LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C.

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C."

Transkript

1 LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C.

2 REGLUR VARÐANDI LAXÁ Bannað að spila Matador, Lúdó og önnur borðspil 2. Hugsanlega verður leyft að spila Kana, Vist, Bridge og Bingó 3. Þeir sem ætla í verslunarkjarnann að Skútustöðum fái samþykki Forseta Laxár (fararleyfi) 4. Bannað að kveikja elda 5. Aðeins má ein stöng vera úti í einu (þ.e. 7 stangir í einu ef allir eru að) 6. Bannað að borða á meðan reykt er 7. Bannað að keyra eftir að vera búin að drekka meira en 6 lítra af bjór 8. Bannað að keyra eftir að vera búin að drekka of mikið kaffi 9. Bannað að ganga inn í veiðihúsið á vöðlum 10. Bannað að veiða á buff, spón, makríl, flotholt, græ.ellingsen osfrv. 11. Bannað að elektrisera staðina 12. Bannað að mótmæla Forseta Laxár 13. Dagskrá stendur nema að Forseti Laxár segi annað 14. Bannað að tala um auglýsingar og tengd málefni (t.d. kvikmyndagerð) 15. Stranglega bannað að dansa á bökkum Laxár og fæla fiska 16. Helst ekki berja sama staðinn í meira en 40 mín í einu (nema stanslaust mok sé í gangi) 17. Bannað að pissa í pottinn 18. Hendið ekki rusli í ána (vindla- og sígarettustubbar þó undanþegnir) 19. Sýnið heimamönnum auðmýkt og virðingu Brot á þessum reglum verða illa séð og varða hugsanlegt bann í Laxá 06 Reglum verður breytt eða bætt verður við án fyrirvara af Forseta Laxár. Hægt verður að múta gegn vægu Eintalsgjaldi kr.200 og þá er aðalega átt við reglur 3, 6, 7, 8, 12,17.

3 ÁVARP FOR.SKOTS Kæru Laxárfarar, Innilega til hamingju með Laxá Þetta er áttunda skipulagða Wörtuferðin í Laxá í Mývatnssveit og sú best heppnaða hingað til. Fram undan eru 5 sæludagar sem taka munu sinn toll þar sem menn geta reiknað með allt að viku til að jafna sig eftir átökin. Eftir mun standa ógleymanlega minning af sigrum okkar í Mývatnssveit. Veiðivon Í ár erum við viku seinna í ferðinni en í síðustu ferð (2004) og því má reikna með að aflabrögð geti orðið eitthvað slakari. Það ber þó að hafa í huga að veiðin sjálf er aðeins partur sigrinum, flestir munu því gleyma hver var að veiða mikið á meðan að enginn gleymir hver varð Mottumeistari 2005 og ég tala nú ekki um þann sem kemur með besta nestið. En svona ef marka má fyrri ferðir þá ættu allir að ná að særa eitthvað upp. Reglur í Laxá Það eru nokkrar reglur sem þarf að fara eftir sem heimamenn setja. Það er að vera mættur tímanlega í mat. Aðeins má veiða á flugu. Hver stöng má drepa tvo til þrjá fiska á vakt (sá kvóti er ekki færanlegur á aðrar vaktir eða stangir). Það er góð regla að sleppa öllum fiski undir 45cm, það er lágmarksstærð til að setja í reyk. Það þarf að skrá alla fiska sem eru stærri en 35 cm, þannig að menn þurfa að mæla allan fisk og skrá til bókar. Síðustu tveir mennirnir til að yfirgefa kvöldvökusalinn þurfa sjá um að henda dósum og flöskum (eða raða upp flöskum með einhverju innihaldi). Það er bannað að fara að sofa of snemma nema þá ef menn taki út brennivínsdauða. Brennivínsdauðum mönnum ber að hjálpa í bing og setja fötu við rúmstokkinn ans og vatnsglas á borðið. Lögreglan hefur eitthvað verið að sniglast við Þjóðveg nr.1 og því þurfa ölvaðir veiðimenn að fara gætilega þegar veiðistaðir á borð við Geldingey, Arnarvatn, Helluvað, Hamar og Brettingsstaði. Þess má geta að veiðistaðurinn Katla tilheyrir Arnarvatni, en þangað má svo sem ganga. Það væri því sterkur leikur ef hvert holl gæti haft einn semi-edrú bílstjóra á hverju svæði. Að lokum Góða veiði! For.Skotsembættið

4 NOKKRIR NYTSAMLEGIR HNÚTAR

5 Talstöð (FRS) Flugustöng Auka flugustöng Fluguhjól Aukaspóla Auka fluguhjól Auka aukaspóla Flotlína Aukaflotlína Sökklína Aukasökklína Línuáburð Sökkendataumur Taumefni, helling Handáburð Flugnanet Flugnafælukrem Högl Flugur: Þingeyjingur Hólmfríður Black Ghost Kúluhauar (helling) Rektor Vöðlur aflapoka aflabox Auka vöðlur Stangarhaldara á bíl Vaðstaf Háf Auka háf Vöðlujakka Veiðivesti Naglaklippur Veiðigleraugu Veiðihatt Auka veiðihatt Spilastokka Auka spilastokka Tökuvara Veiðitösku Síðan ullarbol Auka bol Síðar ullarbrækur Auka brækur Nærbuxur Auka nærbuxur Grifflur Vetlinga Húfu Trefil LISTINN Úlpu Þurkklút um hálsinn Bakpoka Þvottapoka Svefnpoka Tannbursta Tannkrem Sjampó Hárnæringu Gel í hárið Handklæði Auka handklæði Sundskýlu Sundgleraugu Gönguskó Inniskó Sokka Veiðisokka Auka sokka Peysur Skyrtu Auka skyrtu Wörtuskyrtu Náttföt Tannstöngla Reyktóbak munntóbak Eldstokk Hressingarvökva Rakvél Raksápu Veiðikort Veiðistaðalýsingu Dagskrá Leikreglurnar Kók Jógúrt Snakk Bjór Eppla.. ferðastaup Plástur Varasalfa Svitasprey Rakspíra Snæri Vasahníf Rotara Myndavél Bíl GSM NMT GPS CB WBC Vasagreiðu Krítakort Debetkort Byssuleyfi Lausafé Pundmæli Landakort af svæðinu Athugasemdabók Skákklukku Penna Almanak þjóðvinafélagsins Málband Dauðalistann Sólaráburð Auka af öllu Vara-auka af öllu Mælt er með að menn taki einnig: Tuborg í plastflöskum G&T Portvíni (1 líter) 3-4 rauðvín á mann sítrónu í G&T-ið barsnakk

6 ARNARVATN (Garðarsvatn) Þetta veiðisvæði er mjög gott síðsumars og ákaflega auðvelt yfirferðar. Það nær frá Kráká niður að Helluvaðsá. Ef veiða á efri hluta svæðisins getur verið ágætt að aka upp að Geldingeyjarbrúm og ganga þaða, bæði upp að Krákárhólmum og eins niður á móts við Hagatá. Einnig er hægt að aka upp að tjaldstæðinu við Arnarvatn og ganga þaðan upp eftir. Hér er gert ráð fyrir því að aka upp að Geldingeyjarbrúm og veiða niður að Nýjavaði. Aka síðan til baka, leggja bílnum við gömlu brýrnar við Arnarvatn og veiða frá Steinsrassi og niður í Sandvík. Leyfðar eru 2 stengur. Geldingeyjarbrýr Sauðavað Ágætt er að ganga yfir í hólmann og vaða út í kvíslina. Kasta síðan upp að landinu við Arnarvatn og veiða alveg niður undir brýr. Síðan er stundum veitt neðan við brýrnar og alveg þangað sem straumurinn undan brúnum tekur að dvína. Neðan við tekur svo Sauðavaðið við. Það er grunnt og auðvelt að vaða. Þarna eru pollar um allt og þar er fiskur en einnig má fá fisk alveg upp við land. Neðan við nefið sem gengur þarna út í ána dýpkar svo áin og þar er einnig hægt að fá silung.

7 Gunnlaugsvað Þessi veiðistaður tekur nánast við af Sauðavaði. Hér má sá hróf á bakkanum og fram undan því er ágætur veiðistaður. Hægt er að veiða hann frá landinu. Einnig er hægt að vaða þarna fram og aftur og veiða á báðar hendur í pollunum sem hér eru. Að öðru leiti vísast til þess sem sagt er um staðinn í kaflanum um Geldingey. Þuríðarflói Ferjustaður Þegar veiði sleppir á Gunnlaugsvaði tekur Ferjustaðurinn við. Hér er oft gott að vera þegar skyggja tekur en ómögulegt er að segja til um hvar best er að bera hér niður vegna þess að áin breytir sér hér árlega. Ágætt er því að vaða og finna hvar aðalállinn liggur og veiða hann. Oftast er best að veiða alveg niður á móts við Hagatána, eða þar sem Geirastaðakvíslin sameinast Syðstukvísl. Nýjavað Ekki kannski besti veiðistaðurinn í ánni en alveg þess virði að reyna hann. Þá er kastað frá bakkanum og veitt alveg niður undir Kleifarhólmann. Hér er talsverður straumur svo ráðlegt er að hafa meðferðis þunga línu og straumflugur. Steinsrass Einn af skemmtilegustu veiðistöðunum á svæðinu. Þetta er í raun stór og mikill flói. Eftir honum miðjum gengur venjulegast sandeyri en það getur verið misjafnt milli ára hversu langt upp hún nær og hversu langt út í straum óhætt er að fara. Vaðið er út á eyrina neðarlega í flóanum og vaðið upp. Hægt er að veiða álinn meðfram landinu og einnig er hægt að veiða í aðalstraumnum. Oftast tekur silungurinn niður undir hólmanum sem lokar flóanum til norðurs. Ærhelluflói Veitt er af bakkanum og byrjað að kasta uppi í hávaðanum meðfram hólmanum sem er efst í flóanum. Veitt er alveg niður á brot en oftast tekur silungurinn niðri við vatnsmælinn sem þarna er. Sandvik Síðasti veiðistaðurinn sem orð er á gerandi í landi Arnarvatns er svo niðri við rimlahlið. Hér er gott að geta vaðið því svo virðist hér að eftir því sem lengra er kastað því stærri verður silungurinn. Sumir fara aldrei neitt annað en upp á móts við Hagatá þegar líða tekur á veiðitímann og þá er best að aka upp að tjaldstæðinu við Arnarvatn. Þaðan er örskotsgangur upp að veiðistöðunum. Allur flóinn, frá beygju, niður á brot heitir þessu einkennilega nafni. Hér er veitt alveg ofan frá hávaðanum niður á brot. Oftast tekur silungurinn niður við brotið en einnig fæst fiskur um miðbik flóans. Hér er talsvert djúpt og því getur reynst nauðsynlegt að kasta uppstreymis og leyfa flugunni að sökkva ögn.

8 BRETTINGSSTAÐIR Hér þarf að aka niður afleggjara frá þjóðveginum, niður fyrir hlið sem er á girðingunni. Þar er hægt að leggja bílnum á litlu stæði og ganga niður að ánni. Á svæðinu eru leyfðar 2 stengur. Strengir Strákaflói Gengið er niður að ánni við Vörðuflóann og haldið upp með henni, upp fyrir þúfuna, nánast alveg upp að girðingu. Þar er straumurinn stríður og stundum er hægt að krækja í stóra silunga hér. Straumurinn gerir allar tökur hér á þessum stað afar eftirminnilegar. Hér er nánast skilyrði að vera með þungar línur og oft hefur gefist ágætlega að reyna hér púpuveiði, uppstreymis, meðfram bakkanum. Hesthúsflói Hér liggur hraunhryggur eftir miðjum flóa. Því þarf að kasta hér all langt því silungurinn liggur yfirleitt við þennan hrygg. Hér er oft hægt að krækja í stóra silunga. Gríðalega stór og mikill veiðistaður sem nær nánast alveg niður að Hrafnsstaðaey. Hér er hvort heldur sem er hægt að kasta úr landinu, ellegar vaða út í flóann og veiða á báðar hendur alla leið niður að eyju. Sé sá kostur valinn er ágætt að fara út í eins ofarlega og hægt er. Flóinn er afar straumþungur ofan til og einnig er hann grýttur. Því ber veiðimönnum að fara varlega hér, því ekkert grín er að missa jafnvægið hér og detta. U.þ.b. um miðjan flóa er ávalur steinn á bakkanum Brettingsstaðamegin. Út af honum er oft silungur

9 og það má nánast segja að það sé silungur um allan flóann, alveg frá þrengslunum efst, niður að eyju. Hrafnsstaðaey Vörðuflói Oftast er byrjað að kasta á móts við Þúfuna en það er ekki algilt. Allt eins er hægt að fá silung á leiðinni ofan úr Strengjum. Hér er ákaflega erfitt um bakkast svo öll nef sem ganga út í ána eru vel þegin. Þegar neðar kemur í flóann er hann stundum væður. Í bakkanum er stór steinn neðarlega og þar er hægt að vaða út. Síðan er vaðið upp eftir flóanum eins og hægt er og kastað upp að landinu við Brettingsstaði. Það er á kvöldin sem ævintýrin gerast hér á þessum stað. Vaðið er út í ofan til, á móts við efra eyjarhornið, hafi veiðimaðurinn ekki vaðið niður Strákaflóann. Kvíslin þarna gefur oft góða veiði og hér gefst oftast best að nota þunga línu og stórar straumflugur. Hólkostsflói Ekki er einum ráðlagt að ganga niður með ánni að Hólkostsflóa. Heldur er ekið niður að Brettingsstaðatóftunum og bílnum lagt þar. Hólkotsflóinn er djúpur og straumþungur veiðistaður og því gott að nota hér þungar línur. Oftast er byrjað alveg efst og veitt alveg niður í þrengslin. Oft er hægt að fá leyfi á Brettingsstöðum, þar sem veiðimönnum þykir svæðið ekki eins spennandi og hin sem í boði eru. Þetta svæði er um margt afar skemmtilegt, sérstaklega Strákaflóinn og Vörðuflóinn, þegar skyggja tekur.

10 GEIRASTAÐIR Mjósund Brunnhellishró Hér má segja að Laxá komi úr Mývatni. Oft er mikið af silungi hér en erfitt getur reynst að fá hann til að taka. Fegurð staðarins bætir þó oft fiskleysið upp. Hér getur verið gott að vaða ögn og kast alveg upp að hinum bakkanum. Við brotin tekur fiskurinn yfirleitt, ef hægt er að fá hann til þess á annað borð Kaffiklettar Neðan til við Slæðuhólmann eru Kaffiklettarnir. Best er að byrja að veiða af bakkanum því stundum tekur silungurinn neðan til við hornið, neðan við klettana. Ef það dugar ekki er ágætt að vaða eins og hægt er og kasta út á brotið. Næst er álitlegt að halda að Brunnhellishrói en svo nefnist veiðistaðurinn neðan við gamla silungastigann. Stiginn hefur reyndar verið fjarlægður. Best er að veiða rennuna sem liggur meðfram eyjunni, alveg niður að útfallinu. Hér hefur oft gefist vel að nota litlar flugur og kasta uppstreymis. Hólsdráttur Þessi veiðistaður tekur nánast beint við af Brunnhellishrói. Hér er ákaflega lygnt og fallegt. Dálítið dýpi er beint framundan eyrinni en þó vætt ef vill. Staðurinn er þó það lítill að óþarft er að vaða mikið. Silungurinn tekur einna helst undir hinum bakkanum og ágætlega hefur reynst að nota litlar flugur hér. Sprengiflói Þessi veiðistaður er skammt neðan við Áshólmann. Hér er allt að því nauðsynlegt að vaða því silungurinn liggur oftast alveg undir bakkanum við Geldingey. Í bakkanum þar er smá runni og er ágætt að miða við að kasta þar út af. Hér er oft hægt að fá stóra silunga.

11 Skipthólmi Hér er oft vaðið niður að Landhólma, yfir Miðmundarvað og veitt niður vikin Langavik Efra vikið byrjar nánast rétt neðan við Miðmundarklettinn. Hér er mikið lausagrjót við hólmann og erfitt getur verið að fóta sig. Silungurinn tekur oftast efst í strengnum en það er auðvitað ekki algilt. Næst er haldið að Skipthólmanum. Þar er best að vaða alveg undir hólmann og kasta í strauminn meðfram Geldingey. Hér er mikilvægt að kasta á undan sér þegar vaðið er, því stundum hefur tekið fiskur á lygnunni. Héðan er svo hægt að kasta á báðar hendur og veiða alveg niður undir Björg Björg Það er erfitt að segja nákvæmlega hvenær þessi veiðistaður tekur við. Venjan er sú að vaða niður undir brotið neðan við Björgin. Oft er fiskur um allt þarna en algengast er að hann taki undir bakkanum við Geldingey. Skurður Stóravik Skammt fyrir neðan Langavik er svo Stóravik. Hér er silungurinn oftast í aðalstrengnum, svo best er að byrja að veiða efst í honum og halda niður með. Oft er hér smásilungur en stundum er hægt að krækja í stærri silunga. Þyngri línur og straumflugur gefa besta raun hér. Ferjuhólmi Á móts við Hagatá er lítill grjóthólmi, Ferjuhólmi. Þangað er ágætt að vaða og veiða þaðan. Aðalstrengurinn er veiddur, svo og hellan fyrir neðan hólmann. Einnig er hægt að vaða niður fyrir helluna og veiða straumskilin, alveg upp við Arnarvatnslandið. Kleif Einn vinsælasti og jafnframt gjöfulasti veiðistaðurinn á Geirastöðum. Um miðjan skurð rennur heimalækur þeirra Geirastaðamanna í skurðinn. Þar, alveg upp við grjótbakkan og dulítið niður með honum, er algengast að silungurinn taki. Ef mikið vatn er í Skurðinum getur einnig verið happadrjúgt að kasta alveg upp við stífluna. Þar er reyndar erfitt um vik fyrir bakkastið en stundum er það þess virði að prófa þarna. Ytri-tangi Neðan við Skurðinn er svo tangi. Þar er ágætt að vaða út og kasta á undan sér. Síðsumars safnast silungurinn saman hér á hraunhellunni. Hann liggur í hraunbollum sem eru víða hér. Einnig tekur oft silungur upp við grjótgarðinn við Geirastaðalandið. Þegar Kleifin er veidd er best að vaða úr Ferjuhólmanum, niður fyrir hellubrúnina. Stundum er hægt að krækja í stubba undir flúðunum en oftast er þó smásilungur þar. Ágætt er að byrja að veiða í vikinu, norðan við Ferjuhólmann og vaða svo niður undir Kleifarhólmann. Hér er þungur straumur svo best er að fara varlega. Stór steinn er í bakkanum Geirastaðamegin á móts við hólmann og við hann er oft silungur. Þungar línur og straumflugur hafa reynst vel hér. Geirastaðasvæðið er ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Það er nánast silungur í hverjum hyl og því getur verið ágætt að kasta víðar en á þeim stöðum sem hér hafa verið taldir upp.

12 GELDINGEY Geldingeyjarbrýr Gunnlaugsvað Þessi veiðistaður er skammt neðan við Sauðavað. Oft er fiskur í straumnum meðfram eynni og þar er hægt að veiða frá bakkanum. Einnig er oft hægt að krækja í fisk rétt fyrir neðan brotin, efst á vaðinu. Hér eru oft stórir silungar og því er betra að vera við öllu búinn. Hagatá Hér er fyrsti veiðistaðurinn sem nefndur verður. Kvíslin meðfram Arnarvatnslandinu er þá veidd og vaðið er út frá hólmahorninu að ofan. Fiskurinn tekur oftast úti í miðjum straumi, ofarlega en einnig hafa fengist silungar alveg niður við brú. Sauðavað Hér eru pollar um allt vað og því er best að fara varlega. Oft fæst fiskur neðan til á vaðinu og hér þarf að vaða. Gildir hér, sem annars staðar, að kasta alltaf á undan sér því það er aldrei að vita hvar silungurinn heldur sig. Stór og mikill veiðistaður neðan við Gunnlaugsvað. Hér sameinast Syðstakvísl og Geirastaðakvísl og með straumskilunum liggur sandbakki niður frá tanganum. Gott er að vaða niður þennan sandbakka en staðsetning hans er breytileg frá ári til árs. Þar sem bakkanum sleppir tekur við áll, sem liggur niður með landinu Arnarvatnsmegin. Þar við hornið tekur oft fiskur. Svo virðist sem silungurinn þjappi sér saman hér þegar líða tekur á sumarið því þarna má oft sjá mikið af fiski. Vel hefur gefist að veiða meðfram sandbakkanum niður frá tanganum og alveg niður í álinn meðfram Arnarvatnslandinu en einnig fæst silungur með því að þverkasta út í aðalstrauminn og láta fluguna lega niður með. Hér fást oft vænir silungar.

13 Stóravik Næsti veiðistaður ofan við Hagatá. Hér þar að kasta nokkuð langt eða alveg fram í aðalstrenginn. Einnig er hægt að vaða út frá miðju viki og þar er auðveldara að ná út í strenginn. Langavik Næsta vik ofan við Stóravik og segja má að hægt sé að fá silung um allt vikið og alveg upp í strengina fyrir ofan. Miðmundarklettur Talsvert fyrir ofan vikin stendur klettur á árbakkanum. Þetta er Miðmundarklettur. Hér er afar grunnt og því verður að fara varlega að silunginum, sem oft liggur í pollum sem myndast hafa í hraunhellunni í vikinu ofan við klettinn. Björg Fyrsti veiðistaðurinn norðan á eyjunni sem eitthvað kveður að er nefndur "undir Björgum". Þarna þarf að fara dulítið varlega því oftast er best að veiða þarna af bakkanum og liggur þá silungurinn inni á milli stórgrýtis rétt framan við bakkann. Einnig er hægt að vaða út og veiða alveg niður undir brot. Næst er álitlegt að halda upp að Brunnhellishrói en svo nefnist veiðistaðurinn neðan við gamla silungastigann. Stiginn hefur reyndar verið fjarlægður. Best er að veiða djúpa rennu sem liggur meðfram eyjunni, alveg niður að útfallinu. Hér hefur oft gefist vel að nota litlar flugur og kasta uppstreymis. Skipdráttur Á móts við Kaffiklettana í Helgey er þessi veiðistaður. Hann gefur stundum fisk, sem þá tekur helst niður undir stórgrýtinu og í dýpinu neðst. Hrútspollur Talsverður spölur er í næsta veiðistað. Hann nefnist Hrútspollur og er líklegast einn dýpsti hylurinn í allri Laxá. Þetta er fallegur hylur og oft fullur af smásilungi. Fram úr pollinum fellur svo Urðarfoss og þar fyrir neðan er næsti veiðistaður. Urðarhró Skipthólmi Þegar gengið er áfram upp með ánni er næst komið að Skipthólma. Þar neðan við er strengur sem oft gefur silung. Þarna má fá væna fiska og sem dæmi um það má nefna að þarna veiddist stærsti silungurinn árið 1994, 8,5 pund á Þingeying. Þetta er einnig veitt af bakkanum og því er best að fara varlega, því silungurinn liggur oft alveg upp við bakkann. Brunnhellishró Neðan við Urðarfossinn tekur við ágætur veiðistaður. Gott er að byrja að kasta í beygjuna þar sem áin beygir niður með Dragey og veiða niður fyrir eyjuna. Silungurinn tekur oftast alveg undir bakkanum við eyjuna svo gott getur verið að vaða aðeins út. Görn Nokkrir veiðistaðir eru á leiðinni niður að Görn en þeim er oft sleppt. Görnin er afar viðkvæmur staður. Silungurinn liggur oft alveg undir trjágróðrinum við hinn bakkann og því þarf að koma flugunni þangað. Þetta er einn fallegasti staðurinn í ánni að öllum hinum ólöstuðum. Hér látum við yfirferð um Geldingey lokið, þrátt fyrir að ótaldir séu ótal veiðistaðir í eynni.

14 HAMAR Hólkotsflói tíma en þó er rétt að kasta nokkrum sinnum á þenna fallega stað. Strákaflói Þetta er djúpur og straumþungur veiðistaður og því gott að nota hér sökklínur og stórar straumflugur eða veiða andstreymis með litlum púpum eða kúluhausum. Oftast er byrjað alveg efst og veitt alveg niður í þrengslin. Silungurinn tekur gjarnan inni í litlu víkinni sem þarna er rétt ofan við klettinn. Hesthúsflói Hér er yfirleitt byrjað að kasta stuttu neðan við Langhólmann. Hraunhryggur liggur eftir miðjum flóa og því þarf að kasta hér all langt. Silungurinn liggur yfirleitt við þennan hrygg og tekur oftast fljótlega eftir að flugan lendir. Hér er kastað af bakkanum því mikið dýpi er hér og straumur talsvert þungur. Hellupollar Rétt fyrir neðan flóann, eða neðst í flóanum, rétt áður en áinn fellur í gegnum Aðhaldið er hraunhella. Á hellunni eru litlir bollar og þar liggur oft silungur. Ekki er ráðlegt að eyða þarna löngum Stuttu neðan við Aðhald gengur lítið nef út í ána. Þar er merki og þar er hægt að vaða út í flóann. Einnig er hægt að ganga niður með bökkunum og veiða þaðan, alveg niður að Guðjónsflúð, niður litlu kvíslina út að útfalli við Hrafnsstaðaey. Sé hins vegar vaðið út í er hægt að veiða á báðar hendur alla leið niður að eyju. Flóinn er straumþungur og grýttur, sérlega ofan til og því er nauðsynlegt að fara varlega. Hér er oft hægt að ná í mjög góða veiði, sérlega er stór silungur ofan til í flóanum. Hann liggur gjarnan í vari af stórum steinum og í hraunbollum víðs vegar um flóann. Það er ágætt að taka tvær til þrjár klukkustundir í að veiða niður flóann, að Strákavaði. Þar er ágætt að vaða í land og hvíla sig fyrir veiðar við Hrafnsstaðaey.

15 Hrafnsstaðaey Hægðarleikur er að veiða allt í kring um eyjuna. Ef veitt er úr landi er kastað frá Guðjónsflúðinni niður kvíslina meðfram landinu, alla leið niður að útfalli þar sem kvíslin fellur fram af lítlum hraunstalli. Einnig er hægt að veiða þar sem kvíslin sameinast aðalstraumnum neðan til við eyjuna. Einnig er hægt að vaða út í eynnna og þá er ágætt að fara út rétt ofan við títtnefnda Guðjónsflúð. Kasta á undan sér alveg að eynni. Vaða síðan út í Brettingsstaðakvíslina og veiða hana alveg niður í þrengslin. Einnig er ágætur veiðistaður við eyjarendan að ofan og eins er rétt að trítla niður í straumskilin þar sem Hamarskvíslin og Brettingsstaðakvísl koma saman. Nónvik Eins og áður sagði er talsverður gangur niður að næsta veiðistað. Það getur þó reynst erfiðisins virði að kíkja þarna niður eftir því staðurinn er fallefur og gefur oft góða silunga. Oftast tekur silungurinn neðan við litlu flúðirnar og eins meðfram bakkanum, neðan til við vikið. Einnig er hægt að vaða út í og veiða aðalstrauminn. Varastaðahólmi Þetta er neðsti veiðistaðurinn sem tilheyrir Mývatnsveiðunum og jafnframt sá efsti á Ljótsstöðum í Laxárdal. Ekki er nema 10 mín gangur að hólmanum frá Nónviki og það er oftast þess virði að bæta þessum spotta við. Veitt er vikið við hólmann og frekast er að fá stóra silunga ofarlega uppi í straumnum.

16 HELLUVAÐ Brotaflói Strákakvísl Tekur við af Brotaflóanum. Ekki þarf að vaða þarna og oftast tekur silungurinn á móts við efra hornið á hólmanum sem þarna er. Sauðavað Gott er að vaða út í flóann við efra merkið, kasta á undan sér og vaða þangað sem samviskan býður að hægt sé að vaða. Byrja að veiða í hávaðanum efst, niður undir hornið Hofsstaðamegin. Þá er ágætt að vaða aðeins til baka og fara niður fyrir flúðirnar sem eru á móts við hornið. Veiða síðan álinn þar neðan við. Vaða síðan til baka í átt að Hrúteynni og kasta alltaf á undan sér. Það eru stórir steinar á leiðinni í land og sést móta fyrir þeim í straumnum. Þar er oft silungur. Best er síðan að vaða annað hvort niður flóann og veiða á undan sér alla leið niður að Brothólmum ellegar fara í land. Sé sá kostur valinn er ágætt að komast í land ofan við áðurnefnda steina en varasamt getur verið að fara þarna um því djúpur áll liggur meðfram eyjunni. Þegar í land er komið er ágætt að veiða af bakkanum niður undir Strákakvísl. Þegar búið er að kasta í ármótin þar sem Helluvaðsáin kemur út í Laxá er gott að rölta niður með kvíslinni vestan megin á Hrútey og byrja að veiða á Sauðavaði. Þetta er lítill veiðistaður, grunnur en talsvert straumharður. Sjaldgæft er að fá marga silunga þarna en oftast tekur hann niður við efra hornið á hólmanum sem þarna er.

17 Þóruvað göngubrúnni yfir í eynna. Þar fyrir neðan er oft talsvert af silungi, en sjaldnast stórum. Stekkjarhagi Þennan stað er best að byrja að veiða við hólmann sem raunverulega er ofan við Stekkjarhagann. Hér liggur væni silungurinn gjarnan undir bökkunum og því er sjálfsagt að kasta á undan sér niður með og fara ofur varlega. Þungar línur og púpur hafa oft gefið góða veiði hér. Þegar þessi staður er veiddur er nauðsynlegt að veiða meðfram bökkunum og undir þeim. Þar liggur oft silungur. Ef það dugir ekki getur veirð happadrjúgt að vaða út á vaðið og veiða það niður að hólmanum sem lokar vaðinu til norðurs. Þar tekur silungurinn oftast. Býlduhylur Oftast er byrjað að veiða niðri á brotinu þar sem fellur út úr hylnum til vesturs. Silungurinn virðist ekki fara fram af brotinu heldur flytja sig upp í hylinn þegar hann verður var mannaferða. Eftir að búið er að kasta á brotið og neðri part hylsins er ágætt að ganga upp fyrir lækinn sem rennur þarna úr Strákakvíslinni og byrja að kasta þar sem áin kvíslast til vesturs, meðfram hólmanum þarna. Veiða síðan alveg niður að horni. Eins er stundum hægt að krækja í silung undir bökkunum þar sem áin er lygnust og eins þar sem lækjarsprænan kemur út í hylinn. Steinbogaey Stekkjarskerjapollur Hér fellur áin fram af talsverðum stalli til vesturs og þar myndast brot. Algengt er að silungurinn taki alveg fremst á brotinu svo óhætt er að þverkasta á brotið og draga fluguna tiltölulega hratt þarna yfir. Taki fiskur þarna er ákaflega mikilvægt að halda honum inni í pollinum en missa hann ekki fram af brotinu. Eins fæst stundum fiskur við útfallið til norðurs en það er sjaldgæfara. Húsalækur Talsverður gangur er niður að þessum veiðistað og líklegast er best að veiða hann úr landinu. Sé hins vegar gengið Steinbogaey, tekur við önnur, Svínshryggur og við endan á honum er þessi veiðistaður. Þarna fara fáir og þvi getur verið vel þess virði að ganga þangað niður eftir. Það er svolítill spölur að ganga niður í Steinbogaey. Fyrsti veiðistaðurinn þar er af

18 HOFSTAÐAEY Gafl Ferjustaður Efst við eyjarendann er fyrsti veiðistaðurinn. Þarna er ágætt að vaða út hraunhelluna á brotinu upp að hólmanum. Veiða síðan niður hylinn, alveg niður að broti. Kasta alveg upp að landinu Hofstaðamegin. Oft er silungur alveg við nefið sem gengur út í ána frá landinu. Hér er gott að nota sökklínu og straumflugur en einnig hefur uppstraumsveiði með kúluhausa gengið ágætlega hér. Það getur líka verið reynandi að kasta í átt að hólmanum hinum megin. Stundum er silungur þar. Garðsendi Þetta er all langur veiðistaður. Þó að yfirleitt sé best að veiða alveg upp undir eyjunni þegar veitt er úr Hofsstaðalandinu, gildir það ekki þegar hingað er komið. Þá er best að kasta upp að landinu og frekast er að silungurinn taki við efra hornið á hólmanum sem lokar þessum veiðistað til norðurs. Einnig er stundum hægt að krækja í silung ofar og því er ráðlagt að byrja að kasta fljótlega eftir að áin kemur úr þrengslunum. Skriðuflói Hér er stundum hægt að krækja í ágæta silunga. Þá tekur hann frekast inni í vikinu upp við landið á Hofsstöðum en það er þó ekki einhlýtt því stundum er líka silungur innan um grjótið sem þarna liggur á botninum. Best er því að byrja að kasta frá bakkanum en vaða síðan út í talsvert fyrir ofan grjótin og þverkasta. Stór og mikill veiðistaður. Best er að byrja að veiða út frá horninu þar sem áin byrjar að breiða úr sér. Vaða síðan út og veiða efst í strengjunum, ganga síðan niður eftir sandeyrinni eins langt og hægt er og veiða í átt að Hofsstaðalandinu. Hér er grunnt og frekar lítill straumur en þegar neðar kemur í flóann, þrengist hann og dýpkar. Oft er hægt að næla í stóra silunga alveg efst í hávaðanum og einnig þar sem flóinn dýpkar aftur og þrengist. Annars er silungur oft um allan flóann.

19 Geldingatóftaflói kominn yfir allan flóann má oft sjá stóra silunga velta sér í yfirborðinu Þúfa Hér gildir það sama og í Skriðuflóanum. Best er að veiða efst við hornið þar sem áin byrjar að breiða úr sér. Síðan er vaðið út í og veitt meðfram landinu. Þar eru stakir steinar og þar liggur oft vænn silungur. Einnig er oft hægt að fá silung í álnum meðfram eynni og líka alveg niður við hólmann. Vörðuflói Um 200 til 300 metrum ofan við flóann er lítil þúfa á árbakkanum og dregur veiðistaðrinn nafn sitt af henni. Hér háttar þannig til að hraunhryggur liggur úti i straumnum og er hann auðséður. Silungurinn liggur gjarnan við þennan hrygg eða ofan á honum. Hér þarf því að kasta hér talsvert langt. Ef notaðar eru straumflugur getur verið betra að kasta ögn upp í strauminn, leyfa flugunni að sökkva aðeins og "strippa" síðan mjög hratt. Hafurseyjarvað Á leiðinni upp að brú að vestan, þar sem eyjan er mjóust, er lítið vað út í Hafursey. Þar er stundum hægt að slíta upp einn og einn. Þessi staður er veiddur af bakkanum og tekur silungurinn oftast stutt frá landinu Stór og mikill flói og djúpur að sama skapi. Talsverður sandburður er hér og því getur verið varasamt að vaða mikið. Það getur þó reynst nauðsynlegt, því oft er hægt, sérlega þegar sólin er byrjuð að ganga undir, að fá væna silunga þar sem skugginn fellur út í flóann frá Brettingsstaðalandinu. Einnig er hægt að veiða flóann úr landinu og er það oftast gert þannig. Ofan til við flóann eru strengir og eru þeir líka veiddir. Hér er oft veitt fram í rökkur og þegar skugginn er Hafurseyjarpollur þarf út af götunni og ganga upp með ánni til þess að finna þennan stað. Hann er við efra hornið á Hafursey og það þarf að vaða þarna yfir til að hægt sé að veiða hann. Það getur verið strembið því þarna er talsvert þungur straumur og grýttur botn. Silungurinn tekur gjarnan í miðjum polli eða nær Helluvaðslandinu.

20 HOFSTAÐIR Steinsrass Þuríðarflói Þessi veiðistaður er rétt fyrir ofan gömlu brýrnar yfir þjóðveginn. Ágætt er að byrja að kasta alveg upp í hávaðanum og veiða alveg niður á brotið. Hér er alldjúpt svo ráðlegt er að nota þungar línur, sérlega efst þar sem straumurinn er mestur. Næst er ágætt að ganga niður að Þuríðarflóa. Hann er veiddur frá bakkanum og oftast byrja menn að veiða hann efst. Eftir flóanum nánast miðjum er sandeyri. Þessi eyri getur breyst frá ári til árs og oft er silungurinn alveg við sandeyrina. Þá getur verið gott að geta kastað langt og komið flugunni yfir aðal strauminn. Stundum tekur silungurinn alveg undir bökkunum en oftar tekur hann niðri við hólmann neðst. Oftar en ekki gefa straumflugur og þung lína besta veiði þarna. Ærhelluflói Rétt fyrir neðan Þuríðarflóann er vatnsmælir á vesturbakkanum. Rétt fyrir ofan hann er hólmi og best er að veiða kvíslina milli lands og hólmans. Einnig er silungurinn oft fyrir neðan hólmann. Hér er einnig gaman að vaða út á brotið neðst í flóanum og veiða með þurrflugum, uppstreymis.

21 Brotaflói Pollur Nú er rétt að halda niður að Hofsstöðum og byrja veiði gegnt efsta veiðistaðnum á Hofsstaðaeyju, Gaflinum. Þar hagar þannig til að djúpur hylur er neðan við flúðir eða lítinn foss. Lítill hraundrangi gengur alveg fram í ána við miðjan hyl. Gott er að byrja ofan við drangann og veiða alveg niður að broti. Garðsendi Þessi veiðistaður er nánast beint niður undan Hofsstaðabænum. Hér myndar áin lítið vik og kemur sandbakki örlítið út í vikið. Silungurinn liggur gjarnan upp við þennan sandbakka og einnig úti í straumnum, inni á milli grjótanna sem hér eru auðsæ. Næst er álitlegt að halda beint niður að Brotaflóa. Það er einn vinsælasti veiðistaðurinn á öllu efra svæðinu og mikið veiddur. Ágætt er að ganga niður að flóanum frá veiðihúsinu en einnig er hægt að vaða yfir úr Helgey, Helluvaðsmegin, náist um það samkomulag við veiðimenn þar. Hér byrja menn gjarnan að veiða upp í hávaðanum. Þar er oft vænn silungur en tekur illa. Það er samt þess virði að prófa. Þegar komið er niður á hornið er vaðið þaðan yfir lítinn en talsvert djúpan ál. Byrjað er að kasta í hylinn beint neðan við brotin og állinn veiddur niður með. Einnig er ágætt að vaða niður með hólmanum sem þarna er og veiða alveg niður að brotunum neðst. Skötueyjarvað Ferjustaður Dulítið labb er niður að næsta veiðistað. Þetta er langur staður og lætur lítið yfir sér. Best er að byrja að kast efst þar sem straumurinn verður minni og veiða alveg niður að hólmanum sem er neðst þarna. Skriðuflói Þá er haldið niður að Skötueyjarvaði. Þar er ágætt að byrja að kasta frá bakkanum og veiða vikið ofan við brot. Ef enginn silungurinn tekur þar er vaðið út rétt neðan við hávaðann og veitt alveg niður að broti. Rétt er að fara að öllu með gát hér því botninn er ósléttur og straumurinn þungur. Lambeyjarstrengur Áin fellur fram af hraunstalli rétt ofan við Steinbogaey og rennur meginstraumur hennar til norðurs. Þar er nefndur Lambeyjarstrengur. Neðarlega í strengnum er lítill hólmi, Langhólmi. Silungurinn liggur oft alveg við neðra hornið á þeim hólma. Einnig fæst silungur í aðalstrengnum og rétt er að vera hér við öllu búinn því stutt er fram af næsta hraunstalli og erfitt getur verið að hemja stóran fisk hér, því hann leitar strax niður í útfallið. Stór og mikill veiðistaður. Eftir flóanum miðjum liggur sandeyri og hægt er að vaða þar út. Byrjað er að veiða alveg uppi í strengjunum en þar er oft dálítið smár fiskur en einnig er hægt að fá hér stóra silunga. Eftir því sem norðar kemur í flóann, dýpkar hann og þar má oft fá stærri fiska. Hægt er að veiða beggja vegna við sandeyrina en oftast er betra að veiða meðfram landinu Hofsstaðamegin. Geldingatóftaflói Stóri silungurinn liggur hér efst innan um stórgrýti. Hér er veitt af bakkanum niður með landinu alveg niður að hólmanum sem lokar þessum veiðistað. Hér er getur verið gaman að eyða talsverðum tíma og það er spennandi að veiða innan um stórgrýtið efst í flóanum. Hér, eins og í Skriðuflóa, er sandeyri eftir miðjum flóa og hægt er að vaða út á þessa eyri, nánast hvaðan sem er. Þegar þangað er komið er líka hægt að veiða litla álinn sem liggur meðfram Hofsstaðaeyjunni.

22 SVÆÐI OG MAKKERAR 9. júlí 10. júlí 11. júlí 12. júlí Stöng nr. Veiðimenn E.h. F.h. E.h. F.h. E.h. F.h. 1 JVJ / PH Hofstaðir Geirastaðir Arnarvatn Helluvað Hofstaðaey Hamar 2 AS / ÖDM Hofstaðir Geirastaðir Arnarvatn Helluvað Hofstaðaey Hamar 3 PÖB / KV Hofstaðir Hofstaðaey Brettingsst. Helluvað Geldingaey Arnarvatn 4 FB / ÞH Helluvað Hofstaðaey Brettingsst. Helluvað Geldingaey Arnarvatn 5 ARB / HB Helluvað Geldingaey Hamar Hofstaðir Geirastaðir Brettingsst. 6 HLG / AK Helluvað Geldingaey Hamar Hofstaðir Geirastaðir Brettingsst. 7 ÓBE / VH Hamar Hofstaðir Geirastaðir Arnarvatn Helluvað Hofstaðaey KALLNÖFN Nafn Símanúmer Kallnafn Jón Valur Jónsson For.Skot Andri Sveinsson Foringinn Arnar Knútsson Mr. Shit Arnar Rafn Birgisson Garrí Finnur Bjarnason Krakkinn Halldór Lind Guðmundsson Minkurinn Hannes V. Birgisson Málarinn Kristinn Vilbergsson Reynir Pétur Ólafur B. Einarsson Gillinæðin Örvar D. Marínósson Alkinn Per Henje Sænski djöfull Pétur Ö. Bjarnason Reynir Pétur Þór Hauksson Nephew Viggó Hilmarsson Villi Hill

23 LAXÁ GRAND LUX DAGSKRÁ Föstudagurinn 8.júlí 2005 Kl.1200 Stuttur fundur við Select við Vesturlandsveg Kl.1215 Síðasti bíll fer frá Select við Vesturlandsveg Kl.1300 Selfoss ef stemmningin er góð, verður smókur Kl.1415 Komið í Hrauneyjar skálað - smókur Kl.1530 Versalir - smókur Kl.1700 Nýjidalur smókur Kl.1830 Herðubreiðahlaup Wörtunnar Kl.1945 Komið í Kiðagil smókur, skálað Kl.2015 Bridgeskóli Wörtunnar tekur við dagksrá Laugardagurinn 9.júlí 2005 Smókar og skálun verður í höndum forseta veiðideilda Kl.1100 ræs og morgunskattur smókur skálað fyrir góðum degi Kl.1230 lagt í ann austur að Mývatni - smókur Kl.1300 Tankað á Fosshóli - smókur Kl.1330 Farið í jarðböðin við Mývatn matur smókur - skálað Kl.1430 Lagt í ann í Laxá Kl.1500 Komið í veiðiheimilið Hof og menn koma sér fyrir og setja saman Kl.1500 Herðubreiðarhlaupið, ef sést í Herðubreið, annars við vel valdan stað Kl.1520 farið yfir stöðuna, græjur settar saman osfrv smókur Kl.1530 þeir sem eiga Hamarinn og Brettingsstaði leggja í ann Kl.1545 þeir sem eiga Geldingey, Helluvað, Hofstaðaland, Geirastaði og Hofstaðaey leggja í ann Kl.1550 Veiðimenn sem eiga Hofstaðaey eða Hofstaði koma upp bar Kl.1900 stuttur fundur um FRS stöðutaka smókur Eintöl Kl.2200 veiði lýkur smókur Kl.2200 endilega að fá sér einn á barnum áður en haldið er í veiðihúsið Kl.2300 matur smókur Kl.2330 kvöldvaka smókur Eintöl pottur Kl.0400 ljós dempuð Sunnudagurinn 10.júlí 2005 Kl.0730 ræs og morgunskattur smókur - Eintöl Kl.0800 veiði hefst skálað og menn rétta sig af-smókur Kl.1030 stuttur FRS-fundur smókur Kl.1400 veiði lýkur smókur matur pása farið yfir stöðuna - Eintöl Kl.1545 smókur Kl.1600 veiði hefst barir opna gott ef menn ná klukkutíma á barnum áður en veiði hefst-smókur Kl.2200 veiði lýkur smókur - skálað Kl.2300 matur - Eintöl skálað-smókur Kl.2330 smókur Eintöl-smókur Kl.2335 Mottukeppni Laxár 2005 Kl.0400 ljós dempuð Mánudagurinn 11.júlí 2005 Kl.0730 ræs og morgunskattur - smókur Kl.0800 veiði hefst skálað og menn keyra sig upp aftur Kl.1400 veiði lýkur smókur matur - pása Kl.1545 smókur - skálað Kl.1600 veiði hefst-smókur Kl.1900 stuttur FRS-fundur - smókur Kl.2200 veiði lýkur skálað-smókur Kl.2300 matur - smókur Kl.2330 kvöldvaka frjálst-smókur Þriðjudagurinn 12.júlí 2005 Kl.0730 ræs og lauf léttur morgunskattur - smókur Kl.0800 veiði hefst - smókur Kl.1400 veiði lýkur smókur Kl.1430 matur sturta heimferð - smókur Kl.1600 Akureyri snarl á Greifanum smókur Kl.1645 Egg og bacon í Varmalíð - smókur Kl.1930 Áæltlaður komutími til RVK Kl.1935 Dagskrálok frjálst mælt með smók Vegalengdir: Reykjavík Hrauneyjar Hrauneyjar Versalir Versalir Nýidalur Nýidalur Fosshól Fosshól Laxá Reykjavík Laxá um Sprengisand Reykjavík Laxá um þjóðv.nr km 55 km 103 km 85 km 30 km 423 km 477 km GPS-punktar: Hrauneyjar: N W Versalir: N W Nýidalur: N W Goðafoss: N W Mývatn: N W Forseti Veiðideilda áskilur sér allan rétt til þess að breyta þessari dagskrá með engum fyrirvara Stangveiðideild Wörtunnar B.C. 2005

24 Hópurinn í Nýjadal á Sprengisandi For.Skot með einn vænann Dómnefnd mottukeppninnar Mottumeistarinn 2004 For.Skot og Bizzy að lokinni kvöldvöku Kúkurinn dælir út drykkjum á Alla-bar Bud Spencer á daginn Ron Jeromy á nóttinni

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð Bók þessi er gefin út í 300 eintökum. Matthías Johannessen Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð ÁRVAKUR HF. Umdir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Bar átt an við eðl ið

Bar átt an við eðl ið 10 Sportveiðiblaðið Bar átt an við eðl ið Ragn ar Hólm Ragn ars son ræð ir við Jón Gunn ar Benj am íns son (f. 1975) sem lenti í al var legu um ferð ar slysi fyr ir þrem ur ár um en læt ur ekki deig an

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

ORKUSTOFNUN VATNAM LINGAR Lykilsk rsla OS99067 Verknr. 7-640670 Skj lfandaj t, Go afoss, vhm 50 Rennslislykill nr. 5 OS99067 September 1999 ORKUSTOFNUN: Kennitala 500269-5379 - S mi 569 6000 - Fax 568

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Apríl 2013 Efnisyfirlit Inngangur... 8 Rannsóknasvæði... 8 Aðferðir... 9 Niðurstöður... 10 Heiðagæsatalning

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum Grindvíkingum hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn

Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum Grindvíkingum hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn Sjómannadagsblað Grindavíkur 2012 Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum Grindvíkingum hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn Opið frá kl. 9.00-16.00 alla virka daga Sími 426 7150 & 893 7140 -

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

FERÐIR. Í kringum jörðina á 180 dögum 180 daga heimsreisa með skemmtiferða skipi stendur jarðarbúum til boða árið SÍÐA 2

FERÐIR. Í kringum jörðina á 180 dögum 180 daga heimsreisa með skemmtiferða skipi stendur jarðarbúum til boða árið SÍÐA 2 FERÐIR Í kringum jörðina á 180 dögum 180 daga heimsreisa með skemmtiferða skipi stendur jarðarbúum til boða árið 2015. SÍÐA 2 Gengið um þjóðgarða Fjölmargar óviðjafnanlegar gönguleiðir liggja um þjóðgarða

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

SKALI LAUSNIR STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG NEMENDABÓK. Námsgagnastofnun 8863

SKALI LAUSNIR STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG NEMENDABÓK. Námsgagnastofnun 8863 A SKALI NEMENDABÓK STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG LAUSNIR Námsgagnastofnun 886 Kafli. a 6 e i 04 m 288 b 7 f 42 j 8 n 44 c 9 g 25 k 26 o 2 d 66 h 60 l.2 a c e 52 b 6 d 29 f 68.2 Viðskiptavinurinn fær til

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga Persónukjör í sveitarstjórnarkosningum tjó i í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga FINNLAND Kosningarréttur - kjörgengi Kosningarréttur sambærilegur

Detaljer

Vörulisti leigðu tækin. hjá leigumarkaði byko. Sími

Vörulisti leigðu tækin. hjá leigumarkaði byko. Sími Vörulisti 2012 leigðu tækin hjá leigumarkaði byko Sími 515 4020 www.byko.is Kæri viðskiptavinur. Takk fyrir áhuga þinn á vörulista Leigumarkaðar BYKO. Nú hefur LM BYKO sem áður hét Hörkutól verið starfræktur

Detaljer

Uppskriftir til jólahugna. Jólabollar Piparnøtur Rómkúlur Karamellur. Jólauppskriftir

Uppskriftir til jólahugna. Jólabollar Piparnøtur Rómkúlur Karamellur. Jólauppskriftir Uppskriftir til jólahugna Jólabollar Piparnøtur Rómkúlur Karamellur Jólauppskriftir 1 Jólabollar (16 bollar) Amboð: 2 bollar, sleiv, el-tyril, súpiskeið-mál, dl-mál, lítla grýtu, teskeið-mál, reint viskistykki,

Detaljer

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Albert K. Imsland, Akvaplan-niva, Strandbúnaðarþing 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars Yfirlit erindis Lífsferill laxalúsar Hitastig og laxalús Laxalús

Detaljer

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum VMST-R/0106 Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum Valdimar Ingi Gunnarsson Apríl 2001 Veiðimálastofnun Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík Sími: 567 6400 Fax 567 6420 Heimasíða: www.veidimal.is Netfang:

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Vatnsbakki Skorradalsvatns - Almannaréttur og útivist

Vatnsbakki Skorradalsvatns - Almannaréttur og útivist BS ritgerð Desember 2012 Vatnsbakki Skorradalsvatns - Almannaréttur og útivist Guðmundur Freyr Kristbergsson Umhverfisdeild i BS ritgerð Desember 2012 Vatnsbakki Skorradalsvatns - Almannaréttur og útivist

Detaljer

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma. EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Ákvörðun refsingar... 3 2.1 Um refsimörk laga... 3 2.2 Refsiþyngingarástæður... 4 2.3 70. gr. hgl.... 4 2.4 Hugtakið nauðgun í lagalegum skilningi... 6 2.4.1 Fyrirmynd og

Detaljer

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl.

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Ingibergur Sigurðsson veiðieftirlitsmaður vinnsluskip Mars til júní 2009. Inngangur Í því sem hér fer á eftir mun ég gera

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST 17. FEBRÚAR 2012 STJÖRNUSMINKA GERIR ÞAÐ GOTT Í DUBAI FLOTTAR FYRIRMYNDIR YFIR FERTUGU SJÓNVARPSKOKKUR OG NÝBÖKUÐ MAMMA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST Á LEIÐINNI Í MARAÞON GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR

Detaljer

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 2 1.1 Kristín Helga Gunnarsdóttir... 3 1.2 Ríólítreglan... 3 2 Þýðingar og þýðingafræði... 5 2.1 Hvað eru þýðingar?... 5 2.2 Hugtakið jafngildi... 6 2.2.1 Hvað er jafngildi?...

Detaljer

Áhrif gufu frá virkjunum við Suðurlandsveg á umferðaröryggi

Áhrif gufu frá virkjunum við Suðurlandsveg á umferðaröryggi Lokaskýrsla Áhrif gufu frá virkjunum við Suðurlandsveg á umferðaröryggi Ljósm. Einar Sveinbjörnsson 28. apríl 2011 Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur

Detaljer

Eðlisfræði Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker

Eðlisfræði Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker S I S Menntaskólinn 14.1 Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík Eðlisfræði 1 Kafli 14 - Bylgjur í fleti 21. mars 2007 Kristján Þór Þorvaldsson kthth@mr.is -

Detaljer

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to)

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to) Viðauki Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs. 182 4to) Jóhannes B. Sigtryggsson, 2011 1 2 1 Hjartans elskulegu dætur mínar, Sigríður, Jórunn, Guðný, Katrín og Helga, ykkur, ykkar elskendum og afkomendum,

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag júlímánaðar, var hið 17. löggjafarþing, en hið 3. aukaþing sett í Reykjavík. Fyrat söfnuðust alþingismenn, ásamt landshöfðingja Magnúsi Stephensen, saman í alþingishúsinu,

Detaljer

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65.

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65. Noregur og norska kerfið Nanna Þórunn Hauksdóttir Jan 2010 Bæir og fólksfjöldi fjöldi Oslo = 880.000000 Bergen = 230.000 Stavanger = 190.000 Trondheim = 160.000 Fredrikstad/Sarpsborg = 100.000 Drammen

Detaljer

Gips venjingar - tá armurin er brotin

Gips venjingar - tá armurin er brotin Gips venjingar - tá armurin er brotin Við armi í gipsi Tá ið armurin er brotin, er neyðugt, at hann fær frið at vaksa saman aftur. Tí er neyðugt við einum gipsi. Gipsið skal liggja á arminum í umleið 4

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Gönguþveranir. Desember 2014

Gönguþveranir. Desember 2014 4 Gönguþveranir Desember 2014 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Detaljer

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut.

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut. Brennu-Njáls saga Brennu-Njáls saga 1. kafli Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill

Detaljer

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI DESEMBER 2017 MANNVIT +354 422 3000 www.mannvit.is mannvit@mannvit.is Efnisyfirlit 1.

Detaljer

URÐUNARSTAÐUR Í FÍFLHOLTUM

URÐUNARSTAÐUR Í FÍFLHOLTUM URÐUNARSTAÐUR Í FÍFLHOLTUM Áhættumat vegna starfsleyfis Sorpurðun Vesturlands hf. Ágúst 2012 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR... 1 2. UPPRUNAEINKENNI MENGANDI ÞÁTTA... 2 2.1 ÚRGANGUR... 2 2.2 SIGVATN OG VIÐTAKAR...

Detaljer

yvvl~y.; -'Z Y;IK pr. K...,'1.

yvvl~y.; -'Z Y;IK pr. K...,'1. yvvl~y.; r1 J 21 A f r i t. 10.12.47-1 eint SB Fer5 ao Gilsvatni og Friomundarvotnum. Sunnud. 10. agust 1947 kl. 8 til manud. 11. ago kl. 1. Fario a hesturn fra Guolaugsstooum, Blondudal. patttakendur:

Detaljer

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur Handbók um Umferðarmerki Inngangur Útgefandi Vegagerðin og Reykjavíkurborg Mars 2013 Efnisyfirlit Almennar reglur... 2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja... 3 Merkjaplötur... 3 Litur, lögun, stærð og

Detaljer

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Kristján G. Jóhannsson SKIPSNAFNIÐ JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Í HÁLFA ÖLD Mars 2017 Ljósmynd á forsíðu: Júlíus Geirmundsson ÍS 270 (I) nýkominn til landsins í mars 1967. Ljósmynd: Jón A. Bjarnason Skipsnafnið

Detaljer

Kuml í uppsveitum Borgarfjarðar

Kuml í uppsveitum Borgarfjarðar Adolf Friðriksson Kuml í uppsveitum Borgarfjarðar Skýrsla um rannsóknir 2011-2012 Fornleifastofnun Íslands Reykjavík 2013 FS507-07291 Fornleifastofnun Íslands Bárugötu 3 101 Reykjavík www.instarch.is fsi@instarch.is

Detaljer

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Rakel Birna Þorsteinsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Rósmundur Guðjónsson Apríl 2016 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið

Detaljer

Er fjárkláðinn úr sögunni?

Er fjárkláðinn úr sögunni? 8 Skógrækt þyrfti að þrefalda að mati Arnórs Snorrasonar 12 Er fjárkláðinn úr sögunni? 16 Viðtal við Ólaf M. Magnússon í Mjólku 10. tölublað 2007 Þriðjudagur 29. maí Blað nr. 261 Upplag 16.300 Alhvítt

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Java útgáfa /2/2008

Java útgáfa /2/2008 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Tilgangur og uppbygging þessara leiðbeininga... 6 Hvað þarf til að búa til forrit í Java... 6 drjava þróunarumhverfi... 8 Grunnatriði form java forrits - skrifað á skjá...

Detaljer

Athugasemdir við umferðaröryggisáætlun

Athugasemdir við umferðaröryggisáætlun Athugasemdir við umferðaröryggisáætlun 2002-2012 Gerð af Landssamtökum hjólreiðamanna Ekki er mikið fjallað um umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í síðustu útgáfu umferðaröryggisáætlunar. Halda mætti

Detaljer

VMST-R/0114. Fiskrannsóknir á vatnasviði. sumarið Ingi Rúnar Jónsson Sigurður Guðjónsson. maí 2001

VMST-R/0114. Fiskrannsóknir á vatnasviði. sumarið Ingi Rúnar Jónsson Sigurður Guðjónsson. maí 2001 VMST-R/ Fiskrannsóknir á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum sumarið Ingi Rúnar Jónsson Sigurður Guðjónsson maí Efnisyfirlit Inngangur... Umhverfi... Framkvæmd... Niðurstöður og umræða...5 Eðlis- og efnaþættir...

Detaljer

Lífið. Lífsgleðin er drifkrafturinn. Rósa Guðbjartsdóttir. fötunum? 14. Tíska og trend í undirfötum Í hverju ertu

Lífið. Lífsgleðin er drifkrafturinn. Rósa Guðbjartsdóttir. fötunum? 14. Tíska og trend í undirfötum Í hverju ertu Lífið Föstudagur 11. desember 2015 Rósa Guðbjartsdóttir Lífsgleðin er drifkrafturinn visir.is/lifid Matarvísir Súpur Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi 6 Steinunn Anna sálfræðingur Ertu með viðkvæmar

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Námur. Efnistaka og frágangur

Námur. Efnistaka og frágangur Námur Efnistaka og frágangur Apríl 2002 Útgefendur: Embætti veiðimálastjóra Hafrannsóknarstofnun Iðnaðarráðuneytið Landgræðsla ríkisins Landsvirkjun Náttúruvernd ríkisins Samband íslenskra sveitarfélaga

Detaljer

Alltaf sami Grallarinn?

Alltaf sami Grallarinn? Tónlistardeild Hljóðfæraleikur Alltaf sami Grallarinn? Samantekt á efni allra 19 útgáfna Grallarans Ritgerð til BMus-prófs í hljóðfæraleik Kristín Þóra Pétursdóttir Haustönn 2016 Tónlistardeild Hljóðfæraleikur

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið, b.t. Vals Þráinssonar, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Reykjavík 11. mars 2016. Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Orð úr máli síldarfólks

Orð úr máli síldarfólks Orð úr máli síldarfólks Ábreiður.,,Þar sem ekki er hægt að hafa opnar síldartunnur í húsi, þurfa að vera til nægar ábreiður til að verja síldina fyrir sól, vindi og vatni. Þær eiga að vera þéttar og ljósar

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið Efnisyfirlit dk grunnur - námskeiðið... 2 Flýtileiðir í dk... 3 Uppflettingar... 6 Skýrslur... 8 Gluggar... 10 Stofnupplýsingar fyrirtækis... 11 Almennar stillingar...

Detaljer

Reykjanesbraut Breikkun á milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur

Reykjanesbraut Breikkun á milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Reykjanesbraut Breikkun á milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Mat á landslagi og landslagsheild Sjónræn framsetning á völdum vegamótum Inngangur Þessi samantekt er unnin af verkfræðistofunni Hönnun hf. í

Detaljer

Álfasala SÁÁ maí

Álfasala SÁÁ maí 1. TÖLUBLAÐ - 14. ÁRGANGUR - MAÍ 2015 Álfasala SÁÁ 6.-10. maí - Þúsund sölumenn um land allt - bls. 3 Grímur Atlason: - drakk og ég fann ró - bls.4 Ásgerður Th. Björnsdóttir: - Söfnunarfé greiðir 20% af

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer