Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi"

Transkript

1 Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars

2 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat Berklar (Tuberculosis Mycobacterium bovis) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Blátunga (Bluetongue Reoviridae Orbivirus BTV) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Blæðingasótt (Epizootic haemorrhagic disease - Reoviridae Orbivirus EHDV) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Fósturlát í kúm (Trichomonosis Tritrichomonas foetus) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Garnaveiki (Paratuberculosis Mycobacterium avium paratuberculosis) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Gin- og klaufaveiki (Foot and mouth disease Picornaviridae Aphtovirus FMDV) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Gulusótt (Leptospirosis - Leptospira spp) Staða á Íslandi Líkur á að djúpfryst sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi

3 7.5. Mat á áhættu Hundaæði (Rabies Rahbdoviridae Lyssavirus) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Illkynja brjósthimnubólga (Contagious bovine pleuropneumonia Mycoplasma mycoides subsp mycoides - cattle strain) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Kampýlobaktersýking í æxlunarfærum nautgripa (Bovine genital campylobacteriosis - Campylobacter fetus subsp venerealis) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Munnblöðrubólga (Vesicular stomatitis Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Q-hitasótt (Q-fever Coxiella burnetii) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Smitandi barkabólga (Infectious bovine rhinotracheitis/ infectious pustular vulvovaginitis/ infectious balanoposthitis Herpesviridae Varicellovirus BoHV-1) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Smitandi fósturlát (Brucellosis - Brucella abortus) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Smitandi hvítblæði (Enzootic bovine leucosis Retroviridae Deltaretrovirus BLV) Staða á Íslandi

4 15.2. Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu Smitandi slímhúðarpest (Bovine viral diarrhoea/mucosal disease Flaviviridae Pestivirus BVDV1) Staða á Íslandi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Líkur á að smit breiðist út hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mat á áhættu...24 IV. Samantekt á niðurstöðum V. Lokaorð Heimildir...25 Viðauki I. FOR Viðauki II. Vottorð sem fylgir innflutningi og útflutningi á nautasæði innan EES...42 Viðauki III. Útbreiðsla sjúkdóma í heiminum, samkvæmt tilkynningum til OIE...45 Viðauki IV. Upplýsingar frá Mattilsynet í Noregi

5 Inngangur Þetta áhættumat er unnið að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og tekur til innflutnings á djúpfrystu sæði úr nautum frá félaginu Geno Global Ltd í Noregi. Í skýrslunni eru fyrst tilgreind þau smitefni sem helst er talin hætta á að berist með sæði, því næst er mat lagt á líkur á því að þau séu í sæði frá Geno Global Ltd í Noregi, síðan er gerð grein fyrir mögulegum afleiðingum þess að smitefnin bærust hingað til lands með sæði og að lokum er áhættan af innflutningnum metin. Naumur tími var gefinn fyrir gerð þessa áhættumats og því ekki mögulegt að vinna það jafn nákvæmlega og æskilegt hefði verið. Til að nýta tímann sem best var ákveðið að styðjast við áhættugreiningar sem gerðar hafa verið af öðrum, m.a. Áströlum og Ný-Sjálendingum. Þessa er getið í textanum þegar við á og hafa verður í huga að um annars stigs heimildir er því oft að ræða. I. Forsendur Við gerð þessa áhættumats var gengið út frá að Geno Global Ltd í Noregi uppfylli öll skilyrði þeirra reglugerða sem um starfsemina gilda, hafi fullgilt leyfi og að engar athugasemdir hafi verið gerðar við eftirlit um atriði sem tengjast smitvörnum. Upplýsingar frá Mattilsynet í Noregi er að finna í viðauka IV. Þar segir að starfsemi Geno Global Ltd hafi leyfi til söfnunar og geymslu nautgripasæðis sem ætlað er til verslunar með innan ESB, í samræmi við tilskipun 88/407/EEC. Jafnframt kemur fram hvaða athugasemdir hafa verið gerðar við eftirlit í fyrirtækinu á árunum Þau frávik sem athugasemdirnar varða eru ekki þess eðlis að líklegt sé að þau auki smithættu að neinu verulegu marki. Um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi gildir m.a. reglugerð nr , sem fjallar um skilyrði hvað varðar dýraheilbrigði fyrir framleiðslu, geymslu, inn- og útflutning á nautgripasæði, sjá viðauka I. Samkvæmt 7. grein reglugerðarinnar eiga öll dýr sem tekin eru inn á sæðisstöðvar að vera a.m.k. 28 daga í einangrun í rými sem viðurkennt er til notkunar í þessum tilgangi. Í rýminu skulu aðeins vera klaufdýr með sömu eða betri heilbrigðisstöðu. Í 8. grein reglugerðarinnar segir að á 28 daga tímabili áður en dýrin eru tekin inn í einangrunarrýmið skuli gera eftirtalin próf á þeim og að smit hafi ekki greinst í þeim (það síðastnefnda á ekki við um BVD): 1) Húðpróf m.t.t. nautaberkla (bovine tuberculosis). 2) Sermispróf m.t.t. smitandi fósturláts (Brucella abortus). 3) Sermispróf m.t.t. smitandi hvítblæði (enzootic leucosis). 4) Sermispróf m.t.t. smitandi barkabólgu/fósturláti (IBR/IPV). 5) Veirueinangrun eða mótefnisvakapróf, ásamt mótefnisprófi m.t.t. smitandi slímhúðarpest (BVD/MD). Á einangrunartímabilinu skulu gerð eftirtalin próf á dýrunum samkvæmt 9. grein: 1) Sermispróf m.t.t. smitandi fósturláts (Brucella abortus). 2) Sermispróf (heilveiru) m.t.t. smitandi barkabólgu/fósturláti (IBR/IPV). 3) Veirueinangrun eða mótefnisvakapróf, ásamt mótefnisprófi m.t.t. smitandi slímhúðarpestar (BVD/MD). 4

6 4) Próf m.t.t. Campylobacter fetus subsp. venerealis. 5) Próf m.t.t. Tritrichomonas foetus. Eftirtalin próf skulu gerð á dýrunum a.m.k. einu sinni á ári samkvæmt 11. grein: 1) Húðpróf m.t.t. nautaberkla (bovine tuberculosis). 2) Sermispróf m.t.t. smitandi fósturláts (Brucella abortus). 3) Sermispróf m.t.t. smitandi hvítblæðis (enzootic leucosis). 4) Sermispróf (mótefnamæling) m.t.t. smitandi slímhúðarpestar (BVD/MD). 5) Sermispróf (heilveiru) m.t.t. smitandi barkabólgu/fósturláts (IBR/IPV). 6) Próf m.t.t. Campylobacter fetus subsp. venerealis. 7) Próf m.t.t. Tritrichomonas foetus á grundvelli forhúðarskolssýnis. Í 12. grein reglugerðarinnar eru m.a. ákvæði um íblöndun sýklalyfja í sæðið til að hindra vöxt baktería. Sæði sem á að flytja út til landa á Evrópska efnahagssvæðinu skal vera búið að þynna og skal innihalda að lágmarki 500 IE af streptomycini pr. ml, 500 IE af penicillini pr. ml, 150 µg lincomycin pr. ml og 300 µg spectinomycin pr. ml eða aðra sýklalyfjablöndu sem hefur jafngilda virkni gegn Campylobacter, Leptospira og Mycoplasma. Í 12. grein er einnig ákvæði um að naut sem sæði er tekið úr skal vera haldið á sæðingarstöðinni þrjá mánuði fyrir úttöku sæðisins og 30 daga eftir sæðisúttökuna. Jafnframt segir að sæði skuli geymt í a.m.k. 30 daga áður en því er dreift. Í 3. kafla reglugerðarinnar eru ákvæði um skilyrði fyrir inn- og útflutningi á nautasæði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þar á meðal um hvernig vottorð skuli fylgja útflutningi. Í útflutningsvottorði sem undirritað er af opinberum dýralækni kemur m.a. fram að nautastöðin sem sæðið kemur frá sé laus við hundaæði (rabies), berkla (tuberculosis), smitandi fósturlát (Brucellosis), miltisbrand (anthrax) og illkynja brjósthimnubólgu (contagious bovine pleuropneumonia) 30 daga fyrir sæðistöku og 30 daga eftir. Reglugerð FOR er að finna í heild sinni í viðauka I með þessari skýrslu. II. Hættugreining Í þessum kafla eru tilgreind smitefni (hættur) sem geta borist með nautasæði og valdið óæskilegum áhrifum eða skaða. Þar sem tíminn sem gefinn var fyrir þetta áhættumat var naumur var ákveðið að styðjast við hættugreiningar sem gerðar hafa verið af öðrum, þ.e. Import risk analysis report on the importation of bovine semen and embryos from Argentina and Brazil into Australia (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999), Import risk analysis: Cattle germplasm from all countries (MAF Biosecurity New Zealand, 2009) og Assessment of the risks to Norway in association with increased international trade in animals and animal products: Hazard identification (Paisly). Eftir skoðun á þessum skýrslum var álitið mikilvægast að meta áhættuna af eftirtöldum 17 smitefnum. 1. Berklar (Tuberculosis Mycobacterium bovis) 2. Blátunga (Bluetongue Reoviridae Orbivirus BTV) 3. Blæðingasótt (Epizootic haemorrhagic disease - Reoviridae Orbivirus EHDV) 4. Fósturlát í kúm (Trichomonosis - Tritrichomonas foetus) 5. Garnaveiki (Paratuberculosis Mycobacterium avium paratuberculosis) 6. Gin- og klaufaveiki (Foot and mouth disease Picornaviridae Aphtovirus FMDV) 7. Gulusótt (Leptospirosis - Leptospira spp) 5

7 8. Hundaæði (Rabies Rahbdoviridae Lyssavirus) 9. Illkynja brjósthimnubólga (Contagious bovine pleuropneumonia Mycoplasma mycoides subsp mycoides - cattle strain) 10. Kampýlobaktersýking í æxlunarfærum nautgripa (Bovine genital campylobacteriosis - Campylobacter fetus subsp venerealis) 11. Munnblöðrubólga (Vesicular stomatitis Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) 12. Q-hitasótt (Q-fever Coxiella burnetii) 13. Smitandi barkabólga (Infectious bovine rhinotracheitis/ infectious pustular vulvovaginitis/ infectious balaoposthitis Herpesviridae Varicellovirus BoHV-1) 14. Smitandi fósturlát (Brucellosis - Brucella abortus) 15. Smitandi hvítblæði (Enzootic bovine leucosis Retroviridae Deltaretrovirus BLV) 16. Smitandi slímhúðarpest (Bovine viral diarrhoea/mucosal disease Flaviviridae Pestivirus BVDV1) Hafa ber í huga að þetta er aðeins brot af þeim smitefnum sem geta borist með sæði. 1. Berklar (Tuberculosis Mycobacterium bovis) Mycobacterium bovis getur borist í sæði hjá sýktum nautum bæði með með blóði og úr berklahnútum ef þá er að finna í forhúð. (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). 2. Blátunga (Bluetongue Reoviridae Orbivirus BTV) Blátunguveirur getur verið að finna í sæði sýktra nauta (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 3. Blæðingasótt (Epizootic haemorrhagic disease - Reoviridae Orbivirus EHDV) Veiran sem veldur blæðingasótt er náskyld blátunguveirunni og er því líklegt að hún geti verið til staðar í sæði sýktra nauta eins og þekkt er með blátungu (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 4. Fósturlát í kúm (Trichomonosis - Tritrichomonas foetus) Helstu smitleiðir Tritrichomonas foetus eru við náttúrulega pörun og með sæðingum (Felleisen, 1999). 5. Garnaveiki (Paratuberculosis Mycobacterium avium paratuberculosis) Mycobacterium paratuberculosis hefur fundist í eistum, blöðruhálskirtli og öðrum hlutum æxlunarfæra nauta sem og sæði úr sýktum nautum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 6. Gin- og klaufaveiki (Foot and mouth disease Picornaviridae Aphtovirus FMDV) Gin- og klaufaveikiveiran getur verið í sæði úr sýktum dýrum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 6

8 7. Gulusótt (Leptospirosis - Leptospira spp) Leptospira getur verið að finna í sæði sýktra nauta og getur lifað af í frosnu sæði (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 8. Hundaæði (Rabies Rahbdoviridae Lyssavirus) Ekki er vitað til þess að veiran sem veldur hundaæði hafi fundist í sæði nautgripa en þekkt er að veiran getur borist til ýmissa líkamshluta og því er ekki útilokað að hún gæti einnig borist í sæði. Hundaæðisveirur geta viðhaldið virkni sinni í frosnu blóðsermi og því ekki útilokað að það sama gildi um sæði (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 9. Illkynja brjósthimnubólga (Contagious bovine pleuropneumonia Mycoplasma mycoides subsp mycoides - cattle strain) Ekki er vitað til að illkynja brjósthimnubólga hafi borist með sæðingum en Mycoplasma mycoides mycoides hefur fundist í sæði sýktra nauta (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). 10. Kampýlobaktersýking í æxlunarfærum nautgripa (Bovine genital campylobacteriosis - Campylobacter fetus subsp venerealis) Campylobacter fetus berst milli dýra við náttúrulega pörun og með sæðingum. Einnig getur smit borist í dýr á annan hátt, m.a. með tækjum og undirburði (Merck Veterinary Manual, 2011). 11. Munnblöðrubólga (Vesicular stomatitis Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) Ekki hefur verið sýnt fram á að veiran sem veldur munnblöðrubólgu finnist í sæði sýktra dýra en möguleiki er á að veiran berist í sæðið utanfrá við töku og meðhöndlun þar sem sýkingin er til staðar (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 12. Q-hitasótt (Q-fever Coxiella burnetii) Coxiella hefur fundist í sæði úr sýktum dýrum (MAF Biosecurity New Zealand, 2009) og því ekki hægt að útiloka að hún berist með djúpfrystu sæði. 13. Smitandi barkabólga (Infectious bovine rhinotracheitis/ infectious pustular vulvovaginitis/ infectious balaoposthitis Herpesviridae Varicellovirus BoHV-1) Bovine herpesvirus 1 (BHV-1) sem veldur smitandi barkabólgu getur verið að finna í sæði sýktra nauta (MAF Biosecurity New Zealand, 2009) og er ein af algengustu veirum sem finnst í nautasæði (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 14. Smitandi fósturlát (Brucellosis - Brucella abortus) Brucella abortus getur verið að finna í sæði úr sýktum nautum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 7

9 15. Smitandi hvítblæði (Enzootic bovine leucosis Retroviridae Deltaretrovirus BLV) Veiruna sem veldur smitandi hvítblæði getur verið að finna í sæði úr sýktum nautum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). 16. Smitandi slímhúðarpest (Bovine viral diarrhoea/mucosal disease Flaviviridae Pestivirus BVDV1) Veiruna sem veldur smitandi slímhúðarpest getur verið að finna í sæði sýktra nauta (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). III. Áhættumat Í þessum kafla eru líkur á því að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi metnar út frá því hvort sjúkdómurinn er tilkynningarskyldur í Noregi, hvort hann hafi greinst í Noregi, hvort hann sé til staðar og hvaða reglur gilda um sýnatökur og eftirlit í landinu og hjá Geno Global Ltd. Gengið er út frá því að starfsemi Geno Global Ltd og eftirlit með fyrirtækinu sé í samræmi við ákvæði gildandi reglugerða. Jafnframt eru í þessum kafla metnar líkur á að smitið breiddist út hér á landi ef það bærist með sæði til landsins, á grundvelli eðlis smitefnisins. Því næst er lagt mat á afleiðingar sjúkdómsins út frá eðli hans og þeim aðgerðum sem líklegt er að gripið yrði til. Að lokum er dregin ályktun um áhættuna af innflutningnum og hvort taka þurfi tillit til hennar við veitingu leyfis til innflutnings. 1. Berklar (Tuberculosis Mycobacterium bovis) 1.1. Staða á Íslandi Nautgripaberklar er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur ekki greinst á Íslandi síðan Við heilbrigðisskoðun á sláturhúsum er leitað að berklahnútum í líffærum Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Nautgripaberklar er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Berklar voru algengir í nautgripum í Noregi í upphafi síðustu aldar en árið 1963 var því lýst yfir að þeim hafi verið útrýmt. Reglubundin leit að berklum í nautgripum er framkvæmd í norskum sláturhúsum (Veterinærinstituttet, 2012). Samkvæmt upplýsingum í tilkynningakerfi Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) greindust berklar í nautgripum í Noregi síðast árið 1986 (WAHID Interface Animal Health Information). Útbreiðslu smitsins í heiminum samkvæmt tilkynningum til OIE má sjá í viðauka III. Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. Mycobacterium bovis, áður en þau eru tekin inn í einangrun og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Eitt af því sem vottað er af opinberum dýralækni við útflutning á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er að berklar hafi ekki greinst í gripum á nautastöðinni, á tímabilinu frá 30 dögum fyrir sæðistöku til 30 daga eftir, sjá vottorð sem fylgja skal sæði frá stöðinni í viðauka II. 8

10 Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að nautgripaberklabakteríur sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Mycobacterium bovis getur lifað í frosnu sæði og kýr sem sæddar eru með sæði sem inniheldur Mycobacterium bovis geta smitast (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Berklar eru ekki bráðsmitandi sjúkdómur en þar sem smitið getur leynst í langan tíma án þess að fram komi klínisk einkenni geta sýkt dýr verið búin að smita mörg önnur áður en sýkingin uppgötvast. Það má því ætla að nokkrar líkur séu á að berklasmit breiðist út berist berklabakterían með sæði til landsins Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Nautgripaberklar er alvarlegur sjúkdómur. Meðhöndlun á smituðum nautgripum er erfið og óhagkvæm. Smit getur borist í önnur dýr og fólk. Í mörgum löndum er keppst við að útrýma nautgripaberklum eða halda smitinu í skefjum. Tilkostnaður við það er mjög mikill. Í viðskiptum milli landa með lifandi nautgripi og afurðir þeirra er krafist vottorðs um að nautgripaberklabakteríur séu ekki til staðar í því sem verslað er með. Slíkt vottorð þarf að byggja á eftirliti og sýnatökum í samræmi við reglur Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE). Í ljósi þessa má álykta að afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi væru miklar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að berklabakteríur berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 2. Blátunga (Bluetongue Reoviridae Orbivirus BTV) 2.1. Staða á Íslandi Blátunga er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Smit berst milli dýra með smámýi. Engin sértæk vöktun er vegna blátungu né smitberans hér á landi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Blátunga er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Útbreiðslu smitsins í heiminum samkvæmt tilkynningum til OIE má sjá í viðauka III. Árið 2009 greindist blátunga á fjórum bæjum í Noregi. Gripið var til aðgerða til að hindra smitdreifingu, m.a. með ströngum takmörkunum á flutningi nautgripa í suðurhluta Noregs. Jafnframt var framkvæmd umfangsmikil sýnataka. Í apríl árið 2011 var því lýst yfir að Noregur væri laus við blátungu (Mattilsynet, 2012). Samkvæmt upplýsingum í tilkynningakerfi Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) greindist blátunga í nautgripum í Noregi síðast árið 2010 (WAHID Interface Animal Health Information). Í Noregi er í gildi skipulag um fyrirbyggjandi aðgerðir, eftirlit og viðbrögð við blátungu (Mattilsynet, 2011). Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að blátunguveirur sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi. 9

11 2.3. Líkur á að smit breiðist út hér á landi Kýr sem sæddar eru með sæði sem inniheldur blátunguveirur geta sýkst (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) en blátunguveirur berast annars aðeins milli dýra með mýflugum af tegundinni Culicoides. Að því best er vitað lifir sú tegund ekki hér á landi. Það eru því hverfandi líkur á að smitið breiðist út jafnvel þótt veiran bærist með sæði í kýr hér á landi Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Blátunguveiran veldur sýkingum í nautgripum og sauðfé. Hún veldur oft alvarlegri einkennum í sauðfé. Afleiðingar útbreiðslu sjúkdómsins væru miklar Mat á áhættu Í ljósi þess að smitberi blátunguveirunnar lifir ekki hér á landi fylgir lítil áhætta innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi hvað blátungu varðar. 3. Blæðingasótt (Epizootic haemorrhagic disease - Reoviridae Orbivirus EHDV) 3.1. Staða á Íslandi Blæðingasótt er veirusjúkdómur sem hefur aldrei greinst á Íslandi og er því tilkynningarskyld samkvæmt 5. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994, sem áður óþekktur sjúkdómur. Sjúkdómurinn er ekki tilgreindur í gildandi lista yfir tilkynningarskylda sjúkdóma og hefur því ekki verið settur í A, B eða C flokk. Smit berst milli dýra með smámýi. Engin sértæk vöktun er vegna blæðingasóttar né smitberans hér á landi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Blæðingasótt er tilkynningarskyldur sjúkdómur hjá OIE. Blæðingasótt hefur aldrei greinst í Noregi né í flestum öðrum löndum í Evrópu samkvæmt upplýsingum frá OIE (WAHID Interface Animal Health Information). Útbreiðslu smitsins í heiminum samkvæmt tilkynningum til OIE má sjá í viðauka III. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að veirur sem valda blæðingasótt sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Líklegt er að kýr sem sæddar eru með sæði sem inniheldur blæðingarsóttarveiruna geti smitast, eins og þekkt er með blátunguveiruna (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) en blæðingasóttarveiran berst annars milli dýra með mýflugum af tegundinni Culicoides. Að því best er vitað lifir sú tegund ekki hér á landi. Það eru því hverfandi líkur á að smitið breiðist út jafnvel þótt veiran bærist með sæði í kýr hér á landi. 10

12 3.4. Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Blæðingasótt er upprunalega sjúkdómur í hjartardýrum en hefur í auknu mæli verið að breiðast út í nautgripum. Afleiðingar útbreiðslu sjúkdómsins væru miklar Mat á áhættu Í ljósi þess að smitberi blæðingasóttar lifir ekki hér á landi og sjúkdómurinn hefur aldrei greinst í Noregi fylgir lítil áhætta innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi hvað blæðingasótt varðar. 4. Fósturlát í kúm (Trichomonosis Tritrichomonas foetus) 4.1. Staða á Íslandi Fósturlát í kúm af völdum frumdýrsins Tritrichomonas foetus er tilkynningarskyldur sjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Fósturlát í kúm er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi og hjá OIE. Samkvæmt upplýsingum í tilkynningakerfi OIE greindist Tritrichomonas foetus síðast í villtum dýrum í Noregi árið 2010 en hefur aldrei greinst í húsdýrum (WAHID Interface Animal Health Information). Smitefnið er lítið útbreitt í norðurhluta Evrópu samkvæmt tilkynningum til OIE, sjá útbreiðslukort í III. Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. Tritrichomonas foetus, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Tritrichomonas foetus sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Berist Tritrichomonas foetus með sæðinu geta kýrnar sem sæddar eru smitast. Langur tími getur liðið áður en smitið uppgötvast þar sem einkenni geta verið óljós. Ef naut er notað á sýkta kú eru töluverðar líkur á að það smitist og getur svo borið smitið í aðrar kýr. Það má því ætla að nokkrar líkur séu á að smit breiðist út ef Tritrichomonas foetus berst með sæði til landsins Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Tritrichomonas foetus veldur fósturláti og öðrum frjósemisvandamálum. Sjúkdómurinn er skráður sem B-sjúkdómur í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993. Aðgerðir til útrýmingar smitinu gætu reynst kostnaðarsamar. Leita þarf að smituðum gripum með sýnatökum þar sem oft eru einkenni óljós eða engin. Kostnaður vegna sjúkdómsins gæti verið umtalsverður. 11

13 4.5. Mat á áhættu Nokkur áhætta fylgir innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi hvað Tritrichomonas foetus varðar og ekki er hægt að líta framhjá áhættunni þar sem afleiðingarnar væru nokkuð alvarlegar ef sjúkdómurinn breiddist út. 5. Garnaveiki (Paratuberculosis Mycobacterium avium paratuberculosis) 5.1. Staða á Íslandi Garnaveiki er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Aðeins sauðfjárgerð bakteríunnar hefur fundist hér á landi, ekki nautgripagerð hennar. Við heilbrigðisskoðun á sláturhúsum er leitað að breytingum í görnum sem gætu bent til garnaveiki og grunsamlegar garnir rannsakaðar nánar með vefjaskoðun. Blóðsýni eru tekin á nautgripabúum þegar flytja á nautgripi milli varnarhólfa Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Mycobacterium avium paratuberculosis hefur fundist í æxlunarfærum og sæði sýktra nauta (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Garnaveiki er útbreidd um allan heim, sjá útbreiðslukort OIE í viðauka III. Garnaveiki er landlæg í Noregi. Algengi er töluvert í geitum en mjög lágt í nautgripum og sauðfé (Veterinærinstituttet, 2011). Í Noregi er í gildi skipulag um fyrirbyggjandi aðgerðir, eftirlit og viðbrögð þar sem m.a. eru ákvæði um reglubundnar sýnatökur (Mattilsynet, 1998). Eftirlit með garnaveiki er ýmsum erfiðleikum háð, m.a. vegna þess að mörg ár líða frá því dýr smitast þar til einkenni koma fram og einkenni geta verið mjög óljós. Jafnframt felst vandinn í því að erfitt er að rækta bakteríuna og sermispróf er mjög lítið næm, sem þýðir að mörg sýni sem mælast neikvæð geta í raun verið jákvæð. Í skýrslu sérfræðinganefndar EFSA um heilbrigði og velferð dýra um líkur á dreifingu garnaveikibaktería með nautasæði, segir m.a. að við val á nautum inn á nautastöð skuli aðeins líta til nauta undan kúm sem hafa reynst neikvæðar í garnaveikiprófi og úr hjörðum með lága tíðni miðað við niðurstöður garnaveikiprófs. Nautin skulu prófuð við mánaða aldur en neikvæð niðurstaða úr því getur ekki talist nægilega örugg til að byggja valið á. Sýni skulu því tekin aftur við 4 ára aldur (EFSA panel on animal health and welfare, 2004). Samkvæmt upplýsingum frá Mattilsynet í Noregi eru sýni tekin til rannsóknar á garnaveiki, úr nautum hjá Geno Global Ltd í Noregi í hvert sinn sem þau eru flutt milli mismunandi hluta stöðvarinnar. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að garnaveikibakteríur sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Tilraunir hafa sýnt að ólíklegt er að smit berist í kýr þótt þær séu sæddar með sæði sem inniheldur garnaveikibakteríuna en bakterían hefur þó fundist í fóstri (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Garnaveikismit getur leynst í langan tíma án þess að fram komi klínisk einkenni og því geta sýkt dýr verið búin að smita mörg önnur áður en sýkingin uppgötvast. Það má því ætla að nokkrar líkur séu á að garnaveikismit breiðist út berist bakterían til landsins og nái að sýkja kýr. 12

14 5.4. Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Nautgripaafbrigði garnaveikibakteríunnar hefur ekki fundist hér á landi aðeins sauðfjárgerðin. Garnaveiki veldur umtalsverðum búsifjum og er mjög erfitt að uppræta. Aðgerðir til útrýmingar smitinu í sauðfé hefur staðið yfir í meira en 60 ár og tilkostnaður hefur verið mikill. Það væri því verulega alvarlegt ef nautgripaafbrigði bakteríunnar breiddist út hér á landi Mat á áhættu Litlar líkur eru á að garnaveikibakteríur berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og því ekki hægt að líta framhjá henni. 6. Gin- og klaufaveiki (Foot and mouth disease Picornaviridae Aphtovirus FMDV) 6.1. Staða á Íslandi Gin- og klaufaveiki er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi þar sem sjúkdómseinkenni koma fljótt fram og eru oftast tiltölulega skýr Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Gin- og klaufaveiki er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Veikin finnst mjög víða í heiminum en í Evrópu er hún aðeins landlæg í Tyrklandi, sjá útbreiðslukort OIE í viðauka III. Í Bretlandi geisaði mikill faraldur árið Veikin barst þá einnig til Hollands, Frakklands og Írlands (Veterinærinstituttet, 2012). Samkvæmt upplýsingum í tilkynningakerfi Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) greindist gin- og klaufaveiki í Noregi síðast árið 1952 (WAHID Interface Animal Health Information). Sérstök áætlun er í gildi um aðgerðir gegn gin- og klaufaveiki í Noregi ( (Mattilsynet, 2005) og í gegnum EES samninginn eru Norðmenn skuldbundnir að fara eftir reglum Evrópusambandsins um gin- og klaufaveiki, m.a. Council Directive 2003/85/EC on Community measures for the control of foot and mouth disease. Um er að ræða strangar reglur um eftirlit, varnir og viðbrögð. Meðgöngutími gin- og klaufaveiki er 2-14 dagar en þegar einkenni koma fram eru þau oftast nokkuð augljós. Sjúkdómurinn er mjög smitandi þannig að einkenni koma fram á mörgum dýrum samtímis. Ef sjúkdómurinn kæmi upp á nautastöð á borð við Geno Global Ltd eru góðar líkur á að smitið uppgötvist fljótt. Samkvæmt 12. grein reglugerðarinnar sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi (FOR ) skulu naut sem sæði er tekið úr vera á sæðingarstöðinni í þrjá mánuði fyrir úttöku sæðisins og 30 daga eftir sæðisúttökuna. Jafnframt segir að sæði skuli geymt í a.m.k. 30 daga áður en því er dreift. Innan þessa tíma eru miklar líkur á að smitið væri komið fram og dreifing stöðvuð. Eitt af því sem vottað er af opinberum dýralækni við útflutning á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er að gin- og klaufaveiki hafi ekki greinst í landinu síðastliðna 12 mánuði. 13

15 Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að gin- og klaufaveikiveirur sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Kýr sem sæddar eru með sæði sem inniheldur gin- og klaufaveikibakteríuna geta smitast (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Gin- og klaufaveiki er bráðsmitandi sjúkdómur og því miklar líkur eru á að hann breiðist út ef veiran berst til landsins og gripur sýkist Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Gin- og klaufaveiki er alvarlegur bráðsmitandi sjúkdómur og afleiðingar útbreiðslu smits gætu orðið mjög alvarlegar, m.a. þyrfti að lóga öllum gripum á þeim búum sem smit kæmi upp á Mat á áhættu Litlar líkur eru á að gin- og klaufaveiki berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið mjög alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 7. Gulusótt (Leptospirosis - Leptospira spp) 7.1. Staða á Íslandi Gulusótt er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Stök tilfelli af sjúkdómnum hafa greinst í svínum á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi Líkur á að djúpfryst sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Gulusótt er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi. Smitið er útbreitt í heiminum, sjá útbreiðslukort OIE í viðauka III. Samkvæmt 12. gr. reglugerðarinnar sem gildir í Noregi um starfsemi Geno Global Ltd (FOR ) skal blanda sýklalyfjum í sæðið sem hafa virkni gegn Campylobacter, Leptospira og Mycoplasma. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Leptospira sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Kýr sem sæddar eru með sæði úr sýktum nautum geta smitast af Leptospira (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Sýkingin getur verið einkennalaus. Nokkrar líkur eru því á að smit breiðist út án þess að nokkur verði var við í langan tíma. 14

16 7.4. Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Leptopira getur valdið ýmis konar frjósemisvandamálum hjá kúm m.a. fósturláti og dauðfæddum kálfum. Leptospira getur smitað margar dýrategundir og fólk. Í fólki eru einkenni oftast væg en sýkingin getur valdið heilahimnubólgu og truflun á starfsemi lifrar og nýrna (Veterinærinstituttet, 2012). Meðhöndlun með ákveðnum tegundum af sýklalyfjum er möguleg og einnig er mögulegt að bólusetja gegn sýkingunni (Merck Veterinary Manual, 2012). Ljóst er að sýking með Leptospira gæti valdið tjóni vegna frjósemisvandamála og haft í för með sér töluverðan kostnað vegna meðhöndlunar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að Leptospira berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið töluverðar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 8. Hundaæði (Rabies Rahbdoviridae Lyssavirus) 8.1. Staða á Íslandi Hundaæði er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi þar sem sjúkdómseinkenni koma fljótt fram og eru oftast tiltölulega skýr Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Hundaæði er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Í löndum Norður- og Vestur-Evrópu eru hundaæðitilfelli mjög sjaldgæf, sjá útbreiðslukort OIE í viðauka III. Sjúkdómurinn hefur ekki greinst í Noregi nema í refum á Svalbarða (Mattilsynet, 2013). Eitt af því sem vottað er af opinberum dýralækni við útflutning á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er að hundaæði hafi ekki greinst í gripum á nautastöðinni, á tímabilinu frá 30 dögum fyrir sæðistöku til 30 daga eftir, sjá vottorð sem fylgja skal sæði frá stöðinni í viðauka II. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að hundaæðiveirur sé að finna í sæði í nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Nautgripir eru mjög næmir fyrir hundaæðismiti Ekki er hægt að útiloka að kýr sem sædd væri með sæði sem inniheldur hundaæðiveirur myndi sýkjast. Meðgöngutími sýkingarinnar er venjulega fjórar til átta vikur en getur þó verið mun lengri, allt að 6 mánuðum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Algengast er að smit berist milli dýra með munnvatni í tengslum við bit en það getur líka borist með munnvatni í gegnum sár og jafnvel heila slímhúð (Merck Veterinary Manual, 2011) Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Hundaæði er mjög alvarlegur sjúkdómur sem getur borist í margar dýrategundir og fólk. Flest lönd leggja mikið kapp á að halda sjúkdómnum í skefjum og útrýma honum ef mögulegt er. Til mikils er að 15

17 vinna í viðskiptalegu tilliti að koma í veg fyrir að hundaæði berist til landsins. Það væri því mjög alvarlegt ef hundaæðismit breiddist út Mat á áhættu Miklar líkur eru á að hundaæðismit myndi uppgötvast áður en notkun á sæði kæmi til ef nautastöð Geno Global Ltd í Noregi uppfyllir öll skilyrði þeirra reglugerða sem um hana gilda. Það má því álykta að litlar líkur séu á að hundaæðiveirur berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist hingað til lands gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 9. Illkynja brjósthimnubólga (Contagious bovine pleuropneumonia Mycoplasma mycoides subsp mycoides - cattle strain) 9.1. Staða á Íslandi Illkynja brjósthimnubólga er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Illkynja brjósthimnubólga er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Hún greindist síðast í Noregi árið 1860 (WAHID Interface Animal Health Information). Miðað við tilkynningar til OIE er sýkingin mjög sjaldgæf í heiminum nema í nokkrum Afríkulöndum, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Samkvæmt 12. gr. reglugerðarinnar sem gildir í Noregi um starfsemi Geno Global Ltd (FOR ) skal blanda sýklalyfjum í sæðið sem hafa virkni gegn Campylobacter, Leptospira og Mycoplasma. Eitt af því sem vottað er af opinberum dýralækni við útflutning á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er að illkynja brjósthimnubólga hafi ekki greinst í nautgripum, sem sæðið var tekið úr, á tímabilinu frá 30 dögum fyrir sæðistöku til 30 daga eftir. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Mycoplasma mycoides mycoides sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Ekki er hægt að útiloka að kýr geti smitast af sýktu sæði. Meðgöngutími sjúkdómsins getur verið langur (3-8 vikur) og á meðan á honum stendur getur smitið breiðst út milli gripa með snertingu. Nokkrar líkur eru því á útbreiðslu ef kýr sýkist Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Illkynja brjósthimnubólga er mjög smitandi og illvígur sjúkdómur. Þar sem sjúkdómurinn hefur ekki komið upp áður er líklegt að sýkingatíðni geti verið um 70% og af þeim sem sýkjast er hætt við að um helmingur drepist. Þeir gripir sem lifa af geta orðið frískir smitberar. Erfitt getur reynst að útrýma smitinu vegna frískra smitbera og erfitt er að greina smitið með prófum. Afleiðingar útbreiðslu smits væru því alvarlegar. 16

18 9.5. Mat á áhættu Miklar líkur eru á að Mycoplasma mycoides mycoides mundi uppgötvast áður en notkun á sæði kæmi til ef nautastöð Geno Global Ltd í Noregi uppfyllir öll skilyrði þeirra reglugerða sem um hana gilda. Það má því álykta að litlar líkur séu á að smitið berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist hingað til lands gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 10. Kampýlobaktersýking í æxlunarfærum nautgripa (Bovine genital campylobacteriosis - Campylobacter fetus subsp venerealis) Staða á Íslandi Kampýlobaktersýking í æxlunarfærum nautgripa er bakteríusjúkdómur sem hefur aldrei greinst á Íslandi og er því tilkynningarskyldur samkvæmt 5. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994, sem áður óþekktur sjúkdómur. Sjúkdómurinn er ekki tilgreindur í gildandi lista yfir tilkynningarskylda sjúkdóma og hefur því ekki verið settur í A, B eða C flokk. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Campylobacter fetus subsp venerealis er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi og hjá OIE. Smitið greindist síðast í Noregi árið 1966 (WAHID Interface Animal Health Information). Smitið er að öllum líkindum útbreitt um allan heim (Merck Veterinary Manual, 2011). Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. Campylobacter fetus subsp venerealis, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Í reglugerðinni er jafnframt kveðið á um að blanda skuli sýklalyfjum í sæðið sem hafa virkni gegn Campylobacter, Leptospira og Mycoplasma. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Campylobacter fetus sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Smit getur borist með sæðingum. Sýkt naut geta verið frískir smitberar. Kýr sem sýkjast losa sig sumar við sýkinguna mjög fljótt en aðrar geta borið smitið í mörg ár. (Merck Veterinary Manual, 2011). Burtséð frá ófrjósemi og fósturláti eru sýktar kýr almennt heilbrigðar og því getur sýkingin leynst um langan tíma og hún breiðst út Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Campylobacter fetus subsp venerealis og subsp fetus valda ófrjósemi og fósturláti. Meðhöndlun er ekki raunhæf en mögulegt er að bólusetja gegn sýkingunni (Merck Veterinary Manual, 2011). Ljóst er að töluverður kostnaður hlytist af þessum smitefnum ef þau breiddust út 17

19 10.5. Mat á áhættu Litlar líkur eru á að Campylobacter fetus subsp venerealis og subsp fetus berist með innflutningi á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið töluverðar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 11. Munnblöðrubólga (Vesicular stomatitis Rhabdoviridae Vesiculovirus VSIV) Staða á Íslandi Munnblöðrubólga er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Engin sértæk vöktun er vegna smitefnisins hér á landi þar sem sjúkdómseinkenni koma fljótt fram og eru oftast tiltölulega skýr Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Munnblöðrubólga er tilkynningarskyld í Noregi, ESB og OIE. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst í Noregi (WAHID Interface Animal Health Information) og í fæstum löndum utan Norður- og Suður-Ameríku, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Meðgöngutími sjúkdómsins er 2-8 dagar. Einkenni sjúkdómsins eru m.a. hiti og blöðrur/sár í kjafti og á fótum (Merck Veterinary Manual, 2013). Miklar líkur eru því á að sjúkdómurinn væri kominn fram og dreifing stöðvuð áður en til notkunar á sæði kæmi þar sem naut sem sæði er tekið úr skal vera á sæðingarstöðinni í þrjá mánuði fyrir úttöku sæðisins og 30 daga eftir sæðisúttökuna, samkvæmt 12. grein reglugerðarinnar sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi (FOR ). Jafnframt segir að sæði skuli geymt í a.m.k. 30 daga áður en því er dreift. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að veirur sem valda munnblöðrubólgu sé að finna í sæði í nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Ekki hefur verið sýnt fram á að munnblöðrubólga smitist með sæðingum. Aftur á móti er ekki útilokað að smit gæti borist með smitmenguðu sæði og stráum (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Mikilvægt er að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins, sér í lagi vegna þess að einkennum hans svipar til annarra alvarlegri sjúkdóma s.s. gin- og klaufaveiki. Einnig er sýkingin slæm að því leyti að hún getur borist í önnur dýr m.a. hross og jafnframt fólk (Merck Veterinary Manual, 2013) Mat á áhættu Litlar líkur eru á að munnblöðrubólga berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist í nautgripi hér á landi gætu orðið miklar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 18

20 12. Q-hitasótt (Q-fever Coxiella burnetii) Staða á Íslandi Q-hitasótt er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hófst árið Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Q-hitasótt er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi og hjá OIE. Coxiella burnetii hefur fundist í flestum löndum heims en hefur aldrei greinst í Noregi, sjá útbreiðslukort í viðauka III (WAHID Interface Animal Health Information). Sýkingin hefur um langan tíma verið algeng í suðurhluta Evrópu og hefur verið að greinast í meira mæli í norðurhluta álfunnar á undanförnum árum, m.a. í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Litlar líkur eru á að Coxiella burnetii sé að finna í sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem sýktir nautgripir eru oftast einkennalausir og engin próf eru gerð á nautunum m.t.t. sýkingarinnar er ekki hægt að útiloka að bakteríurnar séu í sæðinu Líkur á að smit breiðist út hér á landi Sýkt jórturdýr eru oftast einkennalaus og því hefur reynst erfitt að ákvarða meðgöngutíma sýkingarinnar og tímann frá sýkingu þar til mótefni hafa myndast. Í fólki eru mótefni greinanleg u.þ.b. tveimur til þremur vikum eftir að einkenni koma fram. Gert er ráð fyrir að hjá nautgripum geti verið um svipaðan tíma að ræða (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). Kýr sem sæddar eru með sýktu sæði geta hugsanlega smitast og þar sem sýkingin er oftast einkennalaus geta þær smitað mörg önnur dýr og fólk áður en sýkingin uppgötvast Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Coxiella burnetii er aðallega að finna í jórturdýrum en hefur einnig fundist í ýmsum öðrum dýrategundum. Sýking í jórturdýrum er oftast án einkenna en getur valdið vanþrifum og fósturláti (Merck Veterinary Manual, 2012). Fólk getur sýkst af Coxiella burnetii, einkenni geta verið allt frá mildum flensueinkennum til lungna- og lifrarbólgu. Sýkingin getur valdið fósturláti hjá ófrískum konum (Veterinærinstituttet, 2012). Q-hitasóttarfaraldur geisaði í Hollandi á árunum , smitið átti uppruna sinn í geitum og sauðfé, mörg þúsund manns veiktust (Roest, o.fl., 2011). Ljóst er að afleiðingar af því að Coxiella burnetii bærist til landsins gætu orðið alvarlegar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að Coxiella burnetii berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 19

21 13. Smitandi barkabólga (Infectious bovine rhinotracheitis/ infectious pustular vulvovaginitis/ infectious balanoposthitis Herpesviridae Varicellovirus BoHV-1) Staða á Íslandi Smitandi barkabólga er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn greindist í fyrsta skipti á Íslandi árið 2012 en hefur nú verið upprættur. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hefur staðið yfir frá árinu Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Smitandi barkabólga er tilkynningarskyld í Noregi og hjá OIE. Sjúkdómurinn greindist síðast í Noregi árið 1992 (WAHID Interface Animal Health Information). Sýkingin er algeng um allan heim, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. smitandi barkabólgu, áður en þau eru tekin inn í einangrunarrými, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að BHV-1 sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Sýnt hefur verið fram á að kýr sem sæddar eru með frystu sæði sem inniheldur BHV-1 geta sýkst (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) og þar sem sjúkdómseinkenni koma ekki alltaf fram getur smitið hafa breiðst út áður en það uppgötvast Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi BHV-1 getur valdið einkennum í öndunarfærum og æxlunarfærum, m.a. fósturláti. Ungir kálfar geta líka orðið mikið veikir og jafnvel drepist (Merck Veterinary Manual, 2012). Afleiðingar útbreiðslu smits gætu orðið alvarlegar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að BHV-1 berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 20

22 14. Smitandi fósturlát (Brucellosis - Brucella abortus) Staða á Íslandi Smitandi fósturlát er tilkynningarskyldur bakteríusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hefur staðið yfir frá árinu Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Smitandi fósturlát er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Hann greindist síðast í Noregi árið Brucella er útbreidd um allan heim en þó sjaldgæf í Evrópu, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Árið 1953 lýsti Noregur yfir að landið væri laust við brúsellu í nautgripum (Veterinærinstituttet, 2011). Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. Brucella abortus, áður en þau eru tekin inn í einangrunarrými, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Eitt af því sem vottað er af opinberum dýralækni við útflutning á sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er að Brucella hafi ekki greinst í nautgripum, sem sæðið var tekið úr, á tímabilinu frá 30 dögum fyrir sæðistöku til 30 daga eftir. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að Brucella abortus sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Brucella abortus getur lifað af í frosnu sæði og sýkt kýr sem eru sæddar með sæði sem inniheldur bakteríuna (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999) Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Brucella abortus veldur fósturláti í kúm eða að kálfar fæðist dauðir eða veikburða. Smitið getur breiðst hratt út. Engin meðhöndlun dugar gegn sýkingunni þannig að aðgerðir gegn henni byggjast á smitvörnum og vöktun og einangrun eða aflífun sýktra dýra (Merck Veterinary Manual, 2013). Afleiðingar af útbreiðslu smits gætu orðið alvarlegar og aðgerðir kostnaðarsamar. Fólk getur einnig smitast af Brucella Mat á áhættu Litlar líkur eru á að Brucella abortus berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 21

23 15. Smitandi hvítblæði (Enzootic bovine leucosis Retroviridae Deltaretrovirus BLV) Staða á Íslandi Smitandi hvítblæði er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki A samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hefur staðið yfir frá árinu Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Smitandi hvítblæði er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi, ESB og OIE. Það greindist síðast í Noregi árið 2002 (WAHID Interface Animal Health Information). Smitandi hvítblæði finnst í flestum löndum heims, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. smitandi hvítblæðis, áður en þau eru tekin inn í einangrunarrými, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að veirur sem valda smitandi hvítblæði sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Kýr sem sæddar eru með sæði úr sýktum nautum geta smitast og kálfarnir geta líka verið sýktir þegar þeir fæðast (Australian Quarantine and Inspection Service, 1999). Langur tími getur liðið frá sýkingu þar til einkenni koma fram og smit því breiðst út án þess að vart verði við sjúkdóm. Smit verður þó ekki nema við nána snertingu þannig að smitið breiðist hægt út Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Smitandi hvítblæði er alvarlegur sjúkdómur sem engin lækning er til við. Til þess að losna við sýkinguna þarf að taka sýni úr öllum dýrum í viðkomandi hjörð, lóga sýktum dýrum, taka sýni aftur eftir daga. Endurtaka síðan aflífun sýktra og sýnatökur þangað til sýkingin hefur verið upprætt (Merck Veterinary Manual, 2012). Afleiðingar sjúkdómsins geta því verið töluvert miklar vegna þess að aflífa þarf sýkt dýr og kostnaður við útrýmingu sjúkdómsins getur orðið umtalsverður Mat á áhættu Litlar líkur eru á að smitandi hvítblæði berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. 22

24 16. Smitandi slímhúðarpest (Bovine viral diarrhoea/mucosal disease Flaviviridae Pestivirus BVDV1) Staða á Íslandi Smitandi slímhúðarpest er tilkynningarskyldur veirusjúkdómur í flokki B samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1994. Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst á Íslandi. Reglubundin vöktun á mótefnum í nautgripum hefur staðið yfir frá árinu Líkur á að sæði frá Geno Global Ltd í Noregi sé smitað Smitandi slímhúðarpest er tilkynningarskyldur sjúkdómur í Noregi og hjá OIE. Pestin greindist síðast í Noregi árið 2005 (WAHID Interface Animal Health Information). Smitandi slímhúðarpest finnst í flestum löndum heims, sjá útbreiðslukort í viðauka III. Skipulagðar aðgerðir til útrýmingar smitandi slímhúðarpest hafa staðið yfir á öllum Norðurlöndunum á undanförnum árum (Mattilsynet, 2013). Árið 1994 var sjúkdómurinn til staðar á u.þ.b búum í Noregi en er nú mjög sjaldgæfur (Veterinærinstituttet, 2011). Árið 2012 voru tekin sýni úr 11% mjólkurkúahjarða og 28.1% holdanautahjarða. Ekkert kúabú var jákvætt en 0.25% holdanautabúanna. Á engu þeirra var þó um nýsmit að ræða. Á grundvelli niðurstaðna úr sýnatökum á tímabilinu er álitið að smitinu hafi verið útrýmt. Þó er bent á að vegna innflutnings á nautgripum og óþekktrar stöðu í villtum dýrum sé enn hætta á að þessi staða geti breyst (Åkerstedt, Norström, & Mørk, 2013). Samkvæmt reglugerðinni sem gildir um starfsemi Geno Global Ltd í Noregi, FOR , skal taka sýni úr nautum sem tekin eru inn á nautastöðina og rannsaka m.t.t. smitandi slímhúðarpestar, áður en þau eru tekin inn í einangrunarrými, á meðan á einangrun stendur og einu sinni á ári eftir að þau eru tekin inn á stöðina. Í ljósi þessa má álykta að litlar líkur séu á að veirur sem valda smitandi slímhúðarpest sé að finna í sæði úr nautgripum hjá Geno Global Ltd í Noregi Líkur á að smit breiðist út hér á landi Miklar líkur eru á að kýr sem sæddar eru með sæði sem inniheldur veiruna sem veldur smitandi slímhúðarpest sýkist (MAF Biosecurity New Zealand, 2009). Einkenni sjúkdómsins eru misjöfn og stundum væg, einnig geta gripir verið einkennalausir smitberar (Merck Veterinary Manual, 2012). Smitið getur því breiðst út um nokkurn tíma áður en það uppgötvast Afleiðingar útbreiðslu smits hér á landi Smitandi slímhúðarpest er alvarlegur sjúkdómur sem veldur margvíslegum einkennum. Í sumum tilvikum er bara um væg einkenni að ræða en í öðrum mjög alvarleg, sem geta endað með dauða (Merck Veterinary Manual, 2012). Það getur verið erfitt að losna við smitið. Aðgerðir fælust í sýnatökum og aflífun á smituðum dýrum. Ef smitið er orðið útbreitt getur útrýming tekið langan tíma og verið mjög kostnaðarsöm. 23

25 Litlar Nokkrar Afleiðingar Miklar Mat á áhættu Litlar líkur eru á að smitandi slímhúðarpest berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi en þar sem afleiðingar þess að smitið bærist til landsins gætu orðið alvarlegar verður að telja áhættuna nokkra og ekki hægt að líta framhjá henni. IV. Samantekt á niðurstöðum Sextán smitefni voru tekin fyrir í þessu áhættumati. Niðurstaða mats á líkum á því að þau berist með sæði frá Geno Global Ltd í Noregi er sú sama fyrir þau öll, líkurnar eru taldar litlar. Við mat á afleiðingum þess að smitefnin bærust hingað til lands voru tvö smitefnanna talin hafa litlar afleiðingar í för með sér, þrjú þeirra nokkrar og ellefu miklar. Við endanlegt mat á áhættu flokkuðust því fimm smitefnanna í lágan áhættuflokk, ellefu í miðlungs en ekkert í háan. Tafla I sýnir flokkunina. Þegar áhættan er metin nokkur eða mikil er talin ástæða til að bregðast við með aðgerðum sem geta dregið úr áhættunni. Tafla I. Áhættumat Berklar (A) Garnaveiki nautgripaafbrigði (B) Gin- og klaufaveiki (A) Hundaæði (A) Illkynja brjósthimnubólga (A) Munnblöðrubólga (A) Q-hitasótt (B) Smitandi barkabólga (A) Smitandi fósturlát (A) Smitandi hvítblæði (A) Smitandi slímhúðarpest (B) Fósturlát í kúm (B) Gulusótt (B) Kampýlobakter í æxlunarfærum (-) Blátunga (A) Blæðingasótt (-) Litlar Nokkrar Miklar Líkur á innflutningi Grænir reitir: Lítil áhætta Gulir reitir: Nokkur áhætta Rauðir reitir: Mikil áhætta V. Lokaorð Þetta áhættumat var unnið að mestu leyti af einum starfsmanni Matvælastofnunar en þó lesið yfir af fleirum innan stofnunarinnar. Mælt er með að skýrslan verði send til umsagnar til hagsmunaaðila og ritrýnd af sérfræðingum, t.d. á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. 24

26 Heimildir Åkerstedt, J., Norström, M., & Mørk, T. (2013). The surveillance and control programme for bovine virus diarrhoea (BVD) in Norway Oslo: Norwegian Veterinary Institute. Australian Quarantine and Inspection Service. (Nóvember 1999). Import risk analysis report on the importation of bovine semen and embryos from Aregntina and Brazil into Australia. Part1: Bovine semen. Sótt í janúar 2014 frá Australian Government. Department of Agriculture.: data/assets/pdf_file/0014/14324/00-003a.pdf EFSA panel on animal health and welfare. (September 2004). Opinion of the scientific panel on animal health and welfare (AHAW) on the request from the commission related to the risk of transmission of Mycobacterium acium subsp. paratuberculosis via bovine semen. Sótt í janúar 2014 frá EFSA European Food Safety Authority: Felleisen, R. S. (1999). Host-parasite interaction in bovine infection with Tritrichomonas foetus. Microbes and infection, MAF Biosecurity New Zealand. (Febrúar 2009). Import Risk Analysis: Cattle germplasm from all countries. Sótt í janúar 2014 frá Ministry of Primary Industries: Mattilsynet. (Nóvember 1998). Retninglinjer for bekjempelse av paratuberkulose hos storfe. Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: slinjer_for_bekjempelse_av_paratuberkulose_hos_storfe.3310/binary/retningslinjer%20for %20bekjempelse%20av%20paratuberkulose%20hos%20storfe Mattilsynet. (2005). Bekjempelsesplan munn- og kauvsyke Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: kjempelsesplan_munn_og_klauvsyke_ /binary/bekjempelsesplan%20munn- %20og%20klauvsyke% Mattilsynet. (Apríl 2011). Faglig beredskapsplan - dyrehelse. Blåtunge. Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet. Mattilsynet. (Desember 2012). Blåtunge. Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: Mattilsynet. (Janúar 2013). Bovine virusdiare (BVD). Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: Mattilsynet. (September 2013). Rabies. Sótt í janúar 2014 frá Mattilsynet: Merck Veterinary Manual. (Júlí 2011). Overview of bovine genital campylobacteriosis. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: 25

27 verview_of_bovine_genital_campylobacteriosis.html Merck Veterinary Manual. (Júlí 2011). Overview of rabies. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: &alt=sh Merck Veterinary Manual. (Maí 2012). Intestinal diseases of cattle. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: al_diseases_in_cattle.html#v Merck Veterinary Manual. (Mars 2012). Leptospirosis in cattle. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual. Merck Veterinary Manual. (Mars 2012). Overview of bovine leucosis. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: e_leukosis.html?qt=enzootic%20bovine%20leucosis&alt=sh Merck Veterinary Manual. (Mars 2012). Overview of Q-fever. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: qt=q-fever&alt=sh Merck Veterinary Manual. (Mars 2012). Viral respiratory tracht infections in cattle. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: spiratory_tract_infections_in_cattle.html?qt=bovine%20herpesvirus&alt=sh#v Merck Veterinary Manual. (Júlí 2013). Brucellosis in cattle. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: sis_in_cattle.html?qt=brucella%20abortus&alt=sh Merck Veterinary Manual. (Desember 2013). Overview of Vesicular Stomatitis. Sótt í janúar 2014 frá Merck Veterinary Manual: esicular_stomatitis.html?qt=vesicular%20stomatitis&alt=sh Paisly, L. G. (án dags.). Regjeringen.no. Sótt í janúar 2014 frá Assessment of the risks to Norway in association with increased trade in animals and animal products: Hazard identification: assessments_of_the_risks.pdf Roest, H., Tilburg, J., Van der Hoek, W., Vellema, P., Van Zijderveld, G., Klaassen, C., o.fl. (2011). The Q fever epidemic in The Netherlands: history, onset, response and reflection. Epidemiology and Infection, 139(01),

28 Veterinærinstituttet. (September 2011). Fakta om: Brucellose. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Desember 2011). Fakta om: Paratuberculose. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (September 2011). Fakta om: Virusdiaré. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Mars 2012). Fakta om: Leptospirose og Leptospira interrogans. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Október 2012). Fakta om: Munn og klauvsjuke. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet.: Veterinærinstituttet. (Mars 2012). Fakta om: Mycobacterium bovis og Storfetuberkulose. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: Veterinærinstituttet. (Maí 2012). Fakta om: Q-feber. Sótt í janúar 2014 frá Veterinærinstituttet: WAHID Interface Animal Health Information. (án dags.). Sótt í janúar 2014 frá OIE: 27

29 Viðauki I. FOR Forskrift om dyrehelsemessige vilkår for produksjon, lagring, import og eksport av oksesæd Dato FOR Departement Landbruks- og matdepartementet Publisert I 2003 hefte 14 Ikrafttredelse Sist endret FOR fra Endrer Gjelder for Hjemmel FOR Norge Kunngjort Rettet Korttittel Kapitteloversikt: LOV , LOV , LOV , LOV , LOV , LOV , FOR , FOR Forskrift om oksesæd Kapittel I. Formål, virkeområde og definisjoner ( 1-3) Kapittel II. Produksjon og lagring av oksesæd ( 4-12) Kapittel III. Vilkår for import og eksport av oksesæd innenfor EØS ( 13-14a) Kapittel IV. Vilkår for import av oksesæd fra land utenfor EØS ( 15-16d) Kapittel V. Andre bestemmelser ( 17-23) Vedlegg A. Liste over land, eller deler av land utenfor EØS, hvorfra det er tillatt å importere oksesæd Vedlegg B Vedlegg C. Standard helsesertifikater til bruk ved import og transitt av oksesæd fra land utenfor EØS Vedlegg D. Spesielle helsesertifikater til bruk ved import av oksesæd fra visse land utenfor EØS Vedlegg E. Overgangsordning Modell for helsesertifikat som kan brukes ved import og transitt av oksesæd fra land utenfor EØS til og med 30. juni 2013 Hjemmel: Fastsatt av Landbruksdepartementet (nå Landbruks- og matdepartementet) 6. oktober 2003 med hjemmel i lov av 19. desember 2003 nr. 124 om matproduksjon og mattrygghet mv. (matloven) 23 tredje ledd, jf. 12, 15 og 19, 33 første ledd, jf. 36 andre ledd, jf. delegeringsvedtak av 19. desember 2003 nr Tilføyd hjemmel: Delegeringsvedtak 5. mai 2004 nr EØS-henvisninger: EØS-avtalen vedlegg I (direktiv 88/407/EØF, direktiv 90/120/EØF, direktiv 90/425/EØF, direktiv 93/60/EØF, vedtak 95/1/EF, direktiv 2003/43/EF, vedtak 2004/205/EF, vedtak 2004/101/EF, vedtak 2005/290/EF, vedtak 2006/16/EF, vedtak 2006/292/EF, forordning (EF) nr. 1792/2006, vedtak 2008/120/EF og direktiv 2008/73/EF (som endret ved vedtak 2009/436/EF), beslutning 2011/629/EU, vedtak 2011/630/EU (endret ved beslutning 2012/415/EU)). Endringer: Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr. 1363, 2 feb 2005 nr. 75, 1 april 2009 nr. 532, 17 juni 2009 nr. 682, 25 juni 2010 nr. 1053, 25 okt 2010 nr. 1374, 2 juli 2011 nr. 759, 8 aug 2011 nr. 812, 25 nov 2011 nr. 1144, 23 okt 2012 nr. 986, 19 des 2012 nr Kapittel I. Formål, virkeområde og definisjoner 28

30 1.Formål Formålet med denne forskriften er å forebygge spredning av smittsomme sjukdommer med oksesæd som er beregnet til bruk ved kunstig sædoverføring. 2.Virkeområde Forskriften gjelder dyrehelsemessige vilkår for produksjon og lagring av oksesæd beregnet til kunstig sædoverføring, import og eksport av slik sæd innenfor EØS og import av slik sæd fra land utenfor EØS. Forskriften gjelder ikke: 1. produksjon og lagring av oksesæd til bruk i egen besetning. 2. lagring av oksesæd utenfor godkjente seminstasjoner eller sædlagre, herunder hos veterinær, inseminør eller andre, i forbindelse med innenlands omsetning av oksesæd. 3. lagring av oksesæd i sædlagre hvor det ikke lagres oksesæd som skal eksporteres til land innenfor EØS. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 3.Definisjoner 1) Storfe: Individer av storfe (Bos spp.), vannbøffel (Bubalus bubalus) og bison (Bison bison). 2) Driftsenhet: En landbruksvirksomhet hvor det holdes eller oppdrettes storfe. 3) Besetning: Ett eller en gruppe storfe som holdes på samme driftsenhet som en epidemiologisk enhet. Er det mer enn en besetning på driftsenheten utgjør dyrene en samlet enhet med samme helsestatus. 4) Oksesæd: Ubehandlet, behandlet eller fortynnet ejakulat fra hanndyr av storfe. 5) Seminstasjon: En offentlig godkjent og kontrollert virksomhet hvor det produseres og lagres oksesæd til bruk ved kunstig sædoverføring. 6) Offentlig veterinær: Veterinær utpekt av sentral kompetent myndighet i det aktuelle landet. I Norge: Veterinær ansatt i Mattilsynet. 7) Stasjonsveterinær: Veterinær som er ansvarlig for at seminstasjonen eller sædlageret etterlever bestemmelsene i denne forskriften. 8) Forsendelse: Sædmengden som omfattes av ett helsesertifikat. 9) Opprinnelsesland: Landet hvor sæduttaket foretas og sæden eksporteres fra. 10) Offentlig godkjent laboratorium: Laboratorium utpekt av kompetent veterinærmyndighet til å utføre den eller de tester som kreves i denne forskriften. I Norge: Veterinærinstituttet. 11) Ejakulat: Sæden i ett enkelt sæduttak. 12) Land utenfor EØS: Land som verken er medlem av den Europeiske Union eller som gjennom EØS-avtalen har inngått avtale med EU om handel med sæd. 13) Sædlager: En offentlig godkjent og kontrollert virksomhet hvor det lagres oksesæd til bruk ved kunstig sædoverføring. 0 Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). Kapittel II. Produksjon og lagring av oksesæd 0 Overskriften endret ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 4.Generelt 29

31 Produksjon og lagring av oksesæd skal foregå på godkjente seminstasjoner som drives i samsvar med de krav som er fastsatt i dette kapittelet. Lagring av oksesæd kan også foregå i godkjente sædlagre som drives i samsvar med de krav som er fastsatt i dette kapittelet. Den som er autorisert som veterinær av Mattilsynet i henhold til lov 15. juni 2001 nr. 75 om veterinærer og annet dyrehelsepersonell 9 jf. 4 er autorisert til å arbeide som stasjonsveterinær på sædstasjoner og sædlagre. 0 Endret ved forskrifter 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 juli 2011 nr Vilkår for godkjenning av seminstasjoner For å bli godkjent må seminstasjoner: 1. stå under permanent tilsyn av en autorisert stasjonsveterinær. 2. minst ha: a) oppstallingslokaler for dyrene, inkludert isolasjonslokaler. b) fasiliteter for sæduttak, inkludert et eget rom for reingjøring og desinfisering eller sterilisering av utstyr. c) et rom for behandling av sæden, som ikke trenger å ligge på samme sted. d) et rom for lagring av sæden, som ikke trenger å ligge på samme sted. 3. være bygd eller isolert slik at kontakt med dyr utenfor anlegget forhindres. 4. være bygd slik at oppstallingslokalene og rommene for uttak, behandling og lagring av sæden enkelt kan reingjøres og desinfiseres. 5. ha isolasjonslokaler som ikke står i direkte forbindelse med de vanlige oppstallingslokalene. 6. være bygd slik at oppstallingslokalene er fysisk atskilt fra rommet hvor sæden behandles, og slik at oppstallingslokalene og sædbehandlingsrommet er atskilt fra rommet hvor sæden lagres. 0 Endret ved forskrift 2 juli 2011 nr a.Vilkår for godkjenning av sædlagre For å bli godkjent må sædlagre: 1. stå under permanent tilsyn av en autorisert stasjonsveterinær. 2. være bygd eller isolert slik at kontakt med dyr utenfor virksomheten forhindres. 3. være bygd slik at lagerrom for sæd enkelt kan reingjøres og desinfiseres. 0 Tilføyd ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). Endret ved forskrift 2 juli 2011 nr Krav til driften av godkjente seminstasjoner På godkjente seminstasjoner skal det: 1. kun holdes dyr av arten det skal tas ut sæd fra. Andre husdyr som er helt nødvendige for stasjonens normale drift kan likevel tas inn, forutsatt at de ikke utgjør noen smittefare for arten det skal tas ut sæd fra og at de oppfyller de krav stasjonsveterinæren har fastsatt. 2. føres fortegnelse over alle storfe som holdes på stasjonen, med opplysninger om rasen, fødselsdatoen og identiteten til hvert enkelt dyr. Det skal også føres fortegnelse over alle helseundersøkelser og vaksinasjoner som er foretatt, med informasjon om hvert enkelt dyrs helsetilstand. 3. være adgang forbudt for uvedkommende. Det skal påses at besøkende opptrer i samsvar med de betingelser stasjonsveterinæren har fastsatt. 4. være ansatt teknisk kompetent personell med nødvendig kjennskap til desinfeksjons- og hygienemetoder for å forebygge smittespredning. 30

32 5. være etablert rutiner som sikrer at: a) det kun er oksesæd som er tatt ut på godkjente seminstasjoner som behandles og lagres på stasjonen, uten å komme i kontakt med annen sæd. b) uttak, behandling og lagring av sæd kun foregår i lokaler som er beregnet til det og under de strengeste hygieneforhold. c) alt utstyr, unntatt engangsutstyr, som kommer i kontakt med sæden eller oksen under uttaket eller behandlingen blir grundig reingjort og desinfisert eller sterilisert før det brukes på nytt. d) produkter av animalsk opprinnelse som brukes ved behandling av sæden, inkludert tilsetningsstoffer og fortynningsmidler, tas fra kilder som ikke utgjør noen dyrehelsemessig risiko eller blir behandlet før bruk slik at risikoen elimineres. e) lagrings- og transportbeholdere, unntatt engangsbeholdere, blir grundig desinfisert eller sterilisert før påfylling. f) kjølemediet ikke har blitt brukt til andre produkter av animalsk opprinnelse tidligere. g) hver enkelt sæddose blir tydelig merket slik at uttaksdato, stasjonens godkjenningsnummer og donorens rase og identitet enkelt kan fastslås. h) lagerrom for sæd drives i samsvar med kravene som gjelder for sædlagre, jf. 6a. I tillegg til sæd som er tatt ut på godkjente stasjoner, kan godkjente seminstasjoner behandle sæd som ikke er tatt ut på godkjente stasjoner dersom: 1. sæden stammer fra okser som oppfyller kravene i behandlingen foretas med separat utstyr, eller på andre tidspunkt enn sæd beregnet til kunstig sædoverføring med utstyr som reingjøres og steriliseres etter bruk. 3. sæden ikke utleveres med tanke på kunstig sædoverføring, herunder eksporteres til land i EØS, og ikke på noe tidspunkt kommer i kontakt med eller lagres sammen med slik sæd. 4. sæden er identifiserbar ved merking som er forskjellig fra merkingen beskrevet i første ledd nr. 5 bokstav g. I tillegg til sæd som er tatt ut på godkjente stasjoner, kan godkjente seminstasjoner lagre dypfryste embryoer dersom: 1. lagringen er godkjent av kompetent myndighet embryoene oppfyller gjeldende dyrehelsemessige betingelser for import og eksport av storfeembryoer embryoene lagres i separate beholdere. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 1 Jf. forskrift 31. desember 1998 nr om dyrehelsemessige betingelser for import og eksport av embryo av storfe. 6a.Krav til driften av godkjente sædlagre Ved godkjente sædlagre skal det: 1. føres fortegnelse over all sæd som føres til eller fra anlegget, samt over oksene sæden stammer fra og deres helsestatus. Oksenes helsestatus må være i samsvar med kravene i denne forskriften. 2. være adgang forbudt for uvedkommende. Det skal påses at besøkende opptrer i samsvar med de betingelser stasjonsveterinæren har fastsatt. 3. være ansatt teknisk kompetent personell med nødvendig kjennskap til desinfeksjons- og hygienemetoder for å forebygge smittespredning. 4. være etablert rutiner som sikrer at: a) det kun er sæd som er tatt ut på seminstasjoner som er godkjent i henhold til denne forskriften som 31

33 lagres i sædlageret, uten å komme i kontakt med annen sæd. Det er bare sæd fra godkjente seminstasjoner eller sædlagre, som transporteres under forhold som gir fullstendig helsemessig garanti og som sikrer at sæden ikke kommer i kontakt med annen sæd, som kan føres til godkjente sædlagre. b) lagring av sæd kun foregår i dertil beregnede lokaler og under de strengeste hygieneforhold. c) alt utstyr, unntatt engangsutstyr, som kommer i kontakt med sæden blir grundig desinfisert eller sterilisert før bruk. d) lagrings- og transportbeholdere, unntatt engangsbeholdere, blir grundig desinfisert eller sterilisert før påfylling. e) kjølemediet ikke har blitt brukt til andre produkter av animalsk opprinnelse tidligere. f) hver enkelt sæddose er tydelig merket slik at uttaksdato, seminstasjonens godkjenningsnummer og donorens rase og identitet enkelt kan fastslås. g) sæd som overføres til sædlageret fra en seminstasjon eller et annet sædlager i Norge og som er beregnet for eksport til en annen EØS-stat fra og med 23. oktober 2012 følges av et dokument tilsvarende helsesertifikatet som kreves ved import av oksesæd fra en EØS-stat, jf. 14 og 14a. I tillegg til sæd som er tatt ut på godkjente seminstasjoner, kan det i godkjente sædlagre lagres dypfryste storfeembryoer dersom: 1. lagringen er godkjent av kompetent myndighet embryoene oppfyller gjeldende dyrehelsemessige betingelser for import og eksport av storfeembryoer embryoene lagres i separate beholdere. 0 Tilføyd ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), endret ved forskrift 23 okt 2012 nr Jf. forskrift 31. desember 1998 nr om dyrehelsemessige betingelser for import og eksport av embryo av storfe. 7.Utvalg og isolasjon av dyr Alle storfe som tas inn på seminstasjoner skal ha vært isolert i minst 28 dager i lokaler som er godkjent for formålet, og hvor det kun finnes klauvdyr med minst like god eller bedre helsestatus. Før dyrene tas inn i isolasjonslokalene skal de ha blitt valgt ut fra besetninger som er offisielt fri for tuberkulose og offisielt fri for brucellose i henhold til direktiv 64/432/EØF. Dyrene skal aldri ha vært holdt i besetninger med dårligere helsestatus. Dyrene skal dessuten komme fra besetninger som er offisielt fri for smittsom leukose i henhold til direktiv 64/432/EØF. Alternativt skal de være avkom av mødre som har gjennomgått en agargel immunodiffusjonstest for smittsom leukose med negativt resultat etter at avkommet ble skilt fra dem. Er dyret resultat av embryooverføring, regnes mottakerdyret som moren. Hvis dette kravet ikke kan oppfylles, skal sæden ikke utleveres til bruk ved kunstig sædoverføring, herunder eksporteres til land i EØS, før oksen har blitt 2 år gammel og testet i henhold til 11 første ledd nr. 3 med negativt resultat. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 8.Testing av dyr før isolasjon I løpet av de siste 28 dager før isolasjonsperioden nevnt i 7, skal dyrene ha gjennomgått følgende tester med negativt resultat, unntatt for antistofftesten for BVD/MD i nr. 5: 1. en intradermal tuberkulintest for bovin tuberkulose. 2. en serologisk test for storfebrucellose. 3. en serologisk test for smittsom leukose hos storfe. 4. en serologisk test (helvirus) for infeksiøs bovin rhinotrakeitt/infeksiøs pustuløs vulvovaginitt (IBR/IPV) på 32

34 grunnlag av en blodprøve. 5. en virusisolasjonstest eller en virusantigentest, samt en serologisk antistofftest, for bovin virusdiaré/mucosal disease (BVD/MD). Testen for IBR/IPV nevnt i første ledd nr. 4 kreves ikke dersom dyrene kommer fra en besetning som er fri for IBR/IPV i henhold til definisjonen gitt i artikkel i OIEs internasjonale dyrehelsekode for pattedyr, fugler og bier. Testene nevnt i første ledd kan utføres mens dyrene står oppstallet i isolasjonslokalene, forutsatt at prøvene er tatt før isolasjonsperioden begynner. Ved positiv reaksjon på noen av testene nevnt i første ledd, unntatt antistofftesten for BVD/MD nevnt i første ledd nr. 5, skal det aktuelle dyret straks fjernes fra isolasjonslokalene. Gjelder det isolasjon av en gruppe av dyr, kan isolasjonsperioden tidligst begynne etter at dyret med positivt testresultat har blitt fjernet. 0 Endret ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 9.Testing av dyr i isolasjon I løpet av isolasjonsperioden nevnt i 7, skal dyrene gjennomgå: 1. en serologisk test for storfebrucellose. 2. en serologisk test (helvirus) for IBR/IPV på grunnlag av en blodprøve. 3. en virusisolasjonstest eller en virusantigentest, samt en serologisk antistofftest, for BVD/MD. 4. testing for Campylobacter fetus subsp. venerealis. 5. testing for Trichomonas foetus. Testene nevnt i første ledd nr. 1, 2 og 3 skal foretas tidligst 21 dager etter at isolasjonsperioden har begynt. Testene nevnt i første ledd nr 4 og 5 skal foretas tidligst 7 dager etter at isolasjonsperioden har begynt. Når det gjelder dyr yngre enn seks måneder, eller dyr som fra de var seks måneder gamle og til de skal settes i isolasjon, har tilhørt en gruppe hvor alle dyr er av samme kjønn, skal testingen for Campylobacter fetus subsp. venerealis nevnt i første ledd nr. 4 foretas på grunnlag av én enkelt forhudsskylleprøve eller én enkelt skylleprøve fra kunstig skjede tatt rett etter bruk. Dersom dyrene er seks måneder eller eldre og kan ha vært i kontakt med hunndyr før de settes isolasjon, skal testingen foretas på grunnlag av forhudsskylleprøver som tas tre ganger med en ukes intervall. Når det gjelder dyr yngre enn seks måneder, eller dyr som fra de var seks måneder gamle og til de skal settes i isolasjon, har tilhørt en gruppe hvor alle dyr er av samme kjønn, skal testingen for Trichomonas foetus nevnt i første ledd nr. 5 foretas på grunnlag av én enkelt forhudsskylleprøve. Dersom dyrene er seks måneder eller eldre og kan ha hatt kontakt med hunndyr før de settes i isolasjon, skal testingen foretas på grunnlag av forhudsskylleprøver som tas tre ganger med en ukes intervall. Ved positiv reaksjon på noen av testene nevnt i første ledd, unntatt antistofftesten for BVD/MD nevnt i første ledd nr. 3, skal det aktuelle dyret straks fjernes fra isolasjonslokalene. Hvilke tiltak som må gjennomføres for at de resterende dyrene i gruppen skal kunne tas inn på seminstasjonen avgjøres av kompetent myndighet. 1 Dyr med positiv reaksjon på testen for IBR/IPV nevnt i første ledd nr. 2, skal straks fjernes fra isolasjonslokalene. De øvrige dyrene i samme gruppe skal forbli i isolasjon og gjennomgå ny testing tidligst 21 dager etter at det positive dyret har blitt fjernet. Dyr, seronegative eller seropositive, kan bare settes inn på seminstasjonen dersom resultatet av antistofftesten for BVD/MD nevnt i første ledd nr. 3 viser at dyr som var seronegative før de ble satt i isolasjon, ikke har 33

35 serokonvertert. Dersom serokonvertering har inntruffet, skal alle dyr som forblir seronegative holdes i isolasjon til det ikke har forekommet serokonvertering i gruppen over en periode på tre uker. Seropositive dyr kan settes inn på seminstasjonen. Før første leveranse av sæd fra BVD/MD-seropositive okser, skal en sædprøve fra hvert dyr gjennomgå en virusisolasjonstest eller virus antigen ELISA-test for BVD/MD. Er testresultatet positivt, skal dyret fjernes fra seminstasjonen og all sæd fra dyret skal destrueres. 0 Endret ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 1 Jf. forskrift 27. juni 2002 nr. 732 om bekjempelse av dyresjukdommer. 10.Inntak av dyr på seminstasjoner Dyr kan bare tas inn på seminstasjoner såfremt stasjonsveterinæren har gitt tillatelse til det. All forflytning av dyr, både ut og inn, skal journalføres. Dyr må ikke vise tegn på sjukdom den dagen de tas inn på seminstasjonen. Alle dyr, unntatt slike som er nevnt i tredje ledd, skal komme direkte fra isolasjonslokaler som: 1. ligger midt i et område med 10 kilometers radius hvor det ikke har vært noe tilfelle av munn- og klauvsjuke de siste 30 dager. 2. har vært fri for munn- og klauvsjuke og brucellose de siste tre måneder. 3. har vært fri for sjukdommer hos storfe som er meldepliktige i henhold til vedlegg E til direktiv 64/432/EØF de siste 30 dager. Dersom kravene i annet ledd er oppfylt og rutinetestene som kreves i 11 er foretatt i løpet av de siste 12 måneder, kan dyr overføres direkte fra en godkjent seminstasjon til en annen med samme helsestatus uten krav om isolasjon og testing. De aktuelle dyrene må ikke komme i direkte eller indirekte kontakt med klauvdyr som har dårligere helsestatus, og transportmiddelet skal være desinfisert før bruk. Ved overføring av dyr til og fra godkjente seminstasjoner i utlandet kommer gjeldende forskrift om dyrehelsemessige betingelser for innførsel og utførsel av storfe 1 til anvendelse. 0 Endret ved forskrift 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 1 Jf. forskrift av 25. mars 2002 nr. 305 om dyrehelsemessige betingelser for innførsel og utførsel av storfe. 11.Rutinetesting av dyr på seminstasjoner Alle storfe som holdes på seminstasjoner skal minst en gang i året gjennomgå følgende tester: 1. en intradermal tuberkulintest for bovin tuberkulose. 2. en serologisk test storfebrucellose. 3. en serologisk test for smittsom leukose hos storfe. 4. en serologisk test (helvirus) for IBR/IPV på grunnlag av en blodprøve. 5. en serologisk antistofftest for BVD/MD. 6. en test for Campylobacter fetus subsp. venerealis på grunnlag av en forhudsskylleprøve. 7. en test for Trichomonas foetus på grunnlag av en forhudsskylleprøve. Antistofftesten for BVD/MD nevnt i første ledd nr. 5 kreves bare for dyr som tidligere er testet seronegative. Dersom resultatet av testen viser at dyret har blitt seropositivt, skal all sæd fra dyret som er tatt ut etter siste negative test, kasseres eller testes for virus. 34

36 Testene for Campylobacter fetus subsp. venerealis og Trichomonas foetus nevnt i første ledd nr. 6 og 7, kreves bare for okser som det tas ut sæd fra og okser som har kontakt med okser som det tas ut sæd fra. Okser, som det etter et opphold på mer enn seks måneder på nytt skal tas ut sæd fra, skal testes tidligst 30 dager før sæduttak gjenopptas. Ved positiv reaksjon på noen av testene nevnt i første ledd, skal det aktuelle dyret isoleres. Sæd som er tatt ut fra dyret etter siste negative test skal ikke utleveres til bruk ved kunstig sædoverføring, herunder eksporteres til land innenfor EØS. All sæd som er tatt ut fra de andre dyrene på stasjonen etter at den positive testen ble utført, skal lagres separat og ikke utleveres til bruk ved kunstig sædoverføring, herunder eksporteres til land innenfor EØS, før stasjonens helsestatus er gjenopprettet. Unntatt fra utleveringsforbudet i fjerde ledd, er sæd fra okser med positivt resultat på antistofftesten for BVD/MD nevnt i første ledd nr. 5, dersom sæden i hvert ejakulat har blitt testet for BVD/MD-virus med negativt resultat. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 12.Krav til sæd som utleveres fra seminstasjoner Sæden seminstasjoner utleverer til bruk ved kunstig sædoverføring skal stamme fra okser som: 1. ikke viser noe tegn på sjukdom den dagen sæden tas ut. 2. ikke har blitt vaksinert mot munn- og klauvsjuke i løpet av de siste 12 måneder før sæden tas ut, eller om de har blitt vaksinert mot munn- og klauvsjuke i løpet av de siste 12 måneder før sæden tas ut, at minst 5% (minimum 5 strå) av sæden i hvert ejakulat har gjennomgått en virusisolasjonstest for munn- og klauvsjukevirus med negativt resultat. 3. ikke har blitt vaksinert mot munn- og klauvsjuke i løpet av de siste 30 dager før sæduttaket. 4. har blitt holdt på en godkjent seminstasjon i en sammenhengende periode på minst 30 dager umiddelbart før sæduttaket, hvis det gjelder fersk sæd. 5. ikke brukes til naturlig bedekning. 6. holdes på en godkjent seminstasjon som i tidsrommet 3 måneder før til 30 dager etter sæduttaket eller, hvis det gjelder fersk sæd, til sæden utleveres, har vært fri for munn- og klauvsjuke. Stasjonen skal dessuten ligge midt i et område med 10 kilometers radius hvor det ikke har vært noe tilfelle av munn- og klauvsjuke de siste 30 dager. 7. Holdes på en seminstasjon som i tidsrommet 3 måneder før til 30 dager etter sæduttaket, eller hvis det gjelder fersk sæd, til sæden utleveres, har vært fri for sjukdommer hos storfe som er meldepliktige i henhold til vedlegg E, avsnitt I, til direktiv 64/432/EØF. Sæden skal være tilsatt en kombinasjon av antibiotika som effektivt hindrer oppvekst av bakterier. Umiddelbart etter tilsetning av antibiotika skal den fortynnede sæden ha vært oppbevart ved minimum 5 C i minimum 45 minutter. Sæd som eksporteres til land innenfor EØS skal ferdig fortynnet inneholde minimum 500 IU streptomycin pr. ml, 500 IU penicillin pr. ml, 150 μg lincomycin pr. ml og 300 μg spectinomycin pr. ml eller en annen antibiotikakombinasjon med tilsvarende effekt mot campylobacter, leptospirer og mykoplasmer. Sæden, unntatt fersk sæd, skal ha vært lagret under godkjente forhold i minst 30 dager før utlevering. Sæd som eksporteres til land innenfor EØS, skal transporteres til mottakerlandet i beholdere som har blitt reingjort og desinfisert eller sterilisert før bruk, og som har blitt forseglet og nummeret før de sendes fra det godkjente lageret. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004). 35

37 Kapittel III. Vilkår for import og eksport av oksesæd innenfor EØS 0 Overskriften endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 1 april 2009 nr Vilkår for import og eksport innenfor EØS Oksesæd som er beregnet til kunstig sædoverføring kan importeres fra eller eksporteres til land i EØS såfremt: 1. sæden er tatt ut, behandlet og, om nødvendig, lagret på en seminstasjon som er godkjent av kompetent myndighet i opprinnelseslandet 1 i henhold til vilkårene i 5 og som drives i henhold til kravene i 6. Sæden kan også være lagret i et sædlager som er godkjent av kompetent myndighet 1 i henhold til vilkårene i 5a og som drives i henhold til 6a. Seminstasjonen eller sædlagret og dens/dets veterinært registreringsnummer skal stå oppført på en liste som er offentliggjort av kompetent myndighet i vedkommende land. 2. sæden stammer fra okser som oppfyller kravene i 7 til sæden er tatt ut, behandlet, lagret og transportert i henhold til kravene i 5, 5a, 6, 6a og sæden er produsert etter 31. desember 1991, hvis den stammer fra land som var EØS-stater før 1. mai sæden er produsert etter 1. mai 2004, hvis den stammer fra land som ble EØS-stater fra 1. mai Oksesæd som er tatt ut, behandlet og lagret før 31. desember 2004, men likevel ikke før datoene som er angitt i første ledd nr. 5 og 6, kan importeres fra eller eksporteres til land i EØS dersom vilkårene i vedlegg B del 2 er oppfylt. Oksesæd som er importert fra et land utenfor EØS i overensstemmelse med bestemmelsene i kapittel III og deretter lagret på et godkjent sædlager kan importeres fra eller eksporteres til land i EØS. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 feb 2005 nr. 75, 1 april 2009 nr. 532, 17 juni 2009 nr. 682, 25 juni 2010 nr. 1053, 23 okt 2012 nr Jf Generelle krav til helsesertifikat Oksesæd som importeres fra eller eksporteres til land i EØS skal følges av helsesertifikat. Sertifikatet skal: 0 1. være utstedt av offentlig veterinær, 2. være skrevet på minst ett av de offisielle språkene i opprinnelseslandet og ett av de offisielle språkene i mottakerlandet, 3. foreligge i original, 4. bestå av ett ark, og 5. være utstedt til én enkelt mottaker. Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 18), 1 april 2009 nr. 532 (tidligere 16), 17 juni 2009 nr a.Spesielle krav til helsesertifikat Dersom sæden sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut, skal oksesæd som omhandlet i 13 første ledd ved import fra eller eksport til land i EØS følges av et helsesertifikat i overensstemmelse med modellen vist i vedlegg B del 1. 36

38 Dersom sæden sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut, skal oksesæd som omhandlet i 13 annet ledd ved import fra eller eksport til land i EØS følges av et helsesertifikat i overensstemmelse med modellen vist i vedlegg B del 2. Dersom sæden sendes fra et sædlager, skal oksesæd som omhandlet i 13 første, annet eller tredje ledd ved import fra eller eksport til land i EØS følges av et helsesertifikat i overensstemmelse med modellen vist i vedlegg B del 3. 0 Tilføyd ved forskrift 17 juni 2009 nr. 682, endret ved forskrift 23 okt 2012 nr Kapittel IV. Vilkår for import av oksesæd fra land utenfor EØS 0 Kapitlet tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr Godkjente land Oksesæd kan kun importeres fra land eller deler av land som er oppført på listen i vedlegg A. 0 Tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr Endret ved forskrift 25 nov 2011 nr a.Godkjente seminstasjoner og sædlagre Oksesæd kan kun importeres fra seminstasjon eller sædlager som er godkjent av vedkommende lands kompetente myndighet og oppført på en liste som er offentliggjort av Europakommisjonen. 0 Tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr Endret ved forskrift 25 juni 2010 nr Generelle krav til helsesertifikater Oksesæd som importeres skal følges av helsesertifikat. Sertifikatet skal: 1. være utstedt av offentlig veterinær, 2. være skrevet på minst ett av de offisielle språkene i mottakerlandet og ett av de offisielle språkene i landet hvor grensekontrollen skal foretas, 3. foreligge i original, 4. bestå av ett ark, og 5. være utstedt til én enkelt mottaker. 0 Tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr a.Spesielle krav til helsesertifikater Oksesæd kan kun importeres dersom sæden følges av et helsesertifikat i samsvar med respektiv modell vist i vedlegg C del 1, 2 eller 3, som er utfylt i overensstemmelse med forklaringen i vedlegg C del 4. 0 Tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr Endret ved forskrifter 17 juni 2009 nr. 682, 25 nov 2011 nr b.Dyrehelsemessige vilkår Oksesæd kan kun importeres dersom vilkårene fastsatt i helsesertifikatene omhandlet i 16a er oppfylt. 0 Tilføyd ved forskrift 25 nov 2011 nr c.Spesielle vilkår for import fra Canada Uavhengig av bestemmelsene i 16a og 16b, kan oksesæd fra Canada importeres dersom vilkårene i helsesertifikatmodell vist i vedlegg D er oppfylt og sæden følges av et slikt helsesertifikat i utfylt stand. 37

39 0 Tilføyd ved forskrift 1 april 2009 nr Endret ved forskrift 25 nov 2011 nr (tidligere 16b). 16d.Transport Oksesæd skal ikke transporteres i samme beholder som sæd som ikke er beregnet for import til EØS eller som har dårligere helsestatus. Under transport til EØS skal sæden være plassert i lukket og forseglet beholder og forseglingen skal ikke brytes under transporten. 0 Tilføyd ved forskrift 25 nov 2011 nr Kapittel V. Andre bestemmelser 0 Endret ved forskrift 1 april 2009 nr. 532 (tidligere kapittel IV). 17.Godkjenningsinstans Mattilsynet kan godkjenne norske seminstasjoner og sædlagre. Godkjente virksomheter tildeles et veterinært registreringsnummer. Dersom vilkår for godkjenning ikke lenger er oppfylt eller virksomheten drives i strid med bestemmelsene i kapittel II, kan Mattilsynet trekke godkjenningen tilbake. Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 0 19). 18.Tilsyn og kontroll Mattilsynet fører tilsyn og fatter vedtak for å gjennomføre bestemmelsene gitt i og i medhold av denne forskriften. Ved import og eksport av oksesæd kommer gjeldende bestemmelser om tilsyn og kontroll 1 til anvendelse. 0 Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 9 juni 2004 nr. 899, 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 20). Jf. forskrift av 31. desember 1998 nr om tilsyn og kontroll ved innførsel og utførsel av levende dyr, annet avlsmateriale og animalsk avfall innen EØS, og ved innførsel av levende dyr fra land utenfor EØS, forskrift av 18. oktober 1999 nr om tilsyn og kontroll ved 1 import og transitt mv. av levende dyr, animalske næringsmidler og produkter av animalsk opprinnelse mv. fra tredjeland, og forskrift av 20. januar 2000 nr. 47 om gebyr for tilsyn og kontroll ved import og transitt mv. av levende dyr, animalske næringsmidler og produkter av animalsk opprinnelse mv. fra tredjeland. 19.Tester Alle laboratorietester som kreves i denne forskriften skal være foretatt ved et offentlig godkjent laboratorium. Intradermale tuberkulintester og serologiske tester for storfebrucellose og smittsom leukose hos storfe skal være utført i henhold til prosedyrene som er beskrevet i vedlegg B, vedlegg C og vedlegg D til direktiv 64/432/EØF. Agargel immunodiffusjonstest for epizootic haemorrhagic disease skal være utført i henhold til prosedyren som er beskrevet i kapittelet om bluetongue i OIEs Terrestrial Manual. 0 Endret ved forskrifter 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 21). 20.Dispensasjon Mattilsynet kan i særlige tilfeller dispensere fra bestemmelsene i denne forskriften, forutsatt at det ikke vil stride mot Norges internasjonale forpliktelser, herunder EØS-avtalen. 38

40 0 Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 22). 21.Sikkerhetsbestemmelser Mattilsynet kan på kort varsel, uten erstatning for avsender eller mottaker, stoppe import eller eksport av sæd dersom spesielle forhold vedrørende avsenderlandets dyrehelsesituasjon eller andre forhold gjør det nødvendig. 0 Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 9 juni 2004 nr. 899, 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 23). 22.Straff Forsettlig eller uaktsom overtredelse av denne forskriften eller bestemmelser gitt i medhold av den, er straffbar i henhold til matloven Endret ved forskrifter 9 jan 2004 nr. 118, 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 24). 23.Ikrafttredelse og overgangsordninger Denne forskriften trer i kraft straks. Fra samme tidspunkt oppheves forskrift av 31. desember 1998 nr om dyrehelsemessige betingelser for innførsel og utførsel av storfesæd. Seminstasjoner som er godkjent etter forskrift av 31. desember 1998 nr om dyrehelsemessige betingelser for innførsel og utførsel av storfesæd betraktes som godkjent etter denne forskriften. Oksesæd som er tatt ut, behandlet og lagret før 31. desember 2004 kan omsettes innenlands dersom vilkårene i vedlegg B del 2 er oppfylt. Til og med 30. juni 2013 kan oksesæd fra land utenfor EØS følges av et helsesertifikat, som er utstedt senest 31. mai 2013, i samsvar med respektiv modell vist i vedlegg E. 0 Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 feb 2005 nr. 75 (tidligere 25), 1 april 2009 nr. 532, 17 juni 2009 nr. 682, 25 nov 2011 nr. 1144, 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013). Vedlegg A. Liste over land, eller deler av land utenfor EØS, hvorfra det er tillatt å importere oksesæd ISO-kode Land Merknader Beskrivelse av området (hvis relevant) Tilleggsgarantier AU Australia Tilleggsgarantien for de prøver som er fastsatt i punkt II i sertifikatet i vedlegg C del 1 er obligatorisk. CA Canada * CH Sveits ** CL GL IS HR NZ PM Chile Grønland Island Kroatia New Zealand Saint Pierre og Miquelon 39

41 ISO-kode Land Merknader Beskrivelse av området (hvis relevant) Tilleggsgarantier US USA Tilleggsgarantien som er fastsatt i punkt II i sertifikatet i vedlegg C del 1 er obligatorisk. * ** 0 Jf. likevel særskilte sertifikatkrav fastsatt i relevante avtaler mellom EU og tredjeland. Sertifikater i samsvar med ekvivalensavtalen mellom Sveits og Norge 11. november 2010 nr. 49 om veterinære tiltak ved handel med levende dyr, sæd, ova, embryo og animalske produkter. Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 17 juni 2009 nr. 682, 25 okt 2010 nr. 1374, 25 nov 2011 nr. 1144, 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013). Vedlegg B Del 1. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import og eksport innenfor EØS av oksesæd som sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut Del 2. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import og eksport innenfor EØS av oksesæd som er tatt ut, behandlet og lagret før 31. desember 2004 og sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut Del 3. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import og eksport innenfor EØS av oksesæd som sendes fra et sædlager 0 Endret ved forskrifter 12 okt 2004 nr (i kraft 1 nov 2004), 2 feb 2005 nr. 75, 17 juni 2009 nr. 682, 23 okt 2012 nr Vedlegg C. Standard helsesertifikater til bruk ved import og transitt av oksesæd fra land utenfor EØS Del 1. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import eller transitt av oksesæd fra land utenfor EØS dersom sæden sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut, behandlet og lagret Del 2. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import eller transitt av oksesæd fra land utenfor EØS dersom sæden er innsamlet, behandlet og lagret før 31. desember 2004 og sendes fra seminstasjonen der den er tatt ut, behandlet og lagret 40

42 Del 3. Modell for helsesertifikat som skal følge med ved import eller transitt av oksesæd fra land utenfor EØS dersom sæden sendes fra et sædlager Del 4. Forklaring til utfylling av helsesertifikat a) Helsesertifikater skal utarbeides av kompetent myndighet i eksportlandet etter respektiv modell vist i vedlegg C del 1, 2 eller 3. Dersom EØS-bestemmelseslandet stiller tilleggskrav, skal erklæringer som bekrefter at disse er oppfylt også inkluderes i originaleksemplaret av helsesertifikatet. b) Originaleksemplaret av helsesertifikatet skal bestå av ett enkelt papirark eller, hvis det er mer tekst, være utformet slik at alle nødvendige papirark utgjør en samlet og udelelig helhet. c) Der det i helsesertifikatmodellen er angitt at erklæringer som ikke er relevante skal strykes, kan de erklæringer som ikke er relevante overstrekes, paraferes og stemples av sertifikatutsteder eller slettes helt fra sertifikatet. d) Helsesertifikatet skal skrives på minst ett av de offisielle språkene i det EØS-landet hvor grensekontrollen skjer, samt ett av de offisielle språkene i det EØS-landet hvor det endelige bestemmelsesstedet ligger. Disse EØS-landene kan likevel tillate at sertifikatet skrives på det offisielle språket i et annet EØS-land eller er vedlagt en offisiell oversettelse. e) Dersom helsesertifikatet vedheftes flere papirark for å identifisere enkelte produkter i forsendelsen (felt I.28 i helsesertifikatmodellen), skal disse papirarkene også anses som en del av det originale helsesertifikatet og hvert av arkene påføres sertifikatutsteders underskrift og stempel. f) Dersom helsesertifikatet, inkludert vedheftede skjemaer som nevnt i bokstav e), består av mer enn én side, skal hver side pagineres (side av samlet antall sider) nederst på siden og påføres referansenummeret som er tildelt av kompetent myndighet øverst på siden. g) Originaleksemplaret av helsesertifikatet skal fylles ut og underskrives av offentlig veterinær siste arbeidsdag før forsendelsen lesses for eksport til EØS. Kompetent myndighet i eksportlandet skal sørge for at sertifikatutstedelsen skjer i samsvar med regler tilsvarende de som er fastsatt i direktiv 96/93/EF. Den offentlige veterinærens underskrift og stempel skal ha en annen farge enn den trykte teksten i helsesertifikatet. Det samme gjelder stempler, men likevel ikke pregetrykk eller vannmerker. h) Originaleksemplaret av helsesertifikatet skal følge med forsendelsen til grensekontrollstasjonen hvor den innføres til EØS. i) Sertifikatets referansenummer, jf. felt I.2 og II.a i helsesertifikatmodellen, skal utstedes av eksportlandets kompetente myndighet. 0 Tilføyd ved forskrift 25 nov 2011 nr. 1144, endret ved forskrift 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013). Vedlegg D. Spesielle helsesertifikater til bruk ved import av oksesæd fra visse land utenfor EØS Modell for helsesertifikat som kan følge med oksesæd som importeres fra Canada 41

43 0 Tilføyd ved forskrift 25 nov 2011 nr Vedlegg E. Overgangsordning Modell for helsesertifikat som kan brukes ved import og transitt av oksesæd fra land utenfor EØS til og med 30. juni Endret ved forskrifter 9 juni 2004 nr. 899, 2 feb 2005 nr. 75, 1 april 2009 nr. 532, 17 juni 2009 nr. 682, 25 nov 2011 nr (tidligere vedlegg C), 19 des 2012 nr (i kraft 1 jan 2013). Viðauki II. Vottorð sem fylgir innflutningi og útflutningi á nautasæði innan EES 42

44 43

45 44

46 Viðauki III. Útbreiðsla sjúkdóma í heiminum, samkvæmt tilkynningum til OIE Nautgripaberklar - Bovine tuberculosis (júlí desember 2012) Blátunga Bluetongue (júlí desember 2012) 45

47 Epizootic haemorrhagic disease (júlí desember 2012) Fósturlát í kúm Trichomonosis (júlí desember 2012) 46

48 Garnaveiki Paratuberculosis (janúar - júní 2012) Gin- og klaufaveiki Foot and mouth disease (júlí desember 2012) 47

49 Gulusótt - Leptospirosis (júlí desember 2011) Hundaæði Rabies (júlí desember 2012) 48

50 Illkynja brjósthimnubólga Contagious bovine pleuropneumonia (júlí desember 2012) Munnblöðrubólga Vesicular stomatitis (júlí desember 2012) 49

51 Pasteurella blóðsýking - Haemorrhagic septicemia (júlí desember 2012) Q-hitasótt Q-fever (janúar júlí 2012) 50

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Frumframleiðsla og annað dýrahald

Frumframleiðsla og annað dýrahald Áhættu- og frammistöðuflokkun Frumframleiðsla og annað dýrahald Mat á eftirlitsþörf með frumframleiðslu og öðru dýrahaldi Útgáfa: 12.1.2018 0 STAÐFESTING Á GILDISTÖKU Frumframleiðsla og annað dýrahald

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 5. júní 2018 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga,

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 379 272. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Q E SAMTOKFJARMALAFYRIRTÆKJA lcelandic Financial Serviccs Association ms a m tö k fy rirtæ k ja SA Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík,

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA Febrúar 2012 ISBN: 978-9979-871-58-3 EFNISYFIRLIT SAMANTEKT... 5 NIÐURSTÖÐUR OG TILLÖGUR NEFNDARINNAR... 8 1. INNGANGUR... 11 1.1. Skipan nefndarinnar...

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Hámarkshraði á tveggja akreina

Hámarkshraði á tveggja akreina Hámarkshraði á tveggja akreina þjóðvegum Athugun á norskri aðferð við ákvörðun hámarkshraða Nóvember 2004 Einar M. Magnússon Þórólfur Nielsen Haraldur Sigþórsson Unnið af: Einari Má Magnússyni og Þórólfi

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. BA-ritgerð í lögfræði 33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. Jóhann Þorvarðarson Leiðbeinandi: Unnur E. Sveinsdóttir Apríl 2014 BA-ritgerð í lögfræði

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1107 679. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). (Lagt fyrir Alþingi

Detaljer

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. Í vinnslu 15. febrúar 2016 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs

Detaljer

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Albert K. Imsland, Akvaplan-niva, Strandbúnaðarþing 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars Yfirlit erindis Lífsferill laxalúsar Hitastig og laxalús Laxalús

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið, b.t. Vals Þráinssonar, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Reykjavík 11. mars 2016. Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Virk efni: natríumklóríð, kalíumklóríð, kalsíumklóríð tvíhýdrat, magnesíumklóríð hexahýdrat og natríumacetat

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál] sþ. 118. Tillaga til þingsályktunar [115. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. (Lögð fyrir Alþingi á

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf.

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. Miðvikudagur, 9. maí 2018 Ákvörðun nr. 14/2018 Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Samkeppniseftirlitinu barst bréf þann 27. mars 2018 þar sem tilkynnt var um kaup Basko ehf.

Detaljer

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur.

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur. REGLUGERÐ um plöntuverndarvörur. 1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins. Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Typhim Vi, 25 míkróg/0,5 ml stungulyf, lausn. Fjölsykrubóluefni við taugaveiki. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 0,5 ml skammtur inniheldur: Hreinsaðar Vi hjúpfjölsykrur

Detaljer

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl.

Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Nordiskt samarbete - Nationell utveckling - Nordiskt utbyte Norræn skiptidvöl. Ingibergur Sigurðsson veiðieftirlitsmaður vinnsluskip Mars til júní 2009. Inngangur Í því sem hér fer á eftir mun ég gera

Detaljer

Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna -

Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna - BA-ritgerð í lögfræði Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 - með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna - Sigríður Dísa Gunnarsdóttir Leiðbeinandi:

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN Þú getur gert margt til að viðhalda heilsunni. Ef þú veikist af langvinnum

Detaljer

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni 978-9935-9275-1-4 2018 Rannsóknin var

Detaljer

Eftirlitsskýrsla. Áburðareftirlit Desember 2011

Eftirlitsskýrsla. Áburðareftirlit Desember 2011 Eftirlitsskýrsla Áburðareftirlit 2011 Desember 2011 0 EFNISYFIRLIT I. Framkvæmd áburðareftirlits... 3 1. Inngangur... 3 2. Áburðareftirlit... 3 3. Sýnataka... 3 4. Leyfð vikmörk... 3 II. Búvís ehf....

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ostacid 70 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati.

Detaljer

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010 -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Rannveig Júníusdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ása Ólafsdóttir, lektor september

Detaljer

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. REGLUGERÐ um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. 1. gr. Innleiðing. Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla, II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnar

Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnar mbl Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnarr Áfangaskýrslaa 2009 Veðurvaktin Verkefnið er fjármagnað af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar Vinnuhópur um veðurfarsaðlögun

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Dermovat 0,5 mg/ml húðlausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af húðlausn innheldur: 0,5 mg af klóbetasólprópíónati Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Nr júlí 2017 REGLUGERÐ

Nr júlí 2017 REGLUGERÐ REGLUGERÐ um (.) breytingu á reglugerð nr. 835/ um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/09 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/04 að því er varðar aukið,

Detaljer

Gæsluvarðhald að ósekju

Gæsluvarðhald að ósekju LÖGFRÆÐISVIÐ Gæsluvarðhald að ósekju Bótaréttur manna vegna setu í gæsluvarðhaldi að ósekju sbr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Þorkell Hróar Björnsson

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Vöktunarskýrsla 2016 fyrir Arnarlax hf. Laxeldi í sjó við Haganes í Arnarfirði

Vöktunarskýrsla 2016 fyrir Arnarlax hf. Laxeldi í sjó við Haganes í Arnarfirði Vöktunarskýrsla 2016 fyrir Arnarlax hf. Laxeldi í sjó við Haganes í Arnarfirði Unnið fyrir Arnarlax Margrét Thorsteinsson Cristian Gallo Maí 2016 NV nr. 15-16 Náttúrustofa Vestfjarða Sími: 456-7005 Kennitala:

Detaljer

ÖRYGGISBLAÐ ETHYL DIGLYCOL

ÖRYGGISBLAÐ ETHYL DIGLYCOL ÖRYGGISBLAÐ KAFLI 1: Auðkenning efnisins eða efnablöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Heiti vöru Vörunúmer 20310 Samheiti; viðskiptaheiti REACH skráningarnúmer DIETHYLENE GLYCOL MONOETHYL

Detaljer

Er fjárkláðinn úr sögunni?

Er fjárkláðinn úr sögunni? 8 Skógrækt þyrfti að þrefalda að mati Arnórs Snorrasonar 12 Er fjárkláðinn úr sögunni? 16 Viðtal við Ólaf M. Magnússon í Mjólku 10. tölublað 2007 Þriðjudagur 29. maí Blað nr. 261 Upplag 16.300 Alhvítt

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi Höfundur: Klara Baldursdóttir Briem Kennitala: 121287-2699 Leiðbeinandi: Hulda

Detaljer

Leiðbeiningar Reglur um veðurathuganir, skýrslufærslu og skeytasendingar á skeytastöðvum

Leiðbeiningar Reglur um veðurathuganir, skýrslufærslu og skeytasendingar á skeytastöðvum Leiðbeiningar 08001 Reglur um veðurathuganir, skýrslufærslu og skeytasendingar á skeytastöðvum VÍ-ES01 Reykjavík 2008 EFNISYFIRLIT Formáli... 5 1. Inngangur... 7 2. Hitastig... 10 3. Loftþrýstingur...

Detaljer

316 Hvítbók ~ náttúruvernd

316 Hvítbók ~ náttúruvernd 19 Almannaréttur 316 Hvítbók ~ náttúruvernd 19. Almannaréttur 19.1 Inngangur Ekki er að finna í íslenskum lögum almenna skilgreiningu á hugtakinu almannarétti. Samkvæmt lögfræðiorðabókinni er almannaréttur

Detaljer

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 LV-2013-047 Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012 Apríl 2013 Efnisyfirlit Inngangur... 8 Rannsóknasvæði... 8 Aðferðir... 9 Niðurstöður... 10 Heiðagæsatalning

Detaljer

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun

Vernd vöruheita. með uppruna- eða staðarvísun Vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísun Greinargerð um landfræðilegar merkingar á vegum Samtaka mjólkur - og kjötframleiðenda og Samtaka iðnaðarins Júní 2012 - Samantekt: Einar Karl Haraldsson Efnisyfirlit

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Alltaf

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb Reykjavík, 22. janúar 2007. Nefiidasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur 23. 1 Q.ccrb Efiii: Svör við umsögnum um firumvarp til laga um breyting á almennum

Detaljer

Nr. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012. frá 15.

Nr. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012. frá 15. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 4.10.2012 ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012 2012/EES/56/04 frá 15. júní 2012 um breyt ingu á II. við auka (Tækni legar reglu gerð

Detaljer

TIL HVERS LÍTUR HÆSTIRÉTTUR VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR Í OFBELDISMÁLUM? Kolbrún Jóna Pétursdóttir

TIL HVERS LÍTUR HÆSTIRÉTTUR VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR Í OFBELDISMÁLUM? Kolbrún Jóna Pétursdóttir TIL HVERS LÍTUR HÆSTIRÉTTUR VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR Í OFBELDISMÁLUM? Kolbrún Jóna Pétursdóttir 2016 ML í lögfræði Höfundur: Kolbrún Jóna Pétursdóttir Kennitala: 240268-5909 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Hallgrímur Snorrason 5.4.2017 Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi Samantekt Í þessari greinargerð er fjallað um reglubundnar tölfræðiathuganir á launum og atvinnu í Noregi og á Íslandi,

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS BCG-medac, duft og leysir fyrir þvagblöðrudreifu 2. INNIHALDSLÝSING Eftir blöndun inniheldur eitt hettuglas: BCG (Bacillus Calmette Guérin) bakteríustofn RIVM

Detaljer