Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir"

Transkript

1 Sjáðu hvað ég fann Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól Kolbrun Vigfúsdóttir 2014

2 Sjáðu hvað ég fann: Þróun málörvunar og íslenskukennslu í útinámi Reykjavík í júlí 2014 Kolbrún Vigfúsdóttir 2

3 Sjáðu hvað ég fann þróunarverefni um málörvun og íslenskukennslu í útinámi... 4 Leikskólinn Laugasól... 6 Af hverju þróunarverkefni?... 6 Fræðilegar áherslur... 7 Útinám í skólastarfi... 7 Útinám örvar málþroska Útinám örvar tungumálanám barna með annað móðurmál Útinám örvar félagsþroska barna John Dewey og reynslunám Börn sem eiga annað móðurmál en íslensku...11 Markmið, rökstuðningur og framkvæmd verkefnisins Fræðsla fyrir starfsfólk...12 Framkvæmd verkefnisins...13 Eldri deildir...13 Yngri deildir...14 Mat á verkefninu Niðurstöður...15 Málörvun í útinámi í Laugasól...19 Foreldrasamstarf...20 Útinám undirbúningur, viðfangsefni, úrvinnsla...20 Samantekt Heimildir

4 Sjáðu hvað ég fann Þróunarverefni um málörvun og íslenskukennslu í útinámi Í þessari skýrslu verður gerð grein fyrir þróunarverkefninu Sjáðu hvað ég fann. sem unnið var í leikskólanum Laugasól við Leirulæk í Reykjavík. Í janúar 2014 var ákveðið að setja af stað þróunarverkefni í leikskólanum. Kolbrún Vigfúsdóttir var ráðin verkefnisstjóri og faglegir ráðgjafar Fríða Bjarney Jónsdóttir og Helena Óladóttir, verkefnastjórar á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Markmið verkefnisins var að auka færni starfsmanna til að nýta aðferðir og möguleika útikennslu til að kenna íslensku sem annað tungumál, auka orðaforða og málskilning barnanna í leikskólanum og þekkingu barna á umhverfi sínu, bæði náttúru og manngerðu umhverfi. Þróunarverkefnið hefur nú varað í tíu mánuði. Niðurstöður úr mati á verkefninu gefa til kynna að starfshættir á deildum hafi á þessum tíma þróast mis mikið og eru ýmsar ástæður fyrir því. Skipt var um deildarstjóra á tveimur deildum, mikið var um veikindi á skólaárinu og töluverð starfsmannavelta. Hluti starfsmanna hafði því litla reynslu af því að starfa með börnum í leikskóla. Á þeim deildum þar sem deildarstjórarnir höfðu þekkingu og reynslu á útinámi áður en verkefnið fór af stað varð framþróun varðandi skráningar og úrvinnslu á verkefnum útinámsins og vettvangsferða. Almennt er starfsfólk meðvitaðra um gildi og tilgang útináms og sér möguleikana sem það gefur til að auka málörvun og íslenskukennslu barna með annað móðurmál. Tilraunir hafa verið gerðar til að efla móðurmál barna og áhugi hefur myndast á að kynna sér slíka vinnu betur. Verklag í kringum útinám og vettvangsferðir er nú það sama á öllum deildum leikskólans og gengið er út frá þriggja þrepa námsferli, þ.e. undirbúningi, viðfangsefni og úrvinnslu. Á öllum deildum eru gerðar skráningar með myndum á vettvangi sem unnið er úr þegar heim er komið, niðurstöður gerðar sýnilegar fyrir foreldra og settar í ferðabækur barnanna, en öll börn í leikskólanum eiga sína ferðabók þar sem skráningar starfsmanna og teikningar barnanna eru settar inn. Þessar ferðabækur fylgja börnunum alla leikskóladvölina. Hversu mikil vinna er lögð í úrvinnslu úr útinámi og vettvangsferðum er mis mikil eftir deilum og sama er að segja um skráningar á starfsmanna. Allar deildir leikskólans settu sér markmið í upphafi þróunarverkefnisins. Sum þeirra hafa náðst en önnur síður eða alls ekki Samkvæmt athugunum verkefnastjóra er lögð áhersla á að nýta útinámið og vettvangsferðir til að auka orðaforða og málnotkun barnanna. Verkefni sem hafa ákveðinn kennslufræðilegan tilgang eru skipulögð af starfsmönnum, s.s. flokkun, pörun, ýmsar þrautir, t.d. að finna stafinn sinn í náttúrunni, rannsóknir á dýrum og gróðri o.fl. Þær deildir sem best gera eru góð fyrirmynd og ætti að nýta þekkingu þeirra og reynslu betur fyrir allan leikskólann og aðra leikskóla sem vilja kynna sér góða og uppbyggilega vinnu í útinámi. Deildirnar hafa ekki allar 4

5 náð að nýta útinámið á markvissan hátt til íslenskukennslu og málörvun og má rekja það til mis mikillar þekkingar og reynslu starfsmanna. Fyrirfram undirbúið verkefni. Börnin finna stafinn sinn úti í náttúrunni. Þetta finnst börnunum mjög skemmtilegt en það getur verið býsna erfitt að finna stafinn sinn. Eldri deildir leikskólans hafa heimsótt stofnanir og vinnustaði í vettvangsferðum og unnið úr þeim heimsóknum þegar heim er komið. Heimsóknirnar víkka sjóndeildarhring barnanna, fræða þau um staði og stofnanir í næsta umhverfi og eru góð leið til að kenna börnunum ný orð og hugtök. Nokkuð misjafnt hefur verið milli deilda hvernig til hefur tekist með vettvangsferðirnar og úrvinslu úr þeim, rétt eins og í útináminu. Útinám með yngstu börnunum er ágætlega skipulagt í leikskólanum og er vel við hæfi svo ungra barna. Á haustönn eru börnin fyrst og fremst að læra að vera í leikskóla úti og inni en á vorönn er farið reglulega í útinám á svæði nærri leikskólanum sem allar yngri deildir nýta sér. Þar er lögð áhersla á að leggja inn orð, skoða lífríkið, eiga samverustund undir trjánum og fá ávaxtahressingu og ræða saman eða lesa bók, jafnvel halda upp á afmælið sitt. Verkefnisstjóri sá gleði og áhuga þessara ungu barna sem fóru í ævintýraskóginn sinn þrátt fyrir svell á jörðu og svala í lofti. Í viðtali við deildarstjóra kom fram að þeir vildu gjarnan vera betur tækjum búnir, töldu t.d. að gott væri að eiga ipada til að geta tekið myndir og vídeó til að sýna börnunum og einnig til að gera skráningar á vettvangi. Í náms- og kynnisferð til Malmö í Svíþjóð í apríl 2014 sáu starfsmenn hvernig tæknin er nýtt til að vinna með móðurmál barna í leikskólum. Í samtali við tvo deildarstjóra kom fram áhugi á að kynna sér betur hvernig mætti efla móðurmál barna sem eiga annað móðurmál en íslensku, t.d. með því að nota ipada eða það sem kallað t l d p (Google leitarvél: Mantra Lingua) sem er mikið notaður í leikskólum í Malmö. 5

6 Í náms- og kynnisferðinni vakti einnig athygli að barnahópnum var skipt í minni hópa í þeim tilgangi að ná betur til einstaklinganna og vinna betur með tungumálið, bæði móðurmál barnanna og sænsku. Í upphafi þróunarverkefnisins í Laugasól höfðu nokkrir deildarstjórar áform um að skipta barnahópnum meira upp í útináminu en það tókst ekki sem skyldi, m.a. vegna veikinda starfsmanna og vegna þess að nýir starfsmenn voru óvanir vinnu af þessu tagi. Í framtíðinni ættu starfsmenn í Laugasól að velta þessum möguleika betur fyrir sér og leita leiða til að útfæra meiri hópaskiptingu í útináminu. Leikskólinn Laugasól Leikskólinn Laugasól við Leirulæk er átta deilda leikskóli þar sem 173 börn eru samtímis. Leikskólinn tók til starfa í júlí 2011 þegar leikskólarnir Laugaborg og Lækjaborg voru sameinaðir. Laugaborg hafði starfað frá 1966 og Lækjaborg frá Leikskólinn starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 og aðalnámskrá leikskóla frá Laugasól er leikskóli á grænni grein en í Laugaborg hafði lengi verið unnið með umhverfisvernd og umhverfismennt og leikskólinn tók m.a. þátt í verkefninu Leikið og lært í Laugardal með leikskólanum Sunnuborg á árunum Leikskóli á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að efla umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Markmið verkefnisins er m.a. að efla samfélagskennd innan leikskólans og styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur og tengja skólann við samfélagið, fyrirtæki og almenning. Í Lækjaborg var áhersla lögð á fjölmenningu og meðal annars var þar unnið þróunarverkefni um fjölmenningarlegan leikskóla á árunum Af hverju þróunarverkefni? Haustið 2013 ákváðu stjórnendur Laugasólar að sækja um styrk í í Sprotasjóð mennta- og menningarmálaráðuneytis til að þróa aðferðir við að tengja útinám og vettvangsferðir við málörvun með sérstaka áherslu á börn sem eiga annað móðurmál en íslensku. Ástæðan fyrir vali þessa viðfangsefnis var sú að starfsfólk leikskólans hafði valið umhverfismennt og fjölmenningu sem áhersluþætti í nýrri námskrá. Við undirbúning umsóknarinnar var lögð áhersla á að nýta ætti þá styrkleika og þekkingu sem fyrir var innan starfsmannahópsins til að skapa nýja þekkingu og aðferðir. Gert var ráð fyrir að þróunarverkefnið yrði hluti af daglegu starfi leikskólans. Fræðsla var sett inn á skipulagsdegi, verkefnisstjóri hitti starfsfólk deilda á deildarfundum og starfsmannafundi, ræddi við deildarstjóra vegna matsins í undirbúningstímum þeirra og vinna að verkefninu var hluti af vinnuskyldu sérkennslustjóra. 6

7 Fræðilegar áherslur Eins og áður hefur komið fram starfar leikskólinn Laugasól eftir aðalnámskrá leikskóla og starfsfólk hefur tileinkað sér aðferðir útináms en vildi þróa þekkingu og færni í að tengja saman útinám, málörvun og íslenskukennslu barna með annað tungumál en íslensku. Þær áherslur eru í takt við það sem fram kemur í aðalnámskrá leikskóla: Ung börn læra í gagnvirkum samskiptum við umhverfi sitt. Byggja þarf á reynslu barna af umhverfinu og skapa aðstæður fyrir nýja merkingarbæra reynslu (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). Í aðalnámskrá leikskóla frá 2011 segir einnig: Börn kanna og ræða samhengi fyrirbæra í umhverfi sínu. Ýta þarf undir forvitni, ígrundun og vangaveltur barna og hvetja þau til að spyrja spurninga og leita mismunandi lausna. Jafnframt ber að ýta undir vísindalega hugsun og aðstoða börn við að sjá tengsl, orsök og afleiðingu og styrkja skilning þeirra á hugmyndum og hugtökum. Mikilvægt er að kenna börnum að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og náttúru og skapa þeim tækifæri til að upplifa og njóta (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). Í l ámsk á g ætt m m k lvæg tjá g g s msk pt : Börn eru félagsverur sem hafa ríka þörf fyrir samskipti við aðra. Þau hafa m.a. þörf fyrir að spyrja spurninga, skiptast á skoðunum og ræða hugmyndir sínar, tilfinningar og líðan. Börn nota ýmsar leiðir til að tjá sig og eiga samskipti við aðra. Auk tungumáls nota þau til dæmis ýmiss konar hljóð, snertingu, látbragð og leikræna tjáningu, tónlist, myndmál og dans.... Læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). Útinám í skólastarfi Útiskóli er vinnuform í grunnskóla þar sem kennsla fer fram fyrir utan skólastofuna einn eða fleiri daga í hverri viku, helst allt skólaárið. Útiskóladagar eru notaðir til að kenna öll námsfög og eiga að falla eins mikið og mögulegt er inn í skólavikuna. (Jørgensen, 1999). Arne N. Jordet hefur gert rannsóknir á starfsemi útiskóla í norskum skólum. Skilgreining hans á útinámi er að það snúist um að fara út í nærumhverfi skólans og nota það sem kennsluumhverfi. Börnin taka með sér upplifun og reynslu frá umhverfinu inn í kennslustofuna til að vinna úr því þar. Börnin heimsækja þekkingarlindirnar, þau fara í skóginn til að læra um skóg og til maurana til að læra um maura. Þau heimsækja söfn, vinnustaði og stofnanir og fá hugmyndir til að vinna með áfram. Börnin nýta það sem umhverfið hefur upp á að bjóða, taka þekkinguna með sér inn í skólann og halda þar áfram að rannsaka, t.d. með því að kynna sér efnið af bókum, ræða saman og vinna úr með því að skrifa, forma og leika leikrit. Að vera í útiumhverfinu þýðir ekki að maður stoppi þar. Í umhverfinu skynja nemendur hlutina milliliðalaust og þar vakna spurningar sem 7

8 leitt geta þá áfram út í heiminn í tíma og rúmi, frá því einstaka til þess almenna. Með útiskóla gefst tækifæri fyrir þriggja þrepa námsferli sem samanstendur af undirbúningi, verkefni og úrvinnslu. Möguleikar útiskólans nýtast best þegar góð tengsl eru milli úti- og inniverkefna. Starfsaðferðir útiskólans gefa nemendum tækifæri til að nýta öll skilningarvit þannig að þeir öðlist beina reynslu í raunverulegum aðstæðum. Nemendur geta notað hugmyndaflugið og forvitnina, tjáð sig óhindrað og upplifað gleði í félagslegum samskiptum. Útiskóli snýst um að virkja öll námssviðin í samþættri kennslu þar sem úti- og inniverkefni tengjast, nemendur læra um raunveruleikann í raunveruleikanum, þ.e.a.s. um náttúruna í náttúrunni, samfélagið í samfélaginu og nærumhverfið í nærumhverfinu (Jordet, Jordet 2003). Útinám örvar málþroska. Nordet segir að útinám örvi málþroska barna. Það gerist að hluta til ósjálfrátt og að hluta til vegna þess að lögð eru fram skipulögð verkefni fyrir börnin að leysa. Þetta er talið hafa jákvæð áhrif á vitsmunaþroska barna og málþroska. Útinám skapar góð tækifæri og rými fyrir formlega og óformlega samræðu milli barna og kennara. Hugtakaskilningur barna eykst, miklir möguleikar eru fyrir málörvun í útináminu og kennarar fá tækifæri til að leiðrétta mál barnanna á eðlilegan hátt (Jordet, 2003). Leikur og nám - Tækifæri til að örva tungumálið leynast víða 8

9 Útinám örvar tungumálanám barna með annað móðurmál. Útiskóli hefur jákvæð áhrif á tvítyngd börn, ekki síður en börn með eitt móðurmál, og reynsla kennara bendir til þess að útiskóli hafi sérstaka mikla þýðingu fyrir málþroska þessara barna, líkamlegan þroska og hreyfifærni. Að auki benda kennarar á að útiskólinn sé vel til þess fallinn að kynna samfélagið fyrir börnum og stuðla að betri þekkingu á menningu og hefðum samfélagsins (Jordet, 2003). Í útikennslu gefst börnum tækifæri til að kynnast og tengjast nánasta umhverfi sínu, þar fá þau tækifæri til að auka orðaforða og læra hugtök þar sem aðra hluti er að finna í náttúrunni og umhverfi utan leikskólans en innanhúss eða á lóð leikskólans. Þar eru blóm og jurtir, stór og smá dýr, hús, götur og bílar. Þar má fræðast um liti, bragð, tilfinningar og margskonar hugtök og upplifa gleði og sorgir. Í útinámi fá börn tækifæri til að læra og auka við þekkingu sína. Auk þess að stækka orðaforða þeirra og efla málnotkun er hægt að læra stærðfræði, efla sköpun, gleyma sér í rannsóknum og könnunum, efla skynjun og auka líkamlegt úthald og hreyfigetu. Útinám örvar félagsþroska barna. Útikennsla eflir einnig félagsþroska barna þar sem þau takast á við margvísleg félagsleg verkefni og vinna í ólíkum samstarfsverkefnum. Þau öðlast margháttaða reynslu með því að takast á við verkefni sem styrkja sjálfstraust þeirra og talið er að færri árekstrar verði milli barna í útinámi. Hver einstaklingur fær meira rými og þar skapast tækifæri til að öðlast margskonar félagslega reynslu og hæfni til að takast á við mismunandi samvinnuverkefni. Börnin fá meiri reynslu í að ná valdi á aðstæðum og verkefnum sem styrkir sjálfsmynd þeirra (Jordet, 2003). Í útinámi er unnið með margskonar könnunarverkefni og sífellt verið að vinna með endurtekningu. Börnum gefst tími til að endurtaka orð, frasa og setningar um málefni sem þau eru að kynnast þangað til þau öðlast betri skilning. Einnig er mikilvægt að nota vísur, þulur og bækur sem tengjast verkefninu sem ýtir undir endurtekningar. Í útinámi gefast mörg og góð tækifæri til að fylgjast með framförum barna og þess vegna er mikilvægt að leggja góða rækt við skráningu á vettvangi. John Dewey og reynslunám Fræðimaðurinn John Dewey ( ) segir í bók sinni Reynsla og menntun: Til að vita hvað reynslustefna merkir verður að skilja hvað reynsla er. Sú skoðun að öll sönn menntun eigi sér stað með tilstyrk reynslu merkir ekki að öll reynsla stuðli að sannri eða jafngóðri menntun. Reynsla og menntun verða ekki beinlínis lagðar að jöfnu. Því sum reynsla er neikvæð í menntunarlegu tilliti (Dewey, 2000). 9

10 Samkvæmt Dewey er sérhver reynsla hreyfiafl og gildi hennar verður aðeins metið út frá því hvert hún stefnir og að hverju. Meiri reynsluþroski eða lífsreynsla sem sá fullorðni ætti að hafa til að bera sem uppalandi eða kennari gerir hann færan um að leggja það mat á hverja athöfn barns sem hinn þroskaminni er ófær um. Það er því hlutverk uppalandans eða kennarans að sjá í hvaða átt reynslan stefnir. Dewey segir einnig að sú höfuðábyrgð hvíli á kennurum að þeir ekki aðeins geri sér grein fyrir því almenna lögmáli að raunveruleg reynsla mótist af umhverfisskilyrðum, heldur og að þeir viti í raun og veru hvaða umhverfi stuðlar að reynslu sem leiðir til þroska. Umfram allt ættu þeir að kunna að hagnýta hið efnislega og félagslega umhverfi sem er til staðar svo að fá megi út úr því allt sem stuðlað getur að því að byggja upp reynslu sem er einhvers virði (Dewey, 2000). pp k m kj t l m st sj d t g ld Hugmyndafræði aðferðarinnar þróaðist út frá löngun til að hjálpa nemendum til að taka þátt í og leggja eitthvað af mörkum í lýðræðislegu samfélagi. Rannsóknir gefa til kynna að lýðræðislegt samfélag sé líklegra til að blómstra þegar þegnarnir leitast við að öðlast ítarlegan skilning á flóknum málefnum sem þeir þurfa að ræða og taka ákvörðun um. Könnunaraðferðin kk sk lg d s m m v ld ms- g k sl s m gg mkvæ ttt k g stj m kv v k t lt k t m g v gs v l s m við eða að frumkvæði barnanna. Könnunin gengur út á að rannsaka efnið ítarlega og er það viðhorf í samræmi við hugmyndir Dewey um merkingarbæra reynslu. Í k st st v j st g l v s l g t m v t stig tekur fer eftir áhuga og virkni barnanna og þeim möguleikum sem verkefnið býður upp á. Á fyrsta stigi er valið viðfangsefni, á öðru stigi hefst rannsóknarvinnan og þriðja stig er einskonar úrvinnsla þar sem skoðað er og metið hvað hefur átt sér stað í ferlinu, hvaða nám hefur farið fram. Með könnunaraðferðinni er verið að vinna verkefni sem hafa raunverulegan tilgang fyrir börnin og byggist á áhuga þeirra sjálfra. Könnunaraðferðin getur því verið mjög gagnleg fyrir börn sem eru að læra annað tungumál og getur hjálpað kennaranum að meta hvar þau standa í íslenska tungumálinu og hvaða ný orð og setningar er mikilvægt að kenna þeim (Allirmed). Í aðalnámskrá leikskóla frá 2011 segir um lýðræði og jafnrétti í leikskólastarfi að lýðræðislegt leikskólastarf byggist á jafnrétti, fjölbreytileika, samábyrgð, 10

11 samstöðu og viðurkenningu á ólíkum sjónarmiðum (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). Börn sem eiga annað móðurmál en íslensku Móðurmálskunnátta barna með annað móðurmál en íslensku og viðhorf leikskólans til móðurmáls þeirra hefur mikil áhrif á möguleika barnanna til að tileinka sér íslensku sem annað mál. Leggja þarf áherslu á að styrkja foreldra til að viðhalda móðurmálinu með börnunum um leið og leikskólinn vinnur markvisst með íslenskunám þeirra. (Lesið í leik, 2013) Birna Arnbjörnsdóttir ræðir í grein sinni Skólar og fjölskyldur sem málsamfélög um jákvæð áhrif fjölmenningarkennslu. Þeir sem eru áhugasamir um umhverfi sitt og samskipti við aðra eru fljótari að læra nýtt tungumál. Sjálfsmynd barna skiptir miklu máli, sem og góð samskipti heimilis og skóla (Birna Arnbjörnsdóttir, 2010). Í fyrirlestri sem birtist árið 2000 í tímaritinu Málfregnum segir Birna Arnbjörnsdóttir að menntun tvítyngdra barna felist ekki í tungumálakennslu eingöngu, heldur því að veita tvítyngdum einstaklingum menntun við hæfi. Að því leyti er menntun tvítyngdra barna ekki frábrugðin markmiðum menntunar almennt. Í fyrirlestrinum benti Birna á nokkur atriði sem vitað er að stuðli að menntun tvítyngdra barna. Námið er farsælast hjá þeim börnum sem hafa góða móðurmálskunnáttu. Þetta á við um lestur, þróun mál- og vitsmunaþorska og viðhaldi fyrri þekkingar. Hjá börnum má nýja málið ekki koma í staðinn fyrir móðurmálið. Það þarf að bæta því við án þess að málþroski raskist (Birna Arnbjörnsdóttir, 2000). Í læsisstefnu leikskóla, Lesið í leik, er lögð áhersla á mikilvægi móðurmáls fyrir íslenskunám barna. Þar segir m.a.: Móðurmál barnsins er samofið sjálfsmynd þess. Börn með annað móðurmál en íslensku koma oftast í leikskólann með góða þekkingu á móðurmáli sínu og menningu. (Lesið í leik, 2013). 11

12 Stafirnir okkar - Dæmi um úrvinnslu úr ferð Markmið, rökstuðningur og framkvæmd verkefnisins Markmið þróunarverkefnisins Sjáðu hvað ég fann var að auka færni starfsmanna í að nýta aðferðir og möguleika útikennslu til að kenna íslensku sem annað tungumál, efla orðaforða og málskilning barnanna í leikskólanum og auka þekkingu barna á umhverfi sínu, bæði náttúru og manngerðu umhverfi. Rök starfsmanna fyrir mikilvægi útináms fyrir börn sem ekki eiga íslensku sem móðurmál eru þau að útinám gefi börnunum tækifæri til auka orðaforðann í íslensku þar sem í náttúrunni og umhverfi utan leikskólans sé að finna aðra hluti en innanhúss eða á lóð leikskólans. Í útináminu gefst tækifæri til að kanna, skoða og rannsaka, nýta hugmyndaflugið og sköpunina. Í útinámi og vettvangsferðum efla börnin félagsþroska, líkamlegt úthald og komast í kynni við nánasta umhverfi. Fræðsla fyrir starfsfólk Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnastjóri í fjölmenningu, og Helena Óladóttir, verkefnastjóri Náttúruskólans, héldu námskeið haustið 2013 þar sem fléttað var saman aðferðum við málörvun og útinám. Sérstök áhersla var á málörvun barna með annað móðurmál en íslensku. Í apríl 2014 fór hluti starfsmanna leikskólans í 12

13 náms- og kynnisferð til Malmö í Svíþjóð þar sem skoðaðir voru leikskólar með hátt hlutfall barna með annað móðurmál en sænsku og sem jafnframt lögðu áherslu á útinám. Framkvæmd verkefnisins Verkefnið Sjáðu hvað ég fann fór af stað í september 2013 með fræðslufundi fyrir starfsfólk. Verkefnisstjóri hélt fundi með starfsfólki á öllum deildum þar sem hver deild setti sér markmið varðandi útinám fyrir yfirstandandi skólaár. Verkefnisstjóri hélt fund með deildarstjórum á hverri deild ásamt sérkennslustjóra í október. Þar var farið yfir stöðu barna sem eiga annað móðurmál en íslensku. Sérkennslustjóri hjálpaði deildarstarfsmönnum við að meta stöðu þessara barna í íslensku en til þess var notað matstækið Staða framfarir framhald. Verkefnisstjóri mætti á starfsmannafund í nóvember þar sem farið var yfir stöðuna og rætt um framhaldið. Í desember fundaði verkefnisstjóri með sérkennslustjóra til að fara yfir niðurstöður úr mati á framförum barnanna. Á haustönn 2013 og fram í mars 2014 fór verkefnisstjóri í útinámsferðir, einu sinni til tvisvar með öllum deildum. Í apríl fór stór hluti starfsmanna, ásamt aðstoðarleikskólastjóra og verkefnisstjóra, í náms- og kynnisferð til Malmö í Svíþjóð. Í apríl og maí 2014 hitti verkefnisstjóri alla deildarstjóra og fór með þeim yfir skráningar og mat sem unnið hafði verið í útinámi. Eins og áður segir fundaði starfsfólk á öllum deildum með verkefnastjóra í upphafi verkefnisins og setti sér markmið fyrir skólaárið Flestar deildir settu sér sömu markmiðin en þó var nokkur blæbrigðamunur á milli deilda, eins og sjá mér hér að neðan. Eldri deildir í leikskólanum eru fjórar fyrir börn á aldrinum þriggja til fimm ára 1. Áætlun deildar var að hafa ákveðið verkefni í huga þegar farið er í útinám og segja börnunum frá því áður en farið er af stað. Skipta hópnum í tvo til þrjá þegar komið er á útisvæðið. Hafa fyrir reglu að syngja eitt lag sem tengist verkefninu. Gott að leika með handbrúður úr efniviði af svæðinu, s.s. greinum. Annars nota þá færni sem fyrir er á deildinni varðandi útinám. 2. Áætlun deildarinnar var að fara í útinám vikulega. Haustönn nýtt í að þróa heppilegar aðferðir við útinámið fyrir íslenskukennsluna. Finna heppilegt svæði og byggja upp reglu í útinámsferðunum. Skrá vel það sem þau eru að gera til að geta fundið út hvaða aðferð hentar þeim og barnahópnum best. Reyna að finna sem flestar leiðir til að styrkja móðurmál barnanna með því að efla samstarf við foreldrana, kynna fyrir foreldrunum hvaða verkefni er verið að fást við og hvetja þá til að ræða 13

14 um það við börnin sín á móðurmálinu. 3. Áætlun deildarinnar var hefðbundið útinám einu sinni í viku og auk þess skipulagðar hreyfistundir einu sinni í viku. Útinám á þriðjudögum og hreyfing á föstudögum. Hreyfitímarnir verði nýttir fram að áramótum fyrir áherslur verkefnisins, þar verði lögð inn ákveðin orð og hugtök í hverjum tíma. Reyna að finna sem flestar leiðir til að styrkja móðurmál barnanna með því að efla samstarf við foreldrana. Kynna fyrir þeim hvað verið er að vinna með í hreyfingunni og öðru starfi þannig að foreldrar geti rætt við börnin á móðurmálinu um þessa hluti. Vinna matið með skráningu. 4. Áætlun deildarinnar er að fara með börnin á mismunandi staði sem eru fyrirfram ákveðnir. Ferðin kynnt daginn áður með stuttri innlögn. Í ferðunum gefst tækifæri til að leggja inn orð og hugtök sem unnið er með áfram í ferðabók inni. Skráning með myndum og ferðabókum innlögn fyrir ferðir. Vinna matið með skráningu og í desember verður gert áfangamat og skipulag vorannar unnin út frá því. Reyna að finna sem flestar leiðir til að styrkja móðurmál barnanna með því að efla samstarf við foreldrana, kynna fyrir foreldrunum hvaða verkefni er verið að fást við og hvetja þá til að ræða um það við börnin sín á móðurmálinu. 5. Áætlun deildarinnar útinám vikulegu á ákveðnum degi. Í útinámi verði börnunum skipt í minni hópa í þeim tilgangi að ná betur til hvers einstaklings. Með því er hægt að leggja betur inn og fylgja eftir málörvuninni. Einnig að fylgjast betur með framförum barnanna í íslensku og félagslegri færni þeirra. Reyna að finna sem flestar leiðir til að styrkja móðurmál barnanna með því að efla samstarf við foreldrana, kynna fyrir foreldrunum hvaða verkefni er verið að fást við og hvetja þá til að ræða um það við börnin sín á móðurmálinu. Vinna matið með skráningu. Yngri deildir í leikskólanum eru þrjár fyrir börn frá átján mánaða til þriggja ára Markmið starfsfólks á yngri deildum var samhljóma. Haustönn fer í að aðlaga börnin í leikskólann, vinna traust þeirra og læra að treysta þeim. Eftir áramót á vorönn verða skipulagðar vikulegar ferðir allra deilda á sama útileiksvæði sem er í næsta nágrenni leikskólans og kallað er ævintýraskógur. Lögð er áhersla á að fara alltaf á sama staðinn með börnin. Þannig verða þau örugg og geta notið þess að fara í útinámið. Helstu áhersluatriði í útinámi á yngri deildunum eru að leggja inn orð og setningar. Skoða hvernig breytingar verða í umhverfinu, skoða gróður og dýralíf, hlusta, snerta og horfa. Á vorönn verður meiri áhersla á úrvinnslu og tengingu upplifana við bækur og söngva. 14

15 Það er gaman að klifra og læra um leið fullt af orðum og hugtökum Mat á verkefninu Í styrkumsókn kom fram að mat á verkefninu yrði unnið með uppeldislegri skráningu starfsmanna úr öllum útináms- og vettvangsferðum. Auk þess tæki verkefnisstjóri myndbönd af vinnu barna og starfsfólks. Niðurstöður mats á verkefninu sem hér eru settar fram byggja á niðurstöðum úr skráningum starfsmanna, viðtölum við deildarstjóra, myndböndum og vettvangsskoðun verkefnisstjóra á deildum leikskólans. Niðurstöður Áður hefur komið fram að hver deild sér sitt markmið með útinámi og vettvangsferðum fyrir skólaárið Við greiningu gagna og í viðtölum við deildarstjóra kemur í ljós að árangur deilda er mismunandi og kemur þar ýmislegt til, s.s. deildarstjóraskipti, veikindi starfsfólks o.fl. 15

16 Eins og áður hefur komið fram byggir helmingur leikskólans (Laugaborg) á gömlum merg hvað varðar útinám og umhverfismennt. Þessa þekkingu má sjá í þeim þáttum sem allar deildir eiga sameiginlega. Farið er einu sinni í viku í útinám eða vettvangsferðir og á hver deild sinn fasta dag í dagskipulaginu. Þetta er mikilvægt atriði þar sem það eykur öryggi barna og foreldra og tryggir að útinám falli ekki niður. Daginn áður en farið er í útinám eða vettvangsferð er kynnt fyrir börnunum hvert skal halda og hvað á að gera í ferðinni. Þetta er gert með því að segja þeim frá og sýna þeim myndir eða vídeó. Fyrir börnin er mikilvægt að vita hvað þau eru að fara að gera, þau verða áhugasamari og glaðari. Verkefnisstjóri upplifði áhuga og gleði barnanna þegar lagt var upp í ferðir og þau vissu hvert þau voru að fara. Það átti við um öll börnin, sama á hvaða aldri þau voru. Skráning, mest í formi ljósmynda, fer fram á vettvangi en þegar heim er komið er gerð skrifleg skráning sem er sett inn í ferðabók barnanna á öllum deildum og gerð sýnileg fyrir foreldra. Skráning hjálpar starfsfólki að sjá og skilja hvað börnin eru að læra og hverjar framfarir þeirra eru. Með því að gera skráningarnar sýnilegar fyrir foreldra gefst börnum og foreldrum tækifæri til að ræða saman um það sem börnin voru að gera. Þetta getur t.d. verið gagnlegt fyrir móðurmálsnám barnanna ef foreldrar ræða við börnin á móðurmálinu um það sem er að gerast á myndunum. Á eldri deildum skrifa börnin sjálf nöfnin sín og styttri texta á myndir. Ferðir hafa ýmist ákveðinn tilgang þar sem ætlunin er að vinna með eitthvað ákveðið eða bara ferð í óvissuna og skoða það sem fyrir augu ber. Unnið er úr hverri ferð í einhverju formi með börnunum en nokkur munur eftir deildum hversu mikil þessi úrvinnsla er. Á öllum deildum á það við að ef börnin teikna myndir eru þær settar í ferðabók þeirra. Úrvinnsla úr útinámi og vettvangsferðum er afar mikilvæg. Með því að rifja upp ferðina með börnunum og ræða við börnin um upplifanir og reynslu eykur orðaforða þeirra og málskilning. Auk þess sem almenn þekking þeirra á umhverfinu og samfélaginu eykst og festist í minni. 16

17 Eins og áður hefur komið fram er nokkur munur milli deilda hvað árangur varðar út frá markmiðum sem sett voru í upphafi og verður hér farið yfir þau atriði sem vel eða illa hefur tekist að framkvæma. Nokkrar deildir settu sér það markmið að skipta börnunum niður í minni hópa þegar komið væri á útikennslusvæðið. Þetta markmið náðist ekki nema að litlu leyti og var skýringin oftast sú að vegna fjarveru starfsmanna sökum veikinda var ekki hægt að skipta hópnum upp eins og ætlunin var. Einnig kom fram að ekki var tími til að þjálfa nýtt starfsfólk sem skyldi til að taka fullan þátt í útikennslunni og því var ekki hægt að skipta hópnum upp eins og til stóð á alla starfsmenn. Ein deild setti sér það markmið að nýta haustönnina til að þróa heppilegar aðferðir, finna heimasvæði, skapa reglu í ferðum, byggja upp traust milli barna og starfsmanna og auka sjálfsöryggi barnanna. Þessi markmið náðust ágætlega. Starfsmenn og börn þurfa að læra að treysta hvert öðru Ein deildin vildi leggja áherslu á vikulegt hefðbundið útinám yfir skólaárið eins og undanfarin ár en hafa að auki skipulagðar hreyfistundir á haustönn. Deildin náði þessum markmiðum ágætlega. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að bjóða upp á hreyfistundir á haustönn var sú að á deildinni starfaði íþróttafræðingur fram að áramótum. Viðkomandi einstaklingur hafði mikinn áhuga á þróunarverkefninu og því var ákveðið að nota þekkinguna þessa einstaklings til að gera tilraun með að tengja saman hreyfingu og málörvun. Þetta var skemmtileg tilraun sem tókst vel. Allar deildir settu sér það markmið að reyna að finna sem flestar leiðir til að styrkja móðurmál barnanna en það gekk mis vel. Á einni deild voru farnar ýmsar leiðir í þessum tilgangi. Allar skráningar voru gerðar sýnilegar fyrir foreldra og lögð áhersla á að benda þeim á þær og hvetja foreldra til að ræða við barnið um þær. Reynt var að nálgast móðurmál barnanna með ýmsu móti. Foreldrar komu 17

18 með ýmiskonar efni, s.s. myndir af gróðri, dýrum, ávöxtum og grænmeti og skrifuðu heiti fyrirbærisins við á móðurmálinu og kenndu starfsmönnum m.a. að telja á móðurmáli viðkomandi. Foreldrar og börn eru ánægð með þetta og þegar verkefnisstjóri var í heimsókn á deildinni fékk hann kennslustund hjá börnunum í að telja á ítölsku og serbnesku. Dæmi um þátttöku foreldra í að gera móðurmálið sýnilegt Deildarstjóri sagði svo frá þessu samstarfi: Foreldrar komu með myndir og söngva og kenndu okkur nokkur einföld orð, þeir komu líka með bækur á móðurmáli sínu og þó við getum ekki lesið þær þá er gaman að skoða þær með börnunum. F m k m já d ld stjó oreldrar af erlendum uppruna reyna að fylgjast með og starfsmenn reyna að tala við þá, benda þeim á skráningarnar og heimasíðu. Starfsmenn ræða við foreldra um hvað börnin voru að gera yfir daginn og einnig er börnunum sagt að foreldrum þeirra verði sagt frá því sem þau eru að gera. Tilgangurinn með því að segja börnunum þetta er að hvetja þau til að segja foreldrum sínum frá. Á öðrum deildum var minna um vinnu sem stuðlaði að styrkingu móðurmálsins. Deild sem setti sér það markmið að fara með börnin á fyrirfram ákveðna staði vann samkvæmt því markmiði og setti upp dagskrá fyrir allar ferðir á skólaárinu. Deild sem setti sér það markmið að vera með vikulegt útinám og skipta börnunum í minni hópa náði ekki síðarnefnda markmiðinu. Hins vegar var útinám í hverri viku á deildinni þar sem boðið var upp á ákveðin verkefni til að vinna að og unnið var úr öllum ferðum þegar heim var komið. 18

19 Börn og starfsmenn láta ekki snjó og hálku standa í vegi fyrir útináminu. Á yngri deildunum þremur var unnið samkvæmt þeim markmiðum sem sett voru. Haustönn fór í aðlögun og þjálfun í að vera leikskólabarn, bæði úti og inni. Eftir áramót fóru allar deildir vikulega í útinám á heimasvæði sínu og unnu þar með málinnlögn, upplifun og rannsóknir. Verkefnisstjóri sem fór í ferðir með yngstu börnunum í ævintýraskóginn sá gleði og áhuga þessara ungu barna, þó að stundum væri erfitt fyrir þau að fóta sig á svellinu á leiðinni. Börnin sögðu frá því hvert þau væru að fara og hvað væri þar merkilegast að sjá, s.s. dauðan fugl uppi í tré og fuglaber. Málörvun í útinámi í Laugasól Ástæður fyrir því að starfsfólk leikskólans Laugasólar leggur áherslu á útinám með börnum eru margar, m.a. að útinám geti eflt málnotkun og málskilning barnanna í aðstæðum sem bjóða upp upplifanir og orðaforða sem ekki er til staðar innan veggja leikskólans. Það er léttara fyrir börn að læra orð og hugtök við raunverulegar aðstæður þar sem þau geta tengt saman orð og hluti og notað öll skilningarvit. Einn deildarstjóri talaði um að auðveldara væri að ná athygli barnanna í útináminu og undantekningarlítið finnst börnunum skemmtilegt að vinna úti í náttúrunni og minna er um árekstra milli þeirra. Í útináminu fá börnin mörg tækifæri til að auka orðaforða sinn með hjálp fullorðinna, bæði þau sem eru íslenskumælandi og þau sem eiga annað móðurmál. Í útinámi nota börnin öll skilningarvit, sjón, heyrn, lykt, bragð og tilfinningu en það getur hentað börnum til að læra og þroskast s g d ld stjó. Í útinámi kynnast börnin náttúrunni allan ársins hring og öðlast við það reynslu sem þau geta unnið með áfram þegar þau koma inn í leikskólann. Einn deildarstjóri taldi að börnin hefðu aukið orðaforða sem tengist útinámi og vettvangsferðum og sagði útinám vera góða leið til að kenna tungumál og efla málþroska. Þegar börnin eru búin að læra hvernig þau eiga að haga sér fara þau að taka meira eftir umhverfinu og þeim finnst útinámið skemmtilegt. Útiskólinn stuðlar þannig að 19

20 leik og gleði sem styrkir félagsleg tengsl barnanna, eins og starfsfólk Laugasólar hefur séð. Deildarstjóri talaði um að börnin kynnist náttúrunni á fjölbreyttan hátt og þau kynnist henni á sínum forsendum, fái að vera frjáls í náttúrunni, sjá og upplifa. Við erum náttúrulega að vinna ákveðin verkefni og þar erum við að nota tungumál sem ekki er notað inni... allskonar lauf, blóm, tré; tengja saman orð og upplifun. Leikur á svelli Foreldrasamstarf Á öllum deildum eru dagbækur í fataklefa þar sem viðburðir dagsins eru skráðir. Myndir úr starfinu eru settar á heimasíðu leikskólans og foreldrum sendur tölvupóstur vikulega með upplýsingum. Skráningarblöð eru hengd upp í fataklefa eftir hverja ferð og á flestum deildum er stór skráningabók fyrir deildina sem er aðgengileg börnum og foreldrum. Ekki er sama áhersla á öllum deildum varðandi foreldra af erlendum uppruna, á sumum deildum er lögð mikil áhersla á að tala við þá og veita þeim upplýsingar en á öðrum deildum er lögð minni áhersla á þennan þátt. Útinám undirbúningur, viðfangsefni, úrvinnsla Útinám í leikskóla krefst bæði undirbúnings og úrvinnslu. Almennt vinna allar deildir í leikskólanum samkvæmt skilgreiningu Jordet um þriggja þrepa námsferli og að hluta til þriggja stiga ferli könnunaraðferðarinnar. Undirbúningur Undirbúningur er á öllum deildum daginn fyrir ferðina þar sem börnunum er sagt hvert á að fara daginn eftir og í sumum tilfellum hvað á að gera, t.d. ef fara á í vettvangsferð á ákveðinn stað, s.s. safn eða vinnustað eða ef heimsækja á 20

21 heimasvæði barnanna. Kynning á fyrirhugaðri ferð fer fram í samverustund þar sem börnunum er sagt frá í orðum og myndum, eftir því sem við á. Deildarstjóri á einni deildi talaði um mikilvægi þess að undirbúa ferðir vel og þá sérstaklega að huga að börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku og skilja íslenska ekki vel, Ganga úr skugga um að þau skilji hvað er í gangi. Minnt er á ferðina nokkrum sinnum yfir daginn og morguninn sem farið er. Þessi undirbúningur skiptir miklu máli, börnin verða meðvitaðri og starfsfólkið líka, það veit þá sitt hlutverk, hvað það á að gera og gengur beint að hlutunum s g d ld stjó Viðfangsefni Hver deild á sinn fasta dag í viku fyrir útinám eða vettvangsferðir. Alltaf er farið í ferð fyrir hádegi. Útinámsferðir eru oftast farnar í Laugardalinn eða Laugarnesfjöru en fyrir kemur að farið er lengra með eldri börnin, t.d. í Elliðaárdalinn, og þá er farið með strætisvagni. Ferðin á áfangastað er notuð til að huga að ýmsu, bæði því sem börnin koma auga á og því sem starfsmenn benda á. Í útinámsferðum er unnið með ákveðið verkefni sem kennarar stýra en auk þess fá börnin alltaf að nota eigið hugmyndaflug og leika sér frjáls í umhverfinu. Einn deildarstjóri talaði um mikilvægi þess að starfsmenn væru meðvitaðir um hvernig þeir tala við börnin og hvað þeir eru að leggja inn hjá þeim, Núna erum við orðin svo markviss í að finna tilgang ferðanna og skipuleggja þær og þá er svo mikilvægt að horfa og hlusta á sjálfan sig Allar eldri deildir eiga sinn heimastað í Laugardalnum og nýta hann til útináms. Algengt er að heimastaðurinn sé tré sem hægt er að fylgjast með allan ársins hring og sjá þær breytingar sem verða á því. Þar er hægt að vinna margskonar verkefni, s.s. fylgjast með litabreytingu trésins eftir árstímum, fylgjast með lífinu sem er í trénu, telja lauf sem falla o.s.frv. Börnin tala um sitt tré og merkja það gjarnan, t.d. með bandspotta. Ef tréð er nógu stórt er hægt að klifra í því og fyrir jólin má skreyta það með heimagerðu skrauti. Í öllum ferðum fá börn og starfsmenn ávexti til hressingar. Í vettvangsferðum er farið á ákveðna staði til að skoða og kynnast starfsemi. Dæmi um slíka staði eru Húsdýragarðurinn, Ásmundarsafn, Þróttarheimilið, fiskbúðin o.f.l. Einn deildarstjóri sagði að þó að ákveðinn tilgangur sé með hverri ferð, þá sé hlustað á börnin ef þau koma með hugmynd að einhverju sem þau vilja frekar gera og tilgangur ferðarinnar getur þá breyst. Í útináminu er mikið unnið með læsi; læsi á náttúruna, læsi á samfélagið, félagslegt læsi og stafalæsi. Mikið er unnið með stafi, t.d. að finna stafi í náttúrunni, búa til stafi úr efnivið náttúrunnar, skrifa nafnið sitt á mynd, ríma orð sem koma fyrir í umhverfinu, syngja söngva sem tengjast viðfangsefninu og yrkja ljóð um upplifanir sínar. Allar yngri deildir eiga sama heimastaðinn sem kallaður er Ævintýraskógurinn og er skammt frá leikskólanum. Hver deild á sinn vikudag í Ævintýraskóginum og þar njóta börnin þess að skoða og rannsaka umhverfið, hlusta, horfa og upplifa. 21

22 Allar deildir eiga sitt tré og fylgjast með hvernig það breytist yfir árið Úrvinnsla Við greiningu á matsgögnum kom í ljós að mismunandi er hvernig deildir leikskólans vinna að úrvinnslu. Í úrvinnslu er reynt að tengja saman leiki, sögur, ljóð og skapandi starf. Á öllum deildum er farið yfir atburði ferðarinnar í samverustund með börnunum, skoðaðar myndir sem teknar voru og börnin teikna myndir af upplifun sinni. Á flestum deildum eru búnar til stórar skráningarbækur og starfsmenn setja þar inn allar skráningar úr ferðum, auk þess sem skráningarnar eru sýnilegar á veggjum fataklefa. 22

23 Úr skráningarbók Ferðabók barns Þessar stóru skráningarbækur liggja frammi á deildum þar sem börn og foreldrar eiga greiðan aðgang að þeim og geta skoðað saman. Í ferðum eru teknar myndir af börnunum í ýmsum verkefnum og þegar heim er komið er rætt við barnið um hvað það er að gera á myndinni. Frásögnin er skráð með þeirra orðum og skráningin, ásamt myndinni, er sett í ferðabókina. Börnin skoða ferðabækurnar með foreldrum sínum eða hvert öðru og ræða um það sem er á myndunum og skemmta sér við að rifja upp minningar úr ferðum. Skráning og úrvinnsla úr ferðum er mis mikil eftir deildum, eins og áður kom fram. Þar sem best var unnið mátti sjá á veggjum og hangandi í lofti mjög fjölbreytt verk sem börnin höfðu unnið. Þar var mikið unnið úr verðlausu efni og leir og myndverk úr pappír voru á veggjum. Einnig mátti sjá ljóð sem börnin höfðu samið um upplifanir sínar.

24 Ljóð um blóm og vor Sóley Við erum í kjallaranum. Blómið er fallegt. Mér finnst skemmtilegast að leika mér og að lesa bækur. Vorið er komið. Brynhildur Björk 24

25 Úrvinnsla úr vettvangsferð til fisksalans. Leikskólinn býr svo vel að þar vinnur líffræði menntaður starfsmaður og auðvitað var hann fenginn til að kryfja fiskinn

26 Samantekt Verkefnið Sjáðu hvað ég fann var hugsað sem liður í vinnu við nýja námskrá Laugasólar. Þess vegna var lögð áhersla á að verkefnið félli inn í almennt starf leikskólans og skóladagatal. Fræðsla fyrir starfsfólk var sett á skipulagsdag, verkefnastjóri fundaði með starfsfólki á deildarfundum, hitti deildarstjóra vegna matsins í undirbúningstímum þeirra og vann með sérkennslustjóra á vinnutíma hans. Áður en farið var af stað með verkefnið hafði starfsmannahópurinn ákveðið að fara í náms- og kynnisferð til útlanda árið 2014 en ekki var búið að ákveða hvert skyldi halda. Starfsmannahópurinn ákvað að skoða leikskóla þar sem hægt væri að fræðast meira um málörvun tvítyngdra barna og útinám. Fyrir valinu varð að skoða leikskóla í Malmö í Svíþjóð en þar eru margir leikskólar sem leggja áherslu á útinám og starfsaðferðir Reggio Emilia. Einnig eru þar hátt hlutfall barna sem eiga annað móðurmál en sænsku. Hluti starfsmannahópsins í Laugasól býr yfir mikilli þekkingu á umhverfismennt og löng hefð er einnig fyrir ríkri málörvun í leikskólanum. Starfsmenn eru einnig margir ágætlega meðvitaðir um tengsl útináms og málörvunar. Þróunarverkefnið hefur því haft mis mikla breytingu í för með sér fyrir starfsmennina en einn deildarstjórinn sagði að við verkefnið hafi starfsmenn orðið meðvitaðri um að skoða sjálfan sig og sínar starfsaðferðir almennt. Laugasól er átta deilda leikskóli og því eðlilegt að nokkur munur sé milli deilda, bæði hvað varðar þátttöku í þróunarverkefninu og öðru starfi. Mikilvægt er að nýta fyrir allan leikskólann þá þekkingu og starfsaðferðir sem fyrir eru í leikskólanum sem gengur út frá þriggja þrepa námsferli. Vikulegar útinámsferðir á ákveðnum vikudögum, góður undirbúningur fyrir skipulagðar ferðir þar sem hugað er að því hvort börn sem eiga annað móðurmál fylgist með og skilji skilaboðin. Nýta hvert tækifæri í útináminu til að leggja inn orð og setningar. Skráning á ferðinni með ljósmyndum hreyfimyndum. Úrvinnsla úr hverri ferð í formi umræðu og verkefna s.s. myndverka, ljóða eða leikrita. Setja skráningar upp fyrir foreldra og leggja sérstaka áherslu á að sýna foreldrum af erlendum uppruna. Halda áfram að leita leiða til að efla móðurmál barnanna. Könnunaraðferðin er notuð á sumum deildum leikskólans og getur það verið góð aðferð þegar ekki er verið að fara í skipulagða ferð eða við úrvinnslu ferða. Með því að nýta þessar niðurstöður gefst stjórnendum gott tækifæri til að samræma betur starfsaðferðir, gefa áhugasömum einstaklingum tækifæri til að þróa sig áfram og byggja þannig upp þekkingu og viðhorf í takt við það sem best er gert í leikskólanum. Eins og í öðrum leikskólum í Reykjavík eru börn í Laugasól sem eiga annað móðurmál en íslensku og það er skemmtileg áskorun fyrir starfsmennina. Áhugi 26

27 er á að kynna sér hvernig best er að vinna með móðurmál barnanna í leikskólanum og jafnframt sjá til þess að tvítyngdu börnin verði ekki eftirbátar annarra þegar þau byrja í grunnskólanum. Með því að halda áfram þeirri góðu vinnu sem er til staðar og bæta það sem á vantar hefur Laugasól alla burði til að verða í fararbroddi við að tengja saman útinám, málörvun og íslenskukennslu. 27

28 Heimildir Aðalnámskrá leikskóla Allir með. Vefslóð: [Sótt ] Birna Arnbjörnsdóttir Menntun tvítyngdra barna. Málfregnir. Vefslóð: [Sótt ] Birna Arnbjörnsdóttir Skólar og fjölskyldur sem málsamfélög. Í Fjölmenning og skólastarf, Ritstjórar Hanna Ragnarsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir. Háskólaútgáfan, Reykjavík. Google leitarvél: Mantra Lingua. [Sótt ] Jordet, Arne N Nærmiljøet som klasserom: Norske erfaringer med uteskole. Vefslóð: &cd=1&ved=0cbsqfjaa&url=http%3a%2f%2fprivat.hihm.no%2far nejordet%2futeskole%2flutvann- unders%25c3%25b8kelsen%2fkonferanseinnlegg- Danmark0303.doc&ei=1cPPU8_2O4SKONOegdAC&usg=AFQjCNHuZYz EGagpi6Xyr_-UXhNQYfb2yA&bvm=bv ,d.ZWU [Sótt ] Jørgensen, P. B At stikke hovedet inn i naturen. Et empirisk studie av udeskole som pædagogisk arbejdsform. Vefslóð: [Sótt ] Kolbrún Vigfúsdóttir Staða framfarir framhald. Vefslóð: pdf_skjol/utgafur/leikskolar/ymislegt/stada_framfarir_framhald.pdf [Sótt ] Lög um leikskóla The Project Approach. Vefslóð: [Sótt ] 28

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ Leikskólinn Pálmholt Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts 2016 2017 unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ 1 Inngangur Námskrá leikskóla leggur línur um inntak, starfshætti

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla Skólaþróunarsvið HA 2005 Efnisyfirlit ÚTSKÝRING... 3 FORMÁLI... 4 YTRI AÐSTÆÐUR... 5 YFIRSTJÓRN LEIKSKÓLAMÁLA...5 LEIKSKÓLARÁÐGJÖF...5 NÁMSKRÁ LEIKSKÓLANS...

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti

Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti Skýrsla til Landverndar vegna umsóknar um Grænfánann 2012 Efnisyfirlit Umsókn um Grænfána... 2 Umhverfisráðið... 2 Mat á stöðu umhverfismála... 3 Áætlun um aðgerðir

Detaljer

Athugun og skráning á málþroska barna

Athugun og skráning á málþroska barna Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir

Detaljer

Það læra börn sem þau búa við

Það læra börn sem þau búa við Það læra börn sem þau búa við Þróunarverkefni Heilsuleikskólans Garðasels Reykjanesbæ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Fjóla Ævarsdóttir Hrönn Sól Guðmundsdóttir Guðrún Katrín Jónsdóttir Rannveig Arnarsdóttir Helgi

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Hvaða úrræði nota íslenskir og norskir framhaldsskólar til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda? Rósa Björg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli

Detaljer

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman Skýrslukorn um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi 6. 12. júní 2001 Rúnar Sigþórsson tók saman Efnisyfirlit Inngangur... 3 Josterdal skule... 4 Fresvik skule... 5 Høgskulen

Detaljer

Hreyfistundir í leikskóla

Hreyfistundir í leikskóla Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hreyfistundir í leikskóla - hvers vegna? - hvernig? Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir kt. 300979-5139 Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir Lokaverkefni til B.A. -prófs Upplýsingatækni Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum Soffía Lárusdóttir 110360 2829 Kennaraháskóli Íslands Þroskaþjálfabraut Maí 2008 Ágrip Í þessu

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar Sproti 1a v e r k e f n a h e f t i t i l l j ó s r i t u n a r EFNISYFIRLIT 1 Húfur og bakpokar 2 Flokkaðu myndirnar 3 Mynstur 1 4 Mynstur 2 5 Mynstur 3 6 Fylgdu mynstrinu 1 7 Fylgdu mynstrinu 2 8 Finndu

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

Skíma. Málgagn móðurmálskennara

Skíma. Málgagn móðurmálskennara Skíma Málgagn móðurmálskennara 1. tbl. 33. árgangur 2010 Viðtal við Heimi Pálsson Norsk sjónvarpsþáttaröð um kennara og skólastarf Íslenska á alþjóðavettvangi Norrænt samstarf Kynning á norrænum tímaritum

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...1 SKÓLANÁMSKRÁ HOFSSTAÐASKÓLA 2005-2006...3 Leiðarljós Hofsstaðaskóla...3 Formáli...7 A. ALMENNUR HLUTI...7 Inngangur að A-hluta skólanámskrár...7 Hagnýtar upplýsingar...8 Samstarf

Detaljer

Nidurstiidur foreldrakiinnunar Krerabreiar i maf 2015

Nidurstiidur foreldrakiinnunar Krerabreiar i maf 2015 Nidurstiidur foreldrkiinnunr Krerbreir i mf 2015 Hve 6neg6lur ert pri med hfisndi leiksk6lns? 0% f Mjog Snegd/ur I Frekr 6negdlur &l Frekr 65negd/ur r Mjog o6ngdlur o J6kvrett er 6 leiksk6linn s6 i s6rhirsnre6i

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs Reykjavík, 20. júní 2018 SFS2015060051 HG/ehp/en MINNISBLAÐ Viðtakandi: Sendandi: Skóla- og frístundaráð Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings

Detaljer

Heimildaskrá. Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.

Heimildaskrá. Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Heimildaskrá Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál. 1999. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska. 1999. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, listgreinar.

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411 1A SKALI KENNARABÓK Stærðfræði fyrir unglingastig Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Námsgagnastofnun 7411 Skali 1A Kennarabók Gyldendal Norsk Forlag AS

Detaljer

Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið

Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið 2017-2018 Efnisyfirlit Starfsáætlun... 4 Stjórnskipulag skólans... 4 Starfsfólk... 5 Skóladagatal 2017-2018... 7 Helstu viðburðir skólaársins 2017-2018... 8 Tilhögun

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST 17. FEBRÚAR 2012 STJÖRNUSMINKA GERIR ÞAÐ GOTT Í DUBAI FLOTTAR FYRIRMYNDIR YFIR FERTUGU SJÓNVARPSKOKKUR OG NÝBÖKUÐ MAMMA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST Á LEIÐINNI Í MARAÞON GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. og 10. febrúar 2011. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Dagskrá ráðstefnunnar Miðvikudagur 9. febrúar: Heilbrigði og afföll í matfiskeldi. Seiðagæði. Eldisþorskur:

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 2 1.1 Kristín Helga Gunnarsdóttir... 3 1.2 Ríólítreglan... 3 2 Þýðingar og þýðingafræði... 5 2.1 Hvað eru þýðingar?... 5 2.2 Hugtakið jafngildi... 6 2.2.1 Hvað er jafngildi?...

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

VESTURBÆR BÆRINN OKKAR ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR

VESTURBÆR BÆRINN OKKAR ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR VESTURBÆR BÆRINN OKKAR V E S T U RG A R Ð U R ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR ALLT INNAN HVERFIS EFNISYFIRLIT Kæri vesturbæingur Í þennan bækling hefur verið safnað upplýsingum um þá margvíslegu þjónustu sem

Detaljer

PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA

PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA 1 Pípulagnir - Ferilbók IÐAN fræðslusetur ehf. annast verkefni fyrir menntamálaráðuneytið vegna náms í bíliðngreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum,

Detaljer

Evrópa Kennsluleiðbeiningar

Evrópa Kennsluleiðbeiningar EVRÓPA Kennsluleiðbeiningar 1 EVRÓPA Efnisyfirlit Til kennara....................................... 3 Um landafræðikennslu...................... 3 Markmið kennslu- og vinnubókar............. 3 Uppbygging

Detaljer

Áfangalýsingar. Áfangalýsingar A-Ö. AGS 102 Áætlanir og gæðastjórnun Undanfari:

Áfangalýsingar. Áfangalýsingar A-Ö. AGS 102 Áætlanir og gæðastjórnun Undanfari: Áfangalýsingar Áfangalýsingar A-Ö AGS 102 Áætlanir og gæðastjórnun Undanfari: Í áfanganum læra nemendur að nýta sér tölvur við útreikninga, verkáætlanir og notkun eyðublaða við gæðastjórnun. Kennd eru

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 22. mars R

Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 22. mars R Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 22. mars 2018 - R18020219 R18010032 R18010031 Fundargerðir: Fundargerð 166. fundar stjórnar Faxaflóahafna Send borgarfulltrúum til kynningar. frá 9. mars 2018.

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin Íslensk málnefnd Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin [Vinnuskjal 29. ágúst 2015] Hinn 12. mars 2014 voru fimm ár liðin frá því að Alþingi samþykkti tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Landslagsgreining - staðareinkenniverkfæri til byggða- og atvinnuþróunar

Landslagsgreining - staðareinkenniverkfæri til byggða- og atvinnuþróunar Landslagsgreining - staðareinkenniverkfæri til byggða- og atvinnuþróunar Auður Sveinsdóttir 2014 ,,...og við verðum að hugsa um steinana. Við megum ekki alltaf láta þá liggja í skugganum okkar, við eigum

Detaljer

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar júlí 2016 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI

NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI Október nóvember 2004 Elísabet H. Guðmundsdóttir Starfsmaður Framkvæmdasýslu ríkisins Febrúar 2005 EFNISYFIRLIT: INNGANGUR...3 ALMENNT UM STATSBYGG OG STARFSUMHVERFI...3

Detaljer

Íslenska við aldahvörf. Erlend máláhrif í lok 19. og 20. aldar

Íslenska við aldahvörf. Erlend máláhrif í lok 19. og 20. aldar 1 Íslenska við aldahvörf. Erlend máláhrif í lok 19. og 20. aldar Rannsóknasjóður Háskóla Íslands 2010: 775 þús. 2011:? Rannsókn á erlendum máláhrifum á s.hl. 19. aldar og samanburði við niðurstöður úr

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Kennsluleiðbeiningar. Geisli 3B Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

Kennsluleiðbeiningar. Geisli 3B Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun Kennsluleiðbeiningar 25. febrúar 2013 Efnisyfirlit Yfirlit yfir námsefni 7. bekkjar... 3 Geisli 3B... 4 Skýringar á táknum... 6 Brot... 7 Hlutföll... 8 Talnafræði... 15 Ekki er allt sem sýnist... 19 Mynstur

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65.

Bergen = Stavanger = Trondheim = Fredrikstad/Sarpsborg = Porsgrunn/Skien = Tromsö = 65. Noregur og norska kerfið Nanna Þórunn Hauksdóttir Jan 2010 Bæir og fólksfjöldi fjöldi Oslo = 880.000000 Bergen = 230.000 Stavanger = 190.000 Trondheim = 160.000 Fredrikstad/Sarpsborg = 100.000 Drammen

Detaljer

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið Efnisyfirlit dk grunnur - námskeiðið... 2 Flýtileiðir í dk... 3 Uppflettingar... 6 Skýrslur... 8 Gluggar... 10 Stofnupplýsingar fyrirtækis... 11 Almennar stillingar...

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna -

Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna - BA-ritgerð í lögfræði Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 - með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna - Sigríður Dísa Gunnarsdóttir Leiðbeinandi:

Detaljer

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Hallgrímur Snorrason 5.4.2017 Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Samantekt Í þessari greinargerð er fjallað um reglubundnar tölfræðiathuganir á launum og atvinnu í Noregi og á Íslandi,

Detaljer

AVV 102 Aflvélavirkjun. AVV 202 Aflvélavirkjun. AVV 304 Aflvélavirkjun. AVV 403 Aflvélavirkjun. Undanfari: MÆM 101. Áfangalýsing

AVV 102 Aflvélavirkjun. AVV 202 Aflvélavirkjun. AVV 304 Aflvélavirkjun. AVV 403 Aflvélavirkjun. Undanfari: MÆM 101. Áfangalýsing AVV 102 Aflvélavirkjun Undanfari: MÆM 101 Nemendur öðlast innsýn í umgengni á vinnustað þar sem fram fer viðhald véla og viðgerðir. Þeir kynnast verkfærum, tækjum og búnaði slíkra vinnustaða. Nemendur

Detaljer

Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnar

Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnar mbl Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnarr Áfangaskýrslaa 2009 Veðurvaktin Verkefnið er fjármagnað af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar Vinnuhópur um veðurfarsaðlögun

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 Hver er réttur barns til friðhelgi einkalífs? Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem einstaklingur, yngri

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Rakel Birna Þorsteinsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Rósmundur Guðjónsson Apríl 2016 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið

Detaljer

TIL HVERS LÍTUR HÆSTIRÉTTUR VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR Í OFBELDISMÁLUM? Kolbrún Jóna Pétursdóttir

TIL HVERS LÍTUR HÆSTIRÉTTUR VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR Í OFBELDISMÁLUM? Kolbrún Jóna Pétursdóttir TIL HVERS LÍTUR HÆSTIRÉTTUR VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR Í OFBELDISMÁLUM? Kolbrún Jóna Pétursdóttir 2016 ML í lögfræði Höfundur: Kolbrún Jóna Pétursdóttir Kennitala: 240268-5909 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir

Detaljer

8SÍÐUR AF HUGMYNDALISTI HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ AÐ AUKI! NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM

8SÍÐUR AF HUGMYNDALISTI HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ AÐ AUKI! NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM HUGMYNDALISTI TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM 8SÍÐUR AF HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM AÐ AUKI! Stórlega bættur listi með ábendingum um bækur og kvikmyndir um tröll á Norðurlöndum

Detaljer

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010 -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Rannveig Júníusdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ása Ólafsdóttir, lektor september

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

Lífið. Lífsgleðin er drifkrafturinn. Rósa Guðbjartsdóttir. fötunum? 14. Tíska og trend í undirfötum Í hverju ertu

Lífið. Lífsgleðin er drifkrafturinn. Rósa Guðbjartsdóttir. fötunum? 14. Tíska og trend í undirfötum Í hverju ertu Lífið Föstudagur 11. desember 2015 Rósa Guðbjartsdóttir Lífsgleðin er drifkrafturinn visir.is/lifid Matarvísir Súpur Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi 6 Steinunn Anna sálfræðingur Ertu með viðkvæmar

Detaljer

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna Rit LbhÍ nr. 8 Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna Ásdís Helga Bjarnadóttir 2006 Rit LbhÍ nr. 8 ISSN 1670-5785 Ásdís Helga Bjarnadóttir Golfvellir

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar maí 2017 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR OG

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

Á R ÁR SRIT SRIT 2 SKÓGRÆ KTARINNAR

Á R ÁR SRIT SRIT 2 SKÓGRÆ KTARINNAR ÁRSRIT SKÓGRÆKTARINNAR 2016 Gefið út í júní 2017 Útgefandi Skógræktin Ritstjórn Pétur Halldórsson Ábyrgðarmaður Þröstur Eysteinsson Hönnun og umbrot Þrúður Óskarsdóttir Prentun Ísafoldarprentsmiðja ISSN

Detaljer