Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Vegaöryggi bifhjólafólks. Skýrsla um norræna afstöðu"

Transkript

1 Vegaöryggi bifhjólafólks Skýrsla um norræna afstöðu 2012

2 Norræna bifhjólaráðið, NMR Norræna bifhjólaráðið, NMR, er samráðshópur norrænna landssamtaka bifhjólafólks, sem gætir hagsmuna bifhjólafólks í umferðinni. NMR var stofnað á miðjum áttunda áratugnum og sér um að móta sameiginlega afstöðu í norrænum málefnum, auk þess að vinna að því að auka skilning á sértækum vandamálum og þörfum bifhjólafólks á Norðurlöndum. NMR stuðlar einnig að samstarfi milli norræns bifhjólafólks og hvetur það til að miðla reynslu sinni milli landa. Í NMR eru meðlimir í sjö samtökum og hópurinn er málsvari bifhjólamanna í Skandinavíu. Öll norræn bifhjólasamtök eru einnig meðlimir í FEMA, Evrópusamtökum bifhjólafólks. Aðildarsamtök að NMR eru: Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, Íslandi DanskeMotorCyklister, Danmörku MC Touring Club (MCTC), Danmörku Norsk Motorcykkel Union (NMCU), Noregi Moottoripyöräkerho 69 (MP 69), Finnlandi Suomen Motoristit r.y. (SMOTO), Finnlandi Sveriges MotorCyklister (SMC), Svíþjóð Inngangur Þrátt fyrir allar aðgerðir yfirvalda jafnt sem bifhjólafólksins sjálfs til að auka umferðaröryggi þess verður akstur bifhjóla aldrei alveg áhættulaus um þetta var úrskurðað þegar árið 1972, í hæstarétti Bandaríkjanna. Öryggi jafngildir því ekki að engin áhætta sé fyrir hendi. Flestum þeim sem aka bifhjólum er ljóst að þeir eru berskjaldaðir í umferðinni og að það krefst sérkunnáttu að aka bifhjóli, sem og einbeitts og meðvitaðs aksturslags. Ef allir sem koma að umferð á vegum úti gerðu allt rétt, bæði bifhjólafólk, aðrir vegfarendur sem og vegahaldarar, mætti fækka banaslysum og slysum þar sem bifhjólafólk slasast alvarlega á Norðurlöndum, að því marki að þau nái 2020-markmiðum Evrópusambandsins. Oft heyrist því fleygt að það sé fimm sinnum, tíu sinnum eða tuttugu sinnum hættulegra að aka bifhjóli en að aka bíl. Þetta er að vissu leyti rétt, því bifhjólafólk á mun frekar á hættu að slasast eða týna lífi ef óhapp ber að höndum. Minniháttar árekstur tveggja bíla veldur yfirleitt aðeins efnislegu tjóni en sambærilegur árekstur bíls og bifhjóls er líklegri til að skaða bifhjólamanninn. Bifhjólafólk er í viðkvæmri stöðu sem vegfarendur og á því frekar á hættu að verða fyrir líkamstjóni. Slysatölur tryggingafélaga leiða þó í ljós að bifhjólafólk lendir ekki í fleiri umferðaróhöppum en bílstjórar. Með öðrum orðum: Bifhjólafólk lendir ekki í fleiri slysum en bílstjórar en er líklegra til að slasast ef slys ber að höndum. Bifhjólafólk á Norðurlöndum kaupir hlífðarbúnað sem ekki er krafist lögum samkvæmt fyrir milljónir evra á ári hverju. Þetta sýnir með skýrum hætti að bifhjólafólk er meðvitað um mikilvægi öryggis síns. Að auki standa öll norræn bifhjólasamtök fyrir valfrjálsu fræðslustarfi og námskeiðum um skyndihjálp sem þúsundir bifhjólamanna sækja á eigin kostnað. Það er til enn frekari staðfestingar á því að bifhjólafólki er umhugað um að bæta eigið öryggi. Umræðan sem fer fram um öryggi í samfélagi bifhjólamanna er mikilvægt verkfæri, sem þó er oft litið fram hjá, til að efla upplýsingagjöf um öryggismál og jákvætt viðmót gagnvart vegaöryggi. Undanfarin tuttugu ár hefur bifhjólafólki og samtökum bifhjólafólks á Norðurlöndum tekist að draga verulega úr slysahættu, án teljandi viðleitni af hálfu yfirvalda. Flestir ökumenn bifhjóla í Skandinavíu eiga hlífðarbúnað fyrir nokkur hundruð evrur, jafnvel þótt hans sé ekki krafist með lögum. 2

3 Aðstæður á vegum Hönnun vega, viðhald og vegagerð miðast yfirleitt að þörfum vegfarenda í bílum og þarfir bifhjólafólks eru sjaldan teknar með í reikninginn. Hönnun vega og skortur á viðhaldi þeirra stuðlar að bifhjólaóhöppum, sérstaklega eins hjóls óhöppum. NMR telur að af það muni taka nokkurn tíma að innleiða sumar þeirra umbóta sem nauðsynlegar eru, þar sem þær krefjast bæði rannsókna og fjármagns. Aðrar umbætur er þó auðvelt að framkvæma með breyttum áherslum og aukinni meðvitund hjá vegamálayfirvöldum og verktökum. Þess vegna þarf að endurskoða vegastaðla og þróa þá frekar þannig að þeir uppfylli þarfir bifhjólafólks, með því að hvetja til bifhjólavænni vegahönnunar, vegavinnu og viðhalds. Starfsfólk vegavinnu og vegaviðhalds ætti því fá þjálfun í því hvers konar kringumstæður skapa hættu fyrir bifhjólafólk. Umfram allt þarf að koma á reglulegu gæðaeftirliti til að tryggja að þörfum bifhjólafólks sé sinnt. Framkvæmdir og viðhald Fullnægjandi og fyrirsjáanlegt veggrip er nauðsynlegt fyrir bifhjólafólk á tvíhjóla ökutækjum. Breytingar á yfirborði vegar sem draga úr veggripi geta valdið bifhjólafólki vandræðum, jafnvel þótt bílstjórar taki varla eftir þeim. Algengir gallar á vegum, svo sem lausamöl á malbiki, dísil- og olíulekar, hálar vegmerkingar og brunnlok, blæðingar úr slitlagsviðgerðum, langsum rákir, sprungur og holur, valda árlega fjölda bifhjólaslysa. Tölur frá sænskum tryggingafélögum sýna að lausamöl kemur við sögu í tíu prósentum allra bifhjólaóhappa. Öll Norðurlöndin hafa samþykkt reglur og leiðbeiningar um það hvernig skuli takast á við þessi vandamál. Þeir sem ábyrgir eru fyrir framkvæmdum fylgja reglunum þó ekki alltaf, sem leiðir til þess að bifhjólafólk bíður bana eða slasast. Í því skyni að auka reglufylgni, bregðast við því sem helst er ábótavant og vara bifhjólafólk við þessu tiltekna vandamáli setur NMR fram eftirfarandi tillögur: 1. Vegaeftirlit: Að komið sé á fót vegaeftirliti sem kannar ástand vegakerfisins á hverjum virkum degi árið um kring. Vegamálastjórn hvers lands skal vera ábyrgt fyrir þessu eftirliti. Tveir starfsmenn á pallbíl skulu sjá um vegaeftirlitið í hverju landi. Þeir skulu hafa haldgóða þekkingu á framkvæmdum og viðhaldi vega. Þeir skulu þekkja þá misbresti í vegaumhverfi sem geta leitt til aukinnar slysahættu fyrir mismunandi vegfarendur, hafa færni til að gera umbætur án tafar og umboð til að óska eftir aðgerðum verktaka og veghaldara. Í hverjum pallbíl skal vera búnaður til vegaviðgerða á staðnum, mælinga á veggripi, uppsetningu viðvarana og svo framvegis. Vegaeftirlitsmennirnir skulu vinna eftir áætlun sem nær yfir alla malbikaða vegi landsins og skulu einnig sinna óskum almennings um eftirlit og bregðast við alvarlegum slysum með því að kanna hugsanleg vandamál á veginum. Þeir skulu einnig fylgjast með því að hvaða marki verktakar standa við gerða samninga sín við Vegagerð ríkisins á hverjum stað. 2. Sérstakar vegmerkingar fyrir bifhjólafólk: Ástand vega sem skapar hættu fyrir bifhjólafólk er sjaldan merkt sérstaklega, vegna þess að það er ekki hættusamt fyrir meirihluta ökumanna. Sérmerkingar þar sem bifhjólafólk er varað sérstaklega við hættu eru einföld leið til að auka meðvitund bifhjólafólks. NMR telur víst að bifhjólamaður sem sér slíkar sérmerkingar muni hægja ferðina án tafar, skerpa á einbeitingunni og búa sig undir að þurfa hugsanlega að nauðhemla. Viðvörunarskilti fyrir bifhjólafólk eru ódýr og skilvirk leið til að auka vegaöryggi. 3

4 Vegrið Hlutfallslega er algengara að bifhjólafólk lendi í óhöppum þar sem vegrið koma við sögu en aðrir ökumenn. Vegrið eru algengasta orsök dauðsfalla í slysum stakra bifhjóla. Áður en vegrið er sett upp þarf að skera úr um hvort raunverulega sé þörf fyrir það. Sé það sett upp skiptir fjarlægð þess frá akbrautinni höfuðmáli. Því nær sem það er akbrautinni, þeim mun meiri hætta er á meiðslum ef ökumaður bifhjóls ekur eða rennur á það. Það er afar kostnaðarsamt fyrir vegamálayfirvöld að setja upp vegrið, sem er ástæða þess að oft eru valin kostnaðarminni vegrið. Undanfarið hefur verið bent á kostnaðinn við viðhald þeirra, því viðgerðir á þeim kosta oft meira en uppsetningin. Ekki er heldur ljóst hver heildarkostnaður samfélagsins er vegna þeirra sem láta lífið eða slasast alvarlega í slysum sem tengjast vegriðum. Bifhjólamaður sem lætur lífið eða hlýtur alvarleg meiðsl í slysi þar sem vegrið koma við sögu kostar veghaldarann ekkert en er samfélaginu dýrkeyptur. Þá er vitað að hlutfallslega er algengara að bifhjólafólk lendi í óhöppum þar sem vegrið koma við sögu en aðrir ökumenn. Þess vegna er líkast til hagstæðast að velja ávallt þá gerð vegriðs sem skapar minnsta hættu fyrir bifhjólafólk, allt frá upphafi. Vegrið milli akreina NMR styður uppsetningu vegriða milli akreina þar sem það á við. NMR fer fram á að veghaldari velji ávallt þá gerð vegriðs sem skapar minnsta hættu fyrir bifhjólafólk. Þegar vegrið eru sett milli akreina skiptir fjarlægð þeirra frá akveginum höfuðmáli. Í rannsókn sænsku vegamálastofnunarinnar (VTI) frá 2001 segir Jan Wenäll: Þeim mun mýkra sem vegriðið er, þess meiri líkur eru á að óhöpp reynist aðeins óhöpp en ekki banaslys. Besti kosturinn frá sjónarmiði bifhjólafólks er mjúkt vegrið, án óvarinna stólpa. NMR telur og nýtur þar stuðnings rannsóknar DEKRA/Monash-háskóla að af öllum þeim gerðum vegriða sem notaðar eru séu vegrið með vírum þau sem helst leiða til meiðsla á ökumönnum bifhjóla, lendi þeir í árekstri. Betri kostur fyrir bifhjólafólk eru ávalir stólpar og slár, svo sem Z-sporbaugsrið ( Z-ellipse ) eða Monorail. Vegrið í vegarkanti Vegrið skapa nær undantekningarlaust aukna hættu á meiðslum fyrir bifhjólafólk. Áður en nýtt vegrið er sett upp þarf ávallt að skera úr um hvort raunverulega sé þörf fyrir það. Ökumaður bifhjóls sem fer út af vegi er ævinlega í betri aðstöðu ef engin fyrirstaða er í vegkantinum. Flest umferðaróhöpp þar sem eitt bifhjól kemur við sögu verða við ytri brún beygju þegar ökumaður missir stjórn á hjóli sínu, dettur og lendir á vegriðsstólpa. Vegrið eru einnig algengasta orsök dauðsfalla í slysum stakra bifhjóla. Við slíkar aðstæður myndi aukavörn sem ver gegn stoðum vegriða minnka líkur á meiðslum bifhjólafólks umtalsvert. Frárein af þjóðvegi í Ljungarum í Svíþjóð áður en vegriðinu var breytt árið Sama frárein, en nú með nýju vegriði og varnarkerfi vegna bifhjóla. Til að draga úr banaslysum og alvarlegum meiðslum á bifhjólafólki við umferðaróhöpp sem tengjast vegriðum setur NMR fram eftirfarandi tillögur: 4

5 1. Þarfir bifhjólafólks skulu teknar til greina í evrópska staðlinum um vegrið: Staðlasamtök Evrópu hófu vinnu við það sem síðar varð tækniforskriftin EN NMR hvetur öll Norðurlöndin til að vinna að því að þarfir bifhjólafólks séu teknar til greina í evrópska staðlinum um vegrið. Á meðan Evrópustaðallinn liggur ekki enn fyrir hvetur NMR norræn vegamálayfirvöld til að velja þær gerðir vegriða sem getið er hér að ofan og sem skapa minnsta hættu fyrir bifhjólafólk. 2. Varnarkerfi vegna bifhjóla (MPS): NMR er ljóst að ekki er hægt að búa öll vegrið á Norðurlöndum varnarkerfi vegna bifhjóla. Hins vegar eru til norskar leiðbeinandi reglur um hvenær skuli nota slíka vörn. Reglurnar eru byggðar á grunnviðmiðum árekstra sem lýst er í áætluninni Vision Zero. NMR telur að hægt væri að innleiða þessar reglur á öllum Norðurlöndunum. Hættulegar ytri beygjur með minnkandi radíus á vegum þar sem ekið er á miklum hraða skulu vera í forgangi vega þar sem koma á fyrir varnarkerfi vegna bifhjóla. 3. Samevrópska vegakerfið: Tilskipun 2008/96/EB um öryggisstjórnun vegagrunnvirkja er afar skýr og tiltekur bifhjólafólk sem berskjaldaða vegfarendur sem þurfi að taka sérstakt tillit til við skipulagningu og ítarlega hönnun nýrra vega. Tilskipunin tekur til samevrópskra vega, svokallaðra TEN-vega. Mestu skiptir að aðstæður séu fyrirsjáanlegar vegna þess að þessir vegir, sem liggja þvert yfir Norðurlöndin, eru fjölfarnar hraðbrautir. NMR fer fram á að vegamálayfirvöld á Norðurlöndum hafi bifhjólafólk í huga við val á vegriðum við TEN-vegi og að þau eigi norrænt samráð um hönnun slíkra vega. 4. Félags- og hagfræðilega góður kostur: NMR fullyrðir að notkun vegriða sem draga úr slysahættu fyrir bifhjólafólk sé hagkvæmur kostur fyrir þjóðfélagið, jafnvel þótt upphafskostnaðurinn kunni að vera hærri. Við val á vegriðum skal ekki eingöngu litið til kostnaðar við innkaup þeirra og viðhald heldur einnig samfélagslegs kostnaðar vegna meiðsla og banaslysa. Umferðarstjórnun Bifhjól og létt bifhjól í flokki I og II eru ökutæki sem því miður vilja oft gleymast. Á OECD-ráðstefnunni í Lillehammer 2008 kom skýrt fram að forsendan fyrir öryggi ökumanna bifhjóla og léttra bifhjóla er að þarfir þeirra séu teknar til greina í öllum reglum um flutninga og vegagrunnvirki. Bifhjól og létt bifhjól eru ódýr farartæki sem eru hluti af lausninni á mikilli umferð og mengun í borgum. NMR setur því fram eftirfarandi tillögur: 1. Bifhjól á sérakreinum strætisvagna: Bifhjól og létt bifhjól mega lögum samkvæmt aka á akreinum strætisvagna í Noregi og á tilteknum akreinum strætisvagna í Stokkhólmi. Ástæður þess eru aukið öryggi og aðgengi vélknúinna farartækja á tveimur hjólum, sem dregur úr umferðarteppu. NMR er á þeirri skoðun að bifhjól og létt bifhjól skuli fá að nota sérakreinar strætisvagna alls staðar á Norðurlöndunum og hvetur norræn vegamálayfirvöld til að leyfa akstur bifhjóla og léttra bifhjóla á akreinum strætisvagna með lögum. 2. Sjálfvirk hraðaaðlögun (ISA, Intelligent Speed Adaptation): Ökumaður tveggja hjóla bifhjóls er háður stöðugri eldsneytisgjöf við að stýra og halda jafnvægi á hjólinu. Þess vegna krefst NMR þess að bifhjól séu undanskilin kröfum um ytri rafræna hraðaaðlögun. 3. Létt bifhjól í flokki I á reiðhjólareinum: Létt bifhjól í flokki I skulu notuð á vegum, ekki á gangstéttum eða hjólastígum. Þetta er hins vegar vandamál á vegum sem hafa engan vegöxl, líkt og er raunin á svokölluðum 2+1 vegum. Léttum bifhjól í flokki I má aðeins aka á 45 km hraða á 5

6 klukkustund og verða því fyrirstaða sem allir vilja taka fram úr, hvort sem rými er til þess eða ekki. NMR telur að ef reiðhjólarein sé til staðar samhliða vegum af þessari gerð ættu létt bifhjól í flokki I að fá að nota hana. Þetta má leysa með því að koma upp sérstöku skilti við hjólareinina. Glæfraleg hegðun á bifhjóli Greining á banaslysum í Svíþjóð og Noregi leiðir í ljós að dauða þriðjungs þeirra sem látast í bifhjólaslysum má rekja til eigin glæfralegrar hegðunar. Þessi orsakatengsl komu einnig fram í danskri rannsókn á bifhjólaslysum. Glæfraleg hegðun á bifhjóli er í skilningi NMR: Að aka án gilds skírteinis, að aka undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, að aka með ógnandi aksturslagi sem skapar hættu og á hraða sem er langt yfir hámarki til ökuleyfissviptingar. Norska greiningin sýnir að 80% þeirra bifhjólamanna sem láta lífið vegna eigin glæfralegrar hegðunar voru á skrá lögreglu vegna afbrota á borð við ofbeldi, fíkniefnasölu og þjófnað. Sænsku rannsóknirnar voru ítarlegar og þær sýndu að yfir fjórðungur þeirra sem létust höfðu aldrei haft ökuleyfi fyrir bifhjól og að í tveimur þriðjuhlutum tilfella voru þeir ekki eigendur bifhjólsins sem þeir óku þegar slysið varð. Í Noregi og Svíþjóð var yfir fimmtungur þeirra sem létust undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Fyrir þá sem hvorki hafa bifhjólapróf né eiga hjól sjálfir stoða hefðbundnar ráðstafanir fyrir vegaöryggi ekkert. Í þeim tilfellum er það einungis lögreglan sem hefur völdin og úrræðin til að takast á við þennan hóp fólks sem ekki heyrir til bifhjólafólks. Samt sem áður skal lögð áhersla á það að margir þeirra sem hafa látist vegna glæfralegrar hegðunar voru úr bifhjólasamfélaginu. NMR er fráhverft hvers kyns glæfralegri hegðun og skapofsa á vegum úti. Glæfraleg hegðun verður til þess að sverta orðspor alls bifhjólasamfélagsins að ósynju og leiðir til þess að yfirvöld og ráðamenn setja fram ýmsar tillögur um takmarkanir. NMR hefur þó skilning á því að bifhjólafólk verður að fá tækifæri til að upplifa til fullnustu þá fullnægju sem fylgir því að aka bifhjóli. Það verður það þó að gera á svæðum þar sem það er löglegt og viðeigandi, án þess að hætta sé á að það skaði sig eða aðra. Þess vegna setur NMR fram eftirfarandi tillögur: 1. Löggæsluráðstafanir: Samfélagið verður að beina sjónum sínum sérstaklega að þeim sem sýna glæfralega hegðun og nota til þess þau úrræði sem það telur áhrifaríkust, til dæmis eftirlit með ökuskírteinum og ölvunarakstri. Lögreglan ætti einnig að taka upp sérstök úrræði gagnvart þeim sem sýna glæfralega hegðun á öðrum sviðum samfélagsins. Til er fólk sem á vissum tímabilum ævi sinnar ætti hvorki að vera með ökuleyfi né eiga ökutæki jafnt vegna eigin öryggis sem og öryggis annarra. Það ætti svo að sjálfsögðu að endurheimta öll réttindi sín þegar það hefur komið undir sig fótunum á ný. 2. Valkostir við vegaakstur: Þeir sem vilja láta reyna á hjól sín skulu hvattir til að æfa listir sínar á lokuðum brautum í stað almennra vega, þar sem þeir brjóta oft umferðarreglur og stofna sér og öðrum í hættu. Þess vegna skyldi gera þátttöku í akstri á kappakstursbrautum einfaldari og ódýrari. 3. Rétt val á stað og tíma: Með herferðum og upplýsingagjöf til bifhjólamanna vill NMR hvetja þá sem vilja taka áhættu til að finna rétta tímann og réttu staðsetninguna til að kanna þol hjóla sinna. Vissir hlutar þýsku Autobahn-hraðbrautarinnar sem eru án hraðatakmarkana og lokaðar akstursbrautir eru einu staðirnir þar sem prófa má hversu hratt bifhjól kemst. Ef ökumaður vill aka mjög hratt á bugðóttum vegum er það aðeins leyfilegt á lokuðum brautum eða með þátttöku í bifhjólakappakstri. Þeir sem vilja æfa sig í góðri beygjutækni á almenningsvegum skulu velja bugðóttan og einangraðan vegkafla sem er það krefjandi að engin leið er að komast svo mikið sem nálægt hámarkshraðanum. Sé þetta gert á réttan hátt brjóta ökumennirnir hvorki umferðarreglurnar né skapa vandræði fyrir aðra vegfarendur. Ökuskírteini og ökunám Öruggur akstur bifhjóls krefst færni, þekkingar, einbeitingar og meðvitaðs aksturslags. Enginn ætti að aka bifhjóli án þess að hafa gengist undir skipulagða, viðeigandi og hagkvæma þjálfun. Mjög flókin og dýr ökuþjálfun er þó ekki endilega best hvað vegaöryggi varðar. 6

7 Ökuprófið sem lagt er fyrir nemendur ræður ávallt miklu um ökunámið. Því er óhjákvæmilegt að ökuprófið hafi áhrif á gæði námsins. NMR telur þetta leiða til þess að nemendur öðlist þá færni sem nauðsynleg er til að standast prófið í stað þeirrar færni og þekkingar sem nauðsynleg er fyrir akstur á vegum úti. Ökuþjálfun á Norðurlöndum hefur ávallt verið mjög góð, samanborið við mörg Evrópusambandslönd. Löggjöf Evrópusambandsins hefur innleitt óþarflega hátt aldurstakmark og aðrar ytri kröfur sem ná yfir ýmis svið. Þetta bætir ekki þjálfun ökumanna, heldur gerir fólki aðeins dýrara og erfiðara að útvega sér ökuleyfi. Nú er sýnt að þessar víðtæku kröfur Evrópusambandsins hafa haft í för með sér fækkun ökuleyfishafa á Norðurlöndum. NMR er að sama skapi vel kunnugt um að bifhjólamönnum án A-leyfis sem látast í slysum hefur fjölgað. Þess vegna setur NMR fram eftirfarandi tillögur: 1. Samnorræn námsskrá: Yfirvöld á Norðurlöndum ættu að vinna saman að þróun sameiginlegrar námsskrár fyrir grunnökunám á Norðurlöndunum. Grunnökunámið skal innihalda kennslu í sjálfvirkri og árangursríkri aksturstækni og -aðferðum. 2. Fjórða tilskipun Evrópusambandsins um ökuskírteini: Í því skyni að stöðva fækkun ökuleyfishafa hvetur NMR stjórnvöld Norðurlandanna til að sameinast um að vinna að nýrri tilskipun um kröfur til A-réttinda í samhengi við hugsanlega fjórðu tilskipun ESB um ökuskírteini. NMR hvetur stjórnvöld á Norðurlöndum til að vinna ötullega að því innan Evrópusambandsins að breyta hinni óþarflega flóknu núverandi nálgun. NMR telur að bifhjólafólk sem hefur hlotið þjálfun og lokið prófi til ökuleyfis skuli sjálfkrafa fá leyfi á kraftmeiri bifhjól, án þess að þurfa að endurtaka þjálfun og próf. NMR vill einnig að kröfurnar um þrjú mismunandi prófunarökutæki verði felldar niður og að aldurinn til að fá full A-réttindi beint sé lækkaður aftur úr 24 árum niður í 21 ár. NMR vill að þrepaskipt ökuréttindi séu veitt frá 16 ára aldri alls staðar á Norðurlöndum. Hamlandi og flókið ökuréttindakerfi fyrir bifhjól kann að vera ein ástæða þess fjölda banaslysa á bifhjólum þar sem ökumennirnir hafa verið próflausir. Sýnileiki og meðvitund Margir ökumenn bifhjóla láta lífið í árekstrum við bíla í slysum þar sem ökumaður bílsins fylgdist ekki nógu vel með eða virti ekki rétt bifhjólamannsins. Enn fleiri slasast í slíkum óhöppum. Reyndu bifhjólafólki tekst oft að forðast slíkar aðstæður með því að hægja á sér og gera sig sýnilegt með því að sveigja til hliðar á veginum. Á þennan hátt taka reyndir ökumenn ábyrgð, ekki aðeins á eigin athæfi heldur einnig á mistökum sem bílstjórar kunna að gera. Rannsóknir TØI í Noregi og hollensku rannsóknarstofnunarinnar SWOV sýna að besta leiðin til að auka meðvitund bílstjóra um tvíhjóla ökutæki er að minna reglulega á þau, svo sem með herferðum. NMR setur sig ekki á móti notkun hlífðarbúnaðar með endurskini. Ráðinu er þó ljóst að þessi gerð fatnaðar getur veitt bifhjólamanninum falskt öryggi. Skýrsla SWOV leiðir einnig í ljós að sýnileiki bifhjólamannsins ákvarðast helst af birtumuninum milli hans og bakgrunnsins. Við vissar aðstæður merkir þetta að hann er í raun sýnilegri ef hann er svartklæddur. Hönnun vegamóta og hringtorga er einnig oft þannig að þar eru hindranir sem hafa áhrif á sýnileika, og þar með meðvitund annarra vegfarenda, sérstaklega hvað varðar bifhjól. Dæmi um slíkt eru plöntur, skilti og staurar eða listaverk á hringtorgum. Nýir bílar eru oft einnig búnir sérlega breiðum A-stoðum sem kunna að auka öryggi farþega í bílnum en draga um leið úr sýnileika og valda því hættu við gatnamót og gangbrautir. NMR setur fram eftirfarandi tillögur: 1. Aksturstækni: Bæði bifhjólasamtök og ökuskólar skulu halda áfram að leiðbeina ökumönnum bifhjóla um hvernig best er að staðsetja sig á veginum til að aðrir vegfarendur sjái þá og að þeir þurfi ávallt að vera viðbúnir því að þurfa að bregðast við mistökum annarra. 7

8 2. Herferðir: Bifhjólasamtök skulu, í samstarfi við önnur bifhjólasamtök og við yfirvöld, skipuleggja herferðir til að minna vegfarendur á tilvist bifhjóla í umferðinni. 3. Meðvitund um bifhjól í ökunámi til B-réttinda: NMR krefst þess að í námsskrá fyrir próf til B- ökuréttinda sé fjallað um meðvitund ökumanna um bifhjól og létt bifhjól. 4. Rannsóknir: Í ljósi SWOV-skýrslunnar fer NMR fram á að gerðar verði rannsóknir til að kanna hvort aðrar minniháttar breytingar á bifhjólum og léttum bifhjólum gætu aukið sýnileika þeirra. 5. Sýnileiki við gatnamót: Við hönnun og viðhald á gatnamótum og hringtorgum mætti gera ýmsar úrbætur til að auka sýnileika. NMR telur að þennan vanda megi leysa með betri veghönnun. Bifreiðar Bifhjólum og léttum bifhjólum í notkun á Norðurlöndunum hefur fjölgað síðan snemma á tíunda áratugnum. Sem stendur eru um bifhjól og létt bifhjól í umferð á Norðurlöndunum fimm. Tæknilegir eiginleikar bifhjóla hafa tekið miklum framförum undanfarinn áratug. Þessar umbætur, auk þeirrar staðreyndar að bifhjólafólk sinnir vel viðhaldi hjóla sinna, valda því að afar fá slys verða vegna tæknilegra galla. Þó er ávallt hægt að bæta um betur. Veigamikill hluti af bifhjólamenningunni á Norðurlöndum er að breyta hjólunum eða smíða sín eigin. Í Finnlandi og Svíþjóð hafa verið þróuð kerfi þar að lútandi sem hafa gefið góða raun. Í Noregi er einnig unnið að því að koma á innlendu vottunarkerfi. Þrátt fyrir regluramma Evrópubandalagsins er þörf á landsbundnum reglugerðum til að vernda bifhjólamenningu breyttra hjóla, en hafa um leið eftirlit með því að hjólin sem samþykkt eru séu aksturshæf. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld og bifhjólasamtök komið sér saman um árangursríkan regluramma sem virtur er af öllum aðilum. Bifhjól gangast undir prófanir á aksturshæfni í Svíþjóð og Íslandi, en ekki annars staðar í Skandinavíu. Hvergi á Norðurlöndum fer fram reglubundið eftirlit með léttum bifhjólum nema á Íslandi. Bifhjól eru sá flokkur ökutækja í Svíþjóð þar sem bilanatíðnin er lægst, sem leiddi til þess að árið 2004 var tímabil milli skoðana lengt. Lengra bil milli skoðana hefur ekki leitt af sér aukna bilanatíðni. Slysatölur frá Finnlandi, Danmörku, Noregi og Íslandi sýna með skýrum hætti að skortur á reglubundnu eftirliti með bifhjólum leiðir ekki til fleiri bifhjólaslysa. Rannsókn Transportökonomisk institutt (TØI) í Noregi sýnir að ástandsskoðun bíla bætir tæknilegt ástand þeirra en fækkar ekki slysum. Því er engin þörf á Evrópusambandsreglugerð sem skyldar Norðurlöndin til að innleiða tíðara eftirlit með bifhjólum af öryggisástæðum. NMR telur það óvinnandi stjórnsýsluverk að innleiða reglubundið eftirlit með léttum bifhjólum. Það myndi krefjast skráningar hundraða þúsunda vespa og annarra léttra bifhjóla og neyða eigendur þeirra til að aka óþarflega langar vegalengdir, sem er léttum bifhjólum ekki eiginlegt. Þetta er álit NMR: 1. Öryggisbúnaður bifhjóla: NMR fagnar öllum tæknilegum umbótum sem auka öryggi bifhjóla, svo fremi sem þær hafa ekki stórkostleg áhrif á verð og viðhaldskostnað. Á næstu árum verða það líklega betra hemlunarkerfi (ABS/CBS) og spólvörn, betri ljósabúnaður, betri vinnuvistfræðileg hönnun og bætt upplýsingagjöf úr mælaborði sem helst geta aukið öryggi bifhjólafólks. 2. Fjórhjól: NMR telur að fjórhjól skuli flokkuð í annan ökutækjaflokk en bifhjól. Frá og með árinu 2013 má ekki aka fjórhjóli með A-ökuréttindum. Fyrir utan lögskylda notkun hjálma er fátt sameiginlegt með fjórhjólum og tvíhjóla bifhjólum. 3. Verndun menningar breyttra og sérsmíðaðra bifhjóla á Norðurlöndum: NMR hvetur stjórnvöld og vegamálayfirvöld á Norðurlöndum að standa vörð um smíða- og breytingamenninguna, í nánu samstarfi við samtök ökumannanna. NMR fer þess einnig á leið að Norðurlöndin fylgist með og gæti hagsmuna áhugamanna um breytt og sérsmíðuð hjól gagnvart stofnunum Evrópusambandsins og sjái til þess að haldið sé í landsbundinn regluramma sem viðheldur hinni norrænu hefð fyrir breyttum og heimasmíðuðum bifhjólum. 8

9 4. Skyldubundnar prófanir á aksturshæfni: Reglubundin ástandsskoðun bifhjóla og léttra bifhjóla mun ekki auka vegaöryggi. Þess vegna hvetur NMR stjórnvöld á Norðurlöndum til að hafna tillögu Evrópusambandsins um slíkar skoðanir. NMR telur að ríki Evrópusambandsins/Evrópska efnahagssvæðisins eigi áfram að fá að velja hvert fyrir sig hvort skoða skuli bifhjól og létt bifhjól eða ekki, og með hve löngu millibili. Beiðni ráðsins Ökumenn bifhjóla eru berskjaldaðir vegfarendur með sértækar þarfir. Vel útfærðar og bifhjólavænar reglur geta bjargað mannslífum og dregið úr meiðslum. NMR kallar eftir sameiginlegu áliti stjórnvalda á Norðurlöndum, og að það álit verði mótað í samstarfi við norræn bifhjólasamtök. Aðildarsamtök NMR eru að sjálfsögðu tilbúin til að taka þátt í viðræðum um öll mál er varða bifhjólaöryggi. Heimildir: Útgefandi/höfundur/land Heiti og útgáfuár Haverikommissionen (DK) Motorcykelulykker, Rapport nr 6 (2009) Statens Vegvesen (N) Temaanalyse, Dødsulykker på motorsykkel , VD rapport 45 (2011) Trafikverket (S) Djupstudier av dödsolyckor på motorcykel (2012) Statens Vegvesen (N) MC-sikkerhet handbok 245 Utforming og drift av veg- og trafikksystemer (2007) Trafikverket (S) Säkrare vägar och gator för motorcyklister (2011) SMC og NTF (S) Undersökning om motorcyklisters beteende och inställning till trafiksäkerhet (2010) NMCU og Trygg Traffik (N) Motorsyklisters forhold til trafiikksikkerhet (2011) VTI, Jan Wenäll (S) Motorcyklister som kolliderar med vägräcken, VTI Notat (2011) KTH, Hawzheen Karim (S) Road Design for future maintenance- Life-cycle costs analyses for road side barriers (2011) DEKRA/Monash University (D/AUS) Motorcycle impacts to roadside barriers real-world accident studies, crash tests and simulations carried out in Germany and Australia (2005) SWOV (NL) The roles of motorcyclists and car drivers in conspicuityrelated motorcycle crashes, (2011) TØI, Alf Glad (N) Motorsyklers/mopeders synlighet (1999) Utrykningspolitiet (N) Hvem fortjener politiets oppmerksamhet? En studie av dødsulykkene i trafikken i 2004 og 2005 (2009) 9

Gönguþveranir. Desember 2014

Gönguþveranir. Desember 2014 4 Gönguþveranir Desember 2014 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Detaljer

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI DESEMBER 2017 MANNVIT +354 422 3000 www.mannvit.is mannvit@mannvit.is Efnisyfirlit 1.

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Athugasemdir við umferðaröryggisáætlun

Athugasemdir við umferðaröryggisáætlun Athugasemdir við umferðaröryggisáætlun 2002-2012 Gerð af Landssamtökum hjólreiðamanna Ekki er mikið fjallað um umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í síðustu útgáfu umferðaröryggisáætlunar. Halda mætti

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Hámarkshraði á tveggja akreina

Hámarkshraði á tveggja akreina Hámarkshraði á tveggja akreina þjóðvegum Athugun á norskri aðferð við ákvörðun hámarkshraða Nóvember 2004 Einar M. Magnússon Þórólfur Nielsen Haraldur Sigþórsson Unnið af: Einari Má Magnússyni og Þórólfi

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur Handbók um Umferðarmerki Inngangur Útgefandi Vegagerðin og Reykjavíkurborg Mars 2013 Efnisyfirlit Almennar reglur... 2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja... 3 Merkjaplötur... 3 Litur, lögun, stærð og

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnar

Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnar mbl Loftslagsbreytingar og vegagerð Veðurfarsaðlögun í starfsemi Vegagerðarinnarr Áfangaskýrslaa 2009 Veðurvaktin Verkefnið er fjármagnað af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar Vinnuhópur um veðurfarsaðlögun

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál] sþ. 118. Tillaga til þingsályktunar [115. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. (Lögð fyrir Alþingi á

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Rakel Birna Þorsteinsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Rósmundur Guðjónsson Apríl 2016 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

EFNISTAKA Í HROSSADAL Í LANDI MIÐDALS, MOSFELLSBÆ SKÝRSLUR OG GREINARGERÐIR TENGDAR MATIÁ UMHVERFISÁHRIFUM Minnisblað tæknideildar Reykjavíkurhafnar um Grjótnám ílandi Miðdals ímosfelsbæ. Niðurstöður berggreiningar.

Detaljer

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Stoðrit Útgáfunúmer: 20 Yfirbygging Dags.: YFIRBYGGING

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Stoðrit Útgáfunúmer: 20 Yfirbygging Dags.: YFIRBYGGING Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 3-3-00-01 3. YFIRBYGGING 3.1 DYRABÚNAÐUR... 3-3-01-01 3.2 SKERMUN HJÓLA... 3-3-02-01 3.3 RÚÐUR... 3-3-03-01 3.4 ÖRYGGISBELTI... 3-3-04-01 3.5 UNDIRVÖRN...

Detaljer

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 Hver er réttur barns til friðhelgi einkalífs? Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem einstaklingur, yngri

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ

Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ Leikskólinn Pálmholt Stærðfræðin - skimun Þróunarverkefni Leikskólans Pálmholts 2016 2017 unnið í samstarfi við útgefendur skimunartækisins MÍÓ 1 Inngangur Námskrá leikskóla leggur línur um inntak, starfshætti

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar

Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Fréttabréf Fréttabréf -átak í sparnaði- Kæra samstarfsfólk gjörgæsludeildar og vöknunar Eins og öllum er kunnugt fara tímar sparnaðar og aðhalds í hönd. Hagræðingarkrafan á heilbrigðisráðuneytið mun vera

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.

Eftirfylgni með árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Eftirfylgni með 16-21 árs

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN 16. janúar 2009 Moskva 13 Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum Skráð af Dómsmálaráðuneyti Rússlands hinn 16. febrúar 2009 Skráningarnúmer

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum

Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum GREININGARDEILD RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA 20. febrúar 2015 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Inngangur... 6 1 Ógnir

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi

Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Þorskeldisráðstefna í Bergen 9. og 10. febrúar 2011. Kristján Ingimarsson HB Grandi - fiskeldi Dagskrá ráðstefnunnar Miðvikudagur 9. febrúar: Heilbrigði og afföll í matfiskeldi. Seiðagæði. Eldisþorskur:

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN

Útgáfa Orkumála með nýju sniði 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 2005 ISSN ORKUMÁL24 1. ÁRG. 2. TBL. DESEMBER 25 ISSN 127-563 ELDSNEYTI Útgáfa Orkumála með nýju sniði Á undanförnum árum hefur ritið Orkumál verið gefið út með tölulegum upplýsingum um íslensk orkumál, þ.e. raforkuiðnaðinn,

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið, b.t. Vals Þráinssonar, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Reykjavík 11. mars 2016. Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið

Detaljer

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna Rit LbhÍ nr. 8 Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna Ásdís Helga Bjarnadóttir 2006 Rit LbhÍ nr. 8 ISSN 1670-5785 Ásdís Helga Bjarnadóttir Golfvellir

Detaljer

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni 978-9935-9275-1-4 2018 Rannsóknin var

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir Veggir og hæðaskil skv. dæmunum hér á eftir teljast uppfylla kröfur um brunamótstöðu með eftirfarandi takmörkunum: a. Hámarkshæð veggja skal vera 3,0

Detaljer

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo

VETRARDEKK. Andaðu léttar. Meira grip án nagla. með harðskeljadekkjum frá Toyo Kynningarblað Loftbóludekk, heilsársdekk, Evrópumerkingar og endurvinnsla. Meira grip án nagla Andaðu léttar með harðskeljadekkjum frá Toyo Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin.

Detaljer

PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA

PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA 1 Pípulagnir - Ferilbók IÐAN fræðslusetur ehf. annast verkefni fyrir menntamálaráðuneytið vegna náms í bíliðngreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum,

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, mál 518. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþingi komudagur Í9.Í.Q.003 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 Reykjavík, 18. febrúar 2003 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um neytendakaup, 556. mál, EESreglur. Alþýðusamband

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 5. júní 2018 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga,

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar júlí 2016 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum

Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum Maí 2016 1. Inngangur. Raforkumarkaðir Íslands og Noregs hafa það sameiginlegt að byggja að mestu á framleiðslu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessu

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir

Sjáðu hvað ég fann. Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól. Kolbrun Vigfúsdóttir Sjáðu hvað ég fann Þróunarverkefni í leikskólanum Laugasól Kolbrun Vigfúsdóttir 2014 Sjáðu hvað ég fann: Þróun málörvunar og íslenskukennslu í útinámi Reykjavík í júlí 2014 Kolbrún Vigfúsdóttir 2 Sjáðu

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [132. mál] sþ. 137. Tillaga til þingsályktunar [132. mál] um verndun ósonlagsins. Flm.: Álfheiður Ingadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni: 1. að gera

Detaljer

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir

Lokaverkefni til B.A. -prófs. Upplýsingatækni. Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum. Soffía Lárusdóttir Lokaverkefni til B.A. -prófs Upplýsingatækni Í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum Soffía Lárusdóttir 110360 2829 Kennaraháskóli Íslands Þroskaþjálfabraut Maí 2008 Ágrip Í þessu

Detaljer

NEFNDARÁLIT UM ÞINGMANNATILLÖGU. Þingmannatillögu um sjálfbærnivottun ferðamannastaða. Nefndarálit umhverfis- og náttúruauðlindanefndar um

NEFNDARÁLIT UM ÞINGMANNATILLÖGU. Þingmannatillögu um sjálfbærnivottun ferðamannastaða. Nefndarálit umhverfis- og náttúruauðlindanefndar um NEFNDARÁLIT UM ÞINGMANNATILLÖGU Nefndarálit umhverfis- og ar um Þingmannatillögu um sjálfbærnivottun ferðamannastaða 1. Tillaga nefndarinnar leggur til að beini tilmælum til Norrænu ráðherranefndarinnar

Detaljer

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA Febrúar 2012 ISBN: 978-9979-871-58-3 EFNISYFIRLIT SAMANTEKT... 5 NIÐURSTÖÐUR OG TILLÖGUR NEFNDARINNAR... 8 1. INNGANGUR... 11 1.1. Skipan nefndarinnar...

Detaljer

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla

Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla Hvaða úrræði nota íslenskir og norskir framhaldsskólar til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda? Rósa Björg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb Reykjavík, 22. janúar 2007. Nefiidasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur 23. 1 Q.ccrb Efiii: Svör við umsögnum um firumvarp til laga um breyting á almennum

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer