Er fjárkláðinn úr sögunni?

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Er fjárkláðinn úr sögunni?"

Transkript

1 8 Skógrækt þyrfti að þrefalda að mati Arnórs Snorrasonar 12 Er fjárkláðinn úr sögunni? 16 Viðtal við Ólaf M. Magnússon í Mjólku 10. tölublað 2007 Þriðjudagur 29. maí Blað nr. 261 Upplag Alhvítt og hráslagalegt Veðrið hér á landi getur svo sannarlega komið landsmönnum á óvart og gerði það svo um munaði fyrir hvítasunnuhelginae ekki hvað síst hjá bændum á norðan-, austan- og vestanverðu landinu þegar mikill kuldi og jafnvel slydda og snjókoma reið yfir. Þetta hafði þau áhrif víða að bændur gátu ekki sett lambfé út úr húsum og því var þröngt á þingi í mörgum fjárhúsum. Það hefur ekki verið mikill snjór hér en það er búið að vera alhvítt þrisvar í þessum mánuði og það er búið að vera hráslagalegt. Það breytti nú til í lok hvítasunnu með hlýindum þannig að þetta horfir til betri vegar. Það er mjög þröngt víða í fjárhúsum bænda vegna veðurfarsins en ekki hafa orðið bein vanöld sem ég hef heyrt um. Þessu fylgir meiri fóðurgjöf og kostnaður, segir Örn Þórarinsson, bóndi að Ökrum í Fljótum. Á Ströndum gátu bændur ekki sett út fé sitt fyrr en um hvítasunnu sem er óvenjuseint. En þegar þetta er skrifað á þriðjudegi er veður orðið hið besta um allt land og veðurfræðingar spá hlýindum. ehg Sauðburðurinn er nú langt kominn og hefur sóst misvel vegna ótíðar. Það hefur verið kalt, ekki síst norðanlands. En lömbunum hefur að vanda verið tekið með miklum fögnuði og hlýju þegar þau koma í heiminn. Hér er það Anna María Kristjánsdóttir bóndi á Helluvaði í Rángárþingi sem mynnist við lamb sem að fróðra manna sögn mun vera svartbotnubaugótt á lit. Á Helluvaði eru um 90 ær en stolt búsins er þó án alls vafa stólpakýrin Blúnda sem er nythæst íslenskra kúa og mjólkaði rúm 13 tonn í fyrra. Mynd: MHH Ný ríkisstjórn tekin við völdum Boðar ýmsar breytingar í landbúnaði Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum á Íslandi og hún boðar breytingar á ýmsum sviðum. Fyrsta breytingin var sú að sami maður gegnir nú stöðu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og hefur verið boðað að þessi ráðuneyti verði sameinuð áður en langt um líður. Jafnframt hafa verið boðaðar tilfærslur verkefna, einkum frá landbúnaðarráðuneyti til annarra ráðuneyta. Sá hluti stefnuyfirlýsingar nýju stjórnarinnar sem fjallar um landbúnað er ekki langur: Ríkisstjórnin leggur áherslu á mikilvægi öflugs landbúnaðar og hágæðaframleiðslu á matvælum í landinu. Unnið verði að endurskoðun landbúnaðarkerfisins með það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda. Eins og margt annað í yfirlýsingunni er þessi kafli almennt orðaður og ekki auðvelt að lesa úr honum hvaða aðgerða má vænta af hálfu stjórnarinnar. Af ummælum Einars K. Guðfinnssonar, nýskipaðs ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs, má þó ráða hvað ætlunin er að gera við stofnanir landbúnaðarins. Veigamesta breytingin sem boðuð hefur verið er sú að landbúnaðarskólarnir verði færðir undir menntamálaráðuneytið. Það ekki að öllu leyti á óvart í ljósi þess að þeir eru einu skólar ríkisins sem heyra ekki undir menntamálaráðuneytið. Hitt er hins vegar óljóst hvað verður um rannsóknarþáttinn í starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands. Eins og kunnugt er var starfsemi Vilja flytja inn nýsjálenskt lambakjöt Eitt af síðustu verkum Guðna Ágústssonar í embætti landbúnaðarráðherra var að hafna beiðni Haga og Dreifingar um að fá að flytja inn 100 kíló af nýsjálensku lambakjöti til reynslu. Yfirdýralæknir hafði lagt til að leyfið yrði veitt en ráðherra hafnaði. Rökstuðningur ráðherra þegar hann hafnaði fyrirtækjunum var á þá leið að hér á landi væri nóg af lambakjöti en á Nýja-Sjálandi væru búfjársjúkdómar sem ekki fyrirfyndust hér á landi, auk þess sem notuð væru lyf við framleiðsluna sem ekki tíðkast hér á landi. Guðni sagði einnig að gæta verði fyllsta öryggis í því að opna dyr fyrir innflutning á erlendu kjöti. Það vissu Nýsjálendingar sjálfir því þeir halda uppi mjög ströngu innflutningsbanni á lambakjöti til Nýja-Sjálands. Fól hann Landbúnaðarstofnun að vinna ítarlegt mat á þeirri hættu sem fylgt gæti þessum innflutningi og taka út framleiðsluna á Nýja-Sjálandi. Fyrirtækið Hagar hafa lýst því yfir að það muni endurnýja umsóknina þar sem nýr ráðherra sé tekinn við völdum. Einar K. Guðfinnsson hefur enn ekki tekið afstöðu til umsóknarinnar en gefið út yfirlýsingar í þá veru að hann hafi ekki þá stefnu að auka innflutning á erlendum landbúnaðarvörum. ÞH Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sameinuð skólanum fyrir nokkrum árum. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir landbúnaðinn sem atvinnugrein að hafa greiðan aðgang að rannsóknastarfseminni, líkt og tíðkast í sjávarútvegi. Þá hefur verið rætt um að færa starfsemi Landgræðslu og Skógræktar til umhverfisráðuneytisins. Ráðherra tók þó fram í viðtali á Stöð 2 að þar þyrfti að huga að því að sum verkefni sem undir þessar stofnanir heyra eru verkefni bænda og snúast um nýtingu á auðlindum landsins. Þar má nefna sem dæmi landshlutabundnu skógræktarverkefnin og verkefnið Bændur græða land. Einnig má nefna að Landgræðslan sinnir eftirliti með þeim þætti gæðastýringar í sauðfjárrækt sem snýr að landnýtingu og beit. Loks nefndi ráðherra að hugmyndir væru uppi um að sameina allt eftirlit með matvælaframleiðslu í landinu á einum stað Tíminn leiðir í ljós hvernig þær hugmyndir verða útfærðar en augljóslega eru hagsmunir bændastéttarinnar töluverðir hvað slíkt eftirlit varðar og ekki sama hvernig eða hvar því er sinnt. ÞH Sjá bls. 6 og 7. Söngvakeppni evrópskra froska Sænskir froskar syngja best. Nú er það komið á hreint því Söngvakeppni evrópskra froska var haldin í fyrsta sinn í byrjun maí. Danskir froskar urðu í öðru sæti, þýskir í því þriðja og lettneskir froskar ráku lestina. Keppnin fór fram tvö kvöld en seinna kvöldið var veður svo slæmt í þremur landanna að froskarnir drógu sig í hlé og steinþögðu. Keppnin fór þannig fram að áheyrendur söfnuðust saman í nágrenni staða þar sem froskarnir halda sig og hlýddu á þá. Þeir gátu einnig fylgst með froskum hinna landanna með aðstoð Netsins. Svo voru greidd atkvæði og unnu sænsku froskarnir með talsverðum yfirburðum. Þessi keppni, þótt kúnstug sé, er haldin í fullri alvöru og er meira að segja liður í sérstöku átaksverkefni, LIFE Nature, sem nýtur styrkja frá Evrópusambandinu. Tilgangur þess er að styrkja og viðhalda stofni evrópskra söngfroska en hann hefur látið á sjá vegna ágangs á votlendi í álfunni. Söngfroskurinn er smávaxið dýr, einungis fimm sentimetrar að hæð, og nýtur mikilla vinsælda meðal almennings. LandbrugsAvisen

2 2 Fréttir Áhugi hefur vaknað aftur á plógræsagerð Pokasjóður styrkir landgræðslustarf í Biskupstungum Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrk sem úthlutað var úr Pokasjóði verslunarinnar í ár, 7,5 milljónir króna. Að sjóðnum standa um 160 verslanir um land allt en árleg upphæð úthlutunar úr Pokasjóði er um 100 milljónir króna. Landgræðslufélag Biskupstungna var stofnað 1994 af áhugamönnum um landgræðslu í Biskupstungum. Unnið hefur Tvíburafolöld Tvíburafolöld komu í heiminn á bænum Berjanesi undir Eyjafjöllunum í byrjun maí. Um er að ræða tvær merar úr ræktun Vigfúsar Einarssonar, hrossabónda í Berjanesi. Folöldunum heilsast mjög vel, eru spræk og hress út í haga með móður sinni. Mjög sjaldgæft er að tvíburafolöld fæðist hér á landi og hvað þá að þau lifi bæði. Vigfús segir að folöldin hafi vakið mikla athygli hjá sveitungum sínum, ásamt öðru áhugafólki um hrossarækt. Hann ætlar að sjálfsögðu að leyfa folöldunum að lifa en hefur ekki enn gefið þeim nöfn. MHH Tvíburafolöldin í Berjanesi, ásamt móður sinni, sem heitir Vinda enda vindótt. Ljósmynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt menningarráð Suðurlands Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur skipað menningarráð. Því er ætlað að útdeila þeim peningum sem koma inn á svæðið með nýgerðum menningarsamningi fyrir Suðurland. Um er að ræða um 100 milljónir króna á næstu þremur árum. Ráðið skipa: Jóna Sigurbjartsdóttir, Skaftárhreppi formaður, Ísólfur Gylfi Pálmason Hrunamannahreppi, Gísli Páll Pálsson Hveragerði, Inga Lára Baldvinsdóttir Sveitarfélaginu Árborg og Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjabæ. Hlutverk ráðsins er m.a að standa fyrir öflugu menningarstarfi og þróun þess, efla samstarf og samvinnu milli sveitarfélaga og menningarstofnana og úthluta fjármagni til menningarverkefna. MHH Hjónin Anna Dóra Hermannsdóttir jógakennari og Örn Arngrímsson, höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari, á Klængshóli í Skíðadal, hafa fengið vottun Vottunarstofunnar Túns til söfnunar á villtum íslenskum plöntum samkvæmt alþjóðlegum reglum um lífrænar aðferðir. Vottunin nær til ræktaðs og óræktaðs landsvæðis á Klængshóli sem nýtt verður í framtíðinni til söfnunar og ræktunar á ýmsum plöntum. Þær verða síðan hráefni til framleiðslu á lífrænum græðiog lækningajurtum, te- og kryddjurtum og öðrum heilsuvörum. Þetta hefur heilmikla þýðingu fyrir okkur. Við höfum verið að byggja upp og erum að reka heilsutengda ferðaþjónustu en það er ekki Landgræðslufélag Biskupstungna hefur unnið ötullega að því að stöðva uppblástur úr rofabörðum með því að blása heyi í þau með rúllutætara. Ljósm. Jón Ragnar Björnsson verið að ýmsum landbótaverkefnum á starfssvæði þess frá stofnun félagsins. Eitt af meginverkefnum félagsins hefur verið að stöðva uppblástur úr rofabörðum á Biskupstungnaafrétti, með því að blása heyi í þau með rúllutætara og hefur náðst verulegur árangur af þeim aðgerðum. Þau svæði, sem mest hefur verið unnið á, eru fyrir innan Hvítárvatn á Kili, nánar tiltekið við Svartá og á Tjarnheiði við Hvítárnes. Búið er að blása heyi í rofabörð á um 8 km belti á þessu svæði. Í ár verður farið í ný verkefni á Haukadalsheiði auk þeirra verkefna sem unnið hefur verið að á undanförnum árum. Mikil kunnátta og verkþjálfun hefur byggst upp hjá heimamönnum á undanförnum árum við landbætur sem mun án efa nýtast vel við verkefni framtíðarinnar. Klængshóll í Skíðadal fær vottun Túns: Lífræn þróun í Dalvíkurbyggð mikil fyrirmynd að því hérlendis. Við höfum frá upphafi stílað inn á lífræna vöru og þær jurtir sem ég hef tínt uppi í fjallinu hef ég nýtt í matargerð sem krydd, í te og brauð svo fátt eitt sé nefnt, segir Anna Dóra. Hugleiðsla og lífrænt hráefni Vottunin er vísbending um aukinn áhuga á því að hagnýta hina villtu, hreinu og ómenguðu jurtaflóru Íslands í samræmi við ströngustu staðla um lífrænar aðferðir og sjálfbæra þróun. Hún er einnig vitnisburður um að lífræn þróun er að skjóta rótum á nýjum svæðum landsins en Klængshóll er fyrsta framleiðslueiningin í Dalvíkurbyggð sem tekur upp lífræna framleiðslu og fær til þess vottun Túns. Áhugi hefur vaknað aftur á plógræsagerð eftir að nýlega var grafið niður á 40 ára gömul plógræsi á Hvanneyri sem reyndust í fullkomnu lagi. Í riti Árna Snæbjörnssonar, ráðunautar hjá BÍ, sem ritað var árið 1987, segir um plógræsi að þau henti eingöngu í seigum mýrarjarðvegi. Þar segir orðrétt um plógræsi:,,þau eru þannig gerð að í stað þess að þrýsta jarðveginum til hliðar eins og kílplógurinn gerir, þá er plægður strengur neðanjarðar sem lagður er til hliðar og eftir stendur ferstrend rás, sem heldur vel lögun sinni í seigum jarðvegi. Ræsi þessi þurrka mjög vel ef þau falla ekki saman og endast jafnvel í áratugi ef vel tekst til. Eftir plógræslu verður yfirborð landsins ójafnt, svo að endurvinnsla er nauðsynleg ef um tún er að ræða. Þar sem ræsin koma út í skurði eða annað affall, þarf að setja plaströr (ógatað) í enda þeirra. Nokkrar gerðir af plógum til plógræslu hafa verið í notkun hér á landi. Upphafið Upphaf plógræslu hérlendis er, að árið 1962 hafði Vélasjóður ríkisins forgöngu um að inn var fluttur finnskur lokræsaplógur sem varð fyrirmynd flestra gerða sem síðar komu fram. Finnski plógurinn var mikið notaður á árunum eftir 1962 Við erum að fara æ lengra inn á þau mið að fá fólk í meira en eina nótt til okkar til þess að það geti náð sér niður og slakað á. Við bjóðum upp á jóga og hugleiðslu, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og lífrænt ræktað hráefni í matargerð. Einnig fáum við inn fleiri aðila með aðra sérþekkingu til að hafa þetta fræðilegt og sem fjölbreyttast, útskýrir Anna Dóra. ehg og fram undir Hann ristir jarðveginn með eggjárni sem hefur tvo plóga á endanum. Stærri plógurinn lyftir jarðveginum upp, en minni plógurinn sker streng og leggur til hliðar undir þann stærri Helstu plógarnir Síðan eru nefndir helstu plógarnir eins og Ólsens-plógur sem sker streng (20-30 cm) og lyftir, en undir er minni plógur sem plægir streng og leggur til hliðar undir strenginn sem lyft er. Eggerts-plógur. Sá plógur var allmikið notaður á árunum en aðrar gerðir hafa leyst hann af hólmi. Sleitustaðaplógurinn kom fram 1957 en hann var smíðaður á Sleitustöðum í Skagafirði. Hann var fasttengdur við jarðýtu en lyfta mátti honum með vökvaafli. Hann var notaður til ársins Plógur Pálma Jónssonar hefur verið talsvert notaður á seinni árum. Allir plógarnir sem nefndir hafa verið eru dregnir af jarðýtu. Finnski plógurinn, plógur Pálma Jónssonar og Ólsens-plógurinn eru laustengdir. Einn plóg enn má nefna en hann er kenndur við Ræktunarsamband Mýramanna og var notaður á níunda áratugnum. Hann er ekki ósvipaður þeim plógum sem fyrr eru nefndir. S.dór Umhverfisstyrkur fyrir nýstárlegan útsýnispall Lilja Rafney Magnúsdóttir hlaut umhverfisstyrk Klofnings ehf. á Suðureyri fyrir hugmynd að gerð útsýnispalls við höfnina á Suðureyri. Pallurinn verður í laginu eins og stafn á skipi, með áföstum bekk. Á miðjum pallinum verður fótur með hringlaga borði og sex áfastir stólar á fæti. Í kringum pallinn verður rekki, en fremst á honum er hugsað að verði skúlptúr af sjómannskonu sem horfir til hafs. Í greinargerð um hugmyndina segir m.a. að sjávarþorpið Suðureyri eigi að nýta þá möguleika sem umhverfið býður upp á með staðsetningu útsýnispalls við höfnina þar sem íbúar og ferðafólk geti notið útsýnisins yfir hafnarsvæðið og innsiglinguna inn fjörðinn. Klofningur veitti einnar milljónar króna styrk til verksins. Stjórn Klofnings ákvað í upphafi árs að veita styrk til umhverfisverkefnis á Suðureyri, í tilefni 10 ára afmælis félagsins. Skilyrði fyrir styrkveitingu var að umsækjendur væru búsettir á Suðureyri og að styrkurinn færi til verkefnis til hagsbóta fyrir íbúa Suðureyrar og komandi kynslóðir. Tryggja leiktæki í Súðavík Forsvarsmenn Raggagarðs í hafa sent heilbrigðisfulltrúa erindi Súðavík hafa samið við tryggingafélagið VÍS um að tryggja öll leiktæki í Raggagarði. Tryggingin nær yfir foktjón, skemmdarverk og fleira en ekki er vitað til að önnur leiksvæði hafi tryggt sig með þessum hætti. Á heimasíðu Raggagarðs kemur fram að innra eftirlit með garðinum þar sem skýrt er frá vikulegu eftirliti með leiktækjum, bekkjum og borðum í garðinum. Eftirlitsmaður mun fara um garðinn vikulega í sumar og skoða hvert tæki og skrá niður athugasemdir. Með þessu verður hægt að fylgjast vel með því að allt sé í lagi og hversu oft þarf að laga hvert tæki. sé mjög gott, en forsvarsmenn hans

3

4 4 Hrafnshreiður í háspennumastri við Flóaveginn Vegfarendur um Flóaveginn í Flóahreppi hafa eflaust tekið eftir hrafnshreiðri sem búið er að koma upp í háspennumastri við veginn rétt við bæinn Langstaði. Þetta er á sama stað og fuglinn kom upp hreiðri eða laupi í fyrra en þá hætti hann við að verpa. Nú hefur hann hins vegar verpt í laupinn. En hvað kemur til að fuglinn verpir á þessum stað? Hrafnar hafa lært það á flatneskjunni á Suðurlandi Ný heitavatnshola bjargar Hitaveitu Dalabyggðar Hitaveitu Dalabyggðar er borgið eftir að ný heitavatnshola kom í veg fyrir yfirvofandi vatnsskort. Í síðasta mánuði lauk borun á nýrri vinnsluholu í Reykjadal og kostaði holan 110 miljónir króna. Nú er ljóst að allt að 12 sekúndulítrar af heitu vatni renna úr holunni og hún tvöfaldar þannig vatnsmagn Hitaveitu Dalabyggðar. Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri í Dalabyggð, sagði í samtali við Bændablaðið að þessi nýja borhola skipti miklu máli fyrir íbúa í Dalabyggð. Skortur á heitu vatni hafi verið farinn að segja til sín í kuldaköstum á vetrum. Holan sem fyrir var gaf af sér um 11 sekúndulítra af heitu vatni en notendur þurfi 19 sekúndulítra þegar álagið er mest. Nýja holan gefur 12 sekúndulítra þannig að alls hefur hitaveitan yfir að ráða 23 sjálfrennandi sekúndulítrum. Með því að dæla upp úr holunni er hægt að auka vatnsmagnið upp í 40 til 50 sekúndulítra af heitu vatni. S.dór Kartöflurækt Bættar geymsluaðferðir Eins og skýrt var frá í síðasta Bændablaði var hollenskur ráðunautur, Ludo Wentholt, staddur hér á landi á dögunum til skrafs og ráðagerða við íslenska kartöfluframleiðendur. Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda, sagði að mikið gagn væri að heimsóknum sérfræðinga á borð við Ludo Wentholt. Bergvin sagði að Ludo hefði lagt mikla áherslu á nýjar aðferðir við jarðvinnslu ásamt betra útsæði og nefndi hann sérstaklega finnskt kartöfluafbrigði sem hefði gefið góða raun á norðurslóðum. Þá hefði hann rætt um nauðsyn þess að bæta geymsluaðferðir kartaflna hér á landi. Í stað þess að geyma kartöflur í pokum undan sykri ætti að nota trékassa, þvo og þurrka þyrfti kartöflurnar fyrr en gert væri hér á landi og nauðsynlegt að stækka kartöflugeymslurnar. Bergvin sagði að margir kartöflubændur væru að bæta úr hjá sér, nota kassa í stað poka og stækka geymslurými sín. Allt kostaði þetta peninga og því væri þetta ekki gert í einni sjónhendingu. Varðandi kartöfluafbrigði sagði hann að menn hefðu skoðað ýmis afbrigði sem þættu misgóð. Þetta sérstaka finnska afbrigði sem Ludo nefndi hefði hann ekki prófað en kvaðst hafa áhuga á því. S.dór að nota mannvirki undir hreiður. Þar sem engir eru klettar, en ágætar aðstæður fyrir hrafna að koma upp ungum að öðru leyti, hafa þeir komist uppá lag með að nota hús og þá oftast gömul útihús, kirkjur, brúarstöpla, vita, raflínumöstur o.þ.h. undir hreiður sín. Sunnlendingar hafa meira að segja byggt undir hrafninn, t.d. utaná súrheysturnum og í lágum klettum, þar sem engar voru syllur, sagði Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands í samtali við blaðið. MHH Laupurinn í mastrinu við Suðurlandveginn, þar sem hrafninn hefur verpt nokkrum eggjum. Mastrið er rétt við Flóaveginn þar sem hundruð bíla fara um á hverjum degi. Hætt að framleiða sermi gegn lambablóðsótt AB-mólk getur gert sama gagn hjá nýfæddum lömbum og er miklu ódýrari Marteinn Njálsson bóndi á Suður-Bár í Grundarfirði segir að þegar sauðburður hófst hjá honum hafi komið í ljós að hætt er að framleiða sermi (blóðvökva) sem notað er til bólusetninga gegn lambablóðsótt. Hann segir að fyrsta verkið hans eftir að sauðburður hófst hafi verið að hringja í héraðsdýralækninn og biðja hann að senda nokkur glös af sermi. Við höfum þá venju að bólusetja lömbin nýfædd en ekki ærnar á miðjum vetri sem líka er möguleiki. Það kom okkur því að óvart þegar dýralæknirinn tjáði okkur að ekkert sermi væri að hafa því það hafi verið tilkynnt í apríl að það væri ekki lengur framleitt og því ekki hægt að bólusetja lömb framvegis. Ég varð hissa á þessu því engar tilkynningar höfðu borist til mín um þetta, og að sjálfsögðu orðið of seint að bólusetja ærnar því það þarf að gera í síðasta lagi tveimur vikum fyrir sauðburð, sagði Marteinn Njálsson. Sigurður Sigurðarson dýralæknir staðfesti að hætt væri að framleiða þetta lyf. Frá því hafi sennilega ekki verið sagt hér á landi, hvorki nógu snemma né nógu greinilega til að vara menn við. Hann segir að bólusetja eigi ærnar þar sem hætt sé að framleiða sermi. Bólusetning ánna eigi alveg að duga en hana verður að framkvæma í síðasta lagi tveimur vikum fyrir burð. Sigurður segir að það sem hægt sé að gera, þegar svona fer, sé að setja upp í lömbin 10 millilítra af AB-mjólk um leið og þau fæðast. Það minnki til muna hættuna á lambablóðsótt en hann segist ekki vilja ábyrgjast að AB-mjólkin komi alveg í veg fyrir hana. Hann hvetur bændur sem ekki bólusettu ærnar sínar til að leita ráða hjá Eggerti Gunnarssyni á Keldum. Jón Þórarinsson bóndi frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal staðfesti notagildi AB-mjólkur í þessu sambandi. Það ættu allir bændur að hafa fernu af AB-mjólk og litla sprautu í fjárhúsinu hjá sér á vorin. Ef lömbin byrja að stirðna eða sýna önnur einkenni gef ég þeim tvívegis 20 ml af AB-mjólk með hálftíma millibili Kaupþing styrkir Flugbjörgunarsveitina á Hellu Útibú Kaupþings banka á Hellu og Flugbjörgunarsveitin á staðnum hafa undirritað styrktarsamning þess efnis að bankinn styrkir sveitina fjárhagslega um krónur á næstu þremur árum. Í staðinn mun Flugbjörgunarsveitin aðstoða bankann við tilfallandi verkefni, klæðast fatnaði með merki bankans og hvetja félagsmenn sína sem eru ekki í viðskiptum við bankann að taka þau upp. Hér er fuglinn við hreiðurgerðina í mastrinu í vor. Myndina tók Jóhann Óli Hilmarsson. Svona líta egg hrafnsins út. Hann verpir einu eggi á dag en þau klekjast síðan út öll sama daginn. og eftir svona einn eða einn og hálfan tíma eru þau farin að braggast, segir hann. Hann bætir því við að þetta hafi dugað á lömb sem hafi verið orðin verulega langt leidd, farin að slefa. AB-mjólkin hefur verkað á lömb sem vart var hugað líf. Ég hef notað þetta í sex eða sjö ár með góðum árangri. Þetta er algert kraftaverkalyf og það langódýrasta á markaðnum, segir Jón og varpar í lokin fram þeirri spurningu hvor þetta geti gagnast við lækningar á kálfum sem fá skitu eða aðrar magapestir. S.dór/ ÞH Björn Sigurðsson, útibússtjóri Kaupþings banka á Hellu, og Svanur Sævar Lárusson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar, handsöluðu samninginn fyrir framan bankann. Með þeim á myndinni eru Árni Kristjánsson varaformaður, Árni Arason meðstjórnandi, Snæbjört Ýrr Einarsdóttir ritari og Hákon Bjarnason gjaldkeri. Þetta er fyrsti formlegi samningurinn sem bankinn gerir við sveitina en hann hefur stutt hana dyggilega síðustu ár við ýmis verkefni. Í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu eru um 120 félagsmenn, þar af um 50 virkir. Sveitin er með öflugustu björgunarsveitum landsins og fær 175 milljónir til Landgræðsluskóga Nýlega var undirritaður samningur um Landgræðsluskóga milli Skógræktarfélags Íslands og landbúnaðar- og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Samstarfssamningurinn lýtur að framlögum ríkisins til Landgræðsluskógaverkefnisins og felur í sér plöntukaup, umhirðu, grisjun og bætt aðgengi að svæðum Landgræðsluskóga. Samningurinn hljóðar upp á framlag ríkisins sem nemur 35 milljónum króna árlega til ársins 2013 eða alls 175 milljónir króna á þessum fimm árum. MHH að meðaltali um 50 útköll á ári. Við erum afskaplega ánægð með þennan styrktarsamning og kunnum Kauþingi banka bestu þakkir fyrir. Þetta framlag á eftir að koma sér vel, sagði Svanur Sævar Lárusson, formaður Flugbjörgunarsveitarinna r, í samtali við blaðið. MHH

5 5

6 6 LEIÐARINN Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir Margrét Þóra Þórsdóttir Sigurdór Sigurdórsson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN Ný ríkisstjórn settist í ráðherrastólana í liðinni viku, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Bændasamtökin óska henni farsældar í störfum og lýsa yfir vilja sínum til þess að eiga við hana gott samstarf. Sömuleiðis bjóða samtökin nýjan landbúnaðarráðherra velkominn til starfa. Það hefur ávallt verið stefna samtakanna að starfa með stjórnvöldum á hverjum tíma að því verkefni að efla og bæta hag landbúnaðarins og styrkja byggðina í sveitum landsins. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um mikilvægi landbúnaðar er því fagnaðarefni og Bændasamtök Íslands lýsa yfir eindregnum vilja sínum til þess að starfa í þeim anda. Þetta er í samræmi við þann vilja sem kom fram hjá frambjóðendum allra flokka á framboðsfundum um landbúnaðarmál sem Bændasamtökin efndu til í kosningabaráttunni. Í stefnuyfirlýsingu hinnar nýju ríkisstjórnar segir að nú skuli endurskoða landbúnaðarkerfið. Bændasamtökin taka þessari yfirlýsingu ekki sem neikvæðum skilaboðum heldur að hún sýni vilja stjórnarinnar til þess að halda áfram að þróa og bæta rekstrarumhverfi búgreinanna. Stjórnkerfi landbúnaðarins hefur tekið miklum breytingum á liðnum árum. Það kerfi sem nú er við lýði er töluvert frábrugðið því sem var fyrir áratug enda hafa orðið breytingar á því í takt við breyttan tíðaranda og aðstæður. Sú þróun þarf að halda áfram enda breytingar orðnar aðkallandi á ýmsum sviðum. Þar má nefna sem dæmi eftirlit með landbúnaðarframleiðslunni sem hefur verið að aukast á síðustu árum. Þar þarf að samræma starfshætti og fleira. Það þarf einnig að huga að þeim möguleikum sem uppi eru til að auka fjölbreytni í framboði og vinnslu matvæla. Framleiðslustýring mjólkur kallar á athygli og þannig mætti áfram telja. Guðni Ágústsson kvaddur Fráfarandi landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssyni, var haldið kveðjusamsæti í boði Bændasamtaka Íslands sama daginn og hann lét af embætti. Þangað kom hann ásamt eiginkonu sinni, Margréti Hauksdóttur, og aðstoðarmanni sínum, Eysteini Jónssyni. Haraldur Benediktsson formaður BÍ ávarpaði Guðna og þakkaði honum gott samstarf og að sjálfsögðu svaraði Guðni fyrir sig með snjallri ræðu sem fjallaði að mestu um gildi íslensks landbúnaðar sem hann taldi hafi aukist nokkuð í ráðherratíð sinni. Ekki kvaðst hann eiga heiðurinn að því óskiptan heldur bæri að þakka það ýmsum, þar á meðal starfsfólki Bændasamtakanna. Á myndinn sem tekinn var í samsætinu sjást gestirnir ásamt nokkrum starfsmönnum og forystumönnum BÍ, talið frá vinstri: Hildur Traustadóttir, Eysteinn Jónsson, Haraldur Benediktsson, Guðni Ágústsson, Sigurgeir Þorgeirsson, Margrét Hauksdóttir, Jón Baldur Lorange og Erna Bjarnadóttir. ÞH/Ljósm. Sindri Það er fagnaðarefni að nýr landbúnaðarráðherra hefur lýst því yfir að ekki skuli ganga lengra í því að breyta rekstrarumhverfi búvöruframleiðslunnar en væntanlegir alþjóðasamningar gætu gefið tilefni til. Bændasamtökin telja sjálfgefið að samningamenn Íslands fylgi áfram að málum þeim ríkjahóp sem Íslands hefur hingað til fylgt, Ný og öflug ríkisstjórn sest að völdum það er þeim ríkjum sem flytja inn mikinn hluta matvæla sinna og þurfa jafnframt að gæta að hagsmunum viðkvæms landbúnaðar. Ríkisstjórnin hefur þegar hafið sameiningu ráðuneyta landbúnaðar og sjávarútvegs og boðar frekari breytingar á ýmsum verkefnum sem snúa að bændum. Þar ber fyrst að nefna landbúnaðarháskólana sem eru nýstofnaðir. Nú virðist standa til að færa þá undir menntamálaráðuneytið en þeir hafa hingað til heyrt undir landbúnaðarráðuneytið. Við þá breytingu þarf að hafa hugfast að mannafli búnaðarskólanna beggja er bæði landbúnaðarráðuneytinu og bændum mjög mikilvægur. Landbúnaðarháskóli Íslands er til dæmis að stórum hluta reistur á grunni Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og er því brýnt að atvinnuvegurinn hafi hér eftir sem hingað til góðan aðgang að og samráð um þær rannsóknir sem þar eru stundaðar. Önnur verkefni sem rætt hefur verið um að flytja eru Landgræðsla og Skógrækt. Hvað þessar stofnanir varðar er rétt að vara við því að tengsl landbúnaðar við þær séu slitin. Landgræðsla og skógrækt eru búgreinar og mörg verkefni þessara stofnana unnin af bændum, oftar en ekki innan vébanda sérstakra verkefna sem sérstök lög kveða á um. Fyrir því eru sterk rök að þeir þættir í starfsemi þessara stofnana, sem lúta að nýtingu auðlinda og eru unnir af bændum, heyri áfram undir fagráðuneyti bænda. Spurningin er hvort ekki væri nær að færa slík verkefni til búnaðarsambanda og leiðbeiningarstöðva þeirra. Um þessa ríkisstjórn má að öðru leyti segja að hún hefur styrk til breytinga. Hvort sá styrkur felur í sér ógnun við landsbyggðina eða opnar henni ný tækifæri verður reynslan að skera úr um. Það er hins vegar fagnaðarefni að stjórnin leggur mikla áherslu á stöðugleika í efnahagslífinu því besta byggðamálið er að halda uppi góðu efnahagsástandi. Stjórnin hefur líka styrk til þess að bæta úr því mikla misræmi sem ríkir í búsetuskilyrðum á milli landsbyggðar og þéttbýlis, til dæmis hvað varðar samgöngur og fjarskipti. Vonandi beitir hún styrk sínum til þess að gera landsbyggðina samkeppnishæfa og búsetuvæna. Í því á hún stuðning bænda vísan. HB/ ÞH Landbúnaðarsafn Íslands Unnið að gerð stefnuskrár fyrir safnið Þann 14. febrúar sl. var Landbúnaðarsafn Íslands formlega stofnað og því skipuð stjórn. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, er formaður stjórnar. Bjarni Guðmundsson, prófessor við LbhÍ, er framkvæmdastjóri eða,,verkamaður stjórnarinnar, eins og hann orðar það sjálfur, en hann hefur séð um Búvélasafnið á Hvanneyri frá upphafi. Bjarni sagði að stjórnin hefði komið saman til síns fyrsta fundar 16. maí sl. þar sem saman komu bæði aðalmenn og varamenn. Á þessum fundi var gengið formlega frá stofnun Landbúnaðarsafns Íslands og fram fór ítarleg umræða um hlutverk þess og hvernig menn munu bera sig að til að byrja með. Margar góðar hugmyndir á lofti Margar góðar hugmyndir komu þarna fram og var Bjarna og Ágústi falið að vinna nánar úr þeim með það fyrir augum að búa til stefnuskrá fyrir safnið. Hún yrði svo tekin til umræðu á næsta stjórnarfundi sem verður haldinn í byrjun júlí. Bjarni sagði að nokkuð hefði verið rætt um húsnæði fyrir safnið og hefðu menn þá beint sjónum að gamla Halldórs-fjósinu á Hvanneyri sem staðið hefur autt um tíma. Þar er um mjög stórt og gott húsnæði að ræða. Árið 2010 nefnt sem viðmiðunarár,,síðan hefur verið töluvert rætt um þann hluta safnsins sem yrði utanhúss og snýr að menningarminjum, menningarlandslagi og að nýta annað umhverfi í þágu safnsins. Þá var rætt um mál sem varðar Bændasamtökin og er ein aðalástæða aðildar þeirra að safninu. Það er að um verði að ræða lifandi safn sem dragi fram stöðu landbúnaðarins eins og hún er núna. Umhverfið hér á Hvanneyri er hentugt til þeirra hluta, sagði Bjarni. Ekki hefur verið ákveðið hvenær safnið verður opnað en Bjarni sagði að árið 2010 hefði verið nefnt sem viðmiðunarár. Hugsunin væri sú að þetta þróaðist hægt og sígandi á grundvelli Búvélasafnsins á Hvanneyri sem á mjög ríkulegan safnkost sem þarf að hirða og annast um. S.dór LOKAORÐIN Úr sorpvanda í stórhagnað Stundum er það með hreinum ólíkindum hversu hratt hlutir geta breyst. Það er ekki liðið ár síðan sorpmál Eyfirðinga sátu pikkföst í ágreiningshnút sem virtist óleysanlegur. Akureyringar voru búnir að ákveða að hætta að taka við sorpi úr eyfirskum byggðum til urðunar á Glerárdal. Þá ákvörðun skilja allir sem hafa ekið inn til Akureyrar í suðvestanátt og þarf engar kröfur frá Evrópusambandinu til. Þegar þessi ákvörðun lá fyrir var farið að svipast um eftir öðrum stað og fannst brátt. Allflest sveitarfélög í firðinum voru sammála um að best væri að urða sorpið í Hörgárdal. Sá hængur var þó á þessari hugmynd að íbúum Hörgárdals leist ekki sem best á að fá yfir sig allan úrgang Eyfirðinga. Þeir neituðu staðfastlega og þar við sat árum saman. Eftir áralangt þóf misstu Akureyringar þolinmæðina og sögðu sig úr sorplögum við aðra Eyfirðinga. Ekki virtust þeir samt hafa neina hugmynd um það hvernig ætti að leysa sorpmál bæjarbúa heldur var tilgangurinn með úrsögninni sennilega sá einn að leggja þrýsting á hin sveitarfélögin um að koma sér saman um nýjan stað sem allir gátu sætt sig við. Það gerðist þó ekki. Þá kviknar allt í einu hugmynd í kolli framkvæmdastjóra Norðlenska, Sigmundar Ófeigssonar, þótt honum kæmi málið þannig séð ekkert við. Hann hafði alla vega ekki verið kosinn til að hafa skoðun á því. Vissulega er hann í forsvari fyrir fyrirtæki sem þarf að losna við töluvert magn af úrgangi á ári hverju og á í sívaxandi vandræðum með það eins og gengur og gerist í matvælaiðnaði nútímans. Hann var á ferð í Englandi og rakst þar á moltugerðartæki í notkun sem honum fundust vera kjörin til að leysa mál, ef ekki Eyfirðinga allra þá í það minnsta Norðlenska og jafnvel Samherja líka. Sigmundur flýtti sér heim og safnaði liði í kringum þessa hugmynd. Hún er nú það vel á veg komin að Morgunblaðið gat um helgina greint frá stórfenglegum áformum Eyfirðinga sem ekki bara leysa vanda hinnar hefðbundnu sorphirðu heldur sýnast ætla að verða eigendum sínum allvæn féþúfa. Það er sem sé í uppsiglingu stórfyrirtæki í Eyjafirði sem ætlar að starfrækja í það minnsta tvö sorpeyðingarver. Annars vegar moltugerð sem breytir lífrænum úrgangi þéttbýlisbúa og iðjuvera í jarðveg. Hins vegar lífmassaverksmiðju sem tekur við búfjáráburði og breytir honum í gas sem nota má til að knýja bíla eða framleiða 10 gígavattsstundir af raforku. Þarna er semsé búið að snúa illvígum vandræðahnút upp í arðvænlegt fyrirtæki sem eflaust á eftir að skaffa þónokkrum fjölda fólks atvinnu. Og ekki nóg með það heldur leggur það fram drjúgan skerf til þess að Íslendingar geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Með því að breyta öllum búfjáráburðinum í vistvæna orku væri fyrirtækið að skapa ígildi tonna losunarkvóta. Fyrir bændur er þetta mikil himnasending. Nú geta þeir fjölgað kúm sínum að vild og aukið mjólkurframleiðsluna án þess að hafa nokkrar áhyggjur af gróðurhúsaáhrifunum. Kýrna mega ropa og freta eins og þær lystir, bændur sofa vært fyrir því. Og það þarf ekki einu sinni að spyrja Hörgdæli ÞH

7 7 Í umræðunni Ég þekki vel til sveitastarfa - segir nýr landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson Enginn efast um þekkingu Einars Kristins Guðfinnssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, á sjávarútvegsmálum enda fæddur og uppalinn í Bolungarvík þar sem hann stjórnaði útgerðarfyrirtæki í mörg ár. En nú tekur hann einnig við landbúnaðarráðuneytinu. Bændablaðinu lék forvitni á að vita hvort hann hafi um ævina komið nálægt sveitastörfum og í samtali við Einar Kristin kom í ljós að svo er og að hann þekkir vel til landbúnaðar. Ég var einn af þeim sem naut þeirrar gæfu að komast í sveit Einar K. Guðfinnsson nýr landbúnaðarráðherra Hinn nýi landbúnaðarráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson er fæddur í Bolungarvík 2. desember Foreldrar hans Guðfinnur Einarsson forstjóri dáinn í ágúst árið 2000 og kona hans María Kristín Haraldsdóttir. Eiginkona Einars er Sigrún Jóhanna Þórisdóttir kennari. Börn þeirra eru Guðfinnur Ólafur og Sigrún María, sonur Einars og Láru B. Pétursdóttur er Pétur fæddur Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1975 og BA-prófi í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex, Englandi, Hann var blaðamaður á Vísi Síðan vann hann við skrifstofustörf í Bolungarvík og og var útgerðarstjóri í Bolungarvík Hann var skipaður sjávarútvegsráðherra 27. september Hann var alþingismaður Vestfjarða og þingmaður Norðvesturkjördæmis síðan 2003 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Áður hafði hann oft komið inn á þing sem varaþingmaður. Áður en Einar tók við sjávarútvegsráðuneytinu var hann formaður þingflokks Sjálfstæðismanna á sumrin sem strákur. Ég var á sjöunda ári þegar ég fór í fyrsta sinn í sveit að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Móðurfólkið mitt er skagfirskt og raunar er ég meiri Skagfirðingur en margan grunar. Þegar ég var í sveit á Syðra- Skörðugili voru bændur þar frændi minn Sigurjón Jónasson, Dúddi, og Sigrún Júlíusdóttir kona hans og hjá þeim var ég í sveit næstu sex sumrin. Þar ólst ég upp við þau almennu búverk sem ungir strákar unnu í sveit á þessum árum. Þarna eignaðist ég folald sem ég átti fram yfir tvítugsaldur og ólst því upp við hestamennsku. Ég hef því mörgu kynnst af málefnum sveitanna, sagði Einar Kristinn. Hann segir að eftir að hann hætti að vera sumarlangt í Syðra- Skörðugili hafi vart liðið það sumar í mörg ár að hann færi ekki í heyskap þangað á sumrin. Þá bendir hann á að eftir að hann var kjörinn á þing hafi hann átt sæti í landbúnaðarnefnd fyrsta kjörtímabilið. Það er því hægt að fullyrða að ég hafi komið nálægt sveitastörfum og skipt mér af landbúnaðarmálum á hinum pólitíska vettvangi líka, sagði Einar Kristinn. Hann var spurður hvort hann væri nú þegar með einhverjar hugmyndir um aðgerðir í landbúnaðarmálum. Einar sagði að landbúnaðurinn væri að takast á við spennandi tíma og að það væru miklir breytingatímar í þjóðfélaginu. Landbúnaðurinn hafi verið að breytast og muni gera það áfram samfara þjóðfélaginu. Mín fyrsta hugsun er að sjálfsögðu sú að ég mun standa með landbúnaðinum enda er ég vinur hans og vil honum allt það besta. Ég vil að mín störf markist af þeim vilja mínum, sagði Einar Kristinn Guðfinnsson. S.dór MÆLT AF MUNNI FRAM Páll Ólafsson Það liggur við að það sé til skammar að hafa verið með vísnadálk hér í blaðinu árum saman án þess að taka sérstaklega fyrir vísur nestors íslenskra hagyrðinga, Páls Ólafssonar. En úr því skal nú bætt. Árið 1900 sá Jón Ólafsson, bróðir Páls, um útgáfu á ljóðum og lausavísum hans og komu þær út í tveimur bindum. Nefnast bækurnar Ljóðmæli I og II. Páll Ólafsson var fæddur í Seyðisfirði árið 1827, þannig að hann hefur verið orðinn 73ja ára þegar bækurnar komu út. Hér á eftir fara vísur úr Lausavísum II. Páll hefur verið orðinn gamall þegar hann orti þessa vísu sem ber heitið Klukkna-hljómur: Hingað berst nú hljómur skær. Heyri eg nú, hvað klukkan slær; dagleiðinni er dauðinn nær í dag heldr en hann var í gær. Síðasta athvarfið kallar hann þessa vísu: Leita eg guðs í líknarskjól, lúinn eftir daginn, þegar ævi sígur sól í svalbrjóstaðan æginn. Vísur Páls til Ragnhildar síðari konu sinnar eru margar landsfrægar, eins og til að mynda þessi: Eg vildi feginn vera strá og visna í skónum þínum. Því léttar gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Sumir kalla þessa vísu fegurstu ástarvísu sem ort hefur verið á Íslandi. Næsta vísa er sennilega ekki jafn kunn en hún heitir Ragnhildur: Ekki fyrir heimskan heim höndum fór ég strengi Braga, en að skemmta eyrum þeim eg hef kveðið nótt og daga, sem að aldrei öðru sinna en ásta-hljómi kvæða minna. Í brag sem heitir Kveðja yrkir Páll enn til konu sinnar: Konan Páli kær svo er komnum grafarbakkann á, á himnum ekki sól hann sér þó sé þar ekkert ský að sjá. Læt ég fyrir ljósan dag ljós um húsið skína, ekki til að yrkja brag eða kippa neinu í lag heldur til að horfa á konu mína. Meginmarkmiðið með því að opna sveitabæi fyrir almenningi er að auka skilning á nútímalandbúnaði og lífinu í sveitum landsins. Teikn. Þorsteinn Davíðsson Virkja þarf fleiri bændur í kynningu og fræðslu um landbúnað Bændasamtökin auglýstu í síðasta Bændablaði eftir að komast í samband við áhugasama bændur sem taka á móti gestum á bú sín. Á búnaðarþingi 2007 var samþykkt að efla kynningu og fræðslu til almennings sem bændur inna af hendi. Í framhaldi af því hefur verið unnið að því að byggja upp tengslanet bænda sem sinna á einhvern hátt kynningarstörfum fyrir bændastéttina og landbúnaðinn í heild sinni. Meginmarkmiðið er að auka skilning á nútímalandbúnaði og lífinu í sveitum landsins og virkja fleiri bændur í almennri kynningu og fræðslu. Að sögn Tjörva Bjarnasonar, forstöðumanns útgáfu- og kynningarsviðs, hafa allnokkrir bændur lýst yfir áhuga sínum á því að vera með í Opnum landbúnaði en það er samheiti yfir starfsemina. Fjölbreytt þjónusta og spennandi hugmyndir Við viljum ná til sem flestra bænda sem hafa áhuga á þessum málaflokki. Það er mjög fjölbreytt starfsemi til sveita og veruleg eftirspurn hjá almenningi að komast í kynni við bændur ef svo má að orði komast. Það eru nokkrir búnir að hafa samband sem eru með góðar og spennandi hugmyndir, t.d. aðilar sem taka á móti unglingum til vikudvalar, bændur með áhuga á safnastarfsemi sem tengist búskapnum, einn vill bjóða fólki í mat í gangnamannakofa og annar er með áætlanir á prjónunum um að fá eldri borgara í heimsókn á bæinn sinn. Einnig erum við að leita eftir bændum sem við getum bent fólki á, t.d. þegar koma fyrirspurnir frá útlendingum sem vilja heimsækja íslenska sveitabæi, segir Tjörvi og bætir við að allar hugmyndir séu þess virði að skoða þær. Næstu skref Næstu skref eru að koma á tengslum áhugasamra bænda og hefja umræður um starfsemina í framtíðinni. Búið er að tryggja fjármögnun að hluta til með árlegu framlagi frá Bændasamtökunum til ársins 2010 en fyrir liggur m.a. að skipuleggja leiðbeiningaefni fyrir þá sem taka á móti fólki, hanna merki Opins landbúnaðar og útbúa kynningarog fræðsluefni. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast nánar hugmyndum um Opinn landbúnað er bent á að hafa samband við Tjörva Bjarnason hjá útgáfu- og kynningarsviði Bændasamtakanna. Netfangið hans er tjorvi@bondi.is og sími Hér kemur vísa úr ljóðabréfi sem Páll sendi Pétri Guðjohnsen á Vopnafirði: Skuldirnar mig þungar þjá en það er bót í máli, að kútinn láta allir á orðalaust hjá Páli. Hestavísur Páls er margar landsfrægar enn í dag. Þessi hefur að vísu ekki heyrst oft en þarna yrkir hann um Gránu: Léttum fótum lemur frón lýstur grjótið sundur, upp í móti eins og ljós (ljón) æðir fljót sem tundur. Og að lokum þessi snilld: Ekki prestinn óttast þá eg né hesta-strákinn, þegar sestur er eg á allra besta fákinn. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is

8 8 Skógrækt þyrfti að þrefaldast Rætt við Arnór Snorrason skógfræðing um möguleika kolefnisbindingar til að auka skógrækt Kolefnisbinding nýskógræktar hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu og í síðasta Bændablaði skrifaði Daði Már Kristófersson hagfræðingur Bændasamtaka Íslands um þau hagrænu tækifæri sem í henni eru fólgin fyrir bændur. Skógfræðingar hafa einnig velt þessu fyrir sér og einn þeirra, Arnór Snorrason sérfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktar á Mógilsá, skrifaði nýlega grein í Skógræktarritið um langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar. Í greininni dregur Arnór upp tvenns konar framtíðarsýn á það hvernig hægt væri að nálgast það markmið sem sett hefur verið í lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni frá því um aldamótin að skógur verði ræktaður á um 5% lands neðan 400 metra hæðar yfir sjávarmáli. Þetta jafngildir því að ræktaður skógur þeki hektara en samkvæmt úttekt sem gerð hefur verið á núverandi skógarþekju er ræktað skóglendi tæplega hektarar að flatarmáli. En hversu langan tíma tæki að ná þessu markmiði? Ef árleg gróðursetning verður svipuð og hún hefur verið á undanförnum árum, eða um fimm milljónir plantna á ári, tæki það um 116 ár að ná markmiðinu. Það næðist með öðrum orðum árið 2122 eða þar um bil. Gróðursetningin tók mikinn kipp upp úr 1990, fram að því hafði hún verið um ein milljón plantna á ári en fór á skömmum tíma upp í 4-5 milljónir og er nú á bilinu 5-6 milljónir plantna á ári. Verði á hinn bóginn staðið við það markmið í áðurnefndum lögum að ljúka þessu verki á 40 árum, eða árið 2040, þyrfti að auka árlega gróðursetningu upp í um það bil 17 milljónir plantna á ári. Það þýðir í raun þreföldun frá því sem nú er. Kvótakerfi kolefnisins Þetta er mikið stökk, en er það raunhæft að ná því? Vissulega er þetta stórt stökk og gerir þá kröfu að fjárveitingar til skógræktar verði auknar verulega. Á það ber hins vegar að líta að þegar landshlutabundnu skógræktarverkefnin fóru af stað var uppbygging þeirra og skipulag miðað við þetta mikla gróðursetningu. Það má því segja að með því að auka hraðann værum við að auka hagkvæmni þessara verkefna. Gæti kvótakerfi sem byggist á kolefnisbindingu nýst til að auka framkvæmdahraðann? Já, það má alveg hugsa sér það. Tekjurnar af kolefnisbindingunni geta staðið undir allri nýskógrækt á vegum þessara verkefna. Með kvótakerfi er átt við að fyrirtæki og einstaklingar sem valda mengun með útblæstri gróðurhúsalofttegunda greiði ákveðið gjald sem svarar til þess hversu mikið þurfi að gróðursetja af trjám til að vega upp á móti útblæstrinum. Vísir að slíku kerfi var settur á laggirnar nú í maímánuði með stofnun Kolviðar þar sem bíleigendur geta jafnað kolefnisútblástur bifreiða sinna. Mér finnst líklegt að þetta kerfi geti aukið skógrækt verulega. Þarna verður þó að gera greinarmun á mörkuðum. Kerfi eins og Kolviður er frekar ímyndarmarkaður þar sem Næsta Bændablað kemur út þriðjudaginn 12. júní og styrkja byggðina í landinu Arnór Snorrason skógfræðingur styður sig við þrítuga kolefnisbindingu í skóginum að Mógilsá. Þetta graf sýnir reiknaðan nettóhagnað af kolefnisbindingu vegna nýskógræktar frá Græna línan sýnir bindinguna miðað við óbreytta skógrækt frá því sem nú er. Sú gulu sýnir bindinguna miðað við að skógrækt verði aukin upp í uþb. 17 milljónir plantna árlega fram til 2040 þegar markmiðinu um að að skógur þeki 5% af láglendi en þá verði dregið verulega úr henni. fólk getur sefað samvisku sína með því að jafna kolefnisútblástur sinn. Það er ekkert sem skyldar fólk eða fyrirtæki til að kolefnisjafna. Næsta skref hlýtur að verða að stjórnvöld komi á kerfi þar sem fyrirtækjum sem menga er gert skylt að kaupa sér heimildir. Að vísu eru stærstu mengunarvaldarnir, álverin, svo stór í þessu dæmi að þau verða seint kolefnisjöfnuð hér innanlands. Möguleikarnir liggja hins vegar í því að kolefnisjafna bílaumferðina og flotann. Þar er útblásturinn það lítill hluti af rekstrarkostnaði að reksturinn hlýtur að geta borið útgjöld sem því fylgja. Slík skyldubundin kolefnisjöfnun gæti líka aukið umhverfisvitund og ýtt á þróun í átt að minni útblæstri. Með þessu móti væri orðinn til lögbundinn markaður með mengunarkvóta. Mikilvægt hlutverk miðlarans Framtíðarsýnin er sú að féð sem kemur inn með þessum hætti renni í sjóð sem notaður er til að kosta skógrækt. En getur hver sem er sótt um fé í sjóðinn? Já, ég sé ekkert því til fyrirstöðu. En það yrði að koma á öflugu og öruggu miðlunarkerfi þar sem haft yrði eftirlit með því að um raunverulega langtímabindingu sé að ræða. Þarna getum við lært af Bretum sem gerðu þau mistök að koma á fót allt og flóknu og ógegnsæju miðlunarkerfi. Þar fór allt úr böndunum og peningunum var sóað í alls kyns vitleysu en nú eru þeir að koma skikki á kerfið og gera strangar kröfur til miðlara og ræktenda, auk þess sem eftirlitið er hert. Það er full ástæða til þess að hafa strangt eftirlit með þessari skógrækt því kolefnisforðinn sem binst þarf að haldast óbreyttur til lengri tíma. Það þýðir ekki að menn geti ekki nýtt skóginn svo fremi þeir gæta að því að halda skógræktinni áfram. Arnór sér fyrir sér að landshlutabundnu skógræktarverkefnin gætu tekið að sér mikilvægt hlutverk í þessu kerfi hér á landi. Þau eru nú þegar að miðla framkvæmdum til bænda og geta þess vegna tekið að sér verkefni fyrir Kolvið eða aðra miðlara. Vandinn yrði að samræma fjármögnun vegna bindingar við þá styrki sem bændur hljóta nú þegar fyrir að rækta skóg. Það er mikilvægt að gæta vel að siðferðinu í þessu verkefni því það getur ekki gengið að menn séu að fá greitt úr þessu kerfi fyrir skóga sem ræktaðir hafa verið fyrir fjármuni sem aðrir hafa lagt fram. Þar sem þetta hefur verið reynt erlendis er mikið lagt upp úr því að sú skógrækt sem styrkt yrði með þessum hætti sé raunveruleg viðbót við það sem fyrir er. Við hvað er þá rétt að miða? Ég sé það fyrir mér að landshlutabundnu skógræktarverkefnin noti þessa fjármuni í skýrt afmörkuð viðbótarverkefni en blönduðu þeim ekki inn í það sem nú er verið að gera. Kallar á gott skipulag En nú eru það ekki einungis bændur sem hafa áhuga á skógrækt. Hvað um sumarbústaðaeigendur sem vilja rækta í kringum bústaði sína, eiga þeir að fá aðgang að þessum fjármunum? Í sjálfu sér ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu nema það að verkefnin þyrftu að vera af ákveðinni stærð. Eftirlitið með bindingunni er dýrt og það yrði mjög kostnaðarsamt að fylgjast með fjölmörgum litlum ræktendum um allt land. En allir sem eru að rækta eru að hjálpa til við aukna kolefnisbindinguna. Þess ber þó að geta að í umfjöllun um kolefnisbindingu er vaninn að reikna ekki með jólatrjáarækt, skjólbeltarækt og garðrækt. En geta bændur hvar sem er á landinu tekið þátt í þessu verkefni? Við vitum að ræktunarskilyrði eru misjöfn eftir landshlutum. Bestu skilyrðin eru inn til landsins eins og á Fljótsdalshéraði og í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands, en þau versna þegar komið er út á annesin. Þar er vöxturinn hægari og þá hlýtur kerfið að verða þannig að það verður borgað fyrir það sem vex. Þar sem vöxturinn er minni verða tekjurnar minni. Þetta verður ekki reiknað út í flatarmáli skóganna eingöngu. Þarna reynir á að miðlararnir fjárfesti þar sem vöxturinn er mestur. Það þarf að stýra þessu verkefni vel og faglega. Kosturinn við skógræktarverkefnin er sá að þau eru dreifð um allt land. Þetta er því gott framlag til byggðaþróunar og getur riðið baggamuninn hjá mörgum bændum um það hvort þeir geta búið áfram á jörðum sínum. En það þarf að skipuleggja vel hvar skógur er ræktaður, að það sé ekki í andstöðu við vilja almennings. Sumir hafa haft af því áhyggjur að verið sé að taka gott akuryrkjuland undir skógrækt en ég er ekki á því að það sé gert. Besta landið undir skógrækt er í hlíðum en ekki á flatlendi þar sem skjól er minna og meiri hætta á frostskemmdum. Það er nóg pláss í landinu því þó þetta gengi eftir yrðum við eftir sem áður það land Evrópu þar sem hlutfall skógar er lægst. Verðið hlýtur að hækka Arnór segist ekki gera sér fulla grein fyrir því hvort svona verkefni sé framkvæmanlegt. Ég get vel ímyndað mér að ýmsir flöskuhálsar gætu orðið erfiðir viðureignar. Til dæmis að tryggja nóg framboð af fræi. Eins gæti reynst snúið að útvega nóg af góðu landi til skógræktar, ekki síst í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur að eftirspurn eftir jörðum hefur aukist og ýmsir hafa keypt upp jarðir sem eru ekki endilega með það efst í huga að rækta þær upp. Það skiptir verulegu máli hvað gerist í loftslagsmálunum. Fráfarandi ríkisstjórn setti sér mjög metnaðarfull markmið á síðustu dögum sínum. Þau eru í takt við það sem er að gerast í Evrópu. Þau þýða að við þurfum að draga saman útblásturinn sem jafngildir um tonnum af CO2 á ári og það næst ekki með skógræktinni einni. Það þarf að taka á alls staðar, hætta að aka um að stórum jeppum, draga úr útblæstri á öllum sviðum og auka skógrækt og landgræðslu. Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir því hversu hátt verðið á losunarheimildunum verður. Í greininni í Skógræktarritinu miðar hann við það verð sem greitt hefur verið á innri markaði Evrópusambandsins en það hefur að undanförnu verið í kringum 20 evrur sem samsvara krónum fyrir kolefnistonnið. Reikna megi með að meðalkostnaður við að binda hvert tonn sé tæplega kr. og nettóhagnaður af bindingunni sé því um 700 kr. á tonnið. Í þessu dæmi er miðað við að hver hektari skóglendis geti bundið 4,4 tonn af CO2. Vandinn liggur í því að þessi markaður er svo óþroskaður og stór hluti atvinnulífsins í álfunni hefur ekki aðgang að honum. Hins vegar bendir allt til þess að eftir að yfirstandandi viðmiðunartímabili Kyoto-bókunarinnar lýkur árið 2012 verði samið um enn frekari niðurskurð á gróðurhúsalofttegundum og þá rýkur verðið á losunarheimildunum upp. Það væri ekki nema einhver snillingur fyndi upp möguleika á að binda kolefni á hagkvæman hátt beint úr kolaraforkuverum sem verðið gæti lækkað. Við getum samt sem áður ekki setið og beðið eftir kraftaverkum. Það verður að hefjast handa strax, segir Arnór Snorrason skógfræðingur. ÞH

9 9 TRIOWRAP Auk Triowrap getum við nú boðið Teno spin sem Íslendingar þekkja vel. Horse Wrap sem er sérstaklega þróað fyrir grófari gerð af heyi auk neta og garns. Hjá söluaðilum okkar færðu afhenta litla handbók sem unnin er í samvinnu við Landbúnaðarháskólana á Hvanneyri og í Svíþjóð með algengustu spurningum og svörum varðandi verkun heys. PATREKSFJÖRÐUR HÓLMAVÍK - KAUPF. STEINGRÍMSFJARÐAR HÚSAVÍK - BÚSTÓLPI ÍSAFJÖRÐUR BLÖNDUÓS - KRÁKUR EHF. SAUÐÁRKRÓKUR ÞINGEYRI KAUPF. SKAGFIRÐINGA BÚÐARDALUR KM ÞJÓNUSTAN KB-BORGARNES REYKJAVÍK PLASTCO SELFOSS FB búvörur HVAMMSTANGI KAUPF. V-HÚNVETNINGA ÁBURÐARVERKSMIÐJAN HVOLSVÖLLUR FB búvörur AKUREYRI - BÚSTÓLPI KIRKJUBÆJARKLAUSTUR ÞÓRSHÖFN VOPNAFJÖRÐUR EGILSSTAÐIR FÓÐURBLANDAN KHB HORNAFJÖRÐUR TRIOWRAP Stretch Film Division

10 10 Íslands, leigutakar laxveiðiáa og fleiri aðilar. Reynir er svo fenginn til að annast þær. Æðarvarp væri ekki til Því fé sem varið hefur verið til minkaveiða undanfarna áratugi hefur alls ekki verið kastað á glæ eins og margir segja. Ég þori að fullyrða að æðarvarp væri ekki til á Íslandi ef minkaveiðar hefðu ekki verið stundaðar. Og varðandi minkasíurnar nefni ég ummæli Jóns Þórarins Eggertssonar á Eyri í Svínadal. Veiðifélag Laxár í Leirársveit keypti 10 minkasíur í fyrra og voru þær lagðar niður í október sl. Vitjað var um þær í mars sl. og úr fyrstu síunni komu 3 minkar. Þá sagði Jón á Eyri: Ekki datt mér í hug að þetta helv virkaði. Nú stendur yfir tilraun til að útrýma mink á ákveðnu svæði í Eyjafirði og á Snæfellsnesi. Tilraunin á að leiða í ljós hvort hægt sé að eyða mink á ákveðnum svæðum eða ekki. Reynir var spurður hvort hann teldi raunhæft að ætla að hægt væri að útrýma mink á þessum svæðum? Reynir Bergsveinsson minkaveiðimaður Hefur veitt á annað þúsund minka á fimm árum í nýju minkasíurnar Eins og áður hefur verið sagt frá í Bændablaðinu fann Reynir Bergsveinsson minkaveiðimaður upp nýja tegund af minkagildrum fyrir nokkrum árum sem hann kallar minkasíur. Nú eru liðin fimm ár síðan hann byrjaði að veiða í gildrurnar vítt og breitt um landið en mest á Vestur- og Suðurlandi. Á þessum fimm árum hefur hann veitt á annað þúsund minka í síurnar á þeim svæðum þar sem þær hafa verið lagðar niður. Það er fyrirtækið Vaskur á Bakka ehf. í Reykjavík sem sér um sölu á síunum fyrir Reyni. Rörin koma frá BM Vallá en járnavirkið inni í rörunum er framleitt víða. Landeigendur geta því keypt síurnar og lagt þær niður í landi sínu. Hins vegar segir Reynir að það sé alls ekki sama hvernig né hvar þær eru settar niður og því þurfi að kanna landið mjög vel áður en farið að setja síurnar niður. Nær útilokað að útrýma mink á Snæfellsnesi Ég hef trú á því að Eyfirðingunum takist að útrýma mink hjá sér en þá hefst um leið varnarbarátta gegn því að minkurinn nemi land aftur vegna þess að það vantar mikið á að lokað sé á allar aðkomuleiðir fyrir hann. Ég hef aftur á móti ekki trú á því að það takist að útrýma mink á Snæfellsnesinu vegna þess að þar sem hraun gengur í sjó fram er minkur óvinnandi. Ef það tekst er það fyrir það eitt að nú er kominn þjóðgarður á Snæfellsnesinu og þar má ekki drepa tófu en hún gengur mjög hart fram gegn minknum. Þær stela frá honum ætinu og liggja fyrir honum þegar þær eiga von á honum meðfram lækjunum með æti og grafa líka eftir því í snjó og mold. Minknum verður ami af þessu og hann hrekst burtu. Ég hef séð það sjálfur að þar sem mikið er um tófu þar er lítið um mink, segir Reynir Bergsveinsson. Það eru mikil ferðalög sem fylgja vinnu hans og árið 2005 keyrði hann rúma 50 þúsund kílómetra bara vegna vinnunnar í kringum minkasíurnar. S.dór Á efstu myndinni stendur Reynir Bergsveinsson við stafla af steypurörum sem notuð eru í minkasíurnar. Hér til hliðar er Reynir með afrakstur úr góðri veiðiferð. Verulegur stærðarmunur er á kynjunum hjá mink eins og sjá má á myndinni neðst til vinstri. Læðan er vinstra megin en högninn til hægri. Hér að neðan er gildra sem veiðimenn á vegum Náttúrustofa í Stykkishólmi hafa sett upp. Hafist handa á Suðurlandi Árið 2005 gerði Reynir samning við sveitarstjórnir Bláskógabyggðar og Grímsness- og Grafningshrepps um að koma fyrir minkaveiðisíum á þessu víðáttumikla landsvæði og annast um tæmingu þeirra. Árið 2005 komu um það bil 150 minkar úr minkasíunum á svæðinu. Árið 2006 komu 167 minkar í síurnar. Á þeim svæðum þar sem síur Reynis hafa verið lagðar hafa veiðast 136 minkar eftir veturinn í ár. Reynir segist hafa skilað til Náttúrustofu í Stykkishólmi, sem vinnur að útrýmingu minks á Snæfellsnesi, 30 minkum sem eru veiddir við Haffjarðará og utar á Snæfellsnesinu en hann hefur ekkert verið beðinn um að taka þátt í því verkefni! Þeir sem kaupa minkasíurnar af Reyni eru aðallega Landssamband veiðifélaga, Æðarræktarfélag

11 11 Landnámshænuungar í skólastofu Það fjölgaði verulega í Grunnskólanum á Hólmavík á dögunum, þótt ekki væri um nemendafjölgun að ræða. Þar voru á ferðinni ellefu hænuungar sem ungað var út í skólastofu 1. bekkjar undir verndarvæng Ástu Þórisdóttur, umsjónarkennara bekkjarins. Eru þeta landnámshænur en eggin komu frá bænum Fiskinesi við Drangsnes. Það tók um þrjár vikur að unga út eggjunum og rétt áður en þau klöktust út mátti heyra mikið tíst inni í þeim, krökkunum til ómældrar ánægju. Ungarnir eru nú komnir í lítið fiskabúr og orðnir býsna sprækir og skrautlegir. Ýmsir hafa sýnt áhuga á að eignast ungana þegar skóla lýkur og sýnir þetta framtak bekkjarins góða viðleitni til að viðhalda stofni íslenskra landnámshænsna. Ljósm. Silja Ingólfsdóttir

12 12 Fjárkláða hefur ekki orðið vart í fjögur ár Sigurður Sigurðarson dýralæknir flutti erindi á Oddastefnu sem haldin var nýlega í Heklusetrinu á Leirubakka á Landi. Erindið nefndi hann Er fjárkláðinn úr sögunni? Þar sagði hann að fjárkláða hafi ekki orðið vart hér á landi síðastliðin fjögur ár. Áður var kláðinn útbreiddur um allt land en tekist hafði að eyða honum alls staðar nema á Ströndum og í Húnavatnssýslum og í Skagafirði frá Hrútafirði að Hólabyrðu. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að reyna að ná samstöðu meðal bænda á þessu svæði um aðgerðir til að útrýma kláðanum. Í stað þess að baða féð eins og gert var á árum áður var það nú sprautað með alhliða sníkjudýralyfi. Ríkið greiddi fyrir efnið en bændur lögðu til vinnuaflið. Þessi samstaða náðist og hún var alger enda mátti enginn skerast úr leik ef þetta ætti að takast. Féð var sprautað tveim sinnum tvö ár í röð og sums staðar oftar til þess að ná til útigenginna kinda. Sigurður segir að það hafi ekki verið einfalt mál að ná þessari samstöðu. Til voru bændur sem höfðu ekki trú á að þetta tækist núna frekar en í þau 152 skipti sem reynt hafði verið að eyða kláðanum. Sjúkdómurinn barst til landsins 1855 með lambhrútum sem fluttir voru inn frá Englandi að Hraungerði í Flóa. Þeir smituðu á leiðinni fé í Mosfellssveit og síðan smátt og smátt víðar um. Böðin sem reynd voru til að eyða fjárkláða dugðu ekki vegna þess að ekki var full samstaða í landinu um að baða fé. Árið 1761 flutti Hastfer barón á Elliðavatni inn hrúta sem báru með sér húðsjúkdóm sem hefur verið kallaður fyrri kláðinn en líklega hefur það þó ekki verið kláði heldur fjárbóla. Mönnum tókst að uppræta sjúkdóminn á tæplega 30 árum með niðurskurði. Galdraþulan sem dugði Sigurður segir að hann hafi fengið sunnlenskan galdramann, Hilmar Pálsson frá Hjálmsstöðum, til að semja þulu sem flutt skyldi yfir efasemdarmönnum fyrir norðan. Hilmar var beðinn um að setja sig í spor kláðakindar og yrkja í orðastað hennar þar sem hún lýsti tilfinningum sínum og líðan. Þulan er á þessa leið: Ég er geld og golsótt ær gnaga mig stöðugt lýs og flær valda mér ama og angri þær sem er þó létt hjá hinu, heita helvítinu, að kláðamaur í milljónum mínum þjakar útlimum, baki, síðum, bógunum, bringukolli og eyrum. Nú ætla ég frekar enginn vilji heyra um. Af sjálfri mér lítið eftir er engu lambi ég framar ber því jafnvel hrútnum hryllir við mér það held ég sé að vonum því enga hef ég blíðu að bjóða honum. Þessar nauðir náttúruna lamar notið get ég lífsins ekki framar. Þessa þulu flutti ég gang eftir gang yfir þeim sem voru efins eða andvígir því að fé þeirra væri sprautað við fjárkláða, þar til þeir gáfust upp og urðu samvinnufúsir. Málið leystist og um það varð full samstaða sem hefur borið þann árangur að ekki hefur komið upp kláðatilfelli í landinu í fjögur ár og nú vonumst við til að sauðkindarinnar forna fjanda sé þar með útrýmt úr landinu. En víst er það alls ekki og fulla aðgát þarf að sýna öllum grunsamlegum einkennum á húsi, réttum og sláturhúsum og kalla til dýralækni sér að kostnaðarlausu ef grunur vaknar, sagði Sigurður Sigurðarson. S.dór Landgræðsla í Mývatnssveit Þorlákur Jónsson, landgræðslumaður í Garði, sér um að koma sáðkorni í jörð Kára Þorgrímssonar nágranna síns. Þannig hafa þeir verkaskipti en Kári er kunnur landbótamaður og vinnur í staðinn viðvik fyrir Landgræðsluna og fósturjörðina. Það verða einungis tveir byggakrar í Mývatnssveit í sumar og ekki stórir. Uppskera undangenginna ára gefur ekki tilefni til aukningar í kornrækt hér í sveit. Frá því að Þorlákur sáði 3. maí hefur verið norðanátt og kuldi hér um slóðir og grátt í rót flesta morgna. Svo má segja að maíveðráttan hafi verið þannig nú ár af ári. BFH Bændamarkaðir Stefnt er að því að halda aftur bændamarkaði á Hvanneyri í sumar Áhugasamir framleiðendur stefna að því að halda bændamarkaði á Hvanneyri í sumar með svipuðu sniði og Bændamarkaður BV var í fyrra. Bændamarkaður er ætlaður þeim sem ala, rækta, tína, baka eða á einhvern hátt framleiða gæðavörur heima á býli. Þarna er kjörið tækifæri fyrir framleiðendur í sveitum landsins til að koma með gæðavörur sínar og selja milliliðalaust til neytenda. Skoða þarf í tilfelli hvers framleiðanda hvort hann uppfyllir þær kröfur sem heilbrigðiseftirlitið gerir til framleiðenda á slíkum markaði. Sigríður Jóhannesdóttir hjá BV sagði í samtali við Bændablaðið að það færi allt eftir því hvenær framleiðendur væru tilbúnir hvenær markaðirnir hæfust. Í fyrra voru framleiðendur á Bændamarkaðnum allt að 12 þegar mest var. Sigríður sagðist vonast til þess að þeir yrðu fleiri í ár en of snemmt væri að segja til um það. Meðfylgjandi myndir voru teknar á markaðnum í fyrrasumar. Gott samstarf Varðandi það sem bændur þurfa að gera heima hjá sér til að fá leyfi til að selja á markaðnum sagði Sigríður að það væri töluvert en allt hefði það verið unnið í samstarfi við heilbrigðisfulltrúann í Borgarbyggð og gengið mjög vel. Menn þurfa að merkja vöruna og gefa innihaldslýsingu, svo dæmi séu tekin. Heilbrigðisfulltrúinn fylgist mjög vel með því sem verið er að framleiða og hvernig staðið er að því. Sigríður segir að Bændamarkaðir BV hafi gengið vel í fyrra og að aðsóknin hafi verið góð. Neytendur virtust kunna vel að meta það að geta keypt vörur beint af framleiðendum. Skemmtileg stemmning skapaðist og allir virtust finna eitthvað við sitt hæfi. Hún sagðist vona að Bændamarkaðurinn væri kominn til að vera. Margar vörutegundir Dæmi um vörur sem eiga heima á slíkum markaði eru fiskur (ferskur eða reyktur), hákarl, harðfiskur, ber, jurtir, ábrystir, unnar kjötvörur, grænmeti, ávextir, grænmetisplöntur, sumarblóm, tré og runnar, bakkelsi og margt, margt fleira. Þetta er alls ekki tæmandi listi. Framleiðendur sem hafa áhuga á að taka þátt í slíkum markaði eru hvattir til að hafa samband við Sigríði sem allra fyrst í síma eða senda tölvupóst á netfangið S.dór

13 13 Landbúnaðarhjólbarðar Gömlu góðu Helluskeifurnar eru fánalegar pottaðar eða ópottaðar hjá smiðjunni, þær eru frábærar í hestaferðina og alltaf á góðu verði Sendum hvert á land sem er. Sími , Hulda Dráttarvéladekk Nylon Stærð, v.án vsk, m/vsk ,550 10, ,558 11, ,141 18, ,124 22, ,960 24, ,976 29, ,056 29, ,147 33, ,532 47, ,791 59, ,418 55, ,386 61, ,572 48,022 Dráttarvéladekk Radial Stærð, v.án vsk, m/vsk /70 R 24 42,720 53, /70 R 24 44,534 56, /70 R 24 43,293 53, /70 R 24 56,011 69, /70 R 28 67,872 84, /70 R 30 67,814 84, /70 R , , R 24 34,869 43, R 24 39,237 48, R 24 41,365 51, R 24 47,309 58, R 28 49,960 62, R 28 63,249 78, R 30 63,293 78, R 34 66,265 82, R 34 78,313 97, R 36 48,432 60,298 Dráttavéla framdekk Stærð, v.án vsk, m/vsk ,936 7, ,209 8, ,549 10, ,674 24, ,048 19, ,687 31, ,249 18, ,631 21,950 Vagnadekk Stærð, v.án vsk, m/vsk ,947 22, / ,357 11, / ,843 48,359 15,3 10.0/ ,165 13, / ,056 17, / ,024 19,950 15,5 400/ ,048 29, / ,353 25, / ,632 25, / ,952 24, / ,442 42,880 22,5 400/ ,201 99,850 Allt að 90% fjármögnun *Verð miðast við beina sölu Nýjum vörulista verður dreift í næstu viku 2661 / Taktik Smádekk Stærð, v.án vsk, m/vsk. Grasmunstur 6 13x ,303 4,112 15x ,578 3, ,550 1,930 16x ,418 7,990 18x ,838 4,778 18x ,221 8, x ,936 9,880 20x ,619 11, x ,376 11,673 23x ,116 16,329 24x ,218 20,191 24x ,647 16,990 26x ,441 22,959 Kambdekk - 3RIB ,137 2, ,579 3, ,895 3, , ,549 4, ,851 3,550 Fínmunstruð dekk ,120 1, ,939 2, ,506 1, ,452 1,808 13x ,303 4,112 15x ,579 3, ,895 3, ,550 1, / ,550 1,930 16x ,643 4,535 18x ,822 8,494 Tjaldvagna dekk ,993 4, ,206 7, x ,418 7, x ,609 14, x ,035 17,474 Öll verð eru staðgreiðsluverð Vesturland / Vestfirðir N1 Akranesi KM þjónustan Búðardal Dekk og Smur Stykkishólmi Bifreiðaþjónustan Borgarnesi Vélaverkst. Sveins Borðeyri Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Norðurland Kjalfell ehf Blönduósi Pardus Hofsósi Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Húsavík Austurland Bifreiðaverkst. Sigursteins Breiðdalsvík Vélsmiðja Hornafjarðar Höfn Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri Framrás vík Varahlutav. Björns J. Hellu Bílaþjónustan Hellu Gunnar Vilmundar Laugarvatni Sólning Selfossi Vélaverkstið Iðu Hjólb.þjón. Magnúsar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ Höfðadekk Reykjavík N1 Réttarhálsi N1 Bíldshöfða Höfðadekk Reykjavík

14 14 Klaufsnyrt er kindin ánægð Ungur uppfinningamaður í Öxarfirði smíðar klaufsnyrtibás Hér sést inn í básinn sem lokast sjálfkrafa þegar kindin ýtir á bandið. Að klippa klaufir er ekki auðveldasta verk bóndans, og þá sérstaklega ef kindurnar láta ófriðlega. Fyrir nokkru birtist hér í Bændablaðinu viðtal við ungan bónda sem hefur hannað og smíðað klaufsnyrtisbás fyrir kindur. Það er Einar Atli Helgason frá Snartarstöðum II í Öxarfirði en hann vinnur við ýmis sveitastörf ásamt því að vera í búskapnum með föður sínum. Ljósmyndari Bændablaðsins renndi í hlað á Snartarstöðum og fékk nánari útlistun á þessu tæki. Einar Atli hefur smíðað ýmis tæki sem nota má í sauðfjárrækt og hefur gaman af að prófa sig áfram. Klaufsnyrtibásinn virkar þannig að kindurnar eru reknar inn í þar til gerða rennu sem Einar smíðaði líka og hægt er að festa við básinn. Fimm til sex kindur komast inn í rennuna í einu. Kindin fer inn í básinn og þegar hún gengur á og yfir band inni í básnum, lokast hann. Bandið liggur undir kvið kindarinnar og þegar tekið er í sveif til hliðar við básinn lyftist hún upp. Járnið sem lokar básnum aftan við kindina virkar þannig einnig sem eins konar sæti sem styður undir kindina. Einar segir að þessi aðferð Landbúnaðarsafn Íslands Unnið að gerð stefnuskrár fyrir safnið Þann 14. febrúar sl. var Landbúnaðarsafn Íslands formlega stofnað og því skipuð stjórn. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, er formaður stjórnar. Bjarni Guðmundsson, prófessor við LbhÍ, er framkvæmdastjóri eða,,verkamaður stjórnarinnar, eins og hann orðar það sjálfur, en hann hefur séð um Búvélasafnið á Hvanneyri frá upphafi. Bjarni sagði að stjórnin hefði komið saman til síns fyrsta fundar 16. maí sl. þar sem saman komu bæði aðalmenn og varamenn. Á þessum fundi var gengið formlega frá stofnun Landbúnaðarsafns Íslands og fram fór ítarleg umræða um hlutverk þess og hvernig menn munu bera sig að til að byrja með. Athafnamaðurinn Daníel Ingimundarson á Hólmavík stendur þessa dagana í ströngu við að flytja gamlar vinnuvélar af Vestfjörðum og Austfjörðum sem fara eiga um borð í Wilson Muga. Ég er búin að keyra um fimm þúsund kílómetra og nú er ég að falla á tíma því ég er með vagn í láni til að flytja þetta, sagði Daníel þegar fréttaritari náði tali af honum milli ferða. Aðspurður segir Daníel þetta vera gamlar og úrsérgengnar vélar, jarðýtur, krana og hjólaskóflur. Vélarnar voru meðal annars í eigu Ágústs Daníel gengur frá gömlum krana til flutnings áleiðis til Pakistan. Á myndinni til hægri er verið að festa traktorsgröfu og hjólaskóflu á vagn til flutnings um borð í Wilson Muga. Á myndinni til vinstri sést rennan sem kindurnar bíða í og básinn en að ofan er kominn viðskiptavinur í stólinn hjá Einari. virki mun betur heldur en að leggja kindina alveg aftur eins og hægt er í annars konar klaufsnyrtibásum. Lítið mál sé að klippa kindurnar, þær eru nokkuð rólegar í básnum. Helgi faðir hans segist hafa klippt 200 kindur einn daginn og það hafi verið lítið mál. Básinn er nokkuð sjálfvirkur, í raun þarf bóndinn bara að lyfta sveifinni og hleypa kindinni síðan út úr básnum að snyrtingu lokinni. Einar hefur smíðað tíu slíka bása og selt þá en segist að öllum líkindum ekki smíða fleiri þar sem engin aðstaða sé til þess á bænum, ekki nema hann myndi sækja í Nýsköpunarsjóð og gera eitthvað meira úr þessu. Þetta er aldeilis ekki það síðasta sem kemur frá þessum unga hugsuði en hann vildi ekkert gefa upp um hvað hann væri með fleira í smíðum. Gamlar vinnuvélar fluttar um borð í Wilson Muga Guðjónssonar á Hólmavík og einhverjar þeirra komu úr hinu kunna vélaog bílasafni á Garðsstöðum við Ísafjarðardjúp. Þær verða síðan fluttar með skipinu alla leið til Pakistan og hefur sami kaupandi og keypti skipið fjárfest í þeim fyrir milligöngu Árna Kópssonar og Ágústs Fylkissonar hjá fyrirtækinu Til og frá. Það hefði eflaust verið hægt að selja fleiri ef það hefði verið meiri tími, segir Daníel. Til og frá er samstarfsaðili Daníels en hann rekur Dekkja og kranaþjónustu Danna á Hólmavík. kse Margar góðar hugmyndir á lofti Margar góðar hugmyndir komu þarna fram og var Bjarna og Ágústi falið að vinna nánar úr þeim með það fyrir augum að búa til stefnuskrá fyrir safnið. Hún yrði svo tekin til umræðu á næsta stjórnarfundi sem verður haldinn í byrjun júlí. Bjarni sagði að nokkuð hefði verið rætt um húsnæði fyrir safnið og hefðu menn þá beint sjónum að gamla Halldórs-fjósinu á Hvanneyri sem staðið hefur autt um tíma. Þar er um mjög stórt og gott húsnæði að ræða. Árið 2010 nefnt sem viðmiðunarár,,síðan hefur verið töluvert rætt um þann hluta safnsins sem yrði utanhúss og snýr að menningarminjum, menningarlandslagi og að nýta annað umhverfi í þágu safnsins. Þá var rætt um mál sem varðar Bændasamtökin og er ein aðalástæða aðildar þeirra að safninu. Það er að um verði að ræða lifandi safn sem dragi fram stöðu landbúnaðarins eins og hún er núna. Umhverfið hér á Hvanneyri er hentugt til þeirra hluta, sagði Bjarni. Ekki hefur verið ákveðið hvenær safnið verður opnað en Bjarni sagði að árið 2010 hefði verið nefnt sem viðmiðunarár. Hugsunin væri sú að þetta þróaðist hægt og sígandi á grundvelli Búvélasafnsins á Hvanneyri sem á mjög ríkulegan safnkost sem þarf að hirða og annast um. S.dór Heysala að detta niður vegna aukins tilkostnaðar og lágs verðs Margir bændur hafa stundað heysölu undanfarin ár og þá fyrst og fremst til hestamanna en þeim hefur fjölgað gríðarlega síðustu misserin. Nú er svo komið að margir heysalar eru að draga saman seglin eða hætta alveg heysölunni. Ástæðan er einföld; allur tilkostnaður, svo sem áburður, plast, vélar og flutningskostnaður, hefur hækkað gríðarlega undanfarið en verð á heyi hefur að mestu staðið í stað sl. tíu ár. Auk þess eiga margir bændur fyrningar sem þeir vilja gjarnan losna við, jafnvel fyrir ekki neitt. Bændur á þeim bæjum þar sem riða hefur komið upp í sauðfé sitja uppi með mikið af heyi sem þeir þurfa að losna við og falbjóða fyrir lítið sem ekkert verð. Ólafur Davíðsson á Hvítárvöllum í Borgarfirði hefur verið stórtækur í heysölu undanfarin ár. Hann sagðist í samtali við Bændablaðið vera að draga saman seglin. Hann sagðist ef til vill ekki hætta heysölu alveg í ár en hún yrði ekki svipur hjá sjón miðað við það sem verið hefði undanfarin ár. Ólafur sagði að heysalar hefðu reynt að hækka verðið örlítið í fyrra en það hefði ekki gengið upp. Kaupendur hefðu getað fengið nóg af heyi annars staðar fyrir lægra verð því bændur sem væru með afgangsrúllur létu þær fyrir sama sem ekki neitt bara til að losna við þær. Dýr vélakostur Þá bendir Ólafur á að vélakostur til stórbaggaframleiðslu sé orðinn óskaplega dýr, mun dýrari en til rúllubaggaframleiðslunnar. Áburður og annar tilkostnaður hafi hækkað mikið og því sé það vita vonlaust að rækta tún og ætla að selja heyið. Það dæmi gangi ekki upp. Annar bóndi sem stundað hefur heysölu undanfarin ár segist vera hættur. Allur tilkostnaður hafi hækkað svo mikið að heysalan beri sig ekki enda hafi verðið á heyinu nánast staðið í stað í tíu ár. Hann segist hafa verið með mikla þjónustu í sambandi við þessa heysölu sína. Hestamenn hafi bara hringt og beðið um hey og þá hafi hann flutt það á staðinn. Hjá föstum viðskiptavinum segist hann hafa vitað hversu marga bagga þeir þyrftu á viku eða mánuði og séð um óbeðinn að alltaf væri nóg hey til staðar. Fyrir þessa þjónustu eru menn ekki tilbúnir að borga það sem þarf, að sögn heysalans. Þrengist um á markaðnum Hann sagðist vita um marga heysala sem væru að draga úr umsvifum eða hætta alveg og endurnýjun í greininni væri nánast engin. Umsvifin væru mikil, menn hringdu á öllum tíma sólarhringsins og bæðu um hey, þeir hefðu því miður gleymt að hringja í gær hvort ekki væri hægt að fá hey strax í fyrramálið o.s.frv. Nánast engir hestaeigendur í þéttbýlinu sem ættu jarðir stæðu í því að heyja fyrir sig enda væri kostnaðurinn við að koma sér upp vélakosti svo mikill og menn bundnir við að vera til taks við heyskap þegar rétti tíminn væri til þess að sumrin. Þess vegna keyptu þeir heldur hey. Nú gæti þrengst um á þessum heymarkaði í haust. S.dór

15 15 Veruleg stækkun á húsnæði heilsugæslunnar í Siglufirði Á dögunum var skrifað undir verksamning milli ríkisins og byggingafélagsins Bergs hf. í Siglufirði um viðbyggingu við húsnæði heilsugæslunnar á staðnum. Það voru Siv Friðleifsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Birgir Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Bergs, sem undirrituðu samkomulagið. Í því felst að reist verður nýbygging við núverandi húsnæði sem verður liðlega 1000 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við bygginguna verði um 270 milljónir króna en áætluð verklok eru um mitt sumar Þess má geta að núverandi sjúkrahús á Siglufirði var vígt árið 1966 og leysti þá af hólmi eldra hús sem tekið var í notkun Gamla húsið var rifið ári eftir vígslu nýja hússins en nýbyggingin sem nú er verið að hefjast handa við mun að hluta til rísa þar sem gamla húsið stóð. ÖÞ Flagheflar Eigum fyrirliggjandi vandaða flaghefla fyrir bændur og verktaka. Vinnslubreiddir 2,50 m og 3,00 m. Vökvasnúningur og vökvaskjekkjanlegir. Landhjól að aftan. Hagstætt verð. ÁRMÚLA 11 Sími Lónsbakka Sími

16 16 Fyrirtækið komið til að vera Undanfarin tvö ár hafa vinnudagarnir hjá Ólafi M. Magnússyni, forstjóra Mjólku, oft á tíðum verið erilsamir og langir. Með jákvæðu hugarfari og mikilli hugsjón hefur honum og fjölskyldu hans tekist það sem menn töldu ekki hægt í byrjun. Nú annar fyrirtækið ekki eftirspurn, fleiri vörutegundir eru á leið á markað og bygging tvö þúsund fermetra mjólkursamlags Mjólku er hafin í Borgarnesi. Það má segja að þetta sé fjölskyldufyrirtæki því öll fjölskyldan kemur að þessu verkefni. Pabbi stjórnar okkur hér á daginn í höfuðstöðvunum, mamma þvær þvotta af kynningarfólkinu, Haraldur bróðir minn stýrir búinu að Eyjum II og meira að segja dóttir mín sem er níu ára gömul hefur liðsinnt okkur í pökkuninni ef mikið hefur legið við. Þannig að þetta er ákaflega lifandi og skemmtilegt, segir Ólafur. Eitt afurðamesta mjólkurbýli landsins Mjólka var stofnuð í febrúar árið 2005 af fjölskyldunni að Eyjum II í Kjós og aðilum henni tengdum. Síðar gerðist Vífilfell hluthafi í fyrirtækinu. Meginuppistaða mjólkurframleiðslu Mjólku hefur til þessa farið fram á búinu að Eyjum II í Kjós. Í byrjun árs 2005 var enginn gripur í fjósinu að Eyjum II en í febrúar sama ár hófust kaup á mjólkurkúm og í dag eru kýrnar orðnar liðlega 120 að tölu. Á innan við 10 mánuðum breyttist Eyjabúið þannig í eitt stærsta kúabú landsins. Stefnt er að því að fjölga kúnum að Eyjum II í 240 og að auka mjólkurframleiðsluna í þúsund lítra á ári sem þýðir að Eyjabúið verður afurðamesta mjólkurbýli landsins, útskýrir Ólafur en fyrstu vörur fyrirtækisins fóru á markað í lok árs Forstjóri Mjólku tekinn tali: Ólafur M. Magnússon, forstjóri Mjólku, segir fyrirtækið svo sannarlega komið til að vera og að bjart sé framundan. Heimasala og upprunni vara Ólafur er menntaður rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst en hann var sölustjóri hjá Osta- og Smjörsölunni í tíu ár áður en Mjólka var stofnuð. Ég þekkti þetta umhverfi mjólkurvinnslu vel og fannst þróunin í nágrannalöndunum vera spennandi. Þar sá maður aukna framleiðslu á búum, heimasala afurða var orðin töluverð og það síðan jók vinsældir ákveðinna landsvæða. Það var ekkert eitt sem allir bændur þar voru að festa sig í, þetta gat verið ostaframleiðsla, kartöflur, grænmeti, ávextir og svo lengi mætti telja. Þar vita neytendur upprunna varanna og sífellt meiri krafa er að verða um það, segir Ólafur og bætir jafnframt við: Þetta fannst mér skemmtileg og áhugaverð þróun og ákveðið brautryðjendastarf í sjálfu sér. Útfrá þessari hugsun má segja að Mjólka fæðist í byrjun. Ekki til höfuðs MS Það ráku sjálfsagt margir upp stór augu þegar fregnir heyrðust af hinu nýja mjólkurfyrirtæki og fundu Ólafur og hans fjölskylda einnig fyrir því. Menn töldu að við værum búin að tapa vitinu þegar við fórum út í þetta ævintýri og menn í stjórnkerfinu voru mjög hissa á þessu. Þetta er ekki auðvelt, það þarf sambland af áræðni og dirfsku til að fara út í frumkvöðlastarf. Við skildum tortryggnina en það var enginn sem setti vísvitandi stein í götu okkar, útskýrir Ólafur af sannfæringu. Ástæða þess að menn töldu að þetta væri ekki hægt er sú að tilraunir sem gerðar hafa verið til að komast inn á þennan markað hafa verið brotnar á bak aftur hingað til. Thor Jensen var með sitt bú og framleiðslu en þá voru Mjólkursölulögin sett árið 1934 sem breyttu rekstrarumhverfi og hann þurfti að hætta í kjölfarið. Síðan kom Kjörís á markaðinn og Baula í millitíðinni. Það er mikill misskilningur að rétt sé hjá mönnum að halda að það sé heppilegt að vera einvaldir á markaði. Það er engum hollt að vera með markaðsráðandi stöðu. Við viljum starfa á jafnréttisgrundvelli og við erum ekki á markaði til höfuðs MS. Niðurboð og samkeppni Fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins var ljóst að ekki voru allir jafn ánægðir með tilkomu þess á markaðinn og hafa forsvarsmenn Mjólku þurft að kvarta og leggja fram kæru til Samkeppniseftirlitsins. MS hefur varið sig með niðurboðum og gott dæmi er að þegar við komum á markað með nýja jógúrtið okkar þá auglýsti Krónan sambærilega vöru frá MS með 40 prósenta afslætti. Það gefur auga leið að við getum ekki keppt við slíka undirverðlagningu. Við höfum ekki getað elt allt niðurboðið og höfum kært þessar aðfarir til Samkeppniseftirlitsins. MS er að vissu leyti undanþegið samkeppnislögum sem er afar óheppilegt og þekkist ekki í okkar nágrannalöndum, útskýrir Ólafur og segir jafnframt: MS er rótgróið og vel uppbyggt fyrirtæki og þeir ættu að fagna samkeppni í stað þess að reyna brjóta hana á bak aftur. Með samkeppni styrkist markaðurinn og fjölbreytileikinn eykst. Með samkeppni er líka hægt að berjast betur gegn innflutningi. Ég held nú samt að menn séu búnir að viðurkenna tilveru okkar og það er alveg ljóst að tilkoma okkar hefur verið jákvætt skref bæði fyrir bændur og neytendur. Hærra afurða- og útsöluverð Í dag eru níu innleggjendur mjólkur hjá fyrirtækinu fyrir utan framleiðslu á Grjóteyri og Eyjum II og því liggur beinast við að spyrja hvaða hag bændur sjá sér í því að starfa með Mjólku. Kjör bænda á markaði hafa batnað eftir að við komum til sögunnar, nú fá þeir greitt fyrir alla umframmjólk og þeir fá greitt strax fyrir allt en ekki í lok verðlagsárs. Við borgum bændum hærra afurðaverð, allt að 8-11 prósent hærra en keppinauturinn en á móti kemur að við erum með hærra útsöluverð á okkar vörum en til dæmis MS, útskýrir Ólafur og bendir á vankanta núverandi kerfis: Þegar við byrjuðum kostaði framleiðslurétturinn 456 krónur lítrinn. Mér fannst þetta út í hött að borga sig svo dýrt inn á markað. Það var nánast sama upphæðin sem fer út úr greininni með viðskiptum á framleiðslurétti og kom inn í greinina í gegnum ríkisstuðning. Mér finnst þetta rangt kerfi því við erum að draga úr samkeppnishæfni íslenskrar mjólkurframleiðslu. Menn eru jú að byggja grein upp til langs tíma. Mér fannst kerfið vera komið langt frá upprunnanum og fannst það vinna gegn hagsmunum bænda og neytenda. Til að kaupa framleiðsluréttinn voru menn að skuldsetja sig og stækka búin. Ég held að tilkoma okkar hafi breytt því að kvótaþaki var lyft og verðið lækkaði. Núna er verðið á framleiðsluréttinum í kringum 300 krónur lítrinn þannig að allt er þetta til mikilla hagsbóta fyrir bændur. Holl og heilnæm vara Hjá Mjólku starfa nú 17 manns. Frá upphafi hefur mikil áhersla verið lögð á manneldisþróun og hollustu vara sem frá fyrirtækinu kemur. Við notum eingöngu náttúruleg krydd og það er til dæmis minna salt og minni fita í fetaostinum frá okkur sem er hollara fyrir Karsten Rörkær mjólkurfræðingur hrærir kröftuglega í mjólkinni.

17

18 18 Glæsilegur Skeifudagur nemenda Hólaskóla Hólastelpurnar hirtu öll verðlaun sem í boði voru Lífið snýst um hross segir Bylgja Gauksdóttir úr Garðabæ Hinn árlegi Skeifudagur Bændaskólans á Hólum var haldinn á uppstigningardag. Þessi dagur er Uppskeruhátíð nemenda á fyrsta ári á hestfræði braut skólans þar sem þeir sýna afrakstur af námi vetrarins. Dagurinn er kenndur við bikar sem Morgunblaðið gaf upphaflega árið 1958 og er eignagripur sem veittur er þeim nemenda sem nær hæstu einkun í þremur áföngum í reiðmennsku yfir veturinn auk árangurs í bóklegu námi. Segja má að skeifudagurinn í ár hafi verið dagur kvenþjóðarinnar þær voru í miklum meirihluta af 28 nemendum á hestfræðibrautinni í ár og hirtu líka öll verðlaun sem í boði voru. Þannig voru fimm stúlkur í úrslitum í Gæðingafimi sem var síðasta atriðið dagsins sem boðið var uppá. Fjölmenni var samankomið til að fylgjast með nemendum við þetta tækifæri og kunnu áhorfendur vel að meta það sem boðið var uppá. Morgunblaðsskeifuna hreppti að þessu sinni Sonja Líndal Þórisdóttir frá Lækjamóti í Vestur- Húnavatnssýslu. Hún var með hryssuna Dagrós 8 vetra sem hún og móðir hennar Elín Líndal eiga. Sonja fékk einnig veglegan verðlaunabikar frá Hólaskóla til varðveislu og auk þess eignarverðlaun en hún lenti í öðru sæti í keppninni í gæðingafimi. Þessi geðþekka stúlka var vel að þessum verðlaunum komin en varð svo sannarlegag að hafa fyrir þeim því hin sænska Anna Rebecka Wholert á Spegli frá Ármóti og Bylgja Gauksdóttir úr Garðabæ á hryssunni Hnotu veittu henn gríðarlega harða keppni. Bylgja hreppti fyrstu verðlaun fyrir gæðingafimi þar sem hún skaust upp fyrir Sonju í úrslitunum. Bylgja hlaut einnig verðlaun Félags tamningamanna sem veitt eru fyrir reiðmennsku og ásetu á lokaprófi og þar var einkunn hennar 10. Þá eru ótalin eignarverðlaun sem tímaritið Eiðfaxi veitir fyrir besta umhirðu og fóðrun á hesti. Þarna eru það nemendur og starfsmenn sem velja þann sem verðlaunin hlýtur. Þarna þótti Elín Hrönn Sigurðardóttir frá Holtsmúla I í Landssveit eiga verðlaunin skilið. Þetta var góður dagur fyrir Hólafólk, nemendur undantekningarlaust á góðum hrossum sem sýndu ýmsar listir og ekki spillti greinargóð kynning Þórarins Eymundssonar reiðkennara á því sem nemendur voru að sýna á vellinum. Eftir góðan dag í reiðhöllinnivar svo öllum viðstöddum boðið í veislukaffi heima á Hólum. Texti og myndir: ÖÞ Bylgja Gauksdóttir úr Garðabæ á Hnotu sem er í eigu móður hennar. Ég held alveg örugglega áfram næsta ár hér á Hólum. Þetta er búinn að vera frábærlega skemmtilegur vetur. Ég tel mig vera búna að læra margt varðandi hestamennskuna og stefni á að bæta mig enn frekar, sagði Bylgja Gauksdóttir eftir Skeifukeppnina á Hólum á dögunum. Bylgja er úr Garðabæ þar sem foreldrar hennar, Gréta Boða og Sveinn Gaukur Jónsson, eru með hesta og hafa stunda ræktun og tamningar um árabil. Bylgja hefur því alist upp með hrossum og byrjaði að keppa níu ára gömul. Hún hefur keppt á öllum landsmótum frá árinu Nú tekur bara við vinna í sumar og svo verð ég eitthvað að temja. Þetta var skemmtilegt í dag þegar mér tókst að vinna gæðingafimina. Við vorum tvær nokkuð ofan við hinar eftir undankeppnina, en ég í öðru sæti. Það er alltaf gaman að sigra jafnvel þótt þetta hafi ekki verið stórmót og e.t.v. meira sett upp fyrir áhorfendur. En mótttökurnar við sýninguna voru mjög fínar. Lífið hjá mér snýst að mestu um hross, sagði þessi geðþekka hestastúlka sem tók ásetuverðlaunin sem Félag tamningamanna veitir með einkunnina tíu.,,stefni á hestadýralækningar segir skeifuhafinn Sonja Líndal Þórisdóttir Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur vetur hérna á Hólum. Námið gott og félagsskapurinn líka og skemmtilegur andi í bekknum. Svo var pabbi hér líka í námi og það var skemmtilegt því við erum mjög náin og höfum verið að vinna mikið í hestamennsku saman. Aðstaðan fyrir hross hér á Hólum er orðin mjög góð. Hún breyttist heilmikið í vetur með nýja hesthúsinu. Svo var auðvitað mjög gaman að vinna skeifuna. Þannig að ég er mjög sátt eftir veturinn hér, ég er búin að læra mikið og hann endaði vel, sagði Sonja Líndal Þórisdóttir þegar tíðindamaður blaðsins náði tali af henni eftir Skeifukeppnina á Hólum á dögunum. Sonja sagðist vera búin að þjálfa hryssuna sína, Dagrós frá Stangarholti, í eitt og hálft ár. Hún keppti á henni á landsmótinu síðasta sumar ásamt öðrum mótum. Hún segir að það sé liður í að þroskast með hrossinu og æfa sig í að keppa. Sonja er búin að vera í hestamennsku frá barnsaldri, segist hafa byrjað að keppa á mótum sjö ára gömul. Hún tekur þó skýrt fram að keppni sé ekki allt, skemmtilegast af öllu er að þjálfa góðan hest í lengri tíma, samskiptin við hestinn er aðalatriðið. Hún hefur því verið á kafi í hrossum alla tíð, enda reka foreldrar hennar Elín R. Líndal og Þórir Ísólfsson hrossaræktarbú á Lækjamóti í Vestur-Húnavatnssýslu þar sem hún er fædd og uppalin. Aðspurð um hvað tæki við eftir dvölina á Hólum sagðist Sonja verða heima á Lækjamóti að þjálfa hross í sumar og líklega keppa á einhverjum mótum. Um hvort hún kæmi aftur í Hóla í haust sagði hún það ekki víst. Hún stefnir að námi í dýralækningum og vonast Kvenþjóðin var sigursæl á Skeifudaginn. Hér eru verðlaunahafarnir frá vinstri: Elín Hrönn, Sonja Líndal og Bylgja Gauksdóttir. Allir nemendur komu ríðandi inn á völlinn í lokin áður en verðlaunaafhending hófst. Sonja Líndal á Dagrós hlaðin verðlaunum í lok Skeifudagsins. eftir að fá vist í dýralæknaskóla í Danmörku. Ef ég kemst ekki að þar kem ég aftur hingað í Hóla en stefnan er að verða hestadýralæknir og þá tel ég að sé gott að hafa góðan bakgrunn í reiðmennsku, sagði Sonja Líndal að lokum. Gestir fylltu áhorfendabekkina í gömlu reiðhöllinni á Skeifudaginn. Elín Hrönn Sigurðardóttir frá Holtsmúla I hlaut Eiðfaxabikarinn fyrir umhirðu og fóðrun. Ánægðir reiðkennarar í lok vetrarstarfsins Mette Mennset, Þórarinnn Eymundsson og Artemísa Bertus frá Hollandi.

19 19

20 20 Meistaravörn við umhverfisdeild LbhÍ Mat á árangri í landgræðslu Meistaravörn Þórunnar Pétursdóttur fór fram í Ásgarði á Hvanneyri fyrr í mánuðinum. Verkefni Þórunnar er á sviði landgræðslufræða og nefnist Vistfræðilegt og sjónrænt mat á skammtímaárangri landgræðslu. Meistaranámsnefndin er skipuð Ásu Lovísu Aradóttur, prófessor við LbhÍ, sem er aðalleiðbeinandi og Karli Benediktssyni, dósent við HÍ, sem er meðleiðbeinandi. Prófdómari var dr. Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri Landgræðslu ríkisins. Á síðustu árum hafa æ fleiri landgræðsluverkefni verið skipulögð út frá fjölþættum markmiðum sem ákvörðuð eru út frá samfélagslegum þörfum og náttúrulegum gildum. Hingað til hefur mat á árangri einkum verið gert á vistfræðilegum forsendum en fjölþættari markmið kalla á fleiri leiðir til að meta þau ólíku gildi sem skipta máli hverju sinni. Því eru samfélagslegar, fagurfræðilegar, siðferðilegar og hagrænar forsendur taldar ekki síður mikilvægar en vistfræðilegar, ef landgræðsla á að skila árangri til framtíðar. Til að meta þessi gildi eru margar leiðir en ein er sú að meta fagurfræðileg áhrif ólíkra landgræðsluaðferða. Hægt er að kanna hvaða áhrif aðferðirnar hafa á sjónræna upplifun fólks af endurheimtu landi og leggja niðurstöðurnar saman við hefðbundið vistfræðilegt árangursmat. Í þessari rannsókn voru skammtímaáhrif ólíkra landgræðsluaðferða rannsökuð á vistfræðilegum og sjónrænum forsendum og reynt að meta hvaða ávinningur hlytist af samsettu árangursmati umfram vistfræðilegt mat eingöngu. Annars vegar voru metin áhrif mismunandi grassáningar, lúpínusáningar og ómeðhöndlaðra svæða á framvindu gróðurs og jarðvegs á ríflega fimm ára gömlu landgræðslusvæði. Hins vegar var viðhorfskönnun lögð fyrir íbúa Borgarfjarðar og nágrennis þar sem ásýnd hverrar meðferðar var metin eftir ljósmyndum með fimm mismunandi spurningum. Vistfræðirannsóknir fóru fram bæði á beittu og friðuðu landi en myndirnar voru teknar á sambærilegum svæðum innan beitta landsins. Landgræðsluaðferðinar höfðu aukið þekju gróðurs umtalsvert. Gróðurþekja uppgræddra svæða var marktækt meiri (36-92%) en þekja viðmiðunarsvæða (6%). Gróðurþekja grassáninga var marktækt meiri á beittu landi (um 90%) en á friðuðu (um 60-70%). Líklegt er að meiri áburðargjöf á beitta landinu skýri þennan mun. Sáðtegundir og grös mynduðu stærstan hluta af þekju meðhöndlaðra svæða en hefðbundinn bersvæðagróður óx á viðmiðunarsvæðum. Meira jafnræði virtist ríkja milli tegundahópa í meðferðum þar sem minna hafði verið borið á. Ekki var marktækur munur á fjölda tegunda milli meðhöndlaðra svæða og viðmiðunarsvæða. Tegundasamsetning hafði samt að einhverju leyti breyst því með sáðtegundum innan grassáninga fannst meira af áburðarkærum plöntum en bersvæðagróðri. Þekja lúpínusáninga var um 40%, svo til eingöngu mynduð af lúpínu. Aðrar Meistaravörn við auðlindadeild LbhÍ Át, atferli og virðingarröð íslenskra kvígna Andrea Ruggeberg við meistaraprófsvörnina. Meistaravörn Andreu Ruggeberg fór fram í Ásgarði á Hvanneyri í síðustu viku. Verkefni Andreu er á sviði búvísinda og nefnist Effect of stocking density at the feeding rack and social rank on the behaviour of Icelandic heifers eða Áhrif fjölda átplássa á át, atferli og virðingarröð íslenskra kvígna. Meistaranámsnefndin var skipuð dr. Torfa Jóhannessyni, ráðunaut hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands sem er aðalleiðbeinandi og Christoph Winckler prófessor við University of Natural Resources and Applied Life Sciences (BOKU) í Vín, Austurríki sem er meðleiðbeinandi. Prófdómari var Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við LbhÍ. Fram kemur í meistaravörninni að síðasta áratug hefur það færst í vöxt að kvígur á Íslandi séu hýstar í stíum þar sem átpláss við fóðurgang eru færri en gripirnir. Þetta leiðir óhjákvæmilega til samkeppni um átpláss, en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þessa á kvígur. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna hvaða áhrif fjöldi gripa á hvert átpláss hefur á samskipti kvígnanna og annað atferli þeirra. Auk þess átti að skoða hvort staða gripsins í virðingarröðinni skipti máli fyrir hvernig þeim reiðir af í samkeppni um átpláss. Tveir hópar með níu íslenskum kvígum hvor voru notaðir í cross-over-tilraun þar sem fjögur (samkeppni) eða níu (viðmiðun) átpláss voru fyrir níu kvígur. Til að skrá atferli kvígnanna voru þær myndaðar tvisvar sinnum í þrjá sólarhringa. Af myndbandsupptökunum var skráð atferli s.s. hvíld, át og hvar þær stóðu. Samskipti kvígnanna var skráð beint og virðingarröð innan hópsins reiknuð. Einnig var átatferli eins og að hnusa, finna lykt og éta skráð með beinni athugun þrisvar sinnum á dag. Varðandi samskipti kvígnanna við fóðurganginn kom í ljós að kvígur voru u.þ.b. fimm sinnum oftar reknar frá sínu átplássi við samkeppnisaðstæður heldur en hjá viðmiðunarhópnum. Það var tilhneiging til þess við samkeppnisaðstæður að bæði háttsettar og lágsettar kvígur ætu í u.þ.b. hálftíma skemur en við eitt átpláss á grip (3,8 klst. á móti 4,2 klst. p = 0,061). Þegar atferli háttsettra og lágsettra kvígna var borið saman kom í ljós að lágsettar kvígur lágu lengur en háttsettar, bæði við samkeppnisaðstæður og viðmiðunaraðstæður (13,2 klst. hjá lágsettum kvígum á móti 10,8 klst hjá háttsettum kvígum fyrir viðmið og 13,5 klst. hjá lágsettum kvígum á móti 11,0 klst. hjá háttsettum kvígum við samkeppni, p = 0,002). Enginn munur fannst í áthegðun kvígnanna, hvorki milli háttsettra og lágsettra kvígna né milli samkeppni og viðmiðunar. Niðurstöðurnar sýna að atferli kvígnanna breytist ekki verulega yfir daginn, en ógnanir og slagsmál sáust í verulega auknum mæli meðan á samkeppnisaðstæðum stóð. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að samkeppni um átpláss hjá kvígum geti haft neikvæð áhrif á velferð gripanna. Þórunn Pétursdóttir ver ritgerð sína í Ásgarði á Hvanneyri. tegundir innan hennar voru tegundir sem eru einkennandi fyrir bersvæðagróður. Jarðvegsskán og mosar náðu vart mælanlegri þekju og í flestum tilfellum var mjög lítill munur á magni niturs, kolefnis og sýrustigs jarðvegs milli uppgræddra svæða og viðmiðunarsvæða. Stutt er síðan landgræðsluaðgerðirnar hófust og skýrir það líkast til að einhverju leyti hvers vegna munurinn var ekki meiri á milli meðhöndlaðara og ómeðhöndlaðra svæða. Langtímaáhrif aðgerðanna gætu orðið talsvert önnur. Þátttakendur í viðhorfskönnuninni mátu ásýnd áborinna landgræðslusvæða í öllum tilvikum hærra en ásýnd viðmiðunarsvæðis. Ásýnd lúpínusáningar var á hinn bóginn metin mjög lágt í öllum tilvikum og stundum jafnvel metin lakar en ásýnd viðmiðunarsvæða. Þær myndir sem þátttakendum fannst sýna hvað náttúrulegast gróðurfar röðuðust oftast sem besti kostur fyrir allar spurningarnar. Vistheimt gengur út á að örva gróðurframvindu og bæta vistfræðilega virkni og byggingu raskaðra vistkerfa og því þarf að velja landgræðsluaðgerðir í samræmi við vistgetu þess lands sem á að endurheimta. Vistfræðilegar forsendur munu því alltaf verða grunnur að endurheimt vistkerfa. Hins vegar þurfa verkefnin að njóta samfélagslegs stuðnings og viðurkenningar og vitneskja um viðhorf fólks til mismunandi aðferða getur stuðlað að því að ný vistheimtarverkefni séu unnin í sátt við samfélagsleg gildi. Háskólinn á Hólum fékk hæsta styrk úr Fornleifasjóði Tólf verkefni fengu styrk úr Fornleifasjóði í ár en alls bárust sjóðnum 57 styrkumsóknir. Heildarupphæð styrkja nam 25 milljónum króna en úthlutað er einu sinni á ári. Hæsta styrkinn, að upphæð sjö milljónir króna, fékk Háskólinn á Hólum Hólaskóli fyrir Hólarannsóknir. Aðrir sem hlutu styrk: Fornleifastofnun Íslands fyrir verkefni í tengslum við víkingaaldarbyggð á Hofsstöðum, alls 800 þúsund krónur. Fornleifastofnun Íslands vegna verkefnis í tengslum við Sveigakot í Mývatnssveit. Úrvinnsla og greining, alls 2,4 milljónir króna. Fornleifastofnun Íslands vegna verkefnis í tengslum við járnöld í Dölum, alls 1,5 milljón króna. Fornleifastofnun Íslands vegna verkefnis í tengslum við öskuhauga á Möðruvöllum í Hörgárdal, alls 1,8 milljón króna. Ferðamálafélag Vestur-Húnavatnssýslu vegna verkefnis í tengslum við merkingu hleðslna í Borgarvirki, alls 100 þúsund krónur. Byggðasafn Skagfirðinga vegna verkefnis í tengslum við kirkjur í Skagafirði, alls 1 milljón króna. Skriðuklaustursrannsóknir vegna verkefnis í tengslum við uppgröft á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal, alls 2,4 milljónir króna. Náttúrustofa Vestfjarða og Strandagaldur fyrir verkefni í tengslum við hvalveiðar útlendinga við Íslandsstrendur, alls 3 milljónir króna. Fornleifastofan vegna verkefnis í tengslum við rannsóknir á landnámsminjum í Hólmi í Nesjum, alls 1,8 milljón króna. Fornleifafræðistofan vegna verkefnis í tengslum við rannsóknir á rústum 17. aldar býlisins Búðárbakka, alls 1,8 milljón króna.

21 21 Hálendi hugans Þjóðfræðingar efna til 9. landsbyggðarráðstefnunnar í Heklusetrinu Félag þjóðfræðinga hefur um nokkurt árabil haft þann sið að efna reglulega til landsbyggðarráðstefnu sem bæði er haldin á landsbyggðinni og fjallar um málefni sem tengist landsbyggðinni. Nú er komið að níundu ráðstefnunni af þessu tagi og verður hún haldin í hinu nýja Heklusetri að Leirubakka í Landsveit. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni Hálendi hugans og í frétt frá ráðstefnuhöldurum segir að fjallað verði um hálendi Íslands, söguna, þjóðsögur, nýtingu og samspil náttúruaflanna og mannsins. Ráðstefnan skiptist í nokkrar málstofur. Ein heitir Handan hins óþekkta þar sem fjallað verður um óttann við hið óþekkta, þar á meðal því sem gerist á afréttum. Landamerki og landamörk er önnur málstofa þar sem meðal annars verður fjallað um heimildanotkun dómstóla í þjóðlendumálum. Ferðasögur og sýn útlendinga á hálendið verður rætt í þriðju málstofunni og í þeirri fjórðu verður sjónum beint að könnun hálendisins og rætt jöfnum höndum um leiðangra Þorvalds Thoroddsen og þjálfun tunglfara í íslenska hálendinu. Að sjálfsögðu koma virkjanir og iðnvæðing hálendisins við sögu og í opnu málþingi verður rætt um fagurfræði hálendisins, firringu í firnindum, hálendi hugans og þá hugmynd að hálendið eigi að vera sjálfstjórnarsvæði í eigu almennings. Bændasamtök Íslands eru meðal styrktaraðila ráðstefnunnar enda hlýtur hún að vekja forvitni bænda og annarra íbúa landsbyggðarinnar. Ný frímerki Jöklar, landgræðsla og skátastarf á nýju merkjunum Íslandspóstur gaf út frímerkjaröð 24. maí sl. þar sem landgræðsla og jöklar eru myndefnin. Sama dag komu út Evrópufrímerkin sem að þessu sinni eru tileinkuð aldarafmæli alþjóðlegu skátahreyfingarinnar. Loks kemur út frímerki í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því landgræðsla hófst á Íslandi. Evrópufrímerkin 2007 Þess er minnst að í ágúst næstkomandi eru liðin 100 ár frá því að breski hershöfðinginn Robert Baden Powell safnaði saman nokkrum drengjum til útilegu á eyjunni Brownsea á Ermarsundi. Alþjóðlega skátahreyfingin miðar stofndag sinn við þessa fyrstu útilegu. Formlegt skátastarf hófst hér á landi árið Fyrsta skátafélagið fyrir stúlkur var stofnað 7. júlí Íslensku skátafélögin sameinuðust árið 1944 og var það fyrsta sameiginlega skátabandalagið í heiminum. Verðgildi frímerkjanna er 80 og 105 krónur. Hönnuður er Örn Smári Gíslason, grafískur hönnuður. Jöklar á Íslandi Myndefnin í frímerkjaröðinni um jökla á Íslandi eru sótt til fimm hveljökla á Íslandi. Þetta eru Vatnajökull, Breiðamerkurjökull, Langjökull, Hofsjökull og Snæfellsjökull. Verðgildi frímerkjanna fimm er 5, 60, 80, 110 og 300 krónur. Hönnuður frímerkjanna er Tryggvi T. Tryggvason. 100 ár frá stofnun Landgræðslu ríkisins Árið 1907 samþykkti Alþingi lög um landgræðslu á vegum opinberra aðila um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands. Talið er að þetta sé elsta stofnun í heiminum sem starfað hefur óslitið til þessa dags að verndun jarðvegs og gróðurs. Helstu markmið landgræðslustarfsins eru, og hafa alltaf verið, að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu, endurheimta gróður og jarðveg og stefna að sjálfbærri landnýtingu. Verðgildi frímerkisins er 60 krónur (bréf 20 g innanlands). Hönnuður er Ólafur Pétursson. Nýjar og notaðar Vélar McCormick MC 135 Árg 2006 Með miklum aukabúnaði Verð vsk McCormick CX 105 Árg tímar Verð vsk McCormick CX 105 Árg tímar Verð: vsk. McCormick F 90 gangstéttavél Árg tímar Verð vsk McCormick 105 C-Max Árgerð 2006, 250t. Verð vsk Krone 1500 Vario Pack Árgerð 2000 Verð vsk Krone Árg 1996 Snyrtileg vél Verð vsk

22 22 Eitt meginmarkmiðið með verkefninu Byggjum brýr var að reyna að styrkja konur í dreifbýli með því að standa fyrir sérhæfðu námskeiðahaldi. Námskeiðin voru sett saman í náinni samvinnu þáttökulandanna í verkefninu en sérstaða námskeiðahaldsins felst í sjálfum námskeiðunum, þ.e. miðlun efnisins gegnum internetið og gegnum lykilkonur. Námsaðferðin fólst þannig í að láta konur kenna konum, eins konar mentor- eða leiðtogaútfærsla. Lykilkonurnar okkar gegndu hlutverki nokkurs konar þjálfara sem ætlað var að ýta undir frumkvæði, örva og hvetja til þátttöku. Það var með öðrum orðum mikið lagt upp úr að mynda tengslanet kvenna og miðla þekkingu þá leiðina, sagði Ragnhildur Sigurðardóttir og bætti við að þetta hefði haft víðtækar félagslegar afleiðingar því hún vissi af stofnun vinnuhópa um bændamarkaði, gönguhópa, saumaklúbba o.fl. í beinu framhaldi af námskeiðahaldinu. Við buðum konum í þátttökulöndunum að velja um fjölda námskeiðsmöguleika en innan verkefnisins voru boðin námskeið um verkefna- og tímastjórnun, samskiptatækni, hundatamningar, heimavinnslu, ferðaþjónustu, upplýsingatækni og tölvunotkun, auk örnámskeiða um landbúnað. Því miður var einungis hægt að bjóða konunum þrjú þessara námskeiða á íslensku að þessu sinni þ.e. ferðaþjónustu, heimavinnslu og landbúnað. Við horfðum mikið til hinna rafrænu möguleika í upphafi en upplifun okkar af námskeiðahaldinu var að fundir kvennanna skiluðu afar miklu í ferlinu. Framkvæmd fundanna varð auðvitað mismunandi milli hinna 11 hópa sem voru í gangi og segja má að hver hópur hafi fundið sína leið. Hérlendis voru námskeiðin blanda fjarnáms og staðarnáms en hjá hinum þátttökulöndunum fóru námskeiðin meira fram án notkunar Netsins. Þess má reyndar geta að íslensku þátttakendurnir voru afar áhugasamir og tóku margir fleiri en eitt námskeið samtímis og jafnvel öll þrjú íslensku námskeiðin. Nokkrar vonir eru bundnar við að það takist að þýða og staðfæra meira af efninu sem Byggjum brýr verkefnið ól af sér í fyllingu tímans. Þá er einnig stefnt er að því að keyra fleiri námskeiðshrinur síðar en athygli skal vakin á að áhugasamir geta kynnt sér námskeiðsgögnin á heimasíðu verkefnisins Upplifun þátttakendanna á námskeiðunu Þátttakendurnir á námskeiðunum í Byggjum brýr verkefninu á Íslandi voru beðnir um að fylla út matsblöð þar sem þeir gæfu til kynna mat sitt á ýmsum þáttum í námskeiðahaldinu. Markmiðin með söfnun þessara upplýsinga eru náttúrulega margþætt, m.a. að endurbæta og laga það sem þátttakendunum þykir betur mega fara, en ætlunin er að fólki standi þessi námskeið áfram til boða á næstu árum. Þeir þættir sem þátttakendur voru beðnir að meta voru: 1. hversu ánægðir þeir væru með innihald námskeiðsins, 2. hversu duglegar konurnar væru að fara gegnum námsefnið, 3. hversu gagnlegur fundurinn væri, 4. hversu aðgengilegur BB-vefurinn væri, 5. gæði námsgagna og loks 6. þjónustan við námskeiðið. Hér að neðan eru helstu niðurstöður af gæðakönnuninni Óhætt er að segja að námskeiðin hafi þótt takast framar vonum en það voru lykilkonur á hverjum stað sem sáu um upplegg námskeiðsins og stóðu fyrir reglubundnum fundum á tímabilinu sem námskeiðin stóðu. Að efla og styrkja konur í dreifbýli með námskeiðahaldi Ásdís Helga Bjarnadóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir að funda með lykilkonum á Vopnafirði í ársbyrjun Á myndinni eru auk þeirra þær Miriam, Soffía og Fanney. Meðal þeirra þátta sem konurnar töldu helst mega bæta var aðgengileikinn á Netinu, þ.e. notendaviðmótið sem tengist einnig slæmum nettengingum víða til sveita. Þá fannst mörgum kvennanna sem þær hefðu sjálfar getað lagt meira í að tileinka sér allt efnið sem boðið var upp á sem tengist líklega því að margar kvennanna sóttu fleiri námskeið á sama tíma, tvö eða jafnvel þrjú námskeið. Þátttakendunum gafst einnig möguleiki á að koma á framfæri skoðunum sínum á vef verkefnisins og þá leiðina bárust m.a. ábendingar um að gott væri að undirbúa og skilgreina hlutverk lykilkvennanna betur. Til gamans má nefna að ein kvennanna sem þótti kröfur til heimvinnslu nokkuð viðamiklar, skaut því fram að líklega yrðu aðeins færri tilfelli asma- og ofnæmissjúklinga ef reglunum yrði fækkað. Niðurstöður könnunarinnar verða nú notaðar til að bæta úr þeim agnúum sem bent var á. Verkefnið Byggjum brýr Nú á vormánuðum hafa konur vítt og breitt í sveitum Íslands, sem og víðar í Evrópu, tekið virkan þátt í verkefninu Byggjum brýr og fræðst í sínu heimahéraði um landbúnaðartengda ferðaþjónustu, heimavinnslu afurða o.fl. Byggjum brýr er verkefni sem hófst haustið 2005 og lýkur formlega á þessu ári. Verkefnið er unnið með stuðningi frá Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins og er samstarf átta aðila frá sex löndum. Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir verkefnið í samvinnu við Lifandi landbúnað, kvennahreyfingu innan landbúnaðarins, og Bændasamtök Íslands en auk þess taka aðilar frá Danmörku, Þýskalandi, Slóvakíu, Tékklandi og Ítalíu þátt í verkefninu. Í byrjun var komið á tengslaneti meðal kvenna í dreifbýli sem byggir á því að 2-3 konur (lykilkonur) í hverri sveit leiða félagsstarfið sem stendur öllum konum á viðkomandi svæði til boða. Boðaðir eru fundir eða uppákomur sem konum er frjálst að taka þátt í og fræðast þannig um ýmis mál og/eða koma sínum viðfangsefnum á framfæri. Í upphafi var boðað til fundar um land allt til að kynna verkefnið og til að leggja fram könnun á því það hvaða viðfangsefni konurnar vildu fræðast meira um. Í framhaldi af því var unnið að því að útbúa kennsluefni hér á landi um landbúnaðartengda ferðaþjónustu, heimavinnslu afurða og almenna fræðslu um íslenskan landbúnað. Nú á vormánuðum var opnaður námsvefurinn þar sem námsefnið er vistað. Lykilkonurnar tóku á móti skráningum Þátttakendur í Byggjum brýr verkefninu í Slóvakíu. Hvað finnst umsjónarmönnum námskeiðahaldsins? Árni Jósteinsson hjá Bændasamtökunum hafði umsjón með námskeiðinu um heimavinnslu og sölu afurða beint frá býli hann sagði: Mér sýndist þetta vera afar vel lukkað hjá konunum og þarna spunnust greinilega mjög skemmtilegar umræður þegar konurnar voru að velta fyrir sér þeim kröfum sem löggjöfin gerir til heimavinnslu og sölu afurða. Kennsluforritið býður upp á þann möguleika að þátttakendur á námskeiðunum spjalli saman og þennan möguleika notuðu konurnar m.a. til að fá svör við ýmsum spurningum og til að miðla upplýsingum um áhugavert efni um fornar matarhefðir o.fl. Ég get sem dæmi nefnt að konurnar veltu fyrir sér sanngirninni í að matvælaframleiðendur skuli tengdir vatnsveitum með starfsleyfi, sanngirni kröfunnar um að ekki megi nota eigið heimaeldhús til framleiðslunnar, hvort nota mætti aflögð mjólkurhús til matvælaframleiðslu, kröfur um fjölda vaska í framleiðsluhúsnæði o.fl. Það virtust margir áhugasamir þátttakendur á ferðinni og mér kæmi ekkert á óvart að einhverjir þeirra tækju frekari skref í framhaldinu og gerðust þátttakendur í verkefninu Beint frá býli, réðust í ferðaþjónustu eða eitthvað því um líkt. Ég vil að lokum þakka lykilkonunum þeirra framlag til að gera námskeiðin sérstaklega lifandi og skemmtileg því þær stóðu víða í ströngu, útveguðu frumkvöðla úr heimabyggð til að flytja erindi um efni tengd námskeiðunum o.fl. Stuðningur frá starfsmenntaáætlun Leonardo Eins og áður var nefnt nýtur Byggjum brýr verkefnið fjárhagslegs stuðnings frá Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Auk hins beina fjárstuðnings sem verkefnið hefur fengið til verkefnisins fékst styrkur til að standa undir ferðakostnaði á undirbúningstíma verkefnisins. Þá fékkst stuðningur við heimsókn hóps tékkneskra kvenna hingað til lands í júní mánuði næstkomandi en sú ferð er gagngert farin til að efla samstarf kvenna í dreifbýli í Tékklandi og á Íslandi. Vonir verkefnisstjórnenda eru að stuðningur fáist einnig til að senda hóp íslenskra kvenna til Danmerkur til að heimsækja þann legg verkefnisins sem þar er að finna en dönsku samstarfsaðilarnir hafa lýst áhuga á að taka við slíkri heimsókn. Aðstandendur verkefnisins eru að vonum ánægðir með aðkomu Leonardo da Vinchi starfsmenntaáætlunarinnar og allt það starfsfólk Landsskrifsofu Leonardo á Íslandi sem tengst hefur verkefninu á verkefnistímanum. Við hvetjum fólk með góðar verkefnishugmyndir til að kynna sér þá möguleika sem starfsmenntaáætlunin býður uppá í evrópsku samhengi (tilraunaunverkefni, mannaskipti o.fl). og fengu þátttakendurnir lykilorð til að komast að námsefninu á vefnum. Alls hafa 11 hópar um land allt farið af stað undir stjórn 21 lykilkonu og 110 konur sótt námskeiðin. Hver hópur hefur hist nær vikulega í fjórar til sex vikur til að taka fyrir ákveðna kafla undir stjórn lykilkvennanna. Boðaðir hafa verið ýmsir aðilar á fundina með innlegg en einnig hafa sumir fundirnir verið haldir hjá einstaklingum sem hafa einhverja sérstöðu fram að færa sem tengist viðkomandi umræðuefni. Nú um Jónsmessuna verður haldinn lokafundur innan verkefnisstjórnar Byggjum brýr hér á landi. Í tengslum við þann fund verður haldin opin ráðstefna í Reykjavík um verkefnið og árangur þess. Laugardaginn 23. júní verður opið hús í Matarsetrinu við Grandagarð undir yfirskriftinni Ég og þú byggjum brú, þar sem ætlunin er að kynna líf og störf í íslenskum og tékkneskum sveitum, en í tengslum við fundinn munu koma hingað til lands um 15 tékkneskar konur sem eru mjög virkar í BB-verkefninu. Allar konur sem hafa verið virkar með einum eða öðrum hætti í verkefninu Byggjum brú eru hvattar til að hafa samband og leggja á ráðin varðandi kynningarefni á þessum degi. Stefnt er að því að hafa fræðsluefni, smakkprufur, sýnikennslu o.fl. sem tengist matarhefðum, handverki, búskaparháttum, nýsköpun, ferðaþjónustu, sérstöðu héraða og margt fleira. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á að koma vörum og þjónustu á framfæri til að hafa því samband sem fyrst við Árna Jósteinsson hjá BÍ (aj@bondi.is). Verkefnisstjórn BB Ásdís Helga Bjarnadóttir LbhÍ, Ragnhildur Sigurðardóttir LL, Árni Jósteinsson BÍ Lifandi landbúnaðar og Evrópuverkefnið Byggjum brýr Þetta tveggja ára verkefni hefur verið vítamínsprauta inn í þá vinnu að virkja og hvetja konur í landbúnaði enn frekar í því sem þær vilja taka sér fyrir hendur og styrkja þær þannig persónulega, félagslega og samfélagslega. Með sterku tengslaneti, hópvinnu, lykilkonum, leiðbeinendum og námskeiðahaldi ætlum við að ná því markmiði að kraftar kvenna fái notið sín og um leið að ná jafnrétti innan landbúnaðargeirans. Alþjóðlegt samstarf Það er skrýtið að spurningarnar sem brenna á konunum í verkefninu eru flestar þær sömu, hvort sem þær búa í Þýskalandi, Tékklandi, Slóvakíu, Ítalíu, í Danmörku eða á Íslandi. Með því að hefja okkur yfir venjulegar skýringar á því af hverju tölfræðin yfir karla og konur í trúnaðarstörfum fyrir landbúnaðinn er eins og hún er: það er ekki hægt að breyta þessu, það tekur tíma, það þarf að undirbúa jarðveginn, stofnum starfshóp, það vantar jafnréttisstefnu, konur eru ekki tilbúnar, konur vilja ekki axla ábyrgð, konur að byrja að vinna. Hvað hefur áunnist síðustu ár? Jafnréttisstefna BÍ Fleiri konur eru virkar í trúnaðarstörfum fyrir bændastéttina Grasrótarhreyfingin Lifandi landbúnaður gerir konum kleift að vinna markvisst að því að breyta ríkjandi menningu og það gerist ekki yfir nótt, en það er að verða breyting, hægt en örugglega þokumst við nær takmarkinu Við viljum: öflugan, litríkan og lifandi landbúnað í persónulegum tengslum við neytendur. Sterka og stolta bændastétt og trausta byggð í landinu. Mat kvennanna í Lifandi landbúnaði er að það sé íslenskum neytendum og bændum, sem stétt sem framleiðir vörur, gætir lands og veitir þjónustu, afar mikilvægt að bæði kynin taki þátt í mótun hagsmunamála stéttarinnar, markaðssetningu og ímynd. Við stefnum á: að í markaðssetningu verði meiri áhersla lögð á að nálgast þann hóp sem mest kaupir af landbúnaðarafurðum, þ.e. konur beintengingu milli bænda og neytenda jákvæðari umræðu um landbúnað og líf í sveit breytta og bætta ímynd landbúnaðarins, bjartari, litríkari og mýkri nálgun aukinn skilning neytenda á mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir matvælaöryggi þjóðarinnar aukinn skilning og gagnkvæma tillitssemi dreifbýlis- og þéttbýlisbúa eflingu kvenna í landbúnaði að fá fleiri konur í ábyrgðarstöður fyrir bændur Bændasamtökin og aðkoma þeirra að verkefninu Það er svo skemmtilega merkilegt að konur eru helmingur umbjóðenda Bændasamtakanna og því erum við náttúrulega afar áhugasöm um að bæta og efla hag kvenna í dreifbýli með hverskonar nýsköpun, menntun og auknu jafnrétti, sagði Árni Jósteinsson. Konum í dreifbýli standa margar dyr opnar og það bjóðast margir menntunarmöguleikar en vitneskjan um þessa möguleika nær því miður ekki alltaf til allra þeirra sem hefðu þörf á upplýsingunum. Við föllum þannig oft í þá gryfju að ofmeta mátt tölvutækninnar en við vonum að aðferðafræðin í Byggjum brýr verkefninu megni að byggja betri þekkingar- og samskiptabrú milli aðila. Við höfum alla vega leitast við það í verkefninu að opna konunum sýn á þá möguleika sem finnast í stoðkerfi atvinnulífsins, skólakerfinu, þátttöku í félagsstarfi o.fl. Þá erum við sjálf líka orðin meðvitaðari um hvar veik-

23 23 leikar kerfisins finnast. Þetta hefur því verið áhugavert og skemmtilegt verkefni, sagði Árni að lokum. Landbúnaðarháskóli Íslands og Building bridges Það má eiginlega segja að þetta sé fyrsta alþjóðlega verkefnið sem Landbúnaðarháskóli Íslands kemur að þar sem ekki er um að ræða beint rannsóknarverkefni, segir Ásdís Helga Bjarnadóttir verkefnisstjóri Building bridges hjá LbhÍ. Þetta er nýsköpunar- og þróunarverkefni sem fellur vel að fagsviðum skólans þar sem markmiðið er að efla byggðir landsins, viðhalda gæðum þess til atvinnusköpunar og auka skilning á íslenskum landbúnaði. Þetta er því afar spennandi verkefni og gaman að sjá hversu vel hefur verið tekið í hugmyndafræði verkefnisins sem og hversu virkir þátttakendurnir hafa verið. Konur í sveitum landsins eru dugmiklar og mjög áhugasamar um að auka þekkingu sína, opna þannig ný tækifæri og möguleika til frekari atvinnusköpunar, til frekari mennta eða til virkari þátttöku í félags- og þjóðmálum. Það má því gera ráð fyrir því, og það er eitt af markmiðum verkefnsins, að konur fái að njóta hæfileika og reynslu sinnar til jafns við karla á öllum sviðum matvælaframleiðslunnar sem og þeim málum er lúta að byggðamálum og atvinnusköpun til sveita. LbhÍ sér í þessu nýja og spennandi leið til auka lífsgæði og sjálfstæði fólks, efla mikilvægar atvinnugreinar í dreifbýli og nýsköpun en ekki síður að jafna mun kynjanna í áhrifastöðum á landsvísu er falla að fagsviðum skólans. Markmiðið er háleitt, en miðað við áhuga þátttakenda má gera ráð fyrir því að stórt skref verði tekið í rétta átt! Þetta alþjóðlega frumkvæði með frábærum stuðningi Leonardoskrifstofunnar og Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunarinnar mun því ekki einungis hafa þessi áhrif hér á landi heldur einnig í hinum fimm þátttökulöndunum! Forsand kommune har ca 1100 innbyggjarar og ligg i Vest-Norge og Rogaland fylke ved foten av Lysefjorden, 2,5 mil frå Sandnes, 4 mil frå Stavanger. Kommunen er rik på vakker natur med høge fjell (Preikestolen - Kjerag), djupe fjordar og flott turterreng. Vi har 100 % barnehagedekning og byggjer ny barnehage som skal vere ferdig til hausten Skulen held høg standard, og det er eit aktivt miljø innafor idrett og kultur og mange spanande muligheiter til friluftsliv og opplevingar. Islandshestmiljøet i kommunen er godt kjend, og det er aktivt miljø innanfor motorsport. Kommunen har innført ein organisasjonsmodell med to nivå, der alle seksjonsleiarar har fullt arbeidsgivar- og resultatansvar innanfor sine tenesteområde. Teknisk seksjon har føre seg ei rekke spanande prosjekt i samband med utvikling av kulturlandskapet i Lysefjorden, utvikling i skogbruket og anna infrastruktur i kommunen. Du kan bli ein del av eit aktivt og godt arbeidsmiljø på teknisk seksjon. Ledig stilling som jordbrukssjef Vi har ledig stilling som jordbruks- og miljøsjef i kommunen vår. Landbruket er ein av hovudnæringane i vår kommune og stillinga er viktig i kommunen si satsing innanfor innovasjon og næringsutvikling. Forvaltninga av arealgrunnlaget, natur- og kulturlandskapet vårt er eit sers viktig felt og me har ei spanande utvikling føre oss her. Me ynskjer oss ein jordbruks- og miljøsjef som kan fungere som både rådgjevar, forvaltar og vera ein inspirasjon og pådrivar til nyskaping, omstilling og verdiskaping med jordbruket som basis. I området vårt er det i gang ein rekkje spanande prosjekt og gode muligheiter til faglege utfordringar og spanande oppgåver. Stillinga har fagleg og økonomisk ansvar for sitt felt og er tillagt følgjande ansvar: - Fagleg ansvar for sakshandsaming og oppfølging - Rådgjeving og informasjon innan næringsutvikling basert på landbruket - Delta i ulike typar tiltaks- og utviklingsarbeid - Ansvar for reiselivs- og kulturlandskapsprosjekt - Økonomiske og juridiske verkemiddel for å nå landbrukspolitiske mål - Natur og viltforvaltning Vi søker etter ein person med høgare utdanning innafor natur og miljøfag frå Landbrukshøgskole eller anna relevant utdanning på universitets eller høgskulenivå. Det er ynskeleg med gode kunnskapar i bruk av it-verktøy og geografiske informasjonssystem. Erfaring frå offentleg forvaltning og sakshandsaming er ein fordel, men kommunen vil syte for naudsynt opplæring. Relevant god røynsle frå fagområdet blir vektlagt ved vurdering av søkjarar til stillinga. Me legg stor vekt på personlege eigenskapar som evne til å arbeide sjølvstendig, kommunikasjons- og samarbeidsevner. Vanlege kommunale tilsettingsvilkår og løn etter avtale. Kommunen kan være hjelpeleg med å skaffe familiebustad. For nærare informasjon om vår kommune, kan du gå inn på våre nettsider på ta kontakt med jordbrukssjef Halldor Gislason på tlf eller Søknad med fullstendig CV, og kopi av vitnemål og attestar kan du sende til Forsand Kommune servicetorget, 4110 Forsand innan 10. juni Eller på e-post til: post@forsand.kommune.no Umsóknafrestur um skólavist 2007 / 08 4júní. Landbúnaðarháskóli Íslands Hvanneyri Borgarnes s

24 24 Orri léttur á sér, Skör og Lukka í baksýn. Myndir: HGG Orri við hestaheilsu Sá frægi kynbótahestur, Orri frá Þúfu, sem nú er 21 vetra, er enn við hestaheilsu og sinnir skyldustörfum sem aldrei fyrr. Þegar fulltrúi Bændablaðsins átti leið hjá heimahögum Orra fyrr í mánuðinum var Orri þegar farinn að taka á móti hryssum og ekki voru þær af verri endanum, en fyrstar mættu stólpahryssurnar Lukka frá Víðidal og Skör frá Eyrarbakka. Orri hefur ákveðna sérstöðu meðal íslenskra stóðhesta, en hann þykir skara fram úr á þeim vettvangi og undan honum eru nú Orri frá Þúfu ber árin 21 vel. skráð tæplega þúsund hross, en sú tala mun væntanlega hækka enn frekar í sumar þegar árgangur 2007 kemur í heiminn. Orri lítur mjög vel út, leikur sér eins og ungfoli og honum líður greinilega vel heima á Þúfu þar sem ábúendurnir Guðni Þór Guðmundsson og Anna B. Indriðadóttir hafa umsjón með honum. Margt þekktra kynbótahrossa hefur komið undan Orra og nú síðast sló sonur hans, Garri frá Reykjavík, heimsmet í sýningu í Danmörku um miðjan maí þar sem hann fékk 8,35 fyrir sköpulag, 9,05 fyrir kosti og 8,77 í aðaleinkunn. Garri Orrason er því hæst dæmdi íslenski stóðhestur í heimi um þessar mundir. HGG Hluti stjórnarmanna FT í reiðhöllinni á Mið-Fossum. F.v. Svanhvít Kristjánsdóttir, Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, Guðmundur Arnarson, Bergur Jónsson, formaður FT, og Sigrún Ólafsdóttir. Ljósm.: HGG Stjórn FT heimsótti LbhÍ Stjórn Félags tamningamanna heimsótti Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri á dögunum og kynnti sér þá starfsemi sem þar fer fram. Mikill vöxtur hefur orðið í skólastarfinu á Hvanneyri og nú nýverið kynnti skólinn nýtt nám til BS prófs í hestafræðum, í samvinnu við Hólaskóla. Á Hvanneyri tók Ágúst Sigurðsson, rektor, á móti FT fólki og kynnti þeim starfsemi skólans og framtíðaráætlanir. Síðan var aðstaða til kennslu í hestamennsku skoðuð, en skólinn hefur afnot af glæsilegri reiðhöll, hesthúsi og vallaraðstöðu á Mið-Fossum. Sú mikla uppbygging hefur skilað sér í mjög auknum áhuga á hestamennsku á svæðinu og kom fram í máli Ágústar að reiðhöllin hefði valdið byltingu, t.d. í æskulýðsmálum hestamanna á svæðinu. Mikið hefur verið um námskeið tengd hestamennsku á Mið-Fossum, en endurmenntunardeild LbhÍ býður upp á fjölbreytt námskeið um ýmislegt er tengist hestamennsku og hrossarækt og hefur deildin m.a. verið í samstarfi við Félag hrossabænda þar um. Að skoðunarferð lokinni fundaði stjórn FT svo á Mið-Fossum og vilja stjórnarmenn þakka LbhÍ og staðarhöldurum á Mið-Fossum góðar móttökur og gestrisni. HGG Nefndin sem vann skýrsluna: Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði, Guðrún Þorleifsdóttir í iðnaðarráðuneytinu, Halldór Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga. Fundargestir á Café Riis, fremst eru Finnur Ólafsson, Matthías Sævar Lýðsson og Jón Hörður Elíasson. Vestfjarðaskýrslan kynnt á Ströndum Fundur um Vestfjarðaskýrsluna svonefndu var haldinn á Café Riis á Hólmavík á dögunum og mættu fjölmargir til að kynna sér og spyrjast fyrir um innihald hennar. Skýrslan hefur hlotið nokkra gagnrýni á Ströndum og Strandamenn talið sig bera skarðan hlut frá borði. Meðal annars hefur verið bent á að tillögur er varða rækjuiðnað nýtist afar takmarkað fyrirtækinu Hólmadrangi sem rekur stærsta vinnustaðinn í byggðarlaginu. Helstu tillögur sem snúa beint að svæðinu eru annars vegar stofnun Þjóðtrúarstofu og hins vegar stofnun Þróunarseturs á Hólmavík, á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Nefndin sem vann skýrsluna svaraði fyrirspurnum heimamanna á fundinum og hvatti til að tillögur þær sem ekki náðu í gegn yrðu unnar enn frekar til umfjöllunar viðeigandi ráðuneyta, en nefndin hefur áfram það hlutverk að fylgja slíkum tillögum eftir. Stofnun framhaldsdeildar er ein þeirra tillagna sem Strandamenn hafa horft á og líklegt er að frekari vinna við hana fari í gang innan tíðar. kse

25 25 Brautargengiskonur á Akranesi útskrifaðar Í síðustu viku voru útskrifaðar á Akranesi sjö konur af hugmynd eða til að komast að því að einhver hugmynd er alls ekki Brautargengisnámskeiði sem framkvæmanleg. Impra nýsköpunarmiðstöð hefur haldið undanfarin ár við vaxandi vinsældir. Auk Impru stóðu að námskeiðinu á Akranesi, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, SSV, og Akraneskaupstaður. Kristín Björg Árnadóttir starfsmaður SSV var umsjónarmaður verkefnsins sem staðið hefur síðastliðnar 15 vikur og lauk með útskrift, eins og áður segir. Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum að vinna og þróa hugmynd sem getur orðið að nothæfri viðskipta- Impra hefur nú þegar útskrifað af þessum námskeiðum nærri sjöhundruð konur þar af um 165 af landsbyggðinni. Kom fram í máli Kristínar að engin skýring væri á því af hverju þessi mikli munur stafaði en þarna væru sóknarfæri. Konurnar sem sóttu námskeiðið komu af Vesturlandi en það var Þorbjörg Magnúsdóttir frá Akranesi sem hlaut viðurkenningu fyrir sína viðskiptaáætlun sem hún kallaði Þitt val og er um hreingerningarfyrirtæki að ræða. Sturtuvagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Einnig þakog veggstál á góðu verði Sturtuvagnar Stálgrindahús. Margar gerðir, hagstætt verð. H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 Sími: Fax:

26 26 Í fámennum skólum fá bæði kennarar og nemendur að njóta sín Victor Örn Victorsson skólastjóri í Grunnskólanum á Hólmavík hefur starfað þar í 15 ár, en hann fluttist úr Reykjavík árið 1991 ásamt konu sinni og börnum. Victor er kvæntur Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur meinafræðingi og saman eiga þau synina Viðar Örn og Egil og dótturina Önnu Lenu. Áður en ég kom hingað kenndi ég þrjú ár í Fellaskóla í Reykjavík og lærði mikið af því að starfa með fólkinu sem vann þar. Ég veit að sumir þessara kennara kenna enn við góðan orðstír. Þarna lærði ég meðal annars heilmikið um viðhorf gagnvart námi og skilning á aðstæðum barnanna. Þetta hefur mótað mann á kennaraferlinu síðan. Það eru alltaf einhverjar skýringar á hegðun barna og ef maður leitar þeirra á maður auðveldara með að skilja hegðun þeirra og aðstoða þau. Þarna starfaði ég með hæfileikaríkum kennurum og hlaut mikla eldskírn í byrjun kennaraferilsins 25 ára. Ég er búin að starfa hérna á Hólmavík í fimmtán ár, kom hérna 1991 en tók leyfi í eitt ár og kenndi þá fyrir sunnan. Kom svo hingað strax um vorið aftur, þegar ég var búin að ljúka störfum hjá grunnskólum Reykjavíkur. Gjörbreytt atvinnulíf og samfélag Atvinnulífið hér hefur breyst mjög mikið á þessu fimmtán ára tímabili. Mér er minnisstætt að höfnin var hér full af bátum og mikið líf. Einn góðan veðurdag þegar ég var nýlega komin hingað, sé ég að flotinn er allur á leið úr höfn rétt fyrir sjómannadag. Það hvarflaði að mér að Flóabardaginn var að byrja en þá var Hólmadrangur á leið í land. Þrengslin við bryggjuna voru það mikil að það þurfti að endurraða öllum bátunum svo Hólmadrangur gæti lagst að bryggju. En nú stendur stóra bryggjan meira og minna tóm en smábátarnir eru orðnir fleiri. Búum hefur líka fækkað í sveitunum og svo er sláturhúsið horfið sem setti mikinn svip á bæinn á haustin. Í rauninni finnst mér mesta furða hvað héraðið hefur haldið velli. Ég held að það megi þakka hæfum stjórnendum fyrirtækja og sveitarfélaga. Hér býr gott fólk sem ætlar sér að eiga heima hér. Það ríkir gott mannlíf og mikið af fólki sem er að skapa eitthvað nýtt. Victor segir viðhorfsbreytingu í jákvæða átt hafa átt sér stað gagnvart skólanum. Hann telur samband við milli skóla og foreldra sé almennt gott, enda eru þau meginuppstaðan í að hvetja krakkana áfram í námi sínu. Svo höfum við farsælt samstarf við sérfræðinga, sálfræðing og talmeinafræðing úr Borgarnesi. Viðhorf til þeirra starfs er jákvætt og þeir hafa mikið að gera þegar þeir koma hingað. Þeir hafa þjónustað okkur lengi, fólk er farið að þekkja þjónusta og foreldrar og nemendur eru duglegir að nota sér hana. Þessa eru jafnvel dæmi um að nemendur biðji sjálfir um viðtöl án þess að kennari eða foreldri komi þar nærri. Victor Örn Victorsson er Reykvíkingur sem settist að á Hólmavík fyrir sextán árum og er þar enn. ástæðum heldur líka til að skapa nemendum tækifæri til félagslegra samskipta barnanna, sem skiptir gífurlegu máli. Þá erum við að tala skóla með innan við tíu nemendur og þar af eru kannski 2-3 systkini í hópnum. Það er mikið búið í viðkomandi byggðarlagi þegar skóli er lagður niður. Skólinn er svo stór hluti af menningarlífi sveitarfélagsins. En sum staðar eru landfræðilega aðstæður þannig að það er ekkert annað í stöðunni, t.d. í Árneshrepp hérna fyrir norðan okkur. Í minni tíð hafa tveir skólar verið lagðir niður hér á Ströndum; Broddanesskóli sem sameinaðist okkur og Klúkuskóli í Bjarnafirði. Svo erum við með börn úr Ísafjarðardjúpi sem eiga um langan veg að fara og er erfitt fyrir unga krakka. Victor nefnir dæmi um að fámennir skólar geti líka stutt hvern annan: Við vorum fyrst grunnskóla til að prófa fjarkennslu, á milli Broddanesskóla og Hólmavíkur. Nemendur og kennarar njóta sín Skóli gegnir miklu menningarhlutverki í sínu samfélagi, t.d. með tónleikahaldi, árshátíðum, þemaviku og sýningum sem eru haldnar í skólanum. Hér höfum við t.d. átt gott samstarf við leikfélagið á staðnum. Í síðustu uppfærslu voru t.a.m. sex kennarar og enn fleiri nemendur sem komu að sýningunni á einn eða annan hátt. Kostir fámennu skólanna, segir Victor meðal annars, þá að kennarar geti fengið að njóta sín með sínar hugmyndir. Ef kennarar vilja prófa eitthvað nýtt þá er upplagt að gera það í svona skóla. Einstakir kennarar setja mikinn svip á skólabraginn þar sem gefst skemmtilegt tækifæri til að nýta kosti hvers kennara fyrir sig. Tónlist og tjáning eru dæmi um áherslur í okkar skóla. Þetta skilar sér í því að nemendur halda áfram þegar þau koma í framhaldsnám. Aðalatriðið er alltaf að nemendum líði vel. Nemandi sem líður ekki Þrjátíu prósent fækkun nemenda á fimmtán árum Hérna voru 117 nemendur þegar ég kom til starfa en talan er komin í kringum 80 í dag. Bæði hefur verið fólksfækkun og svo skólahverfið er að eldast, svona eins og gengur og gerist í skólahverfum í Reykjavík. Þegar ég kom til starfa ásamt Skarðhéðni Jónssyni sem síðast var skólastjóri hér var skólaárið átta og hálfur mánuður. Leikfimin var kennd á ganginum í gamla skólanum (sem er eldri hlutinn af skólabyggingunni) og sundið kennt í næsta firði, Bjarnafirði. Í dag er komin 25 metra sundlaug hér og glæsileg íþróttamannvirki. Skólinn var svo einsettur veturinn og skólaárið varð á sama tíma níu mánuðir. Kennsla yngri barna var og er mikið sniðin að skólaakstri og eru 10-15% nemenda úr sveitunum enn í dag, segir Victor. Grunnskólinn á Hólmavík komst mjög í fjölmiðla árið 1995 þegar árangur skóla í samræmdum prófum var birtur í fyrsta sinn opinberlega og kom þá í ljós að skólinn var í neðsta sæti. Við vissum að staðan var slæm og morguninn sem þetta var birt vorum við báðir í símanum að svara fjölmiðlum og vorum ekki einu sinni búnir að fá niðurstöðurnar í hendur, rifjar Victor upp. Þetta vakti mikla athygli en samfélagið brást mjög rétt Victor með Símon Inga Alfreðsson nemanda í 3. bekk á hestbaki í þemaviku. við og það var ekki farin sú leið að leita að sökudólgum. Stjórnendur sveitarfélagsins brugðust líka vel við og eitt af því sem gripið var til var hvetja fólk sem bjó á staðnum til að fara í nám en þá var kennaramenntum í fjarnámi að byrja. Þetta skilaði sér í því að tíu-tólf árum síðar eru allir kennarar sem hér starfa með réttindi og um helmingur sem hefur náð í þau hér á staðnum. Starfsmannaveltan minnkaði mikið en sum árin voru ráðnir fimm til sex nýir kennarar og það var líkast því að stofna nýjan skóla á hverju hausti. Eðlilega þurfti allt að vera mjög miðstýrt á meðan. Kennarafundir fóru mikið í að útskýra sömu hlutina aftur og aftur, núna veit fólk að hverju að gengur. Victor segir útlitið í starfsmannamálum svipað útlit næsta skólaár: Það er auðvitað alltaf einhver smá hreyfing eins og gengur. Við erum með hörkukennara og þeir eru líka að þreifa sig áfram á öðrum vettvangi en það er líka til dæmis um hversu hæfileikaríkt fólk þetta er. Við höfum við verið mjög heppin með fólk, mjög frambærilegt skólafólk sem er uppfullt af hugmyndum og við höfum reynt að leyfa fólki að njóta sín í starfi. Fámennari bekkjardeildir og hætta á minni fjölbreytni Helstu óskostir fámennra skóla eru kannski þeir að bekkjardeildir geta orðið ansi smáar. Hóparnir verða líka mjög misstórir, t.d. eru núna sextán börn á leið í fjórða bekk og ekki nema fimm í yngstu bekkjunum. Eftir nokkur ár eigum við von á öðrum stórum árgangi en ári síðar ekki nema einu barni að öllu óbreyttu. Við höfum reynt að kenna þremur yngstu bekkjunum sér meðan þau eru að fóta sig í skólanum. Nú stöndum við frammi fyrir fækkun og þurfum að byrja samkennslu neðar. Samkennsla er ekki endilega ókostur, en óneitanlega auðveldara að halda utan um minni hópa sem eru á sama róli í náminu. Fækkun gerir það líka erfiðara að bjóða upp á fjölbreytt námsframboð í valgreinum. Í vetur höfum við t.d. boðið upp á þýsku, hestamennsku, fjölmiðlun og tjáningu í vali fyrir 9. og 10. bekk. Victor telur fámenna skóla í einhverjum tilfellum þurfa að verja tilvist sýna. Það er líklega helst örskólar eru undir mikilli pressu að sameinast og leggja niður skólastarf. Það er ekki endilega af fjarhagslegum vel hann lærir ekki neitt, þetta er okkar einfalda skólastefna. Við reynum að lágmarka alla pappírsvinnu og stuðla að því að tími kennarans fari beint í kennslu og samskipti við nemendur. Skólinn stendur krökkunum opinn allan daginn, þau æfa tónlist og læra saman eftir skóla. Almennt ganga vel um og undantekning er ef eitthvað fer úrskeiðis. Skemmdir eða þjófnaði þekkjum við varla og þau eru meðvituð um hvað þau fá í staðinn. Sveitarfélagið stendur vel að skólanum Aðspurður um breytingar eftir að sveitarfélögin tóku við skólunum segir Victor: Ég held að það sé ekki hægt að neita því að það er gjörbreyting í okkar tilfelli. Það er betur staðið að málum og sveitarfélagið hefur sett meiri pening í skólastarfið. Sveitarstjórn á hverjum tíma hefur staðið vel að baki skólans. Hér er sett meira tímamagn inn í skólann en óneitanlega vantar meiri peninga í viðhaldi og búnað. Hér er meiriháttar mál fjárhagslega ef þarf að endurnýja tækjabúnað og viðhalda húsnæði og erfitt að geta ekki haft aðbúnað nemenda og starfsfólks í lagi hvað þetta varðar. Það er tímabært að endurskoða

27 27 verulega reglur um tekjustofna sveitarfélaga. Sveitarfélög eiga nóg með sinn rekstur og hafa aldrei neitt afgangs til að standa undir þeirri auknu þjónustu sem krafa er um í dag. Það er með ólíkindum hvað þau mál hafa dregist lengi og sér hver heilvita maður að þessi skipting milli tekjustofna gengur ekki. Það eru einhver öfl sem halda í peninginn þó að þjóðin hafi alveg efni á þessu. Brottfall Victor segist því miður hafa þá tilfinningu að brottfall hólmvískra nemenda úr framhaldsskólum sé töluvert. Það hefur verið dálítið einkennandi að drengir eiga erfiðara að fóta sig utan heimabyggðar og flosna frekar upp en stúlkur. Því miður eru margir sem koma heim aftur án þess að hafa lokið formlegu námi. Þetta virðist vera einkenni á stöðum sem eiga langt að sækja í framhaldsskóla. Það er mjög brýnt að fara að skoða möguleika á framhaldsdeild á Ströndum og því má ekki gleyma að börn bera ótakmarkaða ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Þetta mál er komið til skoðunar hér og það er stórt byggðamál að fólk geti sótt menntun í sinni heimabyggð sem stjórnvöld verða að fara að skoða vel og liðka fyrir. Þetta hefur sýnt sig í áhrifum samfélaga eins og á Akureyri, Hvanneyri og Bifröst. Það vantar stórt bil í aldurssamsetningu íbúa þegar þessi aldur flyst burt og kemur oft ekki aftur. Gegnum tíðina eru alltaf einhverjir sem flytja með börnunum sínum og það er afar skiljanlegt. Börnin eru sama sem flutt ða heiman fimmtán ára og dæmi um það er elsti sonur minn sem hefur ekki búið heima síðan hann var 15 ára. Kostnaðurinn við skólagöngu fjarri heimabyggð er gífurlegur t.d. fyrir foreldra sem eiga tvö börn á framhaldsskólaaldri, fólk rekur sitt heimili áfram á sömu forsendum. Samgöngur eru þannig að skólakrakkar eiga ekki gott með að komast heima um helgar og þá bætist jafnvel við aukakostnaður við að reka bíl fyrir krakkana svo þau komist heim. Nemendur héðan sækja mikið á Akureyri, Akranes, til Skólastjórar á landsbyggðinni þurfa að bregða sér í ólíklegustu hlutverk. Hér er Victor í hlutverki Trampe greifa í leikritinu Þið munið hann Jörund hjá Leikfélagi Hólmavíkur nú í vor. Reykjavíkur og að Laugum í Þingeyjarsýslu. Fáir fara til Ísafjarðar enda samgöngur verri þangað. Í dag eru skólinn á Selfossi að verða vinsæll, þar er það hestamennskan sem togar í. Það skiptir verulegu máli að skólarnir sem taka við krökkum haldi vel utan um þau og foreldrar fylgjast vel með þessu. Breytingar til hins betra hafa t.d. orðið með eftirfylgni með mætingum gegnum netið. Kannski er maður ekkert venjulegur! Ég líki því ekki saman að ala upp börn út á landi eða á höfuðborgarsvæðinu og fullyrði að maður hefur meiri tíma fyrir sig og sína. Maður er að gera fullt af hlutum sem maður gerði tæplega á stórum stað, t.d. að taka þátt í leikfélagsstarfi eða stunda hestamennsku. Það myndi kosta mun meira fyrir sunnan. Það tekur mig fimm mínútur að komast í hesthúsin og konan mín er svona tíu mínútur að komast í silungsveiði. Kórstarf, útivist og annað er aðgengilegt og það að komast í vinnu og tómstundir tekur örstuttan tíma. Hér er heilbrigðisþjónusta og öll þjónusta fljótfengin og engar biðraðir í neinum þjónustustofnunum og ekki einu sinni á golfvellinum! Maður þarf að vísu sjálfur að skapa félagslífið og taka virkan þátt í því, það kemur ekki upp hendurnar á fólki. Þetta byggir á að gefa af sér frekar en þiggja þiggja.það er hægt að láta sér að leiðast en það er líka hægt að hafa meira en nóg að gera. Hér erum við rík af skapandi fólki sem gefur mikið af sér til samfélagsins. Victor nefnir líka að lægra húsnæðisverð sé einn af kostum þess að búa út á landi. að vera mikill kostur. Þessar aðstæður hafa hentað mér og mínum lífsstíl mjög vel. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, í borginni eru mínar æskuslóðir og okkar hjónanna. Við ólumst bæði upp í Vogahverfi og gengum í Vogaskóla. Kannski hefur minni áhugi fólks á búsetu á landsbyggðinni eitthvað með að gera að færri og færri hafa kost á að fara í sveit. Ég var heppin að komast í sveit hjá frændfólkinu á Suðurlandinu. Það er einkennilegt að maður telur sig venjulegan mann með venjulega fjölskyldu, að það skuli ekki fleiri hafa skoðað kosti þess að flytja út á land. Kannski er maður bara ekkert venjulegur að vilja búa úti á landi? Hólmavík/ Kristín Sigurrós Einarsdóttir Rúlluplast... fyrir þá sem gera kröfur! Rúlluplast RANI rúlluplast er hágæða finnskt rúlluplastfilma, framleidd eftir ströngustu kröfum. Enda er RANI mest selda rúlluplastið á Norðurlöndum. 75 cm x 1500 m Kr ,- án VSK Við bjóðum RANI rúlluplast í eftirfarandi stærðum: 50 cm x 1800 m - hvítt eða ljósgrænt 75 cm x 1500 m - hvítt eða ljósgrænt Bændur - kannið verðtilboð okkar á stökum rúllum, heilum brettum eða stærri safnsendingum. Bettafsláttur og staðgreiðsluafsláttur Rúllunet og garn Heybindigarn 1000 m/kg Heybindigarn 800 m/kg Heybindigarn 400 m/kg Heybindigarn 145 m/kg Heybindigarn 130 m/kg Heyrúllunet - 1,23 x 3150 m Heyrúllunet - 1,30 x 3150 m Flatgryfjuplast RANI flatgryfjuplastið er viðurkennt hágæða plast fyrir votheysverkun í flatgryfjum. Það er auðvelt í meðförum, einnig við erfiðar aðstæður og í miklum kulda. Litur: Svart og hvítt. Þykkt: 0,15 mm ÞÓR HF REYKJAVÍK: Ármúla 11 Sími AKUREYRI: Lónsbakka Sími

28 28 Utan úr heimi Aukin bíla- og flugumferð erfið viðfangs í baráttunni gegn hlýnun andrúmsloftsins Ef komast á hjá meiri hlýnun andrúmsloftsins en sem nemur 2-2,4 C verður að stöðva aukningu gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum, segir í skýrslu Veðurfarsráðs SÞ. Losunin verður að vera komin niður í helming þess sem hún er nú fyrir Slíkur samdráttur í losun krefst margra samhentra aðgerða en með þeirri tækni sem nú er þekkt er unnt að ná verulegum árangri og með viðráðanlegum kostnaði, segir í skýrslunni. Bæði í byggingastarfsemi sem og í landbúnaði og skógrækt er unnt að draga verulega úr losuninni en einnig eru miklir möguleikar á að draga úr losun koltvísýrings frá kola- og gasorkuverum. Erfiðast er að fást við flutningastarfsemina vegna hinnar stöðugu og miklu aukningar á henni. Markvissar aðgerðir til að draga þar úr losun mæta mörgum hindrunum, eins og segir í skýrslunni. Markaðsaðgerðir einar, svo sem hærra bensínverð, eru ekki taldar skila miklum árangri. Lífeldsneyti er talið geta komið í stað 3-10% af bensínnotkuninni fram til 2030 og stórauknar kröfur um orkunýtingu geta allt að því helmingað bensínog olíunotkun nýrra bíla. Hagurinn af tæknilegum framförum á þessu sviði er talinn hverfa og meira en það vegna aukinnar umferðar. Talið er að flutningar hvers konar taki til sín um fjórðung af orkunotkun í heiminum og Veðurfarsráðið óttast að losun gróðurhúsalofttegunda frá þessum þætti geti aukist um allt að því 80% fyrir Bílafloti Kínverja hefur fast að því fimmfaldast síðustu fimm ár og reiknað er með að einkabílum eigi enn eftir að stórfjölga í þessu fólksflesta landi heims. Þá er þess að vænta að 3-4% árleg aukning verði í flugstarfsemi á næstu árum. Þekktar tækniframfarir munu ekki duga til að koma þar í veg fyrir aukna losun koltvísýrings, að áliti Veðurfarsráðsins. Ráðið hefur fyrr á þessu ári kynnt skýrsluhluta þar sem fram kemur að það telur hlýnunina svo gott sem óvefengjanlega af manna völdum og að vænta megi hlýnunar andrúmsloftsins um á bilinu 1,8-4,9 C á þessari öld. Svo hröð hlýnun mun valda umfangsmiklum skaða á náttúrunni. Þá getur hún valdið vatnsskorti á stórum svæðum og þar með kippt stoðunum undan matvælaöflun. Slíkt getur leitt til þess að hundruð milljóna manna lenda á vergangi. Nationen Ull til einangrunar í húsum Í Þýskalandi og Austurríki starfa fyrirtæki sem framleiða einangrunarefni úr ull. Framleiðendur fullyrða að ullin sé afbragðs einangrun. Auk þess að halda úti kulda hreinsar ullin andrúmsloftið innanhúss. Það gerist á þann hátt að í ullinni eru prótein sem ganga í efnasamband með formaldehýði, efni sem m.a. er að finna í tóbaksreyk, en einnig þar sem leysiprentarar og ljósritunarvélar eru í gangi. Stofnunin Eco í Köln, sem stundar umhverfisrannsóknir og rannsakar m.a. ull, hefur gert tilraunir með lofthreinsieiginleika hennar. Formaldehýð í banvænu magni fyrir menn var sett í klefa sem var einangraður með ull. Degi síðar hafði ullin hreinsað eitrið úr loftinu. Þá hreinsar ullin óson úr lofti en það myndast þar sem leysiprentarar og ljósritunarvélar eru í gangi. Í sambandi við þessa hreinsieiginleika ullarinnar ber þess að gæta að ekki má lita ullina því við það breytast yfirborðseiginleikar hennar. Ull sem hefur verið mótuð í plötur er fullboðleg til einangrunar, til jafns við steinull og frauðplast. Landsbygdens Folk Nýr formaður COPA, samtaka stofnana landbúnaðarins í ESB Nýlega urðu stjórnarskipti í COPA, sem eru samtök stofnana landbúnaðarins í ESB. Nýr formaður er Jean Michel Lementayr. Hann er franskur og hefur verið formaður stærstu bændasamtaka Frakklands frá árinu 2001, auk þess sem hann er formaður Samtaka franskra mjólkurframleiðenda. Sjálfur rekur hann kúabú, ásamt fjölskyldu sinni, á Bretagne skaga, auk þess að rækta korn. COPA eru regnhlífarsamtök 59 samtaka búvöruframleiðenda í 25 löndum ESB og að baki þeirra standa um 15 milljón bændur í fullu starfi og hlutastarfi. Samtökin taka afstöðu til mála sem varða landbúnað og Framkvæmdastjórn ESB er með á sinni könnu. Fulltrúar COPA sitja reglulega fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar og þess lands sem gegnir formennsku í ESB hverju sinni. Þá eiga fulltrúar COPA einnig fundi með Evrópuþinginu. Jean Michel Lementayr er kunnur að því að vera öflugur baráttumaður fyrir franskan landbúnað. Hann mun gegna formennsku í COPA næstu tvö ár. Landbygdens Folk Árið 2050 verður veðurfar á jörðinni allt öðruvísi en nú á dögum. Norðurskautsvæðið verður að öllum líkindum íslaust á sumrin og stórrigningar, hitabylgjur og þurrkar verða algengari og öfgafyllri en nú. Á vegum Sameinuðu þjóðanna er starfandi Veðurfarsráð, skammstafað IPCC, sem fylgist með þróun veðurfars á jörðinni, gefur út skýrslur og stendur fyrir alþjóðlegum ráðstefnum um það. Susan Solomon, sem stjórnaði vinnu við samningu fyrsta hluta fjórðu aðalskýrslunnar, segir að hitamet á sl. ári og hitabylgjan árið 2003 séu engin tilviljun. Þvert á móti fellur þetta vel að þeirri þróun veðurfars sem nú á sér stað á jörðinni. Hitabylgjur, eins og árið 2003, eiga eftir að verða fleiri. Um næstu aldamót gætu þær átt eftir að verða eðlilegt ástand ef losun gróðurhúsalofttegunda verður óbreytt. Ellefu af tólf síðustu árum eru meðal þeirra tólf hlýjustu frá því hitamælingar hófust á jörðinni um Líkurnar á því að þetta sé tilviljun eru minni en einn á móti hundrað þúsund. Hvað er mikilvægast í fjórðu skýrslu Veðurfarsráðs SÞ? Skýrslan er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn og aðra þá sem taka ákvarðanir, sem þungvæg rök fyrir því að hlýnun andrúmslofts síðustu hálfa öld sé af mannavöldum. Þó að veðurfarsfræðingar hafa vitað þetta lengi hafa vísbendingar og sannanir fyrir því aldrei verið eindregnari og nú. Jafnframt hefur fræðaheimurinn öðlast dýpri skilning á því á hvern hátt hærra hitastig hefur áhrif á aðra veðurfarsþætti, t.d. úrkomu, vindafar og hækkun sjávarborðs. Hækkun sjávarborðs Veruleg óvissa er bundin því hversu hratt Grænlandsísinn bráðnar. Á fyrri hlýviðrisskeiðum, svo sem fyrir 125 þúsund árum, leiddi minnkun hans og að öllum líkindum bráðnun íss á Suðurskautslandinu til 4-6 metra Ásýnd jarðar er að breytast hærri sjávarstöðu en nú. Hækkun sjávarborðs er alvarlegt mál sem við verðum að taka afstöðu til. Við vitum að sjávarborðið hækkar og að það mun halda áfram að hækka en ekki hversu mikið og hve hratt. Það er umfangsmikið verkefni að bregðast við því og að stöðva hækkun sjávarborðs þegar til lengri tíma er litið. Hækkunin mun koma við allar heimsálfur, einnig strandsvæði á okkar slóðum. Fyrir lönd sem liggja lágt, eins og Bangladesh, er einungis eins metra hækkun sjávarborðs ógn við milljónir manna. Er það niðurstaða nýju skýrslunnar að hlýnunin sé af mannavöldum? Það er ákaflega líklegt að breytingarnar stafi af brennslu olíu, kola og gass. Það er engin önnur skýring tiltæk í seinni tíð. Þó verður að segjast að fólk er misfljótt eða seint að viðurkenna þetta. Hversu sterkar vísindalegar sannanir sem lagðar eru fram, verður alltaf til fólk sem efast. En það er líka til fólk sem trúir ekki á samband reykinga og lungnakrabbameins. Vísindin eru aldrei neitt 100%. Þegar ný lyf eru prófuð er til dæmis aldrei 100% öruggt að þau hafi ekki aukaverkanir eða að þau hafi sömu áhrif á alla sjúklinga. Samt sem áður ákveður hópur sérfræðinga hvort mæla eigi með því að þau fari á markað. Verst fyrir Afríku Niðurstaða annars hluta fjórðu aðalskýrslu Veðurfarsráðsins er sú að fátæk lönd í Afríku og hlutar af Asíu verði fyrir mestum áföllum af veðurfarsbreytingunum. Susan Solomon leggur þunga áherslu á að hún óttist það sem muni gerast ef Koltvísýringur (ppm) Fjöldi ára frá nútímanaum Magn koltvísýrings í andrúmslofti. Myndin sýnir að magn koltvísýrings hefur aukist verulega sl. 50 ár. Heimild: Veðurfarsráð SÞ, ekki tekst að koma böndum á losun gróðurhúsalofttegundanna. Ótti minn hvað nánustu framtíð varðar beinist að afleiðingum þurrka, einkum í Afríku. Í Sahel, sem er þurrlent landsvæði sunnan Sahara, hafa íbúar nú þegar fundið fyrir afleiðingum þess að landið er of þurrt til að stunda þar landbúnað. Veðurfarsráð SÞ hefur nú birt þrjá hluta af fjórðu aðalskýrslunni. Hver eru viðbrögð Bandaríkjanna og annarra heimshluta? Ég held að samverkandi áhrif margra þátta hafi valdið þeim gífurlega miklu viðbrögðum sem skýrslan hefur fengið. Í fyrsta lagi er fólki farið að verða ljóst að hlýnunin er staðreynd og að áhrif hennar eru farin að koma í ljós. Í öðru lagi hafa vandaðri mælingar á veðurfarsþáttum um alla jörð og betri reiknilíkön skilað sér í aukinni nákvæmni og öruggari niðurstöðum þess efnis að veðurbreytingarnar 1 0 séu manngerðar. Þessar vísbendingar hafa aldrei verið ákveðnari en í fjórðu aðalskýrslunni. Í þriðja lagi hafa sérfræðingar í þessum málum staðið sig æ betur í því að fræða almenning. Síðast en ekki síst hefur þekking og skilningur blaða- og fréttamanna aukist og þar með hafa þeir orðið færari í því að fjalla um þessi mál. Svo má bæta því við að kvikmynd Al Gore, Óþægilegur sannleikur, hefur opnað augu margra fyrir málinu. Skýrslur Veðurfarsráðsins fjalla um hver sé hin vísindalega staða málsins og viðtökur hnattrænt séð, en á bak við þá niðurstöðu liggur langur og vandaður ferill þar sem mörg hundruð vísindaritgerðir hafa verið metnar. Á sama tíma og tveir til þrír sérfræðingar leggja að jafnaði dóm á vísindaritgerð, hafa mörg hundruð sérfræðingar metið skýrslur Veðurfarsráðsins. Þetta er opinn ferill sem fer fram í tveimur umferðum þar sem rannsóknarmenn og sérfræðingar, sem ríkisstjórnir um víða veröld hafa tilnefnt, veita álit sitt. Alls bárust meira en 30 þúsund athugasemdir við fyrsta hluta fjórðu aðalskýrslunnar og þær voru allar metnar. Þessi ferill gerir skýrslur Veðurfarsráðsins að þungavigtargögnum, segir Susan Solomon. Við verðum að vera þolinmóð Bandaríkin hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir það að gerast ekki aðilar að Kyoto-bókuninni. Telur þú að sjálfbær þróun sé framkvæmanleg ef Bandaríkin standa utan við þegar nýir alþjóðlegir samningar verða gerðir? Öll stór lönd sem verða ekki aðilar að alþjóðlegum samningum um að draga úr gróðurhúsalofttegundum munu skapa vandamál í fyrstunni. En það er ekki hið sama og að Bandaríkin geri ekkert. Kalifornía og ríki á Austurströndinni, svo sem New York og Massachusetts, ásamt 150 borgum víðsvegar um Bandaríkin, hafa haft frumkvæði um að draga úr losun sinni. Í Kína, Indlandi, Brasilíu og Mexíkó vex losunin vegna aukins hagvaxtar í þessum löndum. Hvernig á að taka á því? Það gerist ekki á annan hátt en þann að Vesturlönd geri gagnkvæma samninga við þessi lönd. Susan Salomon, leiðtogi 1. vinnuhóps Veðurfarsráðs SÞ, er í fremstu röð vísindamanna sem starfa við rannsóknir á gufuhvolfinu og er einnig kunn fyrir brautryðjendarannsóknir á ósonlagsgatinu yfir Suðurskautslandinu. Fyrir þær rannsóknir fékk hún orðuna National Medal Science í Bandaríkjunum. Eitt hef ég lært og það er að vísindamenn verða að tjá sig á skýran hátt og vera þolinmóðir. Það geta liðið mörg ár frá því að niðurstaða er birt í vísindariti þangað til þjóðfélagið hefur tileinkað sér han, sagði hún að lokum. Nationen

29 29 ESB setur reglur um aðbúnað kjúklinga Eftir tveggja ára undirbúningsvinnu lagði Framkvæmdastjórn ESB nýlega fram tillögur um lágmarksaðbúnað sláturkjúklinga sem landbúnaðarráðherrar sambandsins hafa nú samþykkt. Fram að þessu hafa ekki verið til sérstakar reglur í þessum efnum. Upphaflegu tillögurnar hafa tekið stórfelldum breytingum á þessum tveimur árum, m.a. á þá leið að hverjum kjúkling er nú ætlað minna gólfpláss en þó með þeim skilyrðum að ákveðnum öðrum stöðlum um velferð þeirra sé fullnægt. Dýravernd Um kjúklingabú með meira en 500 fugla gildir sú almenna regla að þéttleiki á gólfi megi vera 33 kg/m 2 með möguleika á að auka hann upp í 42 kg/m 2, en þá þarf að sýna fram á að allur aðbúnaður sé í kjörástandi og dánartíðni fugla sé í lágmarki. Það voru einkum lönd sem vildu bæta velferð fuglanna, sem töfðu afgreiðslu málsins. Nýja reglugerðin tekur gildi árið Yfirmaður heilbrigðismála í framkvæmdastjórninni, Markos Kyprianou, var þrátt fyrir allt mjög ánægður með að pólitísk sátt náðist að lokum í málinu og telur að nýja reglugerðin muni bæta aðbúnað milljarða kjúklinga í allri Evrópu. Merking matvæla út frá aðbúnaði dýra Landbúnaðarráðherrarnir ræddu jafnframt niðurstöður ráðstefnu sem Þjóðverjar efndu til meðan þeir gegndu formennsku í ESB, um að merkja matvæli út frá því hversu aðbúnaði dýra væri vel sinnt. Slík merking gæti auðveldað neytendum að velja meðvitað afurðir þar sem góðra framleiðsluaðferða hefði verið gætt. Á hinn bóginn þarf að gera miklar kröfur til slíkra merkinga. Það verður t.d. að vera auðvelt að skilja þær og þekkja þær frá öðrum óháðum merkingakerfum fyrir matvæli. Góðir framleiðsluhættir búvara, þar sem dýraverndar verði gætti, njóta vaxandi athygli innan framkvæmdastjórnar ESB. Það gefur jafnframt til kynna að nokkrar áhyggjur eru um stöðu þessara mála innan sambandsins. Internationella Perspektiv Sendum frítt um land allt! Heilsársdekk 31" kr (31x10.50R15) 33" kr (33x12.50R15) Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" 17" og 18". Nánar á jeppadekk.is Við mælum með míkróskurði PIPAR SÍA Alorka Vagnhöfða 6 Sími

30 30 Á markaði Ísgerðin Emmessís hf. seld til Sólar ehf. Meðfylgjandi mynd sýnir þróun gengisvísitölu íslensku krónunnar sl. 6 mánuði. Gengisvísitalan stóð hæst um sl. áramót en síðan hefur gengi krónunnar hækkað jafnt og þétt og er nú svipað og það var snemma á árinu Framleiðsla og sala búvara í apríl Framleiðsla á alifuglakjöti jókst um 16,4% miðað við apríl í fyrra og framleiðlsa á svínakjöti jókst sömuleiðis um 15,5%. Sala alifuglakjöts jókst um 24,1% í apríl m.v. sama mánuði í fyrra. Sl. tólf mánuði nam sala alifuglakjöts tonnum og jókst salan þess um 11%. Hlutdeild alifuglakjöts í heildarkjötsölu m.v. tólf mánaða tímabil er nú 28,5%. Sala svínkjöts hefur aukist um 12,6% sl. 12 mánuði og hlutdeild þess í heildarkjötsölu nemur 25,1%. Sem fyrr er kindakjöts söluhæst, sala s.l. 12 mánuði nemur tonnum eða 29,4% af heildar kjötsölu. Framleiðsla nautakjöts var svipuð og í sama mánuði í fyrra en sl. mánuði hefur framleiðslan verið vaxandi og selst allt kjöt, jafnharðan. Hlutdeild nautgripakjöts í sölu er nú 14%. Framleiðsla mjólkur í apríl nam lítrum sem er 11,29% meira en í saman mánuði í fyrra. Framleiðslan sl. 12 mánuði er tæplega 120,6 milljónir lítra sem er 9,74% meira en næstu 12 mánuði á undan. Sala Undirritað hefur verið samkomulag milli Auðhumlu svf., móðurfélags Mjólkursamsölunnar, og Sólar ehf. um kaup þess síðarnefnda á Emmessís hf. Samkomulagið er undirritað með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Kaupverðið er trúnaðarmál. Emmessís er eitt þekktasta vörumerki landsins. Mjólkursamsalan hóf framleiðslu á ísblöndu fyrir ísvélar árið 1954 og sex árum síðar var stofnað sérstakt fyrirtæki um ísframleiðsluna. Framleiðsluvörur Emmessíss eru nú nálægt 120 talsins. Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri Sólar fagnar kaupunum á einu þekktasta vörumerki landsins. Vörurnar eru framleiddar úr hreinum, íslenskum landbúnaðarafurðum sem eiga góða samleið með þeirri vöru sem Sól framleiðir nú, segir Snorri. Hann segir að rekstur ísgerðarinnar verði áfram á Bitruhálsi 1 en stefnt er að sameiningu félaganna í lok ársins. Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Auðhumlu segir söluna á Emmessís eðlilegt framhald af þeim breytingum sem átt hafi sér stað hjá Auðhumlu og dótturfélögum fyrirtækisins. Við höfum mikla trú á þessum nýja eigendahópi og teljum að hann muni koma með ferska vinda inn í þá rótgrónu og farsælu starfsemi sem Emmessís hefur staðið fyrir í hartnær hálfa öld. Þá er okkur einnig umhugað um að eiga áfram gott samstarf við Emmessís um sölu þess mjólkurhráefnis sem félagið notar. mjólkurvara hefur einnig verið með besta móti, 4,36% aukning er í sölu á fitugrunni sl. 12 mánuði (105,8 millj. lítra) og 1,67% aukning á próteingrunni (114 millj. lítra). EB Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir apríl 2007 apr.07 feb.07 maí 06 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2007 apr.07 apr.07 apríl 06 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,4 15,1 14,8 27,0% Hrossakjöt ,7 64,9 25,1 3,5% Kindakjöt * ,8 5,6-1,0 33,4% Nautgripakjöt ,4 10,3 1,3 12,9% Svínakjöt ,5 15,0 12,8 23,2% Samtals kjöt ,4 14,8 7,0 Mjólk ,3 9,1 9,7 Sala innanlands Alifuglakjöt ,1 15,6 11,0 28,5% Hrossakjöt ,7-1,7 28,5 3,0% Kindakjöt ,0 17,5-6,9 29,4% Nautgripakjöt ,8 12,3 1,8 14,0% Svínakjöt ,0 14,2 12,6 25,1% Samtals kjöt ,6 14,9 4,6 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Tvær góðar til sölu Landini Legend 125 TDI, sýningavél,118 hö, 4 x 4, Turbo intercooler. Ekin 70 vinnustundir. Vel útbúin vél. Verð 4,300,000 kr + vask. Case XL 4230, 4 x Með Veto FX ámoksturstækjum. Ekin 4,200 vinnustundir. Vél í mjög góðu lagi. Uppl í síma: Skammtímavextir gjaldmiðla Eftirfarandi tafla sýnir skammtímavexti sl. 12 mánuði í nokkrum helstu gjaldmiðlum heims. Íslensk króna (ISK) 13,45 Bandaríkjadalur (USD) 5,37 Enskt pund (GBP) 6,13 Kanadískur dalur (CAD) 4,61 Dönsk króna (DKK) 4,6 Norsk króna (NOK) 5,18 Sænsk króna (SEK) 4,03 Svissneskur franki (CHF) 2,82 Japanskt jen (JPY) 0,8725 Evra (EUR) 4,41 ISK: Reibor, Reykjavik Interbank Offered Rate USD, GBP, CAD, CHF, JPY, EUR: LIBOR, London Interbank Offered Rate DKK: CIBOR, Copenhagen Interbank Offered Rate NOK: NIBOR, Norway Interbank Offered Rate, (líka Oslo Interbank Offered Rate, OIBOR) SEK: STIBOR, Stockholm Interbank Offered Rate, Heimild: Heimasíða Kaupþings 24. maí 2007 Álag á sumarslátrun Sumarið 2007 verður greitt álag á dilkaslátrun samkvæmt eftirfarandi töflu. Einungis er greitt út á flokka E-R og O: 1, 2, 3 og 3+ Vika 23-32: kr. pr. dilk Vika 33: kr. pr. dilk Vika 34: 800 kr. pr. dilk Vika 35: 500 kr. pr. dilk Vika 36: 200 kr. pr. dilk Bændasamtök Íslands sjá um greiðslu álagsins til bænda og verður það greitt í einu lagi fyrir lok október með sama hætti og beingreiðslur. Aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur Athygli kúabænda sem hyggjast selja greiðslumark í mjólk á þessu verðlagsári er vakin á því að frestur til að skila tilkynningum eum aðilaskipti að greiðslumarki rennur út þann 20. júní n.k. Bændasamtök Íslands taka við tilkynningunum fyrir hönd Landbúnaðarstofnunar. Snorri Sigurðsson hjá Sól ehf. og Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Auðhumlu handsala samninginn um söluna á Emmessís. Frá mjólkurkvótamarkaðnum í Danmörku Jafnvægisverð á danska mjólkurkvótamarkaðnum í maí var 4,14 DKR/kg mjólkur með 4,36% fituinnihaldi. Alls voru 72 milljón kg mjólkur seld við þessu verði. Af 404 framleiðendum sem vildu selja, voru tilboð frá 297 eða 73,5% samþykkt. Þá voru boð frá Alþjóðlegur samanburður á launakostnaði 2004 Á Íslandi er heildarlaunakostnaður á almennum vinnumarkaði mestur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 29 evrur á vinnustund en minnstur í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 22,5 evrur samkvæmt evrópskri rannsókn á launakostnaði. Hlutfall annars launakostnaðar en launagreiðslna af heildarlaunakostnaði er hæst í samgöngum og flutningum, 17% en lægst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 14,7%. Samanburður á launakostnaði í þeim atvinnugreinum sem rannsóknin nær til á Íslandi sýnir að heildarlaunakostnaður á Íslandi er í öllum tilvikum hærri en meðaltal heildarlaunakostnaðar innan Evrópusambandsins. Ef borin er saman heildarlaunakostnaður á Íslandi og meðatal heildarlaunakostnaðar innan evrusvæðisins er munurinn hins vegar minni. Heimild: Hagstofa Íslands 508 framleiðendum af 1199 sem vildu kaupa (42%) samþykkt. Að meðaltali keypti hver framleiðandi því 140,400 kg. /EB Heimild: maelkeudvalget.dk. Orð í umæðunni Gengisvísitala Gengisvísitala íslensku krónunnar mælir verðgildi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni. Þegar vísitalan hækkar er verð erlendra gjalmiðla að hækka í krónum talið. Hækkun vísitölunnar jafngildir því lækkun á gengi íslensku krónunnar (krónan að veikjast). Þegar vísitalan lækkar er gengi krónunnar hins vegar að hækka (krónan að styrkjast). Vísitalan er samsett úr myntum þeirra þjóða sem við eigum mest viðskipti við. Seðlabanki Íslands endurskoðarárlega samsetninguna í ljósi utanríkisviðskipta ársins á undan. EBITDA e. Earnings Before Interest, Taxes, Depreciation and Amortization Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir. EBITDA er mikið notaður mælikvarði á framlegð fyrirtækja, eða því hvað reksturinn er að skila. Nettóframlegð er reiknuð með því að deila veltu (án söluhagnaðar) upp í EBITDA.

31 31 Vefrænt aðgengi BÍ að landfræðilegum gögnum Loftmynda ehf Föstudaginn 25. maí skrifuðu Bændasamtökin og Loftmyndir ehf undir samning þar sem BÍ og ráðgjafaþjónustur bænda fá vefrænan aðgang að landfræðilegum gögnum Loftmynda ehf. Loftmyndir ehf hafa nú yfir að ráða myndum af öllu landinu sem þeir ætla framvegis að halda við með reglubundnum hætti. Loftmyndir með mikla nákvæmni eru mikilvæg stoð við margt sem ráðunautar og bændur fást við á hverjum degi, t.d. mælingar á ræktunarlandi, skurðum og girðingum, úttektarvinna ýmis konar, hnitun landamerkja o.s.frv. Ráðunautar fá því með þessum samningi aukna möguleika til að efla þjónustuna og bændur njóta góðs af. Nánari umfjöllun um þá möguleika sem þessi samningur felur í sér verður í næsta Bændablaði. Frá undirritun samningsins á milli BÍ og Loftmynda ehf. Það gerðu framkvæmdastjórarnir Sigurgeir Þorgeirsson t.v. og Örn Arnar Ingólfsson t.h.

32 32 Líf og starf Um útbeit nautgripa Hvaða reglur gilda í nágrannalöndunum og hvaða kröfur eru gerðar hér á landi? DANMÖRK Í skýrslu danska dýrasiðfræðiráðsins (Dyreetisk Råd) frá febrúar 2006 kemur fram að ráðið telur útbeit mjólkurkúa hafa jákvæð áhrif á heilbrigði og frjósemi. Sömuleiðis minnki árásargirni, lægra settar kýr eigi auðveldara með að forðast þær hærra settu og kýrnar fái tækifæri til eðlilegrar félagslegrar hegðunar. Kýrnar hreyfa sig meira, eiga auðveldara með að leggjast og standa upp og hvíldaratferli er ótruflað. Hreyfingin eykur einnig þol og heilbrigði kúnna. Niðurstaða ráðsins er sú að útbeit sé eðlileg leið til að tryggja velferð mjólkurkúa og að almennt eigi allar kýr að fá möguleika til beitar. Ráðið gerir sér jafnframt grein fyrir að ýmsir ókostir geti fylgt útbeitinni og að margir bændur telji of mikla vinnu og annað óhagræði fylgja útbeit. Ráðið ítrekar þó að ef kýr fái ekki aðgang að útbeit sé þar með gengið á velferð þeirra. Dönsk löggjöf gerir aðeins bændum með lífrænan búskap skylt að hafa kýrnar úti a.m.k. 150 daga á ári en Arla, sameinað mjólkurbú Dana og Svía og annað stærsta mjólkurbú Evrópu, beinir eindregnum tilmælum til danskra mjólkurframleiðenda um að þeir beiti kúnum út. Arla vísar hér bæði til velferðar dýranna og ímyndar mjólkurframleiðslunnar. SVÍÞJÓÐ Samkvæmt dýraverndarlögum Lex Lindgren er sænskum kúabændum Fóðrun mjólkurkúa Katrín Andrésdóttir dýralæknir, Landbúnaðarstofnun skylt að setja kýr sínar út. Sænska ríkisstjórnin færði rithöfundinum Astrid Lindgren þessa óvenjulegu gjöf, dýraverndarlög, í tilefni áttræðisafmælis hennar. (Fáir vita að Astrid Lindgren er á heimsvísu jafnvel frægari fyrir baráttu sína fyrir bættri meðferð dýra en fyrir bækur sínar. Gjöfin var því vel til fundin, en Astrid sjálfri fannst of skammt gengið í lögunum). Sænsku kröfurnar eru þær að allir nautgripir sex mánaða og eldri (að undanskildum graðneytum) njóti samfelldrar útbeitar á tímabilinu 1. maí-1. október, frá tveim upp í fjóra mánuði eftir lénum. Mjólkurkýr eiga að njóta útivistar sex tíma á dag, aðrir nautgripir allan sólarhringinn. NOREGUR Norðmenn hafa bundið í reglugerð (2004) kröfu um átta vikna útivist nautgripa (graðneyti undanskilin) að sumarlagi. Reglugerðin gerir ráð fyrir að stundum sé ekki hægt að koma við útbeit vegna staðhátta, kúnum sé þá tryggð útivist í Þegar kýrnar dansa Danskir bændur bjóða þéttbýlisbúum heim þegar kúnum er hleypt út á vorin sérstökum gerðum viðurkenndum af Matvælastofnun (Mattilsynet). Sömuleiðis er undanþága frá útbeitarkröfunni fyrir kýr í lausagöngufjósum fram til 1. janúar ÍSLAND Í 5. gr. reglugerðar nr. 438/2002, um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra segir m.a. um fóðrun og umhirðu: Tryggja skal öllum gripum, nema graðnautum eldri en sex mánaða, 8 vikna útivist hið minnsta ár hvert. Héraðsdýralæknar hafa hver í sínu umdæmi eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt. Þeir gefa árlega út framleiðsluleyfi sem veita heimild til sölu nautgripaafurða. Héraðsdýralæknar skulu m.a. fylgjast með því að ákvæði um útivist séu virt og krefjast úrbóta skriflega ef bændur parraka kýr sínar inni allt árið. Í 17. gr. kveður á um refsiákvæði og gildistöku: Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varðar sektum eða fangelsi ef sakir eru miklar. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála. Nokkrir íslenskir kúabændur vilja gjarna losna við þá kvöð að beita út kúnum, þetta á einkum við þá sem eru með stór mjaltaþjónafjós. Því er til að svara að útbeitina verður að skipuleggja rétt eins og umferðina innanfjóss. Oft þarf að malarbera gönguleiðir og breyta girðingum. Auk þess má benda á að íslenska reglugerðin kveður aðeins á um útivist en ekki útbeit. Þar með opnast leið til að nýta gerði við fjósin. Frjáls umferð kúa út og inn er besti kosturinn allt árið. Þeir sem gefið hafa kúnum kost á að velja útigöngu í gerðum geta borið vitni um að kýrnar fara út í alls konar vetrarveðrum. Yfir sumartímann vilja kýrnar gjarna geta leitað skjóls inni fyrir jafnt sólskini sem rigningarhryðjum, ferðirnar út og inn verða oft margar á dag. Gott er að fá ráðunaut sér til aðstoðar til að skipuleggja beitarmöguleika nálægt fjósinu. Aðgengi að hreinu drykkjarvatni á beitinni er mikilvægara en margan grunar, sömuleiðis skjól fyrir veðrum og vindi. Útbeit/útivist mjólkurkúa er því verkefni sem bændur þurfa að takast á við frá nýju sjónarhorni. Útbeit snýst um velferð kúnna og þar með afkomu bóndans. Auk þess snýst málið um gegnsæi framleiðslunnar og traust neytenda. Nú berast þess utan fréttir af rannsóknarniðurstöðum sem sýna fram á meiri hollustu mjólkur úr kúm sem haldið er til beitar, þar má nefna hærra E-vítamín innihald og meira af fjölómettuðum fitusýrum, t.d. omega-3 og CLA. HEYRT Í SVEITINNI Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður Þá að síðari pistli um vorverkin. Dauðum lömbum safnað á 12 stöðum víða um land Eitt af því sem þarf að gera áður en sumarið gengur í garð er að þrífa kæliristina (eimsvalann, kondensinn) á kælivél mjólkurtanksins. Ef hún er orðinn hálfstífluð af ryki og skít er hætta á að hún bili eða ofhitni með tilheyrandi leiðindum, kostnaðarsamri viðgerð og ónýtri mjólk og það kalla ég trassaskap eða kæruleysi. Helsti bilunartími mjólkurtanka er á sumrin sem skýrist af þessum þáttum og vegna þess að of heitt verður við kælivélina og loftræsting er léleg. Ef þið gerið þetta sjálfir þá er það þannig gert í stórum dráttum. Þar sem hreinsun hefur verið framkvæmd árlega er oftast nóg að bursta úr ristinni með stífum þurrum bursta upp og niður (aldrei þvert á ristina því þá leggjast þær flatar) og athugið að ristarnar eru flugbeittar og geta skorið illa. Ef mikil óhreinindi hafa safnast inní kælinn er þörf á að láta renna í gegn með heitu vatni helst innan frá, en það er meiri aðgerð og krefst ítrustu varkárni svo ekki fari vatn í rafbúnað. Hafið samband við fagmann ef þið viljið frekari upplýsingar um framgang þessa vorverks. Ekki þarf að taka það fram að tankurinn á að vera tómur þegar þetta er gert. Síðan má benda þeim á sem eru að kaupa nýja mjólkurtanka að nú er hægt að fá þá með vatnskældum kælivélum og þá sleppa menn við þennan hluta þ.e. engin kælirist. Þá að öðru vorverki en það er að malbera hlaðið framan við mjólkurhúsið ef það er ekki steypt eða lagt slitlagi (nota perlumöl eða meðalgrófa þvegna möl). Þetta er alveg bráðnauðsynlegt, í fyrsta lagi vegna þess að það berst minni drulla inn í mjólkurhúsið og í öðru lagi minnkar það hættu á hugsanlegu smitferli milli bæja, t.d. með mjólkubílnum og bílstjóranum, s.s. drullupest og þess háttar uppákomur. Og í guðs bænum sjáið til þess að skepnur, s.s. kýr, kálfar og geldneyti, komist ekki inná hlaðið fyrir framan mjólkurhúsið og drulli þar eða leki mjólk því það getur haft slæmar afleiðingar á næstu bæjum eins og áður var vikið að, auk þess sem hlaðið á að vera þurrt og snyrtilegt, ekki bara samkvæmt reglugerðum heldur líka samkvæmt almennu áliti um snyrtimennsku. Og til að kóróna meistaraverkið þarf að þrífa og hefla heimreiðina og tína rusl úr skurðum meðfram henni eftir veturinn. Og sjá, þú býrð á snyrtilegasta bænum í sveitinni og getur verið býsna rogginn með þig. Nú stendur yfir rannsóknaverkefni sem ætlað er að leita orsaka lambadauða. Leitað er sérstaklega eftir því að fá til rannsóknar lömb, sem deyja frá því 1-2 vikum fyrir tal og fram til 1-2ja daga aldurs þ.e. dauðfædd lömb og veikburða. Til að koma til móts við bændur og létta mönnum sendingu á lömbum hefur verið komið upp söfnunarstöðum fyrir lömb út um land, þar sem menn geta látið lömbin sjálfir í einangrað fiskikar eða kælikistu. Ef kæling er nógu góð, má í flestum tilfellum geyma lömbin allt að viku. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir leggur mikla áherslu á að bændur skili lömbunum á söfnunarstaðinn þannig að það sé hægt að finna út hver ástæðan er fyrir lambadauðanum. Vakni spurningar hjá bændum og búaliði vegna verkefnisins er Dauðfæddu lömbunum á að skila í einangruð fiskikör, sem eru á söfnunarstöðunum. Til kælingar má nota ís eða snjó í lokuðum pokum eða frystikubba. Það er kannski er einfaldast, leggja hjá hverju lambi í poka eða kassa 1-2 litlar plastflöskur með frosnu vatni, sem menn hafa tiltækar í frystikistunni. hægt að hafa samband við Sigurð í síma Söfnunarstaðirnir 12 eru þessir; Tilraunastöðin á Keldum, Borgarnes, Búðardalur, Borðeyri, Blönduós, Sauðárkrókur, Möðruvellir, Húsavík, Kópasker, Egilsstaðir, Skinney á Höfn og gamla sláturhús Hafnar á Selfossi. Dýralæknar og ráðunautar á hverjum stað hvar hver og einn söfnunarstaður er í þorpunum eða bæjunum. MHH Sigurður Sigurðarson, dýralæknir hefur komið sér upp aðstöðu í gamla sláturhúsi Hafnar á Selfossi þar sem hann kryfjir dauðfædd lömb. Hann hvetur bændur til að taka þátt í verkefninu og koma dauðum lömbum á söfnunarstaðina tólf, það sé nauðsynlegt að fá góða þátttöku í rannsóknarverkefninu svo það skili marktækum niðurstöðum. Hér er hann við fjögur dauð lömb, sem skilað var inn á Selfossi.

33 33 Vorbeit sauðfjár á tún Víst er vorið komið þear lambféð er farið að dreifa sér um túnn. Það er að sjálfsögðu þægilegt að nota tún sem beitar- og vörsluhólf fyrir lambær og það hefur einnig sýnt sig að þrif lamba eru best ef ærnar ganga á túnum. En böggull fylgir skammrifi, vorbeitin hefur áhrif á sprettu og gróðurfar túnsins. Þessi áhrif hafa verið mæld öðru hvoru allt frá því fyrir fyrra stríð og í flestu hefur niðurstöðum borið saman. 1. Uppskera í slætti verður talsvert minni, algengt er að munurinn sé um 700 kg af þurrefni á hektara. Það eru um þrjú ærfóður. Í fóðureiningum talið er munurinn um FEm. 2. Við slátt á sama tíma er meltanleiki uppskeru rúmlega 1% hærri af beittu túni en friðuðu. 3. Við slátt á sama tíma er próteinprósenta 1% hærri af beittu túni en friðuðu. 4. Frá sláttarbyrjun er spretta og meltanleikafall beittra og friðaðra túna nánast hið sama. 5. Vorbeitin mæðir mikið á vallarfoxgrasi og hlutfall þess í uppskeru er minna ef beitt er. Þeim mun meira verður af óvinsælli tegundum og meira ber á varpasveifgrasi og arfa. 6. Vorbeitin hefur ekki áhrif á endurvöxt eftir slátt á sama tíma. RB CanDig Frá Kanada léttar og stöðugar. Tvær stærðir, nokkrar útfærslur. CD11 = Þyngd 385kg 5.5Hp togkraftur ca kg. Dýpi 137cm CD21 = Þyngd 544kg 9HP togkraftur ca.1500 kg. Dýpi 183cm / 6fet Eigum til eina CD21 til sýnis og sölu. Aukahlutir: Staurabor, ripper, þumall/ Nánari upplýsingar: sala@candig.is og í síma: Umboðsaðili á Íslandi : Svansson ehf

34 34 Tími byggðahátíðanna að renna upp Sumarið er tími héraðs- og byggðahátíða. Þær eru af ýmsum toga og óhætt að segja að mikill vöxtur hafi hlaupið í þær hin síðari ár. Nú er búið að stofna samtök um þessar hátíðir og samkvæmt yfirliti frá þeim er fjöldi hátíða talinn í tugum, ef ekki hundruðum. Ætli sú fjölmennasta ár hvert sé ekki Fiskidagurinn miklu ir erlendum þjóðum, safnadagar, tónlistarveislur, matarhátíðir, bændamarkaðir og svo framvegis og framvegis. Bændablaðið vill sinna þessu hátíðarhaldi eins og hægt er og birtir hér fréttir af nokkrum hátíðum. Um leið viljum við hvetja hátíðarhaldara að senda blaðinu upplýsingar um komandi hátíðir, helst með sæmilegum fyrirvara, á netfangið Uppskera og handverk 2007 á Hrafnagili Handverkshátíð á Hrafnagili á sér 15 ára sögu og hefur tekið töluverðum breytingum á þeim tíma. Nú er þetta blanda af handverkshátíð og bændamarkaði þar sem meðal annars er unnið að verkefnum eins og myndin hér til hliðar er til vitnis um. Þema hátíðarinnar í ár verður Kornið og er það valið í samráði við Landssamband kornbænda og fleiri aðila úr íslenskri kornrækt. Eins og í fyrra verður nú valinn handverksmaður ársins. Einnig verða Norðmenn fyrirferðarmiklir á sýningunni því von er á 20 manna hópi listamanna frá Noregi á hátíðina. Nánar verður greint frá hátíðinni þegar nær dregur en hún er haldin ágúst. Tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur í Hveragerði: Fjölbreytt og lifandi dagskrá Tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur verður haldin í Hveragerðiskirkju dagana júní nk. og verður það í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin. Listrænir stjórnendur eru hjónin Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Þau skipa, ásamt Peter Máté píanóleikara, Tríó Reykjavíkur sem ásamt öðrum tónlistarmönnum stendur að flutningi á hátíðinni. Auk tríósins koma fram mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson, Greta Guðnadóttir fiðluleikari og Guðmundur Kristmundsson víóluleikari, en tvö þau síðastnefndu eru búsett í Hveragerði. Á efniskrá allra þrennra tónleikanna er fjölbreytt og aðgengileg tónlist þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Beethoven-veisla er yfirskrift fyrstu tónleikanna, föstudagskvöldið 8. júní kl. 20. Þá verða eingöngu flutt verk eftir Ludvig van Beethoven en á þessu ári eru 180 ár liðin frá andláti hans. Víkingur Heiðar ríður á vaðið með hinu undurfagra lagi Til Elísu. Síðan skiptir hann um ham og vindur sér í eina af voldugustu píanósónötum tónskáldsins sem nefnd er Appassionata. Tríó Reykjavíkur lýkur svo tónleikunum með allra þekktasta píanótríói Beethovens, Erkihertogatríóinu. Alþýðleg tónlist er yfirskrift annarra tónleikanna, laugardaginn 9. júní kl. 17, þar sem efnisskráin er í senn alþýðleg og alþjóðleg. Tónleikarnir hefjast á flutningi Gunnars og Peters á verki fyrir selló og píanó eftir Frakkann Francois Couperin, sem uppi var á seinni hluta 17. aldar og fram á þá 18. Síðan vindur sögunni fram á 20. öldina í Rússlandi. Þá koma fram báðir píanóleikararnir, Peter og Víkingur Heiðar, og leika fjórhent nokkra þætti úr hinu fræga verki Pétrúska eftir Stravinsky. Síðastur fyrir hlé er svo Sígauninn (Tszigane) eftir Maurice Ravel í flutningi Guðnýjar og Peters. Eftir hlé verður farið á heimaslóðir. Guðrún Jóhanna og Víkingur Heiðar munu flytja margar af fegurstu söngperlum tónskáldanna Sigfúsar Einarssonar, Emils Thoroddsen, Jóns Leifs, Jórunnar Viðar, Jóns Nordal, Ólafs Ó. Axelssonar og Sigvalda Kaldalóns. Þriðju tónleikarnir, sunnudagskvöldið 10. júní kl. 20, bera yfirskriftina Um lífið og ástina. Fyrst á efnisskránni er katalónska þjóðlagið Söngur fuglanna, í umritun fyrir mezzósópran, selló og píanó, eftir X. Montsalvatge, í flutningi Guðrúnar Jóhönnu, Gunnars og Peters. Í kjölfarið fylgja spánskar rómönsur sem teknar eru úr svokölluðum zarzúelum, óperettum þar sem tal, söngur og dans skiptast á. Þá kemur hinn tryllti dans Mefistóvalsinn í flutningi Peters. Eftir hlé hefst leikurinn á píanókvintett eftir Robert Schumann þar sem tónskáldið tjáir eiginkonu sinni Clöru Schumann eilífa ást sína. Við píanóið verður Víkingur Heiðar og með honum allir strengjaleikarar hátíðarinnar. Í lokin verða flutt tvö lög eftir tónskáld frá Hveragerði. Atli Heimir Sveinsson hefur fært lögin í hátíðarbúning. Allir flytjendur taka þátt en nöfn tónskáldanna verða ekki gerð opinber fyrr en í hátíðarlok. Laugardaginn 9. júní verður Listasafn Árnesinga í Hveragerði enduropnað eftir viðgerðir með sýningunni Að flytja fjöll. Þar verða til sýnis verk eftir Ásgrím Jónsson í samhengi við verk yngri listamanna. Listunnendum gefst því kostur á að slá tvær flugur í einu höggi með því að byrja á að sjá sýninguna í Listasafninu kl. 15 og hlýða svo á tónleika í kirkjunni kl. 17. Kaupþing er aðalstyrktaraðili tónlistarhátíðarinnar sem haldin er á vegum menningar- og bókasafnsnefndar Hveragerðisbæjar og Tónlistarfélags Hveragerðis og Ölfuss. Hátíðin hóf göngu sína vorið 1997 og var haldin árlega fram til 2002 en hefur nú verið endurvakin eftir fjögurra ára dvala. Miðasala er á bæjarskrifstofunum, á bókasafninu og við innganginn. Dagskrá um Jónas frá Hriflu og þátt hans í uppbyggingu skólaseturs á Laugarvatni: Jónasarvaka í júníbyrjun Jónas frá Hriflu og Laugarvatn eru yfirskrift Jónasarvöku sem haldin verður á Laugarvatni laugardaginn 9. júní næstkomandi. Efnt verður til málþings samtímanum. Fóstri héraðsskólanna Skólafrömuðurinn Jónas frá Hriflu er yfirskrift tölu Helga Skúla Kjartanssonar, prófessors við KHÍ, og Laugarvatn borgarvirki í gamla Héraðsskólanum þar stjórnmálastarfs Jónasar nefnist sem flutt verða erindi um ævi og störf Jónasar Jónssonar, skólamannsins erindi Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings sem á sínum tíma og ráðherrans. Víða ritaði ævisögu Jónasar. Pétur verður komið við en rauði þráðurinn verður þó þáttur Jónasar Ármannsson fjallar um Laugarvatn á teikniborði húsameistarans Guðjóns í uppbyggingu skólaseturs á Samúelssonar og Gerður Laugarvatni sem hann átti hugmyndina að, jafnframt því sem hann barðist mjög fyrir framgangi málsins. Þá bast Jónas staðnum sterkum böndum og varð holdtekja hans í margra vitund. Samkoman verður sett kl. 11 við hús Menntaskólans að Laugarvatni þar sem Hvítbláinn, sem Jónas vildi að yrði þjóðfáni Íslendinga, verður dreginn að húni. Síðan verður farið í göngu um Laugarvatn þar sem meðal annars verður höfð viðkoma á stöðum á Laugarvatni sem meðal annars tengjast starfi Jónasar og Steinþórsdóttir, dótturdóttir Jónasar, ræðir um afa sinn, Jónas og tengsl hans og fjölskyldunnar við staðinn. Síðastur frummælenda er Kristinn Kristmundsson, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, og ræðir hann um Skólasetrið í tímans rás í ljósi hugmynda Jónasar um þróun þess. Jafnhliða þessum atburði verður opnuð sýning í Héraðsskólanum á nokkrum ómetanlegum munum úr eigu skólans auk þess sem flutt verða nokkur viðtöl við Jónas sem til eru í segulbandasafni Ríkisútvarpsins. annarra frumkvöðla að skólasetrinu. Fyrirlestrar um Jónas og Laugarvatn Málþingið hefst klukkan 13 sundvíslega. Þau sem leggja þar orð í belg eru Ívar Jónsson, prófessor á Bifröst, en erindi hans nefnist Samtímann í Jónasi og Jónas í Undirbúningur er kominn í fullan gang fyrir bæjarhátíðina Hamingjudaga sem haldnir verða í þriðja sinn dagana 29. júní til 1. júlí á Hólmavík. Menningarmálanefnd Strandamanna hefur nú ráðið Bjarna Ómar Haraldsson framkvæmdastjóra hátíðarinnar, en hann hefur einnig verið framkvæmdastjóri hin tvö árin. Lagasamkeppni í tilefni hamingjudaga á Hólmavík fór fram á laugardaginn var. Það var Arnar Jónsson sem sigraði keppnina með lagi sínu Hólmavík er best, en áhorfendur í sal kusu sigurlagið. Þrír aðrir keppendur tóku þátt að þessu sinni og í ár voru lögin öll úr heimabyggð. Við prófuðum að hafa þennan hátt í fyrra og skemmst er frá að segja að við fengum fullt hús og fólk kunni vel að meta að fá að taka þátt í vali á Hamingjulaginu. Fyrsta árið var það dómnefnd sem kom saman fyrir luktum dyrum og valdið lagið. Þetta var því þriðja Hamingjulagið sem við völdum, segir Bjarni. Bjarni Ómar telur að hátíðin hafi þegar öðlast sess í hugum heimamanna og ekki síst þeirra Í þjóðlegum anda Á kvöldvökunni í veitingahúsinu Lindinni, sem hefst kl , verður slegið á léttari strengi. Tekið verður á móti gestum með sérlöguðum fordrykk Laugarvatni og svo verður borinn fram þríréttaður kvöldverður. Að honum loknum verður efnt til skemmtunar, sem gesta sem sótt hafa Hólmavík heim á Hamingjudögum. Þá telur Bjarni að hátíðin ætti að geta öðlast viðurkenningu sem einn mikilvægasti liður í menningarlífinu með virkri þátttöku heimamanna sem gætu komið enn frekar inn í skemmtidagskrá og aðra viðburði. Ef vel er skoðað eru fáir þættir í svona hátíð sem heimamenn eru ekki tilbúnir til að leysa sjálfir og það dylst engum að þátttaka heimamanna og baklandið frá þeim er grunnurinn að því að vel takist til. Markmið Hamingjudaga hafa frá upphafi verið að bjóða upp á dagskrá þar sem flestir aldurshópar kunna að finna eitthvað við sitt hæfi. Bæjarhátíð eins og Hamingjudagar þarf að vera í stöðugri endurskoðun þó vissir liðir myndi ákveðna festu í hátíðinni. Áfram verður til að mynda haldið í hverfisliti sem hafa sett sinn í svip á bæinn með því móti að íbúar skreyta hús sín og umhverfi með ákveðnum litum eftir því hvar í bænum þeir búa. Í dagskránni hafa borið hæst fram að þessu, listsýningar, smiðjur, kassabílarall, dansleikir, útiskemmtun á laugardegi og ýmis afþreying samhliða henni. Þá hafa atburðir Bjarni Harðarson alþingismaður stýrir, og verður hún í þjóðlegum anda. Kjartan Lárusson fjárbóndi stjórnar glímusýningu, Laugvetningurinn Bjarni Þorkelsson fer fyrir hópi landsþekktra sagna- og kvæðamanna, Regína Magg syngur einsöng, auk þess sem félagar úr Kirkjukór Laugdæla syngja nokkur lög sem tengjast Laugardalnum enn fremur verður fjöldasöngur eins mikill og tíminn leyfir. Að lokum verður slegið um dansleik þar sem söngkonan Hjördís Geirsdóttir og félagar leika. Hópur hollvina Heiðursgestur Jónasarvökunnar er Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, fyrrverandi menntamálaráðherra, einn þúsunda Íslendinga sem í tímans rás hafa sótt sína menntun að Laugarvatni og man er Jónas kom í skólann og las skólanemum pistilinn. Það eru hópur hollvina Héraðsskólans að Laugarvatni sem stendur að Jónasarvökunni. Fyrir þeim fer Guðmundur Guðmundsson, en hann hefur haft veg og vanda af öllum undirbúningi og gefur allar nánari upplýsingar í síma og á netfanginu Á Laugarvatni eru sameinuð flest fegurðareinkenni íslenskrar náttúru og þau skilyrði sem mesta þýðingu hafa fyrir uppeldi ungra manna. Enginn annar staður á Íslandi er að öllu samantöldu jafn góður fyrir fjölmennan skóla eins og Laugarvatn. Jónas Jónsson í Tímanum í júlí 1928 Hamingjudagar hafa þegar fest sig í sessi í hugum heimamanna jafnt sem gesta segir Bjarni Ómar Haraldsson framkvæmdastjóri Hamingjudaga á Hólmavík sem samstarfsaðilar hafa boðið upp á orðið meira áberandi og tengjast dagskránni enn frekar ef allt gengur eftir. Þar má t.d. nefna Furðuleika Sauðfjárseturs á Ströndum sem nú hafa verið dagsettir á sunnudegi um Hamingjudagahelgina og vonandi mun Leikfélag Hólmavíkur koma að þessum Hamingjudögum sem hinum fyrri. Á síðasta ári var lögð aukin áhersla á að auka almenna þátttöku og virkni gesta með því að bjóða upp á ýmsar smiðjur. Þetta er dæmi um það sem gekk ekki upp fjárhagslega en segir ekkert til um að hugmyndin sé ekki góð eða eigi fullt erindi. Þeir sem nýttu sér smiðjurnar tala mikið um hve gaman var að taka þátt í þeim. Þetta verður þó erfitt þegar fjárhagurinn er þröngt skorinn og viðburðir þurfa að skila tekjum. Auðvitað tekur líka tíma fyrir gesti og heimamen að átta sig á því hvað er í boði og hvað af dagskránni það vill nýta sér. Þetta á sérstaklega við þegar dagskráin er umfangsmikil eins og hún hefur verið undanfarin tvö ár, sagði Bjarni Ómar að lokum. -kse

35 35

36 36 Líf og lyst Eingöngu íslenskt hráefni á matseðlinum Silvía Rún Rúnarsdóttir frá Neðra-Vatnshorni í Vestur-Húnavatnssýslu kom í starfskynningu til Bændasamtakanna á dögunum. Hún var hálfan dag í Bændahöllinni og nýtti tímann vel til þess að kynna sér þá starfsemi sem fram fer í húsinu. Einnig tók hún að sér nokkur verk fyrir samtökin, vann í myndasafninu og skrifaði fréttir fyrir nýja Bændablaðsvefinn. Daginn áður var Silvía í starfskynningu hjá Ferðaþjónustu bænda en bærinn hennar, Neðra-Vatnshorn, starfar einmitt innan þeirra vébanda. Íslensku hráefni er víða gert hátt undir höfði og nú hefur veitingastaðurinn Einar Ben í Reykjavík bæst í hóp þeirra sem velja íslenskt. Í júní verður kynntur þar nýr matseðill sem inniheldur eingöngu íslenskt hráefni. Þessi hugmynd fór í gang um áramótin og fer nú senn að líta dagsins ljós. Á nýja matseðlinum verður eingöngu íslenskt hráefni í öllum sínum fjölbreytileika. Matseðilinn verður mismunandi frá degi til dags, segir Steinar Þór Þorfinnsson, yfirkokkur á veitingastaðnum, og bætir jafnframt við: Við ætlum að reyna að vera með uppruna hráefnisins á matseðlinum, eins og til dæmis frá hvaða bónda nautakjötið kemur en ekki er víst að okkur takist það. Viðskiptavinirnir hafa gaman af að vita upprunann. Það hefur alltaf tíðkast erlendis og er að verða hér í meiri mæli. ehg Steinar Þór Þorfinnsson yfirkokkur á tröppum veitingahússins Einars Ben við Ingólfstorg í Reykjavík. Veglegur styrkur til fornleifarannsókna Aðstandendum fornleifarannsóknarinnar á hvalstöðinni í Hveravík við Steingrímsfjörð bárust gleðileg tíðindi þegar það kom í ljós að Fornleifasjóður hefði ákveðið að leggja til þriggja milljóna króna framlag til verkefnisins á þessu ári. Að sögn Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings gerir það verkefninu kleift að ná fram markmiðum sínum og vinna við rannsóknina hefst aftur strax í næsta mánuði. Undanfarin tvö haust hefur verið unnin undirbúningsrannsókn í Hveravík og meðal annars komið í ljós bræðsluofn frá 17. öld. Í sumar mun Ragnar ásamt Magnúsi Rafnssyni sagnfræðingi vinna að rannsókninni. Einnig taka þátt í henni danskur fornleifafræðingur og fornleifafræðinemar frá Bandaríkjunum sem lagt hafa stund á beinarannsóknir. Það er Strandagaldur ásamt Náttúrustofu Vestfjarða sem standa að verkefninu. Frá þessu er skýrt á vefnum Strandir.is Fljótlegir og funheitir eftirréttir Á sólríkum sumardögum er sérlega skemmtilegt að leggja aðeins aukreitis í matseldina og sleppa sér örlítið, jafnvel á virkum dögum. Þá eru heitir og kaldir og jafnframt einfaldir eftirréttir með rjóma eða ís tilvaldir fyrir heimilisfólkið. Sætir riddarar Fyrir 4 6 sneiðar franskbrauð 2 dl mjólk 4 dl heslihnetur, hakkaðar 2 msk. sykur 1 tsk. kanill 3 msk. smjör, til steikingar Aðferð: Setjið mjólkina í skál og veltið brauðsneiðunum upp úr. Veltið þeim nokkrum sinnum en passið að brauðið verði ekki gegnsósa í mjólk. Blandið saman hnetum, sykri og kanil og veltið brauðsneiðunum upp úr blöndunni. Steikið í smjöri á pönnu í um mínútu á MATUR hvorri hlið. Berið fram með sultu og sýrðum rjóma. Ávaxtasalat 1 epli 1 banani 20 hindber 12 jarðarber 6 msk. möndluspænir 4 msk. síróp (low carb) 60 g rjómi, þeyttur Aðferð: Skerið epli og banana í bita og skerið jarðarberin til helminga. Blandið saman í fallega skál. Dreifið möndluspæni yfir ásamt þeyttum rjóma og loks sírópinu yfir. Skemmtilegt er að skreyta með kókosflögum og súkkulaðispæni. Einfaldara getur það ekki verið! Bananapönnukökur með súkkulaðibitum 2 bollar hveiti 1 tsk. lyftiduft ½ bolli Canderel-strásæta 2 léttþeyttar eggjahvítur 50 g Létt og laggott, brætt 300 ml léttmjólk 1 tsk. vanilludropar 2 fullþroskaðir bananar, stappaðir ¼ bolli súkkulaðispænir smjör, til steikingar kanill Aðferð: Setjið hveitið í skál og gerið holu í miðjuna. Hrærið saman strásætu, lyftidufti, eggjahvítum, Létt og laggott, mjólk og vanilludropum. Hellið blöndunni í holuna í hveitinu og þeytið þar til blandan verður mjúk og jöfn. Hrærið bönunum og súkkulaðispænum saman við. Setjið lítið af smjöri og deigi á pönnuna og steikið við meðalhita þar til loftbólur byrja að myndast. Snúið þá pönnukökunni við og steikið þar til Sætir og einfaldir riddarar. hún verður gyllt og súkkulaðispænirinn farinn að mýkjast. Dreifið kanil yfir hverja pönnuköku. Berið fram stafla af heitum pönnukökum með ferskum skornum bönunum, jarðarberjum og ís. ehg Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

37 37 Uppstoppaðir hanar í Fljótshlíðinni Á bænum Eystri-Torfastöðum II í Fljótshlíðinni stunda Bjarni E. Sigurðsson öfluga ræktun á íslenskum hönum. Hann ræktar þá í tugatali af ýmsum stærð og gerðum sér til yndisauka. Það sem meira er, hann lætur stoppa hanana upp eftir að þeir hafa náð mánaða aldri og selur þá, bæði hér heima og erlendis. Uppstoppuðu hanarnir mínir hafa víða slegið í gegn. Þeir eru mjög vinsælir í tækifærisgjafir eins og í afmælisgjafir, brúðkaupagjafir og fleira og fleira, sagði Bjarni. Hann bætti því við að þetta væri nýsköpunarverkefni hjá sér, sem staðið hafi í tvö ár og tekist vonum framar. Hanarnir hjá honum ganga bæði úti og inni allt árið um kring og er einstaklega spakir og skemmtilegir. Þeir sem vilja skoða hanana hjá Bjarna geta haft samband við hann í síma MHH Uppstoppuðu hanarnir hjá Bjarna í Fljótshlíðinni eru mikið gefnir í tækifærisgjafir eins og í afmælisog brúðkaupagjafir. Flagheflar Vinnslubreidd 2,5 m Verð kr m. vsk. H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut Reykjavík Sími Orðsending til bænda Flugnaeyðing og eyðing kóngulóar er orðin hluti af vor- og sumarverkum til sveita Eins og undanfarin ár mun ég veita þjónustu sem felst í að losa fólk við flugur í húsum og kóngulær sem oft setjast að í þakskeggi, við glugga, hurðir og valda fólki ama. Aðgerðin er hreinleg og farið eftir kröfum um meðferð eiturefna. ýtrustu Endingartími aðgerðar er undantekningarlítið 1 ár. Vinsamlegast látið vita af ykkur sem fyrst svo hægt sé að skipuleggja ferðir og veita sem besta þjónustu. Byrjað verður á Austurlandi en síðan mun ég verða að Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi eins og venjulega. Jón Svansson meindýraeyðir (Austfirðingurinn) Símar:

38 Smá auglýsingar 38 Til sölu Til sölu Roco 500 A pökkunarvél árg. 96. Lítið notuð. Uppl. í síma eða eftir kl. 20. Til sölu ýmsir nýir varahlutir í Bens 1513 og fl. gerðir. Uppl. í síma Til sölu lambhelt girðinganet, hæð cm og gaddavír, OMC heyskerar og rúllugreip. Uppl. í síma og Til á hagstæðu verði haugsuga ltr. haughrærur 5,2 m pinnatætari 3 m hnífatætari 2,6m. Uppl. í síma og Til afgreiðslu flagvaltar 2,9 m, slóðar 4 m, flagjafnar 3 m, ýtutennur 2,65 m, lyftukrókar og vökvayfirtengi. Uppl. í síma og Á hagstæðu verði safnkassasláttuvél, 9 hjóla rakstrarvélar, stjörnumúgavélar og heytætlur. Uppl. í síma og Gaddavís, túngirðinganet og þanvír. Mjúkur gaddavír 2,2 mm, 7 strengja túngirðinganet 68 cm og þanvír 2,5mm. Gott verð. Sendum samdægurs. Bindir og vír ehf., Eyrartröð 2, Hafnarfirði, sími og , tölvupóstur: bindir@simnet.is Til sölu Deutz Fahr GP 220 rúlluvél árg. 84 í góðu ásigkomulagi, nýuppgerð botnkefli og búið að skipta um allar legur, reynslubolti sem aldrei hefur klikkað. Einnig Deutz Fahr sláttuvél KM 22, árg. 84. Uppl. í síma eða Til sölu Silawrap 7510 pökkunarvél árg. 90, 50 cm filma, í mjög góðu standi. Alltaf geymd inni. Uppl. í síma og Til sölu 200 CC Endurohjól sem hægt er að götuskrá á aðeins kr Vespur 50 CC verð aðeins kr og litlu 90 CC torfæruhjólin á aðeins kr Sjá www. endurohjol.com eða sími Úrvals vatnslímdur birkikrossviður 12mm og 9 mm.tilvalinn til innréttinga og innanhúsklæðninga. Einnig ofnþurrkuð fura 2,5 X5. Uppl. í síma Íslensk-Rússneska ehf. Til sölu greiðslumark í mjólk, lítrar, allt þessa árs kvóti. Tilboð sendist á netfangið: kvotinn@gmail. com Áskilinn er réttur til að taka kvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til sölu 4 ný dekk, 275 X 65 X 17, 30 þús. Einnig 4 álfelgur, 6 gata undan Pajero 01 með hálfslitnum dekkjum, 265 X 70 X 16, verð 20 þús. Á sama stað eru 4 stálfelgur, 6 gata, 15 á kr. 10 þús. Uppl. í síma Til sölu MF-135 árg. 69 og MF-35. Er að rífa Zetor 4911 með tækjum. Uppl. í síma Til sölu Urban kálfafóstra V20 ársgömul. NC Super 3000 haugdæla (2 m) árg. 97. Howard Rotarspreader 552 keðjudreifari. Traktorsdrifinn kornvals (þarfnast lagfæringar). Uppl. í síma eða Til sölu skófla á ámoksturstæki 180 cm. Passar á Veto- og Trimatæki. Verð kr án vsk. Uppl. í síma Til sölu þrískera vendiplógur, Krone sláttuvél 4 m, árg. 01, lítið notuð, Stoll rúllugreip sem staflar á endann Allt góð tæki. Uppl. í símum og Sími Fax Netfang augl@bondi.is Til sölu Man , árg. 90, búkkabíll, 4x4 og Ford Econoline, 4x4, árg. 96, breyttur á 44, skr. fyrir 17 skólabörn. Bíll í góðu standi. Einnig matari og aðfærsluband 8 m. Landsberg heyhleðsluvagn fjögurra tonna, árg. 86 og Deutz-Fahr baggavél árg. 86. Uppl. í síma eða Til sölu Benny s Harmony Elegant hnakkur, um 4 ára gamall í ágætu ástandi. Selst með gjörð, ístaðsólum og ístöðum. Er í Reykjavík. Verð kr. Uppl. í síma eða á lifstill@visir.is Til sölu Nissan Patrol GR SLX, 96 árg., ekinn km. Dekkjagangar af felgum. Bílaflutningavagn, árg. 01, burðageta 2 tonn, með heilum botni. Case 685 XL, 2X4, árg. 85. Case traktorsgrafa 580 G, árg. 87, á góðum dekkjum. 2 stk. gamlir Howard skítadreifararar. Kartöfluupptökuvél, Underhaug superfaun Kartöfluflokkunarvél Bording Maskinefabrike 80 árg. Eins fasa kælir í kartöflugeymslu. Kartöflusekkir, 100 stk., stærð 90x90x90cm. Hægt að nota undir korn. Útsæðiskassar (gamlir fiskikassar) 100 stk. Gamal flagvalti. Öll tæki eru á sanngjörnu verði. Uppl. í síma Til sölu tvískera plógur. Verð kr án vsk. Uppl. í síma Til sölu Suzuki Jimny árg. 01. Ekinn km, sjálfsk., 4x4, veltistýri, vökvastýri. Vetrardekk fylgja. Verð kr Uppl. í síma og Til sölu nýr 14 tonna vélavagn / flatvagn með vökvabremsum fyrir dráttarvél. Pallstærð 2,45 x 6,7 m. Verð kr , með vsk. - kr afsláttur. H. Hauksson ehf. sími Til sölu nýr 14 tonna flatvagn. Pallstærð 2,5 x 9,0 m. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf., sími Til sölu þak- og veggstál. Galv. 0,5 mm. Verð kr. 864 / m2. Galv. 0,6 mm. Verð kr. 978 / m2. Litað 0,45 mm. Verð kr. 860 / m2. Litað 0,5 mm. Verð kr / m2 Litað / stallað. Verð kr / m2. H. Hauksson ehf., sími Til sölu Polaris Cyclone 250 fjórhjól árg. 87. Uppl. í síma Til sölu Claas Rolant-46 árg. 96. Mc Hale-991 pökkunarvél árg. 00. Tæki í góðu lagi. Claas Rolant-46 árg. 91 og Kverneland UN-7512 pökkunarvél árg. 91. Þarfnast lagfæringa. Uppl. í síma Til sölu Vicon RF-121 rúlluvél árg. 00. Notuð u.þ.b rúllur, garnbinding. Verð kr án vsk. Uppl. gefur Erling í síma Til sölu Claas Markant-65 baggavél. Fæst fyrir sanngjarnt verð. Uppl. í síma Gísli. Til sölu Case 580 G 4x4 Turbo traktorsgrafa árg. 88. Notuð aðeins vst. Góð vél. Verð kr án vsk. Uppl. í síma eða Til sölu CatD-6-C árg. 74. Ford 550 traktorsgrafa árg. 79. Framhásing í Fiat Agri árg 84. Vélar í Zetor 7045 og Ámoksturstæki á Ford 4550, árg. 74. Tvöfaldanir á Zetor Vörubílsgrindur og pallar í rúlluvagna. Gaffalstykki af lyfturum. Einnig varahlutir í ýmsar gerðir bifreiða. Uppl. í síma , Þorbjörn. Landnámshænur. Til sölu ungar á Norðurlandi. Fjölbreyttir litir. Uppl. í síma Til sölu Bens 2626 vörubíll árg. 78 og Ford Econoline húsbíll árg. 79. Uppl. í síma eftir kl. 19:30. Til sölu Vicon RV-1601 sambyggð rúlluvél árg. 05, notuð í rúllur, geymd inni yfir veturinn. Áhugasamir hafi samband við Guðjón Torfa í síma eða í tölvupóst á fagridalur@snerpa.is Tilboð óskast í lítra greiðslumark í mjólk til nota á yfirstandandi verðlagsári. Tilboð sendist á netfangið: daufa@simnet.is fyrir 10. júní nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til sölu IH-784 árg hö. Ljótur en gott kram. Verð kr Uppl. í síma Til sölu nokkrar Galloway og Aberdeen Angus kýr og kvígur sem komnar eru að burði. Uppl. í síma eða Til sölu 6-7 hesta ISUZU sendibíll með lyftu. Árg. 98. Uppl. í síma Til sölu gömul pökkunarvél. Þarf að liðka barka. Selst ódýrt. Á sama stað óskast biluð dráttarvél. Uppl. í síma Til sölu sambyggð rúllu- og pökkunarvél New Holland BR-560, árg. 05, notuð rúllur. Fella fjölfætla TH-540. Pökkunarvél Auto-Wrap 1200, árg. 89, 50 cm plast. Óska eftir Deutz-Fahr KM-24 tromlusláttuvél, má vera biluð. Uppl. í síma Til sölu notaðir varahlutir úr Patrol, árg. 91 og 97. Uppl. í síma Til sölu vörubílspallur af fjögurra öxla bíl, eitt dekk á felgu undan haugsugu 400/55-22,5 og 700 ltr. mjólkurtankur. Selst ódýrt, mjög ódýrt. Uppl. sími Til sölu er Canon ip4200 litaprentari með ljósmyndagæði. Er enn í kassanum og alveg ónotaður. Verðhugm kr. sími Til sölu Scania M-93 árg. 88. Ekinn km. Sex hjóla. Heildarþyngd 18 t. Uppl. í síma Til sölu vindskjóttur stóðhestur IS Skjár frá Birgisskarði. Leiga kemur til greina. Uppl. í síma eða Til sölu Valmet 6200 árg. 00 og Vicon áburðardreifari. Uppl. í síma Óska eftir Óska eftir að kaupa sturtuvagn. Allar stærðir koma til greina. Uppl. í síma eða arholt@mi.is Óska eftir að kaupa MF-35 eða sambærilega vél. Helst gangfæra fyrir sanngjarnt verð. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa ódýran sturtuvagn. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa Ferguson M- 350 með ámoksturstækjum. Vinsl. hafið samband við Brand í síma Óska eftir að kaupa tveggja til fjögurra hesta kerru. Má þarfnast viðgerðar. Tveggja hásinga kemur aðeins til greina. Vinsl. hafið samband í síma eða ingolfurkg05@ru.is Óska eftir að kaupa dráttarvél með tækjum hö. Á sama stað er til sölu lítill viðarofn. Uppl. í síma Bráðvantar nothæfa gröfu. Aldur, útlit,og fyrri störf skipta ekki máli. Sími eða Hreiðar. Óska eftir að kaupa baggabindivél í góðu lagi. Þyrfti helst að vera staðsett á Norðurlandi vestra. Einnig óskast slóði. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa varahluti í Ford 3000 árg eða vél í heilu lagi. Einnig 4,2 ltr. vél í Patrol. Uppl. í síma , Þorbjörn ærgilda greiðslumark í sauðfé óskast keypt. Nánari upplýsingar hjá Búgarði á Húsavík í síma eða á netfangið msj@ bondi.is Atvinna Atvinnurekendur! Vantar ykkur starfsfólk? Nínukot aðstoðar við að útvega erlent starfsfólk. Áralöng reynsla. Tökum einnig að okkur frágang á formlegri skráningu og pappírsvinnu vegna erlendra starfsmanna. Upplýsingar og pöntun í síma Netfang: ninukot@ ninukot.is. Pólskur piltur á átjánda ári óskar eftir vinnu. Allt kemur til greina. Getur byrjað í fyrstu viku maímánaðar. Faðir piltsins er á Íslandi. Er enskumælandi. Uppl. í síma: eða velar@emax.is Óska eftir að ráða starfskraft til almennra sveitastarfa í sumar. Þarf ekki að vera vanur. Uppl. í síma Austurríkismaður óskar eftir að komast í sveit á Íslandi frá enduðum júlí til loka ágúst, helst nálægt höfuðborgarsvæðinu. Er með reynslu af landbúnaðarstörfum. Uppl. með netpósti: adnan.nakicevic@gmail. com Duglegur 13 ára strákur óskar eftir að komast í sveit í sumar. Er liðtækur í inni- og útiverk. Uppl. í síma Heilsa LR Henning kúrinn hefur slegið algerlega í gegn enda er hann hraðvirkur og bragðgóður. Ef þú hefur ekki pantað áður hjá LR þá eru þetta kjörin: Þú borgar fyrir; 6x Figuactiv 1x Próbalance 1x Strimla. 1x Figuactiv Te. og eins líters Aloe Vera brúsa FRÍTT með. LR gæti breytt lífi þínu eins og það er að breyta mínu í dag. Þú getur fengið vörurnar sendar heim til þín í póstkröfu eða sótt þær á lagerinn. Þetta er bara svo einfalt. Uppl. gefur Vala í síma Hestar Óska eftir að taka á leigu beitarhólf fyrir 10 hross á Suður- eða Vesturlandi. Tilbúinn að taka þátt í girðingum. Uppl. í síma , Þorvaldur. Veiði Gæsaveiðimenn. Til leigu er kornakur í A-Hún. u.þ.b. þrír ha í tveimur stykkjum ásamt mikilli nýrækt. Uppl. í síma eða Þjónusta Höfum tekið nokkrar gerðir af minkagildrum til sölu í verslun okkar varnir.is Allur búnaður til meindýravarna, vinnufatnaður og safnkassar. Eyði meindýrum, úða íbúðarhús og útihús við flugu og roðamaur. Hægt er að greiða í versluninni, með bankainnleggi eða með kreditkorti á öruggan hátt. Magnús Svavarsson meindýraeyðir, sími JÚGURHALDARAR Vélaval-Varmahlíð hf. sími: Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes

39 39 Æðarbændur Tökum á móti æðardúni til hreinsunar og sölu. Hafið samband í síma Dúnhreinsunin ehf. Digranesvegi Kópavogur Reiðstígurinn var vígður formlega þegar nokkrir hestamenn úr Ljúfi, ásamt forsvarsmönnum Landbúnaðarháskólans og Vegagerðarinnar riðu hann á hestum frá Eldhestum. Leiðin er hluti af heildstæðu reiðvegakerfi í Ölfusi og Hveragerði. Eins og sjá má á myndinni er riðið í gegnum skóglendi meðfram hlíðum Reykjafjalls. Nýr reiðstígur með fram Reykjafjalli í Ölfusi Nýr og glæsilegur reiðstígur hefur verið tekinn í notkun meðfram Reykjafjalli í Ölfusinu í landi Landbúnaðarháskóla Íslands. Það er reiðveganefnd Hestamannafélagsins Ljúfs í samtarfi við skólann og Vegagerðina sem unnu stíginn undir forystu Holgers Hansens hjá Landbúnaðarháskólanum. Guðni Tómasson, skrúðgarðyrkjumeistari í Hveragerði, og starfsmenn hans unnu stíginn. Samhliða reiðstígnum er göngustígur fyrir þá fjölmörgu sem fara í heilsubótargöngu með fram fjallinu. Við erum afskaplega ánægð með þennan stíg enda gjörbreytir hann allri aðstöðu fyrir hestamenn sem þurfa að ríða úr hesthúsahverfinu í Hveragerði út úr bænum. Þá hefur framkvæmdin öll verið til fyrirmyndar enda er þetta einn af glæsilegustu reiðstígum landsins, sagði Helga Ragna Pálsdóttir, hestamaður í Kjarri í Ölfusi, sem á sæti í reiðveganefnd Ljúfs. Hún bætti því við að nefndin hefði að undanförnu unnið markvisst að úrbótum í reiðvegamálum á svæðinu en áhersla hefur verið lögð á að færa reiðleiðir frá akvegum þar sem því verður við komið. MHH Holger Hansen, garðyrkjustjóri Landbúnaðarháskólans á Reykjum, opnaði stíginn formlega með því að klippa á borða líkt og ráðherrarnir gera. Holger var einn aðalmaðurinn við lagningu stígsins. Svanur G. Bjarnason, umdæmisstjóri Suðursvæðis hjá Vegagerðinni, fór m.a. á hestbak við vígslu nýja stígsins og reið hann fram og til baka með hópnum. Stígurinn er um 2 km að lengd og fjármagnaður af Sveitarfélaginu Ölfusi, Hveragerðisbæ og reiðvegasjóði Landssambands hestamanna.

40

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga Persónukjör í sveitarstjórnarkosningum tjó i í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga FINNLAND Kosningarréttur - kjörgengi Kosningarréttur sambærilegur

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf.

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. Miðvikudagur, 9. maí 2018 Ákvörðun nr. 14/2018 Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Samkeppniseftirlitinu barst bréf þann 27. mars 2018 þar sem tilkynnt var um kaup Basko ehf.

Detaljer

Skýrsla um starf dbúnaðarsafns Íslands á árinu 2011

Skýrsla um starf dbúnaðarsafns Íslands á árinu 2011 Skýrsla um starf Land dbúnaðarsafns Íslands á árinu 2011 Inngangur: Á árinu 2011 var starf safnsins í hefðbundnu fari. Lítið eitt var unnið að undirbúningi framtíðarmiðstöðvar þess í Halldórsfjósi. Það

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Auglýsir eftir bændum til að veiða ál

Auglýsir eftir bændum til að veiða ál Næsta blað kemur út 26. október Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Vaxandi áhugi fyrir veiðiminjasafni 2 Þráðlaust breiðband í Borgarfirði 4 Gulrætur 18 Rafrænt bókhald 10 Blað nr. 204

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda. 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag

Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda. 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag 4 Sauðfjárbændur bíða eftir kjötverði í sláturtíðinni 6-7 12-13 Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda Hamingjan er þar sem maður er, segir Jón Eiríksson 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27.

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð Bók þessi er gefin út í 300 eintökum. Matthías Johannessen Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð ÁRVAKUR HF. Umdir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 5. júní 2018 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga,

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Kristján G. Jóhannsson SKIPSNAFNIÐ JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Í HÁLFA ÖLD Mars 2017 Ljósmynd á forsíðu: Júlíus Geirmundsson ÍS 270 (I) nýkominn til landsins í mars 1967. Ljósmynd: Jón A. Bjarnason Skipsnafnið

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65.

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65. Noregur og norska kerfið Nanna Þórunn Hauksdóttir Jan 2010 Bæir og fólksfjöldi fjöldi Oslo = 880.000000 Bergen = 230.000 Stavanger = 190.000 Trondheim = 160.000 Fredrikstad/Sarpsborg = 100.000 Drammen

Detaljer

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. Í vinnslu 15. febrúar 2016 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1107 679. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). (Lagt fyrir Alþingi

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Ábúðarjarðir í ríkiseigu

Ábúðarjarðir í ríkiseigu Skýrsla nr. C17:03 Ábúðarjarðir í ríkiseigu júlí 2017 1 HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-5284 Heimasíða: www.hhi.hi.is Tölvufang: ioes@hi.is Skýrsla

Detaljer

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið, b.t. Vals Þráinssonar, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Reykjavík 11. mars 2016. Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Q E SAMTOKFJARMALAFYRIRTÆKJA lcelandic Financial Serviccs Association ms a m tö k fy rirtæ k ja SA Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík,

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag júlímánaðar, var hið 17. löggjafarþing, en hið 3. aukaþing sett í Reykjavík. Fyrat söfnuðust alþingismenn, ásamt landshöfðingja Magnúsi Stephensen, saman í alþingishúsinu,

Detaljer

Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnar

Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnar mbl Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnarr Áfangaskýrslaa 2009 Veðurvaktin Verkefnið er fjármagnað af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar Vinnuhópur um veðurfarsaðlögun

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

Býr til hátískufatnað úr súrri kúamjólk! Lægra hlutfall útgjalda á Íslandi fer til matvörukaupa en í ESB

Býr til hátískufatnað úr súrri kúamjólk! Lægra hlutfall útgjalda á Íslandi fer til matvörukaupa en í ESB 7 20-21 34 Dagur sauðkindarinnar Þar er íslenska kýrin í öndvegi Bærinn okkar Kolugil 19. tölublað 2011 Fimmtudagur 27. október Blað nr. 358 17. árg. Upplag 64.000 Þúsundir súpuskammta runnu út á kjötsúpudegi

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Apríl 2013 Efnisyfirlit Inngangur... 8 Rannsóknasvæði... 8 Aðferðir... 9 Niðurstöður... 10 Heiðagæsatalning

Detaljer

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Albert K. Imsland, Akvaplan-niva, Strandbúnaðarþing 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars Yfirlit erindis Lífsferill laxalúsar Hitastig og laxalús Laxalús

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Öryrkjabandalags Íslands

Öryrkjabandalags Íslands Öryrkjabandalags Íslands Efnisyfirlit Afmæliskveðja frá forseta Íslands 3 Ávarp formanns Öryrkjabandalags Íslands 4 Það er klár vilji minn að vel verði búið að öryrkjum Viðtal við Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850.

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. ii. VmBÆ'I'IB. Konúngleg frumvörp og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. 2 I. Frumvarp til opins bre Is viðvíkjandi breytíng á tilskipun 28. marz 1855 um 5Unn\1- og helgidagahald

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA Febrúar 2012 ISBN: 978-9979-871-58-3 EFNISYFIRLIT SAMANTEKT... 5 NIÐURSTÖÐUR OG TILLÖGUR NEFNDARINNAR... 8 1. INNGANGUR... 11 1.1. Skipan nefndarinnar...

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál] sþ. 118. Tillaga til þingsályktunar [115. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. (Lögð fyrir Alþingi á

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to)

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to) Viðauki Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs. 182 4to) Jóhannes B. Sigtryggsson, 2011 1 2 1 Hjartans elskulegu dætur mínar, Sigríður, Jórunn, Guðný, Katrín og Helga, ykkur, ykkar elskendum og afkomendum,

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. og 10. febrúar 2011. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Dagskrá ráðstefnunnar Miðvikudagur 9. febrúar: Heilbrigði og afföll í matfiskeldi. Seiðagæði. Eldisþorskur:

Detaljer

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN ORKUMÁL24 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 25 ISSN 127-563 ELDSNEYTI Útgáfa Orkumála með nýju sniði Á undanförnum árum hefur ritið Orkumál verið gefið út með tölulegum upplýsingum um íslensk orkumál, þ.e. raforkuiðnaðinn,

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. BA-ritgerð í lögfræði 33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. Jóhann Þorvarðarson Leiðbeinandi: Unnur E. Sveinsdóttir Apríl 2014 BA-ritgerð í lögfræði

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2008/EES/43/01 Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA 125/06/COL frá 3. maí 2006 um Orkusjóð Noregs..

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2008/EES/43/01 Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA 125/06/COL frá 3. maí 2006 um Orkusjóð Noregs.. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

Á R ÁR SRIT SRIT 2 SKÓGRÆ KTARINNAR

Á R ÁR SRIT SRIT 2 SKÓGRÆ KTARINNAR ÁRSRIT SKÓGRÆKTARINNAR 2016 Gefið út í júní 2017 Útgefandi Skógræktin Ritstjórn Pétur Halldórsson Ábyrgðarmaður Þröstur Eysteinsson Hönnun og umbrot Þrúður Óskarsdóttir Prentun Ísafoldarprentsmiðja ISSN

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs Reykjavík, 20. júní 2018 SFS2015060051 HG/ehp/en MINNISBLAÐ Viðtakandi: Sendandi: Skóla- og frístundaráð Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

Inngangur Skýrsla þessi er samin af vinnuhópi sem forseti Alþingis skipaði í júní 2014 til þess að endurskoða kosningalög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum í formi

Detaljer