SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS"

Transkript

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS 1. HEITI LYFS Noritren 10, 25, eða 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Nortriptýlín 10, 25 eða 50 mg á formi nortriptýlín hýdróklóríðs. Hjálparefni með þekkta verkun: Noritren 10 mg innihalda 17,3 mg laktósa. Noritren 25 mg innihalda 18,1 mg laktósa. Noritren 50 mg innihalda 17,7 mg laktósa. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla. 10 mg: Kringlóttar, hvítar, lítillega tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur með flatan topp, merktar NL á annarri hliðinni. 25 mg: Kringlóttar, hvítar, lítillega tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur með flatan topp, merktar NO á annarri hliðinni. 50 mg: Kringlóttar, hvítar, lítillega tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur með flatan topp, merktar NS á annarri hliðinni. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Innlægt þunglyndi og aðrir þunglyndissjúkdómar. 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir: Í upphafi 25 mg tvisvar á dag, skammtur er aukinn um 25 mg annan hvern dag í 150 mg dagsskammt sem gefinn er í 1 eða 2 skömmtum á dag, þar til klínísk einkenni lagast. Aldraðir: Í upphafi 10 mg tvisvar á dag, skammtur er smám saman aukinn í 75 mg dagsskammt sem gefinn er í 1 eða 2 skömmtum á dag. Börn og unglingar (<18 ára): Noritren á ekki að nota fyrir börn yngri en 18 ára þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um öryggi og virkni (sjá kafla 4.4). Skert nýrnastarfsemi: Má gefa í venjulegum skömmtum þegar nýrnastarfsemi er skert. Skert lifrarstarfsemi: Skammtist með varúð og ef mögulegt er á að mæla þéttni lyfsins í sermi. 1/10

2 Meðferðarlengd: Verkun lyfsins gegn þunglyndi kemur venjulega fram 2 4 vikum eftir að meðferð er hafin. Meðferð með þunglyndislyfjum er einkennameðferð og á því að standa yfir í nægjanlega langan tíma, venjulega í 6 mánuði eða lengur til að fyrirbyggja bakslag. Meðferð hætt: Draga skal smám saman úr lyfjagjöf þegar meðferð er hætt þar sem annars geta komið fram meðferðarrofseinkenni eins og höfuðverkur, svefntruflanir, pirringur og almenn vanlíðan. Þessi einkenni eru ekki merki um ávanabindingu. 4.3 Frábendingar Ofnæmi fyrir nortriptýlíni eða einhverju hjálparefnanna. Nýlegt hjartadrep. Öll stig gáttasleglarofs, hjartsláttaróregla og kransæðasjúkdómar. Samhliða eða nýleg meðferð með MAO-hemlum (mónóamín oxidasa hemlum) er frábending (sjá kafla 4.5). 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Aukin hætta á óæskilegum aukaverkunum frá hjarta- og æðakerfi fylgir notkun Noritren hjá öllum aldurshópum. Óreglulegur hjartsláttur getur komið fram við háa skammta og hjá sjúklingum sem eru með hjartasjúkdóma fyrir og taka venjulega skammta. Noritren á að nota með varúð hjá sjúklingum með þvagtregðu, blöðruhálskirtilsstækkun, einkenni um vænisýki (paranoia) og langt gengna lifrar- eða hjarta/æðakerfissjúkdóma. Noritren á að nota með mikilli varúð hjá sjúklingum með krampasjúkdóma þar sem nortriptýlín getur lækkað krampaþröskuld. Sjálfsvíg/sjálfsvígshugsanir eða klínísk versun Þunglyndi tengist aukinni hættu á sjálfsvígshugsunum, sjálfsskaða og sjálfsvígi (sjálfsvísgstengdum atburðum). Hættan er viðvarandi þar til marktækur bati hefur náðst. Þar sem ekki er víst að bati komi fram í upphafi eða á fyrstu vikum meðferðar, skal fylgjast sérstaklega vel með sjúklingum þar til batamerki sjást. Almenn klínísk reynsla sýnir að hætta á sjálfsvígum getur aukist í upphafi bata. Vitað er að sjúklingar með sögu um sjálfsvígstengda atburði eða þeir sem sýna greinilegar sjálfsvígshugmyndir áður en meðferð er hafin, eru í meiri áhættu á að hugleiða sjálfvíg eða reyna sjálfvíg og skulu því vera undir sérstöku eftirliti á meðan meðferð stendur. Í safngreiningu (meta analysis) á lyfleysustýrðum klínískum rannsóknum á þunglyndislyfjum hjá fullorðnum sjúklingum með geðtruflanir, kom fram aukin hætta á sjálfsvígshegðun hjá þeim sem tóku þunglyndislyf umfram þá sem fengu lyfleysu hjá sjúklingum yngri en 25 ára. Fylgjast skal náið með sjúklingum á lyfjameðferð og þá sérstaklega þeim sem eru í verulegri áhættu, einkum í upphafi meðferðar og við skammtabreytingar. Benda skal sjúklingum (og þeim sem annast þá) á þörfina á að fylgjast með öllum tilvikum um klíníska versnun, sjálfsvígshegðun eða -hugsanir og óvenjulegar breytingar á hegðun og að leita skuli læknis þegar í stað verði þeirra vart. Gæta skal mikillar varúðar við gjöf nortriptýlíns hjá sjúklingum með ofstarfsemi skjaldkirtils eða sem eru á meðferð með skjaldkirtilslyfjum, þar sem hjartsláttartruflanir geta komið fram. Öldruðum sjúklingum hættir mjög til að fá réttstöðublóðþrýstingsfall og verður að fylgjast mjög vel með þeim. Hjá sjúklingum með geðhvarfasýki geta líkur á geðhæðarlotum aukist. Stöðva skal meðferð með Noritren ef sjúklingur stefnir í geðhæðarlotu. 2/10

3 Sjúklingum með geðklofa á einungis að gefa Noritren ásamt geðrofslyfjum, þar sem geðrofseinkenni geta versnað sé það ekki gert. Brátt glákukast sem kemur vegna stækkunar ljósops getur orðið hjá þeim fáu, sem hafa grunnt forhólf (anterior chamber) og þröngt litu- og glæruhorn og þarf því að gefa þeim Noritren með varúð. Þegar deyfilyf, hvort sem um er að ræða til staðdeyfingar eða almennrar deyfingar, eru gefin sjúklingum á þrí/fjórhringlaga þunglyndislyfjum, geta þau aukið hættuna á hjartsláttartruflunum og lágþrýstingi. Ef mögulegt er á að hætta Noritren gjöf fyrir skurðaðgerðir. Upplýsa ber svæfingarlækninn um að sjúklingurinn sé á meðferð með Noritren, ef bráðaaðgerð er óumflýjanleg (sjá kafla 4.5). Noritren getur haft áhrif á svörun insúlíns og glúkósu og gert þannig aðlögun sykursýkismeðferðar hjá sykursýkissjúklingum nauðsynlega. Auk þess getur þunglyndið sjálft haft áhrif á sykurjafnvægi sjúklingsins. Samtímis gjöf annarra andkólínvirkra lyfja getur aukið andkólínvirk áhrif lyfsins (sjá kafla 4.5). Eftir langvarandi meðferð með Noritren, verður að hætta gjöf lyfsins í áföngum til að draga úr meðferðarrofseinkennum eins og höfuðverk, vanlíðan, svefnleysi og pirringi. Þessi einkenni eru ekki merki um ávanabindingu. Hjálparefni Noritren inniheldur laktósa. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaþurrð (Lapp lactase deficiency) eða glúkósa-galaktósa vanfrásog sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar skulu ekki taka lyfið. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Þríhringlaga þunglyndislyf að nortriptýlíni meðtöldu, umbrotna fyrir tilstilli cýtókróm P450 í lifur, ísóensímsins CYP2D6. CYP2D6 er margmynda (polymorphic) hjá mönnum. Ýmis geðlyf og önnur lyf geta hamlað CYP2D6 ísóensíminu. Þar má telja geðrofslyf, serótónín endurupptökuhemla að cítalóprami undanskildu (sem er mjög veikur hemill), betablokka og nýrri lyf við hjartsláttaróreglu. Þessi lyf geta dregið verulega úr umbrotum þríhringlaga þunglyndislyfja og valdið umtalsverðri aukningu á styrk þeirra í plasma. Milliverkanir tengdar lyfhrifum Samsetningar, sem eru frábendingar: Samtímis meðferð með MAO-hemlum er frábending vegna aukinnar hættu á serótónín heilkenni sem einkennist af vöðvakippum, æsingi með krömpum, óráði, og meðvitundarleysi (sjá kafla 4.3). Noritren meðferð getur hafist 14 dögum eftir að meðferð með óafturkræfum, ósérhæfðum MAO-hemli hefur verið hætt og minnst einum degi eftir að meðferð með afturkræfa MAO-hemlinum móklóbemíði hefur verið hætt. Meðhöndlun með MAO-hemli má hefja 14 dögum eftir að töku Noritren hefur verið hætt. Í báðum tilvikum á í upphafi að gefa Noritren eða MAO-hemilinn í litlum skömmtum sem auknir eru smám saman og fylgst skal með áhrifunum (sjá kafla 4.3). Samsetningar, sem eru óráðlegar: Adrenvirk lyf: Nortriptýlín getur aukið virkni adrenalíns, efedríns, ísóprenalíns, noradrenalíns og fenýlefríns á hjarta- og æðakerfi, t.d. í deyfilyfjum til staðdeyfingar og almennrar deyfingar sem og nefdropum. Adrenvirkir viðtakablokkar: Þríhringlaga þunglyndislyf geta dregið úr blóðþrýstingslækkandi verkun klónidíns og metýldópa. Mælt er með því að endurmeta háþrýstingsmeðferðina við meðferð með þunglyndislyfjum. 3/10

4 Andkólínvirk lyf: Þríhringlaga þunglyndislyf geta aukið verkun þessara lyfja (t.d. fentíazín, lyf við Parkinsonssjúkdómi, andhistamín, atrópín og bíperidín) á augu, miðtaugakerfi, þarma og gallblöðru (sjá kafla 4.4). Forðast skal samtímis notkun þessara lyfja vegna aukinnar hættu á þarmalömun, ofurhita o.fl. Lyf sem lengja QT-bil: Til þeirra teljast lyf við hjartsláttartruflunum eins og kínidín, andhistamínlyf eins og terfenadín, nokkur geðrofslyf (einkum pímózíð og sertindól) og sótalól. Þessi lyf geta aukið líkur á slegilstakttruflunum, séu þau tekin með þríhringlaga þunglyndislyfjum. Sveppalyf eins og flúkónazól og terbínafín auka styrk þríhringlaga þunglyndislyfja í sermi og þar með eiturhrif þeirra. Yfirlið og torsade de pointes hafa einnig sést. Samsetningar, sem krefjast varúðar við notkun: Lyf sem bæla miðtaugakerfið: Nortriptýlín getur aukið slævandi áhrif annarra efna sem bæla miðtaugakerfið eins og áfengis, svefnlyfja, róandi lyfja eða sterkra verkjalyfja. Milliverkanir tengdar lyfjahvörfum Áhrif annarra lyfja á lyfjahvörf þríhringlaga þunglyndislyfja: Barbitúröt og önnur efni sem örva ensímvirkni eins og rífampicín, og karbamazepín geta aukið umbrot þríhringlaga þunglyndislyfja og geta leitt til lækkunar á plasmastyrk þríhringlaga þunglyndislyfja og dregið þannig úr verkun gegn þunglyndi. Címetidín, metýlfenidat og kalsíumgangalokar hækka plasmastyrk þríhringlaga þunglyndislyfja, sem getur haft í för með sér aukin eitrunarárhrif. Þríhringlaga þunglyndislyf og geðrofslyf hamla umbrotum hvors annars. Þetta getur leitt til lækkaðs krampaþröskuldar og valdið krömpum. Nauðsynlegt getur reynst að aðlaga skammta þessara lyfja. Tilkynnt hefur verið að sveppalyf eins og flúkónazól og terbínafín geti hækkað styrk amitriptýlíns og nortriptýlíns í sermi og þar með aukið eitrunaráhrifin. Valpróat leiðir til hækkunar plasmastyrks amitriptýlíns um 31% og nortriptýlíns um 55% vegna blokkunar á umbrotum nortriptýlíns við fyrstu umferð í lifur. Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta nortriptýlíns eftir niðurstöðum mælinga á áhrifum/styrk. Jóhannesarjurt (jónsmessurunni, St. John s Wort, Hypericum perforatum) minnkar AUC (0-12 klst.) og C max fyrir nortriptýlín um u.þ.b. 40% með því að virkja umbrot nortriptýlíns með CYP3A4 í lifur. Óhætt er að nota þessa samsetningu með því að aðlaga skammta nortriptýlíns eftir niðurstöðum mælinga á áhrifum/styrk. 4.6 Meðganga og brjóstagjöf Meðganga: Noritren má nota á meðgöngu þegar kostirnir fyrir móðurina við að nota lyfið eru meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstrið. Notist eingöngu ef brýna nauðsyn ber til á síðasta þriðjungi meðgöngu. Notkun hárra skammta þríhringlaga þunglyndislyfja á síðasta þriðjungi meðgöngu getur haft í för með sér áhrif eins og taugaatferlisraskanir (neurobehavioral disturbances) hjá nýburanum. Skýrt hefur verið frá tilvikum um svefnhöfga hjá nýburum mæðra sem hafa verið á amitriptýlínmeðferð fram að fæðingu og um þvagteppu hjá nýburum mæðra sem hafa verið á nortriptýlínmeðferð (umbrotsefni amitriptýlíns) fram að fæðingu. Brjóstagjöf: 4/10

5 Noritren notist eingöngu ef brýna nauðsyn ber til meðan barn er á brjósti og mælt er með því að fylgst sé náið með barninu, einkum fyrstu 4 vikurnar eftir fæðingu. Nortriptýlín skilst út í brjóstamjólk í það lágum styrk að ekki er talið líklegt að það hafi áhrif á barnið við notkun lækningalegra skammta. 4.7 Áhrif á hæfni til akstur og notkunar véla Engin varúðarmerking. Noritren getur haft lítil eða miðlungs áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla, einkum í upphafi notkunar og þegar skammtur er aukinn. 4.8 Aukaverkanir Sumar neðangreindra aukaverkana eins og höfuðverkur, skjálfti, einbeitingarörðugleikar, munnþurrkur, hægðatregða og minnkuð kynlífslöngun geta einnig verið einkenni þunglyndis og hverfa því oftast eftir því sem dregur úr þunglyndinu. Aukaverkanir eru flokkaðar hér að neðan eftir MedDRA flokkun eftir líffærum og tíðniflokkun. Mjög algengar ( 1/10); algengar ( 1/100 til <1/10); sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar ; örsjaldan koma fyrir (<1/10.000), Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum) MedDRA flokkun eftir líffærum Rannsóknaniðurstöður Hjarta Blóð og eitlar Taugakerfi Tíðni Mjög algengar ( 1/10) Algengar ( 1/100 til <1/10) Mjög algengar ( 1/10) Algengar ( 1/100 til <1/10) Mjög algengar ( 1/10) Algengar ( 1/100 til <1/10) Aukaverkanir Þyngdaraukning, Breytingar á hjartarafriti, lenging á QTbili hjartarafrits, lenging á QRSkomplex hjartarafrits. Aukinn þrýstingur í auga. Þyngdartap, breytingar á lifrarprófunum, hækkun alkalískra fosfatasa í blóði, hækkun transamínasa. Hjartsláttarónot, hraðtaktur. Gáttasleglarof, greinrof. Hjartsláttartruflun. Beinmergsbæling, kyrningahrap, hvítfrumnafæð, eósínfíklager, blóðflagnafæð. Skjálfti, sundl, höfuðverkur, svefnhöfgi. Einbeitingarörðugleikar, truflanir á bragðskyni, náladofi, hreyfiglöp. Krampar. Augu Mjög algengar ( 1/10) Sjónstillingarörðugleikar. 5/10

6 Algengar ( 1/100 til <1/10) Ljósopsstæring. Eyru og völundarhús Eyrnasuð. Meltingarfæri Mjög algengar (>1/10) Munnþurrkur, hægðatregða, ógleði. Niðurgangur, uppköst, tungubjúgur. Stækkun munnvatnskirtla, þarmalömun. Nýru og þvagfæri Þvagtregða. Húð og undirhúð Innkirtlar Efnaskipti og næring Æðar Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Lifur og gall Æxlunarfæri og brjóst Mjög algengar ( 1/10) Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum) Mjög algengar ( 1/10) Algengar ( 1/100 til <1/10) Algengar ( 1/100 til <1/10) Ofsviti. Útbrot, ofsakláði. Skalli, ljósnæmi. Óeðlileg seyting þvagstemmuvaka (SIADH). Minnkuð matarlyst. Réttstöðuþrýstingsfall. Háþrýstingur. Þreyta. Andlitsbjúgur. Sótthiti. Gula. Ristruflanir. Brjóstastækkun hjá körlum. Geðræn vandamál Algengar ( 1/100 til <1/10) Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi Ringl, minnkuð kynlífslöngun. Ólmhugur, oflæti, kvíði, svefnleysi, martraðir. Óráð (hjá öldruðum), ofskynjanir (hjá geðklofa sjúklingum). Sjálfsvígshugmyndir, sjálfsvígshegðun 1. 6/10

7 gögnum) 1 Tilkynnt hefur verið um tilvik sjálfsvígshugmynda og sjálfsvígshegðunar meðan á nortriptýlín meðferð stendur eða fljótlega eftir að meðferð hefur verið hætt (sjá kafla 4.4). Áhrif tengd lyfjaflokki Í faraldsfræðilegum rannsóknum, sem einkum náðu til sjúklinga 50 ára og eldri, kemur fram aukin hætta á beinbrotum hjá sjúklingum sem fá SSRI lyf og þríhringlaga þunglyndislyf. Verkunarmátinn sem veldur þessu er óþekktur. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Verulegur einstaklingsbundinn munur er á svörun við ofskömmtun. Börn eru sérlega næm fyrir eitrunaráhrifum á hjarta og krömpum. Hjá fullorðnum hefur inntaka á meira en 500 mg valdið meðal til alvarlegri eitrun og minna en 1000 mg verið banvæn. Einkenni: Einkennin geta birst hægt og lúmskt eða hratt og óvænt. Fyrstu klukkustundirnar er um ákafa svefnþörf að ræða eða örvun, óróleika og ofskynjanir. Andkólínerg einkenni: Ljósopsstæring, hraðtaktur, þvagtregða, slímhúðaþurrkur, minnkaðar þarmahreyfingar. Krampar og sótthiti. Seinna getur komið fram skyndileg miðtaugakerfisbæling, minnkuð meðvitund sem leiðir til meðvitundarleysis með öndunarbilun. Einkenni frá hjarta: hjartsláttaróregla (sleglahraðsláttarglöp, torsade de pointes, sleglaflökt). Hjartarafrit sýnir einkennandi lengingu á PR-bili, breikkun á QRS-komplex, lengingu á QT-bili, T-bylgjan útflött eða viðsnúin, ST-bils lækkun og hjartabilun á ýmsum stigum sem getur þróast í hjartastopp. Breikkunin á QRS-komlexi er venjulega í samræmi við hversu alvarleg eitrunin er eftir bráða ofskömmtun. Hjartabilun, lágþrýstingur, hjartalost, efnaskiptablóðsýring og kalíumskortur. Við vöknun geta aftur sést ringl, óróleiki, ofskynjanir og hreyfiglöp. Meðferð: Innlögn á sjúkrahús (gjörgæsludeild). Meðferðin er einkenna- og stoðmeðferð. Magatæming jafnvel þó nokkuð langt sé um liðið eftir inntöku um munn og meðferð með lyfjakolum. Nákvæmt eftirlit jafnvel við tilvik sem virðast einföld. Fylgjast skal með meðvitundarstigi, púls, blóðþrýstingi og öndun. Tíðar athuganir á blóðsöltum og blóðgösum. Ef þörf krefur er öndunarvegi haldið opnum með barkaþræðingu. Mælt er með meðferð í öndunarvél til að fyrirbyggja mögulega öndunarstöðvun. Fylgst skal stöðugt með hjartastarfsemi í 3-5 daga með hjartarafriti. Mögulegt getur verið að komast hjá breikkun QRS-bils, hjartabilun og sleglasláttarglöpum með því að gera blóðið basískara (bíkarbónat eða miðlungs oföndun) og hröðu innrennsli yfirþrýstins natríumklóríðs ( mmól Na + ). Nota má hefðbundin lyf við hjartsláttartruflunum, t.d. lídókaín í æð við sleglasláttarglöpum, mg (1 1,5 mg/kg), síðan 1-3 mg/mín. með innrennsli í æð. Rafstuð er gefið ef þörf krefur til að fá aftur eðlilegan hjartslátt (cardioversion). Blóðrásarbilun á að meðhöndla með blóðþenslulyfjum og erfiðari tilvik með dóbútamíninnrennsli 2-3 míkróg/kg/mín. í upphafi með vaxandi styrk eftir svörun. Óróleika og krampa má meðhöndla með díazepami. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 7/10

8 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Þunglyndislyf Ósérhæfðir mónóamín endurupptöku hemlar (þríhringlaga þunglyndislyf). ATC flokkur: N 06 AA 10. Nortriptýlín er þríhringlaga þunglyndislyf. Nortriptýlín, sem er amín afleiða, er kröftugra, in vivo, en amitriptýlín til hindrunar á endurupptöku noradrenalíns á presýnaptískum taugamótum, en hefur einnig einhver áhrif til hindrunar á endurupptöku serótóníns þó þau áhrif séu vægari en af amitriptýlíni. Róandi og andkólínvirkir eiginleikar eru minni en af amitriptýlíni en örvandi eiginleikar á miðtaugakerfi eru meiri. Andhistamín eiginleikar eru eins og af dífenhýdramíni. Nortriptýlín eykur verkun katekólamína líkt og önnur þríhringlaga þunglyndislyf. Noritren léttir á sjúklegu þunglyndi; besta verkun næst í meðferð á innlægu og ekki dæmigerðu þunglyndi en lyfið verkar einnig á annars konar þunglyndi. Vegna örvandi áhrifa á miðtaugakerfið hentar Noritren sérlega vel til meðferðar á þunglyndi sem einkennist af sinnuleysi, kvíða og hömlun. Verkun gegn þunglyndi kemur venjulega fram á 2 4 vikum. Örvandi verkun sést fyrr. Vegna þess hversu vægir andkólínvirku eiginleikarnir eru og Noritren, veldur einungis mjög vægu stöðuháðu blóðþrýstingsfalli, í samanburði við önnur þríhringlaga þunglyndislyf, hentar það oft umfram önnur þríhringlaga lyf til meðferðar aldraðra. 5.2 Lyfjahvörf Frásog Hámarks plasmaþéttni (T max ) eftir inntöku lyfsins fæst eftir u.þ.b. 5 klst.. Aðgengi eftir inntöku er u.þ.b. 51%. Dreifing Sýnilegt dreifirúmmál (Vd) ß er u.þ.b. 18 l/kg. Plasmapróteinbinding er u.þ.b. 92%. Nortriptýlín fer yfir í fylgju. Umbrot Umbrot nortriptýlíns eru aðallega með afmetýleringu og hýdroxýleringu, síðan verður samtenging við glúkúrónsýru. Sýnt hefur verið fram á erfðafræðilegan fjölbreytileika. Aðalumbrotsefnið er 10-hýdroxýnortriptýlín, sem kemur fyrir í cis og trans formum. Það hefur sömu lyfjafræðilega eiginleika og nortriptýlín en mun vægari. Brotthvarf Helmingunartími í plasma meðan á brotthvarfi stendur (T ½ ß ) er u.þ.b. 31 (±13) klst.; heildarúthreinsun (Cl s ) er u.þ.b. 0,5 l/mín. Útskilnaður verður aðallega með þvagi. Brotthvarf óbreytts nortriptýlíns um nýru er óverulegt (u.þ.b. 2%). Nortriptýlín skilst út í brjóstamjólk; hlutfallsleg þéttni í brjóstamjólk/plasma hjá konum er u.þ.b. 1:1. Stöðug plasmaþéttni nortriptýlíns næst á 7 10 dögum hjá flestum sjúklingum. Lækningafræðileg plasmaþéttni til meðhöndlunar á innlægu þunglyndi er nmól/l ( ng/ml). Aukin hætta á leiðslutruflunum í hjarta (lenging á QRS-mynd eða AV- blokkun) fylgir hærri gildum en 200 ng/ml. Aldraðir (> 65 ára) Lengri helmingunartími og skert úthreinsunargildi, sem orsakast af hægum umbrotum, hafa sést meðal aldraðra. Skert nýrnastarfsemi Skert nýrnastarfsemi hefur tæpast áhrif á lyfjahvörf nortriptýlíns en útskilnaður umbrotsefna verður hægari. 8/10

9 Skert lifrarstarfsemi Umbrot og brotthvarf þríhringlaga þunglyndislyfja eru hægari hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. 5.3 Forklínískar upplýsingar Bráð eitrunaráhrif af þríhringlaga þunglyndislyfjum eru mikil. Á þeim rúmlega fjörutíu árum sem lyfið hefur verið notað hefur ekki verið sýnt fram á algengar, alvarlegar eða einkennandi vanskapanir við notkun á meðgöngu. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Töflukjarni: Maíssterkja, laktósaeinhýdrat, kópóvídón, glýceról 85%, örkristölluð sellulósa, talkúm, magnesíumsterat, Töfluhúð: Hýprómellósa 5, makrógól Litarefni: Títan tvíoxíð (E 171). 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 5 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. 6.5 Gerð íláts og innihald Háþéttni pólýetýlen (HDPE) töfluílát. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI H. Lundbeck A/S Ottiliavej Valby Danmörk 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER 10 mg: MTnr (IS) 25 mg: MTnr (IS) 50 mg: MTnr (IS) 9/10

10 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS 10 mg: mg: mg: Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis fyrir 10, 25 og 50 mg: 16. janúar DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 11. júní /10

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Paracet 60 mg endaþarmsstílar 2. INNIHALDSLÝSING Hver endaþarmsstíll inniheldur 60 mg af parasetamóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Etalpha 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm mjúk hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Alfakalsídól 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm. Hjálparefni með þekkta verkun: Sesamolía

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mogadon 5 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af nitrazepami. Hjálparefni með þekkta verkun Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Rizatriptan ratiopharm 10 mg munndreifitöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Rizatriptan ratiopharm 10 mg munndreifitafla Hver 10 mg munndreifitafla inniheldur 14,53 mg

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Alltaf

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Docetaxel Teva Pharma 20 mg innrennslisþykkni og leysir, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hvert stakskammta hettuglas af Docetaxel Teva

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Virk efni: natríumklóríð, kalíumklóríð, kalsíumklóríð tvíhýdrat, magnesíumklóríð hexahýdrat og natríumacetat

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zitromax 500 mg innrennslisstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 500 mg azitrómýsín (sem tvíhýdrat), samsvarandi 100 mg/ml lausn eftir blöndun

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zyvoxid 2 mg/ml innrennslislyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur 2 mg linezolid. 300 ml innrennslispokar innihalda 600 mg linezolid. Hjálparefni með

Detaljer

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta Klínískar leiðbeiningar fyrir notkun líftæknilyfja fyrir sjúklinga með iktsýki (rheumatoid arthritis/ra) og Still's sjúkdóm hjá fullorðnum (adult Still s disease). Inngangur: Iktsýki er krónískur bólgusjúkdómur

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

078861/EU XXIV. GP. Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION. Brussels, 17 April 2012 (OR. en)

078861/EU XXIV. GP. Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION. Brussels, 17 April 2012 (OR. en) 078861/EU XXIV. GP Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION Brussels, 17 April 2012 (OR. en) 7734/12 Interinstitutional File: 2012/0047 (NLE) EEE 27 AELE 23 CHIMIE 23 V 215 LEGISLATIVE ACTS

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 27.09.2012 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Vöruheiti - notkun - innflytjandi/framleiðandi Vöruheiti: Q8 Mozart DP SAE 40 Vörunúmer: 7503 1013 2330 1111 Notkunarsvið: Smurolía

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: -

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: - Blaðsíða 1 af 9 Öryggisblað (MSDS) Reglug. 866/2012 og 1272/2008/EB (CLP), rg. 750/2008 (REACH). 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

Öryggisblað. Maurasýra, 85% HCOOH. Skin Corr. 1B;H314. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða.

Öryggisblað. Maurasýra, 85% HCOOH. Skin Corr. 1B;H314. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða. Öryggisblað Endurskoðun: 01-11-2013 Kemur í stað: 11-09-2013 Útgáfa: 0101/ISL HLUTI 1: Auðkenning efnisins/blöndunnar og fyrirtækisins/félagsins 11 Vöruauðkenni Viðskiptaheiti: Maurasýra, 85% HCOOH 12

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu

Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu Vegaöryggi bifhjólafólks Skýrsla um norræna afstöðu 2012 Norræna bifhjólaráðið, NMR Norræna bifhjólaráðið, NMR, er samráðshópur norrænna landssamtaka bifhjólafólks, sem gætir hagsmuna bifhjólafólks í umferðinni.

Detaljer

ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS

ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 8.4 Dags.: 17. júlí 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni LÍMKÍTTI (HVÍTT/SVART/GRÁTT) 1.2. Tilgreind notkun

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál] sþ. 137. Tillaga til þingsályktunar [132. mál] um verndun ósonlagsins. Flm.: Álfheiður Ingadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni: 1. að gera

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014 30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende Nr. 43/57 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014 203-2015n EØS-KOMITEEN HAR av 30. september 2014 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske

Detaljer

1. Söluheiti efnis eða vörutegundar. Nafn, heimilisfang og sími íslensks framleiðanda, innflytjanda eða seljanda.

1. Söluheiti efnis eða vörutegundar. Nafn, heimilisfang og sími íslensks framleiðanda, innflytjanda eða seljanda. Síða 1 af 5 Skeljungur hf. Öryggisblöð (MSDS) Samkvæmt reglugerð nr. 1027/2005 og tilskipunum 91/155/EEC og 67/548/EEC. 1. Söluheiti efnis eða vörutegundar. Nafn, heimilisfang og sími íslensks framleiðanda,

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum VMST-R/0106 Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum Valdimar Ingi Gunnarsson Apríl 2001 Veiðimálastofnun Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík Sími: 567 6400 Fax 567 6420 Heimasíða: www.veidimal.is Netfang:

Detaljer

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi Höfundur: Klara Baldursdóttir Briem Kennitala: 121287-2699 Leiðbeinandi: Hulda

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

FÖRCH Oil Leakage Check. 201 Kópavogur Þýskalandi Sími: Netfang: Veffang:

FÖRCH Oil Leakage Check. 201 Kópavogur Þýskalandi Sími: Netfang: Veffang: Bílanaust 1. útgáfa 03.12.2012 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Vöruheiti - notkun - innflytjandi/framleiðandi Vöruheiti: FÖRCH Oil Leakage Check Vörunúmer: 6730-0837 50 ml Notkunarsvið:

Detaljer

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin Læs hele denne indlægsseddel omhyggeligt, inden du begynder at anvende dette lægemiddel. Dette lægemiddel er ordineret til dig personligt.

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum

Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum Leiðbeiningar Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum - lögboðin upplýsingagjöf um matvæli - Febrúar 2015 0 Efnisyfirlit Inngangur... 2 1. Ofnæmis og óþolsvaldar í II. viðauka reglugerðar... 3 1.1. Afurðir

Detaljer

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum.

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum. Nr. 18 19. janúar 1973 FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum Páll Ólafsson Útdráttur Í samantekt þessari er reiknað út olíunotkun,

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur.

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur. REGLUGERÐ um plöntuverndarvörur. 1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins. Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Astmi: Andremma: Augnsýking: Barkabólga: Bólur:

Astmi: Andremma: Augnsýking: Barkabólga: Bólur: Astmi: Drekkið Aloe vera djúsinn nr. 201. Special Aloe vera gel nr. 121 Vinnur gegn bólgum (Þegar börn fá slæmt kast, má gefa ½ tsk af gelinu og láta þau taka inn.) Andremma: Byrjar oft út frá sýkingu

Detaljer

DK SÅDAN UDSKIFTES BATTERIERNE Brug en stjerneskruetrækker (medfølger ikke). VIGTIGT: INFORMATION OM BATTERIER Gem venligst denne information som fremtidig reference. Batterierne bør udskiftes af en voksen.

Detaljer

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1107 679. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). (Lagt fyrir Alþingi

Detaljer

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. Í vinnslu 15. febrúar 2016 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma. EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Ákvörðun refsingar... 3 2.1 Um refsimörk laga... 3 2.2 Refsiþyngingarástæður... 4 2.3 70. gr. hgl.... 4 2.4 Hugtakið nauðgun í lagalegum skilningi... 6 2.4.1 Fyrirmynd og

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb Reykjavík, 22. janúar 2007. Nefiidasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur 23. 1 Q.ccrb Efiii: Svör við umsögnum um firumvarp til laga um breyting á almennum

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 EES-STOFNANIR. 5. árgangur EES-ráðið. 2. Sameiginlega EES-nefndin

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 EES-STOFNANIR. 5. árgangur EES-ráðið. 2. Sameiginlega EES-nefndin 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB 98/EES/27/01 I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 27 5.

Detaljer

Athugasemdir við umferðaröryggisáætlun

Athugasemdir við umferðaröryggisáætlun Athugasemdir við umferðaröryggisáætlun 2002-2012 Gerð af Landssamtökum hjólreiðamanna Ekki er mikið fjallað um umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í síðustu útgáfu umferðaröryggisáætlunar. Halda mætti

Detaljer

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn 39 2.4 Fornöfn 2.4.0 Flokkar fornafna og almenn einkenni þeirra Svokölluð fornöfn skiptast í nokkra flokka sem eru býsna ólíkir innbyrðis. Íslensk fornöfn eiga það þó sameiginlegt að vera fallorð. Í því

Detaljer

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl.

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Ingibergur Sigurðsson veiðieftirlitsmaður vinnsluskip Mars til júní 2009. Inngangur Í því sem hér fer á eftir mun ég gera

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

Nr desember 1999 AUGLÝSING

Nr desember 1999 AUGLÝSING 31. desember 1999 173 Nr. 23 AUGLÝSING um samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. Hinn 18. júní 1998 var undirritaður í

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum

Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum GREININGARDEILD RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA 20. febrúar 2015 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Inngangur... 6 1 Ógnir

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands Marta María Friðriksdóttir Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Margrét María Grétarsdóttir Lagadeild

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Detaljer

Íslenska við aldahvörf. Erlend máláhrif í lok 19. og 20. aldar

Íslenska við aldahvörf. Erlend máláhrif í lok 19. og 20. aldar 1 Íslenska við aldahvörf. Erlend máláhrif í lok 19. og 20. aldar Rannsóknasjóður Háskóla Íslands 2010: 775 þús. 2011:? Rannsókn á erlendum máláhrifum á s.hl. 19. aldar og samanburði við niðurstöður úr

Detaljer

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN ORKUMÁL24 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 25 ISSN 127-563 ELDSNEYTI Útgáfa Orkumála með nýju sniði Á undanförnum árum hefur ritið Orkumál verið gefið út með tölulegum upplýsingum um íslensk orkumál, þ.e. raforkuiðnaðinn,

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN 16. janúar 2009 Moskva 13 Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum Skráð af Dómsmálaráðuneyti Rússlands hinn 16. febrúar 2009 Skráningarnúmer

Detaljer

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Hvaða úrræði nota íslenskir og norskir framhaldsskólar til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda? Rósa Björg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli

Detaljer

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl.

1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2.3. GULLÁRA-reikningur...*14,85% Fyrir 60 ára og eldri (engin binding) - Vextir gr. 30/6 og 31/12 árl. Leiðbeinandi vextir fyrir sparisjóðina gildir frá 1. apríl 2008 Vaxtatilkynning nr. 417 INNLÁN Vextir alls á ári 1. ALMENNIR SPARIREIKNINGAR: 1.1. Almennir sparireikningar...*5,95% 2. MARKAÐSREIKNINGAR:

Detaljer

Tillögur að breytingum á byggingarreglugerð til lækkunar byggingarkostnaðar íbúðarhúsnæðis

Tillögur að breytingum á byggingarreglugerð til lækkunar byggingarkostnaðar íbúðarhúsnæðis á byggingarreglugerð til lækkunar byggingarkostnaðar íbúðarhúsnæðis 2.3.5. gr. Minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi. Eftirfarandi framkvæmdir og breytingar eru undanþegnar byggingarleyfi

Detaljer

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo Kynningarblað Loftbóludekk, heilsársdekk, Evrópumerkingar og endurvinnsla. Meira grip án nagla Andaðu léttar með harðskeljadekkjum frá Toyo Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin.

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir Veggir og hæðaskil skv. dæmunum hér á eftir teljast uppfylla kröfur um brunamótstöðu með eftirfarandi takmörkunum: a. Hámarkshæð veggja skal vera 3,0

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R Borgarráð skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R13020066 641 Kirkjusandsreitur - uppbygging Óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við samning Íslandsbanka

Detaljer

HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei

HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei Ritgerð til B.A. -prófs Ásta Haraldsdóttir haust 2011 1 Háskóli Íslands

Detaljer

Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur. Neytendastofa Öryggissvið

Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur. Neytendastofa Öryggissvið Markaðseftirlit með rafföngum Verklagsreglur Neytendastofa Útgáfa 4 20.10.2006 EFNISYFIRLIT 1. SKILGREININGAR 1-1 2. ALMENN ÁKVÆÐI 2-1 3. SAMSKIPTI 3-1 3.1 ALMENNT 3-1 3.2 SKÝRSLUGERÐ 3-1 4. SKILGREINING

Detaljer