Flugstjórnarmiðstöðin í Reykavík

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Flugstjórnarmiðstöðin í Reykavík"

Transkript

1 Flugstjórnarmiðstöðin í Reykavík Reykjavíkurflugvelli VERKLÝSING FRÁGANGUR UTANHÚSS ÁGÚST 2014

2 EFNISYFIRLIT 7. FRÁGANGUR UTANHÚSS ALMENN ATRIÐI FRÁGANGUR ÚTVEGGJA Almenn atriði Einangrun sökkul- og kjallaraveggja Vatnsþétting á kjallaraveggi Álklæðningarkerfi Áfellur og vatnsbretti Ljósaskúffur ofan við glugga (áfellur) Borði soðin á steypta veggi Klæðningar á svala handrið Klæðning neðan á svalir Rör utan um niðurföll Filtun útveggja Málun filteraðra útveggja FRÁGANGUR ÞAKA OG ÞAKKANTA Almenn atriði Þakfrágangur, viðsnúið þak Þakkantar að steyptum útveggjum Þakkantar að álklæðningu Niðurfallsrör innan útveggjaklæðningar Niðurfallsrör á frá svölum og skyggni Niðurfallsrör innanhúss Þakniðurfallsbrunnar Svalaniðurfallsbrunnar Yfirfallsrör með rist ÁLGLUGGAR OG HURÐIR Almennt Ál- gluggar og hurðar GL-01 til GL Álgluggakerfi GLK-01 til GLK Rennihurða búnaður í anddyri Útihurð ÚH Vörumóttökuhurð VH Reyklúga á lyftuskakt GLER OG GLERJUN Almennt STÁLSMÍÐI Almennt Stálhandrið á stiga við aðalinngang Stálhandrið á ramp að aðalinngangi Stálhandrið á svalir 3.hæð Stálhandrið á svalir 4.hæð Stálstigar í garði Stálstigi frá kjallara upp í garð Stál ristar fyrir loftræsti opum Stál skyggni við innganga MÚRVERK Almenn atriði Svalagólf Flísalögn útistiga Útistigar og rampar...22

3 7. FRÁGANGUR UTANHÚSS 7.0 ALMENN ATRIÐI Almenn atriði Þessum lið tilheyrir allt efni og vinna við fullnaðafrágang stækkunar á Flugstjórnarmiðstöðvar í Reykjavík, Nauthólsvegi 66, 101 Reykjavík að utan eftir því sem þessi verklýsing segir til um. Helstu verkþættir eru frágangur útveggja, þaka, glugga, útihurða og málun. Burðarvirki þ.e.a.s. steyptum veggjum, steyptum plötum, stálbitum, stálstoðum er lýst í kafla 2. hér að framan. Sýnishorn Verktaki skal leggja fram sýnishorn og tæknilegum upplýsingum af öllum efnum, sem hann hyggst nota ásamt vottorðum frá viðurkenndum stofnunum um eiginleika og gæði, telji verkkaupi ástæðu til, sjá ÍST 30 Verktaki skal framkvæma allan frágang utanhúss. Verkið skal unnið skv. teikningum, verklýsingu þessari og tölum í tilboðsskrá. Í framkvæmdinni og einingaverðum felst allt sem nauðsynlegt er til þess að gera verkinu að fullu skil í samræmi við góða fagvinnu, þ.m.t. öll nauðsynleg efni, vinnupallar, vélar og verkfæri, þrátt fyrir að þeirra sé ekki sérstaklega getið. Teikningar, máltaka o.fl. Verkið skal framkvæmt í samræmi við aðalteikningar og sérteikningar. Teikningar í stærri mælikvarða gilda umfram teikningar í minni mælikvarða. Öll ónefnd mál eru millimetramál (mm). Öll mál skal athuga á staðnum. Verktaki skal strax við upphaf verks kynna sér allar teikningar gaumgæfilega og vera viss um að hann skilji mál á teikningum rétt, áður en hann mælir fyrir einstökum verkhlutum. Ef verktakinn verður var við misræmi milli teikninga og verklýsingar, misræmi í teikningum innbyrðis, eða miðað við aðstæður, skal hann tilkynna það eftirlitsmanni verkkaupa þegar í stað. Vanti á teikningar atriði sem verklýsing tekur fram um, skal farið eftir lýsingunni. Hins vegar skulu teikningar ráða, þar sem skortir á lýsingu. Leita skal úrskurðar eftirlitsmanns um öll vafaatriði. Verktaki má engar breytingar gera á verkinu nema með samþykki eftirlitsmanns. Verkskilyrði Verktaki skal ganga snyrtilega um og forðast að valda óþarfa óþægindum við framkvæmd verksins. Hér skal sérstaklega bent á að vinna við aðra verkþætti utan útboð þessa verður hafin um leið og hlutar bygginga verður lokað. Umgangur verktaka eftir lokun er háð samþykki eftirlits. Að öðru leyti er vísað til skilyrða í sér köflum hvers verkþáttar. Framkvæmd verks - vinnugæði Öll fagvinna skal unnin af faglærðum mönnum. Allt efni, vinna og frágangur skal vera fyrsta flokks í samræmi við góðar fagvenjur og metnað. Umhirða á byggingarstað skal ávallt vera góð og verktakinn skal fara eftir fyrirmælum eftirlitsmanns þar að lútandi. Jafnframt er vakinn athygli á öryggiskröfum sem gerðar eru um framkvæmdina sjá kafla 1. Efnisgeymsla og meðferð efna á vinnustað. Verktaki ber ábyrgð á meðferð efna á vinnustað og skemmdum sem þau, eða meðferð þeirra kann að valda á eigum verkkaupa eða nágranna. Öll efni skal geyma á öruggu undirlagi, á þurrum stað. Þess skal vandlega gætt að raki og óhreinindi komist ekki að efni, sem valdið geti skemmdum. Efni Kröfur um efni sem nota skal og gæði þess er tilgreint í sérköflum hvers verkþáttar. Þar sem greint er frá sérstökum framleiðanda, er átt við að nota skuli skilgreint efni eða sambærilegt. Óski verktaki að nota annað efni en skilgreint er í verklýsingu er það heimilt, að því tilskyldu, að verktaki leggi fram gögn um gæði og endingu efnisins, sem eftirlitsmaður og arkitekt taka gild Bls. 2 af 22 THG

4 Allt efni sem notað verður skal leggja undir eftirlitsmann til samþykktar. Í þeim tilfellum sem efni í festingum er ekki skilgreint sérstaklega skal það vera úr heitgalvanhúðuðu eða ryðfríu stáli. 7.1 FRÁGANGUR ÚTVEGGJA Almenn atriði Útveggir hússins frá kjallara til og með 4.hæðar eru staðsteyptir og ýmist einangraðir að utan og klæddir álklæðningu eða múraðir að utan einangraðir og múraðir að innan samsvarandi við núverandi hús. Á milli glugga í turnbyggingu skal vera litað gler valið í samráði við arkitekt. Sjá teikningar arkitekts. Frágangur við sökkul neðan við múr- og álklæðningu skal vera eins og sýnt er á teikningum arkitekts. Einangrun útveggja Steypta útveggi sem klæddir eru með álklæðningu skal einangra að utan með 125 mm þykkum harðpressuðum veggullarplötum með rúmþyngd 80 kg/m3. Veggullarplötum skal fest upp með dýflum samkvæmt leiðbeiningarbæklingi framleiðanda og minnst 2 stk á hverja plötu. Steypta útveggi sem verða múraðir að utan verða einangraðir síðar með 140mm frauðplastseinangrun sem fylgir innahúss framkvæmd. Sökkulveggi útveggja sem einangraðir eru að utan skal einangra að utan með 100mm einangrunarplasti (polystyren) með rúmmþyngd 24kg/m3 Athugið einangrun útveggja að utan er innifalinn í einingarverðum klæðningarflata. Loftun útveggjaklæðninga Við sléttar álklæðningar skal að neðan beygja gataplötu úr ryðfríu 2mm stáli í Z sem festist á stein og gengur að klæðningum. Álklæðningarkerfi Í verklýsingu hér á eftir og á teikningum er tilgreind álklæðningar sem skal klæða utan á festingakerfi útveggja. Álklæðning skal vera samlokuklæðning með ytri byrði úr áli og með óbrennanlegum keramik kjarna. Álklæðning skal límast á festingakerfi samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Litur á álkæðningu skal vera standard hvítur litur valinn í samráði við arkitekt. Festingakerfi klæðninga Festingakerfi klæðninga hefur ekki verið burðarþolshannað. Á teikningum er einungis sýnt gróflega hvernig reiknað hefur verið með að festingakerfi verði. Verktaki skal sjá til þess að burðarkerfi klæðninga og allur frágangur hennar fullnægi þeim álagskröfum sem fram koma í eftirfarandi forskrift verkfræðinga: Álagsforsendur fyrir festingakerfi og klæðningar Verktaki skal leggja fram útreikninga af burðarvirkjum klæðninga og sýna fram á hvernig eftirfarandi kröfur til festingakerfis og álklæðningar eru uppfylltar: Útveggjaklæðning skal hönnuð í samræmi við gildandi staðla á Íslandi. Vindálagið er jafnt upp eftir hæð hússins en er hærra næst úthornum en innar á veggflötum. Vindálagið er líka breytilegt eftir stærð klæðningarhluta. Þannig skal reikna hærra vindálag á minni klæðningarhluta. Hanna skal útveggjaklæðningu fyrir vindálag með: Kennigildi (án öryggisstuðuls): 3,5 kn/m 2 Hönnunargildi (með öryggisstuðli): 5,2kN/m 2 Útreikninga á útveggjaklæðningu skal leggja inn til burðarþolsverkfræðinga Hnits til samþykktar. Verktaki leggur síðan áritaðar teikningar sínar inn til byggingafulltrúa. Festing álklæðningar er eftirfarandi: Álklæðningar skulu límdar á festingakerfi með lími sem verkkaupi samþykkir. Lím skal vera samþykkt af eftirlitsmanni og arkitekt áður en framkvæmdir hefjast Bls. 3 af 22 THG

5 Krafist er 10 ára ábyrgðar á lími frá framleiðanda. Fara skal eftir fyrirmælum framleiða um allan frágang og allar útfærslur þannig að ábyrgð framleiðanda líms sé tryggð. Múrhúðun/filtun útveggja Í verklýsingu er miðað við að uppsteypa útveggja hússins sem einangraðir eru að innan sé það rétt að nægjanlegt verði að filtera þá útveggi að utan með steiningarlími þannig að áferð verði með sama útlit og núverandi bygging. Takist verktaka ekki að ná ásættanlegum réttleika að mati arkitekts og eftirlitsmanns skal slétta múrhúða útveggi að hluta eða öllu leyti með viðurkenndri múrklæðningu. Um allan frágang múrvinnu skal fara samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda. Útlit fullunnins múrverks skal vera hreint og flekklaust með sama útlit og fyrir er á núverandi húsi. Yfirborðsáferð skal vera fínkornuð og ójöfnur, allt að 2 mm frávik frá múrfletinum. Yfirborð múrverks skal vera sprungulaust. Hárfínar sprungur, 0,1 mm sem málning fyllir, eru þó leyfilegar. Yfirborð múrverks skal þola högg, spark og togálag í múryfirborðinu. Auk þess skal hún þola vatns-, frosts-, og kemískt álag, veðrun og annað álag sem umhverfið býður uppá. Yfirborð múrverks skal alls staðar hafa góða viðloðun og skal verkinu þannig hagað að sprungumyndun eigi sér ekki stað. Múrverk utanhúss má ekki framkvæma í skínandi sól, regnviðri, frosti eða þegar hætta er á næturfrosti. Gera skal varúðarráðstafanir þannig að vatn frá þaki, vinnupöllum og sambærilegu verði ekki leitt að fullfrágengnum flötum. Þar sem farið er fram á sérstaka sílanmeðferð múrhúðaðra flata skal fara eftir fyrirmælum framleiðanda sílanefnisins. Mál og frávik Verklýsing miðar við að uppsteypa hússins nái þeim nákvæmniskröfum og fram koma í kafla 2 burðarvirki sem eru eftirfarandi: Bitar, veggir, súlur og plötur með sléttri áferð ± 5 mm Allt efni skal vinna samkvæmt fyrirmælum framleiðenda og í samráði við eftirlit. Verktaki ber ábyrgð á meðferð efna á vinnustað og skemmdum sem þau eða meðferð þeirra kann að valda á eigum verkkaupa. Efnisafganga svo sem lím og grunnefni má undir engum kringumstæðum tæma í niðurföll á vinnustað. Efnisafgöngum ber að safna í þar til ætluð ílát og þeim komið til förgunar hjá viðkomandi aðilum á kostnað verktaka. Undirbúningur og hreinsun Áður en múrverk hefst, skal höggva burt járn sem skaðleg geta talist 30 mm inn í flötinn og hreinsa alla steypufleti. Háþrýstiþvo skal alla fleti sem á að múrhúða, til að tryggja sem bestan árangur við hreinsun duftsmitandi flata, ryks, salts fituinnihaldandi efna og annarra efna sem rýrt gæti viðloðun múrhúðar við undirlagið. Ryðverja skal járnagrind í eða við yfirborð. Jafna skal ísogseiginleika undirlagsins með vökvun eða þurrkun. Grunna skal steypta fleti með ÍMÚR múrgrunni eða sambærilegum grunni, grunnurinn þarf að taka sig vel eða þorna áður en húðað er. Gleypna fleti getur þurft að grunna tvisvar. Grunnurinn þarf að þorna milli umferða. Eftirlitsmaður verkkaupa skal samþykkja undirvinnu undir steiningarlím áður en verki er haldið áfram. Filtun með steiningarlími Nota skal viðurkennd efni varðandi filteringu veggja. Grunnur og filter efni skulu vera frá sama framleiðenda. Um undirbúning, meðhöndlun, vinnsluhitastig, vinnutilhögun og lagþykktir skal fara að fyrirmælum framleiðanda. Málun útveggja Eftir að veggir hafa verið filteraðir með steiningarlími skal mála veggi samanber núverandi veggi með terpentínuþynnanlegri akrýlbundin málningu (Steinvari 2000 eða sambærileg málning). Veggir hafa áður verið vatnsvarðir með mónósílan. Litur málningar ákveðist í samráði við arkitekt Bls. 4 af 22 THG

6 7.1.1 Einangrun sökkul- og kjallaraveggja Sjá almenna lýsingu í grein Sökkul- og kjallaraveggi skal einangra með 100 mm einangrun. Einangrun sökkul- og kjallaraveggja er mæld í fermetrum. Innifalið í verkliðnum er allt efni og vinna sem til þarf Vatnsþétting á kjallaraveggi Sjá almenna lýsingu í grein Kjallaraveggi hvort sem þeir eru einangraðir að utan eða innan skal vatnsþétta sérstaklega með einu lagi af ásoðnum tjörupappa upp í kóta 12,00. Vatnsþétting á kjallaraveggi er mæld í fermetrum. Innifalið í verkliðnum er allt efni og vinna sem til þarf Álklæðningarkerfi Sjá almenna lýsingu í grein Álklæðning skal vera ál samlokuklæðning með óbrennanlegum keramik kjarna sem límist á festingakerfi útveggja. Flísalím skal valið í samráði við eftirlitsmann verkkaupa og arkitekt. Krafist er 10 ára ábyrgðar á efni og vinnu ásamt öllum frágangi álklæðningarkerfis. Þess skal gætt við uppsetningu álklæðningar að línur séu beinar þannig að álklæðning veggja myndi eina heild. Gera skal ráð fyrir því að álkæðning sé beygð fyrir horn eins og sýnt er á teikningum arkitekts. Einangrun skal vera 125 mm Innifalið í verkliðnum er allt efni og vinna sem þarf til að fullgera verkliðinn, festingarkerfi, einangrun, álklæðning og annar frágangur sem tengist álklæðningu og ekki skilgreindur sérstaklega í öðrum liðum eins og t.d. burðarþolshönnun, gataplötur fyrir loftun o.fl. Álklæning er mæld í fermetrum álklædds flatar þar sem öll gluggaop eru dregin frá í magni. Álklæddar áfellur og vatnsbretti inn að gluggum er magntekin í lengdarmetrum í sér verklið Áfellur og vatnsbretti Sjá almenna lýsingu í grein Allar áfellur skal beygja úr a.m.k. 1,0 mm áli en vatnsbretti skal beygja úr 2,0mm þykku áli. Ál skal vera í sama lit og aðliggjandi klæðning. Áfellur með hliðum og yfir gluggum festast inn undir álglugga og ganga undir álklæðningu. Vatnsbretti festast inn undir álglugga og ganga undir álklæðningu sjá teikningar. Undir vatnsbretti skal líma einangrun eða afklippur af 2mm þykku áli til hljóðdempunar eins og sýnt er á teikningum arkitekts.. Magntölur eru lengdarmetrar áláfella og álvatnsbretta. Innifalið í verkliðnum er allt efni og vinna sem til þarf þ.m.t., allar festingar Ljósaskúffur ofan við glugga (áfellur) Sjá almenna lýsingu í grein Ofan við glugga í turnbygginu skal koma fyrir ljósaskúffum sem ljósdíóðu renningum verður komið fyrir í (ljós magn tekin og líst í raflagna kafla) skúffu skal beygja út 1,0 mm þykku áli. Skúffum skal koma fyrir innundir álkæðningu og fest kirfilega við álklæðningakerfi og inn undir glugga. Ljósaskúfur ofan við glugga mynda einnig flasningu ofan við gluggan. Uppundir ljósaskúffu skal setja gataplötu í sama lit og gluggaáfellur. Gataplata skal skrúfuð upp í ljósakassa með riðfríum skrúfum og skal tryggja að auðvelt sé að ná henni niður til að skipta um ljós. Magntölur eru lengdarmetrar ljósaskúffna á láréttum flötum nettó. Innifalið í verkliðnum er allt efni og vinna sem til þarf að fullklára verklið Bls. 5 af 22 THG

7 7.1.6 Borði soðin á steypta veggi Sjá almenna lýsingu í grein Á steyptar súlur milli glugga skal bræða Shell borða yfir allt yfirborð súlu er snýr út og skal borði ná á milli gluggakerfa ein og sýnt er á teikningum arkitekts. Einnig skal líma borða á öll lárétt steypuskil á steyptum útveggjum. Magntölur eru lengdarmetrar shell borða á lóðréttum og láréttum flötum nettó. Innifalið í verkliðnum er allt efni og vinna sem til þarf til að fullklára verklið Klæðningar á svala handrið Sjá almenna lýsingu í grein Svalahandrið á 4. hæð eru stálhandriði sem líst er í lið hér að neðan. Utan á svalahandið skal líma álklæðningu eins og í lið álklæðning skal límd beggja vegna á handrið með frágangs listum eins og sýnt er á teikningum arkitekt. Magntölur eru fermetrar klæðningar á lóðréttum flötum nettó. Innifalið í verkliðnum er allt efni og vinna sem til þarf Klæðning neðan á svalir Sjá almenna lýsingu í grein Neðan á svalir skal koma fyrir stál burðargrind 50x50 mm c/c 600 mm sem festist upp í svalagólf í samráði við verkfræðinga. Neðan á grind skal líma upp gataðar álplötur. Göt á álplötum skulu ákveðast í samráði við arkitekt. Grind og álplötur skal lita í lit ákeðnum í samráði við arkitekt. Magntölur eru fermetrar klæðninga á láréttum flötum nettó. Innifalið í verkliðnum er allt efni og vinna sem til þarf til að fullklára verklið Rör utan um niðurföll Sjá almenna lýsingu í grein Þar sem niðurföll af turnþaki koma niður í gegnum klæðningarkerfi og fram fyrir litað gler við súlur skal setja ál rör lituðum í lit völdum í samráði við arkitekt. Rör ganga í gegnum flasningar ofan við glugga og niður í gegnum vatnsbretti. Vanda skal allan frágang við vatnsbretti og áfellur og kítta skal vandlega með röri. Í gegnum þessi rör verða lögð niðurfallsrör af þaki. Magntölur eru lengdarmetrar röra. Innifalið í verkliðnum er allt efni og vinna sem til þarf til að fullklára verklið ásamt málun á rörum og festingum Filtun útveggja Sjá almenna lýsingu í grein Steypta útveggi sem einangraðir verða að innan skal filtera með steiningarlími eins og lýst hér að neðan nema annað sé tekið fram. Múr (filtering) skal hafa alls staðar góða viðloðun og skal verkinu þannig hagað að sprungumyndun eigi sér ekki stað. Verktaki skal hreinsa upp allan múr sem fer niður. Filtun Filtera skal alla sýnilega fleti á stoðveggjum samkvæmt eftirfarandi verklýsingum með þéttimúr eða steiningarlími. Hreinsun. Af flötum þarf að hreinsa ryk, sementsslamm og öll óhreinindi og er hreinsun framkvæmd með háþrýstiþvotti. Val á hreinsunaraðferð fer eftir aðstæðum á verkstaðog gert í samráði við eftirlit Undirbúningsviðgerð Bls. 6 af 22 THG

8 Fylla þarf í göt og holur með viðgerðarblöndu fínni eða milligrófri (háð efnisþykkt), áður en filtað er. Athugið kröfur til réttileika steypu sjá grein Grunnun. Grunna flötinn með múrgrunni. Láta grunninn þorna í 1-2 klst. Gleypna fleti getur þurft að tvígrunna. Grunnurinn þarf að þorna á milli umferða. (ef grunnurinn hefur staðið lengur en 24 klst., þarf að grunna aftur) Múrgrunnur er einungis notaður á þurrt undirlag. Blöndun. Þéttimúrinn er blandaður saman við hreint, kalt vatn. Hæfilegt vatnsmagn í blöndu er uppgefið á umbúðunum. Blandan skal hrærð með hræripinna í borvél, þar til fengin er kögglalaus blanda sem gott er að vinna með. Blandan er látin standa í nokkrar mín. og síðan hrærð upp aftur án þess að blandað sé í hana meiri vatni. Notkun. Þéttimúrinn er heildregin þunnt á flötinn með glattara. Efnisþykkt u.þ.b. 1-2 mm Þegar efnið hefur tekið sig hæfilega, er hann pússuður með filtbretti í samræmi við yfirborðið í kring. Sé um opin sprungunet að ræða er tvídregið á flötinn, þ.e. fyrri umferð er ekki pússuð, heldur látin taka sig vel og síðan dregið aftur á flötinn og seinni umferðin pússuð með filtbretti. Aðhlúun. Verja skal efnið gegn hugsanlegri ofþornun, t.d. sterku sólskini eða vindi, ofkælingu eða regni fyrsta sólarhringinn eftir að blandan er borinn á. Nota skal heppilega yfirbreiðslu ef þörf krefur. Verkliður er mældur í fermetrum (m²) veggja og er allt efni og vinna við að ljúka verkþætti innifalið í verði þ.m.t. yfirbreiðsla ef þörf krefur. Ekki er greitt fyrir afréttingu útveggja sé réttleiki steypu ekki samþykktur Málun filteraðra útveggja Mála skal á filteraða veggfleti sjá lið og almenna lýsing í grein samkvæmt eftirfarandi. Skyldur Undirvinnu skal ekki hefja fyrr en að höfðu samráði við eftirlits. Verktaki er skyldur að sjá svo um, að málningu, fylliefnum og upplausnum sé ekki hellt í frárennslislagnir hússins heldur eytt á eyðingarstöð. Efni Um meðferð allra efna skal farið eftir fyrirmælum framleiðanda. Flöturinn sem mála á skal vera hreinn, þurr og laus við óhreinindi og fitu. Vatnsvörn Fyrir málun skal bera á flötinn vatnsvörn mónósílan eða annað vatnsvarnarefni sem eftirlit samþykkir. Málning, uppbygging Mála skal a.m.k. tvær umferðir með terpentínuþynnanlegri akrýlbundin málningu (Steinvari 2000 eða sambærileg málning). Ysta lag steinsins skal vera vel þurrt fyrir málun. Þynna skal málninguna hæfilega 5-10% í fyrri umferð. Ytri skilyrði, efnismeðferð og þekja (ltr. eða kg/m²/umf.) skulu að öðru leyti vera skv. leiðbeiningum málningarframleiðanda. Heildarþurrfilmuþykkt skal vera að lágmarki 150 my. Litaval Ákvörðun lita skal vera í samráði við arkitekta verkkaupa. Áður en veggir verða málaðir verður gefinn út forsögn um liti. Magntala er mældur nettó fermetri af fullmáluðum fleti. Innifalið skal allt efni og vinna til að fullgera verkið. Ekki er greitt sérstaklega fyrir kanta, brúnir og þess háttar Bls. 7 af 22 THG

9 7.2 FRÁGANGUR ÞAKA OG ÞAKKANTA Almenn atriði Til verkliðar telst frágangur viðsnúins þaks, þaks með tjöruþakdúk á loftæsihúsi, þakkanta á lárétt þök, þakniðurniðurfalla og þakbrunna. Verktaki skal leggja fram sýnishorn af öllum efnum, sem hann hyggst nota ásamt vottorðum frá viðurkenndum stofnunum um eiginleika og gæði, telji verkkaupi ástæðu til, sjá ÍST Þakkantar eru klæddir sléttu áli að ofan að álklæðningu og múruðum útveggjum. Þakkantar Þakkantar á húsinu eru tvennskonar þ.e.a.s. annarsvegar uppbyggður þakkantur á 4.hæð ofan á steyptan útvegg og álklæðningu og hins vegar klæddur þakkantur yfir steyptan útvegg. Allt timbur utanhúss þar sem ekki er annað tekið fram skal vera gagnvarið í flokki A. Einangrun: Ofan á þakpappa skal leggja tvö lög af rakaþolinni þrýstieinangrun XPS eða sambærinleg. Einangrunin skal vera minnst 250 mm þykk og þola minnst 300 kpa álag skv. staðli ISO 844, SS Einangrunina skal leggja jafnt yfir allan þakflötinn í a.m.k. tveimur lögum sem víxlleggist og skulu lögin skarast til hálfs við öll samskeyti. Einangrun innan á þakkanta skal vera 25 mm XPS einangrun. 3 laga drendúkur Ofan á efstalag einangrunar skal setja eitt lag af 3 laga drendúk og skal hann vera vatnsdrenadi flóki, 3 laga dúkur með drenkjarna og nælon fyllti beggja vegna. Dúk skal leggja jafnt yfir allan þakflötinn og skal skara langhliðar þess um minnst 300 mm. Hellulagnir Ofan á drendúk skal leggja farg, steyptar hellur 40 cm x 40 cm x 5 cm. Leggja skal þær jafnt yfir allan þakflötin. Þess skal gætt við niðurlögn að drendúkur verði ekki fyrir skemmdum. Tjörudúkur á þak, þakkanta og létt þök Þéttilag er trefjastyrktur tjörudúkur, sem lagður er með hitun á grunnaðann steypu- eða krossviðarflöt. Nota skal 2 lög af tjörudúk sem eftirlitsmaður verkkaupa samþykkir. Áður en lagning tjörudúks hefst skal undirbúa undirlag vandlega samkvæmt eftirfarandi lýsingu: Hreinsa skal yfirborð áður en vinna hefst og blása plötuna vandlega með þrýstilofti. Ef nauðsynlegt þykir skal sandblása eða hreinsa plötuna á annan máta sem eftirlitsmaður samþykkir. Ef enn eru óhreinindi s.s. mold, sementsslamm, olía eða annað skal hreinsa það vandlega. Áður en lagning tjörudúks hefst skal grunna yfirborð með tjörugrunni sem framleiðandi tjörudúks viðurkennir. Tryggja skal að grunnur veiti tjörudúk 100% viðloðun við þakplötu. Steinsteypa þarf að vera hörnuð og þurr áður en pappalögn hefst. Yfirborð plötu skal vera í þeim endanlegu höllum sem uppgefnir eru á hallateikningu hönnuða og mega engar pollamyndanir vera. Dældir mega ekki vera dýpri en 5 mm ef mælt er með 2500 mm réttskeið. Yfirborð skal vera rennislétt og án steypuhreiðra, steypuslamms og hola með skörpum köntum. Allar brúnir og kverkar skulu vera fasaðar þannig að pappi leggist hvergi að skarpri brún.í kverkar þar sem krossviður er klæddur á þök skal setja þríkantlista í kverk. Við þakkanta skal leggja pappann upp á og yfir kant fram yfir ytri brún útveggja. Niðurföll skal staðsetja samkvæmt teikningu. Leggja skal tjörudúk sem framleiddur er undir ISO 9001 gæðastaðli. Krafist er 10 ára ábyrgðar á öllum frágangi tjörudúksins þ.m.t. efni og lögn frá framleiðanda þakdúks. Allur frágangur við kanta, niðurföll og vegna útloftunar skal hljóta samþykki framleiðanda tjörudúksins og vera hluti af ábyrgðaryfirlýsingu framleiðanda á tjörudúks. Tjörudúkur, 2 lög, skal vera til þess ætlaður undirdúkur eldsoðinn saman á samskeytum, skörun í samráði við framleiðanda. Sýnilegir fletir efra lagsins skal vera steindir. Fara skal vandlega eftir leiðbeiningum framleiðanda þannig að endanlegur frágangur verði gallalaus. Þessa vinnu má aðeins framkvæma af reyndum iðnaðarmönnum sem hafa kynnt sér gögn framleiðanda til hins ýtrasta Bls. 8 af 22 THG

10 Þakniðurföll Þakniðurföll skulu vera með tengiflangsi fyrir þakdúk, en tengiflangs skal vera hægt að sjóða við þakdúk. Þakniðurfallsbrunnar skulu vera með láréttri 70 mm tengingu. Niðurföll á viðsnúnu þaki skulu vera með götuðum hólk, sem nær frá þakniðurfalli og upp fyrir yfirborð þaks, hólkurinn skal vera úr ryðfríu efni. Hann nær 50 mm yfir endanlegt yfirborð þakflatar með áfestu loki á endanum (sjá sérteikningar arkitekta). Önnur niðurföll skulu vera samsvarandi, en með hefðbundinni laufrist. Tengipípa 70 mm, að jafnaði 1000 mm löng, skal vera úr PP plasti og innifalinn í einingaverði hvers þakniðurfalls. Lagður verður hitaþráður við þakniðurfall og eru dósir fyrir hann skilgreindar í rafmagnskafla. Niðurfallsrör inn klæðningar Þakniðurfallsrör skulu vera úr 70 mm heilsoðnum PEH rörum og festast með þar til gerðum klemmum með hæfilegu millibili Þakfrágangur, viðsnúið þak Sjá teikningar nr /51/52, 27-00, 31-10, 31-20/21. Sjá almenna lýsingu í grein Þakvirki er staðsteypt sjá jafnframt lýsingu um burðarvirki í kafla 2. Frágangur þaks er af svo kallaðri viðsnúinni gerð. Næst þakplötunni kemur þéttilag, asfaltdúkur, því næst rakaþolin einangrun, þar ofan á drendúkur og þá farg sem eru hellur. Asfaltdúkurinn skal bræddur upp og ofan á þakkanta líkt og sýnt er á teikningum arkitekts. Einangrun innan á þakkanta skal fylgja þakfrágangi í verði. Magntala er brúttó m² þakflata mælt af teikningum arkitekts. Þakflötur er mældur lárétt að innri brún þakkants. Þakdúkur og einangrun upp og ofan á þakkantvegg fylgir þakfrágangi í verði. Engu er aukið við vegna rýrnunar eða skörunar, frágangi að lofttúðum, niðurföllum, þakblásurum og þessháttar ásamt frágangi upp á veggi lyftuhúss eða loftræsihúss. Einingaverð skal innihalda alla vinnu og allt efni sem nauðsynlegt er, til þess að fullgera þennan verkþátt, gerð og frágangur þakkanta og tengja hann við aðra verkliði, s.s. útveggi, rennur og áfellur Þakkantar að steyptum útveggjum Sjá teikningar nr /51/52, 27-00, 31-10, 31-20/21. Sjá almenna lýsingu í grein Ofan á steypta þakkanta útveggja einangraðra að innan skal klæða með vatnslímdum 16 mm krossvið sem myndar vatnshalla inn á þakið. Milli steins og krossviðar skal setja tjörudúk. Yfir þakkant skal síðan klæða hatt með 2,0 mm áli í lit völdum í samráði við arkitekt ofan á bræddan tjörudúk. Undir álklæðningu skal setja timburborð eins og sýnt er á teikningum arkitekts. Verkliður er mældur í lengdarmetrum þakkanta af teikningum. Í einingarverði skal vera innifalið allt efni og vinna til að fullklára verklið Þakkantar að álklæðningu Sjá teikningar nr /51/52, 27-00, 31-10, 31-20/21. Sjá almenna lýsingu í grein Ofan á steypta þakkanta og út fyrir klæðningarkerfi útveggja skal klæða með vatnslímdum 16 mm krossvið sem myndar vatnshalla inn á þakið. Milli steins og krossviðar skal setja tjörudúk. Á ytri brún þakkants skal síðan klæða með 2,0 mm álflasningu í lit völdum í samráði við arkitekt ofan á fyrra lagið af asfaltdúk seinna lagið af dúk bræðist síðan ofan á flasningu. Undir álklæðningu á innri fleti skal setja timburborð eins og sýnt er á teikningum arkitekts. Verkliður er mældur í lengdarmetrum þakkanta af teikningum. Í einingarverði skal vera innifalið allt efni og vinna til að fullklára verklið Niðurfallsrör innan útveggjaklæðningar Sjá teikningar nr , Sjá uppdrætti og verklýsingu í grein Bls. 9 af 22 THG

11 Niðurfallsrör sem lenda innan klæðningar skulu vera úr 70 mm PEH rörum. Þau skulu fest með þar til gerðri festingu með hæfilegu millibili þannig að rör séu tryggilega fest við stein. Undir niðurfallsrör innan klæðningar skal setja 25 mm frauðplasteinangrun milli steins og rörs. Niðurföll sem liggja frá þaki turnbyggingar og lárétt yfir þak lægri byggingar í einangrun skulu hafa hitaþráð. Ofan við niðurfall verður komið fyrir tengidós sem hitaþráður verður tengdur í og lagður ofan í niðurföll. Magntala er lengdametrar í niðurfallsröri. Einingaverð skal innihalda alla vinnu og allt efni sem er nauðsynlegt er til að fullgera þennan verkþátt og tengja hann við frárennsliskerfi bygginga, þ.m.t. að einangra undir niðurfallsrörin Niðurfallsrör á frá svölum og skyggni Sjá teikningar nr , 30-00, 31-10, 31-20/21. Sjá lýsing Á svölum hússins og á anddyri koma þakniðurföll úr áli 50x80 prófílröri sbr. lýsingu Niðurföllin koma upp í gegnum niður úr gólfi / skyggni og þar sem niðurföll af þaki og skyggni tengjast í það, sjá lýsingu um niðurföll. Litur sá sami og verður á álklæðningarkerfi. Niðurföll skulu tengjast frárennsliskerfi bygginga með þar til gerðum breytistykkjum sbr. uppdrætti. Magntala er lengdarmetrar í niðurfallsröri. Einingaverð skal innihalda alla vinnu og allt efni sem er nauðsynlegt er til að fullgera þennan verkþátt og tengja hann við frárennsliskerfi bygginga Niðurfallsrör innanhúss Sjá teikningar nr , 30-00, 31-10, 31-20/21. Sjá uppdrætti og verklýsingu í grein Niðurfallsrör sem lenda innan útveggja og verða klædd af með gifsi (hluti af innhúss útboði) skulu vera 70 mm pottrörum. Þau skulu fest með þar til gerðri festingu með hæfilegu millibili þannig að rör séu tryggilega fest við stein. Undir niðurfallsrör innanhúss þar sem niðurfallsrör fara milli hæða skal setja brunaþéttingu á rör. Magntala er lengdametrar í niðurfallsröri. Einingaverð skal innihalda alla vinnu og allt efni sem er nauðsynlegt er til að fullgera þennan verkþátt og tengja hann við frárennsliskerfi bygginga, þ.m.t. að einangra undir niðurfallsrörin Þakniðurfallsbrunnar Sjá teikningar nr , 30-00, 31-10, 31-20/21. Sjá lýsingu Koma skal fyrir þakniðurfallsbrunnnum við þakkant sbr. teikningar. Þakniðurfallsbrunnar skulu vera af viðkenndri og vottaðri gerð. Verktaki skal leggja inn til eftirlitsmanns verkkaupa upplýsingar um þakniðurfallsbrunna til samþykkar. Niðurföll á viðsnúnu þaki skulu vera með götuðum hólk, sem nær frá þakniðurfalli og upp fyrir yfirborð þaks, hólkurinn skal vera úr ryðfríu efni. Hann nær 50 mm yfir endanlegt yfirborð þakflatar með áfestu loki á endanum (sjá sérteikningar arkitekta). Þakniðurfallsbrunnar tengist við niðurfallsstofn 70 mm PEH rör sem staðsett er innan útveggjaklæðningar eða innanhúss. Setja skal niðurföll eins og yfirlitsuppdráttur um niðurföll segir til um. Undir niðurföll skal koma fyrir 25 mm frauðplasteinangrun 50x50 cm sem fellt er ofan í steypu. Ofan við niðurfall verður komið fyrir tengidós sem hitaþráður verður tengdur í og lagður ofan í niðurföll. Greitt verður fyrir fjölda niðurfallsbrunna í stykkjum. Innifalið í einingarverði skal vera öll vinna og efni til verksins þ.m.t. fylling í úrtak með sandsteypu eftir afréttingu niðurfalls, tenging við niðurfallsstofn, sérsmíðaður og ísettan gatahólk ásamt einangrun undir niðurfall. Frágangur og vinna við þéttingu þakdúks við þakbrunn fylgir þakfrágangi Svalaniðurfallsbrunnar Sjá teikningar nr , 30-00, 31-10, 31-20/21. Sjá lýsingu Bls. 10 af 22 THG

12 Koma skal fyrir niðurfallsbrunnnum á svalir og skyggni anddyris sbr. teikningum arkitekts. Niðurfallsbrunnar skulu vera úr plasti og af viðkenndri og vottaðri gerð. Verktaki skal leggja inn til eftirlitsmanns verkkaupa upplýsingar um niðurfallsbrunna til samþykkar. Hann skal vera slettur við endanleg yfirborð svala og með rist. Þakniðurfallsbrunnar tengist við niðurfallsstofn 70 mm PEH rör sem staðsett er innan útveggjaklæðningar eða innanhúss. Setja skal niðurföll eins og yfirlitsuppdráttur um niðurföll segir til um. Greitt verður fyrir fjölda niðurfallsbrunna í stykkjum. Innifalið í einingarverði skal vera öll vinna og efni til verksins þ.m.t. fylling í úrtak með sandsteypu eftir afréttingu niðurfalls, tenging við niðurfallsstofn, sérsmíðaður og ísettan gatahólk ásamt einangrun undir niðurfall. Frágangur og vinna við þéttingu þakdúks við þakbrunn fylgir þakfrágangi Yfirfallsrör með rist Sjá teikningar nr , 30-00, 31-10, 31-20/21. Sjá lýsingu Á tveimur stöðum á hverju þaki skal koma fyrir fyrirfallsröri. Rör skal set í gengum steyptan vegg ofan við hæðsta yfirborð þaks líkt og sýnt er á teikningu arkitekts. Setja skal rist á op yfirfallsrörs beggja vegna veggs og skal rist er snýr út máluð í sama lit og vegg. Ofan við niðurfall verður komið fyrir tengidós sem hitaþráður verður tengdur í og lagður ofan í niðurföll. Greitt verður fyrir fjölda niðurfallsbrunna í stykkjum. Innifalið í einingarverði skal vera öll vinna og efni til verksins þ.m.t. fylling í úrtak með sandsteypu eftir afréttingu niðurfalls, tenging við niðurfallsstofn, sérsmíðaður og ísettan gatahólk ásamt einangrun undir niðurfall. Frágangur og vinna við þéttingu þakdúks við þakbrunn fylgir þakfrágangi Bls. 11 af 22 THG

13 7.3 ÁLGLUGGAR OG HURÐIR Almennt Sjá teikningar nr /02, 20-10/11, 20-20/21, 20-30/31, 20-40, 20-50/51/52, 30-00/02/03/04/05/06/07, 31-10, 31-20/21 Í þessum kafla verður lýst smíði og ísetningu glugga og útihurða og því efni, sem þarf til að fullgera þessa verkþætti. Gluggar og hurðir er úr áli. Allir gluggar eru settir í eftir að hús hefur verið steypt upp. Miða skal tilboð við teikningar og verklýsingar arkitekts og vandaða staðlaða útfærslu sem verkkaupi samþykkir. Verktaki skal leggja fram vottorð frá Nýsköpunarmiðstöð eða öðrum viðurkenndum aðilum um styrk og þéttingar á gluggum opnanlegum fögum og öðru sem boðið er. Álgluggar og hurðir Allir álgluggar og hurðir smíðist af viðurkenndum aðila úr álgluggakerfi t.d frá SCHUCO eða sambærilegt kerfi. Álgluggarnir smíðist úr gluggakerfi með 50 mm breiðum prófílum. Álgluggakerfi skal vera í anodiseruðum állit eins og fyrir er í eldri byggingu. Gluggalistar, karmar, póstar, útopnanleg gluggafög og hurðar skulu vera eins. Verktaki skal leggja fram útreikninga vindálags á gluggum og hurðum. Álagsstaðlar Glugga og gler skal hanna í samræmi við gildandi staðla á Íslandi. Vindálagið á glugga og gler er metið eftirfarandi af burðarþolshönnuði hússins. Kennigildi (án öryggisstuðuls): 3,5 kn/m 2 Hönnunargildi (með öryggisstuðli): 5,2kN/m 2 Formbreyting á gluggakörmum skal vera í samræmi við flokk A í Byggingarreglugerð. Formbreyting á gleri skal ekki vera meiri en L/150 þar sem L er styttri haflengd rúðu. Verktaki skal leggja burðarþols útreikninga af gluggum og gleri inn til Hnits verkfræðistofu til samþykktar. Verktaki leggur síðan áritaðar teikningar sínar inn til byggingafulltrúa. Álefni : Allt álefni skal uppfylla efnisstaðla viðurkennds framleiðanda sem hafi vottun ISO 9001 og vera úr málmblöndu AlMgSi 0,5 F22. Allir álprófílar og allt annað sýnilegt ál tilheyrandi álgluggakerfi skal vera naturanódiseraðir í verksmiðju, gluggalistar, karmar, póstar og útopnanleg gluggafög. Þéttingar og tengingar : Allar þéttingar og festingar skulu framkvæmdar tryggilega og skal verktaki ganga þannig frá þeim að hvergi verði lát á. Verktaki skal ljúka öllum þéttingum að steyptum byggingarhlutum samkvæmt teikningum arkitekta. Verktaki og gluggaframleiðandi bera fulla ábyrgð á verkinu varðandi lekahættu og fullnaðarfrágang. Þéttilistar : Allir þéttilistar sem tilheyra gluggum og hurðum skulu vera gæðavottaðir af framleiðanda gluggaog/eða hurðakerfis. Þeir skulu geirskornir saman á hornum þannig að þeir liggi í sama fleti og myndi samfelda þéttingu. Allir þéttilistar skulu vera silicon listar eða Epdm siliconbornir þéttilistar. Þéttilista skal setja saman í samhangandi ræmu umhverfis allt opið þannig að ekki myndist rifur milli listanna. Hornasamskeyti skal vanda sérstaklega vel. Staðsetning, gerð og allur frágangur er háður samþykki eftirlits. Ákvörðun á stærð gluggaprófíla : Verktaki skal burðarþolshanna álprófíla og álkarma, þ.m.t. festingar fyrir alla glugga og hurðir í húsinu. Verktaki skal leggja fram fullnægjandi gögn og útreikninga á sinn kostnað a.m.k. 2.vikum fyrir pöntun á gluggum til yfirferðar verkfræðinga sem sýna hvernig þessi ákvæði verða uppfyllt Bls. 12 af 22 THG

14 Álprófílar skulu hafa heilt fals og drenkerfi að innan. Álkerfið skal hafa samtengt drenkerfi fyrir lóðrétta og lárétta prófíla og skal vera með slitinni kuldabrú. Einangrunargildi glugga og hurðakarma skal ekki vera hærra en Kw=2,0. Uppsetning: Gluggar og karmar verða settir í eftir uppsteypu. Frágangur við klæðningar er sýndur á hlutateikningum arkitekta. Gluggar skulu settir í með tvöföldu þéttikerfi, utan sem innan. Notkun festifrauðs til ísetningar hurða og / eða glugga er óheimil. Karmarnir festist í stein með vinklum og múrboltum í stein. Vinklar eru skrúfaðir í karma. Festingar ákvarðist af verkfræðingum í samræmi við kröfur í verklýsingu hér að framan. Fúgur milli karma og veggja skal fylla eins og sýnt er á teikningum arkitekts. Að utanverðu skal loka fúgum með Shell borða og hamptroði en þéttipylsum og þéttikítti að innan. Að innanverðu skal kítta með fúgukítti sem jafnframt er tilbúið til málunar og hæfir stærð á fúgu. Frágangur að innan skal vera til fyrirmyndar. Búnaður opnanlegra glugga: Lamir og lokunarbúnaður á opnanlegum gluggum skal vera stillanlegur með næturstillingu. Búnaður skal vera viðurkenndur og vandaður búnaður. Allur búnaðurinn er háður samþykki verkkaupa. Meðan á byggingarframkvæmdum stendur skal verja glugga og gler fyrir hvers konar skemmdum, hnjaski og óhreinindum. Brunaþéttingar: Allir gluggar sem ná á milli hæða eru með brunakröfu E30. Gluggaprófílar skulu vera gerðir fyrir slíka brunakröfu ásamt glerjum ofan og neðan við hæðarskil. Póstar í glerveggjum sem halda uppi eldvarnargleri hafi amk. R30 brunaþol. Leggja skal fram vottorð gluggaframleiðanda og glerframleiðanda um brunaþol sem viðurkennt er af Mannvirkjastofnun. Frágangur við hæðarskil skal vera bæði bruna- og reykþéttur. Nota skal efni til þéttinga sem eru viðurkend af Mannvirkjastofnun. Festingar glugga við plötur skulu vera brunavarðar með amk. R60 brunaþoli. Bjóðandi leggi fram deili af frágangi milli hæða þar sem sýnt er fram á hvernig áætlað er að ná fyrirskrifuðu brunaþoli. Útihurðabúnaður: Á allar hurðir skal setja vandaðar læsingar, þriggja eða fjögurra punkta. Handföng skulu vera venjuleg að innan og lykillæsingu að utan. Handföng skulu vera samþykkt af verkkaupa áður en smíði hefst. Handföng á hurðum í flóttaleiðum skulu vera með neyðarhandfangi (ÍST EN 179) Á útihurðir nema sjálfvirkar hurðir í aðalanddyri skal setja vandaðar sterkar útihurðapumpur af tegundinni Geze eða Dorma TS83 eða sambærilegar hurðapumpur. Útihurðir skulu vera með hurðarhandföngum úr áli af viðurkenndri gerð ákvarðist nánar í samráði við arkitekt. Húnar skulu vera af gerðinni Randi 19 mm eða sambærinlegt, sem verkkaupi samþykkir. Lamir á svalahurðum og öðrum útihurðum skulu vera vandaðar lamir skv. framleiðslukerfi gluggaframleiðanda, 3 stk. lamir á hverri hurð. Við allar útihurðir skal setja vandaða ryðfría hurðastoppara af tegundinni Randi. Stoppararnir festist á aðliggjandi veggi eða glugga eða í gólf, eftir því sem við á. Allar hurðaskrár skulu vera með lyklakerfi (masterkerfi) sem verkkaupi samþykkir Ál- gluggar og hurðar GL-01 til GL-18 Sjá teikningar nr /02, 20-10/11, 20-20/21, 20-30/31, 20-40, 20-50/51/52, 30-00/02/03/04/05/06/07, 31-10, 31-20/21 Smíði er samkvæmt lýsingu í grein Til verkliðar telst smíði og uppsetning ál- glugga og hurða GL1 til GL16 samkvæmt hurða- og gluggayfirliti arkitekts. Enn fremur felst í verkliðnum öll vinna við þéttingar gagnvart vatni/raka og vindum, bæði innanvert og utanvert, í samræmi við teikningar arkitekts og fyrirskrift gluggaframleiðanda þess gluggakerfis sem í boði er. Hurðir skulu vera með vönduðum 5 punkta hurðaskrám. Hurðir skulu vera með hurðarhandföngum úr áli af viðurkenndri gerð ákvarðist nánar Bls. 13 af 22 THG

15 í samráði við arkitekt. Hurðapumpur skulu vera af gerðinni Dorma TS83 eða sambærilegar hurðapumpur Gler skal vera líkt og lýst er í lið og sýnt og lýst er á teikningum arkitekts. Þröskuldar eiga að vera ávalir ekki hærri en 2 cm. t.d. álþröskuldar. Eftir uppsetningu skal hreinsa öll óhreinindi af málminum og fjarlægja og ganga frá umhverfi án ummerkja. Ál gluggar og hurðar eru magnteknir í stykkjum hverrar gluggagerðar. Í verði verkliðar er innfalinn allt efni og vinna við smíði og ísetningu álglugga og hurða þ.m.t. álkerfi, gler, festingar. hurðarpumpur, handföng, hurðaskrár, sílender, tilheyrandi þéttiefni og þéttilistar, vinnupallar, sem og allur búnaður sem þarf til að fullklára verklið. Gler og glerjun fylgir gluggum og hurðum í verði Álgluggakerfi GLK-01 til GLK-15 Sjá teikningar nr /02, 20-10/11, 20-20/21, 20-30/31, 20-40, 20-50/51/52, 30-00/02/03/04/05/06/07, 31-10, 31-20/21 Smíði er samkvæmt lýsingu í grein Til verkliðar telst smíði og uppsetning ál- glugga og hurða GLK-01 til GL-15 samkvæmt hurðaog gluggayfirliti arkitekts. Enn fremur felst í verkliðnum öll vinna við þéttingar gagnvart vatni/raka og vindum, bæði innanvert og utanvert, í samræmi við teikningar arkitekts og fyrirskrift gluggaframleiðanda þess gluggakerfis sem í boði er. Hurðir skulu vera með vönduðum 5 punkta hurðaskrám. Hurðir skulu vera með hurðarhandföngum úr áli af viðurkenndri gerð ákvarðist nánar í samráði við arkitekt. Hurðapumpur skulu vera af gerðinni Dorma TS83 eða sambærilegar hurðapumpur á. Gler skal vera eins og lýst er í lið og sýnt og lýst er á teikningum arkitekts. Litur á lakki á gler framanvið súlur og skyggingar á gler verður valið í samráði við arkitekt. Skyggingar / filmur skulu vera límdar á milli glerja. Gera skal ráð fyrir að filmur séu munstraðar, í lit og að þær séu ætlaðar innan í gler. Þröskuldar eiga að vera ávalir ekki hærri en 2 cm. t.d. álþröskuldar. Eftir uppsetningu skal hreinsa öll óhreinindi af málminum og fjarlægja og ganga frá umhverfi án ummerkja. Ál gluggar og hurðar eru magnteknir í stykkjum hverrar gluggagerðar. Í verði verkliðar er innfalinn allt efni og vinna við smíði og ísetningu álglugga og hurða þ.m.t. álkerfi, gler, festingar. hurðarpumpur, handföng, hurðaskrár, sílender, tilheyrandi þéttiefni og þéttilistar, vinnupallar, sem og allur búnaður sem til þarf til að fullklára verklið. Gler og glerjun fylgir gluggum og hurðum í verði Rennihurða búnaður í anddyri Sjá teikningar nr , 30-00, Smíði er samkvæmt lýsingu í grein Innifalið í verkinu er rennihurðabraut og búnaður fyrir fullfrágenginni ál-renniútihurð GL-04. Setja skal upp rafdrifnar rennihurð fyrir aðalinngang GL-04 með öllum búnaði sem til þarf. Efnisstærðir eru sýndar á teikningum arkitekta. Verktaki skal leggja fram fullnægjandi gögn til samþykktar hjá verkkaupa, um að hurðarbúnaðurinn, sem hann hyggst nota, sé vandaður í alla staði áður en hann pantar búnaðinn (rennihurðabrautir, skynjarar, læsingar, mótorar o.þ.h). Rennihurðabrautir skulu vera af viðurkenndri gerð og vera gerðar fyrir og þola þyngd hurða tegund t.d frá GEZE eða sambærilegur búnaður. Á rennihurðir skal setja nema fyrir sjálfvirka opnun, hreyfiskynjara/geisla, sem tengist rennihurðabrautum. Rennihurð skal búin varafli og tengd brunastöð og vera með stýrivél sem stýri opnunartíma rennihurða. Rennihurð skal vera læsanleg utan opnunartíma hússins Tryggt skal vera að dyrnar opnist við straumrof og við boð frá reykskynjara. Hnappur til opnunar skal vera við hliðina á hurðarhúni og vera vel sýnilegur og merktur. Hnappinn skal staðsetja u.þ.b. 1,0 m yfir gólfi og skal hann vera upplýstur af neyðarlýsingarlampa, minnst 5 lux, og merktur með skilti sem er 0,10 m x 0,15 m með mynd af lykli og með textanum: Neyðaropnun. Hurðin skal vera búin annaðhvort með: a) gorm/fjöður sem opnar hurðina en rafmagnsmótor sem lokar henni. eða b) drifbúnað sem er tengdur varaaflgjafa (rafhlöðu) sem bæði opnar og lokar Bls. 14 af 22 THG

16 hurðinni. Drifbúnaðurinn skal geta opnað hurðina minnst 30 sinnum á varaaflinu einu. Við virkjun brunaviðvörunarkerfis hvort heldur sem er af brunaskynjara eða handboða skal hurðin opnast og haldast í opinni stöðu þar til viðvörunarkerfið er endursett. Við straumleysi skal hurðin opnast og haldast í opinni stöðu. Verktaki skal tilgreina áður en gengið er frá pöntun á rennihurðabúnaði hver verði þjónustuaðili með rennihurðum. Verkkaupi leggur ríka áherslu á að um viðurkenndan þjónustuaðila sé að ræða. Rennihurðabúnaður er talinn í stykkjum (stk) af teikningu. Rennihurðabúnaði skal fylgja allt efni og vinna við smíði, flutning og ísetningu ál-rennihurða þ.m.t. hurðarbúnaður, opnunarbúnaður (hreyfiskynjari/geisli) ásamt rafmagnstengingum, handföng, hurðaskrár, sílendir (seguljárn) efni til þéttingar, festingar, vinnupallar, rýrnun og annað efni sem til þarf til fullnaðarfrágangs Útihurð ÚH-01 Sjá teikningar nr /02, 20-10/11, 20-20/21, 20-30/31, 20-40, 20-50/51/52, 30-00/02/03/04/05/06/07, 31-10, 31-20/21 Smíði er samkvæmt lýsingu í grein Til verkliðar telst smíði og uppsetning ál- glugga og hurða ÚH-1 samkvæmt hurða- og gluggayfirliti arkitekts. Útihurðir skulu vera úr áli með vönduðum 5 punkta hurðaskrám. Hurðir skulu vera með hurðarhandföngum úr áli af viðurkenndri gerð ákvarðist nánar í samráði við arkitekt. Hurðapumpur skulu vera af gerðinni Dorma TS83 eða sambærilegar hurðapumpur. Þröskuldar eiga að vera ávalir ekki hærri en 2 cm. t.d. álþröskuldar. Eftir uppsetningu skal hreinsa öll óhreinindi af málminum og fjarlægja og ganga frá umhverfi án ummerkja. Álhurðar eru magnteknir í stykkjum. Í verði verkliðar er innfalinn allt efni og vinna við smíði og ísetningu álhurða þ.m.t. álkerfi, festingar. hurðarpumpur, handföng, hurðaskrár, sílender, tilheyrandi þéttiefni og þéttilistar, sem og allur búnaður sem til þarf til að fullklára verklið Vörumóttökuhurð VH-01 Sjá teikningar nr /02, 20-10/11, 20-20/21, 20-30/31, 20-40, 20-50/51/52, 30-00/02/03/04/05/06/07, 31-10, 31-20/21 Smíði er samkvæmt lýsingu í grein Innifalið í verkinu er fullfrágenginn iðnaðarhurðir með öllum búnaði uppsettum og tengdum. Útvega skal og setja upp rafdrifnar iðnaðarhurðir úr samlokueiningum t.d. frá HÉÐINN eða sambærilegar. Hurðir skulu koma með öllum þeim búnaði sem til er ætlast og lög kveða á um að þurfi að vera og eru samkvæmt teikningum arkitekt. Hurðar skulu vera með rafmagnsmótor. Styrkleiki hurða og allur frágangur skal uppfylla kröfur gildandi álagsstaðla sjá grein Verktaki skal áður en gengið er frá pöntun á iðnaðarhurðum leggja fram fullnægjandi gögn um að hurðarbúnaður sé vandaður sem hann hyggst nota til samþykktar verkkaupa ( læsing á hurð, mótorar o.þ.h.). Verktaki skal tilgreina áður en gengið er frá pöntun á iðnaðarhurðum hver verði þjónustuaðili með þeim. Verkkaupi leggur ríka áherslu á að um viðurkenndan þjónustuaðila sé að ræða. Iðnaðarhurðir eru taldar í stykkjum (stk) af teikningu. Iðnaðarhurðum skal fylgja allt efni og vinna við smíði, flutningur og ísetning á staðnum þ.m.t. hurðarbúnaður, opnunarbúnaður ásamt rafmagnstengingum,handföng, hurðaskrár, sílendir efni til þéttingar, festingar,vinnupallar, rýrnun og annað efni sem til þarf til fullnaðarfrágangs Reyklúga á lyftuskakt Sjá teikningar nr /02, 20-10/11, 20-20/21, 20-30/31, 20-40, 20-50/51/52, 30-00/02/03/04/05/06/07, 31-10, 31-20/21 Smíði er samkvæmt lýsingu í grein Innifalið í verkinu er fullfrágenginn reyklúga á þak lyftuskafts. Lúga þarf að vera minnst 0,75 m² að stærð. Opnun á reyklúgunni sé sjálfvirk og tengd við reykskynjara í lyftuskaftinu. Ef skynjarinn gefur merki um reyk skal reyklúgan opnast. Reyklúga eru taldar í stykkjum (stk) af teikningu. Reyklúgu skal fylgja allt efni og vinna við smíði, ísetning á staðnum, opnunarbúnaður ásamt rafmagnstengingum efni til þéttingar, festingar,vinnupallar, rýrnun og annað efni sem til þarf til fullnaðarfrágangs Bls. 15 af 22 THG

17 Bls. 16 af 22 THG

18 7.4 GLER OG GLERJUN Almennt Allt gler skal vera tvöfalt samanlímt fyrsta flokks flotgler með minnst 12mm loftbili milli glerja samsett af framleiðendum, sem verkkaupi samþykkir. Geyma skal gler og efni á öruggum, þurrum stað og taka það ekki upp fyrr en vinna hefst. Innragler í inngangshurðum aðalinngangs skulu vera úr samlímdu öryggisgleri. Gler í gluggum og í aðalinngangs hurð sem er merkt öryggisgler á teikningum skal vera tvöfalt einangrunargler með bæði innra og ytra gleri lagskipt sem uppfyllir 2(B)2 flokk. Verktaki skal sjá til þess að gler og tilheyrandi frágangur fullnægi þeim álagskröfum sem fram koma í viðeigandi stöðlum sem eru í gildi á Íslandi. Sjá grein Verktaki skal leggja fram fullnægjandi gögn og útreikninga a.m.k. 2 vikum fyrir pöntun á gluggum til að sýna hvernig þessi ákvæði verða uppfyllt til yfirferðar hjá verkfræðingum. Vindálag og álagsstuðlar skulu vera skv. forsögn verkfræðinga. Við þykktarákvörðun á gleri skal miða við að þykkt glers fullnægi þeim álagskröfum sem fram koma í forsögn verkfræðinga. Verktaki skal leggja fram fullnægjandi gögn og útreikninga til yfirferðar verkfræðinga sem sýna hvernig þessi ákvæði verða uppfyllt. Einangrunargildi glers skal vera að lágmarki 1,2 W/m 2 K og skal uppfylla ákvæði byggingareglugerðar. Allt gler skal vera framleitt samkvæmt gæðavottun IGH. Gerð er krafa um a.m.k. 5 ára ábyrgð á gleri og samsetningu þess. Verktaki skal leggja fram vottorð frá glerframleiðanda um ábyrgð hans. Allt gler skal tryggja í flutningi og á vinnustað. Einangrunargler Sjá teikningar nr /02, 20-10/11, 20-20/21, 20-30/31, 20-40, 20-50/51/52, 30-00/02/03/04/05/06/07, 31-10, 31-20/21 Sjá almenna lýsingu í grein Allir álprófílar í hurðar, glugga- og hurðakarma skulu gerðir fyrir að sett sé í þá tvöfalt einangrunargler. Í öllum rúðum skal ytri rúðan vera samsvarandi eða sem líkust því gleri sem er í núverandi byggingu sem er STOPSOL, SUPERSILVER, CLEAR, eða annað jafngott, sem verkkaupi samþykkir. Allt gler skal vera fyrsta flokks samlímt glært einangrunargler, samsett af framleiðendum sem verkkaupi samþykkir. Loftbil milli glerja skal vera a.m.k. 12 mm. Ísetning glers í ál-tré og álprófíla skal vera samkvæmt ákvæðum framleiðanda um uppsetningu og frágang. Öryggisgler Sjá teikningar: nr /02, 20-10/11, 20-20/21, 20-30/31, 20-40, 20-50/51/52, 30-00/02/03/04/05/06/07, 31-10, 31-20/21 Gler í aðalinngangshurðum skulu vera öryggisgler úr tvöföldu einangrunargler með lagskiptu innra og ytra gleri. Í öllum rúðum skal ytri rúðan vera STOPSOL, SUPERSILVER, CLEAR, eða annað jafngott, sem verkkaupi samþykkir. Allt gler skal vera fyrsta flokks samlímt glært einagrunargler, samsett af framleiðendum sem verkkaupi samþykkir. Loftbil milli glerja skal vera a.m.k. 12 mm. Ísetning glers í álprófíla skal vera samkvæmt ákvæðum framleiðanda um uppsetningu og frágang. Brunaþolið öryggisgler Sjá teikningar nr /02, 20-10/11, 20-20/21, 20-30/31, 20-40, 20-50/51/52, 30-00/02/03/04/05/06/07, 31-10, 31-20/21 Gler í glugga G12 skal vera úr E-30 brunaþolnu öryggisgleri. Í öllum rúðum skal innri rúðan vera E-30 brunaþolið gler, sem verkkaupi samþykkir. Í öllum rúðum skal ytri rúðan vera STOPSOL, SUPERSILVER, CLEAR, samsett af framleiðendum sem verkkaupi samþykkir. Loftbil milli glerja skal vera a.m.k. 12 mm. Ísetning glers í álprófíla skal vera samkvæmt ákvæðum framleiðanda um uppsetningu og frágang. Allt gler er verðlagt í hverjum glugga fyrir sig í lið Bls. 17 af 22 THG

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 7. Frágangur utanhúss

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 7. Frágangur utanhúss Efnisyfirlit 7 Frágangur utanhúss... 3 7.0 Almennt... 3 7.0.0 Umfang verksins... 3 7.0.1 Verkáætlun... 4 7.0.2 Nákvæmniskröfur... 4 7.0.3 Umhverfisstefna... 4 7.1 Múrhúðun... 5 7.1.0 Almennt... 5 7.1.1

Detaljer

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir

Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir Dæmi um eldvarnarveggi, hæðaskil og eldvarnarhurðir Veggir og hæðaskil skv. dæmunum hér á eftir teljast uppfylla kröfur um brunamótstöðu með eftirfarandi takmörkunum: a. Hámarkshæð veggja skal vera 3,0

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Í KRINGUM ALAR LAGNIR SKAL VERKTAKI FYLLA MEÐ MINNST 150mm SANDLAGI OG FYLLA SÍÐAN MEÐ FROSTRFÍU OG BURÐARHÆFU FYLLINGAREFNI.

Í KRINGUM ALAR LAGNIR SKAL VERKTAKI FYLLA MEÐ MINNST 150mm SANDLAGI OG FYLLA SÍÐAN MEÐ FROSTRFÍU OG BURÐARHÆFU FYLLINGAREFNI. MIN 55 MERKINGAR ( Í SAMRÆMI VIÐ ÍST. 64, 65,68 OG GILDANDI REGLUGERÐIR ) 6. SKÝRINGAR. BRUNNAR O.FL. BG BR GN NF SF SN KB KL KN HRL FP.X K.n.h K.e.h VL HRB J ST PVC PP PE PB BENSÍNGILDRA, OLÍUGILDRA BRUNNUR

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur Handbók um Umferðarmerki Inngangur Útgefandi Vegagerðin og Reykjavíkurborg Mars 2013 Efnisyfirlit Almennar reglur... 2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja... 3 Merkjaplötur... 3 Litur, lögun, stærð og

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Fellsvegur - Stígagerð og brú

Fellsvegur - Stígagerð og brú Fellsvegur - Stígagerð og brú 1 T.NR. HEITI TEIKNINGR TÖLVUSKRÁ ÚTGÁF MKV. Stígagerð Burðarvirki TEIKNINGSKRÁ 1.01 Fellsvegur - Stígagerð og brú. fstöðumynd 16183-ST-V-Y-01 1:1000 1.02 Fellsvegur - Stígagerð

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

HAFNARFJARÐARBÆR Aðrar eignir

HAFNARFJARÐARBÆR Aðrar eignir HAFNARFJARÐARBÆR Aðrar eignir Viðhald fasteigna Ársskýrsla 2017 Hafnarfjörður 03.11 2017 1 2 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 RÁÐHÚS... 8 STRANDGATA 4... 10 KRÝSUVÍK - ÍBÚÐARHÚS... 12 HJALLABRAUT 51... 14 ÞJÓNUSTUHÚS

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

GÖNGULEIÐ - HLÍÐARBYGGÐ/DALSBYGGÐ LÓÐARUPPDRÁTTUR YFIRBORÐSFRÁGANGUR

GÖNGULEIÐ - HLÍÐARBYGGÐ/DALSBYGGÐ LÓÐARUPPDRÁTTUR YFIRBORÐSFRÁGANGUR 27.80 FÆÐU LJÓSASTAU NÝ LJÓSASTAU FÆÐU LJÓSASTAU NÝ LJÓSASTAU +28.05 LÓÐAMÖK+27.75 +27.45 +27.15 +26.85 +26.55 +26.25 +25.95 +25.65 +25.35 +25.05 +24.75 +24.45 +24.15 +23.85 LÓÐAMÖK+23.55 +23.25 +22.95

Detaljer

ARNARHRAUN 15, HÖNNUN Á LJÓSASTÝRINGU OG ALMENNRI RAFLÖGN

ARNARHRAUN 15, HÖNNUN Á LJÓSASTÝRINGU OG ALMENNRI RAFLÖGN ARNARHRAUN 15, HÖNNUN Á LJÓSASTÝRINGU OG ALMENNRI RAFLÖGN Ragnar Þór Harðarson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2015 Höfundur/höfundar: Ragnar Þór Harðarson Kennitala: 080890-3979 Leiðbeinandi: Svanbjörn Einarsson

Detaljer

Tillögur að breytingum á byggingarreglugerð til lækkunar byggingarkostnaðar íbúðarhúsnæðis

Tillögur að breytingum á byggingarreglugerð til lækkunar byggingarkostnaðar íbúðarhúsnæðis á byggingarreglugerð til lækkunar byggingarkostnaðar íbúðarhúsnæðis 2.3.5. gr. Minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi. Eftirfarandi framkvæmdir og breytingar eru undanþegnar byggingarleyfi

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Stoðrit Útgáfunúmer: 20 Yfirbygging Dags.: YFIRBYGGING

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Stoðrit Útgáfunúmer: 20 Yfirbygging Dags.: YFIRBYGGING Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 3-3-00-01 3. YFIRBYGGING 3.1 DYRABÚNAÐUR... 3-3-01-01 3.2 SKERMUN HJÓLA... 3-3-02-01 3.3 RÚÐUR... 3-3-03-01 3.4 ÖRYGGISBELTI... 3-3-04-01 3.5 UNDIRVÖRN...

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.31 R3133A Bláfellsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

BYGGINGARREGLUGERÐ. Nr janúar HLUTI ALMENN ÁKVÆÐI

BYGGINGARREGLUGERÐ. Nr janúar HLUTI ALMENN ÁKVÆÐI BYGGINGARREGLUGERÐ 1. HLUTI ALMENN ÁKVÆÐI 1.1. KAFLI Markmið og gildissvið. 1.1.1. gr. Markmið. Markmið þessarar reglugerðar er: a. Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja

Detaljer

Hönnunarleiðbeiningar fyrir ráðgjafa TÆKNIÞRÓUN LAV

Hönnunarleiðbeiningar fyrir ráðgjafa TÆKNIÞRÓUN LAV Hönnunarleiðbeiningar fyrir ráðgjafa TÆKNIÞRÓUN LAV-815-7.0 Ábyrgð: Þórhildur Þrkelsdóttir Dags. 2.11.2018 2 af 58 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR... 5 2. HÖNNUNARFERLIÐ... 6 3. HÖNNUNARFORSENDUR... 7 Rafveita...

Detaljer

Blesugróf 34. Auður Ástráðsdóttir. Eyjólfur Edvard Jónsson. Lokaverkefni í Byggingariðnfræði

Blesugróf 34. Auður Ástráðsdóttir. Eyjólfur Edvard Jónsson. Lokaverkefni í Byggingariðnfræði Blesugróf 34 Auður Ástráðsdóttir Eyjólfur Edvard Jónsson Lokaverkefni í Byggingariðnfræði 2014 Auður Ástráðsdóttir Kt: 30128-2289 Eyjólfur Edvard Jónsson Kt: 310890-3249 Leiðbeinendur: Ágúst Þór Gunnarsson

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

EFNISTAKA Í HROSSADAL Í LANDI MIÐDALS, MOSFELLSBÆ SKÝRSLUR OG GREINARGERÐIR TENGDAR MATIÁ UMHVERFISÁHRIFUM Minnisblað tæknideildar Reykjavíkurhafnar um Grjótnám ílandi Miðdals ímosfelsbæ. Niðurstöður berggreiningar.

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. 2005/EES/34/01 Almannaþjónustuskyldur Útboð Noregur... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

Byggingarreglugerð. Stjtíð. B, nr. 441/1998.

Byggingarreglugerð. Stjtíð. B, nr. 441/1998. Stjtíð. B, nr. 441/1998. Byggingarreglugerð. 1. KAFLI. Stjórnsýsla og almenn ákvæði. 1. gr. Markmið. 1.1 Markmið þessarar reglugerðar eru: a. að tryggja réttaröryggi í meðferð byggingarmála þannig að réttur

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna

Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni. Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Hægribeygjur af þjóðvegum Rannsóknarverkefni Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna Júní 2008 Vegagerðin Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Reynsla annarra landa... 4 2.1 Samantekt... 4 2.2 Noregur...

Detaljer

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI - SAMANBURÐUR MILLI LANDA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI DESEMBER 2017 MANNVIT +354 422 3000 www.mannvit.is mannvit@mannvit.is Efnisyfirlit 1.

Detaljer

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum

ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN. 16. janúar 2009 Moskva 13. Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum ALRÍKISSTOFNUN FYRIR FISKVEIÐAR TILSKIPUN 16. janúar 2009 Moskva 13 Um staðfestingu á Reglum um fiskveiðar á norðlægum fiskimiðum Skráð af Dómsmálaráðuneyti Rússlands hinn 16. febrúar 2009 Skráningarnúmer

Detaljer

HÖRÐUVALLASKÓLI, 4. ÁFANGI, BAUGAKÓR 38, KÓPAVOGI

HÖRÐUVALLASKÓLI, 4. ÁFANGI, BAUGAKÓR 38, KÓPAVOGI HÖRÐUVALLASKÓLI, 4. ÁFANGI, BAUGAKÓR 38, KÓPAVOGI VERKKAUPI : KÓPAVOGSBÆR TILBOÐSBÓK TILBOÐ- SEPTEMBER 2013 Umsjón : Tæknideild Kópavogs Fannborg 2, 3. hæð 200 Kópavogi Sími : 570 1500 Fax : 570 1501 Jón

Detaljer

Gönguþveranir. Desember 2014

Gönguþveranir. Desember 2014 4 Gönguþveranir Desember 2014 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Detaljer

PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA

PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA PÍPULAGNIR FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA 1 Pípulagnir - Ferilbók IÐAN fræðslusetur ehf. annast verkefni fyrir menntamálaráðuneytið vegna náms í bíliðngreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum,

Detaljer

Námur. Efnistaka og frágangur

Námur. Efnistaka og frágangur Námur Efnistaka og frágangur Apríl 2002 Útgefendur: Embætti veiðimálastjóra Hafrannsóknarstofnun Iðnaðarráðuneytið Landgræðsla ríkisins Landsvirkjun Náttúruvernd ríkisins Samband íslenskra sveitarfélaga

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur.

Nr júní 2015 REGLUGERÐ. um plöntuverndarvörur. REGLUGERÐ um plöntuverndarvörur. 1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins. Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

Vörulisti leigðu tækin. hjá leigumarkaði byko. Sími

Vörulisti leigðu tækin. hjá leigumarkaði byko. Sími Vörulisti 2012 leigðu tækin hjá leigumarkaði byko Sími 515 4020 www.byko.is Kæri viðskiptavinur. Takk fyrir áhuga þinn á vörulista Leigumarkaðar BYKO. Nú hefur LM BYKO sem áður hét Hörkutól verið starfræktur

Detaljer

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R

skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R Borgarráð skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavík, 27. febrúar 2017 R13020066 641 Kirkjusandsreitur - uppbygging Óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við samning Íslandsbanka

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014

30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende. EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014. av 30. september 2014 30.7.2015 EØS-tillegget til Den europeiske unions tidende Nr. 43/57 EØS-KOMITEENS BESLUTNING nr. 203/2014 203-2015n EØS-KOMITEEN HAR av 30. september 2014 om endring av EØS-avtalens vedlegg II (Tekniske

Detaljer

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010 -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Rannveig Júníusdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ása Ólafsdóttir, lektor september

Detaljer

Hámarkshraði á tveggja akreina

Hámarkshraði á tveggja akreina Hámarkshraði á tveggja akreina þjóðvegum Athugun á norskri aðferð við ákvörðun hámarkshraða Nóvember 2004 Einar M. Magnússon Þórólfur Nielsen Haraldur Sigþórsson Unnið af: Einari Má Magnússyni og Þórólfi

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Áfangaskýrsla olíur til vegagerðar júlí 2016 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 12 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 4. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

HÚSGAGNASMÍÐI FERILBÓK

HÚSGAGNASMÍÐI FERILBÓK HÚSGAGNASMÍÐI FERILBÓK TILRAUNAÚTGÁFA 1 Húsgagnasmíði - Ferilbók IÐAN fræðslusetur ehf. annast verkefni fyrir menntamálaráðuneytið vegna náms í bíliðngreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum,

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Q E SAMTOKFJARMALAFYRIRTÆKJA lcelandic Financial Serviccs Association ms a m tö k fy rirtæ k ja SA Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík,

Detaljer

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum

Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum VMST-R/0106 Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum Valdimar Ingi Gunnarsson Apríl 2001 Veiðimálastofnun Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík Sími: 567 6400 Fax 567 6420 Heimasíða: www.veidimal.is Netfang:

Detaljer

DEILISKIPULAG SPRANGAN

DEILISKIPULAG SPRANGAN Vestmannaeyjabær DEILISKIPULAG SPRANGAN Tillaga Janúar 2017 Vestmannaeyjabær 2017 Skipulagsráðgjafar: Alta ehf. Verknr. 1171-009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 1.1 Deiliskipulagssvæðið, umhverfi og staðhættir...

Detaljer

Leiðbeiningar Reglur um veðurathuganir, skýrslufærslu og skeytasendingar á skeytastöðvum

Leiðbeiningar Reglur um veðurathuganir, skýrslufærslu og skeytasendingar á skeytastöðvum Leiðbeiningar 08001 Reglur um veðurathuganir, skýrslufærslu og skeytasendingar á skeytastöðvum VÍ-ES01 Reykjavík 2008 EFNISYFIRLIT Formáli... 5 1. Inngangur... 7 2. Hitastig... 10 3. Loftþrýstingur...

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma. EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Ákvörðun refsingar... 3 2.1 Um refsimörk laga... 3 2.2 Refsiþyngingarástæður... 4 2.3 70. gr. hgl.... 4 2.4 Hugtakið nauðgun í lagalegum skilningi... 6 2.4.1 Fyrirmynd og

Detaljer

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018

Alþingi Austurstræti Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar Reykjavík, 5. júní 2018 Alþingi Austurstræti 8-10 150 Reykjavík B.t. allsherjar og menntamálanefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 5. júní 2018 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga,

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga

í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga Persónukjör í sveitarstjórnarkosningum tjó i í öðrum norrænum ríkjum Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga FINNLAND Kosningarréttur - kjörgengi Kosningarréttur sambærilegur

Detaljer

Leiðbeiningar um meistaraprófsritgerð MPR0230

Leiðbeiningar um meistaraprófsritgerð MPR0230 Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-kennarabraut Meistaranám í menntunarfræði M. Ed.-próf (kennarapróf) Leiðbeiningar um meistaraprófsritgerð MPR0230 Akureyri Janúar 2016 Efnisyfirlit 1. Námskeiðslýsing...

Detaljer

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi

RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi RÉTTUR ÁKÆRÐA TIL AÐ VERA VIÐSTADDUR MÁLSMEÐFERÐ Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila fyrir dómi Höfundur: Klara Baldursdóttir Briem Kennitala: 121287-2699 Leiðbeinandi: Hulda

Detaljer

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál]

sþ Tillaga til þingsályktunar [115. mál] sþ. 118. Tillaga til þingsályktunar [115. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. (Lögð fyrir Alþingi á

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 29 ISSN árgangur EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 29 10. árgangur 5.6.2003 2003/EES/29/01 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

LEIÐBEININGARIT. um kaup á ráðgjöf FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

LEIÐBEININGARIT. um kaup á ráðgjöf FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ LEIÐBEININGARIT um kaup á ráðgjöf FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ LEIÐBEININGARIT UM KAUP Á RÁÐGJÖF Í nóvember 1999 var myndaður vinnuhópur til að vinna að stefnumótun í samskiptum um kaup á ráðgjöf. Í hópnum áttu

Detaljer

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið.

Inniheldur n-1-naftýlanilín. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið. ÖRYGGISBLAÐ skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Útgáfa: 3 Dags. endurskoðunar: 4. febrúar 2015 1. AUÐKENNING EFNISINS/BLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS/FYRIRTÆKISINS 1.1. Vörukenni BP TURBO OIL 2380 1.2. Tilgreind

Detaljer

Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar

Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingar Íslenskar Lokaskýrsla olíur til vegagerðar maí 2017 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 1 2. TILRAUNIR MEÐ ÚTLÖGN KLÆÐINGA MEÐ MIS MIKLU MAGNI BINDIEFNIS1 2.1 TILGANGUR OG

Detaljer

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna

Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna Rit LbhÍ nr. 8 Golfvellir - umhirða og viðhald Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallastarfsmanna Ásdís Helga Bjarnadóttir 2006 Rit LbhÍ nr. 8 ISSN 1670-5785 Ásdís Helga Bjarnadóttir Golfvellir

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

INNGANGSORÐ. Vinnuhópurinn þakkar öllum þeim sem komu að gerð stigans með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir.

INNGANGSORÐ. Vinnuhópurinn þakkar öllum þeim sem komu að gerð stigans með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir. INNGANGSORÐ Íslenski fimleikastiginn er nú gefinn út í áttunda sinn. Hann er gefinn út á fjögurra ára fresti og hefur sú útgáfa haldist í hendur við nýjar dómarareglur Alþjóðlega Fimleikasambandsins (FIG).

Detaljer

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 287. fundar Dagsetning og staður: 5. nóvember 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson Jón

Detaljer

Nr desember 1999 AUGLÝSING

Nr desember 1999 AUGLÝSING 31. desember 1999 173 Nr. 23 AUGLÝSING um samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. Hinn 18. júní 1998 var undirritaður í

Detaljer

Eftirlitsskýrsla. Áburðareftirlit Desember 2011

Eftirlitsskýrsla. Áburðareftirlit Desember 2011 Eftirlitsskýrsla Áburðareftirlit 2011 Desember 2011 0 EFNISYFIRLIT I. Framkvæmd áburðareftirlits... 3 1. Inngangur... 3 2. Áburðareftirlit... 3 3. Sýnataka... 3 4. Leyfð vikmörk... 3 II. Búvís ehf....

Detaljer

Göngubrýr. Íslensk hönnun. 6. apríl Magnús Arason Fagstjóri brúasviðs EFLU

Göngubrýr. Íslensk hönnun. 6. apríl Magnús Arason Fagstjóri brúasviðs EFLU Göngubrýr Íslensk hönnun 6. apríl 2018 Magnús Arason Fagstjóri brúasviðs EFLU Inngangur Samgöngusvið EFLU starfar jöfnum höndum á Íslandi og í Noregi Helstu verkkaupar eru íslenska og norska Vegagerðin

Detaljer

Jón Þorvaldur Heiðarsson

Jón Þorvaldur Heiðarsson Borgir við Norðurslóð, 600 Akureyri, Sími 460-8900, Fax 460-8919 Netfang: rha@unak.is Veffang: http://www.rha.is VÍSITALA VEGAGERÐARKOSTNAÐAR Tillögur að endurskoðun í kjölfar kostnaðargreiningar Október

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA Febrúar 2012 ISBN: 978-9979-871-58-3 EFNISYFIRLIT SAMANTEKT... 5 NIÐURSTÖÐUR OG TILLÖGUR NEFNDARINNAR... 8 1. INNGANGUR... 11 1.1. Skipan nefndarinnar...

Detaljer