Auglýsir eftir bændum til að veiða ál

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Auglýsir eftir bændum til að veiða ál"

Transkript

1 Næsta blað kemur út 26. október Auglýsingasíminn er Netfang Vaxandi áhugi fyrir veiðiminjasafni 2 Þráðlaust breiðband í Borgarfirði 4 Gulrætur 18 Rafrænt bókhald 10 Blað nr. 204 Upplag Bændablaðsins Þriðjudagur 12. október tölublað 10. árgangur Færeyingar vilja íslenskar mjólkurvörur Fríverslunarsamningur hefur verið undirritaður milli Færeyja og Íslands án milligöngu EFTA og er samningurinn nú til umfjöllunar hjá færeyskum yfirvöldum. Samningurinn, verði hann samþykktur, nær til allra afurða og er því víðtækari en aðrir fríverslunarsamningar að því er fram kemur á vefriti viðskiptaráðuneytisins. Einnig að ef samningurinn öðlast gildi megi segja að Færeyjar og Ísland verði eitt markaðssvæði fyrir alla vöru og þjónustu. Vitað er að áhugi er fyrir ýmsum íslenskum mjólkurvörum hjá færeyskum kaupmönnum og sagði Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, í samtali við Bændablaðið að vel væri fylgst með málinu og litið væri á þetta sem spennandi tækifæri ef þetta verður að veruleika.,,við munum skoða þetta vel en vitum hins vegar ekkert um hvernig verð mun koma út þegar upp verður staðið. Ákveðnir aðilar í Færeyjum hafa sýnt mjólkurvörum héðan áhuga og við höfum fengið skeyti þar um. Þeir segja að ef samningurinn verður að veruleika vilji þeir gjarnan fara að skoða verð og fleira. Okkar menn hafa farið til Færeyja og litið á aðstæður þannig að segja má að við séum farnir að leggja aðeins grunn að viðskiptum við Færeyjar," sagði Guðlaugur Björgvinsson. Ráðstefna til heiðurs Sigurði Blöndal áttræðum Þann 6. nóvember n.k. verður haldin ráðstefnan Þetta getur Ísland til heiðurs Sigurði Blöndal áttræðum, fyrrum skógræktarstjóra. Ráðstefnan verður haldin á Hallormsstað frá kl og er öllum opin. Fjallað verður um aðlögun í víðu samhengi; aðlögun trjátegunda að veðurfari, viðhorf fólks gagnvart skógum og skógrækt og áhrif skógræktar á land og fólk. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum skog.is Auglýsir eftir bændum til að veiða ál,,mig vantar fleiri bændur til að veiða ál fyrir mig og auglýsi hreinlega eftir þeim til starfans. Ég greiði 500 krónur fyrir kílóið og legg mönnum til allt sem þarf til veiðanna, lána þeim gildrur, geymslukistur, jafnvel báta og vöðlur og síðan sækjum við aflann til þeirra," sagði Kjartan Halldórsson í Sægreifanum í Reykjavík. Kjartan hefur látið smíða yfir 100 gildrur, leiðara og álkistur en í þeim er állinn geymdur lifandi þar til hann er sóttur til bænda. Kjartan hefur gert samning við fjölda bænda frá Eyjafirði og vestur um til Hornafjarðar um að veiða fyrir sig. Dæmi eru um bændur hafi fengið allt að 80 kg af ál í einni vitjun sem er að sjálfsögðu drjúg búbót. Hægt er að veiða ál frá því snemma að vori og fram á haust eða þar til frost byrja. Veiðarnar eru ekki mjög vandasamar og menn fljótir að komast upp á lag með þær og víða kunna menn vel til verka. Reyktur áll er sælgæti Steingrímur Matthíasson, makaðsfulltrúi Sægreifans, hefur verið að þróa reykingu á ál og hefur náð það góðum tökum á reykingunni að fróðir menn telja íslenska álinn ekki gefa þeim danska neitt eftir. Sölusamningar eru í burðarliðnum við íslenska verslunarkeðju um sölu á reyktum ál og er verið að þróa umbúðir og merkingar fyrir hann. Þá hefur hollenskt fyrirtæki óskað eftir viðskiptum með hráál til reykingar. Það fyrirtæki þarf alls 700 tonn af áli á ári og kaupir hann víða að. Óreyktur áll er líka herramanns matur. Fyrir skömmu bauð Sægreifinn til álveislu fyrir gesti og gangandi þar sem frægir kokkar elduðu álasúpu, ál steiktan í kryddi og líka í hveiti og olíu. Einnig var boðið upp á snittur með reyktum ál. Fólki líkaði þessi matur einstaklega vel, að sögn Kjartans. Til þessa hefur reyktur áll lítið verið á boðstólnum hér á landi. Þó hefur smávegis verið flutt inn af honum frá Danmörku. Þeir Steingrímur og Kjartan eru sannfærðir um að góður markaður sé fyrir ál hér á landi. Kjartan fullyrðir að hægt sé að veiða tugi tonna af ál á ári hér við land og að álaveiðar geti orðið umtalsverð búbót fyrir bændur. Steingrímur telur að hægt sé nú þegar að selja tvö til þrjú tonn á ári af reyktum ál á innanlandsmarkaði. Sjá bls. 16 Jólastjörnur sjá dagsins ljós! Rauði liturinn er nú farinn að sjást á jólastjörnunum sem þau Hreinn Kristófersson og Ingibjörg Sigmundsdóttir framleiða í Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði. Þar sem hluti garðplönturæktunar er árstíðarbundinn er breytt um framleiðslutegund um mitt ár. Frá janúar til júlí eru ræktuð sumarblóm en frá júlí til desember eru húsin nýtt undir græðlingatöku og jólastjörnuræktun. Þá eru laukblóm s.s. túlipanar, páskaliljur og hýasintur einnig þáttur í framleiðslunni. Fyrstu jólastjörnurnar fara til kaupenda í lok þessa mánaðar. Vinsældir þessarar plöntu hafa aukist á liðnum árum. Hreinn sagði að mest væri selt af jólastjörnum upp úr miðjum nóvember og um aðventuna. "Við erum nú búin að vera í þessu í tæp tuttugu ár og það fer ekki hjá því að maður læri af reynslunni. Jólastjarnan er viðkvæm planta og ekki sama hvernig farið er með hana," sagði Hreinn. Á myndinni t.v. er Hreinn með fallega jólastjörnu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þau hjón hófu uppbyggingu garðyrkjustöðvarinnar fyrir röskum tveimur áratugum. Nú eru um fjögur þúsund fermetrar undir gleri og annað eins er í plasthúsum. Friðjón G. Jónsson ostameistari með Rjómamysuostinn, sem fékk hæstu einkunn í ostadómum á Ostadögum. Ánægður ostameistari "Þetta gat varla betra verið," sagði Friðjón G. Jónsson, ostameistari Norðurmjólkur, í samtali við blaðið. Eins og fram kemur í annarri frétt fékk Norðurmjólk verðlaun fyrir Rjómamysuost en auk þess fékk Norðurmjólk gullverðlaun fyrir Gullgráðost og silfurverðlaun fyrir 17% Gouda. Friðjón sagði að árangurinn mætti þakka frábæru hráefni, "en við þurfum líka hæft og gott fagfólk og almennt starfsfólk. Þetta er allt til staðar. Ég er að sjálfsögðu afar ánægður með þann árangur sem við náðum með Rjómamysuostinn en ég er sérstaklega ánægður með Gullgráðostinn, við höfum lagt mikla vinnu í að þróa hann á síðustu árum. Það verk er nú að skila sér," sagði Friðjón og lagði á það áherslu að sýning á borð við þá sem efnt var til í Smáralind skilaði sér í aukinni þekkingu almennings á framleiðsluvörum mjólkursamlaganna. Meira um Ostadaga á bls. 8

2 2 Þriðjudagur 12. október 2004 Flúðasveppir Markviss umhverfisstefna í framleiðslunni Ragnar hugar að sveppum í einum ræktunarklefanna. Vaxandi áhugi fyrir því að koma upp veiðiminjasafni í Borgarfirði Þorkell Fjeldsted, Ferjukoti í Borgarfirði, hefur í mörg ár barist fyrir því að komið verði upp veiðiminjasafni hér á landi. Í Ferjukoti eru til fjölmargir gamlir munir sem tengjast bæði netaveiði og stangaveiði alveg frá því að þessar veiðar hófust á Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti. 19. öld. Það var langafi Þorkels, Andrés Fjeldsted, sem var frumkvöðull að stangaveiði hér á landi. Netaveiði á laxi sem atvinnugrein hófst í Ferjukoti upp úr Þá hófst niðursuða á laxi og er sú niðursuðuverksmiðja til enn sem og íshúsið þar sem laxinn var geymdur, netageymslurnar og bátarnir sem notaðir voru við netaveiðarnar. Það var Skoti sem var fenginn til landsins til að kenna mönnum bæði netaveiðar eins og þær hafa þekkst síðan og að sjóða laxinn niður. Þorkell segir vaxandi áhuga fyrir því að koma upp veiðiminjasafni og segist hann vongóður um að það styttist í því að þessi draumur hans verði að veruleika. Sá vísir að veiðiminjasafni sem til er í Ferjukoti nýtur mikilla vinsælda og segir Þorkell að fjöldi fólks komi árlega til að skoða þá muni sem til eru. Hins vegar séu munirnir ekki merktir heldur segist hann fara með gestum og kynna þeim munina. Fyrir skömmu komu skólastjórar af Vesturlandi í heim- Fyrirtækið Flúðasveppir er 20 ára á þessu ári. "Hér hefur orðið mikil breyting á þessum 20 árum," segir Ragnar Kristinn Kristjánsson, stofnandi og eigandi Flúðasveppa. "Framleiðslan hefur aukist gífurlega og hér er stöðug þróun í vinnubrögðum og framleiðsluvörum. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að framleiða 500 kg á viku en nú framleiðum við 9-10 tonn á viku og hér vinna að jafnaði 25 manns. Við framleiðum 8 vörunúmer í sveppum og 10 í mold. Það er orðið mikið umstang í kringum ýmsar hliðarbúgreinar með svepparæktinni. Um þessar mundir eru engin stór stækkunaráform uppi, en fyrir liggur mikið viðhald og stöðug viðleitni til að ná betri tökum á ræktun og rekstri." Flúðasveppir eru eini innlendi sveppaframleiðandinn. "Við búum í smáríki og eigum í samkeppni við erlenda framleiðslu," segir Ragnar, "og í önnum dagsins hvarflar það stundum að manni hvað það væri nú miklu auðveldara að flytja bara inn sveppi í pökkum og dósum, frekar en að standa í allri þessarri vinnu. Hér er um algjörlega innlenda framleiðslu að ræða. Við ræktum reyr á hátt í 180 ha lands til sókn, án barnanna, og skoðuðu safnið og sögðu á eftir að það væri alveg jafn gaman að koma með krakkana að Ferjukoti eins og að fara með þau í Þjóðminjasafnið.,,Mín hugmynd er sú að koma upp aðstöðu á þessu svæði í Borgarfirði þar sem safnað yrði saman gömlum munum alls staðar að af landinu. Fólk gæti þá komið hingað munum sem það hefur undir höndum og vill gefa til safnsins. Þá er mér kunnugt um að Veiðimálastofnun á tæki og tól sem hún þarf að losna við. Menn tala um að koma upp aðstöðu fyrir söfn í gamla fjósinu á Hvanneyri og þar mætti hugsa sér að koma upp veiðiminjasafni. Hins vegar hef ég áhuga á að koma upp lifandi safni hér í Ferjukoti," sagði Þorkell. Fyrir 5 árum var stofnaður menningarmálasjóður Borgarbyggðar og var Þorkell sá fyrsti sem fékk styrk úr sjóðnum sem hann notaði til að safna saman því sem til var í kvikmyndum og myndböndum um netaveiði. Hann segist hafa náð að safna um þriggja klukkustunda efni bæði frá RÚV og Stöð 2 auk kvikmynda sem hann fann. Úr þessu efni öllu saman lét Þorkell búa til um klukkustundar langt myndband sem hann notar til sýninga í Ferjukoti og víðar auk þess sem fólk hefur fengið spóluna lánaða.,,það var siður hér í Ferjukoti að henda aldrei neinu og þess vegna eru allir þessir dýrmætu munir til," segir Þorkell Fjeldsted. Greiðsla gæðastýringarálags Nú þegar liðið er á seinni hluta sláturtíðar spyrja margir um fyrirkomulag á álagsgreiðslum vegna gæðastýringar. Í stuttu máli þá á að greiða þann 25. nóvember n.k. 95% af áætluðum álagsgreiðslum fyrir slátrun janúar til október. Þann 20. desember á síðan að greiða 95% af álagsgreiðslum fyrir slátrun í nóvember. Lokauppgjör á að fara fram 10. febrúar árið Greitt verður á framleiðslu þeirra framleiðenda sem uppfylla kröfur um gæðastýrða framleiðslu í gæðaflokkum E, U, R og O og á alla fituflokka nema 4 og5. framleiðslu á hálmi í rotmassa, búum til rotmassann og mold og svo auðvitað ræktum við sveppina og pökkum þeim til söluaðila. Neytendur, sem kaupa íslenska sveppi, vita hvað þeir eru að fá. Hér eru engin eiturefni notuð, hvorki í svepparæktinni né í því hréfni sem notað er við ræktunina á hálminum. Við rekum markvissa græna umhverfisstefnu sem felst í því að nýta vatn og öll hráefni mjög vel. Þetta er afar sjálfbær búskapur. Vatn er endurnýtt eftir ákveðnu kerfi til ræktunar; í kælivatn, í rotmassa og í þrif. Hluti af rotmassanum er notaður til að framleiða mold og hluti hans er borinn á akurinn sem reyrhálmurinn er ræktaður á og þaðan hefst hringrás hans á ný." Flúðasveppir eru þekktastir fyrir hvíta sveppi en framleiða líka ljósbrúna kastaníusveppi. Þá framleiðir fyrirtækið hina vinsælu Hreppagróðurmold í grænu pokunum, Sveppamassa, mildan eða sterkan fyrir garða og ker, og algjörlega lífræna Flúðamold sem fyrst var búin til fyrir garðyrkjubændur en er nú komin á almennan markað. Þessi mold er laus við illgresi og sníkjudýr en full af lífmassa og næringarefnum. Frumkvöðlasmiðja Í nóvember stendur til að halda Frumkvöðlasmiðju að Laugum í Sælingsdal, Dalasýslu. Hér er um að ræða námskeið fyrir fólk með viðskiptahugmyndir eða fólk sem langar til að vinna með skemmtilegum hópi við leit að áhugaverðri viðskiptahugmynd. Námskeiðið verður dagana 6., 13., 20. og 27. nóvember kl. 10:00-16:00. Þátttökugjald er kr en bændur á lögbýlum geta sótt um styrk frá Framleiðnisjóði. Skráning á námskeiðið er í síma en einnig er hægt að senda tölvupóst á aj@bondi.is Hér er um að ræða áhugavert tilraunaverkefni en aðstandendur þess eru Búnaðarsamtök Vesturlands, Búnaðarsamband V- Húnavatnssýslu, Sóknarfæri til sveita, Framleiðnisjóður og Frumkvöðlafræðslan SES. Afmælisblað Freys er komið út Út er komið 100 ára afmælisblað Freys. Meðal efnis þess er viðtal við Matthías Eggertsson ritstjóra sem ber heitið "Innst inni er ég nokkur umvandari". Jónas Jónsson, fyrrv. búnaðarmálastjóri og ritstjóri Freys, rekur sögu blaðsins í greininni "Freyr 100 ára". Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri rekur sögu bútækni hér á landi á síðustu öld í greininni "Tækni við FREYR tbl., 100. árg. Október 2004 bústörf á tuttugustu öld - þættir úr breytingasögu" og Magnús Óskarsson, fyrrv. kennari og tilraunastjóri, skrifar greinina: "Þættir úr sögu túnræktar". Þá eru í blaðinu kveðjur og árnaðaróskir frá Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra og Haraldi Benediktssyni, formanni BÍ. Að lokum má nefna að í blaðinu er syrpa af efni úr fyrri árgöngum blaðsins og nokkurt úrval af efni sem birst hefur undir fyrirsögninni "Altalað á kaffistofunni". Aldarafmælisblað Freys er 88 bls. að stærð. 100 ára

3

4 4 Þriðjudagur 12. október 2004 Sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Hvítársíðuhreppur í Borgarfirði hafa gert samkomulag við emax, þráðlausu breiðbandsþjónustuna, um að koma upp slíku kerfi í þessum Fjögur sveitarfélög í Borgarfirði Gera samninga við emax um þráðlaust breiðband sveitarfélögum. Þar með geta íbúar þessara sveitarfélaga fengið hágæða nettengingu við tölvur sínar. Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri emax, sagði í samtali við Bændablaðið að ástæða þess að sveitarfélög í dreifbýlinu gerðu samninga við emax og önnur fyrirtæki sem bjóða þráðlausa breiðbandstengingu sé sú að Síminn býður bara upp á ISDN í dreifbýlinu en ekki ADSL. Emax hefur verið að setja upp sitt kerfi víða um land, m.a. í Hrútafirði og í skólasetrinu í Bifröst í Borgarfirði og nær það líka til sveitabæja í næsta nágrenni. Stefán segir að það sé mjög mikið að gera hjá þeim við uppsetningu á þráðlausu breiðbandi. Hann segir fyrirtækið vera í viðræðum við fimm til tíu sveitarfélög í þessu sambandi. emax hefur unnið töluvert á Suðurlandi og er nú að vinna í Eyjafirði. Kostnaður er að sjálfsögðu alltaf afstætt hugtak. Stefán segir að algengasta stofngjaldið sé krónur síðan sé annar stofngjaldsflokkur sem er krónur. Þetta fer eftir því hvað menn þurfa öflugan búnað vegna vegalengda o.fl. Algengasta mánaðargjaldið er síðan krónur og inn í því eru falin 500 mb af erlendu niðurhali. Þessi mynd var tekin í lok ágúst í Spielmannsau í Þýskalandi, alveg við landamæri Þýskalands og Austurríkis. Þessi stóri hópur Íslendinga, ásamt austurrískum og þýskum leiðsögumönnum, var að leggja upp í sex daga gönguferð eftir svokölluðum E5 vegi í Ölpunum. Hæðarmismunur er mikill og var tvisvar sinnum farið yfir metra hæð og hæst metra. Hópurinn labbaði þvert yfir Austurríki og endaði ferðina í Ítalíu. Veðurfar var yfirleitt mjög gott, en þó var tvisvar sinnum snjókoma. Allir komu heilir heim, dasaðir, en þrátt fyrir það endurnærðir eftir fjalladvölina. Ferðin var á vegum Ferðaskrifstofu bænda. Fararstjórinn, Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Fb er lengst til hægri á myndinni sem Sigismund Scwarthäfter tók. Ekkert reglubundið opinbert eftirlit í landinu með eldri raflögnum Skýrsla rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu um ástand raflagna á gisti- og veitingastöðum hefur að vonum vakið mikla athygli. Áður hafði Löggildingarstofa gefið út skýrslur um ástand raflagna í hesthúsum í landinu og á bændabýlum og vöktu báðar mikla athygli fyrir það hve margt var aðfinnsluvert. Sú spurning hlýtur að vakna hvaða opinbert eftirlit sé með raflögum í húsum yfirleitt hér á landi fyrir utan svona útrás Löggildingarstofu og skýrslu þar um. Jóhann Ólafsson, forstöðumaður rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu, sagði að það væri ekkert reglubundið opinbert eftirlit með eldri raflögnum. Hann benti á vandamálið í þessu sambandi að um 140 til 150 þúsund neysluveitur í landinu (hús með rafmagni) og á hverju ári léti Löggildingarstofa skoða hátt í 500 veitur.,,við höfum engan möguleika á að fylgjast með öllum neysluveitum í landinu. Það eru fyrst og fremst eigendur og umráðmenn sem bera ábyrgð á ástandi raflagna í eigin húsnæði. Þess vegna höfðum við til eigenda varðandi þessi mál. Við beitum úrtaksskoðunum, gefum út skýrslur um ástandið og gerum mönnum þannig grein fyrir stöðunni. Eins og varðandi ástandið hjá gisti- og veitingahúsum þá er það eigendanna að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi rétt eins og hjá fólki almennt sem á að sjá til þess að málin séu í lagi, hvort sem það eru raflagnir, pípulagnir eða annað," sagði Jóhann. Ef menn gera miklar breytingar eða lagfæringar á rafmagnskerfi húsa, til að mynda gisti- og veitingahúsa eða verksmiðjuhúsa, þá er vanalega um endurnýjun að ræða. Verkið er unnið af löggiltum rafverktaka og hann ber þá ábyrgð á að allur frágangur sé í lagi og oftast er gerð úttekt á svona breytingum.,,síðan líða árin og rafkerfið hrörnar smátt og smátt en það kemur enginn opinber aðili til að líta eftir ástandinu. Við að vísu látum framkvæma úrtaksskoðanir og birtum skýrslur um ástandið en það er bara ekki nóg. Því er mjög mikilvægt að eigendur húsa láti löggilta rafverktaka yfirfara raflagnirnar og stuðli þannig að bættu öryggi," segir Jóhann Ólafsson. Ferðaþjónusta bænda Gott sumar að baki og rífandi gangur í utanlandsferðunum,,sumarið hefur gengið mjög vel og allt verið með mestu ágætum," sagði Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, í samtali við Bændablaðið, en nú nálgast töðugjöld hjá ferðaþjónustubændum. Sævar segir að hvað bændur varði hafi fjöldi ferðamanna sem notfærði sér bændagistinguna verið svipaður og í fyrra en það var mjög gott ár. Sumir ferðaþjónustubændur eru komnir með um 90% nýtingu yfir háannatímann þannig að erfitt sé að bæta við. Á þessu ári fjölgaði ferðaþjónustubændum um 13. Oft hefur verið kvartað yfir því að ferðamannatímabilið á Íslandi væri stutt og til skamms tíma var sagt að það væru aðeins sumarmánuðirnir þrír. Þetta hefur verið að breytast og vetrargestum hefur fjölgað. Sævar var spurður hvort eitthvað hefði teygst á ferðamannatímabilinu vor og haust. Hann segir svo vera.,,flugfargjöld hafa lækkað og þar með hefur ferðamannatímabilið lengst. Fólk kemur fyrr á vorin og lengra fram á haustið. Þar er fyrst og fremst um að ræða fólk á eigin vegum en ekki í skipulögðum hópum," segir Sævar. Ferðaþjónusta bænda hefur í auknum mæli boðið upp á hópferðir til útlanda og segir Sævar þær hafa náð vinsældum og gengið mjög vel. Í sumar var boðið upp á ferð til Kína og var uppselt í hana og gekk hún í alla staði vel. Einnig var hjólaferð við rætur Alpanna, heimsókn til skoskra bænda og gönguferð í faðmi Alpanna, þessar ferðir tókust líka allar mjög vel. Framundan er ferð á jólamarkaðinn í Frankfurt í Þýskalandi og síðan verður farin skíðaferð eftir áramótin. Þar verður um að ræða ferð fyrir gönguskíðafólk. Benda má fólki á að fara inn á til að skoða upplýsingar um bæina í Ferðaþjónustu bænda og til að sjá upplýsingar um utanlandsferðirnar.,,það er alveg ljóst að þessi tilraun okkar til að efla utanlandsferðirnar hefur heppnast fullkomlega," sagði Sævar Skaptason. Vill byggja heimarafstöð Jörðin Torfastaðir II í Grímsnes- og Grafningshreppi er í eigu sveitarfélagsins. Nú hefur ábúandi þar óskað eftir því að fá að byggja heimarafstöð og vill hefjast handa nú þegar. Sveitarstjórn hefur samþykkt fyrirliggjandi beiðni. Að Torfastöðum II er rekið minkabú.

5

6 6 Þriðjudagur 12. október 2004 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Hagkerfi og sjálfbær þróun Um nokkurra áratuga skeið hefur á alþjóðavettvangi verið fjallað um viðskipti milli landa með það að markmiði að draga úr hömlum á þeim. Samningar um aukið frelsi í viðskiptum með búvörur hófust á vegum GATT á 9. áratugnum, en GATT var leyst af hólmi með stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO Hugmyndin á bak við aukið frelsi í viðskiptum er sú að frelsið auki velmegun þjóða jafnt og einstaklinga. Um langan aldur hafa lönd hins vegar varið markaði sína með tollum, sem lagðir hafa verið á innflutning, og greitt með útflutningi á matvælum sínum og mörgum öðrum vöruflokkum. Fórnarlömbin í þessum viðskiptum hafa einkum verið fátæk lönd, þróunarlönd, sem koma ekki framleiðslu sinni á markað og eru illa varin eða óvarin gagnvart ódýrum innflutningi, sem rænir þeirra eigin bændur lífsbjörginni. Við fall Sovétríkjanna árið 1989 var eftirminnilega staðfest hrun kommúnismans í reynd hvað sem leið fagurri hugmyndafræði þeirrar stefnu um jöfnuð og réttlæti. Jafnframt fékk andstæða kommúnismans, kapítalisminn, mikinn byr í seglin. Alþjóða viðskiptastofnunin hefur reglulega haldið fundi með þátttöku allra aðildarþjóða sinna þar sem á dagskrá hefur verið aukið frelsi í viðskiptum í anda alþjóðahyggju. Þær niðurstöður, sem að hefur verið stefnt, hafa þó ekki fengist. Fastur fylgifiskur þessara funda er jafnframt að mótmælendur alþjóðavæðingarinnar, af ýmsum toga, hafa fjölmennt á fundarstaðina. Síðustu viðræðulotu innan GATT/WTO lauk 1994 og þar var í fyrsta sinn samið um aukið frelsi í viðskiptum með búvörur. Árið 2001 fór síðan ný viðræðulota af stað í Doha, svokölluð Dohalota. Stefnt var að því að samningum lyki á þessu ári og tækju þeir gildi Sú tímaáætlun er nú farin út um þúfur en viðræðurnar eru í fullum gangi og er tíðinda vænst af ráðherrafundi sem haldinn verður í Genf í lok júlí á þessu ári. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: eintök Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN Gaf Brúarásskóla 130 kg aflraunastein! Guðmundur Björgvinsson frá Ketilstöðum í Hlíð kom færandi hendi í Grunnskólann í Brúarási þegar hann færði skólanum 130 kílóa aflraunastein sem hann reyndi afl sitt á, sem var þó nokkurt, þegar hann var ungur maður í Sleðbrjótsseli úti í Hlíð. Guðmundur segir að árið 1943 hafi komið hlaup í Fögruhlíðará en þegar þetta hlaup hafi sjatnað hafi þessi steinn komið í ljós í árbakkanum. Guðmundur segist hafa veitt þessum steini athygli í nokkra daga, hafa velt honum við og skoðað hann. Þetta var nokkru fyrir neðan gömlu rafstöðina í Sleðbrjótsseli. "Þar kom að ég fór með hestakerru að ánni, hnoðaði steininum upp í kerruna og fór með hann heim í Sleðbrjótssel. Hugmynd mín var að setja hring í hann og gera að hestasteini. En það varð nú aldrei, en steinninn var þarna á hlaðinu og menn fóru Samkvæmt hugmyndafræði alþjóðavæðingarinnar skal hver þjóð njóta þess að framleiðsla hennar sé hagkvæmari og ódýrari en annarra þjóða. Til að leggja mat á stöðu hverrar þjóðar í þeim efnum er reiknað svokallað PSE, sem kallað hefur verið tekjuígildi stuðnings við landbúnað í hverju landi, miðað við heimsmarkaðsverð. PSE hefur þó sína veikleika. Þannig er tekjuígildi stuðnings við mjólkurframleiðendur í Evrópu fundið með því að ganga út frá mjólkurverði á Nýja-Sjálandi að viðbættum flutningskostnaði á þungaeiningu á osti eða smjöri til Evrópu. Eftir því sem lengur hefur liðið hefur æ betur komið í ljós að stefna Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, að beita viðskiptafrelsi og alþjóðavæðingu til að jafna kjör ríkra og fátækra þjóða, á sér ýmsa annmarka. Þar má í fyrsta lagi nefna að sífellt fleiri þjóðir krefjast þess að hafa matvælaöflun til eigin þarfa á sinni könnu. Ástæða þess er sú að þær vilja ekki eiga þessa mikilvægustu undirstöðu í lífi hvers manns, matinn, undir öðrum, þ.e. að framboð á nægum og hollum mat sé tryggt. Þá er matvælaframleiðsla og búseta í hverju landi nátengd frá aldaöðli og mikilvægur hluti af menningararfi hverrar þjóðar og sjálfsmynd hennar. Í því sambandi kemur oft upp hugtakið búsetulandslag í umræðunni, þar sem aldagróin byggð á nú undir högg að sækja. Þessara sjónarmiða gætir mjög í nýrri landbúnaðarstefnu ESB en samkvæmt henni á að greiða opinber framlög til landbúnaðar að einhverju leyti sem byggðastyrki (svokallaðar grænar greiðslur). að taka á honum." Lengst af var steinninn á heimahlaðinu en var síðan færður niður á hólinn fram og niður af bænum. Sjálfur segist Guðmundur hafa tekið steininn upp nokkrum sinnum. "Ég man nú ekki glöggt hverjir aðrir tóku hann upp meðan ég var í Sleðbrjótsseli fram undir Þó man ég eftir Fögruhlíðarbræðrum, Guðþóri og Sigurjóni, Torfastaðabræðrum, Ingimar og Stefáni og Geir á Sleðbrjót, sem allir tóku hann. Svo hafa mér yngri menn tekið hann, hef fyrir satt að Manni í Másseli hafi tekið hann alloft, enda annálað hraustmenni. Mér fannst vel til fundið þegar Leiðarinn því var hreyft fyrir tveimur árum að gefa Brúarásskóla steininn til að leyfa skólapiltum og -stúlkum og öðrum að reyna sig á honum. Sonur minn, Rúnar, gekk í þetta ásamt fleirum, leitaði álits systkinanna frá Sleðbrjótsseli, þeirra Svavars og Ásu, og fannst þeim þetta hið besta mál. Steinninn var vigtaður í votta viðurvist á Egilsstöðum og reyndist 130 kíló, hann var áletraður hjá Álfasteini á Borgarfirði en á honum stendur Aflraunasteinn 130 kg Guðm. Björgvinsson kom með þennan stein í Sleðbrjótssel 1943 gaf Brúarásskóla 2004." Guðmundur segir að það hafi ekki verið margt sem hægt var að gera sér til dægrastyttingar á sínum unglingsárum, en steinatök var þó eitt. "Það var töluvert litið upp til ungra manna sem voru vel að sér og sterkir og er svo enn sem betur fer. Ég vona að ungt fólk haldi áfram að reyna krafta sína á heilbrigðan hátt hér eftir sem hingað til," sagði Guðmundur Björgvinsson að lokum. /SA. Á hinn bóginn vex fylgi við því á alþjóðavettvangi að afnema markaðstruflandi styrki með útflutningi, hvort sem er í beinum fjárframlögum eða sem greiðslufresti. Á síðari árum hefur sífellt meira borið á því að auðug alþjóðleg fyrirtæki eða auðugir aðilar, sem starfa í svokölluðum þróunarlöndum, hafi boðið fram búvörur á alþjóðarmarkaði á lágu verði. Þetta hefur gerst í framhaldi af sams konar starfsemi á öðrum sviðum, þar sem kunnust er fataframleiðsla og samsetning raftækja. Við þessa framleiðslu eru starfsmönnum greidd afar lág laun og öll vinnuskilyrði og atvinnuréttindi látin lönd og leið. Við búvöruframleiðslu eru umhverfismál þar að auki fótum troðin sem og reglur um notkun eiturefna. Viðkomandi þróunarlönd standa illa í viðskiptum við þessi fyrirtæki. Þau eru að leitast við að efla atvinnulíf í löndum sínum en kröfum þeirra um úrbætur í aðbúnaði og umhverfismálum er svarað með hótunum um að starfsemin verði lögð niður og flutt til landa þar sem hún sé velkomin. Ódýrar vörur, þar á meðal búvörur, eru síðan fluttar á markað hvar sem hann er að finna og nýtt það frelsi sem nú hefur fengist um rýmkun alþjóðaviðskipta. Fregnir um alvarlegar afleiðingar þessa fyrir fátæk lönd berast úr ýmsum áttum. Þar má nefna stórfelldan flótta bænda í Mexíkó frá búum sínum þar sem ódýrt korn og sojabaunir streyma inn í landið frá Bandaríkjunum. Frá Indlandi berast einnig fréttir um áföll í landbúnaði vegna ódýrs innflutnings og fjölda sjálfsvíga gjaldþrota bænda. Þann lærdóm verður að draga af baráttu Alþjóða viðskiptastofnunarinnar fyrir frjálsum viðskiptum og alþjóðavæðingu að þar birtist veikleiki kapítalismans. Af öllum framleiðsluþáttum er þar frelsi fjármagnsins eitt sem sett er í öndvegi. Afrakstur af fjármagni er æðri réttindum og þörfum fólks sem og umhverfisins. Þessi stefna stenst ekki hugmyndir um sjálfbæra þróun, sem er forsenda þess að líf fái að þróast til lengdar. Kommúnisminn stóðst ekki raunveruleikann, hinn óhefti kapítalismi gerir það ekki heldur. /M. E. Næstu blöð! okt. nóv Frestur til að panta stærri auglýsingar er á hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smáauglýsingar þurfa að að berast í síðasta lagi fyrir fimmtudag fyrir útkomu. Guðmundur Björgvinsson frá Ketilsstöðum afhenti þeim Jónasi Þór Jóhannssyni, sveitarstjóra Norður-Héraðs, og Magnúsi Sæmundssyni, skólastjóra Brúarásskóla, steininn til varðveislu og notkunar. /Bbl.mynd SA. Smátt og stórt Fengu uppsagnarbréf Á dögunum fengu starfsmenn Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskólans á Reykjum bréf þar sem þeim var tilkynnt að störf þeirra yrðu lögð niður frá og með áramótum. Í bréfinu var bent á að starfsfólki þessara stofnana væri boðið starf við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þeir starfsmenn sem voru ráðnir fyrir gildistöku laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna frá 1. júlí 1996 eiga rétt á biðlaunum. Ef starfstími viðkomandi, sem á þennan rétt, er skemmri en 15 ár getur hann fengið biðlaun í allt að sex mánuði en 12 mánuði ef starfstíminn er lengri - enda hafni viðkomandi ekki sambærilegu starfi. Viðmælandi Bændablaðsins sagði aðspurður um hvort ekki væri teygjanlegt hvað væri "sambærilegt" starf að þar styddist hið opinbera við ákveðnar starfsreglur. Síminn logaði hjá Agli Í síðasta Bændablaði óskaði bruggmeistari Egils Skallagrímssonar eftir að komast í samband við bændur í nágrenni Reykjavíkur. Ástæðan var sú að ölverksmiðjan vildi gefa bændum bygghrat sem er úrgangsefni í bjórframleiðslunni. Að sögn voru viðbrögð lesenda Bændablaðsins gríðarlega góð en um 20 bændur gáfu sig fram svo eftirspurnin var næg. Tveir kúabændur fyrir austan fjall hrepptu hnossið. Ferskar afurðir Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri þrotabús Ferskra afurða á Hvammstanga, hefur sent Bændasamtökunum skriflega staðfestingu á því að ekkert muni koma upp í almennar kröfur. Það litla af eignum félagsins sem ekki eru veðsettar munu renna til greiðslu forgangskrafna. Bændur sem þurfa að færa afskriftir til bókar er bent á að nálgast afrit af svari skiptastjóra á vef Bændasamtakanna undir "Félagssvið" - "Lög, reglugerðir og auglýsingar". Sauðkindin Jón Bjarnason fer mikinn á vefsíðu Vinstri-grænna þar sem hann lofar íslensku sauðkindina í hástert. Lýsingar Jóns fá matgæðinga til þess að fá vatn í munninn: "Sláturgerðin er hluti haustverkanna. Blóðmör, lifrapylsa, heimagerð kæfa og rúllupylsur, allt er þetta hluti íslenskrar matarmenningar og lostæti. Víða kemur fólk saman til að gera slátur, fjölskyldur, vinahópar, fólk á sveitabæjum eiga góða stund saman við sláturgerð og verkun sláturmatar til vetrarins". Og áfram heldur þingmaðurinn og nú um ullina: "Ull íslensku sauðkindarinnar er sérstök. Ytri hárin, togið, er afar slitsterkt og hrindir frá vatni, en undir er þelið mjúkt og hlýtt. Vinnsla úr ull er grunnur fjölbreytts handverks sem nú sækir fram og á mikla möguleika ekki síst við hlið ört vaxandi ferðamennsku í landinu". Í lokin hvetur Jón landsmenn til að hugsa hlýtt til sauðkindarinnar "þessa fallegu haustdaga meðan smalarnir hóa á brúnunum og hjarðirnar renna göturnar til byggða"

7 Þriðjudagur 12. október Ráðstefna um ÖRUGG OG HEILNÆM MATVÆLI - norrænar áherslur, verður haldin á hótel Nordica í Reykjavík dagana 14. og 15. október nk. Fjöldi merkra fyrirlesara á ráðstefnu um matvæli Hvert er markmiðið/tilgangurinn með ráðstefnunni? Markmiðið er að kalla eftir norrænum áherslum og alþjóðlegum um öryggi og heilnæmi matvæla. Ráðstefnan mun gefa okkur miklivæga yfirsýn með því að kalla eftir sjónarmiðum neytenda, matvælaiðnaðar og stofnana sem hafa eftirlit með leikreglum matvælaiðnaðarins. Við viljum fara yfir stöðu Norðurlandaþjóðanna á þessu sviði. Hvar stöndum við sem matvælaframleiðendur í alþjóðlegu samhengi og hvernig tryggjum við að Norðurlöndin verði áfram í framvarðasveit þeirra sem keppa að sem mestu matvælaöryggi. Hvað einkennir ráðstefnuna - þ.e. þau erindi sem þar verða flutt? Dagskráin ber það með sér að reynt er að ná til fæðukeðjunnar í heild sinni, frá haga til maga. Fyrirlestrar á ráðstefnunni eru ólíkir um margt en í því felst einmitt sú yfirsýn sem ég nefndi áðan. Tökum dæmi: Fulltrúi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO) mun ræða um reglur um fóður og matvæli. Fulltrúi Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) fjallar um rekjanleika í fiskiðnaði. Fulltrúi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) fjallar um dýraheilbrigði og fóðurgæði. Fulltrúi Matvælastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fjallar um þau matvæli sem á ensku eru kölluð Functional Foods og þær reglur sem þau verða að lúta í matvælaframleiðslu. Loks mun fulltrúi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) ræða um gildi neysluvatnsgæða við matvælaframleislu. Á dagskrá ráðstefnunnar er úrval erlendra og innlendra fyrirlesara. Erfitt er að velja nafn eða nöfn úr svo hæfum hópi en þó vil ég nefna framkvæmdastjóra Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, Geoffrey Podger, sem mun fjalla um öryggi matvæla út frá áhættumati. Hann mun kynna störf og markmið stofnunarinnar. Einnig vil ég nefna Unni Kjernes sem mun fjalla um traust neytenda á Norðurlöndum og Evrópu til matvæla. Hér er um að ræða afar þýðingarmikla niðurstöðu rannsóknarskýrslu sem nýtist jafnt neytendendum sem matvælaframleiðendum. Ef hægt er að tala um "hagnað" í sambandi við svona ráðstefnuhald - hver er þá hann fyrir Ísland? Það leikur ekki vafi á því að vilji Íslendingar vera í forystu sem matvælaframleiðsluþjóð er okkur nauðsyn á að fylgjast grannt með erlendum straumum og stefnum á þessu sviði. Hér erum við að fá fyrirlestra þeirra sem best þekkja til. Það eykur skilning okkar og segir okkur hvar við stöndum í erlendum samanburði. Norðurlöndin hafa með sér afar sterka samvinnu á matvælasviðinu sem mun endurspeglast í umræðunni og þeirri framtíðarsýn að Norðurlöndin séu í forystu hvað varðar örugga og heilnæma fæðu. Allar nánar upplýsingar er að finna á heimssíðu ráðstefnunnar Haraldur Benediktsson, formaður BÍ fór til Bandaríkjanna til að fylgjast með sölu lambakjöts Gaman að sjá hversu vel fólki líkaði íslenska lambakjötið Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann var viðstaddur kynningu á íslensku lambakjöti í fjórum Whole Foods verslunum í Washington, ásamt Baldvin Jónssyni, framkvæmdastjóra Áforms, og Sigurgeir Sindra Sigurgeirssyni sauðfjárbónda. Sigurgeir Sindri og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BÍ, voru ásamt Baldvin líka í Austin í Texas á ráðstefnu Whole Foods búðanna. Þar voru yfirmenn verslunarkeðjunnar að ræða gerð staðla um aðbúnað og meðferð á dýrum sem er forsenda þeirra afurða sem þeir selja í sínum verslunum. Sigurgeir Þorgeirsson flutti erindi um íslenska sauðfjárrækt og aðbúnað sauðfjár á Íslandi á ráðstefnunni. Að henni lokinni fóru þeir til Washington þar sem Haraldur kom til móts við þá. Sigurður Hall var þá einnig kominn til að standa fyrir kynningum á kjötinu í búðunum. Þá tóku við kynningar á íslenska lambakjötinu og dreifing á geisladiskum og bæklingum um íslenskt sauðfé og íslenskt lambakjöt. Haraldur sagði að það hefði verið mjög gaman að fylgjast með þegar Sigurður Hall og Sigurgeir Sindri gáfu fólki að smakka íslenskt lambakjöt og sjá hversu vel fólki líkaði kjötið.,,þegar farið var að ræða við það kom í ljós að sumir höfðu ekki hugmynd um hvað eða hvar Ísland er, aðrir sögðust hafa heyrt þess getið og síðan var fólk sem vissi allt um landið og fagnaði því að geta fengið íslenskt lambakjöt. Mér þótti gaman að fylgjast með því fólki sem var að smakka íslenska kjötið í fyrsta sinn og sjá sælusvipinn sem færðist yfir andlit þess þegar það fann bragðið af kjötinu. Ein af Whole Foods verslunum sem við komum í hefur selt íslensk lambakjöt lengst verslana þar vestra. Þar upplifði maður alveg nýja hlið á þessu. Verslunarstjórinn var afskaplega hrifinn af íslenska kjötinu og sagði að í ágúst væri fólk farið að spyrja hann um hvenær sölutímabilið á íslensku lambakjötinu byrji. Í þessari verslun hittum við fólk sem hafði keypt íslenskt lambakjöt árum saman og sagðist ekki geta án þess verið eftir að sölutímabilið er hafið. Sumir báðu verslunarstjórann að láta sig vita þegar sölutímabilið væri að enda til þess að það gæti birgt sig upp Sigurgeir Sindri og Siggi Hall ræða við bandaríska konu um kosti lambakjötsins. Eins og kunnugt er þá eru matvælaráðuneytin á Íslandi eru þrjú; umhverfisráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. Þau hafa starfað vel saman á sviði matvæla. Krafan um nákvæmlega þetta ráðstefnusamstarf kemur fram á norrænum vettvangi. Ráðstefnan er framlag Íslands á matvælasviði á formennskuári í Norðurlandaráði. Á norrænum vettvangi eru starfandi embættismannanefndir um landbúnað og skógrækt, fiskveiðar og matvæli. Fram til þessa hafa þær starfa nokkuð sjálfstætt en það er vilji matvælaráðherra Norðurlanda að nefndir þessar starfi þétt saman og framtíðarsýnin er sú að nefndin verði einungis ein. Sett hefur verið fram ein sameiginleg verkáætlun nefndanna enda er þeim ætlað að ná til fæðukeðjunnar í heild sinni frá haga til maga. Samstarfið hefur gengið vel við undirbúning ráðstefnunnar og stuðlar að því að gera íslenska kerfið skilvirkara með sterkari og stærri einingum en nú er. Bændablaðið fór á fund Sigríðar Stefánsdóttur, lögfræðings í umhverfisráðuneytinu til að fræðast frekar um matvælaráðstefnuna sem hefst á fimmtudaginn. og keypt kjöt í frystinn. Einn viðskiptavinur bað verslunarstjórann að taka frá fyrir sig 10 lambalæri í lok sölutímabilsins. Hún sagðist ekki geta haldið veislu nema hafa íslenskt lambakjöt og sagðist ekki bara halda veislur frá ágúst til desember, hún gerði það á öðrum tímum líka og þá yrði hún að eiga til íslenskt lambakjöt," sagði Haraldur. Hann sagðist því hafa upplifað gríðarlega stemningu fyrir íslenska kjötinu og mikinn velvilja hjá fólki og að því þykir kjötið einstök vara. Haraldur segir kjötborðin og framsetning kjötsins hjá Whole Foods vera með ólíkindum glæsileg og miklu framar en við þekkjum hér heima. Haraldur segist vera mjög bjartsýnn á framhald útflutnings á íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna. Hann segist líka sjá möguleika á að selja fleiri íslenskar búvörur til Bandaríkjanna, eins og osta, smjör, skyr og fleira. Baldvin Jónsson hefur verið að ræða um sölu á þessum vörum við ráðamenn Whole Food verslananna. Framhaldið ræðst mjög af iðnaðinum hér heima, hvort hann er tilbúinn að fylgja þessu eftir. Haraldur trúir að það sé farvegur fyrir sölu á þessum vörum í Bandaríkjunum og telur það mikið slys ef menn láta ekki á það reyna.,,ég er mjög bjartsýnn á framhaldið eftir þess ferð. Maður sá glöggt hve mikið starf hefur verið unnið og líka hversu mikið starf er eftir og alla þá möguleika sem eru fyrir hendi til að auka söluna til Bandaríkjanna. Ég yrði ekki hissa þótt hægt verði að selja verulegt magn til Bandaríkjanna eftir svo sem eins og sex ár," sagði Haraldur Benediktsson. Á myndinni t.v. eru þeir Siggi Hall og Sigurgeir Sindri að ræða við viðskiptavin um kosti íslenska lambakjötsins. Mælt af munni fram Nú yrkja menn á Leir um kennaraverkfallið og Hreiðar Karlsson segir: Kennaradeilan er enn í hörðum hnút. Nú hafa báðir samningsaðilar lofað því að koma á næsta fund, án þess að hafa nokkuð til mála að leggja. Þetta getur orðið sérkennilegur fundur, til dæmis á þessa leið: Kennaraverkfallið treinist í talsverða stund og tímana langa nemendur mega þreyja. Deiluaðilar ætla að koma á fund án þess að hafa nokkuð frekar að segja. Fundurinn verður allur á eina lund; Ásmundur hlustar á samningamennina þegja. Hverjum að kenna? Árni Reynisson bætir við og segir: Og nú þegar önnur vikan verður frá virðist um það snúast þessi senna: ekki hvernig, hvenær eða hvort það á - heldur hverjum þetta er alltsaman- að kenna Ber lítið á hæfileikunum Að sjálfsögðu yrkja menn líka um Jón Steinar og baráttu hans og annarra um að koma honum í hæstarétt. Hreiðar Karlsson segir: Enn er þrasað um hæstarétt og tilnefningu dómara. Hópur valinkunnra lögmanna hefur gengið fram fyrir skjöldu til að benda á vanmetna og að því er okkur skilst - lítið þekkta hæfileika Jóns Steinars. Vandséð er hvernig hægt var að gera Jóni ljótari grikk en þetta, eða þannig: Jón er eflaust engum manni líkur, enda nógir til að greina frá því. Þó að hann sé hæfileikaríkur, hefur sjaldan borið mikið á því. Inni er bjart við yl og söng Séra Hjálmar Jónsson sendi þessa vísu Þórðar Kárasonar frá Litla-Fljóti á Leirinn og telur hana orta á Hveravöllum: Nóttin vart mun verða löng vex mér hjartastyrkur. Inni er bjart við yl og söng, úti svartamyrkur. Ólafur Stefánsson sagði vísurnar vera tvær og þá síðari svona: Þessi bolli lífsins laun ljúf og holl mun bera, en elta rollur út um hraun einn má skollinn gera. Kveðja Þegar einn af kunningjum Hákonar Aðalsteinssonar, skálds og skógarbónda á Húsum, varð fimmtugur fékk hann þessa kveðju frá vini sínum: Kveðjur skulu vinum valdar, verðugt er að minnast dagsins. Nú skal hylltur hálfrar aldar höfuðverkur samfélagsins.

8 8 Þriðjudagur 12. október 2004 Ostadagar í Smáralind Rjómamysuostur frá Norðurmjólk fékk hæstu einkunn Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhendir Friðjóni G. Jónssyni ostameistara heiðursverðlaun fyrir Rjómamysuost frá Norðurmjólk. Úrslit í ostadómum voru tilkynnt við setningu Ostadaga í Smáralind. Hæstu einkunn og heiðursverðlaun fékk Rjómamysuostur frá Norðurmjólk, 12,99 stig, en hæst eru gefin 15 stig. Friðjón G. Jónsson ostameistari tók við verðlaununum fyrir hönd Norðurmjólkur. Í flokki fastra osta hlaut gullverðlaun Maribó frá Mjólkursamlagi KS, Sauðárkróki, silfurverðlaun Gauda 17% frá Norðurmjólk og bronsverðlaun Maribó kúmen 26%, einnig frá KS. Í flokki desertosta fékk Rjómamysuostur Norðurmjólkur gull, silfurverðlaun Fetaostur í ólífum frá Mjólkursamlaginu í Búðardal og bronsverðlaun Mysingur frá Norðurmjólk. Í flokki annarra osta fékk gullverðlaun Gull gráðaostur frá Norðurmjólk og silfurverðlaun Lúxusyrja frá Mjólkursamlaginu í Búðardal. Formaður dómnefndar var Geir Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarstofu Osta- og smjörsölunnar, og með honum í dómunum voru fimm mjólkurfræðingar. Ágústa Andersen t.h. og Þórunn Birgisdóttir, starfsmenn landbúnaðarráðuneytisins. Gæði íslenskra mjólkurvara er sterkasta vörnin Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, sagði í ávarpi við setningu Ostadaga að nú væru þrjú ár liðin frá því síðast var efnt til Ostadaga en þetta væri í 12. skiptið. Fyrst voru Ostadagar haldnir árið 1982 og þá í húsakynnum Ostaog smjörsölunnar á Bitruhálsinum. Í þrjú síðustu skiptin hafa Ostadagar verið haldnir í Perlunni. Á liðnu ári tók stjórn OSS þá ákvörðun að halda Ostadaga annað hvert ár, en taka þátt í mjólkurvörusýningu í Herning á Jótlandi hitt árið og það ár sem mikil vélasýning er haldin jafnhliða mjólkurvörusýningunni. Eins og glöggir lesendur Bændablaðsins muna þá sagði blaðið frá þátttöku íslensks mjólkuriðnaðar í sýningunni í Herning á liðnu ári. Magnús sagði að sýning á borð við Ostadaga hefði afar jákvæð áhrif á ostagerð í landinu. "Neytandinn - ostaneytandinn - hefur hér tækifæri til að svala forvitni sinni og fær um leið aðgang að því fólki sem vinnur að framleiðslu á íslenskum ostum. Hér gefst tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar, skoða og smakka á því sem í boði er," sagði Magnús og bætti því við að hinn hefðbundni neytandi hefði mestan áhuga á miklum og jöfnum gæðum. Magnús sagði einnig að gæði íslenskra landbúnaðarvara væru sterkasta vörnin í ört vaxandi alheimssamkeppni með mjólkurafurðir. Á myndinni eru verðlaunahafar. F.v. Svavar Sigurðsson, Mjólkursamlagi KS Sauðárkróki, Jóhannes Hauksson, Mjólkursamlaginu Búðardal, Sævar Hjaltason, Mjólkursamlaginu Búðardal, Friðjón Jónsson, Norðurmjólk, Guðmundur Sigurjónsson, Norðurmjólk, Geir Jónsson, formaður dómnefndar, Hermann Jóhannsson, Norðurmjólk og Magnús Ólafsson, forstjóri OSS. Á myndinni t.v. hér fyrir neðan má sjá Brynleif Hallsson, Norðurmjólk, hampa osti en t.h. er Diddu sem tók lagið fyrir gesti á opnunarhátíð Ostadaga.

9 Þriðjudagur 14. september Dagur kvenna í dreifbýli Markmiðið er að gera dreifbýliskonur sýnilegri og efla samstöðu þeirra Dagur kvenna í dreifbýli verður nú haldinn hátíðlegur í annað skipti á Íslandi, í samvinnu Lifandi landbúnaðar - grasrótarhreyfingar kvenna í landbúnaði og Kvenfélagasambands Íslands. Margvíslegar uppákomur, vítt og breitt um landið, eru fyrirhugaðar í tilefni dagsins. Af hverju? Víða um lönd er 15. október helgaður konum í dreifbýli. Markmiðið er að gera dreifbýliskonur sýnilegri, efla samstöðu þeirra innbyrðis og ekki síður að sýna konum í þeim löndum þar sem staða þeirra er verri, samstöðu og hvatningu. Nokkrar staðreyndir: Konur í dreifðum byggðum, flestar bændur, teljast vera um 1.6 milljarður. Konur framleiða að meðaltali yfir helming allrar fæðu sem framleidd er í heiminum - og allt að 80% t.d. í Afríku. Líf manna á jörðinni grundvallast á möguleikum þeirra til að fá nægilegt magn af hollum og næringarríkum mat. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið að ALLAR manneskjur á jörðinni fái nóg af hollum og næringarríkum mat. Eignarhald kvenna nær einungis til um 2% lands og í vasa þeirra rennur aðeins 1% af arði landbúnaðarins. Tveir þriðju hlutar ólæsra í heiminum eru konur. Fjöldi kvenna sem lifa undir fátækramörkum í dreifðum byggðum hefur tvöfaldast frá árinu Af þessu má sjá að það er mikilvægt að virkja enn frekar þá auðlind sem í konum í dreifbýli býr, fela þeim meiri völd, gera þær sýnilegri. Líffræðilegur fjölbreytileiki = matvælaöryggi Yfirskrift alþjóðadags kvenna í dreifbýli að þessu sinni er: Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvægur fyrir matvælaöryggi. Í þessu samhengi er kastljósinu beint að líffræðilegum fjölbreytileika plantna- og dýrategunda sem mikilvægum þætti í lífsbaráttu manna. Með því að vernda margbreytileika þeirra tegunda sem notaðar eru í landbúnaði tryggjum við matvælaöryggi til langs tíma auk umhverfissjónarmiða. Nú á tímum á líffræðilegur fjölbreytileiki undir högg að sækja. Fátækt og alþjóðavæðing veldur því að víða er von um skammtímagróða látin ráða því að farið er yfir náttúrulegt burðarþol vistkerfa. Fjölbreytileiki tegunda er sums staðar kominn niður fyrir hættumörk. Kvenkyns bændur eru reiðubúnir til að halda áfram viðleitni sinni til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika á jörðinni. Þær eru víða gæslumenn líffræðilegs fjölbreytileika, og gegna mikilvægu hlutverki í landbúnaðarframleiðslu heimsins. Fyrir konur í vanþróuðum ríkjum er mikilvægt að tileinka sér nútíma tækni, með tilheyrandi þekkingu og þjálfun, til að ná meiri og betri afköstum. Hvar er valdið og ábyrgðin nú um stundir? Í höndum framleiðenda og stjórnmálaleiðtoga? Hvaða hlutverki gegna kvenkyns bændur? Eiga þær ekki að hafa áhrif á framtíð matvælaframleiðslu, sem þær nú þegar standa fyrir að stórum hluta? Við, konur í dreifbýli, viljum nota þetta tækifæri til að varpa ljósi á mikilvægi matvælaöryggis í heiminum fyrir okkur og komandi kynslóðir. Við viljum taka þátt í að tryggja það sem best. Mest selda dráttarvél á Norðurlöndum Ný A-lína Glæsilegt útlit hestöfl Vendigír Rafstýrt framdrif/mismunadrifslás Hliðarpúst Lipur og knár Gott aðgengi að vélarrými Hagstætt verð Valtra - þegar vanda skal valið. Austurvegi 69 - Selfossi - Sími

10 10 Þriðjudagur 12. október 2004 Nöfnur að ljúka leikskólakennaranámi í fjarnámi Fjarnám nýtur sívaxandi vinsælda meðal fólks á öllum aldri á landsbyggðinni. Sumir hefja nám frá grunni, aðrir rifja upp og sumir bæta við fyrra nám sitt. Meðal þeirra sem eru í fjarnámi í vetur eru nöfnurnar Sigríður Björk Gylfadóttir í Steinsholti og Sigríður Björk Marinósdóttir í Þrándarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þær eru báðar að ljúka leikskólakennaranámi næsta vor.,,ég var með stúdentspróf sem undirstöðu en hóf svo fjarnámið í leikskólakennarafræðum fyrir þremur árum og lýk því væntanlega næsta vor," sagði Sigríður Björk Marinósdóttir sem er fjögurra barna móðir, í samtali við Bændablaðið. Hún sagði að þær þyrftu að fara í Kennaraháskólann í Reykjavík nokkrar vikur á ári en þess utan stundar hún sína vinnu á leikskóla og nýtir svo hverja lausa stund til að læra. Námið fer að sjálfsögðu fram í tölvu í gegnum netið.,,mér líkar afskaplega vel við fjarnámið og mæli hiklaust með að fólk nýti sér þennan möguleika. Það er frábært að geta verið heima en samt stundað nám í ákveðnum greinum. Fjarnám er mjög heppilegt fyrir þá sem ætla að ljúka kennaranámi, þroskaþjálfanámi eða leikskólakennaranámi, svo dæmi séu tekin. En sá sem fer í fjarnám þarf mikinn sjálfsaga. Hættan á að gefa eftir þegar enginn rekur á eftir er fyrir hendi, enda hefur orðið nokkurt brottfall í fjarnámi á leikskólabraut hér á landi. Mín regla í þessu sambandi er einföld, þegar ég er ekki að vinna þá er ég að læra," sagði Sigríður Björk Marinósdóttir. Langaði að læra meira Sigríður Björk Gylfadóttir lýkur leikskólakennaranámi í vor en þær nöfnur hafa fylgst að í náminu. Hún er líka með stúdentspróf sem undirstöðumenntun. Hún var spurð hvað hafi hvatt hana til að fara í þetta nám.,,mig langaði bara að halda áfram að læra.ég byrjaði ung að eiga börnin mín og þegar því var lokið þá ákvað ég að fara í frekara nám. Síðan kom annað inn í myndina. Ég er kúabóndi en fékk Marinósdóttir er til vinstri en Gylfadóttir til hægri. allt í einu ofnæmi fyrir kúm þannig að ég varð að finna mér eitthvað annað að gera en maðurinn minn sinnir kúnum. Ég mun því í framtíðinni vinna sem leikskólakennari," sagði Sigríður Björk Gylfadóttir. Hún segir að sér hafi líkað fjarnámið afar vel. Þetta hafi verið erfitt, erfiðara en að sækja skóla daglega. Sá sem fari í fjarnám þurfi að vera vel skipulagður og hafa sjálfsaga. Öðru vísi gangi þetta ekki. Bjóða áætlunarferðir milli Egilsstaða og Akureyrar yfir vetrartímann SBA-Norðurleið hefur ákveðið að bjóða upp á áætlunarferðir milli Egilsstaða og Akureyrar yfir vetrartímann. Fulltrúar fyrirtækisins kynntu þessar fyriráætlanir á fundi á Hótel Héraði í dag. SBA-Norðurleið hefur annast áætlunarakstur milli Egilsstaða og Akureyrar að sumarlagi mörg undanfarin ár en vetrarþjónusta verður nú í boði í fyrsta sinn. Ferðir verða sex daga vikunnar, þ.e. brottfarir frá Egilsstöðum á þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum og frá Akureyri á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Frá þessu er greint á heimasíðu Austur Héraðs Rafrænt bókhald - rafræn samskipti í notkun á dkbúbótar forritinu Gréta Ingvarsdóttir, Deildartungu í Borgarfirði Verklegu námskeiðin betri en fyrirlestrarnir Gréta Ingvarsdóttir frá Deildartungu í Borgarfirði sótti eitt af hinum nýju tveggja daga námskeiðum um rafrænt bókhald - rafræn samskipti í notkun á dkbúbótar forritinu. Hún sagði í samtali við Bændablaðið að sér hefði líkað námskeiðið mjög vel.,,ég hafði áður farið á eins dags fyrirlestrarnámskeið um notkun á forritinu. Það er hins vegar allt annað og betra þegar maður fær að koma með sína tölvu og gögn með sér og vera að í tvo daga heldur en hlýða bara á fyrirlestra. Það er allt annað að fá að gera hlutina sjálfur heldur en hlusta á aðra segja frá hvernig eigi að fara að," sagði Gréta. Hún segist vera búin að vera með gamla Búbótar forritið frá því árið 1994 var búin að ná þokkalegum tökum á því en samt sé það svo að fólk bæti alltaf einhverju við sig með því að fara á námskeiðin. Þegar hún fékk forritið fyrst byrjaði hún að fara á námskeið og fór svo að vinna með það. Síðan fór Gréta á annað fyrirlestranámskeið og þá fyrst segist hún hafa getað spurt sér til gagns því þá hafi hún vitað hvað sig vantaði vita.,,aftur á móti þykir mér leiðbeiningabókin sem fylgir forritinu ekki mjög spennandi enda þótt forritið sé gott. Hins vegar get ég alveg játað það að mér finnst ekki gaman að vinna á tölvu en reyni að vinna með forritið eftir bestu getu og að afla mér nauðsynlegra upplýsinga til að auðvelda mér verkið," segir Gréta Ingvarsdóttir. Ásta F. Flosadóttir frá Höfða I í Grýtubakkahreppi Besta námskeiðið sem ég hef farið á,,þetta var besta dkbúbót námskeiðið sem ég hef farið á. Ég er með kandidatspróf frá Hvanneyri og þar lærðum við á gamla dkbúbót forritið. Ég fór svo á námskeið í fyrra og þá var þetta allt orðið nýtt fyrir manni enda búið að breyta öllu kerfinu. Eftir það fór ég að færa bókhaldið fyrir föður minn í dkbúbót. Ég lenti svo sem ekki í neinum miklum erfiðleikum sem ekki var hægt að leysa með símtali. Ég ákvað svo að fara á framtalsnámskeiðið og hafði mjög mikið gagn af því. Ég var búin að gera eina skattaskýrslu, skila henni og fá athugasemdir frá skattinum. Þar var um Búbótarvillu var að ræða sem þurfti að laga en ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því. Það var svo sýnt á námskeiðinu og allt gert klárt í tölvunni minni fyrir næsta ár. Ef ég hefði haldið áfram án þess að fara á námskeiðið þá hefði ég lent í umtalsverðum erfiðleikum. Það eru ýmis smáatriði sem ekki er að finna í leiðbeiningunum sem ég kunni ekki en lærði á námskeiðinu," sagði Ásta Flosadóttir, Höfða í Grýtubakkahreppi, en hún er ein þeirra sem sótt hafa hin nýju dkbúbótarnámskeið. Hún segir það ómetanlegt að fá að koma með tölvuna sína með sér og vinna með eigin gögn eins og boðið er upp á á tveggja daga námskeiðunum. Hún bendir á að þegar verið er að setja upp fyrir fólk ímynduð dæmi þá sé það aldrei það sama og að vinna með sínar tölur og pappíra. Ásta segist vinna þannig vinnu að tölvunni hennar er vel haldið við, vírusvarnir uppfærðar reglulega. Hún segir það hafa verið áberandi hve margar tölvur voru í ólagi þegar komið var með þær á námskeiðin. Það þurfti að hreinsa þær og setja upp vírusvarnir þannig að þær yrðu nothæfar.,,bara það að fagmenn komi tölvum manna í lag á námskeiðunum er ómetanlegt. Það eru engar smá upphæðir sem það kostar að fara með tölvur til sérfræðinga ef eitthvað er að. Námskeiðið var til fyrirmyndar, það besta sem ég hef farið á," sagði Ásta F. Flosadóttir. Haukur Suska, Hvammi II Vatnsdal Ætlar aftur á námskeið Haukur Suska, Hvammi II í Vatnsdal, fór á tveggja daga námskeið um dkbúbót forritið sem haldið var á Blönduósi á dögunum. Hann hafði ekki reynslu af fyrirlestranámskeiðunum.,,ég hafði ekki unnið með þetta forrit áður og þótti námskeiðið ótrúlega gagnlegt. Maður fékk mjög persónulega þjónustu því ekki var um fyrirlestraform að ræða heldur verklegt nám. Maður þurfti að vinna ákveðin verkefni sem kennararnir lögðu fyrir og í framhaldinu gátum við svo farið að vinna í okkar eigin bókhaldi. Þar fengum við fulla þjónustu og stuðning frá kennurunum og því nýttist tíminn sérstaklega vel. Þarna var hver með sína tölvu og fólk var komið mislangt í að nota forritið. Sumir voru komnir nokkuð langt en aðrir alveg að byrja og því fékk hver aðstoð í samræmi við kunnáttuna," sagði Haukur. Á námskeiðinu á Blönduósi voru nokkrir sem höfðu farið á fyrirlestranámskeiðin og höfðu menn á orði að verklega námskeiðið væri miklu betra.,,mér líst vel á dkbúbót forritið sem er eins og allir vita sniðið að búrekstri og mér þykir ágætt að nota það. Ég er staðráðinn í að fara á næsta námskeið sem haldið verður á Blönduósi eða nágrenni," sagði Haukur Suska. Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum - árangur í verki Sýnilegur árangur af fyrstu styrkveitingunum Impra, nýsköpunarmiðstöð Iðntæknistofnunar á Akureyri, auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum - Árangur í verki. Umsóknarfrestur er til 15. október. Verkefnið hefur það að markmiði að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki á landsbyggðinni í öllum atvinnugreinum til að byggja upp þekkingu og færni í nýsköpun og markaðssókn. Unnið verður með þátttökufyrirtækjum í Sigurður 8-12 mánuði að úrbótum og þróun nýrra lausna til sóknar á núverandi og nýjum mörkuðum með aðstoð hæfra ráðgjafa. Sérstök áhersla verður lögð á kerfisbundna uppbyggingu ferla, nýsköpun í verki, aukna færni á sviði nýsköpunar og markaðssóknar, uppbyggingu þekkingar og árangur í verki og bættan árangur í rekstri Stuðningur við fyrirtækin, sem verða fyrir valinu, er til kaupa á 23 ráðgjafadögum og getur numið allt að kr. gegn jafnháu framlagi styrkþega. Nánari upplýsingar um verkefnið og umsóknareyðublað er að fá hjá Sigurði Steingrímssyni, verkefnisstjóra Impru, Glerárgötu 34, 600 Akureyri. Sigurður sagði í samtali við Bændablaðið að mikil ásókn væri í þá styrki sem Impra veitir á landsbyggðinni og alls ekki hægt að verða við öllum þeim óskum sem berast. Hann segist ekki hafa tekið það saman hve margar umsóknir berast sem ekki er hægt að verða við en þær skipti tugum. Sama væri hvaða verkefni um er að ræða, hvort heldur það er frumkvöðlastigið eða stuðningur við starfandi fyrirtæki eins og hér er verið að auglýsa. Hann segir að áberandi margar umsóknir berist varðandi vöruþróun í starfandi fyrirtækjum og langt frá því að hægt sé að verða við þeim öllum. Þeir styrkir sem tilheyra landsbyggðinni voru fyrst veittir í ársbyrjun 2003 og voru fjármagnaðir af byggðaáætlun.,,það er engin spurning að það er sýnilegur árangur af þessum fyrstu styrkveitingum á landsbyggðinni. Sömuleiðis eru bundnar væntingar við verkefni sem enn er ekki lokið. Ég tel þó ekki rétt að ætla að mæla árangurinn fyrr en að tveimur til þremur árum liðnum," sagði Sigurður.

11 ) Þriðjudagur 12. október Varnir gegn kálæxlaveiki Tæki skal þrífa og loka þarf landi Hin svokallaða kálæxlaveiki hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. Þótt veikin sé ekki alveg ný af nálinni hérlendis og sé, að því er best er vitað, bundin við afmörkuð svæði á Suðurlandi, þá er full ástæða til þess að bregðast hart við og koma í veg fyrir að hún berist inn á ný svæði og helst að útrýma henni. Engin lyf eru þekkt sem vinna á veikinni og hún leggst eingöngu á jurtir af krossblómaætt (t.d. fóðurkál, gulrófur, næpur og ýmsar káltegundir), en þar getur hún valdið stórfelldu tjóni. Eins og áður hefur komið fram þá er starfandi nefnd sem vinnur að því að draga úr útbreiðslu veikinnar. Nefndin hefur lagt áherslu á að bændur bregðist vel við og grípi til tiltækra ráða til þess að vinna gegn veikinni. En hvað er hægt að gera? Það er einkum tvennt sem kemur til greina. Annars vegar að loka sýktu landi með grasrækt og rækta þar gras í næstu 8 0 árin. Hins vegar að koma í veg fyrir að smit berist í ósýkt land. Varðandi fyrra atriðið þá hefur nefndin lagt áherslu á að loka sýktu landi með grasrækt, enda hafa bændur brugðist vel við og hafa margir nú þegar lokað sýktu landi þar sem veikinnar hefur orðið vart. Þetta hefur í för með sér talsverðan kostnað og hefur Bjargráðasjóður brugðist vel við og tekið þátt í þeim kostnaði. Hvað síðara atriðið varðar þá er margt sem þarfa að hafa í huga. Kálæxlaveikin er sveppasjúkdómur. Sveppurinn sem veikinni veldur leggst á rætur plantna af krossblómaætt og dregur frá þeim næringu. Hann fjölgar sér með dvalargróum sem lifa árum saman í jarðvegi. Þau berast síðan með mold og ýmsu öðru sem þau komast í snertingu við og geta einnig borist með vatni. Til þess að Á rótum fóðurkálsins má sjá hvernig kálæxlaveikin er að búa um sig. Ljósm. ÁS varna útbreiðslu sveppsins (dvalargróanna) er margt að varast. Í fyrsta lagi þarf að þrífa öll tæki, verkfæri og vélbúnað vel eftir notkun í landi þar sem grunur er um kálæxlaveiki. Þá þarf að varast að mold úr sýktu landi berist með skóm eða verkfærum. Einnig skal varast að rækta og flytja plöntur (kálplöntur, trjáplöntur og annað) af sýktu landi á svæði þar sem veikin er óþekkt. Við þrif á tækjum, búnaði og öllu öðru sem borið getur smit úr sýktum jarðvegi þarf að gæta þess að þvottavatnið renni strax í burtu, án þess að það berist inn á ræktunarlandið og að smit úr því komist í jarðvatn ræktarlandsins. Helst þarf þvottaaðstaða að vera þannig að vatnið fari sem fyrst út í farveg sem skilar því til sjávar. Tekið skal fram að kálæxlaveiki er hættulaus þeim sem neyta plantnanna, skaðinn felst eingöngu í uppskerurýrnun/-bresti á viðkomandi tegund og því að nýjar plöntur/svæði nái að smitast. Hin svokallaða kálæxlaveiki er ekki það eina sem þarf að varast, ýmislegt annað smit getur borist með óhreinindum og jarðvegi. Full ástæða er til þess að minna einnig á reglur um varnir gegn búfjársjúkdómum. Framleiðsla og sala á gróðurmold á ekki að eiga sér stað úr sýktri mold. Einnig þarf að koma í veg fyrir að smit berist á ósýkt svæði með hvers kyns forræktuðum plöntum, sem seldar eru eða gefnar til áframhaldandi ræktunar. Auk þess að minna á þrif á tækjum. sem fara á milli bæja eða úr sýktu landi á ósýkt á sama bæ, þá skal minnt á að við sölu á notuðum landbúnaðartækjum ætti það að vera ófrávíkjanleg regla að þrífa og sótthreinsa tækin áður en farið er með þau til sölu. Bændur og verktakar, setjið aldrei óhrein tæki í sölu, helst ætti að sótthreinsa þau að þvotti loknum. Vélasalar og aðrir sem taka við notuðum landbúnaðartækjum og vinnuvélum til sölu, takið aldrei við óhreinum tækjum, gerið kröfu um að þau komi til ykkar vel þvegin og helst sótthreinsuð. Verktakar og aðrir sem fara með tæki á milli svæða ættu að þrífa öll tæki og áhöld vel eftir vinnu á hverjum stað. Sú spurning hefur vaknað hver muni bera ábyrgð ef smit berst sannanlega með tilteknum hætti inn á ósýkt svæði, svo sem með notuðum tækjum sem seld eru á milli manna, með tækjum og áhöldum sem fylgja verktakavinnu, með plöntum eða græðlingum sem seld eru, eða með öðrum rekjanlegum hætti. Tekið skal fram að á þetta hefur ekki reynt, en óhjákvæmilega vakna spurningar sem þessar. F.h. nefndarinnar /ÁS inniheldur plöntustanólester sem nýjung lækkar kólesteról Benecol fyrir þá sem vilja lækka kólesteról Benecol er bragðgóður, náttúrulegur mjólkurdrykkur. Hann er ætlaður þeim sem vilja lækka kólesteról, en of hátt kólesteról er einn af stærstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Benecol hefur slegið í gegn erlendis og er nú framleitt af Mjólkursamsölunni. Vísindalega staðfest virkni Benecols Fjölmargar vísindarannsóknir hafa verið gerðar á undanförnum áratugum á áhrifum plöntustanólesters, hins virka efnis í Benecol, á magn kólesteróls í blóði. Niðurstöður eru einróma á þá leið að neysla þess leiði til verulegrar lækkunar kólesteróls (sjá línurit). Áhrif Benecols Til að ná hámarkslækkun nægir að drekka eina 65 ml flösku á dag og má þá reikna með allt að 15% meðaltalslækkun kólesteróls þó engar aðrar ráðstafanir séu gerðar. Mælanleg áhrif koma fram á nokkrum vikum eftir að neysla hefst, en kólesteról hækkar aftur sé neyslu hætt. Benecol fæst í tveimur bragðtegundum, með appelsínu og jarðarberjum, og er selt í kippum sem innihalda sex flöskur. Á 12 mánaða tímabili lækkaði kólesteról um 15% í hópi fólks sem fékk stanólester (mg/dl kólesteról án stanólesters með stanólester 210 Fyrir rannsóknartími Eftir tími (mán.) Heimild: Miettinen o.fl., New England Journal of Medicine, 1995; 333: Framleitt með einkaleyfi frá

12 12 Þriðjudagur 12. október 2004 Nýjar rannsóknir sýna fram á að mjólk er grennandi! Tvær nýjar rannsóknir sýna fram á að mjólk hefur grennandi áhrif en hægt er að hafa áhrif á offitu með því að taka inn kalk sem flestir fá úr mjólkurafurðum. Offita hefur aukist mikið síðustu áratugina og stöðugt fleiri tala um offitufaraldur á heimsvísu. Hingað til hefur athyglin einkum beinst að fitu og kolvetnum en nú hefur athygli vísindamanna einnig beinst að kalki og því jákvæða hlutverki sem það hefur. Á ráðstefnu sem var nýlega haldin í Prag voru samankomnir vísindamenn til að fara yfir nýjustu rannsóknirnar á offitu. Á meðal þeirra sem kynntu niðurstöður sínar á þessari ráðstefnu var virtur danskur vísindamaður, Arne Astrup. Rannsókn hans sýndi fram á að kalk í mjólk og mjólkurafurðum dregur úr upptöku fitu í líkamanum. Fullorðinir einstaklingar með offituvandamál voru rannsakaðir og var þeim skipt upp í tvo hópa. Hóparnir fengu mismunandi matseðla sem þeir áttu að fara eftir, annars vegar með lágu og hins vegar háu kalkinnihaldi. Aðaluppspretta kalks í báðum hópum voru fitulitlar mjólkurafurðir. Athygli vakti að upptaka fitu í líkamanum var minni hjá þeim sem neyttu kalkríkrar fæðu. Í annarri rannsókn, sem framkvæmd var af Michael B. Zemel í Bandaríkjunum, var 32 einstaklingum skipt í 3 hópa sem fengu sama fjölda hitaeininga í fæðunni en mismikið af kalki úr fitulitlum mjólkurafurðum. Hópurinn sem fékk minnst af kalki léttist um 6,4 kg, miðhópurinn léttist um 8,6 kg og sá hópur sem fékk mest kalk léttist um 10,9 kg. Rannsóknin stóð yfir í 24 vikur. Það liggja einnig fyrir aðrar rannsóknir sem gefa til kynna samhengi á milli neyslu kalks og líkamsþyngdar. Þessar tvær nýjustu rannsóknir eru áhugaverðar að því leyti að þær sýna fram á að áhrif kalks á líkamsþyngd eru meiri en áður hefur verið talið og vegna þess að fitulitlar Skyr.is hefur náð miklum vinsældum Árið 2001 markaðssetti MS vörulínuna Skyr.is hérlendis sem náði strax gríðarmiklum vinsældum meðal neytenda. Hafa vinsældirnar farið stigvaxandi og stefnir í að árið 2004 verði metár í sölu á Skyr.is. Skyr.is er unnið með vinnsluaðferð sem byggist á sérstakri síunaraðferð sem gefur skyrinu mýkt og eykur nýtingu prótína. mjólkurafurðir hafa verið aðaluppspretta kalks. Síðarnefnda rannsóknin sýndi ekki einungis fram á að sá hópur sem neytti kalkríkustu fæðunnar léttist mest, heldur leiddi hún einnig í ljós að sú fita sem hvarf var magafita (kviðarholsfita) hjá sama hópnum. Þetta er sú fitutegund sem talin er hættulegust þegar um er að ræða fitutengda sjúkdóma eins og til dæmis sykursýki af gerð 2. Fitutap af magasvæðinu var 19% hjá þeim hópi sem fékk minnst af kalki, 50,1% hjá miðhópnum og 66,2% hjá þeim hópi sem neytti kalkríkustu fæðunnar. Næringarfræðingar eru þegar farnir að Skyr.is er tilbúið til neyslu og annað útálát er óþarft. Skyr.is fæst nú í sjö mismunandi bragðtegundum, þar af er ein hrein og tvær án viðbætts sykurs. Hægt er að fá Skyr.is í 170 g dós og 500 g dós og fylgir með 170 g dósinni skeið svo hægt sé að njóta þess hvar og hvenær sem er. Skyr.is er 99,8% fitulaust enda unnið úr undanrennu eins og annað skyr. Þó er það næstum rjómakennt og veitir góða saðningu. Það er því tilvalið megrunarfæði. Fyrir utan að vera fitusnautt þá er Skyr.is prótínríkt eins og annað skyr. Í ofanálag gerir fyrrnefnd síunaraðferð það að verkum að hin hollu mysuprótein varðveitast í Skyr.is en síast ekki frá eins og í venjulegu skyri. Eru mysuprótín um fjórðungur prótínanna í Skyr.is benda fólki á að drekka mjólk þegar það vill grennast. Að þeirra áliti er mjólk besta uppspretta kalks því úr henni getur maður fengið mikið kalk, litla fitu og fáar kaloríur. Kari H. Brugge, næringarfræðingur hjá Grete Roede AS, segir að þau ráðleggi fólki, sem kemur til þeirra og vill grennast, að drekka mjólk. Enn fremur segir hún að þegar fólk vill léttast þurfi það að fækka kaloríum og einnig er mikilvægt að hafa mikla fjölbreytni í fæðunni þannig að maður fái nægjanlegt magn af vítamínum og steinefnum. Ef mjólkinni er sleppt, getur verið erfitt að fá nógu mikið kalk. Þær rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið núna undanfarið gefi fólki enn eina ástæðu til að mæla með mjólkurdrykkju. Skýringar á grennandi áhrifum mjólkurafurða: Kalk hefur áhrif á umbreytingu á fitu og kaloríum. Kalkið virðist minnka fituuppsöfnun í fitufrumunum þegar of mikil orka er til staðar. Við orkuleysi hefur verið tekið eftir að kalk örvar fitubrennslu. Mikil kalkneysla virðist sem sagt draga úr uppsöfnun á fitu og örva fitubrennslu við þyngdarminnkun. Hæfileikar kalksins til að viðhalda fitubrennslu, þrátt fyrir orkuskort, gefur til kynna mikilvægi þess að halda áfram að borða fitulitlar mjólkurafurðir í megrunarkúrum. Kalk getur einnig myndað ógegndræp sambönd í þörmunum með fitu og þannig dregið úr fituupptöku upp að vissu marki. Mjólk inniheldur þar að auki önnur efni, svokölluð lífvirk peptíð, sem virðast einnig hafa fituminnkandi áhrif. Heimild: Þýtt af Landssambandi kúabænda, október og þar með er Skyr.is ein auðugasta uppspretta mysuprótína í náttúrulegu formi sem völ er á. Mysuprótín eru vinsæl meðal líkamsræktarfólks og þykja hafa margvísleg heilsusamleg áhrif, meðal annars á ónæmiskerfið. Hinar miklu vinsældir Skyr.is hafa einnig náð út á skyndibitamarkaðinn og hafa verið settir upp svokallaðir BOOZT-barir á þremur stöðum í Reykjavík; í Kringlunni, World Class Spönginni og Laugum. BOOZT samanstendur af Skyr.is og ávöxtum sem hrært er saman með klaka. Margir eru farnir að gera skyrdrykki heima fyrir sem byggjast á BOOZT-drykkjum og á þessi þróun sinn þátt í auknum vinsældum Skyr.is. Skyr.is er framleitt hjá Mjólkurbúi Flóamanna Selfossi en sala og dreifing er í höndum Mjólkursamsölunnar. Besti bændavefurinn! Ert þú með vefsíðu þar sem segir frá lífinu í sveitinni, þínu búi eða bændafjölskyldu? Ef svo er þá getur þú tekið þátt í vefsíðukeppni um besta bændavefinn 2004 þar sem vegleg verðlaun eru í boði - helgardvöl fyrir tvo á Radisson SAS! Allir bændur og aðrir sem búa í sveit geta tekið þátt í keppninni. Keppt er í tveimur flokkum: Mundu að frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 1. desember nk. svo það er nægur tími til vefsmíða eða til endurbóta á eldri vefjum! Úrslit verða tilkynnt miðvikudaginn 8. desember á vefnum bondi.is og umfjöllun um keppnina og þá sem tilnefndir voru birtist í jólablaði Bændablaðsins. Eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í keppninni er að senda upplýsingar um heimasíðuna og hver sé höfundur hennar á netfangið tb@bondi.is. Úrslit verða tilkynnt miðvikudaginn 8. desember á vefnum bondi.is. Geitfjárræktarfélag Íslands vill minna geitfjáreigendur á aðalfund félagsins sem haldinn verður þann 5. nóvember nk. kl. 14:00 í bókaherbergi Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni. Fundarefni : - Venjuleg aðalfundarstörf. - Niðurskurður geita samhliða niðurskurði sauðfjár í riðutilfellum. - Möguleiki á auknum rannsóknum á geitum vegna riðu. Formaður Grunnskóla- og stjórnsýsluhús byggt að Borg í Grímsnesi Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að byggt verði nýtt grunnskólaog stjórnsýsluhús að Borg í Grímsnesi og að það verði tekið í notkun 12. ágúst Þá um leið verður lögð af kennsla í Ljósafossskóla. Gunnar Þorgeirsson oddviti sagði í samtali við Bændablaðið að hugmyndavinnu væri lokið og nú væru verkfræðingar og arkiektar að bera saman bækur sínar. Sveitarstjórn hefur samþykkt að semja við Fasteign ehf. um byggingu hússins á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Um verður að ræða einkaframkvæmd og mun Grímsnes- og Grafningshreppur leigja húsið af eigendunum.

13 Þriðjudagur 12. október Félagsmálaráðherra gestur í Garðyrkjuskólanum Árni Magnússon félagsmálaráðherra var gestur á miðvikudagsfundi starfsmanna og nemenda Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi á miðvikudaginn. Árni þekkir starf skólans mjög vel enda var hann formaður nefndar sem vann að skýrslunni "Háborg græna geirans", sem fjallaði um stöðu og framtíðarsýn skólans. Hann fagnaði mikilli aðsókn að skólanum og sagði að það hefði komið skýrt fram á ríkisstjórnarfundi nýverið að byggt yrði upp á Reykjum líkt og landbúnaðarráðherra hefur beitt sér fyrir og er að vinna að. Árni talaði einnig um húsbréfamarkaðinn, atvinnumál, jafnréttismál og annað sem hann er að vinna að í ráðuneytinu með sínu fólki. Fjölmargar spurningar voru lagðar fyrir ráðherrann, sem hann svarði mjög skýrt, m.a. um málefni öryrkja, sameiningu sveitarfélaga, vistun fanga á Sólheimum í Grímsnesi, nýja áfengisverslun hjá Esso í Hveragerði og margt fleira. Í lokin færðu starfsmenn og nemendur honum fullan poka af íslensku grænmeti og blómaskreytingu, sem nemendur á blómaskreytingabraut skólans unnu. Næsti gestur á miðvikudagsfundi skólans verður Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu, miðvikudaginn 13. október. Bændablaðið kemur næst út 26. október. Tökum að ljúka á sjónvarpsmynd um Austurdal í Skagafirði Tökur á mynd um Austurdal í Skagafirði eru á lokastigi. Kvikmyndatökulið fylgdi Stefáni Hrólfssyni, gangnaforingja frá Keldulandi og mönnum hans í smölun í 39. viku en áður hafði verið myndaður upprekstur hrossa 17. júní og messa í Ábæjarkirkju í Austurdal um verslunarmannahelgi. Það eru Árni Gunnarsson á Sauðárkróki og Ingimar Ingimarsson, bóndi á Ytra Skörðugili ásamt Þorvarði Björgúlfssyni, kvikmyndagerðarmanni, sem standa að gerð myndarinnar. Teknar hafa verið upp um 12 klukkustundir af efni úr dalnum og verður afraksturinn mínútna langur þáttur ætlaður til sýningar í sjónvarpi. Aðstandendur myndarinnar stefna þó að frumsýningu í Skagafirði í nóvember þegar myndin verður tilbúin. Austurdalur er einstök náttúruperla og státar meðal annars af skógi vaxinni fjallshlíð í 400 metra hæð yfir sjó. Merkigil milli samnefnds bæjar og eyðibýlisins Gilsbakka og hrikaleg gljúfur Jökusár Eystri gera það að verkum að þetta landssvæði hefur verið einangrað og erfitt yfirferðar. Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem var leystur út með fullum poka af íslensku grænmeti og blómaskreytingu eftir heimsóknina í Garðyrkjuskólann. /MHH Hentar fyrir nautgripi og hross. OG JERMIN STEINEFNI Er tryggt að dýrin þín fá nóga tilfærslu steinefna? Steinefnaskortur er dýr, steinefni eru ódýr. Fóðrun á steinefnum með beit verður öruggari með Jermin steinefnablöndunni og Microfeeder steinefnaboxinu. Leitið upplýsinga. Sími

14 14 Þriðjudagur 12. október 2004 Von á sérreglum um meðferð á innlendu korni frá landbúnaðarráðuneyti Er markaður fyrir margir bændur með umframbirgðir og sáu menn fyrir sér að geta selt umframmagn til fóðursalanna og þeir miðlað því svo áfram. Úr því varð þó ekki. Verðið er að sjálfsögðu afgerandi en samkeppnin er erfið við innflutta kornið. Innflutningsverð á korni hefur sveiflast í kringum 15 kr. á kg en bændur hafa keypt það á 19 kr. frá fóðursölum. Fóðursali sem Bændablaðið ræddi við benti einnig á að nú væri minna notað af byggi í fóðurblöndur vegna hás heimsmarkaðsverðs. Staðkvæmdarvörur, s.s. hveiti, maís og rúgur, væri valkostur sem gripið væri til við fóðurblöndun við slíkar aðstæður. Byggið fer nánast eingöngu í svínafóður, er ekki notað í fuglafóður og lítið í kúafóður. íslenskt bygg? Það er ef til vill ekki fjarlægur draumur að íslenskir bændur framleiði og selji íslenskt bygg á markaði. Nú eru flutt inn árlega á bilinu 14,5 þúsund tonn af erlendu fóðurbyggi til landsins en íslenskir bændur framleiða á bilinu 7-8 þúsund tonn á ári. Það sem af er þessu ári hafa verið flutt inn til landsins rúm 8,5 þúsund tonn samkvæmt tölum Aðfangaeftirlitsins. Í byrjun september hittust ýmsir aðilar tengdir kornrækt og ræddu þær leiðir sem mögulegar eru til að selja íslenskt korn á innanlandsmarkaði. Þar var ákveðið að Embætti yfirdýralæknis og Aðfangaeftirlitið útbyggju verklagsreglur um m.a. meðferð kornsins, innra eftirlit, flutning og meðferð véla. Landbúnaðarráðuneytið hefur málið nú til umfjöllunar en reglurnar munu líta dagsins ljós á næstu dögum að sögn ráðamanna. Formaður BÍ vill efla möguleika á afsetningu korns og koma á virkum markaði Í síðasta Bændablaði sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, að helsta verkefni í kornræktinni nú væri að efla möguleika á afsetningu framleiðslunnar og koma á virkum markaði fyrir bygg til fóðurs. Haraldur nefndi einnig að hægt væri að binda vonir við kornrækt til lyfjaframleiðslu. Þar væri í fararbroddi líftæknifyrirtækið ORF en það hefði þróað aðferðir til að framleiða lyfvirk efni úr byggplöntunni og vinna til lyfjagerðar. Hvað starfsemi ORF áhrærir og þá möguleika sem þar blasa við verður tíminn að leiða í ljós. Hálmurinn hefur verið til ýmsa hluta nýtilegur, m.a. í svepparækt. Hann hefur víða breytt húsvist í útihúsum, t.a.m. þar sem hann er notaður sem undirburður fyrir fé og kálfa. Þá er ótalin markaðssetning á íslenska bygginu á manneldismarkað sem er að sækja í sig veðrið, sbr. sölu lífræns ræktaðs byggs frá Eymundi Magnússyni í Vallanesi. Innflutningsverð sveiflast í kringum 15 kr. á kg Margir telja að við óbreytt ástand sé óraunhæft að rækta korn eingöngu til að selja inn í fóðurstöðvarnar. Í fyrra voru Bændur þurfa að fá a.m.k. 20 kr. fyrir kg. í sinn hlut Formaður Landssambands kornbænda, Ólafur Eggertsson, sagði við Bændablaðið að ef fóðursalar byðu íslenskum bændum 14 kr. á kg, komið til Reykjavíkur, þá væri það einfaldlega of lágt. Þeir þyrftu að fá a.m.k. 20 kr.á kg. fyrir fullþurrkað korn til þess að geta haft eitthvað upp í kostnað. "E.t.v. ættu Íslendingar að taka Norðmenn sér til fyrirmyndar en þar er kornframleiðslan vernduð að nokkru leyti. Verð á innfluttu korni í Noregi er nú 12,16 kr. ísl. Þeir leggja á skatt sem nemur 7,08 kr. ísl. þannig að bóndinn fær 19,25 kr. ísl. fyrir hvert kíló innlagt í fóðurstöð. Norskir bændur fá þannig um 6 kr. meira en bændur hér á landi. Fóðurinnflytjendur í Noregi verða að sækja um vissan innflutningskvóta en sá kvóti fer eftir því hvað bændurnir framleiða mikið upp í innanlandsnotkun." Ólafur telur óraunhæft að hækka innflutningsskatta sem myndu hækka kjarnfóðurverð því ekki gætu allir bændur ræktað korn vegna mismunandi skilyrða. "Þess vegna ætti að greiða þeim bændum styrk, sem leggja korn inn í fóðurstöð, 6-7 kr. á kg. Þeir sem væru með gott umframkorn gætu þannig afsett sitt bygg og þess vegna aukið kornræktina og haft af því tekjur. Ef við gæfum okkur að bændur gætu selt tonn og fengju 7 kr í styrk á hvert kg er um 14 milljónir að ræða. Heildarverðmæti framleiðslunnar yrði hins vegar um 40 milljónir. Það ætti ekki að vera vandi að koma með aukið fjármagn í kornræktina með þessum hætti ef vilji væri fyrir hendi," segir Ólafur. Kornræktin hefur breytt hugarfari bænda Þeir aðilar sem Bændablaðið ræddi við um þróun kornræktarinnar voru allir sammála um að ræktunarmenningin hefði tekið stórstígum framförum fyrir hennar tilstuðlan. Bændur hefðu margir hverjir náð verulegri færni í fóðrun sinna gripa og náð að auka afurðir með bættri fóðrun. Menn væru einnig að auka kjarnfóðurþáttinn og fengju þannig aðra sýn á fóðrunina. Einn af stærstu kostum kornræktarinnar væri hins vegar sá að bændur hefðu snúið sér enn frekar að endurræktun og það væri mikils virði. Samhliða kornnotkuninni væru þeir að fá orkuríkari og betri hey fyrir vikið. Þetta væri sú hagræðing sem bóndinn fengi hvað mest út úr með því að rækta sjálfur sitt korn. /TB Hólaskóli vistar Knapamerkjakerfið Hólaskóli hefur tekið að sér vistun á svokölluðu Knapamerkjakerfi en þar er um að ræða stigskipt námsefni í hestamennsku til kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi svo og til námskeiðshalds á vegum menntaðra reiðkennara. Námsefnið er byggt þannig upp að um er að ræða 5 stig sem þyngjast eftir því sem ofar er komið. Markmið knapamerkjakerfisins eru eftirfarandi: Að auka áhuga og þekkingu á íslenska hestinum og hestaíþróttum. Að bæta reiðmennsku og meðferð íslenska hestsins. Að auðvelda aðgengi að menntum í hestaíþróttum fyrir unga sem aldna. Að bjóða upp á þroskandi nám fyrir börn og unglinga í samvistum við hesta og náttúru landsins. Forsaga Knapamerkjakerfisins er í stuttu máli sú að ÍSÍ kom fram með þá hugmynd 1998 að öll sérsambönd innan vébanda þess stæðu að því að þróa námsefni til notkunar við kennslu í hestamennsku. Þegar Átak í hestamennsku tók svo til starfa um áramót var þetta eitt af þeim málum sem starfsmaður þess, Hulda Gústafsdóttir, vann að í samvinnu við Hólaskóla og ýmsa aðra aðila sem lögðu til faglega sérþekkingu, teikningar, hönnun og tilraunakennslu á námsefninu til að byrja með. Má benda á t.d. að teikningar í námsefninu eru flestar eftir Pétur Behrens, hönnun á merkjum og útliti hjá auglýsingastofunni Tunglinu, tilraunakennsla og yfirlestur kennslugagna hjá Ingimar Ingimarssyni og Magnúsi Lárussyni svo eitthvað sé nefnt. Síðastliðna mánuði hefur verið unnið að því að finna Knapamerkjakerfinu varanlega vistun innan skólakerfisins og hefur Hólaskóli, eins og áður sagði, tekið það verkefni að sér og ráðið til þess Helgu Thoroddsen. Skólinn mun meðal annars taka að sér áframhaldandi þróun og útgáfu á námsefni, prófum, og kennsluleiðbeiningum svo og dreifingu, umsjón og utanumhald á þeim gögnum sem fylgja þessu viðamikla, nauðsynlega og áhugaverða verkefni. Þróun Knapamerkjakerfisins mun því haldast í hendur við kennslu og námsefnisgerð á Hólum bæði á fyrsta ári, leiðbeinendastigi þar sem nemendur skólans útskrifast með réttindi til að kenna á 1. og 2. stigi Knapamerkjakerfisins og á þriðja ári, reiðkennarabraut þar sem nemendur öðlast réttindi til að geta kennt öll 5 stig Knapamerkjakerfisins. Nánari upplýsingar um Knapamerkjakerfið er hægt að nálgast hjá Hólaskóla, sími eða Helgu Thoroddsen, sími Knapamerki 1. stiga Knapamerki 2. stiga Knapamerki 3. stiga Knapamerki 4. stiga Knapamerki 5. stiga Fyrirspurn um eyðingu minka og refa Þuríður Backman hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til umhverfisráðherra um störf nefndar um eyðingu minka og refa. Hún spyr hvort nefnd sem ráðherra skipaði um minka- og refaveiðar hafi skilað niðurstöðum, hvenær megi vænta þess að tillögur nefndarinnar um aðgerðir til að draga úr skaða af völdum refa verði kynntar og hvort auknu fjármagni verði varið til þessa málaflokks til að koma til móts við stóraukinn kostnað sveitarfélaganna?

15 Þriðjudagur 12. október Í síðasta Bændablaði var rætt við Guðmund Stefánsson, framkvæmdastjóra Lánasjóðs landbúnaðarins, um breytt landslag á lánamarkaði. Í framhaldinu ræddi blaðið við Ingimund Sigurmundsson, útibússtjóra KBbanka á Selfossi, um sömu málefni og hann spurður um viðskipti við bændur út frá sjónarhóli bankamannsins Bændur færa sig í auknum mæli til bankanna "Þróunin er sú að kúabúum er að fækka og þau eru að stækka. Fjárþörfin er víða mjög mikil og þar hafa bankarnir verið að bjóða bændum ákveðnar lausnir. Lánasjóður landbúnaðarins hefur t.d. ekki verið að lána kúabændum til kvótakaupa sem er einn stærsti liðurinn í stækkun búa en það gera bankarnir. Við sjáum það fyrir okkur að stóru bændurnir sem verða áfram í búskap muni færa sig í auknum mæli til bankanna með sín viðskipti. KBbanki hefur t.d. verið að bjóða bændum fjármögnun þar sem lán frá Lánasjóðnum hafa verið greidd upp. Það er kominn skriður á þessi mál og við finnum verulega hreyfingu í þessa átt," segir Ingimundur. Aðspurður sagðist Ingimundur ekki geta gefið upp fjölda bænda sem hefðu ráðist í þetta en það væri e.t.v. hugmynd fyrir Hagþjónustu landbúnaðarins að kanna það í lok árs. Hann gæti hins vegar nefnt að á Suðurlandi væru nokkrir stórir bændur að fara þessa leið en þá ætti hann við kúabændur sem stenfndu á yfir 300 þúsund lítra framleiðslu. "Fjárþörfin er mjög misjöfn og hver bóndi er með sínar forsendur en það er ekki óeðlilegt að bóndi með 400 þús. lítra framleiðslu skuldi um 100 milljónir króna." Veðrétturinn skiptir máli Á það hefur verið bent að það skjóti skökku við að Lánasjóður landbúnaðarins skuli lána eingöngu á fyrsta veðrétti og taka þannig minni áhættu en þeir einkaaðilar sem á eftir koma. Þannig sé sjóðurinn að bjóða betri kjör með því að niðurgreiða vexti með skattfé. Þetta hefur m.a. verið gagnrýnt en eins og framkvæmdastjóri Lánasjóðsins benti á í síðasta Bændablaði er þetta bundið í lögum sjóðsins. "Við fáum náttúrlega ekki alltaf fyrsta veðrétt. Það sem við erum nú að bjóða nýtt eru hagstæðari íbúðarlán en áður hafa þekkst en bændum bjóðast þau eins og öðrum viðskiptavinum bankans. En til þess að svo megi verða þurfum við að hafa fyrsta veðrétt og til þess að það sé kleift þarf að greiða upp Íbúðasjóðslán og Lánasjóðslán því þeir sjóðir eru báðir með veð í íbúðarhúsi og jafnvel jörðinni sem slíkri," segir Ingimundur. Við sjáum það fyrir okkur að stóru bændurnir sem verða áfram í búskap muni færa sig í auknum mæli til bankanna með sín viðskipti. KB-banki hefur t.d. verið að bjóða bændum fjármögnun þar sem lán frá Lánasjóðnum hafa verið greidd upp. Það er kominn skriður á þessi mál og við finnum verulega hreyfingu í þessa átt, segir Ingimundur. En hvernig eiga bændur að undirbúa sig þegar þeir vilja bera saman kjör hjá bönkunum? "Búnarsamband Suðurlands býður bændum upp á mjög góða ráðgjöf um fjármál og það er best að bændur leiti þangað til að reikna út sitt dæmi. Það þarf m.a. að huga að greiðslubyrði, kostnaði við skuldbreytingar og vaxtakjörum. Það er alltaf ákveðinn kostnaður við að endurfjármagna lán og menn verða að meta hvort þeir leggi út í þann kostnað til að fá lægri vexti í framtíðinni. Þegar bændurnir koma í bankann eru þeir gjarnan með ársreikninginn og búrekstraráætlun í farteskinu. Í kjölfarið fá þeir tilboð sem þeir fara með til Búnaðarsambandsins og bera saman við ástandið eins og það er. Búnaðarsambandið uppfærir svo þá áætlun þegar tilboð um breytt lánafyrirkomulag liggur fyrir. Þá sér bóndinn sína stöðu fyrir og eftir og getur tekið ákvörðun í framhaldinu. Bændur þurfa að lokum að spyrja sig hvar hag þeirra sé best borgið og gera ekkert nema að mjög vel ígrunduðu máli." En sinnir bankinn sjálfur rekstrarráðgjöf til bænda? "Öll rekstrarráðgjöf sem slík er á hendi Búnaðarsambandsins enda er það inni í þeirri þjónustu sem bændurnir greiða fyrir. Á milli okkar og Búnaðarsambandsins er góð samvinna og við þekkjum rekstrarþörf bænda almennt. Hjá kúabændum eru þetta nokkuð þekktar stærðir, við vitum innkomuna og gjöldin og það er ekki mikið um óvænta liði." Hvað með þjónustugjöldin og kvaðir þeirra sem koma nýir í viðskipti? "Það gildir það sama um bændur eins og aðra viðskiptamenn. Menn þurfa t.d. að vera með sín veltuviðskipti í bankanum annars hækka vextirnir úr 4,2% í 5,1% á íbúðarlánum. Það er í raun eina kvöðin. Þeir sem koma inn í greiðsluþjónustu gera samning um hvaða gjöld eigi að greiða og hvað bóndinn eigi að leggja til á mánuði. Að öðru leyti eru viðskipti við bændur ekkert frábrugðin þeim viðskiptum sem venjuleg heimili eru að gera nema þau eru stærri í sniðum." Flas er ekki til fagnaðar Ingimundur segir bændur duglega að leita sér upplýsinga og sérstaklega sé það áberandi eftir að nýju íbúðalánin komu til sögunnar nú í september. "Það á hins vegar eftir að komast reynsla á þetta og flas er ekki til fagnaðar í þessum málum - best er að ígrunda stöðuna vel og nota þá ráðgjöf sem Búnaðarsambandið býður upp á við að reikna út stöðuna ef endurfjármögnun stendur fyrir dyrum," sagði Ingimundur Sigurmundsson, útibússtjóri KB- banka á Selfossi. /TB Kraftvélaleigan bætir flotann Við óskum Kraftvélaleigunni til hamingju með stærsta trjákurlara landsins, Vermeer BC 1000i Akralind 2, 201 Kópavogur Sími Látið mjólkurbarinn létta störfin! Níðsterkar fötur Endingarbetri túttur Auðveld þrif Minni vinna Fást nú hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Munið einnig hinar frábæru Cow Comfort básamottur sem sameina bæði mikil gæði og gott verð. Elvar Eyvindsson - Skíðbakka 2 S: , Tölvup.: elvarey@eyjar.is Fjós eru okkar fag Weelink - fóðrunarkerfi Ametrac - innréttingar í fjós Promat og AgriProm - dýnur Zeus og Appel - steinbitar Dairypower - flórsköfukerfi PropyDos - súrdoðabrjóturinn Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur Uno Borgstrand - loftræsting Ivar Haahr - opinn mænir Lynx - eftirlitsmyndavélar Carfed - plastgrindur í gólf Gráðaostur er íslenska afbrigði Roquefort hins franska frá samnefndum bæ í Suður-Frakklandi. Nafn ostsins var fyrst lögverndað árið 1407 og er bundið við ost úr sauðamjólk sem látin er gerjast í náttúrulegum kalksteinshellum Combalou við þorpið Roquefort. Til eru heimildir um ostinn, skráðar af Plíníusi eldri (árið e.kr.) og því talið víst að Rómverjar til forna hafi þekkt hann. Einnig segir sagan að þegar Karli mikla hafi fyrst verið boðið að bragða hafi hann afþakkað en þegar hann loks lét tilleiðast hafi hann orðið afar sólginn í hann. Árið 1939 var fyrst hafin framleiðsla á gráðaosti í Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Það var með hann eins og margar aðrar bragðmiklar og sérstæðar fæðutegundir fyrr og síðar að ekki voru allir jafnhrifnir. Neyslan jókst þó smám saman, ár frá ári, og nú er svo komið að gráðaostur er talinn nær ómissandi þar sem ostar eru saman komnir á borð. Á seinni tímum hefur notkun hans í matargerð aukist verulega, eins og til dæmis í eftirrétti, súpur, sósur og salöt. Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf - Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar - Hafið samband - við mætum á staðinn Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: / s: /

16 16 Þriðjudagur 12. október 2004 Álaveiðar í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu Á árunum 1960 til 1964 var nokkurt magn veitt af álum á Íslandi til útflutnings. Stóð Jón Loftsson að skipulögðum veiðum. Síðar stóð Samband íslenskra samvinnufélaga að álaveiðum. Álarnir sem komu frá Skaftárhreppi þóttu með þeim stærstu og magnið mikið, sbr. mynd nr. 1. Bændur höfðu aukatekjur af þessum veiðum á þeim tíma. Fyrir um 9 árum var einnig gerð tilraun til skipulegra álaveiða á Íslandi. Nú eru margir sem veiða ála fyrir sjálfan sig þar sem mörgum þykir reyktur áll herramannsmatur. Vegna versnandi afkomu bænda var ákveðið árið 1991 af atvinnumálanefnd Skaftárhrepps að gera könnun á magni ála o.fl. á gömlu veiðisvæðunum til að athuga hvort möguleiki væri að hefja veiðar á þeim á ný. Þetta verkefni var eitt af fjórum sem fjallaði um nýtingu á staðbundnum fiskistofnum í hreppnum. Eitt verkefnið fjallaði svo um veiðar á glerál. Valdir voru fjórir veiðistaðir fyrir verkefnið, þar af tveir staðir þar sem veitt var 1962 til samanburðar. Þeir staðir voru Fitjarflóð í Landbroti og Steinsmýrarflóð í Syðri-Steinsmýri í Meðallandi. Bæði þessi vatnasvæði eru með tært vatn og gott vatnsgegnumstreymi. Hinir veiðistaðirnir voru Víkurflóð í Efri-Vík í Landbroti og Mjóásvatn í Norðurhjáleigu, í Álftaveri. Þessi vatnasvæði eru með gruggugt vatn og lítið gegnumstreymi og verða volg á góðum sumardegi þegar sólin skín. Bændur á veiðisvæðunum lögðu til tæki og vinnu sem hjálpaði mikið við framkvæmd verkefnisins. Álagildrurnar, sem voru 8-10 metra langar, voru hefðbundnar með tveimur endapokum og leiðara á milli þeirra. Möskvastærð í enda gildranna var 11 mm. Állinn kemur syndandi að gildrunni með botni en syndir ekki yfir gildruna heldur meðfram henni og lendir þá í endapokanum. Möguleiki er að vera með agn í gildrunum, t.d. saltfiskbút, en það var ekki gert í þessu verkefni. Kvarnir voru teknar og þær aldursgreindar á vegum Veiðimálastofnunar á Selfossi ásamt fæðu álanna. Álar og silungar voru merktir og vonast var til að þeir fiskar veiddust aftur seinna af veiðimönnum til mælinga, en það gerðist ekki. Niðurstöður, Fitjarflóð Fitjarflóð var besta veiðisvæðið í hreppnum 1961 til 1963 og því gert skil hér, ásamt því að þar veiddust flestir álarnir af veiðsvæðunum fjórum í verkefninu. Meðalþyngd álanna var 350 gr, sá þyngsti var 950 gr og sá léttasti var um 50 gr. Þyngd ála er annars mjög mismikil eftir veiðivötnum (gruggug eða tær vatnakerfi), sjá mynd nr. 2. Meðallengd var 57 sm, sá lengsti var um 74 sm og stysti var um 30 sm. Meðalholdastuðull, sem segir til um hvað fiskurinn var feitur, var 0,166. Holdmesti állinn í Fitjarflóði var um 0,27 en sá rýrasti var 0,05. Meðalaldur var 10,6 ár. Elsti állinn var um 16 ára, 770 gr að þyngd og 72 sm að lengd. Yngsti állinn var um 5 ára, gildrurnar héldu ekki yngri álum sem fóru í gegnum möskvann á gildrunum. Meðalummál, mælt fyrir framan bakugga, var 10,5 sm. Minnsta ummál var 6 sm en sá digrasti var með 17 sm. Meðalveiði, þ.e.a.s. veiddir álar á hverja gildru eftir eina veiðinótt, var 0.67 álar. Veiðisvæði eru misgjöful eftir vatnagerð, sjá mynd nr. 3. Litur. Álarnir voru flokkaðir mest í 9 litaflokka. Dekkstu álarnir voru yngstir eða 8,5 ára að meðaltali. Þeir ljósustu voru 12 ára að meðaltali. Þyngsti állinn sem veiddist á öllum fjórum veiðisvæðunum var um 1870 gr í Mjóásvatni. Hann var einnig sá digrasti með holdastuðulinn 0,29 og 86 sm á lengd. En lengsti állinn sem veiddist var 94 sm. Aðalfæða álanna í Fitjarflóði voru vatnabobbar, um 70%, jafnt var af hornsílum, rykmýlirfum og þráðormum í fæðu álanna. Umræða Að mati undirritaðs þá ganga þeir álar til sjávar sem fara að nálgst holdastuðulinn 0,2, eru þeir þá að verða bjartálar, eftir um 12 ár í ferskvatni. Þessa ála er best að veiða áður en þeir ná til sjávar og má miða við að taka alla ála sem eru þyngri en 400 gr og lengri en 50 sm. Minni fiskur mætti vera Þyngd, kg Þyngd,gr Kjartan Halldórsson t.h. og Steingrímur Matthíasson með reyktan ál á milli sín. Fyrir ofan þá er álagildra eins og Kjartan lánar bændum. Þessar gildrur lét hann smíða í Kína. Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Afli, kg á mán Mynd 1. Þróun álaveiða í Fitjarflóði Veiðin eykst þegar það fer að skyggja en minnkar svo með meiri kulda. áfram í vatninu til vaxtar. Hér má bæta við að hængarnir fara minni til sjávar en hrygnurnar, minnsti bjartállinn sem veiddist var 42 sm. Þessar tölur eru svo breytilegar eftir veiðivötnum. Veiðin í Fitjarflóði í eina gildru var um 30 kg alls frá 9. júlí til 30. ágúst. Hægt er að fá mikinn afla í veiðivötnum ef allur áll væri hirtur og þá einungis í nokkur ár, vegna hættu á ofveiði eins og gerðist í Skaftárhreppi. Mesta veiði á dag í eina gildru var 0,67 í þessu verkefni en var 1962 um 7,0 sem sýnir mikla minnkun á aflabrögðum. Mikill munur er í veiði eftir dögum. Þar kemur inn veðurfar, lofthiti, birta, gerð gildra o.s.frv. Best er að veiða sem næst útfalli vatnsins til að ná ljósustu álunum á leið til sjávar. Þegar fer að hausta og dimma þá er mesta veiðin af öllum ál, sjá mynd 1. Mikið sást af glerálagöngum áður fyrr í hreppnum og eru til ýmsar sögur um hann. Á landinu öllu veiddist árið tonn af ál, 1962 voru það 13 tonn, 1963 voru það 10 tonn og minna eftir það. Handverk mannanna hafa valdið því að veiðisvæðum ála hefur fækkað með framræslu mýra, breytinga á árfarvegum, uppþurrkun svæða ásamt kólnandi veðurfari eftir 1960 o.s.frv. Þetta hafði einnig áhrif á silung og fugla. Til viðbótar má nefna að sandfok í Skaftárhreppi hefur fært vatnasvæðin í kaf. Undirritaður telur að fá veiðisvæði geti haldið uppi stöðugum veiðum til lengdar, þó að álar finnist víða um land. Þá helst frá sunnanverðu Snæfellsnesi og Fitjarflóð Víkurflóð Steinsmýrarfl Mjóásvatn 0 Meðalþyngd Mynd 2. Meðalþyngd er mjög breytileg eftir vatnagerð. Minnsta meðalþyngdin er í tveim vötnum með tæru vatni. Tilraunaveiðar á ál í Skaftafellssýslu. Álar á gildru eftir einn dag 0,8 0,7 0,6 0,5 0,4 0,3 0,2 0,1 austur fyrir Höfn í Hornafirði um Suðurland. Að síðustu má nefna það að meðhöndlun á þessu dýra hráefni þarf að vera rétt eftir veiðar og við slátrun svo að gæðin eyðileggist ekki, en það er svo annar kafli út af fyrir sig. Trúlega er erfitt að treysta á árvissar glerálaveiðar á sama veiðistaðnum hér á landi vegna breytileika í straumum fyrir utan ströndu, breytinga á vindakefum og veðráttu á landi. Til er rit sem, sem fjallar nánar um þetta efni, það nefnist Álarannsóknir 1991 og er með mörgum myndum og töflum. Það má nálgast á skrifstofu Skaftárhrepps, Kirkjubæjarklaustri hjá Ólafíu Davíðsdóttur. Heimild; Jón Gunnar Schram Álarannsóknir Atvinnumálanefnd Skaftárhrepps Vestur - Skaftafellssýslu og Fjölbrautaskóli Suðurlands. 59 bls. Fjölrit. Höfundur: Jón Gunnar Schram, fiskeldisfræðingur. S Fitjarflóð Víkurflóð Steinsmýrarfl Mjóásvatn Meðalveiði 0,67 0,16 0,44 0,14 Mynd 3. Afli er mismikill eftir gerð vatnakerfa. Fitjarflóð og Steinsmýrarflóð eru með tært vatn en hin með gruggugt vatn. Állinn hrygnir í Þanghafinu um 5000 km við austurströnd Mið- Ameríku. Seiðin berast til Evrópu með Golfstraumnum sem tekur um 3 ár. Þegar til Evrópu er komið hafa glerálaseiðin náð 6-8 cm lengd og ganga þá upp í ferskvatn. Þar dvelst állinn í fleiri ár sem fer eftir því hvaða lífskilyrði eru fyrir hendi, t.d. hiti og fæðuframboð. Elsti áll í þessu verkefni í Skaftárhreppi var um 16 ára gamall í ferskvatni en 19 ára í raun með dvöl í hafi sem gleráll. Hér í þessu ritkorni er bara talað um aldur í ferskvatni. Eftir glerálatímabilið í hafi hefst uppvaxtartímabilið í ferskvatni og er állinn þá kallaður guláll. Þegar állinn hefur náð fullum þroska þá breytist litur hans og hann verður hvítur á magann og dökkur á bakið, eins og lax, og er þá kallaður bjartáll. Bjartállinn gengur til sjávar á haustin til hrygningar í Þanghafinu og er þá verðmætari vegna feitleika síns en guláll. Á leið sinni í Þanghafið étur állinn ekkert því meltingafærin hverfa en í stað þeirra þroskast kynfærin. Þess vegna verður állinn að vera vel feitur því að fituforðinn verður að duga honum alla leið frá Íslandi. Hrygnurnar eru stærri en hængarnir. Állinn andar með tálknum í vatni en á landi lokar hann tálknunum og andar þá með húðinni. Dæmi er um að áll hafi farið í einum áfanga 8 km milli vatna í blautu grasi og eru förin eftir hann eins og eftir reiðhjól. /JGS

17 Þriðjudagur 12. október landsþing LH á Selfossi 29. og 30. október Lagt til að alþjóðakeppnisreglurnar FIPO verði teknar upp hér á landi Landsþing Landssambands hestamannafélaga, hið 54. í röðinni, verður haldið á Selfossi dagana 29. og 30. október nk. í boði hestamannafélagsins Sleipnis. Rétt til þingsetu eiga 145 þingfulltrúar frá 46 hestamannafélögum. Landssamband hestamannafélaga (LH) eru heildarsamtök 48 hestamannafélaga með um átta þúsund félagsmenn. Stjórn sem kjörin er á landsþingi fulltrúa hestamannafélaganna og framkvæmdastjóri sinna daglegum rekstri sambandsins. Alls bárust 37 tillögur fyrir 54. landsþingið og hafa þær verið sendar formönnum allra hestamannafélaganna og hægt er að nálgast þær á heimasíðunni LH. Alþjóðlegar keppnisreglur Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður LH, sagði í samtali við Bændablaðið að viðamesta mál landsþingsins yrði án vafa tillaga stjórnar sambandsins um að taka upp alþjóða keppnisreglurnar FIPO. Þær keppnisreglur gilda á mótum íslenska hestsins erlendis en hér á landi hafa gilt aðrar reglur. Jón Albert segir að þetta muni þýða töluverðar breytingar á mótum hér heima án þess að hægt sé að tala um einhverja kúvendingu. Íslensku reglurnar hafa verið að nálgast FIPO reglurnar og því tímabært að taka skrefið til fulls og vinna þetta í alþjóðlegu samstarfi. Á landsþinginu verða kynntar niðurstöður nefndar sem hefur unnið að tillögum um skipulagsbreytingar á sambandinu. Sömuleiðis verða kynntar hugmyndir stjórnarinnar að nýju skipuriti. Þá verða kynnt drög að stöðlun fyrir landsmót og Íslandsmót hestamanna. Menn hafa deilt um landsmótsstaðina en með þessum stöðlum mun það liggja ljóst fyrir hvað mótsstaðirnir þurfa að uppfylla til að fá að halda mótin. Aukin umsvif Jón Albert segir að á undanförnum árum hafi umsvif LH aukist mjög og að þau muni halda áfram að aukast. Velta LH hefur stóraukist og er orðin yfir 30 milljónir króna. Tekin hefur verið upp skráning reiðleiða sem unnin er í samstarfi við Vegagerðina og Landmælingar. Það hefur sérstakur starfsmaður verið í því undanfarið í hlutastarfi. Nú stendur til að skipa reiðveganefndir í hverju umdæmi Vegagerðarinnar til þess að tengja betur saman starfsemi LH og starfsemina sem fram fer í hverju umdæmi Vegagerðarinnar. Þetta telur Jón Albert að verði viðamestu mál þingsins en að sjálfsögðu verða fjölmörg önnur mál til umræðu og afgreiðslu. Landskeppni smalahundafélags Íslands Keppni verður haldin í Dalsmynni í Villingarholtshreppi hegina oktober n.k. Laugardagsmorgunin 30. hefst keppni kl á unghundum. Úrslit hefjast kl á sunnudag. Skráning í símum Skúli, Ingvar og Hilmar. Með von um góða þátttöku. Mótshaldarar Eskimo Trading ehf býður viðar Kamínur á ótrúlega góðu verði, aðeins kr Fjórir litir, hurð, öskuskúffa og toppur eru þó í öllum tilfellum svargrá. Takmarkað magn af reykrörum til á lager. Sendum út á land. Gsm Hs Sölustaðir Höfn Hornafirði: Gsm Ísafjörður: Rörtækni Sími Frá síðasta landsmóti NONNI OG MANNI I YDDA / sia.is / NM13347 HEILDARFJÁRMÁLAÞJÓNUSTA FYRIR BÆNDUR Ný þjónusta hjá KB banka sérsniðin fyrir önnum kafna bændur. Láttu okkur sjá um þín fjármál svo þú hafir betri yfirsýn yfir reksturinn og fjármál fjölskyldunnar. Hafðu samband við næsta útibú og athugaðu hvað við getum gert fyrir þig og þína. Sérkjör Útgjaldadreifing KB Netbanki Eigin þjónustufulltrúi Persónutryggingar Viðbótarlífeyrissparnaður Fasteignalán Afurðalán Innkaupakort Fjármögnun til kvótakaupa

18 18 Þriðjudagur 12. október 2004 Lárus Stefánsson garðyrkjubóndi með stórar gulrætur úr volgum garðinum. Lárus Stefánsson á Reykjaflöt Möguleikar okkar liggja í því að skapa okkur sérstöðu og gera ekki það sama og allir hinir Það hvarflaði ekki að Lárusi Stefánssyni, þar sem hann bograði í skólagörðunum fyrir nokkrum árum, að hann ætti eftir að gerast garðyrkjubóndi. Honum fannst ekki einu sinni gaman í garðræktinni. Síðar vann hann í mörg ár í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og svo voru hann og kona hans, Þóra Sædís Bragadóttir, í Reykjadal, og Stefanía Bjarnadóttir garðyrkjubóndi pökkuðu púrrulauk. Stefanía Bjarnadóttir, bústjórar á kjúklingabúi Móa í Hvalfirði. "Ég hafði bara séð grillaða kjúklinga fram að því," segir Lárus kíminn. Óhrædd við ný og ókunnug verkefni réðust þau hjón í kaup á garðyrkjubýlinu Reykjaflöt í Hrunamannahreppi og fluttu þangað í fyrra. "Okkur langaði mikið upp í sveit," segir Lárus um ásæðu þessa, "og við erum svo sannarlega komin í góða sveit. Hér er gott mannlíf, fjölbreytt félagslíf, krakkarnir ánægðir í Flúðaskóla og elsta dóttirin í ML. Hér er mikil samvinna og samhjálp meðal garðyrkjubænda. Það eru allir kollegarnir boðnir og búnir að leiðbeina okkur og liðsinna og svo fáum við líka frábæra þjónustu ráðunauta." Á Reykjaflöt eru papríkur og chillipipar ræktað inni en út eru ræktaðar gulrætur, púrra, vorlaukur, icebergsalat, rautt salat og sætar kartöflur. Jarðhiti er á staðnum og fyrri eigandi hafði lagt hitalagnir á 70 cm dýpi undir stórum garði. Hægt er að plægja yfir þeim. Vegna þessa var hægt að setja út gulrætur 1. apríl og Bændablaðsmyndir: Soffía. uppskera snemma. Lárus segir full snemmt að segja til um afkomu búsins. "Við seljum bara á því verði sem okkur er skammtað og höfum nánast ekkert um að það segja. Möguleikar okkar liggja í því að skapa okkur sérstöðu og gera ekki bara það sama og allir hinir. Við erum t.d. í ræktun á vorlauk og einu innlendu framleiðendurnir. Við köllum þessa tegund Gunnlauk," segir Lárus og bætir við:"við vorum svo heppin að finna hana Gunn og fá til starfa hjá okkur, þar fáum við bæði fagþekkingu og duglegan liðsauka." Gunn M. H. Apeland er frá Noregi en búsett á Flúðum. "Ég er garðyrkjuhagfræðingur," segir hún, "og er mjög ánægð með að vinna hér. Nú er ég loksins farin að nota menntun mína en ekki bara að tína tómata." Gunn segir mikinn feng hafa verið að komu norsks sérfræðings, Kari Aarekol, sem hefur komið hingað til lands þrisvar í ár og kynnt garðyrkjubændum bættar geymsluaðferðir, ræktun nýrra tegunda og afbrigða og illgresiseyðingu. /Soffía. Andri Þórarinsson, nágranni frá Reykjadal, fékk að máta sæti ökumanns. Sigríður Bjarnadóttir frá Hólsgerði í Eyjafirði Fékk viðurkenningu fyrir viðskiptaáætlunin á fyrsta landsbyggðanámskeiðinu,,þessi viðskiptaáætlun mín er eiginlega viðskiptaleyndarmál ennþá og því get ég ekki sagt þér enn sem komið er út á hvað hún gengur," sagði Sigríður Bjarnadóttir frá Hólsgerði í Eyjafirði. Hún fékk viðurkenningu fyrir góða viðskiptaáætlun á fyrsta landsbyggðarnámskeiði Brautargengis sem haldið var í fyrra.,,málið er að ég hef gengið með ýmsar hugmyndir í kollinum og þar á meðal þessa viðskiptaáætlun og hafði verið með hana í huga í nokkur ár. Síðan dreif ég mig á þetta námskeið þar sem ég fékk aðstoð við uppsetningu áætlunarinnar og ýmislegt í tengslum við hana sem var afar gagnlegt. Það var IMPRA Iðntæknistofnun sem hélt þetta Brautargengisnámskeið sem var fyrsta landsbyggðanámskeiðið. Við vorum með fjarfundabúnað og það voru líka hópar á Egilsstöðum og Ísafirði á námskeiðinu. Við hittumst eina helgi í upphafi en síðan vorum við á sitt hvorum staðnum," sagði Sigríður. Námskeiðið gekk út á að gera viðskiptaáætlanir fyrir hvað sem er, það var ekkert sérstakt þema þar í gangi. Það var mjög ólíkt margt af því sem konurnar tóku fyrir. Sumar voru þá þegar komnar með fyrirtækjarekstur og unnu út frá því en aðrar voru með hugmyndir sem þær útfærðu. Sem fyrr segir vill Sigríður ekki skýra frá því að svo komnu út á hvað verðlaunaáætlun hennar gengur en sagðist geta skýrt frá henni að ári. Það litla sem upp hjá henni fékkst var að hún fjallaði um ræktun og verslun. Hún segist ætla að fylgja áætluninni eftir og það tengist því fyrst og fremst að skapa sér tekjur og halda áfram búsetu í Hólsgerði.,,Námskeiðið var mjög gagnlegt og áhugavert og mjög hnitmiðað sett upp. Ég mæli með þessu námskeiði við allar konur enda er menntun orðin mikill áhersluþáttur í þjóðfélagi nútímans og sem betur fer býðst okkur landsbyggðafólki þessi kostur líka, sagði Sigríður.

19 Þriðjudagur 12. október BÚJÖRÐ ÓSKAST Fjársterkur aðili óskar eftir að kaupa nautgripabújörð í fullum rekstri, ekki væri verra ef önnur búhlunnindi fylgdu jörðinni. Tilboðum skal skila inn til afgreiðslu Bændablaðsins fyrir lok október merkt: Bújörð Frekari upplýsingar fást í síma Rebekka Sif (t.v.) og Jóhanna Rut að störfum í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans. Bændablaðsmynd/MHH Góðir aðstoðarmenn í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans Bændablaðið kemur næst út 26. október. Dóha-viðræðurnar um aukið frelsi í heimsviðskiptum eru hafnar á ný á grundvelli samkomulags sem tókst í lok júlí um ramma fyrir áframhaldandi samningaumleitanir. Haldnir hafa verið samningafundir um landbúnað og viðskiptareglur og í fyrradag stjórnaði Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Genf, fundi samninganefndar WTO um markaðsaðgang fyrir iðnaðarvörur (NAMA). Þetta kemur fram í Stiklum, Vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Tveir góðir aðstoðarmenn voru að störfum nýverið í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans á Reykjum en það voru þær Rebekka Sif og Jóhanna Rut en þær eru báðar sex ára og voru í fríi í skólum sínum vegna verkfalls kennara. Rebekka Sif er í skóla í Þorlákshöfn og er dóttir Gunnþórs Guðfinnssonar, starfsmanns skólans, og Jóhanna Rut er í skóla í Hveragerði og er dóttir Arndísar Eiðsdóttur, sem er einnig starfsmaður skólans. Þær aðstoðuðu foreldra sína við að flokka tómata í tilraunagróðurhúsinu og stóðu mjög vel í því hlutverki. Hver veit nema þær eigi eftir að stunda nám í Garðyrkjuskólanum og vinna við fagið í framtíðinni. Dóha-viðræðurnar um aukið frelsi heimsviðskiptum eru hafnar á ný Samstaða um að tryggja hagsmuni þróunarríkja Stefán Haukur segir meginverkefnið að auka verulega frelsi í heimsviðskiptum og á sama tíma að tryggja sérstaklega hagsmuni þróunarríkja. Aðildarríki WTO eru 147 talsins. Öll aðildarríkin eiga mikið undir niðurstöðu Dóha-viðræðnanna og þar sem aðstæður þeirra eru mjög mismunandi hafa þau ólík viðhorf og markmið. "Helsta verkefni framundan er að greina mismunandi kröfur og aðstæður aðildarríkjanna. Síðan þurfum við að finna jafnvægi milli þeirra markmiða, sem mismunandi ríki og ríkjahópar hafa, og þess svigrúms sem er til að koma til ná þeim markmiðum," sagði Stefán Haukur. "Niðurstaða Dóhaviðræðnanna getur haft veruleg áhrif í þá átt tryggja aðstæður fyrir áframhaldandi hagsæld og aukningu í heimsviðskiptum. Til þess að ná árangri þá þurfa ríkin að vera tilbúin til að skoða nýjar hugmyndir og lausnir."stefán Haukur segir að einlægur vilji hafi komið fram á fundinum til að vinna áfram á grundvelli rammasamkomulags frá því í júlí. Á fundi um viðskiptareglur sem haldinn var í síðustu viku var meðal annars fjallað um ríkisstyrki í sjávarútvegi, en Ísland hefur barist gegn slíkum styrkjum þar sem þeir ýta undir ofveiði og offjárfestingu, skekkja samkeppnisstöðu og stuðla að óskynsamlegri nýtingu auðlindarinnar. Rammasamkomulagið frá júlí Rammasamkomulagið um áframhald Dóha-viðræðnanna, sem náðist í júlí, gerir m.a. ráð fyrir að hæstu tollar á vörur, aðrar en landbúnaðarvörur, lækki meira en lægri tollar. Samið verður sérstaklega um afnám tolla á vörur, sem eru þróunarríkjunum mikilvægar, en ekki hefur verið ákveðið um hvaða vöruflokka verður að ræða. Ennfremur er gert ráð fyrir að þróunarríki hafi meiri sveigjanleika en iðnríki til að viðhalda tollum. Hvað varðar landbúnað er gert ráð fyrir að heimildir aðildarríkja til að styrkja landbúnað eftir leiðum, sem teljast framleiðslutengdar og markaðstruflandi, verði lækkaðar um 20% strax við gildistöku hugsanlegs samnings. Enn á eftir að semja um hversu mikil lækkunin verður á heildina litið. Samkomulag náðist um afnám útflutningsstyrkja fyrir ákveðin tímamörk sem samið verður um síðar. Gert er ráð fyrir að heimildir til að leggja á hæstu tolla í landbúnaði lækki meira en heimildir til að leggja á lægri tolla. Ákveðið svigrúm verður fyrir aðildarríki til að lækka tolla á svokallaðar "viðkvæmar vörur" minna en tolla á aðrar vörur á sama tíma og gengið er út frá því að tollkvótar verði rýmkaðir í því skyni að auka markaðsaðgang fyrir búvörur í heimsviðskiptum. Samtal við bændur Átaksverkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli, Bændasamtök Íslands og Síminn í samvinnu við búnaðarsambönd boða til funda með bændum. Fundarefni er hagnýting upplýsingasamfélagsis í þágu dreifbýlisins. Kynnt verða netforrit Bændasamtakanna, þar á meðal huppa.is - gagnagrunnur fyrir kúabændur. Farið verður yfir nýjustu stöðu á gagnaflutningsneti Símans í dreifbýlinu. Einnig verða hagstæð tilboð til þeirra sem kom á fundina. Bændur eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri, eiga samtal um upplýsingasamfélagið og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Framsögumenn á fundunum verða: Árni Gunnarsson og Einar Einarsson frá Upplýsingatækni í dreifbýli, Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Íslands og Gunnar Magnússon, vörustjóri á Talsímasviði hjá Símanum. 14 október Hyrnan í Borgarnesi fimmtudaginn 14. október kl október Grunnskólinn Hólmavík föstudaginn 15. október kl: 17:00 21 október Ídalir, Aðaldal fimmtudaginn 21. október kl: 20:30 14 október Vogaland í Króksfjarðarnesi fimmtudaginn 14. október kl október Félagsheimið Víðihlíð V-Hún. laugardaginn 16. október kl: 10:00 21 október Hótel Norðurljós, Raufarhöfn föstudaginn 22. október kl: 10:00 14 október Birkimelur á Barðaströnd fimmtudaginn 14. október kl október Miðgarður Skagafirði, fimmtudaginn 21. október kl: 10:00 22 október Kaupvangur, Vopnafirði, föstudaginn 22. október kl: 15:00 15 október Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði föstudaginn 15. okt. kl október Híðarbær, Hörgárbyggð fimmtudaginn 21. október kl: 14:00 22 október Ekkjufell á Héraði, föstudaginn 22. október kl: 20:30 Upplýsingatækni í dreifbýli þakkar eftirtöldum aðilum stuðning við verkefnið: KB banki, RARIK, ESSO, KS, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Síminn, Verkefnið um upplýsingasamfélagið, Bændasamtök Íslands. Boðið upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.

20 20 Þriðjudagur 12. október 2004 Nr. 767/2004 AUGLÝSING um ásetningshlutfall sauðfjár almanaksárið Landbúnaðarráðherra hefur í samræmi við ákvæði 3. gr. reglugerðar nr. 524/1998 um útflutning á kindakjöti, með síðari breytingum, ákveðið að til að hljóta undanþágu frá útflutningsskyldu skuli fjöldi vetrarfóðraðra kinda vera að hámarki 0,64 á hvert ærgildi greiðslumarks á því lögbýli, sem undanþegið kann að vera. Undanþága þessi nær til framleiðslu almanaksárið 2005 og skal miða talningu á fjölda sauðfjár við sannreynda talningu búfjáreftirlitsmanns sem framkvæma skal fyrir 15. apríl Auglýsing þessi er sett í samræmi við reglugerð nr. 524/1998, um útflutning á kindakjöti með síðari breytingum og með heimild í 6. mgr. 29. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Auglýsingin kemur í stað auglýsingar nr. 722 frá 23. september Landbúnaðarráðuneytinu, 24. september F. h. r. Ólafur Friðriksson. Atli Már Ingólfsson. Undirbúningur kúa og kvígna fyrir burð Upphaf nýs framleiðsluárs er þegar mjaltaskeiðinu lýkur og geldstaðan tekur við. Margt af því sem við gerum í geldstöðunni og lýtur að hirðingu og fóðrun hefur meiri eða minni áhrif á hvernig kúinni vegnar að því er varðar væntanlegan burð, framleiðslu, heilbrigði og frjósemi á komandi mjólkurskeiði. Hvað á geldstaðan að vera löng? Geldstöðutíminn hjá íslenskum kúm er mislangur. Bóndinn á og verður að stýra hve lengi hver kýr stendur geld. Einkum tvo þætti þarf að leggja til grundvallar ákvörðun á lengd geldstöðunnar; aldur kýrinnar og holdafar. Eðlileg lengd geldstöðu er 6-9 vikur. Sex vikna geldstaða á í flestum tilvikum að duga fyrir eldri kýr sem eru í eðlilegum holdum. Feitar kýr ættu ekki að standa lengur geldar en 6-7 vikur. Magrar kýr og 1. kálfs kvígur þurfa heldur lengri geldstöðu eða 8-9 vikur. Sé geldstöðutíminn of skammur kemur það niður á afurðum á næsta mjólkurskeiði. Hvers vegna geldastaða? Geldstaðan er mikilvægur og nauðsynlegur tími fyrir kúna til undirbúnings komandi mjólkurskeiði. Á þessum tíma endurnýjast ýmsir mikilvægir vefir líkamans, einkum í júgrinu og á þessum tíma fer fósturvöxturinn að segja til sín fyrir alvöru. Geldstaðan er ekki,,afslöppunartími" heldur á hún að vera markviss og skipulegur undirbúningstími fyrir komandi mjólkurskeið. Nautgriparækt Geldstaðan Hvernig er heppilegast að fóðra í geldstöðunni? Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hvernig heppilegast sé að standa að fóðrun síðustu vikurnar fyrir burð. Í seinni tíð er hin almenna regla, studd töluverðum fjölda rannsókna; - að kýrnar séu markvisst fóðraðar til að mæta þörfum til viðhalds og fósturþroska og að þær haldi svipuðum og jöfnum holdum síðustu 6-8 vikurnar fyrir burð. Sjá töflu 1. aðlaga tegundasamsetningu hennar því fóðri sem mjólkurframleiðslan á að byggja á. Þannig tryggjum við stöðugt gróffóðurát. Eftir einhliða gróffóður seinni hluta mjólkurskeiðs og fyrri hluta geldstöðunnar þarf að venja gripina kjarnfóðri. Kjarnfóðuraðlögunin má ekki verða of ör. Góð viðmiðun er að byrja ekki fyrr en í fyrsta lagi 3 vikum fyrir burð, - gefa lítið framan af en auka dagsgjöfina jaft og þétt síðustu dagana fyrir burð. Hagnýt viðmiðun getur verið að dagleg kjarnfóðurgjöf um burð nemi þriðjungi þess sem mest verður gefið á dag eftir burð. Muna að taka tillit til þess að flestar kýr hafa yfir. Snefilefni og vítamín Kvígur eru alla jafnan fóðraðar nær eingöngu á heyfóðri stærstan hluta meðgöngunnar. Því má gera ráð fyrir að almenn steinefna-, snefilefna- og vítamínstaða hjá þeim geti verið í knappara lagi um burð. Þetta getur líka átt við um eldri kýr. Hafi þær hinsvegar haft aðganga að saltsteinum eða fengið alhliða bætiefnablöndu eða kjarnfóður er staðan önnur. Undirbúningsfóðrun kvígna fyrir burð þarf því öðrum þræði að snúast um að tryggja þeim nægileg stein-, snefilefni og vítamín svo og aðlaga þær kjarnfóðri. Staða andoxunarefna Á síðustu vikunum fyrir burð er mikilvægt að byggja upp styrk s.k.,,andoxunarefna" hjá kúm og kvígum. Á þessum tíma verða mikil umskipti í efnaskiptunum og álag á lifur stóreykst. Ef ekki er Skotlandsfararnir. Skoskir sauðfjárbændur sóttir heim Þann 24. ágúst fór hópur á vegum Ferðaþjónustu bænda til Skotlands. Ferðin var fullbókuð, 40 farþegar ásamt fararstjóra ferðarinnar sem var Sigurgeir Þorgeirsson. Nú í sumar hefur verið eitt mesta rigningarsumarið á Skotlandi í manna minnum en eftir smá skúrir fyrsta daginn vorum við mjög heppin með veður. Eftir komuna til Glasgow var haldið norður á bóginn í áttina til Inverness og á leiðinni var heimsóttur bóndabær sem sérhæfir sig í sauðfjárbúskap, eða nánari tiltekið svarthöfðafé. Þar er verið að gera sérstakar rannsóknir á svarthöfðafé því það hefur hingað til ekki greinst með riðu. Við Inverness var síðan farið í fleiri heimsóknir á bæi og var búfjárráðunautur staðarins okkur innan handar í þeim efnum. Bæirnir sem við skoðuðum sérhæfðu sig í nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt, kornrækt og fleiru. Sumir eru í einkaeigu en aðrir eru nokkurs konar leiguliðar. Þarna var einnig áhugavert að sjá hvernig bændurnir gátu nýtt sér hina ýmsu styrki á vegum Evrópusambandsins, en sérstaklega vakti athygli okkar samvinna eins bæjarins við náttúruverndarsinna svæðisins og hversu vel heimafólk og starfsmenn þjóðgarðs unnu saman. Á leiðinni aftur í suðurátt var farið á sauðfjárhundasýningu, nokkuð sem varð hápunktur ferðarinnar. Það var hreinlega stórkostlegt að sjá hvernig einn maður gat stjórnað ellefu hundum við að reka fé. Hvolparnir eru einungis 6 Skotinn sýndi ótrúlega snilld með 11 hunda. vikna gamlir þegar þeir byrja í þjálfuninni og byrja þeir á að reka gæsir. Í tvö ár eru þeir þjálfaðir með raddskipunum en læra síðan að hlýða flautunni sem er óspart notuð. Áfram var haldið suður til Perth þar sem elsta starfandi viskíverksmiðja Skotlands var heimsótt. Eftir að hafa smakkað á framleiðslunni hélt hópurinn í gistingu í bænum Crieff. Seinni hluta ferðarinnar skoðuðum við m.a. Stirling kastala, gistum síðustu tvær næturnar í Glasgow og fórum í dagsferð til Edinborgar. Eftir sérstaklega vel heppnaða ferð, þar sem blandað var saman fræðslu og skemmtun, var haldið heim á leið. Nú hefur verið ákveðið að vera með aðra svipaða fagferð á næsta ári og kemur í ljós á næstu mánuðum hver áfangastaðurinn verður. Tafla 1. Viðhaldsþarfir FEm á dag AAT g/dag g AAT / FEm Lífþungi, kg 400 3, , , Fósturvöxtur: 8. mán meðgöngu 1, mán meðgöngu 2, Viðhald + fósturv. Kýr, 450 kg á 8. mán. 5,6 424 Kýr, 450 kg á 9. mán. 6,6 477 Í geldstöðunni eiga gripirnir hvorki að fitna né leggja af. Það er alls ekki æskilegt að megra of feitar kýr og kvígur í geldstöðunni. Ekki er heldur æskilegt að fita eða bæta hold magurra gripa. Of sterkt eldi fyrsta kálfs kvígna á þessum tíma getur einnig valdið óþarflega miklum fósturvexti og burðarerfiðleikum sem fylgifisk. Rétt undirbúningsfóðrun kvígna, jafnt sem eldri kúna síðustu tvo mánuði meðgöngunnar er því gríðarlega mikilvæg. Séu kýrnar ekki í eðlilegum eða réttum holdum í upphafi geldstöðu er orðið of seint að grípa til aðgerða. Þessvegna ættu bændur að meta holdafar allra sinna gripa á miðju mjólkurskeiðinu (150 dögum eftir burð) og nýta seinni hluta þess til að stýra holdafarinu á rétta braut m.t.t. geldstöðunnar framundan. Undirbúningfóðrun fyrir burð Þegar nær dregur burði, t. a. m. síðustu 2-3 vikur gelstöðunnar þarf að hefja aðlögun kúa, jafnt sem 1. kálfs kvígna, að því fóðri sem þær eiga að fá um og eftir burðinn. Þetta gildir jafnt um heyfóður sem kjarnfóður. Fóðurumskipti nálægt burði ber að varast. Fóðuraðlögunin snýst um að byggja upp rétta örveruflóru í vömbinni og rétt staðið að fóðrun er ávallt mikil hætta á að gripirnir fari að brjóta niður forðafitu. E-vítamín er eitt virkasta andoxunarefnið, sem ver fitu gegn skemmdum af völdum þránunar. Erlendis er því víða ráðlagt að gefa kúm og kvígum allt að 1000 mg af E-vítamíni á grip/dag síðustu tvær vikur meðgöngunnar (1000 mg E-vítamín samsvara 1000 A.E (alþjóðaeiningar)). Selen / Vítamín E gefið fyrir burð Þessi mikilvægu næringarefni vinna jafnan saman og eru nefnd í samhengi. Einföld og örugg leið til þess að tryggja gripum nægilegt magn snefilefna og vítamína almennt er að nota s.k. forðastauta, sem komið er fyrir í meltingarvegi gripanna. Sérstakir forðastautar eru til fyrir gripi í geldstöðu (All- Trace,,Dry Cow"). Þeir innihalda flest mikilvægustu snefilefnin ásamt A, D og E vítamínum, eru ætlaðir gripum yfir 150 kg þunga og endast í 4 mánuði. Heppilegasti ísetningatími er við upphaf geldstöðu eða u.þ.b. tveimur mánuðum fyrir burð. Hverjum grip eru gefnir tveir stautar en efnalosunin verður við núning milli þeirra. Markviss og skipuleg fóðrun og hirðing kúnna í geldstöðunni getur skilað töluverðum árangri í framleiðslu, heilbrigði og frjósemi á komandi mjólkurskeiði. /GG

21 Þriðjudagur 12. október Markaskrárnar komnar út -landsmarkaskrá í undirbúningi Lækkun vaxta Markaskrár 2004 komu út í öllum markaumdæmum fyrir réttir, samtals 18 að tölu. Þær eru með svipuðu sniði og fyrri skrár nema að nú eru í fyrsta skipti birt frostmörk hrossa og allar gildandi fjallskilasamþykktir í landinu. Samtals voru birt mörk, þar af 309 frostmörk hrossa, en mörkum hefur fækkað um tæp 14% síðan 1996 þegar markaskrárnar komu síðast út. Markaverðir annast dreifingu markaskráa og er henni lokið en vanti einhverja markaeigendur eintök skulu þeir hafa samband við viðkomandi markaverði. Hafinn er undirbúningur að útgáfu landsmarkaskrár, hinnar þriðju, og er stefnt að útgáfu hennar fyrir jól. Landsmarkaskráin hefur notið vaxandi vinsælda enda bæði gagnleg og fróðleg, einkum þeim sem hafa áhuga á mörkum og sauðfjárbúskap. Enn eru eyrnamörk töluvert notuð á hross og nú bætast frostmörkin við. Skráin mun einnig gagnast vel þegar kröfur verða hertar um merkingu sauðfjár og hrossa. Þar að auki er hún einstök á heimsmælikvarða. Báðar fyrri útgáfur seldust upp og töluvert er spurt um þá nýju. Þar verða öll mörkin úr markaskránum auk marka sem bætast við nú á haustnóttum. Verði markaeigandi var við einhverjar villur eða aðra ágalli í markaskrá sinni bið ég hann vinsamlegast að hafa samband við viðkomandi markavörð sem fyrst því að við viljum lagfæra það sem betur má fara fyrir útgáfu landsmarkaskrárinnar. Þurfi að koma marki á birtingu, þannig að það komist með í skránni, þarf að hafa strax samband við markavörð en við mig beint ef um frostmark fyrir hross er að ræða. Allir markaverðir sem staðið hafa að útgáfu markaskrár 2004 halda áfram störfum sínum nema Þorsteinn Oddson,markavörður Rangárvallasýslu. Honum þakka ég farsæl störf og og býð velkominn til starfa eftirmann hans, Kjartan G. Magnússon, bónda í Hjallanesi. /Ólafur Dýrmundsson. Lánasjóður landbúnaðarins hefur lækkað breytilega vexti skuldabréfa sem eru 6,50% eða hærri um 0,25 %-stig. Vextir sem voru 6,50% verða því 6,25% o.s.frv. Þá verða vextir nýrra bústofnskaupalána 3,85% og vextir nýrra endurfjármögnunar og skuldbreytingalána verða 6,25%. Vextir lána til vélakaupa verða 6,25% óháð veði, en sjóðurinn mun veita lán til kaupa á allt að fimm ára gömlum vélum með veði í jörð eða skráningarskyldri vél. Þessar breytingar tóku gildi 1. október Yfirlit um vexti og lánakjör er að finna í lánatöflu sjóðsins, en nánari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðu sjóðsins og á skrifstofu sjóðsins Austurvegi 10, Selfossi. Sími , netfang Lánasjóður landbúnaðarins Lánasjóður landbúnaðarins Lánatafla 2004 Í gildi frá 1. október 2004 Yfirlit yfir helstu lánaflokka og lánskjör Öll ný lán eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs Lántökukostnaður er samtals 2,5% (stimpilgjald 1,5% og lántökukostnaður 1,0%). Þar við bætist þinglýsingarkostnaður kr fyrir hvert lán. Gjalddagar eru 12 á ári nema óskað sé eftir færri gjalddögum. Stíflurétt eftir lagfæringar sem gerðar voru á henni í haust. Mynd: ÖÞ Bændur lagfærðu Stíflurétt Eins og áður hefur komið fram fór snjóflóð yfir Stíflurétt í Fljótum í janúar sl. og stórskemmdi hana. Réttin var steinsteypt, byggð árið Allir dilkar skemmdust eitthvað og einnig almenningurinn en suðurhluti réttarinnar skemmdist minnst. Eftir fundahöld bænda í Austur-Fljótum með fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar var niðurstaðan sú að byggð var ný rétt í sveitinni og kostaði sveitarfélagið byggingu hennar. Sú réttarbygging var raunar komin á dagskrá áður og kom í stað mjög gamallar réttar á Holtsdal. Nýja réttin stendur skammt frá þar sem Ólafsfjarðar- og Siglufjarðarvegur mætast við Ketilás og er hún nú aðalrétt sveitarinnar. Það varð hins vegar niðurstaðan að bændur í sveitinni kostuðu lagfæringar á Stífluréttinni þannig að þar væri hægt að rétta fé. Eftir þetta er almenningurinn að vísu mun minni en áður og við hann aðeins sex dilkar í stað fjórtán. Lagfæringin fólst í að steypa að hluta þá veggi sem eftir stóðu og setja timburveggi í stað tveggja veggja sem alveg brotnuðu niður. Til Stífluréttar hefur um árabil verið rekið fé af Lágheiði, Hvarfdal og Móafellsdal. Svo var einnig nú en gangnafyrirkomulagi í sveitinni að öðru leyti talsvert breytt. Þannig tóku aðeins bændur á tveimur fremstu bæjunum fé sitt í Stíflurétt en safninu að öðru leyti sleppt út og það rekið áfram niður sveitina daginn eftir og það réttað í nýju réttinni. Þar var mikill mannfjöldi saman kominn á réttardaginn til að skoða þetta nýja mannvirki og fagna réttardeginum með heimafólki í sveitinni. Heimasíða Ferðaþjónustu bænda - á meðal þeirra 10 bestu hjá Green Globe 21! Þann 1. október veittu Green Globe 21 viðurkenningu, því fyrirtæki innan Green Globe 21 sem gefur bestu upplýsingar um Green Globe 21 á heimasíðu sinni (e. "Best Practice Website"). Heimasíða Ferðaþjónustu bænda var ein þeirra 10 sem komst á lista yfir 10 bestu. Viðurkenninguna í ár fékk Bali Hilton International fyrir Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda segir þetta gott framtak hjá Green Globe 21 sem hvetji eflaust fleiri fyrirtæki til að gera betur í að upplýsa almenning um hvernig hægt er að stuðla að sjálfbærari ferðaþjónustu með þátttöku í Green Globe 21. Lánaflokkur Lánað Vextir Veð Láns- Láns- Afb. vegna tími hlutfall frestur Jarðakaupalán Jarðakaup 3,85% Í jörð 40 ár 65% Já Jarðakaupalán Jarðakaup 6,25% Í jörð 25 ár 65% Já Bústofnsk.lán Bústofnskaup 3,85% Í jörð 10 ár Sjá lánareglur Nei Vélakaupalán Skráðar vélar 6,25% Í jörð/vél 8-10 ár 65% Nei Vélakaupalán Óskráðar vélar 6,25% Í jörð 10 ár 65% Nei Framkvæmdalán Fjós 3,85-6,25% Í jörð ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í fjós 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Fjárhús 3,85-6,25% Í jörð ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í fjárhús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Svínahús 3,85-6,25% Í jörð ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í svínahús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Alifuglahús 3,85-6,25% Í jörð ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í alif.hús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Hesthús 3,85-6,25% Í jörð ár 65% Já Framkvæmdalán Reiðskemmur 6,25% Í jörð 25 ár 65% Nei Framkvæmdalán Gróðurhús 3,85-6,25% Í jörð ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í gróðurhús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Garðáv.geymslur 3,85-6,25% Í jörð ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í garðáv.g. 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Loðdýrahús 3,85-6,25% Í jörð ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í loðd.hús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Hlöður 3,85-6,25% Í jörð ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í hlöður 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Skuldbr.lán Endurfjármögnun 6,25% Í jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei Skuldbr.lán Sk.br. höfuðstóls 6,25% Í jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei Önnur lán Leitarm.hús og fjárréttir 6,25% Sv.sj ár 65% Nei Önnur lán Veiðihús 6,25% Fasteign ár 65% Nei Önnur lán Veituframkvæmdir 6,25% Í jörð 20 ár 65% Nei Önnur lán Rafstöðvar 6,25% Í jörð 40 ár 65% Nei Afurðastöðvar Afurðastöðvar 6,25% Fasteign 20 ár 65% Nei Lánstími framkvæmdalána er almennt 30 ár vegna nýbygginga, 25 ár vegna viðbygginga og 20 ár vegna endurbóta. Nánari upplýsingar er að finna í lánareglunum á vefsíðu Lánasjóðsins, eða með því að hafa samband við skrifstofu sjóðsins, sími: , fax: , netfang: llb@llb.is

22 22 Þriðjudagur 12. október 2004 Ættir & uppruni Umsjón: Ármann Þorgrímsson, Akureyri. Fjölskylda Eiginkona Guðbrands er Snjólaug f á Ísafirði, vefnaðarkennari. Foreldrar hennar voru Guðmundur f á Ísafirði, d , vélstjóri á Ísafirði, Bárðarson og kona hans , Margrét f á Leifsstöðum í Kaupangssveit d á Ísafirði, kennari á Ísafirði, Bjarnadóttir. Guðbrandur og Snjólaug eiga tvo syni: Brynjólfur Steinar f á Akranesi, bóndi á Brúarlandi. Guðmundur Ingi f á Akranesi, líffræðingur. Nemi í umhverfisstjórnun í Yale háskólanum í USA. Systkini Helga Brynjúlfsdóttir f , húsfr. og matráðskona í Reykjavík. Ólöf Brynjúlfsdóttir f , húsfr. í Haukatungu syðri I Ragnheiður Hrönn Brynjúlfsdóttir f , húsfr. og bankaritari í Borgarnesi. Eiríkur Ágúst Brynjúlfsson f d , bóndi á Brúarlandi. Halldór Brynjúlfsson f , verkamaður og bifreiðastjóri í Borgarnesi. Brynjúlfur Brynjúlfsson f , verkstjóri í Kópavogi Guðmundur Þór Brynjólfsson f , pípulagningameistari og verkstjóri í Borgarnesi. Föðursystkini Þórður Hólm Eiríksson f , d , bóndi á Hömrum í Hraunhreppi Ingibjörg Eiríksdóttir f , d Jóhannes Eiríksson f , d Jón Ársæll Eiríksson f , d Jóhanna Eiríksdóttir f , d , húsfr., í Reykjavík. Sigríður Eiríksdóttir f , d , verkakona í Reykjavík. Ása Eiríksdóttir f , d , húsfr. í Reykjavík Móðursystkini Ingólfur Guðbrandsson f , d , bóndi á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi. Sigurður Guðbrandsson f d , mjólkurbússtjóri í Borgarnesi, seinna í Reykjavík. Jenny Guðbrandsdóttir f , d , verkakona í Reykjavík. Stefanía þórný Guðbrandsdóttir f , d , húsfr. í Borgarnesi. Guðrún Guðbrandsdóttir f , d , húsfr. í Reykjavík. Pétur Guðbrandsson f , d Sigríður Petrína Guðbrandsdóttir f , d , húsfr. í Reykjavík. Andrés Guðbrandsson f , d , sjómaður í Reykjavík. Guðbrandur Brynjúlfsson er fæddur á Hrafnkelsstöðum á Mýrum. Hann tók landspróf frá miðskóla Borgarness, varð búfræðingur frá bændaskólanum á Hvanneyri 1966 og búfræðikandídat (BS) frá sama skóla Hefur verið við búskap á Brúarlandi á Mýrum frá 1971 og tók formlega við búinu 1973 ásamt tveimur bræðrum sínum, Eiríki Ágústi og Guðmundi Þór. Guðmundur hætti búskap 1975 en Eiríkur bjó á Brúarlandi til dauðadags Guðbrandur vann við smíðar með búinu 1973 og Hann sat í stjórn umf. Björn Hítdælakappi í nokkur ár og þar af formaður Í stjórn Búnaðarf. Hraunhrepps í nokkur ár. Í hreppsnefnd Hraunhrepps og oddviti hennar öll árin. Fulltrúi Hraunhrepps í sýslunefnd Mýrasýslu árin Átti sæti í fulltrúaráði Sambands ísl. sveitarfélaga Í stjórn veiðifélags Álftár frá Átti sæti í stjórn Ræktunarsambands Mýramanna um árabil. Í varastjórn Svínaræktarfélags Íslands mörg ár og í stjórn þess frá vori Formaður stjórnar Búnaðarsambands Borgarfjarðar , stjórnarmaður í Búnaðarsamtökum Vesturlands Sat tvo aðalfundi Stéttarsambands bænda og eitt Búnaðarþing sem fulltrúi Búnaðarsambands Borgfirðinga á tíunda áratugnum. Guðbrandur sat í bæjarstjórn Borgarbyggðar fyrir Borgarbyggðarlistann árin , í stjórn Skógræktarfélags Borgarfjarðar frá 1988, Skógræktarfélags Íslands frá Frá 1999 formaður Sorpurðunar Vesturlands. Formaður stjórnar Landgræðslusjóðs frá árinu Guðbrandur hefur tekið nokkurn þátt í stjórnmálastarfi, fyrst í Alþýðubandalaginu og seinna í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði. Ólöf Guðbrandsdóttir f ,d , húsfr. í Reykjavík. Hrefna Guðbrandsdóttir f , húsfr. í Reykjavík Framætt 1. grein 1 Guðbrandur Brynjúlfsson, f. 30. apríl 1948 á Hrafnkelsstöðum á Mýrum. Brúarlandi á Mýrum 2 Brynjúlfur Eiríksson, f. 21. des á Hamraendum í Brúarland Hraunhreppi, d. 12. jan Bóndi og bifreiðastjóri á Brúarlandi í Hraunhreppi - Halldóra Guðbrandsdóttir (sjá 2. grein) 3 Eiríkur Ágúst Jóhannesson, f. 11. ágúst 1873, d. 30. ágúst Bóndi á Hamraendum í Hraunhreppi - Helga Þórðardóttir (sjá 3. grein) 4 Jóhannes Guðmundsson, f. 8. maí 1844, d. 10. júlí Bóndi á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi - Ingibjörg Runólfsdóttir, f. 23. okt. 1838, d. 30. des Húsfr. á Brúarland er nýbýli u.þ.b. 50 ára og stendur á bökkum Álftár. Þjóðvegurinn út á Snæfellsnes lá um hlað á Brúarlandi allt til ársins 1990 og var brú á ánni fast við bæinn. Vestan árinnar var mjög kröpp beygja að brúnni og urðu þar oft umferðaóhöpp en aldrei slys. Á árunum er vegurinn var færður frá bænum og ný brú byggð á Álftá urðu a.m.k. 6 alvarleg óhöpp við brúna, þar af lentu fjórir bílar í ánni en engin slys urðu á fólki..halldóra húsfreyja sagði oft í sambandi við þessi óhöpp að það hlyti á hvíla eitthvert sérstakt lán yfir þessum stað. Eitt sinn valt Landrover jeppi, sem var með hestakerru aftan í og hest í, ofan í ána og lenti á hvolfi en hestakerran varð eftir á hliðinni uppi á veginum. Hvorki sakaði mann né hest en rétt er að segja frá því að í þessu tilviki var ökumaðurinn prestur. Nú gef ég Guðbrandi orðið: "Eina sögu ætla ég að láta fylgja hér með sem tengist fæðingarstað mínum, Hrafnkelsstöðum og er sönn. Þannig var mál vaxið að afi minn í föðurætt, Eiríkur Ágúst Jóhannesson, var í vinnumennsku á Hrafnkelsstöðum kringum aldamótin Á bænum var á þessum tíma ung og fögur gjafvaxta stúlka sem Helga hét Þórðardóttir. Eiríkur felldi fljótt hug til heimasætunnar, sem eðlilegt má teljast. En fljótlega eftir að kvisast fór um samdrátt þeirra upphófust hinir mögnuðustu reimleikar á bænum. Kvað svo rammt að þeim að húsráðendur sáu þann kost vænstan að kalla til prest að kveða draugsa niður. Þegar prestur kom til þessara embættisverka kallaði hann allt heimilisfólkið saman í baðstofu og lagði svo fyrir að ef vart yrði við draug þennan framar skyldi hann einfaldlega skotinn. Reimleikanna varð ekki framar vart og Eiríkur afi minn gat óáreittur haldið áfram að stíga í vænginn við tilvonandi eiginkonu sína, Helgu Þórðardóttur ömmu mína. Skýringin á reimleikunum var sú, og það mun presti hafa verið kunnugt um, að annar vinnumaður á bænum lagði einnig hug á stúlkuna." Hrafnkelsstöðum 2. grein 2 Halldóra Guðbrandsdóttir, f. 15. maí 1911 á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi. Húsfr. á Brúarlandi í Hraunhreppi 3 Guðbrandur Sigurðsson, f. 20. apríl 1874, d. 31. des Bóndi á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi - Ólöf Gilsdóttir (sjá 4. grein) 4 Sigurður Brandsson, f. 30. mars 1837, d. 10. ágúst Bóndi á Miðhúsum á Mýrum - Halldóra Jónsdóttir, f. 16. sept. 1844, d. 18. júní Húsfr. í Miðhúsum á Mýrum 3. grein 3 Helga Þórðardóttir, f. 1. sept. 1876, d. 30. jan Húsfr. á Hamraendum 4 Þórður Sigurðsson, f. 3. nóv. 1841, d. 16. des Bóndi í Skíðsholtum - Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 9. mars Hólmlátri Hjörsey 4. grein 3 Ólöf Gilsdóttir, f. 27. jan. 1876, d. 23. sept Húsfr. á Hrafnkelsstöðum 4 Gils Sigurðsson, f. mars 1829, d. 15. ágúst Bóndi á Krossnesi - Guðrún Andrésdóttir, f. 11. júní 1836, d. 28. febr Nokkrir langfeðgar: Jóhannes 1-4 var sonur Guðmundar f , d , bónda á Háhóli, Smiðjuhólsveggjum og Leirulækjarseli, Guðmundssonar f. um 1759, d , bónda á Háuhjáleigu, Þaravöllum og Stórbýlu á Akranesi, Jónssonar. Sigurður 2-4 var sonur Brands, f , d , bónda í Fornaseli og Litlabæ á Mýrum, Sigurðssonar f. um 1773, d , bónda í Ferjukoti í Borgarhreppi, Guðmundssonar, f. um 1736, d , bónda í Ferjukoti, Runólfssonar, f. um 1716, d. um 1780, bónda í Ánabrekku í Borgarhreppi og á Hreðavatni í Norðurárdal, Dagssonar, f. um 1685, d. um 1760, bónda á Steinum í Stafholtstungum, Magnússonar, f. um 1623, bónda á Hóli í Þverárhlíð 1703 Guðmundssonar. Þórður 3-4 var sonur Sigurðar, f , d , bónda í Skíðsholtum, Ólafssonar, f. um 1785 í Saltvík á Kjalarnesi, d , bónda í Tanga í Álftaneshreppi, Jónssonar. Gils 4-4 var sonur Sigurðar, f. um 1790, d , bónda á Hofsstöðum í Álftaneshreppi, Erlendssonar, f. um 1763, d , bónda í Krossnesi, Jónssonar, f. um 1720, bónda í Lambhúsatúni í Hraunhreppi, Erlendssonar f. um 1698, bónda á Akratanga í Hraunhreppi, Jónssonar f. um 1658, bónda í Haga í Hraunhreppi 1703, Árnasonar.

23 Þriðjudagur 12. október Slæmt ástand raflagna í gistiog veitingahúsum BÆNDUR! Kjötsagir, hakkavélar, ar, vakúmpökkunarvélar og pokar á lager. Ofl.ofl.ofl 14 þúsund númera vörulisti. NORDPOST PÓSTVERSLUN Arnarberg ehf sími & Dugguvogi Reykjavík Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu hefur síðastliðin tvö ár látið skoða raflagnir á þriðja hundrað gisti- og veitingahúsa víðsvegar um landið. Markmiðið með skoðununum var að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar í gistiog veitingahúsum og koma ábendingum á framfæri við eigendur og umráðamenn þeirra um það sem betur má fara. Þessi umfangsmikla skoðun, sem tekur til stærstu sem smæstu þátta varðandi rafmagnstöflur, raflagnir og rafbúnað, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði íslenskra gisti- og veitingahúsa er í mörgum tilfellum ábótavant. Athygli vekur að gerðar voru athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í nær öllum gisti- og veitingahúsum sem skoðuð voru eða í 91% tilvika. Þá var gerð athugasemd við frágang tengla og töfluskápa í 76% skoðana. Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda, sagði í samtali við Bændablaðið að vissulega væri niðurstaða skýrslunnar sláandi. Hann sagði að samkvæmt þeim ljósmyndum sem birtar væru í skýrslunni af raflögnum og rafmagnstöflum væri greinilegt að fagmenn hefðu ekki séð um fráganginn, eins og á að vera, heldur ófaglærðir.,,við munum að sjálfsögðu ræða þetta mál hjá Félagi ferðaþjónustubænda og hvetja til þess að þessi mál séu í lagi. En ég vil benda á að í sumar heimsóttum við alla ferðaþjónustubæi innan okkar félags og skoðuðum aðstöðuna. Við gerðum athugasemdir við það sem var í ólagi í herbergjunum, þar með talinn ljósabúnaður, rofar og innstungur. Það eru kröfur hjá okkur að raflagnir í gestaaðstöðu séu í lagi og við fylgjum því eftir að þeir hlutir séu lagaðir. Við skoðum hins vegar ekki rafmagnstöflur og raflagnir enda er það verksvið opinberra rafmagnseftirlitsmanna. Forsendur fyrir að vera í Félagi ferðaþjónustubænda er rekstrarleyfi fyrir viðkomandi rekstri og treystum við því að slíkt leyfi sé ekki gefið út nema að öllum opinberum skilyrðum sé fullnægt," sagði Marteinn Njálsson. Í skýrslunni er tekið fram að ábyrgð á öllu því er lýtur að rafmagnsöryggi hvíli almennt á eiganda atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Því sé ljóst að eigendur veitingaog gistihúsa á Íslandi verði að huga betur að ástandi raflagna og búnaðar en þeir hafa gert hingað til. ALHLIÐA SÓTTHREINSIEFNI Frekari upplýsingar á og hjá dýralækninum þínum. FRAMLEIÐANDI: HEILDSÖLUDREIFING: Umboðsaðili á Íslandi: PharmaNor hf. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ Sími Góðar bækur á frábæru verði! Gunnar á Hjarðarfelli Höfundar: Gunnar Guðbjartsson, Erlendur Halldórsson og Jónas Jónsson Útg. BÍ 1997 kr Halldór á Hvanneyri Höfundur: Bjarni Guðmundsson Útg. Bændaskólinn á Hvanneyri 1995 kr. 900 Byggðir Snæfellsness Ritnefnd: Þórður Kárason, Kristján Guðbjartsson og Leifur Kr. Jóhannesson Útg. Bsb. Snæfellinga 1977 kr. 600 BYGGÐIR SNÆFELLSNESS Saga Torfa Bjarnasonar og Ólafsdalsskóla Höfundur: Játvarður Jökull Júlíusson Útg. BÍ 1986 kr. 800 Austurvegi 69 - Selfossi - Sími Hvanneyri Menntasetur bænda í hundrað ár Höfundur: Bjarni Guðmundsson Útg. Bændaskólinn á Hvanneyri 1989 kr. 400 Ættbók íslenskra hrossa Höfundur: Þorkell Bjarnason Útg. BÍ 1982 kr. 500 Rit Björns Halldórssonar Höfundur: Gísla Kristjánsson og Björn Sigfússon Útg. BÍ 1983 kr Mikið úrval plógvarahluta Einnig spjót og tindar í kvíslar, greipar og fl. Hallir gróðurs háar rísa Höfundur: Haraldur Sigurðsson Útg. Samband garðyrkjubænda 1995 kr. 800 Bækurnar fást eru hjá til sölu Bændasamtökum hjá Bændasamtökum Íslands, Bændahöllinni. Íslands, Hótel Sími Sögu. 563 Síminn 0300 er buvelar.is

24 24 Þriðjudagur 12. október 2004 Stórmarkaðir líta á bændur sem fórnarlömb - ekki viðskiptaðila Borgarbúar kunna kannski ekki skil á fóðurformúlum og hinum ýmsu tegundum heybindivéla en allir vita að bændur eru á kúpunni og það er stórmörkuðunum að kenna. Það eru orð að sönnu að stórmarkaðir - sem nú virðast allsráðandi í smásöluversluninni -virðast hafa ómæld tækifæri til að þrengja að birgjum sínum (matvælaframleiðendum). En nú er kannski að verða breyting á. Eftir að hafa barið sér á brjóst árum saman og lýst hneykslun sinni í heyranda hljóði eru nokkrir útsjónarsamir bændur farnir að læra að nota kerfið sjálfum sér til hagsbóta. Þannig hljóðar upphaf fréttaskýringar frá BBC sem Bændablaðið leyfði sér að þýða. Án efa þekkja íslenskir bændur það sem starfsbræður þeirra á Bretalandi hafa að segja - en gefum BBC orðið: Fastir í keðjunni Að því er best verður séð er breski matvörumarkaðurinn bændum afar óhagstæður. Yfir 90% almennra borgara skipta að mestu eða eingöngu við stórmarkaði; því eru slíkar verslanir allsráðandi á markaði, ekki bara hvað varðar rétti til að stinga í örbylgjuofninn, heldur á þetta einnig við um grunnmatvöru eins og ost og egg. "Af þessu leiðir að samningsstaða þeirra verður afar sterk," segir Stuart Thomson, fulltrúi samtaka bænda og matvælaframleiðenda, sem starfa í tengslum við stjórnvöld í því markmiði að auka samkeppnishæfni bresks landbúnaðar. "Framleiðendur og neytendur eru tengdir sterkri keðju," segir hann, en bændur eru veikasti hlekkurinn. Með því að einblína á verðið hafa stórmarkaðir stuðlað að því að ýta staðbundnum framleiðendum út af markaðnum - þannig hefur landbúnaðarframleiðsla í Bretlandi minnkað undanfarinn áratug, þótt heildarneysla matvæla hafi aukist um nærri 50%. Hvar er kjötið sem var á beininu? Bændur segja einnig að stórmarkaðir beiti valdi sínu oft af tillitsleysi. "Matvæli eru of ódýr - við ættum að eyða í þau meiri peningum", segir John Alliston - Konunglega landbúnaðarháskólanum "Aldrei á ævi minni hef ég þurft að kljást við aðrar eins nánasir," segir bóndi í Dorset sem kýs að halda nafni sínu leyndu."þeir líta á bændur sem fórnarlömb, ekki viðskiptaðila." En hvað sem öllum ýkjum líður hafa bændur raunverulega ástæðu til að kvarta. Sölukeðjurnar sem kaupa afurðir þeirra eru grunsamlega flóknar í uppbyggingu. Af hverju pundi sem fæst fyrir vöruna í smásölu er hlutur bænda að meðaltali 34 pens - hlutdeild þeirra hefur lækkað um 28% síðan síðla á níunda áratugnum - og í sannleika sagt er allt annað en auðvelt að fá gefið upp hvað orðið hefur að 66 pensunum sem eftir standa. Þingnefnd sem skilaði skýrslu um verðlag á mjólk fyrr á þessu ári gat með engu móti komist að því hvað varð um 18 pens af heildarverðinu 50 pens á lítra. Í skýrslunni var þess krafist að mjólkurbúin gerðu bændum nákvæma grein fyrir því hvers vegna þau virðast þurfa að taka til sín svo væna sneið af smásöluverðinu. Að grípa eplin þar sem þau gefast Í reynd er sennilega farið að þrengja að alls staðar í sölukeðjunni En bændur líta ekki svo á: "Ef ekki liggur ljóst fyrir hvernig viðskiptavinurinn reiknar dæmið, færðu á tilfinninguna að hann sé að hlunnfara þig með einhverju móti," segir bóndi í Yorkshire. Stórmarkaðirnir fá mínus fyrir að vera duttlungafullir og tækifærissinnaðir í vali sínu á viðskiptaaðilum (birgjum). Kannski eru þessi viðhorf samt ósanngjörn. Stórmarkaðir halda því fram að þeir auðsýni birgjum sínum eins mikla tryggð og hægt sé að ætlast til í venjulegum viðskiptasamböndum. En þegar kemur að reikningsskilum fýkur öll tilfinningasemi út í veður og vind. Þannig sýndi nýleg könnun að meira en helmingur eplanna sem bjóðast í verslunum kemur erlendis frá, þegar árstíð bresku eplanna stendur sem hæst - alla leið frá Suður-Afríku, Brasilíu og Nýja-Sjálandi. Fátt til ráða Hingað til hafa bændur gjarna brugðist við með fjölbreyttari framleiðslu; þeir hafa markaðssett nýjar afurðir sem fela í sér hærri virðisauka eða selt eftir óhefðbundnum leiðum á landbúnaðarmörkuðum. "Þessar leiðir bjóða upp á möguleika," segir talsmaður bænda. "En þær eru engin allsherjarlausn. Vissulega bjóðast tækifæri en bændur sem fara út í fjölbreyttari framleiðslu, minnka á endanum markað sinn." Sumar smásöluverslanir, t.d. stórmarkaðurinn Waitrose, hlusta gjarna á hugmyndir af þessu tagi. En þar sem Waitrose kærir sig ekki um að eiga viðskipti við bændur í stórum stíl er sjaldnast mikill akkur í sölusamningum á þeim vettvangi. Sameinaðir stöndum vér En nú er að koma upp aðferð sem vekur meiri vonir. Breskir bændur hafa verið einstaklega tregir til að stofna samvinnufélög og önnur samtök framleiðenda. Í Svíþjóð gegnir öðru máli. Þar er framleiðsla samvinnufélaga meira en tvöfalt hærri en í öllum landbúnaði utan slíkra samtaka; í Bretlandi er hliðstæð tala aðeins þriðjungur af landbúnaðarframleiðslu í heild. Í Bretlandi hafa heldur ekki þróast fyrirtæki undir stjórn framleiðenda eins og annars staðar hafa sprottið upp og haslað sér völl á alþjóðlegum matvælamarkaði, eins og t.d. hollenski mjólkurrisinn Campina eða Ocean Spray, bandaríska fyrirtækið sem er ráðandi á markaði fyrir trönuber. "Hópar framleiðenda hafa lengi starfað á þeim hluta markaðarins sem ekki er niðurgreiddur, t.d. í ferskvöru," segir Stuart Thompson frá samtökum matvælaframleiðenda. "En nú eru þeir líka farnir að þoka sér inn á niðurgreidda geirann." "Bændur selja æ færri stórum smásölukeðjum," segir hann, "og því er eðlilegt að þeir bindist samtökum." Mjólk manngæskunnar Slík samtök eru í örustum vexti innan mjólkurframleiðslunnar þar sem samskipti bænda og stórmarkaða eru hvað stirðust. "Ef við ætlum að taka framtíðina í okkar hendur, er nauðsynlegt að stytta keðjuna frá framleiðanda til neytanda," segir Rob Knight, talsmaður breskra mjólkurframleiðenda í bændablaðinu Farming Today. Í ágúst urðu Samtök breskra mjólkurframleiðenda, sem bændur eiga aðild að, þriðji stærsti söluaðili mjólkur með því að festa kaup á vinnslukerfi smásöluverslana innan samvinnuhreyfingarinnar. Smásöluverslanir hafa tekið hugmyndinni vel. Í maí undirritaði Asda, sem ekki hefur verið þekkt að sérstakri manngæsku gagnvart bændum, samning sem gildir um allt Bretland varðandi kaup á mjólk frá Arla, stærsta mjólkurframleiðslufyrirtæki í landinu. Þótt Arla sé ekki sjálft samvinnufélag verslar það við samvinnufyrirtækin og leggur sig fram um gott samstarf við bændur; og það sem meira máli skiptir, þessi viðskipti eru gegnsæ hvað varðar allt ferli verðmyndunar. Að slíta keðjuna Sumir eru svo bjartsýnir að gera sér vonir um að samtök framleiðenda verði til þess að bændur taki ákvarðanir um verð í stað þess að vera þolendur verðlagningar. Þetta telur hins vegar Rob Knight, talsmaður Samtaka breskra mjólkurframleiðenda, helst til hátt stefnt. Hann fullyrðir hins vegar að viðskipti af þessu tagi hafi margvíslegan ávinning í för með sér. Í fyrsta lagi gera þau milliliðinn óþarfan - sem gæti orðið til þess að mjólkurbændur kæmu höndum yfir 18 pensin á lítra, sem enginn áður fann. "Ef við ætlum að taka framtíðina í okkar hendur er nauðsynlegt að stytta keðjuna frá framleiðanda til neytanda" segir hann. Í öðru lagi boðar þessi breyting nýja og skynsamlegri viðskiptahætti í landbúnaði. "Smásöluverslanir styðja framleiðendur sem standa saman," segir hann. "En það verður líka að vinna traust þeirra með því að taka á sig skuldbindingar og uppfylla þær." Samt er ekki að vænta byltingar í viðskiptum með breskar landbúnaðarvörur fyrr en neytendur bregða út af vana sínum. "Það liggur ljóst fyrir að matvæli eru of ódýr," segir John Alliston, deildarforseti í Konunglega landbúnaðarháskólanum. "Við ættum að eyða í þau meiri peningum." Samt er engan veginn víst að sú verði raunin. Markaðskönnunarfyrirtækið Mintel hefur sýnt fram á í rannsókn sinni að 40% neytenda vildu gjarna kaupa fleiri vörur sem upprunnar eru á þeirra svæði - en eldra fólk er áberandi innan þessa hóps. Yngri neytendur hins vegar kæra sig yfirleitt kollótta um uppruna vörunnar sem þeir kaupa. "Það er afar ólíklegt", segir Mintel, "að yngra fólkið sé tilbúið að fórna þeim möguleika að kaupa tiltekna framleiðslu allt árið". Einu matvælaviðskiptin sem blómstra eru í tilbúnum réttum og annarri skyndivöru en einmitt á því sviði er staða breskra bænda veikust. Bændur halda betur á spilunum núna en stórverslanirnar eru enn með öll trompin á hendi. Þessi texti var saminn og fluttur af starfsmanni BBC. Auglýsingadeild Bændablaðsins hefur fengið nýtt netfang Nýja netfangið er augl@bondi.is

25 Þriðjudagur 12. október Minni-Borg í Grímsnesi Hugmynd að hágæðagolfvelli, lúxusgolfskála og frístundahúsum Hólmar Pálsson, eigandi Minni- Borgar í Grímsnesi, sem rekið hefur fyrirtækið Borgarhús ehf. síðan 1990 og smíðað á þeim tíma á annað hundrað sumar- og heilsárshús, er með á prjónunum hugmynd sem á vart sína líka hér á landi. Hann ætlar byggja 18 holu hágæðagolfvöll með glæsilegu golfhúsi og 17 heilsárshúsum inn á golfsvæðinu sjálfu. Stofnað hefur verið hlutafélagið Golfborgir ehf. og stefnt að því að selja 170 hlutabréf í klúbbnum. Hugmyndin um hágæðagolfvöll við Minni-Borg í Grímsnesi hefur nú verið í þróun og útfærslu í tæp tvö ár. Hún hefur verið kynnt völdum aðilum og hefur vakið hrifningu og þann hljómgrunn sem hvatt hefur aðstandendur til að halda áfram undirbúningnum. Hólmar segir að margir hafi lýst því yfir að þeir vilji vera með þegar þeir sjá að hugmyndin verði að veruleika. Byggð verða 17 heilsárshús inni á golfvallarsvæðinu sjálfu, sem verða í eigu Golfborga. Sérstakt hlið verður á brautinni að húsunum við golfskálann. Þessi hús verða í eigu félagsins og eru fyrst og fremst ætluð til notkunar fyrir eigendur Golfborga og gesti. Hólmar Pálsson sagði í samtali við Bændablaðið að verið væri að koma þessu í gegnum deiliskipulag og síðan yrði hafist handa með hönnun svæðisins.,,svo er maður að leita áskrifta að hlutabréfum í Golfborgum enda er það fjöldinn sem á að eiga golfvöllinn, golfskálann og frístundahúsin inni á vellinum. Hugmyndin er að menn njóti arðs af bréfunum sínum með því að nýta sér völlinn og alla aðstöðu með niðursettum gjöldum bæði af vellinum, húsunum og golfskálanum. Þá er gert ráð fyrir fleiru til afþreyingar á svæðinu svo sem hestaleigu, stangveiði og fleiru," sagði Hólmar Hann segir að Golfborgir í heild sinni muni kosta nokkur hundruð milljónir króna, þ.e. golfvöllurinn, klúbbhúsið og frístundahúsin inn á vellinum. Þá sagðist Hólmar auk þessa vera byrjaður á uppbyggingu frístundahúsasvæðis sem hann nefnir Minni-Borgir og er fyrir ofan golfvöllinn. Þar er um að ræða á milli 20 og 30 frístundahús. Fyrstu húsin verða tilbúin í nóvember nk. Hann sagðist helst vilja leigja þessi hús til langtíma enda yrði eftirspurnin mikil ef golfvöllurinn verður að veruleika en einhver þeirra verða einnig í skammtímaleigu. Hólmar er líka að byggja það sem hann kallar skógarþorp og er hugmyndin að byggja þrjú slík. Þetta eru 7 lítil hús sem byggð verða í kringum þorpstorg með háum skjólveggjum og gróðri. Hiti verður undir þorpstorginu og gönguleiðum og þarna verður líka Hugmyndin um 18 holu golfvöll og glæsilegt golfhús hefur fengið góðan hljómgrunn. Fjallgarðasmölun í Jökuldalsheiði. þorpslaug. Þetta verða svæði þar sem hópar geta verið algerlega út af fyrir sig og þessi hús verða aðeins til leigu. Hann segir að fyrsta þorpið verði tekið í notkun í vor. Haustfundir LK Nú liggur fyrir tímarammi haustfunda LK. Á fundunum munu forsvarsmenn LK ræða um nýgerðan mjólkursamning, hugsanleg áhrif alþjóðasamninga á samninginn, markaðsmál nautgriparæktarinnar o.fl. innri málefni greinarinnar. Ákveðið hefur verið að halda fjórtán fundi og verður fyrsti fundurinn í Borgarfirði 26. október. Forsvarsmenn LK verða með framsögur á fundunum en Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar og formaður Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins, verður einnig með framsögu um markaðsmál mjólkurvara á þremur fundum; einum á Vesturlandi, einum á Suðurlandi og einum á Norðurlandi. Nánar má lesa um skipulag fundanna hér fyrir neðan. Þriðjudaginn 26. október Fundur hjá Mjólkurbúi Borgfirðinga í matsal Landbúnaðarháskólans kl Miðvikudaginn 27. október Fundur hjá Félagi þingeyskra kúabænda í félagsheimilinu Breiðumýri kl Fimmtudaginn 28. október Fundur hjá Nautgriparæktarfélagi Vopnafjarðar í Miklagarði kl Fundur hjá Félagi nautgripabænda á Héraði og Fjörðum í Gistihúsinu á Egilsstöðum kl Mánudaginn, 1. nóvember Fundur hjá Félagi kúabænda á Suðurlandi í félagsheimilinu Flúðum kl Þriðjudaginn 2. nóvember Fundur hjá Búgreinaráði BSE í nautgriparækt á hótel KEA kl Miðvikudaginn 3. nóvember Fundur hjá Félagi skagfirskra kúabænda í Ólafshúsi (á Sauðárkróki) kl Fundur hjá Nautgriparæktarfélagi Vestur-Húnavatnssýslu og Félagi kúabænda í Austur- Húnavatnssýslu í Víðihlíð kl Fimmtudaginn 4. nóvember Fundur hjá Félagi kúabænda á Suðurlandi á hótel Kirkjubæjarklaustri kl Fundur hjá Félagi kúabænda á Suðurlandi í gistihúsinu Árhúsum á Hellu kl Föstudaginn 5. nóvember Fundur hjá Mjólkursamlagi Ísfirðinga á Hótel Ísafirði kl Þriðjudaginn 9. nóvember Fundur hjá Mjólkurbúi Kjalarnesþings í Kaffi Kjós kl Miðvikudaginn 10. nóvember Fundur hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal í Dalabúð kl Fimmtudaginn 11. nóvember Fundur hjá Nautgriparæktarfélagi Austur-Skaftafellinga að Smyrlabjörgum kl Féð komið á brúna og bíður fars í réttina. Fyrir nokkru var smalað svæðið frá Þríhyrningi og út með Möðrudalsfjallgarði austur að Ánavatni og Sænautavatni - austan og utan við Sænautavatn. Það er langur rekstur frá fjallinu Þríhyrningi og í rétt á Rangalóni sem er eyðibýli við útenda Sænautavatns. Af þeim sökum var þrengt að fénu á göngubrúnni á Sænautaseli, sem er innan við vatnið, og það tekið á bíla og ekið í rétt. Þessar bráðfallegu myndir tók Gréta Dröfn Þórðardóttir, Hákonarstöðum. Sænautasel. Verð til kúabænda hækkað hjá nokkrum sláturleyfishöfum Nú hafa nokkrir sláturleyfishafar hækkað verð til kúabænda og vegna þessara breytinga er nokkur munur orðinn á milli einstakra sláturhúsa. Þegar þetta er skrifað greiða sláturhúsin á Suður- og Vesturlandi mun hærri verð til bænda en önnur sláturhús á landinu og eru bændur landsins hvattir til að kynna sér vel bæði verð og greiðslukjör sláturhúsanna áður en ákvörðun er tekin um slátrun. Athygli er vakin á því að hér á síðum blaðsins er birtur útdráttur af vef LK þar sem sjá má öll gildandi verð sláturleyfishafa nú í byrjun október. Jafnframt er athygli vakin á því að verð getur breyst með skömmum fyrirvara og bændum því bent á að öruggast er að fylgjast með verðlistum á heimasíðu LK. Afleysingasjóður Eins og bændur vita hefur Afleysingasjóður verið að tæmast hægt og rólega undanfarin ár, enda ekki verið greitt til sjóðsins sl. ár annað en vextir. Nú er svo komið að sjóðurinn er uppurinn og því er ekki lengur hægt að fá afleysingastyrki úr þessum sjóð. Skrifstofa LK Sími: , fax: Netfang: lk@naut.is. Veffang: Heimilisfang: Landssamband kúabænda, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnesi. Umsjón: Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK

26 26 Þriðjudagur 12. október 2004 Til stjórnar Bændasamtakanna Ég hef fylgst af áhuga með réttlátri baráttu Samtaka eigenda sjávarjarða. Samtökin hafa barist hart fyrir fiskveiðiréttindum sjávarjarða síðastliðin 3 ár og hafa fengið mjög takmarkaðan stuðning. Forvígismenn Samtaka sjávarjarða eiga heiður skilinn fyrir ósérhlífna baráttu fyrir rétti dreifbýlisins. Nýlega skrifaði lögfræðingur samtakanna, Ragnar Aðalsteinsson hrl., sjávarútvegsráðherra bréf þar sem ráðherra var krafinn svara um fiskveiðirétti2ndi sjávarjarða. Svör sjávarútvegsráðuneytisins voru skýr, öllum hugmyndum og kröfum Samtaka sjávarjarða var einfaldlega hafnað. Búnaðarþing hefur ályktað um að réttur sjávarjarða verði virtur og nú hlýtur að teljast eðlilegt að Bændasamtökin fylgi eftir ályktuninni og veiti Samtökum eigenda sjávarjarða myndarlegan stuðning til þess að tryggja að bændur við sjávarsíðuna geti sótt lagalegan rétt sinn gagnvart ósveigjanlegum og óréttlátum stjórnvöldum. Hér er um hliðstætt mál að ræða og þjóðlendumálið. Þó má segja að ríkið gerði landakröfu í gegnum Óbyggðanefnd en nú reynir sjávarútvegsráðherra að svipta eigendur sjávarjarða réttindum sínum án dóms og laga. Hér er um mikilvægt hagsmunamál að ræða sem mér finnst eðlilegt að Bændasamtökin styðji af fullum þunga. Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins Mikill áhugi í Austur-Skaftafellssýslu fyrir Grænni skógum Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, Rannveig Einarsdóttir, svæðisstjóri Suðurlandsskóga í Austur- Skaftafellssýslu, og Magnús Hlynur Hreiðarsson, endurmenntunartjóri Garðyrkjuskólans, áttu fund nýverið á Höfn í Hornafirði með skógarbændum í sýslunni um nám í Grænni skógum. Hugmyndin er að þeir taki námið með Grænni skógum á Suðurlandi en nýr hópur byrjar í því námi núna í haust. Námið yrði þá kennt í gegnum fjarkennslubúnað frá Garðyrkjuskólanum á Höfn. Tólf skógarbændur mættu á fundinn og sýndu náminu mikinn áhuga. Eftir að námið hafið verið kynnt í máli og myndum á fundinum spurðu bændurnir fjölmargra spurninga og lýstu ánægju sinni með fyrirkomulag námsins. Nú eru eru 23 jarðir í Austur- Skaftafellssýslu í Suðurlandsskógum en áhugi á skógrækt hefur farið mjög vaxandi í sýslunni síðustu ár. Hópurinn sem mætti á fundinn á Höfn til að fá fróðleik um námið í Grænni skógum. Námið samanstendur af 17 námskeiðum þar sem 13 eru skyldunámskeið og a.m.k. 2 valnámskeið. Fyrstu námskeiðin verða kennd haustið 2004 og þau síðustu um vorið Sláturhúsið Hellu Norðlenska KS Sölufélag A- Hún. SS Borgarness kjötvörur B. Jensen Sláturfélag KVH Ungnaut: UN 1 Ú A , UN 1 Ú A < UN 1 Ú A < , UN 1 Ú A <230 UN 1 A , UN 1 A < UN 1 A < , UN 1 A < UN 1 B , UN 1 B < UN 1 B < , UN 1 B < UN 1 C , UN 1 C <230 UN 1 C < UN 1 M , UN 1 M+ < UN 1 M , UN 1 M < Kvígur Útdráttur úr verðskrá yfir nautgripakjöt helstu sláturleyfishafa í október 2004* Tekið saman af Landssambandi kúabænda K 1 U A , K 1 U B , K 1 U C , Kýr K 1 A , K 1 B , K 1 C , K , K , K ,23 Kálfar MK ,2 UK , UK UK AK , AK , AK , Ýmsar upplýsingar Greiðskilmálar fyrir UN Greiðsluskilmálar fyrir K Staðgreitt Staðgreitt Greitt 2. mánudag eftir sláturviku. Greitt 2. mánudag e. sláturviku. Greitt einni viku eftir sláturdag Greitt einni viku eftir sláturdag Greitt 30 dögum e. sláturdag Greitt 30 dögum eftir sláturdag Greitt mánudag eftir innleggsviku Greitt mánudag eftir innleggsviku Staðgreitt 1. föstudag eftir sláturviku. Staðgreitt 1. föstudag eftir sláturviku. Greitt 25 dögum eftir innl.mánuð Greitt 25 d. eftir innl.mánuð Greitt 25 dögum e. innl.mánuð Greitt 25 dögum e. innl.mánuð 25. dag í fjórða mánuði eftir innleggsmánuð Greiðsluskilmálar fyrir kálfa Staðgreitt 70 dögum eftir innleggsdag. Greitt 30 dögum e. sláturdag úttektarmánuður + 25 dagar Heimtaka, kr/kg * Listinn er birtur með fyrirvara um villur, nánari upplýsingar á vef LK: dagur í öðrum mánuði

27 Þriðjudagur 12. október Umferðarslys eru ægileg, því er undarlegt að veghaldari geri ekki meira en raun er á að sporna gegn þeim. Hér á ég við búfé (sauðfé) við vegi landsins. Það er sífellt talað um lausagöngubann, það sparar fyrir þann sem tekjur hefur af umferðinni. Búið er að girða höfuðborgina af, þetta gerir íbúa þess svæðis óviðbúna því að koma út á ómerkt lausagöngusvæði. Hver er ábyrgð veghaldara? Í vor var pokinn ekki tekinn af aðvörunarskilti um sauðfé hjá Sveinatungu í Norðurárdal fyrr en viku eftir að sauðfé fór að rölta um svæðið. Hvað var veghaldari að gera? Sumstaðar er búið að girða með vegum. Það er ekki nægilegt að girða, það þarf að halda við og loka við girðingarenda. Bóndi með bústofn heldur sínum parti við en jörð í eyði verður útundan. Verktakar skilja eftir opin hlið tímunum saman meðan verkið er unnið í þágu veghaldara. Veghaldari, hver er skylda þín? Á Austurlandi eru aðvörunarmerki vegna hreindýra, sem er ágætt, en engin aðvörun um nærveru annarra ferfætlinga. Þó er sauðféð mun algengara á þessu svæði þegar umferðin þar er mest, þ.e.a.s. á sumrin. Veghaldari, er eitthvað að hjá þér? Fólk, sem kemur til landsins með flugi, fær upplýsingar í flugvélinni um að hér sé sauðfé við suma vegi en þegar út á vegina er komið eru engar frekari aðvaranir. Veghaldari, hvað er í gangi? Í umræðunni síðustu daga er verið að benda á að sveitarfélögin eigi að setja á lausagöngubann og ábyrgð þeirra sé svona og svona. En ef grannt er skoðað sýnir vegagerðin að það sem hægt er að komast hjá að gera er í lagi, Bréf frá bændum samanber þau svör sem gefin eru af ábyrgum aðilum þeirra sem,,þakka ábendingar og segja allt svo dýrt, merkjum stolið og að eftir ákveðinn tíma hætti fólk að taka mark á og fara eftir þessum umferðarmerkjum". Þarna er einhver að koma sér undan ábyrgð. Ekki hafa bændur hag af slysum og bústofnstjóni og tekjur þeirra ekki meiri en svo að girðing milli vegar og heimalands skarðar í tekjurnar. Þegar haustar og dimmir eykst hættan á þessum slysum því hraðakstur virðist ekki minnka með birtunni. Veghaldarar og fjárveitingavald, það er ódýrara að byrgja brunninn með aðvörun strax í stað þess að ýta ábyrgðinni á aðra. Þið fáið tekjur af öllum vegfarendum.gþ Rafrænt bókhald - Rafræn samskipti Námskeiðin Rafrænt bókhald - Rafræn samskipti, sem ætluð eru notendum bókhaldsforritsins dkbúbótar, verða haldin sem hér segir: október Grunnskólinn Búðardal október Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði október Félagsheimilið Heimaland, V-Eyjafjöllum október Búnaðarmiðstöð Suðurlands, Selfossi október Búnaðarmiðstöð Suðurlands, Selfossi október Hólmavík október Vestur-Húnavatnssýsla nóvember Syðri-Vík, Vopnafirði nóvember Fellabær, Héraði nóvember Hvanneyri nóvember Búgarður, Akureyri nóvember Suður-Þingeyjarsýsla nóvember Austur-Skaftafellssýsla nóvember Kjalarnesþing (Mosfellsbæ) nóvember Sauðárkrókur nóvember Hótel Kirkjubæjarklaustur Námskeiðið byggir á einstaklingsleiðbeiningum við eigið bókhald þannig að það hentar jafnt byrjendum sem reyndum notendum sem vilja læra meira. Forritið, dkbúbót, er hægt að kaupa hjá tölvudeild Bændasamtaka Íslands. Námskeiðin eru haldin af búnaðarsamböndunum og Bændasamtökum Íslands í samstarfi við verkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru Baldur Óli Sigurðsson og Sigurður Eiríksson hjá Bændasamtökum Íslands auk ráðunautar hjá viðkomandi búnaðarsambandi. Skráning á námskeiðin er hjá búnaðarsamböndunum eða á heimasíðu BÍ, Barnaherbergi Skrifstofa Eldhús Stofa Útihús ENNEMM / SIA / NM13625 Gaddfreðið, einmana læri í Leifsstöð Síminn sjaldan á tali og netið alltaf tengt Það hendir bændur eins og aðra þjóðfélagsþegna að bregða sér út fyrir landsteinana og þá er Flugstöð Leifs Eiríkssonar óhjákvæmilegur viðkomustaður ferðist menn á annað borð flugleiðis. Sá sem hér heldur um stílvopnið er einn úr þeim hópi. Fyrir tæpum mánuði átti ég leið um FLE og leit þá inn í Íslenskan markað. Þarna eru allstór kæliborð sem ég taldi að væru til þess að sýna og bjóða gestum og gangandi til kaups íslenskar mjólkur- og kjötvörur. Einhvern tíma tel ég mig hafa heyrt að afurðasölufyrirtækin okkar í mjólk og kjöti væru eignar- eða rekstraraðilar að Íslenskum markaði. Þess vegna undraðist ég mjög að sjá þessa sölustaði, - þ. e. kæliborðin nánast tóm. Gaddfreðið pakkað dilkalæri lá að vísu þarna í fullkominni einsemd og lítið skárra var tegundavalið af ostunum, - frekar fátæklegt. Í öllu falli var lítið sem lokkaði,,gestinn" til að kíkja á vöruframboðið. Sem búvöruframleiðanda þótti mér þetta skondin sjón, svo ekki sé meira sagt, og óneitanlega fór ég að velta fyrir mér hvernig á þessu gæti nú staðið? Er vilja- og áhugaleysi afurðasölufyrirtækjanna um að kenna eða er þetta svo hæpin söluleið fyrir unnar landbúnaðarvörur og lítið magn sem þarna selst að ekki svari kostnaði að sinna þessu betur? Gaman væri að fá skýringar á þessu. Er kannski betra og skynsamlegra að hætta með sölu kjöts og osta í flugstöðinni en gera það með hangandi hendi. Bóndi Léttkaupsútborgun 1 kr. og kr. á mán. í 12 mán. Fritz símstöð Verð aðeins: kr. Verð áður: kr. Frítt stofngjald á ISDN plús og tveir mánuðir fríir Ekkert breytingargjald úr hefðbundnum síma í ISDN Frír aðgangur að Internetinu í tvo mánuði og 600 kr. á mán. í 12 mán. Eurit ISDN sími Sérstakt tilboð verður á síma- og netlausnum til þeirra sem sækja fundina Samtal við bændur. Síma- og netlausn með Fritz ISDN símstöð Léttkaupsútborgun 280 kr. Verð aðeins: kr. Helstu kostir: Sjaldan á tali. Mögulegt að svara í einn síma og senda símtalið í annan innan símstöðvarinnar. Sítenging allt að 128 kb/s hraði. Hægt að skoða póst án þess að sækja hann. Ekkert upphafsgjald ef skipt er á meiri hraða. Íslenskur hugbúnaður og hjálpartexti. Auðveld uppsetning. Síminn virkar í rafmagnsleysi siminn.is

28 28 Þriðjudagur 12. október 2004 Landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt - mat á beitilandi Undanfarin misseri hafa starfsmenn Landgræðslunnar unnið að mati á beitilandi þátttakenda í gæðastýringu í sauðfjárrækt. Ljóst er að þetta verk hefur tekið talsvert lengri tíma en ráð var fyrir gert og má einkum rekja það til skorts á gögnum svo Nytjaland gæti lokið sinni vinnu við upplýsingaöflun um gróður og stærðir lands. Nú er búið að fara um þau svæði þar sem gögn Nytjalands eru tilbúin. Þetta eru annars vegar svæðið frá Skagafirði, vestur um og til Borgarfjarðarsýslu og hins vegar Norður Þingeyjarsýsla og Múlasýslur. Enn vantar svolítið upp á að gögn í Suður-Þingeyjarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og á Suðurlandi séu fullbúin. Í stórum dráttum þurfa um 5% þeirra framleiðenda, þar sem mat á beitilandi hefur farið fram, að vinna landbóta- og landnýtingaráætlanir. Þessir bændur hafa í framhaldi af þessu fengið tilkynningu um að þeir þurfi að vinna landbóta- og landnýtingaráætlun þar sem skilyrði um landnýtingu eru ekki uppfyllt. Þegar hefur borið á því að þetta þykir ekki sanngjarn dómur, land sé í framför og engin ofbeit til staðar vegna mikillar fækkunar fjár. Einnig liggur fyrir ályktun Landssamtaka sauðfjárbænda þar sem þess er krafist að Landgræðslan virði viljayfirlýsingu sauðfjársamningsins vegna mats á landnýtingarþætti gæðastýringar. Það er því e.t.v. ástæða til að tíunda hér á hverju mat á beitilandi byggist og rifja upp hvað stendur í téðri viljayfirlýsingu og þeim reglum sem settar voru í framhaldi af því. Viljayfirlýsingin Til upprifjunar þá eru sett fram markmið í samningi um framleiðslu sauðfjárafurða um: að sauðfjárrækt sé í samræmi við umhverfisvernd, landkosti og æskileg landnýtingarsjónarmið. En hvað eru æskileg landnýtingarsjónarmið? Í viljayfirlýsingunni eru mörg orð sem lúta að mati á landnýtingu s.s. að nýting sé sjálfbær, ástand Efri mynd: Uppgræðsla bænda hefur breytt auðnum og rofsvæðum í nytjaland. Neðri mynd: Melar geta verið að gróa en mikið rof í jöðrum. ásættanlegt og gróður í jafnvægi eða framför. Einnig stendur þar að nýting skuli vera ágreiningslaus og að stefnt skuli að því að auðnir og rofsvæði verði ekki nýtt til beitar. Af öllu þessu þá hefur því einkum verið haldið á lofti í umræðum meðal bænda að gróður verði að teljast í jafnvægi eða framför. Og hvað felst í því? Að einhverskonar jafnvægisástand sé til staðar, að eyðing gróðurs eigi sér ekki stað og/eða að merki séu um að gróður sé að sækja á. Í vinnu starfsmanna Landgræðslunnar síðustu misseri hefur komið í ljós að land er mjög víða í framför, gróðurþekja að aukast og plöntutegundir sem illa þola beit að verða meira áberandi. Það hefur einnig verið staðfest að víða er land að eyðast í dag sökum jarðvegsrofs. En hvernig á þá að meta land, þar sem hluti þess er í framför og hluti þess að eyðast? Er það í framför, jafnvægi eða afturför? Hvernig á að meta gróðurtorfur þar sem gróðurþekja er heilleg ofaná en rof í jöðrum? Hvaða áhrif hefur þurrkasumarið 2004 á viðkvæm gróðurlendi, sem eru illa varin gegn vindi? Lagasetning Í 43. gr. laga nr. 101/2002 eru sett þau skilyrði að framleiðendur sem taka þátt í gæðastýringu í sauðfjárrækt skuli hafa aðgang að nægu nýtanlegu beitilandi fyrir búfé sitt. Landnýting skal vera sjálfbær þannig að framleiðslugeta landsins sé nægileg og nýting innan þeirra marka að gróðurfar sé í jafnvægi eða framför að mati Landgræðslu ríkisins. Matið skal byggjast á stærð gróðurlendis og gerð þess, gróðurfari og framleiðni ásamt fyrirliggjandi gögnum um nýtingu og ástand, t.d. vegna rofs, uppblásturs o.fl., samkvæmt nánari reglum sem landbúnaðarráðherra setur. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í lagaákvæðinu sé lýst á hvern hátt haga skuli nýtingu beitilanda og úrbótum, sé þeirra þörf, svo að nýting auðlindarinnar sé með skynsamlegum hætti og um hana skapist víðtæk sátt. Reglugerð Í samræmi við áðurnefnd lög þá setur landbúnaðarráðherra nánari reglur um hvernig landnýting skuli metin og er það gert í 13. gr. reglugerðar nr. 175/2003. Þar er nánast sami texti og í lögunum en í I. viðauka reglugerðarinnar er nánar útfært hvað í matinu felst. Matsreglurnar byggjast einkum á mati á stærð gróðurlendis og gerð þess, gróðurfari og framleiðni ásamt fyrirliggjandi gögnum um nýtingu og ástand. Nýtanlegt beitiland skal vera í viðunandi ástandi og miðað skal við að auðnir og rofsvæði verði ekki nýtt til beitar. Í þessu felst að þar sem verið er að nýta til beitar auðnir og rofsvæði, þó svo að nægileg beit sé til staðar fyrir það sauðfé sem þar gengur, þá skuli stefnt að því að hætt verði að nýta þessi sömu svæði til beitar í núverandi ástandi. Miðað er við að ekki megi vera mikið eða mjög mikið jarðvegsrof á meira en 5% af beitilandi og rofsvæði og auðnir mega ekki þekja meira en 33% af beitilandinu. Víðast hvar á landinu hefur beitarálag af völdum sauðfjár minnkað verulega frá því sem það var mest, í kringum Og fjölmargir bændur hafa unnið gríðarmikið starf á sínum jörðum við að bæta landgæði með uppgræðslu. Það sem hins vegar stendur eftir er að enn er verið að nýta land þar sem alvarlegt jarðvegsrof á sér stað og fé hefur víða óheftan aðgang að auðnasvæðum. Markmið gæðastýringarinnar Niðurstaða gæðastýringarinnar verður að vera í samræmi við þá stefnumörkun sem felst í viljayfirlýsingunni, að nýting beitilands sé sjálfbær, ástand þess ásættanlegt og gróður í jafnvægi eða framför, að stefnt sé að því að auðnir og rofsvæði verði ekki nýtt til beitar, og að þannig skapist víðtæk sátt um þá landnýtingu sem styrkt er með opinberu fé. Slík sátt er bændum nauðsynleg sem framleiðendum matvæla og þar sem rekstur þeirra er styrktur með almannafé. Fram til þessa hefur í flestum tilvikum gengið vel að ná sátt um þau markmið að halda auðnum fjárlausum og að stöðva jarðvegsrof sem á sér stað innan beitilanda. Þessum markmiðum er, eðli málsins samkvæmt, mis erfitt að ná. Upprekstraraðilar á afréttum hafa margir lýst vilja sínum til þess að halda auðnasvæðum og rofsvæðum fjárlausum með markvissri förgun þess fjár sem þangað leitar. Aðrir ætla að hefja umfangsmiklar uppgræðslur enda hafa bændur lengi verið manna duglegastir við að vinna að því markmiði að stöðva eyðingu lands með uppgræðslu. Ekki þarf því að vera um stefnubreytingu að ræða að því leyti, heldur að markmiðin séu skýr og að unnið verði markvisst að þeim. Því er gerð landbóta- og landnýtingaráætlunar síður en svo dauðadómur yfir sauðfjárbúskap viðkomandi framleiðanda, heldur tæki til að skerpa markmið og áherslur í nýtingu þess lands sem hann hefur til umráða. Björn H. Barkarson Höfundur er sviðsstjóri landverndarsviðs Landgræðslu ríkisins Er líkamslykt manna hluti af varnarkerfi gegn skyldleikarækt? Allir einstaklingar í samfélagi manna bera einkennandi lykt sem menn greina vel frá sterkum ilmi svitalyktareyðis eða ilmvatns. Líkamslyktinni stýra nokkur gen, nefnd MHC-gen. Ilmskynið er eitt af næmustu skilningarvitum manna og dýra. Í dýratilraunum hefur komið fram að til dæmis bæði hornsíli og mýs völdu maka með MHC-genasamsetningu ólíka sinni eigin. Konur falla ekki fyrir pabbalykt Það olli nokkurri undrun þegar vísindamenn í Chicago í Bandaríkjunum komust að þeirri niðurstöðu að konur laðast helst að líkamslykt sem líktist líkamslykt og MHC-genasamsetningu feðra sinna. Þetta myndi leiða til þess að konur veldu maka sem hefði svipaðar erfðir og þær sjálfar og gæti stuðlað að skyldleikarækt og úrkynjun. Það veikir þessa niðurstöðu að í músatilraunum hefur komið í ljós að mýs forðast lykt feðra sinna þegar þær eru mökunarfúsar en eftir getnað velja þær lykt sem líkist feðrunum, líklega vegna þess að sú lykt veitir þeim öryggi til uppeldis afkvæmanna. Þá hefur komið í ljós að konur sem voru á getnaðarvarnarpillum brugðust við á svipaðan hátt og fengnar mýs, þær Bjarni E. Guðleifsson, Möðruvöllum Úr ríki náttúrunnar 13. þáttur völdu menn með svipuð MHC-gen og feður þeirra. Þetta kunna að vera óþekktar aukaverkanir getnaðarvarnarlyfja og líklegt má telja að konur án pillunnar hefðu valið menn með ólíka genasamsetningu. Því kann að vera að konurnar í fyrrnefndri tilraun, sem völdu lykt feðra sinna, hafi einmitt verið undir áhrifum þessara aukaverkana pillunnar. Karlar og karldýr eru hins vegar ónæmari fyrir lykt kvendýra og makast við nánast hvaða kvendýr sem er mökunarfúst. Tilraun með líkamslykt og makaval manna Margar rannsóknir hafa sýnt að mæður þekkja vel lyktina af nýfæddum börnum sínum. Vísindamann í Detroit í Bandaríkjunum fýsti að vita hvernig aðrir fjölskyldumeðlimir kæmu út úr lyktartilraunum. Hann fékk til þátttöku í tilraun 25 fjölskyldur sem áttu að minnsta kosti tvö börn á aldrinum 6-15 ára. Hann lét þeim í té lyktarlausa boli, lyktarlausa sápu og plastpoka með lási. Þátttakendur áttu að sofa í bolnum í þrjár nætur, þvo þá með lyktarlausu sápunni og loka þá síðan í pokanum. Síðan lyktaði hver og einn af tveimur bolum, öðrum af eigin fjölskyldumeðlimi og hinum af óskyldum þátttakanda, án þess að vita um uppruna bolanna. Þátttakendur voru beðnir um að staðfesta hvor bolurinn væri af ættingja og hvor ekki og einnig hvor lyktin þeim þætti betri. Niðurstöðurnar voru á þá lund að báðir foreldrar þekktu ilminn af börnum sínum þó mæðurnar væru öruggari en hvorugt foreldranna gat greint á milli barna sinna. Öll börnin þekktu lyktina af föður sínum en hins vegar þekktu 5-8 ára börn ekki ilminn af móður sinni en 9-15 ára unglingar gerðu það. Það kom hins vegar á óvart að flestum þátttakendum líkaði betur við lyktina af óskyldum einstaklingum en sínum eigin fjölskyldumeðlimum. Mæðrum líkaði til dæmis illa við lyktina af börnum sínum og börnunum fannst lyktin af feðrum sínum ógeðfelld. Sem sagt: það að þekkja lykt og að líka við hana er tvennt ólíkt. Vörn gegn skyldleikarækt Vísindamenn telja að þessi andúð á lykt náskyldra ættingja kunni að vera hluti af varnarkerfi mannsins gegn sifjaspellum eða blóðskömm. Það var til dæmis athyglisvert að systkinum af gagnstæðu kyni líkaði illa við lykt hvors annars. Það að börnum skuli ekki falla í geð lykt af feðrum sínum er hluti af þróun þeirra til sjálfstæðis þar sem þau leita fremur í geðfellda lykt óskyldra. Þannig beinir ilmskynið fólki til fylgilags við óskylda einstaklinga og þá frá skyldleikarækt og sifjaspellum. Alison Motluk, 2003: Your family really does stink. NewScientist 24. August, 20. Birgitte Svenning, Konurnar falla fyrir pabbalykt. Lifandi vísindi10/2002,

29 Þriðjudagur 12. október Erum að færa út kvíarnar og vantar allar gerðir eigna á landsbyggðinni á söluskrá, einkum jarðir og sumarbústaði. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. og löggiltur fasteignasali - Sími & Sturtuvagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Matthildur Þórðardóttir, bóndi í Geitavík á Borgarfirði eystra, var að smala fyrstu göngu á Bárðarstaðadal í Loðmundafirði á dögunum. Það er betra að líta vel í kring um sig á þessum slóðum enda sá Matthildur fé upp í efstu eggjum við Jökulbotna í Herfellinu. Alls voru 12 manns úr Borgarfirði, Eiðaþinghá og úr Seyðisfirði að smala í Loðmundarfirði fyrir innan Klyppstað og Svartafell í þetta skiptið og alls komu rúmlega 160 fjár til réttar sem er í meira lagi miðað við síðustu ár. /SA. Smáauglýsingar Bændablaðsins Sími Nýtt netfang Sturtuvagnar KÁLFAMJÓLKURDUFT Elitekalv no. 1 Ódýr og góð lausn á kálfauppeldi. Frábær samsetning næringarefna. Leiðbeiningar á íslensku. Stórlækkað verð. Einnig þakog veggstál. Stálgrindahús. Margar gerðir, hagstætt verð. Útsölustaðir: Fóðurblandan, Reykjavík. FB Búvörur, Selfossi. FB Búvörur, Hvolsvelli. Bústólpi, Akureyri. Sími H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 Sími: Fax: SANTANA ER KOMINN Verið velkomin í reynsluakstur á þessum frábæra vinnubíl Skemmuvegi 6 Sími:

30 30 Þriðjudagur 12. október 2004 Smá auglýsingar Sími Fax Veffang Til sölu Til sölu Massey Ferguson, 690, 4X4, árg. '83. Er með Trima 1420 tækjum. Í góðu lagi m.v. aldur og fyrri störf. Uppl. í síma Örflóra fyrir haughús, rotþrær, niðurföll, fituskiljur, úti- og innisalerni. Framtak-Blossi sími Bændur! Nú er rétti tíminn til að setja niðurbrotsefni í haughúsið fyrir veturinn. Við viljum minna á frostþurrkuðu haugmeltuna sem hefur reynst afar vel. Sendum hvert á land sem er. Athugið: Erum með úrvals úrbeiningarhníf, aðeins kr Daggir, Strandgötu 25, Akureyri, sími Til sölu Volvo N-7 vörubíll árg. 84. Ein hásing, m. krana H.M.F. A-88-K-2. Ekinn km í góðu ástandi. Verð kr m. vsk. Uppl. í síma Vefstóll til sölu. Glimåkra vefstóll til sölu, breidd 150 ásamt rakgrind, spólurokki, bókum og fl. sem tilheyrir vefnaði. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma eða með tölvupósti, Til sölu holdakýr og kálfar. Uppl. í síma eða Til sölu jarðýta I-H TD-9 árg. 71. Góð belti, nýupptekinn mótor. Uppl. í síma Til sölu haugsuga fimm tonna. Uppl. í síma eða Tilboð óskast í 152,2 ærgilda framleiðslurétt í saufé sem gildir fyrir framleiðsluárið Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð berist á netfangið Til sölu nokkrar kelfdar kvígur. Uppl. í síma Til sölu Deutz dráttarvél ásamt nokkrum hrossum, 5-6 vetra. Á sama stað vantar starfskraft við tamningar og fleira. Uppl. í síma Til sölu Massey Ferguson 135 árg með húsi. Er gangfær en þarfnast lagfæringa. Einnig eru til sölu 2 stk. af 34" traktorsfelgum. Uppl. í síma Til sölu vél í Mercedes Benz 1513, árg. 74. Vélin er í mjög góðu lagi. Uppl. í síma Til sölu lítra Muller mjólkurtankur. Níu ára með nýja kælikerfinu. Einnig Överum plógur (þrískeri) árg. 01. Lítið notaður. Á sama stað óskast Prima ámokstursgálgi eða minni. Uppl. í síma eða eftir kl. 18. Til sölu tvær tíkur - 4ra mánaða. Móðir: Petra frá Eyrarlandi, faðir: Rex frá Daðastöðum. Á sama stað óskast greiðslumark í sauðfé. Uppl. gefur Þorvarður í síma N ÁMSKEIÐ HJÁ ENDURMENNTUN LBH Máttur Mjóafjarðar er heiti nýs félags sem stofnað var í Mjóafirði þann 19. ágúst sl. Félagið er stofnað sem aðildarfélag innan samtakanna Landsbyggðin lifi, LBL. Undirbúningur og stofnun félagsins fór fram í góðri samvinnu við Fríðu Völu Ásbjörnsdóttur, fyrsta formanns LBL, íbúa Mjóafjarðar og sveitarstjórans, Sigfúsar Vilhjálmssonar í Brekku, og að frumkvæði þeirra síðarnefndu. Hefur stofnun félagsins staðið yfir all lengi. Meðalaldur þeirra manna sem völdust í stjórn hins nýja félags er MÁLMSUÐA HVANNEYRI, NÓVEMBER LANDBÚNAÐARHÁSKÓLINN Á HVANNEYRI sími: , fax: , netfang: helgibj@hvanneyri.is Yngsta stjórnin í fámennasta byggðarlaginu um 30 ár og formaðurinn, Einar Hafþór Heiðarsson, er aðeins 21 árs. Er hann jafnframt yngsti formaður innan samtakanna LBL. Aðrir í aðalstjórn með Einari Hafþór eru Valgerður Sigurjónsdóttir, 22 ára, og Ingólfur Sigfússon, 34 ára. Í varastjórn völdust Heiðar W. Jones, 54 ára, og Erlendur M. Jóhannson, 24 ára. Góður andi ríkti á fundinum og var hugur í fólki að nýta betur samtakamátt fólksins í byggðarlaginu til að gera góða byggð betri. /Fréttatilkynning. Óska eftir Óska eftir haugsugu eða haugdælu á sanngjörnu verði. Uppl. í síma Óskum eftir greiðslumarki í mjólk. Upplýsingar í símum og Óska eftir að kaupa sturtuvagn og góða kerru. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa ærgilda greiðslumark í sauðfé. Uppl. í síma Er að gera upp gamlan pólskan hnífatætara, Agromet Unia GGZ1.8, árg. 81, vantar annan í varhluti. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa ódýra traktorsgröfu. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa greiðslumark í sauðfé, stk. Einnig óskast Massey Ferguson 35X til niðurrifs eða varahlutir úr slíkri vél. Uppl. gefur Óli í síma Massey Ferguson varahlutir. Mig vantar bretti (yfir afturhjól, bæði hægra og vinstra) á Ferguson 35 / MF 35. Einnig bretti á MF-135 árgerð ca 1971.Uppl. í síma Óska eftir að kaupa notaða traktorsgröfu á allt að kr Uppl. í síma Óska eftir gömlum vörubíl, helst með krana, t.d. Benz í skiptum fyrir Daihatsu Ferosa, árg. '91, ekinn 130 þúsund km. Uppl. í síma Grænni skógar á Vestfjörðum í samvinnu við Skjólskóga Nú er unnið að því að koma skógræktarnámi á fyrir skógarbændur á Vestfjörðum, sem eru í Skjólskógum, í gegnum Grænni skóga á vegum Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Stefnt er að því að byrja með námið í október en það mun þá standa yfir í þrjú ár, eða frá 2004 til 2007 eins og hjá Grænni skógum á Suðurlandi og Austurlandi þar sem nám hefst líka núna í haust. Garðyrkjuskólinn mun sjá um framkvæmd námsins á Vestfjörðum en þeir aðilar sem koma að náminu, auk skólans, eru Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Skjólskógar og Félag skógarbænda á Vestfjörðum. Grænni skógar er öflugt skógræktarnám, ætlað öllum fróðleiksfúsum skógarbændum sem vilja ná hámarksárangri í skógrækt. Námið byggir á 17 námskeiðum þar sem 13 eru skyldunámskeið og a.m.k. 2 valnámskeið. Hvert námskeið er í tvo daga í senn og þá yfirleitt frá kl. 16:00 til 19:00 á föstudegi og frá kl. 10:00 til 17:00 á laugardegi. Reynt er að koma við verklegri kennslu og vettvangsferðum eins og hentar hverju sinni. Atvinna Erum að leita að traustum og ábyrgðarfullum starfskrafti i gróðrastöð,(fjölbreytt ræktun) frá ca. 1.janúar % starf eftir samkomulagi. Starfsmannahús á staðnum. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1.desember Laugardalsblóm ehf., Böðmóðsstöðum, Laugardal, Bláskógabyggð. Sími: eða , tölvupóstur: audunna@mmedia.is. Atvinnurekendur á landsbyggðinni. Ráðningaþjónustan Nínukot ehf. aðstoðar við að útvega starfsfólk af Evrópska efnahagssvæðinu. Áralöng reynsla. Ekkert atvinnuleyfi nauðsynlegt. Upplýsingar í síma Netfang: ninukot@islandia.is. Þjónusta Steypusögun Norðurlands auglýsir. Steypusögun, múrbrot, kjarnaborun og raufasögun í gólf fyrir hitalagnir. Snyrtileg umgengni uppl. í síma , Bogi og Sævar Uppstoppun. Tek til uppstoppunar dýr og fugla. Kristján Stefánsson. Laugarvegi 13, 560, Varmahlíð. Sími: Gefins Óska eftir að koma 2 1/2 árs sv/hv. border-labrador í sveit. Hann er vel upp alinn, hlýðinn, blíður, barngóður og vanur hestum og öðrum dýrum. Get ekki sinnt honum lengur vegna breyttra aðstæðna. Endilega hafið samband við Ernu í síma eða Besti bændavefurinn! Keppnin um besta bændavefinn stendur yfir. Þeir vefir sem skara fram úr fyrir besta innihald og framsetningu hljóta vegleg verðlaun. Er búið að skrá þinn vef? Nánari upplýsingar á vefnum bondi.is Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes Bændur Tek að mér rafbylgjumælingar og varnir í útihúsum og á heimilum. Leitið upplýsinga. Garðar Bergendal. Sími eða Bændablaðið kemur næst út 26. október. Hljómsveitin Traffic úr Borgarnesi Góð hljómsveit á góðu verði fyrir árshátíðina, þorrablótið eða aðrar skemmtanir. Spilum hvar sem er, hvenær sem er. Upplýsingar gefa Hafsteinn í síma eða Sigurþór í síma PS. Geymið auglýsinguna

31 Þriðjudagur 12. október Þráðlaust Internet Lausn fyrir landsbyggðina emax býður uppá þráðlausar tengingar við Internetið í Borgarfirði, Hrútafirði, Grímsnesi, við Vík í Mýrdal auk Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Tilvalin lausn fyrir bæði sveitaheimili og sumarhús. Hraðvirkt Internetsamband, sambærilegt við ADSL. Hagstætt verð. Innifalið í þjónustunni eru 2 netföng og svæði fyrir þína eigin heimasíðu. Dreifikerfi í stöðugri uppbyggingu Kynntu þér málið og hafðu samband í síma eða á Mannskapurinn, sem stóð að endurreisn á 122 vörðum frá Bólstað að Miklalæk, við húsið í Bjarnalækjabotnum. Vörðuvinafélagið hefur á stefnuskrá að endurreisa og viðhalda vörðum á Sprengisandsleið hinni fornu Félagið var stofnað 15. nóvember 2002 og eru félagar um 60. Tilgangur félagsins er að endurreisa og halda við vörðum á Sprengisandsleið hinni fornu sem liggur frá Skriðufelli í Þjórsárdal að Bólstað við Sóleyjarhöfðavað í Þjórsá. Alls eru vörðurnar 425 á þessari leið en þær reistu 3 garpar úr Bárðardal árið Einnig er á dagskrá félagsins að gera upp gamla leitarmannakofa á afrétti Gnúpverja. Bólstaðakofi sem var byggður 1892, Kjálkaverskofinn sem var byggður 1894 og Gljúfurleitarkofinn sem var byggður Búið er að endurbæta og gera upp gamla kofann í Hólaskógi en hann var byggður árið Nokkrar vinnuferðir hafa verið farnar og er búið að endurreisa og laga um 260 vörður, en skammturinn á ári er 100 vörður. Ætlunin er að klára verkið árið 2006 á 100 ára afmæli varðanna.eins er reynt að taka GPS punkta eða hnit á hverja vörðu þannig að þær verði örugglega til í framtíðinni! Eina félagsgjaldið er að hver hlaði 2 vörður á ári. Vörðurnar eru í misgóðu ásigkomulagi en vel hefur gengið að koma þeim upp úr jörðinni með járnkörlum og skóflum. Helgina október sl. fór góður mannskapur inn á Bólstað. Byrjað var á því að fara yfir á Sóleyjarhöfðavaði og í eyna og reisa við vörðuna sem er þar og síðan yfir eystri álinn í Þjórsá og endurreisa vörðuna sem þar er. Þá er komið að Holtamönnum að taka við, allavega inn að Fjórðungsskvísl, en Bárðdælingar taka við úr því og alla leið norður að Mýri í Bárðardal. Í stjórn félagsins eru: Sigrún Bjarnadóttir, Fossnesi, Ragnar Ingólfson, Heiðargerði og Páll Gunnlaugsson, Hamarsheiði....í góðu sambandi Þarftu að byggja, breyta eða bæta? Nýbyggingar Hönnun Tek að mér alla almenna hönnun og teiknivinnu Þekking og reynsla í hönnun mannvirkja til sveita Ívar Ragnarsson, byggingafræðingur og fyrrv. bóndi Hrafnagili II, 601 Akureyri Símar &

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Er fjárkláðinn úr sögunni?

Er fjárkláðinn úr sögunni? 8 Skógrækt þyrfti að þrefalda að mati Arnórs Snorrasonar 12 Er fjárkláðinn úr sögunni? 16 Viðtal við Ólaf M. Magnússon í Mjólku 10. tölublað 2007 Þriðjudagur 29. maí Blað nr. 261 Upplag 16.300 Alhvítt

Detaljer

Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda. 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag

Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda. 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag 4 Sauðfjárbændur bíða eftir kjötverði í sláturtíðinni 6-7 12-13 Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda Hamingjan er þar sem maður er, segir Jón Eiríksson 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27.

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf.

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. Miðvikudagur, 9. maí 2018 Ákvörðun nr. 14/2018 Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Samkeppniseftirlitinu barst bréf þann 27. mars 2018 þar sem tilkynnt var um kaup Basko ehf.

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni 978-9935-9275-1-4 2018 Rannsóknin var

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið, b.t. Vals Þráinssonar, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Reykjavík 11. mars 2016. Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST 17. FEBRÚAR 2012 STJÖRNUSMINKA GERIR ÞAÐ GOTT Í DUBAI FLOTTAR FYRIRMYNDIR YFIR FERTUGU SJÓNVARPSKOKKUR OG NÝBÖKUÐ MAMMA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST Á LEIÐINNI Í MARAÞON GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR

Detaljer

Álfasala SÁÁ maí

Álfasala SÁÁ maí 1. TÖLUBLAÐ - 14. ÁRGANGUR - MAÍ 2015 Álfasala SÁÁ 6.-10. maí - Þúsund sölumenn um land allt - bls. 3 Grímur Atlason: - drakk og ég fann ró - bls.4 Ásgerður Th. Björnsdóttir: - Söfnunarfé greiðir 20% af

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Kristján G. Jóhannsson SKIPSNAFNIÐ JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Í HÁLFA ÖLD Mars 2017 Ljósmynd á forsíðu: Júlíus Geirmundsson ÍS 270 (I) nýkominn til landsins í mars 1967. Ljósmynd: Jón A. Bjarnason Skipsnafnið

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga Persónukjör í sveitarstjórnarkosningum tjó i í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga FINNLAND Kosningarréttur - kjörgengi Kosningarréttur sambærilegur

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð Bók þessi er gefin út í 300 eintökum. Matthías Johannessen Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð ÁRVAKUR HF. Umdir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð

Detaljer

Skíma. Málgagn móðurmálskennara

Skíma. Málgagn móðurmálskennara Skíma Málgagn móðurmálskennara 1. tbl. 33. árgangur 2010 Viðtal við Heimi Pálsson Norsk sjónvarpsþáttaröð um kennara og skólastarf Íslenska á alþjóðavettvangi Norrænt samstarf Kynning á norrænum tímaritum

Detaljer

Býr til hátískufatnað úr súrri kúamjólk! Lægra hlutfall útgjalda á Íslandi fer til matvörukaupa en í ESB

Býr til hátískufatnað úr súrri kúamjólk! Lægra hlutfall útgjalda á Íslandi fer til matvörukaupa en í ESB 7 20-21 34 Dagur sauðkindarinnar Þar er íslenska kýrin í öndvegi Bærinn okkar Kolugil 19. tölublað 2011 Fimmtudagur 27. október Blað nr. 358 17. árg. Upplag 64.000 Þúsundir súpuskammta runnu út á kjötsúpudegi

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta

Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta 2/2000 Tímarit Tæknifélags mjólkuriðnaðarins 24. árgangur 1943 Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta Ruben Rausing, stofnandi Tetra Pak. Tetra 1952 Classic 1961 Tetra Therm Aseptic VTIS Tetra 1961 Classic

Detaljer

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 Hver er réttur barns til friðhelgi einkalífs? Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem einstaklingur, yngri

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

FERÐIR. Í kringum jörðina á 180 dögum 180 daga heimsreisa með skemmtiferða skipi stendur jarðarbúum til boða árið SÍÐA 2

FERÐIR. Í kringum jörðina á 180 dögum 180 daga heimsreisa með skemmtiferða skipi stendur jarðarbúum til boða árið SÍÐA 2 FERÐIR Í kringum jörðina á 180 dögum 180 daga heimsreisa með skemmtiferða skipi stendur jarðarbúum til boða árið 2015. SÍÐA 2 Gengið um þjóðgarða Fjölmargar óviðjafnanlegar gönguleiðir liggja um þjóðgarða

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Albert K. Imsland, Akvaplan-niva, Strandbúnaðarþing 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars Yfirlit erindis Lífsferill laxalúsar Hitastig og laxalús Laxalús

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Skýrsla um starf dbúnaðarsafns Íslands á árinu 2011

Skýrsla um starf dbúnaðarsafns Íslands á árinu 2011 Skýrsla um starf Land dbúnaðarsafns Íslands á árinu 2011 Inngangur: Á árinu 2011 var starf safnsins í hefðbundnu fari. Lítið eitt var unnið að undirbúningi framtíðarmiðstöðvar þess í Halldórsfjósi. Það

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir Sjáðu hvað ég fann Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól Kolbrun Vigfúsdóttir 2014 Sjáðu hvað ég fann: Þróun málörvunar og íslenskukennslu í útinámi Reykjavík í júlí 2014 Kolbrún Vigfúsdóttir 2 Sjáðu

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Öryrkjabandalags Íslands

Öryrkjabandalags Íslands Öryrkjabandalags Íslands Efnisyfirlit Afmæliskveðja frá forseta Íslands 3 Ávarp formanns Öryrkjabandalags Íslands 4 Það er klár vilji minn að vel verði búið að öryrkjum Viðtal við Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra

Detaljer

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ Leikskólinn Pálmholt Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts 2016 2017 unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ 1 Inngangur Námskrá leikskóla leggur línur um inntak, starfshætti

Detaljer

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag júlímánaðar, var hið 17. löggjafarþing, en hið 3. aukaþing sett í Reykjavík. Fyrat söfnuðust alþingismenn, ásamt landshöfðingja Magnúsi Stephensen, saman í alþingishúsinu,

Detaljer

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS YFIRLIT UM HÁLFRAR ALDAR STARF Samið hefir GUÐNI JÓNSSON prófessor REYKJAVÍK HÁSKÓLI ÍSLANDS PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR 1961 Efnisyfirlit Formáli..........................................

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

Til aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands.

Til aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands. Seltjarnarnesi, 17. maí 2006. Til aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands. Föstudaginn 28. apríl síðastliðinn barst mér eftirfarandi bréf frá Ástráði Haraldssyni, lögfræðingi: Þetta bréf er ritað fyrir hönd

Detaljer

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun Vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísun Greinargerð um landfræðilegar merkingar á vegum Samtaka mjólkur - og kjötframleiðenda og Samtaka iðnaðarins Júní 2012 - Samantekt: Einar Karl Haraldsson Efnisyfirlit

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010 -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Rannveig Júníusdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ása Ólafsdóttir, lektor september

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1107 679. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). (Lagt fyrir Alþingi

Detaljer

Ábúðarjarðir í ríkiseigu

Ábúðarjarðir í ríkiseigu Skýrsla nr. C17:03 Ábúðarjarðir í ríkiseigu júlí 2017 1 HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-5284 Heimasíða: www.hhi.hi.is Tölvufang: ioes@hi.is Skýrsla

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka?

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson

Detaljer

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir Lokaverkefni til B.A. -prófs Upplýsingatækni Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum Soffía Lárusdóttir 110360 2829 Kennaraháskóli Íslands Þroskaþjálfabraut Maí 2008 Ágrip Í þessu

Detaljer

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. BA-ritgerð í lögfræði 33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. Jóhann Þorvarðarson Leiðbeinandi: Unnur E. Sveinsdóttir Apríl 2014 BA-ritgerð í lögfræði

Detaljer

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo Kynningarblað Loftbóludekk, heilsársdekk, Evrópumerkingar og endurvinnsla. Meira grip án nagla Andaðu léttar með harðskeljadekkjum frá Toyo Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin.

Detaljer

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. Í vinnslu 15. febrúar 2016 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 5. júní 2018 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga,

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið Efnisyfirlit dk grunnur - námskeiðið... 2 Flýtileiðir í dk... 3 Uppflettingar... 6 Skýrslur... 8 Gluggar... 10 Stofnupplýsingar fyrirtækis... 11 Almennar stillingar...

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer