HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei

Størrelse: px
Begynne med side:

Download "HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei"

Transkript

1 HÁSKÓLI ÍSLANDS Hugvísindasvið Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei Ritgerð til B.A. -prófs Ásta Haraldsdóttir haust 2011

2 1 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Almenn bókmenntafræði Trú og angist Kenningar Sørens Kierkegaard um trú og angist í leikriti Henriks Ibsen Keisari og Galílei Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Haraldsdóttir kt.: Leiðbeinandi: Gottskálk Þór Jensson haust 2011

3 2

4 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 3 Inngangur... 4 Júlíanus og angistin... 9 Júlíanus áður en hann er gerður að Cæsar Júlíanus sem Cæsar Júlíanus keisari Niðurstaða Heimildaskrá:... 54

5 4 Inngangur Leikritið Keisari og Galílei er eftir norska leikritaskáldið Henrik Ibsen og var gefið út árið Það fjallar um Júlíanus keisara sem var söguleg persóna og keisari Rómaveldis á fjórðu öld eftir Krist. Þetta er lengsta leikrit Ibsens en hann skiptir því í tvennt; fyrri hlutinn heitir Afneitun Cæsars en það hefst þegar Júlíanus er 19 ára gamall. Hann á í baráttu um það hvaða veg hann eigi að velja í lífinu en keisarinn gerir hann að Cæsar, það er krónprinsi ríkisins og þar með arftaka keisarans, og sendir hann í hernað þar sem Júlíanus vinnur mikinn sigur en er þar með orðin ógn við keisarann sem reynir að ryðja honum úr vegi. Júlíanus vill bjarga lífi sínu og ákveður að rísa gegn Konstantíusi keisara og úthrópa sjálfan sig sem keisara. Á sama tíma snýr hann baki við kristinni trú og fer að dýrka hina gömlu guði. Seinni hluti leikritsins nefnist Júlíanus keisari en hann fjallar um líf hans sem keisara og hvernig ásetningur hans í því að öll trúarbrögð fái jafnan sess í ríkinu snýst upp í ofsóknir gegn hinum kristnu. Júlíanus á í stöðugri baráttu, bæði við ytri aðstæður og innra með sér, þar sem hinir gömlu guðir og Galíleinn Jesús takast á og í lok leikritsins, í hernaði sínum við Persa, viðurkennir hann ósigur sinn og sigur Galíleans rétt áður en hann særist og fellur frá. Ibsen leit á Keisara og Galílea sem höfuðverk sitt en þrátt fyrir það hefur það ekki fengið sömu umfjöllun og mörg önnur verk hans. Leikritin Brandur og Pétur Gautur voru skrifuð á undan Keisara og Galílea en í þeim eru tilvistarspurningar mannsins teknar fyrir á þann hátt að leikritin mynda andstæða póla - frá hinum strangtrúaða Brandi sem lifir samkvæmt sannfæringu sinni og krefst þess að aðrir geri það líka til Péturs Gauts sem reynir að vera sjálfum sér nógur en er tækifærissinni og hleypst stöðugt í burtu frá allri ábyrgð. Þessi tvö leikrit hafa fengið mikla athygli og oft verið sett upp í leikhúsum. Hins vegar hefur Keisari og Galílei sjaldnar verið leikið vegna þess hve leikritið er langt og minni gaumur hefur verið gefinn að tilvistarkreppu Júlíanusar keisara. Ibsen sagði sjálfur að það væri meira af sínu andlega lífi í leikritinu en hann kærði sig um að viðurkenna opinberlega og það er víst að sálarlíf Júlíanusar er krufið til mergjar hvað varðar togstreitu milli kristinnar trúar og lífssýnar heiðninnar. Í bréfi sínu til Ludvig Daae segir Ibsen: Það [það er leikritið] tekst á við baráttu ósamrýmanlegra afla í tilverunni - linnulausa

6 5 baráttu - og vegna þess hve það hefur almenna tilvísun kalla ég bókina Alheimsdrama. 1 Í bréfi sem hann skrifaði til Edmund Gosse segir hann jafnframt: Hluti af innra lífi mínu er lagður í þessa bók, ég hef reynt sjálfur það sem ég lýsi en á annan hátt og hið sögulega þema stendur í nánara samhengi við hreyfingar á okkar tímum en hægt væri að láta sér detta í hug fyrirfram. 2 Eitt af grundvallaratriðunum og aðalvandinn varðandi sálarkreppu Júlíanusar eru óttinn og angistin og hvernig þær tilfinningar tengjast trúnni. Þetta eru djúpstæðar tilfinningar og varða bæði guð(i) og menn. Í ritgerðinni verður fjallað um þennan vanda Júlíanusar, hverjar eru orsakir angistarinnar, hvernig tekst hann á við hana, hvaða áhrif hefur hún á trú hans og hvernig kemur hún fram í orðum hans og athöfnum. Danski heimspekingurinn Søren Kierkegaard gerir þessar tilfinningar að umfjöllunarefni í mörgum ritum sínum og tengir þær trúarlífinu. Þau rit sem aðallega verður vitnað í eru Uggur og ótti (Frygt og bæven) í þýðingu Jóhönnu Þráinsdóttur og Begrebet Angest. Í þessum ritum talar Kierkegaard um guðsóttann, að angist og kvíði sem tengist bæði Guði og mönnum taki sér bólfestu í manneskjunni og hvernig þessar tilfinningar geta leitt til þess að maðurinn annað hvort hafnar Guði eða tekur trú á hann. Þau dönsku orð sem hann notar eru angst, frygt og bæven. Í þýðingu sinni á Frygt og bæven þýðir Jóhanna Þráinsdóttir orðið angst sem angist, frygt sem ótta og bæven sem ugg og verður þetta látið halda sér í þessari ritgerð. Verða þessi hugtök notuð eftir því sem við á bæði hvað varðar leikritið og verk Kierkegaards. Kenningar Kierkegaards verða notaðar til að varpa ljósi á innri baráttu og angist Júlíanusar en Ibsen þekkti vel til verka hans. Sýnt verður fram á hvernig kenningar Kierkegaards koma fram í togstreitu og sálarkreppu Júlíanusar og á hvaða hátt Ibsen leiðir Júlíanus síðan eftir þessum kenningum frá upphafi leikritsins til enda. Það getur verið að Ibsen hafi kynnst Kierkegaard í Grimstad en vitað er að hann fékk oft lánaðar bækur hjá eldri konu þar sem hét Georgiana Crawfurd og hún átti bók Kierkegaards Enten-Eller. 3 Eins og Kierkegaard ólst Ibsen upp í strangkristnu umhverfi og persónur í leikritum hans líta oft á kristindóm með bæði 1 Det behandler en brydning mellem to uforsonlige magter i verdenslivet, som til alle tider vil gentage sig, og på grund af denne universalitet kalder jeg bogen et verdenshistorisk skuespil. Michael Meyer, Henrik Ibsen, Gyldendal, (Staður ekki nefndur): 1971, bls Det er en del af mit eget åndelige liv, som jeg nedlægger i denne bog; hvad jeg skildrer, har jeg, under andre former, selv gennemlevet, og det valgte historiske thema har også nærmere sammenhæng med vor egen tids bevægelser, end man på forhånd skulde tro. Meyer, bls Meyer, bls. 33.

7 6 ótta og aðdáun. Meyer bendir á það í bókinni sem hann skrifaði um ævi Ibsens að bæði í dagbók Ibsens og leikritum hans eru hugtök og tjáningarmáti sem svipar mjög til þess sem Kierkegaard hefur ritað. 4 Annars greinir fræðimenn mjög á um það hvort Ibsen er alveg hreinskilinn þegar hann segist hafa lesið lítið eftir Kierkegaard og skilið ennþá minna. 5 Í bréfi sem hann skrifaði útgefanda sínum Frederik Hegel 9. júní 1866 segir hann: Málið er að framsetning á lífi sem hefur það að markmiði að koma hugmyndakerfi í framkvæmd mun alltaf á vissum stöðum samræmast S. Kierkegaard. 6 Þetta sýnir að Ibsen hefur lesið og skilið meira af Kierkegaard en hann vill vera láta og engin ástæða til að ætla annað en að það hafi haft áhrif á verk Ibsens. Svo snemma sem árið 1867 skrifar Georg Brandes sína fyrstu ritgerð um Ibsen og segir þar um leikritið Brand að næstum því hver afgerandi hugsun þar sé til staðar hjá Kierkegaard og líf hetjunnar hafi hann að fyrirmynd. 7 Leikritið Keisari og Galílei hefur verið tekið fyrir frá öðrum sjónarhornum og má þar nefna nýplatónismann en þar var heimspekingurinn Plótínus aðalhugmyndasmiðurinn og heimspeki Hegels en ýmsir telja að Ibsen hafi horft til hennar við samningu leikritsins. Hér verður ekki fjallað um þessar kenningar, nema heimspeki Hegels að litlu leyti, þar sem það yrði of viðamikil umfjöllun. Ástæðan fyrir því að frekar er litið til Kierkegaards en Hegels í þessari ritgerð er sú að í leikritinu lætur Ibsen Galíleann, það er Jesúm, verða að mælistiku þess sem er satt og þess sem er falskt og jafnframt því að deila á hina nafnkristnu dregur hann upp mynd af sönnum og ekta kristindómi. 8 Kierkegaard var einnig þekktur fyrir það að tala tæpitungulaust þegar hann gagnrýndi kirkjuna og þann kristindóm sem þar var að finna. Hann trúði því að menningarsigur kristindómsins hefði lagt hulu yfir hið upprunalega innihald hans og það að vera kristinn fælist einungis í því að vera fæddur af kristnum foreldrum í kristnu landi. 9 Ibsen kemur fram með samskonar gagnrýni í leikritinu er hann skrifar um þá sem taka kristna trú vegna eigin ávinnings og deilir á þá fyrir að hugsa einungis um eigin hag. Egil A. Wyller kemst að þeirri niðurstöðu að Ibsen standi mun nær kenningum Kierkegaards en Hegels í leikritinu þó að á yfirborðinu virðist sem 4 Meyer bls Eivind Tjønneland: Henrik Ibsens Brand og Søren Kierkegaard Kierkegaard, Ibsen og det moderne, ritstj. Vigdis Ystad, Universitetsforlaget, Oslo: 2010, bls Sagen er at Fremstillingen af et Liv der har Ideforholdets Gjennemførelse till Sigtepunkt, vil altid komme til paa visse Punkter at falde sammen med S. Kierkegaards. Eivind Tjønneland, bls Tjønneland, bls Egil A. Wyller: Ibsens Keiser og Galilæer, Gyldendal Norsk Forlag, Oslo: 1999, bls Ronald M. Green: Developing Fear and Trembling The Cambridge Companinon to Kierkegaard, ritstj. Alastair Hannay og Gordon D. Marino, Cambridge University Press, Cambridge: 1998, bls. 258.

8 7 kenningar Hegels séu ráðandi þar þá liggi dýpt verksins í kenningum Kierkegaards, sérstaklega því að setja Galíleann upp sem Jesúm Krist persónulega og þar með verði hið trúarlega sjónarmið ríkjandi. 10 Nýplatónistinn Plótínus hefur oft verið tengdur við Keisara og Galílea og Trausti Ólafsson segir í bók sinni um leikrit Ibsens að sá trúarlegi vandi sem Júlíanus standi frammi fyrir eigi sér fyrst og fremst rætur í...andstæðunum milli nýplatónískrar hugsunar sem sé síðasta blómaskeið grískrar heimspeki og klassískrar kristinnar kenningar sérstaklega með tilliti til hugmyndarinnar um upprisuna. 11 Það eru því margar kenningar sem tengjast leikritinu en það hefur þó ekki verið nein hefð fyrir því að setja kenningar Kierkegaards í samband við Keisara og Galílea heldur hefur heldur verið bent á önnur leikrit í því samhengi svo sem Brand og Pétur Gaut. 12 Eins og áður var nefnt er Júlíanus söguleg persóna og heimildir um hann eru nokkrar til dæmis rit sem hann skrifaði sjálfur, ræður Líbaníosar til Júlíanusar og um hann, skammarræða sem Gregor af Nazianz hélt eftir dauða hans og sögulegt verk samtíðarmanns Júlíanusar, Rómverjans Ammianusar Marcellinus. Ibsen rannsakaði þessar heimildir, að eigin sögn, bæði á þýsku og að hluta til á latínu og það er sérstaklega í seinni hluta leikritsins sem heimildanotkun hans er áberandi. Hann notar nokkra kafla úr ræðum Júlíanusar sem hann setur nánast orðrétt inn í leikritið. Ibsen sagðist einnig hafa lesið rit kirkjufeðranna og segir einnig að skilningur hans á Júlíanusi sé í fyllsta samræmi við hinn sögulega sannleika. 13 Áfram segir Ibsen síðan í bréfi sínu til Jakob Løkke árið 1873: Það er ekki hægt að treysta einungis á söguritara nútímans í þessu efni, sérstaklega ekki þá þýsku. Winkelmann, Lessing, Goethe og Schiller hafa umbreytt viðhorfi fólks þannig að grísk heiðni nýtur góðs af og þess vegna er kristindómurinn ekki hátt skrifaður í Þýskalandi Wyller, bls by the contrasts between Neoplatonic thought, the last blossoming of Hellenistic philosophy, and classical Christian teaching, in particular with regard to the idea of resurrection. Trausti Ólafsson: Ibsen s Theatre of Ritualistic Visions, Peter Lang, Bern: 2008, bls Í Danmörku og Noregi voru haldnar tvær helgarráðstefnur með nokkru millibili 2006 og 2008 þar sem tengslin milli þessara tveggja manna voru rædd án þess að nokkurn tíma væri minnst á Keisara og Galílea í því samhengi. 13 Wyller, bls De nyere historieskrivere alene, navnlig de tyske, kan man ikke stole paa i dette punkt. Winkelmann, Lessing, Goethe og Schiller har kvervet synet paa godtfolk til fordel for det græske hedenskap, og hertil kommer at kristendommen ikke nyder stor kredit i Tyskland. Wyller, bls. 24.

9 8 Samtímis því sem Ibsen notar allar þessar heimildir skapar hann sínar eigin persónur og fer frjálslega með efnið þar sem það á við. Wyller bendir á að Ibsen hafi rétt til þess að túlka efnið á sinn hátt og efnistök hans megi ekki líkja við nákvæmni ljósmyndarans heldur líkist hann frekar listmálara sem noti heimildirnar sem grundvöll að málverki sínu. 15 Það er alltaf spurning hvort það sé rétt að setja samasemmerki milli rithöfundar eða leikritaskálds og þeirra hugmynda sem koma fram í verkum þeirra. Í þessu tilfelli er litið til þess sem Ibsen segir sjálfur um leikritið og innihald þess og hvernig hann gerir hugmyndir leikritsins að hluta af sínu eigin innra lífi. Miðlægur þáttur í Keisara og Galílea er hugmyndin um þriðja ríkið. Sá sem fyrstur setti fram þessa hugmynd, í kringum árið 1200, var sistersíensamunkur að nafni Joachim da Fiore. Hann hélt því fram að í þróun mannsins kæmu fram þrjú ríki hvert á eftir öðru sem tengdust hugmyndinni um þríeinan Guð. Fyrst kæmi ríki föðurins, síðan sonarins og að lokum ríki andans en það væri enn ekki opinberað þó Joachim da Fiore spáði því að það væri í nánd. Á átjándu öld tók G.E. Lessing upp þessa hugmynd og tengdi hana þróun mannsandans í átt að þriðja tímabilinu (þriðja ríkinu) þar sem hlýðni við ytri boðorð hefði vikið fyrir frelsi undir ábyrgð. Þetta varð vinsæl kenning þar sem bæði Schelling og Hegel innleiddu hana í þýsku rómantíkina, August Comte í franska skynsemishyggju og Mereskovskij í rússneska symbólismann. Ibsen var þannig einn af mörgum sem tók hana upp en eftir hann var hugmyndin endurnýjuð í Þýskalandi tuttugustu aldar og tengd sögu þess frá miðöldum og fram að tímum Hitlers þar sem hugtakið þriðja ríkið var notað á það ríki sem Hitler ætlaði sér að stofna. 16 Í ritgerðinni verður að mestu staðnæmst við kenningar Kierkegaards um trú og angist og sýnt fram á hvernig hugmyndir hans koma fram í leikritinu. Hugmyndir Kierkegaards um mismunandi gerðir angistar verða ræddar og settar í samhengi við leikritið og þá sérstaklega líf Júlíanusar. Í bók sinni Uggur og ótti fjallar Kierkegaard um Abraham og þá angist sem hann glímdi við. Líf Júlíanusar og Abrahams, eins og það kemur fram hjá Kierkegaard, verður borið saman; hvernig bregðast þeir við kalli frá Guði og hvernig vinna þeir sig út úr tilfinningum angistar og ótta? Einnig verður leitað í frásagnir Biblíunnar þar sem það á við þar sem Kierkegaard leit á sig sem baráttumann fyrir kristna trú gegn skeytingarleysi samtíma síns um trúarleg málefni. 15 Wyller, bls Wyller, bls

10 9 Júlíanus og angistin Fyrsti þáttur leikritsins er mikilvægur því þar eru margar persónur kynntar til sögunnar og grunnurinn er lagður að skilningi lesandans á Júlíanusi. Skoðanir annarra á honum, sálarlíf hans og innri barátta eru miðlægir þættir en einnig sýnir og draumar sem varða hann. Þegar leikritið hefst er Júlíanus nítján ára og honum er lýst sem svarthærðum með byrjandi skeggvöxt, fjörleg augu, klunnalegar, áberandi og snöggar allt að því reiðilegar hreyfingar og hirðklæðnaðurinn fer honum illa. Föðurbróðir hans Konstantíus er keisari og sjálfur er Júlíanus hluti af hinni keisaralegu hirð. 17 Konstantíus hafði látið taka alla fjölskyldumeðlimi Júlíanusar af lífi, alls ellefu manns, en af einhverjum ástæðum þyrmdi hann Júlíanusi og Gallosi hálfbróður hans. Í leikritinu er gefið í skyn að einhverjir yrðu að vera til þess að erfa ríkið þar sem Konstantíus var sjálfur barnlaus (bls. 156). Með þessum aftökum hefur hann viljað treysta völd sín svo að raunverulegur boðskapur þess kristindóms sem hann lét innleiða við hirðina hefur ekki rist djúpt hjá honum heldur hefur hann viljað nýta sér framgang kristindómsins til þess að treysta eigin völd. Brian Johnston segir Ibsen sýna gegnum Konstantíus hvernig veraldlegt líf hefur áhrif á andann og glundroði í andans málum áhrif á hið veraldlega. Konstantíus er heimsóttur af glæpum sínum og er tvístígandi milli pólítíkur sem annars vegar felst í því að myrða þá sem hann er hræddur um að geti staðið í vegi fyrir honum og hins vegar sjálfsniðurlægingar í trúnni á Galíleann. Þetta sé eitt af því sem fái Júlíanus til að bregðast svona við kristindómnum. 18 Þrátt fyrir þetta er talað um trú Júlíanusar í barnæsku þar sem hann boðaði kristna trú með þvílíkri andagift að mörg börn flykktust um hann og vildu fylgja Galíleanum, það er Jesú Kristi (bls. 150). Það er þó ljóst að barn sem elst upp hjá þeim sem lét drepa fjölskyldu þess býr við djúpstæða reynslu og ótta sem hefur mikil áhrif á það. Það er ekki rætt um það í leikritinu hvort Júlíanus hafði tekið kristna trú áður en hann kom til keisarahirðarinnar sem ungur drengur en trúarlíf hans þar hlýtur að hafa mótast af andanum við hirðina og óttann við keisarann og því verið blandin óöryggi og angist þó að trúarhitinn í boðun hans hafi fengið aðra til liðs við kristindóminn. Lesandinn fær þessar upplýsingar um barnatrú Júlíanusar sem bakgrunn fyrir það sem gerist í leikritinu og þær sýna að honum 17 Henrik Ibsen: Keiser og Galilæer, Samlede verker III, Den norske bokklubben, Oslo: 1941, bls Hér eftir verður vitnað í leikritið með blaðsíðunúmeri í ritgerðinni sjálfri 18 Brian Johnston: To The Third Empire, Ibsen s Early Drama, University of Minnesota Press, Minneapolis: 1980, bls. 232.

11 10 hefur verið alvara með trú sína á þeim tíma. Keisarinn sem virðist nota kristindóminn sem ákveðið valdatæki, á sinn þátt í því að Júlíanus fer að efast um trúna og kristindóminn og því er það að þegar Agaþon, vinur hans, spyr hann hvort keisarinn sé honum sem faðir þá svarar Júlíanus ekki spurningunni heldur segir keisarann vera vitran og góðan (bls. 145). Hann virðist því ekki hafa notið ástríkis frá Konstantíusi sem er á verði gagnvart bræðrunum af ótta við að missa keisaratignina til þeirra. Reynsla Júlíanusar í barnæsku setur mark sitt á hann þegar hann stendur við þröskuld fullorðinsáranna og þarf að takast á við lífið á nýjan hátt. Johnston ræðir um leikritið sem harmleik og eftirfarandi aðstæður séu nauðsynlegar fyrir sannfærandi heimssögulegan harmleik: (a) Hetjunni verður að mistakast til þess að geta kallast harmræn. (b) Mistökin verða að koma á fót einhvers konar reglu á hlutunum svo að atburðarásin verður að vera díalektísk og rökleg - skynsamleg. (c) Andstaða hennar gegn ríkjandi reglufestu verður að hafa efnisleg og rökleg gildi í sjálfri sér. (d) Til þess að geta kallast nútímalegt drama verður það að vera bæði huglægt og hlutlægt, það er að hin stóra hugmyndafræðilega barátta verður að speglast í persónulegum og huglægum raunveruleika hetjunnar. 19 Harmleikurinn á að miklu leyti rót sína að rekja til innri baráttu Júlíanusar og leitar hans að einhverju(m) sem hann getur byggt líf sitt á. Honum finnst togað í sig úr mörgum áttum og allt fyrra leikritið lýsir þessari togstreitu sem hann á í. Í þessari baráttu lokar hann síðan á kristindóminn og í því liggja mistök hans því gefið er skyn að innst inni sé hann ekki heill í því sem hann er að gera þegar hann yfirgefur kristna trú. Allt leikritið er hann meira eða minna meðvitaður um kall Galíleans til hans um trú og kærleika þó hann reyni stöðugt að útiloka það og kæfa togstreituna og angistina innra með sér. Þessi barátta endurspeglast einnig í hinu ytra - í ríki því sem Júlíanus er settur til að ráða yfir og þrátt fyrir allar tilraunir hans til að koma í veg fyrir það verður Galíleinn honum þar yfirsterkari að lokum. Í ritum sínum vinnur Kierkegaard með þetta samband Guðs og mannsins og hvernig maðurinn á allt sitt líf í baráttu annaðhvort við það að halda í trúna eða útiloka hana og er angistin hluti af þessari baráttu. Í bók sinni Begrebet Angest fjallar 19 (a) The hero must fail - in order to be tragic. (b) His failure must establish an order - so that the action must be dialectical and rational. (c) His opposition to the order established must itself have substantive, rational value. (d) The drama, to be modern, must be both subjective and objective, that is, the larger ideological conflict must also be mirrored in the hero s personal and subjective reality. Johnston, bls

12 11 hann um hugtakið og setur það í tvenns konar samhengi en það rit skrifaði hann undir dulnefninu Vigilius Haufniensis. Í upphafi bókarinnar byrjar Kierkegaard að ræða um erfðasyndina en samkvæmt honum tengist angistin henni. Ef erfðasyndin kom inn í heiminn með Adam, eins og kirkjan boðar, á þá að skilja það þannig að allir geti frelsast nema hann? Þetta vandamál þarf að leysa með því að útskýra bæði erfðasyndina og hlutverk Adams í henni. Kierkegaard lítur á það sem undirliggjandi þátt í tilvist mannsins...að maðurinn er einstaklingur og sem slíkur er hann á sama tíma hann sjálfur og allar kynslóðir mannsins í einu þannig að allar kynslóðir eru þátttakendur í einstaklingnum og einstaklingurinn í kynslóðunum. 20 Kierkegaard heldur því fram að hver einasti maður missi sakleysi sitt þegar hann gerist sekur um eitthvað á sama hátt og gerðist hjá Adam. 21 Það sem Adam gerði var að koma með tilhneiginguna til að syndga inn í heiminn. 22 Sakleysi er að vita ekki (óvitund)... Í því er hvíld og friður en á sama tíma eitthvað annað...hvað er það þá? Ekkert. 23 Hið djúpa leyndarmál sakleysisins er síðan það að samtímis því að vera Ekkert fæðir það jafnframt af sér angist. 24 Angist er ekki það sama og ótti sem Kierkegaard segir vísa til einhvers ákveðins hlutar. Hún er raunveruleiki frelsisins (Frihedens Virkelighed) sem möguleiki fyrir möguleikann (Mulighed for Muligheden). Þetta vísar til sálfræðilegrar tvöfeldni. Angistin er samúðarfull andúð og andúðarfull samúð. 25 Maðurinn er eining sálar og líkama. Þessi eining verður að hinu þriðja (synthese) sem er Andinn. Samband Andans við sál og líkama kemur fram sem angist. 26 Adam gat ekki skilið það að Guð bannaði honum að eta af tré þekkingarinnar því þá hefði hann þurft að vita skil góðs og ills en sá skilningur kom ekki fyrr en seinna. Bannið vakti aftur á móti hjá honum þá möguleika sem frelsið býður upp á. Ef gefið er að bann veki upp löngun þá vakti það möguleika á því að geta gert eitthvað og angistin fólst í þessum möguleika. Þó snýst þetta frelsi ekki um það að geta valið milli góðs og ills heldur sjálft valið. Milli þessa möguleika að velja 20...at Mennesket er Individuum og som saadant paa eengang sig selv og hele Slægten, saaledes, at hele Slægten participerer i Individet og Individet i hele Slægten. Søren Kierkegaard, Begrebet Angest, Det Danske Sprog- og Litteraturselskab Borgen, staður ekki nefndur: 2004, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Uskyldigheden er Uvidenhed...I denne Tilstand er der Fred og Hvile; men der er paa samme Tid noget Andet...Hvad er det da? Intet. Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Angest er en sympathetisk Antipathie og en antipathetisk Sympathie. Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls. 42.

13 12 og veruleikans er milliákvörðun sem er angistin. 27 Syndin er ekki komin í heiminn en þó er angistin þegar til staðar. 28 Angistin er ekki ákvörðuð af nauðsyn en heldur ekki af frelsinu heldur er hún heft frelsi þar sem frelsið er ekki frjálst í sjálfu sér heldur bundið, ekki í nauðsyninni heldur í sjálfu sér. 29 Kierkegaard heldur áfram að ræða þetta og dregur síðan þá ályktun að [A]fleiðing erfðasyndarinnar eða það hvernig hún er til staðar í manninum er angist sem er aðeins efnislega (quantitativt) ólík angist Adams. 30 Syndin kom með angistinni en syndin bar aftur á móti angistina með sér. 31 Það er þess vegna tvenns konar angistarhugtak sem Kierkegaard vinnur með. Annars vegar er það angistin sem var til staðar fyrir syndafallið og hins vegar er það sú angist sem syndafallið bar með sér. 32 Angistin getur verið bæði huglæg og hlutlæg (subjektiv og objektiv angest). Hlutlæg angist er til staðar í sköpuninni eftir fall Adams en hin huglæga angist er til staðar hjá manninum og er líkari angist Adams heldur en hlutlæga angistin. 33 Hann líkir angistinni við svima. Við það að horfa niður í hyldýpi kemur sviminn en það sem orsakar svimann er jafnmikið augað sem hyldýpið. Angistin verður að svimandi möguleika. 34 Hjá þeim kynslóðum sem koma eftir Adam er angistin meira í ætt við íhugun sem kemur fram á þann hátt að efni eða andlag angistarinnar sem var Ekkert er smátt og smátt að verða Eitthvað (Noget). Það þýðir þó ekki að hún verði að einhverju heldur er hún sambland af hugboðum sem endurspeglast í sjálfum sér. Þetta verður að forsendum fyrir hinu eðlislæga stökki sem á sér stað þegar hver einstaklingur setur syndina. 35 Júlíanus áður en hann er gerður að Cæsar Getur Júlíanus tileinkað sér trú þeirra sem hafa drepið fjölskyldu hans og halda honum sjálfum nánast í gíslingu við hirð keisarans þar sem kristindómurinn er 27 Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls [A]rvesyndens Tilstedeværen i den Enkelte er Angest, der kun er quantitativt forskjellig fra Adams. Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Synden kom ind i Angesten, men Synden førte igjen Angesten med sig. Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls

14 13 notaður í eiginhagsmunaskyni? Það gerist einungis ef trú hans verður persónuleg, það er ef hún finnur sér farveg í sálarlífi hans sjálfs en ekki gegnum annað fólk. Hann verður að hafa upplifað gildi hennar fyrir sjálfan sig - að trúin fullnægi þörfum sálarinnar og sambandið við Guð sé sterkt og persónulegt. Júlíanus hefur gáfur ræðumennskunnar og hæfileika til þess að hrífa aðra með sér og þeir eiginleikar hans hefðu getað hrifið aðra með sér án þess að trúin kæmi þar beint við sögu. Hins vegar er ljóst að hann þekkir kristna trú og finnur mátt Galíleans - hann finnur hvernig hann dregst að honum en hann er hræddur og angistarfullur - innra með honum nagar óttinn hann, ef til vill er það óttinn við það ókunna, að missa stjórnina á lífi sínu og verða að fara eða gera eitthvað sem hann kærir sig ekki um við núverandi aðstæður - að lúta valdi sem er æðra en hann sjálfur. Hann sér Galíleann sem hinn stranga - jafnvel eignar hann honum eitthvað af eiginleikum keisarans - en hann sér ekki kærleiksboðskapinn, gæsku Guðs og frelsið sem laðar manninn að kristinni trú. Þess vegna getur trú hans ekki fullnægt þörfum sálarinnnar heldur er hann stöðugt að leita að því sem getur gefið honum frið í sálinni. Andlegt ástand Júlíanusar í upphafi leikritsins er þannig að hann kallar sig kristinn en á við miklar efasemdir að stríða. Við blinda manninn segir hann sig vera bróður í blindu og vantrú (bls. 142), það er spaug samfara alvöru því hann finnur blinduna í eigin sál. 36 Hann er í sálarneyð og stríðir við illar hugsanir (bls. 141). Hann vill fara burt sem sýnir að hann er að leita; hann er að öðlast sjálfstæði í hugsun, kemur með eigin spurningar, barnatrúin nægir honum ekki lengur og hann stendur frammi fyrir því að þurfa að velja sér leið í lífinu. Reynsla hans frá barnsárum blandast saman við trúna þannig að hann virðist ekki vita hvað hann eigi að velja og stendur í myrkri efasemdanna. Júlíanus á við angist að stríða sem beinist bæði að Guði og mönnum - hann óttast keisarann en einnig Guð. Honum finnst hann ekki vera heill og líður undir þeim væntingum sem aðrir gera til hans. Eðli hans er háð kristindómnum og viðbrögð hans við öllum þessum nafnkristnu mönnum í kringum hann eru ekki aðeins viðbrögð heiðingjans heldur einnig eðlileg viðbrögð hjá sannkristnum manni. 37 Í fyrsta þætti leikritsins þegar Júlíanus hittir bæði Líbaníos og Agaþon fær lesandinn að skyggnast inn í sálarlíf hans og lífið við hirðina í samtölum hans við þá. 36 Egil A. Wyller: Bls Brian Johnston: Bls

15 14 Við Agaþon segir hann að loftið í höllinni sé óheilnæmt og Hekebólíus, kennari hans, sé sorgmæddur yfir honum (bls. 143). Júlíanusi finnst Guð vera afhuga sér og finnur hræsnina sem ríkir við keisarahirðina þar sem fólk notar kristna trú til þess að auðgast og komast lengra á framabrautinni en skeytir minna um sál sína. Keisarinn hefur gefið tóninn við hirðina með því að myrða stóran hluta fjölskyldu sinnar og á við sína eigin sálarneyð að stríða þar sem blóðug augu horfa á hann (bls. 140). Áður en Júlíanus hittir Líbaníos hefur hann heyrt um hann og er hann ræðir um hann við Agaþon segir hann þann hamingjusaman sem hefur ekki verið þar sem rödd og kenning Líbaníosar hefur heyrst (bls. 145) og hann bindi sálir þeirra sem á hann hlusta (bls. 146). Þetta þýðir að Júlíanus hefur heyrt kenningar Líbaníosar og þær hafa snert við honum þó að hann þræti fyrir það. Hér stendur fyrsta barátta Júlíanusar, hann lifir í kristinni trú en finnur heimspekina, vísdóminn og ræðumannsgáfur heilla sig. Hann hefur ekki tileinkað sér kristindóminn á þann hátt að hann geti staðið gegn því og óttinn við þetta tekur sér bólfestu í sál hans - óttinn við Guð og óöryggið, hvað gerist ef hann hverfur frá honum samtímis því að finna löngun til valda - ef ekki keisaratignina sjálfa þá að vera í þeirri stöðu að hann nái völdum yfir hjörtum mannanna. Hvers vegna sýnir Júlíanus svona heitar tilfinningar þegar hann segir Agaþoni frá Líbaníosi (bls )? Er hann að segja sannleikann þegar hann segist ekki hafa leitað hans? Sögur Hekebólíusar um Líbaníos, sem reynast síðan vera ósannar, gefa til kynna að Júlíanus hafi verið að spyrjast fyrir um hann. Óþol Júlíanusar gagnvart Líbaníosi og hvernig hann vill losna við hann má túlka sem svo að hann vilji ekki þurfa að taka afstöðu til kenninga hans og með brottför Líbaníosar muni efinn og óttinn ef til vill víkja á brott. Þegar hann hittir Líbaníos án þess að vita hver hann er þá er gefið í skyn að Júlíanusi sé haldið frá ræðusölunum því þar sé talað um að hann sé jafnoki Líbaníosar í ræðumennsku, geti orðið meiri keisaranum og muni taka við ríkinu (bls ). Þetta kitlar að sjálfsögðu framalöngun Júlíanusar en ýtir jafnframt undir efasemdirnar og óttann því hann finnur að hann verður að taka afstöðu til kenninga Líbaníosar og lausnin er ekki fólgin í því að ræðumaðurinn hverfi frá borginni. Síðan talar hann við Agaþon sem hefur beðið álengdar meðan Júlíanus og Líbaníos ræddust við. Þá fær hann að heyra um sýn Agaþons en hann er einn af þeim sem Júlíanus sneri til kristinnar trúar sem barn. Agaþon er einn af þessum frómu kristnu sem líta á það sem hlutverk sitt að berjast gegn heiðni með öllum ráðum

16 15 jafnvel þó það kosti eyðileggingu og manndráp (bls. 153). Hann og Konstantíus mynda því andstæðar öfgar meðal þeirra kristnu. Í sýninni sá Agaþon fyrir sér hvítt ljós, í því stóð maður í síðri kápu og það geislaði frá höfði hans. Maðurinn sagði honum að leita hans sem ætti að erfa ríkið og segja honum að ganga inn í hellinn og berjast við ljónin. Hann átti einnig að dusta af sér ryk keisarahirðarinnar og ganga aldrei framar inn um hlið hennar (bls. 154). Í tengslum við þessa sýn er nærliggjandi að leita í Daníelsbók Gamla testamentisins þar sem Daníel er hent í ljónagryfjuna eftir að hafa neitað að falla fram og tilbiðja Daríus konung. Öfundarmenn Daníels vildu losna við hann því Daníel var í uppáhaldi hjá konunginum og Daríus varð að fylgja lögum sínum og henda Daníel fyrir ljónin þó að það væri honum þvert um geð. Daníelsbók segir frá því hvernig Guð var með Daníel í gryfjunni og lokaði munni ljónanna svo honum var ekkert mein gert. 38 Altalað var að Júlíanus myndi erfa ríkið eftir Konstantíus en í sýninni er ekki minnst á hvers konar ríki hann eigi að erfa. Í sýninni er bent á hann sem arftakann eftir að hann hafi barist við og unnið sigur á illum öflum. Júlíanus tekur þessu þannig að baráttan standi við Líbaníos og það sem hann stendur fyrir. 39 Það að berjast við ljónin þýðir þá að stilla sér fremst í raðir kristinna manna, halda uppi kristinni lífssýn og berjast fyrir Galíleann. Í sýninni felst einnig ákveðið fyrirheiti sé hún tengd Daníelsbók því Guð er með Daníel og verndar hann gegn ljónunum. Eftir að Daníel er tekinn alheill upp úr gryfjunni lætur Daríus konungur boð út ganga til allra þjóða:...ég læt þá skipun út ganga, að í öllu veldi ríkis míns skulu menn hræðast og óttast Guð Daníels, því að hann er hinn lifandi Guð og varir að eilífu. Ríki hans gengur ekki á grunn og veldi hans varir allt til enda. 40 Ef Júlíanus tekur við kallinu sem Agaþon miðlar til hans munu ljónin, það er þeir sem standa gegn kristinni trú, ekki geta gert honum neitt mein. Það kemur líka fram að ríki Júlíanusar sé ekki keisararíkið því samkvæmt sýninni á hann að fara frá hirðinni og aldrei snúa þangað aftur því ríkið er ekki af þessum heimi heldur er það annars heims, Guðs ríki. Júlíanus fær að heyra um sýn Agaþons á sama tíma og hann stríðir við ótta sinn og angist og hann veit ekki í hvorn fótinn hann á stíga því togað er í hann úr mörgum áttum. Löngun hans til að stunda fræðin, hlýðni við kall Guðs, 38 Daníelsbók, 6. kafli, Biblían, Hið íslenska Biblíufélag, Reykjavík: 1981, bls Egil A. Wyller: Bls Dan. 6:27

17 16 þær kröfur sem gerðar eru til hans við keisarahirðina - allt rennur þetta saman hjá honum og eykur angist hans yfir sínu andlega lífi. Móður Júlíanusar dreymdi einnig draum varðandi framtíð hans og myndar sá draumur einskonar andstæðu við sýn Agaþons. en hana dreymdi að hún fæddi Akkilleus nóttina áður en Júlíanus fæddist (bls. 144). Í draumi móðurinnar er Júlíanus hin ósigrandi hetja sem passar vel við leynda drauma hans um keisaratign eða vera í þeirri stöðu að hann sé hinn fremsti og litið sé upp til hans. Akkilles var þó ekki ósigrandi því hann hafði blett á hælnum þar sem hægt var að særa hann og drepa en Júlíanus virðist ekki vilja muna eftir því. Sýn Agaþons á uppruna sinn í gyðingakristnum þankagangi en sagan um Akkilleus er úr hinum klassíska gríska heimi. Persónuleiki Júlíanusar og örlög hans standa á punktinum þar sem þessar tvær draumsýnir koma saman og í síðasta þætti leikritsins (II,5) verða þær eitt. 41 Í bók sinni Uggur og ótti sem Kierkegaard ritaði undir dulnefninu Johannes de silentio fjallar hann um þegar Guð birtist Abraham og biður hann að fórna Ísak, fyrirheitna syninum sem hann eignaðist á gamals aldri. Í bókinni kemur fram að Johannes þessi er ekki trúaður. Þegar vitnað er í bókina verður raunverulegt nafn höfundar notað eins og með önnur rit hans þó að mikilvægt sé að hafa það í huga hvar höfundur stendur gagnvart trúnni í umfjöllun sinni. Johannes de silentio óskar sér þess að eiga trúna en hann er ekki kominn svo langt. Samkvæmt Biblíunni bað Guð Abraham um að fórna syni sínum til þess að reyna trú hans, hvort hún stæðist ef hann yrði beðinn um að fórna því dýrmætasta sem hann ætti. Kierkegaard veltir vöngum yfir trúarhugtakinu, hvað felst í því, hvað á sér stað í huga og sál Abrahams þegar hann stendur frammi fyrir þessari reynslu og tilhneigingu okkar til að afgreiða hlutina á auðveldan hátt án þess að fara dýpra í það sem liggur að baki. Kristján Árnason segir í formála sínum að Ugg og ótta að trúin hjá Kierkegaard sé ekki eitthvað sem kemur sjálfkrafa við það að lifa í kristnu samfélagi og vera skírð(ur) og fermd(ur). Einkenni hins trúaða er ekki það að falla inn í lífið í þess háttar samfélagi heldur hlýtur trúin, eðli sínu samkvæmt að vera í andstöðu og krefjast þess að menn séu reiðubúnir að ganga í berhögg við þá veraldarhyggju sem hlýtur að 41 Julians personlighet og skjebne befinner seg nettopp i skjæringspunktet mellom disse to drømmefelter, som derfor også ganske riktig forenes i verkets aller siste akt (II,5). Wyller: Bls. 54.

18 17 ráða ríkjum í mannlegu samfélagi í sínýrri mynd og heimtar af mönnum sífellda málamiðlun og tilslökun. 42 Kierkegaard gagnrýnir hvernig fólk á hans tímum lítur á trúna sem þrep í því að komast lengra í andlegu lífi sínu því að trúin sé lokamarkmiðið og fáum gefið að komast þangað. Hann segir: Jafnvel þótt menn væru færir um að koma öllu inntaki trúarinnar í form hugtaksins er ekki þar með sagt að menn hafi náð taki á trúnni, náð tökum á því hvernig menn komast inn í hana eða hvernig hún kemst inn í þá. 43 Trúin er ekkert lítilmótlegt heldur það mikilfenglegasta og erfiðasta sem menn komast í kast við. 44 Trúarhreyfingin er stökk út í það óendanlega, varpa sér í faðm Guðs því hann ber umhyggju fyrir hinum smæsta - þessi hreyfing óendanleikans er framkvæmd í hverri andrá þess sem trúir svo hann falli ekki frá trúnni. 45 Hver einasta hreyfing óendanleikans er framkvæmd af ástríðu og engin íhygli dugar til að koma af stað hreyfingu. 46 Kierkegaard heldur áfram og segir að stökkið sem framkvæmt er í sífellu skýri þá hreyfingu sem á sér stað en að kynslóð hans skorti ástríðuna til að geta framkvæmt þessa hreyfingu. 47 Frá siðferðilegu og mannlegu sjónarmiði var það að fórna Ísak ekkert annað en faðir að myrða son sinn en frá sjónarhorni trúarinnar var það fórn og angist Abrahams felst í þessari þversögn, það er að verk trúarinnar og hlýðni hins trúaða manns við kall Guðs geta verið andstæð því sem kallað er skynsemi - út frá mannlegu sjónarmiði. 48 Abraham glímdi við Guð eins og margir á eftir honum og Kierkegaard segir að hver og einn sé mikill í samræmi við mikilleik þess sem hann glímir við. 49 Þannig sé angist Abrahams oft sleppt því hún sé hættuspil þeim er þannig hugsa. 50 Hann fann til angistar sem faðir Ísaks, sem eiginmaður Söru, móður Ísaks og eflaust hefur hann spurt sig þeirrar spurningar hvort hann hafi skilið Guð rétt. Kierkegaard segir að mitt í öllu þessu hafi hann framkvæmt hreyfingu trúarinnar, hann hafi gert það sem Guð bauð honum án þess að malda í móinn. Því að sá sem elskar Guð án 42 Søren Kierkegaard: Uggur og ótti, þýð. Jóhanna Þráinsdóttir, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík: 2000, bls Kierkegaard, Uggur og ótti, bls Kierkegaard, Uggur og ótti, bls Kierkegaard, Uggur og ótti, bls. 86 og Kierkegaard, Uggur og ótti, bls Kierkegaard, Uggur og ótti, bls Kierkegaard, Uggur og ótti, bls Kierkegaard, Uggur og ótti, bls Kierkegaard, Uggur og ótti, bls. 77.

19 18 þess að trúa gefur sjálfum sér gaum, sá sem elskar Guð í trú, gefur Guði gaum. 51 Angist Abrahams leiðir til þess að hann hlýðir kalli Guðs þó að það kalli á ofurmannlegt átak hans. Styrkur hans felst í því að fela Guði veikleika sinn. En Abraham, mestur allra, mikill sakir þess máttar sem sækir styrk sinn í veikleika, mikill sakir þeirrar speki sem fólgin er í heimsku, mikill sakir þeirrar vonar sem birtist sem vitfirring, mikill sakir þeirrar ástar sem er sjálfshatur. 52 Júlíanus stendur ekki frammi fyrir því að eiga að fórna syni sínum en ótti hans og angist snertir samt einnig lífið, tilveruna og Guð vegna þess að í kallinu sem Agaþon miðlar til hans er hann beðinn um að gefa Guði líf sitt, að kasta sér út í óvissuna á sama hátt og Abraham þegar hann hélt af stað með Ísak. Angist hans er djúpstæð, eins og áður hefur verið nefnt, hann á í tilvistarkreppu og er á báðum áttum hvaða leið hann eigi að fara. Hann kveðst vera lærisveinn Galíleans þegar það á við en þegar hann mætir þeim sem taldir eru standa fyrir utan raðir kristinna manna er hann tregur til að játa trú sína, eins og kemur í ljós þegar hann hittir Líbaníos í fyrsta skipti (bls. 148). Hann stendur á tímamótum, hefur fengið að heyra hjá Agaþon hvers Guð væntir af honum og til þess að geta framkvæmt það verður hann að gera eins og Abraham, taka trúarstökkið og lifa í krafti fjarstæðunnar. Þetta veit Júlíanus og í sál hans ríkir angistin sem hindrar hann í að velja. Sem fyrr segir er angist mannsins huglæg samkvæmt Kierkegaard. Hún er möguleiki frelsisins og einungis angistin sem möguleiki mótar manninn skilyrðislaust við trú. 53 Ef maðurinn sem hefur hafið þessa mótun misskilur angistina þannig að hún leiðir hann ekki til trúar heldur frá trúnni þá er hann glataður. 54 Sá sem lætur angistina aftur á móti móta sig heldur sig við angistina og lætur engin bellibrögð hennar leiða sig villur vega og þannig verður angistin að þjóni sem gegn vilja sínum leiðir manninn þangað sem hann vill fara. 55 Þegar angistin hefur þannig mótað manninn til trúar ryður hún einmitt því úr vegi sem hún hefur sjálf komið fram með. 56 Angist Júlíanusar getur því samkvæmt Kierkegaard annaðhvort leitt hann til trúar eða leitt hann niður í afgrunninn þar sem hann missir sjónar af trúnni. Hann er heldur ekki reiðubúinn til þess að sækja styrk sinn til Guðs 51 Kierkegaard, Uggur og ótti, bls Kierkegaard, Uggur og ótti, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Hvis han, idet han er begyndt Dannelsen, misforstaaer Angesten, saa den ikke fører ham til Troen, men fra Troen, da er han fortabt. Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Kierkegaard, Begrebet Angest, bls Idet da Individet ved Angesten dannes til Troen, da vil Angesten netop udrydde, hvad den selv frembringer. Kierkegaard, Begrebet Angest, bls. 145.

20 19 eins og Abraham gerir heldur vill hann halda fast í eigin styrkleika og hans eigið stolt leyfir honum ekki að sleppa honum eða ef til vill þorir hann ekki að taka stökkið út í það óendanlega. Þrátt fyrir alla hans orðgnótt um leit sína að sálarfrið færir angistin hann alltaf lengra burt frá Guði. Í upphafi lýsir hann því hvernig sálarneyð hans vex með hverjum degi (bls. 141) og að Guð vilji ekki vita af honum (bls. 144). Hann talar um villukenningar Líbaníosar við Agaþon (bls. 146) en samtímis segir hann við Líbaníos að hann sé vinur vísdómsins og er tregur til að viðurkenna að hann sé fylgismaður Galíleans (bls. 148). Þetta sýnir klofninginn í sál hans og hvernig hann hneigist til þess að vilja líta vel út í augum þess sem hann talar við hverju sinni. Johnston segir að ímyndunarafl hans [Júlíanusar] sé klofið og öðru megin sé kærleikur til hetjunnar og klassískrar heimsmyndar þar sem hetjurnar séu gáfaðar og athafnasamar og hinum megin djúpstæð kristin þrá til sannrar trúar sem sem leiði hann í átt til hins andlega. 57 Hann fær leyfi keisarans til þess að yfirgefa Konstantínópel og leið hans liggur til Aþenu í öðrum þætti leikritsins þar sem hann gerist nemandi Líbaníosar og hittir Gregor og Basilíus frá Kappadókíu. Hið akademíska líf verður ekki eins og Júlíanus hafði haldið því hann hafði séð sjálfan sig í anda standa fremst í baráttunni fyrir sannleika Guðs og sannleika heimsins sem Líbaníos stendur fyrir. Freisting Júlíanusar er að ná tökum á kenningum og orðaleikni heimspekinga og ræðumanna og verða mikill - lýsa í ríkinu. Slíkt getur þó ekki orðið á forsendum trúarinnar því í trúnni verður hann að afneita sjálfum sér og framavonum sínum og lifa fyrir Guð, samanber sýn Agaþons (bls. 154). Hann finnur þó ekki það sem hann leitar að hjá Líbaníosi og fylgisveinum hans og því verður kenning þeirra fyrir honum eitthvað sem er án tilgangs og innihalds. 58 Í upphafi standa Abraham og Júlíanus báðir frammi fyrir köllun um fórn sem felur í sér fyrirheit þó það sé ekki beinlínis orðað. Abraham er beðinn um að fórna syni sínum sem Guð hafði gefið fyrirheit um. Kierkegaard orðar það þannig að Guð hafi gert það fjarstæðukennda að veruleika er Sara eignaðist barn á gamals aldri en nú ætli hann að gera það að engu og krefjist þess hins sama af Abraham. 59 Fyrirheit Guðs stendur þó fast og ef það er virkilega ætlun Guðs að Abraham fórni syni sínum þá hefði það þýtt að Guð 57 [h]is imagination is deeply divided between love of the heroic and classical world with its active and intellectual heroes, and his deep Christian yearning for an authentic faith that will give him clear spiritual direction. Johnston bls Egil A. Wyller: Bls Kierkegaard, Uggur og ótti, bls. 66.

21 20 hefði aðrar leiðir til þess að standa við fyrirheit sitt. Júlíanus er beðinn um að yfirgefa hina keisaralegu hirð og leggja til atlögu við ljónin en eins og áður er nefnt tengist það Daníelsbók og þar með fyrirheiti um nálægð Guðs í þrengingum. Júlíanus leggur á flótta undir því yfirskini að hann sé að fara eftir sýn Agaþons og í Aþenu hefur orðið breyting á honum. Löngunin sem hefur blundað í honum eftir hylli hefur verið uppfyllt að einhverju leyti en hann þyrstir eftir meiri viðurkenningu. Lærlingarnir hópast um hann (bls. 162). Hann kallar sig ennþá kristinn en hann sýnir tilhneigingu til þess að nota kristna fræði eins og það hentar honum, samanber það að gefa Guði það sem Guðs er og keisaranum það sem keisarans er (bls ). Gregor er ekki ánægður með framsetninguna á þessari tilvitnun í Biblíuna. Ef Guð fær æðsta sætið þá ætti það að koma sem eðlileg afleiðing að keisarinn fái sitt - þetta bendir fram til Júlíanusar sem keisara þar sem hann vill fá bæði það sem Guðs er og það sem tilheyrir keisaranum. En Júlíanus finnur ekki það sem hann leitar að í Aþenu. Samband hans við Líbaníos er ekki lengur það sem tengir kennara og lærling. Hann sér hversu innantóm kenning Líbaníosar er og að hann lifir ekki eftir því sem hann lærir. Möguleikinn á lærlingum sem eru af efnuðum foreldrum fær Líbaníos til þess að fara niður að skipunum til þess að tryggja sér þá (bls. 165). Líbaníos er ekki mikill maður...[hann] hefur mikla kunnáttu en hann er ekki mikill maður. Líbaníos er nískur; hann er fáfengilegur; hann líður af öfundsýki... Lifir hann samkvæmt því sem hann kennir? 60 (bls. 167). Júlíanus vill fá að lifa og hann hefur séð að lífið við skólana í Aþenu er ekki eiginlegt líf (bls ). Johnston segir að hjá Líbaníosi sé ekki að fá annað en sálarlausan panthesisma þar sem ódauðleikinn felist í sameiningu við jörðina sem fæddi einstaklinginn sem er andstæðan við kristindóminn sem býður Júlíanusi trú á ódauðleika einstaklingsins. 61 Síðar fá bæði Gregor og Basilíus bréf að heiman og þá fær Júlíanus að heyra hvernig Gallos bróðir hans fer fram með mikilli hörku þar sem hann fer. Þá kemur kallið aftur til Júlíanusar og spurt er hvað hann ætli að gera í þessu - það standi honum næst að tala við bróður sinn (bls. 169). Þetta bendir til sýnar Agaþons þar sem hann átti að berjast við ljónin. En Júlíanus hörfar undan þessu. Hann er ekki tilbúinn til þess að ganga fram fyrir skjöldu og eiga í baráttu við bróður sinn um þetta - það 60 Libanios er ingen stor mann...libanios har stor lærdom, men han er ingen stor mann. Libanios er grisk; han er forfengelig; han er opptent av misunnelse...er hans liv som hans lære? Ibsen bls Johnston bls. 253.

22 21 gæti orðið hættulegt fyrir hann (bls. 170). Hann fær síðan að heyra hvernig Makrína (systir Basilíusar) skrifar um hann í bréfi sínu - að hann sé Davíð endurfæddur og muni hafa betur í baráttu sinni við heiðninnar menn (bls. 173). Þá brestur eitthvað í Júlíanusi, hann upplifir kallið og væntingarnar til sín sem eitthvað sem hann geti ekki staðið undir og heldur sína fyrstu ræðu í leikritinu gegn kristninni. Hann bendir á keisarann og hirðmenn hans og spyr hvort það sé þeirra kristindómur sem hann eigi að verja - kristindómur sem sé fullur af græðgi? Hvað með þá sem eyðileggja eignir heiðingjanna og myrða þá vegna Krists og rífast svo eftirá um eignirnar sem heiðingjarnir létu eftir sig? Hvar er kristindómurinn? spyr hann að lokum (bls.173). 62 Hjá Wyller er bent á það að Basilíus fer ekki að verja þessar útgáfur af kristindómnum heldur vísar hann í rit heilagra manna en Júlíanus er búinn að fá nóg af bókum og upplifir að kristindómurinn og húmanisminn trúi á bækur en hann (Júlíanus) vill tilvistarlegt líf með öndunum og er tilbúinn til þess að breyta til og leita annað. 63 Hann segir síðan: Hin gamla fegurð er ekki lengur falleg og nýi sannleikurinn ekki lengur sannur. 64 (Bls. 174). Hann ákveður að leita Maxímusar í þeirri von að þar muni hann öðlast frið og geta náð sambandi við og lifað með öndunum (bls. 176). Hann er að falla frá trúnni vegna þess að hann finnur ekki það sem hann leitar að og hann finnur það ekki vegna þess að hann leitar ekki á réttum stöðum. Í kringum sig sér hann ofstæki eða þá sem skara eld að eigin köku og það hentar vel að nota þá sem afsökun fyrir því að kristindómurinn sé ekki sannur. Þá hefur hann einnig ástæðu fyrir því að segja skilið við kall Guðs sem Agaþon miðlaði til hans. Júlíanus hefur rétt fyrir sér í því að í þessum mönnum er ekki hinn sanna kristindóm að finna og í gegnum hann sést hvernig Ibsen er að nota tíma Júlíanusar til þess að benda samtímamönnum sínum á það hvernig hræsnin lítur út. Gregor, Basilíus og Makrína eru þó að stíga fram sem talsmenn sannrar trúar en Júlíanus velur að hlusta ekki á þau. Með því að snúa baki við kristindómnum er hann jafnframt búinn að segja nei við því kalli sem hann fékk um að boða kenningu Krists þeim sem halda heiðninni á lofti. Á sama hátt kom Kierkegaard fram með gagnrýni á kirkjulíf í Danmörku. Kristján Árnason talar um að hann hafi ráðist óvægilega á dönsku þjóðkirkjuna og 62 Hvor er kristendommen? Ibsen bls Wyller bls Den gamle skjønnhet er ekki lenger skjønn, og den nye sannhet ikke lenger sann. Ibsen bls. 416.

23 22 það sem hann kallaði opinberan kristindóm með hatrömmum ádeiluskrifum. 65 Hann fylgdi ekki straumi tímans, var uppsigað við ýmsa guðfræðinga samtíma síns og bar þeim á brýn útþynningu og fölsun á kristindóminum og leit jafnvel á sjálfan sig sem mælistiku eða sendiboða frá æðri máttarvöldum til þess að gera athugasemdir við það sem væri rotið í trúarlífi Dana. 66 Líklegt verður að teljast að Ibsen hafi þekkt þessa gagnrýni Kierkegaards og í upphafi var einmitt vitnað í bréf sem Ibsen skrifaði þar sem hann talar um að þetta sögulega þema standi í nánara samhengi við hreyfingar samtíma síns en það sem virðist í fljótu bragði. Í þriðja þætti er enn meiri breyting á Júlíanusi. Hann hefur gengið til liðs við Maxímus en í röðum hinna kristnu var litið á hann sem villutrúarmann. Ennfremur er mikil togstreita að myndast milli Júlíanusar og vinanna Gregors og Basilíusar. Hann er sífellt að leita að einhverju sem getur fyllt líf hans. Maxímus býður honum eitthvað sem er öðruvísi en það sem hann hefur áður reynt og hápunkturinn er þegar Maxímus fremur særingar til þess að mana fram andana fyrir Júlíanus (bls ). Með sínum austurlensku trúarbrögðum sýnir hann Júlíanusi annars konar tilbeiðslu en bæði kristindómurinn og akademían geta boðið honum. 67 Hann hefur eitthvað af skugga innra með sér í því hann þjónar herra sínum og vísar honum veginn og nær þannig valdi yfir honum, verður hans annað ego. 68 Í Efesus fara svo þessar andasæringar fram sem eru eins konar vígsla Júlíanusar inn í heim andanna og sýn hans þar staðfestir það og sýnir að hann hefur öðlast innsýn inn í þann heim. Hann er á góðri leið með að takast ætlunarverk sitt - að eiga persónulegt samband við andana. En hvað er það sem rekur hann til þess? Júlíanus lifir í innri spennu og er alltaf að leita að hinu eina sanna svari sem svar við þeirri angist sem rekur hann áfram til þess að öðlast innri frið. Þegar þessar særingar eiga sér stað upplifir hann að hann sé um það bil að finna það sem hann hefur verið að leita að (bls. 181). Þessi nýja opinberun hans á sér stað fyrir tilstuðlan Maxímusar og Júlíanus væntir þess að hann viti hvar kjarna lífsins er að finna. Hann lýsir því hvernig hann hafi gengið gegnum myrkrið, hverju hann hafi mætt og hvernig hann hafi verið í dauðans ótta. Eftir á hafi líkami hans verið sem umbreyttur og þannig hafi 65 Kristján Árnason, formáli að Ugg og ótta, bls Kristján Árnason, bls Wyller bls Han har noe av skyggen i seg, der han tjener og veileder sin herre, forløser hans dulgte drømmer og på den måte utøver makt over ham, utgjør hans alter ego. Wyller bls. 74.

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta

Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta Sigurbjörg Rut Hoffritz Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 2 (Leksjon 4) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Verkefnahefti 3. kafli

Verkefnahefti 3. kafli Verkefnahefti. kafli Skali A Verkefnablöð 0 Námsgagnastofnun. KAFLI .. Cuisinaire-kubbar hvítur appelsínugulur rauður blár ljósgrænn brúnn fjólublár svartur gulur dökkgrænn dökkgrænn svartur gulur fjólublár

Detaljer

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál]

sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] sþ. 503. Tillaga til þingsályktunar [200. mál] um heimild fyrir rikisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. Frá utanríkisráðherra. Alþingi ályktar að

Detaljer

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema

Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema Guðlaug Björg Ingólfsdóttir Meginreglur um bótaábyrgð eignarnema -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Arnar Þór Stefánsson Lagadeild Háskóla Íslands Apríl 2009 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...2

Detaljer

Lausnir Nóvember 2006

Lausnir Nóvember 2006 Lausnir Nóvember 2006 Bls. 1 Reikningur a) 80 d) 27 g) 2400 b) 33 e) 42 h) 410 c) 54 f) 96 i) 640 9 tölur. a) 1 48 b) 1 64 c) 1 90 d) 1 128 2 24 2 32 2 45 2 64 3 16 4 16 3 30 4 32 4 12 8 8 5 18 8 16 6

Detaljer

R3123A Markarfljótsvirkjun B

R3123A Markarfljótsvirkjun B R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar R3123A Markarfljótsvirkjun B Viðauki 20 af 92 við skýrslu Orkustofnunar

Detaljer

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig!

Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn. Talaðu við mig! Leiðbeiningar um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn Talaðu við mig! barnaverndar arstarfsmanna við börn Innihald Formáli... 5 Réttur barna og unglinga til þátttöku... 6 Tilgangurinn með leiðbeiningunum...

Detaljer

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls

viðaukum. Birtist í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti, 45. árg., 1995, bls Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda. 1 Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,

Detaljer

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði

Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Þorsteinn Ingason Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Þorsteinn Ingason Eðli skuldajafnaðar BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari:

Detaljer

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans.

Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti með vísan til forsendna hans. Úrskurður 9/2007 Kærður er úrskurður tollstjórans á Seyðisfirði þar sem tollverð bifreiðar sem flutt var úr landi til aðvinnslu er ákvarðað m.v. heildarverðmæti bifreiðarinnar. Kærandi gerði þá kröfu að

Detaljer

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk

BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM. UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk BÖRN Í FJÖLTYNGDUM FJÖLSKYLDUM UPPLÝSINGABÆKLINGUR Islandsk 1 FORMÁLI Upplýsingabæklingurinn fjallar um 10 spurningar sem foreldrar oft spyrja og sem beinast að fjöltyngdum málþroska barna. Að auki er

Detaljer

Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins

Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins Guðrún Halla Daníelsdóttir Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Björg Thorarensen, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2010 Formáli

Detaljer

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6

Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Verknr. 540 550 /os/jfj/vmgogn/lyk/038/skyrsla038.t Þverá, Langadalsströnd vhm 038 Rennslislykill #6 Jóna Finndís Jónsdóttir OS-96064/VOD-11 B Nóvember 1996 - 2

Detaljer

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Almennar kröfur til íbúða Í grein í byggingarreglugerð segir: Hver einstök

Detaljer

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Lokaverkefni til B.Ed. - prófs Hvað er að vera vinur? Um lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi Arndís Th. Friðriksdóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Ágrip Lífsleikni og dygðir í leikskólastarfi

Detaljer

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS.

Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Norska fiskveiðistjórnunarkerfið og markaðssetning norskra afurða Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Norway Seafood AS. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir Heildarútflutningsverðmæti

Detaljer

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun

Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar Kafli 6.52 R3154A Blöndudalsvirkjun Erla Björk Þorgeirsdóttir Kristinn Einarsson Linda Georgsdóttir OS-2013/01 978-9979-68-326-1 Orkustofnun Orkugarður

Detaljer

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG VERKEFNAHEFTI. Námsgagnastofnun 8667 1B SKALI VERKEFNAHEFTI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Námsgagnastofnun 8667 Efnisyfirlit Verkefnablöð í Skala 1B Kafli 4 1.4.1 Skífurit 1.4.2 Hve gamlir eru strákarnir? 1.4.3 Hvaða kast var lengst? 1.4.4

Detaljer

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000.

UM SJÁVARFALLASPÁR. Náttúiufrœðingurinn 69 (I), bls , 2000. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON UM SJÁVARFALLASPÁR Sjávarföllin hafa frá fyrstu tíð vakið athygli þeirra sem við strendur búa eða sjómennsku stunda. Að sæfarendur þurfi að taka tillit til flóðs og fjöru er deginum

Detaljer

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi

Frumvarp til laga. um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi Þskj. 189 170. mál. Frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009 2010.) 1. gr. Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein,

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi.

Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur Umsögn. Barnalög (barns, forsjá, umgengni o.fl.) 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. Alþingi Erindi nr. Þ 140/1532 komudagur 14.3.2012 FÉLAG UM FORELDRAJAFNRÉTTI BARN Á RÉTT Á BÁBUM FCRELDRUM Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Dagsetning. 14. mars 2012

Detaljer

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska

1. Inngangur. 2. Önnur móðurmál en íslenska 1 1. Inngangur Ýmsir geta ekki nýtt sér hefðbundna kennslu í íslensku í grunnskóla. Hluti þeirra hefur gengið undir nafninu nýbúar. Í Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku

Detaljer

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003

FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 FRIÐHELGI EINKALÍFS NÓVEMBER 2003 Hver er réttur barns til friðhelgi einkalífs? Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum, er barn skilgreint, sem einstaklingur, yngri

Detaljer

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver)

Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Ordliste for TRINN 2 (utviklende matematikk-oppgavehefter 2Aog 2B- refleksjonsord som kan hjelpe å forstå oppgaver) Bok og side Ord på norsk Forklaring på norsk/synonym/illustrasjon På morsmål (islandsk)

Detaljer

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00

2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 2.febrúar 2015 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Detaljer

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur: -Árið 2013, föstudaginn 7. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af héraðsdómurunum Guðjóni St. Marteinssyni, sem dómsformanni, Barböru Björnsdóttur og Halldóri

Detaljer

Nokkur blöð úr Hauksbók

Nokkur blöð úr Hauksbók Hugvísindasvið Nokkur blöð úr Hauksbók nokkur atriði nokkuð endurskoðuð Ritgerð til B.A. prófs Pavel Vondřička maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir erlenda stúdenta Nokkur blöð úr Hauksbók

Detaljer

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun

Frístundahús. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun . gr. byggingarreglugerðar, nr.112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frístundahús Í grein í byggingarreglugerð segir: Almennar hollustuháttakröfur íbúða

Detaljer

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði...

7.4 Skotvopn og sprengiefni Önnur tilvik gr. hegningarlaganna Hugtakið saknæmi Saknæmisskilyrði... EFNISYFIRLIT Aðfararorð... 3 1 Inngangur... 4 1.1 Um efni ritgerðarinnar og efnisskipan... 4 1.2 Sögulegt yfirlit... 6 2 Flokkun afbrota... 7 2.1 Tjónsbrot... 8 2.2 Samhverf brot... 9 2.3 Hættubrot...

Detaljer

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma.

sambærilegum dómum er átt við að atvikalýsingar séu svipaðar, ákært sé fyrir sömu ákvæði hegningarlaganna og að dómur hafi fallið á svipuðum tíma. EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Ákvörðun refsingar... 3 2.1 Um refsimörk laga... 3 2.2 Refsiþyngingarástæður... 4 2.3 70. gr. hgl.... 4 2.4 Hugtakið nauðgun í lagalegum skilningi... 6 2.4.1 Fyrirmynd og

Detaljer

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd

Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Lögmannafélag Íslands Leiðbeiningar fyrir lögmenn um hvernig uppfylla má kröfur nýrra laga um persónuvernd Hörður Helgi Helgason, lögmaður Samið að fyrirmynd norska lögmannafélagsins, Advokatforeningens

Detaljer

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121

Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Hugvísindasvið Kongeriket Norges Grunnlov 49-121 Oversettelse fra norsk til islandsk Ritgerð til BA-prófs í norsku Þórunn S. Hreinsdóttir Júní 2015 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í norsku og

Detaljer

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð

Undir afstæðum himni. Samtöl og dagbókarblöð Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð Bók þessi er gefin út í 300 eintökum. Matthías Johannessen Undir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð ÁRVAKUR HF. Umdir afstæðum himni Samtöl og dagbókarblöð

Detaljer

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål

Eksamen FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II. Nynorsk/Bokmål Eksamen 22.05.2017 FSP6074 Islandsk II PSP5732 Islandsk nivå II Nynorsk/Bokmål Nynorsk Eksamensinformasjon Eksamenstid Hjelpemiddel Eksamen varer i 5 timar. Alle hjelpemiddel er tillatne, bortsett frå

Detaljer

Nutricia. næringardrykkir

Nutricia. næringardrykkir 1 Nutricia næringardrykkir Athugið: Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25 C, geymast í 24 klst. í kæli eftir að flaskan hefur verið opnuð. Flestir kjósa að drekka næringardrykkina kalda en einnig

Detaljer

Lítanían. Einar Sigurbjörnsson, Háskóla Íslands

Lítanían. Einar Sigurbjörnsson, Háskóla Íslands Einar Sigurbjörnsson, Háskóla Íslands Lítanían Hvað er lítanía? Ungur guðfræðingur spurði mig fyrir fáum árum: Hvað er lítanía? Hann hafði séð auglýsingu frá kirkju um messu á föstudaginn langa og þar

Detaljer

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands

Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands Marta María Friðriksdóttir Vægi lögskýringargagna við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrár í dómum Hæstaréttar Íslands - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Margrét María Grétarsdóttir Lagadeild

Detaljer

Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna -

Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna - BA-ritgerð í lögfræði Skilyrði refsiábyrgðar og beiting 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 - með hliðsjón af 201. gr. a norsku hegningarlaganna - Sigríður Dísa Gunnarsdóttir Leiðbeinandi:

Detaljer

Gæsluvarðhald að ósekju

Gæsluvarðhald að ósekju LÖGFRÆÐISVIÐ Gæsluvarðhald að ósekju Bótaréttur manna vegna setu í gæsluvarðhaldi að ósekju sbr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Þorkell Hróar Björnsson

Detaljer

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS

SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS SAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS YFIRLIT UM HÁLFRAR ALDAR STARF Samið hefir GUÐNI JÓNSSON prófessor REYKJAVÍK HÁSKÓLI ÍSLANDS PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR 1961 Efnisyfirlit Formáli..........................................

Detaljer

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ?

VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? VERKEFNI ME B ぱKINNI: たSLAND LANDI OKKAR EFTIR ʼn ぱRU KRISTINSD ぱTTUR. Bls. 4 5: Hva heitir landi sem vi b モum タ? Hva heitir landi sem モ kemur fr ァ? Hva er j パ? Hva heitir j パ in sem b ヲr ァ たslandi? Hva

Detaljer

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007

Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 Svanhildur Anna Magnúsdóttir Helstu nýmæli laga nr. 150/2007 -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Forsaga

Detaljer

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015.

Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið, b.t. Vals Þráinssonar, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Reykjavík 11. mars 2016. Varðar: Athugasemdir við Frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins, rit nr. 2/2015. Samkeppniseftirlitið

Detaljer

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner»

«Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Háskóli Íslands Hugvísindasvið Norska «Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner» Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken. Ritgerð til BA-prófs

Detaljer

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Rakel Birna Þorsteinsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Rósmundur Guðjónsson Apríl 2016 BA-ritgerð í lögfræði Hugtakið

Detaljer

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004.

TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. TILKOMA, INNTAK OG FRAMKVÆMD TILKYNNINGARFRESTS, SKV. 1. MGR. 51. OG 1. MGR. 124. GR. VÁTRYGGINGARSAMNINGALAGA, NR. 30/2004. SKÚLI SVEINSSON 14. maí 2012 ML í lögfræði Höfundur: Skúli Sveinsson Kennitala:

Detaljer

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum

Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum Greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til velferðarnefndar Alþingis Janúar 2018 Í þessari greinargerð er fjallað um stærstu megindrætti í skipulagi

Detaljer

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka?

Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? Ásta Sóley Sigurðardóttir Áhættutaka í vinnuslysum: Telst vinna starfsmanna Vegagerðar ríkisins við hættulegar aðstæður áhættutaka? -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson

Detaljer

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði

Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Heimildin til nafnleyndar vitna í sakamálum BA ritgerð í lögfræði Berglind Hermannsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Friðrik Ársælsson Október 2013 Berglind Hermannsdóttir Heimildin til nafnleyndar vitna

Detaljer

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag

Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag Ar 1902, laugardaginn hinn 26. dag júlímánaðar, var hið 17. löggjafarþing, en hið 3. aukaþing sett í Reykjavík. Fyrat söfnuðust alþingismenn, ásamt landshöfðingja Magnúsi Stephensen, saman í alþingishúsinu,

Detaljer

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM

ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM ÚRRÆÐI 55. GR. FJÖLEIGNARHÚSALAGA VEGNA BROTA Á GRENNDARHAGSMUNUM Haukur Hinriksson 2013 BA í lögfræði Höfundur/höfundar: Haukur Hinriksson Kennitala: 060690-3169 Leiðbeinandi: Kristín Haraldsdóttir Lagadeild

Detaljer

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to)

Viðauki. Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs to) Viðauki Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Lbs. 182 4to) Jóhannes B. Sigtryggsson, 2011 1 2 1 Hjartans elskulegu dætur mínar, Sigríður, Jórunn, Guðný, Katrín og Helga, ykkur, ykkar elskendum og afkomendum,

Detaljer

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna: a. Á brott

Detaljer

lífið Matur er hluti af MenningararfinuM Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson

lífið Matur er hluti af MenningararfinuM Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson lífið Föstudagur 13. nóvember 2015 Sigga Dögg kynfræðingur spurt um Hugsanavillur í munnmökum 2 Elísabet Gunnarsdóttir Trendnet diskóglamúr í Fatnaði er málið í vetur 6 Þrif og tíska á samfélagsmiðlum

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...4 I. Forsendur...4 II. Hættugreining...5 III. Áhættumat...8 1. Berklar (Tuberculosis

Detaljer

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup

Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup Grímur Hergeirsson Um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum og fleiri reglur laga nr. 40/2002 um fasteignakaup - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Viðar Már Matthíasson Lagadeild Háskóla

Detaljer

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5

1 Inngangur Kristín Helga Gunnarsdóttir Ríólítreglan Þýðingar og þýðingafræði... 5 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 2 1.1 Kristín Helga Gunnarsdóttir... 3 1.2 Ríólítreglan... 3 2 Þýðingar og þýðingafræði... 5 2.1 Hvað eru þýðingar?... 5 2.2 Hugtakið jafngildi... 6 2.2.1 Hvað er jafngildi?...

Detaljer

Øvingsoppgaver i norrønt

Øvingsoppgaver i norrønt Robert K. Paulsen Øvingsoppgaver i norrønt Del 3 (Leksjon 5) for Fjernord- studentene våren 2014 NOSP103- F Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier Universitetet i Bergen Versjonshistorie

Detaljer

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum 2 Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir

Detaljer

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga

Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Háskólinn á Bifröst BS ritgerð - Haust 2012 Hvað ræður skattalegu heimilisfesti lögaðila skv. íslenskum skattarétti og ákvæðum tvísköttunarsamninga Jóhann Sveinn Sigurleifsson Leiðbeinandi: Elísabet Guðbjörnsdóttir

Detaljer

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb

Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur Q.ccrb Reykjavík, 22. janúar 2007. Nefiidasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Alþingi Erindi nr. Þ /53/^ 31* komudagur 23. 1 Q.ccrb Efiii: Svör við umsögnum um firumvarp til laga um breyting á almennum

Detaljer

Alltaf sami Grallarinn?

Alltaf sami Grallarinn? Tónlistardeild Hljóðfæraleikur Alltaf sami Grallarinn? Samantekt á efni allra 19 útgáfna Grallarans Ritgerð til BMus-prófs í hljóðfæraleik Kristín Þóra Pétursdóttir Haustönn 2016 Tónlistardeild Hljóðfæraleikur

Detaljer

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA

REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA REGLUR FYRIR ÚTGEFENDUR FJÁRMÁLAGERNINGA NASDAQ OMX ICELAND HF. ÚTGEFNAR 17. desember 2013 INNGANGUR... 4 HLUTABRÉF... 5 1. TAKA HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA... 5 1.1 SKILYRÐI FYRIR TÖKU HLUTABRÉFA TIL VIÐSKIPTA...

Detaljer

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2012/EES/50/01 2012/EES/50/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 50 19. árgangur 13.9.2012 Ákvörðun sameiginlegu

Detaljer

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum

3.2 Lausnir af römmum sýrum og bösum 3. kafli, Efnafræði II (Jóhann Sigurjónon) Efnahvörf ýru og baa við vatn og innbyrði. (Athuga: K = K a ; S = HB ; B = B ; K v = K w ) Upprifjun (8. kafli bók I, Jóhann Sigurjónon) Skilgreiningar: Brønted:

Detaljer

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010 -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Rannveig Júníusdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ása Ólafsdóttir, lektor september

Detaljer

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur

Handbók um Umferðarmerki. Inngangur Handbók um Umferðarmerki Inngangur Útgefandi Vegagerðin og Reykjavíkurborg Mars 2013 Efnisyfirlit Almennar reglur... 2 Tæknilegar kröfur til umferðarmerkja... 3 Merkjaplötur... 3 Litur, lögun, stærð og

Detaljer

ORKUSTOFNUN VATNAM LINGAR Lykilsk rsla OS99067 Verknr. 7-640670 Skj lfandaj t, Go afoss, vhm 50 Rennslislykill nr. 5 OS99067 September 1999 ORKUSTOFNUN: Kennitala 500269-5379 - S mi 569 6000 - Fax 568

Detaljer

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans

Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans 1. tölublað, 4. árgangur. Maí 2008 Frímúrarareglan svarið við áreiti nútímans Viðtal við Val Valsson - bls. 11 FRÍMÚRARINN 3 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

Detaljer

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST

GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR FORSTJÓRI JÁ SPURÐ UM FJÖLMIÐLAFÁRIÐ Í KRINGUM GILLZ OG SÍMASKRÁNA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST 17. FEBRÚAR 2012 STJÖRNUSMINKA GERIR ÞAÐ GOTT Í DUBAI FLOTTAR FYRIRMYNDIR YFIR FERTUGU SJÓNVARPSKOKKUR OG NÝBÖKUÐ MAMMA LÖMUÐ FYRIR NEÐAN BRJÓST Á LEIÐINNI Í MARAÞON GOTT AÐ VERA VITUR EFTIR Á SIGRÍÐUR

Detaljer

Aðför vegna umgengistálmana

Aðför vegna umgengistálmana Aðför vegna umgengistálmana Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla

Detaljer

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna

Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Verknr. 8-503100 Bjarni Richter Kjarnaborun í Tjörnessetlögin til að meta þroska lífrænna efna Áfangaskýrsla Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/051 Ágúst 2001 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík:

Detaljer

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr.

33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. BA-ritgerð í lögfræði 33. gr. samningalaga Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands fyrir og eftir lögfestingu 36. gr. Jóhann Þorvarðarson Leiðbeinandi: Unnur E. Sveinsdóttir Apríl 2014 BA-ritgerð í lögfræði

Detaljer

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ

majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ Afskriftir nátnslána - minnisblað majl Eríndi nr. Þ /^ 3 /^ 3 komudagur 2% l 20IÍ 1Norður Noregi hafa námslán íbúa um langt skeið verið færð niður um vissa upphæð árlega. Námslán eru afskrifuð um 10% á

Detaljer

Islandsk bøyingsskjema

Islandsk bøyingsskjema Islandsk bøyingsskjema Skjemaet er bygd opp som parallell til Odd Einar Haugen: «Norrønt bøyingsskjema» (folk.uib.no/hnooh/materiell/boyingsskjema3-2.pdf), ettersom det på kurset «Språkhistorie og talemål»

Detaljer

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Husk psyllium fræskurn, hörð hylki. Plantago ovata Forsk. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Husk psyllium fræskurn, hörð hylki Plantago ovata Forsk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun lyfsins.

Detaljer

Magn og uppspretta svifryks

Magn og uppspretta svifryks Ylfa Thordarson Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Magn og uppspretta svifryks Rannsókn á loftmengun í Reykjavík. Október 2000 1. Samantekt Nýlega hefur almenningi orðið ljóst að höfuðborgarsvæðið

Detaljer

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI

KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI KÖNNUNARSKURÐIR Í SVONEFNDA ÞORLÁKSBÚÐ Í SKÁLHOLTI Mjöll Snæsdóttir FS435-09041 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551 1033 Fax: 551 1047 Netfang: fsi@instarch.is Heimasíða:

Detaljer

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson

Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár. Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar náttúruvá viðvaranir - spár Sigrún Karlsdóttir Sibylle von Löwis Trausti Jónsson Gróðureldar Gróðureldar geta kviknað í sinu mjög þurrum gróðri rakastig og úrkomumagn skiptir því máli Gróðureldar

Detaljer

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd

Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Reykjavík 4. desember 2017 Endurskoðun reglna um greinarmerkjasetningu skýrsla fyrir Íslenska málnefnd Jóhannes B. Sigtryggsson 1 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2 Yfirlit... 4 2.1 Kaflar í auglýsingunni

Detaljer

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321. frá 20. desember 2017 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/321 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2468 2030/EES/49/22 frá 20. desember 2017 um stjórnsýslu- og vísindakröfur

Detaljer

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850.

ii. VmBÆ'I'IB. og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. ii. VmBÆ'I'IB. Konúngleg frumvörp og álitsmál, með ástæðum stjórnarinnar, sem borin eru undir alþingi 1850. 2 I. Frumvarp til opins bre Is viðvíkjandi breytíng á tilskipun 28. marz 1855 um 5Unn\1- og helgidagahald

Detaljer

PÆLINGAR UM NPA EFNI:

PÆLINGAR UM NPA EFNI: PÆLINGAR UM NPA EFNI: I. INNGANGUR... 2 II. HVERJIR EIGA AÐ FÁ NPA-SAMNING? REGLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU... 4 III. ÚR REGLUM Á ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM... 7 IV. HUGLEIÐINGAR UM HVERJIR EIGI AÐ FÁ EÐA GETI NÝTT

Detaljer

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut.

Hún gekk þegar til hans. Hann tók undir hökuna og kyssti hana. Síðan gekk hún í braut. Brennu-Njáls saga Brennu-Njáls saga 1. kafli Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill

Detaljer

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi

Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Áhættumat Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi Mars 2014 0 EFNISYFIRLIT Inngangur...3 I. Forsendur...3 II. Hættugreining...4 1. Berklar (Mycobacterium bovis)... 4

Detaljer

Árbók kirkjunnar júní maí 2011

Árbók kirkjunnar júní maí 2011 Árbók kirkjunnar 2010 1. júní 2010 31. maí 2011 Forsíðumynd: Hendur Guðs til góðra verka í heiminum Unglingar á Landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar 2010, sem haldið var á Akureyri, söfnuðu peningum til

Detaljer

1. tölublað, 9. árgangur. Apríl 2013 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

1. tölublað, 9. árgangur. Apríl 2013 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 1. tölublað, 9. árgangur. Apríl 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN BOSS. BOTTLED. FRAGRANCE FOR MEN FEATURING

Detaljer

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé

Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Dómstigi við mat á lifandi sauðfé Við dóma á sauðfé skal styðjast við skala þann sem lýst verður hér á eftir ásamt því að upplýsingar um þunga grips og mælingar á bakvöðva, fituþykkt á baki, lögun vöðvans

Detaljer

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA

SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA SKÝRSLA NEFNDAR VEGNA ENDURSKOÐUNAR IÐNAÐARLAGA Febrúar 2012 ISBN: 978-9979-871-58-3 EFNISYFIRLIT SAMANTEKT... 5 NIÐURSTÖÐUR OG TILLÖGUR NEFNDARINNAR... 8 1. INNGANGUR... 11 1.1. Skipan nefndarinnar...

Detaljer

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók

BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS Barnaverndarstofa - handbók BARNAVERNDARSTOFA HANDBÓK MARS 2006 Efnisyfirlit 1. Barnavernd samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.. 1 2. Stefnumörkun i barnaverndarmálum... 3 3. Nokkur grundvallaratriði í barnaverndarstarfi...

Detaljer

Jónatan þórmundsson, prófessor. Umboðssvik

Jónatan þórmundsson, prófessor. Umboðssvik Jónatan þórmundsson, prófessor. Umboðssvik 1 2 3 4 Staða umboðssvika meðal auðgunarbrota 1.1 Verndaragsmunir og verknaðarandlag 1.2 Lögformleg flokkun auðgunarbrota 1.3 Umboðssvik lagatexti og brotaeiti

Detaljer

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar

að veita meira fjármagni NDF til að styðja við loftslagsverkefni í þróunarlöndum þar sem tekjur eru lágar NEFNDARTILLAGA Nefndartillaga um hlutverk norrænu fjármögnunarstofnananna NIB, NEFCO og NDF í loftslagsmálum 1. Tillaga nefndarinnar náttúruauðlindanefnd leggur til að beini tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna

Detaljer

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa...

Formannspistill... 4 Salóme A. Þórisdóttir. Starfskenning Starfskenning Þroskaþjálfa Bryndís Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Ylfa... Fagbla Þroskaþjálfafélags Íslands, 1. tbl. 11. árg. 2010 Frá út gáfu ráði Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu Þroskaþjálfans. Síðasta blað kom út árið 2007 og þá eingöngu í vefútgáfu. Almennur vilji félagsmanna

Detaljer

Um túlkun samninga. Eyvindur G. Gunnarsson. Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir

Um túlkun samninga. Eyvindur G. Gunnarsson. Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Eyvindur G. Gunnarsson Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Eyvindur G. Gunnarsson

Detaljer

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð

33 Dagurinn minn. 1. Dagurinn hjá Lilju. 1.1 Spyrjið og svarið. Orðaröð 33 Dagurinn minn 1. Dagurinn hjá Lilju H2.22 Lilja er sjúkraliði. Hún vinnur oft á næturvöktum. Þegar hún vinnur á nóttunni vaknar hún klukkan þrjú á daginn. Fyrst fer hún í sturtu, borðar hádegismat og

Detaljer

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum

SKÝRSLA. nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum SKÝRSLA nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum Félags og tryggingamálaráðuneytið apríl 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...5 INNGANGUR...6 HELSTU TILLÖGUR...8 1 SIFJAMÁL OG FÉLAGSLEG STAÐA BARNA...12

Detaljer

Lýsing á skrá og leiðbeiningar

Lýsing á skrá og leiðbeiningar Lýsing á skrá og leiðbeiningar Illustrasjonsfoto: Colourbox Hönnun / umbrot Gøril Nordgård, SKDE Ljósmyndir Colourbox Prentun Prentsmiðja við Háskólasjúkrahúsið Norður-Noregi HF Upplag 100 Útgefið Október

Detaljer

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn

föllum tölum kynbeygingu lokaður flokkur opnir flokkar óákveðin fornöfn persónufornöfn afturbeygð fornöfn spurnarfornöfn eignarfornöfn 39 2.4 Fornöfn 2.4.0 Flokkar fornafna og almenn einkenni þeirra Svokölluð fornöfn skiptast í nokkra flokka sem eru býsna ólíkir innbyrðis. Íslensk fornöfn eiga það þó sameiginlegt að vera fallorð. Í því

Detaljer

Inngangur Skýrsla þessi er samin af vinnuhópi sem forseti Alþingis skipaði í júní 2014 til þess að endurskoða kosningalög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum í formi

Detaljer