1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska"

Transkript

1 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku (Stjtíð. B, nr. 391/1996) er talað um nemendur í grunnskóla er hafa annað móðurmál en íslensku. Þessir nemendur geta hins vegar sem best verið íslenskir ríkisborgarar og átt íslenskt foreldri eða jafnvel foreldra og m.a. af þessum ástæðum er hugtakið nýbúi tæpast heppilegt. Verkefnisstjórn um endurskoðun námskrár hefur með bréfi áréttað að forvinnuhópi í íslensku er falið að: 1. hyggja að móðurmálskennslu barna sem hafa erlend mál að móðurmáli, 2. taka afstöðu til draga að námskrá í sérstakri íslenskukennslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Hér eru vissulega margir hópar undir og eitthvað á sjötta tug tungumála þannig að ekki eru margir í hverjum hópi í öllum tilvikum. Fyrst verður fjallað nokkuð um móðurmálskennslu, síðan verður lítillega vikið að sérstakri íslenskukennslu. Hvað síðari þáttinn varðar er ástæða til að forvinnuhópur nýti sér þá vinnu sem fram hefur farið í menntamálaráðuneytinu um kennslu af þessu tagi. 2. Önnur móðurmál en íslenska 2.1 Vandinn Margur vandi steðjar að þegar fjallað er um móðurmálskennslu minnihlutahópa í íslensku málsamfélagi. Viðfangsefnið er nýtt af nálinni hér á landi og því engar hefðir við að styðjast. Reynsla kennara og fræðimanna er af skornum skammti. Þess ber þó að geta að margir hafa kynnst þessum aðstæðum af bókum, í námi erlendis og sumir hafa starfað við erlenda skóla og kynnst móðurmálskennslu minnihlutahópa og kennslu sömu hópa í máli meirihluta (oftast ríkismáls) í viðkomandi landi. 1 Þar sem umfjöllun þessi á sér ekki langa sögu hér á landi er ekki óeðlilegt að 1 Mikil reynsla hefur safnast saman um móðurmálskennslu íslenskra barna í útlöndum á undanförnum árum. Nýjasti vitnisburðurinn um þann metnað sem lagður er í þá kennslu er ritið Um íslenskukennslu erlendis á grunnskólastigi, sem menntamálaráðuneytið gaf út 1995 í samvinnu við Skruddu, samtök móðurmálskennara sem

2 rekast einna fyrst á vanda vegna þess að hugtök eru ekki skýrt mörkuð. Ekki er tryggt að allir sem ræða um mál í þessu samhengi noti hugtökin á sama hátt. Því er mikilvægt að skilgreina þau (sjá kafla 2.2). Í kafla 2.3 verður leitast við að skýra að nokkru leyti nýjar aðstæður í íslensku málsamfélagi og nefna fáein atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga nú á tímum mikilla breytinga á afstöðu til hugtaksins móðurmáls. 2.2 Skilgreind fáein hugtök Móðurmál Ýmsar skilgreiningar eru til á hugtakinu móðurmál. Í hefðbundnum skilningi merkir það oft málið sem menn hugsa á, dreymir á, telja á o.s.frv. Móðurmál getur einnig verið málið sem börn læra á undan öðrum málum, eða mál sem málnotendur ráða best við og jafnvel mál sem einstaklingur notar mest eða það sem hann telur nánast sér. Skilgreining Móðurmál minnihlutabarns, sem talar tvö tungumál, er mál sem notað er á heimilinu af báðum foreldrum eða öðru, þegar rætt er við barnið. Skýring Barnið getur því haft tvö móðurmál. 2 Annað mál Skilgreining Annað mál minnihlutabarns er mál sem lærist fyrst og fremst vegna beinna tengsla við tiltekið málsamfélag. Oftast er um að ræða tungumál meirihluta í ákveðnu samfélagi. Í annan stað lærir einstaklingur í minnihlutahópi annað mál í skóla. Annað mál lærir fólk vegna þess að það er notað í málsamfélaginu og er því nauðsynlegt í daglegu lífi. Í skóla er annað mál kennt til þess að nemendur verði hæfir til að taka þátt í skólastarfi, atvinnulífi og samfélagi meirihlutans. kenna íslenskum börnum á Norðurlöndum.

3 3 Erlent mál Skilgreining Erlent mál lærir einstaklingur einkum í skóla. Það er fyrst og fremst lært við kennslu með ákveðið hlutverk í huga, t.d. nám eða starf. Skýring Munurinn á öðru máli og erlendu máli skiptir mestu máli hvað varðar tengsl þess sem er að læra tungumál og samfélagsins sem um ræðir. Sá sem er að læra annað mál lærir það bæði í skóla og utan hans. Á hinn bóginn er staða þess sem er að læra erlent mál yfirleitt þrengri vegna þess að tengsl hans við tungumálið eru einkum í gegnum kennslu þar sem fá tækifæri gefast til þess að nota málið í almennum samskiptum. Móðurmálskennsla Ýmis rök eru fyrir móðurmálskennslu almennt. Þau geta verið af félagslegum, sálfræðilegum, hagfræðilegum og uppeldisfræðilegum toga. Einnig má nefna söguleg og menningarleg rök fyrir móðurmálsnámi. Varðveisluhlutverk skiptir enn máli. Réttur til móðurmálskennslu er viðurkenndur í íslensku samfélagi og sé vilji til þess að viðurkenna rétt minnihlutahópa almennt hlýtur réttur til móðurmálskennslu þeirra að skipta verulegu máli. 2 Í skilgreiningum þessum vekur sennilega athygli að einstaklingur getur haft tvö móðurmál. Hafa ber í huga að hér er um nýja skilgreiningu að ræða fremur en að aðstæður hafi breyst svo að þær gefi tilefni til nýrrar skilgreiningar Nýjar aðstæður Fræðimenn greinir ekki lengur á um gildi móðurmálskennslu minnihlutahópa. Hins vegar eru ekki allir á eitt sáttir um hvenær rétt sé að hefja kennsluna og hvernig best verði að henni staðið (sjá Hvenekilde 1994b:204). Hér er vert að staldra við og hafa fáein atriði í huga. Í fyrsta lagi spyrja allir móðurmálskennarar þessara spurninga. Kennarar hafa t.d. lengi velt fyrir sér hvers konar málfræði á að kenna í grunnskóla, hvernig er eðlilegast að staðið verði að slíkri kennslu og hvenær er rétt að 2 Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 29. gr., segir að menntun allra barna skuli miða að því að móta virðingu fyrir foreldrum barnsins, menningararfleifð þess, tungu og gildismati, þjóðernislegum gildum þess lands sem það býr í og þess er það kann að vera upprunnið frá og fyrir öðrum menningarþáttum sem frábrugðnir eru menningu þess sjálfs. 3 Við samningu skilgreininga var stuðst við bók Anne Holmen og J. Normann Jørgensen (1993, einkum bls ) og Opplæring i et flerkulturelt Norge 1995 (einkum 4. kafla, bls ).

4 leggja áherslu á tiltekin atriði. 4 Börn tileinka sér þekkingu á umhverfi með því að læra tungumál. Móðurmálið skiptir sköpum í þessu samhengi. Það læra þau heima hjá sér, yfirleitt af foreldrum. Oft hefur verið lögð rík áhersla á að leikskóli og félagar skiptu hér mestu, en óhætt er að fullyrða að þáttur heimila verður aldrei ofmetinn. Börn læra mest í móðurmáli frá fæðingu til fjögurra ára aldurs, og á þeim tíma eyða þau að öðru jöfnu mestum hluta tíma síns með foreldrum. Aðeins þegar fullorðnir eða stálpuð börn og unglingar tala við barn og hlusta á það er unnt að búast við því að barnið læri að vinna úr reynslu og þróa tilfinningar. Hér skiptir máli að fullorðnir leiki sér dálítið með málið í samskiptum við börn, þeir þjálfi þau í að ríma orð, syngja, segja frá og hlusta á frásagnir, kenni þeim mun á réttu og röngu með því að kenna þeim reglur. Öll þessi samskipti fara fram með máli. Barn sem fær fá tækifæri til þess að eiga málfarsleg samskipti við fullorðna, m.a. vegna þess að tungumál er hindrun, kemur verr undirbúið í skólann en ella. Gildir þá einu hvað því stendur þar til boða. Þegar kemur að skólagöngu er nauðsynlegt að öll börn eigi þess kost að læra meira um sjálf sig og heiminn. Þá skiptir máli að skólinn sé fær um að taka við þeim á sómasamlegan hátt. Sum börn búa þegar yfir mikilli þekkingu og eru ágætlega þroskuð. Önnur hafa ekki lært jafn mikið. Hér gildir einu hvort um er að ræða börn sem tala íslensku eða eitthvert annað tungumál. Hlutverk skólans er að kenna börnum í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Æskilegt er að málfarslegir minnihlutahópar megi þroska móðurmál á sem bestan hátt. Þeir þurfa að sætta sig við að læra annað tungumál til þess að geta tekið þátt í samfélaginu og grunnskóli verður að sinna þeirri skyldu sinni að brautskrá nemendur sem kunna íslenskt mál. Fyrstu dagar barna í grunnskóla geta skipt sköpum fyrir framhaldið og allt gengi þeirra í skólanum. Kennari barna gegnir lykilhlutverki. En sjaldnast standa börn af erlendum uppruna og kennari í sömu sporum eða búa að svipaðri reynslu. Þau tala ekki sama tungumál. Í stuttu máli má því segja að tvennt verði að hafa í huga strax frá byrjun: Fullorðinn starfsmaður skóla sem talar móðurmál barna verður að taka á móti þeim og leggja verður áherslu á að kenna börnum af erlendum uppruna íslensku sem annað tungumál. Því er stundum haldið fram að við búum að lítilli þekkingu á stöðu barna sem hafa annað tungumál 4 4 Hér er unnt að benda á ýmis dæmi. Umræða um þessi mál hefur t.d. verið ofarlega á baugi í Skímu, tímariti Samtaka móðurmálskennara, í hálfan annan áratug. Nefnd á vegum menntamálaráðuneytis og Samtaka móðurmálskennara sendi frá sér tillögu að skipan móðurmálskennslu 1991 (sjá Ernu Árnadóttur (1993) og Meginmarkmið með móðurmálsnámi í grunn- og framhaldsskólum (1993).

5 en meirihluti tiltekins málsamfélags. Þetta er ekki alls kostar rétt. Vitanlega er ýmislegt í huldu í þessum fræðum og auknar rannsóknir hjálpa án efa til. Íslendingar geta þó huggað sig við að til eru margvíslegar erlendar rannsóknir og síðustu tvo áratugi hafa aðstæður, mál og málþroski barna sem tala minnihlutamál verið rannsökuð víða um heim, t.d. í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Noregi og Þýskalandi. Fræðimenn hafa verið á eitt sáttir um gildi móðurmálskennslu. Þar má t.d. nefna viðamiklar danskar rannsóknir sem birst hafa í ritröðinni Københavnerstudier i tosprogedhed sem Danmarks Lærerhøjskole gefur út. Í þeim ríflega 20 bindum sem komin eru út er gildi móðurmálskennslu varla dregið í efa. Fé sem látið er af hendi rakna til opinberrar þjónustu eins og skóla þarf að nota þannig að það nýtist sem best. Hæpið er að láta skammtímasjónarmið ráða því hvernig fé til skólamála er varið. Sýnt hefur verið fram á það í norskum rannsóknum (sjá Loona 1993) að með því að leggja í aukinn kostnað vegna móðurmálskennslu gengur nemendum almennt betur að tileinka sér norsku. Þegar endar voru dregnir saman var því um sparnað að ræða. Oft er það svo að sparnaður á einu sviði kann að hafa í för með sér aukin útgjöld á öðru. Þetta getur átt við um móðurmálskennslu fólks sem hefur annað móðurmál en meirihluti. Sé henni ekki nægilega vel sinnt hér á landi, má búast við því að nemendur verði ekki færir um að læra íslensku sem annað mál og ná þess vegna ekki tökum á öðrum greinum sem kenndar eru í grunnskóla. Í kjölfar fylgja útgjöld vegna sérkennslu. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku (Stjtíð. B, nr 391/1996) er greinilega tekið tillit til reynslu og nýrrar þekkingar á þessu sviði í öðrum löndum, en þau mál hafa lítillega verið reifuð hér á undan. Að lokum verða ræddir fjórir kostir sem gætu komið til greina í móðurmálskennslu minnihlutahópa hér á landi. Þeir eru þessir: 1) Nemendur fara beint í venjulegan bekk án nokkurs stuðnings. 2) Nemendur fara beint í venjulegan bekk en njóta stuðnings, einkum í íslensku. 3) Nemendur fara í sérstaka móttökubekki, en svo fljótt sem auðið er taka þeir einnig þátt í hefðbundinni kennslu. 4) Nemendur eru þjálfaðir í móðurmáli frá fyrstu stund, en taka jafnframt þátt í bekkjarstarfi. Færa má rök að því að fyrsti kosturinn leiði ekki til góðs árangurs nemenda. Þeir þjálfast vitanlega ekkert í eigin móðurmáli. Þeir sitja aðgerðarlausir í kennslustundum. Aðferðin miðast við að þessir nemendur læri íslensku á svipaðan hátt og þeir lærðu móðurmálið. Aðstæður eru hins vegar aðrar og einnig eru þeir oft orðnir eldri en svo að þeir búi að meðfæddum hæfileikum til að læra mál á sama hátt og börn á máltökualdri. Hinir kostirnir þrír eru vænlegir hvað varðar áherslu á að nemandinn taki þátt í hefðbundnu bekkjarstarfi frá fyrstu stund. Þetta er mikilvægt, ekki síst félagslega. Á þann hátt má t.d. búast við því að nemendur einangrist ekki. Hins vegar skortir í 2) enn á að þeir stígi fyrstu skrefin í lestrarnámi með móðurmál sem aðalmál og þeim takist á þann hátt að tengja reynsluheim sinn íslenskunámi þegar þar að kemur. 5 3.Sérstök íslenskukennsla

6 Fram hefur komið fram að árið 1996 var gefin út reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku (Stjtíð. B, nr. 391/1996). Þar segir (1.gr.) að [n]emendur í grunnskóla er hafa annað móðurmál en íslensku og hafa fasta búsetu hér á landi, eiga rétt á sérstakri kennslu í íslensku. Markmiðum kennslunnar er lýst nokkuð almennum orðum. Auk þess segir að náminu skuli setja markmið í aðalnámskrá grunnskóla (2. gr.). Þetta skiptir verulegu máli fyrir þá endurskoðun aðalnámskrár sem nú fer fram. Ekkert er um þessi mál fjallað í Aðalnámskrá grunnskóla (1989). Í 4. gr. viðkomandi reglugerðar segir að miðað sé við að nemandi fái 2 stundir á viku í sérstakri íslenskukennslu. Með reglugerðinni var mörkuð sú stefna að stefnt skuli að virku tvítyngi sem merkir færni í að skilja, tala, og síðar lesa og skrifa á tveimur tungumálum (og lifa í tveimur menningarheimum (sjá Drög að námskrá í sérstakri íslensku fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, bls. 2). Í því skyni skulu hlutaðeigandi nemendur fá kennslu í eigin móðurmáli þar sem því verður við komið og þeir skulu jafnframt hvattir til að halda móðurmáli sínu og rækta það. Því er viðurkennt að heppileg forsenda hins sérstaka íslenskunáms sé grundvöllur í móðurmáli. Forvinnuhópur í íslensku þarf að taka afstöðu til sérstakrar íslenskukennslu, hvernig námskrá á að vera og hverjar áherslur er rétt að leggja. Þar sem allmikil vinna hefur verið lögð í námskrá af þessu tagi, beinlínis ætluð þeim hópi sem hér um ræðir, virðist skynsamlegt fyrir forvinnuhóp að byrja á því að taka afstöðu til námskrárdraga menntamálaráðuneytis (Drög að námskrá í sérstakri íslensku fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, 1997). Í Drögunum er víða komið við. Í þeim er m.a. að finna markmið með kennslu, hvað skal kenna, tengsl við aðrar námsgreinar og hvernig námsefni verður lagað að þörfum nemenda með annað móðurmál en íslensku. Loks er fjallað um áherslur í kennslu á hverju þriggja stiga grunnskólans. Verkefnisstjórn telur í bréfi til forvinnuhóps að rétt sé að leita aðstoðar sérfræðinga...í samvinnu við verkefnisstjórn. Því er eðlilegt að boða sérfræðing í þessu efni á fund hópsins áður en lengra er haldið. 6

7 7 Heimildaskrá Ásta Kristjánsdóttir og Ingibjörg Hafstað Nýbúafræðsla. Áfangaskýrsla. Menntamálaráðuneytið. Ásta Kristjánsdóttir, Guðni Olgeirsson og Ingibjörg Hafstað Skýrsla um ferð til Bergen í apríl Menntamálaráðuneytið. Drög að námskrá í sérstakri íslensku fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Menntamálaráðuneytið, mars Erna Árnadóttir Aðfararorð að námskrá. Skíma 35:4-5. [Sjá einnig Meginmarkmið með móðurmálsnámi í grunn- og framhaldsskólum ] Freyja Björk Gunnarsdóttir og Hekla Hannibalsdóttir Nýbúafræðsla á Íslandi: Hvar stöndum við? Hvert stefnum við? B.Ed.-ritgerð við Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík. Greinargerð um tvítyngisnámskeið fyrir Norður-Víetnama vorið [Eftir verkefnisstjóra í nýbúafræðslu.] Guðni Olgeirsson og Ingibjörg Hafstað Tungumál er lykill. Skíma 36:5-11. Holmen, Anne, og J. Normann J rgensen Tosprogede børn i Danmark. Hans Reitzels Forlag. Hvenekilde, A. 1994a. Morsmålsundervisningens plass og betydning i undervisningen for elever fra språklige minoriteter i grunnskolen. Í Anne Hvenekilde (ritstj.): Veier til kunnskap og deltakelse, bls îsló, Novus. Hvenekilde, A. 1994b. Tanker om konomi. Í Anne Hvenekilde (ritstj.): Veier til kunnskap og deltakelse, bls Ósló, Novus. Ingibjörg Hafstað Milli menningarheima: Um nám og kennslu nýbúa. Reykjavík, Námsgagnastofnun. Íslenskukennsla nýbúa. Tillögur starfshóps Menntamálráðuneytið. Loona, Sunil Prosjektet En bedre start. Statusrapport. [Ósló], Antirasistisk Senter. Meginmarkmið með móðurmálsnámi í grunn- og framhaldsskólum Skíma 35:5-12. [Sjá einnig Ernu Árnadóttur 1993.] Opplæring i et flerkulturelt Norge. Norges offentlige utredninger, NOU 1995, 12. Ósló, Statens forvaltningstjeneste. Skýrslur um víetnamska nemendur í móðurmálsnámi haustið Höfundar: Fjórir grunnskólakennarar. [Í 1. viðauka.] Ryen, Else Grammatikk i andrespråksundervisningen. Í Lise Iversen Bjørkvåg, Anne Hvenekilde og Else Ryen (ritstj.): Men hva betyr det, lærer? Norsk som andrespråk. Fagdidaktiske bidrag. Ósló, Landslaget for norskundervisning og J.W. Cappelens Forlag. Sigurður Konráðsson Móðurmálskennsla Víetnama. Reykjavík. [Óprentuð skýrsla, tekin saman handa menntamálaráðuneyti.] Um íslenskukennslu erlendis á grunnskólastigi. Leiðarvísir Menntamálráðuneytið, Skrudda.

8 8

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Hvaða úrræði nota íslenskir og norskir framhaldsskólar til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda? Rósa Björg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli

Detaljer

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir Sjáðu hvað ég fann Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól Kolbrun Vigfúsdóttir 2014 Sjáðu hvað ég fann: Þróun málörvunar og íslenskukennslu í útinámi Reykjavík í júlí 2014 Kolbrún Vigfúsdóttir 2 Sjáðu

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman Skýrslukorn um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi 6. 12. júní 2001 Rúnar Sigþórsson tók saman Efnisyfirlit Inngangur... 3 Josterdal skule... 4 Fresvik skule... 5 Høgskulen

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 Hver er réttur barns til friðhelgi einkalífs? Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem einstaklingur, yngri

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin Íslensk málnefnd Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin [Vinnuskjal 29. ágúst 2015] Hinn 12. mars 2014 voru fimm ár liðin frá því að Alþingi samþykkti tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu

Detaljer

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411 1A SKALI KENNARABÓK Stærðfræði fyrir unglingastig Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Námsgagnastofnun 7411 Skali 1A Kennarabók Gyldendal Norsk Forlag AS

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla Skólaþróunarsvið HA 2005 Efnisyfirlit ÚTSKÝRING... 3 FORMÁLI... 4 YTRI AÐSTÆÐUR... 5 YFIRSTJÓRN LEIKSKÓLAMÁLA...5 LEIKSKÓLARÁÐGJÖF...5 NÁMSKRÁ LEIKSKÓLANS...

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir Lokaverkefni til B.A. -prófs Upplýsingatækni Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum Soffía Lárusdóttir 110360 2829 Kennaraháskóli Íslands Þroskaþjálfabraut Maí 2008 Ágrip Í þessu

Detaljer

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ Leikskólinn Pálmholt Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts 2016 2017 unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ 1 Inngangur Námskrá leikskóla leggur línur um inntak, starfshætti

Detaljer

Skíma. Málgagn móðurmálskennara

Skíma. Málgagn móðurmálskennara Skíma Málgagn móðurmálskennara 1. tbl. 33. árgangur 2010 Viðtal við Heimi Pálsson Norsk sjónvarpsþáttaröð um kennara og skólastarf Íslenska á alþjóðavettvangi Norrænt samstarf Kynning á norrænum tímaritum

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

Athugun og skráning á málþroska barna

Athugun og skráning á málþroska barna Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS YFIRLIT UM HÁLFRAR ALDAR STARF Samið hefir GUÐNI JÓNSSON prófessor REYKJAVÍK HÁSKÓLI ÍSLANDS PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR 1961 Efnisyfirlit Formáli..........................................

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið

Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið 2017-2018 Efnisyfirlit Starfsáætlun... 4 Stjórnskipulag skólans... 4 Starfsfólk... 5 Skóladagatal 2017-2018... 7 Helstu viðburðir skólaársins 2017-2018... 8 Tilhögun

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar Sproti 1a v e r k e f n a h e f t i t i l l j ó s r i t u n a r EFNISYFIRLIT 1 Húfur og bakpokar 2 Flokkaðu myndirnar 3 Mynstur 1 4 Mynstur 2 5 Mynstur 3 6 Fylgdu mynstrinu 1 7 Fylgdu mynstrinu 2 8 Finndu

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Gæsluvarðhald að ósekju

Gæsluvarðhald að ósekju LÖGFRÆÐISVIÐ Gæsluvarðhald að ósekju Bótaréttur manna vegna setu í gæsluvarðhaldi að ósekju sbr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Þorkell Hróar Björnsson

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma. EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Ákvörðun refsingar... 3 2.1 Um refsimörk laga... 3 2.2 Refsiþyngingarástæður... 4 2.3 70. gr. hgl.... 4 2.4 Hugtakið nauðgun í lagalegum skilningi... 6 2.4.1 Fyrirmynd og

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu nýju þolmynd í íslensku

Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu nýju þolmynd í íslensku SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR OG JOAN MALING Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu nýju þolmynd í íslensku 1. Inngangur Á þeim 1100 árum sem liðin eru frá landnámi Íslands hefur íslensk tunga tekið

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 5. júní 2018 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga,

Detaljer

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1107 679. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). (Lagt fyrir Alþingi

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb Reykjavík, 22. janúar 2007. Nefiidasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur 23. 1 Q.ccrb Efiii: Svör við umsögnum um firumvarp til laga um breyting á almennum

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál] sþ. 118. Tillaga til þingsályktunar [115. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. (Lögð fyrir Alþingi á

Detaljer

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850.

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. ii. VmBÆ'I'IB. Konúngleg frumvörp og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. 2 I. Frumvarp til opins bre Is viðvíkjandi breytíng á tilskipun 28. marz 1855 um 5Unn\1- og helgidagahald

Detaljer

Réttarstaða föður samkvæmt íslenskri barnalöggjöf

Réttarstaða föður samkvæmt íslenskri barnalöggjöf Háskólinn á Akureyri Félagsvísinda- og lagadeild Lögfræði 2008 Réttarstaða föður samkvæmt íslenskri barnalöggjöf - Samanburður við gildandi löggjöf í Danmörku og Noregi - Halldóra Kristín Hauksdóttir Lokaverkefni

Detaljer

Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna -

Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna - BA-ritgerð í lögfræði Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 - með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna - Sigríður Dísa Gunnarsdóttir Leiðbeinandi:

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands Marta María Friðriksdóttir Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Margrét María Grétarsdóttir Lagadeild

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Rakel Birna Þorsteinsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Rósmundur Guðjónsson Apríl 2016 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

4.0 Nám, kennsla og námsmat

4.0 Nám, kennsla og námsmat 4.0 Nám, kennsla og námsmat Í þessum hluta handbókarinnar er fjallað um notkun og innihald fagnámskráa, kennslu- og vikuáætlana og bekkjarnámskráa. Hér er einnig gerð grein fyrir uppbyggingu lestrarkennslu

Detaljer

Evrópa Kennsluleiðbeiningar

Evrópa Kennsluleiðbeiningar EVRÓPA Kennsluleiðbeiningar 1 EVRÓPA Efnisyfirlit Til kennara....................................... 3 Um landafræðikennslu...................... 3 Markmið kennslu- og vinnubókar............. 3 Uppbygging

Detaljer

Heimildaskrá. Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.

Heimildaskrá. Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Heimildaskrá Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál. 1999. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska. 1999. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, listgreinar.

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

LÖGGILTAR IÐNGREINAR Á SVIÐI HÖNNUNAR- OG HANDVERKS. Staða, menntun og framtíðarsýn

LÖGGILTAR IÐNGREINAR Á SVIÐI HÖNNUNAR- OG HANDVERKS. Staða, menntun og framtíðarsýn LÖGGILTAR IÐNGREINAR Á SVIÐI HÖNNUNAR- OG HANDVERKS Staða, menntun og framtíðarsýn Ásdís Jóelsdóttir Nóvember 2001 Starfsgreinaráð í hönnun, listum og handverki Formáli Samkvæmt framhaldsskólalögunum frá

Detaljer

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni 978-9935-9275-1-4 2018 Rannsóknin var

Detaljer

Hreyfistundir í leikskóla

Hreyfistundir í leikskóla Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hreyfistundir í leikskóla - hvers vegna? - hvernig? Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir kt. 300979-5139 Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir. Solveig María Ívarsdóttir. B.Sc. í viðskiptafræði

Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir. Solveig María Ívarsdóttir. B.Sc. í viðskiptafræði Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir Solveig María Ívarsdóttir B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2013 Rebekka Rut Gunnarsdóttir Leiðbeinandi: Kt. 041291-2309 Breki Karlsson Fjármál Solveig

Detaljer

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka?

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson

Detaljer

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA Febrúar 2012 ISBN: 978-9979-871-58-3 EFNISYFIRLIT SAMANTEKT... 5 NIÐURSTÖÐUR OG TILLÖGUR NEFNDARINNAR... 8 1. INNGANGUR... 11 1.1. Skipan nefndarinnar...

Detaljer

Rannsókn á framkvæmd og stjórnun kirkjutónlistar á grunni Tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar: auðlindir, virðisauki, virðiskeðja og SVÓT-greining.

Rannsókn á framkvæmd og stjórnun kirkjutónlistar á grunni Tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar: auðlindir, virðisauki, virðiskeðja og SVÓT-greining. FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Rannsókn á framkvæmd og stjórnun kirkjutónlistar á grunni Tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar: auðlindir, virðisauki, virðiskeðja og SVÓT-greining. Ritgerð til MA gráðu Nafn nemanda: Kári

Detaljer

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 2 1.1 Kristín Helga Gunnarsdóttir... 3 1.2 Ríólítreglan... 3 2 Þýðingar og þýðingafræði... 5 2.1 Hvað eru þýðingar?... 5 2.2 Hugtakið jafngildi... 6 2.2.1 Hvað er jafngildi?...

Detaljer

Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum

Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum GREININGARDEILD RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA 20. febrúar 2015 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Inngangur... 6 1 Ógnir

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn 39 2.4 Fornöfn 2.4.0 Flokkar fornafna og almenn einkenni þeirra Svokölluð fornöfn skiptast í nokkra flokka sem eru býsna ólíkir innbyrðis. Íslensk fornöfn eiga það þó sameiginlegt að vera fallorð. Í því

Detaljer

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...1 SKÓLANÁMSKRÁ HOFSSTAÐASKÓLA 2005-2006...3 Leiðarljós Hofsstaðaskóla...3 Formáli...7 A. ALMENNUR HLUTI...7 Inngangur að A-hluta skólanámskrár...7 Hagnýtar upplýsingar...8 Samstarf

Detaljer

Vatnsorka í Noregi. Aðdragandi núverandi skattakerfis. Markmið með breytingunum

Vatnsorka í Noregi. Aðdragandi núverandi skattakerfis. Markmið með breytingunum Skattlagning orkufyrirtækja í Noregi Vatnsorka í Noregi Norðmenn hófu að beisla vatnsorku sína þegar á seinustu öld, en stærstu skrefin voru þó ekki stigin fyrr eftir seinni heimsstyrjöld. Þannig var uppsett

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl.

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Ingibergur Sigurðsson veiðieftirlitsmaður vinnsluskip Mars til júní 2009. Inngangur Í því sem hér fer á eftir mun ég gera

Detaljer