SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transkript

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zoladex 3,6 mg og 10,8 mg vefjalyf. 2. INNIHALDSLÝSING Góserelín 3,6 mg og 10,8 mg sem góserelínasetat. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Vefjalyf, áfyllt sprauta. Lýsing á Zoladex 3,6 mg: Sæft, beinhvítt vefjalyf, um 1 cm að lengd og 1,2 mm að breidd, í sprautu sem er tilbúin til notkunar. Lýsing á Zoladex 10,8 mg: Sæft, beinhvítt vefjalyf, um 17 mm að lengd og 1,5 mm að breidd, í sprautu sem er tilbúin til notkunar. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Vefjalyf 3,6 mg: Meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli við eftirfarandi aðstæður (sjá einnig kafla 5.1): Sem meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli með meinvörpum, þar sem Zoladex hefur sýnt sambærilega lifun og vönun með skurðaðgerð (sjá kafla 5.1) Sem meðferð við staðbundnu langt gengnu krabbameini í blöðruhálskirtli sem valkostur við vönun með skurðaðgerð, þar sem Zoladex hefur sýnt sambærilega lifun og andandrógen-lyf (sjá kafla 5.1) Sem viðbótarmeðferð við geislameðferð hjá sjúklingum með mjög áhættusamt staðbundið eða staðbundið langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli, þar sem Zoladex hefur sýnt lengda lifun án sjúkdóms og lengda heildarlifun (sjá kafla 5.1) Sem meðferð fyrir (neoadjuvant) geislameðferð hjá sjúklingum með mjög áhættusamt staðbundið eða staðbundið langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli, þar sem Zoladex hefur sýnt lengda lifun án sjúkdóms (sjá kafla 5.1) Sem viðbótarmeðferð við róttækt brottnám blöðruhálskirtils hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli, sem eru í mikilli hættu á versnun sjúkdóms, þar sem Zoladex hefur sýnt lengda lifun án sjúkdóms (sjá kafla 5.1) Brjóstakrabbamein hjá konum fyrir eða við tíðahvörf þegar hormónaviðtakar eru til staðar. Legslímuvilla (endometriosis): Meðferð, fyrir skurðaðgerð, á alvarlegri legslímuvillu samfellt í allt að 6 mánuði og í allt að þrjá mánuði þegar minnka á sléttvöðvahnúta í legi (fibroids). 1

2 Þynning á legslímhúð (endometrium): Þynning á legslímhúð áður en legslímhúð er fjarlægð. Gefa á tvö Zoladex 3,6 mg vefjalyf með fjögurra vikna millibili og skurðaðgerð áætluð innan tveggja vikna eftir að seinni skammti hefur verið komið fyrir. Frjósemismeðferð, t.d. glasafrjóvgun: Bæling á heiladingli sem undirbúningur fyrir meðferð með gónadótrópínum (eða egglosörvun). Ráðlegging: Notist einungis undir eftirliti þvagfærasérfræðings, sérfræðings í krabbameinslækningum eða kvensjúkdómalæknis. Vefjalyf 10,8 mg: Meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli við eftirfarandi aðstæður (sjá einnig kafla 5.1): Sem meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli með meinvörpum, þar sem Zoladex hefur sýnt sambærilega lifun og vönun með skurðaðgerð (sjá kafla 5.1) Sem meðferð við staðbundnu langt gengnu krabbameini í blöðruhálskirtli sem valkostur við vönun með skurðaðgerð, þar sem Zoladex hefur sýnt sambærilega lifun og andandrógen-lyf (sjá kafla 5.1) Sem viðbótarmeðferð við geislameðferð hjá sjúklingum með mjög áhættusamt staðbundið eða staðbundið langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli, þar sem Zoladex hefur sýnt lengda lifun án sjúkdóms og lengda heildarlifun (sjá kafla 5.1) Sem meðferð fyrir (neoadjuvant) geislameðferð hjá sjúklingum með mjög áhættusamt staðbundið eða staðbundið langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli, þar sem Zoladex hefur sýnt lengda lifun án sjúkdóms (sjá kafla 5.1) Sem viðbótarmeðferð við róttækt brottnám blöðruhálskirtils hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli, sem eru í mikilli hættu á versnun sjúkdóms, þar sem Zoladex hefur sýnt lengda lifun án sjúkdóms (sjá kafla 5.1) Legslímuvilla: Linun einkenna legslímuvillu, t.d. verkja. Hámarkstími samfelldrar meðferðar er 6 mánuðir. Ráðlegging: Notist einungis undir eftirliti þvagfærasérfræðings, sérfræðings í krabbameinslækningum eða kvensjúkdómalæknis. 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Vefjalyf 3,6 mg: Skammtar Fullorðnir: Einu Zoladex 3,6 mg vefjalyfi er komið fyrir undir húð á kvið á 28 daga fresti. Legslímuvilla: Einungis skal meðhöndla legslímuvillu í 6 mánuði í senn, þar sem eins og er liggja ekki fyrir klínískar upplýsingar um lengri meðferðartíma. Ekki skal endurtaka meðferðina vegna gruns um minnkaða beinþéttni (bone mineral density). Hjá sjúklingum sem fá góserelín sem meðferð við legslímuvillu hefur uppbótarmeðferð með hormónum (estrógen og prógesterón lyf daglega) dregið úr minnkaðri beinþéttni og einkennum æðastjórnunar (vasomotor symptoms). Þynning á legslímhúð: 2

3 Notkun við þynningu á legslímhúð: Fjögurra eða átta vikna meðferð. Hugsanlega þarf að nota viðbótarskammt fyrir sjúklinga með stórt leg eða til að auka svigrúm varðandi áætlaðan skurðaðgerðardag. Sléttvöðvahnútar í legi: Fyrir konur sem eru blóðlitlar vegna sléttvöðvahnúta í legi: Gefa má Zoladex 3,6 mg skammt ásamt járnuppbót í allt að þrjá mánuði fyrir aðgerð. Frjósemismeðferðir: Zoladex 3,6 mg er gefið til að bæla heiladingul, miðað er við estradíólþéttni í sermi sem sést í byrjun eggbússkeiðsins (follicular phase) (um það bil 150 pmól/l). Þetta tekur yfirleitt 7 til 21 dag. Þegar bælingunni er náð hefst oförvun eggjastokka (stýrð örvun eggjastokka) með gónadótrópín. Bæling með virku efni á formi vefjalyfs er áreiðanlegri sem þýðir, að í sumum tilfellum, verði aukin þörf á gónadótrópíni. Á viðeigandi tíma í eggbússkeiðinu er gjöf gónadótrópíns hætt og gjöf manna chóriongónadótrópíns (hcg) hafin til að örva egglos. Eftirlit með meðferð, eggheimta og frjóvgunartækni fara fram samkvæmt venju hvers læknis fyrir sig. Skert nýrna- og lifrarstarfsemi: Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Aldraðir: Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruðum. Vefjalyf 10,8 mg: Karlar: Einu Zoladex 10,8 mg vefjalyfi er komið fyrir undir húð á kvið á 3 mánaða fresti. Konur: Einu Zoladex 10,8 mg vefjalyfi er komið fyrir undir húð á kvið á 12 vikna fresti. Skert nýrna-og lifrarstarfsemi: Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með skerta nýrna-eða lifrarstarfsemi. Börn: Lyfið er ekki ætlað börnum. Lyfjagjöf Sjá leiðbeiningar um gjöf lyfsins á leiðbeiningarkorti. Gæta skal varúðar þegar Zoladex er komið fyrir við framanverðan kviðvegg vegna nálægðar við undirliggjandi neðri uppmagálsslagæð (inferior epigastric artery) og greina hennar. Gæta skal sérstakrar varúðar þegar Zoladex er gefið sjúklingum með lágan BMI stuðul og/eða sem eru á fullri blóðþynnandi meðferð (sjá kafla 4.4). 4.3 Frábendingar Þekkt alvarlegt ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Meðganga og brjóstagjöf (sjá kafla 4.6). 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Zoladex 3,6 mg og 10,8 mg er ekki ætlað börnum, þar sem hvorki öryggi né verkun lyfsins hefur verið staðfest hjá þessum sjúklingahópi. Greint hefur verið frá áverkum á stungustað við notkun Zoladex, þ.m.t. verk, margúl, blæðingum og æðaáverkum. Fylgjast skal með sjúklingum sem greina frá slíkum áverkum m.t.t. einkenna blæðinga í kvið. Örsjaldan hafa mistök við lyfjagjöf valdið æðaáverka og losti vegna blæðinga þar sem þörf var á blóðgjöf og skurðaðgerð. Gæta skal sérstakrar varúðar þegar Zoladex er gefið sjúklingum með lágan BMI stuðul og/eða sem eru á fullri blóðþynnandi meðferð (sjá kafla 4.2). 3

4 Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig eigi að fjarlægja eða leysa upp vefjalyfið. Karlar Vandlega skal íhuga notkun Zoladex 3,6 mg og 10,8 mg hjá körlum, sem eiga á hættu að fá þvagrásarteppu eða mænuskemmdir og fyrsta mánuð meðferðar skal fylgjast sérstaklega vel með þessum sjúklingum. Íhuga skal notkun andandrógena (t.d. cýpróterónasetat 300 mg á sólarhring í þrjá sólarhringa áður en meðferð með Zoladex hefst og í þrjár vikur eftir að henni lýkur) þegar meðferð með LHRH-örva hefst, þar sem greint hefur verið frá því að það komi í veg fyrir afleiðingar í kjölfar hækkunar á testósteróni í sermi. Ef mænuskemmdir eða skert nýrnastarfsemi vegna þvagrásarteppu eru til staðar eða koma fram, skal veita viðeigandi meðferð við þessum fylgikvillum. Notkun LHRH örva getur dregið úr beinþéttni (bone mineral density). Hjá körlum benda fyrstu gögn til þess að notkun bisfosfónata samhliða LHRH örvum geti dregið úr minnkaðri beinþéttni. Sérstakrar varúðar skal gæta hjá sjúklingum sem eru í mikilli hættu á að fá beinþynningu (t.d krónískir áfengissjúklingar, reykingamenn, langtímameðferð með krampaleysandi lyfjum eða barksterum, fjölskyldusaga um beinþynningu). Fylgjast skal vel með sjúklingum með greint þunglyndi og háþrýsting. Aukin hætta er á þunglyndi (sem getur verið alvarlegt) hjá sjúklingum á meðferð með GnRH örvum, eins og góserelíni. Því skal upplýsa sjúklinga um þetta og ef einkenni koma fram skal veita viðeigandi meðferð. Greint hefur verið frá skerðingu á glúkósaþoli hjá körlum sem fá LHRH örva. Þetta getur komið fram sem sykursýki eða minnkuð stjórn á blóðsykri hjá sjúklingum með sykursýki. Því skal íhuga að mæla glúkósa í blóði. Hjartadrep og hjartabilun komu fram í lyfja-faraldsfræðilegri rannsókn á LHRH örvum sem notaðir voru til meðferðar við blöðruhálskirtilskrabbameini. Áhættan eykst þegar þeir eru notaðir samhliða andandrógenum. Andrógenbælandi meðferð getur lengt QT-bilið Hjá sjúklingum með sögu um lengingu QT-bils eða áhættuþætti fyrir lengingu QT-bils og hjá sjúklingum sem samhliða fá meðferð með lyfjum sem geta lengt QT-bilið (sjá kafla 4.5), eiga læknar að meta hlutfallið milli ávinnings og áhættu, þ.m.t. áhættuna á Torsades de pointes, áður en meðferð með Zoladex hefst. Konur Vefjalyf 3,6 mg og 10,8 mg: Legslímuvilla er eina ábending Zoladex 10,8 mg hjá konum. Ábendingin brjóstakrabbamein Minnkuð beinþéttni Notkun LHRH örva getur dregið úr beinþéttni. Eftir tveggja ára meðferð á brjóstakrabbameini á byrjunarstigi var meðaltap á beinþéttni 6,2% í lærlegg (femoral neck) og 11,2% í lendahluta hryggjar (lumbar spine). Beinþéttnimælingar, ári eftir að meðferð var hætt, hafa sýnt fram á að beintap gangi að einhverju leyti til baka, eða niður í 3,4% í lærlegg og 6,4% í lendahluta hryggjar samanborið við grunngildi, en þessar tölur byggjast á takmörkuðu magni upplýsinga. Fyrirliggjandi gögn benda til þess að beintap gangi til baka hjá meirihluta kvenna eftir að meðferð er hætt. Fyrstu gögn benda til að notkun Zoladex samhliða tamoxifeni hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein geti dregið úr beintapi. Ábending góðkynja sjúkdómar 4

5 Tap á beinþéttni Líklegt er að notkun LHRH örva valdi að meðaltali um 1% minnkun á beinþéttni á mánuði í sex mánaða meðferð. Hætta á beinbroti tvöfaldast til þrefaldast fyrir hver 10% sem beinþéttni minnkar. Fyrirliggjandi gögn benda til þess að beintap hjá meirihluta kvenna gangi til baka eftir að meðferð er hætt. Hjá sjúklingum sem fá Zoladex sem meðferð við legslímuvillu hefur uppbótarmeðferð með hormónum dregið úr minnkaðri beinþéttni og einkennum æðastjórnunar (vasomotor symptoms). Engin reynsla er af notkun uppbótarmeðferðar með hormónum hjá konum sem fá Zoladex 10,8 mg. Engin sértæk gögn liggja fyrir um sjúklinga með staðfesta beinþynningu eða með áhættuþætti fyrir beinþynningu (t.d. krónískir áfengissjúklingar, reykingafólk, langvarandi meðferð með lyfjum sem minnka beinþéttni, t.d. krampaleysandi lyfjum og barksterum, fjölskyldusaga um beinþynningu, vannæring, t.d. anorexía). Þar sem tap á beinþéttni hefur verri áhrif hjá þessum sjúklingum, skal meta notkun góserelíns hjá hverjum sjúklingi fyrir sig og einungis hefja meðferð, að loknu mjög ítarlegu mati, ef hugsanlegur ávinningur vegur þyngra en hugsanleg áhætta. Íhuga skal frekari ráðstafanir sem vinna á móti tapi á beinþéttni. Fráhvarfsblæðingar Meðan á meðferð með Zoladex stendur geta sumar konur fengið blæðingar frá legi, í mislangan tíma og mismiklar. Ef vart verður við blæðingu frá legi er það yfirleitt á fyrsta mánuði meðferðar. Slíkar blæðingar eru líklega merki um estrógenfráhvarfsblæðingu sem hættir væntanlega sjálfkrafa. Ef blæðing heldur áfram skal skoða ástæður þess. Hjá sumum sjúklingum getur tíminn verið lengdur þar til blæðingar hefjast aftur eftir að meðferð með Zoladex 10,8 mg lýkur (að meðaltali líða 7-8 mánuðir þar til blæðingar hefjast að nýju eftir að meðferð með Zoladex 10,8 mg lýkur). Ef mikilvægt er að blæðingar hefjist sem fyrst aftur er mælt með notkun Zoladex 3,6 mg. Engar klínískar niðurstöður liggja fyrir um verkun Zoladex til meðferðar á góðkynja kvensjúkdómum þegar lyfið er notað til lengri tíma en 6 mánaða. Zoladex getur valdið auknu viðnámi í leghálsi og gæta skal varúðar þegar legháls er víkkaður. Zoladex 3,6 mg á aðeins að nota sem hluta af glasafrjóvgunarmeðferð og aðeins undir eftirliti sérfræðings með reynslu á því sviði. Eins og við á um aðra LHRH örva eru til skráð tilvik um heilkenni oförvunar eggjastokka í tengslum við notkun Zoladex 3,6 mg ásamt gónadótrópín. Fylgjast skal vel með örvunarhringnum, til að greina þá sjúklinga sem eiga á hættu að fá heilkenni oförvunar eggjastokka. Ef hætta er á heilkenni oförvunar eggjastokka skal sleppa gjöf á manna chóriongónadótrópíni (hcg) ef það er mögulegt. Gæta skal varúðar þegar Zoladex 3,6 mg er gefið í glasafrjóvgunarmeðferð, hjá sjúklingum með fjölblöðru eggjastokks heilkenni (polycystic ovarian syndrome) þar sem fjöldi eggbúa getur aukist. Frjóar konur eiga að nota getnaðarvarnir án hormóna meðan á meðferð með Zoladex stendur og þar til blæðingar hefjast að nýju eftir að meðferð lýkur. Fylgjast skal vel með sjúklingum með greint þunglyndi og háþrýsting. Aukin hætta er á þunglyndi (sem getur verið alvarlegt) hjá sjúklingum á meðferð með GnRH örvum, eins og góserelíni. Því skal upplýsa sjúklinga um þetta og ef einkenni koma fram skal veita viðeigandi meðferð. Meðferð með Zoladex getur valdið jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum. Andrógenbælandi meðferð getur lengt QT-bilið. 5

6 Hjá sjúklingum með sögu um lengingu QT-bils eða áhættuþætti fyrir lengingu QT-bils og hjá sjúklingum sem samhliða fá meðferð með lyfjum sem geta lengt QT-bilið (sjá kafla 4.5), eiga læknar að meta hlutfallið milli ávinnings og áhættu, þ.m.t. áhættuna á Torsades de pointes, áður en meðferð með Zoladex hefst. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Þar sem andrógenbælandi meðferð getur lengt QT-bilið skal meta vandlega samhliðanotkun Zoladex með lyfjum sem vitað er að lengja QT-bilið eða lyfjum sem geta valdið Torsades de pointes, eins og lyf við hjartsláttartruflunum af flokki IA (t.d. quinidini, disopyramidi) eða flokki III (t.d. amiodaroni, sotaloli, dofetilidi, ibutilidi), metadoni, moxifloxacini, geðrofslyfjum o.s.frv. (sjá kafla 4.4). 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Zoladex 3,6 mg og 10,8 mg á ekki að nota á meðgöngu, þar sem fræðileg hætta er á fósturláti eða vansköpun ef LHRH örvar eru notaðir á meðgöngu (sjá kafla 4.3). Þungun skal útilokuð með ítarlegri rannsókn hjá frjóum konum, áður en meðferð er hafin. Nota skal getnaðarvörn án hormóna meðan á meðferð stendur og allt þar til blæðingar hefjast á ný (sjá einnig aðvörun varðandi tíma þar til blæðingar hefjast í kafla 4.4). Góserelín 3,6 mg: Þungun skal útilokuð áður en Zoladex 3,6 mg er notað í glasafrjóvgunarmeðferð. Engar klínískar sannanir benda til þess að orsakasamband sé á milli Zoladex og síðari myndunar á óeðlilegum eggmóðurfrumum, óeðlilegri meðgöngu eða vansköpun þegar Zoladex er notað á þennan hátt. Brjóstagjöf Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Zoladex 3,6 mg og 10,8 mg (sjá kafla 4.3). 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Ekkert bendir til þess að lyfið skerði hæfni manna til aksturs bifreiða eða til stjórnunar vinnuvéla. 4.8 Aukaverkanir Flestar aukaverkananna eru af völdum lyfjafræðilegra áhrifa vegna minnkaðs styrks kynhormóna. Algengustu aukaverkanirnar eru: Hjá konum: Roði, kemur fyrir hjá meira en 90% sjúklinga. Hjá körlum: Roði, getuleysi, eymsli í brjóstum og brjóstastækkun. Tíðnin í eftirfarandi töflu er byggð á öllum aukaverkunum úr klínískum rannsóknum, rannsóknum eftir markaðssetningu og einstökum tilfellum. Algengustu aukaverkanirnar voru hitakóf, svitakóf og viðbrögð á stungustað. Í eftirfarandi töflu eru aukaverkanirnar flokkaðar eftir líffæraflokkum og tíðni: Mjög algengar ( 1/10); algengar ( 1/100 til <1/10); sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar ( 1/ til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru aukaverkanirnar taldar upp eftir því hversu alvarlegar þær eru. Alvarlegustu aukaverkanirnar eru taldar upp fyrst. Líffæraflokkur Tíðni Karlar Konur Æxli, góðkynja og Koma örsjaldan fyrir Æxli í heiladingli Æxli í heiladingli illkynja (einnig blöðrur og separ) Tíðni ekki þekkt Minnkun sléttvöðvahnúta í legi Ónæmiskerfi Sjaldgæfar Ofnæmisviðbrögð Ofnæmisviðbrögð Mjög sjaldgæfar Bráðaofnæmi Bráðaofnæmi Innkirtlar Koma örsjaldan fyrir Dingulblæðing Dingulblæðing 6

7 Efnaskipti og næring Algengar Lækkað glúkósaþol a Sjaldgæfar Zoladex 3,6 mg: Kalsíumhækkun í blóði Geðræn vandamál Mjög algengar Minnkuð kynhvöt b Minnkuð kynhvöt b Algengar Skapbreytingar, þunglyndi Skapbreytingar, þunglyndi Koma örsjaldan fyrir Geðrofskvillar Geðrofskvillar Taugakerfi Algengar Náladofi Náladofi Mænuskemmdir Höfuðverkur Hjarta Algengar Hjartabilun f, blóðsegi í hjarta f Tíðni ekki þekkt Lenging QT-bils (sjá kafla 4.4 og 4.5) Lenging QT bils (sjá kafla 4.4 og 4.5) Æðar Mjög algengar Hitakóf b Hitakóf b Algengar Óeðlilegur blóðþrýstingur c Óeðlilegur blóðþrýstingur c Húð og undirhúð Mjög algengar Svitakóf b Svitakóf b, þrymlabólur i Algengar Útbrot d Útbrot d, hárlos g Tíðni ekki þekkt Hárlos h (sjá algengar) Stoðkerfi og stoðvefur Algengar Beinverkir e (sjá sjaldgæfar) Liðverkir Sjaldgæfar Liðverkir (sjá algengar) Nýru og þvagfæri Sjaldgæfar Þrengsli í þvagleiðara Æxlunarfæri og brjóst Mjög algengar Ristruflanir Þurrkur í leggöngum Brjóstastækkun Algengar Konubrjóst á karlmönnum Sjaldgæfar Eymsli í brjóstum Mjög sjaldgæfar Blöðrur á eggjastokkum, 3,6 mg: heilkenni oförvunar eggjastokka Tíðni ekki þekkt Fráhvarfsblæðingar (sjá kafla 4.4) Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Mjög algengar (sjá algengar) Viðbrögð á stungustað (t.d. roði, verkur, þroti, marblettir) (sjá kafla 4.4) Algengar Viðbrögð á stungustað (sjá mjög algengar) (t.d. roði, verkur, þroti, marblettir) (sjá kafla 4.4) 10,8 mg: Verkir frá Rannsóknaniðurstöður Algengar a b c Tap á beinþéttni (sjá kafla 4.4), þyngdaraukning æxli Tap á beinþéttni (sjá kafla 4.4), þyngdaraukning Minnkað glúkósaþol hefur sést hjá körlum sem fá LHRH örva. Þetta kemur fram sem sykursýki eða minnkuð stjórn á blóðsykri hjá sjúklingum með sykursýki. Þetta eru lyfjafræðileg áhrif sem leiða sjaldan til þess að hætta þurfi meðferð. Svitakóf og hitakóf geta haldið áfram eftir að meðferð með Zoladex hefur verið hætt. Þetta getur bæði verið háþrýstingur og lágþrýstingur. Hefur stundum komið fram hjá sjúklingum sem fá Zoladex. Breytingarnar eru yfirleitt skammvinnar, og ganga til baka annaðhvort meðan á Zoladex 7

8 d e f g h i meðferð stendur eða eftir að henni lýkur. Mjög sjaldan hefur þurft að meðhöndla blóðþrýstinginn eða að hætta meðferð með Zoladex. Eru oftast væg, ganga oft til baka meðan á meðferð stendur. Í upphafi meðferðar er hugsanlegt að sjúklingar með blöðruhálskirtilskrabbamein finni fyrir auknum beinverkjum til skamms tíma, sem hægt er að meðhöndla eftir einkennum. Kom fram í lyfja-faraldsfræðilegri rannsókn á LHRH örvum, notaðir til meðferðar við blöðruhálskirtilskrabbameini. Áhættan eykst þegar þeir eru notaðir samhliða andandrógenum. Greint hefur verið frá hárlosi hjá konum, þ.m.t. hjá yngri sjúklingum sem verið er að meðhöndla við góðkynja sjúkdómum. Það er venjulega vægt en getur stundum verið alvarlegt. Missir líkamshára eru áhrif sem búast má við vegna lágrar andrógenþéttni. Í flestum tilfellum var greint frá þrymlabólum innan við einum mánuði eftir upphaf Zoladex meðferðar. Reynsla eftir markaðssetningu Í tengslum við Zoladex hefur verið greint frá fáeinum tilvikum um breytingar á blóðmynd, truflanir á lifrarstarfsemi, lungnablóðrek og millivefslungnabólgu. Hjá sumum konum geta tíðahvörf hafist meðan á meðferð með LHRH örvum stendur og blæðingar byrja því ekki að nýju þegar meðferð er hætt, en það er mjög sjaldgæft. Óvíst er hvort þetta sé af völdum Zoladex meðferðar eða sjúkdómsins sem meðferðin beinist að. Vefjalyf 3,6 mg: Að auki hefur verið greint frá eftirfarandi aukaverkunum hjá konum sem fá meðferð við góðkynja kvensjúkdómum: Þrymlabólur, breytt líkamshár, þurr húð, þyngdaraukning, kólesterólhækkun í sermi, heilkenni oförvunar eggjastokka (ef notað samhliða gónadótrópínum), leggangaþroti, útferð úr leggöngum, taugaveiklun, svefntruflanir, þreyta, bjúgur í útlimum, vöðvaþrautir, krampi í fótleggjum, ógleði, uppköst, niðurgangur, hægðatregða, kviðverkir, raddbreytingar. Í byrjun geta sjúklingar með brjóstakrabbamein fundið tímabundið fyrir versnun einkenna sem hægt er að meðhöndla. Brjóstakrabbameinssjúklingar, með meinvörp í beinum, hafa mjög sjaldan þróað með sér blóðkalsíumhækkun í upphafi meðferðar. Vefjalyf 10,8 mg: Greint hefur verið frá fáum tilfellum um blóðkalsíumhækkun hjá konum í meðferð við legslímuvillu og/eða sléttvöðvahnútum í legi. Ef einkenni blóðkalsíumhækkunar eru til staðar skal útiloka blóðkalsíumhækkun. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Einkenni: Takmörkuð reynsla er af ofskömmtun hjá mönnum. Í tilvikum þar sem Zoladex hefur fyrir slysni verið gefið aftur of fljótt eða ef gefinn hefur verið stærri skammtur en ráðlagt er, hafa ekki komið fram neinar óæskilegar verkanir sem hafa klíníska þýðingu. Rannsóknir á dýrum benda til þess að engin önnur áhrif, en tilætluð læknisfræðileg verkun á kynhormónaþéttni og æxlunarlíffæri, komi fram við stærri skammta af Zoladex. Við ofskömmtun skal veita meðferð eftir einkennum. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Gónadótrópín RH-lík efni, ATC-flokkun: L 02 AE 03. 8

9 Góserelín er tilbúin hliðstæða náttúrulegs LHRH (luteinizing hormone releasing hormone, leysiþáttur gulbúskveikju). Langvarandi gjöf Zoladex hamlar seytingu heiladinguls á gulbúsörvandi hormóni (LH) sem veldur lækkun á þéttni testósteróns í sermi hjá körlum og þéttni estradíóls í sermi hjá konum. Í upphafi getur Zoladex (eins og aðrir LHRH örvar) valdið tímabundinni hækkun í sermi. Eftir 21 dag frá fyrstu lyfjagjöf hefur testósterón þéttni hjá körlum fallið niður að vönunarmörkum og helst þar svo lengi sem Zoladex 3,6 mg er gefið á fjögurra vikna fresti eða Zoladex 10,8 mg gefið á þriggja mánaða fresti. Í undantekningar tilvikum þegar lyfjagjöf er ekki endurtekin á þriggja mánaða fresti, benda niðurstöður mælinga til þess að hjá flestum sjúklingum haldist þéttni testósteróns á því bili sem veldur vönun, í allt að 16 vikur. Í klínískum samanburðarrannsóknum hefur meðferð með Zoladex hjá sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli með meinvörpum skilað sömu niðurstöðum varðandi heildarlifun og vönun með skurðaðgerð. Í samanlagðri greiningu á tveimur slembuðum samanburðarrannsóknum þar sem bicalutamid 150 mg einlyfjameðferð og hormónahvarfsmeðferð (aðallega með Zoladex) voru bornar saman, var enginn marktækur munur á heildarlifun hjá sjúklingum með staðbundið langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli sem fengu bicalutamid og sjúklingum sem fengu hormónahvarfsmeðferð (áhættuhlutfall = 1,05 [CI 0,81 til 1,36]). Tölfræðilega séð var hins vegar ekki hægt að sýna fram á jafngildi þessara tveggja meðferðarforma. Í samanburðarrannsóknum hefur verið sýnt fram á að Zoladex lengir lifun án sjúkdóms og heildarlifun, þegar það er notað sem viðbótarmeðferð við geislameðferð hjá sjúklingum með mjög áhættusamt staðbundið (T1-T2 og PSA að minnsta kosti 10 ng/ml eða Gleason-skor að minnsta kosti 7), eða staðbundið langt gengið (T3-T4) krabbamein í blöðruhálskirtli. Kjörlengd viðbótarmeðferðar hefur ekki verið staðfest. Samanburðarrannsókn hefur sýnt að þriggja ára viðbótarmeðferð með Zoladex lengir verulega lifun samanborið við geislameðferð eingöngu. Sýnt hefur verið fram á að meðferð með Zoladex á undan geislameðferð lengir lifun án sjúkdóms hjá sjúklingum með mjög áhættusamt staðbundið eða staðbundið langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli. Hjá sjúklingum með útbreiðslu æxlis utan blöðruhálskirtils, getur viðbótarmeðferð með Zoladex lengt lifun án sjúkdóms eftir brottnám blöðruhálskirtils, en engin marktæk lenging verður á lifun nema sjúklingarnir hafi sýnt merki um áhrif á eitla þegar skurðaðgerð átti sér stað. Sjúklingar með staðbundinn langt genginn sjúkdóm skulu vera með viðbótaráhættuþætti, eins og PSA að minnsta kosti 10 ng/ml eða Gleason-skor að minnsta kosti 7, áður en viðbótarmeðferð með Zoladex er íhuguð. Engar sannanir eru fyrir því að það náist betri klínískur árangur með notkun Zoladex fyrir róttækt brottnám blöðruhálskirtils. Zoladex 3,6 mg: 21 dag frá fyrstu lyfjagjöf hefur estradíól þéttni í sermi hjá konum lækkað og er svipuð og hjá konum eftir tíðahvörf. Bælingin viðhelst við áframhaldandi lyfjagjöf á fjögurra vikna fresti. Þessi bæling veldur því að legslíman þynnist, bæling verður á myndun eggbúa í eggjastokkum ásamt áhrifum á hormónaháð brjóstakrabbamein (æxli sem eru ER-jákvæð og/eða PgR-jákvæð), legslímuvillu og vöðvahnúta í legi. Þetta veldur tíðateppu hjá flestum sjúklingum. Zoladex 10,8 mg: Um það bil fjórum vikum eftir lyfjagjöf er estradíól þéttni í sermi hjá konum bæld og helst bæld þar til meðferð lýkur. Hjá sjúklingum, þar sem estradíól er þegar bælt með LHRHörvum, viðhelst bælingin þegar skipt er yfir í meðferð með Zoladex 10,8 mg. Bæling estradíóls hefur áhrif á legslímuvillu. Þetta veldur tíðateppu hjá flestum sjúklingum. Í upphafi meðferðar með Zoladex 3,6 mg og 10,8 mg geta konur fengið blæðingar frá legi. Blæðingarnar vara mislengi og eru mismiklar en þær hætta venjulega sjálfkrafa. Tíðahvörf verða mjög sjaldan hjá konum í tengslum við meðferð með LHRH örva og tíðablæðingar hefjast ekki aftur að meðferð lokinni. 9

10 5.2 Lyfjahvörf Próteinbinding góserelíns er lítil og helmingunartími lyfsins í sermi er 2-4 klst. hjá einstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Vefjalyf 3,6 mg: Með því að gefa 3,6 mg á fjögurra vikna fresti bælist þéttni testósteróns í sermi hjá körlum og þéttni estradíóls í sermi hjá konum. Vefjalyf 10,8 mg: Með því að gefa 10,8 mg á tólf vikna fresti bælist þéttni testósteróns í sermi hjá körlum. Við skerta nýrnastarfsemi lengist helmingunartíminn en uppsöfnun á sér ekki stað, því er ekki nauðsynlegt að minnka skammta. Engar klínískt marktækar breytingar eru á lyfjahvörfum hjá sjúklingum með breytta lifrarstarfsemi. 5.3 Forklínískar upplýsingar Í langtíma rannsóknum með endurteknum skömmtum af Zoladex, hefur sést aukin tíðni á góðkynja heiladingulsæxlum í karlkyns rottum. Þar sem svipuð áhrif hafa komið fram eftir vönun sömu dýrategundar með skurðaðgerð, er ekki vitað hvort þetta hafi einhverja þýðingu fyrir menn. Í langtíma rannsóknum, með endurteknum stórum skömmtum (margföldum skammti sem ætlaður er mönnum) hafa vefjafræðilegar breytingar komið fram á sumum svæðum í meltingarfærum músa. Þessar breytingar koma fram sem vefjaauki í eyjafrumum í brisi eða sem góðkynja frumufjölgun á svæðum við magaop og koma þær einnig fram í þessum dýrum án þess að greinileg orsök sé fyrir hendi. Hvort þetta hefur einhverja klíníska þýðingu fyrir menn er óþekkt. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Laktíð/glýkólíð kópólýmer. 6.2 Ósamrýmanleiki. 6.3 Geymsluþol 3 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið ekki við hærri hita en 25C. 6.5 Gerð íláts og innihald Stakskammta sprauta ásamt nál með hlíf í innsigluðum poka, sem inniheldur þurrkefni. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun Notist um leið og pokinn er opnaður. Notist eingöngu ef poki er órofinn. Notist í samræmi við leiðbeiningar á umbúðum. 10

11 Gæta skal ýtrustu varúðar þegar Zoladex er gefið sjúklingum með lágan BMI stuðul og/eða sem eru á fullri blóðþynnandi meðferð (sjá kafla 4.4). Ekki er hægt að nota Zoladex sprautuna fyrir útsog. Ef nálin fer inn í stóra æð kemur blóð samstundis fram í sprautubolnum. Ef stungið er í æð á að draga nálina til baka og athuga tafarlaust hvort blæðing hafi orðið, fylgjast með sjúklingnum með tilliti til einkenna magablæðingar. Þegar gengið hefur verið úr skugga um eðlilegt blóðjafnvægi er öðru Zoladex vefjalyfi komið fyrir á öðrum stað. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI AstraZeneca AB Södertälje Svíþjóð 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER 3,6 mg: (IS). 10,8 mg: (IS). 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 3,6 mg: 1. janúar ,8 mg: 1. apríl Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 13. september DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 27. janúar

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Typhim Vi, 25 míkróg/0,5 ml stungulyf, lausn. Fjölsykrubóluefni við taugaveiki. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 0,5 ml skammtur inniheldur: Hreinsaðar Vi hjúpfjölsykrur

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Vallergan 5 mg/ml mixtúra, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Alimemazíntartrat 5 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Mixtúra, lausn. Plómubragð.

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Etalpha 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm mjúk hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Alfakalsídól 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm. Hjálparefni með þekkta verkun: Sesamolía

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ostacid 70 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati.

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Dermovat 0,5 mg/ml húðlausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af húðlausn innheldur: 0,5 mg af klóbetasólprópíónati Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ringer-acetat Fresenius Kabi innrennslislyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1.000 ml innihalda: Natríumklóríð Natríumasetat þríhýdrat Kalíumklóríð Kalsíumklóríðtvíhýdrat

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Paracet 60 mg endaþarmsstílar 2. INNIHALDSLÝSING Hver endaþarmsstíll inniheldur 60 mg af parasetamóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mogadon 5 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af nitrazepami. Hjálparefni með þekkta verkun Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS 1. HEITI LYFS Noritren 10, 25, eða 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Nortriptýlín 10, 25 eða 50 mg á formi nortriptýlín hýdróklóríðs. Hjálparefni með þekkta verkun:

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Docetaxel Teva Pharma 20 mg innrennslisþykkni og leysir, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hvert stakskammta hettuglas af Docetaxel Teva

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS NEVANAC 1 mg/ml augndropar, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af dreifu inniheldur 1 mg af nepafenaki. Hjálparefni með þekkta verkun Hver ml af dreifu

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Alltaf

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS BCG-medac, duft og leysir fyrir þvagblöðrudreifu 2. INNIHALDSLÝSING Eftir blöndun inniheldur eitt hettuglas: BCG (Bacillus Calmette Guérin) bakteríustofn RIVM

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Paclitaxel Pfizer 6 mg/ml innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af innrennslisþykkni, lausn inniheldur 6 mg/ml. Hvert hettuglas með 5 ml inniheldur

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Latanoprost Actavis 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af augndropalausn inniheldur 50 míkrógrömm latanoprost. Einn dropi inniheldur um

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Resolor 1 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 1 mg prúkalópríð (sem súkkínat). Hjálparefni með þekkta verkun:

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Rizatriptan ratiopharm 10 mg munndreifitöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Rizatriptan ratiopharm 10 mg munndreifitafla Hver 10 mg munndreifitafla inniheldur 14,53 mg

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zitromax 500 mg innrennslisstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 500 mg azitrómýsín (sem tvíhýdrat), samsvarandi 100 mg/ml lausn eftir blöndun

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicorette Invisi 10 mg/16 klst. forðaplástrar Nicorette Invisi 15 mg/16 klst. forðaplástrar Nicorette Invisi 25 mg/16 klst. forðaplástrar Nikótín Lesið allan

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester) SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Bortezomib W&H 3,5 mg stungulyfsstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester) Eftir blöndun inniheldur

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Virk efni: natríumklóríð, kalíumklóríð, kalsíumklóríð tvíhýdrat, magnesíumklóríð hexahýdrat og natríumacetat

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð Lesið allan fylgiseðillinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relvar Ellipta 92 míkróg/22 míkróg, innöndunarduft, afmældir skammtar 2. INNIHALDSLÝSING Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Eitt hettuglas inniheldur 200 einingar af Clostridium botulinum taugaeitri af gerð A (150 kd), án

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Eitt hettuglas inniheldur 200 einingar af Clostridium botulinum taugaeitri af gerð A (150 kd), án SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS XEOMIN 50 einingar, stungulyfsstofn, lausn XEOMIN 100 einingar, stungulyfsstofn, lausn XEOMIN 200 einingar, stungulyfsstofn, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zyvoxid 2 mg/ml innrennslislyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur 2 mg linezolid. 300 ml innrennslispokar innihalda 600 mg linezolid. Hjálparefni með

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS OZURDEX 700 míkrógrömm vefjalyf í ísetningaráhaldi til notkunar í glerhlaup. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt vefjalyf inniheldur 700 míkrógrömm af dexametasóni.

Detaljer

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta Klínískar leiðbeiningar fyrir notkun líftæknilyfja fyrir sjúklinga með iktsýki (rheumatoid arthritis/ra) og Still's sjúkdóm hjá fullorðnum (adult Still s disease). Inngangur: Iktsýki er krónískur bólgusjúkdómur

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 287. fundar Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson Jón

Detaljer

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið.

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið. ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 3 Dags. endurskoðunar: 4. febrúar 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni BP TURBO OIL 2380 1.2. Tilgreind

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 95 Oktan 1. útgáfa / 25.11.2014 Öryggisblað (SDS) skv. reglugerð UST nr. 750/2008 (REACH) 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 1.1 Vörukenni Vöruheiti: 95 Oktan 1.2

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind notkun Eldsneyti Söluaðili Olíuverzlun Íslands hf. Katrínartúni Reykjavík Sími:

1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind notkun Eldsneyti Söluaðili Olíuverzlun Íslands hf. Katrínartúni Reykjavík Sími: ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og 453/2010 Útgáfa: - Dags. endurskoðunar: 6. maí 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar júlí 2016 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Öryggisblað (SDS) Bensín 95 oktan E5 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 2. HÆTTUGREINING.

Öryggisblað (SDS) Bensín 95 oktan E5 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 2. HÆTTUGREINING. 1. útgáfa / 12.3.2018 Öryggisblað (SDS) skv. reglugerð nr. 750/2008 (REACH) og reglugerð nr. 415/2014 með síðari breytingum (CLP) 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

Detaljer

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende 4.10.2012 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012 2012/EØS/56/04 av 15. juni 2012 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder,

Detaljer

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av NORSK utgave EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende I EØS-ORGANER 1. EØS-komiteen ISSN 1022-9310 Nr. 56 19. årgang 4.10.2012 Melding til leserne... 1 2012/EØS/56/01 2012/EØS/56/02 2012/EØS/56/03

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ 1.1 Vörukenni Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ 1.1 Vörukenni Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN Þú getur gert margt til að viðhalda heilsunni. Ef þú veikist af langvinnum

Detaljer

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur Handbók um Umferðarmerki Inngangur Útgefandi Vegagerðin og Reykjavíkurborg Mars 2013 Efnisyfirlit Almennar reglur... 2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja... 3 Merkjaplötur... 3 Litur, lögun, stærð og

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar maí 2017 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR OG

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

EFNISTAKA Í HROSSADAL Í LANDI MIÐDALS, MOSFELLSBÆ SKÝRSLUR OG GREINARGERÐIR TENGDAR MATIÁ UMHVERFISÁHRIFUM Minnisblað tæknideildar Reykjavíkurhafnar um Grjótnám ílandi Miðdals ímosfelsbæ. Niðurstöður berggreiningar.

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

ÖRYGGISBLAÐ ETHANOL & ISOPROPANOL

ÖRYGGISBLAÐ ETHANOL & ISOPROPANOL ÖRYGGISBLAÐ KAFLI 1: Auðkenning efnisins eða efnablöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Heiti vöru Vörunúmer 12520 Samheiti; viðskiptaheiti 99 & 5% ISOPROPANOL, ABS DEN 3%IPA, IPA SPRIT,

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

Nr. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012. frá 15.

Nr. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012. frá 15. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 4.10.2012 ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012 2012/EES/56/04 frá 15. júní 2012 um breyt ingu á II. við auka (Tækni legar reglu gerð

Detaljer

FÖRCH Oil Leakage Check. 201 Kópavogur Þýskalandi Sími: Netfang: Veffang:

FÖRCH Oil Leakage Check. 201 Kópavogur Þýskalandi Sími: Netfang: Veffang: Bílanaust 1. útgáfa 03.12.2012 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Vöruheiti - notkun - innflytjandi/framleiðandi Vöruheiti: FÖRCH Oil Leakage Check Vörunúmer: 6730-0837 50 ml Notkunarsvið:

Detaljer

ÖRYGGISBLAÐ ETHYL DIGLYCOL

ÖRYGGISBLAÐ ETHYL DIGLYCOL ÖRYGGISBLAÐ KAFLI 1: Auðkenning efnisins eða efnablöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Heiti vöru Vörunúmer 20310 Samheiti; viðskiptaheiti REACH skráningarnúmer DIETHYLENE GLYCOL MONOETHYL

Detaljer

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: -

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: - Blaðsíða 1 af 9 Öryggisblað (MSDS) Reglug. 866/2012 og 1272/2008/EB (CLP), rg. 750/2008 (REACH). 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014 30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende Nr. 43/57 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014 203-2015n EØS-KOMITEEN HAR av 30. september 2014 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki.

1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. Blaðsíða 1 af 8 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS

ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni LÍMKÍTTI (HVÍTT/SVART/GRÁTT) 1.2. Tilgreind notkun

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

2.2. Merkingaratriði Hættumerki

2.2. Merkingaratriði Hættumerki ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og 453/2010 Útgáfa: 3 Dagsetning: 19. apríl 2016 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni NÝR FPC JECTOR 1.2. Tilgreind

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

078861/EU XXIV. GP. Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION. Brussels, 17 April 2012 (OR. en)

078861/EU XXIV. GP. Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION. Brussels, 17 April 2012 (OR. en) 078861/EU XXIV. GP Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION Brussels, 17 April 2012 (OR. en) 7734/12 Interinstitutional File: 2012/0047 (NLE) EEE 27 AELE 23 CHIMIE 23 V 215 LEGISLATIVE ACTS

Detaljer

Gönguþveranir. Desember 2014

Gönguþveranir. Desember 2014 4 Gönguþveranir Desember 2014 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Detaljer

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl.

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl. Leiðbeinandi vextir fyrir sparisjóðina gildir frá 1. apríl 2008 Vaxtatilkynning nr. 417 INNLÁN Vextir alls á ári 1. ALMENNIR SPARIREIKNINGAR: 1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2. MARKAÐSREIKNINGAR:

Detaljer

Öryggisblað. Maurasýra, 85% HCOOH. Skin Corr. 1B;H314. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða.

Öryggisblað. Maurasýra, 85% HCOOH. Skin Corr. 1B;H314. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða. Öryggisblað Endurskoðun: 01-11-2013 Kemur í stað: 11-09-2013 Útgáfa: 0101/ISL HLUTI 1: Auðkenning efnisins/blöndunnar og fyrirtækisins/félagsins 11 Vöruauðkenni Viðskiptaheiti: Maurasýra, 85% HCOOH 12

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 27.09.2012 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Vöruheiti - notkun - innflytjandi/framleiðandi Vöruheiti: Q8 Mozart DP SAE 40 Vörunúmer: 7503 1013 2330 1111 Notkunarsvið: Smurolía

Detaljer

Hámarkshraði á tveggja akreina

Hámarkshraði á tveggja akreina Hámarkshraði á tveggja akreina þjóðvegum Athugun á norskri aðferð við ákvörðun hámarkshraða Nóvember 2004 Einar M. Magnússon Þórólfur Nielsen Haraldur Sigþórsson Unnið af: Einari Má Magnússyni og Þórólfi

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer