Uppskriftir úr matreiðsluþáttum

Like dokumenter
Gott og gagnlegt 3. HEIMILISFRÆÐI Uppskriftir NÁMSGAGNASTOFNUN. GOTT OG GAGNLEGT UPPSKRIFTIR Námsgagnastofnun

Gott í gogginn. Arna Rut Emilsdóttir Birta Bæringsdóttir Elísabet Daðadóttir Hjördís Ýr Bogadóttir Þórdís Björk Gunnarsdóttir

Góður matur með litlu próteini. PKU-FÉLAGIÐ Á ÍSLANDI Félag um arfgenga efnaskiptagalla

Nutricia. næringardrykkir

HEILBRIGÐUR LÍFSSTÍLL

átíðarmatur að hætti mat æðin a a kau s

Verkefnahefti 3. kafli

Lausnir Nóvember 2006

ÍSLENSKT GRÆNMETI SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA VOR 2014 GEYMIÐ BLAÐIÐ. Hafa ræktað tómata á Varmalandi í 75 ár

Að búa til jólaminningar

Ordliste for TRINN 1

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Uppskriftir til jólahugna. Jólabollar Piparnøtur Rómkúlur Karamellur. Jólauppskriftir

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

R3123A Markarfljótsvirkjun B

SKALI LAUSNIR STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG NEMENDABÓK. Námsgagnastofnun 8863

Barnabörn eru gjafir Guðs

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

Astmi: Andremma: Augnsýking: Barkabólga: Bólur:

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Vörulisti leigðu tækin. hjá leigumarkaði byko. Sími

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C.

heimilistæki Kaupleiðbeiningar VERÐLÆKKUN! Vegna verðlækkunar er verðið í kaupleiðbeiningunum

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Ofnæmis- og óþolsvaldar í matvælum

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

Lífið. Lífsgleðin er drifkrafturinn. Rósa Guðbjartsdóttir. fötunum? 14. Tíska og trend í undirfötum Í hverju ertu

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Saltfiskhandbókin. Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar fyrir saltfiskframleiðendur

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

Øvingsoppgaver i norrønt

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nikótín

Magn og uppspretta svifryks

Merki og Kerfi - Verklegt - Æfing 5. Albert Ingi Haraldsson

Ute mat Korleis laga god mat UTE

FRAMLEIÐSLA Á MJÖLI OG LÝSI. Útreikningar á olíunotkun, loftmagni og varmatöpum við fiskmjölsframleiðslu í eldþurrkurum.

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Islandsk bøyingsskjema

FERÐIR. Í kringum jörðina á 180 dögum 180 daga heimsreisa með skemmtiferða skipi stendur jarðarbúum til boða árið SÍÐA 2

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

Gönguþveranir. Desember 2014

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Kolvetni, alls Trefjaefni

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to)

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

Orð úr máli síldarfólks

Alltaf sami Grallarinn?

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

8SÍÐUR AF HUGMYNDALISTI HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ AÐ AUKI! NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

FÖSTUDAGUR REYNSLUNNI RÍKARI DÍSA GUNNAR ÓLASON GUÐMUNDSDÓTTIR. Hannar töskur fyrir íslenskar nútímakonur. Vinnur að sólóplötu

Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

R Ó M V E R J A R M O R G U N. S E N D I Ð F L E I R I H E R M E N N! Verkefnablað 4.7. Verkefnablað 4.8. Verkefnablað Verkefnablað 4.

sþ Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

UNIVERSITETET I OSLO DET HUMANISTISKE FAKULTET

lífið Matur er hluti af MenningararfinuM Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Java útgáfa /2/2008

Matur. fyrir aldraða

Hreyfistundir í leikskóla

Nokkur blöð úr Hauksbók

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA. Dekraðu við húðina í vetur. Góð ráð fyrir viðkvæma húð GERÐU ÞAÐ SJÁLF/UR HVERNIG Á AÐ HUGSA UM HÚÐINA Í KULDANUM

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

Transkript:

ÍNN TV hóf á dögunum sýningar á matreiðsluþáttunum "Gott mál" sem Astma- og ofnæmisfélag Íslands lét gera með stuðningi Yggdrasil heildverslunar. Þættirnir verða sýndir í sumar og í haust en uppskriftirnar sem eldaðar eru má finna hér fyrir neðan. Verði ykkur að góðu. Bestu kveðjur Fríða Rún Þórðardóttir Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands Uppskriftir úr matreiðsluþáttum Uppskriftir úr matreiðsluþáttum...1 Heilkornabrauð...2 Morgungrautur úr tröllahöfrum eða chiafræjum...2 Chia grautur fyrir tvo...3 Mangósjeik...3 Hafrabananasjeik 1...3 Hafrabananasjeik 2...4 Fiskur í raspi með tómatmauki...4 Tabbouleh með byggi...5 Spaghetti Bolognese - Ekta ítalskt...5 Súkkulaði lagkaka...6 Möffins...8 Salatforréttur með mangó og trönuberjum...8 Kjúklingur bakaður í ólífuolíu...9 Ristaðar kartöflur með hvítlauk og sjávarsalti...9 Hvítlauksristaðar franskar baunir...9 Grænmetissósa... 10 Astma- og ofnæmisfélag Íslands Uppskriftir úr matreiðsluþáttum bl.s 1

Heilkornabrauð 225 g Spielberger heilhveiti 115 g Himnesk Hollusta grófmalað spelt 55 g Himnesk Hollusta tröllahafrar eða grófar hafraflögur ½ tsk sjávarsalt eða Naturhurtig fínmalað Himalayan salt 55 g Himnesk Hollusta sólblómafræ 30 g Himnesk Hollusta birkifræ 55 g Himnesk Hollusta sesamfræ 2 msk Himnesk Hollusta ólífuolía 1 msk byggsíróp eða hunang (malt extrakt betra ef ger er notað) 260 ml heitt vatn 1 msk þurrger eða 1½ msk vínsteinslyftiduft (bætið þá við 1-2 tsk af sítrónusafa frá Beutelsbacher til að líkja eftir gerbragði) Blandið saman í skál heilhveiti, grófmöluðu spelti, tröllahöfum, sjávarsalti, sólblómafræjum, birkifræjum og sesamfræjum (skipta má sesamfræjum út fyrir t.d. graskersfræ). Bæði sesam- og birkifræin eru kalkrík og því tilvalið að bæta þeim út í brauð, grauta og boozt við hvert tækifæri, sérstaklega fyrir börn með mjólkurofnæmi eða -óþol. Hrærið byggsírópi, hunangi eða malt extrakt, ólífuolíu og þurrgeri (sem leyst hefur verið upp í volgu vatni í um 10 mínútur)(eða vínsteinslyftidufti og sítrónusafa) saman við þurrefnin með sleif. Setjið í ílangt bökunar form sem smurt hefur verið að innan með olíu eða klætt með bökunarpappír. Hitið ofninn í 180-200 C og bakið í 40-50 mínútur eða þar til miðjan er þurr. Morgungrautur úr tröllahöfrum eða chiafræjum Gott er að nota annaðhvort tröllahafra eða chiafræ t.d. frá Now sem undirstöðu í morgungraut. Nauðsynlegt er að leggja hafrana í bleyti og gera margir það kvöldið áður og geyma inn í ísskáp yfir nótt. Byggflögur eru líka góðar í grauta en henta ekki fyrir þá sem eru með glútenóþol. Chiafræ innihalda ekki glúten auk þess sem þau eru næringarrík og rík af omega-3 fitusýrum. Þau þarf aðeins að leggja í bleyti í um 10 mínútur en því lengur því betra og best yfir nótt inni í kæli. 100 g Himnesk Hollusta tröllahafrar 1 msk Himnesk Hollusta kókosflögur eða -mjöl 1 msk Himnesk Hollusta sesamfræ 1 msk Himnesk Hollusta graskers- eða sólblómafræ 1 msk Himnesk Hollusta birkifræ 4 5 stk Himnesk Hollusta döðlur Lófafylli af Himnesk Hollusta rúsínum Vatn 1 msk Naturaya kakónibbur og 3 msk ferskir ávextir til að setja út á grautinn framan á hnífsodd Himnesk Hollusta kanill Isola rís-, rís-/kókos-, rís-/möndlu- eða möndlumjólk Setjið tröllahafra (sem legið hafa í bleyti), kókosflögur, fræ, döðlur og rúsínur í skál, hellið vatni yfir og látið standa í stutta stund. Stráið kakónibbum, ávöxtum og kanil yfir og hellið að lokum jurtamjólkinni yfir. Astma- og ofnæmisfélag Íslands Uppskriftir úr matreiðsluþáttum bl.s 2

Chia grautur fyrir tvo 1 dl Now Chia fræ Vatn eða Isola möndlumjólk, rís-, rís-/möndlu- eða rís-/kókosmjólk 1 stk Banani eða aðrir ferskir ávextir eða frosin NaturalCool bláber eða önnur NaturalCool frosin ber Kanill ef vill 1 dl af þurrum chiafræjum dugar í góðan skammt af graut. Setjið fræin í skál og hellið köldu vatni yfir svo að fljóti rétt yfir. Setjið lok yfir skálina og látið standa í minnst 10 mínútur (því lengur því betra) á meðan þau sjúga vatnið vel í sig. Gott er að hræra aðeins í fræjunum til að tryggja að þau blotni öll vel upp. Einnig er gott að bleyta þau upp í möndlumjólk eða annarri jurtamjólk. Þegar fræin hafa legið hæfilega lengi í bleyti er hálfur banani maukaður léttilega saman við þau með gaffli eða frosin bláber, önnur ber eða ávextir sett út í. Að lokum er smávegis af kanil stráð yfir. Mangósjeik 1 stk stórt mangó, skorið og kælt (eða frosið mangó 200 g) 1 stk banani 240 ml Isola jurtamjólk t.d. rísmjólk, möndlumjólk, rís-/möndlumjólk eða rís-/kókosmjólk ½ tsk vanilluduft eða náttúrulegir vanilludropar frá NOW Lime safi 1-2 msk hörfræolía frá Himneskri Hollustu Klakar (ef ferskt mangó er notað) Hafrabananasjeik 1 1 stk stór banani 120 ml Isola haframjólk (eða rísmjólk fyrir þá sem þola ekki hafra) 1 dl tröllahafrar lagt í bleyti yfir nótt 10 stk möndlur lagðar í bleyti yfir nótt (má sleppa) 1-2 msk hörfræolía frá Himneskri Hollustu Dass af kanil frá Himneskri Hollustu Lófafylli af klökum Setjið allt sem á að fara í mangósjeikinn í blandaraskál og blandið saman í 2 mínútur. Setjið allt sem á að fara í hafrabananasjeikinn saman í skál og blandið saman í 2 mínútur. Hellið mangósjeiknum í 2 há glös og hellið hafrabananasjeiknum varlega ofan á og reynið að láta þá ekki blandast saman. Það er auðvelt að gera góða, nærandi og mettandi drykki án þess að nota skyr eða mjólk eins og mörg okkar eru vön því til er mikið úrval af bragðgóðum jurtamjólkurvörum. Einnig er hægt að nota sojajógúrt eða baunajógúrt fyrir þá sem erum með sojaofnæmi. Fleiri ljúffengar uppskriftir má finna í bókinni Kræsingar sem fæst á vefsíðu Heilsutorgs, www.heilsutorg.is/vefverslun, einnig hjá Astma- og ofnæmisfélagi Íslands eða SÍBS í Síðumúla og í helstu bókaverslunum. Astma- og ofnæmisfélag Íslands Uppskriftir úr matreiðsluþáttum bl.s 3

Hafrabananasjeik 2 1 stk stór banani 120 ml hafra- eða rísmjólk 60 ml kókosmjólk eða 240 ml ávaxtasafi eða 1-2 stk ávextir og smávegis af vatni 1-2 msk hörfræolía frá Himneskri Hollustu 1 msk hunang Tökum vel þroskaðan banana og skerum hann ofan í blandaraskálina, bætum við hafra- eða rísmjólk og kókosmjólk eða ávaxtasafa eða ávexti og vatni. Bætið við 1-2 msk hörfræolía og hunangi ef vill. Þessu er öllu blandað vel saman. Berum þetta fram í 2 stórum glösum, gott er að dusta smá kanil yfir. Boozt eru einstaklega góð leið til að koma góðum olíum, stútfullum af Omega 3 fitusýrum, ofan í börn og fullorða en góð fita er afar mikilvægar fyrir heilann, augun, húðina, liðina og bara líkamsstarfsemina almennt og afar óæsilegt að skera góðu fituna út úr mataræðinu. Margar olíur koma til greina en þær vinsælustu í þeytinga eru hörfræ-, hveitikím-, hamp-, kókos- og sesamolía. Ólífuolía er best út á salat og mat og fiskolíur til inntöku. Fiskur í raspi með tómatmauki 600 g beinhreinsaður og roðflettur hvítur fiskur ýsa, þorskur eða blálanga (eða ósprautaður kjúklingur ef vill) Sjávarsalt og fínmalaður pipar Rasp: 2 3 sn heilkorna brauðsneiðar, kjúklingabaunamjöl eða 1 1 ½ bolli af brauðraspi keyptur eða heimagerður úr glútensnauðu brauði. Rifinn börkur af einni sítrónu og safinn 1 2 msk ferskt óreganó eða krydd (þurrkaðar kryddjurtir til dæmis frá Himneskri Hollustu) Til að velta upp úr: Eggjalíki sem samsvarar 2 eggjum eða Clearspring silkitofu Naturata steikingarolía (bragðlaus) Meðlæti: 50 g lyktarlaus kókosolía eða Naturata steikingarolía 8 stk stórir tómatar skornir í báta 2 msk kapers Gott er að byrja á að sjóða byggið þar sem það tekur nokkra stund að sjóða. Í aðalrétt ætlum við að hafa hinn hefðbundna fisk í raspi en nokkuð óhefðbundna útgáfu af honum. Þessi réttur virkar einnig vel með kjúklingi og þá er best að nota ósprautaðar bringur og þynna þær annað hvort með því að lemja þær aðeins niður eða skera þær í tvennt þannig að út komi tvær þunnar sneiðar. Einnig má nota kjúklingalundir eða úrbeinuð læri. Skerið fiskinn í um það bil 5 cm langa bita, saltið og piprið báðum megin og leggið til hliðar á meðan raspurinn er tekinn til eða útbúinn. Fyrir þennan rétt er hæfilegt að nota þrjár heilkorna brauðsneiðar sem settar eru í matvinnsluvél, ásamt rifnum berki af einni sítrónu og slatta af óreganói (eða basilliku ef þið eigið hana til). Sömu aðferð má nota við að útbúa glútensnautt rasp úr glútensnauðu brauði og ósætu kexi. Í staðinn fyrir egg má velta fiskinum upp úr egg-replacer með góðum árangri þannig að nánast enginn munur finnst. Astma- og ofnæmisfélag Íslands Uppskriftir úr matreiðsluþáttum bl.s 4

Hitið hitaþolna steikingarolíu á pönnu, við meðalhita, og veltið fiskbitunum fyrst upp úr eggjalíkinu og síðan raspinum. Leggið bitana í olíuna og steikið við meðalhita í 3 4 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hliðarnar eru orðnar vel gylltar. Ef að steikja á mikinn fisk er gott að geyma það sem búið er að steikja í eldföstuformi inni í volgum ofni. Þegar búið er að steikja allan fiskinn er tilvalið að steikja nokkra tómata til að hafa með. Hitið hitaþolna olíu eða kókosolíu á pönnunni, skerið 8 veglega tómata í báta og steikið tómatana á pönnuna. Setjið síðan sítrónusafann (úr sítrónunni sem börkurinn var notaður af) út í og bætið við salti og pipar. Út í þetta er einnig gott að setja kapers, 1-2 matskeiðar. Leyfið þessu að krauma á pönnunni og helli síðan yfir fiskinn í eldfasta mótinu. Látið allt standa í ofninum á meðan meðlætið er gert klárt. Tabbouleh með byggi 55 g Spielberger bygg eða Primeal (fljótsoðið) quinoa 120 ml vatn 115 g fersk steinselja (eða þurrkuð steinselja frá Himneskri Hollustu) 15 g fersk minta 1 stk lítill laukur 4 stk vorlaukar 4 stk meðal stórir tómatar 4 msk Himnesk Hollusta ólífuolía 4 msk Beutelsbacher sítrónusafi sjávarsalt og fínmalaður pipar Byrjið á að sjóða bygg, en ef einhver er með glútenóþol er jafn auðvelt að sjóða quinoa eða hýðishrísgrjón. Þegar byggið er fullsoðið er vatninu hellt af og byggið látið kólna á meðan annað sem á að fara í réttinn er skorið niður. Skerið ferska steinselju og ferska myntu, saxið laukinn og skerið vorlaukinn og tómatana í bita. Bætið öllu ásamt ólífuolíunni, sítrónusafa og tómötum saman við og smakkið til með salti og pipar. Berið fram með fiskinum og góðu fersku salati. Spaghetti Bolognese - Ekta ítalskt Undirbúningur 10 mín. Eldunartími 30 mín. en getur farið upp í 3 tíma. Rétturinn er fyrir fjóra. 350 g spaghetti, helst heilhveiti því það er næringarríkara, glútensnautt þá til dæmis maís- eða bókhveitipasta fyrir þá sem ekki þola glúten 400 g nautahakk 2 stk laukar 1 kg vel þroskaðir íslenskir tómatar eða 2 dósir af niðursoðnum tómötum í dós (411 g hvor dós) 1 dl vatn 140 g tómat-paste 100 g íslenskar gulrætur (eru sætari en innfluttar og mun betri í uppskriftina) 2 stk hvítlauksgeirar Himnesk Hollusta ólífuolía Oregano Basilika Salt og pipar Saxið laukinn mjög smátt. Setjið1 msk af ólífuolíu eða hitaþolna olíu á pönnuna og hitið. Steikið laukinn á meðalheitri pönnu þar til hann er mjúkur. Bætið nautahakki út í og brúnið. Setjið smátt skornar gulrætur saman við og hitið áfram. Skerið tómatana í bita og setjið í pott (eða notið tómata úr dós til að stytta eldunartímann og það er líka ekkert verra), hitið við meðalhita. Bætið tómat-paste, vatni, smátt söxuðum Astma- og ofnæmisfélag Íslands Uppskriftir úr matreiðsluþáttum bl.s 5

hvítlauk og kryddi saman við. Látið suðuna koma upp og lækkið svo undir, bætið kjötinu með lauknum og gulrótunum af pönnunni út í pottinn og látið krauma undir loki í 30 mínútur til 2 tíma. Hér væri svo gott að finna til annað grænmet s.s. blómkál, spergilkál, papriku, sætar kartöflur eða hvað annað sem ykkur dettur í hug, skera smátt og láta malla með. Það er betra að láta þessa uppskrift krauma lengi á vægum hita og sérstaklega ef notaðir eru hráir tómatar. Þegar um 15 mínútur eru eftir af eldunartímanum setjið vatn í pott, bætið 1 msk af ólífuolíu og 1 tsk af salti í vatnið. Látið suðuna koma upp, bætið heilhveiti spaghettíi út í og látið sjóða á meðalhita í 10-11 mínútur. Þessa uppskrift er mjög sniðugt að setja í blandara og gefa börnum frá 9 mánaða aldri. Passið bara að sleppa þá salti og pipar. Það er svo alltaf gott að muna að mjög fá börn hafa ofnæmi fyrir grænmeti og ávöxtum, að kíwi og jarðaberjum undanskildum. Því er tilvalið að vera dugleg að bjóða þeim upp á niðurskorið grænmeti og ávexti, t.d. þegar heim er komið eftir leikskóla og langt er að bíða eftir mat. En hér erum við með niðurskornar gulrætur, blómkál og agúrkur sem börnin munu háma í sig þegar þau koma þreytt heim af leikskóla seinnipart dags. Súkkulaði lagkaka 340 g Himnesk Hollusta fínmalað spelt (einnig hægt að nota helming og helming af fín- og grófmöluðu spelti til að auka hollustuna) 200 g Himnesk Hollusta hrásykur 1 1½ dl Himnesk Hollusta síróp 1 ¾ tsk matarsódi 55 g Naturata lífrænt kakó ¼ tsk sjávarsalt 450 ml ISOLA soya- eða rísmjólk eða vatn 100 ml Naturata bragðlaus steikingarolía (upplögð í bakstur) 1 ½ tsk NOW vanilluduft eða náttúrulegir vanilludropar Krem: 175 g Himnesk Hollusta kaldpressuð kókosolía 450 g Naturata flórsykur eða 225 g Himnesk Hollusta agave síróp 6 msk lífrænt kakó 2 tsk NOW vanilluduft eða náttúrulegir vanilludropar Byrjið á að hita ofninn í 180 C og smyrjið tvö hringlaga form sem eru 20 cm í þvermál. Blandið öllum þurrefnunum saman í eina skál og afgangnum af innihaldsefnunum saman í aðra skál. Bætið síðan blautefnunum saman við þurrefnin og hrærið vel þar til deigið er mjúkt. Einnig er hægt að smella öllu í blandara. Það er töluverður sykur í þessari uppskrift en skipta má út hluta af sykrinum fyrir vel þroskaðan banana. Skiptið deiginu jafnt í bæði formin og bakið botnana í um 40 mínútur eða þar til kakan hefur lyfta sér vel og ef stungið er í miðju hennar með prjóni kemur hann hreinn út. Látið botnana kólna á grind en skerið þá síðan í tvennt. Setjið kókosolíuna í heitt vatn og látið hana bráðna. Setjið öll innihaldsefnin í hrærivélarskál og hrærið vel saman þar til kremið er orðið vel þétt. Smyrjið kreminu á milli allra fjögurra kökulaganna og endið á að smyrja alla kökuna með kreminu. Skreytið með berjum, dökkum súkkulaðispænum eða hverju því sem hugurinn girnist. Hægt að bera fram með þeyttum sojarjóma ef vill. Astma- og ofnæmisfélag Íslands Uppskriftir úr matreiðsluþáttum bl.s 6

Astma- og ofnæmisfélag Íslands Uppskriftir úr matreiðsluþáttum bl.s 7

Möffins Þessi uppskrift innihélt upphaflega hveiti, egg, mjólk og sykur en var breytt töluvert og útkoman er bara nokkuð góð. Upprunalega uppskriftin er fengin af ragna.is 300 g hrásykur 125 g jurtasmjörlíki 2 msk NOW chiafræ ½ bolli vatn 260 g Himnesk Hollusta spelt 1 tsk vínsteinslyftiduft 1 tsk matarsódi 40 g kakó 2 dl ISOLA rís-, kókos- eða möndlumjólk Látið chiafræin liggja í bleyti í ½ bolla af vatni í um eina klst. eða þar til þau verða að einskonar búðingi. Flýta má því ferli með því að hræra í þeim eða hrista í hristibrúsa, þá opna fræin sig og verða límkenndari. Þeytið saman hrásykur, smjörlíki og chiafræ. Vigtið þurrefnin saman í aðra skál og blandið þeim síðan saman við hrásykurinn, smjörlíkið og chiafræin, bætið rísmjólkinni saman við. Setjið í muffinsform og bakið við 180 C í 20 mínútur. Salatforréttur með mangó og trönuberjum 200 g poki af klettasalati eða öðru fersku salati, jafnvel úr eigin garði Hálft stk mangó Lúka af þurrkuðum trönuberjum Lúka af Pistasíuhnetum þ.e. ef enginn er með hnetuofnæmi, annars sólblóma- og graskersfræ. Setjum salatblöðin í skál, skerum mangóið í litla bita og dreifum yfir salatblöðin, skerum trönuberin smátt og dreifum yfir. Stráum að lokum pistasíuhnetunum eða fræjunum yfir. Dressing 4 msk Himnesk Hollusta ólífuolía 1 msk balsamik edik 1 tsk sterkt sinnep 1 msk Himnest Hollusta akasíu hunang (ef vill) salt og pipar framan á hnífsodd Setjið allt hráefnið í hristiglas og hristið vel saman eða þeytið með písk. Berið dressinguna fram með salatinu Astma- og ofnæmisfélag Íslands Uppskriftir úr matreiðsluþáttum bl.s 8

Kjúklingur bakaður í ólífuolíu 1,1 1,4 kg heill kjúklingur 1 stk sítróna 1 stk laukur, skorinn í tvennt Fersk steinselja, garðakerfill (chervil) og majoram lífrænt krydd frá Himneskri Hollustu 4 msk Himnesk Hollusta ólífuolía sjávarsalt og svartur pipar Hitið ofninn í 220 C. Skerið sítrónuna í tvennt og kreistið safann yfir kjúklinginn. Saxið eða brytjið kryddjurtirnar smátt og blandið þeim saman við 1 msk ólífuolíu. Takið í húðina á kjúklingnum og losið hana varlega frá bringunum, þekið svo kjúklinginn fyrir innan húðina með kryddblöndunni. Nuddið olíunni yfir kjúklinginn og kryddið með salti og pipar. Eldið í 10 15 mínútur við háan hita og lækkið hitann svo niður í 175 C og eldið í 40 mínútur til viðbótar. Ristaðar kartöflur með hvítlauk og sjávarsalti 8 stk meðalstórar kartöflur, vel þvegnar og afhýddar ef þörf er á og skornar í fernt. Alls ekki nauðsynlegt að afhýða kartöflurnar en mikið af næringarefnum og trefjum leynast í hýðinu og næst því. 4 msk Himneskri Hollustu ólífuolía 1 hvítlaukur, geirarnir teknir í sundur Sjávarsalt : Hitið ofninn í 220 C. Mælið olíuna ofan í eldfast form og látum hana standa í nokkrar mínútur inni í ofni þar til hún er vel heit. Skerið 8 meðalstórar kartöflur í fernt, annað hvort með eða án hýðis. Sjóðið þær svo í vatni í um 2 mínútur. Hellið vatninu af, þurrkið kartöflurnar vel með viskustykki og látið þær kólna. Leggið svo kartöflurnar varlega í heita olíuna. Takið einn hvítlauk, losið rifin hvert frá öðru og setjið óafhýddan hvítlaukinn með kartöflunum. Snúið kartöflunum til að þekja þær með olíu. Stráið sjávarsalti yfir og setjið mótið inn í ofninn. Bakið í 30 40 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar fallega brúnar og stökkar. Snúið kartöflunum tvisvar á meðan þær eru að bakast. Hvítlauksristaðar franskar baunir 250 g grænar baunir, strengjabaunir eða franskar baunir 2 stk hvítlauksgeirar 50 g Naturata steikingarolía Sjávarsalt Sjóðið baunirnar í saltvatni í um 5 mínútur. Hellið olíunni á pönnuna og merjið hvítlaukinn út í olíuna. Síið svo vatnið frá baunum og setjið þær út í olíuna, steikið yfir meðalhita þar til baunirnar byrja að brúnast og verða stökkar. Astma- og ofnæmisfélag Íslands Uppskriftir úr matreiðsluþáttum bl.s 9

Grænmetissósa 1 msk Naturata steikingarolía (bragðlaus) 1 stk laukur 1 stk gulrót 1 stk sellerístilkur 1 tsk Himnesk Hollusta hrásykur 1 lárviðarlauf (bay leaf) 1 tsk sinnepsduft (athugið hvort það inniheldur glúten) 1 tsk Worchestershire sósa (inniheldur oft glúten) 450 ml vatn 1 msk Himnesk Hollusta eða Naturata grænmetiskraftur 1 2 msk lífrænn sósuþykkjari eða 1 1 ½ tsk Agar Agar Sjávarsalt og svartur pipar Hitið olíuna í potti. Steikið saxaðan lauk, gulrót og sellerístilk í olíunni í um 3 mínútur eða þar til grænmetið er gullin brúnt. Hrærið vel í á meðan. Bætið sykrinum saman við og steikið við meðalhita í um 5 mínútur, hrærið í allan tímann eða þar til allt er orðið fallega brúnt. Gætið þess að grænmetið brenni ekki við. Bætið lárviðarlaufi, sinnepsdufti og Worcestershire sósunni sem og vatninu og kraftinum saman við. Látið sjóða. Lækkið hitann og látið krauma í um 10 mínútur, eða þar til grænmetið er vel lint. Síið grænmetið frá sósunni og þykkið sósuna með sósujafnara/sósuþykkjara. Ef nota á hefðbundinn sósuþykkjara og verið er að elda fyrir einhvern með mjólkurofnæmi eða -óþol, þarf að gæta þess sérstaklega að ekki leynist mjólkurafurð í sósuþykkjaranum. Látið sjóða í um 1 mínútu. Kryddið eftir smekk. Gott er að bæta soðinu af kjúklingnum eða kjötinu sem verið er að elda út í sósuna. Í eftirrétt er tilvalið að nota ávexti sem eru á uppskerutíma til að mynda mangó, melónur, ferskjur, ýmiss ber til dæmis bláber eða jarðaber, vínber og kívi og bera fram með bræddu súkkulaði. Bræðið saman eina plötu af 70% súkkulaði og 1 plötu af appelsínukonsúm eða öðru bragðbættu dökku súkkulaði. Annað hvort má dreifa bræddu súkkulaðinu yfir eða hafa til hliðar og dýfa ávöxtunum ofan í. Astma- og ofnæmisfélag Íslands Uppskriftir úr matreiðsluþáttum bl.s 10