Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn"

Transkript

1 Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Virk efni: natríumklóríð, kalíumklóríð, kalsíumklóríð tvíhýdrat, magnesíumklóríð hexahýdrat og natríumacetat þríhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum. - Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Þetta lyf heitir Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn en mun hér eftir vera kallað Ringer- Acetat Baxter Viaflo. Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar: 1. Upplýsingar um Ringer-Acetat Baxter Viaflo og við hverju það er notað 2. Áður en byrjað er að nota Ringer-Acetat Baxter Viaflo 3. Hvernig nota á Ringer-Acetat Baxter Viaflo 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvenig geyma á Ringer-Acetat Baxter Viaflo 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar 1. Upplýsingar um Ringer-Acetat Baxter Viaflo og við hverju það er notað Ringer-Acetat Baxter Viaflo er lausn eftirtalinna efna í vatni: - natríumklóríð - kalíumklóríð - kalsíumklóríð tvíhýdrat - magnesíumklóríð hexahýdrat - natríumacetat þríhýdrat Natríum, kalíum, kalsíum, magnesíum, klóríð og acetat eru efni sem finnast í blóðinu. Ringer-Acetat Baxter Viaflo er notað: - til að endurnýja líkamsvökva og ýmis blóðsölt (elektrólýta) sem hafa tapast vegna veikinda eða áverka - sem skammtíma meðferð við minnkuðu blóðrúmmáli. 2. Áður en byrjað er að nota Ringer-Acetat Baxter Viaflo Ekki má nota Ringer-Acetat Baxter Viaflo ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig: - Fyrirburar og nýburar (yngri en 28 daga gamlir): Barnið má ekki fá ákveðið sýklalyf sem heitir ceftriaxón sem dreypi í bláæð á sama tíma og það fær þetta lyf. - of mikill vökvi er í kringum frumur líkamans (ofgnótt utanfrumuvökva) - meira blóðrúmmál en eðlilegt er (ofdreyri).

2 Varnaðarorð og varúðarreglur Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Ringer-Acetat Baxter Viaflo er notað ef eitthvað af eftirfarandi atriðum á við um þig. - Óháð aldri sjúklinga má ekki blanda ákveðnu sýklalyfi sem kallast ceftriaxón við innrennslislausnir sem innihalda kalsíum eða gefa þessar lausnir saman sem dreypi í bláæð. Læknirinn veit þetta og mun ekki gefa þær saman jafnvel þótt notaðar séu mismunandi innrennslisslöngur eða mismunandi innrennslisstaðir. - Hinsvegar má læknirinn gefa sjúklingum eldri en 28 daga gömlum innrennslislausnir sem innihalda kalsíum og ceftriaxón hvora á eftir annarri ef lausnirnar eru gefnar um mismunandi innrennslisslöngur og á mismunandi innrennslisstöðum eða ef innrennslisslangan er skoluð vandlega með lífeðlisfræðilegri saltlausn milli innrennslanna til að fyrirbyggja að útfelling myndist. Ef barnið þjáist af litlu blóðrúmmáli mun læknirinn ekki gefa lausn sem inniheldur kalsíum og lausn með ceftriaxón hvora á eftir annarri. - hjartabilun (sérstaklega ef meðhöndlað er með digitalis) - öndunarbilun (lungnasjúkdómur) - bólga vegna vökvasöfnunar í líkamanum (bjúgur) - vökvasöfnun í maga (kvið) vegna lifrarsjúkdóms (skorpulifur með skinuholsvökva) - minnkuð nýrnastarfsemi (skortur/truflanir á nýrnastarfsemi) - hár blóðþrýstingur (háþrýstingur) - vökvasöfnun undir húð, sérstaklega í kringum ökkla (útlægur bjúgur) - vökvasöfnun í lungum (lungnabjúgur) - hár blóðþrýstingur á meðgöngu (meðgöngueitrun eða meðgöngukrampi) - aldósterónheilkenni (sjúkdómur sem veldur háu gildi hormóns sem nefnist aldósterón) - annað ástand sem tengist uppsöfnun natríums (of mikið natríum í líkamanum), svo sem meðferð með sterum (sjá einnig Notkun annarra lyfja samhliða Ringer Acetat Baxter Viaflo ) - ástand sem veldur því að meiri líkur eru á miklu magni af kalíum í blóðinu, svo sem: - nýrnabilun - sjúkdómur í nýrnahettum sem hefur áhrif á hormón sem stýra styrk efna í líkamanum (adrenocortical insufficiency) - bráð vökvaþurrð (tap á vatni úr líkamanum, t.d. vegna uppkasta eða niðurgangs) -víðtæk vefjaskemmd (eins og fram getur komið við alvarlegan bruna) (Í þessum tilvikum þarf að fylgjast vel með plasmaþéttni kalíums) - veikindi sem valda hærri gildum af D-vítamíni en eðlilegt er, svo sem sarklíki - vöðvaslensfár (sjúkdómur sem veldur stigvaxandi vöðvaslappleika) - bati eftir aðgerð Þegar þú færð þetta innrennsli, tekur læknirinn sýni úr blóði og þvagi til að fylgjast með: - magni líkamsvökva (vökvajafnvægi) - þéttni efna eins og natríums, kalíums, kalsíums, magnesíums og klóríðs í blóði og þvagi (sölt í blóði og þvagi) - sýru-basa jafnvægi (sýrustig í blóði og þvagi) Þetta er einkum mikilvægt hjá börnum þar sem þau hafa takmarkaða getu til að stjórna vökvamagni og blóðsöltum. Ef einhver þessara kvilla er til staðar á að fylgjast vandlega með þér ef þú færð mikið magn af Ringer- Acetat Baxter Viaflo til innrennslis. Þó að Ringer-Acetat Baxter Viaflo innihaldi kalíum er það ekki nægilegt magn til að meðhöndla mjög lága plasmaþéttni (alvarlegan kalíumskort). Ringer-Acetat Baxter Viaflo inniheldur efni sem geta gert blóðið of basískt (blóðlýting; metabolic alkalosis). Hins vegar eru ekki næg efni til staðar til að meðhöndla þig ef blóðið er of súrt (blóðsýring; metabolic acidosis). Ef þörf er á síendurtekinni meðferð, gefur læknirinn þér einnig önnur innrennsli. Þau tryggja þörf líkamans fyrir önnur efni og næringu (fæðu). 2

3 Ef þú finnur fyrir einhverjum breytingum á sjúkdómsástandi þínu eða líðan meðan á innrennsli stendur eða fyrst á eftir, skaltu strax segja lækninum eða hjúkrunarfræðingi frá því. Notkun annarra lyfja samhliða Ringer-Acetat Baxter Viaflo Látið lækninn eða hjúkrunarfræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Notkun eftirtalinna lyfja er ekki ráðlögð á meðan þú færð Ringer-Acetat Baxter Viaflo innrennsli: - ceftriaxón (sýklalyf), gefið sem innrennsli í bláæð (sjá Varnaðarorð og varúðarreglur) - súxametoníum, vekuroníum og túbokúrarín (vöðvaslakandi lyf sem notuð eru við skurðaðgerðir) - kalíum (eitt af eðlilegum söltum líkamans) Önnur lyf sem geta haft áhrif eða orðið fyrir áhrifum ef þau eru notuð í samsetningu með Ringer-Acetat Baxter Viaflo: - barksterar (lyf gegn bólgu) - aðrir sterar eins og estrógen - vissar vatnslosandi töflur (kalíumsparandi þvagræsilyf) - ACE-hemlar (lyf gegn háum blóðþrýstingi) - takrólímus notað til að koma í veg fyrir líffærahöfnun og til meðferðar á vissum húðsjúkdómum - ciklósporín (notað til að koma í veg fyrir líffærahöfnun) Þessi lyf geta leitt til aukins magns kalíum og/eða natríum í blóðinu. Áhrif lyfja við hjartasjúkdómum (digitalis) geta aukist af völdum kalsíums í Ringer-Acetat Baxter Viaflo. Þetta getur valdið mjög alvarlegum truflunum á hjartslætti. Útskilnaður (brotthvarf) vissra lyfja úr líkamanum getur aukist eða minnkað vegna Ringer-Acetat Baxter Viaflo og breytt áhrifum þeirra. Þetta eru m.a.: - kinidín (lyf gegn óreglulegum hjartslætti) - salisýlöt (lyf gegn bólgu t.d. aspirín) - litíum (notað til meðferðar á geðrænum vandamálum t.d. tvíhverfri geðröskun (bipolar disorder)) - örvandi lyf (adrenhermandi lyf) eins og efedrín og pseudoefedrín, notuð í hósta- og kveflyf Notkun Ringer-Acetat Baxter Viaflo með mat eða drykk Leitið ráða hjá lækninum um hvað má borða og drekka. Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingi áður en lyfið er notað. Óhætt er að gefa Ringer-Acetat Baxter Viaflo á meðgöngu eða meðan á brjóstagjöf stendur. Akstur og notkun véla Ringer-Acetat Baxter Viaflo hefur ekki áhrif á akstur eða notkun véla. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing. 3

4 3. Hvernig nota á Ringer-Acetat Baxter Viaflo Skammtar Læknir eða hjúkrunarfræðingur gefur þér Ringer-Acetat Baxter Viaflo. Læknirinn ákvarðar þann skammt sem hentar þér og hvenær hann er gefinn. Þetta ræðst af aldri, líkamsþyngd, almennu líkamsástandi og ástæðu meðferðar. Magnið sem gefið er getur einnig ráðist af annarri meðferð sem þú færð. EKKI á að gefa Ringer-Acetat Baxter Viaflo ef agnir eru sjáanlegar í lausninni eða ef umbúðirnar eru skemmdar á einhvern hátt. Lyfjagjöf Ringer-Acetat Baxter Viaflo er venjulega gefið um plastslöngu sem tengd er við nál í æð. Venjulega er æð í handlegg notuð til að gefa innrennslið. Læknirinn getur þó notað aðra aðferð við lyfjagjöfina. Allri ónotaðri lausn skal farga. Þú átt EKKI að fá Ringer-Acetat Baxter Viaflo innrennsli úr poka sem hefur verið notaður að einhverju leyti. Ef notaður er stærri skammtur af Ringer-Acetat Baxter Viaflo en mælt er fyrir um: Ef þú færð of mikið af Ringer-Acetat Baxter Viaflo veit læknirinn og starfsfólk sjúkrahússins hvaða ráðstafanir skal gera. Ef of mikið er gefið af Ringer-Acetat Baxter Viaflo (of-innrennsli) eða ef það er gefið of hratt, getur það leitt til eftirtalinna einkenna: -vökvasöfnun í vefjum (ofvökvun) sést sem strekkt húð - blóðsöfnun í fótleggjum (æðateppa) - bólga (bjúgur) hefur hugsanlega áhrif á lungu, sem truflar öndun, eða á heila, sem veldur höfuðverk - breytingar á sýrustigi eða saltinnihaldi í blóði -aukin blóðsaltaþéttni (aukinn osmólstyrkur í sermi) Ef eitthvert þessara einkenna koma fram verður að láta lækninn strax vita. Innrennslið verður stöðvað og þér verður veitt viðeigandi meðferð með tilliti til einkenna. Ef lyfi hefur verið bætt í Ringer-Acetat Baxter Viaflo fyrir of-innrennsli, getur lyfið einnig valdið einkennum. Lesið fylgiseðil lyfsins sem bætt var í varðandi lista yfir hugsanleg einkenni. Ef hætt er að nota Ringer-Acetat Baxter Viaflo Læknirinn ákveður hvenær á að stöðva innrennslið. Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins. 4. Hugsanlegar aukaverkanir Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Ef þú ert með eitthvert eftirtalinna einkenna á að láta lækninn eða hjúkrunarfræðing vita tafarlaust. Þetta geta verið merki um mjög sjaldgæf en mjög alvarleg og jafnvel lífshættuleg ofnæmisviðbrögð: - Bólga í andlitshúð, vörum eða hálsi, - öndunarerfiðleikar - húðútbrot - roði í húð Þér verður veitt viðeigandi meðferð með tilliti til einkenna. Aðrar aukaverkanir eru taldar upp eftir tíðni. 4

5 Algengar (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 notendum): -vökvasöfnun - hjartabilun getur komið fram hjá sjúklingum sem hafa hjartasjúkdóm - uppsöfnun vökva í lungum (lungnabjúgur) - hiti, sýking (roði, bólga) staðbundinn sársauki, blóðkekkir, bólga eða erting í æðinni kringum innrennslisstaðinn - leki innrennslisvökva í umlykjandi vefi (utanæðablæðing). Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum notendum): -Staðbundinn eða útbreiddur ofsakláði, ásamt húðútbrotum og kláða -Þrengsli fyrir brjósti eða brjóstverkur. -Hægur hjartsláttur (hægtaktur) eða hraður hjartsláttur (hraðtaktur). Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum notendum): - krampaköst á meðan á innrennsli stendur - breytingar á salta- og sýru/basa jafnvægi í blóði. Hafi lyfi verið bætt í innrennslislausnina getur lyfið einnig valdið aukaverkunum. Þessar aukaverkanir fara eftir lyfinu sem bætt var í. Lesið fylgiseðil lyfsins sem bætt var í til að sjá lista hugsanlegra aukaverkana. Látið lækninn eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Tilkynning aukaverkana Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins. 5. Hvernig geyma á Ringer-Acetat Baxter Viaflo Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á pokanum á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Ekki skal nota lyfið ef vart verður við agnir í lausninni eða ef umbúðirnar eru skemmdar á einhvern hátt. 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar Ringer-Acetat Baxter Viaflo inniheldur Virku innihaldsefnin eru: - natríumklóríð 5,86 g í lítra - kalíumklóríð 0,30 g í lítra - kalsíumklóríð tvíhýdrat 0,29 g í lítra - magnesíumklóríð hexahýdrat 0,20 g í lítra - natríumacetat þríhýdrat 4,08 g í lítra 5

6 Önnur innihaldsefni eru: - vatn fyrir stungulyf - saltsýra (til að stilla sýrustig). Lýsing á útliti Ringer-Acetat Baxter Viaflo og pakkningastærðir Ringer-Acetat Baxter Viaflo er tær lausn, án sýnilegra agna. Lyfið er í pólýolefín/polýamíð plastpokum (Viaflo). Hverjum poka er pakkað í innsiglaðan ytri hlífðarpoka úr plasti. Stærð poka er: ml ml Pokunum er pakkað í öskjur. Hver askja inniheldur eitthvert eftirtalinna: - 20 poka með 500 ml - 10 poka með 1000 ml Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. Markaðsleyfishafi Baxter Medical AB Box 63, Kista, Svíþjóð Framleiðendur: Baxter Healthcare Ltd Caxton Way, Thetford, Norfolk IP24 3SE, Bretland Bieffe Medital S.A. Ctra de Biescas, Senegüé Sabiñánigo (Huesca) Spánn Baxter Manufacturing Sp. z o.o. 42 B Wojciechowska Str Lublin Pólland Umboð á Íslandi Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík Sími: Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum: Svíþjóð: Ringer-Acetat Baxter Viaflo Danmörk: Ringer-Acetat Baxter Viaflo Noregur: Ringer-Acetat Baxter Viaflo Finnland: Ringer-Acetat Baxter Viaflo Ísland: Ringer-Acetat Baxter Viaflo 6

7 Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní

8 Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki Þar sem lausnin inniheldur kalsíum má ekki gefa hana í gegnum sama innrennslisbúnað og blóð vegna hættu á kekkjamyndun í blóði. Meðhöndlun og undirbúningur Notið lausnina aðeins ef hún er tær, án sýnilegra agna og pokinn óskemmdur. Lyfjagjöf skal hafin um leið og innrennslissett hefur verið tengt. Fjarlægið ytri pokann ekki fyrr en rétt fyrir notkun. Innri pokinn viðheldur dauðhreinsun lausnarinnar. Raðtengið ekki innrennslispokana. Slík notkun gæti valdið loftreki (air embolism) vegna þess að loft sem eftir situr í fyrri pokanum dragist inn í blóðrásina áður en gjöf vökvans úr seinni pokanum er lokið. Beiting þrýstings á sveigjanleg plastílát með innrennslislausnum sem gefa á í bláæð, til þess að auka flæðihraða getur leitt til þess að loft dragist inn í blóðrásina ef afgangsloft í ílátinu er ekki tæmt úr að fullu fyrir gjöf. Ef notaður er innrennslisbúnaður með loftloka og lokinn hafður í opinni stöðu getur það leitt til þess að loftbólur berist í æð. Ekki á að nota innrennslisbúnað með loftloka með lokann í opinni stöðu ásamt sveigjanlegum innrennslispokum úr plasti. Gefa skal innrennslislausnina með dauðhreinsuðum innrennslisbúnaði að viðhafðri smitgát. Fyllið innrennslisbúnaðinn með lausninni til þess að koma í veg fyrir að loft komist inn í kerfið. Bæta má lyfjum í lausnina áður en hún er gefin eða meðan á gjöf stendur, og er það þá gert um lyfjaopið, sem lokast aftur. Sé lyfi bætt í lausnina, skal þess gætt að hún sé jafnþrýstin áður en hún er gefin í æð. Skylt er að gæta fyllstu smitgátar þegar lyfi er bætt í lausnina. Lausnir sem lyfjum hefur verið bætt í skal gefa án tafar, þær skal aldrei geyma. Ef lyfjum er bætt í lausnina eða lausnin er gefin á rangan hátt, getur það valdið hækkun líkamshita vegna mögulegrar tilkomu sótthitavalda. Komi fram aukaverkanir á tafarlaust að stöðva innrennslið. Fargið eftir eina notkun. Fargið afgangslausn. Endurtengið ekki poka sem notað hefur verið úr. 1. Umbúðir opnaðar a. Takið Viaflo innrennslispokann úr ytri umbúðum rétt fyrir notkun. b. Innrennslispokann skal kreista ákveðið til að athuga hvort nokkur leki sé til staðar. Ef um leka er að ræða skal farga lausninni þar sem sæfing er ekki lengur tryggð. c. Athugið lausnina með tilliti til tærleika og sýnilegra agna. Ef lausnin er ekki tær eða um sýnilegar agnir er að ræða, skal farga lausninni. 2. Undirbúningur lyfjagjafar Notið sæfð áhöld til undirbúnings og lyfjagjafar. a. Hengið innrennslispokann upp. b. Fjarlægið plasthlíf af frárennslisopinu neðst á pokanum: - takið með annarri hendinni um lítinn flipa sem er á frárennslisopinu, - takið með hinni hendinni um stærri flipa sem er á hettunni og snúið, - hettan losnar af. c. Gætið fyllstu smitgátar við uppsetningu á innrennslispokanum. d. Tengið innrennslisbúnaðinn. Farið eftir leiðbeiningum sem fylgja með búnaðinum um tengingu, fyllingu búnaðarins og gjöf innrennslis. 8

9 3. Aðferðir við að bæta lyfjum í lausnina Athugið að efni/lyf geta verið ósamrýmanleg lausninni (sjá kaflann 5. Ósamrýmanleiki við íblöndunarlyf hér á eftir) Lyfjum bætt í lausnina áður en hún er gefin a. Sótthreinsið lyfjaopið á innrennslispokanum. b. Notið sprautu með 19 G (1,10 mm)-22 G (0,70 mm) nál, stingið í lyfjaopið og sprautið lyfinu í lausnina. c. Blandið lyfinu vandlega saman við lausnina. Þegar um lyf með háa eðlisþyngd er að ræða, s.s. kalíumklóríð, skal slá létt á opin á innrennslispokanum þegar þau snúa upp, við blöndun lausnarinnar. Varúð: Geymið ekki lausn sem lyfjum hefur verið bætt í. Lyfjum bætt í lausnina á meðan á gjöf stendur a. Herðið klemmuna á slöngunni. b. Sótthreinsið lyfjaopið á innrennslispokanum. c. Notið sprautu með 19 G (1,10 mm)-22 G (0,70 mm) nál, stingið í lyfjaopið og sprautið lyfinu í lausnina. d. Takið innrennslispokann af vökvastandinum og/eða snúið honum upp. e. Tæmið bæði opin á innrennslispokanum með því að slá létt á þau meðan pokinn snýr upp. f. Blandið lyfinu vandlega saman við lausnina. g. Hengið pokann aftur upp, losið klemmuna á slöngunni og haldið gjöf lausnarinnar áfram. 4. Geymsluþol meðan á notkun stendur: Íblöndunarlyf Fyrir notkun skal sýna fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika íblöndunarlyfs við sýrustig Ringer-Acetat lausnarinnar í Viaflo pokanum. Út frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota þynnta lausnina strax. Ef lausnin er ekki notuð strax eru geymslutími og geymsluaðstæður fram að notkun á ábyrgð notanda og á geymslutími venjulega ekki að vera lengri en 24 klukkustundir við 2 til 8 C nema blöndun hafi átt sér stað við stýrðar og gildaðar aðstæður að viðhafðri smitgát. 5. Ósamrýmanleiki við íblöndunarlyf Gæta verður að samrýmanleika við lyf sem blanda á í lausnina í Viaflo-pokanum fyrir blöndun. Ringer-Acetat Baxter Viaflo á ekki að blanda við lyf sem innihalda karbonat, súlfat eða fosfat. Tilkynnt hefur verið um ósamrýmanleika kalsíum salta með fjölda lyfja. Fléttur (complexes) geta myndast sem getur leitt til útfellingar. Samhliða meðferð með ceftriaxón og Ringer-Acetat Baxter Viaflo er frábent hjá fyrirburum og fullburða nýburum ( 28 daga gömlum), jafnvel þó sitt hvor innrennslisslangan sé notuð. Óháð aldri sjúklinga má ekki blanda ceftriaxón við innrennslislausnir sem innihalda kalsíum eða gefa þessar lausnir samtímis, jafnvel ekki um mismunandi innrennslisslöngur eða á mismunandi innrennslisstöðum. Ef sama innrennslisslanga er notuð til að gefa lyfin hvort á eftir öðru verður að skola hana vandlega með samrýmanlegri lausn milli innrennslanna. Ekki má blanda lausninni saman við önnur lyf ef rannsóknir á samrýmanleika eru ekki fyrirliggjandi. Lesið fylgiseðil íblöndunarlyfsins fyrir notkun. Áður en íblöndunarlyf er notað skal staðfesta að það sé leysanlegt og stöðugt í vatni við sýrustig Ringer-Acetat Baxter Viaflo (ph 5,0 til 6,0). 9

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ringer-acetat Fresenius Kabi innrennslislyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1.000 ml innihalda: Natríumklóríð Natríumasetat þríhýdrat Kalíumklóríð Kalsíumklóríðtvíhýdrat

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Alltaf

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð Lesið allan fylgiseðillinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicorette Invisi 10 mg/16 klst. forðaplástrar Nicorette Invisi 15 mg/16 klst. forðaplástrar Nicorette Invisi 25 mg/16 klst. forðaplástrar Nikótín Lesið allan

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Typhim Vi, 25 míkróg/0,5 ml stungulyf, lausn. Fjölsykrubóluefni við taugaveiki. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 0,5 ml skammtur inniheldur: Hreinsaðar Vi hjúpfjölsykrur

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Dermovat 0,5 mg/ml húðlausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af húðlausn innheldur: 0,5 mg af klóbetasólprópíónati Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS NEVANAC 1 mg/ml augndropar, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af dreifu inniheldur 1 mg af nepafenaki. Hjálparefni með þekkta verkun Hver ml af dreifu

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS 1. HEITI LYFS Noritren 10, 25, eða 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Nortriptýlín 10, 25 eða 50 mg á formi nortriptýlín hýdróklóríðs. Hjálparefni með þekkta verkun:

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Etalpha 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm mjúk hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Alfakalsídól 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm. Hjálparefni með þekkta verkun: Sesamolía

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Vallergan 5 mg/ml mixtúra, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Alimemazíntartrat 5 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Mixtúra, lausn. Plómubragð.

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS BCG-medac, duft og leysir fyrir þvagblöðrudreifu 2. INNIHALDSLÝSING Eftir blöndun inniheldur eitt hettuglas: BCG (Bacillus Calmette Guérin) bakteríustofn RIVM

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mogadon 5 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af nitrazepami. Hjálparefni með þekkta verkun Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Latanoprost Actavis 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af augndropalausn inniheldur 50 míkrógrömm latanoprost. Einn dropi inniheldur um

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Paclitaxel Pfizer 6 mg/ml innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af innrennslisþykkni, lausn inniheldur 6 mg/ml. Hvert hettuglas með 5 ml inniheldur

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ostacid 70 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati.

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Paracet 60 mg endaþarmsstílar 2. INNIHALDSLÝSING Hver endaþarmsstíll inniheldur 60 mg af parasetamóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zitromax 500 mg innrennslisstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 500 mg azitrómýsín (sem tvíhýdrat), samsvarandi 100 mg/ml lausn eftir blöndun

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zoladex 3,6 mg og 10,8 mg vefjalyf. 2. INNIHALDSLÝSING Góserelín 3,6 mg og 10,8 mg sem góserelínasetat. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1 3. LYFJAFORM

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS OZURDEX 700 míkrógrömm vefjalyf í ísetningaráhaldi til notkunar í glerhlaup. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt vefjalyf inniheldur 700 míkrógrömm af dexametasóni.

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Resolor 1 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 1 mg prúkalópríð (sem súkkínat). Hjálparefni með þekkta verkun:

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Detaljer

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av NORSK utgave EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende I EØS-ORGANER 1. EØS-komiteen ISSN 1022-9310 Nr. 56 19. årgang 4.10.2012 Melding til leserne... 1 2012/EØS/56/01 2012/EØS/56/02 2012/EØS/56/03

Detaljer

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende 4.10.2012 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012 2012/EØS/56/04 av 15. juni 2012 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder,

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Eitt hettuglas inniheldur 200 einingar af Clostridium botulinum taugaeitri af gerð A (150 kd), án

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Eitt hettuglas inniheldur 200 einingar af Clostridium botulinum taugaeitri af gerð A (150 kd), án SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS XEOMIN 50 einingar, stungulyfsstofn, lausn XEOMIN 100 einingar, stungulyfsstofn, lausn XEOMIN 200 einingar, stungulyfsstofn, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Rizatriptan ratiopharm 10 mg munndreifitöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Rizatriptan ratiopharm 10 mg munndreifitafla Hver 10 mg munndreifitafla inniheldur 14,53 mg

Detaljer

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN Þú getur gert margt til að viðhalda heilsunni. Ef þú veikist af langvinnum

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester) SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Bortezomib W&H 3,5 mg stungulyfsstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester) Eftir blöndun inniheldur

Detaljer

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin Læs hele denne indlægsseddel omhyggeligt, inden du begynder at anvende dette lægemiddel. Dette lægemiddel er ordineret til dig personligt.

Detaljer

Öryggisblað (SDS) Bensín 95 oktan E5 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 2. HÆTTUGREINING.

Öryggisblað (SDS) Bensín 95 oktan E5 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 2. HÆTTUGREINING. 1. útgáfa / 12.3.2018 Öryggisblað (SDS) skv. reglugerð nr. 750/2008 (REACH) og reglugerð nr. 415/2014 með síðari breytingum (CLP) 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

Detaljer

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta Klínískar leiðbeiningar fyrir notkun líftæknilyfja fyrir sjúklinga með iktsýki (rheumatoid arthritis/ra) og Still's sjúkdóm hjá fullorðnum (adult Still s disease). Inngangur: Iktsýki er krónískur bólgusjúkdómur

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Docetaxel Teva Pharma 20 mg innrennslisþykkni og leysir, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hvert stakskammta hettuglas af Docetaxel Teva

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zyvoxid 2 mg/ml innrennslislyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur 2 mg linezolid. 300 ml innrennslispokar innihalda 600 mg linezolid. Hjálparefni með

Detaljer

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið.

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið. ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 3 Dags. endurskoðunar: 4. febrúar 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni BP TURBO OIL 2380 1.2. Tilgreind

Detaljer

078861/EU XXIV. GP. Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION. Brussels, 17 April 2012 (OR. en)

078861/EU XXIV. GP. Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION. Brussels, 17 April 2012 (OR. en) 078861/EU XXIV. GP Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION Brussels, 17 April 2012 (OR. en) 7734/12 Interinstitutional File: 2012/0047 (NLE) EEE 27 AELE 23 CHIMIE 23 V 215 LEGISLATIVE ACTS

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 95 Oktan 1. útgáfa / 25.11.2014 Öryggisblað (SDS) skv. reglugerð UST nr. 750/2008 (REACH) 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 1.1 Vörukenni Vöruheiti: 95 Oktan 1.2

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 27.09.2012 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Vöruheiti - notkun - innflytjandi/framleiðandi Vöruheiti: Q8 Mozart DP SAE 40 Vörunúmer: 7503 1013 2330 1111 Notkunarsvið: Smurolía

Detaljer

2.2. Merkingaratriði Hættumerki

2.2. Merkingaratriði Hættumerki ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og 453/2010 Útgáfa: 3 Dagsetning: 19. apríl 2016 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni NÝR FPC JECTOR 1.2. Tilgreind

Detaljer

FÖRCH Oil Leakage Check. 201 Kópavogur Þýskalandi Sími: Netfang: Veffang:

FÖRCH Oil Leakage Check. 201 Kópavogur Þýskalandi Sími: Netfang: Veffang: Bílanaust 1. útgáfa 03.12.2012 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Vöruheiti - notkun - innflytjandi/framleiðandi Vöruheiti: FÖRCH Oil Leakage Check Vörunúmer: 6730-0837 50 ml Notkunarsvið:

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relvar Ellipta 92 míkróg/22 míkróg, innöndunarduft, afmældir skammtar 2. INNIHALDSLÝSING Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum

Detaljer

ÖRYGGISBLAÐ ETHYL DIGLYCOL

ÖRYGGISBLAÐ ETHYL DIGLYCOL ÖRYGGISBLAÐ KAFLI 1: Auðkenning efnisins eða efnablöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Heiti vöru Vörunúmer 20310 Samheiti; viðskiptaheiti REACH skráningarnúmer DIETHYLENE GLYCOL MONOETHYL

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Nr. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012. frá 15.

Nr. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012. frá 15. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 4.10.2012 ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012 2012/EES/56/04 frá 15. júní 2012 um breyt ingu á II. við auka (Tækni legar reglu gerð

Detaljer

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ 1.1 Vörukenni Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind notkun Eldsneyti Söluaðili Olíuverzlun Íslands hf. Katrínartúni Reykjavík Sími:

1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind notkun Eldsneyti Söluaðili Olíuverzlun Íslands hf. Katrínartúni Reykjavík Sími: ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og 453/2010 Útgáfa: - Dags. endurskoðunar: 6. maí 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 287. fundar Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson Jón

Detaljer

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ 1.1 Vörukenni Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

ÖRYGGISBLAÐ ETHANOL & ISOPROPANOL

ÖRYGGISBLAÐ ETHANOL & ISOPROPANOL ÖRYGGISBLAÐ KAFLI 1: Auðkenning efnisins eða efnablöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Heiti vöru Vörunúmer 12520 Samheiti; viðskiptaheiti 99 & 5% ISOPROPANOL, ABS DEN 3%IPA, IPA SPRIT,

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS

ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni LÍMKÍTTI (HVÍTT/SVART/GRÁTT) 1.2. Tilgreind notkun

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014 30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende Nr. 43/57 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014 203-2015n EØS-KOMITEEN HAR av 30. september 2014 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: -

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: - Blaðsíða 1 af 9 Öryggisblað (MSDS) Reglug. 866/2012 og 1272/2008/EB (CLP), rg. 750/2008 (REACH). 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki.

1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. Blaðsíða 1 af 8 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

L 270/6 Amtsblatt der Europäischen Union

L 270/6 Amtsblatt der Europäischen Union L 270/6 Amtsblatt der Europäischen Union 4.10.2012 BESCHLUSS DES GEMEINSAMEN EWR-AUSSCHUSSES 106/2012 vom 15. Juni 2012 zur Änderung von Anhang II (Technische Vorschriften, Normen, Prüfung und Zertifizierung)

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Öryggisblað. Maurasýra, 85% HCOOH. Skin Corr. 1B;H314. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða.

Öryggisblað. Maurasýra, 85% HCOOH. Skin Corr. 1B;H314. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða. Öryggisblað Endurskoðun: 01-11-2013 Kemur í stað: 11-09-2013 Útgáfa: 0101/ISL HLUTI 1: Auðkenning efnisins/blöndunnar og fyrirtækisins/félagsins 11 Vöruauðkenni Viðskiptaheiti: Maurasýra, 85% HCOOH 12

Detaljer

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar júlí 2016 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI DESEMBER 2017 MANNVIT +354 422 3000 www.mannvit.is mannvit@mannvit.is Efnisyfirlit 1.

Detaljer

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur Handbók um Umferðarmerki Inngangur Útgefandi Vegagerðin og Reykjavíkurborg Mars 2013 Efnisyfirlit Almennar reglur... 2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja... 3 Merkjaplötur... 3 Litur, lögun, stærð og

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer