Reykjavíkurhöfn90á r a

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "Reykjavíkurhöfn90á r a"

Transkript

1 Fréttabréf Faxaflóahafna Nóvember tölublað 13. árgangur Reykjavík Grundartangi Akranes Borgarnes Reykjavíkurhöfn90á r a Hinn 16. nóvember 1917 skilaði verkfræðistofa N.V. Monbergs Reykjavíkurhöfn í hendur bæjarstjórnar Reykjavíkur. Langþráðar hafnarbætur voru að baki. Höfnin leit þá í stórum dráttum þannig út að þrír hafnargarðar, Grandagarður, Örfiriseyjargarður og Ingólfsgarður, mynduðu umgerð hafnarinnar en framundan Hafnarstræti voru miklar uppfyllingar til vöruupplagningar með 160 metra löngu bólvirki fyrir framan og auk þess var komin 80 metra löng kolabryggja í austurhöfninni. Að öðru leyti var höfnin lítið annað en óútfyllt umgjörð. Hafnargerðin hafði staðið yfir í hálft fimmta ár og var fram að þeim tíma mesta og dýrasta framkvæmd Íslandssögunnar. Hafnarblaðið er að þessu sinni tileinkað 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar. Forsaga þess að ráðist var í hafnargerðina er rakin og saga framkvæmdanna sögð í stuttu máli. Þá er stiklað á stóru í 90 ára sögu hafnarinnar og ýmissar hafntengdrar starfsemi auk þess sem framtíð hennar er til umræðu. Allt þetta og margt fleira er að finna í þessu afmælisriti.

2 Spennandi tímar framundan hjá Faxaflóahöfnum Útgefandi: Faxaflóahafnir sf. Ábyrgðarmaður: Gísli Gíslason Umsjón: Texti: Prentun: Forsíðumynd: Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna Sævar Guðbjörnsson / Blaðasmiðjan Guðjón Friðriksson Gutenberg Frá Reykjavíkurhöfn. Þorvaldur Skúlason, Listasafni Íslands. Allir gleðjast við hátíðleg tækifæri. Haldið er upp á merkar minningar og mikilvæga áfanga í atvinnusögu þjóðarinnar. Þess vegna er ekki skrýtið að 90 ára afmælis Reykjavíkurhafnar sé minnst með myndarlegum hætti og Hafnarblaðið að þessu sinni helgað hinum merku tímamótum í sögu borgarinnar og undirstöðuatvinnuvega þjóðarinnar. Mörgum finnst höfnin sjálfsögð, en svo er vitaskuld alls ekki. Reykjavíkurhöfn er kraumandi pottur fjölbreytts mannlífs; margvísleg fyrirtæki byggja starfsemi sína á þjónustu henni tengdri og ófáir hafa átt sitt lifibrauð hafnarvinnunni að þakka gegnum tíðina. Í Hafnarblaðinu er rakin forsaga þess að ráðist var í hafnargerðina og saga framkvæmdanna sögð í stuttu máli. Þá er stiklað á stóru í 90 ára sögu hafnarinnar og ýmissar hafnartengdar starfsemi auk þess sem framtíð hennar er til umræðu í ljósi þess að Reykjavíkurhöfn er nú hluti af byggðasamlaginu Faxaflóahafnir sf. sem teygir anga sína allt frá Borgarbyggð, að Akranesi, upp að Grundartanga og að höfnum Reykjavíkur og myndar stærstu höfn þjóðarinnar og eina stærstu gáma- og útflutningshöfn Norðurlanda, hvorki meira né minna. Ég þreytist ekki á að benda á hversu spennandi tímar eru nú framundan hjá Faxaflóahöfnum. Ekki aðeins stendur kjarnastarfsemi fyrirtækisins traustum fótum heldur hefur þróun hennar í senn verið forsenda og fylgifiskur þess mikla blómaskeiðs sem staðið hefur yfir í íslensku efnahagslífi undanfarinn áratug. Við erum einnig þeirrar skoðunar, að fyrirtækið muni leika mikilvægt hlutverk í efnahags, atvinnu- og byggðaþróun á athafnasvæðinu á næstu árum og áratugum. Faxaflóahafnir reka nú fjórðu stærstu gámahöfn á Norðurlöndum í Reykjavík. Stór hluti þess fiskafla sem veiddur er við Íslandsstrendur kemur á land hjá okkur, um það bil sjötti hver ferðamaður sem kemur til Íslands ár hvert ferðast með skemmtiferðaskipi sem leggst við bryggju í Reykjavík. Að þessu sögðu þarf ekki að fjölyrða um hve gríðarlega mikilvæg starfsemi Reykjavíkurhafnar og Faxaflóahafna er fyrir íslenskt atvinnulíf á okkar dögum. En Reykjavíkurhöfn er ekki sama höfnin nú og fyrir aðeins fáum árum, enda hafa geysilegar framfarir átt sér stað í níutíu ára sögu fyrirtækisins. Nú stendur yfir mikið umbreytingarskeið á hafnarsvæðinu, sem er helsta þróunarsvæði borgarinnar. Tónlistar- og ráðstefnuhús rís við Austurhöfnina og mun setja mikinn svip á Reykjavík í framtíðinni. Slippasvæðið við Mýrargötu mun taka stakkaskiptum, þar verður í framtíðinni nýtt og glæsilegt bryggjuhverfi. Stýrihópur vinnur nú að spennandi hugmyndum um framtíðarskipulag í Örfirisey og mögulegum landfyllingum út í nálægar eyjar. Þverpólitísk samstaða er þó um að helga fiskihöfninni ákveðið svæði og standa þar vörð um útgerð og fiskvinnslu, en tengja ferðaþjónustu, veitingarekstur og blómlegt mannlíf að hætti hafnarborga víða um heim. Framkvæmdir við Skarfabakka eru á lokastigi, þar verða fljótlega byggðar nýjar starfsstöðvar Eimskips, Byko, Hampiðjunnar og fleiri öflugra fyrirtækja. Áfram er unnið að landgerð við Fiskislóð en þar í grennd hefur verið mikill vöxtur í hafnsækinni starfsemi og öðrum atvinnurekstri undanfarin ár. Til framtíðar stendur til að skapa iðnaði skilyrði til vaxtar á Álfsnesi. Allt þetta er til marks um þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað og er í farvatninu og er í eðlilegu framhaldi af baráttu þeirra frumherja sem lögðu fyrstir hönd á plóg í þessum efnum. Fyrst í hafnarnefnd fyrir 150 árum og allt að stofnun hafnarinnar sjálfrar sextíu árum síðar. Við heiðrum minningu þeirra og allra sem starfað hafa við höfnina æ síðan á þessum tímamótum og segjum einum rómi: Til hamingju með afmælið! 2 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

3 Reykjavíkurhöfn 90 ára Ljósmynd: Thorvald Krabbe / Þjóðminjasafnið Ef geng ið er út frá því að Ingólf ur Arn ar son hafi ver ið fyrsti land náms mað urinn má vera að hafn ar að stæð ur hafi ver ið ein af ástæð un um fyr ir því að hann setti nið ur bæ sinn í Reykja vík. Land náms menn irn ir þurftu að koma skip um sín um í ör uggt vetr ar lægi og völdu stund um að setja sig nið ur þar sem var send in fjara og hægt að draga skip in upp í sjáv ar lón. Í Reykja vík var hent ugur sjáv ar kamb ur og tjörn rétt fyr ir ofan. Úr henni rann læk ur til sjáv ar og unnt að draga skip eft ir hon um inn á Tjörn ina. Löngu síð ar, bæði á 18. og 19. öld, komu fram mark tæk ar til lög ur um að grafa skipa skurð inn í Tjörn ina og gera hana að skipa kví. Þær urðu þó aldrei að veru leika sem bet ur fer. Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 3

4 Öld um sam an reru Reyk vík ing ar til fiskjar frá Reykja vík ur sandi, nokkurn veg inn þar sem Hafn arstræti ligg ur núna. Upp af Gróf inni, vest asta hluta Reykja vík ur sands, voru á 18. öld göm ul báta naust eða tótt ir af þeim. Þar hét Ing ólfs naust og voru munn mæli um að þar hefði Ingólf ur Arn ar son dregið báta sína í naust. Eft ir að þétt býli tók að mynd ast í Reykja vík urðu haf skip sem þang að áttu er indi að liggja við stjóra úti á höfn inni en Örfiris ey og Örfiris eyj ar grandi ásamt eyj um og skerj um veittu nokk urt skjól fyr ir haf öld unni sem kom af opnu hafi. Mátti segja að í Reykja vík væri til tölu lega gott skipa lægi. Reykja víkur kaup menn, sem all ir voru með hús sín við fjör una framan af, höfðu báta bryggj ur fram af hús unum og varð inn flutn ing ur og út flutn ing ur að fara fram á litl um bát um sem gengu milli skip anna úti á höfninni og lands. Þetta var taf söm og dýr að ferð og oft höml uðu veð ur upp- og út skip un. Skip slitn uðu stund um upp á hafn ar leg unni í ill viðr um og sjór gekk á land og braut allt og braml aði sem fyr ir varð. Eft ir því sem leið á 19. öld fjölg aði skipa kom um til Reykja vík ur og jafn framt stækk uðu skip in sem þang að komu. Fram an af öld inni komu um eða innan við 50 skip að með al tali á ári til Reykja vík ur, um mið bik henn ar voru þau orð in um 100 en nær 200 á ári að með al tali um Síð an varð þró un in ör og á ár un um 1891 til 1900 komu um 350 skip að meðal tali á ári til Reykja vík ur. Eft ir að höfn in var gerð á ár un um 1913 til 1917 átti sú tala eft ir að tí fald ast jafn framt því sem skip in stækk uðu mjög að rúmlesta fjölda. Sér stök hafn ar nefnd var sett á lagg irn ar í Reykjavík árið 1856 og jafn framt var sam in gjald skrá fyr ir höfn ina. Árið eft ir var feng inn sér fróð ur mað ur frá út lönd um, verk fræð ing ur að nafni W. Fischer, til að kanna hvort hægt væri að laga hafn ar að stæð ur í höfuð stað Ís lands. Til lög ur hans þóttu alltof kostn að arsam ar og ekk ert varð úr fram kvæmd um. Árið 1877 var ann ar slík ur feng inn, Rot he að nafni, og var það að und ir lagi kaup manna, sem voru orðn ir langþreytt ir á lé leg um hafn ar að stæð um, en allt fór á sömu leið. Bæj ar stjórn Reykja vík ur sá sér ekki fært að leggja út í kostn að ar sam ar hafn ar fram kvæmd ir. All ar báta bryggj urn ar í bæn um voru þeg ar hér var kom ið sögu í einka eigu en árið 1884 réð st hafnar nefnd í að láta gera sér staka bæj ar bryggju fram und an Póst hús stræti. Fram kvæmd in mistókst að veru legu leyti og varð að marg bæta og end ur byggja bryggj una á næstu árum til þess að hún yrði við unandi. Bryggj an, sem sem síð ar var köll uð Steinbryggj an og lá fram af Póst hús stræti, var þó eng in haf skipa bryggja. Hún er nú fyr ir löngu far in und ir upp fyll ingu. Aðr ar fram kvæmd ir hafn ar nefnd ar vörðuðu eink um bauj ur, sjó merki og vita og ennfrem ur voru bætt ar nokkr ar lend ing ar og hlað inn varn ar garð ur á Örfiris eyj ar granda þar sem sjór gekk yfir hann. Eft ir 1880 var einnig hlað inn öfl ug ur varn ar garð ur fyr ir neð an hús kaup manna í Hafn arstræti og vest ur eft ir til þess að verja þau fyr ir sjávará gangi. Um 1890 hófst blóma tími skútu út gerð ar í Reykjavík. Gerð ir voru út tug ir stórra kútt era, versl un óx jafn framt mik ið í höf uð staðn um og bæj ar bú um tók að fjölga ört. Há vær ar radd ir heyrð ist um að nú þyrfti að láta til skar ar skríða um góða höfn í Reykjavík og var iðu lega um það skrif að í blöð in. Ell ert K. Schram skútu skip stjóri rifj aði upp tím ana um og upp úr 1890: Í þá daga varð að flytja milli skips og lands í upp skip un ar bát um og bryggj urn ar voru flest ar svo mjó ar og lé leg ar að ekki varð kom ið við hand vögnum og varð því að bera salt, kol og ann að á bak inu eða hand bör um, bryggj urn ar auk þess svo svo stutt ar að ekki varð lent við þær um stór straums fjöru. Oft var svo mik ið brim eða vind hviða við þær að ekki var lend andi og oft ófært milli skips og lands og varð oft að hætta vinnu að hálfn uðu verki, eink um á ver tíð inni. Ekki tók betra við þeg ar afla þurfti vatns um borð. Ell ert K. Schram skrif aði: Þá var og erf ið leik um bund ið að ná í vatn handa skip un um því að sækja varð það í tunn um upp í svo nefnd an Prent smiðju póst sem var of ar lega í Að al stræti. Þar átti mað ur í brös um við vatns ber ana sem þótti við vera sér til taf ar og óþæg inda, sér staklega voru sum ar kerl ing arn ar reið ar við okk ur. Einnig átt um við oft í stymp ing um við úti gangs hross sem þá gengu um hirðu laus í fjör unni nið ur und an bæn um og náðu hvergi í vatn en drógu sig þarna að vatns bólinu í von um að þeim yrði þar gef ið að drekka, enda var það víst oft ast gert. Tunn un um var síð an velt nið ur á Fischers bryggju og flutt ar um borð og tæmd ar í vatns stæð in. Þetta mundi þykja sein legt og erfitt verk núna en ann ars var ekki kost ur þá. En þeg ar skip un um fjölg aði og urðu stærri með komu kútt er anna varð þessi að ferð óger leg við öfl un vatns. Þá lagði Jes kaup mað ur Zim sen vatns leiðslu úr Horft yfir til Reykjavíkurhafnar úr einum af gluggum Lærða skólans, líklega á árunum 1882 til Í fjarska er Örfirisey til vinstri en Engey til hægri. Skútur á höfninni. Húsið lengst til vinstri er Lækjargata 2 sem enn stendur, en hin eru öll horfin. Við Lækjartorg er verslunarhús Thomsens (síðar Hótel Hekla) og til hægri við það Smjörhúsið (Hafnarstræti 22). Húsið til hægri með miðjukvistinum var verslunar- og íbúðarhús Siemsens kaupmanns. Ljómynd: Sigfús Eymundsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur 4 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

5 brunni þar ná lægt og nið ur á sína bryggju þar nið ur und an og mátti þá dæla vatn inu í segl dúks poka, er til þess voru gerð ir, í upp skip un ar bát ana, og síð an aus ið úr pok un um með föt um í vatns í lát in um borð í skip un um. Reykja vík dregst aft ur úr Árið 1895 var rætt um að gera haf skipa bryggju úr járni í Reykja vík. Þetta var sam þykkt í hafna rnefnd en áður en til þess kom barst bæj ar yf ir völd um bréf frá kaup mönn um og versl un ar stjór um bæj ar ins þar sem þeir fóru þess á leit við hafn ar nefnd og bæj ar fógeta að til Reykja vík ur yrði feng inn hafn ar virkjaverk fræð ing ur til að gera áætl un um kostn að við hafn ar kví áður en end an leg ákvörð un um járn bryggjuna yrði tek in. Þetta varð úr og sum ar ið 1896 kom hafn ar verk fræð ing ur inn Paulli frá Kaup manna höfn og rann sak aði höfn ina og hafn ar stæð ið. Lagði hann til að gerð yrði lok uð vatns held skipa kví, 18 feta djúp, sem skip færu inn og út úr við flóð. Utan um kvína átti að byggja tvo boga dregna skjól garða. Var áætl að að mann virk ið kostaði 4,6 millj ón ir króna. Féll bæj ar stjórn inni all ur ket ill í eld við þessi tíðindi og ekk ert varð úr neinu. Í reví unni Við höfn ina eft ir Ein ar Bene dikts son sem sýnd var í Fjala k ett inum um þetta leyti, var sung ið: Hér kom heim í sumar einn hafnaringeniör, hann átti víst að vita hvort Víkin lægi ei kjör. Og maðurinn hann mældi og mátaði upp á hár að höfnin okkar hefði ekki hreyfst í þúsund ár. Og Grandanum hann gætti að og sá hann var á sínum stað. Hann sá að þar var með fjörunni þurrt, en með flóðinu blautt nema hvað!? Því hvað er hafnaringeniör? Það er ingeniör frá Höfn! Hann kom til að skoða höfnina en höfnin er söm og jöfn: þessi bryggjuhaus, þessi bátalög, þessi blessuð skipakví sést hvorki út við Effersey eða inn við Batterí. Næstu ár voru stöðug ar um ræð ur um nauð syn hafn ar gerð ar í Reykja vík en fram kvæmd ir létu standa á sér. Á sama tíma voru bryggj ur sem haf skip gátu lagst að komn ar víða um land, til dæmis á Vestfjörð um, og þar lágu víða járn braut ar spor fram á bryggj urn ar til að auð velda upp skip un og út skip un. Reykja vík, sjálf ur höf uð stað ur inn, var orð in langt á eft ir í hafn ar mál um. Tvennt mun hafa ýtt mjög á eft ir Reyk vík ing um að láta loks til skar ar skríða. Hið fyrra voru framkvæmd ir Millj óna fé lags ins á Sund bakka í aust urenda Við eyj ar. Þær hófust árið 1907 og voru þar með al ann ars gerð ar tvær haf skipa bryggj ur fyr ir stór skip. Þar með voru Við ey ing ar, rétt við tún fót Reykja vík ur, komn ir fram úr sjálfri höf uð borg inni varð andi við un andi hafn ar að stæð ur og var þetta að margra mati hneisa fyr ir Reyk vík inga. Við ey tilheyrði þá Sel tjarn ar nes hreppi. Sama ár var bor ið fram frum varp á Al þingi um lög gild ingu versl un arstað ar í Við ey og aft ur árið 1909 en náði þó í hvor ugt skipt ið fram að ganga. Þar munu reyk vísk ir hagsmun ir hafa ráð ið. Hitt sem rak á eft ir voru mik il Í fjörunni. Áður en höfnin kom gátu skútur og stærri skip ekki lagst að bryggju í Reykjavík. Ljómyndari óþekktur Skútufisk þurfti að flytja með uppskipunarbátum í land. Þar tóku handvagnar við og voru dregnir upp mjóar bryggjurnar. Ljósmynd: Magnús Ólafsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 5

6 Batterísgarður sem seinna var kallaður Ingólfsgarður í byggingu. Sjá má járnbrautarvagn og lyftikrana á garðinum. Ljósmyndari óþekktur / Ljósmyndasafn Reykjavíkur áform um hafn ar gerð á veg um einka að ila í Skildinga nesi í Skerja firði sem þá var einnig í Sel tjarn arnes hreppi. Helstu hvata menn þessa voru Ólaf ur Árna son kaup mað ur og Ein ar Bene dikts son skáld og leit uðu þeir eft ir er lendu fjár magni til fram kvæmda. Kaup menn í Kvos inni sáu fram á að haf skipa höfn í Skerja firði yrði til þess að þunga miðja Reykja vík ur færð ist yfir nes ið og lóð ir þeirra mundu falla í verði en bæj ar stjórn og hafn ar nefnd sáu fram á stór kostlegt tap hafn ar gjalda. Hissa varð Jes sen þá er hann sá að þar var eng in höfn og ekki einu sinni nein bryggja, sem skip gætu lagst upp að, hvað þá upp fyll ing, en aust ur í fjörðum höfðu hvar vetna ver ið bryggj ur. Og þetta var höfuð stað ur lands ins og stærsti út gerð ar bær inn, að set ur hins nýja tog ara flota. Þannig seg ir í ævi sögu ungs dansks vél stjóra, Við upphaf hafnargerðar í Reykjavík. Fyrst í stað voru hafnargarðarnir, Grandagarður, Örfiriseyjargarður og Ingólfsgarður, örmjóir. Pioneereimreiðin á fullri ferð með grjótvagna í eftirdragi. Ljósmynd: Magnús Ólafsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur M.E. Jessens, þeg ar hann kom í fyrsta skipti til Reykja vík ur Hafn leys ið í Reykja vík var honum mik ið undr un ar efni. En þá var þar reynd ar að bjarma af nýj um degi. Hvaða þýð ingu höfn mundi hafa Árið 1906 gerðu bæj ar yf ir völd í Reykja vík samn ing við Gabriel Smith hafn ar stjóra í Krist jan íu (nú Ósló) um rann sókn hafn ar stæð is í Reykja vík og til lögu gerð um fyr ir komu lag hafn ar mann virkja. Hann kom til Reykja vík ur og skrif aði skýrslu um rann sókn ir sín ar. Í kjöl far ið var hon um falið að gera ná kvæma áætl un um höfn í Reykja vík. Þeirri vinnu var lok ið árið 1909 og sama ár samdi hafn ar nefnd frum varp til hafn ar laga fyr ir Reykja vík. Í nefnd inni sátu þá Páll Ein ars son, fyrsti borg ar stjór inn í Reykja vík, Jón Þorláks son verk fræð ing ur, síð ar for sæt is ráð herra, og Tryggvi gamli Gunn ars son banka stjóri. Í nefnd ar á liti sem fylgdi frum varp inu sagði meðal annars: Í versl un ar legu til liti mun hafn ar bygg ing í Reykja vík hafa þá þýð ingu að gjöra bæ inn að miðstöð versl un ar alls lands ins miklu frem ur en ver ið hef ur hing að til. Frakt ir mundu verða ódýr ari, ferming og af ferm ing fljót ari, greið ari, áhættu laus og vænt an lega kostn að ar minni; þar með væru feng in und ir stöðu skil yrði fyr ir því að Reykja vík gæti birgt hina aðra kaup staði upp með út lend um vör um, er yrði til þess að gjöra versl un ina inn lenda. Eins og nú stend ur er hafn leys ið á suð ur hluta lands ins beint því til fyr ir stöðu að stór iðn að ur geti kom ist á fót eða námu rekst ur. Bæði er það að góð út skip un ar höfn er nauð syn legt skil yrði fyr ir því að þær at vinnu grein ar geti þrif ist og svo er ómögu legt að koma á land stór um og þung um hlut um er þarf til stórra véla og verk smiðja, en þetta er, að sögn þeirra manna er fást við að koma slík um fyr ir tækj um á stofn, einn þrösk uld ur inn í veg in um fyr ir því að það tak ist. Úr hvoru tveggja væri bætt með góðri höfn í Reykja vík. En vér álít um þó að góð höfn í Reykja vík mundi hafa lang mesta þýð ingu fyr ir efl ing fisk veið anna. Hvar vetna þar sem fisk veiða hafn ir hafa ver ið byggðar hafa þær sýnt sig að vera und ir staða mik illa framfara í fisk veið un um og þar með auk inn ar framleiðslu. Allt sem sagði í nefnd ar á lit inu átti eft ir að ganga eft ir þeg ar höfn in kom. 6 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

7 Fyrstu hand tök in Eimreiðin Pioneer. Við hlið hennar standa eimreiðarstjórarnir. Annar þeirra er Páll Ásmundsson. Samn ing ar við Mon berg Ljósmynd: Magnús Ólafsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Á Al þingi vor ið 1911 var sam þykkt frum varp til hafn ar laga fyr ir Reykja vík. Sam kvæmt lög un um lagði land sjóð ur til fyr ir tæk is ins 400 þús und krón ur í pen ing um og ábyrgð ist að auki allt 1,2 milljóna króna lán sem Reykja vík ur bær hugð ist taka til að stand ast kostn að af hafn ar gerð inni. Lög in hlutu stað fest ingu kon ungs um sum ar ið. Haust ið 1911 fór Páll Ein ars son borg ar stjóri til Dan merk ur og Nor egs til að afla láns til hafn ar gerð ar inn ar. Knud Zim sen, þá bæjar verk fræð ing ur, sagði síð ar í við tali að Páll hefði haft langa viðdvöl í Kaup manna höfn en tal að fyr ir dauf um eyr um banka stjóra um lánsút veg un. Frið rik VIII hefði þá gert Glückstad banka stjóra Landm and bank ans orð um að hann kynni ekki við að borg ar stjóri Reykja vík ur færi er ind is leysu til Kaup manna hafn ar. Eft ir það fékk Páll lán ið. Bank inn gerði það að skil yrði að hafn ar á ætl un in yrði sam þykkt af sér fróð um manni sem bank inn sjálf ur til nefndi. Sá var virt ur dansk ur verk fræð ing ur, N.C. Mon berg að nafni, sem rak Af hverj um í fjár an um eruð þið að vinna hér, strák ar? Hvers vegna far ið þið ekki til Linda gamla? Hann er að byrja í hafn ar gerð inni og hann mundi gleypa við mönn um eins og ykk ur. Hann var að fala menn í gær og hann er að fala menn í dag. Þetta verð ur löng vinna og að minnsta kosti ekki lægra kaup en ann ars stað ar. Ef þið far ið til Linda gamla þurf ið þið ekki að vera að snapa eft ir vinnu næstu tvö árin. Okk ur varð tíð rætt um þetta og urð um ásátt ir um að fara til Linda gamla en svo var Er lend ur Zak har í as son alltaf kall að ur með al verka manna í bæn um. Við geng um á fund hans og tók hann okk ur feg ins hendi. Sagði hann okkur að koma vest ur í Alli ance-krók næsta morg un snemma en þar átti vinn an við hafn ar gerð ina að hefj ast. Þeg ar við mætt um þar vor um við látn ir vinna að því að jafna und ir braut ar teina en járn braut átti að leggja alla leið það an upp í Skóla vörðu holt aust an vert og upp að Öskju hlíð. Þetta voru fyrstu hand tök in sem unn in voru við hafn ar gerð Reykja vík ur... Þetta var byrj un in í mars Við fikruð um okk ur nú áfram næstu vik urn ar við að slétta und ir stöð urn ar fyr ir járn braut ar tein ana en þeg ar því var lok ið fór um við að moka mold og sandi ofan af grjót inu alla leið frá nú ver andi Snorra braut og að Steinku dys. Var mold inni, sand in um og síð an grjót inu ekið á braut ar vögn un um nið ur í hafn ar gerðina. Þetta var mjög vond og erf ið vinna og stóð um við í mjög ströngu. Eim reið in, sem Páll Ás munds son stýrði oft ast nær, kom með vagn ana í hala rófu á eft ir sér, skildi þá eft ir tóma og tók þá sem við höfð um fyllt. Svona gekk það koll af kolli. Það var um að gera að hafa und an og þeir dug leg ustu gátu það en hin ir ekki. Það kom varla fyr ir að mað ur gæti rétt úr bak inu all an dag inn... Í hverri lest voru tíu eða tólf vagn ar og eim reið in þeytt ist allt of hratt; að minnsta kosti fannst okk ur það, sem átt um að fylla galtóm gímöld þeirra. Það voru gráð ug ir hvoft ar. Pét ur Pét urs son verka mað ur í við tali við Vil hjálm S. Vil hjálms son Verkamenn við steypuvinnu ofan Batterísgarðs (Ingólfsgarðs). Öll steypa var þá hrærð í höndum. Ljósmyndari óþekktur / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 7

8 Fiskburður á Hauksbryggju um eða upp úr Hauksbryggja var fyrir vestan Slippinn en er nú löngu horfin. Húsið til vinstri er Bátasmíðastöð Reykjavíkur sem Magnús Guðmundsson rak en húsið upp af bryggjunni er fiskverkunarstöð togarafélagsins Hauks sem rekið var á árunum 1912 til Í húsinu var síðar Lýsissamlag íslenskra botnvörpunga en það hefur nú um langt skeið verið skrifstofuhús Stálsmiðjunnar. Ljósmynd: Magnús Ólafsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Skip kemur til hafnar. Innsiglingarvitinn við hafnarkjaftinn á Ingólfsgarði. Ljómyndari óþekktur stóra verk fræði stofu í Kaup manna höfn og hafði annast marg vís leg ar stór fram kvæmd ir í Þýska landi, Rúss landi og Sví þjóð auk Dan merk ur. Síð ar átti Mon berg eft ir að verða sam göngu ráð herra Dana um tíma. Í árs lok 1911 sam þykkti bæj ar stjórn Reykja vík ur að byggja Reykja vík ur höfn á grund velli áætl ana Gabriels Smiths og bjóða verk ið út. Þrjú til boð bárust, eitt frá Nor egi og tvö frá Dan mörku. Var eitt þeirra frá fyrr nefnd um Mon berg og hljóð aði upp á eina og hálfa millj ón króna. Var ákveð ið að taka því og náð ust samn ing ar við Mon berg vet ur inn 1912 til Hafn ar gerð in Skúr arn ir á hafn ar upp fyll ing unni Þær þjóta upp með hverju nýju tungli að kalla má, skúra bygg ing arn ar á hafn ar upp fyll ing unni. Bær inn leig ir þar út lóð ir sem ein stak ir menn byggja á. Að vísu eru þess ir skúr ar ekki til lang frama en gjarn an hefði þó mátt leggja dá lít ið meiri alúð við að hafa þá svo lít ið lögu legri en raun er á orð in. Þeim hef ir ver ið slett þarna á víð og dreif, sum um langs um, sum um þvers um, án þess að sjá an legt sé að nokkru plani hafi ver ið fylgt. Við upp fyll ing una, fram af skúr un um, eiga póst skip in fram veg is að leggj ast. Skúr arn ir blasa því við gest un um sem til bæj ar ins koma og bera vitni þeirri dæma lausu smekk vísi sem sál irn ar er þenn an bæ byggja eru svo rík ar af. Morg un blað ið 1. maí 1917 Sunnu dag inn 9. mars 1913 kom gufu skip ið Ed vard Grieg til Reykja vík ur og með því N.P. Kirk frá verkfræði stofu Mon bergs, yf ir verk fræð ing ur við hafnarfra m kvæmd irn ar. Með skip inu komu stór virk ar gufuknún ar vinnu vél ar sem þá höfðu aldrei sést áður á Ís landi, enn frem ur komu margs kon ar verkfæri og efni til hafn ar gerð ar inn ar og tveir stór ir löndun arpramm ar. Það var dæmi gert fyr ir hafnar á stand ið í bæn um að varn ingn um var skip að upp við hafskipa bryggj una í Við ey og það an flutt á prömm un um til Reykja vík ur. Mikla hafn ar garða átti að hlaða á Granda garði, milli Örfiris eyj ar og lands, og þar að auki tvo hafn argarða hvorn á móti öðr um, ann an, Örfiris eyj ar garð, frá Örfiris ey og hinn, Ing ólfs garð, frá svoköll uðu Batt er íi sem stóð þar sem nú er Seðla bank inn. Milli þeirra síð ar nefndu átti hafn ar kjaft ur inn að vera, eitt hund rað metra breið ur. Ljóst var að meg in við fangs efni hafn ar gerð ar inn ar var að flutn ing ur á möl og grjóti en til þess þurfti af kasta meiri tæki en Ís lend ing ar höfðu yfir að ráða eða höfðu kynnst. Fyrsta verk efni Kirks verk fræðings var að leggja 12 kíló metra lang a járn braut í hálf- 8 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

9 Blaða mönn um boð ið að skoða hafn ar mann virk in Blaðamenn komnir um borð í eimreiðarvagn þegar þeim voru sýndar hafnarframkvæmdir haustið Sjá má skáldið Matthías Jochumsson sem var heiðursgestur í förinni. Reykja vík ur höfn, sem gerð var á ár un um 1913 til 1917, var stærsta og dýrasta mann virki sem Ís lend ing ar höfðu ráð ist í fram að þeim tíma, og not uð við það stórvirk ari vél ar og tæki en áður höfðu sést á Ís landi. Kirk verk fræð ing ur, sem stjórn aði fram kvæmd um, virð ist hafa vera með vitað ur um góð al manna tengsl því stuttu eftir að fram kvæmd ir hófust bauð hann blaða mönn um ásamt bæj ar stjórn Reykjavík ur í ferð um at hafna svæð ið. Þetta var 10. nóv em ber Heið urs gest ur í förinni var þjóð skáld ið séra Matth í as Jochums son, sem þá var stadd ur í Reykjavík 78 ára gam all, og var hon um boð ið sem elsta þálif andi blaða manni Ís lands. Góð lýs ing á blaða manna boð inu og hafn ar fram kvæmd um eins og þær stóðu þá birt ist í hinu ný stofn aða Morg un blaði dag inn eft ir og mun Árni Óla hafa hald ið þar á penna. Lagt var af stað klukk an hálf tólf frá Bæj ar bryggj unni sem lá framundan Póst hús stræti. Var öll um boð ið um borð á stór um flutn ings fleka sem not að ur var við hafn ar gerð ina, en vél bát beitt fyr ir. Árni Óla seg ir: Fleki þessi veg ur 15 smá lest ir en fleyt ir 60. Hann má taka sund ur í fjóra hluta og er þá fjór ir bát ar. Blaða menn irn ir og bæj ar stjórn in sigldu nú út að Örfiris ey. Þar var ver ið að hlaða hafn ar garð og var fleki mik ill og fall hamar, 1800 punda þung ur, not að við þá iðju. Með fall hamr in um voru rekn ir nið ur staur ar en á þá voru lagðir braut ar tein ar svo hægt væri að renna járn braut ar vögnum, hlöðn um möl eða grjóti, að framkvæmda svæð inu. Und ir staða hafn ar garðsins var möl og sand ur, þá kom smá grjót en efst voru lögð gríð ar stór björg. Árni Óla seg ir að sum þeirra séu svo stór að þau vegi 10 smá lest ir. Hann held ur áfram: Þess ir stóru stein ar eru flutt ir á pallvögn um sem eru svo breið ir að þeir ná út fyr ir þver tré þau sem braut ar tein arn ir liggja á. Það er gert til þess að björg in lendi ekki á staura end un um og sporð reisi þá. Granda garð ur inn er hlað inn að inn an en ytri hlið in lík ist skeri. Þeg ar garð ur inn er orð inn eins hár og þurfa þyk ir verð ur efstu björg un um hlað ið sam an eins þétt og hægt er. Til þess er not uð sér stök vél, helj arbákn eitt mik ið sem tek ur upp þyngstu björg in eins létti lega eins og maður tek ur syk ur mola... Nú kom eim vagn skrölt andi og hvínandi alla leið ofan úr Ösku hlíð með 22 vagna, hlaðna grjóti og möl, í eft ir dragi. Vagn arn ir voru skild ir eft ir á Granda garði, eim vagn inn los að ur frá þeim og tengd ir tveir opn ir sæta vagn ar við hann. Blaðamönn um og bæj ar full trú um var tjáð að þar væri um fyrsta far rými að ræða og þeim boð ið að stíga um borð. Árni Óla seg ir: Nú var ekið á járn braut inni suð ur í Öskju hlíð. Tók sú ferð 10 mín út ur en nú var mað ur bæði blaut ur og kald ur því krapa hríð var á. Suð ur í Öskju hlíð er grjót náma sú er efni miðl ar í hafn ar garðana. Hef ur nú þeg ar ver ið höggvið stórt skarð í hæð ina en nokk uð er þó eft ir. Árni Óla seg ir að um 120 manns vinni við hafn ar gerð ina en auk þeirra nokkr ir menn und ir stjórn Her manns Dan í els sonar sem vinni sjálf stætt við grjót upp töku á Mel un um í þágu hafn ar gerð ar inn ar. Árni held ur áfram: Inni í Öskju hlíð hitt um við Ein ar Finns son verk stjóra sem meidd ist um dag inn er hann var að ferma grjót vagn ana. Var hann nú heill heilsu að öðru leyti en því að hann var með glóð ar auga eigi all lítið. Grjót spreng ing ar voru und ir bún ar þar syðra gest un um til skemmt un ar. Var kveikt í 10 pund um af sprengitundri í einu en sök um bleyt unn ar kvikn aði ekki í því öllu. Þó sá mað ur nokk uð af því gamni. Flugu stór björg í háa loft og varð loft ið svart af reyk og gufu. Þarna er og önn ur hleðslu vél, jafn oki þeirr ar sem niður frá er. Tek ur hún grjót ið og legg ur á Ljósmynd: Thorvald Krabbe / Ljósmyndasafni Íslands vagn ana en möl in er tek in í stór um járnkörf um og lát in í kassa vagna. Ofar í hlíð inni eru smá kof ar hing að og þang að. Þar er geymd ur tund ur forði og spengipúður. Næst héld u blaða menn og bæj ar stjórn nið ur að járn braut ar stöð inni og smíðaskál um við Hafn ar fjarð ar veg. Þetta var ná lægt því sem Mikla torg var síð ar. Árni seg ir frá heim sókn inni í smíða skál ana: Sindraði þar af gló andi járni á alla vegu og var mað ur á milli margra elda. Frú Kirk tók þar á móti gest um og leiddi þá til stofu. Var þar etið og drukk ið eins og hver gat torg að. Frú in gekk sjálf um beina og örvaði það lyst ina eigi lít ið. Matth í as skáld, sem var elst ur þeirra blaða manna er þarna voru sam an komn ir, hélt gamni krydd aða ræðu fyr ir minni þeirra hjóna og þakk aði skemmt un ina og við tök urn ar. Á heim leið inni var skoð að mal ar- og sand nám fyr ir norð an Hans póst, eins og seg ir í blaða grein inni. Hús hans var þar sem nú er neð an verð Leifs gata og hef ur mal ar- og sand nám ið því ver ið ná lægt því sem Heilsu vernd ar stöð in við Bar óns stíg stend ur núna. Árni Óla lýk ur grein sinni þannig: Þessi hafn ar bygg ing er hið mesta mann virki sem gert hef ur ver ið hér á landi til þessa og eru því öll verk færi stærri og full komn ari en mað ur hef ur séð áður. Geng ur verk ið skjótt fram og fyrr en bú ist var við. Mun það góðri stjórn og ötul um verka lýð mest að þakka. hring um bæ inn en efn istaka skyldi fara fram í Öskju hlíð og Skóla vörðu holti. Ná lægt því sem Miklatorg kom síð ar var reist skýli og bæki stöð fyr ir viðgerð ir á járn braut ar vögn un um og eim reið um. Bækistöð in var nefnd Hafn ar smiðj an og var í notk un fyr ir höfn ina allt til 1967 en þá var ný hafn arsmiðja reist á Granda garði. Tveir gufuknún ir lyftikran ar voru notað ir til að hlaða járn braut ar vagn ana og gufuknú in ámo kst urs vél til að moka möl inni. Þetta voru stór skref í tækni væð ingu Ís lands og járn braut in ein stök í sögu lands ins. Með henni var hægt að fara 25 ferð ir á dag með grjót og möl og voru vagn ar í hverri lest. Að jafn aði unnu 100 til 140 manns við hafn argerð ina öll fjög ur árin sem hún stóð yfir og var þessi vinna veru leg lyfti stöng fyr ir at vinnu líf í Reykja vík á heimsstyrj ald ar ár un um fyrri. Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 9

10 Á fjórða áratug 20. aldar. Fjögurra mastra seglskip í Reykjavíkurhöfn. Steinbryggjan fram af Pósthússtræti í forgrunni. Þar má sjá hest með hestakerru og hóp manna við árabáta, sennilega við uppskipun. Í fjarska er Þjóðleikhúsið í byggingu og Safnahúsið (nú Þjóðmenningarhús) lengst til hægri. Ljósmynd: Karl Christian Niels / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Olía í Örfiris ey Haust ið 1915 var lok ið smíði fyrstu haf skipabryggj unn ar í hinni nýju Reykja vík ur höfn. Það var mik ill áfangi. Bryggj an var við Ing ólfs garð og köll uð Kola bryggj an enda átti þar fyrst og fremst að skipa upp kol um. Þá voru öll hús í Reykja vík kola kynt, gas sem not að var til eld un ar og lýs ing ar í bæn um var fram leitt með kol um og elds neyti hinna gufuknúnu tog ara var einnig kol. Sama átti við um vísi að ýms um verk smiðju iðn aði í Reykja vík. Þar voru kola kynt ar gufu vél ar. Kol voru meg in und irstað an und ir orku notk un í höf uð borg inni. Norð an og vest an und ir Arn ar hóli var öll um hafn ar lóð um út hlut að til ko la inn flytj enda og var fyr ir tæk ið Kol og salt þar stærst í snið um. Með an á hafn ar gerð inni stóð voru gerð ar nokkr ar breyt ing ar á fyr ir komu lagi hafn ar inn ar frá því sem upphaflega var ætlað og út boð ið byggðist á. Með al ann ars kom í ljós að þörf var á miklu meira landrými til vöru upp lagn ing ar en áætl að hafði ver ið og lengri ból virkj um. Upp haf lega hafði ver ið ákveð ið að skipa leg an framund an Hafn ar stræti yrði 80 metra löng bryggja með frek ar litlu land rými fyr ir ofan til vöru upp lagn ing ar. Í henn ar stað var ákveð ið að gera 160 metra langt ból virki með 13 þús und fer metra upp fyll ing um fyr ir ofan. Knud Zim sen, sem nú var orð inn borg ar stjóri, seg ir að hann og Sveinn Á bæj ar stjórn ar fundi í Reykja vík í febr ú ar 1920 urðu um ræð ur um er indi frá Hinu ís lenska stein ol íu hluta fé lagi. Hafði það far ið fram á að mega nota Örfiris ey und ir olíu ef það þyrfti þess með og feng ið var sam þykki hafn arnefnd ar að veita leyf ið gegn 20 aura gjaldi af hverri tunnu sem í land yrði lát in enda við hafð ar þær trygg inga regl ur sem hafn ar stjóri setti. Á bæj arstjórn ar fund in um vildi Ólaf ur Frið riks son ekki sam þykkja þessa ráð stöf un. Hann taldi órétt að loka eynni fyr ir al menn ingi. Þang að færu menn sér til skemmt un ar. Ekki væru of marg ir slík ir stað ir og kvaðst hann ekki greiða at kvæði með þessu nema bær inn græddi mik ið á því. Knud Zim sen borg arstjóri gaf þær upp lýs ing ar á bæj ar stjórn ar fund in um að leyf ið til Hins ís lenska stein ol íu hluta fé lags væri að eins veitt til bráða birgða og mætti alltaf segja því upp. Kvaðst hann hins veg ar ekki leggja svo mjög upp úr Örfiris ey sem skemmti göngu stað. Þeg ar geng ið var til at kvæða var sam þykkt tilla ga frá Ólafi Frið riks syni að fé lag ið skyldi hafa tek ið alla olíu burt úr eynni fyr ir maílok næsta ár. Björnsson, síð ar for seti Ís lands, sem þá var í bæj arstjórn, hafi feng ið ráð ið þessu. Hinn 16. nóv em ber 1917 skil aði Mon berg höfninni í hend ur bæj ar stjórn ar. Höfn in leit þannig út í stór um drátt um, þeg ar henni var lok ið, að lengd henn ar með fram sjáv ar síðu Reykja vík ur var 1 kílómetri. Fram af mið bæn um var upp fyll ing, eins og áður sagði, og 160 metra langur hafn ar kant ur sem ætlaður var far þega skipum. Tryggvi Gunn ars son, einn helsti hvata mað ur inn að höfn inni, lést árið 1917 og var ný gata á upp fyll ing unni nefnd eft ir hon um og köll uð Tryggva gata. Þá var Kola bryggj an í aust an verðri höfn inni 80 metra löng. Í raun var höfn in að öðru leyti lít ið ann að en óút fyllt um gjörð þegar henni var skil að Á hafn ar bökk un um voru enn eng ar vöru geymsl ur eða skýli og eng in upp skip un ar tæki. Mik ið verk var því óunn ið. Fylllt upp í um gerð ina Að stoð ar mað ur Kirks yf ir verk fræð ings við hafn argerð ina var Þór ar inn Krist jáns son verkfræð ing ur og var hann ráð inn hafn ar stjóri í Reykjavík árið Sama ár gerði hann upp drátt að framtíð ar fyr ir komu lagi hafn ar inn ar og hlaut hann samþykki bæj ar yf ir valda. Um svip að leyti og höfn in var full gerð seint á ár inu 1917 urðu Ís lend ing ar að selja um helm ing tog ara flota síns til Frakk lands að kröfu banda manna í stríð inu. Þetta voru tíu tog ar ar og af þeim höfðu níu ver ið gerð ir út frá Reykja vík. Þetta var tíma bund ið áfall fyr ir at vinnu líf ið í bæn um en eft ir stríð var far ið að kaupa tog ara á nýj an leik og hvert tog ara fé lag ið á fæt ur öðru var stofn að í Reykjavík. Á ár un um 1920 til 1922 komu 17 nýir tog ar ar til bæj ar ins og þar að auki voru keypt ir þang að 4 gamlir tog ar ar. Hin nýja höfn, ná lægð miða og aðr ar að stæð ur urðu til þess að út gerð ar menn sáu hag sínum best borg ið með því að gera út tog ara frá Reykjavík. Fram und ir 1940 voru þrír af hverj um fjór um tog ur um lands manna gerð ir út frá Reykja vík. Þetta kall aði auð vit að á stór aukn ar fram kvæmd ir í Reykjavík ur höfn. Til að byrja með höfðu tog ar arn ir ekk ert við legu pláss og urðu að liggja við stjóra inn an við Örfiris eyj ar granda. Næstu ár mið uð ust fram kvæmd ir við höfn ina flest ar við að skapa tog ur un um betri að stæð ur. Á ár un um 1918 til 1921 var unn ið að upp fyll ingu 10 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

11 Fyrsti drátt arbát ur inn Árið 1915 var far ið að grafa höfn ina og þá breytt ist vinn an hjá mér. Ég réð st á vél bát inn Jötun, en hann vann að því að draga prammana, ým ist að Eng eyj ar rifi eða inn að Kirkju sandi og Rauð ar ár vík, en þar var því hleypt úr þeim sem graf ið hafði ver ið upp. Segja má því að Jöt unn hafi ver ið fyrsti drátt arbát ur hafn ar inn ar. Ég vann að þessu með an með þurfti en eft ir að því verki var lok ið var Jöt unn not að ur til að draga skonnort ur inn og út og til þess að sækja sand og möl, en þetta var not að fyr ir kjöl fest ur í skip. Á ár inu 1917 var lok ið við mann virk in en þá var eftir að setja púkk steina á vest ur bakk ann og þurfti mik inn sand til þess. Þann sand sótt um við á Jötni inn að Gufu nesi. Pét ur Pét urs son verkamað ur í við tali við Vil hjálm S. Vil hjálms son Blön dahls slag ur inn Reykja vík ur höfn hef ur oft orð ið vett vang ur verk fallsá taka. Ein hver þau harka leg ustu urðu í júní Einn af helstu tog ara út gerð ar mönnum lands ins um þær mund ir var Magn ús Th.S. Blön dahl. Fyrirtæki hans var tog ara fé lag ið Sleipnir sem átti tvo tog ara, Glað og Gull topp. Var út gerð in í dag legu tali köll uð Blön dahls útgerð in. Magn ús hafði árið 1916 ver ið einn af stofn end um Fé lags ís lenskra botn vörpu skipaeig anda sem var stofn að sem beint and svar við Há seta fé lag inu, stofn uðu 1915, sem síð ar nefndist Sjó manna fé lag Reykja vík ur. Sjó menn voru á þess um tíma einna harð ast ir í horn að taka í kjara bar átt unni og gerðu iðu lega verk föll eða þá að verk bann voru sett á þá þeg ar þeir vildu ekki ganga að þeim kjör um sem út gerð ar menn ætluðu þeim. Tog ar arn ir lágu oft bundn ir við bryggju mán uð um sam an vegna þess ara deilna. Sjó menn höfðu náð hag stæð um samn ing um árið 1919 en þeg ar verð lag fór lækk andi eft ir 1920 töldu út gerð ar menn eðli legt að kaup ið lækk aði einnig. Við það vildu sjó menn ekki una og um þetta stóð slag ur inn í mörg ár. Vet ur inn 1922 til 1923 hafði Fé lag ís lenskra botn vörpuskipaeigenda kraf ist kaup lækk un ar á tog ur um en Sjó manna fé lag Reykja vík ur tók því víðs fjarri. Fór svo að út gerð ar menn aug lýstu ein hliða lækk að an kaup taxta og átti hann að taka gildi 1. júlí um sum ar ið þeg ar síld veiði vertíð in hófst. Sjó menn sátu hins veg ar fast við sinn keip að una ekki kaup lækk un inni. Magn ús tók þá það til bragðs að ráða í kyrr þey sjó menn vest ur á Hell issandi á kaup taxta út gerð ar manna og hugð ist hann láta yf ir menn togar anna sigla þeim úr höfn og sækja menn ina vest ur. Stjórn Sjó manna fé lags ins komst hins veg ar að þessu ráða bruggi. Gull topp ur og Glað ur lágu við Aust ur garð hafn ar inn ar og var unn ið í báðum skip un um við að und ir búa þau til síld veiðanna. Skip in gátu þó ekki lagt úr höfn fyrr en búið var að setja vatn á katl ana. Þá hófust átökin sem köll uð hafa ver ið Blön dahls slag ur og eru fræg í verka lýðs sög unni. Hinn 9. júlí fór sveit á veg um Sjó manna fé lags ins und ir stjórn Björns Blön dals Jóns son ar og kom í veg fyr ir að vatnsbát ur inn setti vatn í tog ar ana. End ur tók sag an sig næsta dag. Á þriðja degi var vatns bát ur inn mann að ur nýj um mönn um, lög regla höfð um borð og sömu leið is vara lög regla sem sjó menn köll uðu hvít liða. Var mik ill við bún að ur á báð ar hlið ar. Sjó menn hóp uð ust nið ur að höfn og mað ur úr liði sjó manna, Mark ús Jóns son bryti, kom fyr ir rauð um fána yfir vindu palli á bryggj unni. Eggjuðu nú for ingj ar beggja arma lið sitt og sló í harða brýnu. Sjó menn hlupu nið ur í nóta báta sem voru við hlið ann ars tog ar ans og hugðu það an til upp göngu á skip ið en þar var lög reglan fyr ir til varn ar við borð stokk inn, vopn uð kylf um. Sló í bar daga og komust sjó menn um borð og tóku skip ið. Tókst þeim þannig að koma í veg fyr ir að vatns tak an gæti orð ið. Sjómenn réð ust einnig um borð í vatns bát inn og tóku hann í sín ar hend ur. Ýms ir fengu áverka í þess um átök um en eng ir þó mikla. Sá Magn ús Th.S. Blön dahl nú sitt óvænna, gekk til samn inga við Sjó manna fé lag ið og var sam komu lag ið á þá leið að tog ar ar hans voru leyst ir úr banni gegn því að há set ar fengju sama kaup og vænt an leg ir samn ing ar Sjó manna félags ins og út gerð ar manna kvæðu á um, og eingöngu yrðu ráðn ir um borð þeir sem væru fé lagar í Sjó manna fé lag inu. Þótti þetta mik ill sig ur fyr ir sjó menn. 19. september Íslenskir lögreglumenn raða sér upp við þýska flutningaskipið Diana eftir áflog við íslenska kommúnista og hafnarverkamenn sem neituðu að vinna undir stjórnarfána Þýskalands, hakakrossflagginu. Kommúnistum tókst að skera nasistafánann niður en lögreglan náði fánanum aftur og var hann dregin að húni með lögregluvaldi. Ljósmynd: Karl Christian Niels / Ljósmyndasafn Reykjavíkur og gerð hafn ar bakka í aust ur hluta hafn ar inn ar þar sem tog ara fé lög in og Kol og salt og fleiri kola fé lög höfðu að set ur. Á Aust ur bakk an um var einnig reist ur raf knú inn upp skip un ar krani á spori en hann kom ekki að gagni til að byrja með þar sem El liða ár virkjun in var ekki tek in í notk un fyrr en Á ár un um 1925 til 1927 var Faxa garð ur byggð ur og einnig lít il tré bryggja (Björns bryggja) fyr ir aust an hann. Á ár unum 1929 til 1938 var gerð Gróf ar bryggja ásamt 80 metra löngu ból virki vest an henn ar, svoköll uð Ver- Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 11

12 Svipmynd frá Reykjavíkurhöfn um Skip frá Bergen og Kolakraninn í baksýn. Undir honum má sjá mikla kolabingi. Ljós in á Gamla bíó Hinn 13. des em ber skrif aði vita málastjóri bæj ar stjórn bréf út af aug lýs inga ljósum Gamla bíós sem hann tel ur að geti rugl að sjó far end ur. Hafn ar stjórn hef ur haft mál ið til meðferð ar og tel ur óheppi legt að ljós af þessu tagi séu sett á hús þök eða aðra þá staði þar sem þau geta trufl að sjó farend ur og tel ur sjálfsagt að vita mála stjóri hafi heim ild til að hindr a það. Morg un blað ið 3. júlí 1935 búð ar upp fyll ing ásamt tveim ur báta bryggj um, og Æg is garð ur. Við gerð Gróf ar bryggju árið 1930 sprakk stál þil ið fram þegar ver ið var að dæla sandi úr hafn ar botn inum inn fyr ir þil ið. Þetta varð til þess að gár ung arn ir köll uðu ból virk ið Sprengisand og hef ur sú nafn gift loð að við fram á þenn an dag. Hafn ar bakk ar og bryggj ur voru árið 1941 orð in 1460 metr ar á lengd en höfðu ver ið 260 metr ar árið 1917, eins og áður sagði. Eng in mann virki voru þá kom in í vest ur höfn ina út frá Granda garði. Tog ara félög in Alli ance og Hauk ur höfðu þó lát ið gera trébryggj ur vest an við Slipp inn til af greiðslu tog ara sinna. Vöru upp lagn ing in Ljósmynd: Karl Christian Niels / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Þeg ar árið 1917 fór bæj ar stjórn að leigja út lóð ir á hafn ar upp fyll ing unni og risu þar til að byrja með bráða birgða skúr ar fyr ir margs kon ar starf semi. Eimskipa fé lag Ís lands keypti stórt vöru geymslu hús frá Pat reks firði og lét reisa það á lóð inni þar sem nú er Toll stöð in. Engar aðrar vöru skemm ur voru risnar og lá mik ið af varn ingi úti und ir beru lofti eft ir af fermingu. Árið 1920 skor aði bæj ar stjórn á hafn ar nefnd að gang ast fyr ir bygg ingu vöru skýl is við höfn ina. Í fund ar gerð hafn ar stjórn ar kom það hins veg ar fram að nefnd in sæi sér ekki fært að verða við þessu því brýn na væri að full gera upp fyll ing una aust ast í höfn inni og ból virk ið þar fyr ir fram an. Mikl ar um ræð ur urðu um þetta á bæj ar stjórn ar fundi 2. desem ber Jón Bald vins son sagð ist vilja skora á hafn ar nefnd að koma upp þessu vöru skýli. Benti hann á hversu örð ugt væri að fást við upp skip un með an ekk ert væri skýl ið. Oft og einatt yrði að hætta við upp skip un í vond u veðri og þá lægju vör ur undir skemmd um, eink um mat vör ur. Og yf ir leitt væri ástand ið á hafn ar bakk an um hið versta. Þar ægði öllu sam an, síld ar tunn um og síld ar lýsi, og það smit að ist gjarn an í mat vöru sekk ina sem þar lægju einnig. Ýms ir eink a að il ar tóku þó að reisa hús yfir vör ur sín ar. Þannig reisti fyr ir tæk ið Kol og salt salt hús á Aust ur bakk an um árið 1922 og SÍS reisti birgða stöð við höfn ina Þar er nú Gróf ar hús ið og einnig átti Eim skip pakk hús í Gróf inni. Oft var kvart að und an for inni á hafn ar bökk un um á fyrstu ár un um. Hún kom til um ræðu á bæj ar stjórnar fundi 19. októ ber Voru bæj ar full trú arn ir sam mála um að for in væri bæn um til skamm ar en hafn ar nefnd ar mað ur inn Jón Ólafs son lýsti því yfir að hafn ar sjóð ur gæti ekki bætt úr þessu vegna fé leysis. Að síð ustu var sam þykkt til laga frá Héðni Valdimars syni um að bæj ar stjórn fæli hafn ar nefnd að koma með til lög ur um bygg ingu á vöru skýli við höfn ina og um bæt ur á um liggj andi göt um. Langt var þó enn í það að hafn ar bakk arn ir væru stein lagð ir eða mal bik að ir. Það var fyrst á kreppu ár un um sem hafn ar stjórn lét veru lega til sín taka við bygg ingu húsa við höfnina. Hún beitti sér fyr ir bygg ingu ver búða fram undan Norð ur stíg árið 1934 og á ár un um 1934 til 1938 reis Hafn ar hús ið sem var í senn vöru geymsla og skrif stofu bygg ing og lík lega stærsta hús lands ins til þess tíma. Stríðs ár in Þeg ar Eng lend ing ar her námu Ís land vor ið 1940 sköp uð ust strax mik il þrengsli við höfn ina og tók her námslið ið sér for gangs rétt að ákveðn um viðlegukönt um. Þor varð ur Þor varðs son hafn sögu mað ur sagði síð ar í við tali: 12 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

13 Bret inn vildi öllu ráða, hafði jafn vel á orði að þeir gætu vel hent þess um kopp um okk ar út úr höfn inni og þar mætti þá reka til hafs. Stund um var ég hissa á að ekki skyldi lengra geng ið en að orð um ein um, ekki feg urri en þau voru, því við vild um aldrei gefa eft ir. Það hefði skap að öngþveiti. Þetta breytt ist til batn að ar þeg ar Am er íku menn komu. Þeir voru til lits samari og virtu frem ur okk ar rétt. Bret arn ir ákváðu stuttu eft ir að þeir komu að loka Reykja vík ur höfn fyr ir sigling um að næt ur þeli. Þeir ótt uð ust að þýskir kaf bát ar gætu laumast inn í höfn ina og gert usla. Mik il óá nægja kom upp meðal Ís lend inga með þessa ráð stöf un enda var hún að eins í gildi í tvær næt ur. Eft ir að Banda ríkja menn komu sum ar ið 1941 juku þeir mjög við legu pláss í höfninni á eig in kostn að en höfðu auð vit að fullt sam ráð við hafn ar stjórn. Við ar bryggju, 145 metra langa, létu þeir gera með aust urkanti Æg is garðs og á ár un um voru Aust ur bakki og Mið bakki sam ein að ir með staura bryggj um. Þar skap að ist um 110 metra lang ur nýr við legu kant ur. Þar á uppfyll ing unni var reist ur svo kall að ur Aust urskáli sem á stríðs ár un um gekk und ir nafninu USA-skál inn. Vöru skemm ur sem Ríkis skip not uðu síð ar reist i her námslið ið einnig. Í upp hafi stríðs ins var Granda garð ur að eins mjór hafn ar garð ur, 2,5 metr ar á breidd, ein ung is göngu fær út í Örfiris ey. Á stríðs ár un um gekkst hafn ar stjórn fyr ir því að hann var breikk að ur í 35,80 metra þannig að hægt var að aka eft ir hon um. Á vestur hluta hans var byggt hús, með al ann ars til varn ar sjáv ar gangi, og var það ætl að til af nota fyr ir báta- og tog ara flot ann. Aust an á Granda garði voru í fram hald inu gerð ar báta bryggj ur syðst en bryggj ur norð ar fyr ir tog ara og línu veið ara. Árið 1945 var lengd við legu kanta Reykja vík ur hafn ar orð in 1271 metr ar. Þar að auki var 480 metra bryggju pláss fyr ir báta og minni skip. Á ár un um 1940 til 1944 fóru um skip um Reykja vík ur höfn. Af þeim voru 7500 er lend, sam tals um 5 millj ón ir smálesta. Samt eru her skip ekki tal in með í upp taln ing unni né smá lesta fjöldi þeirra. Ís lensku skip in þessi fjög ur ár voru 8000 en heild ars má lesta fjöldi þeirra var þó einung is 1,1 millj ón. Fram tíð ar sýn eft ir stríð Fróði kem ur til Reykja vík ur Þó að Ís land yrði ekki að víg velli á heims styrj ald ar ár un um 1939 til 1945 má segja að haf ið í kring um land ið hafi orð ið það. Ófá ir Ís lend ing ar týndu lífi á hafi úti þegar ís lensk skip urðu fyr ir árás um. Einn slík ur at burð ur varð um 180 sjó míl ur frá Vestmanna eyj um í mars Óþekkt ur kaf bát ur hóf skot hríð á línu veiðar ann Fróða og lauk henni ekki fyrr en fimm skip verj ar höfðu týnt lífi. Línu veið ar inn hélst þó á floti og kom til Reykja vík ur 15. mars með lík þeirra skip verja sem lát ist höfðu. Er það með eft ir minni leg ustu at burð um í sögu Reykja vík ur hafn ar. Morg un blað ið lýsti komu Fróða svo: Laust fyr ir há degi í gær sigldi línu veið ar inn Fróði inn á Reykja vík ur höfn. Höfðu þá fán ar ver ið dregn ir í hálfa stöng á öll um op in ber um bygg ing um og nær all ar fánasteng ur í bæn um. Skip á höfn inni flögg uðu og í hálfa stöng. Veð ur var þung bú ið, þoka og rign ingar úði. Þús und ir manna höfðu safn ast sam an á hafn ar bakk an um er skip ið lagð ist upp að. Al vöru þrung inn beið mann fjöld inn komu hinna föllnu sjómanna og hinna hraustu skip verja er und an komust. Á bröml uð um og sund ur skotnum stjórn palli skips síns stóð hinn marg reyndi og dug mikli sjó mað ur og skip stjóri, Þor steinn Ey firð ing ur, eig andi Fróða. Á hafn ar bakk an um biðu nokkr ir að stand end ur hinna föllnu skip verja og enn fremur Bjarni Bene dikts son borg ar stjóri, Ólaf ur Thors at vinnu mála ráð herra, for ystu menn sjó manna fé lag anna og fleiri. Lík kist un um var rað að hlið við hlið á þil far Fróða, sveip að ar ís lensk um fán um. Sjó manna fé lög in höfðu for ystu um sorg ar at höfn þá sem fram fór við komu skips ins. Lúðra sveit in Svan ur lék sorg ar lög með an skip ið lagði að, en mann fjöld inn drúpti höfði. Séra Árni Sig urðs son mælti nokk ur orð af stjórn palli skips ins en síð an var þjóð söng ur inn leik inn. Morg un blað ið seg ir um fam hald ið: Lík sjó mann anna voru nú flutt í land. Sjó menn og stýri manna skóla pilt ar að stoðuðu við það. Lék hljóm sveit in sorg ar göngu lög með an á því stóð. Voru kist urn ar all ar sett ar á bíla og þeim ekið suð ur í lík hús ið í gamla kirkju garð in um. Fór lög reglu sveit og lúðra sveit in Svan ur fyr ir lík fylgd inni og voru leik in sorg ar göngu lög en að standend ur og mann fjöld inn fylgdi á eft ir. Línuveiðarinn Fróði við bryggju í Reykjavík 15. mars Þann dag kom skipið til Reykjavíkur með lík fimm skipverja sem létust þegar óþekktur kafbátur gerði skotárás á Fróða þar sem hann var að veiðum suður af Vestmannaeyjum. Til vinstri sést annar skipsbáturinn sundurtættur eftir skothríðina. Enskt herflutningaskip í baksýn. Ljósmynd: Skafi Guðjónsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Árið 1946 var fyr ir hug uð um hafn ar framkvæmd um í Reykja vík ur höfn lýst með eftir far andi hætti í Morg un blað inu: Sam kvæmt upp drætti og og til lög um hafn arstjóra verð ur kom ið upp mikl um ból virkj um fyr ir norð an Faxa garð (Löngu línu). Val geir Björns son legg ur til að ból virki komi inn an við Ing ólfs garð alla leið út að hafn ar mynni. Gerð ur verði nýr garð ur frá eystri kampi hafn ar minn is ins ská hallt inn í höfn ina í stefnu á bryggju haus inn á Æg is garði. Lok ar þessi garð ur að nokkru leyti fyr ir ölduskvamp anda sem oft kem ur nú inn í hafn ar vik ið fyr ir norð an Faxa garð eða alla leið ina um hverf is þetta nýja hafn ar vik. Myndi þar fást bryggju pláss sem alls næmi yfir hálfum kíló metra að lengd. Þá ger ir hafn ar stjóri ráð fyr ir mjög mikl um mann virkj um í norð vest an verðri höfninni en þar hef ur frá önd verðu ver ið ráð gert að hafa Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 13

14 Yfirmenn af herskipi sem liggur á ytri höfninni ganga á land. Í baksýn má sjá togara og fiskibáta. Ljósmynd: Ari Kárason / Ljósmyndasafni Íslands Eng in hafn ar - bát ur til tæk ur Snemma í morg un bil aði vb. Skipaskagi skammt und an Gróttu og taldi sig þurfa á skjótri hjálp að halda þar eð hætta væri á að hann ræki í landi. Slysa varn ar fé lag ið brá strax við til að út vega bát en eng inn af hafn ar bát un um virt ist til tæki leg ur. Drátt ar bát ur inn Magni er sagð ur ekki hafa sjó hæfn isskír teini til að fara út úr höfn inni og hafn ar bát ur inn Haki er bú inn að vera lengi bil að ur. Svo vildi þó til að vita bátur inn Her móð ur lá í höfn og brá hann þeg ar við bátn um til hjálp ar og dró hann til Reykja vík ur. að al af greiðslu pláss togar anna í fram tíð inni. Upp fylling in sem byrj að er á með fram Granda garði á vitaskuld að halda áfram alla leið út í Effers ey og eins Granda hús in sem jafn framt verða til skjóls fyr ir stórbrimi að vestri. En þeg ar kem ur norð ur fyr ir bátahöfn ina ætl ast hafn ar stjóri til að upp fyll ing þessi verði mun breið ari svo þar verði hægt að reisa bygging ar og út af Granda garðs upp fyll ing unni komi þrjár upp fyll ing ar út í höfn ina svo breið ar að þar verði einnig hægt að reisa bygg ing ar en ból virki verði með fram allri þeirri strand lengju. Vestri hluti norður garðs hafn ar inn ar aust an Effers eyj ar verði breikkað ur svo mik ið að þar verði hægt að hafa kola geymsl ur og þess háttar. En þar sem þessu kola plássi Al þýðu blað ið 9. janúar 1955 slepp ir verði gerð ur garð ur nokkuð ská hallt inn í höfn ina sem ver Vest ur höfn ina fyr ir öld unni úr hafn ar mynn inu. Í gróf um drátt um átti þetta mest allt eft ir að ganga eft ir. Síld ar verk smiðja og Hær ing ur Haust ið 1947 varð vart mik ill ar síld ar göngu í Hval firði og hófust þar þeg ar síld veið ar, bæði í rek net og herpinót. Allt að 170 skip tóku þátt í veið un um og veidd ust fram í mars 1100 þús und mál síld ar. Verk smiðju kost ur við Faxa flóa var afar lít ill, að al lega fisk imjöls verksmiðj ur, og varð að flytja mest alla síld ina í stór um flutn inga skip um til Siglu fjarð ar. Fjórt án skip önnuð ust þá flutn inga, þar á með al Sel foss og Súð in. Eft ir far andi frétt birt ist í Morg unblað inu 30. sept em ber 1948: Mik ill und ir bún ing ur hef ur ver ið að því að taka á móti vænt an legri síld veiði hér í Hval firði á vetri kom anda en senn fer nú að líða að því að síld in sé vænt an leg í Faxa flóa ef síld in geng ur hér inn í Hvalfjörð og sund in í vet ur eins og und an farna vet ur. Í bygg ingu eru nokkr ar nýj ar síld ar verk smiðj ur hér sunn an lands. Reyk vík ing ar hafa tek ið eft ir því að í Örifiris ey er að rísa hin nýja verk smiðja Reykja víkur bæj ar og Kveld úlfs og er ætl ast til að hún verði tilbú in í vet ur. Hær ing ur, síld ar bræðslu skip ið, er á leið til lands ins frá Am er íku, en skip ið kem ur alla leið frá Kyrra hafs strönd Banda ríkj anna um Panamaskurð. Í Hafn ar firði er ver ið að reisa nýja síld ar verksmiðju sem verð ur til bú in á næstu vik um. Þá er verið að auka við eða end ur bæta til meiri af kasta síld arverk smiðj ur í Njarð vík um, að Kletti hér við Við eyj arsund og á Akra nesi. Mars hall lánið, 2,3 millj ón ir doll ara, sem tek ið var í sum ar, hef ur hjálp að til að hægt var út vega með stutt um fyr ir vara ýms ar vél ar í þess ar nýju verk smiðj ur. Jafn framt þessu lét hafn ar stjórn Reykja vík ur árið 1949 gera 65 metra langa timb ur bryggju í Örfiris ey fyr ir síld ar verk smiðj una. Síld ar bræðslu skip ið Hæring ur, sem var 6900 smá lest ir, stærsta skip flot ans og búið full komn ustu tækj um, var keypt fyr ir Mars hallfé. Það kom að þó að litl um not um því áður en varði var Faxa flóa síld in horf in og hef ur aldrei sést síð an. Hær ing ur lá í mörg ár bund inn við Æg is garð eng um til gagns og var þetta fer líki mjög áber andi í höfninni. Árið 1955 var skip ið selt til Nor egs. Þar voru vél arn ar tekn ar úr því og not að ar í nýja síld ar verksmiðju ná lægt Álasundi. Síð ar voru vél arn ar seld ar til Perú en skip ið sjálft til Kína. 14 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

15 Churchill í Reykja vík ur höfn Hinn 16.ágúst 1941 birt ist eft ir far andi smá frétt í Morg un blað inu: Senni legt er að eitt hvað verði um að vera við höfn ina um 10-leyt ið fyr ir há degi og má vera að bæj ar bú ar hafi gam an af að sjá hvað fram fer þar. Marg ir lögðu því leið sína nið ur á hafn ar bakk ann þenn an morg un en fæst ir vissu við hverju átti að bú ast. Til kynn ing hafði einnig borist um það að Suð ur lands braut yrði lok uð fyrri hluta dags ins. Sum ir gisk uðu á að venju leg her sýn ing færi þar fram en aðr ir gerðu því skóna að ein hverra stór menna væri von, jafn vel þeirra um töl uð ustu í heim in um um þær mund ir. Laust eft ir klukk an 11 þenn an morg un lagði bresk ur tund urspill ir upp að hafn ar kant in um á Sprengisandi (Gróf ar bryggju). Þeg ar land göngu brú in var kom inn á sinn stað gekk í land lágvax inn, gild ur og sam an rek inn mað ur með staf. Hann var snarleg ur í hreyf ing um, í blá um stutt frakka og með kaskeiti á höfði. Þarna var kom inn sjálf ur Win ston Churchill for sæt is ráð herra Breta. Hann hafði fyrr í vik unni átt fund með Roos evelt Bandaríkja for seta á hafi úti, siglt síð an inn á Hval fjörð á or ustu skip inu Prince of Wa les og var nú kom inn á tund ur spilli til Reykja vík ur. Með hon um í för var son ur Roos evelts. Á hafn ar bakk an um biðu sendi herra Breta, yf ir hers höfð ingi breska her námsliðs ins á Ís landi og fleiri for ingj ar úr breska hern um. Sekkja pípu sveit Skota spil aði með an skip ið lagð ist að bryggju. Churchill heim sótti Al þingi og heils aði upp á bresk ar hersveit ir, með al ann ars í Mos fells sveit, en hélt síð deg is á skips fjöl á nýj an leik. Hann fór úr bif reið sinni nokkru ofan við bryggj una og veif aði húfu sinni glað lega til mann fjöld ans sem laust upp Ljósmyndari óþekktur / Ljósmyndasafn Reykjavíkur fagn ar óp um. Her mann Jón as son for sæt is ráð herra Ís lands kvaddi Churchill við skips hlið og gekk breski for sæt is ráð herr ann síð an um borð. Hann gaf þá sig ur merk ið, V-merk ið, sem síð ar varð frægt og ein kenn is merki hans, og segja fróð ir að hann hafi fyrst not að það í Reykja vík ur höfn. Gamla höfn in sprung in Í des em ber 1957 lýsti Gunn ar Guð jóns son skipamiðl ari ástand inu í gömlu Reykja vík ur höfn með eft ir far andi hætti: Eins og nú er hátt að hafa skipa fé lög in ekki nema að nokkru leyti vöru skemm ur sín ar við höfnina og verða því að aka miklu af vör un um á bíl um eða trill um í vöru skemm ur sín ar víðs veg ar í bænum. Síð an verð ur svo að lesta þær aft ur á bíla þeg ar þeirra er vitj að af eig end um, aka þeim til ann arra staða í bæn um. Auk stór auk ins kostn að ar veld ur all ur þessi akst ur fram og til baka með vör urn ar óþarfa um ferð um fjöl farn ar og þröng ar göt ur, að ekki sé tal að um hafn ar bakk ann, og er vissu lega ekki á það bæt andi. Eng um sem stað ið hef ur niðri við höfn þeg ar mörg skip eru að losa sam tím is og sér vöru bíla þvög una í hálf gerðu strandi vegna þrengsla dylst að hér þarf úr bóta við og að öll meðferð var anna hlýt ur að verða ónauð syn lega dýr á þenn an hátt. Til marks um stór auk in um svif í Reykja vík urhöfn þeg ar Gunn ar Guð jóns son mælti þessi orð má nefna að ból virk in voru orð in 2800 metr ar á lengd og höfðu tvö fald ast frá því í stríðs byrj un. Eft ir 1951 juk ust flutn ing ar mjög um höfn ina vegna þess að all ir flutn ing ar á veg um Varn ar liðs ins fóru um Reykja vík ur höfn og önn uð ust þau stór skip, þau stærstu sem þá gátu lagst þar að bryggju (Moore McCor mack Line). Það var ekki fyrr en 1966 að Eimskipa fé lag Ís lands tók að sér þessa flutn inga en skömmu síð ar var Sunda höfn tek in í notk un og flutn ing ar fóru í aukn um mæli um hana. Eft ir far andi lýs ing birt ist í Al þýðu blað inu 4. októ ber 1962: Þrengsl in við höfn ina eru að verða óbæri leg. En sér stak lega er það slæmt að eng ir skuli gera til raun til að stjórna um ferð inni þeg ar mesti anna tím inn er. Kunn ingi minn hringdi til mín í gær og lýsti ástandinu fyr ir mér á mánu dag inn um líkt leyti og Hekla kom úr ut an lands ferð sinni. Þá var mik ið að gera við höfn ina, ekki ein göngu vegna þess að þetta skip var að koma. Þeg ar klukk an var um tvö var hafn arbakk inn framund an Hafn ar hús inu troð full ur af bifreið um, stór um vöru flutn inga bif reið um, venju legum vöru bif reið um og alls slags fólks bif reið um. Þarna voru fjall há ar flutn inga bif reið ar frá Ísa firði, norð an úr Stranda sýslu, frá Ólafs vík og víð ar að, Vatns kar l arn ir Vatns kar l arn ir við Reykja vík ur höfn láta ekki mik ið yfir sér og ber ekki mik ið á þeim í erli og há vaða hafn ar inn ar þar sem þeir aka vatns slöng um sín um á hand vagn in um sem best væri kom inn á Byggða safn inu því þeir til heyrðu slökkvi lið inu hér í eina tíð. En illa væri kom ið fyr ir skip um þeim er hing að koma ef vatns karl anna nyti ekki við því dag lega af greiða þeir tonn af vatni á dag og oft upp í 1000 tonn í skip og báta. Nú sem stend ur vinna fimm menn við vatns af greiðsl una. Yf ir vatns vörð ur er Þor geir P. Eyj ólfs son, hef ur hann unn ið við höfn ina síð an árið 1918 og í vatn inu síð an Er hann nú kom inn fast að sjö tugu. Var hann fyrst á vatns bátn um í 17 ár en hann tek inn úr notk un þeg ar nýi Magni kom. En vatns bát ur inn var not að ur til að flytja vatn í þau skip sem ekki komust inn í höfn ina. Og oft var er il samt á bátn um þeg ar mörg skip biðu og sér stak lega þeg ar Fær ey ing arn ir voru að koma og komust ekki inn í höfn ina. Var mest af þeim seinni hluta vetr ar og oft viss um við ekki af pásk um þeg ar marg ir Fær ey ing ar voru inni og fara þurfti milli þeirra allra til að láta í þá vatn. Og þeg ar Kára félag ið var í Við ey þurft um við að flytja þang að allt vatn sem þar var not að. Og oft þurft um við að fara til Skerja fjarð ar og Hafn ar fjarð ar til að láta vatn í skip... Við vor um að eins tveir á vatns bátn um í þá tíð, ég og véla mað ur. Oft var þetta kal samt starf og mik ið þurfti oft að vinna á næt urnar og stund um á annan sól ar hring sam fleytt. Al þýðu blað ið 24. október 1958 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 15

16 Sjómenn ganga á land með veiðarfæri sín í Vesturhöfninni. Í baksýn má greina Kolakranann og er myndin því tekin fyrir 1968 því þá var hann tekinn niður. Ljósmynd: Ari Kárason / Ljósmyndasafni Íslands Veru leiki eða draum ur? enn frem ur stór ar far þega bif reið ar sem mað ur vissi hins veg ar ekki hvað voru að gera þarna og loks fólks bifreið ar í tuga tali. Hafn ar bakk inn var svo fullur af bif reið um að hvorki var kom ist aft ur á bak eða áfram og þannig var líka í öll um hlið ar göt um. Þarna sat kunn ingi minn í þrjú kortér og gat hvergi sig Í aust an verðri höfn inni var ys og þys, þar ískraði og skrölti í vél knún um tækj um þeg ar marg vís legri er lendri vöru, fluttri um mik ið út haf, var skip að á land. Þar mátti sjá marg vís lega korn- og mjölvöru flutta í sekkj um, keyptum gegn um milli liði af lag er um ein hverr ar er lendr ar hafn ar borg ar, þar sem geymslu þol vör unn ar var máske að þrot um kom ið. Ég stans aði og horfði um stund á upp skip un ina. Lang þreytt ir verka menn, marg ir það rosknir að þeir höfð uð upp lifað hvort tveggja, at vinnu leysi kreppu ár anna og of lang an vinnu dag vel gengnis tíma bils ins. Þeir stóðu þarna og fram kvæmdu sín hand tök ör ugg ir og viss ir, því að öll vinna með vél um krefst þess að hug ur og hönd vinni sam an, þar má engu skeika. Mér varð star sýnt á geysilega mik ið magn af kassa vöru, sem kom án af láts upp úr einni skips lest inni. Þess ir kass ar virt ust ekki vera mjög þung ir, ég merkti það af því hvern ig verka menn irn ir hand léku þá á bílpöll un um. Hér hlaut að vera um ein hverja mikla nauð synja vöru að ræða því að magn ið var svo mik ið. Þetta vakti forvitni mína svo að ég fór að at huga áletr un ina á köss un um. Og hvað hald ið þið að hafi kom ið í ljós? Hér var ver ið að skipa á land mörg um tug um tegunda af er lendu kexi og ekki nóg með það, held ur slædd ust einnig með í þess um inn flutn ingi hol lensk ar kruð ur og dansk ir tertu botn ar. Var þetta veru leiki eða bara draum ur? Þjóð vilj inn 30. ágúst 1966 hreyft. Stór ar bif reið ar stóðu fyr ir fram an toll skýl ið og beint á móti við hina gang stétt ina aðr ar, ör lít ið sund var á milli og þar var al ger stöðv un. Vegna slysa hættu og óþarfa um ferð ar var um þess ar mund ir og lengi síð an mik il um ræða um að loka Reykja vík ur höfn fyr ir al mennri um ferð en aldrei komst það þó til fram kvæmda nema að takmörk uðu leyti. Árið 1964 voru tæp ar 4000 skipakom ur í Reykja vík ur höfn eða meira en tíu á dag að með al tali. Ver stöð, flutn inga- og far þega höfn og ol íu höfn Eft ir 1960 varð Reykja vík ur höfn á ný stærsta ver stöð lands ins og stærsta báta út gerð ar höfn. All ur fisk ur var veg inn á hafn ar vog un um. Ein þeirra var í Austur höfn inni, önn ur í Vest ur höfn inni og sú þriðja á Skeif unni upp af Æg is garði. Þá hafði ver ið gerð ný tog ara bryggja í Vest ur höfn inni, Bót ar bryggj an, og reist ar 15 nýj ar ver búð ir á Granda garði. Á sjö unda ára tugn um var gerð ný bryggja við Faxa verk smiðjuna í Örfiris ey og önn ur við Norð ur garð. Upp frá því var gerð ein stærsta bryggja gömlu hafn ar inn ar, sem fékk nafn ið Granda bryggja, og enn frem ur Grandabakki. Hafn ar stjórn in lét reisa tvö stór vöru geymsluhús á Granda bryggju og Granda bakka sem leigð voru skipa fé lög um og öðr um. Þetta voru Granda skáli og Bakka skáli. Mikl ar end ur bæt ur fór fram á gömlu viðlegukönt un um, eink um á átt unda ára tugn um og þá var gerð ur nýr við legu kant ur fyr ir skip Rík is skipa. Árið 1975 var gerð ur sér stak ur bíl pall ur og flot brú 16 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

17 við Gróf ar bryggju í til efni af því að Akra borgin hóf bíl flutn inga á dekki. Höfn in þró að ist þannig að Aust ur höfn in varð ein göngu flutn inga- og far þega höfn, við Ing ólfs garð lágu varð skip og haf rann sókn arskip en Vest ur höfn in var fyrst og fremst fiskihöfn. Eft ir að stríð ið hófst árið 1940 varð freðfisk ur að al út flutn ings var an í stað salt fisks áður. Á stríðs ár un um og eft ir stríð risu nokkur stór frysti hús við Vest ur höfn ina. Þau voru Hrað frysti stöð in og Fisk iðju ver rík is ins, sem Bæj ar út gerð Reykja vík ur yf ir tók Það var eitt af kasta mesta frysti hús lands ins en þar er nú Sjó minja safn ið. Árið 1979 var tek ið í notk un á Norð ur garði í Örfiris ey eitt fullkomn asta frysti hús lands ins og var það í eigu Ís bjarn ar ins sem áður hafði ver ið á Sel tjarn arnesi. Árið 1985 var Bæj ar út gerð Reykja vík ur lögð nið ur og sam ein að ist ásamt Hrað frystistöð inni í fé lag inu Granda hf. Ol íu fé lög in þrjú voru eft ir stríð með ol íubirgða stöðv ar sín ar á þrem ur stöð um í Reykja vík. Ol íu versl un Ís lands (BP) var á Klöpp við Skúla götu og í Laug ar nesi, Skeljung ur (Shell) í Skerja firði og Ol íu fé lag ið (Esso) í Örfiris ey frá Sama ol íu skip ið kom svo með olíu frá Rúss landi á all ar stöðvarn ar. Árið 1976 féllst hafn ar stjórn á sam eigin lega lóð allra ol íu fé lag ana í Örfiris ey en þá var áætl að að þar kæmi sér stök ol íu höfn. Upp frá því eða um 1980 var haf ist handa um gerð sér staks ol íu hafn ar garðs út frá Örfiris ey og fékk hann nafn ið Eyja garð ur. Þá hafa ver ið gerð ar stór felld ar upp fyll ing ar vest an Grandagarðs og við Örfiris ey og er þar nú ris ið stórt iðn að ar- og versl un ar hverfi. Afla kastað á land á Loftsbryggju. Hafnarbúðir í smíðum. Ljósmynd: Ari Kárason / Ljósmyndasafni Íslands Vistir bornar um borð í síldarbát í Reykjavíkurhöfn árið Sjá má net og flotholt en í grindunum eru mjólkurhyrnur. Akraborgin við Miðbakkann. Ljósmyndari óþekktur / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 17

18 Lax ness kem ur með Nóbels verð laun in Símaklef ar við höfn ina Inn an skamms verða sett ir upp síma klef ar á nokkrum stöð um við Reykja vík ur höfn. Er þar með von andi leyst úr langvar andi hallæris á standi í símamál um við höfn ina. Höfn in hef ur frá upphafi ver ið mið dep ill at hafna lífs bæj ar ins þar sem marg ir eru að störf um nótt og dag en eft ir lok un ar tíma sölu búða og skrif stofa við höfn ina hef ur ekki ver ið hægt að kom ast í síma þar hversu mik ið sem á hef ur legið. Hef ur þetta vald ið ýms um mikl um óþæg ind um sem með til komu hinna nýju síma klefa eiga að verða úr sög unni... Síma klef arn ir verða á eft ir töld um stöð um: Faxa garði, Ing ólfsgarði, tog ara bryggjunni við Granda garð, í vigt ar hús inu á Granda garði og einn við aust ur höfn ina. Föstu dag inn 4. nóv em ber 1955 lagð ist Gull foss upp að Mið bakk an um þar sem hann var van ur að liggja og var að koma frá Kaup manna höfn, sjálf sagt með við komu í Leith og Fær eyj um. Jafn an þeg ar þetta flagg skip Eim skipa fé lags ins og raun ar ís lenska flotans lagð ist að bryggju í Reykja vík var fjöldi manns sam an kom inn, ým ist til að fagna vin um og ætt ingjum sem voru að koma úr sigl ingu eft ir lang ar fjarvist ir eða þá fólk kom af hreinni for vitni. Í fásinni dag anna í Reykja vík voru skipa kom ur frá út löndum við burð ur. En nú var óvenju margt á hafn arbakk an um, raun ar múg ur manns. Ástæð an var sú að Hall dór Kilj an Lax ness var um borð, sem ekki var þó í sjálfu sér óvenju legt, held ur hitt að hann var að koma heim sem fyrsta og eina Nóbels verðlauna skáld Ís lend inga. Hall dór Kilj an Lax ness hafði þeg ar hér var komið sögu lengi tek ið virk an þátt í ís lensk um stjórnmál um, var tal inn af eld rauð ur komm ún isti enda tíð ur gest ur í Sov étríkj un um, hafði mært þau í riti og ræðu og var jafn an á fram boðs list um Sós í alistaflokks ins. Fram að þess um tíma hafði naum ast verið minnst á skáld ið um langt skeið í Morg un blaðinu án þess að hnýtt væri í það fyr ir skoð an ir þess. Rík is stjórn Sjálf stæð is flokks og Fram sókn ar flokks var við völd í land inu árið 1955 og ör ugg ur meirihluti Sjálf stæð is flokks í borg ar stjórn. Eng inn ráðherra úr rík is stjórn Ís lands var því mætt ur á hafn arbakk an um til að fagna hinu ný bak aða Nóbels verðlauna skáldi og ekki borg ar stjór inn í Reykja vík. Það kom í hlut Banda lags ís lenskra lista manna og Al þýðu sam bands Ís lands að fagna Nóbels skáldinu. Þegar Gull foss lagð ist að bryggju fluttu Jón Leifs for seti BÍL og Hanni bal Valdi mars son for seti ASÍ ræð ur til að fagna skáld inu en Kilj an þakk aði fyr ir sig úr brú skips ins. Ræð urn ar voru tekn ar á band og flutt ar í Rík is út varp inu síð ar um dag inn. Jón Leifs sagði með al ann ars: Með sigri þess um breyt ist sökn uð ur og sálarkvöl margra kyn slóða í djúp an fögn uð. Vér minnumst þeirra ís lensku lista manna sem féllu í val inn óbætt ir allra þeirra sem skópu lista verk hér á landi í þús und ár, skáld anna ókunnu sem unnu án launa og án heið urs, bug uð ust í miðri bar áttu við örð ug ustu kjör svo að enn lifa ekki nema mol ar úr verk um þeirra svo að jafn vel sjálf nöfn höf undanna eru gleymd. Þú hef ur fært þeim sig ur inn og þú hef ur sigr að fyr ir oss alla einnig fyr ir þá sem á eft ir koma og fara sömu leið. Þú hef ur loks hrund ið upp hurð inni svo að ljós heims ins nær að skína inn og feg urð him ins ins verð ur sýni leg hverju manns barni. Vér hyll um þig og hyll um jafn framt þær hug sjón ir sem vér sjálf ir lif um og deyj um fyr ir. Þú hef ur sann að heim in um til veru rétt ís lensks þjóð ern is. Vís ir 15. ágúst 1960 Halldór Kiljan Laxness ávarpar mannfjöldann úr brú Gullfoss. Ljósmynd Bjarnleifur Bjarnleifsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur 18 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

19 Eyrarkarlar bisa við að koma kössum upp á vörubílspall, líklega rétt fyrir eða um Höfnin var eitthvert fjölmennasta vinnusvæði borgarinnar. Ljósmynd Bjarnleifur Bjarnleifsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Frá handafli, tross um og brett um til gáma og tölvu stýr ing ar Þrátt fyr ir hin stór virku vinnu tæki sem komu með hafn ar gerð inni á ár un um 1913 til 1917 var hafn arvinn an sjálf enn frum stæð á fyrstu árum hafn ar innar. Upp skip un á kol um var þannig lýst árið 1920 að þeim væri mok að með skófl um úr lest um kola skipana upp á hest vagna og þeim síð an ekið upp á rosastór an kola bing þar sem þeim var sturt að. Enn vantaði því tölu vert upp á að vél tækn in væri tek in í notk un í hinni ný tísku legu höfn. Dag blað skrif aði árið 1925: Versta með ferð in á hest um hér í bæ er við uppskip un á kol um. Hálft tonn, í stór um og klumps legum vögn um, eru hest arn ir látn ir draga upp snarbratta kola bingi þar sem við spyrn an er svo laus að þeir geta varla fót að sig. Auk þess verða vagn arn ir svo aft ur þung ir vegna bratt ans að all ur þung inn hvíl ir á brjóst gjörð inni og má nærri geta hve hest unum muni vera það þægi legt auk ann arra erf ið leika... Þeg ar hest arn ir hafa ein hvern veg inn klungr ast upp kola bing ina er þeim snú ið við og kýlt aft ur á bak fram á bings brún og er sú með ferð in jafn vel verst. Árið 1926 réðst Kol og salt hf., stærsti ko la innflytj and inn, í það stór virki að láta reisa risa stór an upp skip un ar krana á at hafna svæði sínu og setti hann lengi svip á Reykja vík ur höfn og varð eins kon ar einkenn is tákn henn ar. Kolakran inn, sem var raf knú inn, gat skip að upp smá lest um á klukku stund. Skúff an tók hálft tonn og var því hægt að vigta kol in um leið. For stjóri fyrirtækisins var at hafna mað ur inn Hjalti Jóns son, öðru nafni Eld eyj ar-hjalti. Sagt var að það væri stór hug hans að þakka að kolakran inn kom, sá og sigr aði. Kolakraninn og miklir kolabingir til vinstri. Uppskipunarkranar til hægri. Ljósmynd Magnús Ólafsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 19

20 Uppskipun með brettum var orðin allsráðandi um Ljósmynd: Ari Kárason / Ljósmyndasafni Íslands Kirkju garð ur inn Árið 1927 aug lýsti Kol og salt sam keppni um nafn á hin um mik il feng lega kolakrana og bár ust á ann að hund rað til lög ur, meðal annars Grett ir, Kolbít ur og Kol skegg ur, en dóm nefnd in kom sér sam an um að velja nafn ið Hegri. Kran inn var þó jafn an kall að ur Kolakran inn í dag legu tali. Efst á hon um var lít ið græn mál að hús þar sem stjórn andi kran ans hafð ist við en hús ið og skúff an sem hékk nið ur úr Vest ast í Reykja vík ur höfn er svæði sem kall að er í dag legu tali kirkju garður inn. Nafn ið er dreg ið af því að þarna er oft kom ið fyr ir göml um og af lóga skip um sem liggja þar stund um í reiði leysi. Svo und ar lega bregð ur við að nýjasta skip tog ara flot ans er kom ið í kirkju garð inn til kláf anna. Tog ar an um Sig urði ÍS 33 hef ur ver ið lagt tveim mán uð um eft ir að hann kom ný smíð að ur til lands ins. Þetta er 987 lesta skip og kost aði tugi millj óna. Eft ir tvær veiðiferð ir komst eig and inn, Ein ar ríki Sig urðs son, að þeirri nið ur stöðu að ekki væri hægt að gera skip ið út við nú ver andi að stæð ur. Sig urð ur afl aði illa og eft ir síð ari veiði ferð ina lét Ein ar af skrá skips höfn ina og lét binda skip ið við bryggju í kirkju garð in um. Þjóð vilj inn 17. nóvember 1960 hon um runnu eft ir tein um út yfir skip ið sem ver ið var að losa. Skúff an skall svo nið ur í lest skips ins með op inn kjaft inn og var fyllt. Þá lok að ist hún, var lyft upp og hús ið rann með skófl una hang andi inn yfir háa báru járns girð ingu á norð an verð um Arn arhóli. Þeg ar kom ið var hæfi lega langt inn í port ið fyrir inn an opn að ist kjaft ur inn og kol in féllu nið ur í bing inn. Eft ir stríð aflagð ist smám sam an inn flutn ing ur á kol um. Aðr ir orku gjaf ar voru komn ir til sögu. Síð ast var kolakran inn að al lega not að ur við upp skip un á salti og sem enti. Árið 1966 var Kolum og salti sagt upp lóð sinni við höfn ina og tveim ur árum síð ar var kolakran inn tek inn nið ur. Þótti mörg um eft ir sjá að hon um. Um svip að leyti og Kolakran inn kom var far ið að nota bíla fyrst og fremst við upp- og út skip un og fleiri þæg indi komu til sög unn ar fyr ir hafn ar verkamenn. Morg un blað ið sagði árið 1927: Eim skipa fé lag Ís lands hef ur ný ver ið feng ið drátt ar vagna til notk un ar við af greiðslu skipa hér við höfn ina. Ganga vagn arn ir fyr ir mót or og get ur mót or inn dreg ið þrjú tonn af vör um í einu. Lág hjól eru und ir vögn un um svo eink ar auð velt er að hlaða þá. Er ekið með vagn ana nið ur að skipi og vör urn ar 20 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

21 Ljósmynd: Ari Kárason / Ljósmyndasafni Íslands Jólatré landsmanna á leið í land, líklega úr Gullfossi um sett ar á þá út úr skip inu og síð an ekið inn í vörugeymslu hús. Má aka vögn un um hvort held ur vill áfram eða aft ur á bak. Á Eim skip þakk ir fyr ir það að hafa feng ið þetta tæki því það hýt ur að spara mik ið við upp skip un. Fram í seinni heimsstyrj öld eða leng ur var þó handaflið enn mik ið not að við upp- og út skip un. Við komu banda rísks her liðs til lands ins sum ar ið 1941 sáu Ís lend ing ar hins veg ar al veg ný vinnu brögð. Þeim var svo lýst í Morg un blað inu 1943: Það er mun ur að sjá höfn ina nú eða á skútu öldinni. Það eru ekki nema 30 ár síð an að all ar vör ur sem til Reykja vík ur voru flutt ar voru born ar á bakinu upp bryggj urn ar úr upp skip un ar bát un um. En nú er öld in önn ur. Nýir sið ir hafa kom ið með nýj um mönn um. Það er gam an að koma nið ur að höfn og sjá hina nýju upp skip un ar tækni Am er ík u manna. Sjá hvern ig vél arn ar hafa ver ið tekn ar í þjón ustu mannsins. Það er varla hægt að segja að manns hönd in snerti vör una sem sótt er nið ur í lest ar skip ana. Stórefl is kran ar sveigja ran an um fram og aft ur. Þeg ar var an er kom in upp á hafn ar bakk ann taka við flutninga vagn ar sem eru svo hag an lega gerð ir að það þarf ekki að stafla upp á þá stykkja vör unni. Það gera þeir sjálf ir því það er eins og þeir hafi hand leggi en það eru stálarm ar sem taka vör una, lyfta henni og svo er ekið af stað þang að sem var an á að fara. Marg ur gigtveik ur og baksár hafn ar verka mað ur inn horf ir með undr un á þessi tæki. Kannske hefði hann ekki orðið gam all fyr ir tím ann ef svona tæki hefðu ver ið til í hans ung dæmi. Fyrstu 16 árin eft ir að birgða stöð SÍS kom við Tryggva götu var unn ið þar með handafli en 1947 fékk hún fyrsta lyft ar ann. Þeir voru að koma til sögu um þetta leyti og eft ir stríð voru lyft ing ar kran ar einnig not að ar við upp- og út skip un. Stykkja vör ur voru hífð ar í tross um eða net um upp úr lest un um. Fram til 1968 gat stærsti kran inn við höfn ina að eins lyft 36 tonn um en það ár var mun stærri krani keypt ur vegna virkj ana fram kvæmda við Búrfell og hins nýja ál vers í Straums vík. Stóð hann á fleka og gat lyft mun þyngri hlut um. Þar sem mjög þröngt var orð ið um gömlu höfn ina voru erf ið leik ar á flutn ing um til hennar og frá. Þetta átti að leysa með nýju heild ar skipu lagi Reykja vík ur sem sam þykkt var á sjö unda ára tug 20. ald ar. Samkvæmt því átti að leggja fjög urra akreina hrað braut á brú með fram öllu hafn ar svæð inu frá Skúla götu að Æg is götu. Bygg ing Toll stöðv ar inn ar og Faxa skála Eim skipa fé lags ins um þetta leyti tók mið af þessu. Árið 1970 urðu tíma mót í skipa sögu Eim skipa félags ins. Þá bætt ust svoköll uð takka skip í flota þess. Þetta voru Goða foss, Mána foss og Detti foss. Þau voru byggð með nýja tækni í vöru flutn ing um, bretti og gáma, í huga. Áður hafði ver ið haf ist handa um að breyta eldri skip um fé lags ins til að greiða fyr ir af ferm ingu og ferm ingu með þessa nýju tækni í huga. Um Faxa skála var sagt þeg ar bygg ing hans stóð fyr ir dyr um: Vöru hús þetta kem ur til með að valda bylt ingu í vöru upp skip un hér á landi og verða vöru bíl ar óþarfir við upp skip un í hús ið. Vör urn ar verða tekn ar við skips hlið á lyft ur um sem flytja þær inn í hús ið. Lyftar arn ir verða einnig not að ir til þess að flytja vör una upp á aðra hæð húss ins, bæði inni í því og utan á því. Faxa skáli var tveggja hæða bygg ing og var bílastæði fyr ir 1000 bíla á þak inu. Átti að aka beint inn á það frá fyr ir hug aðri hrað braut á brúnni með fram höfn inni. Um þetta leyti var upp skip un á brett um orð in mik il og var Faxa skáli mið að ur við þá tækni. Það má hins veg ar segja að hann hafi orð ið úr elt ur um leið og hann var tek in í notk un um Þá Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 21

22 Hafnartækin urðu sífellt stórvirkari en bylting varð í uppskipun og fermingu um og eftir Hér er uppskipunarbíll með tengivagni frá Eimskip. Ljósmyndari óþekktur / Ljósmyndasafn Reykjavíkur voru gám ar að ryðja sér hratt til rúms en und ir þá tækni bylt ingu var gamla Reykja vík ur höfn ekki búin. Allt rými fyr ir gáma vant aði við höfn ina. Far ið var að setja þá bak við Faxa skála og alls stað ar þar sem við varð kom ið en ljóst var að dag ar gömlu hafn arinn ar sem flutn inga hafn ar voru senn liðnir. Fyrstu gám arn ir sem Eim skipa fé lag ið not aði voru litl ir tré gám ar. Átta og tíu feta gám ar voru svo sérsmíð að ir fyr ir takka skip in sem komu Síð ar áttu gám arn ir eft ir að stækka veru lega, verða tutt ugu og fjöru tíu fet og jafn framt komu stálgám ar í stað trégáma. Á síð ari árum hef ur líka ver ið hægt að stafla þeim mun meira en áður, jafn vel sjö hverjum ofan á annan, sem spar ar mik ið land rými. Ýmissa nýj unga við upp skip un í gömlu Reykjavík ur höfn varð vart á sjö unda ára tugn um. Sum ar ið 1967 voru sog dæla og sílótrekt tek in í notk un við höfn ina. Dæl an blés ósekkj uðu korni úr lest um skipanna yfir í sílótrekt sem kom ið var fyr ir yfir vöru bílum við skips hlið ina. Þá um haust ið var bíl um í Flughöfnin Það gleymist stundum að í Reykjavíkurhöfn stendur ein helsta vagga flugs á Íslandi. Árið 1924 svifu flugvélar í fyrsta sinn yfir Atlantshafið til Íslands. Þetta voru vélar sem tóku þátt í svokölluðu hnattflugi. Þegar líða tók að hádegi 5. ágúst 1924 safnaðist mannfjöldi niður við höfnina og uppi á Arnarhól því von var á fyrstu vélunum til Reykjavíkur. Loks sáust tveir deplar úti við sjóndeildarhringinn og færðust nær og stækkuðu. Áður en varði svifu vélarnar, sem voru flugbátar, yfir höfðum Reykvíkinga og lentu því næst inni í sjálfri höfninni. Var flugmönnunum ákaft fagnað. Þriðja vélin bættist í hópinn nokkrum dögum síðar. Að minnsta kosti ein af þessum vélum var dregin upp Steinbryggjuna og komið fyrir á Ellingsensplaninu eða planinu sem nú er bílastæði við hlið Pulsuvagnsins. Vélar sem síðar komu voru oft dregnar upp á þetta plan og má segja að það hafi verið ein fyrsta flugstöð landsins. Flugfélag Íslands númer 2, sem rekið var á árunum 1928 til 1931 og átti flugvélarnar Súluna og Veiðibjölluna, var með skrifstofu í Hafnarstræti 15 en í sama húsi var Verslun Ellingsens. Vélarnar voru stundum dregnar upp á planið að húsabaki. Annars lágu þær við bryggju en í Örfirisey við Norðurgarðinn var til að byrja með viðgerðaraðstaða fyrir vélarnar. Árið 1929 Flugvélin Súlan, flugvél Flugfélags Íslands, sjósett árið 1928 frá steinbryggjunni að viðstöddu fjölmenni. Ljósmynd: Magnús Ólafsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur kom félagið hins vegar upp flugskýli og dráttarbraut inni í Vatnagörðum þar sem elsti hluti Sundahafnar er nú. Framkvæmdirnar í Vatnagörðum munu hafa orðið félaginu um megn og lagði það upp laupana tveimur árum síðar. Flugskýlið notuðu síðan erlendir flugkappar sem hingað komu, svo sem flugsveit Balbos hins ítalska árið 1933 og Charles Lindbergh sama ár. Flugskýlið í Vatnagörðum var ekki tekið niður fyrr en 1974 og er nú á safninu á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð. 22 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

23 fyrsta skipti ekið beint frá borði frá skip inu Rigoletto. Lið lega 100 bíl um var skip að upp á 2 tím um. Mikl ar fram far ir urðu við upp- og út skip un á fiski í Vest ur höfn inni. Áður var fisk in um hent eða mok að upp á vöru bíls palla en síð ar voru þeir hífð ir í kör um. Sum ar ið 1978 birt ist eft ir far andi frétt í Dag blað inu: Vest ur höfn in í Reykja vík er nú loks að verða al vöru fiski höfn eins og lengi hef ur stað ið til. Bæði Bæj ar út gerð Reykja vík ur og frysti hús ið Ís björn inn eru far in að taka við fiski beint úr skip un um inn í kæli geymsl ur frysti hús anna. Í stað þess að landa fisk in um á vöru bíla og aka hon um ein hverja leið hífa kran ar um borð í skip un um fiski kass ana upp og á bryggj una þar sem lyft ar ar taka við og ferja þá beint í kælig eymsl ur. Í hinu nýja frysti húsi Ís bjarnar ins er reynd ar ekki unn ið úr afl an um enn, þar sem flök un ar vél ar og ann að nauð syn legt er ekki kom ið á stað inn en það verð ur inn an tíð ar. Verð ur þá jafnframt hægt að skipa fisk in um fullunn um beint út í flutn inga skip. Bæj ar út gerð in hef ur kom ið sér upp kæli geymslu í þeirri skemmu á Granda garði sem næst er fisk iðju ver inu. Í báð um til vik um er þetta mik ið hag ræði auk þess sem slík ar kæli geymsl ur varð veita afl ann mun bet ur en ókæld ar á með an hann bíð ur vinnslu. Haust ið 1978 stóð í Þjóð vilj an um: Í Vest ur höfn inni í Reykja vík er frá og með degin um í gær hægt að tengja öll skip við raf kerfi frá l andi. Á veg um Reykja vík ur hafn ar og Raf magns veitu Reykjavíkur hef ur ver ið unn ið að því að koma þessum raf bún aði fyr ir á nokkrum stöð um á við leg unni í höfn inni. Stefnt er að því að slíku kerfi verði einnig kom ið upp ann ars stað ar á hafn ar svæði Reykja víkur borg ar. Í sam tali við Guð jón Jóns son for mann fé lags járn iðn að ar manna sagði hann að hér væri bæði um ol íu sparn að og betri vinnu skil yrði að tefla. Þeg ar skip væru í höfn yrðu þau að hafa ljósa vél í gangi til þess að knýja nauð syn leg tæki og ljós. Nú spar að ist er lend olía á ljósa vél arn ar með því að hægt væri að kaupa inn lenda orku úr landi. Þá væri ekki síð ur mik ils um vert að nú losna iðn að ar menn sem vinna við við gerð ir í véla rúm um skipa við óbæri leg an há vaða frá gangi ljósa véla. Margra daga sam felld vinna við slík an há vaða hefði vald ið mörgum heyrn ar tjóni. Árið 1984 hófst gáma væð ing frysti flutn inga sem Eim skipa fé lag ið beitti sér fyr ir. Í stað frysti skipa skyldu koma frysti gám ar og eign að ist fé lag ið 200 slíka á ár inu. Kost ur inn við þetta var sá að hægt var að flytja vör una við sama hita stig frá fram leið anda til kaup anda. Á síð asta ára tug 20. ald ar var tölvu tækn in tek in í notk un í sí aukn um mæli til að sam hæfa og stýra flutn ing um inn an Reykja vík ur hafn ar. Sem dæmi um notk un tölv unn ar má nefna Sunda frost, þjón ustumið stöð Eim skipa fé lags ins fyr ir frysti vöru, sem tekin var í notk un Hún er tækni lega full kom in frysti geymsla með færi bönd um, fær an leg um hillukerf um og upp lýs inga kerfi sem bygg ist á strik a merking um, skjá m í lyft ur um og þráð laus um tölvu samskipt um. Þetta fyr ir komu lag flýtti mjög fyr ir meðhöndl un vör unn ar. Með nýjustu tækni gengur losun og lestun í Reykjavíkurhöfn miklu hraðar en áður var. Mannshöndin er nú aðallega við stjórn tækja og tölva. Ljósmynd: Sævar Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 23

24 Hafn ar til lög urn ar 1957 Í des em ber 1957 voru sam þykkt ar í bæj ar stjórn Reykja vík ur tvær til lög ur um Reykja vík ur höfn. Önnur þeirra varð aði nýt ingu gömlu hafn ar inn ar og var þar með al ann ars ákveð ið að vest ur hluti hennar skyldi fyrst og fremst vera af greiðslu- og at hafnasvæði fiski skipa og fisk iðn að ar en aust ur hluti hafnar inn ar frá Æg is garði að Ing ólfs garði ásamt Norð urgarði yrði fyr ir far þega- og vöru flutn inga skip. Var kveð ið á um mikl ar fram kvæmd ir til þess að höfn in nýtt ist bet ur í þess um til gangi ásamt vega framkvæmd um í ná grenni hafn ar inn ar, með al ann ars breikk un Mýr ar götu og aust ur hluta Tryggva götu. Hin til lag an sem sam þykkt var laut að fram tíð ar höfn Reykja vík ur sem átti að koma fyrir á allt öðr um stað en síð ar varð. Hún hljóð aði svo: Bæj ar stjórn Reykja vík ur ákveð ur að stækka Reykja vík ur höfn þannig að hún nái yfir svæði sem tak markast af nú ver andi höfn og Örfiris ey að vest an, Eng ey að norð an, Laug ar nesi að aust an og strandlengj unni frá Laug ar nestanga að nú ver andi höfn að sunn an. Bæj ar stjórn fel ur hafn ar stjórn og hafn arstjóra að vinna að fram kvæmd þess ar ar áætl un ar. Gunn ar Thorodd sen borg ar stjóri fylgdi til lög unni úr hlaði og sagði: Enda þótt enn sé tals vert ónot að af rúmi innri hafn ar inn ar þá eru tak mörk fyr ir því hvað mögu legt er að auka við legu pláss þar. Einnig tak marka dýpi og rúm hafn ar inn ar stærð þeirra skipa sem unnt er að taka þang að inn. Stærð flutn inga skipa fer stöðugt vax andi. Má bú ast við að sú þró un haldi áfram og verð ur óhjá kvæmi legt að sjá stór um skip um fyr ir at hafna svæði við bryggj ur. Það er því ljóst að framtíð arstækk un Reykja vík ur hafn ar verð ur utan nú verandi hafn ar. Borg ar stjóri sagði að ýmis svæði hefðu ver ið at hug uð í þessu skyni önn ur en það sem fyr ir val inu varð, en ýms ir ann mark ar væru á þeim sem hann taldi upp. Í fyrsta lagi nefndi hann Skerja fjörð, í öðru lagi svæð ið milli Sel tjarn ar ness og Ak ur eyj ar, í þriðja lagi Við eyj ar sund og í fjórða lagi Eiðis vík. Hann sagði með al ann ars: Einn helsti ókost ur við alla þessa fjóra staði er sá að þeir eru það fjarri nú ver andi höfn að hafn ar mannvirki þar mundu ekki verða í beinu sam bandi við hana. Um fyr ir hug uð mann virki í hinni nýju út víkk uðu höfn sagði Gunn ar Thorodd sen meðal annars: Eins og nú er stafar ókyrrð í sjó á ytri höfn inni að al lega af öldu sem leið ir um sund ið milli Örfiriseyj ar og Eng eyj ar í vest læg um og norð læg um átt um. Þess ar ar ókyrrð ar gæt ir einnig í innri höfn inni og er oft til mik ils tjóns. Með því að gera ráð fyr ir höfn á því svæði, sem hér er get ið, er því talið að loka verði því með öllu fyr ir þess um átt um. Það þýð ir að byggja verð ur garð milli Örfiris eyj ar og Eng eyj ar... Önn ur fram kvæmd sem nauð syn leg er vegna fyr ir hug aðr ar hafn ar er að byggja garð, hvorn and spæn is öðr um, út frá Eng eyj ar rifi og Laug ar nestanga en á milli þeirra yrði inn sigl ing inn á höfn ina. Hið nýja hafn ar svæði yrði um 3,5 fer kíló metrar að stærð og nærri 9 sinnum stærra að flat ar máli en nú ver andi höfn. Flest ir munu hafa gert ráð fyr ir að ný og stærri Verka manna skýl ið Hafn ar búð Fyrstu ár Reykja vík ur hafn ar höfðu hafn ar verka menn hvergi af drep til að mat ast. Í Al þýðu blað inu var bent á að þeir þyrftu, eins og gadd hest ar, að ganga að mat sín um úti í hvaða veðri sem væri. Þetta leyst ist árið 1922 þegar ákveð ið var að reisa svo kall að Verkamanna skýli við Tryggva götu aust ar lega sjáv ar meg in. Lög um skemmt ana skatt voru sett á Al þingi 1922 og fengu Al þýðu flokks menn í bæj ar stjórn Reykja vík ur því fram gengt að fyrstu tekj un um af skemmt anaskatt in um yrði var ið til að reisa verka manna skýli við Reykja vík ur höfn. Það var tek ið í notk un 23. febr ú ar Þetta var mynd ar legt ein lyft timb ur hús með háu risi og þar gátu verka menn etið nesti sitt en jafnframt varð hús ið eins kon ar fé lags at hvarf þeirra og mið stöð at vinnu miðl un ar við höfn ina. Þeg ar lít ið var um vinnu streymdu at vinnu laus ir verka menn í Verka manna skýl ið í von um vinnu og voru þá und ir náð verk stjór anna komn ir. Þeg ar fram liðu stund ir varð Verka manna skýl ið mið stöð harðasta kjarn ans í Verka manna fé lag inu Dags brún en höfn in var einn fjöl menn asti vinnu stað ur lands ins. Í Verka manna skýl inu var oft lagt á ráð in um rót tæk ar að gerð ir en Dags brún setti ára tug um sam an lín una fyr ir kjara bar áttu verka lýðs fé laga um land allt. Verka manna skýl ið var í notk un í tæpa fjóra áratugi. Árið 1954 sam þykkti bæj ar stjórn Reykja vík ur til lögu Ein ars Thorodd sens borg ar full trúa að haf inn skyldi und ir bún ing ur að bygg ingu nýs verka mannaskýl is við höfn ina og skyldi það jafn framt verða sjómanna stofa. Upp drætti að nýja hús inu gerðu þeir Ein ar Sveins son og Að al steinn Richt er. Byrj að var að grafa grunn inn seint á ár inu 1957 en full bú ið var það tek ið í notk un 1. maí Við vígslu húss ins hélt Geir Hall gríms son ræðu og sagði með al ann ars: Verka manna- og sjó manna hús þetta er að sínu leyti nokk urt vitni um skiln ing og við ur kenn ingu Reyk vík inga í heild á gildi starfa þeirra sem verkamenn og sjó menn vinna. Höfn in er und ir staða Reykja vík ur borg ar. Ef ekki hefðu kom ið til hin ágætu hafn ar skil yrði er vafa samt að nokkru sinni hefði risið hér sá kaup stað ur sem raun ber vitni. Geir Hall gríms son gaf hinu nýja húsi nafn ið Hafn ar búð ir en fáum vik um eft ir að það var tek ið í notk un var gamla Verka manna skýl ið rif ið. Í Hafn arbúð um voru nokk ur gisti her bergi og einnig bað aðstaða. Hins veg ar brá svo við að verka menn og sjó menn undu ekki alls kost ar í hinu nýja húsi. Það var ekki nógu hlý legt og kannski of fínt. Jafn framt voru at vinnu hætt ir við höfn ina óðum að breyt ast og bráðlega kom Sunda höfn til sög unn ar. Hafn ar búð ir komu því ekki að fullu í stað hins gamla Verka manna skýlis. Har ald ur Hjálm ars son for stöðu mað ur Hafn ar búða sagði í við tali við Morg un blað ið vor ið 1966 að þangað kæmu að al lega út lend ir sjó menn og einnig sjómenn úr öðr um ver stöðv um lands ins sem væru með báta í við gerð í Reykja vík. Þeg ar kom fram und ir 1970 voru svo kall að ir rón ar bæj ar ins bún ir að yf irtaka veit inga sal inn í Hafn ar búð um og æ færri verkamenn sáust þar. Hús inu var því lok að tíma bund ið í des em ber 1970 nema Ráðn ing ar skrif stofa var til húsa í hluta af neðstu hæð inni. Þeg ar eld gos ið varð í Vestmanna eyj um 1973 flutti bæj ar stjórn Vest manna eyja og bæj ar fó geti í Hafn ar búð ir og höfðu þar að set ur sitt. Einnig var þar fé lags leg að staða fyr ir eyj arskeggja í veit inga sal húss ins. Síð ar var hús inu breytt 24 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

25 ir höfn yrði í beinu sam bandi við gömlu höfn ina. Þeg ar Tryggvi Ófeigs son, for stjóri Júpít ers og Mars, hóf stórfellda upp bygg ingu á Kirkju sandi um 1950 gerði hann ráð fyr ir að Kirkju sand ur yrði inn an nýrr ar hafn ar. Vegna sam þykkt ar bæj ar stjórn ar Reykja vík ur í des em ber 1957 fóru skipa fé lög og út gerð ar fé lög að hugsa sér til hreyf ings um lóð ir sem lægju að hinni nýju höfn. Mun skemma Eim skipa fé lags ins við Borgar tún, svo kall að ur Borg ar skáli, sem nú er horf in, hafa ver ið reist árið 1956 með til liti til fyr ir hug aðra hafnar fram kvæmda. Ekki varð þó af því að hin nýja höfn yrði gerð á þess um slóð um. Val geir Björns son hafn ar stjóri skýrði svo frá í frétta auka Rík is út varps ins 28. jan ú ar 1965: Árið 1957 sam þykkti bæj ar stjórn að láta hefja und ir bún ing að stækk un Reykja vík ur hafn ar með það fyr ir aug um að hún næði yfir svæði sem tak markast af Örfiris ey að vest an, Eng ey að norð an, Laug ar nesi að aust an og að sunn an af strand lengj unni frá Laugar nestanga til vest urs... Þar sem aug ljóst var að til tækni rann sókna þyrfti meiri mann afla en hafn arstjórn hafði yfir að ráða var hafn ar stjóra heim il að að leita til Al menna bygg inga fé lags ins um verk fræði lega að stoð við rann sókn ir haust ið Vet ur inn 1959 voru fyrstu áætl an ir gerð ar og leiddu þær í ljós að full ástæða var til að álykta að betri hafn ar skil yrði væru aust an við Laug ar nestang ann en fyr ir vest an og var því tek ið fyr ir að rann saka allt svæð ið aust an Laug ar ness. Sjó mæl ing ar á þessu svæði höfðu sýnt að aust an Vatna garða og inn í El liða ár vog inn var dýpi ekki nægj an legt til hafn ar gerð ar en bor an ir sem gerð ar voru á þessu svæði sýndu að auð velt var að ná því dýpi við ból verk sem æski legt þætti. Efni það sem feng ist við dýpk un ina mætti svo nota til uppfyll ing ar ofan við ból verk ið. Fyrstu rann sókn um Al menna bygg inga fé lags ins lauk árið árið 1961 og skil aði fé lag ið grein ar gerð um hafn ar rann sókn ir í júní það ár. Í grein ar gerð inni voru tekn ar fyr ir fjór ar til lög ur. Sú fyrsta vék að Eng eyj arhöfn I, önn ur að Eng eyj ar höfn II, sú þriðja að Kirkjusands höfn og sú fjórða að Sunda höfn. Við sam an burð á þess um fjór um til lög um kom í ljós að hafna rgerð í Sunda höfn var hag kvæm asti kost ur inn. Í ljósi þessa var ákveð ið að halda áfram áætl ana gerð um Sundahöfn og var fyrsti áfangi henn ar boð inn út í árs byrj un Samkvæmt tillögunum frá 1957 átti að tengja saman Örfirisey og Engey sem mörkuðu þannig nýja stórhöfn að vestan og norðan og átti nýja höfnin að ná að Laugarnestanga í austri. Ljósmynd: Sævar Fékk gám í fram - sæt ið Horft yfir höfnina frá Arnarhóli. Húsin fremst á myndinni eru frá vinstri Nordalsíshús, Verkamannaskýlið og Varðarhúsið. í hjúkr un ar heim ili fyr ir lang legu sjúk linga og enn síð ar komu þar fín ir veit inga stað ir. Fleiri skýli og kaffi stað ir voru fyr ir verka menn við höfn ina. Skipa fé lög in sem þar höfðu vöruskemm ur voru með kaffi stof ur fyr ir verka menn og ekki má gleyma Kaffi vagn in um, sem upp haf lega var á Ell ingsen plan inu en síð ar á Granda garði. Í Aust urhöfn inni var Tog ara af greiðsl an til húsa en þang að komu eyr ar k ar l ar í at vinnu leit og höfðu þar að stöðu, líkt og ver ið hafði í Verka manna skýl inu gamla. Eft irfar andi var skrif að í Dag blað ið haust ið 1976: Þeg ar tog ar ar koma inn til lönd un ar iðar allt af Ljósmynd Magnús Ólafsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur at hafna lífi við höfn ina og ung ir og gaml ir strita þar baki brotnu til að koma hin um góða feng sem fyrst í vinnslu og verð. En hafn ar verka menn irn ir taka sér þó há deg is verð ar hlé þeg ar svo ber und ir og trítla þá út í gamla tog ara af greiðslu kof ann þar sem öll þeirra að staða er. Hún er nú reynd ar ekki upp á allra fín asta því í einu litlu og loft lausu her bergi er fjölda fólks ætl að að skipta um föt, geyma muni sína, fá sér blund í hádeg inu o.s.frv.... Einka mötu neyti er á staðn um þar sem kaupa má fæði á fullu verði, eng ar nið ur greiðsl ur þar takk. Ég fæ aldrei svona góð an bíl aft ur, sagði Gest ur Finns son og horfði hnugg inn á Skod ann sinn sem allt í einu hafði fengið gám í fram sæt ið í gegn um þak ið. Þeir voru að stafla gám um niðri við höfn í morgun en at hug uðu ekki að þeg ar þeir voru að koma ein um nýj um fyr ir, ýttu þeir öðr um út af hin um meg in. Það var þó lán í óláni, að Gest ur skyldi ekki vera undir stýri. Vís ir 27. október 1975 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 25

26 Eitt af skipum Hafskipa, Skaftá, í Reykjavíkurhöfn. Úr safni Hafskips / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Skipa fé lög in Öll þau 90 ár sem Reykja vík ur höfn hef ur ver ið við lýði hef ur Eim skipa fé lag Ís lands eða Eim skip, eins og það er nefnt, ver ið öfl ug asta og oft ast langöflug asta skipa fé lag ið sem haft hef ur að stöðu og höf uð stöðv ar í og við Reykjavík ur höfn. Um svip að leyti og það var stofn að hófst heims styrj öld in fyrri og þá lögð ust nið ur að tölu verðu leyti sigl ing ar er lendra skipa fé laga til Ís lands og þar á með al dróg ust sam an sigl ing ar Sam eina gufu skipa fé lagsins danska sem ver ið hafði stærst í snið um í Ís lands sigling um fram að stofn un Eim skipa félagsins og bygg ingu Reykja vík ur hafn ar. Sigl inga tepp an varð með al ann ars til að land stjórn in sjálf keypti bæði og tók á leigu skip til að halda uppi sam göng um við út lönd og varð í raun helsti keppi naut ur Eim skipa fé lags ins. Á ár un um eft ir fyrra stríð var Eim skipa fé lagið nán ast eina ís lenska skipa fé lag ið sem hélt uppi sam göng um við út lönd. Það reisti árið 1919 hina miklu skrif stofu byggingu sína í Póst hús stræti rétt við höfn ina. Helstu keppinaut arn ir voru dansk ir og norsk ir, það er Sam ein aða gufu skipa fé lag ið og Berg enska fé lag ið (Lyra og Nova). Til Reykja vík ur sigldu líka skip frá ýms um öðr um er lendum skipafélögum með þunga vöru, svo sem kol, salt og timb ur, og sér stök fisk töku skip komu á veg um út gerð armanna. Árið 1927 bætti Sam ein aða gufu skipa fé lag ið glæsilegu nýju far þega skipi við flota sinn. Það var Dronn ing Al ex andrine sem sigldi næstu ára tugi til Ís lands. Var það mót or skip en ekki gufu skip eins og gamli Gull foss og önn ur skip Eim skipa fé lags ins og hrað skreið ara en Foss arn ir. Ís lensk skipa fé lög tóku ekki mót orknú in milli landa skip í notk un fyrr en eft ir seinni heims styrjöld. Sam ein aða gufu skipa fé lag ið átti eft ir að halda uppi sigl ing um til Reykja vík ur allt til 1968, síð ast með skipum eins og Kron prins Olav og Kron prins Frederik. Þeg ar það hætti að sigla til Ís lands lauk hin um danska kafla í áætl un ar ferð um til Reykja vík ur. Sum ar ið 1936 komu yfir sjö þús und ferða menn til Ís lands. Flest ir komu með er lend um skemmti ferða skipum en þar að auki önn uð ust 11 skip reglu lega far þegaflutn inga til Ís lands. Þetta voru skip Eim skips, Sam einaða og Berg enska. Þetta sum ar hóf einnig Esja, strandferða skip Skipa út gerð ar rík is ins, reglu leg ar ferð ir til Glas gow. Skipa út gerð in var stofn uð 1930 en ann að ist þá og síð ar eink um stand ferða sigl ing ar með skip um sín um, Esj unni (4 skip um með þessu nafni) og Súð inni, og eft ir seinni heimsstyrj öld Þyrli, Heklu (3 skip um með þessu nafni), Herðu breið, Skjald breið, Herj ólfi, Öskju og ýmsum leigu skip um. Þessi skip lágu oft við Æg is garð eða þang að til Rík is skip fékk hluta af Gróf ar bryggju til af nota. Flest heims styrj ald ar ár in 1939 til 1945 sat Eim skipafé lag ið eitt að flutn ing um til landsins og frá. Strax eft ir stríð hófu hins veg ar út lend fé lög sigl ing ar á nýj an leik. Auk Sam ein aða gufu skipa fé lags ins danska hófu Culliford & Cl ark frá Bret landi og Hol lenska gufu skipa fé lag ið reglu leg ar sigl ing ar til Ís lands, en gáfust upp eft ir fáein ár. Mest um tíð ind um þótti þó sæta að nú kom til sögunn ar í fyrsta sinn öfl ug inn lend sam keppni á einkagrund velli. Skipa fé lag ið Jökl ar var stofn að árið 1945 und ir for ystu Ein ars Sig urðs son ar ríka frá Vest manna eyjum en marg ir af helstu að il um Sölu mið stöðv ar hraðfrysti hús anna voru hlut haf ar. Fyrsta skip þess, Vatna jökull, kom til lands ins 1947 og var eink um stefnt að freðfisk flutn ing um með því. Næstu ár hélt fé lag ið uppi harðri sam keppni við Eim skipa fé lag ið. Sam band ís lenskra sam vinnu fé laga hafði jafn an skipt við Eim skipa fé lag ið og Sam bandið átti menn í stjórn þess. En árið 1946 var Skipa deild SÍS stofn uð og keypt flutn inga skip sem fékk nafn ið Hvassa fell. Heima höfn þess var Ak ur eyri. Skipa deild in átti eft ir að vaxa mik ið og varð þeg ar tím ar liðu einn helsti keppi naut ur Eimskips. SÍS-skip in lágu oft ast við Æg is garð. Árið 1947 var í Reykja vík stofn að Skipa fé lag ið Fold in og kom samnefnt skip fé lags ins til lands ins sama ár. Það var svo selt Jökl um árið 1952 og hét eft ir það Dranga jök ull. Átján skip Árið 1949 var kaup skipa floti Ís lend inga alls 18 skip. Sjö voru í eigu Eim skipa fé lags ins, sex í eigu Rík is skips, tvö í eigu SÍS en Eim skipa fé lag Reykja vík ur (Katla), Jökl ar og Fold in áttu eitt hvert. Bráð lega eign að ist þó Skipadeild SÍS fleiri skip og keppti við Eim skipa fé lag ið í fragt flutn ing um til lands ins. Skip SÍS voru orð in sjö að tölu árið 1956 og var þar á með al stærsta skip flot ans, ol íu skip ið Hamra fell. Árið 1950 kom nýr Gull foss sem tók far þega móti 75 í þeim gamla og hafði fjór falt vél ar afl mið að við hann. Nýi Gull foss var í för um til 1973 og var helsta stolt Ís lend inga og flagg skip flot ans. Um hann lék sérstak ur ljómi. Banda ríska skipa fé lag ið Moore McCor mack hóf reglu leg ar sigl ing ar til Ís lands árið 1952 og flutti eink um vör ur fyr ir Varn ar lið ið á Kefla vík ur flug velli og til framkvæmda á veg um þess. Skip þess voru með al þeirra stærstu sem komu í Reykja vík ur höfn, svo stór að þau rétt gátu at hafn að sig þar. Eim skipa fé lag ið hafði ann ast varn ar liðs flutn ing ana fyrst eft ir að banda ríski her inn kom en árið 1966 fékk Eim skip þá aft ur, sem var mik il vægt fyr ir fé lag ið. Moore McCor mack Line var þá önn um kaf ið vegna flutn inga á stríðs gögn um til Ví etnams og gat ekki leng ur sinnt flutn ing um til Ís lands. Árið 1958 voru Haf skip hf. stofn uð af hópi kaupmanna og út gerð ar manna, þar á með al Axels Krist jánssonar í Rafha og Sig urðar Ágústs sonar í Stykk is hólmi, og á næsta ári fékk það sitt fyrsta skip, Laxá. Um svip að leyti fóru um svif Skipa fé lags ins Jökla vax andi. Það átti 26 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

27 nú þrjú frysti skip, en Eim skipa fé lag ið tíu skip, þar af sex með frysti lest um. Sam keppn in var því hörð, einkum um freð fisk flut inga, og átti eft ir að vaxa enn. Árið 1965 fékk Eim skipa fé lag ið hins veg ar alla freð fisk flutninga á veg um SH eft ir samn inga bak við tjöld in. Eft ir það dró úr starf semi Jökla og var fé lag ið úr sög unni á átt unda ára tugn um. Við reisn ar stjórn in samdi um svipað leyti um að Rúss ar tækju að sér alla ol íu flutn inga til lands ins á rúss nesk um skip um og kippti það grundvelli und an Hamra fell inu í þeim flutn ing um. Skipa fé lög un um fjölg aði smám sam an. Árið 1969 kom Skipa fé lag ið Vík ur hf. sem keypti flutn inga skip ið Eld vík og fá ein önn ur smá fé lög voru stofn uð utan Reykja vík ur. Árið 1974 var Nes skip hf. stofn að í Reykja vík og keypti það flutn inga skip ið Suð ur land en fljót lega bætt ust við Vest ur land, Ís nes og Sel nes. Árið 1978 voru tvö ný skipa fé lög stofn uð. Þetta voru Ís lensk kaup skip hf. með skip ið Berg lindi og Ísa fold hf. með skip ið Eddu. Árið seinna bætt ist Skipa fé lag ið Bif röst í hóp inn, sem bif reiða inn flytj end ur stofnuðu, og keypti það gáma skip sem fékk nafn ið Bif röst, en fé lag ið varð skamm líft. Eim skipa fé lag Ís lands hafði al gera yf ir burði í sigl ing um. Þetta ár, 1978, átti fé lag ið sam tals 24 skip og voru þau sam an lagt brúttó lest ir að stærð. Þar að auki hafði fé lag ið Vatna jök ul, eina jökul inn sem eftir var, á leigu en hann var brúttó lest ir. Talið var að Eim skipa fé lag ið flytti um 80% af allri stykkja vöru til Reykja vík ur. Að al sam keppn in kom frá Haf skip um og Skipa deild SÍS en bæði síð ar nefndu fé lög in höfðu lé lega að stöðu í Reykja vík ur höfn mið að við Eim skip. Haf skip hafði að eins að gang að Granda skála í Vest urhöfn inni og enn vant aði hafn ar kant fyr ir skipa deild SÍS í Holta görð um. Harðar deilur Um þess ar mund ir voru harð ar deil ur um hafn ar aðstöðu í Reykja vík. Árið 1976 hafði hafn ar stjórn og borg ar stjórn gef ið Eim skipa fé lag inu vil yrði fyr ir út hlutun á frekara við leg u rými við Klepps bakka í Sundahöfn. Árið 1978 komust vinstriflokk anir í fyrsta sinn í meiri hluta í borg ar stjórn Reykja vík ur og kom í ljós sum ar ið 1978 að nýi meirihlutinn vildi ekki út hluta Eim skipa fé lag inu þessu svæði að sinni. Forráða menn Eim skipa fé lags ins voru mjög ósátt ir við þessa af stöðu og töldu að henni hefði ráð ið þrýst ing ur frá öðr um skipa fé lög um, eink um Haf skip um. Vor ið 1979 gekk fjöl menn ur og fjár sterk ur hóp ur til liðs við Haf skip og Al bert Guð munds son varð stjórn ar for mað ur fé lags ins. Um svip að leyti urðu þeir Björgólf ur Guðmunds son og Ragn ar Kjart ans son fram kvæmda stjór ar Haf skipa. For ráða menn fé lags ins töldu að þeir þyrftu á að stöðu í Sunda höfn að halda vegna ört stækk andi flota fé lags ins og auk inna um svifa. Þessi hnút ur var leyst ur árið Þá var gert sam komu lag sem fólst í því að Eim skipa fé lag ið fengi úthlut að 5,5 hekt ur um lands á Klepps skafti í Sunda höfn í sam ræmi við fyr irheit frá Skil yrði fyr ir þess ari út hlut un voru að fé lag ið seldi Reykja vík ur höfn Faxa skála og rýmdi hann, enn frem ur svo nefnd an A-skála fyr ir aust an Tollhús ið, jarð hæð Hafn ar húss ins og Toll húss ins. Þá var inni falið í sam komu lag inu að gáma völl ur og ekju brú Eim skipa fé lags ins yrðu fyrst um sinn til af nota fyr ir önn ur skipa fé lög einnig. Frá og með ára mót um 1981 áttu svo Haf skip að fá svæð ið í kring um A-skál ann til af nota og jarð hæð hafn ar húss ins. Jafn framt skuld batt Reykja vík ur höfn sig til að leigja Haf skip um Faxa skála. Skipt ing in var því í gróf um drátt um sú að Eim skipa félag ið fékk Sunda höfn en Haf skip Aust ur höfn ina í gömlu Reykja vík ur höfn. Eft ir gjald þrot Haf skipa 1985 fékk svo Eim skipa fé lag ið öll rétt indi Haf skipa í Aust urhöfn inni. Ævintýri á Eddunni Árið 1982 stofn uðu Eim skipa fé lag ið og Haf skip í samein ingu nýtt hluta fé lag, Far skip hf. með það fyr ir augum að hefja sum ar ið 1983 viku leg ar áætl ana sigl ing ar með glæsi legri far þega- og bíl ferju til Newcastle á Englandi og Brem er haven í Þýska landi. Tek ið var á leigu brúttó lesta skip sem hlaut nafn ið Edda. Tók það 900 far þega. Þetta var vel þeg ið ný mæli 10 árum eft ir að hætt var reglu leg um far þega flutn ing um með Gull fossi. Skip ið var á 6 7 hæð um, um borð voru veit inga sal ir, diskó tek, bar ir, versl an ir, bíó hús, sundlaug og önn ur þjón usta. Hljóm sveit skips ins lék fyrir dansi og boð ið var upp á skemmti at riði í hverri ferð. Skip ið lenti um haust ið í nokkrum hremm ing um vegna óveðra en síð asta ferð þess var far in um miðj an sept em ber. Tölu vert tap varð af rekstr in um og var Eddu ekki hald ið úti nema þetta eina sum ar. Árið 1986 keypti Eim skipa fé lag ið all ar eign irn ar úr þrota búi Haf skipa. Þetta voru 4 skip, 164 gám ar, 38 vöru lyft ar ar, 10 bíl ar, 13 drátt ar vagn ar, 11 gáma flutnings vagn ar og fleira. Eft ir þetta voru Eim skipa fé lag ið og Skipa deild SÍS helstu keppi naut arn ir um flutn inga til Reykja vík ur hafnar og frá. Árið 1990 var Skipa deildinni breytt í hluta fé lag og hét eft ir það Sam skip hf. Eftir að SÍS hætti starf semi árið 1992 eign að ist Landsbank inn Sam skip að mestu leyti og voru þau síð an seld einka að il um árið 1994, með al ann ars þeim sem áður höfðu tengst SÍS. Rík is skip voru lögð nið ur árið 1992 og áttu þá þrjú flutn inga skip, Öskju, Esju og Heklu. Þau voru öll seld úr landi en Sam skip keyptu flest ar eig ur Rík is skipa, svo sem gáma, tölvu bún að og lyft ara. Eimskipafélagið hefur löngum borið ægishjálm yfir önnur íslensk skipafélög sem siglt hafa á Reykjavíkurhöfn. Eftir seinni heimsstyrjöld voru það einkum Skipadeild SÍS og Jöklar sem veittu Eimskip samkeppni en síðar Hafskip og loks Samskip. Hér er Arnarfell, eitt af skipum Skipadeildar SÍS á leið inn í Reykjavíkurhöfn. Ljósmynd: Ari Kárason / Ljósmyndasafni Íslands Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 27

28 Slipp ir og vél smiðj ur Gríð ar lega mik ill iðn að ur hef ur sprott ið upp í kringum Reykja vík ur höfn frá fyrstu tíð. Þar má nefna slippa, vél smiðj ur, skipa smíða stöðv ar, veið ar færagerð ir og margt fleira. Áður en Sunda höfn kom til sögu var mik ið af þess um iðn aði upp af höfn inni og í ná grenni við hana, ekki síst í Vest ur bæn um. Þar var Slipp fé lag ið, Skipa smíða stöð Reykja vík ur, Járnsteyp an, Dan í els slipp ur, Ham ar, Héð inn og Stálsmiðj an svo að nokk uð sé nefnt. Slipp fé lag ið í Reykja vík var raun ar stofn að allnokkru áður en Reykja vík ur höfn var gerð eða 1902 og hef ur alla tíð ver ið á sama stað. Að al hvata mað urinn að stofn un Slipp fé lags ins, líkt og fleiri fé laga sem tengd ust sjáv ar út vegi í Reykja vík, var Tryggvi Gunn ars son banka stjóri. En fyrstu tvö árin var Slipp ur inn al ger lega vélar vana, skip in voru dreg in á land með hand snúnu spili. Þar að auki var Slipp urinn óvar inn fyr ir ill viðr um því að eng ir hafn ar garð ar voru komn ir og skemmd ust því oft bát ar sem þar voru eða tók jafn vel út í hafróti. Árið 1903 var norsk ur mað ur, Oth ar Ell ing sen, ráð inn for stjóri Slipps ins og beitti hann sér fyr ir að keypt ur var svokall að ur patentslipp ur frá Skotlandi. Þetta var vagn á tein um sem ekið var nið ur í sjó inn, skip unum síð an kom ið fyr ir á hon um og hann dreg inn með gufu afli í landi. Inn lend ar skipa við gerð ir höfðu nánast ver ið kák eitt þar til patentslipp ur inn kom, sagði Ell ing sen síð ar en hann stýrði Slippn um með mikilli rögg þar til hann stofn aði eig in versl un í Reykjavík árið Á þess um tíma komu skip alls stað ar af að land inu til við gerða í Slipp inn og einnig fjöldi út lendra skipa. Slipp ur inn var þó ekki nægi lega öfl ug ur til að taka tog ara fyrr en Þá fékk Slipp fé lag ið í Reykja vík lán hjá Hafnar sjóði Reykja vík ur og Skipaút gerð rík is ins til að koma upp slipp fyr ir tog ara. Minni drátt ar braut var gerð haust ið 1932 en næsta ár drátt ar braut fyr ir allt að 800 smá lesta skip. Mátti þá taka á land í Reykja vík all an tog ara flot ann, strand ferða skip in, varð skip in og minnstu millilanda skip in. Á stríðs ár un um var at hafna svæði Slipp fé lags ins stækk að með því að færa Mýr ar götu. Hin bogadregna bygg ing fé lags ins var reist í áföng um á blóma tíma þess á ár un um 1942 til Eft ir stríð þeg ar ný sköp un ar tog ar arn ir tóku að streyma til lands ins festi Slipp fé lag ið kaup á nýrri braut sem gat tek ið 1500 smá lesta skip með hlið ar færsl um fyr ir þrjú skip. Þessi braut var til bú in Árið 1954 kom enn ný braut sem gat tek ið allt að 2500 lesta skip. Hún gat þá tek ið strand ferða skip in og minnstu Foss ana í slipp. Árið 1951 hóf Slipp fé lag ið í Reykjavík fram leiðslu á máln ingu og er hún nú orð in að alvið fangs efni þess. Stál smiðj an hef ur hins veg ar yf irtek ið slipp inn og er hann enn not að ur þó að dag ar hans séu senn tald ir. Eft ir að Oth ar Ell ing sen hætti sem for stjóri Slippfé lags ins tók Dan í el Þor steins son við rekstri þess en árið 1934 stofn aði hann sitt eig ið fyr ir tæki, Skipasmíða stöð Dan í els Þor steins son ar sem oft ast var köll uð Dan í els slipp ur og var í fjör unni vest ur við Granda garð til skamms tíma. Áður en Reykja vík ur höfn kom önn uð ust járnsmið ir tals verða þjón ustu við skipa flot ann en smiðjur þeirra voru litl ar og þeir treg ir að vél væða þær. Upp úr alda mót um fór Sig ur geir Finns son járn smiður til Kaup manna hafn ar að læra járn steypu og heimkom inn árið 1905 stofn aði hann Járn steypu Reykjavík ur og var byggt hús yfir hana við Æg is götu. Keypt ur var bræðslu ofn sem gat brætt þús und kíló Kaffi vagn inn Ljósmyndari óþekktur / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Kaffi vagn inn hef ur löng um sett svip sinn á gömlu Reykja vík urhöfn. Upp haf lega kom hann til sög unn ar um 1935 og var þá vöru bíll með yf ir byggð um palli sem stóð á svoköll uðu Ellingsens plani á horn inu á Póst hús stræti og Tryggva götu. Bjarni Krist jáns son átti Kaffi vagn inn og rak hann fram yfir stríðs ár in. Snemma á sjötta ára tugn um keypti Guð rún Ingófs dótt ir vagn inn af Bjarna en hann var þá í formi lít ils húss á stein hjól um vest ur á Granda garði. Í því var hár disk ur og bekk ir út við glugg ana og komust varla fleiri en manns inn í einu. Reykja vík var þá stærsta ver stöð lands ins og oft vak að all an sól ar hring inn við lönd un og fisk vinnslu í Vest ur höfn inni. All ir áttu þá leið í Kaffivagn inn sem opn aði fyr ir all ar ald ir á morgn ana. Guð rún Ing ólfsdótt ir kom upp fyrsta björg un ar hringn um í tengsl um við vagninn, sem kom í góð ar þarf ir og lengi vel var þar líka eini sím inn á Grand an um og marg ir lögðu leið sína í Kaffi vagn inn til að hringja. Skömmu eft ir 1960 var Kaffi vagn inn stækk að ur og kom þá Ásta Thoraren sen til sög unn ar sem með eig andi Guð rún ar. Í viðtali við DV sagði Guð rún að upp frá því hefði starf sem in auk ist sam fara því að að fleiri en sjó menn og hafn ar verka menn fóru að venja kom ur sín ar í vagn inn. Þar má nefna leigu bíl stjóra, vörubíl stjóra og há skóla stúd enta. Það var alltaf opn að eldsnemma á morgn ana og tarn irn ar voru oft ansi mikl ar, sagði Guð rún. Nú ver andi mynd sína hlaut Kaffi vagn inn um Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

29 af járni á klukku stund og ol íu vél sem knúði blást ursvél og smerg el hjól. Þetta var fyrsta málm steypa á land inu og kom hún að góðu gagni fyr ir bæði vél báta og tog ara út veg inn sem þá var rétt að byrja. Í henni voru meðal annars smíð að ir vél ar hlut ar, botnvörpurúll ur og skips skrúf ur. Gísli, bróð ir Sig ur geirs, sem um þess ar mund ir var öfl ug asti járn smið ur inn í Reykja vík, reisti árið 1907 stóra vél smiðju við Norður stíg 7 en árið 1918 rann hún ásamt Járn steypu Reykja vík ur inn í nýtt fyr ir tæki, Vél smiðj una Ham ar. Hún var fyrsta nú tíma lega vél smiðj an og kom brátt yfir sig mikl um húsa kynn um við Tryggva götu og keypti nýjar vélar. Einnig var ráðinn til Ham ars fjöldi iðn að ar manna, eink um frá Sví þjóð og Dan mörku, en skort ur var þá á inn lendri tækni kunn áttu í grein inni. Árið 1923 báru rúm lega 20 pró sent starfs manna Ham ars er lend nöfn. Í kjöl far Ham ars komu fleiri vélsmiðj ur, svo sem Héð inn, sem sprott inn var upp úr Vél smiðju Bjarn héð ins Jóns son ar í Að al stræti 6, og Vél smiðja Krist jáns Gísla son ar við Ný lendu götu. Fleiri hjálp ar grein ar hins tækni vædda flota komu eft ir að tog ur um fjölg aði í Reykja vík. Þar má nefna Rúllu- og hlera gerð Reykja vík ur sem Flosi Sig urðsson stofn aði árið 1910 og hafði lengst af at hafnasvæði sitt á vest ara horni Klapp ar stígs og Skúla götu. Flest ir ís lensku tog ar arn ir skiptu við Rúllu- og hleragerð ina og var þar stund um unn ið dag og nótt þeg ar mest var að gera. Árið 1933 sam ein uð ust Vél smiðj urn ar Ham ar og Héð inn um stofn un Stál smiðj unn ar og var at hafnasvæði henn ar vest an Slipps ins. Með henni var stig ið stórt spor hvað snerti við gerð ir á tog ur um og öðr um járn skip um. Löngu síð ar rann Ham ar inn í Stál smiðjuna og fyr ir tæk ið keypti loks slipp starf semi Slipp félags ins í Reykja vík ur höfn. En Stál smiðj an er nú brátt á för um úr Vest ur bæn um og er þá ekk ert af þess um stóru hafn tengdu fyr ir tækj um þar eft ir. Málm iðn að ur óx hrað ar en aðr ar iðn grein ar á land inu eft ir 1920 og lang mest ur vöxt ur inn var í Reykja vík. Þar fjölg aði þeim sem höfðu fram færi sitt af málm iðn aði um 128% á þriðja áratugnum og 87% á hinum fjórða. Vél smiðj an Héð inn, sem þeir Mark ús Ívars son og Bjarni Þor steins son stofnuðu 1929, flutti starf sem sína á stakk stæði tog ara fé lags ins Alli ance við Seljaveg árið Þar var reist gríð ar lega mik ið stór hýsi á ár un um fram til Á þeim árum var enn frek ari blóma tími vél smiðja en fyrr, bæði vegna stríðs ins og síðan þess að versl un ar höft komu í veg fyr ir innflutn ing á vél um og vél ar hlut um. Um miðja öld ina hófst í Héðni fjölda fram leiðsla ýmiss kon ar véla og tækja, svo sem frysti véla, hrað frysti tækja, ís véla og vökva knú inna línu spila. Einnig voru þar smíð að ar margs kon ar dæl ur, hita blás ar ar, hey blás ar ar, loftræsivift ur, snigildrif, roð fletti vél ar, heim il is þvottavél ar og fólks- og vöru lyft ur. Langt er nú síð an Héðinn hvarf á braut úr Vest ur bæn um og er hann nú til húsa í Garða bæ. Þeg ar flest var unnu 474 menn hjá Héðni en það var árið Um svip að leyti voru mörg hund ruð manns einnig í vinnu hjá Hamri, Stálmiðj unni og Slipp fé lag inu og settu mik inn svip á mann líf ið í Vest ur bæn um næst höfn inni. Áfeng is kass ar í Reykja vík ur höfn Slippfélagið gat tekið fimm skip í slipp í senn, stærst allt að 2500 lestir. Til vinstri er Ægisgarður. Ljósmynd: Guðbjörg María Benediktsdóttir / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Í fram haldi af því að skip verji á Fjall fossi var tek inn á laug ar dag, er hann var að bera 72 flösk ur af áfengi og 20 þús und vind linga út í bif reið sína, lét toll gæsl an fara fram rann sókn á skip inu. Komu við hana mest í ljós hólf og leif ar af varn ingi. Töldu toll gæslu menn þá lík legt að eitt hvað kynni að hafa far ið í sjó inn af smygl varn ingi. Í gær voru svo fengn ir frosk menn af varðskip un um og köf uðu þeir nið ur með skip inu. Fundu þeir fljót lega tvo kassa af áfengi sem talið er að varp að hafi ver ið fyr ir borð. Fjall foss ligg ur við Örfiris ey, fram an við skemm una og ekki þægi legt að kafa þar. Skip ið hafði í síð ustu ferð meðal annars kom ið til Ham borg ar þar sem það stans aði nokkra daga vegna við gerð ar. Höfðu toll gæslu menn grun um að þar hefði far ið óeðli lega mik ið áfengi um borð. Morg un blað ið 3. október 1968 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 29

30 Sundahöfn Fyrsti áfangi Sunda hafn ar var boð inn út árið Gert var ráð fyr ir að höfn in næði frá Páls flaki inn að Gelgju tanga í El liða ár vogi og jafn framt inn í Graf arvog. Einn helsti kost ur inn við hafn ar stæð ið var talinn sá að mik ið óráð staf að land svæði væri ofan þess og ekki þyrfti að binda fé í hafn ar görðum áður en hægt væri að gera ból verk. Val geir Björns son sagði í við tali við út varp ið þegar ákveð ið hafði ver ið að bjóða út fyrsta áfanga hafn ar inn ar: Nú kynnu menn að spyrja hvort rétt væri að hefja fram kvæmd ir þess ar strax. Þess ari spurn ingu svara ég hik laust ját andi. Við legu l engd í nú ver andi höfn er 3,15 km þeg ar allt er talið. Frá 1918 hef ur höfn in stækk að ná lega í sama hlut falli og íbúa fjöldi borg ar inn ar hef ur vax ið. Frá 1935 hef ur við legul engd ver ið um 40 metr ar á hverja þús und íbúa. Nokk uð er hægt að auka við legu l engd nú ver andi hafn ar en það verð ur ein göngu að koma fiski flot anum til góða. Í vest ur hluta hafn ar inn ar sem ein göngu er ætl að ur fiski flot an um eru mjög mik il þrengsli enda hef ur orð ið að grípa til þess neyð ar úr ræð is að leyfa þar vöru flutn inga... Vöru flutning ar fara að allega fram um mið hluta hafn ar inn ar. Mið að við stærð þess hluta hafn ar inn ar má segja að það vöru magn sem nú fer þar um nálgist það há mark sem ætla má að þar geti orð ið. Flutn inga skip hafa far ið mjög stækk andi síð ustu árin og að al ból verk in, Mið bakki og Aust ur bakki, eru of stutt til þess að þau hag nýt ist vel, en úr því er aug ljós lega ekki hægt að bæta. Lægsta til boð í fyrsta áfanga Sunda hafn ar kom frá sænska fyr ir tæk inu Skänska Sem ent Gjuteriet og voru samn ing ar við það und ir rit að ir 12. októ ber Nýr hafn ar stjóri, Gunn ar B. Guð munds son, und ir rit aði samn ing ana fyr ir hönd Reykja vík ur hafnar en Ulf Tra neus yf ir verk fræð ing ur fyr ir hönd sænska fyr ir tæk is ins. Hófust síð an fram kvæmd ir í sam vinnu við Mal bik un hf. og Loftorku sf. Fyrsti áfangi var gerð 380 metra hafn ar garðs í Vatna görðum ásamt dýpk un á hafn ar svæð inu og lauk honum í júlí Fyrsta skip ið sem lestaði í Sunda höfn var þar í júní 1968 og var skip að um borð tækj um sem Skänska not aði við hafn ar gerð ina. Dýp ið við hafn ar garð inn var 8 metr ar á stórstraums fjöru eða 2 metr um meira en í gömlu höfninni þannig að 10 þús und lesta skip gátu auð veldlega at hafn að sig þar en það voru þá stærstu skip in sem komu til Reykja vík ur. Á sama tíma og fyrsti áfangi Sunda hafn ar var gerð ur kom vís ir að iðn að arhöfn við lóð Sem ents verk smiðj unn ar í Ár túns höfða þar sem dreif ing ar og pökk un ar stöð henn ar reis. Fyrsti áfangi Sunda hafn ar var af hent ur form lega 15. júlí Í febr ú ar 1969 birt ist eft ir far andi frétt í Vísi: Sunda höfn tók í morg un og í nótt við meiri sólar hringsafla en nokk ur önn ur höfn við fló ann, líklega um 1400 lest um af loðnu. Þetta er sögu leg löndun í Sunda höfn en þar hef ur ekki kom ið fisk ur á land til þessa. Eitt af því fyrsta sem var skip að út í stór um stíl úr Sunda höfn var hins veg ar Heklu vik ur. Sum ar ið 1970 hófu þrjú fyr ir tæki, Fóð ur bland an, Sam band ís lenskra sam vinnu fé laga og Mjólk ur fé lag Reykjavík ur, að steypa upp korn turn, svo kall aða Kornhlöðu, í Sunda höfn sem átti að taka 12 þús und lestir. Hún var fyrsta bygg ing in í Sunda höfn. Fyrsta korn inu í Korn hlöð una var dælt 10. ágúst Þetta var á svoköll uð um Korn garði og komu þar síðan fleiri mann virki, til dæmis ný korn hlaða á veg um 30 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

31 Ljósmynd: Sævar heild versl un ar Guð björns Guð jóns son ar 1978 og fullkom in fóð ur blönd un ar stöð á veg um Fóður blönd un ar hf. árið Sum ar ið 1971 sam ein uð ust 19 stór kaup menn um bygg ingu stór hýs is við Sunda höfn og um svip að leyti var byrj að að grafa fyr ir nýj um vöru skemm um á vegum Eim skipa fé lags Ís lands. Sú fyrsta var tek in í notkun 1974 og fjór um árum síð ar voru þær orðn ar tvær, báð ar gríð ar stór ar, og fleiri í und ir bún ingi. Árið 1981 voru skemm ur Eim skipa fé lags ins orðn ar fjór ar og í kjöl far ið reisti Eim skipa fé lag ið stjórn stöð fyr ir allt svæð ið og verk stæð is hús. Árið 1973 hóf Sam band ís lenskra sam vinnu fé laga einnig að byggja risaskemm ur, fer metr a að stærð, þar sem ver ið var að und ir búa Holta garða í Sunda höfn en þær áttu að þjóna Inn flutn ings deild Sam bands ins sem flutti þang að Fljót lega á átt unda ára tugn um var far ið að huga að næstu áföng um Sunda hafn ar. Ég tel ör uggt að ekk ert at vinnu svæði skipti Reykja vík ur borg meira máli en höfn in og það er því eitt af brýn ustu verk efn um borg ar yf ir valda að tryggja að Reykja vík ur höfn haldi áfram að vaxa og stækka þannig að Reykja vík verði áfram mesti hafn ar bær lands ins. Þetta sagði Ólaf ur B. Thors, þá for seti borg ar stjórn ar og for mað ur hafn ar nefnd ar Reykja víkur, á blaða manna fundi í mars 1977 þegar Hafn armála stofn un rík is ins kynnti nýtt lík an að Sunda höfn í Straum fræði stofn uninni á Keld um. Það var gert með fyr ir hug aða stækk un Sunda hafn ar í huga og byggt á öldu mæl ing um á Við eyj ar sundi. Það kom jafn framt fram í máli Ólafs við sama tækifæri að Reykja vík ur höfn ætti við mikla fjár hagsörð ug leika að stríða. Benti hann á að rík is sjóð ur styrkti hafn ar gerð um allt land nema á ein um stað Reykja vík. Gunn ar B. Guð munds son hafn ar stjóri sagði við sama tæki færi að Reykja vík ur höfn fram tíðar inn ar byggð ist á því skipu lagi sem mót að hefði verið á ár un um 1962 og 1963 og væri öll strand lengj an frá Laug ar nesi að Geld inga nestanga ætl uð und ir hafn ar mann virki og iðn að ar svæði. Það kom og fram í máli hans að þetta ár, 1977, færu um 20% af öll um vöru flutn ing um Reykja vík ur hafn ar um Sunda höfn en ætl un in væri að reyna að flytja þang að sem mest af vöru flutn ing um á næstu árum úr gömlu höfn inni. Á sjö unda ára tugn um uðru kafla skipti í sögu flutn inga mála í heim in um. Skip höfðu sí fellt far ið stækk andi en að ferð ir við lest un þeirra og los un höfðu ekki breyst í lang an tíma. Skip in voru því sum hver leng ur við hafn ar bakk ann en á sjó og kostn að ur vegna þess var um tíma 60% af heild ar flutn ingskostn aði. Með end ur skipu lagn ingu og ein föld un flutn inga, stærri flutn inga ein ing um og til komu flutnings bretta náð ist strax mik il hag ræð ing í lest un, losun og nýt ingu skip anna. Í kjöl far ið fylgdi gámur inn sem í raun má lýsa sem litlu sjálf stæðu vöru húsi og um leið breytt ust öll vinnu brögð við flutn inga verulega. Gámur inn er hlað inn áður en skip koma að bryggju og síð an los að ur eft ir lönd un. Þeg ar ákveð in var bygg ing Sunda hafn ar voru nokk uð skipt ar skoð an ir um fram kvæmd irn ar. Gunnar B. Guð munds son rifj aði deil urn ar upp þegar hann lét af stöðu hafn ar stjóra árið 1989: Sú skoð un var of ar lega á baugi, meðal annars hjá ráð gjöf um skipa fé lag anna, að hér yrðu aldrei nein ir gáma flutn ing ar. Þeir fóru eft ir þeirri meg in reglu að til þess yrði að vera fyr ir hendi jöfn uð ur á inn- og út flutn ingi. Svo var þá ekki hér. Salt fisk ur, fryst ur Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 31

32 Ljósmynd: Eimskip Fragtskipin eru nú öll hönnuð með gámaflutninga í huga og hefur skipslagið gjörbreyst. Hægt er að stafla gámunum sem setja þannig mikinn svip á skipin meðan þau eru á siglingu. Goðafoss liggur hér við bryggju í Sundahöfn. Skyndi verk fall fisk ur og fleira var flutt út með sér stök um skip um sem komu svo gjarn an tóm til baka. Önn ur skip, venju leg áætl un ar skip, komu til lands ins með stykkja vöru á brett um. En þró un in hef ur orð ið sú að flutn ing arn ir tengd ust flutn inga kerfi um heims ins. Var an kem ur í flutn inga höfn í gám um og við erum nauð beygð til Hafn ar verka menn ákváðu skyndi verk fall í kaffi tíma í gær morg un og kom verk fall ið til fram kvæmda á há degi. Verk falls boð un in fór mjög leynt og var ekki kunn fyrr en rétt fyr ir há degi er DB var far ið í prent un. Þeg ar Dag blaðsmenn fóru nið ur á höfn eft ir há deg ið í gær var allt autt og yf ir gef ið og all ir verka menn farn ir heim. Það sama gilti um Sunda höfn. Okk ur tókst að ná í Vilmar Thor steins son trún að ar mann hjá Rík is skip og spurð um hann um skæru að gerð irn ar. Vilmar sagði að verk fall ið hefði ekki ver ið end an lega ákveð ið fyrr en í kaffi tím an um um morg un inn. Það hefði þó kom ið til tals fyrr með al verka manna að til frek ari að gerða þyrfti að grípa um fram yf irvinnu bann ið. Að spurð ur sagði Vilmar að Dags brún hefði frem ur hald ið aftur af mönn um með slík ar að gerð ir. Þeir vissu nátt úru lega um þess ar að gerðir en skip an ir væru ekki það an komn ar. Ákvarð an ir um svona skæru hernað eru tekn ar af fá menn um hópi. Það sam þykktu auð vit að ekki all ir en þó voru við brögð in mjög al menn og ég var mjög hissa á því hvað þetta tókst vel. Ég man ekki eft ir svo al menn um und ir tekt um fyrr. Við erum að vekja upp gaml an og góð an draug sem okk ur þótti alltaf vænt um, gömlu mönnun um. Þetta er gert í von um að ekki þurfi neitt meira. Það væri það versta sem fyr ir gæti kom ið ef við þyrft um að fara í verk fall. Dag blað ið 17. maí 1977, en þá stóðu yfir kjara samn inga við ræð ur á Hót el Loft leið um þess að taka við henni þannig. Hér hafa orð ið gíf ur legar breyt ing ar, nán ast bylt ing, því nú er far ið að flytja fersk an fisk út í gám um og fryst an fisk í frysti gám um. Svo að öll rök í þá átt að gáma flutn ing ar myndu ekki ryðja sér til rúms reynd ust röng. Þó verð ég að segja að nokk ur tími leið eft ir að land svæð ið var til bú ið í Sunda höfn þar til skipa fé lög in vildu fara að nýta sér þá að stöðu. Það voru viss von brigði. Það var því ekki fyrr en um 1980 sem gáma væð ingin fór á fullt skrið í Reykja vík ur höfn. Einmitt það ár var fyrsta áfanga Klepps bakka lok ið og sömu leið is Holta bakka í Klepps vík en þeir voru báð ir hann að ir með gáma flutn inga í huga. Gám ar, þar á með al frystigám ar, voru þá að verða alls ráð andi í flutn ing um. Svoköll uð roro-skip sem fengu nafn ið ekju skip eða fjöl skip á ís lensku komu í stað eldri skipa. Ála foss og Eyr ar foss voru fyrstu skip in sem Eim skipa fé lag ið eignað ist með því lagi og komu þau til lands ins Þau voru sér stak lega út bú in fyr ir lest un og los un á hjól um en eink um þó gáma- og ein inga flutn inga. Þessi skip kröfð ust af kasta meiri lest un ar- og los un ar tækja, svo sem stórra krana, lyft ara, drátt ar tækja og drátt ar vagna. Enn frem ur ekju brúa. Þetta ár var tek inn í notk un í Sunda höfn inni stærsti krani lands ins sem var í eigu Lyft is hf. og átti að þjóna Eim skipa fé lag inu. Lyfti geta krananns var 140 tonn. Árið 1984 var svo kran inn Jaki tek inn í notk un. Hann gat los að gáma á klukkustund. Los un og lest un gekk því miklu fljót ar en áður tíðk að ist. Klepps bakki, sem lok ið var 1980, var þá 40 metra hafn ar bakki með bak landi fyr ir vör ur sem var um 60 þús und fer metr ar að stærð og tengd ist það einnig Sunda bakka. Um þetta leyti var tæp lega 40% af innflutn ingi Reykja vík ur hafn ar kom ið inn í Sunda höfn og 32 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

33 Arnarfell, skip Samskipa, á leið að Vogabakka sem er hluti af athafnarými Samskipa í Sundahöfn. Ljósmynd: Samskip átta árum síð ar voru nær all ir vöru flutn ing ar komn ir þang að. Þró un in var því mjög ör. Á ára bil inu 1982 til 1987 jókst fjöldi gáma ein inga sem fór um Reykjavík ur höfn úr ein inng um í ein ing ar eða rúm lega þre föld uð ust á að eins sex árum. Gunn ar B. Guð munds son hafn ar stjóri var spurð ur að því í við tali árið 1989 hvort ekki hefði ver ið gaman að vinna að öll um þeim stór fram kvæmd um sem ver ið höfðu við Reykja vík ur höfn og eink um þó Sunda höfn. Hann svar aði: Jú, það hafa ver ið stig in býsna stór skref inn á milli. Má nefna Faxa skála, Sunda höfn, fyrsta kornturn inn, upp bygg ingu fyr ir gáma flutn inga og nú í síð asta áfang an um að taka á móti þess um stóru Eimskipa fé lags skip um sem komu í fyrra. Skip in hafa stækk að gríð ar lega mik ið. Áður voru þau rúm lega 100 metr ar á lengd. Þeg ar við skipu lögð um Kleppsbakk ann sem duga átti fram yfir alda mót var tal að um að stærstu skip yrðu ekki lengri en 140 metr ar. Við vor um bún ir að hanna hafn ar mann virk in með þetta í huga þeg ar við frétt um að Eim skip væri búið að kaupa 170 metra löng skip. Við þurft um því að breyta hönn un inni og tókst að gera hana svo úr garði að þessi stóru skip gátu at hafn að sig. Nei, við vissum það ekki fyrr. En það er gjarn an þannig í öll um höfn um að hafn ar stjórn fær upp lýs ing ar um svona breyt ing ar eft ir að ákvarð an ir eru tekn ar. Helst á þá öll að staða að vera til bú in á morg un. Reykja vík ur höfn hef ur frá upp hafi ver ið aðalinnflutn ings höfn lands ins og er það enn. Smám sam an hef ur hún fyr ir til stilli hinn ar nýju flutn inga tækni einnig orðið um skip un ar höfn alls lands ins fyr ir út flutn ings af urð ir. Þetta bygg ist eink um á því að flutn ing arn ir hafa í sí aukn um mæli far ið yfir í áætlana sigl ing ar sem krefjast mun meiri ná kvæmni í tíma setn ing um og vinnu brögð um en áður var þeg ar skip in fóru á litlu hafn irn ar um hverf is land ið og þurftu jafn vel að sæta lagi til að kom ast að bryggju vegna veð urs. Í áætl un ar sigl ing um þar sem hver stund er dýr mæt geng ur það hins veg ar ekki held ur verða menn að fylgja ákveð inni tíma á ætl un. Í krafti þess ara áætl ana sigl inga hef ur Reykja vík ur höfn áfram hald ið stöðu sinni sem helsta inn flutn ingshöfn lands ins og jafn framt hef ur hún auk ið hlutdeild sína í út flutn ingi. Frá um 1990 hef ur upp bygg ingu stöðugt ver ið hald ið áfram í Sunda höfn. Árið 1995 hófust framkvæmd ir við Skarfa bakka en hann til heyr ir svokölluðu Kletta svæði hafn ar inn ar sem var búið að vera í þró un og upp bygg ingu í tvo ára tugi. Við legu kant ur Skarfa bakka er um 500 metra lang ur og 12 metra dýpi er við bakk ann. Jafn hliða var dýpkað í Við eyjar sundi. Skarfa bakki var tek inn í notk un 2005, þó að hon um væri þá ekki að fullu lok ið, og með honum var kom in ör ugg að sigl ing fyr ir stór skip, þar á meðal skemmti ferða skip. Þá hafa stað ið yfir mikl ar framkvæmd ir á svoköll uð um Voga bakka í El liða ár vogi og má segja að gömlu Holta garð arnir séu nú að hverfa. Sunda höfn gegn ir áfram hlut verki sínu sem helsta inn - og út flutn ings höfn lands ins. Um hana fer meiri hluti alls inn flutn ings á neyslu varn ingi, bygging ar efni, svo sem timbri, korni og fóð ur vör u. Í tengsl um við út flutn ing inn eru rekn ar þar tvær öflug ar frysti geymsl ur og þar hafa á síð ari árum ris ið svoköll uð vöru hót el sem eru risa vax in að stærð. Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 33

34 Þús und ir fagna hand rit un um Ljósmynd: Bjarnleifur Bjarnleifsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Lita sjón varps smygl ið Mið viku dags morg un inn 21. apr íl 1971 söfn uð ust sam an um 15 þús und manns á hafn ar bakk an um í Reykja vík. Gef ið hafði ver ið frí í skól um og mörg um fyr ir tækj um. Mið bakki og ná grenni var troð inn fólki og uppi á Toll skýl inu og fleiri hús um hafði fólk kom ið sér fyr ir. Til efn ið var að Dan ir voru að koma með fyrstu hand rit in heim til Ís lands eft ir margra alda dvöl í Kaup manna höfn. Þetta voru sjálf Flat eyjar bók og Kon ungs bók Eddu kvæða, ein hverj ar mestu ger sem ar ís lenskra hand rita. Það var danska eft ir litsskip ið Vædd eren sem kom með þenn an dýr mæta farm og voru marg ir af helstu fyr ir menn um Dana um Nær allt starfs lið Eim skips í Sunda höfn lagði nið ur vinnu á mánu dag inn til þess að mót mæla upp sögn um fyr ir tæk is ins vegna lita sjón varps smygls ins. Vinna var raun ar lögð nið ur strax klukk an hálf fimm á föstu dag en þá fengu starfs menn irn ir upp sagn ar bréf ið í hend ur. Þeg ar Þjóð vilj inn heim sótti verkfalls menn á mánu dag inn sátu þeir á fundi með full trú um frá Dags brún. Sögðu þeir í sam tali við blað ið að með þessu væri alls ekki ver ið að mótmæla því að mönn um væri refs að en hins veg ar þætti þeim mið ur að vinsæl um og góð um starfs mönn um væri sagt upp fyr ir vara laust og án þess að gefa nokkra við vör un... Guð mund ur J. Guð munds son sagði í gær er hringt var á skrif stofu Dags brún ar að verk falls menn hefðu feng ið skýr ing ar á ákvörð un um félags ins. Að þeim fengn um þótti ekki ástæða til frek ari vinnustöðv un ar enda var til gang ur inn að eins sá að sýna í verki hlý hug og vel vilja til starfs fé laga sinna. Þjóð vilj inn 3. nóvember 1976 sborð. Þar má nefna Paul Hart ling ut an rík is ráð herra, Karl Skytte for seta danska þings ins, Knud Thestr up dóms mála ráð herra, Hel ge Larsen menna mála ráðherra og Jens Otto Krag fyrr ver andi for sæt is ráð herra. Varð skip ið Ægir sigldi til móts við Vædd eren þenn an morg un og fylgdi því síð an til hafn ar. Hvarvetna í Reykja vík blöktu ís lensk ir og dansk ir fán ar, skóla börn veif uðu litl um fána stöng um en skát ar og lög reglu þjón ar stóðu heið ursvörð. Vædd eren lagði að bryggju laust fyr ir klukk an 11 þenn an há tíð lega vor morg un og skömmu síð ar gekk á land sendi nefnd rík is stjórn ar Dan merk ur og danska þjóð þings ins en til mót töku var öll rík isstjórn Ís lands, for seti sam ein aðs þings og fleiri ís lensk fyr ir menni. Lúðra sveit Reykja vík ur lék þjóðsöngva beggja land anna en síð an fluttu ávörp Jó hann Haf stein for sæt is ráð herra og Paul Hart ling. Að ávörp un um lokn um báru sjólið ar hand rit in frá borði. Voru þau í þrem ur pökk um, vöfð um brúnu bréfi, Flat eyj ar bók í tveim ur en Kon ungs bók í einu. Dan irn ir sem báru hand rit in frá borði voru sjó liðsfor ingj arn ir Jörg en sen, Larsen og Jen sen. Ís lenska lög regl an tók þau síð an í sína vörslu og flutti þau í Há skóla bíó þar sem form leg af hend ing átti að fara fram síð ar um dag inn. Mót tök unni á hafn ar bakk an um lauk með því að Jó hann Haf stein for sæt is ráð herra bað menn að hylla hina dönsku þjóð með því að hrópa fer falt húrra og var það gert með því lík um krafti að und ir tók í Hafn ar hús inu. 34 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

35 Úr grein Guð mund ar J. Guð munds son ar þegar hann yfirgaf hafnar stjórn Síð asta karl rembu víg ið fall ið Árið 1982 lét Guð mund ur J. Guð munds son, for mað ur Verka manna fé lags ins Dags brún ar, af setu í hafn ar stjórn Reykja vík ur eft ir að hafa set ið þar í 20 ár og sett mikinn svip á stjórn ar fundi. Hon um mun ekki hafa ver ið ljúft að hætta. Hann skrif aði þá gam an sama en nokk uð þykkju blandna grein í Morg un blað ið sem hét Hafn arstjórn kvödd. Síð asta karl rembu víg ið fall ið. Þetta er úr henni: Á þess um síð ustu tím um kvenna á hrifa hafa kon ur seilst mjög til áhrifa í borg ar stjórn Reykja vík ur og nefnd um henn ar. En þótt kon um hafi fjölg að mjög á þess um vett vangi hafa þær þó áður ver ið í flest um nefnd um borg ar inn ar. Þær hafa til dæmis ver ið í borgar ráði, launa mála nefnd, skipu lags nefnd, fé lags málaráði og áfram mætti telja lengi. Meira að segja ver ið borg ar stjóri um tíma. En hafn ar stjórn hef ur aldrei ver ið við kven mann kennd. Í öllu þessu kvenna fargani skákar svo íhald ið öðr um flokk um meira að segja kvennafram boð inu og til kynn ir að kona verði næsti for maður hafn ar stjórn ar Reykja vík ur. Fyrr má nú skáka en máta! Hafn ar stjórn hef ur alltaf haft yfir sér mik inn virðuleik og sveip að sig nokk urri dulúð. Stofn un in er 126 ára göm ul og hér áður fyrr áttu fáir mögu leika á setu þar nema dannebr ogs menn væru. Og síð ari árin hafa flest ir stjórna menn get að skreytt sig með fálka orð um og er lend um tign ar merkj um á heldri manna mót um. Enda lögðu þeir löngu á und an öll um öðr um nið ur nafn ið hafn ar nefnd og nefndu sig hafn ar stjórn. Nefnd var of hvers dags legt nafn fyr ir svo virðu lega stofn un. Enn þann dag í dag er það jafn vel svo að skrifi menn í fá visku sinni bréf til hafn ar nefnd ar í stað hafnar stjórn ar þá fá þeir það end ur sent með svohljóð andi stimpli: Röng ut an á skrift. Má af því marka hví lík magt hvíl ir yfir stofn un þess ari. Reynd ar hef ur hafn ar stjórn aldrei við ur kennt að hún sé und ir nefnd borg ar stjórn ar enda eru fund ar gerðir henn ar í svo knöpp um Hem ingway-stíl að borg arfull trú ar eru löngu hætt ir að rýna í hvað sam þykkt ir henn ar merkja enda hafa hafn ar stjórn ar menn aldrei litið á borg ar full trúa öðru vísi en sem ótínda múga menn... Kven mað ur hef ur fram til þessa aldrei feng ið að koma á hafn ar stjórn ar fund nema fagr ar stúlk ur sem reitt hafa fram fyr ir stjórn ar menn kaffi og bakk elsi. Þá hafa hafn ar stjórn ar menn sett upp virðu leg an þreytusvip en þó horft á þær með að dá un ar blik í aug um og hef ur mér virst þeim vel líka. Svo not að sé rauð sokkumál þá er þetta hinn versti pung rottu -hugs ana gang ur sem hugs ast get ur. Ég minn ist þess að þeg ar ég kom fyrst á hafn arstjórn ar fundi sem eft ir mað ur nú ver andi sak sókn ara rík is ins, fengu all ir kaffi nema ég. Þar kom þó að virðu leg ur íhalds mað ur í stjórn inni sagði: Ætli það sé ekki rétt að þú fáir einn bolla vegna föð ur þíns sem er harð dug leg ur og eft ir sótt ur sjó mað ur. En í loft inu lá: Þú átt ekk ert kaffi skil ið. Og fyrstu þrjá mán uð ina var það svo að þeg ar ég tók til máls þá létu menn sem þeir hefðu ekki heyrt orð af því sem ég sagði. Svo ég fari nú að stunda sós íal íska sjálf skrítík þá er ég svo borg ara leg ur orð inn af langri setu í hafn ar stjórn að aldrei mundi ég bjóða ætt laus um strák að vest an kaffi á hafn ar stjórn ar fundi. Hin síð ari ár höf um við Al bert Guð munds son ým ist runn ið sam an sem grimm ir hund ar í ein staka mál um elleg ar sem þó var tíð ara að við sner um bök um sam an og höfð um þá jafn an sig ur. Þó kom það eitt sinn fyr ir að mál var fellt fyr ir okk ur með þrem ur at kvæð um gegn okk ar tveggja. Al bert spurði þá með þjósti og rak hnef ann í borð ið hvort það væri virki lega talið samþykkt sem hann og Guð mund ur J. væru á móti. Og ég spurði með nokkrum hroka hvort at kvæði ein stakra manna væru lögð að jöfnu á þess ari sam komu. Báð ir sótt umst við Al bert eft ir end ur kjöri í hafn arstjórn. Hann var skot inn í her búð um flokks síns en ég á færi op in ber lega. Nú hef ur ver ið til kynnt að Ingibjörg Rafn ar taki við for mennsku hafn ar stjórn ar. Mér er tjáð að það sé kona bæði vel mennt uð og þeim hæfileik um búin að Sjálf stæð is flokk ur inn hafi ekki hæf ari menn á að skipa eft ir þessi mann dráp sem á und an eru geng in. Og því mið ur eru all ir um sagn ir manna um stúlku þessa á þann veg að hún sé mjög vel hæf til ábyrgða starfa. Mér finnst ekk ert til varn ar geta orð ið þess ari voðalegu þró un. Vel mætti til dæmis segja mér að næsti hafn ar stjórn ar fund ur verði á þann veg að þeg ar og ef kaffi og bakk elsi verð ur fram bor ið þá verði þar að verki karl mað ur með il sig og að dá un ar glamp inn dofni eða hverfi úr aug um fund ar manna. Jafn vel mætti segja mér að for mað ur bann aði reyk ing ar og nef tó baksbrúk un á fund um og fund ar menn hlýði eins og hundar. Hvar er nú feðr anna frægð? Albert Guðmundsson úr Sjálfstæðisflokki og Guðmundur J. Guðmundsson úr Alþýðubandalagi sátu um árabil saman í hafnarstjórn og mynduðust þá vináttubönd á milli þeirra. Báðir áttu hagsmuna að gæta við höfnina, Albert sem innflytjandi og stjórnarformaður Hafskipa en Guðmundur sem formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Báðir voru látnir fjúka úr hafnarstjórn árið 1982 og er það tilefni greinarinnar. Ljósmynd: Gunnar V. Andrésson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 35

36 Bílalest Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, ekur upp frá Ægisgarði. Ljósmynd: Brynjar Gauti Sveinsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Drátt ar - bát ur inn Magni Rúss nesk land helgi í Reykja vík ur höfn Mörg stór menni hafa far ið um Reykja vík ur höfn. Þeg ar leið toga fund ur Reag ans og Gor bat sjovs var hald inn í Höfða í októ ber 1986 sendu Sov ét menn tvö skemmti ferða skip til Reykja vík ur, Baltika og Ge org Ota, og kaus Sov ét leið tog inn Gor bat sjov ásamt Raísu eig in konu sinni að gista um borð í hinu síð ar nefnda með an á fund in um stóð en skip un um var lagt við Æg is garð. Mikl ar ör ygg is ráð staf an ir voru gerð ar í höfn inni með an leið togi ann ars helsta stór veld is heims ins hafði við dvöl þar. Öll dýpk un ar vinna var stöðv uð við höfn ina, um ferð smá báta um hana var bönn uð og hval bát arn ir voru flutt ir frá Æg is garði að Ing ólfsgarði. Haft var eft ir Gunn ari B. Guð munds syni hafnar stjóra að ör ygg is gæsla skips þjón ustu hafn ar inn ar hafi ver ið stór auk in, bet ur fylgst með allri um ferð um höfn ina og skip lát in til kynna sig örar en venja var. Með an leið toga fund ur inn stóð yfir var öll um ferð skipa milli Eng eyj ar og Laug ar ness bönn uð. Þá var varð skip ið Óð inn lát ið lóna úti fyr ir Höfða en varð skip ið Týr á Sund un um og var hlut verk skipverja að fylgj ast með um ferð skipa til og frá Reykjavík. Frá Tý var einnig stjórn að hrað bát um sem voru við sov ésku skip in við Æg is garð til að fylgj ast með um ferð. Eft ir far andi frétt birt ist í Morg un blað inu 9. október 1986: Óvið kom andi er nú bann að ur að gang ur að Æg is garði í Reykja vík ur höfn... Þetta er rúss nesk land helgi, sagði lög reglu þjónn sem stóð við skip in. Sov ét menn hafa beð ið um að hafa frið hér á bryggjunni og við sjá um til að þeir fái hann. Sov ésk ir sendi ráðs starfs menn og ís lensk ir starfs menn Pósts og síma voru hin ir einu sem komust fram hjá lögreglu verð in um í gær. Síma menn irn ir sögð ust vera að leggja 70 síma lín ur um borð í skip in. Drátt ar bát ar hafa frá fyrstu tíð ver ið eitt af helstu tækj um hafn ar stjórn ar í Reykja víkur höfn. Sá fyrsti hét Jöt unn og var hann not að ur við hafn ar gerð ina Að al drátt ar bát ar hafn ar inn ar hafa þó jafnan heit ið Magni. Sá fyrsti var keypt ur til hafn ar inn ar árið 1928 en sá var smíð að ur í Ham borg árið Næsti Magni kom árið Hann var smíð að ur í Stál smiðj unni í Reykja vík ur höfn og var fyrsta stál skip ið sem smíð að var á Ís landi. Magni þessi, sem Hjálm ar R. Bárð ar son teikn aði, var líka fljót andi slökkvi dæla, vatns bát ur og ís brjót ur og bú inn þil farsvindu. Að al vél in var 1000 hest öfl og var bát ur inn sagð ur full komn asti drátt ar bát ur Norð ur landa. Hann bræddi úr sér árið 1987 og var þar með lok ið hlut verki hans fyr ir höfn ina. Magni þriðji var smíð að ur í Hollandi og kom til lands ins 1987, hann var not að ur til 1996 að Magni fjórði kom. Árið 2006 Ljósmynd: Hjálmar R. Bárðarson Dráttarbáturinn Magni sem smíðar var í Stálsmiðjunni og hleypt var af stokkunum árið 1955 aðstoðar Gullfoss á leið þess inn í Reykjavíkurhöfn skömmu eftir að Mgni var tekin í notkun. kom svo Magni fjórði sem nú er not að ur og er hann smíð að ur í Rúm en íu með 39 tonna tog kraft, sem er um tals vert meira en hin ir fyrri Magn ar. 36 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

37 Faxaflóahafnir sf. og framtíðin Ljósmynd: Haukur Snorrasson Helstu borgir Evrópu státa af víðáttumiklum hafnarsvæðum þar sem slagæð efnahagslífs borganna liggur. Í hinu ört vaxandi efnahagsveldi Kína, þar sem meðal annars eru þrjár af tíu stærstu höfnum í heimi, eru hafnir einnig lykillinn að þeirri gríðarlegu þróun sem þar á sér stað. Þótt ekki hafi það hugtak oft verið notað um Reykjavík að borgin væri hafnarborg þá hefur hún án vafa búið yfir þeim einkennum á síðustu áratugum. Þó svo að við Reykjavíkurhöfn hafi ekki daglega ægt saman sjómönnum af ólíkum þjóðernum, þá hefur útgerð og hvers kyns flutningar á sjó verið mikilvægur þáttur í efnahagslífi hennar. Ekki verður öðru haldið fram en að Reykjavíkurhöfn á árum áður og nú Faxaflóahafnir sf. séu á alþjóðlegan mælikvarða fremur smáar í sniðum. En vafalaust er að mikilvægi hafna inna vébanda fyrirtækisins er mikið fyrir íslenskt efnahagslíf og atvinnulíf og þróun höfuðborgarinnar. Faxaflóahafnir sf. þurfa hins vegar ekki að hafa neina minnimáttarkennd gagnvart höfnum í nágrannalöndunum, því ef litið er til hafna á Norðurlöndum má ætla að hafnarsvæði Faxaflóahafna sf. sé ein af 10 stærstu höfnunum. Í því sambandi ber að hafa í huga að saga hafnargerðar og hafna á Íslandi er ekki löng öndvert við það sem þekkist úti í hinum stóra heimi. Reykjavíkurhöfn á sér 90 ára sögu en vissulega er saga siglinga og sjósóknar við innanverðan Faxaflóa mun lengri. Um aldaskeið hefur sjávarsíðan við norðanverða Reykjavík verið meginaðkoma erlendra gesta til landsins, vöruflutninga og sjósóknar. Um það vitna meðal annars ferðabækur tiginna gesta sem sótt hafa Ísland heim og þeir sögulegu viðburðir sem átt hafa sér stað á bökkum Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Þar má til dæmis nefna heimsóknir konunga og drottninga, hernámið árið 1940, heimsókn sir Winstons Churchills og heimkoma Nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness með Gullfossi árið Í bakgrunni þessara viðburða eru það hins vegar hafnarverkamenn, fiskverkakonur og sjómenn sem unnið hafa af eljusemi við daglegt amstur og uppbyggingu efnahags lands og þjóðar. Hafnir Reykjavíkur, Gamla höfnin og Sundahöfn, hafa því í senn verið leiksvið sögunnar og vettvangur framfara og vaxtar. Því er þetta nefnt að á stundum gleymist hversu mikilvægt það er hverju samfélagi að tryggja svæði til hafnarrekstrar þar sem ekki aðeins er tekið tillit til líðandi stundar heldur einnig möguleika á þróun og vexti. Á 90 árum hefur Gamla höfnin í Reykjavík þróast úr því að vera víðáttumikið athafnasvæði útgerðar, fiskvinnslu, farþega- og vöruflutninga yfir í að verða blandað athafnasvæði í næsta nágrenni miðborgarinnar. Viðhorf hafa breyst og það sem áður þótti sjálfsögð starfsemi daglegrar lífsbjargar í ná- Gísli Gíslason, hafnarstjóri skrifar Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 37

38 grenni miðborgar Reykjavíkur sætir nú gagnrýnni umræðu um mengun sökum lyktar, hávaða, umferðarþunga og öryggis. Gamla höfnin stolt borgarbúa Sú þróun er að sjálfsögðu víða þekkt erlendis að svæði sem áður gegndu mikilvægu hlutverki fyrir borgir og hafnir fái nýtt líf sem íbúðarbyggð eða vettvangur menningar af ýmsu tagi. Þessi þróun hefur að sjálfsögðu teygt anga sína til Íslands. Þróun skipulags við Gömlu höfnina, sem hefur á fáum árum og áratugum tekið miklum breytingum, mun taka sífellt meira mið af íbúðarbyggð, menningarstarfsemi, verslun og þjónustu á meðan hin harða hafnarstarfsemi mun smám saman dragast saman. Reykjavíkurborg er nú á þeim tímamótum að marka Gömlu höfninni þá ásýnd og líf sem mun verða einkennandi fyrir hana á næstu áratugum. Metnaður þeirra sem að þeim málum koma mun eflaust standa til þess að flétta farsællega saman borg og höfn þannig að áfram verði gróska og líf á sjó og landi. Í því sambandi er óhætt að fullyrða að undirstaða þeirrar grósku byggist á því að vel takist til í að skapa fiskvinnslu og útgerð rými í nágrenni fjölskrúðugs menningarlífs með Tónlistarog ráðstefnuhúsið í öndvegi. Þannig mun Gamla höfnin áfram verða stolt borgarbúa. En hvernig skal þá tryggja nauðsynlegt athafnarými fyrir þá hörðu hafnarstarfsemi sem hvorki er róm-antísk né kynþokkafull? Gámaflutningar og flutningar á timbri, járni, byggingarefnum og áli eru ef til vill áhugaefni þeirra sem fást við rekstur fyrirtækja í siglingum og flutningum, en vekja minni áhuga þeirra sem kalla eftir mýkri gildum samfélagsins. Stað-reyndin er hins vegar sú að samfélag án hafnar og athafnasvæða sem þeim rekstri fylgir býr við takmarkaða kosti. Gróskan í íslensku samfélagi og sú uppbygging sem átt hefur sér stað á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum kallar því á að athafnasvæði hafna tryggi áframhaldandi vöxt og viðgang því stöðnun er hugtak sem engum hugnast. Keppnisskap Íslendinga leyfir ekki slíkan þankagang. Því er það verkefni samtímans að tryggja að gáttir samfélagsins inn og út úr landinu verði svo víðar að ekki þrengi að þessum slagæðum vaxandi efnahags. Stofnun Faxaflóahafna sf. er ætlað að tryggja þá stöðu. Stofnun sameinaðs hafnarfyrirtækis hinn 1. janúar 2005 var því djarft en tímabært skref til að skapa fyrsta flokks aðstæður til framtíðar fyrir góð hafnarsvæði og greiða flutninga. Samhliða því skrefi er það markmið eigenda Faxaflóahafna sf. að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt með skynsamlegri nýtingu lands og hagkvæmari flutningum. Ný hyllir undir þann tíma að svæðið sem Sundahöfn er byggð á verði að fullu þróað. Að sjálfsögðu mun Sundahöfn áfram gegna lykilhlutverki sem innog útflutningshöfn, en aukin krafa verður gerð um bætta nýtingu lands við höfnina. Breytt og betri tækni við vöruflutninga, geymslu gáma og varnings mun eflaust leiða til betri nýtingar og hver veit nema á Sundahafnarsvæðinu verði til öflugt þjónustufyrirtæki, eins og þekkist víða erlendis, sem annast losun og lestun skipa, en þessi starfsemi er nú á höndum skipafélaganna sjálfra, Eimskipa og Samskipa. Einnig eru líkur til þess að í Sundahöfn verði reist hús til geymslu innfluttra bifreiða því það landrými sem nú fer undir nýja bíla verður að nýta með skynsamlegri hætti. Þessi þróun verður án vafa liður í því að auka skilvirkni og hagkvæmni í flutningum, flutningsaðilum og neytendum til hagsbóta. Samhliða þróun Sundahafnar mun athafnasvæði Faxaflóahafna sf. á Grundartanga þróast og vaxa, en með tilkomu Sundabrautar mun samspil þessara tveggja hafnarsvæða verða sífellt mikilvægara. Þá má einnig nefna áhuga stjórnar Faxaflóahafna sf. á að þróa land í Álfsnesi fyrir grófan iðnað, sem þrátt fyrir allt er mikilvæg grunnstarfsemi í þróun byggðar. Þegar fjallað er um Grundartangasvæðið þá blasa við fjölmargir möguleikar atvinnu og iðnaðar án þess að þar sé einblínt á stóriðju og orkufrekan iðnað umfram það sem nú þegar hefur verið staðsett á svæðinu. Grundartangi mun í auknum mæli njóta þeirra kosta að þar er hafnargerð hagkvæm, dýpi gott og landrými til framtíðarþróunar. Þar mætti sjá fyrir sér smærri iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki auk þess sem aðstæður eru góðar til þess að byggja upp þjónustu til skipaviðgerða, en sú starfsemi mun víkja á næstu misserum úr Gömlu höfninni í Reykjavík. Í því efni er nauðsynlegt að fyrirtæki í málmiðnaði styrki samkeppnisstöðu sína með bættu skipulagi faglegri nálgun gagnvart þeim kröfum sem framtíðin mun gera til þess iðnaðar. Faxaflóhafnir Til Faxaflóahafna sf. er stofnað meðal annars á grundvelli viljayfirlýsingar sem gefur ákveðin leiðarljós fyrir fyrirtækið á komandi árum. Þar er meðal annars lögð áhersla á siglingar skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur, en sá þáttur hefur verið vaxandi á liðnum árum. Bætt aðstaða með auknu viðlegurými og bættri aðstöðu á landi á að geta skilað vexti á komandi árum. Nýtt þjónustuhús á Skarfabakka er vísir þess sem til framtíðar mun vaxa. Hvort heldur gerð verður aðstaða fyrir skemmtiferðaskip á svonefndum D-reit við Ingólfsgarð eða ákveðið að bæta enn aðstöðuna á Skarfabakka með lengri viðlegumannvirkjum og aðstöðu til svonefndra farþegaskipta þá er ljóst að þau tækifæri bjóðast í tengslum við farþega skemmtiferðaskipa eru mikil. Nú koma um farþegar með 70 skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Ekki er 38 Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a

39 endilega víst að fjöldi skipa muni aukast til mikilla muna á næstu árum, en stækk-andi skip munu eflaust skila enn fleiri farþegum en nú er. Raunhæft markmið gæti verið að á næstu 5 10 árum nálgist fjöldi heimsókna 90 skip, en fjöldi farþega verði um Þannig munu gestir skemmtiferðaskipa verða sífellt stærri hluti þeirra ferðmanna sem sækja landið heim og þar verður Reykjavík um ókomna framtíð mikilvægur vettvangur þeirra heimsókna. Áhugavert verkefni má einnig nefna í tengslum við siglingar smærri skemmtiferðaskipa frá Reykjavík, annaðhvort umhverfis Ísland eða til strandar Grænlands. Á þeim vettvangi getur Reykjavík orðið miðstöð slíkra siglinga. Samhliða auknum fjölda farþega skemmtiferðaskipa á sér einnig stað vaxandi þróun siglinga smærri báta, sem vafalaust verða tíðari gestir í höfuðborginni. Efla Akranes sem fiskihöfn Þá er eitt af leiðarljósum eigendanna að efla Akranes sem fiskihöfn. Höfnin hefur gegnt því hlutverki allt frá því að hafnargerð hófst í Krossvík, en áður var miðstöð verslunar og útgerðar á Akranesi í Lambhúsasundi. Í síbreytilegu umhverfi útgerðar og fiskvinnslu er ekki á vísan að róa með uppbyggingu hafnar fyrir löndun á fiski. Hlutverk Faxaflóahafna sf. er hins vegar í því efni að skapa bestu aðstæður í aðstöðu og þjónustu til þess að vekja áhuga útgerðaraðila á höfninni. Það er verðugt og spennandi verkefni. Einnig skal nefna það hagræði sem Borgarbyggð hefur af þátttöku í starfsemi Faxaflóahafna sf. en til framtíðar mun Brákarey njóta nálægðar við vel búna smábátahöfn, en afþreying við siglingar smábáta fer ört vaxandi á Faxaflóa. Aðlaðandi íbúðarbyggð í nágrenni slíkrar aðstöðu verður aðdráttarafl, sem styrkir þéttbýlið í Borgarnesi. Fyrir alla þá sem hafa áhuga á þróun byggðar í Reykjavík er afar brýnt að gæta þess að hafa innsæi og yfirsýn á sitt næsta nágrenni. Höfuðborgin er að sjálfsögðu víðfeðm og fjölmenn, en henni tengjast aðrar byggðir sem ekki síður vilja vaxa og dafna. Því er afar mikilvægt að á komandi árum verði í auknum mæli horft út fyrir mörk sveitarfélaga þegar mikilvægir innviðir eru skipulagðir til framtíðar. Í hafnarmálum eru Faxaflóahafnir sf. gott dæmi um þessa þróun, en eigendur þess fyrirtækis og aðrar hafnir í nágrenni Reykjavíkur ættu að hugleiða hvort frekari samræming landnota og sameining geti átt sér stað. Í raun eru tækifærin það mörg varðandi þróun og starfsemi á hafnarsvæðum að álitlegt kann að vera að sameina kraftana til að hraða skynsamlegri þróun um leið og mikilvægri hafnarstarfsemi er tryggt öruggt svæði til framtíðar. Hugtakið hafnsækin starfsemi, sem notuð hefur verið á liðnum árum, hefur breyst og mun breytast. Þröng og sveitarfélagabundin skilgreining þess er að víkja fyrir mun víðtækari skilningi og óhætt er að fullyrða að aukinn þrýstingur kemur frá samfélaginu og hagsmunaaðilum í atvinnulífinu á að hafnir geti þjónað mun breiðari hópi viðskiptavina en áður. Afmörkun hagsmuna heildarinnar við sveitarfélagamörk byggist umfram annað á tilfinningum og þeirri trú að rekstur hafna þjóni eingöngu afmörkuðu landsvæði. Samgöngur nútímans, hagsmunir fyrirtækja og það sem má kalla dvínandi áttahagafjötra almennings kallar á breytingar og nýja nálgun. Eitt hafnarfyrirtæki frá Borgarbyggð að Reykjanestá kann að vera þjóðhagslega hagkvæmur kostur þar sem horft verður á fjölmarga þætti byggðaþróunar, skynsamlega nýtingu lands og jákvæðar aðgerðir í þágu umhverfisins. Mikilvægast er að minnast þess, þegar 90 ár eru liðin frá því að Gamla höfnin í Reykjavík var tekin í notkun, að þeir sem nú fá tækifæri til að hafa áhrif á þróun mála, njóti glöggrar sýnar sem dugi til framtíðar og eldist vel. Skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth 2 á leið til hafnar en eftir að Skarfabakki var tekinn í notkun hefur aðstaða til að taka á móti skemmtiferðaskipum stórbatnað. Ljósmynd: Sævar Rey k j a v í k u r h ö f n 90 á r a 39

40 Ljósmynd: Ari Kárason / Ljósmyndasafni Íslands

Umhverfi og auðlindir. Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar?

Umhverfi og auðlindir. Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar? Umhverfi og auðlindir Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar? Útgefandi: Umhverfisráðuneytið 29 Hönnun og umbrot: Pokahornið / Ragnheiður Kristjánsdóttir Ljósmyndir: Andrés Arnalds; Atli Arnarson; Ellert

Detaljer

Úrvals þorramatur. Skipu lags ráð fjall ar um beiðni um að gera Naust ið að gisti húsi. úr kjötborði. Góð þjónusta Hagstætt verð

Úrvals þorramatur. Skipu lags ráð fjall ar um beiðni um að gera Naust ið að gisti húsi. úr kjötborði. Góð þjónusta Hagstætt verð Dreift frítt í öll hús í póstnúmer 101 og 107 JANÚAR 2014 Vesturbæjarútibú við Hagatorg 1. tbl. 17. árg. Skipu lags ráð fjall ar um beiðni um að gera Naust ið að gisti húsi Gnoðarvogi 44 - Ánanaustum og

Detaljer

Komdu í Kost. Öss ur Geirs son stjórn andi Skóla hljóm sveit ar Kópa vogs. og verslaðu þar sem þér líður vel. sjö, þ tt. ...

Komdu í Kost. Öss ur Geirs son stjórn andi Skóla hljóm sveit ar Kópa vogs. og verslaðu þar sem þér líður vel. sjö, þ tt. ... ÁLFTAMÝRI MJÓDD Dreift frítt í öll hús í Kópavoginum MARS 2010 HÆÐASMÁRA 4 opið 10 23 alla daga 3. tbl. 6. árg. Brunch laugardaga og sunnudaga sjö, þ tt... milljónir Turninum Kópavogi sími 575 7500 Skemmtilegt

Detaljer

Góð þjónusta Hagstætt verð PANTAÐU Á. Hafðu bankann með þér. OPIÐ allan sólarhringinn á Eiðistorgi AUG L S INGA SÍMI

Góð þjónusta Hagstætt verð PANTAÐU Á. Hafðu bankann með þér. OPIÐ allan sólarhringinn á Eiðistorgi AUG L S INGA SÍMI SEPTEMBER 2014 9. TBL. 27. ÁRG. AUG L S INGA SÍMI 511 1188 Vesturbæjarútibú við Hagatorg PANTAÐU Á Ægisíða 121 Sími 551 1717 Opið alla virka daga frá kl. 10 17.30. DOMINO S APP SÍMI 58 12345 OPIÐ allan

Detaljer

Bar átt an við eðl ið

Bar átt an við eðl ið 10 Sportveiðiblaðið Bar átt an við eðl ið Ragn ar Hólm Ragn ars son ræð ir við Jón Gunn ar Benj am íns son (f. 1975) sem lenti í al var legu um ferð ar slysi fyr ir þrem ur ár um en læt ur ekki deig an

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

Heill heimur af hollustu! Líttu við og leyfðu sérhæfðu starfsfólki okkar að aðstoða þig GLEÐILEG JÓL! HREINT hugsar vel um sína!

Heill heimur af hollustu! Líttu við og leyfðu sérhæfðu starfsfólki okkar að aðstoða þig GLEÐILEG JÓL! HREINT hugsar vel um sína! ÁLFTAMÝRI MJÓDD Dreift frítt í öll hús í Kópavoginum DESEMBER 2011 HÆÐASMÁRA 4 opið 10 23 alla daga 12. tbl. 7. árg. GLEÐILEG JÓL! Brunch laugardaga og sunnudaga Turninum Kópavogi sími 575 7500 - Jónas

Detaljer

Fjög ur fram boð á Nes inu

Fjög ur fram boð á Nes inu MARS 2014 3. TBL. 27. ÁRG. AUG L S INGA SÍMI 511 1188 Vesturbæjarútibú við Hagatorg Sundagörðum 2 Sími: 533 4800 Vegna mikillar eftirspurnar eftir eignum á Seltjarnarnesi óskum við eftir eignum í sölu.

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

Hand verk er bæði þarft og gef andi. Þarna var unn ið kapp sam lega að sam eig in legu verki, skap andi list.

Hand verk er bæði þarft og gef andi. Þarna var unn ið kapp sam lega að sam eig in legu verki, skap andi list. Dreift frítt í öll hús í póstnúmer 101 og 107 3. tbl. 16. árg. MARS 2013 Vesturbæjarútibú við Hagatorg List ir og sköp un í Vest ur bæj ar skóla Bifreiðaskoðun Hólmaslóð 2 Sími 570 9000 www.frumherji.is

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 3 (Leksjon 5) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Ordliste for TRINN 1

Ordliste for TRINN 1 Ordliste for TRINN 1 (utviklende matematikk-oppgavehefter 1A, 1B,2A, 2B, 3A og 3B, - refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver). Bok og side Ord på norsk I oppgavetekstene står ofte verb i imperativ

Detaljer

UNIVERSITETET I OSLO DET HUMANISTISKE FAKULTET

UNIVERSITETET I OSLO DET HUMANISTISKE FAKULTET UNIVERSITETET I OSLO ET HUMANISTISKE FAKULTET ------------- Eksamen i NOR1106 Norrønt, indre språkhistorie og språknormering Vår 2009 Tid: Fredag 28. mai kl. 9-13 (4 timar/timer) Stad/sted: Lesesal B,

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270

JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Kristján G. Jóhannsson SKIPSNAFNIÐ JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS 270 Í HÁLFA ÖLD Mars 2017 Ljósmynd á forsíðu: Júlíus Geirmundsson ÍS 270 (I) nýkominn til landsins í mars 1967. Ljósmynd: Jón A. Bjarnason Skipsnafnið

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 62 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 62 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 62

Detaljer

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201

2. Járnbending. Almenn ákvæði, sjá verklýsingu. 2.1 Gæðakröfur, sjá verklýsingu. 2.2 Tákn: F201 ftirfarandi skýringar og leiðbeiningar eiga við þar sem annað er ekki tekið fram á teikningum eða í verklýsingu:. lmennt. Númerakerfi teikninga Teikninganúmer: -V(7)0. Hæðarkerfi og mál Kótar og hnit eru

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 34 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 34 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 34

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut.

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut. Brennu-Njáls saga Brennu-Njáls saga 1. kafli Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

Kennsluleiðbeiningar. Geisli 3B Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

Kennsluleiðbeiningar. Geisli 3B Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun Kennsluleiðbeiningar 25. febrúar 2013 Efnisyfirlit Yfirlit yfir námsefni 7. bekkjar... 3 Geisli 3B... 4 Skýringar á táknum... 6 Brot... 7 Hlutföll... 8 Talnafræði... 15 Ekki er allt sem sýnist... 19 Mynstur

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850.

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. ii. VmBÆ'I'IB. Konúngleg frumvörp og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. 2 I. Frumvarp til opins bre Is viðvíkjandi breytíng á tilskipun 28. marz 1855 um 5Unn\1- og helgidagahald

Detaljer

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS YFIRLIT UM HÁLFRAR ALDAR STARF Samið hefir GUÐNI JÓNSSON prófessor REYKJAVÍK HÁSKÓLI ÍSLANDS PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR 1961 Efnisyfirlit Formáli..........................................

Detaljer

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð Bók þessi er gefin út í 300 eintökum. Matthías Johannessen Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð ÁRVAKUR HF. Umdir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

E G C F H/B D A D C A G H/B F E. Tekna við ngrinum frá nóta til bókstav til tangent

E G C F H/B D A D C A G H/B F E. Tekna við ngrinum frá nóta til bókstav til tangent !! E G C F H/B D A D C A G H/B F E!! Tekna við ngrinum frá nóta til ókstav til tangent 6 Í reiðri krin øgan lá Í reið - ri k - rin ø - gan lá, í - me - ðan kendur reg - ni 69 F-dur lag dík - ti á Kri,

Detaljer

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast).

Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Upplýsingar er varða störf erlendis (Dags. 02.12.2008. Listinn verður uppfærður reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast). Yfirlit yfir samstarfsaðila í Noregi Örstutt um stöðuna í Noregi Það er

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to)

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to) Viðauki Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs. 182 4to) Jóhannes B. Sigtryggsson, 2011 1 2 1 Hjartans elskulegu dætur mínar, Sigríður, Jórunn, Guðný, Katrín og Helga, ykkur, ykkar elskendum og afkomendum,

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Bílastæði hreyfihamlaðra Í grein í byggingarreglugerð segir: Bílastæði hreyfihamlaðra

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf.

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. Miðvikudagur, 9. maí 2018 Ákvörðun nr. 14/2018 Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Samkeppniseftirlitinu barst bréf þann 27. mars 2018 þar sem tilkynnt var um kaup Basko ehf.

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

Er fjárkláðinn úr sögunni?

Er fjárkláðinn úr sögunni? 8 Skógrækt þyrfti að þrefalda að mati Arnórs Snorrasonar 12 Er fjárkláðinn úr sögunni? 16 Viðtal við Ólaf M. Magnússon í Mjólku 10. tölublað 2007 Þriðjudagur 29. maí Blað nr. 261 Upplag 16.300 Alhvítt

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum Grindvíkingum hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn

Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum Grindvíkingum hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn Sjómannadagsblað Grindavíkur 2012 Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum Grindvíkingum hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn Opið frá kl. 9.00-16.00 alla virka daga Sími 426 7150 & 893 7140 -

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Saga Umsk. Jón M. Ívarsson skráði

Saga Umsk. Jón M. Ívarsson skráði Saga Umsk Saga Umsk Jón M. Ívarsson skráði Efnisyfirlit Fyrstu árin 1922-1942 Upphaf á umbyltingartíma... 7 Fjórðungssamband Sunnlendinga - fjórðungs... 8 Skeggrætt um skiptingu... 10 UMSK verður til....

Detaljer

Gæsluvarðhald að ósekju

Gæsluvarðhald að ósekju LÖGFRÆÐISVIÐ Gæsluvarðhald að ósekju Bótaréttur manna vegna setu í gæsluvarðhaldi að ósekju sbr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Þorkell Hróar Björnsson

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

Keldur á Rangárvöllum

Keldur á Rangárvöllum RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Keldur á Rangárvöllum Framkvæmdir á Keldum 1997-1998 og stefnumótun um viðgerð bæjarins Þór Hjaltalín 1 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF

Detaljer

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag júlímánaðar, var hið 17. löggjafarþing, en hið 3. aukaþing sett í Reykjavík. Fyrat söfnuðust alþingismenn, ásamt landshöfðingja Magnúsi Stephensen, saman í alþingishúsinu,

Detaljer

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010 -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Rannveig Júníusdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ása Ólafsdóttir, lektor september

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR

Íslensk netverslun. áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR Íslensk netverslun áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni 978-9935-9275-1-4 2018 Rannsóknin var

Detaljer

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni?

Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Laxa- og fiskilús: hver er staðan í baráttunni? Albert K. Imsland, Akvaplan-niva, Strandbúnaðarþing 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars Yfirlit erindis Lífsferill laxalúsar Hitastig og laxalús Laxalús

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST 17. FEBRÚAR 2012 STJÖRNUSMINKA GERIR ÞAÐ GOTT Í DUBAI FLOTTAR FYRIRMYNDIR YFIR FERTUGU SJÓNVARPSKOKKUR OG NÝBÖKUÐ MAMMA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST Á LEIÐINNI Í MARAÞON GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR

Detaljer

Öryrkjabandalags Íslands

Öryrkjabandalags Íslands Öryrkjabandalags Íslands Efnisyfirlit Afmæliskveðja frá forseta Íslands 3 Ávarp formanns Öryrkjabandalags Íslands 4 Það er klár vilji minn að vel verði búið að öryrkjum Viðtal við Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. BA-ritgerð í lögfræði 33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. Jóhann Þorvarðarson Leiðbeinandi: Unnur E. Sveinsdóttir Apríl 2014 BA-ritgerð í lögfræði

Detaljer

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI FJÁRMÖGNUN NÝSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA Í NOREGI Í FISKELDI OG SJÁVARÚTVEGI Friðrik Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, SINTEF MRB AS Reykjavík 16. apríl 2009 Heimilt er að nota upplýsingar í heild eða að hluta úr

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Bjerkreim kyrkje 175 år. Takksemd. Tekster av Trygve Bjerkrheim Musikk av Tim Rishton

Bjerkreim kyrkje 175 år. Takksemd. Tekster av Trygve Bjerkrheim Musikk av Tim Rishton Bjerkreim kyrkje 175 år Takksemd Tekster av Trygve Bjerkrheim Musikk av Tim Rishton Takk for det liv du gav oss, Gud 5 5 Takk for det liv du gav oss, Gud, Hi-mlen som hvel - ver seg 5 5 9 9 o - ver! Takk

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

Geitekillingen som kunne telje til ti av Alf Prøysen

Geitekillingen som kunne telje til ti av Alf Prøysen Geitekillingen som kunne telje til ti av Alf Prøysen Det var ein gong ein liten geitekilling som hadde lært å telje til ti. Da han kom til ein vasspytt, stod han lenge og såg på spegelbiletet sitt i vatnet,

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

Jón Arason biskup. Ljóðmæli. Ásgeir Jónsson. Kári Bjarnason bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar. ritstýrði og ritaði inngang

Jón Arason biskup. Ljóðmæli. Ásgeir Jónsson. Kári Bjarnason bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar. ritstýrði og ritaði inngang Jón Arason biskup Ljóðmæli _ Ásgeir Jónsson ritstýrði og ritaði inngang Kári Bjarnason bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar Formáli Hinir mörgu hólar á Hólum í Hjaltadal eru kjörnar sleðabrekkur

Detaljer

Árbók kirkjunnar júní maí 2011

Árbók kirkjunnar júní maí 2011 Árbók kirkjunnar 2010 1. júní 2010 31. maí 2011 Forsíðumynd: Hendur Guðs til góðra verka í heiminum Unglingar á Landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar 2010, sem haldið var á Akureyri, söfnuðu peningum til

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen

LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv. Adm. dir. Frode Nilsen LNS Norsk gruveselskap med et internasjonalt perspektiv Adm. dir. Frode Nilsen LNS- Gruppen LNS Eiendom AS Hålogaland Grus & Betong AS LNS (Chile) S.A. LNS AS Skaland Graphite LNSGMS Greenland Rana Gruber

Detaljer

1. tölublað, 9. árgangur. Apríl 2013 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

1. tölublað, 9. árgangur. Apríl 2013 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 1. tölublað, 9. árgangur. Apríl 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN BOSS. BOTTLED. FRAGRANCE FOR MEN FEATURING

Detaljer

Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda. 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag

Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda. 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag 4 Sauðfjárbændur bíða eftir kjötverði í sláturtíðinni 6-7 12-13 Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda Hamingjan er þar sem maður er, segir Jón Eiríksson 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27.

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

Alltaf sami Grallarinn?

Alltaf sami Grallarinn? Tónlistardeild Hljóðfæraleikur Alltaf sami Grallarinn? Samantekt á efni allra 19 útgáfna Grallarans Ritgerð til BMus-prófs í hljóðfæraleik Kristín Þóra Pétursdóttir Haustönn 2016 Tónlistardeild Hljóðfæraleikur

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer