Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti"

Transkript

1 Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti Skýrsla til Landverndar vegna umsóknar um Grænfánann 2012

2 Efnisyfirlit Umsókn um Grænfána... 2 Umhverfisráðið... 2 Mat á stöðu umhverfismála... 3 Áætlun um aðgerðir og markmið Pappír Vettvangsferðir um nánasta umhverfi og leikir Orku- og vatnsnotkun Endurvinnsla á úrgangi (byrjuðum að molta haust 2008) Kynning og menntun Markmið fyrir skólaárin voru:... 5 Að kynnast því hvernig skólar í nokkrum Evrópulöndum vinna að flokkun úrgangs og kynna okkar starf Að auka flokkun á ólífrænum úrgangi og þannig minnka óflokkanlegt sorp... 5 Að auka flokkun á lífrænum úrgangi og nýta það til moltugerðar... 6 Að nýta útikennslustofu í Reynislundi í umhverfismennt... 6 Að börnin læri á flokkunarmerki Markmið fyrir skólaárin eru:... 7 Að kynnast nærumhverfi leikskólans og náttúrunni sem umlykur hann Að flokka lífrænan úrgang og molta Að flokka ólífrænan úrgang, endurnýta það sem hægt er og farga hinu á réttan hátt. 7 Að huga að því hvernig náttúran endurbætir sig og hvernig við getum gert hið sama 7 Að minnka orkunotkun... 7 Eftirlit og endurmat... 7 Fræðsla... 8 Kynning á stefnunni... 9 Umhverfissáttmálinn... 9 Umhverfissáttmáli Reynisholts... 9 Fylgiskjöl: Reykjavík 29. júlí 2012 Leikskólinn Reynisholt Gvendargeisla Reykjavík reynisholt@reykjavik.is s:

3 Umsókn um Grænfána Í leikskólanum Reynisholti hefur verið unnið markvisst að umhverfismennt frá opnun leikskólans í nóvember Aðaláherslur leikskólans eru lífsleikninám í gegnum snertingu, jóga og slökun. Þróunarverkefnið Líf og leikni var unnið á árunum og þar var umhverfi og náttúra einn áherslupunkturinn. Í mars 2009 varð Reynisholt Leikskóli á grænni grein og í nóvember 2010 fengum við Grænfánann afhentan í fyrsta sinn. Verkefnastjóri er Aðalheiður Stefánsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri. Umhverfisráðið Á starfsmannafundi haustið 2010 var auglýst eftir áhugasömum aðilum af hverri deild í umhverfisráð fullorðinna, fjórir buðu sig fram og sitja því fulltrúar frá hverri deild, matráður og verkefnastjóri í ráðinu. Foreldri sem áður var í umhverfisráði bauð sig fram á foreldrafundi og var það samþykkt. Ráðið hittist einu sinni í mánuði og var fyrsti fundur í október Á fyrsta fundi umhverfisráðs var ákveðið að festa fundi umhverfisráðs fjórða fimmtudag í mánuði seinni part dags. Sá tími var ekki hentugur og þó að allir hafi verið að vilja gerðir féllu formlegir fundir umhverfisráðs fullorðinna niður árið Rætt var um þessi mál á stöðufundum, skipulagsdögum og deildarstjórafundum. Eftir að hafa baslað við að koma á heppilegum tíma ráðfærðum við okkur við annan grænfánaleikskóla og breyttum við tímanum í fyrsta fimmtudag í mánuði strax að morgni og gekk mun betur að halda þeim tíma en seinni part dags. Fundirnir gengu vel vorönn 2012 og mun sami háttur vera á fundartíma hér eftir. Í umhverfisráði sátu: Aðalheiður Stefánsdóttir, verkefnastjóri Halla Sigtryggsdóttir, leikskólakennari á Bjartalundi Olga Unnarsdóttir, starfsmaður á Geislaundi Anna Steinun Villalobos, leikskólakennari á Sunnulundi Magnea Ferdinandsdóttir, matráður María Björk Björgvinsdóttir, starfsmaður á Stjörnulundi 2

4 Díana B. Valbergsdóttir, fulltrúi foreldra Olga hætti vorið 2011 og tók Áróra Sigurjónsdóttir, starfsmaður á Geislalundi við af henni. Áróra, Halla og María hætta störfum sumarið 2012 og mun umhverfisráð óska eftir fulltrúum til að taka við þeim. Ráðið hefur hist formlega átta sinnum á tímabilinu haust 2010 til vor Þar fyrir utan hafa mál er varða umhverfismennt verið rædd á starfsmannafundum, deildarfundum og deildarstjórafundum. Í umhverfisráði barna eru verkefnastjóri, hópstjóri og elstu börn leikskólans. Ráðið hittist á hópastarfstíma einu sinni í mánuði og eru öll börnin úr elsta árgangi í ráðinu. Hópnum er skipt upp í þrjá hópa, 9 börn í hverjum hópi. Fundartíminn var á fyrstu þremur fimmtudögum í mánuði á hópastarfstíma. Þessi tilhögun gekk vel veturinn og sá verkefnastjóri um fræðslu og framkvæmd fundanna. Veturinn var verkefnastjóri að hluta til deildarstjóri á annarri deild og því varð að breyta tilhögun umhverfisráðsfunda barna. Þeir voru með óformlegri hætti og meira samfléttaðir inn í hópastarf elstu barna. Fulltrúi elstu deildarinnar í umhverfisráði sá að mestu um fræðsluna. Mat á stöðu umhverfismála Umhverfisgátlistinn var fylltur út á deildarfundum vorið Niðurstöður voru teknar saman og gerðu deildirnar áætlun hvernig bæta mætti úr því sem betur mætti fara. Þar kom t.d. fram að ekki voru allri vissir um hvað væri sett í endurvinnslu og var farið yfir bæði hvar endurvinnslutunnurnar væru og hvað færi í moltuna. Einnig þótti starfsfólki umhverfisstefnan ekki nóg sýnileg. Vorið 2012 var svo listinn frá 2011 skoðaður á hverri deild og athugað hvort að eitthvað hefði farið aftur eða bæst við. Staðan var svipuð en nú voru allar deildir með á hreinu 3

5 hvað væri endurunnið og hvar það ætti að fara. Starfsmenn eru öruggari með moltuna og hefur gengið betur síðastliðin vetur að halda henni þurri og vel gangandi. Áætlun um aðgerðir og markmið Frá árinu 2006 hefur verið farið eftir gróflegri áætlun varðandi þróun umhverfismála í Reynisholti Pappír Unnið var að endurvinnslu pappírs í hópastarfi og að flokka pappír frá öðru sorpi Vettvangsferðir um nánasta umhverfi og leikir. Vettvangsferðir voru markvissar um nánasta umhverfi leikskólans. Við fundum heimli skessunnar í fjallinu og stuttu síðar kom Jón Reynir tröllabarn til okkar í vist. Hann er handbrúða sem fer með okkur í vettvangsferðir og segir okkur frá umhverfinu og náttúrunni. Góðir bakpokar voru keypir og endurskoðað hvað mikilvægt væri að hafa í þeim. Útileikir voru áberandi í starfinu þetta árið og voru útbúin plast spjöld með leikjum til að auðvelda starfsfólki að læra nýja leiki. Starfsfólk efldi sig í jógaleikjum og fór í auknu mæli í útijóga. Þá kom í ljós þau miklu tengsl sem eru á milli jóga og umhverfismenntar Orku- og vatnsnotkun. Börnin hjálpuðu til við að setja Ljósálfinn fyrir ofan alla slökkvara. Hún hjálpar okkur að muna að slökkva ljós í mannlausum rýmum. Einnig var hafin skráning á vatns og orkunotkun. Það gekk þó ekki eftir sem skildi og eigum við aðeins skráningar einu sinni á ári. 4

6 Endurvinnsla á úrgangi (byrjuðum að molta haust 2008). Endurvinnsla fer markvisst í gang. Nú er komin endurvinnslutunna til að setja í flokkað sorp og unnið að því hvernig best sé að flokkuninni staðið innandyra. Sjá nánar markmið Kynning og menntun. Sótt var um grænfánann vorið 2010 og hlaut Reynisholt hann í nóvember Þar sem við hlutum styrk fyrir Comeniusarverkefninu Waste not want not var ákveðið að huga vel að kynningu og menntun fyrir þessi ár. Markmið fyrir skólaárin voru: Að kynnast því hvernig skólar í nokkrum Evrópulöndum vinna að flokkun úrgangs og kynna okkar starf. Við tökum þátt í Comeniusarverkefninu Waste not want not. Verkefnið er samevrópskt verkefni styrkt af Menntaáætlun ESB og fjallar um hvernig við aukum umhverfisvitund leikskólabarna í gegnum útiveru, útileiki, flokkun á sorpi, umræðu um náttúruna, athugunum og rannsóknum er varða náttúruna og vitneskju að í Evrópu eru leikskólabörn sem, þrátt fyrir ólíka menningu og venjur, hafa sama áhuga á að hugsa vel um náttúruna. Við höfum kynnst því hvernig flokkun og endurnýting fer fram í fjórum skólum í Evrópu og höfum þegar farið í heimsóknir til tveggja landa, Frakklands og Grikklands. Einnig höfum við fengið kennara frá Grikklandi, Wales, Ítalíu og Frakklandi til Íslands þar sem við kynntum fyrir þeim hvernig við vinnum að þessum áherslum. Fróðlegt hefur verið að kynnast ólíkri nálgun í umhverfismálum og má þar á meðal nefna leikrit sem við sáum í Grikklandi. Börnin höfðu lesið sögu og útfært í leikrit þar sem búningar voru gerðir úr endurnýtanlegum efniviði. Sagan fjallaði um hvernig landið Ruslakistan, sem var að drukkna í sorpi, gat breytt um stefnu og með sameiginlegu átaki í endurvinnslu gert landið fallegt á ný, svo fallegt að það breytti um nafn í Ekkieittruslistan. Að auka flokkun á ólífrænum úrgangi og þannig minnka óflokkanlegt sorp Þó að við flokkum flest allt þá vantar að fá börnin með og gera þeim það sýnilegt. Markmiðið er að minnka það sorp sem fer í óflokkað og frekar auka 5

7 endurvinnslutunnurnar og fækka hinum. Haustið 2011 voru tvær endurvinnslutunnur og þrjár undir óflokkað sorp en það óflokkaða hefur minnkað það mikið að vorið 2012 skiluðum við einni tunnu og erum nú með tvær undir óflokkað sorp. Ekki hefur þótt þurfa að bæta við annarri tunnu undir það flokkaða við nýtum betur það sem hægt er og leggjum okkur fram við að minnka umfang þess svo það komist í tvær tunnur. Að auka flokkun á lífrænum úrgangi og nýta það til moltugerðar Moltugerð gengur vel og var markmiðið að auka það sem færi í moltugerð þ.e. að molta allt nema kjöt og fisk. Einnig erum við nú komin með fjórar moltutunnur úti og er skráning á því hvar þær eru staddar í ferlinu s.s. hvenær þær eru fullar og hvenær má tæma þær. Börnin hafa verið þátttakendur í moltugerðinni en í vetur jukum við þeirra þátt t.d. með því að umsjónarmenn sáu um að hræra í moltunni og tæma innitunnurnar, sem við skýrðum Gýpu, í útitunnurnar. Starfsmenn eru orðnir öruggari á það hvað á að fara í moltuna en passa þarf upp á að nýir starfsmenn fái fræðslu. Einnig hafa starfsmenn tekið meiri þátt í moltugerðinni t.d. verið iðnari við að hræra og setja laufblöð til að þurrka sem og að fylgjast með ferlinu og tæma tunnur sem eru tilbúnar. Moltan hefur verið nýtt í kartöflugarðinn og sem áburður á gróðurinn í Reynislundi. Að nýta útikennslustofu í Reynislundi í umhverfismennt Reynislundur hefur verið vel nýttur síðastliðna tvo vetur. Deildirnar fengu fasta daga svo hægt væri að skipuleggja starfið þar og var lundurinn nýttur í skipulagt nám í hópastarfi og kyrrðarstundum og frjálsan leik í útiveru og eftir síðdegishressingu. Þau verkefni sem unnin voru í hópastarfi voru t.d. rannsóknarvinna, útileikir og náttúruskoðun Vel gekk að hafa þessa skiptingu á svæðinu og munum við halda því áfram. Á skipulagsdegi sáu tveir starfsmenn um sýnikennslu á þeim verkefnum sem unnin hafa verið í Reynislundi og mun það nýtast vel næsta vetur. 6

8 Að börnin læri á flokkunarmerki. Mikilvægt er að börnin læri á og skilji flokkunarmerki. Unnið verður að flokkun sorps bæði í umhverfisráði barna sem og í daglegu starfi. Þannig læra börnin að þekkja flokkunarmyndirnar og fyrir hvað þær standa. Unnið var verkefni tengt flokkunarmerkjunum og börnin þekktu algengustu merkin eins og pappír, mjólkurfernur, spilliefni, málmur, plast og gler. Eins fengum við veggspjald með flokkunarmerkjum frá Sorpu og nýttum við okkur það í frjálsum leik með börnunum. Við sjáum þó að erfitt er að kynna flokkunarmerkin fyrir börnunum ef þau eru ekki fyrir augum þeirra daglega, en flokkunartunnurnar eru í eldhúsi. Því þarf að finna betri stað fyrir þær þar sem þær eru sýnilegar fyrir börnin. Markmið fyrir skólaárin eru: Að kynnast nærumhverfi leikskólans og náttúrunni sem umlykur hann. Að flokka lífrænan úrgang og molta. Að flokka ólífrænan úrgang, endurnýta það sem hægt er og farga hinu á réttan hátt Að huga að því hvernig náttúran endurbætir sig og hvernig við getum gert hið sama Að minnka orkunotkun Eftirlit og endurmat Umhverfisráð hefur eftirlit með að unnið sé eftir umhverfisáætluninni t.d. með því að fylgjast með hvort rétt sé flokkað í pappírstunnur og hjálpa til við flokkun í eldhúsi. Umhverfisgátlisti er fylltur út við lok hvers skólaárs og þannig endurmetnið hvort framfarir hafi orðið eða að leikskólinn sé enn á réttri braut. Einnig hefur umhverfisráð barna það hlutverk að kanna stöðu mála á ákveðnum þáttum, s.s. fylgjast með pappírsnotkun á deildum, skoða hvernig moltuvinnsla gengur og hvort alls staðar séu ljósálfar fyrir ofan ljósrofa. Allar deildir, utan yngsta deildin, fylltu út í umhverfisgátlistann frá því í fyrra svo að þau gætu séð hvort einhverjar breytingar hefðu orðið síðan þá. Yngsta deildin fyllti út í nýjan lista þar sem þær fylltu ekki út umhverfisgátlista í fyrra. Ekki voru miklar breytingar. 7

9 Staða umhverfismála er almennt góð og starfsfólk virðist að mestu vera meðvitað um áherslur í umhverfismennt en þó eru nokkrir þættir sem starfsmenn eru ekki vissir á. Þar má nefna varðandi innkaup á vörum og búnaði en starfsfólk er ekki meðvitað um hvernig þeim sé háttað. Þeir þættir í listanum sem starfsfólk var ekki viss á verða skráðir niður og kynning á þeim verður á skipulagsdegi næsta haust. Fræðsla Reynislundur er útikennslustofa leikskólans. Þangað fara börnin einu sinni í viku í hópastarf. Þar er unnið að ýmsu er varðar umhverfismennt, s.s. gróðursetningu lauka að hausti, blóma að vori, umhverfisleikir og umhverfið nýtt til að læra á náttúruna. Þar eru einnig gróðurkassar þar sem grænmeti er ræktað á sumrin og ýmis leiktæki í trjánum, s.s. kaðlar til að klifra í, rólur og þrautabrautir. Í kyrrðarstundum fer einn hópur úr umhverfisráði í lundinn í útijóga. Umhverfisráð barna hittist einu sinni í mánuði. Þar er farið yfir ýmis mál er varða umhverfismennt og hefur verið útbúin mappa með verkefnum tengdum því. Sjá dæmi í viðhengi. Einnig fara börnin reglulega í vettvangsferðir í næsta nágrenni leikskólans og kynnast þannig hverfinu og hvað það hefur upp á að bjóða. Yngri börn fá einnig fræðslu t.d. í hópastarfi og má þar nefna verkefni tengdu Comeniusarverkefninu. Árið 2012 voru deildirnar með kynningu á þátttökulöndum Comeniusarverkefnisins og spunnu verkefni tengd endurnýtingu inn í það, til að mynda gerði ein deild Eiffelturn úr pappírshólkum, önnur deild nýtti allar mjólkurfernur í listsköpun sem og ydd, íspinnaspýtur, garn, tölur og bræddi gamla vaxliti og bjó til nýja. Þrjár deildir nýttu mjólkurkassa í að búa til skilrúm, glugga og dyr sem börnin skreyttu svo og notuðu í hlutverkaleik. Mjólkurfernur voru endurnýttar á ýmsan hátt til dæmis sem vasa til að senda verk barnanna heim, poka til að safna fjársjóð í úr gönguferðum og til að mála á. 8

10 Kynning á stefnunni Umhverfissáttmáli Reynisholts er opin öllum á heimasíðu leikskólans Þar eru einnig upplýsingar um grænfánann, markmið umhverfisráðs og leiðir að markmiðum. Foreldrar fá kynningu á umhverfisstefnu leikskólans á foreldrafundum að hausti. Einnig mun hún verða sýnileg á t.d. í myndverkum á opnu húsi, ljósmyndum og fréttum á heimasíðu ofl. Foreldrar tóku virkan þátt í að koma upp útikennslusvæði í Reynislundi vorið Vinnukvöld eru nokkrum sinnum á ári að vori og hausti. Foreldrar og starfsfólk munu vinna að viðhaldi og þróun svæðisins. Sótt var um framhaldsstyrks í Forvarnar og fræðslusjóð Reykjavíkurborgar fyrir þetta verkefni og hlaut Foreldraráðið hann og mun hann nýtast til kaupa á ýmsu til að viðhalda lundinum sem og nýjum kennslugögnum í útikennslu. Hluti af Comeniusarverkefninu er að kynna fyrir þátttökulöndunum hvernig við vinnum að umhverfismennt og höfum við sent kynningar á tölvupósti, á heimasíðu og verið með kynningar í heimsóknum til landanna. Einnig er hlekkur á heimasíðu leikskólans þar sem upplýsingar varðandi verkefni þátttökulandanna koma fram og foreldrar hvattir til að kynna sér þau. Umhverfissáttmálinn Umhverfissáttmálinn var unnin af verkefnastjóra og yfirfarinn af leikskólastjóra og deildarstjórum. Hann var kynntur starfsfólki á skipulagsdegi og börnunum á umhverfisráðsfundi. Sáttmálinn var tekin til endurskoðunar vorið 2012 og hann ræddur við börnin. Þau komu með nokkrar tillögur að úrbótum og var hann lagfærður í kjölfarið. Umhverfissáttmáli Reynisholts Í Reynisholti er lögð áhersla á að allir læri að njóta umhverfisins og að bera virðingu fyrir því. Allir verða að skilja að við erum mikilvægur þáttur í náttúruvernd, við búum í sambýli við náttúruna og erum hluti af henni. Því verðum við að hugsa vel um hana og ekki taka hlutunum sem sjálfgefnum. Við endurvinnum lífrænan úrgang, flokkum og 9

11 búum til pappír, við höldum vatns- og orkunotkun í lágmarki og hugum að nánasta umhverfi leikskólans. Kappkostað er að því að versla inn lífrænt ræktað mjöl og lögð er áhersla á hollar neysluvenjur og fjölbreyttar máltíðir 10

12 Fylgiskjöl: Skipulag funda umhverfisráðs Fundargerðir umhverfisráðs Fundargerðir umhverfisráðs barna Umhverfisgátlisti frá

13 Fyrsti fundur umhverfisráðs 3. desember 2009 Umhverfisráð Reynisholts Umhverfisráð Aðalheiður, formaður, María Stjörnulundi, ritari, Anna Steinunn, Sunnulundi, Halla, Bjartalundi, Olga, Geislalundi, Magnea, matráður og Díana, fulltrúi foreldra Fyrsti fundur október - Fara yfir umsókn - Skoða fundargerðir umhverfisráðs - Fá grænfánann á afmæli 30. nóv Comenius - Setja niður fundi annar fundur nóvember - skoða fundargerð - endurskoða plan vetrarins - hvernig gengur o molta o flokkun o útikennsla - hver eru næstu skref - hvernig getum við aukið samstarf foreldra skóla - næsti fundur þriðji fundur janúar - skoða fundargerð - hvernig gengur - hvernig högum við comenius - útivika fjórði fundur febrúar - fundargerð - hvernig gengur - hvað ætlum við að gera í vor - sumar - hvernig ætlum við að ljúka vetrinum Fimmti fundur mars Sjötti fundur apríl Skipuleggja vinnudag að vori Lokafundur maí Endurmat Fylla út umhverfisgátlista 12

14 Fundur umhverfisráðs október 2010 Mættir: Aðalheiður, María, Olga, Halla, Magnea og Anna Steinunn. Við ræddum hlutverk okkar í ráðinu. Það er að halda utan um að farið sé eftir áherslum umhverfisráðs hverju sinni og leiðbeina starfsfólki deildarinnar. Við ræddum líka um að mikilvægt væri að börnin vissu hvaða starfsfólk væri í umhverfisráði og að þau gætu leitað til þeirra ef þau sjá eitthvað sem þarf að lagfæra. Börnin þurfa að vera þátttakendur en ekki þiggjendur. Fyrri fundargerðir lesnar. Farið var yfir grænfánaumsókn og ræddar þær áherslur sem lagt verður á næstu tvö ár. Þær eru. Að kynnast því hvernig skólar í nokkrum Evrópulöndum vinna að flokkun úrgangs og kynna okkar starf. Að auka flokkun á ólífrænum úrgangi og þannig minnka óflokkanlegt sorp Að auka flokkun á lífrænum úrgangi og nýta það til moltugerðar Að nýta útikennslustofu í Reynislundi í umhverfismennt Að festa í sessi fundi umhverfisráðs og umhverfisráðs barna. Ákveðið var að stefna að því að fá grænfánann á 5 ára afmæli leikskólans sem er 30.nóvember. Til að það geti orðið þarf að festa niður fundartíma umhverfisráðs og er nú búið að ákveða að hittast á fimmtudögum á hópastarfstíma. Næsti fundur umhverfisráðs barna er á fimmtudaginn 28. október og 7. nóvember. Þá eru öll börnin búin að fara á tvo fundi. Næsti fundur umhverfisráðs er 18. nóvember. Farið var yfir hvort markmiðum síðasta árs hafi verið náð. Að auka flokkun á ólífrænum úrgangi og þannig minnka óflokkanlegt sorp Eldhúsið hefur aukið mjög flokkun á ólífrænum úrgangi. Bætt var við einni endurvinnslutunnu og ein venjuleg tunna fjarlægð. Skráð hefur verið magn sorps skv. reikningi frá Gámaþjónustunni og sést að óflokkað sorp hefur minnkað frá því sem var fyrri ár. Einnig hafa deildirnar í auknu mæli flokkað það sorp sem fellur til inni á deildum. Þær hafa farið með það í eldhúsið eða inn á skrifstofu. Þetta er einna helst plast. Skoða þarf betur hvað annað fellur til inni á deildum og er það eitt af markmiðum næsta árs. Að auka flokkun á lífrænum úrgangi og nýta hann til moltugerðar Allur lífrænn úrgangur sem fellur til í eldhúsi, fyrir utan fisk og kjöt, er settur í moltugerð. Börnin á deildunum hafa tekið við fötum frá eldhúsi og farið með beint út í moltutunnuna. Á deildunum var í vetur bætt við að molta brauðafganga og kartöfluhýði. Það hefur gengið nokkuð vel. Enn eru þó að koma afgangar frá deildunum inn í eldhús, sem eru sendir jafnharðan til baka í moltugerð. Því er eitt af markmiðum næsta árs að allt lífrænt frá deildunum, fyrir utan kjöt, fisk og blautan mat, sé sett beint í moltukassa á deildum. Eldhúsið ætlar að skoða hvernig best sé að haga því að sigta blautan mat svo hann geti einnig farið í moltuna. Í 13

15 sumar höfum við farið með afganga beint út í stóru tunnuna en nú í nóvember ætlum við að nota inni moltukassana. Að minnka vatns- og orkunotkun. Hefur ekki gengið vel. Bæði börn og fullorðnir eru hættir að taka eftir ljósálfunum sem eru fyrir ofan alla ljósrofa og skráning á vatns og rafmagnsnotkun hefur ekki verið markviss. Þó hefur eldhúsið minnkað notkun þurrkarans og þurrka nú t.d. flísteppi og púða á þurrkgrind. Einnig hafa starfsmenn minnkað notkun þurrkskápa í fataherbergjum. En þar sem skráningar voru ekki markvissar er ekki hægt að sjá hver munurinn er fyrr en í lok árs þegar árin eru borin saman. Það var ákveðið að bíða með þennan þátt enda var hann kannski svolítið fyrir utan aðláherslur ársins Að flytja jóga enn meira úti í náttúruna Nú eru fastir jógatímar í kyrrðarstundum í Reynislundi og hefur gengið vel að fara í jóga í hverskonar veðri. Að útbúa útikennslustofu í Reynisholti Vel gekk að vinna að útikennslustofu í Reynislundi. Foreldrar og starfsfólk unnu saman að því verkefni og er Reynislundur orðið að frábæru, öruggu og fallegu leiksvæði fyrir börnin í Reynisholti sem og önnur börn í hverfinu. Svæðið er mikið notað í hópastarfi, útiveru og kyrrðarstundum sem og eftir lokun skólans. Ræddum um að auka notkun svæðisins hafa t.d. markvisst í hópastarfi rannsóknir, náttúruskoðun, skordýraleit o.þ.h. Rætt var um comeniusarverkefnið. Það fjallar um flokkun á sorpi. Okkur þótti það passa vel inn í þema ársins Kynning og menntun. Og ræddum við hvernig við gætum kynnt okkar starf. Ábending kom frá Díönu er varðaði jólaföndur foreldrafélagsins í fyrra. Þá var allt rusl sett í einn poka t.d. umbúðir utan af piparkökum, plastbollar og annað rusl. Þessu þyrfti að breyta. Við þurfum að fá foreldra í lið með okkur því að þetta er ekki góð fyrirmynd fyrir börnin. Foreldrarnir þurfa að taka þátt í flokkuninni þegar þeir eru í leikskólanum. T.d. þegar foreldrakaffi er hjá okkur notum við plastglös en við skolum þau og notum aftur. Að lokum var ákveðið að hittast aftur 18. nóvember. Ritari var María. 14

16 Fundur umhverfisráðs fullorðinna nóvember 2010 Mættir: Aðalheiður, María, Olga, Halla og Anna Steinunn. Farið var yfir grænfánaumsóknina og rætt það sem Orri Páll benti á að betur mætti fara. T.d. þurfum við að breyta einu markmiðinu okkar og var ákveðið að markmiðin fyrir næstu tvö ár yrðu: Að kynnast því hvernig skólar í nokkrum Evrópulöndum vinna að flokkun úrgangs og kynna okkar starf. Að auka flokkun á ólífrænum úrgangi og þannig minnka óflokkanlegt sorp Að auka flokkun á lífrænum úrgangi og nýta það til moltugerðar Að nýta útikennslustofu í Reynislundi í umhverfismennt Að börnin læri helstu flokkunarmerkin. (nýtt) Við ræddum hvað það væri sem við gætum gert inn á deild til að ná þessum markmiðum og kom sú tillaga að hafa einn endurvinnsludall á hverri deild þar sem annað flokkanlegt sorp færi t.d. álið af jógúrtdósunum, plast, ofl. Börnin á Stjörnulundi myndu svo safna þessu saman reglulega og flokka. Mjög lítið af þessu fellur til inni á deildum svo að við verðum að sjá hve langur tími líður á milli þess að börnin flokka. Því er mjög mikilvægt að það sem sett er þar ofan í sé hreint. Einnig kom tillaga að safna saman mylsnu og brauðafgöngum af deildinni til að gefa fuglunum. Við höfum verið að reyna að lokka þá til okkar með t.d. eplaafgöngum en ekki tekist vel. Okkur datt í hug að brauðið væri sett á efsta diskinn og eldhúsið safnaði þessu saman af deildunum en eldhúsið vill frekar að þetta sé geymt á deildunum t.d. í poka af hafrahringjum. Við prufum okkur áfram með hvernig best sé að gera það. Við fáum nýja moltutunnu í afmælisgjöf. Þá þarf að fara út og tæma moltutunnurnar okkar og hræra vel í. Setja hluta af gömlu moltunni í nýju tunnuna. Það verkefni tekur Heiða að sér og fær börnin úr umhverfisráði til að hjálpa sér. Rætt var um hver það væri sem setti afganga í moltutunnuna inni. Stundum voru það umsjónarmenn en stundum starfsfólkið. Ákveðið var því að umsjónarmennirnir hefðu þetta hlutverk. Í moltutunnuna má setja það sem sópað er upp af gólfinu og er lífrænt, s.s. leir, fisk, kjöt, kartöflur enda er það í svo litlu magni. Ef henda á leir er gott að fletja hann út fyrir helgina og láta hann standa svo að hann þorni. Þá er hægt að mylja hann niður í útimoltutunnuna. Umhverfisráðið ætlar að ræða við sína deildarstjóra um skipulag Reynislundar, hvenær hann er notaður og hvar má auka notkunina. Einnig var rætt um að oft getur verið erfitt í útiveru þegar lundurinn er í notkun. Börnin á hinum deildunum vilja að sjálfsögðu koma 15

17 líka. Við ætlum að búa til stopp merki eða opið/fullt. Sem hægt er að hengja á hliðið. Þá stjórnar starfsmaðurinn sem er í lundinum hversu marga hann vill hafa í lundinum. Rætt var um hvað við gætum gert inni á kaffistofu varðandi það að merkja bolla starfsmanna og var fundin góð lausn á því. Þeir starfsmenn sem vilja halda sínum bolla merkja sér klemmu og setja á bollann. Þeir geta þá geymt bollann sinn á vagninum og eldhúsið þrífur hann aðeins í lok dags. Spurning kom hvort að við myndum í framtíðinni vilja hafa tau bleiur því að stór hluti af sorpi frá leikskólanum eru bleiur. Okkur finnst ekki rétt að hafna því alfarið en halda opnu og skoða það síðar. Næsti fundur er svo í janúar. Ritari er María 16

18 Fundur með umhverfisráði fullorðinna 12. Janúar 2012 Mættir: Heiða, Áróra, Halla, María og Magnea Mættir: Heiða, Adda, Halla, Magnea, Brynja og María Dagskrá: Umhverfisráð Í umhverfisráði situr aðstoðarleikskólastjóri, starfsmaður frá eldhúsi, starfsmaður frá hverri deild og fulltrúi foreldra. Fundað er mánaðarlega. Hlutverk Að styðja starfsfólk í að vinna eftir umhverfisstefnu leikskólans Að sinna eftirliti á sinni deild Að sækja um grænfánann Að halda utan um verkefni hverju sinni. Í umhverfisráði barna situr aðstoðarleikskólastjóri, deildarstjóri, hópstjóri og helmingur barna á elstu deild. Fundað er hálfsmánaðarlega á hópastarfstíma. Umhverfissáttmáli Reynisholts Í Reynisholti er lögð áhersla á að barnið læri að njóta umhverfisins og að bera virðingu fyrir því. Mikilvægt er að börnin öðlist skilning á mikilvægi sínu í náttúruvernd, gerir sér grein fyrir því að þau búa í sambýli við náttúruna og eru hluti af henni. Því verði að hugsa vel um hana og ekki taka hlutunum sem sjálfgefnum. Börnin taka þátt í að endurvinna lífrænan úrgang, flokka og búa til pappír, halda vatns- og orkunotkun í lágmarki og huga að nánasta umhverfi leikskólans. Kappkostað er að því að versla inn lífrænt ræktað mjöl og lögð er áhersla á hollar neysluvenjur og fjölbreyttar máltíðir Fundartími 8:30 9:00 Fyrsta fimmtudag í mánuði 2. febrúar hvað var gert á haustönn 1. mars - Umhverfissáttmáli 12. apríl Evrópudagurinn, flokkunarmerki 3. maí vorstarf í Reynislundi, flokkun 7. júní endurmat ný umsókn Markmið - grænfáni: 1. Að kynnast því hvernig skólar í nokkrum Evrópulöndum vinna að flokkun úrgangs og kynna okkar starf 2. Að auka flokkun á lífrænum úrgangi og nýta hann til moltugerðar. 3. Að auka flokkun á ólífrænum úrgangi. 4. Að nýta Reynislund í umhverfismennt. 5. Að börnin læri á flokkunarmerki. 17

19 Það sem gert var á haustönn: 1. Kynntumst löndunum fjórum, hvar þau eru í Evrópu og að þeim er líka annt um umhverfið eins og við. Foreldrar fylltu út gátlista varðandi flokkun á heimilum og hver hópstjóri ræddi við börnin um flokkun í leikskólanum. 2. prufa að setja meira í moltuna s.s. kartöfluflus, grænmetisrétti o.þ.h. Mikið hefur komið af ávaxtaflugu í Gýpu og munum við taka pásu með hana næstu tvær vikur. Þá verður allt sett beint út. Moltan í tunnu 1 lítur vel út. Það er vel hrært og niðurbrot gengur vel. Umsjónarmenn sjá um að setja úr litlu Gýpu í stóru Gýpu eftir síðdegishressingu þegar allt verður komið af stað á nýju. Þar til verður að fara með afganga út í valtímanum. 3. Búa til pappír, skola mjólkurfernur og nota þær aftur (t.d. jóladagatal), nota plastpoka sem falla til úr eldhúsi, kassar undan mjólk í skilrúm, ræða við börnin um að nýta vel pappír 4.Reynislundur var nýttur á öllum deildum í hópastarfi, þó aðeins minna í desember. Bjartilundur fór með alla deildina út í náttúruskoðun og leik. Geislalundur fór nokkrum sinnum fyrir áramót. Hóparnir á Sunnulundi skiptast á að fara í hópastarfi út í náttúruskoðun og leiki, Stjörnulundur er með útijóga, leiki og náttúruskoðun. Betur mætti nýta lundinn í útiveru en starfsfólk er þó orðið meðvitaðra um það. 5. Börnin eru að læra á merkin um endurvinnslu og blöð. Þau þekkja hvar setja skal pappír og lífrænan úrgang. Einnig að í endurvinnslufötuna skuli setja ólífrænt. Það sem liggur fyrir á vorönn: Jan-maí Maí Umhverfisráð barna mappa Minnka sorp, vatn, rafmagn Umhverfisgátlisti Endurnotkun Við hittumst og ræddum ofangreinda punkta. Ákveðið var að á næsta fundi væru fundarmenn búnir að safna upplýsingum um hvað hefði verið unnið að á deildunum á haustönn og að við myndum breyta umhverfissáttmálanum. Ábending kom um að umhverfisráð barna mætti koma oftar inn í eldhús og hjálpa til við að fara með úr flokkunarílátum í tunnuna. Einnig var ákveðið að moltutunnurnar inni á deildum hétu Gýpa og að umsjónarmenn myndu sjá um að losa fötur í hana eftir síðdegishressingu. Magnea í eldhúsinu sagði að minna kæmi af lífrænu til baka í eldhúsið en alltaf er hægt að gera betur. T.d. mega grænmetisréttir fara í Gýpu. Ný ræsting er tekin við og því þarf að ræða við hana varðandi almennt sorp á deildum, að losa ekki pappírstunnurnar og að endurnýta pokana. 18

20 Ákveðið var að endurskoða sorptunnurnar úti. Núna erum við með tvær endurvinnslutunnur og 3 venjulegar Heiða ætlar að finna út hvenær þeir koma að losa tunnurnar og Magnea að fylgjast með magninu í þeim þ.e. hvort við þurfum þær allar Fundi slitið 19

21 Fundur með umhverfisráði fullorðinna 2.febrúar 2012 Mættir: Heiða, Adda, Halla, Magnea, Brynja og María Fórum yfir niðurstöður síðasta fundar og ræddum um hvað unnið er með á deildum varðandi endurnýtingu Bjartilundur Hafa verið duglegar að endurnota mjólkurfernur. þær kenna börnunum að þekkja tvö flokkunarmerki, pappír og endurvinnslumerkið Tóku snjó og settu í vask inni á deild og börnin léku sér með hann, bættu í matarlit. hvetja aðrar deildir til að gera. Upp kom flott umræða um af hverju snjór bráðnar og hvað verður um hann þegar hann bráðnar. Geislalundur hvetja hver aðra til að ræða um umhverfismennt í hópastarfi. bendir á að nota bókina allir út í náttúruna Gýpa upp kom mygla í Gýpu á Stjörnulundi og Sunnulundi. Heiða hafði samband við ýmsa aðila varðandi skaðsemi þess og fékk þau ráð að reyna að losna við hana t.d. með því að nota Rodalon. Eldhús Nokkrir starfsmenn skræla kartöflur benda þeim á að setja flusið í Gýpu. einnig er hægt að nálgast poka í eldhúsinu undir blaut föt. Kaffistofa Starfsfólk flokkar ekki sorp á kaffistofunni. Jafnvel eru settar skilagjaldsskyldar umbúðir í ruslið. Ætlum að minna hver aðra á og ræða þetta á skipulagsdegi 24. febrúar Umhverfissáttmáli Ekki náðist að ræða hann. fundi slitið. 20

22 Fundur með umhverfisráði fullorðinna 1.mars 2012 Mættir: Heiða, Adda, Halla, Magnea, Brynja, María og Díana Fórum yfir niðurstöður síðasta fundar Rafmagn Heiða sagði frá að mælt hefði verið rafmagnið hjá okkur því að við höfum farið yfir á kostnaði vegna rafmagns undanfarin misseri. Hann fann ekkert óvenjulegt í gangi hér. en verið er að skoða ástæðu fyrir þessu. Við höldum áfram að slökkva ljós og nota rafmagnið sparlega. Vinnuvernd Einnig var talað um að vinnueftirlitið mældi birtumagn á deildum og í undirbúningsherbergi. Þar er of bjart ef öll ljós eru kveikt. Á flestum deildum er búið að minnka fjölda ljósa sem kvikna í hvert sinn og við hvetjum alla til að nota frekar lampa nema að verkefnin krefjist meira ljóss. þá þarf líka að muna að slökkva á lömpum. Ábendingagátt Reykjavíkurborgar Skógarrjóðrið hér við bílastæðið er mjög sóðalegt og hafa hundaeigendur hér í hverfinu látið hunda sína gera stykkin sín án þess að tína upp eftir þau. Við hvetjum alla starfsmenn til að senda ábendingu á ábendingargátt Reykjavíkurborgar. Græn skref Reykjavíkurborg hvetur stofnanir sínar til að stíga græn skref. Við uppfyllum flest það sem þarf til að stíga fyrsta skrefið. Við í umhverfisráði ætlum að skoða gátlistann og fara yfir hann. Ákveða svo á næsta fundi hvort við skráum okkur. Gýpa Gýpa er losuð á ca tveggja vikna fresti. Tunna nr 1 er orðin full og þarf að losa þá tunnu sem tilbúin er og byrja upp á nýtt. upp kom mygla í Gýpu á Stjörnulundi og Sunnulundi. Heiða reyndi að finna Rodalon en það fékkst hvorki í Húsasmiðjunni né Garðheimum. Díana benti á að hægt væri að fá þetta í Urðarapóteki. Heiða ætlar að skoða það. Myglan hefur minnkað í Gýpu en á Sunnulundi er mikið af hvítum lirfum (að við höldum) Kaffistofa Það gleymdist að ræða flokkun sorps á kaffistofunni á skipulagsdeginum, en við minnum á það á okkar deild. Umhverfissáttmáli Ekki náðist að ræða hann. umhverfisráð skoðar umhverfissáttmálann og kemur með tillögur að breytingum á næsta fund. sem er 12. apríl fundi slitið. 21

23 Fundur með umhverfisráði fullorðinna 15.maí 2012 Mættir: Heiða, Adda, Halla, Magnea, Brynja, María og Díana Molta Maí 2012 Moltutunna nr 1 var full í mars. Biðstaða þarf að hræra reglulega í henni og setja laufblöð efst ef hún er eitthvað blaut. Moltutunna nr 2 biðstaða. Moltutunna nr 3 tæmd. Nú á að setja í tunnu nr 3. Moltutunna nr 4. Bætt var í hana þegar tunna 1 fylltist. Er nú í biðstöðu, mætti tæma úr henni að neðan. Fórum yfir niðurstöður síðasta fundar Rafmagn Hvernig gengur með að hafa ljós slökkt? Ábendingagátt Reykjavíkurborgar Fengum loksins tiltekt Græn skref Reykjavíkurborg hvetur stofnanir sínar til að stíga græn skref. Við uppfyllum flest það sem þarf til að stíga fyrsta skrefið. Við í umhverfisráði ætlum að skoða gátlistann og fara yfir hann. Ákveða svo á næsta fundi hvort við skráum okkur. Var þetta skoðað? Gýpa Heiða Keypti rodalon og spreyjaði í Gýpu, minnkaði en fór ekki alveg. ætlar að gera þetta aftur þegra kassinn er losaður Moltutunna 3 tæmd í kartöflugarð.ætlum að nota moltuna á vinnudeginum í kvöld. Kaffistofa Flokkun sorps á kaffistofu. hvaða leiðir sjáum við til að efla flokkun þar. Umhverfissáttmáli Taka ákvörðun um umhverfissáttmálann Grænfáni Þurfum að skila inn nýrri umsókn ef við viljum fá grænfánann aftur. Hvað eigum við að leggja áherslu á næst? Heiða og María þurfa að hittast og fara yfir verkefni umhverfisráðs barna. fundi slitið. 22

24 Umhverfisráð barna Í umhverfisráði barna eru elstu börn leikskólans. Veturinn voru 27 börn í elsta árganginum og sá verkefnastjóri um að halda reglulega fundi með umhverfisráði Hér eru fundargerðir frá umhverfisráði barna veturinn Fundur umhverfisráðs barna september 2010 Í dag var haldinn fyrsti fundur vetrarins hjá umhverfisráði barna. Við skiptum börnunum í þrjá hópa og héldum því þrjá fundi. Heiða var fundarstjóri og ritari. Á þessum fyrsta fundi ræddum við um hvers vegna við erum að halda fundi með umhverfisráði barna. Það er til að við getum skipst á hugmyndum um hvernig við getum unnið að því að vernda umhverfið okkar. Við ræddum um fundarreglur: Fundarstjórinn stjórnar fundinum og meðan hún talar hlusta allir. Ritari skráir fundargerð hún skrifar niður það sem við ræðum og þær tillögur sem fundarmenn koma með. Ef einhver vill taka til máls þá réttir hann upp hönd. Allir fundarmenn fengu barmmerki með grænfánanum á. Heiða útskýrði fyrir fundarmönnum hvað Grænfáninn stendur fyrir og hvers vegna það er eftirsóknarvert fyrir skólann að fá að flagga honum. Við ræddum einnig táknin á fánanum og lærðum hvað þau tákna. Börnin voru spurð hvort þau hefðu einhversstaðar séð grænfánann áður, nokkrir höfðu séð hann hjá leikskólum, grunnskólum og niðrí bæ. Í lokin voru börnin spurð hvort þau vildu taka þátt í grænfánaverkefninu og voru allir sem vildu það. Næsti fundur var ákveðinn í október. Svo var fundi slitið. 23

25 Fundur umhverfisráðs barna október 2010 Fundarstjóri Heiða Ritari María Björk Fyrsti fundur: Hákarlahópur Annar fundur: Fiðrildahópur Þriðji fundur: Grísahópur Allir fengu barmmerki umhverfisráðs. Við fórum aftur yfir það hvers vegna við höldum umhverfisráðsfundi, rifjuðum upp fundarreglur og fundargerð síðasta fundar. Öll börnin sögðust hafa mætt á umhverfisráðsfund og mundu hvað merkið stóð fyrir. Umræðuefni fundarins eru skrefin sjö að grænfánanum. Börnin voru spurð hvað við þyrftum að gera til að fá grænfánann - passa upp á umhverfið passa að trén deyi ekki passa vel upp á blómin. Farið var yfir skrefin sjö. 1. Stofna umhverfisráð börnin sögðu að við værum búin að því. 2. Meta stöðu umhverfismála í leikskólanum rætt var um hvað við værum að gera í leikskólanum varðandi umhverfismál og ákváðu börnin í Hákarlahópi að við þyrftum að fara í rannsóknarleiðangur til að skoða það. Við sögðum svo börnunum í Fiðrildahópi og Grísahópi frá því og þau vildu líka fara í rannsóknarleiðangur. Við sáum að í eldhúsinu er flokkaður bylgjupappi, matarafgangar, plast, mjólkurfernur og ál. Á deildunum er flokkaður pappír og matarafgangar og á skrifstofunni er flokkaður pappír og plast. Þar sáu börnin að ranglega hafði verið flokkað í tunnurnar og bættu úr því. Börnin komu einnig með hugmynd að hjálpa Magneu í eldhúsinu að fara með bylgjupappann og mjólkurfernurnar í endurvinnslutunnuna. María kom með tillögu að börnin fengju að flokka sorpið úr eldhúsinu. Við myndum dreifa úr því í salinn og börnin myndu svo flokka það og setja í endurvinnslutunnuna. Börnin voru mjög spennt fyrir því. 3. Áætlun gerð börnin vissu ekki hvað áætlun var en það verður komið að því seinna. 4. Sinna eftirliti Börnin ætla að vera dugleg að flokka sjálf inni á deild og hjálpa öðrum ef þurfa þykir. 24

26 5. Fræðsla um umhverfismennt Rætt var um það hvar við lærum um umhverfismennt og náttúruna. Í gönguferðum, Reynislundi, úti og bókum. 6. Kynna stefnu sína út á við Börnin komu með tillögu um að fara um hverfið á mótorhjóli og segja öllum sem þau sjá frá því hvað við erum að gera í Reynisholti. En svo áttuðu þau sig á því að maður má ekki tala við ókunnuga og því ætla þau að byrja á því að ræða við foreldrana. Einnig ætla þau að segja öðrum frá fánanum. 7. Umhverfisstefna Heiða las upp umhverfisstefnu leikskólans og útskýrði hvað hún felur í sér. Við ætlum svo að skoða hana frekar seinna. Í lok fundarins var tekið saman umræðuefnið. Við ætlum að: Líta í kringum okkur og athuga hvort við sjáum grænfánann í borginni. Við ætlum að skoða vel hvað fer í ruslatunnurnar inni á deild. Við ætlum að hjálpa Magneu í eldhúsinu að flokka sorpið. Svo var fundi slitið. 25

27 Fundur umhverfisráðs barna mars 2011 Fundarstjóri Heiða Ritari María Björk Fyrsti fundur: Hákarlahópur Annar fundur: Fiðrildahópur Þriðji fundur: Grísahópur Allir fengu barmmerki umhverfisráðs. Við fórum aftur yfir það hvers vegna við höldum umhverfisráðsfundi, rifjuðum upp fundarreglur og fundargerð síðasta fundar. Börnin mundu eftir því að síðast höfðu þau fengið vatn og rúsínur og að við hefðum verið að ræða um grænfánann. Umræðuefni fundarins er flokkun. Við ræddu um það hvert ruslabíllinn færi með ruslið, á Álfsnes og skoðuðum mynd sem sýnir hvað verður um ruslið sem við hendum í ruslafötuna. Við sáum að það myndaði mjög stórt ruslafjall. Við ræddum um hvað við gætum gert til að minnka ruslafjallið. Börnin komu með tillögur að setja ruslið í litlar hrúgur eða moka það ofan í jörðina. En Heiða sagði að þá væri það ennþá rusl, bara á öðrum stað. Börnin sögðu að sumt væri hægt að nota aftur og Heiða sagði að það héti endurvinnsla. Þannig væri hægt að nota gamla ruslið og búa til nýtt. Börnin sögðu frá að þau hefðu séð í teiknimyndum þar sem ruslið væri sett á svona færiband og svo væri eldur. Heiða sagði þeim að þá væri verið að brenna sorpið en þá geta komið efni út í andrúmsloftið sem eru ekki góðar. Börnin komu líka með tillögur að við gætum notað sum ruslið aftur t.d. dósir gætum við skolað og geymt málningu í henni eða búið til trommur. Við í Reynisholti viljum ekki safna í stórt ruslafjall og því sendum við mikið af okkar rusli í endurvinnsluna. Þá erum við að hugsa vel um umhverfið og náttúruna. Við skoðuðum myndir af flokkunarmerkjum og lærðum hvað þau standa fyrir. T.d. sögðu börnin að spilliefni væru efni sem geta eyðilagt jörðina og að maður eigi að fara með fernur í Sorpu. Svo var farið inn á allar deildir og endurvinnslutunnan sótt. Hellt var úr öllum endurvinnslutunnunum á mitt gólf og allt flokkað í rétta endurvinnsluflokka. 26

28 Að lokum fór börnin með flokkaða sorpið til Magneu í eldhúsinu og nokkur börn fóru svo með það út í endurvinnslutunnuna okkar. Í samverustund horfðu allir hóparnir á myndband um flokkun. Svo var fundi slitið. 27

29 Veturinn voru 22 börn í umhverfisráði og eins og áður hefur komið fram voru ekki formlegir fundir umhverfisráðs barna heldur var fræðslu og umræðu fléttað inn í aðra þætti skólastarfsins. Verkefnin sem unnin voru með umhverfisráði voru fjölbreytt og í samræmi við markmið í umhverfismennt. Að kynnast því hvernig skólar í nokkrum Evrópulöndum vinna að flokkun úrgangs og kynna okkar starf. Nýting reduce-reuse o Pappírsnotkun minnkuð, ekki klippa hvítan og heilan pappír, frekar að finna pappír sem búið er að henda til að klippa út eða nota afklippur sem eru í sér boxi. Muna að merkja myndirnar sínar og setja í skúffuna. o Minni sápunotkun. Bleyta hendur sínar fyrst, setja sápu og svo skola. Sápa var sett í glært sápuglas með pumpu og gerðu börnin mælingar á sápunotkun yfir ákveðin tíma. Við þetta minnkaði sápunotkun mikið á deildinni Gönguferðir um nágrennið o Aðallega í hópastarfi allan ársins hring. Týnum rusl, ræddum umgengni um náttúruna, skoðum dýrategundir og gróður. Að auka flokkun á ólífrænum úrgangi og þannig minnka óflokkanlegt sorp Hvert fer pappírinn o Myndband á Sorpa.is skoðað og rætt. Börnin ræða hvað þau gera við ruslið heima hjá sér og hvort þau endurnýta eitthvað. o Hlutverk barnanna var líka að tæma pappírstunnur á hverri deild og á skriftstofum. Þannig kom fram umræða um í hvað við notum pappír og hvað við gerum við hann sem aflögu fer. Pappír búinn til o Börnin endurunnu pappír, einu sinni fyrir áramót og aftur eftir áramót og var það tengt við jólakortagerð og útskriftabækur. Börnin fylgjast með þegar kennarinn undirbýr pappírsgerðina (setur vatn í bala og pappír, bleytir pappírinn og spænir hann með töfrasprota). Börnin fylgjast með ferlinu og sjá um að dýfa pappírsforminu í vatnsbaðið og vinda úr. Kennarinn leggur pappírinn til þerris. Þetta verkefni er aðallega unnið í hópastarfi og eru tvö börn með kennara í einu. Fylgjast með pappírsnotkun o Hluti af Comeniusarverkefninu var að fylgjast með hversu mikill pappír fór í pappírstunnuna á deildinni. Einnig var nýr pappír af skornum skammti og börnin hvött til að skoða í tunnuna fyrst áður en þau fengju nýtt blað. Að auka flokkun á lífrænum úrgangi og nýta það til moltugerðar 28

30 Lífrænum úrgangi er safnað saman yfir daginn í fötur. Í síðdegishressingunni sjá umsjónarmenn um að losa fötuna í Gýpu, sem er innimoltutunna, hræra í henni og sjá um að moltugerðin gangi vel fyrir sig t.d. með því að bæta í stoðefni. þegar Gýpa er full þá sjá börnin um að losa hana ásamt kennara í moltutunnur úti í Reynislundi. Haustið 2011 var sett upp skráningarkerfi á stöðu útimoltutunna og á hverri deild er merkt í hvaða tunnu losa skal. Börnin fylgjast með þessu, losa Gýpu og hræra í. Þegar tunnurnar eru fullar hjálpa börnin til við að losa þær. Þá skapast mikil umræða um hvers vegna við séum að safna í moltutunnu, hvað hafi orðið af því sem við söfnuðum og hvað skuli gera við moltuna sem við höfum búið til. Að nýta útikennslustofu í Reynislundi í umhverfismennt Reynislundur o Á hausti var laufi safnað í kartöflupoka til að þurrka og geyma til að setja í moltutunnurnar yfir veturinn, Kartöflur stungnar upp. o Að vori er arfur reyttur, kartöflur gróðursettar, moltutunna tæmd og moltan notuð í beðin. Hugað að gróðurreitum. Ræktun o Útskriftarhópur fékk tré í gjöf sem þau gróðursettu í Lundinum. o Eplatré, sumarblóm og kál ræktuð innandyra og utandyra. o Börnin taka þátt í að setja mold í blómapott og fræ. o Moltutunna tæmd og moltan nýtt sem áburður á tré og í kartöflugarð Nýtt verkefni: o Í hópastarfi fóru börnin út í Reynislund með litaspjöld og áttu að finna sama lit úti í náttúrunni og á litaspjaldinu. Börnin safna efniviðnum á mottu og þar er rætt hvað af þessum hlutum eiga heima í náttúrunni og hvað ekki. Við söfnum því sem ekki á heima í náttúrunni í fötu og förum með það í eldhúsið til þess að flokka það á rétta staði. Að börnin læri á flokkunarmerki. Flokkun o Fengu blöð með myndum sem þau áttu að lita og flokka niður í réttar tunnur. Gert í hópastarfi fyrir áramót. o Alls konar efniviður er safnað saman í eina fötu og börnin flokka hlutina í réttar tunnur inni í eldhúsi. Sem fer svo út í flokkunartunnur. Fara út með ruslið o Börnin tæma pappírsruslið aðra hverja viku. Einnig hjálpa þau matráðnum í eldhúsinu af og til við að fara með annað endurvinnanlegt efni út í tunnur.þetta er gert hvenær sem er dagsins. Nokkur úr barnahópnum fá að koma með í þennan leiðangur hverju sinni. 29

31 Umhverfisgátlisti: 30

32 Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein Skóli: Leikskólinn Reynisholt Skólaárið:

33 Innkaup / nýtni til að spara auðlindir og minnka rusl 1. Lögð er áhersla á að kaupa til skólans vandaða hluti sem endast vel. 2. Pappír er sparaður; * skjöl sem eru meira en ein síða eru prentuð á báðar hliðar blaðs, Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein 32 já nei Athugasemd áætlun um aðgerð x Erfitt er að prenta báðu megin í svart hvíta prentaranum * ljósritað er báðum megin á blöð, * afgangs pappír er aðgengilegur þar sem verið er við vinnu, * afgangs pappír er notaður sem risspappír eða í föndur, * umslög eru opnuð varlega, oft má nota þau aftur, Notuð sem leikefni fyrir börnin * tölvupóst er notaður til samskipta eins mikið og mögulegt er, - innan skólans, - á milli heimila og skóla, * tauhandklæði eru notuð í stað pappírs þar sem mögulegt er, * tuskur eru notaðar í stað pappírs, svo sem eldhúspappírs, til að þurrka upp eða þrífa, Pappírsþurrkur aðeins á starfsmannasalerni ásamt tauhandklæðum

34 * Systkinalisti yfir nemendur kemur í veg fyrir að bréf frá skólanum fari í mörgum eintökum inn á sama heimili. 3. Rafhlöður eru sparaðar; * vasareiknar eru með sólarrafhlöðum, Á ekki við * hlaðanlegar rafhlöður eru notaðar í stað einnota. Notum hvorutveggja, ónýtar rafhlöður í endurvinnslu 4. Mjólk og safi er keypt í stórum umbúðum; * fyrir starfsfólk, * fyrir nemendur. 5. Þeir sem koma með nesti eru með það í boxum en ekki einnota pokum eða pappír. 6. Aðeins eru notaðir fjölnota borðbúnaður og leirtau í skólanum. 7. Allir eru með sína merktu bolla til að draga úr uppþvotti. 8. Fyllt er á tónerhylki í prenturum í stað þess að kaupa ný. 9. Gert er við það sem bilar eða skemmist frekar en að kaupa nýtt. 10. Einnota hlutir, s.s. plastpokar í ruslafötur, eru ekki notaðir eða af ýtrustu sparsemi. Á ekki við Plastglös eru notuð í foreldra/ömmu og afa kaffi en þau skoluð og notuð aftur. Bollar notaðir oftar en einu sinni,starfsmenn geta notað klemmur til að merkja bollana sína Notum plastpoka undan vörum úr eldhúsi fyrir blaut föt o.þ.h. Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein 33

35 Meðhöndlun á rusli já nei Athugasemd áætlun um aðgerð 1. Flokkunarstöð er í skólanum aðgengileg öllum. Á hverri deild eru tunnur undir pappír, lífrænt og annað. Á skrifstofu er tunna undir pappír og plast. Börnin sjá um að flokka það sem fer í annað reglulega 2. Allir sem að skólanum standa þekkja reglur skólans um flokkun á rusli; * nemendur, * kennarar, * skólastjórnendur, * húsvörður, Á ekki við * allt annað starfsfólk skólans, Á ekki við * ræstingafólk, Ræsting tekur aðeins óflokkað sorp s.s. bleiur o.þ.h.. Fyrirtækið er umhverfisvottað * foreldrar. t.d. jólaföndur og foreldrakaffi 3. Flokkað og sent til endurvinnslu er; * gæðapappír, Fer með öðrum pappír í endurvinnslutunnu * blandaður pappír, * fernur, * bylgjupappi, * gosílát (dósir og flöskur), * gler (krukkur o.fl.), Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein 34

36 * málmar ( niðursuðudósir, sprittkertabotnar, málmafgangar), * rafmagnsvörur og tæki, * rafhlöður, * spilliefni (t.d. málningarafgangar), * flúrperur og sparperur (spilliefni), * föt og klæði, * kertaafgangar. Á ekki við 4. Lífrænir afgangar eru jarðgerðir, af nesti, úr eldhúsum og sag frá smíðastofu. Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein 35

37 Innkaup / rekstur til að minnka mengun já nei Athugasemd áætlun um aðgerð 1. Keyptar eru vörur og efni með viðurkenndum umhverfismerkjum; Eins og rammasamningar leyfa * gólfhreinsiefni, Ræstingarfyrirtækið er umhverfisvottað * uppþvottalögur, * handsápa, * gólfbón, Ræstingarfyrirtækið er umhverfisvottað * pappír, * umslög, * tölvur og skrifstofutæki, Veit ekki. Við fáum það skaffað. * ísskápar (án KFK-efna, framleiddir eftir 1994) 1, * rafhlöður, * salernispappír, * eldhúspappír, * kaffisíur, 2. Aðeins eru notaðar rafhlöður án kadmíum og kvikasilfurs t.d. alkaline eða NiMH rafhlöður. 3. Gluggatjöld, og aðrir hlutir úr taui, eru úr efni sem má 1 KFK eru klór-flúor-kolefni. Slík efni leita hátt upp í andrúmsloftið og skemma ósonlag Jarðar en ósonlagið verndar Jörðina fyrir hættulegum útfjólubláum geilsum sólar. Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein 36

38 þvo. 4. Skriffæri og skrifstofuáhöld eru keypt af yfirvegun, helst; * ólakkaðir tréblýantar eða skrúfblýantar, Skrúfblýantar fyrir starfsmenn, venjulegir fyrir börnin * vatnsleysanlegt túss á pappír og töflur, * vatnsleysanlegt lím, 5. Forðast er að kaupa plasthluti sem innihalda PVC. Lögð er áhersla á að plastvörur séu úr plasti sem hægt er að endurvinna (pólýester) eða brotnar niður í birtu (PP-plast) 2 ; * plastpokar, Nema stórir svartir ruslapokar * límband, bókaplast, * plasthulstur, möppur, * glærur, Á ekki við * leir, kennaratyggjó. 6. Öll sápa er notuð í hófi, á Íslandi er auðvelt að þvo úr heitu vatni. 7. Notaðir eru örtrefjaklútar við hreingerningu. 8. Forðast er að kaupa miklar umbúðir t.d. með því að kaupa inn í stórum einingum. 2 Plastefni eru mjög fjölbreytt. PVC myndar díoxín þegar það brotnar niður en díoxín er eitrað. Sumt plastefni er hægt að endurvinna eins og það í gosflöskunum og annað efni er viðkvæmt fyrir höggum og brotnar niður í sólarljósi. Mjög oft vantar hráefnisheiti á umbúðir sem gerir umhverfishæf innkaup erfið. Umhverfisgátlisti fyrir skóla á grænni grein 37

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir Sjáðu hvað ég fann Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól Kolbrun Vigfúsdóttir 2014 Sjáðu hvað ég fann: Þróun málörvunar og íslenskukennslu í útinámi Reykjavík í júlí 2014 Kolbrún Vigfúsdóttir 2 Sjáðu

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ Leikskólinn Pálmholt Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts 2016 2017 unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ 1 Inngangur Námskrá leikskóla leggur línur um inntak, starfshætti

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Nidurstiidur foreldrakiinnunar Krerabreiar i maf 2015

Nidurstiidur foreldrakiinnunar Krerabreiar i maf 2015 Nidurstiidur foreldrkiinnunr Krerbreir i mf 2015 Hve 6neg6lur ert pri med hfisndi leiksk6lns? 0% f Mjog Snegd/ur I Frekr 6negdlur &l Frekr 65negd/ur r Mjog o6ngdlur o J6kvrett er 6 leiksk6linn s6 i s6rhirsnre6i

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð Bók þessi er gefin út í 300 eintökum. Matthías Johannessen Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð ÁRVAKUR HF. Umdir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið

dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið dk Viðskiptahugbúnaður Grunn námskeið Efnisyfirlit dk grunnur - námskeiðið... 2 Flýtileiðir í dk... 3 Uppflettingar... 6 Skýrslur... 8 Gluggar... 10 Stofnupplýsingar fyrirtækis... 11 Almennar stillingar...

Detaljer

Hreyfistundir í leikskóla

Hreyfistundir í leikskóla Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hreyfistundir í leikskóla - hvers vegna? - hvernig? Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir kt. 300979-5139 Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

Detaljer

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST 17. FEBRÚAR 2012 STJÖRNUSMINKA GERIR ÞAÐ GOTT Í DUBAI FLOTTAR FYRIRMYNDIR YFIR FERTUGU SJÓNVARPSKOKKUR OG NÝBÖKUÐ MAMMA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST Á LEIÐINNI Í MARAÞON GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman Skýrslukorn um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi 6. 12. júní 2001 Rúnar Sigþórsson tók saman Efnisyfirlit Inngangur... 3 Josterdal skule... 4 Fresvik skule... 5 Høgskulen

Detaljer

Það læra börn sem þau búa við

Það læra börn sem þau búa við Það læra börn sem þau búa við Þróunarverkefni Heilsuleikskólans Garðasels Reykjanesbæ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Fjóla Ævarsdóttir Hrönn Sól Guðmundsdóttir Guðrún Katrín Jónsdóttir Rannveig Arnarsdóttir Helgi

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

Athugun og skráning á málþroska barna

Athugun og skráning á málþroska barna Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Athugun og skráning á málþroska barna Í daglegu starfi leikskóla Björk Alfreðsdóttir

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Stika 1b Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 1b Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika b v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika b Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla Skólaþróunarsvið HA 2005 Efnisyfirlit ÚTSKÝRING... 3 FORMÁLI... 4 YTRI AÐSTÆÐUR... 5 YFIRSTJÓRN LEIKSKÓLAMÁLA...5 LEIKSKÓLARÁÐGJÖF...5 NÁMSKRÁ LEIKSKÓLANS...

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

Er fjárkláðinn úr sögunni?

Er fjárkláðinn úr sögunni? 8 Skógrækt þyrfti að þrefalda að mati Arnórs Snorrasonar 12 Er fjárkláðinn úr sögunni? 16 Viðtal við Ólaf M. Magnússon í Mjólku 10. tölublað 2007 Þriðjudagur 29. maí Blað nr. 261 Upplag 16.300 Alhvítt

Detaljer

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa

Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar. Gyldendal Norsk Forlag AS útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Stika 1a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Stika 1a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 1. útgáfa. Heiti á frummálinu: Multi 5 7 Kopiperm 1. útgáfa Ritstjóri norsku

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

Merki og Kerfi - Verklegt - Æfing 5. Albert Ingi Haraldsson

Merki og Kerfi - Verklegt - Æfing 5. Albert Ingi Haraldsson Merki og Kerfi - Verklegt - Æfing 5 Albert Ingi Haraldsson 7. nóvember 2011 4.6 Amplitude Modulation and the Continuous-Time Fourier Transform In this exercise we will involve the signal, x(t) = m 1 (t)cos(2π

Detaljer

Alltaf sami Grallarinn?

Alltaf sami Grallarinn? Tónlistardeild Hljóðfæraleikur Alltaf sami Grallarinn? Samantekt á efni allra 19 útgáfna Grallarans Ritgerð til BMus-prófs í hljóðfæraleik Kristín Þóra Pétursdóttir Haustönn 2016 Tónlistardeild Hljóðfæraleikur

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs Reykjavík, 20. júní 2018 SFS2015060051 HG/ehp/en MINNISBLAÐ Viðtakandi: Sendandi: Skóla- og frístundaráð Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

lífið Matur er hluti af MenningararfinuM Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson

lífið Matur er hluti af MenningararfinuM Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson lífið Föstudagur 13. nóvember 2015 Sigga Dögg kynfræðingur spurt um Hugsanavillur í munnmökum 2 Elísabet Gunnarsdóttir Trendnet diskóglamúr í Fatnaði er málið í vetur 6 Þrif og tíska á samfélagsmiðlum

Detaljer

NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI

NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI Október nóvember 2004 Elísabet H. Guðmundsdóttir Starfsmaður Framkvæmdasýslu ríkisins Febrúar 2005 EFNISYFIRLIT: INNGANGUR...3 ALMENNT UM STATSBYGG OG STARFSUMHVERFI...3

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS YFIRLIT UM HÁLFRAR ALDAR STARF Samið hefir GUÐNI JÓNSSON prófessor REYKJAVÍK HÁSKÓLI ÍSLANDS PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR 1961 Efnisyfirlit Formáli..........................................

Detaljer

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN ORKUMÁL24 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 25 ISSN 127-563 ELDSNEYTI Útgáfa Orkumála með nýju sniði Á undanförnum árum hefur ritið Orkumál verið gefið út með tölulegum upplýsingum um íslensk orkumál, þ.e. raforkuiðnaðinn,

Detaljer

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut.

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut. Brennu-Njáls saga Brennu-Njáls saga 1. kafli Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Úrvals þorramatur. Skipu lags ráð fjall ar um beiðni um að gera Naust ið að gisti húsi. úr kjötborði. Góð þjónusta Hagstætt verð

Úrvals þorramatur. Skipu lags ráð fjall ar um beiðni um að gera Naust ið að gisti húsi. úr kjötborði. Góð þjónusta Hagstætt verð Dreift frítt í öll hús í póstnúmer 101 og 107 JANÚAR 2014 Vesturbæjarútibú við Hagatorg 1. tbl. 17. árg. Skipu lags ráð fjall ar um beiðni um að gera Naust ið að gisti húsi Gnoðarvogi 44 - Ánanaustum og

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411 1A SKALI KENNARABÓK Stærðfræði fyrir unglingastig Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Námsgagnastofnun 7411 Skali 1A Kennarabók Gyldendal Norsk Forlag AS

Detaljer

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to)

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to) Viðauki Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs. 182 4to) Jóhannes B. Sigtryggsson, 2011 1 2 1 Hjartans elskulegu dætur mínar, Sigríður, Jórunn, Guðný, Katrín og Helga, ykkur, ykkar elskendum og afkomendum,

Detaljer

8SÍÐUR AF HUGMYNDALISTI HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ AÐ AUKI! NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM

8SÍÐUR AF HUGMYNDALISTI HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ AÐ AUKI! NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM HUGMYNDALISTI TRÖLL Á NORÐURLÖNDUM 8SÍÐUR AF HUGMYNDUM AÐ DAGSKRÁ NORRÆN TRÖLL Í ÖLL BÓKASÖFN OG SKÓLA Á NORÐURLÖNDUNUM AÐ AUKI! Stórlega bættur listi með ábendingum um bækur og kvikmyndir um tröll á Norðurlöndum

Detaljer

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...1 SKÓLANÁMSKRÁ HOFSSTAÐASKÓLA 2005-2006...3 Leiðarljós Hofsstaðaskóla...3 Formáli...7 A. ALMENNUR HLUTI...7 Inngangur að A-hluta skólanámskrár...7 Hagnýtar upplýsingar...8 Samstarf

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Lífið. Lífsgleðin er drifkrafturinn. Rósa Guðbjartsdóttir. fötunum? 14. Tíska og trend í undirfötum Í hverju ertu

Lífið. Lífsgleðin er drifkrafturinn. Rósa Guðbjartsdóttir. fötunum? 14. Tíska og trend í undirfötum Í hverju ertu Lífið Föstudagur 11. desember 2015 Rósa Guðbjartsdóttir Lífsgleðin er drifkrafturinn visir.is/lifid Matarvísir Súpur Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi 6 Steinunn Anna sálfræðingur Ertu með viðkvæmar

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag júlímánaðar, var hið 17. löggjafarþing, en hið 3. aukaþing sett í Reykjavík. Fyrat söfnuðust alþingismenn, ásamt landshöfðingja Magnúsi Stephensen, saman í alþingishúsinu,

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

t i l l j ó s r i t u n a r

t i l l j ó s r i t u n a r Sproti 3a v e r k e f n a b l ö ð t i l l j ó s r i t u n a r Sproti 3a Verkefnablöð til ljósritunar Gyldendal Norsk Forlag AS 2006 Heiti á frummálinu: Multi Kopiperm 1 4 Hönnun og útlit: Børre Holth Kápuhönnun

Detaljer

Evrópa Kennsluleiðbeiningar

Evrópa Kennsluleiðbeiningar EVRÓPA Kennsluleiðbeiningar 1 EVRÓPA Efnisyfirlit Til kennara....................................... 3 Um landafræðikennslu...................... 3 Markmið kennslu- og vinnubókar............. 3 Uppbygging

Detaljer

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Apríl 2013 Efnisyfirlit Inngangur... 8 Rannsóknasvæði... 8 Aðferðir... 9 Niðurstöður... 10 Heiðagæsatalning

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

FÖSTUDAGUR REYNSLUNNI RÍKARI DÍSA GUNNAR ÓLASON GUÐMUNDSDÓTTIR. Hannar töskur fyrir íslenskar nútímakonur. Vinnur að sólóplötu

FÖSTUDAGUR REYNSLUNNI RÍKARI DÍSA GUNNAR ÓLASON GUÐMUNDSDÓTTIR. Hannar töskur fyrir íslenskar nútímakonur. Vinnur að sólóplötu FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS DÍSA GUÐMUNDSDÓTTIR Hannar töskur fyrir íslenskar nútímakonur GUNNAR ÓLASON Vinnur að sólóplötu REYNSLUNNI RÍKARI HÁRGREIÐSLU- OG FÖRÐUNAR- MEISTARINN KARL

Detaljer

Gönguþveranir. Desember 2014

Gönguþveranir. Desember 2014 4 Gönguþveranir Desember 2014 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Detaljer

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv Adm. dir. Frode Nilsen LNS- Gruppen LNS Eiendom AS Hålogaland Grus & Betong AS LNS (Chile) S.A. LNS AS Skaland Graphite LNSGMS Greenland Rana Gruber

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo Kynningarblað Loftbóludekk, heilsársdekk, Evrópumerkingar og endurvinnsla. Meira grip án nagla Andaðu léttar með harðskeljadekkjum frá Toyo Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin.

Detaljer

LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C.

LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C. LAXÁ 2005 HANDBÓK FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í FERÐ WÖRTUNNAR AÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 8. TIL 12. JÚLÍ 2005 ÚTGEFANDI: STANGVEIÐIDEILD WÖRTUNNAR B.C. REGLUR VARÐANDI LAXÁ 2005 1. Bannað að spila Matador, Lúdó og

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál] sþ. 137. Tillaga til þingsályktunar [132. mál] um verndun ósonlagsins. Flm.: Álfheiður Ingadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni: 1. að gera

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer