SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati.

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati."

Transkript

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ostacid 70 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1 hjálparefni. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla. Ílangar, hvítar eða næstum hvítar. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Meðferð við beinþynningu eftir tíðahvörf. Ostacid dregur úr hættunni á hryggjarliðs- og mjaðmargrindarbrotum. 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Ráðlagður skammtur er ein 70 mg tafla einu sinni í viku. Ekki er þekkt hver ákjósanlegasta lengd meðferðar með bisfosfonötum við beinþynningu er. Reglulega skal endurmeta þörf á áframhaldandi meðferð að teknu tilliti til ávinnings og hugsanlegrar áhættu af meðferð með OSTACID hjá hverjum sjúklingi fyrir sig, sérstaklega eftir að meðferð hefur staðið í 5 ár eða lengur. Til að gera viðunandi frásog alendrónsýru mögulegt: Ostacid verður að taka a.m.k. 30 mínútum fyrir fyrstu fæðu, drykk eða lyf sem tekin eru dag hvern, ásamt hreinu vatni eingöngu. Líklegt er að aðrir drykkir (þ.m.t. sódavatn), fæða og sum lyf dragi úr frásogi alendrónsýru (sjá kafla 4.5). Til að auðvelda flutning lyfsins niður í maga og draga þannig úr líkum á staðbundinni ertingu/aukaverkunum í vélinda (sjá kafla 4.4): - Ostacid skal aðeins gleypa að morgni dags, þegar farið er á fætur, og þá með fullu glasi af vatni (a.m.k. 200 ml). - Sjúklingar skulu einungis gleypa Ostacid í heilu lagi. Sjúklingar skulu hvorki mylja né tyggja töflurnar og ekki skal láta þær leysast upp í munni vegna hættu á sármyndunum í munnkoki. - Sjúklingar skulu ekki leggjast niður fyrr en eftir að þeir hafa neytt fyrstu fæðu dagsins sem ætti að vera a.m.k. 30 mínútum eftir að taflan er tekin. - Sjúklingar eiga ekki að leggjast niður fyrr en a.m.k. 30 mínútum eftir að alendrónsýra er tekin. - Ostacid skal hvorki taka fyrir svefn né áður en farið er á fætur að morgni. 1

2 Sjúklingar ættu að fá að auki kalk og D-vítamín ef ekki er nægjanlegt magn af því í fæðunni (sjá kafla 4.4). Notkun hjá öldruðum: Engar breytingar tengdar aldri komu fram í klínískum rannsóknum varðandi verkun eða öryggi alendrónsýru. Engin skammtaaðlögun er því nauðsynleg hjá öldruðum. Notkun ef um skerta nýrnastarfsemi er að ræða: Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg hjá sjúklingum með gauklasíunarhraða meiri en 35 ml/mín. Notkun alendrónsýru er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi ef gauklasíunarhraði fer niður fyrir 35 ml/mín., þar sem reynsla er ekki fyrir hendi. Notkun hjá börnum: Ekki skal nota alendrónsýru hjá börnum yngri en 18 ára þar sem ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun gegn sjúkdómum sem tengjast beinþynningu barna (sjá einnig kafla 5.1). Notkun Ostacid 70 mg filmuhúðaðra taflna við meðferð gegn beinþynningu af völdum notkunar sykurstera hefur ekki verið rannsökuð. 4.3 Frábendingar Óeðlilegt vélinda, eða annað sem seinkar tæmingu vélindans, s.s. þrenging (stricture) eða vélindakrampi (achalasia). Sjúklingar sem ekki geta setið eða staðið uppréttir í a.m.k. 30 mínútur. Ofnæmi fyrir alendrónsýru eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.Blóðkalsíumlækkun. Sjá einnig kafla 4.4. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Alendrónsýra getur valdið staðbundinni ertingu í slímhúð í efri hluta meltingarvegar. Þar sem hætta er á að undirliggjandi sjúkdómur versni, skal gæta varúðar þegar alendrónsýra er gefin sjúklingum með sjúkdóma í efri hluta meltingarvegar, svo sem kyngingarörðugleika, sjúkdóma í vélinda, magabólgu, bólgu í skeifugörn, sár, eða með nýlega sögu (á síðastliðnu ári) um alvarlega sjúkdóma í meltingarvegi svo sem sár eða blæðingu, eða aðgerð í efri hluta meltingarvegar aðra en magaportslögun (sjá kafla 4.3). Hjá sjúklingum með greindan Barrett s sjúkdóm í vélinda skal við ávísun lyfsins meta ávinning og hugsanlega áhættu alendrónats í hverju tilfelli fyrir sig. Greint hefur verið frá aukaverkunum í vélinda (stundum alvarlegum sem krefjast innlagnar á sjúkrahús) s.s. vélindabólgu, vélindasári og fleiðri í vélinda sem í mjög sjaldgæfum tilvikum hafa leitt til þrengingar í vélinda hjá sjúklingum í meðferð með alendrónsýru. Læknar ættu því að vera á verði gagnvart einkennum sem benda til áhrifa í vélinda og benda skal sjúklingunum á að hætta að taka inn alendrónsýru og leita til læknis ef þeir verða varir við einkenni ertingar í vélinda s.s. kyngingarörðugleika, verki við kyngingu, verk undir bringubeini eða brjóstsviða sem fer versnandi eða hefur ekki verið til staðar áður. Hættan á alvarlegum aukaverkunum í vélinda virðist vera meiri hjá sjúklingum sem ekki taka alendrónsýru inn á réttan hátt og/eða halda áfram að taka inn alendrónsýru eftir að einkenni koma fram sem benda til ertingar í vélinda. Það er mjög mikilvægt að sjúklingar fái fullnægjandi leiðbeiningar um það hvernig beri að taka lyfið inn og að þeir skilji þær (sjá kafla 4.2). Upplýsa skal sjúklinga um að sé leiðbeiningunum ekki fylgt geti það aukið hættu á vandamálum í vélinda.

3 Þó að ekki hafi komið fram aukin áhætta í víðtækum klínískum rannsóknum, hefur í mjög sjaldgæfum tilvikum verið greint frá maga- og skeifugarnarsárum, eftir að lyfið kom á markað, sumum alvarlegum og með fylgikvillum. Greint hefur verið frá beindrepi í hlust við notkun bisfosfonata, sérstaklega langtímameðferð. Hugsanlegir áhættuþættir fyrir beindrepi í hlust eru notkun stera og lyfjameðferð við krabbameini og/eða staðbundnir áhættuþættir svo sem sýking eða áverkar. Íhuga skal möguleikann á beindrepi í hlust hjá sjúklingum sem fá bisfosfónöt ef einkenni frá eyrum koma fram, þar með taldar þrálátar eyrnasýkingar. Greint hefur verið frá beindrepi í kjálka, venjulega í tengslum við tanndrátt og/eða staðbundna sýkingu (þ.m.t. bein- og mergbólgu) hjá krabbameinssjúklingum sem eru í meðferð sem felur í sér gjöf bisfosfónata einkum í bláæð. Margir þessara sjúklinga voru einnig í meðferð með krabbameinslyfjum og barksterum. Einnig hefur verið greint frá beindrepi í kjálka hjá sjúklingum með beinþynningu sem fá bisfosfónöt til inntöku. Eftirfarandi áhættuþætti skal hafa í huga fyrir einstaklingsbundið mat á áhættu á myndun beindreps í kjálka. virkni bisfosfónatsins (mest fyrir zoledronsýru), íkomuleið (sjá að ofan) og uppsafnaður skammtur krabbamein, krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð, barksterameðferð, reykingar saga um tannsjúkdóma, slæm munnhirða, tannslíðurssjúkdómur, inngripsmiklar tannmeðferðir og gervigómar sem passa illa. Íhuga á tannskoðun með viðeigandi fyrirbyggjandi tannvernd áður en meðferð með bisfósfónötum til inntöku hefst hjá sjúklingum með slæmt ástand tanna. Meðan á meðferð stendur á að forðast inngripsmiklar tannaðgerðir hjá þessum sjúklingum ef hægt er. Tannaðgerð getur aukið einkennin hjá sjúklingum sem fá beindrep í kjálka meðan á bisfosfónatmeðferð stendur. Ekki eru til upplýsingar um hvort stöðvun meðferðar hjá sjúklingum sem þarfnast tannmeðferðar muni draga úr hættu á beindrepi í kjálka. Klínískt mat læknisins sem stýrir meðferðinni ætti að nota við gerð meðferðaráætlunar hvers sjúklings á grundvelli mats á ávinningi/áhættu. Á meðan meðferð með bisfosfónötum stendur skal hvetja alla sjúklinga til að viðhalda góðri munnhirðu, fara reglulega í skoðun hjá tannlækni og tilkynna öll einkenni í munni eins og lausar tennur, verki eða bólgur. Greint hefur verið frá bein-, lið-, og/eða vöðvaverkjum hjá sjúklingum sem taka bisfosfónöt. Eftir markaðssetningu lyfsins hefur reynslan verið sú að þessi einkenni hafa mjög sjaldan reynst alvarleg og/eða skert færni sjúklings (sjá kafla 4.8). Tíminn þar til einkenni koma fram var frá einum degi til nokkurra mánaða frá upphafi meðferðar. Einkennin hurfu hjá flestum sjúklingum þegar meðferð var hætt. Hjá sumum þeirra tóku einkennin sig upp aftur við endurtekna meðferð með sama lyfi eða öðru bisfosfónati. Greint hefur verið frá afbrigðilegum neðanlærhnútubrotum (subtrochanteric fractures) og brotum á lærleggsbol (diaphyseal fractures) í tengslum við meðferð með bisfosfonötum, einkum hjá sjúklingum á langtímameðferð við beinþynningu. Þessi þverbrot eða stuttu skábrot geta komið fram hvar sem er á lærleggnum frá því rétt fyrir neðan minni lærhnútu og að staðnum rétt fyrir ofan hnjákolla (supracondylar flare). Þessi brot hafa komið fram eftir mjög lítinn áverka eða án áverka og sumir sjúklingar hafa fundið fyrir verk í læri eða nára, oft samhliða því sem líkst hefur álagsbrotum við myndgreiningu, vikum eða mánuðum áður en í ljós komu brot þvert í gegnum lærlegg. Brotin eru oft í báðum lærleggjum og því skal rannsaka lærlegginn í hinum fótleggnum hjá sjúklingum sem eru á meðferð með bisfosfonötum og hafa fengið brot á lærleggsbol. Einnig hefur verið greint frá því að þessi brot grói illa.

4 Íhuga skal að hætta meðferð með bisfosfonötum ef grunur leikur á að um afbrigðileg lærleggsbrot sé að ræða að teknu tilliti til mats á einstaklingsbundnum ávinningi og áhættu hjá hverjum og einum sjúklingi. Ráðleggja skal sjúklingum að greina frá öllum verkjum í læri, mjöðm eða nára meðan á meðferð með bisfosfonötum stendur og leggja skal mat á alla sjúklinga sem hafa slík einkenni með tilliti til hugsanlegra lærleggsbrota. Eftir að markaðssetning lyfsins hófst hefur verið greint frá örfáum tilvikum alvarlegra einkenna frá húð, þar með talið Stevens-Johnson heilkenni og eitrunardrepi í húðþekju. Sjúklingum skal ráðlagt að ef þeir gleyma að taka skammt af Ostacid, að taka eina töflu morguninn eftir að þeir muna eftir því. Þeir skulu ekki taka tvær töflur sama daginn, en ættu að halda áfram að taka töflu einu sinni í viku, eins og upphaflega var ákveðið á þeim degi sem þeir völdu. Notkun alendrónsýru er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi þegar gauklasíunarhraði er minni en 35 ml/mín. (sjá kafla 4.2). Íhuga ætti aðrar orsakir beinþynningar en estrógenskort og öldrun. Leiðrétta þarf blóðkalsíumlækkun áður en meðferð með alendrónsýru er hafin (sjá kafla 4.3). Aðrar truflanir sem hafa áhrif á efnaskipti (svo sem D-vítamínskortur og kalkvakaskortur) þarf einnig að meðhöndla á virkan hátt. Hjá sjúklingum með þessar truflanir þarf að fylgjast með þéttni kalsíums í sermi og einkennum blóðkalsíumlækkunar, meðan á meðferð með Ostacid stendur. Þar sem alendrónsýra hefur jákvæð áhrif á steinefnainnihald í beinum, getur lækkun komið fram í þéttni kalsíums og fosfats í sermi, sérstaklega hjá sjúklingum sem taka sykurstera og geta af þeim orsökum verið með skert frásog kalsíums. Venjulega eru breytingarnar litlar og einkennalausar. Blóðkalsíumlækkun með einkennum hefur hins vegar komið fram, sem hefur í stöku tilfellum verið alvarleg og þá oft átt sér stað hjá sjúklingum sem eru í sérstakri hættu (með t.d. kalkvakaskort, D- vítamínskort og skert kalsíumfrásog). Sérlega mikilvægt er að tryggja að sjúklingar sem taka sykurstera fái nægjanlegt kalk og D-vítamín. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Líklegt er að matur og drykkur (þ.á m. kolsýrt vatn), kalk, sýrubindandi lyf og sum lyf til inntöku dragi úr frásogi alendrónsýru séu þau tekin inn á sama tíma. Því eiga sjúklingar að láta líða a.m.k. 30 mínútur frá því þeir taka inn alendrónsýru, þar til þeir taka inn önnur lyf (sjá kafla 4.2 og kafla 5.2). Ekki er reiknað með neinum öðrum klínískt mikilvægum milliverkunum. Fjöldi sjúklinga í klínísku rannsóknunum fengu estrógen (í leggöng, um húð eða til inntöku) meðan á töku alendrónsýru stóð. Engar aukaverkanir komu fram sem skýra má með hinni samhliða notkun. Þar sem tengsl eru á milli ertingar í meltingarvegi og bólgueyðandi gigtarlyfja sem ekki eru sterar (NSAID), skal fara varlega í að nota þess konar lyf samhliða alendrónati. Þó ekki hafi verið gerðar sértækar rannsóknir á milliverkunum í klínískum rannsóknum var alendrónsýra notuð samhliða breiðu sviði algengra lyfseðilskyldra lyfja án klínískra vísbendinga um aukaverkanir.

5 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Notkun á meðgöngu Ekki skal nota alendrónat á meðgöngu. Fullnægjandi upplýsingar um notkun alendrónsýru hjá þunguðum konum liggja ekki fyrir. Rannsóknir á dýrum benda ekki til beinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, þroska fósturvísis/fósturs eða þroska eftir fæðingu. Þegar alendrónsýra var gefin rottum á meðgöngu olli það erfiðleikum við got í tengslum við blóðkalsíumlækkun (sjá kafla 5.3). Notkun meðan á brjóstagjöf stendur Ekki er vitað hvort alendrónsýra skilst út í brjóstamjólk kvenna. Konur með börn á brjósti skulu ekki nota alendrónsýru. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Engar rannsóknir hafa sýnt áhrif á hæfni til aksturs eða stjórnunar véla. Ákveðnar aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um við notkun alendrónats geta haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Viðbrögð við Ostacid geta verið einstaklingsbundin (sjá kafla 4.8). 4.8 Aukaverkanir Í eins árs rannsókn hjá konum eftir tíðahvörf með beinþynningu reyndist heildar aukaverkanamynstur alendónsýru 70 mg einu sinni í viku (n = 519) og alendrónsýru 10 mg/dag (n = 370) svipuð. Í tveimur 3 ára rannsóknum hjá konum eftir tíðahvörf, sem voru hannaðar á svipaðan hátt (alendrónsýra 10 mg: n = 196, lyfleysa: n = 397) reyndist heildar aukaverkanamynstur alendrónsýru 10 mg/dag svipað og hjá lyfleysu. Aukaverkanir sem rannsakendur greindu frá að væru hugsanlega, líklega eða örugglega lyfjatengdar koma fram hér að neðan ef þær komu fram hjá 1% í hvorum hópi fyrir sig í eins árs rannsókninni, eða hjá 1% sjúklinga sem fengu alendrónsýru 10 mg/dag og í meiri tíðni en hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu í þriggja ára rannsóknunum:

6 Eins árs rannsókn Þriggja ára rannsóknir Alendónsýra 70 mg einu sinni í viku (n = 519) Alendrónsýra 10 mg/dag (n = 370) Alendrónsýra 10 mg/dag (n = 196) Lyfleysa (n = 397) % % % % Meltingarfæri kviðverkir 3,7 3,0 6,6 4,8 meltingartruflanir 2,7 2,2 3,6 3,5 sýrubakflæði 1,9 2,4 2,0 4,3 ógleði 1,9 2,4 3,6 4,0 þaninn kviður 1,0 1,4 1,0 0,8 hægðatregða 0,8 1,6 3,1 1,8 niðurgangur 0,6 0,5 3,1 1,8 kyngingartregða 0,4 0,5 1,0 0,0 vindgangur 0,4 1,6 2,6 0,5 magabólga 0,2 1,1 0,5 1,3 magasár 0,0 1,1 0,0 0,0 sár í vélinda 0,0 0,0 1,5 0,0 Stoðkerfi og stoðvefur verkir í stoðkerfi 2,9 3,2 4,1 2,5 (beinum, vöðvum, eða liðum) vöðvakrampar 0,2 1,1 0,0 1,0 Taugakerfi höfuðverkur 0,4 0,3 2,6 1,5 Eftirtaldar aukaverkanir hafa einnig komið fram í klínískum rannsóknum og/eða eftir að lyfið kom á markað:

7 [Mjög algengar ( 1/10), Algengar ( 1/100, <1/10), Sjaldgæfar ( 1/1000, <1/100), Mjög sjaldgæfar ( 1/10.000, <1/1000), koma örsjaldan fyrir (<1/ þ.m.t. einstök tilvik)] Ónæmiskerfi Mjög sjaldgæfar: ofnæmisviðbrögð, þ.m.t. ofsakláði og ofsabjúgur Efnaskipti og næring Mjög sjaldgæfar: blóðkalsíumlækkun með einkennum, oft í tengslum við undirliggjandi áhættuþætti Taugakerfi Algengar: Höfuðverkur, sundl Sjaldgæfar: Bragðtruflun Augu Eyru og völundarhús Algengar: Svimi Mjög sjaldgæfar: augnbólga (æðahjúpsbólga, hvítubólga, grunn hvítubólga) Koma örsjaldan fyrir: Beindrep í hlust (aukaverkun tengd lyfjaflokknum bisfosfonötum) Meltingarfæri Algengar: kviðverkir, meltingartruflanir, hægðatregða, niðurgangur, vindgangur, sár í vélinda*, kyngingarörðugleikar*, þaninn kviður, sýrubakflæði Sjaldgæfar: ógleði, uppköst, magabólga, vélindabólga*, fleiður í vélinda*, sortusaur Mjög sjaldgæfar: þrenging í vélinda*, sár í munnkoki*, rof, sár og blæðingar í efri hluta meltingarvegar Húð og undirhúð Algengar: Hárlos, kláði Sjaldgæfar: útbrot, roðaþot Mjög sjaldgæfar: ljósnæm útbrot, alvarleg viðbrögð í húð þ.m.t. Stevens-Johnson heilkenni og drep í húðþekju Stoðkerfi og stoðvefur: Mjög algengar: verkur í stoðkerfi (beinum, vöðvum eða liðamótum) sem er stundum verulegur Algengar: Liðbólga Mjög sjaldgæfar: Beindrep í kjálka, afbrigðileg neðanlærhnútu brot og brot á lærleggsbol Almennar aukaverkanir og aukaverkanir íkomustað: á Algengar: Þróttleysi, útlimabjúgur Sjaldgæfar: Skammvinn einkenni sem bráðasvörun (vöðvaþrautir, vanlíðan og mjög sjaldan hiti), oftast í tengslum við upphaf meðferðar. Sjá kafla 4.4 Tíðni í klínískum rannsóknum var svipuð hjá lyfja- og lyfleysuhópum. *Sjá kafla 4.2 og 4.4 Þessi aukaverkun kom í ljós við eftirfylgni eftir markaðssetningu. Tíðni mjög sjaldgæfra aukaverkana var áætluð út frá tíðni þeirra í viðeigandi klínískum rannsóknum. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

8 4.9 Ofskömmtun Of lág kalsíumþéttni í blóði, of lág fosfatþéttni í blóði og aukaverkanir í efri hluta meltingarvegar, s.s. magaóþægindi, brjóstsviði, bólga í slímhúð í vélinda, bólga í magaslímhúð eða sár geta hlotist af inntöku of stórra skammta. Engar sértækar upplýsingar eru fyrir hendi um meðferð vegna ofskömmtunar alendrónsýru. Gefa skal mjólk eða sýrubindandi lyf til þess að binda alendrónsýru. Vegna hættu á ertingu í vélinda skal ekki framkalla uppköst og sjúklingurinn ætti að sitja eða standa uppréttur. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Lyf sem hafa áhrif á beinmyndun, bisfosfónat. ATC flokkur: M05B A04 Virka efnið í Ostacid, natríumalendrónat, er bisfosfónat sem kemur í veg fyrir endurupptöku beins af völdum beinátfrumna, en það hefur ekki nein bein áhrif á beinmyndun. Forklínískar rannsóknir sýna að alendrónat sest fremur á staði þar sem virk endurupptaka beins á sér stað. Það hindrar virkni beinátfrumna, en hefur ekki áhrif á nýliðun þeirra eða bindingu á staðnum. Það bein sem myndast meðan á meðferð með alendrónati stendur er eðlilega uppbyggt. Meðferð við beinþynningu eftir tíðahvörf Beinþynning er skilgreind sem steinefnaþéttni í hrygg eða mjöðm sem er 2,5 staðalfrávikum lægri en meðaltal hjá heilbrigðu yngra fólki eða út frá eldra broti vegna veikleika óháð steinefnaþéttni í beinum. Sýnt var fram á að meðferð með alendrónsýru 70 mg einu sinni í viku (n = 519) væri jafngild meðferð með alendrónsýru 10 mg einu sinni á dag (n = 370) í eins árs fjölsetra rannsókn hjá konum eftir tíðahvörf með beinþynningu. Meðalhækkun steinefnaþéttni frá grunngildi í lendarliðum eftir eitt ár var 5,1% (95% öryggismörk: 4,8, 5,4%) hjá hópnum sem fékk 70 mg einu sinni í viku og 5,4% (95% öryggismörk: 5,0, 5,8%) hjá hópnum sem fékk 10 mg á dag. Meðalhækkun steinefnaþéttni í lærleggshálsi var 2,3% og 2,9% og heildarhækkun í mjöðm var 2,9% og 3,1% hjá þeim sem fengu 70 mg einu sinni í viku annars vegar og þeim sem fengu 10 mg á dag hins vegar. Hækkun steinefnaþéttni var einnig svipuð í hópunum tveimur á öðrum stöðum í beinagrindinni. Áhrif alendrónats á beinmassa og tíðni beinbrota hjá konum eftir tíðahvörf voru metin í tveimur eins uppbyggðum upphafsrannsóknum á verkun (n = 994), og einnig í The Fracture Intervention Trial (FIT: n = 6.459). Í upphafsrannsóknunum á verkun jókst meðal steinefnaþéttni beina (BMD) við notkun alendrónats 10 mg/dag í samanburði við lyfleysu á þremur árum um 8,8% í hrygg, 5,9% í lærleggshálsi og 7,8% í lærhnútu. Heildar steinefnaþéttni í beinum jókst einnig marktækt. 48% minnkun (alendrónsýra 3,2% samanborið við 6,2% hjá lyfleysu) var á hlutfalli þeirra einstaklinga sem fengu einn eða fleiri samfallna hryggjarliði, þegar einstaklingar sem fengu alendrónsýru voru bornir saman við þá sem fengu lyfleysu. Í tveggja ára framhaldi þessara rannsókna hélt steinefnaþéttni beina áfram að hækka í lendarlið og lærhnútu og steinefnaþéttni beina í lærleggshálsi og heildarsteinefnaþéttni hélst óbreytt. FIT samanstóð af tveimur rannsóknum með samanburði við lyfleysu með notkun alendrónats daglega (5 mg á dag í 2 ár og 10 mg á dag í annað hvort eitt eða tvö ár til viðbótar): - FIT 1: Þriggja ára rannsókn á sjúklingum með a.m.k. einn samfallinn hryggjarlið. Í þessari rannsókn reyndist dagleg notkun aldendrónsýru lækka tíðni 1 nýs samfalls á hryggjarlið um 47% (alendrónsýra 7,9% samanborið við 15% hjá lyfleysu). Að auki var um tölfræðilega marktæka lækkun á tíðni mjaðmarbrota að ræða (1,1% samanborið við 2,2%, 51% lækkun).

9 - FIT 2: Fjögurra ára rannsókn á sjúklingum með lága beinþéttni en ekki með samfallinn hryggjarlið. Í þessari rannsókn kom fram marktækur munur á tíðni mjaðmarbrota (alendrónsýra 1,0% samanborið við lyfleysu 2,2%, 56% lækkun) og á tíðni 1 hryggjarbrots (2,9% samanborið við 5,8%, 50% lækkun) við greiningu á undirhópi kvenna með beinþynningu (37% heildarinnar sem uppfylltu framangreind skilyrði um beinþynningu). Rannsóknarniðurstöður Í klínískum rannsóknum kom fram einkennalaus, væg og skammvinn lækkun kalsíums og fosfata í sermi hjá u.þ.b. annars vegar 18% og 10% sjúklinga sem fengu alendrónat 10 mg/dag og hins vegar 12% og 3% sjúklinga sem fengu lyfleysu. Tíðni lækkunar kalsíums í sermi í <8,0 mg/dl (2,0 mmól/l) og fosfats í sermi í 2,0 mg/dl (0,65 mmól/l) var hins vegar svipuð í báðum hópum. Börn Natríum alendrónat hefur verið rannsakað hjá fámennum hópi sjúklinga yngri en 18 ára með beinbrotasýki. Niðurstöðurnar duga ekki til að styðja notkun natríum alendrónats hjá börnum með beinbrotasýki. 5.2 Lyfjahvörf Frásog Aðgengi alendrónsýru hjá konum eftir inntöku, miðað við viðmiðunarskammt í æð, var 0,64% þegar það var gefið eftir næturföstu og tveimur klukkustundum fyrir staðlaðan morgunverð, fyrir skammta á bilinu 5 til 70 mg. Aðgengi alendrónsýru minnkaði álíka mikið, þ.e. niður í 0,46% og 0,39% þegar það var gefið einni klukkustund eða hálfri klukkustund fyrir staðlaðan morgunverð. Í rannsóknum á beinþynningu var virkni alendrónsýru eðlileg þegar það var gefið a.m.k. 30 mínútum áður en fyrstu fæðu dagsins eða drykkjar var neytt. Aðgengi var hverfandi bæði þegar alendrónsýra var gefin samtímis stöðluðum morgunverði og þegar hún var gefin allt að tveimur klukkustundum eftir staðlaðan morgunverð. Þegar alendrónsýra var tekin inn samtímis kaffi eða appelsínusafa minnkaði aðgengi hennar um u.þ.b. 60%. Marktæk breyting varð ekki á aðgengi alendrónsýru hjá heilbrigðum einstaklingum sem fengu prednisón til inntöku (20 mg þrisvar á dag í fimm daga) (meðalaukning var frá 20% til 44%). Dreifing Rannsóknir á rottum sýna að alendrónsýra dreifist tímabundið út í mjúkvefi eftir gjöf 1 mg/kg í bláæð, en dreifist síðan hratt út í bein eða skilst út í þvagi. Meðaldreifingarrúmmál við jafnvægi, að beinum undanskildum, er a.m.k. 28 lítrar hjá mönnum. Þéttni lyfsins í plasma eftir inntöku ráðlagðra skammta er of lág til greiningar (< 5 ng/ml). Próteinbinding í plasma hjá mönnum er u.þ.b. 78%. Umbrot Ekkert bendir til þess að alendrónsýra umbrotni í dýrum eða mönnum. Brotthvarf Eftir gjöf staks skammts af [ 14 C] merktri alendrónsýru í bláæð, útskilst u.þ.b. 50% geislavirkninnar í þvagi innan 72 klukkustunda en lítil sem engin geislavirkni kemur fram í hægðum. Eftir stakan 10 mg skammt í bláæð var úthreinsun alendrónats um nýru 71 ml/mín. og altæk úthreinsun fór ekki yfir 200 ml/mín. Plasmaþéttni féll um meira en 95% innan sex klukkustunda eftir gjöf í bláæð. Endanlegur helmingunartími hjá mönnum er talinn vera lengri en tíu ár, sem endurspeglar losun alendrónsýru úr beinum. Alendrónsýra útskilst ekki um sýru- eða basaflutningsleiðir í nýrum hjá rottum, og því er ekki gert ráð fyrir að alendrónsýra hafi áhrif á útskilnað annarra lyfja sem skiljast út eftir þessum leiðum hjá mönnum.

10 Hegðun lyfsins í sjúklingum Forklínískar rannsóknir sýna að lyfið sem ekki sest í bein, skilst hratt út í þvagi. Ekkert benti til mettunar á upptöku alendrónsýru í beinum eftir langvinna gjöf lyfsins í hækkandi skömmtum allt að 35 mg/kg, í bláæð hjá dýrum. Þrátt fyrir að engar klínískar upplýsingar liggi fyrir, er líklegt að útskilnaður alendrónsýru um nýru sé skertur hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, eins og á við hjá dýrum. Því má búast við meiri uppsöfnun alendrónsýru í beinum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.2). 5.3 Forklínískar upplýsingar Áhrif í öðrum rannsóknum en klínískum benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrifum. Rannsóknir á meðferð með alendrónsýru á meðgöngu hjá rottum hafa sýnt fram á erfiðleika við got í tengslum við blóðkalsíumlækkun. Í rannsóknum hjá rottum hefur komið fram aukin tíðni ófullkominnar beinmyndunar hjá fóstrum við notkun hárra skammta. Þýðing þess fyrir menn er óljós. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Örkristallaður sellulósi Natríumkroskarmellósi Vatnsfrí kísilkvoða Natríumsterýlfúmarat Opadry 20A28569 (hýdroxýprópýlmetýlsellulósi 2910 og talkúm). 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 3 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli eru varðandi geymsluaðstæður lyfsins. 6.5 Gerð íláts og innihald Filmuhúðuðu töflurnar eru pakkaðar í PVC-PVdC/ál þynnur. Þynnurnar eru í öskju sem inniheldur 2, 4, 8, 12 eða 40 filmuhúðaðar töflur. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun Engin sérstök fyrirmæli. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

11 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Williams & Halls ehf Reykjavíkurvegi 62, 220 Hafnafjörður Ísland. 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER IS/1/09/083/01 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis 18. nóvember Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis 27. desember DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 18. apríl 2016.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Typhim Vi, 25 míkróg/0,5 ml stungulyf, lausn. Fjölsykrubóluefni við taugaveiki. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 0,5 ml skammtur inniheldur: Hreinsaðar Vi hjúpfjölsykrur

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Etalpha 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm mjúk hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Alfakalsídól 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm. Hjálparefni með þekkta verkun: Sesamolía

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Paracet 60 mg endaþarmsstílar 2. INNIHALDSLÝSING Hver endaþarmsstíll inniheldur 60 mg af parasetamóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Resolor 1 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 1 mg prúkalópríð (sem súkkínat). Hjálparefni með þekkta verkun:

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ringer-acetat Fresenius Kabi innrennslislyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1.000 ml innihalda: Natríumklóríð Natríumasetat þríhýdrat Kalíumklóríð Kalsíumklóríðtvíhýdrat

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Vallergan 5 mg/ml mixtúra, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Alimemazíntartrat 5 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Mixtúra, lausn. Plómubragð.

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS NEVANAC 1 mg/ml augndropar, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af dreifu inniheldur 1 mg af nepafenaki. Hjálparefni með þekkta verkun Hver ml af dreifu

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS 1. HEITI LYFS Noritren 10, 25, eða 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Nortriptýlín 10, 25 eða 50 mg á formi nortriptýlín hýdróklóríðs. Hjálparefni með þekkta verkun:

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Dermovat 0,5 mg/ml húðlausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af húðlausn innheldur: 0,5 mg af klóbetasólprópíónati Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mogadon 5 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af nitrazepami. Hjálparefni með þekkta verkun Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Rizatriptan ratiopharm 10 mg munndreifitöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Rizatriptan ratiopharm 10 mg munndreifitafla Hver 10 mg munndreifitafla inniheldur 14,53 mg

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Alltaf

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Latanoprost Actavis 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af augndropalausn inniheldur 50 míkrógrömm latanoprost. Einn dropi inniheldur um

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS BCG-medac, duft og leysir fyrir þvagblöðrudreifu 2. INNIHALDSLÝSING Eftir blöndun inniheldur eitt hettuglas: BCG (Bacillus Calmette Guérin) bakteríustofn RIVM

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Docetaxel Teva Pharma 20 mg innrennslisþykkni og leysir, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hvert stakskammta hettuglas af Docetaxel Teva

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zitromax 500 mg innrennslisstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 500 mg azitrómýsín (sem tvíhýdrat), samsvarandi 100 mg/ml lausn eftir blöndun

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zoladex 3,6 mg og 10,8 mg vefjalyf. 2. INNIHALDSLÝSING Góserelín 3,6 mg og 10,8 mg sem góserelínasetat. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1 3. LYFJAFORM

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn Virk efni: natríumklóríð, kalíumklóríð, kalsíumklóríð tvíhýdrat, magnesíumklóríð hexahýdrat og natríumacetat

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð Lesið allan fylgiseðillinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Eitt hettuglas inniheldur 200 einingar af Clostridium botulinum taugaeitri af gerð A (150 kd), án

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Eitt hettuglas inniheldur 200 einingar af Clostridium botulinum taugaeitri af gerð A (150 kd), án SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS XEOMIN 50 einingar, stungulyfsstofn, lausn XEOMIN 100 einingar, stungulyfsstofn, lausn XEOMIN 200 einingar, stungulyfsstofn, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relvar Ellipta 92 míkróg/22 míkróg, innöndunarduft, afmældir skammtar 2. INNIHALDSLÝSING Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Paclitaxel Pfizer 6 mg/ml innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af innrennslisþykkni, lausn inniheldur 6 mg/ml. Hvert hettuglas með 5 ml inniheldur

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Zyvoxid 2 mg/ml innrennslislyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur 2 mg linezolid. 300 ml innrennslispokar innihalda 600 mg linezolid. Hjálparefni með

Detaljer

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester) SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Bortezomib W&H 3,5 mg stungulyfsstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester) Eftir blöndun inniheldur

Detaljer

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicorette Invisi 10 mg/16 klst. forðaplástrar Nicorette Invisi 15 mg/16 klst. forðaplástrar Nicorette Invisi 25 mg/16 klst. forðaplástrar Nikótín Lesið allan

Detaljer

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS OZURDEX 700 míkrógrömm vefjalyf í ísetningaráhaldi til notkunar í glerhlaup. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt vefjalyf inniheldur 700 míkrógrömm af dexametasóni.

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta Klínískar leiðbeiningar fyrir notkun líftæknilyfja fyrir sjúklinga með iktsýki (rheumatoid arthritis/ra) og Still's sjúkdóm hjá fullorðnum (adult Still s disease). Inngangur: Iktsýki er krónískur bólgusjúkdómur

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 287. fundar Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson Jón

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN Þú getur gert margt til að viðhalda heilsunni. Ef þú veikist af langvinnum

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende 4.10.2012 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012 2012/EØS/56/04 av 15. juni 2012 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske forskrifter, standarder,

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið.

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið. ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 3 Dags. endurskoðunar: 4. febrúar 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni BP TURBO OIL 2380 1.2. Tilgreind

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av NORSK utgave EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende I EØS-ORGANER 1. EØS-komiteen ISSN 1022-9310 Nr. 56 19. årgang 4.10.2012 Melding til leserne... 1 2012/EØS/56/01 2012/EØS/56/02 2012/EØS/56/03

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Albert K. Imsland, Akvaplan-niva, Strandbúnaðarþing 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars Yfirlit erindis Lífsferill laxalúsar Hitastig og laxalús Laxalús

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 95 Oktan 1. útgáfa / 25.11.2014 Öryggisblað (SDS) skv. reglugerð UST nr. 750/2008 (REACH) 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 1.1 Vörukenni Vöruheiti: 95 Oktan 1.2

Detaljer

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH). Blaðsíða 1 af 9 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind notkun Eldsneyti Söluaðili Olíuverzlun Íslands hf. Katrínartúni Reykjavík Sími:

1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind notkun Eldsneyti Söluaðili Olíuverzlun Íslands hf. Katrínartúni Reykjavík Sími: ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og 453/2010 Útgáfa: - Dags. endurskoðunar: 6. maí 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Öryggisblað. Maurasýra, 85% HCOOH. Skin Corr. 1B;H314. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða.

Öryggisblað. Maurasýra, 85% HCOOH. Skin Corr. 1B;H314. Veldur alvarlegum bruna á húð og augnskaða. Öryggisblað Endurskoðun: 01-11-2013 Kemur í stað: 11-09-2013 Útgáfa: 0101/ISL HLUTI 1: Auðkenning efnisins/blöndunnar og fyrirtækisins/félagsins 11 Vöruauðkenni Viðskiptaheiti: Maurasýra, 85% HCOOH 12

Detaljer

Nr. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012. frá 15.

Nr. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012. frá 15. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 4.10.2012 ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012 2012/EES/56/04 frá 15. júní 2012 um breyt ingu á II. við auka (Tækni legar reglu gerð

Detaljer

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ 1.1 Vörukenni Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins

Detaljer

Öryggisblað (SDS) Bensín 95 oktan E5 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 2. HÆTTUGREINING.

Öryggisblað (SDS) Bensín 95 oktan E5 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 2. HÆTTUGREINING. 1. útgáfa / 12.3.2018 Öryggisblað (SDS) skv. reglugerð nr. 750/2008 (REACH) og reglugerð nr. 415/2014 með síðari breytingum (CLP) 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

2.2. Merkingaratriði Hættumerki

2.2. Merkingaratriði Hættumerki ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og 453/2010 Útgáfa: 3 Dagsetning: 19. apríl 2016 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni NÝR FPC JECTOR 1.2. Tilgreind

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

FÖRCH Oil Leakage Check. 201 Kópavogur Þýskalandi Sími: Netfang: Veffang:

FÖRCH Oil Leakage Check. 201 Kópavogur Þýskalandi Sími: Netfang: Veffang: Bílanaust 1. útgáfa 03.12.2012 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Vöruheiti - notkun - innflytjandi/framleiðandi Vöruheiti: FÖRCH Oil Leakage Check Vörunúmer: 6730-0837 50 ml Notkunarsvið:

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar júlí 2016 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR

Detaljer

Hámarkshraði á tveggja akreina

Hámarkshraði á tveggja akreina Hámarkshraði á tveggja akreina þjóðvegum Athugun á norskri aðferð við ákvörðun hámarkshraða Nóvember 2004 Einar M. Magnússon Þórólfur Nielsen Haraldur Sigþórsson Unnið af: Einari Má Magnússyni og Þórólfi

Detaljer

1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki.

1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. Blaðsíða 1 af 8 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH). 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur Handbók um Umferðarmerki Inngangur Útgefandi Vegagerðin og Reykjavíkurborg Mars 2013 Efnisyfirlit Almennar reglur... 2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja... 3 Merkjaplötur... 3 Litur, lögun, stærð og

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ 1.1 Vörukenni Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins

Detaljer

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: -

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: - Blaðsíða 1 af 9 Öryggisblað (MSDS) Reglug. 866/2012 og 1272/2008/EB (CLP), rg. 750/2008 (REACH). 1. Auðkenning efnis eða blöndu og upplýsingar um fyrirtæki. 1.1. Auðkenni vöru Söluheiti vöru: Tilvísunarnúmer:

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Nr desember 1999 AUGLÝSING

Nr desember 1999 AUGLÝSING 31. desember 1999 173 Nr. 23 AUGLÝSING um samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. Hinn 18. júní 1998 var undirritaður í

Detaljer

Gönguþveranir. Desember 2014

Gönguþveranir. Desember 2014 4 Gönguþveranir Desember 2014 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer