NÝR IÐNAÐUR. Körfuhúsgagnagerð á Íslandi og Anna Þorbjörg Jensdóttir. Arndís S. Árnadóttir

Like dokumenter
Lausnir Nóvember 2006

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

R3123A Markarfljótsvirkjun B

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Nutricia. næringardrykkir

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

sþ Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf.

Verkefnahefti 3. kafli

Lítanían. Einar Sigurbjörnsson, Háskóla Íslands

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Øvingsoppgaver i norrønt

Ordliste for TRINN 1

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Islandsk bøyingsskjema

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

Gæsluvarðhald að ósekju

Skíðasaga Siglufjarðar

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum Grindvíkingum hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

FERÐIR. Í kringum jörðina á 180 dögum 180 daga heimsreisa með skemmtiferða skipi stendur jarðarbúum til boða árið SÍÐA 2

Öryrkjabandalags Íslands

Skíma. Málgagn móðurmálskennara

Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum

Góð þjónusta Hagstætt verð PANTAÐU Á. Hafðu bankann með þér. OPIÐ allan sólarhringinn á Eiðistorgi AUG L S INGA SÍMI

Nokkur blöð úr Hauksbók

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Magn og uppspretta svifryks

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Skýrsla um starf dbúnaðarsafns Íslands á árinu 2011

Alltaf sami Grallarinn?

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to)

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags Uppfært: ).

Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu nýju þolmynd í íslensku

lífið Matur er hluti af MenningararfinuM Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

Fyrstu húsakynni Reglunnar á Íslandi

Saga Umsk. Jón M. Ívarsson skráði

Leiðbeiningar

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850.

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Reykjavík. BÓKMENNTABORG unesco

Upplýsingar um kostnað má finna á utforin.is Snorrastyttan er konungleg gersemi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Gunnlaugs saga ormstungu. með skýringum

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

Aðför vegna umgengistálmana

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Árbók kirkjunnar júní maí 2011

Er fjárkláðinn úr sögunni?

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA


Jón Arason biskup. Ljóðmæli. Ásgeir Jónsson. Kári Bjarnason bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar. ritstýrði og ritaði inngang

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

Auglýsir eftir bændum til að veiða ál

Transkript:

Arndís S. Árnadóttir NÝR IÐNAÐUR Körfuhúsgagnagerð á Íslandi og Anna Þorbjörg Jensdóttir Eftir margra alda búsetu í torfhúsum tóku Íslendingar ódýrum, innfluttum körfumublum fagnandi í nær húsgagnalausu landi í upphafi 20. aldar jafnvel þó ekki væri beinlínis veðurfar né gróðurlendi til að njóta þeirra utandyra. Hér á landi hófst körfuhúsgagnagerð ekki fyrr en 1925 og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að hráefni til þessarar nýju iðngreinar hafi að mestu leyti verið innflutt dafnaði framleiðslan á fjórða áratugnum líkt og annar húsgagnaiðnaður, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrstu iðnlærðu körfugerðarsmiðirnir á Íslandi lærðu í Danmörku og Noregi á þriðja áratugnum. Í ljósi þess verður fyrst skoðað hvernig körfuhúsgagnagerð mótaðist í nágrannalöndunum og hvernig áhrifin dreifðust til Íslands. Sjónum verður síðan beint að fyrstu konunni sem aflaði sér réttinda í þessari iðn á Íslandi og hvernig henni reiddi af í atvinnugrein sem var ný af nálinni á þriðja og fjórða áratugnum og karllæg sjónarmið voru þar ríkjandi. Erlendu tágarnar sem Anna Þorbjörg Jensdóttir fléttaði körfur og körfumublur úr voru af allt öðrum toga en til dæmis þeir þræðir úr íslenskri ull, erlendri bómull og silki sem Karólína Guðmundsdóttir vefari og aðrar hannyrðakonur á Íslandi unnu sín verk úr. Anna Þorbjörg var ein þeirra ungu íslensku kvenna sem sóttu verkmenntun eða faguddannelse til nágrannalandanna á þriðja áratug 20. aldar. Hún sigldi til Noregs og aflaði sér menntunar í Bergen í iðngrein sem var nýstárleg í augum Íslendinga á þeim tíma, körfumublusmíði.

Efniviðurinn og handverkið Á margan hátt má líkja stólgrind úr tágum við gufubeygðan við, líkt og í þekktum stólum frá Thonet húsgagnaverksmiðjunum, eða jafnvel við stálpípur í stálhúsgögnum sem rætur eiga að rekja til Bauhaus-skólans. Burðargrindur húsgagna úr jurtatágum, gufubeygðum trjávið og málmrörum voru sannarlega mótaðar á annan hátt en venjan var í hefðbundinni húsgagnaframleiðslu þar sem trjáviður var meginuppistaðan. Hefðbundin körfuhúsgagnagerð byggir á handverki þar sem tágar af ýmsum gerðum eins og spanskreyr (e. cane, d. spanskrør, peddigrør) og víðitegundir á við pílvið og viðju (e. willow, d. pil, l. salix), einnig sefgras (d. siv, søgræs) og hálmur hafa lengst af verið þekkt efni til körfugerðar. Körfugerð eða körfusmíði (n. kurvmakeri, d. kurvemageri, s. korgmakeri) nær yfir ýmiss konar geymsluílát og aðra nytjahluti sem eru brugðin, fléttuð eða ofin í margskonar gerðir, form og stærðir. Víða um lönd hefur körfugerð verið mikilvæg undirstaða þess sem unnið var á heimilunum, mikilvægir nytjahlutir oft úr staðbundnu efni sem nóg var til af eins konar heimilisiðnaður en einnig sem fullgild iðngrein. Víða í Evrópu er staðbundið efni til körfugerðar fyrst og fremst víðitegundir. Hér á landi voru aðallega grávíðis- og beinvíðistágar notaðar til að flétta úr körfur og laupa. 1 Mörg slík dæmi er að finna í minjasöfnum landsins. Ýmsar tegundir klifurpálma (l. calamus) úr frumskógum Suðaustur-Asíu (t.d. Malasíu og Indónesíu) eru aftur á móti meginefniviðurinn í körfuhúsgagnagerð og hófst innflutningur á þessu efni til Evrópu á 16. öld. Frá byrjun 17. aldar var Spánn orðinn miðstöð innflutnings til Evrópu og frá þeim tíma má m.a. rekja heitið spanskreyr. 2 Stönglar spanskreyrsins eru mýktir með hita og síðan er grind stólsins / borðsins mótuð með sérstökum beygitöngum. Handsög, hnífar, skæri og síll eru mikilvæg handverkfæri við þessa iðju. 1 Jónas Jónasson, Íslenzkir þjóðhættir, 120 121. 2 Wängberg-Eriksson og Eriksson, Korgmöbler och trädgårdsmöbler, Josef Frank Möbelformgivaren (Stockholm:Carlson Bokförlag. 2014), 245.

Myndir 1 3. Nokkur verkfæri Önnu Þorbjargar Jensdóttur körfuhúsgagnasmiðs Að því loknu hefst vinnan við að fylla upp í með fléttuðum fíngerðari tágum eða sefgrasi (l. cyperus / scirpus). Oft eru fléttaðar tágar notaðar sem hluti af hefðbundnum húsgögnum úr við, t.d. í stólsetur og bök. 3 Um og eftir aldamótin 1900 hófu framsæknir arkitektar og hönnuðir í Evrópu að notfæra sér grófari hluta reyrstönglana (e. cane) í auknum mæli, en þeir þóttu nýstárlegur efniviður til húsgagnagerðar. Í rannsóknum á körfuhúsgögnum er mikilvægt að greina á milli, ef mögulegt er, húsgagna sem eru að mestu gerð úr víðitágum (e. willow) eða úr grófari reyr (e. cane). 4 Þetta reynist oft erfitt þar sem þessum heitum er oft blandað saman, til dæmis á íslensku nefnast þessi húsgögn ýmist körfu-, bast-, sefgras-, tága- eða bambushúsgögn, jafnvel stráhúsgögn. Körfuhúsgögn er samt sem áður ágætt samheiti. Í dag eru körfuhúsgögn framleidd úr annaðhvort náttúrulegum efnivið eða nýrri efnivið úr ýmsum gerfiefnum og er burðargrindin þá oft úr álblöndu. Körfuhúsgögn fyrr á tímum Forn-Egyptar gerðu sér húsgögn úr tágum sem Rómverjar tóku sér síðan til fyrirmyndar. Á rómversku grafhýsi frá því um 250 e.kr. sem varðveitt er í Rheinisches Landesmuseum í Trier (Þýs.) má t.d. greina körfustól frá tímum Rómverja (Mynd 4). 5 Þekking Rómverja á körfugerð dreifðist með þeim norður á bóginn og þegar kom fram á 19. öld nutu körfuhúsgögn víða vinsælda á meginlandi Evrópu og á Englandi, þá sérstaklega meðal ört vaxandi borgara- 3 Møller, Kurvemøbler, Wicker furniture, Korbmöbel, Meubles en osier, Mobilia 8:84 (July 1962), (4 7)-. Wängberg-Eriksson og Eriksson, Korgmöbler och trädgårdsmöbler, 245. 4 Kirkham, Willow and cane furniture in Austria, Germany and England c. 1900 1914, Furniture history 1987, 127. 5 Møller, Kurvemøbler..., Mobilia 8:84 (July 1962), (1).

stéttar og þau settu einkum svip á híbýli, garðstofur og grasflatir á seinni hluta 19. aldar. En ekki síst voru körfuhúsgögn ódýrari kostur sem höfðaði til allra stétta og flestir höfðu efni á að eignast. Um aldamótin 1900 notfærðu arkitektar og hönnuðir í Austurríki og Þýskalandi sem tengdust Vínarverkstæðunum og Deutscher Werkbund sér í auknum mæli tágar til húsgagnagerðar og mörg körfuhúsgagnafyrirtæki í þessum löndum tóku hönnuði í sína þjónustu. Austurrísk og þýsk verkstæði voru í fararbroddi á þessum tíma hvað varðar útlit og gæði körfuog tágahúsgagna sem jafnframt urðu mikilvæg útflutningsvara víða um heim, þ.á m. til Bretlands. England veitti þessum löndum þó mikilvæga samkeppni í byrjun 20. aldar, sérstaklega fyrirtækið Dryad sem stofnað var árið 1907 í Leicester og jók starfsemi sína mjög á öðrum áratug 20. aldar. Fræðimenn telja að árin fram að fyrri heimsstyrjöld hafi verið uppgangstími körfu- og tágahúsgagnagerðar í Evrópu. 6 Mynd 4. Lágmynd á rómversku grafhýsi, 250 e.kr. Körfugerð á Norðurlöndunum Um miðja 19. öld var körfugerð talin ný atvinnugrein í mótun í Danmörku, bæði í höfuðstaðnum Kaupmannahöfn og í borginni Altona, nálægt þýsku landamærunum. 7 Körfugerðariðnin átti sér lengri hefð í Danmörku en Noregi, ef til vill vegna nálægðarinnar við Þýskaland þar sem fagið átti sér enn lengri sögu. Þýskir 6 Kirkham, Willow and cane furniture Furniture history 1987, 127 130. 7 Haugsted, Den rene smag. Blandt håndværkere og kunstnere í guldalderens København, 128 129.

körfugerðarsveinar settust einnig að í Danmörku. Danska fagfélagið, Kurvemagerlauget, var stofnað árið 1861 og uppgangstími körfuhúsgagnagerðar í Danmörku var á tímabilinu 1890 til 1914 en þá voru körfuhúsgögn algeng í garðstofum og á veröndum danskra heimila. 8 Á þriðja áratugnum gerði danska Kurvemakerlauget tilraun til að upphefja iðngreinina á ný, m.a. með því að efna til hönnunarsamkeppna árin 1929 og 1936. Að undirlagi þekktra körfuhúsgagnaframleiðenda í Kaupmannahöfn á við R. Wengler og E.V.A. Nissen tóku þá nokkrir ungir arkitektar þátt. Þeir kynntu nýjar fyrirmyndir þar sem einföld form módernismans voru ráðandi. 9 Fremstir meðal þeirra voru Arne Jacobsen, Fleming Lassen, Viggo Boesen, Tyge Hvass og Tove og Edv. Kindt-Larsen sem öll gerðu tágahúsgögn eftirsóknarverð til notkunar innandyra í nútíma híbýlum. Á sjötta áratugnum unnu yngri hönnuðir á borð við Torsten Johansson og Nönnu og Jørgen Ditzel áhugaverð tágahúsgögn sem framleidd voru af R. Wengler. 10 Í Noregi var körfugerðariðnin einnig undir sterkum áhrifum frá meginlandinu, með straumum sem bárust m.a. með þýskum iðnsveinum sem leituðu norður á bóginn. Stéttarfélag iðnsveina, Norges Kurvmakerlaug, var hins vegar ekki stofnað þar í landi fyrr en árið 1925 og margir félagsmenn þess áttu ættir sínar að rekja til þýskra körfugerðariðnsveina. Um það leyti var körfuhúsgagnasmíði víða orðin sjálfstæð og öflug atvinnugrein í Sunn-Mæri eins og fram kemur í nýlegri rannsókn Vigdisar Mørkedal um húsgagnaiðnaðinn á Sunn-Mæri. Þar stóð P.I. Langlo Kurvmøbelfabrikk í bænum Stranda í fararbroddi en í þeirri verksmiðju jukust umsvifin til dæmis gríðarlega á þriðja áratugnum. Það kemur fram í rannsókn Mørkedal að þar hafi unnið 22 starfsmenn árið 1922 en þeir voru orðnir 120 árið 1930 og var verksmiðjan þá ein sú stærsta á sviði körfugerðar og körfuhúsgagnasmíði á Norðurlöndunum. Af auglýsingu frá verksmiðjunni árið 1927 að dæma er ljóst að vöruúrvalið var fjölbreytt. Á boðstólum voru húsgögn fyrir hin ýmsu rými í híbýlum fólks og þau voru til margra hluta nytsamleg allt frá fæðingu barnsins til ferðalaga með gufuskipum. Um var að ræða ýmsan varning: 8 http://designmuseum.dk/bibliotek/ maanedens-fund-2011/maanedens-fund-juli-og-august-2011, sótt 25.2.2014 á heimasíðu designmuseum.dk 9 Dybdahl, Dansk design 1945 1975, 448 449. 10 Møller, Kurvemøbler..., Mobilia 8:84 (July 1962), (13 14).

Kurvmøbler for dagligværelse, røkeværsele, kontor, hall, salon, karnapp, kabinett, veranda, sanatorier, havestuer, dampskib, ungkarls- eller dameværelser. Behagelige stoler for gamle og syke, liggestoler, kurstoler, gyngestoler, gulvlamper, blomsterbord, sykekurver, babykurver, klækurver o.s.v. 11 Um svipað leyti var aftur á móti Hallingstad ein þekktasta körfuhúsgagnagerðin í Osló og framleiddi einnig eitthvað eftir teikningum arkitekta. Þar hófst framleiðsla úr tágum (n. peddikrør) árið 1912. Dönsk körfuhúsgagnagerð var samt sem áður fremri bæði þeirri sænsku og norsku að mati norska arkitektsins Arne Korsmo. 12 Þrátt fyrir mikla framleiðslu taldi hann iðngreinina í Noregi hafa kjempet seg gennom mange vanskeligheter, ikke minst dårlig kvalitet og billigere arbeidskraft ved enkelte Vestlandsfabrikker. Það skipti sköpum að til Osló komu afbragðs handverksmenn í iðninni frá öðrum löndum og einnig hafi körfuhúsgagnaverkstæðið P. Flo Kurvmöbelfabrik í Bergen ráðið til sín danskan iðnsvein með reynslu frá den høyststående danske produksjon. 13 Í grein í Bonytt um tágahúsgögn til heimilisnota greindi Arne Korsmo m.a. frá sýningu sem Norsk Kurvmakerlaug setti upp í sýningarsal Foreningen Brukskunst í Osló í apríl 1948 en hún var afrakstur samkeppni sem norska félagið hafði staðið fyrir nokkru fyrr. Með sýningunni hafi orðið þáttaskil í norskri körfhúsgagnaiðn, det er blitt en nyorientering og begynnelsen til en epoke og þar komu fram nýjar gerðir af húsgögnum sem henta nútímaheimilinu og den moderne hjemkultur. 14 Arne Korsmo tiltekur m.a. að tágahúsgögn frá Bergens-firmaet Flo séu góð verk hvað snertir form, efnisnotkun og tækni við lökkun. En hann benti jafnframt á að í körfuhúsgagna-gerð sé nauðsynlegt að nota einfaldar samsetningar sem leiði til hreinlegri og sýnilegri bindinga. Upphaf og endir skipti mestu máli: I bindingen kan det være av betydning hvor man begynner sitt feste og avslutter. 15 Ritstjóri Bonytt, Arne Remlov innanhússarkitekt, taldi hins vegar danska og sænska körfugerðarsmiði eiga heiðurinn af að hafa hafið tágahúsgögn til virðingar á ný á Norðurlöndunum á fjórða áratugnum. Það hafi gerst með náinni 11 Mørkedal, Frá etterlikning til nyskaping. Om møbelindustrien på Sunnmøre dei første 50 år, 17 18. 12 Korsmo, Kurvmakeren i hjeminnredningen, Bonytt (5 6.1948), 88. 13 Korsmo, 89. 14 Korsmo, 90. 15 Korsmo, 91.

samvinnu arkitekta og framleiðenda. Hann tiltók nöfn dönsku arkitektanna frá Danmörku en nefndi einnig til sögunnar framleiðslu frá G.A. Bergs, Svenskt Tenn, Futurum og Nordiska Kompaniet í Svíþjóð. En helstu fyrirmyndirnar hjá þeim, líkt og hjá okkur, eru de danske arbeider som har vært forbilleder segir Remlov í grein í Bonytt árið 1941 og hann hvetur um leið norska framleiðendur til samvinnu við arkitekta. Líkt og aðrir hönnuðir taldi Remlov að tágahúsgögn ættu ekki síður erindi í nútíma stofur, barna- og fjölskylduherbergi heldur en í sumarhús og utandyra. 16 Nú er svo komið á Norðurlöndunum að körfugerðarfólki hefur fækkað verulega. Í Noregi er samt sem áður talið mikilvægt að viðhalda þessari iðngrein, bæði til að hægt sé að gera við eða gera upp eldri húsgögn (n. restaurere) og að framleiða ný húsgögn og aðrar körfuafurðir sem byggðar eru á hefðum körfugerðarsmíði. Í norskum námsvísi fyrir körfusmíði frá 1998 voru hæfniskröfur til körfugerðarsmiðsins, kurvmakeren, enn nokkuð hefðbundnar. Hann þurfti að hafa til að bera: gott formskyn, handlagni og hafa áhuga á stílsögu. Fyrir utan að bregða körfum á ýmsan hátt, þá framleiða körfusmiðir og gera við körfu- og tágahúsgögn, en einnig sæti og bök fyrir aðrar gerðir húsgagna. Körfugerðasmiðurinn vinnur þannig í nánu samstarfi við húsgagnabólstrara og húsgagnaframleiðendur. 17 Í nýlegri (2007) endurskoðun iðnnáms í Noregi kveður aftur á móti við nýjan og breyttan tón frá norska menntamálaráðuneytinu (Utdanningsdirektoratet), hvað snertir samfélagslegt hlutverk körfusmiða í samtímanum en þar segir: Körfugerðariðnin telst ein elsta handiðn á alþjóðavísu og hefur í heiðri þá færni sem felst í því að flétta / bregða verk úr tágum (n. flettede gjenstander). Körfugerðarsmiðurinn á að nema og miðla áfram eldri tækni í handverki og efnisnotkun en einnig að taka tillit til þarfa samfélagsins fyrir nýjungar / hluti og aðra þjónustu sem byggir á körfugerðariðn. Námið miðar að því að öðlast skilning á mikilvægi körfugerðariðnarinnar jafnt í sögulegu samhengi sem í samtíð. Námið miðar að því að þróa þekkingu og færni á handverki og efnisnotkun jafnframt fagurfræðilegri hæfni og að vera fær um að gagnrýna eigin verk. Í náminu ber að 16 Remlov, Spanskrørsmøbler, Bonytt 1: Juni 1941, 3 8. 17 Læreplan for videregående opplæring. Studieretning for trearbeidsfag. Første års opplæring i bedrift. Kurvmakerfaget (Oslo: Kirke-, utdannings- og forskningsdepartementet, 1998), 1. Sótt 2013, ekki aðgengilegt lengur a vefnum.

leggja áherslu á að öðlast reynslu í framleiðslu og þjónustu og að nemandinn fái starfsþjálfun í fyrirtæki sem fæst við körfugerð (n. flettverks-bedrift). Að námi loknu öðlast nemandinn sveinsbréf. Starfsheiti hans er körfugerðarsmiður. 18 Körfuhúsgagnasmíði á Íslandi Auglýsingar í íslenskum blöðum á tímabilinu 1900 1930 gefa til kynna að körfuhúsgögn bárust hingað reglulega, m.a. til stærstu verslananna í Reykjavík. Þau fengust til dæmis bæði í Brydesverslun í Hafnarstræti 1-2 og í versluninnni Edinborg í Hafnarstræti 8-10. Verslunin Edinborg auglýsti reglulega körfuhúsgögn allt til ársins 1930 og þar var úrvalið gott af auglýsingu frá 1908 að dæma en þar voru til Húsgögn úr tágum: körfustólar, borð, blómsturborð, nótnaborð, ruggustólar og ótal margt fleira. 19 Þrátt fyrir þrengingar styrjaldarinnar hélt innflutningurinn áfram. Verslun Jónatans Þorsteinssonar flutti til dæmis inn með Gullfossi í febrúar 1916 margeftir-spurða birkistóla og sömuleiðis körfustóla. 20 Og fljótlega eftir að Kristján Siggeirsson opnaði húsgagnaverslun sína á Laugavegi 13 árið 1919 auglýsti hann Körfumublur, mikið úrval nýkomið. 21 Ekkert lát virðist heldur hafa verið á innflutningnum á þriðja áratugnum og jafnvel fram yfir 1930 af auglýsingum að dæma. Um miðjan þriðja áratuginn hófst starfsemi fyrstu körfuhúsgagnagerðarinnar á Íslandi sem í fyrstu hafði aðeins á að skipa einum starfsmanni og samkeppnin við innflutninginn var hörð. Um líkt leyti flutti Húsgagnaverslunin við Dómkirkjuna inn (sennilega frá Noregi) samstæð glæsileg körfuhúsgögn, borð, sófa og tvo stóla og um hálfu ári síðar var nýkomið þangað úrval af stoppuðum (bólstruðum) stökum körfustólum. 22 Í apríl 1932 bauð Húsgagnaverslun Reykjavíkur á Vatnsstíg 3 einnig til sölu mikið úrval af körfustólum með bólstruðu baki og setu. 23 18 http://data.udir.no/kl06/krv3-01.pdf?lang=nob, sótt 17.6.2015. 19 [Auglýsing] Verzlunin Edinborg í Reykjavík, Þjóðólfur 6.nóvember1908, 188. 20 [Auglýsing] Jónatan Þorsteinsson, Morgunblaðið, 13. febrúar 1916, 8. 21 [Auglýsing] Körfumublur. Morgunblaðið 3. desember 1919, 4. 22 [Auglýsingar] Húsgagnaverslunin við dómkirkjuna, Vísir 20. desember 1926, 4. Húsgagnaverslunin við dómkirkjuna, Ísland 25. júní 1927, 4. 23 [Auglýsing] Húsgagnaverslun Reykjavíkur, Morgunblaðið 10. apríl 1932, 7.

Mynd 5. Auglýsing júní 1927 Mynd 6. Auglýsing apríl 1932 Nýleg rannsókn á innanhússljósmyndum tveggja íslenskra ljósmyndara, Magn- úsar Ólafssonar og Péturs Brynjólfssonar, frá fyrstu tveimur áratugum 20. aldar leiddi í ljós að körfuhúsgögn voru víða notuð í stofum Reykvíkinga á þessum tíma. Á ljósmyndunum má greina körfustóla og ýmis körfu- og blómsturborð, sem öll eru dæmi um hefðbundna körfuhúsgagnaiðn sem rekja má til nágrannalandanna og endurspegla tísku tímabilsins. 24 Eitt af markmiðum heimilisiðnaðarhreyfingarinnar seint á 19. öld var að viðhalda hefðum og verkmenningu gamla bændasamfélagsins. Þar á meðal var bursta- og körfugerð en fyrir henni var sterk hefð í nágrannalöndunum en þekktist í minna mæli hér á landi. Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur hefur bent á að vefnaður og trésmíði hafi verið handverksgreinar sem algengt var að stunda í íslenska sveitasamfélaginu en bursta- og körfugerð hafi aftur á móti verið verklag sem tengja má við erlendan heimilisiðnað og erlent efni. 25 Eitt af markmiðum Heimilisiðnaðarfélags Íslands sem stofnað var árið 1913 var að halda námskeið og var megináherslan á kennslu í vefnaði, en einnig var boðið upp námskeið í bursta- og körfugerð ef nógu margir gefa sig fram eins og fram kemur í auglýsingu í Skólablaðinu árið 1915. 26 Um sama leyti auglýstu þær Halldóra Bjarnadóttir og Elísabet Friðriksdóttir handavinnunámskeið á Akureyri sem ætlað var fyrir kennara. Þar var m.a. kennd körfusmíði (bast, tágar og 24 Sjá m.a. MAÓ 1542, 1548, PBR 286 sbr. Arndís S. Árnadóttir, Tíðarandi, heimili og húsbúnaður á Íslandi. Innanhússljósmyndir á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. H.Í. Einstaklingsverkefni í sagnfræði, vor 2004 (óbirt). 25 Áslaug Sverrisdóttir, Mótun hugmynda um íslenskt handverk 1850 1930. Áhrif fjölþjóðlegra hugmyndahreyfinga (Reykjavík: Hugvísindastofnun 2011), 207 209. 26 Skólablaðið 9:2 (1915), 32.

spænir). 27 Stefna íslensku heimilisiðnaðarfélaganna að sníða námsefni sem mest að erlendri fyrirmynd kom skýrast fram að mati Áslaugar í viðleitni þeirra að koma upp námi í gerð bursta ásamt körfugerð úr tágum, einnig gerð gripa úr basti og muna sem voru útsagaðir í tré. 28 Í upphafi þriðja áratugarins má greina vaxandi umræðu um að efla iðnað í samfélaginu og á námskeiðum á vegum heimilisiðnaðar- og ungmennafélaganna víða um land nutu bursta- og körfugerð nokkurra vinsælda ef marka má frásagnir af þeim. Til dæmis á Akranesi snemma árs 1924 þar sem 33 nemendur sóttu námskeið sem haldið var að tilhlutan U.M.F. Akraness. Af grein Svövu Þórleifsdóttur að dæma sem birtist í Hlín var afraksturinn góður. Þar voru unnir alls 172 munir, þar á meðal saumakörfur á fótum, blómastæði, nótnastæði o.fl. eigulegir munir. Eftirtektarvert er að í alla fætur undir slíka muni var notað íslenskt birki sem reyndist einkar hentugt. Kennari á þessu námskeið var Sigurður Símonarson og er sérstaklega tekið eftir því hve rækilega hann hafi byggt ofan á þann þekkingargrunn sem hann fékk á líku námskeiði árið 1923, en þar var Herdís Jakobsdóttir frá Eyrarbakka kennari. Segir í greininni að framhaldsþjálfun Sigurðar hafi falist í því að hann hafði keypt sér bók, er hafði gefið honum nýjar fyrirmyndir, sem hann hafði svo notfært sér og kent öðrum. 29 Innlend körfuhúsgagnasmíði hófst hér á landi ekki fyrr en þegar Þórsteinn Bjarnason (1900 1986) stofnaði Körfugerðina á Hverfisgötu 18 í Reykjavík haustið 1925. Þórsteinn lærði körfuhúsgagnasmíði á árunum 1922 1925 hjá Københavns Kurvemøbelfabrik í Teglgaardsstræde 4 8 sem þá var undir stjórn Josefs Bacina. Þórsteinn var fyrstur Íslendinga til að ljúka slíku námi og fagnaði Halldóra Bjarnadóttir hinu nýja verkstæði mjög í grein í Vísi í mars 1926 og hvatti landsmenn til að taka hið innlenda fram fyrir hið útlenda og styrkja þannig viðleitni þeirra sem eru að reyna að ryðja nýjar brautir. Á verkstæði Þórsteins voru í fyrstu smíðaðir stólar, stór og smá borð, kringlótt og sporöskjulöguð, blómsturborð og blómsturstæði, smáborð með hillum, saumaborð og saumakörfur, vöggur, bókahillur og nótnastæði. Á vinnustofu Þórsteins 27 Skólablaðið 9:2 (1915), 32. 28 Áslaug Sverrisdóttir, Mótun hugmynda um íslenskt handverk 1850 1930, 207. 29 Svava Þórleifsdóttir, Námskeið, Hlín 9:1925, 43 44.

lágu frammi sýnisbækur (katalogar) og smíðað var í fyrstu aðallega eftir pöntunum. 30 Umsvifin jukust jafnt og þétt og að þremur árum liðnum (1928) flutti Körfugerðin frá Hverfisgötu á Skólavörðustíg 3 og síðan í Bankastræti 10 árið 1932 en þá gerðist Jóhannes Þorsteinsson jafnframt meðeigandi. Á árunum 1932 til 1937 unnu að staðaldri 4 5 manns við fyrirtækið að eigendum báðum meðtöldum. Eftir lát Jóhannesar árið 1937 starfrækti Þórsteinn fyrirtækið áfram einn og salan jókst jafnt og þétt, einkum á síðari árum eins og fram kemur í frétt í Vísi 1944. 31 Efnið sem unnið var úr var einkum spanskreyr, sefgras og pílviður og var efnið aðallega keypt frá Hollandi, Þýskalandi og Japan segir í grein í Vísi 1932. 32 Eftir seinni heimsstyrjöld hélt starfsemin áfram í Bankastræti 10 þar til flutt var á Laugaveg 166 árið 1951 í sama húsnæði og Trésmiðjan Víðir var til húsa. Þar eyðilagðist sjálft verkstæðið sem var á þakhæð hússins í miklum eldsvoða í júlí 1957. Upp frá því afhenti Þórsteinn Blindrafélaginu rekstur Körfugerðarinnar sem rekinn var í húsnæði Blindrafélagsins í Ingólfsstræti 16 frá október 1957 til ársins 2000. Mynd 7. Auglýsing 1957. Ein af síðustu auglýsingum frá verkstæðinu á Laugavegi 166. 30 Halldóra Bjarnadóttir, Nýr iðnaður, Morgunblaðið 28. mars 1926, 4. 31 Samvinnufél. Körfugerðin, Vísir Þjóðhátíðarblað, 15 17. júní 1944, 54. 32 Sigurður Skúlason, nokkur orð um iðnað og iðju Íslendinga II, Vísir 3. apríl 1932.

Á iðnsýningunni í Barnaskólahúsinu í Reykjavík sumarið 1932 voru vörur frá Körfugerðinni til sýnis. Fyrir utan allskonar körfur af ýmsum gerðum og stærðum þá voru þarna húsgögn úr tágum, borð og stólar, tevagnar o.fl hvert öðru fallegra og mikilvæg nýjung í innlendum iðnaði eins og segir í frétt Fálkans af sýningunni. 33 Körfugerðin tók einnig þátt í Iðnsýningunni í Reykjavík 20 árum síðar (1952) en þá voru umsvifin orðin minni og framleiðslan einhæfari. Ungbarna- og dúkkuvöggur á hjólum voru lengst af vinsæl framleiðsluvara Körfugerðarinnar í Reykjavík, sömuleiðis smáborð, tevagnar og bólstraðir armstólar, svonefndir klúbbstólar. Mynd 8. Ljósmynd sem birtist með grein Guðmundar Finnbogasonar, Húsgagnasmíðar, Iðnsaga Íslands. Fyrra bindi, (Reykjavík 1943), 358 364. 33 Iðnsýningin 1932, Fálkinn 5:28 (1932), 6. Frummynd af ljósmynd Kaldals af sýningu Körfugerðarinnar á Iðnsýningunni 1932 sem birtist í Fálkanum er því miður glötuð.

Myndir 9 10. Anna Þorbjörg Jensdóttir, Borð, c. 1935 1940. Tágar, gler og ámálaður dúkur, H:49 Ø:59. Anna Þorbjörg Jensdóttir Ekki er ljóst hvernig áhugi Önnu Þorbjargar Jensdóttur (1901 1954) vaknaði fyrir þessum nýja iðnaði en afkomendur hennar telja að hún hafi fyrst og fremst viljað læra eitthvað til að geta séð fyrir sér sjálf. Hún aflaði sér sjálf tekna til fararinnar með ýmissi daglaunavinnu eins og fiskvöskun og saltfiskþurrkun í Reykjavík, en hafði þar að auki unnið ýmis störf til sjávar og sveita. 34 Vinsældir körfuhúsgagna á þessum árum hafa örugglega ekki heldur farið framhjá Önnu og hún gert sér grein fyrir þeim tækifærum sem lágu í þessum iðnaði. Körfuhúsgögn sem höfðu verið flutt inn til landsins allt frá byrjun aldarinnar voru úr náttúrulegu efni sem er frekar forgengilegt þannig að um miðjan þriðja áratuginn var einnig orðið tímabært að koma á fót viðgerðaþjónustu á körfuhúsgögnum. Í fámennu samfélagi eins og Íslandi á þeim tíma er líklegt að Anna hafi einnig þekkt til námskeiða heimilisiðnaðar- og ungmennafélaganna og starfa Halldóru Bjarnadóttur að því að efla heimilisiðnað. Eins og áður hefur komið fram taldi Halldóra mikilvægt að vega upp á móti gríðarlegum innflutningi á hverju ári af körfusmíði: stólum, borðum, barnsvöggum o.s.frv og fagnaði því nýrri iðngrein þegar Þórsteinn Bjarnason kom heim frá námi í Kaupmannahöfn sem fullgildur körfugerðarsmiður haustið 1925. 35 Leiða má að því líkum að um- 34 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Anna Þorbjörg Jensdóttir og Karl Einarsson. Aldarminning, Morgunblaðið 13. október 2001, 42. 35 Halldóra Bjarnadóttir, Nýr iðnaður, Morgunblaðið 28. mars 1926, 4.

ræða um endurreisn íslensk heimilisiðnaðar og nýjar atvinnugreinar hafi haft áhrif á námsval Önnu en einnig er ljóst að Halldóra Bjarnadóttir þekkti til Önnu og það var Halldóra sem vísaði Þórsteini á að í Bergen væri stúlka að læra körfugerðariðn. 36 Einnig má velta fyrir sér þeim áhrifum sem erlend blöð og fyrirmyndir höfðu á handverk og híbýli Íslendinga á fyrstu áratugum 20. aldar en hingað voru flutt inn reglulega tímarit á borð við Illustreret Familie Journal, Nordisk Mönstertidende og Hus og Hjem. 37 Áskrifendur að þessum blöðum voru víða um land og sjálf átti Anna Jensdóttir, að sögn dóttur hennar, nokkuð magn af Nordisk Mönstertidende. 38 Anna Þorbjörg Jensdóttir var fyrst og ein íslenskra kvenna til að öðlast réttindi sem körfuhúsgagnasmiður. Framlag hennar sem körfuhúsgagnasmiður á þriðja og fjórða áratugnum er eftirtektarvert í ljósi þeirra breytinga sem þá urðu á híbýlamenningu Íslendinga og þróun listiðnaðar á árunum milli stríða. Hún var fátæk alþýðustúlka ættuð frá Vestfjörðum, fædd í Heydal í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp, en fluttist tíu ára gömul með foreldrum sínum að Eiríksstöðum í Súðavík. Hún naut takmarkaðrar skólagöngu og ekki er vitað af hverju áhugi hennar beindist að námi í Noregi frekar en til Danmerkur, en hún sigldi árið 1925 með S.s. Lyru til Bergen, þá 24 ára gömul. Þar hóf hún nám í körfugerðarsmíði hjá áðurnefndu verkstæði P. Flo Kurvmöbelfabrik á Kong Oskarsgt. 43 og lauk þar fullgildu iðnnámi tveimur árum síðar. 39 Verkstæðið P. Flo Kurvmöbelfabrik var stofnað árið 1918 af Petro Pedersen Flo og var eitt stærsta körfuhúsgagnaverkstæði í Noregi á uppgangstíma iðngreinarinnar með c. 40 starfsmenn þegar mest var. Vörurnar frá verkstæðinu voru eftirsóttar og vel metnar hvað gæði snerti. Verkstæðið hlaut silfurverðlaun fyrir framleiðslu sína á Landsutstillngen í Bergen sumarið 1928 og tók þátt í sýningu á körfuhúsgögnum sem Foreningen Brukskunst stóð fyrir í Osló árið 1948 eins og áður hefur komið fram. Á meðan á hernámi Noregs stóð var aftur á móti erfitt um efnisaðdrætti til körfugerðar og framleiðslan dróst saman, 36 Einkagögn. Bréf Þórsteins Bjarnasonar til Önnu Jensdóttur, 21. júní 1926. 37 Sjá t.d. Kvennablaðið 1:4 (27.5.1895); Austri [Seyðisfirði] (10.12.1900); Gjallarhorn [Akureyri] 7:8 (30.11.1912). 38 Símtal, Jenný Karlsdóttir við Arndísi S. Árnadóttur, 9. júlí 2015. Einnig þekktu Anna Jensdóttir og Karl Einarsson Halldóru vel, sbr. heillaósk í bundnu máli til Halldóru sjötugrar 1943: HB:a IV. 1-2 bréf. A-J. Anna Þ. Jensdóttir og Karl Einarsson 1 bréf. 1943, 14.10. 39 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Anna Þorbjörg Jensdóttir og Karl Einarsson. Aldarminning, Morgunblaðið 13. október 2001, 42.

en að stríðinu loknu var starfsemi verkstæðisins haldið áfram óslitið fram yfir 1970 þegar það var að lokum lagt niður. Þá var samkeppnin við innflutning ódýrari varnings frá Asíu orðin of erfið. 40 Það var fyrir milligöngu Halldóru Bjarnadóttur sem Þórsteinn hafði samband bréflega við Önnu í Bergen sumarið 1926 og bauð henni vinnu í Körfugerðinni í Reykjavík að námi loknu. Í bréfinu spyr hann fyrst hvort þér mynduð fallast á það fyrirkomulag, sem annarstaðar tíðkast, að fá vist fyrir það sem unnið er. Að öðrum kosti spyr hann hvort ekki væri heppilegt að miða við núverandi dagkaup kvenna í fisk og eyrarvinnu o.fl. sem er 0.80 aurar um tímann og 10 tíma vinna. Þannig fengi hún átta krónur fyrir þann hlut sem dagsverk er kallað t.d. 1 sefstóll (Sögræs) sem tilbúinn væri undir stoppun. Í bréfinu lýsir hann að venjulega séu smíðaðir 7 8 stólar [am] vikuna með 8 9 tíma vinnu á dag. 41 Þetta gefur til kynna að eftirspurn eftir körfuhúsgögnum hafi verið nokkur í Reykjavík á þessum árum og Þórsteinn sem var eini starfsmaður verkstæðisins í fyrstu hafi séð fram á að hann annaði ekki eftirspurn. En Anna tók ekki þessu tilboði hans þar sem hún var ekki sátt við kaupið og undraðist að hann hefði kaup kvenna við fiskvinnu til hliðsjónar. En Þórsteinn taldi þetta á misskilningi byggt þar sem það væru einmitt þessar konur sem hæstu launin fengju, þó ólík sé vinnan, önnur þurr og þokkaleg, en hin köld og sóðaleg mjög. 42 Haustið 1927 er Anna komin aftur til Íslands og þar sem hún hafði ekki tekið atvinnutilboði Þórsteins og hún taldi sig standa jafnfætis honum í iðninni auglýsti hún sjálf í Reykjavíkurblöðum í nóvember 1927 að Anna Jensdóttir hafi opnað: Körfuiðnaðarvinnustofu á Njálsgötu 31B í Reykjavík sem framleiðir alskonar körfuiðnað. Til dæmis: Stóla, sóffa og borð. Einnig eru allar viðgerðir á körfuhúsgögnum afgreiddar fljótt og vel. 43 Verkstæðið á Njálsgötu rak Anna þó aðeins í tæpt ár en seldi það þá til aðalkeppinautar síns, Þórsteins Bjarnasonar, sem rak Körfugerðina á Skólavörðustíg 3 um þær mundir. Í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra beggja í tilefni eigendaskipt- 40 P.Flo Kurvmøbelfabrik A.s. Bergen, Nordisk Kurvmakeravis?:3 (eftir 1948), 373; Vef: http://fotomuseum-bdrift.origo.no/-/bulletin/show/856797 - sótt 6.7.2015. 41 Einkagögn. Bréf frá Þórsteini Bjarnasyni til Önnu Jensdóttir, 21. júní 1926. 42 Einkagögn. Bréf frá Þórsteini Bjarnasyni, til Önnu Jensdóttur, 20.júlí 1926. 43 Tilkynning, Morgunblaðið 19. nóvember 1927, 3.

ana í lok október 1928 kveðst Þórsteinn hafa keypt efnivið og áhöld Körfuiðnaðarvinnustofunnar og þar að auki hafi hann fengið meiri vinnukraft en hann réði Önnu jafnframt til starfa og með því vonaðist hann til þess að geta fullnægt betur hinni miklu eftirspurn tágahúsgagna. 44 Hjá Körfugerðinni í Reykjavík vann Anna í um tvö ár en flyst til Akureyrar ásamt vinkonu sinni Þuríði Björnsson upp úr 1930, sennilega 1931. Boðið til sætis í körfustól nýr iðnaður rís á Akureyri Á Akureyri leigðu þær vinkonurnar í fyrstu húsnæði hjá frú Sigríði Davíðsson í Aðalstræti 19 þar sem Anna setti upp verkstæði í kjallara hússins. Verkstæðið nefndi hún Körfugerðina. Haustið 1931 auglýstu þær námskeið í allskonar handavinnu, svo sem: olíu- og brokademálningu, útsaum, útprjóni, körfugerð o.fl. Anna kenndi einnig körfusmíði við Barnaskóla Akureyrar í febrúar, mars og apríl 1932 en stuttu síðar, eða um miðjan maí 1932, hóf hún störf við Dívanvinnustofu Jakobs Einarssonar & Co í Brekkugötu á Akureyri. Frá vinnustofu Jakobs birtist auglýsing í Íslendingi þess efnis að fröken Anna Jensdóttir hafi verið ráðin til að starfa að körfugerð og bæjarbúar eru hvattir til að nota tækifærið og látið gera við stráhúsgögn yðar segir í auglýsingunni. 45 Síðar sama ár birtist grein í Íslendingi um þennan nýja iðnað á Akureyri: Nýr iðnaður er að rísa hér upp, og er það körfugerð og húsgagna úr fléttuðum reir og tágum. Er unnið að þessu á Dívanavinnust. Jakobs Einarssonar & Co og er verkið unnið af ungfrú Önnu Jensdóttur, sem varð fullnuma í þessari iðngrein í Noregi, og hefir síðan í fleiri ár veitt Körfugerð Reykjavíkur forstöðu. Bæjarbúum hefir gefist tækifæri þessa dagana að sjá sýnishorn af þessum iðnaði í búðargluggum Strandgötu 11 (Lögmannshlíð) og bera þau fyllilega vott þess að vera þesskonar útlendum iðnaði í engu að baki. 46 Dóttir Önnu, Jenný Karlsdóttir, telur hins vegar að hún hafi samtímis eigin rekstri farið að vinna á húsgagnaverkstæðum, lengst af hjá Jóni Halli Sigurbjörnssyni í Hafnarstræti. Eiginmaður Önnu frá 1938 var Karl Einarsson húsgagnabólstrari 44 Tilkynning, Morgunblaðið 27. október 1928. 45 Íslendingur 18:17 (29. apríl 1932), 2. 46 Íslendingur 18:46 (18. nóv. 1932), 2.

en hann lærði hjá Jakobi Einarssyni og hóf síðan eigin rekstur, Bólsturgerðina, fyrst í Gilinu á Akureyri en síðan í Hafnarstræti. Jenný einkadóttir þeirra hjóna fæddist 1939 og 1943 festu þau kaup á tvílyftu timburhúsi í Hafnarstræti 25. Þar var verkstæði Karls á neðri hæðinni og rúmgóð íbúð þeirra hjóna á efri hæð. 47 Karl studdi eiginkonu sína alla tíð í því sem hún tók sér fyrir hendur nokkuð sem ekki var sjálfgefið á þeim tíma. 48 Árið 1932 var körfuhúsgagnagerð nýr iðnaður á Akureyri sem íbúar bæjarins nýttu sér. Þar vann Anna að mestu leyti samskonar muni sem hún bjó til hjá Körfugerð Reykjavíkur og kunnir voru orðnir um land allt. 49 Til smíðanna notaði Anna Þorbjörg aðallega tágar (d. peddigrør) og fléttaðan reyr eða sefgras (d. søgræs) sem hún pantaði beint frá Kaupmannahöfn eða keypti frá Þórsteini þegar hún hélt námskeið í byrjun sjötta áratugarins. Anna sýndi brugðna stóla, ágætlega snotra á Iðnsýningunni sem haldin var í Barnaskólahúsinu á Akureyri sumarið 1935. 50 Fyrir jólin 1936 auglýsir hún körfustóla hentuga til jólagjafa kosta aðeins kr. 30.00. 51 Og fyrir jólin 1937 urðu jólin væntanlega gleðilegri hjá Akureyringum með því að bjóða þeim til sætis í körfustól. 52 Myndir 11 12. Anna Þorbjörg Jensdóttir, Körfustóll með bólstruðu baki og sæti, c. 1935 1940. Tágar, sefgras.,. 47 Viðtal. Arndís S. Árnadóttir við Jennýju Karlsdóttur 14. 5. 2013. 48 Tölvuskeyti frá Jennýju Karlsdóttur 7.7. 2015. 49 Eins og segir í prentuðum blöðungi, Dívan-vinnustofa Jakobs Einarssonar & Co frá 1932, varðveittur sem smáprent í Landsbókasafni Íslands (ljósrit í vörslu höfundar). 50 Iðnsýningin á Akureyri, Dagur 1. ágúst 1935.. 51 Verkamaðurinn 19:101 (19.12.1936). 52 Verkamaðurinn 20:92 (21.12.1937). Munið að tryggja yður og vinum yðar gleðileg jól með því að bjóða þeim til sætis í körfustól. Höfum ennfremur dívanteppi (plyds). Körfugerðin Aðalstr. 19. Anna Jensdóttir.

Því miður hefur lítið varðveist af verkum Önnu Þorbjargar svo vitað sé. Í fórum fjölskyldu hennar eru þó ýmsir munir, léttbyggðir stólar úr tágum, nokkur smáborð, körfur af ýmsu tagi sem allt ber hefðbundinni körfuhúsgagnagerð vitni. Í Minjasafninu á Akureyri er aftur á móti að finna tvo stóla, borð og hillu úr tágum og fléttuðum reyr sem gerð voru að beiðni frú Gunnhildar Ryel fyrir sólstofu í húsi þeirra Ryel-hjóna við Aðalstræti 58 sem reist var árið 1934. Þetta var eitt fyrsta íbúðarhús sem reist var í fúnkis stíl á Akureyri og hýsir nú starfsemi Minjasafnins á Akureyri. Form þessara húsgagna eru með allt öðrum hætti en aðrir varðveittir gripir efir Önnu. Í samræmi við slétta fleti fúnkis stílsins eru húsgögnin með einföldu, rétthyrndu formi sem tengja má með skýrum hætti við nútímann. Þannig hefur Anna aðlagað nýjar hugmyndir í körfuhúsgagnagerð á alþjóðavísu að breyttum híbýlaháttum sem í vændum voru á Íslandi. Framlag hennar sem ein af örfáum körfuhúsgagnasmiðum á Íslandi á þriðja og fjórða áratugnum er eftirtektarvert í ljósi þeirra breytinga sem þá urðu á híbýlamenningu Íslendinga og þróun listiðnaðar á árunum milli stríða. Ekki er hins vegar vitað hvort henni gáfust fleiri tækifæri til að þróa frekar þennan nútímalega stíl sem greina má í húsgögnum Ryel-hjónanna. Mynd 13. Anna Þorbjörg Jensdóttir, Armstólar, 1936 1938. Tágar, sefgras, MSA 4446/1978 og 4447 Eftir nær 14 15 ára starf sem körfuhúsgagnasmiður vék stólasmíðin að mestu fyrir annasömum heimilisrekstri og stuðningi við rekstur verkstæðis eiginmannsins á fimmta áratugnum. Þetta var tímabil mikilla umsvifa að sögn fjölskyldunnar, árin í Hafnarstrætinu einkenndust af athafnasemi, glaðværð og

gestrisni. 53 Það er ekki fyrr en kemur fram á sjötta áratuginn að heimildir eru aftur um starfsemi hennar en þá á allt öðrum nótum. Bæði hafði eftirspurn eftir körfuhúsgögnum í þjóðfélaginu jafnt sem starfsþrek hennar sjálfrar dvínað og nýtt tímabil tekið við. Hún tekur þátt í sýningu frístundamálara á Akureyri í desember 1951 og sýnir þar tvær myndir. 54 Auk þess heldur hún námskeið í bast- og tágavinnu, síðast á Akureyri í mars 1954. Það sóttu fimmtán manns og búnir voru til fjöldi bast- og tágarmuna svo sem bakkar og mottur úr basti og ýmsar gerðir af körfum úr tágum. Efni var keypt frá körfugerðinni í Reykjavík segir í frétt í Verkamanninum. 55 Anna Þorbjörg Jensdóttir lést hinsvegar stuttu síðar, í júní 1954, í kjölfar uppskurðar í Reykjavík, aðeins 53 ára gömul. Auk þess að vera laginn körfuhúsgagnasmiður var Anna Jensdóttir hugmyndarík og margt til listanna lagt. Fyrrum samstarfsmaður hennar, Þórsteinn Bjarnason í Körfugerðinni í Reykjavík, hvatti hana m.a. til að senda hluti á sýningu í Danmörku sem Stefán Jónsson teiknari og síðar arkitekt stóð fyrir árið 1953. Ég skora á þig skrifar Þórsteinn til hennar í mars 1953 að búa nú til eitthvað sniðugt til handa dananum, ég kem engu því líku í verk. Þú hefur svo skratti mikið hugmyndaflug og ert þar á ofan bráðlaginn. 56 Ekki eru heimildir um að Anna hafi orðið við þessari áskorun Þórsteins. Að lokum Þórsteinn Bjarnason og Anna Þorbjörg Jensdóttir ruddu bæði nýjar brautir á Íslandi með handverki úr efnivið sem á sér langa hefð í sögu mannkyns. Þórsteinn rak samfellt körfuhúsgagnagerð í Reykjavík í rúm 30 ár. Starfstími Önnu sem körfuhúsgagnasmiðs var aftur á móti helmingi styttri en áhugaverður engu að síður, en hún haslaði sér völl á eigin forsendum í nýrri atvinnugrein sem byggði á handverki, fyrst í Reykjavík og síðar á Akureyri. Í átaki til að efla íslenskan iðnað á fjórða áratugnum setti íslensk körfuhúsgagnaframleiðsla svip sinn á bæði Iðnsýninguna 1932 í Reykjavík og Iðnsýninguna 1935 á Akureyri svo 53 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Anna Þorbjörg Jensdóttir og Karl Einarsson. Aldarminning, Morgunblaðið 13. október 2001, 42. 54 Málverkasýning frístundamálara, Alþýðumaðurinn 21: 44 (11.12.1951); Verkamaðurinn 34:38 (14.12.1951); Íslendingur 37:47 (12.12.1951). 55 Verkamaðurinn 37:16 (7. 5. 1954), 3. 56 Einkagögn. Bréf frá Þórsteini Bjarnasyni til Önnu Jensdóttur 7. mars 1953.

eftir var tekið. Jafnvel þó þetta blómatímabil körfuhúsgagnagerðar á Íslandi hafi verið stutt og nú löngu liðið eru víði-, reyr- og bambustágar enn mikilvægur endurnýjanlegur náttúrulegur efniviður sem er stöðug uppspretta fyrir vinnu hönnuða í dag við áferð, tækni, munsturgerð eða ný form nytjahluta og myndlistarverka. Framtíðin mun hins vegar leiða í ljós hvort úr þeim efnivið verði aftur unnin húsgögn hér á landi. Markmið höfundar með þessum skrifum er að vekja athygli á þessari sérhæfðu atvinnugrein í húsgagnaiðnaði á Íslandi á tilteknu tímabili og þátttöku kvenna á þeim vettvangi í von um að í kjölfarið komi fram nýjar upplýsingar um varðveitt verk og starfsemi þessara tveggja körfuhúsgagnasmíðaverkstæða í Reykjavík og á Akureyri. Mynd 14. Anna Þorbjörg Jensdóttir, Blómaborð. c. 1935 40. Tágar, lakkaður viður, H:72, B:29,5, D: 29,5 Mynd 15. Stimpill: Körfugerðin Anna Þ. Jensdóttir

Heimildir Óprentaðar heimildir Einkagögn: Bréf Þórsteins Bjarnasonar til Önnu Þ. Jensdóttur 21. 6.1926, 20.7.1926 og 7. 3.1953. Reikningur til Önnu Þ. Jensdóttur, Akureyri frá Københavns Kurvmøbelfabrik, Teglgaardsstræde 4-6-8, 23.11.36. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Bréfa- og gagnasafn Halldóru Bjarnadóttur: HB:a IV. 1-2 bréf. A-J. Anna Þ. Jensdóttir og Karl Einarsson 1 bréf. 1943, 14.10. Námsritgerðir: Arndís S. Árnadóttir, Tíðarandi, heimili og húsbúnaður á Íslandi. Innanhússljósmyndir á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Einstaklingsverkefni í sagnfræði við H.Í., vor 2004 (óbirt). Mørkedal, Vigdis, Fra etterlikning til nyskaping. Om møbelindustrien på Sunnmøre dei første 50 år, M.A.-ritgerð í listasögu við Háskólann í Bergen 1997. (Norsk Møbelfaglig Senter: Norske møbelfaglige skrifter;1). Prentaðar heimildir Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Anna Þorbjörg Jensdóttir og Karl Einarsson. Aldarminning, Morgunblaðið 13. október 2001, 42. [Auglýsing] Verzlunin Edinborg í Reykjavík, Þjóðólfur 6. nóvember1908, 188. [Auglýsing] Jónatan Þorsteinsson, Morgunblaðið, 13. febrúar 1916, 8. [Auglýsing] Körfumublur. Morgunblaðið 3. desember 1919, 4. [Auglýsing] Húsgagnaverslun Reykjavíkur, Morgunblaðið 10. apríl 1932, 7. [Auglýsingar] Húsgagnaverslunin við dómkirkjuna, Vísir 20. desember 1926, 4. Húsgagnaverslunin við dómkirkjuna, Ísland 25. júní 1927, 4. Áslaug Sverrisdóttir, Mótun hugmynda um íslenskt handverk 1850 1930. Áhrif fjölþjóðlegra hugmyndahreyfinga. (Reykjavík: Hugvísindastofnun 2011). Drg. í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Dívan-vinnustofa Jakobs Einarssonar & Co, blöðungur frá 1932, smáprent í Lbs-Hsb. Dybdahl, Lars, Dansk design 1945 1975 (København:Det Danske Kunstindustrimuseum, 1997). Guðmundur Finnbogason, Húsgagnasmíðar, Iðnsaga Íslands. Fyrra bindi, (Reykjavík 1943), 358 364.

Halldóra Bjarnadóttir, Nýr iðnaður, Morgunblaðið 28. mars 1926, 4. Haugsted, Ida, Den rene smag. Blandt håndværkere og kunstnere í guldalderens København (København: Nyt Nordisk Forlag Arnold Busck, 1999). Iðnsýningin 1932, Fálkinn 5:28 (1932), 6. Iðnsýningin á Akureyri, Dagur 1. ágúst 1935. Íslendingur 18:17 (29. apríl 1932), 2. Íslendingur 18:46 (18. nóv.1932), 2. Jónas Jónasson, Íslenzkir þjóðhættir (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1961). Kirkham, Pat, Willow and cane furniture in Austria, Germany and England c. 1900 1914, Furniture history 1987, 127 130 Korsmo, Arne, Kurvmakeren i hjeminnredningen, Bonytt 8 (5 6, 1948), 88. Læreplan for videregående opplæring. Studieretning for trearbeidsfag. Første års opplæring i bedrift. Kurvmakerfaget (Oslo: Kirke-, utdannings- og forskningsdepartementet, 1998), 1. Sótt 2013, en ekki aðgengilegt lengur. Málverka- og teiknisýningu, Íslendingur 37:47 (12.12.1951). Málverkasýning frístundamálara, Alþýðumaðurinn 21: 44 (11.12.1951). Møller, Svend Erik, Kurvemøbler, Wicker furniture, Korbmöbel, Meubles en osier, Mobilia 8:84 (July 1962), (4 7). P. Flo Kurvmøbelfabrik A.s. Bergen, Nordisk Kurvmakeravis án árs (eftir 1948), 373 Remlov, Arne, Spanskrørsmøbler, Bonytt 1 (juni 1941), 3 8. Samvinnufél. Körfugerðin, Vísir Þjóðhátíðarblað, 15 17. júní 1944, 54. Leiðr. Sameignarfél. birtist nokkrum dögum síðan í Vísi. Sigurður Skúlason, Nokkur orð um iðnað og iðju Íslendinga II, Vísir 3. apríl 1932. Skólablaðið 9:2 (1915), 32. Svava Þórleifsdóttir, Námskeið, Hlín 9:1925, 43 44. Sýning frístundamálara, Verkamaðurinn 34:38 (14.12.1951). Tilkynning, Morgunblaðið 19. nóvember 1927, 3. Tilkynning, Morgunblaðið 27. október 1928. Verkamaðurinn 19:101 (19.12.1936). Verkamaðurinn 20:92 (21.12.1937).

Wängberg-Eriksson, Kristina og Jan Christer Eriksson, Korgmöbler och trädgårdsmöbler, Josef Frank Möbelformgivaren (Stockholm:Carlson Bokförlag. 2014), 245. Vefheimildir: http://designmuseum.dk/bibliotek/ maanedens-fund-2011/maanedens-fund-juli-ogaugust-2011, sótt 25.2.2014 frá designmuseum.dk http://data.udir.no/kl06/krv3-01.pdf?lang=nob, sótt 17.6.2015 frá Utdanningsdirektoratet. http://fotomuseum-bdrift.origo.no/-/bulletin/show/856797 - sótt 6.7.2015 frá Fotomuseum Bergen. Tölvuskeyti frá Jenny Karlsdóttur til Arndísar S. Árnadóttur 6.7.2015. Munnlegar heimildir: Viðtal: Arndís S. Árnadóttir við Jennýju Karlsdóttur á Akureyri 14. 5 2013. Símtal: Jenný Karlsdóttir við Arndísi S. Árnadóttur, 9. 7. 2015. Samtöl Arndísar S. Árnadóttur við Bjargeyju Ingólfsdóttur í Garðabæ 2013 2015.

Myndaskrá Myndir 1 3: Mynd 4: Nokkur verkfæri Önnu Þorbjargar Jensdóttur körfuhúsgagnasmiðs. Ljósmynd: Bragi Brynjarsson. Lágmynd á rómversku grafhýsi, 250 e.kr. Rheinisches Landesmuseum Trier. Mynd 5: Auglýsing, Ísland 25. júní 1927. Mynd 6:. Auglýsing, Morgunblaðið 10. apríl 1932. Mynd 7: Mynd 8:. Auglýsing 1957. Úr vöruskrá Körfugerðarinnar 1957, ein af síðustu auglýsingum frá verkstæðinu á Laugavegi 166. Ljósmynd sem birtist með grein Guðmundar Finnbogasonar, Húsgagnasmíðar, Iðnsaga Íslands. Fyrra bindi, (Reykjavík 1943), 358 364. Myndir 9 10: Anna Þorbjörg Jensdóttir, Borð, c. 1935 1940. Tágar, gler og ámálaður dúkur, H:49 Ø:59. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson. Myndir 11 12: Anna Þorbjörg Jensdóttir, Körfustóll með bólstruðu baki og sæti, c. 1935 1940. Tágar, sefgras. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson. Mynd 13: Mynd 14: Mynd 15: Anna Þorbjörg Jensdóttir, Armstólar, 1936 1938. Tágar, sefgras, MSA 4446/1978 og 4447. Ljósmynd: Haraldur Þór Egilsson. Anna Þorbjörg Jensdóttir, Blómaborð. c. 1935 40. Tágar, lakkaður viður, H:72, B:29,5 D: 29,5. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson. Stimpill: Körfugerðin Anna Þ. Jensdóttir. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson. Mynd 16: Anna Þorbjörg Jensdóttir að störfum. Ljósmynd úr einkasafni.