Skólanámskrá Hofsstaðaskóla Efnisyfirlit

Like dokumenter
4.0 Nám, kennsla og námsmat

Starfsáætlun Kópavogsskóla Skólaárið

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeinandi hefti við skólanámskrágerð í leikskóla

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir

Lausnir Nóvember 2006

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

R3123A Markarfljótsvirkjun B

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 22. mars R

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

sþ Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Stjórnskipulag og stjórnsýsla Háskóla Íslands: Áfangaskýrsla 1 rektorsskrifstofa

Nutricia. næringardrykkir

Skýrslukorn. um ferð Samskólakennara og nokkurra fylgifiska þeirra til Sogns í Noregi júní Rúnar Sigþórsson tók saman

Leiðbeiningar um meistaraprófsritgerð MPR0230

MINNISBLAÐ. Efni: Endurnýjun styrktar- og samstarfssamnings SAMLEIK-R og skóla- og frístundasviðs

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Áfangalýsingar. Áfangalýsingar A-Ö. AGS 102 Áætlanir og gæðastjórnun Undanfari:

Kongeriket Norges Grunnlov

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA

EFNISYFIRLIT. Sproti 1a Verkefnahefti til ljósritunar

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

KENNARABÓK. Stærðfræði fyrir unglingastig. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth. Námsgagnastofnun 7411

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Athugun og skráning á málþroska barna

Verkefnahefti 3. kafli

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla

Skýrsla stjórnar KÍ. Stjórn Kennarasambandsins Starfsemi á skrifstofu Kennarasambandsins í Kennarahúsinu

NORRÆN SKIPTIDVÖL STATSBYGG Í NOREGI

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Aðför vegna umgengistálmana

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

VESTURBÆR BÆRINN OKKAR ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

HVAR ER VALLI? Helstu verkefni

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

KJARASAMNINGUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA KENNARASAMBANDS ÍSLANDS VEGNA FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Heimildaskrá. Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.

Handbók trúnaðarmanna. Útgáfa 1, desember 2016

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

Ráðgjafi hjá Intellecta. Framkvæmdastjóri. Forstjóri Skipta. Stjórn Samtaka iðnaðarins óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

Ordliste for TRINN 1

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Handbók trúnaðarmanna. Útgáfa 2, mars 2017

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

AVV 102 Aflvélavirkjun. AVV 202 Aflvélavirkjun. AVV 304 Aflvélavirkjun. AVV 403 Aflvélavirkjun. Undanfari: MÆM 101. Áfangalýsing

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 65 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

Umhverfismennt í Leikskólanum Reynisholti

HÚSGAGNASMÍÐI FERILBÓK

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Frumvarp til laga. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

KJARASAMNINGUR SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Leiðbeiningar

Íslensk málstefna fimm ára Staðan metin

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Læsisstefna Holtaskóla. Skólaárið

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

KJARASAMNINGUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Doktorsverkefni. Rannsóknin. Úrræði sem voru borin saman. Rannsóknarspurningar. Markmið gagnasöfnunar í hluta II

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.


SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

Evrópa Kennsluleiðbeiningar

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Rannsókn á framkvæmd og stjórnun kirkjutónlistar á grunni Tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar: auðlindir, virðisauki, virðiskeðja og SVÓT-greining.

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

Transkript:

Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...1 SKÓLANÁMSKRÁ HOFSSTAÐASKÓLA 2005-2006...3 Leiðarljós Hofsstaðaskóla...3 Formáli...7 A. ALMENNUR HLUTI...7 Inngangur að A-hluta skólanámskrár...7 Hagnýtar upplýsingar...8 Samstarf heimila og skóla...8 Skólareglur Hofsstaðaskóla...10 Skipurit Hofsstaðaskóla 2005-2006...12 Starfsfólk...13 Starfslýsingar...16 Stoðkerfi Hofsstaðaskóla...25 Áfallaráð...31 Vefur Hofsstaðaskóla...31 Tómstundaheimili - Dægradvöl...31 Aðstoð við heimanám...32 Matarmál...33 Öryggi nemenda...33 Fastir fundir...34 Nám og kennsla...34 Lestrarstefna Hofsstaðaskóla...38 Kennsluaðferðir...42 Flutningur nemenda milli skóla...45 Félagslíf og ýmsir þættir í skólastarfinu...45 B. NÁMSVÍSAR 2005-2006...47 Inngangur að B-hluta skólanámskrár...47 Námsvísir - 1. bekkur...47 Námsvísir - 2. bekkur...54 Námsvísir - 3. bekkur...61 Námsvísir - 4. bekkur...71 Námsvísir - 5. bekkur...81 Námsvísir - 6. bekkur...92 Námsvísir - 7. bekkur...105 17.11.2005 S.Sv. - 2 -

Skólanámskrá Hofsstaðaskóla 2005-2006 LEIÐARLJÓS HOFSSTAÐASKÓLA Virðing Við ætlum að: bera virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum temja okkur jákvæð samskipti efla traust og umhyggju. Verkmennt Við ætlum að: hafa trú á eigin getu efla skapandi vinnu læra að njóta menningar og lista. Vellíðan Við ætlum að: skapa öruggt umhverfi sýna umburðarlyndi og þolinmæði styrkja sjálfsmynd okkar. Vinnusemi Við ætlum að: stefna að hámarksárangri temja okkur sjálfsaga nýta tímann vel. Viska Við ætlum að: auka þekkingu okkar læra að læra gera okkar besta. Leiðarljós Hofsstaðaskóla er virðing, vellíðan, verkmennt, vinnusemi og viska. Við viljum hafa hlýlegt umhverfi og glaðlegt viðmót í skólanum. Við virðum rétt allra til þess að tjá eigin skoðanir og að þær séu virtar. Við stuðlum að því að nemendur læri að vinna á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt í síbreytilegu þjóðfélagi. Við berum ábyrgð, höfum trú hvert á öðru og því sem við gerum. Nánar um leiðir að settum markmiðum: 17.11.2005 S.Sv. - 3 -

Virðing Við ætlum að bera virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum með; góðu fordæmi tækifærum fyrir alla umburðarlyndi. Við ætlum að temja okkur jákvæð samskipti með; kurteisi skilningi hjálpfýsi. Við ætlum að sýna öðrum traust og umhyggju með; trúnaði í orði og verki þolinmæði samstöðu að vera fús að fyrirgefa. Við ætlum að bera virðingu fyrir umhverfi okkar með; góðu fordæmi í allri umgengni virða bæði manngert og náttúrulegt umhverfi kynnast náttúrunni og læra að vernda hana. Vellíðan Við ætlum að skapa öruggt umhverfi með; góðum reglum hlýlegu viðmóti hjálpsemi. Við ætlum að sýna umburðarlyndi og þolinmæði með; sanngirni jákvæðni því að vera góð hvert við annað. Við ætlum að styrkja sjálfsmynd okkar með; hvatningu hrósi og brosi. Verkmennt Við ætlum að öðlast trú á eigin getu með; því að vera hvetjandi því að vera skapandi því að gera vinnu okkar sýnilega. Við ætlum að efla skapandi vinnu með; fjölbreyttum verkefnum frumkvæði góðu námsumhverfi. 17.11.2005 S.Sv. - 4 -

Við ætlum að njóta menningar og lista með; því að læra um menningu og listir því að fylgjast með listviðburðum kynnisferðum. Vinnusemi Við stefnum að hámarksárangri með; skýrum markmiðum góðu skipulagi vandvirkni. Við temjum okkur sjálfsaga og metnað með; raunhæfum kröfum ábyrgð á eigin verkum þolinmæði. Við nýtum tímann vel með; iðjusemi og ástundun góðum vinnureglum góðri samvinnu. Viska Við ætlum að gera okkar besta með; athygli því að nýta okkur margs konar miðla því að þjálfa gagnrýna hugsun. Við lærum að læra með; góðum vinnureglum frumkvæði upplýsingaöflun samvinnu. Við gerum okkar besta með; jákvæðum samræðum miðlun reynslu virku samstarfi. Sýn verður ekki að leiðarljósi skóla við það eitt að vera sett á blað. Sýn er það sem einstaklingarnir hugsa og hún verður ekki sameiginleg hópi kennara, hvað þá heilu skólasamfélagi, nema meirihlutinn sé henni samþykkur, geri hana að sinni og fylki sér um þau gildi sem hún byggir á. Þannig skapast hollusta og skuldbinding fagmanns við starf sitt. Það sem fær hann til að leggja sig varanlega fram er ekki tímabundin ytri umbun í formi aukagreiðslu eða annarrar sporslu, heldur sú innri umbun sem veitir honum ánægjuna af því að tilheyra samfélagi fagmanna sem stefnir að sameiginlegu marki, sjá bættan árangur af starfi og sjá eigin menntasýn verða að veruleika. 17.11.2005 S.Sv. - 5 -

Unnin hefur verið framkvæmdaáætlun fyrir skólaárið 2005-2006 til að gera Leiðarljós Hofsstaðaskóla sýnilegt. Hún hefur verið rædd og samþykkt innan skólans. Í henni koma allir starfsmenn skólans við sögu svo og nemendur og foreldrar. Foreldrar eru hvattir til að ræða við börn sín um gildi leiðarljóssins heima. Prentuð hafa verið veggspjöld til að hengja upp í kennslustofum og blöð sem nemendur hafa fengið með sér heim til að hengja upp til minnis. Öll sýnum við gott fordæmi og látum leiðarljós skólans skína í daglegu starfi. Eftirlitsskyldan hvílir á skólastjórnendum verður tekin saman skýrsla um árangurinn. 17.11.2005 S.Sv. - 6 -

FORMÁLI Skólanámskráin er starfsáætlun Hofsstaðaskóla í Garðabæ og gildir hún skólaárið 2005-2006 eins og hún er gefin út. Fyrstur er almennur hluti skólanámskrárinnar en hann lýtur að skólastarfinu í heild óháð einstökum námsgreinum. Síðari hlutinn eru námsvísar þar sem nánari lýsingu á námi í hverjum árgangi er að finna. Skólanámskrá er unnin af starfsfólki skólans. Ákvæði um skólanámskrá er í grunnskólalögum og Aðalnámskrá grunnskóla. Skólanámskrá er skrifleg, rökstudd lýsing á því sem gert er og gera á í skólanum og þarf að vera í sífelldri endurskoðun. Samvinna starfsfólks við gerð skólanámskrár er mjög mikilvægur liður í skólastarfinu. Skólanámskrá eykur líkur á að því að samfella verði í öllu námi og þar með að allt skólastarf verði árangursríkara. Hún er grunnur undir þróunarstarf og mat á skólastarfi en einnig nauðsynlegt upplýsingarit fyrir alla þá er starfið í skólanum varðar. Endurskoðun skólanámskrár fer fram árlega og sjá starfsmenn skóla um endurskoðunina. Afmarkaðir hlutar hennar taka breytingum árlega og gæti sú vinna tengst að hluta til innra mati á skólastarfinu á meðan sumt breytist lítið sem ekkert. Stefnt verður að því að endurskoðun skólanámskrár verði lokið í lok ágúst ár hvert svo hægt verði að senda hana til foreldraráðs, fræðsluyfirvalda og annarra er málið varðar. A. Almennur hluti INNGANGUR AÐ A-HLUTA SKÓLANÁMSKRÁR Hér að framan hefur Leiðarljós Hofsstaðaskóla verið kynnt en þar birtist stefna skólans. Nú verður stiklað á stóru um efni almenns hluta skólanámskrár. Reynt er að draga fram mikilvægustu þættina og gera sýnilegt það sem helst skapar skólanum sérstöðu. Eitt af því mikilvægasta er öflugt foreldrasamstarf og er því fjallað um það í upphafi þessa kafla. Mikið og gott samstarf er á milli heimila og skólans. Auk formlega samstarfsins við foreldrafélag og foreldraráð má nefna mikið samstarf, jafnvel daglega, milli umsjónarkennara og foreldra. Þar gegnir almenn tölvunotkun mikilvægu hlutverki þar sem allir kennarar hafa fartölvu og nota óspart tölvupósta og tilkynningar í Stundvísi en nánast allir foreldrar eru tölvutengdir. Einnig má nefna að næðisstundin frá kl. 8.15 8.30 á hverjum skóladegi, þar sem kennarar eru hjá bekknum sínum áður en kennslan hefst, nýtist oft vel í foreldraspjall. Ekki má gleyma vikulegum viðtalstímum kennara og skipulögðum foreldradögum. Auk þessa eru foreldrar velkomnir í skólann hvenær sem er án þess að gera boð á undan sér. Skólareglur eru birtar og fjallað um hvernig eftirfylgni við þær snúa að kennurum og öðru starfsfólki. Skipurit yfir starfsmenn skólans er næst tekið fyrir og síðan koma ítarlegar starfslýsingar allra starfsmanna. 17.11.2005 S.Sv. - 7 -

Stoðkerfið fær mikla umfjöllun enda er það eitt af því sem Hofsstaðaskóli getur státað af. Má þar nefna velskipulagða sérkennslu, listmeðferðarfræðing sem vinnur frábært starf, talmeinafræðing í hlutastarfi sem gegnir veigamiklu hlutverki svo eitthvað sé nefnt. Vísað er til ítarlegrar eineltisáætlunar sem unnin hefur verið í samvinnu við aðra grunnskóla Garðabæjar og er einelti ekki liðið í Hofsstaðaskóla. Einnig er í skólanum áfallaráð sem vinnur eftir sérstakri áætlun. Vefur Hofsstaðaskóla er mikilvægt tæki til að koma upplýsingum til foreldra og annara. Lögð er áhersla á að hann sé lifandi og að þar birtist alltaf nýjustu fréttir af skólastarfinu. Upplýsingar um mál sem foreldrar þurfa að geta leitað sér upplýsinga um s.s. um tómstundaheimili, heimanám, matarmál, öryggi nemenda eru gefnar og þvínæst upplýsingar um fasta fundi o.fl. Umfjöllun um nám, kennslu og kennsluaðferðir er ítarleg enda er þar mikil gróska. Má þar einkum draga fram einstaklingsmiðað nám, þemadaga, kennslu í upplýsingatækni, markvissa málörvun, hringekju, lotukerfi í list- og verkgreinum. Þá er fjallað um móttöku nýrra nemenda og samstarf vegna yngri og eldri skólastiga. Kaflanum lýkur með upplýsingum um ýmsa þætti er varða félagslíf, vettvangsferðir o.fl. Þótt hér hafi verið getið um helstu þætti sem fjallað er um í A-hluta skólanámskrár Hofsstaðaskóla eru lesendur hvattir til að kynna sér betur efnið og lesa ítarlega til að rétt mynd af skólastarfinu og sérstöðu skólans verði ljós. HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR Í Hofsstaðaskóla eru 398 nemendur á aldrinum 6 12 ára í 19 bekkjardeildum. Við skólann starfa 36 kennarar og 30 aðrir starfsmenn en ekki eru allir í fullu starfi. Hofsstaðaskóli var stofnaður árið 1977 sem útibú frá Flataskóla en haustið 1980 varð hann sjálfstæð stofnun. Upphaflega var skólinn staðsettur í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og var þá fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Hann fluttist í nýtt húsnæði við Skólabraut í Garðabæ árið 1994 en þá var 1. áfangi hússins tekinn í notkun, 2. áfangi haustið 1996 og sá þriðji haustið 1999. Kennsla er virka daga frá kl. 8:30-14:35. Hofsstaðaskóli er við Skólabraut í Garðabæ. Skrifstofan er opin virka daga kl. 8:00-15:00, s. 565 7033, fax 565 7094, netf. hskoli@hofsstadaskoli.is og heimasíða skólans er http:/www.hofsstadaskoli.is Næðisstund: Kennari mætir í stofuna 15 mínútum áður en kennsla hefst í 1.-6. bekk og tekur á móti nemendum þegar þeir mæta í skólann. SAMSTARF HEIMILA OG SKÓLA Foreldrasamstarf er einn af hornsteinum skólastarfsins. Uppeldis- og fræðsluhlutverk skóla þarf að leysa af hendi í nánu samstarfi við foreldra. Því ber að stuðla að því að hafa foreldrasamstarf sem mest og jákvæðast á öllum stigum skólans. Virkt 17.11.2005 S.Sv. - 8 -

foreldrafélag og foreldraráð er styrkur fyrir skólastarfið auk þess að gott samstarf milli foreldra einstakra nemenda og umsjónarkennara er mjög mikilvægt vegna námsins og hvernig nemendum líður í skólanum. Vísað er til vefsíðu foreldraráðs og foreldrafélags Hofsstaðaskóla; http://www.hofsstadaskoli.is til nánari upplýsinga og vegna nýrra tilkynninga. Foreldraráð Hofsstaðaskóla Foreldaráð starfar samkvæmt 16. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995. Foreldraráð Hofsstaðaskóla fundar einu sinni í mánuði, þriðja fimmtudag hvers mánaðar og oftar ef þurfa þykir. Foreldrar geta komið athugasemdum og skilaboðum til nefndarmanna en hafa ber í huga að samkvæmt starfsreglum skal foreldraráð leitast við að taka mið af heildarhagsmunum nemenda. Foreldraráð veturinn 2005-2006 er þannig skipað: Guðrún Björk Gunnarsdóttir, formaður Steinunn Bergmann, varaformaður Klara Hrönn Sigurðardóttir, ritari Ásta Kristjánsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Jónína Lýðsdóttir gudrun@ferli.is steinunn.bergmann@reykjavik.is klara.sigurdardottir@landsbanki.is akr@isl.is nemond@xnet.is jonina@jonina.com Foreldraráð beitir sér fyrir ýmsum málum er snerta hagsmuni nemenda. Eitt af hlutverkum foreldraráðs er að gefa skólanefnd og stjórnendum skólans umsögn um skólanámskrá og fylgjast með framkvæmd hennar sem og öðrum áætlunum um skólahaldið. Það er einnig hlutverk ráðsins að fylgjast með áætlunum bæjarins um skólahald. Foreldraráð mun fylgjast með áætlunum um stækkun Hofsstaðaskóla en ljóst er að nemendum fjölgar við uppbyggingu Akrahverfis. Einnig verður þróun í tölvumálum skólans skoðuð. Foreldraráð horfir til framtíðar varðandi skólahaldið og reynir að koma á framfæri nýjum hugmyndum ef svo ber undir. Foreldraráð Hofsstaðaskóla vinnur náið með foreldrafélagi skólans. Einnig er töluvert samstarf við foreldraráð annarra grunnskóla í Garðabæ um málefni sem snerta alla grunnskólana. Foreldraráð grunnskóla Garðabæjar skiptast á að tilnefna fulltrúa foreldra í skólanefnd. Í vetur mun fulltrúi úr foreldraráði Hofsstaðaskóla, Steinunn Bergmann, sitja fundi skólanefndar. Að minnsta kosti tvisvar á ári eru haldnir sameiginlegir fundir með skólastjórnendum, kennararáði og foreldrafélagi skólans. Svæðaráð foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Garðabæjar heldur nokkra fundi yfir veturinn. Í svæðaráði sitja formenn foreldrafélaga og foreldraráða ásamt fulltrúa foreldra í skólanefnd og ræða sameiginleg hagsmunamál. Hægt er að senda póst á alla meðlimi foreldraráðs á netfangið: foreldrarad@hofsstadaskoli.is. 17.11.2005 S.Sv. - 9 -

Stjórn foreldrafélags Hofsstaðaskóla Í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 segir í 15. grein:,,starfsmönnum skóla er skylt að efla samstarf skóla og heimila, m.a. með því að miðla fræðslu um skólamál til foreldra og veita upplýsingar um starfið í skólanum Markmið foreldrafélagins er að efla samstarf heimila og skólans þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju nemenda að leiðarljósi. Einnig er það samstarfsvettvangur foreldra sem uppalenda. Rannsóknir hafa sýnt að ef foreldrar eru virkir í samstarfi þá líður börnunum betur í skólanum og námsárangur þeirra eykst. Einn mikilvægasti liður í starfsemi félagsins er að stuðla að öflugu bekkjarstarfi. Foreldrafélagið hefur milligöngu um að kosnir séu tveir bekkjarfulltrúar í hverjum bekk sem síðan hafa það hlutverk að skipuleggja og halda utan um félagsstarf bekkjarins í samvinnu við kennara. Markmið bekkjarstarfsins er meðal annars að byggja upp góðan félagsanda innan bekkjarins og stuðla að því að nemendur, kennarar og foreldrar kynnist betur. Það getur stuðlað að aukinni vellíðan nemenda í skólanum og minnkar líkur á einelti. Einnig geta foreldrar samræmt reglur um útivist o.fl. Í stjórn foreldrafélagsins sitja sex fulltrúar foreldra. Þeir eru kosnir á aðalfundi í maí, ýmist til eins eða tveggja ára. Stjórnin fundar einu sinni í mánuði, að jafnaði fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Stjórnina skipa skólaárið 2005-2006: Kristbjörg Ágústsdóttir, formaður Joost van Erven, gjaldkeri Brynja Laxdal, ritari Ásgeir Kr. Ólafsson, meðstjórnandi Guðrún Gerður Steindórsdóttir, meðstj. Guðrún Rósa Sigurðardóttir, meðstj. ka@fjolsvidur.is joost@tap.is brynlax@simnet.is asgeir@steinsmidjan.is gudrunmarino@islandia.is gudrun.rosa@simnet.is Foreldrafélagið heldur uppi öflugu starfi í samvinnu við skólann þar sem áhersla er lögð á markvisst bekkjarstarf auk nokkurra fastra viðburða yfir veturinn. Foreldrar eru ávallt velkomnir í skólann og eru sérstaklega hvattir til þátttöku í skólaskemmtunum og vettvangsferðum. SKÓLAREGLUR HOFSSTAÐASKÓLA Göngum rólega um skólann. Fylgjum fyrirmælum starfsfólks skólans. Sýnum nemendum og starfsfólki kurteisi og virðingu. Förum út í frímínútum þegar til þess er ætlast. Göngum vel um eigur skólans og annarra. Komum vel fram við hvert annað og sýnum hvorki ofbeldi í orði né verki. 17.11.2005 S.Sv. - 10 -

Hlutverk allra starfsmanna skólans varðandi skólareglur Hrósum fyrir góða hegðun og framkomu og veitum uppörvun. Stöðvum öll brot á skólareglum og óæskilega hegðun. Skráum á miða og látum í hólf umsjónarkennara. Hlutverk umsjónarkennara varðandi skólareglur Kennari skráir hjá sér brot nemanda í Stundvísi og ræðir við hann í hvert skipti. Eftir þrjár endurtekningar í sama mánuði á sama broti hringir umsjónarkennarinn heim til foreldra og tilkynnir þeim viðurlög við broti. Kennarinn metur hvort allir nemendur falla undir sama ramma. Ef nemandinn heldur áfram uppteknum hætti og hefur brotið þrisvar sinnum í viðbót sama brot verður hann að mæta ásamt foreldrum sínum á fund hjá umsjónarkennara. Ef ofangreind atriði bera ekki árangur eru skólastjórnendur settir inn í málið. Viðurlög eru ekki einhlít við broti á reglum skólans. Þau þarf að meta hverju sinni með tilliti til nemenda og aðstæðna. Kennarar Hofsstaðaskóla hafa unnið viðmiðunarreglur sem þeir vinna eftir. Auk skólareglna er samvinna í hverrri bekkjardeild um að semja eigin bekkjarreglur sem gilda fyrir hvern bekk. 17.11.2005 S.Sv. - 11 -

SKIPURIT HOFSSTAÐASKÓLA 2005-2006 Skólastjóri. Aðstoðar skólastjóri. Deildarstjóri yngra stigs. Sérkennarar. Deildarstjóri eldra stigs. Húsvörður. Forstöðu maður Tómstundaheimilis. Skólaritari. Bókasafnsfræðingur. Kennsluráðgjafi. Tölvuum sjónarmaður. Kennarar í 1.-4.b., Sérgreinakennarar. Uppeldis fulltrúar. Kennarar í 5.-7. b. Sérgreinakennarar. Uppeldis fulltrúar. Skólaliðar. Starfsmenn Tómstundaheimilis. 17.11.2005 S.Sv. - 12 -

STARFSFÓLK Starfsmannastefna er grundvölluð á starfsmannastefnu Garðabæjar. Starfsmenn fá sem bestar upplýsingar um réttindi sín og skyldur en hlutverk allra er að sýna sem mesta fagmennsku í störfum sínum, hver á sínu sviði. Jafnréttis skal gætt, ekki má mismuna fólki eftir aldri, kynferði, kynþætti, stjórnmálaskoðunum o.þ.h. Starfsmenn eiga kost á símenntun til að auka hæfni sína og fagmennsku. Nútímalegir stjórnunarhættir eru viðhafðir sem m.a. felast í jákvæðu viðhorfi til starfsmanna og virku upplýsingastreymi. Leitast er við að hafa samráð við starfsmenn um málefni vinnustaðarins er þá varða og reynt að hafa sem víðtækasta sátt um þau. Skólastjóri: Netfang: Viðtalstími: Hilmar Ingólfsson hilmari@hofsstadaskoli.is á skólatíma Aðstoðarskólastjóri: Sigurlín Sveinbjarnardóttir sigurlin@hofsstadaskoli.is á skólatíma Deildarstjóri y. deilda (1.-4. bekk): Þorgerður Anna Arnardóttir thaa@hofsstadaskoli.is mánud. 12:45-13:25 Deildarstjóri e. deilda (5.-7. bekk): Kristrún Sigurðardóttir kristrun@hofsstadaskoli.is mánud. 09:30-10:00 Kennarar í Hofsstaðaskóla: Anna Eymundsdóttir Anna Magnea Harðardóttir Anna Margrét Einarsdóttir Anna Rós Bergsdóttir Ágústa Steinarsdóttir Áslaug Þorgeirsdóttir Bergljót Vilhjálmsdóttir Birna Hilmarsdóttir Björk Ólafsdóttir Brynja Jónsdóttir Ester Jónsdóttir Guðrún Pálsdóttir Helga Óskarsdóttir Hreinn Októ Karlsson Hrönn Kjærnested Kristín Helgadóttir Kristrún Þórðardóttir Lilja Karlsdóttir Margrét Sævarsdóttir Margrét Guðbjörg Waage Marianna Gunnarsdóttir Ólafur Pétursson Ólöf Harpa Gunnarsdóttir annaey@hofsstadaskoli.is annam@hofsstadaskoli.is annam@hofsstadaskoli.is annaros@hofsstadaskoli.is agusta@hofsstadaskoli.is aslaug@hofsstadaskoli.is bergljotv@hofsstadaskoli.is birnah@hofsstadaskoli.is bjork@hofsstadaskoli.is brynja@hofsstadaskoli.is esterj@hofsstadaskoli.is gudrunp@hofsstadaskoli.is helgao@hofsstadaskoli.is hreinnk@hofsstadaskoli.is hronnk@hofsstadaskoli.is kristinh@hofsstadaskoli.is kristrunth@hofsstadaskoli.is liljak@hofsstadaskoli.is margrets@hofsstadaskoli.is margret@hofsstadaskoli.is marianna@hofsstadaskoli.is olafurp@hofsstadaskoli.is olofh@hofsstadaskoli.is 17.11.2005 S.Sv. - 13 -

Ragna Jóhannsdóttir Ragnheiður Stephensen Ragnheiður Þórdís Ragnarsdóttir Sólrún Guðbjörnsdóttir Sædís S. Arndal Unnur Þorgeirsdóttir Vitor Hugo Rodrigues Eugénio Ölrún Marðardóttir ragna@hofsstadaskoli.is rstep@hofsstadaskoli.is ragnheidur@hofsstadaskoli.is solrun@hofsstadaskoli.is sarndal@hofsstadaskoli.is unnur@hofsstadaskoli.is vitor@hofsstadaskoli.is olrun@hofsstadaskoli.is Kennurum raðað á bekki Bekkur Umsjónarkennari Stofa Inng. 1. RS Ragnheiður Stephensen 201 vestur 1. BS Bryndís Svavarsdóttir 202 vestur 2. BH Birna Hilmarsdóttir 102 vestur 2. RJ Ragna Jóhannsdóttir 101 vestur 2. bekkur auka (Margrét Sævarsdóttir) 103 3. ÁS Ágústa Steinsdóttir 104 í skoti 3. HÓ Helga Óskarsdóttir 105 í skoti 3. GP Guðrún Pálsdóttir 106 í skoti 4. MW Margrét Waage 203 aðal. 4. AM Anna Margrét Einarsdóttir 204 aðal. 4. BV Bergljót Vilhjálmsdóttir 205 aðal. 5. BÓ Björk Ólafsdóttir Hof 2 (í skoti) 5. MG Maríanna Gunnarsdóttir Hof 1 (í skoti) 5. ÓP Ólafur Pétursson Hof 3 (í skoti) 6. HK Hrönn Kjærnested 207 aðal. 6. LK Lilja Karlsdóttir 206 aðal. 6. ÖM Ölrún Marðardóttir 107 aðal. 7. AMH Anna Magnea Harðardóttir 211 austur 7. ÓHG Ólöf Harpa Gunnarsdóttir 212 austur 7. AR Anna Rós Bergsdóttir 213 austur Margrét Sævarsdóttir Brynja Jónsdóttir Anna Eymundsdóttir Kristrún Þórðardóttir Árný Björk Birgisdóttir Ragnheiður Þórdís Ragnardóttir Hreinn Októsson Ester Jónsdóttir Sólrún Guðbjörnsdóttir viðbótarkennari í 2. bekk sérkennsla sérkennsla sérkennsla listmeðferð íþróttir íþróttir textíl, danska myndmennt 17.11.2005 S.Sv. - 14 -

Áslaug Þorgeirsdóttir Unnur Þorgeirsdóttir Vitor Hugo Rodrigues Eugénio Sædís Sigurðardóttir Arndal Kristín Helgadóttir heimilisfræði tónmennt tónmennt smíði bókasafn Fagstjóri: Enska: Anna Magnea Harðardóttir Sérkennarar: Anna Eymundsdóttir; 1. og 2. bekkur Kristrún Þórðardóttir; 3.,4.og 5.bekkur Brynja Jónsdóttir; 6. og 7. bekkur Listmeðferðarfræðingur: Árný Björk Birgisdóttir Talmeinafræðingur: Ingibjörg Símonardóttir Sálfræðingur: Trausti Valsson Sálfræðingur (v/einhverfu): Ágústa Ingibjörg Arnardóttir Þroskaþjálfi: Ragnhildur Sigurðardóttir Kennsluráðgjafi í tölvuog upplýsingatækni: Elísabet Benónýsdóttir Tölvuumsjónarmaður: Linda Rós Helgadóttir Skólaritarar: Kristín Hólm Arnþrúður G. Björnsdóttir Húsvörður: Gunnar Pálmason Stuðningsfulltrúar: Agnes Kragh Anna Laxdal Sigurveig Björnsdóttir Sólborg Pétursdóttir abb@hofsstadaskoli.is ingibjorgs@hofsstadaskoli.is trausti@gardabaer.is agustai@hofsstadaskoli.is ragnhildur@hofsstadaskoli.is elisabet@hofsstadaskoli.is lindaros@hofsstadaskoli.is holm@hofsstadaskoli.is gunnarp@hofsstadaskoli.is agnesk@hofsstadaskoli.is annal@hofsstadaskoli.is sigurvb@hofsstadaskoli.is solborg@hofsstadaskoli.is 17.11.2005 S.Sv. - 15 -

Skólaliðar: Ágústa Kjartansdóttir Dagný Helgadóttir Drífa Vermundsdóttir Elsa Birna Sveinbjörnsdóttir Jelena Jovanovie Jytte Hjartarson, matráður Kristín Hreggviðsdóttir Norma Haraldsdóttir Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir Unnur Jóhannsdóttir Tómstundafulltrúi: Linda Rós Helgadóttir lindaros@hofsstadaskoli.is Kennararáð: Kennararáð er þriggja manna ráð kosið af kennurum sem í umboði kennara er skólastjóra til ráðuneytis um stjórn skólans. Í því eiga sæti: Birna Hilmarsdóttir, Hreinn Októ Karlsson og Hrönn Kærnested. Til vara: Guðrún Pálsdóttir. Fulltrúi í skólanefnd: Ragnheiður Stephensen, til vara: Birna Hilmarsdóttir Trúnaðarmaður kennara: Anna Magnea Harðardóttir, til vara: Elísabet Benónýsdóttir. Áfallaráð: Kristín Þórðardóttir Kristín Hólm Þorgerður Anna Arnardóttir STARFSLÝSINGAR Öllum starfsmönnum Hofsstaðaskóla ber að gæta þagmælsku um þau einkamál er þeir fá vitneskju um í starfi og þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. Skólastjóri: Ber ábyrgð á öllu skólastarfi Hofsstaðaskóla samkvæmt grunnskólalögum. Ber ábyrgð á að lög og reglur um starfsemi grunnskóla séu haldin og sinnir þar eftirlitsskyldu. Ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og daglegum rekstri hennar. Er verkstjóri á vinnustað og felur aðstoðarskólastjóra og deildarstjórum og öðrum stjórnendum slíkt umboð eftir því skipuriti sem í gildi er á hverjum tíma. Fylgist með að fræðslu- og skólaskylda nemenda sé uppfyllt og tilkynnir hlutaðeigandi yfirvöldum þegar útaf ber. Er fulltrúi stofnunarinnar og kemur fram fyrir hennar hönd. 17.11.2005 S.Sv. - 16 -

Vinnur með nánum samstarfsaðilum og stofnunum sem skólanum tengjast. Ber ábyrgð á að upplýsingar um starfsemi skólans berist til nemenda og foreldra. Tekur á móti erindum frá nemendum, foreldrum þeirra og kennurum skólans. Þessi erindi afgreiðir skólastjóri eða vísar til annarra eftir eðli mála samkvæmt þeim verklagsreglum sem í skólanum gilda. Skólastjóri getur einnig borið mál undir stofnanir/fundi skólans. Ber ábyrgð á að námsefni og yfirferð námsefnis sé samkvæmt aðalnámskrá og að skólanámskrá skólans sé í samræmi við tilgang skólahalds samkvæmt grunnskólalögum. Sér til þess að skólanámskrá sé í stöðugri endurskoðun. Hann ber skólanámskrá undir kennararáð og foreldraráð. Ber ábyrgð á að skóladagatal sé samkvæmt settum reglum og að kennarar skólans og foreldraráð fjalli um áætlanir um skólahald og skóladagatal. Ber ábyrgð á að til skólans séu ráðnir kennarar og annað starfsfólk með tilskylda menntun, réttindi og hæfni. Ber ábyrgð á starfsmannahaldi og skrifstofustjórnun. Ber ábyrgð á ráðningarsamningum og vinnuskýrslum starfsmanna. Einnig er hann ábyrgur fyrir launamálum starfsmanna og að þeir njóti lögboðinna kjara samkvæmt samningum. Fylgist með að starfsmenn uppfylli hæfniskröfur, styður þá í starfi og leiðbeinir. Tekur á móti nýjum starfsmönnum. Ber ábyrgð á endurmenntun og starfsþjálfun starfsmanna. Er ábyrgur fyrir þeim þróunarverkefnum sem skólinn tekur að sér og að það starf sé í samræmi við tilgang svo niðurstöður slíkra verkefna nýtist í skólastarfi. Tekur ákvarðanir í samvinnu við lýðræðislegar stofnanir skólans; skólastjórn, kennarafund, kennararáð, nemendaverndarráð og foreldraráð. Boðar til kennarafunda og fræðslufunda í samráði við skólastjórn. Einnig fundar hann með kennararáði og boðar til þeirra funda. Stýrir vikulega fundi með deildarstjórum og aðstoðarskólastjóra. Ber ábyrgð á öryggi skólabarna og að skólahúsnæði, búnaður og skólalóð uppfylli lög um öryggi á vinnustöðum og um öryggi skólabarna. Ber ábyrgð á fjárreiðum skólans og að fjárhagsáætlanir séu gerðar innan skólans ár hvert. Ber ábyrgð á innkaupum til skólans og að þau séu í samræmi við þarfir og að hagkvæmni sé gætt í innkaupum, nýtingu og birgðahaldi. Ber ábyrgð á innkaupum frá Námsgagnastofnun í samráði við deildarstjóra. Ber ábyrgð á eignum skólans, vörslu þeirra, skráningu og viðhaldi. Ber ábyrgð á útláni og leigu húsnæðis. Ber ábyrgð á að öllum opinberum skýrslum og upplýsingum frá skólanum sé skilað til viðeigandi stofnana. Hann ber ábyrgð á að skjalavarsla sé samkvæmt gildandi lögum og að meðferð trúnaðarupplýsinga lúti sömu lögum. Ber ábyrgð á stundaskrárgerð og að hún sé í samræmi við þarfir nemenda og miði að sem bestri nýtingu skólahúsnæðis. Ber ábyrgð á viðhaldi skólahúsnæðis og nýtingu þess. 17.11.2005 S.Sv. - 17 -

Fylgist með nýjum lögum og reglugerðum um skólahald og aðlagar starfsemina að þeim breytingum. Gerir yfirvöldum viðvart þegar aðbúnaður eða aðstæður ná ekki að uppfylla lagaákvæði. Tekur starfsmannaviðtöl við kennara samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands og við aðra starfsmenn samkvæmt kjarasamningi þeirra. Ber ábyrgð á rekstri tómstundaheimilis. Sér um samskipti við foreldrafélag Hofsstaðaskóla, foreldraráð, skólaskrifstofu og viðkomandi fyrirtæki sem tengjast matsölu nemenda. Hann ber ábyrgð á sjálfsmati skólans. Aðstoðarskólastjóri: Er staðgengill skólastjóra í fjarveru hans. Er nánasti samstarfsmaður skólastjóra og deildarstjóra aldursstiga og heldur vikulega fundi með þeim. Sér um samskipti við launadeild, skráningu á forföllum kennara og skil á mánaðarlegum forfallaskýrslum ásamt nýtingu fjármagns utan kennslukvóta skólans. Sér um stýringu forfallakennslu. Er formlegur tengiliður við Námsmatsstofnun og sér um framkvæmd samræmdra prófa. Er formlegur tengiliður við KHÍ og skipuleggur æfingakennslu og heimsóknir kennaranema. Er formlegur tengiliður við MS og þá aðila er selja mat í skólanum. Vinnur stundaskrá í samráði við skólastjóra og deildarstjóra. Fylgist með nemendabókhaldi í samráði við deildarstjóra og kennara, þ.m.t. skráningu foreldraviðtala. Vinnur með skólastjóra, deildarstjórum, sérkennurum og umsjónarkennurum að úrlausn agamála. Ritstýrir skólanámskrá og hefur umsjón með endurskoðun og viðbótum við hana. Skipuleggur námskynningar í upphafi skólaárs í samráði við deildarstjóra, kennara og skólastjóra. Hefur umsjón með og skipuleggur skólaslit og afhendingu viðurkenninga til nemenda í samráði við skólastjóra og deildarstjóra. Vinnur að símenntun kennara í samráði við skólaskrifstofu og skólastjóra. Skipuleggur og hefur eftirlit með gæslu í frímínútum. Veitir aðstoð ef áföll verða ásamt áfallaráði. Situr kennararáðsfundi með tillögurétt og er fundaritari. Er fundaritari á fundum skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra. Er í ritstjórn heimasíðu. Skipuleggur foreldradaga í samvinnu við deildarstjóra og skólastjóra. 17.11.2005 S.Sv. - 18 -

Deildarstjórar: Deildarstjóri ber ábyrgð á skólahaldi á sínu skólastigi. Næsti yfirmaður er skólastjóri/aðstoðarskólastjóri. Er yfirmaður kennara og starfsmanna á sínu skólastigi í umboði skólastjóra og fer með almenna verkstjórn. Fylgist með skipulagi skólastarfs (kennsluáætlanir) í samræmi við aðalnámskrá og skólanámskrá og sér um að skipulaginu sé fylgt eftir og að eðlileg samfella sé í námi á milli árganga og skólastiga. Fylgist með daglegu starfi í skólanum og sér til þess að kennslustundir nýtist sem best. Honum ber að grípa inn í ef þurfa þykir. Hefur umsjón með móttöku nýrra nemenda og niðurröðun í bekki. Fundar með umsjónarkennurum og öðrum kennurum á skólastiginu eftir þörfum. Fylgir eftir nemendabókhaldi nemenda í stundvísi (dagbók) þ.m.t. skráningu foreldraviðtala. Fylgist með og gerir tillögu um fyrirkomulag námsmats og prófa. Undirbýr próftöflu og yfirsetutöflu. Ber ábyrgð á og samræmir námsmat ( í samráði við kennara og deildarstjóra sérkennslu). Fylgist með hvernig umsjónarkennarar skipuleggja ferðalög, vettvangsferðir og bekkjarkvöld. Fylgist með og kynnir fyrir kennurum nýjungar er varða kennslu. Hefur umsjón með skólaskemmtunum og þemaverkefnum í samráði við kennara. Tekur þátt í endurskoðun skólareglna og kynnir þær á sínu skólastigi. Beitir sér fyrir aðgerðum til að bæta skólabraginn. Skipuleggur dagskrá starfsdaga í samráði við stjórnendur. Kemur með ábendingar um símenntun til yfirmanna. Vinnur að úrlausn agamála í samráði við kennara og aðstoðarskólastjóra. Situr nemendaverndarráðsfundi. Kemur með tillögur að verkefnum / starfi annarra starfsmanna (stuðningsfulltrúa) svo að það þjóni skólastarfinu sem best. Situr skólastjórnarfundi. Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá í samstarfi við ritstjóra. Deildarstjóri 1. 4. bekkjar er tengiliður skólans við leikskólana og hefur umsjón með móttöku 6 ára barna og heimsóknum þeirra í skólann í samráði við leikskólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Deildarstjóri 5. 7. bekkjar er tengiliður skólans við Garðaskóla. Sinnir samstarfi við Flataskóla. Virðir þagnarskyldu gagnvart öllum þeim málum sem til hans berast. Sinnir öðrum þeim störfum sem yfirmaður felur honum og falla innan eðlilegs starfssviðs hans. Vinnur stundatöflur í samvinnu við skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Hefur umsjón með vinnuherbergi og námsgögnum. Geymir eintök af prófum. Sér um pantanir á námsgögnum og frágangi á þeim. 17.11.2005 S.Sv. - 19 -

Fagstjórar: Fagstjóri ber ábyrgð á skólahaldi í sínu fagi. Næsti yfirmaður er skólastjóri/aðstoðarskólastjóri. Helstu verkefni hans eru: Hefur umsjón með kennslu þeirrar faggreinar sem hann er fagstjóri yfir. Leiðir samstarf þeirra sem kenna fagið og heldur sameiginlega fundi. Vinnur að skipulagi námsmats og er leiðandi við prófagerð. Leiðir vinnu við skólanámskrá sem að hans fagi snýr. Ber ábyrgð á að eðlileg samfella sé í námi milli árganga. Hefur yfirsýn yfir kennsluhætti í greininni. Er ráðgefandi varðandi hvað skuli kennt og hvernig. Sér um að námsáætlanir séu gerðar og þær sendar forráðamönnum. Er tilbúinn að leiðbeina einstökum kennurum varðandi kennslu þeirra í viðkomandi grein. Er tengiliður við skólastjóra og gerir reglulega grein fyrir starfinu. Fylgist með nýjungum í skólastarfi, sækir námskeið og kynningarfundi. Er hvetjandi og metnaðarfullur í samskiptum við kennara, nemendur og forráðamenn þeirra. Sinnir öðrum þeim störfum sem skólastjóri kann að fela viðkomandi. Kennarar: Á öllum kennurum hvílir sú skylda að miðla þekkingu til nemenda og veita hverjum nemanda tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni, örva starfsgleði hans og frjóa hugsun. Kennurum ber að sjá til þess að sérhver nemandi fái viðfangsefni við hæfi, aðstoða hvern og einn í náminu, hvetja til sjálfstæðra vinnubragða, hjálpa hverjum og einum að meta stöðu sína í náminu og stuðla að því að hver nemandi tileinki sér heilbrigðar lífsvenjur. Kennarar skulu leitast við að vera nemendum sínum til fyrirmyndar um háttvísi, stundvísi og reglusemi og gæta trúnaðar við nemendur og virða þann trúnað sem þeir sýna þeim. Kennurum ber að annast kennslu og nauðsynlegan undirbúning samkvæmt stundaskrá og sinna öðrum störfum við grunnskólann sem þeim eru falin af skólastjóra/skólastjórnendum enda samræmast þau starfssviði þeirra. Í starfi kennara felst meðal annars: að annast kennslu samkvæmt meginmarkmiðum aðalnámskrár og stefnu skólans eins og hún birtist í skólanámskrá að skipuleggja kennslu sína í samræmi við markmið grunnskólalaga og með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda hverju sinni að fylgjast með ástundun, framkomu og líðan nemenda og gera skólastjóra og forráðamönnum nemenda viðvart ef hann telur þörf á að fylgjast með aðbúnaði til náms og kennslu og gera skólastjóra viðvart ef umbóta er þörf að færa dagbækur reglulega, nemendaskrár, einkunnabækur og aðrar nauðsynlegar skýrslur að veita umsjónarkennurum og námsráðgjöfum upplýsingar um námsgengi einstakra nemenda 17.11.2005 S.Sv. - 20 -

að veita foreldrum sem gleggstar upplýsingar um skólann og skólastarfið og gengi viðkomandi nemanda að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju að hafa jafnrétti nemenda í öllu skólastarfi að leiðarljósi. Umsjónarkennarar: Hlutur umsjónarkennara er mjög mikilvægur í öllu skólastarfi. Umsjónarkennari er mikilvægur tengiliður heimilis og skóla. Hann þarf að mynda trúnaðartengsl við nemendur og fylgjast vel með andlegri og félagslegri líðan þeirra, auk námsframvindu hvers og eins. Markmið umsjónarkennslu er; að styrkja samband nemenda við skólann, m.a. með því að efla tengsl þeirra innbyrðis og stuðla að gagnkvæmu trausti nemenda og umsjónarkennara að styrkja sjálfsmynd nemenda, draga úr kvíða og öryggisleysi og bæta þar með líðan þeirra og námsárangur að auka metnað nemenda með því að hjálpa þeim við að kynnast sjálfum sér og aðstoða þá við að ná þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér að stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með heildarhagsmuni nemenda í huga. Hlutverk umsjónarkennara: Hann er trúnaðarmaður sem nemendur geta leitað til með vandamál sem snúa að náminu, skólanum og öðru. Hann leysir á eigin spýtur smærri vandamál en leitar samráðs um önnur eða kemur þeim í farveg. Hann er talsmaður nemenda við yfirstjórn skólans, aðra kennara og nemendaverndarráð. Hann er upplýsingaaðili sem á að miðla til nemenda upplýsingum um skólareglur, nám, námstilhögun og annað það sem þörf er á. Hann hefur samband við foreldra umsjónarnemenda sinna eftir því sem þörf er á. Hann gegnir eftirlitshlutverki, fylgist sem best með framgangi náms og líðan hjá nemendum í umsjónarbekk og grípur inn í ef stefnir í óefni hjá einhverjum. Hann annast skýrslugerð, einkunnafærslur og afhendingu einkunna. Stuðningsfulltrúar: Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemanda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Starfið tekur mið af þar til gerðri áætlun sem hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemenda á stuðningi í þeim tilfellum sem það er hægt. Yfirmaður stuðningsfulltrúa er skólastjóri en dagleg verkstjórn er í höndum deildarstjóra, sérkennara og kennara. Helstu störf stuðningsfulltrúa eru eftirtalin: Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi. Vinna eftir áætlun sem bekkjarkennari hefur útbúið í samráði við deildarstjóra, sérkennara eða annan ráðgjafa. 17.11.2005 S.Sv. - 21 -

Aðstoða nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara. Styrkja jákvæða hegðun nemenda samkvæmt umbunakerfi og vinna gegn neikvæðri hegðun t.d. með áminningum og með því að fylgja nemendum tímabundið afsíðis. Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu. Situr fag- og foreldrafundi eftir því sem við á. Sinnir eftir aðstæðum öðrum nemendum í bekknum m.a. til að kennari geti sinnt nemanda með séraðstoð og til að draga úr sérstöðu nemenda með sérþarfir. Annast frímínútnagæslu. Annast önnur þau störf sem honum kunna að vera falinn af yfirmanni og falla undir eðlilegt starfssvið hans. Sérkennarar: Meginhlutverk sérkennara er að miðla ráðgjöf til kennara og foreldra sem stuðlar að góðum námsárangri nemenda, velferð þeirra og vellíðan. Það felur m.a. í sér að hafa yfirsýn yfir námsframvindu, ástundun og líðan allra nemenda skólans til þess að geta gripið inn í og fyrirbyggt vanda einstakra nemenda sem fyrst. Helstu verkefni eru: Hafa umsjón með og skipuleggja framkvæmd sérkennslunnar í 1.- 7. bekk í samráði við skólastjórnendur og aðra fagaðila sem þar að koma. Hafa umsjón með að vel sé staðið að þáttum eins og greiningu, gerð kennsluáætlana, endurmati og kennslu í samræmi við það. Hafa umsjón með að sérkennsla sé skipulögð með tilliti til þarfa nemandans þannig að honum nýtist sem best kennsla í almennum bekk. Veita kennurum, foreldrum, nemendum og öðrum sem tengjast barninu ráðgjöf. Halda utan um allar upplýsingar yfir stöðu nemenda í sérkennslu og varðveitir gögn frá sérfræðingum utan skólans. Sitja fundi nemendaverndarráðs. Eftir þörfum sitja þeir einnig fundi með kennurum, öðru starfsfólki skólans, sérfræðingum utan skólans og foreldrum. Fylgjast með nýjungum á sviði sérkennslu og sækja fræðslufundi um sérkennslumál. Hafa umsjón með námsgögnum í sérkennslu og útlánum þeirra. Námsefnisgerð fyrir nemendur sem vinna eftir einstaklingsáætlunum. Sjá til þess að sótt sé um frávik frá töku samræmdra prófa fyrir þá nemendur er þurfa á slíku að halda. Listmeðferðarfræðingur: Listmeðferðarfræðingar starfa innan mismunandi stofnanna bæði með börnum og fullorðnum, einstaklingum og hópum. Listmeðferðarfræðingur er ráðinn af skólastjóra. Ábyrgð og skyldur listmeðferðarfræðings: 17.11.2005 S.Sv. - 22 -

Stjórnun, skipulag og fagleg umsjón listmeðferðaráætlunar. Öflun upplýsinga og greining þeirra s.s. til að meta tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega stöðu barnsins, styrkleika og veikleika þess og þann vanda sem verið er að glíma við. Meðferð barnsins. Skýrslugerð; í því felst skráning og mat á framförum barnsins, meðferðaráætlun og lokaskýrsla. Öflun myndlistaefna og skipulag á vinnuaðstöðu, efnum og áhöldum. Fræðsla og upplýsingamiðlun til kennara, annarra starfsmanna, faghópa, foreldra/forráðamanna, aðstandenda. Gæðamál: Endurmenntun, viðhald faglegrar þekkingar og hæfni. Persónuleg handleiðsla sem styður og styrkir fagleg vinnubrögð listmeðferðarfræðingsins. Veita handleiðslu til annarra listmeðferðarfræðinga. Trúnaður gildir milli listmeðferðarfræðings og þess barns sem hann vinnur með. Listmeðferðarfræðingur starfar samkvæmt 13. grein barnaverndarlaga um tilkynningaskyldu. Listmeðferðarfræðingur starfar samkvæmt siðareglum listmeðferðarfræðinga. Tölvuumsjónarmaður: Tölvuumsjónarmaður hefur umsjón með viðhaldi og rekstri tölvukerfis skólans. Hann hefur náið samstarf við skólastjórnendur, kennara og kennsluráðgjafa í tölvu- og upplýsingatækni. Helstu verkefni: Vinnur að viðhaldi á vélbúnaði og innra neti skólans í samvinnu við tæknimenn. Tölvuumsjónarmaður heldur við hugbúnaði á neti skólans. Er ábyrgur fyrir öryggisafritun og innsetningu hugbúnaðar á tölvur skólans. Tölvuumsjónarmaður sér um skrásetningu og geymslu hugbúnaðar og handbóka. Setur upp leiðbeiningar þannig að aðgangur að tölvum skólans og hugbúnaði sé eins auðveldur og mögulegt er. Hann sér um tæknilega ráðgjöf fyrir kennara og starfsfólk skólans. Fylgist með þróuninni á sínu sviði m.a. með því að taka þátt í námskeiðum og með því að fylgjast með faglegri umræðu. Tölvuumsjónarmaður veitir tæknilega ráðgjöf varðandi innkaup á nýjum hugbúnaði. Sér um í samvinnu við þjónustuaðila að setja upp nýjar vélar með tilheyrandi fylgihlutum. Að öðru leyti annast tölvuumsjónarmaður þau verkefni sem skólastjóri felur honum enda tengjast þau verksviði hans. Kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni: Kennsluráðgjafi í tölvu-og upplýsingatækni hefur umsjón með uppbyggingu og þróun tölvu- og upplýsingatækni í skólanum. Hann starfar náið með skólastjórnendum, deildarstjórum, kennurum og tölvuumsjónarmanni. 17.11.2005 S.Sv. - 23 -

Helstu verkefni: Fylgist með þróun kennsluhugbúnaðar, sérstaklega með tilliti til hvernig tölvuog upplýsingatækni getur haft áhrif á kennsluaðferðir og innihald kennslu í hinum ýmsu greinum skólans og daglegum störfum. Leitast við að efla tölvu- og upplýsingatækni í almennu skólastarfi með ráðgjöf við skólanámskrárgerð og skipulag á kennsluáætlunum. Skilgreinir í samvinnu við tölvuumsjónarmann m.a. þörf fyrir vél- og hugbúnað, viðhald og uppsetningu/uppfærslu á neti og vinnustöðvum, endurmenntun kennara og kennsluefni. Kynnir fyrir starfsfólki skólans og foreldrum þróun á þessu sviði með stuttum námskeiðum, fundum og í fréttabréfum. Sér um að uppfæra heimasíðu skólans reglulega í samráði við ritstjórn. Vinnur með öllu starfsfólki skólans og foreldrum með þeim hætti að tölvu- og upplýsingatækni gagnist sem best lóðrétt og lárétt í skólastarfinu. Kennsluráðgjafar grunnskóla Garðabæjar hafa samstarf sín á milli um tölvuog upplýsingatækni í skólastarfi. Að öðru leyti annast hann þau verkefni sem skólastjóri felur honum enda tengjast þau verksviði hans. Húsvörður/umsjónarmaður: Húsvörður/umsjónarmaður hefur umsjón og eftirlit með húsnæði skólans og lóð. Hefur daglega verkstjórn yfir skólaliðum og skipuleggur störf þeirra. Sér um innkaup á ræstivörum og öðru varðandi viðhald stofnunarinnar. Sinnir útréttingum fyrir skólann. Önnur störf í samráði við skólastjórnendur. Skólastjóri er yfirmaður húsvarðar/umsjónarmanns. Skólaritari: Stýrir daglegum rekstri á skrifstofu skólans. Er upplýsingafulltrúi. Sér um símaskiptiborð skólans og símsvörun. Hefur umsjón með upplýsingaforritinu Stundvísi og Mentor. Sér um skráningu á nemendaspjöldum og innritun nemenda. Gengur frá gögnum um nemendur sem flytjast í aðra skóla. Sér um að upplýsingamöppur t.d. bekkjarlistar, stundaskrár og annað sem starfsmenn þurfa að hafa aðgang að séu uppfærðar. Hefur umsjón með öllum tilkynningum og bréfum til nemenda, foreldra og starfsmanna. Sér um skjalavörslu, þ.m.t. flokkun og varðveislu skjala. Hefur umsjón með námsbókageymslum. Er tengiliður skólans varðandi þjónustuaðila s.s. vegna ljósritunarvéla og annars búnaðar. Sér um bókhald fyrir sérsjóði skólans og ber ábyrgð á þeim gagnvart skólastjóra. Yfirfer reikninga, fylgist með færslum og stöðu kvótaliða. 17.11.2005 S.Sv. - 24 -

Hefur umsjón með starfsmannaskrá t.d. vegna nýráðninga starfsmanna, skráningu endurmenntunarnámskeiða. Sér um sölu á drykkjarmiðum og vinnur með starfsmanni sem sér um matsölu til nemenda. Hefur umsjón með afhendingu á strætómiðum til einstakra nemenda og hópa. Sér um innkaup á rekstrarvörum fyrir kennara og skrifstofu skólans. Önnur störf í samráði við skólastjóra sem er næsti yfirmaður skólaritara. Skólaliðar: Skólaliði tekur þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer innan skólans. Hann lýtur daglegri verkstjórn húsvarðar. Næsti yfirmaður er skólastjóri/aðstoðarskólastjóri. Helstu verkefni hans eru: Að aðstoða nemendur í leik og starfi og leiðbeina þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans. Hann veitir fyrstu hjálp ef slys eða óhöpp verða. Hefur umsjón með nemendum í frímínútum hvort sem er úti eða inni. Aðstoðar nemendur ef þurfa þykir við frágang á fatnaði sínum og hefur eftirlit með munum þeirra, fötum og skófatnaði. Sér um daglega ræstingu, heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri. Fer í sendiferðir og sér um innkaup þegar það á við. Aðstoðar á bókasafni, á skrifstofu skólans og eldhúsi, við uppröðun og tilfærslu á tækjum, húsgögnum o.fl. Sinnir öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri eða umsjónarmaður í umboði hans kunna að fela viðkomandi og fallið geta að ofangreindri lýsingu. STOÐKERFI HOFSSTAÐASKÓLA Margvísleg þjónusta stendur nemendum í Hofsstaðaskóla til boða. Þrír sérkennarar starfa við skólann í fullu starfi auk listmeðferðarfræðings. Sálfræðingur er í skólanum einn dag í viku þ.e. á mánudögum. Talmeinafræðingur í u.þ.b. 40-50% starfi kemur í skólann tvisvar í viku. Sérkennsla Samkvæmt lögum á hver og einn rétt á kennslu við sitt hæfi miðað við getu og þroska. Grunnskólinn skal laga starf sitt að þroska og getu allra nemenda sinna, þannig að hver nemandi fái kennslu við hæfi. Því ber að skipuleggja skólastarfið í heild út frá þörfum allra nemenda og skapa námsumhverfi sem hæfir hverjum og einum. Markmið Meginmarkmið Aðalnámskrár eiga jafnt við um sérkennslu sem almenna kennslu. Í sérkennslu getur verið nauðsynlegt að víkja frá eða breyta einstökum námsmarkmiðum, viðfangsefnum, kennsluaðferðum og/eða námsaðstæðum. Áhersla er lögð á stuðning í lestri, móðurmáli og stærðfræði, einnig á að efla jákvæða sjálfsmynd og styrkja færni í félagslegum samskiptum. Reynt er að nota sem fjölbreyttastar kennsluaðferðir miðað við þroska, getu og námsstöðu nemandans. 17.11.2005 S.Sv. - 25 -

Samkvæmt reglugerð frá menntamálaráðuneyti er grunnskólinn fyrir öll börn og unglinga á skólaskyldualdri og skal hann leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Nemendur skulu eiga kost á að stunda nám í almennum grunnskóla í skólahverfi sínu. Í Hofsstaðaskóla er leitað allra leiða til þess að sem flest börn geti stundað nám við sitt hæfi í skólanum, þó að þau víki eitthvað frá venjulegu þroskaferli. Í sérkennslu eru námsþarfir nemandans greindar. Markmið eru sett fyrir hvern nemanda eða nemendahóp og kennsluáætlun gerð í samræmi við þroska, getu og námslega stöðu nemandans og er hún endurskoðuð reglulega. Námsefni og námshraði eru við hæfi hvers og eins. Í Hofsstaðaskóla er lögð áhersla á að forsenda árangursríkrar sérkennslu sé markvisst og gott samstarf annars vegar milli starfsfólks skólans og foreldra og hins vegar á milli allra þeirra sem koma að barninu á einn eða annan hátt í skólanum. Sérkennslan fer fram á skólatíma, nema talið sé heppilegra að hafa kennsluna utan stundatöflu og/eða óskir hafa komið fram um það. Sérkennslan er skipulögð í lengri eða skemmri tíma eftir þörfum nemandans, jafnvel alla skólagöngu hans. Í sérkennslu felst m.a.: Gerð námsáætlunar fyrir einstaka barn eða hópa í samvinnu við umsjónarkennara. Kennsla samkvæmt námsáætlun. Mat á árangri og regluleg endurskoðun á námsáætlun og kennslu. Ráðgjöf og samvinna við kennara. Ráðgjöf sem miðar að því að nám í bekk nýtist sem best. Ráðgjöf og samvinna við foreldra barna með sérþarfir. Greining á forsendum náms í íslensku (lestur og ritun) og stærðfræði. Námsgögn fara eftir þörfum hvers og eins, ýmist námsgögn bekkjarins eða sérútbúin verkefni. Samræmi er á milli námsgagna og kennslumarkmiða í einstaklingsnámskrá. Tilgangur námsmats í sérkennslu er að kanna hvort markmiðum námsáætlana fyrir einstaklinga eða nemendahópa hafi verið náð, þ.e.a.s. hvort kennslan hafi borið árangur og hvort breytinga sé þörf. Í sérkennslu fer fram símat, þ.e.a.s. námsmat fer fram jafnt og þétt og er þannig notað sem leiðsögn um framhaldið. Námsmat fer einnig fram í bekkjum nemendanna. Börnum með lestrarörðugleika er boðið að þreyta próf munnlega og/eða fá lengri próftíma. Í samræmdum prófum er, að fengnu samþykki foreldra, sótt sérstaklega um frávik fyrir þá nemendur sem ekki ráða við venjubundna framkvæmd slíkra prófa. Umsjónarkennarar meta sérkennsluþarfir nemenda. Foreldrar geta haft samband við umsjónarkennara og/eða sérkennara og beðið um sérkennslu fyrir nemendur sína. Sérkennari fer yfir námsmat bekkja. 17.11.2005 S.Sv. - 26 -

Listmeðferð Listmeðferð er sjálfstætt meðferðarform. Í listmeðferð er barninu veitt tækifæri til að tjá tilfinningar sínar og hugarheim með litum, leir og öðrum myndlistarefnivið í öruggu umhverfi undir umsjón listmeðferðarfræðings. Í listmeðferð er áherslan á hvernig barnið upplifir sjálft sig, þarfir sínar og eigin vanda. Sú myndræna nálgun sem notuð er veitir oft aðgang að djúpliggjandi þáttum í tilfinningalífi barnsins sem talað mál megnar oft ekki að gera. Myndsköpunarferlið og sambandið við listmeðferðarfræðinginn getur hjálpað barninu að tjá ýmsar tilfinningar og hugsanir sem það áður gat ekki komið orðum að og þannig öðlast barnið nýjan skilning á sjálfu sér. Í listmeðferð er það myndsköpunarferlið sem skiptir máli en ekki hvort barnið býr til,,fallega eða,,ljóta mynd. Í vinnuferlinu er ekkert rétt eða rangt, þess vegna þarf sá sem kemur í listmeðferð hvorki að,,kunna að teikna eða fara með efni og áhöld. Hins vegar skiptir máli hvaða merkingu barnið leggur í myndverk sitt og listmeðferðarfræðingurinn hjálpar barninu að skoða hug sinn þar að lútandi. Þessar aðstæður geta örvað sköpunargáfu barnsins, sjálfstraust og virðingu fyrir eigin hæfileikum og getu. Það getur auðveldað barninu frekari skilning á sjálfu sér og þannig styrkt sjálfsmynd þess. Listmeðferð í skólum er byggð á annarri grein laga um grunnskóla þar sem segir:,,grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Miklar breytingar eru að verða í nútíma samfélagi sem kalla á breyttar áherslur í skólastarfi. Samkvæmt núgildandi grunnskólalögum eiga öll börn rétt á námi í sínum heimaskóla. Mikilvægt er að komið sé til móts við ólíkar þarfir nemenda. Hér er t.d. átt við börn með ýmis þroskafrávik eða líkamlegar fatlanir. Þessar aðstæður kalla á að fleiri fagaðilar starfi ásamt kennurum innan skólanna. Listmeðferðarfræðingur innan stoðkerfis skólans brúar þann þátt er snýr að meðferð barna með tilfinningalega og félagslega erfiðleika og þá í samvinnu við aðra sérfræðinga skólans. Listmeðferðarfræðingur hefur þekkingu á tjáningu án orða og getur því veitt barninu aðra leið til tjáningar en þá hefðbundnu leið sem oftast er bundin í töluðu máli. Samkvæmt fjölgreindarkenningu Howards Gardners er mikilvægt að komið sé til móts við mismunandi greindir barnsins. Í þeim tilfellum þar sem barnið á við tilfinninga- og/eða félagslega erfiðleika að stríða, er markmið listmeðferðarinnar að styrkja sjálfsgreind og félagsgreind barnsins. Tilfinningalegur og félagslegur þroski er mikilvægur fyrir barnið til að skapa með sér heilsteypta og jákvæða sjálfsmynd. Meginmarkmið listmeðferðar í skólum felst í því; að hjálpa barninu til að laða fram eigin sköpunargleði að þróa persónulega tjáningu og koma sterkum tilfinningum frá sér á uppbyggjandi hátt að læra að þekkja tilfinningar sínar og viðbrögð að auðvelda tengingu tilfinninga og hugsana að styrkja frumkvæði, hugmyndaflug og sjálfstæði að gefa barninu tækifæri til að þróa og þroska jákvæða sjálfsímynd og innra öryggi. 17.11.2005 S.Sv. - 27 -