Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi"

Transkript

1 Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars

2 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining Berklar (Mycobacterium bovis) E. coli (ETEC og EHEC) Fósturlát í kúm (Tritrichomonas foetus) Garnaveiki (Reoviridae Orbivirus EHDV) Gulusótt (Leptospira spp) Munnblöðrubólga (Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) Q-hitasótt Smitandi slímhúðarpest (Flaviviridae Pestivirus BVDV1)... 6 III. Áhættumat Berklar (Mycobacterium bovis) Staða á Íslandi Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu E. coli (ETEC og EHEC) Staða á Íslandi Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Fósturlát í kúm (Trichomonosis Tritrichomonas foetus) Staða á Íslandi Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Garnaveiki Staða á Íslandi Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Gulusótt (Leptospira spp) Staða á Íslandi Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Munnblöðrubólga (Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) Staða á Íslandi Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Líkur á að smit breiðist út hér á landi / 43

3 6.4. Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Q-hitasótt (Coxiella burnetii) Staða á Íslandi Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Smitandi slímhúðarpest (Flaviviridae Pestivirus BVDV1) Staða á Íslandi Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu...13 IV. Samantekt á niðurstöðum V. Lokaorð Heimildir...15 Viðauki I. Flokkun IETS á smitefnum...17 Viðauki II. FOR Viðauki III. Vottorð sem fylgir inn- og útflutningi á fósturvísum innan EES...33 Viðauki IV. Útbreiðsla sjúkdóma í heiminum, samkvæmt tilkynningum til OIE...35 Viðauki V. Upplýsingar frá Mattilsynet í Noregi / 43

4 Inngangur Þetta áhættumat er unnið af Matvælastofnun að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og tekur til innflutnings á djúpfrystum fósturvísum frá félaginu Geno Global Ltd í Noregi. Í skýrslunni eru fyrst tilgreind þau smitefni sem helst er talin hætta á að berist með fósturvísum, því næst er mat lagt á líkur á því að þau séu í fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi, síðan er gerð grein fyrir mögulegum afleiðingum þess að smitefnin bærust hingað til lands með fósturvísum og að lokum er áhættan af innflutningnum metin. Naumur tími var gefinn fyrir gerð þessa áhættumats og því ekki mögulegt að vinna það jafn nákvæmlega og æskilegt hefði verið. Til að nýta tímann sem best var ákveðið að styðjast við áhættugreiningar sem gerðar hafa verið af öðrum, m.a. Áströlum og Ný-Sjálendingum. Þessa er getið í textanum þegar við á og hafa verður í huga að um annars stigs heimildir er því oft að ræða. I. Forsendur Við gerð þessa áhættumats var gengið út frá að Geno Global Ltd í Noregi uppfylli öll skilyrði þeirra reglugerða sem um starfsemina gilda, hafi fullgilt leyfi og að engar athugasemdir hafi verið gerðar við eftirlit um atriði sem tengjast smitvörnum. Upplýsingar frá Mattilsynet í Noregi er að finna í viðauka V. Þar segir að starfsemi Geno Global Ltd hafi leyfi til söfnunar á fósturvísum nautgripa til verslunar með innan ESB, í samræmi við tilskipun 89/556/EEC. Jafnframt kemur fram hvaða athugasemdir hafa verið gerðar við eftirlit í fyrirtækinu á árunum Þau frávik sem athugasemdirnar varða eru ekki þess eðlis að líklegt sé að þau auki smithættu að neinu verulegu marki. Um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi gildir m.a. reglugerð nr , sem fjallar um skilyrði hvað varðar dýraheilbrigði fyrir inn- og útflutningi fósturvísa úr nautgripum, sjá viðauka II. Í 8. grein reglugerðarinnar eru sett fram skilyrði sem gilda um gjafakýr. Þau eru m.a.: 1) Að kýrnar hafi verið innan Evrópska efnahagssvæðisins eða í þriðja landi eða svæði innan þriðjalands í a.m.k. sex síðast liðna mánuði. 2) Að kýrnar hafi verið í upprunahjörðinn í a.m.k. 30 daga fyrir úttöku fósturvísis. 3) Að kýrnar komi frá hjörðum sem eru: a. Lausar við berkla b. Lausar við smitandi fósturlát af völdum Brucella c. Lausar við smitandi hvítblæði 4) Að kýrnar megi ekki hafa verið í hjörðum þar sem hafa verið dýr með klínisk einkenni smitandi barkabólgu síðasta árið. Daginn sem fósturvísarnir eru teknir eiga gjafakýrnar: 1) Að vera á stað sem engar takmarkanir hafa verið settar á vegna dýrasjúkdóma eða kröfur um einangrun. 2) Að vera lausar við öll klínisk sjúkdómseinkenni. Níunda grein reglugerðarinnar fjallar um skilyrði sem gerð eru til nauta sem sæði er notað úr. Þar segir að við fósturvísarnir skuli vera afrakstur sæðinga með sæði úr nautum á viðurkenndri sæðingarstöð eða sæði sem er innflutt og uppfyllir skilyrði reglugerða sem um það gildir. 3 / 43

5 Í 10. grein reglugerðarinnar segir að öllum fósturvísum skuli fylgja heilbrigðisvottorð sem sé í samræmi við það sem sýnt er í viðauka með reglugerðinni, sjá viðauka III í þessari skýrslu. Í vottorðinu er vísað í tilskipun ESB nr. 89/556 (Eur-Lex). II. Hættugreining Í þessum kafla eru tilgreind smitefni (hættur) sem geta borist með fósturvísum nautgripa og valdið óæskilegum áhrifum eða skaða. Þar sem tíminn sem gefinn var fyrir þettaa áhættumat var naumur var ákveðið að styðjast við hættugreiningar sem gerðar hafa verið af öðrum, þ.e. Import risk analysis report on the importation of bovine semen and embryos from Argentina and Brazil into Australia (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999), Import risk analysis: Cattle germplasm from all countries (MAF Biosecurity New Zealand, 2009) og Assessment of the risks to Norway in association with increased international trade in animals and animal products: Hazard identification (Paisly). Jafnframt var flokkun IETS (International Embryo Transfer Society) á smitefnum m.t.t. áhættu við fósturvísaflutning höfð til hliðsjónar. Listi IETS er tilgreindur í grein í OIE Terrestrial Animal Health Code, sjá viðauka I. Flokkunin byggist á því að fósturvísarnir séu meðhöndlaðir samkvæmt leiðbeiningum IETS og hvort fyrir liggi nægjanlegar sannanir um að engin hætta sé á smitdreifingu með fósturvísaflutningunum. Í fyrsta flokki eru þau smitefni sem ekki eru talin berast með fósturvísaflutningum, í öðrum og þriðja flokki eru smitefni sem rannsaka þarf nánar hvort geti borist með fósturvísaflutningum, og í fjórða flokki eru smitefni sem ekki er hægt að útiloka að berist með fósturvísaflutningum. Eftir skoðun á þessum skýrslum var álitið mikilvægast að meta áhættuna af eftirtöldum átta smitefnum. 1. Berklar (Tuberculosis Mycobacterium bovis) 2. E. coli EHEC og ETEC 3. Fósturlát í kúm (Trichomoniasis Tritrichomonas foetus) 4. Garnaveiki (Paratuberculosis Mycobacterium avium paratuberculosis) 5. Gulusótt (Leptospirosis - Leptospira spp) 6. Munnblöðrubólga (Vesicular stomatitis Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) 7. Q-hitasótt (Q-fever Coxiella burnetii) 8. Smitandi slímhúðarpest (Bovine viral diarrhoea/mucosal disease Flaviviridae Pestivirus BVDV1) Hafa ber í huga að þetta er aðeins brot af þeim smitefnum sem geta borist með fósturvísum. 1. Berklar (Mycobacterium bovis) Berklar geta fundist í æxlunarfærum kúa og því er líklegt að Mycobacterium bovis geti verið í legskoli þegar verið er að safna fósturvísum frá sýktum gripum. Það hefur þó ekki verið staðfest að bakterían geti borist með fósturvísum en þar sem ekki tekst alltaf að hreinsa burt aðra Mycobacterium gerð, þ.e. M. paratuberculosis, verður að gera ráð fyrir að það sama geti átt við berklabakteríuna (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). Mycobacterium bovis er í 4. flokki í lista IETS (International Embryo Transfer Society), þ.e.a.s. flokkast sem smitefni sem er verið að rannsaka en engar niðurstöður liggja fyrir um smithættu og ekki er hægt að útiloka smitdreifingu með fósturvísum jafnvel þótt þeir séu meðhöndlaðir samkvæmt stöðlum IETS (OIE, 2013). 4 / 43

6 2. E. coli (ETEC og EHEC) Í ljós hefur komið að E.coli loðir svo fast við zona pellucida að jafnvel tíu þvottar duga ekki til að losa hana (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). E.coli O9:K99 er í 4. flokki í lista IETS (International Embryo Transfer Society), þ.e.a.s. flokkast sem smitefni sem er verið að rannsaka en engar niðurstöður liggja fyrir um smithættu og ekki er hægt að útiloka smitdreifingu með fósturvísum jafnvel þótt þeir séu meðhöndlaðir samkvæmt stöðlum IETS (OIE, 2013). 3. Fósturlát í kúm (Tritrichomonas foetus) Tritrichomonas foetus er í 4. flokki í lista IETS (International Embryo Transfer Society), þ.e.a.s. flokkast sem smitefni sem er verið að rannsaka en engar niðurstöður liggja fyrir um smithættu og ekki er hægt að útiloka smitdreifingu með fósturvísum jafnvel þótt þeir séu meðhöndlaðir samkvæmt stöðlum IETS (OIE, 2013). 4. Garnaveiki (Reoviridae Orbivirus EHDV) Tekist hefur að rækta Mycobacterium paratuberculosis úr legskoli úr kúm með garnaveiki. Bakterían virðist festa sig svo vel við zona pellucida að erfitt hefur reynst að hreinsa fósturvísa af henni (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Rannsóknir hafa þó sýnt að ólíklegt er að garnaveikibakterían berist með fósturvísum ef þeir eru þvegnir samkvæmt leiðbeiningum IETS (Bielanski, Algire, Randall, & Surujballi, 2006). 5. Gulusótt (Leptospira spp) Ekki hefur tekist að hreinsa Leptospira af fósturvísum með hefðbundnum þvotti (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Leptospira er í 4. flokki í lista IETS (International Embryo Transfer Society), þ.e.a.s. flokkast sem smitefni sem er verið að rannsaka en engar niðurstöður liggja fyrir um smithættu og ekki er hægt að útiloka smitdreifingu með fósturvísum jafnvel þótt þeir séu meðhöndlaðir samkvæmt stöðlum IETS (OIE, 2013). 6. Munnblöðrubólga (Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) Ekki hefur tekist að hreinsa veiruna sem veldur munnblöðrubólgu af fósturvísum með þvotti (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). Veiran er í 4. flokki í lista IETS (International Embryo Transfer Society), þ.e.a.s. flokkast sem smitefni sem er verið að rannsaka en engar niðurstöður liggja fyrir um smithættu og ekki er hægt að útiloka smitdreifingu með fósturvísum jafnvel þótt þeir séu meðhöndlaðir samkvæmt stöðlum IETS (OIE, 2013). 7. Q-hitasótt Sýnt hefur verið fram á að Coxiella burnetii bakteríur loða við og/eða fara inn í fósturfrumur og að meðhöndlun fósturvísanna samkvæmt stöðlum IETS dugar ekki til að fjarlægja þær (Alsaleh, o.fl., 2014). 5 / 43

7 8. Smitandi slímhúðarpest (Flaviviridae Pestivirus BVDV1) Óvissa ríkir um hvort veiran sem veldur smitandi slímhúðarpest getur borist með fósturvísum. Hún er því í flokki þrjú á lista IETS (OIE, 2013). Í sumum tilraunum hefur tekist að fjarlægja veiruna með þvotti en öðrum ekki. Sýnt hefur verið fram á að mismunandi stofna veirunnar loða mis vel við zona pellucida fósturvísisins og suma er erfitt að fjarlægja með venjubundnum þvotti. Margt bendir til þess að BVDV2 stofn veirunnar hafi borist til Bretlands og Svíþjóðar með innfluttum fósturvísum (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). III. Áhættumat 1. Berklar (Mycobacterium bovis) 1.1. Staða á Íslandi Nautgripaberklar er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur ekki greinst á Íslandi síðan Við heilbrigðisskoðun á sláturhúsum er leitað að berklahnútum í líffærum Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Nautgripaberklar er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Berklar voru algengir í nautgripum í Noregi í upphafi síðustu aldar en árið 1963 var því lýst yfir að þeim hafi verið útrýmt. Reglubundin leit að berklum í nautgripum er framkvæmd í norskum sláturhúsum (Veterinærinstituttet, 2012). Samkvæmt upplýsingum í tilkynningakerfi Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) greindust berklar í nautgripum í Noregi síðast árið 1986 (WAHID Interface Animal Health Information). Útbreiðslu smitsins í heiminum samkvæmt tilkynningum til OIE má sjá í viðauka IV. Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR skulu gjafakýr vera úr hjörðum sem hafa opinbera vottun um að vera laus við berkla og hafa verið í þeirri hjörð í a.m.k. 30 daga áður en fósturvísirinn er tekinn. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að nautgripaberklabakteríur sé að finna í fósturvísum úr kúm hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Það er álitið að kýr geti sýkst af berklum ef settur er upp smitaður fósturvísir (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Berklar eru ekki bráðsmitandi sjúkdómur en þar sem smitið getur leynst í langan tíma án þess að fram komi klínisk einkenni geta sýkt dýr verið búin að smita mörg önnur áður en sýkingin uppgötvast. Það má því ætla að nokkrar líkur séu á að berklasmit breiðist út berist berklabakterían með fósturvísum til landsins Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Nautgripaberklar er alvarlegur sjúkdómur. Meðhöndlun á smituðum nautgripum er erfið og óhagkvæm. Smit getur borist í önnur dýr og fólk. Í mörgum löndum er keppst við að útrýma nautgripaberklum eða halda smitinu í skefjum. Tilkostnaður við það er mjög mikill. Í viðskiptum milli landa með lifandi 6 / 43

8 nautgripi og afurðir þeirra er krafist vottorðs um að nautgripaberklabakteríur séu ekki til staðar í því sem verslað er með. Slíkt vottorð þarf að byggja á eftirliti og sýnatökum í samræmi við reglur Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE). Í ljósi þessa má álykta að afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi væru miklar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að berklabakteríur berist með innflutningi á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið miklar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 2. E. coli (ETEC og EHEC) 2.1. Staða á Íslandi Lítið er vitað um hvaða tegundir af E. coli eru í nautgripum hér á landi. Einu sinni hefur verið skimað sérstaklega fyrir E. coli O157:H7. Þá voru tekin 845 sýni úr nautgripum á 169 bæjum og öll reyndust vera neikvæð (Matvælastofnun, 2011) Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir E. coli stofnar sem framleiða verotoxin (VTEC) eru útbreiddir meðal jórturdýra í Noregi. Undirgerðirnar O26, O103, O111, O145 og O157 finnast aftur á móti aðeins í um 1% af búum og innan við 0.3% af dýrunum (Veterinærinstituttet, 2011). Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að þær gerðir E. coli baktería sem helst ber að varast sé að finna í fósturvísum úr kúm hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Sýking af völdum E. coli O157:H7 veldur ekki einkennum í nautgripum og því getur liðið langur tími áður en smitefnið uppgötvast og það því breiðst út. Það má því ætla að nokkrar líkur séu á að eiturmyndandi E. coli bakteríur breiðist út berist þær með fósturvísum til landsins Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Eiturmyndandi E. coli bakteríur, s.s. E. coli O157:H7 geta valdið alvarlegum veikindum í fólki og jafnvel dauða. Einkenni eru blóðugur niðurgangur og í sumum tilvikum nýrnabilun. Breiðist þessi gerð bakteríunnar út í nautgripum hér á landi eykur það hættuna á að hún berist í nautakjöt með alvarlegum afleiðingum. Tilvist bakteríunnar myndi kalla á aukið eftirlit með tilheyrandi kostnaði. Afleiðingar útbreiðslu smits má því segja að geti verið miklar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að E. coli O157:H7 berist með innflutningi á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið miklar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 7 / 43

9 3. Fósturlát í kúm (Trichomonosis Tritrichomonas foetus) 3.1. Staða á Íslandi Fósturlát í kúm af völdum frumdýrsins Tritrichomonas foetus er tilkynningarskyldur sjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Fósturlát í kúm er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi og hjá OIE. Samkvæmt upplýsingum í tilkynningakerfi OIE greindist Tritrichomonas foetus síðast í villtum dýrum í Noregi árið 2010 en hefur aldrei greinst í húsdýrum (WAHID Interface Animal Health Information). Smitefnið er lítið útbreitt í norðurhluta Evrópu samkvæmt tilkynningum til OIE, sjá útbreiðslukort í viðauka IV. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Tritrichomonas sé að finna í fósturvísum úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Berist Tritrichomonas foetus með fósturvísunum geta kýrnar sem fósturvísirinn er settur í smitast. Nokkur tími getur liðið áður en smitið uppgötvast þar sem einkenni geta verið óljós og á þeim tíma geta margir nautgripir sýkst. Það má því ætla að nokkrar líkur séu á að smit breiðist út ef Tritrichomonas foetus berst með fósturvísum til landsins Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Tritrichomonas foetus veldur fósturláti og öðrum frjósemisvandamálum. Sjúkdómurinn er skráður sem B-sjúkdómur í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993. Aðgerðir til útrýmingar smitinu gætu reynst kostnaðarsamar. Leita þarf að smituðum gripum með sýnatökum þar sem oft eru einkenni óljós eða engin. Kostnaður vegna sjúkdómsins gæti verið umtalsverður Mat á áhættu Litlar líkur eru á að Tritrichomonas foetus berist með innflutningi á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið nokkuð alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 4. Garnaveiki 4.1. Staða á Íslandi Garnaveiki er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Aðeins sauðfjárgerð bakteríunnar hefur fundist hér á landi, ekki nautgripagerð hennar. Við heilbrigðisskoðun á sláturhúsum er leitað að breytingum í görnum sem gætu bent til garnaveiki og grunsamlegar garnir rannsakaðar nánar með vefjaskoðun. Blóðsýni eru tekin á nautgripabúum þegar flytja á nautgripi milli varnarhólfa. 8 / 43

10 4.1. Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Mycobacterium avium paratuberculosis hefur fundist í æxlunarfærum sýktra nauta (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Garnaveiki er útbreidd um allan heim, sjá útbreiðslukort OIE í viðauka IV. Garnaveiki er landlæg í Noregi. Algengi er töluvert í geitum en mjög lágt í nautgripum og sauðfé (Veterinærinstituttet, 2011). Í Noregi er í gildi skipulag um fyrirbyggjandi aðgerðir, eftirlit og viðbrögð þar sem m.a. eru ákvæði um reglubundnar sýnatökur (Mattilsynet, 1998). Eftirlit með garnaveiki er ýmsum erfiðleikum háð, m.a. vegna þess að mörg ár líða frá því dýr smitast þar til einkenni koma fram og einkenni geta verið mjög óljós. Jafnframt felst vandinn í því að erfitt er að rækta bakteríuna og sermispróf er mjög lítið næm, sem þýðir að mörg sýni sem mælast neikvæð geta í raun verið jákvæð. Samkvæmt upplýsingum frá Mattilsynet í Noregi eru sýni tekin til rannsóknar á garnaveiki, úr gjafakúm þegar fósturvísarnir eru teknir, sjá viðauka V. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að garnaveikibakteríur sé að finna í fósturvísum úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Ekki hefur verið sýnt fram á að kýr sýkist af garnaveiki við smit í legi. Smitið getur borist frá móður til fósturs en líklegast er að það berist um legköku (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Það má því ætla að litlar líkur séu á að garnaveikismit breiðist út þótt bakterían berist til landsins með fósturvísum Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Nautgripaafbrigði garnaveikibakteríunnar hefur ekki fundist hér á landi aðeins sauðfjárgerðin. Garnaveiki veldur umtalsverðum búsifjum og er mjög erfitt að uppræta. Aðgerðir til útrýmingar smitinu í sauðfé hefur staðið yfir í meira en 60 ár og tilkostnaður hefur verið mikill. Það væri því verulega alvarlegt ef nautgripaafbrigði bakteríunnar breiddist út hér á landi Mat á áhættu Litlar líkur eru á að garnaveikibakteríur berist með innflutningi á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið miklar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 5. Gulusótt (Leptospira spp) 5.1. Staða á Íslandi Gulusótt er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Stök tilfelli af sjúkdómnum hafa greinst í svínum á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi. 9 / 43

11 5.2. Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Gulusótt er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi. Smitið er útbreitt í heiminum, sjá útbreiðslukort OIE í viðauka IV, en samkvæmt upplýsingum frá Mattilsynet í Noregi hefur það ekki greinst í nautgripum í Noregi, sjá viðauka V. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Leptospira sé að finna í fósturvísum úr kúm hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Sýnt hefur verið fram á að kýr geta sýkst af Leptospira frá smiti í legi en þó er ekki vitað til að kýr hafi sýkst við að smitaðir fósturvísar hafi verið settir upp (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Sýkingin getur verið einkennalaus og nokkrar líkur eru því á að smit breiðist út án þess að nokkur verði var við í langan tíma Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Leptospira getur valdið ýmis konar frjósemisvandamálum hjá kúm m.a. fósturláti og dauðfæddum kálfum. Leptospira getur smitað margar dýrategundir og fólk. Í fólki eru einkenni oftast væg en sýkingin getur valdið heilahimnubólgu og truflun á starfsemi lifrar og nýrna (Veterinærinstituttet, 2012). Meðhöndlun með ákveðnum tegundum af sýklalyfjum er möguleg og einnig er mögulegt að bólusetja gegn sýkingunni (Merck Veterinary Manual, 2012). Ljóst er að sýking með Leptospira gæti valdið tjóni vegna frjósemisvandamála og haft í för með sér töluverðan kostnað vegna meðhöndlunar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að Leptospira berist með innflutningi á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið töluverðar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 6. Munnblöðrubólga (Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) 6.1. Staða á Íslandi Munnblöðrubólga er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi þar sem sjúkdómseinkenni koma fljótt fram og eru oftast tiltölulega skýr Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Munnblöðrubólga er tilkynningarskyld í Noregi, ESB og OIE. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst í Noregi (WAHID Interface Animal Health Information) og í fæstum löndum utan Norður- og Suður-Ameríku, sjá útbreiðslukort í viðauka IV. Meðgöngutími sjúkdómsins er 2-8 dagar. Einkenni sjúkdómsins eru m.a. hiti og blöðrur/sár í kjafti og á fótum (Merck Veterinary Manual, 2013). Miklar líkur eru á að einkenni væru komin fram áður en fósturvísar sýktra kúa væru farnir í dreifingu. 10 / 43

12 Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að veirur sem valda munnblöðrubólgu sé að finna í fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Kýr sem smitaður fósturvísir er settur upp hjá geta sýkst og smitið getur breiðst nokkuð hratt út Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mikilvægt er að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins, sér í lagi vegna þess að einkenni hans svipa til annarra alvarlegri sjúkdóma s.s. gin- og klaufaveiki. Einnig er sýkingin slæm að því leyti að hún getur borist í önnur dýr m.a. hross og jafnframt fólk (Merck Veterinary Manual, 2013) Mat á áhættu Litlar líkur eru á að munnblöðrubólga berist með fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið miklar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 7. Q-hitasótt (Coxiella burnetii) 7.1. Staða á Íslandi Q-hitasótt er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hófst árið Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Q-hitasótt er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi og hjá OIE. Coxiella burnetii hefur fundist í flestum löndum heims en hefur aldrei greinst í Noregi, sjá útbreiðslukort í viðauka IV (WAHID Interface Animal Health Information). Sýkingin hefur um langan tíma verið algeng í suðurhluta Evrópu og hefur verið að greinast í meira mæli í norðurhluta álfunnar á undanförnum árum, m.a. í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Litlar líkur eru á að Coxiella burnetii sé að finna í fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem sýktir nautgripir eru oftast einkennalausir og engin próf eru gerð á nautunum m.t.t. sýkingarinnar er ekki hægt að útiloka að bakteríurnar séu í sæðinu Líkur á að smit breiðist út hér á landi Sýkt jórturdýr eru oftast einkennalaus og því hefur reynst erfitt að ákvarða meðgöngutíma sýkingarinnar og tímann frá sýkingu þar til mótefni hafa myndast. Í fólki eru mótefni greinanleg u.þ.b. tveimur til þremur vikum eftir að einkenni koma fram. Gert er ráð fyrir að hjá nautgripum geti verið um svipaðan tíma að ræða (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). Kýr sem smitaðir fósturvísar eru settir upp hjá geta hugsanlega smitast og þar sem sýkingin er oftast einkennalaus geta þær smitað mörg önnur dýr og fólk áður en sýkingin uppgötvast. 11 / 43

13 7.4. Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Coxiella burnetii er aðallega að finna í jórturdýrum en hefur einnig fundist í ýmsum öðrum dýrategundum. Sýking í jórturdýrum er oftast án einkenna en getur valdið vanþrifum og fósturláti (Merck Veterinary Manual, 2012). Fólk getur sýkst af Coxiella burnetii, einkenni geta verið allt frá mildum flensueinkennum til lungna- og lifrarbólgu. Sýkingin getur valdið fósturláti hjá ófrískum konum (Veterinærinstituttet, 2012). Q-hitasóttarfaraldur geisaði í Hollandi á árunum , smitið átti uppruna sinn í geitum og sauðfé, mörg þúsund manns veiktust (Roest, o.fl., 2011). Ljóst er að afleiðingar af því að Coxiella burnetii bærist til landsins gætu orðið alvarlegar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að Coxiella burnetii berist með fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 8. Smitandi slímhúðarpest (Flaviviridae Pestivirus BVDV1) 8.1. Staða á Íslandi Smitandi slímhúðarpest er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hefur staðið yfir frá árinu Líkur á að fósturvísar frá Geno Global Ltd í Noregi séu smitaðir Smitandi slímhúðarpest er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi og hjá OIE. Pestin greindist síðast í Noregi árið 2005 (WAHID Interface Animal Health Information). Smitandi slímhúðarpest finnst í flestum löndum heims, sjá útbreiðslukort í viðauka IV. Skipulagðar aðgerðir til útrýmingar smitandi slímhúðarpest hafa staðið yfir á öllum Norðurlöndunum á undanförnum árum (Mattilsynet, 2013). Árið 1994 var sjúkdómurinn til staðar á u.þ.b búum í Noregi en er nú mjög sjaldgæfur (Veterinærinstituttet, 2011). Árið 2012 voru tekin sýni úr 11% mjólkurkúahjarða og 28.1% holdanautahjarða. Ekkert af kúabúunum var jákvætt en 0.25% holdanautabúanna. Á engu þeirra var þó um nýsmit að ræða. Á grundvelli niðurstaðna úr sýnatökum á tímabilinu er álitið að smitinu hafi verið útrýmt. Þó bent á að vegna innflutnings á nautgripum og óþekktrar stöðu í villtum dýrum sé enn hætta á að þessi staða geti breyst (Åkerstedt, Norström, & Mørk, 2013). Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að veirur sem valda smitandi slímhúðarpest sé að finna í fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Kýr sem smitaðir fósturvísar eru settir upp í geta sýkst (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). Einkenni sjúkdómsins eru misjöfn og stundum væg, einnig geta gripir verið einkennalausir smitberar (Merck Veterinary Manual, 2012). Smitið getur því breiðst út um nokkurn tíma áður en það uppgötvast. 12 / 43

14 8.4. Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Smitandi slímhúðarpest er alvarlegur sjúkdómur sem veldur margvíslegum einkennum. Í sumum tilvikum er bara um væg einkenni að ræða en í öðrum mjög alvarleg, sem geta endað með dauða (Merck Veterinary Manual, 2012). Það getur verið erfitt að losna við smitið. Aðgerðir fælust í sýnatökum og aflífun á smituðum dýrum. Ef smitið er orðið útbreitt getur útrýming tekið langan tíma og verið mjög kostnaðarsöm Mat á áhættu Litlar líkur eru á að smitandi slímhúðarpest berist með fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 13 / 43

15 Litlar Afleiðingar Nokkrar Miklar IV. Samantekt á niðurstöðum Átta smitefni voru tekin fyrir í þessu áhættumati. Niðurstaða mats á líkum á því að þau berist með fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi er sú sama fyrir þau öll, líkurnar eru taldar litlar. Við mat á afleiðingum þess að smitefnin bærust hingað til lands voru tvö smitefnanna talin hafa nokkrar afleiðingar í för með sér og sex þeirra miklar. Við endanlegt mat á áhættu flokkuðust því tvö smitefnanna í lágan áhættuflokk, sex í miðlungs en ekkert í háan. Tafla I sýnir flokkunina. Þegar áhættan er metin nokkur eða mikil er talin ástæða til að bregðast við með aðgerðum sem geta dregið úr áhættunni. Berklar (A) E. coli O157:H7 (-) Garnaveiki - nautgripaafbrigði (B) Munnblöðrubólga (A) Q-hitasótt (B) Smitandi slímhúðarpest (B) Fósturlát í kúm (B) Gulusótt (B) Litlar Nokkrar Miklar Líkur á innflutningi Grænir reitir: Lítil áhætta Gulir reitir: Nokkur áhætta Rauðir reitir: Mikil áhætta V. Lokaorð Þetta áhættumat var unnið að mestu leyti af einum starfsmanni Matvælastofnunar en þó lesið yfir af fleirum innan stofnunarinnar. Mælt er með að skýrslan verði send til umsagnar til hagsmunaaðila og ritrýnd af sérfræðingum, t.d. á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. 14 / 43

16 Heimildir Åkerstedt, J., Norström, M., & Mørk, T. (2013). The surveillance and control programme for bovine virus diarrhoea (BVD) in Norway Oslo: Norwegian Veterinary Institute. Alsaleh, A., Fieni, F., Moreno, D., Rousset, E., Tainturier, D., Bruyas, J., o.fl. (2014). Risk of Coxiella burnetii transmission via embryo transfer using in vitro early bovine embryos. Theriogenology, 1-5. Australian Quarantine and Inspection Service. (Nóvember 1999). Import risk analysis report on the importation of bovine semen and embryos from Aregntina and Brazil into Australia. Part1: Bovine semen. Sótt í janúar 2014 frá Australian Government. Department of Agriculture.: data/assets/pdf_file/0014/14324/00-003a.pdf Australian Quarantine and Inspection Service. (Nóvember 1999). Import risk analysis report on the importation of bovine semen and embryos from Argentina and Brazil into Australia. Part 2: Bovine embryos. Sótt í janúar 2014 frá Australian Government. Department of Agriculture.: data/assets/pdf_file/0015/14325/00-003b.pdf Bielanski, A., Algire, J., Randall, G., & Surujballi, O. (2006). Risk of transmission of Mycobacterium avium ssp. paratuberculosis by embryo transfer of in vivo and in vitro fertilized bovine embryos. Theriogenology, Eur-Lex. (án dags.). Council Directive 89/556/EEC of 25 September on animal health conditions governing intra-community trade in and importation from third countries of embryos of domestic animals of the bovine species. Sótt í janúar 2014 frá Eur-Lex: &nbl=2&pgs=10&hwords= MAF Biosecurity New Zealand. (Febrúar 2009). Import Risk Analysis: Cattle germplasm from all countries. Sótt í janúar 2014 frá Ministry of Primary Industries: Mattilsynet. (Nóvember 1998). Retninglinjer for bekjempelse av paratuberkulose hos storfe. Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: slinjer_for_bekjempelse_av_paratuberkulose_hos_storfe.3310/binary/retningslinjer%20for %20bekjempelse%20av%20paratuberkulose%20hos%20storfe Mattilsynet. (Janúar 2013). Bovine virusdiare (BVD). Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: Matvælastofnun. (Janúar 2011). Rannsókn á E. coli og salmonellu í nautgripum á Íslandi. Sótt í janúar 2014 frá Matvælastofnun: Merck Veterinary Manual. (Maí 2012). Intestinal diseases of cattle. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: al_diseases_in_cattle.html#v / 43

17 Merck Veterinary Manual. (Mars 2012). Leptospirosis in cattle. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual. Merck Veterinary Manual. (Mars 2012). Overview of Q-fever. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: qt=q-fever&alt=sh Merck Veterinary Manual. (Desember 2013). Overview of Vesicular Stomatitis. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: esicular_stomatitis.html?qt=vesicular%20stomatitis&alt=sh OIE. (2013). Terrestrial animal health code. Sótt í janúar 2014 frá OIE World organisation for animal health: Paisly, L. G. (án dags.). Regjeringen.no. Sótt í janúar 2014 frá Assessment of the risks to Norway in association with increased trade in animals and animal products: Hazard identification: assessments_of_the_risks.pdf Roest, H., Tilburg, J., Van der Hoek, W., Vellema, P., Van Zijderveld, G., Klaassen, C., o.fl. (2011). The Q fever epidemic in The Netherlands: history, onset, response and reflection. Epidemiology and Infection, 139(01), Veterinærinstituttet. (Desember 2011). Fakta om: Paratuberculose. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Desember 2011). Fakta om: Verotoksinproduserende Escherichia coli - VTEC(STEC). Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: STEC/%28language%29/nor-NO Veterinærinstituttet. (September 2011). Fakta om: Virusdiaré. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Mars 2012). Fakta om: Leptospirose og Leptospira interrogans. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Mars 2012). Fakta om: Mycobacterium bovis og Storfetuberkulose. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Maí 2012). Fakta om: Q-feber. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: WAHID Interface Animal Health Information. (án dags.). Sótt í janúar 2014 frá OIE: 16 / 43

18 Viðauki I. Flokkun IETS á smitefnum OIE Terrestrial Animal Health code 2013 Article Recommendations regarding the risk of disease transmission via in vivo derived embryos Based on the conclusions of the IETS, the following listed diseases and pathogenic agents are categorised into four categories, which applies only to in vivo derived embryos. 1. Category 1 a. Category 1 diseases or pathogenic agents are those for which sufficient evidence has accrued to show that the risk of transmission is negligible provided that the embryos are properly handled between collection and transfer according to the IETS Manual. b. The following diseases or pathogenic agents are in category 1: Aujeszky's disease (pigs): trypsin treatment required Bluetongue (cattle) Bovine spongiform encephalopathy (cattle) Brucella abortus (cattle) Enzootic bovine leukosis Foot and mouth disease (cattle) Infectious bovine rhinotracheitis: trypsin treatment required Scrapie (sheep). 2. Category 2 a. Category 2 diseases are those for which substantial evidence has accrued to show that the risk of transmission is negligible provided that the embryos are properly handled between collection and transfer according to the IETS Manual, but for which additional transfers are required to verify existing data. b. The following diseases are in category 2: Bluetongue (sheep) Caprine arthritis/encephalitis Classical swine fever. 3. Category 3 a. Category 3 diseases or pathogenic agents are those for which preliminary evidence indicates that the risk of transmission is negligible provided that the embryos are properly handled between collection and transfer according to the IETS Manual, but for which additional in vitro and in vivo experimental data are required to substantiate the preliminary findings. b. The following diseases or pathogenic agents are in category 3: Atypical scrapie (not a listed disease) Bovine immunodeficiency virus (not a listed disease) Bovine spongiform encephalopathy (goats) (not a listed disease of goats) Bovine viral diarrhoea virus (cattle) Campylobacter fetus (sheep) (not a listed disease of sheep) Foot and mouth disease (pigs, sheep and goats) Haemophilussomnus (cattle) (not a listed disease) Maedi-visna (sheep) Mycobacterium paratuberculosis (cattle) Neospora caninum (cattle) (not a listed disease) Ovine pulmonary adenomatosis (not a listed disease) Porcine reproductive and respiratory disease syndrome (PRRS) 17 / 43

19 Rinderpest (cattle) Swine vesicular disease. 4. Category 4 a. Category 4 diseases or pathogenic agents are those for which studies have been done, or are in progress, that indicate: i) that no conclusions are yet possible with regard to the level of transmission risk; or ii) the risk of transmission via embryo transfer might not be negligible even if the embryos are properly handled according to the IETS Manual between collection and transfer. b. The following diseases or pathogenic agents are in category 4: African swine fever Akabane (cattle) (not a listed disease) Bovine anaplasmosis Bluetongue (goats) Border disease (sheep) (not a listed disease) Bovine herpesvirus-4 (not a listed disease) Chlamydia psittaci (cattle, sheep) Contagious equine metritis Enterovirus (cattle, pigs) (not a listed disease) Equine rhinopneumonitis Equine viral arteritis Escherichia coli 09:K99 (cattle) (not a listed disease) Leptospira borgpetersenii serovar hardjobovis (cattle) (not a listed disease) Leptospira sp. (pigs) (not a listed disease) Lumpy skin disease Mycobacterium bovis (cattle) Mycoplasma spp. (pigs) Ovine epididymitis (Brucella ovis) Parainfluenza-3 virus (cattle) (not a listed disease) Parvovirus (pigs) (not a listed disease) Porcine circovirus (type 2) (pigs) (not a listed disease) Scrapie (goats) Tritrichomonas foetus (cattle) Ureaplasma and Mycoplasma spp. (cattle, goats) (not a listed disease) Vesicular stomatitis (cattle, pigs). Viðauki II. FOR Forskrift om dyrehelsemessige betingelser for import og eksport av embryo av storfe Dato FOR / 43

20 Departement Landbruks- og matdepartementet Publisert Avd I Ikrafttredelse Sist endret FOR Endrer FOR Gjelder for Norge Hjemmel LOV , LOV , LOV , LOV , LOV , LOV , FOR , FOR Kunngjort Rettet Korttittel Forskrift om handel med embryo av storfe Kapitteloversikt: Kapittel I. Formål, virkeområde og definisjoner ( 1-3) Kapittel II. Betingelser for import og eksport innenfor EØS ( 4-10) Kapittel III. Betingelser for import fra tredjeland ( 11-15) Kapittel IV. Avsluttende bestemmelser ( 16-21) Vedlegg A. Liste over tredjeland og regioner i tredjeland hvorfra embryo kan importeres Vedlegg B. Modell for helsesertifikat som skal følge med embryo av storfe som importeres fra eller eksporteres til land i EØS Vedlegg C. Modell for helsesertifikat som skal følge med in vivo befruktede embryo ved import fra tredjeland Vedlegg D. Modell for helsesertifikat som skal følge med in vitro befruktede embryo ved import fra tredjeland, jf. 14 første ledd Vedlegg E. Modell for helsesertifikat som skal følge med in vitro befruktede embryo ved import fra tredjeland, jf. 14 annet ledd Vedlegg F Hjemmel: Fastsatt av Landbruksdepartementet (nå Landbruks- og matdepartementet) 31. desember 1998 med hjemmel i lov av 19. desember 2003 nr. 124 om matproduksjon og mattrygghet mv. (matloven) 23 tredje ledd, jf. 12, 15 og 19, 33 første ledd, jf. 36 andre ledd, jf. delegeringsvedtak av 19. desember 2003 nr / 43

21 EØS-henvisninger: EØS-avtalen vedlegg I (direktiv 89/556/EØF, vedtak 2004/52/EF, vedtak 2004/205/EF, vedtak 2006/60/EF, vedtak 2008/155/EF, vedtak 2006/168/EF (som endret ved forordning (EF) nr. 1792/2006, vedtak 2009/873/EF, beslutning 2012/414/EU og beslutning 2013/309/EU), forordning (EF) nr. 657/2006 og direktiv 2008/73/EF (som endret ved vedtak 2009/436/EF). Endringer: Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 61, 9 juni 2004 nr. 897, 22 mai 2007 nr. 531, 9 mai 2008 nr. 551, 13 feb 2009 nr. 169, 8 okt 2009 nr. 1257, 25 juni 2010 nr. 1053, 8 aug 2011 nr. 812, 19 des 2012 nr. 1349, 13 aug 2013 nr Kapittel I. Formål, virkeområde og definisjoner 1.Formål Formålet med denne forskriften er å forebygge spredning av smittsomme dyresykdommer ved import og eksport av embryo av storfe. 0 Endret ved forskrift 9 juni 2004 nr Virkeområde Forskriften gjelder import og eksport innenfor EØS og import fra tredjeland eller regioner av tredjeland, av ferske og dypfryste embryo av storfe. Forskriften gjelder ikke import av embryo som har vært gjenstand for nucleusoverføring. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 897, 8 okt 2009 nr Definisjoner I denne forskriften menes med; Embryo: det første trinn i utviklingen av et storfeindivid etter befruktning av eggceller, mens det er egnet for overføring til et mottakerdyr. Embryo-innsamlingsgruppe: offisielt godkjent teknikergruppe, som er under tilsyn av en gruppeveterinær, og som er bemyndiget til å samle inn, behandle og oppbevare embryo. Storfe: individer av storfe (Bos spp.), bison (Bison bison) og vannbøffel (Bubalus bubalus). Embryo-produksjonsgruppe: offisielt godkjent teknikergruppe, som er under tilsyn av en gruppeveterinær og som er bemyndiget til å utføre in vitro befruktning. Gruppeveterinær: den veterinæren som er ansvarlig for tilsynet med en embryoinnsamlingsgruppe. Embryoforsendelse: en mengde embryo som er innsamlet samtidig fra et enkelt donordyr, og som omfattes av ett helsesertifikat. 20 / 43

22 Oksestasjon: offentlig godkjent og overvåket driftsenhet for produksjon av storfesæd til bruk ved inseminasjon. Driftsenhet: en landbruksvirksomhet hvor det jevnlig holdes eller oppdrettes avls-, produksjons- eller slaktedyr, eller en offentlig godkjent virksomhet for ervervsmessig omsetning av dyr. Besetning: alle dyr med slik kontakt at smitte kan overføres (smittemessig kontakt) innenfor samme driftsenhet. Offentlig veterinær: veterinær gitt offentlig myndighet av kompetent sentral myndighet i det aktuelle land. Offentlig godkjent laboratorium: et laboratorium som er godkjent av sentral kompetent myndighet i avsenderlandet til å utføre de diagnostiske tester som er angitt i denne forskriften. Epizootifri sone: et område med en diameter på 20 km der det offisielt i løpet av de siste 30 dager før avsendelse ikke har opptrådt kvegpest (Rinderpest) og munn- og klauvsjuke. Tredjeland: land som verken er medlem i Den Europeiske Union eller som gjennom EØSavtalen har inngått avtale med EU om handel med fersk og dypfryst embryo. Region: et område av et land som er minst km², som er under offentlig veterinærkontroll. Besetning offisielt fri for tuberkulose: besetning som tilfredsstiller kravene i Rdir. 64/432/EØF annex A, del I. Besetning offisielt fri for brucellose: besetning som tilfredsstiller kravene i Rdir. 64/432/EØF annex A, del II. Besetning fri for smittsom leukose: besetning som tilfredsstiller kravene i Rdir. 64/432/EØF annex G, del I. Kapittel II. Betingelser for import og eksport innenfor EØS 0 Overskriften endret ved forskrift 13 feb 2009 nr Generelt Innenfor EØS er det bare tillatt å importere og eksportere embryo av storfe som er innsamlet og produsert av embryoinnsamlings- og produksjonsgrupper som er godkjent av kompetent myndighet i avsenderlandet, og som utøver virksomheten i samsvar med de krav som er nedfelt i denne forskriften. Gruppene og deres veterinære registreringsnumre skal stå oppført på en liste som er offentliggjort av kompetent myndighet i vedkommende land. Embryo som importeres eller eksporteres innenfor EØS skal være innsamlet, behandlet og oppbevart: 21 / 43

23 1. etter 1. januar 1991, hvis de stammer fra land som var EØS-stater før 1. mai etter 1. mai 2004, hvis de stammer fra land som ble EØS-stater fra 1. mai Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 897, 13 feb 2009 nr. 169, 25 juni 2010 nr Betingelser for godkjenning av embryoinnsamlings- og embryoproduksjonsgruppe For å bli godkjent skal hver embryoinnsamlingsgruppe oppfylle følgende betingelser: 1) innsamling, behandling og oppbevaring av embryo skal foretas av en gruppeveterinær eller på dennes ansvar av en eller flere kompetente teknikere, som er tilstrekkelig opplært i hygienemetoder og -teknikker 2) gruppen skal være under tilsyn av offentlig veterinær 3) gruppen skal ha tilgang på permanent eller mobilt laboratorium hvor embryo kan undersøkes, behandles og pakkes. Laboratoriet skal bestå av minst en arbeidsbenk, et mikroskop og kjøleutstyr 4) gruppen skal ved permanent laboratorium ha tilgang til: a) lokale, hvor embryo kan håndteres. Dette skal grense opp til, men være atskilt fra det området som benyttes til håndtering av donorene under innsamling b) lokale eller område, som er utstyrt for rengjøring og sterilisering av de instrumenter og det utstyr som brukes til innsamling og håndtering av embryo c) hvis det skal foretas mikromanipulering av embryo, som innebærer penetrering av zona pellucida, skal dette gjøres i laminar flow-fasiliteter som rengjøres og desinfiseres forskriftsmessig mellom hver batch 5) den skal, når det dreier seg om et mobilt laboratorium, ha tilgang til en spesielt utstyrt del av kjøretøyet bestående av to atskilte deler, herav a) en til undersøkelse og håndtering av embryo, en såkalt ren avdeling, og b) en til oppbevaring av utstyr og materialer, som brukes i kontakten med donorene. Et mobilt laboratorium skal alltid ha kontakt med et permanent installert laboratorium for å sikre sterilisering av utstyr og forsyning med væsker og andre produkter nødvendig for innsamling og håndtering av embryo. 22 / 43

24 For å bli godkjent som embryoproduksjonsgruppe må følgende bestemmelser i tillegg være oppfylt: 1) personalet skal være opplært i relevant sjukdomskontroll og laboratoriemetoder, spesielt i fremgangsmåter for arbeid under sterile forhold 2) personalet må ha tilgang på permanent laboratorium som skal: a) ha tilfredsstillende utstyr og fasiliteter, herunder særskilt lokale til uttak av oocytter fra ovarier og særskilte lokaler eller områder for behandling av oocytter og embryo og for oppbevaring av embryo b) ha laminar flow-fasiliteter hvor alle oocytter, sæd og embryo skal behandles; sentrifugering av sæd kan imidlertid foretas utenfor laminar flow-fasilitetene, forutsatt at de hygieniske forhold er sikret 3) hvis oocytter og annet vev innsamles på slakteri, skal slakteriet ha passende utstyr til rådighet for hygienisk og risikofri innsamling og transport av ovarier og annet vev til behandlingslaboratorium. 6.Krav til innsamling, fremstilling og behandling Embryoene skal være innsamlet, fremstilt og behandlet i overensstemmelse med følgende krav: 1) Embryo skal samles inn og behandles av en godkjent embryoinnsamlingsgruppe. Embryo må ikke komme i kontakt med andre sendinger av embryo enn de som oppfyller kravene i denne forskriften. 2) Embryo skal samles inn på et sted som er atskilt fra andre deler av lokalene eller driftsenheten. Stedet skal være godt vedlikeholdt og lett å rengjøre og desinfisere. 3) Embryo skal undersøkes, vaskes, behandles og anbringes i merkede og sterile beholdere i et permanent eller mobilt laboratorium. Laboratoriet skal ikke befinne seg i et område underlagt offentlige restriksjoner på grunn av smittsom dyresjukdom eller karantenebestemmelser. 4) Alt utstyr som kommer i kontakt med embryo eller donordyr under innsamling og behandling, skal enten være engangsutstyr eller være sterilisert eller desinfisert før bruk. 5) Animalske produkter som anvendes under innsamlingen av embryo og i transportmedier, skal tas fra kilder som ikke utgjør noen helsefare, eller før bruk behandles på slik måte at risikoen fjernes. Alle medier og oppløsninger skal steriliseres etter godkjente metoder ifølge håndboken for IETS (International Embryo Transfer Society). Antibiotika kan tilsettes mediet i henhold til IETS håndboken. 6) Oppbevarings- og transportbeholdere skal desinfiseres eller steriliseres før påfyllingen starter. 23 / 43

25 7) Kjølemediet må ikke tidligere ha vært brukt til produkter av animalsk opprinnelse. 8) Hver enkelt embryobeholder, samt beholderen hvor embryoene oppbevares og transporteres, skal være tydelig kodemerket slik at innsamlingsdato og donoroksens og donorkuas rase og identitet, samt innsamlingsgruppens registreringsnummer umiddelbart kan fastslås. 9) Hvert embryo skal vaskes minst ti ganger i et embryonæringssubstrat, som hver gang skiftes ut og som skal inneholde trypsin i overensstemmelse med internasjonalt godkjente prosedyrer, (med mindre det treffes annen beslutning i henhold til punkt 13). Ved vask skal den overførte væsken fortynnes 100 ganger, og det skal hver gang anvendes en steril mikropipette til å overføre embryo. 10) Hele embryoets overflate skal etter siste vask undersøkes i et mikroskop ved en forstørrelse på minst 50X for å fastslå om zona pellucida er intakt og fri for vedhengende materiale. Mikromanipuleringer som innebærer penetrering av zona pellucida, skal etter siste vask og undersøkelse utføres i fasiliteter som er godkjent til dette formål. Mikromanipuleringer må kun foretas på embryo hvor zona pellucida er intakt. 11) Hver gruppe embryo tatt ut i samme operasjon fra en donor og som har oppnådd et tilfredsstillende resultat i undersøkelsen i punkt nr. 10), skal anbringes i en steril beholder som er merket i overensstemmelse med punkt 8). Beholderen skal straks forsegles. 12) Hvert embryo skal om nødvendig snarest fryses ned og oppbevares på et sted som er under tilsyn av gruppeveterinæren og som jevnlig inspiseres av offentlig veterinær. 13) Ved vasking av embryo skal det benyttes godkjente skylle- og vaskevæsker, vaskemetoder og eventuelt enzymatiske behandlinger, samt oppbevaringsforhold som er godkjent til transport. 14) Hver embryoinnsamlingsgruppe skal rutinemessig sende inn prøver av skyllevæsker, vaskevæsker, skadde embryo, ufruktbare egg osv. i forbindelse med gruppens virksomhet med henblikk på offentlig undersøkelse for bakterie- og virusforurensinger. Hvis de gjeldende normer ikke er oppfylte, skal den kompetente myndighet som har godkjent embryoinnsamlingsgruppen, trekke godkjenningen tilbake. 15) Hver innsamlingsgruppe skal føre en fortegnelse over sitt embryoinnsamlingsarbeide. Fortegnelsen skal oppbevares i tolv måneder etter innsamling, med angivelse av: a) donordyrenes rase, alder og identitet b) stedet for innsamling, behandling og oppbevaring av embryo c) embryoenes identitet, sammen med nærmere opplysninger om deres bestemmelsessted dersom dette er kjent d) detaljer om mikromanipuleringsmetoder, som innebærer penetrering av zona pellucida eller andre metoder som in vitro befruktning og/eller in vitro dyrking, som ble foretatt på embryo. 24 / 43

26 Embryo som er befruktet in vitro, kan identifiseres på grunnlag av en batch, men skal omfatte detaljer om dato og sted for innsamling av ovarier og/eller oocytter. Det skal også være mulig å identifisere donordyrenes opprinnelsesbesetning. Bestemmelsene i 1. ledd punkt 1) til og med 15) skal så langt de passer, gjelde ved innsamling, behandling, oppbevaring og transport av ovarier, oocytter og annet vev til bruk ved in vitro befruktning og/eller in vitro dyrking. Dessuten gjelder følgende tilleggskrav: 1) ovarier og annet vev kan kun innsamles på offentlig godkjent slakteri, under tilsyn av offentlig veterinær som har ansvar for å foreta ante- og post mortem inspeksjon av donordyrene. 2) materiale og utstyr som kommer i direkte berøring med ovarier og annet vev skal steriliseres før bruk, og etter sterilisering bare benyttes til dette formål. Utstyr til håndtering av oocytter fra donordyr som stammer fra forskjellige dyrehold, skal holdes adskilt. 3) ovarier og annet vev må ikke føres inn i behandlingslaboratoriet før post mortem-undersøkelsen av alle donordyr fra samme dyrehold er avsluttet. Hvis det blir oppdaget relevant sykdom i dyreholdet eller hos noe dyr som er slaktet på vedkommende slakteri den dagen, må alt vev som stammer fra disse dyrene oppspores og destrueres. 4) prosedyren for vask og undersøkelse som er nedfelt under 1. ledd punkt 9) og 10) skal utføres etter at dyrkningsprosedyren er fullført. 5) mikromanipuleringer som innebærer penetrering av zona pellucida, skal utføres i henhold til 1. ledd punkt 10) etter at prosedyren under 2. ledd punkt 4) er utført. 6) embryo som oppbevares i samme ampulle/strå, skal stamme fra samme dyrehold. 7.Oppbevaring og transport Hver embryoinnsamlings- eller produksjonsgruppe skal sørge for at embryoene oppbevares ved passende temperatur på sted som er godkjent av den kompetente myndighet i avsenderlandet. For å bli godkjent skal disse stedene: 1) omfatte minst et låsbart rom som utelukkende er beregnet på oppbevaring av embryo 2) være lette å rengjøre og desinfisere 3) ha permanente protokoller over alle inngående og utgående embryo. Embryoenes endelige bestemmelsessted skal anføres i protokollen 4) være inspisert av offentlig veterinær. 25 / 43

27 Den kompetente myndigheten kan tillate at sæd som oppfyller vilkårene for import og eksport av oksesæd, oppbevares på de godkjente oppbevaringsstedene. Embryo som skal importeres eller eksporteres, skal transporteres under tilfredsstillende hygieniske vilkår i forseglete beholdere fra de godkjente oppbevaringsstedene til sine bestemmelsessteder. Beholderne skal være merket på en slik måte at det er i overensstemmelse med nummeret på helsesertifikatet. 0 Endret ved forskrift 9 juni 2004 nr Krav til donor av embryo Donordyr skal oppfylle følgende krav: 1) De må ha oppholdt seg innenfor EØS eller i et tredjeland eller region av tredjeland i minst de seks foregående måneder. 2) De må ha oppholdt seg i opprinnelsesbesetningen i minst 30 dager før innsamlingen finner sted. 3) De må komme fra besetninger som er: a) offisielt fri for tuberkulose b) offisielt fri for brucellose eller fri for brucellose c) fri for smittsom leukose eller hvor det er bekreftet at det ikke er forekommet kliniske tilfelle av smittsom leukose de siste 3 år. 4) I løpet av det siste året må de ikke ha oppholdt seg i besetninger hvor det har forekommet kliniske symptomer på IBR/IPV. Donordyr skal på innsamlingsdagen: 1) Oppholde seg på en driftsenhet som ikke er pålagt veterinære restriksjoner eller karantenebestemmelser. 2) Ikke vise kliniske symptomer på sykdom. Ovenstående krav skal også gjelde for levende dyr som skal være oocytdonordyr ved uttak av egg eller ved ovarieektomi. 26 / 43

28 Donorer av ovarier eller annet vev som skal samles inn på slakteri, må ikke være fra dyr som slaktes i forbindelse med et sykdomsbekjempelsesprogram eller som kommer fra driftsenheter som er pålagt restriksjoner på grunn av dyresykdom. Ovarier og annet vev må ikke samles på slakterier som ligger i områder som er pålagt restriksjoner eller karantenebestemmelser. 9.Krav til donor av sæd Embryoene må være resultat av kunstig inseminering eller in vitro befruktning, med sæd fra en okse som står på en godkjent seminstasjon eller sæd som er importert i henhold til gjeldende forskrift om dyrehelsemessige vilkår for produksjon, import og eksport av oksesæd. 0 Endret ved forskrift 9 juni 2004 nr Helsesertifikat Med hver embryoforsendelse skal det følge et helsesertifikat. Ved import fra eller eksport til land i EØS skal helsesertifikatet være utstedt av en offentlig veterinær i avsenderlandet på et formular som er utarbeidet av kompetent myndighet i avsenderlandet etter modellen vist i vedlegg B. Helsesertifikater skal være skrevet på minst ett av de offisielle språkene i avsenderlandet og ett av de offisielle språkene i mottakerlandet. Helsesertifikater skal foreligge i original, følge med forsendelsen til det endelige bestemmelsesstedet, bestå av ett ark og være utstedt til én enkelt mottaker. 0 Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 61, 9 juni 2004 nr. 897, 13 feb 2009 nr Kapittel III. Betingelser for import fra tredjeland 0 Kapittel III opphevet og gitt på nytt ved forskrift 13 feb 2009 nr Godkjente tredjeland Embryo kan kun importeres dersom de er innsamlet eller produsert i tredjeland eller region av tredjeland oppført på listen i vedlegg A. 0 Opphevet og gitt på nytt ved forskrift 13 feb 2009 nr Godkjente innsamlings- og produksjonsgrupper Embryo kan kun importeres fra embryoinnsamlingsgruppe eller embryoproduksjonsgruppe som er godkjent av vedkommende lands kompetente myndighet og oppført på en liste som er offentliggjort av Europakommisjonen. 27 / 43

29 0 Opphevet og gitt på nytt ved forskrift 13 feb 2009 nr Endret ved forskrift 25 juni 2010 nr In vivo befruktede embryo Embryo som er befruktet in vivo kan importeres dersom betingelsene fastsatt i helsesertifikatmodellen i vedlegg C er oppfylt og hver embryoforsendelse følges av et slikt helsesertifikat i utfylt stand. 0 Opphevet og gitt på nytt ved forskrift 13 feb 2009 nr In vitro produserte embryo Embryo som er produsert ved in vitro befruktning med sæd som oppfyller de dyrehelsemessige betingelsene for import og eksport av oksesæd, kan importeres dersom betingelsene i vedlegg D er oppfylt og hver embryoforsendelse følges av et slikt helsesertifikat i utfylt stand. Embryo som er produsert ved in vitro befruktning med sæd som er produsert på godkjent seminstasjon eller oppbevart på sædlager i tredjeland som det er tillatt å importere oksesæd fra, kan importeres dersom betingelsene fastsatt i vedlegg E er oppfylt og hver embryoforsendelse følges av et slikt helsesertifikat i utfylt stand. 0 Opphevet og gitt på nytt ved forskrift 13 feb 2009 nr Restriksjoner på omsetning av importerte embryo In vitro produserte embryo som omhandlet i 14 annet ledd skal ikke importeres eller eksporteres innenfor EØS, men utelukkende implanteres i kyr eller kviger som holdes i den EØS-bestemmelsesstaten som er angitt i helsesertifikatet som fulgte med embryoforsendelsen. 0 Opphevet og gitt på nytt ved forskrift 13 feb 2009 nr Kapittel IV. Avsluttende bestemmelser 16.Godkjenning, tilsyn og vedtak Mattilsynet kan godkjenne embryoinnsamlingsgrupper, embryoproduksjonsgrupper og oppbevaringssteder for embryo i Norge. Godkjente embryoinnsamlingsgrupper og embryoproduksjonsgrupper tildeles et veterinært registreringsnummer. Mattilsynet kan trekke godkjenningen tilbake dersom embryoinnsamlingsgruppen, embryoproduksjonsgruppen eller oppbevaringsstedet ikke lenger oppfyller vilkårene for godkjenning eller virksomheten foregår i strid med denne forskriften. Godkjente embryoinnsamlingsgrupper og embryoproduksjonsgrupper skal varsle Mattilsynet ved vesentlige endringer i gruppens sammensetning. Ved utskifting av gruppeveterinær eller vesentlige endringer av gruppens sammensetning, laboratorier eller utstyr må gruppen søke om ny godkjenning. 28 / 43

30 Mattilsynet fører tilsyn med at bestemmelsene i denne forskriften etterleves og kan fatte de vedtak som er nødvendige for å sikre dette. Ved import og eksport av embryo kommer gjeldende bestemmelser om tilsyn og kontroll til anvendelse. 1 0 Endret ved forskrift 9 juni 2004 nr Jf. forskrift 31. desember 1998 nr om tilsyn og kontroll ved innførsel og utførsel av levende dyr, annet avlsmateriale og animalsk avfall innen EØS, og ved innførsel av levende dyr fra land utenfor EØS, forskrift 18. oktober 1999 nr om tilsyn og kontroll ved import og transitt mv. av levende dyr, animalske næringsmidler og produkter av animalsk opprinnelse mv. fra tredjeland og forskrift 20. januar 2000 nr. 47 om gebyr ved tilsyn og kontroll ved import og transitt mv. av levende dyr, animalske næringsmidler og produkter av animalsk opprinnelse mv. fra tredjeland. 17.Utgifter Alle utgifter i forbindelse med import og eksport av ferske og dypfryste embryo er det offentlige uvedkommende. 0 Endret ved forskrift 9 juni 2004 nr Sikkerhetsbestemmelser Mattilsynet kan på kort varsel og uten erstatning for importøren, stoppe import eller eksport av ferske og dypfryste embryo dersom spesielle forhold vedrørende avsenderlandets zoosanitære situasjon eller andre forhold skulle tilsi dette. 0 Endret ved forskrift 9 juni 2004 nr Dispensasjon Mattilsynet kan i særlige tilfeller dispensere fra bestemmelsene i denne forskriften, forutsatt at det ikke vil stride mot Norges internasjonale forpliktelser, herunder EØS-avtalen. 0 Endret ved forskrift 9 jan 2004 nr Straff Forsettlig eller uaktsom overtredelse av denne forskriften eller bestemmelser og vedtak gitt i medhold av den, er straffbart i henhold til matloven Endret ved forskrift 9 jan 2004 nr Ikrafttredelse og overgangsordninger Denne forskriften trer i kraft 1. januar / 43

31 Fra samme dato oppheves forskrift 23. juni 1994 nr. 693 om dyrehelsemessige betingelser for innførsel og utførsel av ferske og dypfrosne embryo av storfe innenfor EØS. Til og med 1. september 2013 kan storfeembryoer omhandlet i 13, 14 første ledd og 14 annet ledd importeres dersom vilkårene i de respektive helsesertifikatmodellene i vedlegg F del 1, del 2 og del 3 er oppfylt og forsendelsene følges av slike helsesertifikater som er utstedt før 1. august Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 897, 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013), 13 aug 2013 nr Vedlegg A. Liste over tredjeland og regioner i tredjeland hvorfra embryo kan importeres ISO-kode Land Relevant helsesertifikatmodell AR Argentina Vedlegg C Vedlegg D Vedlegg E AU Australia Vedlegg C Vedlegg D Vedlegg E CA Canada Vedlegg C Vedlegg D Vedlegg E CH Sveits * Vedlegg C Vedlegg D Vedlegg E HR Kroatia Vedlegg C Vedlegg D Vedlegg E IL Israel Vedlegg C Vedlegg D Vedlegg E MK Makedonia ** Vedlegg C Vedlegg D Vedlegg E NZ New Zealand *** Vedlegg C Vedlegg D Vedlegg E US Amerikas forente stater Vedlegg C Vedlegg D Vedlegg E 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 897, 13 feb 2009 nr. 169, 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013). * Sertifikater i samsvar med ekvivalensavtalen mellom Sveits og Norge 11. november 2010 nr. 49 om veterinære tiltak ved handel med levende dyr, sæd, ova, embryo og animalske produkter. ** Midlertidig ISO-kode som ikke har betydning for den endelige koden som vil bli fastsatt etter forhandlinger i FN. 30 / 43

32 ISO-kode Land Relevant helsesertifikatmodell *** Jf. likevel særskilte sertifikatkrav fastsatt i relevante avtaler mellom EU og tredjeland. Vedlegg B. Modell for helsesertifikat som skal følge med embryo av storfe som importeres fra eller eksporteres til land i EØS 0 Vedlegg B tilføyd ved forskrift 9 juni 2004 nr Endret ved forskrift 22 mai 2007 nr Vedlegg C. Modell for helsesertifikat som skal følge med in vivo befruktede embryo ved import fra tredjeland 0 Vedlegg C opphevet og gitt på nytt ved forskrift 13 feb 2009 nr Endret ved forskrifter 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013), 13 aug 2013 nr Vedlegg D. Modell for helsesertifikat som skal følge med in vitro befruktede embryo ved import fra tredjeland, jf. 14 første ledd 0 Vedlegg D opphevet og gitt på nytt ved forskrift 13 feb 2009 nr Endret ved forskrifter 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013), 13 aug 2013 nr Vedlegg E. Modell for helsesertifikat som skal følge med in vitro befruktede embryo ved import fra tredjeland, jf. 14 annet ledd 0 Vedlegg E tilføyd ved forskrift 13 feb 2009 nr Endret ved forskrifter 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013), 13 aug 2013 nr Vedlegg F Del 1. Overgangsordning: Modell for helsesertifikat som kan brukes ved import av vivo befruktede embryo fra tredjeland til og med 1. september / 43

33 Del 2. Overgangsordning: Modell for helsesertifikat som kan brukes ved import av in vitro befruktede embryo fra tredjeland, jf. 14 første ledd, til og med 1. september 2013 Del 3. Overgangsordning: Modell for helsesertifikat som kan brukes ved import av in vitro befruktede embryo fra tredjeland, jf. 14 annet ledd, til og med 1. september Vedlegg F tilføyd ved forskrift 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013), endret ved forskrift 13 aug 2013 nr. 976 (i kraft 1 aug 2013). 32 / 43

34 Viðauki III. Vottorð sem fylgir inn- og útflutningi á fósturvísum innan EES 33 / 43

35 34 / 43

36 Viðauki IV. Útbreiðsla sjúkdóma í heiminum, samkvæmt tilkynningum til OIE Nautgripaberklar - Bovine tuberculosis (júlí desember 2012) Fósturlát í kúm Trichomonosis (júlí desember 2012) 35 / 43

37 Garnaveiki Paratuberculosis (janúar - júní 2012) Gulusótt - Leptospirosis (júlí desember 2011) 36 / 43

38 Munnblöðrubólga Vesicular stomatitis (júlí desember 2012) Smitandi slímhúðarpest Bovine viral diarrhoea/mucosal disease 37 / 43

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

NOR/308R T OJ L 89/08, p. 3-8

NOR/308R T OJ L 89/08, p. 3-8 NOR/308R0289.00T OJ L 89/08, p. 3-8 COMMISSION REGULATION (EC) No 289/2008 of 31 March 2008 amending Regulation (EC) No 1266/2007 on implementing rules for Council Directive 2000/75/EC as regards the control,

Detaljer

I.7. Opprinnelsesland ISO-kode I.8. Opprinnelsesregion Kode I.9. Bestemmelsesland ISO-kode I.10. Bestemmelsesregion Kode. Adresse. Postnr. I.17.

I.7. Opprinnelsesland ISO-kode I.8. Opprinnelsesregion Kode I.9. Bestemmelsesland ISO-kode I.10. Bestemmelsesregion Kode. Adresse. Postnr. I.17. Del I: Opplysninger om forsendelsen I.1. Avsender I.2. Sertifikatets referansenummer I.3. Vedkommende sentrale myndighet I. 4. Vedkommende lokale myndighet Helsesertifikat for import til EØS I.2.a. I.5.

Detaljer

Nr. 3/62 EØS-tillegget til De Europeiske Fellesskaps Tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 10. september 1999

Nr. 3/62 EØS-tillegget til De Europeiske Fellesskaps Tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 10. september 1999 Nr. 3/62 EØS-tillegget til De Europeiske Fellesskaps Tidende 17.1.2002 NORSK utgave KOMMISJONEN FOR DE EUROPEISKE FELLESSKAP HAR under henvisning til traktaten om opprettelse av Det europeiske fellesskap,

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Vedlegg E. Helsesertifikatmodeller for import av levende storfe fra godkjente tredjeland. Del 1. Modell BOV-X 0

Vedlegg E. Helsesertifikatmodeller for import av levende storfe fra godkjente tredjeland. Del 1. Modell BOV-X 0 Vedlegg E. Helsesertifikatmodeller for import av levende storfe fra godkjente tredjeland. Del 1 Modell BOV-X 0 HELSESERTIFIKAT FOR IMPORT AV AVLS- OG PRODUKSJONSDYR TIL EØS FRA TREDJELAND 1. Avsender (fullt

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

VEDLEGG D DEL A. Navn Adresse Postnr. I.3. Vedkommende sentrale myndighet. I.4. Vedkommende lokale myndighet I.6. Navn Adresse Postnr. I.17.

VEDLEGG D DEL A. Navn Adresse Postnr. I.3. Vedkommende sentrale myndighet. I.4. Vedkommende lokale myndighet I.6. Navn Adresse Postnr. I.17. Del I: Opplysninger om forsendelsen VEDLEGG D DEL A Modell for helsesertifikat til bruk ved import og eksport innenfor EØS av egg og embryoer fra sau og geit som er oppsamlet eller produsert etter 31.

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Helsesertifikat for import til EØS I.2. Sertifikatets referansenummer I.2.a.

Helsesertifikat for import til EØS I.2. Sertifikatets referansenummer I.2.a. I.1. Avsender Tlf. nr. Helsesertifikat for import til EØS I.2. Sertifikatets referansenummer I.2.a. I.3. Vedkommende sentrale myndighet I. 4. Vedkommende lokale myndighet Del I: Opplysninger om forsendelsen

Detaljer

Nr. 54/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 60/2011. av 1. juli 2011

Nr. 54/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 60/2011. av 1. juli 2011 Nr. 54/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende 6.10.2011 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 60/2011 2011/EØS/54/02 av 1. juli 2011 om endring av EØS-avtalens vedlegg I (Veterinære og plantesanitære

Detaljer

I.7. Opprinnelsesland ISO-kode I.8. Opprinnelsesregion, Kode I.9. Bestemmelsesland ISO-kode I.10. Bestemmelsesregion Kode. I.11. Opprinnelsessted Navn

I.7. Opprinnelsesland ISO-kode I.8. Opprinnelsesregion, Kode I.9. Bestemmelsesland ISO-kode I.10. Bestemmelsesregion Kode. I.11. Opprinnelsessted Navn Del I: Opplysninger om forsendelsen I.1. Avsender I.2. Sertifikatets referansenummer I.3. Vedkommende sentrale myndighet I. 4. Vedkommende lokale myndighet Helsesertifikat for import til EØS I.2.a. I.5.

Detaljer

EØS-henvisning: EØS-avtalen vedlegg I kap. I (forordning (EU) nr. 1152/2011, forordning (EU) nr. 1153/2011 og vedtak 2011/874/EF)

EØS-henvisning: EØS-avtalen vedlegg I kap. I (forordning (EU) nr. 1152/2011, forordning (EU) nr. 1153/2011 og vedtak 2011/874/EF) Utkast til forskrift om endring forskrift om dyrehelsemessige betingelser for ikke-kommersiell transport av kjæledyr, forskrift om dyrehelsemessige betingelser for import og eksport av levende pattedyr,

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Utkast til forskrift om ikke-kommersiell forflytning av kjæledyr

Utkast til forskrift om ikke-kommersiell forflytning av kjæledyr Utkast til forskrift om ikke-kommersiell forflytning av kjæledyr Hjemmel: Fastsatt av Landbruks- og matdepartementet og Nærings- og fiskeridepartementet [dato] med hjemmel i lov 19. desember 2003 nr. 124

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1107 679. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). (Lagt fyrir Alþingi

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

I.7. Opprinnelsesland ISO-kode I.8. Opprinnelsesregion, Kode I.9. Bestemmelsesland ISO-kode I.10. Bestemmelsesregion Kode. I.11. Opprinnelsessted Navn

I.7. Opprinnelsesland ISO-kode I.8. Opprinnelsesregion, Kode I.9. Bestemmelsesland ISO-kode I.10. Bestemmelsesregion Kode. I.11. Opprinnelsessted Navn Del I: Opplysninger om forsendelsen I.1. Avsender I.2. Sertifikatets referansenummer I.3. Vedkommende sentrale myndighet I. 4. Vedkommende lokale myndighet Helsesertifikat for import til EØS I.2.a. I.5.

Detaljer

Nr. 7 2004 Side 1019 1120 LOVTIDEND NORSK. Avd. I. Lover og sentrale forskrifter mv.

Nr. 7 2004 Side 1019 1120 LOVTIDEND NORSK. Avd. I. Lover og sentrale forskrifter mv. Nr. 7 2004 Side 1019 1120 NORSK LOVTIDEND Avd. I Lover og sentrale forskrifter mv. Nr. 7 Utgitt 29. juli 2004 Innhold Side Lover og ikrafttredelser. Delegering av myndighet 2004 Juni 18. Deleg. av myndighet

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014 30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende Nr. 43/57 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014 203-2015n EØS-KOMITEEN HAR av 30. september 2014 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske

Detaljer

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. Í vinnslu 15. febrúar 2016 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Utkast til forskrift om ikke-kommersiell forflytning av kjæledyr (kjæledyrforskriften)

Utkast til forskrift om ikke-kommersiell forflytning av kjæledyr (kjæledyrforskriften) Utkast til forskrift om ikke-kommersiell forflytning av kjæledyr (kjæledyrforskriften) Hjemmel: Fastsatt av Landbruks- og matdepartementet og Nærings- og fiskeridepartementet [dato] med hjemmel i lov 19.

Detaljer

Vedlegg H. Helsesertifikatmodeller for import av klauvdyr til EØS fra tredjestat. Del 1 Modell SUI

Vedlegg H. Helsesertifikatmodeller for import av klauvdyr til EØS fra tredjestat. Del 1 Modell SUI Vedlegg H Helsesertifikatmodeller for import av klauvdyr til EØS fra tredjestat Del 1 Modell SUI Helsesertifikatmodell for import av ikke-domestiserte dyr av svinefamilien til EØS fra tredjestat 0 1. Avsender

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

Nr. 10/26 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. KOMMISJONSFORORDNING (EF) nr. 1915/2003. av 30. oktober 2003

Nr. 10/26 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. KOMMISJONSFORORDNING (EF) nr. 1915/2003. av 30. oktober 2003 Nr. 10/26 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSFORORDNING (EF) nr. 1915/2003 2009/EØS/10/06 av 30. oktober 2003 om endring av vedlegg VII, VIII og IX til europaparlaments- og rådsforordning

Detaljer

Incimaxx DES Brukerinformasjon

Incimaxx DES Brukerinformasjon Incimaxx DES Brukerinformasjon Beskrivelse: Flytende surt skumdesinfeksjonsmiddel til bruk innen landbruket Produktfordeler: Utmerkede mikrobiologisk effekt (Godkjent iflg. Europeisk standard test metoder,

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R Borgarráð skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R13020066 641 Kirkjusandsreitur - uppbygging Óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við samning Íslandsbanka

Detaljer

Nr. 9/212 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 25. mars 2002

Nr. 9/212 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 25. mars 2002 Nr. 9/212 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSVEDTAK 2005/EØS/9/28 av 25. mars 2002 om endring av vedtak 93/198/EØF om krav til dyrehelse og utstedelse av veterinærattest ved import

Detaljer

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. BA-ritgerð í lögfræði 33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. Jóhann Þorvarðarson Leiðbeinandi: Unnur E. Sveinsdóttir Apríl 2014 BA-ritgerð í lögfræði

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

Veterinærsertifikat OVI-X for import til EØS

Veterinærsertifikat OVI-X for import til EØS NORGE Veterinærsertifikat OVI-X for import til EØS Del I: Nærmere om sendingen 1.1.Avsender I.2. referansenr. I.2.a Navn Postnr. I.3. Sentral kompetent myndighet I. 4. Lokal kompetent myndighet Tel. Nr.

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

I.7. Opprinnelsesland ISO-kode I.8. Opprinnelsesregion Kode I.9. Bestemmelsesland ISO-kode I.10. Bestemmelsesregion Kode. I.11. Opprinnelsessted Navn

I.7. Opprinnelsesland ISO-kode I.8. Opprinnelsesregion Kode I.9. Bestemmelsesland ISO-kode I.10. Bestemmelsesregion Kode. I.11. Opprinnelsessted Navn Del I: Opplysninger om forsendelsen I.1. Avsender I.2. Sertifikatets referansenummer I.3. Vedkommende sentrale myndighet I. 4. Vedkommende lokale myndighet Helsesertifikat for import til EØS I.2.a. I.5.

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb Reykjavík, 22. janúar 2007. Nefiidasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur 23. 1 Q.ccrb Efiii: Svör við umsögnum um firumvarp til laga um breyting á almennum

Detaljer

EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 123/2004. av 24. september 2004

EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 123/2004. av 24. september 2004 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 123/2004 av 24. september 2004 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder, prøving og sertifisering) og vedlegg IV (Energi) EØS-KOMITEEN HAR under

Detaljer

Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu

Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu Vegaöryggi bifhjólafólks Skýrsla um norræna afstöðu 2012 Norræna bifhjólaráðið, NMR Norræna bifhjólaráðið, NMR, er samráðshópur norrænna landssamtaka bifhjólafólks, sem gætir hagsmuna bifhjólafólks í umferðinni.

Detaljer

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma. EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Ákvörðun refsingar... 3 2.1 Um refsimörk laga... 3 2.2 Refsiþyngingarástæður... 4 2.3 70. gr. hgl.... 4 2.4 Hugtakið nauðgun í lagalegum skilningi... 6 2.4.1 Fyrirmynd og

Detaljer

EØS-KOMITEENS BESLUTNING. nr. 29/1999 av 26. mars 1999

EØS-KOMITEENS BESLUTNING. nr. 29/1999 av 26. mars 1999 Avtalen om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde EØS-komiteen EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 29/1999 av 26. mars 1999 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder, prøving

Detaljer

Nr. 14/14 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 6. januar 2004

Nr. 14/14 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 6. januar 2004 Nr. 14/14 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSVEDTAK 2008/EØS/14/04 av 6. januar 2004 om endring av vedlegg D til direktiv 88/407/EØF når det gjelder helsesertifikater ved handel

Detaljer

Inngangur Skýrsla þessi er samin af vinnuhópi sem forseti Alþingis skipaði í júní 2014 til þess að endurskoða kosningalög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum í formi

Detaljer

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl.

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Ingibergur Sigurðsson veiðieftirlitsmaður vinnsluskip Mars til júní 2009. Inngangur Í því sem hér fer á eftir mun ég gera

Detaljer

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN ORKUMÁL24 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 25 ISSN 127-563 ELDSNEYTI Útgáfa Orkumála með nýju sniði Á undanförnum árum hefur ritið Orkumál verið gefið út með tölulegum upplýsingum um íslensk orkumál, þ.e. raforkuiðnaðinn,

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Nr. 9/236 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 12. april 2002

Nr. 9/236 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 12. april 2002 Nr. 9/236 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSVEDTAK 2005/EØS/9/30 av 12. april 2002 om endring av vedtak 2000/666/EF og vedtak 2001/106/EF med hensyn til fastsettelse av en modell

Detaljer

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum.

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum. Nr. 18 19. janúar 1973 FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum Páll Ólafsson Útdráttur Í samantekt þessari er reiknað út olíunotkun,

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

316 Hvítbók ~ náttúruvernd

316 Hvítbók ~ náttúruvernd 19 Almannaréttur 316 Hvítbók ~ náttúruvernd 19. Almannaréttur 19.1 Inngangur Ekki er að finna í íslenskum lögum almenna skilgreiningu á hugtakinu almannarétti. Samkvæmt lögfræðiorðabókinni er almannaréttur

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 27 ISSN árgangur EB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 27 ISSN árgangur EB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 27

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

1. Formål Formålet med denne forskrift er å forebygge, bekjempe og utrydde sykdommen [xx] hos akvakulturdyr.

1. Formål Formålet med denne forskrift er å forebygge, bekjempe og utrydde sykdommen [xx] hos akvakulturdyr. Vedlegg 1: Utkast 31. juli 2014 (Vedlegg til LES-plan) Utkast til MAL til: Forskrift om kontrollområde for å bekjempe listeført eksotisk sykdom hos akvakulturdyr, [xx] kommune, [xx]. Hjemmel: Fastsatt

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Hallgrímur Snorrason 5.4.2017 Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Samantekt Í þessari greinargerð er fjallað um reglubundnar tölfræðiathuganir á launum og atvinnu í Noregi og á Íslandi,

Detaljer

Faglig bekjempelsesplan (FBP)

Faglig bekjempelsesplan (FBP) Faglig bekjempelsesplan (FBP) FVS Høstkurs 19.11.2015 Ole-Herman Tronerud Veterinær / Seniorrådgiver Seksjon dyrehelse, Mattilsynet Hjemmel for bekjempelse Lov om matproduksjon og mattrygghet mv. (Matloven)

Detaljer

KOMMISJONSFORORDNING (EF) nr. 1915/2003. av 30. oktober 2003

KOMMISJONSFORORDNING (EF) nr. 1915/2003. av 30. oktober 2003 1 KOMMISJONSFORORDNING (EF) nr. 1915/2003 av 30. oktober 2003 om endring av vedlegg VII, VIII og IX til europaparlaments- og rådsforordning (EF) nr. 999/2001 med hensyn til handel med og import av sauer

Detaljer

Vedlegg F. Helsesertifikatmodeller for import av levende svin fra godkjente tredjestater.

Vedlegg F. Helsesertifikatmodeller for import av levende svin fra godkjente tredjestater. Vedlegg F. Helsesertifikatmodeller for import av levende svin fra godkjente tredjestater. Del 1 Modell: POR-X Jf. direktiv 2004/68/EF art. 7 litra e), art. 11 og art. 20, jf. vedtak 79/542/EØF, vedlegg

Detaljer

NOR/308R T OJ L 260/08, p. 8-11

NOR/308R T OJ L 260/08, p. 8-11 NOR/308R0956.00T OJ L 260/08, p. 8-11 Commission Regulation (EC) No 956/2008 of 29 September 2008 amending Annex IV to Regulation (EC) No 999/2001 of the European Parliament and of the Council laying down

Detaljer

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands Marta María Friðriksdóttir Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Margrét María Grétarsdóttir Lagadeild

Detaljer

Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum

Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum Leiðbeiningar Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum - lögboðin upplýsingagjöf um matvæli - Febrúar 2015 0 Efnisyfirlit Inngangur... 2 1. Ofnæmis og óþolsvaldar í II. viðauka reglugerðar... 3 1.1. Afurðir

Detaljer

[KOMMISJONEN FOR DE EUROPEISKE FELLESSKAP HAR. under henvisning til traktaten om opprettelse av Det europeiske fellesskap,

[KOMMISJONEN FOR DE EUROPEISKE FELLESSKAP HAR. under henvisning til traktaten om opprettelse av Det europeiske fellesskap, KOMMISJONSFORORDNING (EF) nr. 260/2003 av 12. februar 2003 om endring av europaparlaments- og rådsforordning (EF) nr. 999/2001 om utryddelse av overførbare spongiforme encefalopatier hos sau og geit samt

Detaljer

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi Höfundur: Klara Baldursdóttir Briem Kennitala: 121287-2699 Leiðbeinandi: Hulda

Detaljer

LOV-2003-12-19-124- 19, FOR-2003-12-19-1790, FOR-2008-06-17-819- 36

LOV-2003-12-19-124- 19, FOR-2003-12-19-1790, FOR-2008-06-17-819- 36 Forskrift om kontrollområde for å forebygge, begrense og bekjempe infeksiøs lakseanemi (ILA) hos akvakulturdyr, Hadsel kommune, Nordland Dato FOR-2015-01-16-66 Publisert II 2015 hefte 1 Ikrafttredelse

Detaljer

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun Vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísun Greinargerð um landfræðilegar merkingar á vegum Samtaka mjólkur - og kjötframleiðenda og Samtaka iðnaðarins Júní 2012 - Samantekt: Einar Karl Haraldsson Efnisyfirlit

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 Hver er réttur barns til friðhelgi einkalífs? Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem einstaklingur, yngri

Detaljer

EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 66/2003. av 20. juni 2003. om endring av EØS-avtalens vedlegg I (Veterinære og plantesanitære forhold)

EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 66/2003. av 20. juni 2003. om endring av EØS-avtalens vedlegg I (Veterinære og plantesanitære forhold) EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 66/2003 av 20. juni 2003 om endring av EØS-avtalens vedlegg I (Veterinære og plantesanitære forhold) EØS-KOMITEEN HAR under henvisning til avtalen om Det europeiske økonomiske

Detaljer

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur.

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur. REGLUGERÐ um plöntuverndarvörur. 1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins. Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Forskriften gjelder opprettelse av kontrollområde bestående av bekjempelsessone og overvåkningssone i Torsken kommune i Troms.

Forskriften gjelder opprettelse av kontrollområde bestående av bekjempelsessone og overvåkningssone i Torsken kommune i Troms. Forskrift om kontrollområde for å forebygge, begrense og bekjempe infeksiøs lakseanemi (ILA) hos akvakulturdyr, Torsken kommune, Troms Dato FOR-2014-12-09-1564 Publisert II 2014 hefte 5 Ikrafttredelse

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál] sþ. 137. Tillaga til þingsályktunar [132. mál] um verndun ósonlagsins. Flm.: Álfheiður Ingadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni: 1. að gera

Detaljer

Norsk oversettelse, publisert i EØS-tillegget nr. 12, 3.3.2011

Norsk oversettelse, publisert i EØS-tillegget nr. 12, 3.3.2011 Norsk oversettelse, publisert i EØS-tillegget nr. 12, 3.3.2011 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 115/2010 av 10. november 2010 om endring av EØS-avtalens vedlegg I (Veterinære og plantesanitære forhold) EØS-KOMITEEN

Detaljer

EØS-tillegget til De Europeiske Fellesskaps Tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 27. juli 1999

EØS-tillegget til De Europeiske Fellesskaps Tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 27. juli 1999 Nr. 3/85 KOMMISJONSVEDTAK 2002/EØS/03/20 av 27. juli 1999 om fastsettelse av modellen for sertifikatet nevnt i artikkel 16 nr. 1 i rådsdirektiv 91/67/EØF(*) [meddelt under nummer K(1999) 2425] (1999/567/EF)

Detaljer

Forskrift om forbud mot bruk av animalske proteiner i fôr til produksjonsdyr.

Forskrift om forbud mot bruk av animalske proteiner i fôr til produksjonsdyr. Forskrift om forbud mot bruk av animalske proteiner i fôr til produksjonsdyr. Fastsatt av Landbruks- og matdepartementet og Fiskeri- og kystdepartementet 29.mars 2007 i medhold av lov 19. desember 2003

Detaljer

Smittsomme sjukdommer hos småfe ved salg av livdyr, sæd og embryoi Norge og ved import. Ingrid Melkild KOORIMP

Smittsomme sjukdommer hos småfe ved salg av livdyr, sæd og embryoi Norge og ved import. Ingrid Melkild KOORIMP Smittsomme sjukdommer hos småfe ved salg av livdyr, sæd og embryoi Norge og ved import Ingrid Melkild KOORIMP KOORIMP Husdyrnæringens koordineringsenhet for smittebeskyttelse ved import Storfe, småfe,

Detaljer

Nr. 22/170 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 15. juli 2004

Nr. 22/170 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende KOMMISJONSVEDTAK. av 15. juli 2004 Nr. 22/170 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende 24.4.2008 KOMMISJONSVEDTAK 2008/EØS/22/33 av 15. juli 2004 om gjennomføring av rådsdirektiv 64/432/EØF med hensyn til tilleggsgarantier for infeksiøs

Detaljer