4.0 Nám, kennsla og námsmat

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "4.0 Nám, kennsla og námsmat"

Transkript

1 4.0 Nám, kennsla og námsmat Í þessum hluta handbókarinnar er fjallað um notkun og innihald fagnámskráa, kennslu- og vikuáætlana og bekkjarnámskráa. Hér er einnig gerð grein fyrir uppbyggingu lestrarkennslu á öllu námsstigum auk kennslufyrirkomulags meðal nýbúa í skólanum. Þá er námsferðakerfi unglingastigs útskýrt og sá háttur sem hafður er á valgreinum í 8. til 10. bekkjum. Að lokum eru fjallað um fyrirkomulag námsmats. Endurskoðað í sept NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT FAG- BEKKJARNÁMSKRÁR... 2 FAGNÁMSKRÁR... 2 BEKKJARNÁMSKRÁR - NÁMSVÍSAR KENNSLU- OG VIKUÁÆTLANIR... 3 KENNSLUÁÆTLANIR VIKUÁÆTLANIR/VINNUÁÆTLANIR LESTRARKENNSLA NÝBÚAKENNSLA ,5 NÁMSAÐGREINING NÁMSFERÐAKERFI VALGREINAR Á UNGLINGASTIGI MEÐFERÐ TRÚNAÐARGAGNA, PRÓFA O. FL NÁMSMAT BEKKUR... 8 NÁMSMAT 1.BEKKUR... 9 NÁMSMAT 2.BEKKUR NÁMSMAT 3. BEKKUR NÁMSMAT 4. BEKKUR NÁMSMAT 5. BEKKUR NÁMSMAT 6. BEKKUR NÁMSMAT 7. BEKKUR NÁMSMAT 8. BEKKUR NÁMSMAT 9. BEKKUR NÁMSMAT 10. BEKKUR FRAMKVÆMD PRÓFA NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT

2 4.1 Fag- bekkjarnámskrár Fagnámskrár Í hverri námsgrein er gerð fagnámskrá (lóðrétt námskrá). Hlutverk námskrárinnar er að samræma kennslu í einstökum greinum og að tryggja eðlilegt samhengi og samræmi á milli bekkja og námsgreina. Þar koma fram meginmarkmið með kennslu greinarinnar, kennslumarkmið í hverjum árgangi og námsmati lýst. Fagnámskrá greinir einnig frá námsþáttum, viðfangsefnum og námsgögnum greinarinnar. Kennari skal nota fagnámskrána sem grunn að bekkjarnámskrá og kennsluáætlun. Fagnámskrá er í stöðugri endurskoðun. Tillögum um breytingar skal komið til fagstjóra/deildarstjóra sem leggur þær fram við endurskoðun námskrár að vori. Námskráin, sem varðveitt er í sérstakri möppu á netþjóni skólans, er ætluð kennurum og skal vera tilbúin er kennsla hefst að hausti. Bekkjarnámskrár - námsvísar Bekkjarnámskrár/námsvísar er gerð fyrir hvern árgang og byggist m.a. á fagnámskrá skólans. Í henni á að koma fram allt það helsta sem við kemur hverjum árgangi, s.s.: Starfsfólk: Umsjónarkennarar, stuðningskennarar, sérgreinakennarar, stuðningsfulltrúar o. fl. Kennsluaðstæður: Húsnæði; fjöldi nemenda, kennsluaðferðir (t.d. hópaskipting) Hverri námsgrein eru gerð stutt skil: Stundafjöldi og kennari, markmið greinarinnar, námsefni námstilhögun og námsmat Sérstakur kafli er um félagslíf og samstarf við foreldra. Umsjónarkennarar árgangsins sjá í sameiningu um gerð bekkjarnámskrár og dreifingu hennar til foreldra sem þess óska. Hún skal gefin út að hausti eins fljótt og kostur er og sett á heimasíðu skólans. 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 2

3 4.2 Kennslu- og vikuáætlanir Kennsluáætlanir. Að hausti er námsáætlun vetrarins fyrst gerð og síðan ítarleg áætlun fyrir hverja önn. Þar er námsefninu skipt niður á vikur annarinnar. Kennsluáætlun er gerð fyrir hverja grein og byggist á aðalnámskrá grunnskóla og fagnámskrá skólans. Innihald og vinnuferli skal vera þannig: Nafn kennara og námshóps (bekkjar/árgangs), stundafjöldi, markmið, kennsluaðstæður og aðferðir, námsefni og námsmat Eftir hverja önn eru áætlanirnar endurskoðaðar og gerð grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á þeim. Í byrjun annar setja kennarar kennsluáætlanir inn á heimasíðu skólans. Vikuáætlanir/vinnuáætlanir. Vinnuáætlanir eru settar vikulega á Mentor.is. Í bekk. Þar kemur fram námsefni vikunnar, heimavinna o. fl. Einnig tilkynningar og skilaboð til foreldra. Gott er að nota vikuáætlunina sem e.k. fréttabréf bekkjarins eða árgangsins. Í bekk skrá nemendur sjálfir niður áætlun um heimanám og kennari setur áætlunina á Mentor.is. Í bekk gilda kennsluáætlanir fyrir hverja önn. Engar vikuáætlanir eru gerðar heldur er sett fyrir í samræmi við kennsluáætlanir. Nemendum eru afhentar kennsluáætlanir í bóklegum greinum í upphafi hverrar annar og eru þær einnig birtar á Mentor.is. 4.3 Lestrarkennsla Lestur er kenndur samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis og lögð er áhersla á það í öllum árgöngum að vinna jafnhliða með lesskilning og ritun. Í 1. bekk er byrjað á að vinna með markvissa málörvun, en jafnhliða er unnið með stafainnlögn og lestrarþjálfun. Miðað er við að leggja inn alla stafina og kenna lestrartæknina. Um leið og nemendur hafa náð einhverri lestrartækni fá þeir lestrarbækur við hæfi og lesa heima daglega. Í byrjun september er lögð fyrir stafakönnun, en í lok september eða í byrjun október er lagt fyrir Boehm- 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 3

4 hugtakapróf og teikniverkefni Tove Krogh sem er skólaþroskapróf. Læsiskönnun 1. hefti er lagt fyrir í nóvember, 2. hefti í mars og 3. hefti í maí. Að vori eru þeir nemendur sem orðnir eru læsir prófaðir með hraðlestrarprófi, en hjá öðrum er metin lestrarfærni og þekking á stöfum. Áætlað er að við lok 1.bekkjar geti nemendur lesið atkvæði á mínútu. Í upphafi 2. bekkjar er könnuð lestrargeta allra nemenda og fá þeir lestrarbækur miðaðar við sína lestrarfærni. Lögð er mikil áhersla á að nemendur lesi daglega bæði í skóla og heima. Lestrarátak/lestrarsprettur er að minnsta kosti einu sinni yfir veturinn. 1. hefti Læsis fyrir 2. bekk er lagt fyrir í febrúar og 2. hefti lagt fyrir í apríl. Niðurstöður aprílkönnunar Læsis eru sendar til Fræðslumiðstöðvar sem vinnur úr þeim og sendir aftur í skólans. Hlustunarskilningur nemenda er kannaður í lok haustannar og að vori. Að vori eru nemendur einnig prófaðir í raddlestri (hraðapróf). Áætlað er að í lok skólaárs geti nemendur lesið 80 til 125 atkvæði á mínútu eða meira, einkunn 4,0-5,5. Miðað er við að nemendur sem ekki hafa náð u.þ.b. 40 atkvæðum á mínútu, einkunn 2,5, fái sérkennslu. Í 3. bekk kannar bekkjarkennari stöðu nemenda í lestri og velur lestrarbækur við hæfi. Nemendur lesa daglega í skóla og heima. Lögð er áhersla á að þjálfa áheyrilegan lestur bæði úr heimalestrarbók og samlestrarbók. Sérstakt lestrarátak eða lestrarsprettur er tvisvar sinnum yfir veturinn, þ.e. fyrir og eftir áramót. Fyrstu og þriðju önn lýkur með raddlestrarprófi (hraðapróf). Lesskilningspróf er lagt fyrir á og 3. önn. Áætlað er að við lok skólaárs geti nemendur lesið u.þ.b atkvæði á mínútu eða meira, einkunn 5,5-7,0. Miðað er við að nemendur sem ekki hafa náð atkvæðum á mínútu, einkunn 4,0 4,5, fái sérkennslu. Í 4. bekk er áhersla á að þjálfa lestur áfram og að nemendur lesi daglega heima og í skóla. Lestrarnámskeið sem stendur yfir í mánuð, með áherslu á lesskilning, áheyrilegan lestur og endursögn er haldið annað hvort á haustönn eða á miðönn. Raddlestrarpróf (hraðapróf) eru í lok haust og vorannar en lesskilningspróf í lok haust- og vorannar. Áætlað er að við lok skólaárs geti nemendur lesið atkvæði á mínútu eða meira, einkunn 7,0 8,0. Miðað er við að nemendur sem ekki hafa náð atkvæðum á mínútu, einkunn 5,0-6,0, fái sérkennslu. Í 5. bekk eru nemendur hvattir til að lesa sögubækur jafnhliða námsbókum. Fylgjast þarf vel með að nemendur hafi lesefni við hæfi og lesi reglulega, sérstak- 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 4

5 lega ef um lestrarerfiðleika er að ræða. Unnið er að því að auka lesskilning í gegnum vinnu í bókmenntum, ljóðum og samfélagsfræðigreinum. Á einni önn er lögð sérstök áhersla á markvissa þjálfun í áheyrilegum lestri og tjáningu. Fyrir lok miðannar er lagt fyrir lesskilningsprófið Lestrarhæfnispróf LH Þeir nemendur sem lesa 170 atkvæði á mínútu eða meira prófaðir með framsagnarprófi en hinir með raddlestrarprófi. Áætlað er að við lok skólaárs geti nemendur lesið atkvæði á mínútu eða meira, lesi áheyrilega og hafi góðan skilning. Miðað er við að nemendur sem ekki hafa náð atkvæðum á mínútu, einkunn 6,0-6,5, fái sérkennslu. Í 6. og 7. bekkjum eru nemendur hvattir til að lesa sögubækur jafnhliða námsbókunum. Fylgjast þarf vel með að nemendur lesi reglulega, sérstaklega ef um er að ræða lestrarerfiðleika. Unnið er að því að auka lesskilning í gegnum vinnu í bókmenntum, ljóðum og samfélagsfræðigreinum. Áhersla er lögð á áheyrilegan lestur, framsögn og tjáningu. Miðað er við aðnemendur lesi 230 atkvæði eða meira á mínútu. Upplestrarkeppni grunnskólanna er í 7. bekk og fyrir þá keppni eru nemendur þjálfaðir í að lesa áheyrilega fyrir hóp af fólki. Í bekkjum er áhersla lögð á yndislestur og að auki fléttast lestur inn í vinnu í öllum námsgreinum, sérstaklega í íslensku, ensku og dönsku. Það er t.d. gert með lestri valbóka í tímum og heima, þannig að nemendur gera efninu skil skriflega og/eða munnlega. Á haustönn í 8. bekk er lagt fyrir lesskilningspróf Kristínar Aðalsteinsdóttur sem er hóppróf, en það prófar lesskilning og lestrarhraða. Í 9. bekk er Greinandi ritmálspróf, GRP-14, sem er hóppróf, lagt fyrir alla nemendur árgangsins til þess að finna þá nemendur sem eiga í erfiðleikum í lestrarfærni, lesskilningi eða eru með leshömlun/dyslexíu. 4.4 Nýbúakennsla Erlendum nemendum á aldrinum 9 15 ára býðst skólavist í sérstökum móttökudeildum þegar þeir hefja nám á Íslandi. Þær eru starfræktar á þrem stöðum í Reykjavík; í Austurbæjarskóla, Breiðholtsskóla og Háteigsskóla. Gert er ráð fyrir að yngri nemendur hefji strax nám í sínum hverfisskóla. Aðstæður eru metnar hverju sinni þegar ákvörðun er tekin um hvort nemandi fari í móttökudeild eða sinn hverfisskóla. Það er gert í samráði við Fræðslumiðstöð, aðstandendur og 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 5

6 viðkomandi skóla. Íslenskir nemendur, sem dvalið hafa lengi erlendis, hefja nánast alltaf strax nám í sínum heimaskóla. Þegar ákveðið hefur verið að nemandi af erlendum uppruna hefji nám í er boðað til fundar með forráðamönnum barnsins og túlki ef með þarf. Fundinn sitja umsjónarkennari viðkomandi barns og umsjónarmaður nýbúakennslu eða sá sem ætlar að sinna íslenskukennslunni, sé það ákveðið. Fræðslumiðstöð hefur gefið út upplýsingabækling fyrir foreldra erlendra grunnskólabarna á nokkrum tungumálum. Bæklingurinn er afhentur á fundinum, sé hann til á viðkomandi tungumáli. Á fundinum er farið yfir stöðuna, fengnar grunnupplýsingar um nemandann hvað varðar tungumál, menningarlegan bakgrunn og skólagöngu og kennslan skipulögð í stórum dráttum. Í sumum tilfellum getur þurft að breyta stundaskrá. Í Aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að nemendur í grunnskóla, sem hafa annað móðurmál en íslensku eigi rétt á sérstakri kennslu í íslensku. Miðað er við að hver nemandi fái að lágmarki 2 vikustundir í sérstakri íslensku á meðan hann er að ná tökum á málinu. Íslensk börn sem búið hafa lengi erlendis eiga auk þess rétt á sérstakri íslenskukennslu og er tímamagnið metið hverju sinni. Í íslenskukennslunni er lögð áhersla á íslenskt mál, fræðslu um íslenskt samfélag og námsgreinatengda íslenskukennslu, þ.e. að börnin læri íslensku í gegnum allar námsgreinarnar. Reynt er að laga námsefni og kennslu að tungumálakunnáttu þeirra, þannig að þau geti sem fyrst staðið jafnfætis jafnöldrum sínum í námi. Mikil áhersla er lögð á að fólk viðhaldi móðurmáli sínu um leið og það tileinkar sér annað tungumál og er nú talið að virkt tvítyngi sé besta leiðin. Hér í höfum við ekki tök á að bjóða nemendum af erlendum uppruna kennslu í móðurmáli sínu, en foreldrar eru hvattir til að leita eftir því hjá Fræðslumiðstöð eða Alþjóðahúsi. Á foreldrafundum er boðið upp á túlkaþjónustu svo lengi sem þörf er á eða aðstandendur óska eftir því. Við lítum svo að menningarlegur fjölbreytileiki auðgi skólastarfið, skapi tækifæri til að fræða nemendur um ólík lönd og menningu og leggjum áherslu á að virðing sé borin fyrir uppruna og menningu allra nemenda. 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 6

7 4,5 Námsaðgreining námsferðakerfi Námsaðgreining á yngsta- og miðstigi. Í skólanum er hefðbundin bekkjarkennsla í bekk. Í bekk kennir umsjónarkennari flestar greinar en sérgreinakennurum fjölgar eftir því sem ofar dregur. Með góðri samvinnu umsjónarkennara og í sumum tilfellum sérkennara er einstökum árgöngum skipt upp í lestrar- og stærðfræðihópa. Markmiðið með slíkri skiptingu er að veita nemendum tækifæri sem hæfa sem best getu hvers og eins. Hringekja - námskeiðsform Í sumum tilfellum eru list- og verkgreinar(og stöku sinnum aðrar greinar) kenndar í námskeiðsformi. Þá er árganginum skipt í hópa sem stunda nám í ákveðinni námsgrein í nokkrar vikur. Vikustundum er þá fjölgað þannig að heildarfjöldi kennslustunda yfir veturinn verður réttur. Kosturinn við þetta fyrirkomuleg er einkum sá að betri samfella næst í náminu og auðvelt er að skipuleggja þemaverkefni innan viðkomandi greina. Námsferðakerfi á unglingastigi. Á unglingastigi eru nemendur skráðir í ákveðna bekkjardeild og sækja tíma eftir því. Allir nemendur stunda sömu námsgreinar í kjarnagreinum, þ.e. íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði, samfélagsfræði, íþróttum, sundi og lífsleikni. Í 8. bekk bætast að auki við tónmennt og upplýsingamennt. Þá eru í boði valgreinar sem nemendur velja sér eftir áhugasviði. Nemendum í 10. bekk er skipt í námshópa í íslensku og stærðfræði eftir frammistöðu. Hóparnir fá sama námstíma en yfirferð er mismunandi eftir stöðu nemenda. Nemendur geta flust á milli ferða eftir námsárangri og ástundun. 4.6 Valgreinar á unglingastigi Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 er miðað við að tímafjöldi nemenda sé 37 stundir á viku og getur frjálst val í 8., 9. og 10. bekk verið frá fjórum upp í sex stundir. Mikið úrval er í frjálsu vali. Í boði eru m.a. nokkrir framhaldsskólaáfangar sem kenndir eru í samráði við framhaldsskólana. Þessir áfangar eru ýmist kenndir í viðkomandi framhaldsskóla eða í fjarnámi. 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 7

8 Að vori velja nemendur í bekk valgreinar af valgreinalista. Nemendur velja greinar til vara ef einhver grein fellur niður sökum fámennis, áreksturs í stundatöflu o. þ.u.l. Valgreinalisti getur breyst breytilegur milli ára með tilliti til þeirra starfsmanna sem skólinn hefur á sínum snærum hverju sinni. 4.7 Meðferð trúnaðargagna, prófa o. fl. Meðferð prófaúrlausna, sýning þeirra og afritun gegn gjaldi Öllum prófaúrlausnum á annaprófum er safnað saman og þær varðveittar í læstri hirslu í eitt ár. Á foreldradögum í lok annar eiga foreldrar þess kost að fá að líta á prófaúrlausnir barna sinna. Kennarar skulu viðbúnir því að leggja fram úrlausnir og útskýra forsendur og niðurstöður mats fyrir nemanda og foreldrum/forráðamönnum. Beiðni um að skoða prófúrlausnir og/eða námsmatsgögn skal borin fram eigi síðar en tveimur vikum eftir að nemanda hefur borist prófseinkunn og/eða vitnisburður, sbr. reglugerð nr. 710/1996. Foreldrar geta einnig, innan sömu tímamarka, óskað eftir að fá afrit af prófaúrlausnum barna sinna. Gjald fyrir slíkt afrit fylgir gjaldskrá Námsmatsstofnunar vegna samræmdra prófa í 4. og 7. bekk.- Skólinn sér um að eyða gömlum prófaúrlausnum með tryggum hætti. Meðferð verkefna Verkefni, sem nemendur skila kennurum, ber að varðveita vel. Óheimilt er að dreifa þeim til annarra án leyfis viðkomandi nemanda, nema verkið sé ætlað til birtingar af hans hálfu. Öllu tölvutæku efni sem nemendur afhenda kennurum skal eytt í lok skólaárs eða því skilað aftur til nemenda. Tölvugögn sem nemendur afhenda kennurum skulu vandlega merkt og þeim skilað aftur ekki síðar en í lok skólaárs. Öllu efni sem nemendur skilja eftir að vori og ekki er sérstaklega ætlað til birtingar á vefsíðu skólans, skal eytt af umsjónarmanni tölvukerfisins. 4.8 Námsmat bekkur Markmið námsmats er: Að afla vitneskju um árangur skólastarfsins og hvernig einstökum nemendum og hópum vegnar. Að fylgjast með gengi nemenda og hvernig þeim gengur að ná þeim námsmarkmiðum sem aðalnámskrá og skólinn setja þeim. 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 8

9 Að veita nemendum og foreldrum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda. Einkunnakvarði og umsagnir Einkunnir á vitnisburðablöðum eru einvörðungu gefnar í heilum og hálfum tölum. Aðrir einkunnakvarðar eru ekki notaðir. Í einstöku greinum er umsögnin Lokið eða Ólokið gefin. Kennarar gefa almennar umsagnir sem ekki eru staðlaðar. Ef nemandi af einhverjum ástæðum getur ekki þreytt annarpróf gildir vinnueinkunn sem námsmat fyrir önnina. Vitnisburðablöð Vitnisburðablöð eru unnin í Mentor.is Námsmat 1.bekkur Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; þrisvar á ári. Við lok fyrstu annar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara,(). Sérgreinakennarar eru til viðtals. Við lok annarrar annar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara, forráðamanna og nemenda. Sérgreinakennarar eru til viðtals. Við lok þriðju annar: Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit. Fyrirkomulag námsmats okt./nóv jan./febr. júní Íslenska munnleg umsögn M/umsögn S/umsögn Lestur munnleg umsögn M/umsögn S/umsögn Stærðfræði munnleg umsögn M/umsögn S/umsögn Samf/náttúrufræði _athugasemdir athuga- S/umsögn Dans S/umsögn Íþróttir munnleg umsögn M/umsögn S/umsögn Sund munnleg umsögn M/umsögn L/Ó umsögn Heimilisfræði S/umsögn Tónmennt S/umsögn Myndmennt munnleg umsögn M/umsögn S/umsögn Textilmennt munnleg umsögn M/umsögn S/umsögn 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 9

10 Hönnun og smíði munnleg umsögn M/umsögn S/umsögn um- Athugið: Námsgreinar sem nemandi stundar hluta úr vetri þarf að meta með umsögn fyrir foreldraviðtöl. Að vori birtast skriflegar umsagnir á vitnisburðarblaði. Munnleg/Skrifleg umsögn: Byggir á upplýsingum í Mentor frá öllum fagkennurum og umsjónarkennara. Fjallað er um námsframvindu og hegðun nemanda. L/Ó: lokið eða ólokið tilteknu sundstigi. # Einkunnarorð fyrir prófs- og vinnueinkunn í sundi eru a = ágætt, g = gott, s = sæmilegt, ab = ábótavant * Námsmat samkvæmt aðlagaðri námsskrá Námsmat 2.bekkur Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; þrisvar á ári. Við lok fyrstu annar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara, sem og umsagnir forráðamanna í samráði við nemanda. Sérgreinakennarar til viðtals. Við lok annarrar annar: Skriflegur og munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru einkunnir gefnar í tölum og umsagnir allra fagkennara og forráðamanna í samráði við nemanda. Sérgreinakennarar til viðtals. Við lok þriðju annar: Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit. Til grundvallar eru einkunnir og/eða umsagnir allra kennara. Fyrirkomulag námsmats okt./nóv jan./febr. júní Íslenska munnleg umsögn S/M/umsögn/einkunn S/umsögn/einkunn Lestur munnleg umsögn S/M/umsögn atkv S/umsögn atkv Stærðfræði munnleg umsögn S/M/umsögn/einkunn S/umsögn/einkunn Skrift munnleg umsögn S/M/umsögn S/umsögn mark- Samf/náttúrufræ munnleg umsögn S/M/umsögn S/umsögn markmið Dans munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 10

11 Íþróttir munnleg umsögn M/umsögn S/umsögn Sund munnleg umsögn M/umsögn L/Ó, S/umsögn Heimilisfræði munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Myndmennt munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Tónmennt munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Textílmennt munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Hönnun og smíði munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Upplýsingat. munnleg umsögn /M/umsögn skrifleg umsögn Enska munnleg umsögn munnleg umsögn skrifleg umsögn Athugið: Námsgreinar sem nemandi stundar hluta úr vetri þarf að meta með umsögn fyrir foreldraviðtöl. Að vori birtast skriflegar umsagnir á vitnisburðarblaði ásamt einkunnum frá vorönn. Munnleg/Skrifleg umsögn: Byggir á upplýsingum í Mentor frá öllum fagkennurum og umsjónarkennara. Fjallað er um námsframvindu og hegðun nemanda. Lestur: Í umsögn að vori komi fram atkvæðafjöldi nemandans í lestri á mínútu (sjá kafla 4.4 hér að framan bls. 4) og upplýsingar um lesskilning. Einkunn: L/Ó: lokið eða ólokið tilteknu sundstigi. * Námsmat samkvæmt aðlagaðri námsskrá Námsþættir að baki einkunnar í íþróttum: Vinnubrögð & virkni 50% og kannanir 50%. Námsmat 3. bekkur Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; þrisvar á ári. Við lok fyrstu annar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara, sem og umsagnir forráðamanna í samráði við nemanda. Sérgreinakennarar til viðtals. Við lok annarrar annar: Skriflegur og munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru einkunnir, gefnar í tölum, og umsagnir allra fagkennara og forráðamanna í samráði við nemanda. Sérgreinakennarar eru til viðtals. 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 11

12 Við lok þriðju annar: Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit. Til grundvallar eru einkunnir og umsagnir. Fyrirkomulag námsmats okt./nóv jan./febr. júní Íslenska munnleg umsögn S/M/umsögn/einkunn S/umsögn/einkunn Lestur munnleg umsögn S/M/umsögn atkv.á mín S/umsögn atkv.á Stærðfræði munnleg umsögn S/M/umsögn/einkunn S/umsögn/einkunn Skrift munnleg umsögn S/M/umsögn S/umsögn Samf/náttfr. munnleg umsögn S/M/umsögn S/umsögn Dans munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Íþróttir munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Sund munnleg umsögn M/umsögn L/Ó, S/umsögn Myndmennt munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Tónmennt munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Textílmennt munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Tæknimennt munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Upplýsingat. munnleg umsögn /M/umsögn skrifleg umsögn Enska munnleg umsögn S/M/umsögn skrifleg umsögn Athugið: Námsgreinar sem nemandi stundar hluta úr vetri þarf að meta með umsögn fyrir foreldraviðtöl. Að vori birtast þær skriflegar umsagnir á vitnisburðarblaði ásamt einkunnum frá vorönn. Munnleg/Skrifleg umsögn: Byggir á upplýsingum í Mentor frá öllum fagkennurum og umsjónarkennara. Fjallað er um námsframvindu og hegðun nemanda. Lestur: Í umsögn að vori komi fram atkvæðafjöldi nemandans í lestri á mínútu (sjá kafla 4.4 hér að framan bls. 4) og upplýsingar um lesskilning. L/Ó: Lokið eða ólokið tilteknu sundstigi. * Námsmat samkvæmt aðlagaðri námsskrá Námsþættir að baki einkunnar í íþróttum: Vinnubrögð & virkni 50% og kannanir 50%. Námsmat 4. bekkur Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; þrisvar á ári. Við lok fyrstu annar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara. Sérgreinakennarar til viðtals. 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 12

13 Við lok annarrar annar: Skriflegur og munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru einkunnir gefnar í tölum og umsagnir allra fagkennara. Sérgreinakennarar til viðtals. Við lok þriðju annar: Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit. Til grundvallar eru einkunnir gefnar í tölum og umsagnir. Fyrirkomulag námsmats okt./nóv jan./febr. júní Íslenska munnleg umsögn S/M/umsögn/einkunn S/umsögn/einkunn Lestur munnleg umsögn S/M/umsögn/einkunn S/umsögn/einkunn Stærðfræði munnleg umsögn S/M/umsögn/einkunn S/umsögn/einkunn Skrift munnleg umsögn S/M/umsögn S/umsögn Samf/náttfr munnleg umsögn S/M/umsögn S/umsögn Dans munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Upplýsin- munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Íþróttir munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Sund munnleg umsögn M/umsögn L/Ó, S/umsögn Heimilisfr. munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Mynd- munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Tónmennt munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Textílmennt munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Tækni- munnleg umsögn /M/umsögn S/umsögn Nýsköpun munnleg umsögn /M/umsögn/ / L/Ó Enska munnleg umsögn S/M/umsögn S/umsögn/einkunn Athugið: Námsgreinar sem nemandi stundar hluta úr vetri þarf að meta með umsögn fyrir foreldraviðtöl. Að vori birtast skriflegar umsagnir á vitnisburðarblaði ásamt einkunnum frá vorönn. Einkunnir frá haustönn og miðönn birtast á vitnisburðarblaði miðannar. Munnleg/Skrifleg umsögn: Byggir á upplýsingum í Mentor frá öllum fagkennurum og umsjónarkennara. Fjallað er um námsframvindu og hegðun nemanda. Lestur: Í umsögn að vori komi fram atkvæðafjöldi nemandans í lestri á mínútu (sjá kafla 4.4 hér að framan bls. 4) og upplýsingar um lesskilning. Einkunn: Veitt er prófseinkunn í heilum og hálfum tölum(sjá yfirlit yfir námsþætti). 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 13

14 L/Ó: lokið eða ólokið tilteknu sundstigi. * Námsmat samkvæmt aðlagaðri námsskrá Námsþættir að baki einkunnar í íþróttum: Vinnubrögð & virkni 50% og kannanir 50%. Samræmd könnunarpróf Samræmd könnunarpróf á vegum Námsmatsstofnunar fara fram að hausti. Prófað er í íslensku og stærðfræði. Tilgangur prófanna er: Að gefa foreldrum, nemendum og skólanum upplýsingar um námsstöðu samanborið við landsmeðaltal. Að vera skólanum til leiðsagnar um hvaða þættir það eru í kennslunni sem betur mega fara. Skólastjóri ásamt deildarstjóra stigs og sérkennslu sjá um framkvæmd prófanna. Deildarstjóri sérkennslu sér um að fylla út eyðublöð er varða undanþágur og frávik frá prófum. Haft er samband við foreldra í þeim tilfellum. Sjá nánar bækling frá Námsmatsstofnun. Námsmat 5. bekkur Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; þrisvar á ári. Við lok fyrstu annar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara, sem og mat forráðamanna og nemenda. Sérgreinakennarar til viðtals. Við lok annarrar annar: Skriflegur og munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru einkunnir gefnar í tölum og umsagnir allra fagkennara, forráðamanna og nemenda.sérgreinakennarar eru til viðtals. Við lok þriðju annar. Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit. Til grundvallar eru einkunnir. Fyrirkomulag námsmats okt./nóv jan./febr. júní Lestur munnleg umsögn m.umsögn og pr.einkunn prófseinkunn 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 14

15 *Bókm./ljóð munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Skrift munnleg umsögn m.umsögn einkunn Málfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Stafsetning munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Samfélagsfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Náttúrufræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Stærðfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Enska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Kristinfræði munnleg umsögn m.umsögn einkunn Heimilisfræði munnleg umsögn m.umsögn einkunn Myndmennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn Tónmennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn Textílmennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn Tæknimennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn Upplýsingatækni munnleg umsögn m.umsögn einkunn Nýsköpun munnleg umsögn einkunn Sund munnleg umsögn munnleg umsögn einkunn L/Ó Dans munnleg umsögn m.umsögn einkunn Íþróttir munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Athugið: Námsgreinar sem nemandi stundar hluta úr vetri þarf að meta með umsögn fyrir foreldraviðtöl. Að vori birtast einkunnir á vitnisburðarblaði. Munnleg umsögn: Byggir á upplýsingum í Mentor frá öllum fagkennurum og umsjónarkennara. Fjallað er um námsframvindu og hegðun nemanda. Einkunn: Veitt er prófseinkunn og vinnueinkunn (sjá yfirlit yfir námsþætti) í heilum og hálfum tölum. Vinnueinkunn er byggð á símati, þar sem tekið er tillit til heimavinnu, virkni nemenda í tímum o.fl. * Kennarar geta valið að gefa eingöngu vinnueinkunn í þessum námsgreinum. L/Ó: lokið eða ólokið tilteknu sundstigi. *Ath. Námsmat skv. aðlagaðri námskrá. Námsþættir að baki vinnueinkunnar. Vinnueinkunn er símat þar sem helstu þættir námsins eru metnir jafnt og þétt yfir skólaárið. Nákv.0,5 Námsþáttur Bók Mál Staf Skr Ens Sam Stæ. Kr. Nátt. Virkni 25% 30% 30% 30% 30% 30% 30% 30% 30% Heimanám 25% 30% 30% 30% 30% 30% 30% 30% 30% Vinnub. & verkefni 50% 40% 40% 40% 40% 40% 40% 40% 40% Sama % hlutfall í öllum greinum 25, 25 og 50 % 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 15

16 Námsþáttur My Hei Sund Íþr. Tón Tex Tæk Upp Nýs Dan Vinn % % Verkefni/próf % Umgengni 10% 25% 10% 10% 10% 10% 50 Frágangur 50% Námsmat 6. bekkur Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; þrisvar á ári. Við lok fyrstu annar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara, sem og mat forráðamanna og nemenda. Sérgreinakennarar til viðtals. Við lok annarrar annar: Skriflegur og munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru einkunnir gefnar í tölum og umsagnir allra fagkennara, forráðamanna og nemenda. Sérgreinakennarar eru til viðtals. Við lok þriðju annar. Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit. Til grundvallar eru einkunnir. Fyrirkomulag námsmats okt./nóv jan./febr. júní Lestur munnleg umsögn m.umsögn próf- *Bókm./ljóð munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Skrift munnleg umsögn m.umsögn einkunn *Ritun munnleg umsögn m. umsögn einkunn Málfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Stafsetning munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Samfélagsfræði munnleg umsögn m.umsögn einkunn *Náttúrufræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Stærðfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Enska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Kristinfræði munnleg umsögn m.umsögn einkunn Heimilisfræði munnleg umsögn m.umsögn einkunn Myndmennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn Tónmennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn Textílmennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 16

17 Tæknimennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn Upplýsingatækni munnleg umsögn m.umsögn einkunn Nýsköpun munnleg umsögn m.umsögn einkunn Sund munnleg umsögn m.umsögn L/Óeinkunn Íþróttir munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Dans munnleg einkunn m.umsögn einkunn Athugið: Námsgreinar sem nemandi stundar hluta úr vetri þarf að meta með umsögn fyrir foreldraviðtöl. Að vori birtast einkunnir á vitnisburðarblaði. Munnleg umsögn: Byggir á upplýsingum í Mentor frá öllum fagkennurum og umsjónarkennara. Fjallað er um námsframvindu og hegðun nemanda. Einkunn: Veitt er prófseinkunn og vinnueinkunn (sjá yfirlit yfir námsþætti) í heilum og hálfum tölum. Vinnueinkunn er byggð á símati á heimavinnu, virkni nemenda í tímum o.fl. * Kennarar geta valið að gefa eingöngu vinnueinkunn í þessum námsgreinum. L/Ó: lokið eða ólokið tilteknu sundstigi. Ath. Námsmat skv. aðlagaðri námskrá. Námsþættir að baki vinnueinkunnar. Vinnueinkunn er símat þar sem helstu þættir námsins eru metnir jafnt og þétt yfir skólaárið. Nákv.0,5 Námsþáttur Bókm Mál. Staf Skr. Ens Samf. Stæ. Kr. Nátt Virkni 30% 30% 30% 30% 30% 30% 30% 30% 30% Heimanám 30% 30% 30% 30% 30% 30% 30% 30% 30% Verkefni og kann 40% 40% 40% 40% 40% 40% 40% 40% 40% Sama % hlutfall í öllum greinum 25, 25 og 50 % Námsþáttur My Hei Sund Íþr. Tón Tex Tæ Upp Nýs Dan Vinnub.&virk 40 25% % 50% 50% Verkefni/próf % 50% 50% Umgengni 10% 25% 10% 10% 10% 10% Frágangur 50% Námsmat 7. bekkur Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; þrisvar á ári. Við lok fyrstu annar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara, sem og mat forráðamanna og nemenda. Sérgreinakennarar til viðtals. 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 17

18 Við lok annarrar annar: Skriflegur og munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru einkunnir gefnar í tölum og umsagnir allra fagkennara, forráðamanna og nemenda. Við lok þriðju annar. Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit. Til grundvallar eru prófs- og vinnueinkunnir. Fyrirkomulag námsmats okt./nóv jan./febr. júní Lestur munnleg umsögn m.umsögn prófseinkunn *Bókme. og ljóð munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Skrift munnleg umsögn m.umsögn einkunn *Ritun munnleg umsögn m.umsögn einkunn Málfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Stafsetning munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Samfélagsfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Náttúrufræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Stærðfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Enska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Danska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Trúarbragðafræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn, Heimilisfræði munnleg umsögn m.umsögn einkunn *Myndmennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn Tónmennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn *Textílmennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn *Tæknimennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn Upplýsingatækni munnleg umsögn m.umsögn einkunn Sund munnleg umsögn munnleg umsögn einkunn,l/ó Íþróttir munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn *Dans munnleg umsögn m.umsögn einkunn Athugið: Námsgreinar sem nemandi stundar hluta úr vetri þarf að meta með umsögnfyrir foreldraviðtöl. Að vori birtast einkunnir á vitnisburðarblaði. Munnleg umsögn: Byggir á upplýsingum í Mentor frá öllum fagkennurum og almennri umsögn umsjónarkennara. Fjallað er um námsframvindu og hegðun nemanda. Einkunn: Veitt er prófseinkunn og vinnueinkunn (sjá yfirlit yfir námsþætti) í heilum og hálfum tölum. Vinnueinkunn er byggð á heimavinnu, virkni nemenda í tímum o.fl. 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 18

19 *Kennarar geta valið að gefa eingöngu vinnueinkunn í þessum námsgreinum L/Ó: lokið eða ólokið tilteknu sundstigi. Ath. nem. með * merkt próf taka sérstök próf. Námsþættir að baki vinnueinkunnar. Vinnueinkunn er símat, þar sem helstu þættir námsins eru metnir jafnt yfir skólaárið. Nákv.0,5 Námsþáttur Bókm/ljóð Mál. Staf Skr. Da/en Sa/na Stæ. Virkni 25% 30% 25% 30% 30% 30% 30% Heimavinna 25% 10% 25% 10% 10% 10% 20% Vinnub. verk. og kannanir 50% 60% 50% 60% 60% 60% 50% Námsþáttur Myn Heim Sun Íþr Tón Tex Tæk Upp Nýs Dan Vinnub.&virk 40% 25% % 20% 50 50% Verkefni/próf 50% % 70% 50 50% Umgengni 10% 25% 10% 10 10% 10% Frágangur 50% Samræmd könnunarpróf í 7. bekk Samræmd könnunarpróf á vegum Námsmatsstofnunar fara fram að hausti. Prófað er í íslensku og stærðfræði. Tilgangur prófanna er: Að gefa forráðamönnum, nemendum og skólanum upplýsingar um námsstöðu samanborið við landsmeðaltal. Að vera skólanum til leiðsagnar um hvaða þættir það eru í kennslunni sem betur mega fara. Skólastjóri ásamt deildarstjóra stigs og sérkennslu sjá um framkvæmd prófanna. Deildarstjóri sérkennslu sér um að fylla út eyðublöð er varða undanþágur og frávik frá prófum. Haft er samband við foreldra í þeim tilfellum. Sjá nánar bækling frá Námsmatsstofnun. Námsmat 8. bekkur Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; þrisvar á ári. Við lok fyrstu annar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara, sem og umsagnir forráðamanna og nemenda. Sérgreinakennarar til viðtals. 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 19

20 Við lok annarrar annar: Skriflegur og munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara, sem og umsagnir forráðamanna og nemenda og einkunnir, gefnar í tölum. Við lok þriðju annar. Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit. Til grundvallar eru einkunnir. Fyrirkomulag námsmats Okt./nóv Jan./febr. Júní Íslenska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Stærðfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Danska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Enska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Samfélagsfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Náttúrufræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Íþróttir munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Sund munnleg m.umsögn einkunn, L/Ó Tónmennt munnleg umsögn m.umsögn einkunn Upplýsingatækni munnleg umsögn m.umsögn einkunn Valgreinar munnleg umsögn m.umsögn einkunn, L/Ó Lífsleikni munnleg umsögn m.umsögn L/Ó Munnleg umsögn: Byggir á upplýsingum í Mentor frá öllum fagkennurum og umsjónarkennara. Fjallað er um námsframvindu og hegðun nemanda. Einkunn: Veitt er prófseinkunn og vinnueinkunn (sjá yfirlit yfir námsþætti) í heilum og hálfum tölum. Vinnueinkunn er byggð á símati, þar sem tekið er tillit til heimavinnu, virkni nemenda í tímum o.fl. Lokaeinkunn er gefin í heilum og hálfum tölum.ath. einkunnir fyrir kannanir og verkefni verða gerðar sýnilegar á Mentor jafnharðan. L/Ó: lokið eða ólokið. Námsþættir að baki einkunnar. Námsþáttur Ísl. Stæ Dan Ens Samf Nátt Uppl. Vinnubrögð/virkni 10% 20% 10% 10% 10% 10% 10% Heimanám 10% 10% 10 10% Vinnubækur/verkefni 45% 10% 55% 55% 45% 45% 70% 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 20

21 Kannanir 35% 60% 35% 35% 35% 35% 20% Námsþáttur Myn Heim. Sund Íþr. Tón Tex Tæk Lífsl Vinnubrögð 20% 25% 50% 50% 20% 20% L/Ó Virkni 20% 50% 50% 30% 20% 20% L/Ó Verkefni/próf 50% 50% 50% 50% Umgengni 10% 25% 20% 10% 10% Frágangur 50% Námsmat 9. bekkur Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; þrisvar á ári. Við lok haustannar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nem. mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara, sem og umsagnir forráðamanna og nemenda. Sérgreinakennarar til viðtals. Við lok miðannar: Skriflegur og munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara, sem og umsagnir forráðamanna og nemenda og einkunnir, gefnar í tölum. Við lok þriðju annar. Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit. Til grundvallar eru einkunnir. Fyrirkomulag námsmats Okt./nóv Jan./febr. Júní Íslenska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Stærðfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Danska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Enska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Samfélagsfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Náttúrufræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Íþróttir munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Sund munnleg umsögn munnleg umsögn einkunn, L/Ó Lífsleikni munnleg umsögn m.umsögn L/Ó Valgreinar munnleg umsögn m.umsögn einkunn, L/Ó 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 21

22 Munnleg umsögn: Byggir á upplýsingum í Mentor frá öllum fagkennurum og umsjónarkennara. Fjallað er um námsframvindu og hegðun nemanda. Einkunn: Veitt er prófseinkunn og vinnueinkunn (sjá yfirlit yfir námsþætti) í heilum og hálfum tölum. Vinnueinkunn er byggð á símati, þar sem tekið er tillit til heimavinnu, virkni nemenda í tímum o.fl. Í valgreinum geta kennarar valið að gefa aðeins vinnueinkunn. Lokaeinkunn er gefin í heilum og hálfum tölum. Ath. einkunnir fyrir kannanir og verkefni verða gerðar sýnilegar á Mentor jafnharðan. L/Ó: lokið eða ólokið. Námsþættir að baki einkunnar. Námsþáttur Ísl. Stæ Dans Ens Samf. Náttf. Vinnubr./virkni 10% 20% 10% 10% 10% 10% Heimanám 10% 10% 10 10% Vinnub./verkefni 45% 10% 55% 55% 45% 45% Kannanir 35% 60% 35% 35% 35% 35% Námsþáttur Myn Heim Sund Íþr. Tón Text Tæk Marg Lífsl Vinnubrögð 20% 25% 50% 50% 20 20% 10% 25% Virkni 20% 50% 50% % 10% 25% Verk- 50% 50% 50% 50% 70% 50% Umgengni 10% 25% 20 10% 10% 10% Frágangur 50% Námsmat 10. bekkur Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; þrisvar á ári. Við lok fyrstu annar: Munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara, sem og umsagnir forráðamanna og nemenda. Sérgreinakennarar til viðtals. Við lok annarrar annar: Skriflegur og munnlegur vitnisburður. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtöl til umsjónarkennara. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru umsagnir 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 22

23 allra fagkennara, sem og umsagnir forráðamanna og nemenda og einkunnir, gefnar í tölum. Við lok þriðju annar. Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit. Veitt er prófseinkunn og vinnueinkunn (sjá yfirlit yfir námsþætti) í heilum og hálfum tölum. Vinnueinkunn er byggð á símati, þar sem tekið er tillit til heimavinnu, virkni nemenda í tímum o.fl. Í valgreinum geta kennarar valið að gefa aðeins vinnueinkunn. Að auki er gefin sérstök skólaeinkunn sem byggir á mati allra þriggja anna vetrarins. Fyrirkomulag námsmats okt./nóv jan./febr. Júní Íslenska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Stærðfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Danska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Enska munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Samfélagsfræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Náttúrufræði munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Íþróttir munnleg umsögn m.umsögn og einkunn einkunn Sund munnleg umsögn munnleg umsögn einkunn, L/Ó Lífsleikni munnleg umsögn m. umsögn L/Ó Valgreinar munnleg umsögn m.umsögn einkunn, L/Ó Munnleg umsögn: Byggir á upplýsingum í Mentor frá öllum fagkennurum og umsjónarkennara. Fjallað er um námsframvindu og hegðun nemanda. Einkunn: Veitt er prófseinkunn og vinnueinkunn (sjá yfirlit yfir námsþætti) í heilum og hálfum tölum. Vinnueinkunn er byggð á símati, þar sem tekið er tillit til heimavinnu, virkni nemenda í tímum o.fl. Lokaeinkunn er gefin í heilum og hálfum tölum. Ath. einkunnir fyrir kannanir og verkefni verða gerðar sýnilegar á Mentor jafnharðan. L/Ó: lokið eða ólokið. Námsþættir að baki vinnueinkunnar Námsþáttur Ísl. Stæ Dans Ens Samf. Náttf. Vinnub./virkni 10% 20% 10% 10% 10% 10% Heimanám 10% 10% 10 10% Vinnub./verke. 45% 10% 55% 55% 45% 45% Kannanir 35% 60% 35% 35% 35% 35% 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 23

24 Námsþáttur Myn Hei Sund Íþr. Tón Text Tækn Marg Lífsl m m Vinnubrögð 20% 25% 50% 50% 20% 20% 10% 25% Virkni 20% 50% 50% 30% 20% 20% 10% 25% Verkefni/próf 50% 50% 50% 50% 50% 70% 50% Umgengni 10% 25% 20% 10% 10% 10% Sund: Athugið að samræmdu sundstigi í 10. bekk telst ekki lokið ef nemandi hefur ekki staðist alla þætti prófsins. Próf er tekið í lok námskeiðs. Samræmd könnunarpróf á vegum Námsmatsstofnunar fara fram að hausti. Prófað er í íslensku, stærðfræði og ensku. Tilgangur prófanna er: Að gefa forráðamönnum, nemendum og skólanum upplýsingar um námsstöðu samanborið við landsmeðaltal. Að vera skólanum til leiðsagnar um hvaða þættir það eru í kennslunni sem betur mega fara. Skólastjóri ásamt deildarstjóra stigs og sérkennslu sjá um framkvæmd prófanna. Deildarstjóri sérkennslu sér um að fylla út eyðublöð er varða undanþágur og frávik frá prófum. Haft er samband við foreldra í þeim tilfellum. Sjá nánar bækling frá Námsmatsstofnun. Verðlaun og sérstök umsögn í lok 10. bekkjar Verðlaun hljóta þeir nemendur sem náð hafa hæstu skólaeinkunn í eftirfarandi greinum: Íslensku, stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði, ensku, og dönsku. Einnig eru veittar viðurkenningar, ef ástæða þykir til, í öðrum greinum. Þá eru einnig veitt sérstök verðlaun þeim nemendum sem sýnt hafa lofsverða frammistöðu innan skólans eða í störfum/verkefnum fyrir hönd skólans. Umsögn um félags- og íþróttastarf og lista- og menningarstarf á vitnisburðarblaði 10. bekkinga Umsögn á vitnisburðarblað við útskrift 10. bekkjar fá þeir nemendur sem sýnt hafa framúrskarandi starf og frammistöðu í félags- og íþróttastarfi og lista- og 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 24

25 menningarstarfi á vegum skólans á útskriftarári. Umsjónarkennari útbýr og skráir almenna umsögn í samráði við viðkomandi félagsstarfa- eða sérgreinakennara ásamtstjórnanda. Dæmi: Seta og virk þátttaka í starfi skólaráðs og/eða nemendaráðs, góð frammistaða í keppnum og sýningum á vegum eða fyrir hönd skólans. Framkvæmd prófa Hámarksfjöldi prófadaga Fjöldi þeirra daga sem hver árgangur hefur til ráðstöfunar vegna prófa á hverju skólaári er eftirfarandi: Árg. Fjöldi prófadaga Samræmd próf í 4. og 7. bekk (tveir dagar) og 10. bekk (þrír dagar) eru þar fyrir utan. 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 25

26 Próf kennarar athugið sérstaklega Kennarar kynni sér stofutöflur í tíma. Prófadagar eru vinnudagar og því eiga þeir sem ekki sitja yfir að mæta og vera tilbúnir í forföll ef vantar í yfirsetu. Kennarar eru beðnir um að mæta tímanlega þegar próf eru þannig að hægt sé að byrja próf stundvíslega. Yfirsetukennarar eru beðnir um að lesa upp og láta vita ef nemendur vantar í prófin þannig að hægt sé að bregðast við og hringja heim. Einnig innheimta þeir námsbækur frá nemendum. Fagstjórar í samráði við fagkennara sjái um að prófum hafi verið raðað upp eftir hópum þannig að þau séu tilbúin á prófdag. Prófgögn eru afhent á kennarastofu með nemendalistum. Einnig þarf að taka til hljómtæki ef þau á að nota. Fagkennari ákveður hvenær nemendur mega fara út úr stofu að loknu prófi. Ekki skal hleypa nemendum út fyrr en staðfest hefur verið hvenær því lýkur. Almenna reglan er að nota skal 2/3 hluta áætlaðs próftíma ( u.þ.b. 50 mín. af 80 mín.) Kennarar setja inn einkunnir í Mentor eigi síðar en tveimur dögum eftir prófdag. (Ath þó síðasta prófdag.) Allar einkunnir þurfa að vera komnar inn 1. júní þar sem útprentun fer fram 2. júní. Ef nemandi hefur fengið leyfi á prófdögum skal umsjónarkennari sjá um að láta aðra kennara vita. Prófreglur nemendur Komið vel undirbúin; góður svefn og næring skipta máli Gsm-símar ekki leyfilegir svo og Ipod Hafið meðfæris skriffæri og önnur gögn s.s. reiknivél, reglustiku, gráðuboga og hringfara Gangið hljóðlega til stofu og komið ykkur strax fyrir Á prófstað skal vera algjört næði Nemendur hafa aðeins gögn sem þarf að nota í prófi á borðinu Ef nemendur eru uppvísir að svindli þá er þeim vísað út og próf er ómarktækt haft er samband heim 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 26

27 Nemendur sem ekki mæta í próf eða skila verkefni á tilsettum tíma Um nemendur sem ítrekað skila ekki verkefni né mæta í próf á tilsettum tíma gildir sú verklagsregla að þegar hann kemur aftur til skóla þreytir hann próf eða skilar verkefni af sér við fyrsta tækifæri í samráði við kennara. Viðkomandi fag- eða umsjónarkennari skráir í dagbók í Mentor að nemandi hafi ekki mætt í próf forráðamönnum til upplýsingar. Ef verkefni/prófi hefur verið skilað tilbaka til nemendahópsins þá getur kennari gert kröfu á nemanda um að uppfylla námsmat með öðrum skilum s.s. ritgerð. Umsjónarkennari þarf að vera upplýstur og vera í sambandi við forráðamenn þeirra nemanda sem skila ekki námsmatsverkefnum, leita skýringa og úrlausna. Hægt er að leita aðstoðar námsráðgjafa. 4.0 NÁM, KENNSLA OG NÁMSMAT 27

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið

Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið 2017-2018 Efnisyfirlit Starfsáætlun... 4 Stjórnskipulag skólans... 4 Starfsfólk... 5 Skóladagatal 2017-2018... 7 Helstu viðburðir skólaársins 2017-2018... 8 Tilhögun

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Læsisstefna Holtaskóla. Skólaárið

Læsisstefna Holtaskóla. Skólaárið Læsisstefna Holtaskóla Skólaárið 2015-2016 Inngangur Öllum er ljóst mikilvægi læsis en gott læsi er meginforsenda þess að nemendum sækist nám vel. Grunnskólar eru bundnir af ákvæðum aðalnámskrár Mennta-

Detaljer

október október október

október október október Ágúst (september) September Október Nóvember Desember Íslenska 05.- 09. september 03.-07. október 31. okt.-04. nóv. 28. nóv. -02.des. Unnið með gömul samræmd próf og upprifjunarbækur Lesbók bls. 22-29

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...1 SKÓLANÁMSKRÁ HOFSSTAÐASKÓLA 2005-2006...3 Leiðarljós Hofsstaðaskóla...3 Formáli...7 A. ALMENNUR HLUTI...7 Inngangur að A-hluta skólanámskrár...7 Hagnýtar upplýsingar...8 Samstarf

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir Sjáðu hvað ég fann Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól Kolbrun Vigfúsdóttir 2014 Sjáðu hvað ég fann: Þróun málörvunar og íslenskukennslu í útinámi Reykjavík í júlí 2014 Kolbrún Vigfúsdóttir 2 Sjáðu

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411 1A SKALI KENNARABÓK Stærðfræði fyrir unglingastig Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Námsgagnastofnun 7411 Skali 1A Kennarabók Gyldendal Norsk Forlag AS

Detaljer

Leiðbeiningar um meistaraprófsritgerð MPR0230

Leiðbeiningar um meistaraprófsritgerð MPR0230 Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-kennarabraut Meistaranám í menntunarfræði M. Ed.-próf (kennarapróf) Leiðbeiningar um meistaraprófsritgerð MPR0230 Akureyri Janúar 2016 Efnisyfirlit 1. Námskeiðslýsing...

Detaljer

Áfangalýsingar. Áfangalýsingar A-Ö. AGS 102 Áætlanir og gæðastjórnun Undanfari:

Áfangalýsingar. Áfangalýsingar A-Ö. AGS 102 Áætlanir og gæðastjórnun Undanfari: Áfangalýsingar Áfangalýsingar A-Ö AGS 102 Áætlanir og gæðastjórnun Undanfari: Í áfanganum læra nemendur að nýta sér tölvur við útreikninga, verkáætlanir og notkun eyðublaða við gæðastjórnun. Kennd eru

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA

PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA 1 Pípulagnir - Ferilbók IÐAN fræðslusetur ehf. annast verkefni fyrir menntamálaráðuneytið vegna náms í bíliðngreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum,

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ Leikskólinn Pálmholt Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts 2016 2017 unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ 1 Inngangur Námskrá leikskóla leggur línur um inntak, starfshætti

Detaljer

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Hvaða úrræði nota íslenskir og norskir framhaldsskólar til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda? Rósa Björg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman Skýrslukorn um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi 6. 12. júní 2001 Rúnar Sigþórsson tók saman Efnisyfirlit Inngangur... 3 Josterdal skule... 4 Fresvik skule... 5 Høgskulen

Detaljer

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar Sproti 1a v e r k e f n a h e f t i t i l l j ó s r i t u n a r EFNISYFIRLIT 1 Húfur og bakpokar 2 Flokkaðu myndirnar 3 Mynstur 1 4 Mynstur 2 5 Mynstur 3 6 Fylgdu mynstrinu 1 7 Fylgdu mynstrinu 2 8 Finndu

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga Persónukjör í sveitarstjórnarkosningum tjó i í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga FINNLAND Kosningarréttur - kjörgengi Kosningarréttur sambærilegur

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

t i l l j ó s r i t u n a r

t i l l j ó s r i t u n a r Sproti 3a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Sproti 3a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 Heiti á frummálinu: Multi Kopiperm 1 4 Hönnun og útlit: Børre Holth Kápuhönnun

Detaljer

Aðalnámskrá framhaldsskóla Málm- og véltæknigreinar Grunnnám málmiðngreina Sérnám í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun Meistaranám í

Aðalnámskrá framhaldsskóla Málm- og véltæknigreinar Grunnnám málmiðngreina Sérnám í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun Meistaranám í Aðalnámskrá framhaldsskóla Málm- og véltæknigreinar Grunnnám málmiðngreina Sérnám í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun Meistaranám í málmiðngreinum Menntamálaráðuneytið 2004 Efnisyfirlit Inngangur...

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 22. mars R

Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 22. mars R Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 22. mars 2018 - R18020219 R18010032 R18010031 Fundargerðir: Fundargerð 166. fundar stjórnar Faxaflóahafna Send borgarfulltrúum til kynningar. frá 9. mars 2018.

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

KJARASAMNINGUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA KENNARASAMBANDS ÍSLANDS VEGNA FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA

KJARASAMNINGUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA KENNARASAMBANDS ÍSLANDS VEGNA FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA KJARASAMNINGUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA og KENNARASAMBANDS ÍSLANDS VEGNA FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA GILDISTÍMI: 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017 EFNISYFIRLIT 1 KAUP... 7 1.1 MÁNAÐARLAUN...

Detaljer

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla Skólaþróunarsvið HA 2005 Efnisyfirlit ÚTSKÝRING... 3 FORMÁLI... 4 YTRI AÐSTÆÐUR... 5 YFIRSTJÓRN LEIKSKÓLAMÁLA...5 LEIKSKÓLARÁÐGJÖF...5 NÁMSKRÁ LEIKSKÓLANS...

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Athugun og skráning á málþroska barna

Athugun og skráning á málþroska barna Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs Reykjavík, 20. júní 2018 SFS2015060051 HG/ehp/en MINNISBLAÐ Viðtakandi: Sendandi: Skóla- og frístundaráð Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010 -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Rannveig Júníusdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ása Ólafsdóttir, lektor september

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Evrópa Kennsluleiðbeiningar

Evrópa Kennsluleiðbeiningar EVRÓPA Kennsluleiðbeiningar 1 EVRÓPA Efnisyfirlit Til kennara....................................... 3 Um landafræðikennslu...................... 3 Markmið kennslu- og vinnubókar............. 3 Uppbygging

Detaljer

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin Íslensk málnefnd Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin [Vinnuskjal 29. ágúst 2015] Hinn 12. mars 2014 voru fimm ár liðin frá því að Alþingi samþykkti tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu

Detaljer

VÉLVIRKJUN FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA

VÉLVIRKJUN FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA VÉLVIRKJUN FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA 1 Vélvirkjun - Ferilbók IÐAN fræðslusetur ehf. annast verkefni fyrir menntamálaráðuneytið vegna náms í bíliðngreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum,

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir Lokaverkefni til B.A. -prófs Upplýsingatækni Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum Soffía Lárusdóttir 110360 2829 Kennaraháskóli Íslands Þroskaþjálfabraut Maí 2008 Ágrip Í þessu

Detaljer

Skíma. Málgagn móðurmálskennara

Skíma. Málgagn móðurmálskennara Skíma Málgagn móðurmálskennara 1. tbl. 33. árgangur 2010 Viðtal við Heimi Pálsson Norsk sjónvarpsþáttaröð um kennara og skólastarf Íslenska á alþjóðavettvangi Norrænt samstarf Kynning á norrænum tímaritum

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Kennsluleiðbeiningar. Geisli 3B Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

Kennsluleiðbeiningar. Geisli 3B Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun Kennsluleiðbeiningar 25. febrúar 2013 Efnisyfirlit Yfirlit yfir námsefni 7. bekkjar... 3 Geisli 3B... 4 Skýringar á táknum... 6 Brot... 7 Hlutföll... 8 Talnafræði... 15 Ekki er allt sem sýnist... 19 Mynstur

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

HÚSGAGNASMÍÐI FERILBÓK

HÚSGAGNASMÍÐI FERILBÓK HÚSGAGNASMÍÐI FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA 1 Húsgagnasmíði - Ferilbók IÐAN fræðslusetur ehf. annast verkefni fyrir menntamálaráðuneytið vegna náms í bíliðngreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum,

Detaljer

LÖGGILTAR IÐNGREINAR Á SVIÐI HÖNNUNAR- OG HANDVERKS. Staða, menntun og framtíðarsýn

LÖGGILTAR IÐNGREINAR Á SVIÐI HÖNNUNAR- OG HANDVERKS. Staða, menntun og framtíðarsýn LÖGGILTAR IÐNGREINAR Á SVIÐI HÖNNUNAR- OG HANDVERKS Staða, menntun og framtíðarsýn Ásdís Jóelsdóttir Nóvember 2001 Starfsgreinaráð í hönnun, listum og handverki Formáli Samkvæmt framhaldsskólalögunum frá

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

AVV 102 Aflvélavirkjun. AVV 202 Aflvélavirkjun. AVV 304 Aflvélavirkjun. AVV 403 Aflvélavirkjun. Undanfari: MÆM 101. Áfangalýsing

AVV 102 Aflvélavirkjun. AVV 202 Aflvélavirkjun. AVV 304 Aflvélavirkjun. AVV 403 Aflvélavirkjun. Undanfari: MÆM 101. Áfangalýsing AVV 102 Aflvélavirkjun Undanfari: MÆM 101 Nemendur öðlast innsýn í umgengni á vinnustað þar sem fram fer viðhald véla og viðgerðir. Þeir kynnast verkfærum, tækjum og búnaði slíkra vinnustaða. Nemendur

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA Febrúar 2012 ISBN: 978-9979-871-58-3 EFNISYFIRLIT SAMANTEKT... 5 NIÐURSTÖÐUR OG TILLÖGUR NEFNDARINNAR... 8 1. INNGANGUR... 11 1.1. Skipan nefndarinnar...

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur. Neytendastofa Öryggissvið

Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur. Neytendastofa Öryggissvið Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur Neytendastofa Útgáfa 4 20.10.2006 EFNISYFIRLIT 1. SKILGREININGAR 1-1 2. ALMENN ÁKVÆÐI 2-1 3. SAMSKIPTI 3-1 3.1 ALMENNT 3-1 3.2 SKÝRSLUGERÐ 3-1 4. SKILGREINING

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna Rit LbhÍ nr. 8 Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna Ásdís Helga Bjarnadóttir 2006 Rit LbhÍ nr. 8 ISSN 1670-5785 Ásdís Helga Bjarnadóttir Golfvellir

Detaljer

SKALI LAUSNIR STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG NEMENDABÓK. Námsgagnastofnun 8863

SKALI LAUSNIR STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG NEMENDABÓK. Námsgagnastofnun 8863 A SKALI NEMENDABÓK STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG LAUSNIR Námsgagnastofnun 886 Kafli. a 6 e i 04 m 288 b 7 f 42 j 8 n 44 c 9 g 25 k 26 o 2 d 66 h 60 l.2 a c e 52 b 6 d 29 f 68.2 Viðskiptavinurinn fær til

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R Borgarráð skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R13020066 641 Kirkjusandsreitur - uppbygging Óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við samning Íslandsbanka

Detaljer

Heimildaskrá. Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.

Heimildaskrá. Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Heimildaskrá Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál. 1999. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska. 1999. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, listgreinar.

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið Efnisyfirlit dk grunnur - námskeiðið... 2 Flýtileiðir í dk... 3 Uppflettingar... 6 Skýrslur... 8 Gluggar... 10 Stofnupplýsingar fyrirtækis... 11 Almennar stillingar...

Detaljer

Námur. Efnistaka og frágangur

Námur. Efnistaka og frágangur Námur Efnistaka og frágangur Apríl 2002 Útgefendur: Embætti veiðimálastjóra Hafrannsóknarstofnun Iðnaðarráðuneytið Landgræðsla ríkisins Landsvirkjun Náttúruvernd ríkisins Samband íslenskra sveitarfélaga

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika 1a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 1. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 Hver er réttur barns til friðhelgi einkalífs? Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem einstaklingur, yngri

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer