SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Like dokumenter
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Eitt hettuglas inniheldur 200 einingar af Clostridium botulinum taugaeitri af gerð A (150 kd), án

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nikótín

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Nutricia. næringardrykkir

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta

R3123A Markarfljótsvirkjun B

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Verkefnahefti 3. kafli

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Lausnir Nóvember 2006

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

sþ Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

Öryggisblað (SDS) Bensín 95 oktan E5 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 2. HÆTTUGREINING.

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

Magn og uppspretta svifryks

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Ordliste for TRINN 1

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

PREPARATOMTALE. Voksne over 16 år: Chlamydiauretritt/cervicitt, gonoré fremkalt av ikke-multiresistente bakterier.

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið.

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind notkun Eldsneyti Söluaðili Olíuverzlun Íslands hf. Katrínartúni Reykjavík Sími:

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ

Kongeriket Norges Grunnlov

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ

ÖRYGGISBLAÐ ETHYL DIGLYCOL


ÖRYGGISBLAÐ ETHANOL & ISOPROPANOL

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH).

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: -

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Leiðbeiningar Reglur um veðurathuganir, skýrslufærslu og skeytasendingar á skeytastöðvum

Öryggisblað. Maurasýra, 85% HCOOH. Skin Corr. 1B;H314. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða.

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

Transkript:

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zitromax 500 mg innrennslisstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 500 mg azitrómýsín (sem tvíhýdrat), samsvarandi 100 mg/ml lausn eftir blöndun (sjá kafla 6.6). Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Innrennslisstofn, lausn. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Zitromax innrennslisstofn, lausn er ætlað til notkunar sem upphafsmeðferð í bláæð við lungnabólgu sem smitast utan sjúkrahúss og er af völdum azitrómýsínnæmra baktería (þar á meðal Legionella pneumophila). Zitromax innrennslisstofn, lausn er ætlað til notkunar sem upphafsmeðferð í bláæð við sýkingum í innri kynfærum kvenna af völdum azitrómýsínnæmra baktería. Ekki liggja fyrir nægar klínískar upplýsingar til staðfestingar á verkun þegar um er að ræða sýkingu í innri kynfærum kvenna af völdum Neisseria gonorrhea. Við ávísun sýklalyfja skal taka tillit til staðbundins ónæmis sýkingavalda. Fylgja skal opinberum/staðbundnum leiðbeiningum um viðeigandi notkun sýklalyfja (sjá kafla 5.1). 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Skammtar Fullorðnir Lungnabólga sem smitast utan sjúkrahúss, þegar um staðfesta bakteríusýkingu er að ræða: Ráðlagður skammtur er 500 mg gefinn í bláæð í einum skammti daglega í að minnta kosti tvo daga. Síðan á að halda meðferð áfram með azitrómýsíni 500 mg til inntöku einu sinni á sólarhring þannig að meðferðin vari í 7-10 daga. Læknir ákveður hvenær eigi að skipta yfir í meðferð til inntöku, háð klínískri svörun sjúklings. Staðfest bakteríusýking í innri kynfærum kvenna: Ráðlagður skammtur er 500 mg gefin í bláæð í einum skammti daglega í 1-2 daga. Meðferð á síðan að halda áfram með gjöf azitrómýsíns til inntöku, 250 mg einu sinni á dag, þannig að meðferðin vari í 7 daga. Læknir ákveður hvenær eigi að skipta yfir í meðferð til inntöku, háð klínískri svörun sjúklings. Börn Öryggi og verkun Zitromax innrennslisstofns, lausnar til meðferðar við sýkingum hjá börnum hefur ekki verið staðfest. 1

Aldraðir Ekki þarf að breyta skömmtun hjá öldruðum. Þar sem aldraðir sjúklingar geta verið með kvilla sem leitt geta til hjartsláttartruflana á að gæta ýtrustu varúðar vegna hættu á að fram komi hjartsláttartruflanir og torsade de pointes (sjá kafla 4.4). Skert nýrnastarfsemi Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi (gauklasíunarhraði 10-80 ml/mín). Gæta skal varúðar þegar azitrómýsíni er gefið sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (gauklasíunarhraði <10 ml/mín) (sjá kafla 4.4 og kafla 5.2). Skert lifrarstarfsemi Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Gæta skal varúðar við notkun azitrómýsíns handa sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4). Lyfjagjöf Zitromax innrennslisstofn, lausn er ætlað til innrennslis í bláæð og þarf að blanda og þynna, áður en það er gefið sem innrennsli í bláæð (sjá kafla 6.6). Zitromax innrennslisstofn, lausn á að gefa sem innrennsli í bláæð, á að minnsta kosti 60 mínútum. Styrkleiki og innrennslishraði innrennslislausnarinnar skal vera annaðhvort 2 mg/ml gefið á einni klukkustund eða 1 mg/ml gefið á 3 klst. Zitromax innrennslisstofn, lausn má hvorki gefa sem innspýtingu (bolus) í bláæð né með inndælingu í vöðva (sjá kafla 6.6). Allir þeir þátttakendur í klínískum rannsóknum sem fengu innrennslislausn með meiri styrkleika en 2,0 mg/ml fengu staðbundin einkenni á innrennslisstað, því skal forðast að gefa sterkari lausn. 4.3 Frábendingar Ofnæmi fyrir azitrómýsíni, öðrum sýklalyfjum af flokki makrólíða (t.d. erýtrómýsíni) eða ketólíða eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Fylgja skal leiðbeiningum á hverjum stað, um rétta notkun sýklalyfja. (sjá kafla 5.1). Eins og við á um erýtrómýsín og aðra makrólíða hefur í mjög sjaldgæfum tilvikum verið greint frá alvarlegum ofnæmisviðbrögðum, þar með talið ofsabjúg og bráðaofnæmi (mjög sjaldan banvænt) og húðviðbrögðum, svo sem Stevens Johnsons heilkenni, eitrunardrepi í húðþekju (mjög sjaldan banvænt), og lyfjaútbrotum með eósínfíklafjöld og altækum einkennum (DRESS). Sum þessara viðbragða hafa leitt til þrálátra einkenna sem kallað hafa á eftirlit og meðferð í lengri tíma. Ef ofnæmisviðbrögð koma fram á að hætta meðferðinni og hefja stuðningsmeðferð. Þeir sem annast meðferðina þurfa að hafa í huga að ofnæmiseinkenni geta komið fram á ný þegar meðferð við þeim er hætt. Brotthvarf azitrómýsíns verður aðallega um lifur og því skal gæta varúðar við notkun azitrómýsíns hjá sjúklingum með alvarlega lifrarkvilla. Við notkun azitrómýsíns hafa sést tilfelli svæsinnar lifrarbólgu, sem leitt geta til lífshættulegrar lifrarbilunar (sjá kafla 4.8). Einhverjir sjúklingar gætu hafa verið með aðra lifrarkvilla fyrir, eða tekið önnur lyf sem hafa eituráhrif á lifur. Ef fram koma einkenni röskunar á lifrarstarfsemi, t.d. hratt versnandi þróttleysi ásamt gulu, dökknun þvags, tilhneigingu til blæðingar eða gallheilakvilla (hepatic encephalopathy) ber tafarlaust að gera rannsóknir á lifrarstarfsemi. Hætta skal gjöf azitrómýsíns ef röskun verður á lifrarstarfsemi. 2

Portþrengsli hjá ungbörnum (Infantile hypertrophic pyloric stenosis, IHPS) Tilkynnt hefur verið um portþrengsli hjá nýburum sem hafa fengið azitrómýsín meðferð innan við 42 dögum frá fæðingu. Foreldrum og umönnunaraðilum skal bent á að hafa samband við lækninn ef barnið kastar upp eða virðist órólegt þegar það borðar. Notkun korndrjólaafbrigða (ergótamín afbrigði) samhliða ákveðnum sýklalyfjum af flokki makrólíða getur haft í för með sé korndrjólaeitrun. Engar upplýsingar liggja fyrir um hættuna á milliverkunum korndrjólaafbrigða og azitrómýsíns. Þar sem fræðilegur möguleiki er á korndrjólaeitrun á þó ekki að gefa azitrómýsín samhliðakorndrjólaafbrigðum (sjá kafla 4.5). Eins og við aðra meðhöndlun með sýklalyfjum er ráðlagt að fylgjast með því hvort fram koma einkenni ofursýkinga af völdum sýkla sem eru ónæmir fyrir azitrómýsíni, þ.m.t. sveppa. Við notkun nánast allra sýklalyfja, þ.m.t. azitrómýsíns, hefur verið greint frá niðurgangi af völdum Clostridium difficile (CDAD) sem getur orsakað allt frá vægum niðurgangi til banvænnar ristilbólgu. Notkun sýklalyfja getur raskað eðlilegri þarmaflóru og leitt til aukins vaxtar Clostridium difficile í þörmum. Clostridium difficile framleiðir eitur A og B sem taka þátt í myndun CDAD. Eiturmyndandi stofnar Clostridium difficile valda aukinni sjúkdómatíðni og dánartíðni þar sem erfitt getur verið að meðhöndla sýkingarnar með sýklalyfjum og getur leitt til ristilnáms. Rannsaka skal hvort sjúklingar sem fá niðurgang eftir sýklalyfjameðferð séu með CDAD. Nauðsynlegt er að skoða sjúkrasögu sjúklingsins vandlega þar sem CDAD getur komið fram 2 mánuðum eftir að sýklalyfjameðferð er hætt. Greint hefur verið frá sýndarhimnuristilbólgu við meðferð með næstum öllum sýklalyfjum, einnig makrólíðum og hafa tilfellin verið mismunandi alvarleg, allt frá vægum til lífshættulegra tilfella. Við almenna gjöf hefur verið greint frá 33% aukningu azitrómýsíns hjá sjúklingum með mikið skerta nýrnastarfsemi (gauklasíunarhraði <10 ml/mín) (sjá kafla 5.2). Gæta skal varúðar við meðferð slíkra sjúklinga. Sjúklingar sem eru á cíklósporínmeðferð eiga ekki að fá lyfið (sjá kafla 4.5). Vart hefur orðið seinkunar á endurskautun hjarta og lengingar á QT-bili sem eykur hættu á hjartsláttartruflunum og torsades de pointes hjá sjúklingum sem fengu makrólíða, þ.m.t. azitrómýsín (sjá kafla 4.8). Þar sem eftirtaldir kvillar geta leitt til aukinnar hættu á sleglatakttruflunum (þ.m.t. torsade de pointes), sem leitt geta til hjartastopps, ber að gæta varúðar við notkun azitrómýsíns handa sjúklingum sem fyrir eru með kvilla sem leitt geta til hjartsláttartruflana (einkum konum og öldruðum sjúklingum). Þetta á við um sjúklinga með: - Meðfædda eða staðfesta lengingu QT-bils. - Virka meðferð með lyfjum sem lengja QT-bil, t.d. lyf við hjartsláttartruflunum af flokki IA (kínidín og prókaínamíð) eða flokki III (dófetilíð, amíódarón og sótalól), císapríð og terfenadín, geðlyf (pímózíð), þunglyndislyf (cítalópram) og flúorókínólónlyf (moxifloxacín og levófloxacín). - Truflanir á saltbúskap, einkum of lága þéttni kalíums og magnesíums. - Klínískt mikilvægan hægslátt, hjartsláttartruflanir og alvarlega vanstarfsemi hjarta. Versnun einkenna vöðvaslensfárs og nýgreint vöðvaslensheilkenni (myasthenic syndrome) hafa sést hjá sjúklingum sem hafa verið meðhöndlaðir með azitrómýsíni (sjá kafla 4.8). Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun lyfsins við meðhöndlun Mycobacterium avium complex (MAC) sýkingar hjá börnum. Gjöf í æð: 3

Zitromax innrennslisstofn, lausn á að blanda og þynna samkvæmt leiðbeiningum og gefa sem innrennsli í bláæð á a.m.k. 60 mínútum. Hvorki má gefa lyfið sem innspýtingu (bolus) í bláæð né með inndælingu í vöðva (sjá kafla 4.2 og 6.6). Zitromax innrennslisstofn, lausn inniheldur 5 mmól natríum í hverju hettuglasi. Taka þarf tillit til þess varðandi saltajafnvægi sjúklingsins. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Sýrubindandi lyf: Í rannsókn á lyfjahvörfum, þar sem rannsökuð voru áhrif af samhliða gjöf sýrubindandi lyfja og azitrómýsíns komu engin áhrif fram á heildaraðgengi enda þótt hámarksþéttni í sermi hafi lækkað um 25%. Sjúklingar sem fá bæði azitrómýsín og sýrubindandi lyf eiga ekki að taka lyfin inn samtímis. Cetírizín: Samhliðanotkun azitrómýsíns í 5 daga og 20 mg cetirizíns, hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, hafði ekki í för með sér neinar milliverkanir á lyfjahvörf við stöðuga blóðþéttni og ekki marktækar breytingar á QT-bili. Dídanosín (dídeoxýinósín): Samhliðainntaka azitrómýsíns, 1200 mg/dag, og dídanósíns, 400 mg/dag, hjá 6 HIV-jákvæðum einstaklingum virtist ekki hafa áhrif á lyfjahvörf dídanósíns við stöðugt ástand, borið saman við lyfleysu. Dígoxín (P-gp-hvarfefni): Samhliðagjöf makrólíðsýklalyfja, þ.m.t. azitrómýsín, og hvarfefna fyrir P-glýkóprótein, svo sem dígoxíns, hefur leitt til aukinnar þéttni hvarfefna fyrir P-glýkóprótein í sermi. Því ber að hafa í huga hugsanlega aukna þéttni slíkra efna við samhliða notkun azitrómýsín og hvarfefna fyrir P-gp, svo sem dígoxíns. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með sjúklingum og hugsanlega mæla dígoxínþéttni í plasma meðan á meðferðinni stendur og eftir að henni lýkur. Zídóvúdín: 1.000 mg stakur skammtur og endurteknir 1.200 mg eða 600 mg skammtar af azitrómýsíni höfðu lítil áhrif á lyfjahvörf zídóvúdíns í plasma eða á útskilnað zídóvúdíns og glúkúróníðumbrotsefna þess í þvagi. Aukin þéttni fosfórýleraðs zídóvúdíns (klínískt virks umbrotsefnis), í einkjarnafrumum í útlægu blóði, hefur sést við samhliða meðferð með azitrómýsíni. Klínískt mikilvægi þessa er ekki ljóst, en það getur komið sjúklingunum til góða. Ekki eru marktækar milliverkanir milli azitrómýsíns og cýtókróm P-450 ensímkerfisins í lifur. Milliverkanir eins og þær sem fram hafa komið eftir gjöf erýtrómýsíns og annarra makrólíða eru ekki taldar líklegar. Azitrómýsín hvetur hvorki né letur virkni cýtókróm P-450 ensímkerfisins í lifur fyrir tilstilli niðurbrotsefna cýtókróma. Korndrjóli (ergotamín) og lík lyf: Vegna fræðilegs möguleika á korndrjólaeitrun er ekki mælt með samhliða notkun azitrómýsíns og korndrjólaafleiða (sjá kafla 4.4). Gerðar hafa verið rannsóknir á lyfjahvörfum azitrómýsíns og neðangreindra lyfja, sem umbrotna fyrir tilstilli cýtókróm P-450 ensímkerfisins. Atorvastatín: Samhliða inntaka atorvastatíns (10 mg/dag) og azitrómýsíns (500 mg/dag) breytti ekki plasmaþéttni atorvastatíns (metið út frá mælingu á hömlun HMG CoA-redúktasa). Eftir markaðssetningu lyfsins hafa þó sést tilvik rákvöðvalýsu hjá sjúklingum sem fengu azitrómýsín ásamt statínlyfjum. Carbamazepín: Í rannsókn á milliverkunum á lyfjahvörf sáust ekki marktæk áhrif á plasmaþéttni carbamazepíns eða virks niðurbrotsefnis þess hjá sjúklingum sem samhliða fengu azitrómýsín. Címetidín: Í rannsókn á lyfjahvörfum, þar sem mæld voru áhrif af stökum skammti af címetidíni sem gefinn var 2 klukkustundum fyrir gjöf azitrómýsíns, sáust engar breytingar á lyfjahvörfum azitrómýsíns. 4

Kúmarínlík segavarnarlyf til inntöku: Í rannsókn á milliverkunum á lyfjahvörf breytti azitrómýsín ekki segavarnarvirkni 15 mg skammts af warfaríni hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Eftir markaðssetningu lyfsins hefur verið tilkynnt um aukin segavarnaráhrif eftir samhliða gjöf azitrómýsíns og kúmarínlíkra segavarnarlyfja til inntöku. Þó orsakasamhengi hafi ekki verið staðfest ber að meta hversu oft á að mæla prótrombíntíma hjá sjúklingum sem fá azitrómýsín samhliða kúmarínlíkum segavarnarlyfjum til inntöku. Cíklósporín: Í rannsókn á lyfjahvörfum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, sem fengu azitrómýsín til inntöku, 500 mg/dag í 3 daga, og síðan 10 mg/kg skammt af cíklósporíni til inntöku, kom í ljós að C max og AUC 0-5 klst. fyrir cíklósporín voru marktækt hækkuð. Því ber að gæta varúðar þegar þessi lyf eru gefin samhliða. Ef nauðsynlegt er að gefa lyfin samhliða skal fylgjast með cíklósporíngildum í sermi og breyta skömmtum í samræmi við þau. Efavírenz: Samhliða inntaka staks 600 mg skammts af azitrómýsíni og efavírenz, 400 mg/dag í 7 daga, sýndi ekki klínískt mikilvægar milliverkanir á lyfjahvörf. Flúkónazól: Samhliða inntaka staks 1200 mg skammts af azitrómýsíni breytti ekki lyfjahvörfum staks 800 mg skammts af flúkónazóli. Heildarþéttni og helmingunartími azitrómýsíns breyttist ekki við samhliða inntöku flúkónazóls, en klínískt ómarktæk lækkun sást á C max fyrir azitrómýsín (18 %). Indínavír: Samhliða inntaka staks 1200 mg skammts af azitrómýsíni hafði ekki tölfræðilega marktæk áhrif á lyfjahvörf indínavírs, 800 mg 3 sinnum á dag í 5 daga. Metýlprednisólon: Í rannsókn á milliverkunum á lyfjahvörf hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum hafði azitrómýsín ekki áhrif á lyfjahvörf metýlprednisólons. Mídazólam: Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum leiddi samhliða inntaka azitrómýsíns, 500 mg/dag í 3 daga, ekki til marktækra breytinga á lyfjahvörfum eða lyfhrifum staks 15 mg skammts af mídazólami. Nelfínavír: Við samhliða meðferð með 1200 mg af azitrómýsíni og nelfínavíri í stöðugum skömmtum (750 mg 3 sinnum á dag) jókst þéttni azitrómýsíns. Engar klínískt marktækar aukaverkanir sáust og ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum. Rífabútín: Þegar rífabútín og azitrómýsín var gefið samhliða hafði það ekki áhrif á blóðþéttni efnanna. Daufkyrningafæð hefur komið fram hjá einstaklingum sem fengu samhliða meðferð með azitrómýsíni og rífabútíni. Þó að daufkyrningafæð geti komið fram við meðferð með rífabútíni hefur ekki verið sýnt fram á orsakatengsl við notkun þess ásamt azitrómýsíni (sjá kafla 4.8). Sildenafíl: Hjá heilbrigðum karlkyns sjálfboðaliðum sáust engin áhrif af azitrómýsíni, 500 mg/dag í 3 daga, á AUC og C max fyrir sildenafíl eða helsta niðurbrotsefni þess. Terfenadín: Rannsóknir á lyfjahvörfum sýndu engin merki um milliverkanir milli azitrómýsíns og terfenadíns. Í einstökum tilfellum hefur ekki verið hægt að útiloka slíkar milliverkanir, en engar sértækar sannanir fyrir tilvist þeirra komu fram. Teófyllín: Engin merki sjást um klínískt marktækar milliverkanir á lyfjahvörf þegar heilbrigðum sjálfboðaliðum eru gefin azitrómýsín og teófyllín samhliða. Tríazólam: Hjá 14 heilbrigðum sjálfboðaliðum hafði gjöf 500 mg af azitrómýsíni á degi 1 og 250 mg á degi 2 ásamt 0,125 mg af tríazólam á degi 2 engin marktæk áhrif á neinar lyfjahvarfabreytur fyrir tríazólam, borið saman við samhliða gjöf tríazólams og lyfleysu. Trímetóprím/súlfametoxazól: Samhliða gjöf trímetóprím/súlfametoxazóls (160 mg/800 mg) í 7 daga ásamt 1200 mg af azitrómýsíni á degi 7 hafði engin marktæk áhrif á hámarksþéttni, heildarútsetningu eða útskilnað í þvagi fyrir trímetóprím eða súlfametoxazól. Sermisþéttni azitrómýsíns var svipuð og sést hefur í öðrum rannsóknum. 5

Lovastatín: Azitrómýsín getur orsakað hækkaða plasmaþéttni lovastatíns og þannig hættu á rákvöðvalýsu, því er mælt gegn samhliða meðferð með þessum lyfjum. Warfarín, fenprókómon: Við samhliða meðferð með azitrómýsíni og warfaríni eða fenprókómoni er ráðlagt að mæla oft INR (storkupróf) og hugsanlega aðlaga skammta warfaríns. Lyf sem hafa áhrif á QT-bil: Fylgjast skal náið með sjúklingum (t.d. klínísku ástandi sjúklings, hjartalínuriti) sem taka azitrómýsín samhliða lyfjum sem lengja QT-bil (t.d. terfenadín, lyf við hjartsláttartruflunum af flokki IA og III) (sjá kafla 4.4). 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga: Ekki liggja fyrir fullnægjandi gögn um notkun azitrómýsíns á meðgöngu. Dýrarannsóknir á eituráhrifum á æxlun hafa sýnt að azitrómýsín fer yfir fylgju, en ekki sáust vanskapandi áhrif. Öryggi azitrómýsíns hefur ekki verið rannsakað hjá þunguðum konum og á því aðeins að nota azitrómýsín á meðgöngu ef ávinningur er talinn vega þyngra en áhætta. Brjóstagjöf Azitrómýsín berst í brjóstamjólk, en engar fullnægjandi samanburðarrannsóknir hafa verið gerðar hjá konum með börn á brjósti til að lýsa lyfjahvörfum útskilnaðar azitrómýsíns í brjóstamjólk. Frjósemi Í rannsóknum á frjósemi hjá rottum sáust færri þunganir hjá rottum sem fengu azitrómýsín. Þýðing þeirra niðurstaðna fyrir menn er ekki þekkt. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Ekki hefur verið sýnt fram á að azitrómýsín geti haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. 4.8 Aukaverkanir Þegar azitrómýsín var gefið í bláæð og til inntöku við lungnabólgu sem smitast utan sjúkrahúss voru algengustu aukaverkanirnar niðurgangur/linar hægðir, ógleði, kviðverkir og uppköst. Staðbundin bólga/verkir á stungustað hafa komið fram eftir gjöf azitrómýsíns í bláæð. Tíðni og alvarleiki þessara aukaverkana var sá sami hvort sem gefin voru 500 mg azitrómýsín á 1 klst. (2 mg/ml sem 250 ml innrennsli) eða á 3 klst. (1 mg/ml sem 500 ml innrennsli). Þegar azitrómýsín var gefið í bláæð og til inntöku við sýkingum í innri kynfærum kvenna sem smitast utan sjúkrahúss hjá fullorðnum konum, voru algengustu aukaverkanirnar niðurgangur, ógleði, leggangaþroti, kviðverkir, lystarleysi, útbrot og kláði. Þegar azitrómýsín var gefið samhliða metrónídazóli í þessari rannsókn, fann stór hluti kvennanna fyrir aukaverkunum eins og ógleði, kviðverkjum, uppköstum, viðbrögðum á stungustað, munnbólgu, sundl eða andnauð. Í töflunni hér að neðan eru taldar þær aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um í klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu lyfsins. Allar aukaverkanir eru flokkaðar samkvæmt MedDRA líffæraflokkum og tíðni. Aukaverkanir sem hafa komið fram eftir markaðssetningu lyfsins eru skáletraðar. Tíðni er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar 1/10, algengar 1/100 til <1/10, sjaldgæfar 1/1.000 til <1/100, mjög sjaldgæfar 1/10.000 til <1/1.000, koma örsjaldan fyrir <1/10.000 og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan hvers tíðniflokks eru alvarlegustu aukaverkanir taldar fyrst. Aukaverkanir sem tengjast azitrómýsíni, byggt á klínískum rannsóknum og tilkynningum eftir markaðssetningu lyfsins: 6

Líffæraflokkur Aukaverkun Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra Candidasýking, leggangaþroti, lungnabólga, sveppasýking, bakteríusýking, kokbólga, magaog þarmabólga, öndunarkvillar, nefslímubólga, candidasýking í munni. Tíðni ekki þekkt Sýndarhimnuristilbólga (sjá kafla 4.4). Blóð og eitlar Tíðni ekki þekkt Hvítfrumnafæð, daufkyrningafæð, eósínfíklafjöld. Blóðflagnafæð, rauðalosblóðleysi. Ónæmiskerfi Ofsabjúgur, ofnæmi. Tíðni ekki þekkt Bráðaofnæmi (sjá kafla 4.4). Efnaskipti og næring Geðræn vandamál Mjög sjaldgæfar Tíðni ekki þekkt Taugakerfi Tíðni ekki þekkt Augu Eyru og völundarhús Lystarleysi. Taugaveiklun, svefnleysi. Æsingur. Árásarhneigð, kvíði, rugl (delirium), ofskynjanir. Sundl, höfuðverkur, breytt húðskyn, breytt bragðskyn. Syfja. Yfirlið, krampar, minnkað snertiskyn, ofvirkni, skortur á lyktarskyni, skortur á bragðskyni, breytt lyktarskyn, vöðvaslensfár (sjá kafla 4.4). Sjóntruflanir Heyrnarleysi/skert heyrn 1 2, eyrnasuð, svimi, eyrnakvillar. Hjarta Hjartsláttarónot. Tíðni ekki þekkt Torsade de pointes (sjá kafla 4.4), hjartsláttartruflanir (sjá kafla 4.4), þ.m.t. sleglahraðtaktur, lengt QT-bil (hjartarafrit) (sjá kafla 4.4). Æðar Tíðni ekki þekkt Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti Meltingarfæri Mjög algengar Andlitsroði (flushing). Lágþrýstingur. Mæði, blóðnasir. Niðurgangur, kviðverkir, ógleði, vindverkir. Uppköst, meltingartruflanir. 1 Tíðni heyrnarleysis/skertrar heyrnar fer eftir skammtastærð og meðferðarlengd. Heyrnarleysi/skert heyrn er mjög sjaldgæf aukaverkun ef meðferðarlengd er 1-5 dagar og sjaldgæf aukaverkun þegar azitrómýsín er notað til langvarandi fyrirbyggjandi meðferðar gegn tækifærissýkingum hjá ónæmisbældum sjúklingum. 2 Undir MedDRA-hugtakið skert heyrn falla heyrnarskerðing, heyrnarleysi og heyrnarleysi á öðru eyra. 7

Líffæraflokkur Tíðni ekki þekkt Lifur og gall Mjög sjaldgæfar 8 Aukaverkun Hægðatregða, magabólga, þaninn kviður, munnþurrkur, ropi, sár í munni, mikil munnvatnsframleiðsla. Brisbólga, litabreytingar á tungu. Lifrarbólga. Óeðlileg lifrarstarfsemi, gallteppugula. Tíðni ekki þekkt Lifrarbilun (sjaldan banvæn, sjá kafla 4.4), svæsin lifrarbólga, lifrardrep. Húð og undirhúð Útbrot, kláði. Stevens-Johnson heilkenni, ljósnæmi, ofsakláði, húðbólga, húðþurrkur, ofsvitnun. Mjög sjaldgæfar Lyfjaútbrot með eósínfíklafjöld og altækum einkennum (DRESS). Tíðni ekki þekkt Eitrunardrep í húðþekju, regnbogaroðasótt. Stoðkerfi og stoðvefur Nýru og þvagfæri Tíðni ekki þekkt Æxlunarfæri og brjóst Almennar aukaverkanir og aukaverkanir tengdar íkomuleið Rannsóknaniðurstöður Áverkar og eitranir Liðverkir. Slitgigt, vöðvaverkir, verkur í baki, verkur í hálsliðum. Þvagteppa, nýrnaverkir. Bráð nýrnabilun, millivefsnýrnabólga. Milliblæðingar, kvillar í eistum. Verkir á stungustað, bólga á stungustað þróttleysi.. Verkir í brjóstholi, bjúgur, þreyta, lasleiki, andlitsbjúgur, brjóstverkir, hiti, verkir, útlimabjúgur. Fækkun eitilfrumna, fjölgun eósínfíkla, lækkað bíkarbónat í sermi, fjölgun blákyrninga (basophils), fjölgun einkyrninga (monocytes), fjölgun daufkyrninga. Hækkað gildi aspartatamínótransferasa (ASAT) í sermi, hækkað gildi alanínamínótransferasa (ALAT) í sermi, hækkað gildi gallrauða í sermi, hækkað gildi þvagefnis í sermi, hækkað kreatíníngildi, röskun á kalíumþéttni í blóði, hækkað gildi alkalísks fosfatasa, hækkað klórgildi, hækkaður blóðsykur, fjölgun blóðflagna, lækkuð hematókrít, hækkað gildi bíkarbónats, óeðlilegt natríumgildi í blóði. Fylgikvillar skurðaðgerða. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun Aukaverkanir sem komið hafa fram eftir stærri skammta en þá sem eru ráðlagðir, eru þær sömu og sjást eftir venjulega skammta. Einkenni: Dæmigerð einkenni eru afturkræft heyrnartap, mikil ógleði, uppköst, kviðverkir og niðurgangur. Meðferð: Meðferð eftir einkennum. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Sýklalyf af flokki makrólíða, ATC-flokkur: J 01 FA 10. Verkunarháttur Azitrómýsín tilheyrir fyrsta undirflokki sýklalyfja af flokki makrólíða sem kallast azalíðar og eru efnafræðilega frábrugðnir erýtrómýsíni. Azitrómýsín er myndað með því að bæta köfnunarefnisatómi í laktónhring erýtrómýsíns A. Efnafræðilegt nafn azitrómýsíns er 9-deoxý-9a-aza-9a-metýl-9ahómóerýtrómýsín A. Sameindaþungi er 749,0. Azitrómýsín hamlar nýmyndun próteina í bakteríum með bindingu við 50S undireiningu ríbósóma og hindrun yfirfærslu (translocation) peptíða án þess að hafa áhrif á nýmyndun fjölnúkleótíða. Raflífeðlisfræði hjartans Lenging QT c -bilsins var rannsökuð í slembiraðaðri rannsókn með samanburði við lyfleysu, sem gerð var hjá 116 heilbrigðum sjálfboðaliðum sem fengu annað hvort klórókín (1.000 mg) eitt sér eða ásamt azitrómýsíni (500 mg, 1.000 mg eða 1.500 mg 1 sinni á dag). Samhliða meðferð með azitrómýsíni lengdi QT c -bilið og var lengingin skammta- og þéttniháð. Meðaltal lengingar QT c F (95% efri öryggismörk), borið saman við þegar gefið var klórókín eitt sér, var að hámarki 5 (10) ms við gjöf 500 mg, 7 (12) ms við gjöf 1.000 mg og 9 (14) ms við gjöf 1.500 mg af azitrómýsíni. Myndun ónæmis Tveir ráðandi ónæmisþættir eru í stofnum af Streptococcus pneumoniae og Streptococcus pyogenes: mef og erm. Mef kóðar fyrir útstreymispumpu sem miðlar ónæmi eingöngu til 14- og 15- kolvetniseiningamakrólíða. Mef hefur einnig fundist í fjölda annarra tegunda. Erm genið kóðar fyrir 23S-rRNA metýltransferasa sem bætir metýlhóp við adenín 2058 á 23SrRNA (E. coli rrna númerakerfi). Metýleraða núkleótíðið er á svæði V og getur víxlverkað við linkósamíð og streptógramín B til viðbótar við makrólíða og valdið svipgerð sem kallast MLS B ónæmi. Erm (B) og erm (A) hafa fundist í klínískum stofnum af Streptococcus pneumoniae og Streptococcus pyogenes. AcrAB-TolC pumpa í Haemophilus influenzae er ábyrg fyrir náttúrulega hærri gildum lágmarksheftistyrks (MIC) makrólíða. Stökkbreytingar í 23 S rrna, sérstaklega í núkleótíðum 2057-2059 eða 2611 á svæði V, eða stökkbreytingar í ríbósómalpróteinum L4 eða L22 eru sjaldgæfar í klínískum stofnum. Næmismörk Eftirfarandi MIC-gildi (lámarksheftistyrkur) er ákvarðaður samkvæmt EUCAST (European Committe on Antimicrobial Susceptibility testing): Haemophilus spp: Næmir 0,12 mg/l og ónæmir > 4 mg/l. M.catarrhalis: Næmir 0,5 mg/l og ónæmir > 5 mg/l. 9

Streptókokkar (þar með taldir S. pneumoniae og S. pyogenes: Næmir 0,25 mg/l og ónæmir > 0,5 mg/l. Verkunarsvið Í töflunni hér fyrir neðan er yfirlit yfir azitrómýsínnæmar bakteríutegundir. Algengi áunnins ónæmis ákveðinna tegunda getur verið breytilegt eftir landsvæðum og tíma. Upplýsingar um ónæmi á hverjum stað eru æskilegar, sérstaklega þegar alvarlegar sýkingar eru meðhöndlaðar. Leita á ráðlegginga sérfræðinga eftir þörfum þegar staðbundin tíðni ónæmis er slík að gagnsemi lyfsins, í a.m.k. sumum sýkingum, er umdeilanleg. Tegundir með áunnið ónæmi geta verið vandamál er skilgreint sem tegundir þar sem algengi ónæmis er a.m.k. 10% í a.m.k. einu EU-landi. Almennt næmar tegundir Gram-jákvæðar, loftháðar bakteríur Staphylococcus aureus Streptococcus agalactiae Streptococci (flokkur C, F, G) Streptococci viridans-flokkur Gram-neikvæðar, loftháðar bakteríur Bordetella pertussis Haemophilus ducreyi Haemophilus parainfluenzae* Legionella pneumophila Moraxella catarrhalis* Neisseria gonorrhoeae Tegundir sem frá náttúrunnar hendi eru með minnkað næmi Haemophilus influenzae** Aðrar Chlamydophila pneumoniae* Chlamydia trachomatis Mycoplasma pneumoniae* Ureaplasma urealyticum Tegundir sem geta haft áunnið ónæmi Gram-jákvæðar, loftháðar bakteríur Streptococcus pneumoniae* Streptococcus pyogenes* Náttúrulega ónæmar bakteríur Enterobacteriaceae Pseudomonas Athugið: Krossónæmi er milli azitrómýsíns og annarra makrólíða *Sýnt hefur verið fram á verkun gegn þessum tegundum í klínískum rannsóknum ** Tegundir sem frá náttúrunnar hendi eru með minnkað næmi. Klínískar lyfjafræðilegar upplýsingar Meðferð við lungnabólgu sem smitast hefur utan sjúkrahúss Í opinni, rannsókn sem ekki var samanburðarrannsókn, var sjúklingum með lungnabólgu sem smitast hafði utan sjúkrahúss gefið azitrómýsín með innrennsli í bláæð (í 2-5 daga) og síðan áframhaldandi 10

gjöf azitrómýsíns til inntöku (samtals 7-10 daga meðferð). Klínískur árangur (lækning ásamt bata) var 88% (74/84) 10-14 dögum eftir meðferðina og eftir 4-6 vikur 86% (73/85) meðal sjúklinga sem hægt var að leggja mat á. Í opinni slembivals samanburðarrannsókn þar sem sjúklingum með lungnabólgu sem smitast höfðu utan sjúkrahúss var annars vegar gefið azítrómýsín (í bláæð og síðan til inntöku) og hins vegar cefúroxím (í bláæð og eftir það haldið áfram með erytrómýsíni til inntöku eins lengi og þörf var á) kom ekki fram tölfræðilegur munur á þessum meðferðum. Í þessum tveimur rannsóknum var heildarlækningatíðni sjúklinga sem voru mótefnajákvæðir fyrir Legionella pneumophila 84% (16/19). Sjúklingar sem greindust jákvæðir fyrir Legionella pneumophilia (sermistegund 1) með sértæku mótefnavakaprófi á þvagi, voru þar að auki í annarri opinni rannsókn sem ekki var samanburðarrannsókn, meðhöndlaðir með azitrómýsíni í bláæð og síðan í kjölfarið með azitrómýsíni til inntöku. Eftir 10-14 daga höfðu 16 af 17 sjúklingum sem hægt var að leggja mat á fengið bata og eftir 4-6 vikur, höfðu 20 af 20 sjúklingum sem hægt var að leggja mat á fengið bata. Meðferð við sýkingum í innri kynfærum kvenna Samkvæmt niðurstöðum opinnar rannsóknar eru þrjár meðferðir (azitrómýsín samanborið við azitrómýsín/metrónídazól samanborið við doxycýklín, metrónídazól, cefoxitín ásamt próbenisíði) sambærilegar hvað varðar verkun og öryggi hjá konum með bráða sýkingu í innri kynfærum. Í annarri opinni samanburðarrannsókn hjá konum með bráða sýkingu í innri kynfærum, voru sjúklingar meðhöndlaðir með azitrómýsíni í bláæð/til inntöku samanborið við azitrómýsín í bláæð ásamt metrónídazól í bláæð/til inntöku samanborið við doxycýklín til inntöku ásamt coamoxiclav í bláæð/til inntöku. Þessar meðferðir voru einnig sambærilegar með tilliti til verkunar og öryggis. Upplýsingar úr þessum rannsóknum sýndu klínískan árangur (lækning og bati) í heild 97% í lok meðferðar í öllum meðferðarhópum og 96% af sjúkdómsvöldum útrýmt. Í eftirmeðferð var 90% af sjúkdómsvöldum útrýmt. 5.2 Lyfjahvörf Frásog: Eftir inntöku er aðgengi um 37%. Hámarksþéttni í plasma næst eftir 2 3 klst. Hjá öldruðum sjálfboðaliðum (eldri en 65 ára) sáust dálítið hærri AUC gildi eftir 5 daga meðferð en hjá yngri sjálfboðaliðum (yngri en 40 ára). Þessi munur er ekki talinn klínískt marktækur og þarf því ekki að breyta skömmtum hjá öldruðum sjúklingum. Hjá sjúklingum sem voru lagðir inn vegna lungnabólgu og fengu daglega einn 500 mg skammt af azitrómýsíni, sem innrennsli í bláæð í styrknum 2 mg/ml á einni klukkustund í 2-5 daga náðist meðaltalsgildi C max ± SD 3,63 ± 1,60 míkróg/ml, en lággildi var 0,20 ± 0,15 míkróg/ml og AUC 24 var 9,60 ± 4,80 míkróg x klst./ml. Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum sem fengu 500 mg azitrómýsín sem innrennsli í bláæð í styrknum 1 mg/ml á 3 klukkustundum reyndust meðaltals C max, lággildi og AUC 24 gildi, talin í sömu röð vera 1,14 ± 0,14 míkróg/ml, 0,18 ± 0,02 míkróg/ml og 8,03 ± 0,86 míkróg x klst./ml. Hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun meiri en 40 ml/mín.) eru engar vísbendingar um verulegar breytingar á lyfjahvörfum azitrómýsins. Engar upplýsingar eru til varðandi notkun azitrómýsíns hjá sjúklingum með alvarlegar skerta nýrnastarfsemi. Engin merki eru um verulegar breytingar á lyfjahvörfum azitrómýsíns hjá sjúklingum með væga til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi (flokkur A og B). Hjá þessum sjúklingum virðist magn azitrómýsíns í þvagi aukast, ef til vill til að vega upp á móti minnkaðri lifrarúthreinsun. Umbrot: Mjög há þéttni óbreytts lyfs hefur mælst í galli manna, auk 10 umbrotsefna sem myndast með N- og O-brottnámi metýlhóps, fyrir tilstilli hýdroxýltengingu á desosamín- og glýkónhringi og með rofi á 11

kladínós-samtengingu (conjugate). Samanburður á rannsóknum með háþrýstivökvaskilju (HPLC) og örverufræðilegum rannsóknum á vefjum gefur til kynna að umbrotsefnin eigi ekki þátt í virkni azitrómýsíns á sýkla. Dreifing: Þéttni azitrómýsíns er marktækt meiri í vefjum en í plasma (allt að 50 sinnum hærri en hámarksþéttni í plasma) sem bendir til þess að lyfið sé mikið bundið í vefjum. Há þéttni er í vefjum, t.d. lungum, hálskirtlum og blöðruhálskirtli. Þótt þéttni í sermi og plasma lækki undir greiningarmörk er þéttnin meiri en MIC 90 fyrir líklega sýkla eftir stakan 500 mg skammt. Azitrómýsín hefur fundist í hárri þéttni í vef í kynfærum kvenna 96 klukkustundum eftir gjöf á stökum 500 mg skammti af azitrómýsíni til inntöku. Brotthvarf: Helmingunartími endanlegs útskilnaðar úr plasma endurspeglar þann tíma sem það tekur lyfið að hverfa úr vefjum, sem er 2-4 dagar. Í fjölskammta rannsókn fengu 12 heilbrigðir sjálfboðaliðar 500 mg (1 mg/ml) með innrennsli í bláæð á einni klukkustund daglega í 5 daga. 24 klukkustundum eftir gjöf fyrsta skammtsins hafði um það bil 11% af fyrsta skammti skilist út með þvagi og um 14% eftir gjöf fimmta skammtsins. Þessi gildi eru hærri en þau 6% af skammti azitrómýsíns sem greint hefur verið frá að útskiljist óbreytt í þvagi eftir inntöku. Eftir inntöku verður útskilnaður óbreytts lyfs aðallega með galli. Í dýrarannsóknum hefur mikil þéttni azitrómýsíns mælst í átfrumum. Í tilraunalíkönum verður þéttni azitrómýsíns meiri þegar átfrumurnar eru virkar heldur en þegar þær hafa ekki orðið fyrir örvun. Í dýralíkönum leiðir þetta til þess að aukið magn azitrómýsíns berst þangað sem sýkingin er. Lyfjahvörf sérstakra sjúklingahópa Skert nýrnastarfsemi Hjá sjúklingum með lítið til í meðallagi mikið skerta nýrnastarfsemi (gauklasíunarhraði 10-80 ml/mín.) komu ekki fram breytingar á lyfjahvörfum azitrómýsíns eftir inntöku staks 1 g skammts með tafarlausa losun. Tölfræðilega marktækur munur kom hins vegar fram milli hópsins með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (gauklasíunarhraði <10 ml/mín.) samanborið við hópinn með eðlilega nýrnastarfsemi, þ.e. AUC 0-120 (11,7 míkróg x klst./ml samanborið við 8,8 míkróg x klst/ml ), C max (1,6 míkróg/ml samanborið við 1,0 míkróg/ml ) og CLr (2,3 ml/mín./kg samanborið við 0,2 ml/mín./kg). Skert lifrarstarfsemi Engin merki eru um verulegar breytingar á lyfjahvörfum azitrómýsíns hjá sjúklingum með lítið (flokkur A) til í meðallagi mikið (flokkur B) skerta lifrarstarfsemi samanborið við þá sem eru með eðlilega lifrarstarfsemi. Hjá þessum sjúklingum virðist magn azitrómýsíns í þvagi aukast, ef til vill til að vega upp á móti minnkaðri lifrarúthreinsun. Aldraðir Eftir 5 daga meðferð höfðu aldraðir einstaklingar (>65 ára) lítillega hærri AUC-gildi en ungir einstaklingar (<40 ár) en þetta hefur enga klíníska þýðingu og því er ekki þörf á að aðlaga skammtastærð. 5.3 Forklínískar upplýsingar Í dýrarannsóknum á músum, rottum og hundum, þar sem notaðir voru stórir skammtar af azitrómýsíni, sást fosfólípíðósa (uppsöfnun fosfólípíðs í fumur) í mörgum vefjum, (t.d. auga, mænuhnoða (dorsal root ganglia), lifur, gallblöðru, nýra, milta og brisi). Sama magn fosfólípíðósa hefur einnig sést í vef hjá nýfæddum afkvæmum rotta og hunda. Áhrifin ganga til baka eftir að meðferð er hætt yfirleitt án merkjanlegra afleiðinga eitrunar. Ekkert bendir til þess að þetta skipti máli við venjulega notkun azitrómýsíns hjá mönnum. 12

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Sítrónusýra. Natríumhýdroxíð. 6.2 Ósamrýmanleiki Blandaða lausn skal þynna til samræmis við leiðbeiningar með þeim innrennslisvökvum sem fram koma í kafla 6.6. Ekki má blanda öðrum innrennslislyfjum, lyfjum eða efnum við Zitromax innrennslisstofn, lausn eða gefa á sama tíma með sömu innrennslisslöngu. 6.3 Geymsluþol Zitromax innrennslisstofn, lausn: 3 ár. Uppleystur innrennslisstofn: Sýnt hefur verið fram á að uppleystur innrennslisstofn er efna- og eðlisfræðilega stöðugur í 24 klukkustundir við 30 C. Út frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota lausnina strax. Ef lausnin er ekki notuð strax eru geymslutími og geymsluaðstæður fyrir notkun á ábyrgð notandans og ættu ekki að vera lengri en 24 klukkustundir við 2 C-8 C, nema blöndunin hafi farið fram við staðlaða og gildaða smitgát. Eftir að uppleystur innrennslisstofninn hefur verið þynntur með innrennslisvökva á að nota lausnina strax. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli. 6.5 Gerð íláts og innihald 10 ml hettuglas (af tegund I úr tinnugleri). Hettuglasið er lokað með gráum bútýlgúmmítappa og innsiglað með álhettu. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun Lausn til gjafar í bláæð er útbúin á eftirfarandi hátt: Að leysa upp: Stofnlausnin er útbúin með því að 4,8 ml af sæfðu vatni (fyrir stungulyf) er bætt út 500 mg í hettuglasinu og hettuglasið síðan hrist þar til allt duftið er uppleyst. Mælt er með því að nota staðlaða 5 ml sprautu svo hægt sé að mæla nákvæmlega 4,8 ml af sæfðu vatni (fyrir stungulyf), sem draga á upp. Hver millilítri af stofnlausninni inniheldur þá 100 mg af azitrómýsíni. Fyrir gjöf lyfsins er réttu magni stofnlausnarinnar bætt út í samrýmanlegan innrennslisvökva (sjá nánar hér fyrir neðan) þannig að lokastyrkur azitrómýsín innrennslislausnarinnar verði 1,0-2,0 mg/ml. Þessa lausn á að þynna fyrir notkun, samkvæmt neðangreindu: Þynning: Til þess að útbúa innrennslislausn þar sem magn azitrómýsíns er 1,0-2,0 mg/ml þarf að bæta 5 ml af azitrómýsínstofnlausn 100 mg/ml í ákveðið magn samrýmanlegs innrennslisvökva (sjá kafla 6.6). Lokastyrkur innrennslislausnarinnar (mg/ml): Magn samrýmanlegs innrennslisvökva (ml): 1,0 mg/ml 500 ml 2,0 mg/ml 250 ml Lausn sem búið er að blanda má þynna með: 13

0,9% natríumklóríð innrennslisvökva 0,45% natríumklóríð innrennslisvökva 5% glúkósi í vatni fyrir stungulyf Ringer-Laktat innrennslisvökva 5% glúkósi og 0,45% natríumklóríð með 20 milliekvívalentum kalíumklóríðs 5% glúkósi og Ringer-Laktat innrennslislausn 5% glúkósi og 0,3% natríumklóríð innrennslislausn 5% glúkósa og 0,45% natríumklóríð innrennslislausn Mælt er með því að gefa 500 mg skammt af azitrómýsín innrennslisstofn, lausn sem þynnt hefur verið eins og greint er frá hér að ofan, á ekki skemmri tíma en 60 mínútum. Áður en lyf sem gefin eru með inndælingu eru gefin á að skoða þau gaumgæfilega með tilliti til agna. Ef einhverjar agnir sjást í lausninni skal henni fargað. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Pfizer ApS Lautrupvang 8 2750 Ballerup Danmörk. 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER IS/1/02/106/01 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21. janúar 2002. Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 23. ágúst 2011. 10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 24. október 2016. 14