fótfestu hér á landi og raunar víðar, enda erum við að framleiða mjög góða vöru á góðu verði, segir Þorleifur. Hann nefnir einnig að hráefnið sem fyrirtækið notar í sína framleiðslu hafi verið vannýtt áður, en óhætt sé að slá því föstu að margar flugur séu slegnar í einu höggi með framleiðlu á íslensku gæðafóðri fyrir gæludýr. Við spörum gjaldeyri vegna minni innflutnings, betri nýting fæst í kjötframleiðslunni, úrgangur verður minni og ný störf hafa orðið til. Vonandi skilar þetta allt sér svo á endanum til grunnframleiðendanna, bændanna, en okkur Íslendingum verður æ ljósara hve mikilvægir þeir eru íslensku þjóðfélagi, segir Þorleifur. MA-420 slöngubátur m/álgólfi, stærð 430x202 sm SP-20SN, stærð 123x123 sm Infra rauður saunaklefi Möguleiki á að taka reykrör upp úr vél eða aftur úr henni. Öryggisgler fyrir eldhólfi. Trekkspjald fylgir. Roro bjálkasaunaklefi, stærð 205x174 sm. GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. S

24 20 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Líf og starf BLUP kynbótamatið í sauðfjárrækt árið 2009 Jón Vinnslu á BLUP kynbótamatinu í sauðfjárræktinni lauk í júlí en það seint að ekki náðist að kynna niðurstöður í síðasta tölublaði Bændablaðsins fyrir sumarfrí. Þarna eru komnar í útreikninga allar niðurstöður úr skýrsluhaldinu árið 2008 til viðbótar þeim upplýsingum sem áður hafa verið notaðar. Fyrir hvern og einn skýrsluhaldara eru allar þessar niðurstöður fyrir alla einstaklinga á eigin búi aðgengi legar í skýrsluhaldsgrunninum FJARVIS.IS. Einnig fá skýrsluhaldarar í haustbók 2009 niðurstöður um allar lifandi ær. Öll lömb fá einn ig reiknaða ætternisspá sem byggð er á þessu mati fyrir foreldra þeirra. Á Netinu er að finna mjög ítarlegar töflur með þessu kynbótamati fyrir alla hæstu hrúta fyrir einstaka eiginleika, sem matið er reiknað fyrir. Þar er einnig mikil umfjöllun í texta um athyglisverðustu niðurstöður hverrar töflur. Því til viðbótar eru birtar þar mjög tæmandi töflur um þetta mat fyrir alla sæðingastöðvahrúta og fylgir þeim töflum ítarleg umræða um niðurstöður í texta. Jafn tæmandi niðurstöður um þetta hafa ekki áður verið birtar og er öllu áhugafólki bent á að kynna sér þetta þar. Hér á eftir verður aðeins vikið að örfáum atriðum, sem rétt er að þekkja, þegar niðurstöður þessara útreikninga eru skoðaðar. Örfáum orðum er vikið að mikilvægustu vísbendingum fyrir ræktunarstarfið. Þá verður aðeins getið nokkurra einstakra kynbótahrúta sem skara framúr í einstökum eiginleikum. Bændasamtök Íslands hafa, í samráði við Landssamband kúabænda, sett fram reglur fyrir gæðastýrt skýrsluhald í nautgriparækt fyrir verðlagsárið Kröfur um skýrsluskil eru þær sömu og á fyrra verðlagsári, þ.e. að skýrslur þurfa að vera komnar inn til uppgjörs fyrir 11. næsta mánaðar eftir mælingarmánuð. Kröfur um kýrsýni kveða á um að eitt kýrsýni skuli taka á hverjum ársfjórðungi almanaksársins. Til ráðstöfunar eru á næstkomandi verðlagsári 58 milljónir og líkt og á síðastliðnu verðlagsári eru 20% þeirrar upphæðar greidd út sem flöt greiðsla á skýrsluhaldsbú en 80% eru greidd út miðað við árskúafjölda búa. Vakin skal athygli á því að vegna breytinga á skilgreiningu verðlagsárs er næstkomandi verðlagsár 16 mánuðir. Verðlagsárið sem hér um ræðir hefst því fyrsta september 2009 og lýkur í desember Rétt er í byrjun að gera sér grein fyrir að um er að ræða tvær ákaflega umfangsmiklar úrvinnslur. Önnur þeirra er fyrir kjötgæði. Gögnin sem þar eru notuð eru kjötmatsupplýsingar fyrir ættfærð og skýrslufærð lömb frá árinu 1998 þegar núgildandi EUROP kjötmat var tekið upp hér á landi. Þar er því um að ræða gagnagrunn með upplýsingum um kjötmat vel á fjórðu milljónar lamba. Kjötmatsþættirnir eru tveir: fitumat og mat um gerð og er kynbótamatið reiknað fyrir hvorn þessara þátta. Síðan reiknum við sérstaklega það sem við nefnum kjötgæði og er þannig samsett að matið fyrir fitu hefur 60% vægi en matið um gerð 40%. Óþarfi ætti að vera að nefna að í matinu fyrir fitu er hæsta matið hjá þeim hrútum sem eru að gefa fituminnstu lömbin, þ.e. þau lömb sem hafa hvað lægst tölugildi í fitumatinu. Í niðurstöðunum fyrir kjötmatsþættina er meðaltalið (gripirnir sem fá 100 í matinu) hverju sinni reiknað útfrá meðaltali um alla gripi í úrvinnslu hverju sinni. Ræktunarárangur fyrir báða þætti kjötmatsins, einkum samt gerð, hefur verið feikilega mikill og þess vegna er BLUP mat yngri einstaklinganna miklu hærra en hjá þeim eldri. Þar sem meðaltalið er ekki fastur punktur eins og lýst hefur verið þá lækkar mat eldri gripa talsvert hratt með hverju ári. Hin meginvinnslan er fyrir afurðaeiginleika ánna. Eiginleik arnir eru frjósemi ánna, sem er metin út frá upplýsingum um fjölda fæddra lamba, og mjólkurlagni ánna þar Greiðslur fyrir næsta verðlagsár verða því fjórar, greiddar út fyrir fjögurra mánaða tímabil í senn. Greiðsludagar eru í janúar 2010, maí 2010, september 2010 og janúar Þar sem verðlagsárið spannar síðasta ársfjórðung ársins 2009 og allt almanaksárið 2010 þurfa skýrsluhaldarar að skila að lágmarki niðurstöðum 5 kýrsýna fyrir hjörðina á þessu tímabili, einu fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2009 og 4 fyrir árið 2010, ásamt því að hafa regluleg skýrsluskil samkvæmt ofangreindum kröfum. Fyrir fyrstu greiðslu eru einungis gerðar þær kröfur að bú hafi staðist fyrstu 4 mánuði verðlagsársins en skilyrði fyrir annarri, þriðju og fjórðu greiðslu er að búið hafi staðist kröfur um gæðastýringu frá upphafi verðlagsárs. Þetta þýðir að til þess að frá hlutdeild í annarri greiðslu þarf bú einnig að hafa staðist kröfur vegna fyrstu greiðslu o.s.frv. sem mælingarnar eru afurðastig ánna. Við þessa vinnslu eru farnar aðeins aðrar leiðir en venjan hefur verið til þessa í sauðfjárrækt. Reiknað er sérstakt kynbótamat fyrir hvorn eiginleika miðað við tiltekinn aldur. Þannig er t.d. frjósemi gemlingsárið sérstakur eiginleiki, mjólkurlagni ánna tvævetluárið annar o.s.frv. Þetta er fyrir þessa tvo eiginleika reiknað fyrir fjögur fyrstu afurðaár ánna. Heildareinkunn fyrir hvorn eiginleika er síðan reiknuð sem beint meðaltal af sjálfstæðu mati fyrir þessu fjögur fyrstu æviárin. Það er efni í sérstaka grein að fjalla um sjónarmið sem lúta að því hvernig rétt sé að reikna slíka heildareinkunn. Aðeins skal bent á að þessi aðferð sem notuð er hér er ekki endilega sú eina rétta. Við þessa útreikninga eru notaðar allar upplýsingar úr skýrsluhaldinu allt frá árinu 1990 þannig að gagnamagnið er orðið feikilega mikið. Meðaltal fyrir þessa eiginleika er skilgreint á allt annan veg en fyrir kjötgæðaeiginleika, þar sem þar er lagt til grundvallar meðaltal nokkra síðustu árganga ánna. Þarna er því fast meðaltal. Þetta þarf að hafa Tilkynning vegna gæðastýringar í nautgriparækt Þau bú sem ekki náðu að standast kröfur um gæðastýringu á síðastliðnu ári geta að sjálfsögðu tekið þátt í gæðastýringu næsta verðlagsárs með því að byrja regluleg skýrsluskil og töku kýrsýna frá og með september Ný skýrsluhaldsbú geta skráð sig í skýrsluhald hvenær sem er yfir verðlagsárið. Í slíkum tilfellum miðast þátttaka í gæðastýringu frá fyrsta heila greiðslutímabili er búið er skráð í skýrsluhald. Ný skýrsluhaldsbú eru skilgreind sem bú sem ekki hafa verið í skýrsluhaldi á verðlagsárinu eða bú sem hafa haft eigendaskipti á verðlagsárinu eða seinna. Við hvetjum skýrsluhaldara til að huga að þessum málum í tíma og muna að fyrsta skýrsla verðlagsársins þarf að vera komin inn til uppgjörs fyrir 11. október Hafið samband við Bændasamtök Íslands eða búnaðarsambönd ef aðstoðar eða frekari upplýsinga er þörf. Yfirlit yfir skiladaga og kýrsýnatökur verðlagsársins Skýrslumánuður Síðasti skiladagur skýrslu Kýrsýnataka September október 2009 Október nóvember 2009 Nóvember desember 2009 Lágmark ein kýrsýnataka fyrir hjörðina Desember janúar 2010 Janúar febrúar 2010 Febrúar mars 2010 Lágmark ein kýrsýnataka fyrir hjörðina Mars apríl 2010 Apríl maí 2010 Maí júní 2010 Lágmark ein kýrsýnataka fyrir hjörðina Júní júlí 2010 Júlí ágúst 2010 Ágúst september 2010 Lágmark ein kýrsýnataka fyrir hjörðina September október 2010 Október nóvember 2010 Nóvember desember 2010 Lágmark ein kýrsýnataka fyrir hjörðina Desember janúar 2011 í huga þegar tölurnar eru skoðaðar. Einnig blasir greinilega við að erfðaframfarir síðustu ára fyrir afurðaeiginleikana hafa verið smámunir í samanburði við það sem á við kjötgæðaþættina. Samanburður á þessum einkunnum fyrir eldri og yngri gripi verður þess vegna mikið breytileg fyrri þessa tvo meginflokka. Þegar tafla um hæsta BLUP matið fyrir kjötgæði er skoðuð kemur í ljós að Fantur á Mýrum í Álftaveri skipar efsta sætið. Einkunn hans er 135 og yfirburðirnir feikilega miklir bæði fyrir fitu og gerð. Fantur er sonur Rafts en móðir hans kollótt ær. Þetta er fyrsta sinni sem slík blendingskind sýnir slíka yfirburði. Ég held það sé visst íhugunarefni hvort ekki eigi að skoða notkun á slíkum blendingsgripum á annan hátt en flestir hafa gert til þessa. Sjónarmun á eftir með 134,8 í einkunn koma Stáli á Teigi í Fljótshlíð og Bogi í Hriflu í Þingeyjarsveit. Báðir þeir snillingar dvelja nú í einangrunargirðingum stöðvanna. Stáli er sonarsonur Kulda og dóttursonur Bjargvættar , en Bogi hins vegar sonur Rafts og móðurfaðir hans er Hylur Höfðinginn sjálfur, Raftur , skipar síðan fjórða sætið með 134 í einkunn. Af kollóttum hrútum stendur efstur Gaui á Efri-Fitjum í Fitjárdal með 131,6 í einkunn en hann er aðfenginn frá Heydalsá á Ströndum. Þegar listinn um efstu hrúta landsins í þessu mati um kjötgæði er skoðaður blasir mjög skýrt við hve framfarir hafa verið gríðarlega miklar á allra síðustu árum. Fyrir gerð hafa framfarir verið mjög miklar öll árin frá því að nýja kjötmatið var tekið upp. Í fitumatinu virðast nú vera að verða hliðstæðar breytingar. Það er í samræmi við það sem ég sagði til um fyrir nokkrum árum að mundi gerast vegna þess vals sem verið hefur á hrútum fyrir sæðingastöðvarnar á undanförnum árum. Annað atriði sem lesa má úr töflunni um hæstu hrútana eru þau fádæma áhrif sem þar eru frá sonum þeirra Kveiks og Rafts Með frekari upplýsingum um afkvæmi þessara hrúta verður sífellt skýrara hvílíkar töfrakindur fyrir ræktunarstarfið þessir hrútar eru. Þar er um leið ástæða til að benda á þann stóra hóp sona Boga sem þarna er að sjá og munu engin dæmi um slíkt áður fyrir hrút áður en hann kemur sjálfur til nota á stöð. Lítum aðeins á efstu hrúta fyrir hvorn kjötgæðaþáttinn, fitu og gerð. Á listanum um hæstu einkunnir fyrir fitumatið er að finna sömu hrúta og á síðasta ári. Gibson á Böðvarshólum í Vesturhópi stendur þarna efstur með 150 í einkunn en þessi hrútur er skyldleikaræktaður og foreldrar hans báðir fjárskiptakindur frá Steinadal. Fitumat sláturlamba undan þessum hrúti hefur verið lyginni líkast á undanförnum árum þrátt fyrir gríðarlega mikinn vænleika lambanna. Það sem samt er jákvæðast við þessa töflu er að sjá hina kröftugu innrás ungra hrúta þar sem eru yfirleitt synir fituleysishrútanna sem verið hafa á stöðvunum síðustu árin. Í töflunni um hrútana með hæsta einkunn fyrir gerð trónir Krókur á toppinum með 157 í einkunn. Því miður varð hann skammlífur á stöð eins og margir fleiri hrútar og hlýtur lömbunum undan honum því að verða veitt tilhlýðileg athygli nú í haust. Krókur er eins og margir þekkja sonarsonur Gríms Sjóður á Brekku í Núpasveit sem er sonur Kynbótastarf Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Lunda hefur 156 í einkunn fyrir þennan eiginleika og Ylur á Bjarnastöðum í Öxafirði sem er sonur Spe er með 155 í einkunn. Þessir þrír sömu hrútar skipuðu þrjú efstu sætin árið 2008 hafa aðeins skipt um innbyrðis röð. Ef eitthvað einkennir þessa töflu er það að eins og oft áður eru norður-þingeysku vöðvabúntin nokkuð fyrirferðarmikil þarna. Snúum okkur örstutt að töflunni yfir hrútana sem hafa hæst mat fyrir frjósemi. Þessi eiginleiki skilur sig verulega frá öðrum vegna þess að gripir sem erfa stórvirka frjósemiserfðavísa sem þekktir eru hjá íslensku sauðfé sýna þarna algera sérstöðu. Því má segja að þetta fé passi ekki inná skalann sem hér er verið að nota. Mikið efstur með 149 í einkunn stendur þar Krummi á Brekkubæ á Borgarfirði eystra. Dætur hans hafa um árabil verið í fréttum á hverju vori fyrir einstaka frjósemi. Ekki verður frekar fjölyrt um frjósemiserfðavísahrútana, en þar er nú að verða endurnýjun á slíkum hrútum á stöðvunum eftir nokkurra ára hlé á notkun slíkra hrúta þar. Því má vænta nýrrar öldu slíkra gripa á næstu árum. Það eru hins vegar bræðrahópar undan nokkrum stöðvarhrútum síðustu ára sem athyglin beinist að þegar komið er í hóp eðlilegra hrúta í töflunni. Fremstir fara þar synir Rektors sem margir erfa frá sér frábæra frjósemi, en margir þeirra munu fyrst og fremst hafa verið í notkun sem skrautfjaðrir. Þá er hlutur Heydalsárhrútanna Kosts og Ægis glæsilegur. Tafla um efstu hrúta um mjólkurlagni ætti að vera öllu áhugafólki um sauðfjárrækt áhugaverð vegna þess að þetta eru tvímælalaust áreiðanlegustu upplýsingar um þennan mikilvæga eiginleika sem hafa verið birtar. Efsta sætið skipar líkt og á síðasta ári Dreki á Skjaldfönn en þessi hrútur hefur búið yfir frábærum kostum fyrir þennan eiginleika og fær 130 í einkunn, en hann á stóran hóp einstakra afurðaáa á Skjaldfönn. Dreki er sonur Bjargvættar Þegar taflan um þessa topphrúta er skoðuð nánar einkennist hún af talsvert meiri fjölbreytileika en töflurnar fyrir aðra eiginleika sem er jákvætt. Hlutur kollóttu hrútanna er þarna meiri en fyrir aðra eiginleika. Hrútarnir af Vatsnesinu eru þarna áberandi sem segir okkur ekkert annað en að góð mjólkurlagni ærstofnsins er snar þáttur í hinum frábæru afurðum á búum þar enda hafa bændur þar aldrei látið deigan síga í ræktunarstarfinu gagnvart þessum mikilvæga eiginleika. Eins vekur nánast alger fjarvera norðurþingeysku hrútanna í þessari töflu vissa athygli, en eftir því sem upplýsingar verða meiri um þennan mikilvæga eiginleika virðist það verða ljósar en áður að þessi eiginleiki hefur orðið of mikið útundan í ræktunarstarfinu þar fyrri norðan. Í sambandi við sæðingastöðvahrútana verður ekki fjölyrt um niðurstöður þeirra hér heldur vísað á Netið en þar er að finna ákaflega ítarlegar töflur fyrir þá hrúta auk texta á annan tug síðna þar sem margar skýringar á fjölbreyttum niðurstöðum er að finna. Eins og alltaf skiptast á skin og skúrir í þessum nýju upplýsingum. Þessar niðurstöður er mikilvægt að nýta sem best í líflambavalinu nú í haust.

25 21 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Fjárréttir haustið 2009 Réttir Árhólarétt við Hofsós Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. Áfangagilsrétt á Landmannaafrétti, Rang. Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. Fellsendarétt í Miðdölum Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. Fossvallarétt v/lækjarbotna, (Rvík/Kóp) Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. Glerárrétt við Akureyri Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. Hlíðarrétt í Bólstaðarhl.hr. A.-Hún. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing Holtsrétt í Fljótum, Skag. Hólmarétt í Hörðudal Hraðastaðarétt í Mosfellsdal Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. Hreppsrétt í Skorradal, Borg. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. Húsmúlarétt v/kolviðarhól, Árn. Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing. Innri - Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnapp. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing. Melarétt í Árneshreppi, Strand. Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. Múlarétt í Saurbæ, Dal. Mýrarrétt í Bárðardal vestan Skjálfandafljóts Mýrdalsrétt í Hnappadal Mælifellsrétt í Skagafirði Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit Núparétt á Melasveit, Borg. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyf. Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum Reykjarétt í Ólafsfirði Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. Sandfellshagarétt í Öxarfirði í N.-Þing. Dagsetningar laugardag 5. sept. laugardag 5. sept. fimmtudag 24. sept. laugardag 12. sept. sunnudag 30. ágúst sunnudag 13. sept. laugardag 5. sept. sunnudag 13. sept. laugardag 19. sept. þriðjudag 15. sept. og sunnud. 20. sept. laugardag 12. sept. föstudag 4. sept. sunnudag 20. sept. sunnudag 20. sept. laugardag 19. sept. laugardag 5. sept. laugardag 19. sept. þriðjudag 15. sept. sunnudag 13. sept. laugardag 12. sept. laugardag 19. sept. mánudag 14. sept. sunnudag 13. sept. sunnudag 30. ágúst laugardag 12. sept. sunnudag 27. sept. sunnudag 20. sept. laugardag 5. sept. sunnudag 13. sept. sunnudag 20. sept. föstudag 11. sept. laugardag 5. sept. laugardag 19. sept. laugardag 19. sept. sunnudag 6. sept. laugardag 26. sept. sunnudag 6. sept. laugardag 12. sept. laugardag 19. sept. sunnudag 20. sept. miðvikudag 16. sept. sunnudag 6. sept. laugardag 5. sept. sunnudag 13. sept. laugardag 12. sept. laugardag 19. sept. laugardag 5. sept. sunnudag 20. sept. laugardaginn 5. sept. þriðjudag 15. sept. laugardag 5. sept. sunnudag 6. sept. sunnudag 13. sept. miðvikudag 16. sept. sunnudag 20. sept. laugardag 12. sept. laugardag 19. sept. laugardag 19. sept. laugardag 12. sept. laugardag 12. sept. mánudag 7.sept Réttir haustið 2009 Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur Bændasamtaka Íslands, hefur tekið saman eftirfarandi lista um fjár- og stóðréttir haustið Almennt má segja að réttir séu á svipuðum tíma og í fyrra. Þá fylgir þessum lista yfirlit yfir helstu réttir í landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið Listinn hefur nú verið uppfærður og leiðréttur í samræmi við þær athugasemdir sem borist hafa Bændasamtökum Íslands. Sauðárkróksrétt, Skag. Selflatarrétt í Grafningi, Árn. Selnesrétt á Skaga, Skag. Selvogsrétt í Selvogi Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf. Staðarrétt í Skagafirði Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. Stíflurétt í Fljótum, Skag. Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. Tungnaréttir í Biskupstungum Tungurétt í Svarfaðardal Tungurétt í Öxarfirði í N.-Þing. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal, Eyf. Þórkötlustaðarétt í Grindavík Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf. Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit, Eyf. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. laugardag 12 sept. mánudag 21. sept. laugardag 12. sept. sunnudag 20. sept. mánudag 14. sept. laugardag 5. sept. föstudag 11. sept. laugardag 12. sept. laugardag 19. sept. laugardag 19. sept. sunnudag 20. sept. sunnudag 13. sept. föstudag 11. sept. sunnudag 13. sept. sunnudag 20. sept. laugardag 12. sept. föstudag 11. sept. sunnudag 13. sept. mánudag 14. sept. laugardag 12. sept. sunnudag 6. sept. sunnudag 6. sept. föstudag 11. sept. og laugardag 12. sept. föstudag 11. sept. laugardag 12. sept. laugardag 12. sept. laugardag 19. sept. laugardaginn 12. sept. sunnudag 6. sept. laugardag 12. sept. mánudag 14. sept. mánudag 14. sept. mánudag 21. sept. Landbúnaðarsýning í Borgarnesi Dagana ágúst n.k. verður haldin landbúnaðarsýning í reiðhöllinni í Borgarnesi. Þar verður margt að skoða m.a. dýragarður, vélar og tæki, ýmis konar handverk, sýningabásar frá félögum og fyrirtækjum og margt fleira. Uppákomur verða einnig með margvíslegu móti og ýmislegt áhugavert í boði; m.a. smalahundasýning, hrútaþukl, fegurðarsamkeppni íslenska hundsins, fræðsluerindi um íslensku landnámshænuna og dýrasýningar. Stóðréttir haustið 2009 Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugardag 5. sept. kl. 8-9 Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 19. sept. kl Staðarrétt í Skagafirði, sunnudag 20. sept. um kl. 16 Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudag 13. sept. um kl. 16 Skrapatungurétt í A.-Hún., sunnudag 20. sept. kl. 11 Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.- Hún. sunnudag 20. sept. kl. 13 Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudag 25. sept. kl. 14 Árhólarétt við Hofsós föstudag 25. sept. kl. 11:30 Auðkúlurétt við Svínavatn, A.- Hún. laugardag 26. sept. síðdegis Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 26. sept. kl. 13 Undirfallsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardag 26. sept. kl. 10 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 26. sept. um kl. 13 Tungurétt í Svarfaðardal, Eyjaf. laugardag 3. okt. kl. 10 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.- Hún. laugardag 3. okt. kl. 10 Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 3. okt. kl. 13 Unadalsrétt, Skag. laugardag 3. okt. kl. 13 Helstu réttir í landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2009 Laugardag 19. sept. kl. 14:00 Þórkötlustaðarétt í Grindavík Laugardag 19. sept. kl. 16:00 Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit Laugardag 19. sept. upp úr hádegi Húsmúlarétt við Kolviðarhól Sunnudag 20. sept. kl. 9:00 Selvogsrétt í Selvogi, Árn. Sunnudag 20. sept. kl. 10:00 Fossvallarétt við Lækjarbotna Sunnudag 20. sept. um hádegi Hraðastaðarétt í Mosfellsdal Sunnudag 20. sept. um kl. 16:00 Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós Mánudag 21. sept. kl. 9:00 Selflatarrétt í Grafningi Mánudag 21. sept. kl. 14:00 Ölfusréttir í Ölfusi Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir. Samkvæmt 5. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 401/1996 er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti. Nánari upplýsingar um réttir í Húnavatnssýslum og Skagafirði er að finna á www. skagafjordur.is og á Norð aust urlandi Bíll til sölu! Mitsubishi Lancer til sölu. Árg 2000, ekinn Ný vetrardekk fylgja. Verðtilboð. Upplýsingar:

26 22 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Bláber, krækiber, rabarbari, beitilyng, sveppir og gróðursældin í síðsumrinu Kæri lesandi. Þá er nærri að baki eitt gróðursælasta sumarið lengi og er ekki alveg búið enn. Það er þá ekki eingöngu gróðurinn sem hefur sprottið vel í raun og það reyndar bara í meðallagi á flestum stöðum á landinu, heldur hefur þetta verið afar sælt sumar hvað menninguna í kringum gróður og ræktun varðar. Í augum sumra eru þetta jákvæð áhrif kreppunnar en aðrir líta á þessa gróðurog ræktunarvakningu sem tímanna tákn, fólk sé að leita eftir einhverju öðru og meira og að vakning þessi sé hluti af enn meiri breytingum sem vestræn samfélög eru að ganga í gegnum. Nú seljast grimmt gamlar matreiðslu- og uppskriftabækur sem geyma leyndarmál um matvinnslu sem fólk þekkti hér áður fyrr og okkur samtímafólkinu eru löngu gleymd, flestum hverjum. En burtséð frá því þá er núna tími uppskeru og frágangs á allsnægtunum úr matarkistu náttúrunnar og garðsins og verður hér imprað á nokkrum atriðum sem tengjast uppskerunni og því sem hægt er að gera með hana. Ber, ber og aftur ber Eitt af því sem fólk sækir nú æ meira í er að fara í berjamó, enda sjálfsagt fátt jafnt ljúft og að hita kakó og pakka niður ásamt meðlæti, berjatínu og dollum og halda út í mó í leit að berjum. Ber eru talin meinholl og hægt að gera heilmargt úr þeim og á ég þá við bláber, krækiber og aðalbláber þótt það séu ekki einu berin. Það sem er auðvitað nærtækast er að fá sér ber með hrásykri og rjóma en það er jú einn langbesti eftirmaturinn sem völ er á, líka af því að við fáum hann svo sjaldan, bara í nokkrar vikur á ári. Sultur eru líka mjög algengar og til ótal uppskriftir að því hvernig sjóða eigi berjasultu. Gott er að sjóða þau þangað til þau springa, þá er settur hrásykur í og það ekki mikið, áður en safinn af berjunum er settur á flöskur. Berjamaukið er svo soðið aðeins aftur og síðan sett í krukkur sem bakaðar hafa verið í Að gefnu tilefni þykir rétt að upplýsa stuttlega hvernig Heima fóðurverkefnið um færanlegu fóðurverksmiðjuna á Norður- og Austurlandi stendur um þessar mundir. Til þeirra sem mættu á kynningarfundi um verkefnið í mars og apríl í vor og varðar smíði og rekstur nýrrar, fullkominnar kögglunarsamtæðu fyrir hey, bygg, hálm, skógvið o.s.frv., voru um hundrað bréf send í kjölfarið. Þegar á heildina er litið stefnir óneitanlega í nokkuð hægari þróun málsins en vænst var í upphafi, sem er að mörgu leyti skiljanlegt miðað við þróun fjárfestingar- og gengismála. Hins vegar er á það að líta að verðlag á innfluttri framleiðslu, einkum kjarnfóðri í samkeppni við Gróður og garðmenning Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi ofni til sótthreinsunar, en það sama hafði verið gert við safaflöskurnar áður. Þetta er gert við bláber eða þá bláber og krækiber í bland. En úr aðalbláberjum er ekki hægt að gera saft með góðu móti, það er svo mikill hleypir í þeim og safinn endar í hlaupi. Í matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur, sem var endurútgefin núna í sumar, er líka sagt frá bláberjasúpu sem virðist ekki vera flókið að útbúa, og svo berjahlaupi. Það er hægt að taka í annað eða þriðja sinn inn rabarbara úr garðinum og gera ýmislegt gott úr honum. Að ógleymdri hinni hefðbundnu rabarbarasultu, sem alltaf stendur fyrir sínu, er það saftin sem rennur ljúf í maga og hylur hann verndarhjúp í morgunsárið áður en haldið er til kaffidrykkju á vinnustaðnum. Rabarbarabökur alls kyns hafa notið töluverðra vinsælda þetta sumarið enda ljúffengar. Helga Sigurðardóttir er svo með uppskriftir að rabarbaraköku og rabarbara-krækiberja-graut sem hljómar mjög vel og ég hef ekki prófað. Svo er Helga með rabarbara-sagósúpu en hún minnir mig mjög á ömmu mína sem iðulega bauð upp á alls kyns slíka vellinga í eftirrétt, eins og tíðkaðist hér einu sinni á Íslandi. Úti í móa er fleira að finna er berin. Flestar jurtir er orðnar of þroskaðar til þess að hægt sé að nýta þær, nú þegar svona er áliðið sumars, en ein er þó einmitt í réttum þroska núna til þess að taka og það er beitilyngið. Þá þarf að hafa með hníf, því að þetta er jú lyng og ekki gott að slíta það án þess sambærilegt heimafóður, er einnig hátt, enda stjórnast hvort tveggja verðið af svipuðum þáttum (áburður, olía, gengi o.fl.). Vopnfirðingar, sem hafa bænda ríkasta reynslu af heykögglun í gegnum tíðina, átta sig vel á þessu, enda hafa sjö af fulltrúum þeirra átta búa, sem mættu á kynningarfundinn þar, sent inn þátttökuloforð, eða 88%. Þeir virðast einnig átta sig betur á því en margur hinn almenni bóndi að sókn og samstaða er besta vörnin í baráttunni við hátt verð á kjarnfóðri og fleiri aðföngum, með því að skapa möguleika á fjölþættri nýtingu eigin auðlinda og það nú sem aldrei fyrr. Reynt verður eftir megni að fara í nýtt kynningarátak um verkefnið, að skemma plöntuna. Skorið er fremst af greinunum eða jafnvel nærri heilu greinarnar, allt eftir því hvernig beytilyngsbreiðan lítur út. Ef hún er árennileg, breið og væn er sjálfsagt að taka heila grein en þó ekki margar slíkar af sömu breiðunni. Svo er farið heim með beitilyngið og það breitt á viskustykki eða klút, gjarna í svefnherberginu eða í það minnsta fjarri matarlykt og eldamennsku, reyk og öðru slíku sem vill setjast í jurtirnar. Lyngið er svo látið þorna þarna í um tíu daga og geymt á dimmum og þurrum stað í krukku yfir veturinn eða þar til það er allt búið og nýtt. Þegar það er sett í krukkur er blöðum og blómum rennt af greinunum og greinunum hent á safnhauginn en það eru blöðin og blómin sem fara í krukkuna. Beitilyngið er mjög gott sem krydd á lambasteikina og í alls kyns grænmetisrétti og pottrétti, en gerir sig líka sérlega vel sem tejurt, þá alveg eins ein og sér eða í bland með öðrum íslenskum jurtum, eins og blóðbergi og birki. Sveppatínsla hefur tekið kipp þetta sumarið enda sveppir frábærir í matseldina. Það er þarf þó dálitla forkunnáttu til að taka sveppi því að sumir þeirra eru eitraðir. Þá er best að fara fyrst með kunnáttufólki og læra af því, en það má líka taka með sér bók og nota við að greina sveppina. Ef þú ert ekki viss um að þetta sé rétti sveppurinn skaltu frekar sleppa því að taka hann og leita á önnur mið því að sveppaeitranir eru víst ekkert spaug. Jæja, en sveppir eru teknir eftir kúnstarinnar reglum; frekar ungu sveppirnir og þeir sem heilir eru og maðkur hefur ekki sótt í. Núna á síðsumri er besti tíminn til þess að tína sveppi og sérstaklega gott að finna þá eftir svona rigningarsudda eins og verið hefur hér Norðanlands nú í ágústmánuði hún borgar sig rigningin! Þeir vaxa gjarna í skóglendi eða graslendi, mismunandi eftir tegund. Lerkisveppir vaxa til dæmis hjá lerki, eins og nafnið gefur jú til kynna, og því frekar auðvelt að greina þá. Gott er að frumhreinsa Um stöðu Heimafóðurverkefnisins og horfur Framhaldsdeild í Fjallabyggð Nemendur framhaldsdeilda VMA í Ólafsfirði og Siglufirði mættu í skólann í fyrsta sinn í lok liðinnar viku. Berg þór Morthens fram halds skólakenn ari tók á móti nemendum á Siglufirði og Mar grét Lóa Jónsdóttir framhaldsskólakenn ari tók á móti nem end um í Ólafs firði. Í námsverinu á Siglufirði verða nemendur 12 þessa fyrstu önn og í námsverinu í Ólafsfirði verða nemendur 19. Meðal nemenda í Ólafsfirði er einn nemandi sem kemur frá Dalvík, en vegna lítillar þátttöku var ekki sett upp sérstakt námsver á Dalvík að þessu sinni. Þetta er fyrsta skrefið að nýjum framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Mennta mála ráðuneytið samdi við VMA um að hlaupa í skarðið þar til hinn nýi framhaldsskóli tekur formlega til starfa. Nemendur eru skráðir í fjarnám við VMA og munu fá aðstoð og aðstöðu í námsverinu til að sinna náminu. það sem eftir lifir sumars og fram eftir hausti, og halda síðan formlegan stofnfund Heimafóðurs, sem tilkynnt verður um síðar. Verði af stofnun félagsins mun stjórn þess taka ákvörðun um framhaldið. Vegna þeirrar þróunar og tafa sem að framan er lýst gæti verið skynsamlegast í stöðunni að byggja á því millistigi að nýta vel yfirfarna samstæðu Stefáns til kögglunar fyrir þá sem vilja frá haustdögum og vinna enn frekar að áforminu um að fá nægilegan stuðning til að smíða nýju samstæðuna. Skorað er hér með á áhugasama að hugsa nú vel sinn gang um að senda inn þátttökubréf eða hafa samband, vilji þeir ræða málin nánar. Má nefna að dagana ágúst sl. var haldið alþjóðlegt málþing allmikið á Hallormsstað um auðlindanýtingu á skógi og öðrum lífmassa og þar sem erindi um Heimafóðurverkefnið reyndist áhugavert innlegg í fjölþætta tækni og notagildi á innlendum lífmassa með þurrkun, mölun og kögglun. Að lokum þetta: Hvort af verkefninu verður er engin spurning, heldur eingöngu hvenær og að einhverju leyti hvernig. Að gerðahraði í málinu er ekki síst kominn undir fyrirheitum núverandi stjórnvalda um að spara erlend aðföng, og þar með gjaldeyri, með því að efla innlenda framleiðslu úr eigin auðlindum. Heimafóðurverkefnið verður stór liður í því. Þórarinn Lárusson Nú er um að gera að nýta sér ber, sveppir og annað sem finnst í móum og skógi. Hér sést bláberja- og krækiberjasaft á flösku. sveppina á staðnum, áður en þeir eru lagðir í körfu og teknir með heim, til þess að þeir smiti ekki mold og öðru slíku hver á annan. Heima eru þeir svo fínhreinsaðir með sveppabursta eða hreinlega formpensli. Þá eru þeir steiktir eða þurrkaðir. Ég þræði þá yfirleitt upp á band og þurrka vel og geymi í krukku fram að notkun, en þá þarf að leggja þá smá stund í soðið vatn áður en þeir eru settir í matréttinn. Ég mæli með lerkisveppum sem eru steiktir í ólífuolíu og smjöri, saltaðir og pipraðir og settir á gott soðið pasta, en yfir allt þetta kemur svo raspaður parmesanostur. I Sveppir eru járnríkir og auðugir af B-vítamínum, sjálfsagt einhverjum steinefnum líka, en eru hreinlega unaðslegir svona nýir og villtir. Gangi ykkur vel að nýta ykkur gróðursæld síðsumarsins og haustsins. Heimildir Aðalheiður Gunnarsdóttir, húsmóðir á Akureyri. Ása Margrét Ásgrímsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir: Villtir matsveppir á Íslandi. Almenna bókafélagið, Helga Sigurðardóttir: Matur og drykkur. Opna, Reykjavík, Ibudir.is Gisting á góðu verði Betra en hótel. Dags- og helgarleiga á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig sumarbústaðir til leigu á kostakjörum í Borgarfirðinum. Sjá nánar á Nánari upplýsingar veittar í síma

27 23 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Út er komin bókin... og svo kom Ferguson, sögur um Fergusondráttarvélarnar á Íslandi í máli og myndum. Höfundur er Bjarni Guðmundsson, fyrrv. prófessor við LBHÍ á Hvanneyri og forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands. Tilefni bókarinnar er að 60 ár eru nú liðin síðan innflutningur á Ferguson-dráttarvélum hófst til Íslands. Um það leyti átti sér stað bylting í íslenskum landbúnaði með almennri vélvæðingu búskaparins en í ýmsum efnum mátti þá finna verklag og búskaparhætti hér á landi sem höfðu verið óbreyttir öldum saman. Við upphaf þessa skeiðs áraði ekki vel í íslensku þjóðlífi. Stutt var þá frá því heimsstyrjöldinni síðari lauk, efnahagur var bágur og skömmtun á matvörum og fleiri nauðþurftum. Til þess var tekið að Íslendingar nutu þá Marshallaðstoðar eins og þjóðir á meginlandi Evrópu sem voru í rúst eftir heimsstyrjöldina. Það er inn í þessar kringumstæður sem Ferguson-dráttarvélin kemur til sögunnar hér á landi í fylgd ýmissa annarra tegunda dráttarvéla og búvéla. Hennar beið hins vegar það hlutskipti að verða flestum öðrum vélum og tækjum frekar táknmynd vélvæðingar í landbúnaði. Því réð annars vegar það að hún kynnti ýmsar hagnýtar nýjungar í hönnun dráttarvéla, svo sem þrítengið og vökvalyftuna, sem m.a. gat flutt viðspyrnu vélarinnar á afturhjólin. Mikill fjöldi sérhæfðra vinnutækja var einnig fáanlegur á vélina, flest hönnuð á þrítengi hennar og vökvalyftu. Einnig var þyngdarpunktur hennar lægri en á sambærilegum vélum sem dró úr veltihættu hennar. Hugmyndir Skil á vorbókum í sauðfjárræktinni hafa verið ákaflega góð í sumar. Með umbótum í fjarskiptamálum fjölgar með hverjum deginum þeim skýrsluhöldurum sem færa skýrsluhald sitt að öllu leyti sjálfir í FJARVIS. IS. Þrátt fyrir þetta eru enn mjög margir sem eiga eftir að skila vorgögnum í sauðfjárræktinni í uppgjör. Því er beint til þeirra og bretta upp ermarnar og koma skýrsluhaldinu sem fyrst til uppgjörs. Ein ástæða þess að þetta þarf að gerast sem fyrst er að að öðrum kosti eiga menn ekki möguleika á að fá haustbók fyrir haustið. Haustbókin er með marvíslegum upplýsingum sem eiga að geta Ritfregn... og svo kom Ferguson Hin árlega landskeppni Smalahundafélags Íslands verður haldin ágúst að Miðengi í Grímsnesi. Að þessu sinni er það nýstofnuð smalahundadeild Ár nes sýslu sem heldur keppnina en mikill áhugi var fyrir stofnun deild arinnar og eru félagsmenn rúm lega 20 talsins. Búist er við metþátttöku þar sem áhugi bænda og annarra á því að eignast góðan smalahund hefur stóraukist. Þá hafa félagsmenn reynt að betrumbæta hundakostinn með því að flytja inn nýtt blóð til landsins. Verður því spennandi að sjá hvernig til hefur tekist. Keppnin byrjar á laugardaginn kl. 11 á unghundum og síðan verður keppt í B-flokki og endað á A-flokki. Á sunnudag hefst keppnin kl. 11 og verða þá úrslit í B- og A-flokki. Alla nánari uppl. er að finna á vef Smalahundafélags Íslands að þessum nýjungum átti hönnuður vélarinnar, Harry Ferguson, og nánustu samstarfsmenn hans. Hitt atriðið sem réð útbreiðslu vélarinnar var að umboðið hér á landi, Dráttarvélar hf., var í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga sem í gegnum undirdeildir sínar, kaupfélögin, var um það leyti aðal viðskiptaaðili bænda. Bjarni Guðmundsson, sem um langan aldur hefur stundað rannsóknir og kennslu í bútækni, dregur í bókinni fram ótrúlega margt sem varðar sögu Ferguson-vélarinnar hér á landi. Hann hefur um árabil safnað fróðleik um vélina. Þannig hefur hann aflað margháttaðra upplýsinga frá mönnum sem best þekktu til og höfðu sjálfir verið þátttakendur í þeirri sögu en eru nú fallnir frá. Um þriðjungur bókarinnar er síðan frásögn tíu bænda, sem rifja Nú er ekki seinna vænna komið öllum fjáreigendum, sem vilja sinna ræktunarstarfi í sinni hjörð, að einhverjum notum. Þess vegna er eðlilegt að hún sé fyrir hendi við hauststörfin. Strangt til tekið er ekki bundinn skiladagur á vorbókinni hjá öðrum en þeim sem eru að vinna sig til þátttöku í gæðastýringunni hverju sinni. Aftur á móti er lokadagur skila á skýrsluhaldinu 20. janúar og eftir að vinnsla á haustbókunum byrjar seint í október mun hún hafa allan forgang. Þannig taka þeir slóðar sem ekki ljúka skilum á vorbók fyrir þann tíma þá áhættu að hún komist ekki það snemma í uppgjör að haustbók fyrir síðari hluta skýrsluhaldsins berist áður en upp þegar Ferguson kom á bú þeirra, og ellefta frásögnin er svo eftir Bjarna sjálfan. Á ýmsan hátt er þessi hluti bókarinnar eftirminnilegastur. Fyrsta og lengsta frásögnin er eftir Magnús Sigurðsson á Gilsbakka í Hvítársíðu, sem nú er nýlátinn. Bókin og svo kom Ferguson er mikil fróðleiksnáma og skemmtileg aflestrar. Jafnframt vekur hún spurningar. Eiga aðrar atvinnugreinar landsmanna viðlíka rit; Landsmót Smalahundafélags Íslands um helgina Haldið í Miðengi í Grímsnesi Á Miðengi er veitingasala, tjaldstæði og snyrtiaðstaða. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að skella sér í útilegu og eiga góða helgi og frábæra skemmtun. Frétt frá Smalahundafélagi Íslands skilakröfur skýrsluhaldsins falla í janúar. Þetta þarf öllum þeim aðilum að vera ljóst sem setja sig í slíka stöðu. Það ánægjulega er að talsverð fjölgun hefur enn orðið á skýrsluhöldurum á þessu ári. Ástæða er því til að nota tækifærið og hvetja alla fjáreigendur, sem ekki eru með fé sitt skýrslufært þegar í hinu sameiginlega skýrsluhaldi, að huga að því að gera slíkt. Eftir að merkingarskylda var sett, á allt fé að vera skráð í hinn sameiginlega gagnagrunn. Fyrir þá aðila sem hafa gott tölvusamband er færsla á skýrsluhaldinu í FJARVIS.IS leikur einn. Leikur sem ástæða er til að hvetja alla, sem ekki taka þátt í honum nú þegar, til að bætast sem fyrst í hópinn til fullrar þátttöku. JVJ Höfundur afhendir Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra eintak af bókinni um Ferguson. Forsíða bókarinnar til vinstri. sjávarútvegur, iðnaður og verslun og viðskipti? Því skal ekki svarað hér og enn síður neitað. Hins vegar segir mér svo hugur að þessi bók höfði til lesenda töluvert út fyrir raðir landbúnaðar og dreifbýlis. Hér er dreginn saman mikill fróðleikur um afmarkað svið sem á hins vegar tengingu vítt og breitt með þjóðinni, og kveikt getur margháttuð áhugaverð hugsanatengsl með lesendum. Þannig á góð bók að vera. Matthías Eggertsson Umsóknir um styrk vegna þróunar- og jarðabótaverkefna Umsóknir eiga að berast til viðkomandi búnaðarsambands/leiðbeiningamiðstöðvar, annað hvort með umsóknareyðublaði eða með vefumsókn sem hvort tveggja er að finna á www. bondi.is. Í eftirfarandi styrki er hægt að sækja um núna: Endurræktun vegna aðlög unar að lífrænum búskap Beitarstjórn og landnýting Viðhald framræslu lands vegna ræktunar Kölkun túna Jarðrækt (korn-, tún- og grænfóðurrækt) ROTÞRÆR SITURLAGNIR Heildarlausnir réttar lausnir. Heildarfrágangur til sýnis á staðnum ásamt teikningum og leiðbeiningum. VATNSGEYMAR ,000 ltr. LINDABRUNNAR - margar gerðir leiðbeiningar á staðnum. JÚGURHALDARAR Vélaval-Varmahlíð hf. sími: MULLERUP MVM MIXERS Kjarnfóðurskammtarar Eigum á lager kjarnfóðurskammtara fyrir ungkálfa. Hagstætt verð. Remfló ehf. - Austurvegur Selfoss Sími: Fax: Netfang: sala@remflo.is - Veffang: Kornsekkir og plastinnlegg - Eigum til á lager mismunandi stærðir kornsekki sem eru fullopnir að ofan og með/án losunarops í botni. - Bjóðum einnig upp á sterka plastinnlegg sem henta fyrir kornsekkina. Legur: - Eigum til legum á lager vottuð gæði. Brettatjakkar: - Mjög gott úrval til af prettatjökkum á lager málaðir, galvaniseraðir og ryðfríir. Efnavara: - Erum með mjög breiða línu í efnavöru, smurefni, með vottuð smurefni fyrir matvælaiðnað. Leitið upplýsingar hjá okkur Tunguháls Reykjavík Sími:

28 24 Líf og lyst Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Ómar er fæddur og upp alinn á Ketilseyri, fjórði yngsti af 17 systkynum. Hann tók við af foreldrum sínum, ásamt Sigurbirni bróður sínum, í maí Á árunum stunduðu þeir loðdýrarækt með sauðfjárræktinni. Eftir 1990 bjó hann einn þar til Gunna og Konni fluttu til hans vorið Árið 2007 var flatgryfjunni breytt í fjárhús og þá fjölgaði fénu úr 550 í rúmlega 800; þegar þau keyptu féð af foreldrum Gunnu, þeim Hreini og Hildigunni á Auðkúlu í Arnarfirði. Býli? Ketilseyri. Tegund býlis? Sauðfjárrækt og skógrækt. Fjöldi búfjár og tegundir? 702 ær, 75 gemlingar, 28 hrútar, 9 sauðir og 40 ha beitarskógur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það fer eftir árstíðum, veðri og vindum. En sólarhringurinn er of stuttur vor og haust. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn er skemmtilegastur þó hann sé stundum strembinn. En leiðinlegast er að lóga fullorðnum hrútum og ám. Bærinn okkar Ketilseyri, Dýrafirði Staðsett í sveit? Í sunnanverðum Dýrafirði, um 8 km innan við Þingeyri. Ábúendur? Ómar Dýri Sigurðsson og Guðrún Íris Hreinsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Hjónin og börnin fjögur; Hákon Sturla 16 ára, Dýrleif Arna 11 ára, Sigurður Þorkell Vignir alveg að verða 10 ára og Auðbjörg Erna 5 ára. Svo eru hundarnir Snati 6 ára og Tryggur 1 árs. Stærð jarðar? Túnin á Ketilseyri eru 20 ha. Eigum einnig tvær aðrar jarðir til slægna og beitar og sláum þar að auki tún á öðrum jörðum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Svipaðan og nú er, en Hákon vill fjölga upp fyrir Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bændur sjálfir eru ekki nógu virkir, nema við eldhúsborðið og erum við þar engin undantekning. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ekki gott að spá til um það á þessum tímum, við erum ekki skyggn. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Á hinum norðurlöndunum og hugsanlega að selja sláturlömb á fæti til mið-austurlanda. Ómar og Gunna. Kéli, Konni, Auðbjörg og Dýrleif. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, skyr og rjómi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri, svið og hangikjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar lömbin fóru yfir 1200 vorið Prófar nýja rétti í hverjum mánuði Alma Oddgeirsdóttir, kennari og náms- og starfsráðgjafi á Akureyri, er matgæðingur Bænda blaðsins að þessu sinni. Hún er dugleg að glugga í matreiðslubækur og gleymir sér jafnan við þá iðju en útkoman verður oft og tíðum fróðleg fyrir heimilisfólkið sem nýtur góðs af tilraunastarfsemi húsmóðurinnar. Þegar ég hef nægan tíma finnst mér svo til allt sem viðkemur matreiðslu og bakstri áhugavert, þó svo að innkaup og frágangur séu e.t.v ekki efst á vinsældalistanum! Mér finnst ákaflega gaman að lesa og skoða matreiðslubækur og hef það sem markmið að prófa í það minnsta einn nýjan rétt í hverjum mánuði. Ég á ótal marga uppáhaldsrétti en í sérstöku uppáhaldi er ítölsk og austurlensk matreiðsla. Síðan er ég veik fyrir gómsætum eftirréttum þar sem súkkulaði og rjómi eru í aðalhlutverki! Hollustubrauð Þetta brauð fékk ég hjá vinkonu minni sem er mikill bakari og er umhugað um heilsuna. Brauðið er þeim góðu eiginleikum gætt að vera auðvelt í bakstri, hollt og ljúffengt MATARKRÓKURINN 3 ½ dl heilhveiti (má nota speltmjöl) 3 ½ dl haframjöl 1 dl hveitiklíð 1 dl hörfræ ½ dl sesamfræ 1 msk. hrásykur 4 tsk. vínsteinslyftiduft (eða venjulegt lyftiduft) salt (ef vill, magn eftir smekk) 250 ml mjólk 250 ml súrmjólk Aðferð: Blandið saman þurrefnunum. Setjið síðan mjólk og súrmjólk út í og hrærið saman (hrærivél óþörf). Setjið í eitt stórt ílangt kökuform eða tvö minni, klætt með bökunarpappír. Ofan á deigið er gott að setja til dæmis sólblómafræ og sesamfræ. Bakið við 200 C í um það bil klukkustund. Best er að fjarlægja brauðið strax úr forminu og losa bökunarpappírinn frá þegar brauðið er fullbakað því það er frekar blautt þegar það kemur úr ofninum og þess vegna er gott að lofti um það meðan það er að kólna. Brauðið er einstaklega gott með osti, tómötum og gúrku. Sumarlegur og fljótlegur forréttur Á meðan verið er að undirbúa grillið eða bara hvað sem vill er óneitanlega huggulegt að narta í eitthvað lystaukandi til að seðja Alma Oddgeirsdóttir er matgæðingur Bændablaðsins að þessu sinni, greini lega í sumarskapi á svölunum sínum. sárasta hungrið og undirbúa magann fyrir aðalréttinn. Þessi samsetning stendur alltaf fyrir sínu, einföld og fljótleg. 1 bréf parmaskinka íslenskur mozzarellaostur (litlar kúlur) íslenskir kirsuberjatómatar fersk basilíka góð ólífuolía maldonsalt Aðferð: Skvettið örlítilli olíu á ostinn og sáldrið salti yfir. Skiptið parmaskinkusneiðunum í tvennt og raðið síðan saman skinku, basilíkulaufi, osti, tómati og öðru laufi. Vefjið skinkunni utan um ost, tómata og basilíku og festið með tannstöngli. Verði ykkur að góðu ehg Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

29 25 Fólkið sem erfir landið Rithöfundur, söngkona og bóndi Nafn: Jórunn Rögnvaldsdóttir. Aldur: 13 ára. Stjörnumerki: Hrúturinn. Búseta: Flugumýrarhvammur sem er í Akrahreppi í Skagafirði. Skóli: Varmahlíðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í myndmennt, að láta ímyndunaraflið fá lausan tauminn. Hvað er uppáhalds dýrið þitt? Uppáhaldsdýrið mitt er kind. Uppáhaldsmatur: Roastbeef. Uppáhaldshljómsveit: Sálin hans Jóns míns. Uppáhaldskvikmynd: Töfralandið Narnía: Kaspían Konungsson. Fyrsta minningin þín? Fyrsta minningin mín er frá 4 ára afmælinu mínu. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi á píanó og er að fara að læra á gítar. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Það skemmtilegasta sem ég geri í tölvu er að skoða allskonar síður á netinu og hlusta á tónlist. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða rithöfundur, söngkona og bóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það var Ung stúlka úr Reykjavík fékk að fara vestur í Seftjörn á Barðaströnd til að vera með afa og ömmu í sauðburðinum. Þegar hún fór skildi hún eftir ljóð sem afinn og amman töldu að ætti erindi í Bændablaðið. Það er svona: Vorið Blómin blómstra, fuglar syngja. Fjöllin blá, brimin smá. Lækur rennur, ég er bara lítil stelpa í kjól með spennur. Það er vor, svo fallegt vor. Lömbin komin og sauðburðurinn búinn. Ég er bara stelpa, svo rosalega lúin. Margrét Snorradóttir og Laufeyjar, 9 ára. Hrúturinn Jórunn frá Flugumýrarhvammi heldur upp á kindur. sennilega þegar að ég fór á Unglingalandsmótið að keppa án þess að vera búin að æfa neitt það sumar. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Það er að reka óþekkar kvígur eða að reka kindur nágranna míns burt út túninu. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Sumarfríið er nú búið, en í sumar var ég aðallega bara að vinna, njóta frísins og svo fór ég í eina viku í Háskóla unga fólksins. Bændur - sumarhúsaeigendur Borum eftir heitu og köldu vatni ásamt öðrum borverkum um allt land. Liprir og sanngjarnir í samvinnu og samningum. Hagstætt verð. Upplýsingar gefur Júlíus Guðnason í síma SUMAR TILBOÐ TAKMARKAÐ MAGN - AÐEINS EINN AF HVERRI GERÐ 91, 105 og 130 hö. til afgreiðslu 91 hö Mótor, 4 cyl. 91 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli Bremsur í olíubaði Loftpressa Framdekk 360/70R24 Afturdekk 18,4R34 14 gírar áfram 4 aftur á bak. 540/1000 snúningar á aflúrtaki Þyngdarklossar að aftan og framan Samhæfðir Farþegasæti kg lyftigeta á beisli Lyftu- og dráttarkrókur 24V start (2 rafgeymar) Geislaspilari 105 hö Mótor, 4 cyl. 105 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli 16 gírar áfram 8 aftur á bak. Samhæfðir Farþegasæti Bremsur í olíubaði Loftpressa 540/1000 snúningar á aflúrtaki kg lyftigeta á beisli Lyftu- og dráttarkrókur 130 hö Mótor, 6 cyl. 130 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli 16 gírar áfram 8 aftur á bak. Samhæfðir Farþegasæti Bremsur í olíubaði Loftpressa 540/1000 snúningar á aflúrtaki kg lyftigeta á beisli Lyftu- og dráttarkrókur VÉLADEILD DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Málþing um stöðu og framtíð landbúnaðar og byggðar Málþing um stöðu og framtíð landbúnaðar og byggðar í sveitum verður haldið mánudaginn 14. september næstkomandi í Norræna húsinu í Reykjavík. Þar verða kynntar niðurstöður úr viðamiklu rannsóknaverkefni um þessi efni, sem unnið hefur verið að við Háskóla Íslands undanfarið. Verkefnið hlaut afmælisstyrk Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og ber það heitið Litróf landbúnaðarins. Fjallað verður um fjölbreytt atvinnulíf til sveita og varpað ljósi á þá margvíslegu nýbreytni í starfsemi og nýsköpun sem átt hefur sér stað á íslenskum býlum. Drög að dagskrá 9:30 Setning fundarstjóra - Bjarni Guðmundsson 9:35 Ávarp landbúnaðarráðherra Jóns Bjarnasonar 9:50 Hilkka Vihinen, prófessor í byggðamálum - MTT Agrifood Research í Finnlandi 10:50 Niðurstöður rannsóknarverkefnisins Litróf landbúnaðarins kynntar 12:20 Hádegi 13:30 Panell: Rýnt í niðurstöður frá mismunandi sjónarhólum (eftirfarandi hafa staðfest komu sína) Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir, nýsköpunarfulltrúi Bændasamtaka Íslands Ólafur Arnalds, prófessor Landbúnaðarháskóli Íslands Hjördís Sigursteinsdóttir, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Hlín Jóhannesdóttir Mainka, Háskólinn á Hólum 14:45 Almennar fyrirspurnir og umræður með þátttöku rannsóknarhóps, panels og gesta á málþinginu. 15:30 Málstofuslit Ekkert þátttökugjald. Vinsamlegast skráið ykkur hjá starfsmönnum verkefnisins, Ingu Elísabet Vésteinsdóttur (iev1@hi.is) eða Sigfúsi Steingrímssyni (sis49@hi.is). Málþingið er öllum opið! * * Framdekk 360/70R24 Afturdekk 18,4R34 Þyngdarklossar að aftan og framan 24V start (2 rafgeymar) Geislaspilari Framdekk 420/70R24 Afturdekk 18,4R34 Þyngdarklossar að aftan og framan 24V start (2 rafgeymar) Geislaspilari Nánari tæknilegar upplýsingar eru á eða í síma Til sölu gamall súðbyrðingur sem þarfnast ástar og umhyggju. Báturinn er um 7 m. og með Volvo Penta 25. Selst allt saman á 170 þús. Vinsaml. aðeins áhugasamir hringið. Uppl. í síma , Jón Ragnar. Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 * ehf. m * Verð eru án VSK. til bænda á lögbýlum

30 26 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Smá auglýsingar Sími Fax Netfang Til sölu Til sölu eru kg sekkir með stúta að ofan og neðan, tilvaldir undir fræ, korn o.fl. Uppl. í símum og Vesturland, Austurland! Til sölu Moel hús sem eru einingar úr vinnubúðum. Húsin eru 7,4m X 2,4 m. Margar gerðir í boði. Tveggja herbergja hús, hús með einu herbergi og klósetti og sturtuaðstöðu, eldhús, borðsalir, snyrtieiningar, fatageymslur o.fl. Hentugt í ferðaþjónustu, veiðihús, aðstöðuhús fyrir tjaldsvæði, geymslur, sumarhús og fl. Auðveld í flutningi hvert á land sem er. Vorum að fá hús staðsett á Austurlandi. Verð þús. per hús. Uppl. í símum og Til sölu Muller mjólkurtankur, ltr. með áfastri þvottavél og lausri pressu. Uppl. í síma og Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betra verð til bænda! SKM ehf. Bíldshöfða 16, s: eða www. snjokedjur.is Húsbíll til sölu. M. Bens 207, árg. 80. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Zetor 5718, árg. 74. Gott eintak, gangfær og á óslitnum afturdekkjum. Uppl. í síma eða á netfanginu vor@ vor.is Til sölu Veneri VF-1033 B. Traktorsgrafa, árg. 07. Notuð 400 vst. Áhv. kr Verð kr Uppl í síma Til sölu Nissan Patrol árg. 94, beinskiptur, ekinn km. Einnig Subaru Legacy, árg. 91, 4WD, beinskiptur, ekinn km. Ársgömul vetrardekk fylgja. Uppl. í síma Til sölu Artic Cat Thundercat, árg. 08, ekið um mílur, 4x4 hjól, hentar vel í veiði eða hobbíið. Óskað er eftir yfirtöku á láni sem er um kr Afb er um á mánuði. Er götuskráð. Uppl. í síma Fyrir bókafólk og safnara. Ertu að leita að Gráskinnu, Hafurskinnu, Refskinnu eða Selskinnu? Þær er allar að finna og tvöþúsund titla til viðbótar á bókavefsíðunni bokmenntir.netserv.is og síminn er Til sölu þurrkaður, snittaður og rykfrír hálmur. Frábær undirburður fyrir hesta og kýr. Pakkaður í ca. 25 kg pakka. Verð kr kr m.vsk. Þurrkar betur en spónn og spónkögglar samkv. rannskókn LbhÍ. Uppl. í síma Til sölu Polaris Sportsman 500 x2 fjórhjól, árg. 08, götuskráð. Mjög lítið notað og alltaf geymt inni. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Bobcat 753, árg. 98, notuð vst. Útlit þokkalegt, lítið slitin vél. Verð kr án vsk. Einnig New Holland bindivél, árg. 85. Alltaf geymd inni. Verð: Tilboð. Sími Til sölu traktorsdrifin rafstöð og suða (stærð óviss), eins fasa. Hún er 15 kw miðað við cosf. 0,8 eða cr. þá 13 kw / 13,5 kw miðað við mótor eða spóluálag, ef álagið er hreint ohmskt þá er hægt að lesta hana 15 kw. Uppl. á spjaldi: Kva = 15 Volt = 220 Phase = 1 Amps. = 63 Hz. = 50 Input speed = R.P.M cosfí = 0,8 Verð kr Uppl. í síma Nothæf New Holland 82 rúllubindivél til sölu (ódýr). Er á Suðurlandi. Uppl. í síma Til sölu varahlutir í MF-HX-50, 4x4, traktorsgröfu, árg. 82. Bacho gæti hentað á dráttarvél. Einnig vélar, Volvo F-7, árg cyl. Nal, árg. 81, Detroit 6-71 og Uppl. í síma Til sölu greiðslumark í sauðfé allt að 200 ærgildi. Tilboð sendist til Bókhaldsþjónustu Þórðar Stefánssonar ehf. á netfangið doddi@d2.is. Frestur til að skila tilboðum er til 10. september n.k. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sláturtíð að hefjast. Sæplastskörin henta sérlega vel í sláturtíðinni sem og í allan búskap. Útlitsgölluð 310 lítra á kr án vsk. og 380 ltr. á kr án vsk. Sérlega hagstætt verð. Uppl. í síma Plastprófíll í vinsælu plastrimagólfin er nú fáanlegur á nýjan leik. Íslenskar búrekstrarvörur. Símar: eða Þakgluggar - þakgluggar. Til sölu 3. stk. þakkúplar í álramma 1,80x1,80 m. Uppl. í síma Til sölu Polaris Sportsman 500cc 38 hö.tveggja manna, árg. 07, götuskráð, ekið km. Mjög gott hjól, ásett verð kr Skoða öll tilboð. Uppl. í síma eða á netfanginu vsap@simnet.is Til sölu tveir Nedap kjarnfóðurbásar ásamt tölvubúnaði og 50 hálsböndum. Á sama stað óskast rafdrifinn kornvals fyrir þurrt korn. Uppl. í síma Til sölu: JOSKIN haugsugur, RECK mykjuhrærur, diskasláttuvél 3,05 m, stjörnumúgavélar 3,4 m- 6,8 m, heytætlur 7,2 m, hjólarakstrarvélar 6 m, plöntustafir og bakkabelti. Uppl. í síma og Til sölu korn beint af akri eða sýrt og valsað í sekkjum. Hey slegið í júní og hálmur. International 484, árg. 82, bogasperrur í 270 m2 skemmu. Fjósmottur, glerrör úr rörmjaltakerfi. Liber 912 grafa með biluðum mótor og Volvo F10 6 hjóla vörubíll. Uppl. í síma eða jspeg@emax.is Til sölu Röka mjólkurtankur 3000 ltr. og kælipressa. De Laval þvottavél fyrir mjaltakerfi type C 100 E, model 80 l. Einnig De Laval sogdæla type DVP 1600 mótor 4,00kw. 5 hö. 3. fasa. Uppl. í síma Þanvír Verð kr ,- rúllan með vsk. H. Hauksson ehf. S: Flagheflar. Breidd 2,5 m. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. S: Flatvagnar. Stærð palls 2,5 x 8,6 m. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. S: Sturtuvagnar. 12 tonn. Verð kr ,- með vsk. 10 tonn, verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. S: Stálgrindarhús. Stálburðarvirki + stállangbönd Stærð 19,7 x 30,5 m. vegghæð 3,6 m Verð kr ,- mínus 20% afsl. = kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. S: Útvegum alla varahluti í JCB og New Holland. Útvegum einnig allar stærðir af dekkjum. Uppl. í síms , Hinrik. Til sölu. Kerra undir smágröfur, einnar hásingar m. sturtum. Snjótönn, skekkjanleg á dráttarvél. B: 3m H: 95 cm. 21 m2 vinnuskúr m. dráttarbeisli og rafmagnstöflu. Nall Payloder Dresser 520cc, Cummings vél, opnanleg skófla með hraðtengi, fjölplóg og sóp. Atlas Copco GA30 loftpressa, 15 bör (36m3),34 kw rafall, tímar, árg. 88. Jurop vacumdæla (lofttæmi) á haugsugu glussadrifin, model 142D, 16m3.Lyftari TCM dísel. Einnig til sölu snúningur á lyftara. HAMM valtari, tvegga kefla,liðstýrður, ca. 3 t. 20 feta gámakerra m/snúningsbeisli, hentar sem rúlluvagn. Eins cyl. Lister rafstöð 4,3 kw, 60 riða, 120 v. Tvær skóflur á Cat 428, 55 og 30 + ripper. JCB, opnanleg skófla 50cm. og gaflar. Lyftari, bensín. Ein hásing, burðargeta 20 tonn +. Dekk stærð x 20'', 10 stk. Skúffa á Dodge Ram 3500, árg. 96. Dekk stærð 750/15, 12 laga, 6 stk. Dekk stærð 250/75, 12 laga 5 stk. Svört 2 rör í hestagerði og gaflar á lyftara. Uppl. í síma Ódýrari hylki í prentara. Prentvörur.is er vefverslun sem sérhæfir sig í nýjum og endurgerðum blek- og dufthylkjum fyrir flestar gerðir bleksprautu- og laserprentara. Allt að 70% verðmunur. Pantaðu á Við sendum frítt heim, hvert á land sem er. Útvegum alla varahluti í JCB og New Holland. Útvegum einnig allar stærðir af dekkjum. Uppl. í síma , Hinrik. Stórsekkir fyrir kornið. Höfum til sölu stórsekki sem taka um það bil kg með trekt að ofan og neðan. Verð kr ,- m. vsk. Landstólpi ehf. Sími Til sölu stuttur Pajero, árg. '88, 2,5 turbo dísel, mikið uppgerð vél. Bíllinn hentar einkar vel t.d. í hestamennsku eða sem dráttabíll fyrir t.d. motocross. Áhugasamir hafi samband í síma , Sigurður. Til sölu mjög vönduð sög til að kljúfa stórgripaskrokka. Uppl. í síma eða Til sölu Polaris Sportsman 500 sexhjól, árg. 07. Uppl. í síma , Hilmar. Til sölu fimm ára Sac mjaltakerfi af fullkomnustu gerð 2x4, tölvustýrt og aftakarar, ásamt ryðfrírri innréttingu. Uppl. í síma Til sölu 5.5 mw rafstöð (Kingstorm), mjög lítið notuð. Verð kr kr. Uppl. gefur Vilmar í síma Til sölu Röka ltr. mjólkurtankur, árg. 06 án kælivélar. Verð kr Sac sogdæla ltr. Verð kr og fjögur Duovac mjaltatæki með Harmony krossum. Verð kr pr. stk. Verð án vsk. Uppl. í síma Til sölu Urban-20 kálfafóstra. Ársgömul. Uppl. í síma Til sölu Man , 4x4, árg. 79, malarharpa, matari, kastbrjótur (þarfnast viðgerðar), Cat rafstöð, 480 kw (þarfnast viðgerðar) Michican-175 hjólaskófla, biluð skipting, önnur skipting fylgir. Uppl. í síma Til sölu MF-675, Ford 6600, IH-275 með tækjum og margt fleira. Uppl. í síma Til sölu Toyota Hi-ace, 4x4, dísel, árg. 04. Níu manna. Uppl. í síma Til sölu nýr Patz fóðurblandari 15 m3 á gamla verðinu. Níðsterkur og étur hvað sem er. Uppl. í síma Til sölu ltr. Vélboða mykjutankur, gömul Fahr heytætla, Belarus taðdreyfari, gamall og slitinn. Á sama stað óskast afrúllari eða hlaupaköttur fyrir rúllur. Uppl. í síma Til sölu 10 fylfullar stóðhryssur, grunnskráðar. Fimm fagurlitar unghryssur. Huberstur hnakkur. Óslitinn með öllu. Stórviðarsög og vökvadrifinn rúlluskeri. Uppl. í síma Til sölu hross á öllum aldri af góðum ættum. Uppl. í síma Róbert. Rúlluhey til sölu. Til sölu rúmlega 40 stk. af rúllum. Áborið og vel verkað hey. Er í V-Hún. Verð samkomulag, ýmis skipti athugandi, t.d. á dráttarvél. Uppl. í síma eða dalgeir@islandia.is Til sölu Citroen Berlingo, árg. 05, dísel. Ekinn km. Góður vinnubíll. Ásett verð kr Uppl. í síma eða á netfangið jonabjorkb@simnet.is Til sölu Case traktorsgrafa, árg. '96. Notuð vst., keðjur fylgja. Verð kr. 2 millj. Einnig Scania 141 með Hiab 195 krana, góður pallur og góð dekk. Verð kr. 2,5 millj. Kaffiskúr, 2,70 X 6 metrar, frá Mest. Verð kr. 700 þús. Uppl. í síma eða Óska eftir Aflúttakssdrifin loftpressa óskast. Hafið samband við yfirverkfræðing Sorpu bs. á netfangið bjarni.hjardar@sorpa.is Óska eftir Fellu TH snúningsvél, má vera biluð. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa bensín Ferguson, þ.e. þann gráa. Má þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa Deutz 4005 með tækjum. Einnig kæmi 4006 með tækjum til greina. Símar eða Óska eftir að kaupa gamlan vélsleða, má vera óökuhæfur/ónýtur. Árg. 80 eða eldra módel. Skoða allt. Rúnar sími Er að gera upp Harley JD frá 1925, er með vél og gírkassa en vantar rest, stell, gaffal, tank, bretti allt sem við á að éta. Hjól sem þessi voru víða og þessi vél kemur úr Eyjafirði. Liggur einhver inni með afganginn? Eða eitthvað þessu tengt? Er einnig að gera upp AC 50 Suzuki og CD/SS 50 Hondur. Allir varahlutir eða hræ velþegin. Ólafur Óska eftir að kaupa ódýra vörubíla, dráttarvélar og sturtuvagna. Uppl í síma Átt þú rafmagnsskilvindu í fórum þínum sem safnar bara ryki? Óska eftir einni. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa 4x4dráttarvél með ámoksturstækjum í góðu ástandi, verð allt að 1.5 m.kr. Jón Magnús jonmsig@gmail.is Óska eftir að kaupa vel með farin eldri heyvinnutæki á góðu verði. S.s. áburðardreifara, sláttuvél, heyþyrlu, rakstrarvél, rúlluvél, rúllupökkunarvél, rúllugreip, MF-135 með vökvastýri. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa neysluvatnshitara og rafmagnstúpu til upphitunar á 160 fermetra húsi (gólfhiti). Sími Óska eftir að kaupa varahluti í Suzuki Mink, 4x4, árg. 86 eða hjól í heilu lagi. Uppl. gefur Dóri í síma Óska eftir að kaupa tæki á MF-675 og leðursaumavél. Á sama stað er til sölu Kia jepplingur árg. 98, ekinn km á góðum sumardekkjum. Verð: Tilboð. Einnig stórættaður Border Collie hvolpur (hundur) og trippi á öllum aldri. Vel ættuð. Uppl. í síma Óska eftir gefins/til kaups gömlum eldhúsum frá 1930,1940,1950,1960. Skápar, vinnuborð, vaskar og eldavélar. Má vera í slæmu ástandi og verður sótt. Vinsamlegast hringið í s Óska eftir að kaupa greiðslumark í mjólk. Talsvert magn. Uppl. í síma Ungt fjölskyldufólk óskar eftir að hafa makaskipti á tveggja hæða einbýlishúsi með bílskúr og bújörð. Uppl. í síma , Eggert. Óska eftir að kaupa góða notaða dráttarvél hö, tæki ekki skilyrði. Staðgreiðsla í boði. Einnig fjölfætlu með 7-9 m. vinnslubr. á sömu kjörum. Uppl. í síma Óska etir að kaupa heyhleðsluvagn. Má vera af minni gerð. Uppl. í síma eða magnus@eldhorn.is Óskum eftir að kaupa brautarkerfi í kúa fjós. Einnig ltr. eins fasa mjólkurtanki með þvottavél. Uppl. í síma eða Óska eftir að kaupa Krone diskasláttuvélar til niðurrifs. Uppl. í síma , Kristinn. Atvinna Starfsmaður óskast á kúabú á Suðurlandi frá 15. sept. n.k. Uppl. í síma Starfskraftur óskast á stórt blandað bú á Norð-Austurlandi. Reynsla af landbúnaðarstörfum skilyrði. Uppl. í síma eða Eða halldoraa@simnet.is Starfsmaður óskast á kúabú á Suðurlandi. Uppl. í síma eða á netfanginu: birting@emax.is Óskum eftir að ráða starfsmann á blandað bú á Vesturlandi. Uppl. í síma Starfskraftur óskast í sveit. Aðallega við hross. Á sama stað eru til sölu hross. Uppl. í síma Gefins Border Collie-hvolpar fást gefins. Á sama stað er óskað eftir grjótskóflu. Uppl. í símum og Leiga Ung hjón óska eftir jörð í rekstri kúa- og/ eða sauðfjárbúskapur til leigu sendið á ið gugganoa@simnet.is. Óska eftir aðstöðu til tamninga á Suðurlandi til leigu. Ef að einhver veit um eða er tilbúinn til að leigja endilega hafið þá samband í síma eða , birna_solveig@hotmail.com Óska eftir að taka á leigu jörð eða jarðarpart. Íbúðarhús og einhver útihús þurfa að vera til staðar. Skipti möguleg á móteli/ gistiaðsöðu til útleigu. Uppl. í síma , Gummi. Safnarar Frímerki óskast. Átt þú frímerki, FDC, afrifur, gömul póstkort, gamla íslenska peninga eða annað áhugavert? Viltu selja? Vinsamlega hafðu þá samband í síma Safna og kaupi litlar íslenskar vínylplötur. Er að leita að 45 snúninga vínylplötum frá útgáfum eins og SG og Íslenskum tónum og HSH og annað í þeim dúr. Kaupi líka vínylplötusöfn. Vinsamlega hringið í síma eða skrifið póst á netfangið plotusafnari@gmail.com Veiði Silunganet. Silunganet. Breytt felling meiri veiði. Flotnet sökknet. Heimavík s Óskum eftir góðu gæsaveiðisvæði til leigu á Suðurlandi eða í nágrenni Reykjavíkur, helst kornakur. Vanir, snyrtilegir og bráðskemmtilegir veiðimenn. Vinsamlega skilið vinsamlegum tilboðum í og Skotveiðiréttur á jörð eða akri óskast til langtímaleigu. Rjúpnaveiðiland kemur einnig til greina. Ábyrgir og hófsamir veiðimenn. Nánari uppl. í veidithor@gmail.com eða í síma Árni. Óska eftir að komast í gæsaveiði í haust, góðri umgengni heitið. Allt innan 3 tíma aksturs frá Rvk. kemur til greina. Vinsamlegast hafið samband við Hjörleif í síma eða hjolliha@gmail.com Til leigu gæsaveiðilendur í Hornafirði. Bleikir akrar og slegin tún. Gisting möguleg. Uppl. í síma Til leigu eru 3 ha gæsalendur í A-Hún. Uppl. í síma Tamningar 35 þúsund krónur! Erum farin að taka niður pantanir í tamningu á Fremstagili. Mikil reynsla og vönduð vinnubrögð. Getum einnig tekið að okkur hagabeit á sanngjörnu verði. Uppl. í síma eða á siggi@fremstagil.is Þjónusta Vantar þig hringgerði, pípuhlið eða annað úr járni? Ef svo er erum við til þjónustu reiðubúin. Smíðum nánast hvað sem er úr járni, allt eftir þínum óskum. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma og Einnig hægt að senda fyrirspurnir á skard@vesturland.is Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS PIPAR / SÍA / Bændabíll

31 27 Bændablaðið fimmtudagur 27. ágúst 2009 Mótssvæðið var hið glæsilegasta, mitt í Necker-dalnum. Hér er Snorri Dal í braut á hesti sínum Oddi frá Hvolsvelli. Ljósm.: HGG Fjögur gull og sigur í liðakeppninni Stórsekkir Hentugir fyrir korn. Ýmsar stærðir. Hellas ehf Skútuvogi 10F Símar og Netfang: Íslenska landsliðið í hestaíþróttum sigraði í liðakeppni Heimsmeistaramótsins í hestaíþróttum sem fram fór í Brunnadern í Sviss í byrjun mánaðarins. Liðsverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti á þessu móti og var skemmtilegt að þau skyldu hafna hjá Íslendingum í fyrstu tilraun, en þau eru veitt fyrir bestan heildarárangur landsliðs á mótinu. Íslendingar unnu fjögur gull í íþróttagreinum mótsins, fern silfurverðlaun og eitt brons. Að auki hömpuðu íslensk ungmenni nokkrum verðlaunum og stóðu sig mjög vel. Stundin er runnin upp fyrir lítið en mikilvægt uppgjör milli undirritaðs og tiltölulega saklausra þriðju aðila. Fyrstu helgina í september verður opinn bær heima hjá okkur. Þá geta allir, sem undanfarin 35 ár hafa skilið eftir eða beinlínis gleymt verkfærum sínum hjá okkur, komið og sótt þau. Umræddir aðilar verða á einn eða annan hátt að sanna að verkfærið, sem þeir sakna, sé að finna í safninu hjá mér. Það getur gerst með réttu vörumerki á tjakknum, skoru á rörtönginni eða límbandi eða lit á skrúfjárni. Tveir íslenskir heimsmeistarar, Bergþór Eggertsson og Valdimar Bergstað, fagna hér sameiginlegum silfurverðlaunum sínum í 100 m skeiði á HM í Sviss. Ljósm.: Jens Einarsson. Eyrún Jónasdóttir og Steingrímur Jónsson í Kálfholti voru meðal þeirra sem kynntu vörur sínar og þjónustu á HM, en þau reka hestaferðafyrirtæki. Ljósm.: HGG HGG Verkfærasafnari sér sig um hönd Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Girðingarvinna haust 2009 DRÁTTARVÉL MEÐ ÁMOKSTURSTÆKJUM Ámoksturstæki SÉRVÖRUR EHF. sími servorur@servorur.is

32 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 10. september Á dögunum héldu Skólagarðar Reykjavíkur árlega uppskeruhátíð sína en ríflega sexhundruð börn á aldrinum 8 til 12 ára hafa í sumar ræktað sitt eigið grænmeti, kryddjurtir og sumarblóm á vegum skólagarðanna. Ekki þarf að efa að það er búbót í því sem börnin hafa komið heim með færandi hendi. Sjö skólagarðar eru starfræktir í Reykjavík, í Gorvík við Strandveg, Kotmýri við Logafold, í Laugardal við Holtaveg, í Skerjafirði við Þorragötu, Bjarmalandi í Fossvogi, í Jaðarseli og í Árbæ við Rafstöðvarveg. Bændablaðið fór og fylgdist með uppskeruhátíðinni í Bjarmalandi og ræddi jafnframt við Auði Jónsdóttur yfirverkstjóra Skólagarðanna. Duglega rigndi á garðyrkjufólkið þegar blaðamaður mætti á svæðið en enginn lét það á sig fá. Stuttu seinna stytti líka upp og gerði prýðisveður. Uppskeruhátíð Skólagarða Reykjavíkur Garðyrkjufólk framtíðarinnar lét ekki rigningu á sig fá Mikil ásókn í skólagarðana Auður segir mikla ásókn hafa verið í skólagarðana í sumar. Það var mikill áhugi og mikil ásókn í pláss hjá okkur og því miður tókst okkur ekki að anna allri eftirspurninni. Hvort það tekst næsta sumar er ekki hægt að segja til um á þessari stundu en ég vona það svo sannarlega. Börnin koma til með að búa að þessu alla ævi, að hafa lært að rækta sitt grænmeti hér. Skólagarðarnir útvega allt útsæði sem börnin þurfa og fær hvert barn átján fermetra garðpláss til sinna nota. Mikil fjölbreytni er í ræktuninni en meðal þess sem börnin rækta eru kartöflur, radísur, kálplöntur, garðablóðberg og sumarblóm. Auður segir börnin hafa verið gríðarlega áhugasöm. Þau eru búin að vera vakin og sofin yfir þessu. Sumarið hefur verið þurrt og börnin hafa hlaupið hér ferð í ferð með vökvunarkönnur og hafa gætt þessa eins og sjáaldurs augna sinna. Foreldrar hafa líka verið mjög duglegir að koma með börnunum sínum og sinna þessu með þeim. Bændablaðið óskar börnunum hjá Skólagörðunum til hamingju með afrakstur sumarins. -fr Frú Lauga opnaði dyrnar að bændamarkaði sínum við Laugalæk 6 þann 7. ágúst sl. Frú Lauga er heiti sem þau Arnar Bjarnason og Rakel Halldórsdóttir hafa gefið verslun sinni, eða markaði, þar sem ætlunin er að bjóða upp á búvöru, vín og sjávarafurðir sem borgarbúum hefur oft reynst örðugt að nálgast. Frú Lauga við Laugalæk Bændamarkaður í borg Árstíðabundnar gæðavörur Arnar segir að hugmyndin hafi verið að komast í gott samband við framleiðendur með það í huga að geta boðið upp á ferskar og góðar vörur með sérstaka áherslu vörur sem ekki sjást í hillum stórmarkaða. Hann segir að þau hafi farið hringferð um landið í sumar til að kynnast bændum og búvöru þeirra og almennt hafi þeim verið vel tekið. Upplifun heimsókna var mjög jákvæð og greinilegt að margir bændur eru að byrjað eða eru með á prjónum ýmsa spennandi hluti, með endurvakningu gamalla hefða og nýjar hugmyndir. Grænmeti er í forgrunni hjá okkur í sumar, en með haustinu fáum við ýmsar vörur frá bændum sem þeir hafa annars verið að selja ferðamönnum. Síðan koma berin, allar kjötafurðirnar sem tengjast sláturtíð og auðvitað villibráðin. Hann segir mikilvægt að gott og traust samband myndist á milli framleiðenda, Frú Laugu og neytendanna. Traust skiptir öllu máli varðandi gæði vöru og upplýsingar. Frú Lauga á rætur að rekja til fyrirtækisins Víns og matar, sem þau Arnar og Rakel stofnuðu árið 2003 með innflutning á víni, ólífuolíu, hunangi, ediki ofl. að markmiði. Eitthvert horn verður í búðinni með þá vöru og gefst fólki t.a.m. kostur á að smakka Vín vikunnar síðdegis á föstudögum. Arnar segir að þau hafi enn ekki farið út í neina framleiðslu sjálf en þau séu opin fyrir hugsanlegu samstarfi við bændur og fagmenn til þess að það geti hugsanlega gerst. Arnar segir að viðtökur borgarbúa hafi verið afar góðar og nóg verið að gera, en markaðurinn er opinn miðvikudaga og fimmtudaga 12-18, föstudaga og laugardaga Frekari upplýsingar um vöruúrval er að finna á vef Frú Laugu, auk þess sem þar er að finna uppskriftir og fróðleik um vörurnar og matvælin sem eru í boði. - smh

33 29 Bændablaðið fimmtudagur 9. júlí 2009 Fólkið sem erfir landið Nautalundir með piparsósu besti maturinn Anton Jónas Illugason er 14 ára gamall og búsettur í Ólafsvík. Hann hefur mjög gaman af því að búa til stuttmyndir en stefnir þó á að verða atvinnumaður í knattspyrnu eða sjómaður þegar hann verður fullorðinn. Í sumar ætlar hann að njóta þess að vera í skólafríi og fara meðal annars til Englands. Nafn: Anton Jónas Illugason. Aldur: 14 ára. Stjörnumerki: Meyja. Búseta: Ólafsvík. Skóli: Grunnskóli Snæfellsbæjar. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Tölvuval, að gera stuttmyndir. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Nautalaundir með piparsósu. Ég borða ekki kremkex! Uppáhaldshljómsveit: Fall Out Boy og James Blunt. Uppáhaldskvikmynd: Van Wilder. Fyrsta minningin þín? Þegar ég handleggsbraut mig í útlöndum. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta en æfi ekki á neitt hljóðfæri. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Vera á Inter netinu, hlusta á tónlist og gera stuttmyndir. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður eða sjómaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég uppgötvaði pönnukökur. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Vera í skólanum. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ferðast til Englands. ehg Á þriðjudaginn var árgangi 1997 í Grunnskóla Siglufjarðar veitt viðurkenning sem Varðliðar um hverfisins fyrir verkefnið Jaðrak anar, en bekkurinn hefur í samvinnu við skóla í Cobh í Cork á Írlandi fylgst með ferðum jaðrakana og komu þeirra til Siglu fjarðar. Á hverju sumri kemur flokkur karla og kvenna frá ýmsum Evrópulöndum til að merkja jaðrak ana og vinna þeir í samstarfi við dr. Tómas Gunnarsson sem hefur rannsakað ferðir og lifnaðarhætti þeirra. Í fyrrasumar fengu nokkrir krakkar tækifæri til að merkja jaðrakana með þeim og voru þá merktir þrír fuglar. Einn þeirra sást sextán dögum síðar í Englandi og nú bíða krakkarnir spenntir eftir því að sjá þá aftur. Samstarf þessara tveggja skóla hefur staðið síðan 2006 þegar krakk arnir voru í 4. bekk. Nú í vetur var áhersla lögð á verndun votlendis og fór bekkurinn á fund bæjarstjórans og afhenti honum bréf þar sem börnin báðu um að tillit yrði tekið til búsvæðis fuglanna og því hlíft eins og hægt væri. Fjallaði bæjarráð um erindi þeirra og kom skýrt fram þakklæti fyrir ábendinguna og vilji til að hlusta á raddir krakkanna. Í janúar sendi bekkurinn verkefnið sitt inn í samkeppnina um Varðliða umhverfisins og á degi umhverfisins þann 25. apríl stóð til að afhenda viðurkenninguna í Reykjavík. Bekkurinn komst því miður ekki þá en tækifærið var notað þegar Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra kom til Siglufjarðar til að vígja hina nýju snjóflóðagarða fyrir ofan bæinn. Þeir sem vilja vita meira um verkefnið geta séð allt um það á sameiginlegri heimasíðu skólanna: Godwit.htm Anton Jónas á heima í Ólafsvík þar sem hann æfir fótbolta, en spilar ekki á hljóðfæri. Varðliðar umhverfisins á Siglufirði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra með viðurkenninguna sem siglfirsku börnin fengu fyrir varðstöðu sína með umhverfinu. Sértilboð til bænda Bækur Hildar Hákonardóttur, Ætigarðurinn og Blálandsdrottningin saman á aðeins kr með sendingarkostnaði algengt verð í búðum Nýttu þér tilboðið á í síma eða með tölvupósti Æðarbændur Tökum á móti æðardúni til hreinsunar og sölu. Hafið samband í síma Dúnhreinsunin ehf. Digranesvegi Kópavogur Sauðfjárbændur athugið! Landssamtök sauðfjárbænda boða til fjögurra umræðufunda um stöðu mála í greininni dagana ágúst næstkomandi. Á fundunum verður kynntur verðlagsgrunnur sauðfjárbúa sem samtökin eru að ljúka við og viðmiðunarverð samtakanna á sauðfjárafurðum fyrir árið 2009 Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Mánudagur 17. ágúst Dalabúð, Búðardal kl Þriðjudagur 18. ágúst Hótel Hérað, Egilsstöðum kl Heimaland, V-Eyjafjöllum kl Framsögu hafa stjórnarmenn í LS en sláturleyfishöfum verður jafnframt boðin þátttaka. Allir velkomnir SUMAR TILBOÐ TAKMARKAÐ MAGN - AÐEINS EINN AF HVERRI GERÐ 91, 105 og 130 hö. til afgreiðslu 91 hö Mótor, 4 cyl. 91 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli Bremsur í olíubaði Loftpressa Framdekk 360/70R24 Afturdekk 18,4R34 14 gírar áfram 4 aftur á bak. 540/1000 snúningar á aflúrtaki Þyngdarklossar að aftan og framan Samhæfðir Farþegasæti kg lyftigeta á beisli Lyftu- og dráttarkrókur 24V start (2 rafgeymar) Geislaspilari 105 hö Mótor, 4 cyl. 105 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli 16 gírar áfram 8 aftur á bak. Samhæfðir Farþegasæti Mótor, 6 cyl. 130 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli 16 gírar áfram 8 aftur á bak. Samhæfðir Farþegasæti Bremsur í olíubaði Loftpressa 540/1000 snúningar á aflúrtaki kg lyftigeta á beisli Lyftu- og dráttarkrókur 130 hö Bremsur í olíubaði Loftpressa 540/1000 snúningar á aflúrtaki kg lyftigeta á beisli Lyftu- og dráttarkrókur VÉLADEILD ehf. DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI * * Framdekk 360/70R24 Afturdekk 18,4R34 Þyngdarklossar að aftan og framan 24V start (2 rafgeymar) Geislaspilari Framdekk 420/70R24 Afturdekk 18,4R34 Þyngdarklossar að aftan og framan 24V start (2 rafgeymar) Geislaspilari Nánari tæknilegar upplýsingar eru á eða í síma * m * Verð eru án VSK. til bænda á lögbýlum

34 30 Bændablaðið fimmtudagur 9. júlí 2009 Smá Atvinna 14 ára hörkuduglegur strákur óskar eftir að komast í sveit, vanur dýrum. Uppl. í síma Dýrahald Falleg 9 mánaða tík óskar eftir góðu auglýsingar heimili, helst í sveit, er barngóð og frábær í fótbolta. Uppl. gefur Pétur í síma Til sölu Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betri verð til bænda! SKM ehf. Bíldshöfða 16. S: eða á Örflóra fyrir haughús, rotþrær, niðurföll, fituskiljur, úti og inni salerni. Framtak- Blossi, símar og Til sölu Deutz Fahr rúllupökkunarvél árg Tveggja arma og tekur tvær 75cm plastrúllur. Vélin er sjálvirk og möguleiki er að tengja hana beint við rúlluvél eða aftan í traktor. Uppl. í síma Til sölu: JOSKIN haugsugur, RECKmykjuhrærur, diskasláttuvél 3,05m, stjörnumúgavélar 3,4 m-6,8 m, heytætlur 7,2 m, hjólarakstrarvélar 6 m, plöntustafir og bakkabelti. Uppl. í símum og Góð og traust ristarhlið, 20t burðargeta, 4 x 2,5. Auðvelt að setja niður. Sjá nánar á og uppl. í síma Til sölu eru kg. sekkir með stúta að ofan og neðan, tilvalið undir fræ, korn og fl. Uppl. í símum og Til sölu hlutir í mjög fullkomnum reykofni staðsettum á Egilsstöðum. Innifalin er flökunarjata fyrir fisk ásamt rafknúinni beinhreinsivél. Pækilsprauta fyrir kjöt og vakúmpökkunarvél og pokar. Uppl. gefur Steinar í síma ÚTSALA ÚTSALA. 50% afsláttur af öllum vörum, sendi um land allt. Skoðaðu á Til sölu Welger-rúllubindivél, R.P.12. árg. 91, notuð 6000 rúllur og diskasláttuvél, 2 m breið, notuð 4 sumur, eitthvað biluð. Einnig gömul 6 hjóla Springmaster-rakstrarvél, í lagi. Selst allt á 200 þús. kr. Uppl. í síma Til sölu Isuzu Emax pallbíll, árg. 04. Athuga skipti á dráttarvél, verðmat um 1550 þús. Uppl. í síma Til sölu vatnsrör 1 ¼ galv lengdarmetrar, selst í einu lagi eða í hlutum á góðu verði. Uppl. í síma Til sölu mótor með nýuppgerðu olíuverki og drif úr Hilux diesel árg. 91. Á sama stað óskast hnífar í gamlan pólskan tætara af gerðinni Agromet Unisa. Uppl. í símum eða , Jói. Við seljum 30 kw rafstöðvar, rafala 2 legu, rafsuðutæki mig og tig mma, rafsuðuhjálma auto dark, vatnsdælur diesel benzsin 2-4 tommu, bílalyftur ofl. Bíla- og búvélaverkstæðið Holti/ Vegamótum, símar og Beinn innflutningur betra verð. Til sölu VETO-ámoksturstæki og festingar af CASE 695. Skófla fylgir og einnig eru til sölu rúllugreip og gaflar. Uppl. í síma Sími Fax Netfang augl@bondi.is Til sölu ali endur og ali gæsir. Uppl. í síma Til sölu heygreip, Kvick Flexi Ball, Uppl. í síma Til sölu Mueller-mjólkurtankur, 2200 l, verð 165 þús. Einnig 3ja fasa kælipressa fyrir mjólkurtank, verð 60 þús. Óska eftir varahlutum í Icon 247-sláttuvél eða heilli vél og afturhleri í Toyota Hiace árg. 96. Uppl. í síma Til sölu 20 feta nýlegur íbúðargámur með rafmagni, hita og klósetti. Gott í hestaferðir og fleira. Uppl. í síma Til sölu flatvagn, 5 m langur. Verð Uppl. í síma Ættbók og saga íslenska hestsins á 20. öld, 1-7 eftir Gunnar Bjarnason, mjög gott sett. Uppl. í sima Til sölu Clark Michigan 125D árg. 78, David Brown 1200A árg. 71, 990 árg. 64, 880 árg. 73, einnig Ursus og Zetor. Óska jafnframt eftir Endurohjóli. Uppl. í símum og Til sölu Kuhn GA 4121 múgavél m/ tandem árg. 08 og Stoll Z555 DH heyþyrla árg. 06, lítið notaðar. Tilboð óskast sent á jarri@visir.is eða uppl. í síma Til sölu Carrero-pökkunarvél í góðu lagi með teljara, barkastýrð, notar 50 mm plast, verð 95 þús. Einnig KR-baggatína á 10 þús. Er á höfuðborgarsvæðinu, uppl. í síma eftir kl. 18:00 eða á netfangið sigursteinnj@hotmail.com Til sölu Galloper jeppi, árg. 98, ekinn 195 þús. Verðhugmynd 280 þús. Uppl. í síma Til sölu 200 fm af mjög góðum 2,1 cm þykkum Kaufmann doka, 105 stk. (157 fm.) af 3 m x 50 cm. Einnig 18 stk. (45 fm.) af 2,5m x 50 cm. Verð 2700 stgr.per.fm. Uppl. í síma Til sölu Tanco-pökkunarvél, árg. 00, notuð um 5000 rúllur, er barkastýrð og auðveld í notkun. Skoða skipti á diskasláttuvél. Uppl. í síma Höfum ávallt útlitsgölluð plastkör á lager. Upplögð ílát undir hvað sem er. Kreppuverð! Uppl. í síma Skemmtileg verðlagning. Fyrir sumarhús, ýmsar stærðir af frönskum gluggum, um 25. stk. Utanhússklæðning, liggjandi fura. Nokkrar hvítar innihurðir í körumu, 3 spjöld. Nokkrir arnar, lokaðir með gleri, sem hlaða þarf í kringum. Reykrör fylgir ekki. Uppl. í síma Til sölu PZFANX 500-snúningsvél, biluð en góð í varahluti. Uppl. í síma eftir kl. 20. Til sölu IMTDV567-dráttarvél, 4x4, árg. 87. Einnig ámoksturstæki á MF 35X og International 444. Uppl. í símum og Hjólaskófla til sölu. Uppl. í síma Til sölu gömul CASE 580F-traktorsgrafa, ljót en virkar, verðh. 300 þús. Einnig MAN-vörubíll, 15t, skoðaður 2010, árg. 78, ekinn 187 þús., lélegt hús en góðar sturtur. Verðh. 500 þús. Uppl. í síma Óska eftir Svifflugfélagið óskar eftir gangfærri hp dráttarvél á verðbilinu 200 til 500 þús. Uppl. í síma eða á netfangið svifflug@ hotmail.com Óska eftir varahlutum í Deutz Far SM 2,24 diskasláttuvél. Uppl. í síma , Jón. Óska eftir ódýru fjórhjóli sem má þarfnast lagfæringar, ath. ekki hjól frá Kína. Uppl. í símum og Óska eftir heyvinnuvélum í skiptum fyrir hryssu með 112 í pluppi, staðgreitt á milli. Uppl. í símum og Óska eftir að kaupa gamla mjólkurbrúsa. Uppl. í síma Er að leita að gömlum mjólkurbrúsum úr áli ltr. Sendið mér tilboð á ulfarlinnet@gmail.com eða hringið í síma Óska eftir fjórhjóli í góðu ástandi, beinskipt eða sjálfskipt, tegund: Suzuki Minkur (4x4), King Quad 400 FS (4x4), King Quad 450 AX (4x4) eða Polaris Sportsman, Uppl. í síma Vantar lítinn sláttutraktor, má þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma , Árni. Óska eftir gömlu mótorhjóli, ástand skiptir ekki máli. Uppl. í síma Óska eftir bakkóskóflu á Case 580K. Má vera léleg. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa notaðan filmustrekkjara fyrir 75 sm. plast (breiðfilmubúnað) fyrir Elho pökkunarvél. Vinsaml. hafið samband í síma Óska eftir beisli á Fella TH540 snúningsvél. Er á Norðurlandi. Uppl. í síma , Þorlákur. Óska eftir að kaupa drif í Alfa Laval haugdælu. Uppl. í síma , Ari Páll. Óska eftir ódýrri rúllubindi- og/eða pökkunarvél, má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma Óska eftir Niemeijer HR521-fjölfætlu í varahluti. Uppl. í síma Óska eftir dragtengdri heyþyrlu, einnig óskast hús á IH 484 eða vél til niðurrifs. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa lítinn Zetor í góðu standi 3ja eða 4 cyl. og ódýra Kronerúlluvél. Uppl. í síma Gefins tvær Border Collie-tíkur. Uppl. í síma Gefins Iðnaðarhraðsaumavél, Singer, fæst gefins gegn því að hún verði sótt. Einnig til sölu á sama stað kæliskápur, 12V. Stærð H.85 B.50 D.50. Uppl. í síma Leiga Ég leita eyðibýlis til langtíma leigu - hugsanleg kaup. Staðsetning á landinu og/eða húsakostur skiptir litlu. Uppl. gefur Elías í síma og Rósa í síma Sumarhús Orlofsíbúð til leigu á Akureyri, 3 svefnherbergi með rúmum fyrir fjóra, auk þess 2 dýnur. Leigist án sængurfata og líns. Verð fyrir nóttina er kr. og fyrir vikuna kr. Uppl. hjá Jóhönnu í síma Orlofsíbúð til leigu á Akureyri til 15 ágúst. 1 svefnherbergi með hjónarúmi og svo 4 dýnur, 4 sængur og koddar án líns. Verð fyrir nóttina er og fyrir viku Uppl. í síma , Heimir. Veiði Silunganet. Silunganet. Breitt felling meiri veiði. Flotnet sökknet. Heimavík s Óska eftir að taka á leigu kornakur/ tún til gæsaveiða á Suðurlandi fyrir frístundaveiði. Einnig áhugi á andaveiði. Uppl. gefur Hlynur í síma eða á netfangið hlynur@hrv.is JÚGURHALDARAR Vélaval-Varmahlíð hf. sími: Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS PIPAR / SÍA / Bændabíll Sumarbústaður í landi Hallkelshóla í Grímsnesi til sölu, byggður eftir 1960 en hús endurnýjað að fullu árið Bústaðurinn er skráður 29,9 fm, klæddur að innan og utan og er stór verönd á tvo vegu. Gróin lóð er kringum bústaðinn sem stendur á 0,6 h. leigulandi. Ekki er rafmagn í bústaðnum en sólarsella ásamt köldu vatni og gasvatnshitara. Áfram Ísland - Veljum íslenskt! Þú færð límmiðana hjá okkur Íslensk framleiðsla! Hafðu samband við sölumann í Uppl. í símum og Plast, miðar og tæki -

35 31 Bændablaðið fimmtudagur 9. júlí 2009 Hagleikssmiður sem fer óhefðbundnar leiðir Í Stóragerði í Ölfusi býr þúsundþjalasmiðurinn Óskar Þór Óskars son með konu sinni Sigrúnu Sigurðardóttur, en eftir að þau voru fyrir á deiliskipulagi í Reykjavík tóku þau sig upp árið 2005 með hús sitt af Lindar götunni í miðbænum og settust að í Ölfusinu. Þar hefur Óskar komið sér upp góðri vinnuaðstöðu og smíð ar meðal annars flugnanet í glugga, garðbekki, líkön af húsum og grænmetiskassa í ýmsum stærðum. Þetta eru mun betri viðbrögð en ég bjóst við. Ég reiknaði með að framleiða um 300 grænmetiskassa í sumar sem taka 500 kíló en mér sýnist þetta fara yfir þúsund stykki af þeirri stærð. Síðan er ég með 25 og 35 kílóa kassa á lager. Kartöflu- og rófubændur hafa sýnt kössunum mikinn áhuga, enda hagur fyrir þá; geymsluplássið nýtist mun betur og varan geymist betur í kössunum þannig að ekki verður jafn mikil rýrnun, sem veitir ekki af á þessum tímum, segir Óskar um nýjustu framleiðslu sína, grænmetiskassa sem hann framleiðir í nokkrum stærðum. Ögrandi verkefni áhugaverðust Á árum áður stundaði Óskar sjóinn en hefur fengist við smíðarnar í 25 ár og komið að ýmsu í sínum störfum. Nú einbeitir hann sér að því að smíða grænmetiskassana, flugnanetin og garðbekki sem hann kallar Loveseat. Einnig smíðar hann flugkistur og innirekka og þjónustar fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í þeim efnum. Ég hef fengist við ýmislegt, eins og að byggja listagallerí uppi í Mosfellsbæ og verið í samstarfi við fyrirtækið Exton við að sérsmíða flugkistur, sem er mikil fjölbreytni í, en í þeim hefur verið flutt út allt frá geisladiskum og upp í kafbát. Eftir að við komum hingað hef ég verið í ýmsum viðhaldsverkefnum. Síðan hefur verið ærin vinna að byggja við húsið okkar hér og koma þessu í sæmilegt horf. Við ákváðum að halda sama stílnum á öllu, íbúðarhúsinu, verkstæðinu og jafnvel hænsnakofanum en þetta er svokallaður Mansard-stíll, sem er franskur stíll frá 1700 og einkennist af sérstakri þakgerð er nefnist Mansard. Mér finnast ögrandi verkefni skemmtilegust og er, að ég tel, nokkuð óhefðbundinn smiður, útskýrir Óskar. Hugmynd Óskars um grænmetiskassana er nú komin á fullt í framleiðslu og er nú svo að hann skapar þrjú sumarstörf við smíði þeirra. Þessi hugmynd kviknaði á köldu vetrarkvöldi og þróaðist út í þetta eftir samtöl við kartöflu- og rófubændur á Suðurlandi. Ég nota í þetta hitameðhöndlað timbur frá Eystrasaltslöndunum sem er sérstaklega ætlað undir matvæli. Þetta hefur farið vel af stað og ég er ákaflega ánægður með undirtektirnar en þó að þetta sé að vissu leyti nýsköpun, sem ég tel vera, var eini styrkurinn í boði fyrir mig 25 þúsund krónur frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, sem mér finnst heldur rýrt. Það hefur enginn fram að þessu haft vilja eða þor til að fara út í slíka framleiðslu, en þar sem ég er ekki í sultu- eða saftgerð er engin leið fyrir mig til að fá meiri stuðning, segir Óskar. Flugnanet og fugladrit Flugnanetið sem Óskar framleiðir er afar góð lausn fyrir þá sem vilja fá frið fyrir flugum og öðrum smádýrum sem vilja komast inn um glugga og hurðir hjá fólki. Þessi framleiðsla er komin á fulla ferð og einnig framleiðsla og sala á búnaði sem kemur í veg fyrir að fuglar setjist á hús og önnur mannvirki. Ég vil hvetja fólk til að hætta að eitra hús sín, því maður spyr sig; eru slík efni skaðlaus? Því held ég að lausnin með flugnanetið sé mun sniðugri. Síðan er ég búinn að fá leyfi fyrir þessum búnaði, sem leiðir til minni þrifa af völdum fugladrits á byggingar, minni tæringar af völdum þess og því lækkaðs viðhaldskostnaðar á húsum. Þetta sýnir að það eru mörg tækifæri til staðar þó svo að ástandið sé svona hér á landi. Ég neita því að láta þessa svokölluðu víkinga eyðileggja okkar fallega og góða land, sem er ætlað komandi kynslóðum, segir Óskar alvarlegur á svip. Löng leið Þau hjónin fluttu sem áður sagði í Ölfusið fyrir fjórum árum og hafa komið sér vel fyrir þar. Sigrún starfar á þvottahúsi dvalarheimilisins Áss í Hveragerði en Óskar sinnir smíðastörfum sínum jafnt heima og í næsta nágrenni. Við fengum bréf frá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík um að við værum fyrir á deiliskipulagi, því það átti að rífa alla Lindargötuna hægri vinstri og byggja þar 6-18 hæða blokkir. Okkur var gefinn sá kostur annað hvort að fjarlægja húsið eða rífa það. Með flutningi á húsinu úr Reykjavík fór hluti af fyrir alla sem toppa allt! Þessi ostur er rifinn á tæknilegan hátt, í vél. Óskar við hluta af framleiðslu sinni. Íbúðarhúsið í Mansard-stíl í baksýn. Óskar með konu sinni Sigrúnu Sigurðardóttur við eldhúsborðið í Stóragerði en gaman er að sjá hvernig þau hafa haldið í gamla stílinn í húsinu, sem eitt sinn stóð við Lindargötuna í Reykjavík. Við smíði grænmetiskassanna hefur Óskar skapað þremur unglingum störf í sumar. Frá vinstri; Ómar Andri úr Hveragerði, Matt hías Leó og Magdalena Rós, en þau tvö síð ar nefndu eru barnabörn Óskars og koma daglega frá Reykjavík til að stunda vinnu sína. sögu borgarinnar líka. Við sjáum hvað þessi hugmynd um framtíð borgarinnar var arfavitlaus á þessum tíma. Í dag er borgin, það er 101 Reykjavík, eitt stórt flakandi sár eftir verktaka sem höfðu stóra drauma og borgin dansaði með sem aldrei fyrr. Ég er ættaður frá Króki í Ölfusi, en föðurfólk mitt kom þangað fyrir árið 1800 svo það lá beinast við að reyna að finna lóð hér undir húsið okkar. Í upphafi áttum við tíu hektara en höfum selt úr því og búum nú á rúmum fimm hektörum, útskýrir Óskar og bætir jafnframt við: Ég vil koma á framfæri þakklæti til byggingarfulltrúa í Ölfusinu fyrir að gefa grænt ljós á að taka við þessum öldungi úr Reykjavík, það er húsinu okkar, sem var reist árið 1896 og byggt með svokölluðum bindingum. Þetta er eitt af síðustu húsunum sem voru reist hér á landi með þessari aðferð. Húsið var í niðurníðslu á Lindargötunni þegar við keyptum það á sínum tíma en áður en við fluttum inn í það árið 1994 voru þrjú þúsund vinnustundir að baki. Það er mikil bjartsýni að byggja upp svona bæ eins og við höfum gert hér í sveitinni og ekki fyrir hvern sem er. Það þarf mikinn kjark og mikla bjartsýni til að fara út í slíka vinnu en við höfum gert þetta mestmegnis ein. Leiðin hefur verið afskaplega löng í þessu ferli, en hún borgar sig svo sannarlega á endanum og hér líður okkur ágætlega. ehg ROTÞRÆR SITURLAGNIR Heildarlausnir réttar lausnir. Heildarfrágangur til sýnis á staðnum ásamt teikningum og leiðbeiningum. VATNSGEYMAR ,000 ltr. LINDABRUNNAR - margar gerðir leiðbeiningar á staðnum. Rafstöðvar 1kva Eigum á lager ýmsar gerðir af rafstöðvum á frábæru verði Dalvegi 6-8 // Kópavogi // S: Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Bændur og búalið Hinir vönduðu vinnugallar frá 66 Norður með merki íslensks landbúnaðar fást hjá Bændasamtökunum. Verð kr m. vsk. + sendingarkostnaður. Pantanir í síma eða á netfangið jl@bondi.is Stóðhesturinn Vals frá Efra - Seli Verður til afnota í sumar í heimahögum, kostar tollurinn og girðingargjald vsk. F: Álfur frá Selfossi ( 1.v. ) M: Villirós frá Feti ( 1.v. ) Uppl. hjá Áslaugu í s: og Þóri í s: efrasel@efrasel.com Stóðhestar - Tamning og Þjálfun - Sala

36 13. tölublað 2009 Fimmtudagur 9. júlí Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 27. ágúst Landsmót UMFÍ haldið á Akureyri og þess minnst að 100 ár eru frá því fyrsta landsmótið var haldið. Gert ráð fyrir miklum fjölda keppenda og gesta á glæsilegt afmælismót Landsmót Ungmennafélags Ís lands, hið 26. í röðinni, hefst á Akur eyri í dag, fimmtudaginn 9. júlí og stendur fram á sunnudag. Hundrað ár eru liðin frá því UMFÍ efndi til fyrsta landsmótsins og var það haldið á Akureyri sumar ið 1909, en landsmót hafa tvívegis í millitíðinni verið haldin á Akureyri, 1955 og Undirbúningur vegna 100 ára afmælislandsmótsins hefur staðið yfir í rúm tvö ár og var á lokaspretti þegar Bændablaðið hitti Óskar Þór Halldórsson verkefnisstjóra að máli á mótssvæðinu í liðinni viku. Það stefnir allt í mjög glæsilegt landsmót, enda ærið tilefni að fagna þeim áfanga að landsmót hafa verið haldin á Íslandi í 100 ár, segir Óskar Þór. Keppendur og þátttakendur í einstökum greinum mótsins eru fast að 2000 talsins og segir Óskar Þór að keppt verði í öllum helstu landsmótsgreinum, en að auki bætast við greinar. Þannig er til að mynda keppt í júdó að þessu sinni enda mikil hefð fyrir iðkun þeirrar greinar á Akureyri. Þá verður keppt í sjósundi sem ekki hefur verið áður á dagskrá, en aðstaða til sjósund er óvíða betri en einmitt hér í bænum, segir Óskar Þór. Einhverjir sundkappanna ætla að feta í fótspor Lárusar Rist sem fyrstur manna synti þvert yfir Eyjafjörðinn Landsmótshlaup er einnig á meðal nýjunga, en efnt er til þess í tilefni af aldarafmæli landsmótanna en um er að ræða eina af kynningagreinum mótsins. Í leiðinni er þetta 100 ára afmælishlaup landsmótanna og mér sýnist það falla vel í kramið, þátttakan er Hollvinafélag Húsabakka sem stendur fyrir uppbyggingu Náttúruseturs á Húsabakka í Svarfaðardal, hefur tekið í notkun fugla skoðunarhús í Friðlandi Svarf dæla. Bygging hússins er liður í átaki félagsins í að bæta aðgengi að friðlandinu sem bænd ur í Svarfaðardal höfðu forgöngu um að stofna árið Nýja fuglaskoðunarhúsið stendur við Tjarnartjörn skammt neð an við Húsabakka í Svarfaðardal en frá Húsabakka liggja stikaðar gönguleiðir um friðlandið. Í húsinu eru fuglabækur á þrem tungumálum og veggskilti með upp lýsingum fyrir áhugasama fugla skoðara. Það er 4 x 2 metrar mjög góð, segir Óskar Þór. Boðið verður upp á vegalengdir við allra hæfi, allt frá þriggja kílómetra skemmtiskokki upp í heilt maraþon og er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á maraþonhlaup á Akureyri. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við því, þátttakendur verða í það minnsta 50 í maraþoninu og koma sumir um langan veg til að taka þátt, meira að segja erlendis frá. Við vonumst til að þetta verði til þess að hlaup af þessu tagi verði reglulegur viðburður hér í bænum, Fuglaskoðunarhús í Friðlandi Svarfdæla að flatarmáli og rúmar auðveldlega litla skólahópa en Náttúrusetrið á Húsabakka býður m.a. upp á fræðslu um fugla og umhverfismennt fyrir grunnskóla- og leikskólabörn. Fyrirhugað er að reisa annað fugla skoðunarhús við Hrísatjörn skammt frá Dalvík auk þess sem þar verða lagðir stígar með hvers kyns fróðleik um fuglalífið og náttúruna. Í vor tók Grunnskóli Dalvíkurbyggðar Friðland Svarfdæla í fóstur en í því felst m.a. að krakkarn ir sjá um eftirlit og viðhald á stígum, stikum og skiltum en Dal víkurbyggð leggi þeim til efni og aðstöðu. segir Óskar Þór. Skráningu í Landsmótshlaupið lýkur kl. 17 daginn fyrir hlaup, en það fer fram laugardaginn 11. júlí. Þetta verður einn af stóru viðburðum mótsins og ég er afar ánægður með að við getum boðið upp á svo glæsilegt hlaup á þessum merku tímamótum, segir hann. Gert er ráð fyrir gríðarlegum fjölda gesta á mótið, keppendatjaldbúðir verða settar upp við Rangárvelli, almenn tjaldsvæði eru við Þórunnarstræti og að Hömrum og í nágrenni bæjarins, gistirými sem til staðar er í bænum er fullt og þá hafa bæjarbúar brugðist vel við óskum um að leigja gestum og gangandi íbúðir sínar landsmótsdagana. Fjöldi gesta dvelur svo einnig í heimahúsum um allan bæ. Undirbúningur vegna landsmótsins hefur staðið yfir í rúm tvö ár og hefur heilmiklu verið kostað til, miklar framkvæmdir verið á íþróttasvæði Þórs þar sem hefur risið glæsilegur frjálsíþrótta- og knattspyrnuvöllur sem Óskar Þór segir vera einn þann besta á landinu. Hann mun nýtast vel til framtíðar litið og mun án efa verða mikil lyftistöng fyrir frjálsar íþróttir á Akureyri og nágrannabyggðum. Þessi nýi völlur er annar tveggja 8 brauta hlaupavalla landsins, hinn er Laugardalsvöllur. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, munu sækja Landsmót UMFÍ heim og verða m.a. viðstödd setningarathöfn mótsins á föstudagskvöld. Þá munu systkinin KK og Ellen Kristjánsbörn koma fram á fjölskylduskemmtun á Ráðhústorgi sama kvöld, ásamt Hvanndalsbræðrum, Leikhúsbandinu, Halla og Góa, Á móti sól og Magna Ásgeirssyni svo einhverjir séu nefndir. Leiktæki verða sett upp fyrir börn og í boði verða áhugaverðar gönguferðir með leiðsögn. Þá stendur Landsmótið ásamt Háskólanum á Akureyri fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni Heilsa og vellíðan alla ævi, í tengslum við landsmótið. Hundrað ára afmælissýning Landsmóta UMFÍ verður á Amtsbókasafninu á Akureyri, en þar hefur Björn Björnsson sýningarhönnuður sett upp sýningu þar sem landsmótunum er gerð skil í málum og myndum. Ókeypis er á alla viðburði og keppnir sem Landsmótið stendur fyrir. Við erum mjög ánægð með að geta boðið okkar gestum að fylgjast með öllum viðburðum mótsins án endurgjalds og vonum og vitum raunar að fólk muni nýta sér það. Við eigum því von á miklum fjölda fólks og góðri stemmningu á Landsmótinu á Akureyri, segir Óskar Þór. MÞÞ Allt til rafsuðu

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum

Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum Maí 2016 1. Inngangur. Raforkumarkaðir Íslands og Noregs hafa það sameiginlegt að byggja að mestu á framleiðslu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessu

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

Er fjárkláðinn úr sögunni?

Er fjárkláðinn úr sögunni? 8 Skógrækt þyrfti að þrefalda að mati Arnórs Snorrasonar 12 Er fjárkláðinn úr sögunni? 16 Viðtal við Ólaf M. Magnússon í Mjólku 10. tölublað 2007 Þriðjudagur 29. maí Blað nr. 261 Upplag 16.300 Alhvítt

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65.

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65. Noregur og norska kerfið Nanna Þórunn Hauksdóttir Jan 2010 Bæir og fólksfjöldi fjöldi Oslo = 880.000000 Bergen = 230.000 Stavanger = 190.000 Trondheim = 160.000 Fredrikstad/Sarpsborg = 100.000 Drammen

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta

Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta 2/2000 Tímarit Tæknifélags mjólkuriðnaðarins 24. árgangur 1943 Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta Ruben Rausing, stofnandi Tetra Pak. Tetra 1952 Classic 1961 Tetra Therm Aseptic VTIS Tetra 1961 Classic

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 3 (Leksjon 5) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Kristján G. Jóhannsson SKIPSNAFNIÐ JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Í HÁLFA ÖLD Mars 2017 Ljósmynd á forsíðu: Júlíus Geirmundsson ÍS 270 (I) nýkominn til landsins í mars 1967. Ljósmynd: Jón A. Bjarnason Skipsnafnið

Detaljer

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. og 10. febrúar 2011. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Dagskrá ráðstefnunnar Miðvikudagur 9. febrúar: Heilbrigði og afföll í matfiskeldi. Seiðagæði. Eldisþorskur:

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN ORKUMÁL24 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 25 ISSN 127-563 ELDSNEYTI Útgáfa Orkumála með nýju sniði Á undanförnum árum hefur ritið Orkumál verið gefið út með tölulegum upplýsingum um íslensk orkumál, þ.e. raforkuiðnaðinn,

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Auglýsir eftir bændum til að veiða ál

Auglýsir eftir bændum til að veiða ál Næsta blað kemur út 26. október Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Vaxandi áhugi fyrir veiðiminjasafni 2 Þráðlaust breiðband í Borgarfirði 4 Gulrætur 18 Rafrænt bókhald 10 Blað nr. 204

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið, b.t. Vals Þráinssonar, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Reykjavík 11. mars 2016. Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð Bók þessi er gefin út í 300 eintökum. Matthías Johannessen Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð ÁRVAKUR HF. Umdir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Inngangur Skýrsla þessi er samin af vinnuhópi sem forseti Alþingis skipaði í júní 2014 til þess að endurskoða kosningalög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum í formi

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST 17. FEBRÚAR 2012 STJÖRNUSMINKA GERIR ÞAÐ GOTT Í DUBAI FLOTTAR FYRIRMYNDIR YFIR FERTUGU SJÓNVARPSKOKKUR OG NÝBÖKUÐ MAMMA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST Á LEIÐINNI Í MARAÞON GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR

Detaljer

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut.

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut. Brennu-Njáls saga Brennu-Njáls saga 1. kafli Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf.

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. Miðvikudagur, 9. maí 2018 Ákvörðun nr. 14/2018 Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Samkeppniseftirlitinu barst bréf þann 27. mars 2018 þar sem tilkynnt var um kaup Basko ehf.

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

Álfasala SÁÁ maí

Álfasala SÁÁ maí 1. TÖLUBLAÐ - 14. ÁRGANGUR - MAÍ 2015 Álfasala SÁÁ 6.-10. maí - Þúsund sölumenn um land allt - bls. 3 Grímur Atlason: - drakk og ég fann ró - bls.4 Ásgerður Th. Björnsdóttir: - Söfnunarfé greiðir 20% af

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Góð þjónusta Hagstætt verð PANTAÐU Á. Hafðu bankann með þér. OPIÐ allan sólarhringinn á Eiðistorgi AUG L S INGA SÍMI

Góð þjónusta Hagstætt verð PANTAÐU Á. Hafðu bankann með þér. OPIÐ allan sólarhringinn á Eiðistorgi AUG L S INGA SÍMI SEPTEMBER 2014 9. TBL. 27. ÁRG. AUG L S INGA SÍMI 511 1188 Vesturbæjarútibú við Hagatorg PANTAÐU Á Ægisíða 121 Sími 551 1717 Opið alla virka daga frá kl. 10 17.30. DOMINO S APP SÍMI 58 12345 OPIÐ allan

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to)

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to) Viðauki Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs. 182 4to) Jóhannes B. Sigtryggsson, 2011 1 2 1 Hjartans elskulegu dætur mínar, Sigríður, Jórunn, Guðný, Katrín og Helga, ykkur, ykkar elskendum og afkomendum,

Detaljer

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag júlímánaðar, var hið 17. löggjafarþing, en hið 3. aukaþing sett í Reykjavík. Fyrat söfnuðust alþingismenn, ásamt landshöfðingja Magnúsi Stephensen, saman í alþingishúsinu,

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS YFIRLIT UM HÁLFRAR ALDAR STARF Samið hefir GUÐNI JÓNSSON prófessor REYKJAVÍK HÁSKÓLI ÍSLANDS PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR 1961 Efnisyfirlit Formáli..........................................

Detaljer

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI DESEMBER 2017 MANNVIT +354 422 3000 www.mannvit.is mannvit@mannvit.is Efnisyfirlit 1.

Detaljer

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Apríl 2013 Efnisyfirlit Inngangur... 8 Rannsóknasvæði... 8 Aðferðir... 9 Niðurstöður... 10 Heiðagæsatalning

Detaljer

Öryrkjabandalags Íslands

Öryrkjabandalags Íslands Öryrkjabandalags Íslands Efnisyfirlit Afmæliskveðja frá forseta Íslands 3 Ávarp formanns Öryrkjabandalags Íslands 4 Það er klár vilji minn að vel verði búið að öryrkjum Viðtal við Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni 978-9935-9275-1-4 2018 Rannsóknin var

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál] sþ. 118. Tillaga til þingsályktunar [115. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. (Lögð fyrir Alþingi á

Detaljer

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið Efnisyfirlit dk grunnur - námskeiðið... 2 Flýtileiðir í dk... 3 Uppflettingar... 6 Skýrslur... 8 Gluggar... 10 Stofnupplýsingar fyrirtækis... 11 Almennar stillingar...

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Albert K. Imsland, Akvaplan-niva, Strandbúnaðarþing 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars Yfirlit erindis Lífsferill laxalúsar Hitastig og laxalús Laxalús

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

Göngubrýr. Íslensk hönnun. 6. apríl Magnús Arason Fagstjóri brúasviðs EFLU

Göngubrýr. Íslensk hönnun. 6. apríl Magnús Arason Fagstjóri brúasviðs EFLU Göngubrýr Íslensk hönnun 6. apríl 2018 Magnús Arason Fagstjóri brúasviðs EFLU Inngangur Samgöngusvið EFLU starfar jöfnum höndum á Íslandi og í Noregi Helstu verkkaupar eru íslenska og norska Vegagerðin

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun Vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísun Greinargerð um landfræðilegar merkingar á vegum Samtaka mjólkur - og kjötframleiðenda og Samtaka iðnaðarins Júní 2012 - Samantekt: Einar Karl Haraldsson Efnisyfirlit

Detaljer

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. Í vinnslu 15. febrúar 2016 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs

Detaljer

Upplýsingar um kostnað má finna á utforin.is Snorrastyttan er konungleg gersemi

Upplýsingar um kostnað má finna á utforin.is Snorrastyttan er konungleg gersemi Barnabílstólar í úrvali Barnabílstólar í úrvali Bílasmiðurinn hf Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is Nýtt hlutverk skólahúss AFMÆLI FRAMUNDAN Ræða á stórfundi 20. júlí

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010 -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Rannveig Júníusdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ása Ólafsdóttir, lektor september

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

Skíma. Málgagn móðurmálskennara

Skíma. Málgagn móðurmálskennara Skíma Málgagn móðurmálskennara 1. tbl. 33. árgangur 2010 Viðtal við Heimi Pálsson Norsk sjónvarpsþáttaröð um kennara og skólastarf Íslenska á alþjóðavettvangi Norrænt samstarf Kynning á norrænum tímaritum

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

Umhverfi og auðlindir. Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar?

Umhverfi og auðlindir. Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar? Umhverfi og auðlindir Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar? Útgefandi: Umhverfisráðuneytið 29 Hönnun og umbrot: Pokahornið / Ragnheiður Kristjánsdóttir Ljósmyndir: Andrés Arnalds; Atli Arnarson; Ellert

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer