FERÐIR. Í kringum jörðina á 180 dögum 180 daga heimsreisa með skemmtiferða skipi stendur jarðarbúum til boða árið SÍÐA 2

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "FERÐIR. Í kringum jörðina á 180 dögum 180 daga heimsreisa með skemmtiferða skipi stendur jarðarbúum til boða árið SÍÐA 2"

Transkript

1 FERÐIR Í kringum jörðina á 180 dögum 180 daga heimsreisa með skemmtiferða skipi stendur jarðarbúum til boða árið SÍÐA 2 Gengið um þjóðgarða Fjölmargar óviðjafnanlegar gönguleiðir liggja um þjóðgarða landsins. SÍÐA 4 Smalaði hreindýrum úr loftii Tomasz Chrapek, Íslandsmeistari í svifvængjaflugi, fékk draumastarf á Grænlandi. SÍÐA 6

2 2 Ferðir KYNNING AUGLÝSING Heimsreisa í skemmtiferðaskipi Viltu fara í 180 daga heimsreisu um borð í lúxus-skemmtiferðaskipi? Slík ferð er komin í sölu hjá Oceania Cruises en það mun vera lengsta ferð sem boðið hefur verið upp á. Í ferðinni verða 44 lönd heimsótt og komið við í 89 höfnum í Ameríku, Afríku, Asíu og Ástralíu og komið í helstu stórborgir. Evrópa er þó ekki með í þessari ferð. Skipið leggur af stað frá Miami á Flórída 10. janúar 2015 og kemur til baka þann 8. júlí Ferðin tekur því sex mánuði og er tveimur mánuðum lengri en aðrar slíkar heimsferðir sem farnar hafa verið. Farþegar verða 684 og stoppað í 89 höfnum í 44 löndum. Oceania-skipafélagið hefur ekki áður boðið heimsferðir, en það er þekkt fyrir lengri stopp í höfnum en aðrir. Við viljum bjóða upp á öðruvísi ferð, þar sem slökun verður í fyrirrúmi, auk þess sem ferðamenn njóta þess að fara í draumaferðina sína, kanna lönd og heimsálfur. Við erum ekki í kappi við tímann heldur förum hægt yfir, segir Kunal Kamlani, forstjóri félagsins. Við heimsækjum alla mest heillandi staði í heimi. Í ferðinni verða ellefu stopp yfir nótt á sama stað og fjögur tveggja nætur stopp í Höfðaborg í S-Afríku, Yangon, Mjanmar (Búrma), Singapúr og Shanghaí í Kína. Ferðin byrjar í Karíbahafinu en heldur síðan áfram til S-Ameríku þaðan sem haldið er yfir Atlantshafið til Afríku. Þaðan fer skipið til Indlands, Asíu, Ástralíu, Nýja-Sjálands, S-Kyrrahafs og Havaí áður en haldið er til Miami í gegnum Panamaskurðinn. Auk þess að fara yfir miðbaug fjórum sinnum og sigla í gegnum 24 tímabelti fer skipið yfir þrjú úthöf og tíu innhöf. Það stoppar á 45 eyjum og farþegum gefst kostur á að skoða 47 staði þar sem eru svæði á Náttúruminjaskrá UNESCO. Þeir sem bóka ferð snemma greiða Bandaríkjadali, eða tæpar fimm milljónir Allur matur er innifalinn í verði ferðarinnar, sem tekur sex mánuði. Notalegt svefnherbergi með fallega uppábúnu rúmi og þjónum. Það er lúxus að vera um borð í skemmtiferðaskipi. króna. Innifalin í verðinu er ein nótt á lúxushóteli í Miami fyrir ferðina. Áfangastaðirnir eru svo margir að ómögulegt er að telja þá alla hér en þeir sem hafa áhuga geta farið á heimasíðuna cruises. com eða skoðað kortið hér að neðan. Oceania Cruises býður eingöngu lúxusskip þar sem vel fer um farþega. Það verður því ekki amalegt að sigla með þeim um allan heim. MYNDIR/GETTY Nýtt frá Hawaiina Tropic Silk Hydration sólarvörn rakakrem og sólarvörn létt og silkimjúkt kókosilmur Kortið. Ævintýraferðin á korti Farþegar sem fara í sex mánaða heimsferð um borð í Oceania Cruises eiga eftir að upplifa mikið ævintýri. Fyrst í Karíbahafinu, þar sem vinsælar eyjur eru heimsóttar, en síðan liggur leiðin til Brasilíu áður en haldið er yfir Atlants hafið til Afríku. Nokkra þekkta staði er hægt að nefna en listinn er afar langur. Tógó, Benín, Namibía, Höfðaborg í S-Afríku, Mósambík, Madagaskar, Tansanía, Kenýa, Seychelles-eyjar, Maldíveyjar, Indland, Mjanmar, Malasía, Singapúr, Taí land, Kambódía, Víetnam, Hong Kong, Shanghai og Pekíng í Kína, S-Kórea, Japan, Taívan, Filippseyjar, Balí í Indónesíu, Ástralía, Tasmanía, Nýja Sjáland, Bora Bora, Tahítí, Havaí, Los Angeles, San Diego, Mexíkó, Gvatemala, Kostaríka, Kólumbía og Flórída. Hér eru aðeins taldir upp nokkrir staðir. Skipið kemur við bryggju á nokkrum stöðum í sumum löndum. Ekki er siglt um Evrópu í þessari ferð. Hægt er að skoða alla staðina á heimasíðu Oceania Cruises.

3 27. JÚLÍ 2013 LAUGARDAGUR KYNNING AUGLÝSING Ferðir 3 Sælustundir sumarsins í góðra vina hópi. MYND/ANTON Ljúfar veigar í lautarferðina Sælustundir sumarsins eru flestar í góðra vina hópi og fátt er betra en að klingja glösum í sólinni. Samúel Þór Hermannsson vínþjónn gefur uppskriftir að svalandi sumarveigum sem einfalt og fljótlegt er að blanda og slá þannig upp veislu úti á túni eða niðri á strönd. Ég nota Mickey Finn eplalíkjör í drykkina en Mickey Finn hefur alltaf verið þekkt fyrir gæðakokkteila, búna til úr ekta ávöxtum. Til að mynda þarf 40 epli til að búa til einn lítra af Mickey Finn Sour Apple, segir Samúel en líkjörinn á sér langa sögu. Mickey Finn var írskur að uppruna en fluttist til Ameríku þegar tímarnir voru erfiðir heima fyrir. Þegar hann kom til Chicago hófst ferill hans í barmennsku og áður en langt um leið hafði hann unnið sig upp í bransanum og var orðinn einn af aðal bareigendum Chicago-borgar. Í dag er Mickey Finn næstsöluhæsti líkjörinn á Írlandi á eftir Baileys og söluhæsti eplalíkjörinn á Íslandi. FERSKUR GRANATEPLA- OG HINDBERJADRYKKUR 6 cl Stolichnaya-vodka cl Mickey Finn Sour Raspberry Granateplasafi Granatepli Byrjum á að fylla könnu af klökum. Hellum svo 6 cl af Stolichnaya-vodka yfir og svo er Hammer-gini og Mickey Finn Sour Raspberry skellt í könnuna. Fyllt upp með granateplasafa Út í þennan drykk er frábært að bæta við ferskum granateplum. BLUEBERRY PEACH 6 cl Hammer-gin cl Mickey Finn Sour Blueberry Ferskjusafi Bláber Byrjum á að fylla könnu af klökum. Hellum svo 6 cl af Stolichnaya-vodka yfir og svo er Hammer-gini og Mickey Finn Sour Blueberry skellt í könnuna. Fyllt upp með ferskjusafa. Frábært að bæta við ferskum bláberjum í þennan drykk. GRÆNA SKRÍMSLIÐ 6 cl Stolichnaya-vodka cl Mickey Finn Sour Apple Engiferöl Byrjum á að fylla könnu af klökum. Stolichnaya-vodka og Mickey Finn Sour Apple er svo skellt í könnuna og fyllt upp með engiferöli. Út í drykkinn er mjög fallegt að setja nokkrar limesneiðar.

4 4 Ferðir KYNNING AUGLÝSING Með ósnortið land undir fótum Ísland státar af stærsta þjóðgarði Evrópu, en innan þjóðgarða landsins er að finna fjölmargar óviðjafnanlegar gönguleiðir um því sem næst ósnortið land. Þjóðgarðar Íslands eru þrír; Þingvellir, Snæfellsjökulsþjóðgarður og Vatnajökulsþjóðgarður, sem er jafnframt stærsti þjóðgarður Evrópu og þekur tæp þrettán prósent lands. Þjóðgarðar, sem eru mörg þúsund talsins um heim allan, eru svæði lands í eigu ríkisstjórna þar sem ekki má byggja upp mannvirki og eru mengunarlaus. Eðli málsins samkvæmt þykir eftirsóknar vert að berja ósnortið landslag þeirra augum og anda að sér fersku lofti og eru fjörmargar spennandi gönguleiðir í þjóðgörðum landsins. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Slysavarna félaginu Landsbjörg, heldur úti vefsíðunni Göngu leiðir. is. Hann var beðinn um að nefna nokkrar skemmti legar gönguleiðir. Vatnajökulsþjóðgarður Leiðin frá Sveinstindi að Hólaskjóli liggur að hluta um Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta er þriggja daga gönguleið og ein sú fallegasta á öllu landinu. Frá Sveinstindi er gengið í gegnum Skælinga, fram hjá svokölluðum Ufsa tindum, niður Eldgjá og í Hólaskjól, segir Jónas. Fyrir þá sem kjósa styttri göngu nefnir hann leið í Jökulsárgljúfrum sem kallast Eyjan í Vesturdal eða Svínadalshringurinn. Um er að ræða létta og þægilega gönguleið sem hentar öllum. Þetta er ekki mjög fjölfarin leið sem vekur furðu því hún er afar fjölbreytt og skemmtileg og ágætlega stikuð og merkt. Gangan hefst við bílastæðið í Vestur dal og er gengið beint suður. Eftir stutta göngu færist slóðin nær klettaveggjum. Gengið er fram hjá Svínadal og yfir að Jökulsá. Þaðan liggur stígurinn meðfram ánni, fram hjá Karli og Kerlingu og aftur inn í Vesturdal. Snæfellsjökulsþjóðgarður Jónas segir gaman að fara í styttri menningar göngutúra um Snæfellsjökulsþjóðgarð. Ein leið liggur frá Öndverðarnesi að Gufuskálum og er mikið af minjum á leiðinni. Þetta er ansi hreint fjölbreytt og skemmtileg gönguleið. Eini gallinn er sá að upphafs- og endastaður er ekki sá sami svo skipuleggja þarf gönguna með það í huga. Gangan hefst á vestasta odda Snæfellsnes. Þaðan er farið eftir slóða að Gufuskálum sem er víða stikaður. Best er að halda sig sem næst ströndinni og oftast má finna fínar kindagötur til að fylgja. Klettarnir niður að sjónum eru víða snarbrattir en eigi að síður freistar að kíkja fram af. Þá sést sandborinn botn speglast í grænum og bláum sjónum. Leiðin liggur framhjá Skarðsvík, sem er eina náttúrulega sólar strönd landsins. Leiðin er sjö og hálfur kílómetri að lengd, alveg flöt og á færi flestra. Þingvellir Fjölbreyttar gönguleiðir liggja um Þingvallaþjóðgarð og eru þær vel stikaðar og merktar. Utan þingstaðarins forna tengjast þær flestar Þriggja daga gönguleið liggur frá Sveinstindi að Hólaskjóli. Hún þykir með fallegri gönguleiðum landsins. gömlu eyðibýlunum Hrauntúni, Skógarkoti og Vatnskoti sem minna á gamla tíð og lífið í landinu fyrir tíma vélvæðingar. Um er að ræða nokkurra klukkustunda göngu fyrir alla fjölskylduna, segir Jónas. Nánari upplýsingar er að finna á en þar er yfirlit yfir áhugaverðar göngu leiðir um allt land og eru þær flokkaðar eftir landshlutum, erfiðleikastigi og lengd. Snæfellsjökull. MYNDIR/VILHELM Vesturdalur. Ljúffengar veitingar í náttúrunni Ferðalangar um landið geta nú keypt tilbúna kokkteila og ljúffeng kassavín sem henta vel í útileguna, tjaldhýsið og sumarbústaðinn. Auðveldur, þægilegur og góður kostur í sumarferðalagið. Nú þarf ekki lengur að finna barþjón á ferðalagi um landið í sumar. Kominn er á markað tilbúinn blandaður kokkteill í kassa, tilbúinn fyrir gæðastund á íslensku sumar kvöldi. Samúel Þór Hermannsson vínþjónn segir að nú sé hægt að blanda hinn fullkomna mojito í bústaðnum, tjaldhýsinu eða á sumarferðalaginu um landið. Vikingfjord vodka-kokkteilar eru búnir til úr náttúrulegum hráefnum eða Vikingfjord vodka, lime, myntu og hrásykri. Eitt box ætti að duga í um það bil tólf drykki. Svo er upplagt að fylla glasið með klaka og skreyta með myntulaufum og lime. Á ferðalagi um landið er líka mjög þægilegt að kippa með hvítvínsbeljunni frá Vinicola del Pais sem nefnist Crin Roja. Þetta er einstaklega ljúffengt hvítvín. Vínhúsið er nálægt Ciudad Real í Alcázar de San Juan á Spáni sem er eitt besta svæðið í Castilla, hátt yfir sjávarmáli og með gjöfulan jarðveg. Roqueta-fjölskyldan keypti vínhúsið árið 2006 en hún býr yfir meira en aldar reynslu í vínrækt og víngerð. Um er að ræða gæðavín sem Vinicola del Pais framleiða úr eigin þrúgum sem nefnast macabeo. Víngarðurinn er um 600 hektarar og inniheldur dæmigerðar spænskar þrúgur í bland við alþjóðlegar þrúgur. Þar á meðal eru tempranillo, monastrell, cabernet sauvignon, macabeo, arén og syrah. Vínin eru öll framleidd með nýjustu tækni og aðferðum. Sannkallaður sumarglaðningur á björtum sumarkvöldum. Hvítvínið Crin Roja fæst í belju og er góður ferðafélagi í sumar. Nú er lítið mál að blanda fullkominn mojito í bústaðnum, tjaldhýsinu eða á ferðalaginu í sumar. MYND/ANTON

5 27. JÚLÍ 2013 LAUGARDAGUR KYNNING AUGLÝSING Ferðir 5 AÐ FLJÚGA MEÐ BÖRNIN Það er meira en að segja það að ferðast með ung börn í flug vélum. Eftir að hafa farið í gegnum innritunina, öryggisleitina og röðina inn í flugvélina er erfiðið ekki búið. Foreldrar hafa nóg á sinni könnu á meðan á flugferðinni stendur. Þeir þurfa að hafa ofan af fyrir börnunum og passa að þau valdi ekki öðrum farþegum flugvélarinnar óþægindum. Til þess að gera fjölskyldunni auðveldara fyrir er gott að mæta tímanlega á flugvöllinn. Börnin finna á sér ef foreldrarnir eru stressaðir og það gerir bara illt verra. Í lengri flugferðum er gott að hafa leikföng og aðra afþreyingu fyrir börnin við höndina svo þau verði ekki óþreyjufull. Passið upp á fjölbreytnina. Hafið meðferðis bækur, tölvuspil, liti og spil svo dæmi séu nefnd. Það sakar heldur ekki að hafa nóg af nesti ef hungrið segir til sín. ÓLÖGLEGT Í ÚTLÖNDUM Lög og reglur eru mismunandi í ólíkum heimshlutum og margt er ansi ólíkt íslenskri löggjöf í hinum stóra heimi. Árið 1992 var tyggjó gert ólöglegt í Singapúr. Raunar er að nú er hægt að kaupa tannhreinsi- og nikótíntyggjó í apótekum, en háar fjársektir liggja við því að henda ekki tyggjói í ruslið. Í Sádi-Arabíu mega konur ekki keyra og í Norður-Kóreu má pólitíska elítan aðeins aka ökutæki. Í Sádi-Arabíu má enn fremur hvorki kyssa né leiða meðlim af hinu kyninu úti á götu. Víða um heim er samkynhneigð litin hornauga, eða hún er jafnvel ólögleg eða verulega illa séð. Samkynhneigðir ættu því að athuga stöðu mála, áður en þeir ferðast til dæmis um Nígeríu, Jamaíka, Úganda, Gvæjana, Barbados, Malasíu, Egyptaland og Svartfjallaland. Í Kína er bæði ólöglegt að fara á Facebook og YouTube. Í löndum sem aðhyllast íslamstrú eiga konur að ganga með andlitsblæjur. Aftur á móti eru slíkar blæjur ólöglegar í Frakklandi. KVIKMYNDIR HAFA ÁHRIF Á FERÐAMANNASTRAUMA Vinsælar kvikmyndir geta haft mikil áhrif á ferðamannastrauma en þær virðast ýta undir það að fólk fari til tiltekinna borga eða landa. Fallegir og spennandi staðir sem sýndir eru í miklum ljóma kveikja í fólki og fara margir að láta sig dreyma um að koma til þeirra. París kemur til að mynda mun oftar fyrir í kvikmyndum en Róm og er það talin ein ástæða þess að töluvert fleiri ferðamenn fara þangað. Aðrir staðir sem koma oft fyrir í kvikmyndum eru Havaí, Las Vegas, New York, Tókýó, San Francisco og Kairó í Egyptalandi, og þangað liggur alla jafna stríður ferðamannastraumur.

6 6 Ferðir KYNNING AUGLÝSING Smalaði hreindýrum úr lofti Tomasz Chrapek varð nýlega Íslandsmeistari í svifvængjaflugi. Síðastliðið sumar dvaldi hann ásamt nokkrum vinum sínum á Grænlandi í heilan mánuð og smalaði hreindýrum með hjálp svokallaðs paramótors. Tomasz er fæddur og uppalinn í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin sex ár. Hann starfar sem kerfisstjóri hjá Commatough Iceland en að öðru leyti á svifvængjaflugið hug hans allan. Auk þess er hann haldinn ljósmyndaáhuga á háu stigi. Ég byrjaði að læra svifvængjaflug árið 2008 þegar ég var í sumarfríi í Póllandi. Þegar ég kom aftur til Íslands keypti ég mér svifvæng og byrjaði að fljúga, segir Tomasz en tveimur árum síðar vaknaði áhugi hans á svokölluðum paramótor. Það er svifvængur sem er notaður eins og í svifvængjaflugi en sætið er með mótor sem knýr loftskrúfu aftan við bak flugmannsins. Það sem heillaði mig við paramótorinn er frelsið. Maður getur hafið sig til flugs af jafnsléttu og flogið hvert sem maður vill, segir Tomasz en hann sá einnig mikla kosti fyrir sig sem ljósmyndara. Möguleikarnir eru ótrúlegir með paramótor. Maður getur flogið hálfan metra eða þrjá kílómetra yfir jörðu og því fengið afar breytt sjónarhorn á hlutina. Smalað á Grænlandi Fyrir rúmu ári var haft samband við Tomasz og nokkra aðra félaga hans sem einnig stunda para mótorsportið. Það var Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Grænlandi. Hann hafði ákveðið að reyna að nýta paramótora til að smala hreindýrunum sínum, segir Tomasz. Þeir bentu Stefáni og samstarfsmönnum hans á pólskt fyrirtæki sem bæði selur paramótora og heldur námskeið. Ekki er kennt á paramótora á Íslandi enda aðeins fimm manns sem stunda sportið hér. Þeir fóru til Póllands á námskeið, keyptu sér græjur og fluttu þær til Grænlands, segir Tomasz. Þar sem ekki er óhætt fyrir lítið reynda menn að fljúga um óbyggðir Grænlands var honum sjálfum og þremur félögum hans boðið að koma til Grænlands meðan nýgræðingarnir næðu tökum á fluglistinni. Grænland er magnað land og það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast þangað. Ég hafði aldrei látið verða af því vegna þess að dýrt er að fljúga þangað. Ég var því afskaplega glaður að einhver væri tilbúinn að borga mér fyrir að koma til Grænlands, segir hann brosandi. Villta vestrið Tomasz dvaldi á Grænlandi í mánuð og skemmti sér stórvel. Grænland er svolítið eins og villta vestrið. Þar er allt leyft, maður sér byssur úti um allt og fólk er ekkert mikið að spá í öryggi, Íslandsmeistari í svifvængjaflugi. segir Tomasz en stundum kom fyrir að flugmennirnir flygju í lengri tíma yfir auðnum Grænlands án þess að vera í nokkru talstöðvarsambandi. Þetta var mjög áhættusamt enda getur tekið marga daga að komast til byggða gangandi ef eitthvað kemur upp á. Tomasz segir paramótorana hafa komið að góðum notum við hreindýrasmölunina. Svæðið sem þurfti að smala á er mjög stórt, á stærð við allt Reykjanesið. Stærsti kosturinn við að geta flogið yfir svæðið var að við komum upplýsingum til smalanna á jörðu niðri um staðsetningu hjarðarinnar, lýsir Tomasz en flugmennirnir hjálpuðu einnig til við smölunina sjálfa. Reyndar vöndust hreindýrin okkur fljótlega og hættu að vera hrædd. Þá þurftum við að finna upp á nýjum aðferðum til að reka þau áfram, segir Tomasz glettinn og hugsar hlýlega til tíma síns í háloftunum yfir Grænlandi. Svæðið sem þurfti að smala á var á stærð við Reykjanesið. MYND/TOMASZ CHRAPEK Paramótor er venjulegur svifvængur en sætið er með mótor sem knýr loftskrúfu aftan við bak flugmannsins. Með paramótor þarf aðeins stutta atrennu til að hefjast á loft. Hjónin Jónas Jónasson og Guðbjörg Lárusdóttir reka verslunina ásamt þeim Matthíasi Þór Hákonarsyni og Sif Pálsdóttur. MYND/ARNÞÓR Veiðivörur.is opnar í Reykjavík Veiðivöruverslunin Veiðivörur.is var opnuð að Síðumúla 37 fyrir skemmstu. Þar fást stangveiðivörur frá Vision, sem er einn fremsti stangveiðivöruframleiðandi heims, ásamt mörgum öðrum merkjum. Við höfum rekið verslunina í Amaro-húsinu í göngugötunni á Akureyri síðastliðin tvö ár en hefur lengi langað til að opna útibú í Reykjavík. Þegar okkur bauðst að taka við umboðinu á Vision-stangveiðivörunum ákváðum við að slá til, en Vision er einn fremsti stangveiðivöru framleiðandi heims, segir Jónas Jónasson, sem rekur verslunina ásamt eiginkonu sinni Guðbjörgu Lárusdóttur og hjónunum Matthíasi Þór Hákonarsyni og Rögnu Sif Pétursdóttur. Þeir Jónas og Matthías eru miklir reynsluboltar þegar kemur að veiði en þeir bjóða upp á veiðiferðir um allt land undir nafninu Iceland Fishing Guide ásamt því að vera umboðsaðilar fyrir ferðaskrifstofuna Get Away Tours í Danmörku sem er stærsta veiðiferðaskrifstofa Skandinavíu. Við erum því með aðeins þéttara afþreyingarnet í kringum okkur en gengur og gerist. Þá stefnum við að því að vera með alls kyns uppákomur samhliða verslunarrekstrinum í vetur, líkt og við höfum gert fyrir norðan, en þar höfum við meðal annars boðið upp á fluguhnýtingarnámskeið og kynningar á hinum ýmsu ám. Veturinn er langur fyrir veiðimenn og þannig höldum við okkur við efnið. Í verslununum fæst allt í stang- og skotveiði; veiðistangir, skotvopn, fatnaður og allur tilheyrandi búnaður. Vision er flaggskipið okkar en við erum auk þess með fjölmörg önnur vönduð merki. Þá bjóðum við upp á leigu á veiðibúnaði á mjög sanngjörnu verði sem kemur sér vel fyrir erlenda gesti og leiðsögumenn sem þurfa að dressa upp viðskiptavini. Kappsigling á bjórdósum Allsérstæð keppni er haldin í ástralska bænum Darwin á hverju ári. Hátíðin ber nafnið Darwin Lions Beer Can Regatta eða bjórdósakappsigling Darwin-borgar. Hátíðin á sér langa sögu en fyrsta keppnin var haldin árið Keppnin fer fram á Mindil-ströndinni og felst í því að keppendur útbúa sér fleka eða skip af eigin hugvitssemi úr bjórdósum, plastflöskum, mjólkur brúsum og ýmsum öðrum endurnýtanlegum hlutum. Meðan sumir hanna bátana til að vinna kappsiglinguna eru aðrir sem hafa það að markmiði að gleðja augu gesta með furðulegri skipahönnun. Ekki má prófa skipin fyrir keppnina enda er stór hluti af skemmtuninni að sjá sum skipin liðast í sundur í miðri siglingu. Fleiri skemmtiatriði eru á dagskrá þennan hátíðardag. Tónleikar, keppni í skókasti og keppni þar sem eigendur dósabátanna aka þeim um götur bæjarins eins og Flintstone-bílum. Tilgangur hátíðarinnar, annar en sá að veita keppendum og gestum mikla gleði, er að láta gott af sér leiða. Ágóðinn af keppninni er ávallt notaður til góðra verka í bænum.

7

8 8 Ferðir KYNNING AUGLÝSING DAGSFERÐIR EFTIR VINNU EKKI ANA ÚT Í ÓVISSUNA Flestir leggja upp í ferðalög með það í huga að hafa gaman. Að ýmsu þarf þó að hyggja svo að allt gangi snurðulaust fyrir sig, en talsvert er um að fólk lendi í klandri vegna reynslu- og kunnáttuleysis á nýjum slóðum. Að velja lélegt hótel, subbulegan veitingastað eða að villast inn í vafasamt hverfi getur hæglega breytt skemmtiferð í martröð. Því er gott að kynna sér áfangastaðinn og umhverfið áður en lagt er í hann. Flestir þekkja vefsíðuna TripAdvisor.com, en hún hefur reynst ferðamönnum afar gagnleg þegar leggja þarf mat á hótel, veitingastaði og afþreyingarstaði. Fleiri sambærilegar síður eru til en TripAdvisor er vafalaust sú útbreiddasta. Má þar nefna TravelPost.com, Yelp.com og OpenTable.com. Á vefsíðunum er hægt að sjá annað en lofræður söluaðila um tiltekna staði enda lýsir fólk úr öllum áttum upplifun sinni út frá eigin reynslu. Þrátt fyrir ótvíræða kosti eru síður sem þessar ekki gallalausar og er ágætt að hafa eftirfarandi atriði í huga. Það getur verið erfitt að vera bundinn við vinnu á góðviðrisdögum. Þá er ráð að skreppa í stutta dagstúra að vinnudegi loknum. Höfuðborgarbúar hafa úr ýmsu að velja. Langisandur á Akranesi er til að mynda algjör sumarperla og í aðeins 40 mínútna fjarlægð frá Reykjavík. Þar er hægt að busla í sjónum, búa til sandkastala og leika sér í parís og öðrum strandleikjum. Eins er dásamlegt að koma á Stokkseyri og Eyrarbakka, sem sömuleiðis eru steinsnar frá Reykjavík. Þar er að finna skemmtileg söfn, góða veitingastaði og fallegar gönguleiðir. Hvaleyrarvatn, við Hafnarfjörð, þykir svo eitt fallegasta vatnið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þar er auðvelt að næla sér í sumarfrísfíling. Þar er hægt að grilla og flatmaga við bakkann auk þess sem góður göngustígur liggur umhverfis vatnið. Þá er upplagt að fara í fjöruferð í Hvalfjörð, en þar er krökkt af fallegum steinum. ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT. Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Kauptu miða núna á Alltaf laus sæti. Frí þráðlaus internettenging í öllum bílum Lesið á milli línanna. Er viðkomandi á sömu bylgjulengd og þú? Festir hann sig í of miklum smámunum? Byggir hann umsögnina á einstöku óheppilegu atviki sem segir kannski ekki allt um staðinn? REYKJAVÍK KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Kannaðu ávallt hversu gamlar færslurnar eru. Staðurinn gæti hafa breyst. Hann gæti líka hafa flutt og honum gæti jafnvel hafa verið lokað. Best er ef notendur birta myndir með færslunum. Þær segja oft meira en mörg orð. :MED lll#zmed#^h G:M((%) Því fleiri umsagnir sem þú getur lesið um tiltekinn stað, þeim mun betri mynd færðu af honum. BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík NBJO!SF JT t XXX SF JT 5 2 Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum og kynntu þér áætlunina.

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C.

LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C. LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C. REGLUR VARÐANDI LAXÁ 2005 1. Bannað að spila Matador, Lúdó og

Detaljer

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir Sjáðu hvað ég fann Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól Kolbrun Vigfúsdóttir 2014 Sjáðu hvað ég fann: Þróun málörvunar og íslenskukennslu í útinámi Reykjavík í júlí 2014 Kolbrún Vigfúsdóttir 2 Sjáðu

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Akureyri. heiði Sýndu rétt hitastig á mælunum. Skráðu mismuninn á hitastiginu. Skoðaðu við staðina sem

Akureyri. heiði Sýndu rétt hitastig á mælunum. Skráðu mismuninn á hitastiginu. Skoðaðu við staðina sem Verkefnablað 4.22 Mismunur á hitastigi Patreksfjörður 4 Akureyri 1 5 Borgarnes 6 Hveravellir Holtavörðuheiði 0-10 -2-12 -8-7 -1 Kárahnjúkar Egilsstaðir Reykjavík 5 2 Höfn í Hornafirði 5 Vestmannaeyjar

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST 17. FEBRÚAR 2012 STJÖRNUSMINKA GERIR ÞAÐ GOTT Í DUBAI FLOTTAR FYRIRMYNDIR YFIR FERTUGU SJÓNVARPSKOKKUR OG NÝBÖKUÐ MAMMA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST Á LEIÐINNI Í MARAÞON GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR

Detaljer

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð Bók þessi er gefin út í 300 eintökum. Matthías Johannessen Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð ÁRVAKUR HF. Umdir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Kristján G. Jóhannsson SKIPSNAFNIÐ JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Í HÁLFA ÖLD Mars 2017 Ljósmynd á forsíðu: Júlíus Geirmundsson ÍS 270 (I) nýkominn til landsins í mars 1967. Ljósmynd: Jón A. Bjarnason Skipsnafnið

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

8SÍÐUR AF HUGMYNDALISTI HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ AÐ AUKI! NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM

8SÍÐUR AF HUGMYNDALISTI HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ AÐ AUKI! NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM HUGMYNDALISTI TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM 8SÍÐUR AF HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM AÐ AUKI! Stórlega bættur listi með ábendingum um bækur og kvikmyndir um tröll á Norðurlöndum

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

lífið Matur er hluti af MenningararfinuM Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson

lífið Matur er hluti af MenningararfinuM Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson lífið Föstudagur 13. nóvember 2015 Sigga Dögg kynfræðingur spurt um Hugsanavillur í munnmökum 2 Elísabet Gunnarsdóttir Trendnet diskóglamúr í Fatnaði er málið í vetur 6 Þrif og tíska á samfélagsmiðlum

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65.

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65. Noregur og norska kerfið Nanna Þórunn Hauksdóttir Jan 2010 Bæir og fólksfjöldi fjöldi Oslo = 880.000000 Bergen = 230.000 Stavanger = 190.000 Trondheim = 160.000 Fredrikstad/Sarpsborg = 100.000 Drammen

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo Kynningarblað Loftbóludekk, heilsársdekk, Evrópumerkingar og endurvinnsla. Meira grip án nagla Andaðu léttar með harðskeljadekkjum frá Toyo Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin.

Detaljer

Gönguþveranir. Desember 2014

Gönguþveranir. Desember 2014 4 Gönguþveranir Desember 2014 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Lífið. Lífsgleðin er drifkrafturinn. Rósa Guðbjartsdóttir. fötunum? 14. Tíska og trend í undirfötum Í hverju ertu

Lífið. Lífsgleðin er drifkrafturinn. Rósa Guðbjartsdóttir. fötunum? 14. Tíska og trend í undirfötum Í hverju ertu Lífið Föstudagur 11. desember 2015 Rósa Guðbjartsdóttir Lífsgleðin er drifkrafturinn visir.is/lifid Matarvísir Súpur Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi 6 Steinunn Anna sálfræðingur Ertu með viðkvæmar

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum Grindvíkingum hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn

Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum Grindvíkingum hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn Sjómannadagsblað Grindavíkur 2012 Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum Grindvíkingum hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn Opið frá kl. 9.00-16.00 alla virka daga Sími 426 7150 & 893 7140 -

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to)

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to) Viðauki Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs. 182 4to) Jóhannes B. Sigtryggsson, 2011 1 2 1 Hjartans elskulegu dætur mínar, Sigríður, Jórunn, Guðný, Katrín og Helga, ykkur, ykkar elskendum og afkomendum,

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

FÖSTUDAGUR REYNSLUNNI RÍKARI DÍSA GUNNAR ÓLASON GUÐMUNDSDÓTTIR. Hannar töskur fyrir íslenskar nútímakonur. Vinnur að sólóplötu

FÖSTUDAGUR REYNSLUNNI RÍKARI DÍSA GUNNAR ÓLASON GUÐMUNDSDÓTTIR. Hannar töskur fyrir íslenskar nútímakonur. Vinnur að sólóplötu FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS DÍSA GUÐMUNDSDÓTTIR Hannar töskur fyrir íslenskar nútímakonur GUNNAR ÓLASON Vinnur að sólóplötu REYNSLUNNI RÍKARI HÁRGREIÐSLU- OG FÖRÐUNAR- MEISTARINN KARL

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga Persónukjör í sveitarstjórnarkosningum tjó i í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga FINNLAND Kosningarréttur - kjörgengi Kosningarréttur sambærilegur

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl.

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Ingibergur Sigurðsson veiðieftirlitsmaður vinnsluskip Mars til júní 2009. Inngangur Í því sem hér fer á eftir mun ég gera

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

ÍSLENSKI SÖFNUÐURINN Í NOREGI VOR

ÍSLENSKI SÖFNUÐURINN Í NOREGI VOR FRÉTTABRÉF Með fréttum frá Íslenska söfnuðinum í Noregi, Íslendingafélaginu í Ósló og Ískórnum Æskulýðsferð Æskulýðsfélag Íslenska safnaðarins í Noregi sameinaðist á Gardermoen flugvelli á leið sinni til

Detaljer

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Apríl 2013 Efnisyfirlit Inngangur... 8 Rannsóknasvæði... 8 Aðferðir... 9 Niðurstöður... 10 Heiðagæsatalning

Detaljer

Skíma. Málgagn móðurmálskennara

Skíma. Málgagn móðurmálskennara Skíma Málgagn móðurmálskennara 1. tbl. 33. árgangur 2010 Viðtal við Heimi Pálsson Norsk sjónvarpsþáttaröð um kennara og skólastarf Íslenska á alþjóðavettvangi Norrænt samstarf Kynning á norrænum tímaritum

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Álfasala SÁÁ maí

Álfasala SÁÁ maí 1. TÖLUBLAÐ - 14. ÁRGANGUR - MAÍ 2015 Álfasala SÁÁ 6.-10. maí - Þúsund sölumenn um land allt - bls. 3 Grímur Atlason: - drakk og ég fann ró - bls.4 Ásgerður Th. Björnsdóttir: - Söfnunarfé greiðir 20% af

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

Barnabörn eru gjafir Guðs

Barnabörn eru gjafir Guðs fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] maí 2011 Sameinar heima Bergþóra Magnúsdóttir hefur hannað stafakubba sem sameina heima sjáandi og heyrandi, blindra og heyrnarlausra. SÍÐA 2 Sækjast

Detaljer

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI DESEMBER 2017 MANNVIT +354 422 3000 www.mannvit.is mannvit@mannvit.is Efnisyfirlit 1.

Detaljer

Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu

Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu Vegaöryggi bifhjólafólks Skýrsla um norræna afstöðu 2012 Norræna bifhjólaráðið, NMR Norræna bifhjólaráðið, NMR, er samráðshópur norrænna landssamtaka bifhjólafólks, sem gætir hagsmuna bifhjólafólks í umferðinni.

Detaljer

Nr desember 1999 AUGLÝSING

Nr desember 1999 AUGLÝSING 31. desember 1999 173 Nr. 23 AUGLÝSING um samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. Hinn 18. júní 1998 var undirritaður í

Detaljer

Fjög ur fram boð á Nes inu

Fjög ur fram boð á Nes inu MARS 2014 3. TBL. 27. ÁRG. AUG L S INGA SÍMI 511 1188 Vesturbæjarútibú við Hagatorg Sundagörðum 2 Sími: 533 4800 Vegna mikillar eftirspurnar eftir eignum á Seltjarnarnesi óskum við eftir eignum í sölu.

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

KÓPAVOGSBLAÐIÐ. Engihjalli er Brooklyn Kópavogs. Verið velkomin í glæsilega verslun Lyfju við Nýbýlaveg. W Daniel Wellington APÓTEK

KÓPAVOGSBLAÐIÐ. Engihjalli er Brooklyn Kópavogs. Verið velkomin í glæsilega verslun Lyfju við Nýbýlaveg. W Daniel Wellington APÓTEK KÓPAVOGSBLAÐIÐ 1 - Lifi heil Verið velkomin í glæsilega verslun Lyfju við Nýbýlaveg Opið: 10-18.30 virka daga 11-16 laugardaga www.lyfja.is KÓPAVOGSBLAÐIÐ Dreift frítt í öll hús í Kópavogi. 28. nóvember

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið, b.t. Vals Þráinssonar, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Reykjavík 11. mars 2016. Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið

Detaljer

Er fjárkláðinn úr sögunni?

Er fjárkláðinn úr sögunni? 8 Skógrækt þyrfti að þrefalda að mati Arnórs Snorrasonar 12 Er fjárkláðinn úr sögunni? 16 Viðtal við Ólaf M. Magnússon í Mjólku 10. tölublað 2007 Þriðjudagur 29. maí Blað nr. 261 Upplag 16.300 Alhvítt

Detaljer

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur Handbók um Umferðarmerki Inngangur Útgefandi Vegagerðin og Reykjavíkurborg Mars 2013 Efnisyfirlit Almennar reglur... 2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja... 3 Merkjaplötur... 3 Litur, lögun, stærð og

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum VMST-R/0106 Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum Valdimar Ingi Gunnarsson Apríl 2001 Veiðimálastofnun Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík Sími: 567 6400 Fax 567 6420 Heimasíða: www.veidimal.is Netfang:

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 2 1.1 Kristín Helga Gunnarsdóttir... 3 1.2 Ríólítreglan... 3 2 Þýðingar og þýðingafræði... 5 2.1 Hvað eru þýðingar?... 5 2.2 Hugtakið jafngildi... 6 2.2.1 Hvað er jafngildi?...

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

Góð þjónusta Hagstætt verð PANTAÐU Á. Hafðu bankann með þér. OPIÐ allan sólarhringinn á Eiðistorgi AUG L S INGA SÍMI

Góð þjónusta Hagstætt verð PANTAÐU Á. Hafðu bankann með þér. OPIÐ allan sólarhringinn á Eiðistorgi AUG L S INGA SÍMI SEPTEMBER 2014 9. TBL. 27. ÁRG. AUG L S INGA SÍMI 511 1188 Vesturbæjarútibú við Hagatorg PANTAÐU Á Ægisíða 121 Sími 551 1717 Opið alla virka daga frá kl. 10 17.30. DOMINO S APP SÍMI 58 12345 OPIÐ allan

Detaljer

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni 978-9935-9275-1-4 2018 Rannsóknin var

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Auglýsir eftir bændum til að veiða ál

Auglýsir eftir bændum til að veiða ál Næsta blað kemur út 26. október Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Vaxandi áhugi fyrir veiðiminjasafni 2 Þráðlaust breiðband í Borgarfirði 4 Gulrætur 18 Rafrænt bókhald 10 Blað nr. 204

Detaljer

Göngubrýr. Íslensk hönnun. 6. apríl Magnús Arason Fagstjóri brúasviðs EFLU

Göngubrýr. Íslensk hönnun. 6. apríl Magnús Arason Fagstjóri brúasviðs EFLU Göngubrýr Íslensk hönnun 6. apríl 2018 Magnús Arason Fagstjóri brúasviðs EFLU Inngangur Samgöngusvið EFLU starfar jöfnum höndum á Íslandi og í Noregi Helstu verkkaupar eru íslenska og norska Vegagerðin

Detaljer

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Albert K. Imsland, Akvaplan-niva, Strandbúnaðarþing 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars Yfirlit erindis Lífsferill laxalúsar Hitastig og laxalús Laxalús

Detaljer

Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti

Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti Skýrsla til Landverndar vegna umsóknar um Grænfánann 2012 Efnisyfirlit Umsókn um Grænfána... 2 Umhverfisráðið... 2 Mat á stöðu umhverfismála... 3 Áætlun um aðgerðir

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut.

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut. Brennu-Njáls saga Brennu-Njáls saga 1. kafli Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika 1a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 1. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært: 24.02.2009). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

Reykjanesbraut Breikkun á milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur

Reykjanesbraut Breikkun á milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Reykjanesbraut Breikkun á milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Mat á landslagi og landslagsheild Sjónræn framsetning á völdum vegamótum Inngangur Þessi samantekt er unnin af verkfræðistofunni Hönnun hf. í

Detaljer

Ábúðarjarðir í ríkiseigu

Ábúðarjarðir í ríkiseigu Skýrsla nr. C17:03 Ábúðarjarðir í ríkiseigu júlí 2017 1 HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-5284 Heimasíða: www.hhi.hi.is Tölvufang: ioes@hi.is Skýrsla

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN Þú getur gert margt til að viðhalda heilsunni. Ef þú veikist af langvinnum

Detaljer

Eru menningarverðmæti falin í eyðibýlinu Kambi

Eru menningarverðmæti falin í eyðibýlinu Kambi BS ritgerð Ágúst 2009 Eru menningarverðmæti falin í eyðibýlinu Kambi Guðrún Björk Benediktsdóttir Umhverfisdeild BS ritgerð Ágúst 2009 Eru menningarverðmæti falin í eyðibýlinu Kambi Guðrún Björk Benediktsdóttir

Detaljer