1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5"

Transkript

1 Efnisyfirlit 1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði Hvað eru þýðingar? Hugtakið jafngildi Hvað er jafngildi? Formlegt jafngildi Áhrifajafngildi Samantekt um jafngildi Þýðingar og þýðandinn Þýðing á barnabókmenntum Staða þýðandans á Íslandi Greinargerð um þýðinguna Titillinn Kaflafyrirsagnir Nöfn Eiginnöfn persóna Staðarheiti Heiti álfa og huldufólks Málfræðilegur munur Kyn Föll Tvíræð orð Finna annað orð Útskýra eða sleppa? Lokaorð Heimildaskrá Þýðing á norsku á kafla 1-4 úr Ríólítreglunni

2 1 Inngangur Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin er þýðingarritgerð og skiptist í tvo meginhluta. Fyrri hluti skiptist í fjóra kafla. Fyrsti kafli samanstendur af inngangi, stuttri umfjöllun um höfundinn, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, rithöfundarferil hennar, og söguþráð bókar hennar, Ríólítreglunnar. Í öðrum kafla greinir stuttlega frá þýðingum almennt og svo verður hugtakið jafngildi skilgreint. Tveir undirflokkar jafngildis verða útlistaðir, nánar tiltekið formlegt jafngildi og áhrifajafngildi, og notkun þeirra lýst. Skoðaðar verða kenningar nokkurra þýðingafræðinga, þar á meðal Romans Jacobson, Anthonys Pym og Eugenes Nida um jafngildi, sem hafa skipt mjög miklu máli í sögu þýðingafræðinnar síðustu áratugi. Þessir þýðingafræðimenn hafa ólík sjónarmið varðandi þýðingar og hafa sett fram mismunandi kenningar, en eru þó allir hluti af vestræna þýðingaheiminum. Þriðji kafli segir stuttlega frá ýmsum þáttum í þýðingasögunni og þróun þýðinga á barnabókmenntum, þar á meðal mikilvægi bókanna um Harry Potter fyrir þýðingu barnabókmennta. Fjórði og síðasti kafli fyrri hlutans er meginkafli ritgerðarinnar. Þar verður sagt frá þýðingarstarfinu, þar á meðal nokkrum málfræðilegum og menningarlegum vandamálum sem komu upp, til dæmis hvað á að gera við persónufornöfn og staðarheiti, og þeirri þýðingarstefnu sem var mótuð á meðan á vinnunni stóð. Skoðaðar eru einnig mögulegar lausnir. Einnig verður lýst ýmsum almennum vandamálum sem fylgja því að þýða úr íslensku yfir á norsku, til að mynda hvað varðar kyn og föll. Seinni hlutinn er þýðing úr íslensku yfir á norsku á fyrstu fjórum köflunum úr Ríólítreglunni. Í þessari skáldsögu blandar höfundur saman raunverulegum atburðum, þjóðsögum, álfasögum og skáldskap. Ég ákvað að þýða þessa sögu af ýmsum ástæðum; mér fannst hún góð og skemmtileg, hún er afar vel skrifuð, mér finnst viðfangsefni hennar mjög áhugavert og síðast en ekki síst tel ég að sagan henti vel norskum börnum. Aðalástæðan til þess að ég ákvað að skrifa þýðingarritgerð, og einnig að þýða Ríólítregluna, er sú að fáar íslenskar barna- og unglingabækur hafa verið þýddar yfir á norsku. Mér finnst mjög líklegt að norsk börn geti haft miklar mætur á svona barnabókum. Bækur sem fjalla um galdra og yfirnáttúrulegar verur eru enda mjög vinsælar núna, sérstaklega í kjölfar bókanna um Harry Potter. 2

3 1.1 Kristín Helga Gunnarsdóttir Kristín Helga Gunnarsdóttir er fædd árið Eftir að hún lauk BA-prófi í fjölmiðlafræði starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hefur einnig BA-próf í spænsku. Fyrsta bók hennar kom út árið 1997 og síðan þá hefur hún sent frá sér 16 bækur til viðbótar, auk þess sem hún er formaður Rithöfundasambands Íslands. 1 Hún skrifar einungis barnabækur, en vill sjálf kalla sig fjölskyldubókahöfund og segir að hún reyni að skrifa ekki aldurstakmarkaðar bækur. 2 Þegar hún var spurð hvort einhver munur væri á því að skrifa fyrir börn eða fullorðna svaraði hún: [ ] Að auki hefur barn ekki sömu þolinmæði og fullorðinn og þess vegna er mikil áskorun að skrifa fyrir þannig fólk línudans að halda athyglinni þar sem krakkar fara að bora í nefið og klípa næsta mann geispa og góla og hlaupa í hringi ef þeim leiðist upplesturinn. Þau hætta líka strax í fyrstu síðu ef bókin grípur þau ekki undir eins. Þá er henni kastað út í ystu myrkur og sjaldnast gerð önnur tilraun. 3 Kristín er einn af vinsælustu barnabókahöfundum á Íslandi og hefur hlotið mörg bókmenntaverðlaun, þar á meðal Bókaverðlaun barnanna fjórum sinnum. Árið 2007 fékk hún Vestnorrænu barnabókverðlaunin fyrir Draugaslóð, og í þakkarræðu sinni sagði hún m.a. Það er fortíðin sem kennir nútíðinni að stíga inn í framtíðina og því er mikilvægt að við höldum áfram að tína upp gamlar sögur halda þeim á lofti færa í nýjan búning og flytja á milli kynslóða. 4 Bækur hennar eru næstum því alltaf innblásnar af þjóðsögum og þjóðtrú, og hún blandar saman raunverulegum atburðum, þjóðsögum, álfasögum og skáldskap á skemmtilegan hátt. Við sjáum þetta í flestum bóka hennar, kannski sérstaklega í Strandnornum (2003), Draugaslóð (2007) og Ríólítreglunni (2011). 1.2 Ríólítreglan Fáar íslenskar barna- og unglingabækur hafa verið þýddar yfir á norsku, og það lítur ekki út fyrir miklar breytingar á því. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er, vegna þess að norsk börn eru mjög hrifin af bókum sem fjalla um galdra og yfirnáttúrulegar verur. Þess 1 Rsi.is, án árs 2 Elín Guðnú og Una, án árs 3 Elín Guðný og Una, án árs 4 Miðstöð íslenskra bókmennta

4 háttar bækur eru mjög vinsælar núna, sérstaklega í kjölfar bókanna um Harry Potter. Til dæmis var síðasta sagan í bókaflokknum, Harry Potter og dauðadjásnin, gefin út í stóru fyrsta upplagi á norsku, nánari tiltekið eintökum. 5 Það er mjög líklegt að norsk börn hefðu miklar mætur á íslenskum barnabókum þar sem blandað er saman raunveruleika, þjóðsögum, álfasögum og skáldskap. Ég ákvað af þessum ástæðum að þýða Ríólítregluna. Bókin er einkum ætluð börnum á aldrinum átta til þrettán ára, en hentar líka eldri börnum og fullorðnum. Í sögunni er sagt frá vinunum Steini, Mónu, Nóa, Gloríu og Digga. Þau búa öll við óvenjulegar fjölskylduaðstæður og stríða við mismunandi erfiðleika í lífinu. Þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára býr Steinn einn og sér um sig sjálfur eftir að afi hans flutti á hjúkrunarheimili. Móna sér líka um sig sjálf vegna þess að pabbi hennar ferðast mikið og mamma hennar er pillufíkill. Heima hjá Nóa er álfasteinn á baðherbergisgólfinu og allt snýst um að fara eftir reglum sem álfasérfræðingurinn Duna leggur til og að sjá til þess að álfarnir séu sáttir. Mamma Gloríu og Digga vinnur nánast allan sólahringinn til að sjá fyrir fjölskyldunni. Krakkarnir halda mikið til í félagsmiðstöðinni Huldubergi, þar sem Hrafn vinnur. Hann er í miklu uppáhaldi hjá vinunum og þegar Hrafn hverfur sporlaust verða þau óróleg. Krakkarnir fara í gönguferð ásamt hinum furðulega Trausta og eru leidd inn í álfaheima þar sem þeir þurfa að ákveða hvort þeir vilja fara aftur heim eða dvelja í álfaheimum að eilífu. Ríólítreglan er skemmtileg, spennandi og grípandi saga sem fjallar um samskipti álfa og manna, vináttu, tryggð og góða og slæma valkosti. Í Ríólítreglunni er unnið með þekkt minni úr þjóðsögunum, til dæmis er Hrafn lokkaður inn í bergið af Bergdísi, 6 alveg eins og álfameyjarnar lokkuðu eða reyndu að lokka, Ólaf Liljurós inn í bergið til sín 7. Vel þekktir eru einnig álfar sem eru ósáttir við byggingaframkvæmdir manna og eyðileggja þess vegna vinnutæki og geta valdið slysum eins og Hrefna segir frá í Ríólítreglunni (30 31). Í sögunni blandast saman álfasögur og hversdagsleiki á mjög góðan, skemmtilegan og í reynd líka fróðlegan hátt. 5 Hansen Kristín Helgu Gunnarsdóttir. Ríólítreglan. Reykjavík: Mál og menning, 2011, bls. 15. Hér eftir verður vitnað til þessarar heimildar með blaðsíðutali innan sviga í meginmáli. 7 Ísmennt án árs 4

5 2 Þýðingar og þýðingafræði Þýðingar eru oft taldar ómerkilegar miðað við frumsamdar bókmenntir, og hafa lengi fallið í skuggann af þeim. Ferlið við að þýða er þó að mörgu leyti svipað og að frumsemja texta, og starf þýðandans er ekki ólíkt starfi rithöfundarins. Þýðingafræði er einhvers konar sérgrein bókmenntanna og skiptir miklu máli fyrir skilning á samskiptum milli menningarheima. Engin tvö tungumál eru nákvæmlega eins, og starf þýðandans felst í því að hafa milligöngu milli frummáls og markmáls, milli frummenningar og markmenningar. 2.1 Hvað eru þýðingar? Þýðingar er hægt að skilgreina á marga mismunandi vegu. Fyrst um sinn skulum við skoða fjórar mismunandi skilgreiningar, sem eru allar réttar en samt sumpart frekar ólíkar. - það að þýða úr einu máli á annað, snúa texta af einni tungu á aðra 8 - the replacement of textual material in one language (SL) by equivalent textual material in another language (TL) 9 - Með þýðingu er tiltekinn texti færður af einu máli á annað Þýðing milli tungumála eða eiginleg þýðing er túlkun máltákna með táknum úr öðru tungumáli. 11 Það sem allar þessar skilgreiningar eiga sameiginlegt er að þær skilgreina þýðingu sem það að orða sama boðskap á tveimur eða fleiri mismunandi tungumálum. Þýðingar gætu einnig, samkvæmt Roman Jakobson, verið skilgreindar sem þýðing innan tungumálsins eða umorðun, þ.e. túlkun máltákna með öðrum táknum innan sama tungumáls og þýðing milli táknkerfa eða umhverfing er túlkun máltákna með táknum úr ómállegu táknkerfi. 12 Í þessari ritgerð ætla ég að einbeita mér að því sem Jacobson nefnir eiginlega þýðingu, þ.e. þýðingu milli tungumála. 8 Íslensk orðabók Catford 1965:20 10 Jón G. Fríðjónsson 2006:1 11 Jacobson, 1959: Jakobson, 1959:174 5

6 2.2 Hugtakið jafngildi Engin tvö tungumál eru nákvæmlega eins, ekki einu sinni nágrannatungumál, eins og til dæmis skandinavísku tungumálin, sem eru um margt sviplík. Það var bandaríski biblíu- og þýðingafræðingurinn Eugene Nida sem kom fram með hugtakið jafngildi (e. equivalence). Upphaflega setti hann fram kenningu sína um jafngildi í samhengi við biblíuþýðingar, en hann notaði hugtakið um almennar þýðingar í bók sinni Towards a Science of Translating, sem kom út árið Fjölmargar kenningar eru til innan þýðingarfræðinnar og þýðingafræðingarnir eru ósammála um margt. En þrátt fyrir að hugtakið jafngildi sé umdeilt eru flestir fræðimenn á sömu skoðun, nefnilega að hugtakið sé á meðal þeirra mikilvægustu í þýðingafræði. Þeir eru einnig yfirleitt sammála um að það þurfi að vera jafngildi, að einhverju leyti, í öllum textum sem kallast þýðingar Hvað er jafngildi? Eitt helsta vandamál í þýðingum er málfræðilegt jafngildi. Það er vegna þess að þýðingin getur aldrei verið málfræðilega nákvæmlega eins og frumtextinn. 14 Jafngildi þýðir ekki að tungumálin séu eins, aðeins að boðin hafi samsvarandi merkingu í frumtextanum og marktextanum. En þetta gengur ekki alltaf snurðulaust, vegna þess að frummálið og viðtökumálið geta verið mjög ólík. Til dæmis getur setningargerð verið ólík í þessum málum, eða kannski fyrirfinnast orð í frumtextanum sem eru sérmenningarleg fyrir frummálið og sem hafa enga samsvarandi merkingu eða orð í markmálinu. Dæmi um þetta eru íslensku orðin áramótaskaup og lopapeysa. Við þær aðstæður þarf þýðandi að ákveða hvort hann vill færa sérkenni frumtextans yfir í marktextann eða breyta merkingunni þannig að hún samsvari menningu markmálsins. Til dæmis getur maður á norsku sagt lusekofte í stað lopapeysa, þegar það er menningarlega samsvarandi, eða maður geti útskýrt lopapeysa sem þjóðleg íslensk ullarpeysa. Orðið áramótaskaup er erfiðara, vegna þess að það er ekki til samsvarandi orð eða merking í norsku. Maður þarf þess vegna að útskýra áramótaskaup til dæmis sem leikin, gamansöm samantekt um fréttir, málefni liðandi stundar og stjórnmál á árinu. 13 Nida Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson. 1988:68. 6

7 Jafngildi felur í sér að boð frumtextans hafi jafngilt hlutverk í marktexta, og það er meginhlutverk þýðandans að finna orð eða hugtök markmálsins sem samsvara upphaflegum orðum eða hugtökum frumtextans. Jafngildi snýst ekki um að frumtextinn og marktextinn eigi að vera eins heldur fremur um að setningar í frumtexta og marktexta eigi að vera með sambærileg gildi. Spurningin er hvort þýðingin miðli því sama og frumtextinn. Ástráður Eysteinsson segir í bók sinni Tvímæli sem kom út árið 1996: Þýðandinn, eins og Nida lýsir hlutskipti hans, er staðsettur milli frumtextans og lesanda síns í nýju málsamfélagi. Hlutverk textans tekur meginmið af öðrum þeirra. 15 Nida skrifar í bókum sínum um tvenns konar jafngildi. Annars vegar er formlegt jafngildi (e. formal equivalence) og hins vegar er áhrifajafngildi (e. dynamic equivalence) Formlegt jafngildi Formlegt jafngildi í þýðingu merkir að þýðingin er eins nákvæm og mögulegt er miðað við frumtextann. Formlegt jafngildi reynir að endurskapa málfræðilegt form frumtextans í marktextanum; sagnorð á móti sagnorði, lýsingarorð á móti lýsingarorði, nafnorð á móti nafnorði og svo framvegis. 16 Það er einnig mjög mikilvægt að halda samræmi í setningum og málsgreinum, og halda formlegum þáttum eins og greinarmerkjum. Vandamálið við svoleiðis þýðingu er að nýi textinn getur orðið mjög erfiður, jafnvel ólæsilegur, vegna þess að lítil áhersla er lögð á viðtökumálið. Það mikilvægasta er trúnaðurinn við frumtextann. Ástráður Eysteinsson vísar til Nida sem skýrir formlegt jafngildi sem áherslu á trúnað við frumtextann. Nida sjálfur skilgreinir hugtakið á eftirfarandi hátt: Formlegt jafngildi beinir athygli að boðunum sjálfum, bæði formi þeirra og inntaki [...]. 17 Ástráður segir einnig að í formlegu jafngildi sé aðaláhersla lögð á setningafræðilega og merkingarlega þætti frumtexta. 18 Í skyldum málum, eins og til dæmis norsku, dönsku og sænsku, er oft mögulegt að þýða nafnorð með nafnorði, sagnorð með sagnorði, halda samræmi í setningum og svo framvegis. Þetta er meðal annars vegna þess að þau eru öll þrjú F.S.A-tungumál sem yfirleitt fylgja orðaröðinni frumlag, sagnliður, andlag. (e. S.V.O. subject, verb, object). 15 Ástráður Eysteinsson. 1996:90 16 Nida 1964: Ástráður Eysteinsson. 1996:90, Nida 1964: Ástráður Eysteinsson. 1996:92. 7

8 2.2.3 Áhrifajafngildi Áhrifajafngildi er gjörólíkt formlegu jafngildi. Öfugt við formlegt jafngildi beinir áhrifajafngildi athygli að viðbrögðum viðtakanda en um leið eru merking og innihald frumtextans endurspegluð. Samkvæmt Nida er áhrifajafngildi the quality of a translation in which the message of the original text has been so transported into the receptor language that the response of the receptor is essentially like that of the original receptors. 19 Þar sem formlegt jafngildi beinir allri athyglinni að frumtexta og trúnaði við hann, er megináhersla áhrifajafngildis yfirfærð á boðskapinn og viðtakandann. Markmið þess er að leyfa lesandanum að upplifa marktextann gegnum þýðinguna eins og lesendur upplifðu frumtexann. Í raun og veru er áhrifajafngildi aðlögun frumtexta að viðtökumáli, það er að segja að marktextinn feli í sér merkingu frumtextans, svo að þýðandi verður að finna betri leið til að færa hann yfir á þýðingarmálið en með orðréttri þýðingu. Boðskipti í frumtexta og marktexta eiga að vera sambærileg. Aðalhugtök áhrifajafngildis eru viðtakandi, boð, jafnt, eðlilegt og nákvæmt. Ástráður Eysteinsson útskýrir að áhrifajafngildi byggi að mati Nida á algjörlega eðlilegri framsetningu og reynir að setja viðtakandann í samband við hegðunarmynstur sem ríkjandi er í hans eigin menningarsamfélagi; slíkt jafngildi krefst þess ekki að hann skilji menningarþætti í samhengi frummálsins til að skilja boð textans. 20 Þar sem samsvarandi jafngildi eru ekki til þarf að finna það jafngildi sem kemst næst merkingunni. Þýðingin á að fylgja frumtextanum eins nákvæmlega og hægt er, og framsetningin og orðavalið eiga að vera fullkomlega eðlileg. Ef það er hægt verða þættir úr menningarheimi frumtextans kynntir í samhengi markmenningar. Ef það er ekki hægt þurfa viðeigandi þættir úr markmenningu að koma í stað tilvísana í frumtexta. Í formlegu jafngildi merkir jafngilt sama merking, en í áhrifajafngildi merkir það sömu áhrif Samantekt um jafngildi Jafngildi segir ekki að tungumálin séu eins, það segir aðeins að þau gæti haft jafnt gildi. Í formlegu jafngildi skiptir ekki máli hvort maður þýði úr tungumáli A yfir á tungumál B eða öfugt. Niðurstaðan verður alltaf eins. Sumir vilja meina að jafngildi sé löngu úrelt, en 19 Nida og Taber. 1969: Ástrádur Eysteinsson. 1996;91, Nida 1964:159 8

9 aðrir telja að það skipi ennþá stóran sess í þýðingafræði. Þrátt fyrir að Nida teljist eiga frumkvæðið að hugmyndinni um jafngildi er hann ekki sá eini sem hefur unnið með kenningar um hugtakið. Kenning Nida um jafngildi hefur skipt mjög miklu máli í sögu þýðingafræðinnar síðustu áratugi. Ekki eru allir sáttir við hana, og sumir hafa gagnrýnt marga þætti hennar á ýmsum forsendum. Anthony Pym segir til dæmis: At this point, the equivalence paradigm has become quite different from the comparing of languages or the counting of words in phrases. The application of relevance theory shows equivalence to be something that operates more on the level of beliefs, of fictions, or of possible thought processes activated in the reception of a translation. This is a very profound shift of focus Pym. 2010:37 9

10 3 Þýðingar og þýðandinn Þýðingar á barnabókmenntum er hliðargrein innan þýðingafræði sem hefur aldrei verið áberandi, en undanfarin tíu til fimmtán ár, sérstaklega eftir útkomu Harry Potter-bókanna, hefur þessi hliðargrein smám saman fengið töluvert meiri athygli. Margt af því sem skrifað hefur verið um innan þýðingafræðinnar almennt tengist líka þýðingum á barnabókmenntum, en þó er einnig margt sem á sérstaklega við um þær. Stundum taka þýðendur sér leyfi til þess að breyta meiru þegar þeir eru að þýða barnabókmenntir en þegar þeir þýða bókmennta fyrir fullorðna. 3.2 Þýðing á barnabókmenntum Til skamms tíma var umræðan um þýðingar á barnabókmenntum í skötulíki, ekki aðeins á Íslandi og á Norðurlöndum, heldur um allan heim. Undanfarin ár hefur hún hins vegar aukist, þó það teljist ekki eins virðulegt að þýða barnabókmenntir og að þýða fagurbókmenntir fyrir fullorðna. Það þýðir þó ekki að það sé auðveldara að þýða barnabækur en til dæmis skáldsögur fyrir fullorðna. Í fljótu bragði virðist textinn kannski auðveldari, en þegar þýðingarvinnan hefst sér maður strax að það er erfiðara en maður gat ímyndað sér. Og það sem Kristín Helga sagði um barnabókmenntir á við um þýðinguna: Þau hætta líka strax í fyrstu síðu ef bókin grípur þau ekki undir eins. Þá er henni kastað út í ystu myrkur og sjaldnast gerð önnur tilraun. 22 Auk þess er enn mikilvægara að hugsa til lesandans þegar maður þýðir fyrir börn. Það er auðveldara að gera kröfur um kunnáttu, þekkingu og skilning lesandans þegar maður þýðir fyrir fullorðið fólk. Susan Bassnett segir nauðsynlegt að fræði og framkvæmd innan þýðinga séu nátengd. Með þessu meinar hún að þýðendur eiga að vera meðvitaðir um bæði hvernig og hvað þeir þýða. 23 Katharina Reiss segir að þýðendur þurfi að hugsa til þess lesendahóps sem þýðingin er ætluð. 24 Margt hefur áhrif á þýðinguna. Það þarf meðal annars að taka tillit til markhóps og menningar beggja samfélaganna, bæði menningarheims frummáls og markmáls. Zohar Shavit, sem lítur á þýðingar sem færslu á milli bókmenntakerfa, hefur bent á að þýðendur leyfi sér oft að gera meiri breytingar við þýðingar á barnabókmenntum en við þýðingar á bókmenntum fyrir fullorðna. 25 Maður getur einnig litið á það sem svo að ástæða 22 Elín Guðný og Una án árs 23 Bassnett 2001:75 24 Reiss 2000:30 25 Shavit 1986/2006:25 10

11 þessa bessaleyfis er að þýðendum sem þýða fyrir börn finnist þeir eiga að breyta meiru til þess að vera vissir um að börnin skilji. Stundum þurfa þýðendur að breyta textanum vegna þess að það er of mikið af framandi þáttum sem börnin skilja kannski ekki. Þá þarf að útskýra viðkomandi þætti. Þýðendur sem þýða fyrir börn geta varla unnið út frá kenningunni um formlegt jafngildi, þar sem þýðingin á að vera eins nákvæm og mögulegt er miðað við frumtextann. Þegar maður er að þýða barnabækur á maður að fylgja frumtextanum eins nákvæmlega og hægt er, en það er mjög mikilvægt að aðlaga efni bókarinnar fyrir unga lesendur. Stundum er ekki samsvarandi jafngildi til og maður þarf þá að finna jafngildi sem kemst næst merkingunni í frumtextanum með því að nota viðeigandi þætti úr markmenningunni. Kenningin um áhrifajafngildi, þar sem meginatriði er að reyna að skapa eins viðbrögð hjá lesendum frumtextans og lesendum marktextans passar miklu betur þegar maður þýðir fyrir börn. 3.1 Staða þýðandans á Íslandi Þýðingar eru mikilvægar. Þýðendur eru virtir um allan heim, ekki síst á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Frá 2005 hafa Íslensku þýðingarverðlaunin verið veitt fyrir bestu íslensku þýðingu á erlendu skáldverki. Á alþjóðadegi bókarinnar afhendir forseti Íslands verðlaunin. Tilgangur þeirra er að heiðra íslenska þýðendur og vekja athygli á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska menningu. Starf þýðandans er ekki óskylt starfi rithöfundarins. Á árum áður unnu einnig margir frægir rithöfundar sem þýðendur auk þess að skrifa sjálfir. Meðal annars má nefna að Jónas Hallgrímsson þýddi ævintýri eftir H. C. Andersen og Halldór Laxness þýddi meðal annars tvö verk eftir Ernest Hemingway, A Movable Feast og A Farewell to Arms. Á íslensku heita þær Veisla í farángrinum og Vopnin kvödd. 26. Þetta er kannski ekki alveg eins algengt lengur, en það eru líka mörg dæmi í nútímanum um að frægir höfundar þýði bækur úr erlendum málum. Til að mynda hefur Jón Kalman Stefánsson þýtt Sværmere eftir Knut Hamsun, en á íslensku heitir bókin Loftskeytamaðurinn. Þórarinn Eldjárn þýddi fyrir fáum árum King Lear eftir Shakspeare, en á íslensku heitir leikritið Lér konungur Pétur Gunnarsson 2009: Rithöfundursamband Íslands án árs 11

12 4 Greinargerð um þýðinguna Í þessum kafla verður greint frá aðferðum sem ég notaði við þýðinguna. Hér verður einnig fjallað um hvernig ég leysti helstu vandamálin sem upp komu í þýðingunni. Áhersla var lögð á að viðhalda sérstökum, tilgerðarlausum ritstíl Kristínar Helgu og að sjálfsögðu að gera sem minnstar breytingar á innhaldi textans. Það er greinilega erfitt að færa frumtextann nákvæmlega yfir á markmálið, svo stundum var nauðsynlegt að aðlaga viss atrið. Við þýðinguna var sem sé reynt að nota vandaða norsku en á sama tíma að halda sem mestri tryggð við frumtextann. Við þýðinguna var einnig reynt að fylgja kenningunni um áhrifajafngildi, vegna þess að hún hentar best þegar maður þýðir fyrir börn. Þar sem Ríólítreglan er einkum ætluð börnum og unglingum er mikilvægt að aðlaga efni og tungumál fyrir viðtakanda. Til dæmis ákvað ég að gera smá breytingar á atburðinum í byrjun bókar, þar sem Hrafn er á kaffihúsi og maður stekkur fram á gólf til að syngja (10). Þar sem vísan um Ólaf Liljurós er ekki mjög þekkt í Noregi ákvað ég að útskýra það sem gerðist frekar en að tala um vísuna Titillinn Fyrsta vandmálið sem kom upp við þýðinguna var að þýða titilinn. Þegar þýðandi er að ákveða titil á markmálinu er nokkrar mögulega leiðir. Stundum velur hann að búa til nýjan titil sem er allt öðruvísi en frumtitillinn. Í þessu tilviki notar hann oft eitthvað sem er dæmigert fyrir frummenninguna, eða sem segir eitthvað um efni bókarinnar. Dæmi um þennan valkost er þýðing Jóns Kalmans Stefánssonar á Sværmere eftir Knut Hamsun. Á íslensku heitir bókin Loftskeytamaðurinn, sem er starfsheiti einnar aðalpersónu bókarinnar. 29 Stundum velur þýðandinn að þýða upprunalega titilinn nákvæmlega yfir á markmálið, eins og til dæmis í norskri þýðingu Vetrarborgarinnar eftir Arnald Indriðason, sem heitir Vinterbyen. 30 Norski titillinn nær samt ekki alveg íslenska titlinum þar sem borg getur líka þýtt klettar á íslensku en by þýðir ekki klippe á norsku. Þriðji valkostur er að þýða titilinn á markmálið með því að yfirfæra hugblæ titilsins. Ég ákvað að þýða íslenska titilinn yfir á 28 Kvartsklubben 29 Bókmenntir Bokelskere

13 norsku, vegna þess að mér finnst stuðluninn í íslenska titlinum mjög falleg, og mjög íslensk, og ég vildi reyna að yfirfæra þetta á norsku. Ríólít á norsku er rhyolitt, en engin, sérstaklega ekki börn, veit hvað það er, svo ég ákvað að skoða frekar norsk orð fyrir hluti ríólít, sem er samsett bergtegund. Á norsku samanstendur ríólít af kvarts, feltspat, granitt og olivin. Til þess að halda stuðlinum vantaði mig orð sem gæti merkt regla, og sem stuðla við kvarts, feltspat, granitt eða olivin. Útkoman varð klubb, forening, gjeng og orden. Feltspat og forening eru bæði mjög formleg og óvenjuleg orð fyrir börn á norsku, svo ég útilokaði þau. Orden er líka mjög formlegt, en norsk börn þekkja orðið mjög vel vegna þess að fimmta bók um Harry Potter, Harry Potter og Fönixreglan heitir Harry Potter og Fönixordenen á norsku. Olivin er þó alveg óþekkt orð fyrir börn, og virðist aðeins of upphafið fyrir norska barnabók. Granitt og kvarts eru bæði frekar venjuleg orð, og sama máli gegnir um gjeng og klubb. Vandamálið við að nota granitt og gjeng er að g í granitt og gj í gjeng eru ekki borin fram eins, og þannig komst ég að niðurstöðunni Kvartsklubben. 4.2 Kaflafyrirsagnir Eins og nefnt er hér áðan blandar Kristín Helga þjóðsögum og álfasögum inn í atburðarásina, og það gerir þýðinguna snúna. Hver kafli byrjar á sérstakri fyrirsögn, en erfiðast var að þýða yfir á norsku titil fyrsta kafla. Þessi kafli heitir Villir hann, sem er partur af stefi þjóðvísunnar Ólafur Liljurós, eða Ólafur reið með björgum fram, eins og hún er betur þekkt. 31 Hún fjallar um Ólaf sem hittir álfameyjar sem reyna að lokka hann inn í klettinn til sín. Reyndar er þessi vísa einnig til á norsku, en hún er hins vegar ekki mjög þekkt og stefið er líka öðruvísi. Villir hann breytist í trø dans med meg, sem þýðir dansaðu með mér. Álfakonur sem reyna að lokka menn til sín inn í klettinn eru þó vel þekktar í Noregi, en vísan um Ólafur Liljurós væri aldrei notuð í steggjapartíum í Noregi eins og gerist í þessum kafla. Hann fékk sér tesopa en hristist til svo það skvettist upp úr bollanum og á buxurnar hans þegar sessunautur hans stökk fram á gólf til að syngja Ólafur reið með björgum fram fyrir félaga sína. Steggjapartí. (10) 31 Ismennt [án árs] 13

14 Hvernig getur maður leyst þetta vandamál? Það eru nokkrir möguleikar, og hérna verða kynntir þrír. Fyrsta hugsanlega lausnin er að nota formlegt jafngildi, með öðrum orðum að nota norska útgáfu af textanum í titlinum og norska útgáfu af vísunni þegar er talað um þetta steggjapartí. Annar valkostur er að breyta titlinum yfir í eitthvað sem merkir að lokkast inni í kletti hjá álfakonum og svo getur maður notað þekkt norskt lag sem fjallar um það sama í textanum þar sem þessi maður stekkur fram á gólf til að syngja. Síðasti valkosturinn sem skoðaður er hér er að maður getur breytt titlinum yfir í eitthvað sem merkir að lokkast inni í kletti hjá álfakonum og svo útskýra hvað þessi maður sem stekkur fram á gólf er að syngja um. Í þessu tilviki finnst mér best að nota seinasta valkostinn. Kaflinn fær því fyrirsögnina Bergtatt á norsku og útskýrt er hvað gerist. Han tok en slurk av teen sin, men skvatt til så teen skvalpet over kanten på koppen og utover buksene hans, da sidemannen hans, helt uten videre, hoppet ut på gulvet og begynte å gaule en sang for kameratene sine, om Huldra som prøvde å lokke en ung brudgom inn i fjellet. Utdrikningslag. 32 Mun auðveldara var að þýða kaflafyrirsagnir hinna kaflanna þriggja, þar sem þær er hægt að þýða beint yfir á norsku. 4.3 Nöfn Stundum getur verið erfitt að finna nöfn í markmálinu sem samsvarar nöfnum í frummálinu. Það eru nokkrar leiðir að leysa þetta vandamál. Maður getur haldið nafninu en breytt stafsetningu þannig að hún líkist meira stafsetningu markmálsins. Maður getur fundið ný nöfn á markmálinu. Maður getur aðlagað nafnið þannig að það passi inn í markmálið. Í þessari þýðingu hafa mismunandi aðferðir verið notaðar varðandi bæði nöfn persóna, staðarheiti og heiti fyrir álfa og huldufólk Eiginnöfn persóna Þegar maður er að þýða úr íslensku á norsku er eitt vandamálið hvernig eigi að þýða nöfn. Á íslensku fallbeygjast öll nöfn, bæði eiginnöfn og staðarheiti. Fyrsta vandamálið þegar þýtt er úr íslensku eru ættarnöfn, eða fremur skortur á ættarnöfnum. Að nota aðeins eiginnöfn barna er í lagi í flestum menningarheimum, en að nota eiginnöfn skólastjóra eða 32 Kvartsklubben 14

15 lögregluþjóna er vandamál í mörgum tungumálum (48 51). Í þessu tilviki, þegar þýtt er yfir á norsku, er þetta ekki stórt vandmál, vegna þess að norskt samfélag er frekar óformlegt, þó að það sé ekki alveg eins óformlegt og á Íslandi. Til dæmis í Bandaríkjunum væri ekki hægt að nota eiginnöfn fullorðins fólks, og alls ekki eiginnöfn kennara, skólastjóra eða lögregluþjóna. En sem sagt, á norsku er þetta allt í lagi. Stundum getur verið erfitt fyrir norsk börn að bera fram íslensk nöfn, af mismunandi ástæðum. Dæmi um þetta eru Hrafn og Hrefna. Þegar bókstafurinn h stendur í byrjun orðs og því fylgir annað samhljóð er h ekki borið fram á norsku. Að auki ber maður f ekki fram eins og b eða v á norsku, svo þessi tvö nöfn verða að breytast. Við skoðum Hrafn fyrst. Karlmannsnafnið Ravn er til á norsku, og þó að það sé ekki mjög algengt er samt í lagi að nota það. Hrefna er allt annað mál. Það er ekki til norsk útgáfa þessa nafns og þess vegna þarf að breyta því til þess að gera það norskulegra. Í þessu tilviki ákvað ég að vinna út frá samhljóðum. Hr er borið fram sem R á norsku, f hérna er borið fram sem v og n er eins og á íslensku. Til þess að halda sem mestri tryggð við frumtextann reyndi ég að finna nafn sem er einnig til á íslensku, og þess vegna heitir Hrefna Ranveig í norsku þýðingunni. Annað nafn sem er dæmi um þessa hugsun er Hjalti. Hj er borið fram sem J á norsku, og með al- sem næsta tvo bókstafa kom nafnið Hjalmar næstum því af sjálfu sér. Nöfn sem eru til í norsku eru varðveitt en samt gerð norskulegri. Langflest nöfn eru í þessum hópi. Dæmi um þessa aðferð eru Gísli sem verður Gisle, Atli verður Atle, Þórhildur verður Torhild og Nói verðu Noa. Noa er ekki algengt norskt karlmannsnafn, en það er til. Nöfnin Leifur og Steinn eru einnig varðveitt en eru notuð í þolfalli til þess að gera þau norskulegri. Leif er frekar algengt nafn í Noregi, og Stein er mjög mikið notað en ekki með tvöföldum samhljóða (nn) í lokin. Ég ákvað að breyta ekki nafninu Torfi af því að hann er söguleg persóna og sagan hans er sögð í fjórða kafla (44 47), en samt nota ég aðeins nefnifallsmyndina. Hægt væri að breyta Torfi í Torfinn, sem er algengt en frekar gamaldags norskt nafn, en mér fannst betra að varðveita Torfi vegna þess að það hljómar eldra, íslenskara og sögulegra Staðarheiti Annað vandamál er hvernig eigi að þýða staðarheiti. Nokkrar mismunandi lausnir er til, en hérna skoðum við þrjár. Fyrsti möguleikinn er að nota íslenska nafnið óbreytt. Þessa leið notaði ég þegar ég þýddi Hafnarfjörður (42). Þetta er nafnið sem notast á norsku, til dæmis í Store norske leksikon, 33 svo þetta er nafnið sem bærinn er þekktur undir í Noregi. 33 Store norske leksikon

16 Þess vegna ákvað ég einnig að verðveita ð í stafsetningunni frekar en að breyta í d, sem í raun og veru væri norskara. Önnur leið er að gera nafnið norskulegra til dæmis við þess að breyta íslenskum bókstöfum í norska. Dæmi um þessa aðferð fyrirfinnast til dæmis í örnefninu Dómadal (14) sem ég á norsku kallar Domadal. Þriðji valmöguleikinn er að þýða beint yfir á norsku. Þessi leið er sérstaklega skynsamleg þegar fyrri eða seinni partur orðs lýsir landslagi. Dæmi um þetta finnum við þegar talað er um Jökulgilskvísl. (14) Gil heitir kløft á norsku og kvísl er elv eða bekk. Þess vegna ákvað ég að kalla Jökulgilskvísl Jøkulskløftelva í norska þýðingunni Heiti álfa og huldufólks Í þýðingu á þessari bók var nauðsynlegt að skoða ýmis norsk heiti fyrir álfa og huldufólk. Orðið álfur, alv, er líka til á norsku og það getur merkt álfur eins og á íslensku, en flestir Norðmenn tengja orðið alv við litla álfa eins og Skellibjöllu í sögunni um Pétur Pan. Ég hef samt notað orðið álfur án þess að útskýra merkinguna vegna þess að það kemur nógu skýrt fram í þessu samhengi án nánari útskýringar. Ég ákvað að nota aðallega orðin huldrefolk og de underjordiske um huldufólk, vegna þess að þau eru auðveld að skilja fyrir norsk börn og þau eru mjög sambærileg þó að þau þýði ekki nákvæmlega það sama. Þau ná samt merkingunni sem býr í orðunum álfur og huldufólk. 4.4 Málfræðilegur munur Þegar þýtt er milli tungumála sem eru málfræðilega ólík getur verið erfitt að þýða beint, stundum þarf að breyta mjög miklu, til dæmis getur orðaröð verið mjög mismunandi. Norska og íslenska eru skyld tungumál og eru þess vegna ekki mjög ólík, en vandamál koma samt upp, fyrst og fremst varðandi málfræði. Hér verða skoðuð stuttlega tvö vandamál, sem snerta kyn og föll Kyn Á íslensku er notað málfræðilegt kyn í umræðu um störf eða hlutverk fólks, öfugt við norsku þar sem líffræðilegt kyn er notað. Ef sérfræðingur eða kennari er kona segir maður hun á norsku, ekki hann eins og á íslensku. Á norsku er ekki hægt að nota persónufornöfnin han og hun í merkingunni den. Vegna þess er stundum nauðsynlegt að bæta smáatriðum við í þýðingunni til þess að útskýra eitthvað sem er ekki nógu skýrt á markmálinu eða sem getur 16

17 verið ruglandi fyrir lesenda. Dæmi um svona atriði er í þriðja kafla þar sem fjallað er um sérfræðing sem er kvenkyns. - Er hann kominn, þessi álfasérfræðingur? Móna fór úr skónum og hengdi upp úlpuna sína. - Er hann íslenskur? spurði Diggi um leið og hann sparkaði af sér stígvélunum í forstofunni. - Kemur hann bara einn? Ég hélt þeir væru margir saman, sagði Gloría, fór inn og fékk sér sæti við eldhúsborðið. - Nei, hann er bara einn. Það voru tveir hérna í gær. Hættið þið svo að gera svona mikið mál úr þessu, sagði Nói ergilega. (27) Í þessu tilviki ákvað ég að bæta við stuttri setningu sem útskýrir það að sérfræðingurinn er kona fremur en karl. Har han kommet enda? Alvespesialisten? Mona tok av seg skoene og hengte opp jakken sin. Er han islending? spurte Diego, idet han sparket av seg skoene ute i gangen. Kommer han helt alene? Jeg trodde de kom til å være mange sammen, sa Gloria, før hun skyndte seg inn og satte seg ved kjøkkenbordet. Nei, det kommer bare en, og det er forresten en dame 34. Det var to stykker her i går. Kan dere slutte å lage sånt oppstyr om dette? sa Noa ergelig Föll Föll fyrirfinnast varla í nútímalegri norsku, nema í persónufornöfnum sem eru til í nefnifalli og þolfalli, til dæmis heitir það jeg (frumlag í nf)snakker om deg (andlag í þf) og du (frumlag í nf) snakker om meg (andlag í þf). Einnig finnast leifar af eignarfalli í sumum föstum orðasamböndum, eins og til dæmis í til bords, til fjells og til sjøs. Varðandi persónunöfn og staðarheiti, eins og til dæmis Leifur og Hafnarfjörður, ákvað ég að nota það fall sem hljómar náttúrlegast á norsku. Hvað Leif varðar ákvað ég að nota þolfall vegna þess að nefnifallsformið Leifur er ekki til á norsku en þolfallsformið Leif finnst og er frekar algengt. Oft er þolfallsform íslenskra nafna eins og norska útgáfan, sérstaklega hvað varðar nöfn sem enda á ur. Dæmi um þetta í þessari tilviki er Leifur, sem á norsku og í þolfall á íslensku er Leif, en maður sér það líka í nöfnum eins og Erlendur/Erlend, Ragnhildur/Ragnhild, Finnur/Finn og Unnur/Unn. Ég ákvað að nota Hafnarfjörður í nefnifalli, 34, og det er forresten en dame. /, og hann er vel á minnst kona. 35 Kvartsklubben 17

18 vegna þess að það er notað í Store norske leksikon, og það er einnig nafnið sem Norðmenn þekkja 36. Þetta er líka rökstuðningur minn til að varðveita ð frekar enn að skipta í d. 4.5 Tvíræð orð Eitt vandamál sem getur komið upp er þegar orð er tvírætt á frummálinu en ekki á markmálinu. Svoleiðis orð birtast reyndar stundum aðeins í einni merkingu og þá þarf aðeins að finna orð sem er hægt að nota fyrir þá merkingu. Hins vegar getur svoleiðis orð einnig verið tvírætt, og þá þarf að ákveða hvort á að útskýra það eða sleppa því Finna annað orð Í fyrsta kafla bókarinnar notar Hrafn orðið fjórmenningarnir þegar hann hugsar um Nóa, Stein, Mónu og Gloríu. Fjórmenningar er upprunalega orð sem merkir að vera fjarskyldur, það er notað um persónur sem skyldar eru í fjórða lið, og eiga sömu langalangömmu eða afa. Þetta er alveg eins á norsku og á íslensku. En á íslensku getur þetta orð líka merkt fjóra vini sem eru alltaf saman. Maður getur ekki notað þetta svoleiðis á norsku, aðeins um fjölskyldatengsl. Þegar maður talar um fjóra vini sem eru alltaf saman á norsku notar maður orðið firklöver, sem merkir fjögralaufasmári Útskýra eða sleppa? Stundum koma upp vandamál af ýmsu tagi þar sem maður þarf að ákveða hvort á að útskýra orð eða sleppa því. Hérna vaknar kannski spurningin um tryggð við frumtextann, en stundum er einfaldlega best og ekki eins flókið að sleppa hluta af frumtextanum frekar en að útskýra of mikið. Þetta á samt að forðast nema það sé ljóst að það sem sleppt er sé ekki nauðsynlegt fyrir söguþráðinn. Dæmi um þetta fyrirfinnst í öðrum kafla. Börnin eru að tala um gönguferðina og staðarheitið Landmannalaugar kemur upp. - Jú, sagði Egill. Hann ætlaði að koma með landakort og sýna okkur leiðina. Hann var eitthvað að tala um Landmannalaugar. - Hvað eru þær? spurði Móna undrandi. - Einhverjar sundlaugar? Ég hélt að hann ætlaði að fara með okkur inn á öræfi. - Nei, ekki alvöru sundlaugar, sagði Steinn. Ég gúgglaði þessar laugar. Þetta er einhver skítapollur sem útlendingar fara allsberir í. (19) 36 Store norske leksikon

19 Á íslensku getur orðið laugar verið bæði örnefni og nafnorð, eins og í þessu tilviki þar sem orðið er notuð á tvíræðan hátt. Á norsku er þetta mikið vandamál. Landmannalaugar heita Landmannalaugar á norsku, svo það er mjög auðvelt, en laugar í eiginlegri merkingu heita basseng. Það er ekki hægt að þýða þetta yfir á norsku án þess að það verði aðeins merkingarlaust blaður. Ég reyndi að finna leið til þess að útskýra þetta en það varð að mörgu leyti aðeins of ruglingslegt. Loks komst ég að þremur mögulegum lausnum sem ég fékk fjögur norsk börn til að lesa og tjá sig um. Fyrsta mögulega leiðin er að útskýra í neðanmálsgrein að orðið laug/ar merkir sundlaug en það getur líka vera náttúruleg uppspretta eða staðarheiti. Önnur leið er að bæta við lítilli útskýringu á því sem Móna segir, svo að hún segir Meinar þú laugar eins og í sundlaugar? í staðinn fyrir Einhverjar sundlaugar? Þriðji valmöguleikinn er að sleppa fjórum línum. Þessi atburður skiptir ekki miklu máli í sögunni, hann er alls ekki örlagavaldur. Og vegna þess að hann breytir ekki söguþræði finnst mér vandalaust að sleppa þessum stuttum línum. - Hvað eru þær? spurði Móna undrandi. - Einhverjar sundlaugar? Ég hélt að hann ætlaði að fara með okkur inn á öræfi. - Nei, ekki alvöru sundlaugar, sagði Steinn. Ég gúgglaði þessar laugar. Þetta er einhver skítapollur sem útlendingar fara allsberir í. (19) Þegar börnin voru búin að lesa allar þrjár útgáfur textans gáfu þau stig fra 1 til 3, og útkoman varð að útskýring í neðanmálsgrein fékk 4 stig, útskýring í textanum fékk 9 stig og sleppa fékk 11 stig. Þýðinginn er ætluð norskum börnum og ég ákvað þess vegna að hlusta á þau og sleppa þessum fjórum stuttum línum. 19

20 Lokaorð Í þessari ritgerð þýði ég fyrstu fjóra kafla Ríólítreglunnar, sem er barna- og unglingabók eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, úr íslensku yfir á norsku. Ég reyni að varpa ljósi á nokkur málfræðileg og menningarleg vandamál sem upp komu við þýðinguna og sýna hvernig þau voru leyst. Ritgerðin skiptist í fjóra kafla. Í fyrsta kafla birtust upplýsingar um tilgang ritgerðarinnar, byggingu hennar ásamt umfjöllum um Kristínu Helgu Gunnardóttur, rithöfundarferli hennar og bók hennar Ríólítregluna. Þrátt fyrir að frekar margar bækur séu þýddar úr íslensku yfir á norsku eru flestar þeirra glæpasögur og næstum því engar barnabækur. Þetta er dapurlegt vegna þess að mér finnst mjög líklegt að margar nýjar íslenskar barna- og unglingabækur gætu hentað norskum börnum mjög vel. Annar kafli er þýðingafræðilegur kafli. Í honum var stuttlega greint frá þýðingum almennt og fjallað um hugtakið jafngildi. Tveir undirflokkar jafngildis, formlegt jafngildi og áhrifjafngildi, voru útskýrðir og notkun þeirra lýst. Kenningar nokkurra þýðingafræðinga um jafngildi voru skoðaðar, þar á meðal Eugene Nida og Roman Jacobson. Í þessum kafla sáum við að þrátt fyrir að þessir fræðimenn byggi á mismunandi kenningum og hafi mjög ólík sjónarmið varðandi þýðingar, eru þeir samt allir mikilvægir hluti af þýðingasögunni. Í þriðja kafla var skoðuð þróun þýðinga á barnabókmenntum og einnig sagt frá ýmsum öðrum þáttum úr þýðingasögunni. Í þessum kafla sýndi ég að það að þýða fyrir börn er ekki endilega auðveldara en að þýða fyrir fullorðna, það er frekar öðruvísi. Þýðendur taka sér stundum leyfi til þess að breyta meiru við þýðingu fyrir börn en þegar þeir eru að þýða bókmenntir fyrir fullorðna. Stundum er einnig nauðsynlegt að breyta meiru við þýðingu á bókmenntum fyrir börn. Ég sýndi líka mikilvægi bókanna um Harry Potter fyrir þróun þýðingar barnabókmennta. Sagt var líka stuttlega frá stöðu þýðandans á Íslandi. Fjórði kafli er meginkafli ritgerðarinnar. Í honum var lýsing á þýðingarvinnunni þar sem dæmi úr þýðingunni eru skoðuð í fræðilegu og verklegu ljósi. Kaflinn fjallar aðallega um þau vandamál sem upp komu þegar unnið var við þýðinguna, þar á meðal voru sagt frá nokkrum málfræðilegum og menningarlegum vandamálum. Skoðaðar voru einnig mismunandi mögulegar lausnir. Í kaflanum eru norska og íslenska bornar saman með því að skoða fjölmörg dæmi og þannig kemur í ljós hvaða munur er á milli tungumálanna. Í þessum kafla sýni ég að þrátt fyrir að norska og íslenska séu skyld tungumál er samt munur á milli þeirra, munur sem maður þarf að gæta að við þýðingu á milli þessara tungumála. 20

21 Hér á eftir fer þýðing á norsku á hluta úr íslensku barna- og unglingabókinni Ríólítreglunni eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, en á norsku heitir hún Kvartsklubben. 21

22 Heimildaskrá Árni Böðvarsson og Ásgeir Blöndal Magnússon Íslensk orðabók. Mál og menning, Reykjavík. Ástráður Eysteinsson Tvímæli. Þýðingar og bókmenntir. Háskólaútgáfan, Reykjavík. Bassnett, Susan Translation Studies. Taylor & Francis Group, London and New York. Björn Þór Vilhjálmsson Látlaust meistaraverk. Morgunblaðið, 10. nóvember. Sótt 24. apríl af Bokelskere Vinterbyen. Bokselskere.no. Sótt 24. apríl af Bókmenntir Jón Kalman Stefánsson. Bokmenntir.is. Sótt 5. maí 2016 af /5787_read-4812/ Borgarbókasafn Reykjavíkur. [Án árs]. Íslensku þýðingaverðlaunin. Borgarbókasafn.is. Sótt 5. maí 2016 af %C3%BE%C3%BD%C3%B0ingaver%C3%B0launin Catford, J. C A Linguistic Theory of Translation. Oxford University Press, London. Edda Guðrún Valdemarsdóttir, Guðlaug Erla Jóhannsdóttir og Kolbrún Hrund Ólafsdóttir Um höfundinn. Mennta.hi.is. Sótt 5. maí 2016 af Elín Guðný og Una. [Án árs]. Kristín Helga Gunnarsdóttir. Fa.is. Sótt 5. maí 2016 af %C3%B6funda/KristinHelga.html Hansen, Knut Kontroversielle Harry. Dagbladet.no. Sótt 5. maí 2016 af Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson Um þýðingar. Iðunn, Reykjavík. Íslensk orðabók Ritstj. Mörður Árnason. 4. útg. Edda, Reykjavík. Ísmennt. [Án árs]. Ólafur Liljurós. Ismennt.is. Sótt 16. maí 2016 af Jakobson, Roman Um málvísindalegar hliðar þýðinga. María Sæmundsdóttir þýddi. Ritið, 4 (3): Jón G. Fríðjónsson Þýðingar. Kennsluhefti. Háskóli Íslands, Reykjavík. Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan. Mál og menning, Reykjavík. Miðstöð íslenskra bókmennta. [Án árs]. Kristín Helga Gunnarsdóttir. Islit.is. 22

23 Nida, Eugene A Toward a Science of Translating. E. J. Brill, Leiden. Nida, Eugene A., og Charles R. Taber The Theory and Practice of Translation. E.J. Brill, Leiden. Pétur Gunnarsson Halldór og Hemingway. Lesbók Morgunblaðsins. Sótt 7. maí 2016 af Pym, Anthony Exploring Translation Theories. Ruthledge, London and New York. Reiss, Katharina Translation Criticism The Potentials & Limitations. Þýtt af Errol F. Rhodes. St.Jerome Publishing, Manchester. Rithöfundarsamband Íslands. [Án árs]. Rsi.is. Stjórn RSÍ. Rsi.is. Sótt 8. maí 2016 af Shavit, Zohar The Translation of Children s Literature: A Reader. Translation of Children s Literature, bls Ritstj. Gillian Lathey. Multilingual Matters Ltd, Clevadon/Buffalo/Toronto. Store norske leksikon Hafnarfjörður. Snl.no. Sótt 21. maí 2016 af Venuti, Lawrence The Translator s Invisibility: A History of Translation. Routledge, London. 23

24 Þýðing á norsku á kafla 1-4 úr Ríólítreglunni Kvartsklubben 1 Bergtatt Ravn satte seg ved disken og bestilte en kanne grønn te. - Økologisk, hvis du har, sa han. Mens han ventet på teen bladde han litt i reiseprogrammet han nettopp hadde skrevet ut på kontoret sitt på ungdomssenteret. Tittelen lovet et eventyr av en vandring: Landmannaleið. Han måtte smile for seg selv da han tenkte på reaksjonene til firkløveret da han fortalte dem at nå var det bare to uker igjen til avreise. Selv Stein, som var en reservert gutt og sjelden sa så mye, hadde ikke klart å skjule forventningen sin. Mona kunne ikke slutte å spørre om alt hun trengte å ta med på turen, Noa kjøpte seg kompass, og Gloria satt på nett hele dagen og fant bilder av alle slags naturperler fra det området de skulle besøke. Til tross for ungdommenes entusiasme gruet han seg litt for å snakke med familiene deres. Det kom ikke til å bli lett. Alle fire levde under nokså uvanlige familieforhold. Firkløveret holdt til mye på ungdomssenteret. Faktisk så mye at Ravn nesten hver eneste kveld var nødt til å jage dem hjem når det nærmet seg stengetid. Inkludert de fire hadde tjue ungdommer meldt seg på turen. Alle var gjengangere på ungdomssenteret, der han jobbet som leder på andre året. Han tok en slurk av teen sin, men skvatt til så teen skvalpet over kanten på koppen og utover buksene hans, da sidemannen hans, helt uten videre, hoppet ut på gulvet og begynte å gaule en sang for kameratene sine, om Huldra som prøvde å lokke en ung brudgom inn i fjellet. Utdrikningslag. Han smilte litt oppgitt til dem og flyttet seg et stykke lenger bort, mens han strøk seg over bukselåret, som var helt gjennomtrukket av te. Det var nok best å komme seg hjem snart. Det brygget opp til det sedvanlige livet som pleide å være i midtbyen på torsdagskveldene. - Skal du på tur? hørte han med ett en søt stemme spørre. En blåøyd jente med langt lyst hår svingte seg opp på stolen ved siden av ham og kikket nysgjerrig på reiseprogrammet som lå på bardisken mellom dem. - Hæ? Ja. Kanskje, sa han sjenert, mens han tok papirene og stakk dem i sekken sin. - Landmannaleid. Du blir ikke skuffet over den turen, sa hun, og kikket på ham med de vakreste øynene han noensinne hadde sett. 24

25 - Kjenner du området? spurte han, og tømte koppen sin. - Kjenner? Jeg våger å påstå at ikke noe menneskelig vesen kjenner dette området like godt som meg, sa hun, med et uimotståelig ertende uttrykk i ansiktet. - Virkelig? Er du turistguide? spurte han og kikket henne uforvarende direkte inn i øynene. Et øyeblikk følte han seg helt lammet, som om disse blå øynene hadde en slags hypnotisk kraft. - Ja, jo, la oss bare si det sånn. Joda, selvfølgelig er jeg turistguide, sa hun og lo. - Kommer du kanskje fra landet? spurte han litt usikkert. - Jaja, det er mine trakter. - Bor du der østpå? Nå følte han at han var blitt litt for nysgjerrig. - Ja, jeg bor der, svarte hun leende. - Bygdejente, sa Ravn og reiste seg. Frisk luft, tenkte han, og så seg litt ør omkring. Det er det jeg trenger. Jeg er blitt helt rar i hodet. Han famlet i bukselommen etter penger. - Nei, mere fjelljente, svarte hun spøkefullt. Ravn smilte, tok sekken sin og gikk litt ustøtt bort til kassen og betalte for tekoppen. Han visste ikke hva som gikk av ham, og heller ikke hvorvidt han skulle si ha det til det sjarmerende nye bekjentskapet sitt eller bare gå ut. Han bestemte seg for det siste alternativet og ruslet mot utgangen. Hun reiste seg og kom raskt etter ham. - Jeg heter Bergdis, sa hun, og rakte fram hånden i det hun tok ham igjen. Han smilte. - Jeg heter Ravn. - Kan jeg slå følge med deg, Ravn? spurte hun da de sto utenfor på fortauet. - Jeg sykler, sa han og pekte på sykkelen som sto lent opp mot veggen på kaféen. Idiot, tenkte han. Jeg sykler. Hva slags svar er det på et sånt vakkert spørsmål? - Jeg kjører, sa hun, og pekte på en hvit jeep som sto på gresset foran dem. - Og parkerer du alltid bilen akkurat der du føler for det? spurte Ravn, og brast ut i latter da han fikk øye på bilen som sto mellom stemorsblomstene, halvveis oppi blomsterbedet på torget. Hun trakk på skuldrene. - Jeg finner på så mangt, svarte hun bestemt. - Vil du bli med på biltur? Ravn så forfjamset inn i disse dypblå øynene som virket som om de skjulte all verdens hemmeligheter. 25

26 - Ja, sa han bestemt. Hva går det av meg? tenkte han så. Hva er det jeg finner på? Jeg var jo på vei bort til sykkelen for å sykle hjem. - Bare la sykkelen stå igjen her du, så kjører jeg deg hit igjen når vi kommer tilbake fra turen, sa Bergdis, som om hun leste tankene hans. - Du har bare godt av det, du trenger å slappe av litt, sa hun og slo smilende ut med armene mot ham. Han betraktet denne gåtefulle jenta foran seg, der hun hoppet smidig mellom stemorsblomstene i bedet bort mot bilen. Hun hadde på seg velbrukte fjellsko, som så ut som om de hadde vært med på litt av hvert. Det vakkert forgylte beltet hun hadde rundt livet var et underlig stilbrudd, der det var tredd gjennom beltestroppene på en slitt olabukse. Den turkise silkeskjorten minnet ham om disse forunderlige øynene. Jeg har ikke dratt noe sted eller gjort noen ting siden Karen dro, tenkte Ravn for seg selv, der han sto nølende ved sykkelen sin. Bare jobbet hele dagene, og mange netter også. - Man er nødt til å leke litt også, sa Bergdis smilende. - Kom nå. Gamle venner blir borte, og nye kommer i stedet. Jeg skal vise deg fjellene. Snåle greier, tenkte Ravn, det er akkurat som om hun svarer på tankene mine. Er det kanskje sånn det er å ha en sjelevenn? Men han var nødt til å være på jobb i morgen tidlig. Kanskje burde han heller dra hjem og sove? Nei, for noe tull! Han snudde på hælen og skyndte seg etter Bergdis. - Kom igjen! Søvn er overvurdert. Og ingen burde sove bort de lyse sommernettene her på Island, sa Bergdis og svingte seg opp i førersetet på jeepen. - Akkurat, svarte Ravn, og satte seg opp ved siden av henne. - Og aller minst nå som midnattssolen er på plass igjen. Bilen svevde over stemorsblomstene, og fortsatte så i en vanvittig fart langs de asfalterte gatene i byen. Husene suste forbi og forsvant bak dem. Bergdis spurte Ravn om alt mulig. Hun ville vite alt om hans verden og virket spesielt interessert i det han fortalte om seg selv. Før han visste ordet av det hadde han fortalt henne sine innerste hemmeligheter. Karen forlot ham i fjor etter at de hadde bodd sammen i to år. Han døyvet ensomheten ved å jobbe med ungdommene på senteret og gå turer i høylandet. Ensom ulv. Foreldrene hadde flyttet til Australia for lenge siden. Fjellene suste forbi, badet i den rosenrøde gløden fra kveldssolen. De var kommet langt utenfor byen nå. - Hvor skal vi hen? spurte han til slutt. 26

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST 17. FEBRÚAR 2012 STJÖRNUSMINKA GERIR ÞAÐ GOTT Í DUBAI FLOTTAR FYRIRMYNDIR YFIR FERTUGU SJÓNVARPSKOKKUR OG NÝBÖKUÐ MAMMA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST Á LEIÐINNI Í MARAÞON GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

Alltaf sami Grallarinn?

Alltaf sami Grallarinn? Tónlistardeild Hljóðfæraleikur Alltaf sami Grallarinn? Samantekt á efni allra 19 útgáfna Grallarans Ritgerð til BMus-prófs í hljóðfæraleik Kristín Þóra Pétursdóttir Haustönn 2016 Tónlistardeild Hljóðfæraleikur

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

En liten valp satt ved utkanten av en stor skog. Den hadde. blitt forlatt der etter at dens eiere ikke hadde klart å gi den

En liten valp satt ved utkanten av en stor skog. Den hadde. blitt forlatt der etter at dens eiere ikke hadde klart å gi den Bok 1 To fremmende møtes En liten valp satt ved utkanten av en stor skog. Den hadde blitt forlatt der etter at dens eiere ikke hadde klart å gi den bort til noen andre. Valpen som var svært ung hadde aldri

Detaljer

Bjørn Ingvaldsen. Far din

Bjørn Ingvaldsen. Far din Bjørn Ingvaldsen Far din Far din, sa han. Det sto en svart bil i veien. En helt vanlig bil. Stasjonsvogn. Men den sto midt i veien og sperret all trafikk. Jeg var på vei hjem fra skolen, var sein, hadde

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

Skíma. Málgagn móðurmálskennara

Skíma. Málgagn móðurmálskennara Skíma Málgagn móðurmálskennara 1. tbl. 33. árgangur 2010 Viðtal við Heimi Pálsson Norsk sjónvarpsþáttaröð um kennara og skólastarf Íslenska á alþjóðavettvangi Norrænt samstarf Kynning á norrænum tímaritum

Detaljer

Snøjenta - Russisk folkeeventyr

Snøjenta - Russisk folkeeventyr Snøjenta - Russisk folkeeventyr For lenge, lenge siden bodde en gang en bonde som het Ivan og kona hans som het Maria i Russland, like ved en stor skog. Det var bra folk, men enda de var glade i hverandre,

Detaljer

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn 39 2.4 Fornöfn 2.4.0 Flokkar fornafna og almenn einkenni þeirra Svokölluð fornöfn skiptast í nokkra flokka sem eru býsna ólíkir innbyrðis. Íslensk fornöfn eiga það þó sameiginlegt að vera fallorð. Í því

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Bjørn Ingvaldsen. Lydighetsprøven. En tenkt fortelling om et barn. Gyldendal

Bjørn Ingvaldsen. Lydighetsprøven. En tenkt fortelling om et barn. Gyldendal Bjørn Ingvaldsen Lydighetsprøven En tenkt fortelling om et barn Gyldendal Til Ellen Katharina Forord Da jeg var sju år, leste min mor Onkel Toms hytte høyt for meg. Hun leste, og jeg grein. For det var

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð Bók þessi er gefin út í 300 eintökum. Matthías Johannessen Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð ÁRVAKUR HF. Umdir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð

Detaljer

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir Sjáðu hvað ég fann Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól Kolbrun Vigfúsdóttir 2014 Sjáðu hvað ég fann: Þróun málörvunar og íslenskukennslu í útinámi Reykjavík í júlí 2014 Kolbrún Vigfúsdóttir 2 Sjáðu

Detaljer

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411 1A SKALI KENNARABÓK Stærðfræði fyrir unglingastig Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Námsgagnastofnun 7411 Skali 1A Kennarabók Gyldendal Norsk Forlag AS

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

Kapittel 11 Setninger

Kapittel 11 Setninger Kapittel 11 Setninger 11.1 Før var det annerledes. For noen år siden jobbet han her. Til høsten skal vi nok flytte herfra. Om noen dager kommer de jo tilbake. I det siste har hun ikke følt seg frisk. Om

Detaljer

lífið Matur er hluti af MenningararfinuM Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson

lífið Matur er hluti af MenningararfinuM Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson lífið Föstudagur 13. nóvember 2015 Sigga Dögg kynfræðingur spurt um Hugsanavillur í munnmökum 2 Elísabet Gunnarsdóttir Trendnet diskóglamúr í Fatnaði er málið í vetur 6 Þrif og tíska á samfélagsmiðlum

Detaljer

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands Marta María Friðriksdóttir Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Margrét María Grétarsdóttir Lagadeild

Detaljer

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar júlí 2016 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

8SÍÐUR AF HUGMYNDALISTI HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ AÐ AUKI! NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM

8SÍÐUR AF HUGMYNDALISTI HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ AÐ AUKI! NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM HUGMYNDALISTI TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM 8SÍÐUR AF HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM AÐ AUKI! Stórlega bættur listi með ábendingum um bækur og kvikmyndir um tröll á Norðurlöndum

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb Reykjavík, 22. janúar 2007. Nefiidasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur 23. 1 Q.ccrb Efiii: Svör við umsögnum um firumvarp til laga um breyting á almennum

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Apríl 2013 Efnisyfirlit Inngangur... 8 Rannsóknasvæði... 8 Aðferðir... 9 Niðurstöður... 10 Heiðagæsatalning

Detaljer

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Rakel Birna Þorsteinsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Rósmundur Guðjónsson Apríl 2016 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið

Detaljer

Tor Fretheim. Leons hemmelighet

Tor Fretheim. Leons hemmelighet Tor Fretheim Leons hemmelighet 1 Jeg har aldri trodd på tilfeldigheter. Men det var sånn vi møttes. Det var utenfor en kino. Jeg hadde ingen å gå sammen med. Det gjorde ingenting. Jeg likte å gå alene.

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Athugun og skráning á málþroska barna

Athugun og skráning á málþroska barna Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir

Detaljer

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Hvaða úrræði nota íslenskir og norskir framhaldsskólar til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda? Rósa Björg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Zippys venner Partnership for Children. Med enerett.

Zippys venner Partnership for Children. Med enerett. 1 Zippys venner Er du vennen min? Det var blitt vår, varmere i været og mange av blomstene var begynt å springe ut. Tig, Leela og Sandy hadde nå gått på skolen ganske lenge og nærmet seg slutten av første

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ Leikskólinn Pálmholt Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts 2016 2017 unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ 1 Inngangur Námskrá leikskóla leggur línur um inntak, starfshætti

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei

HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei Ritgerð til B.A. -prófs Ásta Haraldsdóttir haust 2011 1 Háskóli Íslands

Detaljer

Zippys venner Partnership for Children. Med enerett.

Zippys venner Partnership for Children. Med enerett. 1 Zippys venner Hva skjer med Sandy? En kveld da Sandy var i ferd med å legge seg, kom storebroren Finn inn for å si god natt. Han la merke til at hun hadde et stort blåmerke på armen. «Hvordan har du

Detaljer

Jónatan þórmundsson, prófessor. Umboðssvik

Jónatan þórmundsson, prófessor. Umboðssvik Jónatan þórmundsson, prófessor. Umboðssvik 1 2 3 4 Staða umboðssvika meðal auðgunarbrota 1.1 Verndaragsmunir og verknaðarandlag 1.2 Lögformleg flokkun auðgunarbrota 1.3 Umboðssvik lagatexti og brotaeiti

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS YFIRLIT UM HÁLFRAR ALDAR STARF Samið hefir GUÐNI JÓNSSON prófessor REYKJAVÍK HÁSKÓLI ÍSLANDS PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR 1961 Efnisyfirlit Formáli..........................................

Detaljer

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika 1a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 1. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 Hver er réttur barns til friðhelgi einkalífs? Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem einstaklingur, yngri

Detaljer

Anne-Cath. Vestly. Åtte små, to store og en lastebil

Anne-Cath. Vestly. Åtte små, to store og en lastebil Anne-Cath. Vestly Åtte små, to store og en lastebil Åtte små, to store og en lastebil Det var en gang en stor familie. Det var mor og far og åtte unger, og de åtte ungene het Maren, Martin, Marte, Mads,

Detaljer

Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu nýju þolmynd í íslensku

Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu nýju þolmynd í íslensku SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR OG JOAN MALING Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu nýju þolmynd í íslensku 1. Inngangur Á þeim 1100 árum sem liðin eru frá landnámi Íslands hefur íslensk tunga tekið

Detaljer

Mysteriet med det skjulte kort

Mysteriet med det skjulte kort Dular ularful fulla la leynispilið Nemendur í 9. bekk sýna hvernig stærðfræði getur sprottið upp úr skemmtiverkefni. Hópur var að leika sér með spilagaldur. Smám saman fannst þeim galdurinn sjálfur einfaldur

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Fortelling 4 STOPP MOBBING

Fortelling 4 STOPP MOBBING Fortelling 4 STOPP MOBBING En kveld da Sandy var i ferd med å legge seg, kom storebroren Finn inn for å si godnatt. Han la merke til et stort, blått merke på armen hennes. Hvordan har du fått det? spurte

Detaljer

Omslagsdesign: Trygve Skogrand Passion & Prose Layout/ebok: Dag Brekke akzidenz as

Omslagsdesign: Trygve Skogrand Passion & Prose Layout/ebok: Dag Brekke akzidenz as 2013 Kagge Forlag AS Omslagsdesign: Trygve Skogrand Passion & Prose Layout/ebok: Dag Brekke akzidenz as ISBN: 978-82-489-1470-9 Kagge Forlag AS Stortingsg. 12 0161 Oslo www.kagge.no Det er grytidlig morgen

Detaljer

Sammen for alltid. Oversatt av Bodil Engen

Sammen for alltid. Oversatt av Bodil Engen GUUS KUIJER Sammen for alltid Oversatt av Bodil Engen FØRSTE KAPITTEL om at Mimo gjør det slutt med meg fordi jeg er dikter LÆREREN ER FORELSKET i mamma! Kan man tenke seg noe verre? NEI! Altså, foreldrene

Detaljer

Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar maí 2017 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR OG

Detaljer

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut.

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut. Brennu-Njáls saga Brennu-Njáls saga 1. kafli Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill

Detaljer

Zippys venner Partnership for Children. Med enerett.

Zippys venner Partnership for Children. Med enerett. 1 Zippys venner Vi har mange følelser Dette er en fortelling om tre gode venner: Leela, Tig og Sandy. De bor i en liten by som ligger like ved en elv. Leela og Tig er søsken, og Sandy er vennen deres.

Detaljer

Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna -

Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna - BA-ritgerð í lögfræði Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 - með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna - Sigríður Dísa Gunnarsdóttir Leiðbeinandi:

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer