Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen

Like dokumenter
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Cetirizin STADA 10 mg filmuhúðaðar töflur Cetirizin tvíhýdróklóríð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Ringer-Acetat Baxter Viaflo, innrennslislyf, lausn

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Mogadon inniheldur mjólkursykur (laktósa). Hver tafla inniheldur 301 mg af mjólkursykurseinhýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru sem jafngildir 91,35 mg af natríumalendrónatþríhýdrati.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Nutricia. næringardrykkir

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Verkefnahefti 3. kafli

Allt sem þú getur gert til að HÆGJA Á NÝRNABILUN PER ÅKE ZILLÉN FÉLAG NÝRNASJÚKRA

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Eitt hettuglas inniheldur 200 einingar af Clostridium botulinum taugaeitri af gerð A (150 kd), án

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af natríum.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi (sem mannitólbórester)

Nr. 56/8 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 106/2012. av 15. juni 2012

EØS-komiteens beslutning nr. 103/2012 av 15. juni 2012 om endring av. EØS-komiteens beslutning nr. 104/2012 av 15. juni 2012 om endring av

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Lausnir Nóvember 2006

Leiðbeiningar

d) Almenn einkenni t.d. þreyta e) Vinnugeta

Öryggisblað (SDS) Bensín 95 oktan E5 1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS 2. HÆTTUGREINING.

EMADINE 0,05% øjendråber, opløsning, enkeltdosisbeholder Emedastin

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

R3123A Markarfljótsvirkjun B

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Astmi: Andremma: Augnsýking: Barkabólga: Bólur:

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

078861/EU XXIV. GP. Eingelangt am 17/04/12 COUNCIL OF THE EUROPEAN UNION. Brussels, 17 April 2012 (OR. en)

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Nr. 56/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINN AR nr. 106/2012. frá 15.

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007


Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

Hámarkshraði á tveggja akreina

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Leiðbeiningar Reglur um veðurathuganir, skýrslufærslu og skeytasendingar á skeytastöðvum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 750/2008 (REACH).

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið.

Magn og uppspretta svifryks

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Skv. reglug. 415/2014 (CLP), reglug. 888/2015 (REACH).

L 270/6 Amtsblatt der Europäischen Union

FÖRCH Oil Leakage Check. 201 Kópavogur Þýskalandi Sími: Netfang: Veffang:


Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

1.1. Vörukenni BENSÍN (blýlaust) 1.2. Tilgreind notkun Eldsneyti Söluaðili Olíuverzlun Íslands hf. Katrínartúni Reykjavík Sími:

Jónatan þórmundsson, prófessor. Umboðssvik

Vörulisti leigðu tækin. hjá leigumarkaði byko. Sími

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

2.2. Merkingaratriði Hættumerki

1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun efnisins eða blöndunnar og notkun sem ráðið er frá Notkun vöru: Hreinsiefni. Fráráðin notkun: -

sþ Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

Transkript:

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Ibuprofen Bril 400 mg filmuhúðaðar töflur Íbúprófen Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf. - Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4. - Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3 daga ef um er að ræða hita og innan 5 daga ef um er að ræða verki. Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar: 1. Upplýsingar um Ibuprofen Bril og við hverju það er notað 2. Áður en byrjað er að nota Ibuprofen Bril 3. Hvernig nota á Ibuprofen Bril 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvernig geyma á Ibuprofen Bril 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar 1. Upplýsingar um Ibuprofen Bril og við hverju það er notað Ibuprofen Bril tilheyrir hópi lyfja sem nefnast bólgueyðandi gigtarlyf (sem ekki eru sterar, NSAID) sem virka þannig að þau draga úr verkjum, bólgu og hita. Ibuprofen Bril er notað til skammtímameðferðar á einkennum ef um er að ræða væga eða í meðallagi mikla verki svo sem höfuðverk (m.a. mígreni), tíðaverki (verkir meðan á blæðingum stendur), tannverk og hita eða verki vegna kvefs. 2. Áður en byrjað er að nota Ibuprofen Bril Ekki má nota Ibuprofen Bril ef um er að ræða ofnæmi fyrir íbúprófeni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). ef um er að ræða ofnæmisviðbrögð á borð við astma, nefrennsli, húðútbrot ásamt kláða eða þrota í vörum, andliti, tungu eða hálsi eftir töku lyfja sem innihalda asetýlsalisýlsýru (svo sem aspirín) eða önnur lyf við verkjum og bólgu (bólgueyðandi gigtarlyf). ef þú hefur fengið sár eða blæðingu í maga eða mjógirni (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun lyfja við verkjum og bólgu (bólgueyðandi gigtarlyf) ef þú ert með sár eða blæðingu í maga eða mjógirni (skeifugörn) eða ef þú hefur fengið slíkt tvisvar eða oftar ef þú ert með alvarlega lifrar-, nýrna- eða hjartakvilla ef þú ert með verulega vessaþurrð (vegna uppkasta, niðurgangs eða ónógrar vökvaneyslu) ef þú ert með virka blæðingu (þ.m.t. í heila) ef þú ert á síðasta þriðjungi meðgöngu. ef þú ert með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem veldur óeðlilegri blóðkornamyndun ef sjúklingur er barn yngra en 6 ára (innan við 20 kg líkamsþyngd)

Varnaðarorð og varúðarreglur Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Ibuprofen Bril er notað. ef þú ert með rauða úlfa (SLE, Systemic Lupus erythematosus) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma ef þú hefur erft röskun á rauðum blóðlit sem kallast blóðrauði (porfýría) ef þó ert með langvinnan bólgusjúkdóm í þörmum svo sem bólgu í ristli ásamt sárum (sáraristilbólga), bólgu sem hefur áhrif á meltingarveg (Crohns sjúkdóm), eða aðra sjúkdóma í maga eða þörmum ef þú ert með truflun á blóðkornamyndun ef þú átt við vandamál að stríða hvað varðar eðlilega verkunarhætti tengda blóðstorknun ef þú ert með ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvinnan þrota í slímhúð nefs, skúta, kokeitlum, eða langvinna teppu í öndunarvegum þar sem meiri hætta er fyrir hendi á þrengingu öndunarvega ásamt erfiðleikum við öndun (berkjuastmi) ef þú ert með blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja eða fótleggja ef þú ert með lifrar-, nýrna- eða hjartakvilla eða háan blóðþrýsting ef þú fórst nýlega í stóra skurðaðgerð ef þú ert á fyrstu sex mánuðum meðgöngu ef þú ert með barn á brjósti ef þú ert að reyna að verða þunguð Aldraðir einstaklingar Ef þú ert aldraður/öldruð er líklegra að þú finnir fyrir aukaverkunum, einkum blæðingu og rofi í meltingarveg, sem getur reynst banvænt. Sár, rof og blæðing í maga eða þörmum Ef þú hefur áður fengið sár í maga eða þörmum, einkum ef því fylgdi rof eða blæðing, skaltu vera á verði hvað varðar óvenjuleg einkenni í kvið og tilkynna lækninum tafarlaust um þau, einkum ef einkennin koma fram við upphaf meðferðar. Það er vegna þess að hættan á blæðingu eða sáramyndun í meltingarvegi er meiri í þessu tilviki, einkum hjá öldruðum sjúklingum. Ef blæðing eða sáramyndun kemur fram í meltingarvegi verður að stöðva meðferðina. Blæðing, sáramyndun eða rof í maga eða þörmum kann að koma fram án viðvörunar, jafnvel hjá sjúklingum sem hafa aldrei fengið slíka kvilla áður. Það getur einnig reynst banvænt. Hættan á sárum, rofi eða blæðingu í maga eða þörmum eykst venjulega með stærri skömmtum af íbúprófeni. Hættan eykst einnig ef tiltekin önnur lyf eru tekin á sama tíma og íbúprófen (sjá Notkun annarra lyfja samhliða Ibuprofen Bril, hér á eftir). Húðviðbrögð Hætta skal töku íbúprófens þegar vart verður við fyrstu merki um húðútbrot, meinsemdir í slímhúðum eða önnur merki um ofnæmi þar sem þetta geta verið fyrstu merki um alvarleg húðviðbrögð (skinnflagningsbólga, regnbogaroði, Stevens-Johnsons heilkenni, Lyells heilkenni), stundum með banvænum afleiðingum. Mesta hættan á þessum viðbrögðum er á fyrsta mánuði meðferðar. Áhrif á hjarta og heila Bólgueyðandi-/verkalyf eins og íbúprófen getur tengst lítillega aukinni áhættu á hjartaáfalli eða heilablóðfalli, einkum ef það er notað í stórum skömmtum. Ekki fara yfir ráðlagðan skammt eða meðferðarlengd. Þú átt að ræða meðferðina við lækni eða lyfjafræðing áður en þú hefur töku á Ibuprofen Bril ef þú: ert með hjartakvilla, þar á meðal hjartabilun, hjartaöng (brjóstverkir), eða ef þú hefur fengið hjartaáfall, farið í hjáveituaðgerð, ert með sjúkdóm í útlægum slagæðum (léleg blóðrás í fótleggjum vegna þröngra eða stíflaðra slagæða), eða hefur fengið einhvers konar heilablóðfall (þar á meðal minniháttar heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast).

ert með háan blóðþrýsting, sykursýki, hátt kólesteról, fjölskyldusaga er um hjartasjúkdóma eða heilablóðföll eða ef þú ert reykingamaður. Áhrif á nýru Íbúprófen kann að valda vandamálum tengdum nýrnastarfsemi, jafnvel hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið nýrnakvilla áður. Þetta kann að valda þrota í fótleggjum og getur jafnvel valdið hjartabilun eða háum blóðþrýstingi hjá sjúklingum í áhættuhópi. Íbúprófen getur valdið nýrnaskaða, einkum hjá sjúklingum sem eru þegar með nýrna-, hjarta- eða lifrarkvilla, eða taka þvagræsandi lyf eða ACE hemla og einnig hjá öldruðum. Bati næst þó yfirleitt ef notkun íbúprófens er hætt. Aðrar varúðarreglur Almenn getur reglubundin notkun (ýmissa tegunda) verkjastillandi lyfja leitt til langvarandi og alvarlegra nýrnakvilla. Þessi áhætta kann að aukast við líkamlegt álag í tengslum við saltaskort og vessaþurrð. Því skal forðast slíkt. Langvarandi notkun hvaða verkjastillandi lyfja sem er við höfuðverkjum getur gert þá verri. Ef vart verður við slíkt ástand eða grunur leikur á um það skal leita læknisráðs og hætta meðferð. Íbúprófen kann að dylja merki eða einkenni um sýkingu (hiti, verkir og þroti) og lengja blæðingartíma tímabundið. Íbúprófen getur dregið úr líkum á þungun. Þú skalt láta lækninn vita ef þú ætlar þér að verða þunguð eða ef þú átt erfitt með að verða þunguð. Ráðfærðu þig við lækni áður en Ibuprofen Bril er notað ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig. Börn og unglingar Ekki gefa lyfið börnum yngri en 6 ára (innan við 20 kg líkamsþyngd). Hætta er á skertri nýrnastarfsemi hjá börnum og unglingum með vessaþurrð. Notkun annarra lyfja samhliða Ibuprofen Bril Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Ibuprofen Bril kann að hafa áhrif á eða verða fyrir áhrifum annarra lyfja. Til dæmis: segavarnarlyf (þ.e. blóðþynnandi lyf/storkuvarnandi lyf, t.d. aspirín/asetýlsalisýlsýra, warfarín, tiklópídín) metótrexat, notað til þess að meðhöndla krabbamein og sjálfsnæmissjúkdóma önnur bólgueyðandi gigtarlyfs digoxín (til meðferðar við ýmsum hjartasjúkdómum) fenýtóín (notað til þess að koma í veg fyrir flogaveikiköst) litíum (notað til þess að meðhöndla þunglyndi og geðhæð) þvagræsilyf (bjúgtöflur), svo sem kalíumsparandi þvagræsilyf lyf, sem draga úr háum blóðþrýstingi (ACE-hemlar eins og kaptópríl, beta-blokkar eins og atenólól, angíótensín-ii viðtakablokkar eins og lósartan) kólestýramín (notað til meðferðar við háu kólesteróli) amínóglýkósíð (lyf gegn tilteknum gerðum baktería) sérhæfðir serótónínendurupptökuhemlar (lyf gegn þunglyndi) svo sem paroxetín, sertralín, cítalópram moklóbemíð (lyf til þess að meðhöndla þunglyndissjúkdóm eða félagsfælni) ciklósporín, takrólímus (til ónæmisbælingar eftir líffæraígræðslu)

zídóvúdín eða ritanovír (notað til þess að meðhöndla sjúklinga með HIV) mífepristón próbenesíð eða súlfínpýrazón (til þess að meðhöndla þvagsýrugigt) kínólónsýklalyf súlfonýlúrealyf (til þess að meðhöndla sykursýki af gerð 2) barksterar (notaðir gegn sýkingum) bisfosfónöt (notuð við beinþynningu, Pagets-sjúkdómi og til þess að lækka há kalsíum gildi í blóðinu) oxpentifyllín (pentoxifyllín), notað til meðferðar við blóðrásarsjúkdómi í slagæðum fótleggja og handleggja) baklófen (vöðvaslakandi lyf) vorikónazól og flúkónazól lyf notuð til þess að meðhöndla sveppasýkingar Sum önnur lyf geta einnig haft áhrif á eða orðið fyrir áhrifum af meðferð með Ibuprofen Bril. Þú átt því alltaf að leita ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en þú notar Ibuprofen Bril með öðrum lyfjum. Notkun Ibuprofen Bril með mat, drykk eða áfengi Ráðlagt er að taka þetta lyf með mat til þess að forðast kvilla í meltingarfærum. Forðast ber áfengi þar sem það kann að magna aukaverkanirnar af völdum íbúprófens, einkum þær sem koma fram í maga, þörmum eða heila. Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Meðganga Ekki má taka íbúprófen á síðustu 3 mánuðum þungunar þar sem það getur valdið verulegum hjarta-, lungna- og nýrnaröskunum hjá ófæddu barni. Ef það er notað í lok meðgöngu getur það valdið blæðingarhneigð bæði hjá móður og barni og dregið úr styrk samdráttar í legi og þar með seinkað því að fæðing fari í gang. Aðeins skal nota íbúprófen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu eftir að hafa ráðfært sig við lækni og ef brýna nauðsyn ber til. Brjóstagjöf Íbúprófen kemur fram í mjög litlu magni í brjóstamjólk og venjulega þarf ekki að stöðva brjóstagjöf við styttri meðferðir. Ef lengri meðferð er ávísað skal hins vegar íhuga að venja barnið snemma af brjósti. Frjósemi Þetta lyf tilheyrir hópi bólgueyðandi gigtarlyfja sem kunna að skerða frjósemi hjá mönnum. Áhrifin eru afturkræf þegar notkun lyfsins er hætt. Ekki er ráðlagt að taka íbúprófen ef þú ætlar þér að verða þunguð eða ef þú átt erfitt með að verða þunguð. Akstur og notkun véla Íbúprófen veldur almennt engum aukaverkunum hvað varðar hæfni til aksturs og notkunar véla. En þar sem aukaverkanir kunna að koma fram við stóra skammta á borð við þreytu, svefnhöfga, svima og sjóntruflanir kann hæfni til aksturs og notkunar véla hins vegar að skerðast í einstökum tilfellum. Þessi áhrif magnast við samtímis neyslu áfengis. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing. Ibuprofen Bril inniheldur laktósa Þetta lyf inniheldur laktósa. Ef læknirinn hefur sagt þér að þú sért með óþol gagnvart tilteknum tegundum sykurs skaltu hafa samband við lækninn áður en þú tekur lyfið. 3. Hvernig nota á Ibuprofen Bril Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Gleypa skal töfluna í heilu lagi með glasi af vatni. Mælt er með því að sjúklingar sem eru viðkvæmir í maga taki Ibuprofen Bril með mat. Ekki skal nota stærri skammta eða lengri meðferð en ráðlagt er (5 dagar í röð) Draga má úr aukaverkunum með því að nota minnsta árangursríka skammt í eins stuttan tíma og mögulegt er til þess að meðhöndla einkenni. Skammturinn af íbúprófeni fer eftir aldri og líkamsþyngd sjúklings. Ráðlagður skammtur er: Vægir eða í meðallagi miklir verkir og hiti Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg 1-3 sinnum á dag með 4 til 6 klst. millibili, eftir þörfum. Hámarks dagsskammtur á ekki að vera meira en 600 mg. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg 1-4 sinnum á dag með 4 til 6 klst. millibili, eftir þörfum. Hámarks dagsskammtur á ekki að vera meira en 800 mg. Ef börn frá 6 ára aldri og unglingar þurfa á lyfinu að halda lengur en 3 daga eða ef einkennin versna skal leita læknisráðs. Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (sem vega 40 kg eða meira): Hálf eða 1 tafla gefin sem stakur skammtur 3 sinnum á dag. Hámarks dagsskammtur á ekki að vera meira en 3 töflur (1200 mg). Tíðaverkir Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (sem vega 40 kg eða meira): Hálf eða 1 tafla sem taka skal 1-3 sinnum á dag með 4 til 6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur á ekki að vera meira en 3 töflur (1200mg) Mígrenihöfuðverkur Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (sem vega 40 kg eða meira): 1 tafla gefin sem stakur skammtur með 4 til 6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur á ekki að vera meira en 3 töflur (1200 mg). Ekki hefur verið sýnt fram á að stakir skammtar stærri en 400 mg veiti frekari verkjastillandi áhrif.

Ef ástandið hefur ekki batnað eða hefur versnað innan 3 daga með hita eða 5 daga með verki skal hafa samband við lækni. Aldraðir einstaklingar: Ef þú ert aldraður/öldruð skaltu ávallt ráðfæra þig við lækninn áður en þú notar Ibuprofen Bril þar sem líklegra er að þú finnir fyrir aukaverkunum, einkum blæðingu og rofi í meltingarveg, sem getur reynst banvænt. Læknirinn mun veita þér viðeigandi ráðleggingar. Skert nýrna- og lifrarstarfsemi Ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi skaltu ávallt ráðfæra þig við lækninn áður en þú notar Ibuprofen Bril. Læknirinn mun veita þér viðeigandi ráðleggingar. Ef tekinn er stærri skammtur Ibuprofen Bril en mælt er fyrir um Ef tekinn er stærri skammtur Ibuprofen Bril en mælt er fyrir um skal hafa samband við lækni, bráðadeild eða apótek. Einkenni ofskömmtunar geta verið: ógleði, uppköst og magaverkir eða niðurgangur. Suð í eyrum, höfuðverkur, sundl, svimi og blæðing frá maga eða þörmum kunna einnig að koma fram. Í alvarlegri tilfellum ofskömmtunar kann að verða vart við svefndrunga, æsing, vistarfirringu, dá, flog, krampa (einkum hjá börnum), þokusýn og augnkvilla, nýrnabilun, lifrarskaða, lágan blóðþrýsting, minnkaða öndun, bláleitan blæ á vörum, tungu og fingrum, og aukna blæðingartilhneigingu. Einnig getur orðið vart við versnun astma hjá astmasjúklingum. Ef gleymist að taka Ibuprofen Bril Ef þú gleymir að taka skammt skaltu taka hann strax og þú getur nema ef minna en fjórar klukkustundir eru þar til taka á næsta skammt. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins. 4. Hugsanlegar aukaverkanir Eins og við á um öll lyf getur Ibuprofen Bril valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Meiri líkur eru á aukaverkunum við stærri skammta og lengri meðferð. Lyf á borð við Ibuprofen Bril kunna að tengjast örlítið aukinni hættu á hjartaáfalli (hjartadrep) eða slagi. Vökvasöfnun (bjúgur), tilkynnt hefur verið um háan blóðþrýsting og hjartabilun í tengslum við bólgueyðandi gigtarlyf. Eftirfarandi aukaverkanir eru mikilvægar og tafarlaust þarf að bregðast við þeim ef þær koma fram. Þú skalt hætta töku Ibuprofen Bril og hitta lækninn tafarlaust ef eftirfarandi einkenni koma fram: Algengar: kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum svartar, tjöruleitar hægðir eða blóðug uppköst (sár í meltingarvegi ásamt blæðingu)

Koma örsjaldan fyrir: kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum þroti í andliti, tungu eða hálsi (barkakýli) sem getur valdið miklum vandamálum við öndun (ofsabjúgur), hraður hjartsláttur, alvarleg lækkun blóðþrýstings eða lífshættulegt lost skyndileg ofnæmisviðbrögð ásamt mæði, mási og lækkun blóðþrýstings alvarleg útbrot ásamt blöðrum á húð, einkum á fótleggjum, handleggjum, höndum og fótum, sem kann einnig að koma fram á andliti og vörum (regnbogaroði, Stevens-Johnsons heilkenni). Þetta getur orðið jafnvel enn alvarlegra, blöðrurnar verða stærri og dreifast og hugsanlegt er að hluti húðarinnar flagni af (Lyells heilkenni). Einnig getur komið fram alvarleg sýking ásamt skemmdum (drepi) í húð, undirhúðarvef og vöðva Þú skalt hætta að taka lyfið og hafa samband við lækninn eins fljótt og auðið er ef þú færð eftirfarandi aukaverkanir: Mjög algengar: kunna að koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum brjóstsviði, kviðverk, meltingarónot Sjaldgæfar: kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum þokusýn eða aðrir augnkvillar svo sem ljósnæmi ofnæmisviðbrögð svo sem húðútbrot, kláði, astmaköst (stundum ásamt lágum blóðþrýstingi) Mjög sjaldgæfar: kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum sjóntap Koma örsjaldan fyrir: kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum lungu fyllast skyndilega af vatni og það veldur öndunarerfiðleikum, háum blóðþrýstingi, vökvasöfnun og þyngdaraukningu Aðrar hugsanlegar aukaverkanir með Ibuprofen Bril eru: Mjög algengar: kunna að koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum raskanir í meltingarvegi, svo sem niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur, hægðatregða Algengar: kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum sár í meltingarvegi, með eða án rofs bólga í þörmum og versnun bólgu í ristli (ristilbólga) og meltingarvegi (Crohns sjúkdómur), og fylgikvillar ristilpoka (rof eða fistill) örlítið blæðing úr þörmum sem kann að valda blóðleysi sár og bólga í munni höfuðverkur, syfja, svimi, sundl, þreyta, órói, svefnleysi og pirringur Sjaldgæfar: kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum bólga í slímhúð magans nýrnakvillar á borð við myndun bjúgs, bólgu í nýrum og nýrnabilun nefrennsli öndunarerfiðleikar (berkjukrampi) Mjög sjaldgæfar: kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum þunglyndi, rugl, ofskynjanir rauðir úlfar hækkun köfnunarefnis úr þvagefni og annarra lifrarensíma í blóði, lækkun blóðrauða- og blóðkornaskilagilda, hemlun blóðkornaviðloðunar og lenging blæðingartíma, lækkun kalsíums í sermi og hækkun þvagsýru í sermi

Koma örsjaldan fyrir: kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum óþægilega meðvitaður hjartsláttur, hjartabilun, hjartaáfall eða hár blóðþrýstingur truflanir á blóðfrumumyndun (ásamt einkennum á borð við: hiti, hálsbólga, yfirborðssár í munni, flensulík einkenni, alvarleg þreyta, blæðing í nefi og húð) ýl eða suð í eyrum bólga í vélinda eða brisi þrenging í þörmum bráð bólga í lifur, gulur litur á húð eða augnhvítu, röskun, sköddun eða bilun í lifrarstarfsemi bólga í heilahimnu (án bakteríusýkingar) skaddaður nýrnavefur hármissir Ibuprofen Bril kann að valda fækkun hvítra blóðfrumna og dregið getur úr viðnámi gagnvart sýkingu. Ef þú færð sýkingu með einkennum á borð við hita og almennri heilsu hrakar alvarlega eða ef þú færð hita ásamt einkennum um staðbundna sýkingu eins og særindi í hálsi/koki/munni eða þvagfærakvilla skaltu fara tafarlaust til læknis. Blóðrannsókn verður gerð til þess að athuga hvort hvítum blóðfrumum hefur hugsanlega fækkað (kyrningahrap). Mikilvægt er að upplýsa lækninn um lyfið. Við meðferð með íbúprófeni hefur orðið vart við nokkur tilvik mengisbólgu (svo sem stirðleiki í hálsi, höfuðverkur, ógleði, uppköst, hiti eða vistarfirring) hjá sjúklingum sem þegar eru með sjálfsnæmisraskanir svo sem rauða úlfa eða blandaðan bandvefssjúkdóm. Tilkynning aukaverkana Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins. 5. Hvernig geyma á Ibuprofen Bril Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Ekki skal nota Ibuprofen Bril eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á þynnunni, öskjunni eða glasinu á eftir Fyrnist. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið. 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar Ibuprofen Bril inniheldur Virka innihaldsefnið er íbúprófen. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 400mg af íbúprófeni. Önnur innihaldsefni í kjarna töflunnar eru; örkristallaður sellúlósi, laktósaeinhýdrat, kroskarmellósi natríum, vatnsfrí kísilkvoða, pólývínylpóvídon, maíssterkja, natríumlárýlsúlfat og magnesíumsterat Töfluhúðin inniheldur hýdroxýprópýlsellúlósa, hýprómellósa, makrógól og títantvíoxíð.

Lýsing á útliti Ibuprofen Bril og pakkningastærðir Ibuprofen Bril Filmuhúðaðar 400 mg töflur eru hvítar, u.þ.b. 16,7 mm x 7,8 mm hylkislaga filmuhúðaðar töflur, sléttar öðrum megin og með einni skoru hinum megin. Töflunni má skipta í jafna skammta. Þær fást í: Þynnupakkningum með 1, 5, 6, 10, 12, 15, 20, 24, 30, 40, 48 og 50 töflum. Plastglösum með 12, 15, 20, 24, 30, 40, 48 og 50 töflum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. Markaðsleyfishafi og framleiðandi Markaðsleyfishafi: Bristol Laboratories Limited, Unit 3, Canalside, Northbridge Road, Berkhamsted, Hertfordshire HP4 1 EG, Bretland Framleiðandi: Bristol Laboratories Limited, Unit 3, Canalside, Northbridge Road, Berkhamsted, Hertfordshire HP4 1 EG, Bretland Bristol Laboratories Limited Laporte Way, Luton, Bedfordshire LU4 8WL Bretland Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum: Þýskaland Danmörk Spánn Írland Ísland Pólland Svíþjóð Tékkland Slóvakía Ibuprofen Axcount 400mg Filmtabletten Ibuprofen Bril 400mg filmovertrukne tabletter Ibuprofen Bril 400mg comprimidos recubiertos con pelicula EFG Ibuprofen Bril 400mg Film-coated tablets Ibuprofen Bril 400mg Filmuhúðaðar töflur Ibuprofen Bril Ibuprofen Bril Ibuprofen Bril 400mg potahované tablety Ibuprofen Bril 400mg Filmom Obalene tablety Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í október 2016.