Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman"

Transkript

1 Skýrslukorn um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní 2001 Rúnar Sigþórsson tók saman

2 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Josterdal skule... 4 Fresvik skule... 5 Høgskulen i Sogn og Fjordane... 7 Breytingar á norska skólakerfinu og fámennir skólar... 8 LUFS Að endingu Helstu heimildir Rúnar Sigþórsson

3 Inngangur Það er tilefni skýrslu þessarar að hópur kennara úr svonefndum Samskólum tók sig upp á vordögum 2001 og hélt til Noregs að vitja fámennra skóla í Sogn- og Firðafylki. Samskólarnir eru: Stórutjarnaskóli, Grenivíkurskóli, Valsárskóli og Þelamerkurskóli. Þessir skólar hafa haft með sér ýmislegt samstarf um árabil. Félagsmenn í Kennarasambandi Íslands nutu styrks úr Verkefna- og námsstyrkja sjóði Kennarasambandsins og flestir einnig frá sveitarfélögum sínum. Undirritaður er svo lánsamur að vera giftur inn í tvo þessara skóla (bara einni konu samt!) og fékk því að fljóta með sem maki. Fyrir á- troðninginn var hann að sjálfsögðu látinn gjalda með því að dæma hann til að taka saman þessa skýrslu um ferðina og flytja ágrip af ferðasögunni á ársþingi Samtaka fámennra skóla (SFS) 20. okt Undirritaður fékk styrk til fararinnar frá Háskólanum á Akureyri og þakkar hér með þá fyrirgreiðslu. Til að skipuleggja ferðina var haft samband við Kristoffer Melheim, lektor við kennaradeild Háskólans í Sogndal. Melheim er kennurum í fámennum skólum á Íslandi að góðu kunnur. Hann hefur um árabil verið forystumaður í samtökum fámennra skóla í Noregi LUFS og hefur tvisvar sótt ársþing SFS sem fulltrúi norsku samtakanna. Melheim brást vel við beiðninni og hafði veg og vanda af frábæru skipulagi ferðarinnar. Á fyrsta degi ferðarinnar, 6. júní, var flogið til flugvallarins á Gardemoen við Osló. Þar beið hópsins rúta frá Sogn Billag sem flutti hópinn norður til Sogndals. Þar hafði hópurinn bækistöðvar í Sogndal Vandrerheim en það er starfrækt yfir sumartímann í húsnæði lýðháskólans á staðnum. Fljótlega var farið að kalla stað þennan Vandræðaheimilið upp á íslensku enda þótti aðbúnaður á herbergjum og fjöldi snyrtinga ekki nema í slöku meðallagi. Matsalurinn var þó góður og morgunmaturinn prýðilegur. Einnig má skjóta því hér inn að kvöldið fyrir brottför var hringt í fulltrúa íslensku ferðanefndarinnar, þar sem hann var staddur miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur, og tilkynnt að því miður væri búið að rífa allar innréttingar úr hluta þess húsnæðis sem hópnum hafði verið ætlaður og yrði því að setja fimm hjón niður í gistiheimili 10 mínútna gang frá Vandræðaheimilinu. Fljótlega var farið að nefna stað þennan á Útistöðum og varð þessi tíu manna fjölskylda brátt ákaflega samrýmd. Fljótt kom í ljós að nokkur atgervismunur myndi vera með Útistaðafólki og innfæddum því ekki tókst því með nokkru móti að leika eftir heimamönnum að ganga inn í bæinn á 10 mínútum var nær lagi að til þess þyrftu mínúturnar að vera 30. Sogndal er um 6000 manna bær og liggur innanvert við Sognfjörð sem vera mun lengsti fjörður veraldar. Í bænum eru aðalstöðvar háskóla sem á norsku kallast Høgskolen i Sogn og Fjordene. Í skólanum eru hátt í 3000 nemendur, langflestir í Sogndal, en einnig fer fram kennsla í bæjunum Førde og Sandane, sem eru norðar í fylkinu. Nánar er sagt frá háskólanum síðar í skýrslunni. Rúnar Sigþórsson

4 Í skýslunni verður sagt frá heimsóknum hópsins í tvo fámenna skóla: Josterdal skule og Fresvik skule. Því næst verður sagt lítillega frá heimsókn hópsins í kennaradeild Háskólans í Sogndal og því sem þar kom fram um starfsemi deildarinnar og skólastarf og skipulag í fámennum skólum í Noregi. Að endingu er sagt örstutt frá samtökum fámennra skóla í Noregi: Landslaget for udelt og fådelt skole (LUFS). Josterdal skule Á öðrum degi ferðarinnar hófst hin eiginlega dagskrá. Heimsóttur var fámennur skóli í Josterdal. Þar mætti kalla undir Jökli því dalur þessi liggur inn að samnefndum jökli, Josterdalsbreen, þeim langstærsta í Noregi. Lagt var af stað að loknum morgunverði undir leiðsögn Melheim og ekið sem leið lá til þorpsins Gaupne en þar kom Asbjørg Ormberg, skólastjóri í Josterdal skule, til móts við hópinn og var leiðsögumaður hans upp Josterdalen. Josterdalsskóli þjónar Josterdal kommune, sem er manna byggðarlag. Staða byggðarlagsins hljómar kunnuglega fyrir Íslendingum: Fólki hefur fækkað jafnt og þétt síðustu árin, færri og færri lifa af landbúnaði og fleiri og fleiri sækja vinnu til nágrannabæjarins Gaupne. Fjórir fámennir grunnskólar hafa verið lagðir niður í dalnum. Sveitarfélagið er reyndar vel stætt því fyrir nokkrum árum var byggð virkjun inn af dalnum sem gaf af sér miklar tekjur á byggingartímanum. Nú er sú veisla hins vegar úti og til dæmis var 5% flatur niðurskurður á framlögum til skólans milli síðustu tveggja ára sem þýddi meðal annars að fækka varð kennarastöðum um eina. Samt var aðbúnaður í skólanum sjálfum ekkert til að hrópa húrra fyrir en hins vegar er á skólalóðinni nýbyggður leikskóli og nýbyggt íþróttahús með sundlaug. Íþróttahúsið þjónar einnig sem félagsheimili. Svo var að sjá að virkjunarpeningarnir hefðu farið í þetta og veislan því miður verið búin áður en kom að sjálfum grunnskólanum. Nokkur samvinna er milli grunnskólans og leikskólans en þeir eru engu að síður reknir sem tveir sjálfstæðir skólar. Skólaárið voru í Josterdalskóla 44 nemendur í bekk en bekkur fara í skóla í Gaupne. Daginn sem okkur bar að garði voru elstu bekkirnir (miðstigið) í útilegu en yngsta stigið var í því sem þarna er kallað útiskóli. Útiskólinn er alltaf einu sinni í viku, allan veturinn, þrjá klukkutíma í senn bekkur eru saman í útiskólanum og bekkur saman. Tíminn er tekinn af nokkrum Mynd 1. Josterdal skule greinum, m.a. íþróttum, náttúrufræði og móðurmáli. Í útiskólanum er að sjálfsögðu mikið byggt á leik, en þar fer engu að síður fram starf þar sem námsgreinar eru markvisst samþættar: Farið er í ratleiki og mikið er smíðað úr náttúrulegum efnum, t.d. læra mjög ungir krakkar að tálga seljuflautur, og eins Rúnar Sigþórsson

5 er smíðað mikið af leiktækjum. Þau eru gjarnan smíðuð eftir einhvers konar forskrift þar sem reynir á að nemendur kunni að gera teikningar og mæla hliðar, horn o.s.frv. Útiskólinn var það sem upp úr stóð í þessari skólaheimsókn. Skipulag hans sýndi glöggt hvernig hægt er að samþætta bóklegar greinar við útiveru, leik og hreyfingu. Útiskólinn ber líka skýran vott um þá áherslu sem lögð er, í norskum skólum, á tengsl við nánasta umhverfi. Starfið í útiskólanum vitnaði einnig um næma tilfinningu og virðingu fyrir náttúrunni og virðingu fyrir þjóðlegum hefðum og handverki, samanber seljuflautuna. Allt þetta starf Mynd 2: Úr útiskóla Josterdal skule einkenndist af stolti af því að eiga þessa náttúru, þetta umhverfi og þennan gamla arf og hvergi vottaði fyrir þeirri hvimleiðu minnimáttarkennd sem sum staðar tröllríður dreifbýlum byggðarlögum á Íslandi þar sem allt er talið hallærislegt og óboðlegt sem ekki er sniðið eftir einhvers konar borgarmenningu eða þéttbýlisviðmiðum. Fresvik skule Næsta dag, sem var föstudagur, var skólinn í Fresvik heimsóttur. Fresvik er sunnan við Sognfjörðinn og frá Sogndal er því hentugast að fara þangað með ferju, enda þótt staðurinn sé að sjálfsögðu í vegasambandi sínu megin fjarðar. Fresvik er ákaflega vinalegt sveitaþorp og þar búa um 270 manns. Íbúarnir lifa á landbúnaði og skógarhöggi og í þorpinu er einnig verksmiðja sem framleiðir kælivélar. Eins og í Josterdal stendur byggðin höllum fæti. Íbúum fækkar og meðalaldurinn hækkar þar sem yngra fólkið snýr ekki heim að loknu námi. Til dæmis hefur íbúum fækkað um 110 síðan Þetta leiðir til vítahrings sem íslenskum dreifbýlisbúum er vel kunnur og lýsir sér í því að þjónusta er skert sem aftur leiðir til þess að búseta á staðnum verður ekki eins álitleg. Til dæmis var okkur sagt að til stæði að leggja af beinar ferjusamgöngur við Sogndal og þá þarf að aka til Vik, á annan tug kílómetra, til að komast í aðra ferju. Fresvik skule er það sem kalla mætti uppeldismiðstöð eða oppvekstsenter. Þar eru 33 nemendur á grunnskólaaldri í bekk. Grunnskólinn er þrískiptur, eða tredelt, og skiptist í yngsta- mið og unglingastig. Einnig eru í skólanum 10 nemendur á leikskólastigi, á aldrinum 1 5 ára. Þarna er því um að ræða einn skóla, fyrir 1 16 ára nemendur, undir stjórn sama skólastjóra. Enn fremur er rekin skólavistun í skólanum (skolefritidsordning) og einn nemandi er í fullorðinsfræðslu. Í skólanum er íþróttasalur og fara íþróttaæfingar fram þar eftir skólatíma. Þær eru ekki beint á vegum skólans heldur eru hluti af tómstundatilboði á vegum sveitarfélagsins. Tónlistarskóli er einnig rekinn í húsnæði skólans og fer sú kennsla að mestu leyti fram eftir skólatíma nema hjá yngstu börnunum sem sækja sína tónlistarkennslu að nokkru leyti á skólatíma. Opið hús er fyrir nemendur í skólanum á kvöldin og Rúnar Sigþórsson

6 einnig er hann notaður fyrir félagsstarf hinna fullorðnu. Skólinn er því í fullri notkun öll kvöld vikunnar og má með sanni kallast hjarta þessa samfélags. Skólabókasafnið er sameinað almenningsbókasafninu og þannig nýtast fjárveitingar beggja safnanna betur, að sögn skólastjórans. Safnið virtist vel búið. Þar er vinnusvæði fyrir nemendur og fjórar tölvur. Einnig eru tvær tölvur í hverri stofu, allar tengdar við innanhússnet og internettengdar. Skólinn er byggður og elsti skólinn í sveitarfélaginu (Vik kommune). Honum er þó prýðilega við haldið og húsnæðið vistlegt og vel umgengið. Eftir grunnskólann fara nemendur í framhaldsskóla í Sogndal. Þar eru þeir í heimavist en koma heim um helgar. Verið er að gera tilraun með fjarkennslu fyrir þessa nemendur og sem stendur eiga þeir þess kost að vera heima hjá sér í fjarkennslu frá framhaldsskólanum í Sogndal einn dag í viku. Skólastjóri Fresvik skule, Bjarne Bjørkevoll, Mynd 3. Fresvik skule lýsir uppbyggingu skólans með eftirfarandi mynd (Mynd 4). Á henni sést skipting grunnskólans í deildir eftir stigum í yngsta stig, miðstig og unglingastig. Með tilkomu leikskólans má segja að skólinn skiptist frekar í tvær einingar: Annars vegar er leikskólinn og yngsta stigið og hins vegar miðstigið og unglingastigið. Umsjónarkennari, eða stigstjóri er yfir hverju stigi grunnskólans, og leikskólanum. Þeir vinna námið saman sem teymi. Mjög náin samvinna er milli leikskólans og yngsta stigsins. Stofur liggja saman og námið fer að hluta til fram samkvæmt samþættri námskrá þar sem bæði er farið eftir aðalnámskrá grunnskólans og stuðst við rammanámskrá fyrir leikskólastigið sem gefin hefur verið út til viðmiðunar en ekki er þó skylda að fara eftir. Teymi Unglingastig Leikskóli Yngsta stig Miðstig Mynd 4. Deildaskipting í Fresvik skule. (Heimild: Bjarne Bjørkevoll 2001) Rúnar Sigþórsson

7 Innan deildanna / stiganna er notuð skiptinámskrá eða það sem Norðmenn kalla emnebyteplan. Þó er kennsla í stærðfræði á unglingastiginu aldursbundin og sama er að segja um kennslu í erlendum málum eftir að hún hefst. Á unglinastiginu eru tveir umsjónarkennarar og tveir aðrir kennarar sem sjá um alla kennsluna. Á unglingastiginu eru valgreinar samkvæmt námskrá. Hluta þeirra velur skólinn fyrir alla en hluta þeirra velja nemendur sjálfir. Meðal þeirra eru: Friluftslif, með mikilli áherslu á útivist, samfélagsþjónusta og listgreinar. Einnig á 10. bekkur kost á að velja sér mopedkjøring og sér skólastjórinn um þá kennslu. Þótti ýmsum kollegum hans, íslenskum, það eftirsóknarvert hlutskipti. Útiskóli er einnig starfræktur einn dag í viku allan veturinn. Starfsemi hans er að mörgu leyti svipuð því sem lýst var fyrr í skýrslunni í Josterdalskólanum og endurspeglar svipaða afstöðu til umhverfisins og náttúrunnar og áður var lýst. Sú afstaða einkennist af næmri tilfinningu og virðingu fyrir náttúrinni, fyrir hefðum og menningararfi og stolti af því sem heimabyggðin á og hefur að bjóða, enda þótt viðurkennt sé að byggðin eigi að ýmsu leyti í vök að verjast. Mynd 5. Nemendur Fresvik skule fagna gestum með söng Sameining leik- og grunnskóla með þeim hætti sem sjá má í Fresvik er ekki algeng í Noregi en hefur þó verið reynd á nokkrum stöðum. Oft er þó sérstakur deildarstjóri yfir leikskóladeildinni sem starfar í umboði skólastjórans, þótt ekki sé slíku til að dreifa í Fresvik. Þetta skipulag er umdeilt. Fámennir skólar halda kostum þess á lofti og telja skynsamlegt að styrkja skólana sem stofnanir á þennan hátt og reka eina sæmilega stönduga stofnun frekar en tvær mjög litlar. Stéttarfélag leikskólakennara er hins vegar andvígt þessu skipulagi og telja það jafnvel lögbrot þar sem lögum samkvæmt sé leikskólinn sérstakt skólastig. Er sá málflutningur allur líkur þeim andmælum sem uppi eru hér á landi gegn þessari skólaskipan. Heimasíða skólans er: Høgskulen i Sogn og Fjordane Þriðja og síðasta skólaheimsóknin var í Háskólann í Sogndal eða Høgskulen i Sogn og Fjordane, eins og hann heitir á máli innfæddra. Eins og nafnið bendir til er skólinn fylkisháskóli, einn af 26 slíkum skólum í Noregi og hefur aðalstarfsemi sína í Sogndal. Norðmenn gera sem sagt greinarmun á Høgskule og Universitet en þeir síðarnefndu eru aðeins fjórir: Í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsø. Í Sogndal eru þrjár deildir: Kennaradeild (avdeling for lærarutdanning), félagsvísindadeild (avdeling for samfunnsfag), náttúru- Rúnar Sigþórsson

8 vísindadeild (avdeling for naturfag) og hagfræði- og tungumáladeild (avdeling for økonomi og språk). Í Førde, sem er tæplega manna bær um 120 km norðvestan við Sogndal, eru enn fremur eru verkfræðideild (avdeling for ingeniørutdanning) og heilbrigðisdeild (avdeling for helsefag) staðsettar. Í Førde er aðalsjúkrahús fylkisins. Í kennaradeildinni í Sogndal eru um 800 nemendur og um 50 starfsmenn. Kennaramenntunin fer fram samkvæmt lögum um slíka menntun en samkvæmt þeim er hún mjög miðstýrð og einstakir háskólar hafa lítinn sveigjanleika til að skipuleggja hana eftir eigin höfði. Nám grunnskólakennara tekur fjögur ár. Fyrstu þrjú árin eru að miklu leyti sameiginleg, með ýmsum valmöguleikum þó, en á fjórða ári geta kennaranemar sérhæft sig í ýmsum sviðum. Fram kom að vænta mætti breytinga á lögum um kennaramenntun, sem miðuðu m.a. að því að auka valfrelsi í náminu. Í Sogndal er ekki um að ræða neitt sérstakt valsvið sem ætlað er að búa kennara undir starf í fámennum skólum. Slíkt valsvið var við skólann til skamms tíma en lagðist af vegna lítillar aðsóknar. Hins vegar er kennaradeildin mjög virk í samstarfi við fámenna skóla og skólaþróun í slíkum skólum og byggist sú virkni fyrst og fremst á áhuga og eljusemi Kristoffers Melheim. Nú er valsviði um kennslu í fámennum skólum innan kennaranáms haldið úti í einum háskóla í landinu, Høgskulan i Nesna, og má fræðast nánar um það á slóðinni: Við kennaradeildina í Sogndal fer einnig fram menntun leikskólakennara. Menntun þeirra tekur þrjú ár og er, eins og menntun grunnskólakennara, miðstýrt með lögum. Að loknu þessu þriggja ára námi eiga leikskólakennarar þess kost að bæta við sig fjórða árinu og öðlast þá réttindi til kennslu á yngsta stigi grunnskólans (småskulesteget), þ.e. í bekk. Breytingar á norska skólakerfinu og fámennir skólar Norðmenn miða gjarnan ýmislegt í sinni skólamálaumræðu við fyrir og eftir Reform 97. Með Reform 97 eiga þeir við breytingar sem urðu það ár á norska grunnskólakerfinu með gildistöku nýrrar aðalnámskrár, og árið eftir með nýjum lögum um grunnskólann. Með þessum breytingum var lögleidd 10 ára skólaskylda og hefst grunnskólanám nú við sex ára aldur í stað sjö ára áður. Norska aðalnámskráin er fallega myndskreytt bók, í A4 broti en varla meira en fjórðungur íslensku aðalnámskrárinnar á þykkt. Helstu hlutar námskrárinnar eru eftirfarandi: Almennur hluti (Generell del). Leiðbeiningar um nám og kennsluhætti (Prinsipp og retningslinjer for opplæringa i grunnskulen). Námskrá einstakra greina, þ.e. markmið og inntak. Valgreinar. Starfsemi bekkja- og nemendaráða (Klasse- og elevrådsarbeid) Rúnar Sigþórsson

9 Enn fremur hefur menntamálaráðuneytið gefið út n.k. fylgirit með námskránni með leiðbeiningum um ákveðna þætti starfsins. Til dæmis má nefna nýtt hefti: Arbeid í udelte og fådelte skular sem Kristoffer Melheim hefur skrifað. Samkvæmt námskránni og lögunum er grunnskólanum skipt í þrjú stig: Småskulesteget sem nær yfir bekk Mellomsteget sem nær yfir bekk Umgdomssteget sem nær yfir bekk Stundafjöldi er fastur innan hvers stigs en ekki bundinn við hvern árgang. Á yngsta stiginu er lögð mikil áhersla á aldursblöndun, leik og þemanám. Þær áherslur eru mjög í þeim anda sem fámennir skólar vinna og þeir telja sig búa vel að þeim vinnubrögðum sem þar er mælt fyrir um. Þessi vinnubrögð eiga einnig að ná upp á miðstigið en á því stigi færist áherslan smátt og smátt frá leik og þemavinu yfir á námsgreinar og prosjekt. Norðmenn gera nokkurn greinarmun á tema annars vegar og prosjekt hins vegar. Í stuttu máli er munurinn fólginn í því að með tema er átt við kennarastýrt þemanám þar sem námsgreinar eru samþættar, enda þótt þungamiðja þemans geti verið í einni grein. Með prosjekt er aftur á móti átt við nemendastýrða efniskönnun sem byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda, í samvinnu við kennara. Í prosjekt -vinnu er nemendum kennt að vinna út frá rannsóknarspurningu(m) eða raunverulegum viðfangsefnum og skipuleggja vinnu sína frá hugmynd til lausnar eða niðurstöðu, sem sett er fram á sýnilegan eða hlutbundinn hátt. Prosjekt felur ekki endilega í sér samþættingu hefðbundinna námsgreina, heldur getur allt eins farið fram innan einnar námsgreinar. Samkvæmt námskránni á áherslan smátt og smátt að færast frá þemanámi yfir á námsgreinar og project eftir því sem nemendur eldast og þannig á að auka valfrelsi þeirra og sjálfstæði í námi. Á yngsta stigi á að nota a.m.k. 60% kennslutímas í þemavinnu; á miðstigi á þemanám að halda áfram en áherslan smátt og smátt að færast yfir á námsgreinar og prosjekt og á unglingastiginu á að nota a.m.k. 20% tímans í þema- og prosjekt -vinnu (Læreplanverket for den 10-årige grunnskolen bls ). Misræmi er milli námskrárinnar og laganna hvað varðar aldursbindingu námsefnis. Samkvæmt námskránni, sem kom út ári fyrr en lögin, skal námsefni vera árgangabundið. Þetta er einkar óhallkvæmt fámennum skólum og gerir þeim raunar ómögulegt að starfa samkvæmt skiptinámskrám innan stiganna, eins og víða er hefð fyrir í norskum skólum. Lögin kveða hins vegar á um að námsefni skuli tengjast stigum en ekki árgöngum og tóku kennarar og stjórnendur fámennra skóla þeirri breytingu fagnandi, enda gerir hún þeim kleift að líta á stigin sem eina heild og vinna samkvæmt skiptinámskrám innan þeirra. Með skiptinámskrá er í stuttu máli átt við að námsefni eða inntaki náms, í aldursblönduðum bekk, sé skipt í jafnmargar einingar og árgangarnir eru. Síðan er kennd ein eining á ári og með þessu er reynt að tryggja að hvorki verði gloppur né endurtekningar í yfirferð Rúnar Sigþórsson

10 námsefnis eða inntaks. Rétt er að ítreka að því fer fjarri að námsbækur séu endilega undirstaða þessarar skiptingar heldur virðist algengara að inntak námsins eða þemu séu lögð til grundvallar. Þetta á reyndar fyrst og fremst við um námsgreinar þar sem röð inntaksþátta er ekki fastbundin, t.d. samfélagsgreina, en hentar síður í þeim greinum sem Norðmenn kalla progressionfag þar sem eitt atriði er í raun undirstaða annars, til dæmis í stærðfræði. Fámennir skólar í Noregi eru nú um 40% allra grunnskóla og um 15% nemenda á því stigi ganga í slíka skóla. Almennt virðist deildaskipting í fámennum skólum vera föst, sem þýðir að sömu bekkir eru í hverri deild frá ári til árs. Þetta auðveldar mjög kennsluog námskrárskipulag og er í raun forsenda fyrir því að hægt sé að vinna samkvæmt skiptinámskrám. Fámennir skólar eru allt frá því að vera einnar deildar upp í að vera fjórar deildir. Mismunandi deildaskiptingu má sýna á skýringamynd: Udelt Todelt Tredelt Firdelt Fulldelt Mynd 6. Hugsanleg deildaskipting i fámennum skólum (heimild: Kristoffer Melheim [án árs]) LUFS Landslaget for udelt og fådelt skole, LUFS, eru samtök fámennra skóla í Noregi. Samtökin eiga sér langa sögu og hafa verið mjög virk á ýmsum sviðum sem varða fámenna skóla. Þau hafa m.a. látið sig varða kennsluskipulag í fámennum skólum, staðið fyrir útgáfu og endurmenntun og barist gegn fækkun fámennra skóla. Samtökin gefa út tímaritið Fådeltskolen 4 6 sinnum á ári. Starfsemi LUFS er nú tvískipt. Auk hinnar venjulegu stjórnar hefur verið komið á fót þriggja manna starfshópi sem kallaður er pedagogisk udvalg og hefur það hlutverk að stýra kennslufræðilegri starfsemi samtakanna. Á vegum LUFS er haldið úti stórmerkilegri heimasíðu um kennslufræðilegt efni sem kölluð er Skoleplassen. Á síðunni er m.a. að finna upplýsingar um ýmis þróunarverkefni, bæði í einstökum skólum og á fylkisvísu. Þar er t.d. að finna upplýsingar um verkefnið Fådelt skule og IKT sem skólaskrifstofa fylkisins í samvinnu við norska menntamálaráðuneytið stóð fyrir. Verkefnið hófst og stóð til Á síðunni er einnig að finna upplýsingar um afar metnaðarfullt verkefni sem kallað er Aldersblanding i vest og hefur að markmiði að þróa þekkingu og kennsluhætti sem miða að því að gera námskrána frá Rúnar Sigþórsson

11 1997 virka í fámennum skólum. Þátttakendur í verkefninu eru 8 fámennir skólar í tveimur kommúnum: Gulen og Bremanger. Skólarnir í Gulen eru fjórir og allir heildstæðir og einn skólanna í Bremanger sömuleiðis. Hinir þrír hafa bekk. Allir skólarnir í Bremanger hafa leikskóla annað hvort innan sinna vébanda eða þá í næsta nágrenni. Kristoffer Melheim, sem áður er nefndur í skýrslunni, stjórnar þessu verkefni. Nokkrar vefslóðir: LUFS: Skoleplassen: Aldersblanding í vest: Samtök fámennra skóla: Rétt er að benda á að á heimasíðu SFS eru tenglar á norsku síðurnar. Að endingu Ýmislegt er líkt með fámennum skólum í Noregi og á Íslandi en margt er þó ólíkt. Gera má ráð fyrir að Norðmenn myndu öfunda íslenska skóla af húsnæði þeirra, ýmsum búnaði og rými á hvern nemanda. Hins vegar geta kennarar og skólastjórar í íslenskum skólum ýmislegt lært af þeim norsku hvað varðar innra starf skólanna. Nefna má skipulag skólanámskráa í aldursblönduðum bekkjum, einkum vel útfærðar skiptinámskrár, áherslu á þema og prosjekt og tengsl náms við náttúru og umhverfi. Síðast en ekki síst eru Norðmenn öfundsverðir af öflugu starfi LUFS, ekki síst því kennslufræðilega starfi sem fram fer á vegum samtakanna og fræðast má um á vefnum Skoleplassen. Rúnar Sigþórsson

12 Helstu heimildir Skrifaðar Bjørkevoll, Bjarne Glærur með erindi á ársþingi Samtaka fámennra skóla 20. október Læreplanverket for den 10-årige grunnskolen bls Det kongelige kirke-, utdannigs- og forskningsdepartement. Melheim, Kristoffer. [án árs]. Arbeid i udelte og fådelte skular. Idéhefte. Kyrkje-, utdannigs- og forskingsdepartement. Af vef Heimasíða Háskólans í Sogndal: Heimasíða Háskólans í Nesna: Heimasíða LUFS: Heimasíða Fresvik skule: Skoleplassen: Munnlegar Asbjørg Ormberg, skólastjóri Josterdal skule, 7. júlí 2001 Bjarne Bjørkevoll, skólastjóri Fresvik skule, 8. júní 2001 Kristoffer Melheim, lektor í kennslufræði við kennaradeil Háskólans í Sogndal, 11. júní Rúnar Sigþórsson

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir Sjáðu hvað ég fann Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól Kolbrun Vigfúsdóttir 2014 Sjáðu hvað ég fann: Þróun málörvunar og íslenskukennslu í útinámi Reykjavík í júlí 2014 Kolbrún Vigfúsdóttir 2 Sjáðu

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ Leikskólinn Pálmholt Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts 2016 2017 unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ 1 Inngangur Námskrá leikskóla leggur línur um inntak, starfshætti

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS YFIRLIT UM HÁLFRAR ALDAR STARF Samið hefir GUÐNI JÓNSSON prófessor REYKJAVÍK HÁSKÓLI ÍSLANDS PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR 1961 Efnisyfirlit Formáli..........................................

Detaljer

Heimildaskrá. Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.

Heimildaskrá. Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Heimildaskrá Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál. 1999. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska. 1999. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, listgreinar.

Detaljer

Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið

Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið 2017-2018 Efnisyfirlit Starfsáætlun... 4 Stjórnskipulag skólans... 4 Starfsfólk... 5 Skóladagatal 2017-2018... 7 Helstu viðburðir skólaársins 2017-2018... 8 Tilhögun

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla Skólaþróunarsvið HA 2005 Efnisyfirlit ÚTSKÝRING... 3 FORMÁLI... 4 YTRI AÐSTÆÐUR... 5 YFIRSTJÓRN LEIKSKÓLAMÁLA...5 LEIKSKÓLARÁÐGJÖF...5 NÁMSKRÁ LEIKSKÓLANS...

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin Íslensk málnefnd Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin [Vinnuskjal 29. ágúst 2015] Hinn 12. mars 2014 voru fimm ár liðin frá því að Alþingi samþykkti tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Skíma. Málgagn móðurmálskennara

Skíma. Málgagn móðurmálskennara Skíma Málgagn móðurmálskennara 1. tbl. 33. árgangur 2010 Viðtal við Heimi Pálsson Norsk sjónvarpsþáttaröð um kennara og skólastarf Íslenska á alþjóðavettvangi Norrænt samstarf Kynning á norrænum tímaritum

Detaljer

4.0 Nám, kennsla og námsmat

4.0 Nám, kennsla og námsmat 4.0 Nám, kennsla og námsmat Í þessum hluta handbókarinnar er fjallað um notkun og innihald fagnámskráa, kennslu- og vikuáætlana og bekkjarnámskráa. Hér er einnig gerð grein fyrir uppbyggingu lestrarkennslu

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...1 SKÓLANÁMSKRÁ HOFSSTAÐASKÓLA 2005-2006...3 Leiðarljós Hofsstaðaskóla...3 Formáli...7 A. ALMENNUR HLUTI...7 Inngangur að A-hluta skólanámskrár...7 Hagnýtar upplýsingar...8 Samstarf

Detaljer

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs Reykjavík, 20. júní 2018 SFS2015060051 HG/ehp/en MINNISBLAÐ Viðtakandi: Sendandi: Skóla- og frístundaráð Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Hvaða úrræði nota íslenskir og norskir framhaldsskólar til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda? Rósa Björg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli

Detaljer

Leiðbeiningar um meistaraprófsritgerð MPR0230

Leiðbeiningar um meistaraprófsritgerð MPR0230 Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-kennarabraut Meistaranám í menntunarfræði M. Ed.-próf (kennarapróf) Leiðbeiningar um meistaraprófsritgerð MPR0230 Akureyri Janúar 2016 Efnisyfirlit 1. Námskeiðslýsing...

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

VESTURBÆR BÆRINN OKKAR ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR

VESTURBÆR BÆRINN OKKAR ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR VESTURBÆR BÆRINN OKKAR V E S T U RG A R Ð U R ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR ALLT INNAN HVERFIS EFNISYFIRLIT Kæri vesturbæingur Í þennan bækling hefur verið safnað upplýsingum um þá margvíslegu þjónustu sem

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Alltaf sami Grallarinn?

Alltaf sami Grallarinn? Tónlistardeild Hljóðfæraleikur Alltaf sami Grallarinn? Samantekt á efni allra 19 útgáfna Grallarans Ritgerð til BMus-prófs í hljóðfæraleik Kristín Þóra Pétursdóttir Haustönn 2016 Tónlistardeild Hljóðfæraleikur

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

Skýrsla um starf dbúnaðarsafns Íslands á árinu 2011

Skýrsla um starf dbúnaðarsafns Íslands á árinu 2011 Skýrsla um starf Land dbúnaðarsafns Íslands á árinu 2011 Inngangur: Á árinu 2011 var starf safnsins í hefðbundnu fari. Lítið eitt var unnið að undirbúningi framtíðarmiðstöðvar þess í Halldórsfjósi. Það

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

Skýrsla stjórnar KÍ. Stjórn Kennarasambandsins Starfsemi á skrifstofu Kennarasambandsins í Kennarahúsinu

Skýrsla stjórnar KÍ. Stjórn Kennarasambandsins Starfsemi á skrifstofu Kennarasambandsins í Kennarahúsinu Skýrsla stjórnar KÍ Stjórn Kennarasambandsins 2005-2008 Að loknu þingi árið 2005 tóku eftirtaldir sæti í stjórn Kennarasambands Íslands: Eiríkur Jónsson Formaður Elna Katrín Jónsdóttir Varaformaður Aðalheiður

Detaljer

Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti

Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti Skýrsla til Landverndar vegna umsóknar um Grænfánann 2012 Efnisyfirlit Umsókn um Grænfána... 2 Umhverfisráðið... 2 Mat á stöðu umhverfismála... 3 Áætlun um aðgerðir

Detaljer

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850.

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. ii. VmBÆ'I'IB. Konúngleg frumvörp og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. 2 I. Frumvarp til opins bre Is viðvíkjandi breytíng á tilskipun 28. marz 1855 um 5Unn\1- og helgidagahald

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 22. mars R

Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 22. mars R Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 22. mars 2018 - R18020219 R18010032 R18010031 Fundargerðir: Fundargerð 166. fundar stjórnar Faxaflóahafna Send borgarfulltrúum til kynningar. frá 9. mars 2018.

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA Febrúar 2012 ISBN: 978-9979-871-58-3 EFNISYFIRLIT SAMANTEKT... 5 NIÐURSTÖÐUR OG TILLÖGUR NEFNDARINNAR... 8 1. INNGANGUR... 11 1.1. Skipan nefndarinnar...

Detaljer

Starfshópur um að efla almenningssamgöngur sveitarfélaga 10. júlí 2008

Starfshópur um að efla almenningssamgöngur sveitarfélaga 10. júlí 2008 Starfshópur um að efla almenningssamgöngur sveitarfélaga 10. júlí 2008 Páll Brynjarsson, formaður Magnús Óskar Hafsteinsson Jóhann Guðmundsson Sigrún Björk Jakobsdóttir Sigurður Magnússon Þorbjörg Helga

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65.

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65. Noregur og norska kerfið Nanna Þórunn Hauksdóttir Jan 2010 Bæir og fólksfjöldi fjöldi Oslo = 880.000000 Bergen = 230.000 Stavanger = 190.000 Trondheim = 160.000 Fredrikstad/Sarpsborg = 100.000 Drammen

Detaljer

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST 17. FEBRÚAR 2012 STJÖRNUSMINKA GERIR ÞAÐ GOTT Í DUBAI FLOTTAR FYRIRMYNDIR YFIR FERTUGU SJÓNVARPSKOKKUR OG NÝBÖKUÐ MAMMA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST Á LEIÐINNI Í MARAÞON GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR

Detaljer

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Apríl 2013 Efnisyfirlit Inngangur... 8 Rannsóknasvæði... 8 Aðferðir... 9 Niðurstöður... 10 Heiðagæsatalning

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Akureyri. heiði Sýndu rétt hitastig á mælunum. Skráðu mismuninn á hitastiginu. Skoðaðu við staðina sem

Akureyri. heiði Sýndu rétt hitastig á mælunum. Skráðu mismuninn á hitastiginu. Skoðaðu við staðina sem Verkefnablað 4.22 Mismunur á hitastigi Patreksfjörður 4 Akureyri 1 5 Borgarnes 6 Hveravellir Holtavörðuheiði 0-10 -2-12 -8-7 -1 Kárahnjúkar Egilsstaðir Reykjavík 5 2 Höfn í Hornafirði 5 Vestmannaeyjar

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Rannsókn á framkvæmd og stjórnun kirkjutónlistar á grunni Tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar: auðlindir, virðisauki, virðiskeðja og SVÓT-greining.

Rannsókn á framkvæmd og stjórnun kirkjutónlistar á grunni Tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar: auðlindir, virðisauki, virðiskeðja og SVÓT-greining. FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Rannsókn á framkvæmd og stjórnun kirkjutónlistar á grunni Tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar: auðlindir, virðisauki, virðiskeðja og SVÓT-greining. Ritgerð til MA gráðu Nafn nemanda: Kári

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

Álfasala SÁÁ maí

Álfasala SÁÁ maí 1. TÖLUBLAÐ - 14. ÁRGANGUR - MAÍ 2015 Álfasala SÁÁ 6.-10. maí - Þúsund sölumenn um land allt - bls. 3 Grímur Atlason: - drakk og ég fann ró - bls.4 Ásgerður Th. Björnsdóttir: - Söfnunarfé greiðir 20% af

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Gæsluvarðhald að ósekju

Gæsluvarðhald að ósekju LÖGFRÆÐISVIÐ Gæsluvarðhald að ósekju Bótaréttur manna vegna setu í gæsluvarðhaldi að ósekju sbr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Þorkell Hróar Björnsson

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

Athugun og skráning á málþroska barna

Athugun og skráning á málþroska barna Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Menntakerfið er eitt það mikilvægasta sem hver þjóð á. Endilega kynnið ykkur:

Menntakerfið er eitt það mikilvægasta sem hver þjóð á. Endilega kynnið ykkur: Meistarnám Í evrópsku samhengi Nám alla ævi (Life long learning) Ísland er í hópi þeirra landa í Evrópu, sem hafa unnið að því undanfarin ár að endurskoða menntakerfi sín. Menntakerfið er eitt það mikilvægasta

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál] sþ. 118. Tillaga til þingsályktunar [115. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. (Lögð fyrir Alþingi á

Detaljer

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf.

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. Miðvikudagur, 9. maí 2018 Ákvörðun nr. 14/2018 Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Samkeppniseftirlitinu barst bréf þann 27. mars 2018 þar sem tilkynnt var um kaup Basko ehf.

Detaljer

Er fjárkláðinn úr sögunni?

Er fjárkláðinn úr sögunni? 8 Skógrækt þyrfti að þrefalda að mati Arnórs Snorrasonar 12 Er fjárkláðinn úr sögunni? 16 Viðtal við Ólaf M. Magnússon í Mjólku 10. tölublað 2007 Þriðjudagur 29. maí Blað nr. 261 Upplag 16.300 Alhvítt

Detaljer

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma. EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Ákvörðun refsingar... 3 2.1 Um refsimörk laga... 3 2.2 Refsiþyngingarástæður... 4 2.3 70. gr. hgl.... 4 2.4 Hugtakið nauðgun í lagalegum skilningi... 6 2.4.1 Fyrirmynd og

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 5. júní 2018 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga,

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Öryrkjabandalags Íslands

Öryrkjabandalags Íslands Öryrkjabandalags Íslands Efnisyfirlit Afmæliskveðja frá forseta Íslands 3 Ávarp formanns Öryrkjabandalags Íslands 4 Það er klár vilji minn að vel verði búið að öryrkjum Viðtal við Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra

Detaljer

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Rakel Birna Þorsteinsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Rósmundur Guðjónsson Apríl 2016 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið

Detaljer