(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar."

Transkript

1 Í vinnslu 15. febrúar 2016 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni ) (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. 1. gr. Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein, sem verður 3. mgr., svohljóðandi: Við öflun sjávargróðurs er ekki skylt að skilja meðafla frá, en ráðherra er heimilt að setja fyrirmæli í reglugerð um hvernig skuli staðið að eftirliti með skráningu hans og skoðun afla með tilliti til þeirra reglna sem settar eru með heimild í 3. mgr. 15. gr. A. í lögum um stjórn fiskveiða. 2. gr. Við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Skipstjóri skips sem flytur sjávargróður, frá skipum sem afla hans úti á miðum, til löndunarhafnar, skal halda aflanum sérgreindum þannig að færa megi aflann á rétt skip í aflaskráningarkerfi Fiskistofu. II. KAFLI Breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. 3. gr. Við 2. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Fyrirmæli II. og IV.-V. kafla gilda ekki um sjávargróður. 4. gr. Við 3. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Hafrannsóknastofnun skal stunda rannsóknir á sjávargróðri og vera stjórnvöldum til ráðgjafar um nýtingu, sbr. II. kafli A. 5. gr. Á eftir II. kafla kemur nýr kafli, II. kafli A., Sjávargróður, með tveimur nýjum greinum 15. gr. A. og 15. gr. B., ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi: a. (15. gr. A.) Leyfi til að afla sjávargróðurs. Enginn má stunda öflun á sjávargróðri í atvinnuskyni, frá skipi, nema hafa fengið til þess sérstakt leyfi, sem Fiskistofa veitir á skip til eins árs í senn. Fiskistofa skal halda sérstaka skrá um skip sem hafa leyfi til að afla sjávargróðurs.

2 2 Í vinnslu 15. febrúar 2016 Þeir sem afla sjávargróðurs í fjörum, í atvinnuskyni, án þess að notast við skip, skulu skýrslu um aflann til Fiskistofu, á því formi sem ráðherra ákveður í reglugerð. Öll sömu fyrirmæli og gilda um fiskiskip samkvæmt III., V. og VI. kafla laga þessara og annarra laga á sviði sjávarútvegs um m.a. færslu afladagbókar, löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðum og greiðslu veiðigjalds gilda, eftir því sem við á, um skip sem hafa leyfi skv. 1. mgr. Ráðherra er heimilt að setja skilyrði í leyfi skv. 1. mgr. er lúta að búnaði skipa, merkingum afla, áhrifum á sjávargróður og aðferðum við öflun hans. Þessi skilyrði skulu tilgreind í reglugerð sem ráðherra setur. Ákvæði þessarar greinar gilda ekki um ræktun sjávargróðurs. b. (15. gr. B.) Svæði til nýtingar. Áður en leyfishafi hefur öflun sjávargróðurs innan netlaga sjávarjarðar þarf að hafa náðst samkomulag við landeiganda um heimild til öflunarinnar. Ráðherra er heimilt, með reglugerð, að skipta nýtingarsvæðum sjávargróðurs, utan netalaga sjávarjarða, í tiltekin afmörkuð svæði og takmarka öflun sjávargróðurs utan þeirra. Áður en ákvarðanir eru teknar samkvæmt þessari málsgrein skal að jafnaði leita umsagnar Hafrannsóknastofnunar. Við úthlutun leyfa til nýtingar, á þessum svæðum, skal litið til búnaðar skipa og öflunartækja. Heimilt er að veita þeim skipum forgang sem hafa reynslu af viðkomandi nýtingu. 6. gr. Á eftir orðunum leyfi til strandveiða í 24. gr. laganna komi: eða leyfi til öflunar sjávargróðurs. III. KAFLI Breyting á lögum nr. 74/2012, um veiðigjald. 7. gr. Við 4. mgr. 9. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Ákvarða skal veiðigjald fyrir sjávargróður sem hér segir: 1000 kr. á hvert landað tonn (blautvigt). 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Löggjöf um öflun sjávargróðurs skal taka til endurskoðunar eigi síðar en 1. janúar 2019.

3 3 Í vinnslu 15. febrúar 2016 A t h u g a s e m d i r v i ð l a g a f r u m v a r p þ e t t a. 1. Inngangur. Með frumvarpi þessu, sem samið er í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, með aðstoð sérstaks vinnuhóps, er lagt til að settar verði reglur um öflun sjávargróðurs við Ísland. 2. Forsaga og undirbúningur frumvarpsins Yfirlit um nýtingu sjávargróðurs í iðnaðarskyni. Um 1950 hófust rannsóknir á vegum Rannsóknarráðs ríkisins á þaramiðum í Breiðafirði og á árunum þar á eftir voru gerður athugunar á framleiðslu alginsalta úr þara. Eftir 1956 fóru síðan fram rannsóknir á þaramiðum, öflunaraðferðum og og þaraþurrkunaraðferðum á vegum Raforkumálastjóra. Á árunum voru þannig fundin og kortlögð þaramið sem talið var að gætu staðið undir allt að þúsund tonna framleiðslu. Frekari rannsóknir liggja fyrir frá þessum tíma um magn þara á einstökum svæðum. Þegar á reyndi voru markaðshorfur ekki góðar fyrir þara en töluverður áhugi var á klóþangi, þ.e. þangmjöli til nota í landbúnaði í Bandaríkjunum og alginframleiðslu í Skotlandi. 1 Í framhaldi þessa var sett upp sérhæfð verksmiðja til þurrkunar á þangi og þara á Reykhólum, sem hóf starfsemi árið Klóþang vex að öllu leyti innan við netlög sjávarjarða sem eru 60 faðmar eða 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði. Þetta gerir að verkum að afla verður heimildar landeiganda hverju sinni til að stunda slátt á þangi. 2 Þangið er slegið með sérbúnum sláttuprömmum frá vori og fram á haust, eftir því sem sjávarföll og veðurlag leyfa. Eftir slátt er viðkomandi svæði jafnan hvílt í 4-5 ár til að leyfa endurvöxt. Hrossaþari er fyrst og fremst á 3 til 15 m dýpi en stórþari utar, þar sem meiri ölduhreyfing er, á 2 til 20 m dýpi. Þari hefur verið sóttur af skipi með sérútbúnum öflunartækjum, þarakló. Töluverð þekking hefur byggst upp á Reykhólum um þang og þara og má geta þess að Reykhólaverksmiðjan hefur fengið lífræna vottun á framleiðslu sína. Í greinargerð Karls Gunnarssonar hjá Hafrannsóknastofnun, sem fylgir frumvarpi þessu, er gerð nánari grein fyrir öflun þangs og þara í Breiðafirði. 1 Skýrsla Rannsóknarráðs ríkisins Það er yfirleitt litið svo á í lögum og af fræðimönnum að netlög í sjó falli undir eignarrétt landeiganda og að landeigandi sé eigandi þeirra verðmæta sem þar er að finna og hann ráði meðferð og nýtingu þessara verðmæta innan þeirra marka sem lög, eða takmörkuð réttindi annarra, kunna að setja þeim rétti. Sjá nánar: Tryggvi Gunnarsson: Landamerki fasteigna. Afmælisrit. Gaukur Jörundsson sextugur. Reykjavík 1994, bls , og Þorgeir Örlygsson: Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum, sama rit, bls , og þau rit og ritgerðir, sem þar er vísað til. Þá má hér sérstaklega benda á að 2. mgr. 27. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 kveður skýrt á um að tínsla fjörugróðurs sé háð leyfi landeiganda.

4 4 Í vinnslu 15. febrúar 2016 tonn Afli þangs og þara í Breiðafirði Hrossaþari Klóþang Stórþari Aukinn áhugi er á nýtingu þangs og þara við Ísland. Hið minnsta tveir aðilar hyggjast hefja slíka starfsemi á næstunni, eins og m.a. hefur komið fram í fjölmiðlum. Líklegt virðist að þessi aukni áhugi tengist góðum markaðsaðstæðum, en aukin eftirspurn virðist eftir þessu þörungum til notkunar í alls kyns iðnaði, m.a. sem svonefnd hleypiefni og íblöndunarefni í áburði. Ýmsar þörungaafurðir eru ákjósanlegar til að bæta bragð, útlit og hollustu matvara og er aukin eftirspurn eftir þeim í líftækni og jafnvel til lækninga. Til samanburðar má geta þess að fyrirtækið FMC Biopolymer, meirihlutaeigandi verksmiðjunnar á Reykhólum, er langstærsti framleiðandi alginata og tengdra afurða úr þara í Noregi. Starfsstöð fyrirtækisins á Karmøy í Rogalandi vann árið 2010 úr um 150 þús. tonnum af stórþara. Þá eru slegin um 50 þúsund tonn af klóþangi á hverju ári í Noregi. 3 Frá öðrum löndum má nefna að á Írlandi eru slegin um 30 þúsund tonn af klóþangi á ári og í Kanada um 14 þúsund tonn. Á Grænlandi hafa verið gefin út fjögur leyfi til öflunar þangs eða þara en engin vinnsla er þó hafin. Í ljósi framangreinds er full ástæða fyrir stjórnvöld að fylgjast vel með þróun nýtingar þarans og þó einkum þangsins. Það má benda á það sem t.d. kom fram í skýringum með frumvarpi því sem varð að lögum um vernd Breiðafjarðar, að tegundaauðgi í fjörum og á grunnsævi í Breiðafirði er ótrúlega mikil þar sem smádýr þrífast í skjóli víðáttumikilla þang- og þaraskóga. 4 Með vísan til varúðarnálgunar þykir ástæða til að vakta þá nýtingu sem á sér stað í Breiðafirði og hvernig hún þróast. Í þessu sambandi skal þó vakin athygli á eftirfarandi: -- Í fyrsta lagi er þangsláttur stundaður með sjálfbærri aðferð, þar sem klippt er ofan af plöntum sem vaxa upp í fyrri stærð á fáum árum, en löng reynsla er af þessari aðferð. 3 Verdiskapning basert på produktive hav i Rapport fra en arbeidsgruppe oppnevnt av Det Kongelige Norske Videnskabers Selskab (DKNVS) og Norges Tekniske Vitenskapsakademi (NTVA). 2012, bls Þskj löggjþ mál.

5 5 Í vinnslu 15. febrúar Í öðru lagi eru mörg svæði sem sláttuprammar geta ekki nýtt, vegna aðstæðna, s.s. vegna landslags eða strauma. -- Í þriðja lagi vex þang einvörðungu í fjörunni, innan netlaga sjávarjarða. Landeigendur hafa mikla möguleika á því að stýra nýtingu fyrir landi sínu með ábyrgum hætti, hvort sem er einir sér eða í samstarfi við aðra landeigendur. -- Í fjórða lagi hefur verið ákveðið að leggja aukna áherslu á rannsóknir á þangi og þara í Breiðafirði með því að kortleggja lífmassa klóþangs, hrossaþara og stórþara, kanna endurvaxtarhraða eftir nýtingu og áhrif sláttutækja. Að auki verða áhrif nýtingar á vistkerfi fjörunnar og hafsbotnsins rannsökuð. Þau fyrirtæki sem hyggjast nýta þang og þara í Breiðafirði á næstu árum hafa í sameiningu skuldbundið sig til að taka þátt í þessu verkefni með Hafrannsóknastofnun. -- Í fimmta lagi er lagt til, eins og segir í 8. gr. frumvarpsins, að efnisákvæði þess verði tekin til endurskoðunar að þremur árum liðnum, í ljósi reynslunnar. m. iskr (fob) Útflutningur: sjávargróður og þörungar/þang og þaramjöl (Hagstofuflokkun) tonn útflutningsverð m.iskr. (fob) tonn Gildandi réttur. Lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 (nú lög nr. 116/2006) er ætlað að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Til nytjastofna samkvæmt lögunum teljast sjávardýr, svo og sjávargróður, sem nytjuð eru og kunna að verða nytjuð í íslenskri fiskveiðilandhelgi og sérlög gilda ekki um, sbr. 1. og 2. gr. laganna. Þrátt fyrir að sjávargróður sé með þessu felldur undir lögin, og

6 6 Í vinnslu 15. febrúar 2016 önnur lög á sviði sjávarútvegs, sem hafa sömu gildisafmörkun, þá falla lagaákvæði á þessu sviði afar illa að sjávargróðri, þar sem aðstæður eru aðrar en við fiskveiðar. Þannig orkar mjög tvímælis að unnt sé að krefjast þess að einungis fiskiskip stundi öflun sjávargróðurs eða að heimilt sé að gefa út almennt veiðileyfi til nýtingar, enda taka kröfur um gerð fiskiskipa ekki mið af þeim aðstæðum sem eru við þangslátt auk þess að naumast er hægt að veiða sjávargóður, svo vísað sé til fyrirmæla um útgáfu almenns veiðileyfis skv. 1. mgr. 4. gr. laga um stjórn fiskveiða. Við undirbúning þessa lagafrumvarps var aflað lögfræðiálits um heimildir ráðherra til að beita lögum á sviði fiskveiða um sjávargróður og var niðurstaða álitsins að efnisákvæði laga á sviði sjávarútvegs geti ekki, án breytinga, átt við um nýtingu sjávargróðurs. Í því ljósi eru þær breytingartillögur, sem frumvarp þetta hefur að geyma, lagðar fram. Breiðafjörður er sá vitaðsgjafi sem fyrirtæki á þessu sviði horfa einkum til, en áætlað hefur verið að megnið af fjörum og grunnsævi landsins þar sem þari og þang getur vaxið (harður botn og hæfilegt dýpi) sé í Breiðafirði. Sérstök lög, nr. 54/1995, gilda um vernd Breiðafjarðar með tilliti til landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Ákvæði laganna taka til allra eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjörum í innri hluta fjarðarins eins og nánar er lýst í 2. gr. laganna. Samkvæmt 4. gr. laganna setur Breiðafjarðarnefnd, verndaráætlun þar sem fram [komi] hvernig ná skuli þeim markmiðum sem sett eru með vernd svæðisins. Síðastliðið sumar staðfesti umhverfisráðherra nýja verndaráætlun fyrir Breiðafjörð. Þar kemur fram að lítið eða ekkert eftirlit sé með verulegum hluta nýtingar lífríkis Breiðafjarðarsvæðisins. Líklegt sé að stór hluti hennar sé sjálfbær þar sem oft sé um nýtingu landeigenda að ræða sem þekki auðlindina vel og eigi allt sitt undir sjálfbærri nýtingu hennar. Þó hafi sýnt sig að í sumum tilfellum dugi það ekki til og ávallt sé nauðsynlegt fyrir þá sem taka ákvarðanir um stjórnun svæðisins að hafa upplýsingar um nýtinguna handbærar. Æskilegt sé að gerð verði tilraun til að afla upplýsinga um ýmsa nýtingu með einum eða öðrum hætti í samvinnu við heimamenn. Í áætluninni er til samræmis við þetta lögð áhersla á að lagt verði mat á með hvaða hætti markmiði um sjálfbæra nýtingu hlunninda verði best náð. 5 Takmarkanir við erlendri fjárfestingu skv. lögum nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, gilda ekki um fyrirtæki á sviði öflunar og vinnslu þangs og þara, en verksmiðjan á Reykhólum hefur lengi verið í meirihlutaeigu erlendra aðila. 6 Að þessu leyti er sama staða uppi og gildir um flesta aðra auðlindanýtingu, t.d. þá sem fellur undir lög nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins (öðrum en lifandi) og háð er leyfi og eftirliti af hálfu Orkustofnunar. 3. Meginefni frumvarpsins. Með frumvarpi þessu er lagt til að: 5 Verndaráætlun fyrir Breiðafjörð Breiðafjarðarnefnd 2014, bls Árið 1995 keypti skoska fyrirtækið Kelco 67% hlutafjár í Þörungaverksmiðjunni hf. af Ríkisábyrgðasjóði, sem hafði leyst eignarhlutinn til sín (Einkavæðing á Íslandi Hagfræðistofnun 2003, bls ). Stærsti núverandi eigandi Þörungaverksmiðjunar hf. er bandaríska fyrirtækið FMC Corporation sem einnig hefur starfsemi í Skotlandi og Noregi og er stærsti kaupandi á framleiðslu verksmiðjunnar. Aðrir eigendur eru Byggðastofnun og nokkur fjöldi smærri hluthafa.

7 7 Í vinnslu 15. febrúar öflun þangs og þara verði felld undir fiskveiðistjórnarlöggjöfina, -- frumvarp þetta verði tekið til endurskoðunar eigi síðar en að þremur árum liðnum, -- lagt verði veiðigjald á landaðan afla þangs og þara Öflun þangs og þara felld undir fiskveiðistjórnarlöggjöfina. Með frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Þannig er lagt til að öflun þangs og þara í atvinnuskyni verði leyfisskyld, þ.e. að þau skip sem stunda slátt eða öflun á þangi eða þara verði að fá til þess sérstakt leyfi. Lagt er til að leyfi verði gefin út á skip en þeir sláttuprammar sem hafa til þessa verið notaðir við slátt á þangi falla þar undir. Prammarnir uppfylla ekki þau skilyrði sem gerð eru til fiskiskipa hvað snertir smíði og búnað, en tekið hefur verið tillit til þess að þeir starfa mjög nálægt landi og á litlu dýpi. Samkvæmt frumvarpinu verður ekki gefið út almennt veiðileyfi á þessi skip eða pramma, en tekið er fram í frumvarpinu að allar sömu reglur gildi um færslu afladagbókar, löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðum og greiðslu veiðigjalds, eins og ef svo væri. Þá er með frumvarpinu lagt til að ráðherra verði heimilað að setja sérákvæði í reglugerð um búnað skipa, merkingar afla, nýtingu og aðferðir við öflun sjávargróðurs o.fl., en þessi skilyrði verða einnig greind í útgefnum leyfum til nýtingar sjávargróðurs. Í þessu sambandi er einkum horft til skráningar á afla og nýtingarsvæðum og eftirlits með því að ekki sé gengið of nærri sjávargróðri Endurskoðun löggjafar að þremur árum liðnum. Í frumvarpinu er mælt fyrir um að efnisákvæði þau sem það hefur að geyma verði tekin til endurskoðunar eigi síðar en 1. janúar Fyrir fyrirmælum sem þessum eru nokkrar hliðstæður, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga um opinberar eftirlitsreglur. Telja verður þetta eðlilegt í ljósi þeirra áforma sem eru uppi um aukna öflun sjávargróðurs í Breiðafirði og jafnvel víðar á landinu. Hafrannsóknastofnun mun á næstu árum leggja áherslu á rannsóknir á þangi og þara, eins og áður greinir, en gert er ráð fyrir því að niðurstöður stofnunarinnar um lífmassa og endurvaxtarhraða plantna liggi fyrir að þremur árum liðnum. Þær niðurstöður ásamt upplýsingum úr afladagbókum um nýtingu innan einstakra svæða, geta auðveldað eftirlit með nýtingunni, sem mun gera frekara mat og vöktun markvissari og ódýrari. Þetta getur einnig orðið orðið forsenda endurskoðaðra reglna um stýringu og leyfisveitingar stjórnvalda og ákvarða fyrirtækja um möguleg umsvif og fjárfestingar Veiðigjald á landaðan afla. Með frumvarpinu er lagt til að veiðigjald á sjávargróður verði ákveðið sem tiltekin föst krónutala á gildistíma núverandi veiðigjaldslaga, fram til Lagt er til að gjaldið verði ákveðið sem 1000 krónur á hvert landað tonn af þangi eða þara (blautvigt), þ.e. 1 kr/kg, en það er lægsta mögulega álagning veiðigjalds á nytjastofna samkvæmt lögum um veiðigjald sbr. 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. laganna. Nemi afli tonnum þá verða gjöldin 15 millj. kr. á ári áður en tekið er tillit til afsláttarreglna og vísitölufærslu. Til samanburðar má geta þess að Hafrannsóknastofnun telur að sá hluti af kostnaði við nýtt verkefni um rannsóknir á sjávargróðri í Breiðafirði, sem stofnunin beri, nemi um 52 millj. kr á næstu þremur árum.

8 8 Í vinnslu 15. febrúar Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar. Frumvarpið gefur ekki tilefni til að leggja mat á það hvort það fari í bága við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar. 5. Samráð. Frumvarp þetta snertir aðallega fyrirtæki sem afla þangs og þara í atvinnuskyni eða hyggja á slíka starfsemi. Að auki snertir frumvarpið hagsmuni eigenda sjávarjarða. Frumvarpið kemur einnig við hag annarra sem þessari atvinnustarfsemi tengjast, s.s. sveitarfélög og íbúa þeirra. 6. Mat á áhrifum. Með frumvarpi þessu er stefnt að því að setja ramma um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni. Lagt er til að efnisákvæði frumvarpsins verði tekin til endurskoðunar að þremur árum liðnum í ljósi reynslunnar og aukinnar þekkingar, sem þá liggur fyrir um sjávargróður í Breiðafirði. Stjórnsýslan er vel í stakk búin til að framkvæma ákvæði frumvarpsins og mun Fiskistofa annast nauðsynlega stjórnsýslu samkvæmt frumvarpinu. Með þessu er ávinningur frumvarpsins meiri en svo að réttlætanlegt sé að viðhalda óbreyttu ástandi. Sé horft til annarra kosta við lagasetningu er e.t.v. nærtækast að horfa til fyrirkomulags laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði, sem ætlað er að tryggja að veiði fari fram á sjálfbæran hætt, að veiðiréttarhöfum sé tryggður arður af veiði og leigutökum veittur umráðaréttur til lengri tíma. Fyrirkomulag veiðifélaga virðist þó ekki að öllu leyti eiga við en á móti má benda á að ekkert girðir fyrir að landeigendur geri samning til lengri tíma við einstaka aðila um heimild til þangsláttar fyrir landi þeirra. Þá má einnig horfa til fyrirkomulags laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu hvað snertir skyldu til að afla leyfis til nýtingar. Til samanburðar má horfa til annarra landa. Í Noregi eru settar reglur um svæðisbundna stjórn við öflun á þara (n. taretråling), sem er stunduð í atvinnuskyni í flestum eða öllum fylkjum Noregs utan Nordlands-fylkis, Tromsfylkis og Finnmerkur. Hins vegar eru litlar eða engar reglur í gildi um slátt á þangi en þar kann m.a. að hafa þýðingu að í Noregi heyrir réttur til að nýta þang undir eiganda viðkomandi sjávarjarðar, með líkum hætti og á Íslandi. Í Nova Scotia í Kanada er framkvæmd greining á lífmassa þangs, með aðstoð loftmynda og mælinga. Samtímis er greint hversu stór hluti þangs, á hverju nýtingarsvæði um sig, er aðgengilegt til sláttar. Það hlutfall er almennt nærri 40%. Fylkisstjórnin gefur út leyfi, til einstakra fyrirtækja, fyrir allstór svæði, til allt að 15 ára. Heimil nýting innan hvers svæðis er ákveðin sem massatala og ræðst af nýtingarhlutfalli. Þessi stjórn tekur mið af því að einungis er heimilt að handslá þang í Nova Scotia. Einn helsti eftirlitsþátturinn varðar það hlutfall plantna sem deyr við að festan er tekin með plöntunni og er áskilið við eftirlit að það hlutfall fari ekki yfir 8%. Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins. Um 1. gr. Í greininni er mælt fyrir um...

9 9 Í vinnslu 15. febrúar 2016 Fylgiskjal. Greinargerð Karls Gunnarssonar hjá Hafrannsóknastofnun, um þang og þara. A. Nytjar þangs og þara Um þessa mundir eru nýttir tveir hópar stórra brúnþörunga hér við land. Annars vegar þang úr fjörunni, fyrst og fremst klóþang og hins vegar þari, sem vex neðan fjöru, hrossaþari og stórþari. Þessir tveir hópar eru gerólíkir hvað varðar líffræði, vöxt og vaxtarstaði. Ýmsir aðrir þörungar, bæði aðrir brúnþörungar og rauðþörungar, eru nýttir í litlum mæli til matar eða í snyrtivörur. Kalkþörungar eru einnig nýttir í talsverðum mæli en af þeim er fyrst og fremst verið að nýta dauð greinabrot sem safnast hafa í setlög. Hér er lýst þáttum í líffræði og vexti þangs og þara sem talin eru skipta máli við sjálfbæra nýtingu. B. Klóþang (Ascophyllum nodosum) Plantan Klóþang er marggreinóttur, fjölær runni. Það er fest við fjörubeðinn með festuflögu sem stækkar smám saman, verður allt að 10 cm í þvermál og getur af sér sífellt nýjar uppréttar greinar. Klóþang er gulbrúnt, brúnt eða ólívugrænt á lit. Greinarnar eru tiltölulega þykkars, flatvaxnar og afrúnnaðar á jöðrum. Klóþang er kvíslgreint, þ.e. greinarendar greinast í tvo jafna sprota sem verða að nýjum greinum. Einnig myndast hliðarsprotar út frá hliðum greinanna sem síðan kvíslgreinast endurtekið eins og megingreinarnar. Ef toppur greinar slitnar af, er skorinn af eða er étinn, hættir sú grein að lengjast en hiðarsprotar taka við lengdarvextinum. Með óreglulegu millibili eru stakar, loftfylltar bólur á greinunum. Bólurnar eru oftast nokkuð breiðari en greinarnar sem þær sitja á. Þær sem sitja á yngstu greinunum eru litlar en eftir því sem farið er niður eftir plöntunni, til eldri hluta hennar verða greinarnar þykkari og bólurnar stærri. Það tekur venjulega 1 til 3 ár áður en fyrsta bóla myndast á nýjum sprota en eftir það myndast ein bóla á ári á greininni. Það er því hægt að meta lágmarksaldur greinar, með því að telja samfellda röð bóla á óslitinni grein. Algengt er að finna greinar sem eru meira en 15 ára gamlar. Erfiðara er að meta aldur sjálfrar klóþangsplöntunar en talið er að þær geti orðið yfir 100 ára gamlar. Þá er miðað við ein planta sé einstaklingur sem vex upp af einni okfrumu. Á haustin byrja æxlunarfærin að vaxa á klóþangi. Þau byrja sem litlir sprotar sem myndast út frá hliðum greinanna. Sprotarnir þykkna og bólgna út yfir veturinn og í byrjun næsta sumars eru þeir orðnir kúlulaga, fylltir slímkenndum safa. Yfirborðið er alsett smáum vörtum. Kynin eru aðskilin, hver planta er ýmist karlkyns eða kvenkyns. Þegar æxlunarsprotarnir eru fullþroskaðir um sumarið losna kynfrumurnar út í sjó, frjófrumur úr karlplöntum og egg úr kvenplöntum. Frjóvgun verður í sjónum, karlkynfrumurnar synda að egginu og

10 10 Í vinnslu 15. febrúar 2016 frjóvga það. Eftir frjóvgun sest frjóvgaða eggið, þ.e. okfruman, á grjótið í fjörunni og reynir að festa sig. Ef það tekst vex upp ný klóþangsplanta sem getur lifað í tugi ára. Almennt er nýliðun klóþangs eftir kynæxlun mjög stopul. Bæði nær mjög lítið af okfrumum að festa sig við undirlagið og einnig ná aðrar þangtegundir fótfestu og vaxa upp hraðar en klóþangið. Þegar auður blettur myndast í fjörunni ná bólu- eða skúfþang fljótlega að þekja blettinn að fullu. Þær skyggja á þá fáu klóþangsgræðlinga sem ná fótfestu og hægja á uppvexti þeirra. Útbreiðsla Klóþang vex við mjög breytilegar aðstæður, bæði í skjólsælum fjörum og þar sem er talsverð ölduhreyfing. Þar sem brim er mest, á ystu annnesjum, er hins vegar lítið um klóþang í fjörum. Það vex einungis þar sem hart undirlagið er það stöðugt að ekki er hætta á að steinar velti. Klóþang getur því vaxið á lausu grjóti í mjög skjólsælum fjörum en þarf klöpp þar sem mikil ölduhreyfing er. Í Breiðafirði er að finna meira en helming af grjót- og klettafjörum landsins miðað við flatarmál. Ríkjandi þang í fjörunum er klóþang og er talsvert magn af því í firðinum. Það er háð því hvaða öflunatækni er notuð hversu mikið af þangi er nýtanlegt úr fjörunum. Klóþangs vex víða annars staðar við landið og mælingar í fjörunni við Stokkseyri og Eyrabakka benda til að þéttleiki klóþangs sé svipaður þar og í Breiðafirði þó að fjörusvæðin séu talsvert umfangsminni. Öflun Þangs er aflað í Breiðafirði með sérbúnum þangsláttuprömmum sem knúnir eru spaðahjólum. Sláttugreiðan er um 2,5 m breið og situr fremst á hreyfanlegum kjálka. Neðan á sláttugreiðunni eru meiðar með þéttu millibili sem halda ljánum frá grjótinu. Þangið sem hefur verið slegið leggst á færiband sem er aftur af greiðunni og færir þangið inn í prammann. Þegar hæfilega mikið þang er komið í prammann er poki strengdur fyrir afturenda prammans og þangið fært aftur í hann, bundið fyrir pokann og honum sleppt. Pokarnir eru dregnir frá prömmunum út í ból þar sem þeim er safnað saman. Þar tekur skip pokana og flytur að verksmiðju. Þegar þang er slegið er fylgt sjávarföllum og slegið upp eftir fjörunni með aðfalli niður fjöruna á útfalli. Endurvöxtur þangs er talinn orðinn hæfilegur 4 til 5 árum eftir skurð og er þá oftast hægt að ná sömu uppskeru aftur af hverju svæði. Rannsóknir hafa sýnt að ef klóþang er skorið of nærri festu dregur það úr endurvexti og ef öll festan er fjarlægð getur tekið áratugi fyrir klóþang að ná aftur fyrri þéttleika. Það er því

11 11 Í vinnslu 15. febrúar 2016 mikilvægt að þang sé skorið hæfilega langt frá festu og að festur séu helst ekki fjarlægðar af undirlagi. Í Kanada og Írlandi þar sem þang er skoðið með handverkfærum er talið hæflegt að neðstu 20 til 25 cm plöntunar séu skildir eftir. Það ber einnig að hafa í huga að ef steinn, sem klóþangsplöntur vaxa á, veltur, þá drepst þangið sem lendir undir steininum og það geta liðið mörg ár áður en klóþang nær fótfestu á þeim hluta steinsins sem nú snýr upp. Því ber að forðast að velta við steinum í fjörunni, gæta þess að festur skaddist ekki og að skorið sé hæfilega langt frá festu. Þangtekja hefur verið stunduð í Breiðafirði frá árinu C. Þari (Stórþari (Laminaria hyperborea), hrossaþari (L. digitata)) Plantan Þari hefur langan stilk sem festur er við botn með fingurlaga, greinóttum festusprotum, á efri enda hans situr blaðka. Stilkurinn getur orðið yfir 2 m að lengd og blaðkan annað eins. Þarinn er fjölær, stilkurinn lifir í mörg ár, en á hverju ári myndast ný blaðka upp af stilknum. Meginvöxtur þarans er á mótum stilks og blöðku, þar sem bætist ofan á stilkinn og blaðka vex út. Stilkurinn þykknar með árunum og einnig bætist við festusprotana. Þykknunarvöxtur stilksins er árstíðabundinn og það myndast á hverju ári tvö aðskilin vaxtarlög utan á stilkinn, eitt ljóst, með gisnum vef og annað með þéttari vef sem er dökkur. Hægt er að aldursgreina þarann með því að telja þessi vaxtarlög. Þau sjást sem hringir í sneið af stilknum. Elstu hrossaþaraplöntur verða rúmlega 10 ára gamlar en stórþari getur orðið yfir 20 ára gamall. Þarinn hefur tvo ættliði; annars vegar er þaraplantan eins og við þekkjum hana sem myndar gró utan til á blöðkunni á haustin. Þegar gróin losna setjast þau á botninn og vaxa upp í smásæjar, þráðlaga kynplöntur, karl- eða kvenplöntur. Eftir að kynplönturnar hafa náð kynþroska verður æxlun. Karlkynfrumur synda að eggi kvenplöntunar og frjóvga það.

12 12 Í vinnslu 15. febrúar 2016 Frjóvgaða eggið, þ.e. okfruman spírar og verður að nýrri þaraplöntu. Í byrjun vex hún hægt. Þegar plantan er orðin 30 til 50 cm að lengd, með um 20 til 30 cm langan stilk, eykst vaxtarhraðinn þar til stilkarnir eru orðnir 150 til 200 cm. Þá dregur úr eða hættir vöxtur stilksins, en blaðkan endurnýjast áfram á hverju ári. Útbreiðsla Þari vex á hörðum botni, á steinum eða klöpp neðan fjörunnar frá neðri mörkum fjörunnar allt niður á 30 m dýpi þar sem sjór er tærastur fyrir norðan land. Þar sem sjór er gruggugur vex þarinn ekki eins langt niður í djúpið. Það er mismunandi eftir tegundum hvar við landið þær vaxa. Hrossaþari vex við tvenns konar skilyrði. Annars vegar inni á fjörðum við tiltölulega skjólsæl skilyrði og hins vegar við neðri mörk fjörunnar á brimasömum stöðum. Fyrrnefnda búsvæðið er t.d. á þeim svæðum í innanverðum Breiðafirði þar sem þari er veiddur fyrir Þörungaverskmiðjuna á Reykhólum. Lítil vitneskja er um heildarútbreiðslu eða magn hrossaþara við Ísland. Meginöflunarsvæði hrossaþara hefur verið í minni Gilsfjarðar, út undir Fagurey En hrossaþari er útbreiddur um allan innri hluta fjarðarins þar sem harður botn er á hæfilegu dýpi. Stórþari vex fyrst og fremst þar sem tiltölulega brimasamt, í ytri hluta fjarða og við annes. Fyrir norðan land þar sem sjór er tærastur við landið vex stórþari niður á um 30 m dýpi. Í ytri hluta Breiðafjarðar að norðanverðu hefur útbreiðsla stórþara verið könnuð og vex hann þar á víðáttumiklum svæðum. Lítið er vitað um útbreiðslu eða magn stórþara annars staðar við landið. Öflun Þari er veiddur með greiðu, sem dregin er eftir botni. Þarastilkar festast á milli tinda á greiðunni og rifna af botninum, oftast koma þá festurnar með stilknum. Greiðan nær vel fullvöxnum þara en smáar þaraplöntur eru sveigjanlegar, leggjast undan greiðunni og verða eftir á botninum. Endurvöxtur þaraskógarins, þar sem veitt hefur verið, er annars vegar með nýjum plöntum sem vaxa upp af okfrumum eftir æxlun og hins vegar með ungum plöntum sem urðu eftir þegar greiðan tók stærri plönturnar. Þessar litlu plöntur fá meira ljós þegar stærri plönturnar skyggja ekki lengur á þær og vaxa þá allmiklu hraðar en ella. Eftir nokkur ár hefur skógurinn aftur náð fyrri stærð. Endurvöxturinn er nokkuð mismunandi eftir tegund og ytri aðstæðum. Við Frakklands- og Noregsstrendur hefur verið fylgst með endurvexti

13 13 Í vinnslu 15. febrúar 2016 þara eftir tekju. Þar tekur það 3 til 6 ár fyrir þaraskóginn að ná aftur þeim þéttleika sem var fyrir veiðar og hægt er að ná aftur sama magni af svæðinu. Vöxtur þara er hægur í byrjun og þegar áveðinni stærð er náð eykst vaxtarhraðinn allmikið þar til stilkurinn hefur náð nærri því fullri stærð, þá hægir aftur verulega á vexti. Það flýtir fyrir endurvexti þara ef nægilega mikið er af ungum plöntum sem eru við það að ná fullum vaxtarhraða. Það er því mikilvægt að þær plöntur verði eftir við öflun þara og að einungis fullvaxnar plöntur séu teknar. Á undanförunum árum hafa árlega verið tekin 4 til 6 þúsund tonn af hrossaþara í innri hluta Breiðafjarðar og innan við 1000 tonn af stórþara í ytri hluta fjarðarins. Fylgiskjal. Fjármála- og efnahagsráðuneyti, skrifstofa opinberra fjármála: Umsögn um frumvarp til laga um

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1107 679. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). (Lagt fyrir Alþingi

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 5. júní 2018 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga,

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Q E SAMTOKFJARMALAFYRIRTÆKJA lcelandic Financial Serviccs Association ms a m tö k fy rirtæ k ja SA Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík,

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010 -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Rannveig Júníusdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ása Ólafsdóttir, lektor september

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN 16. janúar 2009 Moskva 13 Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum Skráð af Dómsmálaráðuneyti Rússlands hinn 16. febrúar 2009 Skráningarnúmer

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

316 Hvítbók ~ náttúruvernd

316 Hvítbók ~ náttúruvernd 19 Almannaréttur 316 Hvítbók ~ náttúruvernd 19. Almannaréttur 19.1 Inngangur Ekki er að finna í íslenskum lögum almenna skilgreiningu á hugtakinu almannarétti. Samkvæmt lögfræðiorðabókinni er almannaréttur

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál] sþ. 118. Tillaga til þingsályktunar [115. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. (Lögð fyrir Alþingi á

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Kristján G. Jóhannsson SKIPSNAFNIÐ JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Í HÁLFA ÖLD Mars 2017 Ljósmynd á forsíðu: Júlíus Geirmundsson ÍS 270 (I) nýkominn til landsins í mars 1967. Ljósmynd: Jón A. Bjarnason Skipsnafnið

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

Efnisyfirlit. 1. Formáli fiskistofustjóra Stjórnsýsla, upplýsingagjöf og samstarf...6

Efnisyfirlit. 1. Formáli fiskistofustjóra Stjórnsýsla, upplýsingagjöf og samstarf...6 Starfsskýrsla 212 Efnisyfirlit 1. Formáli fiskistofustjóra...5 2. Stjórnsýsla, upplýsingagjöf og samstarf...6 3. Veiðileyfi og heimildir... 8 3.1 Veiðileyfi 3.2 Aflaheimildir 4. Afli, kvótaívilnanir og

Detaljer

Nr desember 1999 AUGLÝSING

Nr desember 1999 AUGLÝSING 31. desember 1999 173 Nr. 23 AUGLÝSING um samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. Hinn 18. júní 1998 var undirritaður í

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum VMST-R/0106 Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum Valdimar Ingi Gunnarsson Apríl 2001 Veiðimálastofnun Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík Sími: 567 6400 Fax 567 6420 Heimasíða: www.veidimal.is Netfang:

Detaljer

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA Febrúar 2012 ISBN: 978-9979-871-58-3 EFNISYFIRLIT SAMANTEKT... 5 NIÐURSTÖÐUR OG TILLÖGUR NEFNDARINNAR... 8 1. INNGANGUR... 11 1.1. Skipan nefndarinnar...

Detaljer

Gæsluvarðhald að ósekju

Gæsluvarðhald að ósekju LÖGFRÆÐISVIÐ Gæsluvarðhald að ósekju Bótaréttur manna vegna setu í gæsluvarðhaldi að ósekju sbr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Þorkell Hróar Björnsson

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Námur. Efnistaka og frágangur

Námur. Efnistaka og frágangur Námur Efnistaka og frágangur Apríl 2002 Útgefendur: Embætti veiðimálastjóra Hafrannsóknarstofnun Iðnaðarráðuneytið Landgræðsla ríkisins Landsvirkjun Náttúruvernd ríkisins Samband íslenskra sveitarfélaga

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl.

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Ingibergur Sigurðsson veiðieftirlitsmaður vinnsluskip Mars til júní 2009. Inngangur Í því sem hér fer á eftir mun ég gera

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 Hver er réttur barns til friðhelgi einkalífs? Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem einstaklingur, yngri

Detaljer

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Apríl 2013 Efnisyfirlit Inngangur... 8 Rannsóknasvæði... 8 Aðferðir... 9 Niðurstöður... 10 Heiðagæsatalning

Detaljer

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN ORKUMÁL24 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 25 ISSN 127-563 ELDSNEYTI Útgáfa Orkumála með nýju sniði Á undanförnum árum hefur ritið Orkumál verið gefið út með tölulegum upplýsingum um íslensk orkumál, þ.e. raforkuiðnaðinn,

Detaljer

ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi. Erindi nr. Þ / ^ // / / 63 komudagur S. v/. 2. öó$t. Alþingi. Nefndarsvið 150 REYKJAVÍK

ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi. Erindi nr. Þ / ^ // / / 63 komudagur S. v/. 2. öó$t. Alþingi. Nefndarsvið 150 REYKJAVÍK Alþingi ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi. Erindi nr. Þ / ^ // / / 63 komudagur S. v/. 2. öó$t Nefndarsvið 150 REYKJAVÍK Reykjavík, 4. apríl 2005 Tilvísun: 2005030077 Efni: Umsögn um frumvarp til breytinga

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf.

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. Miðvikudagur, 9. maí 2018 Ákvörðun nr. 14/2018 Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Samkeppniseftirlitinu barst bréf þann 27. mars 2018 þar sem tilkynnt var um kaup Basko ehf.

Detaljer

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Albert K. Imsland, Akvaplan-niva, Strandbúnaðarþing 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars Yfirlit erindis Lífsferill laxalúsar Hitastig og laxalús Laxalús

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb Reykjavík, 22. janúar 2007. Nefiidasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur 23. 1 Q.ccrb Efiii: Svör við umsögnum um firumvarp til laga um breyting á almennum

Detaljer

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur Handbók um Umferðarmerki Inngangur Útgefandi Vegagerðin og Reykjavíkurborg Mars 2013 Efnisyfirlit Almennar reglur... 2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja... 3 Merkjaplötur... 3 Litur, lögun, stærð og

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnar

Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnar mbl Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnarr Áfangaskýrslaa 2009 Veðurvaktin Verkefnið er fjármagnað af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar Vinnuhópur um veðurfarsaðlögun

Detaljer

TIL HVERS LÍTUR HÆSTIRÉTTUR VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR Í OFBELDISMÁLUM? Kolbrún Jóna Pétursdóttir

TIL HVERS LÍTUR HÆSTIRÉTTUR VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR Í OFBELDISMÁLUM? Kolbrún Jóna Pétursdóttir TIL HVERS LÍTUR HÆSTIRÉTTUR VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR Í OFBELDISMÁLUM? Kolbrún Jóna Pétursdóttir 2016 ML í lögfræði Höfundur: Kolbrún Jóna Pétursdóttir Kennitala: 240268-5909 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Greinargerð um stöðu haf- og strandsvæðaskipulags

Greinargerð um stöðu haf- og strandsvæðaskipulags Greinargerð um stöðu haf- og strandsvæðaskipulags 1 Fylgiskjal með landsskipulagsstefnu 2013-2024 Greinargerð um stöðu haf- og strandsvæðaskipulags - Fylgiskjal með Landsskipulagsstefnu 2013-2024 Útgefandi:

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R Borgarráð skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R13020066 641 Kirkjusandsreitur - uppbygging Óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við samning Íslandsbanka

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar

Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Ábyrgð, áhrif og afleiðingar Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. BA-ritgerð í lögfræði 33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. Jóhann Þorvarðarson Leiðbeinandi: Unnur E. Sveinsdóttir Apríl 2014 BA-ritgerð í lögfræði

Detaljer

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni 978-9935-9275-1-4 2018 Rannsóknin var

Detaljer

Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta

Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta 2/2000 Tímarit Tæknifélags mjólkuriðnaðarins 24. árgangur 1943 Umbúðir eiga að spara meira en þær kosta Ruben Rausing, stofnandi Tetra Pak. Tetra 1952 Classic 1961 Tetra Therm Aseptic VTIS Tetra 1961 Classic

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI

NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI Október nóvember 2004 Elísabet H. Guðmundsdóttir Starfsmaður Framkvæmdasýslu ríkisins Febrúar 2005 EFNISYFIRLIT: INNGANGUR...3 ALMENNT UM STATSBYGG OG STARFSUMHVERFI...3

Detaljer

Aukin framleiðsla Arnarlax á laxi í Arnarfirði um tonn Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum

Aukin framleiðsla Arnarlax á laxi í Arnarfirði um tonn Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum 201502065 Aukin framleiðsla Arnarlax á laxi í Arnarfirði um 7.000 tonn Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum 1 INNGANGUR 1.1 Athugun Skipulagsstofnunar Þann 1. apríl 2015 sendi Arnarlax ehf.

Detaljer

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið, b.t. Vals Þráinssonar, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Reykjavík 11. mars 2016. Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið

Detaljer

Hámarkshraði á tveggja akreina

Hámarkshraði á tveggja akreina Hámarkshraði á tveggja akreina þjóðvegum Athugun á norskri aðferð við ákvörðun hámarkshraða Nóvember 2004 Einar M. Magnússon Þórólfur Nielsen Haraldur Sigþórsson Unnið af: Einari Má Magnússyni og Þórólfi

Detaljer

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands Marta María Friðriksdóttir Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Margrét María Grétarsdóttir Lagadeild

Detaljer

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi Höfundur: Klara Baldursdóttir Briem Kennitala: 121287-2699 Leiðbeinandi: Hulda

Detaljer

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur.

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur. REGLUGERÐ um plöntuverndarvörur. 1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins. Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast

Detaljer

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna Rit LbhÍ nr. 8 Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna Ásdís Helga Bjarnadóttir 2006 Rit LbhÍ nr. 8 ISSN 1670-5785 Ásdís Helga Bjarnadóttir Golfvellir

Detaljer

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir Lokaverkefni til B.A. -prófs Upplýsingatækni Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum Soffía Lárusdóttir 110360 2829 Kennaraháskóli Íslands Þroskaþjálfabraut Maí 2008 Ágrip Í þessu

Detaljer

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar júlí 2016 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR

Detaljer

Ábúðarjarðir í ríkiseigu

Ábúðarjarðir í ríkiseigu Skýrsla nr. C17:03 Ábúðarjarðir í ríkiseigu júlí 2017 1 HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-5284 Heimasíða: www.hhi.hi.is Tölvufang: ioes@hi.is Skýrsla

Detaljer