Læsisstefna Holtaskóla. Skólaárið

Like dokumenter
Lausnir Nóvember 2006

4.0 Nám, kennsla og námsmat

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

Verkefnahefti 3. kafli

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

R3123A Markarfljótsvirkjun B

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið

Athugun og skráning á málþroska barna

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

sþ Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Ordliste for TRINN 1

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Leiðbeiningar um meistaraprófsritgerð MPR0230

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit

Nutricia. næringardrykkir

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman

Áfangalýsingar. Áfangalýsingar A-Ö. AGS 102 Áætlanir og gæðastjórnun Undanfari:

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

AVV 102 Aflvélavirkjun. AVV 202 Aflvélavirkjun. AVV 304 Aflvélavirkjun. AVV 403 Aflvélavirkjun. Undanfari: MÆM 101. Áfangalýsing

PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

Kennsluleiðbeiningar. Geisli 3B Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla

Islandsk bøyingsskjema

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

Skíma. Málgagn móðurmálskennara

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

t i l l j ó s r i t u n a r

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

Það læra börn sem þau búa við

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnar

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 22. mars R

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir

Nokkur blöð úr Hauksbók

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Gönguþveranir. Desember 2014

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

Magn og uppspretta svifryks

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Kongeriket Norges Grunnlov

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...


VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs


SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS

KJARASAMNINGUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA KENNARASAMBANDS ÍSLANDS VEGNA FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla

Aðför vegna umgengistálmana

VERKEFNABÓK með KENNSLUBÓK Í BÓKHALDI FYRIR GRUNNSKÓLA

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

Evrópa Kennsluleiðbeiningar

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar


Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Transkript:

Læsisstefna Holtaskóla Skólaárið 2015-2016

Inngangur Öllum er ljóst mikilvægi læsis en gott læsi er meginforsenda þess að nemendum sækist nám vel. Grunnskólar eru bundnir af ákvæðum aðalnámskrár Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og ekki ástæða til að endurtaka áherslur og viðfangsefnin hér heldur lýsir þessi læsistefna þeim aðgerðum sem kennarar og stjórnendur Holtaskóla ætla að fara í til að ná markmiðum aðalnámskrár. Þetta plagg er því fyrst og fremst hagnýt aðgerðaáætlun, handbók fyrir kennara, sem þeir geta stuðst við er þeir skipuleggja kennslu fyrir komandi skólaár í því augnamiði að gera læsiskennsluna góða og skilvirka. Skýr læsisstefna tryggir einnig vöxt og viðhald þess starfs sem hefur verið unnið árin á undan og tryggir að byggt verði á þróunarvinnu fyrri ára. Eins og fram kom í læsisstefnu síðasta skólaárs höfum við stefnt að heildstæðu móðurmálsnámi þar sem helsta markmiðið er að efla málskilning nemenda okkar með kennslu aðferða sem efla orðaforða og lesskilning. Þessi vinna er komin nokkuð áleiðis og því verður sjónum þetta skólaárið sérstaklega beint að ritun og eflingu lestrarmenningar. Með eflingu lestrarmenningar er sérstaklega litið til bókasafns skólans en það gegnir lykilhlutverki í að gera nemendur okkar að lífstíðarlesurum sem eru færir um að tjá sig vel, jafnt í ræðu sem í riti. Ein megi stoð læsisstefnunnar er sú að allir nemendur fái þjónustu við hæfi, að allir nemendur nái eins góðum árangri og þeir hafa forsendur til og að læsiskennslan verði öllum nemendum gott veganesti þegar þeir ljúka skólagöngu sinni í Holtaskóla. Til þess að það megi verða þurfa kennarar að hafa aðgang að upplýsingum um stöðu nemenda og kunnáttu til að bregðast við þörfum þeirra hverju sinni. Slík kunnátta er ekki úr lausu lofti gripin og gerir þá kröfu til kennara að þeir bregðist við hverri áskorun með því að efla stöðugt læsisþekkingu sína og öðlist þannig fleiri og betri verkfæri til að mæta þörfum nemenda sinna. Önnur meginstoð læsisstefnunnar er snemmtæk íhlutun en með því að aðstoða og efla nemendur á fyrstu stigum í læsisnámi er hægt að koma í veg fyrir mikla námserfiðleika og neikvæða upplifun af skólagöngu seinna meir. Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að því að aðstoða þennan nemendahóp og hefur hvert skólaár fært okkur nær því að gera fleiri betur læsa. Liður í því er að hafa læsisstefnuna lifandi og í stöðugri endurskoðun. Kennarar eru því hvattir til að skrá inn á plaggið athugasemdir um það sem betur má fara, hugmyndir og breytingar sem þarf að gera til að bæta kennsluna og þar af leiðandi nám nemenda. Undanfarin ár hefur verið lögð mikil vinna í að bæta kennslu í íslensku á miðstigi en í vetur verður horfið frá greinabindingu yfir í það að umsjónarkennari annist íslenskukennslu hjá umsjónarhópi sínum. Þetta er gert til að dreifa álagi og auka sveigjanleika í skipulagi og kennslu. Til að auðvelda kennurum breytingarnar verða reglulegir fundir þar sem skipulag kennslu verður rætt og kennarar styrktir í því sem þeir eru að gera (samráðsteymi í íslensku á miðstigi). Læsisteymi, í þeirri mynd sem það var starfrækt í fyrra, reyndist mjög frjór og góður vettvangur fyrir kennara til að efla læsiskennslu í skólanum og verða fyrirkomulag og verkefni teymisins með svipuðu sniði og áður. Eftirfarandi starfsmenna skólans mynda læsisteymið í ár: Björg María og Bryndís umsjónarkennarar í 1. bekk, Kolbrún og Lóa Rut umsjónarkennarar í 3. bekk, Guðríður umsjónarkennari í 4. bekk, Ingibjörg umsjónarkennari í 7. bekk, Marý Linda íslenskukennari á unglingastigi, Freydís námsverskennari, Salvör bókavörður og Guðbjörg Rut deildarstjóri sem er jafnframt teymisstjóri. Að lokum skal bent á það að allir kennarar í Holtaskóla bera ábyrgð á læsisnámi nemendanna. Eins og fram hefur komið er læsi býsna vítt hugtak og varðar ekki aðeins móðurmálskennslu heldur kennslu 1

nýrra hugtaka og nýs orðaforða í öllum námsgreinum. Orð eru verkfæri hugsunarinnar og án góðra verkfæra getur enginn hugsað, skapað né lagt dóm á það sem á vegi hans verður. Guðbjörg Rut Þórisdóttir Deildarstjóri/lestrarfræðingur 2

Efnisyfirlit Inngangur bls. 1 Efnisyfirlit bls. 3 1. Um lestrarkennslu bls. 6 1.1 Kennsluaðferð lestrar bls. 6 1.2 Lestrarþjálfun bls. 6 1.3 Eftirfylgni við heimalestur yngri bls. 6 1.4 Eftirfylgni við heimalestur - eldri bls. 6 1.5 Lestrarömmur bls. 7 1.6 Lesfimi bls. 7 1.7 Lestrarsprettir bls. 7 1.8 Lestrarviðurkenningar bls. 7 1.9 Skráning raddlestrareinkunnar bls. 7 1.10 Að læra að lesa og foreldrasamstarf bls. 8 1.11 Fyrirkomulag lestrarstuðnings bls. 8 1.12 Bjargir fyrir nemendur með dyslexíu bls. 8 2. Um ritun bls. 9 2.1 Almennt um ritun bls. 9 2.2 Skrift bls. 9 2.3 Gátlistar í ritun bls. 9 2.4 Stafastuð bls. 9 3. Um lesskilning bls. 10 3.1 Lesskilningskennsla bls. 10 3.2 Lesskilningsaðferðir bls. 10 3.3 Um lesskilningspróf bls. 10 4. Um skimanir og próf bls. 11 4.1 Almennt um skimanir og próf bls. 11 4.2 Raddlestrarpróf bls. 11 4.3 Leið til læsis lesskimun bls. 11 4.4 Orðarún lesskilningsmat bls. 11 4.5 Logos lesskimun bls. 12 4.6 Skimanir vegna stafsetningar bls. 12 4.7 Læsi lesskimun bls. 12 4.8 Upplýsingar og endurgjöf bls. 12 4.9 Samræmd könnunarpróf bls. 12 5. Um lestrarmenningu bls. 13 5.1 Almennt um lestrarmenningu bls. 13 5.2 Að læra að lesa bls. 13 5.3 Yndislestur bls. 13 5.4 Nestislestur bls. 13 5.5 Lestrarvinir bls. 13 5.6 Sumarlestur bls. 14 5.7 Bókabéus bls. 14 5.8 Litla og stóra upplestrarkeppnin bls. 14 3

Viðaukar bls. 15 Viðauki I: Yfirlit yfir skimanir og próf bls. 15 Viðauki II: Yfirlit yfir lesskilningsaðferðir bls. 25 Viðauki III: Fyrirkomulag lestrarþjálfunar bls. 27 Viðauki IV: Viðmið fyrir raddlestrarpróf bls. 28 Viðauki V: Einkunnakvarði bls. 29 Viðauki VI: Reglur um fyrirlögn bls. 30 Viðauki VII: Framsagnarkvarði bls. 31 Viðauki VIII: Gátlistar v. ritunar sýnishorn bls. 32 Skráningarblað fyrir athugasemdir bls. 33 4

5

1. Um lestrarkennslu 1.1 Kennsluaðferð lestrar Meginkennsluaðferð lestrar í Holtaskóla er hljóðaaðferðin en hún hentar ákaflega vel til að kenna umskráningu sem er tæknileg hlið lestrar. Við teljum okkur vera búin að ná mjög góðu verklagi við að gera nemendur okkar tæknilega læsa en stóra verkefnið okkar er að efla lesskilning nemenda okkar. Lesskilningskennslan hefur hægt og rólega eflst eftir því sem þekking kennara á lesskilningi og lesskilningsaðferðum hefur aukist og smám saman hefur móðurmálskennslan þokast í átt að heildstæðri kennslu með góðan málskilning að leiðarljósi. Nemendur í 1. bekk koma með lestrarþekkingu upp úr leikskóla og höfum við leitast við að byggja ofan á þá þekkingu sem nemandinn kemur með í farteskinu með því að fá honum strax verkefni við hæfi. Farteski nemenda getur verið ákaflega misjafnt og höfum við komið á móts við það með kunnáttuskiptingu sem birtist í hugmyndafræði Leið til læsis um snemmtæka íhlutun. Horfið hefur verið frá beinni getuskiptingu þar sem of einsleitur hópur býður ekki upp á nægilega áskorun fyrir nemendur en þess í stað er stuðst við hringekjufyrirkomulag með fjölbreyttum verkefnum þar sem nemendur með ólíka getu styðja hver við annan. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og munum við halda áfram að þróa það. Fylgst er grannt með framvindu lestrarnáms allra nemenda á öllum stigum og er markmiðið að hjálpa hverjum og einum til að ná eins góðum árangri og hægt er út frá forsendum hverju sinni. 1.2 Lestrarþjálfun Án lestrarþjálfunar verður enginn læs. Lestrarþjálfun þarf að taka á sig ólíkar myndir eftir því hvar í læsisnámi nemandi er staddur, allt eftir því hvað er verið að þjálfa hverju sinni. Lestrarfræðingur hefur útbúið fyrirkomulag (sjá viðauka III) sem kennarar á yngsta stigi geta notað til að gera þjálfunina fjölbreyttari á meðan nemandinn verður umskráningarfær en á efri stigum læsisnáms má segja að lesskilningsaðferðir, sem notaðar eru hverju sinni, leggi línurnar varðandi það hvernig lestur er þjálfaður. 1.3 Eftirfylgni við heimalestur yngsta stig Í skóla þarf að vera góð eftirfylgni við heimalestur nemenda. Á yngsta stigi er mikilvægt að kennari hlusti daglega á lestur nemenda, sérstaklega fyrstu tvö árin en lengur hjá nemendum sem eru að glíma við lestrarerfiðleika. Aðra nemendur er hægt að hlusta á þrisvar í viku eða eins og kennari ákveður og nýta þá tímann í fjölbreyttari lestrarverkefni. Nemendur á yngsta stigi þurfa daglega endurgjöf á heimalestur (límmiðar eða stimplar) og skrá þarf viðeigandi athugasemd á Mentor ef ekki er lesið heima. 1.4 Eftirfylgni við lestrarþjálfun á mið- og unglingastigi Sumir eldri nemenda okkar, sem glíma við lestrarerfiðleika, búa við litla hvatningu og eftirfylgd hvað lestrarþjálfun varðar en þurfa hana þó öðrum fremur. Á síðastliðnu skólaári hófst markviss eftirfylgni við þessa nemendur sem gafst vel en þetta skólaárið verður fyrirkomulagið fínpússað. Í vetur verður horfið frá lestrardagbókarfyrirkomulagi á miðstigi en allir nemendur á stiginu munu fá í hendur mánaðarlegan skráningarbækling sem þeir eiga að skila til umsjónarkennara síðasta virka daginn í hverjum mánuði. Þetta gildir einnig um nemendur á unglingastigi sem ekki hafa náð viðmiðum fyrir sinn árgang en íslenskukennarar á unglingastigi munu fylgja þessum nemendum sérstaklega eftir. 6

1.5 Lestrarömmur Til að bæta aðstöðumun barna hvað lestrarþjálfun varðar hefur Holtaskóli fengið til liðs við sig konur á besta aldri til að koma og sinna þjálfun á yngsta stigi. Skjólstæðingar verkefnisins hafa einkum verið börn af erlendum uppruna sem skortir góðar lestrarfyrirmyndir heima með tilliti til réttrar hljóðmyndunar og lesskilnings og hefur þessi aðstoð gefist ákaflega vel. Fyrirkomulagið á þjálfuninni er þannig að ömmurnar hitta börnin í 10 mínútur, hlusta á þau lesa og veita endurgjöf á lesturinn. Skólaárinu er skipt upp í þjálfunarlotur sem eru alls fjórar og geta nemendur fengið þjálfun í eina til fjórar lotur, allt eftir þörfum og aðstæðum. Lestrarömmurnar hjá okkur í ár eru sjö sem kemur sér vel því þörfin fyrir aðstoð er meiri í ár en hún hefur verið undanfarin ár. Ömmurnar hafa haft aðsetur í efra bili á milli kennslustofa 3 og 4 og 7 og 8. Þetta er fimmta árið sem verkefnið fer af stað en flestar lestrarömmurnar hafa verið hjá okkur í 3-4 ár. 1.6 Lesfimi Lesfimi felur í sér þrennt: Hraða, nákvæmni og framsögn. Allir þessir þættir eru jafn mikilvægir fyrir helsta markmið lestrar sem er lesskilningur. Ef einhver þáttanna er ekki nægilega góður kemst innihald textans ekki til skila og því er mjög mikilvægt að nemendur fái næg tækifæri til að þjálfa lestur með alla þætti í huga. Þetta á við um alla nemendur í grunnskóla óháð aldri en miklvægt er að gert sé ráð fyrir lesfimikennslu í skóla og að þjálfun fari ekki eingöngu fram heima. Framsögn er einn þátta lesfimi sem ekki hefur átt nægilega fastan sess í lestrarkennslu hjá okkur. Tengsl framsagnar og lesskilnings eru mjög þekkt og sýna rannsóknir fram á að þjálfun framsagnar getur aukið skilning nemanda á texta til muna. Það er því mikilvægt að hugað verði að aukinni framsagnarkennslu þetta skólaárið. Á Sameign er að finna nokkrar aðferðir sem geta gagnast við lesfimiþjálfun og fleiri eru í vinnslu: FORI (bekkjaraðferð) Endurtekinn lestur með félaga (paraaðferð) NIM (einstaklingsaðferð) PALS (bekkjaraðferð) 3-2-1 og tímataka (einstaklingsaðferð, nokkrar útfærslur) 1.7 Lestrarsprettur Þetta skólaárið ætlum við að hafa einn lestrarsprett á vorönn í stað tveggja eins og verið hefur. Það kemur til af því að við ætlum að fara af stað með spurningakeppnina Bókabéus í 4.-7. bekk. Einstakir bekkir eða stig geta þó efnt til lestrarspretta ef þörf er á en það gæti gefið kennurum meira svigrúm til að skipuleggja sprett með umgjörð sem fellur sérstaklega vel að aldri og áhugasviði nemenda. 1.8 Lestrarviðurkenningar Nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir áfanga í lestrarnámi. Áfangarnir nást þegar nemandi getur lesið 50, 100, 150 og 200 atkvæði á mínútu. Viðurkenningaspjöldin eru geymd í Frysti hjá ritara en á Sameign er Excelskjal sem hjálpar kennurum að halda utan um skráningar (Sameign>LÆSI>Lestrarviðurkenningar). 1.9 Skráning raddlestrareinkunnar á annarmati Gefin er einkunn samkvæmt raddlestrareinkunnarkvarða. Nemendum með dyslexíu, sem ekki hafa náð raddlestrareinkunninni 7,0, er ekki gefin einkunn heldur skal aðeins skrá lesinn atkvæðafjölda í umsögn. Þetta er gert vegna þess að margir nemendur með dyslexíu eru góðir námsmenn sem fá góðar einkunnir í öllum námsgreinum en lág einkunn, sem er til komin vegna hömlunar, er ósanngjörn. 7

Raddlestrarpróf í nóvember/janúar skulu færð inn á annarmat fyrir haustönn en raddlestrarpróf í apríl/maí skulu færð inn fyrir annarmat vorannar. Einkunn er skráð í viðeigandi reit og lesinn atkvæðafjöldi á prófi á að skrá í umsagnardálk. 1.10 Að læra að lesa og foreldrasamstarf Frá árinu 2007 hefur lestrarfræðingur skólans boðið foreldrum barna í 1. bekk upp á námskeiðið Að læra að lesa en tilgangur námskeiðsins er sá að gera foreldrum grein fyrir hlutverki þeirra í læsisnámi barna þeirra og að efla þá sem slíka. Á námskeiðinu er farið yfir forsendur sem nemendur þurfa að hafa til að takast á við læsisnám (góðan málskilning og hljóðkerfisvitund), hagnýt atriði við þjálfun, vísbendingar um lestrarerfiðleika og væntingar skólans til foreldrarsamstarfsins. Skólinn leggur ríka áherslu á að allir foreldrar barna í 1. bekk mæti á námskeiðið. 1.11 Fyrirkomulag lestrarstuðnings Yngsta stig Um 20% nemenda í hverjum árgangi sækist lestrarnám hægar en öðrum en þörf þessara nemenda fyrir aðstoð getur verið mismikil og vandinn af margvíslegum toga. Í kjölfar mats á stöðu nemanda setur lestrarfræðingur upp einstaklingsáætlun sem gildir til skemmri eða lengri tíma þar sem unnið er með afmarkaða færniþætti. Foreldrar fá leiðsögn hjá lestrarfræðingi og sjá þeir alfarið um framkvæmd einstaklingsáætlunarinnar. Þeir fá einnig í hendur öll gögn, leiðbeiningar og leiðsögn, til að framkvæma einstaklingsáætlunina. Þess er gætt að viðbótarheimavinnan taki aldrei lengur en 10-15 mínútur á dag á meðan á lotunni stendur en lestrarfræðingur hittir nemendur einnig tvisvar á meðan þessi vinna fer fram. Lestrarstuðningi er forgangsraðað í þágu yngstu nemendanna en rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun skilar nemandanum mestu. Mið- og unglingastig Í langflestum tilfellum ná nemendur okkar viðunandi tökum á lestri á yngsta stigi þótt lesfimiárangur geti verið mjög einstaklingsbundinn. Eins og fram hefur komið er lestrarstuðningi forgangsraðað í þágu yngri nemenda en þegar á mið- og unglingastig er komið sjá umsjónar- og íslenskukennarar um lesfimiþjálfun allra nemenda sinna með áherslu á nemendur sem eru undir viðmiðum. 1.12 Bjargir fyrir nemendur með dyslexíu Það er mjög mikilvægt að nemendur með dyslexíu, og foreldrar þeirra, fái kynningu á hjálpartækjum sem þeir geta nýtt sér í bóklegu námi á meðan þeir eru enn hæglæsir. Slíkt námskeið er til skoðunar hjá okkur en sökum tímaskorts hefur ekki gefist svigrúm til að útbúa gott námskeið. 8

2. Um ritun 2.1 Ritun Rannsóknir hafa sýnt með óyggjandi hætti að lestur og ritun eru gangvirk ferli sem þarf að þjálfa samhliða. Við höfum lengi verið meðvituð um mikilvægi ritunarkennslu en allur gangur hefur verið á því hvernig ritun hefur verið kennd. Á síðasta skólaári ákvað læsisteymi skólans að leggja áherslu á að bæta ritunarkennslu og tryggja góða samfellu í ritunarnámi nemenda okkar með góðu skipulagi og vali á gagnreyndum aðferðum. Líklegt er að ferlisritun verði fyrir valinu og svo er þörf á að finna góðan vettvang fyrir birtingu efnis frá nemendum. Þar er augljósasti kosturinn einhvers konar rafræn birting á efni nemenda. 2.2 Skrift Stundum heyrast þær raddir að skrift sé að verða úreld en það sem þeir vita ekki er að skrift getur eflt margskonar færni. Hún hjálpar börnum á byrjunarstigi lestrarnáms við að tengja saman réttan bókstaf og hljóð, hún þjálfar fínhreyfingar, hún skerpir hugsun við hugmyndavinnu og hún getur hjálpað við að koma orðum að hlutum svo eitthvað sé nefnt. Skrift er því alls ekki á undanhaldi og í Holtaskóla höfum við reynt að fylgja þeirri meginreglu að ef það á að kenna atriði skal kenna það vel. Freydís H. Árnadóttir námsverskennari hefur verið óformlegur fagstjóri skriftar og geta kennarar leitað til hennar vegna skriftarkennslu. 2.3 Gátlistar í ritun Síðastliðið skólaár var farið í að útbúa gátlista vegna vinnubragða í ritun og er gátlistinn í sjálfsmatsformi. Ástæðan fyrir gerð gátlistanna var fyrst og fremst sú að samræma kröfur sem gerðar eru til skriflegrar vinnu nemenda. Góð, skrifleg vinnubrögð létta á vinnsluminni nemenda og auðvelda honum allt nám. Stefnt er að því að unnið verði markvissar með gátlistana snemma á skólaárinu til að tryggja góð vinnubrögð við alla ritun sem á eftir fylgir. 2.4 Stafastuð Stafastuð er kennsluaðferð sem fellur undir beina kennslu og miðar hún að því að kenna nemendum ritun algengra orðamynda (óhljóðrétt orð og y-ý-ey orð) utanbókar án skírskotunar til stafsetningarreglna. Hæfilegur utanbókarlærdómur er holl heilaleikfimi og er það trú okkar að aðferðin geti haft yfirfærslugildi fyrir nemandann við áframhaldandi réttritunarnám. Aðferðin er einkum ætluð nemendum á yngsta stigi og er hún ekki hugsuð sem megin aðferð ritunarkennslu heldur aðferð sem hægt er að nýta tímabundið og við sjálfstæða vinnu nemenda. Kennarar eru hvattir til að tileinka sér aðferðina eins og hún er sett fram því vinnubrögðin sem nemendur læra er hægt að yfirfæra á fleiri verkefni og námsgreinar. 9

3. Um lesskilning 3.1 Lesskilningskennsla Í kjölfar nánari skoðunar á námsárangri nemenda og auknum kröfum um árangur hefur átt sér stað viðleitni til að efla lesskilningskennslu í skólanum. Kennarar hafa smám saman bætt við sig þekkingu á lesskilningi og aðferðum, lesskilningskennsla hefur fengið aukið vægi í móðurmálskennslu og jafnvel innan annarra bóklegra námsgreina. Segja má að verklagið sem við höfum mótað sé rétt að slíta barnsskónum en markmiðið er að festa gott vinnulag og góðar aðferðir í sessi til að ná stöðugt betri árangri. Það krefst árvekni yfir stöðu og framförum nemenda og haldbærri og góðri þekkingu kennara á lesskilningsaðferðum. 3.2 Lesskilningsaðferðir Í viðauka II er að finna yfirlit yfir lesskilningsaðferðir en aðferðirnar er flestar að finna í bók Bergljótar V. Jónsdóttur. Aðferðirnar eru flokkaðar niður á árganga og eftir aldri eins og í bók Bergljótar. Á yfirlitinu eru einnig nokkrar aðferðir sem lestrarfræðingur hefur útbúið en að öðru leyti skýrir yfirlitið sig sjálft. 3.3 Um lesskilningspróf Skortur á góðum lesskilningsprófum hefur verið verulegt vandamál í viðleitni okkar til að auka vægi lesskilnings í kennslu. Samkvæmt upplýsingum frá nýrri Menntamálastofnun eru ný, stöðluð lesskilningspróf í farvatninu og verður það góð viðbót við Orðarún sem er staðlað lesskilningspróf fyrir 3.-8. bekk. Samráðsteymi í íslensku á miðstigi ætlar að safna nýjum könnunum fyrir símat en markmiðið er að hafa ekki færri en fimm próf á bak við námsmat í lesskilningi. Lögð verður áhersla á að kannanirnar kanni fjölbreytta lesskilningsfærni og sveigjanleika við lestur ólíkra textagerða s.s. bókmenntatexta, ljóðatexta, fræðilegs texta, forntexta og myndtexta svo eitthvað sé nefnt. Ólíkir textar gera kröfu um markvissa beitingu mismunandi viðeigandi lesskilningsaðferða svo sem að draga ályktanir, að greina orsakatengsl, að gera samantekt og að ráða fram úr nýjum orðaforða svo dæmi séu tekin. Æskilegt hlutfall réttra svara á öllum lesskilningsprófum er 80%. 10

4. Um skimanir og pro f 4.1 Almennt um skimanir og próf Tilgangur skimana er tvíþættur: Að fá upplýsingar um stöðu nemenda og að veita þjónustu sem er í samræmi við þær upplýsingar sem skimunin gefur. Fyrirlögn skimana er tilgangslaus nema niðurstöður séu notaðar markvisst til að bæta kennslu og efla þannig nemandann. Kennari þarf því að vera búinn að gera sér einhverjar hugmyndir um það hvernig hann ætlar að nota niðurstöður og til hvaða úrræða hann ætlar að grípa þegar niðurstöður liggja fyrir. Það er á ábyrgð umsjónar- og faggreinakennara að mæta þörfum nemenda sem sýna slaka frammistöðu en stoðþjónusta aðstoðar kennara með þá nemendur sem sýna mjög slaka frammistöðu vegna félagslegrar stöðu eða frávika, alvarlegra eða samsettra. Samkvæmt yfirliti eiga skimanir og raddlestrarpróf að fara fram innan ákveðinnar viku. Þessa sömu viku þarf yfirferð, úrvinnslu og skráningu að vera lokið. Kennarar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við deildarstjóra náist ekki að ljúka verkefnum á tilskildum tíma en það skal tekið fram að deildarstjórar eru alltaf boðnir og búnir að aðstoða kennara við fyrirlögn skimana ef nauðsyn krefur. 4.2 Raddlestrarpróf Raddlestrarpróf eru sá mælikvarði sem notaður er til að kanna framvindu lestrarnáms hjá nemendum. Raddlestrarpróf mæla tvo þætti lesfimi, hraða og nákvæmni, en þeim er ekki ætlað að kanna þriðja þátt hennar sem er framsögn þrátt fyrir að hljómfall lestrar geti gefið til kynna hversu góður lesskilningur nemanda er. Þetta kann að breytast með tilkomu staðlaðra lesfimiprófa sem ný Menntamálastofnun vinnur að og eiga að liggja fyrir næsta haust. 4.3 Leið til læsis Leið til læsis er mats- og íhlutunarkerfi sem samanstendur af lesskimun fyrir 1. bekk og eftirfylgniprófum fyrir 1.-4. bekk. Lesskimunin í 1. bekk metur hversu góðar forsendur (málskilning, stafaþekkingu og hljóðkerfisvitund) nemendur hafa til að takast á við formlegt lestrarnám og eftirfylgniprófin kanna lesfimi og sjónrænan orðaforða. Niðurstöður á eftirfylgniprófum gera kennurum kleift að skipuleggja lestrarkennslu og að finna þá nemendur sem þurfa stuðning vegna lestrarerfiðleika. Niðurstöður er skráðar í gagnagrunn Menntamálastofnunar en grunnurinn veitir upplýsingar um stöðu nemenda miðað við aðra jafnaldra og eru kennarar beðnir um að kynna sér vel framsetningu Menntamálastofnunar á niðurstöðum. Í handbók Leið til læsis er að finna viðamikinn verkefnabanka en verkefnabankinn var útfærður af hópi skólafólks úr öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og Grunnskólanum í Sandgerði. Verkefnabankinn er tilbúinn til notkunar og geta kennarar fengið verkefnin að láni hjá deildarstjóra/lestrarfræðingi. 4.4 Orðarún mat á lesskilningi Orðarún mat á lesskilningi er stöðluð lesskilningskönnun sem gefin er út af Mennamálastofnun. Matið er staðlað fyrir 3.-8. bekk og því gilda niðurstöður ekki til einkunnar en eru notaðar til að skoða stöðu árganga, meta kennslu og þörf fyrir íhlutun. Matið er lagt fyrir snemma á hvorri önn fyrir sig til að nægilegt svigrúm skapist fyrir nauðsynlega íhlutun. Skipulag íhlutunar er í höndum umsjónar- eða íslenskukennara. 11

4.5 Logos lesskimun Logos-lesskimun er gerð að frumkvæði Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og er tilgangur skimunarinnar sá að kanna stöðu barna í 3., 6. og 9. bekk varðandi leshraða og lesskilning og eins að finna nemendur sem eru í áhættuhópi vegna lestrarerfiðleika. Þar sem skimunin er lögð fyrir í öllum skólum sveitarfélagsins fást samanburðarhæfar tölur sem veita okkur einnig upplýsingar um stöðu okkar skóla í samanburði við aðra skóla sveitarfélagsins. Það er rík krafa af hálfu Fræðsluskrifstofunnar og skólans að niðurstöður skimunarinnar séu notaðar til að bæta læsiskennslu og veita nemendum, sem þess þurfa, aðstoð við hæfi. 9. bekkur er að jafnaði skimaður í september, 6. bekkur við mánaðarmót október og nóvember og 3. bekkur í janúar. 4.6 Skimanir vegna stafsetningar Réttritunarsýnishorn gefa einna skýrustu myndina af því hvort nemandi glímir við lestrarerfiðleika eða ekki. Því verða réttritunarskimanir alltaf lagðar fram samhliða Logos-lesskimun. Í 3. bekk verður stafsetningarhluti AI lagður fyrir og 40 orða upplestur, í 6. bekk GRP10-stafsetningarhluti og í 9. bekk GRP14-stafsetningarhluti. 4.7 Læsi - lesskimun Menntamálastofnun hefur hætt útgáfi Læsis og mun Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar ekki óska eftir niðurstöðum á Læsi 2.2. Notkun á þessu skimunartæki hefur því verið hætt í Holtaskóla frá og með þessu skólaári. 4.8 Upplýsingar og endurgjöf til foreldra Mikilvægt er að foreldrar og nemendur séu upplýstir um tímasetningar skimana og fái greinargóð og skýr skil á niðurstöðum sérstaklega í ljósi þess að gerð er krafa á að foreldrar aðstoði börn sín ef þau þurfa á íhlutun að halda. 4.9 Samræmd próf Samræmd próf eru lögð fyrir í september á hverju ári. Meginhlutverk samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk er að veita nemendum, foreldrum þeirra og skólum, upplýsingar um námsstöðu þeirra við upphaf skólaárs og að nýta niðurstöður við áframhaldandi skipulag skólastarfs. 12

5. Um lestrarmenningu 5.1 Almennt um lestrarmenningu Afstaða til læsis endurspeglast í lestrarmenningu samfélags og eitt mikilvægasta verkefni skóla er að skapa lestrarmenningu sem ýtir undir jákvætt viðhorf til lestrar. Þetta höfum við gert eftir föngum með t.d. lestrarprettum, höfundaheimsóknum og afhendingu viðurkenninga en þessi verkefni hafa ekki verið hugsuð sem markviss liður í eflingu lestrarmenningar skólans. Sumir nemendur á efri stigum hafa átt í erfiðleikum með að koma auga á mikilvægi lestrar þar sem tilgang og samhengi hefur vantað. Skortur á skilningi nemenda um mikilvægi læsis hefur m.a. birst í slælegum vinnubrögðum við lausn verkefna á lesskilningsprófum og gildir þá einu á hvaða stigi nemandinn hefur verið. Það hlýtur því að vera ákaflega mikilvægt að kennarar og stjórnendur leitist við að gera læsisnámið merkingarbært með því að búa til vettvang þar sem læsi er markvisst notað, bæði til náms og sköpunar. Skólabókasöfn, ásamt þeirri starfssemi sem þar fer fram, er kjörinn vettvangur til að efla læsismenningu nemenda. Síðastliðið vor og dagana fyrir skólasetningu var safnkosturinn í bókasafni Holtaskóla endurskoðaður og breytingar gerðar á skipulagi rýmisins. Leitað var til fulltrúa nemenda vegna breytinganna og fengu krakkarnir margar góðar hugmyndir sem hafa smám saman verið að komst í framkvæmd. Breytingarnar hafa tekist með eindæmum vel og vinsældir safnsins aukist mikið en læsisteymi skólans hefur séð um undirbúning og framkvæmd verkefna. 5.2 Námskeiðið Að læra að lesa Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna þegar kemur að bókarlestri en á námskeiðinu, sem fjallað var um fyrr í læsistefnunni, er lögð rík áhersla á ábyrgð foreldra í lestraruppeldi. 5.3 Yndislestur Skólaárið 2008-2009 var búið til svigrúm í töflu fyrir daglega yndislestrarstund hjá mið- og unglingastigi. Yndislestrarstundin varir í um 10 mínútur og hefur almenn ánægja verið með þetta fyrirkomulag. 5.4 Nestislestur Nestislestur er fastur liður hjá nemendum í 1.-7. bekk og eins og nafnið gefur til kynna fer hann fram í nestistíma nemenda. Nestislestur er ekki bara notalegur því við lestur kennarans lifnar frásögnin við og oftar en ekki fá nemendur áhuga á að lesa fleiri bækur um sömu sögupersónur eða eftir sama höfund. Nestislestur er því mjög mikilvægur liður í því að efla lestrarmenningu skólans. 5.5 Lestrarvinir Lestrarvinaverkefnið tengir saman yngri og eldri nemendur sem hittast nokkrum sinnum á ári til að lesa saman og vinna verkefni sem tengjast viðburðum í skóla. Þetta verkefni hefur gefist ákaflega vel eins og líftími þess gefur til kynna. 13

5.6 Sumarlestur Bókasafn Reykjanesbæjar hefur árlega efnt til Sumarlestrar og kynnt verkefnið í grunnskólum bæjarins á vorin. Skólinn hefur hvatt nemendur til að taka þátt í verkefninu en því lýkur um það leyti sem skólar hefjast. 5.7 Bókabéus Bókabéus er keppni sem á sér fyrirmynd í verkefni frá Grunnskólanum í Grindavík og hefur einhvers konar keppnisfyrirkomulag verið útbúið í fleirum grunnskólum landsins. Markmið keppninnar er að hvetja nemendur til að lesa, ekki síst yfir sumartímann. Keppnin á sér fyrirmynd í Útsvari en hún gengur út á það að nemendur kynni sér efni bóka, myndi lið og keppi til stiga. Síðastliðið vor fengu nemendur í 4.-7. bekk með sér bókalista út í sumarfríið og er keppnin orðinn hluti af skipulögðu skólastarfi. 5.8 Litla og stóra upplestarkeppnin Stóra upplestrarkeppnin hefur átt fastan sess í skólastarfinu um árabil en markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Það eru nemendur í 7. bekk sem taka þátt í keppninni en fyrst er keppt á heimavelli og svo við aðra skóla. Litla upplestrarkeppnin er nýlegt verkefni fyrir 4. bekk og í ætt við hið fyrra en ekki eins umfangsmikil. Litla keppnin er hugsuð sem undirbúningur fyrir þá stóru en undirbúningur vandaðs upplestrar er mikilvægt tæki í lestrarnámi. 14

Yfirlit yfir skimanir og próf Viðauki I 1. bekkur Dagsetningar Matsþáttur Matstæki Athugasemd Umsjón Skólabyrjun Stafaþekking/umskráningarfærni. Stafakönnun (munnleg) þar sem þekking Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari. nemenda á bókstafheiti og bókstafshljóði er könnuð. Stafakönnun ritun þar sem þekking nemenda á bókstafstákni er könnuð. 4. vika í sept. Málþroski, hljóðkerfisvitund og stafaþekking. Leið til læsis lesskimun. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennarar annast fyrirlögn og yfirferð en frekari úrvinnslu annast deildarstjóri. Íhlutun unnin í samvinnu milli foreldra, umsjónarkennara og deildarstjóra. 1. vika í nóv. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf sem hæfir færni nemendahóps (sjá raddlestrarpróf á Sameign). 4. vika í jan. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf sem hæfir færni nemendahóps (sjá raddlestrarpróf á Sameign). Að lokinni stafainnlögn Stafaþekking. Stafakönnun. Stafakönnun - ritun. 2. vika í mars Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf A-1 (lesfimi og sjónrænn orðaforði). Annarmat í maí Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf 1-A (lesfimi) og 2-A (sjónrænn orðaforði). Aðeins þeir nemendur með nægilega færni prófaðir. Niðurstöður ekki birtar foreldrum en lesinn atkvæðafjöldi skráður í verkefnabók. Aðeins þeir nemendur með nægilega færni prófaðir. Niðurstöður ekki birtar foreldrum en lesinn atkvæðafjöldi skráður í verkefnabók. Allir nemendur. Skoða þarf sérstaklega hversu sjálfvirk tengsl eru milli bókstafsheitis og bókstafshljóðs og af hve miklu öryggi nemandinn dregur rétt til stafs. Allir nemendur prófaðir sem hafa til þess forsendur. Allir nemendur prófaðir sem hafa til þess forsendur. Umsjónarkennari. Umsjónarkennari. Umsjónarkennari og deildarstjóri. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu og skráir niðurstöður í grunn Menntamálastofnunar. Lesinn atkvæðafjöldi skráður í verkefnabók. Umsjónarkennari. Niðurstöður lesfimiprófs eru skráðar í verkefnabók raddlestrar en ekki í grunn Menntamálastofnunar. Niðurstöður úr sjónrænum orðaforða eru skráðar í grunn Menntamálastofnunar. 15

2. bekkur Dagsetningar Matsþáttur Matstæki Athugasemd Umsjón Skólabyrjun Raddlestrarhraði. Nemendur prófaðir út frá Stafaþekking. forsendum sem þeir hafa. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf 1-A, lesfimi. Stafakönnun. Stafakönnun ritun. 1. vika í nóv. Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf B-1, lesfimi og sjónrænn orðaforði. 3. vika í jan. Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf B-1, lesfimi. 2. vika í mars Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf B-2, lesfimi og sjónrænn orðaforði. Annarmat í maí Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf B-2, lesfimi. Allir nemendur prófaðir sem hafa til þess forsendur. Allir nemendur prófaðir sem hafa til þess forsendur. Allir nemendur prófaðir sem hafa til þess forsendur. Allir nemendur prófaðir sem hafa til þess forsendur. Umsjónarkennari. Niðurstöður lesfimiprófs eru skráðar í verkefnabók raddlestrar en ekki í grunn Menntamálastofnunar. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu og skráir niðurstöður í grunn hjá Menntamálastofnun. Lesinn atkvæðafjöldi skráður í verkefnabók. Umsjónarkennari. Niðurstöður skráðar í verkefnabók raddlestrarhraða. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu og skráir niðurstöður í grunn hjá Menntamálastofnun. Lesinn atkvæðafjöldi skráður í verkefnabók. Umsjónarkennari. Niðurstöður skráðar í verkefnabók raddlestrarhraða. 16

3. bekkur Dagsetningar Matsþáttur Matstæki Athugasemd Umsjón Skólabyrjun Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf B-2, lesfimi. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari. Niðurstöður skráðar í verkefnabók raddlestrarhraða. September Stærðfræði. Talnalykill. Allir nemendur prófaðir. FRÆ annast fyrirlög og úrvinnslu. 1. vika í nóv. Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf C-1, lesfimi og sjónrænn orðaforði. Janúar Leshraði, lesskilningur og réttritun Logos - lesskimun Aston Index Stafsetningarhluti Samfelldur texti v. réttritunar 2. og 3. vika í jan. Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf C-1, lesfimi. Allir nemendur prófaðir. Allir nemendur prófaðir. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu og skráir niðurstöður í grunn hjá Menntamálastofnun. Lesinn atkvæðafjöldi skráður í verkefnabók. Umsjónarkennarar leggja fyrir og fara yfir AI og samfelldan texta. Deildarstjóri og FRÆ annast úrvinnslu. Umsjónarkennari. Niðurstöður skráðar í verkefnabók raddlestrarhraða. 2. vika í feb. Lesskilningur Orðarún 3.1 Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. 2. vika í mars Raddlestrarhraði Leið til læsis: Eftirfylgnipróf C-2, lesfimi og sjónrænn orðaforði. Annarmat í maí Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf C-2, lesfimi. Allir nemendur prófaðir sem hafa til þess forsendur. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu og skráir niðurstöður í grunn hjá Menntamálastofnun. Lesinn atkvæðafjöldi skráður í verkefnabók. Umsjónarkennari. Niðurstöður skráðar í verkefnabók raddlestrarhraða. 17

4. bekkur Dagsetningar Matsþáttur Matstæki Athugasemd Umsjón Skólabyrjun Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf C-2, lesfimi. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari. Niðurstöður skráðar í verkefnabók raddlestrarhraða. 2. vika í sept. Lesskilningur Orðarún 3.2 Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. 1. vika í nóv. Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf D-1, lesfimi. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu og skráir niðurstöður í grunn hjá Menntamálastofnun. Lesinn atkvæðafjöldi skráður í verkefnabók. 3. vika í jan. Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf D-1, lesfimi. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari. Niðurstöður skráðar í verkefnabók raddlestrarhraða. 2. vika í feb. Lesskilningur. Orðarún 4.1. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. 2. vika í mars Raddlestrarhraði Leið til læsis: Eftirfylgnipróf D-2, lesfimi. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu og skráir niðurstöður í grunn hjá Menntamálastofnun. Lesinn atkvæðafjöldi skráður í verkefnabók. Annarmat í maí Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf D-2, lesfimi. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu og skráir niðurstöður í grunn hjá Menntamálastofnun. Lesinn atkvæðafjöldi skráður í verkefnabók. 18

5. bekkur Dagsetningar Matsþáttur Matstæki Athugasemd Umsjón Skólabyrjun Raddlestrarhraði. Leið til læsis: Eftirfylgnipróf D-2, lesfimi. Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 2. vika í sept. Lesskilningur Orðarún 4.1 Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. 1. vika í nóv. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hvers vegna leðurblakan... 2.-3. vika í jan. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hvers vegna leðurblakan... Allir nemendur prófaðir. Nemendur undir viðmiðum prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 2. vika í feb. Lesskilningur. Orðarún 5.1. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. 4. vika í apríl Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hvers vegna leðurblakan... Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 19

6. bekkur Dagsetningar Matsþáttur Matstæki Athugasemd Umsjón Skólabyrjun Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hvers vegna leðurblakan... Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og September Stærðfræði. Talnalykill. Allir nemendur prófaðir. FRÆ annast fyrirlög og úrvinnslu. 2. vika í sept. Lesskilningur Orðarún 5.2 Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. Október Leshraði, lesskilningur og réttritun Logos - lesskimun Aston Index Stafsetningarhluti Samfelldur texti v. réttritunar. Allir nemendur prófaðir. Íslenskukennarar leggja fyrir og fara yfir AI og samfelldan texta. Deildarstjóri og FRÆ annast úrvinnslu. 1. vika í nóv. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Öðruvísi dagar Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 2.-3. vika í jan. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Öðruvísi dagar Nemendur undir viðmiðum prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 2. vika í feb. Lesskilningur. Orðarún 6.1. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. 4. vika í apríl Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Öðruvísi dagar Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 20

7. bekkur Dagsetningar Matsþáttur Matstæki Athugasemd Umsjón Skólabyrjun Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Öðruvísi dagar Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 2. vika í spet. Lesskilningur Orðarún 6.1 Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. 1. vika í nóv. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Nú rignir og nýtt gerist 2.-3. vika í jan. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Nú rignir og nýtt gerist Allir nemendur prófaðir. Nemendur undir viðmiðum prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 2. vika í feb. Lesskilningur. Orðarún 7.1. Allir nemendur prófaðir. Umsjónarkennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. 4. vika í apríl Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Nú rignir og nýtt gerist Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 21

8. bekkur Dagsetningar Matsþáttur Matstæki Athugasemd Umsjón Skólabyrjun Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Nú rignir og nýtt gerist Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 2. vika í sept. Lesskilningur Orðarún 7.2 Allir nemendur prófaðir. Íslenskukennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. 1. vika í nóv. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hundurinn fær skammir 2-3. vika í jan. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hundurinn fær skammir Allir nemendur prófaðir. Nemendur undir viðmiðum prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 2. vika í sept. Lesskilningur. Orðarún 8.1. Allir nemendur prófaðir. Íslenskukennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. 4. vika í apríl Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hundurinn fær skammir Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 22

9. bekkur Dagsetningar Matsþáttur Matstæki Athugasemd Umsjón Skólabyrjun Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hundurinn fær skammir Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og September Leshraði, lesskilningur og réttritun Logos lesskimun GRP 14 - Stafsetningarhluti Allir nemendur prófaðir. Íslenskukennarar leggja fyrir og fara yfir AI og samfelldan texta. Deildarstjóri og FRÆ annast úrvinnslu. Sept./okt. Lesskilningur Orðarún 8.2 Allir nemendur prófaðir. Íslenskukennari annast fyrirlögn og úrvinnslu. Niðurstöður skráðar í þar til gert Excelskjal og í verkefnabók lesskilnings. Deildarstjórar sjá um upplýsingagjöf til nemenda og foreldra. 1. vika í nóv. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hávarður kennari Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 3. vika í jan. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hávarður kennari Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 4. vika í apríl Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hávarður kennari Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 23

10. bekkur Dagsetningar Matsþáttur Matstæki Athugasemd Umsjón Skólabyrjun Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Hávarður kennari Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 1. vika í nóv. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Fótaferð Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 3. vika í jan. Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Fótaferð Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 4. vika í apríl Raddlestrarhraði. Raddlestrarpróf: Fótaferð Allir nemendur prófaðir. Kennari annast fyrirlögn, yfirferð og 24

Viðauki II Yfirlit yfir lesskilningsaðferðir Bekkur Aðferð Þjálfunarþáttur Útfært af 1. Forspá út frá mynd Forspá út frá titli Samræðulestur Orsaka- og merkingartengsl Tilfinningaleikurinn Að gera sér í hugarlund Bókagerð Að skilgreina orð og hugtök Virkjun bakgrunnsþekkingar Sameign Virkjun bakgrunnsþekkingar Sameign Tal- og hlustunarskilningur Ályktunarhæfni Ályktunarhæfni Ályktunarhæfni Að greina aðalatriði í texta Orðaforði GRÞ, Sameign GRÞ, Sameign Eflum lesskilning, bls. 117 Eflum lesskilning, bls. 120 Eflum lesskilning, bls. 121 Eflum lesskilning, bls. 119 Eflum lesskilning, bls. 142 Eflum lesskilning, bls. 152 2. Að álykta um merkingu óþekktra orða Ekki finnast svör við öllum spurningum Því meira sem við lærum... Að greina aðalatriði og gera samantekt Orðavefur: Samsett orð Orða-bak-forði 3. K-V-L Þegar ég verð strand Að álykta út frá bakgrunnsþekkingu Að hlusta á innri rödd Að greina klifun Að skrá mikilvægar upplýsingar Orðavefur: Orð með svipaða merkingu Að spyrja höfundinn 4. PALS Félagastuðningur í lestri* Að lesa, skrifa, spjalla Spurningavefur Ályktunarhæfni Að spyrja spurninga Að spyrja spurninga Að greina aðalatriði í texta Orðaforði Orðaforði Að spyrja spurninga fyrir-meðan-eftir Ályktunarhæfni Námsvitund Námsvitund Að greina aðalatriði í texta Orðaforði Samsett aðferð, þjálfunarþættir margir Samþætt aðferð með lesfimiáherslu Námsvitund Að spyrja spurninga Eflum lesskilning, bls. 123 Eflum lesskilning, bls. 137 Eflum lesskilning, bls. 135 Eflum lesskilning, bls. 146 Eflum lesskilning, bls. 157 Eflum lesskilning, bls.171 Eflum lesskilning, bls. 186 Eflum lesskilning, bls. 125 Eflum lesskilning, bls. 127 Eflum lesskilning, bls. 131 Eflum lesskilning, bls. 143 Eflum lesskilning, bls. 159 Eflum lesskilning, bls. 195 Námskeiðs krafist, kennarar með gögn Eflum lesskilning, bls. 129 Eflum lesskilning, bls. 139 25

Að gera samantekt samhliða lestri Að álykta út frá merkingu út frá samhengi Rót vikunnar Námkvæm greining víðara samhengi Að gera sér í hugarlund Þegar ég verð strand 5. Samantekt: Samvinna nemenda Orðavefur: Forskeyti, rót eða stofn Að álykta um merkingu orða og sannprófa Ég hef orðið hver hefur merkinguna? Að hugsa upphátt 6. Að greina orðhluta: Merking og hlutverk Að taka viðtal við orð Gagnvirkur lestur* Að greina aðalatriði í texta Orðaforði Orðaforði Samsett viðameiri aðferð Ályktunarhæfni Námsvitund Að greina aðalatriði í texta Orðaforði Orðaforði Orðaforði Samsett viðameiri aðferð Orðaforði Orðaforði Samsett, viðameiri aðferð Eflum lesskilning, bls. 149 Eflum lesskilning, bls. 166 Eflum lesskilning, bls. 163 Eflum lesskilning, bls. 181 GRÞ, Sameign GRÞ, Sameign Eflum lesskilning, bls. 148 Eflum lesskilning, bls. 154 Eflum lesskilning, bls. 167 Eflum lesskilning, bls. 168 Eflum lesskilning, bls. 175 Eflum lesskilning, bls. 161 Eflum lesskilning, bls. 173 Lesið til skilnings, Námsgagnastofnun 7. Endurtekinn lestur Samsett, viðameiri aðferð Eflum lesskilning, bls. 214 *Föst aðferð verður að kenna 26

Viðauki III Fyrirkomulag lestrarþjálfunar Þjálfunarfyrirkomulag lestrar þarf að vera sveigjanlegt og koma sem best til móts við stöðu nemanda í lestri hverju sinni. Tekin var stuttleg umræða um fyrirkomulag á lestarþjálfun í september 2010 af kennurum á yngsta stigi þar sem byrjendakennsla fer fram á því stigi og nemendur verða að jafnaði læsir í 1.-4. bekk. Ákveðið var að fyrirkomulag þjálfunar myndi taka mið af lestrarviðmiðum skólans en að sjálfsögðu þarf að vera til staðar ákveðinn sveigjanleiki í þjálfun og meta kennarar slíkt út frá þörfum einstakra nemenda. Meginregla lestrarþjálfunar verður því eftirfarandi: 1-50 atkv./mín. Viðmið Byrjendakennsla Fyrirkomulag lestrarþjálfunar Þjálfunartíminn aukinn frá 5 og upp í 10 mínútur. Nemandi les upphátt. Nemandi les hverja bls. tvisvar. 50 80 atkv./mín. Lestur þjálfaður í 10 mínútur. Nemandi les upphátt. Nemandi les hverja bls. tvisvar. 80 110 atkv./mín. Lestur þjálfaður í 10 mínútur. Nemandi les upphátt. Nemandi les hverja bls. tvisvar. (Hér má bæta inn 5 mín. hljóðlestri til viðbótar ef nemandi er tilbúinn í hljóðlestur. 110-170 atkv./mín. Lestur þjálfaður í 15 mínútur. Lestur er þjálfaður 10 mínútur upphátt. Lestur er þjálfaður 5 mínútur í hljóði. Ekki þörf á endurteknum lestri. 170 200 atkv./mín. Lestur þjálfaður í 15 mínútur. Lestur er þjálfaður 5 mínútur upphátt. Lestur er þjálfaður 10 mínútur í hljóði. Ekki þörf á endurteknum lestri. >200 atkv./mín. Á meðan nemendur eru raddlestrarprófaðir þurfa þeir að halda áfram að lesa upphátt en hér þarf að fara að huga að fjölbreytilegri þjálfun svo heimalestur nemandans hafi augljósan tilgang. Lestrarkennsla og þjálfun þarf að fara í annan búning þegar 200 atkvæða markmiðinu er náð. 27

Viðauki IV Viðmið fyrir radd- og hljóðlestrarpróf Eftirfarandi viðmið kveða á um árangur að vori Bekkur Raddlestur/atkvæði á mín. Hljóðlestur/atkvæði á mín. 1. 50*-80 --- 2. 80*-110 50-110 3. 110*-170 170-200 4. 170*-200 250-350 (e. þyngd texta) 5. 200*-300 300-400 6. 250*-300 400-500 7. 250*-300 400-500 8.-10. 300*-350 400-600 *Athugasemd Nemendur sem eru undir neðri mörkum viðmiða í raddlestrarprófi þarfnast lestrarátaks til að ná meiri lesfimi (hraða og lesskilningi). Þetta á þó ekki við um þá nemendur sem grunur leikur á eða staðfest hefur verið að eru með lestrarörðugleika. Villufyrirgjöf á raddlestrarprófi Lesi nemandi orð rangt á raddlestrarprófi, að hluta til eða í heild sinni, skal telja heildaratkvæðafjölda orðsins og koma þau til frádráttar atkvæðafjöldanum sem lesinn er á tveimur mínútum. Þegar atkvæðafjöldi rangt lesinna orða hefur verið dreginn frá skal deila með 2 og fæst þá raddlestrareinkunn nemandans. Um hljóðlestrarpróf (lesskilningspróf) Hljóðlestur er mældur með lesskilningsprófum og á slíku prófi þarf hlutfall réttra svara að vera 85-90% til að hljóðlestrarhraði sé marktækur. Lesinn atkvæðafjöldi á mínútu á hljóðlestrar-/lesskilningsprófi er reiknaður svona: Atkvæðafjöldi texta X 60 = Fjöldi atkvæða lesinn í hljóði á mínútu. Sekúndufjöldi 28

Viðauki V Einkunnarstig í lestri á raddlestrarprófi Atkvæði á mínútu Einkunn Atkvæði á mínútu Einkunn Atkvæði á mínútu Einkunn Atkvæði á mínútu Einkunn 1 0,1 42 2,6 113 5,1 188 7,6 2 0,2 44 2,7 116 5,2 191 7,7 3 0,3 46 2,8 119 5,3 194 7,8 4 0,4 48 2,9 122 5,4 197 7,9 5 0,5 50 3 125 5,5 200 8 6 0,6 53 3,1 128 5,6 203 8,1 7 0,7 56 3,2 131 5,7 206 8,2 8 0,8 59 3,3 134 5,8 209 8,3 9 0,9 62 3,4 137 5,9 212 8,4 10 1 65 3,5 140 6 215 8,5 12 1,1 68 3,6 143 6,1 218 8,6 14 1,2 71 3,7 146 6,2 221 8,7 16 1,3 74 3,8 149 6,3 224 8,8 18 1,4 77 3,9 152 6,4 227 8,9 20 1,5 80 4 155 6,5 230 9 22 1,6 83 4,1 158 6,6 237 9,1 24 1,7 86 4,2 161 6,7 244 9,2 26 1,8 89 4,3 164 6,8 251 9,3 28 1,9 92 4,4 167 6,9 258 9,4 30 2 95 4,5 170 7 265 9,5 32 2,1 98 4,6 173 7,1 272 9,6 34 2,2 101 4,7 176 7,2 279 9,7 36 2,3 104 4,8 179 7,3 286 9,8 38 2,4 107 4,9 182 7,4 293 9,9 40 2,5 110 5 186 7,5 300 10 29

Viðauki VI Reglur um fyrirlögn á raddlestrarprófum Prófaðstæður þurfa að vera með besta móti svo nemandi geti sýnt hvað í honum býr. Leitist við að skapa afslappað andrúmsloft og tryggið gott næði. Nemandinn fær tvær mínútur til að lesa texta upphátt eins hratt og vel og hann getur ( Lestu textann eins hratt og vel og þú getur ). Markmið raddlestrarprófa er að kanna hraða umskráningar en ekki framsögn. Tímataka hefst þegar nemandi er búinn að lesa fyrirsögnina og byrjar að lesa samfellda textann. Bjóðið nemandanum á að renna fingri undir texta á meðan lesið er því það getur aukið bæði hraða og nákvæmni. Þetta er það sem bestu lesararnir okkar gera. Villufyrirgjöf: Strikið undir rangt lesin orð en atkvæðafjöldi orðsins kemur til frádráttar lesnum heildaratkvæðafjölda. Ljúki nemandi við texta innan tveggja mínútna skal stöðva tímann og reikna út sekúndufjöldann sem það tók nemandann að lesa texta. Lesinn atkvæðafjöldi er reiknaður út í samræmi við reiknireglu á töflu yfir radd- og hljóðlestrarviðmið. Ef nemandi fipast mikið vegna taugaóstyrks við upphaf lestrar má bjóða honum að hefja lestur að nýju. Ef nemandi á erfitt með próftöku vegna taugaóstyrks má bjóða honum að koma aftur í raddlestrarpróf að nokkrum dögum liðnum. 30

Viðauki VII Framsagnarkvarði Matsatriði 1 2 3 Stig Líkamsstaða Nemandi hokinn og líkamstjáning einkennist af taugaóstyrk. Iðar mikið og er óöruggur í framkomu. Líkamsstaða yfirleitt góð en nemandi gleymir sér stundum og iðar lítillega. Nemandi beinn í baki, slakar axlir og hendur ekki á iði. Framkoma einkennist af öryggi. /3 Raddstyrkur Raddstyrkur lítill. Rödd berst ekki til allra áheyrenda. Raddstyrkur ójafn. Berst stundum vel og stundum illa til áheyrenda. Raddstyrkur jafn og góður. Rödd berst vel til allra áheyrenda. /3 Tjáning Lestur eintóna og nemandinn notfærir sér ekki greinarmerki við mótun texta. Áherslur gefa til kynna skort á skilningi á efni texta. Framburður óskýr. Gerir tilraunir til að ljá texta blæbrigum sem hæfa honum. Áherslur oftast réttar. Framburður yfirleitt skýr og hljómfall yfirleitt eðlilegt. Ljær texta alltaf blæbrigðum sem hæfa honum. Áherslur alltaf réttar. Framburður alltaf skýr og hljómfall alltaf viðeigandi. /3 Hraði Lestur fyrirhafnarmikill, eintóna og hægur. Nemandi gerir mörg mistök við umskráningu orða. Lestur rykkjóttur. Umskráningarmistök fá. Lestur of hægur eða of hraður. Lestrarhraði hæfir efni texta, er hvorki of hægur né og hraður. /3 Samskipti við áheyrendur Lítur ekki upp og gerir ekki tilraun til að ná augnsambandi við áheyrendur. Lítur vélrænt upp og gerir fáar tilraunir til að ná augnsambandi við áheyrendur. Leitast við að ná augnsambandi við áheyrendur og lítur upp á viðeigandi stöðum (s.s. við lok setninga). /3 Samtals /15 Hrynjandi (ljóð) Hefur enga eða litla tilfinningu fyrir hljómfalli ljóðsins. Áherslur rangar. Hefur nokkra tilfinningu fyrir hljómfalli ljóðsins en gerir nokkur mistök þegar áherslur eru annars vegar. Lýkur ljóðlínum alltaf með sama tónfalli ef um hefðbundið ljóð er að ræða. Hefur góða tilfinningu fyrir hljómfalli ljóðsins. Áherslur alltaf réttar. Nær að móta niðurlag ljóðlína á fjölbreyttan hátt án þess að það hafi áhrif á hrynjandina. /3 Samtals /18