Java útgáfa /6/2008

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Java útgáfa /6/2008"

Transkript

1

2 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Tilgangur og uppbygging þessara leiðbeininga... 7 Hvað þarf til að búa til forrit í Java... 8 drjava þróunarumhverfi Grunnatriði form java forrits - skrifað á skjá Sýnidæmi1. Forrit sem skrifar texta Æfingaverkefni Velkomin Breytur og tag breyta Hvað eru breytur Sýnidæmi2. Forrit sem notar breytu Æfingaverkefni sem nota breytur Heiltölubreytur (bok) Character breytur (vefur) Reiknivirkjar, gildistökusetningar og reiknisegðir Sýnidæmi3a. Forrit sem notar eina double breytu og reiknivirkja Sýnidæmi 3b. Forrit sem notar double breytur og virkja Æfingaverkefni sem nota breytur og reiknisegð Rauntölubreytur Rauntölubreytur deiling (bok) Nokkrar segðir Inntak frá lyklaborði Sýnidæmi4. Forrit sem notar breytur og virkja Æfingaverkefni sem nota breytur Gildistökusetningar Æfingaverkefni gildistökusetningar og segðir Litrafjoldi (bok) Tommur í sentimetra Þungaskattur (verkefni) Eldsneytiseyðsla (verkefni) Eldsneytiskostnaður (verkefni) Virðisauki (bok) Verðlækkun (bok) Flatarmál hrings Hitastig Skattur1 (bok) Fastar Sýnidæmi. Forrit reiknar flatarmál hrings með því að nota fasta Æfingaverkefni með fasta Virdisauki (bok) Random tölur (tilviljnarkenndar tölur) Sýnidæmi um forrit sem skrifar út tilviljunarkennda tölu á milli 0 og Sýnidæmi. Forrit sem skrifar út tilviljunarkennda heiltölu á milli 0 og Æfingaverkefni úr tilviljunarkenndum tölum Teningakast (bok) Yatzi kast (bok) If setningar Sýnidæmi um If setningar Nokkrar æfingar í forritun bls. 2 Hallgrímur Arnalds

3 Samanburðarvirkjar Rökvirkjar Æfingaverkefni if setningar Góðan daginn 1 (bok) Góðan daginn 2 (bok) Minnsta tala 1 (verkefni) Minnsta tala 2 (verkefni) Litrar/gallon Tommur/sentimetra Árstíðir Nafn mánaðar (verkefni) Aldur Aldur_ Aldur_ SkatturIf (bok) Vikulaun Hlaupaár (bok) Lögleg dagsetning Lykkjur do.. while lykkjur while lykkjur for lykkjur Break skipunin Continue skipunin Æfingaverkefni - lykkjur Bokstafur Bokstafur2 (bok) Flatarmál ferhyrnings endurtekning Heiltala - lykkja (bok) Talnabil Talnabil Talnabil upp og niður (bok) Talnabil Oddatölur (bok) Talnabil - annað veldi (bok) Summa Litrar/gallon valmynd (bok) Tommur/sentimetra valmynd Talnabil - hropmerkt Skattur lykkja SkatturLykkja2 (bok) Lína í margföldunartöflu > Margföldunartafla Teikna ferning (verkefni) Greiðsluáætlun (verkefni) Spilið 21 (verkefni) Formuð útprentun Static föll Sýnidæmi um einfalt fall Sýnidæmi um fall með færibreytu en engu skilagildi Æfingadæmi um föll með gildisfæribreytum en ekki skilagildi: Nokkrar æfingar í forritun bls. 3 Hallgrímur Arnalds

4 Ummál hrings (bók) (vantar upptöku) Flatarmál ferhyrnings (bók)(vantar upptöku) Lína í margföldunartöflu með falli Margföldunartafla með falli Hitastigstafla (vantar bók)... Error! Bookmark not defined. SkatturLykkja2Fall ( vantar bok) Sýnidæmi um fall með færibreytu og skilagildi Sýnidæmi um fall með tveimur færibreytum og skilagildi Æfingadæmi um föll með gildisfæribreytum og tölulegu skilagildi: Flatarmál ferhyrnings (vantar bok) Flatarmál hrings (bok)... Error! Bookmark not defined. Fallið eldsneytiseydsla (bok) Sýnidæmi um fall sem skilar rökgildi (true eða false) Æfingadæmi um föll með gildisfæribreytum en ekki skilagildi: Talnabil - Fall Teikna ferning fall (verkefni) Æfingadæmi um föll með gildisfæribreytum og skilagildi: Litrar/gallon með falli, valmynd (bok) Tommur/sentimetrar með falli, valmynd Fallið staðgeiðsla SkatturFall (bok) Fallið otthungur Fallið deilanleg (bok) Talnabil - Fall Hlaupaár (bok) Dagafjöldi frá áramótum Veldi Modulus Lán með föllum Fylki Sýnidæmi um notkun fylkis í forriti Æfingadæmi - fylki Manhitastig2 (bok) Birtir hæsta, lægsta og meðalhitastig Nafn Vikulaun Langstökk Einkunnir (verkefni) Lögleg dagsetning Ýmislegt Æfingadæmi Bokstafur1 (bok) Tákn Prímtölur Sjóorusta (bok) Monte Carlo aðferð til að finna pí Klasar Sýnidæmi Klasinn Ferh, dæmi um klasa fyrir ferhyrning Æfingadæmi Nokkrar æfingar í forritun bls. 4 Hallgrímur Arnalds

5 Klasinn hringur Klasinn Land (bok) Klasinn dagsetning Klasinn vinnutimi Klasinn minnisatridi Klasinn spil (verkefni) String klasinn Upphafsstafir (verkefni) Keðja (verkefni) Klasar erfðir Sýnidæmi úr erfðum Æfingardæmi úr erfðum Hus Ibudarhus (bok) Fjall - Eldfjall Villumeðhöndlun try catch throw Viðauki 1. Lausnir nokkurra verkefna Æfingaverkefni breytur og segðir Heiltölubreytur (IntBreyta) Rauntölubreytur deiling Skattur Nafn Litrar Verd Virdisauki Mynteiningar Mynteiningar með falli Mynteiningar með falli og fylki Virdisauki_fasti Æfingaverkefni random tölur Yatzikast Æfingaverkefni if setningar Góðan daginn Góðan daginn SkatturIf Hlaupaár Æfingaverkefni lykkjur Bokstafur Lína í margföldunartöflu - (MargfoldunTafla1) Margföldunartafla - (Margföldunartafla2) Heiltala - lykkja Talnabil upp og niður Oddatala Talnabil - annað veldi SkatturLykkja2 (bok) reyndar með falli... Error! Bookmark not defined. Litrar/gallon valmynd Æfingaverkefni föll Talnabil með falli Flatarmál ferhyrnings (FlatarmalFerhFall) Flatarmál hrings útgáfa Lína í margföldunartöflu með falli - (MargfoldunTafla1Fall) Nokkrar æfingar í forritun bls. 5 Hallgrímur Arnalds

6 Margföldunartafla með falli - (MargfoldunTafla2Fall) Flatarmál hrings útgáfa Fallið eldsneytiseydsla Skattur Fall Fallið deilanleg Litrar/gallon með falli, valmynd Hlaupaár Dagsetningaföll Æfingadæmi - fylki Manhitastig Ýmislegt Bokstafur Sjóorusta Einingar klasi sem inniheldur nokkur föll til að umreikna mismunandi einingar Æfingaverkefni klasar Land Æfingardæmi úr erfðum Hus Ibudarhus (bok) Æfingaverkefni skil (interface) Nokkrar æfingar í forritun bls. 6 Hallgrímur Arnalds

7 Tilgangur og uppbygging þessara leiðbeininga Þessir punktar eru ætlaðir sem safn af æfingaverkefnum fyrir byrjendur í forritun. Vonandi verður raunin að nemendur telji að þessi verkefni nýtist þeim. Þessi verkefni eru hugsuð sem æfingaverkefni sem nota má með kennslubók en ekki sem sjálfstæð kennslubók. Einnig má nota verkefnin án kennslubókar en þá með leiðbeiningum kennara eða með leiðbeiningum á vef. Nota má þessi verkefni til að æfa sig í mismunandi forritunarmálum, en í þessari útgáfu eru tekin dæmi í Java. Til eru tvær aðrar útgáfur þessa heftis þar sem dæmi úr C++ og Pascal eru notuð. Hugmyndir að fleiri verkefnum og ábendingar um hvað megi betur fara eru vel þegnar, t.d. á tölvupóstfang Uppbygging þessara leiðbeininga er miðuð við að nemandi læri með því leysa verkefni, fremur en að lesa um mismunandi lausnaraðferðir. Reynt er að byrja á kynna ákveðið efni með forritunardæmi, slík dæmi kalla ég sýnidæmi. Dæmið er skýrt með stuttum skýringum á undan dæminu og ekki síður með athugasemdum í dæminu sjálfu. Síðan koma æfingadæmi sem nemandi leysir. Nemandi þarf að meta hversu mörg dæmi hann leysir, en auðvitað gildar það að því fleiri dæmi sem leyst eru, því betur festist viðkomandi atriði í huganum. Æfingadæmi eru þrenns konar: Æfingadæmi með lausn aftast í viðauka í þessu hefti. Eindregið er mælt með að nemandi reyni að leysa dæmi áður en dæmi um lausn er skoðað. Nemandi hefur hins vegar þann kost að skoða lausnirnar ef hann lendir í vandræðum með að leysa dæmið og einnig til að fá huganlega aðrar hugmyndir að lausnaraðferð heldur en hans eigin. Slík æfingadæmi eru auðkennd með merkinu (bok) Dæmi með lausn á vef fyrir þá nemendur sem hafa aðgang að heimasvæði námskeiðs. Slík æfingadæmi eru auðkennd með merkinu (vefur) Dæmi sem hafa reynst ágæt æfingarverkefni fyrir nemendur án lausnar. Það eru hins vegar til lausnir við þessum verkefnum sem einungis leiðbeinandi getur fengið send. Slík æfingadæmi eru auðkennd með merkinu (verkefni) Dæmi án lausna. Kveðja Hallgrímur Arnalds Nokkrar æfingar í forritun bls. 7 Hallgrímur Arnalds

8 Hvað þarf til að búa til forrit í Java Til að geta keyrt og búið til java forrit þarf java umhverfið að vera sett upp á viðkomandi tölvu. Java umhverfið má t.d. nálgast og hlaða niður af heimasíðu Sun sem þróaði Java. Til eru nokkrar útgáfur af Java umhverfinu og skiptir máli hvaða útgáfa er valin. Þegar við hlöðum niður Java umhverfinu getum við valið hversu mikið við viljum hlaða niður í tölvuna okkar. Við getum hlaðið niður JRE útgáfum, en slíkar útgáfur innihalda einungis það sem til þarf til að geta keyrt Java forrit. Slíkar útgáfur eru því ekki nægjanlegar til að búa til Java forrit eins og við ætlum að gera. JDK (Java Development Kit) útgáfur innihalda það sem þarf til að þróa hugmúnað. Þær eru til í nokkrum útgáfum (þegar þetta er skrifað er JDK 6 nýjasta útgáfan): Java Standard Edition (J2SE) J2SE má nota til að þróa hugbúnað í java sem nota á venjulegum tölvum. Java Enterprise Edition (J2EE) J2EE má nota til að búa til hugbúnað fyrir tölvur sem eru settar upp sem miðlarar (server side applications) t.d. Java servlets og Java ServerPages. Java Micro Edition (J2ME). J2ME má nota til að þróa hugbúnað fyrir minni tæki t.d. farsíma. Í þessu hefti er miðað við að nota J2SE útgáfuna til að kynna forritun í Java. Til að hlaða niður þessari útgáfu má t.d. fara á slóðina: Þegar þessi slóð er valin birtist skjámynd lík og skjámyndin hér að neðan: Nokkrar æfingar í forritun bls. 8 Hallgrímur Arnalds

9 Þar má velja Download við JDK 6 Þá birtist skjámyndin: Hér er smellt á Accept og valið að hlaða niður Windows Offline Installation, Multilanguage ef þið notist við windows tölvu, en ef ekki þar að velja viðkomandi útgáfu. eftir leiðbeiningum sem þá eru gefnar. Þegar búið er að hlaða þessu á disk tölvunnar þarf að setja upp umhverfið með því t.d. að tvísmella á skráarnafnið og fara Þegar búið er að setja upp umhverfið getum við byrjað að þróa hugbúnað í Java. Oftast er samt hlaðið niður einhverju þróunartóli sem auðveldara er að vinna heldur en hráu Java umhverfi. Ég miða hér við að notað sé umhverfið drjava, en notandi getur auðveldlega valið eitthvert annað umhverfi ef óskað er. Til að hlaða niður drjava umhverfið má t.d. fara á slóðina: Nokkrar æfingar í forritun bls. 9 Hallgrímur Arnalds

10 drjava þróunarumhverfi Ekki þarf að setja dr Java forritið sérstaklega upp heldur er hægt að ræsa það beint. Þegar forritið er ræst byrjar það á að spyrja um hvar finna megi skránna tools.jar. Þið þurfið að vísa á þá skrá, en þessa skrá er að finna á undirmöppunni lib undir möppu sem inniheldur java (sem þið settuð inn hér að framan). Myndin að neðan sýnir skjáinn eftir að drjava hefur verið ræst og fyrsta sýnidæmið slegið inn Nokkrar æfingar í forritun bls. 10 Hallgrímur Arnalds

11 Þá þarf að þýða forritið, er það gert með því að velja Tools og compile current document Ef þýðingin tekst án villna koma skilaboðin Last compilation completed successfully. Ef villur koma í þýðingu koma villuboð í stað þessa texta. Til að keyra forritið þarf síðan að velja Tools og Run Documents main method. Þá birtist það sem forritið skrifar á sama stað. Nokkrar æfingar í forritun bls. 11 Hallgrímur Arnalds

12 Grunnatriði form java forrits skrifað á skjá Sýnidæmi1. Forrit sem skrifar texta. // Fyrsta Java forritið //Þetta er forrit sem skrifar textann Hallo heimur á skjáinn public class Hallo { System.out.println("Hallo heimur"); Sýnidæmi1. Skýringar // Fyrsta Java forritið // Það sem er aftan við þetta tákn í línu er athugasemd sem hefur engin áhrif á virkni forritsins. Hér getur forritarinn sett inn athugasemdir sem gott er að hafa um virkni forritsins o.fl. public class Hallo { Þetta er klasi sem heitir Hallo. Hér byrjar aðalforritið. Hér byrjar framkvæmd forritsins. Forritið er síðan innan slaufusviganna () System.out.println("Hallo heimur"); Sytsem.our.println er notað til að skrifa út á skjá. Æfingaverkefni Velkomin (VelkominJava) Búið til forrit sem skrifar Velkomin að læra Java. Klasinn á að heita VelkominJava og vistast í skránni VelkominJava.java Nokkrar æfingar í forritun bls. 12 Hallgrímur Arnalds

13 Breytur og tag breyta. Hvað eru breytur. Breytur eru í raun nafn á minnishólfi eða minniseiningu í tölvunni. Þannig notum við breytur til að geyma gögn í forriti. Breytur geta verið af mismunandi tagi, þ.e. við getum geymt mismunandi tegundir af gögnum í breytum. Þannig getum við t.d. geymt heiltölur (1, 2, 10, 251 o.s.frv.), kommutölur eða rauntölur ( 0.0, 2.5, 111,77 o.s.frv.) tákn (svo sem a, b, % $ o.s.frv.) svo dæmi sé nefnt. Eins og áður segir hafa breytur nafn sem notað er til að fá aðgang að gildi sem er í breytunni eða minnishólfinu. Eins og áður segir getum við skilgreint breytur af mismunandi tagi til að geyma mismunandi upplýsingar. Dæmi um tög sem nota má í Java í töflu 1. (Þetta er ekki tæmandi listi heldur einungis dæmi um nokkur tög) Tafla 1. Tag (e. Type) Innihald Dæmi int heiltala 1, 251, -71 double rauntala 7., 7.553, char bókstafur, tákn A, a, #, 4 boolean rökgildi true, false String Mörg tákn Jón, Jón Jónsson (ekki grunntag) Sýnidæmi2. Forrit sem notar breytu. // Búinn til klasi sem heitir Breyta2 public class Breyta2 { /** main fall innan klasans skilgreint */ double tala; // búin til breyta sem heitir tala og er // af taginu double. Breytan getur þá geymt rauntölu // (kommutölu) // setja gildið 15.5 inn í breytuna tala tala = 15.5; // Birta innihald breytunnar á skjá System.out.println("Innihald breytunnar tala er: " + tala); // set gildið -7.6 í stað gildising 15.5 inn í breytuna tala tala = -7.6; // Birta innihald breytunnar aftur á skjá System.out.println("Innihald breytunnar tala er nú: " + tala); Nokkrar æfingar í forritun bls. 13 Hallgrímur Arnalds

14 Æfingaverkefni sem nota breytur. Heiltölubreytur (bok) (IntBreyta) Búið til forrit býr til eina heiltölubreytu (int breytu) setur töluna 5 (ekki 5.0 það er rauntalan eða kommutalan 5.0) breytuna og skrifar síðan innihald breytunnar á skjá. Forritið á síðan að bæta við tölunni 8 við það sem er inn í breytunni og birta á skjá hvert innihald breytunnar er. Character breytur (vefur) (CharBreyta) Búið til forrit býr til eina character breytu (char breytu) setur bókstafinn H í breytuna og skrifar síðan innihald breytunnar á skjá. Forritið á síðan að setja táknið í breytuna í stað bókstafsins H og skrifa síðan innihald breytunnar á skjá. Þegar notaðar eru breytur sem eiga að geyma bókstafi eða tákn þarf að afmarka táknið sem setja á í breytuna með einfaldri kommu, t.d. char takn; takn = a ; eða takn = $ ; Nokkrar æfingar í forritun bls. 14 Hallgrímur Arnalds

15 Reiknivirkjar, gildistökusetningar og reiknisegðir Reiknivirkjar (Arithmetic operators) Nafn tákn Dæmi samlagning + int summa = frádráttur - float mismunur = margföldun * float margfeldi = 5 * 7.6 deiling / int nidurstada = 13 / 3 módúlus ("mod") % int afgangur = 11 % 6 samlanging ++ tala++, ++tala frádráttur -- tala--, --tala Sýnidæmi3a. Forrit sem notar eina double breytu og reiknivirkja. // Búinn til klasi sem heitir Breyta1 public class Breyta3 { /** main fall innan klasans skilgreint */ double tala; // búin til breyta sem heitir tala og er // af taginu double. Breytan getur þá geymt rauntölu // (kommutölu) // Hér leggur forritið saman tölurnar 15.5 og 7.6 og setur // niðurstöðuna í breytuna sem heitir tala (þ.e. gildið // 23.1) tala = ; // notum + reiknivirkjann // Birta innihald breytunnar á skjá System.out.println("Innihald breytunnar tala er: " + + tala); // Hér hækkum við gildið í breytunni tala um 5.5 tala = tala ; // Birta innihald breytunnar aftur á skjá System.out.println("Innihald breytunnar tala er nú: " + + tala); Sýnidæmi 3b. Forrit sem notar double breytur og virkja. // Búinn til klasi sem heitir ReiknaFlatarmalHrings public class ReiknaFlatarmalHrings { /** main fall innan klasans skilgreint */ double radius; double flatarmal; // setja gildið 15 inn í breytuna radius Nokkrar æfingar í forritun bls. 15 Hallgrímur Arnalds

16 radius = 15; // Reikna flatarmálið flatarmal = radius * radius * ; // Birta niðurstöður á skjá System.out.println("Flatarmál hrings með radius " + radius + " er " + flatarmal); Æfingaverkefni sem nota breytur og reiknisegð. Rauntölubreytur (doublebreyta) Búið til forrit býr til eina rauntölubreytu (double breytu) setur töluna 2.4 í breytuna og skrifar síðan innihald breytunnar á skjá. Forritið á síðan að bæta við tölunni 1.7 við það sem er inn í breytunni og birta á skjá hvert innihald breytunnar er. Rauntölubreytur deiling (bok) (vantar upptöku) (doublebreyta2) Búið til forrit býr til eina rauntölubreytu (double breytu) setur töluna 2.2 í breytuna og skrifar síðan innihald breytunnar á skjá. Forritið á síðan að deila í innihald breytunnar með 3 og vista niðurstöuna aftur í breytunni og birta á skjá hvert innihald breytunnar er. Nokkrar segðir Hér að neðan má finna dæmi um mismunandi segðir. Til að prófa rétt svör er tilvalið að afrita forrit og prófa. // Búinn til klasi sem heitir ReikniSegdir public class ReikniSegdir1 { /** main fall innan klasans skilgreint */ int nidurstada = 2 + 2; // nidurstada verður 4 System.out.println(nidurstada); nidurstada = nidurstada - 1; // nidurstada verður 3 System.out.println(nidurstada); nidurstada = nidurstada / 2; // nidurstada verður 1 System.out.println(nidurstada); nidurstada = nidurstada * 4; // nidurstada verður 4 System.out.println(nidurstada); nidurstada = nidurstada + 8; // nidurstada verður 12 System.out.println(nidurstada); nidurstada = nidurstada % 7; // nidurstada verður 5 System.out.println(nidurstada); Þegar forritið er keyrt skrifast því út: Nokkrar æfingar í forritun bls. 16 Hallgrímur Arnalds

17 12 5 // Forrit sem sýnir niðurstöðu nokkurra reiknisegða public class ReikniSegdir2 { /** main fall innan klasans skilgreint */ int i; double d; i = * 8; System.out.println(i); i = 8 * 3 + 2; System.out.println(i); i = -9-4 * 2; System.out.println(i); i = 21 / 3 / -2; System.out.println(i); i = 21 / 2 / -2; System.out.println(i); i = ; System.out.println(i); i = 9 / 2; System.out.println(i); d = 9.0 / 2.0; System.out.println(d); d = 9.0 / 2; System.out.println(d); i = 8 % 3; System.out.println(i); i = 1 % 2; System.out.println(i); Þegar forritið að ofan er keyrt skrifast út: // Forrit sem sýnir niðurstöðu nokkurra reiknisegða public class ReikniSegdir3 { int i = 2; i++; System.out.println(i); // 3 ++i; System.out.println(i); // 4 System.out.println(++i); // 5 Nokkrar æfingar í forritun bls. 17 Hallgrímur Arnalds

18 System.out.println(i++); // 5 System.out.println(i); // 6 int val = 2*i++; System.out.println(val); // 12 Nokkrar æfingar í forritun bls. 18 Hallgrímur Arnalds

19 Inntak frá lyklaborði Til að lesa inn gögn af lyklaborði er hentugt að nota Scanner klasann. Í dæminu hér að neðan má sjá hvernig við getum lesið inn mismunandi gögn af lyklaborði (integer, double, streng og boolean gildi) // það þarf að importa Scanner klasanum // til að fá aðgang að honum public class TestScanner { public static void main(string args[]) { // Búum til tilvik af Scanner klasanum Scanner scanner = new Scanner(System.in); // Dæmi um hvernig lesa má inn heiltölu System.out.print("Sláðu inn heiltölu: "); int intvalue = scanner.nextint(); System.out.println("Þú valdir heiltöluna " + intvalue); // Dæmi um hvernig lesa má inn kommutölu (double tölu) System.out.print("Sláðu inn double tölu: "); double doublevalue = scanner.nextdouble(); System.out.println("Þú valdir kommutöluna " + doublevalue); // Dæmi um hvernig lesa má inn texta sem er eitt orð System.out.print("Sláðu inn eitt orð: "); String string = scanner.next(); System.out.println("Þú valdir orðið" + string); // Dæmi um hvernig lesa má inn rökgildi (boolean gildi) System.out.print("Sláðu inn rökgildi: "); boolean booleanvalue = scanner.nextboolean(); System.out.println("Þú valdir rökgildið " + booleanvalue); Sýnidæmi4. Forrit sem notar breytur og virkja. Þetta dæmi er eins og fyrra dæmi nema gildi er lesið í breytur af lyklaborði með því að nota Scanner klasann // það þarf að importa Scanner klasanum // til að fá aðgang að honum // Búinn til klasi sem heitir ReiknaFlatarmalHrings public class ReiknaFlatarmalHrings { /** main fall innan klasans skilgreint */ double radius; double flatarmal; // Búum til tilvik af Scanner klasanum Scanner lesaaflyklabordi = new Scanner(System.in); System.out.print("Sláðu inn radius hrings: "); radius = lesaaflyklabordi.nextdouble(); Nokkrar æfingar í forritun bls. 19 Hallgrímur Arnalds

20 System.out.println("Þú valdir radiusinn " + radius); // Reikna flatarmálið flatarmal = radius * radius * ; // Birta niðurstöður á skjá System.out.println("Flatarmál hrings með radius " + radius + " er " + flatarmal); Æfingaverkefni sem nota breytur. Heiltala (heiltala) Búið til forrit sem biður notanda að slá inn heiltölu. Forritið svarar síðan þú hefur valið töluna: og síðan skrifast réttur tölustafur út. Kommutala (kommutala) Búið til forrit sem biður notanda að slá inn kommutölu. Forritið svarar síðan þú hefur valið töluna: og síðan skrifast rétt tala út. Textastrengur (bok) (Nafn1) Skrifið forrit sem spyr notanda að nafni. Forritið svarar Halló og síðan nafnið. Dæmi Hvað heitir þú: Jónas Halló Jónas eða: Hvað heitir þú: Elísabet Andrea Jónsdóttir Halló Elísabet Andrea Jónsdóttir Gildistökusetningar Æfingaverkefni gildistökusetningar og segðir Litrafjoldi (bok) (Litrar1) Búið til forrit sem spyr um lítrafjölda. Forritið skrifar síðan út lítrafjöldann sem valinn var og hversu mörg gallon sá lítrafjöldi er. Í einu galloni eru um 3,6 lítrar. Nokkrar æfingar í forritun bls. 20 Hallgrímur Arnalds

21 Tommur í sentimetra (Tommur1) Búið til forrit sem spyr um lengd í tommum. Forritið skrifar síðan út tommufjöldann sem valinn var og hversu margir sentimetrar sá tommufjöldi er. Í einni tommu eru 2,53 sentimetrar. Þungaskattur (verkefni) (Thungaskattur1) Búið til forrit sem spyr um upphæð þungaskatts á hvern ekinn kílómeter og aksturslengd í kílómeturm. Forritið skrifar síðan út upphæð þungaskatts miðað við þennan akstur. Eldsneytiseyðsla (verkefni) (Eldsneyti1) Búið til forrit sem spyr um lítrafjölda og aksturslengd í kílómetrum. Forritið skrifar síðan út eldsneytiseyðslu, þ.e. fjölda lítra per 100 km. Eldsneytiskostnaður (verkefni) (Eldsneytiskostn) Búið til forrit sem spyr um lítrafjölda, verð á benssíni, og aksturslengd í kílómeturm. Forritið skrifar síðan út eldsneytiskostnað per 100 ekna kílómetra. Virðisauki (bok) (Virdisauki1) Búið til forrit sem spyr um upphæð án virðisaukaskatts. Forritið skrifar síðan hver sú upphæð er með virðisaukaskatti. Gera má ráð fyrir að viðisaukaskattsprósentan sé 24.5% Verðlækkun (bok) (Verd1) Búið til forrit sem reiknar verð vöru fyrir og eftir verðlækkun. Forritið spyr um verð vöru fyrir verðlækkun og um hversu mörg prósent varan á að lækka. Forritið birtir síðan verð vörunnar eftir verðlækkun. Dæmi: Ef verð vöru eru 110 kr. fyrir verðlækkun og verðlækkunin er 10% þá er verð vörunnar 99 krónur eftir verðlækkun. Ef verð vöru eru 100 kr. fyrir verðlækkun og verðlækkunin er 6,5% þá er verð vörunnar 93,5 krónur eftir verðlækkun Flatarmál hrings (Flartrmal_hr1) Skrifið forrit sem reiknar flatarmál hrings. Forritið spyr um radius hringsins en skrifar hvert flatarmál hringsins er. Flatarmál hrings má reikna sem radius x radius x PI (eða radius x radius x ). Hitastig1 (hitastig1) Búið til forrit sem spyr um hitastig í gráðum á Farenheit skala, en skilar til baka hvert hitastigið er í gráðum á Celsius. Ef Tc er hitastig á Celsius skala og Tf er hitastig á Farenheit skala gildir jafnan: Tc = (5/9)*(Tf-32) Ath. Ef þú færð alltaf 0 út úr þessu dæmi þarft þú að skoða betur hvernær heiltöludeiling er notuð og hvenær ekki! Nokkrar æfingar í forritun bls. 21 Hallgrímur Arnalds

22 Skattur1 (bok) (skattur1) Reikna staðgreiðslu skatts. Látið forritið spyrja um álagningarprósentu, persónuafslátt og laun. Staðgreiðslu má reikna með því að taka álagningarprósentu af launaupphæð og draga síðan persónuafslátt frá. Forritið á að birta hver staðgreiðslan er. Nokkrar segðir með tagbreytingum: Hverju skila eftirfarandi segðir: (int) 7.9 / 2 (double) 9 / 2 Nokkrar segðir með rökvirkjum : Hverju skila eftirfarandi segðir: (5 == 5) (6 <= 4)!(5 == 5)!(6 <= 4)!true!false (5 == 5) && (6 <= 4) (5 == 5) && (6 >= 4) (5 == 5) (6 >= 4) (5 == 5) (6 <= 4) (5!= 5) (6 <= 4) Fastar Stundum getur verið þægilegt að gefa ákveðnum stærðum eða föstum nafn. Nafnið má siðan nota til að kalla fram þessa stærð. Sem dæmi um fasta í stærðfræði mætti t.d. nefna tölurnar PI og e. Þetta er mögulegt í java. Form á skilgreiningu fasta í java er: final datatype CONSTANTNAME = VALUE; t.d. gætum við þá skilgreint fasta á eftirfarandi hátt: final double PI = ; final int SIZE = 3; Sýnidæmi. Forrit reiknar flatarmál hrings með því að nota fasta. // það þarf að importa Scanner klasanum // til að fá aðgang að honum // Búinn til klasi sem heitir ReiknaFlatarmalHrings public class Fasti_ReiknaFlatarmalHrings { /** Þetta forrit reiknar flatarmál hrings með því að Nokkrar æfingar í forritun bls. 22 Hallgrímur Arnalds

23 * nota fasta (e. constant) */ final double PI = ; // Búum til fastann PI, þar sem PI er // fasti er ekki hægt að breyta gildi // á PI síðar í forritinu double radius; double flatarmal; // Búum til tilvik af Scanner klasanum Scanner lesaaflyklabordi = new Scanner(System.in); System.out.print("Sláðu inn radius hrings: "); radius = lesaaflyklabordi.nextdouble(); // Reikna flatarmálið með því að nota fastann PI flatarmal = radius * radius * PI; // Birta niðurstöður á skjá System.out.println("Flatarmál hrings með radius " + radius + " er " + flatarmal); Æfingaverkefni með fasta Virdisauki (bok) (Virdisauki_fasti) Búið til forrit sem spyr um upphæð án virðisaukaskatts. Forritið skrifar síðan hver sú upphæð er með virðisaukaskatti. Í þessu forriti á að nota fasta (constant) til að geyma virðisaukaskattsprósentu. Gera má ráð fyrir að virðisaukaskattur sé 24.5%. Random tölur (tilviljnarkenndar tölur) Oft verða verkefninin sem við erum að forrita skemmtilegri ef við getum kallað fram tilviljunarkenndar tölur. Í þessari grein eru sýnd nokkur dæmi um hverning við getum kallað fram tilviljunarkenndar tölur. Sýnidæmi um forrit sem skrifar út tilviljunarkennda tölu á milli 0 og 1 // Búinn til klasi sem heitir Random1". Klasann þarf að vista // í skrá sem heitir Random1.java public class Random1 { /** main fall innan klasans skilgreint Forritið skrifar út tilviljunarkennda töluu á milli 0 og 1. Prófið að keyra þetta forrit nokkurm sinnum til að sannreyna að það komi tilviljunarkennd tala á þessu bili. */ double tala = Math.random(); System.out.println("Talan sem við fengum er " + tala); Sýnidæmi. Forrit sem skrifar út tilviljunarkennda heiltölu á milli 0 og 9 // Búinn til klasi sem heitir Random2". Klasann þarf að vista í skrá // sem heitir Random2.java public class Random2 { /** main fall innan klasans skilgreint Forritið skrifar út tilviljunarkennda heiltölu á milli 0 og 9 Nokkrar æfingar í forritun bls. 23 Hallgrímur Arnalds

24 Prófið að keyra þetta forrit nokkurm sinnum til að sannreyna að það komi tilviljunarkennd tala á þessu bili. */ int tala = (int) (Math.random()*10); System.out.println("Talan sem við fengum er " + tala); Æfingaverkefni úr tilviljunarkenndum tölum Teningakast (bok) Búið til forrit sem á að líkja eftir teningakasti. Forritið á að birta eina tilviljunarkennda tölu á bilinu frá 1 til 6, líkt og einum teningi hafi verið kastað upp. Yatzi kast (bok) (Yatzikast) Búið til forrit sem á að líkja eftir einu kasti í tengingspilinu yatzi. Í spilinu eru fimm teningum kastað upp í einu. Forritið á að birta fimm tilviljunarkenndar tölur á bilinu frá 1 til 6, líkt og fimm teningum hafi verið kastað upp. If setningar Sýnidæmi um If setningar Almennt lítur if setning út á eftirfarandi hátt. if (skilyrði) { // skipanir sem framkvæma á ef skilyrði er rétt (true) else { // skipanir sem framkvæma á ef skilyrði er ekki rétt (fales) Form if steningar getur verið einfaldara t.d. ef aðeins þar að framkvæma eina skipun inni í if setningu má sleppa slaufusvigum t.d. if (skilyrði) // skipun sem framkvæma á ef skilyrði er rétt (true) else // skipun sem framkvæma á ef skilyrði er ekki rétt (fales) einnig má sleppa else hlutanum ef einungis á að framkvæma eitthvað er skilyrði er rétt t.d. Nokkrar æfingar í forritun bls. 24 Hallgrímur Arnalds

25 if (skilyrði) // skipun sem framkvæma á ef skilyrði er rétt (true) Skoðum nú dæmi um notkun if setnignar: public class IfSetning { /** main fall innan klasans skilgreint */ // skilgreinum tvær integer breytur int x = 3; int y = 4; //Skrifum á skjá hvor breytan inniheldur hærra gildi // > er samanburðarvirki sem athugar hvort það sem er fyrir // framan sé stærra en það sem er fyrir aftan virkjann. Sjá // fleiri samanburðarvirkja í töflunni að neðan if (x > y) { System.out.println("x er staerra en y"); else { System.out.println ("x er minna en y") ; Samanburðarvirkjar Samanburðarvirkjar (Equality operators) Nafn tákn Dæmi niðurstaða minna en < boolean result = (4 < 7) true stærra en > boolean result = (3.1 > 3.1) false jafnt og == boolean result = (11 == 8) false minna en eða jafnt og <= boolean result = (41.1 <= 42) true stærra en eða jafnt og >= boolean result = (41.1 >= 42) false ekki jafnt og!= boolean result = (12!= 12) false Rökvirkjar Rökvirkjar (Boolean operators) Nafn tákn Dæmi niðurstaða og virki && boolean result = (4 < 7) && (3.1 > 3.1) false eða virki boolean result = (4 < 7) (3.1 > 3.1) true ekki! boolean result =!(11 == 8) true Hér mætti koma dæmi um forrit með samsettum rökvirkjum Nokkrar æfingar í forritun bls. 25 Hallgrímur Arnalds

26 Æfingaverkefni if setningar Góðan daginn 1 (bok) (Daginn1) Búið til forrit sem spyr um hvað klukkan er (aðeins klukkustundina). Ef klukkan er 18 eða minna skrifar forritið Góðan daginn en annars skrifar það Gott kvöld. Góðan daginn 2 (bok) (Daginn2) Búið til forrit sem spyr um hvað klukkan er (aðeins klukkustundina). Ef klukkan er 18 eða minna skrifar forritið Góðan daginn en annars skrifar það Gott kvöld. Ef sleginn er inn tala sem er 0 eða minni, eða tala sem er stærri en 24 á forritið að skrifa Rangur innsláttur. Minnsta tala 1 (verkefni) (Minnsta1) Búið til forrit sem spyr um tvær heiltölur. Forritið skrifar síðan hvort talan er minni. Ef tvisvar er slegin inn sama talan á forritið að skrifa Tölurnar eru jafn stórar. Minnsta tala 2 (verkefni) (Minnsta2) Búið til forrit sem spyr um þrjár heiltölur. Forritið skrifar síðan hver talnanna er minnst. Litrar/gallon (LitrarGallon) Búið til forrit umbreytir lítrum í gallon eða öfugt. Forritið spyr um hvort umbreyta eigi lítrum í gallon eða gallonum í lítra. Forritið spyr síðan um aðra stærðina en reiknar hina. Í einu galloni eru um 3,6 lítrar. Tommur/sentimetra (TommurCm) Búið til forrit umbreytir tommum í sentimetra eða öfugt. Forritið spyr um hvort umbreyta eigi tommum í sentimetra eða sentimetrum í tommur. Forritið spyr síðan um aðra stærðina en reiknar hina. Í einni tommu eru 2,53 sentimetrar. Árstíðir 1 (Arstidir1) Búið til forrit sem spyr um númer mánaðar. Forritið skrifar síðan hvort nú sé vetur, sumar, vor eða haust. Ef sleginn er inn talan 1 3 skrifast að það sé vetur, ef sleginn er inn talan 4 5 er vor, 6 8 er sumar, 9 10 er haust og er vetur. Ef sleginn er inn talan sem er 0 eða minni eða 13 og hærri á að skrifa rangur innsláttur. Nafn mánaðar (verkefni) (Manudur1) Búið til forrit sem spyr um númer mánaðar. Forritið skrifar síðan hvað mánuðurinn heitir. Ef sleginn er inn tala sem er 0 eða minni eða 13 og hærri á að skrifa rangur innsláttur. Nokkrar æfingar í forritun bls. 26 Hallgrímur Arnalds

27 Aldur 1 (Aldur1) Búið til forrit sem spyr um aldur. Forritið á að bregðast mismunandi við eftir því hvaða tala er sleginn inn. Ef slegin er inn tala á bilinu: 0 19 þá á að skrifast út Vonandi ætlar þú í Háskólann í Reykjavík annars skrifast aðeins út Það var fróðlegt! Aldur_2 (Aldur2) Búið til forrit sem spyr um aldur. Forritið á að bregðast mismunandi við eftir því hvaða tala er sleginn inn. Ef slegin er inn tala á bilinu: 0 6 þá á að skrifast út Nú, svo þú ferð að byrja í skóla 7 15 Þá spyr forritið hvort viðkomandi ætli í menntaskóla og bregst við á mismunandi hátt eftir því hvort svarað er með J eða N Þá kveður forritið >105 Þá svarar forritið að líklega hafi viðkomandi svarað spurningunni vitlaust. Aldur_3 (Aldur3) Búið til forrit sem virkar á sama hátt og forritið á undan nema spurt er um fæðingarár. Forritið reiknar síðan aldur viðkomandi en er að öðru leyti eins og forrit í næstu æfingu á undan. SkatturIf (bok) (skatturif) Reikna staðgreiðslu skatts. Látið forritið spyrja um álagningarprósentu, persónuafslátt og laun. Staðgreiðslu má reikna með því að taka álagningarprósentu af launaupphæð og draga síðan persónuafslátt frá. Skatturinn má ekki vera neikvæður Forritið á að birta hver staðgreiðslan er. Vikulaun Búið til forrit sem reiknar vikulaun einstaklings. Forritið spyr um laun á klukkustund og fjölda unninna stunda í vikunni. Ef fjöldi unninna stunda er meiri en 40 á forritið að hækka tímakaup unninna stunda fram yfir 40 um 50%. Forritið reiknar síðan og skrifar út vikukaupið. Forritið spyr síðan hvort endurtaka eigi þessa vinnslu. Hlaupaár (bok) (Hlaupaar1) Búið til forrit sem spyr um ártal. Forritið skrifar síðan út hvort viðkomandi ár er hlaupaár eða ekki ( ár er hlaupaár ef 4 gengur upp í ártalinu,undantekning ef 100 gengur upp í en 400 ekki, en til að byrja með má gera ráð fyrir að fjórða hvert ár sé hlaupaár) Lögleg dagsetning. (dagsetning1) Búið til forrit sem spyr um dag, mánuð og ártal (þrjár heiltölur). Forritið skrifar síðan út hvort viðkomandi dagsetning sé lögleg eða ekki. Nokkrar æfingar í forritun bls. 27 Hallgrímur Arnalds

28 Lykkjur Lykkjur eru notaðar þegar endurtaka á sömu vinnslu nokkrum sinnum. Í C++ eru til þrjár gerðir af lykkjum, þ.e. while lykkja, do.. while lykkja og for lykkjur. Skoðum fyrst do while lykkju. do.. while lykkjur Almennt lítur do while lykkja út á eftirfarandi hátt. do { // skipanir endurtaka á while (skilyrði) Form while lykkju getur verið einfaldara t.d. ef aðeins á að endurtaka eina skipun. do // skipun endurtaka á while (skilyrði) Skoðum nú dæmi um notkun do while lykkju: // það þarf að importa Scanner klasanum // til að fá aðgang að honum // Búinn til klasi sem heitir ReiknaFlatarmalHrings public class do_while1 { /** Þetta forrit reiknar flatarmál hrings með því að * nota fasta (e. constant) */ final double PI = ; // Búum til fastann PI, þar sem PI er // fasti er ekki hægt að breyta gildi // á PI síðar í forritinu double radius; double flatarmal; // Búum til tilvik af Scanner klasanum Scanner lesaaflyklabordi = new Scanner(System.in); int svar=1; do { // Hér byrjar lykkjan, það sem er innan // lykkjunnar er endurtekið þar til // skilyrðið í lok lykkjunnar er ekki uppfyllt System.out.print("Sláðu inn radius hrings: "); radius = lesaaflyklabordi.nextdouble(); // Reikna flatarmálið með því að nota fastann PI flatarmal = radius * radius * PI; // Birta niðurstöður á skjá System.out.println("Flatarmál hrings með radius " + radius + " er " + flatarmal); System.out.println("Viltu reikna flatarmál annars hrings?: (1 ef já en 2 en nei) "); svar = lesaaflyklabordi.nextint(); // ef 1 er sett inn í breytuna svar verður // lykkjan endurtekin Nokkrar æfingar í forritun bls. 28 Hallgrímur Arnalds

29 while(svar==1); // Lykkjan er endurtekin á meðan // innihald breytunnar svar er 1 while lykkjur Almennt lítur while lykkja út á eftirfarandi hátt. while (skilyrði) { // skipanir endurtaka á Form while lykkju getur verið einfaldara t.d. ef aðeins á að endurtaka eina skipun. while (skilyrði) // skipun sem á að endurtaka Skoðum nú dæmi um notkun while lykkju: // það þarf að importa Scanner klasanum // til að fá aðgang að honum public class DoWhile1 { /** Main fall */ public static void main(string args[]) { char svar; // breyta sem geymir svar um hvort endurtaka eigi // vinnslu Scanner scanner = new Scanner(System.in); do { System.out.println ("Hallo \n "); System.out.println ("Heilsa aftur? ") ; String strsvar = scanner.next(); // fara þarf þessa leið til að // lesa char gildi þ.e. eitt // takn sem er ekki tala svar = strsvar.charat(0); while (svar == 'j' svar == 'J'); for lykkjur Almennt lítur for lykkja út á eftirfarandi hátt. for (frumstilling;skilyrði;framkvæmd í lok) { Skipanir sem á að endurtaka Skoðum nú dæmi um notkun for lykkju: // Forrit sem inniheldur lykkju sen telur frá einum upp í 10 public class Forlykkja { /** Main fall */ public static void main(string args[]) { Nokkrar æfingar í forritun bls. 29 Hallgrímur Arnalds

30 for (int teljari = 1; teljari <= 10; teljari++) { System.out.print(teljari + " "); Break skipunin public class TestBreak { /** Main method */ int sum = 0; int number = 0; while (number < 20) { number++; sum += number; if (sum >= 100) break; System.out.println("The number is " + number); System.out.println("The sum is " + sum); Continue skipunin public class TestContinue { /** Main method */ int sum = 0; int number = 0; while (number < 20) { number++; if (number == 10 number == 11) continue; sum += number; System.out.println("The sum is " + sum); Nokkrar æfingar í forritun bls. 30 Hallgrímur Arnalds

31 Æfingaverkefni lykkjur Bokstafur1 (bokstafur1) Búið til forrit sem biður notanda að slá inn bókstaf. Forritið svarar síðan þú hefur valið bókstafinn: og síðan skrifast réttur bókstafur út. Bokstafur2 (bok) (bokstafur2) Búið til forrit sem biður notanda að slá inn bókstaf. Forritið svarar síðan þú hefur valið bókstafinn: og síðan skrifast réttur bókstafur út. Forritið spyr síðan hvort endurtaka eigi þetta eða ekki. Flatarmál ferhyrnings endurtekning (Flartrmal_ferh_lykkja) Skrifið forrit sem reiknar flatarmál ferhyrnings. Forritið spyr um lengd og breidd ferhyrningsins en skrifar hvert flatarmál ferhyrningsins er. Forritið spyr síðan hvort endurtaka eigi þetta eða ekki. Heiltala lykkja (bok) (HeiltalaLykkja) Búið til forrit sem biður notanda að slá inn heiltölu. Forritið svarar síðan þú hefur valið töluna: og síðan skrifast réttur tölustafur út. Forritið spyr síðan notanda hvort hann vilji slá inn aðra heiltölu. Ef því er svarað játandi er vinnslan endurtekin þar til að notandi velur að slá ekki inn fleiri tölur. Talnabil1 Búið til forrit sem prentar allar tölur á ákveðnu bili, t.d. frá 10 upp í 100. Notandinn á að ákveða hvaða bil er valið. Talnabil2 Skrifið forrit sem les inn tvær heiltölur frá lyklaborði og prentar út á skjáinn allar tölur á bilinu á milli talnanna. Prentið út á skjáinn villuskilaboð ef engar tölur finnast á bilinu þ.e. tölurnar eru jafn háar eða önnur aðeins einum hærri en hin. Talnabil upp og niður (bok) (Talnabil3) Búið til forrit sem skrifar út allar tölur á ákveðnu bili frá byrjunartölu að lokatölu. T.d. ef bilið er frá 6 upp í 11 eiga að skrifast út tölurnar í þessari röð Ef valin er valið er bilið frá 11 til 6 á að skrifast í þessari röð. Notandinn á að ákveða hvaða bil er valið. Talnabil Oddatölur (bok) (Oddatolur) Búið til forrit sem skrifar út allar oddatölur á ákveðnu bili. T.d. ef bilið er frá 6 upp í 11 eiga að skrifast út tölurnar 7 9 og 11. Sama myndi skrifast út ef valið er bilið frá 7 upp í 12. Notandinn á að ákveða hvaða bil er valið. Nokkrar æfingar í forritun bls. 31 Hallgrímur Arnalds

32 Talnabil annað veldi (bok) Búið til forrit sem prentar allar tölur á ákveðnu bili og hvað talan í öðru veldi er. Notandinn á að ákveða hvaða bil er valið. Summa Búið til forrit sem leggur sama allar tölur á ákveðnu bili. T.d. ef bilið er frá 5 upp í 11 á niðurstaðan að vera = 56. Notandinn á að ákveða hvaða bil er valið. Litrar/gallon valmynd (bok) (LitrarGallonMenu) Búið til forrit umbreytir lítrum í gallon eða öfugt. Forritið býður upp á þrjá valmöguleika sem eru: 1. Umbreyta gallon í litra 2. Umbreyta litrum í gallon 3. Hætta í forritinu Forritið spyr um hvort umbreyta eigi lítrum í gallon eða gallonum í lítra. Forritið endurtekur vinnslu þar til notandi velur að hætta. Forritið spyr síðan um aðra stærðina en reiknar hina. Í einu galloni eru um 3,6 lítrar. Tommur/sentimetra valmynd (TommurCmMenu) Búið til forrit umbreytir tommum í sentimetra eða öfugt. Forritið býður upp á þrjá valmöguleika sem eru: 1. Umreikna tommur í sentimetra 2. Umreikna sentimetra í tommur 3. Hætta í forritinu Forritið spyr um hvort umbreyta eigi tommum í sentimetra eða sentimetrum í tommur. Forritið spyr síðan um aðra stærðina en reiknar hina. Forritið endurtekur vinnslu þar til notandi velur að hætta. Í einni tommu eru 2,53 sentimetrar. Talnabil hropmerkt Búið til forrit sem prentar allar tölur á ákveðnu bili og hvað talan er hrópmerkt (þ.e. talan er margfölduð með öllum heiltölum sem eru lægri en viðkomandi tala). Notandinn á að ákveða hvaða bil er valið. Skattur lykkja (skattur_lykkja) Búið til forrit sem reiknar staðgreiðslu skatts fyrir nokkarar launaupphæðir. Látið forritið spyrja um álagningarprósentu, persónuafslátt og laun. Staðgreiðslu má reikna með því að taka álagningarprósentu af launaupphæð og draga síðan persónuafslátt frá (sjá t.d. lausn við verkefninu Skattur1). Skatturinn má ekki vera neikvæður Forritið á að birta hver staðgreiðslan er. Þegar forritið er búið að reikna staðgreiðslu einu sinni spyr það Nokkrar æfingar í forritun bls. 32 Hallgrímur Arnalds

33 hvort reikna eigi aftur, ef notandi svarar "já" þá spyr forritið aftur um laun og reiknar staðgreiðsluna miðað við sömu álagningarprósendu og persónuafslátt. Þetta er endurtekið þar til notandi svarar að ekki þurfi að endurtaka reikninginn. Dæmi um keyrslu þessa forrits gæti því verið: pesónuafsláttur? skattprósenta? 35 laun? Staðgreiðsla verður þá: 6000 viltu reikna fyrir aðra launatölu? já laun? Staðgreiðsla verður þá: 0 viltu reikna fyrir aðra launatölu? nei takk fyrir í dag. SkatturLykkja2 (bok) Búið til forrit sem birtir töflu yfir skatt miðað við mismunandi laun. Dæmi um slíka töflu má sjá hér að neðan: Álagningarprósenta 38,50% Persónuafsláttur Stikun Laun Skattur Látið forritið spyrja um álagningarprósentu, persónuafslátt og stikun í töflunni. Nokkrar æfingar í forritun bls. 33 Hallgrímur Arnalds

34 Lína í margföldunartöflu (MargfoldunTafla1) Búið til forrit sem skrifar úr eina línu í marföldunartöflu. Forritið spyr um hvaða línu eigi að skrifa. Ef t.d. er beðið um línu 3 ætti að skrifast: Dæmi um virkni forritsins gæti verið: Hvaða línu á að birta? 3 3 sinnum taflan: > Margföldunartafla (MargfoldunTafla2) Búið til hreiðraða lykkju (þ.e. lykkju innan í lykkju) sem skrifar út 1 10 sinnum margföldunartöflurnar. (þ.e. 1 sinnum töfluna, 2 sinnum töfluna o.s.frv. upp í 10 sinnum töfluna) Dæmi um virkni forritsins gæti verið: 10 x 10 margföldunartaflan Teikna ferning (verkefni) Búið til forrit sem teiknar ferning með því að nota bara * til að teikna ferninginn. Forritið spyr hvort ferningurinn á að vera fylltur eða ekki, og stærð ferningsins (þ.e. fjölda stjarna á hverri hlið) Dæmi um virkni forrits: Á ferningurinn að vera fylltur eða ófyllut (f= fylltur, o=ófylltur)? f Fjöldi stjarna á hlið? 5 ***** ***** ***** ***** ***** Á ferningurinn að vera fylltur eða ófyllut (f= fylltur, o=ófylltur)? o Fjöldi stjarna á hlið? 5 ***** * * * * * * Nokkrar æfingar í forritun bls. 34 Hallgrímur Arnalds

35 ***** Nokkrar æfingar í forritun bls. 35 Hallgrímur Arnalds

36 Greiðsluáætlun (verkefni) Búið til forrit til að reikna út greiðslur af láni með föstum afborgunum. Forritið á að skrifa út lista þar sem fram kemur (sjá meðfylgjandi dæmi) númer greiðslu, upphæð eftirstöðva fyrir greiðslu, upphæð afborgunar, upphæð vaxta og greiðsla alls. Eins og fram kom hér að framan er afborgun af höfuðstól alltaf sú sama. En vaxtagreiðslan er mismunandi, fyrst eru borgaðir vextir af öllu láninu og svo lækkar vaxtagreiðslan í hlutfalli við lækkun eftirstöðva. Gert er ráð fyrir að það séu mánaðarlegar greiðslur af láninu. Þegar tekið er lán má gera ráð fyrir að alltaf líði 1 mánuður frá lántökudegi til fyrsta afborgunardags. Notandi þarf að skrá inn upphæð láns, vaxtaprósentu og fjöldi afborgana. Til glöggvunar fylgir hér með hvaða niðurstöðu við eigum að fá ef við setjum inn lánsupphæð , fjöldi afborgana 12 og vexti 12%. Gera má ráð fyrir að mánaðarvextir séu ársvextir/12. Nr. greiðslu Eftirstöðvar Afborgun Vextir Greiðsla alls Eftirfarandi formúlur má nota í þessum reikningum: afborgun af höfuðstól = upphæð / fjölda greiðsla vextir = eftirstöðvar fyrir greiðslu * vaxtaprósenta / 12 / 100 Eftirst.fyrir.gr = upphæð ((nr greidslu - 1) * afborgun) Spilið 21 (verkefni) Búið til forrit sem líkja á eftir því að við séum að spila 21 í tölvunni. Leikurinn fer þannig fram að tölvan byrjar á að láta leikmann spila. Tölvan gefur þá spil frá 1 fyrir ás upp í 13 fyrir kóng. Síðan spyr tölvan hvort leikmaður vilji fá annað spil. Tölvan leggur saman gildin á spilunum sem leikmaður hefur fengið og ef heildarsumman er stærri en 21 hefur leikmaður tapað spilinu en tölvan unnið. Ef leikmaður stoppar án þess að hafa sprungið gefur tölvan sjálfri sér spil. Tölvan Nokkrar æfingar í forritun bls. 36 Hallgrímur Arnalds

37 notar þær reglur að hún stoppar ef heildarstigafjöldi er 16 eða meira en heldur annars áfram. Eftirfarandi reglur eru notaðar til að ákveða hver vinnur spilið: Ef sigafjöldi leikmanns er hærri en 21 þá hefur hann sprungið og tapað spilinu. Þá þarf tölvan ekki að gefa sjálfri sér spil. Ef leikmaður springur ekki en tölvan springur (þ.e. fær meira en 21) hefur leikmaðurinn unnið. Ef hvorki leikmaður né tölva springa, þá vinnur sá sem hefur fleiri stig. Ef tölva og leikmaður hafa jafn mörg stig þá vinnur tölvan. Gera má ráð fyrir að hvert spil gildi frá einum upp í 13. Dæmi um hvernig leikur getur spilast : (Það sem tölva skrifar er í þessum fonti, en það sem notandi slær inn í þessum) Nú hefst leikurinn: þú fékkst 9 og ert kominn með samtals 9, viltu fleiri spil? já þú fékkst 7 og ert kominn með samtals 16, viltu fleiri spil? já þú fékkst 6 og ert kominn með samtals 22, viltu fleiri spil? nei Þú sprakkst, tölvan vann. Heildarfjöldi spila: 1 Tölva hefur unnið 1 spil Þú hefur unnið 0 spil Viltu spila annað spil? já þú fékkst 8 og ert kominn með samtals 8, viltu fleiri spil? já þú fékkst 2 og ert kominn með samtals 10, viltu fleiri spil? já þú fékkst 8 og ert kominn með samtals 18, viltu fleiri spil? nei tölvan fékk 3 tölvan fékk 4 tölvan fékk 10 tölvan fékk samtals 17 þú vannst leikinn Heildarfjöldi spila: 2 Tölva hefur unnið 1 spil Þú hefur unnið 1 spil Viltu spila annað spil? nei Nokkrar æfingar í forritun bls. 37 Hallgrímur Arnalds

38 Formuð útprentun Til að forma útprentun má nota System.out.printf skipun. Dæmi: public class TestPrentunSkjar { double tala= ; for (int i=1 ; i<8 ;i++){ System.out.printf("%18.2f \n",tala); tala *= 10; Út skrifast: 32,00 320, , , , , ,00 Hér sést dæmi um nokkrar tölur (heiltölur og kommutölur) sem skrifaðar út. public class TestPrentunSkjar2 { double tala= ; double tala2 = 3000; for (int i=1 ; i<8 ;i++){ System.out.printf("Nr. %3d %18.2f %10.2f \n",i,tala,tala2); tala *= 10; Út skrifast: Nr. 1 32, ,00 Nr , ,00 Nr , ,00 Nr , ,00 Nr , ,00 Nr , ,00 Nr , ,00 Einnig má nota svipaða aðferð til að forma tölur inn í beytu sem geymir textastreng. (Um texta strengi er fjallað síðar í þessum leiðbeiningum). Til að forma töluna í textastrenginn er notað fallið String.format( ); public class TestPrentun { double tala= ; String output=""; for (int i=1 ; i<8 ;i++){ output += String.format("%18.2f \n",tala); tala *= 10; System.out.println(output); Hér táknar %18.2f að inn í strenginn eigi að koma tala sem er að minnsta kosti 18 stafir og þar af 2 fyrir aftan kommu. f táknar hvers konar tala skrifast út, en f stendur fyrir floating point tölu, þ.e. kommutölu. Ef skrifa á út heiltölu er notað d í stað f, t.d. %5d sem þýðir þá heiltala sem skrifast út með a.m.k. 5 táknum. \n er sértákn, til þess að færa bendil í nýja línu. Hér skrifast út gildi sem er í breytunni tala. Nokkrar æfingar í forritun bls. 38 Hallgrímur Arnalds

Java útgáfa /2/2008

Java útgáfa /2/2008 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Tilgangur og uppbygging þessara leiðbeininga... 6 Hvað þarf til að búa til forrit í Java... 6 drjava þróunarumhverfi... 8 Grunnatriði form java forrits - skrifað á skjá...

Detaljer

C++ Nokkrar æfingar í forritun. Hallgrímur Arnalds

C++ Nokkrar æfingar í forritun. Hallgrímur Arnalds C++ Nokkrar æfingar í forritun bls. 1 Hallgrímur Arnalds síðast breytt: 15/8/06 Tilgangur þessara leiðbeininga Þessir punktar eru ætlaðir sem safn af æfingaverkefnum fyrir byrjendur í forritun. Vonandi

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

t i l l j ó s r i t u n a r

t i l l j ó s r i t u n a r Sproti 3a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Sproti 3a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 Heiti á frummálinu: Multi Kopiperm 1 4 Hönnun og útlit: Børre Holth Kápuhönnun

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar Sproti 1a v e r k e f n a h e f t i t i l l j ó s r i t u n a r EFNISYFIRLIT 1 Húfur og bakpokar 2 Flokkaðu myndirnar 3 Mynstur 1 4 Mynstur 2 5 Mynstur 3 6 Fylgdu mynstrinu 1 7 Fylgdu mynstrinu 2 8 Finndu

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika 1a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 1. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Stika 2a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 2a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika 2a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika 2a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 1. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Stika 3b Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Del 2 Kopioriginaler til Multi 7

Stika 3b Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Del 2 Kopioriginaler til Multi 7 Stika 3b v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika 3b Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 200. útgáfa Heiti á frummálinu: Del 2 Kopioriginaler til Multi 7 Ritstjóri norsku

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

t i l l j ó s r i t u n a r

t i l l j ó s r i t u n a r Sproti a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Sproti a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS Heiti á frummálinu: Multi Kopiperm Hönnun og útlit: Børre Holth Kápuhönnun Hanne

Detaljer

Forkurs INF1010. Dag 1. Andreas Færøvig Olsen Tuva Kristine Thoresen

Forkurs INF1010. Dag 1. Andreas Færøvig Olsen Tuva Kristine Thoresen Forkurs INF1010 Dag 1 Andreas Færøvig Olsen (andrefol@ifi.uio.no) Tuva Kristine Thoresen (tuvakt@ifi.uio.no) Institutt for Informatikk, 6. januar 2014 Forkurs INF1010 - dag 1 Hello, World! Typer Input/output

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Kennsluleiðbeiningar. Geisli 3B Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

Kennsluleiðbeiningar. Geisli 3B Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun Kennsluleiðbeiningar 25. febrúar 2013 Efnisyfirlit Yfirlit yfir námsefni 7. bekkjar... 3 Geisli 3B... 4 Skýringar á táknum... 6 Brot... 7 Hlutföll... 8 Talnafræði... 15 Ekki er allt sem sýnist... 19 Mynstur

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

Stika 2a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 2a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika 2a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika 2a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 1. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Tre måter å lese fra terminal. Java 4. Eksempel. Formatert utskrift til skjerm

Tre måter å lese fra terminal. Java 4. Eksempel. Formatert utskrift til skjerm Mer om easyio Mer om forgreninger Løkker 7. september 2004 Ole Christian Lingjærde Gruppen for bioinformatikk Institutt for informatikk Universitetet i Oslo Java 4 1 Tre måter å lese fra terminal Først:

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum.

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum. Nr. 18 19. janúar 1973 FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum Páll Ólafsson Útdráttur Í samantekt þessari er reiknað út olíunotkun,

Detaljer

Stika 1b Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 1b Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika b v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika b Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Virk efni: natríumklóríð, kalíumklóríð, kalsíumklóríð tvíhýdrat, magnesíumklóríð hexahýdrat og natríumacetat

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

heimilistæki Kaupleiðbeiningar VERÐLÆKKUN! Vegna verðlækkunar er verðið í kaupleiðbeiningunum

heimilistæki Kaupleiðbeiningar VERÐLÆKKUN! Vegna verðlækkunar er verðið í kaupleiðbeiningunum Kaupleiðbeiningar heimilistæki Sumar vörurnar sem sýndar eru hér gætu verið ófáanlegar tímabundið í versluninni. Vinsamlega hafið samband við starfsfólk okkar eða kíkið á www.ikea. is til að fá frekari

Detaljer

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir Veggir og hæðaskil skv. dæmunum hér á eftir teljast uppfylla kröfur um brunamótstöðu með eftirfarandi takmörkunum: a. Hámarkshæð veggja skal vera 3,0

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Eðlisfræði Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker

Eðlisfræði Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker S I S Menntaskólinn 14.1 Bylgjur, bylgjustafnar og ölduker R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík Eðlisfræði 1 Kafli 14 - Bylgjur í fleti 21. mars 2007 Kristján Þór Þorvaldsson kthth@mr.is -

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

SKALI LAUSNIR STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG NEMENDABÓK. Menntamálastofnun 8696

SKALI LAUSNIR STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG NEMENDABÓK. Menntamálastofnun 8696 2B SKALI NEMENDABÓK STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG LAUSNIR Menntamálastofnun 8696 Kafli 4 Flatarmál og ummál 4. Allir nema C hafa rétt fyrir sér. 4.2 250 cm (= 2,50 m) langur kantur. 4.3 3 m 4.4 a b 4 c

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma. EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Ákvörðun refsingar... 3 2.1 Um refsimörk laga... 3 2.2 Refsiþyngingarástæður... 4 2.3 70. gr. hgl.... 4 2.4 Hugtakið nauðgun í lagalegum skilningi... 6 2.4.1 Fyrirmynd og

Detaljer

Innlesning fra tastatur med easyio. INF1000 høst 2010. Vi må først skrive i toppen av programmet: import easyio.*;

Innlesning fra tastatur med easyio. INF1000 høst 2010. Vi må først skrive i toppen av programmet: import easyio.*; Innlesning fra tastatur med easyio INF1000 høst 2010 Forelesning 2: Innlesning fra terminal Boolean-variable if-setninger Løkker Litt mer om heltall: divisjon og modulo Vi må først skrive i toppen av programmet:

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Menntamálastofnun 8670

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Menntamálastofnun 8670 2B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Menntamálastofnun 8670 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 2B 4. kafli 2.4.1 Hve marga ferninga finnur þú? 2.4.2 Flatarmálslottó 2.4.3 Flatarmál hrings

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Eksempel 1 Eksempel 2 Dramatisering. INF1000 uke 3. Sundvollen 7. september 2015 Dag Langmyhr. INF1000 Sundvollen

Eksempel 1 Eksempel 2 Dramatisering. INF1000 uke 3. Sundvollen 7. september 2015 Dag Langmyhr. INF1000 Sundvollen INF1000 uke 3 Sundvollen 7. september 2015 La oss starte med noe helt trivielt Problem: Sangtekster Du har fått ansvaret for å lage hefter for en allsangsaften. Den store favoritten er 99 bottles of beer

Detaljer

INF2100. Oppgaver 23. og 24. september 2010

INF2100. Oppgaver 23. og 24. september 2010 INF2100 Oppgaver 23. og 24. september 2010 Oppgave 1 Vi skal se på et meget enkelt språk E som består av uttrykk med + og ; grammatikken ser du i figur 1 på neste side. Tallkonstanter består av bare ett

Detaljer

INF1000 : Forelesning 1 (del 2)

INF1000 : Forelesning 1 (del 2) INF1000 : Forelesning 1 (del 2) Java Variable og tilordninger Heltall, desimaltall og sannhetsverdier Utskrift på skjerm Ole Christian Lingjærde Gruppen for bioinformatikk Institutt for informatikk Universitetet

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Programmering Høst 2017

Programmering Høst 2017 Programmering Høst 2017 Tommy Abelsen Ingeniørfag - Data Innledning Dette er et dokument med litt informasjon og eksempler om kontrollstrukturer, samt oppgaver til forskjellige kontrollstrukturer. Spør

Detaljer

Eksempel: Body Mass Index (BMI) Forelesning inf1000 - Java 3. Ferdig program (første del) Ferdig program (siste del)

Eksempel: Body Mass Index (BMI) Forelesning inf1000 - Java 3. Ferdig program (første del) Ferdig program (siste del) Forelesning inf1000 - Java 3 Eksempel: Body Mass Index (BMI) Tema: Mer om forgreninger Løkker Arrayer Litt om easyio Ole Christian Lingjærde, 5. september 2012 Ole Chr. Lingjærde Institutt for informatikk,

Detaljer

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 2 1.1 Kristín Helga Gunnarsdóttir... 3 1.2 Ríólítreglan... 3 2 Þýðingar og þýðingafræði... 5 2.1 Hvað eru þýðingar?... 5 2.2 Hugtakið jafngildi... 6 2.2.1 Hvað er jafngildi?...

Detaljer

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. BA-ritgerð í lögfræði 33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. Jóhann Þorvarðarson Leiðbeinandi: Unnur E. Sveinsdóttir Apríl 2014 BA-ritgerð í lögfræði

Detaljer

LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C.

LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C. LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C. REGLUR VARÐANDI LAXÁ 2005 1. Bannað að spila Matador, Lúdó og

Detaljer

Akureyri. heiði Sýndu rétt hitastig á mælunum. Skráðu mismuninn á hitastiginu. Skoðaðu við staðina sem

Akureyri. heiði Sýndu rétt hitastig á mælunum. Skráðu mismuninn á hitastiginu. Skoðaðu við staðina sem Verkefnablað 4.22 Mismunur á hitastigi Patreksfjörður 4 Akureyri 1 5 Borgarnes 6 Hveravellir Holtavörðuheiði 0-10 -2-12 -8-7 -1 Kárahnjúkar Egilsstaðir Reykjavík 5 2 Höfn í Hornafirði 5 Vestmannaeyjar

Detaljer

Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir. Solveig María Ívarsdóttir. B.Sc. í viðskiptafræði

Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir. Solveig María Ívarsdóttir. B.Sc. í viðskiptafræði Skilningur háskólanema á námslánum Rebekka Rut Gunnarsdóttir Solveig María Ívarsdóttir B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2013 Rebekka Rut Gunnarsdóttir Leiðbeinandi: Kt. 041291-2309 Breki Karlsson Fjármál Solveig

Detaljer

Almennt um bókhald ríkisins

Almennt um bókhald ríkisins Almennt um bókhald ríkisins Bókhald ríkisins er fært í Oracle, (Oracle E-Buisness Suite). Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, nefnt Orri, er samhæfð heildarlausn í viðskiptahugbúnaði. Kerfið keyrir á

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Til aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands.

Til aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands. Seltjarnarnesi, 17. maí 2006. Til aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands. Föstudaginn 28. apríl síðastliðinn barst mér eftirfarandi bréf frá Ástráði Haraldssyni, lögfræðingi: Þetta bréf er ritað fyrir hönd

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

INF2100. Oppgaver 26. september til 1. oktober 2007

INF2100. Oppgaver 26. september til 1. oktober 2007 INF2100 Oppgaver 26. september til 1. oktober 2007 1 Språket Denne uken skal vi implementere en utvidelse av språket fra forrige ukes oppgave. Syntaksen er vist i figur 1 på neste side og betydning er

Detaljer

Oversikt. INF1000 Uke 1 time 2. Repetisjon - Introduksjon. Repetisjon - Program

Oversikt. INF1000 Uke 1 time 2. Repetisjon - Introduksjon. Repetisjon - Program Oversikt INF1000 Uke 1 time 2 Variable, enkle datatyper og tilordning Litt repetisjon Datamaskinen Programmeringsspråk Kompilering og kjøring av programmer Variabler, deklarasjoner og typer Tilordning

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65.

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65. Noregur og norska kerfið Nanna Þórunn Hauksdóttir Jan 2010 Bæir og fólksfjöldi fjöldi Oslo = 880.000000 Bergen = 230.000 Stavanger = 190.000 Trondheim = 160.000 Fredrikstad/Sarpsborg = 100.000 Drammen

Detaljer

som jobbet nærmest døgnet rundt i 18 måneder i Menlo Park i California for å forberede den neste bølgen innen computing.

som jobbet nærmest døgnet rundt i 18 måneder i Menlo Park i California for å forberede den neste bølgen innen computing. The Green Team Litt Java-historikk I 1991 opprettet Sun Microsystems en arbeidsgruppe som jobbet nærmest døgnet rundt i 18 måneder i Menlo Park i California for å forberede den neste bølgen innen computing.

Detaljer

Litt Java-historikk. Litt Java-historikk. Ulike varianter for ulike behov. Litt Java-historikk. The Green Team

Litt Java-historikk. Litt Java-historikk. Ulike varianter for ulike behov. Litt Java-historikk. The Green Team The Green Team Litt Java-historikk I 1991 opprettet Sun Microsystems en arbeidsgruppe som jobbet nærmest døgnet rundt i 18 måneder i Menlo Park i California for å forberede den neste bølgen innen computing.

Detaljer

INF1000 Uke 4. Innlesning fra terminal. Uttrykk og presedens. Oversikt

INF1000 Uke 4. Innlesning fra terminal. Uttrykk og presedens. Oversikt Oversikt INF1000 Uke 4 Forgreininger, løkker og arrayer Litt repetisjon Blokker og forgreininger if-setninger if-else-setninger switch-setninger Løkker while-løkker do-while-løkker for-løkker Arrayer Opprette,

Detaljer

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur.

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur. REGLUGERÐ um plöntuverndarvörur. 1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins. Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. og 10. febrúar 2011. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Dagskrá ráðstefnunnar Miðvikudagur 9. febrúar: Heilbrigði og afföll í matfiskeldi. Seiðagæði. Eldisþorskur:

Detaljer

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn 39 2.4 Fornöfn 2.4.0 Flokkar fornafna og almenn einkenni þeirra Svokölluð fornöfn skiptast í nokkra flokka sem eru býsna ólíkir innbyrðis. Íslensk fornöfn eiga það þó sameiginlegt að vera fallorð. Í því

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál] sþ. 137. Tillaga til þingsályktunar [132. mál] um verndun ósonlagsins. Flm.: Álfheiður Ingadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni: 1. að gera

Detaljer

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum VMST-R/0106 Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum Valdimar Ingi Gunnarsson Apríl 2001 Veiðimálastofnun Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík Sími: 567 6400 Fax 567 6420 Heimasíða: www.veidimal.is Netfang:

Detaljer

Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum

Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum Leiðbeiningar Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum - lögboðin upplýsingagjöf um matvæli - Febrúar 2015 0 Efnisyfirlit Inngangur... 2 1. Ofnæmis og óþolsvaldar í II. viðauka reglugerðar... 3 1.1. Afurðir

Detaljer

Hreyfistundir í leikskóla

Hreyfistundir í leikskóla Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hreyfistundir í leikskóla - hvers vegna? - hvernig? Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir kt. 300979-5139 Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

Detaljer

Løsningsforslag til eksamen i INF1000 våren 2006

Løsningsforslag til eksamen i INF1000 våren 2006 Løsningsforslag til eksamen i INF1000 våren 2006 Oppgave 1 a) -1 false 7 b) 30 c) Verdien til j er: 4Verdien til k er: 3Verdien til n er: 7 d) Andre if-test er true Tredje if-test er true e) k = 4 k =

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

UNIVERSITETET I OSLO

UNIVERSITETET I OSLO UNIVERSITETET I OSLO BOKMÅL Det matematisk-naturvitenskapelige fakultet Eksamen i : Eksamensdag : Torsdag 2. desember 2004 Tid for eksamen : 09.00 12.00 Oppgavesettet er på : Vedlegg : Tillatte hjelpemidler

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN 16. janúar 2009 Moskva 13 Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum Skráð af Dómsmálaráðuneyti Rússlands hinn 16. febrúar 2009 Skráningarnúmer

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka?

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson

Detaljer

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv Adm. dir. Frode Nilsen LNS- Gruppen LNS Eiendom AS Hålogaland Grus & Betong AS LNS (Chile) S.A. LNS AS Skaland Graphite LNSGMS Greenland Rana Gruber

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Avdeling for ingeniørutdanning Institutt for teknologi

Avdeling for ingeniørutdanning Institutt for teknologi Avdeling for ingeniørutdanning Institutt for teknologi Oppgavetittel: Lab Fag(nr./navn): DOPS2021 - Operativsystemer Gruppemedlemmer: T. Alexander Lystad Faglærer: Karoline Moholth Dato: 15. oktober 2009

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Uppfært 13.01.2008). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er skortur á vel menntuðum verkfræðingum í Noregi. Síðastliðið

Detaljer

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Detaljer

Oversikt. INF1000 Uke 3. Repetisjon Program. Repetisjon Program. Litt repetisjon Program Variabler og Uttrykk Presedens Matematiske funksjoner

Oversikt. INF1000 Uke 3. Repetisjon Program. Repetisjon Program. Litt repetisjon Program Variabler og Uttrykk Presedens Matematiske funksjoner Oversikt INF1000 Uke 3 Innlesing fra terminal, formatert utskrift og forgreininger Litt repetisjon Program Variabler og Uttrykk Presedens Matematiske funksjoner Innlesing Formatert utskrift Repetisjon

Detaljer