Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi"

Transkript

1 Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars

2 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat Berklar (Tuberculosis Mycobacterium bovis) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Blátunga (Bluetongue Reoviridae Orbivirus BTV) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Blæðingasótt (Epizootic haemorrhagic disease - Reoviridae Orbivirus EHDV) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Fósturlát í kúm (Trichomonosis Tritrichomonas foetus) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Garnaveiki (Paratuberculosis Mycobacterium avium paratuberculosis) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Gin- og klaufaveiki (Foot and mouth disease Picornaviridae Aphtovirus FMDV) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Gulusótt (Leptospirosis - Leptospira spp) Staða á Íslandi Líkur á að djúpfryst sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi

3 7.5. Mat á áhættu Hundaæði (Rabies Rahbdoviridae Lyssavirus) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Illkynja brjósthimnubólga (Contagious bovine pleuropneumonia Mycoplasma mycoides subsp mycoides - cattle strain) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Kampýlobaktersýking í æxlunarfærum nautgripa (Bovine genital campylobacteriosis - Campylobacter fetus subsp venerealis) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Munnblöðrubólga (Vesicular stomatitis Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Q-hitasótt (Q-fever Coxiella burnetii) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Smitandi barkabólga (Infectious bovine rhinotracheitis/ infectious pustular vulvovaginitis/ infectious balanoposthitis Herpesviridae Varicellovirus BoHV-1) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Smitandi fósturlát (Brucellosis - Brucella abortus) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Smitandi hvítblæði (Enzootic bovine leucosis Retroviridae Deltaretrovirus BLV) Staða á Íslandi

4 15.2. Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Smitandi slímhúðarpest (Bovine viral diarrhoea/mucosal disease Flaviviridae Pestivirus BVDV1) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu...24 IV. Samantekt á niðurstöðum V. Lokaorð Heimildir...25 Viðauki I. FOR Viðauki II. Vottorð sem fylgir innflutningi og útflutningi á nautasæði innan EES...42 Viðauki III. Útbreiðsla sjúkdóma í heiminum, samkvæmt tilkynningum til OIE...45 Viðauki IV. Upplýsingar frá Mattilsynet í Noregi

5 Inngangur Þetta áhættumat er unnið að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og tekur til innflutnings á djúpfrystu sæði úr nautum frá félaginu Geno Global Ltd í Noregi. Í skýrslunni eru fyrst tilgreind þau smitefni sem helst er talin hætta á að berist með sæði, því næst er mat lagt á líkur á því að þau séu í sæði frá Geno Global Ltd í Noregi, síðan er gerð grein fyrir mögulegum afleiðingum þess að smitefnin bærust hingað til lands með sæði og að lokum er áhættan af innflutningnum metin. Naumur tími var gefinn fyrir gerð þessa áhættumats og því ekki mögulegt að vinna það jafn nákvæmlega og æskilegt hefði verið. Til að nýta tímann sem best var ákveðið að styðjast við áhættugreiningar sem gerðar hafa verið af öðrum, m.a. Áströlum og Ný-Sjálendingum. Þessa er getið í textanum þegar við á og hafa verður í huga að um annars stigs heimildir er því oft að ræða. I. Forsendur Við gerð þessa áhættumats var gengið út frá að Geno Global Ltd í Noregi uppfylli öll skilyrði þeirra reglugerða sem um starfsemina gilda, hafi fullgilt leyfi og að engar athugasemdir hafi verið gerðar við eftirlit um atriði sem tengjast smitvörnum. Upplýsingar frá Mattilsynet í Noregi er að finna í viðauka IV. Þar segir að starfsemi Geno Global Ltd hafi leyfi til söfnunar og geymslu nautgripasæðis sem ætlað er til verslunar með innan ESB, í samræmi við tilskipun 88/407/EEC. Jafnframt kemur fram hvaða athugasemdir hafa verið gerðar við eftirlit í fyrirtækinu á árunum Þau frávik sem athugasemdirnar varða eru ekki þess eðlis að líklegt sé að þau auki smithættu að neinu verulegu marki. Um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi gildir m.a. reglugerð nr , sem fjallar um skilyrði hvað varðar dýraheilbrigði fyrir framleiðslu, geymslu, inn- og útflutning á nautgripasæði, sjá viðauka I. Samkvæmt 7. grein reglugerðarinnar eiga öll dýr sem tekin eru inn á sæðisstöðvar að vera a.m.k. 28 daga í einangrun í rými sem viðurkennt er til notkunar í þessum tilgangi. Í rýminu skulu aðeins vera klaufdýr með sömu eða betri heilbrigðisstöðu. Í 8. grein reglugerðarinnar segir að á 28 daga tímabili áður en dýrin eru tekin inn í einangrunarrýmið skuli gera eftirtalin próf á þeim og að smit hafi ekki greinst í þeim (það síðastnefnda á ekki við um BVD): 1) Húðpróf m.t.t. nautaberkla (bovine tuberculosis). 2) Sermispróf m.t.t. smitandi fósturláts (Brucella abortus). 3) Sermispróf m.t.t. smitandi hvítblæði (enzootic leucosis). 4) Sermispróf m.t.t. smitandi barkabólgu/fósturláti (IBR/IPV). 5) Veirueinangrun eða mótefnisvakapróf, ásamt mótefnisprófi m.t.t. smitandi slímhúðarpest (BVD/MD). Á einangrunartímabilinu skulu gerð eftirtalin próf á dýrunum samkvæmt 9. grein: 1) Sermispróf m.t.t. smitandi fósturláts (Brucella abortus). 2) Sermispróf (heilveiru) m.t.t. smitandi barkabólgu/fósturláti (IBR/IPV). 3) Veirueinangrun eða mótefnisvakapróf, ásamt mótefnisprófi m.t.t. smitandi slímhúðarpestar (BVD/MD). 4

6 4) Próf m.t.t. Campylobacter fetus subsp. venerealis. 5) Próf m.t.t. Tritrichomonas foetus. Eftirtalin próf skulu gerð á dýrunum a.m.k. einu sinni á ári samkvæmt 11. grein: 1) Húðpróf m.t.t. nautaberkla (bovine tuberculosis). 2) Sermispróf m.t.t. smitandi fósturláts (Brucella abortus). 3) Sermispróf m.t.t. smitandi hvítblæðis (enzootic leucosis). 4) Sermispróf (mótefnamæling) m.t.t. smitandi slímhúðarpestar (BVD/MD). 5) Sermispróf (heilveiru) m.t.t. smitandi barkabólgu/fósturláts (IBR/IPV). 6) Próf m.t.t. Campylobacter fetus subsp. venerealis. 7) Próf m.t.t. Tritrichomonas foetus á grundvelli forhúðarskolssýnis. Í 12. grein reglugerðarinnar eru m.a. ákvæði um íblöndun sýklalyfja í sæðið til að hindra vöxt baktería. Sæði sem á að flytja út til landa á Evrópska efnahagssvæðinu skal vera búið að þynna og skal innihalda að lágmarki 500 IE af streptomycini pr. ml, 500 IE af penicillini pr. ml, 150 µg lincomycin pr. ml og 300 µg spectinomycin pr. ml eða aðra sýklalyfjablöndu sem hefur jafngilda virkni gegn Campylobacter, Leptospira og Mycoplasma. Í 12. grein er einnig ákvæði um að naut sem sæði er tekið úr skal vera haldið á sæðingarstöðinni þrjá mánuði fyrir úttöku sæðisins og 30 daga eftir sæðisúttökuna. Jafnframt segir að sæði skuli geymt í a.m.k. 30 daga áður en því er dreift. Í 3. kafla reglugerðarinnar eru ákvæði um skilyrði fyrir inn- og útflutningi á nautasæði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þar á meðal um hvernig vottorð skuli fylgja útflutningi. Í útflutningsvottorði sem undirritað er af opinberum dýralækni kemur m.a. fram að nautastöðin sem sæðið kemur frá sé laus við hundaæði (rabies), berkla (tuberculosis), smitandi fósturlát (Brucellosis), miltisbrand (anthrax) og illkynja brjósthimnubólgu (contagious bovine pleuropneumonia) 30 daga fyrir sæðistöku og 30 daga eftir. Reglugerð FOR er að finna í heild sinni í viðauka I með þessari skýrslu. II. Hættugreining Í þessum kafla eru tilgreind smitefni (hættur) sem geta borist með nautasæði og valdið óæskilegum áhrifum eða skaða. Þar sem tíminn sem gefinn var fyrir þetta áhættumat var naumur var ákveðið að styðjast við hættugreiningar sem gerðar hafa verið af öðrum, þ.e. Import risk analysis report on the importation of bovine semen and embryos from Argentina and Brazil into Australia (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999), Import risk analysis: Cattle germplasm from all countries (MAF Biosecurity New Zealand, 2009) og Assessment of the risks to Norway in association with increased international trade in animals and animal products: Hazard identification (Paisly). Eftir skoðun á þessum skýrslum var álitið mikilvægast að meta áhættuna af eftirtöldum 17 smitefnum. 1. Berklar (Tuberculosis Mycobacterium bovis) 2. Blátunga (Bluetongue Reoviridae Orbivirus BTV) 3. Blæðingasótt (Epizootic haemorrhagic disease - Reoviridae Orbivirus EHDV) 4. Fósturlát í kúm (Trichomonosis - Tritrichomonas foetus) 5. Garnaveiki (Paratuberculosis Mycobacterium avium paratuberculosis) 6. Gin- og klaufaveiki (Foot and mouth disease Picornaviridae Aphtovirus FMDV) 7. Gulusótt (Leptospirosis - Leptospira spp) 5

7 8. Hundaæði (Rabies Rahbdoviridae Lyssavirus) 9. Illkynja brjósthimnubólga (Contagious bovine pleuropneumonia Mycoplasma mycoides subsp mycoides - cattle strain) 10. Kampýlobaktersýking í æxlunarfærum nautgripa (Bovine genital campylobacteriosis - Campylobacter fetus subsp venerealis) 11. Munnblöðrubólga (Vesicular stomatitis Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) 12. Q-hitasótt (Q-fever Coxiella burnetii) 13. Smitandi barkabólga (Infectious bovine rhinotracheitis/ infectious pustular vulvovaginitis/ infectious balaoposthitis Herpesviridae Varicellovirus BoHV-1) 14. Smitandi fósturlát (Brucellosis - Brucella abortus) 15. Smitandi hvítblæði (Enzootic bovine leucosis Retroviridae Deltaretrovirus BLV) 16. Smitandi slímhúðarpest (Bovine viral diarrhoea/mucosal disease Flaviviridae Pestivirus BVDV1) Hafa ber í huga að þetta er aðeins brot af þeim smitefnum sem geta borist með sæði. 1. Berklar (Tuberculosis Mycobacterium bovis) Mycobacterium bovis getur borist í sæði hjá sýktum nautum bæði með með blóði og úr berklahnútum ef þá er að finna í forhúð. (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). 2. Blátunga (Bluetongue Reoviridae Orbivirus BTV) Blátunguveirur getur verið að finna í sæði sýktra nauta (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 3. Blæðingasótt (Epizootic haemorrhagic disease - Reoviridae Orbivirus EHDV) Veiran sem veldur blæðingasótt er náskyld blátunguveirunni og er því líklegt að hún geti verið til staðar í sæði sýktra nauta eins og þekkt er með blátungu (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 4. Fósturlát í kúm (Trichomonosis - Tritrichomonas foetus) Helstu smitleiðir Tritrichomonas foetus eru við náttúrulega pörun og með sæðingum (Felleisen, 1999). 5. Garnaveiki (Paratuberculosis Mycobacterium avium paratuberculosis) Mycobacterium paratuberculosis hefur fundist í eistum, blöðruhálskirtli og öðrum hlutum æxlunarfæra nauta sem og sæði úr sýktum nautum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 6. Gin- og klaufaveiki (Foot and mouth disease Picornaviridae Aphtovirus FMDV) Gin- og klaufaveikiveiran getur verið í sæði úr sýktum dýrum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 6

8 7. Gulusótt (Leptospirosis - Leptospira spp) Leptospira getur verið að finna í sæði sýktra nauta og getur lifað af í frosnu sæði (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 8. Hundaæði (Rabies Rahbdoviridae Lyssavirus) Ekki er vitað til þess að veiran sem veldur hundaæði hafi fundist í sæði nautgripa en þekkt er að veiran getur borist til ýmissa líkamshluta og því er ekki útilokað að hún gæti einnig borist í sæði. Hundaæðisveirur geta viðhaldið virkni sinni í frosnu blóðsermi og því ekki útilokað að það sama gildi um sæði (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 9. Illkynja brjósthimnubólga (Contagious bovine pleuropneumonia Mycoplasma mycoides subsp mycoides - cattle strain) Ekki er vitað til að illkynja brjósthimnubólga hafi borist með sæðingum en Mycoplasma mycoides mycoides hefur fundist í sæði sýktra nauta (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). 10. Kampýlobaktersýking í æxlunarfærum nautgripa (Bovine genital campylobacteriosis - Campylobacter fetus subsp venerealis) Campylobacter fetus berst milli dýra við náttúrulega pörun og með sæðingum. Einnig getur smit borist í dýr á annan hátt, m.a. með tækjum og undirburði (Merck Veterinary Manual, 2011). 11. Munnblöðrubólga (Vesicular stomatitis Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) Ekki hefur verið sýnt fram á að veiran sem veldur munnblöðrubólgu finnist í sæði sýktra dýra en möguleiki er á að veiran berist í sæðið utanfrá við töku og meðhöndlun þar sem sýkingin er til staðar (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 12. Q-hitasótt (Q-fever Coxiella burnetii) Coxiella hefur fundist í sæði úr sýktum dýrum (MAF Biosecurity New Zealand, 2009) og því ekki hægt að útiloka að hún berist með djúpfrystu sæði. 13. Smitandi barkabólga (Infectious bovine rhinotracheitis/ infectious pustular vulvovaginitis/ infectious balaoposthitis Herpesviridae Varicellovirus BoHV-1) Bovine herpesvirus 1 (BHV-1) sem veldur smitandi barkabólgu getur verið að finna í sæði sýktra nauta (MAF Biosecurity New Zealand, 2009) og er ein af algengustu veirum sem finnst í nautasæði (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 14. Smitandi fósturlát (Brucellosis - Brucella abortus) Brucella abortus getur verið að finna í sæði úr sýktum nautum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 7

9 15. Smitandi hvítblæði (Enzootic bovine leucosis Retroviridae Deltaretrovirus BLV) Veiruna sem veldur smitandi hvítblæði getur verið að finna í sæði úr sýktum nautum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 16. Smitandi slímhúðarpest (Bovine viral diarrhoea/mucosal disease Flaviviridae Pestivirus BVDV1) Veiruna sem veldur smitandi slímhúðarpest getur verið að finna í sæði sýktra nauta (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). III. Áhættumat Í þessum kafla eru líkur á því að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi metnar út frá því hvort sjúkdómurinn er tilkynningarskyldur í Noregi, hvort hann hafi greinst í Noregi, hvort hann sé til staðar og hvaða reglur gilda um sýnatökur og eftirlit í landinu og hjá Geno Global Ltd. Gengið er út frá því að starfsemi Geno Global Ltd og eftirlit með fyrirtækinu sé í samræmi við ákvæði gildandi reglugerða. Jafnframt eru í þessum kafla metnar líkur á að smitið breiddist út hér á landi ef það bærist með sæði til landsins, á grundvelli eðlis smitefnisins. Því næst er lagt mat á afleiðingar sjúkdómsins út frá eðli hans og þeim aðgerðum sem líklegt er að gripið yrði til. Að lokum er dregin ályktun um áhættuna af innflutningnum og hvort taka þurfi tillit til hennar við veitingu leyfis til innflutnings. 1. Berklar (Tuberculosis Mycobacterium bovis) 1.1. Staða á Íslandi Nautgripaberklar er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur ekki greinst á Íslandi síðan Við heilbrigðisskoðun á sláturhúsum er leitað að berklahnútum í líffærum Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Nautgripaberklar er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Berklar voru algengir í nautgripum í Noregi í upphafi síðustu aldar en árið 1963 var því lýst yfir að þeim hafi verið útrýmt. Reglubundin leit að berklum í nautgripum er framkvæmd í norskum sláturhúsum (Veterinærinstituttet, 2012). Samkvæmt upplýsingum í tilkynningakerfi Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) greindust berklar í nautgripum í Noregi síðast árið 1986 (WAHID Interface Animal Health Information). Útbreiðslu smitsins í heiminum samkvæmt tilkynningum til OIE má sjá í viðauka III. Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. Mycobacterium bovis, áður en þau eru tekin inn í einangrun og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Eitt af því sem vottað er af opinberum dýralækni við útflutning á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er að berklar hafi ekki greinst í gripum á nautastöðinni, á tímabilinu frá 30 dögum fyrir sæðistöku til 30 daga eftir, sjá vottorð sem fylgja skal sæði frá stöðinni í viðauka II. 8

10 Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að nautgripaberklabakteríur sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Mycobacterium bovis getur lifað í frosnu sæði og kýr sem sæddar eru með sæði sem inniheldur Mycobacterium bovis geta smitast (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Berklar eru ekki bráðsmitandi sjúkdómur en þar sem smitið getur leynst í langan tíma án þess að fram komi klínisk einkenni geta sýkt dýr verið búin að smita mörg önnur áður en sýkingin uppgötvast. Það má því ætla að nokkrar líkur séu á að berklasmit breiðist út berist berklabakterían með sæði til landsins Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Nautgripaberklar er alvarlegur sjúkdómur. Meðhöndlun á smituðum nautgripum er erfið og óhagkvæm. Smit getur borist í önnur dýr og fólk. Í mörgum löndum er keppst við að útrýma nautgripaberklum eða halda smitinu í skefjum. Tilkostnaður við það er mjög mikill. Í viðskiptum milli landa með lifandi nautgripi og afurðir þeirra er krafist vottorðs um að nautgripaberklabakteríur séu ekki til staðar í því sem verslað er með. Slíkt vottorð þarf að byggja á eftirliti og sýnatökum í samræmi við reglur Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE). Í ljósi þessa má álykta að afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi væru miklar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að berklabakteríur berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 2. Blátunga (Bluetongue Reoviridae Orbivirus BTV) 2.1. Staða á Íslandi Blátunga er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Smit berst milli dýra með smámýi. Engin sértæk vöktun er vegna blátungu né smitberans hér á landi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Blátunga er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Útbreiðslu smitsins í heiminum samkvæmt tilkynningum til OIE má sjá í viðauka III. Árið 2009 greindist blátunga á fjórum bæjum í Noregi. Gripið var til aðgerða til að hindra smitdreifingu, m.a. með ströngum takmörkunum á flutningi nautgripa í suðurhluta Noregs. Jafnframt var framkvæmd umfangsmikil sýnataka. Í apríl árið 2011 var því lýst yfir að Noregur væri laus við blátungu (Mattilsynet, 2012). Samkvæmt upplýsingum í tilkynningakerfi Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) greindist blátunga í nautgripum í Noregi síðast árið 2010 (WAHID Interface Animal Health Information). Í Noregi er í gildi skipulag um fyrirbyggjandi aðgerðir, eftirlit og viðbrögð við blátungu (Mattilsynet, 2011). Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að blátunguveirur sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi. 9

11 2.3. Líkur á að smit breiðist út hér á landi Kýr sem sæddar eru með sæði sem inniheldur blátunguveirur geta sýkst (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) en blátunguveirur berast annars aðeins milli dýra með mýflugum af tegundinni Culicoides. Að því best er vitað lifir sú tegund ekki hér á landi. Það eru því hverfandi líkur á að smitið breiðist út jafnvel þótt veiran bærist með sæði í kýr hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Blátunguveiran veldur sýkingum í nautgripum og sauðfé. Hún veldur oft alvarlegri einkennum í sauðfé. Afleiðingar útbreiðslu sjúkdómsins væru miklar Mat á áhættu Í ljósi þess að smitberi blátunguveirunnar lifir ekki hér á landi fylgir lítil áhætta innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi hvað blátungu varðar. 3. Blæðingasótt (Epizootic haemorrhagic disease - Reoviridae Orbivirus EHDV) 3.1. Staða á Íslandi Blæðingasótt er veirusjúkdómur sem hefur aldrei greinst á Íslandi og er því tilkynningarskyld samkvæmt 5. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994, sem áður óþekktur sjúkdómur. Sjúkdómurinn er ekki tilgreindur í gildandi lista yfir tilkynningarskylda sjúkdóma og hefur því ekki verið settur í A, B eða C flokk. Smit berst milli dýra með smámýi. Engin sértæk vöktun er vegna blæðingasóttar né smitberans hér á landi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Blæðingasótt er tilkynningarskyldur sjúkdómur hjá OIE. Blæðingasótt hefur aldrei greinst í Noregi né í flestum öðrum löndum í Evrópu samkvæmt upplýsingum frá OIE (WAHID Interface Animal Health Information). Útbreiðslu smitsins í heiminum samkvæmt tilkynningum til OIE má sjá í viðauka III. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að veirur sem valda blæðingasótt sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Líklegt er að kýr sem sæddar eru með sæði sem inniheldur blæðingarsóttarveiruna geti smitast, eins og þekkt er með blátunguveiruna (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) en blæðingasóttarveiran berst annars milli dýra með mýflugum af tegundinni Culicoides. Að því best er vitað lifir sú tegund ekki hér á landi. Það eru því hverfandi líkur á að smitið breiðist út jafnvel þótt veiran bærist með sæði í kýr hér á landi. 10

12 3.4. Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Blæðingasótt er upprunalega sjúkdómur í hjartardýrum en hefur í auknu mæli verið að breiðast út í nautgripum. Afleiðingar útbreiðslu sjúkdómsins væru miklar Mat á áhættu Í ljósi þess að smitberi blæðingasóttar lifir ekki hér á landi og sjúkdómurinn hefur aldrei greinst í Noregi fylgir lítil áhætta innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi hvað blæðingasótt varðar. 4. Fósturlát í kúm (Trichomonosis Tritrichomonas foetus) 4.1. Staða á Íslandi Fósturlát í kúm af völdum frumdýrsins Tritrichomonas foetus er tilkynningarskyldur sjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Fósturlát í kúm er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi og hjá OIE. Samkvæmt upplýsingum í tilkynningakerfi OIE greindist Tritrichomonas foetus síðast í villtum dýrum í Noregi árið 2010 en hefur aldrei greinst í húsdýrum (WAHID Interface Animal Health Information). Smitefnið er lítið útbreitt í norðurhluta Evrópu samkvæmt tilkynningum til OIE, sjá útbreiðslukort í III. Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. Tritrichomonas foetus, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Tritrichomonas foetus sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Berist Tritrichomonas foetus með sæðinu geta kýrnar sem sæddar eru smitast. Langur tími getur liðið áður en smitið uppgötvast þar sem einkenni geta verið óljós. Ef naut er notað á sýkta kú eru töluverðar líkur á að það smitist og getur svo borið smitið í aðrar kýr. Það má því ætla að nokkrar líkur séu á að smit breiðist út ef Tritrichomonas foetus berst með sæði til landsins Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Tritrichomonas foetus veldur fósturláti og öðrum frjósemisvandamálum. Sjúkdómurinn er skráður sem B-sjúkdómur í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993. Aðgerðir til útrýmingar smitinu gætu reynst kostnaðarsamar. Leita þarf að smituðum gripum með sýnatökum þar sem oft eru einkenni óljós eða engin. Kostnaður vegna sjúkdómsins gæti verið umtalsverður. 11

13 4.5. Mat á áhættu Nokkur áhætta fylgir innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi hvað Tritrichomonas foetus varðar og ekki er hægt að líta framhjá áhættunni þar sem afleiðingarnar væru nokkuð alvarlegar ef sjúkdómurinn breiddist út. 5. Garnaveiki (Paratuberculosis Mycobacterium avium paratuberculosis) 5.1. Staða á Íslandi Garnaveiki er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Aðeins sauðfjárgerð bakteríunnar hefur fundist hér á landi, ekki nautgripagerð hennar. Við heilbrigðisskoðun á sláturhúsum er leitað að breytingum í görnum sem gætu bent til garnaveiki og grunsamlegar garnir rannsakaðar nánar með vefjaskoðun. Blóðsýni eru tekin á nautgripabúum þegar flytja á nautgripi milli varnarhólfa Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Mycobacterium avium paratuberculosis hefur fundist í æxlunarfærum og sæði sýktra nauta (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Garnaveiki er útbreidd um allan heim, sjá útbreiðslukort OIE í viðauka III. Garnaveiki er landlæg í Noregi. Algengi er töluvert í geitum en mjög lágt í nautgripum og sauðfé (Veterinærinstituttet, 2011). Í Noregi er í gildi skipulag um fyrirbyggjandi aðgerðir, eftirlit og viðbrögð þar sem m.a. eru ákvæði um reglubundnar sýnatökur (Mattilsynet, 1998). Eftirlit með garnaveiki er ýmsum erfiðleikum háð, m.a. vegna þess að mörg ár líða frá því dýr smitast þar til einkenni koma fram og einkenni geta verið mjög óljós. Jafnframt felst vandinn í því að erfitt er að rækta bakteríuna og sermispróf er mjög lítið næm, sem þýðir að mörg sýni sem mælast neikvæð geta í raun verið jákvæð. Í skýrslu sérfræðinganefndar EFSA um heilbrigði og velferð dýra um líkur á dreifingu garnaveikibaktería með nautasæði, segir m.a. að við val á nautum inn á nautastöð skuli aðeins líta til nauta undan kúm sem hafa reynst neikvæðar í garnaveikiprófi og úr hjörðum með lága tíðni miðað við niðurstöður garnaveikiprófs. Nautin skulu prófuð við mánaða aldur en neikvæð niðurstaða úr því getur ekki talist nægilega örugg til að byggja valið á. Sýni skulu því tekin aftur við 4 ára aldur (EFSA panel on animal health and welfare, 2004). Samkvæmt upplýsingum frá Mattilsynet í Noregi eru sýni tekin til rannsóknar á garnaveiki, úr nautum hjá Geno Global Ltd í Noregi í hvert sinn sem þau eru flutt milli mismunandi hluta stöðvarinnar. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að garnaveikibakteríur sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Tilraunir hafa sýnt að ólíklegt er að smit berist í kýr þótt þær séu sæddar með sæði sem inniheldur garnaveikibakteríuna en bakterían hefur þó fundist í fóstri (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Garnaveikismit getur leynst í langan tíma án þess að fram komi klínisk einkenni og því geta sýkt dýr verið búin að smita mörg önnur áður en sýkingin uppgötvast. Það má því ætla að nokkrar líkur séu á að garnaveikismit breiðist út berist bakterían til landsins og nái að sýkja kýr. 12

14 5.4. Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Nautgripaafbrigði garnaveikibakteríunnar hefur ekki fundist hér á landi aðeins sauðfjárgerðin. Garnaveiki veldur umtalsverðum búsifjum og er mjög erfitt að uppræta. Aðgerðir til útrýmingar smitinu í sauðfé hefur staðið yfir í meira en 60 ár og tilkostnaður hefur verið mikill. Það væri því verulega alvarlegt ef nautgripaafbrigði bakteríunnar breiddist út hér á landi Mat á áhættu Litlar líkur eru á að garnaveikibakteríur berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og því ekki hægt að líta framhjá henni. 6. Gin- og klaufaveiki (Foot and mouth disease Picornaviridae Aphtovirus FMDV) 6.1. Staða á Íslandi Gin- og klaufaveiki er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi þar sem sjúkdómseinkenni koma fljótt fram og eru oftast tiltölulega skýr Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Gin- og klaufaveiki er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Veikin finnst mjög víða í heiminum en í Evrópu er hún aðeins landlæg í Tyrklandi, sjá útbreiðslukort OIE í viðauka III. Í Bretlandi geisaði mikill faraldur árið Veikin barst þá einnig til Hollands, Frakklands og Írlands (Veterinærinstituttet, 2012). Samkvæmt upplýsingum í tilkynningakerfi Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) greindist gin- og klaufaveiki í Noregi síðast árið 1952 (WAHID Interface Animal Health Information). Sérstök áætlun er í gildi um aðgerðir gegn gin- og klaufaveiki í Noregi ( (Mattilsynet, 2005) og í gegnum EES samninginn eru Norðmenn skuldbundnir að fara eftir reglum Evrópusambandsins um gin- og klaufaveiki, m.a. Council Directive 2003/85/EC on Community measures for the control of foot and mouth disease. Um er að ræða strangar reglur um eftirlit, varnir og viðbrögð. Meðgöngutími gin- og klaufaveiki er 2-14 dagar en þegar einkenni koma fram eru þau oftast nokkuð augljós. Sjúkdómurinn er mjög smitandi þannig að einkenni koma fram á mörgum dýrum samtímis. Ef sjúkdómurinn kæmi upp á nautastöð á borð við Geno Global Ltd eru góðar líkur á að smitið uppgötvist fljótt. Samkvæmt 12. grein reglugerðarinnar sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi (FOR ) skulu naut sem sæði er tekið úr vera á sæðingarstöðinni í þrjá mánuði fyrir úttöku sæðisins og 30 daga eftir sæðisúttökuna. Jafnframt segir að sæði skuli geymt í a.m.k. 30 daga áður en því er dreift. Innan þessa tíma eru miklar líkur á að smitið væri komið fram og dreifing stöðvuð. Eitt af því sem vottað er af opinberum dýralækni við útflutning á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er að gin- og klaufaveiki hafi ekki greinst í landinu síðastliðna 12 mánuði. 13

15 Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að gin- og klaufaveikiveirur sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Kýr sem sæddar eru með sæði sem inniheldur gin- og klaufaveikibakteríuna geta smitast (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Gin- og klaufaveiki er bráðsmitandi sjúkdómur og því miklar líkur eru á að hann breiðist út ef veiran berst til landsins og gripur sýkist Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Gin- og klaufaveiki er alvarlegur bráðsmitandi sjúkdómur og afleiðingar útbreiðslu smits gætu orðið mjög alvarlegar, m.a. þyrfti að lóga öllum gripum á þeim búum sem smit kæmi upp á Mat á áhættu Litlar líkur eru á að gin- og klaufaveiki berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið mjög alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 7. Gulusótt (Leptospirosis - Leptospira spp) 7.1. Staða á Íslandi Gulusótt er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Stök tilfelli af sjúkdómnum hafa greinst í svínum á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi Líkur á að djúpfryst sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Gulusótt er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi. Smitið er útbreitt í heiminum, sjá útbreiðslukort OIE í viðauka III. Samkvæmt 12. gr. reglugerðarinnar sem gildir í Noregi um starfsemi Geno Global Ltd (FOR ) skal blanda sýklalyfjum í sæðið sem hafa virkni gegn Campylobacter, Leptospira og Mycoplasma. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Leptospira sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Kýr sem sæddar eru með sæði úr sýktum nautum geta smitast af Leptospira (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Sýkingin getur verið einkennalaus. Nokkrar líkur eru því á að smit breiðist út án þess að nokkur verði var við í langan tíma. 14

16 7.4. Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Leptopira getur valdið ýmis konar frjósemisvandamálum hjá kúm m.a. fósturláti og dauðfæddum kálfum. Leptospira getur smitað margar dýrategundir og fólk. Í fólki eru einkenni oftast væg en sýkingin getur valdið heilahimnubólgu og truflun á starfsemi lifrar og nýrna (Veterinærinstituttet, 2012). Meðhöndlun með ákveðnum tegundum af sýklalyfjum er möguleg og einnig er mögulegt að bólusetja gegn sýkingunni (Merck Veterinary Manual, 2012). Ljóst er að sýking með Leptospira gæti valdið tjóni vegna frjósemisvandamála og haft í för með sér töluverðan kostnað vegna meðhöndlunar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að Leptospira berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið töluverðar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 8. Hundaæði (Rabies Rahbdoviridae Lyssavirus) 8.1. Staða á Íslandi Hundaæði er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi þar sem sjúkdómseinkenni koma fljótt fram og eru oftast tiltölulega skýr Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Hundaæði er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Í löndum Norður- og Vestur-Evrópu eru hundaæðitilfelli mjög sjaldgæf, sjá útbreiðslukort OIE í viðauka III. Sjúkdómurinn hefur ekki greinst í Noregi nema í refum á Svalbarða (Mattilsynet, 2013). Eitt af því sem vottað er af opinberum dýralækni við útflutning á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er að hundaæði hafi ekki greinst í gripum á nautastöðinni, á tímabilinu frá 30 dögum fyrir sæðistöku til 30 daga eftir, sjá vottorð sem fylgja skal sæði frá stöðinni í viðauka II. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að hundaæðiveirur sé að finna í sæði í nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Nautgripir eru mjög næmir fyrir hundaæðismiti Ekki er hægt að útiloka að kýr sem sædd væri með sæði sem inniheldur hundaæðiveirur myndi sýkjast. Meðgöngutími sýkingarinnar er venjulega fjórar til átta vikur en getur þó verið mun lengri, allt að 6 mánuðum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Algengast er að smit berist milli dýra með munnvatni í tengslum við bit en það getur líka borist með munnvatni í gegnum sár og jafnvel heila slímhúð (Merck Veterinary Manual, 2011) Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Hundaæði er mjög alvarlegur sjúkdómur sem getur borist í margar dýrategundir og fólk. Flest lönd leggja mikið kapp á að halda sjúkdómnum í skefjum og útrýma honum ef mögulegt er. Til mikils er að 15

17 vinna í viðskiptalegu tilliti að koma í veg fyrir að hundaæði berist til landsins. Það væri því mjög alvarlegt ef hundaæðismit breiddist út Mat á áhættu Miklar líkur eru á að hundaæðismit myndi uppgötvast áður en notkun á sæði kæmi til ef nautastöð Geno Global Ltd í Noregi uppfyllir öll skilyrði þeirra reglugerða sem um hana gilda. Það má því álykta að litlar líkur séu á að hundaæðiveirur berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist hingað til lands gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 9. Illkynja brjósthimnubólga (Contagious bovine pleuropneumonia Mycoplasma mycoides subsp mycoides - cattle strain) 9.1. Staða á Íslandi Illkynja brjósthimnubólga er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Illkynja brjósthimnubólga er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Hún greindist síðast í Noregi árið 1860 (WAHID Interface Animal Health Information). Miðað við tilkynningar til OIE er sýkingin mjög sjaldgæf í heiminum nema í nokkrum Afríkulöndum, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Samkvæmt 12. gr. reglugerðarinnar sem gildir í Noregi um starfsemi Geno Global Ltd (FOR ) skal blanda sýklalyfjum í sæðið sem hafa virkni gegn Campylobacter, Leptospira og Mycoplasma. Eitt af því sem vottað er af opinberum dýralækni við útflutning á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er að illkynja brjósthimnubólga hafi ekki greinst í nautgripum, sem sæðið var tekið úr, á tímabilinu frá 30 dögum fyrir sæðistöku til 30 daga eftir. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Mycoplasma mycoides mycoides sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Ekki er hægt að útiloka að kýr geti smitast af sýktu sæði. Meðgöngutími sjúkdómsins getur verið langur (3-8 vikur) og á meðan á honum stendur getur smitið breiðst út milli gripa með snertingu. Nokkrar líkur eru því á útbreiðslu ef kýr sýkist Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Illkynja brjósthimnubólga er mjög smitandi og illvígur sjúkdómur. Þar sem sjúkdómurinn hefur ekki komið upp áður er líklegt að sýkingatíðni geti verið um 70% og af þeim sem sýkjast er hætt við að um helmingur drepist. Þeir gripir sem lifa af geta orðið frískir smitberar. Erfitt getur reynst að útrýma smitinu vegna frískra smitbera og erfitt er að greina smitið með prófum. Afleiðingar útbreiðslu smits væru því alvarlegar. 16

18 9.5. Mat á áhættu Miklar líkur eru á að Mycoplasma mycoides mycoides mundi uppgötvast áður en notkun á sæði kæmi til ef nautastöð Geno Global Ltd í Noregi uppfyllir öll skilyrði þeirra reglugerða sem um hana gilda. Það má því álykta að litlar líkur séu á að smitið berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist hingað til lands gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 10. Kampýlobaktersýking í æxlunarfærum nautgripa (Bovine genital campylobacteriosis - Campylobacter fetus subsp venerealis) Staða á Íslandi Kampýlobaktersýking í æxlunarfærum nautgripa er bakteríusjúkdómur sem hefur aldrei greinst á Íslandi og er því tilkynningarskyldur samkvæmt 5. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994, sem áður óþekktur sjúkdómur. Sjúkdómurinn er ekki tilgreindur í gildandi lista yfir tilkynningarskylda sjúkdóma og hefur því ekki verið settur í A, B eða C flokk. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Campylobacter fetus subsp venerealis er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi og hjá OIE. Smitið greindist síðast í Noregi árið 1966 (WAHID Interface Animal Health Information). Smitið er að öllum líkindum útbreitt um allan heim (Merck Veterinary Manual, 2011). Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. Campylobacter fetus subsp venerealis, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Í reglugerðinni er jafnframt kveðið á um að blanda skuli sýklalyfjum í sæðið sem hafa virkni gegn Campylobacter, Leptospira og Mycoplasma. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Campylobacter fetus sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Smit getur borist með sæðingum. Sýkt naut geta verið frískir smitberar. Kýr sem sýkjast losa sig sumar við sýkinguna mjög fljótt en aðrar geta borið smitið í mörg ár. (Merck Veterinary Manual, 2011). Burtséð frá ófrjósemi og fósturláti eru sýktar kýr almennt heilbrigðar og því getur sýkingin leynst um langan tíma og hún breiðst út Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Campylobacter fetus subsp venerealis og subsp fetus valda ófrjósemi og fósturláti. Meðhöndlun er ekki raunhæf en mögulegt er að bólusetja gegn sýkingunni (Merck Veterinary Manual, 2011). Ljóst er að töluverður kostnaður hlytist af þessum smitefnum ef þau breiddust út 17

19 10.5. Mat á áhættu Litlar líkur eru á að Campylobacter fetus subsp venerealis og subsp fetus berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið töluverðar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 11. Munnblöðrubólga (Vesicular stomatitis Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) Staða á Íslandi Munnblöðrubólga er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi þar sem sjúkdómseinkenni koma fljótt fram og eru oftast tiltölulega skýr Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Munnblöðrubólga er tilkynningarskyld í Noregi, ESB og OIE. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst í Noregi (WAHID Interface Animal Health Information) og í fæstum löndum utan Norður- og Suður-Ameríku, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Meðgöngutími sjúkdómsins er 2-8 dagar. Einkenni sjúkdómsins eru m.a. hiti og blöðrur/sár í kjafti og á fótum (Merck Veterinary Manual, 2013). Miklar líkur eru því á að sjúkdómurinn væri kominn fram og dreifing stöðvuð áður en til notkunar á sæði kæmi þar sem naut sem sæði er tekið úr skal vera á sæðingarstöðinni í þrjá mánuði fyrir úttöku sæðisins og 30 daga eftir sæðisúttökuna, samkvæmt 12. grein reglugerðarinnar sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi (FOR ). Jafnframt segir að sæði skuli geymt í a.m.k. 30 daga áður en því er dreift. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að veirur sem valda munnblöðrubólgu sé að finna í sæði í nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Ekki hefur verið sýnt fram á að munnblöðrubólga smitist með sæðingum. Aftur á móti er ekki útilokað að smit gæti borist með smitmenguðu sæði og stráum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mikilvægt er að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins, sér í lagi vegna þess að einkennum hans svipar til annarra alvarlegri sjúkdóma s.s. gin- og klaufaveiki. Einnig er sýkingin slæm að því leyti að hún getur borist í önnur dýr m.a. hross og jafnframt fólk (Merck Veterinary Manual, 2013) Mat á áhættu Litlar líkur eru á að munnblöðrubólga berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið miklar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 18

20 12. Q-hitasótt (Q-fever Coxiella burnetii) Staða á Íslandi Q-hitasótt er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hófst árið Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Q-hitasótt er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi og hjá OIE. Coxiella burnetii hefur fundist í flestum löndum heims en hefur aldrei greinst í Noregi, sjá útbreiðslukort í viðauka III (WAHID Interface Animal Health Information). Sýkingin hefur um langan tíma verið algeng í suðurhluta Evrópu og hefur verið að greinast í meira mæli í norðurhluta álfunnar á undanförnum árum, m.a. í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Litlar líkur eru á að Coxiella burnetii sé að finna í sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem sýktir nautgripir eru oftast einkennalausir og engin próf eru gerð á nautunum m.t.t. sýkingarinnar er ekki hægt að útiloka að bakteríurnar séu í sæðinu Líkur á að smit breiðist út hér á landi Sýkt jórturdýr eru oftast einkennalaus og því hefur reynst erfitt að ákvarða meðgöngutíma sýkingarinnar og tímann frá sýkingu þar til mótefni hafa myndast. Í fólki eru mótefni greinanleg u.þ.b. tveimur til þremur vikum eftir að einkenni koma fram. Gert er ráð fyrir að hjá nautgripum geti verið um svipaðan tíma að ræða (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). Kýr sem sæddar eru með sýktu sæði geta hugsanlega smitast og þar sem sýkingin er oftast einkennalaus geta þær smitað mörg önnur dýr og fólk áður en sýkingin uppgötvast Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Coxiella burnetii er aðallega að finna í jórturdýrum en hefur einnig fundist í ýmsum öðrum dýrategundum. Sýking í jórturdýrum er oftast án einkenna en getur valdið vanþrifum og fósturláti (Merck Veterinary Manual, 2012). Fólk getur sýkst af Coxiella burnetii, einkenni geta verið allt frá mildum flensueinkennum til lungna- og lifrarbólgu. Sýkingin getur valdið fósturláti hjá ófrískum konum (Veterinærinstituttet, 2012). Q-hitasóttarfaraldur geisaði í Hollandi á árunum , smitið átti uppruna sinn í geitum og sauðfé, mörg þúsund manns veiktust (Roest, o.fl., 2011). Ljóst er að afleiðingar af því að Coxiella burnetii bærist til landsins gætu orðið alvarlegar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að Coxiella burnetii berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 19

21 13. Smitandi barkabólga (Infectious bovine rhinotracheitis/ infectious pustular vulvovaginitis/ infectious balanoposthitis Herpesviridae Varicellovirus BoHV-1) Staða á Íslandi Smitandi barkabólga er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn greindist í fyrsta skipti á Íslandi árið 2012 en hefur nú verið upprættur. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hefur staðið yfir frá árinu Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Smitandi barkabólga er tilkynningarskyld í Noregi og hjá OIE. Sjúkdómurinn greindist síðast í Noregi árið 1992 (WAHID Interface Animal Health Information). Sýkingin er algeng um allan heim, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. smitandi barkabólgu, áður en þau eru tekin inn í einangrunarrými, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að BHV-1 sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Sýnt hefur verið fram á að kýr sem sæddar eru með frystu sæði sem inniheldur BHV-1 geta sýkst (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) og þar sem sjúkdómseinkenni koma ekki alltaf fram getur smitið hafa breiðst út áður en það uppgötvast Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi BHV-1 getur valdið einkennum í öndunarfærum og æxlunarfærum, m.a. fósturláti. Ungir kálfar geta líka orðið mikið veikir og jafnvel drepist (Merck Veterinary Manual, 2012). Afleiðingar útbreiðslu smits gætu orðið alvarlegar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að BHV-1 berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 20

22 14. Smitandi fósturlát (Brucellosis - Brucella abortus) Staða á Íslandi Smitandi fósturlát er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hefur staðið yfir frá árinu Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Smitandi fósturlát er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Hann greindist síðast í Noregi árið Brucella er útbreidd um allan heim en þó sjaldgæf í Evrópu, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Árið 1953 lýsti Noregur yfir að landið væri laust við brúsellu í nautgripum (Veterinærinstituttet, 2011). Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. Brucella abortus, áður en þau eru tekin inn í einangrunarrými, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Eitt af því sem vottað er af opinberum dýralækni við útflutning á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er að Brucella hafi ekki greinst í nautgripum, sem sæðið var tekið úr, á tímabilinu frá 30 dögum fyrir sæðistöku til 30 daga eftir. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Brucella abortus sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Brucella abortus getur lifað af í frosnu sæði og sýkt kýr sem eru sæddar með sæði sem inniheldur bakteríuna (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Brucella abortus veldur fósturláti í kúm eða að kálfar fæðist dauðir eða veikburða. Smitið getur breiðst hratt út. Engin meðhöndlun dugar gegn sýkingunni þannig að aðgerðir gegn henni byggjast á smitvörnum og vöktun og einangrun eða aflífun sýktra dýra (Merck Veterinary Manual, 2013). Afleiðingar af útbreiðslu smits gætu orðið alvarlegar og aðgerðir kostnaðarsamar. Fólk getur einnig smitast af Brucella Mat á áhættu Litlar líkur eru á að Brucella abortus berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 21

23 15. Smitandi hvítblæði (Enzootic bovine leucosis Retroviridae Deltaretrovirus BLV) Staða á Íslandi Smitandi hvítblæði er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hefur staðið yfir frá árinu Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Smitandi hvítblæði er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Það greindist síðast í Noregi árið 2002 (WAHID Interface Animal Health Information). Smitandi hvítblæði finnst í flestum löndum heims, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. smitandi hvítblæðis, áður en þau eru tekin inn í einangrunarrými, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að veirur sem valda smitandi hvítblæði sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Kýr sem sæddar eru með sæði úr sýktum nautum geta smitast og kálfarnir geta líka verið sýktir þegar þeir fæðast (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Langur tími getur liðið frá sýkingu þar til einkenni koma fram og smit því breiðst út án þess að vart verði við sjúkdóm. Smit verður þó ekki nema við nána snertingu þannig að smitið breiðist hægt út Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Smitandi hvítblæði er alvarlegur sjúkdómur sem engin lækning er til við. Til þess að losna við sýkinguna þarf að taka sýni úr öllum dýrum í viðkomandi hjörð, lóga sýktum dýrum, taka sýni aftur eftir daga. Endurtaka síðan aflífun sýktra og sýnatökur þangað til sýkingin hefur verið upprætt (Merck Veterinary Manual, 2012). Afleiðingar sjúkdómsins geta því verið töluvert miklar vegna þess að aflífa þarf sýkt dýr og kostnaður við útrýmingu sjúkdómsins getur orðið umtalsverður Mat á áhættu Litlar líkur eru á að smitandi hvítblæði berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 22

24 16. Smitandi slímhúðarpest (Bovine viral diarrhoea/mucosal disease Flaviviridae Pestivirus BVDV1) Staða á Íslandi Smitandi slímhúðarpest er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hefur staðið yfir frá árinu Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Smitandi slímhúðarpest er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi og hjá OIE. Pestin greindist síðast í Noregi árið 2005 (WAHID Interface Animal Health Information). Smitandi slímhúðarpest finnst í flestum löndum heims, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Skipulagðar aðgerðir til útrýmingar smitandi slímhúðarpest hafa staðið yfir á öllum Norðurlöndunum á undanförnum árum (Mattilsynet, 2013). Árið 1994 var sjúkdómurinn til staðar á u.þ.b búum í Noregi en er nú mjög sjaldgæfur (Veterinærinstituttet, 2011). Árið 2012 voru tekin sýni úr 11% mjólkurkúahjarða og 28.1% holdanautahjarða. Ekkert kúabú var jákvætt en 0.25% holdanautabúanna. Á engu þeirra var þó um nýsmit að ræða. Á grundvelli niðurstaðna úr sýnatökum á tímabilinu er álitið að smitinu hafi verið útrýmt. Þó er bent á að vegna innflutnings á nautgripum og óþekktrar stöðu í villtum dýrum sé enn hætta á að þessi staða geti breyst (Åkerstedt, Norström, & Mørk, 2013). Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. smitandi slímhúðarpestar, áður en þau eru tekin inn í einangrunarrými, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að veirur sem valda smitandi slímhúðarpest sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Miklar líkur eru á að kýr sem sæddar eru með sæði sem inniheldur veiruna sem veldur smitandi slímhúðarpest sýkist (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). Einkenni sjúkdómsins eru misjöfn og stundum væg, einnig geta gripir verið einkennalausir smitberar (Merck Veterinary Manual, 2012). Smitið getur því breiðst út um nokkurn tíma áður en það uppgötvast Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Smitandi slímhúðarpest er alvarlegur sjúkdómur sem veldur margvíslegum einkennum. Í sumum tilvikum er bara um væg einkenni að ræða en í öðrum mjög alvarleg, sem geta endað með dauða (Merck Veterinary Manual, 2012). Það getur verið erfitt að losna við smitið. Aðgerðir fælust í sýnatökum og aflífun á smituðum dýrum. Ef smitið er orðið útbreitt getur útrýming tekið langan tíma og verið mjög kostnaðarsöm. 23

25 Litlar Nokkrar Afleiðingar Miklar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að smitandi slímhúðarpest berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. IV. Samantekt á niðurstöðum Sextán smitefni voru tekin fyrir í þessu áhættumati. Niðurstaða mats á líkum á því að þau berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er sú sama fyrir þau öll, líkurnar eru taldar litlar. Við mat á afleiðingum þess að smitefnin bærust hingað til lands voru tvö smitefnanna talin hafa litlar afleiðingar í för með sér, þrjú þeirra nokkrar og ellefu miklar. Við endanlegt mat á áhættu flokkuðust því fimm smitefnanna í lágan áhættuflokk, ellefu í miðlungs en ekkert í háan. Tafla I sýnir flokkunina. Þegar áhættan er metin nokkur eða mikil er talin ástæða til að bregðast við með aðgerðum sem geta dregið úr áhættunni. Tafla I. Áhættumat Berklar (A) Garnaveiki nautgripaafbrigði (B) Gin- og klaufaveiki (A) Hundaæði (A) Illkynja brjósthimnubólga (A) Munnblöðrubólga (A) Q-hitasótt (B) Smitandi barkabólga (A) Smitandi fósturlát (A) Smitandi hvítblæði (A) Smitandi slímhúðarpest (B) Fósturlát í kúm (B) Gulusótt (B) Kampýlobakter í æxlunarfærum (-) Blátunga (A) Blæðingasótt (-) Litlar Nokkrar Miklar Líkur á innflutningi Grænir reitir: Lítil áhætta Gulir reitir: Nokkur áhætta Rauðir reitir: Mikil áhætta V. Lokaorð Þetta áhættumat var unnið að mestu leyti af einum starfsmanni Matvælastofnunar en þó lesið yfir af fleirum innan stofnunarinnar. Mælt er með að skýrslan verði send til umsagnar til hagsmunaaðila og ritrýnd af sérfræðingum, t.d. á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. 24

26 Heimildir Åkerstedt, J., Norström, M., & Mørk, T. (2013). The surveillance and control programme for bovine virus diarrhoea (BVD) in Norway Oslo: Norwegian Veterinary Institute. Australian Quarantine and Inspection Service. (Nóvember 1999). Import risk analysis report on the importation of bovine semen and embryos from Aregntina and Brazil into Australia. Part1: Bovine semen. Sótt í janúar 2014 frá Australian Government. Department of Agriculture.: data/assets/pdf_file/0014/14324/00-003a.pdf EFSA panel on animal health and welfare. (September 2004). Opinion of the scientific panel on animal health and welfare (AHAW) on the request from the commission related to the risk of transmission of Mycobacterium acium subsp. paratuberculosis via bovine semen. Sótt í janúar 2014 frá EFSA European Food Safety Authority: Felleisen, R. S. (1999). Host-parasite interaction in bovine infection with Tritrichomonas foetus. Microbes and infection, MAF Biosecurity New Zealand. (Febrúar 2009). Import Risk Analysis: Cattle germplasm from all countries. Sótt í janúar 2014 frá Ministry of Primary Industries: Mattilsynet. (Nóvember 1998). Retninglinjer for bekjempelse av paratuberkulose hos storfe. Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: slinjer_for_bekjempelse_av_paratuberkulose_hos_storfe.3310/binary/retningslinjer%20for %20bekjempelse%20av%20paratuberkulose%20hos%20storfe Mattilsynet. (2005). Bekjempelsesplan munn- og kauvsyke Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: kjempelsesplan_munn_og_klauvsyke_ /binary/bekjempelsesplan%20munn- %20og%20klauvsyke% Mattilsynet. (Apríl 2011). Faglig beredskapsplan - dyrehelse. Blåtunge. Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet. Mattilsynet. (Desember 2012). Blåtunge. Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: Mattilsynet. (Janúar 2013). Bovine virusdiare (BVD). Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: Mattilsynet. (September 2013). Rabies. Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: Merck Veterinary Manual. (Júlí 2011). Overview of bovine genital campylobacteriosis. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: 25

27 verview_of_bovine_genital_campylobacteriosis.html Merck Veterinary Manual. (Júlí 2011). Overview of rabies. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: &alt=sh Merck Veterinary Manual. (Maí 2012). Intestinal diseases of cattle. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: al_diseases_in_cattle.html#v Merck Veterinary Manual. (Mars 2012). Leptospirosis in cattle. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual. Merck Veterinary Manual. (Mars 2012). Overview of bovine leucosis. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: e_leukosis.html?qt=enzootic%20bovine%20leucosis&alt=sh Merck Veterinary Manual. (Mars 2012). Overview of Q-fever. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: qt=q-fever&alt=sh Merck Veterinary Manual. (Mars 2012). Viral respiratory tracht infections in cattle. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: spiratory_tract_infections_in_cattle.html?qt=bovine%20herpesvirus&alt=sh#v Merck Veterinary Manual. (Júlí 2013). Brucellosis in cattle. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: sis_in_cattle.html?qt=brucella%20abortus&alt=sh Merck Veterinary Manual. (Desember 2013). Overview of Vesicular Stomatitis. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: esicular_stomatitis.html?qt=vesicular%20stomatitis&alt=sh Paisly, L. G. (án dags.). Regjeringen.no. Sótt í janúar 2014 frá Assessment of the risks to Norway in association with increased trade in animals and animal products: Hazard identification: assessments_of_the_risks.pdf Roest, H., Tilburg, J., Van der Hoek, W., Vellema, P., Van Zijderveld, G., Klaassen, C., o.fl. (2011). The Q fever epidemic in The Netherlands: history, onset, response and reflection. Epidemiology and Infection, 139(01),

28 Veterinærinstituttet. (September 2011). Fakta om: Brucellose. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Desember 2011). Fakta om: Paratuberculose. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (September 2011). Fakta om: Virusdiaré. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Mars 2012). Fakta om: Leptospirose og Leptospira interrogans. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Október 2012). Fakta om: Munn og klauvsjuke. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet.: Veterinærinstituttet. (Mars 2012). Fakta om: Mycobacterium bovis og Storfetuberkulose. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Maí 2012). Fakta om: Q-feber. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: WAHID Interface Animal Health Information. (án dags.). Sótt í janúar 2014 frá OIE: 27

29 Viðauki I. FOR Forskrift om dyrehelsemessige vilkår for produksjon, lagring, import og eksport av oksesæd Dato FOR Departement Landbruks- og matdepartementet Publisert I 2003 hefte 14 Ikrafttredelse Sist endret FOR fra Endrer Gjelder for Hjemmel FOR Norge Kunngjort Rettet Korttittel Kapitteloversikt: LOV , LOV , LOV , LOV , LOV , LOV , FOR , FOR Forskrift om oksesæd Kapittel I. Formål, virkeområde og definisjoner ( 1-3) Kapittel II. Produksjon og lagring av oksesæd ( 4-12) Kapittel III. Vilkår for import og eksport av oksesæd innenfor EØS ( 13-14a) Kapittel IV. Vilkår for import av oksesæd fra land utenfor EØS ( 15-16d) Kapittel V. Andre bestemmelser ( 17-23) Vedlegg A. Liste over land, eller deler av land utenfor EØS, hvorfra det er tillatt å importere oksesæd Vedlegg B Vedlegg C. Standard helsesertifikater til bruk ved import og transitt av oksesæd fra land utenfor EØS Vedlegg D. Spesielle helsesertifikater til bruk ved import av oksesæd fra visse land utenfor EØS Vedlegg E. Overgangsordning Modell for helsesertifikat som kan brukes ved import og transitt av oksesæd fra land utenfor EØS til og med 30. juni 2013 Hjemmel: Fastsatt av Landbruksdepartementet (nå Landbruks- og matdepartementet) 6. oktober 2003 med hjemmel i lov av 19. desember 2003 nr. 124 om matproduksjon og mattrygghet mv. (matloven) 23 tredje ledd, jf. 12, 15 og 19, 33 første ledd, jf. 36 andre ledd, jf. delegeringsvedtak av 19. desember 2003 nr Tilføyd hjemmel: Delegeringsvedtak 5. mai 2004 nr EØS-henvisninger: EØS-avtalen vedlegg I (direktiv 88/407/EØF, direktiv 90/120/EØF, direktiv 90/425/EØF, direktiv 93/60/EØF, vedtak 95/1/EF, direktiv 2003/43/EF, vedtak 2004/205/EF, vedtak 2004/101/EF, vedtak 2005/290/EF, vedtak 2006/16/EF, vedtak 2006/292/EF, forordning (EF) nr. 1792/2006, vedtak 2008/120/EF og direktiv 2008/73/EF (som endret ved vedtak 2009/436/EF), beslutning 2011/629/EU, vedtak 2011/630/EU (endret ved beslutning 2012/415/EU)). Endringer: Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr. 1363, 2 feb 2005 nr. 75, 1 april 2009 nr. 532, 17 juni 2009 nr. 682, 25 juni 2010 nr. 1053, 25 okt 2010 nr. 1374, 2 juli 2011 nr. 759, 8 aug 2011 nr. 812, 25 nov 2011 nr. 1144, 23 okt 2012 nr. 986, 19 des 2012 nr Kapittel I. Formål, virkeområde og definisjoner 28

30 1.Formål Formålet med denne forskriften er å forebygge spredning av smittsomme sjukdommer med oksesæd som er beregnet til bruk ved kunstig sædoverføring. 2.Virkeområde Forskriften gjelder dyrehelsemessige vilkår for produksjon og lagring av oksesæd beregnet til kunstig sædoverføring, import og eksport av slik sæd innenfor EØS og import av slik sæd fra land utenfor EØS. Forskriften gjelder ikke: 1. produksjon og lagring av oksesæd til bruk i egen besetning. 2. lagring av oksesæd utenfor godkjente seminstasjoner eller sædlagre, herunder hos veterinær, inseminør eller andre, i forbindelse med innenlands omsetning av oksesæd. 3. lagring av oksesæd i sædlagre hvor det ikke lagres oksesæd som skal eksporteres til land innenfor EØS. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 3.Definisjoner 1) Storfe: Individer av storfe (Bos spp.), vannbøffel (Bubalus bubalus) og bison (Bison bison). 2) Driftsenhet: En landbruksvirksomhet hvor det holdes eller oppdrettes storfe. 3) Besetning: Ett eller en gruppe storfe som holdes på samme driftsenhet som en epidemiologisk enhet. Er det mer enn en besetning på driftsenheten utgjør dyrene en samlet enhet med samme helsestatus. 4) Oksesæd: Ubehandlet, behandlet eller fortynnet ejakulat fra hanndyr av storfe. 5) Seminstasjon: En offentlig godkjent og kontrollert virksomhet hvor det produseres og lagres oksesæd til bruk ved kunstig sædoverføring. 6) Offentlig veterinær: Veterinær utpekt av sentral kompetent myndighet i det aktuelle landet. I Norge: Veterinær ansatt i Mattilsynet. 7) Stasjonsveterinær: Veterinær som er ansvarlig for at seminstasjonen eller sædlageret etterlever bestemmelsene i denne forskriften. 8) Forsendelse: Sædmengden som omfattes av ett helsesertifikat. 9) Opprinnelsesland: Landet hvor sæduttaket foretas og sæden eksporteres fra. 10) Offentlig godkjent laboratorium: Laboratorium utpekt av kompetent veterinærmyndighet til å utføre den eller de tester som kreves i denne forskriften. I Norge: Veterinærinstituttet. 11) Ejakulat: Sæden i ett enkelt sæduttak. 12) Land utenfor EØS: Land som verken er medlem av den Europeiske Union eller som gjennom EØS-avtalen har inngått avtale med EU om handel med sæd. 13) Sædlager: En offentlig godkjent og kontrollert virksomhet hvor det lagres oksesæd til bruk ved kunstig sædoverføring. 0 Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). Kapittel II. Produksjon og lagring av oksesæd 0 Overskriften endret ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 4.Generelt 29

31 Produksjon og lagring av oksesæd skal foregå på godkjente seminstasjoner som drives i samsvar med de krav som er fastsatt i dette kapittelet. Lagring av oksesæd kan også foregå i godkjente sædlagre som drives i samsvar med de krav som er fastsatt i dette kapittelet. Den som er autorisert som veterinær av Mattilsynet i henhold til lov 15. juni 2001 nr. 75 om veterinærer og annet dyrehelsepersonell 9 jf. 4 er autorisert til å arbeide som stasjonsveterinær på sædstasjoner og sædlagre. 0 Endret ved forskrifter 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 juli 2011 nr Vilkår for godkjenning av seminstasjoner For å bli godkjent må seminstasjoner: 1. stå under permanent tilsyn av en autorisert stasjonsveterinær. 2. minst ha: a) oppstallingslokaler for dyrene, inkludert isolasjonslokaler. b) fasiliteter for sæduttak, inkludert et eget rom for reingjøring og desinfisering eller sterilisering av utstyr. c) et rom for behandling av sæden, som ikke trenger å ligge på samme sted. d) et rom for lagring av sæden, som ikke trenger å ligge på samme sted. 3. være bygd eller isolert slik at kontakt med dyr utenfor anlegget forhindres. 4. være bygd slik at oppstallingslokalene og rommene for uttak, behandling og lagring av sæden enkelt kan reingjøres og desinfiseres. 5. ha isolasjonslokaler som ikke står i direkte forbindelse med de vanlige oppstallingslokalene. 6. være bygd slik at oppstallingslokalene er fysisk atskilt fra rommet hvor sæden behandles, og slik at oppstallingslokalene og sædbehandlingsrommet er atskilt fra rommet hvor sæden lagres. 0 Endret ved forskrift 2 juli 2011 nr a.Vilkår for godkjenning av sædlagre For å bli godkjent må sædlagre: 1. stå under permanent tilsyn av en autorisert stasjonsveterinær. 2. være bygd eller isolert slik at kontakt med dyr utenfor virksomheten forhindres. 3. være bygd slik at lagerrom for sæd enkelt kan reingjøres og desinfiseres. 0 Tilføyd ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). Endret ved forskrift 2 juli 2011 nr Krav til driften av godkjente seminstasjoner På godkjente seminstasjoner skal det: 1. kun holdes dyr av arten det skal tas ut sæd fra. Andre husdyr som er helt nødvendige for stasjonens normale drift kan likevel tas inn, forutsatt at de ikke utgjør noen smittefare for arten det skal tas ut sæd fra og at de oppfyller de krav stasjonsveterinæren har fastsatt. 2. føres fortegnelse over alle storfe som holdes på stasjonen, med opplysninger om rasen, fødselsdatoen og identiteten til hvert enkelt dyr. Det skal også føres fortegnelse over alle helseundersøkelser og vaksinasjoner som er foretatt, med informasjon om hvert enkelt dyrs helsetilstand. 3. være adgang forbudt for uvedkommende. Det skal påses at besøkende opptrer i samsvar med de betingelser stasjonsveterinæren har fastsatt. 4. være ansatt teknisk kompetent personell med nødvendig kjennskap til desinfeksjons- og hygienemetoder for å forebygge smittespredning. 30

32 5. være etablert rutiner som sikrer at: a) det kun er oksesæd som er tatt ut på godkjente seminstasjoner som behandles og lagres på stasjonen, uten å komme i kontakt med annen sæd. b) uttak, behandling og lagring av sæd kun foregår i lokaler som er beregnet til det og under de strengeste hygieneforhold. c) alt utstyr, unntatt engangsutstyr, som kommer i kontakt med sæden eller oksen under uttaket eller behandlingen blir grundig reingjort og desinfisert eller sterilisert før det brukes på nytt. d) produkter av animalsk opprinnelse som brukes ved behandling av sæden, inkludert tilsetningsstoffer og fortynningsmidler, tas fra kilder som ikke utgjør noen dyrehelsemessig risiko eller blir behandlet før bruk slik at risikoen elimineres. e) lagrings- og transportbeholdere, unntatt engangsbeholdere, blir grundig desinfisert eller sterilisert før påfylling. f) kjølemediet ikke har blitt brukt til andre produkter av animalsk opprinnelse tidligere. g) hver enkelt sæddose blir tydelig merket slik at uttaksdato, stasjonens godkjenningsnummer og donorens rase og identitet enkelt kan fastslås. h) lagerrom for sæd drives i samsvar med kravene som gjelder for sædlagre, jf. 6a. I tillegg til sæd som er tatt ut på godkjente stasjoner, kan godkjente seminstasjoner behandle sæd som ikke er tatt ut på godkjente stasjoner dersom: 1. sæden stammer fra okser som oppfyller kravene i behandlingen foretas med separat utstyr, eller på andre tidspunkt enn sæd beregnet til kunstig sædoverføring med utstyr som reingjøres og steriliseres etter bruk. 3. sæden ikke utleveres med tanke på kunstig sædoverføring, herunder eksporteres til land i EØS, og ikke på noe tidspunkt kommer i kontakt med eller lagres sammen med slik sæd. 4. sæden er identifiserbar ved merking som er forskjellig fra merkingen beskrevet i første ledd nr. 5 bokstav g. I tillegg til sæd som er tatt ut på godkjente stasjoner, kan godkjente seminstasjoner lagre dypfryste embryoer dersom: 1. lagringen er godkjent av kompetent myndighet embryoene oppfyller gjeldende dyrehelsemessige betingelser for import og eksport av storfeembryoer embryoene lagres i separate beholdere. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 1 Jf. forskrift 31. desember 1998 nr om dyrehelsemessige betingelser for import og eksport av embryo av storfe. 6a.Krav til driften av godkjente sædlagre Ved godkjente sædlagre skal det: 1. føres fortegnelse over all sæd som føres til eller fra anlegget, samt over oksene sæden stammer fra og deres helsestatus. Oksenes helsestatus må være i samsvar med kravene i denne forskriften. 2. være adgang forbudt for uvedkommende. Det skal påses at besøkende opptrer i samsvar med de betingelser stasjonsveterinæren har fastsatt. 3. være ansatt teknisk kompetent personell med nødvendig kjennskap til desinfeksjons- og hygienemetoder for å forebygge smittespredning. 4. være etablert rutiner som sikrer at: a) det kun er sæd som er tatt ut på seminstasjoner som er godkjent i henhold til denne forskriften som 31

33 lagres i sædlageret, uten å komme i kontakt med annen sæd. Det er bare sæd fra godkjente seminstasjoner eller sædlagre, som transporteres under forhold som gir fullstendig helsemessig garanti og som sikrer at sæden ikke kommer i kontakt med annen sæd, som kan føres til godkjente sædlagre. b) lagring av sæd kun foregår i dertil beregnede lokaler og under de strengeste hygieneforhold. c) alt utstyr, unntatt engangsutstyr, som kommer i kontakt med sæden blir grundig desinfisert eller sterilisert før bruk. d) lagrings- og transportbeholdere, unntatt engangsbeholdere, blir grundig desinfisert eller sterilisert før påfylling. e) kjølemediet ikke har blitt brukt til andre produkter av animalsk opprinnelse tidligere. f) hver enkelt sæddose er tydelig merket slik at uttaksdato, seminstasjonens godkjenningsnummer og donorens rase og identitet enkelt kan fastslås. g) sæd som overføres til sædlageret fra en seminstasjon eller et annet sædlager i Norge og som er beregnet for eksport til en annen EØS-stat fra og med 23. oktober 2012 følges av et dokument tilsvarende helsesertifikatet som kreves ved import av oksesæd fra en EØS-stat, jf. 14 og 14a. I tillegg til sæd som er tatt ut på godkjente seminstasjoner, kan det i godkjente sædlagre lagres dypfryste storfeembryoer dersom: 1. lagringen er godkjent av kompetent myndighet embryoene oppfyller gjeldende dyrehelsemessige betingelser for import og eksport av storfeembryoer embryoene lagres i separate beholdere. 0 Tilføyd ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), endret ved forskrift 23 okt 2012 nr Jf. forskrift 31. desember 1998 nr om dyrehelsemessige betingelser for import og eksport av embryo av storfe. 7.Utvalg og isolasjon av dyr Alle storfe som tas inn på seminstasjoner skal ha vært isolert i minst 28 dager i lokaler som er godkjent for formålet, og hvor det kun finnes klauvdyr med minst like god eller bedre helsestatus. Før dyrene tas inn i isolasjonslokalene skal de ha blitt valgt ut fra besetninger som er offisielt fri for tuberkulose og offisielt fri for brucellose i henhold til direktiv 64/432/EØF. Dyrene skal aldri ha vært holdt i besetninger med dårligere helsestatus. Dyrene skal dessuten komme fra besetninger som er offisielt fri for smittsom leukose i henhold til direktiv 64/432/EØF. Alternativt skal de være avkom av mødre som har gjennomgått en agargel immunodiffusjonstest for smittsom leukose med negativt resultat etter at avkommet ble skilt fra dem. Er dyret resultat av embryooverføring, regnes mottakerdyret som moren. Hvis dette kravet ikke kan oppfylles, skal sæden ikke utleveres til bruk ved kunstig sædoverføring, herunder eksporteres til land i EØS, før oksen har blitt 2 år gammel og testet i henhold til 11 første ledd nr. 3 med negativt resultat. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 8.Testing av dyr før isolasjon I løpet av de siste 28 dager før isolasjonsperioden nevnt i 7, skal dyrene ha gjennomgått følgende tester med negativt resultat, unntatt for antistofftesten for BVD/MD i nr. 5: 1. en intradermal tuberkulintest for bovin tuberkulose. 2. en serologisk test for storfebrucellose. 3. en serologisk test for smittsom leukose hos storfe. 4. en serologisk test (helvirus) for infeksiøs bovin rhinotrakeitt/infeksiøs pustuløs vulvovaginitt (IBR/IPV) på 32

34 grunnlag av en blodprøve. 5. en virusisolasjonstest eller en virusantigentest, samt en serologisk antistofftest, for bovin virusdiaré/mucosal disease (BVD/MD). Testen for IBR/IPV nevnt i første ledd nr. 4 kreves ikke dersom dyrene kommer fra en besetning som er fri for IBR/IPV i henhold til definisjonen gitt i artikkel i OIEs internasjonale dyrehelsekode for pattedyr, fugler og bier. Testene nevnt i første ledd kan utføres mens dyrene står oppstallet i isolasjonslokalene, forutsatt at prøvene er tatt før isolasjonsperioden begynner. Ved positiv reaksjon på noen av testene nevnt i første ledd, unntatt antistofftesten for BVD/MD nevnt i første ledd nr. 5, skal det aktuelle dyret straks fjernes fra isolasjonslokalene. Gjelder det isolasjon av en gruppe av dyr, kan isolasjonsperioden tidligst begynne etter at dyret med positivt testresultat har blitt fjernet. 0 Endret ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 9.Testing av dyr i isolasjon I løpet av isolasjonsperioden nevnt i 7, skal dyrene gjennomgå: 1. en serologisk test for storfebrucellose. 2. en serologisk test (helvirus) for IBR/IPV på grunnlag av en blodprøve. 3. en virusisolasjonstest eller en virusantigentest, samt en serologisk antistofftest, for BVD/MD. 4. testing for Campylobacter fetus subsp. venerealis. 5. testing for Trichomonas foetus. Testene nevnt i første ledd nr. 1, 2 og 3 skal foretas tidligst 21 dager etter at isolasjonsperioden har begynt. Testene nevnt i første ledd nr 4 og 5 skal foretas tidligst 7 dager etter at isolasjonsperioden har begynt. Når det gjelder dyr yngre enn seks måneder, eller dyr som fra de var seks måneder gamle og til de skal settes i isolasjon, har tilhørt en gruppe hvor alle dyr er av samme kjønn, skal testingen for Campylobacter fetus subsp. venerealis nevnt i første ledd nr. 4 foretas på grunnlag av én enkelt forhudsskylleprøve eller én enkelt skylleprøve fra kunstig skjede tatt rett etter bruk. Dersom dyrene er seks måneder eller eldre og kan ha vært i kontakt med hunndyr før de settes isolasjon, skal testingen foretas på grunnlag av forhudsskylleprøver som tas tre ganger med en ukes intervall. Når det gjelder dyr yngre enn seks måneder, eller dyr som fra de var seks måneder gamle og til de skal settes i isolasjon, har tilhørt en gruppe hvor alle dyr er av samme kjønn, skal testingen for Trichomonas foetus nevnt i første ledd nr. 5 foretas på grunnlag av én enkelt forhudsskylleprøve. Dersom dyrene er seks måneder eller eldre og kan ha hatt kontakt med hunndyr før de settes i isolasjon, skal testingen foretas på grunnlag av forhudsskylleprøver som tas tre ganger med en ukes intervall. Ved positiv reaksjon på noen av testene nevnt i første ledd, unntatt antistofftesten for BVD/MD nevnt i første ledd nr. 3, skal det aktuelle dyret straks fjernes fra isolasjonslokalene. Hvilke tiltak som må gjennomføres for at de resterende dyrene i gruppen skal kunne tas inn på seminstasjonen avgjøres av kompetent myndighet. 1 Dyr med positiv reaksjon på testen for IBR/IPV nevnt i første ledd nr. 2, skal straks fjernes fra isolasjonslokalene. De øvrige dyrene i samme gruppe skal forbli i isolasjon og gjennomgå ny testing tidligst 21 dager etter at det positive dyret har blitt fjernet. Dyr, seronegative eller seropositive, kan bare settes inn på seminstasjonen dersom resultatet av antistofftesten for BVD/MD nevnt i første ledd nr. 3 viser at dyr som var seronegative før de ble satt i isolasjon, ikke har 33

35 serokonvertert. Dersom serokonvertering har inntruffet, skal alle dyr som forblir seronegative holdes i isolasjon til det ikke har forekommet serokonvertering i gruppen over en periode på tre uker. Seropositive dyr kan settes inn på seminstasjonen. Før første leveranse av sæd fra BVD/MD-seropositive okser, skal en sædprøve fra hvert dyr gjennomgå en virusisolasjonstest eller virus antigen ELISA-test for BVD/MD. Er testresultatet positivt, skal dyret fjernes fra seminstasjonen og all sæd fra dyret skal destrueres. 0 Endret ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 1 Jf. forskrift 27. juni 2002 nr. 732 om bekjempelse av dyresjukdommer. 10.Inntak av dyr på seminstasjoner Dyr kan bare tas inn på seminstasjoner såfremt stasjonsveterinæren har gitt tillatelse til det. All forflytning av dyr, både ut og inn, skal journalføres. Dyr må ikke vise tegn på sjukdom den dagen de tas inn på seminstasjonen. Alle dyr, unntatt slike som er nevnt i tredje ledd, skal komme direkte fra isolasjonslokaler som: 1. ligger midt i et område med 10 kilometers radius hvor det ikke har vært noe tilfelle av munn- og klauvsjuke de siste 30 dager. 2. har vært fri for munn- og klauvsjuke og brucellose de siste tre måneder. 3. har vært fri for sjukdommer hos storfe som er meldepliktige i henhold til vedlegg E til direktiv 64/432/EØF de siste 30 dager. Dersom kravene i annet ledd er oppfylt og rutinetestene som kreves i 11 er foretatt i løpet av de siste 12 måneder, kan dyr overføres direkte fra en godkjent seminstasjon til en annen med samme helsestatus uten krav om isolasjon og testing. De aktuelle dyrene må ikke komme i direkte eller indirekte kontakt med klauvdyr som har dårligere helsestatus, og transportmiddelet skal være desinfisert før bruk. Ved overføring av dyr til og fra godkjente seminstasjoner i utlandet kommer gjeldende forskrift om dyrehelsemessige betingelser for innførsel og utførsel av storfe 1 til anvendelse. 0 Endret ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 1 Jf. forskrift av 25. mars 2002 nr. 305 om dyrehelsemessige betingelser for innførsel og utførsel av storfe. 11.Rutinetesting av dyr på seminstasjoner Alle storfe som holdes på seminstasjoner skal minst en gang i året gjennomgå følgende tester: 1. en intradermal tuberkulintest for bovin tuberkulose. 2. en serologisk test storfebrucellose. 3. en serologisk test for smittsom leukose hos storfe. 4. en serologisk test (helvirus) for IBR/IPV på grunnlag av en blodprøve. 5. en serologisk antistofftest for BVD/MD. 6. en test for Campylobacter fetus subsp. venerealis på grunnlag av en forhudsskylleprøve. 7. en test for Trichomonas foetus på grunnlag av en forhudsskylleprøve. Antistofftesten for BVD/MD nevnt i første ledd nr. 5 kreves bare for dyr som tidligere er testet seronegative. Dersom resultatet av testen viser at dyret har blitt seropositivt, skal all sæd fra dyret som er tatt ut etter siste negative test, kasseres eller testes for virus. 34

36 Testene for Campylobacter fetus subsp. venerealis og Trichomonas foetus nevnt i første ledd nr. 6 og 7, kreves bare for okser som det tas ut sæd fra og okser som har kontakt med okser som det tas ut sæd fra. Okser, som det etter et opphold på mer enn seks måneder på nytt skal tas ut sæd fra, skal testes tidligst 30 dager før sæduttak gjenopptas. Ved positiv reaksjon på noen av testene nevnt i første ledd, skal det aktuelle dyret isoleres. Sæd som er tatt ut fra dyret etter siste negative test skal ikke utleveres til bruk ved kunstig sædoverføring, herunder eksporteres til land innenfor EØS. All sæd som er tatt ut fra de andre dyrene på stasjonen etter at den positive testen ble utført, skal lagres separat og ikke utleveres til bruk ved kunstig sædoverføring, herunder eksporteres til land innenfor EØS, før stasjonens helsestatus er gjenopprettet. Unntatt fra utleveringsforbudet i fjerde ledd, er sæd fra okser med positivt resultat på antistofftesten for BVD/MD nevnt i første ledd nr. 5, dersom sæden i hvert ejakulat har blitt testet for BVD/MD-virus med negativt resultat. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 12.Krav til sæd som utleveres fra seminstasjoner Sæden seminstasjoner utleverer til bruk ved kunstig sædoverføring skal stamme fra okser som: 1. ikke viser noe tegn på sjukdom den dagen sæden tas ut. 2. ikke har blitt vaksinert mot munn- og klauvsjuke i løpet av de siste 12 måneder før sæden tas ut, eller om de har blitt vaksinert mot munn- og klauvsjuke i løpet av de siste 12 måneder før sæden tas ut, at minst 5% (minimum 5 strå) av sæden i hvert ejakulat har gjennomgått en virusisolasjonstest for munn- og klauvsjukevirus med negativt resultat. 3. ikke har blitt vaksinert mot munn- og klauvsjuke i løpet av de siste 30 dager før sæduttaket. 4. har blitt holdt på en godkjent seminstasjon i en sammenhengende periode på minst 30 dager umiddelbart før sæduttaket, hvis det gjelder fersk sæd. 5. ikke brukes til naturlig bedekning. 6. holdes på en godkjent seminstasjon som i tidsrommet 3 måneder før til 30 dager etter sæduttaket eller, hvis det gjelder fersk sæd, til sæden utleveres, har vært fri for munn- og klauvsjuke. Stasjonen skal dessuten ligge midt i et område med 10 kilometers radius hvor det ikke har vært noe tilfelle av munn- og klauvsjuke de siste 30 dager. 7. Holdes på en seminstasjon som i tidsrommet 3 måneder før til 30 dager etter sæduttaket, eller hvis det gjelder fersk sæd, til sæden utleveres, har vært fri for sjukdommer hos storfe som er meldepliktige i henhold til vedlegg E, avsnitt I, til direktiv 64/432/EØF. Sæden skal være tilsatt en kombinasjon av antibiotika som effektivt hindrer oppvekst av bakterier. Umiddelbart etter tilsetning av antibiotika skal den fortynnede sæden ha vært oppbevart ved minimum 5 C i minimum 45 minutter. Sæd som eksporteres til land innenfor EØS skal ferdig fortynnet inneholde minimum 500 IU streptomycin pr. ml, 500 IU penicillin pr. ml, 150 μg lincomycin pr. ml og 300 μg spectinomycin pr. ml eller en annen antibiotikakombinasjon med tilsvarende effekt mot campylobacter, leptospirer og mykoplasmer. Sæden, unntatt fersk sæd, skal ha vært lagret under godkjente forhold i minst 30 dager før utlevering. Sæd som eksporteres til land innenfor EØS, skal transporteres til mottakerlandet i beholdere som har blitt reingjort og desinfisert eller sterilisert før bruk, og som har blitt forseglet og nummeret før de sendes fra det godkjente lageret. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 35

37 Kapittel III. Vilkår for import og eksport av oksesæd innenfor EØS 0 Overskriften endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 1 april 2009 nr Vilkår for import og eksport innenfor EØS Oksesæd som er beregnet til kunstig sædoverføring kan importeres fra eller eksporteres til land i EØS såfremt: 1. sæden er tatt ut, behandlet og, om nødvendig, lagret på en seminstasjon som er godkjent av kompetent myndighet i opprinnelseslandet 1 i henhold til vilkårene i 5 og som drives i henhold til kravene i 6. Sæden kan også være lagret i et sædlager som er godkjent av kompetent myndighet 1 i henhold til vilkårene i 5a og som drives i henhold til 6a. Seminstasjonen eller sædlagret og dens/dets veterinært registreringsnummer skal stå oppført på en liste som er offentliggjort av kompetent myndighet i vedkommende land. 2. sæden stammer fra okser som oppfyller kravene i 7 til sæden er tatt ut, behandlet, lagret og transportert i henhold til kravene i 5, 5a, 6, 6a og sæden er produsert etter 31. desember 1991, hvis den stammer fra land som var EØS-stater før 1. mai sæden er produsert etter 1. mai 2004, hvis den stammer fra land som ble EØS-stater fra 1. mai Oksesæd som er tatt ut, behandlet og lagret før 31. desember 2004, men likevel ikke før datoene som er angitt i første ledd nr. 5 og 6, kan importeres fra eller eksporteres til land i EØS dersom vilkårene i vedlegg B del 2 er oppfylt. Oksesæd som er importert fra et land utenfor EØS i overensstemmelse med bestemmelsene i kapittel III og deretter lagret på et godkjent sædlager kan importeres fra eller eksporteres til land i EØS. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 feb 2005 nr. 75, 1 april 2009 nr. 532, 17 juni 2009 nr. 682, 25 juni 2010 nr. 1053, 23 okt 2012 nr Jf Generelle krav til helsesertifikat Oksesæd som importeres fra eller eksporteres til land i EØS skal følges av helsesertifikat. Sertifikatet skal: 0 1. være utstedt av offentlig veterinær, 2. være skrevet på minst ett av de offisielle språkene i opprinnelseslandet og ett av de offisielle språkene i mottakerlandet, 3. foreligge i original, 4. bestå av ett ark, og 5. være utstedt til én enkelt mottaker. Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 18), 1 april 2009 nr. 532 (tidligere 16), 17 juni 2009 nr a.Spesielle krav til helsesertifikat Dersom sæden sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut, skal oksesæd som omhandlet i 13 første ledd ved import fra eller eksport til land i EØS følges av et helsesertifikat i overensstemmelse med modellen vist i vedlegg B del 1. 36

38 Dersom sæden sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut, skal oksesæd som omhandlet i 13 annet ledd ved import fra eller eksport til land i EØS følges av et helsesertifikat i overensstemmelse med modellen vist i vedlegg B del 2. Dersom sæden sendes fra et sædlager, skal oksesæd som omhandlet i 13 første, annet eller tredje ledd ved import fra eller eksport til land i EØS følges av et helsesertifikat i overensstemmelse med modellen vist i vedlegg B del 3. 0 Tilføyd ved forskrift 17 juni 2009 nr. 682, endret ved forskrift 23 okt 2012 nr Kapittel IV. Vilkår for import av oksesæd fra land utenfor EØS 0 Kapitlet tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr Godkjente land Oksesæd kan kun importeres fra land eller deler av land som er oppført på listen i vedlegg A. 0 Tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr Endret ved forskrift 25 nov 2011 nr a.Godkjente seminstasjoner og sædlagre Oksesæd kan kun importeres fra seminstasjon eller sædlager som er godkjent av vedkommende lands kompetente myndighet og oppført på en liste som er offentliggjort av Europakommisjonen. 0 Tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr Endret ved forskrift 25 juni 2010 nr Generelle krav til helsesertifikater Oksesæd som importeres skal følges av helsesertifikat. Sertifikatet skal: 1. være utstedt av offentlig veterinær, 2. være skrevet på minst ett av de offisielle språkene i mottakerlandet og ett av de offisielle språkene i landet hvor grensekontrollen skal foretas, 3. foreligge i original, 4. bestå av ett ark, og 5. være utstedt til én enkelt mottaker. 0 Tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr a.Spesielle krav til helsesertifikater Oksesæd kan kun importeres dersom sæden følges av et helsesertifikat i samsvar med respektiv modell vist i vedlegg C del 1, 2 eller 3, som er utfylt i overensstemmelse med forklaringen i vedlegg C del 4. 0 Tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr Endret ved forskrifter 17 juni 2009 nr. 682, 25 nov 2011 nr b.Dyrehelsemessige vilkår Oksesæd kan kun importeres dersom vilkårene fastsatt i helsesertifikatene omhandlet i 16a er oppfylt. 0 Tilføyd ved forskrift 25 nov 2011 nr c.Spesielle vilkår for import fra Canada Uavhengig av bestemmelsene i 16a og 16b, kan oksesæd fra Canada importeres dersom vilkårene i helsesertifikatmodell vist i vedlegg D er oppfylt og sæden følges av et slikt helsesertifikat i utfylt stand. 37

39 0 Tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr Endret ved forskrift 25 nov 2011 nr (tidligere 16b). 16d.Transport Oksesæd skal ikke transporteres i samme beholder som sæd som ikke er beregnet for import til EØS eller som har dårligere helsestatus. Under transport til EØS skal sæden være plassert i lukket og forseglet beholder og forseglingen skal ikke brytes under transporten. 0 Tilføyd ved forskrift 25 nov 2011 nr Kapittel V. Andre bestemmelser 0 Endret ved forskrift 1 april 2009 nr. 532 (tidligere kapittel IV). 17.Godkjenningsinstans Mattilsynet kan godkjenne norske seminstasjoner og sædlagre. Godkjente virksomheter tildeles et veterinært registreringsnummer. Dersom vilkår for godkjenning ikke lenger er oppfylt eller virksomheten drives i strid med bestemmelsene i kapittel II, kan Mattilsynet trekke godkjenningen tilbake. Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 0 19). 18.Tilsyn og kontroll Mattilsynet fører tilsyn og fatter vedtak for å gjennomføre bestemmelsene gitt i og i medhold av denne forskriften. Ved import og eksport av oksesæd kommer gjeldende bestemmelser om tilsyn og kontroll 1 til anvendelse. 0 Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 9 juni 2004 nr. 899, 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 20). Jf. forskrift av 31. desember 1998 nr om tilsyn og kontroll ved innførsel og utførsel av levende dyr, annet avlsmateriale og animalsk avfall innen EØS, og ved innførsel av levende dyr fra land utenfor EØS, forskrift av 18. oktober 1999 nr om tilsyn og kontroll ved 1 import og transitt mv. av levende dyr, animalske næringsmidler og produkter av animalsk opprinnelse mv. fra tredjeland, og forskrift av 20. januar 2000 nr. 47 om gebyr for tilsyn og kontroll ved import og transitt mv. av levende dyr, animalske næringsmidler og produkter av animalsk opprinnelse mv. fra tredjeland. 19.Tester Alle laboratorietester som kreves i denne forskriften skal være foretatt ved et offentlig godkjent laboratorium. Intradermale tuberkulintester og serologiske tester for storfebrucellose og smittsom leukose hos storfe skal være utført i henhold til prosedyrene som er beskrevet i vedlegg B, vedlegg C og vedlegg D til direktiv 64/432/EØF. Agargel immunodiffusjonstest for epizootic haemorrhagic disease skal være utført i henhold til prosedyren som er beskrevet i kapittelet om bluetongue i OIEs Terrestrial Manual. 0 Endret ved forskrifter 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 21). 20.Dispensasjon Mattilsynet kan i særlige tilfeller dispensere fra bestemmelsene i denne forskriften, forutsatt at det ikke vil stride mot Norges internasjonale forpliktelser, herunder EØS-avtalen. 38

40 0 Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 22). 21.Sikkerhetsbestemmelser Mattilsynet kan på kort varsel, uten erstatning for avsender eller mottaker, stoppe import eller eksport av sæd dersom spesielle forhold vedrørende avsenderlandets dyrehelsesituasjon eller andre forhold gjør det nødvendig. 0 Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 9 juni 2004 nr. 899, 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 23). 22.Straff Forsettlig eller uaktsom overtredelse av denne forskriften eller bestemmelser gitt i medhold av den, er straffbar i henhold til matloven Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 24). 23.Ikrafttredelse og overgangsordninger Denne forskriften trer i kraft straks. Fra samme tidspunkt oppheves forskrift av 31. desember 1998 nr om dyrehelsemessige betingelser for innførsel og utførsel av storfesæd. Seminstasjoner som er godkjent etter forskrift av 31. desember 1998 nr om dyrehelsemessige betingelser for innførsel og utførsel av storfesæd betraktes som godkjent etter denne forskriften. Oksesæd som er tatt ut, behandlet og lagret før 31. desember 2004 kan omsettes innenlands dersom vilkårene i vedlegg B del 2 er oppfylt. Til og med 30. juni 2013 kan oksesæd fra land utenfor EØS følges av et helsesertifikat, som er utstedt senest 31. mai 2013, i samsvar med respektiv modell vist i vedlegg E. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 25), 1 april 2009 nr. 532, 17 juni 2009 nr. 682, 25 nov 2011 nr. 1144, 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013). Vedlegg A. Liste over land, eller deler av land utenfor EØS, hvorfra det er tillatt å importere oksesæd ISO-kode Land Merknader Beskrivelse av området (hvis relevant) Tilleggsgarantier AU Australia Tilleggsgarantien for de prøver som er fastsatt i punkt II i sertifikatet i vedlegg C del 1 er obligatorisk. CA Canada * CH Sveits ** CL GL IS HR NZ PM Chile Grønland Island Kroatia New Zealand Saint Pierre og Miquelon 39

41 ISO-kode Land Merknader Beskrivelse av området (hvis relevant) Tilleggsgarantier US USA Tilleggsgarantien som er fastsatt i punkt II i sertifikatet i vedlegg C del 1 er obligatorisk. * ** 0 Jf. likevel særskilte sertifikatkrav fastsatt i relevante avtaler mellom EU og tredjeland. Sertifikater i samsvar med ekvivalensavtalen mellom Sveits og Norge 11. november 2010 nr. 49 om veterinære tiltak ved handel med levende dyr, sæd, ova, embryo og animalske produkter. Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 17 juni 2009 nr. 682, 25 okt 2010 nr. 1374, 25 nov 2011 nr. 1144, 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013). Vedlegg B Del 1. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import og eksport innenfor EØS av oksesæd som sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut Del 2. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import og eksport innenfor EØS av oksesæd som er tatt ut, behandlet og lagret før 31. desember 2004 og sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut Del 3. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import og eksport innenfor EØS av oksesæd som sendes fra et sædlager 0 Endret ved forskrifter 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 feb 2005 nr. 75, 17 juni 2009 nr. 682, 23 okt 2012 nr Vedlegg C. Standard helsesertifikater til bruk ved import og transitt av oksesæd fra land utenfor EØS Del 1. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import eller transitt av oksesæd fra land utenfor EØS dersom sæden sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut, behandlet og lagret Del 2. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import eller transitt av oksesæd fra land utenfor EØS dersom sæden er innsamlet, behandlet og lagret før 31. desember 2004 og sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut, behandlet og lagret 40

42 Del 3. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import eller transitt av oksesæd fra land utenfor EØS dersom sæden sendes fra et sædlager Del 4. Forklaring til utfylling av helsesertifikat a) Helsesertifikater skal utarbeides av kompetent myndighet i eksportlandet etter respektiv modell vist i vedlegg C del 1, 2 eller 3. Dersom EØS-bestemmelseslandet stiller tilleggskrav, skal erklæringer som bekrefter at disse er oppfylt også inkluderes i originaleksemplaret av helsesertifikatet. b) Originaleksemplaret av helsesertifikatet skal bestå av ett enkelt papirark eller, hvis det er mer tekst, være utformet slik at alle nødvendige papirark utgjør en samlet og udelelig helhet. c) Der det i helsesertifikatmodellen er angitt at erklæringer som ikke er relevante skal strykes, kan de erklæringer som ikke er relevante overstrekes, paraferes og stemples av sertifikatutsteder eller slettes helt fra sertifikatet. d) Helsesertifikatet skal skrives på minst ett av de offisielle språkene i det EØS-landet hvor grensekontrollen skjer, samt ett av de offisielle språkene i det EØS-landet hvor det endelige bestemmelsesstedet ligger. Disse EØS-landene kan likevel tillate at sertifikatet skrives på det offisielle språket i et annet EØS-land eller er vedlagt en offisiell oversettelse. e) Dersom helsesertifikatet vedheftes flere papirark for å identifisere enkelte produkter i forsendelsen (felt I.28 i helsesertifikatmodellen), skal disse papirarkene også anses som en del av det originale helsesertifikatet og hvert av arkene påføres sertifikatutsteders underskrift og stempel. f) Dersom helsesertifikatet, inkludert vedheftede skjemaer som nevnt i bokstav e), består av mer enn én side, skal hver side pagineres (side av samlet antall sider) nederst på siden og påføres referansenummeret som er tildelt av kompetent myndighet øverst på siden. g) Originaleksemplaret av helsesertifikatet skal fylles ut og underskrives av offentlig veterinær siste arbeidsdag før forsendelsen lesses for eksport til EØS. Kompetent myndighet i eksportlandet skal sørge for at sertifikatutstedelsen skjer i samsvar med regler tilsvarende de som er fastsatt i direktiv 96/93/EF. Den offentlige veterinærens underskrift og stempel skal ha en annen farge enn den trykte teksten i helsesertifikatet. Det samme gjelder stempler, men likevel ikke pregetrykk eller vannmerker. h) Originaleksemplaret av helsesertifikatet skal følge med forsendelsen til grensekontrollstasjonen hvor den innføres til EØS. i) Sertifikatets referansenummer, jf. felt I.2 og II.a i helsesertifikatmodellen, skal utstedes av eksportlandets kompetente myndighet. 0 Tilføyd ved forskrift 25 nov 2011 nr. 1144, endret ved forskrift 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013). Vedlegg D. Spesielle helsesertifikater til bruk ved import av oksesæd fra visse land utenfor EØS Modell for helsesertifikat som kan følge med oksesæd som importeres fra Canada 41

43 0 Tilføyd ved forskrift 25 nov 2011 nr Vedlegg E. Overgangsordning Modell for helsesertifikat som kan brukes ved import og transitt av oksesæd fra land utenfor EØS til og med 30. juni Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 2 feb 2005 nr. 75, 1 april 2009 nr. 532, 17 juni 2009 nr. 682, 25 nov 2011 nr (tidligere vedlegg C), 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013). Viðauki II. Vottorð sem fylgir innflutningi og útflutningi á nautasæði innan EES 42

44 43

45 44

46 Viðauki III. Útbreiðsla sjúkdóma í heiminum, samkvæmt tilkynningum til OIE Nautgripaberklar - Bovine tuberculosis (júlí desember 2012) Blátunga Bluetongue (júlí desember 2012) 45

47 Epizootic haemorrhagic disease (júlí desember 2012) Fósturlát í kúm Trichomonosis (júlí desember 2012) 46

48 Garnaveiki Paratuberculosis (janúar - júní 2012) Gin- og klaufaveiki Foot and mouth disease (júlí desember 2012) 47

49 Gulusótt - Leptospirosis (júlí desember 2011) Hundaæði Rabies (júlí desember 2012) 48

50 Illkynja brjósthimnubólga Contagious bovine pleuropneumonia (júlí desember 2012) Munnblöðrubólga Vesicular stomatitis (júlí desember 2012) 49

51 Pasteurella blóðsýking - Haemorrhagic septicemia (júlí desember 2012) Q-hitasótt Q-fever (janúar júlí 2012) 50

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur.

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur. REGLUGERÐ um plöntuverndarvörur. 1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins. Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum.

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum. Nr. 18 19. janúar 1973 FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum Páll Ólafsson Útdráttur Í samantekt þessari er reiknað út olíunotkun,

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum

Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum Leiðbeiningar Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum - lögboðin upplýsingagjöf um matvæli - Febrúar 2015 0 Efnisyfirlit Inngangur... 2 1. Ofnæmis og óþolsvaldar í II. viðauka reglugerðar... 3 1.1. Afurðir

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn 39 2.4 Fornöfn 2.4.0 Flokkar fornafna og almenn einkenni þeirra Svokölluð fornöfn skiptast í nokkra flokka sem eru býsna ólíkir innbyrðis. Íslensk fornöfn eiga það þó sameiginlegt að vera fallorð. Í því

Detaljer

Eftirlitsstofnun EFTA. Ársskýrsla 2012

Eftirlitsstofnun EFTA. Ársskýrsla 2012 Eftirlitsstofnun EFTA Ársskýrsla 2012 EFTA Surveillance Authority Rue Belliard 35 B-1040 Brussels Belgium Tel. +32 2 286 18 11 Fax +32 2 286 18 10 E mail: registry@eftasurv.int Internet: http://www.eftasurv.int

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

Nr desember 1999 AUGLÝSING

Nr desember 1999 AUGLÝSING 31. desember 1999 173 Nr. 23 AUGLÝSING um samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. Hinn 18. júní 1998 var undirritaður í

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 59 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 59 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 59

Detaljer

Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur. Neytendastofa Öryggissvið

Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur. Neytendastofa Öryggissvið Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur Neytendastofa Útgáfa 4 20.10.2006 EFNISYFIRLIT 1. SKILGREININGAR 1-1 2. ALMENN ÁKVÆÐI 2-1 3. SAMSKIPTI 3-1 3.1 ALMENNT 3-1 3.2 SKÝRSLUGERÐ 3-1 4. SKILGREINING

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014 30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende Nr. 43/57 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014 203-2015n EØS-KOMITEEN HAR av 30. september 2014 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske

Detaljer

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands Marta María Friðriksdóttir Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Margrét María Grétarsdóttir Lagadeild

Detaljer

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: -

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: - Blaðsíða 1 af 9 Öryggisblað (MSDS) Reglug. 866/2012 og 1272/2008/EB (CLP), rg. 750/2008 (REACH). 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei

HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei Ritgerð til B.A. -prófs Ásta Haraldsdóttir haust 2011 1 Háskóli Íslands

Detaljer

ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 68/2006. frá 2. júní um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn

ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 68/2006. frá 2. júní um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 68/2006 frá 2. júní 2006 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN með hliðsjón

Detaljer

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo Kynningarblað Loftbóludekk, heilsársdekk, Evrópumerkingar og endurvinnsla. Meira grip án nagla Andaðu léttar með harðskeljadekkjum frá Toyo Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin.

Detaljer

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta Klínískar leiðbeiningar fyrir notkun líftæknilyfja fyrir sjúklinga með iktsýki (rheumatoid arthritis/ra) og Still's sjúkdóm hjá fullorðnum (adult Still s disease). Inngangur: Iktsýki er krónískur bólgusjúkdómur

Detaljer

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl.

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl. Leiðbeinandi vextir fyrir sparisjóðina gildir frá 1. apríl 2008 Vaxtatilkynning nr. 417 INNLÁN Vextir alls á ári 1. ALMENNIR SPARIREIKNINGAR: 1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2. MARKAÐSREIKNINGAR:

Detaljer

078861/EU XXIV. GP. Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION. Brussels, 17 April 2012 (OR. en)

078861/EU XXIV. GP. Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION. Brussels, 17 April 2012 (OR. en) 078861/EU XXIV. GP Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION Brussels, 17 April 2012 (OR. en) 7734/12 Interinstitutional File: 2012/0047 (NLE) EEE 27 AELE 23 CHIMIE 23 V 215 LEGISLATIVE ACTS

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

Byggingarreglugerð. Stjtíð. B, nr. 441/1998.

Byggingarreglugerð. Stjtíð. B, nr. 441/1998. Stjtíð. B, nr. 441/1998. Byggingarreglugerð. 1. KAFLI. Stjórnsýsla og almenn ákvæði. 1. gr. Markmið. 1.1 Markmið þessarar reglugerðar eru: a. að tryggja réttaröryggi í meðferð byggingarmála þannig að réttur

Detaljer

EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 123/2004. av 24. september 2004

EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 123/2004. av 24. september 2004 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 123/2004 av 24. september 2004 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder, prøving og sertifisering) og vedlegg IV (Energi) EØS-KOMITEEN HAR under

Detaljer

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv Adm. dir. Frode Nilsen LNS- Gruppen LNS Eiendom AS Hålogaland Grus & Betong AS LNS (Chile) S.A. LNS AS Skaland Graphite LNSGMS Greenland Rana Gruber

Detaljer

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin Íslensk málnefnd Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin [Vinnuskjal 29. ágúst 2015] Hinn 12. mars 2014 voru fimm ár liðin frá því að Alþingi samþykkti tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu

Detaljer

FiSKVINNSLUSTÖÐVA. Álþingi E rin á i m Þ /& /S 1 * komudagur /4 00^ SAMTOK LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

FiSKVINNSLUSTÖÐVA. Álþingi E rin á i m Þ /& /S 1 * komudagur /4 00^ SAMTOK LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA SAMTOK FiSKVINNSLUSTÖÐVA Alþingi Efhahags- og skattaneínd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Álþingi E rin á i m Þ /& /S 1 * komudagur /4 00^ LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Borgartúni 35 105 Reykjavík

Detaljer

EØS-KOMITEENS BESLUTNING. nr. 29/1999 av 26. mars 1999

EØS-KOMITEENS BESLUTNING. nr. 29/1999 av 26. mars 1999 Avtalen om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde EØS-komiteen EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 29/1999 av 26. mars 1999 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder, prøving

Detaljer

UNIVERSITETET I OSLO DET HUMANISTISKE FAKULTET

UNIVERSITETET I OSLO DET HUMANISTISKE FAKULTET UNIVERSITETET I OSLO ET HUMANISTISKE FAKULTET ------------- Eksamen i NOR1106 Norrønt, indre språkhistorie og språknormering Vår 2009 Tid: Fredag 28. mai kl. 9-13 (4 timar/timer) Stad/sted: Lesesal B,

Detaljer

Almennt um bókhald ríkisins

Almennt um bókhald ríkisins Almennt um bókhald ríkisins Bókhald ríkisins er fært í Oracle, (Oracle E-Buisness Suite). Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, nefnt Orri, er samhæfð heildarlausn í viðskiptahugbúnaði. Kerfið keyrir á

Detaljer

Svavar Sigmundsson. Austfirsk örnefni. Góðir málþingsgestir.

Svavar Sigmundsson. Austfirsk örnefni. Góðir málþingsgestir. Svavar Sigmundsson Austfirsk örnefni Góðir málþingsgestir. Ég ætla að stikla á nokkrum örnefnum sem hafa þá sérstöðu að vera að mestu eða öllu bundin við Austurland og Stefán Einarsson fjallar um með einhverjum

Detaljer

GREININGARSKÝRSLA ÞINGLÝSING RAFRÆNNA SKJALA

GREININGARSKÝRSLA ÞINGLÝSING RAFRÆNNA SKJALA GREININGARSKÝRSLA 2010 ÞINGLÝSING RAFRÆNNA SKJALA Efnisyfirlit Samantekt... 5 Orðskýringar... 7 1 Inngangur... 9 1.1 Tilgangur og markmið... 9 1.2 Almennt um verkefnið... 9 1.3 Stýrihópur og greiningarhópur...

Detaljer

Forskrift om varsel og melding om sjukdom hos dyr

Forskrift om varsel og melding om sjukdom hos dyr Forskrift om varsel og melding om sjukdom hos dyr Hjemmel: Fastsatt av Landbruks- og matdepartementet og Nærings- og fiskeridepartementet 19.desember 2014 med hjemmel i lov 15. juni 2001 nr. 75 om veterinærer

Detaljer

EKSAMEN I NORD6106 Nordisk språk - historisk, 7,5 sp. 28.05.2010-4 timer -

EKSAMEN I NORD6106 Nordisk språk - historisk, 7,5 sp. 28.05.2010-4 timer - 1 NORGES TEKNISK-NATURVITENSKAPELIGE UNIVERSITET DET HUMANISTISKE FAKULTET INSTITUTT FOR NORDISTIKK OG LITTERATURVITENSKAP Sidetall: 2 Bokmålstekst s. 1 Vedlegg: 1 Nynorsktekst s. 2 Tillatte hjelpemidler:

Detaljer

Departement Nærings- og fiskeridepartementet, Landbruks- og matdepartementet

Departement Nærings- og fiskeridepartementet, Landbruks- og matdepartementet Forskrift om varsel og melding om sjukdom hos dyr Dato FOR-2014-12-19-1841 Departement Nærings- og fiskeridepartementet, Landbruks- og matdepartementet Publisert I 2014 hefte 18 Ikrafttredelse 01.01.2015

Detaljer

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, 137 mál.

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, 137 mál. RSK Alþingi, efnahags- og viðskiptanefnd Austurstræti 8 150 REYKJAVÍK - RIKISSKATTSTJORI----------------- Alþingi i Erindi nr.þ /3 // * i i w DACS komudagur nilv IS U N Reykjavík, 14. apríl 2005 2005030411

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zyvoxid 2 mg/ml innrennslislyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur 2 mg linezolid. 300 ml innrennslispokar innihalda 600 mg linezolid. Hjálparefni með

Detaljer

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin Læs hele denne indlægsseddel omhyggeligt, inden du begynder at anvende dette lægemiddel. Dette lægemiddel er ordineret til dig personligt.

Detaljer

ServerClient 15. Zugriff KNX/EIB kerfi Tilgang KNX/EIB-system. Hönnunarger ir Designvarianter. Gira/Pro-face

ServerClient 15. Zugriff KNX/EIB kerfi Tilgang KNX/EIB-system. Hönnunarger ir Designvarianter. Gira/Pro-face Zugriff KNX/EIB kerfi Tilgang KNX/EIB-system Sem jónustutæki fyrir Gira HomeServer 3 e a Gira FacilityServer er t.d. hægt a byggja inn í Gira SmartTerminal e a ServerClient 15. eir virka sem a al st ringar-,

Detaljer

Alþingi. Laxfiskar ehf Erindi nr. Þ * öo

Alþingi. Laxfiskar ehf Erindi nr. Þ * öo Alþingi. Laxfiskar ehf Erindi nr. Þ * öo Jóhannes Sturlaugsson, vj O ainl Pósthólf280,270 Mosfellsbær k o m u d a g u r Sími: 664 70 80 Tðlvupóstfang: johannes@laxfiskar.is 27. apríl 2006 Landbúnaðarnefhd

Detaljer

Jökulsá í Fljótsdal; Eyjabakkafoss vhm 221, V234

Jökulsá í Fljótsdal; Eyjabakkafoss vhm 221, V234 Jökulsá í Fljótsdal; Eyjabakkafoss vhm 221, V234 Rennslislyklar nr. 5, 6 og 7 Egill Axelsson Unnið fyrir Landsvirkjun OS 2006/017 9979-68-208-6 Orkustofnun - Vatnamælingar Orkugarður Grensásvegi 9 108

Detaljer

Sporbarhet. Hva er sporbarhet? TemaNord 2005:584

Sporbarhet. Hva er sporbarhet? TemaNord 2005:584 Sporbarhet Hva er sporbarhet? TemaNord 2005:584 Sporbarhet Hva er sporbarhet? TemaNord 2005:584 Nordisk Ministerråd, København 2005 ISBN 92-893-1253-X Opplag: Print on Demand Trykt på miljøvennlig papir

Detaljer

STEG 1: VAD ÄR ETT SET?

STEG 1: VAD ÄR ETT SET? ÅLDER: från 8 år SPELARE: 2 4 MÅL: Att få flest poäng. Samla poäng genom att lägga SET med dina tärningar och de tärningar som redan ligger på spelplanen. Ju fler SET, desto fler poäng! STEG 1: VAD ÄR

Detaljer

Stofnun fyrirtækja. Formreglur, réttindi og skyldur. Útgefendur: Impra nýsköpunarmiðstöð Háskólinn í Reykjavík Ax hugbúnaðarhús

Stofnun fyrirtækja. Formreglur, réttindi og skyldur. Útgefendur: Impra nýsköpunarmiðstöð Háskólinn í Reykjavík Ax hugbúnaðarhús Stofnun fyrirtækja Formreglur, réttindi og skyldur Útgefendur: Impra nýsköpunarmiðstöð Háskólinn í Reykjavík Ax hugbúnaðarhús Stofnun fyrirtækja - Formreglur, réttindi og skyldur Höfundur: Lilja Dóra Halldórsdóttir

Detaljer

Hitablásarar. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. maí 2015 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Aufúsugestir?

Hitablásarar. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. maí 2015 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Aufúsugestir? bóndinn frá íshúsinu Harðgerðir vatnshitablásarar Hitablásarar íshúsið S:566 6000 Smiðjuvegur 4a, græn gata hitarar.is 22. Apríl 2015 8. tölublað 4. árgangur ÚTBOÐ Stofnlagnir á Egilsstaðanesi Hitaveita

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Menntamálastofnun 8670

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Menntamálastofnun 8670 2B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Menntamálastofnun 8670 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 2B 4. kafli 2.4.1 Hve marga ferninga finnur þú? 2.4.2 Flatarmálslottó 2.4.3 Flatarmál hrings

Detaljer

Høringsnotat. Lovavdelingen Desember 2007 Snr: 200602862. Side 1

Høringsnotat. Lovavdelingen Desember 2007 Snr: 200602862. Side 1 Høringsnotat Lovavdelingen Desember 2007 Snr: 200602862 HØRING TILTREDELSE TIL ENDRINGSOVERENSKOMST TIL KONVENSJON 6. FEBRUAR 1931 MELLOM NORGE, DANMARK, FINLAND, ISLAND OG SVERIGE INNEHOLDENDE INTERNASJONAL-

Detaljer

Fakta om: Kameldyr - sykdommer 06.02.2015 15:48

Fakta om: Kameldyr - sykdommer 06.02.2015 15:48 Fakta om: Kameldyr - sykdommer 06.02.2015 15:48 Facebook Fra årtusenskiftet har bestanden av søramerikanske kameldyr (lama og alpakka) vært stigende i Norge som i andre nordiske og europeiske land. Flere

Detaljer

Að búa til jólaminningar

Að búa til jólaminningar JÓL 2015 2 Jólablað Morgunblaðsins Að búa til jólaminningar Jólin eru að koma, rétt eins og þau hafa alltaf gert. Þau eru tilhlökkunarefni, standa iðulega með sínum hætti undir væntingum og eru tími sem

Detaljer

Originator: D Approval: Final ROD: 00.00 File Name: 40047i179.indd

Originator: D Approval: Final ROD: 00.00 File Name: 40047i179.indd s 2008 Hasbro. Med ensamrätt. Distribueras i Norden av Hasbro Nordic, Ejby Industrivej 40, DK-2600 Glostrup, Danmark. www.hasbro.se n 2008 Hasbro. Med enerett. Distribueres i Norden av Hasbro Nordic, Ejby

Detaljer

Prop. 54 S. ( ) Proposisjon til Stortinget (forslag til stortingsvedtak)

Prop. 54 S. ( ) Proposisjon til Stortinget (forslag til stortingsvedtak) Prop. 54 S (2014 2015) Proposisjon til Stortinget (forslag til stortingsvedtak) Samtykke til godkjennelse av EØS komiteens beslutning nr. 203/2014 av 30. september 2014 om innlemmelse i EØS-avtalen av

Detaljer

EØS-KOMITEENS BESLUTNING. nr. 22/98 av 31. mars 1998

EØS-KOMITEENS BESLUTNING. nr. 22/98 av 31. mars 1998 Avtalen om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde EØS-komiteen EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 22/98 av 31. mars 1998 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder, prøving og

Detaljer

Mysteriet med det skjulte kort

Mysteriet med det skjulte kort Dular ularful fulla la leynispilið Nemendur í 9. bekk sýna hvernig stærðfræði getur sprottið upp úr skemmtiverkefni. Hópur var að leika sér með spilagaldur. Smám saman fannst þeim galdurinn sjálfur einfaldur

Detaljer

Stika 2a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 2a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika 2a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika 2a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 1. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

556. Tillaga til þingsályktunar. Flm.: Steingrímur Aðalsteinsson, Áki Jakobsson, Brynjólfur og Lúðvík Jósefsson.

556. Tillaga til þingsályktunar. Flm.: Steingrímur Aðalsteinsson, Áki Jakobsson, Brynjólfur og Lúðvík Jósefsson. sþ. um gát á glæpamönnum. 556. Tillaga til þingsályktunar Flm.: Steingrímur Aðalsteinsson, Áki Jakobsson, Brynjólfur og Lúðvík Jósefsson. Bjarnason Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera ráðstafanir

Detaljer

MONTERAS AV EN VUXEN GAMES AGE

MONTERAS AV EN VUXEN GAMES AGE AKTIV INOMHUSLEK AKTIV INDENDØRSLEG AKTIV INNENDØRSLEK AKTIIVINEN SISÄPELI MONTERAS AV EN VUXEN 2008 Hasbro. Med ensamrätt. Distribueras i Norden av Hasbro Nordic, Ejby Industrivej 40, DK-2600 Glostrup,

Detaljer

SKALI LAUSNIR STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG NEMENDABÓK. Námsgagnastofnun 8660

SKALI LAUSNIR STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG NEMENDABÓK. Námsgagnastofnun 8660 2A SKALI NEMENDABÓK STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG LAUSNIR Námsgagnastofnun 8660 Kafli 1 Prósent 1.1 a 1 = 0,5 = 50% 2 b 1 0,333 = 33,3% 3 c 1 = 0,25 = 25% 2 d 1 = 0,2 = 20% 5 e 1 = 0,125 = 12,5% 8 1.6

Detaljer

Nordisk samarbeid for redusert bruk av pesticider

Nordisk samarbeid for redusert bruk av pesticider Nordisk samarbeid for redusert bruk av pesticider TemaNord 2004:542 Nordisk samarbeid for redusert bruk av pesticider TemaNord 2004:542 Nordisk Ministerråd, København 2004 ISBN 92-893-1036-7 ISSN 0908-6692

Detaljer

Læsisstefna Holtaskóla. Skólaárið

Læsisstefna Holtaskóla. Skólaárið Læsisstefna Holtaskóla Skólaárið 2015-2016 Inngangur Öllum er ljóst mikilvægi læsis en gott læsi er meginforsenda þess að nemendum sækist nám vel. Grunnskólar eru bundnir af ákvæðum aðalnámskrár Mennta-

Detaljer

Mellommenns sivilrettslige ansvar ved handel på Internett

Mellommenns sivilrettslige ansvar ved handel på Internett Mellommenns sivilrettslige ansvar ved handel på Internett Mellommenns sivilrettslige ansvar ved handel på Internett Professor, dr. juris Ole-Andreas Rognstad, Universitetet i Oslo TemaNord 2004:512 Mellommenns

Detaljer

s Instruktioner...2 k Instruktioner...5 n Veiledning...8 v Peliohjeet...11 x Leiðbeiningar...14

s Instruktioner...2 k Instruktioner...5 n Veiledning...8 v Peliohjeet...11 x Leiðbeiningar...14 Spilin Þegar þú hefur dregið spil fylgirðu leiðbeiningunum á því. Spil með Farðu áfram : Þessi spil gera þér kleift að færa þig áfram eftir brautinni. Ef þú dregur slíkt spil sem er með einu skýi færirðu

Detaljer

LATTJO. Design and Quality IKEA of Sweden

LATTJO. Design and Quality IKEA of Sweden LATTJO Design and Quality IKEA of Sweden ENGLISH 4 DEUTSCH 6 FRANÇAIS 8 NEDERLANDS 10 DANSK 12 ÍSLENSKA 14 NORSK 16 ENGLISH 4 LATTJO carrom game Number of players: 2-4 Content: 1 carrom board, 2 x 9 pieces,

Detaljer

En risikovurdering av import av levende storfe til Norge fra Sverige, Danmark, Nederland, Frankrike, Storbritannia, New Zealand og Canada

En risikovurdering av import av levende storfe til Norge fra Sverige, Danmark, Nederland, Frankrike, Storbritannia, New Zealand og Canada Rapport 18-2016 En risikovurdering av import av levende storfe til Norge fra Sverige, Danmark, Nederland, Frankrike, Storbritannia, New Zealand og Canada Norwegian Veterinary Institute En risikovurdering

Detaljer

Vedlegg H. Helsesertifikatmodeller for import av klauvdyr til EØS fra tredjestat. Del 1 Modell SUI

Vedlegg H. Helsesertifikatmodeller for import av klauvdyr til EØS fra tredjestat. Del 1 Modell SUI Vedlegg H Helsesertifikatmodeller for import av klauvdyr til EØS fra tredjestat Del 1 Modell SUI Helsesertifikatmodell for import av ikke-domestiserte dyr av svinefamilien til EØS fra tredjestat 0 1. Avsender

Detaljer

Vedtægter Statutes Säännöt Reglur Vedtekter Njuolggadusat Stadgar

Vedtægter Statutes Säännöt Reglur Vedtekter Njuolggadusat Stadgar Vedtægter Statutes Säännöt Reglur Vedtekter Njuolggadusat Stadgar 2007 Filnavn: NordtermsVedtekter2007.doc Dato: 2007-12-20 Side 1 av 32 2(32) NORDTERM vedtægter/statutes/säännöt/reglur/vedtekter/njuolggadusat/stadgar

Detaljer

Veterinærsertifikat OVI-X for import til EØS

Veterinærsertifikat OVI-X for import til EØS NORGE Veterinærsertifikat OVI-X for import til EØS Del I: Nærmere om sendingen 1.1.Avsender I.2. referansenr. I.2.a Navn Postnr. I.3. Sentral kompetent myndighet I. 4. Lokal kompetent myndighet Tel. Nr.

Detaljer

Forebyggende: Påfør en kald Incimaxx T-oppløsning (0,5 vol. % = 5 ml/l) på hele området ved bruk av skum- eller sprayutstyr.

Forebyggende: Påfør en kald Incimaxx T-oppløsning (0,5 vol. % = 5 ml/l) på hele området ved bruk av skum- eller sprayutstyr. Incimaxx T Beskrivelse Produktfordeler: Anvendelse Flytende desinfeksjonsmiddel med skumegenskaper basert på glutaraldehyd/qac til bruk i landbruk - Fremragende mikrobiologisk effekt (dokumentert ved offisielle

Detaljer

Bifreiðaskrá 2008. Skattmat í staðgreiðslu Bifreiðahlunnindi

Bifreiðaskrá 2008. Skattmat í staðgreiðslu Bifreiðahlunnindi Bifreiðaskrá 2008 Skattmat í staðgreiðslu Bifreiðahlunnindi Bifreiðategundir og umboð þeirra Tegund Umboð Bls. ALFA ROMEO Bílaumboðið Saga ehf. 5 AUDI Hekla hf. 5 BMW Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf. 5

Detaljer

Loftmyndir ehf. TK 50. GAGNALÝSING Útgáfa Stafrænn kortgrunnur í viðmiðunarmælikvarða 1:50.000

Loftmyndir ehf. TK 50. GAGNALÝSING Útgáfa Stafrænn kortgrunnur í viðmiðunarmælikvarða 1:50.000 Loftmyndir ehf. TK 50 Stafrænn kortgrunnur í viðmiðunarmælikvarða 1:50.000 GAGNALÝSING Útgáfa 1.0.0 2012 Reykjavík í janúar 2012 Efnisskrá Inngangur... 1 Uppruni gagna... 1 Nákvæmni gagna... 1 Uppfærsla

Detaljer

Rutiner for samhandling mellom Mattilsynet og VKM vedlegg I sist revidert 12.10.2009

Rutiner for samhandling mellom Mattilsynet og VKM vedlegg I sist revidert 12.10.2009 Vedlegg I Regelverkets beskrivelse av risikoanalyse Matloven fastslår at I Norge skal risikovurderinger foretas av en uavhengig vitenskapskomité, som administrativt skal ligge under Helsedepartementet

Detaljer

6 Adjektivisk bøying. Omfang og typologi. Sterk bøying. Adjektiv

6 Adjektivisk bøying. Omfang og typologi. Sterk bøying. Adjektiv 6 Adjektivisk bøying Omfang og typologi 51 Ordklasser og kategoriar. Den adjektiviske bøyinga omfattar ordklassene adjektiv og determinativ, og dessutan verbpartisippa. Det er fire kategoriar i den adjektiviske

Detaljer

COMMISSION REGULATION (EU) 2015/896 of 11 June 2015 amending Annex IV to Regulation (EC) No 396/2005 of the European Parliament and of the Council as

COMMISSION REGULATION (EU) 2015/896 of 11 June 2015 amending Annex IV to Regulation (EC) No 396/2005 of the European Parliament and of the Council as COMMISSION REGULATION (EU) 2015/896 of 11 June 2015 amending Annex IV to Regulation (EC) No 396/2005 of the European Parliament and of the Council as regards maximum residue levels for Trichoderma polysporum

Detaljer

Én helse. Helse og mattrygghet for dyr og mennesker. VKMs jubileumskonferanse Oslo 17.06.2014. Merete Hofshagen

Én helse. Helse og mattrygghet for dyr og mennesker. VKMs jubileumskonferanse Oslo 17.06.2014. Merete Hofshagen Én helse Helse og mattrygghet for dyr og mennesker VKMs jubileumskonferanse Oslo 17.06.2014 Merete Hofshagen Én helse One Health «Alt henger sammen med alt» miljø dyr - mennesker mange vitenskapsdisipliner

Detaljer

Angry Birds 2009-2012 Rovio Entertainment Ltd. 40588 A

Angry Birds 2009-2012 Rovio Entertainment Ltd. 40588 A Angry Birds 2009-2012 Rovio Entertainment Ltd. 40588 A SÄÄNNÖT (FI) He luulivat muniensa olevan turvassa, mutta robotin pitkä käsivarsi toisesta ulottuvuudesta kurkotti ja nappasi ne! Nyt, uusin voimin

Detaljer

i Kvadraturen. Logg: Elever i 9B, Fiskå skole Refleksjoner: Svein H. Torkildsen

i Kvadraturen. Logg: Elever i 9B, Fiskå skole Refleksjoner: Svein H. Torkildsen Kvadr adrat atur uren Í greininni er varpað ljósi á verkefni sem nemendur unnu þegar þeir tóku þátt í Abels-keppninni fyrir 9. bekki í Noregi. Bærinn þeirra, Kristiansand, er skipulagður eftir hugmyndum

Detaljer

Overvåkningsprogrammene - Sammenstilling av resultater 2015

Overvåkningsprogrammene - Sammenstilling av resultater 2015 Rapport 12a - 2016 Overvåkningsprogrammene - Sammenstilling av resultater 2015 Norwegian Veterinary Institute Overvåkingsprogrammene Sammenstilling av resultater 2015 Innhold Bakgrunn... 2 Fisk... 2 Mat

Detaljer

Nasjonale prøver. Lesing 5. steget Eksempeloppgåve 3. Nynorsk

Nasjonale prøver. Lesing 5. steget Eksempeloppgåve 3. Nynorsk Nasjonale prøver Lesing 5. steget Eksempeloppgåve 3 Nynorsk Leite etter mat Her er tre prosjekt som handlar om kva små skapningar et, og korleis dei leiter etter mat. Først må du finne verkelege maur,

Detaljer

BRUKARRETTLEIING FOR ELEKTRONISK SKJEMA SØKNAD OM STATSTILSKOT TIL POLITISKE PARTI... 2 GENERELLE OPPLYSNINGAR LES DETTE FØRST...

BRUKARRETTLEIING FOR ELEKTRONISK SKJEMA SØKNAD OM STATSTILSKOT TIL POLITISKE PARTI... 2 GENERELLE OPPLYSNINGAR LES DETTE FØRST... BRUKARRETTLEIING FOR ELEKTRONISK SKJEMA SØKNAD OM STATSTILSKOT TIL POLITISKE PARTI... 2 GENERELLE OPPLYSNINGAR LES DETTE FØRST... 2 KVEN KAN SØKJE/BRUKE DET ELEKTRONISKE SØKNADSSKJEMAET?... 3 STARTSIDE...

Detaljer

BEKJEMPING AV PARATUBERKULOSE

BEKJEMPING AV PARATUBERKULOSE Styrende dokument Utarbeidet av: 10571 Sist endret: 28.01.2015 Prosess: Føre tilsyn Prosesseier: Kristina Landsverk Retningslinje Utgave: 1 ephorte saksnr: 2014/123461 BEKJEMPING AV PARATUBERKULOSE Retningslinjene

Detaljer

«Ny Giv» med gjetarhund

«Ny Giv» med gjetarhund «Ny Giv» med gjetarhund Gjetarhundnemda har frå prosjektleiinga i «NY GIV I SAUEHOLDET» som HSG står bak, fått ansvar for prosjektet «KORLEIS STARTA MED GJETARHUND FOR FØRSTE GANG». Prosjektet går ut på

Detaljer

Stikur í steik. Made in China

Stikur í steik. Made in China Stikur í steik Fylgið reglum Ker-Plunked! en áður en þið þræðið stikunum í skal hver leikmaður velja sér lit á stikum. Þú mátt eingöngu fjarlægja stiku í þeim lit sem þú valdir það sem eftir lifir leiks.

Detaljer

Referat fra møte i EUs faste komité for næringsmiddelkjeden og dyrehelse Seksjon import og kontroll

Referat fra møte i EUs faste komité for næringsmiddelkjeden og dyrehelse Seksjon import og kontroll Referat fra møte i EUs faste komité for næringsmiddelkjeden og dyrehelse Seksjon import og kontroll 4. - 5.3.2014 Forum: Sted og tid: Utsteder: Møtets formål: Møteleder: EUs faste komité for næringsmiddelkjeden

Detaljer

DANSK 4 ÍSLENSKA 11 NORSK 18 SUOMI 25 SVENSKA 32

DANSK 4 ÍSLENSKA 11 NORSK 18 SUOMI 25 SVENSKA 32 UPPLEVA 3 DANSK 4 ÍSLENSKA 11 NORSK 18 SUOMI 25 SVENSKA 32 DANSK Pleje og vedligeholdelse 4 Sikkerhed Gravide kvinder og mennesker med hjerteproblemer bør ikke anvende 3D-briller. 3D TV er ikke anbefalet

Detaljer

Innledning Det vises til tidligere faglig vurdering av smittefare fra alpakka fra Veterinærinstituttet 27.3. 2015

Innledning Det vises til tidligere faglig vurdering av smittefare fra alpakka fra Veterinærinstituttet 27.3. 2015 Oslo Mattilsynet Ullevålsveien 68 Postboks 750 Sentrum 0106 Oslo Sentralbord 23 21 60 00 Faks 23 21 60 01 Vårt saksnummer 15/34911 Oslo, 09.07.2015 Funn av Mycobacterium avium subspecies paratuberculosis

Detaljer

Veterinærsertifikat RUM for import til EØS

Veterinærsertifikat RUM for import til EØS Norge Veterinærsertifikat RUM for import til EØS Del I: Nærmere om sendingen 1.1.Avsender I.2. referansenr. I.2.a Postnr. I.3. Sentral kompetent myndighet I. 4. Lokal kompetent myndighet Tel. Nr. I.5.Mottaker

Detaljer

land manna laugar Analyser Unnur Íris Bjarndóttir

land manna laugar Analyser Unnur Íris Bjarndóttir land manna laugar Analyser Unnur Íris Bjarndóttir Han hadde gått lenge. Fjallabak er et kjempestort området for en liten tobeina. Kulden var næsten ikke til å takle. Han var også mørkeredd, hvem ved hva

Detaljer

ISLANDSKE DIKT. Frå Solarljoé til opplysningstid. Norsk omdikting ved IVAR ORGLAND. (13. hundreåret - 1835) FONNA FORLAG 1977

ISLANDSKE DIKT. Frå Solarljoé til opplysningstid. Norsk omdikting ved IVAR ORGLAND. (13. hundreåret - 1835) FONNA FORLAG 1977 ISLANDSKE DIKT Frå Solarljoé til opplysningstid (13. hundreåret - 1835) Norsk omdikting ved IVAR ORGLAND FONNA FORLAG 1977 INNHALD FØREORD ved Ivar Orgland 7 SOLARLJOD 121 &ORIR JOKULL STEINFINNSSON (D.

Detaljer

Vestmannaeyjarbarnas norgesopphold 1973

Vestmannaeyjarbarnas norgesopphold 1973 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska Vestmannaeyjarbarnas norgesopphold 1973 Var det fornuftig å sende barn til et fremmed land like etter en traumatisk opplevelse? Ritgerð til BA prófs í Norsku Guðrún

Detaljer