KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

Like dokumenter
R3123A Markarfljótsvirkjun B

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Lausnir Nóvember 2006

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

Keldur á Rangárvöllum

Verkefnahefti 3. kafli

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

LV Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

Anna Lísa Guðmundsdóttir. Fornleifaskráning Laugarness vegna mats á umhverfisáhrifum Sæbrautar

Nutricia. næringardrykkir

Magn og uppspretta svifryks

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Kuml í uppsveitum Borgarfjarðar

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Øvingsoppgaver i norrønt

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum Grindvíkingum hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn

Leiðbeiningar

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Ordliste for TRINN 1

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði


Nokkur blöð úr Hauksbók


«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar.

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Gæsluvarðhald að ósekju

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to)

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Alltaf sami Grallarinn?

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál]

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Áhrif gufu frá virkjunum við Suðurlandsveg á umferðaröryggi

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál]

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Er fjárkláðinn úr sögunni?

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850.

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Um túlkun samninga. Eyvindur G. Gunnarsson. Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi

Fellsvegur - Stígagerð og brú

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

Reykjanesbraut Breikkun á milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna -

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 27 ISSN árgangur EB-STOFNANIR

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Vöktunarskýrsla 2016 fyrir Arnarlax hf. Laxeldi í sjó við Haganes í Arnarfirði

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

R3141A Stóra-Laxá. Viðauki 36 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04. Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands

Leiðarvísir fyrir dóma- og þingbækur í skjalasöfnum sýslumanna í Þjóðskjalasafni Íslands

Hei!arb"lin. Fornar rústir á Sí!uhei!um, V-Skaftafellss"slu Rúst vi! Streitugil. Sk"rsla VI

Merki og Kerfi - Verklegt - Æfing 5. Albert Ingi Haraldsson

Fastheldinn og passasamur

Jón Arason biskup. Ljóðmæli. Ásgeir Jónsson. Kári Bjarnason bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar. ritstýrði og ritaði inngang

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Auglýsir eftir bændum til að veiða ál

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

Skíðasaga Siglufjarðar

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen

ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi. Erindi nr. Þ / ^ // / / 63 komudagur S. v/. 2. öó$t. Alþingi. Nefndarsvið 150 REYKJAVÍK

Reykjavíkurhöfn90á r a

Orð úr máli síldarfólks

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

TIL HVERS LÍTUR HÆSTIRÉTTUR VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR Í OFBELDISMÁLUM? Kolbrún Jóna Pétursdóttir

Transkript:

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009

Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða: www.instarch.is 2

Inngangur Dagana 20.-24. júlí 2009 var gerð könnun á hinni svonefndu Þorláksbúð í Skálholti. Verkið unnu þau Mjöll Snæsdóttir, Óskar Gísli Sveinbjarnarson og Nikola Trbojevic á vegum Fornleifastofnunar Íslands. Verkið var unnið að beiðni forráðamanna Félags til endurreisnar Þorláksbúðar, Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups og Árna Johnsens alþingismanns, og með leyfi Fornleifaverndar, sem dagsett er 20.07 2009 (tilvísun: Fvr 2009070023/KHS). Þorláksbúð kallast tóft, eða rúst af byggingu, sem stendur skammt norðaustur af núverandi kirkju í Skálholti, um 12 m norður af austurenda kirkju. Tóft þessi hafði verið grafin upp við fyrri rannsóknir í Skálholti (1954) en lítið hafði verið birt um hana á prenti. Þegar farið var að íhuga hugmyndir um endurbyggingu, snemma á 21. öld, virtust uppdrættir frá rannsókninni ekki vera við hendina, né heldur skýrsla um verkið, en rannsakendur höfðu aðgang að afriti úr dagbókum Håkons Christie. Þetta hús mun fyrst hafa verið reist í tíð Ögmundar Pálssonar biskups, á fyrri hluta 16. aldar, eftir að kirkjan í Skálholti hafði brunnið. Fyrsta verk Ögmundar biskups Pálssonar var að láta reisa bráðabirgðaskýli yfir messuhald, búðina eða kapelluna eins og húsið heitir í heimildum, seinna kallað Þorláksbúð. Kemur það heim og saman við kvæðið um Ögmund. Rústir hennar voru grafnar upp sumarið 1954. Hún hefur verið torfhús með timburstafni, snúið eilítið í norður frá vestri, um 14 m löng að utanmáli og um 8 m á breidd, en að innanmáli um 10,5 x 3,2 m. Frá því kirkjan var komin upp var búðin notuð sem skemma til loka 18. aldar og verður nánar rætt um hana í sambandi við staðarhús. segir Hörður Ágústsson. 1 Af uppskrift úr dagbókum Håkons Christie, sem rannsakendur höfðu aðgang að, verður ráðið að grafið hafi verið innan úr tóftinni algerlega, og skurðir gerðir gegnum veggi á nokkrum stöðum, líklega fimm. Uppdrættir þeir er ráða má af dagbók að gerðir hafa verið, grunnteikning og sniðteikningar, eru hins vegar ekki aðgengilegir sem stendur. 1 Hörður Ágústsson: Skálholt. Kirkjur, Reykjavík 1990, bls. 276. 3

Búðarinnar er getið í allmörgum úttektum staðarhúsa, sem varðveittar eru í Þjóðskjalasafni. Um hana segir 1589 kirkjubúðin sterk að viðum. 2 Þá er búðin nefnd í úttekt frá 1698: búðin í kirkjugarðinum með 6 stafgólfum, af gömlum og nýjum viðum vel sterkum, langböndum og reisifjöl, sillum fyrir utan áfellur, standþil og bjórþil að framan, vængjahurð með loku, læsing og lykli, ítem hring í hurðinni af járni. Járngrind af netverki í bjórglugga, gömul og ryðétin, húsið er uppbyggt allvænt, sterkt og stæðilegt að viðum, að veggjum utantil mjög hrörlegt. 3 Ef rétt er að húsið sé reist á fyrstu árum Ögmundar biskups, eða um 1530, hefur það verið orðið um 170 ára gamalt þegar lýsingin hér á undan er skrifuð. Því er ekki að undra að veggir séu hrörlegir. Í úttekt frá 1722 segir: Búðin í sex stafgólfum með sterkri grenigrind yfir og undir, langböndum, reisifjöl, árefti hrörlegu í innstu stafgólfum tveimur, vængjahurð með lokulæsingu og lykli, standþili og bjórþili að framan, veggirnir að innan stæðilegir, en nokkuð hrörlegir að utan, hurðinni fylgir járnhringur. 4 Svipaðar lýsingar eru í fleiri úttektum frá 18. öld. Ljóst var af dagbókarfærslum Håkons Christie að rannsakendur 1954 sáu að grafir voru undir búðinni og undir veggjum hennar. Christie nefnir að það sýni greinilega að kirkjugarðurinn hefur verið í notkun í töluverðan tíma áður en húsið var reist þó að ekki verði ályktað neitt nákvæmlega um tímalengd. Det er tydeligvis også begravelse under veggene og dermed er det sikkert at Þoráksbúð er reist på kirkegården etterat den har vært brukt i lang tid. 5 Þá verður ráðið af dagbókarfærslum Christies að eftir rannsókn 1954 hafi útveggir búðarinnar verið lagfærðir, steinar í innbrún réttir við. Eins og rústin stendur núna má víða sjá grjót í útbrúnum og kann það eða eitthvað af því að hafa verið sett þar eftir rannsókn, þar eð Christie talar um að ekki hafi verið greinilegt grjót í útbrún. Den indre stenraden for veggen kommer frem i vestre tverrsnitt og östre del av langsnittet, og ved å grave dypere ned i östre tverrsnitt, kommer kantstenene også der, men de er noe sprengt inover. Tverrsnittene gjennom veggene ga imidlertid ikke meget om veggenes bygning og utvendige side. Inne i veggene ligger det en del ujevn mindre sten i en uregelmessig samling i alle snittene med en senteravstad av ca 1 m 2 Þjóðskjalasafn, Biskupsskjalasafn A I, 2. 3 Þjóðskjalasafn, Biskupsskjalasafn A VII, 3. 4 Þjóðskjalasafn, Biskupsskjalasafn A VIII, 3. 5 Håkon Christie, vélrit úr Hoveddagbok hans, bls. 10. 4

fra unnerflukten. Noen klar ytterside av veggene gir snittene ikke, men i et par af snittene ligger det store sten ca 2 m fra innsiden. Veggene har ellers lite sten. Ved gravingen ser det ut til at veggene har vært bygget av sten og gresstorv. Stenene har ujevn störrelse... 6 Þorláksbúð, mynd tekin úr turni Skálholtskirkju. Nicola Trbojevic að grafa könnunarskurð A. Könnun í júlí 2009 Við rannsóknina í júlí 2009 voru grafnir fimm könnunarskurðir, misstórir, í og við Þorláksbúð, í þeim tilgangi að kanna hvort skilin hefðu verið eftir mannvistarlög inni í búðinni eftir rannsókn 1954 og hvort greina mætti eldri minjar í veggjum. Skurðirnir eru einkenndir með bókstöfunum A-E. 6 Håkon Christie, vélrit úr dagbók um Þorláksbúð, bls. 2. 5

Flatarmynd af Þorláksbúð með könnunarskurðum. Skurður A Könnunarskurðurinn A var grafinn inni í Þorláksbúð, og stefndi eins og tóftin. Hann var nálægt því að vera eftir miðri tóftinni. Skurðurinn var alls 6,5 x 1 m að lengd, og var austurendi hans tæpan hálfan metra frá austurgafli. Í skurðinum komu í ljós nokkur lög af hreyfðum jarðvegi. Efst var 15-30 cm þykkt grasrótarlag, þá kom lag af grjóti og möl, 10-25 cm að þykkt. Þar undir kom allþéttur hreyfður jarðvegur, torfblandinn. Á u.þ.b. 60 cm dýpi undir yfirborði tóku að sjást niðurgreftir, væntanlega grafir. Grafið var dýpra á einum stað til að staðfesta það, vestast í skurðinum, og mátti sjá þar í illa varðveitt bein á grafarbotni, um 70 cm undir því þar sem fyrst mótaði fyrir gröfinni. Ekki var hreyft við þessum beinum, og voru þau hulin strax aftur. Sjá mátti þar sem hlið þessarar grafar sást í sniði óhreyfðan jarðveg og a.m.k. þrjú gjóskulög. Eitt þeirra líkist dökka (grænleita) hluta landnámslagsins. Ekki voru að þessu sinni gerðar ráðstafanir til að greina þessi gjóskulög, enda kæmi greining þeirra ekki að gagni við tímasetningu búðarinnar. 6

Ef síðar kemur að því að rannsókn verði gerð á gröfum í kirkjugarðinum umhverfis og undir búðinni mun gegna öðru máli. Könnunarskurður A, horft í austur. Snið af könnunarskurði A, mót norðri.. 7

Til að fá hugmynd um dýpt á austurgafli var skurðurinn síðan framlengdur að gaflinum (þ.e. tæplega 0,5 m). Lagskipting var með sama móti og annars staðar í skurðinum. Snið af austurenda skurðarins var mælt og teiknað, og mátti sjá að lag af fremur smáu grjóti heldur áfram undir stóru hleðslusteinana í innbrún austurveggjar. Þetta ber líklega að túlka sem ummerki um frágang eftir uppgröftinn 1954 ekki verður annað ráðið af dagbók Håkons Christie en hleðslusteinum í innbrún hafi verið komið fyrir eftir uppgröftinn, eða þeir reistir við þá, en á svipuðum stað og þeir höfðu verið. Í sniðinu mátti sjá 10-25 cm þykkt lag af rótuðu torfi undir hleðslusteinum í innbrún, undir því lagi 20-40 cm þykkt lag af grjóti og möl. Bæði eru þessi lög túlkuð sem fylling sett ofan í tóftina eftir rannsókn 1954. Undir þeim var hreyft torflag, en ekki var grafið niður í það að ráði, þannig að þykkt þess liggur ekki fyrir. Skurður B Könnunarskurður B var 2 x 1 m að stærð. Hann var grafinn í framhaldi af A, en 3,5 m vestar. Hann er á þeim stað þar sem vesturgafl hússins hefur verið, en hann hefur verið úr timbri. Jarðvegslög sem sáust í þessum skurði voru svipuð og í skurði A. Hér reyndist nokkru grynnra frá yfirborði niður að því þegar fór að sjást í niðurgrefti, eða um 40 cm. Í þessum könnunarskurði mátti greina tvo niðurgrefti. Ætla má að þetta séu grafir, en ekki var farið ofan í þær. Skurður B, vesturendi. Hér virðist mega sjá tvær grafir. 8

Rétt er að taka fram að ekki var hægt með vissu að segja til um hvort þessar grafir höfðu eitthvað verið hreyfðar 1954. Það hefði líklega verið hægt ef grafið hefði verið alveg frá þeim og upp úr þeim, en það var viðameira verk en hér var gert ráð fyrir. Skurður B, snið. Í sniði mátti sjá 4 lög. Efst er grasrót og áfok, um 20 cm að þykkt. Undir því er lag með möl og grjóti, sambærilegt við það sem sjá mátti í skurði A, en þynnra, 5-20 cm. Þar undir mátti svo sjá lag úr hreyfðum jarðvegi, 12-30 cm að þykkt og undir því sást í ljósleitt lag, sem trúlega er fylling í gröf, en ekki var grafið dýpra í það en u.þ.b. 15 cm. Grunnteikning af skurði B, virðist móta fyrir tveimur gröfum. 9

Skurður C Könnunarskurður C var gerður í suðurvegg austanverðan. Fyrst var tekið torf ofan af austurhluta suðurveggjar á 3 x 1 m svæði í von um að sjá eldri könnunarskurð frá 1954, en við höfðum ekki nákvæmar upplýsingar um hvar þeir skurðir höfðu verið, þó að ljóst sé að slíkir skurðir höfðu verið gerðir í gegnum útveggi. Ekki sáust merki um skurð á þessum stað og var því afráðið að leita hans ekki frekar, heldur grafa lítið snið gegnum vegginn á þessum stað. Það grjót sem fram hafði komið var teiknað og tekið upp. Síðan var dýpri skurður gerður, sem sneri norður og suður, 1,5 x 1 m. Var norðurendi hans við steina í innbrún suðurveggjar. Skurður þessi var grafinn svo djúpt að ekki varð betur séð en komið væri niður úr veggnum. Snið í skurði C móti vestri. Í sniðinu í skurði C má sjá greiniega leifar torfveggjar með rendur af rauðleitum og gráum leirkenndum jarðvegi. Steinarnir sem sjást til vinstri á myndinni eru í innbrún rústarinnar og hefur þeim trúlega verið hagrætt eftir rannsóknina 1954. Efst í sniði er 15-20 cm grasrótarlag, en undir því leifar af torfvegg, 50-60 cm háum. Steinar innan um torfið benda til endurbygginga. Undir torfinu var komið niður á lag af hreyfðri mold með litlum steinum, líklega komið niður undir veggnum og var ekki grafið dýpra. Skurður C, sniðteikning. 10

Skurður D Könnunarskurður D var grafinn norðan við norðurvegg Þorláksbúðar, og var hann 1 x 2 m. Í þessum skurði mátti næst veggnum sjá skýr torflög, sem ætla má að séu hrunlög, efni sem fallið hefur úr vegg, eða safnast upp við viðgerð á vegg úr torfi. Á um 40 cm dýpi frá yfirborði fór að móta fyrir niðurgrefti. Þar mátti sjá tvær brúnir sem lágu austur og vestur og var skammt milli þeirra. Þessi ummerki eru túlkuð sem tvær grafir, og sú syðri grafin niður í hina nyrðri, en þó verður að hafa í huga að erfitt er að fullyrða út frá svona lítilli könnunarholu. En hérna verður ekki betur séð en mjög grunnt sé niður á yfirborð sem grafir eru grafnar frá (30-40 cm) Ekki var grafið niður í þær, heldur numið staðar þegar grafarbrúnirnar voru greinilegar. Kurður D, snið móti vestri. Snið austan megin í skurði sýnir grasrótarlag, 12-20 cm þykkt, og undir því misþykk hreyfð og blönduð lög, 5-30 cm þykk. Þetta eru væntanlega uppmoksturslög sem orðið hafa til við mokstur í garðinum, þegar grafir voru teknar hvað eftir annað á afmörkuðu svæði. Skurður E Könnunarskurður E var grafinn í norðurvegg í framhaldi af skurði D. Þar mátti sjá leifar af torfi og röskuðu grjóti 20-30 cm undir yfirborði. Ekki var grafið dýpra en 50-60 cm, en þar numið staðar við steina. 11

Efst var 15-20 cm grasrótarlag, þá kom 10-15 cm fokmoldarlag, brúnt. Þar undir var torflag, 30-35 cm þykkt. Þetta torf er hér túlkað sem hluti úr eldra vegg. Undir því sást á milli steina í lag úr ljósum hreyfðum jarðvegi, sem ekki var grafið mikið niður í. Skurður E, snið móti vestri. Frágangur 2009 Öllum könnunarskurðunum var lokað aftur eftir að þeir höfðu verið teiknaðir og myndaðir. Í botn þeirra var lagt plast eða jarðvegsdúkur, og efnið sem grafið hafði verið upp úr þeim síðan sett niður í þá aftur. Að lokum voru hnausarnir sem fyrst voru stungnir ofan af, settir niður aftur. Helstu niðurstöður Könunarskurðir 2009 staðfesta að grafið hefur verið innan úr tóftinni, eins og helst varð ráðið af dagbókarfærslum Håkons Christies. Þeir sýna einnig að greinilegar leifar eru af eldri veggjum innan þeirra veggja sem nú má sjá á yfirborði, en þeir hafa að einhverju leyti verið lagaðir til eftir rannsóknina 1954. Hafi Þorláksbúð verið í notkun í u.þ.b. 250 ár (frá ca 1530 til 1784) er ekki óeðlilegt að búast við fleiri en einni endurbyggingu. Grafir eru um 0,4-0,6 m undir yfirborði, bæði inni í búðinni og utan hennar. Einnig má gera ráð fyrir að grafir séu undir veggjum, slíkt kemur fram af dagbókarfærslum Christies og vitnar um notkun kirkjugarðsins áður en búðin var reist. Við allar hugsanlegar framkvæmdir á þessum stað má því búast við fornleifum mjög nærri yfirborði. 12