SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati.

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati."

Transkript

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mogadon 5 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af nitrazepami. Hjálparefni með þekkta verkun Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Tafla. Hvítar eða beinhvítar, kringlóttar töflur sléttar báðum megin og með skáskornum brúnum. Hver tafla hefur deilistrik greipt í aðra hliðina og V MOG 5 í hina. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Tímabundið svefnleysi. Hypsarrhytmia, atypisk og typisk petit mal. 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir: Við svefnleysi: ½ - 2 töflur fyrir svefn. Við flogaveiki: Allt að 6 töflur á dag. Aldraðir: Aldraðir eða þróttlausir sjúklingar: Aldraðir eða sjúklingar með skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eru sérstaklega næmir fyrir aukaverkunum Mogadon. Skammtar skulu ekki vera stærri en helmingur af ráðlögðum skammti. Skammtar Mogadon skulu ekki vera hærri en 5 mg hjá sjúklingum sem eru með vefrænar breytingar í heila. Það getur þurft að minnka skammta hjá sjúklingum með langvinna lungnabilun og hjá sjúklingum með langvinna nýrna- eða lifrarsjúkdóma. Börn: Ekki má nota Mogadon töflur handa börnum. Skammta skal aðlaga fyrir hvern einstakling. Meðhöndlun skal vera með hléum, ef hægt er. 1

2 Meðferð skal hefja með minnsta mögulega skammti og vara eins stutt og hægt er. Ekki skal fara yfir ráðlagðan hámarksskammt. Almennt er lengd meðferðar nokkrir dagar til tveggja vikna en hámarkið er 4 vikur; þ.m.t. niðurtröppunarferli. Hjá sjúklingum sem hafa tekið benzódíazepín í langan tíma getur þurft lengra tímabil þar sem skammtar eru minnkaðir. Aðstoð sérfræðings getur verið viðeigandi. Lítið er vitað um virkni og öryggi benzódíazepína við langtímanotkun. Í vissum tilvikum getur verið nauðsynlegt að framlengja hámarkstíma meðferðar. Það skal ekki gert án þess að endurmeta ástand sjúklingsins. Ekki er mælt með langtíma notkun. Það getur verið gagnlegt að upplýsa sjúklinga um hvenær meðferð hefst, að hún vari aðeins í ákveðinn tíma og skýra nákvæmlega hvernig skammtar verða minnkaðir. Auk þess er mikilvægt að sjúklingum sé gert grein fyrir að einkenni geta versnað aftur (sjá Aukaverkanir), til þess að draga úr áhyggjum vegna slíkra einkenna, ef þau koma fram þegar verið er að hætta lyfjameðferðinni. Meðferð með Mogadon á ekki að hætta skyndilega heldur smám saman. Lyfið skal taka rétt fyrir svefn. Auk þess skal greina sjúklingi frá því að nauðsynlegt sé að skoða hann reglulega, sérstaklega ef um langvirk benzódíazepínafbrigði er að ræða. Ef þarf, skal minnka skammt eða draga úr tíðni lyfjagjafa til þess að koma í veg fyrir ofskömmtun vegna uppsöfnunar. Mogadon töflur eru til inntöku. 4.3 Frábendingar Bráð lungnabilun. - Öndunarbæling - Fælni eða þráhyggjuástand. - Langvinn geðrof. - Vöðvaslensfár - Kæfisvefn - Alvarleg lifrarbilun - Notkun hjá börnum. - Ofnæmi fyrir virka efninu, benzódíazepínum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Nauðsynlegt getur verið að lækka skammta hjá sjúklingum með langvinna lungnabilun og hjá sjúklingum með langvinna nýrna- eða lifrarsjúkdóma. Benzódíazepín á ekki að gefa sjúklingum með bráða lifrarbilun. Mogadon eitt sér á ekki að nota til meðhöndlunar á þunglyndi eða kvíðatengdu þunglyndi; þar sem það getur leitt til sjálfsvígs hjá slíkum sjúklingum. Benzódíazepín skal nota með mjög mikilli varúð hjá sjúklingum með sögu um áfengissýki eða lyfjamisnotkun. Ekki er mælt með notkun benzódíazepína sem fyrstu meðferð við meðhöndlun á geðrofi. Ef sjúklingur er vakinn á því tímabili sem virkni lyfsins er í hámarki getur orðið skerðing á minni. Benzódíazepín geta bælt niður sálfræðilega aðlögun við áfall eða ástvinamissi. Notkun benzódíazepínafbrigða getur þróað andlega og líkamlega ávanabindingu. Hætta á ávanabindingu eykst þegar stórir skammtar eru notaðir, sérstaklega þegar þeir eru gefnir í langan tíma. Þetta á sérstaklega við hjá sjúklingum með sögu um áfengissýki eða lyfjamisnotkun eða hjá sjúklingum með áberandi persónuleikaraskanir. Nauðsynlegt er að fylgjast reglulega með slíkum sjúklingum; forðast endurteknar lyfjaávísanir og stöðva meðferð smám saman. Greint hefur verið frá einkennum eins og þunglyndi, höfuðverk, vöðvaslappleika, taugaóstyrkleika, feikilegum kvíða, 2

3 spennu, óróleika, rugli, skapbreytingum, endurkomu svefnleysis, pirringi, aukinni svitamyndun og niðurgangi, þegar meðhöndlun var stöðvuð skyndilega hjá sjúklingum sem voru á eðlilegum skömmtum í stuttan tíma. Ef langverkandi benzódíazepíni er skipt fyrir stuttverkandi benzódíazepín er mikilvægt að vara við því að fráhvarfseinkenni geta komið fram. Í alvarlegum tilvikum geta eftirfarandi einkenni komið fram: Óraunveruleikaform, sjálfshvarf, ofnæm heyrn, dofi og smástingir í útlimum, ofurnæmi fyrir ljósi, hljóði og líkamlegri snertingu, ofskynjun eða flogaköst. Ef meðferð er hætt eftir mjög stóra skammta hefur það í sjaldgæfum tilvikum leitt til ruglástands, geðrofabirtingar og krampa. Greint hefur verið frá misnotkun benzódíazepína. Svæfandi verkun lyfsins getur minnkað þegar stuttverkandi benzódíazepín eru notuð hvað eftir annað í nokkrar vikur. Greint hefur verið frá óeðlilegum geðrænum svörunum við benzódíazepínum. Mjög sjaldgæf atferlisáhrif hafa komið fram s.s. mótsagnakennd árásarhneigðaköst, æsingur, rugl, óróleiki, geðshræring, skapstyggð, ranghugmyndir, bræðisköst, martraðir, ofskynjanir, geðrof, óviðeigandi atferli og undirliggjandi þunglyndi með tilhneigingu til sjálfsvígs. Þess vegna skal gæta mjög mikillar varúðar þegar benzódíazepín eru gefin sjúklingum með persónuleikatruflanir. Ef eitthvert þessara viðbragða koma fram skal hætta notkun lyfsins. Þessi viðbrögð geta verið mjög alvarleg og eiga sér frekar stað hjá öldruðum. Benzódíazepín geta valdið framvirku minnisleysi. Ástandið kemur oftast fram 1-2 klst. eftir inntöku lyfsins og getur staðið í nokkrar klst. Til þess að draga úr hættunni eiga sjúklingar að tryggja að þeir nái 7 til 8 klst. af samfelldum svefni eftir inntöku lyfsins. Lyfið inniheldur mjólkursykur (laktósa). Sjúklingar með galaktósaóþol eða vanfrásog glúkósagalaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Breyting getur orðið á miðtaugakerfisbælandi áhrifum bensódíazepína þegar þau eru notuð samtímis lyfjum sem hafa áhrif á miðtaugakerfið s.s. sterkum geðlyfjum, róandi lyfjum, þunglyndislyfjum, svefnlyfjum, verkjastillandi lyfjum, svæfingarlyfjum, flogaveikilyfjum, og róandi andhistamínlyfjum. Vellíðunarkennd getur aukist við notkun vanabindandi verkjastillandi lyfja, sem getur leitt til aukinnar líkamlegrar ávanabindingar. Sérstakt eftirlit þarf að hafa með öldruðum. Þegar Mogadon er notað með flogaveikilyfjum geta aukaverkanir og eituráhrif orðið meira áberandi, sérstaklega við notkun hýdantóíns og barbitúrata eða samsetningar með þeim. Því þarf að gæta mikillar varúðar þegar skammtar eru aðlagaðir í upphafi meðferðar. Lyf sem hamla lifrarensímum, sérstaklega cýtókróm P450, geta minnkað útskilnað benzódíazepína og geta því aukið verkun þeirra. Lyf sem örva lifrarensím t.d. rífampicín, geta aukið útskilnað benzódíazepína. Forðast skal samtímis áfengisneyslu. Slævandi áhrif geta aukist þegar lyfið er notað samtímis áfengi. Þetta hefur áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi upplýsingar um notkun nítrazepams á meðgöngu. Ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar úr dýrarannsóknum um áhrif lyfsins á meðgöngu/ og-eða/ þroska fósturvísis/fósturs/ og-eða fæðingu/ og-eða/ þroska eftir fæðingu. Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Ekki skal nota Mogadon á meðgöngu, sérstaklega ekki á fyrsta eða síðasta þriðjungi nema brýna nauðsyn beri til 3

4 Ef lyfinu er ávísað handa konum á barneignaraldri, á að ráðleggja þeim að hafa samband við lækninn til að hætta meðferðinni ef þungun er ráðgerð eða við grun um þungun. Greint hefur verið frá óreglulegum hjartslætti hjá fóstri og minnkaðri vöðvaspennu, lélegum sogviðbrögðum, lágum líkamshita og vægri öndunarbælingu hjá nýbura við gjöf benzódíazepína á síðasta hluta meðgöngu eða í fæðingu. Börn mæðra sem tóku benzódíazepín allan síðari hluta meðgöngu geta orðið líkamlega háð lyfinu og geta fengið fráhvarfseinkenni eftir fæðingu. Þar sem benzódíazepín finnast í brjóstamjólk eiga konur með barn á brjósti ekki að nota Mogadon. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Mogadon hefur mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla vegna aukaverkana sem fram geta komið. Gera skal sjúklingum grein fyrir því að Mogadon getur, eins og öll önnur lyf af þessari gerð, dregið úr hæfni sjúklings til að framkvæma erfið verk. Höfgi, minnisleysi, minnkuð einbeiting og skert vöðvastarfsemi geta haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ef svefn er ekki nægilegur aukast líkur á skertri árvekni. Einnig skal greina sjúklingum frá því að áfengisneysla getur magnað alla skerðingu á hæfni og því skal forðast hana á meðan á meðferð stendur. 4.8 Aukaverkanir Mjög algengar aukaverkanir ( 1/10), algengar aukaverkanir ( 1/100 til <1/10), sjaldgæfar aukaverkanir ( 1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar aukaverkanir ( 1/ til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Blóð og eitlar Tíðni ekki þekkt Taugakerfi Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Augu Meltingarfæri Nýru og þvagfæri Húð og undirhúð Koma örsjaldan fyrir Stoðkerfi og stoðvefur Æðar Lifur og gall Tíðni ekki þekkt Blóðmein Syfja yfir daginn, dofnar tilfinningar, minnkuð árvekni, rugl, höfuðverkur, framvirkt minnisleysi (2). Svimi. Þreyta Tvísýni Sjóntruflanir Meltingartruflanir Þvagteppa Húðútbrot Ofnæmisviðbrögð, s.s. útbrot og ofsabjúgur. Vöðvaslappleiki, skortur á samhæfingu vöðva Lágþrýstingur Gula 4

5 Geðræn vandamál Mjög sjaldgæfar Fráhvarfseinkenni: Kvíði, ofsahræðsla, hjartsláttarónot, svitaköst, hrollur, meltingartruflanir, pirringur, árásargirni, tilfinningadeyfð, almennur slappleiki og lystarleysi (1). Þunglyndi (3). Breytt kynhvöt. Vitræn skerðing. Geðræn og þversagnakennd viðbrögð (4). 1) Notkun (jafnvel í meðferðarskömmtum) getur þróað líkamlega og andlega ávanabindingu; þegar meðferðinni er hætt geta komið fram fráhvarfs- eða bakslagseinkenni, sem er stuttvarandi heilkenni þar sem einkenni sem leiddu til meðferðar með benzódíazepíni eða benzódíazepínlíkum lyfjum koma fram að nýju á kröftugra formi. Þessu geta fylgt önnur viðbrögð þ.á.m. skapbreytingar, kvíði og óróleiki. Mælt er með því að skammtur sé minnkaður smám saman því þá er hættan á fráhvarfseinkennum/bakslagseinkennum mun minni en ef meðferð er skyndilega stöðvuð. Greint hefur verið frá misnotkun benzódíazepínafbrigða. 2) Framvirkt minnisleysi getur komið fram við meðferðarskammta, hættan eykst við stærri skammta. Áhrif minnisleysis getur tengst óviðeigandi hegðun (sjá kafla 4.4). 3) Við notkun bensódíazepíns getur komið fram undirliggjandi þunglyndi (sjá kafla 4.4). 4) aukaverkanir eru syfja yfir daginn, dofnar tilfinningar, minnkuð árvekni, rugl, þreyta, höfuðverkur, svimi, vöðvaslappleiki, skortur á samhæfingu vöðva og tvísýni. Þessar aukaverkanir eru skammtaháðar og óalgengar við ráðlagða skammta; koma aðallega fram við upphaf meðferðar, hverfa oftast við endurtekna gjöf. Aldraðir eru sérstaklega næmir fyrir áhrifum lyfja sem hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu til Lyfjastofnunar, Ofskömmtun Þegar Mogadon eitt sér er tekið inn í of stórum skammti er meðhöndlun yfirleitt lítið vandamál og lífshætta er ekki fyrir hendi, nema þegar önnur miðtaugakerfisbælandi efni eru tekin samtímis (þ.m.t. áfengi). Við meðferð ofskömmtunar með hvaða lyfi sem er, skal hafa í huga möguleikann á inntöku margra lyfja. Við ofskömmtun benzódíazepína til inntöku skal framkalla uppköst (innan klukkustundar) ef sjúklingurinn er með meðvitund eða skola maga, verja skal öndunarveg ef sjúklingur er meðvitundarlaus. Ef magatæming er ekki talin gagnleg skal gefa lyfjakol til að draga úr frásogi. Fylgjast skal sérstaklegrar vel með öndunar-, hjarta- og æðastarfsemi á gjörgæslu. Ofskömmtun benzódíazepína kemur venjulega fram sem mismunandi mikil bæling á miðtaugakerfi, allt frá syfju að dauðadái. Í vægum tilvikum koma fram einkenni eins og syfja, rugl, tormæli og svefnhöfgi; í alvarlegri tilvikum hefur verið greint frá hreyfiglöpum, minnkaðri vöðvaspennu, lágþrýstingi, öndunarbælingu, sjaldan dauðadái og mjög sjaldan dauða. Gildi blóðskilunar hefur ekki verið metin. Anexat er sértækt mótefni sem er gefið í æð og er hægt að nota í bráðatilvikum. Ef grípa þarf til þessara aðgerða skal fylgjast vandlega með sjúklingum á 5

6 sjúkrahúsi. Ekki er mælt með benzódíazepín-blokkanum Anexat (flúmazeníl) handa flogaveikisjúklingum sem hafa verið meðhöndlaðir með benzódíazepíni. Blokkun benzódíazepínáhrifa hjá slíkum sjúklingum getur komið krampa af stað. Ef örvun á sér stað skal ekki nota barbitúröt. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Svefnlyf. ATC flokkur : N 05 CD 02. Mogadon er benzódíazepín með róandi eiginleika. Það verkar innan 30 til 60 mín. og veldur svefni sem varir í 6 til 8 klst. 5.2 Lyfjahvörf Lyfið frásogast vel frá meltingarvegi og hámarksblóðþéttni næst innan 2 klst. eftir gjöf. Tveimur klst. eftir gjöf er styrkleiki nítrazepams í heila- og mænuvökva um 8% og eftir 36 klst. u.þ.b. 16% af styrkleikanum í plasma. Styrkur í heila- og mænuvökva samsvarar þannig þeim hluta virks efnis sem er óbundinn próteinum í plasma. Helmingunartími er 24 klst. að meðaltali. Stöðugþéttni næst innan 5 daga. Nítrazepam umbrotnar í nokkur umbrotsefni en ekkert þeirra hefur marktæk klínisk áhrif. Á fyrstu 48 klst. skiljast um 5% óbreytt út með þvagi ásamt minna en 10% af 7-amínó- og 7- asetýlamínóumbrotsefnum hvoru fyrir sig. Hjá yngri einstaklingum er dreifingarrúmmálið um 2 l/kg, hjá eldri sjúklingum er dreifingarrúmmálið meira og meðalhelmingunartími útskilnaðar hækkar í 40 klst. Ekki hefur verið sýnt fram á beint samband milli blóðþéttni Mogadon og klíniskra áhrifa. 5.3 Forklíniskar upplýsingar Engar. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Mjólkursykurseinhýdrat, hvít maíssterkja og magnesíumsterat. 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 5 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið ekki við hærri hita en 25 C. 6.5 Gerð íláts og innihald PVDC þynnupakkningar sem innihalda 50 töflur. 6

7 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun Engin sérstök fyrirmæli. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Meda AB P.O. Box 906 SE Solna Svíþjóð 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER MTnr (IS) 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20. desember 1967 Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 23. desember DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 28. nóvember

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Vallergan 5 mg/ml mixtúra, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Alimemazíntartrat 5 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Mixtúra, lausn. Plómubragð.

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Etalpha 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm mjúk hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Alfakalsídól 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm. Hjálparefni með þekkta verkun: Sesamolía

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Paracet 60 mg endaþarmsstílar 2. INNIHALDSLÝSING Hver endaþarmsstíll inniheldur 60 mg af parasetamóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS 1. HEITI LYFS Noritren 10, 25, eða 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Nortriptýlín 10, 25 eða 50 mg á formi nortriptýlín hýdróklóríðs. Hjálparefni með þekkta verkun:

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Typhim Vi, 25 míkróg/0,5 ml stungulyf, lausn. Fjölsykrubóluefni við taugaveiki. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 0,5 ml skammtur inniheldur: Hreinsaðar Vi hjúpfjölsykrur

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Dermovat 0,5 mg/ml húðlausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af húðlausn innheldur: 0,5 mg af klóbetasólprópíónati Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ringer-acetat Fresenius Kabi innrennslislyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1.000 ml innihalda: Natríumklóríð Natríumasetat þríhýdrat Kalíumklóríð Kalsíumklóríðtvíhýdrat

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ostacid 70 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati.

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Alltaf

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð Lesið allan fylgiseðillinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS BCG-medac, duft og leysir fyrir þvagblöðrudreifu 2. INNIHALDSLÝSING Eftir blöndun inniheldur eitt hettuglas: BCG (Bacillus Calmette Guérin) bakteríustofn RIVM

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Rizatriptan ratiopharm 10 mg munndreifitöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Rizatriptan ratiopharm 10 mg munndreifitafla Hver 10 mg munndreifitafla inniheldur 14,53 mg

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zoladex 3,6 mg og 10,8 mg vefjalyf. 2. INNIHALDSLÝSING Góserelín 3,6 mg og 10,8 mg sem góserelínasetat. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1 3. LYFJAFORM

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Resolor 1 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 1 mg prúkalópríð (sem súkkínat). Hjálparefni með þekkta verkun:

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS NEVANAC 1 mg/ml augndropar, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af dreifu inniheldur 1 mg af nepafenaki. Hjálparefni með þekkta verkun Hver ml af dreifu

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Latanoprost Actavis 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af augndropalausn inniheldur 50 míkrógrömm latanoprost. Einn dropi inniheldur um

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicorette Invisi 10 mg/16 klst. forðaplástrar Nicorette Invisi 15 mg/16 klst. forðaplástrar Nicorette Invisi 25 mg/16 klst. forðaplástrar Nikótín Lesið allan

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Virk efni: natríumklóríð, kalíumklóríð, kalsíumklóríð tvíhýdrat, magnesíumklóríð hexahýdrat og natríumacetat

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zitromax 500 mg innrennslisstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 500 mg azitrómýsín (sem tvíhýdrat), samsvarandi 100 mg/ml lausn eftir blöndun

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Docetaxel Teva Pharma 20 mg innrennslisþykkni og leysir, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hvert stakskammta hettuglas af Docetaxel Teva

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Eitt hettuglas inniheldur 200 einingar af Clostridium botulinum taugaeitri af gerð A (150 kd), án

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Eitt hettuglas inniheldur 200 einingar af Clostridium botulinum taugaeitri af gerð A (150 kd), án SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS XEOMIN 50 einingar, stungulyfsstofn, lausn XEOMIN 100 einingar, stungulyfsstofn, lausn XEOMIN 200 einingar, stungulyfsstofn, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester) SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Bortezomib W&H 3,5 mg stungulyfsstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester) Eftir blöndun inniheldur

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zyvoxid 2 mg/ml innrennslislyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur 2 mg linezolid. 300 ml innrennslispokar innihalda 600 mg linezolid. Hjálparefni með

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Paclitaxel Pfizer 6 mg/ml innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af innrennslisþykkni, lausn inniheldur 6 mg/ml. Hvert hettuglas með 5 ml inniheldur

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relvar Ellipta 92 míkróg/22 míkróg, innöndunarduft, afmældir skammtar 2. INNIHALDSLÝSING Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS OZURDEX 700 míkrógrömm vefjalyf í ísetningaráhaldi til notkunar í glerhlaup. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt vefjalyf inniheldur 700 míkrógrömm af dexametasóni.

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta Klínískar leiðbeiningar fyrir notkun líftæknilyfja fyrir sjúklinga með iktsýki (rheumatoid arthritis/ra) og Still's sjúkdóm hjá fullorðnum (adult Still s disease). Inngangur: Iktsýki er krónískur bólgusjúkdómur

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 95 Oktan 1. útgáfa / 25.11.2014 Öryggisblað (SDS) skv. reglugerð UST nr. 750/2008 (REACH) 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 1.1 Vörukenni Vöruheiti: 95 Oktan 1.2

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Öryggisblað (SDS) Bensín 95 oktan E5 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 2. HÆTTUGREINING.

Öryggisblað (SDS) Bensín 95 oktan E5 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 2. HÆTTUGREINING. 1. útgáfa / 12.3.2018 Öryggisblað (SDS) skv. reglugerð nr. 750/2008 (REACH) og reglugerð nr. 415/2014 með síðari breytingum (CLP) 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

Detaljer

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið.

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið. ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 3 Dags. endurskoðunar: 4. febrúar 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni BP TURBO OIL 2380 1.2. Tilgreind

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende 4.10.2012 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012 2012/EØS/56/04 av 15. juni 2012 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder,

Detaljer

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: -

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: - Blaðsíða 1 af 9 Öryggisblað (MSDS) Reglug. 866/2012 og 1272/2008/EB (CLP), rg. 750/2008 (REACH). 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki.

1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. Blaðsíða 1 af 8 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av NORSK utgave EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende I EØS-ORGANER 1. EØS-komiteen ISSN 1022-9310 Nr. 56 19. årgang 4.10.2012 Melding til leserne... 1 2012/EØS/56/01 2012/EØS/56/02 2012/EØS/56/03

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN Þú getur gert margt til að viðhalda heilsunni. Ef þú veikist af langvinnum

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

2.2. Merkingaratriði Hættumerki

2.2. Merkingaratriði Hættumerki ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og 453/2010 Útgáfa: 3 Dagsetning: 19. apríl 2016 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni NÝR FPC JECTOR 1.2. Tilgreind

Detaljer

Nr. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012. frá 15.

Nr. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012. frá 15. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 4.10.2012 ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012 2012/EES/56/04 frá 15. júní 2012 um breyt ingu á II. við auka (Tækni legar reglu gerð

Detaljer

1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind notkun Eldsneyti Söluaðili Olíuverzlun Íslands hf. Katrínartúni Reykjavík Sími:

1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind notkun Eldsneyti Söluaðili Olíuverzlun Íslands hf. Katrínartúni Reykjavík Sími: ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og 453/2010 Útgáfa: - Dags. endurskoðunar: 6. maí 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 27.09.2012 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Vöruheiti - notkun - innflytjandi/framleiðandi Vöruheiti: Q8 Mozart DP SAE 40 Vörunúmer: 7503 1013 2330 1111 Notkunarsvið: Smurolía

Detaljer

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur Handbók um Umferðarmerki Inngangur Útgefandi Vegagerðin og Reykjavíkurborg Mars 2013 Efnisyfirlit Almennar reglur... 2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja... 3 Merkjaplötur... 3 Litur, lögun, stærð og

Detaljer

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 287. fundar Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson Jón

Detaljer

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ 1.1 Vörukenni Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

ÖRYGGISBLAÐ ETHYL DIGLYCOL

ÖRYGGISBLAÐ ETHYL DIGLYCOL ÖRYGGISBLAÐ KAFLI 1: Auðkenning efnisins eða efnablöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Heiti vöru Vörunúmer 20310 Samheiti; viðskiptaheiti REACH skráningarnúmer DIETHYLENE GLYCOL MONOETHYL

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

078861/EU XXIV. GP. Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION. Brussels, 17 April 2012 (OR. en)

078861/EU XXIV. GP. Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION. Brussels, 17 April 2012 (OR. en) 078861/EU XXIV. GP Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION Brussels, 17 April 2012 (OR. en) 7734/12 Interinstitutional File: 2012/0047 (NLE) EEE 27 AELE 23 CHIMIE 23 V 215 LEGISLATIVE ACTS

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ 1.1 Vörukenni Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins

Detaljer

FÖRCH Oil Leakage Check. 201 Kópavogur Þýskalandi Sími: Netfang: Veffang:

FÖRCH Oil Leakage Check. 201 Kópavogur Þýskalandi Sími: Netfang: Veffang: Bílanaust 1. útgáfa 03.12.2012 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Vöruheiti - notkun - innflytjandi/framleiðandi Vöruheiti: FÖRCH Oil Leakage Check Vörunúmer: 6730-0837 50 ml Notkunarsvið:

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Hámarkshraði á tveggja akreina

Hámarkshraði á tveggja akreina Hámarkshraði á tveggja akreina þjóðvegum Athugun á norskri aðferð við ákvörðun hámarkshraða Nóvember 2004 Einar M. Magnússon Þórólfur Nielsen Haraldur Sigþórsson Unnið af: Einari Má Magnússyni og Þórólfi

Detaljer

Saltfiskhandbókin. Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar fyrir saltfiskframleiðendur

Saltfiskhandbókin. Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar fyrir saltfiskframleiðendur Saltfiskhandbókin Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar fyrir saltfiskframleiðendur Efnisyfirlit Útgefandi: Matís ohf Umsjón með útgáfu: Páll Gunnar Pálsson AVS - rannsóknarsjóður í sjávarútvegi styrkti

Detaljer

Öryggisblað. Maurasýra, 85% HCOOH. Skin Corr. 1B;H314. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða.

Öryggisblað. Maurasýra, 85% HCOOH. Skin Corr. 1B;H314. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða. Öryggisblað Endurskoðun: 01-11-2013 Kemur í stað: 11-09-2013 Útgáfa: 0101/ISL HLUTI 1: Auðkenning efnisins/blöndunnar og fyrirtækisins/félagsins 11 Vöruauðkenni Viðskiptaheiti: Maurasýra, 85% HCOOH 12

Detaljer

ÖRYGGISBLAÐ ETHANOL & ISOPROPANOL

ÖRYGGISBLAÐ ETHANOL & ISOPROPANOL ÖRYGGISBLAÐ KAFLI 1: Auðkenning efnisins eða efnablöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Heiti vöru Vörunúmer 12520 Samheiti; viðskiptaheiti 99 & 5% ISOPROPANOL, ABS DEN 3%IPA, IPA SPRIT,

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Hjúkrunarfræðingur á deild FSA

Hjúkrunarfræðingur á deild FSA Háskólinn á Akureyri NIC hjúkrunarmeðferðir 94 Fylgiskjal 1 Spurningalistinn sem hér fer á eftir fjallar um flokkunarkerfi fyrir hjúkrunarmeðferð. Hjúkrunarmeðferðinni er raðað í flokka eftir efni. Þú

Detaljer

ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS

ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni LÍMKÍTTI (HVÍTT/SVART/GRÁTT) 1.2. Tilgreind notkun

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

1. Söluheiti efnis eða vörutegundar. Nafn, heimilisfang og sími íslensks framleiðanda, innflytjanda eða seljanda.

1. Söluheiti efnis eða vörutegundar. Nafn, heimilisfang og sími íslensks framleiðanda, innflytjanda eða seljanda. Síða 1 af 5 Skeljungur hf. Öryggisblöð (MSDS) Samkvæmt reglugerð nr. 1027/2005 og tilskipunum 91/155/EEC og 67/548/EEC. 1. Söluheiti efnis eða vörutegundar. Nafn, heimilisfang og sími íslensks framleiðanda,

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014 30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende Nr. 43/57 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014 203-2015n EØS-KOMITEEN HAR av 30. september 2014 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum VMST-R/0106 Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum Valdimar Ingi Gunnarsson Apríl 2001 Veiðimálastofnun Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík Sími: 567 6400 Fax 567 6420 Heimasíða: www.veidimal.is Netfang:

Detaljer

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin Læs hele denne indlægsseddel omhyggeligt, inden du begynder at anvende dette lægemiddel. Dette lægemiddel er ordineret til dig personligt.

Detaljer

EFNISTAKA Í HROSSADAL Í LANDI MIÐDALS, MOSFELLSBÆ SKÝRSLUR OG GREINARGERÐIR TENGDAR MATIÁ UMHVERFISÁHRIFUM Minnisblað tæknideildar Reykjavíkurhafnar um Grjótnám ílandi Miðdals ímosfelsbæ. Niðurstöður berggreiningar.

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer