Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði"

Transkript

1 Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013

2 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Friðrik Ársælsson Lagadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Júní 2013

3

4 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur Réttlát málsmeðferð Vitni, vitnaskylda og leiðir til verndar vitnum Hugtakið vitni Vitnaskylda og þörfin á að vernda vitni Leiðir til verndar vitnum Heimild til að gefa skýrslu undir nafnleynd skv. 8. mgr gr. sml Þróun réttarins Skilyrði Norrænn réttur Dómaframkvæmd Lokaorð...20 Heimildaskrá

5 1 Inngangur Það er grundvallarregla íslensks réttar að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli, samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 (hér eftir skammstafað stjskr.). Samsvarandi ákvæði er að finna í 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (hér eftir skammstafað MSE). Sömu sjónarmið gilda við skýringu beggja þessara ákvæða og því mikilvægt að skoða þau í samhengi hvort við annað. Auk þess er nytsamlegt að skoða dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu (hér eftir skammstafað MDE) þegar þessi ákvæði eru skýrð, enda ljóst að íslenskir dómstólar líta mjög til dóma MDE þó að þeir séu ekki bindandi að íslenskum rétti, sbr. 2. gr. laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Rík áhersla er lögð á réttláta málsmeðferð í sakamálum, sbr. fyrrnefnd ákvæði, þar sem sakborningur á yfirleitt á brattann að sækja gegn ríkisvaldinu. Af þeim sökum eru honum tryggð ýmis réttarfarshagræði í lögum. Hér mætti til dæmis nefna rétt sakbornings til aðgangs að gögnum og rétt hans til að vera viðstaddur þinghöld í máli gegn sér. Réttur hins ákærða getur þó ekki verið svo afdráttarlaus að aldrei verði gerðar undantekningar þar á. Í ákveðnum tilvikum verða réttindi hans að víkja fyrir öðrum hagsmunum, ýmist samfélagslegum eða einkahagsmunum annarra. Dæmi um tilvik þar sem rétti hins ákærða er vikið til hliðar að hluta til er þegar dómari veitir vitni heimild til að gefa skýrslu undir nafnleynd, sbr. 8. mgr gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 (hér eftir skammstöfuð sml.). Það gefur auga leið að það er mikilvægt útfrá hagsmunum sakaðs manns að fá upplýsingar um hver það er sem ber vitni í máli hans, horfa á hann augliti til auglitis og fylgjast með því að rétt sé farið með staðreyndir. Sá réttur getur þó ekki verið fortakslaus. Hagsmunir þess sem ber vitni geta vegið svo þungt að nauðsynlegt sé að veita honum heimild til nafnleyndar. Þetta er undantekningarheimild sem ekki verður veitt nema að ströngum skilyrðum uppfylltum. Ljóst er að Hæstiréttur Íslands er mjög varfærinn við beitingu þessarar heimildar en hann hefur einungis einu sinni fallist á kröfu um nafnleynd vitnis fyrir dómi. Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir heimild til nafnleyndar vitna fyrir dómi í sakamálum og skoða dómaframkvæmd Hæstaréttar og MDE varðandi hana. Í kafla 2 verður leitast við að skýra nánar hvað réttlát málsmeðferð felur í sér. Í kafla 3 verður fjallað um vitni, vitnaskyldu og leiðir til verndar vitnum. Í kafla 4 verður farið sérstaklega í nafnleynd vitna, þróun ákvæðisins, skilyrði og tengsl við norrænan rétt. Í kafla 5 verður svo vikið að 2

6 dómaframkvæmd Hæstaréttar og MDE. Að lokum verða niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í kafla 6. 2 Réttlát málsmeðferð Ákæruvaldið á sókn sakar í sakamálum. Ákæruvaldið er hluti stjórnsýslu ríkisins í skilningi 1. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Það er því ljóst að einstaklingur, sem sóttur er til saka, stendur eilítið höllum fæti, þar sem hann þarf að verjast gegn ríkisvaldinu. Til þess að jafna stöðu málsaðila eru sakborningi tryggð ýmis réttindi í lögum og mikil áhersla lögð á réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjskr. og 1. mgr. 6. gr MSE. Þegar verið er að meta hvort málsmeðferð hafi verið réttlát líta dómstólar á málsmeðferð í heild sinni og skoða hvort réttindi einstaklings hafi verið skert í raun og veru. 1 Mikilvægur hluti réttlátrar málsmeðferðar er að tryggt sé að aðilar séu sem jafnast settir og þannig jafn réttháir fyrir dómi. Af þessari reglu um jafnræði málsaðila leiðir t.d. að báðir aðilar eiga rétt á að vera viðstaddir þinghöld, sbr. t.d. 1. mgr gr. sml. Í annan stað eiga báðir aðilar rétt á að kynna sér framkomin gögn í málinu, sbr. t.d. 1. mgr gr. sml. Í þriðja lagi mætti nefna að tryggt á að vera að málsaðilar fái nægan tíma til að undirbúa mál sitt og að síðustu eiga báðir aðilar rétt á að tjá sig um sakarefnið, sbr. t.d. 3. mgr gr. sml. 2 Eins og fyrr kom fram eru þessi réttindi ekki fortakslaus. Í ákveðnum tilvikum er t.d. heimilt að víkja ákærða úr þinghaldi án þess að það teljist brot á réttlátri málsmeðferð, sbr gr. sml., en farið verður nánar í þessa heimild hér síðar. Eins mætti nefna heimildina til að gefa skýrslu undir nafnleynd, sbr. 8. mgr gr. sml. Ljóst er að ef skilyrðum til þess er fullnægt og sú heimild er veitt er þeim sem ekki veit hvert vitnið er gert erfiðara fyrir en hinum. Þrátt fyrir það er ekki sjálfkrafa um að ræða brot á réttlátri málsmeðferð eins og farið verður betur í hér á eftir. 3 Í tengslum við undantekningar á réttindum sakbornings er einnig fróðlegt að skoða nýfallinn dóm Hrd. 28. maí 2013 (353/2013). Í málinu krafðist ákæruvaldið þess að ákærðu vikju úr dómsal á meðan skýrsla yrði tekin af hinum meðákærðu. Þetta taldi ákæruvaldið nauðsynlegt til að sporna við óstöðugum framburði ákærðu, en þeir höfðu borið sakir hver á annan og breytt framburði sínum á meðan á málarekstri stóð. Þar sem ætla mætti að skýrslur þeirra yrðu mikilvægur liður í að sanna sekt þeirra var farið fram á að þeim yrði ekki gert kleift að hlýða á framburð meðákærðu þar til þeir hefðu sjálfir veitt skýrslu. Hæstiréttur 1 Eiríkur Tómasson: Réttlát málsmeðferð fyrir dómi, bls Eiríkur Tómasson: Meginreglur sakamálaréttarfars, bls Stefán Már Stefánsson: Um sönnun í sakamálum, bls

7 ítrekar meginregluna um rétt ákærða til að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli sem höfðað er gegn honum skv. 1. mgr gr. sml. en segir svo: Þegar reglur laga nr. 88/2008 um sönnunarfærslu eru skýrðar verður að horfa til þess að rík áhersla er lögð á það í sakamálaréttarfari að leiða hið sanna í ljós, eftir því sem kostur er. Ef haldbær rök eru leidd að því að mál upplýsist með því að ákærði gefi skýrslu fyrir dómi án þess að aðrir ákærðu séu viðstaddir og hlýði á framburðinn, til dæmis vegna þess að þeir hafi á fyrri stigum máls borið hverjir aðra sökum og verið óstöðugir í framburði sínum, verður fyrrgreindur réttur ákærða til að vera við aðalmeðferð að víkja af þeim sökum. Hæstiréttur tók því til greina kröfu ákæruvaldsins og heimilaði að tekin yrði skýrsla af hverjum hinna ákærðu fyrir sig án þess að aðrir meðákærðir yrðu viðstaddir. Í þessum dómi Hæstaréttar kemur skýrt fram hversu þungt sannleiksreglan vegur í íslenskum rétti en í henni felst að leiða skuli hið sanna í ljós í hverju máli. Eðli málsins samkvæmt á reglan sér ríka stoð í réttarvitund almennings. Fullyrða má að það sé keppikefli fyrir samfélagið að komast að hinu sanna í hverju máli, að hinir seku fái refsingu við hæfi og hinir saklausu verði sýknaðir. Það er engum vafa undirorpið að það stríðir gróflega gegn réttarvitund manna að saklausum mönnum sé refsað. Ákæruvaldið leggur að sjálfsögðu kapp á að refsa þeim sem eru sekir en enn ríkari áhersla er þó lögð á það að saklausir menn verði sýknaðir. 4 Það hefur verið orðað sem sjónarmið sem hafa skuli að leiðarljósi í sérhverju réttarríki að betra sé að tíu sekir gangi lausir en að saklaus maður verði dæmdur til að þola refsingu. 5 Af lestri sakamálalaganna má einnig sjá að sannleiksreglan á sér þar ríka stoð. Hér má sem dæmi nefna hlutlægnisskyldu lögreglu og ákærenda, sbr. 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 53. gr. sml., en í henni felst að gæta skuli jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar sakbornings. Eins mætti nefna að útilokunarreglan gildir ekki í sakamálum, en skv. 2. mgr gr. sml. skiptir ekki máli hvenær yfirlýsingar aðila koma fram undir rekstri máls. Það er talið mikilvægara í þessu tilliti að komast að hinu sanna í máli heldur en að fylgja formkröfum til hins ýtrasta. Að síðustu er rétt að nefna að málsforræðisreglan gildir almennt ekki í sakamálaréttarfari. Dómari er óbundinn af kröfum aðila og yfirlýsingum að frátöldum kröfum ákæruvaldsins, sbr. 2. mgr gr. sml. Sannleiksreglan gengur því sem rauður þráður í gegnum íslenskt sakamálaréttarfar enda mikilvæg réttindi sem búa þar að baki. Reglan takmarkast þó að einhverju leyti af öðrum mikilvægum réttarfarsreglum og ber þar fyrst og fremst að nefna regluna um jafnræði málsaðila, regluna um hraða málsmeðferð og regluna um að sönnunarbyrði um sekt sakbornings hvíli á ákæruvaldinu. 6 4 Jónatan Þórmundsson: Opinbert réttarfar I, bls Eiríkur Tómasson: Meginreglur sakamálaréttarfars, bls Eiríkur Tómasson: Meginreglur sakamálaréttarfars, bls

8 Annar mikilvægur hluti réttlátrar málsmeðferðar er reglan um milliliðalausa sönnunarfærslu. Hún felur í sér að dómur skal reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, sbr. 1. mgr gr. sml., og þar að auki að öflun sönnunargagna skuli að jafnaði fara fram fyrir þeim dómara sem fer með málið og kveður upp dóm í því, sbr. 1. mgr gr. sml. Af þessari reglu er ljóst að lögregluskýrslur og aðrar þær skýrslur sem gefnar hafa verið áður en mál er höfðað hafa að jafnaði ekki sönnunargildi í sakamálum nema skýrslugjafi komi fyrir dóm við málsmeðferð og staðfesti hana, sbr. 2. mgr gr. Hér er þó rétt að geta undantekningar frá því að vitni verði að staðfesta skýrslu sína fyrir dómi, en hana er að finna í 3. mgr gr. Samkvæmt því ákvæði getur dómari metið hvort skýrsla sem gefin hefur verið hjá lögreglu eða öðrum stjórnvöldum hafi sönnunargildi í máli og hvert það sé. Reglan um milliliðalausa sönnunarfærslu getur haft þýðingu varðandi nafnleynd vitna. Hafi lögregla veitt vitni heimild til nafnleyndar á rannsóknarstigi máls, eins og henni er heimilt líkt og síðar verður farið yfir, verður vitnið samt sem áður að koma fyrir dóm og staðfesta skýrsluna ef hún á að hafa sönnunargildi í máli. Það er þá undir dómara komið að meta sjálfstætt hvort skilyrði séu til að nafnleynd haldist fyrir dómi. 7 Þessar reglur sem hér hefur verið minnst á er mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að skoða málsmeðferð í sakamálum enda hafa þær mikil áhrif á túlkun og beitingu annarra reglna. Brot gegn réttlátri málsmeðferð skv. 6. gr. MSE er litið alvarlegum augum hjá Mannréttindadómstól Evrópu enda ríkir hagsmunir ákærða sem búa þar að baki. 3 Vitni, vitnaskylda og leiðir til verndar vitnum 3.1 Hugtakið vitni Hugtakið vitni er ekki skilgreint í lögum um meðferð sakamála. Í raun hefur hugtakið tvíþætta merkingu. Annarsvegar er vitni sá sem hefur orðið sjónarvottur að málsatvikum eða skynjað þau að öðru leyti af eigin raun. Hinsvegar sá sem gefur munnlega skýrslu um atvik máls fyrir dómi án þess að vera málsaðili eða matsmaður. 8 Í viðfangsefni því sem hér er til umræðu verður stuðst við seinni skilgreininguna og rétt er að hafa hana í huga. 3.2 Vitnaskylda og þörfin á að vernda vitni Í íslenskum rétti hvílir skylda á mönnum sem orðnir eru 15 ára, lúta íslenskri lögsögu og eru hvorki ákærðu í máli né fyrirsvarsmenn þeirra, að mæta fyrir dóm og gefa skýrslu sé þess 7 Alþt , A-deild, bls Lögfræðiorðabókin, bls

9 óskað, sbr. 1. mgr gr. sml. Vitni getur skorast undan að mæta í skýrslutöku hjá lögreglu, sbr. 2. málsl. 2. gr. 61. gr. sml., en lögreglan getur þá hinsvegar leitað atbeina dómstóla og krafist þess að skýrslutaka af vitni fari fram fyrir dómi, sbr. c. lið 1. mgr. 59. gr. sml. Ef vitni mætir ekki til skýrslutöku fyrir dómi er heimild í lögum fyrir lögreglu að handtaka viðkomandi, sbr. c. lið 3. mgr. 90. gr. sml. og 1. mgr gr. sml. Vitnum er því skylt að mæta í skýrslutöku fyrir dómi en það er ekki eina skyldan sem á þeim hvílir. Þeim er einnig skylt að skýra satt og rétt frá að viðlagðri refsiábyrgð, bæði hjá lögreglu, sbr. 1. mgr. 65. gr. sml. og eins fyrir dómi, sbr. 1. mgr gr. sml. Refsiheimild vegna rangs framburðar má finna í 1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1949 en rangur framburður getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Eins og sjá má hvíla ríkar skyldur á vitnum. Löggjafinn hefur því þurft að koma til móts við vitni með einhverju móti, það er nauðsynlegt af bæði siðferðis- og réttaröryggisástæðum. Það er t.d. ótækt að vitni verði gert skylt að fella sök á nákominn vandamann sinn og eins getur verið verulega íþyngjandi fyrir einstakling að vitna gegn sakborningi að honum viðstöddum. Það gæti jafnvel orðið til þess að vitnið breyti sögu sinni. Af þessum sökum hafa verið sett ýmis ákvæði í sakamálalögin sem hugsuð eru til verndar og hagræðis fyrir vitni og skal nú vikið að þeim helstu. 3.3 Leiðir til verndar vitnum Fyrst er rétt að skoða 1. mgr gr. sml. Þar eru taldir upp þeir einstaklingar, nákomnir ákærða, sem eru undanskyldir vitnaskyldu. Þeir sem þar eru nefndir eru núverandi og fyrrverandi maki ákærða, skyldmenni í beinan legg, systkini og þeir sem þannig tengjast honum vegna ættleiðingar, stjúpforeldrar og stjúpbarn og svo að lokum tengdaforeldrar og tengdabarn. Þetta er þó ekki tæmandi talning þar sem í 2. mgr. sömu greinar er dómara veitt heimild til að leysa aðra undan vitnaskyldu ef samband þeirra við ákærða virðist mjög náið. Í 1. mgr gr. sml. segir að vitni sé rétt að skorast undan því að svara spurningu ef ætla má að í svari þess geti falist játning eða bending um að það hafi framið refsiverðan verknað eða atriði sem valdi því siðferðislegum hnekki eða tilfinnanlegu fjárhagstjóni. Þetta tengist þeirri meginreglu að ákærða er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök, sbr. 2. mgr gr. sml. Það á enginn að neyðast til að fella sök á sjálfan sig. Eins geta vitni skorast undan að svara spurningu ef ætla má að svar þess geti haft umræddar afleiðingar fyrir nákomna einstaklinga vitnisins sem taldir eru upp í 117. gr. sml. Í 2. mgr gr. sml. er svo heimild fyrir dómara til að undanþiggja vitni frá því að upplýsa 6

10 um leyndarmál varðandi viðskipti þess, uppgötvanir eða önnur slík verk, ef hagsmunir vitnis af leyndinni eru verulega ríkari en hagsmunir af vættinu. Næst má taka til skoðunar 119. gr. sml. en hún er að vísu annars eðlis en fyrrgreind ákvæði. Þar er kveðið á um upplýsingar sem vitni er beinlínis óheimilt að gefa nema að fengnu leyfi, ýmist frá ráðherra, sbr. 1. mgr., eða frá þeim sem í hlut á, sbr. 2. mgr. Dómari getur hinsvegar ákveðið að vitni skuli svara spurningum um tiltekin atriði enda þótt þau falli undir þetta ákvæði svo lengi sem ríkari hagsmunir séu af því að spurningunum sé svarað en trúnaði haldið, sbr. 3. mgr gr. Þær upplýsingar sem um ræðir eru í fyrsta lagi málefni tengd öryggi og heill ríkisins, sbr. 1. mgr. Í öðru lagi hver sé höfundur eða heimildarmaður að riti sem birt var nafnlaust. Í þriðja lagi upplýsingar um einkahagi manns sem vitni hefur verið trúað fyrir í starfi þar sem trúnaðarskylda fylgir. Í fjórða lagi atriði sem vitni hefur komist að í opinberu starfi en eiga að fara leynt og að lokum leyndarmál um viðskipti eða uppgötvanir sem viðkomandi hefur komist að í starfi, sbr. 2. mgr gr. Eins og áður var farið yfir á ákærði almennt rétt á að vera viðstaddur þinghöld í máli sínu í samræmi við grundvallarregluna um réttláta málsmeðferð. Í samræmi við þá meginreglu má ráða af 1. mgr gr. sml. að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur þegar vitni gefa skýrslu fyrir dómi. Þessi réttur er þó ekki fortakslaus. Í 1. mgr gr. sml. er heimild til að víkja ákærða úr þinghaldi á meðan vitni gefur skýrslu. Skilyrði þess eru að nærvera ákærða geti orðið vitninu sérstaklega til íþyngingar og geti haft áhrif á framburð þess. Ef vitni er yngra en 15 ára er, auk þess að víkja ákærða úr þinghaldi, hægt að víkja ákæranda og verjanda frá ef nærvera þeirra getur orðið vitninu sérstaklega til íþyngingar og haft áhrif á framburð þess, sbr. 1. málsl. 2. mgr gr. Í 2. málsl. 2. mgr gr. er heimild til að víkja ákærða og málflytjendum úr þinghaldi ef skýrsla er tekin af vitni án þess að það þurfi að skýra frá nafni sínu í heyranda hljóði, sbr 8. mgr gr. Nauðsynlegt getur verið að víkja ákærða úr þinghaldi við þær aðstæður. Að öðrum kosti gæti verið til lítils að leyna persónuupplýsingum vitnis ef ákærða væri hvort sem er gert kleift að sjá hver það er sem ber vitni. Það er þó ekki í öllum tilvikum nauðsynlegt að víkja ákærða úr þinghaldi þegar svona stendur á, eins og ráða má af orðalagi 123. gr. Ekki er þó ofsögum sagt að þessar heimildir tengjast mjög náið, þ.e. heimildin til að víkja ákærða úr þinghaldi og heimildin til nafnleyndar vitnis. Þar sem um er að ræða undantekningarreglur frá mikilvægum rétti ákærða að vera viðstaddur þinghöld, verður að fara varlega við beitingu þeirra og túlka þær þröngt. Þegar metið er hvort skilyrði séu fyrir hendi til að víkja ákærða úr þinghaldi verður að vega og meta hina ýmsu andstæðu hagsmuni. Þannig vegast á annarsvegar hagsmunir ákærða og hinsvegar 7

11 hagsmunir vitna og samfélagsins alls. Hagsmunir ákærða felast í því að fá að vera viðstaddur, hlýða á það sem fram fer, horfast í augu við þann sem leiddur er sem vitni og fylgjast þannig með að rétt sé farið með staðreyndir. Þetta mælir gegn því að honum sé vikið frá. Hagsmunir vitnis af því að ákærða sé vikið frá eru fyrst og fremst þeir að mjög íþyngjandi getur verið fyrir það að þurfa að bera gegn ákærða að honum viðstöddum. Það getur jafnvel leitt til þess að vitnið sjái sig knúið til að bera rangt um einhver atriði en það tengist svo aftur grundvallarreglunni um að leiða skuli hið sanna í ljós sem fyrr var nefnd. Þar búa að baki mikilsverðir samfélagslegir hagsmunir. Mælir þetta hvoru tveggja með því að heimild sé veitt til að víkja ákærða frá í ákveðnum tilvikum. Ef ákærða og málflytjendum er vikið frá skal dómari sjá til þess að þeir geti fylgst með skýrslutöku um leið og hún fer fram, auk þess sem honum er rétt að leggja fyrir vitnið þær spurningar sem þeir óska, sbr. 3. mgr gr. sml. Séu þessi réttindi tryggð eru lagaákvæði um frávikningu talin standast réttláta málsmeðferð skv. 1. mgr. 70. gr. stjskr. og 6. gr. MSE. 9 Við mat á því hvort víkja skuli ákærða frá í einstöku máli eru það þessir andstæðu hagsmunir sem skipta mestu máli og í hverju tilviki er metið hvaða hagsmunir vega þyngst. Það er meginregla í íslenskum rétti að þinghöld skuli að jafnaði háð í heyranda hljóði. Þessi meginregla á sér stoð í 1. mgr. 70. gr. stjskr. og 1. mgr. 6. gr. MSE auk þess sem hún er staðfest í 1. mgr. 10. gr. sml. Í undantekningartilvikum getur dómari þó ákveðið að þinghöld skuli fara fram fyrir luktum dyrum. Ein af þeim ákvörðunarástæðum sem koma til álita þegar verið er að meta hvort loka eigi þinghöldum er tillitið til vitna, sbr. a. lið. 1. mgr. 10. gr. sml. Allar þessar reglur eru miðaðar að því að gæta hagsmuna vitna en eins og sjá má er um ólíkar aðferðir að ræða sem notaðar eru í mismunandi tilvikum. Til einföldunar má draga framangreindar aðferðir saman í þrjá flokka. Í fyrsta lagi 117. gr gr. sml. þar sem annarsvegar eru taldir upp þeir einstaklingar sem undanþegnir eru vitnaskyldu og hinsvegar taldar upp þær upplýsingar sem vitni er annaðhvort ekki skylt að veita, eða þá er beinlínis óheimilt að veita. Í annan flokk má skipa þeirri heimild dómara að víkja ákærða úr þinghaldi við nánar tilgreindar aðstæður, m.a. af tilliti til vitna. Í þriðja flokkinn má svo skipa þeirri heimild dómara að ákveða að þing skuli háð fyrir luktum dyrum, m.a. þegar tillitið til vitna krefst þess. Enn er þó ótalin heimild vitna til að gefa skýrslu undir nafnleynd en hún gæti skipað fjórða flokk reglna sem miða að því að gæta hagsmuna vitna. Um þessa heimild verður fjallað sérstaklega í næsta kafla. 9 Í H 2000, 63 (499/1999) var ekki fallist á að sambærilegt ákvæði eldri laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 væri andstætt 1. mgr. 70. gr. stjskr. og 6. gr. MSE enda væri skilyrði samkvæmt þeirri grein að dómari skyldi sjá til þess að málsaðilar gætu fylgst með skýrslutöku um leið og hún færi fram og honum væri einnig rétt að leggja fyrir brotaþola þær spurningar sem þeir óskuðu. 8

12 4 Heimild til að gefa skýrslu undir nafnleynd skv. 8. mgr gr. sml. 4.1 Þróun réttarins Heimild til nafnleyndar vitna kom fyrst inn í íslenskan rétt með 2. gr. laga nr. 86/2004 sem tekin var upp í 8. mgr. 59. gr laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 (hér eftir skammstöfuð oml.). Í því ákvæði sagði að dómari gæti, ef þess væri krafist, ákveðið að vitni gerði ekki í heyranda hljóði grein fyrir nafni sínu eða öðru því sem varðaði persónu þess. Það skilyrði var þó sett að ekki mætti það spilla fyrir vörn sakbornings svo að máli skipti. Ef dómari veitti þessa heimild skyldi afhenda honum skriflega og í trúnaði nafn vitnis og önnur atriði sem leynt áttu að fara. Aðrir fengu ekki aðgang að þessum gögnum, sbr. þó ef máli var skotið til Hæstaréttar en þá áttu þessar upplýsingar að fylgja með. Í greinargerð með breytingarlögunum nr. 86/2004 kom fram að ekki skyldi veita heimild til nafnleyndar nema brýnir öryggishagsmunir vitnis eða einstaklinga nátengdra því krefðust. Það var lagt í vald dómara að meta hvort þetta skilyrði væri uppfyllt. Ennfremur sagði í greinargerðinni að þessi heimild gæti í raun eingöngu náð til þeirra vitna sem ekki höfðu komið fram undir nafni á rannsóknarstigi, enda væri sakborningi kleift að kynna sér öll gögn málsins. 10 Verður að telja að þetta hafi sett notkunarmöguleikum þessarar heimildar þröngar skorður. Nú er heimildina til nafnleyndar vitna að finna í 8. mgr gr. sml. Í þeirri grein segir, eins og í eldri lögum, að dómari geti samkvæmt kröfu, ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri ekki í heyranda hljóði grein fyrir nafni sínu, kennitölu og heimili eða segi á sér deili að öðru leyti eins og annars er skylt skv. 1. mgr. sömu greinar. Til þess að dómari fallist á slíka kröfu verður hann að telja að lífi, heilbrigði eða frelsi vitnisins, eða einstaklinga nákominna því, yrði stefnt í hættu ef gert yrði uppskátt hvert það væri. Það nægir þó ekki, heldur verður brýna nauðsyn að bera til og ekki má vera ástæða til að telja að það spilli fyrir vörn ákærða svo máli skipti. Eins og í eldra ákvæði er svo tekið fram að í þeim tilvikum sem heimildin er veitt skuli vitni greina dómara skriflega og í trúnaði frá nafni sínu og öðrum þeim atriðum sem leynt eigi að fara. Aðrir fá ekki aðgang að þessum gögnum en sé máli skotið til Hæstaréttar skulu þessar upplýsingar fylgja með. Ef núgildandi ákvæði er borið saman við ákvæði eldri laga má sjá að nú eru talin upp frekari skilyrði til þess að heimildin sé veitt, um að lífi, heilbrigði eða frelsi vitnis eða vandamanna þess sé stefnt í hættu. Svo var ekki í fyrra ákvæði en þar var þó, eins og áður 10 Alþt , A-deild, bls

13 sagði, tekið fram í greinargerð að skilyrði nafnleyndar væru brýnir öryggishagsmunir. Óvíst er því hvort beinn efnislegur munur sé á ákvæðunum tveimur varðandi umrædda hagsmuni, en erfitt er að segja til um það þar sem dómaframkvæmd er fátækleg. Annað atriði sem vert er að nefna er að í núgildandi lögum kemur berum orðum fram í ákvæðinu sjálfu að brýna nauðsyn þurfi til svo nafnleynd sé veitt en í eldra ákvæði var einungis kveðið á um slíkt skilyrði í greinargerð. Í greinargerð með núgildandi lögum er ítrekað að beita verði þessari heimild af varfærni þar sem gengið er á rétt ákærða til að halda uppi vörnum. Þar er vísað sérstaklega til d-liðar 3. mgr. 6. gr. MSE sem áskilur hinum ákærða rétt til að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum. 11 Eins og sjá má af þessum atriðum kveður núgildandi ákvæði mun skýrar að orði og má ótvírætt telja það til bóta. Í oml. var ekki fyrir hendi heimild til handa vitnum að halda nafni sínu leyndu við skýrslugjöf hjá lögreglu á rannsóknarstigi. Slíkri heimild var komið inn við setningu sml. í 3. mgr. 65. gr. Þar segir að vitni geti farið fram á að nafn, kennitala og heimili sem og aðrar upplýsingar sem gætu bent til hvert það er, komi ekki fram í lögregluskýrslu. Í þessum tilvikum er það lögreglan sem tekur ákvörðun um hvort nafnleynd verði veitt en ekki dómstólar. Í greininni segir að lögreglan skuli vekja athygli vitnisins á þessum rétti ef tilefni er til og er það í fullu samræmi við leiðbeiningarskyldu þá sem hvílir á lögreglunni skv. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/ Nú getur vitni því verið veitt heimild til nafnleyndar í gegnum alla málsmeðferðina samanborið við fyrra réttarástand þar sem einungis var heimilt að veita því nafnleynd hluta þess tíma, þ.e. fyrir dómi. Vitni þurfti því hér áður að veita persónuupplýsingar á rannsóknarstigi hjá lögreglu. Á meðan svo var ástatt var ekki mikill akkur í því fyrir vitni, sem áður hafði gefið skýrslu hjá lögreglu eða öðrum stjórnvöldum, að fá heimild til nafnleyndar fyrir dómi. Í slíkum tilvikum var ákærða kleift að nálgast persónuupplýsingar vitnis í gögnum lögreglu. Það verður því að telja að þessi heimild til nafnleyndar við skýrslutöku hjá lögreglu geri heimildina til nafnleyndar fyrir dómi að raunhæfari kosti en áður var. Skilyrði fyrir nafnleynd hjá lögreglu annars vegar og nafnleynd fyrir dómstólum hinsvegar eru ekki alveg þau sömu. Að vísu er í báðum tilvikum skilyrði að viðkomandi vitni telji að lífi, heilbrigði eða frelsi þess sjálfs eða náinna vandamanna yrði stefnt í hættu ef gert yrði uppskátt hvert það er. Í heimild lögreglu skv. 3. mgr. 65. gr. er hinsvegar ekki kveðið á um að að brýna nauðsyn þurfi að bera til en það er gert að skilyrði fyrir nafnleynd fyrir dómi skv Alþt , A-deild, bls Eiríkur Tómasson: Sakamálaréttarfar, bls

14 mgr gr. Telja verður því að skilyrði nafnleyndar fyrir dómi verði metin á strangari mælikvarða en skilyrði nafnleyndar á rannsóknarstigi. Í samræmi við þetta kemur fram í greinargerð með sakamálalögum að þó svo að heimild til nafnleyndar sé veitt hjá lögreglu á rannsóknarstigi sé ekki þar með sagt að nafnleyndin muni haldast ef til þess kæmi að vitnið myndi einnig þurfa að gefa skýrslu fyrir dómi. Það yrði að ráðast af atvikum hverju sinni og metur dómari þá hvort skilyrðum sé fullnægt Skilyrði Að öllu jöfnu er vitni skylt að segja til nafns og gefa upp heimilisfang og kennitölu þegar það mætir fyrir dóm, sbr. 1. mgr gr. sml. Þegar veitt er heimild til nafnleyndar verður vitni hvorki gert skylt að gefa þessar upplýsingar, né að segja á sér deili að öðru leyti. Þetta er ef til vill eilítið snúið í framkvæmd, þar sem svör við ákveðnum spurningum geta bersýnilega gefið til kynna hver viðkomandi er. Til þess að koma í veg fyrir slíkt segir í greinargerð að dómara sé rétt að koma í veg fyrir að slík svör verði gerð opinber. Vitni skuli þá svara þessum spurningum skriflega og í trúnaði, rétt eins og gera á með aðrar þær upplýsingar sem leynt eiga að fara, svo sem nafn vitnis. 14 Þessar upplýsingar fær dómari svo. Eins og fram kemur í ákvæðinu á svo að geyma gögn með þessum upplýsingum þannig að öruggt sé að aðrir fái ekki aðgang að þeim. Sé máli hinsvegar skotið til Hæstaréttar skulu þessi gögn þó fylgja með. Það er því ljóst að auk ákærða fá verjendur, svo dæmi sé tekið, ekki aðgang að umræddum upplýsingum sem leynt eiga að fara. Af þessum sökum getur vörn ákærða orðið þeim mun erfiðari. Í 8. mgr gr. segir að ákærandi, ákærði og vitnið sjálft geti krafist þess að vitni njóti nafnleyndar. Í greinargerð er hnykkt á þessu en þar segir að enda þótt líklegast megi telja að oftast yrðu það ákærandi eða vitnið sem þess óskuðu, þá sé ekki útilokað að ákærði sjálfur óskaði þess. Það má t.d. nefna þær aðstæður að vitni muni hugsanlega bera ákærða í vil. Til þess að vernda vitnið fyrir mögulegu áreiti annarra vegna þess framburðar, getur ákærði krafist nafnleyndar til handa vitninu. 15 Til þess að þessi heimild sé veitt þarf, samkvæmt 8. mgr gr., lífi, heilbrigði eða frelsi vitnisins að vera stefnt í hættu ef það yrði gert opinbert hvert það er. Eins getur vitni notið nafnleyndar ef slík hætta steðjar að nánum vandamönnum þess. Í þessu samhengi er miðað við þá vandamenn sem taldir eru upp í 1. og 2. mgr gr. Ekki er þetta þó nægilegt heldur 13 Alþt , A-deild, bls Alþt , A-deild, bls Alþt , A-deild, bls

15 þarf að vera fyrir hendi raunveruleg ógn og brýn nauðsyn á að vitnið fái að njóta nafnleyndar. 16 Ekki má heldur vera ástæða til að telja að það muni spilla fyrir vörn ákærða svo að máli skipti. Eins og áður kom fram gengur það í raun á rétt hins ákærða þegar veitt er heimild til nafnleyndar vitnis og sérstaklega má þá hafa í huga þann rétt sem honum er tryggður í d-lið 3. mgr. 6. gr. MSE, að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum. Engum blöðum er um það að fletta að vörn hans getur orðið að miklum mun erfiðari. Nafnleynd vitna hefur hinsvegar ekki verið talin í andstöðu við fyrrgreint ákvæði MSE ef skilyrðum er fullnægt og liggur þar til grundvallar strangt mat. Rökstudd nauðsyn þarf að vera fyrir hendi svo þessi heimild sé veitt. Það þarf að tryggja að hinn ákærði fái þrátt fyrir allt sanngjarnt tækifæri til að koma að spurningum og allt þar til nýlega var talið nauðsynlegt að önnur gögn styddu þá niðurstöðu sem fengin væri með slíkum vitnisburði. 17 Þetta eru dæmi um þau atriði sem MDE hefur litið til við mat á því hvort brotið hafi verið gegn réttlátri málsmeðferð með því að veita vitni heimild til nafnleyndar Norrænn réttur Í norskum og dönskum rétti er að finna sambærilega heimild og gildir hér á landi um nafnleynd vitna. Eins og á svo mörgum öðrum réttarsviðum leit íslenski löggjafinn til þessara frændþjóða vorra við smíði sakamálalaganna, þá sérstaklega til norska ákvæðisins, og er því vert að taka þau til skoðunar hér. 19 Dönsku heimildina er að finna í 2. mgr gr. Retsplejeloven nr. 910 frá 27. september 2005 (hér eftir skammstöfuð rpl.). 20 Rekja má setningu ákvæðisins að miklu leyti til dóms Hæstaréttar Danmerkur UfR. 1984, bls 8. Þar kom fram að með tilliti til vitna gæti verið nauðsynlegt, vegna alvarleika máls og þýðingar vitnisburðar, að leyna ákærða því hver það er sem gefur vitni. Næstu árin fóru fram miklar umræður um þessa heimild á þinginu og almennt voru menn mótfallnir henni í fyrstu, enda mikilvægur réttur hins ákærða að fá upplýsingar um þann sem gefur vitni. Nokkrar útfærslur voru prófaðar, mátti t.d. á tímabili leyna heimilisfangi ef til þess bar nauðsyn. Að lokum árið 2002, eftir nokkurra ára vangaveltur, voru lögin 16 Alþt , A-deild, bls Sjá MDE, Ellis og Simms og Martin gegn Bretlandi, 10. apríl 2012 (46099/06) sem reifaður verður hér síðar. 18 Stefán Már Stefánsson: Um sönnun í sakamálum, bls Alþt , A-deild, bls mgr gr. rpl: Retten kan, hvis det må antages at være uden betydning for tiltaltes forsvar, på anmodning bestemme, 1) at et vidnes bopæl ikke må oplyses for tiltalte, hvis afgørende hensyn til vidnets sikkerhed taler for det, eller 2) at et vidnes navn, stilling og bopæl ikke må oplyses for tiltalte, hvis afgørende hensyn til vidnets sikkerhed gør det påkrævet. 12

16 samþykkt eins og þau hljóða nú í dag og heimild veitt til að nafni, stöðu og heimilisfangi væri haldið leyndu. 21 Í greinargerð með lögunum kemur fram að bæði tillitið til vitnanna sjálfra sem og hagsmunir samfélagsins af því að upplýsa sakamál mæli með því að veita þessa heimild. Þetta er í fullu samræmi við íslensk sjónarmið sbr. fyrri umfjöllun hér að framan. Þess ber þó að geta að þó svo að þessum upplýsingum sé haldið leyndum á ákærði þó rétt á að fá upplýsingar um efni skýrslna umræddra vitna. 22 Í 2. mgr gr. rpl. kemur fram að dómstólar geti ákveðið að kröfu, að nafni, stöðu og heimili vitnis verði haldið leyndu fyrir ákærða. Skilyrði fyrir beitingu þessarar heimildar er að það hafi ekki áhrif á vörn ákærða þó vitni gefi skýrslu undir nafnleynd og eins þarf það að teljast nauðsynlegt með tilliti til öryggis vitnisins. Varðandi fyrra atriðið, að nafnleynd megi ekki verða til þess að vörn ákærða verði áfátt, er tekið sem dæmi í greinargerð með lögunum að ef ákærði þekkir vitni ekkert fyrir og viðkomandi verður vitni fyrir algjöra tilviljun, þá sé engin þörf á að hinn ákærði fái persónuupplýsingar viðkomandi, nema þá í undantekningartilvikum. 23 Skilyrði samkvæmt dönsku greininni eru bersýnilega samsvarandi þeim skilyrðum sem gerð eru í íslenskum lögum. Athygli skal þó vakin á því að íslenska ákvæðið er öllu ítarlegra hvað varðar upptalningu þeirra hagsmuna vitna sem um ræðir, þ.e. að lífi, heilsu og frelsi viðkomandi sé hætta búin. Danska ákvæðið er líkara eldra ákvæði íslensku laganna að þessu leyti þar sem hagsmunir þeir sem ákvæðið miðar að því að vernda eru ekki taldir upp heldur er tekið mið af málsatvikum öllum og öryggishagsmunum vitnis í heild. Ekki er tekið fram í danska ákvæðinu, frekar en því íslenska, að þessari heimild sé einungis beitt í sumum málaflokkum en ekki öðrum. Í almennum athugasemdum greinargerðarinnar kemur hinsvegar fram að gera megi ráð fyrir því að þessari heimild verði frekar beitt í hinum grófari og alvarlegri málum, svo sem þegar um er að ræða skipulagða glæpastarfsemi. 24 Norðmenn voru fyrri til en Danir að setja heimild til nafnleyndar í lög en slík heimild kom fyrst inn í norsku réttarfarslögin árið Tilkoma þessarar undanþágu í norsk lög hélst í hendur við útbreiðslu skipulagðrar glæpastarfsemi. Við slíkar kringumstæður var talið nauðsynlegt að bregðast við með einhverjum hætti til verndar vitnum enda færðist ofbeldi gegn vitnum í þessari stöðu sífellt í aukana. Upphaflegur tilgangur með setningu ákvæðisins 21 Jørgen Jochimsen: Anonyme vidner og hemmelige agenter, bls Jørgen Jochimsen: Anonyme vidner og hemmelige agenter, bls Jørgen Jochimsen: Anonyme vidner og hemmelige agenter, bls Jørgen Jochimsen: Anonyme vidner og hemmelige agenter, bls

17 var að vernda þá einstaklinga sem gáfu vitni fyrir dómi fyrir þrýstingi, hótunum og öðrum brotum ákærða eða annarra manna sem tengdust ákærða á einhvern hátt. 25 Norsku heimildina er að finna í 130. gr. a. Straffeprosessloven nr. 25 frá 22. maí 1981 (hér eftir skammstöfuð spl). 26 Í því ákvæði eru, öfugt við íslenska og danska ákvæðið, talin upp þau lagaákvæði sem, ef brotið er gegn, geta leitt til þess að vitni í máli geti fengið notið nafnleyndar. Þetta eru meira og minna ofbeldisbrot, ýmist gegn lífi, líkama eða heilsu. Dómarar geta ákveðið, að kröfu saksóknara, að vitni gefi skýrslu án þess að þurfa að gefa upp nafn eða aðrar upplýsingar sem geta gefið til kynna hver viðkomandi er. Hér er rétt að benda á að samkvæmt þessu ákvæði er saksóknarinn sá eini sem krafist getur nafnleyndar fyrir vitni en ekki vitnið sjálft eða ákærði, eins og er hinsvegar heimilt að íslenskum rétti. Til þess að dómari fallist á slíka kröfu saksóknara er skilyrði að lífi, heilsu eða frelsi vitnisins, eða einstaklinga nákominna því, sé stefnt í hættu ef uppskátt yrði hvert það er. Þetta eru sömu skilyrði og gerð eru í íslenskum rétti. Í báðum ákvæðunum er verið að vernda þessi grunngildi sem öllum eru svo mikilvæg. Eins segir í ákvæðinu að dómari geti heimilað vitni að gefa skýrslu undir nafnleynd ef hætta er á að möguleiki fyrir vitni til að taka með leynd þátt í rannsókn annarra mála af ákveðnu tagi, sem nefnd eru í ákvæðinu, yrði miklum erfiðleikum bundinn ef upp kæmist hvert það er. Ásamt því að fullnægja þurfi öðru hvoru þessara skilyrða 25 Anonyme vitner, bls I saker om overtredelse av straffeloven 132 a, 147 a, 151 a, 162 annet eller tredje ledd, 192, 229 tredje straffalternativ, 231, 233, 266, 268 jf. 267, 317 jf. 162 annet eller tredje ledd eller 317 jf. 268 jf. 267 eller ved overtredelser som nevnt i alkoholloven 10-1 tredje ledd eller forsøk på slik forbrytelse kan retten etter begjæring fra statsadvokaten ved kjennelse bestemme anonym vitneførsel når det om vitnets identitet blir kjent, kan være fare a) for en alvorlig forbrytelse som krenker livet, helsen eller friheten til vitnet eller til noen vitnet står i et slikt forhold til som nevnt i 122, eller b) for at muligheten for et vitne til å delta skjult i etterforskningen av andre saker av den art som er nevnt foran, blir vesentlig vanskeliggjort. Anonym vitneførsel kan besluttes bare dersom det er strengt nødvendig og det ikke medfører vesentlige betenkeligheter av hensyn til den siktedes forsvar. Anonym vitneførsel kan gå ut på ett eller flere av følgende tiltak: a) at vitnets navn ikke opplyses, b) at det ikke gis andre opplysninger som kan føre til at vitnets identitet blir kjent, eller c) at det settes i verk fysiske eller tekniske tiltak for å holde vitnets identitet hemmelig. Dommere, lagrettemedlemmer, aktor, forsvarer og bistandsadvokat skal opplyses om vitnets navn og gjøres kjent med andre forhold som er av betydning for saken. Opplysningene skal likevel ikke gis til forsvareren dersom han motsetter seg det. De som får opplysninger etter tredje ledd, plikter å bevare taushet om alle opplysninger som kan føre til at vitnets identitet blir kjent. Avslår retten begjæringen om anonym vitneførsel, faller taushetsplikten bare bort når det er klart at påtalemyndigheten likevel vil føre vitnet under full identitet, jf Polititjenestemenn som kjenner vitnets identitet, har tilsvarende taushetsplikt. En avgjørelse under saksforberedelsen av om anonym vitneførsel skal tillates, treffes i lagmannsretten av tre fagdommere. I tingretten tar rettens leder avgjørelsen. En kjennelse som tillater anonym vitneførsel, skal angi det saksforholdet som retten har funnet bevist som grunnlag for avgjørelsen. Retten skal også opplyse de grunner den har lagt vekt på ved avgjørelsen av om vilkårene i bestemmelsen her er oppfylt. 14

18 þarf að vera fyrir hendi brýn nauðsyn fyrir vitni að njóta nafnleyndar auk þess sem vörn ákærða má ekki verða verulega áfátt fyrir vikið. Ólíkt því sem gildir í íslenskum rétti geta saksóknari, verjandi og fleiri sem tengjast málarekstrinum, fengið upplýsingar um nafn vitnisins sem og aðrar upplýsingar um það enda þótt heimildin til nafnleyndar sé veitt. Fái verjandinn slíkar upplýsingar um vitnið ber honum að halda þessum upplýsingum frá skjólstæðingi sínum. Þetta setur verjanda í ankannalega stöðu og getur grafið undan trausti milli verjanda og skjólstæðings. Vissulega mælir slíkt gegn því að verjandi fái þessar upplýsingar en hinsvegar hefur verið talið að hlutverk verjanda og önnur slík réttaröryggissjónarmið vegi þungt í þessu tilliti og því sé rétt að veita verjanda þessar upplýsingar. 27 Eins og sjá má á íslenska ákvæðið margt sameiginlegt með því danska og norska enda samið að þeirra fyrirmynd. Þau eru þó ekki alveg samhljóma og eru nokkur atriði sem skilja þar á milli. Engu að síður er fróðlegt og gagnlegt að bera þau saman og öðlast þannig ríkari skilning á heimildinni til nafnleyndar vitna. 5 Dómaframkvæmd Í íslenskri dómaflóru er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að nafnleynd vitna fyrir dómstólum. Einungis einu sinni hefur Hæstiréttur Íslands fallist á að veita þessa heimild en það var í máli Hrd. 9. ágúst 2012 (535/2012). Málsatvik voru þau að fangi fannst látinn í fangelsinu Litla-Hrauni. Varnaraðilar málsins voru undir rannsókn vegna rökstudds gruns um að þeir hefðu átt þátt í láti hans á refsiverðan hátt en þeir voru kunnir afbrota- og ofbeldismenn með langa sögu. Í málinu krafðist ákærandi þess að fjögur vitni fengju heimild til að gefa skýrslu undir nafnleynd skv. 8. mgr gr. sml. Lögreglan hafði veitt þeim nafnleynd við rannsókn málsins á grundvelli 3. mgr. 65. gr. sml. Vitnin sögðust óttast um líf sitt gæfu þau skýrslu með tilliti til þess hverjir hinir grunuðu væru. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að veita heimild til nafnleyndar vitnanna, en í dómi Hæstaréttar sagði orðrétt: Í ljósi sakaferils varnaraðila og eðlis brots þess, sem þeir eru grunaðir um að hafa framið, og til rannsóknar er, verður fallist á með héraðsdómi að lífi eða heilbrigði vitnanna fjögurra eða náinna vandamanna þeirra yrði stefnt í hættu, ef uppskátt væri hver þau væru. Í ljósi þess hvernig aðstæðum vitnanna er háttað og takmarkaðra möguleika þeirra til þess að forðast allt samneyti við varnaraðila verður einnig talið að skilyrði 8. mgr gr. laga nr. 88/2008 um að brýna nauðsyn beri til að þau njóti nafnleyndar sé fullnægt. 27 Anonyme vitner, bls

19 Hér er farið vel yfir skilyrði 8. mgr gr. sml., þ.e. að lífi, heilbrigði eða frelsi vitnis eða náinna vandamanna sé stefnt í hættu og brýna nauðsyn beri til nafnleyndar. Þessi skilyrði voru talin uppfyllt á báðum dómsstigum. Athyglisvert er þó að hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur fjölluðu um hvort nafnleynd bitni á vörn ákærðu eins og þó er áskilið. Héraðsdómur fór þó vel í hagsmunamatið sem lá til grundvallar, þ.e. hagsmuni vitnanna sjálfra og samfélagsins annarsvegar og hagsmuni ákærðu hinsvegar. Auk þess að veita heimild til nafnleyndar var ákærðu vikið úr þingsal á meðan á skýrslutöku stóð. Varðandi það atriði sagði í úrskurði héraðsdóms sem staðfestur var með vísan til forsendna: Er ljóst að nafnleynd vitna getur ekki orðið nema að nafninu til við rannsókn þessa máls ef verjendur og sakborningar fá að vera viðstaddir í þingsal þegar vitnin gefa skýrslu. Er óhjákvæmilegt að þeir víki úr þingsal á meðan vitni gefur skýrslu, en ella nær nafnleynd ekki tilgangi sínum og verðu[r] markleysa, en fram kemur í 2. mgr gr. laganna að dómari geti ákveðið að sakborningur og málflytjendur skuli víkja úr þingsal meðan vitni gefur skýrslu undir nafnleynd sbr. 8. mgr gr. laganna Hæstiréttur tók svo fram í þessu samhengi að tryggja skyldi að málsaðilar ættu kost á að fylgjast með skýrslutökum og koma að spurningum, eins og skylt er skv. 3. mgr gr. sml. Í þessum orðum héraðsdóms kristallast náin tengsl heimildar til nafnleyndar vitna og heimildar til að víkja sakborningi og málflytjendum úr þinghaldi. Eins og fyrr sagði er þetta í fyrsta og eina skiptið hingað til sem Hæstiréttur hefur fallist á nafnleynd vitna fyrir dómi. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem álitaefnið hefur komið til kasta dómstólsins. Í Hrd. 2004, bls 4684 (460/2004), sem kveðinn var upp í gildistíð eldri laga nr. 19/1991, voru málsatvik þau að maður var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sjö líkamsárásir, auk annarra brota. Vitni voru sögð hafa verið að því þegar hann átti að hafa ráðist að tveimur mönnum með exi á veitingastað. Ríkissaksóknari krafðist þess að ákærði myndi víkja úr þinghaldi, auk þess sem umrædd vitni fengju að njóta nafnleyndar við skýrslutöku fyrir dómi, en þau höfðu fengið að njóta nafnleyndar þegar skýrslur voru teknar hjá lögreglu. Vitnin lýstu ákærða sem stórhættulegum manni og sögðu að þau óttuðust um líf sitt ef þau þyrftu að vitna gegn honum. Í dómi sínum ítrekaði Hæstiréttur réttinn til réttlátrar málsmeðferðar skv. 70. gr. stjskr. og 1. mgr. og d-lið 3. mgr. 6. gr. MSE og sagði svo: Skilyrði ákvæðis 6. mgr. 59. gr. laga nr. 19/1991 er að nærvera sakbornings geti orðið vitni sérstaklega til íþyngingar eða geti haft áhrif á framburð þess eða að ætla megi að öryggi þess geti stafað alvarleg ógn af því að sakborningur komist með nærveru sinni í þinghaldi að raun um persónuauðkenni þess. Hefur í máli þessu ekki verið sýnt nægilega fram á raunverulega ógn við öryggi vitnanna og telst því þessum skilyrðum ekki fullnægt. 16

20 Hæstiréttur lagði í dóminum áherslu á raunverulega ógn við öryggi viðkomandi vitna og gerði strangar kröfur í því sambandi. Hann taldi þær ekki uppfylltar og hafnaði af þeim sökum kröfu ríkissaksóknara um nafnleynd vitnanna. Héraðsdómari hafði hinsvegar áður fallist á nafnleynd og er vert að skoða rökstuðning hans. Hann vísaði m.a. í sakarvottorð ákærða, en á því mátti finna alvarleg líkamsárásarbrot. Eins benti hann á að í þessu ákveðna máli væri ákærði sakaður um átta líkamsárásir. Að lokum hnykkti hann á því að það að vitni gæfi skýrslu undir nafnleynd teldist ekki andstætt réttlátri málsmeðferð enda yrði ákærða gert kleift að fylgjast með skýrslutöku og koma að spurningum. Eins má skoða Hrd. 10. mars 2010 (123/2010) til hliðsjónar, enda þótt ekki sé um sakamál að ræða. Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur féllst á nafnleynd í þessu tilviki. Um er að ræða einkamál þar sem sóknaraðilar kröfðust þess að fá að leiða vitni fyrir dóm til að gefa skýrslu einslega fyrir dómara og að viðkomandi fengi að njóta nafnleyndar. Ekki var talið að þessi krafa ætti sér stoð í lögum og lögjöfnun frá 8. mgr gr. sml. þótti heldur ekki tæk. Þá hnykkti Hæstiréttur á að því ákvæði yrði einungis beitt í undantekningartilvikum og þyrfti lífi, heilbrigði eða frelsi vitnis eða náins vandamanns að vera stefnt í hættu svo fallist yrði á nafnleynd. Svo hafi ekki verið í þessu máli. Þegar litið er til Mannréttindadómstóls Evrópu er hægt að finna öllu fleiri dóma varðandi nafnleynd vitna. Enda þótt dómar MDE séu ekki bindandi að íslenskum rétti, sbr. 2. gr. laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, ber íslenskum dómstólum að taka mið af úrlausnum hans. Ella kynni íslenska ríkið að gerast brotlegt að þjóðarétti gagnvart öðrum aðildarríkjum og eins gæti hér skapast mikil réttaróvissa, sem verður að teljast varhugavert. 28 Dómstóllinn metur almennt ekki sönnunargildi einstakra sönnunargagna í dómsmáli heldur metur hann hvort málsmeðferðin í heild geti talist réttlát í skilningi 6. gr. MSE. 29 Ber hér fyrstan að nefna MDE, Kostovski gegn Hollandi, 20. nóvember 1989 (11454/85). Málsatvik voru þau að maður var ákærður fyrir þátttöku sína í bankaráni. Í málinu voru tvö vitni sem óskuðu nafnleyndar af ótta við hefndaraðgerðir. Við yfirheyrslur rannsóknardómara yfir öðru vitninu var hvorki ákærða né verjanda hans veitt tækifæri til að vera viðstaddir en fengu þó að leggja fyrir vitnið skriflegar spurningar. Hinsvegar var bara tveimur spurningum af fjórtán svarað, að því er sagt var til að gæta nafnleyndar vitnisins. Ákærði var sakfelldur og var sú niðurstaða að stórum hluta byggð á fyrrnefndum vitnaskýrslum. Í dómi sínum áréttar Mannréttindadómstóllinn regluna um réttláta málsmeðferð skv. 1. mgr 6. gr. MSE og eins þá útfærslu hennar sem finna má í d-lið 3. mgr. 6. gr um rétt ákærða til að spyrja eða láta spyrja 28 Eiríkur Tómasson: Réttlát málsmeðferð fyrir dómi, bls Stefán Már Stefánsson: Um sönnun í sakamálum, bls

21 vitni. Svo fer dómstóllinn í regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu. Í því sambandi segir hann að svo lengi sem ákærði fái tækifæri til að spyrja eða láta spyrja vitni sé það í sjálfu sér ekki brot gegn réttlátri málsmeðferð að leggja fram fyrir dóm sem sönnunargögn vitnaskýrslur sem teknar hafi verið á rannsóknarstigi. Hefur dómstóllinn haldið sig við þetta viðmið síðan. 30 Dómurinn taldi hinsvegar að ákærði hefði í rauninni ekki fengið slíkt tækifæri með beinum hætti þar sem hann fékk einungis svör annars vitnisins við tveimur spurningum. Varðandi nafnleynd vitnanna sagði dómstóllinn: If the defence is unaware of the identity of the person it seeks to question, it may be deprived of the very particulars enabling it to demonstrate that he or she is prejudiced, hostile or unreliable. Testimony or other declarations inculpating an accused may well be designedly untruthful or simply erroneous and the defence will scarcely be able to bring this to light if it lacks the information permitting it to test the author s reliability or cast doubt on his credibility. The dangers inherent in such a situation are obvious. Furthermore, each of the trial courts was precluded by the absence of the said anonymous persons from observing their demeanour under questioning and thus forming its own impression of their reliability. Í þessum orðum dómsins endurspeglast þeir erfiðleikar sem steðja að vörn ákærða ef hann fær ekki upplýsingar um þann sem gefur vitni. Í þeim tilvikum er erfitt fyrir ákærða að sýna fram á ótrúverðugleika vitnis og ómálefnanlegar ástæður þess til að bera honum í óhag. Það verður því til muna erfiðara að sýna fram á sakleysi ákærða. Niðurstaða dómstólsins varð sú í þessu máli að ákærði hefði ekki fengið nægilegt tækifæri til að gæta réttar síns og var því um að ræða brot á réttlátri málsmeðferð skv. 1. mgr. 6. gr. og d-lið 3. mgr. 6. gr. MSE. Næst skal taka til skoðunar MDE, Doorson gegn Hollandi, 26.mars 1996 (20524/92). Í þessu máli var maður handtekinn vegna gruns um stórfelld fíkniefnabrot. Tvö vitni, sem nutu nafnleyndar af ótta við hefndaraðgerðir, voru yfirheyrð af rannsóknardómara. Skemmst er frá því að segja að áfrýjunardómstóllinn sakfelldi ákærða á grundvelli fyrirliggjandi sönnunargagna. Þar á meðal voru umræddar vitnaskýrslur, sem dómstóllinn mat vandlega, sem og önnur gögn. Í niðurstöðu meirihluta MDE sagði að Mannréttindasáttmálinn kæmi ekki í veg fyrir að stuðst væri við skýrslur ónafngreindra vitna en fara þyrfti varlega í að sakfella menn á grundvelli þeirra. Sagði ennfremur að taka þyrfti tillit til hagsmuna vitna, enda þótt ekki væri skýrlega kveðið á um það í 6. gr sáttmálans. Þegar lífi eða heilsu vitnis væri stefnt í hættu bæri að skýra meginregluna um réttláta málsmeðferð þannig að taka skyldi nokkurn veginn jafnt tillit til hagsmuna ákærða og vitna. Taldi dómstóllinn nægilegar ástæður liggja til grundvallar nafnleyndar vitnanna og tók fram í því sambandi að ákærði hefði átt þess kost að 30 Marianne Holdgaard Bukh: Modafhøring af vidner, bls

22 gæta réttar síns nægilega. Væri því ekki um að ræða brot gegn réttlátri málsmeðferð skv. 1.mgr. og d-lið 3. mgr. 6. gr. MSE. Að endingu segir í dómnum: In arriving at this conclusion the Court has taken into account the fact that the domestic courts were entitled to consider the various items of evidence before them as corroborative of each other. Af þessum dómi má sjá að dómstóllinn lagði upp með að ekki yrði sakfellt á grundvelli skýrslna ónafngreindra vitna eingöngu, önnur gögn þyrftu að styðja þá niðurstöðu. Þetta var framkvæmdin lengi vel eftir að dómurinn féll. 31 Til þess að nafnleynd vitna yrði talin í samræmi við réttláta málsmeðferð þyrftu önnur gögn máls að styðja þá niðurstöðu sem fengin væri með skýrslum nafnlausra vitna. 32 Nýlegur dómur MDE, Ellis og Simms og Martin gegn Bretlandi, 10. apríl 2012 (46099/06) gengur hinsvegar í þveröfuga átt við það sem áður gilti. Skýrslur vitna sem koma fram undir nafnleynd geta því skipt mun meira máli við málsmeðferð en áður var talið heimilt. Í þessu máli voru þrír menn ákærðir fyrir manndráp og tilraun til manndráps en umræddir verknaðir áttu sér stað í átökum milli tveggja gengja. Nokkur vitni voru að árusunum en fáir voru tilbúnir að gefa skýrslu, enda hræddir um hefndaraðgerðir gegn sér eða fjölskyldum sínum. Heimild til nafnleyndar var veitt og MDE fer í framhaldinu rækilega í það hvort það samrýmdist réttlátri málsmeðferð. Dómstóllinn setur í upphafi fram almenn viðmið við mat á því hvort málsmeðferð sé réttlát þegar um er að ræða nafnleynd vitna og er fróðlegt að skoða þau viðmið nánar. Í fyrsta lagi verði að meta hvort góðar ástæður séu til að leyna upplýsingum um vitnið, dæmi um það væri ótti við hefndaraðgerðir. Það athugast þó að huglægur ótti er ekki talinn nægja heldur þarf að staðreyna hvort hlutlæg ástæða sé til að óttast. Í öðru lagi þurfi að skoða hvort skýrsla ónafngreinds vitnis sé eini grundvöllur sakfellingar eða það sem ræður úrslitum. Þegar svo er þurfi dómstóllinn að fara varlega og skoða málareksturinn allan gaumgæfilega. Hinum ákærða þurfi að hafa verið veitt nægilegt tækifæri til að gæta réttar síns og gæta þurfi vandlega að jafnræði málsaðilanna svo að slík sönnunargögn teljist áreiðanleg, eða eins og segir orðrétt í dóminum: [...] where a conviction is based solely or decisively on the evidence of anonymous witnesses, the Court must subject the proceedings to the most searching scrutiny. It must be satisfied that there are sufficient counterbalancing factors, including the existence of strong procedural safeguards, to permit a fair and proper assessment of the reliability of that evidence to take place. 31 Sjá hér t.d. MDE, Van Mechelen og aðrir gegn Hollandi, 23. apríl 1997 (21363/93; 21364/93; 21427/93; 22056/93) 32 Stefán Már Stefánsson: Um sönnun í sakamálum, bls

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi Höfundur: Klara Baldursdóttir Briem Kennitala: 121287-2699 Leiðbeinandi: Hulda

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma. EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Ákvörðun refsingar... 3 2.1 Um refsimörk laga... 3 2.2 Refsiþyngingarástæður... 4 2.3 70. gr. hgl.... 4 2.4 Hugtakið nauðgun í lagalegum skilningi... 6 2.4.1 Fyrirmynd og

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands Marta María Friðriksdóttir Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Margrét María Grétarsdóttir Lagadeild

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 Hver er réttur barns til friðhelgi einkalífs? Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem einstaklingur, yngri

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. BA-ritgerð í lögfræði 33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. Jóhann Þorvarðarson Leiðbeinandi: Unnur E. Sveinsdóttir Apríl 2014 BA-ritgerð í lögfræði

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka?

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb Reykjavík, 22. janúar 2007. Nefiidasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur 23. 1 Q.ccrb Efiii: Svör við umsögnum um firumvarp til laga um breyting á almennum

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

tálbeitur Greiningaraðferð við mat á lögmæti 1

tálbeitur Greiningaraðferð við mat á lögmæti 1 Karólína Finnbörnsdóttir Lögfræðingur frá Háskólanum í Reykavík og saksóknarfulltrúi há embætti sérstaks saksóknara. tálbeitur Greiningaraðferð við mat á lögmæti 1 73 1 Grein þessi inniheldur valda kafla

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Inngangur Skýrsla þessi er samin af vinnuhópi sem forseti Alþingis skipaði í júní 2014 til þess að endurskoða kosningalög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum í formi

Detaljer

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1107 679. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). (Lagt fyrir Alþingi

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi. Erindi nr. Þ / ^ // / / 63 komudagur S. v/. 2. öó$t. Alþingi. Nefndarsvið 150 REYKJAVÍK

ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi. Erindi nr. Þ / ^ // / / 63 komudagur S. v/. 2. öó$t. Alþingi. Nefndarsvið 150 REYKJAVÍK Alþingi ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi. Erindi nr. Þ / ^ // / / 63 komudagur S. v/. 2. öó$t Nefndarsvið 150 REYKJAVÍK Reykjavík, 4. apríl 2005 Tilvísun: 2005030077 Efni: Umsögn um frumvarp til breytinga

Detaljer

Réttarstaða föður samkvæmt íslenskri barnalöggjöf

Réttarstaða föður samkvæmt íslenskri barnalöggjöf Háskólinn á Akureyri Félagsvísinda- og lagadeild Lögfræði 2008 Réttarstaða föður samkvæmt íslenskri barnalöggjöf - Samanburður við gildandi löggjöf í Danmörku og Noregi - Halldóra Kristín Hauksdóttir Lokaverkefni

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

316 Hvítbók ~ náttúruvernd

316 Hvítbók ~ náttúruvernd 19 Almannaréttur 316 Hvítbók ~ náttúruvernd 19. Almannaréttur 19.1 Inngangur Ekki er að finna í íslenskum lögum almenna skilgreiningu á hugtakinu almannarétti. Samkvæmt lögfræðiorðabókinni er almannaréttur

Detaljer

LÖGMANNABLAÐIÐ ÚTGEFIÐ AF LÖGMANNAFÉLAGI ÍSLANDS 3. TBL. 20. ÁRG á þeim

LÖGMANNABLAÐIÐ ÚTGEFIÐ AF LÖGMANNAFÉLAGI ÍSLANDS 3. TBL. 20. ÁRG á þeim 32014 LÖGMANNABLAÐIÐ ÚTGEFIÐ AF LÖGMANNAFÉLAGI ÍSLANDS 3. TBL. 20. ÁRG. 2014 Gjafsókn Erlendar réttarreglur og sönnun á þeim efnisyfirlit Af vettvangi félagsins Árni Helgason: Leiðari 4 Jónas Þór Guðmundsson

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur.

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur. REGLUGERÐ um plöntuverndarvörur. 1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins. Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei

HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei Ritgerð til B.A. -prófs Ásta Haraldsdóttir haust 2011 1 Háskóli Íslands

Detaljer

Nr desember 1999 AUGLÝSING

Nr desember 1999 AUGLÝSING 31. desember 1999 173 Nr. 23 AUGLÝSING um samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. Hinn 18. júní 1998 var undirritaður í

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 65 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 65 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 65

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta

Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta 2/2000 Tímarit Tæknifélags mjólkuriðnaðarins 24. árgangur 1943 Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta Ruben Rausing, stofnandi Tetra Pak. Tetra 1952 Classic 1961 Tetra Therm Aseptic VTIS Tetra 1961 Classic

Detaljer

Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum

Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum GREININGARDEILD RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA 20. febrúar 2015 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Inngangur... 6 1 Ógnir

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. og 10. febrúar 2011. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Dagskrá ráðstefnunnar Miðvikudagur 9. febrúar: Heilbrigði og afföll í matfiskeldi. Seiðagæði. Eldisþorskur:

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Besl. O. nr. 87. Jf. Innst. O. nr. 78 ( ) og Ot.prp. nr. 40 ( ) År 2000 den 6. juni holdtes Odelsting, hvor da ble gjort slikt

Besl. O. nr. 87. Jf. Innst. O. nr. 78 ( ) og Ot.prp. nr. 40 ( ) År 2000 den 6. juni holdtes Odelsting, hvor da ble gjort slikt Besl. O. nr. 87 Jf. Innst. O. nr. 78 (1999-2000) og Ot.prp. nr. 40 (1999-2000) År 2000 den 6. juni holdtes Odelsting, hvor da ble gjort slikt vedtak til lov om endringer i straffeloven og straffeprosessloven

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 27 ISSN árgangur EB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 27 ISSN árgangur EB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 27

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. Í vinnslu 15. febrúar 2016 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs

Detaljer

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum.

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum. Nr. 18 19. janúar 1973 FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum Páll Ólafsson Útdráttur Í samantekt þessari er reiknað út olíunotkun,

Detaljer

Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu

Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu Vegaöryggi bifhjólafólks Skýrsla um norræna afstöðu 2012 Norræna bifhjólaráðið, NMR Norræna bifhjólaráðið, NMR, er samráðshópur norrænna landssamtaka bifhjólafólks, sem gætir hagsmuna bifhjólafólks í umferðinni.

Detaljer

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Hallgrímur Snorrason 5.4.2017 Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Samantekt Í þessari greinargerð er fjallað um reglubundnar tölfræðiathuganir á launum og atvinnu í Noregi og á Íslandi,

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn 39 2.4 Fornöfn 2.4.0 Flokkar fornafna og almenn einkenni þeirra Svokölluð fornöfn skiptast í nokkra flokka sem eru býsna ólíkir innbyrðis. Íslensk fornöfn eiga það þó sameiginlegt að vera fallorð. Í því

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 2 1.1 Kristín Helga Gunnarsdóttir... 3 1.2 Ríólítreglan... 3 2 Þýðingar og þýðingafræði... 5 2.1 Hvað eru þýðingar?... 5 2.2 Hugtakið jafngildi... 6 2.2.1 Hvað er jafngildi?...

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R Borgarráð skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R13020066 641 Kirkjusandsreitur - uppbygging Óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við samning Íslandsbanka

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Fyrir var tekið: Að taka ákvörðun um laun og önnur starfskjör heilsugæslulækna

Fyrir var tekið: Að taka ákvörðun um laun og önnur starfskjör heilsugæslulækna Ár 2002, þriðjudaginn 15. október, var fundur settur í kjaranefnd að Hverfisgötu 6a, Reykjavík, og haldinn af þeim Guðrúnu Zoëga, Ásgeiri Magnússyni og Þorsteini Haraldssyni. Fyrir var tekið: Að taka ákvörðun

Detaljer

Jón Arason biskup. Ljóðmæli. Ásgeir Jónsson. Kári Bjarnason bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar. ritstýrði og ritaði inngang

Jón Arason biskup. Ljóðmæli. Ásgeir Jónsson. Kári Bjarnason bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar. ritstýrði og ritaði inngang Jón Arason biskup Ljóðmæli _ Ásgeir Jónsson ritstýrði og ritaði inngang Kári Bjarnason bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar Formáli Hinir mörgu hólar á Hólum í Hjaltadal eru kjörnar sleðabrekkur

Detaljer

Athugun og skráning á málþroska barna

Athugun og skráning á málþroska barna Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir

Detaljer

Lovvedtak 105. ( ) (Første gangs behandling av lovvedtak) Innst. 445 L ( ), jf. Prop. 147 L ( )

Lovvedtak 105. ( ) (Første gangs behandling av lovvedtak) Innst. 445 L ( ), jf. Prop. 147 L ( ) Lovvedtak 105 (2012 2013) (Første gangs behandling av lovvedtak) Innst. 445 L (2012 2013), jf. Prop. 147 L (2012 2013) I Stortingets møte 13. juni 2013 ble det gjort slikt vedtak til lov om endringer i

Detaljer

Skíðasaga Siglufjarðar

Skíðasaga Siglufjarðar Hugvísindasvið Skíðasaga Siglufjarðar Rannsókn og miðlun á vefsvæðinu http://skidasaga.dev3.stefna.is/ Ritgerð til M.A.-prófs Rósa Margrét Húnadóttir Maí 2009 Hugvísindadeild Hagnýt menningarmiðlun Skíðasaga

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir. Solveig María Ívarsdóttir. B.Sc. í viðskiptafræði

Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir. Solveig María Ívarsdóttir. B.Sc. í viðskiptafræði Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir Solveig María Ívarsdóttir B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2013 Rebekka Rut Gunnarsdóttir Leiðbeinandi: Kt. 041291-2309 Breki Karlsson Fjármál Solveig

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

Handbók trúnaðarmanna. Útgáfa 2, mars 2017

Handbók trúnaðarmanna. Útgáfa 2, mars 2017 Handbók trúnaðarmanna 1 Útgáfa 2, mars 2017 Inngangur 4 Stéttarfélagið SSF 7 Þing SSF 8 Stjórn SSF 8 Skrifstofa SSF 8 Heimasíða SSF 9 Launareiknivélin 9 SSF blaðið 9 Bókasafn SSF 9 Alþjóðastarf SSF 10

Detaljer

Eftirlitsstofnun EFTA. Ársskýrsla 2012

Eftirlitsstofnun EFTA. Ársskýrsla 2012 Eftirlitsstofnun EFTA Ársskýrsla 2012 EFTA Surveillance Authority Rue Belliard 35 B-1040 Brussels Belgium Tel. +32 2 286 18 11 Fax +32 2 286 18 10 E mail: registry@eftasurv.int Internet: http://www.eftasurv.int

Detaljer

Handbók trúnaðarmanna. Útgáfa 1, desember 2016

Handbók trúnaðarmanna. Útgáfa 1, desember 2016 Handbók trúnaðarmanna 1 Útgáfa 1, desember 2016 Inngangur 4 Stéttarfélagið SSF 7 Þing SSF 8 Stjórn SSF 8 Skrifstofa SSF 8 Heimasíða SSF 8 Launareiknivélin 9 SSF blaðið 9 Bókasafn SSF.......................9

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 3 (Leksjon 5) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur. Neytendastofa Öryggissvið

Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur. Neytendastofa Öryggissvið Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur Neytendastofa Útgáfa 4 20.10.2006 EFNISYFIRLIT 1. SKILGREININGAR 1-1 2. ALMENN ÁKVÆÐI 2-1 3. SAMSKIPTI 3-1 3.1 ALMENNT 3-1 3.2 SKÝRSLUGERÐ 3-1 4. SKILGREINING

Detaljer

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun Vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísun Greinargerð um landfræðilegar merkingar á vegum Samtaka mjólkur - og kjötframleiðenda og Samtaka iðnaðarins Júní 2012 - Samantekt: Einar Karl Haraldsson Efnisyfirlit

Detaljer

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Hvaða úrræði nota íslenskir og norskir framhaldsskólar til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda? Rósa Björg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli

Detaljer

Ljósmyndir: Bjarni Eiríksson Umbrot og prentun: Ísafoldarprentsmiðja ISSN

Ljósmyndir: Bjarni Eiríksson Umbrot og prentun: Ísafoldarprentsmiðja ISSN Ársskýrsla 2005 Ársskýrsla 2005 3 4 Ljósmyndir: Bjarni Eiríksson Umbrot og prentun: Ísafoldarprentsmiðja ISSN 1670-3782. FORMÁLI FORSTJÓRA Næstu áramót verða liðin 25 ár frá gildistöku fyrstu laga sem

Detaljer

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut.

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut. Brennu-Njáls saga Brennu-Njáls saga 1. kafli Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill

Detaljer

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin Íslensk málnefnd Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin [Vinnuskjal 29. ágúst 2015] Hinn 12. mars 2014 voru fimm ár liðin frá því að Alþingi samþykkti tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu

Detaljer

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl.

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Ingibergur Sigurðsson veiðieftirlitsmaður vinnsluskip Mars til júní 2009. Inngangur Í því sem hér fer á eftir mun ég gera

Detaljer