Hjarta- og æðakerfið - Kafli 15. Æðakerfið. (Blood Vessels).

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Hjarta- og æðakerfið - Kafli 15. Æðakerfið. (Blood Vessels)."

Transkript

1 Hjarta- og æðakerfið - Kafli 15. Æðakerfið. (Blood Vessels). Helsta líffærið í blóðrásarkerfinu er hjartað, sem er í brjóstholinu á milli lungnanna. Hjartað er holt að innan en veggir þess eru úr vöðvavef. Hlutverk hjartans er að dæla blóði um líkamann. Blóð streymir um líkamann innan æða sem flytja það ýmist frá hjartanu eða til þess aftur. Æðar sem flytja blóð frá hjartanu kallast slagæðar, en þær sem flytja blóð til hjartans nefnist bláæðar. Á milli slag- og bláæða eru háræðar, örgrannar æðar með mjög þunnum veggjum. Blóð streymir um háræðar og á leið þess flæðir súrefni og önnur nauðsynleg efni úr blóðinu til frumnanna í vefjunumí kring, en óæskileg efni berast í andstæða stefnu frá vefjum til blóðs. Á þennan hátt sjá háræðar um að halda lífi í frumum líkamans. Háræðarnar eru gífurlega magrar og hvert einasta líffæri líkamans er í nánum tengslum við þúsund þeirra. Engin fruma líkamans er fjær er sem nemur einum tuttugasta úr millimetra! Væru háræðar manns tengdar saman í eina langa æð næði hún tvisvar og hálvu sinnum í kringum jarðkringluna! Blóðrásin gengur sem sagt þannig að súrefnissnauðu blóði (bláæðablóði) er dælt úr hægra hvolfi hjartans í gegnum lungnaslagæðina til lungna. Blóðið fer þar í gegnum háræðarnar og tekur upp súrefni og fer svo súrefnisríkt blóð (slagæðablóð) til baka í gegnum lungnabláæðina og inn í vinstri gátt, en hægri og vinstri helmingar hjartans eru alveg aðskildir. Úr vinstri gátt fer blóðið niður í vinstri í vinstra hvolf hjartans, á milli hvolfs og gáttar eru lokur til að hindra bakflæði þegar hjartað dælir blóðinu en það eru líka lokur í helstu æðum sem tengjast hjartanu, en hjartað slær 70 sinnum á mínútu. Er hjartslættinum stjórnað með sérstökum rafboðum sem eiga upptök sín í gúlpshnúti (gangráði) í vegg hægri gáttar. Vinstra hvolfið sér um að dæla blóðinu um allan líkaman þess vegna er veggur þess mun þykkri en veggur hægra hvolfs en gáttirnar eru mun minni en hvolfin. Þegar blóðinu er dælt út í líkaman er því dælt í gegnum ósæðina til slagæðanna. Slagæðirnar eru grannar og úr þykkum vöðvavef til að þola þrýstinginn, þegar blóðinu er dætlt í gegnum þær, en við finnum púls þegar blóðið slæst í slagæðarveggina. Blóðið fer nú í háræðarnar þannig að frumurnar fá næringu og súrefni og geta losað sig við úrgangsefni. Eftir það fer blóðið í gegnum bláæðarnar, þrýstingurinn er orðinn mjög lítill og blóðið rennur að mestu á móti þyngdaraflinu þannig að bláæðar eru víðar, veggirnir eru eftirgefanlegir og í bláæðunum eru lokur sem hindra bakflæði. Líkamleg áreynsla hjálpar til við að halda blóðrásinni í bláæðum gangand, þar sem samdráttur vöðva þrýstir blóðinu áfram. Þannig fer allt blóðið áfram og kemur saman í holæðinni og fer úr henni í hægri gáttinua. Svo hefst ferð blóðsins aftur. Hjartað þarf að fá súrefni og næringu í ríkum mæli til þess að starfa eðlilega alla ævi. Sérstakar slagæðar, kransæðar hjartans, hvíslast um hjartavegginn og flytja því súrefni og næringu. Blóðæðar mynda lokað gangakerfi sem ber blóð frá hjarta til vefja og aftur til hjarta. Miðsvæðis í blóðrásarkerfinu er hjartað en meðal þrýstingur í hjartanu er um 100 mm/hg Slagæðar (arteries) bera blóð frá hjarta til vefja. Þær greinast í slagæðlinga (arterioles) sem aftur greinast í háræðar (capillaries). Öll efnaskipti milli blóðs og fruma í vefjum fara fram í gegnum þunna veggi háræða. Háræðar opnast síðan inn í bláæðlinga (venules) sem aftur renna saman í stærri bláæðar (veins) sem að lokum bera blóðið aftur til hjarta. Veggir stórra æða hafa sitt eigið æðakerfi => æðaæaðar = vasa vasarium.

2 1) Slagæðar: Veggur slagæða er gerður úr 3 lögum. Innst er innri æðahjúpur (tunica interna) sem gerður er úr einlaga flöguþekju (endothel) sem klæðir allar æðar að innan og teygjanlegri bandvefshimnu (lamina elastica interna/internal elastic lamina, en hún hefur möguleika á að þenjast út). Miðlag eða miðæðahjúpur (tunica media) er gert úr sléttum vöðvafrumum í bland við teygjanlegan bandvef og er það jafnframt þykkasta lagið. Yzt er ytri æðahjúpur (tunica externa) sem er úr bandvef með breytilegu hlutfalli collagen þráða og teygjanlegra þráða. Í stórum slagæðum er einnig lamina elastica externa. Sérstakir eiginleikar slagæða eru teygjanleiki (elasticity) og samdráttarhæfni (contractility). Stórar slagæðar gefa eftir og víkka út til að geta tekið við blóðgusu frá hjarta. Síðan dragast þær saman og þrýsta blóðinu áfram. Í miðlagi (tunica media) eru sléttar vöðvafrumur sem liggja bæði þversum og langsum. Til þeirra liggja taugar frá sympatiska hluta ósjálfráða taugakerfisins. Við aukna tíðni boðspennu í þeim dragast æðarnar saman (vasoconstriction) en þegar tíðni boðspennu minnkar á sér stað æðavíkkun (vasodilation). Vasomotion er samheiti vasoconstiction og vasodilation og boðefnið er norepinephrine. Staðbundin losun vissra efnasambanda valdið æðavíkkun (local homeostatic response). Skyndilegt æðarof veldur hinsvegar æðaspasma sem dregur úr blæðingu upp að vissu marki. Í stærstu æðunum er ríðarlega mikið af teygjanlegum bandvef og lítið af vöðvavef. Meðalstórar æðar innihalda mikið af vöðvavef, en lítið af teygjanlegum bandvef. Þegar æðaveggurinn er mjög þykkur og mikið af vöðvavef þá eru sérstakar æðar sem næra vöðva-frumurnar => vasovasorium, án tillit til þess hvort það sé slagæð eða bláæð.

3 Teygjanlegar flutningsæðar (elastic conducting arteries) eru stærstu slagæðarnar. Í miðvegg þeirra er hlutfallslega mikið af teygjanlegum bandvef. Dæmi um slíkar æðar eru aorta, brachiocephalica carotis communis subclavia vertebralis iliaca communis. Þessar æðar.þenjast og dragast saman, og reka blóðið á undan sér. Þær halda samt áfram að flytja boð þegar samdrætti í hvolfunum lýkur. => blóð fer út í æðarnar og þær þenjast út. Aorta og stærstu æðarnar hennar. Dreifiæðar (muscular distributing arteries) eru miðlungsstórar slagæðar. Í miðlagi þeirra er meiri vöðvavefur en teygjuvefur. Þær hafa mikla möguleika á temprun blóðs til viðkomandi líffæris eða líkamshluta. Dæmi um slíkar æðar eru axillaris brachialis radialis intercostalis mesenterica femoralis. Þessar æðar miðla blóði til ákveðinna líkamshluta, hátt hlutfall í vöðvavef í Tun. Med., þær taka við af stórum teygjanlegum bandvef. Þvertengingar (anastomosis) eru víða í æðakerfinu milli slagæða og bláæða eða milli slagæða sem næra sama svæðið. Slíkar tengingar gefa möguleika á blóðrás eftir annarri leið ef aðalæð til vefjar eða líffæris lokast. Slagæðlingar (arterioles) eru mjög litlar slagæðar sem eru vart sýnilegar beru auga. Þeir slagæðlingar sem eru næst slagæðum hafa veggi sem líkjast veggjum slagæðanna. Eftir því sem nær dregur háræðunum mjókka æðarnar, veggir þynnast og verða lítið annað en endothel (einlaga flöguþekja) með einni og einni vöðvafrumu á stangli næst háræðunum. Þessar æðar gegna lykilhlutverki í því að tempra blóðflæði til háræðanetsins. Blóðflæði um vefi er mismunandi mikið. Það er svo lítið blóð í okkur að við getum ekki haft allt æðakerfið opið allt í einu; aðeins eftir þörfum vefjanna, t.d. eftir máltíðar, þá er mikið blóð í meltingarveginum en lítið í vöðvum útlima.

4 2) Háræðar: Háræðanet umlykur nær allar frumur líkamans en er þó mismunandi þétt eftir því hve mikil starfsemi fer fram í viðkomandi vefjum. Þannig er mjög þétt háræðanet í vöðvum, lifur, nýrum, lungum og taugakerfi en gisið háræðanet er í sinum og liðböndum. Í sumum vefjum eru engar háræðar t.d. þekjuvef, hornhimnu, augasteini og brjóski. Öll efnaskipti milli blóðs og vefja fara fram gegnum háræðar. Háræðaveggurinn er enda "hannaður" m.t.t. til þess hlutverks. Hann samanstendur eingöngu af einlaga flöguþekju (endothelium) og þunnri grunnhimnu (basement membrane). Hægt er að stjórna blóðflæði gegnum háræðanet víða í vefjum með ýmiskonar hjáveitukerfi (metarterioles og thoroughfare channels). Sjá mynd að ofan. Úr arteriolu gengur metarterioles sem tengjast háræðar. Percapillar sphinchter er ein vöðvafruma, hring-vöðvi. Þessi hringvöðvi stjórnar því hvort við þurfum mikið blóð eða lítið, ef mikil krafa er um súrefni og næringu í þessum vef, þá eru hringvöðvarnir slakir og blóðið flæðir um háræðarnar og vefinn. Ef minni kröfur, þá þurfum við meira á blóðinu að halda annarsstaðar og þessir vöðvar dragast svolítið saman og hleypum blóði beint í gegn. Það margfaldast blóðflæði í þverrákóttum vöðvum þegar við notum þá, sérstaklega í þolæfingum, þá vaxa nýjar háræðar í vöðvunum. Anastomosis => æðasamtengingar Tengsl milli slagæða og bláæða tryggir blóðflæði til vefja þó blóðflæði um eina æð stöðvis. Lidocain => dreifing. Það eru til vefir sem eru bara háðir einni slagæðagrein, endaslagæðar, t.d. í fingrum og nefbroddi => end arteries Gerð háræða er líka mismunandi eftir líffærum og vefjum og getur munað miklu á gegndræpi háræðanna eftir staðsetningu þeirra. Í vissum líffærum eru háræðar víðari og bugðóttari en gengur og gerist t.d. í lifur og nefnast þá stokkháræðar (sinusoids). (a) er continuous capillary venjulegar flestar háræðar eru af þessari gerð. Samfelldar háræðar, hversu mikið bil milli frumanna = hversu mikið sleppa frumurnar miklu út úr sér. Flestar með smá rifur á milli frumanna (intercellular clefts. (b) fenestrated capillary opin gluggi nýrun, þarmatotur. Ósamfelldar háræðar, miklu stærri glufur milli frumanna, meira að segja göt á frumuhimnunni, sem mynda æðavegginn. (c) sinusoid capillary hurðin opin rauður mergur, lifur. Háræðastokkar, þar eru heljastórar glufur milli frumanna, hleypa frumum á milli sín, t.d. í rauðum merg, en þar myndast allar blóðfrumur.

5 3) Bláæðar: smá skipti á efnum fer fram í bláæðlingum. Bláæðarnar geta geymt stórar breytingar í rúmmáli án þess að innri þrýstingur breytist mikið upp að vissu marki þar sem þrýstingur eykst hratt við aukið rúmmál. Rúmmál bláæðakerfisins samtals er miklu stærra en rúmmál slagæðakerfisins. Um 75% af blóðinu er í bláæðum, 20% er í slagæðum. 3 atriði sem gerina bláæðar frá slagæðum: 1) Þrýstingur. Þegar blóðið yfirgefur hjartað, þá er meðalþrýstingur um 100mmHg, en á leiðinni í gegnum slagæðar, þá fellur þrýstinurinn mjög mikið og þegar við komum að háræðunum, þá er þrýstingurinn kominn niður í 40-30mmHg sem er mikið fall á blóð-þrýstingi. Í gegnum háræðarnar fellur þrýstingurinn enn frekar og þegar komið er að bláæðunum er þrýstingurinn að lokum kominn í um 10mmHg. Á leiðinni í gegnum bláæðarnar fellur svo þrýstingurinn enn meira. Þá er sett í gang svokölluð vöðvapumpa. Vöðvapumpan => þar þrýstir samdráttur beinagrindavöðva á bláæðar þannig að blóðið flæðir í átt að hjarta. Þegar þverrákóttir vöðvar dragast saman, þa presa þeir á þunnan vegg bláæða. Þærkreistastsamanviðþaðogblóðið mjólkast uppeftirbláæðunum og lokurnar koma í veg fyrir að blóðið renni aftur niður => venupumpan. Venupumpan => þegar við öndum að okkur, þá stækkar rúmmálið í brjóstholinu og neikvæður þrýstingur myndast þar. Þindin fer þá niður á við og pressar á kviðarholið, og jákvæður þrýstingur myndast þar. => Kraftur sem ýtir neðan þindar og togar ofan þindar, djúpar öndunarhreyfingar hafa líka áhrif á fluttning á bláæðarblóði. 2) Gerð => veggþykkt. Þær æðar sem taka við af háræðum eru bláæðlingar (venules) sem aftur sameinast og mynda bláæðar (veins). Veggir bláæða samanstanda af sömu þremur lögunum og slagæðar en þykktin er ekki sú sama. Bæði tunica interna og tunica media eru miklu þynnri en í slagæðum en tunica externa er þykkari í bláæðum. Þegar blóðið kemur frá háræðum inn í bláæðar er þrýstingur þess orðinn mjög lítill. Mismunurinn á gerð veggjar slag- og bláæða endurspeglar m.a. þennan mun enda eru veggir bláæða ekki eins sterkir og veggir slagæða. Þar sem bláæðar þurfa að flytja blóð til hjarta gegn þyngdarafli, t.d. frá fótum eru æðarnar útbúnar með sérstökum bláæðalokum sem hindra bakrennsli blóðs. Flæði bláæðablóðs er háð vöðvasamdrætti og öndunarhreyfingum. Auðvelt er að fara í gegnum vegg bláæðlinga, næstum því heilar frumur. Þetta tekur m.a. þátt í inflammatory responce/bólguviðbrögðum, en þar er aukið blóðflæði um ákveðna vefi og hvítblóðkorn út um æðaveggina út í vefinn til að annast þar ákveðin viðbrögð. Síðan taka bláæðarnar við, en þær víkka stöðugt á leið sinni til hjartans. Ef við berum saman vegg bláæða og slagæða, þá er lumenið/víddin á æðunum alltaf meiri í bláæðunum. En kerfið er þannig að í gegnum vefi ligja slagæðar og bláæðar fylgja þeim. Veggþykktin í bláæðunum er meiri en í slagæðunum, og það er áberanadi minna af vöðvavef í vegg bláæða; víðari og þynnri veggir. Bláæðarnar hafa einstreymislokur, sem gerir það að verkum að blóðið fari til hjartans. 3) Lega æðanna. => Bláæðarnar geta verið bæði djúplægar (deep) og grunnlægar (superficial), en það eru slagæðarnar ekki. Nánar seinna, þegar fjallað verður um hringrás bláæðarinnar.

6 Blóðrásin: Líkamsblóðrásin (systemic circulation) flytur súrefni og næringarefni til líkamsvefja og úrgangsefni til baka. Allar líkamsslagæðar koma frá ósæðinni. Ósæðin skiptist í rishluta (ascending aorta), ósæðarboga (arch of aorta) og fallhluta (descending aorta). Fallhlutinn skiptist í brjóstholshluta (thoracic aorta) ofan þindar og kviðarholshluta (abdominal aorta) neðan þindar. Bláæðablóð berst til baka til hjarta með efri og neðri holæð (inferior og superior vena cava). Lýsing á helstu slagæðum og bláæðum er á myndum og töflum á bls Þar eru yfirlitsmyndir, nöfn æða, nöfn svæða sem æðar liggja um og fleiri upplýsingar. Gert er ráð fyrir að nemendur læri nöfn og legu helstu æðastofna sem máli skipta. Eðli málsins samkvæmt er mikilvægast að kunna góð skil á helstu slagæðastofnum og blóðrás hjartans. Þess má geta að í systemic circulation eru þrír undirflokkar; Cardiac/coronary => blóð sem fer bara í gegnum hjartavöðvann svo aftur inn í hjartað (ósæð, hjartavöðvi, hægri gátt); Cerebral => blóðið fer til heilans; og svo Portal. Hér á eftir fer stutt lýsing á helstu slag- og bláæðastofnum en jafnframt er vísað til kennslubókar hvað þetta efni varðar. Aorta eða ósæðin fer uppávið frá vinstri slegli/ hvolfi (aorta ascendens) og tekur sveig aftur á við í átt að hrygg (arcus aortae) og heldur síðan áfram niður á við meðfram hryggsúlunni frá T4 (aorta descendens). Allar slagæðagreinar greinast frá aorta. Aorta decendens liggur alveg uppvið liðboli hryggjarliðanna, fer í gegnum þindina og skiptist við L4 í 2 greinar, aa. iliacae communis, sem flytja blóð til neðri útlima. Aorta thoracicae er sá hluti aorta descendens sem liggur á milli arcus aorta og þindarinnar. Aorta abdominales er sá hluti sem liggur á milli þindarinnar og aa. iliacae communis. Frá hverjum hluta aorta fara greinar sem ganga til líffæranna og enda í slagæðlingum og háræðaneti í vefjunum. Greinar aorta/ósæðarinnar er oft skipt í parietal og viceral, þær sem eru parietal fylgja gjarnan vegg brjósthols eða kviðarhols, millirifjaæðar = parietal. Greinar sem koma beint úr ósæðnni og liggja inn í miðmættið; gollrushúss, barka og berkjur, eru nefndar viceral => fara beint í ákveðin líffæri.

7 Aorta og greinar hennar: Aorta ascendens: A. coronaria dxt. Hjarta. (Rishluti ósæðar) A. coronaria sin. Hjarta Arcus aortae: Truncus brachiocephalicus. Skiptist í 2 neðan- (Ósæðarbogi) (Stofnæð arms og höfuðs) taldar greinar. A. carotis communis dxt. Hægri hlið höfuðs (Hæ. samhálsslagæð) og háls. A. subclavia dxt. Hægri handleggur. (Hæ. viðbeinsslgæð) A. carotis communis sin. Vinstri hlið höfuðs (Vi. samhálsslagæð) og háls. A. subclavia sin. Vinstri handleggur (Vi. viðbeinsslagæð) Aorta thoracica: Aa. intercostales. Brjóstvöðvar, (Millirifjaæðar) Einnig greinar til þindar lungnaberkja og vélinda. millirifjavöðvar og þind. Aorta abdominales: Truncus coeliacus: Greinar til lifrar, (Iðraholsstofn) maga og milta. A. mesenterica superior. Smágirni og ristill. Greinar til nýrnahetta. Aa. renalis. (Nýrnaslagæðar) Aa. testiculares/ovaricae. Til nýrna. Til kynkirtla. A. mesenterica inferior. Neðsti hluti ristils. (Neðri hengisslagæð) Aorta abdominales: (frh). Aa. iliaca communis. Skiptist í 2 greinar (Samslagæðar lenda) A. iliaca externa. Neðri útlimir. (Ytri mjaðmarslagæð) A. iliaca interna. Grindarholslíffæri. (Innri mjaðmarslagæð)

8 Truncus brachiocephalicus og greinar: Truncus brachuiocephalicus er fyrsta greinin frá arcus aortae. Hún skiptist fljótlega í a. subclavia dxt. og a. carotis communis dxt. A. subclavia dxt. fer til hægri yfir fyrsta rif og undir viðbein og niður í handarkrikann (axilla). Flytur blóð til efri útlims. Frá a. subclavia kemur a. vertebralis sem fer upp í gegnum göt á þvertindum hálshryggjarliða og fer upp í höfuðkúpuna gegnum foramen magnum að neðri hlið heilans. Þar sameinast báðar hryggslagæðarnar og mynda a. basilaris (botnslagæð). Í handarkrikanum tekur a. axillaris (holhandarslagæð) við af a. subclavia og þaðan heldur hún áfram niður upphandlegg sem a. brachialis (upparmsslagæð). A. brachialis liggur medialt á upphandlegg og nálægt olnbogabótinni skiptist hún í a. ulnaris (ölnarslagæð) sem fer niður framhandlegg medialt og a. radialis (sveifarslagæð) sem fer niður framhandlegg lateralt (púls). Í lófanum tengjast greinar þeirra beggja og mynda bæði djúpan og grunnan boga eða arcus palmaris superficialis og arcus palmaris profundus (grunnlægur og djúplægur lófabogi). Frá bogunum fara síðan slagæðar til fingranna. A. carotis communis dxt. fer upp í hálsinn og við efri brún barkakýlisins skiptist hún í a. carotis externa og a. carotis interna. Ytri hálsslagæðin nærir hægri hluta skjaldkirtils, tungu, háls, andlit, höfuðleður og dura mater. Innri hálsslagæðin fer upp í hauskúpu gegnum foramen caroticum á os temporale og nærir heila, auga, hægri hlið ennis og nefs. Neðst í innri hálsslagæð er sinus caroticus (hálsslagæðargúlpur) sem inniheldur skynfrumur næmar fyrir breytingum á blóðþrýstingi (baroreceptors). Einnig er þar að finna glomus caroticum (hálsslagæðarsegi) sem inniheldur skynfrumur næmar fyrir breytingum á PO 2, PCO 2 og H +. Þvertengingar (anastomosis) eru milli hægri og vinstri innri hálsslagæðar og botnslagæðar (a. basilaris) nálægt cella turcica og nefnist það slagæðahringur hjarna eða circulus arteriosus cerebri (Circle of Willis). Frá þeim hring fara mikilvægar slagæðar til heilans. Hlutverk hringsins er að jafna blóðþrýstinginn til heilans og og gefa fleiri en einn möguleika á blóðflæði til heilans. A. carotis communis sin. og a. subclavia sin. ganga báðar beint út frá arcus aortae en að öðru leiti greinast þær alveg eins og æðarnar hægra megin.

9 Aorta thoracica og greinar: Aorta thoracica liggur frá T4 - T12. Á þeirri leið ganga út frá henni margar smágreinar til líffæra og beinagrindarvöðva í brjóstholi og brjóstkassa. Visceral greinar: Parietal greinar: Margar smágreinar til pericardium. Við L4 greinist aorta/ósæðin, þar hættir hún að heita ósæð og skiptist í right og left common iliac. Eru þær greinar sem liggja til líffæra sem verða á vegi æðar í gegnum brjóstholið. Tvær greinar til lungnaberkja, visceral pleura, bronchial eitla og vélinda. 4-5 greinar til vélinda, oesophaus. Margar smágreinar til mediastinum. Flestar slagæðar heita það sama og liffærin. - Eru þær greinar sem fylgja veggnum, fara í raun í báðar áttir útfrá stofninum. Níu pör af aa. intercostales (millirifjaæðar) sem ganga til millirifjavöðva brjóstvöðva, kviðvöðva og húðar og undirhúðar á þessu svæði. Einnig til brjósta, mænu og mænuhimna. Tvær subcostal æðar. Litlar þindaræðar. Svo fer hún í gegnum þindina og eftir það heitir hún abdominal aorta. Thoracic aorta mediastinals Pericardials

10 Aorta abdominalis og greinar: Aorta abdominalis nær frá þind að L4 þar sem hún greinist í lendaslagæðar. Þær eru mjog stórir stofnar sem næra kviðarholslíffæri. Visceral greinar: Truncus coeliacus (iðraholsstofn). Skiptist í 3 greinar. a) A. hepatica communis (lifrarsamslagæð). b) A. gastrica sin. (vinstri magaslagæð). c) A. lienalis (miltisslagæð). A. mesenterica superior (efri hengisslagæð). Hún nærir stærsta hluta af meltingarveginum, nema síðasta hlutann af ristlinum. Skiptist í margar greinar. a) Til briss og skeifugarnar. b) Til smágirnis (ileum og jejenum). c) Til colon ascendens. d) Til colon transversus. A. Renalis/suprarenalis - Greinar til nýrnahetta. A. Tescularis/ovarica - Greinar til kynkirtla. Samheiti fyrir þessar æðar er gonar arteries. A.mesenterica inferior (neðri hengisslagæð). A.mesenterica superior et inferior sjá um gastro intestitial tract/git/meltingarveginn. Skiptist í nokkrar greinar a) Til colon transversus og colon descendens. b) Colon descendens og colon sigmoideum. c) Rectum. Parietal greinar: 1) Þindargreinar: Aa. phrenicae inferior. 2) Lendagreinar: Aa. lumbales. 3) Spjaldhryggjargreinar. A. sacrales media.

11 Niður í útlimi Frá L4, skiptist ósæðin í tvo stóra stofna; left common iliac og right common iliac. Iliaca communis skiptist svo í externa og interna og liggja þær í pelvis og næra grindarholslíffæri. Iliaca exerna fer áfram nir og er frekar berskjölduð þar sem hún fer undir ligamentum inguinale (nárabandið) og fer niður í lærið og kallast þá a. Femoralis A. iliaca communis og greinar (samslagæð mjaðmar): Skiptist í tvær greinar, a. iliaca externa og interna (innri og ytri mjaðmarslagæð). A. iliaca interna: Sendir frá sér greinar til psoas major, quadratus lumborum, medial hluta læris, þvagblöðru, endaþarms og innri kynfæra. A. iliaca externa: Fer í gegnum pelvis major, undir lig. inguinale og niður í lærið og kallast þá a. femoralis (lærslagæð). A. femoralis: Nærir f.o.f. vöðvana á lærinu. Liggur niður lærið medialt og posteriort og aftur í hnésbót og kallast þá a. poplitea (hnésbótarslagæð). A. poplitea: Skiptist í 2 greinar neðan hnés, a. tibialis anterior og a. tibialis posterior (fremri og aftari sköflungsslagæð). A. tibialis post: Ligur um aftara vöðvahólf fótleggs. Frá henni greinist A. peronealis (dálksslagæð). A. tibialis post. skiptist á ökklanum í a. plantaris. med. (miðlæg iljarslagæð) og a. plantaris lat. (hliðlæg iljarslagæð). A. tibialis ant: Liggur um fremra vöðvahólf fótleggs. Verður að a. dorsalis pedis (ristarslagæð) á ökklanum.

12

13 Hjarta og æðakerfi Bláæðar. Bláæðar frá höfði og hálsi: V. jugularis interna (innri hóstarbláæð) tekur við blóði frá andliti og hálsi. Er í beinu framhaldi af sinus sigmoideus (bugastokkur) sem tekur við blóði frá baststokkunum, eftir að hafa farið gegnum foramen jugulare á gagnaugabeininu. Fer niður hálsinn sín hvoru megin og undir viðbeinið þar sem hún opnast inn í v. subclavia. V. jugularis externa (ytri hóstarbláæð) tekur við blóði frá munnvatnskirtlum, andlitsvöðvum, höfuðleðri og fleiri yfirborðsvefjum. Liggur samhliða v. jugularis interna á hálsinum og opnast inn í v. subclavia. V. vertebralis (hryggbláæð) liggur gegnum göt á þvertindum 6 efstu hálsliða. Tekur við blóði frá djúpvefjum á hálsi. Opnast inn í vena brachiocephalica.

14 Bláæðar efri útlima: Blóð frá efri útlimum fer til baka til hjartans eftir grunnum og djúpum bláæðum og í þeim báðum eru bláæðalokur. Grunnu æðarnar liggja rétt undir húðinni og eru oft sýnilegar. Þær tengjast hver annarri og djúpu æðunum mjög víða. Djúpu æðarnar liggja hins vegar djúpt í vefjunum. Þær fylgja gjarnan slagæðunum, eru paraðar og bera iðulega sömu nöfn og slagæðarnar. Grunnar æðar: V. cephalica (utanarmsbláæð) Er lengsta bláæðin í efri útlimum. V. Cephalica hefur upphaf í bláæðaboga á handarbaki og vindur sig upp eftir radial hlið framhandleggs. Í olnbogabótinni tengist hún v. cubiti media (millibláæð olnbogabótar) sem er oft heppileg til blóðtöku. Heldur áfram upp lateralt á upphandlegg og opnast inn í v. axillaris. V. basilica (innanarmsbláæð) hefur upphaf í bláæðaboga á handarbaki, liggur áfram upp á posterior hlið ulna og sameinast millibláæð olnbogabótar ofan við olnboga. Heldur áfram upp handlegginn medialt og opnast inn í v. axillaris. V. mediana antebrachii (miðbláæð framarms) liggur frá lófalægum bláæðaboga að millibláæð olnbogabótar. V. median cupidal er í olnbogabótinni => þarna er tekið blóð. Djúpar æðar: Vv. radialis (sveifarbláæðar) taka við blóði frá djúplægum bláæðaboga á handarbaki. Fylgja sveifarslagæð og sameinast ölnarbláæðum rétt neðan við olnbogabót. Vv. ulnaris (ölnarbláæð) taka við blóði úr grunnlægum bláæðaboga lófa. Fylgja ölnarslagæð og sameinast sveifarbláæðum rétt neðan við olnbogabót. Vv. brachialis (upparmsbláæðar) verður til við sameiningu ölnar- og sveifarbláæða. Fylgja upparmsslagæð og sameinast ásamt vv. basilica í v. axillaris. V. axillaris tekur við grunnum og djúpum bláæðum efri útlima og einnig frá holhönd og superolateral hluta brjóstveggjar. V. subclavia er framhald af v. axillaris og við sternal enda viðbeins sameinast hún v. jugularis interna og myndar v. brachiocephalica (arms og höfuðbláæð) => fer svo í sup.vena cava.

15 Bláæðar brjóstkassa: V. brachiocephalica (hægri og vinstri) myndast úr v. subclavia og v. jugularis interna. Taka við blóði frá höfði, hálsi, efri útlimum, brjóstkirtlum og efri hluta brjóstkassa. Þær sameinast og mynda v. cava superior. Vv. azygos eða stakbláæðakerfið tekur við blóði frá brjóstkassa og kviðvegg. Getur einnig þjónað sem hjáveita eða varaleið fyrir bláæðablóð frá neðri hluta líkamans vegna margra smáæða sem tengjast v. cava inferior. Ef blóðstreymi gegnum v. cava eða v. porta er hindrað hefur blóð möguleika að komast eftir azygoskerfinu frá neðri hluta líkamans til hjartans. V. azygos (stakbláæð) liggur framan við og til hægri við hryggsúluna, er framhald af v. lumbalis ascendens dxt. (risbláæð lenda). Þær tengja v. cava við v. iliaca communis. V. azygos opnast inn í vena cava superior. V. hemiazygos (hálfstakbláæð) liggur vinstra megin á móts við 4 neðstu brjóstliðina. Tengist v. lumbalis ascendens sin. Opnast inn í v. azygos. V. hemiazygos accessoria (auka hálfstakbláæð) liggur vinstra megin á móts við fimmta til áttunda brjóstlið. Opnast inn í v. azygos. Bláæðar kviðar- og grindarhols: Vena cava inferior er stærsta bláæð líkamans. Hún myndast við samruna vv. iliacae communis sem flytja blóð frá neðri útlimum og grindarholi. Liggur upp í gegnum kviðarhol og brjóstkassa að hægri gátt. Margar litlar bláæðar opnast inn í vena cava og samsvara þær slagæðunum frá aorta abdominalis. V. iliaca communis (sambláæð mjaðmar) myndast við samruna v. iliaca externa og v. iliaca interna. V. iliaca interna samsvarar a. iliaca interna. Flytur blóð frá grindarholslíffærum, gluteal vöðvum og medial hlið lærisins. V. iliaca externa flytur blóð frá neðri útlimum og neðri hluta kviðveggjar. Vv. renales flytja blóð frá nýrum inn í vena cava inferior. Vv. testiculares og vv. ovaricae flytja blóð frá eistum og eggjastokkum. Bláæðar frá nýrnahettum, þind og lifur opnast inn í v. cava inf. eða v. renalis sin. Bláæðar frá aftur- og hliðarhluta kviðveggjar vv. lumbales opnast inn í vv. lumbales ascendens (risbláæð lenda) sem tengjast vv. azygos til vena cava sup. en halda síðan áfram og tengjast vena cava inf.

16 Bláæðar neðri útlima: Blóð frá neðri útlimum flyst til baka eftir grunnum og djúpum bláæðum. Djúpu bláæðarnar eru sumar paraðar og fylgja slagæðum. Grunnar bláæðar: Vena saphena magna (innanlærsbláæð) er lengsta bláæð líkamans. Hún byrjar medialt í bláæðaboga á ristinni. Hún liggur framan við malleolus medialis og upp eftir medial hlið leggs og læris. Tekur við bláæðagreinum frá grunnum vefjum en tengist jafnframt djúpu æðunum. Opnast inn í v. femoralis í náranum. V. saphena parva (kálfabláæð) byrjar lateralt á bláæðaboga ristar. Liggur aftan við malleolus lat. og liggur upp aftan á leggnum. Opnast inn í v. poplitea í hnésbótinni. Djúpar bláæðar: Vv. tibialis posterior (aftari sköflungsbláæðar) myndast við samruna v. plantaris med. og lat. aftan við malleolus med. Liggja djúpt milli vöðvanna aftan á leggnum, taka við blóði frá vv. peronealis (dálksbláæðar) og sameinast vv. tibialis anterior (fremri sköflungsbláæðar) rétt neðan við hné. Vv. tibialis anterior er framhald af v. dorsalis pedis (ristarbláæðar) Liggja upp milli tibia og fibula og sameinast vv. tibialis post. V. poplitea (hnésbótarbláæð) er mynduð úr fremri og aftari sköflungsbláæðum og tekur einnig við blóði úr v. saphena parva. V. femoralis (lærbláæð) er framhald af v. poplitea. Liggur aftanvert á lærinu og tekur við blóði frá djúpvefjum lærisins. Tekur við v. saphena magna í náranum og kallast eftir það v. iliaca externa.

17 Porta-blóðrásin: Blóð berst til lifrar eftir tveim leiðum. A. hepatica flytur súrefnisríkt blóð frá aorta og vena porta (portæð) flytur blóð frá meltingarfærum. Porta blóðrásin felur í sér flutning bláæðablóðs frá meltingarfærum til lifrarinnar áður en það fer til baka til hjartans. Blóðið í vena porta inniheldur flest þau næringarefni sem frásogast hafa í meltingarfærum. Lifur hefur því nokkurskonar eftirlit með með öllu því sem fer inn í blóðrásina frá meltingarfærunum áður en því er veitt inn í aðalblóðrásina. Porta blóðrásinni tilheyra bláæðar sem flytja blóð frá brisi, milta, maga, smágirni og gallblöðru til vena porta. Portæðin er mynduð með samruna v. mesenterica sup. (efri hengisbláæð) og v. lienalis (miltisbláæð) en inn í hana opnast m.a. v. mesenterica inf. (neðri hengisbláæð). V. mesenterica sup. flytur blóð maga, smágirni og hluta ristils. V. lienalis flytur blóð frá maga, milta, brisi og hluta ristils. Áður en portæðin fer inn í lifrina tekur hún við bláæð frá gallblöðru og fleiri bláæðum. Vv. hepaticae flytja bláæðablóð frá lifur til vena cava inferior.

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C.

LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C. LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C. REGLUR VARÐANDI LAXÁ 2005 1. Bannað að spila Matador, Lúdó og

Detaljer

EKSAMENSOPPGAVE INKL. SENSORVEILEDNING

EKSAMENSOPPGAVE INKL. SENSORVEILEDNING AVDELING FOR HELSE- OG SOSIALFAG EKSAMENSOPPGAVE INKL. SENSORVEILEDNING Utdanning : Høgskolen i Bergen, Institutt for Radiografi Kull : R-09 Emnekode/-navn/-namn : BRE103. Radiografi som kunnskapsområde

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Virk efni: natríumklóríð, kalíumklóríð, kalsíumklóríð tvíhýdrat, magnesíumklóríð hexahýdrat og natríumacetat

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

SKALI LAUSNIR STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG NEMENDABÓK. Námsgagnastofnun 8863

SKALI LAUSNIR STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG NEMENDABÓK. Námsgagnastofnun 8863 A SKALI NEMENDABÓK STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG LAUSNIR Námsgagnastofnun 886 Kafli. a 6 e i 04 m 288 b 7 f 42 j 8 n 44 c 9 g 25 k 26 o 2 d 66 h 60 l.2 a c e 52 b 6 d 29 f 68.2 Viðskiptavinurinn fær til

Detaljer

ORKUSTOFNUN VATNAM LINGAR Lykilsk rsla OS99067 Verknr. 7-640670 Skj lfandaj t, Go afoss, vhm 50 Rennslislykill nr. 5 OS99067 September 1999 ORKUSTOFNUN: Kennitala 500269-5379 - S mi 569 6000 - Fax 568

Detaljer

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN Þú getur gert margt til að viðhalda heilsunni. Ef þú veikist af langvinnum

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur Handbók um Umferðarmerki Inngangur Útgefandi Vegagerðin og Reykjavíkurborg Mars 2013 Efnisyfirlit Almennar reglur... 2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja... 3 Merkjaplötur... 3 Litur, lögun, stærð og

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir Veggir og hæðaskil skv. dæmunum hér á eftir teljast uppfylla kröfur um brunamótstöðu með eftirfarandi takmörkunum: a. Hámarkshæð veggja skal vera 3,0

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum VMST-R/0106 Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum Valdimar Ingi Gunnarsson Apríl 2001 Veiðimálastofnun Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík Sími: 567 6400 Fax 567 6420 Heimasíða: www.veidimal.is Netfang:

Detaljer

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI DESEMBER 2017 MANNVIT +354 422 3000 www.mannvit.is mannvit@mannvit.is Efnisyfirlit 1.

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Typhim Vi, 25 míkróg/0,5 ml stungulyf, lausn. Fjölsykrubóluefni við taugaveiki. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 0,5 ml skammtur inniheldur: Hreinsaðar Vi hjúpfjölsykrur

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Í KRINGUM ALAR LAGNIR SKAL VERKTAKI FYLLA MEÐ MINNST 150mm SANDLAGI OG FYLLA SÍÐAN MEÐ FROSTRFÍU OG BURÐARHÆFU FYLLINGAREFNI.

Í KRINGUM ALAR LAGNIR SKAL VERKTAKI FYLLA MEÐ MINNST 150mm SANDLAGI OG FYLLA SÍÐAN MEÐ FROSTRFÍU OG BURÐARHÆFU FYLLINGAREFNI. MIN 55 MERKINGAR ( Í SAMRÆMI VIÐ ÍST. 64, 65,68 OG GILDANDI REGLUGERÐIR ) 6. SKÝRINGAR. BRUNNAR O.FL. BG BR GN NF SF SN KB KL KN HRL FP.X K.n.h K.e.h VL HRB J ST PVC PP PE PB BENSÍNGILDRA, OLÍUGILDRA BRUNNUR

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Apríl 2013 Efnisyfirlit Inngangur... 8 Rannsóknasvæði... 8 Aðferðir... 9 Niðurstöður... 10 Heiðagæsatalning

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma. EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Ákvörðun refsingar... 3 2.1 Um refsimörk laga... 3 2.2 Refsiþyngingarástæður... 4 2.3 70. gr. hgl.... 4 2.4 Hugtakið nauðgun í lagalegum skilningi... 6 2.4.1 Fyrirmynd og

Detaljer

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Stoðrit Útgáfunúmer: 20 Yfirbygging Dags.: YFIRBYGGING

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Stoðrit Útgáfunúmer: 20 Yfirbygging Dags.: YFIRBYGGING Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 3-3-00-01 3. YFIRBYGGING 3.1 DYRABÚNAÐUR... 3-3-01-01 3.2 SKERMUN HJÓLA... 3-3-02-01 3.3 RÚÐUR... 3-3-03-01 3.4 ÖRYGGISBELTI... 3-3-04-01 3.5 UNDIRVÖRN...

Detaljer

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende 4.10.2012 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012 2012/EØS/56/04 av 15. juni 2012 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder,

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

Saltfiskhandbókin. Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar fyrir saltfiskframleiðendur

Saltfiskhandbókin. Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar fyrir saltfiskframleiðendur Saltfiskhandbókin Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar fyrir saltfiskframleiðendur Efnisyfirlit Útgefandi: Matís ohf Umsjón með útgáfu: Páll Gunnar Pálsson AVS - rannsóknarsjóður í sjávarútvegi styrkti

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál] sþ. 118. Tillaga til þingsályktunar [115. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. (Lögð fyrir Alþingi á

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. Í vinnslu 15. febrúar 2016 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Gönguþveranir. Desember 2014

Gönguþveranir. Desember 2014 4 Gönguþveranir Desember 2014 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Detaljer

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni 978-9935-9275-1-4 2018 Rannsóknin var

Detaljer

EFNISTAKA Í HROSSADAL Í LANDI MIÐDALS, MOSFELLSBÆ SKÝRSLUR OG GREINARGERÐIR TENGDAR MATIÁ UMHVERFISÁHRIFUM Minnisblað tæknideildar Reykjavíkurhafnar um Grjótnám ílandi Miðdals ímosfelsbæ. Niðurstöður berggreiningar.

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Merki og Kerfi - Verklegt - Æfing 5. Albert Ingi Haraldsson

Merki og Kerfi - Verklegt - Æfing 5. Albert Ingi Haraldsson Merki og Kerfi - Verklegt - Æfing 5 Albert Ingi Haraldsson 7. nóvember 2011 4.6 Amplitude Modulation and the Continuous-Time Fourier Transform In this exercise we will involve the signal, x(t) = m 1 (t)cos(2π

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av NORSK utgave EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende I EØS-ORGANER 1. EØS-komiteen ISSN 1022-9310 Nr. 56 19. årgang 4.10.2012 Melding til leserne... 1 2012/EØS/56/01 2012/EØS/56/02 2012/EØS/56/03

Detaljer

INNGANGSORÐ. Vinnuhópurinn þakkar öllum þeim sem komu að gerð stigans með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir.

INNGANGSORÐ. Vinnuhópurinn þakkar öllum þeim sem komu að gerð stigans með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir. INNGANGSORÐ Íslenski fimleikastiginn er nú gefinn út í áttunda sinn. Hann er gefinn út á fjögurra ára fresti og hefur sú útgáfa haldist í hendur við nýjar dómarareglur Alþjóðlega Fimleikasambandsins (FIG).

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið Efnisyfirlit dk grunnur - námskeiðið... 2 Flýtileiðir í dk... 3 Uppflettingar... 6 Skýrslur... 8 Gluggar... 10 Stofnupplýsingar fyrirtækis... 11 Almennar stillingar...

Detaljer

Hreyfistundir í leikskóla

Hreyfistundir í leikskóla Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hreyfistundir í leikskóla - hvers vegna? - hvernig? Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir kt. 300979-5139 Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

Detaljer

Stika 1b Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 1b Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika b v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika b Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

Eðlisfræði Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker

Eðlisfræði Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker S I S Menntaskólinn 14.1 Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík Eðlisfræði 1 Kafli 14 - Bylgjur í fleti 21. mars 2007 Kristján Þór Þorvaldsson kthth@mr.is -

Detaljer

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika 1a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 1. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

t i l l j ó s r i t u n a r

t i l l j ó s r i t u n a r Sproti 3a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Sproti 3a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 Heiti á frummálinu: Multi Kopiperm 1 4 Hönnun og útlit: Børre Holth Kápuhönnun

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

Flersvarsoppgaver THP Overarmskast

Flersvarsoppgaver THP Overarmskast Seksjon 1 Flersvarsoppgaver THP 101 2019 Overarmskast Ved et overarmskast i håndball vil man gjøre en horisontal adduksjon av skulderleddet. Hvilken muskel nedenfor vil kontrollere denne bevegelse med

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

URÐUNARSTAÐUR Í FÍFLHOLTUM

URÐUNARSTAÐUR Í FÍFLHOLTUM URÐUNARSTAÐUR Í FÍFLHOLTUM Áhættumat vegna starfsleyfis Sorpurðun Vesturlands hf. Ágúst 2012 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR... 1 2. UPPRUNAEINKENNI MENGANDI ÞÁTTA... 2 2.1 ÚRGANGUR... 2 2.2 SIGVATN OG VIÐTAKAR...

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Smárabrekka Lyngbrekka Grasabrekka Blómabrekka Fjólusveigur Liljusveigur

Smárabrekka Lyngbrekka Grasabrekka Blómabrekka Fjólusveigur Liljusveigur 9. SÉRÁKVÆÐI 9.1. Yfirlit húsagerða Sérbyli E1a E1b E1c E1d E2a E2b E2c E2d E2e E2f E2g E2h E2k E2i R1 R2 R2a P2 Húsagötur: Einbýlishús á einni hæð Einbýlishús á tveimur hæðum* Raðhús Parhús Samtals %

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

Vörulisti leigðu tækin. hjá leigumarkaði byko. Sími

Vörulisti leigðu tækin. hjá leigumarkaði byko. Sími Vörulisti 2012 leigðu tækin hjá leigumarkaði byko Sími 515 4020 www.byko.is Kæri viðskiptavinur. Takk fyrir áhuga þinn á vörulista Leigumarkaðar BYKO. Nú hefur LM BYKO sem áður hét Hörkutól verið starfræktur

Detaljer

Ultralyd av normale abdominalorganer

Ultralyd av normale abdominalorganer Ultralyd av normale abdominalorganer Geir Folvik Haukeland Universitetssykehus Grunnkurs i gastroenterologisk ultralyd Novemeber 2014 1 Ultralyd abdomen ultralyd baseres på refleksjon fra overganger i

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Vatnsorka í Noregi. Aðdragandi núverandi skattakerfis. Markmið með breytingunum

Vatnsorka í Noregi. Aðdragandi núverandi skattakerfis. Markmið með breytingunum Skattlagning orkufyrirtækja í Noregi Vatnsorka í Noregi Norðmenn hófu að beisla vatnsorku sína þegar á seinustu öld, en stærstu skrefin voru þó ekki stigin fyrr eftir seinni heimsstyrjöld. Þannig var uppsett

Detaljer

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010 -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Rannveig Júníusdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ása Ólafsdóttir, lektor september

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb Reykjavík, 22. janúar 2007. Nefiidasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur 23. 1 Q.ccrb Efiii: Svör við umsögnum um firumvarp til laga um breyting á almennum

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

Áhrif gufu frá virkjunum við Suðurlandsveg á umferðaröryggi

Áhrif gufu frá virkjunum við Suðurlandsveg á umferðaröryggi Lokaskýrsla Áhrif gufu frá virkjunum við Suðurlandsveg á umferðaröryggi Ljósm. Einar Sveinbjörnsson 28. apríl 2011 Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur

Detaljer

Leiðbeiningar Reglur um veðurathuganir, skýrslufærslu og skeytasendingar á skeytastöðvum

Leiðbeiningar Reglur um veðurathuganir, skýrslufærslu og skeytasendingar á skeytastöðvum Leiðbeiningar 08001 Reglur um veðurathuganir, skýrslufærslu og skeytasendingar á skeytastöðvum VÍ-ES01 Reykjavík 2008 EFNISYFIRLIT Formáli... 5 1. Inngangur... 7 2. Hitastig... 10 3. Loftþrýstingur...

Detaljer

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. og 10. febrúar 2011. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Dagskrá ráðstefnunnar Miðvikudagur 9. febrúar: Heilbrigði og afföll í matfiskeldi. Seiðagæði. Eldisþorskur:

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer