Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta"

Transkript

1 2/2000 Tímarit Tæknifélags mjólkuriðnaðarins 24. árgangur 1943 Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta Ruben Rausing, stofnandi Tetra Pak. Tetra 1952 Classic 1961 Tetra Therm Aseptic VTIS Tetra 1961 Classic Aseptic 1963 Tetra Brik 1966 Tetra Rex 1968 Tetra Brik Aseptic 1974 Tetra Tebel Casomatic 1986 Tetra Top 1995 Tetra Plast 1996 Tetra Prisma 1996 Tetra Alblend 1998 Tetra Fino 1999 Við leggjum okkur fram um að framfylgja viðskiptahugmynd okkar. Gunnar Brock, forstjóri Tetra Pak. Það byrjaði með hugmynd um umbúðir sem spara meira en þær kosta. Markinu höfum við náð í pappa og plasti með því að þróa nýja tækni og heildarvinnslulausnir. Allt í náinni samvinnu við viðskiptamenn okkar og birgja. Við þökkum þér fyrir hugmyndir, örvun, kröfur og tillögur, sem hafa verið okkur hvatning í starfinu meirihlutann af síðastu öld. Við hlökkum til frekari samvinnu um vöruþróun og nýsköpun sem mun nýtast okkur sameiginlega í framtíðinni.

2

3 Af skipulagi verðlagsmála Nóvember 2/2000 Útgefandi: Tæknifélag mjólkuriðnaðarins Ritnefnd: Stjórn félagsins Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sævar Magnússon Sími Heimasími: Póstfang: Engjaási, 310 Borgarnes Prentvinnsla: Svansprent ehf. MEÐAL EFNIS: Af skipulagi verðlagsmála - Snorri J. Evertsson HAUSTFUNDUR 1999 (2) Verðlagning og verðtilfærslur í íslenskum mjólkuriðnaði - Pálmi Vilhjálmsson Staða íslensks mjólkuriðnaðar gagnvart samkeppnislögum í nútíð og framtíð - Stefán Geir Þórisson Flokkunaraðferð mjólkur breytist um áramót - Sævar Magnússon Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins flytur enn - Sævar Magnússon Af félagsmönnum AUGLÝSENDUR Tetra Pak Frigg MSKEA Elopak Áskriftargjald 2000: kr ,- Í lausasölu: kr. 600,- eintakið Innan 8 mánaða (í júní 2001) verður líklega tekin sú ákvörðun af Verðlagsnenfnd búvöru að hætta afskiptum af ákvörðun á heildsöluverði mjólkurvara. Verðlagsnefnd ákvarðar heildsöluverð hinna veigamestu flokka mjólkurvara, s.s. nýmjólk (léttmjólk, undanrennu), skyr, rjóma, smjör, mjólkurduft og stærstu vöruflokka osta. Þessar vörutegundir eru þær þýðingamestu bæði m.t.t. magns og tekna hvort sem litið er til mjólkuriðnaðar eða mjólkurframleiðenda. Þegar svo nærri líður að þeim tímamótum að Verðlagsnefnd búvara hættir að hafa afskipti af heildsöluverðsákvörðun, þá hljóta spurningar að vakna hvað varðar starfsastæður fyrirtækja í mjólkuriðnaði eftir júní Ýmsar stórar spurningar vakna. Hvernig verður verðlagningu háttað á vörum sem fleiri en ein afurðastöð framleiðir og selur, eins og t.d. nýmjólk, rjóma, goudaosti og smjöri svo eintthvað sé nefnt? Mun það ekki teljast grunsamlegt ef eins vörur verða á sama verði frá aðskildum fyrirtækjum? Hvernig verður háttað verðlagningu á vörum sem afurðastöðvarnar selja í gegnum Leiðrétting Mér urðu á þau leiðu mistök í síðustu pennagrein Mjólkurmála, að ég setti nafn Vilhelms Andersen sem næsta viðtakanda leiðarapennans. Hið rétta var að þar átti að vera nafn Snorra Evertssonar. Þetta hefur verið leiðrétt gagnvart þeim heiðursmönnum og biðst ég velvirðingar á mistökunum. Pálmi Vilhjálmsson Osta- og smjörsöluna? Verður þeim yfirleitt heimilt að selja sínar vörur í gegnum Osta- og smjörsöluna? Verður afurðastöðvum úti á landsbyggðinni heimilt að gera sölu- og dreifingarsamninga við einu afurðastöðina sem er á höfuðborgarsvæðinu, eins og raunin er í dag? Ekki má gleyma þeirri hlið þessa máls sem snýr að mjólkurframleiðendum sjálfum. Allar breytingar sem eiga sér stað, jafnt í mjólkuriðnaðinum sem í framleiðsluaðstæðum, snerta mjólkurbændur beint. Þannig höfum við séð að þegar vel gengur í mjólkuriðnaðinum (í úrvinnslu- og sölumálum) þá koma þau áhrif í ljós með beium hætti í hag mjólkurframleiðenda. Á sama hátt munu breytingar, sem hugsanlega geta leitt il verri afkomu fyrirtækjanna óhjákvæmilega koma í ljós hjá mjólkurframleiðendum. Ef þörf verður á breytingum á starfsemi og/eða skipulagi mjólkuriðnaðarins á komandi ári er það jafn mikið hagmunamál mjólkurframleiðenda og fyrirtækjanna hvernig til tekst í þeim efnum. En stóra spurningin er sú hvað þarf að gera og hverju þarf að breyta? En þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör og virðist svo í þessu tilviki. Eitt er þó ljóst, og það er að naumur tími er til umráða og fyrr en varir verða sumarsólstöður ársins 2001 gengnar í garð í öllum sínum skrúða. SJE Leiðarapenninn fer til Auðunns Hermannssonar. 2/2000 3

4 Af félagsmönnum Þórarinn E. Sveinsson (f. 1952) hafði vart verið stimplaður inn í starf aðstoðarkaupfélagssjóra á Akureyri hér í blaðinu (og allnokkuð á eftir atburðinum), þegar fregnir bárust af því að frekari breytingar hafi orðið á starfsferli hans. Að minnsta kosti tímabundið er hann nú starfandi utan mjólkuriðnaðarins. Frá 1. maí sl. hefur hann starfað sem fyrsti forstöðumaður hins nýja Matvælaseturs Háskólans á Akureyri, sem væntingar standa til að verði rannsóknarstofnun matvælaiðnaðarins, - í samstarfi við RALA, ITI og RF, sem eru stofnaðilar að Matvælasetrinu ásamt HA. Þórarinn mun hafa það helzt með höndum um þessar mundir að móta það starf sem þar á að vinna. Eitt af verkefnum Matvælaseturs er að stuðla að virðisauka íslenzks matvælaiðnaðar. Tengist mjólkursamlögin, eða önnur fyrirtæki í mjólkurgeiranum, Matvælasetrinu á einhvern hátt í framtíðinni er alla vega hægt að reikna með að þar sé fyrir hendi haldgóð þekking, m.a. byggð á langri reynzlu í greininni.. Eins og kunnugt er lauk Þórarinn háskólamenntun í mjólkuriðnaði frá Norges Landbrukshögskole árið Eftir það starfaði hann um eins og hálfs árs skeið í Noregi, m.a. vann hann þar að tilraunum í flæðisíun (omvendt osmose), tækni sem síðar kom til nýtingar í íslenzkum mjólkuriðnaði, m.a. í skyrgerðinni á Akureyri. Þórarinn réði sig til Mjólkursamlags KEA frá 1. janúar Samlagsstjóri varð hann 1.október 1982 og hafði því starfað fyrir KEA í tælega 21 ár þegar hann gerðist háskólamaður öðru sinni. Það fer ekkert á milli mála að þessi síðustu þróunarþrep komu mörgum á óvart, en sagan mun skera úr um ágæti þeirra og hvar kraftar Þórarins koma að beztum notum. Magnús Ólafsson (f. 1944) tók formlega við starfi forstjóra Osta- og smjörsölunnar á aðalfundi fyrirtækisins 3. marz Síðan hóf hann störf í OSS á afmælisdegi sínum, 6. marz. Eins og alþjóð er kunnugt varð nokkuð jaml, japl og fuður um ráðningu í starfið á árinu Magnús brautskráðist frá Statens Meieriskole í Þrándheimi í árslok 1965, eftir verklegt nám frá 1961 í Mjólkurstöðinni í Reykjavík, Frue Meieri í Stafangri og mjólkurbúunum í Levanger og Verdal. Fyrsta starf hans sem mjólkurfræðingur var hjá Mjólkursamlagi KEA, Akureyri (það var í samlagsstjóratíð Jónasar heitins Kristjánssonar), þar byrjaði Úti í guðsgrænni náttúrunni, og vistvænni, en hér er eitthvað sem ekki stemmir. hann í smjörgerðinni í ársbyrjun Skólaárið lærði hann matvælarannsóknir í Frederikshavn tekniske Skole og þegar hann kom heim frá því námi setti hann á laggirnar og starfaði við rannsóknarstofu í samlaginu á Akureyri. Frá starfaði Magnús síðan hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, en þá tók hann við starfi yfirverkstjóra í Mjólkurstöðinni og gegndi því fram á haust 1980, þegar hann varð framkvæmdastjóri Ísgerðar Mjólkursamsölunnar, sem þá var gerð að sjálfstæðri rekstrareiningu innan MS. Því starfi sinnti hann til febrúarloka 2000, þegar hann tók við starfinu í OSS. Magnús gerðist félagsmaður í Tæknifélagi mjólkuriðnaðarins árið Hann var kjörinn fjórði formaður félagsins árið Hann ríkti til 1985, þegar hann baðst undan endurkjöri. Eftir það var hann stjórnarmaður, þ.e. ritari, í ein 4 ár. Danir herða vistvænu sóknina Svo virðist sem sala á vistvænni mjólk í Danmörku hafi hætt að aukast síðustu misserin. Því hefur Mjólkursambandið (Mejeriforeningen), í samvinnu við Ökologisk Landcenter, ráðizt í áróðursherferð, þ.e. vistvænan áróður. Ætlunin er að beina atlögunni að nýjum neytendahópum. 8 millj. DKK hafa verið eyrnamerktar þessu starfi. Nokkur undanfarin ár hefur sala vistmjólkur numið u.þ.b. 21% af heildarsölu mjólkur í Danmörku. Framleiðsla vistvænnar mjólkur hefur hins vegar aukizt verulega. Árið 1988 var hún 183 millj. DKK, en 333 millj. DKK árið nánast tvöföldun. Misræmið skýrist auðvitað af því að aukning er í sölu vistvænna mjólkurafurða % vistvænu mjólkurinnar er nú nýtt til vinnslu ýmissa afurða, einkum súrmjólkurafurða, en vistvænn ostur og smjör eru einnig vaxandi söluvörur. Í auglýsingarherferðinni verður reynt að auka áhuga neytenda á náttúrunni og skýra vistvænar framleiðsluaðferðir. Athygli neytenda verður beint að heilbrigðum kúm á beit í hreinni náttúrunni. 4 2/2000

5 Pálmi Vilhjálmsson Haustfundur 1999 Verðlagning og verðtilfærslur í íslenskum mjólkuriðnaði Erindi á haustfundi Tæknifélags mjólkuriðnaðarins nóvember 1999 Eins og fram kemur í dagskrá fundarins er tilefni þessa erindis Breytt viðskiptaumhverfi mjólkuriðnaðarins eftir að verðlagning á heildsölustigi verður gefin frjáls. Eftirfarandi erindi, flyt ég sem sameiginlegt framlag okkar Vilhelms Andersen hjá Mjólkursamsölunni og fulltrúa í Verðlagsnefnd búvöru. Erindinu er skipt í eftirtalda meginhluta: 1. Verðlagning og verðtilfærsla í mjólkuriðnaði. 2. Áhrif verðtilfærslu á starfsemi og afkomu mjólkuriðnaðarins. Í fyrstu mun ég fara lauslega yfir forsendur og ástæður fyrir verðtilfærslu í verðlagningu mjólkurvara, og í framhaldinu mun ég fara yfir hugsanleg áhrif verðtilfærslu á starfsemi og afkomu mjólkuriðnaðarins. VERÐLAGNING OG VERÐ- TILFÆRSLA Í MJÓLKUR- IÐNAÐI Helstu áhrifaþættir Helstu áhrifaþættir í rekstri afurðastöðva eru sk. ytri þættir, sem hafa bein áhrif á rekstur og rekstrarforsendur afurðastöðvanna á hverjum tíma. Hér er um að ræða - lög, reglugerðir og samninga - innanlandsmarkað (verðlagningu, nýtingu markaðar og verðþol mjólkur) Lög, reglugerðir og opinberir samningar skapa þann ytri starfsramma sem greinin starfar innan, en innanlandsmarkaður er okkar mikilvægasti þáttur í tekjuöfluninni og okkar stærsta hagsmunamál er því nýting og verndun hans. Lítill hluti tekna kemur frá útflutningi en um % af tekjum mjólkuriðnaðarins koma frá innanlandsmarkaði. Þar skiptir nýting markaðar meginmáli í verðlagningu mjólkurvara, en á undanförnum árum hefur verið reynt að nýta verðþol einstakra mjólkurvara sem best til þess að renna styrkari stoðum undir framboð og sölu annarra mjólkurvara með minna verðþoli. Til þess höfum við nýtt okkur m.a. ákveðinn þátt sem heitir verðtilfærsla. Þeir samningar og lög sem hvað mestu ráða um starfsemi Pálmi Vilhjálmsson, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. mjólkuriðnaðarins eru eftirfarandi: - Búvörusamningur ( ) - Búvörulög nr. 99, 1993 (með síðari breytingum) - Ýmsar reglugerðir sem lúta að framleiðslu mjólkur og starfsemi mjólkuriðnaðar (Samkeppnislög nr. 8, 1993) Sá samningur sem mestu skiptir er Búvörusamningur sem gerður var á árinu 1997 og tók gildi 1. september 1998 og gildir til ársloka Búvörulög setja afurðastöðvum þann megin starfsramma sem þær starfa eftir. Þar er m.a. fjallað um greiðslur til framleiðenda og fyrirkomulag þeirra, þ.e. lágmarksverð sem búið er að lögfesta. Búvörulögum hefur verið breytt á undanförnum árum, en þeim var breytt fyrst 1992 þegar útflutningsbætur voru felldar niður í þeim búvörusamningi sem þá 2/2000 5

6 var gerður, ásamt fleiri breytingum. Fyrir dyrum stendur að breyta búvörulögum aftur fyrir nk. áramót (1999/2000), og þá fyrst og fremst í tengslum við þá ákvörðun að Framleiðsluráð landbúnaðarins verður lagt niður 31. desember Allar tilvitnanir í Búvörulög í í þessu erindi taka mið af þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru. Efnislega breytast þau ekki nema að því leyti að þau munu kveða á um tilflutning á forræði yfir þeim verkefnum sem Framleiðsluráð hefur, yfir til Bændasamtaka Íslands. Því er fyrst og fremst um textabreytingu að ræða, en í þeim frumvarpsdrögum sem lögð hafa verið fram, og eru orðin opinber, er ekki gert ráð fyrir efnisbreytingum að öðru leyti en því sem snýr að Framleiðsluráði landbúnaðarins og Bændasamtökum Íslands. Auk áðurnefndara laga eru einnig ýmsar reglugerðir sem lúta að einstaka starfsþáttum í starfsemi mjólkuriðnaðarins, svo og framleiðslu mjólkur. Að lokum eru það Samkeppnislög (nr. 8, 1993) sem stóra spurningin snýst um eins og þegar hefur komið fram, en þar skiptir mestu hvort starfsemi mjólkuriðnaðarins muni ótvírætt falla undir þau lög þegar opinber verðlagning á heildsölustigi verður gefin frjáls. Helstu breytingar í nýjum Búvörusamningi (1998) frá fyrra samningi, eru m.a. að kveðið er á um lágmarksverð til mjólkurframleiðenda, eða m.ö.o. heimild til greiðslu yfirverðs eða arðgreiðslu til mjólkurframleiðenda, án þess að hin opinbera Verðlagsnefnd geri sjálfkrafa kröfu um sambærilega lækkun á markaðsverði þeirra mjólkurvara sem hún verðleggur. Þar er einnig að finna ákvæði um afnám opinberrar verðlagningar á heildsölustigi í júni Í búvörulögum er kveðið á um skipan og störf Verðlagsnefndar búvöru, en áður en lögunum var breytt 1998 voru starfandi Sexmannanefnd, sem verðlagði mjólk til framleiðenda, og Fimmmannanefnd sem, ákvarðaði heildsöluverð mjólkurvara svo og smásöluverð til neytenda meðan sú ákvörðun var tekin af opinberum aðila. Þessar nefndir voru settar í eitt, þ.e. Verðlagsnefnd búvöru, með breytingum á lögum 1999, í kjölfar nýs búvörusamnings Í búvörulögum eru heimildir og ákvæði um setningu reglugerða sem snúa m.a. að verðlagsmálum, s.s. reglugerð um verðtilfærslu mjólkur, en sú reglugerð leit dagsins ljós í upphafi árs Einnig er í gildi reglugerð, byggð á heimildum búvörulaga, um rekstrarstyrki til afurðastöðva og flutningsjöfnun mjólkur. Í reglugerð um verðtilfærslu mjólkur er kveðið á um fyrirkomulag opinbers hluta af verðtilfærslu mjólkur sem er í umsjá og framkvæmd Framleiðsðluráðs landbúnaðarins. Einnig er framkvæmd verðtilfærsla skv. heimildum laga og samþykki Verðlagsnefndar búvöru, en hún er í umsjá Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Að auki eru gefnar út reglugerðir um ákvörðun greiðslumarks mjólkur og ýmsar aðrar reglugerðir sem snúa að mjólkuriðnaði og mjólkurframleiðslu. Verðlagsnefnd búvöru ákvarðar lágmarksverð til framleiðenda og styðst þar við verðlagsgrundvöll kúabús, sem er nú í umfangsmikilli endurskoðun. Verðlagsnefnd ákvarðar einnig heildsöluverð ákveðinna mjólkurvara. Þær eru nýmjólk, rjómi undarenna, skyr, smjör, ostur 26% og 17%, nýmjólkur- og undanrennuduft. Í þessum orðum töluðum er rétt spyrja: - Hvað er verðtilfærsla? - Til hvers var verðtilfærslu komið á var hún nauðsynleg? Verðtilfærslu þeirri sem komið var á í mjólkuriðnaðinum í kjölfar breytinga á ríkisstuðningi við greinina 1992 má skilgreina þannig: Þar sem verðþol og framlegð einstakra vörutegunda/ vöruflokka, á innanlandsmarkaði, er mjög mismunandi er fjármagn flutt á milli þeirra til að brúa bil á milli framleiðslukostnaðar og markaðstekna Það er eðlilegt að spyrja hvort rétt sé að framleiða vörur og vöruflokka sem hafa litla eða enga framlegð. Undir venjulegum kringumstæðum í almennum rekstri einstakra fyrirtækja, getur það vart talist rökrétt að viðhalda slíkri stefnu. En við ríkjandi aðstæður er mjólkuriðnaðurinn að verja innanlandsmarkaðinn með því að sinna öllum þörfum hans - þ.e. allri eftirspurn. Reynslan hefur sýnt að verðvitund neytenda er ekki alltaf í rökréttu samhengi við raunverulegan framleiðslukostnað varanna. Þær vörur sem við erum að selja hafa mismikið verðþol og er í þessu samhengi hægt að bera 6 2/2000

7 saman tvær mismunandi vörur úr sama hráefni, þ.e. rjóma og smjör. Ef rjómaverði er breytt virðist það hafa minni áhrif á eftirspurn vörunnar samaborið við sambærilega breytingu á smjörverði. Árið 1992 var vörutengdum ríkisstuðningi breytt yfir í flatan stuðning á allar framleiðsluvörur jafnt. Þetta er sá þáttur sem réði hvað mestu um það að núverandi verðtilfærslu var komið á. Fyrir þessa breytingu, 1992, var þegar ljóst að um mimunandi verðþol eða teygni eftirspurnar var að ræða fyrir mismunandi vöruflokka, en einmitt með þeirri vitneskju var þáverandi niðurgreiðslum (ríkisstuðningi) beitt í mismiklu mæli á ákveðnar vörutegundir allt eftir verðþoli þeirra. Það var því ekki tilviljun að ríkisstuðningi var beint í meira mæli á vissa vöruflokka umfram aðra. Sem fyrr segir var þessum stuðningi breytt úr vörutengdum stuðningi yfir í flatan stuðning á alla framleidda mjólk, svokallað beingreiðsluform. Ef ekkert hefði verið að gert 1992 í verðlagsmálum/verðtilfærslumálum hefði rekstrarforsendum einstakra fyrritækja verið kollvarpað og sum hver hefðu fengið betri afkomu svo tugum milljóna skipti og öfugt hjá öðrum, þar sem markaðstekjum var ekki breytt. Heildartekjur iðnaðarins hefðu verið þær sömu. Þá stóðu menn frammi fyrir því að leiðrétta þessa skekkju sem hefði komið upp, og var ekki í rökréttu samhengi við framleiðslukostnað varanna. Þar sem, án tilfærslu, hefði þurft að breyta markaðsverðum. Áhrif þess á sölu er sá þáttur sem menn óttast hvað mest enn þann dag í dag, því þau gætu verið afdrifarík m.t.t sölu og stærðar heildarmarkaðar mjólkuvara. Einstaka vöruverðum er eflaust hægt að breyta án söluáhrifa en öðrum ekki. Þessar áhyggjur hafa m.a. komið fram í störfum Verðlagsnefndar, m.a. frá fulltrúum neytenda, frá aðilum mjólkuriðnaðarins og einnig frá fulltrúum framleiðenda, en allir aðilar hafa vissar efasemdir í ákveðnum þáttum. Það er meginástæða þess að þessum hlutum hefur ekki verið mikið breytt á undanförnum árum. Örfá skref hafa verið tekin í þá átt að trappa verðtilfærslu niður á síðustu árum. Á árinu 1992 var framleiðsluréttur til mjólkurframleiðslu (greiðslumark) sniðinn að innanlandsþörf. Þá var sk. fullvirðisréttur um 104 milljónir lítra en innanlandsmarkaður einungis um 100 milljónir lítra. Mismunurinn var fluttur út á ábyrgð ríkissjóðs með útflutingsuppbótum. Í þeim búvörusamningi sem tók gildi 1.september 1992 voru útflutnigsuppbætur felldar niður, m.a. sem hluti að aðlögun að milliríkjasamningum sem voru í smíðum og ljóst var að leiða áttu til minnkandi ríkisstuðnings m.a. að þessu leyti. Niðurstaða t.d. 2,65 kr/ltr mótt. mjólkur Vörutegund innborgun VERÐTILFÆRSLA OG FRAMKVÆMD HENNAR Brúttóvelta verðtilfærslusjóða mjólkur er um 510 milljónir kr., upphæð sem tilfærð er á ári hverju. Þetta er brúttóvelta beggja verðtilfærslusjóða. Verðtilfærsla er tvískipt, þ.e. Framleiðsluráð annast helming tilfærslu sem innheimtist með 2,65 kr. pr. hvern innvegin lítra mjólkur. Einnig er sjóður sem SAM annast, en hann byggir á vöru- VERÐ- TILFÆRSLU- SJÓÐUR Framleiðsluráð landbúnaðarins og Samtaka afurðastöðva 510 millj. kr. GATT/WTO-saminnga var m.a. sú að slíkur ríkisstuðningur ætti að stig minnka á samningstímanum (til 2001), en ýmsar stórar þjóðir í mjólkurframleiðslu hafa ekki uppfyllt þau skilyrði sem samþykkt voru og staðfest í undirrituðum samningum. Sú ákvörðun að tengja framleiðsluréttin að innanlandsþörf kallaði óhjákvæmilega á ákveðna stjórnun í úrvinnslu og birgðahaldi mjólkur, svo unnt yrði að sinna eftirspurn innanlandsmarkaðar fyrir einstaka vöruflokka á hverjum tíma. Þetta eru aðstæður sem komu upp, aðstæður sem ríkja í dag, og einnig aðstæður sem munu verða á meðan kvóti er á mjólkurframleiðslu sem sniðinn er að innanlandsþörf. Greitt út á selt magn ákveðinna afurða 2/2000 7

8 tengdri innheimtu af ákveðnum vörutegundum eftir sölu þeirra. Þetta er í raun engin breyting frá fyrra fyrirkomnulagi ( ), nema að því leyti að verðtilfærslu var skipt í tvennt og hluti hennar lögfestur og settur í umsjón Framleiðsluráðs. Hluti er í höndum SAM skv. lagaheilmildum og samþykki Verðlagsnefndar. Greiðslur eru mánaðarlegar. ÁKVÖRÐUN HEILDSÖLU- VERÐS ÁKVEÐINNA MJÓLKURVARA Í Búvörusamningi kemur fram hvaða vörur Verðlagsnefnd skuli verðleggja. Mjög mikilvægur þáttur í allri þessari umfjöllun er sá að tekjur mjólkuriðnaðarins (markaðstekjur) eru um milljónir kr. á ársgrunni, en söluvelta þeirra vara sem ákvarðast af Verðlagsanefnd búvöru er um milljónir kr., eða um 62% af heildar markaðstekjum mjólkuriðnaðarins. Söluvelta þeirra vara sem ákvarðast af afurðastöðvum, eða mjólkuriðnaðinum sjálfum í frjálsri verðlagningu, er um milljónir kr., eða um 38%. Þáttur verðtilfærslu í verðlagningu innstreymi/útstreymi Vörur sem verðlagsnefnd ákveður heildsöluverð á skila um 174 milljónum kr. í erðtilfærslusjóði en fá um 371 milljónir kr. úr erðtilfærslusjóðum. Nettógreiðsla úr sjóðum til þessara vara er því um 196 milljónir kr., sem þýðir að um 75% verðtilfærslu er vegna vörutegunda sem ákvarðast af Verðlagsnefnd. Þetta er veigamikill þáttur í allri umræðu um verðtilfærslu, verðlagningu mjólkurvara og fyrirhugun breytinga þar á, þar sem um er að ræða heimildir verðtilfærslu og verðlagningu mjólkurvara sem eiga að standa undir sannanlegum framleiðslukostnaði skv. ákvæðum Búvörulaga. Vörur í frjálsri verðlagningu skila um 63 milljónum kr. á ársgrunni í sjóð, en fá 127 milljónir kr úr sjóði. Þarna er fyrst og fremst um léttviðbit að ræða, þar sem við þurfum að selja léttviðbit á sambærilegu verði og smjör. Um 260 milljónir kr. eru í mismun sem innheimtist með innvigtunargjaldi af hverjum innvegnum lítra mjólkur. ÁHRIF VERÐTILFÆRSLU Á STARFSEMI OG AFKOMU MJÓLKURIÐNAÐARINS Í þessum hluta erindisins verður farið yfir ýmislegt sem snýr að áhrifum verðtilfærslu á mjólkuriðnaðinn. Einnig verður reynt að fjalla samhliða um verðtilfærslu eftir að verðlagning á heildsölustigi verður gefin frjáls. Stóra spurningin sem brennur á vörum margra er sú hvað verði heimilt og hvað ekki skv. lögum eftir að verðlagning verður gefin frjáls. Markaðstekur eru um milljónir kr., en þar af er verðtilfærsla sem verið er að flytja innbyrðis milli vörutegunda um 510 milljónir (brúttóvelta), eða um 6,5%. Hér ber að nefna að 510 milljón kr. tilfærsla er ekki tilfærsla milli fyrirtækja, því öll fyrirtæki bæði borga í sjóð og fá úr sjóði, sem gerir að um milljónir kr. flytjast á milli á ársgrunni, eða um 1-2% af markaðstekjum mjólkuriðnaðarins. Í tilefni þess sem komið er vakna ýmsar spurningar. Ef verðtilfærsla verður óheimil hvaða áhrif gæti það Millj. kr. % Markaðstekjur mjólkuriðnaðarins kr. pr. ár Af þeim tekjum eru fluttar til milli vörutegunda (ekki fyrirtækja) 510 6,5 haft á rekstur og afkomu mjólkuriðnaðarins? Hver yrðu viðbrögðin og hvaða áhrif hefðu þau? Þessi síðasta spurning er veigamikil. Einungis breyting á Skipting eftir verðlagningu Gr. í sjóð Gr. út sjóði Nettó - kr. Hlutfall % Verðlagsnefndarvörur % Frjáls verðlagning sérvörur % SAMTALS % Á móti þessari vöntun eru tekjur af innvigtunargjaldi kr. 2,65 á hvern innvegin lítra mjólkur, eða um 270 millj. kr. 8 2/2000

9 samsetningu markaðstekna mjólkurvara getur komið í veg fyrir það að hennar verði þörf. Annar mikilvægur þáttur er að framkvæmd framleiðslustjórnunar, þ.e. birgðastýringar, verður erfiður ef verðtilfærsla verður ekki heimil. Ef framleiðslusamsetning einstakra afurðastöðva verður óbreytt og verðtilfærsla leggst af, myndi það leiða til þess að afkoma einstaka afurðastöðva myndi breytast um tugi milljónir kr. á ársgrunni. Þetta er miðað við óbreytt framleiðslumynstur og verðtilfærsla myndi leggjast af. Ástæðan liggur fyrst og fremst í mismunandi framlegð einstakra vara, svo fremi að heildsöluverð/markaðsverð verði óbreytt. Til lengri tíma litið myndu einstaka afurðastöðvar óhjákvæmilega auka áherslu á að ná markaðshlutdeild í framleiðslu og sölu í framlegðarhærri vörum með mikið verðþol. Þarna er aftur komið inn á þann þátt að mjólkuriðnaðurinn hefur, á undanförnum árum og áratug, verið að fara eftir markaðsaðstæðum með því að nýta verðþol einstakra vörutegunda og ná þar inn tekjum til að að geta boðið einnig vörutegundir með litla framlegð. Þetta hefur einnig verið veigamikill hluti í markaðsvernd mjólkurframleiðslunnar sem og -iðnaðarins gegn innflutningi. Samkeppnin um markaðshlutdeild framlegðarhærri vara myndi án efa leiða til verðlækkunar þeirra, með samsvarandi tekjuskerðingu fyrir greinina í heild sinni. Áhrif á stjórnun úrvinnslu og framleiðslu greinarinnar Við afnám verðtilfærslu myndi stjórnun á úrvinnslu og birgðahaldi verða vart framkvæmanleg í núverandi mynd og erfitt yrði að hafa áhrif á framleiðslu og birgðhald t.d. osatategunda, þar sem umtalsverður munur er á framlegð þeirra. Það yrði erfitt að stýra skiptingu þar sem afkomumismunur ostategunda gæti numið 3-5 kr. á hvern lítra mjólkur. Þetta yrði hægt að leiðrétta með breytingum á markaðsverði ýmissa mjólkurvara, en þá komum við að því hvaða áhrif hefði það á sölu þeirra. Einnig ber að athuga að líklega myndu ákveðnir vöruflokkar falla út úr framleiðslu afurðastöðvanna ef ekki kæmi til verðhækkun á markaðsverði. Hér má nefna undanrennuduft, magra osta, skyr og léttviðbit, sem tæplega yrði samkeppnishæfar afurðir. Þyngst myndi vega mjólkurduft, þar sem staðreynd er að það er selt á íslenskum markaði á undirverði sem tæplega nægir hráefniskostnað. Í venjulegum rekstri myndu margir segja að slík ráðstöfun sé óskynsamleg. En þetta er gríðarlega mikilvægur þáttur í að vernda okkar markað, þ.e. ef mjólkuduft væri ekki á boðstólum þá kæmi það inn í landið með innflutningi. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að með mjólkurdufti myndu ýmsar aðrar vörur koma óbeint inn í landið, þar sem hægt er að nota mjólkurduft til framleiðslu á vörum eins og kókómjólk, ostum og ýmsum sýrðum vörum. Þannig yrði ekki eingöngu um markaðsaðgang fyrir mjólkurduft að ræða. Hin hliðin er þessi, hvað myndi gerast ef duftverð myndi hækka til að ná meiri markaðstekjum? Til þessa hefur það ekki verið talið ráðlegt, en um það var mikið rætt á sínum tíma þegar niðurgreiðslu á dufti til almenns iðnaðar var komið á. Ef umtalsverð hækkun yrði á þessari vöru myndu stórir kaupendur þrýsta á, og ná því í gegn frekar fyrr en síðar, að innflutningur yrði heimilaður á rýmkuðum forsendum, þ.e. lægri aðflutningsgjöldum. Annar mikilvægur þáttur í þessu samhengi er sá að við ákvörðun á hlutfalli beingreiðslu í ríkisstuðningi við greinina var tekið tillit til þessa þáttar, þ.e. niðurgreiðslu á mjólkurdufti til iðnaðar. Þetta þýðir að ríkissjóður hefur nú þegar tekið tillit til þessarar niðurgreiðslu í gegnum núvernadi beingreiðslustuðning. Gagnvart framleiðslu- og bigðastýringu í mjólkuriðnaði yrði niðurstaðan eflaust sú að ef tilfærsla yrði lögð af, án annarra aðgerða, yrði erfitt að tryggja að þörfum innanlandsmarkaðar yrði að fullu sinnt m.v. núverandi fyrirkomulag við ákvörðun á heildargreiðslumarki í mjólk. Þetta þýðir í raun það að án núverandi framleiðslu- og birgðastýringar myndi það fyrr eða síðar leiða til vöruvöntunar þar sem m.a. birgðir osta og aldursskirping ostsins myndi fara á skjön innan skamms tíma. Eins og fram hefur komið er líklegt að einhliða afnám verðtilfærslu myndi hafa bein og óbein áhrif á rekstur og rekstrarforsendur einstaka afurðastöðva til lengri tíma litið. Saman tekið má lýsa hugsanlegum áhrifum á afurðastöðvar þannig: Ef framleiðslusamsetning einstakra afurðastöðva verður óbreytt og verðtilfærsla leggst af myndi það leiða til þess að afkoma einstakra afurðastöðva myndi breytast jafnvel 2/2000 9

10 um tugi milljóna króna á ársgrunni. Ástæðan liggur fyrst og fremst í breytingu á framlegð einstakra vara svo fremi sem heildsöluverð/markaðsverð breytast ekki að sama skapi. - Til lengri tíma litið myndu einstaka afurðastöðvar óhjákvæmilega auka áherslu á að ná markaðshlutdeild í framlegðarháum vörum með mikið verðþol og reyna að bæta afkomu sína með þeim hætti. Samkeppni um þá markaðshlutdeild myndi án efa leiða til verðlækkunar þeirra vara með sambærilegri lækkun á tekjum greinarinnar. Áhrif á mjólkurframleiðendur Við afnám verðtilfærslu, í kjölfar þess að heilsöluverðlagning verður gefin frjáls og skv. þeim forsendum sem lýst hefur verið, er líklegt að áhrif á mjólkurframleiðendur yrðu með tvennum hætti. Annars vegar í beinum fjárhagslegum áhrifum vegna erfiðari fjáhagsstöðu afurðastöðvanna, og hins vegar í hugsanlega lækkandi rétti til framleiðslu þar sem innanlandsmarkaður myndi líklega dragast saman að einhverju marki. Orsökum og hugsanlegum afleiðingum á framleiðslurétt bænda og áhrif á stærð innanlandsmarkaðar mætti lýsa í megindráttum eftirfarandi: Þeir vöruflokkar sem hugsanlega myndu leggjast af í framleiðslu myndu í kjölfar þess leiða til sambærilegrar lækkunar á úthlutuðum rétti til mjólkurframleiðslu. Greiðslumark myndi að öllum líkindum lækka. Innflutningur myndi koma í stað þeirra vöruflokka sem hugsanlega legðust af. Erfitt yrði að setja hömlur á þann innflutning sem einnig gæti komið inn m.a. til framleiðslu vöruflokka sem eftir verða - t.d. undanrennuduft og smjör sem hráefni í ýmsar vörur. Til að halda óbreyttum heildarstuðningi ríkis, þyrfti undir þessum kringumstæðum að hækka stuðningshlutfall í grundvallarverði mjólkur, nema að til komi mikil framlegðaraukning hjá framleiðendum. Samspil afkomu afurðastöðva og mjólkurframleiðenda er beintengd hvort sem til lengri eða skemmri tíma er litið, og má segja að eftirfarandi fullyrðing sé almennt viðurkennd sem staðreynd: Neikvæð fjárhagsleg áhrif ytri aðstæðna á afurðastöðvar lenda hjá mjólkurframleiðendum að mestum þunga. Spurningar sem vakna um samninga- og lagaforsendur Með hliðsjón af áðurnefndu er eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar og reyna að átta sig á ýmsum forsendum og staðreyndum í samningum og lögum sem snúa að þessu málefni: Þegar verðlagning verður gefin frjáls, verður þá heimilt að viðhafa verðtilfærslu í núverandi mynd? Í búvörusamningi sem tók gildi 1. september 1998 er fjallað um verðlagningu og verð-tilfærslu, en þar segir m.a. Búvörusamningur: 6.3) Verðlagsnefnd skal strax við upphaf starfs síns hefja aðlögun heildsöluverðs einstakra vörutegunda að breyttu rekstrarumhverfi og viðskiptaháttum. Slíkri aðlögun einstakra vörutegunda skal lokið eigi síðar en 30. júní 2001, en þá skal Verðlagsnefnd hætta verðlagningu mjólkur og mjólkurvara í heildsölu. Þessi aðlögun er komin mjög skammt á veg, litlar breytingar hafa átt sér stað en ástæðan er fyrst og fremst sú að sjónarmið þeirra ólíku aðila sem koma að þessum málum eru mjög mismunandi Afurðastöðvar skulu greiða gjald af hverjum mjólkurlítra innan greiðslumarks, sem vegin er inn í mjólkurbú. Gjaldið greiðist út vegna sölu tiltekinna afurða eftir ákvörðun Verðlagsnefndar og skv. reglugerð sem landbúnaðarráðherra setur. Verðlagsnefnd getur, að fengnum tillögum afurðastöðva eða samtaka þeirra, ákveðið frekari verðtilfærslu til niðurfærslu á verði tiltekinna afurða með takmarkað verðþol. Fyrirkomulag verðtilfærslu tekur gildi 1. september 1998 og gildir til loka samnings (2005) Samkvæmt þessu gildir fyrirkomulag verðtilfærslu til loka núverandi búvörusamnings, eða til ársins Hér er fyrst og fremst átt við hinn opinbera hluta verðtilfærslu. 10 2/2000

11 Í beinu framhaldi er vert að skoða hvað búvörulög segja til um heildsöluverðlagningu, verkaskiptingu og verðtilfærslu í mjólkuriðnaði. Í búvörulögum er fyrst og fremst um lagaheimildir að ræða til afnáms heildsöluverðsákvörðunar en ekki bein fyrimæli þar um. Í 16. gr. Búvörulaga segir 16. gr. búvörulaga Verðlagsnefnd getur ákveðið að undanskilja einstakar vörutegundir verðlagningarákvæðum skv. 13. gr. þegar samkeppni er að mati nefndarinnar næg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag. Þessa grein má túlka sem heimildarákvæði Verðlagsnefndar að hætta ákvörðun á heildsöluverði tiltekinna mjólkurvara. Í 59. gr. er fjallað um samráð afurðastöðva til verkaskiptingar. 59. gr. búvörulaga Afurðastöðvum í mjólkuriðnaði er heimilt að gera samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkur-samlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara fyrir innlendan og erlendan markað. Samkomulagið öðlast ekki gildi fyrr en landbúnaðarráðherra hefur staðfest það. Þessa grein má túlka sem heimildarákvæði til verkaskiptingar og samráðs afurðastöðva til nýtingar innanlandsmarkaðar. Í 13. gr. sömu laga er fjallað um verðtilfærslu milli mjólkurvara, en mikilvægt er að átta sig á því að hér er verið að tala um svo kallaðan frjálsan hluta verðtilfærslu, þ.e. ekki þann lögbundna sem fjallað er um í 22. gr. Búvörulaga. Í 13. gr. laganna segir: 13. GR. BÚVÖRULAGA Verðlagsnefnd getur, að fengnum tillögum afurðastöðva eða samtaka þeirra, heimilað afurðastöðvum að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða. Samningar þessir skulu hljóta staðfestingu Verðlagsnefndar. Samkvæmt þessari grein er og verður afurðastöðvum, að óbreyttum lögum, heimilt að gera samninga um verðtilfærslu sín á milli eftir að verðlagning verður gefin frjáls á árinu Stóra spurningin sem brunnið hefur á að undaförnu er m.a. sú hvort mjólkuriðnaðurinn komi sjálfkrafa til með að falla undir Samkeppnislög ( nr. 8, 1993) við það eitt að verðlagning á heildsölustigi verði gefin frjáls. Samkvæmt því sem lýst hefur verið hér að framan, og þeirrar umræðu sem verið hefur í gangi að undanförnu um það hvað verði heimilt og hvað ekki í kjölfar þess að Verðlagsnefnd búvöru hætti ákvörðun heildsöluverðs í júní 2001, er mikilvægt að undirstrika eftirfarandi þátt um almenn túlkunarákvæði laga og lagasetningar. Samkeppnislög Samkeppnislög eru almenn lög sem, við gildistöku þeirra, afnema ekki sjálfkrafa ákvæði eða heimildir annarra sérlaga. Búvörulög Búvörulög eru sérlög sem ná yfir afmarkaða starfsemi atvinnulífsins. Ákvæði og heimildir þeirra laga ógildast ekki með setningu og gildistöku almennra laga, eins og Samkeppnislaga. LOKAORÐ Sem niðurlag þessa yfirlits má segja að grunnforsendur til verðtilfærslu og verkaskiptingar í mjólkuriðnaði, m.t.t. lagalegra heimilda, ættu strangt til tekið ekki að breytast við það eitt að verðlagning á heildsölustigi verði gefin frjáls. Allar lagaheimildir Búvörulaga, sem eru sérlög, eru fyrir hendi og ógildast ekki við setningu og gildistöku Samkeppnislaga sem eru almenn lög. Eftir stendur sá þáttur, sem hvað mikilvægastur er í þessu samhengi, en það er samstaða og vilji afurðastöðvanna sjálfra til áframhaldandi samtarfs á komandi árum í framleiðslu- og sölumálum mjólkurvara. Fram til þessa hefur það tekist nokkuð vel og hefur átt ríkastan þátt í því að tryggja mjólkurframleiðendum skilvísum greiðslum fyrir innlagðar afurðir á tilskildu verði. Þetta er mikilvægt þar sem stöðugt öflugri og umfangsmeiri samkeppni mun verða á íslenskum mjólkurvörmarkaði frá erlendum innflutningsaðilum. 2/

12 Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins flytur enn Nokkru fyrir aðalfund Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarisn (RM), sem haldinn var í Borgarnesi 3. marz 2000, var fyrrum mjólkursamlagshús Kaupfélags Borgfirðinga selt. Sparisjóður Mýrasýslu hafði þá yfirtekið húseignina. Kaupandinn hyggst nýta húsið m.a. til kjúklingaslátrunar. RM, sem hefur verið þarna til húsa í rúm 6 ár, bauðst að halda starfsemi sinni áfram í húsinu, með stækkunarmöguleikum vegna fyrirhugaðs BactoScanreksturs, líkt og ekkert hefði í skorizt. Stjórn stofunnar var hins vegar samdóma um að starfsemi RM og kjúklingaslátrun færi ekki saman. Á aðalfundinum 2000 var því samþykkt tillaga stjórnar þess efnis að nú skyldu stofunni fyndin ný heimkynni. Osta- og smjörsalan þótti strax fýsilegur kostur í húsnæðismálunum. Þessi fyrirtæki, þótt þau eigi fátt annað sameiginlegt, eru í eigu sömu aðila. Því er ekki líklegt að RM þurfi að þola frekari húsnæðishrakninga á meðan í gildi er einhvers konar samkomulag um að fyrirtækin starfi undir sama þaki. Rými í OSS, sem notað hefur verið til að pakka smjöri, hefur verið eyrnamerkt RM og smjörpökkunin verður flutt til út til mjólkursamlaganna. Þetta er afmarkað pláss í austurenda hússins, upphaflega hannað sem geymslurými, og verður með sér inngangi. Stofunni var tryggður alls um 160 ferm. gólfflötur í OSS, sem er nokkru minna en RM hefur búið við, en nægir þó til eðlilegrar starfsemi ef frá er talið geymslurými fyrir rekstrarvörur, kæliklefa o.fl., sem bjargað verður með öðrum hætti. Með gagnkvæmum skilningi og samkomulagi stjórnenda OSS og RM verður reynt að takmarka þá snertifleti fyrirtækjanna sem óæskilegir eða varhugaverðir gætu talizt. En þetta verður ekki síðasti þátturinn í Flutningasögu Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins. Framangreind ráðstöfun er til algjörra bráðabirgða. Osta- og smjörsalan býr við mikil þrengsli og ef ekki verður um neina sérstaka stefnubreytingu að ræða liggur fyrir að reisa þarf viðbyggingu á lóðinni. Ekki sízt vantar geymslurými fyrir umbúðir og aðrar rekstrarvörur. Í þessari viðbyggingu er RM ætlað framtíðarpláss, sem verður sérhannað utan um starfsemi stofunnar. SM Evolus Þeir eru harðir í afurðaþróun Finnarnir. Hjá Valio stendur til að markaðssetja nýja afurð, líklega nú í nóvember, sýrða mjólk sem heldur blóðþrýstingnum í skefjum. Það eru stofnar af Lb. helveticus sem sýra mjólkina með þessum áhrifum. Mjólkursýrugerlar af þessum flokki sýra mjólkina fullmikið eins og vel er kunnugt. Því hefur verið gripið til þess ráðs að nautralísera mjólkina svolítið eftir að gerlarnir hafa fullunnið mjólkina og laðað fram hina merkilegu eiginleika. Til að slá á sýruna er notað 3-kalsíumcítrat, en þrátt fyrir þessa aðgerð er mjólkin nokkuð sterksúr. Súrmjólkin hefur hlotið hið mikilúðuga heiti Evolus og verður fyrst um sinn aðeins seld með íblönduðum bláberjum. Austurlenzk gæði? Margvísleg hneykslismál hafa skekið hið merka land Japan á þessu ári. Stærsta mjólkurfyrirtæki landsins, Snow Brand, sem reyndar er eitt af stærstu mólkuriðnaðarfyrirtækjum í heimi, mátti vær so god og loka öllum deildum sínum, 21 talsins, í júlímánuði sl. vegna umfangsmikilla hreinsunaraðgerða. Meiri háttar smit af völdum Staf. aureus hafði þá leitt til þess að ekki færri en mjólkurneytendur lentu í alvarlegri matareitrun. Rannsóknir hafa leitt í ljós að margt fór úrskeiðis. M.a. hafa a.m.k. 5 fyrirtæki í samsteypunni viðurkennt að hafa tekið við endursendri mjólk frá viðskiptavinum, þótt dagsmerking hafi verið útrunnin, og nýtt mólkina í vinnslunni. Þá kom í ljós að hreinsunaraðferðum hafði verið mjög ábótavant, svo mjög að hlutar af mjólkurleiðslum og tankaventlar höfðu ekki fengið ærlega hreinsun svo vikum skipti. Neytendur voru í hundraðatali lagðir inn á sjúkrahús með svæsna sýkingu af þessum sökum. Stjórn mjólkurfélagsins og forstjóri létu að sjálfsögðu af störfum og hlutabréfin í fyrirtækinu féllu um helming. Velta Snow Brand í fyrra nam um 1000 milljörðum ÍSK. En það er ýmist of eða van, næststærsta mjólkurbú landsins, Morinaga Milk, lenti sömuleiðis í hremmingum í sumar, en það var auðvitað vegna ofnotkunar á hreinsiefnum, sem menguðu mjólkina með þeim afleiðingum að yfir 1200 manns veiktust. Síðast þegar af fréttist voru mikil málaferli í uppsiglingu í Japan af þessum sökum. Bótakröfur eru háar. 12 2/2000

13 Stefán Geir Þórisson: Haustfundur 1999 Staða íslensks mjólkuriðnaðar gagnvart samkeppnislögum í nútíð og framtíð Framsöguerindi á haustfundi Tæknifélags mjólkuriðnaðarins á Selfossi nóvember INNGANGUR Ég tel rétt að byrja á því að gera stuttlega grein fyrir sjálfum mér.eftir að ég lauk lagaprófi frá H.Í. árið 1990 starfaði ég í lögfræðideild Húsnæðisstofnunar ríkisins í rúmt 1 ár, þá sem fulltrúi hjá Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. í rúm 4 ár, síðan starfaði ég um 2 1/2 árs skeið í lagadeild Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel. Frá ársbyrjun 1998 hef ég rekið eigin lögmannsstofu í samvinnu við 3 aðra lögmenn. Auk þess hef ég starfað við stundakennslu í Evrópurétti við lagadeild H.Í. undanfarin ár. Ég var skipaður annar tveggja varamanna Hannesar Hafstein í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA í desember í fyrra. Ég tel fulla þörf á því í upphafi erindis míns að gera nokkra grein fyrir því lagaumhverfi sem við búum við í dag, annarsvegar á vettvangi samkeppnislöggjafarinnar og hinsvegar á vettvangi búvörulöggjafarinnar. Það má segja að hér sé talað um tvo andstæða póla, svo ólíkar eru aðferðirnar við að ná þeim markmiðum sem að er stefnt með hvorri löggjöf fyrir sig. Í búvörulöggjöfinni endurspeglast allt önnur hugsun en í samkeppnislöggjöfinni. Þá er rétt að geta þess að ég hef litla praktíska reynslu af því að fást við búvörulöggjöfina. Hinsvegar hef ég töluverða þekkingu og reynslu af samkeppnislöggjöfinni. Evrópureglurnar eru hinsvegar sérsvið mitt. Fyrst vil ég kynna fyrir ykkur hugmyndir og hugsun samkeppnislöggjafarinnar. Það má segja að himinn og haf sé á milli þessara tveggja lagasviða. Þar sem ég geri ráð fyrir að þið áheyrendur mínir séuð vanari verðákvörðunar- og miðstýringarhugsun búvörulöggjafarinnar en hugsuninni sem fram kemur í samkeppnislöggjöfinni tel ég ekki vanþörf á að reifa nokkuð ítarlega eðli og markmið samkeppnisreglna. 2. ALMENNT UM SAMKEPPNISREGLUR Í stórum dráttum má segja að grunnhugmyndin með samkeppnisreglunum sé betra líf borgaranna, þannig að neytendum séu tryggð sem best kjör hverju sinni, ekki bara um verð, Stefán Geir Þórisson, hæstaréttarlögmaður, rekur með þremur samstarfsmönnum lögmannsstofuna Lögmenn Klapparstíg. heldur líka bætta þjónustu, meira vöruúrval, fleiri útsölustaði o.s.frv. Séu samkeppnisreglurnar skoðaðar og flokkaðar með tilliti til hinna gamalkunnu kenninga um frjálshyggju og félagshyggju má kannski segja að hygmyndirnar að baki samkeppnisreglunum séu að einu leyti frjálshyggja, þar sem markmiðin eru m.a. afnám hafta og einokunar, frelsi til aðgangs að mörkuðum, jöfnun samkeppnisskilyrða og jafnræði samkeppnisaðilanna á markaðnum, en blönduð félagshyggju vegna þess grundvallarmarkmiðs reglnanna að vernda neytendur. Það má því kannski orða það svo, að samkeppnisreglur séu reglur um eðlilega og heilbrigða samkeppni fremur en reglur um algjöra og frjálsa samkeppni. En af hverju þarf samkeppnisreglur í samskiptum aðila viðskiptalífsins? Jú, það er svo auðvelt að gera allskyns samninga og ráðstafanir sem koma fyrir- 2/

14 tækjum vel en neytandanum illa, og reynslan sýnir að fyrirtækin hafa tilhneigingu til að gera slíka samninga og ráðstafanir. Reynslan sýnir að í hefðbundnu markaðshagkerfi er rekstrarumhverfi fyrirtækja þannig háttað að fyrirtækin teygja sig býsna langt í að skara eld að eigin köku og auka hagnaðinn, iðulega á kostnað neytandans. Stundum hafa samningar og ráðstafanir bæði kosti og ókosti fyrir eðlilega samkeppni. Þá fer fram hagsmunamat, það felst í heildstæðu mati m.h.a. samkeppnissjónarmiðum, þ.e. hvort kostirnir séu meiri en ókostirnir. 3. ÍSLENSK SAMKEPNNIS- LÖGGJÖF Íslensk samkeppnislöggjöf í þrengri skilningi þess orðs er í dag að finna í lögum nr. 8/1993. Í víðari skilningi hugtaksins er íslenska samkeppnislöggöf að finna á víð og dreif í löggjöfinni. Mikilvægasta löggjöfin á samkeppnissviðinu fyrir utan samkeppnislögin eru lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, en með þeim var meginmál EES samningsins lögfest. Þar er að finna viðamiklar samkeppnisreglur, þ.á.m. bann við tollum og gjöldum sem hafa samsvarandi áhrif, reglur um skattlagningu, reglur um tæknilegar viðskiptahindranir, reglur um ríkiseinkasölur, reglur um ólögmætt samráð, bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu, samfylkingar fyrirtækja, ríkisstyrki og opinber útboð, en útfærslu þeirra reglna er einnig að finna í öðrum lögum og reglugerðum. Þá er í lögum nr. 2/1993 að finna sérstakt ákvæði í 1. mgr. 59. gr. laganna um að opinberum fyrirtækjum og fyrirtækjum sem veitt eru sérstök réttindi eða einkaréttur skuli fara að reglum EES samningsins, einkum samkeppnisreglunum. Í stuttu máli er óhætt að segja að því fari fjarri að íslenskir viðskiptaaðilar hafi áttað sig á því að í EES samningnum er að finna reglur sem þau geta virkjað og beitt af fullum þunga í lögskiptum. Er því að mínu mati einkum um að kenna að EES reglurnar eru flóknar og því fer fjarri að íslenskir lögfræðingar hafi þær almennt á valdi sínu. Í samkeppnislögum nr. 8/1993 er m.a. að finna í IV. kafla bann við ýmiskonar samkeppnishömlum, einkum í formi samninga eða samvinnu milli fyrirtækja, sem leiða af sér samkeppnistakmarkanir á borð við verðsamráð, samráð um álagningu eða afslætti, skiptingu markaða o.s.frv. Í V. kafla eru síðan ákvæði um eftirlit með samkeppnishömlum, þar sem það er m.a. skilgreint í 17. gr. að í því geti falist skaðleg áhrif á samkeppni að fyrirtæki nái, viðhaldi eða styrki markaðsráðandi stöðu sína á einhverjum tilteknum markaði. Þá eru ákvæði í 18. gr. laganna um samruna fyrirtækja, þar sem samkeppnisráði er veitt heimild til að ógilda samruna eða yfirtöku fyrirtækja á öðru fyrirtæki, leiði slíkt til markaðsyfirráða, dragi verulega úr samkeppni og sé andstætt markmiðum samkeppnislaganna að öðru leyti. Þá er í VI. kafla laganna ákvæði um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum, en þau ákvæði setja m.a. auglýsingum skorður og því hvernig starfsmenn fyrirtækja ber að fara með atvinnuleyndarmál sem þeir fá upplýsingar um í störfum sínum. Ég tel þetta stutta erindi í sjálfu sér ekki réttan vettvang til að gera frekari grein fyrir lögunum, enda getur hver fyrir sig kynnt sér einstök ákvæði laganna. 4. TÚLKUN OG BEITING SAMKEPPNISLÖGGJAFAR- INNAR Fræðikenningar um samkeppni eru ekki nákvæm vísindi, og í hinum ýmsu löndum er ekki alltaf stuðst við sömu fræðikenningarnar eða viðmiðanir þegar á hólminn er komið. Jafnvel þó vandamálin sem samkeppnisreglunum er ætlað að fást við í hinum ýmsu löndum séu að mörgu leyti sambærileg, þurfa niðurstöðurnar ekki endilega að vera þær sömu; þær ráðast af eðli efnahagslífsins á hverjum stað, uppbyggingu markaðanna á svæðinu og ráðandi viðhorfum um það hvernig samkeppnisframkvæmdin eigi að vera. Samkeppnisreglur eru í stuttu máli flóknar og mjög vandmeðfarnar, einkum og sér í lagi hér á landi. Ég leyfi mér að halda því fram að þær séu erfiðari viðfangs fyrir okkur lögfræðingana en flestar aðrar lagareglur. Og ástæðan er einföld. Í fyrsta lagi krefjast mörg samkeppnismál þess að tiltekinn markaður sé skilgreindur og afmarkaður bæði landfræðilega og hvað varðar þá vöru eða þjónustu sem um er að ræða. Þessi afmörkun ein og sér getur verið mjög flókin og krefst oft á tíðum viðamikillar þekkingar á markaðsuppbyggingunni. Í öðru lagi getur verið að ekki sé rétt að heimfæra fræðikenningar og niðurstöður úr erlendum rétti uppá íslenskan rétt, af þeirri einföldu ástæðu að íslenski markaðurinn er nánast míkrómarkaður í 14 2/2000

15 samanburði við markaði annarra ríkja. Í þriðja lagi gerir smæð íslenska markaðarins það að verkum að reglurnar eru vandmeðfarnari en ella, en ég mun nánar víkja að því atriði sérstaklega hér á eftir. Í fjórða lagi er túlkun samkeppnisreglna iðulega matskenndari en annarra lagareglna. Samkeppnisyfirvöld og dómstólar hafa að jafnaði mikið svigrúm til ákvarðanatöku og stefnumótunar í samkeppnismálum einkum á meðan lagareglurnar eru í mótun, eins þær eru enn og munu verða næstu árin hér á landi. 5. ÍSLENSKUR SAMKEPPN- ISMARKAÐUR Ég gat þess áðan að það væri ein ástæða þess að samkeppnisreglur væru kannski flóknari og vandmeðfarnari hér á landi, að íslenskur samkeppnismarkaður er nánanst míkrómarkaður. Allmikill hluti vöru og þjónustu á markaðnum er ekki í neinni samkeppni erlendis frá og nýtur því svokallaðrar fjarlægðarverndar. Fámennið og einangrun landsins gerir það að verkum að íslenskur markaður hefur á flestum sviðum alla tíð verið fákeppnismarkaður. Ástæða fákeppninnar getur t.d. verið sú að ekki sé grundvöllur fyrir samkeppni á markaðinum, þar sem í raun er enginn rekstargrundvöllur fyrir starfsemi margra aðila á hinum litla markaði. Ég held hinsvegar að önnur hlið fákeppninnar eigi sér djúpar rætur í hinni íslensku samfélagsgerð. Ég held að á nokkrum sviðum sé samkeppnin meira í orði en á borði vegna þess að fámennið hefur leitt af sér kunningjaþjóðfélag þar sem allir þekkja alla og samkeppnisaðilarnir eru iðulega góðir kunningjar ef ekki vinir. Við íslendingar könnumst vel við þá staðreynd að ýmis vara og þjónusta sem við þurfum að kaupa er nánast á nákvæmlega sama verði hjá öllum samkeppnisaðilunum. Þetta gerist iðulega þó hlutaðeigandi vara eða þjónusta sé á svokölluðum samkeppnismarkaði. 6. BÚVÖRULÖGGJÖFIN/ SAMKEPPNISLÖGGJÖFIN Búvörulöggjöfin eins og hún er í dag er aðallega að finna í búvörulögunum svokölluðu nr. 99/1993, sem tekið hefur nokkrum breytingum síðan. Yfirlýstur tilgangur með löggjöfinni er að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslunni og vinnslu og sölu búvara, til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur. Að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjójðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu. Að nýttir verði sölumöguleikar fyrir búvörur erlendis eftir því sem hagkvæmt er talið. Að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu. Að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað. Þegar þetta er skoðað kemur í ljós að nokkur munur er á þeim markmiðum sem að er stefnt með búvörulögunum annarsvegar og samkeppnislöggjöfinni hinsvegar. Aðalmunurinn liggur í þeim yfirlýsta tilgangi búvörulaganna að stefna að tvennskonar vernd, þ.e. kjaravernd til handa þeim sem stunda landbúnað jöfnuði milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað. Þessi vernd hagsmunaaðilanna á markaðnum, sem ég vil nefna svo, felur auðvitað í sér grundvallarmun á þessum tveimur löggjafarsviðum þar sem þeir sem seldir eru undir samkeppnislöggjöfina njóta nákvæmlega engrar slíkrar verndar. Þó markmiðin fari saman að einhverju leyti er grundvallarmunur á aðferðunum sem lögfestar hefur verið til að ná markmiðunum. Á meðan samkeppnislöggjöfin beitir í grófum dráttum þeim aðferðum að banna hverskonar samráð, samninga eða samkomulag um verð og skiptingu markaða, svo dæmi sé tekið, þá kveða búvörulögin beinlínis á um að miðstýrða ákvörðun um verð, tilfærslu fjármagns sem fæst fyrir afurðirnar og skiptingu markaða á eins hreinskiptinn og beinskeittan hátt og kostur er. 7. BÚVÖRUSAMNINGUR- INN FRÁ 17. DES Ástæða er til að fara yfir reglur búvörulaganna í stuttu máli að því er lítur að mjólkuriðnaðinum. Núgildandi lög að því er mjólkurframleiðsluna varða byggja að verulegu leyti á búvörusamningnum frá 17. desember Samningurinn, sem formlega ber heitið samningur um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar og þið þekkið eflaust öll í þaula, mun byggjast á áliti sjömannanefndar frá 4. nóvember 1997 um framleiðslu og vinnslu mjólkur. Samningurinn spannar eins og kunnugt er tímabilið Ég tel rétt að byrja á 2/

16 því að skoða þær meginbreytingar sem samningurinn fól í sér, áður en ég fjalla um þau ákvæði búvörulaganna sem helst koma til skoðunar með tilliti til samkeppni á markaðinum. Aukið frjálsræði og sveigjanleiki í verðlagningu mjólkur og mjólkurafurða Samið var um að ákvörðun mjólkurverðs til bænda breyttist í skráningu lágmarksverðs í stað fastrar verðlagningar og að skráning á heildsöluverði mjólkur og mjólkurafurða verði aflögð eigi síðar en 30. júní Vinnan við verðlagningu var einfölduð; í stað þess að verðlagsnefnd búvara, svonefnd sexmannanefnd, ákveði verð til bænda og fimmmannanefnd ákveði heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða, voru allar verðlagsákvarðanir færðar til Verðlagsnefndar búvara og svokölluð fimmmannanefnd var lögð niður. Sú breyting kom til framkvæmda eftir lok verðlagsársins 31. ágúst Jafnframt var skipun á fulltrúum í verðlagsnefndina breytt með tilliti til þess að nefndin tekur fullnaðarákvarðanir og að ekki er unnt að skjóta ágreiningsefnum til yfirnefndar. Endurskoðun og mat á hagkvæmni framleiðslustjórnunar Samið var um að fyrirkomulag framleiðslustjórnunar héldist óbreytt fyrst um sinn, en kæmi til endurskoðunar á samningstímanum. Fram var sett það markmið að auka bæri sveigjanleika núgildandi framleiðslustjórnunar, auðvelda ætti tilfærslu á greiðslumarki milli framleiðanda, auðvelda nýliðun og stuðla að raunhæfu verðlagi á greiðslumarki. Þá voru ákvæði um að öll kvótaviðskipti færu um einn markað og að þegar liðin eru fjögur ár af samningstímanum verði lagt sérstakt mat á stöðu framleiðslustjórnunar og hvort, hvernig og hvenær hana eigi að leggja niður og hvað taki við. Hagræðing og stuðningur Samið var um að fjármunum, sem eftir verða í verðmiðlunarsjóði mjólkur þegar lögbundnum verkefnum lýkur, verði ráðstafað til rannsóknar- og þróunarverkefna fyrir mjólkurframleiðsluna, endurmenntunar til að auka hagræði og gæði framleiðslunnar, hagrannsókna í þágu mjólkurframleiðslunnar og til lækkunar á tilteknum mjólkurafurðum. Landbúnaðarráðherra var falið að taka ákvörðun um ráðstöfun fjármunanna, að fengnum tillögum verðlagsnefndarinnar. Enn fremur var samið um að ríkissjóður leggi fram á þremur árum 22,5 millj. kr. til rannsókna, þróunarverkefna og endurmenntunar í mjólkurframleiðslu og til að stuðla að þróun á starfsemi afleysingahringa hjá mjólkurframleiðendum. Önnur atriði Samið var um að skráning og útreikningur á greiðslumarki lögbýla verði með sama hætti og var í fyrri samningi frá Jafnframt að heildargreiðslumark mjólkur, sem kemur til skipta milli framleiðenda, skuli fara eftir neyslu innlendra mjólkurvara á sama hátt og í fyrri mjólkursamningi, og að stuðningshlutfall haldist óbreytt, eða 47,1% af framleiðslukostnaði mjólkur. Sú breyting var þó gerð þar á að stuðninginn skal miða við lágmarksverð mjólkur til bænda. Samkvæmt fyrri samningi skyldi hann miðast við svokallað verðlagsgrundvallarverð, sem var skráð verð til framleiðenda. Framleiðslu umfram innanlandsþörf skal á sama hátt og áður ráðstafa á erlendan markað á ábyrgð hvers framleiðanda og viðkomandi afurðarsölu. 8. ÁKVÆÐI BÚVÖRULAG- ANNA OG BÚVÖRUSAMN- INGSINS - SAMKEPPNI OG SAMKEPPNISREGLUR Þegar ákvæði búvörulaganna eru skoðuð með tilliti til þeirra ákvæða sem helst koma til álita varðandi samkeppni og samkeppnisreglur kemur ýmislegt sérstakt í ljós. Samkomulag um verkaskiptingu Kveðið er á um það í 59. gr. laganna að Framleiðsluráði landbúnaðarins og afurðastöðvum í mjólkuriðnaði er heimilt að gera samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara fyrir innlendan og erlendan markað. Slíkt samkomulag er háð samþykki landbúnaðarráðherra. Mér skilst að þessi verkaskipting sé til staðar í ríkum mæli milli mjólkurbúa hér á landi og að þannig hafi átt sér stað ákveðin hagræðing með með því að búin hafi endurbætt tækjakost til framleiðslu á tilteknum vörutegundum. Samráð af þessu tagi stríðir þvert gegn ákvæðum og markmiðum samkeppnislaganna, en í þessum efnum tel ég að líta verði á búvörulögin sem sérlög sem gangi framar samkeppnislögunum. 16 2/2000

17 Ákvörðun heildsöluverðs Það næsta sem stingur í augun í samkeppnislegu tilliti er sú staðreynd að lögákveðið er að verðlagsnefnd ákveði heildsöluverð mjólkurafurða. Henni er þó heimilt að undanskilja einstakar vörutegundir verðlagsákvæðunum, þegar samkeppni er að mati nefndarinnar næg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag, eins og það er orðað í 16. gr. búvörulaganna (orðalag eins og æskileg verðmyndun og sanngjarnt verðlag er eitur í beinum þeirra sem fást við samkeppnismál). Til að sýna hugsun samkeppnisyfirvalda þegar verðlagsákvarðanir eru annarsvegar langar mig til að vitna orðrétt í Ákvörðun samkeppnisráðs nr. 3/1996, sem fjallaði um samkeppnishindranir Félags eggjaframleiðenda vegna viðskiptakjara við sölu eggja: Efni þeirra gagna sem reifuð voru hér að framan gefa ótvírætt til kynna að Félag eggjaframleiðenda hefur haft skýran og einbeittan vilja til þess að ræða, stuðla að og framkvæma aðgerðir sem hvað alvarlegastar þykja, jafnt í íslenskum sem erlendum samkeppnisrétti. Félagið hefur þannig kvatt til samráðs um verð og afslætti á eggjum, haft forgöngu um skiptingu markaða eftir svæðum eða viðskiptavinum og reynt að takmarka aðgang nýrra aðila að markaðnum. Skv. grein 6.3. í búvörusamningnum er verðlagning flestra mikilvægustu afurða mjólkurbúanna ákveðin af verðlagsnefnd. Þannig ákveður verðlagsnefnd heildsöluverð nýmjólkur, rjóma, undanrennu, skyrs (bæði pakkaðs og ópakkaðs), smjörs, osta (sem eru 26 og 17% í heilum og hálfum stykkjum) undanrennudufts, þ.m.t. undanrennudufts til iðnaðar, og nýmjólkurdufts, þ.m.t. nýmjólkurdufts til iðnaðar. Verðlagsnefnd ákveður hinsvegar ekki heildsöluverð fyrir aðrar mjólkurafurðir, sem sumar hverjar eru einnig mikilvægar, s.s. jógúrt. Verðmiðlun Í lögunum er kveðið á um lögbundna verðmiðlun sbr. V. kafla búvörulaganna, þar sem innheimtir eru 65 aurar af hverjum lítra mjólkur sem lagður er inn í afurðastöð. Tekjum af þessu gjaldi er síðan varið til svokallaðrar verðmiðlunar á milli afurðastöðva til að jafna flutningskostnað frá framleiðendum að afurðastöðvum í þeim tilgangi að auðvelda hagkvæman rekstur stöðvanna og til þess að greiða nauðsynlega flutninga á milli svæða þar sem vöntun kann að vera á einstökum afurðum. Þá er tekjunum varið til að koma á hentugri verkaskiptingu á milli afurðastöðvanna og til að jafna aðstöðu afurðastöðvanna til að koma framleiðsluvörum sínum á markað. Beinlínis er kveðið á um það í búvörulögunum að heimilt sé að styrkja sérstaklega rekstur einstakra afurðastöðva þar sem það þykir hagkvæmur kostur vegna landfræðilegrar einangrunar. Lögbundin verðtilfærsla Þá er innheimt svokallað verðtilfærslugjald hjá afurðastöðvum af hverjum innvegnum mjólkurlítra í afurðastöð innan greiðslumarks. Verðtilfærslugjaldið er 2,65 kr. á hvern lítra mjólkur. Gjaldið greiðist síðan út á tilteknar mjólkurafurðir við sölu Snjallar verðlaunaumbúðir Zap-umbúðirnar frá Danisco Flexibles fengu í haust WorldStaralþjóðaverðlaunin, sem World Packaging Organisation veitir. Zap er pokalaga, sveigjanleg pakning sem stendur á sléttum botnfleti. Pakningin hefur náð gífurlegum vinsældum, einkum fyrir drykkjarjógúrt í Frakklandi. Umbúðirnar er sérhannaðar til að henta börnum, ekki þarf að nota skeið til að neyta innihaldsins, jógúrtina má hæglega sjúga út í gegnum stútinn. Framleiðandinn hannaði pakninguna í samvinnu við Sodiaal, franska risamjólkurfélagið sem m.a. framleiðir hina þekktu merkjavöru Yoplait. Thimonnierverksmiðjurnar smíða pökkunarvélarnar. Lágmarksverð á mjólkurdufti Nú á haustdögum er eftirspurn á heimsmarkaði eftir mjólkurdufti, einkum undanrennudufti, í sögulegu hámarki. Verðið hefur hækkað mikið og sér ekki fyrir endan á hækkuninni, það er nú um 100 USD á tonnið, hæsta verð í mörg ár. Þessi þróun hefur þegar haft ómæld áhrif á mjólkurkassa Evrópusambandsins. Á þessu ári hefur verið hægt að lækka útflutningsbæturnar á undanrennuduft um helming, sem þýðir að fyrir hvert kg. af dufti sem selt er út úr ESB rýrnar útflutningskassinn nú aðeins um ca. 30 ÍSK. Duftgeymslur ESB eru nú tómar en birgðirnar voru um áramótin nærri 260 þús. tonn. 2/

18 innanlands eftir ákvörðun verðlagsnefndar. Þetta er gert á þann hátt að við heildsöluverðlagningu er fært af verði einnar afurðar til annarrar, þó þannig að summa fjárhæðar til hækkunar vara verði jöfn summu fjárhæða til lækkunar annarra vara. Frjáls/samningsbundin verðtilfærsla Í búvörulögunum er heimiluð það sem ég vil leyfa mér að kalla frjálsa eða samningsbundna verðtilfærslu, en skv. lögunum er kveðið á um að verðlagsnefnd geti, að fengnum tillögum afurðastöðva eða samtaka þeirra heimilað afurðastöðvum að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða. Samningarnir skulu síðan hljóta staðfestingu verðlagsnefndar. Á grundvelli þessa ákvæðis er nú í gildi Verðtilfærsluskrá SAM frá 1. janúar Sem dæmi um verðtilfærslu skv. skránni er kveðið á um að bú sem framleiðir 1 kg. af skyri skuli fá greiddar 32,94 kr. frá SAM. 9. AFNÁM ÁKVÖRÐUNAR HEILDSÖLUVERÐS Í búvörusamningnum er það boðað að aðlögun heildsöluverðs einstakra vörutegunda skuli löguð að breyttu rekstrarumhverfi og viðskiptaháttum, þar sem verðlagsnefnd skuli hætta verðlagningu mjólkur og mjólkurvara í heildsölu eigi síðar en 30. júní árið Breytingin sem þarna er lögð til er fyrirheit um aukna samkeppni, en spurningin í mínum huga er hvort þessi breyting þjóni einhverjum tilgangi í raun, að óbreyttri löggjöf að öðru leyti. Ég tel boðaða breytingu ekki vera til þess fallna að breyta neinu verulegu í samkeppnislegu tilliti. Breytingin mun að mínu viti ekki leiða til aukinnar samkeppni sem heitið geti, nema til komi verulegar breytingar á búvörulögunum samhliða. Afurðarstöðvar í mjólkuriðnaði hafa búið við gríðarlega vernd og miðstýringu sem ekki er bara fólgin í verðákvörðun á afurðum þeirra, heldur á sér stað mikil tilfærsla fjármuna milli afurðar og afurðastöðva auk þess sem þeim er heimil verkaskipting í framleiðslunni. Við þessar andsamkeppnislegu aðstæður tel ég að hæpið sé að nokkur samkeppni verði í reynd, þó hætt verði að ákveða heildsöluverð mjólkurvara, nema aðrar breytingar komi einnig til. Ég tel það einnig hæpið með hliðsjón af forsögu framleiðslu og verslunar með mjólkurvörur, þar sem miðstýring og náin samvinna afurðastöðva m.a. með samkomulagi um verkaskiptingu, tilflutning fjármagns auk verulegrar samvinnu um ákveðna hagræðingu hefur verið verið eitt aðaleinkenni markaðarins. Það er að mínu mati afar hæpið að eitthvað meiri samkeppni en ríkir við núverandi aðstæður komi til með að verða milli afurðastöðva í mjólkuriðnaði þó hætt verði að ákveða heildsöluverð mjólkurvara. Ég tel að til að koma á samkeppnismarkaði á þessu sviði þurfi að koma til verulegar lagabreytingar, þannig að löggjöfin sé færð í það horf að mjólkurvörur lúti nánast sömu lögmálum og aðrar vörur. Ég tek það fram að mér er ekki kunnugt um að breyta eigi verðmiðlunar- eða verðtilfærslukerfinu samhliða því að heildsöluverðákvörðun verður hætt. Mín skoðun er sú að það sem einna helst þarfnast skoðunar vegna núverandi stöðu og uppbyggingu fyrirtækja í mjólkuriðnaðinum í tengslum við afnám heildsöluverðsákvörðunar mjólkurvara, er staða Osta- og smjörsölunnar og e.t.v. Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, en samkeppnisyfirvöld kunna að gera athugasemdir við óbreyttan rekstur þessara tveggja fyrirtækja þegar hin meinta samkeppni á að vera komin á. 10. SAMRUNI Því má velta fyrir sér hvaða áhrif boðaðar breytingar á verðákvörðun hafi á samrunaákvæði samkeppnislaganna. Það kann, alveg burtséð frá heildsöluverðsákvörðunum á vörunum í þessum geira eins og öðrum, að vera fýsilegur kostur að sameina eina eða fleiri stöðvar og jafnvel allar stöðvarnar hér á landi í eitt fyrirtæki, enda á hið algilda væntanlega við um afurðarstöðvar í mjólkuriðnaði eins og önnur fyrirtæki, að aukin hagkvæmni og hagræðing fylgi þeirri stækkun sem samruni myndi hafa í för með sér. Því má velta fyrir sér hvort samkeppnislögin standi slíkum samruna í vegi. Undir þeim kringumstæðum kemur 18. gr. samkeppnislaganna til skoðunar. Vald samkeppnisyfirvalda skv. 18. gr við mat á lögmæti samruna er mjög víðtækt eins og fram kemur í 1. mgr., þ.e. skilyrðin sem þurfa að vera fyrir hendi til að samkeppnisyfirvöld hafi heimild til inngrips felast í því að samruninn hafi í för með sér markaðsyfirráð, dragi verulega úr samkeppni, og sé and- 18 2/2000

19 stæður markmiði laganna. Sé eitthvað af þessum skilyrðum uppfyllt, getur samkeppnisráð annað tveggja, ógilt samrunann eða sett honum skilyrði. Við þær markaðsaðstæður sem nú eru til staðar, þ.e. að lítil samkeppni er á mjólkurvörumarkaðinum og hún lítt fyrirsjáanleg, er e.t.v. lag fyrir mjólkurbúin að sameinast. Ég tel það miklu líklegra að samkeppnisyfirvöld hvorki ógildi né setji samruna skilyrði við þær samkeppnisaðstæður sem nú eru til staðar á mjólkurmarkaðinum. Ég tel hæpið að fyrirtæki sem búi við þær markaðsaðstæður að varla er til staðar nein samkeppni milli þeirra geti fallið undir 18. gr. samkeppnislaganna sem kveður á um að til viðbótar markaðsyfirráðum þurfi samruninn að fela það í sér að úr samkeppni dragi verulega. Þessi skoðun mín fær stoð í ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 5/1996 sem fjallar um erindi Bónuss hf um viðskiptaskilmála Osta- og smjörsölunnar, þ.e. nánar tiltekið kvörtun Bónuss hf yfir því að Osta- og smjörsalan veitti ekki magnafslátt í viðskiptum. Í ákvörðuninni segir samkeppnisráð m.a. að þegar sérákvæðum búvörulaga sleppi eigi ákvæði samkeppnislaga að fullu við um viðskipti með búvörur. Einnig lætur ráðið þá skoðun sína í ljós að ákvæði samkeppnislaga taki til viðskipta Osta- og smjörsölunnar með þær vörur sem ekki veru verðlagðar á grundvelli búvörulaga. Ákvörðunin var staðfest af Áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Skoðun mín fær einnig stoð í ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 26/1996, sem fjallar um fjárhagslegan aðskilnað milli rekstrar mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri og annars rekstrar kaupfélagsins, þar sem rökin fyrir aðskilnaðinum voru þau að mjólkursamlög hér á landi njóti margháttaðrar verndar í starfsemi sinni. Ákvörðunin var staðfest hjá áfrýjunarnefndinni. Þá tel ég að þessi skoðun mín fái stoð í dómi Hæstaréttar í svokölluðu Flugleiðamáli, en í forsendum dómsins var talið að 18. gr. samkeppnislaga yrði skýrð svo að henni yrði einkum beitt þegar ljóst þætti að samruni eða yfirtaka leiddi til verulega minni samkeppni. Ég vil taka það fram að ofangreind skýring á 18. gr. samkeppnislaganna er persónuleg skoðun mín, en mér vitanlega er ekki til beint fordæmi hér á landi um skýringu á 18. gr. við samruna fyrirtækja innan mjólkuriðnaðarins. Tetra Pak hefur selt Alfa Laval 11. ERLEND SAMKEPPNI Ekki er hægt að skilja við umfjöllunina án þess að fjalla um erlenda samkeppni í mjólkuriðnaðinum. Það markar erlenda samkeppni í mjólkurvörum að Ísland nýtur að einhverju marki svokallaðrar fjarlægðarverndar, þar sem nokkur hluti mjólkurvara er ekki geymsluþolin vara. Fjarlægðarverndin er þó vandmeðfarið hugtak þegar mjólkurvörur eru annarsvegar þar sem vörur eru í auknum mæli fluttar til landsins með flugi. Hvað landbúnaðarvörurnar varðar, þ.á.m. mjólkurvörur, hefur samningurinn um Alþjóðaviðskiptastofnunina mest áhrif og mun meiri áhrif en EES samningurinn. Á grundvelli hans er reglulega úthlutað tollkvótum, en samningurinn um Alþjóðavið- Alþjóðlegt fjárfestingarfélag, Industry Kapital, hefur keypt Alfa-Laval af Tetra Pak. Það er haft eftir danska viðskiptablaðinu Børsen að með kaupunum sé ætlunin að þróa fyrirtækið Alfa Laval til foryztu í vinnslutækni og afla því góðs gengis í kauphallarviðskiptum. Tetra Pak heldur þó eftir Alfa-Laval Agri, sem einbeitir sér að mjaltavélum, kæligeymslum o. fl. þ.h. Alfa-Laval Agri heitir því hér eftir DeLaval. Tetra Pak verður eftir sem áður seljandi Alfa-Laval vinnslukerfa fyrir mjólkuriðnaðinn. Alls er Alfa-Laval samsteypan með virka starfsmenn og starfsemi í 95 þjóðlöndum. Velta sl. árs nam 110 milljörðum ISK. Í Agrideildinni starfa alls um 4000 manns. Félagið Industri Kapital var stofnað árið Markmið þess var að kaupa miðlungsstór og stærri fyrirtæki í hagnaðarskyni. Fjárfestar félagsins eru einkum Bandaríkjamenn og evrópskir fjárfestar. Einnig fjárfestar á Norðurlöndunum, þar sem bankar og lífeyrissjóðir eru fremstir í flokki, með 55% af fjárfestingunni. 2/

20 skiptastofnunina kveður á um lágmarksmarkaðsaðgang osta og smjörs, en ekki annarra mjólkurvara. Svo dæmi sé tekið þá voru auglýstir tollkvótar á 54,4 tonnum af osti og einhverjum 30 tonnum af smjöri nú fyrir stuttu. Mér er kunnugt um að sótt hafi verið um innflutning á 142 tonnum af osti, en engin umsókn barst um innflutning á smjöri. Tollkvótunum fylgir veruleg lækkun tolla, þannig að innflutningur er fýsilegur á vörum sem fluttar eru inn á grundvelli tollkvótanna. Dæmi mætti taka af osti. Ef ekki kæmi til tollkvóti myndi þurfa greiða af 1 kg af osti við innflutning 30% verðtoll auk 430 kr. magntolls. Tollkvótinn leiðir hinsvegar til þess að engan verðtoll þarf að greiða og aðeins kr. 144 kr. í magntoll. Yfir 100 tonn af osti munu flutt inn til landsins á ári að meðaltali á grundvelli tollkvóta skv. samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina. EES samningurinn hefur ekki eins mikil áhrif hvað varðar innflutning á mjólkurvörum og samningurinn um Alþjóðaviðskiptastofnunina. Ástæðan er aðallega tvennskonar. Í fyrsta lagi er ekki um að ræða jafn viðamiklar tollaívilnanir á grundvelli EES samningsins eins og samningurinn um Alþjóðaviðskiptastofnunina kveður á um með tollkvótunum. Í öðru lagi falla eingöngu unnar landbúanaðarvörur undir EES samninginn (bókun 3), en mjólkurvörur eins og ostar, nýmjólk, rjómi og fleiri mjólkurvörur sem a.m.k. í mínum huga ætti að skilgreina sem unnar vörur, falla ekki undir það hugtak og heyra þar af leiðandi ekki undir samninginn. Sem dæmi um mikilvægar mjólkurvörur sem falla undir EES-samninginn má nefna jógúrt og smjörlíki. Til að sýna dæmi um tollaeftirgjöf á grundvelli EES-samningsins má taka jógúrt. Ef 1 lítri af jógúrt væri fluttur inn frá 3. ríki (ríki utan EES) myndi greiddur 30% verðtollur auk 61 kr. í magntoll af hverjum lítra. Frá EES-ríki þyrfti eingöngu að greiða 61 kr. í magntoll en engan verðtoll við innflutning. Að EES-samningnum frátöldum hefur íslenska ríkið á vettvangi fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, gert um 20 tvíhliða samninga við ríki utan EES um innflutning á landbúnaðarvörum á sömu eða svipuðum kjörum og kveðið er á um í EES-samningnum. Innflutningur á mjólkuvörum er í grundvallartriðum frjáls hér á landi. Þetta kann að koma einhverjum á óvart, en þess ber auðvitað að geta að í verðtollum og magntollunum sem vörurnar bera, felast svo miklar byrðar að tæplega borgar sig að flytja mjólkurvörur til landsins ef innflutningurinn nýtur ekki neinnar tollaívilnunar skv. fyrrgreindum alþjóðasamningum. Í þeim efnum verður þó að geta þess að lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim hafa í sér fólgna nokkra vernd gegn innflutningi, m.a. á mjólkurvörum. 10. gr. laganna kveður á um að óheimilt sé að flytja inn ógerilsneidda mjólk og vörur sem unnar eru úr þeim. Sem dæmi um slíka má nefna ýmsa franska osta sem framleiddir eru úr ógerilsneyddri mjólk. Þegar hindranir af þessu tagi er skoðaðar verður að hafa í huga almenn ákvæði EES-samningsins eiga við um frjálst flæði vara milli landa, þ.á.m. ákvæði 11. gr. samningsins um tæknilegar viðskiptahindranir, en um slíkar hindranir er til víðtæk dómaframkvæmd Evrópudómstólsins í Luxembourg. Bann á borð við það að flytja inn vörur sem framleiddar eru úr ógerilsneyddri mjólk brýtur í mínum huga klárlega í bága við 11. gr. EES-samningsins um tæknilegar viðskiptahindranir. Bannið kann hinsvegar að vera réttlætanlegt á grundvelli 13. gr. samningsins, sem kveður á um að hindra megi innflutning þegar það telst vera til verndar lífi og heilsu manna eða dýra. Þá eru í Auglýsingu nr. 483/1995 vegna innflutnings á landbúanaðarvörum kveðið á um ákveðin vottorð og leyfi sem landbúnaðarvörur þurfa að uppfylla til að heimilt sé að flytja þær inn í landið, sem eru mismunandi eftir því hvort varan hefur hlotið hitameðhöndlun eða ekki. Vegna þekkingarskorts míns á þeim afleiðingum sem hitameðferð hefur á landbúnaðarvörur, þ.á.m. nauðsyn hitameðferðar, treysti ég mér ekki til að dæma um hvort þessar kröfur séu réttlætanlegar á grundvelli 13. gr. EES-samningsins. Úðasmjör Í Ástralíu er nú verið að markaðssetja smjörfitu á úðabrúsum, sem framleidd er í Nýja-Sjálandi. Geymsluþol vörunnar grundvallast á því að smjörfitan er hreinsuð afar vel og allt prótein fjarlægt. Þar með er grundvellinum kippt undan bakteríuvexti og úðabrúsann má geyma í stofuhita. Eftir 18 mánuði hyggjast menn hafa náð 20% af heildarmarkaðinum fyrir þess háttar vörur, sem virðast njóta umtalsverðra vinsælda á matvörumarkaðinum, þ.e. úðabrúsa með jurtaolíum, þ.m.t. sojaolíu. 20 2/2000

21 Flokkunaraðferð mjólkur breytist um áramót Eftir alllangt umræðu- og þróunarferli hefur nú verið ákveðið að frá næstu áramótum skuli innleggsmjólk bænda flokkuð skv. nýrri aðferð, sem fyrir löngu er orðin ráðandi í öllum nálægum löndum. Aðferðin er rafræn, fljótvirk og ódýrari en hin hefðbundna gerlatalning og hún gefur raunhæfari niðurstöður. En tölurnar verða öðru vísi - hærri - og flokkamörkin breytast í samræmi við það. Flokkunin með hinni nýju aðferð fer fram í Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins. Eins og kunnugt er hefur mjólk verið flokkuð skv. heildarfjölda gerla í 1. flokk allt að 101 þús. gerlar/ml 2. flokk þús. gerlar/ml 3. flokk 251 þús. og fleiri gerlar/ml Einnig hefur verið skýrgreindur sérstakur úrvalsflokkur, þá þarf gerlafjöldinn að vera undir 30 þús/ml. Niðurstöðurnar eru fengnar með því að setja örlítið sýnismagn í ræktun í sérstöku gerlaæti en síðan þurfa menn að bíða í 3 sólarhringa eftir niðurstöðunni sem fengin er með því að telja vaxtarbletti í ætinu. Þessi aðferð er seinvirk, auk þess er hún vinnufrek og efniskrefjandi. Annar ókostur er sá að stundum standa gerlaklasar (eða keðjur) með allmörgum gerlum á bak við hvern vaxtarblett, stundum bara einn eða tveir gerlar. Það getur verið misjafnt frá einum bæ til annars hvernig þetta hlutfall er í gerlaflórunni, sömuleiðis getur meðferð sýnisins haft þar áhrif. En nú hafa tímarnir breytzt, betri og öruggari aðferð er í boði. Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins (RM) keypti fyrr á þessu ári tæki sem telur gerla í mjólkursýnum beinni talningu. Þetta eru tæki sömu gerðar og notuð hafa verið víða erlendis í meira en áratug. Tækin kallast á erlendu máli BactoScan (BS) og þau hafa ýmsa kosti fram yfir hefðbundna aðferð. Þar mætti til telja að BStæknin er a) - ódýrari en ræktunataðferðin b) - hraðvirk, gerlatölurnar koma strax fram (tæki RM afkastar 100 sýnum á klst.) c) - nákvæmari en hefðbundin aðferð d) - óháð því hver vinnur verkið og ýmsum ytri aðstæðum. e) Niðurstöðurnar gefa raunhæfari mynd af gæðum mjólkurinnar. f) Allir fá sömu meðferð, RM annast flokkunina fyrir landið allt. BS-tækið aðskilur alla gerlaklasa og -keðjur sem fyrir hendi kunna að vera og telur síðan einstaklingana. Niðurstöðurnar verða því hærri (oft 2-5 sinnum hærri) en ræktunartölurnar, háð því hvers eðlis gerlaflóra mjólkurinnar er, en hún getur verið ærið misjöfn frá bæ til bæjar. Ástæðan er einnig sú að tækið telur einnig gerla sem ekki þrífast í ræktunarætinu og koma því ekki fram við ræktun. Þetta m.a. er þess valdandi að ekki er beint samband (hlutfall) milli ræktunartalna og BS-talna en það gerir það flóknara að ákvarða flokkamörkin í nýja kerfinu. BS-tækið hefur verið í samanburðartilraunum síðustu mánuði. Þeim verður fram haldið út þetta ár en þá er ætlunin að hin nýja tækni taki völdin. Þá verða úrvinnslugögn orðin næg til að skýrgreina megi ný flokkamörk og væntanlega verður þá einnig búið að aðlaga mjólkurreglugerðina tímans kröfum. Þessi grein er upphafskynning á þessu máli. Haldið verður áfram að birta eða dreifa fræðslugögnum til kúabænda og reynt að tryggja að ekkert komi þeim á óvart þegar breytingin gengur í gildi. Sævar Magnússon Greinin birtist í Bændablaðinu í byrjun októbers /

22 Norskar neyzlutölur Hvað neyzlumjólkina áhrærir hafa norskar tölur sorglega sögu að segja um þróunina þarlendis. Sú saga hljóðar því miður álíka í flestum þróuðum löndum og því verr sem lífsskilyrðin teljast betri. Þetta má m.a. lesa úr meðfylgjandi töflu frá norsku Hagstofunni ((Statistisk sentralbyrå) Á 40 árum, , féll mjókurneyzlan á mann/ár um nærri 67 lítra, þ.e. 40%. Eins og víðast annars staðar hefur ostaneyzla hins vegar aukizt nokkuð, þótt það vegi smátt gegn hruninu í neyzlumjólkursölunni. Osturinn virðist víðast hvar standa sig bezt í baráttu mjólkuriðnaðarins við auðsældaráhrifin í þjóðfélaginu. Athyglisvert er að kartöflur (og afurðir úr þeim) hafa mátt þola miklar hrakfarir, þrátt fyrir Potet Gull og fleiri kartöfluafurðir fá norska fyrirtækinu Maarud, sem hérlendis hafanáð athyglisverðurm söluárangi. Norðmenn hljóta að gleðjast yfir hinni miklu minnkun á sykurneyzlu landsmanna. Aukningin í ávaxta- og berjaáti er sömuleiðis ánægjuleg. Metaukning í léttvínsdrykkju (26-föld) og bjórdrykkju (4-föld) hefursömuleiðis stafar án efa af því að þessar afurðir hafa orðið mörgum Norðmönnum til mikillar ánægju, a.m.k. til skamms tíma í senn. Neyzlutölurnar taka ekki til annarra gleðigjafa, svo sem hinna sk. sterku drykkja. Bezt er að þær tölur liggi hér milli hluta. Ástæðan er auðvitað sú að þar fara sögur tvær af sannleikanum og hlutfallið milli löglegs innlends og erlends áfengis annars vegar, og smyglaðs erlends áfengis og heimabrenndra innlendra drykkja hins vegar, er mjög óljóst, svo nemur tugum hundraðshluta. Sökum verðlagningarinnar á þess háttar neyzluvarningi á Norðurlöndunum er ekkert að marka þar að lútandi þjóðhagstölur. Einkaleyfisbaktería Arla Foods hefur nú fengið einkaleyfi á mjólkursýrugerlinum Lactobacillus F19 í matvælum. Þessi gerill hefur reynst afar áhrifaríkur og einstaklega harðgerður. Það var Åsa Ljung, yfirlæknir (og jafnframt örverufræðingur) í háskólasjúkrahúsinu í Lundi, sem einangraði þennan geril, sem verið hefur í stöðugum rannsóknum í áratug. Rannsóknum er haldið áfram, einkum er kannað til hlýtar hver séu áhrif hans í meltingarveginum. Þá er verið að þróa ræktunaraðferðir og kannað nánar hvernig nýta megi hann í matvæli. Niðurstöður til þessa eru fram úr vonum og búast má við matvælum með Lactobacillus F19 á næstu árum kg/ltr kg/ltr Neyzlumjólk ,8 101,2 Bjór... 5,5 20,1 Léttvín... 0,2 5,2 Kjöt og kjötvörur... 30,5 46,4 Fiskur og afurðir... 26,5 18,3 Ostur... 8,3 10,6 Kartöflur... 76,1 40,7 Sykur... 24,8 9,2 Ávextir og ber... 54,5 88,6 Bjartar horfur fyrir mjólkurafurðir OECD hefur komizt að þeirri niðurstöðu að mjólkurafurðir muni á komandi árum styrkja mjög stöðu sína á neysluvörumarkaðinum. Búizt er við hækkandi verði á heimsmarkaði, sömuleiðis er reiknað með að hlutdeild hinna dýrari sérafurða aukist á kostnað hefðbundinna afurða, sem framleiddar eru í miklu magni. Áætlanir OECD byggjast á því að hagur Rússa, svo og þjóða í Asíu og spænskumælandi Ameríkuríkjum, er að vænkast eftir áralanga efnahagskreppu. Spá OECD virðist þegar byrjuð að rætast. Verð á mjólkurdufti hefur hækkað umtalsvert síðustu mánuðina. Ostaverð hefur sömuleiðis hækkað nokkuð, þó allmiklu minna. Kúariðan í Danmörku Eins og spurðist í upphafi ársins 2000 sannaðist þá ósvikin kúariða á eina annars ágæta belju í Danmörku. Það varð hinu nýja dansksænska Arla Foods dýrt spaug, skv. dönsku mjólkurtíðindunum. Saudi-Arabar settu þess vegna 3ja mánaða innflutningsbann á danskar mjólkurafurðir og af þeim sökum verður Arla Foods af innflutningstekjum uppá 250 milljónir danskra króna. 22 2/2000

23 Sælumjólk Aðeins 1% fita Sælumjólkin er frábær kostur í daglegu lífi. Hún bragðast eins og léttmjólk enda inniheldur hún aðeins 1% fitu. Helsti kostur Sælumjólkur er sá að hún inniheldur a og b gerla í ríkulegu magni, en þeir eru nauðsynlegir til að viðhalda heilbrigði líkamans. Sælumjólkin er ósýrð svo að þú getur notað hana í staðin fyrir hefðbundna mjólk. Hennar Hátign NÝJAR UMBÚÐIR KEA MJÓLKURVÖRUR

24 Elopak Elopak tilfredstiller uppfyllir þarfir dine þínar behov fyrir for pökkunarkerfi attraktive fiber- og aðlaðandi og plastbaserte umbúðir úr emballasjesystemer trefja- eða plastefnum for flytende ferske fyrir ferskar og langtidsholdbare og geymsluþolnar n ringsmidler samt drykkjarvörur, kjemisk-tekniske svo og efnavörur produkter Bes k oss p Sækið okkur heim á Elopak Norge, 3430 Spikkestad Tel.: Fax.:

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 Hver er réttur barns til friðhelgi einkalífs? Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem einstaklingur, yngri

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1107 679. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). (Lagt fyrir Alþingi

Detaljer

Nr desember 1999 AUGLÝSING

Nr desember 1999 AUGLÝSING 31. desember 1999 173 Nr. 23 AUGLÝSING um samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. Hinn 18. júní 1998 var undirritaður í

Detaljer

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R Borgarráð skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R13020066 641 Kirkjusandsreitur - uppbygging Óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við samning Íslandsbanka

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. Í vinnslu 15. febrúar 2016 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. BA-ritgerð í lögfræði 33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. Jóhann Þorvarðarson Leiðbeinandi: Unnur E. Sveinsdóttir Apríl 2014 BA-ritgerð í lögfræði

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. og 10. febrúar 2011. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Dagskrá ráðstefnunnar Miðvikudagur 9. febrúar: Heilbrigði og afföll í matfiskeldi. Seiðagæði. Eldisþorskur:

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb Reykjavík, 22. janúar 2007. Nefiidasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur 23. 1 Q.ccrb Efiii: Svör við umsögnum um firumvarp til laga um breyting á almennum

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma. EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Ákvörðun refsingar... 3 2.1 Um refsimörk laga... 3 2.2 Refsiþyngingarástæður... 4 2.3 70. gr. hgl.... 4 2.4 Hugtakið nauðgun í lagalegum skilningi... 6 2.4.1 Fyrirmynd og

Detaljer

ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 96/1999. frá 16. júlí um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn

ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 96/1999. frá 16. júlí um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 96/1999 frá 16. júlí 1999 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR, með hliðsjón af samningnum um Evrópska

Detaljer

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun Vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísun Greinargerð um landfræðilegar merkingar á vegum Samtaka mjólkur - og kjötframleiðenda og Samtaka iðnaðarins Júní 2012 - Samantekt: Einar Karl Haraldsson Efnisyfirlit

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Inngangur Skýrsla þessi er samin af vinnuhópi sem forseti Alþingis skipaði í júní 2014 til þess að endurskoða kosningalög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum í formi

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi Höfundur: Klara Baldursdóttir Briem Kennitala: 121287-2699 Leiðbeinandi: Hulda

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur.

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur. REGLUGERÐ um plöntuverndarvörur. 1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins. Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast

Detaljer

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka?

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 27 ISSN árgangur EB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 27 ISSN árgangur EB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 27

Detaljer

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 65 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 65 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 65

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands Marta María Friðriksdóttir Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Margrét María Grétarsdóttir Lagadeild

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi. Erindi nr. Þ / ^ // / / 63 komudagur S. v/. 2. öó$t. Alþingi. Nefndarsvið 150 REYKJAVÍK

ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi. Erindi nr. Þ / ^ // / / 63 komudagur S. v/. 2. öó$t. Alþingi. Nefndarsvið 150 REYKJAVÍK Alþingi ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi. Erindi nr. Þ / ^ // / / 63 komudagur S. v/. 2. öó$t Nefndarsvið 150 REYKJAVÍK Reykjavík, 4. apríl 2005 Tilvísun: 2005030077 Efni: Umsögn um frumvarp til breytinga

Detaljer

316 Hvítbók ~ náttúruvernd

316 Hvítbók ~ náttúruvernd 19 Almannaréttur 316 Hvítbók ~ náttúruvernd 19. Almannaréttur 19.1 Inngangur Ekki er að finna í íslenskum lögum almenna skilgreiningu á hugtakinu almannarétti. Samkvæmt lögfræðiorðabókinni er almannaréttur

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2008/EES/43/01 Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA 125/06/COL frá 3. maí 2006 um Orkusjóð Noregs..

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2008/EES/43/01 Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA 125/06/COL frá 3. maí 2006 um Orkusjóð Noregs.. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Eftirlitsstofnun EFTA. Ársskýrsla 2012

Eftirlitsstofnun EFTA. Ársskýrsla 2012 Eftirlitsstofnun EFTA Ársskýrsla 2012 EFTA Surveillance Authority Rue Belliard 35 B-1040 Brussels Belgium Tel. +32 2 286 18 11 Fax +32 2 286 18 10 E mail: registry@eftasurv.int Internet: http://www.eftasurv.int

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

Réttarstaða föður samkvæmt íslenskri barnalöggjöf

Réttarstaða föður samkvæmt íslenskri barnalöggjöf Háskólinn á Akureyri Félagsvísinda- og lagadeild Lögfræði 2008 Réttarstaða föður samkvæmt íslenskri barnalöggjöf - Samanburður við gildandi löggjöf í Danmörku og Noregi - Halldóra Kristín Hauksdóttir Lokaverkefni

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 EES-STOFNANIR. 5. árgangur EES-ráðið. 2. Sameiginlega EES-nefndin

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 EES-STOFNANIR. 5. árgangur EES-ráðið. 2. Sameiginlega EES-nefndin 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB 98/EES/27/01 I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 27 5.

Detaljer

ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 68/2006. frá 2. júní um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn

ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 68/2006. frá 2. júní um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 68/2006 frá 2. júní 2006 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN með hliðsjón

Detaljer

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Hallgrímur Snorrason 5.4.2017 Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Samantekt Í þessari greinargerð er fjallað um reglubundnar tölfræðiathuganir á launum og atvinnu í Noregi og á Íslandi,

Detaljer

NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI

NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI Október nóvember 2004 Elísabet H. Guðmundsdóttir Starfsmaður Framkvæmdasýslu ríkisins Febrúar 2005 EFNISYFIRLIT: INNGANGUR...3 ALMENNT UM STATSBYGG OG STARFSUMHVERFI...3

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 24 ISSN árgangur EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 24 ISSN árgangur EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 24

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál] sþ. 137. Tillaga til þingsályktunar [132. mál] um verndun ósonlagsins. Flm.: Álfheiður Ingadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni: 1. að gera

Detaljer

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo Kynningarblað Loftbóludekk, heilsársdekk, Evrópumerkingar og endurvinnsla. Meira grip án nagla Andaðu léttar með harðskeljadekkjum frá Toyo Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin.

Detaljer

Til aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands.

Til aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands. Seltjarnarnesi, 17. maí 2006. Til aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands. Föstudaginn 28. apríl síðastliðinn barst mér eftirfarandi bréf frá Ástráði Haraldssyni, lögfræðingi: Þetta bréf er ritað fyrir hönd

Detaljer

LÖGMANNABLAÐIÐ ÚTGEFIÐ AF LÖGMANNAFÉLAGI ÍSLANDS 3. TBL. 20. ÁRG á þeim

LÖGMANNABLAÐIÐ ÚTGEFIÐ AF LÖGMANNAFÉLAGI ÍSLANDS 3. TBL. 20. ÁRG á þeim 32014 LÖGMANNABLAÐIÐ ÚTGEFIÐ AF LÖGMANNAFÉLAGI ÍSLANDS 3. TBL. 20. ÁRG. 2014 Gjafsókn Erlendar réttarreglur og sönnun á þeim efnisyfirlit Af vettvangi félagsins Árni Helgason: Leiðari 4 Jónas Þór Guðmundsson

Detaljer

Fyrir var tekið: Að taka ákvörðun um laun og önnur starfskjör heilsugæslulækna

Fyrir var tekið: Að taka ákvörðun um laun og önnur starfskjör heilsugæslulækna Ár 2002, þriðjudaginn 15. október, var fundur settur í kjaranefnd að Hverfisgötu 6a, Reykjavík, og haldinn af þeim Guðrúnu Zoëga, Ásgeiri Magnússyni og Þorsteini Haraldssyni. Fyrir var tekið: Að taka ákvörðun

Detaljer

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65.

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65. Noregur og norska kerfið Nanna Þórunn Hauksdóttir Jan 2010 Bæir og fólksfjöldi fjöldi Oslo = 880.000000 Bergen = 230.000 Stavanger = 190.000 Trondheim = 160.000 Fredrikstad/Sarpsborg = 100.000 Drammen

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

Fjármálaleg samskipti Hrafns Gunnlaugssonar, við ýmsa opinbera aðila

Fjármálaleg samskipti Hrafns Gunnlaugssonar, við ýmsa opinbera aðila 1 Fjármálaleg samskipti Hrafns Gunnlaugssonar, við ýmsa opinbera aðila Júli 1993 1 Inngangur...2 2 Niðurstöður...4 3 Ríkisútvarpið...7 4 Menningarsjóður útvarpsstöðva...13 5 Norræni sjónvarpssjóðurinn...18

Detaljer

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN ORKUMÁL24 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 25 ISSN 127-563 ELDSNEYTI Útgáfa Orkumála með nýju sniði Á undanförnum árum hefur ritið Orkumál verið gefið út með tölulegum upplýsingum um íslensk orkumál, þ.e. raforkuiðnaðinn,

Detaljer

Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu

Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu Vegaöryggi bifhjólafólks Skýrsla um norræna afstöðu 2012 Norræna bifhjólaráðið, NMR Norræna bifhjólaráðið, NMR, er samráðshópur norrænna landssamtaka bifhjólafólks, sem gætir hagsmuna bifhjólafólks í umferðinni.

Detaljer

LÖGGILTAR IÐNGREINAR Á SVIÐI HÖNNUNAR- OG HANDVERKS. Staða, menntun og framtíðarsýn

LÖGGILTAR IÐNGREINAR Á SVIÐI HÖNNUNAR- OG HANDVERKS. Staða, menntun og framtíðarsýn LÖGGILTAR IÐNGREINAR Á SVIÐI HÖNNUNAR- OG HANDVERKS Staða, menntun og framtíðarsýn Ásdís Jóelsdóttir Nóvember 2001 Starfsgreinaráð í hönnun, listum og handverki Formáli Samkvæmt framhaldsskólalögunum frá

Detaljer

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl.

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl. Leiðbeinandi vextir fyrir sparisjóðina gildir frá 1. apríl 2008 Vaxtatilkynning nr. 417 INNLÁN Vextir alls á ári 1. ALMENNIR SPARIREIKNINGAR: 1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2. MARKAÐSREIKNINGAR:

Detaljer

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl.

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Ingibergur Sigurðsson veiðieftirlitsmaður vinnsluskip Mars til júní 2009. Inngangur Í því sem hér fer á eftir mun ég gera

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 59 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 59 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 59

Detaljer

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN 16. janúar 2009 Moskva 13 Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum Skráð af Dómsmálaráðuneyti Rússlands hinn 16. febrúar 2009 Skráningarnúmer

Detaljer

Handbók trúnaðarmanna. Útgáfa 2, mars 2017

Handbók trúnaðarmanna. Útgáfa 2, mars 2017 Handbók trúnaðarmanna 1 Útgáfa 2, mars 2017 Inngangur 4 Stéttarfélagið SSF 7 Þing SSF 8 Stjórn SSF 8 Skrifstofa SSF 8 Heimasíða SSF 9 Launareiknivélin 9 SSF blaðið 9 Bókasafn SSF 9 Alþjóðastarf SSF 10

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum.

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum. Nr. 18 19. janúar 1973 FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum Páll Ólafsson Útdráttur Í samantekt þessari er reiknað út olíunotkun,

Detaljer

2013/EES/39/01 Ráðstöfun ekki ríkisaðstoð í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins Ákvörðun 410/12/COL... 1

2013/EES/39/01 Ráðstöfun ekki ríkisaðstoð í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins Ákvörðun 410/12/COL... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 39

Detaljer

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn 39 2.4 Fornöfn 2.4.0 Flokkar fornafna og almenn einkenni þeirra Svokölluð fornöfn skiptast í nokkra flokka sem eru býsna ólíkir innbyrðis. Íslensk fornöfn eiga það þó sameiginlegt að vera fallorð. Í því

Detaljer

LEIÐBEININGARIT. um kaup á ráðgjöf FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

LEIÐBEININGARIT. um kaup á ráðgjöf FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ LEIÐBEININGARIT um kaup á ráðgjöf FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ LEIÐBEININGARIT UM KAUP Á RÁÐGJÖF Í nóvember 1999 var myndaður vinnuhópur til að vinna að stefnumótun í samskiptum um kaup á ráðgjöf. Í hópnum áttu

Detaljer

Umhverfi og auðlindir. Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar?

Umhverfi og auðlindir. Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar? Umhverfi og auðlindir Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar? Útgefandi: Umhverfisráðuneytið 29 Hönnun og umbrot: Pokahornið / Ragnheiður Kristjánsdóttir Ljósmyndir: Andrés Arnalds; Atli Arnarson; Ellert

Detaljer