Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn"

Transkript

1 Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Virk efni: natríumklóríð, kalíumklóríð, kalsíumklóríð tvíhýdrat, magnesíumklóríð hexahýdrat og natríumacetat þríhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum. - Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Þetta lyf heitir Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn en mun hér eftir vera kallað Ringer- Acetat Baxter Viaflo. Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar: 1. Upplýsingar um Ringer-Acetat Baxter Viaflo og við hverju það er notað 2. Áður en byrjað er að nota Ringer-Acetat Baxter Viaflo 3. Hvernig nota á Ringer-Acetat Baxter Viaflo 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvenig geyma á Ringer-Acetat Baxter Viaflo 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar 1. Upplýsingar um Ringer-Acetat Baxter Viaflo og við hverju það er notað Ringer-Acetat Baxter Viaflo er lausn eftirtalinna efna í vatni: - natríumklóríð - kalíumklóríð - kalsíumklóríð tvíhýdrat - magnesíumklóríð hexahýdrat - natríumacetat þríhýdrat Natríum, kalíum, kalsíum, magnesíum, klóríð og acetat eru efni sem finnast í blóðinu. Ringer-Acetat Baxter Viaflo er notað: - til að endurnýja líkamsvökva og ýmis blóðsölt (elektrólýta) sem hafa tapast vegna veikinda eða áverka - sem skammtíma meðferð við minnkuðu blóðrúmmáli. 2. Áður en byrjað er að nota Ringer-Acetat Baxter Viaflo Ekki má nota Ringer-Acetat Baxter Viaflo ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig: - Fyrirburar og nýburar (yngri en 28 daga gamlir): Barnið má ekki fá ákveðið sýklalyf sem heitir ceftriaxón sem dreypi í bláæð á sama tíma og það fær þetta lyf. - of mikill vökvi er í kringum frumur líkamans (ofgnótt utanfrumuvökva) - meira blóðrúmmál en eðlilegt er (ofdreyri).

2 Varnaðarorð og varúðarreglur Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Ringer-Acetat Baxter Viaflo er notað ef eitthvað af eftirfarandi atriðum á við um þig. - Óháð aldri sjúklinga má ekki blanda ákveðnu sýklalyfi sem kallast ceftriaxón við innrennslislausnir sem innihalda kalsíum eða gefa þessar lausnir saman sem dreypi í bláæð. Læknirinn veit þetta og mun ekki gefa þær saman jafnvel þótt notaðar séu mismunandi innrennslisslöngur eða mismunandi innrennslisstaðir. - Hinsvegar má læknirinn gefa sjúklingum eldri en 28 daga gömlum innrennslislausnir sem innihalda kalsíum og ceftriaxón hvora á eftir annarri ef lausnirnar eru gefnar um mismunandi innrennslisslöngur og á mismunandi innrennslisstöðum eða ef innrennslisslangan er skoluð vandlega með lífeðlisfræðilegri saltlausn milli innrennslanna til að fyrirbyggja að útfelling myndist. Ef barnið þjáist af litlu blóðrúmmáli mun læknirinn ekki gefa lausn sem inniheldur kalsíum og lausn með ceftriaxón hvora á eftir annarri. - hjartabilun (sérstaklega ef meðhöndlað er með digitalis) - öndunarbilun (lungnasjúkdómur) - bólga vegna vökvasöfnunar í líkamanum (bjúgur) - vökvasöfnun í maga (kvið) vegna lifrarsjúkdóms (skorpulifur með skinuholsvökva) - minnkuð nýrnastarfsemi (skortur/truflanir á nýrnastarfsemi) - hár blóðþrýstingur (háþrýstingur) - vökvasöfnun undir húð, sérstaklega í kringum ökkla (útlægur bjúgur) - vökvasöfnun í lungum (lungnabjúgur) - hár blóðþrýstingur á meðgöngu (meðgöngueitrun eða meðgöngukrampi) - aldósterónheilkenni (sjúkdómur sem veldur háu gildi hormóns sem nefnist aldósterón) - annað ástand sem tengist uppsöfnun natríums (of mikið natríum í líkamanum), svo sem meðferð með sterum (sjá einnig Notkun annarra lyfja samhliða Ringer Acetat Baxter Viaflo ) - ástand sem veldur því að meiri líkur eru á miklu magni af kalíum í blóðinu, svo sem: - nýrnabilun - sjúkdómur í nýrnahettum sem hefur áhrif á hormón sem stýra styrk efna í líkamanum (adrenocortical insufficiency) - bráð vökvaþurrð (tap á vatni úr líkamanum, t.d. vegna uppkasta eða niðurgangs) -víðtæk vefjaskemmd (eins og fram getur komið við alvarlegan bruna) (Í þessum tilvikum þarf að fylgjast vel með plasmaþéttni kalíums) - veikindi sem valda hærri gildum af D-vítamíni en eðlilegt er, svo sem sarklíki - vöðvaslensfár (sjúkdómur sem veldur stigvaxandi vöðvaslappleika) - bati eftir aðgerð Þegar þú færð þetta innrennsli, tekur læknirinn sýni úr blóði og þvagi til að fylgjast með: - magni líkamsvökva (vökvajafnvægi) - þéttni efna eins og natríums, kalíums, kalsíums, magnesíums og klóríðs í blóði og þvagi (sölt í blóði og þvagi) - sýru-basa jafnvægi (sýrustig í blóði og þvagi) Þetta er einkum mikilvægt hjá börnum þar sem þau hafa takmarkaða getu til að stjórna vökvamagni og blóðsöltum. Ef einhver þessara kvilla er til staðar á að fylgjast vandlega með þér ef þú færð mikið magn af Ringer- Acetat Baxter Viaflo til innrennslis. Þó að Ringer-Acetat Baxter Viaflo innihaldi kalíum er það ekki nægilegt magn til að meðhöndla mjög lága plasmaþéttni (alvarlegan kalíumskort). Ringer-Acetat Baxter Viaflo inniheldur efni sem geta gert blóðið of basískt (blóðlýting; metabolic alkalosis). Hins vegar eru ekki næg efni til staðar til að meðhöndla þig ef blóðið er of súrt (blóðsýring; metabolic acidosis). Ef þörf er á síendurtekinni meðferð, gefur læknirinn þér einnig önnur innrennsli. Þau tryggja þörf líkamans fyrir önnur efni og næringu (fæðu). 2

3 Ef þú finnur fyrir einhverjum breytingum á sjúkdómsástandi þínu eða líðan meðan á innrennsli stendur eða fyrst á eftir, skaltu strax segja lækninum eða hjúkrunarfræðingi frá því. Notkun annarra lyfja samhliða Ringer-Acetat Baxter Viaflo Látið lækninn eða hjúkrunarfræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Notkun eftirtalinna lyfja er ekki ráðlögð á meðan þú færð Ringer-Acetat Baxter Viaflo innrennsli: - ceftriaxón (sýklalyf), gefið sem innrennsli í bláæð (sjá Varnaðarorð og varúðarreglur) - súxametoníum, vekuroníum og túbokúrarín (vöðvaslakandi lyf sem notuð eru við skurðaðgerðir) - kalíum (eitt af eðlilegum söltum líkamans) Önnur lyf sem geta haft áhrif eða orðið fyrir áhrifum ef þau eru notuð í samsetningu með Ringer-Acetat Baxter Viaflo: - barksterar (lyf gegn bólgu) - aðrir sterar eins og estrógen - vissar vatnslosandi töflur (kalíumsparandi þvagræsilyf) - ACE-hemlar (lyf gegn háum blóðþrýstingi) - takrólímus notað til að koma í veg fyrir líffærahöfnun og til meðferðar á vissum húðsjúkdómum - ciklósporín (notað til að koma í veg fyrir líffærahöfnun) Þessi lyf geta leitt til aukins magns kalíum og/eða natríum í blóðinu. Áhrif lyfja við hjartasjúkdómum (digitalis) geta aukist af völdum kalsíums í Ringer-Acetat Baxter Viaflo. Þetta getur valdið mjög alvarlegum truflunum á hjartslætti. Útskilnaður (brotthvarf) vissra lyfja úr líkamanum getur aukist eða minnkað vegna Ringer-Acetat Baxter Viaflo og breytt áhrifum þeirra. Þetta eru m.a.: - kinidín (lyf gegn óreglulegum hjartslætti) - salisýlöt (lyf gegn bólgu t.d. aspirín) - litíum (notað til meðferðar á geðrænum vandamálum t.d. tvíhverfri geðröskun (bipolar disorder)) - örvandi lyf (adrenhermandi lyf) eins og efedrín og pseudoefedrín, notuð í hósta- og kveflyf Notkun Ringer-Acetat Baxter Viaflo með mat eða drykk Leitið ráða hjá lækninum um hvað má borða og drekka. Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingi áður en lyfið er notað. Óhætt er að gefa Ringer-Acetat Baxter Viaflo á meðgöngu eða meðan á brjóstagjöf stendur. Akstur og notkun véla Ringer-Acetat Baxter Viaflo hefur ekki áhrif á akstur eða notkun véla. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing. 3

4 3. Hvernig nota á Ringer-Acetat Baxter Viaflo Skammtar Læknir eða hjúkrunarfræðingur gefur þér Ringer-Acetat Baxter Viaflo. Læknirinn ákvarðar þann skammt sem hentar þér og hvenær hann er gefinn. Þetta ræðst af aldri, líkamsþyngd, almennu líkamsástandi og ástæðu meðferðar. Magnið sem gefið er getur einnig ráðist af annarri meðferð sem þú færð. EKKI á að gefa Ringer-Acetat Baxter Viaflo ef agnir eru sjáanlegar í lausninni eða ef umbúðirnar eru skemmdar á einhvern hátt. Lyfjagjöf Ringer-Acetat Baxter Viaflo er venjulega gefið um plastslöngu sem tengd er við nál í æð. Venjulega er æð í handlegg notuð til að gefa innrennslið. Læknirinn getur þó notað aðra aðferð við lyfjagjöfina. Allri ónotaðri lausn skal farga. Þú átt EKKI að fá Ringer-Acetat Baxter Viaflo innrennsli úr poka sem hefur verið notaður að einhverju leyti. Ef notaður er stærri skammtur af Ringer-Acetat Baxter Viaflo en mælt er fyrir um: Ef þú færð of mikið af Ringer-Acetat Baxter Viaflo veit læknirinn og starfsfólk sjúkrahússins hvaða ráðstafanir skal gera. Ef of mikið er gefið af Ringer-Acetat Baxter Viaflo (of-innrennsli) eða ef það er gefið of hratt, getur það leitt til eftirtalinna einkenna: -vökvasöfnun í vefjum (ofvökvun) sést sem strekkt húð - blóðsöfnun í fótleggjum (æðateppa) - bólga (bjúgur) hefur hugsanlega áhrif á lungu, sem truflar öndun, eða á heila, sem veldur höfuðverk - breytingar á sýrustigi eða saltinnihaldi í blóði -aukin blóðsaltaþéttni (aukinn osmólstyrkur í sermi) Ef eitthvert þessara einkenna koma fram verður að láta lækninn strax vita. Innrennslið verður stöðvað og þér verður veitt viðeigandi meðferð með tilliti til einkenna. Ef lyfi hefur verið bætt í Ringer-Acetat Baxter Viaflo fyrir of-innrennsli, getur lyfið einnig valdið einkennum. Lesið fylgiseðil lyfsins sem bætt var í varðandi lista yfir hugsanleg einkenni. Ef hætt er að nota Ringer-Acetat Baxter Viaflo Læknirinn ákveður hvenær á að stöðva innrennslið. Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins. 4. Hugsanlegar aukaverkanir Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Ef þú ert með eitthvert eftirtalinna einkenna á að láta lækninn eða hjúkrunarfræðing vita tafarlaust. Þetta geta verið merki um mjög sjaldgæf en mjög alvarleg og jafnvel lífshættuleg ofnæmisviðbrögð: - Bólga í andlitshúð, vörum eða hálsi, - öndunarerfiðleikar - húðútbrot - roði í húð Þér verður veitt viðeigandi meðferð með tilliti til einkenna. Aðrar aukaverkanir eru taldar upp eftir tíðni. 4

5 Algengar (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 notendum): -vökvasöfnun - hjartabilun getur komið fram hjá sjúklingum sem hafa hjartasjúkdóm - uppsöfnun vökva í lungum (lungnabjúgur) - hiti, sýking (roði, bólga) staðbundinn sársauki, blóðkekkir, bólga eða erting í æðinni kringum innrennslisstaðinn - leki innrennslisvökva í umlykjandi vefi (utanæðablæðing). Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum notendum): -Staðbundinn eða útbreiddur ofsakláði, ásamt húðútbrotum og kláða -Þrengsli fyrir brjósti eða brjóstverkur. -Hægur hjartsláttur (hægtaktur) eða hraður hjartsláttur (hraðtaktur). Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum notendum): - krampaköst á meðan á innrennsli stendur - breytingar á salta- og sýru/basa jafnvægi í blóði. Hafi lyfi verið bætt í innrennslislausnina getur lyfið einnig valdið aukaverkunum. Þessar aukaverkanir fara eftir lyfinu sem bætt var í. Lesið fylgiseðil lyfsins sem bætt var í til að sjá lista hugsanlegra aukaverkana. Látið lækninn eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Tilkynning aukaverkana Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins. 5. Hvernig geyma á Ringer-Acetat Baxter Viaflo Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á pokanum á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Ekki skal nota lyfið ef vart verður við agnir í lausninni eða ef umbúðirnar eru skemmdar á einhvern hátt. 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar Ringer-Acetat Baxter Viaflo inniheldur Virku innihaldsefnin eru: - natríumklóríð 5,86 g í lítra - kalíumklóríð 0,30 g í lítra - kalsíumklóríð tvíhýdrat 0,29 g í lítra - magnesíumklóríð hexahýdrat 0,20 g í lítra - natríumacetat þríhýdrat 4,08 g í lítra 5

6 Önnur innihaldsefni eru: - vatn fyrir stungulyf - saltsýra (til að stilla sýrustig). Lýsing á útliti Ringer-Acetat Baxter Viaflo og pakkningastærðir Ringer-Acetat Baxter Viaflo er tær lausn, án sýnilegra agna. Lyfið er í pólýolefín/polýamíð plastpokum (Viaflo). Hverjum poka er pakkað í innsiglaðan ytri hlífðarpoka úr plasti. Stærð poka er: ml ml Pokunum er pakkað í öskjur. Hver askja inniheldur eitthvert eftirtalinna: - 20 poka með 500 ml - 10 poka með 1000 ml Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. Markaðsleyfishafi Baxter Medical AB Box 63, Kista, Svíþjóð Framleiðendur: Baxter Healthcare Ltd Caxton Way, Thetford, Norfolk IP24 3SE, Bretland Bieffe Medital S.A. Ctra de Biescas, Senegüé Sabiñánigo (Huesca) Spánn Baxter Manufacturing Sp. z o.o. 42 B Wojciechowska Str Lublin Pólland Umboð á Íslandi Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík Sími: Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum: Svíþjóð: Ringer-Acetat Baxter Viaflo Danmörk: Ringer-Acetat Baxter Viaflo Noregur: Ringer-Acetat Baxter Viaflo Finnland: Ringer-Acetat Baxter Viaflo Ísland: Ringer-Acetat Baxter Viaflo 6

7 Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní

8 Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki Þar sem lausnin inniheldur kalsíum má ekki gefa hana í gegnum sama innrennslisbúnað og blóð vegna hættu á kekkjamyndun í blóði. Meðhöndlun og undirbúningur Notið lausnina aðeins ef hún er tær, án sýnilegra agna og pokinn óskemmdur. Lyfjagjöf skal hafin um leið og innrennslissett hefur verið tengt. Fjarlægið ytri pokann ekki fyrr en rétt fyrir notkun. Innri pokinn viðheldur dauðhreinsun lausnarinnar. Raðtengið ekki innrennslispokana. Slík notkun gæti valdið loftreki (air embolism) vegna þess að loft sem eftir situr í fyrri pokanum dragist inn í blóðrásina áður en gjöf vökvans úr seinni pokanum er lokið. Beiting þrýstings á sveigjanleg plastílát með innrennslislausnum sem gefa á í bláæð, til þess að auka flæðihraða getur leitt til þess að loft dragist inn í blóðrásina ef afgangsloft í ílátinu er ekki tæmt úr að fullu fyrir gjöf. Ef notaður er innrennslisbúnaður með loftloka og lokinn hafður í opinni stöðu getur það leitt til þess að loftbólur berist í æð. Ekki á að nota innrennslisbúnað með loftloka með lokann í opinni stöðu ásamt sveigjanlegum innrennslispokum úr plasti. Gefa skal innrennslislausnina með dauðhreinsuðum innrennslisbúnaði að viðhafðri smitgát. Fyllið innrennslisbúnaðinn með lausninni til þess að koma í veg fyrir að loft komist inn í kerfið. Bæta má lyfjum í lausnina áður en hún er gefin eða meðan á gjöf stendur, og er það þá gert um lyfjaopið, sem lokast aftur. Sé lyfi bætt í lausnina, skal þess gætt að hún sé jafnþrýstin áður en hún er gefin í æð. Skylt er að gæta fyllstu smitgátar þegar lyfi er bætt í lausnina. Lausnir sem lyfjum hefur verið bætt í skal gefa án tafar, þær skal aldrei geyma. Ef lyfjum er bætt í lausnina eða lausnin er gefin á rangan hátt, getur það valdið hækkun líkamshita vegna mögulegrar tilkomu sótthitavalda. Komi fram aukaverkanir á tafarlaust að stöðva innrennslið. Fargið eftir eina notkun. Fargið afgangslausn. Endurtengið ekki poka sem notað hefur verið úr. 1. Umbúðir opnaðar a. Takið Viaflo innrennslispokann úr ytri umbúðum rétt fyrir notkun. b. Innrennslispokann skal kreista ákveðið til að athuga hvort nokkur leki sé til staðar. Ef um leka er að ræða skal farga lausninni þar sem sæfing er ekki lengur tryggð. c. Athugið lausnina með tilliti til tærleika og sýnilegra agna. Ef lausnin er ekki tær eða um sýnilegar agnir er að ræða, skal farga lausninni. 2. Undirbúningur lyfjagjafar Notið sæfð áhöld til undirbúnings og lyfjagjafar. a. Hengið innrennslispokann upp. b. Fjarlægið plasthlíf af frárennslisopinu neðst á pokanum: - takið með annarri hendinni um lítinn flipa sem er á frárennslisopinu, - takið með hinni hendinni um stærri flipa sem er á hettunni og snúið, - hettan losnar af. c. Gætið fyllstu smitgátar við uppsetningu á innrennslispokanum. d. Tengið innrennslisbúnaðinn. Farið eftir leiðbeiningum sem fylgja með búnaðinum um tengingu, fyllingu búnaðarins og gjöf innrennslis. 8

9 3. Aðferðir við að bæta lyfjum í lausnina Athugið að efni/lyf geta verið ósamrýmanleg lausninni (sjá kaflann 5. Ósamrýmanleiki við íblöndunarlyf hér á eftir) Lyfjum bætt í lausnina áður en hún er gefin a. Sótthreinsið lyfjaopið á innrennslispokanum. b. Notið sprautu með 19 G (1,10 mm)-22 G (0,70 mm) nál, stingið í lyfjaopið og sprautið lyfinu í lausnina. c. Blandið lyfinu vandlega saman við lausnina. Þegar um lyf með háa eðlisþyngd er að ræða, s.s. kalíumklóríð, skal slá létt á opin á innrennslispokanum þegar þau snúa upp, við blöndun lausnarinnar. Varúð: Geymið ekki lausn sem lyfjum hefur verið bætt í. Lyfjum bætt í lausnina á meðan á gjöf stendur a. Herðið klemmuna á slöngunni. b. Sótthreinsið lyfjaopið á innrennslispokanum. c. Notið sprautu með 19 G (1,10 mm)-22 G (0,70 mm) nál, stingið í lyfjaopið og sprautið lyfinu í lausnina. d. Takið innrennslispokann af vökvastandinum og/eða snúið honum upp. e. Tæmið bæði opin á innrennslispokanum með því að slá létt á þau meðan pokinn snýr upp. f. Blandið lyfinu vandlega saman við lausnina. g. Hengið pokann aftur upp, losið klemmuna á slöngunni og haldið gjöf lausnarinnar áfram. 4. Geymsluþol meðan á notkun stendur: Íblöndunarlyf Fyrir notkun skal sýna fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika íblöndunarlyfs við sýrustig Ringer-Acetat lausnarinnar í Viaflo pokanum. Út frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota þynnta lausnina strax. Ef lausnin er ekki notuð strax eru geymslutími og geymsluaðstæður fram að notkun á ábyrgð notanda og á geymslutími venjulega ekki að vera lengri en 24 klukkustundir við 2 til 8 C nema blöndun hafi átt sér stað við stýrðar og gildaðar aðstæður að viðhafðri smitgát. 5. Ósamrýmanleiki við íblöndunarlyf Gæta verður að samrýmanleika við lyf sem blanda á í lausnina í Viaflo-pokanum fyrir blöndun. Ringer-Acetat Baxter Viaflo á ekki að blanda við lyf sem innihalda karbonat, súlfat eða fosfat. Tilkynnt hefur verið um ósamrýmanleika kalsíum salta með fjölda lyfja. Fléttur (complexes) geta myndast sem getur leitt til útfellingar. Samhliða meðferð með ceftriaxón og Ringer-Acetat Baxter Viaflo er frábent hjá fyrirburum og fullburða nýburum ( 28 daga gömlum), jafnvel þó sitt hvor innrennslisslangan sé notuð. Óháð aldri sjúklinga má ekki blanda ceftriaxón við innrennslislausnir sem innihalda kalsíum eða gefa þessar lausnir samtímis, jafnvel ekki um mismunandi innrennslisslöngur eða á mismunandi innrennslisstöðum. Ef sama innrennslisslanga er notuð til að gefa lyfin hvort á eftir öðru verður að skola hana vandlega með samrýmanlegri lausn milli innrennslanna. Ekki má blanda lausninni saman við önnur lyf ef rannsóknir á samrýmanleika eru ekki fyrirliggjandi. Lesið fylgiseðil íblöndunarlyfsins fyrir notkun. Áður en íblöndunarlyf er notað skal staðfesta að það sé leysanlegt og stöðugt í vatni við sýrustig Ringer-Acetat Baxter Viaflo (ph 5,0 til 6,0). 9

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin Læs hele denne indlægsseddel omhyggeligt, inden du begynder at anvende dette lægemiddel. Dette lægemiddel er ordineret til dig personligt.

Detaljer

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta Klínískar leiðbeiningar fyrir notkun líftæknilyfja fyrir sjúklinga með iktsýki (rheumatoid arthritis/ra) og Still's sjúkdóm hjá fullorðnum (adult Still s disease). Inngangur: Iktsýki er krónískur bólgusjúkdómur

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014 30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende Nr. 43/57 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014 203-2015n EØS-KOMITEEN HAR av 30. september 2014 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin Íslensk málnefnd Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin [Vinnuskjal 29. ágúst 2015] Hinn 12. mars 2014 voru fimm ár liðin frá því að Alþingi samþykkti tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv Adm. dir. Frode Nilsen LNS- Gruppen LNS Eiendom AS Hålogaland Grus & Betong AS LNS (Chile) S.A. LNS AS Skaland Graphite LNSGMS Greenland Rana Gruber

Detaljer

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo Kynningarblað Loftbóludekk, heilsársdekk, Evrópumerkingar og endurvinnsla. Meira grip án nagla Andaðu léttar með harðskeljadekkjum frá Toyo Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin.

Detaljer

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl.

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl. Leiðbeinandi vextir fyrir sparisjóðina gildir frá 1. apríl 2008 Vaxtatilkynning nr. 417 INNLÁN Vextir alls á ári 1. ALMENNIR SPARIREIKNINGAR: 1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2. MARKAÐSREIKNINGAR:

Detaljer

STEG 1: VAD ÄR ETT SET?

STEG 1: VAD ÄR ETT SET? ÅLDER: från 8 år SPELARE: 2 4 MÅL: Att få flest poäng. Samla poäng genom att lägga SET med dina tärningar och de tärningar som redan ligger på spelplanen. Ju fler SET, desto fler poäng! STEG 1: VAD ÄR

Detaljer

Originator: D Approval: Final ROD: 00.00 File Name: 40047i179.indd

Originator: D Approval: Final ROD: 00.00 File Name: 40047i179.indd s 2008 Hasbro. Med ensamrätt. Distribueras i Norden av Hasbro Nordic, Ejby Industrivej 40, DK-2600 Glostrup, Danmark. www.hasbro.se n 2008 Hasbro. Med enerett. Distribueres i Norden av Hasbro Nordic, Ejby

Detaljer

MONTERAS AV EN VUXEN GAMES AGE

MONTERAS AV EN VUXEN GAMES AGE AKTIV INOMHUSLEK AKTIV INDENDØRSLEG AKTIV INNENDØRSLEK AKTIIVINEN SISÄPELI MONTERAS AV EN VUXEN 2008 Hasbro. Med ensamrätt. Distribueras i Norden av Hasbro Nordic, Ejby Industrivej 40, DK-2600 Glostrup,

Detaljer

s Instruktioner...2 k Instruktioner...5 n Veiledning...8 v Peliohjeet...11 x Leiðbeiningar...14

s Instruktioner...2 k Instruktioner...5 n Veiledning...8 v Peliohjeet...11 x Leiðbeiningar...14 Spilin Þegar þú hefur dregið spil fylgirðu leiðbeiningunum á því. Spil með Farðu áfram : Þessi spil gera þér kleift að færa þig áfram eftir brautinni. Ef þú dregur slíkt spil sem er með einu skýi færirðu

Detaljer

Alþingi. Laxfiskar ehf Erindi nr. Þ * öo

Alþingi. Laxfiskar ehf Erindi nr. Þ * öo Alþingi. Laxfiskar ehf Erindi nr. Þ * öo Jóhannes Sturlaugsson, vj O ainl Pósthólf280,270 Mosfellsbær k o m u d a g u r Sími: 664 70 80 Tðlvupóstfang: johannes@laxfiskar.is 27. apríl 2006 Landbúnaðarnefhd

Detaljer

EKSAMEN I NORD6106 Nordisk språk - historisk, 7,5 sp. 28.05.2010-4 timer -

EKSAMEN I NORD6106 Nordisk språk - historisk, 7,5 sp. 28.05.2010-4 timer - 1 NORGES TEKNISK-NATURVITENSKAPELIGE UNIVERSITET DET HUMANISTISKE FAKULTET INSTITUTT FOR NORDISTIKK OG LITTERATURVITENSKAP Sidetall: 2 Bokmålstekst s. 1 Vedlegg: 1 Nynorsktekst s. 2 Tillatte hjelpemidler:

Detaljer

Høringsnotat. Lovavdelingen Desember 2007 Snr: 200602862. Side 1

Høringsnotat. Lovavdelingen Desember 2007 Snr: 200602862. Side 1 Høringsnotat Lovavdelingen Desember 2007 Snr: 200602862 HØRING TILTREDELSE TIL ENDRINGSOVERENSKOMST TIL KONVENSJON 6. FEBRUAR 1931 MELLOM NORGE, DANMARK, FINLAND, ISLAND OG SVERIGE INNEHOLDENDE INTERNASJONAL-

Detaljer

PAKNINGSVEDLEGG: INFORMASJON TIL BRUKEREN. Plasmalyte infusjonsvæske, oppløsning

PAKNINGSVEDLEGG: INFORMASJON TIL BRUKEREN. Plasmalyte infusjonsvæske, oppløsning PAKNINGSVEDLEGG: INFORMASJON TIL BRUKEREN Plasmalyte infusjonsvæske, oppløsning Virkestoffer: natriumklorid, kaliumklorid, magnesiumkloridheksahydrat, natriumacetattrihydrat og natriumglukonat Les nøye

Detaljer

Mysteriet med det skjulte kort

Mysteriet med det skjulte kort Dular ularful fulla la leynispilið Nemendur í 9. bekk sýna hvernig stærðfræði getur sprottið upp úr skemmtiverkefni. Hópur var að leika sér með spilagaldur. Smám saman fannst þeim galdurinn sjálfur einfaldur

Detaljer

Stikur í steik. Made in China

Stikur í steik. Made in China Stikur í steik Fylgið reglum Ker-Plunked! en áður en þið þræðið stikunum í skal hver leikmaður velja sér lit á stikum. Þú mátt eingöngu fjarlægja stiku í þeim lit sem þú valdir það sem eftir lifir leiks.

Detaljer

ServerClient 15. Zugriff KNX/EIB kerfi Tilgang KNX/EIB-system. Hönnunarger ir Designvarianter. Gira/Pro-face

ServerClient 15. Zugriff KNX/EIB kerfi Tilgang KNX/EIB-system. Hönnunarger ir Designvarianter. Gira/Pro-face Zugriff KNX/EIB kerfi Tilgang KNX/EIB-system Sem jónustutæki fyrir Gira HomeServer 3 e a Gira FacilityServer er t.d. hægt a byggja inn í Gira SmartTerminal e a ServerClient 15. eir virka sem a al st ringar-,

Detaljer

EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 123/2004. av 24. september 2004

EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 123/2004. av 24. september 2004 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 123/2004 av 24. september 2004 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder, prøving og sertifisering) og vedlegg IV (Energi) EØS-KOMITEEN HAR under

Detaljer

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, 137 mál.

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, 137 mál. RSK Alþingi, efnahags- og viðskiptanefnd Austurstræti 8 150 REYKJAVÍK - RIKISSKATTSTJORI----------------- Alþingi i Erindi nr.þ /3 // * i i w DACS komudagur nilv IS U N Reykjavík, 14. apríl 2005 2005030411

Detaljer

FiSKVINNSLUSTÖÐVA. Álþingi E rin á i m Þ /& /S 1 * komudagur /4 00^ SAMTOK LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

FiSKVINNSLUSTÖÐVA. Álþingi E rin á i m Þ /& /S 1 * komudagur /4 00^ SAMTOK LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA SAMTOK FiSKVINNSLUSTÖÐVA Alþingi Efhahags- og skattaneínd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Álþingi E rin á i m Þ /& /S 1 * komudagur /4 00^ LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Borgartúni 35 105 Reykjavík

Detaljer

Sporbarhet. Hva er sporbarhet? TemaNord 2005:584

Sporbarhet. Hva er sporbarhet? TemaNord 2005:584 Sporbarhet Hva er sporbarhet? TemaNord 2005:584 Sporbarhet Hva er sporbarhet? TemaNord 2005:584 Nordisk Ministerråd, København 2005 ISBN 92-893-1253-X Opplag: Print on Demand Trykt på miljøvennlig papir

Detaljer

EØS-KOMITEENS BESLUTNING. nr. 29/1999 av 26. mars 1999

EØS-KOMITEENS BESLUTNING. nr. 29/1999 av 26. mars 1999 Avtalen om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde EØS-komiteen EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 29/1999 av 26. mars 1999 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder, prøving

Detaljer

Nordisk samarbeid for redusert bruk av pesticider

Nordisk samarbeid for redusert bruk av pesticider Nordisk samarbeid for redusert bruk av pesticider TemaNord 2004:542 Nordisk samarbeid for redusert bruk av pesticider TemaNord 2004:542 Nordisk Ministerråd, København 2004 ISBN 92-893-1036-7 ISSN 0908-6692

Detaljer

LATTJO. Design and Quality IKEA of Sweden

LATTJO. Design and Quality IKEA of Sweden LATTJO Design and Quality IKEA of Sweden ENGLISH 4 DEUTSCH 6 FRANÇAIS 8 NEDERLANDS 10 DANSK 12 ÍSLENSKA 14 NORSK 16 ENGLISH 4 LATTJO carrom game Number of players: 2-4 Content: 1 carrom board, 2 x 9 pieces,

Detaljer

Montage- und Bedienungsanleitung Sockel 230 V für Rauchwarnmelder Dual/VdS...4

Montage- und Bedienungsanleitung Sockel 230 V für Rauchwarnmelder Dual/VdS...4 Montage- und Bedienungsanleitung Installation and user manual Notice d installation et d'utilisation Montage- en bedieningshandleiding Monterings- og bruksanvisning Monterings- och bruksanvisning Monterings-

Detaljer

átíðarmatur að hætti mat æðin a a kau s

átíðarmatur að hætti mat æðin a a kau s átíðarmatur að hætti mat æðin a a kau s 1 Dádýr Dúfa Pönnusteikt dádýralund með sætum kartöflum og rifsberjum 900 g Dádýralundir hreinsaðar 40 g ferskt timjan 20 g smjör 340 g sætar kartöflur, skornar

Detaljer

Spelets mål Att vara den sista spelaren som har några kycklingmarker kvar.

Spelets mål Att vara den sista spelaren som har några kycklingmarker kvar. s 4+ 2-4 Innehåll Looping Louie i sitt flygplan, basenhet, 4 vipparmar, 4 vippenheter, 1 flygplansarm (på en kon i mitten), 12 marker och 2 ark med klistermärken. Spelets mål Att vara den sista spelaren

Detaljer

Mellommenns sivilrettslige ansvar ved handel på Internett

Mellommenns sivilrettslige ansvar ved handel på Internett Mellommenns sivilrettslige ansvar ved handel på Internett Mellommenns sivilrettslige ansvar ved handel på Internett Professor, dr. juris Ole-Andreas Rognstad, Universitetet i Oslo TemaNord 2004:512 Mellommenns

Detaljer

Islandsk-norsk spørreundersøkelse av ærfugldunnæringa

Islandsk-norsk spørreundersøkelse av ærfugldunnæringa Bioforsk Rapport Bioforsk Report Vol. 9 Nr. 16 2014 Islandsk-norsk spørreundersøkelse av ærfugldunnæringa Thomas Holm Carlsen 1 og Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir 2 1 Bioforsk Nord, Tjøtta 2 Basic Ísland

Detaljer

Angry Birds 2009-2012 Rovio Entertainment Ltd. 40588 A

Angry Birds 2009-2012 Rovio Entertainment Ltd. 40588 A Angry Birds 2009-2012 Rovio Entertainment Ltd. 40588 A SÄÄNNÖT (FI) He luulivat muniensa olevan turvassa, mutta robotin pitkä käsivarsi toisesta ulottuvuudesta kurkotti ja nappasi ne! Nyt, uusin voimin

Detaljer

Loftmyndir ehf. TK 50. GAGNALÝSING Útgáfa Stafrænn kortgrunnur í viðmiðunarmælikvarða 1:50.000

Loftmyndir ehf. TK 50. GAGNALÝSING Útgáfa Stafrænn kortgrunnur í viðmiðunarmælikvarða 1:50.000 Loftmyndir ehf. TK 50 Stafrænn kortgrunnur í viðmiðunarmælikvarða 1:50.000 GAGNALÝSING Útgáfa 1.0.0 2012 Reykjavík í janúar 2012 Efnisskrá Inngangur... 1 Uppruni gagna... 1 Nákvæmni gagna... 1 Uppfærsla

Detaljer

556. Tillaga til þingsályktunar. Flm.: Steingrímur Aðalsteinsson, Áki Jakobsson, Brynjólfur og Lúðvík Jósefsson.

556. Tillaga til þingsályktunar. Flm.: Steingrímur Aðalsteinsson, Áki Jakobsson, Brynjólfur og Lúðvík Jósefsson. sþ. um gát á glæpamönnum. 556. Tillaga til þingsályktunar Flm.: Steingrímur Aðalsteinsson, Áki Jakobsson, Brynjólfur og Lúðvík Jósefsson. Bjarnason Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera ráðstafanir

Detaljer

ANALYSERESULTATER. Fylkesmannen i Buskerud Postboks 1604 3007 DRAMMEN. 15/2912-1 Vannforekomster,overvåkning Tatt ut: 25/05/15 Vesle Bumla 5303

ANALYSERESULTATER. Fylkesmannen i Buskerud Postboks 1604 3007 DRAMMEN. 15/2912-1 Vannforekomster,overvåkning Tatt ut: 25/05/15 Vesle Bumla 5303 Resultatene gjelder kun de undersøkte prøvene, og rapporten må ikke gjengis annet enn i sin helhet uten tillatelse fra laboratoriet. Analyseusikkerhet kan angis på forespørsel. Fylkesmannen i Buskerud

Detaljer

Vedtægter Statutes Säännöt Reglur Vedtekter Njuolggadusat Stadgar

Vedtægter Statutes Säännöt Reglur Vedtekter Njuolggadusat Stadgar Vedtægter Statutes Säännöt Reglur Vedtekter Njuolggadusat Stadgar 2007 Filnavn: NordtermsVedtekter2007.doc Dato: 2007-12-20 Side 1 av 32 2(32) NORDTERM vedtægter/statutes/säännöt/reglur/vedtekter/njuolggadusat/stadgar

Detaljer

11 Omformingar. Bakgrunn. Utelating av setningsledd

11 Omformingar. Bakgrunn. Utelating av setningsledd 11 Omformingar Bakgrunn 126 Forklaringsmodell. Mange syntaktiske konstruksjonar blir lettare å forstå dersom ein kan tillate seg å framstille dei som avleiingar av underliggjande strukturar. Slike avleiingar

Detaljer

TIPS FÖR VUXNA FÖRBEREDELSER

TIPS FÖR VUXNA FÖRBEREDELSER S INNEHÅLL 6 pappramar 20 brickor 24 dubbelsidiga bildkort INDHOLD 6 rammer i pap 20 brikker 24 dobbeltsidede billedkort INNHOLD Ramme av kartong i 6 biter 20 brikker 24 tosidige billedkort SISÄLTÖ 6 pahvikehysosaa

Detaljer

O T SIGURVEGARINN. 3rd. s INNEHÅLL. n INNHOLD Säng med pinne och borttagningsbar bricka, 12 plastbakterier, 12 bakteriekort.

O T SIGURVEGARINN. 3rd. s INNEHÅLL. n INNHOLD Säng med pinne och borttagningsbar bricka, 12 plastbakterier, 12 bakteriekort. 00433i179 9/17/03 10:13 PM Page 1 2.1 Hasbro Studio (DRWM) 00433 Instructions Telji saman bakteríupunktana á spilunum sem fli hafi unni. Spilarinn sem hefur flest stig vinnur!. fiegar á a spila aftur renni

Detaljer

om mønsterbøker for brevoppsett i norsk mellomalder

om mønsterbøker for brevoppsett i norsk mellomalder om mønsterbøker for brevoppsett i norsk mellomalder av Jan Ragnar Hagland Det har i ulike samanhengar vore stilt spørsmål om, og i tilfelle i kva grad, (sein)mellomalderens norske brevskrivarar har hatt

Detaljer

10 Leddstilling og kongruens

10 Leddstilling og kongruens 10 Leddstilling og kongruens Bakgrunn 110 Leddstilling. Leddstillinga i norrønt er friare enn i moderne norsk. Mykje av forklaringa ligg i den rike morfologien, som gjer at nominale setningsledd kan plassere

Detaljer

LIKNINGA OM DEN VERDIFULLE PERLA

LIKNINGA OM DEN VERDIFULLE PERLA LIKNINGA OM DEN VERDIFULLE PERLA TIL LEKSJONEN Fokus: Kjøpmannen og den verdifulle perla. Tekst: Matt 13.45 Likning Kjernepresentasjon MATERIELL: Plassering: Hylle for likningar Deler: Gulleske med kvitt

Detaljer

DANSK 4 ÍSLENSKA 11 NORSK 18 SUOMI 25 SVENSKA 32

DANSK 4 ÍSLENSKA 11 NORSK 18 SUOMI 25 SVENSKA 32 UPPLEVA 3 DANSK 4 ÍSLENSKA 11 NORSK 18 SUOMI 25 SVENSKA 32 DANSK Pleje og vedligeholdelse 4 Sikkerhed Gravide kvinder og mennesker med hjerteproblemer bør ikke anvende 3D-briller. 3D TV er ikke anbefalet

Detaljer

ZETA a r c h i t e c t s

ZETA a r c h i t e c t s ZETA a r c h i t e c t s LÝSING AV VIRKI Virki: Heimasíða: ZETA architects Sp/f Undir Bryggjubakka 3 100 Tórshavn +298 299 299 zeta@zeta.fo www.zeta.fo VANGAMYND TEKNISTOVAN ZETA architects er ein ung

Detaljer

Vestmannaeyjarbarnas norgesopphold 1973

Vestmannaeyjarbarnas norgesopphold 1973 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska Vestmannaeyjarbarnas norgesopphold 1973 Var det fornuftig å sende barn til et fremmed land like etter en traumatisk opplevelse? Ritgerð til BA prófs í Norsku Guðrún

Detaljer

ISLANDSKE DIKT. Frå Solarljoé til opplysningstid. Norsk omdikting ved IVAR ORGLAND. (13. hundreåret - 1835) FONNA FORLAG 1977

ISLANDSKE DIKT. Frå Solarljoé til opplysningstid. Norsk omdikting ved IVAR ORGLAND. (13. hundreåret - 1835) FONNA FORLAG 1977 ISLANDSKE DIKT Frå Solarljoé til opplysningstid (13. hundreåret - 1835) Norsk omdikting ved IVAR ORGLAND FONNA FORLAG 1977 INNHALD FØREORD ved Ivar Orgland 7 SOLARLJOD 121 &ORIR JOKULL STEINFINNSSON (D.

Detaljer

Utval Utvalssak Møtedato Formannskapet 80/14 05.06.2014 Kommunestyret 41/14 19.06.2014

Utval Utvalssak Møtedato Formannskapet 80/14 05.06.2014 Kommunestyret 41/14 19.06.2014 Nissedal kommune Arkiv: Saksmappe: Sakshandsamar: Dato: 202 2012/1256-7 Jan Arvid Setane 26.05.2014 Saksframlegg Utval Utvalssak Møtedato Formannskapet 80/14 05.06.2014 Kommunestyret 41/14 19.06.2014 Prinsipp

Detaljer

KappAbel 2010/11 Oppgåver 2. runde - Nynorsk

KappAbel 2010/11 Oppgåver 2. runde - Nynorsk Reglar for poenggjeving på oppgåvene (sjå konkurransereglane) : Rett svar gir 5 poeng. Galt svar gir 0 poeng Blank gir 1 poeng. NB: På oppgåvene 2 og 5 får ein 5 poeng for 2 rette svar. Eitt rett svar

Detaljer

6 Adjektivisk bøying. Omfang og typologi. Sterk bøying. Adjektiv

6 Adjektivisk bøying. Omfang og typologi. Sterk bøying. Adjektiv 6 Adjektivisk bøying Omfang og typologi 51 Ordklasser og kategoriar. Den adjektiviske bøyinga omfattar ordklassene adjektiv og determinativ, og dessutan verbpartisippa. Det er fire kategoriar i den adjektiviske

Detaljer

PAKNINGSVEDLEGG. OLICLINOMEL N 6-900E, infusjonsvæske, emulsjon i trekammerpose. Virkestoffene er i pose på 1000 ml:

PAKNINGSVEDLEGG. OLICLINOMEL N 6-900E, infusjonsvæske, emulsjon i trekammerpose. Virkestoffene er i pose på 1000 ml: Ikke-proteinkalori/nitrogen-forhold (Kcal/g N) PAKNINGSVEDLEGG Vennligst les nøye gjennom dette pakningsvedlegget før du bruker legemidlet. -Ta vare på dette pakningsvedlegget. Du kan få behov for å lese

Detaljer

språk og litteratur i endring / vi og våre naboer 181 Urspråket

språk og litteratur i endring / vi og våre naboer 181 Urspråket Urspråket Hvis vi ser nærmere på de nordiske språkenes historie, oppdager vi dette: Jo lenger tilbake i tid vi går, desto større blir likheten mellom språkene. Før vikingtida snakker vi ikke om flere nordiske

Detaljer

Til deg som er ny i Maurtuå Barnehage! Barnehagens visjon: «Saman set me spor»

Til deg som er ny i Maurtuå Barnehage! Barnehagens visjon: «Saman set me spor» Til deg som er ny i Maurtuå Barnehage! Barnehagens visjon: «Saman set me spor» Velkommen til oss i Maurtuå Barnehage. Dette heftet med informasjon håpar me kan være til hjelp for deg når du skal være vikar.

Detaljer

Kapittel 17 Mer om likevekter

Kapittel 17 Mer om likevekter Kapittel 17 Mer om likevekter 1. Mer om syre-base likevekter - Buffer o Definisjon o Hvordan virker en buffer? o Bufferkapasitet o Bufferlignigen o Hvordan lage en buffer med spesifikk ph?. Titrerkurver

Detaljer

mmm...med SMAK på timeplanen

mmm...med SMAK på timeplanen mmm...med SMAK på timeplanen Eit undervisningsopplegg for 6. trinn utvikla av Opplysningskontora i landbruket i samarbeid med Landbruks- og matdepartementet. Smakssansen Grunnsmakane Forsøk 1 Forsøk 2

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 09.09.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 T 65 75W-90 Vörunúmer: 7503 4371324 60 L 7503

Detaljer

Obstfelder på Island

Obstfelder på Island Helga Kress Háskóli Íslands helga@hi.is Idar Stegane Universitetet i Bergen idar.stegane@lle.uib.no om den store fantasten og fordrømte svermeren da kan ha noe å si lenger til moderne mennesker Obstfelder

Detaljer

NEFNDARTILLAGA. Nefndartillaga um hvernig stuðla má að samþættum og sjálfbærum vinnumarkaði á Norðurlöndum. Norðurlandaráð. 1. Tillaga nefndarinnar

NEFNDARTILLAGA. Nefndartillaga um hvernig stuðla má að samþættum og sjálfbærum vinnumarkaði á Norðurlöndum. Norðurlandaráð. 1. Tillaga nefndarinnar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hvernig stuðla má að samþættum og sjálfbærum vinnumarkaði á Norðurlöndum 1. Tillaga nefndarinnar leggur til að beini tilmælum til Norrænu ráðherranefndarinnar um að semja

Detaljer

i Kvadraturen. Logg: Elever i 9B, Fiskå skole Refleksjoner: Svein H. Torkildsen

i Kvadraturen. Logg: Elever i 9B, Fiskå skole Refleksjoner: Svein H. Torkildsen Kvadr adrat atur uren Í greininni er varpað ljósi á verkefni sem nemendur unnu þegar þeir tóku þátt í Abels-keppninni fyrir 9. bekki í Noregi. Bærinn þeirra, Kristiansand, er skipulagður eftir hugmyndum

Detaljer

Bifreiðaskrá 2008. Skattmat í staðgreiðslu Bifreiðahlunnindi

Bifreiðaskrá 2008. Skattmat í staðgreiðslu Bifreiðahlunnindi Bifreiðaskrá 2008 Skattmat í staðgreiðslu Bifreiðahlunnindi Bifreiðategundir og umboð þeirra Tegund Umboð Bls. ALFA ROMEO Bílaumboðið Saga ehf. 5 AUDI Hekla hf. 5 BMW Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf. 5

Detaljer

4.4 Syre-basetitrering vi måler [H3O + ] og [OH ] i en løsning

4.4 Syre-basetitrering vi måler [H3O + ] og [OH ] i en løsning 4.4 Syre-basetitrering vi måler [H3O + ] og [OH ] i en løsning 4.109 Vil løsninger som fås ved blanding av like stoffmengder av de følgende syrene og basene være sure, basiske eller nøytrale? a HCl + KOH

Detaljer

Hvem skrev Þorskfirðinga saga?

Hvem skrev Þorskfirðinga saga? Hvem skrev Þorskfirðinga saga? av elín Bára Magnúsdóttir i denne artikkelen blir forfatterspørsmålet til Þorskfirðinga saga drøftet. av en nylig forfatterstudie av Eyrbyggja saga (elín Bára Magnúsdóttir:

Detaljer

Færøysk i nordisk samanheng: Det sentralnordiske språket

Færøysk i nordisk samanheng: Det sentralnordiske språket Foreningen Norden Moss-Rygge 9. november 2015 Pensjonert professor i nordiske språk Arne Torp arne.torp@iln.uio.no Færøysk i nordisk samanheng: Det sentralnordiske språket Institutt for lingvistiske og

Detaljer

AÐALFUNDUR FÉLAG NORSKU- OG SÆNSKUKENNARA 2006 DAGSORDEN:

AÐALFUNDUR FÉLAG NORSKU- OG SÆNSKUKENNARA 2006 DAGSORDEN: AÐALFUNDUR FÉLAG NORSKU- OG SÆNSKUKENNARA 2006 DAGSORDEN: 1. Protokoll fra årsmøtet 2005 (Ingegerd) 2. Styrets årsmelding 2006 (Gry) 3. Regnskapsrapport (Petra) - utsatt 4. Valg av styre 5. Annet 1. Protokoll

Detaljer

Innledning. Skei, Hans H og Moi, Morten, Store Norske leksikonet.

Innledning. Skei, Hans H og Moi, Morten, Store Norske leksikonet. Útdráttur Í þessu verkefni geri ég grein fyrir aðlögun (adaptasjon) frá bók til kvikmyndar. Myndin byggir á ritverkinu Nattens brød eftir norska rithöfundin Johan Falkberget (1879-1967). Ritverkið hefur

Detaljer

Byggverk i naturen. Tone Dalvang, Marit Johnsen Høines, Mari S. Avdem

Byggverk i naturen. Tone Dalvang, Marit Johnsen Høines, Mari S. Avdem Höggmyndir úr tré og ís. Einn dag í viku er skólinn okkar úti. Útiskóli er orðinn algengur í yngstu bekkjunum í Noregi. Kristiansand liggur í suðurhluta Noregs þar sem veðurfar er milt. En í Dombås og

Detaljer

BUDSJETT 2015 - OG SKULESTRUKTUR

BUDSJETT 2015 - OG SKULESTRUKTUR Meløy kommune ordførar rådmann 8150 Ørnes 03.12.2014 BUDSJETT 2015 - OG SKULESTRUKTUR Landslaget for nærmiljøskulen (LUFS) arbeider med denne saka på oppdrag frå Foreldrerådet (FAU) ved Neverdal skule

Detaljer

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN ALMANNAVARNADEILD Erfaringer fra reelle hendelser: Vulkanutbrudd på Island NORDRED 7. september 2012 Guðrún Jóhannesdóttir Avdeling for beredskap og samfunnsikkerhet Store naturkatastrofer

Detaljer

Regnbogen Natur-og kulturbarnehage

Regnbogen Natur-og kulturbarnehage Regnbogen Natur-og kulturbarnehage Om å vera på - vår forståing av vaksenrolla i uterommet Kva vil det seie å vera ein deltakande/engasjert vaksen i ungane sitt læringsmiljø? - Her tenkjer vi at ungane

Detaljer

Den gode gjetaren. Lukas 15:1-7

Den gode gjetaren. Lukas 15:1-7 Den gode gjetaren Lukas 15:1-7 Bakgrunn I denne forteljinga formidlar du noko om kva ei likning er. Difor er delen om gullboksen relativt lang. Det å snakke om dei ulike filtstykka som ligg i boksen, er

Detaljer

Økonomiutvalet vert sett med 11 medlemmer. Pål Rørby møtte som nestleiar i Hovudutval for Livsløp

Økonomiutvalet vert sett med 11 medlemmer. Pål Rørby møtte som nestleiar i Hovudutval for Livsløp MØTEPROTOKOLL Økonomiutvalet Dato: 01.12.2015 kl. 8:00-09:40 Stad: Skogshorn Arkivsak: 15/01272 Tilstades: Møtande varamedlemer: Forfall: Andre: Protokollførar: Oddvar Grøthe (Sp), Kjell Erik Skølt (Ap),

Detaljer

GRØNNERØR GRØNNERØR RØR GRØNNE GRØNNERØR GRØNNERØR GRØNNERØR

GRØNNERØR GRØNNERØR RØR GRØNNE GRØNNERØR GRØNNERØR GRØNNERØR Utvikling av logo: Dei tre konsepta eg valde å jobba med var, energisparande, vatn og varme. Eg utvikla desse logoane innafor same stil, men med ulik form og symbolikk. Eg jobba med desse parallelt og

Detaljer

SIGNES VOTTAR. strikketeigen.com

SIGNES VOTTAR. strikketeigen.com SIGNES VOTTAR Lusevottar med konststrikka kant, middels damestorleik. Strikkinga kan varierast på mange måtar. I denne oppskrifta er det strikka kile til tommelen for å få god passform. Mønsteret er i

Detaljer

KONTSTRIKKING. Dersom det skal vere lue, genser, jakke eller skjørt, kan det vere naturleg å starte med ein høveleg kant og halve ruter.

KONTSTRIKKING. Dersom det skal vere lue, genser, jakke eller skjørt, kan det vere naturleg å starte med ein høveleg kant og halve ruter. KONTSTRIKKING I kontstrikking strikkar ein rute for rute omgangen rundt frå kant til kant i plagget ruterekkje for ruterekkje. Maskane på ei strikka rute blir verande på siste pinne og ein går rett over

Detaljer

FRAMV INDU SKYRSLA. Juli' j uni' 1973

FRAMV INDU SKYRSLA. Juli' j uni' 1973 Vinnuhopur urn haspennuli'nu milli Nor~ur- og Su~ urland s FRAMV INDU SKYRSLA Juli' 1 972 - j uni' 1973 Reykjavik. jun[ 1973 Vinnuhopur urn haspennullnu milli N ort)ur- og Sut)urlands FRAMVINDUSK~RSLA

Detaljer

Kleppur er víða, noen er mer Elling enn andre

Kleppur er víða, noen er mer Elling enn andre !!!!!!!!!!! Hugvísindasvið Kleppur er víða, noen er mer Elling enn andre Analyse av filmene Elling og Universets engler Róska og femínisminn Femínískur myndheimur Rósku í karllægum heimi myndlistar Ritgerð

Detaljer

1982 Det Norske Samlaget Tilrettelagt for ebok av BookPartnerMedia, København 2010 ISBN

1982 Det Norske Samlaget  Tilrettelagt for ebok av BookPartnerMedia, København 2010 ISBN 1982 Det Norske Samlaget www.samlaget.no Tilrettelagt for ebok av BookPartnerMedia, København 2010 ISBN 978-82-521-7686-5 Om denne boka Du som er slik ein språkekspert, sa eg. Det er noko eg har lurt på.

Detaljer

«Ny Giv» med gjetarhund

«Ny Giv» med gjetarhund «Ny Giv» med gjetarhund Gjetarhundnemda har frå prosjektleiinga i «NY GIV I SAUEHOLDET» som HSG står bak, fått ansvar for prosjektet «KORLEIS STARTA MED GJETARHUND FOR FØRSTE GANG». Prosjektet går ut på

Detaljer

Samtalestatistikk 1. halvår 2014. Hjelpelinja for speleavhengige

Samtalestatistikk 1. halvår 2014. Hjelpelinja for speleavhengige Samtalestatistikk Hjelpelinja for speleavhengige Lotteritilsynet august 2014 Side 1 av 9 Oppsummering Denne halvårsstatistikken viser at talet på samtaler i første halvår 2014 er redusert samanlikna med

Detaljer

info Scanmar-systemet er avgjørende for en Innhold Holder øye med hva som ligger under... Teknologi for alle sesonger i Frankrike

info Scanmar-systemet er avgjørende for en Innhold Holder øye med hva som ligger under... Teknologi for alle sesonger i Frankrike Innhold Holder øye med hva som ligger under... Side 3 Teknologi for alle sesonger i Frankrike Side 12 Scanmar-systemet er avgjørende for en av de fremste reketrålerne i Nova Scotia Suksess kommer ikke

Detaljer

REFERAT FRÅ ÅRSMØTE I FARNES SKYTTARLAG, 29. OKTOBER 2009

REFERAT FRÅ ÅRSMØTE I FARNES SKYTTARLAG, 29. OKTOBER 2009 REFERAT FRÅ ÅRSMØTE I FARNES SKYTTARLAG, 29. OKTOBER 2009 Årsmøtet konstituerte seg med Steinar Røyrvik som møteleiar og Rigmor Øygarden som skrivar. Glenn Arne Vie og Sigurd Hatlenes vart valde til å

Detaljer

IFMR Norden. Troldom på høstmødet. Foto: Svein Aanestad McRotary nr. 4/2010 1

IFMR Norden. Troldom på høstmødet. Foto: Svein Aanestad McRotary nr. 4/2010 1 IFMR Norden Troldom på høstmødet Foto: Svein Aanestad McRotary nr. 4/2010 1 IFMR Norden styrelse http//www.ifmr-norden.org President: Per Erik Silsand Gydas vei 81, N-1413 Tårnåsen Tel. +47 97600402 Mail:

Detaljer

Vokalharmoni i Holm perg 34 4 to

Vokalharmoni i Holm perg 34 4 to U N I V E R S I T Y O F B E R G E N Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Vokalharmoni i Holm perg 34 4 to Robert K. Paulsen, Mag. Art. Vokalharmoni i Holm perg 34 4 to Håndskriftet

Detaljer

Årsplan mat og helse 6. trinn

Årsplan mat og helse 6. trinn Gjennomgåande mål til alle emne: Grunnleggjande dugleik Årsplan mat og helse 6. trinn Skuleåret 2015/2016 Å kunne uttrykkje seg munnleg Å kunne uttrykkje seg skriftleg Å kunne lese Å kunne rekne Å kunne

Detaljer

SAKSFRAMLEGG. Sakshandsamar: Johannes Sjøtun Arkiv: 613 Arkivsaksnr.: 15/32. Kjøp av husvære. Vedlegg: Behov for kommunale husvære for vidare utleige

SAKSFRAMLEGG. Sakshandsamar: Johannes Sjøtun Arkiv: 613 Arkivsaksnr.: 15/32. Kjøp av husvære. Vedlegg: Behov for kommunale husvære for vidare utleige SAKSFRAMLEGG Sakshandsamar: Johannes Sjøtun Arkiv: 613 Arkivsaksnr.: 15/32 Kjøp av husvære Vedlegg: Bakgrunn: Lovheimel: Behov for kommunale husvære for vidare utleige SAKSOPPLYSNINGAR Behov Kommunstyret

Detaljer

MATEMATIKKVERKSTAD Mona Røsseland. GLASSMALERI (bokmål) Utstyr: Rammer (A3) i farga papp, pappremser, silkepapir, saks og lim

MATEMATIKKVERKSTAD Mona Røsseland. GLASSMALERI (bokmål) Utstyr: Rammer (A3) i farga papp, pappremser, silkepapir, saks og lim MATEMATIKKVERKSTAD Mona Røsseland GLASSMALERI (bokmål) Utstyr: Rammer (A3) i farga papp, pappremser, silkepapir, saks og lim Slik går du frem: 1. Velg deg en ramme. 2. Du skal nå lage et vakkert bilde

Detaljer

Merknad 3 Bystyret mener det er behov for mer flerkulturell kompetanse i barnevernet for å øke forståelsen av mulige kulturkonflikter.

Merknad 3 Bystyret mener det er behov for mer flerkulturell kompetanse i barnevernet for å øke forståelsen av mulige kulturkonflikter. Statusrapport for barnevernet i Bergen 2012 Bergen bystyre behandlet saken i møtet 271113 sak 257-13 og fattet følgende vedtak: 1. Bystyret tar statusrapport for barnevernet i Bergen 2012 til orientering.

Detaljer

Spørsmål frå leiar i tenesteutvalet:

Spørsmål frå leiar i tenesteutvalet: Spørsmål frå leiar i tenesteutvalet: Har igjen fått sps om dekninga i Sør. Veit ein meir om når utbygging av skal skje? Kor mange barn i sør får ikkje plass i nær? Svar frå administrasjonen: Vi syner til

Detaljer

KJØP AV AKSJER I FINNØY NÆRINGSPARK

KJØP AV AKSJER I FINNØY NÆRINGSPARK KJØP AV AKSJE I FINNØY NÆINGSPAK Innkalling til ekstraordinært årsmøte er annonsert i Øyposten 24/4 i samsvar med vedtektene, 16 d. Kvar er Coop Finnøy SA om 10-20 år? Er me i dei same lokala, eller har

Detaljer

BESCHLUSS DES GEMEINSAMEN EWR-AUSSCHUSSES Nr. 106/2012. vom 15. Juni 2012

BESCHLUSS DES GEMEINSAMEN EWR-AUSSCHUSSES Nr. 106/2012. vom 15. Juni 2012 BESCHLUSS DES GEMEINSAMEN EWR-AUSSCHUSSES Nr. 106/2012 vom 15. Juni 2012 zur Änderung von Anhang II (Technische Vorschriften, Normen, Prüfung und Zertifizierung) und Anhang XX (Umweltschutz) des EWR-Abkommens

Detaljer

Hjelpelinja for speleavhengige

Hjelpelinja for speleavhengige Hjelpelinja for speleavhengige Samtalestatistikk 1. halv 2013 Lotteritilsynet juli 2013 Side 1 av 8 Oppsummering Denne halvsstatistikken viser at talet på samtaler i første halv 2013 ikkje har endra seg

Detaljer