Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir. Solveig María Ívarsdóttir. B.Sc. í viðskiptafræði

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir. Solveig María Ívarsdóttir. B.Sc. í viðskiptafræði"

Transkript

1 Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir Solveig María Ívarsdóttir B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2013 Rebekka Rut Gunnarsdóttir Leiðbeinandi: Kt Breki Karlsson Fjármál Solveig María Ívarsdóttir Kt Fjármál

2

3 Efnisyfirlit Útdráttur Inngangur Fjármálalæsi OECD PISA Háskólanemar á Íslandi Um rannsóknina Lánasjóður íslenskra námsmanna Nálæg lönd Danmörk Noregur Svíþjóð Bretland Vanskil Rannsóknin Aðferð Þátttakendur Rannsóknarsnið Mælitæki Framkvæmd Úrvinnsla Niðurstöður Vita nemendur hvaða ábyrgð fylgir því að taka námslán? Afhverju taka nemendur námslán? Hefðu nemendur komist af án námslánanna? Kynna nemendur sér lánareglur LÍN áður en þeir taka námslán? Hugsa lánþegar út í endurgreiðslufyrirkomulagið hjá LÍN? Vita nemendur hvenær þeir byrja að borga af námslánum sínum? Raundæmi úr spurningalista Fastar afborganir Tekjutengdar afborganir Hvað tekur mörg ár að greiða upp lánin? Hve há er heildargreiðsla af námslánum á einu ári? Einstaklingar í vanskilum með námslán Viðbrögð þátttakenda við réttum svörum við raundæmi Umræða Lokaorð Heimildaskrá Viðauki A Viðauki B... 61

4 Myndaskrá Mynd 1: Frammistaða íslenskra nemenda frá Mynd 2: Skráðir nemendur á háskólastigi Mynd 3: Grunnviðmið samanborin við framfærslulán LÍN til einstaklinga í foreldrahúsnæði eða leigulausu húsnæði Mynd 4: Dæmigert viðmið borið saman við framfærslulán LÍN til einstaklinga í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði Mynd 5: Samanburður húsnæðis og ástæðu fyrir því að þátttakendur tóku námslán hjá LÍN 28 Mynd 6: Samanburður milli kyns og hversu vel þátttakendur kynntu sér lánareglur LÍN Mynd 7: Samanburður milli aldurs og hversu vel þátttakendur kynntu sér lánareglur LÍN Mynd 8: Samanburður milli aldurs og hvort þátttakendur hefðu hugsað út í hvernig endurgreiðslufyrirkomulaginu væri háttað hjá LÍN... 33

5 Töfluskrá Tafla 1: Samanburður á lánaflokkum og lánskjörum hjá LÍN... 6 Tafla 2: Afborgun námslána eftir árslaunum... 8 Tafla 3: Skerðing námslána eftir árslaunum Tafla 4: Staða meðallánþega hjá LÍN Tafla 5: Lán, styrkir og endurgreiðsluvextir milli landa Tafla 6: Aðhvarfsgreining á hvort þátttakendur hefðu komist af án námslána Tafla 7: Aðhvarfsgreining á því hversu vel þátttakendur kynntu sér lánareglurnar Tafla 8: Aðhvarfsgreining á því hvort þátttakendur hugsuðu út í endurgreiðslufyrirkomulagið hjá LÍN Tafla 9: Aðhvarfsgreining á því hvort þátttakendur þekktu til einstaklinga sem höfðu lent í vanskilum Tafla 10: Aðhvarfsgreining á því hvort niðurstöðurnar úr raundæminu kæmu á óvart... 43

6 Útdráttur Rannsókn þessi var gerð í þeim tilgangi að kanna skilning háskólanema á Íslandi á námslánum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Könnun var lögð fyrir nemendur í grunnnámi í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands til að kanna hversu vel þátttakendur kynntu sér lánareglur LÍN áður en þeir tóku lán og hvort þeir hefðu hugsað út í endurgreiðslufyrirkomulagið á láninu. Einnig var kannað hvort að niðurstöður úr raunverulegum dæmum kæmu þátttakendum á óvart og hvort munur væri á niðurstöðum þátttakenda eftir kyni, aldri, skóla, húsnæði og hvers konar bifreið þeir áttu. Niðurstöður sýndu að hjá meirihluta þátttakenda var skilningur á námslánum hjá LÍN ekki mikill. Stór hluti þátttakenda hafði ekki kynnt sér lánareglur LÍN áður en þeir tóku lán og höfðu ekki hugsað út í endurgreiðslufyrirkomulagið. Einnig kom í ljós að skilningur á öðrum þáttum sem tengdust námslánunum var ábótavant. Það var ekki mikill munur á milli kvenna og karla en niðurstöðurnar sýndu þó í flestum tilfellum að því eldri sem þátttakendur voru því betur höfðu þeir kynnt sér endurgreiðslufyrirkomulagið og höfðu betri skilning á námslánum. Þetta átti einnig við þá þátttakendur sem bjuggu í eigin húsnæði. Út frá niðurstöðunum má álykta að háskólanemar á Íslandi geri sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að taka námslán. 1

7 1 Inngangur 1.1 Fjármálalæsi Fjármálaákvarðanir eru stór hluti af lífi allra þeirra sem tilheyra nútímasamfélagi. Ákvarðanataka einstaklinga getur skipt miklu máli til lengri og skemmri tíma og er því mikilvægt að skilja hvað felst í ákvörðuninni til þess að forðast neikvæðar afleiðingar. Breki Karlsson (2013) forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi hefur skilgreint hugtakið fjármálalæsi sem getu til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfi og hegðun og snýst um að geta tekið upplýstar ákvarðanir í fjármálum. Ungt fólk þarf að taka erfiðar ákvarðanir tengdar sínum eigin fjármálum og eru valkostirnir oft afar flóknir og stundum er litla ráðgjöf að fá. Því er mikilvægt að fjárráða einstaklingar tileinki sér góða færni í fjármálalæsi til þess að vera sem best undirbúin að taka ákvarðanir sem geta haft mikil áhrif á framtíðina. Undir fjármálalæsi fellur þar af leiðandi skilningur á námslánum og er tilgangur þessarar rannsóknar að fjalla ítarlega um þann hluta fjármálalæsis hjá háskólanemum á Íslandi. Fjármálaþjónusta getur verið afar flókin og þá sérstaklega þegar um lántöku er að ræða. Einnig getur slík fjármögnunarþjónusta verið mjög aðgengileg ungu fólki á Íslandi sem veit ekki endilega hvaða ábyrgð þau eru að taka sér á hendur (Breki Karlsson, 2013). Á Íslandi er mjög auðvelt að taka námslán og komast í námunda við háar upphæðir á skömmum tíma. Það er því möguleiki að þeir sem taka námslán geri sér ekki grein fyrir þeirri langtímaábyrgð sem þeir eru að gangast undir. 1.2 OECD Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ( Financial education and the crisis, 2009) þá skiptir fjármálalæsi miklu máli og getur það verið stór þáttur í lífi einstaklinga til að taka réttar ákvarðanir í átt að fjárhagslega öruggri framtíð. OECD hefur gert rannsókn á fjármálalæsi og borið saman niðurstöður milli landa en Ísland tók þó ekki þátt. Stofnun um fjármálalæsi á Íslandi hefur gert rannsóknir á fjármálalæsi Íslendinga frá árinu 2005 og var hún síðast framkvæmd árið Borið saman við rannsókn hennar síðan árið 2008 hefur fjármálalæsi Íslendinga hrakað milli ára ( Rannsóknir, e.d.). Það er greinilegt að Íslendinga skortir þekkingu á þessu sviði og gæti verið að þeir fái litla fræðslu til þess að eiga möguleika á því að taka réttari ákvarðanir í fjármálum. 2

8 1.3 PISA Það er mikilvægt fyrir alla þá sem koma að skólakerfinu, svo sem foreldra, nemendur, kennara, stjórnvöld og aðra að vita hversu vel skólakerfið undirbýr nemendur fyrir raunverulegar aðstæður. OECD kom á stofn PISA rannsókninni árið 1997 sem auðveldar samanburð á árangri nemenda milli landa. PISA mælingarnar hófust þó ekki fyrr en árið 2000 en þá var rannsóknin framkvæmd í 43 löndum en í fimmtu fyrirlögn árið 2012 tóku alls 65 lönd og landsvæði þátt. Rannsóknin mælir stærðfræðikunnáttu, lesskilning og náttúrufræðilæsi meðal 15 ára nemenda (OECD, 2013). Í sumum löndum var einnig mæld frammistaða í þrautalausnum og fjármálalæsi en var það þó ekki gert á Íslandi (Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson og Júlíus K. Björnsson, 2013). Áhersla er lögð á að kanna getu nemenda til þess að nota þekkingu sína og færni til að takast á við áskoranir og óþekktar aðstæður í lífinu. PISA niðurstöðurnar hjálpa þátttökulöndunum að fylgjast með árangri menntakerfisins með því að mæla frammistöðu nemenda með reglubundnum hætti eða á þriggja ára fresti. Einnig býður verkefnið upp á ákveðna vitneskju og niðurstöður sem nýtast við stefnumótun og skipulag menntakerfisins (OECD, 2013). Í nýjustu PISA rannsókninni sem var framkvæmd árið 2012 er í annað sinn lögð áhersla á frammistöðu í stærðfræði, en það var einnig gert árið Á Íslandi hefur orðið veruleg afturför í stærðfræðikunnáttu eða um 22 stig. Það á þó einnig við um öll hin Norðurlöndin nema Noreg, þar er afturförin minnst. Á þessu tímabili hefur stærðfræðikunnátta og lesskilningur íslenskra grunnskólanema minnkað um sem nemur hálfu skólaári. Lítill munur er þó á stærðfræðikunnáttu milli kynja á Íslandi á tímabilinu 2003 til Þegar meðalframmistaðan er skoðuð er stærðfræðikunnátta á Íslandi upp á 493 stig sem er ekki frábrugðið meðaltali OECD sem er 494 stig. Þessi niðurstaða er þó lægri en í 14 OECD löndum og hærri en í 11 þeirra en einnig hærri en í 23 löndum utan OECD. Af Norðurlöndunum er Finnland hæst með 519 stig en Danmörk og Noregur eru á svipuðum stað og Ísland en Svíþjóð er lægst með 478 stig (Almar M. Halldórsson o.fl., 2013). Á mynd 1 má sjá niðurstöður PISA rannsóknarinnar á Íslandi frá árinu 2000 til ársins 2012 ( PISA 2012, e.d.). Þar koma fram upplýsingar um fjölda stiga sem Ísland fékk í lesskilningi, læsi á stærðfræði og læsi á náttúrúfræði á ári hverju. 3

9 Lesskilningur Læsi á stær!fræ!i Læsi á náttúrufræ!i PISA 2000 PISA 2003 PISA 2006 PISA 2009 PISA 2012 Mynd 1: Frammistaða íslenskra nemenda frá Á vefsíðu forsætisráðuneytisins er að finna mælikvarða eða markmið fyrir árið Þessir mælikvarðar eru settir fram til að fylgjast með hvernig Íslandi miðar í þá átt að verða öflugt samfélag sem byggir á varanlegri velferð, þekkingu og sjálfbærni ( Samfélagsmarkmið, e.d.). Mælikvarði 15 flokkast sem þekkingarmælikvarði en undir honum stendur: Að árið 2020 verði færni íslenskra grunnskólanemenda sambærileg við 10 efstu þjóðir samkvæmt OECD PISA rannsókninni á lesskilningi og læsi á stærðfræði og raungreinar ( Mælikvarðar, e.d.). Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að efla menntakerfið þar sem hagsmunir nemenda og þjóðarinnar allrar eru hafðir að leiðarljósi. Eitt af þeim atriðum sem ríkisstjórnin leggur áherslu á undir mennta- og menningarmálum er fjármálalæsi ( Stefnuyfirlýsing, e.d.). Til að ná þessu markmiði er hægt að styðjast við niðurstöður úr PISA rannsókninni. Þar er til dæmis hægt að bera Ísland saman við þau lönd sem eru hvað næst okkur í menningu og eru að standa sig vel. Þannig getur menntakerfið hér á landi byggt stefnumótandi ákvarðanir sínar á bestu fáanlegu upplýsingum um það hvað má gera betur, hverju má breyta og bæta samanborið við önnur lönd. 4

10 1.4 Háskólanemar á Íslandi Á síðustu árum hefur skráning í háskólanám á Íslandi aukist mikið. Á mynd 2 má sjá fjölda nemenda í fræðilegu grunnnámi í háskólum á Íslandi en fjöldi nemenda hefur farið úr um 8 þúsund um aldamótin 2000 og upp í um 14 þúsund árið Upplýsingarnar eru fengnar af Hagstofunni en nýjustu tölur eru síðan 2012 (Hagstofa Íslands, 2013). Fjöldi nemenda Mynd 2: Skráðir nemendur á háskólastigi Um rannsóknina Í þessari rannsókn var leitast við að athuga hvort háskólanemar sem taka námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) gerðu sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því til lengri tíma að taka námslán. Rannsókn var lögð fyrir háskólanema í grunnnámi við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Þeir einstaklingar sem falla undir lög LÍN eiga möguleika á því að taka námslán án tilliti til efnahags. Sjóðurinn veitir lán til náms sem telst lánshæft samkvæmt reglum LÍN en það getur verið háskólanám, hvers kyns sérnám eða nám á framhaldsskólastigi. Starfsemi sjóðsins er fjármögnuð með endurgreiðslum námslána, ríkisframlagi og lánsfé ( Hlutverk LÍN, e.d.). 1.6 Lánasjóður íslenskra námsmanna Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur veitt fjórar mismunandi gerðir lána frá árinu Flokkarnir hafa kallast G-, R-, S- og V-lán. Í töflu 1 má sjá yfirlit yfir lánaflokkana og samanburð á lánskjörum. Í þessari umfjöllun verður miðað við forsendur G-lána þar sem slík lán eru veitt í dag. V- og S-lán eru verðtryggð og endurgreiðslur standa yfir þar til skuld er 5

11 greidd upp eða lánþegi fallinn frá. Í tilfelli V-lána munu endurgreiðslur þó ekki standa yfir lengur en í 20 ár og ekki lengur en 40 ár í tilfelli S-lána. Lánaflokkarnir R og G hafa sömu lánskjör en þau eru verðtryggð að viðbættum 1% vöxtum. LÍN hefur þó heimild til þess að hækka vextina í 3% samkvæmt lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna nr. 21/1992. Þá standa endurgreiðslur yfir þar til skuld er greidd eða lánþegi fallinn frá ( Lánskjör og lánaflokkar, e.d.). Tafla 1: Samanburður á lánaflokkum og lánskjörum hjá LÍN Lánaflokkur: G-lán R-lán S-lán V-lán Veitt frá Lánskjör Verðtryggð + Verðtryggð + 1% vextir* 1% vextir* Verðtryggð Verðtryggð Endurgreiðsla Hefst 2 árum Hefst 2 árum Hefst 3 árum Hefst 3 árum eftir námslok eftir námslok eftir námslok eftir námslok * Samkvæmt Lögum nr. 21/1992 er heimild að hækka vexti í 3% Til þess að geta sótt um námslán hjá LÍN þarf námsmaður að vera í lánshæfu námi. Námsmenn geta þó ekki fengið lán ef þeir eru á vanskilaskrá eða í vanskilum við LÍN. Lánþegi þarf að skrifa undir skuldabréf þess efnis að hann ábyrgist endurgreiðslu lánsins. Þegar LÍN hefur fengið skuldabréfið í sínar hendur er hægt að fá lán útgreitt. Lán eru að jafnaði greidd út til námsmanna í lok hverrar annar en margir nýta sér greiðsluþjónustu banka og fá lánið fyrirfram greitt og þá oft í byrjun annar. Þegar lánþegi lýkur námi þá lokast skuldabréfið og frá þeim tíma byrja að reiknast vextir af láninu. Ef námsmaður gerir hlé á námi sínu sem er styttra en eitt ár getur hann notað sama skuldabréfið. Ef hléið verður lengra en eitt ár mun skuldabréfið lokast og námsmaðurinn hefur þá þann valmöguleika að sækja um nýtt skuldabréf ef hann vill taka námslán þegar snúið er aftur til náms. Námsmaður byrjar að greiða af láninu tveimur árum eftir að skuldabréfinu er lokað. Þó er hægt að sækja um frest bæði á lokun skuldabréfs og á afborgun láns. Dæmi um að lánþegi sæki um frest á lokun skuldabréfs er ef viðkomandi er enn í fullu lánshæfu námi og hefur þá ekki sótt um námslán á þeim tíma. Aðstæður gætu skapast þannig að lánþegi þarf að sækja um frest á afborgunum námslána en slíkar aðstæður gætu verið atvinnuleysi eða veikindi ( Skuldabréf, e.d.). Í dag þarf lánþegi almennt ekki að hafa ábyrgðamann fyrir skuldabréfinu. Þau námslán sem veitt voru til og með námsárinu 2008 til 2009 þörfnuðust þó ábyrgðarmanns óháð því hvort 6

12 þau flokkuðust undir V-, S-, R- eða G-lán. Sá sem skrifaði undir lánið sem ábyrgðarmaður gekkst undir svokallaða sjálfskuldarábyrgð. Slík ábyrgð skyldar ábyrgðarmann til þess að greiða af láninu ef það hefur ekki verið gert af lánþega. Öll lán sem veitt hafa verið frá og með námsárinu 2009 til 2010 eru veitt án ábyrgðarmanns. Lánþegi sjálfur gengst þá undir sjálfskuldarábyrgð en ef þær aðstæður skyldu skapast að lánþegi sé einhverra hluta vegna ekki lánshæfur samkvæmt kröfum LÍN getur hann sótt um undanþágu eða fengið ábyrgðarmann til þess að skrifa undir skuldabréfið ( Í hverju felst ábyrgðin?, e.d.). Ef lánþegi útvegar ekki ábyrgðamann er möguleiki á því að taka veð í fasteign fyrir láninu ( Skuldabréf, e.d.). Lánið er vaxtalaust á meðan lánþegi er í námi en vextir reiknast frá því að námsmaður lýkur námi eða þegar skuldabréfinu er lokað. Lánið er verðtryggt og í dag eru vextirnir um 1% en leyfilegt er samkvæmt lögum nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna að hækka þá upp í 3%. Einnig er dregið 1,2% lántökugjald af öllum útgreiddum lánum ( Lánskjör, e.d.). Tvær afborganir eru á ári af námslánum, önnur er föst greiðsla og sama upphæð gildir fyrir alla lánþega og hin afborgunin er tekjutengd og er því misjöfn milli greiðenda. Afborganir af láni standa yfir þar til allt lánið hefur verið greitt til baka og getur það tekið mörg ár. Tekjutengd afborgun er greidd einu sinni á ári eða 1. september. Upphæð þeirrar afborgunar miðast við tekjur lánþega árið á undan endurgreiðsluárinu og eru þær upplýsingar fengnar frá Ríkisskattstjóra. Endurgreiðsluhlutfallið er 3,75% af tekjustofni greiðanda en undir hann fellur útsvarsstofn að viðbættum fjármagnstekjum greiðanda. Útsvarsstofn greiðanda er aðallega launatekjur en þar inn í geta komið ýmsar bætur eða lífeyrisgreiðslur. Fjármagnstekjur geta þá verið leigutekjur, söluhagnaður, arður eða vextir og skiptast þær jafnt milli hjóna eða sambúðaraðila. Ef tekjur greiðanda eru í erlendri mynt verða þær umreiknaðar í íslenska mynt miðað við meðalgengi tekjuársins ( Tekjutengd afborgun, e.d.). Fasta greiðslan er einnig greidd einu sinni á ári eða 1. mars. Allra fyrsta afborgunin af láninu er þó 30. júní hafi skuldabréfi verið lokað að vori tveimur árum áður. Afborgun þessa þurfa allir lánþegar að greiða og er hún algjörlega óháð tekjum. Afborgunin breytist ár hvert en er hún reiknuð í samræmi við vísitölu neysluverðs 1. janúar. Þessi greiðsla kemur til frádráttar við tekjutengdu afborgunina ( Föst afborgun, e.d.). Í töflu 2 er hægt að sjá hvernig tekjutengdar afborganir skiptast eftir árslaunum greiðanda. Fasta afborgunin bætist svo við og þá er hægt að sjá hve mikið greiðandi greiðir á ári af námslánum sínum. Segjum sem svo að greiðandi sé með sex milljónir í árslaun og greiði þá samkvæmt reglum LÍN 3,75% af tekjum sínum af láninu 1. september og er sú upphæð þá tekjutengda afborgunin. Hann hefur þá 7

13 greitt fasta afborgun upp á kr. (ef endurgreiðsla þessi á sér stað árið 2014) og kemur sú upphæð þá til frádráttar svo viðkomandi greiðir einungis kr. í tekjutengda afborgun. Heildargreiðsla viðkomandi einstaklings yfir árið eru þá kr. Tafla 2: Afborgun námslána eftir árslaunum Árslaun Tekjutengd afborgun Föst afborgun Samtals greitt á ári kr kr kr kr kr kr kr kr kr kr kr kr. Afborganir af lánum eru greiddar í gegnum íslenska banka. Mögulegt er að dreifa greiðslum af láninu annað hvort í samráði við LÍN eða hjá greiðsludreifingaþjónustu banka. Ef greiðandi nýtir sér greiðsludreifingu á námslánum sínum hjá LÍN er hægt að dreifa hverri afborgun á 4 eða 6 mánuði og sendast greiðsluseðlar eftir því til viðkomandi einstaklings. Greiðsludreifing er í boði fyrir alla þá er hafa staðið í skilum á fyrri greiðslum. Við fjögurra mánaða greiðsludreifingu bætist við 1,5% afgreiðslugjald en hækkar gjaldið í 2% verði greiðslunni dreift á 6 mánuði ( Greiðsludreifing, e.d.). Ef greiðandi gengur ekki frá greiðslu á afborgun námsláns eftir ákveðinn tíma frá settum tíma greiðslu og hefur ekki samið við LÍN fer krafan í innheimtuferli en það er framkvæmt af LÍN í samræmi við lög nr. 95/2008 um innheimtu. Mögulegt er að sækja um undanþágu frá afborgun hjá LÍN ( Innheimtuferli, e.d.). Aðstæður geta skapast hjá greiðendum eins og atvinnuleysi, örorka, veikindi eða annað sem skapar fjárhagsleg vandræði fyrir viðkomandi. Ef greiðandi sækir um undanþágu sér LÍN um að meta hvort aðili uppfylli skilyrði fyrir undanþágu frá afborgun og er þá aðallega litið til breytinga á tekjum viðkomandi. Ef um verulega dræmar fjárhagslegar aðstæður er að ræða gæti komið til frystingu námslána eða greiðsluaðlögunar ( Úthlutunarreglur, e.d.). Námslán eru greidd út í lok hverrar annar eftir að námsmaður hefur sent staðfestingu á því að öllum einingum hafi verið náð og að þær einingar uppfylli námsframvindukröfur. Útborgun láns fyrir haustönn hefst þar af leiðandi í janúar og útborgun fyrir vorönn hefst í lok apríl. Námsmenn geta einnig sótt um svokallað skólagjaldalán og er hægt að fá það greitt strax í upphafi hverrar annar beint frá LÍN. Það þarf að sækja um námslán fyrir 1. desember á haustönn, fyrir 1. maí á vorönn og fyrir 1. júlí á sumarönn ( Útborgun námsláns, e.d.). Ef nemandi stenst kröfur LÍN fær hann útgefna svokallaða lánsáætlun. Nemandi fær aðgang að svæði sem kallast mitt svæði í heimabankanum sínum og hægt er að nálgast allar 8

14 upplýsingar sem tengjast láninu þar. Nemendur nýta sér oft greiðsluþjónustu banka og sparisjóða til þess að fá yfirdrátt með veði í lánsloforðinu frá LÍN og þá er hægt að fá alla upphæðina í einu eða dreifa henni á ákveðið marga mánuði. Þá tekur námsmaður yfirdrátt á tilheyrandi vöxtum sem vanalega eru þó mikið lægri og hagstæðari en hefðbundnir yfirdráttarvextir. Hjá Landsbankanum eru vextir á venjulegum yfirdrætti einstaklinga til að mynda 12,80% en yfirdráttur vegna námslána er 7,10% ( Vextir, e.d.). Yfirdrátturinn er svo borgaður til baka með námslánunum þegar þau eru greidd út. Til þess að geta nýtt sér þessa þjónustu þarf bankinn eða sparisjóðurinn að sjá lánsáætlunina. Ef námsmenn ná þó að framfleyta sér fyrstu önnina sem þeir taka námslán geta þeir notað þau lán sem útgreidd eru í lok annar til þess að framfleyta sér á næstu önn og gætu því komist hjá því að taka yfirdrátt hjá banka eða sparisjóð ( Lánsáætlun, e.d.). Námsmenn þurfa að skila inn upplýsingum til LÍN er varða húsnæði á námstíma. Námsmaður getur verið skráður í foreldrahúsnæði eða leigulaust húsnæði en einnig getur viðkomandi verið skráður í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Einstaklingur sem býr í foreldrahúsnæði eða leigulausu húsnæði og er barnlaus fær kr. á einingu í framfærslulán og gæti því fengið á ári ef hann lýkur 60 ECTS einingum og er undir frítekjumarkinu. Ef einstaklingur er barnlaus og býr í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði fær hann kr. á einingu í framfærslu. Gæti sá einstaklingur fengið samtals kr. á ári ef hann lýkur 60 ECTS einingum gefið að hann sé undir frítekjumarkinu. Námsmaður fær um helmingi hærra framfærslulán ef hann býr í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Ef námsmaður fer yfir frítekjumarkið lækkar framfærslulánið samkvæmt því. Að auki er hægt að fá bókalán að upphæð kr. á önn óháð tekjum eða húsnæði á námstíma ( Framfærslureiknivél, e.d.). Ef tekjur námsmanns fara þó yfir kr. og hann býr í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði þá getur hann ekki fengið framfærslulán hjá LÍN þar sem hann er þá kominn yfir tekjumörkin sem LÍN setur. Tekjumörkin hjá þeim sem búa í foreldrahúsum eru kr. Þegar námsmaður hefur farið yfir þessa launaupphæð hafa lán hans skerst það mikið sökum þess hve lágt frítekjumarkið að hann getur ekki fengið nein útgreidd framfærslulán. Mismunur milli launa námsmanns og frítekjumarksins er sem sagt orðinn jafnhár og framfærslulánið sem hann gæti fengið ef hann væri undir frítekjumarkinu eða um kr. Tekjurnar eru þá í rauninni það háar að þær hafa eytt út framfærsluláninu. Ef það gerist byrja skólagjaldaog bókalán að skerðast. Ef námsmaður á börn eða maka getur hann sótt um viðbótarlán vegna þess. Námsmaður sem er í hjónabandi, sambúð eða staðfestri samvist getur fengið um kr. aukalega á einingu í námslán fyrir hvert barn sem býr á heimilinu. Ef námsmaður er 9

15 einstætt foreldri er þessi upphæð um kr. fyrir hvert barn ( Framfærslulán, e.d.). Námsmenn geta einnig sótt um meðlagslán, makalán, lán vegna sjúkratrygginga og lán vegna ófyrirsjáanlegra breytinga. Þeir námsmenn sem eiga lögheimili meira en 100 km. frá skóla geta einnig sótt um ferðalán ( Önnur lán, e.d.). Velferðarráðuneytið hefur gert rannsóknir á neysluviðmiðum fyrir heimili á Íslandi og gefið út bæði grunnviðmið og dæmigert viðmið. Grunnviðmið gefur til kynna hvað einstaklingar þurfa að lágmarki til þess að framfleyta sér og dæmigert viðmið lýsir hóflegri neyslu einstaklings. Á mynd 3 og 4 eru þessi neysluviðmið borin saman við framfærslulán hjá LÍN. Grunnviðmið velferðarráðuneytisins er notað til þess að bera saman við einstakling í foreldrahúsnæði eða leigulausu húsnæði. Það er gert vegna þess að í grunnviðmiðinu er húsnæðiskostnaður ekki tekinn með. Dæmigert viðmið var svo notað til þess að bera saman við einstakling í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði en þar er húsnæðiskostnaður tekinn inn í reikninginn. Allar upphæðir eru miðaðar við mánaðarleg útgjöld. Einnig er gert ráð fyrir því að framfærslulán LÍN nýtist einstaklingum einungis þegar þeir eru að stunda nám eða frá september til maí og eru það 9 mánuðir. Á mynd 3 má sjá samanburð á grunnviðmiði velferðarráðuneytisins og framfærsluláni LÍN. Grunnneysluviðmið einstaklings samkvæmt rannsókn ráðuneytisins er kr. á mánuði en það mesta sem einstaklingur í foreldrahúsnæði eða leigulausu húsnæði getur fengið í framfærslulán hjá LÍN eru kr. á mánuði. Framfærslulán LÍN Grunnvi!mi! 0 kr kr kr kr kr kr. Mynd 3: Grunnviðmið samanborin við framfærslulán LÍN til einstaklinga í foreldrahúsnæði eða leigulausu húsnæði Á mynd 4 má sjá samanburð á dæmigerðu neysluviðmiði velferðaráðuneytisins og framfærsluláni LÍN. Dæmigert viðmið fyrir einstaklinga er kr. á mánuði og þá er 10

16 meðtalinn húsnæðiskostnaður. Það mesta sem einstaklingur getur fengið í framfærslulán hjá LÍN á mánuði ef hann býr í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði eru kr. á mánuði (Jón Þór Sturluson, Guðný Björk Eydal og Andrés Júlíus Ólafsson, 2011). Þessi samanburður sýnir það greinilega að samkvæmt neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins duga framfærslulán LÍN ekki fyrir neyslu einstaklinga hvort sem þeir búa í foreldrahúsnæði, leigulausu húsnæði, eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Áhugavert er að sjá að munurinn er mikið meiri fyrir einstaklinga í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði og þurfa þeir því að brúa stærra bil með viðbótartekjum og þá eiga á hættu að fá lægri framfærslulán frá LÍN eða draga verulega úr neyslu á námstíma sem getur reynst erfitt til lengri tíma.,'-#."'/01023)456)!"#$%&'()*$+#$+) 0 kr kr kr kr kr kr. Mynd 4: Dæmigert viðmið borið saman við framfærslulán LÍN til einstaklinga í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði Gerðar eru sérstakar námsframvindukröfur til þeirra sem sækjast eftir láni hjá LÍN. Fullt nám miðast við 60 ECTS einingar á einu ári og eru almennar kröfur um námsframvindu 60% af fullu námi. Til þess að fá útgreitt lán frá LÍN á haust- eða vorönn þarf námsmaður að hafa lokið að minnsta kosti 18 einingum á þeirri önn, þá er mest lánað fyrir 30 ECTS einingum. Ef nemandi sækir um lán fyrir sumarönn eru lágmarkskröfur um námsframvindu 12 ECTS einingar en mest er lánað fyrir 20 ECTS einingum á sumarönn. ( Námsframvinda, e.d.). Tekjur námsmanns geta haft áhrif á þá upphæð sem greidd er út af LÍN á hverri önn. Þær tekjur sem námsmaður aflar árið 2013 hefur áhrif á upphæð námsláns skólaárið 2013 til Ef námsmaður fær kr. eða minna á ári í laun heldur hann sig innan frítekjumarksins og þar af leiðandi haldast námslán hans óskert. Ef tekjurnar fara yfir þessi mörk skerðast lánin því sem nemur 35% af umframtekjum námsmanns. Í töflu 3 má sjá samanburð á skerðingu námslána eftir árslaunum. Árslaun sem gefin eru í töflunni eru miðuð út frá því að 11

17 námsmaður sé eingöngu í hlutastarfi stærstan part ársins. Gefum okkur að námsmaður fái kr. í árslaun árið 2013 og frítekjumarkið er eins og áður segir kr. þá er mismunurinn þar á milli kr. Þessi tiltekni námsmaður sækir um 60 ECTS eininga námslán fyrir eitt ár og verður skerðing lánsins þá 35% af þeirri upphæð eða kr. Ef námsmaður byggi í foreldrahúsnæði eða leigulausu húsnæði og væri með þessi laun myndi hann eingöngu fá um kr. á önn í framfærslulán en ef hann væri undir frítekjumarkinu gæti hann fengið kr. ( Áhrif tekna á námslán, e.d.). Þess má geta að ef einstaklingur er með kr. í árslaun hefur hann eingöngu kr. að meðaltali í mánaðarlaun. Frítekjumarkið hefur ekki verið hækkað síðan árið 2009 og hefur LÍN sætt gagnrýni vegna þess að á sama tíma hefur verðlag hækkað gífurlega. Tafla 3: Skerðing námslána eftir árslaunum Árslaun Frítekjumark Mismunur Skerðing kr kr kr kr kr kr kr kr kr kr kr kr. Til þess að gefa betri mynd af því hvernig stöðu námsmenn eru í með námslán hjá LÍN verður sett hér upp raundæmi um hinn meðallánþega hjá LÍN. Í töflu 4 má sjá yfirlit yfir hvernig málum lánþegans er háttað, hans helstu kostnaðarliðir og tekjur, framfærslulánið hans og skerðing vegna launa. Segjum sem svo að að 23 ára einstaklingur hafi tekið námslán hjá LÍN þar sem hann er nú í grunnnámi í háskóla á Íslandi. Þessi einstaklingur býr í leiguhúsnæði og borgar kr. í leigu á mánuði. Hann á líka bíl og meðalkostnaður á mánuði fyrir öllum bílatengdum gjöldum er um kr. Þessi aðili fær kr. í laun á mánuði í hlutastarfinu og fær svo kr. á mánuði í fullu starfi yfir sumartímann. Hann ætti að fá kr. í framfærslulán frá LÍN á önn sem gera kr. á mánuði en þar sem árslaun hans eru kr. á ári þá skerðast námslán hans um kr. og hann fær því eingöngu kr. á önn frá LÍN sem gera um kr. á mánuði. Þessi einstaklingur er þá með heildartekjur á mánuði kr. og eftir að hann greiðir húsaleigu og gjöld af bílnum sínum á hann einungis um 37 þúsund krónur eftir á mánuði fyrir aðra kostnaðarliði eins og mat. Gert er ráð fyrir því í útreikningum að námslán séu nýtt 9 mánuði ársins og hver önn sé þá 4,5 mánuðir. 12

18 Tafla 4: Staða meðallánþega hjá LÍN Tímabil Á önn Á mánuði Full framfærslulán Skerðing vegna launa kr kr kr. Heildar framfærslulán kr. Laun í hlutastarfi Leiga Bifreiðakostnaður Samtals tekjur kr kr kr kr kr. 1.7 Nálæg lönd Lánakerfin geta verið mismunandi á milli landa. Þegar námslánakerfið á Íslandi er borið saman við kerfin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þá kemur í ljós að kerfin eru mjög ólík. Á Íslandi þurfa nemendur að greiða skólagjöld en þau eru þó að hluta til niðurgreidd af ríkinu. Engir almennir framfærslustyrkir eru í boði fyrir háskólanema á Íslandi en þeim gefst þó kostur á að taka námslán. Kerfin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru mjög svipuð. Þar þurfa nemendur í flestum háskólum ekki að greiða skólagjöld. Einnig eiga þeir rétt á framfærslustyrk og hafa rétt á að taka lán til viðbótar sé þess óskað. Í Bretlandi geta nemendur fengið námslán til að greiða skólagjöldin og framfærslulán. Einnig eiga sumir nemendur í fullu námi rétt á framfærslustyrk en það fer eftir tekjum heimilanna hversu hár framfærslustyrkurinn er eða hvort nemendur eiga rétt á honum yfir höfuð Danmörk Í Danmörku eiga nemendur rétt á stuðningi til að mennta sig óháð félagslegri stöðu sinni. Danskir nemendur, nemendur innan ESB eða EES og skiptinemar þurfa ekki að greiða skólagjöld í dönskum menntastofnunum. Framfærslustuðningur nemenda er veittur af SU sem er námslánastofnun í Danmörku rekin af danska ríkinu. Tvenns konar styrkir eru veittir í Danmörku. Annars vegar fyrir fólk eldra en 18 ára sem er þá aðallega hugsað fyrir menntun á framhaldsskólastigi og hins vegar fyrir fólk sem er komið á hærra menntunarstig, eins og háskólastig. Það verður aðeins fjallað um styrkina sem veittir eru háskólanemum í þessari rannsókn. Háskólanemar hafa rétt á mánaðarlegum styrkjum á meðan á námi stendur eða í allt að 70 mánuði sem samsvarar 5 árum og 10 mánuðum. Þessi styrkur dugar því bæði fyrir grunnnámi og meistaranámi. Nemendur geta flakkað á milli námsbrauta en ef þeir klára þann 13

19 styrk sem þeir eiga rétt á þá geta þeir tekið námslokalán á seinasta námsárinu ( State Educational Grant and Loan Scheme, e.d.). Námslokalánið árið 2014 er mánaðarleg greiðsla í allt að 12 mánuði upp á DKK sem er um kr. ( Satser for SU-lån, e.d.). Nemendur sem búa ennþá heima hjá foreldrum sínum fá lægri styrk en þeir sem eru fluttir að heiman. Þeir sem búa hjá foreldrum sínum og hefja nám fyrir 1. júlí 2014 eiga rétt á DKK mánaðarlega fyrir skatt eða um kr. Þeir sem hefja nám 1. júlí 2014 eða seinna og búa hjá foreldrum sínum eiga rétt á DKK mánaðarlega fyrir skatt eða um kr. Þeir sem eru fluttir að heiman fá mánaðarlega fyrir skatt DKK eða um kr. ( SU til videregående uddannelser, e.d.). Ef nemendur sem þiggja framfærslustyrk eru einnig að vinna eða að afla sér persónulegra tekna þá mega þeir ekki fá tekjur umfram ákveðna upphæð. Ef það gerist þá þurfa þeir nemendur að endurgreiða hluta af styrknum og hluta af lánum ef þeir hafa tekið þau að viðbættum 7% vöxtum það árið ( State Educational Grant and Loan Scheme, e.d.). Nemendur hafa einnig rétt á að taka námslán til viðbótar við framfærslustyrkinn. Nemendur geta fengið DKK í námslán á mánuði, miðað við árið 2014, en það er um kr. Einnig geta nemendur með börn fengið viðbótarlán ( Satser for SU-lån, e.d.). Vextirnir á námsláninu eru ákvarðaðir af þinginu og eru 4% árið Nemendur byrja að borga lánið til baka ekki seinna en einu ári eftir að námi lýkur og verður það að vera greitt að fullu innan 15 ára ( Grants and Loans amounts, e.d.). Um það bil helmingur nemenda í Danmörku taka námslán þrátt fyrir að fá einnig styrk ( State Educational Grant and Loan Scheme, e.d.). Velferðarkerfið í Danmörku hefur það að markmiði að allir landsmenn hafi jafnan aðgang að mismunandi þjónustu sem greitt er fyrir með skattlagningu. Meðal þeirra þátta sem er átt við með þessu er að öll börn hafi jöfn tækifæri til að mennta sig. Skatthlutfallið í Danmörku er þar af leiðandi mjög hátt ( Taxation in Denmark, e.d.). Allir gjaldeyrisútreikningar voru miðaðir við gengi Landsbankans þann 20. mars 2014 ( Gjaldmiðlar, e.d.) Noregur Nemendur í Noregi þurfa ekki að greiða skólagjöld í flestum háskólum þar í landi. Þetta á við um nemendur frá öllum löndum sem mennta sig í Noregi og einnig á þetta við um öll stig háskólanáms ( Tuition fees, e.d.). Nemendur geta bæði fengið styrki og námslán ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði. Til að eiga rétt á fullum styrk og geta tekið fullt lán þá þurfa nemendur að ljúka 30 ECTS einingum eða meira á önn. Ef nemendur taka færri en 30 ECTS einingar á önn þá minnkar þetta hlutfall í samræmi við það. Lágmarkseiningafjöldi sem veitir 14

20 nemenda rétt á styrk og lántöku eru 15 ECTS einingar á önn ( Utdanning på deltid, e.d.). Nemendur geta fengið allt að NOK í framfærslustyrk á önn en það er um kr. ( Basisstøtte, e.d.). Nemendur sem eru 25 ára eða yngri og búa ekki hjá foreldrum sínum geta fengið viðbótarstyrk ( Reisestipend, e.d.). Þetta á einnig við um fjölskyldufólk í námi ( Forsørgerstipend, e.d.). Nemendur geta tekið námslán til viðbótar við styrkinn fyrir allt að NOK sem er um kr. á önn. Ef nemendur ná prófunum og halda tekjum og eignum sínum innan Noregs þá er hluta lánsins breytt í styrk eða NOK af láninu sem er um kr. ( Slik fordeles støtten mellom stipend og lån, e.d.). Nemendur byrja venjulega að greiða af láninu um það bil sjö mánuðum eftir að námi lýkur ( Betalingsplan, e.d.). Vextirnir á námslánunum eru markaðsstýrðir og reiknaðir af Fjármálaráðuneyti Noregs hverju sinni ( Slik fastsettes renten i Lånekassen, e.d.). Fyrir árið 2014 eru fljótandi vextir 2,374%, fastir vextir til þriggja ára eru 2,771%, fastir vextir til fimm ára eru 3,162% og fastir vextir til tíu ára eru 3,844% ( Rentesatser, e.d.). Allir gjaldeyrisútreikningar voru miðaðir við gengi Landsbankans þann 20. mars 2014 ( Gjaldmiðlar, e.d.) Svíþjóð Sænskir nemendur þurfa ekki að greiða skólagjöld. Þetta á einnig við um nemendur innan ESB, EES, Norðurlandanna og nemenda frá Sviss sem stunda nám í Svíþjóð ( Fees and costs, e.d.). Nemendur í Svíþjóð eiga rétt á framfærslustyrk og námsláni til viðbótar ef þess er óskað. Það fer eftir því hvort að nemandinn sé í fullu námi eða einungis að hluta til og hversu langt námið er hversu háan styrk og lán nemandinn á rétt á. Nemendur geta fengið allt að 705 SEK í styrk á viku eða um kr. Þeir geta svo fengið allt að SEK í námslán á viku eða um kr. Einnig er hægt að fá viðbótarlán við sérstakar aðstæður ( What is student aid?, e.d.). Nemendur byrja að greiða námslán sín innan við ári eftir að námi lýkur, vextirnir á námslánunum árið 2014 eru 1,2% ( Rekordlåg ränta på studielånen, e.d.). Allir gjaldeyrisútreikningar voru miðaðir við gengi Landsbankans þann 20. mars 2014 ( Gjaldmiðlar, e.d.) Bretland Í Bretlandi geta nemendur tekið námslán og framfærslulán. Einnig gefst sumum nemendum færi á því að fá styrk fyrir framfærslu og skólatengdum gjöldum. Lánasjóðurinn í Bretlandi sér um að veita nemendum í Englandi, Norður Írlandi, Wales og Skotlandi námslán og styrki. Það er smávægilegur munur á fyrirkomulagi milli landanna en það er vegna mismunandi 15

21 stefna tengdum fjármálum nemenda ( About us, e.d., What we do, e.d.). Hér verður þó einungis fjallað um kerfið í Englandi. Enskir nemendur og aðrir nemendur innan Evrópusambandsins geta sótt um lán fyrir skólagjöldum. Það fer eftir því hvort að nemendur eru í fullu námi eða einungis námi að hluta til hversu hátt lán þeir geta fengið. Einnig fer upphæðin eftir því hvort um sé að ræða einkarekinn háskóla eða ekki. Nemendur í fullu námi geta fengið allt að 9,000 á ári eða um kr. og nemendur í námi að hluta til geta fengið allt að 6,750 á ári eða um kr. Nemendur í fullu námi í einkareknum skólum geta fengið allt að 6,000 á ári eða um kr. og nemendur í námi að hluta til í einkareknum skólum geta fengið allt að 4,500 á ári eða um kr. ( Loans and grants, e.d.). Einungis enskir nemendur yngri en 60 ára í fullu námi eiga rétt á framfærsluláni. Það fer eftir því hvort nemendur búi hjá foreldrum sínum, hvort þeir séu fluttir að heiman og búi innan London eða fyrir utan London og hvort þeir séu í skiptinámi hversu hátt lán þeir geta fengið. Fyrir skólaárið frá og með september 2014 geta nemendur sem búa enn hjá foreldrum sínum fengið lán fyrir allt að 4,418 á ári eða um kr. sem er lægsti lánamöguleikinn. Nemendur með hæsta lánamöguleikann eru nemendur sem fluttir eru að heiman og búa í London en þeir geta fengið allt að 7,751 á ári eða um kr. ( Loans and grants, e.d.). Einungis enskir nemendur í fullu námi eiga rétt á framfærslustyrk en það fer þó eftir tekjum heimilisins hversu mikið nemandi getur fengið og hvort hann hafi rétt á styrk yfir höfuð. Þegar nemendur fá styrk þá minnkar upphæð framfærslulánsins sem þeim stendur til boða. Þeir nemendur sem eiga rétt á hæsta styrknum sem er 3,387 eða um kr. á ári eru þeir nemendur sem búa á heimilum þar sem samanlagðar árstekjur heimilisins eru 25,000 eða lægri en það er um kr. Þegar samanlagðar tekjur heimilisins eru yfir 42,620 á ári sem er um kr. þá eiga nemendur ekki rétt á styrk ( Loans and grants, e.d.). Endurgreiðslufyrirkomulagið er tekjutengt og er greitt mánaðarlega af láninu 9% tekna. Einungis er greitt af láninu þegar árstekjur eru yfir 21,000 eða um kr. Þeir sem ljúka námi fyrir 2016 byrja að greiða af láninu í apríl Þeir sem eru aðeins í námi að hluta geta þurft að byrja að greiða af láninu meðan á námi stendur. Námslánið er verðtryggt meðan á námi stendur að viðbættum 3% vöxtum árið Þegar einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn þá fer það eftir tekjum einstaklinga hversu háir vextir reiknast ofan á lánið. Hjá einstaklingum með 21,000 eða minna í árstekjur, sem er um kr. reiknast 16

22 aðeins vextir tengdir verðbólgu ofan á lánið. Þegar einstaklingar eru með árstekjur upp á 21,000 til 41,000 sem er um kr. til kr. bætast við verðbólguvextina allt að 3% vextir og um leið og einstaklingar eru komnir með tekjur yfir 41,000 þá bætast 3% við verðbólgutengdu vextina. Einstaklingar geta greitt upp lánið án uppgreiðslugjalds ( Repayments, e.d.). Allir gjaldeyrisútreikningar voru miðaðir við gengi Landsbankans þann 28. mars 2014 ( Gjaldmiðlar, e.d.). Í töflu 4 má sjá yfirlit yfir styrki, lán og endurgreiðsluvexti í þeim löndum sem fjallað var um hér að ofan í samanburði við Ísland. Miðað er við nemanda í fullu námi og eru þetta hæstu mögulegu styrkir og lán fyrir hinn hefðbundna nemanda án þess að hann hafi rétt á viðbótarláni eða styrk vegna sérstakra aðstæðna. Upphæðirnar eru í íslenskum krónum og eru allir gjaldeyrisútreikningar miðaðir við gengi Landsbankans þann 28. mars 2014 ( Gjaldmiðlar, e.d.). Tafla 5: Lán, styrkir og endurgreiðsluvextir milli landa Land Styrkur Lán Endurgreiðsluvextir Ísland 0 kr. á ári kr. á önn Verðtryggt + 1%* Danmörk kr. á mánuði kr. á mánuði 4% Noregur kr. á önn kr. á önn 2,374%** Svíþjóð kr. á viku kr. á viku 1,2% Bretland kr. á ári kr. á ári Verðtryggt + 3% *Leyfilegt er samkvæmt Lögum nr. 21/1992 að hækka vextina upp í 3%. **Fyrir árið 2014 eru fljótandi vextir 2,374%, fastir vextir til þriggja ára eru 2,771%, fastir vextir til fimm ára eru 3,162% og fastir vextir til tíu ára eru 3,844%. 1.8 Vanskil Þegar lánþegi hefur ekki greitt af láni sínu á eindaga eða samið við LÍN um greiðslufyrirkomulag, er um vanskil að ræða. Krafa LÍN á hendur lánþeganum er þá send í innheimtu til fyrirtækja sem sérhæfa sig á því sviði. Ofan á kröfuna bætast svo við vextir, dráttarvextir og annar innheimtukostnaður sem getur verið mjög íþyngjandi. Í þessari stöðu ber lánþegum að semja við þann aðila sem tekið hefur að sér að innheimta kröfuna fyrir LÍN. Ef lánþegi stendur ekki í skilum er LÍN heimilt að gjaldfella höfuðstól lánsins og innheimta lánið með hæstu leyfilegu dráttarvöxtum ( Úthlutunarreglur, e.d.). Samkvæmt 9. gr. laga nr. 17

23 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna segir: Endurgreiðslur eru aðfarahæfar án undangengins dóms eða sáttar ef um vanskil er að ræða. Sama gildir um eftirstöðvar skuldar sem felld er í gjalddaga skv. 11. gr.. Þegar ábyrgðarmaður gengst í ábyrgð fyrir námsláni þá skuldbindur hann sig til að greiða af námsláninu um leið og um vanskil er að ræða. Aðeins er hægt að fella niður ábyrgð ef ný ábyrgð hefur verið sett í staðinn með samþykki sjóðsins. LÍN tilkynnir ábyrgðamanninum þegar um vanskil er að ræða og þarf hann þá að greiða af láninu ( Í hverju felst ábyrgðin?, e.d.). Reglunum um ábyrgðarmenn var breytt árið Þau námslán sem voru veitt fram að þeim tíma þörfnuðust ábyrgðamanns en öll lán sem hafa verið veitt frá og með námsárinu 2009 til 2010 eru veitt án ábyrgðarmanns. Lánþeginn ber sjálfur sjálfskuldarábyrgð nema að hann sé einhverra hluta vegna ekki lánshæfur samkvæmt kröfum LÍN en þá getur hann sótt um undanþágu eða fengið ábyrgðarmann til þess að skrifa undir skuldabréfið ( Í hverju felst ábyrgðin?, e.d.). Hámarksfjárhæð sjálfskuldarábyrgðar breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs ( Úthlutunarreglur, e.d.). Það kemur því miður fyrir að einstaklingar lenda í vanskilum með námslánin sín. Þegar það gerist byrja önnur gjöld að hrannast upp, s.s. vextir, dráttarvextir og innheimtuþóknanir og enda einstaklingar á því að þurfa að borga meira fyrir námslánið. Þessi gjöld verða hærri því lengur sem einstaklingar draga það að greiða lán sín. Það eru þó einnig til mjög slæm dæmi þar sem vanskil af námslánum hafa endað í fjárnámi á eignum. Hér á eftir verður fjallað um þrjú raunveruleg dæmi um námslán hjá LÍN sem enduðu með þeim hætti. Árið 1989 til 1990 tók ungur maður námslán hjá LÍN. Móðir hans samþykkti að vera ábyrgðarmaður fyrir námsláninu og þar með varð hún skuldbundin til að greiða af láninu um leið og tilkynnt væri um vanskil. Það kom svo að því að sonurinn greiddi ekki námslánin sín svo að krafan endaði á móðurinni. Árið 2013 var krafan frá LÍN komin upp í rúmlega kr. Sama ár lést móðirin og við opinber skipti á dánarbúi hennar með úrskurði kveðnum upp þann 4. júní 2013 voru eignir metnar á rúmlega kr. en skuldir upp á kr. sem voru að mestu leyti komnar frá syninum (Gústaf Þór Tryggvason, hæstaréttarlögmaður, munnleg heimild, viðtal, 20. janúar 2014). Árið 2001 tók ung kona námslán hjá LÍN. Faðir hennar samþykkti að vera meðskuldari á þeim tíma en það þýðir að hann ber solidaríska ábyrgð á láninu. Solidarísk ábyrgð er það 18

24 kallað þegar kröfuhafi getur krafið einn skuldara eða fleiri eftir vild um alla skuldina. Þetta þýðir að hver ábyrgðarmaður ábyrgist greiðslu á allri skuldinni og getur kröfuhafi gengið að hverjum þeim sem hann telur líklegastan til að greiða skuldina (Björn Þ. Guðmundsson, 1989). Upphafleg fjárhæð af láninu var um kr. Lánið endaði síðan í vanskilum og því byrjuðu vextir og dráttarvextir að hlaðast ofan á lánið ásamt öðrum gjöldum. Óskað var eftir að gert yrði fjárnám hjá föðurnum til tryggingar skuldinni sem var þá komin upp í rúmlega kr. Árið 2007 fór svo fram uppboð á fasteign föður aðalskuldara til að greiða námslánið. Söluverð fasteignarinnar var kr. og skiptist á milli sjö skuldaliða. Einungis um af söluverðinu fóru í að greiða LÍN svo vextir héldu áfram að vaxa á láninu og innheimtuviðvaranir héldu áfram að koma í pósti allt til ársins 2011 þegar eftirstöðvarnar voru komnar niður í kr. (Gústaf Þór Tryggvason, hæstaréttarlögmaður, munnleg heimild, viðtal, 20. janúar 2014). Árið 1985 til 1988 tók ung kona námslán hjá LÍN. Faðir hennar var ábyrgðarmaður fyrir láninu. Í október árið 2000 gerði LÍN fjárnám í fasteign föðurins en krafan var þá komin upp í tæplega kr. LÍN óskaði eftir nauðungarsölu í eigninni sem var seld á nauðungaruppboði ári seinna. Söluverð fasteignarinnar náði þó ekki að greiða lánið þar sem aðrar kröfur gengu fyrir. LÍN óskaði eftir endurupptöku aðfarar árið 2006 en krafan var þá komin upp í rúmlega kr. Átta dögum eftir að faðirinn varð loksins þinglýstur eigandi eignar sinnar var strax gert fjárnám í eignarhluta hans. Við endurupptöku aðfaragerðarinnar mótmælti hann á þeim forsendum að krafan væri fyrnd eða fallin niður fyrir tómlæti, sem og að dráttarvextir væru of hátt reiknaðir. Frá því að skuldabréfin voru gefin út voru liðin 21 ár og 15 ár liðin frá því að vanskil hófust. Á þessum tíma fór fram eitt fjárnám í fasteign ábyrgðarmannsins sem bar ekki árangur og þótti honum LÍN hafa sýnt sér mikið tómlæti fram að þeim tíma þar sem þeir réðust aftur í fjárnám á fasteign hans. Í dómsmálinu sagðist LÍN hafa reynt að viðhalda kröfunni eftir fremsta megni þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Miklir greiðsluörðugleikar hafi verið hjá aðalskuldaranum eða ungu konunni og einnig hjá ábyrgðarmanninum föður hennar. Einnig var unga konan búsett erlendis á þessum tíma. Þar sem um var að ræða sjálfskuldarábyrgð þá var ekki nauðsynlegt að ganga á aðalskuldara áður en ábyrgðamaðurinn var krafinn um greiðslu. Faðirinn fór með málið fyrir dóm þar sem hann krafðist þess að aðfaragerðin sem framkvæmd var árið 2006 af sýslumanninum í Reykjavík yrði felld úr gildi. Málið endaði þannig að aðfaragerðin var staðfest og þurfti hann að borga málskostnað fyrir LÍN (Héraðsdómur Reykjavíkur 29. mars 2007 í máli nr. Y-8/2006). 19

25 Þrátt fyrir að þessi mál séu nokkurra ára gömul og að reglur hjá LÍN hafi breyst þá sýna þau samt sem áður hvað vanskil út frá námslánum geta endað illa. Þeir aðilar sem komu að máli í þessum þremur raunverulegu málum gerðu sér ekki grein fyrir því að námslánin sem þeir skrifuðu undir hjá LÍN myndu enda á þessa vegu. Ástæðan fyrir því gæti verið sú að einstaklingarnir gerðu sér ekki nógu vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgdi til lengri tíma að taka námslán. Einnig er líklegt að einstaklingarnir hafi heldur ekki gert sér nógu vel grein fyrir greiðslubyrðinni og hvernig endurgreiðslufyrirkomulaginu var háttað. 1.9 Rannsóknin Það er nokkuð ljóst að námslán hjá LÍN eru þau hagstæðustu sem eru í boði fyrir ungt fólk í dag. Lánið er verðtryggt og getur borið 1% 3% vexti. Sambærileg lán hjá bönkum og sparisjóðum bera mikið hærri vexti en til dæmis eru verðtryggð skuldabréfalán með allt frá 5,15% vöxtum og upp í 9,75% eftir flokki. Almenn yfirdráttalán bera 12,80% vexti og sömu vextir eru á fjölgreiðslum kreditkorta ( Vextir, e.d.). Greiðslubyrði námslána er hægt að dreifa vel og miðast stærstur hluti afborgana við tekjur þar sem greiðendur greiða fast hlutfall af tekjum sínum eða 3,75% óháð því hver upphæð tekna er. Einstaklingur sem tekur námslán og fer fljótlega út á vinnumarkaðinn að námi loknu og heldur ágætum stöðugleika í launum yfir lengra tímabil ætti ekki að vera í miklum vandræðum með að borga námslánið sitt til baka. Þó skal athuga að það er alltaf varasamt að taka lán og gæti það reynst illa ef einstaklingur getur svo ekki staðið skil á afborgunum seinna meir. Samkvæmt rannsókn sem gerð var á nemendum í Bandaríkjunum um peningastjórnun bentu niðurstöður til þess að konur væru líklegri til að gera fjárhagsáætlun heldur en karlar. Niðurstöðurnar bentu þó til þess að meirihluti nemenda hefðu ekki sett sér skriflega fjárhagsáætlun. Einnig sýndu niðurstöðurnar að fólk á aldrinum 36 til 40 ára væru líklegri til að fylgja fjárhagsáætluninni eftir að mestu leyti, frekar en aðrir aldurshópar (Henry, Weber og Yarbrough, 2001). Af þessum niðurstöðum má áætla að kvenkyns háskólanemar og háskólanemar á aldrinum 36 til 40 ára séu líklegri til hugsa út í endurgreiðslufyrirkomulagið heldur en aðrir hópar háskólanema. Samkvæmt Bowen og Lago (1997) er erfitt að ná fjárhagslegum markmiðum ef einstaklingar eru ekki með fjárhagsáætlun. Námslán eru oft fyrstu lán sem einstaklingar taka og er mikilvægt að gera sér grein fyrir ábyrgðinni og skyldunum sem því fylgir. Á meðan námi stendur safnast upp skuld sem getur í framtíðinni haft neikvæð áhrif á lánshæfismat sem sumir nemendur gera sér ekki grein fyrir (Henry o.fl., 2001). Ef nemendur eru með skýra fjárhagsáætlun þá ættu þeir síður að lenda í vanskilum. 20

26 Niðurstöður í rannsókn sem gerð var í Bretlandi bentu til þess að um 34% háskólanema byggju hjá foreldrum sínum. Þetta sýnir hvað hugmyndin um það að standa á eigin fótum og vera sjálfstæður getur verið fjarlægur draumur hjá háskólanemum (Curtis, 2004). Samkvæmt rannsókn Arnett (2001) eru nokkrir þættir sem skipta einstaklinga máli þegar kemur að því að verða fullorðinn og sjálfstæður. Í hópi þátttakenda töldu 90% það skipta máli að axla ábyrgð í daglegu lífi og taka afleiðingum gjörða sinna. Þá töldu 80% þátttakenda það skipta máli að hafa skoðanir og lífsgildi burt séð frá því hvað foreldrum eða öðrum finnst. 71% töldu fjárhagslegt sjálfstæði frá foreldrum sínum skipta máli og 57% töldu það skipta máli að búa ekki lengur hjá foreldrum sínum þegar kemur að því að teljast vera fullorðinn og sjálfstæður. Þegar nemendur búa enn heima hjá foreldrum sínum er oft auðveldara fyrir foreldra að fylgjast með lífi barna sinna og þeim ákvörðunum sem þau þurfa að taka. Oft hjálpa foreldrar börnum sínum að taka stórar ákvarðanir og veita þeim fjárhagslega aðstoð. Þetta á þó ekki einungis við um einstaklinga sem búa enn heima hjá foreldrum sínum en er þó algengara í þeim tilfellum. Út frá þessum vangaveltum og rannsóknum sem hafa verið gerðar um það hvenær einstaklingar teljast fullorðnir og sjálfstæðir er hægt að álykta að háskólanemar sem búa enn heima hjá foreldrum sínum hugsa síður út í lánareglur og endurgreiðslufyrirkomulag en þeir nemendur sem eru orðnir sjálfstæðir og fluttir að heiman. Margar rannsóknir hafa leitt í ljós að konur séu áhættufælnari heldur en karlar. Muninn á áhættufælni milli kynja er hægt að skýra með mismunandi stefnu ákvörðunartöku sem gæti verið vegna mismunandi hvata (Powell og Ansic, 1997). Þar sem konur eru taldar áhættufælnari en karlar má álykta að kvenkyns háskólanemar taki minni áhættu þegar kemur að lántökum og kynni sér betur lánareglur LÍN heldur en karlkyns háskólanemar. Í spurningalista sem lagður var fyrir þátttakendur rannsóknarinnar var gefið dæmi um einstakling sem tók námslán hjá LÍN. Gefnar voru upp helstu upplýsingar um lánið og einnig skýrt fyrir þátttakendum að afborganir námslána skiptast í fasta- og tekjutengda afborgun. Þátttakendur voru svo spurðir spurninga eins og hvernig þeir telja fyrirkomulag afborganna vera háttað og hve mörg ár það tæki einstaklinginn í dæminu að greiða upp námslánin sín sem og hve há heildargreiðslan á einu ári yrði fyrir þennan einstakling. Markmiðið með þessu var að komast að því hversu mikið þátttakendur vita um endurgreiðslufyrirkomulag námslána og hvort þeir geri sér einhverja grein fyrir greiðslubyrðinni sem fylgir námslánunum. Rétt svör voru svo gefin í lok spurningalistans og þátttakendur beðnir að merkja við hvort niðurstöðurnar kæmu þeim á óvart og hvort þeim þætti þær vera þungbærar eða léttbærar. Rannsakendur telja að þeir sem taka námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna geri sér 21

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl.

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl. Leiðbeinandi vextir fyrir sparisjóðina gildir frá 1. apríl 2008 Vaxtatilkynning nr. 417 INNLÁN Vextir alls á ári 1. ALMENNIR SPARIREIKNINGAR: 1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2. MARKAÐSREIKNINGAR:

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010 -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Rannveig Júníusdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ása Ólafsdóttir, lektor september

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

VERKEFNABÓK með KENNSLUBÓK Í BÓKHALDI FYRIR GRUNNSKÓLA

VERKEFNABÓK með KENNSLUBÓK Í BÓKHALDI FYRIR GRUNNSKÓLA VERKEFNABÓK með KENNSLUBÓK Í BÓKHALDI FYRIR GRUNNSKÓLA Verkefnabók bókhald Sigurjón Gunnarsson Verkefnabók með Kennslubók í bókhaldi netútgáfa Sigurjón Gunnarsson 1991, 2000, 2006 Kápa: Auglýsingastofa

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65.

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65. Noregur og norska kerfið Nanna Þórunn Hauksdóttir Jan 2010 Bæir og fólksfjöldi fjöldi Oslo = 880.000000 Bergen = 230.000 Stavanger = 190.000 Trondheim = 160.000 Fredrikstad/Sarpsborg = 100.000 Drammen

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Ábúðarjarðir í ríkiseigu

Ábúðarjarðir í ríkiseigu Skýrsla nr. C17:03 Ábúðarjarðir í ríkiseigu júlí 2017 1 HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-5284 Heimasíða: www.hhi.hi.is Tölvufang: ioes@hi.is Skýrsla

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Hvaða úrræði nota íslenskir og norskir framhaldsskólar til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda? Rósa Björg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Hámarkshraði á tveggja akreina

Hámarkshraði á tveggja akreina Hámarkshraði á tveggja akreina þjóðvegum Athugun á norskri aðferð við ákvörðun hámarkshraða Nóvember 2004 Einar M. Magnússon Þórólfur Nielsen Haraldur Sigþórsson Unnið af: Einari Má Magnússyni og Þórólfi

Detaljer

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið, b.t. Vals Þráinssonar, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Reykjavík 11. mars 2016. Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið

Detaljer

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ Leikskólinn Pálmholt Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts 2016 2017 unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ 1 Inngangur Námskrá leikskóla leggur línur um inntak, starfshætti

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir Sjáðu hvað ég fann Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól Kolbrun Vigfúsdóttir 2014 Sjáðu hvað ég fann: Þróun málörvunar og íslenskukennslu í útinámi Reykjavík í júlí 2014 Kolbrún Vigfúsdóttir 2 Sjáðu

Detaljer

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar júlí 2016 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR

Detaljer

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir Lokaverkefni til B.A. -prófs Upplýsingatækni Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum Soffía Lárusdóttir 110360 2829 Kennaraháskóli Íslands Þroskaþjálfabraut Maí 2008 Ágrip Í þessu

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Athugun og skráning á málþroska barna

Athugun og skráning á málþroska barna Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir

Detaljer

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Detaljer

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf.

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. Miðvikudagur, 9. maí 2018 Ákvörðun nr. 14/2018 Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Samkeppniseftirlitinu barst bréf þann 27. mars 2018 þar sem tilkynnt var um kaup Basko ehf.

Detaljer

Gæsluvarðhald að ósekju

Gæsluvarðhald að ósekju LÖGFRÆÐISVIÐ Gæsluvarðhald að ósekju Bótaréttur manna vegna setu í gæsluvarðhaldi að ósekju sbr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Þorkell Hróar Björnsson

Detaljer

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850.

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. ii. VmBÆ'I'IB. Konúngleg frumvörp og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. 2 I. Frumvarp til opins bre Is viðvíkjandi breytíng á tilskipun 28. marz 1855 um 5Unn\1- og helgidagahald

Detaljer

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. og 10. febrúar 2011. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Dagskrá ráðstefnunnar Miðvikudagur 9. febrúar: Heilbrigði og afföll í matfiskeldi. Seiðagæði. Eldisþorskur:

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni 978-9935-9275-1-4 2018 Rannsóknin var

Detaljer

Skýrsla Fjármálaskrifstofu

Skýrsla Fjármálaskrifstofu Skýrsla Fjármálaskrifstofu Við framlagningu níu mánaða uppgjörs Reykjavíkurborgar 2014 Lagt fram í borgarráði 2 7. nóvember 2014 0 R14110101 Borgarráð Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir 1. janúar

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Vatnsorka í Noregi. Aðdragandi núverandi skattakerfis. Markmið með breytingunum

Vatnsorka í Noregi. Aðdragandi núverandi skattakerfis. Markmið með breytingunum Skattlagning orkufyrirtækja í Noregi Vatnsorka í Noregi Norðmenn hófu að beisla vatnsorku sína þegar á seinustu öld, en stærstu skrefin voru þó ekki stigin fyrr eftir seinni heimsstyrjöld. Þannig var uppsett

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka?

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Apríl 2013 Efnisyfirlit Inngangur... 8 Rannsóknasvæði... 8 Aðferðir... 9 Niðurstöður... 10 Heiðagæsatalning

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Hallgrímur Snorrason 5.4.2017 Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Samantekt Í þessari greinargerð er fjallað um reglubundnar tölfræðiathuganir á launum og atvinnu í Noregi og á Íslandi,

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411 1A SKALI KENNARABÓK Stærðfræði fyrir unglingastig Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Námsgagnastofnun 7411 Skali 1A Kennarabók Gyldendal Norsk Forlag AS

Detaljer

Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu nýju þolmynd í íslensku

Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu nýju þolmynd í íslensku SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR OG JOAN MALING Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu nýju þolmynd í íslensku 1. Inngangur Á þeim 1100 árum sem liðin eru frá landnámi Íslands hefur íslensk tunga tekið

Detaljer

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga Persónukjör í sveitarstjórnarkosningum tjó i í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga FINNLAND Kosningarréttur - kjörgengi Kosningarréttur sambærilegur

Detaljer

Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum

Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum Maí 2016 1. Inngangur. Raforkumarkaðir Íslands og Noregs hafa það sameiginlegt að byggja að mestu á framleiðslu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessu

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Leiðbeiningar. um útfyllingu landbúnaðarskýrslu RSK 4.08

Leiðbeiningar. um útfyllingu landbúnaðarskýrslu RSK 4.08 Leiðbeiningar um útfyllingu landbúnaðarskýrslu RSK 4.08 2013 ... Efnisyfirlit... Blaðsíða Fyrsta síða Hrein eign... 3 Hreinar tekjur... 3 Reiknað endurgjald... 3 Yfirlit yfir ónotað tap... 3 Áritun og

Detaljer

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. BA-ritgerð í lögfræði 33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. Jóhann Þorvarðarson Leiðbeinandi: Unnur E. Sveinsdóttir Apríl 2014 BA-ritgerð í lögfræði

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Albert K. Imsland, Akvaplan-niva, Strandbúnaðarþing 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars Yfirlit erindis Lífsferill laxalúsar Hitastig og laxalús Laxalús

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

EFNISTAKA Í HROSSADAL Í LANDI MIÐDALS, MOSFELLSBÆ SKÝRSLUR OG GREINARGERÐIR TENGDAR MATIÁ UMHVERFISÁHRIFUM Minnisblað tæknideildar Reykjavíkurhafnar um Grjótnám ílandi Miðdals ímosfelsbæ. Niðurstöður berggreiningar.

Detaljer

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Rakel Birna Þorsteinsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Rósmundur Guðjónsson Apríl 2016 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI DESEMBER 2017 MANNVIT +354 422 3000 www.mannvit.is mannvit@mannvit.is Efnisyfirlit 1.

Detaljer

NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI

NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI Október nóvember 2004 Elísabet H. Guðmundsdóttir Starfsmaður Framkvæmdasýslu ríkisins Febrúar 2005 EFNISYFIRLIT: INNGANGUR...3 ALMENNT UM STATSBYGG OG STARFSUMHVERFI...3

Detaljer